Varmanýting frystiskipa til raforkuframleiðslu og kælingar

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Varmanýting frystiskipa til raforkuframleiðslu og kælingar"

Transkript

1 Varmanýting frystiskipa til raforkuframleiðslu og kælingar Tæknilýsing búnaðar og möguleikar til olíusparnaðar Stefán Steindórsson Ragnar Ásmundsson Orkusjóður veitti styrk til verksins ÍSOR-2011/012

2 ÍSLENSKAR ORKURANNSÓKNIR Reykjavík: Orkugarður, Grensásvegi 9, 108 Rvk. Sími: Fax: Akureyri: Rangárvöllum, P.O. Box 30, 602 Ak. Sími: Fax:

3 Verknr.: Varmanýting frystiskipa til raforkuframleiðslu og kælingar Tæknilýsing búnaðar og möguleikar til olíusparnaðar Stefán Steindórsson, Norðurorku Ragnar Ásmundsson, ÍSOR Orkusjóður veitti styrk til verksins ÍSOR-2011/012 Marss 2011

4

5 Lykilsíða Skýrsla nr. Dags. Dreifing ÍSOR-2011/012 Mars 2011 Opin Lokuð til Heiti skýrslu / Aðal- og undirtitill Varmanýting frystiskipa til raforkuframleiðslu og kælingar. Tæknilýsing búnaðar og möguleikar til olíusparnaðar. Upplag 4 Fjöldi síðna 43 Höfundar Stefán Steindórsson og Ragnar Ásmundsson Verkefnisstjóri Ragnar Ásmundsson Gerð skýrslu / Verkstig Verknúmer Unnið fyrir Íslenskar orkurannsóknir. Orkusjóður veitti styrk til verksins. Samvinnuaðilar Norðurorka Útdráttur Kannaðir eru tæknilegir möguleikar á nýtingu glatvarma um borðð í fiskiskipum. Glatvarmann má nýta annars vegar til raforkuframleiðslu ogg hins vegar til kælingar eða e frystingar. Til að kanna glatvarmann og mögulega nýtingu hans eru gerðar athuganirr í vélhermi og þær færðar í þann búning að athugunin endurspegli eins og mögulegt er það sem búast má við um borð í fiskiskipi. Einnig er stuðst við gögn frá frystitogaranum Brimnesi RE semm er í eigu Brims hf. Í ljósi hækkandi olíuverðs er ljóst að nýtingaraðferðir á glatvarma til kælingar, frystingar og raforkuframleiðslu, sem hafa verið óhagkvæmar fram til þessa, geta verið fýsilegar nú. Einnig getur losun CO 2 verið áhrifaþáttur þar sem fiskiskip losa nokkurn hluta þess magns s CO 2 sem losað er á Íslandi. Orkusjóður styrkirr þessa athugun. Lykilorð Glatvarmi, varmanýting, tvenndarvélar, kælivélar, ísogss varmadælur, ásogs varmadælur, fiskiskip, frysting, kæling, organic rankine cycle, binary power ISBN-númer Undirskrift verkefnisstjóra Yfirfarið af Stefán Sturlaa Gunnsteinsson

6

7 Efnisyfirlit 1 Inngangur Eldsneyti Þróun olíuverðs Olíunotkun, aldur og vélarafl fiskiskipaflotans Aldurssamsetning togaraflotans Eyðslustuðlar Eldsneyti Orkunýtni dísilvéla Afgasvarmi Kælivatn Athugun í vélarrúmshermi Verkmenntaskólans á Akureyri Vélarrúmshermir Verkmenntaskólans Afgas Birgðageymar olíu Setgeymar svartolíu Daggeymar Olíukerfi við aðalvél Framkvæmd athugunar Greining á glatvarma Aðalvél, 3840 kw, svartolíubrennsla. Varmaafl og nýting Aðalvél, 3840 kw, flotaolíubrennsla. Varmaafl og nýting Skip með 6000 kw aðalvél Aðalvél, 6000 kw, svartolíubrennsla. Varmaafl og nýting Aðalvél, 6000 kw, flotaolíubrennsla. Varmaafl og nýting Eyðslustuðull vélar við breytilegt álag Helstu niðurstöður athugunar í vélarrúmshermi Almennt Svartolíubrennsla Flotaolíubrennsla Eldri skip með einföldu kælikerfi Eyðslustuðull Nýting glatvarma Raforkuframleiðsla Frysting Ísogsvarmadælur (absorption) Ásogsvarmadælur (adsorption) Olíunotkun við raforkuframleiðslu og frystingu Mögulegur ávinningur bættrar varmanýtingar

8 9 Niðurstöður og staðan í dag Heimildaskrá Töflur Tafla 1. Meðalaldur og meðalvélarafl togaraflotans Tafla 2. Yfirlit olíunotkunar og varmadreifingar á dag á Brimnesi árið Tafla 3. Dagsmeðaltöl afls og orku á Brimnesi árið Tafla 4. Mat á mögulegum nýtingarleiðum Tafla 5. Sparnaður vegna ísogs eða ásogskerfis Tafla 6. Samantekt á mögulegum leiðum til olíusparnaðar Myndir Mynd 1. Verðþróun gasolíu ISK/lítra Mynd 2. Verðþróun gas og svartolíu USD/tonn Mynd 3. Skipting olíunotkunar Mynd 4. Þróun olíunotkunar fiskiskipa Mynd 5. Aldursskipting togaraflotans Mynd 6. Eyðslustuðlar eftir árgerðum véla grömm/hestaflstíma (g/hat) Mynd 7. Sankey línurit sýnir skiptingu þess afls sem sett er inn í vélina í formi eldsneytis Mynd 8. Upplýsingaskjár um Goldfish Mynd 9. Stjórnborð aðalvélar Mynd 10. Skolloftskerfi og rafmagnsframleiðslukerfi Mynd 11. Kælikerfi aðalvélar Mynd 12. Ferskvatnseimari Mynd 13. Gufukerfi með olíu og afgaskatli Mynd 14. Birgðageymar svartolíu (botngeymar) ásamt hitunarkerfi Mynd 15. Setgeymar svartolíu Mynd 16. Daggeymar svartolíu og flotaolíu Mynd 17. Olíukerfi við aðalvél Mynd 18. Varmajöfnuður eftir álagi Mynd 19. Hlutfallsleg nýting glatvarma við svartolíubrennslu Mynd kw aðalvél. Svartolíubrennsla. Varmaafl og nýting Mynd kw aðalvél. Flotaolíubrennsla. Varmaafl og nýting Mynd kw aðalvél. Svartolíubrennsla. Varmaafl og nýting Mynd kw aðalvél. Flotaolíubrennsla. Varmaafl og nýting Mynd 24. Eyðslustuðull vélar við breytilegt álag Mynd 25. Útlitsteikning af ORC vél sem er í þróun Mynd 26. Ísogsvarmadæla (kælivél) sem dregur í sig varma í eimara við uppgufun á fljótandi ammoníaki

9 Mynd 27. Samhengi uppgufunarhitastigs og hitastigs varmagjafa og kælivatns í ammóníaks/vatns ísogsvarmadælum Mynd 28. Teikning vinstra megin af einni af fjölmörgum gerðum zeólíta og hægra megin er pakki með Silica geli sem er mjög algengt þurrkefni, framleitt úr kísilsýru Mynd 29. Ásogskæliferlið útskýrt (vatn/zeólítar) Mynd 30. Möguleg nýting á glatvarma 6000 kw aðalvélar með breytilegt álag (flotaolía)

10 8

11 1 Inngangur Tilgangur skýrslunnar er að varpa ljósi á mögulega nýtingu glatvarma um borð í fiskiskipum sem má nýta annars vegar til raforkuframleiðslu og hins vegar til kælingar eða frystingar. Orkusjóður styrkir þessa athugun. Þær athuganir sem gerðar eru í skýrslunni skal skoða sem vísbendingar um mögulega glatvarmanýtingu en varast skal að draga of víðtækar ályktanir út frá þeim þar sem fiskiskip eru fjölbreytileg að aldri og gerð. Til að kanna glatvarmann og mögulega nýtingu hans eru gerðar athuganir í vélhermi og þær færðar í þann búning að athugunin endurspegli eins og mögulegt er það sem búast má við um borð í fiskiskipi. Einnig er stuðst við gögn frá frystitogaranum Brimnesi RE sem er í eigu Brims hf. Rétt er að geta þess að í skipum er glatvarmi frá vélum nú þegar nýttur á ýmsan hátt, t.d til upphitunar á íbúðum og neysluvatni og til að knýja eimara til ferskvatnsframleiðslu. Einnig er glatvarmi nýttur til hitunar á svartolíu á þeim skipum sem nota hana sem eldsneyti. Í ljósi hækkandi olíuverðs er ljóst að nýtingaraðferðir á glatvarma til kælingar, frystingar og raforkuframleiðslu, sem hafa verið óhagkvæmar fram til þessa, geta verið fýsilegar nú. Einnig getur losun CO2 verið áhrifaþáttur þar sem fiskiskip losa nokkurn hluta þess magns CO2 sem losað er á Íslandi. Skýrslan er fyrst og fremst skrifuð fyrir þá sem kunnugir eru vélbúnaði skipa en reynt er að haga málfari þannig að það sé sem skiljanlegast öllum. Höfundar þakka eftirtöldum aðilum fyrir veittar upplýsingar og aðstoð við þessa athugun: Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) fyrir aðgang að vélarrúmshermi, Vilhjálmi G. Kristjánssyni, vélfræðingi og kennara við VMA, Braga Ragnarssyni hjá Brim, Hallgrími yfirvélstjóra á Brimnesi og Guðfinni G. Johnsen, tæknifræðingi hjá LÍÚ 2 Eldsneyti 2.1 Þróun olíuverðs Olíuverð hefur hækkað til íslenskra fiskiskipa bæði vegna gengisbreytinga og einnig vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði. Líkur eru á að sú þróun haldi áfram vegna aukinnar velmegunar í mannmörgum löndum eins og Kína og Indlandi ásamt því að gjöful vinnslusvæði ganga til þurrðar og taka þarf til vinnslu ný og erfiðari svæði með tilheyrandi kostnaði sem endurspeglast í olíuverði. 9

12 Mynd 1. Verðþróun gasolíu ISK/lítra 1. Mynd 2. Verðþróun gas og svartolíu USD/ /tonn 2 1 Mynd fengin af heimasíðu LÍÚ, 2 Mynd fengin af heimasíðu LÍÚ, 10

13 2.2 Olíunotkun, aldur og vélarafl fiskiskipaflotans Íslensk fiskiskip notuðu árið tonn af olíu 3 og er næststærsti flokkurinn á eftir bílum og tækjum Skipting olíunotkunar árið 2009 Bílar og tæki Innlend fiskiskip Önnur skip Flugvélar Iðnaður Annað Mynd 3. Skipting olíunotkunar Þróun olíunotkunar fiskiskipa í þúsundum tonna Mynd 4. Þróun olíunotkunar fiskiskipa Innlend fiskiskip Heimild Hagstofan 4 Heimild Hagstofan 11

14 2.2.1 Aldurssamsetning togaraflotans Togaraflotinn er samsettur af skipum á ýmsum aldri miðað viðð smíðaár enn reikna má með að í einhverjum tilfellum hafi verið gerðar endurbætur, t.d skipt um aðalvélarr og slíkt 5. Mynd 5. Aldursskipting togaraflotans. Meðalaldur og meðalvélarafl togaraflotant ns 6 er sýndur í töflu 1. Tafla 1. Meðalaldur og meðalvélarafl togaraflotans Fjöldi skipa Heildarafl aðalvéla kw Meðalaldur Meðalafl aðalvéla kw Meðalafl aðalvéla ha Togarar Heimild Hagstofan 6 Heimild Hagstofan 12

15 2.2.2 Eyðslustuðlar Eyðslustuðull er settur fram sem s g/kwh, þ.e.a.s grömm af olíuu á hverja kílóvattstund ásafls og hefur sú tala lækkað með árunum vegna ýmissa framfaraa í hönnunn og smíði vélanna. Einnig hefur einingin grömm á hestaflstíma (g/hat)verið notuð.. Mynd 6. Eyðslustuðlar eftir 2001). árgerðum véla grömm/hestaflstíma (g/hat) (Guðbergur Rúnarsson, Með vísan í aldursdreifingu togaraflotant ns er áhugavert að skoða eldsneytisstuðla véla sem samsvara aldri tveggja stærstu flokkannaa ára og ára Til að gefa mynd af þeim eyðslustuðli sem gæti verið í ára gömlum vélum gæti t.d eyðslustuðull vélar frá 1985 verið g/hat, eða um það bil g/kwh. Þetta er all sömu breitt bil en sé tekið meðaltal þessara talna gefur það 213,5 g/kwh. Til að varpa upp sömu mynd fyrir vélar sem væru af árgerð 1975, eða þar um bil, gætu gildi verið g/hat, eða g/kwh. Meðaltal gefur 253,5 g/kwh. Eyðslustuðull í nýlegum vélum er lægri og gefur t.d vélaframleiðandinn Wärtsilä upp eyðslustuðul fyrir vél ætlaða til notkunar á sjó (Marine), Wärtsilä 6L26, 185 g/kwh við 1000 snúninga á mínútu og 2040 kw 7. Önnur vél sem Wärtsilä framleiðir til sömu nota er 6L32, eyðslustuðull 176 g/kwh við 750 snúninga/mín. og 3840 kw 8. Þess skal getið að við þennan samanburð er ekki tekið tillit til mismunandi eldsneytis og einnig eru nýjar vélar mældar við staðalaðstæður í verksmiðju en tölur fyrir eldri skip væntanlega fengnar með mælingum um borð í skipum. 7 /en/engines/medium speed engines/wartsila26 ( ) 8 /en/engines/medium speed engines/wartsila32 ( ) 13

16 Einnig er vert að benda á þá staðreyndd að eyðslustuðullinn breytist eftir álagi vélar og er hærri þegar álag er lítið Eldsneyti Eldsneyti sem notað er um borð í fiskiskipum er að mestu svokölluð flotaolía (marine diesel) en færst hefur í vöxt að notuð sé svartolía þar sem hún er ódýrari í innkaupum. Svartolíu brennslu fylgir að hita þarf olíuna í geymslutönkum fyrir notkun n og krefst það umtals vegar verðrar varmaorku og er til þess nýtturr varmi frá afgasi aðalvélar. Flotaolía er hins hituð fyrir skiljun en það krefst mun minni orku. 3 Orkunýtni dísilvéla Til að gera grein fyrir orkunýtni dísilvéla er metið hlutfall ásafls sem hlutfall af því afli sem sett er inn í formi eldsneytis. Þannig er nýtni dísilvélar frá 40 50% af heildarafli sem sett er inn í vélina á formi eldsneytis. Það afl sem ekki fer út á drifás er varmi sem fer í kælivatn, afgas, smurolíu og hitageislun. Til að sýna þetta á myndrænan háttt er oft notast við svokölluð Sankey línurit til að sýna deilingu aflsins milli þessara þátta. Til að tákna brunagildi eldsneytis er notuð einingin kj/kg. Brunagildi eldsneytis er tvennskonar; efra og neðra brunagildi. Þegar talað er um efra brunagildi er talin með sú orka sem fer í að breyta í gufu því vatni sem er í eldsneytinu og vatni sem myndast við brunann. Við neðra bruna er gildið er þessi orka dregin frá og er þetta gildi oftast notað þar sem orkann í vatnsgufunni ekki talin nýtanleg. Eins og sést á mynd 7 er umtalsverð orkaa sem er ónýtt í afgasi og o kælivatni. Heildarafl Kælivatn Afgas Smurolía Ásafl Geislun Mynd 7. Sankey línurit sem sýnir s skiptingu þess afls sem sett er e inn í vélina í formi eldsneytis e (Knak, 1987a, bls. 21). 14

17 3.1 Afgasvarmi Skipavélar eru flestar með afgastúrbínu sem nýtir afgasið til að snúa forþjöppu sem þjappar lofti inn á brunahólf til að auka afköst vélarinnar. Sú orka sem hægt er að nýta úr afgasi er háð hitastigi afgassins eftir túrbínu sem getur verið á bilinu C eftir vélargerðum en algengt er að hitinn sé á bilinu C. þetta háa hitastig gefur möguleika á nýtingu í varmaferlum, t.d. í ORC 9 kerfum, ísogsfrysti eða ásogskælikerfum. Talið er óhætt að kæla afgasið niður í 180 C en sé farið neðar en það getur farið að falla út brennisteinssýra í skorsteininum sem veldur óðatæringu (Knak, 1987b). Mögulega má fara enn neðar ef eldsneytið inniheldur lítinn sem engan brennistein, eða skorsteinninn gerður úr málmum sem ekki tærast. Afgasvarminn er nýttur með svokölluðum afgaskatli sem komið er fyrir í skorsteini skipsins. Afgasketillinn er í raun loftvökvavarmaskiptir sem oft er með brennara til að skerpa á ef afgasvarminn dugar ekki til, t.d á litlu álagi á aðalvél. Vökvamegin getur verið hitaolía (thermal oil) eða vatn sem er jafnvel hitað í mettaða gufu eða yfirhitaða gufu eftir aðstæðum. Orkan er síðan notuð til hitunar á t.d olíugeymum þar sem þess er þörf og einnig eru dæmi um að í mjög stórum skipum sé framleidd raforka með gufutúrbínu. 3.2 Kælivatn Kælivatn frá aðalvél er á bilinu C og er það kælt með sjó í varmaskipti. Möguleg nýting kælivatnsins er t.d upphitun en í sumum skipum er notast við rafmagn til þeirra hluta. Einnig er kælivatnið nýtt til eimingar á ferskvatni til notkunar um borð og er þá notaður þeysi (jektor) til að skapa undirþrýsting til að lækka suðumarkið þannig að eimun geti átt sér stað. Möguleg nýting gæti falið í sér þurrkun á t.d afgangsafurðum um borð í vinnsluskipum sem nú eru frystar og fluttar að landi og þurrkaðar þar. En þar sem þurrkarar eru yfirleitt plássfrek tæki má ætla að erfitt reynist að koma þeim fyrir í núverandi skipum. Þó gæti þetta verið áhugaverður möguleiki í nýsmíði ef fjárhagslegar forsendur eru fyrir hendi að öðru leyti. Einnig gæti kælivatnið nýst í millihiturum í ORC kerfum, ísogsfrysti eða öðrum kælikerfum. 9 ORC=Organic Rankine Cycle er varmahringrás til raforkuframleiðslu, nánar til umræðu síðar í þessari skýrslu. 15

18 4 Athugun í vélarrúmshermi Verkmenntaskólans á Akureyri 4.1 Vélarrúmshermir Verkmen nntaskólans Til að áætla það magn glatvarma sem mögulegt er að nýta fékkst aðgangur að vélarrúms við hermi sem er í Vélstjórnardeild Verkmenntaskólanss á Akureyri þar sem hann er notaður kennslu. Hermirinn býður upp á að keyra stafrænt líkan af togara semm nefnist Goldfish. Hermirinn er með aðalvél af gerðinni Mak 8M32C með 3840 kw ástimplaðð ásafl. Hermirinn er framleiddur af Kongsberg 10 0 og er af gerðinni ERS M_11. Mynd 8. Upplýsingaskjár um Goldfish. Hægt er að lesta skipið á ýmsa vegu í herminum og breyta umhverfisþáttum, t.d lofthita og sjávarhita ásamt veðri. Þar sem þessi hermir er ætlaður til kennslu k eruu ekki allarr stærðir mælanlegar. Á næstu síðum eru sýndar skjámyndir úr vélarrúmshermi til skýringar. Tekið skal fram að myndirnar endurspegla ekki þá athugunn sem gerð var og getaa mæligildii verið ólík því sem eru í athuguninni

19 Mynd 9. Stjórnborð aðalvélar. Mak 8M32C er 8 strokka línuvél með afgastúrbínu og tvískiptuu kælikerfi,, þ.e.a.s kælikerfinu er skipt upp í háhitakerfi (HT) og lághitakerfi (LT), hér eftir kölluð HT ogg LT kerfi. Einnig er tengdur við hana ásrafall til rafmagnsframleiðslu en einnig eru um borð þrjár ljósavélar. Mynd 10. Skolloftskerfi og rafmagnsframleiðslukerfi. 17

20 Mynd 11. Kælikerfii aðalvélar. Mynd 12. Ferskvatnseimari. Kælikerfi vélarinnar er, eins og áður var nefnt, skipt upp í HT og LT kerfi. Þetta er gert til að auka möguleika á varmanýtingu kælivatns. Hitastig frá HT kerfi er um C en LT kerfi um 40 C. Til HT kerfis telst strokkakælis ing og heitari hluti skolloftskælis. Til LT kerfis telst seinni hluti skolloftskælis og smurolíukælir ásamt öðrum smákælum, t.d fyrirr gír og 18

21 stjórnkerfi ásamt stefnisröri. Í eldri vélum eru skolloftskælirr og smurolíukælir oftast sjó um borð er svokallaður eimari sem nýtirr kælivatn frá HT kerfi til að eima a ferskvatn úr sjó og kældir sem þýðir að ekki er hægt að nýta þann varma um borð. Til framleiðslu á ferskvatni er það gert með því að búa til undirþrýsting með þeysi (jektor) til aðð lækka suðumark vatnsins Afgas Afgas frá aðalvél er leitt í gegnum afgasketil sem nýttur er til gufuframleiðslu. Einnig er olíuketill sem hægt er að nota ef afgasið dugar ekki fyrir gufuþörf g skipsins. Um borð í Goldfish er gufa notuð til að hita upp svartolíugeyma og til upphitunar á íbúðum og vatni til þrifa og neyslu. Mynd 13. Gufukerfi með olíu og afgaskatli. 19

22 4.1.2 Birgðageymar olíu Goldfish er útbúinn til svartolíukeyrslu og birgðageymar (botngeymar,) sem eru fjórir talsins, eru hitaðir með gufuu frá afgas hermi C. Fyrirkomulag sést s á skjámynd. eða olíukatli eftir aðstæðum. Hitastig olíunnar í þessum geymum er samkvæmt Mynd 14. Birgðageymar svartolíu (botngeymar) ásamt hitunarkerfi. 20

23 4.1.3 Setgeymar svartolíu Olíunni er dælt frá birgðageymum að setgeymum (Settling Tanks). T Þar er vatnið í olíunni látið skilja sig frá olíunni og setjast og því síðan tappað undan. Geymarnir eru hitaðir með gufu frá gufukerfi og er hitastig um 65 C. Mynd 15. Setgeymar svartolíu. 21

24 4.1.4 Daggeymar Olían er skilin í skilvindu ( HFO Purifier) frá setgeymum á daggeymi þar sem einnig er hægt að tappa vatni undan. Daggeymar eru tveir, annars vegar svartolíugeymir (HFO) og hins vegar flotaolíugeymir (MDO). Einnig sést birgðageymir flotaolíu á myndinni og er olían skilin með skilvindu (DO purifier) af birgðageymi á daggeymi. Einnigg er hægt á báðum daggeymum að hringrása innihaldi daggeymis gegnum skilvindu. Frá daggeymi fer olía til olíukerfis. Mynd 16. Daggeymar svartolíu og flotaolíu. 22

25 4.1.5 Olíukerfi við aðalvél Frá daggeymum er olían leiddd að milligeymi (vent tank) gegnum hitara sem hitaðir eru með gufu frá gufukerfi og þaðan inn á aðalvél. Mynd 17. Olíukerfi við aðalvél. 23

26 4.2 Framkvæmd athugunar Goldfish er með svartolíukerfi og er það væntanlega lík útfærsla og það sem almennt þekkist í fiskiskipum. Tilgangur athugunarinnar er ekki síst að fá fram aflþörf svartolíukerfis og upphitunar íbúða ásamt aflþörf til ferskvatnsframleiðslu í eimara. Til að reikna það varmaafl sem fer til hitunar á olíu, íbúðum og vatni til neyslu og þrifa var reiknað varmaafl gufu til notenda reiknað út frá hitamismun milli gufu frá katli og þéttigeymis og tekið tillit til þéttivarma gufunnar 11. Til útreikninga á nýtanlegu afli í afgasi var notast við massastraum ásamt hita eftir afgastúrbínu og hitastig eftir afgasketil sett á 180 C til að forðast tæringarhættu eins og fram hefur komið. Rétt er að geta þess að hitastig afgass í umhverfi var sett á 80 C þar sem ekki reyndist unnt að finna viðmiðunarhitastig á neðra brunagildi þegar það er mælt í svokölluðum varmamæli (bomb caloriemeter) en eðlilegast er að það sé hitastigið sem miðað er við. Þetta hefur ekki áhrif á útreikninga á nýtanlegu afli þar sem neðra hitastigið er fastsett þar. Afl í kælivatni HT kerfis er reiknað út frá massastraum og hitamismun yfir strokkakælingu og HT hluta skolloftskælis. Afl í LT kerfi er reiknað út frá massastraum og hitamismun yfir LT hluta skolloftskælis og smurolíukæli. Hermir gefur upp 40963,98 kj/kg inn á aðalvél sem er þá neðra brunagildi við 145 C. Neðra brunagildi er sá varmi (J) sem er í eldsneyti að frádregnum þeim varma sem fer í að breyta því vatni sem er í eldsneyti og myndast við brunann í gufu. Efra brunagildi inniheldur hins vegar heildarvarmann í eldsneytinu að vatnsgufunni meðtalinni. Lofthiti (ambient temperature) var stilltur á 5 C og sjóhiti á 5 C. Geislun og önnur töp voru reiknuð sem afgangsstærð þegar ásafl, afl í afgasi og kælivatni höfðu verið dregin frá því afli sem sett er inn á vélina í formi eldsneytis. 11 Aage Bredahl Eriksen og fl. (2004) 24

27 Fyrsta skref var að setja uppp hlutfallslegan varmajöfnuð vélarinnar þar sem varmajöfnuð aðeins urinn er sýndur við breytilegt álag. Ekki var farið út í að framreikna ferlana heldur notast við mælingar við gerð línuritsins. Glatvarminn er fólginn í afgasi, kælivatni og geislun. Eins og sést á línuritinu á mynd 18 breytast hlutföll ásafls og glatvarma við breytilegtt álag og einnig breytast innbyrðis hlutföll glatvarmans. Mynd 18. Varmajöfnuður eftir álagi. 25

28 4.3 Greining á glatvarma Nýtanlegur glatvarmi um borð í skipi er fyrst og fremst fólginn í afgasi og HT hluta kælikerfis en hitastig LT kerfis er lágt, um 40 C eftir vél, og því ekki nýtanlegt nema mögulega sem einhvers konar forhitun eða slíkt. Því er ekki tekið tillit til LT hluta kælikerfisins. Þar sem Goldfish er útbúinn til svartolíukeyrslu er glatvarmi frá afgasi nýttur til upphitunar á olíu í geymum og er gufa nýtt sem orkumiðill. Ennig er hægt að keyra olíuketil ef afgasketillinn annar ekki orkuþörfinni. Hitastig afgass eftir túrbínu er frá C. Hitastig kælivatns er frá C og er það nýtt til að eima ferskvatn. Í þessu tilfelli eru eimaðir 600 l af ferskvatni á klukkutíma. Hlutfallsleg nýting glatvarmans á svartolíukeyrslu með breytilegu álagi sést á mynd 19. Hlutfallsleg nýting glatvarma Svartolíubrennsla Afgas og kælivatn HT Breytilegt álag 120% 100% 80% 60% 40% 20% 0% 96% 89% 80% 77% 73% 67% 45% 36% 35% Hlutfallsleg nýting afgas 62% 74% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% Hlutfallsleg nýting Kælivatn HT 35% 40% 44% 45% 47% 49% 54% 56% 56% Hlutfallsleg heildarnýting 66% 69% 71% 72% 72% 72% 70% 69% 68% Hlutfall olíuketils af upphitun 0% 0% 0% 1% 1% 10% 25% 27% 25% Mynd 19. Hlutfallsleg nýting glatvarma við svartolíubrennslu.(sjá frekari skýringar hér á eftir.) Hlutfallsleg nýting afgass er hlutfallið milli nýtanlegs hluta afgass og þess sem nýtt er til gufuframleiðslu. Afgasið getur talist fullnýtt þar sem nýtingarmörk eru talin 180 C en þó er ekki loku fyrir það skotið að með bættri nýtingu afgasvarmans væri möguleiki á að nýta hann til annarra hluta. Einnig gæti verið skynsamlegt að nýta kælivatnið frekar til upphitunar íbúða og vatns til þrifa og neyslu og nýta afgasvarmann þar sem hann kemur að meira gagni. Hlutfallsleg nýting kælivatns HT er hlutfallið milli heildarvarmaaflsins í kælikerfi HT og þess sem nýtt er til eimingar á neysluvatni um borð. 26

29 Hlutfallsleg heildarnýting er hlutfallið milli afls sem sett er inn í aðalvél l formi olíu og þess hreyfi (ásafls) og varmaafls sem er notað um borð. Varmaaflið semm nýtt er felst þá í framleiðslu gufu til hitunar og eimingu á neysluvatni. Hlutfall olíuketils af upphitun.eins og sést á myndinni kemur olíuketill inn þegar afgasketill nær ekki að anna varmaeftirspurn hitunarkerfa sem eru tengd honum. Þetta má rekja til þess að stjórnkerfi Goldfish gerir ráð fyrir aðð fullur hiti sé á öllum botngeymum. Þarna mætti væntanlega spara olíu um borð og er full ástæða fyrir vélstjóraa skipa að gæta að þessu atriði og hafa þá t.d ekki fullan hita á öllum geymum Aðalvél, 3840 kw, svartolíubrennsla. Varmaafl og nýting Mynd 20 sýnir að gufukerfi notar nánastt allan afgasvarmann við v um 80% % álag á aðalvél. Þar sem græna súlan, sem táknar afgangsafl afgass, fer niður fyrir 0 er það í rauninni það afl sem olíubrennarinn þarf að bæta við til að hitakerfi fái það afl sem þau þurfa. Benda má á það að ef hitun íbúða og vatns væri á kælivatninu ætti afgasið að standa undir nánast allri hitunar þörf olíukerfis. Mynd kw aðalvél. Svartolíubrennsla. Varmaafl og nýting. 27

30 4.3.2 Aðalvél, 3840 kw, flotaolíubrennsla. Varmaafl og nýting Mynd 21 sýnir sama sama skip Goldfishh sem brennir flotaolíu (MDO) og því er upphitunar eru þörf olíunnar mun minni þar sem ekki þarf t.d að hita botntanka skipsins. Aðrar stærðir óbreyttar og brunagildi olíu er óbreytt enn það skal tekið fram að a neðra brunagildi flotaolíu er að jafnaði hærra og er um kj/kg 12. Hitunarþörf olíunnar er áætluð 50 kw og er það tekið af kælivatni. Hitun íbúða og neyslu til vatns er tekin af kælivatni ásamt eimara þannig að mögulegt err að nýta varmaafl afgassins annars. Mynd kw aðalvél. Flotaolíubrennsla. Varmaafl og nýting. 12 Gildi fengið úr vélhermi C00506 DO heat value storage tank. 28

31 4.4 Skip með 6000 kw aðalvél Til að kanna áhrif stærri aðalvélar á glatvarmann var varmajöfnuðurinn úr athugun í hermi einingareiknuð, það er að segja stillt uppp sem kwvarma/ kwásafl og afl glatvarma reiknað út frá kw aðalvél. Aflþörf til hitunar olíukerfis var áætluð 1000 kw við allar álags mælingar en aðrar stærðir óbreyttar Aðalvél, 6000 kw, svartolíubrennsla. Varmaafl og nýting Eins og sést á mynd 22 dugar afgasið til hitunar niður undir 70% % álag. Þar sem græna súlan, sem táknar afgangsafl afgass, fer niður fyrir 0 er það í rauninni það afl semm olíubrennarinn þarf að bæta við til að hitakerfi fái það afl sem þau þurfa. Benda má á það að ef hitun íbúða og vatns væri á kælivatninu ætti afgasið að standa undir nánast allri hitunarþörf olíukerfis. Mynd kw aðalvél. Svartolíubrennsla. Varmaafl og nýting. 29

32 4.4.2 Aðalvél, 6000 kw, flotaolíubrennsla. Varmaafl og nýting Mynd 23 sýnir sama skip og á mynd 22 sem brennir flotaolíu (MDO) og því er upphitunar eru þörf olíunnar mun minni þar sem ekki þarf t.d að hita botntanka skipsins. Aðrar stærðir óbreyttar og brunagildi olíu er óbreytt enn það skal tekið fram að a neðra brunagildi flotaolíu er að jafnaði hærra og er um kj/kg. 13 Hitunarþörf olíunnar er áætluð 100 kw og er það tekið af kælivatni. Hitun íbúða og neyslu til vatns er tekin af kælivatni ásamt eimara þannig að mögulegt err að nýta varmaafl afgassins annars. Mynd kw aðalvél. Flotaolíubrennsla. Varmaafl og nýting. 13 Gildi fengið úr vélhermi C00506 DO heat value storage tank 30

33 4.5 Eyðslustuðull vélar við breytilegt álag Á mynd 24 má sjá samhengi eyðslustuðuls og álags. Eins og sést fer stuðullinn hækkandi með minnkuðu álagi, enda best að keyra vélina á yfir 50% álagi. 300,00 Olíunotkun pr.kwh ásafl Breytilegt álag g/kwh 250,00 200,00 150,00 100,00 50,00 0, Olíunotkun pr.kwst g/kwh 184,95 179,76 180,11 180,90 183,68 187,21 227,05 258,64 263,01 Mynd 24. Eyðslustuðull vélar við breytilegt álag. 4.6 Helstu niðurstöður athugunar í vélarrúmshermi Almennt Þar sem álagsmynstur aðalvéla er mismunandi eftir t.d. veiðiaðgerðum og veðri er erfitt að gera grein fyrir þeirri orku sem vinnanleg væri úr glatvarma en athugunin sýnir að eftir einhverju gæti verið að slægjast. Einnig væri áhugavert að kanna hvort lækka mætti nýtingarmörk á hita eftir afgasketil þar sem umtalsverð orka fer út í umhverfið þar Svartolíubrennsla Þessar niðurstöður sýna að glatvarmanýting á svartolíubrennslu er frekar góð og er einna helst sóknarfæri í því að minnka notkun hitakerfa með því að nýta frekar kælivatn til upphitunar á íbúðum og vatni til neyslu og þrifa. Einnig er möguleiki á því að nýta afgas betur til upphitunar botngeyma svo olíubrennari sé ekki í gangi að óþörfu. Möguleiki væri að vinna raforku úr kælivatni með lághitavél en það veltur á álagsmynstri og kostnaði við búnað hvort slíkt geti talist hagkvæmt. Einnig er mögulegt að nýta það sem hitagjafa í ísogseða ásogskerfi (absorption eða adsorption) en hitastig kælivatnsins setur nokkrar skorður við 31

34 þá kælingu sem mögulegt er að fá út úr þeim kerfum. Einnig veltur það á álagsmynstri og kostnaði við slíkan búnað hvort það getur talist hagkvæmt Flotaolíubrennsla Athugunin sýnir að miðað við þær forsendur sem gefnar voru í athuguninni þá er það afl sem telst til afgangsafls í afgasi það mikið og hitastig það hátt að fýsilegt er að nýta það t.d til raforkuvinnslu í lághitavél eða sem hitagjafa í ísogs eða ásogsfrystikerfi en það veltur á álagsmynstri og kostnaði við búnað hvort slíkt getur talist hagkvæmt Eldri skip með einföldu kælikerfi Eldri vélar sem eru með sjókælda skollofts og smurolíukæla gefa aðra mynd af varmanýtingu þar sem aflið sem fékkst úr HT hluta kælikerfisins í skolloftskæli samkvæmt athugun í vélhermi er ekki í boði. Smurolíukælir í athuguninni er á LT kerfi sem er ekki talið nýtanlegt. Reikna má með að nýtni þessara eldri véla sé verri sem gefur þá meiri glatvarma í strokkakælingu og afgasi. Erfitt er að leggja mat á þessar stærðir nema með mælingum um borð í viðkomandi skipum en mögulega getur prufuplan viðkomandi vélar gefið vísbendingar um glatvarmann Eyðslustuðull Óhagkvæmt er að keyra vél undir 50% álagi með tilliti til eyðslustuðuls samkvæmt niðurstöðum athugunarinnar. 5 Nýting glatvarma Glatvarma fiskiskipa má nýta annars vegar til raforkuframleiðslu og hins vegar til kælingar. Niðurstaða athugunar í vélarrúmshermi, sem hér hefur verið greint frá, gefur vísbendingar um að þar megi nálgast glatvarma á þeim hitastigum sem heppileg eru til raforkuframleiðslu með tvenndarvélum og einnig til kælingar eða jafnvel frystingar með ísogs eða ásogsvarmadælum. Hér á eftir er gert grein fyrir nokkrum þeirra tæknilegu lausna sem til eru og mætti nýta um borð í fiskiskipum. 6 Raforkuframleiðsla Raforka er unnin úr varma með milligöngu gufu (t.d. vatnsgufu ef hár hiti er til staðar) eða annars vökva eða gufu sem nýta má til að knýja hverfil til raforkuframleiðslunnar. Ásrafall frá aðalvél sinnir yfirleitt raforkuþörfinni um borð í skipum en einnig ljósavélar. Glatvarmi frá aðalvél er best nýttur með svokölluðum ORC vélum (Organic Rankine Cycle í binary eða tvenndarvélum) þar sem vinnsluvökvi í lokaðri hringrás gufar upp, snýr rafli og þéttist svo aftur til að loka hringrásinni. Uppgufunin krefst varma en þéttingin þarf kælingu. Á skipi kemur varminn frá meginvél (glatvarmi) og kæling ýmist úr lofti eða sjó. Nýting glatvarma úr iðnaði til raforkuframleiðslu er umfangsmikil víða erlendis þar sem raforkuverð er hátt og viðkomandi ríki styðja græna orkunýtingu. Sem dæmi þá hefur ítalska fyrirtækið Turboden sett upp 165 MW rafafl frá ORC tvenndarstöðvum í 155 orkuverum í 14 löndum. Yfirleitt eru slíkar stöðvar nokkur hundruð kw, og flestar um og yfir 500 kw, vegna þess kostnaðar sem felst í lagnakerfum, varmaskiptum, hverfli og öðrum vélrænum búnaði sem gerir minni uppsetningar óhagkvæmar. Þó eru minni stöðvar til á 32

35 markaði, t.d. 10 kw vél frá Infinity Turbine og 125 kw frá f Calnetixx Power Solutions. Nýverið hóf Turboden, ásamt meðeigendunum Pratt and Whitney Power Systems samstarf s við Wärtsilä um smíði á skipsvél með sambyggðri ORC vél (kallast( hjá þeim ECC=Engine Combined Cycle) og fyrsta vél þeirrar gerðar er væntanleg á markað á þessu ári (sjá mynd 25). Glatvarminn er fenginn frá skorsteini skips og/eða kælivatni vélar. Dæmigerð stærð uppsetts rafafls getur verið á bilinu nokkur hundruð kw upp í nokkur MW. Mynd 25. Útlitsteikning af ORC vél sem er í þróun í samstarfsverkefni Turboden og Myndin er úr fréttatilkynningu Turboden. Wärtsilä. Hefðbundnar ORC vélar eru yfirleitt með hverfli (túrbínu), enda nýtirr hverfill mjög vel varma til að framleiða vinnu, þ.e. valdaa snúningi sem þá knýr rafal til raforkuframleiðslu. Hins vegar er einnig hægt að nota aðrar varmavélar þó svoo nýtnin séé ekki jafn mikil ef kostnaður er minni og tæknin að öðru leyti viðráðanleg um borð í skipum. Í hérlendum skipaflota er helst að líta til frystitogaraf a sem hafa um borð kælibúnað k sem knúinnn er með skrúfuþjöppum. Þessum skrúfuþjöppum má snúa við og framleiða raforku úr glatvarma. Í stað þess að raforka sé nýtt á þjöppurnar r til að færa varma frá kælirýmunuk um til umhverfis þá er glatvarminn látinn knýja þjöppuna ogg kælt á móti með kælivatni, og er þá nærtækast að nota sjó til slíkrar kælingar. Helstu fyrirtækin á þessu sviði eru í Svíþjóð og fyrirtækið Opcon starfar nú með Wallenius Marine að slíkri lausn sem miðar að a því að spara á bilinu 4 6% skipaolíu. Áætlað er að fyrsta skrúfuþjappa Opcon (Opcon Powerbox) fari um borð í ágúst á þessu ári (2011) og muni gagnast flota Wallenius og tengdra aðila með sérhæfingu í farmskipum fyrir ökutæki. Slík skip hafa vélarafl af stærðargráðu 100 MW. Lengi hafa menn slegist við lögmál varmafræðinnarr til að ná meiri vinnu úr varma. Mörgum hefur þótt erfitt að sætta sig við að nýta ekki varmaa betur til vinnu v en í besta falli um 50% í háhitavélum og við lægri hitastig (niður að um 100 C) þykirr ágætt að vera með um 10% nýtingu. Fljótlegast er að skýra þetta með lögmáli kennt við Carnot semm kveður á um að nýtni verður aldrei meiri en sem s nemurr því hitafalli sem verður við varmanýtinguna, deilt með uppsprettuhitastiginu (m.ö.o. deiltt í hitamismuninn með hærra hitastiginu,, mælt í Kelvin gráðum). Í Kelvin gráðum er umhverfishiti á yfirborði jarðar j um 300 K og varmi sem nýttur er til vinnu er sjaldnast felldur undir það hitastig, og yfirleitt y er það eitthvað hærra. Ekki síður mikilvægt er að átta sig á því að varmanýtingin fæst ekki nemaa með kælingu (þ.e. 33

36 með því að valda hitabreytingu) og erfitt er að viðhalda varmahringrás með mjög hárri hitasveiflu. Að lokum eru takmörk á hitaþolmörkum efna og hefðbundið eldsneyti gefur rétt yfir 2000 C við bestu skilyrði. Þegar varminn sem nýta skal kemur frá hitauppsprettu sem er yfir um 200 C er algengt að vatnsgufa sé nýtt á hverfla, enda er vatn náttúrulegt efni, alls staðar fáanlegt og brennur ekki. 7 Frysting Frysting og kæling afla um borð í fiskiskipum krefst notkunar kælivéla sem knúnar eru með raforku framleiddri með olíu í rafli (ljósavél eða ásrafall). Skipsvélin brennir einnig olíu og í báðum tilvikum myndast umtalsverður glatvarmi. Þennan varma má nýta til að knýja kælivélar um borð í skipum. Þetta kann að hljóma einkennilega en varma (í þessu tilviki glatvarma) má nýta til að knýja hringrás vinnslumiðils í lokuðu kerfi þannig að vinnslumiðilinn færi varma frá einum stað til annars, hvort heldur sem er til hitunar eða kælingar. Þessar varmaflutningsvélar eru þá varmadælur sem eru keyrðar áfram með varma (hér glatvarma) í stað raforku. Nýtni dísilvélar til raforkuframleiðslu er ekki yfir 50% og því er tækifæri til umtalsverðs olíusparnaðar ef hægt er að nýta varmaknúna hringrás til kælingar í stað rafknúinnar hringrásar. Tvær gerðir kælivéla koma til greina þegar nýta skal varma til kælingar og kallast þær ísogs (absorption) og ásogs (adsorption) varmadælur. Nú þegar hefur fýsileiki þess að frysta með ísogsvarmadælum verið kannaður út frá mælingum á glatvarma um borð í fiskiskipi (Fernández Seara o.fl., 1998) og einnig kæling með ásogsvarmadælum (sjá yfirlit í t.d. Wang og Wang, 2005). Einnig eru til heimildir frá 1951 um ísogsfrysti um borð í fiskiskipi (Popular Mechanics, júní 1951). 7.1 Ísogsvarmadælur (absorption) Ísogsvarmadælur hafa vökvablöndu í innri hringrás, t.d. ammoníak blandað vatni. Ammoníakið er knúið úr lausninni með varma (hér glatvarma) og þéttist síðan við kælingu (sjókælingu). Kalda ammoníakið dregur þá í sig varma við uppgufun sem dugar til að kæla frystigeymslur skipanna. Ammoníakið blandast svo aftur upp í vatni og hringrásin lokast (sjá mynd 26). 34

37 Mynd 26. Ísogsvarmadæla (kælivél) sem dregur í sig varma í eimara (1) við uppgufun á fljótandi ammoníaki. Ammoníakið blandast svo vatni í ísogara. Við blöndunina leysist úrr læðingi varmi sem losna þarf við með sjókælingu (2). Hitari (á myndinni táknaður með gasloga en í þessari skýrslu er átt við glatvarma skipsvéla) losar ammoníakið aftur úrr vatnslausninni sem þéttist svo í varmaskiptii við sjókælingu (3). Hreint ammoníak á vökvaformi fer svo aftur til eimara í gegnum þensluloka (4). Skýringarmyndin fékkst á vefsíðu heatpumcentre.org. Ísogsvarmadæla hentar vel til frystingar og fræðilega mætti frysta niður í um 60 C með tilteknum vökvablöndum (sjá t.d. He o.fl., 2005) ). Vatns/ammoníaksblandan er algeng í ísogsvarmadælum en frystir ekki niður fyrir 50 C í einu þrepi (með fleiri þrepum, þ.e. með raðtengingu kælivéla, fæst meiri kæling). Slíkt hitastig dugar á frystiskipum þar sem krafa er um frystingu niður undir 40 C en þó er r hægt að spara raforkuu með samsetningu hefðbund (í innar kæliþjöppu og ísogsvarmadælu. Samband eimsvalahitastigs og uppgufunarhita eimara) við ólíkt hitastig varmauppsprettu (glatvarma) sést á mynd

38 Mynd 27. Samhengi uppgufunarhitastigs og hitastigs varmagjafa og kælivatns í ammóníaks/vatns ísogsvarmadælum (mynd frá Colibri b.v., bv.com). 7.2 Ásogsvarmadælur (adsorption) Ásogsvarmadælu má lýsa með svipuðum hætti og ísogsdælu en í stað vökvalausnar er fast yfirborð sem vinnslumiðill á gasformi sest á. Varminn sem knýr hringrásina (hér glatvarmi) er notaður til að losa vinnslumiðilinn aftur frá fasta efninu. Dæmi umm vinnslumiðil sem nýtist í frystihringrás, t.d. til ísgerðar, err metanól og hið fastaa efni sem metanólið sest s á er fínkornótt kolefni (activated carbon). Almennt hefur fasta efnið e þann eiginleika að vera holótt og mynda e.k. möskva sem gasið getur sveimað um ogg lauslega bundist yfirborðinu. Algengt er að nota vissar gerðir zeólíta (álkísilsteindir með alkalímálmum), sérstaklega þegar gleypa þarf vatn eða ammoníak. Veikir rafkraftar halda gasefninu að yfirborði. Varmaorka losnar úr læðingi þegar gasið sest á yfirborð og hana þarf að losna við með kælingu. Varma þarf til að losa gasefnið aftur af yfirborðinu, hér glatvarma eins og áður sagði. 36

39 Mynd 28. Teikning vinstra megin af einnii af fjölmörgum gerðum zeólíta sem sýnir samtengd hol rými sem gas með svipað þvermál og vídd opanna getur sveimað um. Myndin fékkst f frá NASA Galleries, Marshall Image Exchange (MIX), Hægra megin er pakki með Silica geli sem s er mjög algengt þurrkefni, framleitt úr kísilsýru. Ásogsferlið í varmadæluhringrás er ekki samfellt því að fyrst þarf gasið að loða við yfir borðið og svo þarf að hita þetta sama yfirborð á öðrum stað í varmadælunni. Þetta er leyst ýmist með því að flytja þurrkefnið til eða breyta varmastreyminu. Samfellu er náð með því að færa þurrkefnið milli ásogs og uppgufunarklefaa eða með fleiri en einum þurrkklefa og stýra varmastreyminu með lokum (sjá mynd 29 til skýringar). Yfirleitt eruu ásogsvarmadælur kælivélar sem útvega kalt vatn, til neyslu eða í iðnaði. Tæknilega er þó hægt að frysta með ásogsferlinu líkt og gert er með ísogsvarmadælum og hægt err að kaupa ásogsfrystii sem fer niður í 25 C. 37

40 Mynd 29. Ásogskæliferlið útskýrt (vatn/zeólítar). Vatn gufar upp við v lágan hita og undirþrýsting í eimara (1) þar sem varmi er tekinnn úr kælivatni, sem þá kólnar ennn frekar. Ásog vatns gufunnar fer einnig fram í undirþrýstum klefa (2) þar sem ásogsvarmi á leysist út í volgt vatn og kraninn ofan við er þá lokaður á meðan. Í þurrkklefa (3) gufar g vatn upp frá þurrkefninu og er það ferli knúið áfram af varmauppsprettu (t.d. glatvarmi). Í eimsvalaa þéttist vatnið og er dælt aftur í eimara. Þegar stöðu lokanna er víxlað (opinn/lokaður) gufar vatnið upp í klefanum vinstra megin þegar heita vatninu er hleypt á hann og hægra megin hefst þá ásogsferlið með volgu vatnsstreymi (útfærsla AQSOA varmadælu frá Mitsubishi Plastics). 8 Olíunotkun við raforkuf framleiðslu og frystingu Olíunotkun fiskiskipaflota Íslands er um 30% af heildarolíunotkun landsmanna. Flotinn notar um 260 milljónir lítra árlega af olíu, nánast alfarið gasolíu (dísil). Þar af fara um 35 milljónir lítra í raforkuframleiðslu. 8.1 Mögulegur ávinningur bættrar varmanýtingar Þar sem olíueyðslutölur frá frystitogaranum Brimnesi RE 277 fengust var gerð athugun á samsetningu glatvarma þar um borð og voru til þess notaðar meðaltalstölur varmajöfnuðar úr athugun í vélarrúmshermi. Meðaltöl voru tekin frá 97% 65% % álagi að báðum álagsgildun um meðtöldum. Þar sem Brimnes brennir flotaolíu (MDO) er neðra brunagildi sett s kj/kg Notaðar voru meðaltalsolíueyðslutölur frá árinu

41 Tafla 2. Yfirlit olíunotkunar og varmadreifingar á dag á Brimnesi árið Olíunotkun að meðaltali 2009 l/dag Olíunotkun að meðaltali 2009 kg/dag Eðlismassi olíu g/l 0,82 neðra brunagildi kj/kg Heildarorka á dag í eldsneyti kj/dag Heildarorka á dag í eldsneyti kwh Meðaltal varmajöfnuðar kwh Pr.dag Kælivatn HT strokkakæling 11,7% Kælivatn HT skolloftskæling 7,0% 9585 Kælivatn LT 4,7% 6471 Afgas Heild 26,2% Afgas nýtanlegt 15,8% Ásafl 48,1% Geislun og önnur töp 2,3% 3071 Samtals 100,0% Tekin voru saman dagsmeðaltöl afls og orku fyrir glatvarma og núverandi nýtingu 14 ásamt ásafli Tafla 3. Dagsmeðaltöl afls og orku á Brimnesi árið Afl og orka KW meðalafl pr.dag kwh pr. dag Hitun ofl Eimari Afgangs afl og orka Kælivatn HT afgangs afl og orka Afgas nýtanlegt Ásafl Mat á þremur mögulegum óháðum nýtingarleiðum eru sýnd í töflu 4. Athugið að orkan sem gefin er upp fyrir ísogs eða ásogskerfi er varmaflutningsorka en ekki raforka. Gert er ráð fyrir 95% nýtni í varmakerfum. Tafla 4. Mat á mögulegum nýtingarleiðum. Möguleg nýting afgangsglatvarma Nýtingarleið COP Meðalafl kwh pr.dag afgangs afl og orka Afgas nýtanlegt Ísogs eða ásogskerfi 0, afgangs afl og orka Afgas nýtanlegt ORC kerfi 0, Kælivatn HT ORC kerfi 0, Töp Nýtni Nýtni varmakerfa 0,95 Þar sem nýtnistuðull frystipressukerfa (COP 15 ) getur verið mismunandi er valið að setja þrjú tilfelli fyrir mögulegan olíusparnað vegna ísogs eða ásogskerfa (sjá töflu 5). Einnig er lagt mat á mögulegan olíusparnað ORC kerfis á afgasi og kælivatni. 14 Tölur fyrir hitun og eimara eru meðaltalstölur úr athugun í vélhermi. 39

42 Tafla 5. Sparnaður vegna ísogs eða ásogskerfis. Ísogs eða ásogskerfi COP pressukerfis KW meðalafl /dag kwh/dag olíusparnaður kg/dag Lítrar/dag Rafafl pressukerfis sem sparast Rafafl pressukerfis sem sparast 2, Rafafl pressukerfis sem sparast Olíunotkun g/kwh 182 ORC kerfi Kwh/dag olíusparnaður kg/dag Lítrar/dag afgangs afl og orka Afgas nýtanlegt Kælivatn HT Samantekt sparnaðarleiða er í töflu 6. Tafla 6. Samantekt á mögulegum leiðum til olíusparnaðar. Heildaroliusparnaður 1 ár Úthaldsdagar Ísogs eða ásogskerfi COP Lítrar pr. ár Rafafl pressukerfis sem sparast Rafafl pressukerfis sem sparast 2, Rafafl pressukerfis sem sparast ORC kerfi afgangs afl og orka Afgas nýtanlegt Kælivatn HT Heildarolíunotkun Lítrar Í töflu 6 má sjá að mesti sparnaðurinn næst með ísogs eða ásogskerfi til nota við frystingu. Þó skal hafa þann varnagla að ekki er víst að fari saman framboð á glatvarma til frystingar og frystiþörf en gæti þó ávallt nýst að hluta með núverandi pressukerfi. Einnig er ljóst að þessi kerfi eru allnokkuð stór um sig og því gæti verið erfiðleikum bundið að koma þeim fyrir í eldri skipum. ORC kerfi til að nýta afgasvarmann er kostur sem er þess virði að kanna betur þar sem sumar útfærslur sem eru í boði eru breyttar skrúfupressur sem eru þá notaðar sem aflgjafi og ætti þá umfangið að vera svipað og á sambærilegri frystipressu, þ.e.a.s með svipuðu mótorafli. ORC kerfi á kælivatni er sísti kosturinn þar sem reikna má með svipuðu innkaupsverði og á ORC kerfi fyrir afgas en mun verri nýtingu. Afli Brimness á árinu 2009 var tonn af frosnum afurðum sem gerir um 24 tonn á dag. Samkvæmt athugun sem Emil Ragnarsson (2006) gerði um borð í vinnsluskipum Granda hf. var meðalraforkunotkun frystikerfis 242 kwh á fryst tonn. Í töflu 5 kemur fram að raforkunotkun pressukerfis á Brimnesi miðað við COP=2 er 5116 kwh/dag. Til að setja þessar stærðir í samhengi mundi þurfa 5774 kwh af raforku á dag til að frysta 24 tonn á dag sem var meðalaflinn á dag árið Af þessu má áætla að ísogskerfi gæti að jafnaði uppfyllt frystiþörf skipa á stærð við Brimnes. 15 COP=Coefficient of Performance 16 ( ) 40

43 Til að setja þessa stærð í samhengi við olíunotkun gæti mögulegur eyðslustuðull verið 182 g/kwh 17 sem myndi þá gera 44,044 kg af olíu pr. tonn af frosnum afurðum eða 0,044 kg olíu pr. kg af frosnum afurðum. Olíunotkun vinnsluskipa er talin vera 0,432 kg olíu pr. kg fisk (Brynhildur Davíðsdóttir o.fl., 2009, tafla 4 30, bls. 116). 9 Niðurstöður og staðan í dag Tæknilega er mögulegt að nýta glatvarma í fiskiskipum til kælingar, frystingar eða rafmagnsframleiðslu. Tæknin er þekkt og margreynd þótt lítið hafi farið fyrir notkun ORCkerfa og ísogs og ásogskerfa um borð í skipum hefur áhugi útgerða um allan heim á þessum möguleikum aukist og eru t.d Kínverjar framarlega í þróun ásogskerfa til notkunar um borð í fiskiskipum til ísframleiðslu og kælingar. Fyrirtækið GEA Grenco hefur unnið að þróun ísogskerfa fyrir skip og hafa gert einn samning um uppsetningu á slíku kerfi en vegna gjaldþrots skipasmíðastöðvarinnar stöðvaðist það verkefni. Áætlaður olíusparnaður vegna frystikerfisins er sagður um lítrar 18 og minnka raforkunotkun um um 80%. Einnig hefur fyrirtækið Thermalfrost 19 í Kanada verið að þróa ásogskerfi fyrir fiskiskip í samvinnu við aðila þar í landi. Varðandi ORC kerfin þá er einhvers að vænta af samstarfi Turboden og Wärtsilä eins og áður hefur verið nefnt. Nýlega hefur sænska fyrirtækið Opcon undirritað samstarfsamning við MAN Diesel sem er stór vélaframleiðandi 20. Einnig hefur verið nokkur þróun í framboði á forsmíðuðum ORC einingum frá ýmsum aðilum þar sem vélbúnaður kemur samansettur og tengist við hitagjafa og kælingu og er boðið upp á einingar í nokkrum stærðarflokkum. Helsta vandamál varðandi glatvarmanýtingu um borð í fiskiskipum er það að framboð glatvarmans er óreglulegt, þ.e.a.s það er háð álagi á aðalvél sem fylgir veiðiaðgerðum og veðri. Einnig eru skipin mismunandi að aldri og misvel í stakk búin til að bæta nýtingu glatvarma. Hins vegar fer olíuverð hækkandi og stærri framleiðendur vélbúnaðar eru nú þegar farnir að þróa aðferðir til bættrar varmanýtingar. Besta leiðin er væntanlega að mæla þann varma sem er nýtanlegur um borð í skipunum yfir eitthvert tímabil, t.d 1 ár, og meta hagkvæmni bættrar nýtingar út frá þeim mælingum. Möguleg nýting glatvarma er sett fram á myndrænan hátt fyrir 6000 kw aðalvél á mynd Meðaltals eyðslustuðull 97 65% álag úr athugun í vélhermi us/news and Media/news/Pages/CSGrenco_Grencoabsorption refrigeration system marine.aspx ( ) ( ) 41

44 Mynd 30. Mögulegg nýting á glatvarma 6000 kw aðalvélar með breytilegt álag (flotaolía). Um borð í frystiskipi er hægt að velja á milli nýtingar afgasglatvarma beint til frystingar eða til raforkuframleiðslu. Nýting glatvarmans frá afgasi er hámörkuð ef hann er nýttur beint til frystingar. Næsti kostur gæti verið að framleiða raforku með ORC vél og nýta til þess afgasvarma en einnig væri hægt að nýta kælivatn til raforkuframleiðslunnar en þá með minni nýtni. Ljóst er að glatvarmi um borð í fiskiskipum er nýtanlegur tæknilega en mögulegar útfærslur verður að aðlaga hverju skipi.. Hagkvæmni þarf einnig að skoðaa í hvert sinn. 42

45 10 Heimildaskrá Aage Bredahl Eriksen, Søren Gundtoft og Aage Birkkjær Lauritsen (2004): Termodynamik Teoretisk grundlag, praktisk anvendelse. 1.udgave. Ingeniørenbøger København ISBN Brynhildur Davíðsdóttir, Ágústa Loftsdóttir, Birna Hallsdóttir, Bryndís Skúladóttir, Daði Már Kristófersson, Guðbergur Rúnarsson, Hreinn Haraldsson, Pétur Reimarsson, Stefán Einarsson og Þorsteinn Ingi Sigfússon (2009). Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Skýrsla Sérfræðinganefndar. Umhverfisráðuneytið. Emil Ragnarsson (2006). Orkubúskapur vinnslutogara rannsókn í togurum Granda. Ægir, 99 (2), 2006, Fernández Seara, J., Vales, A. og Vázquez, M. (1998). Heat recovery system to power an onboard NH3 H2O absorption refrigeration plant in trawler chiller fishing vessels. Applied Thermal Engineering 18, Guðbergur Rúnarsson (2001). Orkunotkun og fiskveiðar. Fiskifélag Íslands. Erindi flutt á Orkuþingi He, Y., Hong, R. og Chen, G. (2005). Heat driven refrigeration cycle at low temperatures. Chinese Science Bulletin. Vol. 50. No. 5, Knak, C. (1987a). Skibsmotorlære Tegninger. 17. Udgave. GEC Gads forlag Köbenhavn 1987 ISBN Knak, C. (1987b). Skibsmotorlære Tekst. 17. Udgave. GEC Gads forlag Köbenhavn 1987 ISBN Popular Mechanics, júní Wang, S. G. og Wang, R. Z. (2005). Recent developments of refrigeration technology in fishing vessels. Renewable Energy. 30,

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Fiskveiðistjórnarkerfi og veiðigjöld á Grænlandi

Fiskveiðistjórnarkerfi og veiðigjöld á Grænlandi Fiskveiðistjórnarkerfi og veiðigjöld á Grænlandi Hilmar Ögmundsson Fjármálaráðuneyti Grænlands Sjávarútvegsráðstefnan, Reykjavík, 17. nóvember 2017 Fiskveiðistjórnunarkerfið. Núverandi lög um fiskveiðar

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

ORKUBÚ VESTFJARÐA. Hitaveita á Tálknafirði. Varmadælurekstur -frumarðsemismat -greinargerð

ORKUBÚ VESTFJARÐA. Hitaveita á Tálknafirði. Varmadælurekstur -frumarðsemismat -greinargerð Hitaveita á Tálknafirði Varmadælurekstur -frumarðsemismat -greinargerð Júní, 2016 EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 3 2. Núverandi borhola á Sveinseyri... 3 3. Hitunarkostnaður OV... 3 4. Dreifikerfi... 5 5.

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

WEHOLITE. Lagnakerfið

WEHOLITE. Lagnakerfið WEHOLITE Lagnakerfið 2 Inngangur Það er almennt álit fagmanna og annarra sem til þekkja, að polyethylen sé afar fjölhæft lagnaefni og henti vel á ýmsum notkunarsviðum, svo sem í þrýstilagnir fyrir neysluvatn,

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting RÁÐUNAUTAFUNDUR 2 Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum og Laufey Bjarnadóttir

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Jarðefni, þjöppun og samanburður aðferða við þjöppumælingar

Jarðefni, þjöppun og samanburður aðferða við þjöppumælingar Jarðefni, þjöppun og samanburður aðferða við þjöppumælingar Benjamín Ingi Böðvarsson Byggingasvið THÍ Haust 2004 TD-bt-04-09 Heiti verkefnis: Jarðefni, þjöppun og samanburður aðferða við þjöppunarmælingar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere