Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Relaterede dokumenter
Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun

- kennaraleiðbeiningar

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

Dyrebingo. Önnur útfærsla

2. Dig, mig og vi to

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Kennsluleiðbeiningar

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

Kennsluleiðbeiningar

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Kennsluleiðbeiningar A B

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

glimrende lærervejledninger

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

Kökur, Flekar,Lengjur

Skal vi snakke sammen?

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Námslýsingar bekk :

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Sådan A. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

Nd Frumvarp til laga [127. mál]

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU

komudagur f2

Sjálfsprottinn söngur barna

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

esurveyspro.com - Survey Detail Report

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Bærinn okkar. betri bær og allir með

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Om mig. Tegn billed e af dig selv! Jeg. Jeg hedder. Jeg er år gammel. Jeg er (pige/dreng) Min mor hedder. Min far hedder.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

GRAMMATIK 2. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

Transkript:

Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2

Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI 1B - HVAD ER MINE INTERESSER? 6 VERKEFNI 1C - BESKRIV DIG SELV 7 OPGAVE DEL 2 8 VERKEFNI 2A HVORDAN HAR DU DET 8 VERKEFNI 2B MINE FØLELSER 9 OPGAVE DEL 3 10 VERKEFNI 3A - SKOLE 10 VERKEFNI 3B - HJEM 11 OPGAVE DEL 4 12 VERKEFNI 4A FAMILIEN 12 VERKEFNI 4B MANDLIG SLÆGTNING OG KVINDELIG SLÆGTNING 13 OPGAVE DEL 5 14 VERKEFNI 5A HVILKEN SLAGS TØJ HAR JEG PÅ OG HVILKEN FARVE HAR DEN? 14 OPGAVE DEL 6 15 VERKEFNI 6A HVAD ER KLOKKEN? 15 VERKEFNI 6B HVILKEN DAG ER I DAG? 16 OPGAVE DEL 7 17 VERKEFNI 7A JEG KAN GODT LIDE/JEG KAN IKKE GODT LIDE 17 OPGAVE DEL 8 18 VERKEFNI 8A JUL 18 VERKEFNI 8B - PÅSKE 19 BILAGER 20 BILAG 1A 21 BILAG 1B 22 BILAG 2A 23 BILAG 3A 24 BILAG 4A 25 BILAG 4B 26 BILAG 5A 27 BILAG 5B 28 BILAG 5C 29 BILAG 6A OG 6B 30 BILAG 7A 31 BILAG 8A 32 BILAG 8B 33 3

Opgave del 1 Markmið: Að nemendur geti sagt frá og lýst sjálfum sér í stuttu máli Opgave 1A At møde nye personer Áður en farið er í talæfingarnar spilar kennari lytteøvelse 1 af Skal vi snakke sammen hljóðefni fyrir nemendur. Þar eiga þeir að herma eftir hljóðefninu til og reyna ná tökum á bæði efninu og framburði. Þegar nemendur hafa lokið við að hlusta á lytteøvelse eitt skiptir kennari þeim í hópa og þeir æfa sig að kynna sig fyrir bekkjarfélaga. Aukaverkefni * Nemandi býr til kynningu um sjálfan sig, æfir sig og flytur fyrir bekkinn. * Kennari lætur nemendur setjast í hring á gólfinu. Kennari hefur lítinn bolta meðferðis og þegar allir eru sestir kynnir kennari sig á dönsku t.d. hej jeg hedder Katrín, hvad hedder du? og kastar síðan boltanum til einhvers nemandans sem á að svara og síðan einnig spyrja sömu spurningar og kasta til næsta. Þegar búið er að fara heilan hring getur kennari farið annan hring þar sem spurt er um aldur, búsetu og fleira. 4

Opgave 1B Hvad er mine interesser? Kennari dreifir út litlum miðum og orðabókum. Nemendur eiga fyrst að skrifa niður áhugamálin sín öðru megin á miðann, eitt áhugamál á hvern miða. Því næst eiga þeir að fletta upp í orðabók að orðum sem að gætu hjálpað þeim að útskýra áhugamálið sitt. Loks skiptir kennari nemendum í fjögurra manna hópa þar sem nemendur skiptast á að útskýra áhugamálið sitt og giska á áhugamál annarra. Gott væri ef að kennari færi yfir algengan orðforða áður en þessi æfing hefst og þá helst æskilegt að búið væri að útskýra orðin interesse, at og farið örlítið í persónufornöfnin. Eins væri gott ef kennari myndi nota dæmi um hvernig hann myndi útskýra áhugamálið sitt, t.d. hægt að útskýra dæmið fodbold úr vinnubók. Aukaverkefni * Kennari býr til myndaspjöld með ýmsum myndum á. Nemendur hjálpast að við að giska á áhugamálin sem eru á myndaspjöldunum. Hægt að nota til að þjálfa persónufornöfn líka þar sem nemendur myndu þá segja: Din interesse er fodbold. Fodbold 5

Opgave 1C Beskriv dig selv Kennari byrjar að leyfa nemendum að hlusta á lytteøvelse 2 þar sem lesnar eru upp nokkrar lýsingar á einstaklingum. Því næst skiptir kennari nemendum í tveggja manna hópa og afhendir þeim bilag 1A sem finna má í fylgiskjölum aftast í þessu hefti. Á verkefnablaðinu má finna orð á dönsku sem tengjast útliti. Því næst eiga nemendur að flokka orðin af bilag 1A í þrjá flokka, það er hår, krop og ansigt. Þegar því er lokið skal kennari afhenda nemendum bilag 1B sem einnig má finna í fylgiskjölum. Á því blaði eru sömu orð og á bolag 1A nema á íslensku. Þeir eiga að para saman orð sem hafa sömu þýðingu. Þegar nemendur hafa lokið þessu eiga þeir að lýsa sjálfum sér, hvor öðrum og, ef nægur tími gefst, lýsi bekkjarfélaga á meðan hinn giskar hvaða bekkjarfélaga verið er að lýsa. Aukaverkefni * Nemendur vinna í stærri hópum og búa til stór plaköt. Þar geta þeir teiknað stórar, litlar, þykkar, mjóar, dökkhærðar, ljóshærðar eða annars konar manneskjur og við hlið þeirra lýsingar. Eins og til dæmis: Hun har brunt hår eða hun er tynd. Gott að benda nemendum á að hafa lýsingar nálægt því sem verið er að lýsa. * Kennari prentar út myndir af frægu eða þekktu fólki og skrifar niður lykilorð sem hann telur að þurfi að koma fram í lýsingu á persónunni. Hver nemandi kemur svo upp að töflu, dregur sér mynd og reynir að lýsa manneskjunni á þann hátt að öll lykilorðin komi fram. Á meðan tekur kennarinn tímann og sá sem er fljótastur að lýsa hlýtur einhversskonar umbun eða verðlaun. 6

Opgave del 2 Markmið: Að nemendur geti gert grein fyrir tilfinningum sínum Opgave 2A Hvordan har du det? Sem undirbúning fyrir verkefnið er gott að spila lytteøvelse 3. Þar heyra nemendur samtal tveggja einstaklinga þar sem annar spyr hinn hvernig hann hefur það. Nemendur þurfa einnig að endurtaka sumt í æfingunni. Nemendur vinna einir í byrjun þar sem þeir eiga að ýminda sér tvö til þrjú tilvik þar sem þeir eru spurðir hvernig þeir hafa það. Svörin skulu vera mismunandi. Síðan eiga þeir að leita að lykilorðum í orðabók sem þeir nota til að hjálpa sér þegar kemur að talæfingunni. Kennari skiptir nemendum í hópa. Hópastærð skiptir ekki máli en mælt er með því að hafa tvo í hóp. Nemendur skiptast á að spyrja hvor annan á dönsku um líðan og æfa sig í leiðinni að svara. Gott er ef kennari er með einhver orð sjálfur sem hann gæti látið nemendur hafa þegar þeir hafa lokið hinni eiginlegri æfingu eða þá að hann láti nemendur skiptast á blöðum svo þeir geti æft sig betur. Aukaverkefni * Kennari biður nemendur að setjast í hring. Hann byrjar á því að útskýra leikinn, það er að kennari spyr: Hvordan har du det? og kastar svo boltanum til þess nemenda sem hann vill að svari. Sá nemandi svarar til dæmis: Jeg har det fint.. og spyr síðan annan nemanda hvernig hann hefur það og svo koll af kolli. 7

Opgave 2B Mine følelser Kennari setur af stað hlustunaræfingu 4 þar sem nemendur æfa sig að segja markorð verkefnisins og þau þýdd fyrir þau. Þeim er einnig gefið dæmi um hvernig hægt sé að nota þau í setningu. Því næst dreifir kennari orðum sem finna má á bilag 2A. Best væri ef orðin yrðu klippt niður fyrir kennslustund til að spara tíma. Annars geta nemendur gert það sjálfir. Nemendur vinna fjórir saman í hóp og skiptast á að leika. Hver nemandi dregur einn miða og á að reyna að leika það sem stendur á miðanum á meðan hinir giska. Passa verður að nemendur séu að nota heilar setningar og tali á dönsku. Aukaverkefni * Nemendur vinna tveir og tveir saman. Kennari hefur þá útbúið miða með orðunum sem finna má á verkefnablaði 2A ásamt því að útbúa miða þar sem orðin eru á íslensku. Nemendur dreifa úr miðunum og fara í veiðimann en hægt er að fá slag með því að ná tveimur spilum, það er danska orðið og íslensku þýðingu þess. Dæmi um hvernig hægt væri láta þetta fara fram Nemandi 1: Har du nogen som er tilfreds? Nemandi 2: Nej, fisk 8

Opgave del 3 Markmið: Að nemendur geti lýst sínu nánasta umhverfi Opgave 3A Skole Fyrir þessa æfingu er gott að hafa farið í örlitla undirbúningsvinnu þar sem nemendum hefur verið kennt helstu orð á hlutum í skólastofunni. Einnig má finna dæmi í verkefnalýsingu. Kennari gæti byrjað á því að koma með dæmi um hvernig hann myndi lýsa skólastofunni fyrir krökkunum, en passa þó að nemendur api ekki eftir honum. Í þessu verkefni vinna nemendur einir. Þeir þurfa að hafa orðabók við hönd búa til eigin kynningu á því umhverfi sem þeir eru staðsettir í. Hlutverk kennara er að ganga á milli og aðstoða nemendur sem þurfa á því að halda. Aukaverkefni * Kennari lætur alla nemendur hafa spjald með hlut sem finna má í skólastofunni. Hann gefur þeim síðan fimm mínútur til að útbúa eins hnitmiðaða lýsingu á hlutnum og þeir geta. Loks kemur hver nemandi upp og segir frá hlutnum sínum. * Nemendum er skipt í hópa og eru tveir til fjórir í hverjum hóp. Nemendur fá spjöld hjá kennara með mynd og orðum af hlutum úr skólastofunni og eiga svo að skiptast á að lýsa hlutunum og reyna fá hina til að giska á rétt orð. Samskiptin eiga að fara fram á dönsku. 9

Opgave 3B Hjem Kennari útvegar nemendum orðabók og A3 og afhendir Bilag 3A. Betra er að hafa blöðin stór til þess að auðveldara verði fyrir nemendur að teikna allt sem þarf að teikna. Nemendur teikna mynd af heimilinu sínu og gera grein fyrir öllum herbergjum. Nemendur fá orð frá kennara sem þeir eiga að setja á rétta staði. Mælt er með því að nemendur séu hvattir til þess að setja orðin á svipaðan stað og hluturinn er í herberginu. Þegar þeir hafa farið í gegnum orðin og nýtt þau sem hægt fletta þeir orðum upp í orðabók sem þeim finnst vanta.. Það er misjafnt hvað einstaklingar eru lengi að teikna og því um að gera að leyfa þeim sem eru fljótastir að lita myndina sína. Þegar allir eru búnir með sína teikningu skiptir kennari nemendum upp þannig tveir séu saman og spyrji hvern annan um heimilið sem teiknað var. Þannig þurfa nemendur að æfa sig að lýsa því sem þeir teiknuðu. Í lokin geta þeir borið saman hvað er líkt og hvað er ólíkt eða þá að kennari getur tekið þessa umræðu yfir allan bekkinn. Lokaverkefnið er svo að kennari er búinn að búa til tvær myndir sem eru svipaðar en á aðra vantar eitthvað ákveðið og hina líka. Nemendur skiptast svo á að spyrja út í ýmsa hluti og eiga að vinna að því að komast að því hvað hinn er með sem er ekki á þeirra eigin mynd. Aukaverkefni * Kennari býr til spjöld af húsgögnum, öðru megin er mynd og hinu megin orð. Nemendur eru síðan tveir saman og skipta bunkanum á milli sín. Annar nemandinn sýnir hinum mynd af hlut og hann á að segja á nafn hlutarins á dönsku. Hægt er að hafa tímatöku eða stigagjöf, það er svara eins mörgum og hægt er innan ákveðins tíma eða að stig séu gefin fyrir rétt svar en enginn fyrir rangt svar. Nemendur sjá um tímatöku og stigagjöf sjálfir. 10

Opgave del 4 Markmið: Að nemendur geti sagt frá fjölskylduaðstæðum sínum. Opgave 4A Familien Nemendur hlusta á lytteøvelse 5. Þar er farið yfir fjölskyldutengsl og orð útskýrð. Þegar hlustun er lokið varpar kennari bilag 4A upp á töflu en það er ættartré sem nemendur eiga að hafa til hliðsjónar þegar þeir búa til eigið ættartré. Í fyrstu vinna nemendur einir þar sem hver ætt er ólík, en það er þó í lagi að systkyni vinni saman. Nemendur teikna upp eigið ættartré og skrifa nokkur orð við hlið hvers fjölskyldumeðlims sem eru lýsandi fyrir hann. Þegar nemendur hafa lokið við að teikna upp ættartréð sitt er þeim skipt upp í hópa þar sem þeir ræða um fjölskyldur sínar á dönsku. Í verkefninu eru nokkrir umræðupunktar sem þeir geta nýtt sér en sjálfsagt er að þeir eða kennari komi með aðra punkta. Aukaverkefni * Til að festa betur í sessi þau fjölskylduorð sem verið er að læra getur kennari fengið nemendur til að setjast í hring á gólfinu en þeir geta einnig setið í sætum sínum. Kennari byrjar með bolta og spyr nemanda á íslensku: Hvaða orð er notað fyrir ömmu í móðurætt? Hann kastar síðan boltanum til þess nemanda sem hann vill að svari. Sá nemandi skal svara á dönsku og,ef hann treystir sér til, spyrja næstu spurningar. Svo heldur þetta áfram þar til allir hafa verið spurðir og fengið að spyrja. 11

Opgave 4B Mandlig slægtning og kvindelig slægtning Áður en æfing hefst er hægt að hlusta á lytteøvelse 5 aftur og leggja þá aðláherslu á að fylgst sé með orðum tengdum frændum og frænkum. Þegar hlustuninni er lokið skal kennari skipta nemendum í tveggja manna hópa og láta þá hafa spjöld sem klippt hafa verið út fyrir tímann. Spjöldin má finna í bilag 4B. Síðan gengur kennari á milli og aðstoðar nemendur eftir þörfum og fylgist með hvort að ekki sé verið að vinna æfinguna rétt. Þegar nemendur hafa lokið við að fara yfir öll spjöldin spjalla þeir saman og spyrja hvor annan spurninga um frændsystkyni sín og skrifa upplýsingarnar niður. Kennari fylgist með þeirri umræðu og ef hann verður var við að nemendur séu að fara út af sporinu beinir hann þeim á rétta braut. Kennari getur endað tímann á því að spyrja nemendur út í frændsystkyni sín og þannig fengið góða yfirsýn yfir hvort að nemendur hafi náð tökum á efninu. Aukaverkefni * Nemendur koma með myndir af frændsystkynum sínum í skólan eða fá að prenta þær út í skólanum. Fínt að hafa þær litlar þannig 2 4 komist fyrir á A5 blaði ásamt texta. Efst í bókina eru skrifuð frænku og frænda heitin. Neðst svo útskýring á því afhverju þau eru onkel, tante eða annað. Sjá dæmi: Onkel Tante Morbror Egill og farbror Ísak Mors søster Anna og fars søster Elsa 12

Opgave del 5 Markmið: Að nemendur þekki algengan fatnað og liti Opgave 5A Hvilken slags tøj har jeg på og hvilken farve har den? Verkefnið þarfnast undirbúnings og þarf kennari að prenta út bilager 5A, 5B og 5C. Bilag 5C á bæði að klippa niður og hafa heilt og ræður kennari hvort hann gerir það sjálfur eða lætur nemendur gera það í tíma. Kennari skiptir nemendum í þriggja manna hópa. Hver hópur fær eitt eintak af hverju útprentuðu bilag ásamt útklipptu bilag 5C. Einn nemandi byrjar að draga spjald úr niðurklippta bunkanum og lýsir manneskjunni á því spjaldi fyrir samnemendum sínum. Til stuðnings við lýsingu notar nemandinn bilag 5A þar sem finna má algengustu föt og 5B þar sem finna má orð yfir litina. Nemandinn á að lýsa manneskjunni á spjaldinu í heilum setningum á meðan samnemendur hans nota bilag 5C til að reyna að átta sig á hvaða manneskju verið er að lýsa. Hægt er að breyta verkefninu á þann hátt að einn nemandi dregur spjald af manneskju. Hinir tveir nemendurnir eiga þá að nota bilager 5A, 5B og 5C til að að spyrja spurninga og finna út hvaða manneskju samnemandinn hefur dregið. Nemendur þurfa þó að hafa ágæt tök á spurnarfornöfnunum því að nemandinn sem dró spjaldið á einungis að svara með ja eða nej. 13

Opgave del 6 Markmið: Að nemendur læri um daga mánuði og tíma Opgave 6A Hvad er klokken? Kennari spilar lytteøvelse 6 fyrir nemendur áður en hið eiginlega verkefni hefst. Þar heyra nemendur hlustun þar sem verið er að spyrja hvað klukkan sé. Þeir fá einnig útskýringar á nokkrum algengum reglum sem notaðar eru þegar kemur að því að tala um klukkuna. Þegar hlustuninni er lokið lætur kennari nemendur hafa útklippt bilag 6A þar sem eru klukkur með mismunandi tímasetningum ásamt bilag 6B þar sem eru hjálparorð sem þau geta nýtt til hliðsjónar við verkefnið. Nemendur vinna tveir saman og skiptast á að spyrja hvor annan hvað klukkan sé. Sá nemandi sem giskar verður að svara rétt til að fá að spyrja hinn. Nemendur spyrja síðan hvor annan þar til bunkinn er búinn. Í lokin getu kennari notað sömu klukkur sem nemendur voru með og spurt einn og einn hvað klukkan sé á þessu spjaldi til að fá yfirsýn yfir hverjir hafa náð tökum á efninu. Aukaverkefni * Kennari spyr nemendur út í stundatöflurnar þeirra og lífið eftir skóla, eins og til dæmis hvað er klukkan þegar það koma frímínútur, klukkan hvað er sund, hvenær er komið kvöld og svo framvegis. Nemendur eru allir með, þeir sem geta svarað rétta upp hönd og kennari velur hver fær svar réttinn. 14

Opgave 6B Hvilken dag er i dag? Áður en kennsla hefst skal kennari útvega litaðan pappír í stærð A5 eða minna fyrir nemendur að skrifa á seinna meir. Gott væri ef kennari hefði ákveðnar hugmyndir um þema því verið er að fara að búa til lengju með afmælisdagsetningum. Kennari byrjar á því að spila lytteøvelse 7. Þar eru þuldir upp vikudagarnir og mánuðirni bæði á dönsku og íslensku ásamt því að sagðar eru nokkrar dagsetningar. Á meðan nemendur hlusta skrifa kennari mánaðar og daga heitin upp á töflu. Því næst er hver og einn nemandi beðin um að skrifa niður afmælisdag sinn og fæðingarár á lítið litað blað. Einnig er hann beðin um að klippa það eftir að kennari hefur komist að samkomulagi með bekknum hvernig þema á að vera á pappírsklippunum. Þegar allir hafa lokið við að skrifa og klippa ganga nemendur á milli og spyrja um afmælisdaga hvors annars. Allar samræður og spurningar eiga að fara fram á dönsku. Í lokin setjast nemendur í hring á gólfinu þar sem einn spyr á íslensku um handhófskennda dagsetningu og hinn á að segja hvernig sú dagsetning er á dönsku. Sá sem svarar spyr síðan næsta og svo koll af kolli þar til allir hafa fengið að spyrja og svara. Aukaverkefni * Nemendur eru látnir læra vikusönginn á dönsku. Sjá fyrirmynd: https://www.youtube.com/watch?v=agrocz_o9e0 15

Opgave del 7 Markmið: Að nemendur læri að segja hvað þeim líkar og líkar ekki við Opgave 7A Jeg kan godt lide/jeg kan ikke godt lide Áður en farið er í þessa æfingu er gott að fara yfir með nemendum hvernig maður segir mér líkar og mér líkar ekki ásamt tala um samtenginguna af því að (fordi). Kennari getur séð dæmi á bilag 7A. Kennari spilar lytteøvelse 8 fyrir nemendur sínar þar sem einstaklingur segir frá því hvað honum líkar og hvað honum líkar ekki og ástæður fyrir líðan sinni. Því næst eiga nemendur að vinna einir að því að skrifa hjá sér á dönsku hvað það er sem þeim líkar og hvað það er sem þeim líkar ekki. Þeir eiga einnig að skrifa hjá sér rökstuðning fyrir sinni skoðun og kennari ætti að hvetja nemendur til að skrifa fleiri ástæður en færri. Þegar allir hafa lokið við að skrifa hjá sér biður kennari einn nemanda að segja sér hvað hann hafði skrifað. Þegar hann hefur svarað spyr kennari yfir allan bekkinn hvort einhver sé sammála eða ósammála því sem nemandinn skrifaði og heyrir því næst rök þeirra sem höfðu sömu atriði hjá sér. Kennari stýrir umræðunum áfram þar til allir hafa sagt sitt. Aukaverkefni * Kennari efnir til kappræðna. Þar er nemendum skipt í tveggja manna hópa og kennari úthlutar hverjum og einum einhverju viðfangsefni. Annar nemandinn á að vera með hlutnum, það er líka við hann og færa rökstuðning á því en hinn nemandinn á móti. Þegar nemendur hafa undirbúið sig koma þeir í pontu og hefja kappræður. Best væri ef nemendur gætu verið frjálslegir og upphugsað eitthvað í fljótu bragði sem eflaust er ekki í punktum þeirra en ef þeir stranda má kennari grípa inn í og aðstoða. 16

Opgave del 8 Markmið: Að nemendur læri um hátíðsdaga og hefðir í Danmörku. Opgave 8A Jul Kennari skiptir nemendum í 3 4 manna hópa. Fyrir tíman er gott að vera búinn að ákveða viðfangsefni eða nýta sér viðfangsefni sem finna má á bilag 8A. Nemendur kynna sér hefðir í Danmörku og væri best ef þeir gætu nýtt sér til þess hina ýmsu miðla. Þeir eiga að kynna sér hefðina sem þeim er úthlutað og búa til kynningu um hana. Nemendur fá að ráða hvernig kynningunni er skilað, það er hvort þeir tali upp í pontu með glærur eða plaköt til hliðsjónar, sýni myndband eða annað. Kennari skal ítreka við nemendur að það sé mikilvægt að þeir geti svarað spurningum um efnið sé eitthvað sem ekki kemur fram eða um tengsl hefðarinnar við hefðir á Íslandi. Gott væri ef kennari hefði skrifað hjá sér punkta sjálfur. Loks fer kynningin fram og skulu nemendur bæði spyrja og svara á dönsku að kynningu lokinni. Í lokin geta kennari og nemendur tekið saman og rætt aðal punktanna úr kynningunum og skrifað hjá sér á plakat sem svo fær að fara upp á vegg. 17

Opgave 8B Påske Kennari prentar út bilag 8B í eins mörgum eintökum og hann telur þurfa ásamt því að klippa þau niður. Nemendum er skipt í tveggja manna hópa og þeir fengnir til að búa til sögu tengda páskunum þar sem þeir eiga að nota minnst fimm orð af spjöldunum sem kennari lét þá hafa. Nemendur hafa leyfi til að nota orðabók. Þegar allir hafa lokið við að skrifa sína sögu kemur einn hópur í einu og segir sögu sína. Áður en þetta hefst skal kennari segja nemendum að eftir að hver og einn les muni hann spyrja bekkinn hvaða orð það voru af spjöldunum sem hópurinn notaði í sögunni. Það er gert svo að nemendur skoði spjöldin, reyni að muna hvað þar stendur og fylgist með. Í lokin skal hver hópur fá minnst eitt spjald þar sem hann skrifar niður orðið á spjaldinu og útskýringu á því. Þetta skal svo hengt upp á vegg til að nemendur geti kíkt á þegar hentar Aukaverkefni * Kennari getur prentað út nokkur eintök af fylgiskjali 8B og beðið nemendur um að fara í veiðimann. Þannig geta nemendur æft til að mynda spurnarfornöfn og óákveðinn greini. Dæmi: Har du en påskeunge? 18

Bilager Hér á eftir koma þau fylgiskjöl sem getið hefur verið um í kennsluleiðbeiningum. Leitast var eftir að hafa uppsetningu eins og þægilega og best var kosið fyrir kennara sem nýta þurfa efnið. Fylgiskjölin eru í þeirri röð sem þeirra er getið í kennsluleiðbeiningum. 19

Bilag 1A Kort Langt Lyst Mørkt Glat Krøllet Bølget Mellemlangt Tyk Tynd Høj Lav af vækst Fed Slank Stærk Lille Stor Smuk Flot Sød Mund Øjne Øre Næse Øjenbryn Bumser Linse Pande 20

Bilag 1B Stutt Langt Ljóst Dökkt Slétt Krullað Liðað Meðallangt Digur Magur Hávaxinn Lágvaxinn Feitur Grannur Sterkur Lítill Stór Fríður Flottur Sætur Munnur Augu Eyra Nef Augabrún Bólur Augasteinn Enni 21

Bilag 2A Vred Glad Irriteret Forbavset Skuffet Bange Lykkelig Forvirret Hjælpeløs Ligeglad Urolig Interesseret Spændt Genert Nervøs 22

Bilag 3A Køkken Køleskab Køkkenskab Komfur Mikroovn Kokkenbord Bageovn Køkkenvask Entré Sko Garderobe Soveværelse Børneværelse Seng Barneseng Klædeskab Spisestue Spisestuebord Stue Sofa Badeværelse Bad Bruser Spejl Vaskemaskine Tørretumbler Opvaske- maskine Kælder 23

Bilag 4A Oldefar Oldemor Morfar Mormor Farfar Farmor Sted far Mor Far Sted mor Bror Jeg Søster Fætter Kusine 24

Bilag 4B Broderdatter Søsterdatter Brodersøn Søstersøn Niece Kusine Bróðurdóttir Systurdóttir Nevø Fætter Bróðursonur Systursonur Dóttir bróður þíns eða systur þinnar. Sonur bróður þíns eða systur þinnar. Farbror Morbror Faster Moster Onkel Föðurbróðir Móðurbróðir Tante Föðursystir Móðursystir Bróðir pabba þíns eða mömmu þinnar. Systir pabba þíns eða mömmu þinnar. Grandonkel Farfars bror Mormors bror Afabróðir Ömmubróðir Grandtante Farfars søster Mormors søster Afasystir Ömmusystir Bróðir afa eða ömmu. Systur afa eða ömmu. 25

Bilag 5A Jakke Slips Skjorte Bukser Sko Tørklæder Bluse Kjole Støvler Cowboybukser Bælte Hat Sokker Badedragt ørering Gummisko Ur Ring Regnjakke Nederdel Briller/ Solbriller Shorts T- shirt Pyjamas Brudekjole Smoking Håndtaske Vest 26

Bilag 5B Sort Grå Brun Grøn Lime Grøn Pastel Grøn Turkis Mørke Blå Blå Lyseblå Lavendel Lilla Rød Pink Lyserød Orange Gul Hvid Kobber Guld Sølv 27

Bilag 5C 28

Bilag 6A Bilag 6B Time Klokken er Lille viser Stor viser Minut Minutter Halv Kvart i Kvart over I / over 29

Bilag 7A At lide! Jeg kan godt lide Mér geðjast að / mér líka við Jeg kan ikke godt lide Mér geðjast ekki að / mér líkar ekki við Dæmi: Godt lide Jeg kan godt lide kylling, fordi kylling er sund Jeg kan godt lide håndbold, fordi håndbold er spændende. Ikke godt lide Jeg kan ikke godt lide slik, fordi slik skader tænderne Jeg kan ikke godt lide fodbold, fordi fodbold er ikke spændende. 30

Bilag 8A Julegaver Julemad Juleferie Julemusik Julemand Juletræsfest Juleaften 31

Bilag 8B Påske Påskedag Påskelilje Påskesøndag Påskedag Påskeæg Påskeferie Påskeunge Påskemad Påskekanin Påskeøen Palmetræ Jesus Herren Første påskedag Anden påskedag Skærtorsdag Langfredag Apostle De tolv apostle Kirke Messe Gudstjeneste 32