SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa.

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa."

Transkript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas inniheldur 10 mg, 20 mg eða 30 mg af octreotidi (sem octreotidacetat). Hjálparefni með þekkta verkun Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Stungulyfsstofn og leysir, dreifa. Stungulyfsstofn: Hvítur eða hvítur með gulleitum blæ. Leysir: Tær, litlaus til ljósgulleit eða brún lausn. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Meðferð hjá sjúklingum með æsavöxt (acromegaly) þegar skurðaðgerð á ekki við eða hefur ekki borið árangur, eða á tímabilinu þar til geislameðferð nær fullri verkun (sjá kafla 4.2). Meðferð hjá sjúklingum með einkenni sem tengjast virkum innkirtlaæxlum í meltingarvegi og brisi (GEP-æxlum) t.d. silfurfrumuæxlum (carcinoid tumours) sem líkjast serótónínheilkenni (sjá kafla 5.1). Meðferð hjá sjúklingum með langt gengin taugainnkirtlaæxli (neuroendocrine tumours) í miðgirni eða af óþekktum uppruna þegar upprunastaður annars staðar en í miðgirni hefur verið útilokaður. Meðferð við kirtilæxlum í heiladingli sem seyta TSH: þegar seyting hefur ekki orðið eðlileg eftir skurðaðgerð og/eða geislameðferð hjá sjúklingum þegar skurðaðgerð á ekki við hjá sjúklingum í geislameðferð þar til geislameðferðin er virk. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skammtar Æsavöxtur Ráðlagt er að hefja meðferð með því að gefa 20 mg af Sandostatin LAR á 4 vikna fresti í 3 mánuði. Sjúklingar á meðferð með Sandostatin undir húð geta hafið meðferð með Sandostatin LAR daginn eftir síðasta skammt af Sandostatin gefnu undir húð. Síðari aðlögun á skömmtum skal byggjast á þéttni

2 vaxtarhormóns í sermi og þéttni IGF-1/somatomedin C (insulin-like growth factor 1) og klínískum einkennum. Auka má skammtinn í 30 mg á 4 vikna fresti hjá sjúklingum sem ekki hefur náðst full stjórn á klínískum einkennum og lífefnafræðilegum gildum (vaxtarhormón, IGF-1) innan þessa 3 mánaða tímabils (þéttni vaxtarhormóns enn hærri en 2,5 míkrógrömm/l). Ef ekki hefur náðst fullnægjandi stjórn á vaxtarhormónum, IGF-1 og/eða einkennum eftir 3 mánaða meðferð með 30 mg skammti, má auka skammtinn í 40 mg á 4 vikna fresti. Hjá sjúklingum með þéttni vaxtarhormóns stöðugt lægri en 1 míkrógramm/l, hjá þeim sem sermisþéttni IGF-1 varð eðlileg og þeim sem flest einkenni æsavaxtar sem gátu gengið til baka hafa gengið til baka eftir 3 mánaða meðferð með 20 mg, má gefa 10 mg af Sandostatin LAR á 4 vikna fresti. Þó er ráðlagt, sérstaklega hjá sjúklingum sem eru á þessum lága skammti af Sandostatin LAR, að hafa náið eftirlit með fullnægjandi stjórn á þéttni vaxtarhormóns í sermi og IGF-1 og klínískum einkennum. Mæla skal vaxtarhormón og IGF-1 á 6 mánaða fresti hjá sjúklingum á stöðugum skammti af Sandostatin LAR. Innkirtlaæxli í meltingarvegi og brisi (GEP-æxli) Meðferð hjá sjúklingum með einkenni sem tengjast virkum taugainnkirtlaæxlum í meltingarvegi og brisi (GEP-æxlum) Ráðlagt er að hefja meðferð með því að gefa 20 mg af Sandostatin LAR á 4 vikna fresti. Sjúklingar á meðferð með Sandostatin gefnu undir húð eiga að halda áfram meðferð með þeim virka skammti sem hafði verið notaður í 2 vikur eftir fyrstu inndælingu Sandostatin LAR. Hjá sjúklingum þar sem einkennum og líffræðilegum gildum er haldið vel í skefjum eftir 3 mánaða meðferð má minnka skammt Sandostatin LAR í 10 mg á 4 vikna fresti. Hjá sjúklingum þar sem einungis næst stjórn á einkennum að hluta til eftir 3 mánaða meðferð má auka skammtinn í 30 mg af Sandostatin LAR á 4 vikna fresti. Þá daga sem einkenni tengd GEP-æxlum aukast hugsanlega meðan á meðferð með Sandostatin LAR stendur, er ráðlagt að gefa aukalega Sandostatin undir húð í þeim skömmtum sem voru notaðir áður en meðferð með Sandostatin LAR hófst. Þetta getur aðallega komið fyrir á fyrstu 2 mánuðunum þar til meðferðarþéttni octreotids er náð. Meðferð hjá sjúklingum með langt gengin taugainnkirtlaæxli (neuroendocrine tumours) í miðgirni eða af óþekktum uppruna þegar upprunastaður annars staðar en í miðgirni hefur verið útilokaður Ráðlagður skammtur af Sandostatin LAR er 30 mg á 4 vikna fresti (sjá kafla 5.1). Halda skal meðferð með Sandostatin LAR áfram til að hafa stjórn á æxli jafnvel þótt æxlið sé ekki í vexti. Meðferð við kirtilæxlum í heiladingli sem seyta TSH Hefja skal meðferð með Sandostatin LAR með 20 mg skammti á 4 vikna fresti í 3 mánuði áður en íhugað er að breyta skömmtum. Skammtinum er síðan breytt á grundvelli svörunar við TSH og skjaldkirtilshormónum. Notkun hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi Skert nýrnastarfsemi hefur ekki áhrif á heildarútsetningu (AUC) fyrir octreotidi þegar það er gefið með inndælingu undir húð eins og Sandostatin. Því er ekki nauðsynlegt að breyta skömmtum Sandostatin LAR.

3 Notkun hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi Í rannsókn þar sem Sandostatin var gefið undir húð og í bláæð var sýnt fram á að brotthvarfsgeta getur minnkað hjá sjúklingum með skorpulifur, en ekki hjá sjúklingum með fitulifur. Í ákveðnum tilvikum er nauðsynlegt að breyta skömmtum hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Notkun hjá öldruðum Í rannsókn þar sem Sandostatin var gefið undir húð þurfti ekki að breyta skömmtum hjá sjúklingum 65 ára. Því þarf ekki að breyta skömmtum Sandostatin LAR hjá þessum sjúklingahópi. Notkun hjá börnum Reynsla af notkun Sandostatin LAR handa börnum er takmörkuð. Lyfjagjöf Einungis má gefa Sandostatin LAR með inndælingu djúpt í vöðva. Við endurtekna inndælingu í vöðva skal gefa til skiptis í vinstri og hægri rassvöðva (sjá kafla 6.6). 4.3 Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Almennt Vegna þess að heiladingulsæxli sem seyta vaxtarhormóni geta dreift sér og leitt til alvarlegra fylgikvilla (t.d. sjónsviðsskerðingar), er áríðandi að fylgst sé náið með öllum sjúklingum. Ef fram koma merki um útbreiðslu æxla, skal íhuga aðrar leiðir. Meðferðarávinningur þess að draga úr þéttni vaxtarhormóns (GH) og að ná fram eðlilegri þéttni IGF-1 (insulin-like-growth factor 1) hjá konum með æsavöxt er sá að hugsanlega er hægt að endurvekja frjósemi. Ráðleggja skal konum á barneignaraldri að nota fullnægjandi getnaðarvörn meðan á meðferð með octreotidi stendur, ef þörf krefur (sjá kafla 4.6). Hafa skal eftirlit með starfsemi skjaldkirtils hjá sjúklingum sem eru á langvarandi meðferð með octreotidi. Hafa skal eftirlit með lifrarstarfsemi meðan á meðferð með octreotidi stendur. Tilvik sem tengjast hjarta- og æðakerfi Algengt er að greint sé frá hægslætti. Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum lyfja eins og beta blokka, kalsíumgangaloka eða lyfja sem hafa áhrif á vökva og blóðsaltajafnvægið (sjá kafla 4.5). Gallblaðra og tengd tilvik Gallsteinar eru mjög algengir meðan á meðferð með Sandostatin stendur og geta tengst gallblöðrubólgu og víkkun á gallrás (sjá kafla 4.8). Því er mælt með ómskoðun á gallblöðru áður en meðferð hefst og á um það bil 6 mánaða fresti meðan á meðferð með Sandostatin LAR stendur.

4 Glúkósaefnaskipti Vegna hamlandi áhrifa á vaxtarhormón, glúkagon og insúlínlosun, getur Sandostatin LAR haft áhrif á blóðsykursstjórnina. Dregið getur úr sykurþoli eftir máltíð. Eins og greint hefur verið frá fyrir sjúklinga á meðferð með Sandostatin undir húð, getur í einhverjum tilvikum komið fram viðvarandi blóðsykurshækkun við langtíma notkun. Einnig hefur verið greint frá blóðsykurslækkun. Hjá sjúklingum sem einnig eru með sykursýki af gerð I er líklegt að Sandostatin LAR hafi áhrif á blóðsykursstjórn og insúlínþörf getur minnkað. Hjá sjúklingum sem ekki eru með sykursýki og sjúklingum með sykursýki af gerð II þar sem insúlínforði er að hluta til óskertur getur meðferð með Sandostatin undir húð valdið blóðsykurshækkun eftir máltíðir. Því er mælt með að fylgst sé með sykurþoli og sykursýkismeðferð. Hjá sjúklingum með insúlínæxli getur octreotid hugsanlega magnað og lengt tímabil blóðsykurslækkunar vegna hlutfallslega meiri hömlunar á seytingu vaxtarhormóns og glúkagons en insúlíns og vegna þess að insúlínhamlandi áhrif vara skemur. Fylgjast þarf gaumgæfilega með þessum sjúklingum. Næring Octreotid getur haft áhrif á frásog fitu úr fæðu hjá sumum sjúklingum. Hjá nokkrum sjúklingum sem fengið hafa meðferð með octreotidi hefur komið fram minnkuð þéttni B 12-vítamíns og óeðlileg Schilling próf. Mælt er með því að fylgst sé með þéttni B 12-vítamíns hjá sjúklingum sem eru með sögu um minnkaða þéttni B 12-vítamíns, meðan á meðferð með Sandostatin LAR stendur. Natríuminnihald Sandostatin LAR inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum lyfja eins og beta blokka, kalsíumgangaloka eða lyfja sem hafa áhrif á vökva og blóðsaltajafnvægið þegar Sandostatin LAR er gefið samhliða (sjá kafla 4.4). Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum insúlíns og sykursýkislyfja þegar Sandostatin LAR er gefið samhliða (sjá kafla 4.4). Octreotid hefur reynst minnka frásog ciclosporins úr þörmum og seinka frásogi cimetidins. Samhliðameðferð með octreotidi og bromocriptini eykur aðgengi bromocriptins. Takmarkaðar upplýsingar sem birtar hafa verið gefa til kynna að somatostatinhliðstæður geti dregið úr umbrotum efna sem vitað er að umbrotna fyrir tilstilli cýtókróm P450 ensíma. Þetta kann að vera vegna bælingar vaxtarhormóns. Vegna þess að ekki er hægt að útiloka að octreotid geti verkað þannig, á að fara varlega í að nota önnur lyf sem umbrotna aðallega fyrir tilstilli CYP3A4 og hafa þröngan lækningalegan stuðul (t.d. kinidin og terfenadin).

5 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Takmarkaðar upplýsingar (niðurstöður innan við 300 þungana) liggja fyrir um notkun octreotids á meðgöngu og í um það bil þriðjungi þessara tilvika er niðurstaða þungunarinnar óþekkt. Meirihluti tilkynninganna barst eftir notkun octreotids eftir markaðssetningu þess og meira en 50% útsettra þungana sem greint var frá var hjá sjúklingum með æsavöxt. Flestar konurnar fengu octreotid á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar í skömmtum frá míkrógrömm af Sandostatin undir húð/sólarhring eða mg af Sandostatin LAR/mánuði. Greint var frá meðfæddum afbrigðileika í um það bil 4% tilvika þungana þar sem niðurstaðan er þekkt. Enginn grunur er um orsakatengsl við octreotid í þessum tilvikum. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra eituráhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3). Sem fyrirbyggjandi aðgerð er æskilegt að forðast notkun Sandostatin LAR á meðgöngu (sjá kafla 4.4). Brjóstagjöf Ekki er þekkt hvort octreotid skilst út í brjóstamjólk. Dýrarannsóknir sýna að octreotid skilst út í móðurmjólk. Sjúklingar eiga ekki að hafa barn á brjósti meðan á meðferð með Sandostatin LAR stendur. Frjósemi Ekki er þekkt hvort octreotid hefur áhrif á frjósemi hjá mönnum. Seinkun á því að eistu gengu niður kom fram hjá karlkyns afkvæmum kvendýra sem fengu meðferð meðan á meðgöngu og mjólkurgjöf stóð. Octreotid hafði hins vegar ekki skerðandi áhrif á frjósemi hjá karlkyns og kvenkyns rottum í skömmtum sem námu allt 1 mg/kg líkamsþyngdar á sólarhring (sjá kafla 5.3). 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Sandostatin LAR hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ráðleggja skal sjúklingum að gæta varúðar við akstur eða notkun véla ef þeir finna fyrir sundli, þróttleysi/þreytu eða höfuðverk meðan á meðferð með Sandostatin LAR stendur. 4.8 Aukaverkanir Samantekt á upplýsingum um öryggi Algengustu aukaverkanirnar sem greint hefur verið frá við meðferð með octreotidi eru meltingarfærakvillar, taugakerfiskvillar, kvillar í lifur og gallvegum og kvillar í tengslum við efnaskipti og næringu. Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá í klínískum rannsóknum á octreotidi voru niðurgangur, kviðverkir, ógleði, vindgangur, höfuðverkur, gallsteinar, blóðsykurshækkun og hægðatregða. Aðrar algengar aukaverkanir voru sundl, staðbundinn sársauki, möl í gallvegi, truflanir á starfsemi skjaldkirtils (t.d. minnkun á TSH (thyroid stimulating hormone), minnkuð heildarþéttni T4 og minnkun á fríu T4), lausar hægðir, skert sykurþol, uppköst, þróttleysi og blóðsykurslækkun.

6 Aukaverkanir settar fram í töflu Eftirtöldum aukaverkunum, tilgreindar í töflu 1, hefur verið safnað saman úr klínískum rannsóknum á octreotidi: Aukaverkanir (tafla 1) eru tilgreindar eftir tíðni, hinar algengustu fyrst. Tíðnin er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: Mjög algengar ( 1/10); algengar ( 1/100, <1/10); sjaldgæfar ( 1/1.000, <1/100); mjög sjaldgæfar ( 1/10.000, <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), þar með talið einstök tilvik. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Tafla 1 Aukaverkanir sem greint var frá í klínískum rannsóknum Meltingarfæri Mjög algengar: Taugakerfi Mjög algengar: Innkirtlar Niðurgangur, kviðverkir, ógleði, hægðatregða, vindgangur. Meltingartruflanir, uppköst, þaninn kviður, fitusaur, lausar hægðir, mislitun hægða. Höfuðverkur. Sundl. Skjaldvakabrestur, truflanir á starfsemi skjaldkirtils (t.d. minnkun á TSH (thyroid stimulating hormone), minnkuð heildarþéttni T4 og minnkun á fríu T4). Lifur og gall Mjög algengar: Gallsteinar. Gallblöðrubólga, möl í gallvegi, hækkun bilirubins í blóði. Efnaskipti og næring Mjög algengar: Blóðsykurshækkun. Blóðsykurslækkun, skert sykurþol, lystarleysi. Sjaldgæfar: Ofþornun. Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Mjög algengar: Viðbrögð á stungustað Þróttleysi. Rannsóknaniðurstöður Aukin þéttni transamínasa. Húð og undirhúð Kláði, útbrot, hárlos. Öndunarfæri Mæði. Hjarta Hægsláttur. Sjaldgæfar: Hraðsláttur. Eftir markaðssetningu Aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið eftir markaðssetningu lyfsins, tilgreindar í töflu 2, eru tilkynntar af sjálfsdáðum og ekki er alltaf hægt að ákvarða tíðni þeirra eða orsakasamhengi við notkun lyfsins.

7 Tafla 2 Aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið eftir markaðssetningu lyfsins Blóð og eitlar Blóðflagnafæð. Ónæmiskerfi Bráðaofnæmi, ofnæmisviðbrögð. Húð og undirhúð Ofsakláði Lifur og gall Bráð brisbólga, bráð lifrarbólga án gallteppu, lifrarbólga með gallteppu, gallteppa, gula, gula af völdum gallteppu. Hjarta Hjartsláttaróregla. Rannsóknaniðurstöður Hækkaður alkalískur fosfatasi, hækkaður gammaglútamýltransferasi. Lýsing á völdum aukaverkunum Gallblaðra og tengd viðbrögð Sýnt hefur verið fram á að somatostatinhliðstæður hamla samdráttarhæfni gallblöðrunnar og draga úr seyti galls sem getur leitt til breytinga á virkni gallblöðrunnar eða myndunar malar (sludge). Greint hefur verið frá myndun gallsteina hjá 15 til 30% einstaklinga sem eru á langtímameðferð með Sandostatin gefnu undir húð. Tíðnin hjá almennu þýði (á aldrinum 40 til 60 ára) er 5 til 20%. Langvarandi útsetning fyrir Sandostatin LAR hjá sjúklingum með æsavöxt eða innkirtlaæxli í meltingarvegi og brisi (GEP-æxli) bendir til þess að meðferð með Sandostatin LAR auki ekki tíðni gallsteinamyndunar samanborið við meðferð undir húð. Ef gallsteinar myndast þá eru þeir yfirleitt án einkenna. Gallsteina sem valda einkennum á að meðhöndla annaðhvort með því að leysa þá upp með gallsýrum eða fjarlægja þá með aðgerð. Meltingarfæri Í mjög sjaldgæfum tilvikum geta aukaverkanir frá meltingarfærum líkst bráðri garnastíflu með versnandi kviðþenslu, slæmum uppmagálsverkjum, eymslum í kviði og spenntum kviðvöðvum. Þekkt er að tíðni aukaverkana frá meltingarfærum minnki með tímanum við áframhaldandi meðferð. Ofnæmi og bráðaofnæmisviðbrögð Greint hefur verið frá ofnæmi og ofnæmisviðbrögðum eftir að lyfið var sett á markað. Þegar þetta á sér stað hefur þetta aðallega áhrif á húð en sjaldan munn og öndunarveg. Greint hefur verið frá einstökum tilvikum ofnæmislosts. Viðbrögð á stungustað Algengt var að greint væri frá viðbrögðum á stungustað, þar með talið verk, roða, blæðingu, kláða, þrota eða herslismyndun, hjá sjúklingum á meðferð með Sandostatin LAR. Hins vegar þörfnuðust fæst þessara tilvika nokkurs klínísks inngrips. Efnaskipti og næring Þrátt fyrir að fituinnihald í hægðum geti aukist, er hingað til ekki vitað um tilvik næringarskorts vegna vanfrásogs í tengslum við langtímameðferð með octreotidi.

8 Brisensím Örsjaldan hefur verið greint frá bráðri brisbólgu sem kom fram á fyrstu klukkustundunum eða dögunum eftir meðferð undir húð með Sandostatin. Sjúkdómurinn gekk til baka þegar meðferðinni var hætt. Jafnframt hefur verið greint frá brisbólgu vegna gallsteina hjá sjúklingum á langtímameðferð með Sandostatin undir húð. Hjartasjúkdómar Hægtaktur er algeng aukaverkun somatostatinhliðstæðna. Greint hefur verið frá breytingum á hjartalínuriti, t.d. lengingu QT-bils, breytingu á raföxli (axis shift), ótímabærri endurskautun, lágri spennu, R/S víxlun, ótímabærum R-toppi og ósértækum breytingum á ST-T bylgju, hjá bæði sjúklingum með æsavöxt og sjúklingum með serótónínheilkenni. Samhengið milli þessara tilvika og octreotids er ekki að fullu þekkt því margir þessara sjúklinga eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma (sjá kafla 4.4). Blóðflagnafæð Greint hefur verið frá blóðflagnafæð eftir að lyfið var sett á markað, einkum hjá sjúklingum með skorpulifur á meðferð með Sandostatin (i.v.) og hjá sjúklingum á meðferð með Sandostatin LAR. Þetta gengur til baka eftir að meðferð er hætt. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu til Lyfjastofnunar, Ofskömmtun Greint hefur verið frá takmörkuðum fjölda ofskammtana Sandostatin LAR fyrir slysni. Skammtarnir voru á bilinu 100 mg til 163 mg/mánuði af Sandostatin LAR. Eina aukaverkunin sem greint var frá var hitaroði. Greint hefur verið frá krabbameinssjúklingum sem fengu Sandostatin LAR í skömmtum sem námu allt að 60 mg/mánuði og allt að 90 mg/2 vikur. Þessir skammtar þoldust almennt vel. Hins vegar hefur verið greint frá eftirtöldum aukaverkunum: Tíð þvaglát, þreyta, þunglyndi, kvíði og einbeitingarskortur. Meðferð við ofskömmtun er eftir einkennum. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Sómatóstatín og hliðstæður, ATC-flokkur: H01CB02 Octreotid er samtengd oktapeptíðafleiða náttúrulegs somatostatins með svipuð lyfjafræðileg áhrif, en umtalsvert lengri verkunartíma. Það hindrar sjúklega (pathologically) aukna seytingu vaxtarhormóns, peptíða og serótóníns sem myndast í maga-garna-bris (GEP) innkirtlakerfinu. Hjá dýrum er octreotid öflugri hemill á losun vaxtarhormóns, glúkagons og insúlíns en somatostatin og er sértækara fyrir bælingu vaxtarhormóns og glúkagons. Hjá heilbrigðum einstaklingum hefur verið sýnt fram á að octreotid, líkt og somatostatin, hamlar: losun vaxtarhormóns sem örvast af arginíni og blóðsykurslækkun af völdum insúlíns eða áreynslu.

9 losun insúlíns, glúkagons, gastríns og annarra peptíða úr GEP-innkirtlakerfinu eftir máltíðir auk losunar insúlíns og glúkagons af völdum arginíns. losun á skjaldvakakveikju (TSH) sem örvast af skjaldvakaforkveikju (TRH). Ólíkt somatostatini hamlar octreotid frekar seytingu vaxtarhormóns en insúlíns og notkun þess veldur ekki ofseytingu hormóna eftir að notkun er hætt (rebound) (þ.e. vaxtarhormóns hjá sjúklingum með æsavöxt). Hjá sjúklingum með æsavöxt hefur Sandostatin LAR, sem er galenískt form octreotids sem hentar fyrir endurtekna gjöf á 4 vikna fresti, í för með sér stöðuga meðferðarþéttni octreotids í sermi og dregur þannig stöðugt úr þéttni vaxtarhormóns og gildi IGF-1 í sermi verða eðlileg hjá meirihluta sjúklinga. Hjá flestum sjúklingum dregur Sandostatin LAR verulega úr klínískum einkennum sjúkdómsins, svo sem höfuðverks, svita, náladofa, þreytu, liðverkjum vegna slitgigtar og heilkennis úlnliðsganga (carpal tunnel syndrome). Hjá stórum hluta (50%) sjúklinga með æsavöxt og vaxtarhormónseytandi heiladingulsæxli sem ekki höfðu áður fengið meðferð, veldur meðferð með Sandostatin LAR því að æxlið minnkar um >20%. Greint var frá því hjá einstökum sjúklingum með vaxtarhormónseytandi heiladingulsæxli að Sandostatin LAR leiddi til minnkunar æxlisins (fyrir skurðaðgerð). Hins vegar á ekki að fresta skurðaðgerð. Hjá sjúklingum með virk innkirtlaæxli í meltingarvegi og brisi hefur meðferð með Sandostatin LAR í för með sér viðvarandi stjórnun á einkennum sem tengjast undirliggjandi sjúkdómi. Verkun octreotids á mismunandi gerðir GEP-æxla er eftirfarandi: Silfurfrumuæxli (carcinoid tumours) Notkun octreotids getur leitt til þess að það dragi úr einkennum, einkum roða og niðurgangi. Í mörgum tilvikum fylgir þessu lækkun serótóníns í plasma og minnkaður útskilnaður 5-hýdroxýindolediksýru í þvagi. VIP-æxli Þessi æxli einkennast lífefnafræðilega af offramleiðslu æðaörvandi peptíðs í þörmum (VIP [vasoactive intestinal peptide]). Í flestum tilvikum dregur notkun octreotids úr alvarlegum seytingarniðurgangi sem einkennir þetta ástand og eykur þannig lífsgæði. Þessu fylgir bati á tengdum blóðsaltaröskunum, t.d. blóðkalíumlækkun, þannig að hægt er að hætta uppbótargjöf vökva og blóðsalta með inntöku eða í bláæð. Hjá sumum sjúklingum hefur tölvusneiðmyndataka leitt í ljós að það hægir á æxlisvexti eða hann stöðvast eða æxlið jafnvel minnkar, einkum meinvörp í lifur. Klínískum bata fylgir yfirleitt lækkun á VIP-gildum í plasma, sem geta lækkað niður í eðlileg viðmiðunargildi. Glúkagonæxli Notkun octreotids leiðir í flestum tilvikum til verulegs bata á flökkudrepsútbrotum (necrolytic migratory rash) sem eru einkennandi fyrir þennan sjúkdóm. Áhrif octreotids á væga sykursýki sem kemur oft fyrir eru ekki áberandi og draga almennt ekki úr þörf fyrir insúlín eða blóðsykurslækkandi lyf. Octreotid dregur úr niðurgangi og þar með eykst líkamsþyngd viðkomandi sjúklinga. Þó að notkun octreotids leiði oft til tafarlausrar lækkunar á glúkagoni í plasma, helst þessi lækkun yfirleitt ekki við langvarandi meðferð, þrátt fyrir að það haldi áfram að draga úr einkennum.

10 Gastrinæxli/Zollinger-Ellison heilkenni Meðferð með prótónupumpuhemlum eða H 2-viðtakablokkum veitir almennt stjórn á ofseytingu magasýru. Hinsvegar getur verið að ekki náist fullnægjandi bati á niðurgangi, sem einnig er áberandi einkenni, með meðferð með prótónupumpuhemlum eða H 2-viðtakablokkum. Sandostatin LAR getur hjálpað til við að draga frekar úr ofseytingu magasýru og draga úr einkennum, þar með talið niðurgangi, þar sem það dregur úr auknu gastrin magni, hjá sumum sjúklingum. Insúlínæxli Notkun octreotids leiðir til lækkunar á ónæmisinsúlíni í blóðrásinni. Hjá sjúklingum með skurðtæk æxli getur octreotid fyrir aðgerð hjálpað til við að koma blóðsykri í eðlilegt horf og halda honum stöðugum. Hjá sjúklingum með óskurðtækum góðkynja eða illkynja æxlum er hægt að bæta blóðsykursstjórnun, jafnvel án samhliða viðvarandi lækkunar á insúlínþéttni í blóðrásinni. Langt gengin taugainnkirtlaæxli (neuroendocrine tumours) í miðgirni eða af óþekktum uppruna þegar upprunastaður annars staðar en í miðgirni hefur verið útilokaður Slembiröðuð, tvíblind, III. stigs samanburðarrannsókn með lyfleysu (PROMID) sýnir að Sandostatin LAR hemur æxlisvöxt hjá sjúklingum með langt gengin taugainnkirtlaæxli í miðgirni. 85 sjúklingum var slembiraðað þannig að þeir fengu annaðhvort Sandostatin LAR 30 mg á 4 vikna fresti (n=42) eða lyfleysu (n=43) í 18 mánuði, eða þar til æxlisvöxtur hófst á ný (tumour progression) eða viðkomandi lést. Aðalinntökuskilyrði í rannsóknina voru að: sjúklingur hefði ekki fengið meðferð áður, æxli hafði verið staðfest með vefjasýni, væri staðbundið óskurðtækt eða vel þroskað með meinvörpum, virkt eða óvirkt taugainnkirtlaæxli/krabbamein, frumæxli sé í miðgirni eða af óþekktum uppruna en þó álitið eiga upptök sín í miðgirni ef útilokað hafi verið að frumæxlið væri í brisi, brjósti eða annars staðar. Aðalendapunkturinn var tími fram að því að æxlisvöxtur hófst á ný eða fram að æxlistengdu dauðsfalli. Í greiningu á upplýsingum varðandi allt þýðið sem ætlunin var að meðhöndla (allir sjúklingar sem var slembiraðað), voru annars vegar 26 tilvik þess að æxlisvöxtur hófst á ný eða æxlistengdra dauðfalla í Sandostatin LAR hópnum og hins vegar 41 tilvik í lyfleysuhópnum (áhættuhlutfall= 0,32; 95% CI, 0,19 til 0,55; p-gildi= 0,000015). Í íhaldssömu greiningunni á niðurstöðum varðandi sjúklinga sem ætlunin var að meðhöndla (conservative intent-to treat analysis), þar sem 3 sjúklingar voru útilokaðir frá þátttöku við slembival, voru annars vegar 26 tilvik þess að æxlisvöxtur hófst á ný eða æxlistengdra dauðfalla í Sandostatin LAR hópnum og hins vegar 40 tilvik í lyfleysuhópnum (áhættuhlutfall= 0,34; 95% CI, 0,20 til 0,59; p-gildi= 0,000072; mynd 1). Miðgildi tíma fram að því að æxlisvöxtur hófst á ný var 14,3 mánuðir (95% CI, 11,0 til 28,8 mánuðir) í Sandostatin LAR hópnum og 6,0 mánuðir (95% CI, 3,7 til 9,4 mánuðir) í lyfleysuhópnum. Í greiningu þýðis sem var meðhöndlað samkvæmt rannsóknaráætlun (per-protocol analysis poulation), þar sem fleiri sjúklingar voru útilokaðir í lok rannsóknarinnar, komu í ljós annars vegar 19 tilvik þess að æxlisvöxtur hófst á ný eða æxlistengdra dauðfalla í Sandostatin LAR hópnum og hins vegar 38 tilvik í lyfleysuhópnum (áhættuhlutfall = 0,24; 95% CI, 0,13 til 0,45; p-gildi= 0, ).

11 Mynd 1 Kaplan-Meier mat á tíma fram að því að æxlisvöxtur hófst á ný (TTP) þar sem Sandostatin LAR er borið saman við lyfleysu (þýði sem ætlunin var að meðhöndla með íhaldssamri meðferð (conservative intent-to treat population)) Lyfleysa: 40 tilvik Miðgildi 6,0 mánuðir Octreotid LAR 26 tilvik Miðgildi 14,3 mánuðir Hlutfall sjúklinga Sjúklingar í hættu Tími frá slembiröðun (mánuðir) Lagskipt logrank próf fyrir virkni: p=0,000072, HR= 0,34 [95% CI: 0,20-0,59] Tafla 3 TTP niðurstöður hjá þýði sem var greint TTP tilvik Miðgildi TTP í mánuðum [95% CI] Sandostatin LAR Lyfleysa Sandostatin LAR Lyfleysa Áhættuhlutfall [95% CI] p-gildi * ITT NR NR 0,32 [95% CI, 0,19 til 0,55] P=0, citt ,3 [95% CI, 11,0 til 28,8] 6,0 [95% CI, 3,7 til 9,4] 0,34 [95% CI, 0,20 til 0,59] P=0, PP NR NR 0,24 [95% CI, 0,13 til 0,45] P=0, NR= Ekki tilkynnt (not reported); TTP= tími fram að því að æxlisvöxtur hófst á ný; ITT=sem ætlunin var að meðhöndla; citt=sem ætlunin var að meðhöndla með íhaldssamri meðferð; PP=samkvæmt rannsóknaráætlun (per protocol) * Lagskipt logrank próf fyrir virkni Meðferðarárangur var sambærilegur hjá sjúklingum með virk (áhættuhlutfall= 0,23; 95% CI, 0,09 til 0,57) og óvirk æxli (áhættuhlutfall= 0,25; 95% CI, 0,10 til 0,59).

12 Eftir 6 mánaða meðferð kom í ljós að sjúkdómurinn var stöðugur hjá 67% sjúklinganna sem meðhöndlaðir voru með Sandostatin LAR og hjá 37% sjúklinganna sem fengu lyfleysu. Á grundvelli klínískt marktæks ávinnings sem kom í ljós við meðferð með Sandostatin LAR í fyrirfram ákveðinni milligreiningu var inntaka í rannsóknina stöðvuð. Öryggi við notkun Sandostatin LAR þessari rannsókn kom heim og saman við þær öryggisupplýsingar sem þegar voru þekktar. Meðferð við kirtilæxlum í heiladingli sem seyta TSH Sýnt hefur verið fram á að Sandostatin LAR, ein inndæling í vöðva á 4 vikna fresti, bælir aukningu skjaldkirtilshormóna, gerir magni TSH eðlilegt og bætir klínísk einkenni ofvirkni skjaldkirtils hjá sjúklingum með kirtilæxli sem seyta TSH. Meðferð með Sandostatin LAR var tölfræðilega marktæk samanborið við grunnlínu eftir 28 daga meðferð og ávinningur meðferðar hélst áfram í allt að 6 mánuði. 5.2 Lyfjahvörf Eftir eina inndælingu Sandostatin LAR í vöðva næst tímabundið hámarksþéttni octreotids í sermi eftir 1 klst., sem síðan fer hraðlækkandi í lága ómælanlega þéttni octreotids innan 24 klst. Eftir að hámarksþéttni í plasma er náð á fyrsta degi, helst þéttni octreotids undir meðferðarþéttni hjá flestum sjúklingum næstu 7 dagana. Síðan eykst plasmaþéttni octreotids aftur og nær jafnvægi í kringum dag 14 og helst tiltölulega stöðug næstu 3 til 4 vikurnar. Hámarksþéttni í plasma sem sést á fyrsta degi er lægri en þéttni við jafnvægi og innan við 0,5% af heildarmagni lyfs losnar á fyrsta degi. Eftir u.þ.b. 42 daga lækkar þéttni octreotids hægt um leið og fjölliðukjarninn brotnar niður. Hjá sjúklingum með æsavöxt er þéttni octreotids í jafnvægi eftir einn 10 mg skammt af Sandostatin LAR 358 ng/l, eftir 20 mg 926 ng/l og eftir 30 mg ng/l. Jafnvægi næst á þéttni octreotids í sermi eftir 3 inndælingar á 4 vikna fresti og er jafnvægisþéttni um 1,6 til 1,8 sinnum hærri en eftir stakan skammt og er um ng/l eftir margar inndælingar af 20 mg Sandostatin LAR og ng/l eftir 30 mg. Hjá sjúklingum með silfurfrumuæxli jókst meðaltalsþéttni (og miðgildisþéttni) octreotids í sermi við jafnvægi einnig línulega með skammti, og var eftir endurtekna inndælingu 10 mg af Sandostatin LAR á 4 vikna fresti (894) ng/l, (2.270) ng/l eftir 20 mg og (3.010) ng/l eftir 30 mg. Samkvæmt upplýsingum úr allt að 28 mánaðarlegum inndælingum Sandostatin LAR safnast octreotid ekki upp í líkamanum, umfram það sem búast má við frá losunarferlum sem skarast. Lyfjahvörf octreotids eftir inndælingu Sandostatin LAR endurspegla losun úr fjölliðukjarnanum og niðurbroti hans. Eftir losun í blóðrásina, dreifist octreotid samkvæmt þekktum lyfjahvarfaeiginleikum, eins og lýst er fyrir notkun undir húð. Dreifingarrúmmál octreotids í jafnvægi er 0,27 l/kg og heildarúthreinsun er 160 ml/mín. Próteinbinding í blóði er um 65%. Óverulegt magn lyfs binst blóðfrumum. Upplýsingar um lyfjahvörf úr takmörkuðum fjölda blóðsýna úr börnum á aldrinum 7-17 ára með offitu tengda undirstúku (hypothalamic obesity) sem fengu Sandostatin LAR 40 mg einu sinni í mánuði, sýndu að meðaltals lágþéttni octreotids í plasma var ng/l eftir fyrstu inndælingu og ng/l við jafnvægi. Mikill breytileiki kom fram milli einstaklinga.

13 Varðandi lágþéttni octreotids við jafnvægi var ekki fylgni við aldur og líkamsþyngdarstuðul, en miðlungsmikil fylgni var við líkamsþyngd (52,3-133 kg) og var marktækur munur milli karla og kvenna, þ.e.a.s. um 17% hærri hjá konum. 5.3 Forklínískar upplýsingar Dýrarannsóknir á bráðum eiturverkunum og eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn. Rannsóknir á æxlun hjá dýrum sýndu ekki fram á áhrif á vansköpunarvaldandi áhrif, áhrif á fósturvísi/fóstur eða önnur áhrif á æxlun af völdum octreotids við allt að 1 mg/kg/sólarhring skammta gefna utan meltingarvegar (parenteral). Fram kom einhver hömlun á lífeðlisfræðilegum vexti afkvæma hjá rottum sem var skammvinn og var talin vera vegna bælingar á vaxtarhormóni fyrir tilstilli mikilla lyfhrifa (sjá kafla 4.6). Engar sértækar rannsóknir voru gerðar hjá ungum rottum. Í rannsóknum á þroska fyrir og eftir fæðingu, kom fram skertur vöxtur og þroski hjá F1 afkvæmi mæðra sem fengu octreotid alla meðgönguna og meðan afkvæmið var á spena. Seinkun á því að eistu gengu niður kom fram hjá karlkyns F1 afkvæmum, en frjósemi karlkyns F1 afkvæma sem urðu fyrir áhrifum var eðlileg. Þess vegna voru framangreindar niðurstöður tímabundnar og taldar vera vegna hömlunar á vaxtarhormóni. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Stungulyfsstofn (Hettuglas): Poly(DL-lactic-co-glycolid) Mannitól (E421) Leysir (Áfyllt sprauta): Natríumcarmellósa Mannitól (E421) Poloxamer 188 Vatn fyrir stungulyf 6.2 Ósamrýmanleiki Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar. 6.3 Geymsluþol 3 ár. Ekki má geyma lyfið eftir blöndun (verður að nota strax). 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi. Geymið í kæli (2 C-8 C). Má ekki frjósa.

14 Geyma má Sandostatin LAR við lægri hita en 25 C á inndælingardeginum. Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla Gerð íláts og innihald Stakar pakkningar sem innihalda eitt 6 ml hettuglas úr gleri með gúmmítappa (brómóbútýlgúmmí), innsiglað með hlífðarhettu úr áli, sem inniheldur stungulyfsstofn fyrir dreifu til inndælingar og eina 3 ml litlausa áfyllta sprautu úr gleri með tappa að framan og á stimplinum (klórbútýlgúmmí) sem inniheldur 2 ml af leysi, pakkað saman í innsiglaðan þynnubakka ásamt einu millistykki fyrir hettuglös og einni öryggisnál til inndælingar. Fjölpakkningar með þremur stökum pakkningum, sem hver inniheldur: eitt 6 ml hettuglas úr gleri með gúmmítappa (brómóbútýlgúmmí), innsiglað með hlífðarhettu úr áli, sem inniheldur stungulyfsstofn fyrir dreifu til inndælingar og eina 3 ml litlausa áfyllta sprautu úr gleri tappa að framan og á stimplinum (klórbútýlgúmmí) sem inniheldur 2 ml af leysi, pakkað saman í innsiglaðan þynnubakka ásamt einu millistykki fyrir hettuglös og einni öryggisnál til inndælingar. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. Leiðbeiningar um undirbúning og inndælingu Sandostatin LAR í vöðva. AÐEINS TIL INNDÆLINGAR DJÚPT Í RASSVÖÐVA. Innihald inndælingarsettsins a b c d Eitt hettuglas með Sandostatin LAR stungulyfsstofni Ein áfyllt sprauta með leysi til blöndunar Eitt millistykki fyrir hettuglös til notkunar við blöndun lyfsins Ein öryggisnál Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum nákvæmlega til þess að tryggja fullkomna blöndun Sandostatin LAR fyrir inndælingu djúpt í rassvöðva.

15 Það eru 3 mikilvæg skref við blöndun Sandostatin LAR. Ef þeim er ekki fylgt getur það valdið því að ekki er hægt að gefa lyfið rétt. Inndælingarsettið verður að ná stofuhita. Takið inndælingarsettið úr kælinum og látið það standa við stofuhita í að minnsta kosti 30 mínútur áður en blöndun fer fram, en það má ekki standa lengur en í 24 klst. utan kælis. Látið hettuglasið standa í 5 mínútur eftir að leysinum hefur verið bætt út í til að tryggja að duftið sé alveg gegnblautt. Þegar duftið er orðið gegnblautt: Hristið hettuglasið varlega í láréttri stöðu í að minnsta kosti 30 sekúndur þar til einsleit dreifa hefur myndast. Sandostatin LAR dreifu skal ekki útbúa fyrr en rétt fyrir notkun. Einungis þjálfað heilbrigðisstarfsfólk skal gefa Sandostatin LAR. Skref 1 Takið Sandostatin LAR inndælingarsettið úr kælinum. ATHUGIÐ: Það er mikilvægt að hefja ekki blöndunarferlið fyrr en inndælingarsettið hefur náð stofuhita. Látið inndælingarsettið standa við stofuhita í að minnsta kosti 30 mínútur fyrir blöndun, en lyfið má ekki standa lengur en 24 klst. utan kælis. Athugið: Ef þörf krefur má kæla inndælingarsettið aftur.

16 Skref 2 Fjarlægið plasthettuna af hettuglasinu og hreinsið gúmmítappann á hettuglasinu með sprittþurrku. Fjarlægið filmuna af pakkningunni með millistykkinu fyrir hettuglös en takið EKKI millistykkið úr pakkningunni. Haldið um pakkninguna með millistykkinu fyrir hettuglös meðan millistykkið er sett ofan á hettuglasið og ýtið því alveg niður, þannig að það smelli á sinn stað með heyranlegum smelli. Lyftið pakkningunni af millistykkinu fyrir hettuglös með lóðréttri hreyfingu. Skref 3 Fjarlægið hlífðarhettuna af sprautunni með leysinum og skrúfið sprautuna á millistykkið. Ýtið stimplinum hægt alveg niður í botn til að dæla öllum leysinum yfir í hettuglasið.

17 Skref 4 ATHUGIÐ: Mikilvægt er að láta hettuglasið standa í 5 mínútur til að tryggja að leysirinn hafi gegnbleytt duftið að fullu. Athugið: Eðlilegt er að stimpillinn færist upp, þar sem örlítill yfirþrýstingur getur verið í hettuglasinu. Á þessum tímapunkti skal undirbúa sjúklinginn fyrir inndælinguna. Skref 5 Tryggið að stimpillinn sé alveg niðri í botninum á sprautunni þegar duftið er orðið gegnblautt. ATHUGIÐ: Haldið stimplinum alveg niðri og hristið hettuglasið varlega í lárétta stefnu í að minnsta kosti 30 sekúndur þannig að duftið leysist alveg upp (mjólkurlituð, einsleit dreifa). Hristið glasið aftur varlega í 30 sekúndur í viðbót ef duftið hefur ekki leyst alveg upp. Skref 6 Snúið sprautunni og hettuglasinu á hvolf, dragið stimpilinn hægt til baka og dragið allt innihald hettuglassins yfir í sprautuna. Skrúfið sprautuna af millistykkinu.

18 Skref 7 Skrúfið öryggisnálina á sprautuna. Ef lyfið er ekki gefið strax skal hrista sprautuna varlega aftur til að dreifan haldist mjólkurlituð og einsleit. Undirbúið stungustaðinn með sprittþurrku. Dragið hlífðarhettuna beint af nálinni. Bankið varlega á sprautuna til að fjarlægja sýnilegar loftbólur og dælið þeim út úr sprautunni. Haldið strax áfram yfir á skerf 8 þar sem eru leiðbeiningar um gjöf til sjúklinga. Öll töf getur valdið botnfalli. Skref 8 Sandostatin LAR má eingöngu gefa með inndælingu djúpt í rassvöðva, ALDREI í bláæð. Stingið allri nálinni í vinstri eða hægri rassvöðva í 90 horni út frá húðinni. Dragið stimpilinn hægt til baka til þess að athuga hvort stungið hafi verið í æð (ef stungið hefur verið í æð skal skipta um stungustað). Ýtið stimplinum hægt alveg niður í botn þar til sprautan er tóm. Dragið nálina úr stungustaðnum og virkið öryggishlífina (eins og lýst er í skrefi 9).

19 Skref 9 Notið aðra hvora aðferðina sem sýnd er við virkjun öryggishlífarinnar: o annaðhvort með því að þrýsta þeim hluta öryggishlífarinnar sem er á hjörum á hart yfirborð (mynd A) o eða með því að ýta hjörunum fram með fingrinum (mynd B). Þegar heyrist smellur hefur öryggishlífin verið virkjuð á réttan máta. Fargið sprautunni strax (í nálarbox fyrir beitta hluti). 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Novartis Healthcare A/S Edvard Thomsens Vej København S Danmörk. 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER 10 mg: MTnr (IS). 20 mg: MTnr (IS). 30 mg: MTnr (IS). 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. nóvember Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21. febrúar DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 23. febrúar 2018.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Metalyse 8.000 einingar, stungulyfsstofn og leysir, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 8.000 einingar (40 mg) af tenekteplasa. Hver

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Nexium 10 mg magasýruþolið mixtúrukyrni, dreifa, skammtapoki 2. INNIHALDSLÝSING Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat). Hjálparefni

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS JEVTANA 60 mg innrennslisþykkni og leysir, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver ml af innrennslisþykkni inniheldur 40 mg cabazitaxel.

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 4,7 mg vefjalyf fyrir hunda. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Deslorelín (sem deslorelínasetat) 4.7 mg. Hjálparefni: Sjá lista

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS SIFROL 0,088 mg töflur SIFROL 0,18 mg töflur SIFROL 0,35 mg töflur SIFROL 0,7 mg töflur SIFROL 1,1 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING SIFROL 0,088 mg töflur

Læs mere

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat).

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). FYLGISEÐILL FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN nefúði, lausn 10 míkróg/skammti Desmópressínasetat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur ondansetrón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Fasturtec 1,5 mg/ml stofn og leysir fyrir innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Fasturtec er raðbrigða úrat-oxídasa ensím framleitt af erfðabreyttum

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur famciclovir Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Opsumit 10 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg macitentan. Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Metoprololsuccinat Hexal 25 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 50 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 100 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Vaniqa 11,5% krem 2. INNIHALDSLÝSING Í hverju g af kremi eru 115 mg af eflornitíni (sem vetnisklóríðeinhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Læs mere

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning Indlægsseddel: rmation til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning mepivacainhydrochlorid og adrenalin Læs denne indlægsseddel grundigt, inden

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN frostþurrkaðar töflur, 60 míkróg, 120 míkróg eða 240 míkróg Desmópressín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur cíprófloxacín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Nicotinell forðaplástur Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 40 mg + 4 mg blettunarlausn handa litlum köttum og frettum. Advocate 80 mg + 8 mg blettunarlausn handa stórum köttum. 2. INNIHALDSLÝSING

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn. Xýlómetazólínhýdróklóríð

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn. Xýlómetazólínhýdróklóríð FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn Xýlómetazólínhýdróklóríð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð B. FYLGISEÐILL 21 FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur quetiapin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 283. fundar Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Nýrnabilun af völdum v

Nýrnabilun af völdum v Nýrnabilun af völdum v sykursýki Runólfur Pálsson, læknir, FACP, FASN Landspítali Læknadeild Háskóla Íslands 23. febrúar ar,, 2009 Fræðslufundur Félags nýrnasjúkra og Samtaka sykurjúkra kra Diabetes and

Læs mere

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja 1 Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Samantekt Kostnaður TR vegna þunglyndislyfja nam 691 millj.kr. árið 2007. Kostnaður lækkaði um 70 millj. kr. frá fyrra

Læs mere

Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók

Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók Sjúkdómaskráning í svínasláturhúsum. Orsakir einkenna og sjúkdómalyklar. Handbók Unnið og staðfært úr dönsku kjötmati af dýralækni svínasjúkdóma. Febrúar 2003. Yfirlit sjúkdómalyklar - skráningarnúmer

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 02.09.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 Auto JK Vörunúmer: 7503 30212560 1.2 Viðeigandi

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 25.05.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 van Gogh 32 Seigja: ISO VG 32 Vörunúmer: 7503

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 02.09.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 LHM+ Vörunúmer: 7503 30771075 1.2 Viðeigandi

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting

Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting RÁÐUNAUTAFUNDUR 2 Samanburður á alíslenskum, Angus íslenskum og Limósín íslenskum nautgripum. I Át, vöxtur og fóðurnýting Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum og Laufey Bjarnadóttir

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

ÍSLANDS. 1. tölublað Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt

ÍSLANDS. 1. tölublað Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt gigtingigtarfélag ÍSLANDS 1. tölublað 2012 Ungt fólk með gigt Bólgugigt og hjartaáföll aukin áhætta Ekki gefast upp þó þér sé illt Göngum frá verknum HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - Actavis 111171 Íbúfen Bólgueyðandi

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 08.05.2014 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 Auto D VI Vörunúmer: 7503 436060 1.2 Viðeigandi

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

3. LIÐUR: Samsetning innihaldsefna/upplýsingar um innihaldsefni

3. LIÐUR: Samsetning innihaldsefna/upplýsingar um innihaldsefni 2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Vöruheiti Vörunúmer 7503 4366921 Seigja eða Gerð SAE 5W30 Notkun efnisins Smurolía fyrir vélar

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere