LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING"

Transkript

1 SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID TIL ÁLITA... II. EF EKKI ER KVEDID UPP ÚR UM ÁREKSTUR, REYNIR EKKI Á FORGENGISREGLUR A. HRD1946: 345 UM EIGNARRÉTT AD HAFNARSVÆDI... DALVÍKUR B. HRD1943: UM HRAFNKÓTLUMÁL C. HRD1970: III. ÁREKSTRAR MILLI... RÉTTARREGLNA... A. ÚR MÓTSÖGN ER IDULEGA LEYST EFTIR ÖDRUM LEIDUM EN MED ATBEINA FORGENGISREGLNA ]. HRD1952: DÓMUR HÆSTARÉTTAR jan B. HAFA FORGENGISREGLURÁHRIF Á LÓGSKYRINGU... ELLA?.... C. ÁKVÆDI ST_]_SKR NR. 33/1944 SEM LEX SUPERIOR EDA SEM LOGSKYRINGARGAGN Ný regla sniðin úr efniviði tveggja reglna, sem stangast á &. Gerðardómur frá sept um mál ósabænda við Hvítá... b. Mál um selveiði' landi Fljótshóla' 1 1 Þjórsárósi, sbr. HRD1967: Ákvæði STJSKR sem lögskýringargagn &. Sératkvæði minnihluta HR... 1 Fljótshólamáli, sbr. HRD1967: b. Dómur HR Noregs í NRt.1976:1 1' svonefndu Klöftamáli... D. Á LEX POSTERIOR KANN AD REYNA, ÞEGAR TVÆR REGLUR UM SAMA TILVIK ERU MISGAMLAR Mál ósabænda við Hvítá' Borgarfirði... 1 sbr. HRD1987: 788 og HRD1988: E. FQRGENGISREGLURFLÉTTAST 449 STUNDUM... SAMAN Í LÓGSKYRINGUEDA GETA KOMID Í STAD HVER ANNARRAR Haffjarðarármál, sbr. HRD1986: 706 og ÚLFLJÓTUR 119

2 Eitt megineinkenni réttlátra laga er samræmi og samhljómur. Að fornu!) og nýjuz) hafa lögfræðingar spreytt sig á að finna agnúa og mótsagnir í lagatextum og að fjarlægja þá með skýringu. Þeir sem lögin skýra og framkvæma, hljóta þó í lengstu lög að gera ráð fyrir, að réttarreglur séu sjálfum sér samkvæmar. Og því eru þær helzt túlkaðar á þá lund, að komizt verði hjá rökfræðilegri ósamkvæmni þeirra í milli. En það verður stundum ekki fram hjá því horft, að réttarheimildir eru ósamhljóða. Þá verður dómari eða hver sá annar, sem lögunum beitir, að kveða upp úr um, hvað skal vera gildandi réttur. I. SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA Lagalegar úrlausnir eru ekki tilbúin vara, sem ganga megi að á vísum stað í eins konar skúffukerfi, heldur sjálfstæð ákvörðun, sem tekin er á grundvelli allra þátta, sem máli skipta. Dómari þarf að gera upp á milli réttaruppsprettna, og sú athöfn hans er í norrænum rétti nefnd samræming (harmonisering). Þar getur verið um lagatexta að ræða, greinargerð fyrir lagafrumvarpi, réttarvenju, fordæmi o.s.frv. Athöfnin á þó oft meira skylt við það, þegar Gordíonshnúturinnvar leystur með því að höggva á hann. Orðið úrskurður segir tæpitungulaust, hvað ósjaldan gerist á þeim vettvangi. Auðvitað er rökfræði helzta tæki hugsunar. En val á réttarreglu eða tiltekinni lögskýringaraðferð ræðst sjaldnast eingöngu af rökbundinni nauðsyn, heldur kemur til mat á því, hvaða málsatvik skipti máli að lögum og hvert sé mikilvægi hverrar einstakrar réttaruppsprettu. Yfirleitt er lögskýring þó rökbundin að því marki sem gengið er úr skugga um, hvort t.d. tvær hnitmiðaðar réttarreglur stangast á. Önnur tveggja reglna, sem lýstur saman, er þá jafnan látin víkja. Það þýðir Vitaskuld að hún verður ekki að því leyti raunverulega gildandi réttarregla um það tilvik, sem fyrir liggur til úrlausnar, né yfirleitt um sams konar tilvik. En allt að einu heldur hún sínum sessi í lagasafninu. Lagatexti þarf m.ö.o. ekki að vera bindandi fremur en aðrar réttaruppsprettur. Stundum er látið að því liggja, að lagalegir úrskurðir séu dulbúnir sem rökræn úrlausn, sem þeir þó séu í raun ekki. Undir það verður þó ekki tekið. Eitt hið mikilvægasta hlutverk lögfræðinga er að leggja spilin vafningalaust á borðið. Í þeirra hlut kemur að benda m.a. á, að rökfræðileg lögmál eru þess ekki ávallt nauðsynlega valdandi, að ein dómsforsenda er valin fremur en önnur. A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á? Réttaruppsprettur, svo sem lagatextar, greinargerðir fyrir lagafrumvörpum, dómar o.s.frv., koma jafnan til álita og þá oft fleiri en ein hverju sinni, þegar efni réttarreglu er ákvarðað. Ef öll þau atriði hníga að sömu niðurstöðu, er úrlausn málsins jafnan litlum vandkvæðum bundin. Hitt kemur þó oft fyrir, að hin ýmsu atriði, sem máli kunna að skipta, benda hvert í sína átt. Það getur t.d. verið mótsögn milli lagatexta og greinargerðar fyrir frumvarpi til þeirra laga. Réttaruppsprett urnar eru þá lagðar á metaskálar og fá þá jafnan mismikla þyngd. Vandinn er vitaskuld að segja til um, hver sé þyngd hinna ýmsu réttaruppsprettna, enda fer það mjög eftir atvikum. Erfitt ef ekki ógerningur - að setja fram leiðsögureglur þar um. Auðvitað er lagatexti sú uppspretta, sem fyrst er beint sjónum að. En hún 120 ÚLFLJÓTUR

3 kann þó að vera látin víkja t.d. sakir ákvæða stjórnarskrárinnar - hér auðkennd STJSKR. Og fordæmi Hæstaréttar vega vissulega mjög þungt. Þess er jafnan að vænta, að dómarar í undirrétti beygi sig fyrir þeim. Hnitmiðuðumréttarreglumverður ekki fremur en hinum víðækustu vísireglum, eins og t.d. tómlætisstaðlinum, beitt vélrænt, heldur eru þær öllu fremur tæki í höndum dómara.7) En ef dómari telur sig ekki komast hjá því að kveða upp úr um, að tvær réttarreglur stangist á, verður ogjafnan ekki hjá því komist að láta aðra þeirra víkja. Hitt er þó einnig til, að sniðin sé ný regla, sem fær eigindir beggja reglnanna. MYND 1 MYND 2 MYND 3 H. % H., % H } KOM!!. R* n_.f"j_w Eins og skýringarmyndirinar þjár sýna, getur mótsögnin verið með þrennum hætti: (1) Algjör-algjör mótsögn, þ.e. þegar hvor reglan um sig gildir hvergi án þess að lenda í mótsögn við hina regluna. Þá er um algeran ósamrýmanleika að ræða, sbr. mynd nr. 1. Slíkar mótsagnir eru fátíðar - a.m.k. innan sama lagabálks. (2) Algjör-að hluta mótsögn, þ.e. þegar önnur reglan gildir hvergi án þess að lenda í mótsögn við hina regluna, en hin reglan hefur hins vegar víðara gildissvið og gildir því um sum tilvik án þess að lenda í mótsögn við fyrrnefndu regluna. Þannig stendur á, þegar önnur reglan er sérregla (undantekningarregla) gagnvart hinni (almennri reglu), sbr. mynd nr. 2. (3) Að hluta að hluta mótsögn, þ.e. þegar tvær reglur skarast, þannig mótsögnin nær aðeins til hluta af gildissviði beggja reglnannas) B. EF RÉTTARREGLURREKAST Á, KOMA ÞRJÚ MEGINSJÓNARMID TIL ÁLITA Meginsjónarmiðin þrjú eru (1) lex superior, þegar önnur reglan á sér æðri sess í réttarskipaninni. Hún er að öðru jöfnu látin ganga fyrir, svo sem er þegar rekast á almenn lög og ákvæði STJSKR, eða ákvæði reglugerðar og almennra laga. (2) Lex speeialis, þegar önnur reglan er sérregla gagnvart hinni. jafnan gildir þá sérreglan, því að ella yrði ekki um neina undantekningu að ræða. Og (3) lex posterior, þegar önnur reglan er yngri og gengur fyrir hinni eldri, því að löggjafinn afnemur eldri reglu með því að setja nýja í hennar stað. Réttarreglum verður ekki beitt vélrænt, þótt við forgengisreglur sé að styðjast. Forgengisreglur eru síður en svo afdráttarlausar og raunar ekki annað en alhæfingar, sem oft má hafa að leiðarljósi, en í einstaka tilvikum eru bindandi fyrir réttarframkvæmdina. Í riti sínu RET OG RETFÆRDIGHED(1953) sagði danski stjórnlagafræðingurinn og réttarheimspekingurinnalf Ross á bls. 157: ÚLFLJÓTUR 121

4 Lex specialís, lex posterior og lex superior er ikke axiomer, men hensyn af relativ vægt, der samvirker med andre hensyn i fortolkningen, især en vurdering af, hvilken harmonisering af konflikten der vil stemme bedst med sund fornuft, retsfölelsens krav eller forudsatte sociale maal."9) Forgengisreglur eru engin algild sannindi. Tilgangur lagaákvæðis, eðlisrök og raunkvæm þjóðfélagsleg rök vega oftast mun þyngra en þær, þegar leitað er hinnar réttu úrlausnar. 10) Lex superior hefur þó sýnu mesta þyngd, svo að tala má þar um fasta reglu. ) Sjaldnast er skilgreint í réttariðkun, hvað felst í orðum eins og árekstur eða mótsögn" milli réttarreglna. Alf Ross (1) segir á bls. 150: Modsigelse mellem to normer siges at foreligge, dersom de til samme faktíske betingelser knytter uforenelige retsfölger". Samræming tveggja réttarverkana, sem eru ósamrýmanlegar (uforenelige) á sér samt sem áður jafnan stað þannig, að önnur þeirra er skorin af. Um hugtakið mótsögn má hafa nokkra leiðsögn af svonefndri deontískri" rökfræði. Með hliðsjón af kenningum hennar má flokka réttarreglur, sem lostið getur saman. Þar með er þó ekki sagt, að hugtakið mótsögn hljóti á vettvangi lagatúlkunar að vera rökræns eðlis,") og eru menn ekki á einu máli um það. 13) Úr skugga um mótsögn er jafnan gengið með lögfræðilegri túlkun, og því má halda fram, að ósamrýman leiki, ef um hann er að ræða, hljóti ávallt að vera af lögfræðilegum toga. ') Í grein sinni, DIREKTIVER OG LOGIK, á bls. 38 í Tidsskrift for Rettsviten skap kveða Sandberg og Sundby gagnið auðsætt, sem hafa megi af rökfræði við könnun á fyrirmælum (direktiver). Hún korni þó einungis að notum sem leiðarljós um það, að hverju skal leita (eksplisitt angivelse av subjekt, situasjon og tema). Rökfræðin geti ekki veitt neina hjálp við að skera úr því, hvaða túlkun er rétt, heldur auðveldi hún einvörðungu að koma orðum að (formulere) túlkuninni. Rökfræðin gefur í raun aðeins mynd reglunum ítvívídd, en lögfræðin bætir þriðju og fjórðu víddinni við. Teknar bókstaflega eru tvær réttarreglur ef til vill í rökfræðilegri mótsögn, en þegar litið er til tilgangs þeirra og í hvaða tímaröð þær skulu framkvæmdar, eru þær það ekki. Og á hinn bóginn þótt réttarreglur skarist ekki rökfræðilega, kunna réttarverkanir þeirra að vera lítt samrýmanlegar í reynd. ) Nokkru ljósi má þó varpa á árekstur réttarreglna með því að flokka þær, eftir því hvernig þær geta lent í mótsögn: 1. Atferlisreglum má skipa í fjóra undirflokka: ákvaðir, bönn, leyfi og undanþágur. Ákvaðir og bönn hafa í för með sér skyldur, en leyfi og undanþágur hafa í för með sér frelsi. Frelsi frá ákvöð má nefna undanþágu, og frelsi frá banni hins vegar leyfi, en orðfærið er í framkvæmd síður en svo hnitmiðað. T.d. er iðulega talað um undanþágu frá banni o.s.frv. Ákvöð og undanþága frá henni standa í andhverfum (kontradiktorískum) 122 ÚLFLJÓTUR

5 tengslum hver við aðra, þ.e. að ákvöð girðir fyrir undanþágu og andhverft. Atferli, sem er ekki ákveðið, er maður þeginn undan að framkvæma. Bann og leyfi standa einnig í slíkum andhverfum tengslum. Ef háttsemi er ákveðin, jafngildir það því að bannað er að hafast að með öðrum hætti. Og ef eitthvað er bannað, jafngildir það því, að ákveðið er að hafast skuli að með öðrum hætti. Mótsögn milli andhverfra reglna er til að dreifa, þegar önnur reglan ákveður, að eitthvað skuli gert, sem hin reglan þiggur undan skyldu til að gera það. Þegar tvær reglur standa' andhverfum 1 tengslum, er ógerningur að nýta það frelsi, sem önnur reglan veitir, án þess að brjóta þá skyldu, sem hin reglan kveðura um. Ósjaldan kemur upp spurning um, hvort slíkri mótsögn sé til að dreifa og veldur þá jafnan vandkvæðum. Ástæðan til þess að eitthvað er frjálst getur verið sú, að hin frjálsa athöfn er hvorki bönnuð né ákveðin, og þá er vitaskuld ekki um neinn árekstur að ræða. Stundum er tiltekið frelsi hins vegar beinlínis lögfest, svo sem er gert í 11. gr. VL nr. 15/1923: Öllum er heimilt að taka vatn til heimilisþarfa og bús, þar sem landeiganda er meinlaust, svo og að nota vatn til sunds og umferðar, einnig á ísi, enda fari það eigi í bága við lög, samþykktir eða annað lögmætt skipulag." Ákvæði þetta verður að skýra í ljósi þess tilgangs, sem VL nr. 15/1923 hafa, þ.e. að draga mörk milli þeirra nytja vatna, sem áskilin eru landeiganda, og hinna sem almenningi eru ætlaðar. Ákvæðið veitir frelsi frá almennu banni við því að ráðskast með eignir annarra. Ef ætlun væri að banna t.d. töku vatns til þarfa heimilis og bús í því skyni að auka eignarráð landeiganda á kostnað almennings, bryti það' bág 1 við 11. gr. VL nr. 15/1923 nema gert yrði með lögum settum af Alþingi. Ákvæði 11. gr. VL væri lex superior gagnvart reglugerðarákvæði með slíku efni. Ef hins vegar taka vatns til þarfa heimilis og bús yrði bönnuð af heilbrigðisástæðum, sbr. gr. 492 í heilbrigðisreglugerð nr. 45/1972, bryti það ekki í bág við 11. gr. VL nr. 15/1923, þótt einungis styddist við reglugerðarákvæði, eða m.ö.o. styddist við reglu af lægra stigi en lagareglur settar af Alþingi. Lagaheimildin, sem heilbrigðisreglugerðin styðst við, hefur ekki að markmiði að flytja umráð yfir landareign frá eiganda til almennings, heldur einungis að setja eignarréttinum takmörk af heilbrigðisástæð um. Ákvöð og hann eru ekki andhverfar reglur, heldur andstæðar (kontrerar). Í þessu felst, að andstæður girða hvor fyrir aðra, en að jafnframt er til að dreifa þriðja kosti. Mótsögn milli andstæðra reglna er til að dreifa, þegar önnur reglan ákveður eitthvað, sem hin reglan bannar. Vafamál geta þá komið upp, ef báðar reglurnar eru orðaðar sem ákvaðir eða báðar sem bönn. Reglur um annars vegar vitnaskyldu og hins vegar um þagnarskyldu, sem sem sumar þjóðfélagsstéttir bera (læknar, ljósmæður, málflutningsmenn, bankamenn, prestar o.s.frv.) varpa ljósi það, hvernig reglum getur lostið saman. Hugsanlegt er t.d., að beiðzt sé vitnisburðar læknis fyrir dómstól, sbr gr. laga um meðferð einkamála nr. 85/1936, en að hann neiti og beri fyrir sig þagnarskyldu sína samkvæmt 15. gr. læknalaga nr. 53/1988. Sama kann að verða uppi á teningnum, ef upplýsingaskyldu stjórnvalds eða stofnunar ( opnir skjalaskápar ) lýstur saman við þagnarskyldu þess (hennar). Reglum þessum lýstur þá saman, og dómari verður þá að skera úr, hvernig þær verða samrýmdar. 16) ÚLFLJÓTUR 123

6 Ef háttsemi er ekki ákveðin, er ekki þar með sagt, að hún sé bönnuð. Hugsanlegt er, að hún sé hvorki ákveðin né bönnuð. Undanþága og leyfi verða vel samrýmd. Ef atferli er hvorki bannað né ákveðið, er leyfilegt að hafast þannig að, jafnframt því sem menn eru þegnir undan skyldu til að hafast þannig að. Ákvöð og leyfi verða einnig samrýmd. Ef eitthvað er ákveðið, er það einnig leyfilegt. Á hinn bóginn ekki er unnt að draga ályktun á hinn veginn, þ.e. þótt eitthvað sé leyfilegt, er það ekki þar með ákveðið. Notað er venjulegt andstæðukvaðrat rökfræðinnar. Í 4» skýringar mynd nr. hér fyrir neðan táknar A þá athöfn, sem ákveðin er eða bönnuð o.s.frv. ""' er ákveðið ' { Ég Li.-.»'_. and =» _, _ æglar _ ' A er banna-"ír {'l-í" 4 ' realm"? kekki-a er bannað,; _. Ólík egið] { FT. ii ; * ***-.! 'n. ' _'_. _,f 1,! ' (,.!! ' -. f Elf ÞG ;! i i andhverfa reglur f'. " {*'l- 3 " s : i í i 1! l á. er leg file-gt Undanþága Ef» er ekki frá 3 :;".a. 9, hahhaa} Ékki ÚkVÉ'ÚlÚJ MYND 4 Orð í sama horni eru samheiti (synonym). Tvö efri hornin eru andstæð (kontrer), þ.e. bæði tilvikin geta ekki átt sér stað samtímis. Hornin að ofan til Vinztri og að neðan til hægri eru andhverf (contradiktorisk), þ.e. annaðhvort öðru eða hinu er til að dreifa, en aldrei báðum í einu. Ljóst er, að nefnd fjögur hugtök eru fasttengd hvert öðru, þannig að sé eitt þeirra gefið, má leiða hin þrjú af því. 2. Valdreglum (bærnireglum) má skipa í undirflokka með sama hætti og atferlisreglum. Í stuttu máli má segja, að reglur þessar kveði á um, hver má gera hvað hvernig" til þess að réttargerningur(t.d. lög, dómur eða samningur) komist á laggir. Með orðunum þremur er átt við þrenns konar spurningar um bærni, þ.e. persónulega, efnislega og réttarfarslega. Við getum hugsað okkur, að reglan A sé nauðsynleg, svo að réttargerningur komist um kring. Þegar t.d. segir 1' 40. gr. erfðalaga nr. 8/1962, að erfðaskrá skuli vera skrifleg, er ekki um skyldu að ræða í venjulegum skilningi, heldur um valdskilyrði (bærniskilyrði) að ræða. Munnleg yfirlýsing manns um það, hver skuli eignast það, sem hann lætur eftir sig við andlát, fær ekki réttarverkanir erfðaskrár nema svo standi á, sem greinir í 44. gr. laga nr. 8/ ÚLFLJÓTUR

7 _ and-st A, {dauða.gn { {gjafa n forðast Á sva fart:.ai. rettar að réttargerningurmn æðar ner-ruin urinn l' :; kermit um! ' VFÍ- UV kúmist um Wir :_ u _ ;. kring, ali} : F.. 73 í *=. í.- :,! R. f'»: _Ff " ' n _ E ;."3 _ andlit.- erfa Ef ÞJ,.. reglur l +..._._._ _, rr. n: Það. er ekki nauésg rule-gt að ferðast Á M'mn 5. Á er ekki nauðsgn. II. EF EKKI ER KYEDID UPP ÚR UM ÁREKSTUR, REYNIR EKKI A FORGENGISREGLUR Hagsmunum lýstur einatt saman, af því að þeir sem hafast að, gæta ekki að sér. Lög eru t.d. framkvæmd eftir bókstaf sínum, án þess að lagður sé í þau sá skilningur, sem sess þeirra í réttarkerfinu og eðli málsins útheimtir. Verklegar framkvæmdir eru m.a. af þeim ástæðum bundnar opinberum leyfum. Athafnir tiltekinnar tegundar eru þá að meginstefnu bannaðar, en stjórnvaldi veitt vald til að veita leyfi til að víkja frá banninu (koncession). Slíkt bann felur jafnan ekki í sér, að hin bannaða athöfn sé talin óæskileg, heldur er stjórnarvaldi gefið færi á að hafa hönd í bagga um að framvindan verði þjóðfélagslega hagkvæm, og þannig má einnig stuðla að því, að sem minnstir hagsmuna- og réttarárekstrarhljótist. Þannig segir t.d. í 2. tl gr. vatnalaga nr. 15/ hér auðkennd VL nr. 15/ að ráðherraleyfi til reisa vatnsvirki þau, er greinin tekur til, megi binda þeim skilyrðum, sem nauðsynleg þykja til verndar hagsmunum almennings eða einstakra manna. Slík ákvæði eru í fjölda annarra greina laganna, sem binda framkvæmd við ráðherraleyfl. Og raunar er stjórnarvaldi oftast nær skylt að binda 'leyfi skilyrðum, svo að ekki hljótist hagsmuna- og réttarárekstur af. 17) En ef hagsmuna- og réttarárekstrar verða, og ágreiningur er borinn undir dómstóla, styðja þeir niðurstöður sínar oftast nær öðrum rökum en þeim, að ein tiltekin lagaregla hljóti samkvæmt lex superior, lex specialis eða lex posterior að ganga fyrir annarri. Fljótt á litið sýnast réttarreglur iðulega stangast á, en gera það ÚLFLJÓTUR 125

8 þó ekki, ef betur er að gáð. Samkvæmni er að öðru jöfnu til að dreifa milli reglna réttarskipunarinnar, og því gjalda dómstólar varhug við því að hrapa að ályktunum um hið gagnstæða. En krosstré bregðast sem önnur tré, og stundum er forgengisreglu í misgripum rennt sem stoð undir dómsniðurstöðu. A. HRD1946: 345 um hafnarsvæðið á Dalvík er dæmi um ágreining, þar sem ósamrýmanleiki kann í fljótu bragði að sýnast milli réttarreglna, en svo er þó ekki í raun og veru. Málavextir voru þeir, að upp kom deila milli eiganda jarðarinnar Brimness og hreppsnefndar Svarfaðardalshrepps um eignarrétt á landauka, sem varð til vegna hafnargerðar í Dalvíkurkauptúni. Sú framkvæmd varð til þess, að fjaran færðist utar fyrir landijaðarinnar Brimness. Hreppsnefndin bar fyrir sig 10. gr. laga um hafnargerð á Dalvík nr. 66/1931, sem sagði hafnarsjóð eiga allt land innan hafnarinnar. En atvinnumálaráðherra hafði með stoð í 4. gr. laganna ákveðið mörk hafnarsvæðisins að fenginni tillögu hreppsnefndar Svarfaðardalshrepps. Og fyrr varð ekki ljóst, að land í einkaeigu annarra en sveitarfélagsins mundi lenda innan hafnarsvæðisins. Þrátt fyrir það beitti hreppsnefndin ekki heimild 3. gr. laganna til að taka landaukann eignarnámi. Eigandi Brimness vísaði til þess, að fjörulandið hefði fylgt jörð hans frá fornu fari og því ætti landaukinn einnig að gera það samkvæmt reglum um eignarrétt á fjöru. Í forsendum héraðsdóms 28. maí 1945 sagði, að tilætlun löggjafans með 10. gr. laga nr sept virðist hafa verið sú, að við gildistöku laganna yrði hafnarsjóður Dalvíkur eigandi að því landi innan Dalvíkurhafnar, er yfir flyti um stórstraumsfjöru". Dómstóllinn kvað nefnt ákvæði ekki samrýmast eignarréttarákvæði STJSKR. Eignarréttur eiganda Brimness að landaukanum var því viðurkenndur. Hæsti réttur staðfesti héraðsdóminn með þeirri athugasemd, að ekki væri unnt með 10. gr. laga nr. 66/1931 að svipta áfrýjanda endurgjaldslaust eignarrétti að fjöru hans á hafnarsvæðinu". Hann væri því enn eigandi landauka þess, sem við það hefði bætzt", enda hefði ekki farið fram eignarnám á landinu né þess verið beiðzt. HR tók ekki berum orðum undir þau orð UR, að ákvæði 10. gr. laganna nr. 66/1931 stangaðist á við STJSKR. Ákvæði 10. gr. hafði að forsendu og markmiði, að eignarnámsheimild 3. gr. laganna yrði notuð, ef land í einkaeign annarra en hreppsfélagsins lenti innan hafnarsvæðisins, þegar mörk þess yrðu ákveðin með stjórnsýslugerningi. Rétt skýrð og framkvæmd brutu lögin nr. 66/1931 því ekki í bág við ákvæði þágildandi 63. gr. stjórnarskrárinnarnr. 9/1920. Oft er það hins vegar svo, að í sjálfum heimildarlögunum er ekki hugsað fyrir því, að hagsmuna og réttarárekstur kunni að verða sakir framkvæmdar þeirra. Undirskilið er þójafnan, að stjórnvöld, sem um framkvæmdina sjá, eða sá sem heimildar nýtur, fari þannig fram, að einskis réttur verði skertur. 18) B. Hér má og skoða Hrafnkötlumálið frá árinu 1943, sbr. HRD 1943:237, sem snerist um þá vernd, sem stjórnarskrá lýðveldisins Islands - hér auðkennd STJSKR veitir prentfrelsi manna. 126 ÚLFLJÓTUR

9 ! framfylgja var Ákvæði 72. gr. STJSKR nr. 33/1944 (áður 67. gr. STJSKR nr. 9/1920) er svohljóðandi: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða." Gerður er munur á annars vegar formlegu tjáningarfrelsi og hins vegar efnislegu tjáningarfrelsi. Samkvæmt því eiga lagalegar takmarkanir á tjáningarfrelsi manna sér stað með tvenns konar hætti, þ.e. annaðhvort sem ritskoðun eða sem refsiábyrgð. : skal ; Takmörkun í Ritskoðun (censur) er takmörkun á formlegu tjáningarfrelsizo) Um hana er að ræða, þegar yfirvöld hafa vald, áður en nokkuð hefur verið gefið út á prenti, til að skerast í leikinn og að koma þannig í veg fyrir, að rit, sem ætlunin er að gefa út, fái efni, sem þau telja óæskilegt. Í landi þar sem prentfrelsið nýtur STJSKR verndar, getur og skal lögreglan ekki hafast að, þótt hún fregni að verið sé að prenta rit fullt af ærumeiðingum. jafnan lætur hún hins vegar til sín taka, ef hún fær veður af því að verið sé að brjótast inn hýbýli manna eða að fiskiskip stundi ólöglega veiði í landhelgi. Á hinn bóginn getur sá, sem fréttir af því, að verið sé að prenta ærumeiðingar um hann, leitað til dómstóla og fengið úrskurðað lögbann við prentun og birtingu ummælanna. Og þá er lögbann hefur verið lagt við birtingu, lögreglan gæta þess, að ekki sé brotið gegn banninu. Lögbanni verður að með almennu dómsmáli, sbr. lög nr. 18/1949. á efnislegu tjáningarfrelsi er lögmælt að viðlagðri refsiábyrgð t.d. í 25. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/194 0 um meiðyrði og í ákvæðum laganna, sem banna að segja frá málefnum, sem eðli málsins samkvæmt eiga að fara leynt, sbr. 91., 115., 136. og 230. gr. Og í fjölda annarra lagaákvæða er kveðið á um þagnarskyldum) l Upphaflegt markmið prentfrelsisákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/194-4 var að vernda formlega hlið tjáningarfrelsis í landinu, en ekki efnislegt tjáningarfrelsi. Ákvæðið beindist fyrst og fremst að framkvæmdarvaldinu en ekki löggjafarvaldinu. Þegar umræður stóðu um ákvæðið á danska stjórnlagaþinginu , sem samþykkti dönsku STJSKR fyrirmynd hinnar íslenzku frá 5. jan gagnrýndi trúmálaskörungurinngrundtvig, að frumvarpsákvæðinu væri eingöngu ætlað að vernda formlegt tjáningarfrelsi og kvað það vera steindautt og ískalt".21) ÍHrafnkötlumálinu voru málavextir þeir, að lög nr. 127/194 1 mæltu fyrir um einkarétt ríkisins á útgáfu fornrita saminna fyrir árið 1400 og lögðu refsingu við, ef út af var brugðið. Ráðuneyti það, er fór með kennslumál, skyldi þó geta veitt öðrum leyfi til slíkrar útgáfu, og þá geta bundið leyfið því skilyrði, að fylgt yrði samræmdri stafsetningu fornri. Síðan gerðist það, að Hrafnkels saga Freysgoða gefin út með nútímastafsetningu, og var höfðað opinbert refsimál af því tilefni á hendur útgefanda. Meirihluti HR, Ísleifur Árnason og Þórður Eyjólfsson, áleit ákvæði 2. gr. laga nr. 127/1941 brjóta í bág við 67. gr. STJSKR nr. 9/1920 um prentfrelsi og ógilti það. Hann kvað 67. gr. STJSKR takmarkast ÚLFLJÓTUR 127

10 að vísu afþví að áskilja má mönnum höfundarrétt að ritum og meina Öðrum útgáfu ritanna, meðan sá réttur helzt. En rök þau, sem að því hníga og byggjast á nánum persónulegum hagsmunum höfundar, liggja ekki til grundvallar fyrirmælum 2. gr. laga nr. 127/194-1." Í sératkvæði eins dómenda HR, Gizurar Bergsteinssonar, var prentfrelsisákvæði 67. gr. STJSKR nr. 9/1920 hins vegar skýrt í samræmi við upphaflegan tilgang STJSKR: Rit það, sem í máli þessu greinir, var og prentað og birt, án þess að nokkur tilraun væri gerð af hendi ríkisvaldsins til að ritskoða það. Lög nr. 127/1941 fyrirskipa alls ekki ritskoðun, heldur kveða þau einungis á um viðurlög, sem beita skal, eftir að brot gegn þeim hefur verið framið, og lögum þessum að því leyti eins háttað og mörgum öðrum lögum, er leggja viðurlög við ólögmætri birtingu rita, t.d. birtingu rita án leyfis þeirra, sem útgáfuréttinn eiga, sbr. lög nr. 13/1905, birtingu meiðyrðarita, sbr. ákvæði laga nr, 19/194-0 o.s.frv." Minnihluti HR lagði áherzlu á, að ekki væri um árekstur að ræða milli laganna nr. 127/1941 og 67. gr. stjórnarskrárinnarnr. 9/1920 um prentfrelsi: Samkvæmt því, sem rakið er að framan, finnst engin heimild í 67. gr. stjórnarskrárinnar handa dómstólum til að fella úr gildi lög nr. 127/194-1, en dómstólar geta virt að ekki vettugi lög, sem almenni löggjafinn hefur sett, nema stjórnarskráin sjálf veiti ótvíræða heimild til þess. Túlkun meirihluta HR gerði ekki mun á formlegu og efnislegu tjáningarfrelsi. Prentfrelsisákvæði STJSKR var túlkað sem almenn stjórnskipuleg regla, er löggjafinn hefði visst takmarkað vald til að þrengja með sérreglu. Spurningin varð þannig í raun allt eins um mörk lex specialis sem um gildi lex superior. Jafnan er það svo, þegar sérregla gengur fyrir almennri reglu, að báðar reglurnar eru sprottnar á sama stigi réttarskipunarinnar, t.d. báðar í STJSKR, báðar í lögum settum afalþingi, eða báðar í reglugerð settri af ráðherra. Viss tilhneiging er þó til þess að fá sérreglum enn meira vægi, þannig að þær eru lagðar til grundvallar í réttarframkvæmd, þótt þær séu af lægra stigi en almenna reglan sem teflt er fram gegn þeim.") Meirihlutinn áleit almenna löggjafann ekki hafa vald til að setja efnislegu tjáningarfrelsi manna þau takmörk, sem fólust í 2. gr. laga nr. 127/1941, þar sem þeir hagsmunir, er lægju að baki lagasetningunni réttlættu ekki slíka takmörkun. Ríkjandi kenningar í dönskum og norskum rétti hafa fallið í sama farveg og sératkvæðið í Hrafnkötlumálinu.23) Í Danmörku var því þó haldið fram árið 1973, að skýra beri samsvarandi ákvæði dönsku STJSKR á þá lund, að efnislegt tjáningarfrelsi njóti verndar. Það sjónarmið kom fram í doktorsritgerð Peters Germers Ytringsfrihedens væsen" (1973). Hún hefur að geyma ítarlega greinargerð um dómiðkun á þessu sviði í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Í ritgerðinni sagði m.a., að naar bestemmelsen taler om ansvar for domstolene, skal det forstaas saaledes at 128 ÚLFLJÓTUR

11 ansvar kun kan paalægges for ytringer der maa sidesilles med fysiske handlinger, for private ytringer og for ytringer uden samfundsmæssig værdi. Gegn kenningum Germers brást Alf Ross harkalega í ritgerð í Ugeskrift for Retsvæsen 1973 B bls , sem hann nefndi Om ytringsfrihed og grundlovsfortolkning. Hann kvað rökleiðslutækni höfundar óvísindalega í hæsta máta. Ross sagði m.a. á bls. 205: Det er naturligvis op til höjesteret at afgöre om den Vil fölge i Peter Germers spor. Men mon ikke forf. harioverset at der er en afgörende forskel mellem den danske höjesteret og den amerikanske? Den sidste fungerer faktisk som en politisk instans, og den forfatningsfortolkning der er det formelle grundlag for dens afgörelser har mere karakter af en orakelmæssig forkyndelse af principper end af haandfast juridisk argumentation." Af dómforsendum HR Íslands í Hrafnkötlumálinu má ef til vill ráða, að hin formlega vernd prentfrelsis, sem sýnist hafa verið upphaflegt markmið prentfrelsisákvæðis dönsku STJSKR - og þá væntanlega einnig upphaflegt markmið prentfrelsisákvæðis íslenzku STJSKR frá 5. jan sé orðin minni. En efnislegt tjáningafrelsi manna hefur hins vegar með dóminum hlotið vernd gagnvart almenna löggjafanum, sem það hafði ekki áður. Ólafur Lárusson gaf í skyn í riti sínu um EIGNARRÉTT (1950), að dómur meirihluta HR væri rangur, sbr. bls. 29. Í riti Ólafs jóhannessonar um STJÓRNSKIPUN ÍSLANDS er hins vegar dregin sú ályktun af dómi meirihluta HR, að almenni löggjafinn geti ekki áskilið ríkinu einu rétt til að gefa út öll rit, sem út hafa komið fyrir tiltekið tímabil. Og því til stuðnings var vitnað til þeirrar röksemdar, sem Einar Arnórsson viðhafði í tímaritsgrein um Hrafnkötlumálið, að yrði slíku játað, gæti almenni löggjafinn smám saman fært sig upp á skaftið og óbeinlínis afnumið allan frjálsan birtingarrétt í landinu. ) Undir þessar röksemdir er ekki unnt að taka. Á meðan lýðræði er í landinu, mun ekki koma til þess. Tjáningarog félagafrelsi þegnannaer órjúfanlega tengt lýðræðinu, og án þess yrði lýðræðið merkingarleysa. Í 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópuráðsins frá 1950, sem Ísland er aðili að, sbr. auglýsingu nr. 11/1954, er kveðið á um tjáningarfrelsið. Þar er þó gert ráð fyrir, að það kunni að sæta vissum lagalegum takmörkunum, sem séu nauðsynlegar lýðræðisþjóðfélagi. Í íslensku STJSKR nr. 33/1944- er 1 ekki kveðiða um, hvað má banna með lögum að viðlagðri refsingu. Í alm. hegnl. nr. 19/1940 er tjáningarfrelsið takmarkað, svo sem áður segir. Í STJSKR Sambandslýðveldisins Þýzkalands frá 1949 segir, að grundvallarreglur lýðræðisins - og þ.á.m. frelsisréttindin - séu lagalega óhagganlegar. Og í hegningarlögum Sambandslýðveldisins var í samræmi við það lögð refsing við því að hafa í frammi áróður fyrir því, að þessar grundvallarreglur yrður afnumdar. Og sá sem misnotaði tjáningarfrelsið til að ráðast á undirstöður lýðræðisins, skyldi glata því frelsi. C. Í HRD1970: dómi HR í Laxármáli - báru deiluaðilar fyrir sig annars vegar lög um Laxárvirkjun nr. 65/1960 og hins vegar vatnalög - hér auðkennd VL - nr. 15/1923 og 67. gr. STJSKR nr. 33/1944- um friðhelgi eignarréttar. ÚLFLJÓTUR 129

12 Málavextir voru þeir, að landeigendur við Laxá og Mývatn mótmæltu vorið 1970 virkjunarframkvæmdum Laxárvirkjunar við Brúar sem ólöglegum, þar sem af framkvæmdunum hlytist tjón á Laxá og þar með á eignum þeirra. Stjórn virkjunarinnar bar fyrir sig bókstaf laganna um Laxárvirkjun nr. 65/1960, sem heimiluðu henni að reisa allt að 12 MW virkjun í Laxá, og ráðherraleyfl frá 23. sept til að reisa 7 MW virkjun. Hún kvað virkjunarframkvæmdirnar fara fram á landspildu í eigu virkjunarinnar og að engu tjóni væri valdið á hagsmunum landeigenda. Landeigendurkváðu þar á móti miklu tjóni verða valdið á Laxá og vitnuðu þeir til VL nr. 15/1923, sbr. einkum 7. gr. þeirra, og 67. gr. STJSKR. Laxárvirkjunarstjórn hirti ekki um mótmæli landeigenda. Hún virtist líta á lögin nr. 65/1960 sem lex specialis og lex posterior gagnvart VL nr. 15/1923. HR féllst á sjónarmið landeigenda að vissu marki, en ekki var kveðið upp úr um, að ákvæði laganna nr. 65/1960 væru í mótsögn við VL nr. 15/1923 og 67. gr. STJSKR: Af gögnum málsins og málflutningi aðilja verður ráðið, að ákvörðun um fram kvæmd fyrsta áfanga svonefndrar Gljúfurversvirkjunar, er í málinu greinir, hefur ekki verið kynnt landeigendum við Laxá né öðrum þeim er kunna að eiga hagsmuni í húfi, á þann hátt, sem segir í c lið 1, mgr gr. vatnalaga nr. 15/1923. Hefur þessum aðiljum ekki, svo að viðhlítandi sé, verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna vegna fyrrgreindra framkvæmda. Af þessum sökum verður eigi talið, að gagnáfrýjandi Laxárvirkjun hafi sýnt ótvírætt fram á, að nefndur áfangi greindrar virkjunar hrófli ekki svo við rennsli Laxár, að bótakylt tjón hljótist af." Af dómsforsendum þessum má ráða, að HR féllst á, að hugsanlega kynni framkvæmd laga nr. 65/1960, eins og Laxárvirkjun stóð að henni, að rekast á 67. gr. STJSKR, sem var lex superior. Ákvæði 7. gr. VL nr. 15/1923 afmarkaði gildissvið 67. gr. STJSKR að þessu leyti. Hvorugir þessara lagastaða voru að vísu nefndir í forsendunum, en fyrir þeim var vitaskuld gert ráð. Og vitaskuld jafngildir röng stjórnsýsla eða röng framkvæmd lagaákvæðis, sem veldur árekstri við lögvarða hagsmuni, ekki nauðsynlega því, að lagaákvæðum hafi lostið saman. Ljóst er, að Alþingi - löggjafarvaldið hafði ekki tekið neina afstöðu til þess, hvort framkvæmd laga nr. 65/1960 kynni að skerða eignarrétt einhverra. Tilgangur laganna var ekki sá. Það kom hins vegar í hlut framkvæmdarvaldsins - Atvinnumálaráðuneytis - að koma í veg fyrir að slíkar réttarskerðingar ættu sér stað nema gegn greiðslu fullra bóta. Aðferðin til þess - og til að eyða fyrirfram hugsanlegum hagsmuna og réttarárekstrum (t.d. með eignarnámi) - var lögmælt í VL nr. 15/1923, sbr. einkum 14:16. kafla laganna. Eftir þeim hafði hvorki virkjunarstjórnin né heldur Atvinnumálaráðuneytið farið. Og þar sem það hafði verið vanrækt, var virkjunarstjórnin látin bera sönnunarbyrðina fyrir því, að af framkvæmdum hennar hlytist ekki bótaskylt tjón. Segja má, að HR hafi í Laxármálinu brugðið kíkinum fyrir blinda augað, að því er tók til þáttar ráðuneytisins í vandræðum virkjunarstjórnarinnar, sbr. hins vegar HRD 1958zl4l. Lögin um Laxárvirkjun nr. 65/1960 er eðlilegast að túlka sem viðbótarlög við þá skipan, sem mælt hafði verið fyrir um í VL nr. 15/1923 og raforkulögum nr. 12/ ÚLFLJÓTUR

13 III. ÁREKSTUR MILLI RÉTTARREGLNA Ef mótsögn er milli tveggja réttareglna, erjafnan unnt að ráða bót á því - í tækri tíð - með nýrri löggjöf, t.d. eignarnámslögum eða stjórnvaldsákvörðun með heimild í lögum (t.d. eignarnámsákvörðun). En ef mótsögn er til að dreifa, þegar mál er tekið til dóms, verður lögskýring jafnan á þá lund, að önnur reglan er látin víkja eða þá að ný regla er sniðin, sem fær eigindir beggja þeirra reglna, er rákust á. A. ÚR MÓTSÖGN MILLI RÉTTARREGLNAER IDULEGA LEYST EFTIR ÖDRUM LEIDUM EN MED ATBEINA REGLNA UM FORGENGI Hvað sem líður mótsögn milli tveggja réttarreglna, er þó algengt, að vandi sá, sem upp kemur, er leystur án þess að fjalla um hann í ljósi meginsjónarmiðanna þriggja - lex superior, lex posterior eða lex specialis. Fjallað er um úrlausnarefnið eftir öðrum aðferðum, svo sem skýringu eftir orðanna hljóðan, þrengjandi eða rýmkandi skýringu, lögjöfnun svokallaðri eða með stoð í eðli málsins og raunkvæmum þjóðfélagslegum rökum. Forgengisreglurnar koma hins vegar oft til álita sem viðbótarrök og fléttast þá jafnvel saman sín á milli með einum eða öðrum hætti. 1. HRD1952: 162 kemur hér til athugunar. Málavextir voru, að maður krafðist þess, að sameign fasteignar hans og annars manns yrði slitið með sölu á opinberu uppboði. Úrskurði uppboðshaldara, sem synjaði um að halda uppboð, var áfrýjað til HR að fengnu áfrýjunarleyfl Dómsmálaráðuneytis. Þegar málið kom til HR, vaknaði sú spurning, hvort ráðuneytið hefði haft heimild til að veita áfrýjunarleyflð rúmum 5 mánuðum eftir að úrskurður uppboðshaldara var kveðinn upp. Meirihluti HR (4 dómendur) vísaði málinu frá dómi, sakir þess að frestur til að fá áfrýjunarleyfi væri liðinn. I dómsforsendum sagði: Í 1. gr. laga nr. 57/1949 um nauðungaruppboð eru taldar þær tegundir uppboða, er lögin taka til. Eftir orðum sínum taka ákvæði greinarinnar ekki til uppboða, slíkra sem þess, sem krafizt er í máli þessu, en í eðli sínu eru þau nauðungaruppboð, þar sem um er að tefla sölu eignar gegn vilja eiganda hennar. Beita verður því ákvæðum laga nr. 57/1949 einnig um þessi uppboð, eftir því sem við á, til tryggingar hagsmunum uppboðsþolenda, enda er öðrum lagareglum ekki til að dreifa í því efni. Í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 57/1949 er svo kveðið á, að áfrýjunarfrestur skuli vera 4- vikur frá lokum dómsathafnar, en þó geti dómsmálaráðherra veitt leyfi til áfrýjunar næstu þrjá mánuði frá sama tíma, ef sérstaklega stendur á. Eru frestir þessir því mun styttri en mælt er í 197. gr. laga nr. 85/1936. En þar sem beita verður efnisreglum laga nr. 57/1949 samkvæmt framansögðu í meginatriðum um uppboð sem það, sem hér er um að tefla, myndi það leiða til ósamræmis, ef annar áfrýjunarfrestur gilti, að því er varðar slík uppboð, en uppboð þau, sem beinlíns eru talin í 1. gr. laganna. Þá verður eigi séð, að nein lagarök leiði til mismunandi áfrýjunarfrests í hvorum flokki uppboðsmála þeirra, er greind hafa verið." Meirihluti HR lögjafnaði frá reglu laganna nr. 57/ Ekki fór hann þó neinum orðum um, að regla uppboðslaganna væri sérregla og regla 197. gr. laga nr. 85/1936 almenn regla. ÚLFLJÓTUR 131

14 Einn dómenda HR gerði sératkvæðiw og vildi heimila flutning málsins fyrir HR: Í málinu er krafizt uppboðs til slita á sameign. Slík uppboð teljast ekki til nauðungaruppboða samkvæmt nefndum lögum nr. 57/1949, sbr. 1. gr. þeirra, og gerðu það ekki heldur að rétti þeim, er áður gilti. Skiptir ekki máli í því sambandi, þó að annar eða einn sameigenda sé andvígur sameignarslitum. Uppboð til slita á sameign falla því ekki undir ákvæði laga nr. 57/1949, nema að því leyti sem lögjöfnun kann að koma til greina. Það er ljóst, að lög nr. 57/1949 hafa að geyma ýmis ákvæði, sem beita má eða beita ber með lögjöfnun um önnur uppboð en nauðungaruppboð. Er þá spurning, hvort í þessu máli beri að lögjafna frá 2. mgr. 4. gr. laganna. Þar er um að ræða algert sérákvæði um afbrigðilegan áfrýjunarfrest, sem um tiltekna og skýrt afmarkaða tegund uppboða víkur frá almennum lögmæltum áfrýjunarfresti samkvæmt 197. gr. laga nr. 85/1936. Nauðsynlegt er, að slík mikilsverð frestákvæði í lögum séu skýr og vafalaus, en lögjöfnun frá afbrigðilegum frestákvæðum í einstökum tilfellum getur haft réttaróvissu í för með sér. Greinargerð laganna um 2. mgr. 4. gr. á að sjálfsögðu, þar sem annars er ekki getið, aðeins við um nauðungaruppboð, sem lögin eru sett veitir um, hún og því enga ástæðu til lögjöfnunarfl Í sératkvæðinu kom þannig fram, að regla laga nr. 57/194-9 væri sérregla gagnvart reglu 197. gr. laga nr. 85/1936. Rök minnihlutans fyrir því að almenna reglan ætti að gilda eru ekki sannfærandi. Réttaróvissu um tiltekið lagaákvæði erjafnan til að dreifa, svo lengi sem menn deila um skilning á því og málið er óútkljáð með dómi. Dómar HR draga oftast nær úr réttaróvissu. Svo sem ýjað er að í sératkvæðinu, hefur stundum í norrænum rétti verið kennt, að ekki sé rétt að lögjafna frá sérreglu inn á svið almennrar reglu. Það var þó gert 1' atkvæði meirihluta HR og er algengt í norrænni dómiðkun.26) 2. DÓMUR HÆSTARÉTTAR 9. JAN Með þessum dómi HR var dómur sakadóms Árnessýslu ómerktur, sakir þess að dómari málsins hafði einnig haft afskipti af málinu sem lögreglustjóri. I dóms forsendum HR sagði m.a.: Ísland hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Eyrópu.27) I 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti ef hætta er á því að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu". Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. Í máli þessu er ekkert fram komið, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómsstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn." 132 ÚLFLJÓTUR

15 Dómur HR varð til þess, að sú skipan, sem ákveðin hafði verið með lögum nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, fékk gildi að nokkru leyti þegar íjanúar 1990, þótt lögunum hefði ekki verið ætlað að taka gildi fyrr en 1. júlí Að forminu til var dómur HR þó ekki reistur á því, að íslenzk lög hlytu að víkja fyrir reglu þjóðaréttar sem lex superior,28) heldur var einungis um nýja túlkun HR að ræða á 7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936. En sú túlkun varð til í ljósi og raunar einnig skugga - þegar settra laga um aðskilnað dómsvalds og fram kvæmdarvalds nr. 92/1989 og í ljósi álits mannréttindanefndarevrópuráðsins frá 8. marz Þar var það talið brjóta }' bág við 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópuráðsins, ef sami maður gegndi við meðferð tiltekins máls bæði störfum lögreglustjóra og dómara. Það er almenn lögskýringarregla sem hlotið staðfestingu dómstóla í mörgum löndum Vestur-Evrópu, að landslög beri að skýra svo, að þau séu í samræmi við almennan þjóðarrétt og { vafatilvikum einnig í samræmi við þá milliríkjasamninga sem landið er aðili aðm B. HAFA FORGENGISREGLURÁHRIF Á LÖGSKY'RINGU ELLA? Tilgangur löggjafans ræður oft úrslitum um, hvort forgengisregla gildir um tengsl réttarreglna. Iðulega ætlast löggjafinn alls ekki til, að lex specialis eða lex posterior gildi, þótt í fljótu bragði mætti ætla, að svo væri. Þegar t.d. reglum er í tilteknum lagabálki raðað í almennan hluta og sérstakan hluta, svo sem gert er í almennum hegningarlögum nr. 19/1940, er alls ekki tilætlunin, að reglurnar í almenna hlutanum víki fyrir reglunum í sérstaka hlutanum. Þvert á móti skulu reglurnar í almenna hlutanum ganga fyrir. ýmsir dómar, eins og t.d. dómsforsendur héraðsdóms í HRD194-6: 345 og sératkvæðið í HRD1952: 162 vekja hins vegar upp það álitamál, hvort forgengisreglur kunni að hafa áhrif á, hvernig réttarreglur eru skýrðar. Stundum sýnist sú raunin. Í HRD1952: 162 taldi meirihlutinn ekkert því til fyrirstöðu að rýmka gildissvið sérreglunnar í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 57/1949. Sem lex specialis var hún forgangsregla, og auk þess var hún lex posterior. En minnihlutinnáleit þvert á móti, að hún yrði ekki rýmkuð með þeim hætti, þar sem hún væri sérregla. Dómstólar álíta stundum rétt, að regla haldi gildissviði sínu að fullu, þótt hún hefði átt að víkja, ef beitt hefði verið einhverri forgengisreglnanna þriggja. C. ÁKVÆDI STJSKR SEM LEX SUPERIOR EDA SEM LÖGSKýRINGARGAGN Lex superior gengur jafnan fyrir bæði lex specialis og lex posterior. Ákvæði 67. gr. STJSKR gengur fyrir einstökum lagaákvæðum, sem stangast á við STJSKR boðið, þótt lagaákvæði sé bæði þrengra og yngra. Þótt ákvæði STJSKR nr. 33/194 4 séu almennt álitin lex superior gagnvart almennum lögum settum af Alþingi, eru STJSKR ákvæðín þó gjarnan skýrð, eins og þau hafi afstætt en ekki fortakslaust gildi. Alf Ross hefur komizt svo að orði: ) Men heller ikke dette princip kan efter retslivets erfaringer göre krav paa ubetinget gyldighed... _]a, selv om domstolene har saadan kompetence, vil de faktisk ofte vige tilbage for at konstatere modstrid og ugyldighed. De opretholder i saa fald lex superior, men nægter at vedgaa modstrid, de under andre forhold ville have ÚLFLJÓTUR 133

16 anerkendt... Det vil ikke anses for udelukket, at domstolene ogsaa uden udtrykkelig hjemmel vil fravige lex superior."32) þá annað hlutverk. Því er beitt sem lög- Oftast nær fær STJSKR ákvæðið skýringargagni. Lex superior er sú forgengisreglnanna, sem getur haft hvað afdrifaríkastar afleiðingar, þ.e. að dómstólar hafi að engu gerðir lýðræðislega kjörinna fulltrúa á löggjafarþingi þjóðarinnar. Sú er og ástæðan til þess, að danskir dómstólar hafa aldrei ógilt lagasetningar þjóðþingsins og norskir dómstólar nánast aldrei. Í sératkvæði eins dómenda HR Íslands, Gizurar Bergsteinssonar,33) hefur þetta verið orðað svo: Það er hins vegar meginregla og fullir lögstaflr, að lög sett af löggjafarvaldinu, skal eigi úr gildi fella af dómstólum, ef skýra má þau þannig, að þau samþýðist stjórnarskránni.,,34) Í þessu felst, að samræming ákvæðis almennra laga og ákvæðis STJSKR getur virkað í báðar áttir. Hún kann að hnika til bæði merkingu lagaákvæðisins og STJSKR boðsins.35) Þar koma vísireglueigindir STJSKR til sögunnar. Hún getur breytzt að merkingu með tíð og tíma.36) Áhorfsmál er, hvað er lex superior að því er tekur til STJSKR. Er það regla STJSKR eins og hún erjafnan túlkuð eða er það eingöngu STJSKR-textinn", sem er réttaruppspretta. Hin hefðbundna kenning er, að regla STJSKR, eins og hún er jafnan skýrð á hverjum tíma, hafi gildi lex superior. Það viðhorf sýnist hafa hlotið stuðning í dómum HR Íslands. Í Noregi hefur C. A. Fleischer hins vegar haldið því fram, að eingöngu beri að líta á orð STJSKR skjalsins.38) Ef 1' dómsmáli kemur upp sú spurning, hvort lagaákvæði samrýmist STJSKR, kemur því oftast nær þrennt til greina: Í fyrsta lagi að lagaákvæðinu verði algjörlega vikið til hliðar, þannig að því sé alls ekki beitt. Í öðru lagi að sniðin sé ný regla, er fullnægi megintilgangi og skilyrðum bæði STJSKR og lagaákvæðisins, og í þriðja lagi að loks lögin haldi gildi sínu, en séu skýrð í ljósi STJSKR. Ef til vill er slagkraftur STJSKR ákvæða misjafn, allt eftir því um hvaða ákvæði er að ræða. Eflagaákvæði er ekki fellt úr gildi, þótt brotið hafi í bág við STJSKR, en samþýtt STJSKR boðinu, má ef til vill segja, að um hafi verið að ræða vægilega aðferð til að víkja lögum til hliðar - kurteisi gagnvart ]öggjafanum.39) Menn hugsa sér þá gjarnan, að innst sé harður kjarniww) STJSKR boðs þess, sem um er að ræða, og að hann ryðji úr vegi öllum röksemdum, er í gagnstæða átt ganga. En eftir því sem út fyrir þennan kjarna kemur, er hugsanlegt, að regla STJSKR víki, ef gagnrök eru nægilega sterk. Sú niðurstaða krefst jafnan stoðar í fleiri réttaruppsprettum en einungis ákvæði almennra laga. Og STJSKR boðið skiptir þá oftast nær eftir sem áður máli sem lögskýringarreglafn) Þegar dómendur standa andspænis því áhorfsmáli, hvort beita á STJSKR ákvæði 134 ÚLFLJÓTUR

17 sem lex superior eða sem lögskýringargagni, er sú spurning vitaskuld áleitin, hversu langt skörin megi færast upp 1' bekkinn, án þess að lagaákvæði sæti ógildingu sakir ósamrýmanleika við STJSKR. Í svonefndu Klöftamáli ) komst dómari HR Noregs, Knut Blom, er hafði orð fyrir meirihlutanum, svo að orði: Gjelder det bestemmelser til vern om enkelt menneskets personlige frihet eller sikkerhet, antarjeg at grunnlovens gjennomslagskraft maa være betydelig. Gjelder det paa den annen side grunnlovsbestemmelser som regulerer de andre statsmakters arbeidsmaate eller innbyrdes kompetanse, mener jeg... at domstolene i Vid utstrekning maa respektere Stortingets eget syn. Grunnlovsbestemmelser til vern om ökonomiske rettigheter maa for saa vidt komme i en mellomstilling."43) Og vissulega verður mikið að vera að, svo að dómstóll hafi að engu lagasetningu lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi. I Noregi hefur í því efni oft ; verið vitnað til orða, sem komu fram 1 atkvæði Paal Bergs dómara HR í stóra sérleyfismálinu" den retsopfatning, sem man med sikkerhet kan si har fæstnet sig, gaar efter min mening ikke længere end til, at domstolene har pligt og ret til ikke at haandhæve eller anvende en lov, som aabenbart eller utvivlsornt strider mot grundloven."45) Dómstólar hafa í reynd mikið svigrúm til að láta hina lægra settu reglu halda gildi sínu með því að gera ráð fyrir, að hún einungis uppfylli og árétti hina æðra settu reglu, en víki ekki frá henni. ) Íslenzkir dómstólar hafa margsinnis dæmt á þann veg, að ákvæði STJSKR um friðhelgi eignarréttar valdi ekki óumflýjanlega ógildi lagaákvæðis, sem stangast á við það. ) Sem rök að baki þeirri afstöðu má færa fram, að löggjafinn hafi haft vilja til að virða STJSKR. Og ef fleiri en einn skýringarkostur er hugsanlegur, er samkvæmt þessu bæði rétt og skylt að velja þann kost, sem bezt samræmist boðum STJSKR. Þótt ummæli í greinargerð fyrir frv. til laga bendi til þess, að skýra beri ákvæði rúmt, en betur samræmist STJSKR að skýra ákvæðið beinlínis eftir orðum sínum eða jafnvel þröngt, ber að velja síðarnefnda kostinn. Sú regla sem til verður fyrir samræming laga og STJSKR, styðst tíðum jafnframt við löggjöfnun, fordæmi, eðlisrök o.s.frv. Eflagaákvæði kveður t.d. á um töku lands í einkaeigu án þess að mæla fyrir um endurgjald, er ljóst, að lagaákvæðið og 67. gr. STJSKR skarast og rekast á: Skilyrði STJSKR um lagafyrirmæli" er fullnægt, en ekki skilyrði SJTSKR um fullt verð". Mótsögnin kann þá að hafa í för með sér, að lagaákvæðinu verði ekki beitt nema gegn greiðslu fébóta til þeirra, sem það bitnar á. Þann hátt má hafa á, af því að eignarnámsákvæði 67. gr. STJSKR verndar eingöngu peningalegan þátt fjárhagslegra réttinda. Lagaákvæðið er þá m.ö.o. túlkað sem eignarnámsheimild. Í íslenzkri réttariðkun hefur réttur einstaklinga oft hlotið vernd gagnvart löggjafanum án þess að hinu STJSKR andstæða lagaákvæði hafi verið vikið til hliðar. 1. Ný regla sniðin úr efniviði tveggja reglna, sem stangast á. Þegar lagaákvæði hefur í för með sér ranglæti, sem alls ekki var tilætlan lög- ÚLFLJÓTUR 135

18 gjafans, geta undirstöðurök 67. gr. STJSKR nr. 33/1944 og svo eðli málsins orðið dómara stjórnskipulegur grundvöllur til að sníða nýja reglu í samræmi við raun veruleg markmið löggjafans. a. Gerðardómur frá 29. sept um mál ósabænda við Hvítá varpar ljósi á slíka endursköpun réttarreglu. Málavextir voru þeir, að á árinu 1958 voru af hálfu eigenda nokkurra jarða 1' Borgarhreppi í Mýrasýslu, ) sem land áttu að ósi Hvítár, hafðar uppi kröfur fyrir yfirmatsmönnum samkvæmt ÍSL nr. 53/1957 um fullar skaðabætur fyrir rýrnun á veiðiaðstöðu í Hvítá fyrir löndum þeirra,}, sem hlotizt hefði af fækkun veiðivéla vegna ákvæðis 35. gr. LSL nr. 53/1957. Ákvæðið kvað svo á, að til lengdar fastrar veiðivélar skyldi teljast fjarlægð hennar frá bakka straumvatns, hvort sem girt væri yfir allt svæðið eða ekki, og að leiðari skyldi teljast til fastrar veiðivélar. Kröfugerðin var studd við ákvæði 3. tl. 35. gr. LSL nr. 53/1957, sem hafði að geyma sérstaka reglu um skaðabótaskyldu ríkisins að 3/4- og sýslu að 1/4. Bótareglu þessari hafði verið skotið inn í frv. til laganna við meðferð þess á Alþingi. Ekki vildu ósabændur sætta sig við bótareglu þessa óbreytta. Hún var á þá lund, að bændum skyldi bætt að fullu í eitt skipti fyrir öll sú rýrnun á veiðiaðstöðu, sem yrði fram yfir 30 %, að mati bóta skyldi lokið innan tveggja ára og að greiðslan skyldi skiptast á 25 ár. Samið var um að leggja deiluna í gerð yfirmatsmannaw) samkvæmt 94. gr. LSL nr. 53/1957. Þeir skyldu bærir til að leggja dóm á stjórnskipulegt gildi bótaákvæðisins. Í úrskurði sínum 29. sept kváðu gerðardómendur ákvæði 3. tl. 35. gr. ISL nr. 53/1957 vera óframkvæmanlegt. jarðir þær, sem krafizt var bóta fyrir í málinu, lágu allar norðan ósasvæðis Hvítár' 1 Borgarfirði. Þar breyttust álar títt, þannig að aðalmagn vatns rann einn tíma um suðurhluta ósasvæðisins og annan tíma um norðurhluta þess. Áðurgildandi LSL nr. 112/194-1 höfðu ekki verið álitin varna veiðieigendum að leggja veiðivélar sínar í ála úti á ósasvæðinu, og ekki hafði þá skipt máli, að vatnsmeiri álar lágu langt undan bakka.50) En sakir ákvæða 35. gr. ISL nr. 53/1957, sem felldu nýjar hömlur á notkun fastra veiðivéla, voru álar langt undan bakka ekki lengur tiltækir veiðieigendum, og gat veiðiaðstaða jarðar á ósasvæðinu því verið mjög mismunandi á ýmsum tímum allt eftir því hvort aðalálar runnu nærri landi hennar eða langt undan. Þess vegna kváðu gerðardómendur það algerlega að renna blint í sjóinn" að meta jarðeigendum skaðabætur í eitt skipti fyrir öll vegna takmörkunar á veiðiaðstöðu samkvæmt 35. gr. ISL nr. 53/1957. Ekki hafði komið fram í nefndarálitum né umræðum á Alþingi, hvernig skilja bæri ákvæðið: a) Efjörð missti alla veiði sína, fengi hún bætt 70%. b) Efjörð missti 50%, kæmi til álita að reikna bætur á tvo vegu samkvæmt orðum ákvæðisins, þ. e. (1) að eigandi fengi 70% af missinum, sem þýddi 35% af allri veiðinni; þá yrði bótalaus missir 15 %. Eða (2) að eigandi fengi 20% bætur, en bótalaus missir yrði þá 30%. Að þessu athuguðu töldu yfirmatsmenn ákvæði 3. tl. 35. gr. "um ákvörðun skaðabóta í eitt skipti fyrir öll og greiðslu þeirra á 25 árum, skýrð eftir bókstaf sínum, leiða til ótækrar niður 136 ÚLFLJÓTUR

19 stöðu, er yrði í algeru ósamræmi við meginreglur laga.), Þeir álitu ákvæðið geta haft í för með sér slíka mismunun, að eigi fengi samrýmzt sjónarmiðum þeim, sem liggja til grundvallar 67. gr. stjórnarskrárinnar". Rétt væri jafnframt að hafa hliðsjón af vilja löggjafans til að takmarka bótagreiðslur vegna ákvæðis laganna um lengd fastra veiðivéla". Ákváðu þeir síðan bæturnar eftir meginreglum almenns skaðabótaréttar sem árlegt gjald, sem greiðast skyldi að loknum veiðitíma hvers árs. Aðiljum skyldi hins vegar rétt að bera undir matsmenn ] samkvæmt Í.SL nr. 53/1957 árgjald það, sem í gerðardóminum væri ákveðið, þá er breyting yrði á rennsli Hvítár, verð á laxi breyttist eða aðrar breytingar yrðu á aðstæðum, er meginmáli skiptu. Síðar voru kveðnir upp nokkrir framhalds gerðardómar um einstök árgjöld til veiðieigenda. ii Dómsniðurstaðan bendir til, að gerðardómendur hafi álitið bótarétt ósabænda STJSKR heimilaðan, eða m.ö.o. ákvæði 35. gr. Í.SL nr. 53/1957 og 67. gr. STJSKR nr. 33/1944- voru álitin skarast. Og gerðardómssamningurinn veitti þeim vald til að endursemja bótaregluna frá grunni til samræmis við undirstöðurök 67. gr. STJSKR. b. Í máli um selveiði í landi Fljótshóla í Þjórsárósi samþýddi meirihluti HR52) þágildandi 97. gr. LSL nr. 53/1957 annars vegar og ákvæði 67. gr. STJSKR nr. 33/ hins vegar, sbr. HRD1967: Málið reis út af deilu um, hvort öðrum en ábúendum jarðarinnar Fljótshóla við Þjórsá var rétt að skjóta og styggja sel á stað í Þjórsárósi, sem var innan landamerkja jarðarinnar. Lögum samkvæmt skyldi almenningi heimilt að skjóta og styggja sel í veiðivatni og ósi þess eða ósasvæði, sbr. þágildandi 97. gr. ISL nr. 53/1957. Ekki var í ISL mælt fyrir um bætur vegna þessa, enda sýnist ekki hafa verið gert ráð fyrir, að með því yrði einhverjum valdið tjóni. Auk þess skyldi samkvæmt 98. gr. LSL nr. 53/1957 ófriða friðlýst selalátur eða selalagnir í veiðivatni eða nær ósi vatns, er lax og göngusilungur færi um, en sjö km, enda sýndi mat, að arður af laxveiði eða veiði göngusilungs í ánni væri meiri en arður af selveiði. Fullar bætur skyldu koma fyrir ófriðun. Nú vildi svo til, að bændur { Fljótshólum höfðu um langan aldur stundað selveiði fyrir landi jarðarinnar í meira eða minna mæli, svo að til verðmætra hlunninda" hlaut að teljast. En friðhelgi þessa selveiðistaðar höfðu sýslumenn þó ekki lýst ótilkvaddir, svo sem borið hafði lögum samkvæmt. Fljótshólabændur beiddust því og fengu lagt lögbann við því, að stefndu eða aðrir stunduðu nokkurs konar veiðiskap innan marka jarðarinnar Fljótshóla. Héraðsdómur staðfesti lögbannið m.a. með eftirfarandi rökum: Þykir verða að túlka 97. gr. laga nr. 53/1957 svo rúmt í samræmi við grundvallar rök eignarréttarins og þau meginsjónarmið, sem ákvæði þetta var reist á, að grein þessi nái eigi til selaveiðihlunninda jarða, sem sýslumönnum ber að friðlýsa ótil kvaddir án tillits til, hvort eða hvernig þeirri friðlýsingu hefur verið háttað í framkvæmd." ÚLFLJÓTUR 137

20 Grundvallarrök eignarréttarins urðu helzta gagn UR við skýringu á 97. gr. ISL nr. 53/1957. UR talaði um að skýra 97. gr. LSL rúmt, þótt fremur mætti raunar segja, að um þrengjandi skýringu væri að tefla. Dómi UR var áfrýjað. Og þá las meirihluti dómenda HR eignarnámsreglu út úr ákvæði 97. gr. LSL nr. 53/1957 samþýddu 67. gr. STJSKR nr. 33/1944: Verður með skírskotun til 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/ að líta svo á, að hver sá, sem hyggst neyta heimildar 97. gr. laga nr. 53/1957 til seladráps í Þjórsá innan landamerkja Fljótshóla, skuli fyrst inna af hendi til stefndu fébætur, sem ákveða ber með mati, ef eigi semur." Slík samþýðing felur í sér viðurkenningu á því, að gildissvið ákvæðis 97. gr. ÍSL nr. 53/1957 og 67. gr. STJSKR nr. 33/1944 skarist og að ákvæðunum ljósti saman. Hvorug reglan var þó látin víkja algjörlega fyrir hinni, heldur var sniðin ný regla úr efniviði beggja reglnanna. Löggjafinn hafði ekki haft í hyggju að fá 97. gr. LSL nr. 53/1957 hlutverk eignarnámsheimildar. Hann hafði einfaldlega ekki séð fyrir árekstur ákvæðisins og 67 gr. STJSKR.53) Ákvæði 67. gr. STJSKR hélt gildi sínu sem lex superior, en samt sætti lagaákvæðið ekki ógildi nema tímabundið, þ.e. fram að því að mat hefði farið fram, ef ekki semdi, og bótagreiðsla verið innt af hendi. Nýja reglan er eignarnámsregla, sem fullnægir skilyrðum beggja reglnanna. Hin hefðbundna kenning er, að áskilnaði 67. gr. STJSKR um lagafyrirmæli verði ekki fullnægt nema með formlega settum eignarnámslögumfm En samræming, eins og sú sem átti sér stað í Fljótshólamálinu, hnikaði til þessari merkingu 67. gr. STJSKR á þá lund, að áskilnaður þess um lagafyrirmæli útheimtir ekki formlega sett eignarnámslög þegar sérstaklega stendur á.55) Það merkingarhnik varpar ljósi á eigindir 67. gr. STjSKR sem vísireglu. 2. En jafnvel þótt ákvæði almennra laga stangist á við boð STJSKR nr. 33/1944, kann dómstóll þó að láta slíkt misræmi liggja í þagnargildi. Í þess stað beinist túlkun dómstólsins að því að samræma ákvæði hinna almennu laga á þá lund, að ekki verði til að dreifa ósamrýmanleika þeirra við boð STJSKR. a. Sú aðferð var notuð í sératkæði minnihluta HR ) í Fljótshólamáli 1967, sbr. HRD 1967/1049 og við þá skýringu fékk ákvæði 67. gr. STJSKR hlutverk lögskýringargagns. I sératkvæðinu sagði: Ákvæði XIII. kafla laga nr. 53/1957 um lax- og silungsveiði og svipuð ákvæði, er verið hafa í lögum síðan árið 1876, verður að skýra svo með hliðsjón af eignarnáms ákvæðum stjórnarskrárinnar, að þeim sé ekki ætlað að svipta landeigendur verðmæt um hlunnindum, sem landi fylgja. Af þeim sökum verða ákvæði 97. gr. laga nr. 53/1957 eigi talin eiga við um selaveiðar í Þjórsá fyrir landi stefndu. Eiga stefndu einir rétt til selaveiði fyrir landi sínu, unz svo kann að verða farið að sem segir í 98. og 99. gr. síðast nefndra laga." Minnihlutinn beitti - líkt og UR - þrengjandi skýringu á ákvæði 97. gr. ISL nr. 53/1957. Selveiðihagsmunir Fljótshólabænda skyldu hljóta fulla eignarréttarvernd, og ekki var viðurkenndur neinn beinn árekstur á milli LSL nr. 53/1957 annars vegar 138 ÚLFLJÓTUR

21 og 67. gr. STJSKR hins vegar. Ákvæði 97. gr. Í.SL skyldi ekki gilda á vatnssvæðum, þar sem voru arðgæf selalátur eða selalagnir í einkaeign, svo lengi sem ófriðun þeirra hefði ekki farið fram samkvæmt 98. gr. Aðferð bæði meiri- og minnihlutahr átti rætur í norrænni réttarhefð. Mér sýnist meirihluti HR hafa haft meira til síns máls en minnihlutinn. Orðalag 97. gr. LSL var ótvírætt og árekstur við 67. STJSKR bersýnilegur. Óeðlilegt sýnist að skýra lagaákvæði þröngt, þegar skýlaus orð þess gefa ekki færi á því. Löggjafinn dró þá ályktun af dómi HR í Fljótshólamálinu, að gera þyrfti bragarbót á ISL nr. 53/1957. Ákvæði 98. gr. laganna var rýmkað með 45. gr. laga nr. 38/1970, þannig að ráðherra er nú heimilað að ófriða gegn greiðslu bóta ekki aðeins friðlýst", heldur og "arðgæf', selalátur eða selalagnir í veiðivatni eða nær ósi vatns, er lax eða göngusilungur fer um en sjö km, sbr. nú 84:85. gr. LSL nr. 76/1970. b. Hér má minna á dóm HR Noregs í NRt. 1976: 1 í svonefndu Klöftamáli. ) Málavextir voru þeir, að með lögum frá 26. jan um bætur vegna eignarnáms á fasteignum var kveðið svo á, að eignarnámsbæturskyldu ákvarðaðar á grundvelli núverandi nytja" eignar. Eigandi ónotaðrar byggingarlóðar í þéttbýli hélt því fram, að bætur hans vegna eignarnáms á lóðinni ættu ekki einungis að nema nytjavirði lóðarinnar, sem var núll, heldur gangverði slíkra lóða. Gangverðið var hátt, en það réðst af því, hvaða vonir menn gerðu sér um framtíðarnytjar eignarinnar. Hann bar því fyrir sig, að eignarnámslögin brytu í bág við ákvæði 105. gr. norsku STJSKR um friðhelgi eignarréttar. HR vék lögunum þó ekki formlega til hliðar sem STJSKR broti. Í dómsforsendum var staðfest, að 4. gr. laganna hefði í för með sér, að bætur skyldu miðast við virkar, löglegar og verklegar nytjar eignar á þeirri stundu, er beiðzt væri eignarnáms. HR skýrði þó lögin á þá lund, að lóð sem ekki væri nýtileg til annars en að byggja á henni skyldi bætt eftir gangverði. Eftir dómsuppsöguna spunnust deilur um, hvort HR hefði ógilt lögin frá 26. jan Það gerði HR ekki berum orðum. Dómarinn, sem hafði orð fyrir meirihluta HR, sagði m.a.:,jeg finner klart at Stortingets forstaaelse av lovens forhold til slike grunnlovs bestemmelser maa spille en betydelig rolle naar domstolene skal avgjöre grunnlovmessigheten, og domstolene maa vise varsomhet med aa sette sin vurdering over lovgiverens. I og med at Stortinget har gitt ekspropriasjonserstatningsloven, maa spörsmaalet for domstolene bli om lovens regler leder til resultater som er forenlig med grunnlovens art. 105, ikke om resultatene ville blitt de samme uten lovregler. Ut fra dette vil jeg for min del vike tilbake for aa konstatere grunnlovsstrid i tilfelle hvor der foreligger rimelig tvil, og hvor Stortinget klart har vurdert og bygd paa at loven ikke kommer i strid med grunnloven." Um Klöfta-saken, dommerkunsten og dens tolkning sagði Torkel Opsahl í LOV OG RETT 1976 á bls. 49: For meg er det noksaa uvirkelig aa ville skille mellom en tolkningslinje som förer til aa fravike lovens ord slik som her, og aa sette loven selv til side. Det er forövrig bare ved grunnlovsbrudd som ikke kan repareres ökonomisk, at Höyesterett ifölge praksis og teori maa si at loven ikki blir aa anvende...den vanlige maate aa bruke prövingsretten paa er ellers slik som her, nemlig aa (anvende) loven uansett om den maatte ÚLFLJÓTUR 139 l.

22 være (grunnlovsstridig), men da mot full crstatning í grunnlovens forstand, eventuelt i senere sak. Aftur og aftur hafa dómstólar í Noregi og Danmörku kinokað sér við að ógilda berum orðum ákvæði almennra laga. Líklega má þó staðhæfa, að HR Noregs hafi í Klöftamálinu vikið lögunum frá 26. jan til hliðar að vísu ekki í heild og ekki í berum orðum, heldur að því marki sem nauðsynlegt var til að fullnægja eignarréttarákvæði STJSKR.59) Nú hafa ný lög um bætur vegna eignarnáms á fasteignum tekið gildi í Noregi, sbr. lög nr, 17/1984. Í þeim er horfið frá þeirri skipan að ákvarða bætur fyrst og fremst á grundvelli núverandi nytja og nytjavonin einnig látin hafa áhrif á verðmatið. D. Á LEX POSTERIOR KANN AD REYNA, ÞEGAR TVÆR REGLUR UM SAMA TILVIK ERU MISGAMLAR Lex posterior reglan kveður svo á, að eldri regla skuli víkja fyrir yngri reglu. Forsenda reglunnar er, að stjórnarvald þ.á.m. löggjafarþingið geti innan valdmarka sinna breytt eða afnumið eldri reglur, sem það hefur sett. Ef þetta er gert berum orðum, er ekki til að dreifa árekstri eða mótsögn. Eldri reglan er þá felld úr gildi, svo að ekki verður um villzt. En jafnvel þótt þetta sé ekki tekið fram berum orðum, er þó hugsanlegt, að yngra ákvæðið sé skýrt á þá lund, að það skuli koma í stað eldra ákvæðisins. Einnig þá er spurningin útkljáð án þess að talað sé um mótsögn". Gildir þar einu, þótt yngra lagaákvæðið sé víðtækara en eldra ákvæðið. En hvað sem því líður kunna þau tilvik að koma upp, þegar venjuleg skýringargögn veita enga leiðsögn. Löggjafinn gerði sér ef til vill ekki grein fyrir, að ekki var til að dreifa eldra ákvæði, og hvorki verður stuðzt við greinargerðir né hugleiðingar um tilgang ákvæðisins, Ef svo ber undir, er almenn meginregla eins og lex posterior mikilsvert haldreipi. En þar sem oftast nær er við einhver gögn að styðjast, eru ekki nein skýr skil milli þeirra tilvika, þar sem venjuleg skýringargögn eru lögð til grundvallar og hinna, þar sem gripið er til lex posterior reglunnar. ) Dómar í málum ósabænda við Hvítá út af veiðihömlum í LSL nr. 76/1970 varpa nokkru ljósi á lex posterior, sbr. HRD1987: 788 og HRD1988: 449. Málavextir voru þeir, að ósabændur við Hvítá höfðuðu vorið 1983 mál samkvæmt 95. gr. ISL nr. 76 /1970 fyrir aukadómþingi Mýra- og Borgarfjarðar sýslu á hendur fjármála og landbúnaðarráðherra f. h. ríkissjóðs, sýslumanni Mýra og Borgarfjarðarsýslu f. h. sýslusjóðanna og VeiðifélagiBorgarfjarðarsýslu f. h. veiðieigenda í fiskihverfmu til greiðslu skaðabóta fyrir missi veiðiaðstöðu af völdum veiðihamlna í 35. gr. ISL nr. 76/1970 á árunum að báðum árum meðtöldum. Málaferlin voru beint framhald gerðardómsmála um sambærilegt tjón sakir veiðihamlna í 35. gr. LSL nr. 53/1957, sbr. reifan gerðardóms frá 29. sept hér að framan undir III. C. 1. a. Málsúrslit í þessum flækjukenndu málum urðu þau, að ósabændum voru dæmdar fébætur úr ríkissjóði og sýslusjóði Mýrasýslu. Veiðifélag Borgarfjarðar og sýslusjóður Borgarfjarðarsýslu voru hins vegar sýknuð af bótakröfum. Aðallega var deilt um, hvort beita bæri bótareglu tl. 95. gr. LSL nr. 76/ ÚLFLJÓTUR

23 (veiðimissir að mestu eða öllu leyti og bótaábyrgð ríkissjóðs og sýslusjóðs) eða bótareglu 3. tl. 95. gr. sömu laga (tjónþoli öðrum fremur orðið fyrir barðinu á lögunum og bótaábyrgð veiðieigenda við sama fiskihverfi), en dómur HR skar þó ekki úr þeim ágreiningi. Gildissvið þessara tveggja bótareglna skaraðist, og bersýnilega varð önnur þeirra að víkja. Deilan snerist þannig öðrum þræði um, hvort ríkissjóður eða aðrir veiðieigendur við fiskihverfl Hvítár en ósabændur ættu að standa undir tjónsbótum til þeirra. Mál bóndans á Bóndhól var dæmt í héraði 19. júní Í dómsforsendum UR kom fram það álit dómenda, að ákvæði 3. tl. 95. gr. laga nr. 76 /1970 ætti aðeins við um 'tjón af völdum veiðiskerðinga sem veiðifélög ákveða og ganga lengra en lögákveðnar takmarkanir á veiði samkvæmt fyrirmælum laganna". En jafnframt sagði, að Bóndhólsbóndinn hefði ekki misst veiði að mestu eða öllu og því yrði bótaréttur hans ekki reistur á 1. og 2. mgr. 95. gr. laga nr. 76 /1970. Síðan tók UR fram, að sú ályktun yrði ekki dregin af niðurfellingu hins sérstaka bótaákvæðis 35. gr. laga nr. 53/1957 að bætur handa þeim sem ákvæðisins nutu skuli falla niður að því leyti sem þær voru ógreiddar við gildistöku laga nr. 38 /1970. Þegar höfð eru í huga fyrirmæli 35. gr. laga nr. 53/1957 um ákvörðun bóta innan tveggja ára og greiðslu þeirra á 25 árum þykir eðlilegast að líta svo á að við brottfall bótareglu 35. gr. hafi verið út frá því gengið að bótareglan væri búin að gegna hlutverki sínu, mötum væri löngu lokið á bótum vegna rýrnunar á veiðiaðstöðu sem leiddi af auknum veiðitakmörkunum samkvæmt 1. ml. 3. mgr. 35. gr. laga nr. 53/1957 og að greiðslum þannig ákveðinna matsfjárhæða yrði haldið áfram til loka 25 ára tímabilsins eins og ekkert hefði í skorist. Hefði tilgangur laganna verið annar hefði þess verið að vænta að lögleidd hefðu verið sérstök ákvæði um tengsl eldri laga og yngri að þessu leyti. Þeim mun síður þykir mega gera ráð fyrir að lagabreytingunni hafi verið ætlað að raska þeirri skipan sem komin var á bóta greiðslur þegar aðilar höfðu samið sérstaklega með sér eins og gert hafði verið í því tilviki sem hér um ræðir. Samkvæmt þessu þykir stefnandi eiga rétt á bótum fyrir það árabil sem um er fjallað í máli þessu, á sama grundvelli og verið hafði fyrir gildistöku laga nr. 38/ Með öðrum orðum UR vék bótareglum 95. gr. LSL nr. 76/1970 til hliðar og beitti löngu úr gildi föllnu bótaákvæði 3. tl. 35. gr. LSL nr. 53/1957. Og þannig felldi UR bótaábyrgðina á ríkissjóð. Við röksemdatækni UR má gera nokkrar athugasemdir: (1) Það er eins og UR hafi staðið í þeirri trú, að umkrafið tjón í málinu, sem veiðihömlur 35. gr. LSL nr. 76/1970 ollu á árunum , hefði orðið af völdum veiðihamlna 35. gr. LSL nr. 53/1957. UR gerði ráð fyrir, að við gildistöku laga nr. 38/1970 væri ógreiddur hluti þeirra bóta, sem ósabændur við Hvíta voru með gerðardómi 29. sept taldir eiga rétt á. Svo var þó ekki, því að bætur fyrir allt tjón ósabænda af völdum 35. gr. þeirra laga höfðu þá verið greiddar. Samkvæmt ákvörðun gerðardómsins 29. sept skyldi tjón hvers árs, er hömlurnar yllu, bætt sem árgjöld að loknu hverju veiðitímabili. Það var og gert. (2) UR vitnaði til bótareglu 3. tl. 35. gr. LSL nr. 53/1957 í upphaflegri mynd hennar, eins og hún hefði haft fullt gildi um ákvörðun tjónsbóta ósabænda við Hvítá. Það gerði hún þó aldrei. Reglan hafði verið álitin óframkvæmanleg og vikið ÚLFLJÓTUR 141

24 til hliðar af gerðardóminum 29. sept Forsenda UR um gildi hennar í upphaflegri mynd var og í mótsögn við áréttingu dómstólsins um, að aðiljar hefðu samið með sér um greiðslu bótanna. Gagnvart ósabændum, sem samið höfðu sig undir gerðardóm, er endursamdi regluna, breyttist hún aldrei aftur í þá upphaflegu mynd, að bætur skyldu metnar fyrir hömlurnar í eitt skipti fyrir alla framtíð og greiddar á 25 árum. Kröfugerð ósabænda fyrir dómstólum var og aðeins bundin við tiltekin ár, þ.e , eða m.ö.o. þeir sjálfir gerðu ekki heldur ráð fyrir, að bótaregla 35. gr. LSL nr. 53/1957 hefði vaknað aftur til upphaflegrar myndar eftir gildistöku laga nr. 76/1970 né heldur reistu þeir kröfur sínar á henni. (3) Laganefndin er samdi lögin nr. 38/1970 gerði réttilega ráð fyrir, að bótaregla 35. gr. Í.SL nr. 53/1957 væri búin að gegna hlutverki sínu. Í henni áttu sæti tveir þeirra þriggja manna, er gegnt höfðu störfum yfirmatsmanna og gerðardómenda 29. sept og staðið höfðu að öllum gerðardómsúrskurðum um bætur sam kvæmt 35. gr. LSL nr. 53/1957. Þeir vissu því fullvel, að mötum var lokið og allar bætur greiddar samkvæmt ÍSL nr. 53/1957. Þeir hlutu því að hafa upplýst aðra nefndarmenn um ógildingu gerðardómsins á bótaákvæði 3. tl. 35. gr. LSL nr. 53/1957 og um framgang og úrslit gerðardómsmálanna. Dómi UR var áfrýjað til HR af hálfu ríkissjóðs og sýslusjóðs Mýrasýslu. Með dómi 22. maí 1987 staðfesti HR niðurstöðu UR, sbr. HRD1987 á bls. 792: Í lögum nr. 38/1970 sbr. lög nr. 76/1970 var ekkert ákvæði sem ótvírætt og afdráttarlaust mælti fyrir um að þeir menn sem fengið höfðu sér ákvarðaðar skaðav bætur fyrir veiðimissi vegna ákvæða 35. gr. laga nr, 53/1957 en ekki fengið þær greiddar við gildistöku hinna nýju laga ættu að missa tilkall sitt til þeirra bóta en þess í stað hlíta því að ógreiddar bætur yrðu ákveðnar að nýju eftir ákvæðum 95. gr. laga nr. 76/1970." HR lagði m.ö.o. til grundvallar - eins og UR að ósabændur hefðu átt ógreiddar bætur, þegar lögin nr. 38/1970 gengu í gildi, Svo var þó ekki. Bæturnar skyldu greiðast sem árgiöld eftirá fyrir orðið tjón. Þegar bótaregla 3. tl. 35. gr. LSL nr. 53/1957 var felld úr gildi vorið 1970 með gildistöku laganna nr. 38/1970, var því allt orðið tjón bætt og því engar bætur ógreiddarf ) HR kvað svo á, að bætur til ósabænda skyldu ákveðnar eftir sömu sjónarmiðum og gerðardómurinn beitti 29. sept Bótaábyrgðin var þannig felld á ríkissjóð samkvæmt löngu úr gildi föllnum lögum nr. 53/1957. Frá og með gildistöku ISL nr. 76/1970 voru það fyrirmæli 35. gr. þeirra laga um lengd fastra veiðivéla, sem rýrðu veiðiaðstöðu ósabænda, en ekki ákvæði 35. gr. LSL nr. 53/1957. LSL nr. 76/1970 höfðu í 95. gr. að geyma ákvæði um, hvernig skyldi bæta það tjón. Ákvæði þessi skyldu samkvæmt skýlausum orðum sínum gilda um hvers konar bótakröfur, er hafðar yrðu uppi vegna framkvæmdar laganna. Samkvæmt 3. tl. 95. gr. ISL nr. 76/1970 skyldu veiðieigendur við sama fiskihverfi og tjónþoli standa undir bótagreiðslum. Það var eðlileg regla, því að þeir nutu hagnaðar af veiðihömlunum, og hún var í samræmi við tilgang LSL frá upphafi og þá skipan laganna að jafna arði af starfsemi veiðifélags niður ájarðir (landareignir, er veiðirétt áttu) án tillits til lögfestra veiðihamlna, sbr. 50. gr. þeirra. 142 ÚLFLJÓTUR

25 Ákvæði 3. tl. 95. gr. LSL nr. 76/1970 voru hvorki óskiljanleg né óframkvæmanleg, heldur höfðu að geyma eðlilega reglu. Það er því lítt skiljanlegt, hvers vegna UR og HR beittu þeim ekki í málum ósabænda við Hvítá. Ekki er því unnt að fallast á þær dómsforsendur HR 22. maí 1987 að nota úr gildi fellt ákvæði 3. tl. 35. gr. ISL nr. 53/1957 (eins og því var breytt með gerðardómi 29. sept. 1959) til að ákvarða tjón vegna áranna Ákvörðun bóta til ósabænda við Hvítá sam kvæmt 3. tl. 35. gr. ISL nr. 53/1957 hafði verið undanþegin lögsögu almennra dómstóla með gerðardómssamningnum frá Bótaákvæði 35. gr. ISL nr. 53/1957 var fyrst ógilt af gerðardóminum 29. sept og síðan fellt formlega og á stjórnskipulega gildan hátt úr lögum af Alþingi, sbr. 15. gr. laga nr. 38/1970, sbr. og 35. gr. ISL nr. 76/1970. Og ný bótaákvæði voru lögfest á stjórnskipulega gildan hátt með 55. gr. laga nr. 38/1970, sbr. 95. gr. ISL nr. 76/1970. Ógilding HR á þessum nýju bótaákvæðum studdist ekki við STJSKR nr. 33/1944 né átti hún sér ekki stað með formlegum hætti. Í máli ósabænda við Hvítá var ekki spurning um lex posterior, lex speeialis eða lex superior, heldur hvort dómstólar hefðu vald til að víkja til hliðar stjórnskipulega gildu lagaákvæði með þeim hætti sem þeir gerðu, sbr. 44. gr. STjSKR nr. 33/1944. Ekki verður því séð, hvaðan dómstólum kemur vald til að ógilda með þessum hætti ákvæði 95. gr. ISL nr. 76/1970. Af þessu tilefni rituðu þeir tveir yfirmatsmennfm er jafnframt höfðu setið í áður nefndum gerðardómi, bréf, dags. 13. maí 1988, þar sem þeir m.a. sögðu í sérstakri yfirlýsingu: Nú virðist Hæstirétturmiða við það, að úrskurði gerðardómenda frá 29. september 1959 beri að beita áfram eftir gildistöku laga nr. 76/1970 sbr. dóma Hæstaréttar frá 22. maí 1987 og 18. marz Þetta er fullkominn misskilningur. Orðalag laga nr. 76/1970, tilgangur þeirra og eðlisrök mæla gegn þessu. Gerðardómendur höfðu ákvörðunarvald um inntak og gildissvið 35. gr. laga nr. 53/1957. Hinn 25. maí 1973 kváðu þeir upp úrskurð í máli sem þeir nefndu GERDARDÓMSMÁLIDEinar Runólfsson, Björn H. jónsson og Lárus Fjeldsted gegn ríkissjóði og sýslusjóði Mýrasýslu. Í úrskurðinum segja þeir: Um ákvörðun tjónbóta til sækjenda fyrir skerta veiðiaðstöðu fyrir árin 1970 til 1972, að báðum meðtöldum, fer samkvæmt 94. og 3. tölulið 95. gr. laga nr. 76/1970. Þar sem undirmat hefir ekki farið fram á tjónbótum þessum og aðiljar hafa ekki orðið ásáttir um að leggja málið beint til yfirmatsmanna, brestur yfirmatsmenn bærni til að meta tjónbætur þessar að svo stöddu. Hæstiréttur hefur þannig gengið ranglega fram hjá úrskurði gerðardómenda frá 25. maí 1973 og skýrum ákvæðum laga nr. 76/1970. Eðlilegt er, að afleiðing dóms HR í máli ósabænda við Hvítá verði sú, að Alþingi felli veiðihömlur 35. gr. ISL nr. 76/1970 úr gildi til að firra ríkissjóð fjárútlátum. Ef til þess kemur, verður það mál veiðieigenda við fiskihverfl Hvítár og Veiðifélags Borgarfjarðar að taka ákvörðun um, hvort veiði ósabænda við Hvítá með föstum veiðivélum skal sæta núgildandi eða öðrum takmörkunumeða jafnvel afnemast, sbr. 1. tl. 44. gr. og 61. gr. laganna. E. FORGENGISREGLURFLÉTTAST STUNDUM SAMAN í LÖGSKýRINGU EDA GETA KOMID í STAD HVER ANNARRAR ; Forgengisreglurnar þrjár kunna að ganga sömu átt eða hver öndvert á móti 1 annari. Af þeim lögstöfum, að lög sett af löggjafarvaldinu skuli ávallt samþýða ÚLFLJÓTUR 143

26 STJSKR, ef þess er nokkur kostur, leiðir, að beita skal lex specialis og lex posterior í stað lex superior, ef þannig má forðast að kveða upp úr um STJSKR brot.63) Það verður þá álitamál hverju sinni, hver þeirra skal ráða ferðinni. Í sératkvæðinu 1' Fljótshólamáli, sbr HRD 1967:1049, sáum við, að dómstólar kunna að leiða hjá sér að kveða upp úr um árekstur lagaákvæðis og STJSKR með því að beita þrengjandi lögskýringu. Í svonefndum Haffjarðarármálum 1986 sýnist og, að beita hefði mátt lex posterior og lex specialis' stað lex 1 superior og þá með miklu mildari og afdrifa minni aheiðingum, sbr. HRD1986: 706 og 714. Málavextir voru þeir, að með ákvæði 4. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 8/1972, sbr. síðar 5. mgr., laga nr. 73/1980, var sveitarstjórn heimilað að leggja gjald á hlunnindi í eigu utansveitarmanna, sem næmi 4% af virðingarverði þeirra. Það jafngilti því oftast nær, að skattur þessi næmi 40% af árlegum skírum arði utansveitarmanns af hlunnindum hans, sbr. 5. tl. 7. gr. reglugerðar um fasteignaskráningu og fasteignamat nr. 406/1978. Hlunnindaskatturinn varð að lögum á Alþingi með þeim hætti, að við aðra umræðu í efri deild um lög um tekjustofna sveitarfélaga kom fram breytingar tillaga frá meirihluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar um skattinn, og hlaut hún umræðulaust samþykki, Engin greinargerð fylgdi þingtillögunni um skattinn ) Skatturinn olli víða óánægju og úrskurðaði yfirfasteignamatsnefnd m.a. um hann sumarið ) Ennfremur kom fram tillag a Alþingi um, að hann yrði afnuminn. 66) Sveitarstjórnir Eyjarhrepps og Kolbeinsstaðahrepps 1' Snæfells- og Hnappadalssýslum höfðu gert nokkrum utansveitarmönnum, sem jarðir áttu með veiðirétti í Haffjarðará, að greiða hlunnindaskatt. Þeir neituðu og varð það til þess að oddvitar hreppanna höfðuðu mál á hendur þeim fyrir aukadómþingi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Gjaldendur báru fram þær varnir, að 1) 1' skattlagningunni fælist slík mismunun skattborgara, að óheimil yrði að teljast samkvæmt almennum jafnræðisreglum og sérstaklega 67. gr. STJSKR; 2) gjaldið væri hreinn aukaskattur'a þá, sem hlunnindi ættu utan heimilisveitar, til viðbótar tekjuútsvari, sem menn greiddu af tekjum sínum heimilissveitarfélagi sínu. Óumdeilt 1' var hins vegar, að álagning skattsins fullnægði skilyrði 40. gr. STJSKR nr. 33/1944. URD67> var kveðinn upp 28. júní Eigendur hlunnindanna voru dæmdir til að greiða gjaldið. Í dómsforsendum sagði m.a.: Heimildir löggjafans til að leggja'a skatta er að finna' gr. og 77. gr. stjórnar skrár lýðveldisins Íslands nr. 33/ Sveitarstjórnum er og veitt visst svigrúm í álagningu gjalda, og er jafnræði þegnanna ekki talið raskað með því. Þá verður heldur ekki á það fallist að álagning hlunnindaskatts feli í sér skerðingu á eignarréttar ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar. Hér er um skatt að ræða sem samkvæmt lögum telst heimilt að leggja á, og verður ekki séð að skatturinn feli í sér eignaupptöku eða eignarnám." 144 ÚLFLJÓTUR

27 Þá sagði og í forsendum URD: Við skattlagningu er tíðum nokkurt álitamál hvað skattar skulu vera háir. Megin sjónarmið skattlagningar verður að teljast það, að skatturinn nægi fyrir útgjöldum þess aðila sem skatttekjurnar fær og ætlaðar eru til sameiginlegra þarfa landsmanna allra eða íbúa einstakra sveitarfélaga. Stefndu hafa ekki sýnt fram á að óeðlileg skattlagningarsjónarmið búi að baki þeirri álagningu hlunnindaskatts sem hér er deilt um, og verður þessi mótbára stefndu því ekki tekin til greina." Málinu var áfrýjað og með dómi 18. apríl 1986 ógilti meirihluti HR ákvæði 5. mgr. 3. gr. laganna nr. 73/1980: Þegar til þess er litið hversu mjögjafnræði þeirra er raskað með þessum skattháttum þykir með tilvísun til grunnreglu 67. gr. stjórnarskrárinnar, samhliða fyrri venju í löggjöf um hliðstæð efni, eigi vera gild lagaheimild fyrir álagningu gjaldsins." Þrír dómendur gerðu sératkvæði, en voru í meginatriðum sammála meirihlut anum um niðurstöðu. Þeir kváðu um svo stórfellda mismunun gjaldenda" að ræða eingöngu eftir búsetu, að ekki samrýmdist lögmætum skattlagningarsjónar miðum" og að eignaskerðing sú, sem leiddi af 5. mgr., 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 73/1980 fengi ekki staðizt gagnvart 67. gr. stjórnarskrárinnar". Meirihluti HR kvað gjaldstigann með ólíkindum háan, þegar haft væri í huga, að það væri árlegur skattur á verga eign. Þótt gjaldið væri að formi til lagt á sem fasteignarskattur, áleit meirihluti HR matsreglur gjaldstofns benda til þess, að Virða bæri það í raun sem skatt á tekjur". Tekjur eigandans væru skattlagðar bæði af sveitarfélagi því, þar sem hann væri búsettur, og í sveitarfélagi, þar sem hlunnindin Væru. Meirihluti HR áleit, að skoða bæri nýtingu hlunnindanna sem atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi af hálfu eigenda þeirra. Meirihluti HR minnti á, að um langa hríð hefði verið í lögum heimild til að leggja utan heimilisveitar útsvar á gjaldendur, er stunduðu atvinnu eða atvinnu rekstur í öðrum sveitarfélögum. jafnframt hefði gilt sú regla, margítrekuð í lögum, að ekki skyldi leggja á sama gjaldstofn nema í einu sveitarfélagi. Og með þeirri meginreglu hefði verið komið í veg fyrir misræmi við álagningu vegna búsetu gjaldenda. Dómur HR í Haffjarðarármálinu vekur til umhugsunar - ekki aðeins í ljósi lex superior, heldur og í ljósi lex specialis og lex posterior. a. STJSKR nr. 33/1944 geymir bæði ákvæði um friðhelgi eignarréttar í 67. gr. og um skattaálagningarvald Alþingis í 40. og 77. gr. Af því verður ráðið, að álagning skatta með lögum brýtur jafnan ekki í bága við 67. gr. STJSKR. Gildis svið ákvæðanna skarast ekki. Allt að einu kunna ákvæði laga um álagningu skatts að sæta ógildingu með Vísan til 67. gr. STJSKR. Það stafar af því, að slík laga ákvæði eru ekki álitin fullnægja skatthugtaki STJSKR og því raun álitin vera lög ÚLFLJÓTUR 145

28 um eignarupptöku. Í STJSKR er hugtakið skattur ekki skilgreint og 1' skatta lögum hafa hin fjölbreytilegustu kennimörk verið lögð til grundvallar skattlagningu. Í ljósi þessa verða skattalög ekki ógilt sem STJSKR brot nema um óvenjulegt handahóf og gerræði af hálfu Alþingis sé að ræða. b. Hlunnindaskattinum mátti sækja stoð176. gr. STJSKR, þar sem segir, að rétti sveitarfélaga til að ráða sjálf málefnum sínum skuli skipað með lögum. Því má halda fram, að ákvæði 5. mgr., 3. gr. laga nr. 73/1980 hafi verið í góðu samræmi við boð 76. gr. STJSKR um, að tryggja skuli sjálfræði sveitarfélaga með lögum. Ekki er þó ljóst, hvort hlunnindaskattinum var eingöngu ætlað að afla sveitarfélögum fjár. Með honum var - óbeinlínis a.m.k. - unnið gegn því, að menn drægju tekjur af auðlindum út úr sveitarfélagi. Sú spurning, hvort slíkan skatt skal á leggja, er pólitísk. Ef utansveitarmaður á hlunnindi í sveitarfélagi, gerir það sveitarfélaginu erfitt um Vik. Þessi hópur virðist ekki hafa greitt sveitarfélagi útsvar af tekjum, sem sóttar voru í auðlindir innan þess. Að baki ógildingardómi HR virðist hafa búið sú hugsun, að hlunnindasveitarfélagið gæti þrátt fyrir ógildingu á 5. mgr. 3. gr. laga nr. 73/1980 og þrátt fyrir ákvæði 22. gr. sömu laga lagt tekju útsvar á arð af hlunnindum er utansveitarmenn ættu. Sú álagning útsvars hefði þá komið að nokkru í stað hlunnindagjaldsins, en sá er hængur á, að 22. gr. laganna sýnist banna að hafa þann hátt á Óbeinlínis stuðlaði skatturinn að því, að jarðir kæmust í eigu innansveitarmanna. Að því leyti var ákvæði 5. mgr. 3. gr. laga nr. 73/1980 líklegt til að verka í sömu átt og 3. gr. LSL nr. 76/1970 (innlausn veiðiréttinda, sem skilin hafa verið frá jörð). Ef eigendur vildu ekki una gjaldinu eða álitu skattinn gera lítt eftirsóknarvert að eiga hlunnindi, gátu þeir selt þau (jarðirnar), eða flutt lögheimili sitt í sveitarfélag, þar sem hlunnindin voru. Lagasetning um eignarnám í því skyni að fá innansveitarmönnum eignarrétt á hlunnindunum hefði væntanlega staðizt stjórnskipulega. Ekki lágu fyrir í málinu gögn um, hvort skatturinn hafði almennt áhrif á gangverð hlunnindajarða. Skatturinn var gjaldendum léttbærari en ef hlunnindi þeirra hefðu verið tekin eignarnámi í því skyni að selja þau aftur mönnum innan hlunninda-sveitarfélagsins. c. Dómur HR lagði mikið í meginreglur um jafnræði og meira en gert hefur verið ífyrri dómum HR í skattamálum. Akvæði 3. gr. laga nr. 73/1980 mismun aði mönnum eftir búsetufal en enginn þeirra, sem hlunnindi áttu utan heimilisarra. sveitar, var sérstaklega tekinn út úr í því skyni að gera hlut hans verri en ann 69) HR virðist hafa ofboðið, hve skattbyrði gialdenda hlunndindaskattsyrði í tilviki því, sem fyrir lá, samanlagt mikil. Dómstóllinn kvað skattstiga hans vera með ólíkindum háan". Fjárhæð heildarskattbyrðinnar varð til þess, að HR brást þeim til varnar. En þar virðist HR hafa gert mun strangari kröfur en hingað til hefur verið gert hérlendis70 71) og á hinum Norðurlöndunum. Um stjórnskipulegu mörk löggjafans að þessu leyti segir ekkert11,st_]skr sbr. 40 og 77. gr. hennar. Skatturinn var lagður á með lögum, sem fullnægðu skilyrðum STJSKR nr. 33/1944 um málsmeðferð, sbr. 44:45. gr. Hins vegar fylgdi engin greinargerð þingtillögunni um hann og engar umræður urðu um hana á Alþingi, Tilgangur löggjafans með lagasetningunni lá því ekki ljós fyrir. 146 ÚLFLJÓTUR

29 Dómsniðurstaða HR var studd við grunnreglu 67. gr. stjórnarskrárinnar, samhliða fyrri venju í löggjöf um hliðstæð efni". jafnframt því var tekið fram, að jafnræði gjaldenda hefði verið raskað. Þar sem þannig er bæði talað um jafnræði og grunn reglu 67. gr. STJSKR, sýnist með henni átt við, að eignir manna verði ekki teknar af þeim bótalaust. Dómurinn sýnir, að HR batt sig ekki einstrengingslega við orð STjSKR-skjalsins ein, heldur mat þau í víðara samhengi.") d. Rökin að baki hlunnindaskattinum og aðferðin við álagning hans voru ekki frábrugðin skattlagningu yfirleitt. Þau voru eðlisrökrétt og málefnaleg ) I svonefndu Stofnlánadeildarmáli sagði HR, sbr. HRD1965: 424: Almenni löggjafinn hefur þannig tvímælalausan, stjórnskipulegan rétt til'að leggja á þjóðfélagsþegnana skatta og opinber gjöld eftir málefnalegum og reglubundnum sjónarmiðum og svo til, þá er sérstök efni eru til, að skattgilda tiltekna þjóðfélagsþegna á eðlisrökréttan og málefnalegan hátt til sérstakra og jafnvel hvers konar almanna þarfa." Hugtakið skattur, sbr. 77. gr. STJSKR, hefur að forsendu eðlisrökrétta og málefnalega reglu. Rök eru til að álíta, að stjórnskipulegt svigrúm löggjafans til að leggja á skatt sé þeim mun rýmra að því er tekur til skattfj árhæðar, sem málefnalegri rök liggja til grundvallar skattlögunumf e. Ákvæði 67. gr. STJSKR sýnist, að hefði mátt beita sem lögskýringargagni á þann veg, að um ákvæði 5. mgr. 3. gr. laga nr. 73/1980 giltu lex specialis og lex posterior innan ramma laganna um tekjustofna sveitarfélaga nr. 73/1980 og laganna um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981. Meirihluti HR lagði áherzlu á, að sú regla hefði lengi gilt, margítrekuð í lögum, að ekki skyldi leggja á sama gjaldstofn nema í einu sveitarfélagi. Og með þeirri meginreglu hefði verið komið í veg fyrir misræmi við álagningu vegna búsetu gjaldenda. Dómstóllinn áleit almenna löggjafanum ekki stjórnskipulega heimilt að leggja á þegnana svo háa skattbyrði, sem nam samanlögðum hlunninda skattinum til viðbótar öðrum álögðum sköttum. Meirihluti HR áleit verða samkvæmt málflutningi aðila að telja, að áfrýjendum hafi verið gert að greiða tekjuútsvar af arði af veiðihlunnindunum eftir því sem 22. gr. laga nr. 73/1980" mælti fyrir um. Þannig áleit meirihlutinn hlunnindskattinn leggjast ofan á aðra skattbyrði gjaldenda og skattstiga hans því vera með ólíkindum háan". Hlunnindaskatturinnnam jafnan um 4 0% af arði af hlunnindum gjaldþegns. Samanlögð skattbyrði gjaldþegns miðað við að hlunnindskatturinnlegðist ofan á aðra skattbyrði gjaldþegns - hlaut þó að verða æði misjöfn, allt eftir því hve stór hluti hlunnindaarðurinn var af heildartekjum hans. En hér athugast, að ekkert lá fyrir i'málinu um, að tilgangur Alþingis hefði verið sá, að hlunnindagialdið skyldi leggjast ofan á tekjuskatt og tekjuútsvar gjaldenda hans.75) Til þeirrar spurningar hafði Alþingi ekki tekið afstöðu né skattstjóri með úrskurði. Álitamál þetta snerist ekki um facta, heldur um jus. Það fór ekki eftir málflutningi aðila, heldur eftir skýringu á lögum nr. 73/1980 og nr. 75/1981, hvort hlunnindagjald skyldi greiða til viðbótar tekjuskatti og tekjuútsvari. ÚLFLJÓTUR 147

30 Áðurnefnd regla margítrekuð { lögum, að ekki skuli leggja á sama gjaldstofn nema í einu sveitarfélagi, skýrð { ljósi 67. gr. STJSKR gaf einmitt vísbendingu, hvað væri rétt lögskýring í þessu efni. Sanngjörn lausn í garð beggja málsaðila og í garð Alþingis var sú að skýra lögin um tekjustofna sveitarfélaga nr. 73/1980 og svo einnig lög nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt á þá lund, að arður af hlunnindum utansveitarmanna skyldi ekki skattlagður tvívegis. Aðalmarkmið hlunnindagjaldsins var að tryggja sveitarfélagi eðlilega hlutdeild í tekjum af auðlindum innan þess. Ákvæði 5. mgr. 3. gr. laga nr. 73/1980 var sérregla um gjald ísveitarsjóð og þvílex speciaiis gagnvart almennu reglunni um tekjuútsvar einstaklinga í sveitarsjóð, sbr. ákvæði IV. kafla í lögum nr. 73/1980. jafnframt var sérreglan lex posterior gagnvart almennu reglunni. Nærtækt var því að skýra ákvæðið svo, að hlunnindatekjur utansveitarmanna yrðu ekki útsvarsskyldar í sveitarsjóð heimilissveitarfélags þeirra, sbr. lögjöfnun frá 2. mgr. 23. laga nr. 73/1980 (frá útsvarsskyldum tekjum, sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, skal draga gjöld, sem talin eru upp í 1. mgr. 31. gr. laga nr. 75/1981) né heldur útsvarsskyldar í sveitarsjóð hlunnindasveitarfélagsins. Frá skattskyldum tekjum þeirra, er guldu hlunnindaskatt, mátti og væntanlega einnig draga arð af þessum hlunnindum, sbr. lögjöfnun frá 2. tl. 1. mgr. 31. gr. laga um tekju- og eignarskatt nr. 75/1981 (frádráttur aðstöðugjalds og landsútsvars), sbr. áður lög nr. 40/1978. Þannig framkvæmdur íþyngdi hlunnindaskatturinnekki gjaldendum hans, svo að ósamrýmanlegt yrði 67. gr. STJSKR nr. 33/1944. HOFUNDASKRA: Magnus Aarbakke: HARMONISERING AV RETTSKILDER, Tidsskrift for Rettsvæsen 1966 bls. 499; Poul Andersen: DANSK STATSFORFATNINGSRET, Kaupmh. 1954; Per Augdahl RETTSKILDER, Osló 1961; Frede Castberg: NORGES STATSFORFATNING I og II, Osló 1964; Torsten Eckhoff: (1) RETTSVESEN OG RETTS- VITENSKAP I U.S.A., Osló 1953; (2) RETTSKILDELÆRE, Osló 1975; Carl-August Fleischer: (1) GRUNNLOVENS GRENSER, 0le 1968, og (2) NORSK EKSPROPRIASJONSRETT, Oslo Bergen Tromsö1978; W. Friedmann: LEGAL THEORY, (5. útg.) London 1967; Stig Iuul: HOVEDLINIER I EUROPÆISK RETSUDVIKLING FRA ROMERRETTEN TIL NUTIDEN, Kaupmh. 1970; Orla Friis Jensen: EKSPROPRIATIONSINDGREBET,birt í DANSK MILJÖRET IV, Kaupmh. 1978; 148 ÚLFLJÓTUR

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni.

Erindi nr. Þ H i. Verslunarráð íslands vill leyfa sér að gera nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. Erindi nr. Þ H i VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS iceland CHAMBER OF COMMERCE Stofnað 1917 Stjórnarskrámefnd Alþingis b/t Ragna Árnadóttir. SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS Reykjavik 26. Janúar 1995. Verslunarráð íslands

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana

Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu og þýðing fullnaðarkvittana Valgerður Sólnes Lagadeild Ritstjóri Hrefna Friðriksdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur

BA-ritgerð í lögfræði. Nýjar skýrslur BA-ritgerð í lögfræði Nýjar skýrslur Umfang endurskoðunar Landsréttar á sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi með tilliti til 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu Jóhannes Tómasson Leiðbeinandi: Ari Karlsson lögmaður

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar

Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar BA-ritgerð í lögfræði Endurskoðunarvald dómstóla á skattalöggjöf Með vísan til meginreglunnar um friðhelgi eignarréttar Leifur Valentín Gunnarsson Leiðbeinandi: Arnaldur Hjartarson Júní 2015 BA-ritgerð

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs

Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs Hólmfríður Björnsdóttir Milliliðalaus sönnunarfærsla á áfrýjunarstigi og stofnun millidómstigs - BA-ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Friðrik Ársælsson Lagadeild Háskóla Íslands Félagsvísindasvið Ágúst

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Háskólinn á Bifröst Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Núverandi rannsóknarheimildir lögreglu og helstu hugsanlegu breytingar vegna forvirkra rannsóknarheimilda) ML Lokaverkefni Vetur 2011 Nemandi:

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Viðurlög í fíkniefnamálum

Viðurlög í fíkniefnamálum BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016 BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi

Skýrsla stjórnlaganefndar bindi Skýrsla stjórnlaganefndar 2011 2. bindi Útgefandi: Stjórnlaganefnd Ritstjóri: Guðrún Pétursdóttir Umsjón með útgáfu: Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir Prófarkalestur: Hallfríður Helgadóttir Prentun og bókband:

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði -

Ólafur Einar Ómarsson. Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Ólafur Einar Ómarsson Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila - ML ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristján Gunnar Valdimarsson Lagadeild Háskóla Íslands Maí 2017 Formáli Þetta rit

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda

Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda Skilyrði lögbanns við fullnustu hugverkaréttinda -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði- Daði Ólafsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Erla Svanhvít Árnadóttir hrl. Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Skattar o. fl. Almennur fróðleikur Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki tvö Vægi 4 til 5 Skattar, saga: Hefur nokkuð breyst? Skattar eða álagning skatta hefur fylgt

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere