Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT"

Transkript

1 EFNISYFIRLIT 1. ÍSLENSKA HAUSTÖNN VORÖNN BÓKASAFN FJÖLÞJÓÐADEILD STÆRÐFRÆÐI ENSKA DANSKA EÐLIS- OG EFNAFRÆÐI LÍFFRÆÐI SAMFÉLAGSFRÆÐI ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI ÚR SVEIT Í BORG LÍFSLEIKNI ÍÞRÓTTIR SUND VALGREINAR NEMENDARÁÐ FATASAUMUR LEIR OG GLER LEIKLIST STÆRÐFRÆÐI GRUNNUR HEIMILISFRÆÐI ÍSLENSKA GRUNNUR TÖLVUFRÆÐI MYNDLIST ÉG ER ÞAÐ SEM ÉG VEL LEGO TÁKN MEÐ TALI (NJARÐVÍKURSKÓLI) TÖLVUGRAFÍK (HOLTASKÓLI) TÓNLISTARSKÓLINN ÍÞRÓTTAGREINAR STUTTMYNDAGERÐ ÞOLFIMI

2 Kennsluáætlun 10. bekkja Umsjónarkennarar Alma Vestmann, Hildur Ellertsdóttir og Jóhann Kr. Steinarsson 1. Íslenska Kennarar Alma Vestmann, Hildur Ellertsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir Tímafjöldi: 6 tímar á viku sem skiptast yfirleitt á milli greina á eftirfarandi hátt: 2 tímar í bókmenntir, 2 í málrækt, 1 í stafsetningu og 1 í ritun og ljóð. Gert er ráð fyrir að nemendur skili heimavinnu enda er hún metin til einkunnar (sjá námsmat). Við kennslu er stuðst við þrepamarkmið Aðalnámskrár í íslensku Haustönn Námsefni: Finnur II, Málfinnur og Skriffinnur eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Gísla saga Súrssonar ásamt glósum og verkefnum. Smásögur lesnar í desember: Sporinn í mjöllinni eftir Halldór Stefánsson Jesús kennir fólkinu að halda stiganum hreinum eftir Guðberg Bergsson Mályrkja III í samantekt Höskuldar Þráinssonar og Silju Aðalsteinsdóttur Verkefni tengd Mályrkju III Ljóðspeglar Verkefni frá kennara, hlustunarefni og myndbandsspólur Bókmenntir: Gísla saga. Nemendur eiga að kunna söguna efnislega og geta túlkað helstu atvik. Ljóð: Mályrkja III og Ljóðspeglar. Nemendur kynnast bókmenntastefnunum, rómantík, raunsæi og nýrómantík, lesa ljóð tengdum þeim og kynnast helstu bókmenntahugtökum. Málfræði: Finnur II og Málfinnur Stafsetning: Unnið með allar reglur. Finnur II og Skriffinnur og verkefni frá kennara. Ritun/ljóð: Farið er í uppbyggingu ólíkra texta og einu sinni í viku skrifa nemendur í mínútur í upphafi tíma en að auki skrifa þeir verkefni samkvæmt reglum um ritun og frágang. Unnið verður með bókmenntastefnurnar, rómantik, raunsæi og nýrómantík í tengslum við Mályrkju III og Ljóðspegla. Lögð er áhersla á: Forsíðu Inngang, meginmál og samantekt. Skiftingu í efnisgreinar og greinaskil. Efnistök, málfar, stafsetningu og frágang (birtingu) Námsmat Kennari mun meta frammistöðu á eftirfarandi hátt: Gísla sögu könnun 45% Málfræði könnun 35% Stafsetning 10% Bókmenntir og ljóð 10% Yfirlit um ástundun sent heim um miðja haustönn. 2

3 Aðgerðaráætlun að hausti í lestri Markmið: Auka - yndislestur, - lesfimi, - lestur á fjölbreyttu efni, - lesskilning, - orðaforða Frjáls lestur: Sjötta október til 28. nóvember lesa nemendur í 15 mínútur á skólatíma, hvern dag, aðra hverja viku. Námsmat: Lesskilningspróf er lagt fyrir við upphaf lotunnar og í lokin. Auk þess skila nemendur yfirliti um lestur sinn þennan tíma. Upplýsingaöflun: Annan desember fá nemendur 100 spurningar úr ýmsum áttum og svörum við þeim þarf að skila í síðasta lagi 12. desember. Þáttur heimila: Við væntum þess að foreldrar/forráðamenn vinni með kennurum að því að - efla áhuga og auka tækifæri til lestrar, - stuðla að auknu aðgengi að lesefni, - lesa með og jafnvel fyrir börn sín, - ræða um það sem lesið er og skapi jákvætt viðhorf til lestrar. Heimavinna: Í október velja nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum eina bók sem þeir lesa saman og skila umsögn um. Ákvörðun um framvindu verður tekin í nóvember þegar sýnt er hvernig til hefur tekist. Vorönn Námsefni: Finnur III, Málfinnur og Skriffinnur eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, Mályrkja III í samantekt Höskuldar Þráinssonar og Silju Aðalsteinsdóttur Verkefni tengd Mályrkju III Ljóðspeglar Hugtakarolla, samantekt Ragnars Inga Aðalsteinssonar Verkefni frá kennara Hlustunarefni, myndbandsspólur og samræmd próf fyrri ára. Bókmenntir: Englar alheimsins sem nemendur eiga að kunna efnislega og geta túlkað helstu atvik. Bókmennta- og stílhugtök tekin jöfnum höndum með texta, samhliða hugtökum í Ljóðspeglum, Mályrkju III og Englunum. Mályrkja III - Ekki kaflinn "Málfræði og málnotkun" Verkefni frá kennara: Ólesinn texti ásamt lesskilningsverkefnum og verkefni um bókmenntastefnur og höfunda. Nemendur vinna saman tveir og tveir við að kynna íslenska höfunda. 3

4 Málfræði: Finnur III og Málfinnur Stafsetning: Unnið með allar reglur. Finnur III, Skriffinnur, verkefni frá kennara og samræmd próf fyrri ára. Ritun: Unnið með uppsetningu og frágang. Nemendur skila einni bókmenntaritgerð og smærri ritunarverkefnum. Í upphafi ritunartíma skrifa nemendur í 15 mínútur. Lögð er áhersla á: Inngang, meginmál og samantekt. Skiftingu í efnisgreinar og greinaskil. Efnistök, málfar, stafsetningu og frágang (birtingu) Einu sinni í viku skrifa nemendur í 15 mínútur í upphafi tíma. Ein íslensk skáldsaga lesin, bókrýni skilað Verkefni frá kennara (bókmenntir, ólesnir textar, málfræði o.fl.) Hlustunarefni, myndbandsspólur og samræmd próf fyrri ára Ljóðspeglar valin ljóð vetrarins Bls. 144 Hergilseyjarbóndinn, lesið eftir 26. kafla í Gísla sögu. Bls. 17 frelsi II bls. 85 Festingin Bls. 77 Haust bls. 86 Úr tímanum og vatninu Bls. 79 Borgarnóttin bls. 90 Lækjarspjall Bls. 82 Dagarnir bls. 137 Dans stöðumælanna Nemendur velja ljóð til að flytja í tíma og dægurlagatexta sem þeir geta flutt sjálfir og spilað af geisladiski. Þrjú ljóð tekin saman, Ég bið að heilsa, bls. 102 í Ljóðsporum, Nú andar suðrið, bls. 130 í Ljóðspeglum og Vorboðinn, í safni kennara. Aðgerðaráætlun að vori í lestri Markmið: Auka - yndislestur, - lesfimi, - lestur á fjölbreyttu efni, - lesskilning, - orðaforða Frjáls lestur: Annan febrúar til 27. mars lesa nemendur í 15 mínútur á skólatíma, hvern dag, aðra hverja viku. Námsmat: Lesskilningspróf er lagt fyrir í lok lotu. Auk þess skila nemendur yfirliti um lestur sinn þennan tíma. Niðurstöðurnar verða bornar saman við niðursöður frá því í október og nóvember. Upplýsingaöflun: Fimmtánda apríl fá nemendur 100 spurningar úr ýmsum áttum og svörum við þeim þarf að skila í síðasta lagi 30. apríl. 4

5 Þáttur heimila: Við væntum þess að foreldrar/forráðamenn vinni með kennurum að því að - efla áhuga og auka tækifæri til lestrar, - stuðla að auknu aðgengi að lesefni, - lesa með og jafnvel fyrir börn sín, - ræða um það sem lesið er og skapi jákvætt viðhorf til lestrar. Heimavinna: Á vorönn velja nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum eina bók sem þeir lesa saman og skila umsögn um, gangi nóvemberverkefnið vel. Námsmat: Samræmd próf eru áætluð í maí og skólaeinkunn byggist á vinnu beggja anna. Könnunum verður lokið fyrir maíbyrjun. Málfræði 35% Ólesinn texti og ljóð 35% Stafsetning 15% Ritun 15% Meðaltal annaeinkunna gildir sem skólaeinkunn á móti samræmdu einkunninni þegar raðað er inn í framhaldsskólana. 1.4 Bókasafn Lilja Kristrún Steinarsdóttir Tímafjöldi: Útlánstímar Markmiðið er að nemendur - geti fundið afþreyingarefni við sitt hæfi á bókasafni - afli sér heimilda á bókasafni eða á tölvutæku formi til frekari úrvinnslu (Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska 1999, bls ) Efnistök og áhersluþættir - frjálst val á sögubókum - val á ljóðum og sögum í tengslum við upplestrarkeppnina 1.5 Fjölþjóðadeild Kennarar: Svana A. Daðadóttir og Stefanía María Júlíusdóttir Íslenska sem annað mál: Markmiðið er að nemandi: - geti gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær - þjálfist í að taka þátt í samræðum um tiltekin málefni og komast að niðurstöðu - geti endursagt og/eða lesið upphátt sögur og ljóð með viðeigandi látbragði, tónfalli og áherslum - geti flutt bundið mál þannig að rím, stuðlar og hrynjandi njóti sín - öðlist sjálfsöryggi í framsögn og framkomu með margvíslegum verkefnum - tileinki sér skýran og áheyrilegan framburð og viðeigandi talhraða - þjálfist í að svara í síma á viðeigandi hátt og geti lesið skilaboð inn á símsvara - þjálfist í samræðum í litlum hópum um tiltekin málefni - geti sagt frá hvernig hann komst að tiltekinni niðurstöðu og rökstutt hana - geri sér grein fyrir mikilvægi raddverndar, slökunar, réttrar öndunar og líkamsbeitingar við framsögn - geti tjáð sig frjálslega frammi fyrir skólafélögum sínum, t.d. á fundum eða samkomum - geti sagt skipulega frá eigin reynslu og upplifun, t.d. eftir leiksýningar, kvikmyndir eða lestur bóka 5

6 2. Stærðfræði Kennari: Jóhann Kr. Steinarsson, Ingólfur H. Matthíasson, Kristinn H. Guðbrandsson Tímafjöldi: 6 kennslustundir á viku 6 Kennsluáætlun 10. bekkjar Markmiðið er að nemendur - temji sér markviss vinnubrögð og skýra framsetningu lausna og geri sér grein fyrir að leiðin að lausn er oft mikilvægari en lausnin sjálf - fái tækifæri til að beita ímyndunarafli sínu og frumkvæði við lausn viðfangsefna og geri sér grein fyrir hve vel stærðfræðin er fallin til að lýsa fyrirbærum í umhverfinu - læri líkindareikning, líkindatré, fernigstölur, ferningsrætur, gröf, hlutföll, myndrit, meðaltal, miðgildi, einslögun, mælikvarða, hornasummu, ummál og flatarmál hrings, tugveldi, staðalform, reglu Pýþagórasar, rúmmál og yfirborðsflatarmál strendinga, sívalninga, pýramída, keilu og kúlu - læri almenna stærðfræði, vaxtareikning, prósentureikning, negatífar tölur, námundun, brot, mælieiningar, tímaútreikning og fleira - læri algebru: jöfur, stæður, veldi, þáttun, margliður, ferningsreglu, samokaregluna, jöfnuhneppi og fleira Efnistök og áhersluþættir Lögð er rík áhersla á að nemendur sýni þær aðferðir sem þeir nota og vandi allan frágang. Kennari útskýrir ný atriði við töflu með virkri þátttöku nemenda og hvetur þá til að finna sjálfir aðferðir og reglur. Nemendur vinna verkefni í tímum einir eða í hóp og heimavinna er sett fyrir. Reglulega fást nemndur við þrautir þar sem aðferðum þrautalausnar er beitt. Nemendur vinna verkefni í tölvum, leysa sjálfspróf heima og skila. Mikilvægt er að nemendur temji sér markviss vinnubrögð og skýra framsetningu lausna. Náms- og kennslugögn Almenn stærðfræði III, dægurdæmi, 8-tíu ( 5 og 6 ), stjörnubækur, þrautir og kennsluforrit. Nemendur þurfa að hafa rúðustrikaða bók A-4, vasareikni, reglustiku, gráðuboga og skriffæri. Námsmat Árinu er skipt í tvær annir sem lýkur með prófi. Auk þess er námsleg staða nemandans könnuð í lok hvers kafla, með sjálfsprófum og verkefnablöðum. Kaflapróf gilda 30%, annapróf 60%,10% ástundun og heimavinna. 3. Enska Kennari Hildur Ellertsdóttir Tímafjöldi: 4 kennslustundir á viku Markmiðið er að nemandi - geti skilið fyrirhafnarlítið þegar talað er um málefni sem hann þekkir - geti skilið meginþráð í fréttaefni - geti skilið ensku eins og hún er töluð á helstu málsvæðum enskrar tungu - geti lesið og skilið aðgengileg bókmenntaverk - geti skilið megininntak í völdu blaðaefni og tímaritsefni - geti nýtt sér orðabækur - geti notað ensku til samskipta í kennslustofunni, m.a. komist að sameiginlegri niðurstöðu, látið í ljós aðdáun/vanþóknun, látið í ljós skoðanir (verið sammála/ósammála) - geti beitt eftirtöldum málfræðiatriðum, tíðum sagna, nafnorðum, lýsingarorðum, greini, atviksorðum, forsetningum, fornöfnum, skilyrðissetningum, þolmynd - geti skrifað samfellda, viðeigandi og skipulega texta, þ.e. ritgerðir, skýrslur, gagnrýni, röksemdafærslur, fyllt út eyðublöð um gistingu og ferðalög

7 - geti tjáð sig um óskir sínar, þarfir, tilfinningar og skoðanir - kunni að beita helstu reglum um greinarmerkjasetningu Efnistök og áhersluþættir - gefa ráð, koma með tillögur og lýsa reynslu og fólki - gera samanburð, lýsa áliti, bera saman rök - lýsa möguleikum, efa, spá í framhald, gefa munnlegar og skriflegar leiðbeiningar - lýsa reynslu og væntingum, ótta, fortíð, skyldu og bera saman nútíð og fortíð - biðja um og gefa ráð, gefa meðmæli, setja reglur og bönn - bera saman aðstæður í mismunandi löndum, lýsa náttúrulegum og manngerðum harmleikjum - tala um líklegar og ákveðnar áætlanir - ræða sorp, mengun og endurvinnslu - vinna með blaðagreinar, bókmenntir, söngtexta og ýmsa ólíka texta - skoða eldri samræmd próf Kennslugögn: Matrix (Intermediate) + Workbook Kathy Gude English T n T Námsgagnastofnun Move on Námsgagnastofnun Frjálslestrarbækur á Skólabókasafni Annað efni (hlustunarefni, myndbönd, blaðagreinar, tónlist og fl.) Veraldarvefurinn Stílar Heimavinna Unnin er einhver heimavinna fyrir flesta tíma Námsmat í janúar: Próf, kaflapróf, kjörbók, ritun, og önnur verkefni, ástundun og hegðun Námsmat á vorönn: Kaflapróf, kjörbók og önnur verkefni, ástundun og hegðun 4. Danska Kennari Sigríður Jóhannesdóttir Tímafjöldi: 4 kennslustundir á viku Markmiðið er að nemendur - geti skilið nokkurn veginn venjuleg fyrirmæli og leiðbeiningar í daglegu lífi - geti skilið aðalatriði í töluðu máli þegar fjallað er um málefni úr daglegu lífi hans - geti áttað sig á megininntaki texta sem tengjast málaflokkum sem unnið er með - geti skilið megininntak lengri texta, t.d. blaðagreina, smásagna eða skáldsagna og haldið þræði án þess að skilja hvert einasta orð - hafi lesið minnst 1-2 hraðlestrarbækur - geti beðið um leyfi eða aðstoð, boðið fram aðstoð sína, leyft eitthvað eða hafnað einhverju - geti mælt sér mót við einhvern og samið um stað og stund og hafi vald á nokkrum hikorðum - geti hafið og endað samtal-geti skrifað lengri samfelldan texta um efni, sem tengjast daglegu lífi, (u.þ.b orð) með nokkuð réttri stafsetningu. Efnistök og áhersluþættir 7

8 - vekja jákvætt hugarfar til máls og menningar í Danmörku - auka þá þekkingu sem nemendur hafa á dönsku og gera þá færa um að nýta sér hana á sjálfstæðan hátt - með virkri hlustun fá nemendur tækifæri til að upplifa dönsku sem lifandi tungumál - nota dönsku til samskipta í stofunni í dönskutímum - mismunandi lestextar, sumir miðast við fullnaðarskilning, aðrir að þau nái heildarinntaki og loks að leita að ákveðnum upplýsingum - samsetning og skyldleiki orða og margvísleg merking - sagnir (tíðbeyging), lýsingarorð (stigbreyting), eintala og fleirtala, ákveðinnn og óákveðinn greinir - skilað er ritun um kjörbækur eða ákveðin þemu sem hluta af einkunn á hverri önn - nota orðabækur og leita upplýsinga t.d. hjá fjölskyldu, á netinu og í alfræðibókum Námsefni Superdansk (lesbók og verkefnahefti) Hvad siger du? C (hlustunarefni og vinnuhefti) Klart og Godt (smásögur) Dansk opgavebog 1. hefti (ljósrit) Tæt pa grammatikken (ljósrit) Kjörbók/Ritgerð Klart og godt, Skal vi danse,e-r ný bók og þau ritgerðarefni sem bjóðast Kvikmyndir ca. 1 á önn, t.d. Mifunes sidste dans, Tro hab og kærlighed Kærlighed ved forste hik Mord í Mödregruppen Den eneste ene Danmark er dejlig (myndband og verkefni) Og det er Danmark (myndband og verkefni) -Tag fat (ljósrituð verkefni) -smásögur, skrýtlur, frjálslestrarbækur, unglingatímarit, vikublöð og dagblöð -ýmislegt efni af netinu, t.d.blaðagreinar og annað sem höfðar til þeirra Námsmat Próf í lok hvorrar annar. Próf 80% Kjörbók/Ritgerð 10% Ástundun og hegðun 10% 5. Eðlis- og efnafræði Kennari Ingólfur Matthíasson Tímafjöldi: 1 1/2 kennslustundir á viku Markmiðið er að nemendur - þekki gerð frumeinda og sameinda - geti með teikningum gert sér grein fyrir hvernig frumefni tengjast og mynda sameindir - þjálfist í að skrifa einfaldar efnajöfnur - þekki innri gerð frumeinda (atóma) - þekki efnasamsetningu lofthjúpsins og hugtökin ósonlag og gróðurhúsaáhrif - geti útskýrt samband sameindahreyfinga og hita - geti notað viðeigandi mælieiningar um orku, varma og hita og átti sig á hitastigi sem fylgir mismunandi fyrirbærum - þekki til rafmagns, upphaf þess, straum, spennu, viðnám og mælingar þar um - átti sig á því hvernig hljóð verður til, bylgjur, tíðni og styrkur - þekki til ljóssins uppruna þess og eiginleika 8

9 kennsluhættir Nemendur þurfa að vinna heima, lesa og eða svara spurningum og verkefnum. Tilraunir og verkefni sem unnin eru í skóla fara fram í hópum. Skýrslugerð er unnin annað hvort sem hóp- eða einstaklingsskýrslur. Nemendur rita glósur úr efninu í tímum sem þeir notast við í hluta prófanna. Kennsluáætlun 10. bekkjar Náms- og kennslugögn Orka úr bókaflokknum Almenn náttúruvísindi. Ítarefni: kennsluleiðbeiningar, verkefnamöppur, tímaritið Lifandi vísindi, Vísindavefurinn, Alfræði unga fólksins, Íslenska alfræðibókin og myndbönd. Námsmat Námsmat fer fram í lok hvorrar annar þ.e. vetrar- og vorönn Í fjórðungi prófsins mega nemendur nota sínar gósur. Námsmatið samanstendur af: vinnu heima, í tímum, verkefnum og skriflegu prófi. Próf 40% Símat 30% Verkefnavinna 20% Ástundun 10% 6. Líffræði Kennari: Freydís Kneif Kolbeinsdóttir Tímafjöldi: 1,5 kennslustund á viku Markmið að nemendur: - geti lýst hlutverki erfðaefnis DNA, gena og litninga - geti beitt hugtökunum ríkjandi og víkjandi gen, arfhreinn og arfblendinn. - þekki hugmyndir Mendels. - geti lýst fjölbreytni í erfðum - skilji hvað stjórnar kynferði einstaklingsins - geti útskýrt erfðir blóðflokka manna og kynbundnar erfðir t.d. litblindu - skilji hugtökin klónun, genasplæsingar, kynbætur og genakort. - geti rætt um notagildi genakorts mannsins, hugmyndir um erfðalækningar út frá siðfræðilegu sjónarhorni. - kynnist hugtakinu náttúruval og geti lýst því hvaða þættir hafa áhrif á náttúruval. - geti skýrt kenningar um þróun lífs á jörðinni og stuðst við líffræðileg rök og steingervinga. - geri sér grein fyrir stöðu sólkerfis okkar í vetrarbrautinni og þekki einkenni sólkerfis okkar. - skilji gang tungls um jörðu og jörðu um sólu, skilji hugtökin tunglmyrkvi, sólmyrkvi og viti hvaða áhrif tunglið hefur á jörðina. - þekki reikistjörnur eftir sporbaug og geti lýst fæðingu þróun og endalokum stjarna einnig þekki loftsteina, halastjörnur og stjörnuhröp. - skilji hvernig alheimurinn varð til samkvæmt stórahvellskenningunni. - hafi skilning á innri og ytri öflun sem mynda og móta jörðina. Aðalnámskrá grunnskóla 1999, náttúrufræði bls. 72 og Námsgögn: 9

10 Kenndar eru bækurnar Erfðir og þróun og Sól, tungl og stjörnur úr bókaflokknum Almenn náttúruvísndi. Einnig verða sýnd myndbönd og skyggnur efninu til stuðnings. Valdir kaflar úr Sól, tungl og stjörnur verða teknir. Tímarnir verða þannig uppbyggðir að fyrst er innlögn þar sem rætt er um efni hvers tíma og svo eru unnin verkefni til nánari glöggvunar á efninu. Spurningar eru úr hverjum undirkafla og aukaverkefni verða einnig lögð fyrir. Svo og skilningsverkefni og verkleg vinna til að dýpka skilning nemenda enn frekar.. Kennslulýsing: Námsönninni er skipt upp í tvær lotur. Í fyrstu lotu verður bókin Erfðir og þróun tekin fyrir. Valdir kaflar úr Sól, tungl og stjörnur eru teknir fyrir í annari lotu. Námsmat: námsmat í janúar og maí kaflapróf 15% (samtals 60%) verkefnabók/mappa 30% Ástundun og hegðun 10% Bókalisti: Erfðir og þróun, nemendabók. Erfðir og þróun, kennarabók.. Erfðir og þróun, verkefnamappa. Sól, tungl og stjörnur nemendabók, kennarabók og verkefnamappa. Myndbönd: Þróunarlíffræði, Coronet 15 mín. Erfðafræði, Coronet 16 mín. Sameindalíffræði, Coronet 15 mín. Erfðir og arfgengi, myndbandaflokkurinn Vísindi í brennidepli. Risaeðlur Maðurinn úr ríki náttúrunnar 30. mín Lífið náttúruan í nýju ljósi Lífið í fortíðinni- náttúran í nýju ljósi Apar- náttúran í nýju ljósi Pláneturnar Myndbandaflokkurinn Sólkerfið 5 spólur innri reikistjörnur jörðið sólin tunglið ytri reikistjörnur Myndbandið reka sundur meginlönd (ný myndbönd) Myndband um landrek (nýtt til á bæjarbókasafni) Jurassic Park Spáð í jörðina 7. Samfélagsfræði Kennari Freydís Kneif Kolbeinsdóttir 10

11 Tímaafjöldi 2 x 40 mín. Markmið samfélagsfræðarinnar er að saman fléttist þekking, færni og tilfinning barnsins svo það öðlist vitund um samfélagið, umhverfið og söguna. Samfélagsvitund felst í því að barnið lætur sér annt um samferðafólk sitt, gerir sér grein fyrir samskiptareglum og getur hugleitt og rætt grundvöll þeirra. Umhverfisvitund felst í umhyggju fyrir umhverfi sínu og hæfileika til að greina samhengi mannlegra athafna og náttúru. Söguvitund merkir tilfinningu fyrir liðnum tíma, nútíð og framtíð og vitund um að fyrirbæri mannlífsins eru breytingum undirorpin. 7.1 Þjóðfélagsfræði Markmiðið er að nemandi: - hugleiði hvernig hann er í augum sjálfs síns og annara. - hugleiði hvernig sjálfsmynd hans verður til. - velti fyrir sér kostum og göllum þess að vera eins og hinir. - kanni hvað honum leyfist og leyfist ekki samkvæmt lögum og reglum. - kynnist og hugleiði stjórnkerfi samfélagsins með því að athuga hverjir hafa mest að segja um ákveðin valin málefni. - hugleiði kosti og galla þess að búa á Íslandi. - geri sér grein fyrir hvaða þjóðum íslendingar eiga mest sameiginlegt með. - fjalli um það sem er helst í umræðunni í þjóðfélaginu. 11 ( Aðalnámskrá grunnskóla, samfélagsgreinar) 7.2 Úr sveit í borg Markmiðið er að nemandi: - skoði byrjun aldarinnar sem skeið þar sem ýmsir möguleikar voru hugsanlega fyrir hendi - kynni sér gang seinni heimstyrjaldar með því að velja sér sjónarhorn og efni - þekki atburðarrás stríðsáranna í stórum dráttum - kanni sögu tækninýjunga síðustu hundrað ár sem hafa opnað nýjar leiðir til tjáningar og boðskipta - leiti svara við spurningunni um hvort unglingar hafi orðið afmarkaður þjóðfélagshópur eftir stríð - sjái hvernig ýmis veigamikil málefni hafi verið bundin stjórnmálaflokkum en önnur ekki. (Aðalnámskrá grunnskóla, 1999, samfélagsgreinar bls ) Kennslugögn Þjóðfélagsfræði eftir Garðar Gíslason. Úr sveit í borg, þættir úr sögu 20. aldar eftir Guðmund J.Guðmundsson Jón Sigurðsson og hugmyndir 19.aldar- saga fyrir unglingastig grunnskóla Veraldarvefurinn Fjölmiðlar Kortavinna Upprifjun fyrir samræmd próf Námsmat Námsmat í janúar og maí. Annapróf - 60 % Heimavinna og Verkefni unnin í tímum - 30 % Ástundun og hegðun - 10% 8. Lífsleikni Kennarar: Alma Vestmann, Hildur Ellertsdóttir og Jóhann Kr. Steinarsson

12 Tímafjöldi: Ein kennslutund á viku. Áfangamarkmið 1 - Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll Nemandi á að - vera meðvitaður um margvísleg reglukerfi, í samskiptum einstaklinga og umhverfi. - vera fær um að hafa jafnrétti að leiðarljósi. - geta tjáð hugsanir sínar, rökrætt, sett fram skoðanir sínar, tilfinningar og væntingar. - virða skoðanir annarra þó að þær séu gagnstæðar hans eigin. - vera fær um að setja sér markmið og finna leiðir til að ná þeim. - geta beitt ólíkum aðferðum í námi. Áfangamarkmið 2 - Samfélag, umhverfi, náttúra og menning Nemandi á að - hafa fengið upplýsingar um ólíkar námsleiðir, störf og atvinnutækifæri. - vera ábyrgur í hegðun sinni í umferðinni bæði gagnvart sjálfum sér og samborgurunum. - geta aflað sér nauðsynlegra upplýsinga í daglegu lífi. Starfsleiknimarkmið: Nemandi - kynnist starfsemi ólíkra fyrirtækja og fari í heimsókn til eins fyrirtækis, að eigin vali. - kynnist alvarleika þess að vera ábyrgur bílstjóri. - þekki mismunandi fjárfestingar- og sparnaðarleiðir. - noti ýmsar aðferðir við að afla tekna til að fjármagna vorferð. Samþætting við aðrar námsgreinar: Nemendur - afla sér upplýsinga um margvísleg störf og námsleiðir hjá námsráðgjafa og í tölvufræði. - skiptast á skoðunum um ýmis málefni í íslensku og lífsleikni. - kynnast hættum samfara neyslu ávana og fíkniefna og misnotkun á lyfjum, sem notuð eru til lækninga, í líffræði. - reikna m.a. kostnað afborgana, afslátt og álagningu í stærðfræði. Verkefni: Unnið er með náms- og starfsval, sjálfsmat nemanda á námstilhögun og úrræði, samskipti milli nemenda og námstækni. Áætlað er að nemendur taki þátt í Raunveruleiknum, sýndarveruleik Landsbankans. Ferðir: Nemendur fara í starfskynningu í fyrirtæki sem þeir hafa áhuga á að skoða. Starfskynningin stendur yfir í tvo daga að vori, að loknum samræmdum prófum. Gestir: Námsráðgjafi Myllubakkaskóla og námsráðgjafi FS kynnir nemendum og foreldrum ólíkar leiðir í framhaldsnámi, námsframboð skóla og inntökuskilyrðiinn á ólíkar nánsbrautir. Ætlunin er að foreldrar geti verið börnum sínum innan handar þegar þau skrá sig í samræmd próf og velja sér framhaldsnám að loknum grunnskóla. Einstaklingur frá Hitaveitu Suðurnesja kynnir vélstjórn og starfsemi Hitaveitunnar. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS, fjallar um ábyrgð þá sem fylgir því að fá bílpróf. Fulltrúi frá lögreglunni ræðir þá ábyrgð sem fylgir því að verða sjálfráða. Fulltrúi frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur segir frá hagkvæmni þess að vera í stéttarfélagi og hvaða afleiðingar það getur haft að vinna,,svarta vinnu. 12

13 Atvinnurekandi ræðir þá kosti sem yfirmaður vill sjá hjá góðum starfsmanni. Fulltrúi af fjármálamarkaði leiðbeinir varðandi fjárfestingar- og sparnaðarleiðir. Heimanám: Ekki er gert ráð fyrir heimavinnu nema í undantekningar tilvikum. Námsmat: Ekkert eiginlegt námsmat er í greininni. 9. Íþróttir Kennarar Jóhann Kr. Steinarsson, Guðjón Árni Antoníusson Kennsluáætlun 10. bekkjar Helstu þrepamarkmið hjá 10. bekk eru: - að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi fjölbreyttrar og alhliða líkamsþjálfunar. - að þau skoði sitt eigið líkamsástand og læri að miða sína líkamsþjálfun út frá sínum eigin þörfum og áhugamálum. - að nemendur geri sér grein fyrir þeim hættum og neikvæðu afleiðingum sem geta sem fylgt þjálfun, ef ekki er rétt með farið. - að þau skilji mikilvægi og áhrif hvíldar og slökunar til að halda góðri heilsu. - að þau hafi rætt um ofþjálfun, ranga framkvæmd æfinga, matarræði, svefnvenjur og annað sem þessu tengist. - að þau hafi tekið þátt í umræðum um skaðsemi ávana- og fíkniefna - að nemendur hafi löngun, áhuga og finnist algjör nauðsyn að halda áfram líkamsrækt þegar fram líði stundir og skólagöngu líkur. En hafi þó ávallt í huga að Allt er gott í hófi. Efnistök Farið er helstu íþróttagreinar, útihlaup, þrekæfingar, mælingar gerðar, barnaleiki. Námsmat 20% útihlaup 50% mæting 20% virkni 10% píbb-próf 10. Sund Kennari Haukur Ottesen Tímafjöldi 1 kennslustund á viku Markmiðið er - að allir grunnskólanemar fái markvissa sundkennslu og verði færir um að bjarga sjálfum sér og öðrum - að nemendur skilji mikilvægi reglubundinnar sundiðkunar og geti nýtt sér sundið sem líkams- og heilsurækt þegar fram líða stundir - að sundstigin verði markmið fyrir nemendur í sundnáminu, þar sem hver nemandi fær verkefni við sitt hæfi. 10. sundstig (10. bekkur) 13

14 A. Bringusund í 20 mínútur (viðstöðulaust): Lágmarksvegalengd 600 metrar. B. 50 metra bringusund, stílsund. C. Björgun af botni laugar og 25 metra björgunarsund. D. 8 metra kafsund, stílsund. E. Timataka. Nemendur velja tvær sundaðferðir af fjórum 100 metra bringusund 50 metra skriðsund 50 metra baksund 25 metra flugsund F. Þrjú leysitök : Grip í fatnað framan frá grip um háls aftan frá grip um brjóstkassa aftan frá. Ein lífgunaraðferð 11. Valgreinar 11.1 Nemendaráð Kennari: Jóhann Kr. Steinarsson Stundir: 2 á viku Í þessari valgrein verður farið í fundarsköp. Þar koma nemendur með sínar hugmyndir varðandi félagsstörfin og koma þeim á framfæri. Nemendur hjálpast að við að skipuleggja félagsstarf vetrarins, búa til auglýsingar og jafnvel sjá um að panta inn í sjoppu. Nemendur vinna við diskótek skólans og bingó. Þegar að því kemur falla niður tímar sem eru fastir á stundaskrá. Einnig sjá nemendur um að yfirfara tæki og spil. Námsmat: Virkni og mæting Fatasaumur Kennari: Sara B. Þorsteinsdóttir Markmið að nemendur: Læri að taka upp snið Læri að leggja snið á efni Sníði og saumi flík Skreyti og bæti gamla flík Snið og efni eru valin í samráði við kennarann. Stefnt er að því að nemendur saumi á sig eina flík og skreyti aðra. Námsmat: Tekið verður tillit til þess hversu sjálfstætt nem. vinnur og nýtir sér áunna þekkingu. Og hvernig hann notar handbækur og tiltæk gögn. Vinna í tímum 30%, verkefni 30% og mæting 40% Leir og gler Kennarar: Svana A. Daðadóttir Grunnkennsla í meðhöndlun á leir, hrábrennslu, glerjun og frágangi. Glerbræðsla, skurður, útbúun og brennsla. Námsmat: Vinnubrögð og færni 50% Umgengni og frágangur 25% Hegðun og ástundun 25% Leiklist Kennari: Freydís Kneif Kolbeinsdóttir 14

15 Farið verður yfir grunnatriði í leikrænni tjáningu, Unnið m.a. með spuna og hópefli. Farið verður í heimsókn í leikhús. Nemendur kynnast ferlinu sem á sér stað við uppsetningu á leikverki allt frá fyrstu æfingu til fyrstu sýningar. Nemendur vinna með leiktexta. Námsmat: Verkefni, ástundun og hegðun metin Stærðfræði grunnur Kennarar: Jóhann Kr. Steinarsson Farið verður yfir undirstöðuatriði í stærðfræði s.s. talnareikning, brot, prósentur, jöfnur, rúmmál, stæður og tölfræði. Markmiðið er að auka skilning á grunnatriðum í stærðfræði. Námsmat: Stöðupróf 70% og virkni og hegðun 15%, mæting 15% 11.6 Heimilisfræði Kennari: Guðbjörg Rúna Vilhjálmsdóttir Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur geti unnið sjálfstætt eftir mismunandi uppskriftum, þjálfi verklega færni og geti skipulagt vinnu sína með hagsýni og næringargildi að leiðarljósi. Einnig að nemendur finni ánægju í því að elda, baka og bera fallega á borð og njóti þess að borða saman. Næringarfræðin og meðferð matvæla er ofin inn í alla umræðu. Námsmat: Frammistaða í tímum metin Íslenska grunnur Kennari: Alma Vestmann Íslenska grunnur er fyrir nemendur sem vilja styrkja undirstöðu sína í málinu. Markmiðið er að nemendur nái betri tökum á grunnþáttum íslenskunnar. Lögð verður áhersla á bókmenntahugtök, málfræði og ritun. Nemendur vinna bæði í skóla og heima. Námsmat: Verkefnaskil og ritun Tölvufræði Kennari: Ingiber Óskarsson Farið dýpra í forritin Adobe Photoshop, Microsoft Excel og Power Point - Tæki og tól í Photoshop kynnt - Einfaldar reikniaðferðir kenndar á Excel. - Uppsetning og hönnun á glærum í Powerpoint. Námsmat: ástundun, vinnubrögð og verkefni Myndlist Kennari: Sigríður Á. Guðmundsdóttir Tvær kennslustundir í viku Í valáfanganum verður unnið með alla þá þætti sem nemendur hafa unnið með í gegnum tíðina þ.e. fjarvídd, litafræði, leirmótun, grafík, teikningu, málun, listasögu, myndbyggingu og formfræði. Þó reynt að vinna viðfangsefnin á annan hátt. Mikil áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að prufa sig áfram. Auk þessa verður unnið með vír og gifs og jafnvel farið út í hönnun á nytjahlutum. Listamaður kemur heimsókn og kynnir verk sín og jafnvel verður farið í heimsókn á vinnustofur listamanna. Mikil áhersla lögð á sköpun og hugmyndavinnu. Nemendum kennd meðferð áhalda sem notuð eru í myndmenntastofunni og lögð áhersla á góða umgengi um stofuna. 15

16 Námsmat: Mat tekur tillit til framkomu í tímum, vinnulags og umgengni, færni, framfara og frumkvæðis Ég er það sem ég vel Kennari: Kristinn Guðbrandsson Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur kynnist starfi hinna ýmsu hópa, s.s. fíkniefnalögreglunnnar, unglingadeild hjálparsveitanna, Rauða krossins og fleirum. Einnig er lögð mikil áhersla á að efla ábyrgð og sjálfstraust nemenda með fræðslu og fyrirlestrum. Farið verður í næringarfræði og matreiðslu hollrar máltíðar. Neytendafræðslu og áhrif auglýsinga. Forvarnir og forvarnarstarf. Léttar viðgerðir s.s. á hjóli og að skipta um kló og fleira. Námskeiðið byggist mikið upp á utanaðkomandi fyrirlestrum ásamt fræðslu frá kennurum. Námsmat: Þátttaka í tímum 80% og verkefni 20% LEGO Kennari: Ingólfur H. Matthíasson Nemendur vinna með legó-kubba. Þeir leita fyrirmynda úr umhverfi sínu og líkja eftir með tæknilegó-efniviði. Nemendur læra að forrita vélmenni (robot). Setja saman hluti sem í eru mótorar, ljós- og snertiskynjarar. Stefnt er að því að hluti valhópsins taki þátt í Alþjóða legókeppninni First Lego league. Námsmat: Vinnubrögð, ástundun, samvinna og verkefnavinna Tákn með tali (Njarðvíkurskóli) Markmið: að nemendur læri grunnatriði í notkun tákna með tali (TMT) og kynnist uppbyggingu þess. Nemendur læri orðaforða/tákn sem tengjast fólki, nánasta umhverfi, tölum, litum, mat og drykk. Kennari sýnir nemendum hvernig hvert tákn er myndað og þjálfar nemendur í að tjá sig með táknum. Nemendur læri að spyrja einfaldra spurninga, gefa einföld fyrirmæli og þjálfist í að tjá sig með táknum sín á milli. Nemendur fara í vettvangsferðir sem tengjast námsefninu. Nemendur kynnast táknum úr fingarstafrófi heyrnarlausra. Námsmat: Verkefnamappa nemenda er metin, gildir 20% af lokaeinkunn, námsbók, Upp með hendur metin, gildir 10% af lokaeinkjunn, sex kannanir úr námsefninu lagðar fyrir nemendur og gildir hver könnun 10% af lokaeinkunn, vinnusemi og áhugi nemenda í tímum er metin og gildir sem 10% af lokaeinkunn Tölvugrafík (Holtaskóli) Markmiðið er að kynna fyrir nemendum möguleika myndvinnslu í tölvum. Kennt verður á forritið Photoshop elements. Að loknum þessum áfanga er gert ráð fyrir að nemendur geti unnið á markvissan og skapandi hátt við myndvinnslu í Photoshop. Námsmat: Frammistaða í tímum, meðferð efnis og áhalda, skylduverkefni þurfa að klárast, kurteisi, iðni, jákvæðni, áhugi og sjálfstæð vinnubrögð Valgrein allan veturinn í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Tónlistarnám: Nemendur sem stunda nám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar geta fengið nám sitt metið sem eina valgrein, þ.e. tvær kennslustundir. 16

17 11.15 Valgrein allan veturinn í Íþróttaiðkun Nemendur sem stundað hafa sömu íþróttina í a.m.k. tvö ár hjá íþróttafélagi sem hlotið hefur viðurkenningu ÍSÍ geta fengið það metið sem eina valgrein, þ.e. tvær kennslustundir Stuttmyndagerð Kennari: Ingiber Óskarsson Markmiðið er að nemendur geti gert einfalt handrit (storyboard), unnið við myndatöku og klippingar. Fjallað verður um mikilvægi hljóðs í myndum og hvernig mynd eða myndband er hljóðsett. Unnið er í hópum við gerð stuttmyndar eftir eigin handriti. Námsmat: Metið verður til einkunnar ástundun, vinnubrögð og hegðun Þolfimival Kennari Jóhann Kr. Steinarsson Markmið: - að fá aukna hreyfingu - að auka þol - að auka styrk Kennsluhættir: - þolþjálfun með úti/inni hlaupum ásamt styrktaræfingum þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd - tekin 2 þolpróf, 2 langstökkspróf án atrennu og 1 annarskonar hlaupapróf Námsmat: Mæting 70%, virkni 30% 17

Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT

Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT Kennsluáætlun 9. bekkjar 2008-2009 1. ÍSLENSKA... 2 1.1 HAUSTÖNN...2 1.2 VORÖNN...3 1.3 GÁTLISTI Í ÍSLENSKU... 5 1.4 BÓKASAFN...8 1.5 FJÖLÞJÓÐADEILD...8 2. STÆRÐFRÆÐI...9 3. SAMFÉLAGSFRÆÐI...9

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn 9. bekkur Kennsluáætlun í dönsku veturinn 2009-2010 Kennarar: Björn Sigurbjörnsson, Kristín Hafsteinsdóttir og Kim Magnús Nielsen. Kennslugögn: Glimrende les- og verkefnabók, Dejlige Danmark les-og verkefnabók

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði,

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 7. bekkur Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, heimilisfræði, lífsleikni og uppl.mennt Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði

Læs mere

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Skólanámskrá 2013 2014 8. bekkur Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR... 2 ÍSLENSKA... 4 STÆRÐFRÆÐI... 8 NÁTTÚRUVÍSINDI

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER 1 L 1 Þ 2 F 2 M 3 F 2 S Vika 32 2 M 3 L 3 Þ 4 F Frídagur Kynningarfundir fyrir Vika 41 Gagn og Gaman 3 M verslunarmanna 3 F forráðamenn 4 S 4 M 5 L 4 Þ 4 F 5 M

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni. Námsáætlun Vor 2015 8. bekkur Námsgrein: Íslenska Kennari: Guðrún Þóra Björnsdóttir Áætlun þessi er sett fram með fyrirvara um breytingar Tímabil Hæfniviðmið Efnisþættir Kennsluhættir Námsmat janúarfebrúar

Læs mere

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Einstaklings-, para og Kynning Jeg elsker Danmark hópavinna Lota 2 Skole

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir Námsefni: Tænk, lesbók og vinnubók, kvikmyndir, vefefni, Ipad forrit, söngtextar og fleira. Kenslutímar á viku: 3x 40

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Námsáætlun Haust 2015

Námsáætlun Haust 2015 Námsáætlun Haust 2015 Námsgrein: Íslenska Kennari: Anna Guðrún Jóhannesdóttir 6. janúar 6. mars Nemendur; átti sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka, fallorð, sagnorð og smáorð. geti

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Ágúst September Október Nóvember Desember október

Ágúst September Október Nóvember Desember október 05.- 09. september 03.-07. október 31. okt.-04. nóv. Íslenska 1. lota 2. lota 3. lota Stafsetning 1, nr. 7-11. Stílabókin 1. Dagbókarfærslur. Gísla saga: 5.-8. Stafsetning 2, nr. 7-9. Orðasúpa 2. Bókmenntir

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Ágúst September Sept./Október Okt./Nóv. Nóv./Des. Vinnubók október. Smart bls Vinnubók okt.

Ágúst September Sept./Október Okt./Nóv. Nóv./Des. Vinnubók október. Smart bls Vinnubók okt. Ágúst September Sept./Október Okt./Nóv. Nóv./Des. 2.- 6. 30.-4. október 28. okt.-1. nóv. 25.-29. Danska Smart bls. 24-25 Dönsk kvikmyndavika Vinnubók 48-50 12.-16. ágúst Farlige dyr: gruppearbejde Smart

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Ágúst/Sept. Sept./Okt. Október Nóvember Nóv./Des september Skali 1A október Skali 1A. tugabrot bls við núll bls.

Ágúst/Sept. Sept./Okt. Október Nóvember Nóv./Des september Skali 1A október Skali 1A. tugabrot bls við núll bls. 07.-11. 05.-09. október 02.-06. nóvember 30.-04. Stærðfræði Frumþáttun bls. 30-33 Hornamælingar Samhverfa og hliðrun Almenn brot og Tölur báðum megin bls. 80-93 bls. 116-123 tugabrot bls. 182-189 við núll

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Ág.-Sept. Sept.-Okt. Okt. Nóv. Nóv.-Des sept.

Ág.-Sept. Sept.-Okt. Okt. Nóv. Nóv.-Des sept. Gb. bls. 29-39, vb. bls. 4-5. Sagnorð: Bls. 45-49. Forliðir, þríliðir, skipting í kveður. 5. kafli. Gb. bls. 60-70, vb. bls. 12-13. Sagnorð: Bls. 60-64. Sérhljóðar sem ljóðstafir, ljóðstafurinn S. 9. kafli.,,öðruvísi

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan Efnisyfirlit Um efnið... 3 Aðalnámsskrá... 4 Námsefni lagt til grundvallar... 5 Sådan A hluti Yfirlitsblað... 7 Sådan B hluti Yfirlitsblað....

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM Fræðslufundur Félags dönskukennara föstudaginn 9. október 2015 NIC nóvember 2014 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir Danskundervisningen i Island 2 Dansk/nordiske

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskólans á Ísafirði

Ársskýrsla Grunnskólans á Ísafirði 2014-2015 Ársskýrsla Grunnskólans á Ísafirði Grunnskólinn á Ísafirði júní 2015 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR... 1 2. ÝMSAR UPPLÝSINGAR... 6 STJÓRNENDUR GRUNNSKÓLANS Á ÍSAFIRÐI 2014-2015... 6 NEFNDIR, RÁÐ OG

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt 541 TRYKSAG 457 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá -

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Nafn námsskrár: Færni í ferðaþjónustu II Lengd náms: 100 kennslustundir Fjöldi eininga: Allt að 9 einingar Hverjum ætlað: Starfsfólki í ferðaþjónustu 1. útgáfa 2008

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja Blaðsíða 1 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Efnisyfirlit Innihald Formáli... 5 Inngangur... 5 Hagnýtar upplýsingar... 5 Skólastjórnendur... 5

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere