VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transkript

1 VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1

2 1. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 4,7 mg vefjalyf fyrir hunda. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Deslorelín (sem deslorelínasetat) 4.7 mg. Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Vefjalyf. Hvítur eða fölgulur sívalur stafur til ísetningar í vef. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Dýrategundir Hundar (karlkyns). 4.2 Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir Lyfinu er ætlað að valda tímabundinni ófrjósemi hjá heilbrigðum, ógeldum, kynþroska, karlkyns hundum. 4.3 Frábendingar Engar. 4.4 Sérstök varnaðarorð Ófrjósemi næst eftir 6 vikur og varir í að minnsta kosti 6 mánuði eftir upphaflega meðferð. Hundum sem eru á meðferð skal því haldið frá tíkum á lóðaríi fyrstu 6 vikurnar eftir að meðferð hefst. Einn hundur af 75 hundum sem fengu dýralyfið í klínískum rannsóknum paraði sig og hafði makast við tík á lóðaríi innan sex mánaða eftir ísetningu vefjalyfsins, en tíkin varð ekki hvolpafull. Ef hundur sem er á meðferð parar sig við tík á tímabilinu 6 vikum til 6 mánuðum eftir að meðferðin hefst skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að útiloka hættu á að tík verði hvolpafull. Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur verið tilkynnt um grun um skort á þeirri verkun sem búist hafði verið við (í flestum tilfellum var tilkynnt um að eistu hefðu ekki minnkað og/eða að hundurinn hafði parað sig við tík). Aðeins var hægt að staðfesta að fullu skort á verkun með mælingu á testósteróngildi (þ.e. viðurkennt gildi til að meta frjósemi). Ef grunur leikur á skorti á verkun meðferðarinnar ætti að kanna vefjalyf hundsins (t.d. hvort það er til staðar). Pörun sem á sér stað sex mánuðum eða síðar eftir ísetningu vefjalyfsins getur leitt til þess að tík verði hvolpafull. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að halda tíkum frá hundum sem fá áframhaldandi meðferð svo framarlega sem þeir fá vefjalyfið á sex mánaða fresti. 2

3 Ef grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir fyrstu ísetningu, getur það fengist staðfest með því að ganga úr skugga um að ummál pungs hundsins hafi ekki minnkað eða testósteróngildi í blóðvökva hundsins hafi ekki lækkað 6 vikum frá þeim degi sem grunur vaknar, þar sem hvort tveggja ætti að minnka við rétta ísetningu. Ef grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir endurígræðslu að 6 mánuðum liðnum, er hægt að merkja aukningu á ummáli pungs í áföngum og/eða hækkun testósteróngilda í blóðvökva. Í báðum tilvikum er þörf á endurísetningu vefjalyfsins. Geta hunda til að eignast afkvæmi þegar plasmaþéttni testósteróns hefur aftur náð eðlilegum gildum, eftir að þeir hafa verið á meðferð með vefjalyfinu, hefur ekki verið rannsökuð. Hvað testósteróngildi varðar (viðurkennt gildi til að meta frjósemi) þá náði testósterón eðlilegri plasmaþéttni ( 0,4 ng/ml) innan 12 mánaða eftir ísetningu vefjalyfsins hjá meira en 80 % hunda sem fengu vefjalyf einu sinni eða oftar í klínískum rannsóknum. Níutíu og átta prósent hunda höfðu náð eðlilegri plasmaþéttni testósteróns innan 18 mánaða frá ísetningu vefjalyfsins. Hins vegar eru takmarkaðar upplýsingar fyrir hendi um hvort klínísk áhrif (minni eistu, minna rúmmál sæðis, færri sáðfrumur og minnkuð kynhvöt), þ.m.t. frjósemi eftir sex mánuði, gangi fullkomlega til baka, sem og um endurteknar ísetningar vefjalyfsins. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur tímabundin ófrjósemi varað lengur en í 18 mánuði. Í klínískum rannsóknum héldust testósteróngildi lág í meira en 12 mánuði eftir ísetningu vefjalyfs hjá flestum minni hundunum (< 10 kg líkamsþyngd). Upplýsingar eru takmakaðar varðandi mjög stóra hunda (> 40 kg líkamsþyngd), en tímalengd testósterónlækkunar var svipuð og hjá miðlungsstórum og stórum hundum. Notkun lyfsins hjá hundum sem eru minna en 10 kg eða meira en 40 kg að þyngd, er því háð mati dýralæknis á vægi ávinnings og áhættu. Gelding, með skurðaðgerð eða lyfjum, getur haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar (þ.e. framför eða að dýrinu fer aftur) á árásargjarna hegðun. Þess vegna á ekki að gelda hunda, sem sýna fjandsamlega hegðun og árásarhegðun gagnvart öðrum hundum eða öðrum dýrategundum, með skurðaðgerð eða með vefjalyfinu. 4.5 Sérstakar varúðarreglur við notkun Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum Notkun dýralyfsins hjá hundum sem ekki hafa náð kynþroska hefur ekki verið rannsökuð. Því er mælt með að hundar nái kynþroska áður en meðferð með lyfinu er hafin. Niðurstöður rannsókna sýna að meðferð með lyfinu dregur úr kynhvöt hundsins. Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið Þungaðar konur eiga ekki að gefa dýralyfið. Önnur GnRH hliðstæða hefur reynst hafa eituráhrif á fóstur tilraunadýra. Sértækar rannsóknir til að meta áhrif deslorelíns þegar það er gefið á meðgöngu hafa ekki farið fram. Þó að ólíklegt sé að lyfið komist í snertingu við húð skal þess gætt, ef svo ber undir, að þvo húðsvæðið samstundis þar sem GnRH hliðstæður geta frásogast gegnum húð. Þegar dýralyfið er gefið skal þess gætt að forðast að sprauta sjálfan sig með lyfinu fyrir slysni með því að tryggja að dýrunum sé haldið í skefjum á viðeigandi hátt og að hlífin sé á nálinni sem nota skal þar til á því augnabliki sem ísetning vefjalyfsins fer fram. Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með dýralyfinu fyrir slysni, skal tafarlaust leita læknis með það fyrir augum að fá vefjalyfið fjarlægt. Sýnið lækninum fylgiseðil eða merkimiða dýralyfsins. 3

4 4.6 Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki) Algengt var að vægur þroti kæmi fram á ísetningarsvæðinu í 14 daga meðan á rannsókn á öryggi- og verkun lyfsins stóð. Á meðferðartímabilinu hefur verið tilkynnt um mjög sjaldgæf klínísk áhrif: kvilla í feldi (t.d. hármissir, hárlos, hárbreyting), þvagleka, einkenni sem tengjast bælingu (down-regulation) (t.d. minnkuð eistnastærð, minni virkni). Örsjaldan kemur fyrir að eista geti gengið upp í náragöngin. Örsjaldan hefur hundurinn sýnt skammvinnan aukinn kynferðislegan áhuga, eistun hafa stækkað og sársauki í eistum hefur komið fram strax eftir ígræðslu. Þessi einkenni hurfu án meðhöndlunar. Örsjaldan hefur orðið vart við tímabundna hegðunarbreytingu varðandi árásarhneigð (sjá kafla 4.4). Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik) 4.7 Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp Á ekki við. 4.8 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Engar þekktar. 4.9 Skammtar og íkomuleið Til notkunar undir húð. Ráðlagður skammtur er eitt vefjalyf á hvern hund, óháð stærð hundsins. (sjá einnig kafla 4.4) Sótthreinsa skal ísetningarsvæðið áður en ísetning fer fram til þess að komast hjá fyrir sýkingu. Ef um loðinn feld er að ræða ætti að raka lítið svæði, ef þörf er á. Dýralyfinu á að koma fyrir undir húð í lausu húðina á bakinu milli neðri hluta hálsins og mjóhryggjar. Forðist að setja vefjalyfið í fitu, þar sem losun virka efnisins gæti orðið ófullnægjandi á svæði þar sem blóðflæði er lítið. 1. Fjarlægið Luer Lock hettuna af tækinu sem ætlað er til ísetningar vefjalyfsins. 2. Festið stjökuna við ísetningartækið með Luer Lock tenginu. 3. Lyftið lausu húðinni á milli herðablaðanna. Stingið allri endilangri nálinni undir húðina. 4. Þrýstið stimpilstjökunni alla leið um leið og nálin er dregin rólega til baka. 5. Þrýstið á húðina á ísetningarstaðnum þegar nálin hefur verið dregin til baka og haldið þrýstingi í 30 sekúndur. 4

5 6. Skoðið sprautuna og nálina til að ganga úr skugga um að vefjalyfið hafi ekki orðið eftir í sprautunni eða nálinni og gætið þess að millibilið sjáist. Það getur verið hægt að finna vefjalyfið með þreifingu á staðnum. Endurtakið gjöf vefjalyfsins á sex mánaða fresti til að viðhalda verkun. Notið ekki lyfið ef þynnupakkningin hefur rofnað. Vefjalyfið, sem er líffræðilega samrýmanlegt, þarf ekki að fjarlægja. Hins vegar, ef nauðsynlegt reynist að hætta meðferðinni getur dýralæknir fjarlægt vefjalyfið með skurðaðgerð. Hægt er að staðsetja vefjalyf með ómun Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur Engar klínískar aukaverkanir, aðrar en þær sem hefur verið greint frá í kafla 4.6, hafa komið fram eftir samtímis gjöf allt að 10 földum ráðlögðum skammti undir húð. Væg staðbundin viðbrögð með langvinnri bólgu í bandvef, nokkurri hýðismyndun (capsule formation) og kollagenútfellingu hafa sést 3 mánuðum eftir samtímis gjöf undir húð á allt að 10 földum ráðlögðum skammti Biðtími fyrir afurðanýtingu Á ekki við. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR Flokkun eftir verkun: Hormón heiladinguls og undirstúku og hliðstæður þeirra. Gónadótrópínleysandi hormón (GnRH), ATCvet flokkur: QH01CA Lyfhrif Deslorelín sem örvar GnRH viðtaka verkar með því að bæla starfsemi heiladinguls-kynkirtla kerfisins, þegar það er gefið í lágum samfelldum skammti. Þessi bæling leiðir til þess að dýr sem eru á meðferð mynda og/eða losa ekki FSH og LH, þ.e. hormónin sem viðhalda frjósemi. Samfelldur lágur skammtur af deslorelíni dregur úr starfsemi karlkyns æxlunarfæra, kynhvöt og myndun sáðfrumna og lækkar plasmaþéttni testósteróns, allt frá 4-6 vikum eftir ísetningu vefjalyfsins. Skammvinn aukning á plasmaþéttni testósteróns getur átt sér stað fyrst eftir ísetningu vefjalyfsins. Mælingar á plasmaþéttni testósteróns hafa sýnt viðvarandi lyfjafræðileg áhrif þegar deslorelín er stöðugt í blóðrásinni, í að minnsta kosti sex mánuði eftir ísetningu lyfsins. 5.2 Lyfjahvörf Sýnt hefur verið fram á að plasmaþéttni deslorelíns nær hámarki 7 til 35 dögum eftir ísetningu vefjalyfs sem inniheldur 5 mg af geislamerktu deslorelíni. Hægt er að mæla efnið beint í plasma í um það bil 2,5 mánuði eftir ísetningu. Deslorelín umbrotnar hratt. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Hýdrógeneruð pálmaolía Lesitín Vatnsfrítt natríumasetat 5

6 6.2 Ósamrýmanleiki sem skiptir máli Enginn þekktur. 6.3 Geymsluþol Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið í kæli (2 C 8 C). Má ekki frjósa. 6.5 Gerð og samsetning innri umbúða Vefjalyfið fæst í áfylltu tæki til ísetningar vefjalyfs. Hvert áfyllt tæki til ísetningar vefjalyfs hefur verið sett í innsiglaða þynnupakkningu, sem síðan hefur verið dauðhreinsuð. Pappaaskjan inniheldur annaðhvort tvö eða fimm tæki til ísetningar vefjalyfs í þynnupakkningu hvert fyrir sig sem hafa verið dauðhreinsuð, ásamt stimpilstjöku sem ekki er dauðhreinsuð. Stjökuna skal festa við ísetningartækið með Luer Lock tenginu. Ekki er víst að báðar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur við notkun þeirra Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur. Stjökuna má nota aftur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI VIRBAC S.A. 1 ère avenue 2065 m L.I.D Carros Frakkland 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/07/072/ DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 10/07/2007 Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 17/05/ DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu : 6

7 Upplýsingar á íslensku eru á TAKMARKANIR Á SÖLU, DREIFINGU OG/EÐA NOTKUN Á ekki við. 7

8 1. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 9,4 mg vefjalyf fyrir hunda og frettur 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Deslorelín (sem deslorelínasetat) 9,4 mg Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Vefjalyf. Hvítur eða fölgulur sívalur stafur til ísetningar í vef. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Dýrategundir Hundar (karlkyns) og frettur (karlkyns). 4.2 Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir Lyfinu er ætlað að valda tímabundinni ófrjósemi hjá heilbrigðum, ógeldum, kynþroska, karlkyns hundum og frettum. 4.3 Frábendingar Engar. 4.4 Sérstök varnaðarorð Hundar Ófrjósemi næst eftir 8 vikur og varir í að minnsta kosti 12 mánuði eftir upphaflega meðferð. Hundum sem eru á meðferð skal því haldið frá tíkum á lóðaríi fyrstu 8 vikurnar eftir að meðferð hefst. Í klínísku rannsókninni urðu 2 hundar af 30 ekki ófrjóir fyrr en um það bil 12 vikum eftir fyrstu meðferð en í flestum tilfellum gátu þessir hundar ekki eignast afkvæmi. Ef hundur sem er á meðferð parar sig við tík á tímabilinu 8 til 12 vikum eftir að meðferðin hefst skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að útiloka hættu á að tík verði hvolpafull. Í stöku tilfellum hefur skort á ætlaða virkni í hundum (í flestum tilfellum var tilkynnt um að eistu hefðu ekki minnkað og/eða að hundurinn hafði parað sig við tík). Aðeins var hægt að staðfesta að fullu skort á verkun með mælingu á testósteróngildi (þ.e. viðurkennt gildi til að meta frjósemi). Ef grunur leikur á skorti á verkun meðferðarinnar ætti að kanna vefjalyf hundsins (t.d. hvort það er til staðar). Pörun sem á sér stað 12 mánuðum eða síðar eftir að dýralyfið er gefið getur leitt til þess að tík verði hvolpafull. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að halda tíkum frá hundum sem fá áframhaldandi meðferð í 8 vikur eftir síðari ísetningar vefjalyfsins svo framarlega sem þeir fá vefjalyfið á 12 mánaða fresti. 8

9 Í sumum tilvikum getur vefjalyfið glatast úr hundum sem hafa verið meðhöndlaðir með lyfinu. Ef að grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir fyrstu ísetningu, getur það fengist staðfest með því að ganga úr skugga um að ummál pungs hundsins hafi ekki minnkað eða testósteróngildi í blóðvökva hundsins hafi ekki lækkað 8 vikum frá þeim degi sem grunur vaknar þar sem hvort tveggja ætti að minnka við rétta ísetningu. Ef grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir endurígræðslu að 12 mánuðum liðnum, er hægt að merkja aukningu á ummáli pungs í áföngum og/eða hækkun testósteróngilda í blóðvökva. Í báðum tilvikum er þörf á endurísetningu vefjalyfsins. Geta hunda til að eignast afkvæmi þegar plasmaþéttni testósteróns hefur aftur náð eðlilegum gildum, eftir að þeir hafa verið á meðferð með dýralyfinu, hefur ekki verið rannsökuð. Hvað testósteróngildi varðar (viðurkennt gildi til að meta frjósemi) urðu 68 % hunda sem fengu vefjalyf einu sinni, aftur frjósamir innan 2 ára eftir ísetningu vefjalyfsins. Níutíu og fimm prósent hunda höfðu náð eðlilegri plasmaþéttni testósteróns innan tveggja og hálfs árs frá ísetningu vefjalyfsins. Hins vegar eru takmarkaðar upplýsingar fyrir hendi um hvort klínísk áhrif (minni eistu, minna rúmmál sæðis, færri sáðfrumur og minnkuð kynhvöt), þ.m.t. frjósemi eftir tólf mánuði, gangi fullkomlega til baka, sem og um endurteknar ísetningar vefjalyfsins. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur tímabundin ófrjósemi varað lengur en í 18 mánuði. Vegna takmarkaðra upplýsinga skal dýralæknir meta vægi áhættu og ávinnings við notkun Suprelorin handa hundum sem eru léttari en 10 kg eða þyngri en 40 kg. Í klínískum rannsóknum með Suprelorin 4,7 mg var meðalengd testósterónbælingar 1,5 sinnum lengri hjá smávöxnum hundum (<10 kg) en hjá stærri hundum. Gelding, gerð með skurðaðgerð eða lyfjum, getur haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar (þ.e. framför eða að dýrinu fer aftur) á árásargjarna hegðun. Þess vegna á ekki að gelda hunda, sem sýna fjandsamlega hegðun og árásarhegðun gagnvart öðrum hundum eða öðrum dýrategundum með skurðaðgerð eða með vefjalyfinu. Frettur Ófrjósemi (bæling sáðfrumumyndunar, minnkuð eistnastærð, testósteróngildi undir 0,1 ng/ml, og minnkaður moskusþefur) næst 5 til 14 vikum eftir upphaflega meðferð sem hefur farið fram á rannsóknarstofu. Frettum sem eru á meðferð skal því haldið frá kvendýrum á lóðaríi fyrstu vikurnar eftir að meðferð hefst. Testósteróngildi haldast undir 0,1 ng/ml í a.m.k. 16 mánuði. Ekki hafa allir mælikvarðar á virkni kynhegðunar verið prófaðir sérstaklega (truflun á starfsemi fitukirtla, árásarhneigð eða hvernig dýrið merkir sér svæði með því að míga umhverfis það). Pörun sem á sér stað meira en 16 mánuðum eftir gjöf dýralyfsins getur leitt til þungunar kvendýrsins. Þörf á fleiri ísetningum síðar á að ákveða með hliðsjón af stækkun eistna og/eða aukningar í plasmaþéttni testósteróns og afturhvarfi til virkrar kynhegðunar. Afturhvarf áhrifa lyfsins til fyrra ástands og geta karlkyns fretta til að auka kyn sitt hefur ekki verið rannsökuð. Notkun Suprelorin á því að vera byggð á mati ábyrgs dýralæknis á ávinningi/áhættu. Í sumum tilvikum getur vefjalyfið glatast úr frettum sem hafa verið meðhöndlaðar með lyfinu. Ef grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir fyrstu ísetningu, getur það fengist staðfest með því að ganga úr skugga um að hvorki eistu frettunnar hafi minnkað né testósteróngildi í blóðvökva dýrsins lækkað, þar sem hvort tveggja ætti að minnka við rétta ísetningu. Ef grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir endurígræðslu, er hægt að merkja aukningu á eistnastærð í áföngum og/eða hækkun testósteróngilda í blóðvökva. Í báðum tilvikum er þörf á endurísetningu vefjalyfsins. 9

10 4.5 Sérstakar varúðarreglur við notkun Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum Hundar Notkun Suprelorin hjá hundum sem ekki hafa náð kynþroska hefur ekki verið rannsökuð. Því er mælt með því að hundar nái kynþroska áður en meðferð með lyfinu er hafin. Niðurstöður rannsókna sýna að meðferð með dýralyfinu dregur úr kynhvöt hundsins. Frettur Notkun dýralyfsins hjá frettum sem ekki hafa náð kynþroska hefur ekki verið rannsökuð. Því er mælt með að frettur nái kynþroska áður en meðferð með dýralyfinu er hafin. Meðferð á frettum á að hefjast í upphafi mökunartímabils. Meðhöndlað dýr getur verið ófrjótt í allt að fjögur ár. Því skal gæta fyrirhyggju við notkun dýralyfsins hjá dýrum sem ætlunin er að láta fjölga sér í framtíðinni. Öryggi að loknum endurteknum ísetningum á Suprelorin í frettum hefur ekki verið rannsakað. Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið Þungaðar konur eiga ekki að gefa dýralyfið. Önnur GnRH hliðstæða hefur reynst hafa eituráhrif á fóstur tilraunadýra. Sértækar rannsóknir til að meta áhrif deslorelíns þegar það er gefið á meðgöngu hafa ekki farið fram. Þó að ólíklegt sé að dýralyfið komist í snertingu við húð skal þess gætt, ef svo ber undir, að þvo húðsvæðið samstundis þar sem GnRH hliðstæður geta frásogast gegnum húð. Þegar dýralyfið er gefið skal þess gætt að forðast að sprauta sjálfan sig með lyfinu fyrir slysni með því að tryggja að dýrunum sé haldið í skefjum á viðeigandi hátt og að hlífin sé á nálinni sem nota skal þar til á því augnabliki sem ísetning vefjalyfsins fer fram. Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með dýralyfinu fyrir slysni, skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins með það fyrir augum að fá vefjalyfið fjarlægt. 4.6 Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki) Algengt var að vægur þroti kæmi fram á ísetningarsvæðinu í 14 daga meðan á rannsókn á öryggi- og verkun lyfsins stóð. Á meðferðartímabilinu hefur verið tilkynnt um mjög sjaldgæf klínísk áhrif: kvilla í feldi (t.d. hármissir, hárlos, hárbreyting), þvagleka, einkenni sem tengjast bælingu (down-regulation) (t.d. minnkuð eistnastærð, minni virkni). Örsjaldan kemur fyrir að eista geti gengið upp í náragöngin. Örsjaldan hefur hundurinn sýnt skammvinnan aukinn kynferðislegan áhuga, eistun hafa stækkað og sársauki í eistum hefur komið fram strax eftir ígræðslu. Þessi einkenni hurfu án meðhöndlunar. Örsjaldan hefur orðið vart við tímabundna hegðunarbreytingu varðandi árásarhneigð (sjá kafla 4.4). Hjá frettum: Algengt var að tímabundinn vægur þroti, kláði og roði á ísetningarsvæðinu kæmi fram meðan á klínískum rannsóknum stóð. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) 10

11 - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik) 4.7 Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp Á ekki við. 4.8 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Engar þekktar. 4.9 Skammtar og íkomuleið Hundar: Til notkunar undir húð. Ráðlagður skammtur er eitt vefjalyf á hvern hund, óháð stærð hundsins. (sjá einnig kafla 4.4) Sótthreinsa skal ísetningarsvæðið áður en ísetning fer fram til þess að komast hjá sýkingu. Ef um loðinn feld er að ræða ætti að raka lítið svæði, ef þörf er á. Dýralyfinu á að koma fyrir undir húð í lausu húðina á bakinu milli neðri hluta hálsins og mjóhryggjar. Forðist að setja vefjalyfið í fitu, þar sem losun virka efnisins gæti orðið ófullnægjandi á svæði þar sem blóðflæði er lítið. 1. Fjarlægið Luer Lock hettuna af tækinu sem ætlað er til ísetningar vefjalyfsins. 2. Festið stjökuna við ísetningartækið með Luer Lock tenginu. 3. Lyftið lausu húðinni á milli herðablaðanna. Stingið allri endilangri nálinni undir húðina. 4. Þrýstið stimpilstjökunni alla leið um leið og nálin er dregin rólega til baka. 5. Þrýstið á húðina á ísetningarstaðnum þegar nálin hefur verið dregin til baka og haldið þrýstingi í 30 sekúndur. 6. Skoðið sprautuna og nálina til að ganga úr skugga um að vefjalyfið hafi ekki orðið eftir í sprautunni eða nálinni, og gætið þess að millibilið sjáist. Það getur verið hægt að finna vefjalyfið með þreifingu á staðnum. Endurtakið gjöf vefjalyfsins á 12 mánaða fresti til að viðhalda verkun. Frettur: Til notkunar undir húð. Ráðlagður skammtur er eitt vefjalyf á hverja frettu, óháð stærð frettunnar. Sótthreinsa skal ísetningarsvæðið áður en ísetning fer fram til þess að komast hjá sýkingu. Ef um loðinn feld er að ræða ætti að raka lítið svæði, ef þörf er á. Mælt er með því að frettur séu svæfðar fyrir ísetningu vefjalyfsins. 11

12 Setja skal dýralyfið undir húð í lausu húðina á bakinu á milli herðablaðanna. Forðist að setja vefjalyfið í fitu, þar sem losun virka efnisins gæti orðið ófullnægjandi á svæði þar sem blóðflæði er lítið. 1. Fjarlægið Luer Lock hettuna af tækinu sem ætlað er til ísetningar vefjalyfsins. 2. Festið stjökuna við ísetningartækið með Luer Lock tenginu. 3. Lyftið lausu húðinni á milli herðablaðanna. Stingið allri endilangri nálinni undir húðina. 4. Þrýstið stimpilstjökunni alla leið um leið og nálin er dregin rólega til baka. 5. Þrýstið á húðina á ísetningarstaðnum þegar nálin hefur verið dregin til baka og haldið þrýstingi í 30 sekúndur. 6. Skoðið sprautuna og nálina til að ganga úr skugga um að vefjalyfið hafi ekki orðið eftir í sprautunni eða nálinni, og gætið þess að millibilið sjáist. Það getur verið hægt að finna vefjalyfið með þreifingu á staðnum. Mælt er með því að nota vefjalím til að loka ísetningarstaðnum, ef þörf krefur. Þörf á fleiri ísetningum síðar á að ákveða með hliðsjón af stækkun eistna og/eða aukningar í plasmaþéttni testósteróns og afturhvarfi til virkrar kynhegðunar. Sjá einnig kafla 4.4. Hundar og frettur: Notið ekki dýralyfið ef þynnupakkningin hefur rofnað. Vefjalyfið, sem er líffræðilega samrýmanlegt, þarf ekki að fjarlægja. Hins vegar, ef nauðsynlegt reynist að hætta meðferðinni getur dýralæknir fjarlægt vefjalyfið með skurðaðgerð. Hægt er að staðsetja vefjalyf með ómun Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur Frettur: Engar upplýsingar eru tiltækar um frettur. Hundar: Engar klínískar aukaverkanir, aðrar en þær sem hefur verið greint frá í kafla 4.6, hafi komið fram eftir gjöf á allt að 6 földum ráðlögðum skammti undir húð. Væg staðbundin viðbrögð með langvinnri bólgu í bandvef, nokkurri hýðismyndun (capsule formation) og kollagenútfellingu hafa sést 3 mánuðum eftir samtímis gjöf undir húð af allt að 6 földum ráðlögðum skammti Biðtími fyrir afurðanýtingu Á ekki við. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR Flokkun eftir verkun: Hormón heiladinguls og undirstúku og hliðstæður. Gónadótrópínleysandi hormón (GnRH), ATCvet flokkur: QH01CA Lyfhrif Deslorelín sem örvar GnRH viðtaka verkar með því að bæla starfsemi heiladinguls-kynkirtla kerfisins, þegar það er gefið í lágum samfelldum skammti. Þessi bæling leiðir til þess að dýr sem eru á meðferð mynda og/eða losa ekki FSH og LH, þ.e. hormónin sem viðhalda frjósemi. Samfelldur lágur skammtur af deslorelíni dregur úr starfsemi karlkyns æxlunarfæra, kynhvöt og myndun sáðfrumna og lækkar plasmaþéttni testósteróns, allt frá 4-6 vikum eftir ísetningu vefjalyfsins. Skammvinn aukning á plasmaþéttni testósteróns getur átt sér stað fyrst eftir ísetningu vefjalyfsins. 12

13 Mælingar á plasmaþéttni testósteróns hafa sýnt viðvarandi lyfjafræðileg áhrif þegar deslorelín er stöðugt í blóðrásinni, í að minnsta kosti 12 mánuði eftir ísetningu lyfsins. 5.2 Lyfjahvörf Í hundum hefur verið sýnt fram á að plasmaþéttni deslorelíns nær hámarki 7 til 35 dögum eftir ísetningu vefjalyfs sem inniheldur 5 mg af geislamerktu deslorelíni. Hægt er að mæla efnið beint í plasma í um það bil 2,5 mánuði eftir ísetningu. Deslorelín umbrotnar hratt. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Hýdrógeneruð pálmaolía Lesitín 6.2 Ósamrýmanleiki sem skiptir máli Enginn þekktur. 6.3 Geymsluþol Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 2 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið í kæli (2 C 8 C). Má ekki frjósa. 6.5 Gerð og samsetning innri umbúða Vefjalyfið fæst í áfylltu tæki til ísetningar vefjalyfs. Hvert áfyllt tæki til ísetningar vefjalyfs hefur verið sett í innsiglaða þynnupakkningu, sem síðan hefur verið dauðhreinsuð. Pappaaskjan inniheldur annaðhvort tvö eða fimm tæki til ísetningar vefjalyfs í þynnupakkningu hvert fyrir sig sem hafa verið dauðhreinsuð, ásamt stimpilstjöku sem ekki er dauðhreinsuð. Stjökuna skal festa við ísetningartækið með Luer Lock tenginu. 6.6 Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur við notkun þeirra Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur. Stjökuna má nota aftur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI VIRBAC S.A. 1ère avenue 2065 m L.I.D Carros Frakkland 13

14 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/07/072/003 EU/2/07/072/ DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning markaðsleyfis: 10/07/2007 Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 17/05/ DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu : Upplýsingar á íslensku eru á 14

15 VIÐAUKI II A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN C. UPPLÝSINGAR UM HÁMARK DÝRALYFJALEIFA 15

16 A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT Heiti og heimilisfang framleiðenda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt Virbac S.A. 1ère avenue 2065 m L.I.D Carros Frakkland Heiti og heimilisfang framleiðanda sem er ábyrgur fyrir lokasamþykkt viðkomandi lotu skal koma fram í prentuðum fylgiseðli B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN Dýralyfið er lyfseðilsskylt. C. UPPLÝSINGAR UM HÁMARK DÝRALYFJALEIFA Á ekki við. 16

17 VIÐAUKI III ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL 17

18 A. ÁLETRANIR 18

19 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM ASKJA 1. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 4,7 mg vefjalyf fyrir hunda 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Hvert vefjalyf inniheldur deslorelín (sem deslorelínasetat) 4,7 mg 3. LYFJAFORM Vefjalyf 4. PAKKNINGASTÆRÐ 2 vefjalyf í áfylltum tækjum til ísetningar vefjalyfs + 1 stjaka 5 vefjalyf í áfylltum tækjum til ísetningar vefjalyfs + 1 stjaka 5. DÝRATEGUND(IR) Hundar (karlkyns). 6. ÁBENDING(AR) 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. Notið ekki ef þynnupakkningin er rofin. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR 10. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 19

20 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið í kæli. Má ekki frjósa. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN EINUNGIS ÆTLAÐ DÝRUM OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR VARÐANDI AFGREIÐSLU OG NOTKUN EF VIÐ Á Dýralyf Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA VIRBAC S.A. 1ère avenue 2065 m L.I.D Carros Frakkland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/07/072/001 EU/2/07/072/ LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot 20

21 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM ÞYNNUPAKKNING 1. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 4,7 mg vefjalyf fyrir hunda 2. MAGN VIRKS INNIHALDSEFNIS/VIRKRA INNIHALDSEFNA Deslorelín (sem deslorelínasetat) 4,7 mg 3. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA Eitt vefjalyf í áfylltu tæki til ísetningar vefjalyfs. 4. ÍKOMULEIÐ(IR) Til notkunar undir húð. 5. BIÐTÍMI VEGNA AFURÐANÝTINGAR 6. LOTUNÚMER Lot {númer} 7. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 8. VARNAÐARORÐIN EINUNGIS ÆTLAÐ DÝRUM Dýralyf. 21

22 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM ASKJA 1. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 9,4 mg vefjalyf fyrir hunda og frettur 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Deslorelín (sem deslorelínasetat) 9,4 mg 3. LYFJAFORM Vefjalyf 4. PAKKNINGASTÆRÐ 2 vefjalyf í áfylltum tækjum til ísetningar vefjalyfs + 1 stjaka 5 vefjalyf í áfylltum tækjum til ísetningar vefjalyfs + 1 stjaka 5. DÝRATEGUND(IR) Hundar (karlkyns) og frettur (karlkyns). 6. ÁBENDING(AR) 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. Notið ekki ef þynnupakkningin er rofin. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR 10. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 22

23 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið í kæli. Má ekki frjósa. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil 13. VARNAÐARORÐIN EINUNGIS ÆTLAÐ DÝRUM OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR VARÐANDI AFGREIÐSLU OG NOTKUN EF VIÐ Á Dýralyf Lyfseðilsskylt 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA VIRBAC S.A. 1ère avenue 2065 m L.I.D Carros Frakkland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/07/072/003 EU/2/07/072/ LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot 23

24 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM ÞYNNUPAKKNING 1. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 9,4 mg vefjalyf fyrir hunda og frettur 2. MAGN VIRKS INNIHALDSEFNIS/VIRKRA INNIHALDSEFNA Deslorelín (sem deslorelínasetat) 9,4 mg 3. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA Eitt vefjalyf í áfylltu tæki til ísetningar vefjalyfs. 4. ÍKOMULEIÐ(IR) Til notkunar undir húð. 5. BIÐTÍMI VEGNA AFURÐANÝTINGAR 6. LOTUNÚMER Lot {númer} 7. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 8. VARNAÐARORÐIN EINUNGIS ÆTLAÐ DÝRUM Dýralyf. 24

25 B. FYLGISEÐILL 25

26 FYLGISEÐILL FYRIR: Suprelorin 4,7 mg vefjalyf fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: VIRBAC S.A. 1ère avenue 2065 m L.I.D Carros Frakkland Framleiðendur sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt: VIRBAC 1ère avenue 2065 m - L.I.D Carros Frakkland 2. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 4,7 mg vefjalyf fyrir hunda. 3. VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Suprelorin vefjalyf er hvítur eða fölgulur sívalur stafur til ísetningar í vef sem inniheldur 4,7 mg af deslorelíni (sem deslorelínasetat). 4. ÁBENDING(AR) Lyfið veldur tímabundinni ófrjósemi hjá heilbrigðum, ógeldum, kynþroska karlkyns hundum. 5. FRÁBENDINGAR Engar. 6. AUKAVERKANIR Algengt var að vægur þroti kæmi fram á ísetningarsvæðinu í 14 daga meðan á rannsókn á öryggiog verkun lyfsins stóð. Á meðferðartímabilinu hefur verið tilkynnt um mjög sjaldgæf klínísk áhrif: kvilla í feldi (t.d. hármissir, hárlos, hárbreyting), þvagleka, einkenni sem tengjast bælingu (down-regulation) (t.d. minnkuð eistnastærð, minni virkni). Örsjaldan kemur fyrir að eista geti gengið upp í náragöngin. Örsjaldan hefur hundurinn sýnt skammvinnan aukinn kynferðislegan áhuga, eistun hafa stækkað og sársauki í eistum hefur komið fram strax eftir ígræðslu. Þessi einkenni hurfu án meðhöndlunar. Örsjaldan hefur orðið vart við tímabundna hegðunarbreytingu varðandi árásarhneigð (sjá kaflann Sérstök varnarorð). 26

27 Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik) Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru tilgreindar á fylgiseðlinum. 7. DÝRATEGUND(IR) Hundar (karlkyns). 8. SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF Gefið aðeins eitt vefjalyf, óháð stærð hundsins (sjá einnig Sérstök varnarorð). Endurtakið meðferðina á sex mánaða fresti til að viðhalda verkun. Notið ekki lyfið ef þynnupakkningin hefur rofnað. Gefa skal eitt vefjalyf undir húð milli herðablaða hundsins. 9. LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF Sótthreinsa skal ísetningarsvæðið áður en ísetning fer fram til þess að komast hjá sýkingu. Veljið ísetningarstað á bakinu mitt á milli herðablaðanna. Forðist að setja vefjalyfið í fitu, þar sem losun virka efnisins gæti orðið ófullnægjandi á svæði þar sem blóðflæði er lítið. Ef um loðinn feld er að ræða ætti að raka lítið svæði ef þörf er á. 1. Fjarlægið Luer Lock hettuna af tækinu sem ætlað er til ísetningar vefjalyfsins. 2. Festið stjökuna við ísetningartækið með Luer Lock tengingunni. 3. Lyftið lausu húðinni á milli herðablaðanna. Stingið allri endilangri nálinni undir húðina. 4. Þrýstið stimpilstjökunni alla leið um leið og nálin er dregin rólega til baka. 5. Þrýstið á húðina á ísetningarstaðnum þegar nálin hefur verið dregin til baka og haldið þrýstingi í 30 sekúndur. 6. Skoðið sprautuna og nálina til að ganga úr skugga um að vefjalyfið hafi ekki orðið eftir í sprautunni eða nálinni, og gætið þess að millibilið sjáist. Það getur verið mögulegt að finna vefjalyfið með þreifingu eftir að því hefur verið komið fyrir. Vefjalyfið, sem er líffræðilega samrýmanlegt, þarf ekki að fjarlægja. Hins vegar, ef nauðsynlegt reynist að hætta meðferðinni getur dýralæknir fjarlægt vefjalyfið með skurðaðgerð. Hægt er að staðsetja vefjalyf með ómun. Stjökuna má nota aftur. 27

28 10. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 11. GEYMSLUSKILYRÐI Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið í kæli (2 C 8 C). Má ekki frjósa. Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni. 12. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ Sérstök varnaðarorð: Ófrjósemi næst eftir 6 vikur og varir í að minnsta kosti 6 mánuði eftir upphaflega meðferð. Hundum sem eru á meðferð skal því haldið frá tíkum á lóðaríi fyrstu 6 vikurnar eftir að meðferð hefst. Einn hundur af 75 hundum sem fengu dýralyfið í klínískum rannsóknum paraði sig og hafði makast við tík á lóðaríi innan sex mánaða eftir ísetningu vefjalyfsins, en tíkin varð ekki hvolpafull. Ef hundur sem er á meðferð parar sig við tík á tímabilinu 6 vikum til 6 mánuðum eftir að meðferðin hefst skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að útiloka hættu á að tík verði hvolpafull. Í mjög sjaldgæfum tilfellum (>0.01 % to < 0.1%), hefur verið tilkynnt um grun um skort á þeirri verkun sem búist hafði verið við (í flestum tilfellum var tilkynnt um að eistu hefðu ekki minnkað og/eða að hundurinn hafði parað sig við tík). Aðeins var hægt að staðfesta að fullu skort á verkun með mælingu á testósteróngildi (þ.e. viðurkennt gildi til að meta frjósemi). Ef grunur leikur á skorti á verkun meðferðarinnar ætti að kanna vefjalyf hundsins (t.d. hvort það er til staðar). Pörun sem á sér stað sex mánuðum eða síðar eftir gjöf dýralyfsins getur leitt til þess að tík verði hvolpafull. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að halda tíkum frá hundum sem fá áframhaldandi meðferð svo framarlega sem þeir fá vefjalyfið á sex mánaða fresti Í sumum tilvikum getur vefjalyfið glatast úr hundum sem hafa verið meðhöndlaðir með lyfinu. Ef grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir fyrstu ísetningu, getur það fengist staðfest með því að ganga úr skugga um að ummál pungs hundsins hafi ekki minnkað eða plasmaþéttni testósteróns hundsins hafi ekki lækkað 6 vikum frá þeim degi sem grunur vaknar, þar sem hvort tveggja ætti að minnka við rétta ísetningu. Ef grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir endurísetningu að 6 mánuðum liðnum, er hægt að merkja aukningu á ummáli pungs í áföngum og/eða hækkun testósteróngilda í blóðvökva. Í báðum tilvikum er þörf á endurísetningu vefjalyfsins. Geta hunda til að eignast afkvæmi þegar plasmaþéttni testósteróns hefur aftur náð eðlilegum gildum, eftir að þeir hafa verið á meðferð með vefjalyfinu, hefur ekki verið rannsökuð. Hvað testósteróngildi varðar (viðurkennt gildi til að meta frjósemi) þá náði testósterón eðlilegri plasmaþéttni ( 0,4 ng/ml) innan 12 mánaða eftir ísetningu vefjalyfsins hjá meira en 80 % hunda sem fengu vefjalyf einu sinni eða oftar í klínískum rannsóknum. Níutíu og átta prósent hunda höfðu náð eðlilegri plasmaþéttni testósteróns innan 18 mánaða frá ísetningu vefjalyfsins. Hins vegar eru takmarkaðar upplýsingar fyrir hendi um hvort klínísk áhrif (minni eistu, minna rúmmál sæðis, færri sáðfrumur og minnkuð kynhvöt), þ.m.t. frjósemi eftir sex mánuði, gangi fullkomlega til baka, sem og um endurteknar ísetningar vefjalyfsins. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur tímabundin ófrjósemi varað lengur en í 18 mánuði. 28

29 Í klínískum rannsóknum héldust testósteróngildi lág í meira en 12 mánuði eftir ísetningu vefjalyfs hjá flestum minni hundunum (< 10 kg líkamsþyngd). Upplýsingar eru takmakaðar varðandi mjög stóra hunda (> 40 kg líkamsþyngd), en tímalengd testósterónlækkunar var svipuð og hjá miðlungsstórum og stórum hundum. Notkun lyfsins hjá hundum sem eru minna en 10 kg eða meira en 40 kg að þyngd, er því háð mati dýralæknis á vægi ávinnings og áhættu. Gelding, með skurðaðgerð eða lyfjum, getur haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar (þ.e. framför eða að dýrinu fer aftur) á árásargjarna hegðun. Þess vegna á ekki að gelda hunda, sem sýna fjandsamlega hegðun og árásarhegðun gagnvart öðrum hundum eða öðrum dýrategundum, með skurðaðgerð eða með vefjalyfinu. Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum: Notkun dýralyfsins hjá hundum sem ekki hafa náð kynþroska hefur ekki verið rannsökuð. Því er mælt með að hundar nái kynþroska áður en meðferð með dýralyfinu er hafin. Niðurstöður rannsókna sýna að meðferð með lyfinu dregur úr kynhvöt hundsins. Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið: Þungaðar konur eiga ekki að gefa dýralyfið. Önnur GnRH hliðstæða hefur reynst hafa eituráhrif á fóstur tilraunadýra. Sértækar rannsóknir til að meta áhrif deslorelíns þegar það er gefið á meðgöngu hafa ekki farið fram. Þó að ólíklegt sé að dýralyfið komist í snertingu við húð skal þess gætt, ef svo ber undir, að þvo húðsvæðið samstundis þar sem GnRH hliðstæður geta frásogast gegnum húð. Þegar dýralyfið er gefið skal þess gætt að forðast að sprauta sjálfan sig með lyfinu fyrir slysni með því að tryggja að dýrunum sé haldið í skefjum á viðeigandi hátt og að hlífin sé á nálinni sem nota skal þar til á því augnabliki sem ísetning vefjalyfsins fer fram. Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með dýralyfinu fyrir slysni, skal tafarlaust leita læknis, með það fyrir augum að fá vefjalyfið fjarlægt. Sýnið lækninum fylgiseðil eða merkimiða dýralyfsins. Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur): Engar klínískar aukaverkanir, aðrar en þær sem hefur verið greint frá í kaflanum Aukaverkanir hafi komið fram eftir gjöf á allt að 10 földum ráðlögðum skammti undir húð. Væg staðbundin viðbrögð með langvinnri bólgu í bandvef, nokkurri hýðismyndun (capsule formation) og kollagenútfellingu hafa sést 3 mánuðum eftir samtímis gjöf undir húð á allt að 10 földum ráðlögðum skammti. 13. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA ÚRGANGS, EF VIÐ Á Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur. Stjökuna má nota aftur. 14. DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: Upplýsingar á íslensku eru á 29

30 15. AÐRAR UPPLÝSINGAR Vefjalyfið fæst í áfylltu tæki til ísetningar vefjalyfs. Hvert áfyllt tæki til ísetningar vefjalyfs hefur verið sett í innsiglaða þynnupakkningu, sem síðan hefur verið dauðhreinsuð. Pappaaskjan inniheldur annaðhvort tvö eða fimm tæki til ísetningar vefjalyfs í þynnupakkningu hvert fyrir sig sem hafa verið dauðhreinsuð, ásamt stimpilstjöku sem ekki er dauðhreinsuð. Stjökuna skal festa við ísetningartækið með Luer Lock tenginu. Ekki er víst að báðar pakkningastærðir séu markaðssettar. 30

31 FYLGISEÐILL FYRIR: Suprelorin 9,4 mg vefjalyf fyrir hunda og frettur 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Virbac S.A. 1ère avenue 2065 m L.I.D Carros Frakkland Framleiðendur ábyrgir fyrir lokasamþykkt: Virbac S.A. 1ère Avenue 2065 m L.I.D Carros Frakkland 2. HEITI DÝRALYFS Suprelorin 9,4 mg vefjalyf fyrir hunda og frettur. 3. VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Suprelorin vefjalyf er hvítur eða fölgulur sívalur stafur til ísetningar í vef sem inniheldur 9,4 mg af deslorelíni (sem deslorelínasetat). 4. ÁBENDING(AR) Lyfið veldur tímabundinni ófrjósemi hjá heilbrigðum, ógeldum, kynþroska karlkyns hundum og frettum. 5. FRÁBENDINGAR Engar. 6. AUKAVERKANIR Hjá hundum: Algengt var að vægur þroti kæmi fram á ísetningarsvæðinu í 14 daga meðan á rannsókn á öryggi- og verkun lyfsins stóð. Á meðferðartímabilinu hefur verið tilkynnt um mjög sjaldgæf klínísk áhrif: kvilla í feldi (t.d. hármissir, hárlos, hárbreyting), þvagleka, einkenni sem tengjast bælingu (down-regulation) (t.d. minnkuð eistnastærð, minni virkni). Örsjaldan kemur fyrir að eista geti gengið upp í náragöngin. Örsjaldan hefur hundurinn sýnt skammvinnan aukinn kynferðislegan áhuga, eistun hafa stækkað og sársauki í eistum hefur komið fram strax eftir ígræðslu. Þessi einkenni hurfu án meðhöndlunar. 31

32 Örsjaldan hefur orðið vart við tímabundna hegðunarbreytingu varðandi árásarhneigð (sjá kaflann Sérstök varnarorð). Hjá frettum: Algengt var að tímabundinn vægur þroti, kláði og roði á ísetningarsvæðinu kæmi fram meðan á klínískum rannsóknum stóð. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik) 7. DÝRATEGUND(IR) Hundar (karlkyns) og frettur (karlkyns). 8. SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF Hundar: Gefið aðeins eitt vefjalyf, óháð stærð hundsins (sjá einnig kaflann Sérstök varnarorð). Endurtakið meðferðina á 12 mánaða fresti til að viðhalda verkun. Frettur: Gefið aðeins eitt vefjalyf, óháð stærð frettunnar. Endurtakið meðferðina á 16 mánaða fresti til að viðhalda verkun. Hundar og frettur: Gefa skal vefjalyfið undir húð milli herðablaða hundsins eða frettunnar. Notið ekki dýralyfið ef þynnupakkningin hefur rofnað. Vefjalyfið, sem er líffræðilega samrýmanlegt, þarf ekki að fjarlægja. Hins vegar, ef nauðsynlegt reynist að hætta meðferðinni getur dýralæknir fjarlægt vefjalyfið með skurðaðgerð. Hægt er að staðsetja vefjalyf með ómun. 9. LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF Hundar: Til notkunar undir húð. Ráðlagður skammtur er eitt vefjalyf á hvern hund, óháð stærð hundsins (sjá einnig kaflann Sérstök varnarorð). Sótthreinsa skal ísetningarsvæðið áður en ísetning fer fram til þess að komast hjá sýkingu. Ef um loðinn feld er að ræða ætti að raka lítið svæði, ef þörf er á. Dýralyfinu á að koma fyrir undir lausu húðina á bakinu milli neðri hluta hálsins og mjóhryggjar. Forðist að setja vefjalyfið í fitu, þar sem losun virka efnisins gæti orðið ófullnægjandi á svæði þar sem blóðflæði er lítið. 1. Fjarlægið Luer Lock hettuna af tækinu sem ætlað er til ísetningar vefjalyfsins. 32

33 2. Festið stjökuna við ísetningartækið með Luer Lock tenginu. 3. Lyftið lausu húðinni á milli herðablaðanna. Stingið allri endilangri nálinni undir húðina. 4. Þrýstið stimpilstjökunni alla leið um leið og nálin er dregin rólega til baka. 5. Þrýstið á húðina á ísetningarstaðnum þegar nálin hefur verið dregin til baka og haldið þrýstingi í 30 sekúndur. 6. Skoðið sprautuna og nálina til að ganga úr skugga um að vefjalyfið hafi ekki orðið eftir í sprautunni eða nálinni, og gætið þess að millibilið sjáist.það getur verið hægt að finna vefjalyfið með þreifingu á staðnum. Endurtakið lyfjagjöf á 12 mánaða fresti til að viðhalda verkun. Frettur: Til notkunar undir húð. Ráðlagður skammtur er eitt vefjalyf á hverja frettu, óháð stærð frettunnar. Sótthreinsa skal ísetningarsvæðið áður en ísetning fer fram til þess að komast hjá sýkingu. Ef um loðinn feld er að ræða ætti að raka lítið svæði, ef þörf er á. Mælt er með því að frettur séu svæfðar fyrir ísetningu vefjalyfsins. Setja skal dýralyfið undir húð í lausu húðina á bakinu mitt á milli herðablaðanna. Forðist að setja vefjalyfið í fitu, þar sem losun virka efnisins gæti orðið ófullnægjandi á svæði þar sem blóðflæði er lítið. 1. Fjarlægið Luer Lock hettuna af tækinu sem ætlað er til ísetningar vefjalyfsins. 2. Festið stjökuna við ísetningartækið með Luer Lock tengingunni. tenginu. 3. Lyftið lausu húðinni á milli herðablaðanna. Stingið allri endilangri nálinni undir húðina. 4. Þrýstið stimpilstjökunni alla leið um leið og nálin er dregin rólega til baka. 5. Þrýstið á húðina á ísetningarstaðnum þegar nálin hefur verið dregin til baka og haldið þrýstingi í 30 sekúndur. 6. Skoðið sprautuna og nálina til að ganga úr skugga um að vefjalyfið hafi ekki orðið eftir í sprautunni eða nálinni, og gætið þess að millibilið sjáist.það getur verið hægt að finna vefjalyfið með þreifingu á staðnum. Mælt er með því að nota vefjalím til að loka ísetningarstaðnum, ef þörf krefur. Þörf á fleiri ísetningum síðar á að ákveða með hliðsjón af stækkun eistna og/eða aukningar í plasmaþéttni testósteróns og afturhvarfi til virkrar kynhegðunar. Sjá einnig kaflann Sérstök varnaðarorð. 10. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 11. GEYMSLUSKILYRÐI 33

34 Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið í kæli (2 C 8 C). Má ekki frjósa. Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni. 12. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ Þungaðar konur eiga ekki að gefa dýralyfið. Önnur GnRH hliðstæða hefur reynst hafa eituráhrif á fóstur tilraunadýra. Sértækar rannsóknir til að meta áhrif deslorelíns þegar það er gefið á meðgöngu hafa ekki farið fram. Þó að ólíklegt sé að dýralyfið komist í snertingu við húð skal þess gætt, ef það á sér stað, að þvo húðsvæðið samstundis þar sem GnRH hliðstæður geta frásogast gegnum húð. Þegar dýralyfið er gefið skal þess gætt að forðast að sprauta sjálfan sig með lyfinu fyrir slysni með því að tryggja að dýrunum sé haldið í skefjum á viðeigandi hátt og að hlíf sé á nálinni sem nota skal þar til á því augnabliki sem ísetning vefjalyfsins fer fram. Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með lyfinu fyrir slysni, skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins með það fyrir augum að fá vefjalyfið fjarlægt. Hundar Ófrjósemi næst 8 vikum eftir upphaf meðferðar og stendur í að minnsta kosti 12 mánuði. Hundum sem eru á meðferð skal því haldið frá tíkum á lóðaríi fyrstu 8 vikurnar eftir að meðferð hefst. Í klínísku rannsókninni urðu 2 hundar af 30 ekki ófrjóir fyrr en um það bil 12 vikum eftir fyrstu meðferð en yfirleitt gátu þessir hundar ekki eignast afkvæmi. Ef hundur sem er á meðferð parar sig við tík á tímabilinu 8 til 12 vikum eftir að meðferðin hefst skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að útiloka hættu á að tík verði hvolpafull. Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur verið tilkynnt um grun um skort á þeirri verkun sem búist hafði verið við (í flestum tilfellum var tilkynnt um að eistu hefðu ekki minnkað og/eða að hundurinn hafði parað sig við tík). Aðeins var hægt að staðfesta að fullu skort á verkun með mælingu á testósteróngildi (þ.e. viðurkennt gildi til að meta frjósemi). Ef grunur leikur á skorti á verkun meðferðarinnar ætti að kanna vefjalyf hundsins (t.d. hvort það er til staðar). Pörun sem á sér stað 12 mánuðum eða síðar eftir gjöf dýralyfsins getur leitt til þess að tík verði hvolpafull. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að halda tíkum frá hundum sem fá áframhaldandi meðferð í 8 vikur eftir síðari ísetningar vefjalyfsins svo framarlega sem þeir fá vefjalyfið á 12 mánaða fresti. Í sumum tilvikum getur vefjalyfið glatast úr hundum sem hafa verið meðhöndlaðir með lyfinu. Ef grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir fyrstu ísetningu, getur það fengist staðfest með því að ganga úr skugga um að ummál pungs hundsins hafi ekki minnkað eða að testósteróngildi í blóðvökva hundsins hafi ekki lækkað 8 vikum frá þeim degi sem grunur vaknar þar sem hvort tveggja ætti að minnka við rétta ísetningu. Ef grunur leikur á að vefjalyfið hafi glatast eftir endurísetningu að 12 mánuðum liðnum, er hægt að merkja aukningu á ummáli pungs í áföngum og/eða hækkun testósteróngilda í blóðvökva. Í báðum tilvikum er þörf á endurísetningu vefjalyfsins. Geta hunda til að eignast afkvæmi þegar plasmaþéttni testósteróns hefur aftur náð eðlilegum gildum, eftir að þeir hafa verið á meðferð með dýralyfinu, hefur ekki verið rannsökuð. Hvað testósteróngildi varðar (þ.e. viðurkennt gildi til að meta frjósemi) urðu 68% hunda sem fengu vefjalyf einu sinni, aftur frjósamir innan 2 ára eftir ísetningu vefjalyfsins. Níutíu og fimm prósent 34

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Advocate 40 mg + 4 mg blettunarlausn handa litlum köttum og frettum. Advocate 80 mg + 8 mg blettunarlausn handa stórum köttum. 2. INNIHALDSLÝSING

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Vaniqa 11,5% krem 2. INNIHALDSLÝSING Í hverju g af kremi eru 115 mg af eflornitíni (sem vetnisklóríðeinhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Fasturtec 1,5 mg/ml stofn og leysir fyrir innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Fasturtec er raðbrigða úrat-oxídasa ensím framleitt af erfðabreyttum

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Nicotinell forðaplástur Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur famciclovir Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning

Indlægsseddel: Information til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning Indlægsseddel: rmation til brugeren Carbocain -Adrenalin 5 mg/ml, 10 mg/ml og 20 mg/ml + 5 μg/ml, injektionsvæske, opløsning mepivacainhydrochlorid og adrenalin Læs denne indlægsseddel grundigt, inden

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Metalyse 8.000 einingar, stungulyfsstofn og leysir, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 8.000 einingar (40 mg) af tenekteplasa. Hver

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur ondansetrón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn. Xýlómetazólínhýdróklóríð

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn. Xýlómetazólínhýdróklóríð FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Otrivin Menthol ukonserveret 1 mg/ml nefúði, lausn Xýlómetazólínhýdróklóríð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Nexium 10 mg magasýruþolið mixtúrukyrni, dreifa, skammtapoki 2. INNIHALDSLÝSING Hver skammtapoki inniheldur: 10 mg esomeprazol (sem magnesíumþríhýdrat). Hjálparefni

Læs mere

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat).

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). FYLGISEÐILL FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Metoprololsuccinat Hexal 25 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 50 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 100 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur cíprófloxacín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN frostþurrkaðar töflur, 60 míkróg, 120 míkróg eða 240 míkróg Desmópressín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sandostatin LAR 10 mg, 20 mg og 30 mg stungulyfsstofn og leysir, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas inniheldur 10 mg, 20 mg eða 30 mg af octreotidi (sem

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Opsumit 10 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg macitentan. Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð B. FYLGISEÐILL 21 FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Defitelio 80 mg/ml innrennslisþykkni, lausn defíbrótíð Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS SIFROL 0,088 mg töflur SIFROL 0,18 mg töflur SIFROL 0,35 mg töflur SIFROL 0,7 mg töflur SIFROL 1,1 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING SIFROL 0,088 mg töflur

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN nefúði, lausn 10 míkróg/skammti Desmópressínasetat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 283. fundar Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 02.09.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 Auto JK Vörunúmer: 7503 30212560 1.2 Viðeigandi

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS JEVTANA 60 mg innrennslisþykkni og leysir, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver ml af innrennslisþykkni inniheldur 40 mg cabazitaxel.

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 25.05.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 van Gogh 32 Seigja: ISO VG 32 Vörunúmer: 7503

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur quetiapin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 08.05.2014 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 Auto D VI Vörunúmer: 7503 436060 1.2 Viðeigandi

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008

Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. útgáfa 02.09.2015 Öryggisblað (MSDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 750/2008 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 LHM+ Vörunúmer: 7503 30771075 1.2 Viðeigandi

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

ÖRYGGISBLAÐ CIP Alka CR

ÖRYGGISBLAÐ CIP Alka CR CIP Alka CR Síða 1 af 8 ÖRYGGISBLAÐ CIP Alka CR SDS samræmi við reglugerð (EB) nr 1907/2006 EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS um skráningu, mat, Heimild til og takmörkun efna (REACH), II - ESB KAFLI 1: Auðkenning

Læs mere

3. LIÐUR: Samsetning innihaldsefna/upplýsingar um innihaldsefni

3. LIÐUR: Samsetning innihaldsefna/upplýsingar um innihaldsefni 2015/830 ÖRYGGISBLAÐ 1. LIÐUR Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni Vöruheiti Vörunúmer 7503 4366921 Seigja eða Gerð SAE 5W30 Notkun efnisins Smurolía fyrir vélar

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja 1 Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Samantekt Kostnaður TR vegna þunglyndislyfja nam 691 millj.kr. árið 2007. Kostnaður lækkaði um 70 millj. kr. frá fyrra

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Merkingar matvæla Innihaldslýsingar, ofnæmis og óþolsvaldar. Jónína Þ. Stefánsdóttir Apríl 2011

Merkingar matvæla Innihaldslýsingar, ofnæmis og óþolsvaldar. Jónína Þ. Stefánsdóttir Apríl 2011 Merkingar matvæla Innihaldslýsingar, ofnæmis og óþolsvaldar Jónína Þ. Stefánsdóttir Apríl 2011 Reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla Markmið: að tryggja neytendum réttar og greinargóðar upplýsingar

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Nýrnabilun af völdum v

Nýrnabilun af völdum v Nýrnabilun af völdum v sykursýki Runólfur Pálsson, læknir, FACP, FASN Landspítali Læknadeild Háskóla Íslands 23. febrúar ar,, 2009 Fræðslufundur Félags nýrnasjúkra og Samtaka sykurjúkra kra Diabetes and

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Sund- og baðstaðir. Handbók

Sund- og baðstaðir. Handbók Sund- og baðstaðir Handbók UMHVERFISMERKI 141 381 Prentgripur SUND- OG BAÐSTAÐIR Handbók UMBROT Einar Guðmann UMHVERFISSTOFNUN Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík SÍMI 591 2000 SÍMBRÉF 591 2010 umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI FEBRÚAR 2015 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Efnisyfirlit: 1. Inngangur... 1 2. Fyrirkomulag... 2 2.1 Verkkaupi... 2 2.2 Skoðunaraðili...

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere