VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transkript

1 VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1

2 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 40 mg + 4 mg blettunarlausn handa litlum köttum og frettum. Advocate 80 mg + 8 mg blettunarlausn handa stórum köttum. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Advocate handa köttum inniheldur 100 mg/ml imidacloprid og 10 mg/ml moxidectin. Hver stakskammtur (pípetta) inniheldur: Stakskammtur Imidacloprid Moxidectin Advocate handa litlum köttum ( 4 kg) og frettum 0,4 ml 40 mg 4 mg Advocate handa stórum köttum (> 4-8 kg) 0,8 ml 80 mg 8 mg Hjálparefni: Bensýlalkóhól. Bútýlhýdroxýtólúen 1 mg/ml (E 321, sem andoxunarefni). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Blettunarlausn. Tær, gul til brúnleit lausn. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Dýrategund Kettir, frettur. 4.2 Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir Kettir sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), til meðhöndlunar á maurakláða af völdum Notoedres cati, til meðhöndlunar á lungnahárorminum Eucoleus aerophilus (samheiti: Capillaria aerophila) (fullþroska stig), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara cati og Ancylostoma tubaeforme). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. Frettur sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis). 2

3 4.3 Frábendingar Lyfið má ekki gefa kettlingum yngri en 9 vikna. Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Handa frettum: Notið ekki Advocate handa stórum köttum (0,8 ml) eða Advocate handa hundum (af hvaða stærð sem er). Handa hundum skal nota samsvarandi Advocate handa hundum sem inniheldur 100 mg/ml imidacloprid og 25 mg/ml moxidectin. Notið ekki á kanarífugla. 4.4 Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund Sjá kafla 4.5. Virkni lyfsins hefur ekki verið rannsökuð hjá frettum sem eru þyngri en 2 kg og því gætu áhrifin varað skemur hjá þessum dýrum. Ólíklegt er að stutt snerting dýrsins við vatn einu eða tvisvar sinnum milli meðhöndlana dragi marktækt úr verkun lyfsins. Hins vegar getur tíður sápuþvottur eða vatnsbað eftir meðhöndlun dregið úr verkun lyfsins. Ónæmi sníkla gegn sérhverjum flokki ormalyfja getur myndast eftir tíða, endurtekna notkun ormalyfja í þeim flokki. Því ætti notkun lyfsins að byggjast á mati á hverju tilfelli fyrir sig og á faraldsfræðilegum upplýsingum á hverjum stað um hversu næm sú tegund sem meðhöndla skal er fyrir sýkingunni, til að minnka hættu á myndun ónæmis seinna meir. Notkun lyfsins skal byggð á fyrirliggjandi staðfestri sjúkdómsgreiningu á blandaðri sýkingu (eða hættu á sýkingu sem notkun lyfsins getur fyrirbyggt) (sjá einnig kafla 4.2 og 4.9). 4.5 Sérstakar varúðarreglur við notkun Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum Meðhöndlun katta sem vega minna en 1 kg og fretta sem vega minna en 0,8 kg skal byggja á mati á ávinningi og áhættu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins handa veikum eða heilsutæpum dýrum og því skal aðeins nota lyfið að undangengnu mati á ávinningi og áhættu fyrir þessi dýr. Þess skal gætt að innihald pípettunnar eða lyfið sem hefur verið gefið komist ekki í snertingu við augu eða munn dýrsins og/eða annarra dýra. Ekki skal leyfa dýrum, sem nýlega hafa verið meðhöndluð, að þrífa hvert annað. Gæta skal þess að lyfið berist ekki í munn collie hunda eða Old English Sheep dog og skyldra tegunda. Mælt er með því að kettir og frettur á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur og kettir sem farið er með til slíkra svæða, séu meðhöndlaðir mánaðarlega með lyfinu til að verja þá gegn hjartaormasmiti. Þrátt fyrir að nákvæmni greininga á hjartaormasmiti sé takmörkuð, er mælt með því að reynt sé að ganga úr skugga um hvort kettir og frettur eldri en 6 mánaða séu smitaðir með hjartaormum, áður en fyrirbyggjandi meðhöndlun hefst, þar sem notkun lyfsins handa köttum eða frettum sem eru smitaðir af fullþroska hjartaormum, getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þar á meðal dauða. Greinist kettir með fullþroska hjartaorma skal meðhöndla þá í samræmi við núgildandi vísindalega þekkingu. 3

4 Hjá sumum köttum getur Notoedres cati sýking verið alvarleg. Í þessum alvarlegu tilfellum er nauðsynlegt að gefa stuðningsmeðferð samhliða lyfinu því að lyfjagjöfin eingöngu er ef til vill ekki nægileg til að hindra dauða dýrsins. Imidaklópríð veldur eitrunum hjá fuglum, einkum kanarífuglum. Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið Forðist að lyfið berist á húð, í augu eða munn. Hvorki má neyta matar eða drykkjar né reykja á meðan lyfið er borið á. Þvoið hendur vandlega eftir notkun. Eftir notkun má hvorki strjúka né snyrta dýrin þar til staðurinn sem lyfið var borið á er orðinn þurr. Berist lyfið fyrir slysni á húð skal tafarlaust þvo það af með sápu og vatni. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir bensýlalkóhóli, imidaclopridi eða moxidectini eiga að bera þetta lyf á með gætni. Örsjaldan getur lyfið valdið húðertingu eða tímabundnum aukaverkunum á húð (til dæmis doði, erting eða sviðatilfinning/stingir). Örsjaldan getur lyfið valdið ertingu í öndunarfærum hjá næmum einstaklingum. Berist lyfið fyrir slysni í augu skal skola þau vandlega með vatni. Ef húð- eða augneinkenni eru viðvarandi eða ef lyfið er óvart tekið inn skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins. Leysirinn í Advocate getur litað eða skemmt ákveðin efni, þar á meðal leður, vefnað, plast og lakkaða/málaða fleti. Látið því lyfið þorna áður en dýrið kemst í snertingu við þessi efni. 4.6 Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki) Notkun lyfsins getur valdið tímabundnum kláða hjá köttum. Stöku sinnum getur feldurinn orðið fitukenndur, roðaþot geta komið fram sem og uppköst. Þessi einkenni hverfa án sérstakrar meðhöndlunar. Lyfið getur, í mjög sjaldgæfum tilvikum, valdið staðbundnu ofnæmi. Ef dýrið sleikir sig þar sem lyfið var borið á geta örsjaldan komið fyrir einkenni frá taugakerfinu (flest tímabundin) (sjá kafla 4.10). Lyfið hefur biturt bragð. Ef dýrið sleikir sig þar sem lyfið var borið á, getur slíkt leitt til slefu. Þetta er ekki vísbending um eitrun og hverfur á nokkrum mínútum án meðhöndlunar. Rétt notkun lyfsins dregur úr hættunni á að dýrið geti sleikt sig þar sem lyfið er borið á húðina. Lyfið getur örsjaldan valdið tilfinningu á þeim stað þar sem lyfið var borið á sem leiðir til tímabundinna hegðunarbreytinga svo sem svefnhöfga, uppnáms og lystarleysis. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik). 4.7 Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi dýralyfsins á meðgöngu og við mjólkurgjöf. Rannsóknir á bæði imidaclopridi og moxidectini hjá rottum og kanínum hafa ekki leitt í ljós neinar upplýsingar um fósturskemmdir, eiturverkanir á fóstur eða á móður. Dýralyfið má eingöngu nota að undangengnu ávinnings-/áhættumati dýralæknis. 4

5 4.8 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Á meðan meðhöndlun með Advocate stendur skal ekki nota nein önnur sníklalyf af flokki stórhringslaktóna. Ekki hafa komið fram neinar milliverkanir Advocate við algeng dýralyf, meðhöndlanir eða aðgerðir. 4.9 Skammtar og íkomuleið Skömmtun handa köttum: Ráðlagðir lágmarksskammtar eru imidacloprid 10 mg/kg líkamsþunga og moxidectin 1,0 mg/kg líkamsþunga, sem jafngildir 0,1 ml/kg líkamsþunga af Advocate handa köttum. Meðhöndlun skal byggja á mati dýralæknis á hverju tilfelli fyrir sig og á faraldsfræðilegum aðstæðum á hverjum stað. Líkamsþyngd katta [kg] Stærð pípettu sem nota á Rúmmál [ml] Imidacloprid [mg/kg líkamsþ.] Moxidectin [mg/kg líkamsþ.] 4 kg Advocate handa litlum köttum 0,4 minnst 10 minnst 1 > 4-8 kg Advocate handa stórum köttum 0, > 8 kg Velja skal saman þær pípettur sem við á. Fyrirbyggjandi og til meðhöndlunar á flóasmiti (Ctenocephalides felis) Ein meðhöndlun kemur í veg fyrir flóasmit í næstu 4 vikur á eftir. Púpur sem eru til staðar í umhverfinu geta haldið áfram að klekjast í 6 vikur eða lengur eftir að meðhöndlun hefst, háð loftslagi. Því kann það að vera nauðsynlegt samhliða Advocate-meðhöndlun að hreinsa nánasta umhverfi með það fyrir augum að rjúfa lífshringrás flóarinnar. Slíkt getur leitt til þess að hraðar dregur úr fjölda flóa á heimilinu. Nota á lyfið á mánaðarfresti þegar það er notað sem liður í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. Til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Octodectes cynotis) Nota á einn skammt af lyfinu. Mælt er með skoðun hjá dýralækni 30 dögum eftir meðferð þar sem sum dýr gætu þurft aðra meðferð. Má ekki bera beint í eyrnagöngin. Meðhöndlun við maurakláða af völdum Notoedres cati Gefa skal einn stakan skammt af lyfinu. Meðhöndlun á lungnahárorminum Eucoleus aerophilus (samheiti: Capillaria aerophila) (fullþroska stig) Gefa skal einn stakan skammt af lyfinu. Fyrirbyggjandi gegn hjartaormum (Dirofilaria immitis) Kettir á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur, auk katta sem hafa farið á svæði þar sem hjartaormur er landlægur, geta verið smitaðir af fullþroska hjartaormum. Áður en meðferð með Advocate hefst skal því hafa í huga ráðleggingar í kafla 4.5. Til að koma í veg fyrir hjartaormasmit verður að meðhöndla með lyfinu með mánaðar millibili þann tíma ársins sem moskítóflugur (millihýslarnir sem bera í sér hjartaormalirfur og breiða út smit) eru í 5

6 umhverfinu. Nota má lyfið allt árið eða hefja meðhöndlun a.m.k. 1 mánuði áður en búist er við fyrstu moskítóflugunum. Halda á meðhöndlun áfram á mánaðar fresti þar til 1 mánuði eftir að síðast sást til moskítóflugna. Til að koma á fastri venju er mælt með því að í hverjum mánuði sé notaður sami dagur eða mánaðardagur. Þegar byrjað er að nota Advocate í stað annars lyfs sem er notað fyrirbyggjandi gegn hjartaormum, í fyrirbyggjandi áætlun gegn hjartaormum, á að meðhöndla í fyrsta sinn með Advocate innan 1 mánaðar frá því hitt lyfið var notað síðast. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur ætti ekki að vera nein hætta á því að kettir séu smitaðir. Því má meðhöndla dýrin án sérstakrar varúðar. Meðhöndlun á spóluormum og bitormum (Toxocara cati og Ancylostoma tubaeforme) Á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur getur mánaðarleg meðferð dregið marktækt úr hættu á endursýkingu af völdum spóluorma og bitorma. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur má nota lyfið sem lið í árstíðabundinni fyrirbyggjandi meðferð gegn flóm og þráðormum í meltingarvegi. Skömmtun handa frettum: Nota skal eina pípettu af Advocate blettunarlausn handa litlum köttum (0,4 ml) fyrir hvert dýr. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt. Meðhöndlun skal byggja á faraldsfræðilegum aðstæðum á hverjum stað. Fyrirbyggjandi og til meðhöndlunar á flóasmiti (Ctenocephalides felis) Ein meðhöndlun kemur í veg fyrir flóasmit í næstu 3 vikur á eftir. Nauðsynlegt getur verið að endurtaka meðhöndlun tveimur vikum seinna ef um mikið flóasmit er að ræða. Fyrirbyggjandi gegn hjartaormum (Dirofilaria immitis) Frettur á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur, auk fretta sem hafa farið á svæði þar sem hjartaormur er landlægur, geta verið smitaðar af fullþroska hjartaormum. Áður en meðferð með Advocate hefst skal því hafa í huga ráðleggingar í kafla 4.5. Til að koma í veg fyrir hjartaormasmit verður að meðhöndla með lyfinu með mánaðar millibili þann tíma ársins sem moskítóflugur (millihýslarnir sem bera í sér hjartaormalirfur og breiða út smit) eru í umhverfinu. Nota má lyfið allt árið eða hefja meðhöndlun a.m.k. 1 mánuði áður en búist er við fyrstu moskítóflugunum. Halda á meðhöndlun áfram á mánaðar fresti þar til 1 mánuði eftir að síðast sást til moskítóflugna. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur ætti ekki að vera nein hætta á því að frettur séu smitaðar. Því má meðhöndla dýrin án sérstakrar varúðar. Aðferð við lyfjagjöf Einungis til útvortis notkunar. Takið eina pípettu úr pakkningunni. Haldið pípettunni síðan uppréttri og snúið tappann af henni. Snúið tappanum við og notið hann til að rjúfa innsigli pípettunnar eins og sýnt er á myndunum. Skiljið að feldinn á aftanverðum hálsi dýranna, neðst við höfuðkúpuna, þar til húðin er sýnileg. Færið odd pípettunnar að húðinni og kreistið hana ákveðið nokkrum sinnum þannig að allt innihaldið berist 6

7 beint á húðina. Með því að bera lyfið á neðst við höfuðkúpuna er dregið úr hættunni á að dýrið geti sleikt lyfið. Aðeins má bera lyfið á óskaddaða húð Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur Allt að 10-faldur ráðlagður skammtur þoldist hjá köttum án nokkurra merkja um aukaverkanir eða óæskilegra klínískra einkenna. Lyfið var gefið kettlingum í allt að 5-földum ráðlögðum skammti á 2 vikna fresti, 6 meðferðir, án þess að fram kæmu alvarlegar efasemdir um öryggi þess. Tímabundin ljósopsstæring (mydriasis), slef, uppköst og tímabundin hraðöndun sást. Eftir inntöku fyrir slysni eða ofskömmtun geta komið fram einkenni frá taugakerfi (flest tímabundin), til dæmis slingur, útbreiddur skjálfti, augneinkenni (útvíkkað sjáaldur, óveruleg sjáaldurssvörun, augntin), óeðlileg öndun, slef og uppköst, en þetta kemur örsjaldan fyrir. Lyfið var gefið frettum í 5-földum ráðlögðum skammti á 2 vikna fresti, 4 meðferðir án þess að fram kæmu aukaverkanir eða óæskileg klínísk áhrif. Ef lyfið berst fyrir slysni ofan í dýrið skal meðhöndla einkennin sem kunna að koma fram. Ekki er þekkt neitt sértækt mótefni. Notkun lyfjakola gæti verið gagnleg Biðtími fyrir afurðanýtingu Á ekki við. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR Flokkun eftir verkun: Sníklalyf (Antiparacitica), skordýraeitur og skordýrafælur, makrócýklískir laktónar, milbemýcín. ATC-vet flokkur: QP54AB Lyfhrif Imidacloprid, 1-(6-chloro-3-pyridylmethyl)-N-nitro-imidazolidin-2-ylideneamine, er útsníklalyf (ectoparasiticide) sem tilheyrir klórnikótinýlhópi efna. Nánari efnafræðileg lýsing er chloronicotinyl- 7

8 nitroguanidin. Imidacloprid er virkt gegn lirfustigi flóa og fullþroska flóm. Flóalirfur í umhverfi gæludýrsins drepast eftir snertingu við gæludýr sem eru í meðhöndlun með þessu lyfi. Imidacloprid hefur mikla sækni í nikótínvirka acetýlkólín viðtaka aftan taugamóta í miðtaugakerfi flóa. Sú hömlun kólínvirkra taugaboða sem fylgir í kjölfarið hjá skordýrum, leiðir til lömunar þeirra og dauða. Vegna lítillar sækni í nikótínvirka viðtaka í spendýrum og, að því haldið er fram, lítils gegnflæðis um blóð-heila-þröskuldinn hjá spendýrum, hefur imidacloprid sem næst engin áhrif á miðtaugakerfi spendýra. Imidacloprid hefur óveruleg lyfjafræðileg áhrif á spendýr. Moxidectin, 23-(O-methyloxime)-F28249 alpha, er annarrar kynslóðar stórhringslaktón úr milbemycinhópnum. Það er sníklalyf sem er virkt gegn mörgum inn- og útsníklum (internal og external parasites). Moxidectin er virkt gegn þroskastigum lirfa (L3, L4) Dirofiliaria immitis. Það er einnig virkt gegn þráðormum í meltingarvegi. Moxidectin verkar á GABA- og glútamatstýrð klóríðgöng. Sú verkun leiðir til þess að klóríðgöng í aftari hluta taugamóta (postsynaptic junction) opnast, innflæðis klóríðjóna og til óafturkræfs hvíldarástands. Afleiðingin er lömun sníklanna og síðan dauði þeirra og/eða útskilnaður. 5.2 Lyfjahvörf Þegar lyfið hefur verið borið á húð dýrsins, dreifist imidacloprid ört um húðina á innan við einum sólarhring. Lyfið finnst á yfirborði líkamans allt tímabilið milli meðhöndlana. Moxidectin frásogast um húðina og nær hámarksþéttni í blóðvökva um það bil 1-2 dögum eftir að lyfið er borið á ketti. Eftir frásog um húð dreifist moxidectin almennt (systemically) og skilst hægt úr blóðvökva, eins og sjá má af því að moxidectin mælist í blóðvökva í heilan mánuð eftir meðhöndlun. Vistfræðilegar upplýsingar Sjá kafla LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Benzylalkóhól Bútýlhýdroxytoluen Própýlencarbonat. 6.2 Ósamrýmanleiki sem skiptir máli Enginn þekktur. 6.3 Geymsluþol Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið við lægri hita en 30 C. 8

9 6.5 Gerð og samsetning innri umbúða Gerð íláts Pakkningastærðir Hvít stakskammta pípetta úr pólýprópýleni með skrúfloki. 0,4 ml og 0,8 ml í hverri pípettu. Þynnupakkning með 1, 2, 3, 4, 6, 9, 12, 21 eða 42 stakskammta pípettum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur við notkun þeirra Advocate má ekki berast í vötn, ár eða læki þar sem það kann að vera skaðlegt fiski eða öðrum vatnalífverum. Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Bayer Animal Health GmbH Leverkusen Þýskaland. 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/03/039/ EU/2/03/039/ EU/2/03/039/ EU/2/03/039/ DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 02/04/2003. Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 14/01/ DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu ( TAKMARKANIR Á SÖLU, DREIFINGU OG/EÐA NOTKUN Á ekki við. 9

10 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 40 mg + 10 mg blettunarlausn handa litlum hundum. Advocate 100 mg + 25 mg blettunarlausn handa meðalstórum hundum. Advocate 250 mg + 62,5 mg blettunarlausn handa stórum hundum. Advocate 400 mg mg blettunarlausn handa mjög stórum hundum. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Advocate handa hundum inniheldur 100 mg/ml imidacloprid og 25 mg/ml moxidectin. Hver stakskammtur (pípetta) inniheldur: Stakskammtur Imidacloprid Moxidectin Advocate handa litlum hundum ( 4 kg) 0,4 ml 40 mg 10 mg Advocate handa meðalstórum hundum (> 4-10 kg) 1,0 ml 100 mg 25 mg Advocate handa stórum hundum (> kg) 2,5 ml 250 mg 62,5 mg Advocate handa mjög stórum hundum (> kg) 4,0 ml 400 mg 100 mg Hjálparefni: Bensýlalkóhól. Bútýlhýdroxýtólúen 1 mg/ml (E 321, sem andoxunarefni). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Blettunarlausn. Tær, gul til brúnleit lausn. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Dýrategund Hundar. 4.2 Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir Hundar sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á feldlús (Trichodectes canis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), hundakláða (sarcoptic mange) (af völdum Sarcoptes scabiei var. canis), hársekkjamaurakláða (demodicosis) (af völdum Demodex canis), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria immitis), til meðferðar á hjartaormasýkingu í húð (fullþroska Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á hjartaormasýkingu í húð (L3 lirfur Dirofilaria repens), til að fækka forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á angiostrongylosis (L4 lirfur og ófullþroska Angiostrongylus vasorum), 10

11 til meðhöndlunar á Angiostrongylus vasorum og Crenosoma vulpis, til fyrirbyggingar á sjúkdómi af völdum Spirocerca lupi, til meðhöndlunar á nasahárorminum Eucoleus (syn Capillaria) boehmi (fullþroska stig), til meðhöndlunar á augnaþráðorminum Thelazia callipaeda (fullþroska stig), til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara canis, Ancylostoma caninum og Uncinaria stenocephala, fullþroska Toxascaris leonina og Trichuris vulpis). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. 4.3 Frábendingar Lyfið má ekki gefa hvolpum yngri en 7 vikna. Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverjum hjálparefnanna. Lyfið má ekki gefa hundum sem eru flokkaðir í 4. flokk af hjartaormasmiti þar sem öryggi lyfsins hefur ekki verið metið hjá þessum dýrahópi. Handa köttum skal nota samsvarandi Advocate handa köttum (0,4 eða 0,8 ml), sem inniheldur 100 mg/ml imidacloprid og 10 mg/ml moxidectin. Handa frettum: Notið ekki Advocate handa hundum. Aðeins skal nota Advocate handa litlum köttum og frettum (0,4 ml). Notið ekki á kanarífugla. 4.4 Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund Sjá kafla 4.5. Ólíklegt er að stutt snerting dýrsins við vatn einu eða tvisvar sinnum milli meðhöndlana dragi marktækt úr verkun lyfsins. Hins vegar getur tíður sápuþvottur eða vatnsbað eftir meðhöndlun dregið úr verkun lyfsins. Ónæmi sníkla gegn sérhverjum flokki ormalyfja getur myndast eftir tíða, endurtekna notkun ormalyfja í þeim flokki. Því ætti notkun lyfsins að byggjast á mati á hverju tilfelli fyrir sig og á faraldsfræðilegum upplýsingum á hverjum stað um hversu næm sú tegund sem meðhöndla skal er fyrir sýkingunni, til að minnka hættu á myndun ónæmis seinna meir. Notkun lyfsins skal byggð á fyrirliggjandi staðfestri sjúkdómsgreiningu á blandaðri sýkingu (eða hættu á sýkingu sem notkun lyfsins getur fyrirbyggt) (sjá einnig kafla 4.2 og 4.9). Vettvangsrannóknir á virkni gegn fullorðnum Dirofilaria repens hafa ekki verið gerðar. 4.5 Sérstakar varúðarreglur við notkun Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum Meðhöndlun dýra sem vega minna en 1 kg skal byggja á mati á ávinningi og áhættu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins handa veikum eða heilsutæpum dýrum og því skal aðeins nota lyfið að undangengnu mati á ávinningi og áhættu fyrir þessi dýr. 11

12 Þess skal gætt að innihald pípettunnar eða lyfið sem hefur verið gefið komist ekki í snertingu við augu eða munn dýrsins og/eða annarra dýra. Ekki skal leyfa dýrum, sem nýlega hafa verið meðhöndluð, að þrífa hvert annað. Þegar lyfið er borið á 3-4 staði (sjá kafla 4.9) skal gæta sérstakrar varúðar til að koma í veg fyrir að dýrið sleiki staðina sem lyfið er borið á. Lyfið inniheldur moxidectin (stórhringslaktón), því skal gæta þess sérstaklega að gefa lyfið með réttum hætti þegar um er að ræða collie hunda eða Old English Sheep dog og skyldar tegundir eins og lýst er í kafla 4.9; einkum og sér í lagi skal koma í veg fyrir að lyfið berist í munn hundsins og/eða annarra dýra sem eru í nánum samskiptum. Advocate hefur skaðleg áhrif á vatnalífríkið og má því ekki berast í yfirborðsvatn. Moxidectin er mjög eitrað fyrir vatnalífverur. Ekki má leyfa meðhöndluðum hundum að synda í yfirborðsvatni í 4 daga eftir meðhöndlun. Öryggi lyfsins hefur eingöngu verið metið hjá hundum sem hafa verið greindir með hjartaormasmit af flokki 1 eða 2 í rannsóknum sem voru gerðar á rannsóknastofum og hjá nokkrum hundum með smit af flokki 3 í vettvangsrannsókn. Því á notkun lyfsins hjá hundum með greinileg eða alvarleg sjúkdómseinkenni að byggjast á vandlegu ávinnings-/áhættumati dýralæknis. Þrátt fyrir að tilraunarannsóknir á ofskömmtun hafi sýnt að lyfið sé öruggt fyrir hunda sem smitaðir eru með fullþroska hjartaormum, hefur það enga verkun gegn fullþroska Dirofilaria immitis. Því er mælt með að allir hundar sem eru 6 mánaða gamlir eða eldri, á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur, séu rannsakaðir með tilliti til fullþroska hjartaorma, áður en lyfið er gefið. Meðhöndla skal sýkta hunda með lyfi sem drepur fullþroska hjartaorma í samráði við dýralækni til að fjarlægja þá. Öryggi Advocade hefur ekki verið metið þegar það er gefið á sama degi og lyf sem drepur fullþroska hjartaorma. Imidaklópríð veldur eitrunum hjá fuglum, einkum kanarífuglum. Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið Forðist að lyfið berist á húð, í augu eða munn. Hvorki má neyta matar eða drykkjar né reykja á meðan lyfið er borið á. Þvoið hendur vandlega eftir notkun. Eftir notkun má hvorki strjúka né snyrta dýrin þar til staðurinn sem lyfið var borið á er orðinn þurr. Berist lyfið fyrir slysni á húð skal tafarlaust þvo það af með sápu og vatni. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir bensýlalkóhóli, imidaclopridi eða moxidectini eiga að bera þetta lyf á með gætni. Örsjaldan getur lyfið valdið húðertingu eða tímabundnum aukaverkunum á húð (til dæmis doði, erting eða sviðatilfinning/stingir). Örsjaldan getur lyfið valdið ertingu í öndunarfærum hjá næmum einstaklingum. Berist lyfið fyrir slysni í augu skal skola þau vandlega með vatni. Ef húð- eða augneinkenni eru viðvarandi eða ef lyfið er óvart tekið inn skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins. Leysirinn í Advocate getur litað eða skemmt ákveðin efni, þar á meðal leður, vefnað, plast og lakkaða/málaða fleti. Látið því lyfið þorna áður en dýrið kemst í snertingu við þessi efni. 4.6 Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki) Notkun lyfsins getur valdið tímabundnum kláða hjá hundum. Stöku sinnum geta hár orðið fitukennd, roðaþot geta komið fram sem og uppköst. Þessi einkenni hverfa án sérstakrar meðhöndlunar. Lyfið getur, í mjög sjaldgæfum tilvikum, valdið staðbundnu ofnæmi. Ef dýrið sleikir sig þar sem lyfið var borið á geta örsjaldan komið fyrir einkenni frá taugakerfinu (flest tímabundin)(sjá kafla 4.10). Lyfið hefur biturt bragð. Ef dýrið sleikir sig þar sem lyfið var borið á, strax eftir meðferð, getur slíkt leitt til slefu. Þetta er ekki vísbending um eitrun og hverfur á nokkrum mínútum án meðhöndlunar. Rétt notkun lyfsins dregur úr hættunni á að dýrið geti sleikt sig þar sem lyfið er borið á húðina. 12

13 Lyfið getur örsjaldan valdið tilfinningu á þeim stað þar sem lyfið var borið á sem leiðir til tímabundinna hegðunarbreytinga svo sem svefnhöfga, uppnáms og lystarleysis. Vettvangsrannsókn hefur sýnt að hjá hundum með hjartaormasmit sem hafa forlirfur í blóði (microfilaraemia) er hætta á alvarlegum einkennum frá öndunarfærum (hósti, hraðöndun og mæði) sem geta kallað á tafarlausa meðferð dýralæknis. Í rannsókninni voru þessi viðbrögð algeng (sáust hjá 2 af 106 meðhöndluðum hundum). Einkenni frá meltingarvegi (uppköst, niðurgangur, lystarleysi) og örþreyta eru einnig algengar aukaverkanir af völdum meðferðarinnar hjá þessum hundum. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik). 4.7 Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi dýralyfsins á meðgöngu og við mjólkurgjöf. Rannsóknir á bæði imidaclopridi og moxidectini hjá rottum og kanínum hafa ekki leitt í ljós neinar upplýsingar um fósturskemmdir, eiturverkanir á fóstur eða á móður. Dýralyfið má eingöngu nota að undangengnu ávinnings-/áhættumati dýralæknis. 4.8 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Á meðan meðhöndlun með Advocate stendur skal ekki nota nein önnur sníklalyf af flokki stórhringslaktóna. Ekki hafa komið fram neinar milliverkanir Advocate við algeng dýralyf, meðhöndlanir eða aðgerðir. Öryggi Advocate, þegar það er gefið á sama degi og lyf sem drepur fullþroska hjartaorma, hefur ekki verið metið. 4.9 Skammtar og íkomuleið Skömmtun: Ráðlagðir lágmarksskammtar eru imidacloprid 10 mg/kg líkamsþunga og moxidectin 2,5 mg/kg líkamsþunga, sem jafngildir 0,1 ml/kg líkamsþunga af Advocate handa hundum. Meðhöndlun skal byggja á mati dýralæknis á hverju tilfelli fyrir sig og á faraldsfræðilegum aðstæðum á hverjum stað. Líkamsþyngd Stærð pípettu sem nota á hunda [kg] 4 kg Advocate handa litlum hundum > 4-10 kg Advocate handa meðalstórum hundum > kg Advocate handa stórum hundum > kg Advocate handa mjög stórum hundum Rúmmál [ml] Imidacloprid [mg/kg líkamsþ.] Moxidectin [mg/kg líkamsþ.] 0,4 minnst 10 minnst 2,5 1, ,5-6,25 2, ,5-6,25 4, ,5-4 13

14 Líkamsþyngd hunda [kg] Stærð pípettu sem nota á Rúmmál [ml] > 40 kg Velja skal saman þær pípettur sem við á. Imidacloprid [mg/kg líkamsþ.] Moxidectin [mg/kg líkamsþ.] Fyrirbyggjandi og til meðhöndlunar á flóasmiti (Ctenocephalides felis) Ein meðhöndlun kemur í veg fyrir flóasmit í næstu 4 vikur á eftir. Púpur sem eru til staðar í umhverfinu geta haldið áfram að klekjast í 6 vikur eða lengur eftir að meðhöndlun hefst, háð loftslagi. Því kann það að vera nauðsynlegt samhliða Advocate-meðhöndlun að hreinsa nánasta umhverfi með það fyrir augum að rjúfa lífshringrás flóarinnar. Slíkt getur leitt til þess að hraðar dregur úr fjölda flóa á heimilinu. Nota á lyfið á mánaðarfresti þegar það er notað sem liður í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. Til meðhöndlunar á feldlús (Trichodectes canis) Nota á einn skammt af lyfinu. Mælt er með frekari skoðun hjá dýralækni 30 sólarhringum eftir meðhöndlun, því sum dýr getur þurft að meðhöndla aftur. Til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis) Nota á einn skammt af lyfinu. Fjarlægið varlega lausar leifar úr ytri eyrnagangi við hverja meðferð. Mælt er með skoðun hjá dýralækni 30 dögum eftir meðferð þar sem sum dýr gætu þurft aðra meðferð. Má ekki bera beint í eyrnagöngin. Til meðhöndlunar á hundakláða (af völdum Sarcoptes scabiei var. canis) Nota á einn skammt tvisvar sinnum með 4 vikna millibili. Til meðhöndlunar á hársekkjamaurakláða (af völdum Demodex canis) Einn skammtur, gefinn 2 til 4 sinnum með 4 vikna millibili, er virkur gegn Demodex canis og leiðir til greinilegs bata hvað varðar klínísk einkenni sérstaklega þegar um væg til miðlungs alvarleg tilvik er að ræða. Mjög erfið tilvik geta þarfnast lengri og tíðari meðferðar. Til að ná sem bestum hugsanlegum árangri í þessum erfiðu tilvikum getur dýralæknir ákveðið að nota megi Advocate einu sinni í viku og til lengri tíma. Í öllum tilvikum er nauðsynlegt að halda meðferð áfram þar til niðurstöður úr húðsýnum eru neikvæðar í það minnsta 2 mánuði í röð. Stöðva skal meðferð á hundum sem ekki sýna nein batamerki eða sýna enga svörun samkvæmt mauratalningu eftir tveggja mánaða meðferð. Annarrar meðferðar er þörf. Leitið upplýsinga hjá dýralækninum. Vegna þess að hársekkjamaurakláði er margþættur sjúkdómur er mælt með að sérhver undirliggjandi sjúkdómur sé einnig meðhöndlaður á viðeigandi hátt, ef hægt er. Fyrirbyggjandi gegn hjartaormasmiti (D. immitis) og hjartaormasýkingu (húðormur) (D.repens) í húð Hundar á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur, auk hunda sem farið hefur verið með á svæði þar sem hjartaormur er landlægur, geta verið smitaðir af fullþroska hjartaormum. Áður en meðferð með Advocate hefst skal því hafa í huga ráðleggingar í kafla 4.5. Til að koma í veg fyrir hjartaormasmit og hjartaormasýkingu í húð verður að meðhöndla með lyfinu með mánaðar millibili þann tíma ársins sem moskítóflugur (millihýslarnir sem bera í sér hjartaormalirfur og breiða út D. immitis og D. repens smit) eru í umhverfinu. Nota má lyfið allt árið eða hefja meðhöndlun a.m.k. 1 mánuði áður en búist er við fyrstu moskítóflugunum. Halda á meðhöndlun áfram á mánaðar fresti þar til 1 mánuði eftir að síðast sást til moskítóflugna. Til að koma á fastri venju er mælt með því að í hverjum mánuði sé notaður sami dagur eða mánaðardagur. Þegar byrjað er að nota Advocate í stað annars lyfs sem er notað fyrirbyggjandi 14

15 gegn hjartaormum, í fyrirbyggjandi áætlun gegn hjartaormum, á að meðhöndla í fyrsta sinn með Advocate innan 1 mánaðar frá því hitt lyfið var notað síðast. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur ætti ekki að vera nein hætta á því að hundar séu smitaðir. Því má meðhöndla dýrin án sérstakrar varúðar. Meðhöndlun á forlirfum (D.immitis) Gefa á Advocate mánaðarlega í 2 mánuði í röð. Til meðhöndlunar á hjartaormasýkingu (húðormur) (fullþroska Dirofilaria repens) í húð Gefa á Advocate mánaðarlega í sex mánuði í röð. Til að fækka forlirfum (húðormur) (D. repens) Gefa á lyfið mánaðarlega í fjóra mánuði í röð. Til meðhöndlunar og fyrirbyggjandi meðferðar á Angiostrongylus vasorum Nota á einn skammt af lyfinu. Mælt er með frekari skoðun hjá dýralækni 30 sólarhringum eftir meðhöndlun, því sum dýr getur þurft að meðhöndla aftur. Regluleg meðferð mánaðarlega kemur í veg fyrir angiostrongylosis og sýkingu af völdum Angiostrongylus vasorum þar sem hann er landlægur. Meðhöndlun á Crenosoma vulpis Nota á einn skammt af lyfinu. Fyrirbygging á spirocercosis (Spirocerca lupi) Gefa á lyfið mánaðarlega. Meðhöndlun á nasahárorminum Eucoleus (samheiti: Capillaria) boehmi (fullþroska stig) Gefa á lyfið mánaðarlega í tvo mánuði í röð. Til að koma í veg fyrir hugsanlegt endursmit skal reyna að hindra að hundurinn éti eigin úrgang milli þessara tveggja meðferða. Meðhöndlun á augnaþráðorminum Thelazia callipaeda (fullþroska stig) Nota á einn skammt af lyfinu. Meðhöndlun á spóluormum, bitormum og svipuormum (Toxocara canis, Ancylostoma caninum, Uncinaria stenocephala, Toxascaris leonina og Trichuris vulpis). Á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur getur mánaðarleg meðferð dregið marktækt úr hættu á endursýkingu af völdum spólu-, bit- og svipuorma. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur má nota lyfið sem lið í árstíðabundinni fyrirbyggjandi meðferð gegn flóm og þráðormum í meltingarvegi. Rannsóknir hafa sýnt að mánaðarleg meðhöndlun hunda fyrirbyggir sýkingar af völdum Uncinaria stenocephala. Aðferð við lyfjagjöf Einungis til útvortis notkunar. 15

16 Takið eina pípettu úr pakkningunni. Haldið pípettunni síðan uppréttri og snúið tappann af henni. Snúið tappanum við og notið hann til að rjúfa innsigli pípettunnar eins og sýnt er á myndunum. Hundar sem vega allt að 25 kg: Látið hundinn standa og skiljið að feldinn á milli herðablaðanna þar til sést í húðina. Berið lyfið á óskaddaða húð þegar hægt er. Færið odd pípettunnar að húðinni og kreistið hana ákveðið nokkrum sinnum þannig að allt innihaldið berist beint á húðina. Hundar sem vega meira en 25 kg: Til að hægar sé um vik að bera lyfið á ætti hundurinn að standa. Bera á allt innihald pípettunnar jafnt á 3 eða 4 staði á hryggnum, frá herðum aftur að efsta hluta skottsins. Á hverjum stað fyrir sig skal skilja feldinn að þar til húðin er sýnileg. Berið lyfið á óskaddaða húð þegar hægt er. Færið odd pípettunnar að húðinni og kreistið hana gætilega þannig að hluti innihaldsins berist beint á húðina. Ekki má bera stóran hluta lausnarinnar á neinn einn stað, því slíkt gæti valdið því að hluti lausnarinnar rynni niður síður dýrsins Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur Allt að 10-faldur ráðlagður skammtur þoldist hjá fullorðnum hundum án nokkurra merkja um aukaverkanir eða óæskilegra klínískra einkenna.meðferð með 5-földum ráðlögðum lágmarksskammti einu sinni í viku í 17 vikur var rannsökuð hjá hundum eldri en 6 mánaða og þoldist vel með engin merki um aukaverkanir eða óæskileg klínísk einkenni. Lyfið var gefið hvolpum í allt að 5-földum ráðlögðum skammti á 2 vikna fresti, 6 meðferðir, án þess að fram kæmu alvarlegar efasemdir um öryggi þess. Tímabundin ljósopsstæring (mydriasis), slef, uppköst og tímabundin hraðöndun sást. Eftir inntöku fyrir slysni eða ofskömmtun geta komið fram einkenni frá taugakerfi (flest tímabundin), til dæmis slingur, útbreiddur skjálfti, augneinkenni (útvíkkað sjáaldur, óveruleg sjáaldurssvörun, augntin), óeðlileg öndun, slef og uppköst, en þetta kemur örsjaldan fyrir. 16

17 Collie hundar, sem eru næmir fyrir ivermectini, þoldu allt að 5-faldan ráðlagðan skammt einu sinni í mánuði án nokkurra aukaverkana, en öryggi meðferðar einu sinni í viku hefur ekki verið rannsakað hjá Collie hundum sem eru næmir fyrir ivermectini. Þegar 40 % af stakskammti voru gefin með inntöku, komu fram alvarleg einkenni frá taugakerfi. Inntaka 10 % af ráðlögðum skammti hafði ekki í för með sér neinar aukaverkanir. Hundar, smitaðir með fullþroska hjartaormum, þoldu allt að 5-faldan ráðlagðan skammt á 2 vikna fresti, 3 meðferðir, án nokkurra aukaverkana. Ef lyfið berst fyrir slysni ofan í dýrið skal meðhöndla einkennin sem kunna að koma fram. Ekki er þekkt neitt sértækt mótefni. Notkun lyfjakola gæti verið gagnleg Biðtími fyrir afurðanýtingu Á ekki við. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR Flokkun eftir verkun: Sníklalyf (Antiparacitica), skordýraeitur og skordýrafælur, makrócýklískir laktónar, milbemýcín. ATC-vet flokkur: QP54AB Lyfhrif Imidacloprid, 1-(6-chloro-3-pyridylmethyl)-N-nitro-imidazolidin-2-ylideneamine, er útsníklalyf (ectoparasiticide) sem tilheyrir klórnikótinýlhópi efna. Nánari efnafræðileg lýsing er chloronicotinylnitroguanidin. Imidacloprid er virkt gegn lirfustigi flóa og fullþroska flóm. Flóalirfur í umhverfi gæludýrsins drepast eftir snertingu við gæludýr sem eru í meðhöndlun með þessu lyfi. Imidacloprid hefur mikla sækni í nikótínvirka acetýlkólín viðtaka aftan taugamóta í miðtaugakerfi flóa. Sú hömlun kólínvirkra taugaboða sem fylgir í kjölfarið hjá skordýrum, leiðir til lömunar þeirra og dauða. Vegna lítillar sækni í nikótínvirka viðtaka í spendýrum og, að því haldið er fram, lítils gegnflæðis um blóð-heila-þröskuldinn hjá spendýrum, hefur imidacloprid sem næst engin áhrif á miðtaugakerfi spendýra. Imidacloprid hefur óveruleg lyfjafræðileg áhrif á spendýr. Moxidectin, 23-(O-methyloxime)-F28249 alpha, er annarrar kynslóðar stórhringslaktón úr milbemycinhópnum. Það er sníklalyf sem er virkt gegn mörgum inn- og útsníklum (internal og external parasites). Moxidectin er virkt gegn þroskastigum lirfa Dirofiliaria immitis (L1, L3, L4) og Dirofilaria repens (L1, L3). Það er einnig virkt gegn þráðormum í meltingarvegi. Moxidectin verkar á GABA- og glútamatstýrð klóríðgöng. Sú verkun leiðir til þess að klóríðgöng í aftari hluta taugamóta (postsynaptic junction) opnast, innflæðis klóríðjóna og til óafturkræfs hvíldarástands. Afleiðingin er lömun sníklanna og síðan dauði þeirra og/eða útskilnaður. Lyfið hefur langvarandi verkun og eftir 1 skammt verndar það hunda í 4 vikur gegn endursmitun með eftirfarandi snýkjudýrum: Dirofilaria immitis, Dirofilaria repens, Angiostrongylus vasorum. 5.2 Lyfjahvörf Þegar lyfið hefur verið borið á húð dýrsins, dreifist imidacloprid ört um húðina á innan við einum sólarhring. Lyfið finnst á yfirborði líkamans allt tímabilið milli meðhöndlana. Moxidectin frásogast um húðina og nær hámarksþéttni í blóðvökva um það bil 4-9 dögum eftir að lyfið er borið á hunda. Eftir frásog um húð dreifist moxidectin altækt (systemically) í alla vefi líkamans en vegna fitusækni efnisins er þéttni þess hæst í fituvef. Það skilst hægt úr blóðvökva, eins og sjá má af því að moxidectin mælist í blóðvökva í heilan mánuð eftir meðhöndlun. Helmingunartími (t½) hjá hundum er um það bil 28,4 dagar. Rannsóknir á lyfjahvörfum moxidectins eftir endurtekna lyfjagjöf hafa sýnt að stöðugur styrkur í sermi næst eftir um það bil 4 meðhöndlanir í 4 mánuði í röð hjá hundum. 17

18 Vistfræðilegar upplýsingar Sjá kafla 4.5 og LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Benzylalkóhól Bútýlhýdroxytoluen Própýlencarbonat. 6.2 Ósamrýmanleiki sem skiptir máli Enginn þekktur. 6.3 Geymsluþol Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið við lægri hita en 30 C. 6.5 Gerð íláts og innihald Gerð íláts Pakkningastærðir Hvít stakskammta pípetta úr pólýprópýleni, með skrúfloki. 0,4 ml, 1,0 ml, 2,5 ml og 4,0 ml í hverri pípettu. Þynnupakkning með 1, 2, 3, 4, 6, 9, 12, 21 eða 42 stakskammta pípettum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur við notkun þeirra Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur. Advocate má ekki berast í vötn, ár eða læki þar sem það kann að vera skaðlegt fiski eða öðrum vatnalífverum. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Bayer Animal Health GmbH Leverkusen Þýskaland. 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/03/039/ EU/2/03/039/ EU/2/03/039/ EU/2/03/039/

19 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 02/04/2003. Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 14/01/ DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu ( TAKMARKANIR Á SÖLU, DREIFINGU OG/EÐA NOTKUN Á ekki við. 19

20 VIÐAUKI II A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN C. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS 20

21 A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT Heiti og heimilisfang framleiðenda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH Projensdorfer Str Kiel Þýskaland B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN Dýralyfið er lyfseðilsskylt. C AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS Á ekki við. 21

22 VIÐAUKI III ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL 22

23 A. ÁLETRANIR 23

24 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Askja, 1, 2, 3, 4, 6, 9, 12, 21 og 42 pípettur 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 40 mg + 4 mg blettunarlausn handa litlum köttum og frettum Imidacloprid, moxidectin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Hver 0,4 ml pípetta inniheldur: Virk efni: 40 mg imidacloprid, 4 mg moxidectin. 3. LYFJAFORM Blettunarlausn 4. PAKKNINGASTÆRÐ 1 pípetta 2 pípettur 3 pípettur 4 pípettur 6 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 5. DÝRATEGUND(IR) Handa litlum köttum sem vega 4 kg eða minna og frettum. 6. ÁBENDING(AR) Kettir sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), til meðhöndlunar á maurakláða af völdum Notoedres cati, til meðhöndlunar á lungnahárorminum Eucoleus aerophilus (syn. Capillaria aerophila) (fullþroska stig), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara cati og Ancylostoma tubaeforme). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. Frettur sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), 24

25 til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis). 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Einungis til útvortis notkunar. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 10. FYRNINGARDAGSETNING Fyrnist {mánuður/ár} 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið við lægri hita en 30 C. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH, Leverkusen, Þýskaland 25

26 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/03/039/001 EU/2/03/039/002 EU/2/03/039/013 EU/2/03/039/019 EU/2/03/039/020 EU/2/03/039/031 EU/2/03/039/032 EU/2/03/039/033 EU/2/03/039/034 3 pípettur 6 pípettur 4 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 1 pípetta 2 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot handa köttum Fló Hjartaormur Flóarlirfa Bitormur Spóluormur Eyrnamaur Kláðamaur (Notoedres) Lungnahárormur handa frettum Fló Hjartaormur 26

27 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Askja, 1, 2, 3, 4, 6, 9, 12, 21 og 42 pípettur 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 80 mg + 8 mg blettunarlausn handa stórum köttum Imidacloprid, moxidectin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Hver 0,8 ml pípetta inniheldur: Virk efni: 80 mg imidacloprid, 8 mg moxidectin. 3. LYFJAFORM Blettunarlausn 4. PAKKNINGASTÆRÐ 1 pípetta 2 pípettur 3 pípettur 4 pípettur 6 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 5. DÝRATEGUND(IR) Handa stórum köttum sem vega 4 kg til 8 kg. 6. ÁBENDING(AR) Kettir sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), til meðhöndlunar á maurakláða af völdum Notoedres cati, til meðhöndlunar á lungnahárorminum Eucoleus aerophilus (syn. Capillaria aerophila) (fullþroska stig), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara cati og Ancylostoma tubaeforme). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. 27

28 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Einungis til útvortis notkunar. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 10. FYRNINGARDAGSETNING Fyrnist {mánuður/ár} 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið við lægri hita en 30 C. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH, Leverkusen, Þýskaland 28

29 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/03/039/003 EU/2/03/039/004 EU/2/03/039/014/ EU/2/03/039/021 EU/2/03/039/022 EU/2/03/039/035 EU/2/03/039/036 EU/2/03/039/037 EU/2/03/039/038 3 pípettur 6 pípettur 4 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 1 pípetta 2 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot Fló Hjartaormur Flóarlirfa Bitormur Spóluormur Eyrnamaur Kláðamaur (Notoedres) Lungnahárormur 29

30 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Askja, 1, 2, 3, 4, 6, 9, 12, 21 og 42 pípettur 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 40 mg + 10 mg blettunarlausn handa litlum hundum Imidacloprid, moxidectin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Hver 0,4 ml pípetta inniheldur: Virk efni: 40 mg imidacloprid, 10 mg moxidectin. 3. LYFJAFORM Blettunarlausn 4. PAKKNINGASTÆRÐ 1 pípetta 2 pípettur 3 pípettur 4 pípettur 6 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 5. DÝRATEGUND(IR) Handa litlum hundum sem vega 4 kg eða minna. 6. ÁBENDING(AR) Hundar sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á feldlús (Trichodectes canis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), hundakláða (sarcoptic mange) (af völdum Sarcoptes scabiei var. canis), hársekkjamaurakláða (demodicosis) (af völdum Demodex canis), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á hjartaormasýkingu í húð (fullþroska Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á hjartaormasýkingu í húð (L3 lirfur Dirofilaria repens), til að fækka forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á angiostrongylosis (L4 lirfur og ófullþroska Angiostrongylus vasorum), til meðhöndlunar á Angiostrongylus vasorum og Crenosoma vulpis, 30

31 til fyrirbyggingar á sjúkdómi af völdum Spirocerca lupi, til meðhöndlunar á nasahárorminum Eucoleus (syn Capillaria) boehmi (fullþroska stig), til meðhöndlunar á augnaþráðorminum Thelazia callipaeda (fullþroska stig), til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara canis, Ancylostoma caninum og Uncinaria stenocephala, fullþroska Toxascaris leonina og Trichuris vulpis). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Einungis til útvortis notkunar. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 10. FYRNINGARDAGSETNING Fyrnist {mánuður/ár} 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið við lægri hita en 30 C. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 31

32 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH, Leverkusen, Þýskaland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/03/039/005 EU/2/03/039/006 EU/2/03/039/015 EU/2/03/039/023 EU/2/03/039/024 EU/2/03/039/039 EU/2/03/039/040 EU/2/03/039/041 EU/2/03/039/042 3 pípettur 6 pípettur 4 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 1 pípetta 2 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot Fló Flóarlirfa Svipuormur Eyrnamaur Kláðamaur Hársekkjamaur Bitormur Spóluormur Angiostrongylus Crenosoma Hjartaormur Feldlús Húðormur Forlirfur (Microfilaria) Spirocerca Nasahárormur Augnaþráðormur 32

33 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Askja, 1, 2, 3, 4, 6, 9, 12, 21 og 42 pípettur 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 100 mg + 25 mg blettunarlausn handa meðalstórum hundum Imidacloprid, moxidectin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Hver 1 ml pípetta inniheldur: Virk efni: 100 mg imidacloprid, 25 mg moxidectin. 3. LYFJAFORM Blettunarlausn 4. PAKKNINGASTÆRÐ 1 pípetta 2 pípettur 3 pípettur 4 pípettur 6 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 5. DÝRATEGUND(IR) Handa meðalstórum hundum sem vega 4 kg til 10 kg. 6. ÁBENDING(AR) Hundar sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á feldlús (Trichodectes canis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), hundakláða (sarcoptic mange) (af völdum Sarcoptes scabiei var. canis), hársekkjamaurakláða (demodicosis) (af völdum Demodex canis), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á hjartaormasýkingu í húð (fullþroska Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á hjartaormasýkingu í húð (L3 lirfur Dirofilaria repens), til að fækka smitandi forlirfum (microfilariae) (Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á angiostrongylosis (L4 lirfur og ófullþroska Angiostrongylus vasorum), til meðhöndlunar á Angiostrongylus vasorum og Crenosoma vulpis, 33

34 til fyrirbyggingar á sjúkdómi af völdum Spirocerca lupi, til meðhöndlunar á nasahárorminum Eucoleus (syn Capillaria) boehmi (fullþroska stig), til meðhöndlunar á augnaþráðorminum Thelazia callipaeda (fullþroska stig), til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara canis, Ancylostoma caninum og Uncinaria stenocephala, fullþroska Toxascaris leonina og Trichuris vulpis). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Einungis til útvortis notkunar. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 10. FYRNINGARDAGSETNING Fyrnist {mánuður/ár} 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið við lægri hita en 30 C. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 34

35 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH, Leverkusen, Þýskaland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/03/039/007 EU/2/03/039/008 EU/2/03/039/016 EU/2/03/039/025 EU/2/03/039/026 EU/2/03/039/043 EU/2/03/039/044 EU/2/03/039/045 EU/2/03/039/046 3 pípettur 6 pípettur 4 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 1 pípetta 2 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot Fló Flóarlirfa Svipuormur Eyrnamaur Kláðamaur Hársekkjamaur Bitormur Spóluormur Angiostrongylus Crenosoma Hjartaormur Feldlús Húðormur Forlirfur (Microfilaria) Spirocerca Nasahárormur Augnaþráðormur 35

36 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Askja, 1, 2, 3, 4, 6, 9, 12, 21 og 42 pípettur 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 250 mg + 62,5 mg blettunarlausn handa stórum hundum Imidacloprid, moxidectin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Hver 2,5 ml pípetta inniheldur: Virk efni: 250 mg imidacloprid, 62,5 mg moxidectin. 3. LYFJAFORM Blettunarlausn 4. PAKKNINGASTÆRÐ 1 pípetta 2 pípettur 3 pípettur 4 pípettur 6 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 5. DÝRATEGUND(IR) Handa stórum hundum sem vega 10 kg til 25 kg. 6. ÁBENDING(AR) Hundar sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: Til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á feldlús (Trichodectes canis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), hundakláða (sarcoptic mange) (af völdum Sarcoptes scabiei var. canis), hársekkjamaurakláða (demodicosis) (af völdum Demodex canis), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á hjartaormasýkingu í húð (fullþroska Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á hjartaormasýkingu í húð (L3 lirfur Dirofilaria repens), til að fækka forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á angiostrongylosis (L4 lirfur og ófullþroska Angiostrongylus vasorum), til meðhöndlunar á Angiostrongylus vasorum og Crenosoma vulpis, 36

37 til fyrirbyggingar á sjúkdómi af völdum Spirocerca lupi, til meðhöndlunar á nasahárorminum Eucoleus (syn Capillaria) boehmi (fullþroska stig), til meðhöndlunar á augnaþráðorminum Thelazia callipaeda (fullþroska stig), til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara canis, Ancylostoma caninum og Uncinaria stenocephala, fullþroska Toxascaris leonina og Trichuris vulpis). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Einungis til útvortis notkunar. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 10. FYRNINGARDAGSETNING Fyrnist {mánuður/ár} 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið við lægri hita en 30 C. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 37

38 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH, Leverkusen, Þýskaland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/03/039/009 EU/2/03/039/010 EU/2/03/039/017 EU/2/03/039/027 EU/2/03/039/028 EU/2/03/039/047 EU/2/03/039/048 EU/2/03/039/049 EU/2/03/039/050 3 pípettur 6 pípettur 4 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 1 pípetta 2 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot Fló Flóarlirfa Svipuormur Eyrnamaur Kláðamaur Hársekkjamaur Bitormur Spóluormur Angiostrongylus Crenosoma Hjartaormur Feldlús Húðormur Forlirfur (Microfilaria) Spirocerca Nasahárormur Augnaþráðormur 38

39 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Askja, 1, 2, 3, 4, 6, 9, 12, 21 og 42 pípettur 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 400 mg mg blettunarlausn handa mjög stórum hundum Imidacloprid, moxidectin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Hver 4 ml pípetta inniheldur: Virk efni: 400 mg imidacloprid, 100 mg moxidectin. 3. LYFJAFORM Blettunarlausn 4. PAKKNINGASTÆRÐ 1 pípetta 2 pípettur 3 pípettur 4 pípettur 6 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 5. DÝRATEGUND(IR) Handa mjög stórum hundum sem vega 25 kg til 40 kg. 6. ÁBENDING(AR) Hundar sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á feldlús (Trichodectes canis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), hundakláða (sarcoptic mange) (af völdum Sarcoptes scabiei var. canis), hársekkjamaurakláða (demodicosis) (af völdum Demodex canis), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis) til meðhöndlunar á forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria immitis), til meðhöndlunar á hjartaormasýkingu í húð (fullþroska Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á hjartaormasýkingu í húð (L3 lirfur Dirofilaria repens), til að fækka forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á angiostrongylosis (L4 lirfur og ófullþroska Angiostrongylus vasorum), til meðhöndlunar á Angiostrongylus vasorum og Crenosoma vulpis 39

40 til fyrirbyggingar á sjúkdómi af völdum Spirocerca lupi, til meðhöndlunar á nasahárorminum Eucoleus (syn Capillaria) boehmi (fullþroska stig), til meðhöndlunar á augnaþráðorminum Thelazia callipaeda (fullþroska stig), til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara canis, Ancylostoma caninum og Uncinaria stenocephala, fullþroska Toxascaris leonina og Trichuris vulpis). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Einungis til útvortis notkunar. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 10. FYRNINGARDAGSETNING Fyrnist {mánuður/ár} 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið við lægri hita en 30 C. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 40

41 15. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS Bayer Animal Health GmbH, Leverkusen, Þýskaland. 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/03/039/011 EU/2/03/039/012 EU/2/03/039/018 EU/2/03/039/029 EU/2/03/039/030 EU/2/03/039/051 EU/2/03/039/052 EU/2/03/039/053 EU/2/03/039/054 3 pípettur 6 pípettur 4 pípettur 21 pípetta 42 pípettur 1 pípetta 2 pípettur 9 pípettur 12 pípettur 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot Fló Flóarlirfa Svipuormur Eyrnamaur Kláðamaur Hársekkjamaur Bitormur Spóluormur Angiostrongylus Crenosoma Hjartaormur Feldlús Húðormur Forlirfur (Microfilaria) Spirocerca Nasahárormur Augnaþráðormur 41

42 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM Advocate handa litlum köttum og frettum Pípetta 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 0.4 ml 3. ÍKOMULEIÐ(IR) Blettalausn 4. LOTUNÚMER Lot {númer} 5. FYRNINGARDAGSETNING EXP {MM/ÁÁÁÁ} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 42

43 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM Advocate handa stórum köttum Pípetta 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 0.8 ml 3. ÍKOMULEIÐ(IR) Blettalausn 4. LOTUNÚMER Lot {númer} 5. FYRNINGARDAGSETNING EXP {MM/ÁÁÁÁ} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 43

44 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM Advocate handa litlum hundum Pípetta 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 0.4 ml 3. ÍKOMULEIÐ(IR) Blettalausn 4. LOTUNÚMER Lot {númer} 5. FYRNINGARDAGSETNING EXP {MM/ÁÁÁÁ} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 44

45 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM Advocate handa meðalstórum hundum Pípetta 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 1 ml 3. ÍKOMULEIÐ(IR) Blettalausn 4. LOTUNÚMER Lot {númer} 5. FYRNINGARDAGSETNING EXP {MM/ÁÁÁÁ} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 45

46 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM Advocate handa stórum hundum Pípetta 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 2.5 ml 3. ÍKOMULEIÐ(IR) Blettalausn 4. LOTUNÚMER Lot {númer} 5. FYRNINGARDAGSETNING EXP {MM/ÁÁÁÁ} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 46

47 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM Advocate handa mjög stórum hundum Pípetta 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 4 ml 3. ÍKOMULEIÐ(IR) Blettalausn 4. LOTUNÚMER Lot {númer} 5. FYRNINGARDAGSETNING EXP {MM/ÁÁÁÁ} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 47

48 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM Þynna 1. HEITI DÝRALYFS Advocate handa litlum köttum og frettum ( 4 kg) 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 0,4 ml 3. HEITI MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH 4. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 5. LOTUNÚMER Lot {númer} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 48

49 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM Þynna 1. HEITI DÝRALYFS Advocate handa stórum köttum (> 4-8 kg) 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 0,8 ml 3. HEITI MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH 4. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 5. LOTUNÚMER Lot {númer} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 49

50 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM Þynna 1. HEITI DÝRALYFS Advocate handa litlum hundum ( 4 kg) 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 0,4 ml 3. HEITI MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH 4. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 5. LOTUNÚMER Lot {númer} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 50

51 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM Þynna 1. HEITI DÝRALYFS Advocate handa meðalstórum hundum (> 4-10 kg) 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 1 ml 3. HEITI MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH 4. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 5. LOTUNÚMER Lot {númer} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 51

52 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM Þynna 1. HEITI DÝRALYFS Advocate handa stórum hundum (> kg) 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 2,5 ml 3. HEITI MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH 4. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 5. LOTUNÚMER Lot {númer} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 52

53 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM Þynna 1. HEITI DÝRALYFS Advocate handa mjög stórum hundum (>25-40 kg) 2. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 4 ml 3. HEITI MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH 4. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 5. LOTUNÚMER Lot {númer} 6. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 53

54 B. FYLGISEÐILL 54

55 FYLGISEÐILL Advocate 40 mg + 4 mg blettunarlausn handa litlum köttum og frettum Advocate 80 mg + 8 mg blettunarlausn handa stórum köttum 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Bayer Animal Health GmbH Leverkusen Þýskaland Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt: KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH Projensdorfer Str. 324, Kiel Þýskaland 2. HEITI DÝRALYFS Advocate 40 mg + 4 mg blettunarlausn handa litlum köttum og frettum. Advocate 80 mg + 8 mg blettunarlausn handa stórum köttum. Imidacloprid, moxidectin 3. VIRK INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Hver stakskammtur (pípetta) inniheldur: Stakskammtur Imidacloprid Moxidectin Advocate handa litlum köttum ( 4 kg) og frettum 0,4 ml 40 mg 4 mg Advocate handa stórum köttum (> 4-8 kg) 0,8 ml 80 mg 8 mg Hjálparefni: Bensýlalkóhól, 1 mg/ml bútýlhýdroxýtólúen (E 321, sem andoxunarefni). Tær gul til brúnleit lausn. 4. ÁBENDINGAR Kettir sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), til meðhöndlunar á maurakláða af völdum Notoedres cati, til meðhöndlunar á lungnahárorminum Eucoleus aerophilus (syn. Capillaria aerophila) (fullþroska stig), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis) til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara cati (spóluormur) og Ancylostoma tubaeforme) (bitormur). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. Frettur sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis) til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis). 55

56 5. FRÁBENDINGAR Lyfið má ekki gefa kettlingum yngri en 9 vikna. Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna Handa frettum: Notið ekki Advocate handa stórum köttum (0,8 ml) eða Advocate handa hundum (af hvaða stærð sem er). Handa hundum skal nota samsvarandi Advocate handa hundum sem inniheldur 100 mg/ml imidacloprid og 25 mg/ml moxidectin. Notið ekki á kanarífugla. 6. AUKAVERKANIR Notkun lyfsins getur valdið tímabundnum kláða hjá köttum. Stöku sinnum getur feldurinn orðið fitukenndur, roðaþot geta komið fram sem og uppköst. Þessi einkenni hverfa án sérstakrar meðhöndlunar. Lyfið getur, í mjög sjaldgæfum tilvikum, valdið staðbundnu ofnæmi. Ef dýrið sleikir sig þar sem lyfið var borið á geta komið fyrir einkenni frá taugakerfi (flest tímabundin), til dæmis slingur, útbreiddur skjálfti, augneinkenni (útvíkkað sjáaldur, óveruleg sjáaldurssvörun, augntin), óeðlileg öndun, slef og uppköst, en þetta kemur örsjaldan fyrir. Lyfið hefur biturt bragð. Ef dýrið sleikir sig þar sem lyfið var borið á, getur slíkt leitt til slefu. Þetta er ekki vísbending um eitrun og hverfur á nokkrum mínútum án meðhöndlunar. Rétt notkun lyfsins dregur úr hættunni á að dýrið geti sleikt sig þar sem lyfið er borið á húðina. Lyfið getur örsjaldan valdið tilfinningu á þeim stað þar sem lyfið var borið á sem leiðir til tímabundinna hegðunarbreytinga svo sem svefnhöfga, uppnáms og lystarleysis. Ef lyfið berst fyrir slysni ofan í dýrið skal meðhöndla einkennin sem kunna að koma fram. Ekki er þekkt neitt sértækt mótefni. Notkun lyfjakola gæti verið gagnleg. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik) Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana eða jafnvel aukaverkana sem ekki eru tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif. 7. DÝRATEGUNDIR Kettir, frettur. 8. SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF 56

57 Einungis til útvortis notkunar. Til að koma í veg fyrir að dýrið sleiki lyfið skal bera það á húð á aftanverðum hálsi dýrsins, neðst við höfuðkúpuna. Skömmtun handa köttum: Ráðlagðir lágmarksskammtar eru imidacloprid 10 mg/kg líkamsþunga og moxidectin 1,0 mg/kg líkamsþunga, sem jafngildir 0,1 ml/kg líkamsþunga af Advocate handa köttum. Meðhöndlun skal byggja á mati hvers dýralæknis fyrir sig og á faraldsfræðilegum aðstæðum á hverjum stað. Líkamsþyngd katta [kg] Stærð pípettu sem nota á Rúmmál [ml] Imidacloprid [mg/kg líkamsþ.] Moxidectin [mg/kg líkamsþ.] 4 kg Advocate handa litlum köttum 0,4 minnst 10 minnst 1 > 4-8 kg Advocate handa stórum köttum 0, > 8 kg Velja skal saman þær pípettur sem við á. Fyrirbyggjandi og til meðhöndlunar á flóasmiti (Ctenocephalides felis) Ein meðhöndlun kemur í veg fyrir flóasmit í næstu 4 vikur á eftir. Púpur sem eru til staðar í umhverfinu geta haldið áfram að klekjast í 6 vikur eða lengur eftir að meðhöndlun hefst, háð loftslagi. Því kann það að vera nauðsynlegt samhliða Advocate-meðhöndlun að hreinsa nánasta umhverfi með það fyrir augum að rjúfa lífshringrás flóarinnar Slíkt getur leitt til þess að hraðar dregur úr fjölda flóa á heimilinu. Nota á lyfið á mánaðarfresti þegar það er notað sem liður í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. Til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura Nota á einn skammt af lyfinu. Mælt er með skoðun hjá dýralækni 30 dögum eftir meðferð þar sem sum dýr gætu þurft aðra meðferð. Má ekki bera beint í eyrnagöngin. Meðhöndlun við maurakláða af völdum Notoedres cati Gefa skal einn stakan skammt af lyfinu. Meðhöndlun á lungnahárorminum Eucoleus aerophilus (samheiti: Capillaria aerophilia) (fullþroska stig) Gefa skal einn stakan skammt af lyfinu. Fyrirbyggjandi gegn hjartaormum (Dirofilaria immitis) Kettir á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur, auk katta sem hafa farið á svæði þar sem hjartaormur er landlægur, geta verið smitaðir af fullþroska hjartaormum. Áður en meðferð með Advocate hefst skal því hafa í huga ráðleggingar í kaflanum SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ. Til að koma í veg fyrir hjartaormasmit verður að meðhöndla með lyfinu með mánaðar millibili þann tíma ársins sem moskítóflugur (millihýslarnir sem bera í sér hjartaormalirfur og breiða út smit) eru í umhverfinu. Nota má lyfið allt árið eða hefja meðhöndlun a.m.k. 1 mánuði áður en búist er við fyrstu moskítóflugunum. Halda á meðhöndlun áfram á mánaðar fresti þar til 1 mánuði eftir að síðast sást til moskítóflugna. Til að koma á fastri venju er mælt með því að í hverjum mánuði sé notaður sami dagur eða mánaðardagur. Þegar byrjað er að nota Advocate í stað annars lyfs vegna fyrirbyggingar á 57

58 hjartaormasmiti, á að meðhöndla í fyrsta sinn með Advocate innan 1 mánaðar frá því hitt lyfið var notað síðast. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur ætti ekki að vera nein hætta á því að kettir séu smitaðir. Því má meðhöndla dýrin án sérstakrar varúðar. Meðhöndlun á spóluormum og bitormum (Toxocara cati og Ancylostoma tubaeforme). Á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur getur mánaðarleg meðferð dregið marktækt úr hættu á endursýkingu af völdum spóluorma og bitorma. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur má nota lyfið sem lið í árstíðabundinni fyrirbyggjandi meðferð gegn flóm og þráðormum í meltingarvegi. Skömmtun handa frettum: Nota skal eina pípettu af Advocate blettunarlausn handa litlum köttum (0,4 ml) fyrir hvert dýr. Ekki nota meira en ráðlagðan skammt. Meðhöndlun skal byggja á faraldsfræðilegum aðstæðum á hverjum stað. Fyrirbyggjandi og til meðhöndlunar á flóasmiti (Ctenocephalides felis) Ein meðhöndlun kemur í veg fyrir flóasmit í næstu 3 vikur á eftir. Nauðsynlegt getur verið að endurtaka meðhöndlun tveimur vikum seinna ef um mikið flóasmit er að ræða. Fyrirbyggjandi gegn hjartaormum (Dirofilaria immitis) Frettur á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur, auk fretta sem hafa farið á svæði þar sem hjartaormur er landlægur, geta verið smitaðar af fullþroska hjartaormum. Áður en meðferð með Advocate hefst skal því hafa í huga ráðleggingar í kaflanum SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ. Til að koma í veg fyrir hjartaormasmit verður að meðhöndla með lyfinu með mánaðar millibili þann tíma ársins sem moskítóflugur (millihýslarnir sem bera í sér hjartaormalirfur og breiða út smit) eru í umhverfinu. Nota má lyfið allt árið eða hefja meðhöndlun a.m.k. 1 mánuði áður en búist er við fyrstu moskítóflugunum. Halda á meðhöndlun áfram á mánaðar fresti þar til 1 mánuði eftir að síðast sást til moskítóflugna. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur ætti ekki að vera nein hætta á því að frettur séu smitaðar. Því má meðhöndla dýrin án sérstakrar varúðar. 9. LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF Takið eina pípettu úr pakkningunni. Haldið pípettunni síðan uppréttri og snúið tappann af henni. Snúið tappanum við og notið hann til að rjúfa innsigli pípettunnar eins og sýnt er á myndunum. 58

59 Skiljið að feldinn á aftanverðum hálsi dýrsins, neðst við höfuðkúpuna, þar til húðin er sýnileg. Færið odd pípettunnar að húðinni og kreistið hana ákveðið nokkrum sinnum þannig að allt innihaldið berist beint á húðina. Með því að bera lyfið á neðst við höfuðkúpuna er dregið úr hættunni á að dýrið geti sleikt lyfið. Aðeins má bera lyfið á óskaddaða húð. 10. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 11. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið við lægri hita en 30 C. Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á miðanum og öskjunni. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. 12. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund: Verkun lyfsins hefur ekki verið rannsökuð hjá frettum sem eru þyngri en 2 kg og því gætu áhrifin varað skemur hjá þessum dýrum. Ólíklegt er að stutt snerting dýrsins við vatn einu eða tvisvar sinnum milli meðhöndlana dragi marktækt úr verkun lyfsins. Hins vegar getur tíður sápuþvottur eða vatnsbað eftir meðhöndlun dregið úr verkun lyfsins. Ónæmi sníkla gegn sérhverjum flokki ormalyfja getur myndast eftir tíða, endurtekna notkun ormalyfja í þeim flokki. Því ætti notkun lyfsins að byggjast á mati á hverju tilfelli fyrir sig og á faraldsfræðilegum upplýsingum á hverjum stað um hversu næm sú tegund sem meðhöndla skal er fyrir sýkingunni, til að minnka hættu á myndun ónæmis seinna meir. Notkun lyfsins skal byggð á fyrirliggjandi staðfestri sjúkdómsgreiningu á blandaðri sýkingu (eða hættu á sýkingu sem notkun lyfsins getur fyrirbyggt) (sjá einnig kafla 4 og 8). 59

60 Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum: Meðhöndlun katta sem vega minna en 1 kg og fretta sem vega minna en 0,8 kg skal byggja á mati á ávinningi og áhættu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins handa veikum eða heilsutæpum dýrum og því skal aðeins nota lyfið að undangengnu mati á ávinningi og áhættu fyrir þessi dýr. Þess skal gætt að innihald pípettunnar eða lyfið sem hefur verið gefið komist ekki í snertingu við augu eða munn dýrsins og/eða annarra dýra. Ekki skal leyfa dýrum, sem nýlega hafa verið meðhöndluð, að þrífa hvert annað. Gæta skal þess að lyfið berist ekki í munn collie hunda eða Old English Sheep dog og skyldra tegunda. Mælt er með því að kettir og frettur á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur og kettir sem farið er með til slíkra svæða, séu meðhöndlaðir mánaðarlega með lyfinu til að verja þá gegn hjartaormasmiti. Þrátt fyrir að nákvæmni greininga á hjartaormasmiti sé takmörkuð, er mælt með því að reynt sé að ganga úr skugga um hvort kettir og frettur eldri en 6 mánaða séu smitaðir með hjartaormum, áður en fyrirbyggjandi meðhöndlun hefst, þar sem notkun lyfsins handa köttum og frettum sem eru smitaðir af fullþroska hjartaormum, getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þar á meðal dauða. Greinist kettir með fullþroska hjartaorma skal meðhöndla þá í samræmi við núgildandi vísindalega þekkingu. Hjá sumum köttum getur Notoedres cati sýking verið alvarleg. Í þessum alvarlegu tilfellum er nauðsynlegt að gefa stuðningsmeðferð samhliða lyfinu því að lyfjagjöfin eingöngu er ef til vill ekki nægileg til að hindra dauða dýrsins. Imidaklópríð veldur eitrunum hjá fuglum, einkum kanarífuglum. Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið: Forðist að lyfið berist á húð, í augu eða munn. Hvorki má neyta matar eða drykkjar né reykja á meðan lyfið er borið á. Þvoið hendur vandlega eftir notkun. Eftir notkun má hvorki strjúka né snyrta dýrin þar til staðurinn sem lyfið var borið á er orðinn þurr. Berist lyfið fyrir slysni á húð skal tafarlaust þvo það af með sápu og vatni. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir bensýlalkóhóli, imidaclopridi eða moxidectini eiga að bera þetta lyf á með gætni. Örsjaldan getur lyfið valdið húðertingu eða tímabundnum aukaverkunum á húð (til dæmis doði, erting eða sviðatilfinning/stingir). Örsjaldan getur lyfið valdið ertingu í öndunarfærum hjá næmum einstaklingum. Berist lyfið fyrir slysni í augu skal skola þau vandlega með vatni. Ef húð- eða augneinkenni eru viðvarandi eða ef lyfið er óvart tekið inn skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins. Leysirinn í Advocate getur litað eða skemmt ákveðin efni, þar á meðal leður, vefnað, plast og lakkaða/málaða fleti. Látið því lyfið þorna áður en dýrið kemst í snertingu við þessi efni. Meðganga og mjólkurgjöf: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi dýralyfsins á meðgöngu og við mjólkurgjöf. Rannsóknir á annaðhvort imidaclopridi eða moxidectini hjá rottum og kanínum hafa ekki leitt í ljós neinar upplýsingar um fósturskemmdir, eiturverkanir á fóstur eða á móður. Dýralyfið má eingöngu nota að undangengnu ávinnings-/áhættumati dýralæknis. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Á meðan meðhöndlun með Advocate stendur skal ekki nota nein önnur sníklalyf af flokki stórhringslaktóna. Ekki hafa komið fram neinar milliverkanir Advocate við algeng dýralyf, meðhöndlanir eða aðgerðir. 60

61 Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur): Allt að 10-faldur ráðlagður skammtur þoldist hjá köttum án nokkurra merkja um aukaverkanir eða óæskilegra klínískra einkenna. Lyfið var gefið kettlingum í allt að 5-földum ráðlögðum skammti á 2 vikna fresti, 6 meðferðir, án þess að fram kæmu alvarlegar efasemdir um öryggi þess. Tímabundin ljósopsstæring (mydriasis), slef, uppköst og tímabundin hraðöndun sást. Eftir inntöku fyrir slysni geta komið fram einkenni frá taugakerfi (flest tímabundin), til dæmis slingur, útbreiddur skjálfti, augneinkenni (útvíkkað sjáaldur, óveruleg sjáaldurssvörun, augntin), óeðlileg öndun, slef og uppköst, en þetta kemur örsjaldan fyrir. Lyfið var gefið frettum í 5-földum ráðlögðum skammti á 2 vikna fresti, 4 meðferðir án þess að fram kæmu aukaverkanir eða óæskileg klínísk áhrif. Ef lyfið berst fyrir slysni ofan í dýrið skal meðhöndla einkennin sem kunna að koma fram. Ekki er þekkt neitt sértækt mótefni. Notkun lyfjakola gæti verið gagnleg. Ósamrýmanleiki: Enginn þekktur 13. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA ÚRGANGS, EF VIÐ Á Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Advocate má ekki berast í vötn, ár eða læki þar sem það kann að vera skaðlegt fiski eða öðrum vatnalífverum. Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 14. DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐLSINS Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu ( 15. AÐRAR UPPLÝSINGAR Imidacloprid er virkt gegn lirfustigi flóa og fullþroska flóm. Flóalirfur í umhverfi gæludýrsins drepast eftir snertingu við gæludýr sem eru í meðhöndlun með þessu lyfi. Pakkningastærðir: 0,4 ml og 0,8 ml í hverri pípettu, þynnupakkningar sem innihalda 1, 2, 3, 4, 6, 9, 12, 21 eða 42 stakskammta pípettur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið: België/Belgique/Belgien Bayer SA-NV J.E. Mommaertslaan 14 BE-1831 Diegem (Machelen) Tel/Tél: Lietuva Magnum Veterinaaria AS Vae 16 EE Laagri Estonia Tel.:

62 Република България Възраждане-Касис ООД бул. България BG-Ловеч 5500 Teл: Česká republika BAYER s.r.o. Animal Health CZ-Siemensova 2717/ Praha 5 Tel: Danmark Bayer A/S Animal Health Arne Jacobsens Allé 13 DK-2300 København S Tlf: Deutschland Bayer Vital GmbH Geschäftsbereich Tiergesundheit DE Leverkusen Tel: Eesti Magnum Veterinaaria AS Vae 16 EE Laagri Tel: Ελλάδα Hellafarm AE Φλέμινγκ 15 EL Μαρούσι Αθήνα Τηλ.: info@hellafarm.gr España Bayer Hispania, S.L. Av. Baix Llobregat, 3-5 ES Sant Joan Despí (Barcelona) Tel: France Bayer HealthCare Animal Health 10 Place de Belgique Paris La Défense FR La Garenne Colombes Tél: Hrvatska BAYER d.o.o. Luxembourg/Luxemburg Bayer SA-NV J.E. Mommaertslaan 14 BE-1831 Diegem (Machelen) Belgique/Belgien Tél/Tel: Magyarország Bayer Hungária Kft. HU-1123 Budapest Alkotás u. 50 Tel: Malta Bayer Animal Health GmbH DE Leverkusen Germany Tel: Nederland Bayer B.V., Animal Health Energieweg 1 NL-3641 RT Mijdrecht Tel: Norge Bayer AS Animal Health Drammensveien 288 NO-0283 Oslo Tlf: Österreich Bayer Austria GmbH Geschäftsbereich Tiergesundheit Herbststraβe 6-10 AT-1160 Wien Tel: Polska Bayer Sp. z o.o. Animal Health Al. Jerozolimskie 158 PL Warszawa Tel: Portugal Bayer Portugal, Lda. Rua da Quinta do Pinheiro, 5 PT Carnaxide Tel: România S.C. Bayer S.R.L. 62

63 Radnička cesta 80 HR Zagreb Tel.: Ireland Bayer Limited The Atrium Blackthorn Road IE-Dublin 18 Tel Ísland Icepharma hf. Lynghálsi 13 IS-110 Reykjavík Sími: Italia Bayer S.p.A. Viale Certosa, 130 IT Milano Tel: Κύπρος ACTIVET Ltd. Αντρέα Μιαούλη 50 CY-2415 Έγκωμη, Λευκωσία Τηλ: Latvija Magnum Veterinaaria AS Vae 16 EE Laagri Estonia Tel: Sos. Pipera nr. 42, sector 2 Bucuresti RO Tel: Slovenija Bayer d.o.o. Bravničarjeva 13 SI-1000 Ljubljana Tel: Slovenská republika BAYER s.r.o. Animal Health Siemensova 2717/4 CZ Praha 5 Česká republika Tel: Suomi/Finland Orion Oyj ORION PHARMA ELÄINLÄÄKKEET Tengströminkatu 8, PL/PB 425 FI Turku/Åbo Puh/Tel: Sverige Bayer A/S Animal Health Arne Jacobsens Allé 13 DK-2300 Köpenhamn S Danmark Tel: +46 (0) United Kingdom Bayer plc 400 South Oak Way Green Park Reading RG2 6AD-UK Tel: +44 (0)

64 FYLGISEÐILL Advocate 40 mg + 10 mg blettunarlausn handa litlum hundum Advocate 100 mg + 25 mg blettunarlausn handa meðalstórum hundum Advocate 250 mg + 62,5 mg blettunarlausn handa stórum hundum Advocate 400 mg mg blettunarlausn handa mjög stórum hundum 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Bayer Animal Health GmbH Leverkusen Þýskaland Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt: KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH Projensdorfer Str. 324, Kiel Þýskaland 2. HEITI DÝRALYFS Advocate 40 mg + 10 mg blettunarlausn handa litlum hundum. Advocate 100 mg + 25 mg blettunarlausn handa meðalstórum hundum. Advocate 250 mg + 62,5 mg blettunarlausn handa stórum hundum. Advocate 400 mg mg blettunarlausn handa mjög stórum hundum. Imidacloprid, moxidectin 3. VIRK INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Hver stakskammtur (pípetta) inniheldur: Stakskammtur Imidacloprid Moxidectin Advocate handa litlum hundum ( 4 kg) 0,4 ml 40 mg 10 mg Advocate handa meðalstórum hundum (> 4-10 kg) 1,0 ml 100 mg 25 mg Advocate handa stórum hundum (> kg) 2,5 ml 250 mg 62,5 mg Advocate handa mjög stórum hundum (> kg) 4,0 ml 400 mg 100 mg Hjálparefni: Bensýlalkóhól, 1 mg/ml bútýlhýdroxýtólúen (E 321, sem andoxunarefni). Tær gul til brúnleit lausn. 4. ÁBENDINGAR Hundar sem eru með blandaða sníklasýkingu eða eru í hættu á að fá slíka sýkingu: til meðhöndlunar og fyrirbyggingar á flóasmiti (Ctenocephalides felis), til meðhöndlunar á feldlús (Trichodectes canis), til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis), hundakláða (sarcoptic mange) (af völdum Sarcoptes scabiei var. canis), hársekkjamaurakláða (demodicosis) (af völdum Demodex canis), til fyrirbyggingar á hjartaormasmiti (L3 og L4 lirfur Dirofilaria immitis) 64

65 til meðhöndlunar á forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria immitis), til meðferðar á hjartaormasýkingu (húðormur) í húð (fullþroska Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á hjartaormasýkingu (húðormur) í húð (L3 lirfur Dirofilaria repens), til að fækka forlirfum (microfilariae) í blóðrás (Dirofilaria repens), til fyrirbyggingar á angiostrongylosis (L4 lirfur og ófullþroska Angiostrongylus vasorum), til meðhöndlunar á Angiostrongylus vasorum og Crenosoma vulpis, til fyrirbyggingar á sjúkdómi af völdum Spirocerca lupi, til meðhöndlunar á nasahárorminum Eucoleus (samheiti: Capillaria) boehmi (fullþroska stig), til meðhöndlunar á augnaþráðorminum Thelazia callipaeda (fullþroska stig), til meðhöndlunar á þráðormasmiti í meltingarvegi (L4 lirfur, ófullþroska og fullþroska Toxocara canis (spóluormur), Ancylostoma caninum (bitormur) og Uncinaria stenocephala (bitormur), fullþroska Toxascaris leonina (spóluormur) og Trichuris vulpis (svipuormur)). Nota má lyfið sem lið í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. 5. FRÁBENDINGAR Lyfið má ekki gefa hvolpum yngri en 7 vikna. Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverjum hjálparefnanna. Lyfið má ekki gefa hundum sem eru flokkaðir í 4. flokk af hjartaormasmiti þar sem öryggi lyfsins hefur ekki verið metið hjá þessum dýrahópi. Handa köttum skal nota samsvarandi Advocate handa köttum sem inniheldur 100 mg/ml imidacloprid og 10 mg/ml moxidectin. Handa frettum: Notið ekki Advocate handa hundum. Aðeins skal nota Advocate handa litlum köttum og frettum (0,4 ml). Notið ekki á kanarífugla. 6. AUKAVERKANIR Notkun lyfsins getur valdið tímabundnum kláða hjá hundum. Stöku sinnum getur feldurinn orðið fitukenndur, roðaþot geta komið fram sem og uppköst. Þessi einkenni hverfa án sérstakrar meðhöndlunar. Lyfið getur, í mjög sjaldgæfum tilvikum, valdið staðbundnu ofnæmi. Ef dýrið sleikir sig þar sem lyfið var borið á geta komið fyrir einkenni frá taugakerfi (flest tímabundin), til dæmis slingur, útbreiddur skjálfti, augneinkenni (útvíkkað sjáaldur, óveruleg sjáaldurssvörun, augntin), óeðlileg öndun, slef og uppköst en þetta kemur örsjaldan fyrir. Lyfið hefur biturt bragð. Ef dýrið sleikir sig þar sem lyfið var borið á, getur slíkt leitt til slefu. Þetta er ekki vísbending um eitrun og hverfur á nokkrum mínútum án meðferðar. Rétt notkun lyfsins dregur úr hættunni á að dýrið geti sleikt sig þar sem lyfið er borið á húðina. Lyfið getur örsjaldan valdið tilfinningu á þeim stað þar sem lyfið var borið á sem leiðir til tímabundinna hegðunarbreytinga svo sem svefnhöfga, uppnáms og lystarleysis. Vettvangsrannsókn hefur sýnt að hjá hundum með hjartaormasmit sem hafa forlirfur í blóði (microfilaraemia) er hætta á alvarlegum einkennum frá öndunarfærum (hósti, hraðöndun og mæði) sem geta kallað á tafarlausa meðferð dýralæknis. Í rannsókninni voru þessi viðbrögð algeng (sáust hjá 2 af 106 meðhöndluðum hundum). Einkenni frá meltingarvegi (uppköst, niðurgangur, lystarleysi) og örþreyta eru einnig algengar aukaverkanir af völdum meðferðarinnar hjá þessum hundum. 65

66 Ef lyfið berst fyrir slysni ofan í dýrið skal meðhöndla einkennin sem kunna að koma fram. Ekki er þekkt neitt sértækt mótefni. Notkun lyfjakola gæti verið gagnleg. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik) Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif. 7. DÝRATEGUND Hundar. 8. SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF Einungis til útvortis notkunar. Berið á húð milli herðablaðanna. Skömmtun: Ráðlagðir lágmarksskammtar eru imidacloprid 10 mg/kg líkamsþunga og moxidectin 2,5 mg/kg líkamsþunga, sem jafngildir 0,1 ml/kg líkamsþunga af Advocate handa hundum. Meðhöndlun skal byggja á mati hvers dýralæknis fyrir sig og á faraldsfræðilegum aðstæðum á hverjum stað. 66

67 Líkamsþyngd hunda Stærð pípettu sem nota á Rúmmál [ml] Imidacloprid [mg/kg líkamsþ.] Moxidectin [mg/kg líkamsþ.] [kg] 4 kg Advocate handa litlum 0,4 minnst 10 minnst 2,5 hundum > 4-10 kg Advocate handa meðalstórum 1, ,5-6,25 hundum > kg Advocate handa stórum 2, ,5-6,25 hundum > kg Advocate handa mjög stórum hundum 4, ,5-4 > 40 kg Velja skal saman þær pípettur sem við á. Fyrirbyggjandi og til meðferðar við flóarsýkingu (Ctenocephalides felis) Ein meðhöndlun kemur í veg fyrir nýtt flóasmit í næstu 4 vikur á eftir. Púpur sem eru til staðar í umhverfinu geta haldið áfram að klekjast í 6 vikur eða lengur eftir að meðhöndlun hefst, háð loftslagi. Því kann að vera nauðsynlegt samhliða Advocate-meðhöndlun að hreinsa nánasta umhverfi með það fyrir augum að rjúfa lífshringrás flóarinnar. Slíkt getur leitt til þess að hraðar dregur úr fjölda flóa á heimilinu. Nota á lyfið á mánaðarfresti þegar það er notað sem liður í meðhöndlun á húðbólgu vegna flóaofnæmis. Til meðhöndlunar á feldlús (Trichodectes canis) Nota á einn skammt af lyfinu. Mælt er með frekari skoðun hjá dýralækni 30 sólarhringum eftir meðhöndlun, því sum dýr getur þurft að meðhöndla aftur. Til meðhöndlunar á sýkingu af völdum eyrnamaura (Otodectes cynotis) Nota á einn skammt af lyfinu. Fjarlægið varlega lausar leifar úr ytri eyrnagangi við hverja meðferð. Mælt er með skoðun hjá dýralækni 30 dögum eftir meðferð þar sem sum dýr gætu þurft aðra meðferð. Má ekki bera beint í eyrnagöngin. Til meðhöndlunar á hundakláða (af völdum Sarcoptes scabiei var. canis) Nota á einn skammt tvisvar sinnum með 4 vikna millibili. Til meðhöndlunar á hársekkjamaurakláða (af völdum Demodex canis) Einn skammtur, gefinn 2 til 4 sinnum með 4 vikna millibili, er virkur gegn Demodex canis og leiðir til greinilegs bata hvað varðar klínísk einkenni sérstaklega þegar um væg til miðlungs alvarleg tilvik er að ræða. Mjög erfið tilvik geta þarfnast lengri og tíðari meðferðar. Til að ná sem bestum hugsanlegum árangri í þessum erfiðu tilvikum getur dýralæknir ákveðið að nota megi Advocate einu sinni í viku og til lengri tíma. Í öllum tilvikum er nauðsynlegt að halda meðferð áfram þar til niðurstöður úr húðsýnum eru neikvæðar í það minnsta 2 mánuði í röð. Stöðva skal meðferð á hundum sem ekki sýna nein batamerki eða sýna enga svörun samkvæmt mauratalningu eftir tveggja mánaða meðferð. Annarrar meðferðar er þörf. Leitið upplýsinga hjá dýralækninum. Vegna þess að hársekkjamaurakláði er margþættur sjúkdómur er mælt með að sérhver undirliggjandi sjúkdómur sé einnig meðhöndlaður á viðeigandi hátt, ef hægt er. 67

68 Fyrirbyggjandi gegn hjartaormasmiti (D. immitis) og hjartaormasýkingu í húð (húðormur) (D. repens) Hundar á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur, auk hunda sem farið hefur verið með á svæði þar sem hjartaormur er landlægur, geta verið sýktir af fullþroska hjartaormum. Áður en meðferð með lyfinu hefst skal því hafa í huga ráðleggingar í kaflanum SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ. Til að koma í veg fyrir hjartaormasmit og hjartaormasýkingu í húð verður að meðhöndla með lyfinu með mánaðar millibili þann tíma ársins sem moskítóflugur (millihýslarnir sem bera í sér D. immitis og D. repens lirfur og breiða út smit) eru í umhverfinu. Nota má lyfið allt árið eða hefja meðhöndlun a.m.k. 1 mánuði áður en búist er við fyrstu moskítóflugunum. Halda á meðhöndlun áfram á mánaðar fresti þar til 1 mánuði eftir að síðast sást til moskítóflugna. Til að koma á fastri venju er mælt með því að í hverjum mánuði sé notaður sami dagur eða mánaðardagur. Þegar byrjað er að nota Advocate í stað annars lyfs vegna fyrirbyggingar á hjartaormasmiti, á að meðhöndla í fyrsta sinn með Advocate innan 1 mánaðar frá því hitt lyfið var notað síðast. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur ætti ekki að vera nein hætta á því að hundar séu smitaðir. Því má meðhöndla dýrin án sérstakrar varúðar. Meðhöndlun á forlirfum (D.immitis) Gefa skal Advocate mánaðarlega í 2 mánuði í röð. Til meðhöndlunar á hjartaormasýkingu (húðormur) (fullþroska Dirofilaria repens) í húð Gefa á Advocate mánaðarlega í sex mánuði í röð. Til að fækka forlirfum (húðormur) (D. repens) Gefa á lyfið mánaðarlega í fjóra mánuði í röð. Til meðhöndlunar og sem fyrirbyggjandi meðferð á Angiostrongylus vasorum Nota á einn skammt af lyfinu. Mælt er með frekari skoðun hjá dýralækni 30 sólarhringum eftir meðhöndlun, því sum dýr getur þurft að meðhöndla aftur. Regluleg meðferð mánaðarlega kemur í veg fyrir angiostrongylosis og sýkingu af völdum Angiostrongylus vasorum þar sem hann er landlægur. Meðhöndlun á Crenosoma vulpis Nota á einn skammt af lyfinu. Fyrirbygging á spirocercosis (Spirocerca lupi) Gefa á lyfið mánaðarlega. Meðhöndlun á nasahárorminum Eucoleus (samheiti: Capillaria) boehmi (fullþroska stig) Gefa á lyfið mánaðarlega í tvo mánuði í röð. Til að koma í veg fyrir hugsanlegt endursmit skal reyna að hindra að hundurinn éti eigin úrgang milli þessara tveggja meðferða. Meðhöndlun á augnaþráðorminum Thelazia callipaeda (fullþroska stig) Nota á einn skammt af lyfinu. 68

69 Meðhöndlun á spóluormum, bitormum og svipuormum (Toxocara canis, Ancylostoma caninum, Uncinaria stenocephala, Toxascaris leonina og Trichuris vulpis). Á svæðum þar sem hjartaormur er landlægur getur mánaðarleg meðferð dregið marktækt úr hættu á endursýkingu af völdum spólu-, bit- og svipuorma. Á svæðum þar sem hjartaormur er ekki landlægur má nota lyfið sem lið í árstíðabundinni fyrirbyggjandi meðferð gegn flóm og þráðormum í meltingarvegi. Rannsóknir hafa sýnt að mánaðarleg meðhöndlun hunda fyrirbyggir sýkingar af völdum Uncinaria stenocephala. 9. LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF Takið eina pípettu úr pakkningunni. Haldið pípettunni síðan uppréttri og snúið tappann af henni. Snúið tappanum við og notið hann til að rjúfa innsigli pípettunnar eins og sýnt er á myndunum. Hundar sem vega allt að 25 kg: Látið hundinn standa og skiljið að feldinn á milli herðablaðanna þar til sést í húðina. Berið lyfið á óskaddaða húð þegar hægt er. Færið odd pípettunnar að húðinni og kreistið hana ákveðið nokkrum sinnum þannig að allt innihaldið berist beint á húðina. Hundar sem vega meira en 25 kg: Til að hægar sé um vik að bera lyfið á ætti hundurinn að standa. Bera á allt innihald pípettunnar jafnt á 3 eða 4 staði á hryggnum, frá herðum aftur að efsta hluta skottsins. Á hverjum stað fyrir sig skal skilja feldinn að þar til húðin er sýnileg. Berið lyfið á óskaddaða húð þegar hægt er. Færið odd pípettunnar að húðinni og kreistið hana gætilega þannig að hluti innihaldsins berist beint á húðina. Ekki má bera stóran hluta lausnarinnar á neinn einn stað, því slíkt gæti valdið því að hluti lausnarinnar rynni niður síður dýrsins. 69

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 4,7 mg vefjalyf fyrir hunda. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Deslorelín (sem deslorelínasetat) 4.7 mg. Hjálparefni: Sjá lista

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning Indlægsseddel: rmation til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning mepivacainhydrochlorid og adrenalin Læs denne indlægsseddel grundigt, inden

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Nicotinell forðaplástur Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur famciclovir Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn. Xýlómetazólínhýdróklóríð

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn. Xýlómetazólínhýdróklóríð FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn Xýlómetazólínhýdróklóríð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur ondansetrón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Vaniqa 11,5% krem 2. INNIHALDSLÝSING Í hverju g af kremi eru 115 mg af eflornitíni (sem vetnisklóríðeinhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Læs mere

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat).

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). FYLGISEÐILL FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

BILAG I PRODUKTRESUME

BILAG I PRODUKTRESUME BILAG I PRODUKTRESUME 1 1. VETERINÆRLÆGEMIDLETS NAVN Advocate 40 mg + 4 mg spot-on opløsning til små katte og fritter Advocate 80 mg + 8 mg spot-on opløsning til store katte 2. KVALITATIV OG KVANTITATIV

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Metoprololsuccinat Hexal 25 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 50 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 100 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur cíprófloxacín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Fasturtec 1,5 mg/ml stofn og leysir fyrir innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Fasturtec er raðbrigða úrat-oxídasa ensím framleitt af erfðabreyttum

Læs mere

BILAG I PRODUKTRESUME

BILAG I PRODUKTRESUME BILAG I PRODUKTRESUME 1 1. VETERINÆRLÆGEMIDLETS NAVN Advocate 40 mg + 4 mg spot-on opløsning til små katte og fritter Advocate 80 mg + 8 mg spot-on opløsning til store katte 2. KVALITATIV OG KVANTITATIV

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN nefúði, lausn 10 míkróg/skammti Desmópressínasetat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN frostþurrkaðar töflur, 60 míkróg, 120 míkróg eða 240 míkróg Desmópressín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Nexium 10 mg magasýruþolið mixtúrukyrni, dreifa, skammtapoki 2. INNIHALDSLÝSING Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat). Hjálparefni

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Metalyse 8.000 einingar, stungulyfsstofn og leysir, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 8.000 einingar (40 mg) af tenekteplasa. Hver

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð B. FYLGISEÐILL 21 FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Opsumit 10 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg macitentan. Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Læs mere

BILAG I PRODUKTRESUME

BILAG I PRODUKTRESUME BILAG I PRODUKTRESUME 1 1. VETERINÆRLÆGEMIDLETS NAVN Advocate spot-on opløsning til små katte Advocate spot-on opløsning til store katte 2. KVALITATIV OG KVANTITATIV SAMMENSÆTNING Aktive stoffer: Advocate

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 25.05.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 van Gogh 32 Seigja: ISO VG 32 Vörunúmer: 7503

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS SIFROL 0,088 mg töflur SIFROL 0,18 mg töflur SIFROL 0,35 mg töflur SIFROL 0,7 mg töflur SIFROL 1,1 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING SIFROL 0,088 mg töflur

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 02.09.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 Auto JK Vörunúmer: 7503 30212560 1.2 Viðeigandi

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur quetiapin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 02.09.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 LHM+ Vörunúmer: 7503 30771075 1.2 Viðeigandi

Læs mere

ÖRYGGISBLAÐ CIP Alka CR

ÖRYGGISBLAÐ CIP Alka CR CIP Alka CR Síða 1 af 8 ÖRYGGISBLAÐ CIP Alka CR SDS samræmi við reglugerð (EB) nr 1907/2006 EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS um skráningu, mat, Heimild til og takmörkun efna (REACH), II - ESB KAFLI 1: Auðkenning

Læs mere

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas inniheldur 10 mg, 20 mg eða 30 mg af octreotidi (sem

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

BILAG I PRODUKTRESUME

BILAG I PRODUKTRESUME BILAG I PRODUKTRESUME 1/42 1. VETERINÆRLÆGEMIDLETS NAVN Advocate spot-on opløsning til små katte Advocate spot-on opløsning til store katte 2. KVALITATIV OG KVANTITATIV SAMMENSÆTNING Aktive stoffer: Advocate

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS JEVTANA 60 mg innrennslisþykkni og leysir, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver ml af innrennslisþykkni inniheldur 40 mg cabazitaxel.

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 08.05.2014 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 Auto D VI Vörunúmer: 7503 436060 1.2 Viðeigandi

Læs mere

Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók

Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók Unnið og staðfært úr dönsku kjötmati af dýralækni svínasjúkdóma. Febrúar 2003. Yfirlit sjúkdómalyklar - skráningarnúmer

Læs mere

Advocate til hunde indeholder 10 % imidacloprid og 2,5 % moxidectin.

Advocate til hunde indeholder 10 % imidacloprid og 2,5 % moxidectin. 1. VETERINÆRLÆGEMIDLETS NAVN Advocate spot-on opløsning til små hunde Advocate spot-on opløsning til mellemstore hunde Advocate spot-on opløsning til store hunde Advocate spot-on opløsning til ekstra store

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 283. fundar Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson

Læs mere

3. LIÐUR: Samsetning innihaldsefna/upplýsingar um innihaldsefni

3. LIÐUR: Samsetning innihaldsefna/upplýsingar um innihaldsefni 2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Vöruheiti Vörunúmer 7503 4366921 Seigja eða Gerð SAE 5W30 Notkun efnisins Smurolía fyrir vélar

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

BILAG I PRODUKTRESUME

BILAG I PRODUKTRESUME BILAG I PRODUKTRESUME 1/66 1. VETERINÆRLÆGEMIDLETS NAVN Advocate spot-on opløsning til små katte Advocate spot-on opløsning til store katte 2. KVALITATIV OG KVANTITATIV SAMMENSÆTNING Aktive stoffer: Advocate

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja 1 Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Samantekt Kostnaður TR vegna þunglyndislyfja nam 691 millj.kr. árið 2007. Kostnaður lækkaði um 70 millj. kr. frá fyrra

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Öryggisblað. Útgáfudagur: Útgáfa: 01.00/ISL

Öryggisblað. Útgáfudagur: Útgáfa: 01.00/ISL Öryggisblað Útgáfudagur: 01-11-2013 Útgáfa: 0100/ISL HLUTI 1: Auðkenning efnisins/blöndunnar og fyrirtækisins/félagsins 11 Vöruauðkenni Viðskiptaheiti: Brennisteinssýra > 51% 12 Viðeigandi skilgreind notkun

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum UM VERNDUN OG AÐRA LANDNÝTINGU Norræna ráðherranefndin Umhverfisstofnun Hvað er votlendi? Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Gæðavottað á öllum Norðurlöndunum SPAANDEX K-GULV. Uppsetningarleiðbeiningar

Gæðavottað á öllum Norðurlöndunum SPAANDEX K-GULV. Uppsetningarleiðbeiningar Gæðavottað á öum Norðuröndunum SPAANDEX K-GULV Uppsetningareiðbeiningar Spaandex K-GULV P6 Spaandex Unipan K-GULV P7 Spaandex Unipan K-GULV P6/P5 SPAANDEX K-GULV fyrir undirgóf Þessar uppsetningareiðbeiningar

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Merkingar matvæla Innihaldslýsingar, ofnæmis og óþolsvaldar. Jónína Þ. Stefánsdóttir Apríl 2011

Merkingar matvæla Innihaldslýsingar, ofnæmis og óþolsvaldar. Jónína Þ. Stefánsdóttir Apríl 2011 Merkingar matvæla Innihaldslýsingar, ofnæmis og óþolsvaldar Jónína Þ. Stefánsdóttir Apríl 2011 Reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla Markmið: að tryggja neytendum réttar og greinargóðar upplýsingar

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere