Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt"

Transkript

1 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

2 541 TRYKSAG 457 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt Anders Rasmussen og Anne Fritzner ISBN (PRINT) ISBN (PDF) ANP 2016:713 Norræna ráðherranefndin 2016 Umbrot: Gitte Wejnold Kápumynd: SignElements.com Ljósmynd: SignElements.com Printed in Denmark Norræna ráðherranefndin styrkti útgáfu skýrslunnar. Efni skýrslunnar endurspeglar þó ekki endilega sjónarmið, álit, afstöðu eða meðmæli Norrænu ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðasamstarf í heiminum. Samstarfið nær til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og skiptir miklu í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Í norrænu samstarfi er unnið að því að styrkja stöðu Norðurlanda í sterkri Evrópu. Með norrænu samstarfi er unnið að því að efla norræna og svæðisbundna hagsmuni í alþjóðlegu umhverfi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda og skipa þeim meðal þeirra svæða í heiminum þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest. Norræna ráðherranefndin Ved Stranden 18 DK-1061 København K Telefon (+45)

3 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

4 Formáli Norræna ráðherranefndin hefur unnið í mörgum áföngum að eflingu menningar og menntunar frumkvöðla á Norðurlöndum. Hnattvæðing, tækniþróun, hraðar breytingar og lýðfræðilegar breytingar skapa áskoranir fyrir bæði norræna velferðarlíkanið og einstaklinga. Af þeim sökum hefur í tímans rás komið fram þörf fyrir að menntakerfið geti undirbúið nemendur fyrir líf þar sem þeir geta verið virkir þátttakendur í mótun framtíðar. Verðlaunuð skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar um frumkvöðlamennt á Norðurlöndum Entrepreneurship Education in the Nordic countries 1 og skýrsla ESB um frumkvöðlamennt Final Report of the Thematic Working Group on Entrepreneurship Education 2 nefna þörfina á að þróa hæfniramma sem getur byggt brú milli stefnu, stjórnunar, starfsvenja og náms. Um leið getur hæfnirammi skapað framvindu í kennslunni og varpað skýru ljósi á hver munurinn er á nemanda sem hefur tekið þátt í námi fyrir frumkvöðla og nemanda sem hefur ekki tekið þátt. Hæfnirammi á að gefa kost á að kennslan taki mið af hvað eigi að læra fremur en af sérstöku starfi eða ferlum. Þessi hæfnirammi reynir að uppfylla þessa þörf með virðingu fyrir norrænum hefðum í skólamálum og fyrir skilningi á frumkvöðlastarfi sem komið hefur upp samhliða á Norðurlöndunum. Í norrænu samhengi skólastarfs er frumkvöðlastarfsemi ætlað að veita nemendum hæfni, sem má nota í mörgu samhengi, persónulega, félagslega og samfélagslega. Hæfniramminn höfðar til fjölmargra hagsmunaaðila: Hann er fyrst og fremst tæki fyrir kennara og starfsmenn sem geta fundið hæfni- og námsmarkmið sem og kennslufræðilegar áherslur fyrir kennsluna. Hæfniramminn höfðar líka til valdhafa, sem eiga að skapa löggjöf og umgjörð svo frumkvöðlamennt geti farið fram. Á sama hátt höfðar hann til yfirmanna sem í daglegu starfi eiga að styðja uppbyggingu og skapa umhverfi og kennslufræðilega þróun þannig að frumkvöðlamennt verði samþættur hluti grunnskólans. 4

5 Hið sérnorræna Þrátt fyrir innbyrðis mun skóla á Norðurlöndum, þá eru líka fjölmörg sameiginleg einkenni. Þetta varðar þýðingu menntunar sem hugtaks, áhrifa frá fræðslusamtökum alþýðu og umbótauppeldisfræðinni og nú síðast áherslu á alþjóðlegan samanburð og á kennslu á grundvelli gagnreyndra aðferða og námsmarkmiða. Menntun Menntunarhugtakið hefur frá upphafi opinberra skólakerfa verið hluti af norrænum hugsanagangi um skóla og menntun. Skilningur á menntun nær til þess að til sé eitthvað sem nær út yfir fag og fagvitund og sem varðar hið ólokna ferli þess að verða góður og gegn samfélagsþegn í menningarlegu samhengi. Í norrænum skólum er hugsjóninni um menntun lýst í yfirmarkmiðum skólastarfsins. Menntun og menntahugsjónir eru þó ekki fastar stærðir og breytast yfir tíma á grundvelli breytilegs pólitísks og menningarlegs samhengis, sem og kennslufræðilegra og heimspekilegra strauma. Menntun er þannig lifandi hugtak, sem hefur sveiflast á milli áherslu á persónulegan vöxt og áherslu á að tileinka sér fyrirfram ákveðin fagleg markmið. 3 Norræn lýðræðis- og velferðarríki hafa þannig orðið til í nánu samspili lýðræðislegrar menntahugsjónar, þar sem nemendur eiga að læra að taka afstöðu, bregðast 1 Norræna ráðherranefndin (2012). 2 Evrópusambandið (2015). 3 Gustavsson (1998) Dannelse i vor tid, Forlaget KLIM. 5

6 við, leggja sitt af mörkum til lýðræðislegs samfélags og starfa sem borgarar í lýðræðissamfélagi. Hluti menntunarhugtaksins varðar hæfni til sjálfsákvörðunar, félagslegrar ábyrgðar og hæfileikans til að taka þátt í að skapa nýtt samfélag. Þessi skilningur fellur þétt að norrænni frumkvöðlamenntun og umræddum hæfniramma. Menntunarhugtakið er flókið vegna ólíks skilnings á hugtakinu og vegna þess að það birtist oft sem andstæða við fagmennsku, þrátt fyrir að fagmennska hafi ávallt verið hluti menntunar. Þar að auki er oft óljóst hvað það er sem læra skal og tileinka sér til að teljast vera menntaður. Þessi hæfnirammi er tilraun til að fastmóta og leysa úr læðingi suma þeirra menntunarþátta frumkvöðlastarfs sem þegar má finna í markmiðum skólanna. Kennslufræðilegar umbætur Kennslufræðilegar umbætur hafa haft mikil áhrif á norrænar hugmyndir um menntamál og haft í för með sér að skóli valdboðs með hörðum aga og utanbókarlærdómi er horfinn. Hvað sem núverandi áherslu á fagmennsku og mælanleika líður, snýst kennslan enn um barnið og tekur oftast nær mið af þörfum og áhugamálum nemenda. Sömuleiðis er virk þátttaka nemenda í náminu í verkefna-, hóp- og þverfaglegu starfi hluti af daglegu norrænu skólastarfi. Ásamt fræðslusamtökum alþýðunnar hefur þetta gefið ákveðna norræna hversdagslega speki sem þýðir að það eru óformleg og jafngild tengsl milli kennara og nemanda og að komið er til móts við áhugahvöt nemenda, áhuga og áhugamál í kennslunni. 4 Á almennum nótum hefur hin frelsandi og umbótavæna venja unnið fjandakornið hafi það, vandinn í dag er þannig ekki það ófrelsi sem hin frelsandi kennslufræði átti að ráða bót á, heldur til hvers við eigum að nota frelsi og frelsun. 5 Frumkvöðlamennt má líta á sem frekari þróun á hugmyndum um kennslufræðilegar umbætur, þar sem hún stefnir á að styðja við möguleika nemenda á að taka þátt í samfélaginu, að stjórna eigin lífi og starfsframa og að geta hrint hlutum í framkvæmd sem hafa þýðingu fyrir aðra, menningarlega, fjárhagslega og félagslega. 6 Frumkvöðlamennt er þannig ekki frelsandi í hefðbundnum skilningi, heldur beinist að því að efla hæfni nemandans í að nota þá möguleika, sem lífið og heimurinn hafa upp á að bjóða. Áhersla á námsmarkmið og námsmat Á síðastliðnum árum eru mælanlegar faglegar niðurstöður og alþjóðlegur samanburður orðin hluti af pólitískri skóladagskrá og þar með einnig af daglegu norrænu skólastarfi. Um leið hafa rannsóknir, sem sýna að nemendur læra meira ef kennslan er byggð á sýnilegum námsmarkmiðum og á svörun, haft mikil áhrif. 7 Á heildina hefur þetta gefið tilefni til nokkurra umbóta á skólakerfum og þeim kröfum sem gerðar eru til skóla og kennara. Þróunin hefur átt sér stað samhliða innleiðingu á stefnunni um frumkvöðlastarf. Vandamálið er að þegar námsgreinar skólans eru í auknum mæli flokkaðar niður og mældar, þá er hætta á að yfirmarkmið skólans, þar á meðal frumkvöðlaþættir, birtist sem óljósir og óviðráðanlegir. Því er þessi hæfnirammi tilraun til að skilgreina námsmarkmið fyrir frumkvöðlamennt 6

7 þannig að hægt sé að nota þau í kennslu, svörun og mati til jafns við námsgreinar skólans. Hæfniramminn gerir kleift að leggja áherslu á hæfni og námsmarkmið í staðinn fyrir ólíkan skilning á ferlum, nálgun við kennslu og starfsvenjur. Frumkvöðlamennt verður þannig mjög einföld: Sú menntun sem styður við þróun úrræða fyrir frumkvöðla, hæfni og reynslu. Lykilatriði í því samhengi er að skólarnir geti veitt nemendum ákveðna hæfni, en hvernig nemendur kjósa að nota þessa hæfni þegar fram í sækir er alfarið undir þeim sjálfum komið. Þess vegna er það ekki ætlunin með frumkvöðlamennt að hvetja nemendur til ákveðins lífsstíls, sérstaks vals á starfsgrein eða sértækum leiðum til að taka þátt í samfélaginu. 4 Hammershøj (2012) Kreativitet et spørgsmål om dannelse, Hans Reitzels Forlag. 5 Ziehe (2004) Øer af intensitet i et hav af rutine, Nye tekster om ungdom, skole og kultur, Forlaget Politisk Revy. 6 Rasmussen, Revsbeck, Moberg (2015) Taksonomi for entreprenørskabsuddannelse, Fonden for Entreprenørskab. 7 Hattie (2009) Visible Learning, Routledge. 7

8 Frumkvöðlahæfni Hæfniramminn byggir á aðgengilegum alþjóðlegum rannsóknum og á norrænum skólamarkmiðum og stefnum í frumkvöðlastarfi. Viðmiðunarhópur frá Norðurlöndunum fimm og sjálfstjórnarsvæðunum þremur tók þátt til að tryggja að nota megi rammann á hverjum stað fyrir sig. Hæfnihugtakið er undir áhrifum frá Illeris 8 og ber að skilja sem: Heildstæða skynsemis- og tilfinningalega tengda hæfni, ráðstafanir og möguleika, sem tengjast hugsanlegum athafnasviðum og er hrint í framkvæmd með mati, ákvörðunum og aðgerðum í tengslum við þekktar og óþekktar aðstæður. Ramminn er þannig mótaður sem ólík hæfni, sem er byggð á þekkingu, leikni, tilfinningum og persónulegum úrræðum. Þekking og leikni eru að grunni til skýr og þó þeir þættir séu ekki alltaf mælanlegir, þá er hægt að fylgjast með þeim og beita kerfisbundinni flokkun. Hins vegar háttar til á annan hátt með persónulegu og hlutlægu úrræðin, sem ekki er hægt að kenna, prófa og meta. Til dæmis er það líkast til mikilvægt úrræði að vera þrautseigur, en það er ekki hægt að kenna það að vera þrautseigur, heldur verður að æfa þrautseigju með þeim aðferðum og leiðum, sem beitt er í kennslu. Þess vegna varðar þessi hluti hæfnirammans meira aðferðir og kennslufræðilega nálgun en hin skilmerkilegri þekkingar- og hæfnisvið. Rannsóknir Fræðilega séð ríkir ekki samstaða um hvaða þekking, hvaða leikni og persónuleg úrræði fela í sér frumkvöðlahæfni. Sömuleiðis ríkir ekki samstaða um hvernig byggja skuli upp þessa hæfni. Þó eru til 8

9 nokkur lykilsvið sem birtast og varða bæði innihald og kennslufræðilega aðferð. 9 Það á við um: Áherslan á athafnaþáttinn og að frumkvöðlamennt skuli vera byggð á beinu starfi nemenda og virkri þátttöku þeirra. Sköpunargleði og hæfileikinn til að sjá, skynja og skapa möguleika sem og hæfileikinn til að leysa vandamál, fjölbreytt hugsun og að geta gert tilraunir með ólík þekkingarform. Þekking á, skilningur á og samspilið við menningu, umhverfið og utanaðkomandi aðila. Hlutlæg trú nemendanna og sjálfstraust varðandi eigin möguleika og úrræði til að geta tekið þátt í samfélaginu og látið drauma og vonir rætast, þar með talið þrautseigju og hæfileikann til að bregðast við óvissu. Norrænar stefnur og menntunarmarkmið Í yfirmarkmiðum Norðurlandanna í skólamálum og í stefnu landanna um frumkvöðlastarf koma mörg þekkingar-, leikni- og hæfnimarkmið við sögu, sem beint eða óbeint tengjast frumkvöðlastarfi. Sum sviðanna varða ytri þætti sem nemendur eiga að þekkja til: skapandi vinnuaðferðir, viðskiptaþróun, fjármál, verkefnastjórnun, tengslanet, og hluti sem þeir eiga að geta ráðið við: tekið frumkvæði, ábyrgð, breytt hugmyndum í framkvæmd, ákvarðanataka, samskipti, samstarf og lausn vandamála. Önnur svið varða innri þætti og þar með tilfinningalega og persónulega tengd úrræði eins og til dæmis: Taka opna afstöðu til möguleika, þrautseigju og seiglu, forvitni, sjálfstrausts, sköpunargleði og þors til að taka áhættu, nota hugmyndaflug til að fara út fyrir núverandi mörk. Fyrir utan þetta eru nokkrar staðlaðar eða siðferðislegar fullyrðingar eins og að: Stuðla að sjálfbærri framtíð. Framlag viðmiðunarhópsins Viðmiðunarhópurinn setti fram fjölmargar hugmyndir sem varða þekkingu, leikni og hæfni. Eins og í helstu markmiðslýsingum skólastarfsins er hér líka um að ræða mjög fjölbreytileg þekkingar-, leikni- og hæfnimarkmið, sem varða bæði ytri og innri þætti eins og til dæmis: Ég sem frumkvöðull, hvernig samfélagið er uppbyggt og virkar, kynna sjálfan mig og hugmyndir mínar, sjá þarfir og finna lausnir, taka á skapandi hátt á óvissu, greina möguleika og vera virkur, þekking á nánasta umhverfi, landinu og heiminum. Í ljós kemur einnig breytileg áhersla á framvindu og kerfisbundna flokkun (DK), sérstök mynd kennslufræðilegs frumkvöðlastarfs (N) og sérstök nálgun við frumkvöðlamenntun (S). Hin ólíka nálgun sýnir að tiltölulega einsleitar stefnur Norðurlandanna hafa leitt til mikillar fjölbreytni í starfsemi og starfsháttum. 8 Illeris (2013) Kompetence Hvad, hvorfor, hvordan?, Samfundslitteratur. 9 Nybye & Rasmussen (2013) Progressionsmodel for innovations- og entreprenørskabsundervisning, Fonden for Entreprenørskab. 9

10 Hæfnirammi Frumkvöðlahæfni Þekking og leikni á sviði frumkvöðlastarfs + persónuleg úrræði Með því að taka saman ólík gögn og niðurstöður úr rannsóknum, norrænum skólamarkmiðum og frá viðmiðunarhópnum, kemur fram ferns konar hæfni, þar af má byggja þrennt á þekkingu og leikni. Fjórða sviðið varðar persónuleg úrræði og virkar sem grunnur til að hin þrjú sviðin geti látið til sín taka. Til þess að geta framkvæmt athafnir í samfélaginu þarf hugrekki til, ábyrgð, viðurkenningu á mistökum o.s.frv. Á hinn bóginn munu persónuleg úrræði ein og sér ekki leiða til góðra athafna eða til frumkvöðlahæfni og menntunar. 1. Athafnahæfni: Skipuleggja, móta, framkvæma, eiga samstarf, eiga samskipti og hafa stjórn á fjármálum og úrræðum. 2. Sköpunarhæfni: Að skapa, fara fram úr, hugsa öðru vísi, hugsa þvert á hlutina, setja upp drauma, skynja, gera tilraunir, leysa vandamál og meta. 3. Skilningur á umheiminum: Þekking um menningarform, hnattvæðingu, skipan samfélagsins, viðskiptaskilning, félagslegar aðstæður, tengslanet, hæfileikann til að skilja og spjara sig í flóknum samtíma. Aðferðirnar við að skynja heiminn og umhverfi okkar, þær hugmyndir sem við erum opin fyrir. 4. Persónuleg úrræði: Hugrekki, sjálfstraust, þrautseigja, úrlausn flókinna viðfangsefna og óvissu, viðurkenning á mistökum, frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði. Frumkvöðlahæfni verður þannig til sem afurð þekkingar og leikni á sviði athafnasemi, sköpunargleði og umhverfis, með ákveðin persónuleg úrræði sem forsendu. Hæfniramminn er útbúinn á þremur stigum: 4. bekkjarstig/fyrstu skólaár grunnskóla, 7. bekkjarstig/ millistigið og 10. bekkjarstig/síðustu skólaár grunnskóla. Þekking, leikni og hæfni er á öllum þremur stigum til marks um ákjósanlegasta möguleika og lokamarkmið. 10

11 Athafnahæfni Nemandinn getur átt samstarf um verkefni og leyst einföld verkefni með aðstoð í skólanum og næsta nágrenni 4. bekkur Sköpunarhæfni Nemandinn getur unnið rannsóknaverkefni í einföldum skapandi ferlum og getur tekið afstöðu til niðurstaðna með því að notast við faglega undirstöðuþekkingu Skilningur á umheiminum Nemandinn hefur fyrsta skilning á eigin sjálfsmynd og menningarlegum bakgrunni og getur ratað í einföldu umhverfi á heimaslóðum Leikni, getur Þekking á Leikni, getur Þekking á Leikni, getur Þekking á tekið þátt í einföldum verkefnum tekið þátt í einföldu samstarfi kynnt eigin niðurstöður og framleiðslu í skóla og næsta nágrenni haft samband við persónulegt tengslanet unnið með einföld myndræn form og líkön sett upp sýningar á sameiginlegum verkefnum skipulagningu og markmiðum vinnu með öðrum samskiptum og einföldum kynningaraðferðum persónulegu tengslaneti framsetningu efnis og líkönum notað hugmyndaflug og sköpunargleði í tengslum við nám og starf tengt ólík þekkingarsvið leikið með þekkingu tekið þátt í einföldum ferlum þar sem hugmyndir verða til tekið þátt í samtölum um mat á hugmyndum notað tilfinningaleg hugtök og myndmál hugmyndaflugi og sköpunarkrafti einföldu skapandi ferli einfaldri sköpun hugmynda munaði og einfaldri fagurfræði lýst eigin menningu notað peningahugtakið við einfaldan útreikning átt samtöl um möguleika og áskoranir í nánasta umhverfi eigin menningu og annarra hugtakinu peningar vinnu- og frístundalífi fyrirtækjum og stofnunum í nánasta umhverfi Persónuleg úrræði Hugrekki til að láta reyna á sjálfan sig. Sjálfstraust á grundvelli eigin getu. Tekur frumkvæði með stuðningi frá kennurum og öðrum fullorðnum. Þrautseigja og seigla um skamman tíma. Viðurkenning á eigin mistökum og misskilningi. Þolir óöryggi um skamman tíma. Leggur áherslu á verkefni og áskoranir. 11

12 Athafnahæfni Nemandinn getur í samstarfi við aðra tekið frumkvæði, skipulagt, sett upp og leyst einföld verkefni í ákveðnu samhengi 7. bekkur Sköpunarhæfni Nemandinn getur unnið sjálfstætt, með tilraunum og könnun í skapandi ferli og metið niðurstöðurnar á grundvelli faglegrar þekkingar og fagurfræðilegra viðmiða Skilningur á umheiminum Nemandinn getur á grundvelli skilnings á eigin sjálfsmynd og menningarlegum bakgrunni ratað í ólíku tæknilegu, efnahagslegu, menningarlegu og félagslegu samhengi Leikni, getur Þekking á Leikni, getur Þekking á Leikni, getur Þekking á lýst óvissu í tengslum við verkefni tekið virkan þátt í verkefnum notað persónulegt tengslanet tekið þátt í samstarfi kynnt niðurstöður og verkefni miðlað þekkingu með líkönum, skissum og myndrænni tjáningu einfaldri verkefnastýringu, skipulagningu, áhættuþáttum og úrræðum einföldum samstarfsaðferðum samskiptum, kynningaraðferðum og verkfærum persónulegu og skólatengdu tengslaneti líkönum, táknum og myndrænni tjáningu tengt fagleg þekkingarsvið gert tilraunir með þekkingu tekið þátt í faglegri lausn vandamála unnið í skapandi ferli tekið þátt í sköpun hugmynda átt samtöl um mat á hugmyndum notað tilfinningaleg hugtök hugmyndaflugi og sköpunargleði tengdri ólíkum fagsviðum skapandi ferli hnignunarferli munaði og fagurfræði borið saman menningarheima átt samtöl um möguleika og vandamál í heiminum rætt eigin skilning á heiminum sett upp einfaldar fjárhagsáætlanir lýst efnahag og öðrum úrræðum í samfélaginu lýst hvernig fyrirtæki starfar mun á menningarheimum uppbyggingu og skipan samfélagsins fjármálum og ólíkum úrræðum skóla-, vinnu- og frístundalífi fyrirtækjum og stofnunum á heimaslóðum rætt drauma um næstu framtíð Persónuleg úrræði Hugrekki og vilji til að láta reyna á sjálfan sig og félaga sína. Ábyrgð á eigin verkefnum og annarra. Sjálfstraust á grundvelli eigin getu. Tekur frumkvæði með öðrum. Vilji til breytinga á eigin vinnuaðferðum, skoðunum og sjónarmiðum. Þrautseigja og seigla um langan tíma. Viðurkenning á eigin og annarra mistökum og misskilningi. Þolir óöryggi um skamman tíma. Getur einbeitt sér að verkefnum og áskorunum á löngum tíma. 12

13 Athafnahæfni Nemandinn getur í samstarfi við aðra tekið frumkvæði og skipulagt, tekið ábyrgð á, stjórnað, sett upp og leyst verkefni í ákveðnu samhengi 10. bekkur Sköpunarhæfni Nemandinn getur unnið sjálfstætt af þrautseigju, með tilraunum og könnun í skapandi ferli og metið niðurstöðurnar á grundvelli faglegrar þekkingar, reynslu og fagurfræðilegra viðmiða Skilningur á umheiminum Nemandinn getur á grundvelli skilnings á eigin sjálfsmynd og menningarlegum bakgrunni ratað í og metið tæknilegt, efnahagslegt, menningarlegt og félagslegt samhengi Leikni, getur Þekking á Leikni, getur Þekking á Leikni, getur Þekking á unnið verkefni með öðrum metið óvissu og áhættuþætti í tengslum við verkefni tekið þátt í ólíku samstarfi haft samband út fyrir persónulegt tengslanet byggt upp og notað eigið tengslanet kynnt niðurstöður og verkefni fyrir ákveðnum markhópi verkefnastýringu, skipulagningu, hagsmunaaðilum, áhættuþáttum og úrræðum samstarfsaðferðum og ferli persónulegu og faglegu tengslaneti samskiptum, kynningaraðferðum og verkfærum tengt ólík fagleg þekkingarsvið gert tilraunir af þekkingu og fagmennsku unnið með faglegar lausnir á vandamálum komið skipulagi á hugmynda-sköpun unnið í ólíku skapandi ferli rætt mat á hugmyndum notað tilfinningaleg hugtök í tengslum við faglega þekkingu sett fram drauma og framtíðarsýnir hugmyndaflugi og sköpunargleði í samfélaginu skapandi ferli ólíkum myndum hugmyndasköpunar munaði og fagurfræði sköpunargleði í tengslum við fagmennsku lýst og borið saman menningarheima lýst möguleikum og vandamálum tengdum hnattvæðingu sett upp einfaldar fjárhagsáætlanir og bókhald greint og lýst úrræðum lýst einföldum viðskiptalíkönum sett spurningamerki við núverandi skilning á heiminum ólíkum menningarheimum hnattvæðingu og afleiðingum hennar uppbyggingu samfélagsins, skipan, vandamálum og möguleikum atvinnulífi og framamöguleikum fjármálum og úrræðum Persónuleg úrræði Hugrekki og vilji til að láta reyna á sjálfan sig og aðra. Ábyrgð á eigin verkefnum og annarra. Sjálfstraust á grundvelli eigin mats á getu og hæfileikum. Tekur frumkvæði sjálfstætt og með öðrum. Vilji til breytinga á grundvelli núverandi skilnings og venja. Þrautseigja og seigla um langan og slitróttan tíma. Viðurkenning og lært af eigin og annarra mistökum og misskilningi. Hefur yfirsýn yfir vandasöm og flókin verkefni. Heldur einbeitingu í skammtímaverkefnum og langtímaverkefnum. 13

14 14 Frumkvöðlahæfni í kennslufræðilegu samhengi Frumkvöðlamennt er ekki námsgrein í norrænum skólum og frumkvöðlahæfni þarf því að byggja upp sem hluta af núverandi námsgreinum og sem sérstök námsferli í frumkvöðlamenntun. Það þýðir að kennarar verða að geta samþætt námsgreinar skólans og þróun frumkvöðlahæfni þannig að frumkvöðlamennt verði hluti af daglegu skólastarfi. Um leið verða skólarnir að tryggja að nemendum gefist færi á að taka þátt í samfelldu frumkvöðlaferli þar sem reynir á hæfnina, gjarnan í gagnlegu starfi.

15 15

16 Kennslufræðilegar áherslur Hér á eftir eru taldar upp nokkrar kennslufræðilegar áherslur sem geta stutt við aukna hæfni nemenda og aukin persónuleg úrræði þeirra. Kennslufræði varðar samhengið milli markmiða kennslunnar, innihalds og aðferðar og eykur líkurnar á að nemendur læri það sem ætlast er til og styður um leið við frekari þróun og nám nemenda. Kennslufræðilegar áherslur eru þannig tæki fyrir skipulagningu kennara á kennslu og hafa áhrif á form kennslunnar, skipulag og framkvæmd. Hugmyndin að baki áherslunum er að þær séu óháðar bekkjarstigi, getustigi og faglegu samhengi og að þær geti auðveldað yfirfærsluna úr hæfnimarkmiðum í framkvæmd og öfugt. Áherslurnar er hægt að taka í notkun eina í einu eða margar í einu, en líklega er ekki hentugt eða mögulegt að nota allar áherslurnar í einu. Áherslur sem styðja aukna athafnahæfni Að vinna með verðmætasköpun 10 / störf sem breyta. Að vinna með þátttöku og aðild nemenda. Að láta nemendur bera ábyrgð á starfi. Að nota þekkingu og hæfni í ólíku samhengi. Að taka mið af ólíku samhengi fyrir starfið. Að nota tengslanet og tengsl. Að hvetja til breytilegra samstarfsaðferða. Að hvetja til breytilegra kynningaraðferða. Að vekja til umhugsunar með tilliti til athafna. Áherslur sem styðja aukna sköpunarhæfni Að vinna tilraunastarf. Að skapa tíma án mats. Að vinna skapandi starf. Að tryggja tíma til íhugunar. Að leggja fram opin/ómöguleg verkefni. Að koma á óvart og koma á hinu óvænta. Að láta mörg skilningarvit koma við sögu. Að vekja til umhugsunar um hugmyndaflug og sköpunargleði. 10 Verðmætasköpun greinir kennsluferli frumkvöðlamenntar frá öðrum ferlislægum kennsluaðferðum, til dæmis vandamálamiðaðri verkefnakennslu eða þemavinnu. Með verðmætasköpun er átt við að starfið skapi verðmæti fyrir aðra, fyrir utan nám nemendanna sjálfra. Með öðrum orðum gerir starfið nokkurs konar gagn í heiminum, annað hvort sem ákveðið starf eða hugsanlega sem áform, líkön o.s.frv. 16

17 Áherslur sem styðja aukinn skilning á umheiminum Að hvetja til forvitni og undrunar. Að fjalla um málefni líðandi stundar. Að setja fagmennsku, þekkingu og leikni í samhengi. Að láta félagslega, efnahagslega og menningarlega þætti koma við sögu. Að tryggja samskipti einstaklings, skóla og umhverfis. Að leita uppi þekkingu og viðbrögð frá umhverfinu. Að lýsa heiminum sem möguleika. ð vekja til umhugsunar um umhverfi skólans. Áherslur sem styðja aukin persónuleg úrræði Að tryggja velgengni. Að leggja fyrir hæfilega 11 erfið verkefni. Að skapa rými fyrir viðurkenningu. Að vinna á meðvitaðan hátt með óvissu. Að vinna með þátttöku og aðild nemenda. Að styðja og leiðbeina. Að vekja til umhugsunar um persónuleg úrræði. 11 Nemendur eiga að vera á tánum en ekki of lengi 17

18 Dæmi um notkun kennslufræðilegra áherslna Dæmin eru unnin af starfandi kennurum og hafa verið reynd í norrænum skólum. Námsgreinarnar og helstu hæfnisvið eru sótt í sameiginleg markmið kennslunnar. Námsferlin eru venjuleg námsferli, sem með notkun kennslufræðilegra áherslna auk faglegra markmiða styðja líka við aukna frumkvöðlahæfni. Fjölbreytt lífríki, 4. bekkur Í ferlinu koma líka við sögu fagleg markmið úr námsgreininni Náttúra/Tækni, þar með talin hæfnisviðin könnun og samskipti. Ferlið hefst með kennslu um hugtakið fjölbreytt lífríki. Síðan eiga nemendur upp á eigin spýtur að kanna ólíka gagnagrunna um dýr og búsvæði þeirra (áherslan á að leita uppi þekkingu og viðbrögð frá umhverfinu). Í kjölfarið skipuleggja nemendur og kennarinn saman stutta ferð (áherslan á þátttöku nemenda og aðild), þar sem nemendur í litlum hópum fara á dýraveiðar í næsta nágrenni (áherslan á að hvetja til forvitni og undrunar) með sérstöku tilliti til að þekkja búsvæði og dýralíf í næsta nágrenni (áherslan á að láta samhengi koma við sögu). Nemendur eiga síðan að velja ákveðið dýr og gera faglega könnun, (áherslan á að skapa rými fyrir íhugun) skissur og teikningar (áherslan á að láta mörg skilningarvit koma við sögu) með tilliti til að útbúa faglega kynningu (áherslan á að vinna á meðvitaðan hátt með óvissu). Á meðan á kynningunum stendur eiga hinir nemendurnir að hrósa og koma með tillögur að endurbótum og frekara starfi (áherslan á að skapa rými fyrir viðurkenningu). Í lokin eru ræddar hugmyndir um hvernig nemendur geta stuðlað að því að tryggja fjölbreytt lífríki í sínu nánasta umhverfi (áherslan á að lýsa heiminum sem möguleika). Húsgagn fyrir vini, 7. bekkur Í ferlinu koma fagleg markmið við sögu úr námsgreininni Handverk og Hönnun, þar á meðal hæfnisviðin Úrvinnsla, Efni og Hönnun. Nemendur fá það verkefni að útbúa húsgagn sem kemur sér vel þegar maður er með vinum sínum. Ferlið hefst með umræðum og fyrirlestri kennara um sögu húsgagna og aðdraganda og þróun hönnunar, þar sem húsgögn eru bæði nytjavörur, vörur og listaverk (áherslan á að setja fagmennsku, þekkingu og leikni í samhengi). Síðan eiga nemendur að fara í heimsókn í húsgagnaverslun (gjarnan í alvörunni, til vara í sýndarverslun) og kanna ólíka hönnun, efni og eiginleika (áherslan á að leita uppi þekkingu og viðbrögð frá umhverfinu/áherslan á að tryggja samskipti einstaklings, skóla og umhverfis). Þeir velja húsgagn með tilliti til að lýsa því skriflega (áherslan á að nota þekkingu og leikni í ólíku samhengi). Í kjölfarið vinna nemendur að því að þróa hugmyndir að eigin húsgögnum út frá ramma, þar sem húsgagnið á að mynda ramma um að vera með vinum og að geta lært saman (áherslan á opin/ ómöguleg verkefni). Síðan útbúa nemendur líkön af húsgögnunum í ákveðnum stærðarhlutföllum (áherslan á að láta mörg skilningarvit koma við sögu) og gefa hvert öðru uppbyggileg viðbrögð (áherslan á að skapa tíma án mats). Að lokum eiga nemendur að kanna, hvernig líkanið geti orðið að raunverulegri vöru og kanna, hvernig hægt er að skapa fyrirtæki á grundvelli framleiðslu (áherslan á að vekja til umhugsunar með tilliti til athafna). Að lokum útbúa og æfa nemendur söluræðu fyrir vöruna. 18

19 Hagnýt stærðfræði, 8. bekkur Í ferlinu koma við sögu fagleg markmið fyrir námsgreinina stærðfræði, þar með talið hæfnisviðið stærðfræðihæfni. Í upphafi ferlisins er nemendum skipt í litla hópa og hver hópur fær hversdagslegan hlut, t.d. mjólkurfernu, hjól af reiðhjóli, glas, dagblað, afhent (áherslan á að koma á óvart og koma á hinu óvænta). Nemendum er síðan falið verkefni sem snýst um að ná eins mikilli stærðfræði og kostur er úr hlutnum sem þau fá í hendur (áherslan á að setja fram opin/ómöguleg verkefni, áherslan á að vinna tilraunastarf), nemendur vinna að því loknu sjálfstætt með verkefnið og kennarinn reynir á þau, gerir athugasemdir og styður nemendur á meðan (áherslan á að leiðbeina og styðja). Á grundvelli niðurstaðnanna útbúa nemendur stærðfræðidæmi sem þeir láta aðra hópa fá, þannig að hóparnir skiptast á dæmum og hlutum. Í lokin bera hóparnir saman niðurstöður sínar og útreikninga og gefa viðbrögð við vinnunni (áherslan á að skapa rými fyrir viðurkenningu). Auglýsingar, 10. bekkur Í ferlinu koma við sögu fagleg markmið fyrir námsgreinina dönsku, þar á meðal hæfnisviðin textagerð, túlkun og samskipti. Í upphafi ferlisins eiga nemendur að kanna ákveðnar auglýsingar í nánasta umhverfi, taka myndir af þeim og í kjölfarið greina þessar auglýsingar með faglegum líkönum og hugtökum og gera heildarmat á auglýsingum með tilliti til markhóps (áherslan á að hvetja til undrunar og forvitni). Nemendur eiga í kjölfarið að taka skipulegt viðtal við sendanda/fyrirtækið (áherslan á meðvitaða óvissu). Að þessu loknu þróa nemendur mismunandi tillögur (áherslan á að vinna tilraunastarf) að öðrum auglýsingum/fangamörkum fyrir hin greindu fyrirtæki (áherslan á að vinna með verðmætasköpun/ breytingastarf). Í kjölfarið skal setja upp sýningu þar sem nemendur kynna þekkingu og vörur fyrir fagmanni, sem leggur mat á vörurnar og lætur í ljósi álit sitt (áherslan á að tryggja tengsl milli einstaklings, skóla og samfélags). Ferlinu lýkur með sameiginlegum umræðum og vangaveltum um ferlið, samskiptin við umhverfið og faglegt nám (áherslan á að vekja til umhugsunar). 19

20 Ved Stranden 18 DK-1061 Copenhagen K Norræna ráðherranefndin hefur unnið í mörgum áföngum að eflingu menningar og menntunar frumkvöðla á Norðurlöndum. Hnattvæðing, tækniþróun, hraðar breytingar og lýðfræðilegar breytingar skapa áskoranir fyrir bæði norræna velferðarlíkanið og einstaklinga. Af þeim sökum hefur í tímans rás komið fram þörf fyrir að menntakerfið geti undirbúið nemendur fyrir líf þar sem þeir geta verið virkir þátttakendur í mótun framtíðar. Verðlaunuð skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar um frumkvöðlamennt á Norðurlöndum Entrepreneurship Education in the Nordic countries og skýrsla ESB um frumkvöðlamennt Final Report of the Thematic Working Group on Entrepreneurship Education nefna þörfina á að þróa hæfniramma sem getur byggt brú milli stefnu, stjórnunar, starfsvenja og náms. ANP 2016:713 ISBN (PRINT) ISBN (PDF)

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

FORMENNSKA NOREGS 2017

FORMENNSKA NOREGS 2017 FORMENNSKA NOREGS 2017 1 Formennska Noregs 2017 ISBN 978-92-893-4698-6 (PRINT) ISBN 978-92-893-4699-3 (PDF) http://dx.doi.org/10.6027/anp2016-764 ANP 2016:764 Norræna ráðherranefndin 2016 Umbrot: Mette

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum þróun norrænna fjölskyldumiðstöðva

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER 1 L 1 Þ 2 F 2 M 3 F 2 S Vika 32 2 M 3 L 3 Þ 4 F Frídagur Kynningarfundir fyrir Vika 41 Gagn og Gaman 3 M verslunarmanna 3 F forráðamenn 4 S 4 M 5 L 4 Þ 4 F 5 M

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

VIÐSKIPTASVIÐ. HönnunarMars JÁ eða NEI? Árangur þátttakenda í HönnunarMars

VIÐSKIPTASVIÐ. HönnunarMars JÁ eða NEI? Árangur þátttakenda í HönnunarMars VIÐSKIPTASVIÐ HönnunarMars JÁ eða NEI? Árangur þátttakenda í HönnunarMars Ritgerð til B.S.-gráðu Nafn nemanda: Íris Ósk Sighvatsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson Haustönn 206 i Staðfesting

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni. Námsáætlun Vor 2015 8. bekkur Námsgrein: Íslenska Kennari: Guðrún Þóra Björnsdóttir Áætlun þessi er sett fram með fyrirvara um breytingar Tímabil Hæfniviðmið Efnisþættir Kennsluhættir Námsmat janúarfebrúar

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000. LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift

Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000. LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000 LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift HANDSKRIFT VIÐ ALDAMÓTIN 2000 Håndskrift ved år 2000 Leiðbeining unnin af Nordisk Idégruppe for Håndskrift Útgafan

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Einstaklings-, para og Kynning Jeg elsker Danmark hópavinna Lota 2 Skole

Læs mere

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar 2017 vinátta virðing gleði 1 Leikskól Snæfellsbæjar 1. útgáfa sumarið 2017 Útgefandi: Leikskóli Snæfellsbæjar Krílakt v/brúarhlt 9, s: 4336925 Kríuból v/naustabúð 17,

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn 9. bekkur Kennsluáætlun í dönsku veturinn 2009-2010 Kennarar: Björn Sigurbjörnsson, Kristín Hafsteinsdóttir og Kim Magnús Nielsen. Kennslugögn: Glimrende les- og verkefnabók, Dejlige Danmark les-og verkefnabók

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands Heildarendurskðun grunnskólalaga Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Nregs g Írlands 23. - 27. któber 2006 Menntamálaráðuneytið Desember 2006 Efnisyfirlit Inngangur...3 Danmörk...4

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá -

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Nafn námsskrár: Færni í ferðaþjónustu II Lengd náms: 100 kennslustundir Fjöldi eininga: Allt að 9 einingar Hverjum ætlað: Starfsfólki í ferðaþjónustu 1. útgáfa 2008

Læs mere