Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT"

Transkript

1 EFNISYFIRLIT Kennsluáætlun 9. bekkjar ÍSLENSKA HAUSTÖNN VORÖNN GÁTLISTI Í ÍSLENSKU BÓKASAFN FJÖLÞJÓÐADEILD STÆRÐFRÆÐI SAMFÉLAGSFRÆÐI LANDAFRÆÐI MANNKYNSSAGA EÐLIS- OG EFNAFRÆÐI LÍFFRÆÐI LÍFSLEIKNI ENSKA DANSKA ÍÞRÓTTIR SUND VALGREINAR NEMENDARÁÐ ÞOLFIMI FATASAUMUR LEIR OG GLER LEIKLIST STÆRÐFRÆÐI GRUNNUR HEIMILISFRÆÐI ÍSLENSKA GRUNNUR TÖLVUFRÆÐI MYNDLIST ÉG ER ÞAÐ SEM ÉG VEL LEGO STUTTMYNDAGERÐ TÁKN MEÐ TALI (NJARÐVÍKURSKÓLI) TÖLVUGRAFÍK (HOLTASKÓLI) TÓNLISTARSKÓLINN ÍÞRÓTTAGREINAR

2 Kennsluáætlanir 9. bekkjar Íslenska Kennarar: Alma Vestmann og Unnur Guðmundsdóttir. Tímafjöldi: 6 tímar á viku sem miðast við eftirfarandi skiptingu á milli greina: 2 tímar í bókmenntum, 2 í málrækt, 1 í stafsetningu og 1 í ritun /ljóð. Nemendum er skipt í 2 teymi eftir námsframmistöðu. Hvort teymi vinnur samkvæmt sínum markmiðum og áhersluatriði má sjá á gátlistum. Gert er ráð fyrir að nemendur skili heimavinnu. Við kennslu er stuðst við þrepamarkmið Aðalnámskrár í íslensku. Haustönn Námsefni: Kappar I Brot úr Grettis sögu Kjalnesinga saga ásamt kennaraleiðbeiningum Verkefni tengd Kjalnesinga sögu Finnur I eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Orðhákur I og II eftir Magnús Jón Árnason Skriffinnur eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Málfinnur eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Bragfræði eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson Ljóðspeglar Ýmis verkefni frá kennurum Fornsaga: Kjalnesinga saga, nemendur eiga að þekkja söguna efnislega, geta túlkað helstu atvik og unnið verkefni tengd henni. Brot úr Grettis sögu lesið til ánægju og yndisauka, unnið með orðskýringar og nemendur vinna sameiginlega próf úr sögunni. Málfræði: Finnur I, stefnt að því að ljúka bókinni á önninni. Ítarefni: Verkefni frá kennara og Orðhákur I og II. Stafsetning: Í heimavinnu er unnið með stafsetningarverkefni í Finnur II í tengslum við Skriffinn en farið í stafsetningarreglur og aðrar æfingar í skóla. Bragfræði: Kynnt verða helstu hugtök og reglur ferskeytlunnar. Hrynjandi Rím Atkvæði Forliður Ljóðstafir Moðbásavísur Kveður Ljóðahættir Auk ferskeytla verða eftirtalin ljóð tekin fyrir á haustönn: Ljóðspeglar bls. 145 og 146 Grettisbæli og Ásdís á Bjargi, lesin að lokinni Grettissögu bls. 55 Draumráðningar bls. 83 Haust bls. 47 Jólatré bls. 120 Ævintýramórall Nemendur velja ferskeytlu og ljóð til að flytja í tíma og dægurlagatexta sem þeir geta flutt sjálfir og spilað af geisladiski. Ritun: Einu sinni í viku skrifa nemendur í 15 mínútur í upphafi tíma og að auki er unnið með ritreglur og æfingar. 2

3 Námsmat haustannar Lesskilningur Bókmenntir og bragfræði Málfræði Stafsetning Aðgerðaráætlun að hausti í lestri Markmið: Auka - yndislestur, - lesfimi, - lestur á fjölbreyttu efni, - lesskilning, - orðaforða Frjáls lestur: Sjötta október til 28. nóvember lesa nemendur í 15 mínútur á skólatíma, hvern dag, aðra hverja viku. Námsmat: Lesskilningspróf er lagt fyrir við upphaf lotunnar og í lokin. Auk þess skila nemendur yfirliti um lestur sinn þennan tíma. Upplýsingaöflun: Annan desember fá nemendur 100 spurningar úr ýmsum áttum og svörum við þeim þarf að skila í síðasta lagi 12. desember. Þáttur heimila: Við væntum þess að foreldrar/forráðamenn vinni með kennurum að því að - efla áhuga og auka tækifæri til lestrar, - stuðla að auknu aðgengi að lesefni, - lesa með og jafnvel fyrir börn sín, - ræða um það sem lesið er og skapi jákvætt viðhorf til lestrar. Heimavinna: Í nóvember velja nemendur bók sem þeir lesa og skila ritgerð um. Ákvörðun um framvindu verður tekin í nóvember þegar sýnt er hvernig til hefur tekist. Vorönn Námsefni: Öskubuska í austri og vestri, valin ævintýri Áfram Óli, unnið er með valdar smásögur ásamt verkefnum Finnur II eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Skriffinnur eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Málfinnur eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Ljóðspeglar Orðhákur I og II eftir Magnús Jón Árnason Ýmis verkefni frá kennara Bókmenntir: Íslenskar smásögur. Nemendur þurfa að kunna sögurnar efnislega og geta notað bókmenntaleg hugtök og heiti við túlkun. Unnið með Öskubuskuminnið í skáldskap. 3

4 Málfræði: Finni II lokið og Orðhákarnir hafðir sem ítarefni. Kennsluáætlun 9. bekkjar Stafsetning: Í heimavinnu er unnið með stafsetningarverkefni í Finnur II í tengslum við Skriffinn en farið í stafsetningarreglur og aðrar æfingar í skóla. Ljóð - hugtök Unnið er með bókmennta- og ljóðahugtök í Ljóðspeglum. Ljóð valin með tilliti til hugtaka sem unnið er með. Ljóðspeglar: Vísun bls. 179 Bein mynd bls. 184 Hrynjandi bls. 181 Líking bls. 184 Braglínur bls. 181 Persónugerving bls. 184 Ljóðstafir bls. 182 Endurtekning bls. 184 Rím, bls. 183 Andstæður bls. 186 Ljóðspeglar - bls. 26 Páskaliljur - bls. 29 Passíusálmur nr bls. 71 Í nótt kom vorið - bls. 74 Vor - bls. 78 Vor - bls. 79 Vor - bls. 78 Ég mætti Nemendur velja ljóð til að flytja í tíma og dægurlagatexta sem þeir geta flutt sjálfir og spilað af geisladiski. Ritun: Einu sinni í viku skrifa nemendur í 15 mínútur í upphafi tíma. Auk þess skrifa nemendur ritgerðir og vinna með skiptingu í inngang, meginmál, samantekt, efnisgreinar, greinaskil o. fl. varðandi ritun. Námsmat vorannar: Vorannarpróf verður í maí, en að auki mun kennari leggja fyrir kannanir til að meta námsframvindu í lesskilningi, bókmenntum og ljóðum, málfræði og stafsetningu Aðgerðaráætlun að vori í lestri Markmið: Auka - yndislestur, - lesfimi, - lestur á fjölbreyttu efni, - lesskilning, - orðaforða Frjáls lestur: Annan febrúar til 27. mars lesa nemendur í 15 mínútur á skólatíma, hvern dag, aðra hverja viku. Námsmat: Lesskilningspróf er lagt fyrir í lok lotu. Auk þess skila nemendur yfirliti um lestur sinn þennan tíma. Niðurstöðurnar verða bornar saman við niðursöður frá því í október og nóvember. 4

5 5 Kennsluáætlun 9. bekkjar Upplýsingaöflun: Fimmtánda apríl fá nemendur 100 spurningar úr ýmsum áttum og svörum við þeim þarf að skila í síðasta lagi 30. apríl. Þáttur heimila: Við væntum þess að foreldrar/forráðamenn vinni með kennurum að því að - efla áhuga og auka tækifæri til lestrar, - stuðla að auknu aðgengi að lesefni, - lesa með og jafnvel fyrir börn sín, - ræða um það sem lesið er og skapi jákvætt viðhorf til lestrar. Heimavinna: Í maí velja nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum eina bók sem þeir lesa saman og skila umsögn um, gangi nóvemberverkefnið vel. 9. bekkur - gátlisti Nafnorð Greinir nafnorða Fallbeyging nafnorða (aukaföll og aðalfall) Fallgreining Tala (ath. orð sem eru bara til í annarri tölunni) Kyn Sérnöfn og samnöfn Hlutstæða og óhlutstæð Víðtæk og sértæk Gildishlaðin Veik og sterk beyging Stofn Kenniföll Lýsingarorð Stigbreyting Greina stig lýsingarorða Sambeyging með nafnorðum Tala Kyn Veik og sterk beyging Stofn Töluorð Frumtölur og raðtölur Fallbeyging Hvernig á að skrifa raðtölur Rómverskar tölur Fornöfn Persónufornöfn Eignarfornöfn Ábendingarfornöfn Afturbeygt fornafn Óákveðin fornöfn Tilvísunarfornöfn Spurnarfornöfn Fallbeyging Tala Kyn

6 6 Kennsluáætlun 9. bekkjar Sagnorð Beyging eftir persónum Tíðir (nt, þt, nlt, þlt, frt) Tala Áhrifasagnir Áhrifalausar sagnir Persónulegar sagnir Ópersónulegar sagnir Persónuhættir Framsöguháttur Viðtengingarháttur Boðháttur Fallhættir Nafnháttur Lýsingarháttur nútíðar Lýsingarháttur þátíðar Veikar sagnir Sterkar sagnir Blandaðar sagnir (núþálegar og ri sagnir) Kennimyndir Samsettar sagnir (aðal og hjálpar) Stofn Myndir (ger, mið og þol): Orsakasagnir (veikar sagnir myndaðar af annarri kennimynd sterkra) Afleiddar myndir (vh. nt. og þt. myndaður af 1. og 3. kennimynd) Smáorð Forsetningar (standa með fallorði og stýra fallinu á því) Atviksorð ( segja til um hvar, hvenær, hvernig og hve oft eitthvað gerist) Samtengingar (tengja saman orð og setningar) Upphrópanir (smáorð sem jafngilda oft heilli setningu) Nafnháttarmerki (að á undan sagnorði í nafnhætti) Greinir Orðhlutagreining Forskeyti Viðskeyti Rót Stofn Beygingarending Setning Málsgrein Efnisgrein Setningafræði Sagnfylling Andlag Bókmenntir Munur á hefðbundnu og óhefðbundnu ljóði Rím, (karl, kven, veggjað/enda,inn/runu,víxl) Ljóðstafir, (stuðlar og höfuðstafur) Bein mynd Líkingar Persónugerving Myndhverfing, (myndgjafi-myndþegi)

7 Laus mál Bundið mál Andstæður Þversögn Minni Bein og óbein ræða Braglína Endurtekning Innri/ytri tími, (á hve löngum tíma gerist sagan/hvenær gerist sagan) Hrynjandi (taktur) ljóða (áherslur) Hugblær Áhersluatkvæði Ljóðmælandi Margræðni Málsgreinar Setningar, (aðal/auka) Bragarhættir Hefðbundin og óhefðbundin ljóð Rím Stuðlar Braglína Hrynjandi Endurtekning Samheiti Andheiti Atkvæði Einhljóð/tvíhljóð Hljóðbreytingar, (klofnin, i-hljóðvarp, u-hljóðvarp og hljóðskipti) Samsett orð Sagnirnar hlakka/kvíða Sagnirnar langa, dreyma o.fl. Málshættir/orðtök og munur á þeim Víðtæk og sértæk orð Inntak ljóða Frásagnarstíll fornsagna Ritunar og sögutími fornsagna Rétt mál og rangt Viðlíkingar Hlutlægni/huglægni Umhverfi Sjónarhorn Boðskapur Ris Persónusköpun Aðal- og aukapersónur Ýmis stílhugtök s.s. einfaldur, flókinn, myndrænn Kennsluáætlun 9. bekkjar

8 Stafsetning Stór og lítill stafur Sérhljóðar á undan ng og nk Laus greinir Viðskeyttur greinir Reglur um n og nn í endingum lýsingarorða, lýsingarhátta og fornafna Reglur um n og nn í endi nafnorða Reglur um n og nn í endi lýsingarorða Stafavíxl Tvöfaldir samhljóðar Hljóðvarpsreglur y, ý og ey Reglur um j 1.4 Bókasafn Kennari: Lilja Kristrún Steinarsdóttir Tímafjöldi: Útlánstímar Markmiðið er að nemendur - geti fundið afþreyingarefni við sitt hæfi á bókasafni - afli sér heimilda á bókasafni eða á tölvutæku formi til frekari úrvinnslu (Aðalnámskrá grunnskóla, íslenska 1999, bls ) Efnistök og áhersluþættir - frjálst val á sögubókum - val á ljóðum og sögum í tengslum við upplestrarkeppnina 1.5 Fjölþjóðadeild Kennarar: Svana A. Daðadóttir og Stefanía María Júlíusdóttir Íslenska sem annað mál: Markmiðið er að nemandi: - geti gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær - þjálfist í að taka þátt í samræðum um tiltekin málefni og komast að niðurstöðu - geti endursagt og/eða lesið upphátt sögur og ljóð með viðeigandi látbragði, tónfalli og áherslum - geti flutt bundið mál þannig að rím, stuðlar og hrynjandi njóti sín - öðlist sjálfsöryggi í framsögn og framkomu með margvíslegum verkefnum - tileinki sér skýran og áheyrilegan framburð og viðeigandi talhraða - þjálfist í að svara í síma á viðeigandi hátt og geti lesið skilaboð inn á símsvara - þjálfist í samræðum í litlum hópum um tiltekin málefni - geti sagt frá hvernig hann komst að tiltekinni niðurstöðu og rökstutt hana - geri sér grein fyrir mikilvægi raddverndar, slökunar, réttrar öndunar og líkamsbeitingar við framsögn - geti tjáð sig frjálslega frammi fyrir skólafélögum sínum, t.d. á fundum eða samkomum - geti sagt skipulega frá eigin reynslu og upplifun, t.d. eftir leiksýningar, kvikmyndir eða lestur bóka 8

9 2. Stærðfræði Kennarar Ingólfur Matthíasson, Kristinn Guðbrandsson, Jóhann Kr. Steinarsson Tímafjöldi: 6 kennslustundir á viku Markmiði er að nemendur - temji sér markviss vinnubrögð og skýra framsetningu lausna og geri sér grein fyrir að leiðin að lausn er oft mikilvægari en lausnin sjálf - fái tækifæri til að beita ímyndunarafli sínu og frumkvæði við lausn viðfangsefna og geri sér grein fyrir hve vel stærðfræðin er fallin til að lýsa fyrirbærum í umhverfinu - læri negatívar tölur, námundun, prósentur, veldi, tugveldi, ummál og flatarmál hrings, stæður, jöfnur, hlutföll, hnit punkta, formúlur og gröf, myndrit, miðsækni, líkindareikning, ferningar og ferningsrætur Efnistök og áhersluþættir Lögð er rík áhersla á að nemendur sýni þær aðferðir sem þeir nota og vandi allan frágang. Kennari útskýrir ný atriði við töflu með virkri þáttöku nemenda og hvetur þá til að finna sjálfa aðferðir og reglur. Nemendur vinna verkefni í tímum einir eða í hóp og heimavinna er sett fyrir á vikuáætlun. Reglulega fást nemendur við þrautir þar sem aðferðum þrautalausnar er beitt. Nemendur vinna verkefni í tölvum, leysa sjálfspróf heima og skila. Mikilvægt er að nemendur temji sér markviss vinnubrögð og skýra framsetningu lausna. Náms- og kennslugögn Almenn stærðfræði II, Almenn stærðfræði III. 8-tíu(3 og 4), Vinkill, Leikni, Í dagsins önn, sjörnubækur, þrautir. Nemendur þurfa að hafa með sér rúðustrikaða bók A4, vasareikni, reglustiku, gráðuboga, og skriffæri. Námsmat 9.bekk er skipt í 2 vinnuhópa eftir getu. Reglulega eru teknar kannanir og geta nemendur þá farið upp eða niður um hóp eða staðið í stað. Skólaárinu er skipt í tvær annir sem lýkur með prófi. Auk þess er námsleg staða nemandans könnuð í lok hvers kafla, með sjálfsprófum og verkefnablöðum. Annapróf 65% Kannanir 25% Ástundun og hegðun 10% 3. Samfélagsfræði Kennari: Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Ingiber Óskarsson 3.1 Landafræði Tímafjöldi: 2 kennslustundir á viku Tímabil: 1. önn 9

10 Markmiðið er að nemendur - auka vitund nemenda um umhverfið, samfélag og menningu frá nálægasta sviði til hinna fjarlægari. Leiðin að þessu marki er að þjálfa nemendur í að átta sig á áhrifum menningar, efnahags, stjórnmála og félagslegra þátta í tengslum fólks og umhverfis. Liður í því er að nemendur fáist við orð, tölur og tákn sem og texta, myndir, gröf, töflur, uppdrætti og kort, einnig að setja niðurstöður athugana skilmerkilega fram. Lesa og svara spurningum úr öllum köflum bókarinnar Verkefnavinna Kortavinna Náms- og kennslugögn Landafræði handa unglingum 2. hefti Námsmat prófað í janúar 60% Vinnubók 30% Ástundun og hegðun 10% 3.2 Mannkynssaga Tímafjöldi: 2 kennslustundir á viku Tímabil: 2. önn Markmiðið er að nemendur - kynni sér gang seinni heimsstyrjaldar - kanni dæmi um áhrif heimsstyrjaldarinnar á hlutskipti einstaklinga og þjóða - þjálfist í að greina þráð atburða og aðstæðna og skilgreina meginatriði Efnistök og áhersluþættir Farið yfir efnið í tíma Verkefnavinna Þemavinna Kortavinna Umræður Náms- og kennslugögn Stríðsárin á Íslandi Jenný Björk Olsen og Unnur Hrefna Jóhannsdóttir. Ítarefni: Samferða um söguna eftir Bengt Åke Häger, myndbönd, efni af veraldarvefnum, bækur af safni og dagblöð. Námsmat Próf í maí 60% Vinnubók 30% Ástundun og hegðun 10% 10

11 4. Eðlis- og efnafræði Kennari Ingólfur H. Matthíasson Tímafjöldi: 2 kennslustundir á viku. Kennsluáætlun 9. bekkjar Markmiðið er að nemendur: - þjálfist í notkun verkfæra sem notuð eru við tilraunir og þekki algengar mælieiningar í eðlis- og efnafræði - þekki gerð frumeinda og sameinda - geti með teikningum gert sér grein fyrir hvernig frumefni tengjast og mynda sameindir - þjálfist í að skrifa einfaldar efnajöfnur - þekki til lotukerfisins - þekki innri byggingu frumeinda (atóma) - þekki efnasamsetningu lofthjúpsins og hugtökin ósonlag og gróðurhúsaáhrif - geri tilraunir sem sýna tengsl ml og cm3, sem þau geta nýtt sét til að reikna eðlismassa óreglulegra hluta og sýnt að eðlismassi efna er mismunandi Kennsluhættir Nemendur þurfa að vinna heima, lesa og eða svara spurningum og verkefnum. Tilraunir og verkefni eru unnin í skóla. Skýrslugerð, ýmist einstaklings- eða hópskýrslur. Nemendur eru hvattir til að glósa í tímum. Náms- og kennslugögn Efnisheimurinn eftir Hafþór Guðjónsson. Ítarefni er: kennsluleiðbeiningar, verkefnamappa, tímaritið Lifandi vísindi, vísindavefurinn, Alfræði unga fólksins, Íslenska alfræðiorðabókin og ýmis myndbönd. Námsmat Námsmat fer fram í lok hvorrar annar þ.e. vetrar- og vorönn Námsmatið samanstendur af: Annars vegar vinnu í tímum og verkefnum og svo skriflegu prófi. Próf 40% Símat 30% Verkefnavinna 20% Ástundun 10% 5. Líffræði Kennarar: Freydís Kneif Kolbeinsd. og Hildur Bjarney Torfad. Tímafjöldi: 2 kennslustundir á viku Markmiðið er að nemendur - geti lýst grundvelli flokkunar lífvera í hópa - geti lýst gildi fjölbreytileika á jörðinni - geti lýst ríkjum lífvera og sameiginlegum einkennum þeirra - þekki til veira, lifnaðarhátta og sérstöðu þeirra - geti útskýrt veirusjúkdóma - kynnist bakteríum og hvaða hlutverki þær gegna - skilji hugtök sem tengjast þessu efni Efnistök og áhersluþættir Heimalestur og verkefni unnin. 11

12 Náms- og kennslugögn Bókin Lifandi veröld úr bókaflokknum Almenn náttúruvísindi. Námsmat námsmat í janúar og maí Kaflapróf 20% (samtals 60%) Ástundun og hegðun - 10% Vinnubók - 30% 6. Lífsleikni Kennarar: Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Ingólfur Matthíasson Tímafjöldi: 1 kennslustund á viku Kennsluáætlun 9. bekkjar Áfangamarkmið 1 - Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll Nemandi á að - styrkjast í að vernda sjálfan sig gegn óæskilegu áreiti og misbeitingu - læra hvort samskipti og hegðun falli utan þess ramma sem lög og reglur setja - vera fær um að skoða eigin langanir og væntingar á gagnrýninn hátt - vera meðvitaður um rétt sinn til eigin skoðana og um leið virða annarra skoðanir - vera fær um að meta aðstæður hverju sinni og standast þrýsting til að taka þátt í einhverju gegn betri vitund Áfangamarkmið 2 - Samfélag, umhverfi, náttúra og menning Nemandi á að - þekkja þær hættur sem fylgja neyslu ávana- og fíkniefna - vita hvaða valmöguleikar eru í boði í 10. bekk - vera meðvitaður um gildi löggæslu - átta sig á skyldum gagnvart samborgurum sínum - þekkja helstu stofnanir sem þjóna landsmönnum - vita hverjir eru helstu áróðursmiðlar nútímans. - tekin eru til umræðu málefni líðandi stundar innan skóla og úti í samfélaginu. 7. Enska Kennari: Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Hildur Ellertsdóttir Tímafjöldi: 4 kennslustundir á viku Markmiðið er að nemandi: - geti skilið fyrirhafnarlítið þegar talað er um málefni sem hann þekkir - geti skilið meginefni þegar nokkrir tala saman, leiðbeiningar og nákvæm fyrirmæli - geti skilið hlustunarefni sér til fróðleiks - geti skilið megininntak úr völdu blaðaefni - geti leitað ákveðinna upplýsinga í texta, geti lesið bókmenntaefni við hæfi sér til ánægju - geti notað ensku til samskipta í skólastofunni - geti gert munnlega grein fyrir efni sem hann hefur lesið um, hlustað á eða horft á. - geti gefið upplýsingar um valda þætti í íslenskri menningu, náttúru og umhverfi - geti skrifað skiljanlega, skipulega og viðeigandi samfelldan texta á nokkuð réttu máli - geti tjáð sig skriflega um efni sem hann hefur horft á, lesið eða heyrt um - noti orðabækur í tengslum við ritun og þjálfist í stafsetningu 12

13 Efnistök og áhersluþættir Stefnt er að því að nemandi - noti ensku til samskipta í stofunni í enskutímum - fái einhver hlustunarverkefni í hverjum tíma - lestextar miðist sem mest við getu og áhugasvið nemenda og verður leitað fanga víða - fái sífellt þyngra hlustunarefni, lesefni og önnur viðfangsefni - skrifi stíla, greinargerðir um bækur, sögur og sendibréf - vinni með einstök málfræðiatriði - geri sér ljóst mikilvægi eigin vinnu til að framfarir verði í náminu Náms- og kennslugögn Matrix (Pre-Intermediate) Kathy Gude og Michael Duckworth Matrix vinnubók Rosemary Nixon Matrix hlustunarefni Frjálslestrarbækur Annað efni: hlustunarefni, söngtextar, myndbönd, blaðagreinar og tónlist Yfirferð: Unnið í Matrix. Unnið með Go for it og verkefnablöð. Áhersla á ritun og sjálfstæðan lestur. Námsmat Námsmat verður í janúar og maí 70%. Kjörbók, ein á önn, fyrst munnleg svo skrifleg skil til kennara 10%. 100 bls frjáls lestur á ensku gefur 0,2 til upphækkunar einkunnar. Verkefni og ritun 10%. Ástundun og hegðun 10%. 8. Danska Kennari: Freydís Kneif Kolbeinsdóttir Tímafjöldi: 3 kennslustundir á viku Markmiðið er að nemendur - skilji flest venjuleg fyrirmæli og leiðbeiningar í tali kennara, nemenda og í þar til gerðu hlustunarefni á snældum eða myndbandi - skilji aðalatriði í töluðu máli þegar fjallað er um málefni úr daglegu lífi hans - skilji fyrirhafnarlítið þegar talað er beint við hann um málefni sem hann þekkir og hefur unnið með - geti lesið fyrirhafnarlítið texta á frekar léttu máli, t.d. stuttar greinar, blaðagreinar og léttar smásögur - geti lesið léttlestrarbækur fyrirhafnarlítið sér til gagns og ánægju og hafi lesið minnst tvær - geti sagt frá og endursagt texta eða frásagnir með aðstoð minnispunkta og hjálparorða - geti brugðist við beiðnum eða spurningum með útskýringum eða lýsingum - geti notað einfaldan orðaforða um skoðanir sínar eða tilfinningar - geti skrifað stuttan texta ( orð) út frá lykilorðum - geti skrifað einfaldar endursagnir, t.d.út frá hlustun eða lestri 13

14 Efnistök og áhersluþættir - vekja jákvætt hugarfar til máls og menningar í Danmörku - áhersla er á munnlega færni og færni til að skilja lesinn texta, - með virkri hlustun fá nemendur tækifæri til að upplifa dönsku sem lifandi tungumál - nota dönsku til samskipta í stofunni í dönskutímum - lestextar miðast við getu og áhugasvið nemenda, fjallað er m.a. um unglingamenningu - sérstakt markmið er að bæta orðaforðann - föst orðasambönd og orðatiltæki daglegs lífs - sagnir (tíðbeyging), lýsingarorð (stigbreyting), eintala og fleirtala, ákveðinn og óákveðinn greinir - unnið með einfalda texta, skrifað persónulegt sendibréf eftir uppgefnu formi og skilað ritun um kjörbækur - nota orðabækur og leita upplýsinga t.d. hjá fjölskyldu, á netinu og í alfræðibókum Námsefni Ung í 8. klasse Glimrende Hvad siger du? B Kvikmynd ca. 1 á önn, t.d. Babettes gæstebud og Zappa Kjörbók/Ritgerð t.d. Pigen i den lilla frakke God nok (lesbók og vinnubók) (hlustunarefni+vinnuhefti) Og det er Danmark (myndband og verkefni) Vinnuhefti frá kennara og t.d. smásögur, skrýtlur, frjálslestrarbækur, unglingatímarit, vikublöð, dagblöð og efni á netinu sem höfðar til nemenda. Heimavinna Oftast er einhver heimavinna Námsmat Próf í lok annar. Próf 70% Kjörbók, ritgerð og önnur verkefni 20% Ástundun og hegðun 10% 9. Íþróttir Kennarar Jóhann Kr. Steinarsson, Guðjón Árni Antoníusson Íþróttakennsla 9. bekk Þessi árgangur sækir íþróttakennslu 2 x 40 mín. í íþróttahúsið við Sunnubraut. Einnig eru vetrarbraut og fótboltavallarsvæði notað undir íþróttakennsluna. Kennslan hjá þessum árgangi er þannig byggð upp að í fyrsta tíma hvers mánaðar er farið í útihlaup, þar sem hver nemandi skokkar ( gengur) á sínum hraða 2,5km. Bókleg fræðsla er tengd hlaupunum og sérstök áhersla á teyguæfingar eftir hlaupin. Reglulega eru frjálsir tímar þar sem nemendum er leyft að þjálfa sig sjálf. Aðrir tímar fara að mestu í íþróttagreinar, keppnir, þrekþjálfun, leiki, og æfingar fyrir próf. Helstu þrepamarkmið hjá 9. bekk eru: - að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi fjölbreyttrar og alhliða líkamsþjálfunar. - að þau skoði sitt eigið líkamsástand og læri að miða sína líkamsþjálfun út frá sínum eigin þörfum og áhugamálum. 14

15 - að nemendur geri sér grein fyrir þeim hættum og neikvæðu afleiðingum sem geta sem fylgt þjálfun, ef ekki er rétt með farið. - að þau skilji mikilvægi og áhrif hvíldar og slökunar til að halda góðri heilsu. - að þau hafi rætt um ofþjálfun, ranga framkvæmd æfinga, matarræði, svefnvenjur og annað sem þessu tengist. - að þau hafi tekið þátt í umræðum um skaðsemi ávana- og fíkniefna - að nemendur hafi löngun, áhuga og finnist algjör nauðsyn að halda áfram líkamsrækt þegar fram líði stundir og skólagöngu líkur. En hafi þó ávallt í huga að Allt er gott í hófi. Efnistök Farið er helstu íþróttagreinar, útihlaup, þrekæfingar, mælingar gerðar, barnaleiki. Námsmat Janúar 20% útihlaup Júní 20% útihlaup 50% mæting 30% mæting 20% virkni 10% píbb-próf 10% píbb-próf 40% próf 10. Sund Kennari Haukur Ottesen Tímafjöldi: 1 kennslustund á viku Markmið 9. sundstig - 9. bekkur A. 500 metra þolsund. Nemandi notar að lágmarki 3 sundaðferðir. Ekki skal synda hverja aðferð skemur en 75 metra. B. Sund í fötum : Stunga af bakka, 50 metra fatasund þar af 8-10 metra kafsund. Troða marvaða og afklæðast á sundi. C. 25 metra flugsund. D. Synt innan tímamarka. Nemendur velja tvær aðferðir af þremur metra bringusund á tíma : Lágmark drengir 2 :20.00 mín. stúlkur 2 :25.00 mín metra skriðsund á tíma : Lágmark drengir 60.0 sek. stúlkur 62.0 sek metra baksund á tíma : Lágmark drengir 32.0 sek. Stúlkur 34.0 sek. Efnistök Byrjað er á því að láta nemendur reyna við það sundstig er hæfir aldurshópi þeirra, þ.e. nemendur í 9.bekk reyna við 9.stig. Þeir nemendur er standast viðkomandi sundstig geta hafið æfingar fyrir næsta stig fyrir ofan. Reikna má með að einhverjir nemendur verði vel á undan þeirri meðalgetu er búast má við af þeirra aldursflokki. Einnig að einhverjir nemendur verði á eftir meðalgetu. Námsmat Próf á vorönn. 15

16 11. Valgreinar 11.1 Nemendaráð Kennari: Jóhann Kr. Steinarsson Stundir: 2 á viku Í þessari valgrein verður farið í fundarsköp. Þar koma nemendur með sínar hugmyndir varðandi félagsstörfin og koma þeim á framfæri. Nemendur hjálpast að við að skipuleggja félagsstarf vetrarins, búa til auglýsingar og jafnvel sjá um að panta inn í sjoppu. Nemendur vinna við diskótek skólans og bingó. Þegar að því kemur falla niður tímar sem eru fastir á stundaskrá. Einnig sjá nemendur um að yfirfara tæki og spil. Námsmat: virkni og mæting Þolfimival Kennari Jóhann Kr. Steinarsson Markmið: - að fá aukna hreyfingu - að auka þol - að auka styrk Kennsluhættir: - þolþjálfun með úti/inni hlaupum ásamt styrktaræfingum þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd - tekin 2 þolpróf, 2 langstökkspróf án atrennu og 1 annarskonar hlaupapróf Námsmat: Mæting 70%, virkni 30% 11.3 Fatasaumur Kennari: Sara B. Þorsteinsdóttir Markmið að nemandinn: læri að taka upp snið læri að leggja snið á efni sníði og saumi flík einnig að skreyta og bæta gamla flík Snið og efni eru valin í samráði við kennarann. Stefnt er að því að nemendur saumi á sig eina flík og skreyti aðra. Námsmat: Tekið verður tillit til þess hversu sjálfstætt nem. vinnur og hvernig hann nýtir sé áunna þekkingu. Og hvernig hann notar handbækur og tiltæk gögn. Vinna í tímum 30%, verkefni 30% og mæting 40% Leir og gler Kennari: Svana A. Daðadóttir Grunnkennsla í meðhöndlun á leir, hrábrennslu, glerjun og frágangi. Glerbræðsla, skurður, útbúun og brennsla. Námsmat: Vinnubrögð og færni 50% Umgengni og frágangur 25% Hegðun og ástundun 25%. 16

17 11.5 Leiklist Kennari: Freydís Kneif Kolbeinsdóttir Farið verður yfir grunnatriði í leikrænni tjáningu, Unnið m.a. með spuna og hópefli. Farið verður í heimsókn í leikhús. Nemendur kynnast ferlinu sem á sér stað við uppsetningu á leikverki allt frá fyrstu æfingu til fyrstu sýningar. Nemendur vinna með leiktexta. Námsmat: Verkefni, ástundun og hegðun metin Stærðfræði grunnur Kennarar: Jóhann Kr. Steinarsson Farið verður yfir undirstöðuatriði í stærðfræði s.s. talnareikning, brot, prósentur, jöfnur, rúmmál, stæður og tölfræði. Markmiðið er að auka skilning á grunnatriðum í stærðfræði. Námsmat: Stöðupróf 70% og virkni og hegðun 15%, mæting 15% 11.7 Heimilisfræði Kennari: Guðbjörg Rúna Vilhjálmsdóttir Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur geti unnið sjálfstætt eftir mismunandi uppskriftum, þjálfi verklega færni og geti skipulagt vinnu sína með hagsýni og næringargildi að leiðarljósi. Einnig að nemendur finni ánægju í því að elda, baka og bera fallega á borð og njóti þess að borða saman. Næringarfræðin og meðferð matvæla er ofin inn í alla umræðu. Námsmat: Frammistaða í tímum metin Íslenska grunnur Kennari: Alma Vestmann Íslenska grunnur er fyrir nemendur sem vilja styrkja undirstöðu sína í málinu. Markmiðið er að nemendur nái betri tökum á grunnþáttum íslenskunnar. Lögð verður áhersla á bókmenntahugtök, málfræði og ritun. Nemendur vinna bæði í skóla og heima. Námsmat: Verkefnaskil og ritun Tölvufræði Kennari: Ingiber Óskarsson Farið dýpra í forritin í Offic pakkanum (Word, Excel, Powerpoint) ásamt Photoshop - Tæki og tól í Photoshop kynnt - Notast við Word með ritgerðarsmíði. - Einfaldar reikniaðferðir kenndar á Excel. - Uppsetning og hönnun á glærum í Powerpoint. Námsmat: Ástundun, vinnubrögð og verkefni Myndlist Kennari: Sigríður Á. Guðmundsdóttir Tvær kennslustundir í viku Í valáfanganum verður unnið með alla þá þætti sem nemendur hafa unnið með í gegnum tíðina þ.e. fjarvídd, litafræði, leirmótun, grafík, teikningu, málun, listasögu, myndbyggingu og formfræði. Þó reynt að vinna viðfangsefnin á annan hátt. Mikil áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að prufa sig áfram. Auk þessa verður unnið með vír og gifs og jafnvel farið út í hönnun á nytjahlutum. Listamaður kemur heimsókn og kynnir verk sín og jafnvel verður farið í heimsókn á vinnustofur listamanna. Mikil áhersla lögð á sköpun og hugmyndavinnu. Nemendum kennd meðferð áhalda sem notuð eru í myndmenntastofunni og lögð áhersla á góða umgengi um stofuna. Námsmat: Mat tekur tillit til framkomu í tímum, vinnulags og umgengni, færni, framfara og frumkvæðis. 17

18 11.11 Ég er það sem ég vel Kennari: Freydís Kneif Kolbeinsdóttir Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur kynnist starfi hinna ýmsu hópa, s.s. fíkniefnalögreglunnnar, unglingadeild hjálparsveitanna, Rauða krossins og fleirum. Einnig er lögð mikil áhersla á að efla ábyrgð og sjálfstraust nemenda með fræðslu og fyrirlestrum. Farið verður í næringarfræði og matreiðslu hollrar máltíðar. Neytendafræðslu og áhrif auglýsinga. Forvarnir og forvarnarstarf. Léttar viðgerðir s.s. á hjóli og að skipta um kló og fleira. Námskeiðið byggist mikið upp á utanaðkomandi fyrirlestrum ásamt fræðslu frá kennurum. Námsmat: Þátttaka í tímum 80% og verkefni 20% LEGO Kennari: Ingiber Óskarsson Nemendur vinna með legó-kubba. Þeir leita fyrirmynda úr umhverfi sínu og líkja eftir með tæknilegó-efniviði. Nemendur læra að forrita vélmenni (robot). Setja saman hluti sem í eru mótorar, ljós- og snertiskynjarar. Stefnt er að því að hluti valhópsins taki þátt í Alþjóða legókeppninni First Lego league þegar nær dregur jólum. Námsmat: Vinnubrögð, ástundun, samvinna og verkefnavinna Stuttmyndagerð Kennari: Ingiber Óskarsson Markmiðið er að nemendur geti gert einfalt handrit (storyboard), unnið við myndatöku og klippingar. Fjallað verður um mikilvægi hljóðs í myndum og hvernig mynd eða myndband er hljóðsett. Unnið er í hópum við gerð stuttmyndar eftir eigin handriti. Námsmat: Metið verður til einkunnar ástundun, vinnubrögð og hegðun Tákn með tali (Njarðvíkurskóli) Markmið: að nemendur læri grunnatriði í notkun tákna með tali (TMT) og kynnist uppbyggingu þess. Nemendur læri orðaforða/tákn sem tengjast fólki, nánasta umhverfi, tölum, litum, mat og drykk. Kennari sýnir nemendum hvernig hvert tákn er myndað og þjálfar nemendur í að tjá sig með táknum. Nemendur læri að spyrja einfaldra spurninga, gefa einföld fyrirmæli og þjálfist í að tjá sig með táknum sín á milli. Nemendur fara í vettvangsferðir sem tengjast námsefninu. Nemendur kynnast táknum úr fingarstafrófi heyrnarlausra. Námsmat: Verkefnamappa nemenda er metin, gildir 20% af lokaeinkunn, námsbók, Upp með hendur metin, gildir 10% af lokaeinkjunn, sex kannanir úr námsefninu lagðar fyrir nemendur og gildir hver könnun 10% af lokaeinkunn, vinnusemi og áhugi nemenda í tímum er metin og gildir sem 10% af lokaeinkunn Tölvugrafík (Holtaskóli) Markmiðið er að kynna fyrir nemendum möguleika myndvinnslu í tölvum. Kennt verður á forritið Photoshop elements. Að loknum þessum áfanga er gert ráð fyrir að nemendur geti unnið á markvissan og skapandi hátt við myndvinnslu í Photoshop. Námsmat: Frammistaða í tímum, meðferð efnis og áhalda, skylduverkefni þurfa að klárast, kurteisi, iðni, jákvæðni, áhugi og sjálfstæð vinnubrögð. 18

19 11.16 Valgrein allan veturinn í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Tónlistarnám: Nemendur sem stunda nám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar geta fengið nám sitt metið sem eina valgrein, þ.e. tvær kennslustundir Valgrein allan veturinn í Íþróttaiðkun Nemendur sem stundað hafa sömu íþróttina í a.m.k. tvö ár hjá íþróttafélagi sem hlotið hefur viðurkenningu ÍSÍ geta fengið það metið sem eina valgrein, þ.e. tvær kennslustundir. 19

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT 1. ÍSLENSKA... 2 1.1 HAUSTÖNN... 2 1.2VORÖNN... 3 1.4 BÓKASAFN... 5 1.5 FJÖLÞJÓÐADEILD... 5 2. STÆRÐFRÆÐI... 6 3. ENSKA... 6 4. DANSKA... 7 5. EÐLIS- OG EFNAFRÆÐI... 8 6. LÍFFRÆÐI... 9 7.

Læs mere

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn 9. bekkur Kennsluáætlun í dönsku veturinn 2009-2010 Kennarar: Björn Sigurbjörnsson, Kristín Hafsteinsdóttir og Kim Magnús Nielsen. Kennslugögn: Glimrende les- og verkefnabók, Dejlige Danmark les-og verkefnabók

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni. Námsáætlun Vor 2015 8. bekkur Námsgrein: Íslenska Kennari: Guðrún Þóra Björnsdóttir Áætlun þessi er sett fram með fyrirvara um breytingar Tímabil Hæfniviðmið Efnisþættir Kennsluhættir Námsmat janúarfebrúar

Læs mere

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Skólanámskrá 2013 2014 8. bekkur Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR... 2 ÍSLENSKA... 4 STÆRÐFRÆÐI... 8 NÁTTÚRUVÍSINDI

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði,

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 7. bekkur Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, heimilisfræði, lífsleikni og uppl.mennt Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Námsáætlun Haust 2015

Námsáætlun Haust 2015 Námsáætlun Haust 2015 Námsgrein: Íslenska Kennari: Anna Guðrún Jóhannesdóttir 6. janúar 6. mars Nemendur; átti sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka, fallorð, sagnorð og smáorð. geti

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir Námsefni: Tænk, lesbók og vinnubók, kvikmyndir, vefefni, Ipad forrit, söngtextar og fleira. Kenslutímar á viku: 3x 40

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1

Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Bekkur: 10. Kennari: Sigríður Magnúsdóttir Nemendur: 55 Tímafjöldi: 4 Danska Lota Skólaviðmið Námsefni Námsleiðir Námsmat Lota 1 Einstaklings-, para og Kynning Jeg elsker Danmark hópavinna Lota 2 Skole

Læs mere

Ág.-Sept. Sept.-Okt. Okt. Nóv. Nóv.-Des sept.

Ág.-Sept. Sept.-Okt. Okt. Nóv. Nóv.-Des sept. Gb. bls. 29-39, vb. bls. 4-5. Sagnorð: Bls. 45-49. Forliðir, þríliðir, skipting í kveður. 5. kafli. Gb. bls. 60-70, vb. bls. 12-13. Sagnorð: Bls. 60-64. Sérhljóðar sem ljóðstafir, ljóðstafurinn S. 9. kafli.,,öðruvísi

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Ágúst September Sept./Október Okt./Nóv. Nóv./Des. Vinnubók október. Smart bls Vinnubók okt.

Ágúst September Sept./Október Okt./Nóv. Nóv./Des. Vinnubók október. Smart bls Vinnubók okt. Ágúst September Sept./Október Okt./Nóv. Nóv./Des. 2.- 6. 30.-4. október 28. okt.-1. nóv. 25.-29. Danska Smart bls. 24-25 Dönsk kvikmyndavika Vinnubók 48-50 12.-16. ágúst Farlige dyr: gruppearbejde Smart

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER 1 L 1 Þ 2 F 2 M 3 F 2 S Vika 32 2 M 3 L 3 Þ 4 F Frídagur Kynningarfundir fyrir Vika 41 Gagn og Gaman 3 M verslunarmanna 3 F forráðamenn 4 S 4 M 5 L 4 Þ 4 F 5 M

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Ágúst/Sept. Sept./Okt. Október Nóvember Nóv./Des september Skali 1A október Skali 1A. tugabrot bls við núll bls.

Ágúst/Sept. Sept./Okt. Október Nóvember Nóv./Des september Skali 1A október Skali 1A. tugabrot bls við núll bls. 07.-11. 05.-09. október 02.-06. nóvember 30.-04. Stærðfræði Frumþáttun bls. 30-33 Hornamælingar Samhverfa og hliðrun Almenn brot og Tölur báðum megin bls. 80-93 bls. 116-123 tugabrot bls. 182-189 við núll

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Ágúst September Október Nóvember Desember október

Ágúst September Október Nóvember Desember október 05.- 09. september 03.-07. október 31. okt.-04. nóv. Íslenska 1. lota 2. lota 3. lota Stafsetning 1, nr. 7-11. Stílabókin 1. Dagbókarfærslur. Gísla saga: 5.-8. Stafsetning 2, nr. 7-9. Orðasúpa 2. Bókmenntir

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan Efnisyfirlit Um efnið... 3 Aðalnámsskrá... 4 Námsefni lagt til grundvallar... 5 Sådan A hluti Yfirlitsblað... 7 Sådan B hluti Yfirlitsblað....

Læs mere

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM Fræðslufundur Félags dönskukennara föstudaginn 9. október 2015 NIC nóvember 2014 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir Danskundervisningen i Island 2 Dansk/nordiske

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Grammatik Námsgagnastofnun 1 Grammatik ISBN 9979-0-0988-8 2005 Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir 1. útgáfa

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla Kristín Jóhannesdóttir Arnbjörg Eiðsdóttir 1 Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla 1. útgáfa 2005 2. útgáfa 2006 Búið að laga villur í verkefnum 3a, 3b, 4, 10, 24, 32, 42, 43 og 44 6276 Ritstjóri:

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá -

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Nafn námsskrár: Færni í ferðaþjónustu II Lengd náms: 100 kennslustundir Fjöldi eininga: Allt að 9 einingar Hverjum ætlað: Starfsfólki í ferðaþjónustu 1. útgáfa 2008

Læs mere

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt 541 TRYKSAG 457 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Iðnfræði Diplomanám Byggingariðnfræði Rafiðnfræði Véliðnfræði Rekstrariðnfræði. Kennsluskrá Uppfært 28. janúar /56

Iðnfræði Diplomanám Byggingariðnfræði Rafiðnfræði Véliðnfræði Rekstrariðnfræði. Kennsluskrá Uppfært 28. janúar /56 Iðnfræði Diplomanám Byggingariðnfræði Rafiðnfræði Véliðnfræði Rekstrariðnfræði Kennsluskrá 2014-2015 Uppfært 28. janúar 2015 1/56 EFNISYFIRLIT Almennt um iðnfræði... 4 Byggingariðnfræði Námsáætlanir...

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja Blaðsíða 1 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Efnisyfirlit Innihald Formáli... 5 Inngangur... 5 Hagnýtar upplýsingar... 5 Skólastjórnendur... 5

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU

VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU!"# $ % & ' ( ) % Efnisyfirlit MYNDASKRÁ...3 KYNNING...4 ÁÐUR EN HALDIÐ ER AF STAÐ...5 UPPBYGGING VERKEFNANNA...5 KORT AF NÁGRENNI LÆKJARBREKKU...6 VERKEFNASAFN...7 ÍSJAKALEIKUR...8

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskólans á Ísafirði

Ársskýrsla Grunnskólans á Ísafirði 2014-2015 Ársskýrsla Grunnskólans á Ísafirði Grunnskólinn á Ísafirði júní 2015 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR... 1 2. ÝMSAR UPPLÝSINGAR... 6 STJÓRNENDUR GRUNNSKÓLANS Á ÍSAFIRÐI 2014-2015... 6 NEFNDIR, RÁÐ OG

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere