Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Relaterede dokumenter
Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn. Xýlómetazólínhýdróklóríð

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat).

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Kökur, Flekar,Lengjur

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Dyrebingo. Önnur útfærsla

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat).

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

esurveyspro.com - Survey Detail Report

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

komudagur f2

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa.

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

- kennaraleiðbeiningar

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

Nýrnabilun af völdum v

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Jökulsárlón og hvað svo?

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Æfingar og ráð til að takast á við streitu

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

forbindelse med både ansættelse, ændring i ansættelsesforhold og ved afslutning af ansættelsen.

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli.

Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

ÍSLANDS. 1. tölublað Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Sjálfsprottinn söngur barna

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

heilsuvæn málning sem NAAF mælir með! Bliss LITAKORT

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Kennsluleiðbeiningar A B

sþ Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur

Transkript:

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf. - Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4. - Leitið til læknis ef þú þarft enn að taka Nicotinell munnsogstöflur eftir 9 mánaða notkun. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um Nicotinell Mint og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota Nicotinell Mint 3. Hvernig nota á Nicotinell Mint 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á Nicotinell Mint 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um Nicotinell Mint og við hverju það er notað Nicotinell Mint munnsogstöflur tilheyra flokki lyfja sem notaður er sem hjálpartæki þegar verið er að venja sig af reykingum. Nicotinell Mint munnsogstöflur eru fáanlegar í tveim styrkleikum (1 og 2 mg). Þessi fylgiseðill gildir fyrir Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflur. Nicotinell Mint munnsogstöflur innihalda nikótín sem er eitt af innihaldsefnum tóbaks. Þegar þú sýgur Nicotinell Mint munnsogtöflurnar losnar nikótínið hægt og frásogast í gegnum slímhúðina í munninum. Þetta lyf er notað til að hjálpa einstaklingum að hætta að reykja. Nikótínið í Nicotinell munnsogstöflum dregur úr fráhvarfseinkennum og reykingaþörf, þegar þú hættir að reykja eða tímabundið meðan dregið er úr reykingum til að auðvelda það að hætta. Með því að draga úr fráhvarfseinkennum og reykingaþörf vinnur Nicotinell Mint gegn bakslagi hjá þeim sem eru reiðubúnir til þess að hætta reykingum. Ráðgjöf og stuðningur við sjúklinga auðvelda þeim venjulega að hætta að reykja. Nicotinell Mint er ætlað þeim sem reykja og eru 18 ára og eldri. 2. Áður en byrjað er að nota Nicotinell Mint Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtun en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð. Ekki má nota Nicotinell Mint: 1

- ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni Nicotinell Mint (talin upp í kafla 6) - ef þú reykir ekki. Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Nicotinell Mint er notað, ef þú: - ert með hjartasjúkdóma, t.d. hjartabilun, hjartastopp, hjartaöng, kransæðaherping (Prinzmetals hjartaöng) eða alvarlegar truflanir á hjartastarfsemi - hefur fengið blóðtappa eða heilablæðingu (heilablóðfall) - ert með of háan blóðþrýsting - ert með blóðrásarsjúkdóma - ert með sykursýki - ert með ofvirkan skjaldkirtil - ert með ofvirkar nýrnahettur (krómfíklaæxli) - ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi - ert með bólgu í vélinda, munni eða koki, magaverki, ógleði, uppköst (magabólgu) eða magasár. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Þessvegna er mikilvægt að geyma alltaf Nicotinell Mint þar sem börn hvorki ná til né sjá. Börn og unglingar (yngri en 18 ára) Nicotinell er ekki ráðlagt börnum og unglingum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Notkun annarra lyfja samhliða Nicotinell Mint Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Ef þú hættir að reykja eða ef þú notar önnur lyf, getur verið að læknirinn þinn aðlagi skammtana þína. Engar upplýsingar liggja fyrir um verkun Nicotinell Mint munnsogstaflna þegar þær eru notaðar samhliða öðrum lyfjum. Auk nikótínsins geta önnur innihaldsefni í sígarettum haft áhrif á verkun lyfja. Þegar reykingum er hætt getur það haft áhrif á eftirfarandi lyf: Hafðu samband við lækni ef þú tekur lyf eins og: - Teófýllín (lyf notað til að meðhöndla astma). - Takrín (lyf notað til að meðhöndla Alzheimers sjúkdóm). - Olanzapín og clozapín (lyf notuð til að meðhöndla geðklofa). - Insúlín (lyf notað til að meðhöndla sykursýki). Skammta gæti þurft að aðlaga. Notkun Nicotinell Mint með mat, drykk eða áfengi Þú skalt forðast að drekka kaffi, súra drykki eða svaladrykki allt að 15 mínútum fyrir notkun, þar sem þessir drykkir geta minnkað upptöku nikótíns úr munni. Meðganga og brjóstagjöf Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Meðganga Þú mátt einungis nota Nicotinell Mint í samráði við lækninn eða lækni sem hefur sérþekkingu í að aðstoða fólk við að hætta að reykja. Ef þú ert barnshafandi áttu alltaf að hætta að reykja þar sem reykingar hafa áhrif á vöxt fóstursins. Reykingar geta einnig leitt til fæðingar fyrir tímann og að barnið fæðist andvana. Þú skalt hætta reykingum án þess að nota uppbótarmeðferð með nikótínlyfjum. Ef þú getur ekki hætt reykingum án þess að nota uppbótarmeðferð með nikótínlyfjum er minni áhætta fyrir fóstrið af notkun Nicotinell en ef reykingum er haldið áfram. Nikótín er skaðlegt fyrir barnið, sama í hvaða formi það er. 2

Brjóstagjöf Ef þú ert með barn á brjósti skaltu hvorki reykja eða nota Nicotinell, þar sem nikótín berst í brjóstamjólk. Ef þú getur ekki hætt að reykja skaltu nota Nicotinell Mint í samráði við lækninn. Akstur og notkun véla Nicotinell Mint hafa ekki áhrif á hæfni til aksturs eða umferðaröryggi ef það er notað í ráðlögðum skömmtum. Þú skalt hafa í huga að reykbindindi getur valdið atferlisbreytingum. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing. Nicotinell Mint inniheldur gervisætuefni eins og aspartam (E 951) og maltítól (E 965). Hver Nicotinell Mint 1 mg munnsogstafla inniheldur 5 mg af aspartami, sem breytist í fenýlalanín. Fenýlalanín getur verið skaðlegt sjúklingum með fenýlketónmigu (phenylketonuria). Nicotinell Mint munnsogstöflur innihalda maltítól (getur innihaldið frúktósa). - Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn. - Maltítól getur haft væg hægðalosandi áhrif. Hitaeiningafjöldi er 2,3 kkal/g maltítóls. Sykursjúkir mega nota Nicotinell Mint. Hver Nicotinell Mint 1 mg munnsogstafla inniheldur 9,8 mg af natríum. Þetta þarf að hafa í huga hjá sjúklingum sem eru á saltsnauðu fæði. 3. Hvernig nota á Nicotinell Mint Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Nicotinell Mint munnsogstöflur fást í tveimur styrkleikum: 1 mg og 2 mg. Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflur eru ráðlagðar reykingafólki með litla eða í meðallagi mikla nikótínþörf. Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflur eru ekki ætlaðar reykingafólki sem er með mikla eða mjög mikla nikótínþörf. Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflur má taka einar og sér eða samhliða Nicotinell forðaplástrum. Fullorðnir eldri en 18 ára Meðferð með Nicotinell Mint einu og sér Veldu ákjósanlegustu skammtastærðina fyrir þig út frá eftirfarandi töflu: Lítil eða miðlungi mikil ávanabinding Miðlungi mikil eða mikil ávanabinding Mikil eða mjög mikil ávanabinding 3

Nota á lágskammta nikótínlyf Nota á háskammta nikótínlyf Meðferð með Nicotinell Mint munnsogstöflum einu og sér Færri en 20 sígarettur á dag Frá 20 til 30 sígarettur á dag Fleiri en 30 sígarettur á dag Æskilegt er að nota lægri styrkleikann (1 mg munnsogstafla) Nota má lægri (1 mg munnsogstafla) eða hærri (2 mg munnsogstafla) styrkleikann eftir einkennum sjúklinga og vali Æskilegt er að nota hærri styrkleikann (2 mg munnsogstafla) Verði vart við aukaverkanir þegar hærri styrkleikinn er notaður (2 mg munnsogstafla) skal íhuga að skipta yfir í lægri styrkleikann (1 mg munnsogstafla). Notkunarleiðbeiningar: Ekki má gleypa munnsogstöflurnar. 1. Munnsogstaflan er sogin þar til sterkt bragð finnst. 2. Síðan er taflan látin liggja milli kinnar og tannholds. 3. Þegar bragðið minnkar á að sjúga munnsogstöfluna aftur. 4. Endurtakið þar til munnsogstaflan er fullkomlega uppleyst (um 30 mínútur). Venjulegur skammtur Fullorðnir eldri en 18 ára Notaðu eina munnsogstöflu þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Almennt skal taka 1 munnsogstöflu á 1-2 klst. fresti. Í flestum tilfellum eiga 8-12 munnsogtöflur á sólarhring að nægja. Ef þú finnur enn fyrir reykingaþörf geturðu tekið auka munnsogstöflu. Dagleg neysla af Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflum má ekki fara yfir 30 töflur á sólarhring (á bæði við um þegar reykingum er hætt og þegar dregið er úr reykingum). Nicotinell munnsogstöflur eru fyrst og fremst ætlaðar til að hætta reykingum. Þegar reykingum er hætt: Þú átt að hætta að reykja um leið og þú byrjar að nota Nicotinell Mint og átt ekki að reykja meðan á meðferð stendur. Það mun auka líkurnar á að þér takist að hætta reykingum. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin. Í flestum tilfellum skal meðferðin standa í a.m.k. þrjá mánuði og síðan má draga úr fjölda munnsogstaflna smám saman. Þegar notkunin er kominn niður í 1-2 munnsogstöflur á sólarhring á að hætta meðferðinni. Ekki er mælt með notkun lengur en í sex mánuði. Sumt reykingafólk gæti þó þurft að nota munnsogstöflurnar lengur til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar ef þú getur ekki hætt að nota munnsogstöflurnar eftir níu mánuði. Ráðgjöf og stuðningur auðveldar fólki yfirleitt að hætta að reykja. Þegar dregið er úr reykingum: Nicotinell Mint munnsogstöflur á að nota á tímabilum milli reykinga til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum eins mikið og mögulegt er. Skipta á út sígarettum smám saman fyrir Nicotinell munnsogstöflur. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígarettna á sólarhring um minnst helming eftir 6 vikur skal leita ráðgjafar hjá lækni eða í apóteki. Þú skalt hætta að reykja um leið og þú ert reiðubúinn til þess en eigi síðar en 4 mánuðum eftir að meðferð hefst. Næst skal draga úr fjölda munnsogstaflna, t.d. með því að fækka um 1 munnsogstöflu 2.-5. hvern dag. 4

Ef ekki tekst að hætta reykingum eftir 6 mánuði, þrátt fyrir heiðarlega tilraun, skal leita ráðgjafar hjá lækni eða í apóteki. Regluleg notkun Nicotinell Mint munnsogstaflna er ekki ráðlögð. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Samsett meðferð með Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflum og Nicotinell forðaplástri Þegar reykingum er hætt: Einstaklingar sem ekki hafa svarað meðferð við notkun Nicotinell munnsogstaflna eingöngu geta notað Nicotinell forðaplástra saman með Nicotinell 1 mg munnsogstöflum. Mikilvægt: Lesið fylgiseðilinn fyrir Nicotinell forðaplástra fyrir notkun. Þú átt að hætta alveg að reykja þegar þú byrjar að nota munnsogstöflurnar saman með Nicotinell forðaplástrum og átt ekki að reykja meðan á meðferð stendur. Það mun auka líkurnar á því að þú náir að venja þig af reykingum. Notkun Nicotinell forðaplástra samhliða Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflum er ráðlögð reykingamönnum með í meðallagi mikla eða mikla reykingaþörf þ.e.a.s. þeim sem reykja fleiri en 20 sígarettur/sólarhring. Sérstaklega er mælt með því að samsett meðferð fari fram samhliða ráðgjöf frá lækni eða lyfjafræðingi. Þessa samsetningu má aðeins nota þegar reykingum er hætt. Upphaf samsettrar meðferðar: Byrjaðu meðferðina með einum 21 mg/24 klst. plástri saman með Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflum. Nota á minnst 4 munnsogstöflur (1 mg) á sólarhring. Í flestum tilfellum eru 5-6 munnsogstöflur nóg. Þú átt ekki að nota fleiri en 15 munnsogstöflur á sólarhring. Venjulega varir meðferðin í 6-12 vikur. Eftir það áttu að draga úr nikótínskömmtum smám saman. Plásturinn er settur á hreint, þurrt, hárlaust, heilt húðsvæði á búk t.d. bak, bringu, handleggi eða mjaðmir. Plástrinum á að þrýsta að húðinni í 10-20 sekúndur. Til að lágmarka hættuna á staðbundinni ertingu á að breyta milli mismunandi notkunarstaða. Hendurnar á að þvo eftir notkun forðaplástra til að koma í veg fyrir ertingu augna vegna nikótíns af fingrum. Dregið úr nikótínskömmtum eftir fyrstu 6-12 vikurnar: Þetta er hægt að gera á tvo vegu: Leið 1: Notkun plástra með lægri styrk, þ.e.a.s. 14 mg/24 klst. plástri í 3-6 vikur og síðan 7 mg/24 klst. í 3-6 vikur saman með upphafsskammti Nicotinell Mint 1 mg munnsogstaflna. Eftir það er dregið úr fjölda munnsogstaflna smám saman. Almennt er ekki ráðlegt að nota Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflur lengur en í 6 mánuði. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð með munnsogstöflum til þess að forðast að byrja aftur að reykja, en meðferð á ekki að vara lengur en í 9 mánuði. Leið 2: Hætta notkun plástranna og draga smám saman úr fjölda 1 mg munnsogstaflna. Almennt er ekki ráðlegt að nota Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflur lengur en í 6 mánuði. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð með munnsogstöflum til þess að forðast að byrja aftur að reykja, en meðferð á ekki að vara lengur en í 9 mánuði. Ráðlagðir skammtar: Tímabil Forðaplástur Munnsogstöflur 1 mg 5

Upphafsmeðferð (fylgt eftir af leið 1 eða leið 2 hér að neðan) Fyrstu 6-12 vikurnar 1 plástur 21 mg/24 klst. Eftir þörf, 5-6 munnsogstöflur eru ráðlagðar á sólarhring Dregið úr nikótínskömmtum leið 1 Næstu 3-6 vikur 1 plástur 14 mg/24 klst. Munnsogstöflur notaðar áfram eftir þörf Þarnæstu 3-6 vikur 1 plástur 7 mg/24 klst. Munnsogstöflur notaðar áfram eftir þörf Allt að 9 mánuðir --- Minnka smám saman fjölda munnsogstaflna Dregið úr nikótínskömmtum leið 2 Allt að 9 mánuðir --- Halda áfram að draga úr fjölda munnsogstaflna smám saman Ef þér hefur ekki tekist að hætta eftir 9 mánuði að nota munnsogstöflur og plástra ættir þú að leita ráðgjafar hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafðu pakkninguna meðferðis. Ef þú sýgur of margar munnsogstöflur getur þú fengið sömu einkenni og af of miklum reykingum. Einkenni ofskömmtunar eru þróttleysi, svitamyndun, aukin munnvatnsmyndun, sviðatilfinning í koki, ógleði, uppköst, niðurgangur, kviðverkir, truflanir á heyrn og sjón, höfuðverkur, hjartsláttur, andnauð, máttleysi, blóðrásarbilun. Ef grunur er um eitrun hjá barni skal strax hafa samband við lækni. Nikótínskammtar sem fullorðið reykingafólk þolir getur valdið alvarlegri eitrun hjá börnum og jafnvel dauða. Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Aukaverkanir sem þú gætir fundið fyrir fyrstu dagana eru sundl, höfuðverkur og svefntruflanir. Þessi einkenni kunna að vera fráhvarfseinkenni í tengslum við það að reykingum er hætt og vegna of lítils nikótíns. Nikótín úr munnsogstöflum getur í upphafi meðferðar valdið vægri ertingu í hálsi, aukið munnvatnsmyndun, hiksta og brjóstsviða (ef þú þjáist af meltingartruflunum). Þessi einkenni má yfirleitt koma í veg fyrir með því að sjúga munnsogstöflurnar hægar. Alvarlegar aukaverkanir: Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 meðhöndluðum): Óreglulegur hjartsláttur, ofnæmisviðbrögð. Þessi viðbrögð geta í örfáum tilfellum verið alvarleg eins og þroti í húð, þroti í andliti og í munni, lágur blóðþrýstingur og öndunarerfiðleikar. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu e.t.v í 112. 6

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar: Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 meðhöndluðum): Sundl, höfuðverkur, munnþurrkur, hiksti, kviðverkir eins og t.d. ógleði, loft í þörmum, brjóstsviði, aukin munnvatnsmyndun, smávegis erting í munni og hálsi getur einnig komið fram. Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 meðhöndluðum): Hjartsláttarónot. Sár í slímhúð í munni getur komið fram eftir að reykingum er hætt en tengjast ekki endilega meðferðinni. Tilkynning aukaverkana Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 5. Hvernig geyma á Nicotinell Mint - Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. - Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. - Geymið ekki við hærri hita en 25 C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Nicotinell Mint inniheldur - Virka innihaldsefnið er nikótín. Ein Nicotinell munnsogstafla inniheldur 1 mg af nikótíni (sem jafngildir 3,072 mg af nikótín-bítartrat-tvíhýdrati). - Önnur innihaldsefni eru maltítól (E 965), vatnsfrítt natríumkarbónat, natríum-hýdrógenkarbónat, pólýakrýlat-dreifa 30%, xantangúmmí, vatnsfrí kísilkvoða, levómentól, piparmyntuolía, aspartam (E 951), magnesíumsterat. Lýsing á útliti Nicotinell Mint og pakkningastærðir Útlit: Nicotinell Mint 1 mg munnsogstöflur eru hvítar, kringlóttar, kúptar munnsogstöflur með myntubragði. Pakkningastærðir: Þynnuspjöldin fást í eftirfarandi pakkningastærðum: 12, 36, 72, 96, 144 og 204 munnsogstöflur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Markaðsleyfishafi og framleiðandi Markaðsleyfishafi GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S Nykær 68 DK-2605 Brøndby Danmörk 7

Framleiðandi GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S Nykær 68 DK-2605 Brøndby Danmörk eða Novartis Consumer Health GmbH Zielstrasse 40 81379 Munchen Þýskaland eða Sanico n.v. Industriezone 4, Veedijk 59 B-2300 Turnhout Belgía Umboð á Íslandi Artasan ehf Suðurhrauni 12a 210 Garðabæ. Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2016. 8