Sjálfsprottinn söngur barna

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Sjálfsprottinn söngur barna"

Transkript

1 Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir

2 Efnisyfirlit Inngangur... 2 Leikurinn... 3 Menning; form samskipta og samveru... 5 Frá hljóði til tals og tónmáls... 8 Hljóð... 8 Tal Tungumál Hljóðmyndun Söngþroski Sjálfsprottinn söngur barna Söngur án ákveðins forms Söngur innan ramma formúlna Þekkt lög Framkvæmd rannsóknar og úrvinnsla gagna Niðurstöður...32 Lokaorð Heimildir Vefslóð: 1

3 Inngangur Í verkefni þessu verður fjallað um fyrirbærið sjálfsprottinn söngur barna. Markmiðið með rannsókninni er að vekja athygli á þessum söng og benda á mikilvægi hans sem þætti í menningu samfélagsins og sem náms- og þroskaleið barna í leikskólastarfi. Lagt er upp með rannsóknarspurningar sem leitast verður við að svara í verkefninu: Hvernig birtist sjálfsprottinn söngur barna í leik þeirra og menningu og hvaða hlutverki gegnir hann? Verkefnið skiptist í átta meginkafla og þeir skiptast svo aftur í mismarga undirkafla. Fyrst er fjallað um leikinn sem leið til að örva öll þroskasvið barna; félagslegan, vitsmunalegan, tilfinningalegan, mál-, tónlistar- og hreyfiþroska. Skoðað er hlutverk sjálfsprottins söngs í leik barna. Næst er fjallað um menningu sem form samskipta og samveru. Rætt verður nánar um þætti, sem virðist æskilegir í færni barns til þess að eiga farsæl samskipti við aðra. Borið verður saman hlutverk tungumáls og sjálfsprottins söngs í þessu samhengi. Í fræðilega hluta verkefnisins er gerð nánari grein fyrir hugtökum eins og hljóði, tali, tungumáli, hljóðmyndun, söngþroska og sjálfsprottnum söng barna. Kaflinn um framkvæmd rannsóknarinnar og úrvinnslu gagna inniheldur m.a. skráð dæmi um sjálfsprottinn söng barna og í hvaða samhengi þau birtast. Niðurstöður rannsóknarinnar eru dregnir saman úr því sem verkefnið hefur leitt í ljós varðandi rannsóknarspurningarnar sem settar voru fram í upphafi. Fjallað verður um það hvers vegna ástæða sé til að örva þau þroskaferli og umhverfisaðstæður sem gera börnum kleift að tjá sig í gegnum sjálfsprottinn söng og hvernig rannsóknin mun nýtast höfundi sem og öðrum. 2

4 Leikurinn Á fyrstu árum ævinnar er lögð mikilvæg undirstaða sem áframhaldandi þroski byggist á; félagslegur, vitsmunalegur, tilfinningalegur, mál-, tónlistar- og hreyfiþroski. Leikur barna er leið til að örva öll þessi þroskasvið. Í Aðalnámskrá leikskóla stendur: Á bernskuárum er leikur lífstjáning barns, ríkjandi athöfn og mikilvægasta náms- og þroskaleið þess. Leikur er hornsteinn leikskólastarfsins og lífstjáning og gleðigjafi barns (Menntamálaráðuneytið 1999:11). Leikur er athöfn sem er einkennandi fyrir börn. Í honum felst gleði, spenna og frjálsræði, en einnig skipulag og reglur (Lillemyr 2001:21). Börnin þjálfa upp færni og hæfni í leik, sem þau þurfa á að halda þegar þau verða fullorðin. Lífið í leikskólanum snýst að miklu leyti um samskipti. Í leik læra börn m.a. samskiptareglur og það að virða rétt annarra. Leikurinn hefur mikið félagslegt gildi fyrir börnin. Hann stuðlar að félagsmótun barnanna og hjálpar þeim að tileinka sér reglur og lífsmunstur sem ríkir í samfélaginu. Leikurinn endurspeglar þannig þjóðfélagið og þá menningu sem umlykur börnin. Vygotsky taldi ímyndunarafl barna mikilvægt sem leið til að skilja raunveruleikann. Hann skrifaði um að tilfinningar hafi áhrif á ímyndunaraflið. Það afl felur í sér örvandi kraft, einhverskonar drifkraft. Ímyndunarafl barna er ríkt og leiðir stöðugt af sér nýjar hugmyndir (Lillemyr 2001:113). Talað er um, að börn séu fædd með eiginleika, sem gerir þeim kleift að leika sér. Forsendur fyrir því að taka eðlilegum framförum í söng- og málþroska, gilda einnig um að geta leikið sér. Börnin þurfa að æfa sig og þau þurfa örvun, t.d. eins og þau fá í samskiptum við aðra. Segja má að leikurinn byrji í vöggu eða á skiftiborði kornabarnsins. Það sama gildir í raun fyrir mál- og söngörvun. Brosið vekur leikinn (Olofsson 1992:41-43) og leikurinn vekur brosið. Forsendan fyrir leik er samspil sem á sér stað milli barns og annarra. Samspil eða tjáskipti hafa þýðingu fyrir félagslegt nám og þróun sjálfsmyndar. Sjálfsprottinn söngur er hluti af leiknum og ein af samskiptaleiðum barna í menningu þeirra. Söngurinn styður leik barnsins. Leikurinn og söngurinn örvar sköpun og hugmyndaflug. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir fullorðna að taka eftir sjálfsprottnum söng barna, vegna þess að í hraða leiksins birtist söngurinn oft aðeins örstutt í einu, eins og flöktandi ljósglampi. Viðteknar hugmyndir um söng og tónlist eiga ekki alltaf við hér. 3

5 Í hinum vestræna menningarheimi hafa fullorðnir tilhneigingu til að skilgreina og meta þessa þætti út frá sjónarhorni sérhæfingar og atvinnumennsku varðandi tónlist. Þess vegna á söngmenning barna erfitt uppdráttar í samfélagi fullorðinna og er síður tekin alvarlega. Hugtökin söngur og tónlist eru nokkuð fastmótuð hvað varðar tóntegundir, form og reglur. Fullorðnum sést því oft yfir það hlutverk sem sjálfsprottinn söngur hefur í leik barna (Bjørkvold 1996:55-63). Sjálfsprottinn söngur barna er athöfn, oft háð aðstæðum í samskiptum hverju sinni, þar sem samhengi og umgjörð skipta miklu máli. Söngurinn hefur tilgang og merkingu í því samhengi sem hann er notaður, t.d. á vettvangi leiksins. 4

6 Menning; form samskipta og samveru Hugtakið menning er m.a. skilgreint sem: sú heild þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags (Íslenska alfræðiorðabókin 1990:492). Menning er afurð samskipta og túlkunar á samskiptum í aðstæðum sem skapast hjá virkum þáttakendum samfélagsins á hverjum tíma. Í raun og veru er um að ræða hversdagslega atburði byggða á sögulegum forsendum, samfélaginu í dag og þátttakendum þess. Fjarlægir áhrifavaldar á barnæsku eins og sögulegt og samfélagslegt skipulag hafa óbein áhrif, en setja samt ramma fyrir uppeldisskilyrði barna. Foreldrar og starfsmenn leikskólans hafa bein áhrif á mótun æsku barna (Sommer 1997:66-73). Þetta skírskotar til kenningar Bronfenbrenner um vistkerfisnálgun og tilraun til þess að skilja mótun einstaklingsins út frá heildrænu samhengi (Boemmel og Briscoe 2007, Gyða Jóhannsdóttir og Margrét Ólafsdóttir 2006, Paquette og Ryan. 2007). Nálægir og fjarlægir áhrifavaldar eru hluti af því leikriti og sviði sem barnið gengur inn á, þegar það fæðist (Sommer 1997:66). Á þessu sviði og í þessu leikriti kynnist barnið kröfum um félagslega færni. Barnið fær skilning og reynslu sem gerandi í samfélaginu. Samskipti eru eitt af flóknustu viðfangsefnum sem barnið þarf að læra. Broström skilgreinir tjáskipti og samskipti, sem ferli, þar sem börn hafa áhrif á hvert annað og þar sem boðskiptin eru gagnkvæm. Í þessu felst sameiginlegur vilji og áhugi á að t.d. leika sér saman, gera tilraunir og rannsaka eitthvað saman (Broström 1998:39-41). Broström nefnir þrjá þætti, sem æskilega í færni barns til þess að eiga farsæl samskipti við aðra þ.e. að geta skilið, lesið og túlkað félagslegar aðstæður, svo sem látbragð og svipbrigði að hafa trú á sjálfum sér og löngun til, að eiga samskipti við aðra að ráða yfir ákveðinni færni til að koma sér á framfæri við tilteknar aðstæður Broström bendir einnig á að félagsleg samskipti eru lituð af hefðum og venjum sem tíðkast í samfélaginu og kemur það heim og saman við hugleiðingar Sommers, þegar hann skrifar um tengslin á milli menningarinnar, sem barnið elst upp við og það, hvernig barnið þróar með sér færni (Broström 1998:42, Sommer 1997:70-72). Söngurinn er hluti af menningu og því umhverfi sem einstaklingurinn elst upp 5

7 í. Um er að ræða skapandi tjáningarleið sem birtist í margbreytilegum myndum. Sjálfsprottinn söngur birtist sem skapandi tjáningarleið ungra barna og tengist daglegri virkni þeirra, t.d. í samskiptum. Hlutverk sjálfsprottins söngs barna snýst um ástæður fyrir notkun hans. Ef sjálfsprottnum söng er aftur líkt við tungumál er gjarnan bent á þrjú aðalatriði sem hlutverk tungumáls, þ.e. að flytja boðskap mynda tengsl, samskipti styrkja sjálfskennd einstaklingsins Þessi hlutverk eiga öll við um sjálfsprottinn söng barna, en þau skarast (Bjørkvold 1996:94). Það að syngja skapar oft gott hugarástand og vellíðan og hefur þar með þýðingu í sjálfu sér. Sommer og fleiri fjalla um mikilvægi virkni einstaklingsins í félagslegum samskiptum. Samskipti, sem eru byggð á gagnkvæmri virkni og gagnkvæmum áhrifum, þar sem einstaklingurinn gefur eitthvað af sér í samskiptum og tekur einnig við frá öðrum. Virkni er afurð áhuga og þátttöku barnsins (Sommer 1997:72, Bonnevie og Pålerud 1990:142, Hrönn Pálmadóttir 2004:4). Það er þess vegna mikilvægt að samskipti séu merkingabær, hafi þýðingu fyrir barnið. Í þessu sambandi er hægt að benda á, að fræðimenn eins og Piaget og Vygotsky greindi á um hvar áhugann, hvatann eða drifkraftinn sé að finna, sem ýti undir þroska. Kenningar Piagets leggja áherslu á, að drifkraftinn sé að finna innra með barninu. Vygotsky hélt því fram, að drifkrafturinn kæmi utan frá og sé þess vegna fólginn í samskiptum við aðra (Lillemyr 2001: ). Persónuleg þróun og þróun samskiptatengsla verði varla aðgreindar. Ef hugsað er aðeins um þá hugmynd að yfirfærsla menningar sé algjör hjá fullorðnum til barna, vakna spurningar um, hvort sú hugmynd fái staðist. Menningaraðlögun fer fram í samskiptum barns við aðra, fjölskyldu sína, kennara og önnur börn. Fjölskylda/ forráðamenn barna og leikskólinn hafa því mikil áhrif á menningu barnsins, barnið hefur samskipti við önnur börn og fullorðna og hinir fullorðnu geta skapað aðstæður þar sem barnið upplifir ýmsa þætti sem hafa áhrif á það. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga, að börn geta skapað sína eigin menningu, sem er sprottin af menningu fullorðinna, en er með ákveðnum nýjungum, sem börnin skapa sjálf vegna virkni sinnar (Alkærsig og Riemer 1989:6-9). Þessi menning sem 6

8 hægt er að kalla barnamenningu er virkt innlegg til samfélagsins í heild, því barnið er í eðli sína virkt og skapandi, þess vegna má álykta, að áhrifin séu gagnvirk. Barnamenningin er ekki undirbúningsstig fyrir framtíðina, heldur er hún hluti af uppbyggingu samfélagsins og mikilvæg sem eitt stig í lífshlaupinu. Þetta svipar til þeirra hugmynda, sem koma fram í viðtali, sem tekið var við Loris Malaguzzi, aðalhöfund Reggio Emiliu uppeldisstefnunnar á Ítalíu, þar sem bent er á, að þeir sem annast börn þurfa að hafa í huga, að börn eru ekki óvirkir neytendur í samfélaginu, þau hafa virkt hlutverk. Börnin eru oft sterk, skapandi og hafa margt fram að færa í samskiptum við aðra (Gandini 1995:66). 7

9 Frá hljóði til tals og tónmáls Hljóð Hljóð er bylgjuhreyfing í fjaðrandi efni, eins og t.d. lofti og vatni. Hraði hljóðbylgja er háður hitastigi, þrýstingi, þéttleika og öðrum eiginleikum efna sem það berst um (Aschehoug og Gyldendals Ett binds leksikon 1982:810, Íslenska Alfræðiorðabókin 1992:82). Skynjun hljóðs og tóna byrjar þegar á meðgöngu. Hið ófædda barn nemur hljóðið ekki eingöngu með skynfærum eyrnanna, heldur kemur hljóðið einnig sem titringur gegnum fósturvatnið frá líffærum og beinabyggingu móðurinnar og hefur þannig áhrif á allan líkama fóstursins. Hljóðið verður líkamleg reynsla eða upplifun fyrir hið ófædda barn. Út frá þeirri líkamlegu skynjun á hljóði þróast hæfileikinn til að hlusta. Í kringum 32. viku meðgöngu eru taugabrautir fóstursins nálægt því að vera eins og við fæðingu. Taugafræðilegar forsendur virðast þá vera til staðar til þess að geyma og muna hljóðáhrif. Sumir telja að fóstur geti munað hljóð eftir átta mánaða meðgöngu móður, jafnvel fyrr. Flest ófædd börn bregðast við áreiti vegna hljóðs frá og með 26. viku meðgöngu. Rannsóknir hafa sýnt að rödd móður eykur jákvæða svörun hjá ófæddu barni og stuðlar að eflingu á málskynjun hvað hljóðfræði móðurmálsins snertir. Þannig virðist sem barnið öðlist fyrstu reynsla sína af tungumálinu í móðurkviði (DeCasper 2007, DeCasper og Fifer 2007, Sigríður Pálmadóttir 2006:65-67). Sýnt hefur verið fram á, að börn sem heyra ákveðin hljóð í móðurkviði, geta þekkt aftur sömu hljóðin eftir fæðingu. Nýfædd börn vilja heldur heyra rödd móður sinnar, heldur en 8

10 ókunnugar raddir. Vert er að hafa í huga að raddir annarra þurfa að ná hljóðstyrk sem nemur u.þ.b desíbelum, til þess að fóstrið heyri þær. Þó að líffæri og legvatn móðurinnar deyfi utanaðkomandi hljóð, þá varðveitist hljómfall í rödd móðurinnar, sem fóstrið getur hlustað á löngu fyrir fæðingu (Vaneechoutte og Skoyles 2007, Bjørkvold 1996:18-22). Ófædd börn, sem heyra ákveðin hljóð í móðurkviði, geta þekkt aftur sömu hljóðin eftir fæðingu og vilja heldur heyra rödd móður sinnar, en ókunnugar raddir. Þess vegna hafa vaknað spurningar um hvort telja megi ófædd börn félagsverur strax fyrir fæðingu. Fóstrið skynjar, man og lærir, að sjálfsögðu ekki með sömu viðmið og börn á fyrstu árum ævinnar, en spurningin er hvort ferlið er þegar hafið í móðurkviði. Hér hefur rödd móður sérstöðu og gegnir lykilhlutverki við fyrstu skref barnsins í félagsþroska þess. Rödd móður er hægt að líkja við brú sem tengir umhverfi og heim fóstursins við umhverfi og heim móðurinnar, sem þarafleiðandi hefur óbein áhrif á hið ófædda barn, samanber hugmyndir Bronfenbrenners um vistkerfi þroskans og heildrænt samhengi (Boemmel og Briscoe 2007, Gyða Jóhannsdóttir og Margrét Ólafsdóttir 2006, Paquette og Ryan. 2007). Þessi rödd sem kornabarnið þekkir aftur og velur fram yfir aðra raddir og hljóð, veitir barninu öryggi á mörkum fósturs og nýfædds barns, þrátt fyrir að rödd móður hljómi ekki nákvæmlega eins í eyrum barnsins fyrir og eftir fæðingu. Rödd móður, með sínum tónblæ, tónhæð og hrynjandi er hægt að líkja við tónlist. Fyrirbærin hljóð, hrynjandi og hreyfing eru óaðskiljanlegir grundvallarþættir sem fóstrið er í snertingu við og sem það er í raun hluti af. Örvunaráhrif þessara þátta hafa mikla þýðingu fyrir þroska barnsins strax á fósturstigi. Bylgjuhreyfing hljóðsins í fjaðrandi efni, taktfastur sláttur hjartans, þroski og samstarf skynsviðanna (þyngdarskyn, húðskyn, hreyfiskyn, heyrn, bragð og sjón), þroski hreyfinga og hreyfiþáttur tungumálsins (Þóra Þóroddsdóttir 2001:35-41 og 72, Bjørkvold:1996:21-33). Til þess að nema, læra og muna, þarf líkaminn að nota sem flest skynfæri. Þessi skilaboð sem skynfærin taka á móti, þurfa að komast til úrvinnslu í heilanum, þannig að úr verði reynsla sem myndar þekkingu. Fullorðnir sem umgangast börn, verða að vera meðvitaðir um að skynsviðin, sjón og heyrn eru ekki þau einu, sem stuðla að öflun þekkingar. 9

11 Tal Tal verður til við flóknar hreyfingar talfæra, þar sem m.a. loftstreymi frá lungum orsakar titring raddbanda og gerir okkur kleyft að mynda hljóð og tóna (Johanson 2007:51-54). Hljóð eða hlóðungur tengd við t.d. táknið a, berast ekki nákvæmlega eins fram ef haft er í huga t.d. ólík tungumál eins og íslenka, ungverska eða franska. Þegar er verið að læra erlend tungumál er ekki nóg að kunna skrifa orðin rétt, kunna skil á málfræði, setningafræði og málnotkun viðkomandi tungumáls. Það að þekkja og að geta notað hljóðfræði hvers tungumáls er mikilvægur þáttur til þess að geta talað og skilið erlenda tungu. (Fromkin, Rodman og Hyams 2003:4-5). Einn af leyndardómunum við það þegar börn læra að tala, er hvernig þau þekkja aftur orð. Þegar talað er, renna orðin oft saman og áður en börn geta þekkt og aðgreint orð, þurfa þau að geta heyrt hvar orðið byrjar og hvar það endar. Ef til vill leysa börnin þetta með því að hlusta á takt, hljómfall, áherslur og tóna í töluðu máli. Þegar talað er, þá byrjar hvert orð, hver setning á ákveðnum tón, sem gefur vísbendingu um framhald setningarinnar og síðan myndar tónræna heild. Það að átta sig á þessum tónrænu eiginleikum orða, getur hjálpað börnum að átta sig á hvernig orð eru sett saman í setningar og gera þeim kleyft að þekkja orð aftur og skilja þau, þótt þau séu inni í setningum. Þannig verður fyrsta reynsla barna af tungumáli í líkingu við tónlist (Sundin 1989:66). Foreldrar og aðrir sem sinna ungun börnum breyta stundum máli sínu, ýkja ítónun, nota hærra raddsvið (motherese), og ýta þannig undir næmi barna til þess að skynja hljómfall orðanna í setningum málsins. Alhæfingar í sambandi við máltöku barna eru til að mynda að börn læra fyrr sérhljóð en samhljóð, og að samhljóðasambönd eru erfið (Sigurður Konráðsson 2005). Talað mál er byggt á hæfni til að mynda vítt svið af hljóðungum, sérhljóðum og samhljóðum. Tungumál Þegar litið er á fyrirbærið tungumál, er þrennt sem þarf að hafa í huga: innihald, form og notkun. Kalla má þetta einingar tungumálsins. Með innihaldi er átt við málskilning, notkun þýðir boðskipti, sem eru viðeigandi í það og það skipti. Þegar talað er um form tungumálsins er vísað til þess sem viðkemur hljóðkerfisfræði, setningafræði og beygingafræði. Málvísindamenn eru ekki sammála um, hvernig börn læra mál. Það eru ýmsar kenningar til um viðfangsefnið. Helst ber hér að nefna kenningar eins og meðfædda 10

12 málhæfni, námskenningar og víxlverkun milli umhverfis og barns. Einnig er rökrætt um hvernig ýmsar tjáskiptaleiðir hafa þróast með manninum og orðið að tungumáli (Breivega 2007:88-89, Corabillis 2007, Sigurður Konráðsson 2005, Johanson 2007: ). Samkvæmt kenningum um meðfædda málhæfni (The nativist perspective) eru börn fædd með máltökubúnað. Nafn Avram Noam Chomsky, bandarísks prófessors í málvísindum, er gjarnan nefnt í þessu samhengi, þar sem hann var með þeim fyrstu til að setja fram þessa kenningu. Málsvæði í mannsheila eru hin svokölluðu Brocasvæði; aðsetur máltjáningar, og Wernickesvæði; aðsetur málskilnings. Ein mesta áskorun í málvísindum er fólgin í rannsóknum á algildri málmyndunarfræði, eða málfræði. Börn búa til og nota reglur til að uppgötva beygingarreglur málsins. Hugtakið um meðfædda málhæfni gengur undir skammstöfuninni LAD á enskri tungu; Language Acquisition Device (Sigurður Konráðsson 2005, Sigurður Konráðsson 1991:20). Námskenningar (The learning perspective) skírskota helst til hugmynda bandarísks sálfræðings, Burrhus Frederic Skinner að nafni. Hann var talsmaður hinnar svokölluðu atferlisstefnu, sem á enskri tungi gengur undir heitinu behaviorism. Þeir sem aðhyllast þessa stefnu, halda því fram að þekkingin sé utan við einstaklinginn og að það þurfi að hjálpa barninu til að öðlast þá þekkingu sem aðrir hafa tileinkað sér, án þess að barnið þurfi sjálft að uppgötva og flokka. Barnið hermir eftir og lærir þannig að tala með virkri skilyrðingu. Fullorðnir kenna börnum að tala, og við jákvæð viðbrögð frá hinum fullorðnu örvast málþroski barnsins. Virk skilyrðing er atferli eða hegðun, þar sem líkur á að þessi hegðun verði endurtekin, eru háðar því hverjar afleiðingar hennar verða í umhverfinu (Arnar Sigurbjörnsson 2007, Sigurður Konráðsson 2005, Sigurður Konráðsson 1991:6-7). Kenningar um víxlverkun milli umhverfis og barns (The interactionist perspective), eða umhverfiskenningar, eins og þær eru einning nefndar, fela í sér m.a., að tengsl séu milli líffræðilegs þroska, vitræns þroska og málumhverfis. Barnið er sívirkt, það hefur vilja til boðskipta, og það er félagsvera. Einstaklingurinn er bæði þiggjandi og gefandi í samskiptum og byggir í raun upp sjálfur, skilning sinn á heiminum. Barnið lærir því ekki tungumál eingöngu með því að herma eftir tali annarra. Flest ung börn sýna 11

13 málhljóðum, röddum manna áhuga og taka þau fram fyrir önnur hljóð í umhverfinu. Börn leita eftir og sýna vilja til samskipta. Þau fá reynslu og læra hvað málhljóð og orð þýða, þegar þau eru sögð og tengjast sameiginlegum athöfnum þar sem hlutverk barns og fullorðins er gagnkvæmt fremur en að barnið sé eingöngu að líkja eftir (Wells 1987:34-42). Helstu kennismiðir þessari stefnu eru bandaríski sálfræðingurinn Jerome Bruner og Gordon Wells, prófessor í kennslufræði. Hljóðmyndun Hljóðmyndun virðist börnum eðlislæg. Sem dæmi má nefna þau hljóð sem felast í fyrsta gráti barna, frumhljóði, og hjali þeirra síðar meir. Svo virðist vera, að börn læri fyrr sérhljóð en samhljóð, enda er auðveldara að framkalla slík hljóð og syngja þau. Þó hefur verið sýnt fram á að kornabörn skynja tiltölulega fljótt muninn á lokhljóðum eins og /p/ og /b/ (Sigurður Konráðson 1991:15-16). Sumir eru á þeirri skoðun, að söngur hafi verið fyrirrennari tals, eða skapað þann grundvöll sem tal og tungumál hefur þróast út frá. Ekki er svo að skilja að börn hafi sungið, eða sönglað með því markmiði að geta talað, heldur hefur sönglið eða söngurinn verið eðlileg og eldri tjáskiptaleið fyrir manninn. Í þessu sambandi má færa rök fyrir því að börn læri talað mál að hluta með hjálp meðfæddrar tónskynjunar, sem heitir á enskri tungu Music Acquisition Device (Vaneechoutte og Skoyles 2007). Talið er að söngur hafi fylgt manninum frá örófi alda og spurningin er, hvort hlutverk söngsins/hljómfalls raddarinnar hafi upphaflega verið meira í átt að því að vera merkingarbær samskiptaleið í félagslegu samspili, en ekki fyrst og fremst til skemmtunar. Með öðrum orðum, að hæfileikinn til söngs hafi þróast á undan tungumálinu og átt stóran þátt í síðari þróun þess. Börn á fyrsta ári nota hljómfall markvisst eða tóna til að koma ákveðnum skilaboðum til fullorðinna. Ef barn vill t.d. fá að borða, rekur það upp hljóð sem lýsir óþolinmæði. Þetta minnir á að hljómfall skiptir miklu máli hvað varðar merkingu orða, t.d. er hægt að segja orðið /já / á marga mismunandi vegu og með mismunandi merkingu eftir því hvernig áhersla og hljómfall er. Raddblærinn, tónarnir og hljómfallið endurspegla tilfinningar, merkingu, lýsingu og skilning á samskiptaaðstæðum (Sundin 1989:67). 12

14 Söngþroski Hér er gengið er út frá, að börn læri talað mál að hluta með hjálp meðfæddrar tónskynjunar og máltökubúnaðar. Kornabörnin byrja fljótt að leika sér með hljóð og virðast þetta vera fyrstu skrefin í söngþroska barna. Þau greina hljóð, muna, endurtaka og skapa (Sigríður Pálmadóttir 2006:68). Þegar fjallað er um máltöku barna; upphaf þess að þau læri að tala, er leikur að hljóðum einnig nefndur sem eitt af fyrstu skrefunum í þessu ferli, þar sem máltaka hefst á hljóðtöku og hjali (Sigurður Konráðsson 1991:16-17). Hjónin Mechtild og Hanuš Papoušek rannsökuðu og lögðu fram árið 1982, viðamikla skýrslu á tjáningu og söngþroska barna og hvernig foreldrar notuðu rödd sína í formi sönglanda (motherese) í samskiptum við kornabörn. Í rannsókninni kom m.a. fram, að tveggja mánaða börn geta hermt eftir melódískum útlínum, raddstyrk og tónsviði móðurinnar í samskiptum þeirra (Larsson 2007, Sigríður Pálmadóttir 2006:68). Söngþroski barna er næmastur fyrir utanaðkomandi áhrifum á leikskólaaldri. Tónmál tals og áherslur í máli fullorðinna, hvernig talað er og sungið fyrir börnin, gefur þeim fyrirmyndir til að líkja eftir. Fyrstu söngvar barna verða til við gagnkvæmt samspil barns og umhverfis. Þeir gefa vísbendingu um þroskastig barnsins ásamt þeim áhrifum sem barnið hefur orðið fyrir. Talandi söngur og syngjandi tal skarast og tilheyra athöfnum barna öll leikskólaárin. Sönglið eða söngurinn (sjálfsprottinn söngur barna) lýsir oft því sem verið er að gera, eða er frásögn af einhverju alls óskyldu. Stundum sönglar, eða syngur barnið um eigin reynslu, hróp og köll milli barna litast af tónum og hrynjandi. Söngur barna á þessu tímabili lætur ekki hefta sig af reglum vestrænnar tónlistarhefðar, hvað varðar tóntegundir og tóntak (Sundin 1989:90). Ef fjallað er um hugtakið söng í hinum vestræna hefðbundna skilningi orðsins og borinn saman söngur leikskólabarna, kemur fram að skilningur barna á heildarformi lagsins er yfirleitt réttur. Börn á leikskólaaldri eru yfirleitt fljót að tileinka sér sönglög, en þó heildarformið sé rétt eru tónbil oft á reiki og hrynmynd ónámkvæm (Sigríður Pálmadóttir 2006:69). Ung börn halda t.d. sjaldan jöfnum takti í lengri tíma (Sundin 1989:61). Til eru þó börn á öðru aldursári, sem geta sungið hreint (endurtekið rétt tónbil) og sungið laglínu sem þau hafa heyrt, áður en þau hafa lært að tala. Kenningar Piagets um þrepaskiptingu í vitsmunaþroska hafa haft töluverð áhrif á hugmyndir manna um tónlistarþroska barna. Samkvæmt Piaget eru fjögur skeið í 13

15 vitsmunaþroska mannsins. Hér verður aðeins fjallað um tvö þau fyrstu: Skyn- og hreyfiskeið (0-2 ára); á þessu stigi þroskast vitsmunir við skynjun og hreyfingu. Börnin öðlast reynslu og skilja umheiminn með því að beita skynfærum og hreyfifærni. Skynfæri gegna veigamiklu hlutverki í hreyfingu og þroska hreyfinga. Hreyfing er börnunum eðlislæg og á fyrstu árum ævinnar skynja börn sterkt líkamlega t.d. hljóð og söng, tónlistin getur einnig framkallað hreyfingu. Börnin þróa á þennan hátt með sér hreyfiminni, þ.e.a.s. þau muna atburði, hugarástand og leggja þannig grunn að eiginlegri rökhugsun. Foraðgerðaskeið (2-6 ára); á þessu þroskastigi verða tákn, svo sem myndir og orð mikilvæg, vegna þess að þau lýsa hugmyndum og hlutum. Barnið skilur umheiminn frá eigin sjónarhorni. Börnin taka á þessu tímabili miklum framförum í hreyfiþroska, sem leggur grunn fyrir frekari taugatengingum í heila, sem þannig hafa jákvæð áhrif á vitsmunaþroska barna. Börn á þessu stigi sýna stöðugt meira öryggi og tilfinningu fyrir laglínum sem þau heyra og geta endurtekið. Þau geta framkallað laglínuna úr minninu í formi tákna eins og orða, mynda og hugarástands. Börnin geta sungið lagið án þess að þurfa að heyra það sungið/spilað um leið, tilfinning fyrir tóntegund og takttegundum styrkist. Hér er lögð áhersla á að áðurnefnd stig skarast og hafa ekki skýrt upphaf og endi. Þvert á móti er hvert tímabil í lífi okkar á sama tíma á einu stigi og að breytast yfir á það næsta. Á hverju stigi þróast skilyrði til að ná næsta stigi. Á þennan hátt verður þroskinn bæði stöðugur og í stökkum (Lillemyr 2001:94-95, Sigríður Pálmadóttir 2006:25-27 og 73, Sundin 1989:28-32). Hreyfing er börnum á unga aldri eðlislæg. Söngur og tónlist kemur oft af stað hreyfingu hjá barninu. Erfitt er að aðskilja líkama, rödd, hreyfingu og hljóð í menningu barna. Bjørkvold nefnir í bók sinni Det musiske menneske að víða á menningarsvæðum í heiminum sem byggja á munnlegri hefð, er hugtakið söngur hluti af heildarhugtaki sem rúmar bæði söng, dans og tónlist. Pauls (2007) leggur áherslu á að tónlistaruppeldi snúist um að vera í tengslum við röddina, tungumálið og hreyfingarnar. Hún telur að börnin liti á þetta sem eina heild. Einnig að það beri að líta á söng sem eðlilega tjáningu barna á lífsgleði þeirra og rækta hann sem slíkan. 14

16 Söngurinn er hið eiginlega móðurmál allra manna og tilheyrir daglegri menningu barnanna. 15

17 Sjálfsprottinn söngur barna. Hugtakið sjálfsprottinn söngur barna hefur verið skilgreint með mismunandi hætti. Hér hefur verið valið að styðjast við þá skilgreiningu sem er að finna í ritum dr. Jon- Roar Bjørkvold, einnig eru hafðar til hliðsjónar skilgreiningar Bertil Sundin, Estrid Heerup, Mette Alkærsig og Mette Riemer (Bjørkvold 1985:35-37, Bjørkvold 1996:75-88, Sundin 1989:66-82, Heerup 1980:29-30, Alkærsig og Riemer 1989:12-21). Skilgreiningin er þarafleiðandi eftirfarandi: Sjálfsprottinn söngur barna telst allur söngur barna, sem þau syngja án hvatningar fullorðinna. Þessi söngur er tjáningaleið barna tilfinningalega, félagslega, með eða án orða. Til þess að útskýra nánar í hvað þessu felst, fylgir hér flokkun á sjálfsprottnum söng samkvæmt kerfi þeirra norrænu fræðimanna/kvenna, sem hafa nú þegar verið nefnd hér. Söngur án ákveðins forms Sjálfsprottnum söng innan þessa flokks, má lýsa sem fljótandi söng, hjali eða söngli. Þessi söngur hefur síður fastan takt, né heldur svokölluð hefðbundin tónbil og laglínu. Söngurinn einkennist oft af glissandó þar sem tónarnir renna saman. Laglínan hefur stefnu og hreyfist annaðhvort upp- eða niður á við, eða á sama plani. Innan þessa flokks er einnig að finna talsöng, sem er blanda tals og söngs. Söngur innan ramma formúlna Söngurinn í þessum flokki hefur tiltölulega fasta uppbyggingu hvað tónbil varðar, svo sem heil- og hálftónsbil. Stundum koma þó fyrir tónbil, sem eru minni en hálftónsbil og yfirbragðið getur þarf af leiðandi orðið svolítið reikult. Þekkt lög Í þessum flokki eru þekkt lög, sem fullorðir hafa samið og börn hafa lært af þeim. Þetta eru einnig lög sem börn hafa búið til: Mörg börn nota þekkt lög sem fyrirmynd í sjálfsprottnum söng. Þau syngja lögin sjaldnast til enda, oftast aðeins hluta af laginu. Börnin eiga það til að breyta textanum eða búa til nýjan. Lögin í þessum flokki greinast oftast innan skráningar hefðbundinna tóntegunda, hryns og texta (Sigríður 16

18 Pálmadóttir 2006:42-53). Þau eru í raun andhverf söng án ákveðins forms. Hafa ber í huga, að flokkarnir geta skarast. Dæmi um sjálfsprottinn söng barna getur þess vegna verið sambland af tilgreindum flokkum eða á mörkum þeirra. Einnig hefur verið reynt að flokka sjálfsprottinn söng eftir notagildi hans. Söngurinn getur verið hluti af samskiptum barna og því félagslega samhengi og umhverfi sem við á, hverju sinni (Bjørkvold 1985:29, Alkærsig og Riemer 1989:19-21). Hvað varðar notagildi, verður sjálfsprottnum söng hér skipt í þrjá flokka: A - Söngur sem líkir eftir einhverju, svo sem hljóði í slökkvibíl eða dráttarvél, svo dæmi séu nefnd. Söngurinn getur líka lýst einhverju verki. B - Söngurinn er aðeins bundinn málnotkuninni í samskiptum. Hann getur verið notaður til að segja fyrir verkum, segja frá einhverju, stríða, spyrja og svara. C - Söngurinn tengist ekki beint því verkefni sem verið er að gera, en er samt notaður t.d. til að viðkomandi leiðist ekki. Það er oft sunginn lagstúfur eða blístrað meðan verið er að byggja úr kubbum eða bíða eftir einhverju. Ennig er hér vert að benda á að flokkarnir geta skarast. B á helst við þegar um samskipti er að ræða. C beinist oftast að gerandanum, sjálfhverfur söngur. A getur verið eins konar millistig B- og C-flokks (Bjørkvold 1985:34). 17

19 Framkvæmd rannsóknar og úrvinnsla gagna Söngdæmin sem hér eru kynnt voru skráð af höfundi þessa verkefnis, flest á árunum 1995 og Dæmin eru skráð að mestu leyti í leikskóla, en einnig á heimili höfundar. Aldur barnanna er frá tveggja til níu ára. Flest söngdæmin eru þó frá börnum á leikskólaaldri. Fjöldi einstaklinga sem sungu í dæmunum er samtals tuttugu og sjö. Nöfnum barna í söngdæmunum hefur verið breytt. Tekið skal fram að tóndæmin eru flest skráð í C-dúr. Þetta er gert til að nótnamyndin verði læsilegri. Börnin sungu í raunveruleikan í mismunandi tónhæð. Sú ákvörðun var tekin að nota ekki upptökutæki heldur skrá sönginn beint á blað. Þannig var auðvelt að grípa tækifærið þegar það gafst og upptökutæki truflaði ekki börnin. Fyrst og fremst er um að ræða sjálfsprottinn söng innan formúlna, því hann er auðveldara að muna og skrá á staðnum. Hér fylgir lýsing og greining á hverju söngdæmi fyrir sig. Aðstæðum sem dæmin koma fram í, hefur verið stuttlega lýst. Ennig hafa flest dæmi verið flokkuð eftir tegund (söngur án ákveðins forms, söngur innan ramma formúlna, þekkt lög) og eftir notkunargildi (A, B, C) þess. C-flokkurinn er þess eðlis, að auðveldara er að greina söngdæmi í hann. Í þeim flokki eru söngvar sem viðkomandi syngur fyrir sjálfan sig, sjálfhverfir söngvar. Erfiðara hefur reynst að greina hvort söngvar tilheyra flokkunum A eða B. Þessi söngdæmi eru notuð meira í beinum samskiptum við aðra, þar fara fram boðskipti sem eiga við hverju sinni (Bjørkvold 1985:34-35, Alkærsig og Riemer 1989:20-21), sérstaklega á þetta við um B-flokkinn. Hljóðupptökur sem fylgja voru gerðar eftir á og eru það tvær þrettan ára stúlkur sem syngja. Höfundur þessa verkefnis syngur einnig með í nokkrum dæmum. 1. Söngdæmið er skráð við útileik barna. Fjögurra ára strákur kallar til félaga síns: Reyndu að ná mér! Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi er B. Tónmynstrið og orðin gefa til kynna glettni og svolitla stríðni, eða ögrun. reynd - u að ná mér 2. Þrír fjögurra ára strákar, eru við leik inni, nota play-mó -leikföng og biðja 18

20 um að fá litla legó-kubba líka. Einn þeirra fer að söngla aftur og aftur: Litlu kubbana með. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Ósk gefin til kynna. 3 litl- u kubb-an-a með 3. Þriggja ára barn sem er nýbúinn að eignast nýja skó, segir við eldra barn: Ég á þessa skó. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Tekin eru af tvímæli um eignarrétt. ég á þess-a skó 4. Þessi dæmi eru skráð við útileik. Eitt barn setur fram spurningu: Hver er að klaga? Svarið kemur um hæl frá öðru barni: Guðrún Anna! Guðrún Anna! Bæði dæmin eru söngvar innan ramma formúlna, notkunargildi B. Tilgangur er greinilega stríðni. Hver var að klag- a? Guðr-ún Ann- a, Guðr-ún Ann-a 5. Við morgunverðinn spyr eitt barnið sem bíður með skál, fulla af morgunkorni: Hver vill gefa mér mjólk? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Beiðni um aðstoð. Hver vill gef-a mér mjólk? 3 6. Við sama tækifæri (dæmi 5) endurtekur barnið ósk sína, en orðar hana svolítið öðruvísi: Vill einhver gef(a) mér mjólk? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Beiðni um aðstoð. 19

21 Vill ein-hver gefa' mér mjólk? 7. Fimm ára börn eru að leika sér saman inni. Eitt þeirra hefur búið til lest úr legó-kubbum. Annað barn spyr hvar legó-karlinn sé. Fyrrnefnda barnið svarar að bragði: Hann er hérna inni. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Svo virtist sem ekki hafi verið ætlunin að stríða í þessu dæmi, en eingöngu að svara spurningunni, þótt þetta tónmynstur sé oft notað í þeim tilgangi að stríða. hann er hérn-a inn - i 8. Verið er að taka til í kennslurýminu fyrir matartíma. Tvö börn, strákur og stelpa vinna saman og syngja: Taka saman teppin, taka saman teppin, o.s.frv. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Hér er bæði verið að segja fyrir um verkin og lýsa því sem verið er að gera. Þrjú önnur börn koma inn í sönginn og breyta texta og áherslum og segja: Taka saman hestinn, taka saman pestin. Söngurinn er innan ramma formúlna, notkunargildi er B. Þetta söngdæmi vakti kátinu hjá öllum börnunum sem tóku til í kennslurýminu og bendir á, að oft er glettni í sjálfsprottnum söng, sem gerir hann áhrifameiri. in tak-a sam-an tepp- tak-a sam-an hest- inn, tak-a sam-an pest- inn 9. Sjö ára strákur er í fótbolta með eldra barni. Hann segir svo við leikfélagann: Auli og auli. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Hér er greinilega verið að gera grín af lélegri frammistöðu eldra barnsins, að mati yngra barnsins. 20

22 aul - i og aul - i 10. Skyrdolla í plastpoka hafði opnast og dálítið sullast út úr henni. Fimm ára drengur hjálpar til við að þrífa og sönglar: Við leysum málið, við leysum málið. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Barnið tjáir gleði og er sigri hrósandi við að bjarga málinu, koma lag á það aftur sem farið hafði úrskeiðis. Við leys-um mál- ið! Við leys-um mál- ið! 11. Þriggja ára barn segir við annað, sem er fimm ára: Nanna, komdu! Stuttu seinna heldur yngra barnið áfram: Þú getur ekki náð mér! Bæði dæmin eru söngvar innan ramma formúlna, notkunargildi B. Það fyrra er skipun, en þegar hún nægði ekki til árangurs, var gripið til þess að koma með stríðnistón. Það bar árangur í þetta sinn og eldra barnið kom að vörmu spori. Nann-a komd- u! Þú get-ur ekk-i náð mér 12. Tvö vegasölt eru í notkun hlið við hlið. Á öðru þeirra sitja stúlka og drengur, bæði fimm ára. Á hinu situr leikskólakennari og fimm ára strákur sem tilkynnir að hann sé ekki í keppni við hin börnin. Þegar hann svo áttar sig á því, að hann og kennarinn eru komnir á meiri hraða en hin börnin, sönglar hann: Við erum að vinna, við erum að vinna! Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. 3 Við er-um að vinn- a! 21

23 13. Tvær stelpur, fjögurra- og sex ára gamlar eru að búa til kökur í sandkassanum. Önnur börn fylgjast með. Stelpurnar tvær byrja að syngja: Hættu að glápa eins og gömul sápa. Farðu upp í skáp og kysstu stráka. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Hér hafa stelpurnar að líkindum sótt fyrirmynd í þulu sem þær hafa lært hjá öðrum börnum. Boðskapurinn er trúlega að þær vilja fá að vera í friði við að baka. Hætt-u að gláp-a eins og göm-ul sáp - a, farð-u upp í skáp og kysst-u strák- a. 14. Þrír fjögurra ára strákar og einn tveggja ára, eru að byggja úr legókubbum. Einn af eldri strákunum segir um þann yngsta: Helgi skemmdi húsið mitt. Seinna í leiknum talar sami drengur um einn af íbúum hússins og endurtekur í sífellu: Aumingja karlinn, aumingja karlinn... Sem breytist svo í: Já, já, já, já. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Hér er verið að segja frá og lýsa atburðum og tilfinningum. Helg- i skemmd-i hús - ið mitt aum-ingj- a karl-inn já já já já 15. Þrjú börn (4-5 ára) eru að spila teningaspil. Einu þeirra fannst spilið ganga of hægt, grípur inn í spilið af því að hin tvö eru að tala saman, segir svo á eftir: Ég gerði fyrir þig. Seinna í leiknum fer annað barn að syngja um litina á teningunum og hin taka undir: Grænn og blár. Grænn og blár. Dæmin eru bæði söngvar innan ramma formúlna, notkunargildi B. Fyrra dæmið segir frá hvað gert var. Seinna dæmið er lýsing á hlut. Dæmin eru ólík hvað tónbil varðar. Fyrra dæmið hefur hina þekktu tónaröð (g-)g-e-a-g-g-e, án þess að tilgangurinn væri að stríða. Ég gerð-i fyr-ir þig! Grænn og blár! 16. Níu ára strákur er að leika við leikskólabörn í Klukk-leik. Hann hefur verið klukkaður og er að hugsa um hverjum hann ætlar að reyna að ná, þegar hann 22

24 sönglar: Diddi diddi diddi didd! Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Tónmynstrið er svipað og í fyrra dæminu í nr.15. Hér býr glettni og svolítil ögrun að baki, boðskapurinn skilar sér. Hin börnin bíða spennt, tilbúin að hlaupa af stað, flest með bros á vör. Didd-i didd-i didd-i didd! 17. Börn eru að taka af borðinu eftir máltíð og söngla á meðan: Diskur og skeiðar. Þetta er söngur innan ramma formúlna. Notkunargildi A hefur orðið fyrir valinu, söngurinn tengist verkinu sem verið er að vinna. Textinn er endurtekinn nokkrum sinnum, síðan breytist hann: Smilli og grilla. Útvarp og smilli. Grilli og skæri. Í lokin er hummað: Hm, hm, hm, m, m, m. Seinni hlutinn af þessu dæmi myndi frekar teljast til B-flokks, vegna þess að orðaleikur hefur tekið við, sem vakti hlátur og kátínu. disk --ur og skeið-ar snill - i og grill - a út-varp og smill - i grill - i og skær - i hm hm hm hm hm hm 18. Tvær fjögurra ára stúlkur eru í leik. Önnur þeirra er í fýlu af því að hin vill ekki láta af hendi dót sem hún er með. Sú sem er í vondu skapi tekur þá það ráð að syngja: Ég á líka fugl, ekki María. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Tilgangurinn er að stríða. ekk i Ég á lík-a fugl, - Mar -í - a! 19. Þegar sú, sem þetta skrifar, var að ganga frá Kennaraháskóla Íslands, að strætisvagnabiðstöð á Miklubraut, í janúar 2007, lagði ég leið mína fram hjá grunnskólalóð. Þar voru þrjú börn (7-8 ára) í keppnisleik. Þá heyrðist þetta söngl: Við náðum, við náðum, við náðum. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Staðfesting á að markmiðið náðist, svolítið ögrandi, sigri hrósandi. 23

25 Við náð- um, við náð- um, við náð- um Tveir strákar eru að róla saman í dekkjarólu. Þriðji strákurinn ýtir rólunni. Annar þeirra sem situr í rólunni, syngur á meðan: Bæði, bæði. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B, þar sem strákurin lýsir hvað þriðji strákurinn er að gera; hann er að ýta hinum börnunum báðum. bæð-i bæð-i bæð-i bæð-i 21. Þetta er líka rólusöngur. Fimm ára strákur syngur um svaladrykk, sem hann ætlar að fá sér, þegar hann kemur heim: Ævintýrasvali. Svali, svali! Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B, en síðari hluta breytist svo í talsöng. - -týr æv in -a-sval-i sval - i sval - i 22. Þriggja ára barn vill ekki fara þegar faðirinn kemur að sækja það. Barnið sönglar: Pabbi leiðinlegi. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Það fór ekki milli mála af viðbrögðum föðurins, að athugasemdin sveið svolítið og minnti helst á vísu, ferskeytlu, sem hitti í mark. Bundinn texti vekur meiri athygli og situr frekar í minni fólks: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur (Andrés Björnsson 2007). pabb - i, leið- in- leg- i 23. Tveir fimm ára strákar eru að leika sér með bíla. Annar vill fá bílinn sem hinn er með: Skiptum, skiptum, ski-iptum! Þetta er söngur innan ramma formúlna, 24

26 notkunargildi B. Skipt- um, skipt- um, skipt - um! 24. Tveir strákar, fimm og sjö ára leika sér úti, sinn í hvoru lagi. Sá yngri kallar allt í einu: Eymundur! Eymundur svarar: Ja-ha! Sá yngri heldur áfram: Komdu! Eymundur endurtekur: Ja-ha! Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Ey-mund- ur! Ja, ha! Komd- u! Ja- ha! 25. Tveggja ára barn kallar á yngra systkini sitt: Fannar, Fannar, Fannar, Fannar! Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Fann- ar, Fann- ar, Fann- ar, Fann- ar! 26. Þriggja ára stúlka segir við tvö eldri börn: Hver vill kom(a) í púsluspil? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B, borin er fram spurning. Hver vill koma' í púsl - u- spil? 27. Þrjú börn eru að leika sér og keyra hjólbörum fylltum með sandi. Eitt barnið segist vera ísbíllinn og kallar: Hver vill ís? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Hver vill ís? 28. Fimm ára barn sem nennir ekki að róla sjálft, kallar úr rólunni: Hver vill ýta mér? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. 25

27 Hver vill ýt - a mér? 29. Börn í búðarleik: Hver vill kaupa? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Hver vill kaup- a? 30. Börn í búðarleik: Hver vill kaupa? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. (Tónbilið er fyrst lítil þríund, en þegar önnur börn taka við söngnum, er þríundin aftur stór í fyrstu, síðan breytist hún í litla.) 31. Drengur og stúlka, fjögurra og fimm ára, eru að leika sér í sandkassanum. Stúlkan segir við starfsmann leikskólans: Már er að borða sandinn. Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. inn Már er að borð-a sand- 32. Fimm ára strákur heldur á bók, sem heitir Grísirnir þrír og segir við mig: Elsa-beth, hver vill lesa grísling? Þetta er söngur sem er að mestu leyti innan ramma formúlna, notkunargildi B. Byrjunin er talsöngur. El's-a beth, hver vill les-a grisl- ing? 33. Börn í dekkjarólum. Eitt barnið spyr: Hver vill ýta mér? Tvö önnur börn sem einnig eru að róla um leið: Hver vill ýta mér? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. 26

28 Hver vill ýt-a mér? Hver vill ýt-a mér? Hver vill ýt-a mér? 34. Í leik úti, spyr fimm ára strákur, sem heldur á bíl: Hver vill gulan (bíl)? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Hver vill gul- an? 35. Sami strákur, (dæmi 34) þjónar seinna um daginn til borðs og spyr: Hver vill hjálpa mér? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Hver vill hjálp-a mér? 36. Strákurinn (dæmi 34-36) vill fá aðstoð við mjólkina og spyr: Hver vill hella? Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Hver vill hell- a? Dæmi voru skráð við klósettferðir : Dæmi eru öll söngvar innan ramma formúlna, notkunargildi B. Útlínur og stefna lagstúfanna eru svipuð. Í dæmi nr. 40 eru tónbilin að vísu stærri. Börnin eru á aldrinum þriggja til fjögurra ára í dæmum Tveggja ára barn segir við starfsmann leikskóla: Ég þarf að pissa. a ég þarf að piss - 27

29 Þegar börnin hafa lokið sér af á klósettinu, kalla þau eftir aðstoð hjá starfsfólkinu. 38. Ég er búin! G Ég er bú - in! Ég er bú - in! 39. É(g) búinn! Ég bú- in! 40. Jeg er ferdig! Jeg er fer- dig! 41. Tveir þriggja ára strákar sitja á sinn hvoru klósettinu og bíða eftir aðstoð. Á meðan söngla þeir í sífellu: Bim, bim, bim, bim... Notkunargildi er samkvæmt flokki C, söngurinn tengist ekki beint því sem verið er að gera, það er sungið meðan verið er að bíða. Þetta er söngur innan ramma formúlna. bim bim bim bim bim bim 42. Fimm ára barn hefur fengið nýtt hjól og segir við eldra systkini sitt: Hjörleifur, ég á þetta! Þetta er söngur innan ramma formúlna, notkunargildi B. Barnið leggur áherslu á boðskap sinn og notar tónaröð til þess. Hjör-leif - ur, ég á þett - a! 43. Fimm ára stúlka situr við borð og er að raða raðspili. Þegar hún er að setja suma kubbana á sinn stað, sveiflar hún hendinni og sönglar: mmmm Þetta er söngur án ákveðins forms, notkunargildi A. Stefna laglínunnar í söngnum líkir 28

30 eftir hreyfingu handar sem hreyfist niðurávið. m gliss. 44. Tveir fjögurra ára strákar eru að leika sér með sóp, dansa um gólfið og syngja í sífellu: Bei -bei, bei-bei, bei, bei. Notkunargildi er samkvæmt flokki C, söngurinn tengist ekki beint því sem verið er að gera, en sungið er til skemmtunar, til að viðkomandi leiðist ekki. f bei bei bei bei bei bei 45. Einn fjögurra ára strákur hefur kubb í hendi sér, lætur eins og kubburinn keyri í loftinu: Du-du, du du du du... (o.s. frv.) Þetta er söngur innan ramma formúlna. Notkunargildi er C, söngurinn er notaður jafnhliða leiknum án þess að tengjast honum beint. du du du du du du du du du du du du 46. Barn sem er að róla sér, sönglar: Da ra-ra ra! Da ra-ra ra! Da ra-ra ra! Þetta dæmi svipar til dæma nr. 49 og 50 og jaðrar við talsöng. Notkunargild hér tel ég vera C-flokk, vegna þess að söngurinn lýsir ekki hreyfingunni. da ra-ra ra! da ra-ra ra! da ra-ra ra! 47. Fimm ára strákur er í garðinum heima hjá mér. Ég er að vinna í tölvunni inni. Glugginn stendur opinn, ég heyri að strákurinn er í góðu skapi, hann sönglar: hm-hm-hm... (o.s.frv.) Píanó var rétt við hendi skráanda, söngdæmið var þess vegna endurtekið um hæl á hljóðfærið og skráð. Tekið skal fram að tónbil og hrynur söngsins var meira á reiki, en fram kemur í skráningu. Skráningin er eingöngu tilraun til að nálgast söngdæmið. Notkunargildi C. 29

31 G G G hm hm hm hm hm hm hm hm hm hm hm hm hm hm hm hm hm pæ pæ pæ 48. Leikskólabörn og starfsmenn eru í gönguferð í kjarrlendi. Fjögurra ára barn syngur: Tshji-pa, tshj-ipa, tshji. Notkunargildi er samkvæmt flokki C, söngurinn tengist ekki beint því sem verið er að gera, en sungið er til að barninu leiðist ekki. Annað barn kallar á það fyrrnefnda og segir: Tshji-pa! Hér er notkunargildi flokkur B, verið er að kalla á strákinn, hann er meira að segja nefndur með orðunum sem hann sönglaði meðan hann gekk. Þetta er söngur innan ramma formúlna. tshji tshji- pa tshji- pa tshji - pa! 49. Tveir strákar sitja við sama borð. Ingvar, fimm ára er að smíða og notar hamar meðan hann syngur hratt: A búm-búm tsh! A búm-búm tsh! A búm-búm tsh! Ég hef valið að flokka þetta dæmi undir notagildi A. Hreyfing/ líkami og söngur verða eitt; hamarinn slær í takt við sönginn: (A) búm (búm) tsh. Þetta er dæmi sem jaðrar við talsöng. Finnbogi fjögurra ára biður starfsmann leikskólans um nýjan hamar, sem hann svo fær. Þá sönglar hann: Ha-ha, ha-ha, ha. Söngurinn tengist ekki beint því verki sem verið er að gera, en er notaður sem lagstúfur meðan verið er að smíða. Dæmi um notagildi C. Finnbogi syngur svo áfram: Ég er með hamar! Ingvar svarar: Ég á bara sól! Þegar þeir hafa smíðað um stund, leggur Ingvar frá sér hamarinn og sönglar: Hættur að smíða! Notkunargildi B. Ástæða er til að halda að þessi þrjú-fjögur síðustu dæmi hafi sitt upphaf í, eða sæki fyrirmynd í þekkt lag sem verið var að syngja í leikskólanum fyrr þennan dag. Útlínur og hrynjandi minna óneitanlega á lagið; Nú skulum við segja hvað við heitum og þykir mér líklegt að börnin hafa búið til sín dæmi með þetta lag í huga. 30

32 a - búm búm tsh! a - búm búm tsh! a - búm búm tsh! ha - ha ha - ha ha! Ég ar! er með ham- Ég á bar - a sól! Hætt-ur að smíð- a! 50. Þrír drengir, 6-,7- og 9 ára, eru að bíða eftir kvöldmatnum heima hjá mér. Einn þeirra hefur verið í heimsókn í tvær vikur. Hann hefur fengið að vita að pabbi hans kæmi fljótlega að sækja hann. Hann byrjar að syngja/tala mjög taktfast: Á morgun, eða hinn, kemur pabbi minn! Hinir drengirnir taka fljótlega undir og tromma með hnífapörunum á borðið, meðan þeir syngja/tala. Þetta er dæmi um talsöng, sem er e.t.v. svolítið sérstakur flokkur. Hægt væri einnig að flokka þennan talsöng undir heitið; hrynrænar formúlur (Alkærsig og Riemer 1989:83). Tónhæð er á reiki, eða svífandi. Notkunargildi greini ég samt í B- flokk, vegna þess hvað dæmið er samskiptatengt, frásögn og staðfesting. morg-un eð-a hinn - pabb- minn! á kem ur i 51. Drengur í leikskólanum horfir inn um glugga og sér annan dreng innan við gluggann. Sá fyrrnefndi sönglar: Bo-bo, bo, bo. Söngurinn er eins og staðfesting og segir í raun án orða: Ég hef séð þig! Valið hefur verið að flokka hann eftir notagildi í B-flokk. bo-bo bo- bo 31

33 Niðurstöður Sjálfsprottinn söngur barna er athöfn oft háð aðstæðum í samskiptum hverju sinni. Þegar slík samskipti fara fram, skiptir samhengið miklu máli og til að skilja boðskapinn, þarf að hafa m.a. samhengið eða umgjörðina í huga. Umgjörð getur verið t.d. menningarlega og/eða stofnanatengd o.fl. þar sem aðeins einstaklingar í viðkomandi umgjörð skilja það sem fer fram. Sjálfsprottinn söngur barna hefur tilgang, merkingu og þess vegna eru samhengi og aðstæður mikilvægar. Dæmi um söng innan ramma ákveðinnar formúlu, geta haft mismunandi þýðingu (að stríða, að segja frá, að lýsa), því tilgangur eða notkunargildi er breytilegt. Þannig getur sama formúla (tónmynstur) haft mismunandi boðskap, allt eftir því í hvaða samhengi hún birtist (berið saman dæmi nr. 9 sem lýsir stríðni, nr. 5 sem er spurning, eða beiðni um hjálp og nr. 21 sem er frásögn). Þessi einkenni sjálfsprottins söngs barna sem hér er um að ræða, minna því á einkenni tungumáls. Ef þetta fyrirbæri er borið saman við tungumál, getur t.d. sama orðið haft mismunandi merkingu, eftir hvað á við í hverju samhengi. Í dæmi nr. 18 er tónmynstrið bundið við nóturnar g-g-e-a-g-e. Formúlan eða mynstrið, er hér notað í ákveðnum tilgangi. Þetta sérstaka tónmynstur táknar oft glettni eða stríðni í samskiptum hjá leik- og grunnskólabörnum. Formúlan getur verið sungin bæði með, eða án orða. Þegar fjallað er um tungumál sem fyrirbæri og það að geta skoðað málið eins og önnur fyrirbæri, felur þetta m.a. í sér vitundina um merkingu orða. Það þýðir; skilningurinn á því að orð mynda stærri merkingarbærar einingar, þegar þeim er raðað saman í ákveðna röð. Tónmynstrið sem hér er um að ræða, er hægt að syngja án orða, þar sem sá sem sendir kemur hugsun (stríðni, glettni) á framfæri við móttakanda og hugsun kemst breytt, eða aðeins breytt til skila til móttakanda. Það að skilaboðin taki litlum breytingum milli manna, er háð því að bæði sendir og móttakandi séu með svipaða reynslu og þekkingarheim, þannig að þeir skilji boðskap hvor annars. Tónmynstrið eitt og sér getur þannig í raun einnig táknað orð í ákveðinni röð, sem mynda merkingarbæra einingu (sjá dæmi nr. 4; þar sem borin er fram spurning í orðum og tónum og henni svarað, en hinn merkingarbæri skilningur tónmynstursins er stríðni. Dæmi nr. 5, sem nefnt var áðan, hefur sama tónmynstur og dæmi nr. 4, en tónmynstrið í nr. 5 hefur þar annan boðskap, sem er beiðni um aðstoð). Talað er um, að tilvísun tónmynstursins sé bæði vitsmuna- 32

34 og tilfinningaleg, hliðstætt því sem er í tungumálum. Dr. Jon-Roar Bjørkvold fjallar um að þessi söngur sé ekki notaður sem tjáskiptaleið í félagslegum tilgangi, fyrr en börn eru farin að leika sér töluvert við önnur börn, t.d. um tveggja til þriggja ára aldur. Af þessu má draga þá ályktun að: Þegar borið er saman tungumál og sjálfsprottinn söngur barna, eru (þess vegna) ýmsir þættir í báðum þessum fyrirbrigðum sem líkjast hver öðrum. Söngur án ákveðins forms og jafnvel þekkt lög komu oft fyrir í miklu stærra hlutfalli þegar þessum tóndæmum var safnað, þau skráð og birt hér. Eins og áður var nefnt, var hinsvegar valin sú leið, að leggja mesta áherslu á söng innan ramma formúlna, af því að auðveldara er að taka eftir honum, muna og þekkja aftur. Þegar litið er á söngdæmin sem hér hafa verið valin og skráð, eru flest þeirra notuð í samskiptum milli barna. Þau vekja viðbrögð viðtakenda. Stór hluti söngdæma tilheyrir flokki, sem dr. Jon-Roar Bjørkvold kallar urformelen (frum-formúlan) eða afbrigðum af honum. Mette Alkærsig og Mette Riemer kalla þennan flokk Avra for Laura (Avra fyrir Laura). Þetta á við um dæmi nr Stórar og litlar fallandi þríundir eru einnig áberandi t.d. í spurningum, svörum, hrópum og köllum barna. Sjáið dæmi nr Sjálfssprottinn söngur í tilfinningalegu hlutverki kemur t.d. fram í gleði barnsins sem sönglar með sjálfu sér í vorsólinni, samanber dæmi nr. 47. Sjálfsprottinn söngur hefur hlutverki að gegna í félagsmótun barna. Það að þróa hæfni til að tengjast öðrum, að tilheyra sama menningarheimi, í þessu tilfelli barnamenningu, styrkir hópsamkennd, sjá söngdæmi nr.17. Félagsleg samskipti snúast ekki eingöngu um að finna lausn á deilum og vinna með öðrum, heldur einnig að hafa það skemmtilegt saman og hlæja, samanber söngdæmi nr 16. Sjálfsprottinn söngur er hluti af leiknum og ein af samskiptaleiðum barna í menningu þeirra. Söngurinn styður leik barnsins. Samanber dæmi nr. 49 þar sem söngurinn og það sem verið var að gera; hamarshöggin, styðja hvort annað í góðu samræmi. 33

35 Lokaorð Á þessum vettvangi hefur verið fjallað um fyrirbærið sjálfsprottinn söng barna. Markmiðið með þessari ritgerð er að vekja athygli þeirra sem hafa forráð yfir börnum, umönnun og uppeldi þeirra, á þessum sérstaka söng, mikilvægi hans og hlutverki. Söngur sem afurð og hluti af skemmtiefni markaðsafla, er framleiddur í þeim tilgangi að seljast sem best. Þessu er ekki þannig háttað hjá börnum, þar sem ferlið skiptir meira máli en afurðin. Þetta ferli sjálfssprottins söngs er mikilvægt í félagslegri þróun og samskiptaþroska barna. Afurðin er síbreytileg, verður til á staðnum og er hin eina og rétta sem gildir hverju sinni, en ekki við aðrar aðstæður. Þess vegna getur reynst erfitt að biðja börn að endurtaka sama sönginn, eða söngdæmin á öðrum vettvangi. Sjálfsprottinn söngur er afurð augnabliksins. Þetta tjáskiptaform barna hefur fengið takmarkaða athygli, oft er lítið gert með þennan söng, hann er jafnvel látinn afskiptalaus af hálfu fullorðinna. Það skiptir máli að veita sjálfsprottnum söng og söngli barna eftirtekt, vegna þess að hann er hluti af barnamenningunni og leiknum sem þroskar næmni barna og margbreytileika í tjáskiptum. Sjálfsprottinn söngur er eðlileg leið barnanna til að fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Bent hefur verið á tengsl og skyldleika hans við tal. Leiðir til að styðja við þennan söng eru fyrst og fremst að veita honum eftirtekt og taka hann alvarlega, eða jafnvel taka undir með börnunum. Að kennarinn sé meðvitaður um þetta samskiptaform og hjálpi börnunum að rækta það með sér. Skráning á hreyfingu, málþroska, leik og myndsköpun barna er æskileg í leikskólastarfi. Í leikskólakennaranámi við Kennaraháskóla Íslands í Reykjavík er skráning á þroskaferli barna hluti af náminu. Sem dæmi má nefna athugun á málþroska barna, skráningu og lýsingu á félagslegum leik barna, verkefni með einigakubba og könnunarleikur er skráður. Athugun fer fram á hreyfiþroska barna og samskiptafærni. Í myndsköpun barna er m.a. fylgst með því, þegar barn mótar úr leir og ferlið skráð, einnig eru skoðuð og skráð tengsl milli teikniþroska og almenns þroska barns. Sjálfsprottnum söng barna eru gerð örstutt skil í námsefni um málþroska og málörvun, einnig er lítillega fjallað um þennan söng í tónmennt. Vænta má að það sama eigi við um söng, eins og aðra sköpun barna. Leitast er við að formgera þann efnivið sem börnin hafa úr að moða. Þau forma hljóðin innan tiltekins ramma, þar sem ákveðin lögmál eru til staðar, sem jafnframt eiga við um aðra sköpun. Þau lögmál sem 34

36 finna má í hendingamótun barna eru grunneiningar sem eru sameiginleg flestri tónlist. Það er því full ástæða til að nota þennan efnivið til frekari sköpunar og til að flytja og semja tónlist seinna meir. Þýðingarmikið er að auka áherslu og vægi hans í námsefni og leikskólastarfi, m.a. vegna menningargildis hans. Sjálfsprottinn söngur barna er áhrifaríkur í samskiptum barna og minnir á notkun vísna og annars bundins máls hjá fullorðnum. Niðurstaðan er að sjálfsprottinn söngur, líkt og tungumál, hreyfing og leikur eru verkfæri barna til að kynnast tilverunni og aðferð til að vinna úr áhrifum sem börn verða fyrir í lífinu. Þess vegna er ástæða til að örva þau þroskaferli og umhverfisaðstæður sem gera börnum kleift að tjá sig í gegnum sjálfsprottinn söng. 35

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG GLEYM - MÉR - EI ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG Að missa eftir 22. viku meðgöngu Þegar gleðin breytist í sorg Að missa á meðgöngu Útgefandi: LÍF styrktarfélag 1. útgáfa 2012 Efnisyfirlit Inngangur Tilfinningar

Læs mere

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum?

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum? Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:28 PM Side 1 Heyrir þú í Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna....vinum þínum? www.rexton.dk Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:29 PM Side

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Æfingar og ráð til að takast á við streitu

Æfingar og ráð til að takast á við streitu STÚDENTAÞJÓNUSTA HR STR EI Æfingar og ráð til að takast á við streitu TA 1 Nánari upplýsingar um stúdentaþjónustu HR: hr.is/studentathjonusta Bæklingur þessi heitir á frummálinu Stress. Útgefandi: Studenterrådgivningen,

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Danmörk haustið 2005 Efnisyfirlit: Inngangur:... 3 Valby Börneasyl / Valby... 5 Dosseringens Vuggestue... 8 Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Skovbörnehave Mariehönen / Virum... 17 Dyreskov Skovbörnehave...

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar 2017 vinátta virðing gleði 1 Leikskól Snæfellsbæjar 1. útgáfa sumarið 2017 Útgefandi: Leikskóli Snæfellsbæjar Krílakt v/brúarhlt 9, s: 4336925 Kríuból v/naustabúð 17,

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU

VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU!"# $ % & ' ( ) % Efnisyfirlit MYNDASKRÁ...3 KYNNING...4 ÁÐUR EN HALDIÐ ER AF STAÐ...5 UPPBYGGING VERKEFNANNA...5 KORT AF NÁGRENNI LÆKJARBREKKU...6 VERKEFNASAFN...7 ÍSJAKALEIKUR...8

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere