Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Relaterede dokumenter
6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

komudagur f2

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Kökur, Flekar,Lengjur

esurveyspro.com - Survey Detail Report

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

Ægteskab i Norden fra Saxo til i dag

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Forkaupsréttarsniðganga

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Jöfn umgengni í framkvæmd

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Baráttan við MNDsjúkdóminn

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

Casus mixtus cum culpa

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Reykjavikurborg Erindi nr. Þ / komudagur /S - // Z<'// Alþingi Reykjavík 14*. nóvember 2011 b.t. atvinnunefndar Austurstræti 8-10

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

Hagræn hugsun á átjándu öld

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

Transkript:

Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði á ákvæðum Jónsbókar frá 1281 um fjárhagslegar forsendur hjónabanda: Var auglýstur slíkur hjónabands undirbúningur sem hér er teiknaður, af því að sá góði dándisveinn Ketill Vermundsson vildi fá til hjónabands þá frómu stúlku Sölvöru Jónsdóttur. Því taldi hans kæri faðir Vermundur þessum sínum syni Katli 16 hundruð til kaups og konumundar, og lofar Ketill að gefa þessari stúlku Sölvöru 4 hundruð þar af í tilgjöf ef Guð gefur þeim að komast saman til ektaskapar... Hér í mót taldi sá frómi mann Jón Jónsson sinni kæru dóttur Sölvöru átta hundruð í lausafé, svo hennar máli verði 12 hundruð að svo komnu með tilgjöfinni tillagðri. 1 Að fengnu samþykki allra sem málið varðaði var gengið til samninga sem miðuðust við efnahag beggja fjölskyldna brúðarinnar og brúðgumans. Faðir brúðgumans verðandi lagði honum til upphæð í kaup, það er til að festa sér konuna. Þessi fjárhæð kallaðist konumundur og hluti hans var ætlaður hinni verðandi brúði í tilgjöf. Faðir hennar lagði fram heimanfylgju sem hennar framlag til nýs heimilis. Í Jónsbók eru ekki tilgreindar upphæðir eða hlutföll þessara þriggja hugtaka konumundar, heimanfylgju og tilgjafar. Árið 1294 ákvað konungur, hugsanlega að tillögu íslenskra ráðamanna, að hámark tilgjafar væri 60 hundruð, sama hversu 1 Guðs dýrð og sálnanna velferð. Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar árin 1639-1674. Útgefandi Már Jónsson. Reykjavík 2005, bls. 213-214. 1

ríkur brúðguminn væri, og mætti aldrei nema meiru en fjórðungi úr fé hans. 2 Þarna gæti verið kominn grunnur þeirra talna sem gefur að líta í kaupmála Ketils og Salvarar. Jón faðir hennar reiddi af hendi helming af þeirri upphæð sem Vermundur fékk syni sínum, en Ketill gaf Salvöru aftur fjórðung þess sem hann hafði fengið. Niðurstaðan varð því jafn eignarhluti beggja í sameiginlegu búi, eða 16 -> 8 -> 4 = 12. Ekki er ljóst hvenær nákvæmlega sú skipan festist í sessi. Því miður var aldrei í lögum kveðið á um opinbera skráningu kaupmála þannig að ekki er mikið til af þeim, en það sem þó er til frá 16., 17. og 18. öld sýnir sama fyrirkomulag og birtist í Efranesskaupmálanum. 3 Það er skýrt í Jónsbók að eignarhlutarnir þrír konumundur, tilgjöf og heimanfylgja áttu að haldast óskertir í hjónabandinu, en erfast hver í sínu lagi: karlinn átti í raun konumundinn sem fjölskylda hans útvegaði, en konan tilgjöf, sem karlinn gaf henni, og heimanfylgju frá fjölskyldu sinni. Heimanfylgja dóttur var í raun erfðahlutur og í Jónsbók er tekið fram að ógiftar dætur skyldu erfa svo mikið fé í óskiptum arfi sem þær höfðu er heiman voru giftar. 4 Þegar búið var að afgreiða þá fjármuni mátti skipta því sem eftir var af arfinum. Um arf sem féll til eftir giftingu gilti það sama: konan átti hann. Af öðru aflafé átti eiginmaðurinn hins vegar tvo hluti og 2 Jónsbók. Lögbók Íslendinga. Útgefandi Már Jónsson. Reykjavík 2004, bls. 121; sbr. Sigurður Líndal, Ægteskab. Island. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XX. Reykjavík 1976, d. 499-500. Í hinum norsku Frostaþingslögum frá fyrri hluta 13. aldar er tilgjöfin kölluð þriðjungsauki og hefur sú hugmynd væntanlega borist til Íslands án viðkomu í norskum landslögum Magnúsar lagabætis frá 1274, sem eru fyrirmynd Jónsbókar um þau atriði sem hér um ræðir; sjá Rigmor Frimannslund, Festermål. Norge. Kulturhistorisk leksikon IV. Reykjavík 1959, d. 234-235. 3 Áhugavert safn kaupmála frá síðustu áratugum 17. aldar er varðveitt úr Reykholtsdal; sjá Þjóðskjalasafn Íslands. Kirknasafn. Borgarfjarðarprófastsdæmi. Reykholt. Kirkju- og kaupamálabók 1664-1788. 4 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 122. 2

konan þriðjung. 5 Tilgjöfin var aftur á móti eiginleg gjöf brúðguma til brúðarinnar og óafturkræf sem slík. Það kemur meðal annars fram í ákvæði um það ef hjónaband var síðar dæmt ógilt vegna skyldleika eða annars: Ef meinleiki sundrar samvist hjóna, með þess ráði sem ráða á að guðs lögum, þá hafi hvort þeirra sitt fé. Ef væntanlegur brúðgumi féll frá skömmu eftir að ráðahagur tókst átti brúðurin tilvonandi að fá bæði tilgjöf og heimanfylgju af sjálfs hans fé meðan það vinnst til. Ekki áttu samt erfingjar hans að greiða af eigin fé, ætti hann ekki nóg: því að enginn skal sér konu kaupa með annars fé. 6 Helga Sigfúsdóttir gerði til dæmis grein fyrir jarðareign sinni 6. júlí 1706 með þessum orðum: sá fimm hundraða partur sem mér tilheyrir í jörðunni Steindyrum... var mér fenginn í tilgjöf af mínum sáluga ektamanni séra Þorláki Sigfússyni, svo sem okkar kaupmálabréf útvísar. 7 Undantekning var gerð á þessu í Jónsbók ef kona hélt framhjá eða skildi við eiginmann sinn að ástæðulausu: þá hefur hún fyrirgjört tilgjöf sinni. Heimanfylgjunni hélt bóndinn í slíku tilviki þangað til konan dó, en afhenti féð þá erfingjum hennar. Tækju þau saman aftur var eins og ekkert hefði gerst. 8 Innan þessara marka réð eiginmaður yfir eignum heimilisins, eða eins og Jónsbók segir um fjármuni nýgiftrar konu: á sá er hennar þá fær bæði forræði fyrir henni og peningum hennar. 9 Í beinu framhaldi var þetta þrengt nokkuð, einmitt í samræmi við það að konur áttu, í bókstaflegum skilningi, bæði tilgjöf og heimanfylgju. Yfirráðaréttinum voru nefnilega takmörk sett og var það í samræmi við sambærileg ákvæði í lögum á 5 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 123. 6 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 125. 7 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XIII. Útgefandi Gunnar F. Guðmundsson. Reykjavík 1990, bls. 395. 8 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 124. 9 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 122. 3

Norðurlöndum og raunar í Vestur-Evrópu allt frá miðöldum fram á 19. öld. 10 Í íslenskum lögum má nefna tvennt til marks um þær skorður sem eiginmönnum voru settar. Í Jónsbók sagði upphaflega einungis: Fé konu sinnar skal engi maður færa af landi brott nema hún vilji. 11 Samþykki hennar þurfti til og með réttarbót árið 1294 útfærði konungur umráðarétt kvenna gagnvart eiginmönnum sínum svo sem almennt með sama hætti: Engi maður skal selja eigur konu sinnar eður þær sem þau eiga bæði saman utan samþykki hennar, nema full nauðsyn gangi til og þá þó með skynsamra manna ráði. 12 Hin fulla nauðsyn er ekki skilgreind frekar og var túlkunaratriði eins og svo margt og oft í lögum. Urmull er til af bréfum þar sem konur samþykkja sölu eiginmanna á jörðum sem þær í raun áttu. Má taka sem dæmi yfirlýsingu Margrétar Eggertsdóttur að Haga á Barðaströnd 30. ágúst 1721, en hún var gift Teiti Arasyni sýslumanni, sem hafði selt séra Pétri Pálssyni á Álftamýri tvær jarðir í Önundarfirði gegn reiðufé þremur dögum fyrr: Ég undirskrifuð gjöri vitanlegt að ég er öldungis samþykk þessum gjörningi míns elskulega ektamanns og staðfesti kaupið, hvar um til 10 Agnes Arnórsdóttir og Thyra Nors, Ægteskabet i Norden og det europæiske perspektiv overvejelser om især danske og islandske normer for ægteskab i 12.-14. århundrede. Ægteskab i Norden fra Saxo til i dag. Ritstjórar Kari Melby, Anu Pylkkänen og Bente Rosenbeck. Kaupmannahöfn 1999, bls. 41-46; Åsa Karlsson Sjögren, Ägande och makt: Giftorätt och kontroll av gifta kvinnors egendom under 1600-talet fram til 1734 års lag. Ægteskab i Norden, bls. 109-125; Hilde Sandvik, Gifte kvinners økonomiske råderett i ekteskapet. Ekteskapslovgivning for Norge på 1600- og 1700- tallet med linjer fram til 1800-tallets ekteskapslov. Ægteskab i Norden, bls. 191-201; Gertrude Langer-Ostrawsky og Margareth Lanzinger, More Favored Less Favored? Women and Men in Different Marital Property Right Systems: A Comparative Study of Marital Property Rights in the Habsburg Empire During the 18th Century. Less Favored More Favored: Proceedings from a Conference on Gender in European Legal History, 12th 19th Centuries. Ritstjórar Grethe Jacobsen, Helle Vogt, Inger Dübeck og Heide Wunder. Kaupmannahöfn 2005: grein nr. 4a á vefslóðinni www.kb.dk/kb/publikationer/fundogforskning/online/artikler/lessmore.htm 11 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 123. 12 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 123 og 311. 4

staðfestu eru mitt nafn og signet. 13 Víst er að eignarhlutur hjónanna í sameiginlegu búi hélst óskertur samkvæmt kaupmála, og dæmi er til frá 1650 um að kona hafi krafist jafngóðrar jarðar af erfingjum eiginmanns hennar og hann hafði gefið henni í tilgjöf á sínum tíma. 14 Þórunn Jónsdóttir lýsti yfir því 1. október 1701 að hún samþykkti sölu eiginmanns síns, séra Þorleifs Jónssonar, á hluta úr Svanshóli í Strandasýslu að því tilskildu að séra Þorleifur setji henni önnur jafngóð átta hundruð í jörðu og Svanshóll, og skuli sá jarðarpartur vera innan Dalasýslu. 15 Styrkur skilyrðisins um samþykki eiginkonu kemur fram í kröfu Helgu Þorkelsdóttur að Meirihlíð í Bolungarvík 3. apríl 1722, en eiginmaður hennar hafði þá selt jarðarhluta sem hann hafði áður gefið henni: Sé svo að Sigmundur Sæmundsson, minn ektamaður, hafi nokkrum manni 1719 selt eður til eignar fengið fyrir peninga jörðina 4 hundruð í Minnihlíð í Bolungarvík og Hólskirkjusókn, þá yfirlýsi ég Helga Þorkelsdóttir því fyrir hverjum manni að nefnd 4 hundruð í Minnihlíð eru mér bréflega til eignar fengin áður af fyrrnefndum mínum ektamanni, Sigmundi Sæmundssyni, og er hún mín fullkomin eign og eigindómur. Og lýsi ég þar fyrir brigð og fullkominni ósátt minni á því ef hún er nokkrum manni burtfengin fyrir peninga, og það er aldeilis á móti mínum vilja og án míns samþykkis, og geng því að jörðinni ef mér auðnast að lifa Sigmund Sæmundsson sem minni vafalausri eign. 16 Maður verður að afla tekna, kona, hefur Sigmundur kannski sagt, eins og bankamaðurinn Ingvar Annar við ekkjuna Ingu, fyrrverandi forstjórafrú, í leikriti Svövu Jakobsdóttur, Hvað er í blýhólknum?, frá árinu 1970. Í máli Ingvars kom síðan fram að eiginmaðurinn Ingólfur hefði 13 Til merkis mitt nafn. Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns Ísafjarðarsýslu 1711-1729. Útgefandi Már Jónsson. Reykjavík 2002, bls. 227. 14 Alþingisbækur VI. Útgefandi Einar Arnórsson. Reykjavík 1933-1940, bls. 260. 15 Jarðabréf frá 16. og 17. öld: útdrættir. Útgefandi Gunnar F. Guðmundsson. Reykjavík 1993, bls. 193. 16 Til merkis mitt nafn, bls. 215. 5

skýlaust átt fyrirtækið og allar tekjurnar, en hún hefði haft hjúskaparrétt yfir heimili þeirra og búsgögnum: Í þínu tilfelli voru það til dæmis eldhúspottarnir. Hann hefði ekki getað veðsett þá án þíns samþykkis. 17 Þetta til umhugsunar og samanburðar. En reglur voru ekkert endilega virtar á 17. og 18. öld fremur en nú til dags og karlar áttu til í krafti sterkrar réttarstöðu sinnar að fara sínu fram án þess að konur fengju við ráðið. Vorið 1671 tók Þuríður Jónsdóttir húsfreyja á Litla-Landi í Ölfusi sig frá eiginmanni sínum Ormi Klængssyni og fór vestur á land með Þorgeiri Ingjaldssyni bónda á Breiðabólstað í sömu sveit. Um sumarið var Þuríður í Skagafirði en um veturinn í Keflavík undir Jökli. Þorgeir hélt til á Hellissandi. Tvö barna hennar voru með í för og vorið eftir fór hún með þau vestur í Saurbæ og á Skarðsströnd, án fylgdar Þorgeirs, eins og segir í skýrslu hennar. Annað barnið lést úr bólusótt og um haustið sneri hún aftur suður á land og staðnæmdist hjá Guðrúnu systur sinni, húsfreyju á Úfljótsvatni. Um haustið fundust þau Ormur og hún játaði brot sitt. Hann fyrirgaf henni, en séra Jón Daðason í Arnarbæli treysti sér ekki til að taka hana til altaris án úrskurðar frá biskupi. Þuríður gekk því á fund Brynjólfs Sveinssonar í Skálholti. Hann vildi fyrst vita hvort þau Þorgeir hefðu eignast barn í þeirra samferðum, en svo var ekki. Þá vildi biskup vita hvað hefði dregið hana til að taka til þessa óráðs að skilja samvistir við sinn ektamann og veitir svar Þuríðar fágæta og áhugaverða sýn á fjárreiður hjóna og fjárhagslegt vald á heimilum:... hvar til hún svaraði að sig hefði helst þar tildregið sú eymd og neyð sem á sér og sínum börnum verið hefði í fatleysi og atvinnuleysi, að hún hafi hvorki sér né börnunum séð þar óhætt upp á lífsbjörg og atvinnu, því Ormur Klængsson hafi með sér meðtekið og sínu barni til samans 46 17 Svava Jakobsdóttir, Hvað er í blýhólknum? Reykjavík 2003, bls. 27. 6

hundruð virt, sín þar í 30 hundruð en barnsins 16 hundruð, en nærri á fjögra eður fimm ára tíma hafi þessir fémunir eyddir verið, af sóun og eyðslu Orms Klængssonar, svo í sex eða sjö ár hafi hún ei af þeim fémunum sér eður sínum börnum til lífsbjargar neitt eftir haft, hvörrar vesældar vegna hún þykist orðsakast hafa frá að víkja og sér góðra manna að leita. Þar að auki, þegar hún hafi um þessa eyðslusemi og illa meðferð kvartað og átalið fyrir Ormi, þykist hún mætt hafa af honum, bæði til orða og verka og álaga, með slögum og illyrðum og öðrum þeim atvikum að sér hafi sér ei þótt óhætt upp á lífið, og því hafi hún þetta til bragðs tekið í sinni lífs neyð og nauðsyn. 18 Þuríður var fyrst gift Jón Snorrasyni og þau eignuðust tvö börn, en Ormi giftist hún árið 1660 og átti með honum fjögur börn. Þau bjuggu saman í ellefu ár og tókst Ormi á sex til sjö árum að sólunda eignum þeirra beggja, án þess að hún fengi rönd við reist. Ekki kemur fram í varðveittum gögnum hvernig leyst var úr þessu máli, nema hvað Ormur vildi að virðist ekki taka við Þuríði aftur og sé miðað við ákvæði Jónsbókar um framhjáhald kvenna er eins víst að hann hafi komist upp með að greiða henni ekki neitt af því sem hún kom með í hjónabandið eða hann hafði gefið henni í tilgjöf. Hér hafa verið ræddar þær skorður sem körlum voru settar og svigrúm þeirra til sviksemi við lögboðna skilmála, en hvað með eiginkonuna? Ótal dæmi eru um að ekkjur stæðu í jarðakaupum, enda áhrifameiri um eigin hagi en giftar konur. Í margnefndum ákvæðum kvennagiftinga er aldrei litið á málin frá sjónarhorni konunnar og það er raunar ekki gert heldur í kafla nokkrum í kaupabálki Jónsbókar, þar sem þó birtist það svigrúm sem konur höfðu til að ráðstafa eigin fjármunum og hugsanlega bónda síns: Ómagi má engum kaupum ráða. Það skal og vita hversu miklum kaupum konur megu ráða. Bóndakona eyris kaupi á tólf mánuðum. Riddarakona tveggja aura kaupi. Lends manns kona hálfrar merkur kaupi nema bóndi 18 Guðs dýrð og sálnanna velferð, bls. 343. 7

hennar sendi hana til skipa að kaupa þeim báðum þarfindi, þá skulu haldast kaup hennar öll ófölsuð og það allt er hún þarf í bú að kaupa ef bóndi hennar er í brottu, hvort sem hann er innan lands eður utan. En jarðir skal hon öngvar selja. En ef kona kaupir annan veg, þá skal hann rjúfa á fyrsta mánuði forfallalaust er hann kemur heim og hann veit, ef honum þikkir hún ofkeypt hafa, ella á hann þess máls aldri uppreist. 19 Samkvæmt þessu þurfti gift kona ávallt samþykki eiginmanns fyrir sölu jarðeigna og ekki er gert ráð fyrir að hún hafi nokkuð að segja um fjármuni hans. Hún gat farið út í búð, ef svo má að orði komast, ef karlinn var að heiman, en mátti aðeins ráðstafa tiltekinni upphæð. Eyris kaup bóndakonu á tólf mánuðum er ótrúlega lítið. Í eyri voru sex álnir og tuttugu aurar þar af leiðandi í hundraði: það tók konuna samkvæmt þessu tvö ár að kaupa sér veturgamlan sauð. 20 Framfæri konu yfir árið var í Jónsbók metið sem hálft þriðja hundrað. 21 Það er fimmtíu sinnum meira en upphæðin sem hún mátti eyða í kaupstað eða viku viðurværi allt yfir það var ofkeypt. Engar heimildir eru reyndar um að ákvæðinu hafi nokkru sinni verið beitt og karl látið kaup ganga aftur sem kona hans hafði gert. 19 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 222. 20 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 213. 21 Jónsbók. Lögbók Íslendinga, bls. 141. 8