Kennsluleiðbeiningar A B

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Kennsluleiðbeiningar A B"

Transkript

1 Kennsluleiðbeiningar A B

2

3 TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B

4 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan bor du? En ejendom Hvad ville du tage med, hvis dit hjem brændte? Rasmus og Natasja Pligter i hjemmet I sommerhus Familien Tak skal du ha' Familier er forskellige Dine, mine og vores børn Noget om en mærkelig familie Min familie Regnbuefamilier Kender du ordet curlingbørn? Bedsteforældre Brevkassen Storm bor to steder Esther har en stor familie På caféen Özlems historie Fritid og interesser Tak En sjov fridag Ting man kan lave sammen med familien Keder du dig? Hvilken sport dyrker du? Sjove OL sportsgrene Vidste du at De Olympiske Leges historie En læsehest Snestorm I frit fald Jeg er YouTuber YouTube Mod er mange ting Tak Hvad er mod? Mod i hverdagen Heltemod Ella er en børnehelt årige Jonathan er en helt Kåret til Danmarks dyrehelt Modige flygtningebørn Modig eller dum? Malala Yousafzai Kejseren og blomsterfrøet Mod til at overleve OPGAVEBOG B 5 6 Fra barn til voksen Tak tak tak Teenagere Seje teenagere Unge i dag Kære far og mor Ikke barn og ikke voksen Rasmus Maja Tag det roligt Karinas konfirmation Williams nonfirmation Blå mandag Den perfekte dag Nyheder Stakkels storebror Verden rundt Vi er alle forskellige Tak Fire unge mennesker En kort en lang Vi er forskellige Uhyggeligt udseende Hekse Mere om hekse Halloween Går du op i dit udseende? Klædt på til fest Unge forbrugere Er jeg ikke flot? Krop og følelser Tak Din krop Når du spiser - Når du drikker Sundhed - Kontakt Tanker og følelser Forskellige følelser Dumme tanker og følelser Stakkels mig Stærke følelser Undskyld Rotter viser følelser Mere om din krop Syg eller rask? I skolen Magnus kan dø af grin gode grunde til at grine

5 Til kennara Við samningu Tak var stuðst við Aðalnámskrá grunnskóla: Erlend tungumál Almennt um námsefnið Tak er hugsað sem grunnefni til dönskukennslu í 8. bekk grunnskóla. Efnið samanstendur af nemendabók og tveimur verkefnabókum A og B. Hljóðbók, hlustunaræfingar, skapandi verkefni, rafrænar flettibækur og lausnir verkefna eru á vefsíðu Menntamálastofnunar. Í Tak er fjölbreytt textaval. Textarnir eru mismunandi að lengd og þyngd. Haft var að leiðarljósi að nemendur þjálfist bæði í mismunandi lestraraðferðum og að þeir þjálfist í að geta sér til um merkingu orða út frá samhengi.w Í verkefnabókunum eru fjölbreytt verkefni þar sem áhersla er lögð á að koma til móts við nemendur með mismunandi getu og áhuga. Talmál Í námsefninu er sums staðar skrifað talmál þar sem höfundar telja mikilvægt að nemendur átti sig á muninum á tal- og ritmáli. Þar er m.a. átt við algeng orð eins og li = lide og ha = have, værsgo = værsågod. Þá er talmál þjálfað í æfingum sem kallast Tak og í samtalsæfingunum í nemenda- og verkefnabókunum. Víða í kennsluleiðbeiningunum er hvatt til umræðu um myndir, texta og annað tengt efninu. Mikilvægt er að kennarar tali eins mikla dönsku og hægt er og hvetji nemendur til að tala dönsku á sínum forsendum. Ritháttur Oftast hafa höfundar valið að skrifa selvom í einu orði. Báðir rithættir eru réttir samkvæmt Í efninu koma einnig fyrir nokkur fleiri orð sem hafa tvenns konar rithátt. Til dæmis grønsager/ grøntsager, teenageværelse/teenage værelse. Nemendabók Nemendabókin skiptist í sjö þemu. Hvert þema samanstendur af mismunandi textum, bæði að lengd og þyngd. Með hverjum texta eru nokkrar orðskýringar á íslensku, sem standa neðst á hverri síðu. Orðin sem eru útskýrð eru feitletruð í textanum. Lestur eykur orðaforða og tilfinningu fyrir tungumálinu og því er mikilvægt að nemendur lesi sem mest á erlenda málinu og þjálfist í að beita mismunandi lestraraðferðum. Mikil áhersla er lögð á að myndefnið í nemendabókinni en það tengist innihaldi textanna. Kennarar geta notað myndirnar sem kveikju að textum, til umræðu á dönsku og sem grunn að ýmiss konar ítarverkefnum. Teikningunum er einnig ætlað að hjálpa nemendum að átta sig á innihaldi textanna án þess að skilja hvert orð og vekja áhuga þeirra og forvitni. Ritunarverkefni fylgja mörgum textum í nemendabókinni. Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast orðaforðanum í þemunum. Mikilvægt er að tengja ritun orðaforða sem unnið er með í öðrum færniþáttum. Ritunarverkefnin stuðla að skapandi notkun tungumálsins og festa orðaforða í sessi. 5

6 Málfræði er samkvæmt Aðalnámskrá ekki markmið í sjálfu sér á þessu stigi námsins, heldur er hún hluti af stóra samhengi tungumálsins. Málvitund nemenda eykst með markvissri notkun málsins og fjölbreyttum viðfangsefnum. Munnleg verkefni eru í hverju þema. Lögð er áhersla á bæði samskipti og frásögn. Verkefnin eru fjölbreytt t.d. leikir, samtalsæfingar, frásagnir og spil. Unnið er með grunnorðaforða úr þemunum, þar sem nemendur þurfa að tala saman á dönsku til þess að leysa verkefnin. Tungumál og menning eru samofin. Í námsefninu er víða veitt innsýn í danska menningu í textum, myndefni og verkefnum. Komið er inn á margt af því sem er í nærumhverfi danskra unglinga og lifnaðarháttum ungs fólks í Danmörku gerð nokkur skil. Verkefnabækur Verkefnabækurnar eru tvær, opgavebog A og B. Í opgavebog A eru æfingar úr fyrstu fjórum köflum nemendabókarinnar og í opgavebog B eru verkefni úr seinustu þremur köflunum. Í verkefnabókunum er verkefnum skipt í þrjá hluta: Før du læser Mens du læser Gert er ráð fyrir að nemendur vinni þessi verkefni áður en þeir lesa textann. Markmiðið er að vinna með fyrri þekkingu, reynslu og orðaforða nemenda sem nýtist þeim við lesturinn auk þess að vekja áhuga og eftirvæntingu fyrir innihaldi textans. Einnig er mikilvægt að skoða myndir og fyrirsagnir áður en textinn er lesinn til að auka skilning og vekja áhuga og eftirvæntingu. Hér er að finna lesskilnings- og orðaforðaverkefni sem tengjast orðaforða og innihaldi textans. Í lesskilningsverkefnunum er tekið mið af mismunandi lestraraðferðum. Með fjölbreyttum orðaforðaverkefnum er nemendum ætlað að festa í minni lykilorð úr textunum. Efter læsningen Í þessum verkefnum fá nemendur tækifæri til að vinna á skapandi og frjálsan hátt með orðaforða textans. Einnig eru nemendur hvattir til að skapa sinn eigin texta og nota hugmyndarflugið til að vinna með orðforðann á eigin forsendum í nýju samhengi bæði munnlega og skriflega. Hvert þema byrjar á verkefni sem kallast Tak. Þar er unnið með orðið tak á mismunandi hátt, bæði munnlega og skriflega. Í hverju þema eru æfingar með spurnarorðum. Tekin eru fyrir þrjú spurnarorð í hverju þema í verkefnabók A til þess að þjálfa nemendur markvisst í notkun þeirra. Í verkefnabók B eru spurnarorðin fleiri í hverju þema. Einnig er unnið lítillega með aðra þætti málfræðinnar Ritunarverkefni eru mörg og fjölbreytt í verkefnabókunum. Þau eiga að gefa nemendum tækifæri til að vinna á skapandi hátt með tungumálið í nýju samhengi. Ritunarverkefnin eru alls staðar tengd grunnorðaforða kaflanna. 6

7 Hlustunaræfingar eru margs konar. Þar má finna frásagnir, lýsingar á myndum og samtöl. Verkefnin með hlustunaræfingum eru misjöfn að þyngd og lengd en tengjast orðaforða sem fram kemur í þemunum hverju sinni. Mikilvægt er að nemendur heyri talað mál frá upphafi dönskunámsins og átti sig á hvernig það er notað við raunverulega aðstæður. Hlustunaræfingarnar byggja á orðaforða þemans. Því eru kennarar hvattir til að vinna með þær samhliða öðrum verkefnum í þemanu. Munnleg verkefni eru í hverju þema og byggjast á samtölum og frásögnum. Verkefnin eru fjölbreytt en tengjast orðaforða sem unnið er með í þemanu. Dæmi um verkefni eru leikir, samtalsæfingar og spil. Með hverju þema fylgja 2-3 skapandi verkefni til útprentunar. Þau eru merkt með tákni og nefnast Fyr løs, sem hægt er að þýða sem láttu vaða og vísar í ósk höfunda um að nemendur þori að æfa sig í dönsku á skapandi og fjölbreyttan hátt. Í fyr løs verkefnunum er megin áhersla lögð á munnlega færni. Verkefnin í bókunum eru fjölbreytt og með þeim má gefa nemendum tækifæri til þess að velja verkefni eftir getu hvers og eins. Hvort nemendur vinna öll verkefnin eða hluta þeirra hlýtur þó alltaf að vera í samráði við kennara. 7

8 OPGAVEBOG A OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Í þemanu er fjallað um: Húsnæði samkvæmt mannréttindasáttmálanum, mismunandi húsnæði, húsbúnað og heimilisstörf. Í lok þemans er stutt smásaga. Markmið með þemanu er að nemendur geti: beitt mismunandi lestraraðferðum (yfirlits-, leitar- og nákvæmnislestri). lesið sér til gagns og gamans um efni tengt heimili og heimilisstörfum. náð valdi á grunnorðaforða í þemanu. skilið þegar rætt er á einfaldan hátt um efnið. rætt á einfaldan hátt og skipst á upplýsingum á dönsku út frá orðaforða í þemanu. skrifað stutta og einfalda texta um efnið. áttað sig á mismunandi húsagerðum í Danmörku og á Íslandi. Hugmyndir að kveikju: Æskilegt er að umræður fari fram á einföldu dönsku máli. Gott getur verið að nota myndir til stuðnings. Ræða hvaða lágmarkskröfur við gerum til húsnæðis. Birta myndir af mismunandi húsum og ræða um þau. Sýna mynd af dæmigerðum dönskum húsum. Hvernig er þau ólík húsum á Íslandi? (Það má finna myndir af húsum með því að slá inn leitarorðin: billeder/danske huse. Hvað gerir fólk inni á heimili? Orðablóm og umræður. Hér á eftir er fjallað um þær blaðsíður sem höfundar telja mikilvægt að útskýra nánar. 8

9 Tak, tak, tak Opgavebog A, side 3. B. Aðeins er smá merkingamunur á orðunum: mange tak, tak, tusind tak og tak skal du ha. Sjálfsagt er þó að hvetja nemendur til að nota öll orðin í verkefninu. Gott að benda nemendum á styttingar sem eru einkennandi fyrir talmál. Hér: værsgo værsågod og ha at have. Boligen Læsebogen side 4. Opgavebog A side 4-5. Læsebogen side 4 Ræðið hvað stendur í Mannréttindasáttmálanum og hvaða kröfur fólk gerir til húsnæðis. Einnig má fá nemendur til að velta myndinni fyrir sér. Opgavebogen side 4 A. Ekki er víst að allir séu sammála um orðin sem tengjast húsnæði. Ef til vill geta nemendur rökstutt svörin. Jeg synes at har med bolig at gøre fordi D. Nemendur geta valið að skrifa um annað húsnæði en sitt eigið. Hvordan bor du? Læsebogen side 5-7. Opgavebog A side 5 8. Kveikja: Ræða um myndirnar af húsunum. Hvaða hús er/eru varla frá Íslandi og hvers vegna? Gott að ræða um hæðirnar sem eru öðruvísi en á íslensku: stuen, første sal, anden sal, tredje sal. Opgavebogen side 5 A. Nokkur orðanna sem á að skrifa eru með annað kyn en á íslensku. Gott er að benda nemendum á þau orð: en cykel en seng et klædeskab et vindue Opgavebogen side 7 Lytteøvelse 1 Gott er að hvetja nemendur til að lesa orðin í verkefninu yfir áður en þeir hlusta á frásögnina. Mælt er með að gera smá hlé á millil lesara svo nemendur fái tækifæri til að merkja við orðin sem Sofie nefnir áður en þeir hlusta á Jonas. 9

10 Hvor bor du? Et spil Læsebogen side 7. Nemendur nota t.d. mynt til að kasta eða eitthvað sem hefur tvær mismunandi hliðar. Áður en spilið hefst þurfa nemendur og kennari að koma sér saman um hversu margar setningar þeir eigi að segja um hverja mynd. En ejendom Læsebogen side 8-9. Opgavebog A side Læsebogen side 8-9 Hægt er að vinna á fjölbreyttan hátt með myndina af húsinu. T.d. En gætteleg: Nemendur vinna í pörum eða litlum hópum. Þeir skiptast á að spyrja og svara. A segir: Jeg kan se et grønt skab på væggen. B: Det er på billede nr. 5 / eða Det er på et værelse. Nemendur skrifa stuttar lýsingar á herbergjunum. Nemendur skrifa stuttar sögur/frásagnir um það sem er að gerast í herbergjunum. Athugið að það er lyfta í húsinu. Lyftan fer ekki niður í kjallara. Opgavebogen side 10 B. Númerin fyrir framan orðin í verkefninu segja til um í hvaða texta þau er að finna. Orðið íbúar er að finna í texta 1, orðið geyma í texta 2 o.s.frv. Opgavebogen side 11 Lytteøvelse 2 Nemendur heyra staðreyndir um myndina. Þeir eiga að merkja við hvort þær séu réttar (ja), rangar (nej) eða hvort þeir geti ekki vitað það út frá myndinni (ved ikke). Athugið að númerin í hlustuninni eiga ekki við textann í lesbókinni. Nemendur finna ekki endilega svarið við spurningu 1 á mynd 1. Opgavebogen side 12 F. Nemendur geta unnið samtalsæfingu út frá myndinni. T.d. Gætteleg. Nemandi A lýsir leið um húsið og nemandi B finnur út hvar A er staddur. Hvad ville du tage med, hvis dit hjem brændte? Læsebogen side 10. Opgavebog A side Kveikja: Myndirnar gefa tækifæri til að rifja upp eða leggja inn orðaforða sem tengist myndunum og textanum, t.d. um útlit, föt og hluti. Engin orð í textanum tengjast slökkviliði eða slökkvistarfi. Mörg slökkviliðsorð koma fyrir í hlustun 3 þannig að gott getur verið að kynna þau í tengslum við textann. Ef til vill geta nemendur og kennarar gert orðablóm þar sem þeim orðum er bætt við. T.d. brandmand, 10

11 brandbil, brand, brandvæsen, røg, at brænde, ild, ildebrand, at gå ild i, at slukke ild, at redde, politiet. Opgavebogen side 14 Lytteøvelse 3 Gott er að vera búinn að rifja upp orð sem tengjast bruna og slökkviliði áður en nemendur hlusta. Opgavebogen side 15 F. Minna nemendur á að vandret = lárétt, lodret = lóðrétt Rasmus og Natasja Læsebogen side 11. Opgavebog A side Læsebogen side 11 Myndasögur höfða oft vel til nemenda. Hér má t.d. fá nemendur til að segja einfaldar setningar á dönsku um myndirnar. T.d. má hugsa sér að hver nemandi segi eina einfalda setningu og engir tveir mega segja það sama. Opgavebogen side 15 B. Athugið að það vantar óvart óákv. greini fyrir fram dør (en dør). Opgavebogen side 16 E. Gott að hvetja nemendur til að skrifa sínar eigin setningar en ekki endurskrifa setningarnar úr textanum. Opgavebogen side 17 F. Samkvæmt lausnum er hvert orð notað einu sinni. Pligter i hjemmet Læsebogen side 12. Opgavebog A side Opgavebogen side 19 D. Orðin í slöngunni eru í réttri röð miðað við æfinguna. Á milli orðanna eru stakir stafir. Opgavebogen side 20 Lytteøvelse 4 Mælt er með að gert verði hlé í upplestrinum eftir Aksel. Þannig fá nemendur tækifæri til að merkja við svörin áður en þeir hlusta á Julie. Opgavebogen side 20 E. Hér vantar inn í fyrirmæli. Þau eiga að vera: Find ordet. Læs hver sætning og skriv bogstavet som findes i begge ordene. Nemendur eiga að finna bókstafinn sem kemur fyrir í báðum orðum. T.d. kemur S fyrir í sjov og synes og þá á að skrifa s sem fyrsta staf í: Ordet er: _s 11

12 F. Verkefnið gefur tækifæri til að rifja upp danska stafrófið. Í Smart bókinni eru nokkrar æfingar með stafrófi sem hægt er að vinna með eins og t.d. hlustunaræfingar. G. Ryksugan er ekki persóna. Vel mætti hugsa sér að strákurinn hafi ryksugað upp gæludýr eða meindýr. Þá er það dýrið sem talar en ekki ryksugan. Draculas hjem Læsebogen side 13. Gert er ráð fyrir að hver nemandi lesi söguna fyrir sig eða tveir saman og teikni myndina. Teikningin sýnir skilning nemandans á textanum. Mælt er gegn því að nemendur þýði söguna áður en þeir byrja að teikna. Betra er að nemendur giski á merkingu orða og/eða beri sig saman. I sommerhus Læsebogen side 14 og 15. Opgavebog A side Læsebogen side 14 og 15 Smásagan er draugasaga. Mælt er með að nemendur lesi söguna með yfirlitslestri þannig að þeir skilji aðalatriðin. Opgavebogen side C. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lesið söguna með yfirlitslestri. Opgavebogen side 23 E. Nemendur fá tækifæri til að nota hugmyndaflugið í þessari myndasögu. Ef til vill geta þeir sýnt hver öðrum sína útgáfu og jafnvel leikið hver fyrir annan. 12

13 2 Familien Þemað fjallar um mismunandi fjölskylduform. Enn þá er kjarnafjölskyldan í meirihluta en til eru 37 mismunandi gerðir af barnafjölskyldum í Danmörku. Sjá má fleiri upplýsingar hjá Danmarks statistik : Í lok kaflans er stutt frásögn um Özlem, sem er kona af tyrkneskum uppruna, og býr í Danmörku. Markmið með þemanu er að nemendur geti: beitt mismunandi lestraraðferðum (yfirlits-, leitar- og nákvæmnislestri). lesið sér til gagns og gamans um efni tengt fjölskyldunni. náð valdi á grunnorðaforða í þemanu. skilið þegar rætt er á einfaldan hátt um efnið. rætt á einfaldan hátt og skipst á upplýsingum á dönsku út frá orðaforða í þemanu. skrifað stutta og einfalda texta um efnið. áttað sig á mismunandi fjölskyldugerðum í Danmörku og á Íslandi. Hugmyndir að kveikju: Æskilegt er að umræður fari fram á einföldu dönsku máli. Gott getur verið að nota myndir til stuðnings. Ræða ýmis fjölskylduform. Birta myndir af mismunandi fjölskyldum. Láta nemendur giska á hve mörg fjölskylduform eru í Danmörku og jafnvel sýna upplýsingar frá Danmarks statistik. Velta fyrir sér hvort fjölskylduformin séu svipuð á Íslandi og í Danmörku (annars staðar í heiminum). Velta fyrir sér hvaða fjölskylduform verða í framtíðinni. Orðablóm/hugstormur er tengist fjölskyldum. 13

14 Tak skal du ha Opgavebog A, side 24 TAK skal du ha' Ef til vill geta nemendur, tveir og tveir saman, búið til ítarlegri samtöl í kringum myndirnar og leikið þau hver fyrir annan. Familier er forskellige Læsebogen side 16. Opgavebogen side Læsebogen side 16 Hugsanlega má nota myndirnar í kringum textann sem kveikju að umræðum um mismunandi fjölskyldur. Engar tvær myndir eru eins. Opgavebogen side 25 A. Lausnir geta verið mismunandi við verkefnið enda eru nemendur e.t.v. ekki sammála um hvaða orð þeir tengja fjölskyldum. Ath. að orðið tante og onkel hafa ekki komið fyrir áður. C. Nemendur hafa e.t.v. gaman af að búa til samskonar verkefni hver fyrir annan. Dine mine og vores børn Læsebogen side 16. Opgavebogen side Læsebogen side 16 Pap og bonus eru orð sem notuð eru fyrir stjúptengsl t.d. papmor, bonusfar. Orðið pap virðist þó vera á undanhaldi. Á myndinni táknar pappastrákurinn stjúpbróður. Opgavebogen side 28 D. mörg samsett orð koma til greina. Opgavebogen side 29 F. Orð númer 8, lus, hefur ekki komið fyrir áður en auðvelt er að giska á það. Lytteøvelse 6 Mælt er með að nemendur lesi setningarnar sem merkja á við áður en þeir byrja að hlusta. Annars getur verið erfitt að fylgjast með. Hugsanlega þurfa nemendur að hlusta tvisvar til þrisvar til að ná öllum svörunum. Noget om en mærkelig familie Læsebogen side 17. Opgavebogen side Læsebogen side 17 Gott getur verið að skoða/ræða um myndina áður en rímið er lesið. Ekki er ástæða til að nemendur skilji hvert orð í ríminu, enda eru mörg þeirra ekki notuð í daglegu máli. En gaman getur verið fyrir nemendur að lesa rímið í kór með tilþrifum. Finna má mörg rim og remser á vefsíðunni: 14

15 Opgavebogen side 31 D. 6. Í fljótu bragði má ætla að værste og kæreste rími ekki. En hér er gengið út frá framburðinum: værste kær(e)ste. D. 8. Oftast hafa höfundar valið að skrifa selvom í einu orði en þó ekki hér. Báðir rithættir eru réttir samkvæmt sproget.dk. E. Myndirnar í nemendabók og verkefnabók eru ekki eins. Búið er að bæta við 5 atriðum í verkefnabókinni. Annar nemandi á að einbeita sér að mynd í nemendabók og hinn í verkefnabók. Min familie Læsebogen side 17. Opgavebogen side Opgavebogen side 33 D. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur skrifi aldurinn (tölurnar) í bókstöfum enda línurnar of stuttar til þess. Opgavebogen side 34 E. Nemendur geta varla svarað lið 1 fyrr en þeir eru búnir að lesa teiknimyndasöguna. Regnebuefamilier Læsebogen side 18. Opgavebogen side Læsebogen side 18 Hér gæti verið ástæða til að rifja upp hvenær notað er den og hvenær han/hun. Den kemur fyrir í öllum textunum um fjölskylduna. Opgavebogen side 36 D. Hvatt er til að rifja upp tölur og starfsheiti áður en nemendur vinna þessa munnlegu æfingu. Kender du ordet curlingbørn? Læsebogen side 18. Opgavebogen side Læsebogen side 18 Umræður um orðið curlingbørn geta skapast á meðal nemenda og hvaða orð notað er á íslensku. Mikið efni finnst á netinu um of vernduð börn, bæði textar og myndir. Opgavebogen side 37 A. Nemendur geta fundið svörin við spurningunum á netinu. Opgavebogen side 38 15

16 Lytteøvelse 8 Hvatt er til að nemendur skoði myndina vandlega áður en upplestur hefst og kennari getur jafnvel rætt um hana á dönsku til að nemendur átti sig betur á því sem sagt er. D. Nemendur þurfa ekki endilega að nota orðin í kassanum. Sumum gæti jafnvel þótt það erfiðara. Bedsteforældre Læsebogen side 19. Opgavebogen side Læsebogen side 19 Gott getur verið að rifja upp fjölskylduorðin áður en unnið er með textann: farmor, farfar, mormor, morfar, bedstemor, bedstefar, oldemor, oldefar. Opgavebogen side 40 E. Nemendur þurfa að nota textann við lausn verkefnisins þar sem orðin tengjast innhaldi hans. F. Vera má að verkefnið vefjist fyrir nemendum. Nemendur geta þá fundið lausnirnar í samvinnu; pörum eða hópum. Þá má hugsa sér að í lokin leiki nemendur myndasöguna í pörum fyrir litla hópa eða önnur pör. Brevkassen Læsebogen side 20. Opgavebogen side Læsebogen side 20 Mynd 3 tengist ritunarverkefninu Skriv et brev. Opgavebogen side 42 F. Á myndinni er refafjölskyldan að ræða vandamál innan fjölskyldunnar. Stelpan ætlar sér að gefa þeim ráð. Talblöðrurnar eru frekar litlar því mætti hugsa sér að nemendur skrifi á blað eða í stílabók. Nemendur geta skrifað saman í hóp og leikið samtalið. Snak sammen Læsebogen side 21. Verkefnið er spil. Það er enginn formlegur endir á spilinu. Áður en nemendur byrja á æfingunni, getur því verið gott að setja tímamörk eða að koma sér saman um hve oft á að spyrja og svara. 16

17 Storm bor to steder Læsebogen side 22. Opgavebog A side Opgavebogen side 43 A. Hvetja má nemendur til að skrifa óákv. greini fyrir framan nafnorðin. Opgavebogen side 44 Fyr løs 5. Æfingin er verkefni úr textanum um Storm bor to steder. Esther har en stor familie Læsebogen side 22. Opgavebog A side Opgavebogen side 45 Lytteøvelse 9 Æskilegt er að nemendur einbeiti sér að annarri spurningunni í einu og hlusti tvisvar á textann. Kædeleg Læsebogen side 23 Ef bekkir/hópar eru stórir geta nemendur átt erfitt með að muna öll orðin sem búin eru að koma fram. Mælt er með að skipta bekk/hóp í t.d. 10 manna hópa. Skriv om et ord Læsebogen side 23. Fyrirmælin eru löng og því er mælt með að kennarar lesi þau með nemendum í byrjun. På caféen Læsebogen side 24. Opgavebog A side 46. Nemendur geta búið til stuttan leikþátt út frá myndunum og sýnt fyrir bekkinn/hóp eða tekið upp á snjalltæki og sýnt öðrum. Özlems historie Læsebogen side 25. Opgavebog A side Læsebogen side 25 Ýmislegt hefur verið skrifað um Özlem og margar upplýsingar má finna um hana á netinu. Opgavebogen side Hugmynd að ritunarverkefni: Hurtigskrivning. Nemendur fá fimm mínútur til þess að skrifa stuttan texta um t.d. heimili sitt, fjölskylduna, Özlem eða annað sem unnið hefur verið með og nemendur hafa orðaforða um. Markmiðið er að þjálfa og kalla fram grunnorðaforðann í þemanu. 17

18 3 Fritid og interesser Í þemanu er fjallað um frítíma og áhugamál. Einnig hvað fjölskyldur geta gert saman í frítíma sínum. Þá er fjallað lítillega um sögu Ólympíuleikanna og um nokkrar óhefðbundnar íþróttagreinar. Markmið með þemanu er að nemendur geti: beitt mismunandi lestraraðferðum (yfirlits-, leitar- og nákvæmnislestri). lesið sér til gagns og gamans um efni tengt íþróttum og áhugamálum. náð valdi á grunnorðaforða í þemanu. skilið þegar rætt er á einfaldan hátt um efnið. rætt á einfaldan hátt og skipst á upplýsingum á dönsku út frá orðaforða í þemanu. skrifað stutta og einfalda texta um efnið. Hugmyndir að kveikju: Æskilegt er að umræðurnar fari fram á einföldu dönsku máli. Gott getur verið að nota myndir til stuðnings. Gera könnun á áhugamálum nemenda. Gera könnun á íþróttaiðkun/hreyfingu nemenda. Skoða íþróttaviðburði sem eru á döfinni. Vinna verkefni um danskar íþróttir og/eða íþróttamenn. Vinna verkefni um fræga danska söngvara, leikara eða listamenn. Vinna verkefni um Dani sem eru frægir á samfélagsmiðlum. 18

19 Tak Opgavebog A, side 50 Nemendur geta gert ítarlegri samtöl út frá myndunum og jafnvel leikið hver fyrir annan. En sjov fridag Læsebogen side 26. Opgavebog A side 51. Læsebogen side 26 Flestar setningarnar byrja á sögnum í boðhætti. Æskilegt er að kynna fyrir nemendum myndun boðháttar. Nemendur geta komið með fleiri hugmyndir að skemmilegum frídegi. Opgavebogen side 51 C. Í textanum eru mun fleiri sagnir sem mætti vinna með. Ting man kan lave sammen med familien Læsebogen side Opgavebog A side Læsebogen side Hægt er að vinna með myndir og fyrirsagnir: Myndin verði þá rædd út frá fyrirsögninni og upplýsingum bætt við. Þannig eru nemendur komnir með orðaforða til að geta unnið ritunarverkefnið sem er neðst á bls. 27. T.d. Mynd 1 - Spis sammen: Hvor er familien? Hvem er í familien? Hvad spiser familien? Spiser de aftensmad eller morgenmad? Opgavebog side 53 B. Gott er að rifja upp spurnarorðin sem komið hafa fyrir áður. Opgavebog side 54 D. Þegar nemendur hafa skrifað texta inn í talblöðrur mætti ef til vill skrifa stutta frásögn um myndasöguna. Keder du dig? Læsebogen side 28. Opgavebog A side Opgavebogen side 55 B. Nemendur eru e.t.v. ekki sammála um hvort teppi sé á myndinni með Karen. Það sést ekki greinilega hvort þarna er teppi eða ekki. Nemendur ráða. C. Flest þessi orðasambönd er mikilvægt að kunna til að geta tjáð sig. Mikilvægt er að fá nemendur til að nota þau eins oft og hægt er svo þau verði þeim töm. 19

20 D. Hér væri gott að kennari skrifaði dæmi á töflu. T.d. a. Hvad keder dig? Det keder mig at rydde op. b. Hvad synes du om fodbold. Jeg synes fodbold er sjov. c. Hvornår kommer du i godt humør. Jeg kommer i godt humør når jeg spiller computerspil. Hvad har du lyst til? Jeg har lyst til at se en film. Opgavebogen side 56 Lytteøvelse 12 Þar sem setningarnar eru á íslensku er nauðsynlegt að nemendur lesi þær yfir áður en hlustun hefst svo auðveldara verði að átta sig á hvar á að skrifa númer. Mælt er með að gera hlé á milli setninga svo nemendur fái tækifæri til að finna setningarnar. Opgavebogen side 57 G. Gert er ráð fyrir að nemendur styðjist við myndirnar til að ljúka við samtölin. Hvilken sport dyrker du? Læsebogen side Opgavebog A side Læsebogen side Skriv om dig selv - Það getur verið góð hugmynd að venja nemendur við að skrifa idémylder hugstorm, þegar þeir skrifa texta. Þannig finna þeir orðin fram sem þeir kunna um efnið eða fletta þeim upp áður en þeir byrja að skrifa. Þannig má rifja upp orðaforða og koma í veg fyrir skort á orðaforða við ritunina. De Olympiske Lege Læsebogen side 30. Opgavebog A side 61. Læsebogen side 30 Textinn er nokkuð erfiður með mörgum nýjum orðum. Því er mikilvægt að nemendur vinni verkefni A í vinnubók áður en þeir lesa. Það ætti að einfalda skilninginn. Sjove OL sportsgrene Læsebogen side Opgavebog A side Læsebogen side Einhverjir nemendur gætu haft gaman af að lesa meira um óhefðbundnar íþróttagreinar sem keppt er í á Ólympíuleikum. Á netinu er að finna lýsingar á ýmsum greinum. Leitarorð: top 10 de maerkeligste ol discipliner Einnig er að finna mikið af alls konar upplýsingum um Ólympíuleikana á netinu. 20

21 Læsebogen side 31 Lav spørgsmål til teksten Í textunum er mikið af nýjum orðum. Verkefnið getur verið hvatning til nemenda um að nota eitthvað af orðunum munnlega og skriflega og þannig hjálpa þeim að festa þau í minni. Opgavebogen side 63 D. Galgen. Ekki er víst að allir nemendur hafi danska stafrófið á takteinum. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að nemendur vinni Galgen verkefnið. Kennari getur ef til vill horft fram hjá því að nemendur noti íslenska stafrófið í verkefninu. De Olympiske Leges historie Læsebogen side 32. Opgavebog A side Læsebogen side 32 Textarnir um sögu Ólympíuleikana innihalda mörg ártöl, því er mikilvægt að rifja upp tugina og framsetningu á ártölum. Í textunum um Ólympíuleikana koma fram margar upplýsingar. Nemendur hafa eflaust gaman af að svara spurningum um þá t.d. í Kahoot. Hugsanlega geta nemendur sjálfir búið til sínar eigin spurningar og kennari leggur þær svo fyrir bekkinn. Opgavebogen side 65 Lytteøvelse 15 Í hlustuninni eiga nemendur að skrifa verð á hlutunum. Æfing 1 er smá þjálfun í tölum en ef til vill þarf að æfa þær enn meira áður en hlustunin er tekin fyrir. Tillaga: Nemendur skipta sér í hópa og búa til veggspjöld með orðum og mögulega myndum sem tengjast einni ákveðinni íþrótt eða tómstundaáhugamáli. Þeir geta leitað að orðum í nemendabókinni, á netinu, í orðabókum eða blöðum. Gå ud Opgavebog A side 66. Lytteøvelse 16 Mælt er með að nemendur skoði myndina vel áður en hlustun hefst. Kennarar og nemendur geta rætt um myndina á dönsku til að vera betur búnir undir hlustunina. 21

22 En læsehest Læsebogen side 33. Ef til vill má byrja á að ræða við nemendur á dönsku um hvað en læsehest er og hve mikið þarf að lesa til að vera lestrarhestur. Einnig má ræða orðið bogorm sem hefur sömu merkingu. Bæði orðin eru notuð á íslensku. Snestorm Læsebogen side 34. Opgavebog A side 69. I frit fald Læsebogen side 35. Opgavebog A side Jeg er god til Læsebogen side 35. Æfinguna er hægt að nota um allt mögulegt annað en: jeg er god til T.d. Hvad laver du i din fritid? Hvilken sport dyrker du? Hvad læser du? Jeg er YouTuber Læsebogen side Opgavebog A side Margt er að gerast á myndinni. Það getur nýst nemendum við verkefnavinnuna að ræða hvað þeir sjá og jafnvel mætti taka saman orðalista. Opgavebogen side 70 A. Ekki er víst að nemendur séu sammála um hvaða orð tengjast YouTube. Ef til vill má setja hring utan um öll orðin. Opgavebogen side 71 C. Myndirnar í les- og verkefnabók eru ekki eins. Búið er að breyta 5 atriðum. Annar nemandinn á því að einbeita sér að myndinni í nemendabók og hinn í verkefnabók og þeir í sameiningu að finna hvað er ólíkt með myndunum. YouTube Læsebogen side 37. Opgavebog A side

23 4 Mod er mange ting Þemað fjallar um ýmislegt sem má flokka undir hugrekki. Nokkrir textar fjalla um börn og unglinga sem hafa drýgt ýmsar hetjudáðir. Þá eru nokkrir textar um flóttabörn sem hafa flúið stríð og komið til Danmerkur. Einnig er stuttur texti um nóbelsverðlaunahafann Malala Yousafzai. Í lok þemans er ævintýri og frásögn um hetjudáð. Markmið með þemanu er að nemendur geti: beitt mismunandi lestraraðferðum (yfirlits-, leitar- og nákvæmnislestri). lesið sér til gagns og gamans um efni tengt hetjudáðum og daglegu lífi. náð valdi á grunnorðaforða í þemanu. skilið þegar rætt er á einfaldan hátt um efnið. rætt á einfaldan hátt og skipst á upplýsingum á dönsku út frá orðaforða í þemanu. skrifað stutta og einfalda texta um efnið. átti sig á muninum á hugrekki og fífldirfsku. Hugmyndir að kveikju: Æskilegt er að umræðurnar fari fram á einföldu dönsku máli. Gott getur verið að nota myndir til stuðnings. Nemendur ræða fyrirsögn þemans. Hvað er hugrekki? Velti fyrir sér hugrekki og fífldirfsku. Nemendur velti fyrir sér hvenær þeir sýndu hugrekki. Nemendur finna myndir af hugrökku fólki og skrifa fyrirsögn við myndirnar. Velti fyrir sér hetjudáðum í hversdagslífinu og átti sig á muninum á hetjudáð og fífldirfsku. Nemendur koma með nöfn á ofurhetjum. 23

24 Tak Opgavebog A, side 72 Hvad er mod? Læsebogen side 38. Opgavebog A side Ræða má muninn á nafnorðinu mod og lýsingarorðinu modig. Ræða má orð Dumbledore á íslensku og velta upp merkingunni. Það auðveldar nemendur að svara verkefni E. Opgavebogen side 73 A. Ef til vill þarf að útskýra hvað at skrive løs merkir (skrifaðu á fullu það sem þér dettur í hug). Mod i hverdagen Læsebogen side 38. Opgavebog A side Textarnir gefa tilefni til umræðu sem hægt er að taka í hópum, pörum eða undir stjórn kennara. Einnig má gera könnun í bekk um hvað nemendum finnst um textana þegar þeir hafa verið lesnir. Best er að taka umræðuna á dönsku að svo miklu leyti sem það er hægt. Nemendur geta líka bætt við hetjudáðum. Opgavebogen side 75 D. Einfaldast er að nemendur velji texta úr talblöðrunum í lesbókinni en að sjálfsögðu geta þeir notað sína eigin texta. Heltemod Læsebogen side 39. Opgavebog A side Nauðsynlegt getur verið að benda nemendum á muninn á orðunum heltemod og heltedåd. Heltedåd: hetjudáð Heltemod: hugrekki Opgavebogen side 76 B. Ekki er víst að allir séu sammála um hvaða 10 orð tengjast hetjum. Það er í góðu lagi og getur skapað skemmtilegar umræður. 24

25 Opgavebogen side 77 Lytteøvelse 19 Hvetja má nemendur til að lesa setningarnar yfir áður en þeir byrja að hlusta. Þannig ná þeir betur að átta sig á um hvað frásögnin fjallar og eiga auðveldara með að merkja í réttan kassa. Opgavebogen side 78 G. Nemendur eiga að finna 14 lýsingarorð. Ef til vill má rifja upp/kynna helstu reglur um endingar lýsingarorða (-e, - t, endingalaus) og láta nemendur skrifa setningar með lýsingarorðunum með mismunandi endingum. En stor bil et stort hus, mange store hunde. Ella er en børnehelt Læsebogen side 39. Opgavebog A side Hvad er den Den Gyldne Sofus? Hvert år uddeler Falck i samarbejde med Børnulykkesfonden helteprisen Den Gyldne Sofus til et barn der har gjort en særlig heltemodig gerning. Prisen går til et barn i alderen 3-12 år, der har gjort en forskel for mennesker eller dyr. Hvem var Sofus egentlig? Falck blev grundlagt i 1906 af Sophus Falck. Prisen er opkaldt efter ham og Leitarorð falc og den gyldne sofus Opgavebogen side 79 A. Nemendur eiga að skoða myndina neðst á síðunni og fyrirsögnina til að svara verkefninu. Ekki lesa textann. 13-årige Jonathan er en helt Læsebogen side 40. Opgavebog A side Í textanum eru mörg orð sem tengjast bruna. Á meðan lesið er geta nemendur tekið saman öll þau orð sem tengjast bruna og t.d. búið til orðablóm; brand, bip, røg, varmt, brandalarm, brandbil, 112, ringe, brandmand Snak sammen Læsebogen side 41. Spurningastjörnu má nota til hjálpar, bæði í munnlegum og skriflegum æfingum, til að nemendur geri sér betur grein fyrir um hvað texti fjallar. 25

26 Kåret til Danmarks dyrehelt Læsebogen side 41. Opgavebog A side Opgavebogen side 83 C. Nemendur eru með mismunandi lýsingarorð og frásögnin verður því óútreiknanleg og skemmtileg. Frásögnin kemur nemendum sjálfum á óvart ef þeir vita ekki að þeir eiga að nota lýsningarorðin í lið 1 í lið 3. Skriv om en helt Læsebogen side 42. Hvetja þarf nemendur að skrifa titil á fréttina. Nemendur geta ef til vill búið til frétt í tölvu eða spjaldtölvu og sett inn myndir. Modige flygtningebørn Læsebogen side Opgavebog A side Opgavebogen side 83 A. Ekki er pláss í verkefnabókinni til að skrifa allan textann í kassanum svo nemendur þurfa að velja það sem þeir vilja skrifa á íslensku. Opgavebogen side 84 E. Þessi æfing er aðeins til gamans og uppbrots en tengist engum texta. Opgavebogen side 86 J. Ef nemendum reynist erfitt að skrifa setningar um eigið land, má benda þeim á að skrifa fyrst niður lykilorð sem þeir finna í orðabókum eða á netinu og skrifa síðan. Modig eller dum? Læsebogen side 44. Opgavebog A side Opgavebogen side 88 G. Nota má myndasöguna í meira en farið er fram á í verkefninu. Til dæmis má leika söguna fyrir aðra hópa, taka upp leikþátt eða skrifa samfellda frásögn. Lytteøvelse 22 Athugið að orðin sem merkja á við eru í réttri röð miðað við frásögnina. Skriv et haiku-digt Læsebogen side 45. Útskýra þarf fyrir nemendum að stavelse merkir atkvæði. Hægt er að klappa ljóðið sem er notað í dæminu til útskýringar. 26

27 Malala Yousafzai Læsebogen side 45. Opgavebog A side Mikið hefur verið skrifað um Malala Yousafzai og má finna ýmislegt á netinu. Opgavebogen side 89 A. Spurningarnar má t.d. setja í Kahoot og bæta við ýmsum upplýsingum um Malala. Kejseren og blomsterfrøet Læsebogen side Opgavebog A side Hvatt er til að ræða um myndina áður en sagan er lesin. Þannig er hægt að koma inn á orð sem tengjast sögunni og auðveldar það bæði lestur og verkefni A. Opgavebogen side 92 G. Orð 5 og 7 eru sagnir gro vande. Hin orðin eru nafnorð. Mod til at overleve Læsebogen side 48. Opgavebog A side Sagan um Juliane er sönn og má ef til vill finna upplýsingar um hana á netinu. Opgavebogen side 95 Lytteøvelse 23 Hlustunin getur reynst nemendum erfið. Ef til vill þarf að ræða lykilorðaforða eftir fyrstu hlustun. Opgavebogen side 96 H. Snak sammen Verkefnið er spil. Það er enginn formlegur endir á spilinu. Áður en nemendur byrja á æfingunni, getur því verið gott að setja tímamörk eða að koma sér saman um hve oft á að spyrja og svara. Historie-roulette Læsebogen side 49. Hvetja þarf nemendur til að skrifa fyrirsögn eða heiti á söguna. Nemendur ráða hvort þeir skrifa frétt, frásögn eða myndasögu. Opgavebogen side 93 Fyr løs 10 er verkefni um að lifa af líkt og frásögnin. 27

28 OPGAVEBOG B Í þemanu er fjallað um: Táningsárin og ýmislegt sem tengist því að vera táningur fyrr og nú. Ýmsar hefðir sem tengjast því að verða fullorðinn. Fermingu og danskar hefðir tengdar henni. Markmið með þemanu er að nemendur geti: beitt mismunandi lestraraðferðum (yfirlits-, leitar- og nákvæmnislestri). lesið sér til gagns og gamans um efni tengt táningsárunum og hefðum tengdum þeim. náð valdi á grunnorðaforða í þemanu. skilið þegar rætt er á einfaldan hátt um efnið. rætt á einfaldan hátt og skipst á upplýsingum á dönsku út frá orðaforða í þemanu. skrifað stutta og einfalda texta um efnið. kynnst dönskum hefðum og menningu tengdum unglingsárunum. Hugmyndir að kveikju: Æskilegt er að umræðurnar fari fram á einföldu dönsku máli. Gott getur verið að nota myndir til stuðnings. Ræða orðið teenager. Hvað er að vera unglingur? Er unglingamenning ólík eftir löndum og menningarheimum? Hvernig var að vera unglingur í gamla daga? Ræða hefðir sem nemendur þekkja, sem tengjast unglingsárunum, t.d. ferminguna. 28

29 5 Fra barn til voksen Tak tak tak Opgavebog B side 3. A. Athugið að þúsund má skrifa á tvo vegu, tusind og tusinde. Gott væri að ítreka við nemendur að orðið at ha er stytting á at have og er notað um talmál. B. Hér mætti ræða aðeins um hinn danska sið að senda þakkarkort og hvort nemendur þekki slíka siði af eigin reynslu. Það gæti verið áhugavert að heyra hvað nemendum þykir um svona siði, hvort og hvenær þeim finnst viðeigandi að senda þakkarkort. Hægt er að skrifa m.a. boðskort og þakkarkort á netinu. Nemendur geta sent hver öðrum kort. Hægt er að finna slóðir á netinu t.d. með því að setja inn leitarorðin gratis takkekort. Teenager Læsebogen side 50. Opgavebog B side 4. Opgavebogen side 4 A. Nemendur fá svör við flestum spurningunum þegar þeir hafa lesið textann. D. Hér mætti vel hugsa sér að nemendur gætu breytt eða bætt við spurningum. T.d. gætu þeir skrifað hvaðan þeir eru að koma og hvert þeir eru að fara. Seje teenagere Læsebogen side 50. Opgavebog B side 5-6. Orðið sej gefur tilefni til umræðu. Orðið er mjög ólíkt íslensku og er ekki gagnsætt. Dæmi um samheiti: smart, cool. Opgavebogen side 5 A. Hér væri gott að rifja upp málfræði tengda nafnorðum. Nemendur gætu mögulega valið sér orð úr verkefninu (eða önnur nafnorð úr textanum) og skrifað setningar með þeim. Einnig er hægt að búa til fleiri svipuð verkefni með mikilvægum nafnorðum. Bendið nemendum á hvenær endasamhljóði tvöfaldast. Þumalfingurreglan er að þegar okkur heyrist orð enda á tvöföldum samhljóða (sem er mjög sjaldgæft í dönsku) þá tvöfaldast endasamhljóðinn þegar ending, sem hefst á sérhljóða, bætist við t.d. en butik mange butikker, en søn sønner Til að auðvelda nemendum að átta sig á hvernig orð í fleirtölu eru skrifuð og hvernig orð í fleirtölu með greini eru skrifuð, má benda á að hægt er að setja orðin mange og alle fyrir framan orðin t.d. mange dage (ft.), alle dagene (ft. með gr.) 29

30 B. Sumir nemendur gætu haft gagn af því að rifja upp hugtökin óákveðinn og ákveðinn greinir nafnorða á íslensku. Opgavebogen side 6 E. Mælt er með að nemendur og kennari ræði um myndirnar á dönsku, áður en nemendur byrja að skrifa. Þetta er æskilegt að gera til þess að rifja upp orðaforða sem tengist myndunum. Þá geta nemendur skrifað hjá sér orð til að nota í rituninni. Hér mætti vinna meira með myndirnar t.d. að skrifa inn í hugsanablöðrur, ræða á dönsku um hvað fólkið er að lesa, hlusta á, gera og lýsa persónunum s.s. hvað heita þau, hversu gömul eru þau og búa til samtöl. Unge i dag Læsebogen side 50. Opgavebog B side 7-8. Benda má nemendum á að textinn er mjög gamall. Opgavebogen side 7 A. Nemendur gætu verið ósammála um lið 2, enda hægt að merkja við fleiri en eitt rétt svar. B. Hér er hægt að skoða orðasambönd t.d. have respekt for, rejse sig for, råbe op, se ned på, lægge ben/hænder/fingre over kors. C. Hér getur verið gott að kynna orðasambandið de unge opfører sig ordentligt eða de unge opfører sig ikke ordentligt sem virðist vera viðhorf greinarhöfundar. Opgavebogen side 8 Lytteøvelse 24 Til að auðvelda nemendum að átta sig á innihaldi hlustunarinnar er mælt með að nemendur og kennari fari saman yfir spurningarnar í verkefninu. Kære far og mor Læsebogen side 51. Opgavebog B side Það getur verið skemmtilegt að lesa bréfið fyrst og ræða það (á íslensku) og síðan að lesa eftirskriftina (PS). Ræða má um hvort fordómar birtast í bréfi Peters. Hvað er það sem hann telur foreldra sína hræðast? Hvað finnst nemendum sjálfum um það? Opgavebogen side 9 B. Hér eru fleiri valmöguleikar (rétt svör) með hverri mynd. 30

31 Opgavebogen side 10 D. Verkefnalýsing er neðst á bls. 51 í lesbókinni. Það mætti vel hugsa sér að vinna meira með myndina, t.d. lýsa henni munnlega eða skriflega. Það væri líka hægt að skapa umræður um hvað nemendur sjálfir myndu gera í sömu aðstæðum og Peter. Opgavebogen side 11 G. Nemendur geta bæði lýst hjólhýsinu að innan og utan. Ikke barn og ikke voksen Læsebogen side 52. Opgavebog B side 12. Opgavebogen side 12 A. Hér er hægt að vinna meira með myndina. Hægt er að láta nemendur enda setningar munnlega t.d. Pigen ligger Faren har en Pigen læser Faren er Billedet viser Puden er Farens trøje er Það mætti vel hugsa sér að einn til þrír nemendur svari sömu spurningunni t.d. Pigen ligger i sofaen. Pigen ligger i en lilla sofa. Pigen ligger på en stor pude. Hér væri líka hægt að rifja upp námsgreinar með því að spyrja nemendur hvaða próf þeir tóku síðast, hvaða próf þeim finnst skemmtilegast að læra fyrir eða hvaða próf þeir eiga að taka næst. Eða taka nemendur próf? Rasmus Læsebogen side 52. Opgavebog B side Þessi texti (og einnig textinn um Maju) fjalla um barnæskuna, enda hafa margir nemendur á þessum aldri enn gaman af því sem fjallað er um í textunum. Opgavebogen side 14 D. Hér er hægt að vera með fleiri en eitt rétt svar t.d. LEGOhus og LEGOklodser. Børnehave, børnetøj og børnefilm Maja Læsebogen side 53. Opgavebog B side Orðið teenageværelse/teenage værelse er bæði til í einu og tveimur orðum. Opgavebogen side 15 A. Æskilegt er að nemendur vinni áfram með sagnirnar í verkefninu. T.d. með því að skrifa eða segja setningar með hverri sögn í nútíð og þátíð. Opgavebogen side 16 G. Ef til vill hafa nemendur gaman af að búa til svona verkefni og leggja hver fyrir annan. 31

32 Tag det roligt Læsebogen side 53. Opgavebog B side 17. Opgavebogen side 17 A. Hér mætti vinna meira með myndina í bókinni, annað hvort skriflega eða munnlega. Karinas konfirmation Læsebogen side 54. Opgavebog B side Hér má hugsanlega ræða mismunandi hefðir tengdar fermingu í Danmörku og á Íslandi. Opgavebogen side 17 A. Í þessu verkefni geta verið mismunandi lausnir. Einnig geta nemendur bætt við öðrum orðum sem þeim finnst vanta í upptalninguna. Opgavebogen side 19 E. Hér mætti hugsa sér að ræða um fleiri vandræðalegar uppákomur sem geta átt sér stað við fermingu. F. Mælt er með að nemendur haldi sig við 1. persónufrásögn. Williams nonfirmation Læsebogen side 54. Opgavebog B side Mælt er með að orðið nonfirmation sé útskýrt fyrir nemendum. Orðið hefur verið búið til úr orðinu konfirmation þar sem non hefur verið sett í stað kon til að benda á að ekki sé um fermingu að ræða. Nonfirmation er ekki borgaraleg ferming eins og tíðkast á Íslandi, heldur er eingöngu haldin veisla. Opgavebogen side 19 A. Hér væri gott að minna nemendur á að nota óákveðna greininn (en og et) með orðum í eintölu. Opgavebogen side 20 D. Hugmynd að ritun: Skrifið þakkarbréf. Á netinu má finna nokkrar útgáfur af slíku bréfi. Blå mandag Læsebogen side 55. Opgavebog B side í textanum kemur skýrt fram hvað orðið blå mandag stendur fyrir. Hægt er að leita að myndum á netinu undir leitarorðinu blå mandag. Þá er hægt að nota myndirnar sem kveikju að umræðum. 32 Opgavebogen side 23 E. Ef nemendur hafa gaman af svona verkefnum geta þeir auðveldlega búið til fleiri og skipst á þeim.

33 Den perfekte dag Læsebogen side Opgavebog B side Ekki er víst að allir viti hvað Strøget er en þá er hægt að ræða það og jafnvel sýna myndir af því. Strøget er göngugata í Kaupmannahöfn en einnig í Árósum. Benda má að Strikið er ekki rétt þýðing á Strøget heldur bara íslenskt nafn sem búið hefur verið til. Nafnið Strøget er notað í fyrsta skipti af höfundinum Carl Møller árið Hann skrifar eftirfarandi í Humoristisk Vejleder for Rejsende i Folkets København og er Gaden end ikke bred, saa er den lun, og et Strøg op og ned af hinanden giver netop den rigtige Stemning, naar man passerer Strøget. Læsebogen side 56 Ritunarverkefni Skriv en sms Hægt er að fara á netið og setja inn leitarorðin sms beskeder og skoða myndir sem birtast. Þar geta nemendur fengið mörg dæmi um mismunandi skilaboð á dönsku. Opgavebogen side 26 F. Orðasambandið hvilken slags er mikið notað í dönsku og þýðir hvers konar á íslensku. Benda þarf nemendum á reglurnar um mismunandi endingar á orðinu hvilken. Einnig má sýna nemendum dæmi um setningar með hvilken, hvilket og hvilke og fá nemendur til að finna reglurnar út frá dæmunum. Nyheder Læsebogen side 57. Opgavebog B side Hægt er að finna á netinu fleiri fréttir um fermingarbörn sem voru rænd á blå mandag. Þær fréttir er hægt að vinna með munnlega, þar sem nemendur segja frá frétt sem þeir fundu. Stakkels storebror Læsebogen side 57. Opgavebog B side 29. Verden rundt Læsebogen side 59. Opgavebog B side Textarnir eru valdir með hliðsjón af því að mörgum nemendum finnst skemmtilegt að lesa um aðra menningarheima. Textarnir eru nokkuð erfiðir en glósurnar neðst á blaðsíðunni geta væntanlega hjálpað. 33

34 6 Vi er alle forskellige Í þemanu er fjallað um: Fjölbreytileika og daglegt líf fólks, m.a. útlit, áhugamál og föt. Mismunandi hefðir, hjátrú og ýmis fyrirbæri. Markmið með þemanu er að nemendur geti: beitt mismunandi lestraraðferðum (yfirlits-, leitar- og nákvæmnislestri). lesið sér til gagns og gamans um efni tengt fjölbreytileika og daglegu lífi ungs fólks, m.a. útliti, áhugamálum og fötum. náð valdi á grunnorðaforða í þemanu. skilið þegar rætt er á einfaldan hátt um efnið. rætt á einfaldan hátt og skipst á upplýsingum á dönsku út frá orðaforða í þemanu. skrifað stutta og einfalda texta um efnið. áttað sig á að fólk er ólíkt og fjölbreytileikinn mikill í útliti, áhugamálum og hefðum. Hugmyndir að kveikju: Æskilegt er að umræðurnar fari fram á einföldu dönsku máli. Gott getur verið að nota myndir til stuðnings. Ræða um hvað gerir fólk ólíkt t.d. út frá útliti, áhugamálum, fatavali og hefðum. Setja myndina sem er neðst á bls. 68 í lesbók upp á skjávarpa og ræða fjölbreytileika persónanna. Ræða um mynd á bls. 33 í verkefnabók B t.d. út frá fjölbreytileika dýra svo sem slangna og hunda. Hvað er líkt og hvað er ólíkt? 34

35 TAK Opgavebog B side 32. Um er að ræða talæfingu þar sem nemendur vinna saman í pörum. Annar les upp setninguna í bláa kassanum og hinn finnur rétt svar og svarar. Nemendur skiptast á að lesa og svara. Nemendur eru hvattir til að búa til nýja setningu sem passar við önnur svör. Fire unge mennesker Læsebogen side Opgavebog B side Orðaforði í þessum kafla er mjög gagnlegur og mikilvægt að nemendur nái tökum á honum. Myndirnar í þemanu gefa rík tækifæri til að æfa orðaforða um fjölbreytileika ungs fólk t.d. útlit, föt, liti og áhugamál. Opgavebogen side 33 A. Ef til vill mætti vinna meira með myndina, munnlega og/eða skriflega. T.d. lýsa persónunum, búa til samtöl eða fjalla um þær á annan hátt. B. Mikilvægt er að nemendur átti sig á muninum á li og lide. Li er talmál og lide er ritmál. Danir nota ekki orðið lide í talmáli. Opgavebogen side 36 K. Hægt er að finna fleiri lýsingarorð í þessum textum og öðrum og búa til sambærileg verkefni. Lytteøvelse 30 Hugmynd að aukaverkefni: Nemendur lýsa sjálfum sér munnlega eða skriflega. Hægt er að nota uppbyggingu textanna sem fyrirmynd. Útlit og áhugamál geta verið viðkvæmt málefni og því þarf að gæta þess að nemendur séu ekki að skipta sér af og/eða gera athugasemdir við það sem aðrir segja eða skrifa. Nemendur geta átt erfitt með að lýsa sjálfum sér. Þá getur verið lausn að afhenda hverjum nemanda mynd af persónu og hann segir frá henni. En kort en lang Læsebogen side 61. Opgavebog B side 37. Opgavebogen side 37 A. Nemendur mega nefna hvaða ljóðahöfund sem er, ekki eingöngu danska. C. Mörgum nemendum finnst erfitt að ríma á dönsku. Gott getur verið að koma þeim á sporið með því að lesa setningarnar upphátt fyrir hópinn. 35

36 Vi er forskellige Læsebogen side 62. Opgavebog B side Áður en nemendur lesa texta getur verið gott að ræða um myndirnar. Hægt er að láta hvern nemanda eða pör segja eina einfalda setningu á dönsku um myndirnar t.d. Manden har en lilla skjorte Engir tveir nemendur eiga að segja sömu setninguna. Einnig getur verið gaman að ræða hvað nemendur halda að textarnir fjalli um. Opgavebogen side 38 A. Nemendur geta klippt út myndir af persónum og límt inn í bókina. Einnig væri hægt að búa til veggspjöld með svipuðu sniði. Opgavebogen side 40 Lytteøvelse 31 Mælt er með að nemendur og kennari fari yfir svarmöguleikana áður en nemendur hlusta á frásagnirnar. Opgavebogen side 41 E. Mælt er með að myndin sé rædd og dýrunum lýst áður en nemendur vinna verkefnið. F. Hér eiga nemendur að nota miðstig lýsingarorða og því væri gott að rifja upp stigbreytingu lýsingarorða, með áherslu á miðstig, áður en nemendur byrja á verkefninu. Uhyggeligt udseende Læsebogen side 63. Opgavebog B side Mælt er með að ræða um myndirnar í lesbók áður en textinn er lesinn. Þannig er hægt að rifja upp orðaforða sem getur nýst við lesturinn. Þar sem kaflinn nefnist uhyggeligt udseende getur verið gott að velta upp hvers vegna sumir hræðast trúða. Opgavebogen side 42 A. Til eru tvær útgáfur af hyggelig/uhyggelig í miðstigi og efstastigi, þ.e. hyggeligere/mere hyggeligt - mest hyggelig(t)/ hyggeligst. B. Nemendur geta að sjálfsögðu valið að lýsa ímyndaðri persónu (eða persónu úr kvikmynd, bók ). C. Nemendur geta skrifað eða sagt nokkrar setningar þar sem þeir nota orðin úr æfingunni. Opgavebogen side 44 J. Nemendur eiga að skrifa frjálst um myndina en ekki endilega nota innihald textans í lesbók. 36

37 Hekse Læsebogen side 64. Opgavebog B side Hér má hugsa sér að varpa myndinni af norninni upp á vegg og fá nemendur til að segja nokkur orð um hana og jafnvel um nornir yfirleitt. Vel getur reynst að fá hvern nemanda til að segja eina setningu, en engir tveir nemendur mega segja sömu setninguna. Þannig má fá fram fjölbreyttan orðaforða sem getur nýst nemendum við lesturinn. Opgavebogen side 46 D. Hér má nefna að orðin neglelak og tryllebog koma ekki fyrir í textanum. Mere om hekse Læsebogen side 64. Opgavebog B side Opgavebogen side 47 A. Gott getur verið að ræða um hvað hjátrú er. Sjá B hér á eftir. B. Ef til vill vefst fyrir nemendum að ræða um hjátrú á dönsku þar sem þá getur skort orðaforða. Algeng hjátrú er t.d. að telja að 13. dagur mánaðar sem kemur upp á föstudegi sé óhappadagur, að brjóta spegil valdi ógæfu sem og að ganga undir stiga. Einnig banka sumir í tré ef þeir hafa sagt eitthvað ógætilega og segja upphátt Þessi siður er einnig þekktur annars staðar á Norðurlöndum. Í stað þess að segja segja Danir stundum sagt i en god tid þegar þeir banka undir borð, þá eiga þeir við að eitthvað sem ekki er öruggt sé sagt full snemma. Ef til vill geta einhverjir nemendur sagt bekknum/hóp frá einhverri hjátrú, á dönsku. Opgavebogen side Lytteøvelse 32 Hlustunaræfingin getur reynst nemendum erfið. Einfalda má æfinguna með því að ræða spurningarnar á íslensku áður en hlustað er og jafnvel að nemendur giski á rétt svör. Halloween Læsebogen side 65. Opgavebog B side Áður en farið er yfir textann og myndirnar, spyrjið nemendur hvað þeim dettur í hug þegar þeir heyra orðið halloween. Hægt er að útbúa hugarkort/orðablóm. Opgavebogen side 51 D. Nemendur eiga að geta fundið flest orðanna í textanum. Þó ekki orðin dyrlæge og prinser. Opgavebogen side 52 E. Nemendur geta valið að skrifa stuttan samfelldan texta um myndirnar eða samtöl með talblöðrum. Einnig væri hægt að blanda saman mismunandi textagerðum. 37

38 Opgavebogen side 53 F. Hér er verið að æfa spurningar og svör og því er gott að rifja upp merkingu spurnarorðanna áður en nemendur byrja að spila. Einnig er mikilvægt að minna nemendur á að vera ekki með óviðeigandi spurningar. Går du op i dit udseende Læsebogen side 66. Opgavebog B side Mælt er með að ræða fyrirsögn textans áður er hann er lesinn. Hvad kan man gå op i? Hvordan kan det siges på en anden måde? Opgavebogen side 56 E. Æfingin er nokkuð erfið og því er mikilvægt að vera búin að fara yfir verkefni D áður en nemendur vinna verkefni E. G. Gert er ráð fyrir að nemendur nýti orðaforðann úr textunum í lesbók og verkefnum D og E til að skrifa um sjálfa sig. Klædt på til fest Læsebogen side 67. Opgavebog B side Unge forbrugere Læsebogen side 68. Opgavebog B side Hægt er að nota stóru myndina í lesbók á fjölbreyttan hátt. Nemendur geta skrifað eða talað um hana, búið til samtöl, lýst fólki, búið til sögu um einstakar persónur eða valið tvær persónur og skrifað um tengsl þeirra. Nemendur geta líka búið til stuttmynd eða klippur í kringum myndina. Opgavebogen side 59 B. Lausnarsetningin tengist ekki textanum beint. Er jeg ikke flot? Læsebogen side 69. Opgavebog B side Finna má fleiri upplýsingar um allar persónurnar í textunum á netinu og jafnvel sýna myndir. Benda má nemendum t.d. á að Friðrik 9. var faðir Margrétar Danadrottningar og afi Krónprins Friðriks. Opgavebogen side 64 G. Þetta verkefni tengist ekki textum í lesbókinni. Æskilegt er að ræða myndina til að rifja upp orðaforða áður en verkefnið er unnið. 38

39 Opgavebogen side 65 Lytteøvelse 35 Hlustunaræfingin fjallar um Sidse sem er á myndinni á bls. 64 í verkefnabókinni en tengist ekki beint myndinni. Lytteøvelse 36 Hlustunin fjallar áfram um Sidse í verkefni G, en nú er hin 13 ára Ida að segja frá upplifun sinni af Sidse og þáttunum hennar. 39

40 7 Krop og følelser Í þemanu er fjallað um: líkamann og ýmis líffæri. tilfinningar og heilsu, bæði andlega og líkamlega. Markmið með þemanu er að nemendur geti: beitt mismunandi lestraraðferðum (yfirlits-, leitar- og nákvæmnislestri). lesið sér til gagns og gamans um efni tengt líkama, tilfinningum og hollum lífsstíl. náð valdi á grunnorðaforða í þemanu. skilið þegar rætt er á einfaldan hátt um efnið. rætt á einfaldan hátt og skipst á upplýsingum á dönsku út frá orðaforða í þemanu. skrifað stutta og einfalda texta um efnið. áttað sig á hvað heilsusamlegt líf er, bæði andlegt og líkamlegt. Hugmyndir að kveikju: Æskilegt er að umræðurnar fari fram á einföldu dönsku máli. Gott getur verið að nota myndir til stuðnings. Búa til orðablóm þar sem nemendur rifja upp og auka orðaforða sinn um hollan lífstíl. Hvad er sundhed? Finna myndir af fólki á netinu sem sýnir mismunandi tilfinningar og rifja upp orðaforða tengdan þeim. Rifja upp orðaforða tengdan líkamanum. 40

41 Tak, mange tak Opgavebog B side 66. Nemendur geta svarað sumum spurningum á fleiri en einn hátt. Nemendur geta notað myndirnar á margan hátt t.d. til að búa til lengri samtöl og jafnvel taka þau upp á snjalltæki. Din krop Læsebogen side Opgavebog B side Athugið að vidste du, er hluti af textunum sem unnið er með í vinnubók. Mælt er með að vinna með myndirnar þar sem þær bjóða upp á mikla möguleika, t.d. tala um myndirnar á dönsku, segja setningar á dönsku, búa til spurningarleik þar sem einn nemandi segir setningu og annar segir um hvaða mynd er verið að tala. Opgavebogen side 67 A. Ekki er gefið upp hvaða orð á að skrifa inn á myndina. Kennari og/eða nemendur geta ákveðið hversu mörg orð þeir skrifa. B. Mælt er með að rætt sé um myndina áður en nemendur vinna verkefnið. Opgavebogen side 70 G. Nemendur geta e.t.v. bætt hugsanablöðrum með texta inn á myndina. Når du spiser Når du drikker Læsebogen side 72. Opgavebog B side Mælt er með að nemendur fái tækifæri til að vinna með Tegn og fortæl þar sem það festir orðaforða sem tengist líkamanum í minni. Opgavebogen side 71 C. Nemendur finna svör við spurningunum í Vidste du, at textunum, það er ef þeir vilja ganga úr skugga um að þeir hafi svarað rétt. Opgavebogen side 72 E. Þetta verkefni reynir á kunnáttu nemenda um meltingu en upplýsingarnar eru allar í textanum í lesbókinni. F. Hér má hugsa sér að vinna með fleiri eignarfornöfn t.d. min, mit, mine G. Þetta verkefni er nokkuð erfitt. Nemendur þurfa að reyna að skrifa réttar tölur strax, því um leið og fyrsta tala er röng fer allt úr skorðum. 41

42 Sundhed - Kontakt Læsebogen side 73. Opgavebog B side Myndin og spurningarnar í hringnum í lesbók bjóða upp á ýmsa möguleika. Nemendur geta t.d. unnið í pörum og spurt hver annað spurninganna. Þá geta nemendur sagt öðrum pörum svörin sem þeir fengu frá sínum viðmælanda við spurningunum. Þeir geta t.d. sagt: Han går i bad hver dag og spiser altid corn flakes til morgenmad o.s.frv. Þá má velta því upp hvað neðri myndin hefur með kontakt að gera áður en textinn er lesinn. Opgavebogen side 75 E. Tandbørstesangen er gamalt og vinsælt barnalag í Danmörku. Það er hægt að finna lagið á netinu í flutningi Lotte og Søren. Textinn er einfaldur og ættu nemendur að geta sett orðin í eyðurnar án þess að heyra lagið. Í texta lagsins stendur: du kysser en pige, så ved jeg hun vil sige Hugsanlega mætti ræða þessa setningu við nemendur. Opgavebogen side 76 Lytteøvelse 38 Myndin efst til vinstri á að tákna holla fitufrumu. Hvatt er til þess að kennari og nemendur ræði á dönsku hvað myndirnar tákna, áður en hlustun hefst. Tanker og følelser Læsebogen side 74. Opgavebog B side Ef til vill má ræða um myndina efst á bls.74 í lesbók. Hvað er á myndinni og hvaða tilfinningar tengjast henni? Opgavebogen side 78 B. Benda má nemendum á að í orðarununni standa stakir bókstafir á milli orðanna. Opgavebogen side 79 D. Algengt að nemendur rugli saman humør og humor og því er ástæða til að leggja áherslu á þessi hugtök. Forskellige følelser Læsebogen side 74. Opgavebog B side Hér mætti virkja munnlega færni nemenda með því að fá þá til að svara spurningunni Hvad gør dig genert? Jeg bliver genert når o.s.frv. Jafnvel má taka inn fleiri tilfinningar eða spurningar um efnið, svo allir nemendurnir fái tækifæri til að svara. Opgavebogen side 82 I. Hér væri tilvalið að láta nemendur skrifa frásögn eða sögu um myndirnar, eftir að búið er að setja númer á þær. 42

43 Dumme tanker og følelser Læsebogen side 75. Opgavebog B side Orðin tænker, tanker og tror valda oft misskilningi. Orðin koma fyrir í textanum og getur verið ástæða til að vinna með orðin betur í öðru samhengi. Stakkels mig Læsebogen side 75. Opgavebog B side 85. Opgavebogen side 85 A. Ekki er víst að nemendur viti svarið og þá þarf kennarinn að aðstoða þá. Stærke følelser Læsebogen side 76. Opgavebog B side 86. Mælt er með að kennari og nemendur skoði myndina í lesbókinni áður en textinn er lesinn og geti sér til um hvað textinn fjallar. Það gæti komið einhverjum á óvart. Undskyld Læsebogen side 76. Opgavebog B side Teiknimyndasögur eru góðar til að virkja nemendur til að tjá sig munnlega. Eins er með þessa. Hægt er að ræða fyrirsögnina, umhverfi, útlit, tilfinningar o.fl. Rotter viser følelser Læsebogen side 77. Opgavebog B side Hér mætti ræða um hvernig dýr sýna tilfinningar. Benda má á að stjarnan á blaðsíðu 77 í lesbók getur verið rammi og leiðbeiningar um hvernig byggja má upp frásögn munnlega og skriflega. Fortæl om følelser - Þetta verkefni má endurtaka og útfæra á mismunandi hátt. Kennari getur auðveldlega búið til önnur frásagnarefni. Opgavebogen side 89 C. Benda má nemendum á að milli orðanna í orðarununni er auka stafir. Mere om din krop Læsebogen side 78. Opgavebog B side Hér getur verið gott að ræða um myndirnar í lesbók áður en nemendur lesa textann. 43

44 Syg eller rask Læsebogen side 79. Opgavebog B side 93. I skolen Læsebogen side 79. Opgavebog B side Opgavebogen side 95 D. Benda má nemendum á að svarið úr stafrófsverkefninu er það sem Rasmus segir í síðustu talblöðru myndasögunnar. Hér gætu nemendur skrifað frásögn um myndasöguna. Magnus kan dø af grin Læsebogen side 80. Opgavebog B side 96. Mælt er með að eignarfalls s sé útskýrt fyrir nemendum. Nafnorð sem enda á s geta tekið eignarfallsendinguna -es (Magnuses) eða - (Magnus ) eða einungis enga endingu (Magnus). 10 gode grunde til at grine Læsebogen side 80. Opgavebog B side 97. Hvetja má nemendur til að finna fleiri góðar ástæður til að hlæja. 44

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn 9. bekkur Kennsluáætlun í dönsku veturinn 2009-2010 Kennarar: Björn Sigurbjörnsson, Kristín Hafsteinsdóttir og Kim Magnús Nielsen. Kennslugögn: Glimrende les- og verkefnabók, Dejlige Danmark les-og verkefnabók

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla Kristín Jóhannesdóttir Arnbjörg Eiðsdóttir 1 Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla 1. útgáfa 2005 2. útgáfa 2006 Búið að laga villur í verkefnum 3a, 3b, 4, 10, 24, 32, 42, 43 og 44 6276 Ritstjóri:

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Sådan A. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan A.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan A Efnisyfirlit Kynning 3 Tafla 4 Jeg og min familie 5 Postkort fra Island 6 Mad 8 Kalender 9 Min fødselsdag 11 Jul i Danmark 12 Regning-

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Grammatik Námsgagnastofnun 1 Grammatik ISBN 9979-0-0988-8 2005 Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir 1. útgáfa

Læs mere

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan Efnisyfirlit Um efnið... 3 Aðalnámsskrá... 4 Námsefni lagt til grundvallar... 5 Sådan A hluti Yfirlitsblað... 7 Sådan B hluti Yfirlitsblað....

Læs mere

GRAMMATIK 2. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

GRAMMATIK 2. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla * Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla 1. útgáfa 2006 2. útgáfa 2007 Verkefni 1 15 Nafnorð = Substantiver 16 37 Lýsingarorð = Adjektiver 38 43 Forsetningar = Præpositioner 44 46 Persónufornöfn

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Athugaðu að prófið er 9 blaðsiður. Lestu vel öll fyrirmæli og vandaðu frágang!

Athugaðu að prófið er 9 blaðsiður. Lestu vel öll fyrirmæli og vandaðu frágang! Fjölbrautaskólinn við Ármúla Lokapróf - Dagskóli Haustönn 2005 Miðvikudaginn 7. desember Kl. 13:00 14:30 DAN 102 NAFN: KENNARI: Leyfð hjálpargögn eru engin! A. Ólesinn texti 20% B. Lesinn texti 20% C.

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir Námsefni: Tænk, lesbók og vinnubók, kvikmyndir, vefefni, Ipad forrit, söngtextar og fleira. Kenslutímar á viku: 3x 40

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði,

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 7. bekkur Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, heimilisfræði, lífsleikni og uppl.mennt Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði

Læs mere

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni. Námsáætlun Vor 2015 8. bekkur Námsgrein: Íslenska Kennari: Guðrún Þóra Björnsdóttir Áætlun þessi er sett fram með fyrirvara um breytingar Tímabil Hæfniviðmið Efnisþættir Kennsluhættir Námsmat janúarfebrúar

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Sådan C. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan C.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan C Efnisyfirlit Inngangur... 3 København... 4 Mobning... 5 Mode... 6 Horoscope... 7 Penneven............................ 8 Norden...

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM Fræðslufundur Félags dönskukennara föstudaginn 9. október 2015 NIC nóvember 2014 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir Danskundervisningen i Island 2 Dansk/nordiske

Læs mere

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Trafiksikkerhedsinspektion i Island NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Oversigt Hvorfor er TS-inspektion vigtig? Ny handbog Registreringsprocess

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

TIL NEMANDA. Bók nr. Tekin í notkun. Skóli. Útlán: dags. Skil: dags. Nemandi/bekkur

TIL NEMANDA. Bók nr. Tekin í notkun. Skóli. Útlán: dags. Skil: dags. Nemandi/bekkur Grammik TIL NEMANDA fiessi bók er eign skólans flíns og flú hefur hana a láni. Bækur eru d rar og flví mikilvægt a fari sé vel me flær. Gættu fless vel a skrifa ekki í flessa bók. Bók nr. Skóli Tekin í

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT

Kennsluáætlun 9. bekkjar EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT Kennsluáætlun 9. bekkjar 2008-2009 1. ÍSLENSKA... 2 1.1 HAUSTÖNN...2 1.2 VORÖNN...3 1.3 GÁTLISTI Í ÍSLENSKU... 5 1.4 BÓKASAFN...8 1.5 FJÖLÞJÓÐADEILD...8 2. STÆRÐFRÆÐI...9 3. SAMFÉLAGSFRÆÐI...9

Læs mere

Vinnie Vampyr. Ordbog. Mig en pige. Dreamteam. Hundrede helt & aldeles firkantede historier. Hvad lillebror kunne huske

Vinnie Vampyr. Ordbog. Mig en pige. Dreamteam. Hundrede helt & aldeles firkantede historier. Hvad lillebror kunne huske Mig en pige Hvad lillebror kunne huske Ordbog Pinligt! Lærervejledning Dreamteam Når det bliver mørkt kelettet på hjul Vinnie Vampyr Hundrede helt & aldeles firkantede historier Höfundaréttur á sögum í

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT 1. ÍSLENSKA... 2 1.1 HAUSTÖNN... 2 1.2VORÖNN... 3 1.4 BÓKASAFN... 5 1.5 FJÖLÞJÓÐADEILD... 5 2. STÆRÐFRÆÐI... 6 3. ENSKA... 6 4. DANSKA... 7 5. EÐLIS- OG EFNAFRÆÐI... 8 6. LÍFFRÆÐI... 9 7.

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

DANSK Danskt sum 1., 2. og 3. mál. Olly Poulsen, Sarita Eriksen og Solveig Debess

DANSK Danskt sum 1., 2. og 3. mál. Olly Poulsen, Sarita Eriksen og Solveig Debess DANSK 1-2-3 Danskt sum 1., 2. og 3. mál Olly Poulsen, Sarita Eriksen og Solveig Debess Hvat halda næmingar um danskt og undirvísing í donskum / Hvad synes eleverne om dansk og danskundervisningen? Spørgeskemaundersøgelse

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere