Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc

Relaterede dokumenter
6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Kökur, Flekar,Lengjur

komudagur f2

Dyrebingo. Önnur útfærsla

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

esurveyspro.com - Survey Detail Report

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

- kennaraleiðbeiningar

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Svöluhöfði 25, Mosfellsbær

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Jökulsárlón og hvað svo?

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Gæðavottað á öllum Norðurlöndunum SPAANDEX K-GULV. Uppsetningarleiðbeiningar

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Skal vi snakke sammen?

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970

Reykjavikurborg Erindi nr. Þ / komudagur /S - // Z<'// Alþingi Reykjavík 14*. nóvember 2011 b.t. atvinnunefndar Austurstræti 8-10

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

heilsuvæn málning sem NAAF mælir með! Bliss LITAKORT

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

NOVOPAN. GÓLFHITAPLÖTUR - gólfplatan fyrir gólfhita! MK-VOTTAÐ MK 5.33/1804

Kennsluleiðbeiningar

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

2. Dig, mig og vi to

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA

Endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur

Transkript:

GREINING OG MAT Á GÖLLUM OG VIÐGERÐUM Á NÝJU EINBÝLISHÚSI Stefán Short Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 2014 Höfundur: Stefán Short Kennitala: 140573-4269 Leiðbeinandi: Torfi Guðmundur Sigurðsson Tækni- og verkfræðideild School of Science and Engineering

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi Tækni- og verkfræðideild Heiti verkefnis: Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi Námsbraut: Byggingartæknifræði BSc Tegund verkefnis: Lokaverkefni í tæknifræði BSc Önn: Námskeið: Ágrip: Vor 2014 Höfundur: Stefán Short LOK1012 Í eftirfarandi verkefni er fjallað um ástand einbýlishúss við Valsheiði 8 í Hveragerði. Gerð var ástandsskýrsla og viðgerðaráætlun vegna galla á fasteigninni. Tillögur voru gerðar til úrbóta vegna galla og þeirra verkþátta sem ekki var lokið við húsið. Lögð var fram frumkostnaðaráætlun vegna tillaganna ásamt Umsjónarkennari: verkáætlun. Guðbrandur Steinþórsson Leiðbeinandi: Torfi Guðmundur Sigurðsson Fyrirtæki/stofnun: Dagsetning: Lykilorð íslensk: Lykilorð ensk: 20.05.2014 Ástandsskýrsla Matskýrsla Gallar í húsum Dreifing: opin lokuð til:

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi Formáli Eftir að hafa starfað við uppbyggingu húsa í um tvo áratugi ákvað sá sem þessa línur skrifar að hann langaði að starfa sem eftirlitsaðili eða umsjónamaður yfir framkvæmdum á byggingarsviði. Hóf hann því nám við Háskólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist af frumgreinasviði, nú um fjórum árum síðar er hann að skrifa lokaverkefni til BSc. gráðu í byggingartæknifræði. Við almenn störf sem metnaðarfullur húsasmiður og húsasmíðameistari starfaði hann aðallega við uppbyggingu steyptra mannvirkja. Allt og oft sá hann dæmi um óvönduð vinnubrögð og lélegan frágang við störf sín. Núna síðast í fyrrasumar fékk hann það verkefni að laga einbýlishús sem hjón í Hveragerði höfðu fest kaup á. Þau keyptu húsið rúmlega fokhelt, við framkvæmdir hússins fór ýmislegt að koma í ljós sem benti til þess að fasteignin væri stórlega gölluð. Þarna kviknaði áhugi á því að nýta þetta tækifæri, framkvæmdir á fyrrgreindu húsi, og vinna með það áfram sem lokaverkefni til BSc. gráðu í byggingartæknifræði. Ég vil færa kennurum Háskólans í Reykjavík mína bestu þakkir fyrir frábæra kennslu. Ég vil sérstaklega þakka Guðbrandi Steinþórssyni fyrir hans leiðsögn og einnig leiðbeinanda mínum Torfa G. Sigurðssyni fyrir hans þátt og óþrjótandi þolinmæði í minn garð. Síðast en ekki síst vil ég þakka unnustu minni fyrir alla hennar vinnu og dugnað við að sinna fjölskyldunni og fullu starfi á meðan á námi mínu stóð. Einnig fær hún þakkir fyrir yfirlestur verkefnisins. Reykjavík, 20. maí 2014 Stefán Short

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi Efnisyfirlit Formáli 1. Inngangur... 1 2. Framkvæmd og helstu niðurstöður ástandsskýrslu... 2 2.1. Gerð ástandsskýrslu... 2 2.2. Samantekt ástandsskýrslu... 2 2.2.1. Útveggir... 2 2.2.2. Loftaplata... 2 2.2.3. Gluggar og hurðir... 2 3. Framkvæmd og helstu niðurstöður viðgerðaráætlunar... 4 3.1. Gerð viðgerðaráætlunar... 4 3.2. Samantekt viðgerðaráætlunar... 4 3.2.1. Rakaþétting veggja... 4 3.2.2. Loftaplata... 4 3.3 Niðurstöður kostnaðaráætlunar... 5 4. Umfjöllun um ástand húsa almennt... 6 5. Lokaorð... 7 Heimildir... 8 Viðauki I (Ástandsskýrsla) Viðauki II (Viðgerðaráætlun) Viðauki III (Teikningar)

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi 1. Inngangur Á árunum fyrir hrun var mikill uppgangur í byggingariðnaði á Íslandi og má segja að í kjölfar þess að íslensku bankarnir byrjuðu að veita fasteignalán hækkaði húsnæðisverð hratt. Bæjar- og sveitarfélög kepptust við að úthluta lóðum þar sem lóðaverð hækkaði mikið samhliða hækkandi fasteignaverði. Vegna mikilla eftirspurnar eftir byggingarlóðum hófu nokkur sveitarfélög að úthluta lóðum beint til einstaklinga þar sem aðilum á byggingarmarkaði var ekki heimilt að sækja um. Oft gengu þessar lóðir kaupum og sölum eftir að þeim hafði verið úthlutað þar sem allir voru að byggja. Nú nokkrum árum síðar þegar bólan er sprungin standa eftir mikið af hálfkláruðum húsum sem mörg hver eru lengi búin að liggja undir skemmdum. Mörg dæmi eru um óvönduð vinnubrögð og ófullnægjandi frágang og oft hefur ekki verið rétt að verki staðið. Í kjölfar þessa eru bætur vegna byggingargalla sóttar til tryggingafélaga oftar nú en tíðkaðist áður fyrr (Rúrik Vatnason Hdl. Vátryggingarfélagi Íslands, munnleg heimild, viðtal, 20. janúar 2014). Í þessu verkefni verður fjallað um einbýlishús, Valsheiði 8 í Hveragerði, sem byggt var árið 2007 og stóð fokhelt til ársins 2013 eða þar til núverandi eigendur festu kaup á því sem þá var í eigu Landsbanka Íslands. Í sölulýsingu fasteignasala kom fram að húsið væri rúmlega fokhelt. Búið var að klæða alla veggi hússins með tvöföldu gipsi þ.e.a.s. út- og milliveggi, einnig var búið að tengja gólfhita- og neysluvatnslagnir. Jafnframt var greint frá því að minniháttar leki væri frá loftaplötu hússins. Eftir að núverandi eigendur höfðu fest kaup á húsinu og byrjað var að vinna við húsið, kviknaði grunur um að gallarnir væru mun meiri en greint var frá í söluyfirliti fasteignasalans. Í þessu verkefni mun koma fram ástandsskýrsla hvað varðar Valsheiði 8 og jafnframt viðgerðaráætlun með tillögum til úrbóta á göllum hússins. 1

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi 2. Framkvæmd og helstu niðurstöður ástandsskýrslu 2.1. Gerð ástandsskýrslu Ástandsskýrslan sem unnin var um húsið byggir á almennri sjónskoðun sem fram fór á staðnum, ásamt ljósmyndum sem teknar voru. Þá var steypuhula og fjarlægð á milli járna mæld í útveggjum og undir loftaplötu hússins. Bornar voru saman teikningar hönnuða og farið var í gegnum byggingarsögu hússins þar sem m.a. voru skoðaðar þær úttektir sem byggingarfulltrúi eða umboðsmaður hans höfðu framkvæmt á húsinu, en húsið var skráð fokhelt. Einnig var fundað með söluaðilum byggingarefna sem notuð voru í húsið. Mynd 1. Mælir sem notaður er við mælingar kambstáls. 2.2. Samantekt ástandsskýrslu Niðurstöður ástandskýrslu voru ekkert gleðiefni fyrir eigendur hússins, en samkvæmt skýrslunni kom meðal annars fram: 2.2.1. Útveggir Uppbygging útveggja er gölluð þar sem rakavarnarlag vantar í húsið, útveggir verða ekki múraðir á hefðbundin hátt að utanverðu án þess að fara þurfi í stórvægilegar framkvæmdir vegna járna sem víða liggja í útbrúnum veggja og ónákvæmni við uppslátt veggja. 2.2.2. Loftaplata Ósamræmi er í teikningum hönnuða þar sem burðarþolshönnuður geri ráð fyrir burðarvegg í húsið en arkitekt gerir hinsvegar ráð fyrir því að þar sé léttur veggur. Efri loftaplata hússins hefur sigið um 70mm. Fara þarf yfir burðarþolshönnun plötunnar. 2.2.3. Gluggar og hurðir Eru ál-tré, skipta þarf um alla álklæðningu glugga og hurða þar sem hún er ónýt. 2

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi Samantekt þessi hefur aðeins að geyma það helsta úr skýrslunni (sjá nánar í viðauka I). Eftir sláandi niðurstöður ástandsskýrslu var ákveðið að unnin skyldi einnig viðgerðaráætlun vegna þeirra galla sem í ljós komu og þeirra verkþátta sem eftir eru við húsið 3

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi 3. Framkvæmd og helstu niðurstöður viðgerðaráætlunar 3.1. Gerð viðgerðaráætlunar Viðgerðaráætlun sem gerð var vegna ofangreindra galla byggir á útreikningum þar sem mögulegar lausnir voru skoðaðar. Eftir að lausnir höfðu verði valdar og farið hafði verið í gegnum útreikninga var gerð frumkostnaðaráætlun vegna tillaganna ásamt stuttri verkáætlun. 3.2. Samantekt viðgerðaráætlunar Samkvæmt viðgerðaráætlun var meðal annars sett fram eftirfarandi: 3.2.1. Rakaþétting veggja Við útreikninga á rakaþéttingu útveggja var stuðst við gögn frá Veðurstofu Íslands, mælingar frá veðurathugunarstöð á Reykjum í Ölfussi. Gildi fyrir hlutfallsraka utanhúss voru fengin úr kennsluefni áfangans BT-HEB1003 hagnýt eðlisfræði í byggingum. Gildi fyrir hlutfallsraka innanhúss voru fengin úr bókinni,,raki í húsum. 3.2.1.1. Hönnun lausnar Við hönnun lausnar fyrir útveggi var gengið út frá því að útveggir hússins yrðu einangraðir að utanverðu með plasteinangrun. Við útreikninga var horft til þess að að ekki yrði rakaþétting í veggjum innan við steyptan vegginn. 3.2.1.2. Lausnin Lausnin var að útveggir hússins yrðu einangraðir að utan með 120mm plasteinangrun, að einum vegg undanskyldum. Vonandi ná útveggir ekki að mygla áður en þeir nái að þorna út, en mygla vill síður þrífast á nýrri steypu en gamalli (Ríkharður Kistjánsson, verkfræðingur Efla verkfræðistofa, munnleg heimild, viðtal, 12.maí 2014). Ekki er skoðaður sá möguleiki á að einangra veggi að utan með steinull þar sem það var eindregin vilji húseiganda að útveggir yrðu klæddir með múrklæðningu. Einangrun veggja með steinull hefði þó sennilega flýtt fyrir útþornun veggjarins. Í niðurstöðum kemur fram að best sé að einangra alla veggi eins fljótt og hægt er, til að koma í veg fyrir frekari rakaþéttingu í útveggjum. Þess skal getið að ástandsskýrslan var unnin þegar enn var vetrartíð, ef veggirnir hafa ekki verið einangraðir nú, er betra að fresta því fram á haust. 3.2.2. Loftaplata Við útreikninga var efri loftaplata reiknuð samkvæmt brotlínuaðferð og einnig með FEM, stuðst var við kennsluefni áfanganna BT-SST1013, Steinsteypuvirki I og BT-SST2013 Steinsteypuvirki II, einnig voru notaðir burðarþolsstaðlar EN og Teknisk Ståbi eftir því sem við átti. 4

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi 3.2.2.1. Hönnun lausnar Við hönnun lausnar var farið í gegnum burðarþols útreikninga fyrir efri loftaplötu hússins, teikningar voru fengnar hjá byggingarfulltrúa Hveragerðis, þær bornar saman og sýnt var fram á að efri loftaplata hússins uppfyllti ekki þær kröfur sem henni bar. Við hönnun lausnarinnar var þó horft til þeirra járna sem voru til staðar í plötunni. 3.2.2.2. Lausnin Ákveðið var setja HEB-360 stálbita ofan á steypta loftaplötu hússins, en með þessu er ætlunin að að draga úr og hindra frekari formbreytingar á efri loftaplötu hússins. 3.3 Niðurstöður kostnaðaráætlunar Kostnaðaráætlun var gerð vegna vegna viðgerða og einnig vegna þeirra verkþátta sem eftir eru við húsið. Kostnaður gæti nær tvöfaldast ef fara þarf í framkvæmdir útveggja innanhúss. Samantekt kostnaðaráætlunar Samantekt þessi hefur aðeins að geyma það helsta úr skýrslunni (sjá nánar viðauka II). Alls kr. m.vsk. 1 Aðstaða 200.000 4.1.1. og 4.1.2. Steypuviðgerðir 6.187.042 4.3 Glugga- og hurðaviðgerðir 449.385 4.2.3. Málun 1.136.370 4.5 Þakviðgerðir 3.724.387 1.2.6 Ýmsar viðgerðir 300.000 Heildarkostnaður, samtals kr. með vsk. 11.997.184 5

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi 4. Umfjöllun um ástand húsa almennt Eins og áður hefur komið fram þá var mikið byggt af íbúðarhúsum hér á landi á góðæristímum. Mikið var um að hús voru byggð í Funkis byggingarstíl, en það sem einkennir þau helst er flatt þak og beinar línur. Eftir því sem leið á góðærið fóru menn gjarnan að byggja stærri hús í þessum stíl. Ekki var óalgengt að hjón með eitt til tvo börn voru að byggja um 600m 2 einbýlishús. Vegna mikils uppgangs í þessum geira var einnig mikil aukning í innflutningi af byggingavörum, efnum, gluggum og hurðum ofl. Dæmi voru um að heilu húsin voru flutt til landsins. Oft voru þetta vörur sem lítil eða engin þekking né reynsla var komin á hér á landi, en ýmis byggingarefni sem jafnvel eru notuð hjá nágrannaþjóðum okkar Íslendinga, virka hreinlega ekki við okkar sér íslensku aðstæður. Allt of oft má rekja galla í nýjum húsum til þessa. Erlendir iðnaðarmenn voru einnig fengnir hingað til lands, yfirleitt höfðu þessir menn litla þekkingu á okkar venjum í byggingariðnaði, en flestir voru fljótir að læra þegar þeir störfuðu með íslenskum iðnaðarmönnum. En eftir því sem erlendum byggingarmönnum fjölgaði hér á landi breyttist vinnuskipan gjarnan hjá fyrirtækjum, íslenskir og erlendir iðnaðarmenn stöfuðu ekki lengur saman heldur sitt í hvoru lagi. Dæmi eru um að galla í nýjum húsum megi rekja til þessa. Hönnuðir höfðu vart undan við að hanna þær teikningar sem skila átti inn til viðkomandi byggingarfulltrúa, dæmi eru um að ekki hafi verið rétt að verki staðið. Marga galla í nýjum húsum má einnig rekja til þessa. Á borðum byggingarfulltrúa hlóðst gjarnan upp bunki af teikningum til yfirferðar, dæmi eru um að ekki hafi verið rétt að verki staðið við yfirferð teikninga. Galla á nýjum húsum má einnig rekja til þessa. Þegar hús eru byggð er það samvinnuverkefni margra mismunandi aðila. Ef við viljum lágmarka galla í nýjum húsum verða þessir aðilar að starfa saman, Byggingarstjórar eiga vissulega að sjá til þess að svo sé, en við smærri framkvæmdir eins og byggingu íbúðarhúsnæðis virðast oft ekki vera til fjármunir til að bera kostnað vegna starfa þeirra. Galla á nýjum húsum má einnig rekja til þessa. 6

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi 5. Lokaorð Þegar hafist var handa við gerð ástandsskýrslu um húsið við Valsheiði 8 gerði ég mér vel grein fyrir því að það væri ýmislegt í húsinu sem þyrfti að laga þar sem ummerki um lélegt handbragð iðnaðarmanna sáust greinilega. Við gerð skýrslunnar velti ég því stundum fyrir mér af hverju ýmis frágangur við húsið var eins lélegur og raun bar vitni um. Eftir að hafa lokið við gerð skýrslunnar fór hugsun mín að snúast meira um ábyrgðir byggingarstjóra, hönnuða og eftirlitsaðila. En það eitt að hús sem er byggt í dag skuli getað farið í gegnum allar úttektir, fengið fokheldisvottorð og jafnvel verið tilbúið til lokaúttektar, án þess að nokkur aðili hafi veitt því eftirtekt að burðarvegg vanti í húsið, er eitthvað sem ég skil ekki. Eftir stendur uppsteypt hús byggt árið 2007 þar sem allir viðkomandi aðilar hafa brugðist skyldum sínum, hver á sinn hátt. 7

Greining og mat á göllum og viðgerðum á nýju einbýlishúsi Heimildir Byggingarreglugerð nr. 112/2012 Guðni Jóhannesson og Kjartan Guðmundsson. (2010). Lectures on building physics; Heat and moisture transfer. KTH; Vetenskap och konst ÍST EN 1990: Eurocode 0: Basis of structural design. (2007). Brussel: European Committee for Standardization ÍST EN 1991: Eurocode 1: Actions of structures. (2001). Brussel: European Committee for Standardization ÍST EN 1992: Eurocode 2: Design of concrete structures. (2004). Brussel: European Committee for Standardization ÍST EN 1993 Eurocode 3: Design of steel structures. (2003). Brussel: European Committee for Standardization Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins. (1985). Raki í húsum 46 Staðlaráð Íslands. (2011). Íslenskir þjóðarviðaukar við evrópska þolhönnunarstaðla. Ísland: Staðlaráð Íslands Meðaltalstölur hitastigs. (e.d ). Veðurstofa Íslands. Sótt 19. mars 2014 af http://www.vedur.is/medaltalstoflur-txt/stod_957_reykir_i_olfusi.manmedal.txt 8

Valsheiði 8 810 Hveragerði Greinagerð um ástand hússins Unnið af Stefáni Short, nema á lokaári í byggingartæknifræði.

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Ástandsskýrsla Efnisyfirlit Ástandsskýrsla... 2 1. Inngangur... 1 2. Forsendur ástandsgreiningar... 2 2.1 Forsendur úttektar... 2 2.2 Markmið... 2 3. Valsheiði 8. Greining á núverandi ástandi... 2 3.1 Almenn lýsing hússins... 2 3.2 Ástandslýsing almennt... 4 3.3 Ástandslýsing utanhúss... 5 3.3.1 Þak... 5 3.3.2 Útveggir... 7 3.4 Ástandslýsing innanhúss... 26 3.4.1 Útveggir... 26 3.4.2 Gluggar og hurðir... 31 3.4.3 Loftapata... 33 4. Umfjöllun og niðurstöður... 34 4.1 Þak... 34 4.1.1 Þakleki... 34 4.1.2 Einangrun... 34 4.1.3 Flasningar... 34 4.2 Veggir... 35 4.2.1 Útveggir... 35 4.2.2 Burðarveggur... 35 4.3 Gluggar og hurðir... 35 4.3.1 Álklæðning... 35 4.3.2 Loftaplata... 35 5. Lokaorð... 36

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 1. Inngangur Eftir að framkvæmdir hófust að nýju við húsið að Valsheiði 8 í Hveragerði hafði ekki verið unnið í húsinu í rúm fimm ár, núverandi eigendur keyptu húsið af eignarhaldsfélagi í eigu Landsbanka Íslands. Samkvæmt sölulýsingu fasteignasala var húsið rúmlega fokhelt, en búið var að klæða alla veggi hússins, tengja gólf- og neysluvant og hleypa hita á húsið. Einnig var gert grein fyrir því að leki væri frá efri loftaplötu hússins. Fljótlega eftir að hafist var handa við vinnu í húsinu kviknaði sá grunur um að gallarnir væru mun meiri en um var getið var í sölulýsingu fasteignasölu. Þessi ástandsskýrsla er unnin fyrir núverandi eigendur hússins. 1

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 2. Forsendur ástandsgreiningar 2.1. Forsendur úttektar Í þessari greinagerð er fjallað um núverandi ástand hússins sem byggt var að Valsheiði 8 í Hveragerði. Gerð er grein fyrir bæði innra og ytra ástandi hússins þar sem hjúpur hússins verður allur skoðaður. Úttekt þessi byggir á skoðun og sjónmati ásamt ljósmyndum sem teknar voru á staðnum. 2.2. Markmið Óskir eru um að húsið verði allt yfirfarið og athugað hvort í því leynist gallar vegna óvandaðra vinnubragða. Eigendur óska jafnframt efir því að fundin verði orsök leka frá þaki hússins. 3. Valsheiði 8. Greining á núverandi ástandi 3.1. Almenn lýsing hússins Staðsetning: Húsið er staðsett við Valsheiði 8 í Hveragerði. Gólfplötur hússins eru í kóta GK: 49,90m (íbúð) og GK: 40,65m (bílskúr). Húsgerð: Um er að ræða íbúðarhús á einni hæð í Funkis byggingarstíl. Húsið er staðsteypt, uppsteypt á hefðbundinn hátt og einangrað að innan með 100mm einangrun. Útveggir eru 180mm að þykkt og klæddir með tvöföldu gipsi að innan en gert var ráð fyrir að þeir yrðu múraðir að utan. Sökklar eru 200mm að þykkt og 1200mm á hæð, í steypuskilum eru vatnslásar við útbrúnir til að fyrirbyggja lekavandamál. Botnplötur hússins eru steyptar á 75mm þykka einangrun sem liggur á þjappaðri malarfyllingu. Þakplötur hússins eru staðsteyptar og með flötu þaki. Uppbygging þaksins: 200mm einangrun, Þakdúkur (óþekktur) og malarlag. Hurðar og gluggar eru ál-tré og eru settar í eftirá. Öll rými eru náttúrulega loftræst. Húsið er kynnt með gólfhita þar sem gólfhitalagnir eru steyptar í 120mm þykkar gólfplötur. Léttir milliveggir eru hefðbundnir, 120mm gipsveggir, klæddir tvöföldu gipsi beggja vegna og einangraðir með 70mm steinull. Helstu stærðir: 2

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Flatarmál o Íbúð 154,5 m 2 o Bílskúr 38,6 m 2 o = 193,1 m 2 Rúmmál o Íbúð 467,6 m 3 o Bílskúr 105,3 m 3 o = 572,9 m 3 Lóðarstærð 749 m 2 3

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 3.2. Ástandslýsing almennt Við almenna skoðun má strax sjá ýmsa galla og óvönduð vinnubrögð á eigninni. Eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans átti húsið í um fjögur ár á undan núverandi eigendum. Húsið var skráð fokhelt en það var búið að setja upp alla milliveggi og klæða útveggi með gipsi. Einnig var búið að tengja gólfhita og hleypa hita á húsið. Búið var að ganga frá þakdúk og flasningum, en þakið lak allan þann tíma sem Landsbankinn átti húsið. Ummerki um leka voru yfir alla efri loftaplötu hússins. Vatn hefur víða komist að gipsplötum sem voru farnar að mygla. Víða má sjá dæmi um óvandaðan frágang og skemmdir vegna þess hve lengi húsi hefur lekið. Mynd 1. Vatn hefur komist að gipsplötum sem farnar voru að mygla. 4

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 2. Hér stendur mótatimbur niður úr steyptri loftaplötu hússins. Mynd 3. Raflagnir í lofti lenda inn í miðjum millivegg. 3.3. Ástandslýsing utanhúss 3.3.1. Þak Efra þak hússins lekur, en um 40mm djúpur vatnspollur er á miðri plötunni. Tvö þakniðurföll eru á efri loftaplötunni en þrjú á þeirri neðri, öll niðurföllin standa opin og óvarin. 5

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Þakdúkur nær ekki fram á brúnir flasningar. Frágangur dúksins í kverkum og við niðurföll virðist vera í lagi, en þar sem þakið lekur þarf auðvitað að finna orsök vandans. Mynd 4. Þakdúkur nær ekki fram á brúnir flasninga. 2.3.1.1. Uppbygging þaksins Uppbygging þaksins er ekki í samræmi við teikningar arkitekts en samkvæmt þeim á þak að vera viðsnúið þak. Uppbygging þaksins er sennilega þannig að ofan á steypta plötuna kemur rakavarnarlag, 200mm einangrun, þakdúkur og malarlag. Þakdúkurinn er svo settur ofan á flasningu sem er á þakkanti hússins. 2.3.1.2. Þakdúkur Sarnafil þakdúkur er á þakinu, frágangur þakdúksins er þannig að hann er soðinn eða bræddur saman á samskeytum. Hann er síðan soðinn ofan á flasningu sem er á þakkanti hússins. 2.3.1.3. Flasningar Flasningar á þakkanti hússins eru úr lituðu áli. Enginn vatnshalli er af flasningu og inn á þak hússins, flasningin nær um 150mm niður á steyptan útvegginn þar sem hún er fest við vegginn með rekskrúfum. Lítil skörun er á samskeytum flasninga. 6

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 3.3.2. Útveggir Við skoðun útveggja er framkvæmd almenn sjónskoðun og einnig er mæld steypuhula járna og bilið á milli þeirra. Mynd 5. Mælirinn sem notaður er við mælinga á steypuhulu járna. Mynd 6. Sýnir í hvaða röð veggir og bitar eru skoðaðir. Mynd 7. Ásýnd til norðurs. 7

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 8. Ásýnd til suðurs. Mynd 9. Ásýnd til austurs. Mynd 10. Ásýnd til vesturs. Veggur 1. Járn yfir bílskúrshurð, 2 stk. K12, liggja í útbrún bitans. Steypuhula annarra járna var mæld um 40mm. slípa þarf steypu í kringum glugga til að hægt sé að ljúka við múrhúðun og þéttingu glugga. Víða sjást naglar sem standa hálfir út úr steypunni. Naglarnir hafa sennilega verið settir í mót við járnalögn, tappa vantar í kónagöt sem hylja þarf með múr. 8

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 11. Járn yfir bílskúrshurð liggja í útbrún bitans. Mynd 12. Gluggar hafa verið settir í án þess að gluggamót séu yfirfarin og hreinsuð. Veggur 2. Er lengsti veggur hússins og snýr í norður. Veggur og sökkull mislanda hér um 25mm, annars er veggurinn nokkuð beinn, steypuhula járna mælist 30-50mm. Slípa þarf steypu í kringum alla glugga og hurðar svo hægt sé að ljúka við 9

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 múrhúðun og öðrum frágangi við glugga. Víða má sjá nagla sem settir hafa verið í steypumót við járnalögn, eftir er að setja tappa í kónagöt og múra yfir. Mótatengi standa víða út úr sökkulveggjum. Mynd 13. Veggur og sökkull mislanda þar sem sökkulveggurinn stendur um 25mm framundan steyptum veggnum. Björgunarop í hjónaherbergi er ekki staðsett samkvæmt teikningu hönnuðar. Mynd 14. Björgunarop í hjónaherbergi er ekki staðsett samkv. teikningu hönnuðar. Þakniðurföll eru ekki staðsett yfir stútum frá drenlögn hússins. Mynd 15. Þakniðurföll eru ekki staðsett yfir stútum frá drenlögn. 10

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Veggur 3. Veggurinn snýr í austur, steypuhula járna er mæld 30-50mm. Setja þarf tappa í kónagöt og múra yfir, slípa þarf steypu í kringum glugga til að hægt sé að ljúka frágangi í kringum hann. Víða má sjá nagla sem settir hafa verið í steypumót við járnalögn. Veggur 4. Veggurinn snýr í suður og er áveðurs, járn liggur í útbrún bita yfir glugga, steypuhula annarra járna mælist 27-40mm. Búið er að ganga frá þéttingu gluggans við steyptan vegginn, gluggi lekur með samsetningu glugga og hurðar. Eftir er að múra yfir kónagöt og víða sjást naglar sem settir hafa verið í mót við járnalögn. Mynd 16. Járn liggur í útbrún steypu yfir glugga. 11

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 17. 6m langur biti sem þverar miðjan gluggann flytur umtalsvert vatn að glugganum. Samsetning glugga og hurðar lekur. Veggur 5. Veggurinn snýr í austur, útkragandi platan og biti skýla stórum glugganum að mestu leyti. Járn frá sökkli liggur í útbrún veggjarins og steypuhula járns yfir glugga mælist 20mm. Steypuhula annarra járna mælist yfir 30mm. Gluggi hefur verið settur í án þess að gluggamót hafi verið yfirfarin. Kónagöt eru opin og óvarin, víða má sjá nagla sem standa hálfir út úr steyptum veggnum. Mynd 18. Gluggi er að mestu leyti í skjóli fyrir veðri og vindum undir steyptri plötunni. 12

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 19. Járn liggur hér í útbrún veggjarins. Veggur 6. Veggurinn snýr í suður, járn liggja í útbrúnum við glugga og á horni hússins, steypuhula annarra járna mælist 30-50mm. Kónagöt eru óvarin, víða má sjá nagla sem settir hafa verið í steypumót við járnalögn. Allnokkur skekkja er í sjónlínu veggjar þar sem bitar hafa verið steyptir eftir á, einnig hallar veggurinn inn um 25mm á miðju veggjarins. 13

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 20. Járn og lykkjur liggja í útbrún við horn. 14

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 21. Járn liggur í útbrún við glugga. 15

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 22. Mót hafa sprungið frá þar sem bitinn er steyptur eftirá. Mynd 23. Sama sagan hér. Veggur 7. Veggurinn snýr í vestur og er að mestu leyti í skjóli undir útkragandi plötu og bita hússins. Járn liggur í útbrún við horn og er farið að sprengja frá sér steypuhulu, steypuhula annarra járna mælst 30-50mm. Kónagöt standa óvarin og víða má sjá nagla sem settir hafa verið í steypumót. Gluggamót hafa ekki verið hreinsuð og yfirfarin áður en gluggar hafa verið settir upp. 16

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 24. Járn liggur í útbrún á horni veggjar. Veggur 8. Veggurinn snýr í vestur og er í skjóli undir útkragandi plötu hússins. Steypuhula járna mælst 30-50mm. Kónagöt eru opin og óvarin, víða standa naglar hálfir út úr steyptum veggnum. Glugga og hurðamót hafa ekki verið yfirfarin áður en gluggi og hurð voru sett upp. Veggur 9. Veggurinn snýr í suður og er gluggalaus, steypuhula mælist um 50mm. Kónagöt eru opin og óvarin og víða standa naglar hálfir út úr veggnum. Veggur 10. 17

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Veggurinn snýr í norður, steypuhula járna mælist 50-30mm. Hér er gert ráð fyrir að veggurinn sé einangraður að utan en samkvæmt teikningum arkitekts á hann að vera einangraður að innan. Mynd 25. Hér eru flasningar hafðar 120mm út fyrir steyptan vegginn fyrir einangrun og múrkerfi. Mynd 26. Frágangur neðra þaks við vegginn. Biti 1. Bitinn snýr til vesturs og er yfir aðalinngangi hússins, hann er steyptur í tvennu lagi, annarsvegar með kerfismótun og hinsvegar með mótatimbri. Engin merki eru um leka þó að allur frágangur við 18

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 steypuskil virðist vera mjög lélegur, smíðaskekkjur móta eru um 40mm. Víða má sjá nagla og mótatengi sem standa út úr steyptum bitanum. Einnig liggja járn í útbrún í steypuskilum bitans. Rafmagnsrör sem stendur úr bitanum hallar inn. 19

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 27. Bitinn er yfir aðalinngangi hússins. Mynd 28. Hluti bitans var sleginn upp með mótatimbri. 20

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 29. Hluti bitans var sleginn upp með kerfismótum. Mynd 30. Frágangur í steypuskilum er mjög lélegur þar sem járn liggja í útbrún. Biti 2. Bitinn snýr til austurs og skýlir stórum stofuglugga, hann er steyptur í tvennu lagi, annars vegar með kerfismótum og hinsvegar með mótatimbri. Allur frágangur í steypuskilum virðist mjög lélegur þar sem járn og tengiskúffur sjást vel. Steypumót hefur sprungið frá að neðan þar sem biti og veggur mislanda um 30mm. Stórt steypuhreiður er í bitanum að ofanverðu sem getur hæglega valdið leka þar sem bitinn er áveðurs. Víða má sjá nagla og mótatengi sem standa út úr steyptum bitanum. Eftir er að 21

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 fjarlægja kóna úr kónagötum kerfismóta. Járn liggja í útbrún bitans þar sem hann tengist steyptri loftaplötunni, steypuhula annarra járna mælist um 30mm. Mynd 31. Bitinn skýlir stórum stofuglugga. Mynd 32. Stórt steypuhreiður er í bitanum. 22

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 33. Járn liggja í útbrún bitans þar sem hann tengist útkragandi loftaplötunni. 23

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 34. Frágangur í steypuskilum er vægast sagt lélegur. 3.3.2.1. Gluggar og hurðir Ál-tré gluggar og hurðir eru settar í eftir á, mótafletir hafa ekki verið yfirfarnir og slípaðir áður en gluggar og hurðar voru settar upp. Enn á eftir að ganga frá þéttingum í kringum flesta glugga og hurðar utanhúss. Uppsetningu hefur verið þannig háttað að gluggar eru settir upp með vinklum innanfrá og festir með múrboltum. Síðan festir með frauði eftir að þéttipylsu hefur verið komið fyrir að utanverðu. Ál-klæðning flestra glugganna er farnar að láta verulega á sjá þar sem innbrenndur litur álsins er farin að tærast. 24

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 35. Innbrenndur litur glugga og hurða er farinn að tærast. Mynd 36. Hurðarhúnar eru einnig farnir að tærast og valda skemmdum þar sem ekki eru valin saman rétt efni. 25

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 3.4. Ástandslýsing innanhúss 3.4.1. Útveggir Samkvæmt teikningum arkitekts eiga útveggir hússins allir að vera einangraðir að innan með 100mm plasteinangrun og múraðir að innan sem utan. Ekki hefur verið farið eftir teikningum arkitekts við frágang útveggja að innanverðu, en útveggir eru einangraðir með 100mm steinull og klæddir með tvöföldu gipsi. Mynd 37. Frágangur útveggja eins og hann er uppbyggður nú (horft er ofan á vegg). Við nánari skoðun kemur í ljós að allur frágangur útveggjarins að innanverðu er í raun gallaður, þar sem ekki er gert ráð fyrir lagnagrind hitamegin við rakavarnarlag. Allsstaðar þar sem rafmagnsdósir eru í útveggjum eru gerð göt á rakavarnarlagið þar sem allar raf- og neysluvatnslagnir liggja kuldamegin við það. Það má því segja að hér sé steyptur útveggurinn í raun orðin rakavarnarlag hússins. Mikil hætta er á að mygla verði í veggnum vegna rakaþéttingar. Þar sem heitt rakt loftið á greiða leið með rafmagnsdósum framhjá rakavarnarlagi og að köldum steinveggnum. Einnig er mikil hætta á að raflagnir slagi ef þær liggja út í kaldan byggingarhlutann, einkum þegar kalt er í veðri. 26

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 38.Rakaþétting verður í rafmagnsröri þar sem þau liggja út að köldum byggingarhlutanum. Þegar skoðuð er mynd af stofu hússins má vel gera sér grein fyrir því að rakavarnarlag veggjarins er allt útgatað og í raun ónýtt. Hér verða einnig til kjöraðstæður fyrir myglusvepp við steyptan útvegginn þar sem hann er í raun rakavörn veggjarins. Mynd 39. Eitt gat á rakavarnarlagi skilar tugum lítra af vatni út í kaldan byggingarhlutann. Borað var gat á vegginn til að staðfesta rakaþéttingu, þar kemur í ljós að steyptur útveggurinn er rennblautur, mikill raki er einnig í einangrun útveggjarins. 27

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 40. Greinileg rakaþétting í útveggnum. 28

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 41. Mygla er ekki sýnileg hér. Mynd 42. Mikill raki er í einangrun veggjarins. 29

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 43. Hér eru greinileg ummerki um rakaþéttingu frá rafmagnsröri. 30

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 44. Hér má sjá tauma eftir vatn frá rafmagnsdós. 3.4.2. Gluggar og hurðar Samsett hurð og gluggi í barnaherbergi lekur með samsetningu gluggans og hurðarinnar. 31

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 Mynd 45. Mygla er komin í samsetningu hurðar og glugga. Mynd 46. Vatn hefur komist undir lakkað gólfið. 32

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 3.4.3. Loftapata Efri loftapata hússins hefur sigið og voru niðurbeygjur hennar mældar yfir 70mm. Samkvæmt byggingareglugerð er leyfð niðurbeygja L/200 7500/200=37mm. Niðurbeygjur eru langt umfram það sem byggingarreglugerð segir til um. Mynd 47. Niðurbeygjur í punkti 18-19 voru mældar 73mm. Þegar bornar eru saman teikningar arkitekts og burðarþolshönnuðar má strax sjá ósamræmi í teikningum þar sem burðarþolshönnuður gerir ráð fyrir burðarvegg en arkitekt ekki. Það er því með öllu óskiljanlegt að húsið hafi verið steypt upp og fengið fokheldisvottorð án þess að byggingarstjóri, iðnaðarmenn, samræmingarhönnuður eða eftirlitsaðili hafi tekið eftir því að burðarvegg vantaði í húsið. Þegar teikningar burðarþolshönnuðar eru skoðaðar nánar má einnig sjá dæmi um fljótfærni og þarf því að skoða burðarþolshönnun plötunnar nánar. Hanna þarf lausn til að draga úr og tryggja að ekki verða frekari niðurbeygjur á loftaplötu hússins. 33

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 4. Umfjöllun og niðurstöður 4.1. Þak 4.1.1. Þakleki Þegar þurrt var í veðri og vatn hætt að leka í gegnum steypta loftaplötuna var hafist handa við að leita að leka þaksins. Fyrst voru niðurföll stífluð og vatn látið renna á þakið, um 10cm. Vatnslag var látið liggja á þakinu yfir nótt. Við skoðun næsta dag kom í ljós að ekkert vatn hafði lekið í gegnum steypta loftaplötuna, sem gaf vísbendingu um að dúkurinn undir malarlaginu var þéttur. Því næst var skoðaður frágangur í kringum þakniðurföllin sjálf, vatni var hleypt í gegn um þau án þess að lekinn kæmi fram. Því beindist grunur um að vatnið kæmi ofan af þakkantinum sjálfum, kítti var sett í öll samskeyti flasninga og hefur þakið ekki lekið eftir það. Mynd 48. Vatn sogaðist inn með samskeytum flasninga og lak niður um alla loftaplötu hússins. 4.1.2. Einangrun Þar sem þakleki fannst verður þakvirki ekki opnað nú, en vel getur verið að einangrunarplastið sem er undir þakdúknum hafi dregið til sín vatn og sé jafnvel ónýtt. Þegar farið verður í framkvæmdir við þakkant þarf að athuga einangrunina betur. 4.1.3. Flasningar Skipta þarf um allar flasningar á þakkanti hússins, þar sem þær ollu leka þaksins verða þær að teljast ónýtar. Flasningar sem fræstar voru inn í veggi í hæðarskilum virðast vera í lagi. 34

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 4.2. Veggir 4.2.1. Útveggir Að utanverðu liggja járn víða í útbrúnum veggja, skekkjur vegna mótauppsláttar eru allt að 40mm í sjónlínum veggja. Því er nokkuð ljóst að veggirnir verða ekki múraðir á hefðbundinn hátt án þess að fara þurfi í umtalsverðar framkvæmdir vegna þessa. Að innanverðu er allur frágangur útveggja ónýtur þar sem rakavarnarlag vantar í vegginn. Útveggir eru rennblautir að innan vegna rakaþéttingar. Hér eru orðnar kjöraðstæður fyrir myglusvepp og aðrar lífverur sem þrífast vel í raka. 4.2.1.1. Raf- og neysluvatnslagnir Ummerki eru um að raflagnir í útveggjum liggi út í kaldann byggingarhlutann, þegar rakaþétting á sér stað í rafmagnsröri í útvegg, skilast vatnið alltaf niður í rafmagnsdósir veggjarins. Þetta getur hæglega valdið því að rafmagnið slái út, oft með miklum hvelli. Ef að neysluvatnslagnir liggja út í gegnum einangrunina að köldum steinveggnum getur vatnið frosið í lögninni og frostsprengt rörið. 4.2.2. Burðaveggur Burðarvegg vantar í húsið, burðarþolshönnuður gerir ráð fyrir burðarvegg milli forstofu og þvottahúss en arkitekt gerir hinsvegar ráð fyrir því að þar sé léttur veggur. 4.3. Gluggar og hurðir 4.3.1. Álklæðning Álklæðning glugga og hurða er gölluð þar sem hún er farin að tærast á öllum gluggum og hurðum hússins. Söluaðili glugganna hefur gert grein fyrir því að galli var við polyhúðun við framleiðslu glugga og hurða á þessum tíma. 4.3.1.1. Hurðahúnar Hurðahúnar eru farnir að tærast og skemma álklæðningu hurða þar sem ekki hafa verið valin saman rétt efni. 4.3.2. Loftaplata Eftir að burðarþol loftaplötunnar hefur verið skoðað nánar kemur í ljós að platan er of þunn og járnamagn allt of lítið. Jafnvel þó að burðarveggur sem gert var ráð fyrir hefði verið til staðar, stenst efri loftaplata hússins ekki þær kröfur sem henni ber. Hanna þarf lausn til að hægt sé að draga úr og hindra frekari formbreytingar. T.d væri hægt að hanna stálbita sem setur yrði undir eða yfir plötuna. 35

Ástandsskýrsla fyrir Valsheiði 8 5. Lokaorð Mest öll vinna við húsið virðist hafa verið framkvæmd í miklu flýti þar sem mikið eru um óvönduð vinnubrögð, flest allur frágangur einkennist af þekkingarleysi eða algjöru kæruleysi, en sem betur fer er nú flest hægt að laga og bæta. Hönnuðir og byggingarstjóri bera sennilega fulla ábyrgð vegna galla á loftaplötu og uppbyggingu útveggja og eiga þeir báðir að vera með í gildi starfsábyrgðartryggingar. 36

Valsheiði 8 810 Hveragerði Viðgerðaráætlun Unnið af Stefáni Short, nema á lokaári í byggingartæknifræði.

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Viðgerðaráætlun Efnisyfirlit Viðgerðaráætlun... 2 1. Inngangur... 1 2. Forsendur... 1 2.1. Forsendur viðgerðaráætlunar... 1 2.2. Forsendur kostnaðaráætlunar... 1 3. Niðurstöður ástandsskýrslu... 2 3.1. Þak... 2 3.1.1. Flasningar... 2 3.1.2. Einangrunarplast... 2 3.2. Veggir... 2 3.2.1. Útveggir... 2 3.2.2. Innveggir... 2 3.3. Gluggar og hurðir... 2 3.3.1. Álklæðning... 2 3.3.2. Hurðarhúnar... 2 3.4. Loftapata... 3 4. Lausnir... 4 4.1. Útveggir... 4 4.1.1. Ef útveggir mygla... 4 4.2. Tillaga að lausn... 6 4.2.1. Einangrun útveggja... 6 4.2.2. Múrhúðun... 8 4.2.3. Málning útveggja... 8 4.3. Gluggar og hurðir... 8 4.3.1. Álklæðning... 8 4.3.2. Þétting... 8 4.3.3. Hurðahúnar... 8 4.4. Loftaplata... 8 4.5. Tillaga að lausn... 9 5. Verkáætlun og samantekt kostnaðaráætlunar... 10 5.1. Verkáætlun... 10

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 5.2. Samantekt kostnaðaráætlunar... 10 6. Lokaorð... 11 7. Útreikningar... 12 7.1. Útreikningar á rakaþéttingu í útveggjum... 12 7.1.1. Útveggur eins og hann er nú... 12 7.1.2. Útveggur einangraður að utan með plasteinangrun... 14 7.2. Álagsgreining... 24 7.2.1. Vind og snjóálag... 24 7.2.2. Álagsfléttur... 31 7.3. Útreikningar á loftaplötu og stálbita... 32 Kostnaðaráætlun... 43

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 1. Inngangur Samkvæmt niðurstöðum ástandsskýrslu kemur m.a fram að rakavarnarlag vantar í alla útveggi hússins, burðarþolshönnun loftaplötu er stórlega ábótavant þar sem burðarvegg vantar í húsið. Samkvæmt niðurstöðum er ljóst að grípa þurfi til aðgerða og viðgerða á húsinu áður en húsið skemmist enn meira. 2. Forsendur 2.1. Forsendur viðgerðaráætlunar Eigendur hússins að Valsheiði 8 í Hveragerði hafa óskað eftir því að gerð verði viðgerðaráætlun með kostnaðarmati vegna þeirra galla sem getið er í ástandsskýrslu. Einnig vegna þeirra verkþátta sem eftir eru til að ljúka megi frágangi við húsið, að gólfefnum undanskildum. Frumhannaðar verði lausnir vegna galla á útveggjum og vegna sigs á loftaplötu hússins. 2.2. Forsendur kostnaðaráætlunar Við gerð kostnaðaráætlunar er stuðst við tilboð frá fyrirtækjum og iðnaðarmönnum í flesta verkþætti, einnig er stuðst við einingaverð og annað er reiknað út frá útseldu tímakaupi iðnaðarmanns. Öll verð eru með 25,5% virðisaukaskatti, gert er ráð fyrir að útseld laun iðnaðarmanns séu um 4950 kr. + vsk. eða 6212 kr. pr.klst. 1

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 3. Niðurstöður ástandsskýrslu Samkvæmt ástandsskýrslu kom eftirfarandi í ljós. 3.1. Þak 3.1.1. Flasningar Flasningar á þakkanti hússins eru ónýtar. 3.1.2. Einangrunarplast Miklar líkur eru á að einangrunin undir þakdúk sé ónýt. Þó þarf að athuga það nánar þegar þakvirki verður opnað. Ef skipta þarf um plastið má gera ráð fyrir 8000kr. Pr.m 2 (efni, vinna og förgun). 3.2. Veggir 3.2.1. Útveggir Að utanverðu liggja járn víða í útbrúnum veggja, skekkjur vegna mótauppsláttar eru allt að 40mm í sjónlínum veggja. Því er nokkuð ljóst að veggirnir verða ekki múraðir á hefðbundinn hátt án þess að fara þurfi í umtalsverðar framkvæmdir vegna þessa. Að innanverðu er allur frágangur útveggja ónýtur þar sem rakavarnarlag vantar í vegginn. Útveggir eru rennblautir að innan vegna rakaþéttingar. Hér eru orðnar kjöraðstæður fyrir myglusvepp og aðrar lífverur sem þrífast vel í raka. 3.2.1.1. Raf- og neysluvatnslagnir Ummerki eru um að raflagnir í útveggjum liggi út í kaldann byggingarhlutann, þegar rakaþétting á sér stað í rafmagnsröri í útvegg, skilast vatnið alltaf niður í rafmagnsdósir veggjarins. Þetta getur hæglega valdið því að rafmagnið slái út, oft með miklum hvelli. Ef neysluvatnslagnir liggja út í gegnum einangrunina að köldum steinveggnum getur vatnið frosið í lögninni og frostsprengt lögnina. 3.2.2. Innveggir Burðarvegg vantar í húsið, burðarþolshönnuður gerir ráð fyrir burðarvegg milli forstofu og þvottahúss en arkitekt gerir hinsvegar ráð fyrir því að þar sé léttur veggur. 3.3. Gluggar og hurðir 3.3.1. Álklæðning Álklæðning glugga og hurða er gölluð þar sem hún er farin að tærast á flest öllum gluggum og hurðum hússins. Söluaðili glugganna hefur gert grein fyrir því að galli var við polyhúðun við framleiðslu glugga og hurða á þessum tíma. 3.3.2. Hurðarhúnar Hurðarhúnar eru farnir að tærast og skemma álklæðningu hurða, þar sem ekki hafa verið valin saman rétt efni. 2

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 3.4. Loftapata Platan er of þunn og járnamagn allt of lítið. Jafnvel þó að burðarveggur sem gert var ráð fyrir hefði verið til staðar, stenst efri loftaplata hússins ekki þær kröfur sem henni ber að gera. Hanna þarf lausn til að hægt sé að draga úr og hindra frekari formbreytingar. Hægt væri að hanna stálbita sem settur yrði undir eða yfir plötuna. 3

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 4. Lausnir 4.1. Útveggir Þar sem ekki er annað virkt rakavarnarlag í húsinu en steyptur útveggurinn þarf að fylgjast með því hvort veggurinn fari að mygla vegna rakaþéttingar. Ef ekki finnast ummerki um myglu er best að einangra alla útveggi hússins að utan eins fljótt og hægt er. Þar sem það er einungis tímaspursmál hvenær mygla getur gert vart við sig. Til að koma í veg fyrir frekari rakaþéttingu í útveggjum þarf að einangra veggina með 100-120mm einangrun að utanverðu. Þó verður ekki hægt að einangra vegg nr.4 að utan þar sem ekki er pláss vegna stofuglugga sem liggur að veggnum við innhorn. Lagt er til að sá veggur verði opnaður að innan og lagaður þannig að hann verði eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Með því að einangra útveggi að utan er í raun verið að sameina lausn nokkurra vandamála í einu. Helstu kostir: 1. Vandamál vegna rakaútfellinga í rafmagnsrörum sem liggja út í kaldan byggingarhlutann verður ekki lengur til staðar. 2. Hætta á að mygla geri vart við sig við kaldan vegginn verður lítil ef ekki verður rakaútfelling í einangrun veggjarins að innanverðu. Þó er hætta á að veggurinn mygli á meðan hann er blautur og er að þorna út. 3. Ekki reynist þörf á að fara í umfangsmiklar viðgerðir vegna þeirra járna sem víða liggja í útbrúnum veggja að utanverðu, einungis þarf að fjarlægja þrjú járn og gera við önnur þrjú. 4. Auðveldara verður að rétta af veggi vegna ónákvæmni við mótauppslátt. 5. Ekki verður þörf á að láta slípa alla veggi að utan, heldur þarf einungis að þrýsti þvo húsið (150bar) til að fjarlægja gróður og annað lífrænt áður en veggirnir eru einangraðir. 6. Aukin einangrun lækkar einnig framtíðar orkukostnað hússins og línutap við gólf- og loftaplötu hússins verður ekki lengur til staðar. Helstu ókostir: 1. Frágangur flasninga verður dýrari þar sem meira efni þarf í þær. 2. Ljósmál glugga minnkar lítillega. 3. Kostnaður við glugga frágang eykst þar sem setja þarf vatnsbretti undir flesta gluggana. Til að flýta útþornun veggjarins hefði verið heppilegra að einangra vegginn að utan með steinull. En samkvæmt óskum eigenda er vilji fyrir því að húsið verði klætt með múrklæðningu. Verður steinull því ekki fyrir valinu, heldur verða veggir einangraðir með plasteinangrun. 4.1.1. Ef útveggir mygla Þar sem nú eru kjöraðstæður fyrir myglusvepp í útvegg hússins, er ekki hægt að tryggja að hann mygli ekki áður en veggurinn nær að þorna út, þó vill myglusveppur síður þrífast á nýrri steinsteypu. Jafnvel 4

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 þó að ekki hafi fundist mygla á þeim stað þar sem veggurinn var opnaður, getur vel verið að hana sé að finna annarstaðar í útveggjum. 4.1.1.1. Framkvæmdir Ef fara þarf í framkvæmdir vegna myglu í útveggjum hússins, er það stór og dýr framkvæmd. Rífa þyrfti alla útveggi hússins að innan, inn að steyptum útveggnum og byggja hann svo upp aftur. Gera má ráð fyrir því að íbúar hússins geti ekki búið í húsinu á framkvæmdartímanum. Framkvæmd sem þessi tekur ekki skemmri tíma en 14 vikur. 4.1.1.2. Kostnaður Þegar gróf áætlaður kostnaður er tekin saman er ekki tekinn með sá kostnaður sem fer í flutninga búslóðar né húsaleiga yfir verktímann. Verkheiti Magn Verð Frárif, förgun og varsla 243 m² 1.600.000 kr. Þrif steinveggja 243 m² 300.000 kr. Múrverk innveggja 243 m² 2.800.000 kr. Málning útveggja 243 m² 650.000 kr. Málning lofta 177 m² 350.000 kr. Málning glugga Heild. 100.000 kr. Lagfæringar milliveggja 40 m² 400.000 kr. Lagfæring og lökkun gólfa 149 m² 200.000 kr. Raf- og pípulagnir Heild. 600.000 kr. Flísalögn, Veggur og sturta Heild. 400.000 kr. Enduruppsetning innréttinga og tækja Heild. 500.000 kr. Þrif Heild. 100.000 kr. 8.000.000 kr. Þar sem eitt af aðal markmiðum okkar er að koma í veg fyrir þetta tjón verður kostnaður vegna þessa ekki færður inn á kostnaðaráætlun. 5

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 4.2. Tillaga að lausn 4.2.1. Einangrun útveggja Útveggir hússins verða einangraðir að utan með 120mm plasteinangrun (24kg), nota má 100mm plasteinangrun til afréttingar veggja þar sem þess þarf. Gert er ráð fyrir því að einangrun sé fest upp með plastdílum frá Hilti eða sambærilegt (sjá tilögur um frágang mynd. 1, 2 og 3). Mynd 1. Einangrun útveggja. 6

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Mynd 2. Tillaga að frágangi útveggja við þakkant. Mynd 3. Tillaga að frágangi við neðri brún veggja. 7

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 4.2.2. Múrhúðun Lagt er til að notaður verði trefjamúr og net í undirkerfi múrkerfisins samkvæmt forskrift frá framleiðanda. Gott er að leyfa undirmúr að standa í nokkrar vikur áður en yfirmúr er settur, yfirmúr má vera hefðbundinn útimúr. Gert er ráð fyrir því að heildarþykkt múrkerfis sé um 20-30mm. Veggir þurfa að þorna í nokkrar vikur áður en þeir verða málaðir. 4.2.3. Málning útveggja Gert er ráð fyrir málningarkerfi frá Málningu, þ.e borið verði vatnsfæla á múrinn, hann málaður eina umferð með steinakríl og eina með steintex. Á hallandi og lárétt yfirborð komi vatnsheld undirmálning samkvæmt forskrift framleiðanda. 4.3. Gluggar og hurðir 4.3.1. Álklæðning Söluaðili glugganna hafði áður greint frá því að galli hafi verið að við polyhúðun við framleiðslu glugga og hurða á þessum tíma. Söluaðilinn hefur nú ákveðið að sjá alfarið um að skipta út álklæðningu glugga og hurða og bera jafnframt kostnað vegna framkvæmdarinnar. 4.3.2. Þétting Eftir er að þétta með flestum gluggum og hurðum utanhúss, þéttipylsur sem búið er að koma fyrir liggja of utarlega. Tryggja þarf að þétting glugga og hurða verði við stein og tré, en ekki við loftræsta álklæðninguna. Nota skal viðurkennt kítti og fylgja forskrift framleiðanda. Saga þarf vatnsbretti undir tvo glugga þar sem ekki er pláss fyrir þéttingu. 4.3.2.1. Leki milli glugga og hurðar Gluggi sem lekur í barnaherbergi þarf að taka úr, skipta þarf um samsetningu á milli gluggans og hurðarinnar. Hreinsa þarf vel burt alla myglu og endurmála hæðarstykki glugga og hurðar og koma fyrir nýrri þéttingu samkvæmt forskrift söluaðila. 4.3.3. Hurðahúnar Skipt verður um alla hurðahúna þar sem þeir eru farnir að tærast. Lagt er til að notaðir verði húnar frá Aseta. Húnarnir eru af gerðinni D-Line og eru úr ryðfríu stáli. 4.4. Loftaplata Þegar mögulegar lausnir voru skoðaðar vegna sigs á loftaplötu hússins þá voru möguleikarnir þessir 1. Hægt er að setja stálbita og súlur undir loftaplötuna, sýnileg lausn. 2. Hægt er að steypa bita ofan á loftaplötuna, falin lausn. 3. Hægt er að setja stálbita ofan á loftaplötuna, falin lausn. 8

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Þar sem lausn eitt kemur til með að skyggja á ljós frá glugga undir þaki og skemma þar með karakter stofunnar, verður sú lausn ekki valin. Þar sem búið er í húsinu virðist lausn þrjú henta betur en lausn 2. Framkvæmdir á verkstað taka styttri tíma þar sem hægt er að forvinna stálbitann áður en þakvirkið verður opnað og honum komið fyrir. Eftir samræður við eigendur hússins er ákveðið að settur verði stálbiti ofan á þakplötu hússins, þar sem búið er í húsinu er sú framkvæmd talin taka mun styttri tíma en hinar sem um var getið. 4.5. Tillaga að lausn Gert er ráð fyrir því að HEB-360 stálbita verði komið fyrir ofan á loftaplötuna. Bitinn má vera heill eða samsettur úr tveimur eða þremur minni bitum til að auðvelda vinnu á verkstað. Bitinn verður látinn sitja á 310*310*10mm stálplötum sem settir verða 200mm inn á ásetur yfir steyptum veggjum. Bitinn verður svo boltaður við þakkant hússins og niður í steyptan vegginn. Yfir hafinu verður bitinn festur niður í steypta plötuna með límboltum. Tjakka þarf upp loftaplötuna og herða þarf bitann niður um 4mm á miðju hafi. Áður en farið verður í framkvæmdir verður að hanna festingar bitans frekar. Gert er ráð fyrir því að loftaplata hússins verði tjökkuð upp á um tveggja vikna tímabili áður en farið er í framkvæmdir við bitann sjálfan. Mynd 4. Settur verður HEB-360 stálbiti ofan á loftaplötu hússins. Eftir að gengið hefur verið frá stálbita þarf að einangra bitann að ofan með 170mm einangrun. Einnig þarf að laga vatnshalla á hluta þaksins með einangrun og koma þarf fyrir tveimur þakniðurföllum sem drena efra þakið niður á það neðra. Bæta þarf við þakdúk þar sem hann verður of stuttur. 9

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Ekki verður þörf á frekari aðgerðum vegna burðarveggjar sem vantar í húsið eftir að framkvæmdum við stálbita er lokið. 5. Verkáætlun og samantekt kostnaðaráætlunar 5.1. Verkáætlun Þar sem verkið er frekar smátt í sniðum verður ekki gerð sérstök verkáætlun, þó er hægt að hafa verkið áfangaskipt ef óskað er. Verkþætti skal vinna í þeirri röð sem um er getið í töflu 1. Nr. Verk. Tímabil í vikum 1. Háþrýstiþvottur útveggja (150bör) 1. Einangrun útveggja 1. Þétting glugga og hurða 1. Trefjamúr og net 2. Múrhúðun 4. Hönnun stálbita og festinga 4. Efni stálbita pantað 3. Málning 4. Loftaplata tjökkuð upp 4. Stálbita komið fyrir 4. þakdúkur og flasningar og niðurföll 5. Skipt um álklæðningu glugga 5. Skipt um hurðahúna Tafla 1. Verkáætlun. Rautt merkir að verkþátt skal hefja eins fljótt og hægt er. 5.2. Samantekt kostnaðaráætlunar 21.5.2014 Samantekt kostnaðaráætlunar Alls kr. m.vsk. 1 Aðstaða 200.000 4.1.1. og 4.1.2. Steypuviðgerðir 6.187.042 4.3 Glugga- og hurðaviðgerðir 449.385 4.2.3. Málun 1.136.370 4.5 Þakviðgerðir 3.724.387 1.2.6 Ýmsar viðgerðir 300.000 Heildarkostnaður, samtals kr. með vsk. 11.997.184 Í kostnaðaráætlun er ekki gert ráð fyrir því að fara þurfi í framkvæmdir á veggjum innanhúss. 10

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 6. Lokaorð Áætlaður kostnaður við einangrun utanhúss er aðeins brot af þeim kostnaði sem verður til ef fara þarf í stórvægilegar framkvæmdir vegna galla á uppbyggingu útveggja innanhúss. Er lagt til að reynt verði að bjarga útveggnum með því að einangra hann að utan eins fljótt og hægt er. Aðrir verkþættir eru ekki eins aðkallandi. 11

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 7. Útreikningar 7.1. Útreikningar á rakaþéttingu í útveggjum 7.1.1. Útveggur eins og hann er nú Ef miðað er við kaldasta dag mælinga frá Reykjum í Ölfusi: Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipsplata+100mm steinull+180mm steypa Dato: 15. maí 2014 Veggurinn eins og hann er í dag: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 33 Pi 0,771 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 Úti C -16,5 RF udv. 80 Pu 0,098 1,0000 0,5000 0,0000 Kondens 305 0 50 100 150 200 250 300 350 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,7714 2,34 Isolans Ri 0,130 1,6 18,4 0,0000 0,7714 2,13 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 1,8 16,6 0,0200 0,7514 1,92 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 31,5-14,9 0,0196 0,7318 0,15 Kondens 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 1,1-16,0 0,6338 0,0981 0,13 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 2,973 7,65 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,336 W/(m²K) Transmissionstab: 12 W/m² 12

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Ef miðað er við 0 C útihita og 80% hlutfallsraka: Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipsplata+100mm steinull+180mm steypa Dato: 15. maí 2014 Veggurinn eins og hann er í dag: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 33 Pi 0,771 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 Úti C 0,0 RF udv. 80 Pu 0,487 1,0000 0,5000 0,0000 Kondens 305 0 50 100 150 200 250 300 350 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,7714 2,34 Isolans Ri 0,130 0,9 19,1 0,0000 0,7714 2,22 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 1,0 18,1 0,0085 0,7630 2,10 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 17,2 0,9 0,0083 0,7547 0,65 Kondens 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,6 0,3 0,2679 0,4868 0,62 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 2,973 7,65 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,336 W/(m²K) Transmissionstab: 7 W/m² Samkvæmt þessu verður alltaf rakaþétting í veggnum þar til útihiti hefur náð yfir 0 C, þá er miðað við að einangrun veggjarins sé þurr, sem hún er vissulega ekki. 13

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 7.1.2. Útveggur einangraður að utan með plasteinangrun Veggurinn eftir að hann hefur verið einangraður með 100mm plasteinangrun og múraður að utan, ef miðað er við kaldasta dag mælinga frá Reykjum í Ölfusi: Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipspl.+ steinull + steypa + plastein. + múr Dato: 15. maí 2014 Veggurinn einnig einangraður að utan: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 33 Pi 0,771 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 1,0000 0,5000 Úti C -16,5 RF udv. 80 Pu 0,098 0,0000 425 0 50 100 150 200 250 300 350 400Kondens 450 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,7714 2,34 Isolans Ri 0,130 0,8 19,2 0,0000 0,7714 2,23 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 0,9 18,3 0,0183 0,7531 2,12 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 15,8 2,5 0,0179 0,7353 0,74 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,6 1,9 0,5791 0,1562 0,71 31 Einangrun 0,10 0,034 0,450 2,941 0,22 18,1-16,2 0,0179 0,1383 0,13 Kondens 29 Múrhúð 0,02 1,400 0,040 0,014 0,50 0,1-16,3 0,0402 0,0981 0,13 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 5,929 8,37 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,169 W/(m²K) Transmissionstab: 6 W/m² 14

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Ef miðað er við -10 C útihita og 80% hlutfallsraka: Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipspl.+ steinull + steypa + plastein. + múr Dato: 15. maí 2014 Veggurinn einnig einangraður að utan: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 33 Pi 0,771 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 1,0000 0,5000 Úti C -10,0 RF udv. 80 Pu 0,199 0,0000 425 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,7714 2,34 Isolans Ri 0,130 0,7 19,3 0,0000 0,7714 2,25 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 0,7 18,6 0,0155 0,7559 2,16 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 13,0 5,6 0,0152 0,7407 0,93 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,5 5,2 0,4920 0,2487 0,90 31 Einangrun 0,10 0,034 0,450 2,941 0,22 14,9-9,7 0,0152 0,2336 0,26 29 Múrhúð 0,02 1,400 0,040 0,014 0,50 0,1-9,8 0,0342 0,1994 0,25 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 5,929 8,37 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,169 W/(m²K) Transmissionstab: 5 W/m² 15

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Ef miðað er við 0 C útihita og 80% hlutfallsraka: Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipspl.+ steinull + steypa + plastein. + múr Dato: 15. maí 2014 Veggurinn einnig einangraður að utan: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 33 Pi 0,771 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 1,0000 0,5000 Úti C 0,0 RF udv. 80 Pu 0,487 0,0000 425 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,7714 2,34 Isolans Ri 0,130 0,4 19,6 0,0000 0,7714 2,28 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 0,5 19,1 0,0077 0,7637 2,22 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 8,6 10,4 0,0076 0,7561 1,30 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,3 10,1 0,2448 0,5114 1,27 31 Einangrun 0,10 0,034 0,450 2,941 0,22 9,9 0,2 0,0076 0,5038 0,62 29 Múrhúð 0,02 1,400 0,040 0,014 0,50 0,0 0,1 0,0170 0,4868 0,62 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 5,929 8,37 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,169 W/(m²K) Transmissionstab: 3 W/m² 16

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Veggurinn eftir að hann hefur verið einangraður með 120mm plasteinangrun og múraður að utan, ef miðað er við kaldasta dag mælinga frá Reykjum í Ölfusi: Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipspl.+ steinull + steypa + plastein. + múr Dato: 15. maí 2014 Veggurinn einnig einangraður að utan: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 33 Pi 0,771 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 1,0000 0,5000 Úti C -16,5 RF udv. 80 Pu 0,098 0,0000 445 0 50 100 150 200 250 300 350 400 Kondens 450 500 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,7714 2,34 Isolans Ri 0,130 0,7 19,3 0,0000 0,7714 2,24 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 0,8 18,4 0,0182 0,7532 2,14 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 14,4 4,1 0,0178 0,7355 0,83 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,5 3,6 0,5760 0,1594 0,80 31 Einangrun 0,120 0,034 0,450 3,529 0,27 19,8-16,2 0,0213 0,1381 0,13 Kondens 29 Múrhúð 0,02 1,400 0,040 0,014 0,50 0,1-16,3 0,0400 0,0981 0,13 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 6,517 8,42 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,153 W/(m²K) Transmissionstab: 6 W/m² 17

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Með 120mm plasteinangrun og miðað er við -10 C útihita og 80% hlutfallsraka: Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipspl.+ steinull + steypa + plastein. + múr Dato: 15. maí 2014 Veggurinn einnig einangraður að utan: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 33 Pi 0,771 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 1,0000 0,5000 Úti C -10,0 RF udv. 80 Pu 0,199 0,0000 445 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,7714 2,34 Isolans Ri 0,130 0,6 19,4 0,0000 0,7714 2,26 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 0,7 18,7 0,0154 0,7560 2,17 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 11,8 6,9 0,0151 0,7409 1,02 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,4 6,5 0,4894 0,2515 0,99 31 Einangrun 0,120 0,034 0,450 3,529 0,27 16,2-9,8 0,0181 0,2334 0,26 29 Múrhúð 0,02 1,400 0,040 0,014 0,50 0,1-9,8 0,0340 0,1994 0,25 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 6,517 8,42 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,153 W/(m²K) Transmissionstab: 5 W/m² 18

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Með 120mm plasteinangrun og miðað er við 0 C útihita og 80% hlutfallsraka: Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipspl.+ steinull + steypa + plastein. + múr Dato: 15. maí 2014 Veggurinn einnig einangraður að utan: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 33 Pi 0,771 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 1,0000 0,5000 Úti C 0,0 RF udv. 80 Pu 0,487 0,0000 445 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,7714 2,34 Isolans Ri 0,130 0,4 19,6 0,0000 0,7714 2,28 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 0,5 19,1 0,0077 0,7637 2,23 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 7,9 11,3 0,0075 0,7562 1,37 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,3 11,0 0,2435 0,5127 1,35 31 Einangrun 0,120 0,034 0,450 3,529 0,27 10,8 0,2 0,0090 0,5037 0,62 29 Múrhúð 0,02 1,400 0,040 0,014 0,50 0,0 0,1 0,0169 0,4868 0,61 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 6,517 8,42 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,153 W/(m²K) Transmissionstab: 3 W/m² 19

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Veggurinn eftir að hann hefur verið einangraður með 100mm plasteinangrun og múraður að utan, ef miðað er við lægsta hitastig mánaðar frá Reykjum í Ölfusi. Hlutfallsraki er hækkaður um 1%. Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipspl.+ steinull + steypa + plastein. + múr Dato: 16. maí 2014 Veggurinn einnig einangraður að utan: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 34 Pi 0,795 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 Úti C -16,5 RF udv. 80 Pu 0,098 1,0000 0,5000 0,0000 Kondens 425 0 50 100 150 200 250 300 350 400Kondens 450 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,7948 2,34 Isolans Ri 0,130 0,8 19,2 0,0000 0,7948 2,23 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 0,9 18,3 0,0189 0,7759 2,12 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 15,8 2,5 0,0185 0,7574 0,74 Kondens 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,6 1,9 0,5992 0,1582 0,71 31 Einangrun 0,100 0,034 0,450 2,941 0,22 18,1-16,2 0,0185 0,1397 0,13 Kondens 29 Múrhúð 0,02 1,400 0,040 0,014 0,50 0,1-16,3 0,0416 0,0981 0,13 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 5,929 8,37 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,169 W/(m²K) Transmissionstab: 6 W/m² 20

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Veggurinn eftir að hann hefur verið einangraður með 100mm plasteinangrun og múraður að utan, ef miðað er við lægsta hitastig mánaðar frá Reykjum í Ölfusi. Innihitastig er hækkað um 1 C. Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipspl.+ steinull + steypa + plastein. + múr Dato: 16. maí 2014 Veggurinn einnig einangraður að utan: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 21 RF indv. 33 Pi 0,816 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 Úti C -16,5 RF udv. 80 Pu 0,098 1,0000 0,5000 0,0000 Kondens 425 0 50 100 150 200 250 300 350 400Kondens 450 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 21,0 0,8164 2,47 Isolans Ri 0,130 0,8 20,2 0,0000 0,8164 2,36 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 0,9 19,2 0,0195 0,7969 2,24 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 16,2 3,0 0,0191 0,7779 0,77 Kondens 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,6 2,4 0,6178 0,1601 0,74 31 Einangrun 0,100 0,034 0,450 2,941 0,22 18,6-16,2 0,0191 0,1410 0,13 Kondens 29 Múrhúð 0,02 1,400 0,040 0,014 0,50 0,1-16,2 0,0429 0,0981 0,13 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 5,929 8,37 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,169 W/(m²K) Transmissionstab: 6 W/m² Ef útveggurinn er einangraður með 100mm plasteinangrun er hann í lagi miðað við upphaflegar forsendur. Aftur á móti ef hlutfallsraki innanhúss fer yfir 33% eða innihitastig upp í 21 C verður rakaútfelling í steinull veggjarins, þ.e þegar útihitastig er -16,5 C. 21

Þrýstingurí kpa Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Veggurinn eftir að hann hefur verið einangraður með 120mm plasteinangrun og múraður að utan, ef miðað er við lægsta hitastig mánaðar frá Reykjum í Ölfusi. Hlutfallsraki inni er hækkaður í 37%. Verkefni Valsheiði 8 Efni Gipspl.+ steinull + steypa + plastein. + múr Dato: 16. maí 2014 Veggurinn einnig einangraður að utan: Gufuþrýstings - og mettunarkúrfa Inni C 20 RF indv. 37 Pi 0,865 2,5000 2,0000 Damptryk (gufuþrýstingur) Mætnings tryk 1,5000 1,0000 0,5000 Úti C -16,5 RF udv. 80 Pu 0,098 0,0000 445 0 50 100 150 200 250 300 350 400 Kondens 450 500 Fjarlægð frá innihlið í mm. Nr. Kolonne Symbol Matriale 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 S l D s/l=r S/D=W Dq q DP P Ps W g m² * k W m*h*kpa m m * k m*h*kpa g C C kpa kpa kpa 20,0 0,8649 2,34 Isolans Ri 0,130 0,7 19,3 0,0000 0,8649 2,24 3 Gipsplata 0,025 0,170 0,110 0,147 0,23 0,8 18,4 0,0207 0,8442 2,14 28 Steinull 0,100 0,039 0,450 2,564 0,22 14,4 4,1 0,0202 0,8240 0,83 30 Steinsteypa 0,180 1,950 0,025 0,092 7,20 0,5 3,6 0,6560 0,1679 0,80 31 Einangrun 0,120 0,034 0,450 3,529 0,27 19,8-16,2 0,0243 0,1437 0,13 Kondens 29 Múrhúð 0,02 1,400 0,040 0,014 0,50 0,1-16,3 0,0456 0,0981 0,13 Isolans Ru eller Rv for ventilerede skalmure og tagrum. 0,040 I denne linje beregnes konstruktionens isolans og diffusionsmodstand: 6,517 8,42 Kpa I denne linje beregnes konstruktionens U-værdi: 0,153 W/(m²K) Transmissionstab: 6 W/m² Þar sem 33% hlutfallsraki er notaður sem viðmið getur hlutfallsraki vel farið yfir þau mörk, einkum þar sem rakaframleiðsla er sem mest, t.d. á baðherbergi og í þvottahúsi. Því er lagt til að útveggir verði einangraðir með 120mm plasteinangrun. 22

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 7.1.3.Hitastigstölur Forsendur útihita voru teknar af vef veðurstofu íslands. Mælingarnar eru frá 1971-2001 ekki eru til nýlegri tölur frá þessu svæði. Mánaðarmeðaltöl fyrir stöð 957 - Reykir í Ölfusi stöð ár mán Meðalhiti Meðalhámarkshiti Max hiti Dags. Max hita Meðal lámarkshiti Lægsti hiti mældist 957 1971 10 4,1 6,5 12,1 5 1,9-7 957 1971 11 0,1 3,1 9,5 10-2,5-10,7 957 1971 12 0 3,1 7,5 5-2,8-10 957 1972 1 2,8 4,7 8 16 0,8-8,9 957 1972 2 2,6 4,4 7,7 20 0,5-9,4 957 1972 3 2,3 4,3 7,7 16 0-3,5 957 1972 4 3,2 6,2 13,3 20 0,7-6,5 957 1972 5 7,5 10,4 14,8 25 5,2-3,6 957 1972 6 8,9 12,4 16 12 6,2 2,1 957 1972 7 9,7 12,1 16 1 8 6,3 957 1972 8 9,1 12 17,3 12 6,8 4,4 957 1972 9 7,7 10 12,4 23 5,4 0,8 957 1972 10 4,5 6,5 9,3 12 1,9-2,3 957 1972 11 0,2 2,3 7,5 6-1,8-8,4 957 1972 12 1,4 3,8 10,7 17-0,5-4,5 957 1973 1 2,8 4,7 8,5 10 0,8-5,2 957 1973 2-2 1 7,5 3-4,8-12 957 1973 3 1,3 3,9 7,8 18-0,8-9,6 957 1973 4 2,8 5,1 9,9 23 0,5-10,5 957 1973 5 4,8 8,3 12,9 20 1,6-4 957 1973 6 7,4 10,4 13 28 4,4-0,4 957 1973 7 10,3 13,5 19,4 22 7,9 4,9 957 1973 8 9,6 12,7 15 16 7,3 3,3 957 1973 9 8,3 10,9 14,4 4 6 2 957 1973 10 4,2 6,5 11,4 6 1,7-5 957 1973 11-1,6 1,9 7,8 6-5 -11,6 957 1973 12-4 -0,8 6,3 2-7,2-16,5 957 1974 1 1,4 3,8 7 19-1,4-7,4 957 1974 2-0,3 1,8 7 17-2,5-9,3 957 1974 3 4,1 5,8 8,4 30 1,4-6,6 957 1974 4 6,1 7,5 10,1 30 4,4-0,9 957 1974 5 7,7 10,8 17 23 5,7 1,9 957 1974 6 9,1 12,5 18,2 24 7 3,5 957 1974 7 11,1 14,3 18,2 13 8,5 6,3 957 1974 8 9,8 13 17,6 13 7,9 3,5 957 1974 9 5,8 8,6 14,5 4 3,4-4,1 957 1974 10 4,5 6,5 10,2 13 1,8-6,5 957 1974 11 2,6 4,6 9,2 4 0,3-4 957 1974 12-2,4 0,4 5,8 30-4,7-11,1 957 1975 1-2,3 0,2 6,6 2-4,7-8,2 957 1975 2 3,3 4,9 7,4 28 1-3,5 957 1975 3 0,6 3,2 8,2 19-2,5-12,5 957 1975 4 2,4 5,3 12,2 20-0,1-14,5 957 1975 5 6 9,4 18,5 28 3,1-4,9 957 1975 6 7,3 10,1 15,6 9 5,5-0,6 957 1975 7 9,4 12,1 17 24 7,5 5 957 1975 8 10,3 13,2 20,5 6 8,5 5,4 23

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 7.2. Álagsgreining 7.2.1. Vind og snjóálag Vindur: Byrja á að finna og reikna út þá stuðla og gildi sem þarf. Notast er við staðalinn ÍST-EN-1991-1- 4 ásamt þjóðarviðauka eftir því sem við á. Samkv. þjóðarviðauka er grunngildi vindhraða V b,0 = 36,0 m/s C dir = 1,0 C season = 1,0 V b = 36,0 m/s Af þessu leiðir að hægt er að reikna í eitt skipti fyrir öll grunngildi hraðaþrýsingsins q b = 0,81 kn/m² Samkv. mynd bls.92 er ákveðið að byggingin sé í hrýfisflokki 2. Samkv. töflu 4,1 bls. 20 er Z 0 = 0,05 m Z min = 2,0 m Samkv.jöfnu 4.5 bls. 20 er, K r = 0,19 Samkv. jöfnu 4.4 er Hrýfisstuðullinn C r sem fall af hæðinni Z Z = 4,3 m, for C r (4,3) = 0,85 Til að ákveða hviðuáhrif reiknast stuðullinn samkv. jöfnu 4.7 bls.22 for K 1 = 1,0 C 0 = 1,0 I v (4,3) = 0,22 Til að finna "exposure" stuðulinn í hæðinni Z er ρ = 1,25 kg/m³ q p (Z) = 1,49 kn/m² (leiðrétt hágildi vindhviðu) 30,5 m/s 24

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Þá er stuðullinn fundinn með jöfnu 4.9 bls.22 C e (4,3) = 1,84 Þá má finna ytri vindþrýstinginn í hæðinni (Z) með jöfnu Þá er ytri vindþrýstingurinn q p (4,3) = 1,49 kn/m² bls.24 Og innri vindþrýstingurinn Heildar vindþrýsigurinn er svo 25

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Vindur á vegg: grein 7.2.2 e = 8,6 m e/5 = 1,7 m q p (Z) = 1,49 kn/m² 4/5*e = 6,9 m h = 4,3 m d gafl - e = 3,9 m d gafl = 12,5 m d hlið - e = 10,3 m d hlið = 18,9 m h/d gafl = 0,34 h/d hlið = 0,23 26

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Tafla 1. Ytri vindþrýstingur reiknaður fyrir vind á hlið Stærð A B C D E c pe,10-1,2-0,8-0,5 0,7-0,3 c pe,1-1,4-1,1-0,5 1,0-0,3 b 1,7 m 6,9 m 3,9 m 18,9 m 18,9 m h 4,3 m 4,3 m 4,3 m 4,3 m 4,3 m A 7,40 m² 29,58 m² 16,86 m² 81,36 m² 81,36 m² c pe -1,23-0,80-0,50 0,70-0,30 w e -1,83 kn/m² -1,19 kn/m² -0,75 kn/m² 1,04 kn/m² -0,45 kn/m² Tafla 2. Ytri vindþrýstingur reiknaður fyrir vind á gafl Stærð A B C D E c pe,10-1,2-0,8-0,5 0,7-0,3 c pe,1-1,4-1,1-0,5 1,0-0,3 b 1,7 m 6,9 m 10,3 m 12,5 m 12,5 m h 4,3 m 4,3 m 4,3 m 4,3 m 4,3 m A 7,40 m² 29,58 m² 44,38 m² 53,84 m² 53,84 m² c pe -1,23-0,80-0,50 0,70-0,30 w e -1,83 kn/m² -1,19 kn/m² -0,75 kn/m² 1,04 kn/m² -0,45 kn/m² 27

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Vindur á þak: grein 7.2.3 e = 7,60 m q p (z) = 1,49 kn/m² h = 3,80 m e/4 = 1,90 m d gafl = 12,50 m e/10 = 0,76 m d hlið = 18,90 m e/2 = 3,80 m h/d gafl = 0,304 h p /h = 0,13 m h/d hlið = 0,201 28

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Tafla 3. Ytri vindþrýstingur á þakflöt. Vindur á hlið Stærð F G H I I c pe,10-1,2-0,8-0,7 0,2-0,2 c pe,1-1,8-1,4-1,2 0,2-0,2 L 1,90 m 15,10 m 18,90 m 18,90 m 18,90 m b 0,76 m 0,76 m 3,04 m 8,70 m 8,70 m A 1,44 m² 11,48 m² 57,46 m² 164,43 m² 164,43 m² c pe -1,70-0,80-0,70 0,20-0,20 w e -2,54 kn/m² -1,19 kn/m² -1,04 kn/m² 0,30 kn/m² -0,30 kn/m² Tafla 4. Ytri vindþrýstingur á þakflöt. Vindur á gafl Stærð F G H I I c pe,10-1,2-0,8-0,7 0,2-0,2 c pe,1-1,8-1,4-1,2 0,2-0,2 L 1,90 m 8,70 m 12,50 m 12,50 m 12,50 m b 0,76 m 0,76 m 3,04 m 15,10 m 15,10 m A 1,44 m² 6,61 m² 38,00 m² 188,75 m² 188,75 m² c pe -1,70-0,91-0,70 0,20-0,20 w e -2,54 kn/m² -1,35 kn/m² -1,04 kn/m² 0,30 kn/m² -0,30 kn/m² Innri vindþrýstingur stuðullinn er ákveðnn C pe =±0,25 Tafla 5 Netto vindálag á veggi. Vindur á hlið Stærð A B C D E w e -1,83 kn/m² -1,19 kn/m² -0,75 kn/m² 1,04 kn/m² -0,45 kn/m² C pe 0,25 0,25 0,25 0,25 0,25 w i 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² w net -2,20 kn/m² -1,57 kn/m² -1,12 kn/m² 0,67 kn/m² -0,82 kn/m² Tafla 6 Netto vindálag á veggi. Vindur á hlið Stærð A B C D E w e -1,83 kn/m² -1,19 kn/m² -0,75 kn/m² 1,04 kn/m² -0,45 kn/m² C pe -0,25-0,25-0,25-0,25-0,25 w i -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² w net -1,46 kn/m² -0,82 kn/m² -0,37 kn/m² 1,42 kn/m² -0,07 kn/m² 29

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Tafla 7 Netto vindálag á veggi. Vindur á gafl Stærð A B C D E w e -1,83 kn/m² -1,19 kn/m² -0,75 kn/m² 1,04 kn/m² -0,45 kn/m² C pe 0,25 0,25 0,25 0,25 0,25 w i 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² w net -2,20 kn/m² -1,57 kn/m² -1,12 kn/m² 0,67 kn/m² -0,82 kn/m² Tafla 8 Netto vindálag á veggi. Vindur á gafl Stærð A B C D E w e -1,83 kn/m² -1,19 kn/m² -0,75 kn/m² 1,04 kn/m² -0,45 kn/m² C pe -0,25-0,25-0,25-0,25-0,25 w i -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² w net -1,46 kn/m² -0,82 kn/m² -0,37 kn/m² 1,42 kn/m² -0,07 kn/m² Tafla 9 Netto vindálag á þakflöt. Vindur á hlið Stærð F G H I I w e -2,54 kn/m² -1,19 kn/m² -1,04 kn/m² 0,30 kn/m² -0,30 kn/m² C pe 0,25 0,25 0,25 0,25 0,25 w i 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² w net -2,92 kn/m² -1,57 kn/m² -1,42 kn/m² -0,07 kn/m² -0,67 kn/m² Tafla 10 Netto vindálag á þakflöt. Vindur á hlið Stærð F G H I I w e -2,54 kn/m² -1,19 kn/m² -1,04 kn/m² 0,30 kn/m² -0,30 kn/m² C pe -0,25-0,25-0,25-0,25-0,25 w i -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² w net -2,17 kn/m² -0,82 kn/m² -0,67 kn/m² 0,67 kn/m² 0,07 kn/m² Tafla 11 Netto vindálag á þakflöt. Vindur á gafl Stærð F G H I I w e -2,54 kn/m² -1,35 kn/m² -1,04 kn/m² 0,30 kn/m² -0,30 kn/m² C pe 0,25 0,25 0,25 0,25 0,25 w i 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² 0,37 kn/m² w net -2,92 kn/m² -1,73 kn/m² -1,42 kn/m² -0,07 kn/m² -0,67 kn/m² Tafla 12 Netto vindálag á þakflöt. Vindur á gafl Stærð F G H I I w e -2,54 kn/m² -1,35 kn/m² -1,04 kn/m² 0,30 kn/m² -0,30 kn/m² C pe -0,25-0,25-0,25-0,25-0,25 w i -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² -0,37 kn/m² w net -2,17 kn/m² -0,98 kn/m² -0,67 kn/m² 0,67 kn/m² 0,07 kn/m² 30

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Snjóálagið á húsið er reiknað eftir staðlinum EN 1991-1-3-2003 ásamt íslenska þjóðarviðaukanum. Húsið er staðsett í Hveragerði og er samkvæmt Íslenska þjóðarviðaukanum á snjóálagssvæði 1. s k = 2,10 kn/m² Affokstuðull er fundinn í íslenska þjóðarviðaukanum C e = 0,6 Bráðnunarstuðull er samkv. staðlinum C t = 1 Snjólögunnarstuðullinn er samkv. staðlinum (5.3) μ = 0,8 Snjóálagið er svo reiknað samkv. jöfnu s = 1,01 kn/m² Miðað er við að breidd plötustrimils sé 1m. s*l = 1,0 kn/m Þar sem það telst frekar ólíklegt að fullt vind- og snjóálag verki á sama tíma á þakvirki hússins, þ.e þegar fullt vindálag verkar á þakið er snjórinn að öllum líkindum fokinn burt, því verður notað gildið 1,0KN/m fyrir snjó í álagsfléttu. 7.2.2. Álagsfléttur Við útreikninga á loftaplötu ern álagsfléttur: Eigin þyngd Þykkt Rúmþyngd Álag [g k ] [m] [kn/m 3 ] [kn/m 2 ] Stálbiti Járnbent steypa 0,19 m 25 kn/m³ 4,8 kn/m² Einangrun 0,25 m 0,3 kn/m³ 0,1 kn/m² Þakdúkur 0,003 m 10 kn/m³ 0,0 kn/m² Möl 0,10 m 20 kn/m³ 2,0 kn/m² g k = 6,9 kn/m² Notálag [qk] Snjór qk = 1,0 kn/m² 1,0 kn/m² Álagsflétta á brotstigi 1,35*g k +1,5*q k = Álagsflétta notmark 1,0*gk+0,3*q k = 10,75 kn/m² 7,16 kn/m² 31

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 7.3. Útreikningar á loftaplötu og stálbita Ef platan er skoðuð samkvæmt brotlínuaðferð má sjá að hún fellur á kröfu byggingarreglugerðar um niðurbeygjur þar sem járnamagn hennar er of lítið og þversnið hennar of þunnt. Valsheiði 8 Þakplatan eins og hún er í dag PLÖTUREIKNINGAR SKV. BROTLÍNU a b í lagi innspgr= 0 hlið=2 m*i 4 mm*i 1 Brotmynd innspgr= 1 a= 7,54 hlið=1 hlið=3 innspgr= 1 mm 0,5 m mm*i 3 innspgr= b= 10,61 m*i 4 0 hlið=4 ÁLAG Brot Not qasi per álag eðlisþ. öryggi KN/m2 KN/m2 NOTÁLAG 0,00 1,50 0,00 0,00 Snjór 1,00 1,50 1,50 0,30 Eigin þyngd Járnabent Steypa: Plasteinangrun: Plastdúkur: Farg á þak(möl): 0,19 25,00 1,35 6,41 4,75 0,25 0,30 1,35 0,10 0,08 0,003 10,000 1,35 0,04 0,03 0,10 20,00 1,35 2,70 2,00 10,75 7,16 ar= 7,54 m br= 10,61 m m= 34,49 KNm 20% álag 6,90 Alls 41,39 KNm 32

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 ÚTREIKNINGUR Á BENDINGU PLÖTU STEYPA C25 g c = 1,5 α cc = 0,85 JÁRN fyk 500 g s = 1,15 Togstyrkur f ctk = 2,90 Mpa w min= 0,045 Aðaljárn K 10 w max= 0,370 Þverjárn(deilijárn) K 10 dekklag= 20 mm Aðaljárn h ef = 165,0 mm m = bh M 2 ef d f cd 0,0894 w = 1-1- 2m min 0,0452 0,0938 max 0,3700 A s bh = w f ef f yd cd notað 0,0938 593,50 mm 2 K 10 c 132 mm Þverjárn hef 2 = 155,00 mm m = m * M bh 2 ef f d 0,0431 cd w = 1-1- 2m 0,0440 min 0,0452 max 0,3700 notað 0,0452 A s bh = w f ef f yd cd 268,80 mm 2 K 10 c 292 mm 33

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Undirstöðukraftar H1,2= 97,6 kn H2,3= 97,6 kn H3,4= 97,6 kn æ 1 1 ö q = 4mç + è a b ø q = q m* 1+ i 1og3 1 r r 31,30 KN/m H4,1= 97,6 kn q1= 31,30 KN/m q2= 31,30 KN/m q3= 31,30 KN/m q4= 31,30 KN/m ÚTREIKNINGUR Á NIÐURBEYGJU Brotþol w w bal Valin bending aðaljárn: K 10 c/c=150 mm ERROR 0,0828 OK Valin bending deilijárn: K 10 c/c=300 mm ERROR 0,0441 OK m= 0,50 (reiknað) E c = 6,9 Gpa Es= 210 Gpa n stuðull 30,23 0,09592 Bending flatamál / m 523,6 mm2 Vægi í notmarkaásta 22,95 KNm 0,35246 j b = b ( 3 - b ) 6 0,15552 1,341E-05 95,33 mm ERROR Krafa byggingarreglugerðar er L/200 37,7 mm 34

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Valsheiði 8 Þakplatan með stálbita sem undirstöðu PLÖTUREIKNINGAR SKV. BROTLÍNU a b í lagi innspgr= 0,8 hlið=2 m*i 4 mm*i 1 Brotmynd innspgr= 1 a= 5,57 hlið=1 hlið=3 innspgr= 1 mm 0,5 m mm*i 3 innspgr= b= 10,61 m*i 4 0 hlið=4 ÁLAG Brot Not qasi per álag eðlisþ öryggi KN/m2 KN/m2 NOTÁLAG 0,00 1,50 0,00 0,00 Snjór 1,00 1,50 1,50 0,30 Eigin þyngd Járnabent Steypa: Plasteinangrun: Plastdúkur: Farg á þak(möl): 0,19 25,00 1,35 6,41 4,75 0,25 0,30 1,35 0,10 0,08 0,003 10,000 1,35 0,04 0,03 0,10 20,00 1,35 2,70 2,00 10,75 7,16 ar= 4,76 m br= 10,61 m m= 18,45 KNm 20% álag 3,69 Alls 22,13 KNm 35

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 ÚTREIKNINGUR Á BENDINGU PLÖTU (með stálbita) STEYPA C25 g c = 1,5 α cc = 0,85 JÁRN fyk 500 g s = 1,15 Togstyrkur f ctk = 2,90 Mpa w min= 0,045 Aðaljárn K 10 w max= 0,370 Þverjárn(deilijárn) K 10 dekklag= 20 mm Aðaljárn h ef = 165,0 mm m = bh M 2 ef d f cd 0,0478 w = 1-1- 2m min 0,0452 0,0490 max 0,3700 A s bh = w f ef f yd cd notað 0,0490 310,09 mm 2 K 10 c 253 mm Þverjárn hef 2 = 155,00 mm m = m * M bh 2 ef f d 0,0230 cd w = 1-1- 2m 0,0233 min 0,0452 max 0,3700 notað 0,0452 A s bh = w f ef f yd cd 268,80 mm 2 K 10 c 292 mm 36

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Undirstöðukraftar H1,2= 70,0 kn (með stálbita) H2,3= 70,0 kn H3,4= 52,2 kn æ 1 1 ö q = 4mç + è a b ø q = q m* 1+ i 1og3 1 r r 22,46 KN/m H4,1= 52,2 kn q1= 22,46 KN/m q2= 30,14 KN/m q3= 22,46 KN/m q4= 22,46 KN/m ÚTREIKNINGUR Á NIÐURBEYGJU Brotþol w w bal Valin bending aðaljárn: K 10 c/c=150 mm OK 0,0828 OK Valin bending deilijárn: K 10 c/c=300 mm ERROR 0,0441 OK m= 0,50 (reiknað) E c = 6,9 Gpa Es= 210 Gpa n stuðull 30,23 0,09592 Bending flatamál / m 523,6 mm2 Vægi í notmarkaásta 12,27 KNm 0,35246 j b = b ( 3 - b ) 6 0,15552 7,174E-06 27,82 mm OK Krafa byggingarreglugerðar er L/200 27,85 mm 37

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Álag á stálbita: Eigin þyngd Þykkt Rúmþyngd Álag Álag [g k ] [m] [kn/m 3 ] [kn/m 2 ] [kn/m] Stálbiti 1,39 kn/m Járnbent steypa 0,19 m 25 kn/m³ 4,8 kn/m² Einangrun 0,25 m 0,3 kn/m³ 0,1 kn/m² Þakdúkur 0,003 m 10 kn/m³ 0,0 kn/m² Möl 0,10 m 20 kn/m³ 2,0 kn/m² g k = 6,9 kn/m² Notálag [qk] Snjór qk = 1,0 kn/m² 1,0 kn/m² Álagsflétta á brotstigi 1,35*g k +1,5*q k = 10,75 kn/m² (q d ) Álagsflétta notmark 1,0*gk+0,3*q k = 7,16 kn/m² (Q p ) Vægiþol plötuþversniðs: d = 165 mm λ = 0,8 ηf cd = 14,2 MPa x = 15,08 mm f yd = 435 MPa A s = 393 mm² z = 159 mm b = Plötustrimill: L 1 = L 2 = q 1 = q 2 = M B Max = M B notað = 1,97 m 5,75 m 1000 mm 10,75 kn/m² -34,43 knm -27,16 knm R B = 60,02 kn/m (álag á bitann) M Rd = 27,16 knm Ståbi (3.72) bls.121 38

Viðgerðaráætlun Fyrir Valsheiði 8 Vægi í stálbita: HEB-360 L 1 = 2,32 m h 360 mm L 2 = 11,20 m b 300 mm L 3 = 1,78 m t w 12,5 mm q 1 = 1,39 kn/m (eiginþyngd bita) t f 22,5 mm q 2 = 61,42 kn/m r 27 mm q 3 = 1,39 kn/m (eiginþyngd bita) A 18100 mm² K = 576,5184 g 142, kg/m M B = -552,4 knm OK I y 431900000 mm⁴ M C = -592,7 knm OK W pl 2680000 mm⁴ I z I T 101400000 mm⁶ 2930000 mm⁴ Setti einnig upp reiknimódel í FEM (SAP 2000) til að bera sama reiknuð vægi og til frekari útreikninga. M B (SAP) = -546,3 knm M C (SAP) = -576,6 knm Niðurbeygja stálbita: E STÁL = 210000 N/mm² I = 0,0004319 L = 11,2 m q not = 7,2 kn/m (FEM gefur mér aðeins lægri gildi á væginu) U max = 3,2 mm (ef full innspenna) L/200 = 56,0 mm U max = 16,2 mm (ef einfalt undirstuddur) (ef M B er reiknað miðað við fulla innspennu fæst M B =-642kNm) (552,4/642=0,86 Umax 3,2*1,14 4mm) 39