Æfingar og ráð til að takast á við streitu

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Æfingar og ráð til að takast á við streitu"

Transkript

1 STÚDENTAÞJÓNUSTA HR STR EI Æfingar og ráð til að takast á við streitu TA 1

2 Nánari upplýsingar um stúdentaþjónustu HR: hr.is/studentathjonusta Bæklingur þessi heitir á frummálinu Stress. Útgefandi: Studenterrådgivningen, júní 2008 Kompagnistræde 21,1, 1208 København K, Danmark. Þýtt 2 og staðfært með leyfi Studenterrådgivningen.

3 Handbók um streitu Streita Hvað er streita? 5 Einkenni streitu 7 Að takast á við streitu 8 Þú hefur völdin 9 Æfingar Öndun 12 Slökun 12 Hreyfing 13 Hlátur 14 Mataræði 15 Hugsanaferli 15 Að sjá hluti fyrir sér 17 Svefn og svefnvenjur 19 Forgangsröðun 20 Einbeiting 21 Að gera raunhæfar væntingar 22 Sjö áhrifaríkar flýtileiðir 23 3

4 STR EI TA 4

5 Hvað er streita? Breytingar, sífelldar áskoranir og kapphlaup við tímann. Allt eru þetta þættir sem við finnum annað slagið að koma ólagi á líf okkar, raska einbeitingu, ræna okkur orku, gera okkur óstyrk og setja pressu á okkur. Auk þeirra hugsana og áhyggja sem dynja á okkur er mjög eðlilegt að líkaminn bregðist við: Hjartsláttur verður hraðari, blóðþrýstingur eykst og við spennumst ósjálfrátt upp í hnakka og öxlum. Oft tökum við ekki eftir einkennum þegar þau eru smávægileg. Við höfum líka tilhneigingu til að stilla á sjálfsstýringu og gefa ekki gaum að þeim einkennum sem við ættum að taka alvarlega. Oft er það ekki fyrr en einkennin eru farin að láta verulega á sér kræla sem við veitum þeim athygli. Sumir eiga þá kannski erfitt með svefn, aðrir finna fyrir þrálátum höfuðverk eða þeim finnst þeir yfirhöfuð óupplagðir eða ná ófullnægjandi árangri. Til að bregðast á uppbyggilegan hátt við streitu er nauðsynlegt að gera breytingar á lífi okkar eða því hvernig við högum námi og starfi eða samskiptum við vini og fjölskyldu. Kannski þurfum við að læra að forgangsraða með öðrum hætti, leggja meiri áherslu á okkur sjálf eða hrista upp í gömlum venjum. Hvað sem því líður eru engar einfaldar lausnir til en ávinningurinn er mikill. Líkamleg viðbrögð Þegar hvers kyns streita gerir vart við sig reynir líkaminn að bregðast við áhættunni eins og best verður á kosið miðað við aðstæður. Heilinn skipar fyrir um eftirfarandi viðbrögð líkamans þegar kringumstæður verða ógnandi eða þrúgandi: Þurrkur í munni Andardráttur verður örari Blóðþrýstingur eykst Blóðstreymi eykst í heila og vöðva en minnkar í meltingarvegi Augasteinarnir stækka Streituhormón losna Vöðvar spennast upp sér í lagi í hnakka og öxlum Lifrin sendir út glúkósa sem orku til vöðvanna Storknunarfærni blóðsins eykst svo að hugsanleg blæðing verði hættuminni Við bregðumst bæði líkamlega og andlega við streitu og hún getur verið nauðsynleg í ákveðnum aðstæðum en slæm fyrir okkur í öðrum kringumstæðum. Með því að þekkja andleg og líkamleg viðbrögð við streitu verðum við fær um að meta hvenær við erum bara eðlilega stressuð og hvenær ástandið nálgast það að vera vandamál. 5

6 Jákvæð streita einkennist af adrenalíninnspýtingu sem við finnum oft fyrir þegar okkur finnst við mæta áskorun og erum tilbúin að ráðast gegn erfiðleikunum. Neikvæð streita varir lengi. Líkaminn eykur framleiðslu streituhormóna í of langan tíma svo að hormónin verða skaðleg. Slíku tímabili fylgir oft þróttleysi, taugaveiklun og skortur á einbeitingu. Ef við búum við neikvæða streitu í lengri tíma er hætt við að ónæmiskerfi okkar veikist og hætta á magasári, hjarta- eða æðasjúkdómum, auknum blóðþrýstingi, andlegum erfiðleikum eins og ótta og þunglyndi og/eða öðrum álagseinkennum eykst. Í bráðu hættuástandi geta streituviðbrögð líkamans verið til góðs þar sem þau geta veitt okkur aukinn styrk til að bregðast við því vandamáli sem um ræðir. Ef við búum við streitu í lengri tíma virkjum við þessi viðbrögð allt of oft. Álagið verður þá stöðugt og hvorki líkaminn né höfuðið fá tækifæri til að slaka á og jafna sig. Streita verður að vítahring Einstaklingar bregðast við streitu á ólíkan hátt. Gott er að hafa í huga að streita getur brotist fram í líkamanum, í hugsunum, tilfinningum og gerðum. Það er algengt að eitt svið hafi áhrif á eitt eða fleiri af hinum sviðunum og streita getur smám saman gert vart við sig á öllum þessum sviðum og myndað vítahring. Þetta getur valdið því að okkur finnist allt renna saman og að við verðum skyndilega ófær um að skilja aðalatriði frá aukaatriðum. Mörgum finnst þeir þá missa drifkraftinn og þeir glata smám saman yfirsýn yfir hlutina, kannski án þess að taka eftir því í fyrstu. Ef ójafnvægið eykst minnkar afkastageta okkar og neikvæðar hugsanir geta valdið því að við missum móðinn og trúna á okkur sjálf. Líkami Hugsanir Tilfinningar Atferli/hegðun 6

7 Einkenni streitu Líkami Þreyta Svefnleysi Hjartsláttur Sviti Ógleði Magaverkir Svimi Hraður andardráttur Höfuðverkur vegna vöðvaspennu Þurrkur í munni Kaldar hendur/fætur Húðvandamál Hugsanir Ég get ekki hugsað Mig svimar Ég fell örugglega Ég ræð ekki við þetta Ég get ekki neitt Ég hef ekki stjórn á nokkrum sköpuðum hlut Ég hef enga yfirsýn yfir þetta, svo hvers vegna að reyna Ég þarf bara að komast í gegnum daginn Öllum finnst ég vitlaus Öllum finnst ég leiðinlegur Mér sortnar fyrir augum Tilfinningar Örvænting Ótti Þunglyndi Depurð Lágt sjálfsmat Magnleysi Pirringur Sljóleiki, lystarleysi Einbeitingartruflanir Minni stjórn Minni yfirsýn Minni orka Atferli/hegðun Loka mig inni heima við Forðast að umgangast vini og fjölskyldu Vinn skipulagslaust Skýt á frest stefnumótum og skilum verkefna Svefntruflanir Gleymska Eirðarleysi Borða of lítið/of mikið Reyki of mikið Drekk of mikið áfengi/kaffi Ofurviðkvæmur, tárast eða reiðist af litlu tilefni Skortur á samhæfingu 7

8 Að takast á við streitu Þú getur forðast eða minnkað streitu með margvíslegum hætti. Líttu á svæðin fjögur í streituhringnum og beindu athyglinni að því svæði þar sem breyting myndi verða þér að mestu liði. Vítahringinn má rjúfa með því að reyna að breyta hegðun, hugsunum eða með líkamsrækt. Þetta stafar af því að einstök svæði hafa jákvæð áhrif á hvert annað. Reynið því að ráðast í fáeinar breytingar á því svæði sem ykkur líst best á. Ef þú átt við líkamleg einkenni að stríða, t.d. erfiðleika með svefn, þá er hægt að einbeita sér að því að slaka á og hreyfa sig og/eða að minnka reykingar eða neyslu á áfengi, sykri og kaffi. Ef streitueinkenni þín færast í aukana og lýsa sér í minni yfirsýn og þrálátri frestun þá getur þú gert lista yfir allt það sem þú vilt koma í verk. Því næst skaltu raða þessum verkefnum eftir mikilvægi og kannski skipta þeim upp í nokkur þrep svo að þú getir ráðist að einu verkefni í einu. Það felst frelsi í því að skrifa hluti niður því að þá þarftu ekki lengur að nota orku í að muna allt það sem þú þarft að gera. Ef þú veist að það er nám þitt, einkalíf eða önnur samskipti sem valda þér streitu, þá getur þú byrjað á að breyta því hvernig þú tekst á við þessa þætti. Veltu um leið fyrir þér hvort einhver í fjölskyldu þinni eða vinahópi geti stutt þig í þeim breytingum sem þú hyggst ráðast í. Ef þú ert ekki fyllilega viss um hvað veldur streitu hjá þér getur verið gott að skrifa hjá sér í hvert sinn sem þú lendir í tilteknum kringumstæðum sem eru þér ekki að skapi, valda þér vanlíðan eða greinilegri streitu. Á nokkrum vikum ferðu kannski að greina mynstur eða að þú gerir þér grein fyrir að tilteknar kringumstæður hafa áhrif á skap þitt og vellíðan. Þá getur þú litið aftur á svæðin fjögur, hugsanir, líkami, tilfinningar eða hegðun, og nú er kannski auðveldara að velja hvar gæti komið sér vel fyrir þig að koma breytingum í verk. 8

9 Þú hefur völdin Rannsóknir á streitu hafa sýnt hvað eykur streitu og hvað minnkar hana: Eykur streitu: Áfengi Kaffi Sígarettur Að borða of mikið/of lítið Róandi lyf Neikvæðar hugsanir Mikil vinnu- eða athafnasemi, án hléa Að forðast/slá á frest erfiðum kringumstæðum Að einangra sig og forðast samneyti við aðra Minnkar streitu: Að slaka á Öndunaræfingar Að hlusta á tónlist Hreyfing Reglulegt og heilsusamlegt mataræði Heitt bað Að skilja að vinnutíma og frítíma Að gera einn hlut í einu, forgangsraða verkefnum Að vera opinn, ræða við góðan vin Hugleiddu hvað gagnast þér og fáðu hugmyndir af listanum. Það er alltaf kostur þegar við erum sjálf virkir þátttakendur. Við getum náð miklum árangri ef við erum opin fyrir því að ráðast til atlögu við kringumstæður og tengsl á nýjan hátt og erum reiðubúin að vinna með þá hugsun að leiðarljósi að við höfum í raun og veru val að við getum ákveðið sjálf hvernig við bregðumst við streitunni. Nýttu eigin reynslu Þegar þú ákveður að takast á við streitu er mikilvægt að þú nýtir eigin reynslu og reynir að gera þér ljóst hvaða aðferðir hafa komið að gagni áður. Með því að byggja á fyrri árangri getum við í framtíðinni endurnýtt okkar eigin aðferðir til að takast á við kringumstæður sem valda okkur streitu. Hugsaðu til fyrri kringumstæðna þar sem þú fannst til streitu eða þér fannst þú vera undir álagi. Sjáðu fyrir þér kringumstæðurnar og skráðu hjá þér hvað þú gerðir til að komast undan hinni tilteknu tilfinningu/kringumstæðum og til móts við nýja og æskilegri tilfinningu/kringumstæður. Þegar þú lýsir hverri einstakri athöfn skaltu spyrja sjálfan þig: Hvað gerðir þú nákvæmlega? Hvað sagðir þú við sjálfan þig? Hvernig leið þér líkamlega? Hvert beindist athygli þín? Reyndu svo að meta hvað hafi hjálpað þér. 9

10 Skiptu lista þínum í jákvæðan og neikvæðan dálk svo þú öðlist yfirsýn yfir hvað skilaði árangri. Beindu nú athyglinni að jákvæða listanum og reyndu að meta hvað þú getur gert til að kljást við núverandi ástand. Það er líklegt að þær athafnir sem áður skiluðu góðum árangri muni líka hafa jákvæð áhrif á núverandi kringumstæður. Þú hefur nú hannað þína eigin hernaðaráætlun gegn streitunni og það er kominn tími til að prófa hana. Notaðu neikvæða listann þinn sem minnismiða sem minnir þig á atferli og viðbrögð sem gáfu ekki góða raun og gera það sjálfsagt heldur ekki í dag. Það er ráðlegt að líta með nokkurra daga millibili á neikvæða listann og spyrja sjálfan þig hvort þú sért kannski farinn að kljást við kringumstæðurnar á þann hátt sem muni að öllum líkindum binda þig fasta/n við þær. Þannig minnir þú þig á að þú hefur val og að gera þitt besta til að bregðast við kringumstæðunum á besta hugsanlegan máta. Þegar streita sækir á getur verið gott ráð að slaka á um stund til að hlaða sig orku. En athugið að það er misjafnt eftir einstaklingum hvort það er tónlist, íþróttir, sjónvarp, vinir, gönguferðir eða það að læra segja nei sem reynist best. 10

11 Æf in gar 11

12 Öndun Andardráttur hefur áhrif á streitustigið í líkama okkar. Góð öndun minnkar streitu líkamans og eykur súrefni sem gefur bæði mun meiri orku og losar þig við þreytutilfinningu. Það þýðir að þú getur betur einbeitt þér og þá er auðveldara að glíma við eitt verkefni í einu. Komdu þér þægilega fyrir með góðan stuðning við mjaðmirnar. Dragðu andann rólega og djúpt í gegnum nefið. Dragðu inn eins mikið loft og þú getur og láttu loftið fylla þig svo mikið að maginn spennist alveg út. Haltu nú í þér andanum og blástu svo rólega út í gegnum munninn með stút á vörum. Þetta áttu að gera hægt og rólega. Á meðan þú andar að þér skaltu segja við sjálfan þig í huganum: Slakaðu á, síðan heldur þú niðri í þér andanum á meðan þú telur upp að þremur og þegar þú andar út segir þú aftur: Slakaðu á. Endurtaktu æfinguna nokkrum sinnum (helst á hverjum degi) þegar þú hefur tíma til dæmis þegar þú situr við tölvuna eða sjónvarpið, í strætó og vitaskuld þegar þú finnur fyrir stressi. Slökun Það er ekki hægt að slaka á og vera stressaður um leið. Slökun veitir líkamanum góða hvíld og færir þér nýja orku sem veldur því að þér finnst þú síður finna fyrir þreytu og spennu. Með því að einbeita þér að slökun lærir þú að skilja á milli spennu og slaka í vöðvum og öðlast þannig tilfinningu fyrir því hvenær og hvar þú spennist upp þegar þú finnur fyrir streitu. Það er gott að gera slökunaræfingar á hverjum degi eða eins oft og kostur er. Sumir kjósa helst að gera slökunaræfingar fyrir svefninn. Aðrir nota slökun í önnum dagsins til að safna orku. Sestu/leggstu þægilega með fæturna örlítið sundur og hendur niður með síðum. Lokaðu augunum og andaðu lengi og djúpt að þér, fylltu magann af eins miklu lofti og þú getur. Andaðu rólega frá þér og endurtaktu svo innöndunina. Taktu eftir hvernig þú verður afslappaðri með hverjum andardrætti. Haltu rólegum andardrætti og spenntu nú alla vöðva í líkamanum. Haltu spennunni í 5-10 sekúndur og slakaðu svo alveg á og snúðu þér aftur að löngum, djúpum andardrætti. Þegar þú finnur ró færast aftur yfir líkamann býrðu þig á nýjan leik undir að spenna alla vöðva. 12

13 Hreyfing Þú endar hægt og rólega með því að hreyfa fingur og tær, með því að opna augun og teygja þig hægt og rólega ímyndaðu þér að þú ætlir að lengja þig eins og hægt er. Endurtaktu æfinguna í nokkur skipti. æfingin þróuð áfram: Ímyndaðu þér að þú liggir í sandi og slakir algerlega á. Hugsaðu fyrst um fætur þína sem sökkva ofan í sandinn og hníga út til hliðanna, hugsaðu svo um fótleggi þína, lærin o.s.frv. alla leið upp að höfði og út í fingurna. Allir hlutar líkamans eiga að vera alveg slakir og losaðu um tunguna ef hún þrýstist upp í góminn. Liggðu svo kyrr í nokkrar mínútur og slakaðu á. Hugsaðu um eitthvað gott, án þess að sofna. Teygðu að lokum hægt og rólega úr þér. Einnig er hægt að fylgja slökunarleiðbeiningum eða hlusta á hugleiðslutónlist, til dæmis með því að hlaða efni niður af netinu eða hlusta á geisladisk. Þegar þú hreyfir þig brennir þú streituhormónum og eykur endorfín í líkamanum. Endorfín hefur róandi áhrif og linar verki. Vöðvarnir verða slakari og meira súrefni streymir um líkamann. Það þýðir að þú öðlast meiri orku sem minnkar líkur á að þú verðir niðurdregin/n eða úrill/ur. Gott líkamsástand eykur mótstöðuafl þitt við sjúkdómum. Auk þess verða margir þess varir að með reglulegri hreyfingu ná þeir að sofa betur. Athugaðu þó að ekki er æskilegt að stunda mikla hreyfingu seint á kvöldin þar sem hún getur valdið spennu og erfiðleikum í kjölfarið við að sofna. Skiptar skoðanir eru á því hversu mikla hreyfingu rétt er að stunda til að halda góðri heilsu. Sumir sérfræðingar segja hálftíma á dag, aðrir tala um þrisvar sinnum 20 mínútur í hverri viku. Prófaðu þig áfram og finndu það magn hreyfingar sem er hlutfallslega best fyrir þig. Yfirleitt er þó óhætt að segja að ráðlegt sé að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi farðu til dæmis í göngutúr með vini eða vinkonu í staðinn fyrir að sitja á kaffihúsi, farðu á hjóli í vinnuna, farðu jafnvel ögn lengri leið, syntu, hlauptu, dansaðu, sippaðu, farðu í ræktina eða gerðu það sem þér líkar best. Ekki þó ofgera þér. Ef þú æfir þig of mikið framleiðir þú of mikið adrenalín og það getur þýtt að þú verður örmagna og finnur til óróa í líkamanum. Ef þú ert vön/vanur að hreyfa þig getur þú róleg/ur haldið áfram á sama hraða, eins þótt þú finnir fyrir streitu. Ef þú ert ekki vön/vanur að hreyfa þig skaltu byrja hægt. 13

14 Hlátur Hlátur veitir innri líffærum hreyfingu og heldur aftur af streitu. Þegar við hlæjum aukum við andardráttinn og þar með súrefni í líkamanum. Hlátur, rétt eins og hreyfing, stuðlar að því að halda streituhormónum okkar í skefjum og auka endorfínið í líkamanum. Rannsóknir sýna að við styrkjum ofnæmiskerfi líkamans þegar við hlæjum og vinnum þar með gegn neikvæðum áhrifum streitunnar. Auk þess finnst mörgum sem hlátur auki vellíðan þeirra, bæti meltinguna og minnki blóðþrýstinginn. Burtséð frá því hvort hlátur er af eðlilegri orsök eða við framköllum hann sem hluta af æfingu þá gerir hann sama gagn; orkan eykst og líkami okkar fær hvíld. Þess vegna ættum við ekki að hika við að huga að hláturnámskeiðum eins og þeim sem hér hafa skotið upp kollinum annað veifið síðustu ár. Hlátur stuðlar að minni streitu þar sem það er ekki hægt að hlæja og vera spenntur samtímis. Þess vegna er mikilvægt að þú mætir á mannamót, eins þótt þér lítist ekki á þau fyrirfram, því að þau eru ein leið til að hlaða rafhlöðurnar á ný. Ef þér finnst erfitt að vera félagslega virk/ur skaltu velja úr þau mannamót þar sem þér finnst þú velkomin/n, eins þótt þú eigir ekki mikinn orkuforða aflögu. Einbeittu þér að núinu og þiggðu eitthvað af þeim góðu boðum sem þú færð frá vinum og fjölskyldu jafnvel þótt þig langi heldur að vera bara heima. 14

15 Mataræði Sumar mat- og drykkjarvörur geta raskað jafnvægi líkamans og þar með gert þig órólegri og aukið streitu. Þú getur sjálf/ur haft uppbyggileg áhrif á ástand þitt, til dæmis með því að forðast of mikið kaffi, áfengi og sykur eða of margar sígarettur. Gættu líka að því að líkami þinn þarf á heilnæmu og fjölbreyttu mataræði að halda. Ef matar- og drykkjuvenjur þínar eru orðnar of óreglulegar getur verið gott að leita ráða hjá lækni eða næringarfræðingi. Hugsanaferli Hugsanaferli okkar getur á vissan hátt skýrt hvers vegna sumir verða stressaðir en aðrir ekki, eins þótt þeir verði fyrir sama álagi. Hugsanir okkar eru innra samtal okkar og þær ákvarða hvernig við upplifum kringumstæður og hvaða væntingar við höfum. Þess vegna er afar mikilvægt að fylgjast með eigin hugsunum. Neikvæðar hugsanir leiða oft til streitu og geta gert okkur bæði döpur og óttaslegin. Dæmi um neikvæðar hugsanir eru: Mér tekst aldrei að ljúka við þetta verkefni og þess vegna viðurkenna hinir mig ekki, eða: Ef ég les ekki stanslaust fell ég á næsta prófi og þá verð ég stimplaður vitlaus út námstímann. Það er dæmigert að slíkar hugsanir láti á sér kræla þegar við finnum fyrir þrýstingi. Hugsanirnar einar og sér geta valdið streitu en þær festa okkur líka í neikvæðu hugsanaferli þar sem við ímyndum okkur hið versta. En hægt er að brjóta upp slík hugsanaferli. Reyndu að hafa áhrif á hugmyndir þínar með því að umbreyta neikvæðum hugsunum sem binda þig við óæskilegar kringumstæður eða tilfinningu. Þegar þú hefur öðlast innsýn í þitt eigið hugsanaferli jákvætt sem neikvætt ertu um leið orðin/n fær um að greina á milli uppbyggilegra hugsana og hinna sem brjóta niður. Þar felst vísirinn að því að breyta innra samtali þínu úr neikvæðu í jákvætt og væntingum þínum úr óraunsæjum í raunsæjar. 15

16 Neikvæðar hugsanir: Lýsa gjarnan óraunhæfum væntingum Innihalda sjálfsgagnrýni Fela oft í sér alhæfingar eins og aldrei/alltaf Reikna með að allt fari á versta veg Fela í sér ýkjur og alhæfingar Snúast um spádóma Leiða til skyndiákvarðana Jákvæðar hugsanir: Lýsa gjarnan raunhæfum væntingum Innihald sem áform eru jákvæð Eru upplífgandi og hvetjandi Eru nákvæmar Prófaðu að skrifa niður nokkrar neikvæðar hugsanir þínar og umbreyta þeim síðan í jákvætt og uppbyggilegt form. Ef þú til dæmis hugsar í sífellu ég get aldrei lokið þessu prófi má umskrifa þann þanka í þetta próf er áskorun fyrir mig en ég er vel undirbúin/n og ég ætla að gera mitt besta. Þegar þú ætlar að umorða hugsanir þínar getur þú til dæmis byrjað setningarnar á: Ég vil vinna að því að... Ég vil helst... Mig langar... Ég geri þetta eins vel og ég get... Byrjaðu daginn vel Prófaðu að loka augunum og ímynda þér að þú sért nývöknuð/nývaknaður á venjulegum degi. Hvað hugsar þú? Byrjar þú daginn með slæma samvisku og þá hugsun í höfðinu að þú munir ekki ná öllu því sem þú vilt helst ná? Ef hugsanir þínar eru neikvæðar hugsaðu þá samsvarandi jákvæðar hugsanir og mótaðu þannig hugsanirnar fyrir sjálfa/n þig á nýjan leik. Skrifaðu jafnvel neikvæðu hugsanirnar niður ef það auðveldar þér að mynda nýjar, jákvæðar setningar. Mundu að vera raunsæ/r og ekki síst þolinmóð/ur, það tekur nefnilega tíma að breyta hugsanamynstri. 16

17 Að sjá hluti fyrir sér Tilgangurinn með æfingu í að sjá hluti fyrir sér er að mynda hugmyndir og innri myndir sem byggjast á uppbyggilegum hugsunum. Æfingin getur stuðlað að því að líkaminn slaki meira á og öðlist meiri orku til að ljúka þeim verkefnum sem fylgja daglegu lífi. Ímyndaðu þér tilteknar kringumstæður sem þú myndir vilja takast á við með öðrum hætti. Sjáðu kringumstæðurnar fyrir þér með eins lifandi hætti og kostur er og ímyndaðu þér að þær þróist eins og þú kýst. Taktu eftir tilfinningunni sem þetta vekur og haltu fast í þá tilfinningu. Þegar þú tileinkar þér hina nýju uppbyggilegu tilfinningu venst hún og þú getur nú nýtt tilfinninguna á jákvæðan hátt þegar þú hyggst ráðast til atlögu við kringumstæðurnar sem þú sást fyrir þér. Með því að sjá hluti fyrir þér getur þú fyrirbyggt og mildað streituviðbrögð í tengslum við væntanlegar kringumstæður þar sem þú ert þegar búinn að lifa þig í gegnum hinar afmörkuðu kringumstæður í hugskoti þínu og hefur nú uppbyggilega reynslu af þeim. Það að sjá hluti fyrir sér gefur besta raun þegar þú ert afslöppuð/afslappaður til dæmis eftir slökunaræfingar, rétt áður en þú ætlar að sofna eða rétt eftir að þú vaknar að morgni dags. Með því að æfa þig reglulega í að sjá kringumstæður fyrir þér muntu smám saman upplifa að það má hnika bæði hugsunum og kringumstæðum í uppbyggilega átt. Ímyndanir og myndir munu smám saman breytast í reynslu sem líkist veruleikanum og þú getur sótt styrk í rétt eins og raunverulegar kringumstæður sem þú hefur upplifað. Þegar unnið er með það að sjá hluti fyrir sér er mikilvægt að ímynda sér að hinar afmörkuðu kringumstæður þróist á besta veg, til dæmis próf. Að sjá hluti fyrir sér til að fá uppbyggilegt sjónarhorn Þú situr/liggur þægilega með lokuð augu og dregur andann djúpt og rólega. Ímyndaðu þér þig við tilteknar kringumstæður sem ganga vel, til dæmis í prófi. Ímyndaðu þér hvernig þú byrjar daginn: Þú ert í góðu formi þegar þú ferð á fætur. Hvaða föt ferðu í? Hvar eiga viðkomandi kringumstæður sér stað? Hvernig kemstu þangað? Hverjir eru þar fyrir? Lýstu fyrir þér hversu afslöppuð/afslappaður og sátt/ur þú ert. Ímyndaðu þér nú hinar tilteknu kringumstæður þar sem þú ert afslöppuð/afslappaður. Bættu myndum við ímyndunina. Ímyndaðu þér hvernig kringumstæðunum lyktar og hvernig þér líður þegar þú heldur þaðan. Þú hreyfir fætur/hendur og teygir þig hægt og rólega áður en þú opnar augun. 17

18 Að sjá hluti fyrir sér til að öðlast meiri orku Þú situr/liggur þægilega með lokuð augu og dregur andann djúpt og rólega. Ímyndaðu þér notalegan stað úti í náttúrunni eða innan dyra. Ímyndaðu þér hvernig staður þetta er; liti, hljóð, ilm o.s.frv. Hverju tekur þú eftir? Ímyndaðu þér hvernig þér líður: Hvernig er tilfinningin í líkamanum? Líttu í kringum þig og lýstu umhverfinu fyrir þér. Ímyndaðu þér að þú sért með verkefni þín og vandamál fyrir framan þig. Ímyndaðu þér að þau leysist eitt af öðru og hverfi. Njóttu þess! Að sjá hluti fyrir sér og öðlast meiri kraft Þú situr/liggur notalega með lokuð augu og dregur andann djúpt og rólega. Hugsaðu um þær hliðar lífs þíns og þá eiginleika sem þú ert ánægð/ur með. Beindu athyglinni að nokkrum góðum eiginleikum sem einhver, sem þú heldur upp á, býr yfir og ímyndaðu þér að þú öðlist þessa sömu eiginleika, hvernig þeir streymi til þín og hvernig tilfinning það sé. Að sjá hluti fyrir sér svo að það leiði til athafna Þú situr/liggur þægilega með lokuð augu og dregur andann djúpt og rólega. Ímyndaðu þér takmark sem þú vilt gjarnan ná breytingu sem þú vilt í alvöru ná fram. Njóttu þess að þú skulir að öllu eða einhverju leyti hafa náð takmarki þínu. Ekki fást um það hvernig þú náir takmarkinu, ímyndaðu þér bara hvernig það sé fyrir þig að ná því. Hvernig tilfinning er það? Gerast aðrar breytingar í kjölfarið? Æfingar í því að sjá hluti fyrir sér má m.a. fá á geisladiskum í bókaverslunum og á bókasöfnum eða með því að hlaða þeim niður á netinu. 18

19 Svefn og svefnvenjur Sumir eiga í erfiðleikum með svefn þegar þeir eru stressaðir og aðrir vakna þreyttir eins og þeir hafi verið að störfum alla nóttina. Ónógur svefn og/eða sú tilfinning að vera ekki úthvíldur eru einhver dæmigerðustu viðbrögðin við streitu og oftast þau sem mest ber á. Flestir upplifa að einhver helsta áskorunin sé sú að ná stjórn á svefninum svo að líkaminn geti byggt sig upp að nýju og hlaðið sig. Líkamsklukka þín gegnir mikilvægu hlutverki. Hún á nefnilega sinn þátt í að ákvarða hvenær og hvernig þú sefur þar sem hún stjórnast af ljósi, myrkri og matartímum. Ef þú átt erfitt með að sofna reyndu þá að vinna þig í átt að föstum svefn- og matmálstímum. legur og að þú vaknar aftur og aftur. Slepptu íþróttaæfingum á kvöldin þar sem þær örva hjarta og meltingar- og taugakerfið í marga klukkutíma eftir æfinguna. Ef þú hefur áhyggjur af prófi eða einhverju öðru skaltu gefa þér 10 mínútur til að hafa áhyggjur af því á hverju kvöldi. Skrifaðu niður allt sem þú hefur áhyggjur af og skrifaðu hjá þér hvernig þú ætlar nákvæmlega að takast á við vandamálið. Ef þú ferð að fá áhyggjur þegar þú ætlar að sofna segðu þá við sjálfa/n þig að þú sért búin/n að skrifa þær niður og að þú vitir hvenær þú hafir ákveðið að takast á við þær. Góð svefnráð Komdu þér upp föstum venjum við að róa þig niður áður en þú ferð í rúmið. Forðastu örvandi efni eins og kaffi, te og nikótín seint á kvöldin. Prófaðu að fara í slakandi bað áður en þú ferð í rúmið jafnvel með vellyktandi olíum og róandi tónlist í bakgrunni. Gerðu slökunaræfingar rétt áður en þú ferð í rúmið. Forðastu áfengi seint á kvöldin. Í fyrstu mun áfengið kalla fram syfju en það hefur oft í för með sér að svefninn verður óró- 19

20 Að forgangsraða Streita getur myndast ef þú átt of mörg verkefni óleyst og þú hefur misst yfirsýn yfir hvert þeirra sé mikilvægt og hvert lítilvægara. Þegar þú missir yfirsýnina finnst þér þú máttlaus, þreytt/ur og þú missir trúna á eigin getu. Þá er viðbúið að hugsanir þínar taki að brjóta þig niður. Þessi æfing gengur út á að ná tökum á því hvaða verkefni bíða þín, flokka þau og öðlast meiri ró og yfirsýn svo að þú getir brugðist við. Sestu niður og dragðu andann djúpt í nokkur skipti. Þegar þú hefur náð að slaka á skaltu prófa að skrifa lista yfir það sem þú þarft að koma í verk, jafnt stór verk sem smá í tilviljanakenndri röð eftir því sem þau koma upp í hugann. Því næst flokkar þú verkefnin á listanum eftir því hverju þú þarft að koma í verk fyrst. höfuð þitt er fullt af, nærðu tvennu fram. Í fyrsta lagi þarftu ekki að nota meiri orku í að hugsa um þau því að þú veist að þau eru á listanum. Í öðru lagi færðu skýrari mynd af þeim ólíku tegundum verkefna sem þú þarft að leysa og þar með yfirsýn yfir þau verkefni sem valda þér streitu. Með því móti hefur þú miklu betri möguleika á að flokka verkefni þín. Hugleiddu hvort þú getir beðið aðra um að gera einhvern af þessum hlutum fyrir þig/ með þér og ekki síst hvort þú eigir að vísa einhverjum þessara verkefna frá þér. Næsta skref er að byrja að leysa verkefnin hvert af öðru. Búðu til raunhæfan verkefnalista hvern dag og forðastu að gera meira en eitt í einu. 1. flokkur: Það sem verður að gera í dag 2. flokkur: Það sem má bíða til morguns 3. flokkur: Það sem má bíða fram í næsta mánuð 4. flokkur: Það sem má gera þegar hentar 5. flokkur: Það sem þarf að gera þegar þú kemst á eftirlaun Með því að skrifa niður öll þau verkefni, sem 20

21 Einbeiting Þegar hugurinn fyllist af samviskubiti og ergju yfir gærdeginum og áhyggjum af morgundeginum er erfitt að einbeita sér að því sem þú þarft að gera í dag. Til að halda einbeitingu er þess vegna mikilvægt að þú náir yfirsýn yfir þá hluti sem þú ert upptekin/n af hér og nú. Skrifaðu efnið niður og forgangsraðaðu því farðu jafnvel eftir aðferðinni sem lýst er í kaflanum hér á undan. Hér sérðu röð af hugmyndum og æfingum sem geta aukið einbeitingu þína. Prófaðu fáeinar æfingar í einu og reyndu að meta hverjar þeirra gagnast þér. Sættu þig við að hugsanirnar reika stundum en mundu að þú getur sjálfur brugðist við með virkum hætti til að ná stjórn á hugsununum aftur: Komdu þér fyrir í stól, litastu rólega um í herberginu og veldu einn eða tvo hluti sem þú vilt einbeita þér að til dæmis allt sem er kringlótt eða rautt. Vertu í ástandinu þar til þú öðlast ró. Haltu einbeitingu: Hengdu miða á ísskápinn þar sem stendur hvað þú ætlir að gera það sem eftir er dagsins og líttu jafnvel á listann eftir hvert hlé. Öndunar- og slökunaræfingar auka súrefni í líkamanum og hressa þig við. Reyndu hreyfingu og/eða að sjá hluti fyrir þér. Vöðvar þínir verða slakir og þú færð betri svefn og meiri orkuforða til að takast á við veruleikann á nýjan og uppbyggilegan hátt. Taktu þér hlé frá lestrinum og skildu að vinnutíma og frítíma og mundu að maður heldur einbeitingu best með því að vinna í 45 mínútur og hvíla sig í 15 mínútur. Sem sagt 45/15. Líttu á sjálfan þig sem endurhlaðanlega rafhlöðu: Þú hleður hana á nýjan leik þegar þú tekur þér hlé. Fjarlægðu ytri truflanir. Slökktu á símanum eða sjónvarpinu og aftengdu netið. 21

22 Að hafa raunhæfar væntingar Það skiptir miklu að hafa væntingar sínar og metnað í samræmi við það sem raunhæft er. Með því móti hefurðu miklu meiri möguleika á að standa við þá samninga sem þú gerir við sjálfa/n þig. Það færir þér sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þín batnar til muna. Á þann hátt er hægt að forðast að lenda í þeim vítahring að ná ekki að framkvæma og missa yfirsýn. Þegar við höfum raunhæfar væntingar til eigin afkasta, tímaáætlana, tímafrests o.þ.h. höfum við mesta möguleika á að koma okkur upp góðu vinnufyrirkomulagi. Þegar streita herjar á getur verið bæði árangursríkt og notalegt að koma markmiðum sínum með vinnunni í kerfi þar sem þá næst betri stjórn á óreiðunni. Þess vegna er gott ráð að byrja daginn á að fá yfirsýn yfir þá hluti sem við viljum gjarnan ná fram og því næst að reyna að meta hverju sé raunhæft að ná og það er auðvitað þetta síðasta sem þú átt að miða skipulag vinnunnar við. Endaðu daginn alltaf á að gera upp hverju þú hafir náð og hvað er ógert. Gerðu svo nýjan lista þar sem þú gerir upp með sjálfum þér hvenær muni vera raunhæft að ljúka því sem upp á vantar. Hugleiddu alltaf hvort aðrir muni geta leyst einhver af verkefnum þínum af hendi, hvort þú getir fengið aðstoð frá öðrum, hvort þú getir unnið viðkomandi verkefni á ögn yfirborðslegri hátt en þú ert vön/vanur eða hvort þú getir jafnvel hvílt það um stund. Reglur sem gott er að hafa í huga: Leggðu raunhæft mat á afkastagetu þína. Gerðu bara einn hlut í einu. Hlustaðu á sjálfa/n þig og legðu mat á athafnir þínar. Segðu þeim sem þú umgengst frá væntingum þínum og þörfum. Byrjaðu daginn á að fá yfirsýn og endaðu hann á að meta stöðuna. Notaðu vini, fjölskyldu, tengslanet eða leshóp sem aðhald. Skildu að vinnutíma og frítíma mundu 45/15. 22

23 Sjö áhrifaríkar leiðir Gerðu vikuáætlun frá mánudegi til sunnudags og merktu við hvað er vinnutími og hvað frítími. Áætluninni skaltu skipta í klukkutíma svo að þú getir tilgreint nákvæmlega hvað þú ætlar að gera frá 9:00 10:00 o.s.frv. Mundu að vera raunsæ/r og mundu að áætla tíma í hlé, matarhlé, hreyfingu, slökun o.s.frv. Hengdu áætlunina upp á áberandi stað svo að hún gefi ávallt yfirsýn yfir stöðu verksins til dæmis á ísskápinn eða við skrifborðið. Forgangsraðaðu öllu sem þú ætlar að gera allt frá skilum verkefna til innkaupa og gerðu bara einn hlut í einu. Fylgstu með sjálfum þér og viðbrögðum þínum við streitu hvort sem þau eru lítil eða mikil. Öll viðbrögð eru mikilvæg jafnvel þó aðrir kunni að vera annarrar skoðunar en þú. Gerðu það jafnvel að reglu að gera hlé og meta stöðuna tvisvar sinnum á dag. Gerðu ráð fyrir einhverjum pirringi, mistökum og áhyggjum í lífinu annars færðu óraunhæfar hugmyndir um framtíðina. Gerðu ráð fyrir einhverjum vandkvæðum við framvindu í hópvinnu. Þau eru eðlilegur hluti af vinnufyrirkomulaginu. Stundaðu slökun og öndunaræfingar á hverjum degi. Þær eru fljótvirk leið til að öðlast meiri orku. Líttu á breytingar sem mögulegan vöxt og gefðu sjálfum þér þann tíma sem framvinda verksins krefst. Vertu þolinmóð/ur, þetta er allrar fyrirhafnarinnar virði. Bæklingur þessi heitir á frummálinu Stress. Útgefandi: Studenterrådgivningen, júní 2008 Kompagnistræde 21,1, 1208 København K, Danmark. Þýtt og staðfært með leyfi Studenterrådgivningen. 23

24 24 HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Menntavegi Reykjavík Sími Fax

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG GLEYM - MÉR - EI ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG Að missa eftir 22. viku meðgöngu Þegar gleðin breytist í sorg Að missa á meðgöngu Útgefandi: LÍF styrktarfélag 1. útgáfa 2012 Efnisyfirlit Inngangur Tilfinningar

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur famciclovir Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins HUMULIN NPH (ísófan) KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna Mannainsúlín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur. Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Myfortic 180 mg og 360 mg magasýruþolnar töflur Mycofenolsýra (sem natríummycofenolat) Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur ondansetrón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur cíprófloxacín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum?

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum? Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:28 PM Side 1 Heyrir þú í Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna....vinum þínum? www.rexton.dk Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:29 PM Side

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN frostþurrkaðar töflur, 60 míkróg, 120 míkróg eða 240 míkróg Desmópressín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. quetiapin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Seroquel Prolong 50 mg, 150 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur quetiapin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla Kristín Jóhannesdóttir Arnbjörg Eiðsdóttir 1 Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla 1. útgáfa 2005 2. útgáfa 2006 Búið að laga villur í verkefnum 3a, 3b, 4, 10, 24, 32, 42, 43 og 44 6276 Ritstjóri:

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Metoprololsuccinat Hexal 25 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 50 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal 100 mg forðatöflur Metoprololsuccinat Hexal

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

Sådan A. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan A.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan A Efnisyfirlit Kynning 3 Tafla 4 Jeg og min familie 5 Postkort fra Island 6 Mad 8 Kalender 9 Min fødselsdag 11 Jul i Danmark 12 Regning-

Læs mere

föstudagur FERMINGAPAKKI Keypti sér hús við sjóinn KÆRULEYSIS- LEGT ÚTLIT Í SUMAR Herdís Sigurðardóttir segir frá vor- og sumar-hártískunni.

föstudagur FERMINGAPAKKI Keypti sér hús við sjóinn KÆRULEYSIS- LEGT ÚTLIT Í SUMAR Herdís Sigurðardóttir segir frá vor- og sumar-hártískunni. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 17. apríl 2009 Keypti sér hús við sjóinn Eivöru Pálsdóttur finnst notalegt að búa ein og hafa gott rými til að semja tónlist og mála. ÍSLENSK HÖNNUN ERLENDIS Öflugur

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst.

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS. Nicotinell forðaplástur. Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS Nicotinell forðaplástur Nikótín 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst. og 21 mg/24 klst. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

SKÁTABLAÐIÐ HVER ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI Í SKÁTASTARFI? FORINGI, FARÐU MEÐ ÞAU ÚT! ROVERWAY - FRÁSAGNIR FERÐALANGA

SKÁTABLAÐIÐ HVER ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI Í SKÁTASTARFI? FORINGI, FARÐU MEÐ ÞAU ÚT! ROVERWAY - FRÁSAGNIR FERÐALANGA SKÁTABLAÐIÐ 2 2016 FORINGI, FARÐU MEÐ ÞAU ÚT! 8 22 24 HVER ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI Í SKÁTASTARFI? ROVERWAY - FRÁSAGNIR FERÐALANGA QR-merkið hér til hliðar færir þér Skátablaðið á rafrænu formi. skatamal.is/skatabladid

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desmópressínasetat Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins MINIRIN nefúði, lausn 10 míkróg/skammti Desmópressínasetat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere