Svöluhöfði 25, Mosfellsbær

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Svöluhöfði 25, Mosfellsbær"

Transkript

1 Svöluhöfði 25, Mosfellsbær Lokaverkefni í Byggingariðnfræði Tækni og verkfræðideild Höfundar: Ámundínus Örn Öfjörð Kt: Jón Birgirsson Kt: Smári Freysson Kt: Kennarar: Ágúst Þór Gunnarsson Eyþór Rafn Þórhallsson

2 Tækni- og verkfræðideild Heiti verkefnis: Svöluhöfði 25 Námsbraut: Byggingariðnfræði Tegund verkefnis: Lokaverkefni í byggingariðnfræði Önn: Námskeið: Ágrip: BI-LOK 1006 Lokaverkefni þetta snýst um að hanna og teikna einnar hæðar steinsteypt hús með aðskildum bílskúr úr timbri og steyptum sökkli. Höfundur: Ámundínus Örn Öfjörð Jón Birgirsson Smári Freysson Umsjónarkennari: Ágúst Þór Gunnarsson Eyþór Rafn Þórhallsson Leiðbeinandi: Ágúst Þór Gunnarsson Eyþór Rafn Þórhallsson Teiknisett samanstendur af aðaluppdráttum, þar með skráningartafla, byggingaruppdráttum, burðarvirkisuppdráttum og lagnarteikningum. Í skýrslu sem fylgir með teikningarsetti eru nákvæmar verklýsingar, magn og tilboðsskrá, lagna-, burðarþols- og varmatapsútreikningar. Hannað er útfrá algildri hönnun samkv. Byggingarreglugerð 112/2012 Fyrirtæki/stofnun: Háskólinn í Reykjavík Dagsetning: Lykilorð íslensk: Lykilorð ensk: Steinsteypt hús Concrete house Dreifing: opin lokuð til: Háskólinn í Reykjavík Menntavegi 1, 101 Reykjavík sími:

3 Efnisyfirlit Inngangur Verklýsingar Tilboðsskrá Tilboðsblað Burðarþolsútreikningar Loftun þaks U-gildi Varmatapsútreikningar Lagnaútreikningar Þakrennur og niðurföll Mæli- og hæðarblað Umsókn um byggingarleyfi Gátlisti byggingarfulltrúa Heimildarskrá

4 Inngangur Nemendum í lokaverkefni í Byggingariðnfræði á vorönn 2015 var falið eftirfarandi verkefni. Í lokaverkefninu skal hanna einnar hæðar einbýlishús með stakbyggðri bílgeymslu fyrir einn bíl. Húsið skal hafa allar þær vistarverur sem tilgreindar eru í gildandi byggingarreglugerð og skal lágmarks stærð þeirra ekki vera minni en kemur þar fram. Þrjú svefnherbergi skulu vera í húsinu. Sökklar, útveggir og plata húss skulu vera staðsteypt úr járnbentri steinsteypu og þak úr timbri með loftræstri klæðningu en þakhalli er valfrjáls en þarf þó að samræmast kröfum í deiliskipulagi. Sökklar og plata bílskúrs skulu vera staðsteypt úr járnbentri steinsteypu en útveggir og þak úr timbri klædd loftræstri klæðningu. Við hönnun hússins skal farið að lögum um mannvirki nr. 160/2010 sem tóku gildi 1. janúar 2011 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 sem tók gildi 24. janúar Leiðbeinendur fóru fram á það að nemendur í þessum hóp hönnuðu burðarvirki þaks bæði með hefbundum sperrum og kraftsperrum. Eins var farið fram á það að byggingarnar væru með ofnakerfi og gólfhitakerfi. Alls hófu 7 nemendur nám í þessum áfanga og var þeim skipt upp í 2 tveggja manna hópa og 1 þriggjamanna hóp sem við undiritaðir skipum. Í upphafi kynntu nemendur einstaklingsverkefni og var valið eitt úr hverjum hóp til að halda áfram með. Fyrir valinu var Svöluhöfði 25 í Mosfellsbæ. Verkefnið var unnið í fullu samráði við leiðbeinendur, þá Ágúst Þór Gunnarsson og Eyþór Rafn Þórhallsson, en reglulegir fundir voru haldnir með þeim þar sem fram kom hvað væri vel gert eins hvað betur mætti fara. Teikningar eru af aðaluppdráttum, byggingaruppdráttum, burðarvirkisuppdráttum og lagnauppdráttum. Þessi skýrsla inniheldur verklýsingar, tilboðsskrá, tilboðsblað, burðarvirkisútreikninga, útreikninga á loftun þaks, u-gildi-,varmataps-, lagna-, þakrennu- og niðurfallsútreikninga. Umsókn um byggingarleyfi, lóðablað, hæðarblað og gátlisti byggingarfulltrúa. 2

5 1.0 Verklýsingar Verklýsingar eru númeraðar hér í kafla 1.0 í skýrslunni samkvæmt númerakerfi FSR, frá köflum nr. 1 til kafla nr. 8 og fjallar hver kafli um tilgreindan verkþátt. 1 Aðstaða og jarðvinna 1.1 Aðstaða Verktaki skal girða byggingarsvæðið af með hárri girðingu og gera það öruggt. Verktaki skal sjálfur útvega þær vinnubúðir sem hann telur hæfa verkinu og sjá um allan rekstur þeirra og byggingarinnar á verktíma. Við lok verks á verktaki að fjarlægja allar girðingar, vinnuskúra og allt rusl sem fyrirfinnst á svæðinu og skila byggingarsvæðinu af sér í góðu í lagi og tilbúið fyrir verkkaupa. 1.2 Jarðvinna Jarðvegsskipti og fyllingar Grafa skal upp allan lífrænan jarðveg undir húsinu niður á fastan eða burðarhæfan botn. Fjarlæga skal allan þann jarðveg sem ekki nýtist í mótun lóðarinnar. Fyllingar skulu gerðar úr frostfríu viðurkenndu efni og vætt og þjappað í lögum sem henta tækjum verktaka. Fylla á jafnt í sökkul að innan og utanverðu til að varast of mikinn þrýsting á sökkulveggina. Verktaki framkvæmir allar nauðsynlegar mælingar í samráði við fulltrúa verkkaupa og eru þær innifaldar í einingarverðum Einangrun undir botnplötu og sökkla Einangra skal með 100mm plasteinangrun með rúmþyngd 24kg/m3 undir plötu og niður á sökkulveggina. 2 Burðarvirki 2.1 Steinsteypa, almenn atriði Sement, steinsteypa og steinsteypuvirki skulu uppfylla ákvæði íslenskra þol- og hönnunarstaðla. Hreinsa á öll mót fyrir lokun og steypu. Tryggja skal að bindivír og bendistál liggi ekki utan í mótum og steypuhulan sé amk 30mm, víbra á steypuna með 50cm millibili í veggjum í hæfilegan tíma. Flotefni má aðeins nota eins og framleiðandi segir til um. Ef notaður er hefðbundinn uppsláttur í veggjum, skal slíta tengi 25mm inn í steypu og múra yfir sárið. Ef notaður er kerfisuppsláttur í veggjum, skal setja tappa í teinagöt að innan og utan og kítta yfir með viðurkenndu kítti og fylla á í rörin með einangrun og múra yfir þau að innanverðu. Verktaki skal útvega tæki og efni sem þarf til að vinna verkið eins og best verður. Öll vinna skal vera vönduð og unnin af fagmönnum samkvæmt viðurkenndum stöðlum og hefðum í byggingargreinum. Verktaki framkvæmir allar nauðsynlegar mælingar í samráði við fulltrúa verkkaupa og hafa skal þær innifaldar í einingarverðum. 3

6 Steypa: Brotþolsflokkur: C25 Lágmarkssementsmagn: 300 kg/m3 Loftinnihald: 5-6 % Vatsnsementstala v/s: <=0, Steypumót, sökklar Sökklar eiga að vera 200mm þykkir og ná a.m.k. 600mm undir yfirborð jarðvegs. Setja skal vatnslás við öll steypuskil. Sökkulveggir járnbentir með 2 K12 niðri og uppi, járnagrind í miðju K10 C/C 250mm. Tengiteinar fyrir gólfplötu eru 1200mm og eru C/C 250mm. Einangra skal sökkulveggi að innanverðu með 100mm einangrunarplasti, 24kg/m Steypumót, útveggir Veggir íbúðarhúss verða 180mm þykkir og skulu vera innan +/- 5mm lóðréttri skekkju. Útveggir eru járnbentir með K10 C/C 200mm. Fyrir ofan glugga og hurðargöt koma járnasúlur og tvö K12 neðst. Festijárn fyrir sperrur eru K mm á lengd sem skal koma fyrir við niðurlögn steypu. Allir gluggar og hurðir skulu eru settar í eftir á. Steyptirveggir eru einangraðir að utan með 125mm einangrun, 80 kg/m3 og klæddir með sléttum álplötum á álgrind sem skal festa eins og framleiðandi segir til um Botnplötur 120mm steinsteypt plata er í íbúðarhúsi og ílögn verður 50-60mm ofan á plötu þar sem gólfhitakerfi kemur í að hluta. 120mm steinsteypt plata í bílskúrnum sem skal vélslípa. Gólfplata er járnbent með K10 C/C 250 eða 6mm K 189 járnamottu. Undir báðum plötum er 100mm einangrunarplast, 24kg/m Timburvirki, almenn atriði Burðarvirki þaks í íbúðarhúsi er úr timbri, bæði með hefbundum sperrum og kraftsperrum, límtrébitar eru notaðir til að bera uppi hluta af þakinu. Burðarvirki þaks og útveggja í bílskúr er úr timbri. Allar festingar í burðarvirkinu skulu vera galvaniseraðar nema að annað sé tekið fram. Það á við um saum, skrúfur, múrbolta, snittteina, vinkla, bjálkaskó. Járnfestingar fyrir límtrésbita skulu grunnaðir og málaðir með þar til gerðum efnum til verja þá ryði. Bora á fyrir öllum skrúfum, múrboltum og snittteinum með hæfilegri stærð af bor. Allar stærðir og fjarðlægðir eru í millimetrum nema annað sé tekið fram. Allar stoðir og sperrur skulu vera úr styrkleikaflokki C18 nema annað sé tekið fram. Verktaki skal útvega tæki og efni sem þarf til að vinna verkið eins og best verður. Öll vinna skal vera vönduð og unnin af fagmönnum samkvæmt viðurkenndum stöðlum og hefðum í byggingargreinum. Verktaki framkvæmir allar nauðsynlegar mælingar í samráði við fulltrúa verkkaupa og hafa skal þær innifaldar í einingarverðum. 4

7 2.2.1 Timbur útveggir Útveggjagrind í bílskúr skal vera úr 45x145mm timburstoðum. Fótreim sem er úr gagnvörðu efni á að festa með 12x150mm löngum snittteinum sem bora á í gegnum styrkta vinkla (105x90) og líma ofan í steyptan sökkul með viðurkenndu tvíþátta steypulími. Undir fótreim á að setja tvöfalt lag af þakpappa. Vinkla á að negla með 4x40mm kambsaum, sex nagla í fótreim og sex í stoð. Undir toppreimina skal festa reim sem er felld inn í efsta hluta veggjastoða. Sú reim skal skrúfuð með 6x80mm skrúfum, c/c 600mm, í gegnum toppreim og 2 stk 6x80mm skrúfur í hverja stoð. Toppreim skal vinkla við veggjastoðir með sömu aðferð og fótreim. Hafa skal tvöfalda reim efst til þess að ekki þurfi að hafa stoð undir hverri sperru. Að utan skal klæða grindina með 12mm grenikrossvið sem á að ná a.m.k. 40mm niður á steypta sökkulinn. Negling í krossvið skal vera með 50mm saum, c/c 100mm í alla grindina, þar með talið lausholt. Inni í grindina á að vera 150mm þéttull, 30kg/m3. Rakavarnarplast, 1100 pam, á að setja að innanverðu. Samskeyti skulu skarast um 150mm og límd saman með rakavarnalímbandi. Við úthring skal kítta aftur endann á plastinu og passa að hafa slaka á því. Þar sem plastið af þakinu nær niðurá veggi skal veggjaplastið fara yfir þakplastið Þak, límtrésbitar, karftsperrur og sperrur Límtrésbitar eru notaðir til að bera uppi þaki yfir eldhúsi og borðstofu annasrsvegar 140x400 2stk yfir eldhúsi og hinsvegar 1stk 140x433yfir borðstofu. Bitarnir eru festir með sérsmíðuðum ryðvörðum festingum sem eru boltaðar við útveggi með 12x70 mm galvanirsereðum múrboltum og hinsvegar festir í tvöfaldakrafstsperrur og límtrésbita. Sperrur 45x245mm og kraftsperrur í íbúðarhúsi eru steyptar í eftir að veggir eru steyptir upp og bendistál beygt yfir enda til festingar. 220mm þakull með áföstum pappa skal setja á milli sperra. Festa á 25x25mm lista upp undir borðaklæðninguna, bæði í kverkum og fyrir miðju sperrubili til að tryggja loftun. Strengja á álvír þvert yfir sperrurnar til að halda við einangrunina. Svo er sett 0,2mm rakavarnaplast, pam 1100, sem er látið skarast um a.m.k. 150mm. Við límtrésbita skal setja 25x25mm lista til að klemma rakavarnalag við bita og tryggja þéttingu. Öll samskeiti skal líma saman með rakavarnarlímbandi. Alls staðar þar sem rakavarnarplast nær að veggjum skal kítta rakavörnina við vegginn. Yfir herbergjaálmunni og yfir bílskúr eru kraftsperrur sem eru byggðar upp með 45x220mm sperrum og 45x120mm togbönd þar á milli eru skástífur úr 45x95mm efni. Gataplötur eru yfir öllum samskeytum og eru negldar samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda. 220mm einangrun er sett á milli togbandanna og 100mm renningur ofan á togböndin til að ná réttri einangrunar þykkt. Strengja á álvír þvert yfir sperrurnar til að halda við einangrunina. Svo er sett 0,2mm rakavarnaplast, pam 1100, sem er látið skarast um a.m.k. 150mm. Öll samskeiti skal líma saman með rakavarnarlímbandi. Alls staðar þar sem rakavarnarplast nær að veggjum skal kítta rakavörnina við vegginn með þar til gerðu kítti. Fyrstu tvær krafstsperrur næst eldhúsi eru boltaðar saman og heilklæddar að utan með 20mm krossvið til styrkingar og til að tryggja góða festu fyrir bjálkaskóna fyrir sperrurnar og festingarnar fyrir límtréð. Allt þakið er klætt með 25x150mm borðaklæðningu sem er negld með 3 stk 72mm saum í hverja sperru. Ekki er leyfilegt að hafa nema þrjú samskeyti í röð og skal hafa að minnsta kosti sex borð á milli samskeyta. Yfir borðaklæðninguna skal festa þakpappa sem á að skarast um að lágmarki 150mm, velja skal vandaða gerð af þakpappa. Allt þakið skal vera loftað með 9mm rauf efst undir klæðningu (sjá loftun þaks) og neti komið fyrir til að loka fyrir skordýrum, en þar sem skotrennur eru yfir stofum og eldhúsi skal loftbil vera fyrir ofan límtrésbita, einnig skal vera 20mm loftbil á milli klæðningarinnar yfir því svæði. 5

8 3 Lagnir 3.1 Almenn atriði Verktaki tekur að sér að útvega og fullgera allar lagnir og búnað eins og teikningar og verklýsing kveða á um. Verktaki skal útvega tæki og efni sem þarf til að vinna verkið eins og best verður. Öll vinna skal vera vönduð og unnin af fagmönnum samkvæmt viðurkenndum stöðlum og hefðum í byggingargreinum. Verktaki framkvæmir allar nauðsynlegar mælingar í samráði við fulltrúa verkkaupa og hafa skal þær innifaldar í einingarverðum. 3.2 Frárennslislagnir Skólplagnir Skólplagnir í grunni skulu vera úr 110mm PVC plaströrum af viðurkenndri gerð til notkunar í jörð. Fyrir lögnum innan grunns skal grafa í þjappaða fyllingu og leggja lagnir samkvæmt IST 68. Halli lagna skal vera að lágmarki 20 prómill. Tengja skal skolplagnir inná kerfi sveitarfélagsins samkvæmt þeirra leiðbeiningum Regnvatnslagnir Regnvatnslagnir skulu leiða regnvatn frá þakniðurföllum í brunn sem er staðsettur á lóð skv. teikningum. Lagnir skulu vera úr 110mm PVC plaströrum. Við niðurlögn skal notast við sömu ákvæði og í skolplögnum. Halli lagna skal vera að lágmarki 10 prómill Brunnar Tveir plastbrunnar 600mm í þvermál, eru lagðir skv. teikningum innan lóðarmarka og tengdir inná frárennsliskerfi sveitarfélagsins skv. fyrirmælum sveitarfélagsins Niðurföll Gólfniðurföll skulu vera staðsett skv. teikningum. Endanleg hæð niðurfalla miðast við að vera í flútti við flísar. Niðurföll skulu vera lægsti punktur í þeim rýmum sem þau eru og gólf halli að þeim. 3.3 Neysluvatnslagnir Almenn atriði Verktaki skal leggja allar neysluvatnslagnir eins og fram kemur á teikningum. Allt efni sem notast er við skal vera vottað frá framleiðanda. Lagnir skulu prófaðar skv. stöðlum og reglugerðum fyrir notkun. Við alla töppunarstaði skulu vera hitastýrð blöndunartæki sem koma í veg fyrir að heitt neysluvatn fari yfir 65 C. 6

9 3.3.2 Lagnir Allar neysluvatnslagnir skulu vera 16mm PEX lagnir nema í sturtu og baði, þar verða 20mm. Allar festingar og upphengi skulu vera útfærð með snyrtilegum frágangi og nægilegum styrk til að bera lagnir uppi. Allar lagnir skulu vera innfelldar í veggi. 3.4 Hitalagnir Almenn atriði Verktaki skal leggja allar hitalagnir eins og fram kemur á teikningum. Allt efni sem notast er við skal vera vottað frá framleiðanda. Lagnir skulu prófaðar skv. stöðlum og reglugerðum fyrir notkun. Einagra skal lagnir þar sem það á við Gólfhiti Gólfhitalagnir skulu lagðar með 2x20mm PEX lögnum. Fylgja teikningum og skýringum sem þar koma fram. Rör eru lögð ofan á einangrun og fest niður með c/c 300mm lykkjum. Lagnir skulu lagðar að tengigrind sem staðsett er í þvottahúsi Ofnar og ofnlokar Ofnar eru tilgreindir í ofnatöflu. Gæði ofna og varmagjöf skal vera í samræmi við IST 69. Ofnar skulu staðsettir 100mm frá gólfi fyrir utan handklæðaofn. Á alla ofna skal setja sjálfvirka ofnloka sem settir eru á framrás og skulu stýrast af umhverfishita Þrýstiprófun Þrýstiprófunin skiptist í tvo flokka, það er frumprófun og aðalprófun. Við þrýstiprófun skal notast við þrýstimæli sem getur numið að lágmarki 0,1 bara þrýstimun. Þrýstimæli skal staðsetja í lægsta punkt lagnar sem prófað er. Frumprófun: Í frumprófun skal þrýstiprófa lagnirnar við 6 bör. Prófið skal framkvæma á eftirfarandi hátt: Fylla skal kerfið með vatni þannig að það nái 6 börum og látið standa í 10 min. Að þessum tíma loknum skal fylla kerfið aftur þannig að það nái 6 börum og látið standa í aðrar 10 mín. Að því loknu skal fylla kerfið í þriðja sinn uppí 6 bör og látið standa í 10 mín. Að þessum tíma loknum er kerfið látið standa í 30 mín og má þrýstingur ekki falla meira en 0,6 bör. Engin leki má myndast á meðan það er þrýstiprófað. Aðalprófun: Aðalprófun er framkvæmd í beinu framhaldi af frumprófun. Prófunartími þess er tveir tímar. Á þeim tíma má þrýstingur ekki falla meira en 0,2 bör. 7

10 5 Frágangur innanhúss 5.1 Almenn atriði Verktaki skal útvega tæki og efni sem þarf til að vinna verkið eins og best verður. Öll vinna skal vera vönduð og unnin af fagmönnum samkvæmt viðurkenndum stöðlum og hefðum í byggingargreinum. Verktaki framkvæmir allar nauðsynlegar mælingar í samráði við fulltrúa verkkaupa og hafa skal þær innifaldar í einingarverðum. 5.2 Múrverk Vinnan fellst í að slípa útveggi og gera við fyrir sandspörslun, leggja í gólf, hlaða milliveggi og flísaleggja Botnplata íbúðarhús Plata í bílskúr er vélslípuð og þar af leiðandi endanleg. Í íbúðarhúsi skal koma Anhydrit flotílögn mm þykk, í hluta af húsinu koma gólfhitalagnir sem ílögnin fer yfir. Ef ekki er notaður sturtubotn á baðherberbergjum skal ekki leggja Anhydrit þar undir heldur hefbunda ílögn. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², öll op dregin frá. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Steyptir útveggir Steypta útveggi skal slípa og gera klára fyrir sandspörslun. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², öll op dregin frá. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Hlaðnir milliveggir Hlaðnir veggir eru í kringum öll votrými þeir skulu vera hlaðnir 100mm hleðslustein. Nota skal viðurkennd múrefni við hleðslu og síðan púsnningu. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², öll op dregin frá. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Flísalögn Flísar og allt efni skal vera fyrsta flokks og valið í samráði við verkkaupa. Flísaleggja skal gólf og veggi á baðherbergjum, gólf í þvottahúsi og forstofu. Einnig skal flísaleggja bílskúrsgólf með flísum sem eru ætlaðar til slíks brúks. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², öll op dregin frá. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 8

11 5.3 Léttir veggir og klæðningar Útveggir í bílskúr Innan á stoðir og lektur á að skrúfa 32x45mm timburlista sem skrúfast með 5x60mm skrúfum c/c 600mm. Utan á listana kemur 12mm krossviðsplata sem er fest með 4x45mm skrúfum c/c 200mm í útbrún og c/c 300mm í miðjulistan og í listann utan á lektunum. Utan á krossviðinn er fest 13mm gipsplata sem er skrúfuð með gipsskrúfum c/c 150mm í úthringinn og c/c 300mm í miðja plötu. Passa skal að láta samskeyti á krossvið og gipsi skarast. Í baðherbergi á að setja rakavarið gips. Rakavarnarplast, 1100 pam, á að setja að innanverðu. Samskeyti skulu skarast um 150mm og límd saman með rakavarnalímbandi. Við úthring skal kítta aftur endann á plastinu og passa að hafa slaka á því. Þar sem plastið af þakinu nær niðurá veggi skal veggjaplastið fara yfir þakplastið. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², öll op dregin frá. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Loft Í stofu og eldhúsrými eru loftin tekin upp undir límtrébita en stallur kemur þar sem herbergisgangur byrjar blikkleiðarar loftakerfi notað og klædd með 13mm gipsi skrúfað með 25mm gipsskrúfum c/c 150mm. Loft þar sem kraftsperrur eru eru fest í kraftsperrur og skal gæta þess að rjúfa ekki rakavarnarlag með festingum. Þar skal einnig notað blikkleiðara loftakerfi og 13mm gips skrúfað og fest á sama hátt. Á milli sperra skal nota 220mm þakull með áföstum vindpappa, festa 25x25mm lista upp undir borðaklæðninguna, bæði í kverkum og fyrir miðju sperrubili til að tryggja loftun. Strengja á álvír þvert yfir sperrurnar til að halda við einangrunina. Svo er sett 0,2mm rakavarnaplast, pam 1100, sem er látin skarast um a.m.k. 150mm. Við límtrésbita skal setja 25x25mm lista til að klemma rakavarnalag við bita og tryggja þéttingu. Öll samskeiti skal líma saman með rakavarnarlímbandi. Þar sem kraftsperrur eru í íbúðarhúsi og bílskúr skal setja sömu gerð af einangrun á milli togbandanna og 100mm renning ofan á togböndin til að ná réttri einangrunar þykkt. Strengja á álvír þvert yfir sperrurnar til að halda við einangrunina. Svo er sett 0,2mm rakavarnaplast, pam 1100, sem er látið skarast um a.m.k. 150mm. Öll samskeiti skal líma saman með rakavarnarlímbandi. Alls staðar þar sem rakavarnarplast nær að veggjum skal kítta rakavörnina við vegginn. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m². Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Milliveggir gipsklæddir Allir milliveggir eru byggðir upp með blikkstoðum og 12mm krossvið með 13mm gipsklæðningu yst. Allir blikkleiðarar eiga að vera með álímdum svampi. Setja skal límkítti á þær stoðir sem koma að veggjum. Allar stoðir skal setja upp með c/c 600mm. Innra lagið skal skrúfað með c/c 300mm á milli skrúfa. Allt ytra lagið skrúfast með 35mm löngum gipsskrúfum með 150mm millibili á köntum en 300mm í miðju. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m²,frá gólfi og að lofti, öll op dregin frá. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 9

12 5.4 Málun Almenn atriði Innifalið í málun er spörslun og málun allra veggja og lofta. Verktaki skal verja þá hluta bygginganna sem eru frágengnir áður en hann hefst handa við málningarvinnu. Verkið skal unnið samkvæmt teikningum, verklýsingu og tilboðsskrá. Áður en verktaki skilar verki sínu skal hann fara yfir alla málningarvinnu og framkvæma viðgerðir og blettun eftir þörfum Sandspörslun og málun útveggja Sandsparsla skal alla steypta veggi þannig að fyllist í göt og eitt hefur verið ójöfnum. Síðan skal grunna alla fleti og mála skal 3 umferðir með akrylmálningu þar til fullnægjandi þekju er náð. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², öll op dregin frá. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Spörslun og málun gipsveggja og lofta Sparsla skal og mála öll loft og veggi. Mála skal 3 umferðir með akrylmálningu þar til fullnægjandi þekju er náð. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², öll op dregin frá. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 5.5 Innihurðir, innréttingar og parket Almenn atriði Allt efnisaval skal miðast við íslenkar aðstæður og efni ætlað í gólfefni og til innréttinga og innihurðasmíði. Gæta skal vel að skemma ekki innréttingar og innihurðir við flutning og uppsetningar og verja þær eftir að þær eru settar upp þangað til að verkkaupi tekur við Innihurðir Allar innihurðir skulu spónlagðar með Evrópskri beinstrífaðri eik, kantlímdar með a.m.k. 1,5 mm þykkum eikarkanti fyrir spónlögn. Uppsetningar skulu vera vandaðar og velja uppsetningarefni sem hentar. Allar hurðir eru gerekta lausar og setja skal 10mm spónlagðan fúgulista með hliðum og að ofan. Felliþröskuldar skulu vera á öllum innihurðum og vera innfaldir í verðum. Lamir og innihurðarskrár skulu vera innfaldar í einingarverðum en verkkaupi útvegar hurðahúna sem verktaki setur upp. Magntölur og einingarverð. Magn er í stykkjum með uppsetningum. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 10

13 5.5.3 Innréttingar Allar spónlagðar innréttingar skulu spónlagðar með Evrópskri beinstrífaðri eik, kantlímt með a.m.k. 1,5 mm þykkum kanti fyrir spónlögn. Innréttingar á baðherbegi og í þvotthús skulu vera hvítlakkðar með viðurkenndu innréttingarlakki grunnaðar með viðurkenndum grunni. Allar brautir, lamir og aðrir fylgihlutir skulu innifaldir í verðum. Verkkaupi útvegar höldur á innréttingarnar sem verktaki setur á. Uppsetningar skulu vera vandaðar og velja uppsetningarefni sem hentar. Magntölur og einingarverð. Magn er ein heild með uppsetningum og öllum fylgihlutum. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Parket Parket skal valið í samráði við verkkaupa, það skal vera með krossviðsundirlagi minnst 14 mm þykkt, efra lagið skal vera amk 4mm þykk eik hvíttuð. Listar skulu vera úr sama efni og parketið. Niðurlagning skal vera fyrstaflokks. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², öll op dregin frá. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. Einnig eru innifaldir vinnupallar og annað sem þarf til að fullgera verkið. 7 Frágangur utanhúss 7.1 Almenn atriði Bæði húsið og bílskúrinn eru klædd með sléttri málmklæðningu með burðarkerfi frá sama framleiðanda, íbúðarhúsið einagrað að utan en bílsúrinn einagraður í timburgrindinni. Verktaki skal útvega tæki og efni sem þarf til að vinna verkið eins og best verður. Öll vinna skal vera vönduð og unnin af fagmönnum samkvæmt viðurkenndum stöðlum og hefðum í byggingargreinum. Verktaki framkvæmir allar nauðsynlegar mælingar í samráði við fulltrúa verkkaupa og hafa skal þær innifaldar í einingarverðum. 7.2 Múrverk utanhúss Múrhúðun á sökkla Sökklar eru einangraðir að innann verðu og því pokapússaðir að utan. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m². Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 11

14 7.3 Málun utanhúss Málun sökkla Sökklar eru silanbornir og málað yfir með lit sem fellur vel að litnum á klæðningunum. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m². Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Málun framan á og undir þakkanti Mála skal allt timbur með viðurkenndu efni og velja skal lit í samráði við verkkaupa. Magntölur og einingarverð. Magn er í lengdarmetrum. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 7.4 Útveggir og þak Útveggjaklæðning á bílskúr Að utan skal klæða grindina með 12mm grenikrossvið sem á að ná a.m.k. 40mm niður á steypta sökkulinn. Negling í krossvið skal vera með 50mm saum, c/c 100mm í alla grindina, þar með talið lausholt. Kítta skal allar samsetningar á krossvið að utanverðu, utan á krossviðin koma timburlistar 20x45 mm og vindpappi þar utan á til að klæðninginn liggi ekki við timbrið. Sléttplötuklæðning úr áli skrúfast þar utan á. Uppsetning á viðkomandi kerfi skal framkvæmd eftir leiðbeiningum framleiðanda og skulu plöturnar vera af sömu gerð og lit og á íbúaðarhúsi RAL Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m² og öll op dregin frá.músanet, áfellur og vatnsbretti eru í lm. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Útveggjaklæðning á íbúðarhús Veggir eru einangraðir að utanverðu með 125mm steinullareinangrun, 80kg/m3, og skal hver 1200mm löng einangrunarplata vera fest með a.m.k. tveim dýblum á plötu. Klæða skal með sléttplötuklæðningu úr áli litur RAL 7037, sömu gerðar og litur og á bílskúr. Notast skal við klæðningakerfi sem valið er í samráði við verkkaupa, uppsetning á viðkomandi kerfi skal framkvæmd eftir leiðbeiningum framleiðanda. Vanda skal frágang á flasningum og vatnsbrettum. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², öll op dregin frá. Áláfellur og vatnsbretti eru í lm. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 12

15 7.4.3 Þak Klæðning þaks skal vera báruklæðning 0,6mm Aluzink, litur RAL Plötur skulu vera heilar frá mæni að þakskeggi, en skarast á hliðarsamskeytum um minnst eina og hálfa báru undan ríkjandi vindátt. Klæðninguna skal negla með viðeigandi kambnöglum. Fjarlægð milli naglaraða skal mest vera 700mm. Inni á þaki nægir að nelgt sé í aðra hvora hábáru. Í hliðarsamskeyti platna skal negla tvær síðustu hábárurnar í efri plötunni. Í tveimur naglaröðum næst kjöl og þremur næst þakbrún skal vera nelgt í hverja hábáru með um það bil 150mm milli raða til að varna því að neglt sé í sama borð. Á úthornum húss skal setja inn tvær aukaraðir þar sem einnig er nelgt er í hverja hábáru. Um 1000mm frá gaflbrún skal negla í hverja báru í hverri röð. Magntölur og einingarverð. Magn er nettóflatarmál í m², skotrennu og kjöl skal innifela í verði. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Þakkantur Taka á úrtak með 10mm vatnshalla úr sperruenda fyrir 100mm þakrennu. Við sperruenda á að skrúfa 34x45mm gagnvarið timbur sem þrjár raðir af 15x140mm panilklæðningu skrúfast utan á. Undir sperrur á að skrúfa sjö raðir af 25x70mm gagnvörðu timbri með jöfnu millibili. Setja skal flasningu frá panil og ofan í rennu. Magntölur og einingarverð. Magn er ýmist í m²,lm og í stk. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Þakniðurföll og rennur Þakrennur eru úr áli og skulu samsettar með samsetningartengjum. Stærð þakrenna er 100mm og skulu þær festast í hverja sperru. Þakrennur skulu vera með vatnshalla þannig að lægsti punktur sé við niðurföll. Þakniðurföll eru úr áli og skulu samsetningar vera með beygjum sem tengja niðurföll við þakrennu. Stærð niðurfalla er 70mm og skulu þau festast með 1500mm millibili við vegg, litur á niðurföllum skal vera sami og á klæðningu RAL Magntölur og einingarverð. Magn er ein heid með öllu inniföldu. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 13

16 7.5 Gluggar, gler og útihurðir Gluggar Gluggar skulu vera úr timbri með álkápu að utanverðu. Þeir skulu vera CE vottaðir og framleiddir af viðurkenndu framleiðslufyrirtæki. Öll björgunarop skulu vera hliðarhengd. Allt gler skal vera flokkað sem einangrunargler. Allir gluggar skulu festir eftir leiðbeiningum framleiðanda, annað hvort í tréskúfum eða steinskrúfum hvort sem á við í gegnum falsið fyrir glerjun. Frágangur í kringum glugga skal vera með þéttipulsu og fúgukítti samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda. Að utanverðu skal festa vatsnbretti og flasningum eins og sýnt er á teikningum og samræma það leiðbeiningum frá framleiðenda. Magntölur og einingarverð. Magn er ein heild eftir glugga og hurðarteikningum. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis Hurðir Útidyrahurðir og bílskúrshurðir í íbúðarhúsi skulu vera úr timbri valdar í samráði við verkkaupa. Frágangur og festingar skulu vera samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og í samræmi við frágang á gluggum. Magntölur og einingarverð. Magn er ein heild eftir glugga og hurðarteikningum. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 8 Frágangur lóðar 8.1 Almenn atriði Verktaki skal útvega tæki og efni sem þarf til að vinna verkið eins og best verður. Öll vinna skal vera vönduð og unnin af fagmönnum samkvæmt viðurkenndum stöðlum og hefðum í byggingargreinum. Verktaki framkvæmir allar nauðsynlegar mælingar í samráði við fulltrúa verkkaupa og hafa skal þær innifaldar í einingarverðum. 8.2 Uppúrtekt og fylling Fylgja skal kafla 1.2 um jarðvegnsskipti og í en efsta lagið skal vera sandur eins og er í hellulögn. Í kringum undirstöður fyrir sólpallinn skal setja gróft, drenandi efni. Magntölur og einingarverð. Magn er í m 3. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 14

17 8.3 Hellulögn Verktaki sér um frágang á bílastæði og stéttum. Jarðvegsskipti undir hellum samanber jarðvegs kafla 1.2. Velja skal hellur í samráði við verkkaupa, amk 70 mm í stéttum og 100mm þykkar í bílastæði. Magntölur og einingarverð. Magn er í m². Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 8.4 Sólpallur Sólpallinn, skal byggja upp á súlum sem á að steypa í 250mm blikkhólkum. Efsta lag súlunnar skal rúnna af og þétta þannig að það sitji ekki vatn á steypunni. Skó fyrir dregara á að steypa í súluna. Dregarar skulu vera úr 45x145mm gagnvörðu timbri og negldir með 4x40mm kambsaum 2x3stk í hvern skó. Leiðarar skulu vera úr 45x95mm gagnvörðu timbri og festir með þar til gerðum festingum sem neglast með 2x3stk 4x40mm kambsaum. Dekkið á pallinum skal vera úr 27x95mm gagnvörðu timbri sem á að skrúfast með 4x60mm A4 skrúfum. Skjólveggur 90cm hár skal vera meðfram sólpallinum að utanverð klæddur með 21x95mm gagnvörðu timbri standandi með 10mm á milli. Magntölur og einingarverð. Magn er í m² og innifela gólf á palli og handrið. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 8.5 Frágangur grasflatar Slétta skal lóðina samkvæmt hæðarkvóta, setja skal á þökur með hefbundnu sand og moldar undirlagi í efstu 120mm. Tyrfa skal alla óskilgreinda hluta af lóðinni. Magntölur og einingarverð. Magn er í m². Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. Einnig eru innifaldir vinnupallar og annað sem þarf til að fullgera verkið. 8.6 Sorpskýli Setja skal upp tvöfalt sorpskýli, staðlað frá viðurkenndum framleiðanda valið í samráði við verkkaupa. Magntölur og einingarverð. Magn er í stk. Einingarverð skal miðast við fullfrágengið verk þ.e. efni, vinna, vélar, flutningar og förgun umframefnis. 15

18 2.0 Tilboðsskrá Gerð var tilboðskrá samkvæmt númerakerfi FSR, tekið var fyrir liði nr. 5.frágang innanhúss, 7. frágang utanhúss og 8. frágang lóðar. TILBOÐSSKRÁ Svöluhöfði 25 NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ 5 FRÁGANGUR INNANHÚSS 5.2 Múrverk Botnplata íbúðarhús, ílögn. 174 m² kr kr Steyptir útveggir 181 m² kr kr Hlaðnir milliveggir 56 m² kr kr Flísalögn 84 m² kr kr. Kafli 5.2 samtals: kr. 5.3 Léttir veggir og klæðningar Útveggir bílskúr 14 m² kr kr Loft 215 m² kr kr Milliveggir 85 m² kr kr. Kafli 5.3 samtals: kr. 5.4 Málun Sandspörslun og málun útveggja 181 m² kr kr Spörslun og málun gipsveggja og lofta 300 m² kr kr. Kafli 5.4 samtals: kr. 5.5 Innihurðir, innréttingar og parket Innihurðir 7 stk kr kr Innréttingar 1 heild kr kr Parket 152 m² kr kr. Kafli 5.5 samtals: kr. KAFLI 5 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ: kr. 16

19 Svöluhöfði 25 TILBOÐSSKRÁ NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ 7 FRÁGANGUR UTANHÚSS 7.2 Múrverk Múrhúðun á sökkla 26 m² kr kr. Kafli 7.2 samtals: kr. 7.3 Málun utanhúss Málun sökkla 26 m² kr kr Málun framan á og undir þakkant 88 lm kr kr. Kafli 7.4 samtals: kr. 7.4 Útveggir og þak Útveggjaklæðning á bílskúr 77 m² kr kr Útveggjaklæðning á íbúðarhús 190 m² kr kr Þak 213 m² kr kr Þakkantur 88 lm kr kr Þakniðurföll og rennur 1 heild kr kr. Kafli 7.3 samtals: kr. 7.4 Gluggar, gler og útihurðir Gluggar 1 heild kr kr Hurðir 1 heild kr kr. Kafli 7.4 samtals: kr. KAFLI 7 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ: kr. 17

20 Svöluhöfði 25 TILBOÐSSKRÁ NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ 8 FRÁGANGUR LÓÐAR 8.2 Uppúrtekt og fylling 205 m kr kr. 8.3 Hellulögn 170 m² kr kr. 8.4 Sólpallur 37 m² kr kr. 8.5 Frágangur grasflatar 315 m² kr kr. 8.6 Sorpskýli 1 stk kr kr. Kafli 8 Frágangur lóðar samtals: KAFLI 8 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ: kr kr. 18

21 3.0 Tilboðsblað Svöluhöfði 25 TILBOÐSBLAÐ Heildartilboðsfjárhæð er með virðisaukaskatti. TILBOÐIÐ SUNDURLIÐAST ÞANNIG: FJÁRHÆÐ 0 HÖNNUN OG RÁÐGJÖF 0 kr. 1 AÐSTAÐA OG JARÐVINNA 0 kr. 2 BURÐARVIRKI 0 kr. 3 LAGNIR 0 kr. 4 RAFKERFI 0 kr. 5 FRÁGANGUR INNANHÚSS kr. 6 LAUS BÚNAÐUR 0 kr. 7 FRÁGANGUR UTANHÚSS kr. 8 FRÁGANGUR LÓÐAR kr. 9 AUKAVERK 0 kr. HEILDARTILBOÐSFJÁRHÆÐ MEÐ VSK: kr. Staður og dagsetning: Nafn bjóðanda og kennitala: Heimilisfang: Sími: Netfang Undirskrift bjóðanda: 19

22 4.0 Burðarþolsútreikningar Mesta álag er vindálag. Vindur er 1,5 KN/m² Útbeygja skv. Byggingarreglugerð E=9000 q=3 Notmarkaðsástand A) Biti A (7500mm) q=5,7/2=2,85 * => I> * I> * I > 782,8*10⁶mm⁴ Biti sem er 140x433 passar. Hann er I = 950*10 6 mm 4. B) Biti B (5700mm) Q= 1,5*2,85* = 16KN/m² Umax = * = => I = * = 361*10⁶mm⁴ Biti sem er 140x400 er vel öruggur. Hann er I = 745*10 6 mm 4. 20

23 5.0 Loftun þaks Einföld minni þök á íbúðahúsum skal loftað loftbil aldrei vera minna en 25mm. yfir allri einangrun og skal loftunarbil inn og út úr hverju loftbili vera minnst 1000mm2 fyrir hvern m2 þakflatar nema sýnt sé fram á jafngóða útfærslu. (Byggingarreglugerð 2012 gr.5.5). Hægt er að hafa annaðhvort loftunarör eða loftunarbil efst undir borðaklæðningunni og koma þar fyrir neti og reikna þá út hvað bilið þarf að vera breitt. Miðað við 40mm plast loftunarrör með skordýraneti og gefa þau loftun uppá 625 mm2 þegar að búið er að draga frá efnisþykktir og net. Athuga skal loftun fyrir ofan límtrésbita og í borðaklæðningu yfir stofum og eldhúsi. Valið var að hafa loftunarrauf undir borðaklæðningu í þessum byggingum. Þakflötur íbúðarhúss er 177,2 m2. Heildar loftunarþörf er 177,2 x 1000 = mm2. Sperrubilin í íbúðarhúsi eru 64. Lágmarks loftun í hvert bil er því /64 = 2769 mm2 Fjöldi röra í hvert sperrubil er því 2769/625= 4,43 eða 5 stk í hvert bil í íbúðarhús. Ef haft er rauf efst við klæðningu og lengdin á sperrubilinu er 560 mm, þá er raufin 2769/560 sem gera 5 mm og síðan kemur skordýranet, þannig að það verður að vera amk mm. Þakflötur bílskúrs er 36,2 m2. Heildarloftunarþörf er 36,2 x 1000 = mm2. Sperrubilin eru 24. Lágmarks loftun í hvert bil er því 36200/24 = 1508 mm2 Fjöldi röra í hvert sperrubil verður því 1508/625 = 2,4 eða 3 stk í sperrubili í bílskúr. Ef haft er rauf efst við klæðningu og lengdin á sperrubilinu er 560 mm, þá er raufin 1508/560 sem gera 3 mm og síðan kemur skordýranet, þannig að það verður að vera amk. 6-8 mm. 21

24 6.0 U-gildi 22

25 23

26 24

27 7.0 Varmatapsútreikningar Varmatap bílskúrs Varmatap hjónaherbergi 25

28 Varmatap Svefnherbergi (Stærra herbergið) Varmatap svefnherbergi (minna herbergið) 26

29 Varmatap forstofa Varmatap gestabaðherbergi 27

30 Varmatap aðal baðherbergi Varmatap vaskahús Varmatap stofa 28

31 Varmatap eldhús 29

32 Varmatap Skáli/gangur 30

33 8.0 Lagnaútreikningar Ofnatafla. Það eru ofnar inn í öllum svefnherbergjunum, gestabaðherberginu og inn í bílskúr. Rými Fjöldi Varmatap Ofnahæð(cm) Ofnabreidd(cm) Stærð Afköst W Hjónaherbergi dt-40, c 1215 Svefnherb (norður) dt-40, B 760 Svefnherb (suður) dt-40, C 1016 Gestasnyrting ,4 Tondo - 60 handklæðaofn 325 Bílskúr dt-40, E 1674 Bílskúr dt-40, A 252 Heildarafköstofna = 5242 Jafna til að finna rennsli í hitalögn 5300/(4180*40) 0,032 kg á sec 114,1148 kg á klst (í gegnum allar ofnalagnir) Samkvæmt þessu þá er stærð lagnana 2x15mm eða 1x18mm og er 2x15mm fyrir valinu. Þá fer ein lögnin í íbúðarhúsi og hin í bílskúr 31

34 Við fórum eftir þessari jöfnu, nema hitin á vatninu er 80 C og vatnshitin á ofnunum er 40 C. Gólfhiti er í öllum rýmum fyrir utan gestabaðherbergi, vaskahúsi og svefnherberjum. Slaufurnar eru lagðar með 20*2mm pex rörum, cc.150mm í öllum rýmum þar sem um gólfhita er að ræða. Inntakið er í vaskhúsinu. Gólfhitinn er lagður á 25mm einagrun svo er lagt 50-60mm flot yfir það. Gólfefni er 14mm parkett allstaðar nema í forstofu, vaskahúsi og gestabaðherbergi en þar eru flísar 10mm. 32

35 9.0 Þakrennur og niðurföll Þakrennur Samkvæmt töflu veðurstöfu Íslands er mesta aftakaúrkoma í Reykjavík = 57(l/s/ha). Miðað er við stærsta þakflöt á eitt niðurfall sem er 100m2 þarf lágmarksþakrenna að vera 85mm. Verk er unnið miðað við 100mm þakrennu sem annar um 300 l/s ha, sem er yfir lágmrksþörf skv. Meðfylgandi töflu. 33

36 Þakniðurföll Fyrir 100m² þakflöt er lágmarksstærð 55mm. Verk er unnið miðað við 70mm þakniðurföll sem annar yfir 300 l/s ha, sem er langt yfir lágmarksþörf skv. Meðfylgjandi töflu. 34

37 10.0 mæli- og hæðarblað 35

38 11.0 Umsókn um byggingarleyfi 36

39 12.0 Gátlisti byggingarfulltrúa 37

40 38

41 13.0 Heimildarskrá Guðmundur Halldórsson, Varmaeinangrun húsa, Rit nr Preben Madsen, Statik og styrkelære: Nyt teknisk forlag 2010 Sveinn Áki Sverrisson, Fráveitukerfi og hreinlætistæki: IÐNÚ 2005 Sveinn Áki Sverrisson, Hita og neysluvatnskerfi, IÐNÚ 2005 Sveinn Áki Sverrisson, Sérhæfð lagnakerfi: IÐNÚ 2005 Sveinn Áki Sverrisson, Teikningar og verklýsingar 2005 Áltak Upplýsingar um verð og klæðningar BM-Vallá Upplýsingar um verð og efni Gluggasmiðjan Upplýsingar um verð og efni Háskólinn í Reykjavík Námsgögn úr Byggingariðnfræði Húsasmiðjan Upplýsingar um verð og efni Mannvirkjastofnun Brunavarnir Múrbúðin Upplýsingar um verð og efni Mosfellsbær Upplýsingar um lóð og gjöld Lagnaval Upplýsingar um neysluvatn og lagnir Reykjavíkurborg Reglugerðir Skemman Eldri verkefni úr iðnfræði Snertill Upplýsingar um frágang teikninga Staðlaráð Íslands Staðlar Steinull HF Upplýsingar um efni og verð Stjórnartíðindi Byggingarreglugerð Nr.112/

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc

Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc GREINING OG MAT Á GÖLLUM OG VIÐGERÐUM Á NÝJU EINBÝLISHÚSI Stefán Short Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 2014 Höfundur: Stefán Short Kennitala: 140573-4269 Leiðbeinandi: Torfi Guðmundur Sigurðsson

Læs mere

NOVOPAN. GÓLFHITAPLÖTUR - gólfplatan fyrir gólfhita! MK-VOTTAÐ MK 5.33/1804

NOVOPAN. GÓLFHITAPLÖTUR - gólfplatan fyrir gólfhita! MK-VOTTAÐ MK 5.33/1804 NOVOPAN GÓLFHITAPLÖTUR - gólfplatan fyrir gólfhita! MK-VOTTAÐ MK 5.33/1804 Pindstrup 8550 Ryomgård Danmörku Sími +45 8974 7400 Fax +45 8974 7497 www.novopan.dk salg@novopan.dk 1 NOVOPAN KLIMAGULV - liggja

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Gæðavottað á öllum Norðurlöndunum SPAANDEX K-GULV. Uppsetningarleiðbeiningar

Gæðavottað á öllum Norðurlöndunum SPAANDEX K-GULV. Uppsetningarleiðbeiningar Gæðavottað á öum Norðuröndunum SPAANDEX K-GULV Uppsetningareiðbeiningar Spaandex K-GULV P6 Spaandex Unipan K-GULV P7 Spaandex Unipan K-GULV P6/P5 SPAANDEX K-GULV fyrir undirgóf Þessar uppsetningareiðbeiningar

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970

Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970 Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970 18 Húsaröð við Tjarnargötu í Reykjavík. 87 Inngangur Í þessari stuttu samantekt er leitast við að gefa yfirlit yfir íslenska húsagerðarsögu fram til um 1970.

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

heilsuvæn málning sem NAAF mælir með! Bliss LITAKORT

heilsuvæn málning sem NAAF mælir með! Bliss LITAKORT NÝ heilsuvæn málning sem NAAF mælir með! Bliss LITAKORT 301 BLANCO 0401-G42Y 305 EGGHVIT 0502-Y 309 EGGESKALL S 0505-Y 313 MOHAIR 1104-Y24R «Draga verður úr fjölda þeirra einstaklinga sem þróa með sér

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Trafiksikkerhedsinspektion i Island NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Oversigt Hvorfor er TS-inspektion vigtig? Ny handbog Registreringsprocess

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

WEHOLITE. Lagnakerfið

WEHOLITE. Lagnakerfið WEHOLITE Lagnakerfið 2 Inngangur Það er almennt álit fagmanna og annarra sem til þekkja, að polyethylen sé afar fjölhæft lagnaefni og henti vel á ýmsum notkunarsviðum, svo sem í þrýstilagnir fyrir neysluvatn,

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Sund- og baðstaðir. Handbók

Sund- og baðstaðir. Handbók Sund- og baðstaðir Handbók UMHVERFISMERKI 141 381 Prentgripur SUND- OG BAÐSTAÐIR Handbók UMBROT Einar Guðmann UMHVERFISSTOFNUN Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík SÍMI 591 2000 SÍMBRÉF 591 2010 umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther. Møns Klint.

Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther. Møns Klint. Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther Møns Klint Møns Klint - Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar Dagana 22. til 31. maí, nú á vorönn

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat).

FYLGISEÐILL. FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). FYLGISEÐILL FOMEPIZOLE EUSA Pharma 5 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. Fomepízól (sem súlfat). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði

Endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði Efnisyfirlit 1. Inngangur... 4 1.1. Verkefnið... 4 1.2. Hlutverk starfshópsins og markmið... 4 1.3. Fyrirkomulag vinnunnar... 4 2. Upplýsingar um mygluvandamál í húsnæði... 5 2.1. Upplýsingar frá byggingarfulltrúum...

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 283. fundar Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

forbindelse med både ansættelse, ændring i ansættelsesforhold og ved afslutning af ansættelsen.

forbindelse med både ansættelse, ændring i ansættelsesforhold og ved afslutning af ansættelsen. Retningslinie Uppgávu- og ábyrgdarbýtið ímillum og eindir/leiðarar á LS, tá ið byrjar í starvi, broytir starv innanhýsis ella fer úr starvi / Opgave og ansvarsfordeling mellem medarbejdere og afdelinger

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Hljóðstigsreikningar frá fyrirhuguðum vindmyllum ofan Búrfells

Hljóðstigsreikningar frá fyrirhuguðum vindmyllum ofan Búrfells LV-2016-045 Hjóðstigseininga fá fyihuguðum vindmyum ofan Búfes Endubætt útgáfa af sýsu n. LV-2015-091 Sýsa n. LV-2016-045 Hjóðstigseininga fá fyihuguðum vindmyum ofan Búfes Endubætt útgáfa af sýsu n. LV-2015-091

Læs mere

Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð. Útgáfa 08,

Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð. Útgáfa 08, Vogabyggð - svæði 1 Deiliskipulag Útgáfa 08, 11 05 2017 Samþykktar- og staðfestingarferli... 2 1 Deiliskipulag... 3 1.1 Hönnun og uppdrættir... 3 1.2 Minniháttar framkvæmdir... 3 1.3 Fyrirliggjandi leyfi

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere