Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Relaterede dokumenter
Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

Kennsluleiðbeiningar

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

Skal vi snakke sammen?

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

glimrende lærervejledninger

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Kennsluleiðbeiningar A B

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

2. Dig, mig og vi to

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

- kennaraleiðbeiningar

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Kennsluleiðbeiningar

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

komudagur f2

Námslýsingar bekk :

Kökur, Flekar,Lengjur

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

esurveyspro.com - Survey Detail Report

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

Ágúst/Sept. Sept./Okt. Október Nóvember Nóv./Des september Skali 1A október Skali 1A. tugabrot bls við núll bls.

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Reykjavikurborg Erindi nr. Þ / komudagur /S - // Z<'// Alþingi Reykjavík 14*. nóvember 2011 b.t. atvinnunefndar Austurstræti 8-10

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016

Jökulsárlón og hvað svo?

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Sådan C. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT

Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Transkript:

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið.................................. 3 Notkun kennslutilhögun.......................... 4 Samstarf kennara, námsráðgjafa og forráðamanna............. 5 Heimildir.................................. 6 1. hluti Að huga að framtíðinni...................... 8 2. hluti Að taka ákvörðun.......................... 13 3. hluti Kynjaskiptur vinnumarkaður og jafnrétti kynjanna......... 18 4. hluti Vinnumarkaðurinn......................... 23 5. hluti Ferilskrár.............................. 32 6. hluti Að skapa sína eigin velgengni.................... 35 7. hluti Skólakerfið............................. 38 8. hluti Að sækja um skóla / Innritun í framhaldsskóla........... 43 Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar 2011 Helga Helgadóttir Vefútgáfa Námsgagnastofnun Kópavogi Ritstjórn: Aldís Yngvadóttir og Sylvía Guðmundsdóttir Faglegur yfirlestur: Ásdís L. Grétarsdóttir og Fanný Gunnarsdóttir Yfirlestur: Þórdís Guðjónsdóttir Umbrot: Arnar Guðmundsson Stefnan sett! Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun 2011 9961 2

Til kennara Þegar grunnskólanámi lýkur standa nemendur á tímamótum. Þeir standa frammi fyrir því að taka mikilvægar ákvarðanir um áframhaldandi nám eða starf, ákvarðanir sem geta mótað og haft afgerandi áhrif á lífshlaup hvers og eins. Framboð menntunar í íslensku skólakerfi hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Vinnumarkaðurinn tekur einnig stöðugum breytingum, til verður ný þekking og ný störf. Allt þetta kallar á þörf ungmenna fyrir markvissa fræðslu, trausta aðstoð og stuðning. Námsefnið Stefnan sett! er ætlað til kennslu í náms- og starfsfræðslu á unglingastigi grunnskólans. Uppbygging efnisins Námsefnið Stefnan sett! skiptist í kennsluleiðbeiningar (á vef) verkefnablöð sem eru prentuð af vef. nemendaspjöld þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar. Spjöldunum er komið fyrir í möppu til að auðveldara sé að varðveita þau, sjá nánar um nemendamöppu. vef þar sem finna má kennsluleiðbeiningar, verkefni og tengla á ýmsar vefsíður sem tengjast námsefninu og gagnvirka áhugakönnun. Vefurinn er ætlaður bæði kennurum og nemendum. Leitast hefur verið við að hafa efnið sveigjanlegt þannig að hægt sé að nota það með ýmsu móti. Það skiptist í átta hluta (kafla) sem leggja má fyrir í heild en einnig velja úr ákveðna hluta eða verkefni til að nota í 8., 9. og/eða 10. bekk, allt eftir því hvernig náms- og starfsfræðsla er skipulögð og kennd í viðkomandi skóla. Síðasta hlutann, sem fjallar um að sækja um í framhaldsskóla, ætti þó ávallt að leggja fyrir í 10. bekk. Ef efninu er skipt á þrjú ár mætti hugsa sér að kenna fyrsta og annan hluta í 8. bekk, þriðja, fjórða og fimmta hluta í 9. bekk og sjötta, sjöunda og áttunda hluta í 10. bekk og bæta við öðru efni sem er vísað til. Það hentar vel með öðru námsefni í náms- og starfsfræðslu eins og vefefninu Margt er um að velja. Markmið Meginmarkmið námsefnisins Stefnan sett! eru að nemendur kynnist þeim náms- og starfsmöguleikum sem þeim standa til boða. að efla færni nemenda við að taka ákvarðanir sem byggjast á sjálfsþekkingu og sjálfstæði. að fræða nemendur um kynbundið náms- og starfsval, sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms- og starfsfræðslu í skólum skuli leitast við að Stefnan sett! Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun 2011 9961 3

kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf. Námsefnið Stefnan sett! tekur mið af áfanga- og lokamarkmiðum aðalnámskrár í lífsleikni frá árinu 2007. Þar segir meðal annars: Nemendur: geri raunhæfar áætlanir um náms- og starfsleiðir er standa til boða við lok grunnskóla og geti nýtt sér ráðgjöf og upplýsingatækni í þeim tilgangi geti sett sér markmið og framtíðaráætlun til að stefna að og hafi unnið úr upplýsingum um námsleiðir í framhaldsskólum með tilliti til áhuga og framtíðaráforma hvað varðar störf og atvinnutækifæri geti nýtt sér þekkingu og ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa, sem í boði er í skólanum, um náms- og starfsleiðir öðlist áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og ábyrgan hátt og átti sig á samhengi þessa við að setja sér markmið er lúta að framtíðinni læri að vega og meta áhrif fyrirmynda og staðalmynda í mótun eigin ímyndar og lífsstíls. Notkun kennslutilhögun Efnið skiptist í átta hluta eins og áður segir. Gert er ráð fyrir að hver hluti geti tekið allt frá tveimur upp í fjórar eða fimm kennslustundir í yfirferð. Þar eð afar mismunandi er eftir skólum hve mikill tími er ætlaður til náms- og starfsfræðslu þarf hver kennari að sníða sér stakk eftir vexti. Kennsluaðferðir sem stuðst er við í þessu efni eru fyrst og fremst umræður og verkefnavinna. Umræðurnar þjóna þeim tilgangi að draga fram vitneskju og reynslu nemendanna sjálfra af efninu. Verkefnin miða að því að bæta við og festa þekkingu og hugmyndir sem nemendur hafa fyrir og komið hafa fram í umræðunum. Umræður: Í upphafi hvers hluta í kennsluleiðbeiningum eru settar fram hugmyndir að kveikju, umræðupunktum og spurningum og jafnframt bent á tengt efni sem getur nýst í umfjölluninni. Kennari getur stuðst við punktana og spurningarnar til að koma umræðum af stað og undirbúa verkefnavinnu. Markmiðið er að hvetja nemendur til að hugsa sjálfir um einstök atriði, velta fyrir sér sínum skoðunum, ræða þær og rökstyðja og deila vangaveltum sínum með öðrum. Verkefni: Að umræðum loknum er gert ráð fyrir að nemendur leysi verkefni, ýmist í hópi eða einir. Mismunandi er hve mörg verkefni fylgja hverjum kafla og er kennara í sjálfsvald sett hve mörg verkefni hann leggur fyrir. Leitast er við Stefnan sett! Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun 2011 9961 4

að hafa verkefnin sem fjölbreyttust og að nemendur hafi sjálfir áhrif á námsframvinduna. Iðulega fá þeir frjálsar hendur um það hvernig þeir skila niðurstöðum. Það getur verið munnlega, skriflega, á tölvutæku formi eða jafnvel í formi teikninga og mynda. Markmiðið er þeir séu sjálfir sáttir við afraksturinn og að hann nýtist þeim þegar kemur að náms- og starfsvali. Ígrundun: Í lok hvers viðfangsefnis er lögð áhersla á að nemendur ígrundi og átti sig á hvað þeir hafi lært af viðfangsefninu. Vita þeir til dæmis eitthvað nú sem þeir vissu ekki áður? Hvernig geta þeir nýtt sér þessa vitneskju og yfirfært hana á daglegt líf? Á nemendaspjöldum með hverjum hluta er að finna spurningar til að draga saman aðalatriði viðfangsefnisins (úrvinnsla og pælingar). Ætlast er til að nemendur svari þeim skriflega og geymi í nemendamöppu. Mat: Í upphafi þarf að gera nemendum grein fyrir að við námsmat eru lagðir til grundvallar þættir eins og þátttaka og virkni nemenda í umræðum, vilji þeirra til að hlusta á aðra og frumkvæði við verkefnavinnu og nákvæmni í skilum. Heildarútlit og innihald nemendamöppu getur einnig verið gott viðmið þegar kemur að námsmati. Kennari getur metið vinnuframlag nemenda jafnóðum eða í lok námsins. Úrvinnsla og pælingar nemenda geta einnig komið að góðum notum við námsmat. Nemendamappa: Mikilvægt er að nemendur safni verkefnum í nemendamöppuna. Í möppunni eru millispjöld, eitt fyrir hvern hluta námsefnisins. Á þeim eru ýmsar upplýsingar og fróðleiksmolar til nemenda. Tilvalið er að nýta möppuna til þess að safna saman öllum verkefnum sem tengjast námsog starfsfræðslunni, hvort sem þau tilheyra þessu námsefni eða öðru eins og áður hefur komið fram. Möppuna má nota alveg frá því náms- og starfsfræðsla hefst, jafnvel þótt annað efni sé kennt inn á milli, og þar til henni er lokið. Með þessu móti ættu nemendur að eiga gott yfirlit yfir námsferlið og ýmsar gagnlegar upplýsingar sem þeir gætu stuðst við þegar að sjálfu náms- og starfsvalinu kemur. Nemendamappan nýtist vel við námsmat. Mælt er með því að nemendur fái tækifæri til að fara í gegnum innihald möppunnar með námsog starfsráðgjafa, kennara og forráðamönnum áður en ákvörðun er tekin um áframhaldandi nám eða starf. Samstarf kennara, námsráðgjafa og forráðamanna Langflestir forráðamenn koma með einhverjum hætti að náms- og starfsvali barna sinna. Því er sjálfsagt að virkja þá í tengslum við náms- og starfsfræðsluna og kynna fyrir þeim námsefnið sem lagt er fyrir. Gert er ráð fyrir að flest verkefnin séu unnin í skólanum en mörg þeirra eru þó vel til þess fallin að taka með sér heim og leysa með aðstoð eða þátttöku forráðamanna. Einnig er kjörið að senda bréf til foreldra þegar kennslan hefst þar sem námsefni er kynnt og hvetja þá til þess að ræða efnið við börn sín (sjá sýnishorn í fylgiskjali). Stefnan sett! Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun 2011 9961 5

Misjafnt er eftir skólum hver sinnir náms- og starfsfræðslu. Nauðsynlegt er að kennarinn sem sér um það eigi gott samstarf við náms- og starfsráðgjafa um fræðsluna. Náms- og starfsráðgjafinn getur komið að kennslunni með margvíslegum hætti þótt hann kenni ekki beint, t.d. með fyrirlögn áhugakannana, ráðgjöf til kennara, viðtölum við nemendur og foreldra o.fl. Heimildir Auður Pálsdóttir (2005). Auraráð. Vinnuhefti um fjármál. Reykjavík: Armstrong, Thomas (2005.) Klárari en þú heldur (Erla Kristjánsdóttir þýddi). Reykjavík: Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson (2001). Kynlega klippt og skorið. Reykjavík: Bender, Gomes, Keen, Lemineur, Oliveira, Ondrácková, Surian og Suslova (2009). Kompás Handbók um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk (Helga Jónsdóttir og Þórgunnur Skúladóttir þýddu). Reykjavík: Berglind Helga Sigurþórsdóttir og Helga Helgadóttir (2004). Margt er um að velja, vefefni. Sótt af http:// vefir.nams.is/margt_er_um_ad_velja/index.htm. Brauer, Leonore o.fl. (2002). Leið þín um lífið. Siðfræði fyrir ungt fólk (Stefán Jónsson þýddi). Reykjavík: Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson (2004). Lífsleikni. Sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd. Handbók fyrir kennara og foreldra. Reykjavík: Námsgagnastofnun (2001). Að ná tökum á tilverunni. Breytingar. Reykjavík: Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (1993). Könnun á atvinnulífinu. Vinnubók í starfsfræðslu (2. Útgáfa). Reykjavík: Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (1993). Að átta sig á skólakerfinu. Vinnubók í starfsfræðslu. Reykjavík: Guðbjörg Vilhjálmsdóttir (1994). Fyrirætlanir mínar. Vinnubók í starfsfræðslu. Reykjavík: Hafsteinn Karlsson og Stefanía Traustadóttir (2000). Jafnréttishandbókin. Reykjavík: Hanna Kristín Stefánsdóttir (2006). Vinnuvernd. Fræðsla fyrir ungt fólk. Sótt af http://vefir.nams.is/ vinnuvernd/vinnuvernd.pdf. Íris Arnardóttir (2010). Huxarinn. Kennslubók í jafnréttisfræðslu. Akureyri: Tindur. Jón Birgir Guðmundsson (1999). Frá umsókn til atvinnu. Reykjavík: Ráðgarður. Oddi hf. Menntaáætlun Evrópusambandsins. (e.d.). Europass ferilskrá. Sótt 15. maí 2011 af http://europass.is/page/ Ferilskra. Menntamálaráðuneytið (2010). Kynungabók. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Plant, Peter (1999). Dit Livs Direktør. Uddannelses-, erhvervs- og arbejdsmarkedsorientering. København: Alinea A/S. Sigrún Ágústsdóttir (2010). Náðu tökum á náminu. Námstækni. Reykjavík: Vinnumálastofnun. (e.d.). Umsóknarferli. Sótt 15. maí 2011 af http://www.vinnumalastofnun.is/ atvinnuleitandi/radgjof-og-leidbeiningar/umsoknarferli/. Stefnan sett! Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun 2011 9961 6

Bréf til forráðamanna Kæri forráðamaður. Um þessar mundir erum við að hefja kennslu efnisins Stefnan sett! Markmið námsefnisins er að kynna fyrir nemendum þá náms- og starfsmöguleika sem þeim standa til boða og að efla færni þeirra til ákvarðanatöku sem byggist á sjálfsþekkingu og sjálfstæði. Framboð menntunar í íslensku skólakerfi hefur vaxið mikið undanfarin ár. Vinnumarkaðurinn tekur einnig stöðugum breytingum, til verður ný þekking og ný störf. Þetta kallar á þörf ungmenna fyrir trausta aðstoð og stuðning við námsval bæði í skólanum og heima fyrir. Með þessu bréfi viljum við hvetja ykkur til þess að taka virkan þátt í náms- og starfsfræðslu barna ykkar með því að ræða við þau um áhuga þeirra, hæfileika og framtíðarsýn. Nemendur munu eflaust þurfa á aðstoð ykkar að halda við úrlausn einhverra verkefna og þá gefst kjörið tækifæri til slíkra umræðna. Nemendur safna verkefnum sínum í möppu. Þegar kennslu efnisins lýkur ætti hún að hafa að geyma góðar upplýsingar um hugmyndir nemenda um framhaldsnám. Þegar kemur að því að velja framhaldsskóla gæti reynst gagnlegt að fara yfir innihald möppunnar með náms- og starfsráðgjafa áður en ákvörðun er tekin. Með von um gott samstarf Stefnan sett! Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun 2011 9961 7