Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð"

Transkript

1 Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir Ljósmyndir Helgi Árnason Kristinn G. Breiðfjörð Óskar S. Einarsson Menntasvið Reykjavíkurborgar 2007

2 Efnisyfirlit Einstaklingsmiðað nám...1 og mat á skólastarfi...1 í Danmörku og Svíþjóð...1 Efnisyfirlit...2 I. Inngangur...3 Þema ferðarinnar...3 Skipulag ferðarinnar...3 Dagskrá og tilhögun ferðar...4 Þátttakendur...5 II. Fyrirlestrar og kynningar Kynning á danska skólakerfinu og þjónustu sem Dafolo býður skólum í Skandinavíu Skólinn sem lærir (Den intelligente skole) Samstarf og teymisvinna í grunnskólum Mat á skólastarfi í Svíþjóð...16 III. Skólaheimsóknir...17 Svensgårdsskolan...17 Västra Ramlosa Preschool and school...18 Þriggja kórónu skólinn í Hróarskeldu (Trekronerskolen)...20 IV. Samantekt og samanburður...22 V. Lokaorð...24 Heimildir...25 Fylgiskjöl

3 I. Inngangur Sú hefð hefur skapast að hópur skólastjóra grunnskóla í Reykjavík fer árlega í nokkurra daga náms- og kynnisferð til útlanda ásamt yfirmönnum sínum, sviðsstjóra Menntasviðs (áður fræðslustjóra) og formanni menntaráðs Reykjavíkurborgar. Æskilegt er talið að skólastjórar grunnskólanna í borginni kynni sér skólastarf í grannríkjum okkar og öðrum ríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við í menntamálum. Ferðirnar eru því hluti af símenntun hvers skólastjóra. Áfangastaður hverrar ferðar er valinn út frá því efni sem efst er á baugi hverju sinni og er því markverðasta sem fyrir augu og eyru ber haldið til haga og skráð. Síðan er því sem safnað var í hverri ferð tekið saman í skýrslur sem nýtast sem samantekt á því sem fram fór og til að miðla fróðleik til annarra. Á þann hátt er vonast til að efni úr ferðinni stuðli að áframhaldandi þróun skólastarfsins í borginni. Að þessu sinni var ákveðið að halda til nágrannalandanna, Danmerkur og Svíþjóðar, til að kynnast hvernig staðið er að teymisvinnu kennara, einstaklingsmiðuðu námi, námsmati í slíku skólastarfi og gerð nemendaáætlana (elevplaner). Einstaklingsmiðað nám hefur verið eitt af helstu áhersluatriðum í menntastefnu borgarinnar í nokkur ár og allir grunnskólarnir verið að feta sig í átt til einstaklingsmiðaðra náms. Að mati samráðshóps skólastjóra þótti tímabært að kynna sér hvernig staðið væri að því að gera námsáætlanir fyrir einstaka nemendur í slíku skipulagi og hvernig staðið er að námsmati á þeim svæðum sem lengst eru komin í einstaklingsmiðuðu námi. Einnig hafði komið fram ósk um að kynnast teymiskennslu í þessum löndum sem búa að lengri hefð á þessu sviði en er hér á landi. Leitað var til ráðgjafarfyrirtækisins Dafolo A/S í Kaupmannahöfn um að aðstoða starfsmenn á grunnskólaskrifstofu Menntasviðs við að undirbúa þessa ferð. Anker Mikkelsen, ráðgjafi hjá Dafolo í Kaupmannahöfn, sá um að skipuleggja ferðina í Danmörku í samráði við Guðrúnu E. Bentsdóttur, verkefnastjóra á grunnskólaskrifstofu Menntasviðs. Anker er fyrrverandi skólastjóri í Hellerupskóla í Danmörku og er mörgum kunnugur fyrir leiðandi starf í skólaþróun. Anker sá um að skipuleggja fyrirlestra og kynningar fyrir hópinn um það efni sem óskað hafði verið eftir, þ.e. gæði og mat á skólastarfi, teymiskennslu og nemendaáætlanir. Einnig skipulagði hann skólaheimsókn í Trekronerskolen í Hróarskeldu. Einnig var leitað til Ulf Hedén, skólaþróunarfulltrúa (strategic developer), á skólaskrifstofunni í Helsingjaborg um að skipuleggja ferðina í borginni, en Ulf var aðalfyrirlesari á ráðstefnunni Skóli á nýrri öld sem fram fór í Reykjavík 21. febrúar Í Helsingjaborg var hópnum skipt og skoðaði sinn hvorn skólann, en í lok dagsins sameinaðist hópurinn í kynningu á mati á skólastarfi í Svíþjóð sem fram fór í ráðhúsi borgarinnar. Hópurinn dvaldi í Kaupmannahöfn og fóru fyrirlestrar og kynningar fram þar, en ferðaðist þaðan til Hróarskeldu og Helsingjaborgar í Svíþjóð. Á meðan hópurinn dvaldi í Kaupmannahöfn var boðið upp á gönguferð um Íslendingaslóðir undir leiðsögn Guðlaugs Arasonar, rithöfundar. Einnig skoðaði hópurinn Víkingaskipasafnið í Hróarskeldu undir leiðsögn Ankers Mikkelsen. 3

4 Mánudagur Brottför Rútuferð frá Miðbæjarskólanum kl. 4:30. Brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 7:15 Flogið með Iceland Express, flug nr. FHE 901 Áætluð lending í Kaupmannahöfn kl. 12:25. Gist á Norlandia Richmond Hotel Kaupmannahöfn. Heimilisfang: Vester Farimagsgade 33 DK Kl. ca. 14:00 Komið á hótelið Kl. ca til Kynning á danska skólakerfinu og þeirri þjónustu sem Dafolo býður skólum í Skandinavíu. Umsjón: Anker Mikkelsen, ráðgjafi Dafolo (og fyrrv. skólastjóri). Kynningin sem og námskeiðsdagar voru á hótelinu. Þriðjudagur Námskeiðsdagur Kl Námskeiðsdagur í umsjón ráðgjafa Dafolo. 1. Mat og þróunarstarf í danska grunnskólanum (Evaluering og kvalitetsudvikling i den danske folkeskole) - Karen Leth Nielsen, ráðgjafi Dafolo. 2. Skólinn sem lærir (Den intelligente skole) - Anker Mikkelsen, ráðgjafi Dafolo. Kl. 15:00-16:00 Matsfundur Kl. 17:00-18:30/19:00 Gönguferð um Íslendingaslóðir með Guðlaugi Arasyni. Miðvikudagur Skólaheimsókn til Helsingjaborgar Ekið með rútu til Helsingjaeyrar og þaðan tekin ferja til Helsingjaborgar. Heimsóttir tveir skólar í Helsingjaborg; Svenssgardsskolan og Väster-Ramlösa skolan. Kynning á mati á skólastarfi í Svíþjóð á skólaskrifstofunni í Helsingjaborg - Viveca Olsson, skólaþróunarráðgjafi. Fimmtudagur Skólaheimsókn í Trekronerskolen í Hróarskeldu Trekronerskolen er heildstæður grunnskóli í um 30 km. fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Hádegisverður í Hróarskeldu og Víkingaskipasafnið skoðað. ( Föstudagur Námskeiðsdagur Kl ca Námskeiðsdagur í umsjón ráðgjafa frá Dafolo. Efni: Samstarf og teymisvinna í grunnskólum - Sisse Kröll-Schwartz, ráðgjafi Dafolo. Kl Námskeiðslok. Sameiginlegur kvöldverður í boði Menntasviðs. Laugardagur 31. mars Heimferð. Flogið með Iceland Express flugnr. FHE 902. Brottför kl. 13:15. Áætluð lending kl. 14:35. Þátttakendur sáu sjálfir um að koma sér á flugvöllinn. 4

5 Nöfn: Skóli: Audur A. Stefánsdóttir skólastjóri Laugalækjarskóli Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóli Hilmar Hilmarsson skólastjóri Réttarholtsskóli Jóhanna S. Vilbergsdóttir skólastjóri Engjaskóli Kristinn B. Guðmundsson skólastjóri Foldaskóli Óskar S. Einarsson skólastjóri Fossvogsskóli Ragna Ólafsdóttir skólastjóri Melaskóli Rannveig Andrésdóttir skólastjóri Ártúnsskóli Valgerður S. Guðnadóttir skólastjóri Húsaskóli Þórður Kristjánsson skólastjóri Seljaskóli Örn Halldórsson skólastjóri Selásskóli Svanhildur M. Ólafsdóttir skólastjóri Korpuskóli Júlíus V. Ingvarsson formaður Menntaráði Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri Menntasviði R. Anna K. Sigurðardóttir skrifstofustjóri Menntasviði R. Guðrún E. Bentsdóttir verkefnastjóri Menntasviði R. Valgerður Janusdóttir starfsmannastjóri Menntasviði R. 5

6 II. Fyrirlestrar og kynningar Anker Mikkelsen, ráðgjafi Dafolo (og fyrrv. skólastjóri). Dafolo býður upp á símenntun fyrir margar fagstéttir, bæði í opinbera geiranum og í einkageiranum. Fyrirtækið skipuleggur náms- og kynnisferðir, heldur námskeið og fræðslufundi fyrir skólastjórnendur og kennara hvaðanæva að á Norðurlöndum. Að auki gefur fyrirtækið út fræðsluefni, s.s. bækur, bæklinga og veggspjöld, auk þess að hanna og bjóða upp á ýmis konar margmiðlunarefni og vefefni. Að mati Ankers Mikkelsen er þetta mögulegt af því að norrænu ríkin hafa um þessar mundir sömu áherslur í skólastarfi. Í öllum norrænu ríkjunum er skólastarfi stjórnað skv. markmiðum t.d. eru markmiðsbundnar námskrár í öllum ríkjum og kennarar setja sér markmið með kennslu. Skólastarfið er skipulagt í samræmi við ákveðin gildi, þ.e. norrænu þjóðirnar hafa sambærilegt gildismat hvað varðar áherslur í skólastarfi. Verkmöppur í námsmati eru víðast að ryðja sér til rúms sem liður í námsmati. Símat hluti af breyttum áherslum í skólastarfi einstaklingsmiðað nám kallar á breyttar aðferðir við námsmat og mat á skólastarfinu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa m.a. sérhæft sig í mati á skólastarfi, teymisvinnu, sveigjanlegu skólastarfi, námsstílum, fjölgreindarkenningu, skólastjórnun, handleiðslu/stuðningi (coaching), diplómanámi og tengslavinnu. Starfsmenn Dafolo hafa lagt sig fram um að fylgjast með skólaþróun á Norðurlöndum og sækja hugmyndir og innblástur til þess framsæknasta sem er í boði. Anker fjallaði einnig um skólaþróun og hvers vegna mörg þróunarverkefni ná ekki að festa sig í sessi, m.a. vegna þess að framtíðarsýnin er óljós, verkefnin hæfa ekki aðstæðum (kulturelt misfits) og vegna þess að samskipti eru óljós. Þau verkefni sem eru líklegust til að vinna sér sess eru þau sem fá mikinn undirbúning og þar sem samskipti og samvinna eru í forgangi. Einnig þurfa verkefnin að byggjast á skýrri framtíðarsýn. Anker líkti þróunarstarfi við ferð yfir hæfnisbrú (kompetancebroen) þar sem nauðsynlegt að kunna skil á þeirri stöðu sem maður er í hverju sinni. Áfangastaðurinn við brúarendann er framtíðarsýnin og ferðalagið yfir brúna felst í að skilgreina muninn á núverandi stöðu og því sem á vantar til að nálgast framtíðarsýnina. Hann talaði einnig um breytingastarf og hvernig nauðsynlegt er að kunna skil á þeim gildum sem maður vill hafa að leiðarljósi áður en lagt er upp í breytingastarf og að nauðsynlegt sé að taka upp ný gildi eða viðmið til að móta nýjan grunn gilda eða viðmiða til framtíðar. Einnig minnti hann á að í skólaþróun er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir eftirfarandi þáttum: hvers vegna er nauðsynlegt að fara í breytingar, hverju á að breyta, hvaða árangur eða útkomu maður vill sjá, 6

7 hvernig á að standa að breytingum, hvers við væntum af breytingunum, hvað hver og einn fær út úr því að breyta, hver á að taka þátt í breytingastarfinu, hvaða þættir skipta meginmáli svo breytingarnar skili árangri. Hópnum bauðst að panta bækur og annað efni frá Dafolo en nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heimasíðu þess á slóðinni: Í mati sem lagt var fyrir hópinn að lokinni dagskrá kom fram mjög mikil ánægja með það sem Dafolo hafði að bjóða. (Evalueringstiltag og evalueringskultur i den danske folkeskole) Karen Leth Nilsen, ráðgjafi hjá Dafolo. Karen Leth Nilsen rakti fyrst helstu þætti í matsmálum í Danmörku, hvað hefur verið gert á landsvísu, hjá sveitarfélögunum og í skólunum. Eins og á Íslandi setja dönsk skólayfirvöld yfirmarkmið með námi og skólastarfi í lögum og námskrám. Sveitarfélögin setja sér svo nánari markmið í einstökum greinum eða sviðum, t.d. í lestri eða varðandi námsumhverfi. Hver skóli setur sér viðmið eða gildi, t.d. varðandi líðan, kennsluaðferðir, samvinnu o.fl. Í Danmörku voru sett ný lög um grunnskóla á tímabilinu og um sameiginlega markmiðsbundna námskrá sem í eru 24 greinahefti og almennur hluti. Frá og með 2006 eiga allir nemendur að fá nemendaáætlun skv. aðalnámskrá. Öll sveitarfélög eiga haustið 2007 að gera matsskýrslu um hvern grunnskóla sem lýsir faglegri stöðu skólans og leiðum til að meta stöðuna ásamt stefnu sveitarfélagsins. Skýrslunum á síðan að skila til fræðsluyfirvalda á hverju ári. Sveitarfélögin hafa þrjú ár til að innleiða þessa vinnu. Karen sagði einnig frá EVA sem er skólamatsstofnun Danmerkur (Danmarks Evalueringssystem). Rauður þráður í mati EVA frá prófum til gæðastjórnunar hefur verið markmiðssetja skólastarfið. Einstaklingsmiðað nám og símat var sett í lög EVA gerði mat á framkvæmdinni og komst að því að kennararnir í Danmörku eru góðir í að setja markmið en börnin þekktu þau ekki. Til að vinna með markmið og koma til móts við einstaklingsmiðað nám nota danskir kennarar ýmsar aðferðir, s.s. að raða börnum í námshópa eftir getu og gefa þeim ólík verkefni og viðfangsefni. Þeir hafa ólíkari væntingar til nemenda, en í reynd vinna mjög fáir þeirrar með raunveruleg markmið þar sem nemendur geta valið viðfangsefni við hæfi, en ein leiðin til þess er að mati Karenar að nota verkmöppur. Karen benti á að markmið með skólastarfi eru tvíþætt uppeldisleg og pólitísk. Það þarf að skilja að faglega sýn á skólastarf og mat það sem snýr að nemandanum, foreldrum og kennurum og samspil þessara aðila og pólitíska sýn og mat á hvað á að hafa forgang og hvað stjórnvöld eiga að ákveða varðandi menntun. Það fyrra þarf að komast til skila til stjórnmálamanna svo að þeir geti sett framtíðarsýn í samræmi við það sem gert er í skólunum. Með þessu er ábyrgð allra skýr. 7

8 Karen ræddi einnig um tvær nálganir að mati (to dimensioner): Hvaða matshefðir höfum við í skólastarfi? 1. Ígrundun og umræður hin hefðbundna matsleið huglæg og byggð á uppeldisfræðilegri hefð. 2. Mat byggt á þekkingu vísindalegri vinnubrögð; upplýsingaöflun, greining og mat byggt á hefð félagsvísindanna. Í skólastarfi er hefð fyrir huglægu mati sem þ.a.l. er oft ósýnilegt umhverfinu. Matið og niðurstöðurnar þarf að gera sýnilegri. Kennarar vilja helst ekki breyta sínum matsaðferðum og umræðan snýst um hvernig er hægt að sameina þessar tvær nálganir þannig að sátt náist. Karen L. Nilsen vitnaði í Peter Dahler Larsen sem rannsakað hefur matsaðferðir. Hann hefur m.a. sett fram líkan um hvernig eigi að meta hvort markmiðum námsins hafi verið náð: 1. Núverandi staða (status) og mat (vurdering) 2. Markmið og matsspurningar 3. Mælikvarðar megindlegir og eigindlegir 4. Matsáætlun gerð samhliða náms- eða kennsluáætlun 5. Viðfangsefni í skólastarfinu 6. Mat og miðlun niðurstaðna. Peter D. Larsen álítur að alltaf eigi að gera matsáætlun eftir að markmið hafi verið sett um hvað börnin eiga að vita eða geta þegar þeim hefur verið náð. Fyrst er gerð námsáætlun og samtímis þarf að ákveða hvernig á að meta hvort markmiðunum hefur verið náð. Þá eru verkefni nemenda metin um leið og þau eru unnin og matið skráð. Karen benti á að ef við viljum mæla það sem við metum, þurfum við fyrst að setja viðmið um góða kennslu og hvað við metum mest í skólastarfinu. Einnig þarf að ræða hvað sé gott fyrir nemendur og hvað okkur finnst vera góð kennsla. Síðan þurfum við að finna matsaðferðir við hæfi. Og þvínæst setja af stað starf sem færir okkur nær markmiðunum og hvernig við ætlum að mæla árangurinn. Mikilvægt sé að spyrja hvaða markmiðum skuli náð með mati og í framhaldinu að ákveða hvaða aðferðir eigi að nota. Skólastjórar þurfi að leiða þá umræðu. Nemendaáætlanir (Elevplaner) Ráðgjafar Dafolo höfðu verið beðnir um að segja frá nemendaáætlunum í dönskum skólum. Frá og með skólaárinu er skylda skv. dönskum grunnskólalögum að gera nemendasáætlanir (elevplaner). Í samtali nemandans, kennara og foreldra á að ákveða hvað skólinn á að gera, hvað foreldrar eiga að gera og hvað nemandinn á að gera. Skólastjórar taka ákvarðanir um hvernig skólinn ætlar að nota nemendaáætlanir innan þess ramma sem stjórnvöld hafa ákveðið og ákveða hvernig vinnan á að fara fram. Kennarar eiga að taka þátt í að gera nemendaáætlanir (elevplaner) fyrir nemendur en ekki endilega sérstaka áætlun fyrir hvern og einn nemanda. Þeir ákveða líka hvaða upplýsingar eru mikilvægar og skipta máli í hverri námsáætlun. Kennarar hafa ekki verið skyldugir til að gera námsáætlanir fram að þessu en nú er það skylda. Kennarar í einu sveitarfélagi hafa þó neitað að gera slíkar áætlanir og áttu lögsókn yfir höfði sér. Nemendaáætlanirnar eiga að: vera unnar í samstarfi við foreldra innihalda upplýsingar um niðurstöður símats í öllum greinum gefa yfirlit yfir heildarstöðu nemandans í öllum greinum sýna mat frá öllum kennurum á faglegri færni nemandans þannig að hægt sé að sjá hvers nemandinn þarfnast 8

9 sýna hvað hefur verið ákveðið að gera varðandi barnið t.d. í tengslum við samræmd próf vera afhentar foreldrum skriflega minnst einu sinni á ári Nemendaáætlanir geta: verið lagðar fyrir foreldra í tengslum við foreldraviðtal verið útfærðar í stuttu og nákvæmi formi útfært nánar hluta af fyrri markmiðum og ákvörðunum samfella í námi innihaldið aðrar mikilvægar upplýsingar um annað nám en það sem tengist námsgreinum nýst sem verkfæri milli skóla Karen dró síðan upp mynd sem sýnir hvernig skólastarfið er skipulagt á grundvelli nemendaáætlana. Útgangspunkturinn er viðtal kennara, foreldra og nemanda þar sem m.a. eru teknar ákvarðanir varðandi nemendaáætlunina. Kennarinn gerir síðan áætlun fyrir allan bekkinn með markmiðum í einstökum námsgreinum, náms- og kennsluaðferðum og námsmati. Hvert kennarateymi samræmir námsefni og mat og kennarar og nemendur meta árangurinn. Nemandinn fer síðan í matsviðtal við sinn umsjónarkennara þar sem ákveðin eru markmið fyrir næstu nemendaáætlun. Dafolo hefur m.a. gefið út hagnýtt hefti um nemendaáætlanir og er hægt að panta það á heimasíðunni (Sjørup, 2006). Einnig var í vinnslu rafrænt form af nemendaáætlunum sem kennarar munu geta keypt aðgang að. Eftirlit og gæðastarf í dönskum skólum Að sögn Karenar hafa kennarar hingað til ráðið mestu um framkvæmd skólastarfs í Danmörku, en það er að breytast. Samkvæmt skýrslu OECD frá 2004 er þörf á formlegra mati á skólastarfi í Danmörku. Skólar hafa til þessa getað valið hvernig þeir vinna. Nú á að tryggja gæðastarf í skólum og taka upp meiri gæðastjórnun. Þess vegna m.a. eiga sveitarfélög að gera matsskýrslur um skólastarfið. Hver skóli á að búa til, eða taka upp, aðferðir til að tryggja gæði í skólastarfi, ekki ósvipað og umbótaáætlanir sem gerðar eru í grunnskólum Reykjavíkur. Gerð var tilraun með slíkt matsverkefni í nokkrum skólum í Óðinsvéum sem hægt er að kynna sér á slóðinni: %20og%20udviklingstemaer/Kvalitetssikringssystem.aspx Karen dró síðan upp matskeðju sem lýsir öllu matsferlinu frá nemendum og upp á sveitarstjórnarstigið. Grunnurinn er byggður á samvinnu nemanda, kennara og foreldra. Það á að skrá hvort nemendur hafi náð markmiðum; foreldrar, kennarar og nemendur sjálfir eiga að hafa eftirlit með því. Í framhaldi af því þarf e.t.v. setja ný markmið. Kennarar eiga að skila upplýsingum til stjórnenda og þar á að fara fram umræða um starfið og þaðan eiga upplýsingar að fara til yfirstjórnar menntamála svo samræðan fari líka fram þar. Og síðan eru sett ný markmið fyrir skólana. Áherslan er á kennsluna, t.d. hvað kennurum finnst og hvernig er unnið er með þær upplýsingar sem þurfa að fara eftir keðjunni svo og samræður milli allra aðila. 9

10 Val á matsaðferðum Karen fjallaði að lokum um hvernig við veljum matsaðferðirnar en það val byggir á sýn okkar á námi og námsmati og hvort nemandinn eigi að vera virkur eða óvirkur í matinu? Próf Mat á - verkefnum - afrakstri verkefna - frammistöðu Ástundun Sjálfsmat nemandans með endurgjöf Viðtal nemanda og kennara Sjálfsmatseyðublað Markmiðshringir/-skífur Dagbók með markmiðum og ígrundun Verkmöppur (portfolio) - Anker Mikkelsen, ráðgjafi hjá Dafolo Anker byrjaði á að fjalla um þrjá þætti í skilgreiningu fræðimanna um skólann sem lærir, þ.e. framtíðarsýn, aðgerðir og skipulag. Í framtíðarsýn birtast hugmyndafræði og stefna skólafólks í fræðslumálum og byggir á viðteknum lífsgildum. Aðgerðir það sem við gerum/komum í framkvæmd verður til vegna áhrifa tilfinninga og ígrundana um starfið. Skipulagið hvernig við tryggjum að hugmyndum okkar sé hrint framkvæmd ræðst af uppeldisog kennslufræðilegu umhverfi, s.s. lögum, stefnumörkun yfirvalda, kennarasamtaka, og ekki síst skólans sem við störfum í. Anker ræddi líka um hugtakið benchmarking að miða sig við það besta eða setja markið þar sem árangur er bestur. Það má gera með því að læra af öðrum skólum eða bera sig stöðugt saman við skóla sem skara fram úr á einhvern hátt. Einnig er hægt að setja upp viðmið eins og gert hefur verið í Matstæki um einstaklingsmiðað nám sem Menntasvið gaf út. Hann sagði slík vinnubrögð vera að festa sig í sessi meðal þeirra sem kenna á unglingastigi í Danmörku. Hann taldi samanburðinn mikilvægan í umræðunni því hann byggðist á þeirri hugsun að það væri engin endastöð, alltaf mætti gera betur í skólamálum. Niðurstöður úr mati geta nýst sem liður í kerfisbundnu mati og /eða stjórntæki til að finna veikar þætti í skólastarfinu, til að fá innblástur og hugmyndir um frekari skólaþróun til að setja markmið um umbætur í eigin skóla. Anker benti á að ákvarðanir væru oft teknar í byrjun þegar þekking á viðfangsefnum væri tiltölulega lítil. Þess vegna sé mikilvægt að viðhafa símat í þróunarstarfi í skólum og taka fleiri ákvarðanir samhliða aukinni þekkingu á viðfangefninu kaupa sér tíma ef svo má segja. 10

11 Anker dró upp líkingu af fimm arma stjörnu til að lýsa starfi sem miðar að skólaþróun : Staðan Hvar stöndum við? Hvað höfum við gert? Gæðaviðmið Ásættanlegur árangur Matsáætlun hvernig ætlum við að meta? Markmið sem við viljum ná Aðgerðaáætlun Markmiðin eru tvíþætt Styrkja hæfni okkar til ígrundunar og umræðu, sem lið í faglegri færni. Styrkja hæfni okkar til að taka réttar ákvarðanir sem leiða til faglegrar framþróunar Anker fjallaði enn fremur um nauðsyn þess að færa sig frá því að tala um vandamálin, viðurkenna þess ís tað aðstæður og einblína á lausnir. Hann benti líka á að hægt sé að gera hlutina á marga vegu. Ef óstjórn sé í skólastofnun geti menn lent í því að gera ranga hluti rétt, en þeir gætu líka verið að gera rétta hluti en á rangan hátt. Umræður Af og til í fyrirlestrunum var gert hlé og ræddum það þá það sem fyrirlesararnir höfðu verið að fjalla um. Reyndum við að tengja það sem mest við okkar eigin aðstæður og fannst það mjög gagnlegt. Meðal þess sem rætt var voru svör við eftirfarandi spurningum: 1. Hvernig getur mat á skólastarfi leitt þróun í átt til skólans sem lærir? 2. Hvernig styður mat á skólastarfi v/ skólann sem lærir? Mat getur stýrt skólastarfi og nota má mat til þess að stýra skólanum að "módelinu um skólinn sem lærir. Aukið mat getur haft áhrif til framþróunar en það hefur sýnt sig í Danmörku m.a. að hið þveröfuga gerðist, t.d. próf í lok hvers aldursstigs. Skólinn sem lærir er ekki endilega ferli frá einum stað til annars, fremur má líkja því við að búa til frjóan jarðveg. Vísað var í mynd sem oft hefur verið brugðið upp af brúnni þar sem hópurinn hefur komið sér saman um stöpul til að stoppa á. Að viðhalda breytingum er flóknara heldur en að taka upp breytingar. Í þessu samhengi var minnt óformlegt netverk skólastjóra sem er að vinna við að þýða hefti með upplýsingum um aðferðir Louise Stoll. 11

12 Menntamálaráðuneyti okkar er að skoða og taka út þær aðferðir sem skólar nota við innra mat. Nú er verið að gera tilraun á Menntasviði við að blanda saman innra og ytra mati. Það getur verið eðlilegt að sveitarfélag standi fyrir því að gera innra mat út frá viðmiðum. Hvaða áhrif mun það þá hafa að innra mat sé að verða að ytra mati, sbr. yfirlit yfir stöðu einstakra skóla? Skólar gera núna umbótaáætlanir og þær eiga að hafa áhrif á vinnubrögð. Hvað lærðum helst af fyrirlestrum KLN og AM? Glæran hennar Karenar um það hvernig við metum það sem við teljum mikilvægast í skólastarfi. Hugsunin hefur verið of bundin við að meta til þess eins að meta. Við ætlum að meta það sem við teljum mikilvægast í skólastarfi. Hvers konar viðfangsefni eigum við að velja til þess að ná viðmiðum? Hvað er það sem börnin eru að gera hverju sinni til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sett? Mikilvægt er að færa matið til kennarans, kennarinn sé samhliða að meta það sem fram fer - það er leiðin til að meta það sem er mikilvægast. Hvert er samspilið milli skólastjóra, skólayfirvalda og kennara þegar kemur að því að vinna úr mati? Það sem hugsanlega vantar er að meta það sem raunverulega er að gerast. Skóla getur verið vel stjórnað en þar er e.t.v. verið að gera ranga hluti rétt. Matskeðjan gerir ráð fyrir því að allir fái endurgjöf við öllu sem gert er. Kannski er það mikilvægasti hlekkurinn, en kannski veikasti hlekkurinn í okkar kerfi. Nálgast verkmöppu-hugmyndafræðin helst það sem um hefur verið rætt í dag? 12

13 Sisse Kröll-Schwartz, ráðgjafi Dafolo. Sisse byrjaði á að bregða upp námshringnum - líkani Dixons - um nám. Hún benti á að heimurinn verður sífellt flóknari, hraðinn er meiri og breytingar ganga hraðar fyrir sig en áður. Við vitum ekki hvaða þekkingu og færni næsta kynslóð þarf á að halda. Hvernig er hægt að byggja upp kerfið þannig að þeir sem vinna innan þess eigi auðveldara með að læra í kerfinu? Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að teymi væru grundvallarþáttur í dönsku skólastarfi því þar færi fram umræða og ígrundun um nám og kennslu. Með grunnskólalögum frá 1993 var krafist þverfaglegrar vinnu af kennurum í Danmörku. En þegar Sisse kom til starfa 1999 upplifði hún að kennarar störfuðu mun meira einir. Þetta hefur breyst. Sisse sagði frá því að kennarar hefðu byrjað að vinna í teymum með þeim hætti að kennarar hvers árgangs tóku sig saman og yfirtóku alla tíma árgangsins. (Þetta sáum við m.a. í Trekroner-skólanum sem við heimsóttum). Áður hafði nám barnanna verið mjög afmarkað í námsgreinar. Kennarar tóku upp opna stundaskrá við upphaf annar sem þýddi að þeir kenndu sumar vikur mjög marga tíma en aðrar e.t.v. of fáa. Hver kennari skilar tíma kennslu. þeir ákváðu að ein námsgrein hefði fastan tíma á stundatöflunni, þá var hún þar föst, en aðrar voru sveigjanlegri. Kennarar nota mikið af tíma sínum til þess að vinna í slíkum sjálfstýrandi teymum í skólanum. Í þeim skólum þar sem slík vinnubrögð hafa verið viðhöfð eru kennarar mjög ánægðir með starfið. 1. Það hefur jákvæð áhrif á vinnuumhverfið. Þegar teymisvinnan verður sterkari virðast kennarar skuldbundnari teyminu en skólanum, nema að stjórnunarábyrgðin sé skýr. Einstaklingar óska eftir því að fá viðbrögð sem einstaklingar en ekki bara sem einn úr teyminu. 2. Ljósari skil milli ábyrgðar (hver ræður) stjórnandi eða kennarar. Ef það er skýrt tilgreint hver leiðir hópinn þá hefur það jákvæðari áhrif á vinnuandann. Kennarar hafa meiri möguleika til þess að sjá heildina og það kemur í veg fyrir að þeir einangrist í starfi. Sjá frekar á heimasíðunni: Sisse fjallaði líka um muninn á samstarfi kennara og teymisvinnu. Í teymisvinnu er sjónarhornið alltaf á nemandann og hans þarfir. Hún kom með svohljóðandi skilgreiningu á teymisvinnu: Langvarandi og skuldbindandi samstarf þar sem hópur kennara með skýrt skilgreind markmið og viðfangsefni vinna með faglegt og einstaklingsbundið námsferli nemenda. Á sama hátt vinnur teymið með eigin menningu og innbyrðis tengsl þetta síðasta fannst okkur merkilegt! 13

14 Skema yfir samanburð á kennarasamvinnu og teymisvinnu kennara. Samstarf kennara Þróað samstarf Teymi Teymi sem lærir kennara (Udvidet samarbejde) Markmið um starfið Markmið um starfið Markmið um starfið Markmið um starfið Námsmarkmið fyrir nemendurna Námsmarkmið fyrir nemendurna Námsmarkmið fyrir nemendurna Markmið um starfsþróun og hlutverk kennarans Markmið um starfsþróun og hlutverk kennarans Markmið um þróun teymisins Sisse vísaði í Andy Hargreaves og fjallaði um muninn á sjálfsprottnu samstarfi og samstarfi sem er fyrirskipað, svo og muninn á þeirri samstarfsmenningu sem sprettur af ólíku tilefni. Jákvæð og uppbyggileg samstarfsmenning byggir á mikilvægi þess að kennarinn hafi svigrúm til að taka ákvarðanir innan ákveðins ramma. Einnig talaði hún um R-in fimm (Teamets 5R er) sem eru: Rammer, umgjörðin þarf að vera skýr, Retning, (fælles mål og delmål), sameiginleg markmið Regler, fundarsköp, ákvarðanir Roller, hlutverk og stjórnun í hópnum Relationer, sú menning sem ríkir í teyminu, hvernig fólk talar saman, sveigjanleiki og skilningur. Hún fjallaði líka um ýmis hlutverk í teymisvinnu og setti það mjög myndrænt fram. Í dönskum skólum hefur víða verið komið á hlutverki teymisstjóra (teamkoordinator) sem m.a. ber ábyrgð á: Stjórn funda Samvinnu við önnur teymi í skólanum Skipulagi teymisvinnunnar á ársgrundvelli Dagsskipulagi og skýrslugerð, útdeilingu verkefna Sisse teiknaði upp mynd af ferli stjórnunar þar sem fulltrúar úr hverju teymi koma til fundar og síðan fer málið til skólastjórnarinnar. Málin geta farið fram og til baka fá teymisstjórum og skólastjórnendum. Hlutverk teymisstjóranna er m.a. að flytja upplýsingar frá teymum til skólastjórarninnar. 14

15 Önnur hlutverk í teymisvinnunni eru m.a. eftirfarandi (Belbin - SMÓ þýddi): Peran Tengiliðurinn Formaðurinn Mótandinn Greinandi Liðsmaður Framkvæmdamaðurinn Fínpússari Sérfræðingur Skapandi, frumleg og hugmyndarík. Finnur nýjar lausnir á gömlum vandamálum Alltaf að leita að nýjum upplýsingum og áhugaverðu fólki Myndar tengsl við marga einstaklinga, finnur tækifæri og nýtir þau. Fundarstjóri, skipuleggjandi, þekkir styrkleika hvers og eins Hlustar á hugmyndir og skoðanir, tekur á ágreiningi. Duglegur, "úthverfur" og hvetjandi. Kemur hlutum í framkvæmd og vinnur vel undir álagi. Finnur leiðir framhjá hindrunum. Íhugull, skarpskyggn, hugleiðir, hefur góða dómgreind. Gagnrýninn í hugsun og skynsamur Leitast við að skapa gott andrúmsloft, tillitsamur, vingjarnlegur og styðjandi. Fær fólk til að vinna saman. Athafnamaður sem kemur áætlunum í verk, vill frekar framkvæma en ræða. Skilvirkur, samviskusamur og hagsýnn. Sér um eftirfylgni, er nákvæmur, áhersla á smáatriði og skyldur Skipuleggur og gleymir engu, er hrifinn að reglum og mynstrum. Sérfræðingur á ákveðnu sviði. Sjálfsmótandi Hefur mikinn á fagi sínu og veitir öðrum ráðgjöf innan síns fags. Flokka má þessi hlutverk í þrjá meginflokka: 3 x 3 Teymishlutverk 1. Hugsunarhlutverk Pera Greinandi Sérfræðingur 2. Framkvæmdahlutverk Mótandi Framkvæmdamaður Fínpússari 3. Samskiptahlutverk Formaður Liðsmaður Tengiliður 15

16 Sisse kynnti þvínæst til sögunnar teymishjólið, sem er e.k. matstæki til þess að greina styrkleika sinn og veikleika á grunni ofangreindra hugtaka. Einnig fjallaði hún um styrk og veikleika hvers hlutverks í teymisvinnunni og mikilvægi þess að vanda vel til vals á þeim sem vinna saman í teymum til að tryggja sem bestan árangur. - Viveca Olsson, strategic developer. Í ráðhúsinu í Helsingjaborg fengum við kynningu því hvernig staðið er að mati á skólastarfi þar í borg. Mikið er lagt upp úr mati á skólastarfi bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga. Ytra mat fer fram á vegum sveitarfélagsins og skólanefndir eiga að senda árlega matsskýrslur til stjórnvalda. Skýrslurnar eru byggðar á gögnum sem skólaskrifstofan aflar, viðhorfskönnunum, athugunum og sjálfsmati skólanna og einnig eru gerðar ítarlegri kannanir á einstökum atriðum s.s. skólamáltíðum. Nánari upplýsingar um mat á skólastarfi á vegum sveitarfélaganna eru í skýrslu um ferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Stokkhólms árið

17 Viveca Olsson, þróunarfulltrúi (strategic developer) kynnti sérstaklega fyrir hópnum matstæki sem nefnist Qualis og hefur verið í notkun frá árinu Um er að ræða netverk tólf sveitarfélaga sem hafa sameinast um þetta matstæki. Það er hannað sérstaklega með skólastarf í huga og nær bæði til starfsfólks, nemenda og foreldra. Ellefu svið skólastarfs eru metin en þau eru öryggi og vellíðan, ábyrgð nemenda á eigin námi, kennsluaðferðir og hlutverk kennara, þekking og færni, áhrif/þáttaka, skipulag, stjórnun, samskipti, hæfni/gæði (competence), bjargráð (use of resources) og ímynd. Bæði er um að ræða sjálfsmat skóla og ytra mat og notaður eru megindlegar og eigindlegar matsaðferðir. Hver skóli fær matsskýrslu og samantekt um sína stöðu í öllum ellefu sviðum sem metin eru á kvarða með sjö þrepum. Í skýrslunni koma fram athugasemdir frá könnunum og dregnir eru fram styrkleikar og veikleikar hvers skóla. Einnig er bent á hvaða svið skólastarfins kalla helst á úrbætur. Skólar sem ná 3. þrepi eða hærra fá e.k. viðurkenningu sem er gerð opinber. 25 skólar af 50 á Helsingjaborgarsvæðinu hafa fengið slíka viðurkenningu. III. Skólaheimsóknir Í Helsingjaborg var hópnum skipt upp til að skoða tvo skóla; Svensgårdsskolan og Västra Ramlösa skolan. Ekki verður fjallað um sænska grunnskólakerfið í þessari skýrslu, en lesa má um það í skýrslu um ferð skólastjóra og starfsmanna Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur til Stokkhólms árið 2005 (Birna Sigurjónsdóttir, 2006). Sú skýrsla er á heimasíðu Menntasviðs á slóðinni: Svensgårdsskolan og Gläntanskolan í Helsingjaborg ganga um þessar mundir í gegnum mikið breytingaferli. Skólarnir tilheyra skólahverfi þar sem verið hafa þrír grunnskólar, Gläntanskolan fyrir börn frá 6-13 ára, Norrlyckeskolan fyrir börn ára auk Svensgårdsskolans sem tekið hefur á móti nemendum 6-13 ára. Árið 2005 var ákveðið að leggja Norrlyckaskolan niður og láta nemendur hinna skólanna tveggja ljúka öllu sínu grunnskólanámi í þeim. Ástæður þessa voru einkum þær að nemendur barnaskólanna komu úr mjög ólíkum félagslegum aðstæðum, í öðrum skólanum voru fjölmargir nýbúar, en innfæddir Svíar nær allsráðandi í hinum. Þessir nemendahópar áttu erfitt með að blandast saman þegar í unglingaskólann kom. Samhliða þessari breytingu var ákveðið að stuðla að betri blöndun nemenda af ólíkum uppruna með því að hætta að láta nemendur ófrávíkjanlega stunda nám í þeim skólanum sem næstur var heimili þeirra. Byggt var við Gläntanskolan og ráðinn var einn skólastjóri yfir báða skólana. Breytingar þessar mættu nokkurri andspyrnu í fyrstu en að mati skólastjórans miðar nú vel í rétta átt. Um það bil 700 nemendur stunda nám í þessum tveimur skólum, í hvorum. Í stað hefðbundins bekkjarkerfis er nemendum skipað niður í einingar eftir því hvar þeir eru staddir í að í kjarnagreinunum stærðfræði og sænsku og getur aldursmunur í hverri einingu verið upp í þrjú ár. U.þ.b. 50 nemendur eru í hverri einingu og 3 kennarar sem vinna náið saman og skipuleggja námið. Skólastjórnin gætir þess að hvert kennarateymi búi yfir allri þeirri fagþekkingu sem nauðsynleg er til að fræðslan standist gæðakröfur. Kennarar skipta með sér umsjón (mentorskap) 17

18 með einstökum nemendum og þeir setja sér í samvinnu við umsjónarkennara og foreldra einstaklingsáætlun (individuell utvecklingsplan), áætlun sem nær til þriggja þátta: Félagsþroska, námshæfni og þekkingar. Auk þessa setja nemendur sér námsmarkmið á sex sviðum: Tungumálakunnáttu, stærðfræðiþekkingu, hreyfingu, sköpun, samfélagsfræði og náttúrufræði. Áætlanir og markmið nemenda og framgangur þeirra í námi eru skráðar á vefsvæði hvers og eins. Þar geta foreldrar hæglega fylgst með gangi mála. Áætlanir eru endurskoðaðar tvisvar á hverju skólaári. Kennarar sem rætt var við voru sammála um að teymisvinna væri helsti styrkur skólans og hældu þeir á hvert reipi vinnufyrirkomulaginu. Breytingar höfðu verið gerðar á húsnæði skólanna til að auðvelda samvinnu stórra nemendahópa og áðurnefnd nýbygging við Gläntanskolan tók mið af þeim vinnubrögðum. Einhverjir nefndu þó að samgangur og samvinna á milli teyma væri minni en æskilegt þótti. Reynsla er enn ekki komin á teymasamvinnu á unglingastigi og sumir höfðu áhyggjur af að þar kynni að verða erfitt að tryggja næga þekkingu í öllum kennslugreinum í öllum teymum. Þetta voru reyndar áhyggjur sem við heyrðum víðar. Það er góð tilfinning sem grípur gesti sem heimsækja þessa skóla. Nemendur virtust vinnusamir og tóku okkur tveim höndum. Skólaárið voru um 600 nemendur í skólanum á aldrinum 6 16 ára. Skólinn er í góðu hverfi og nemendahópurinn því nokkuð einsleitur. Kennarar vinna sem teymi í árgöngunum og vikulega gera þeir nýjar stundaskrár fyrir þá þemavinnu sem er í gangi, en venjan er að unnið sé í hverju þema í u.þ.b. 4 6 vikur. Kennarar hafa 35 klst. vinnuviku og allur þeirra vinnutími,,er undir. Mikil áhersla er á alls kyns mat, nemendur nota jafningjamat og sjálfsmat er stór þáttur í náminu. Nemendur sem hafa staðið sig vel fá VIP kort sem gerir þeim kleift að vinna að verkefnum sínum hvar sem þeir kjósa innan skólans. 10 ára nemendur hjálpa við að þrífa skólann einn dag í viku, þannig að hvert barn í þeim árgangi þarf að þrífa einu sinni til tvisvar á skólaárinu. Við skólann er skólastjóri sem sinnir einnig skólastjórn í öðrum skóla skammt frá og tveir aðstoðarskólastjórar sem bera ábyrgð á sitt hvoru stiginu, því yngra og því eldra. Aðaleinkenni skólans; Markmiðsetning, mat, Portfolio (safnmappa),,thinking Hats Hugsanahattar Action Learning Fjölbreyttir kennsluhættir Þemavinna 18

19 Markmið skólaársins: Nemendur upplifa öryggi og vellíðan í sínum hópi Því er náð með því að; setja vinnuna í hópnum í forgang halda skýrslur jafn óðum um framvindu námsins Nemendur upplifa að þeir hafi áhrif og skilning á vinnudegi sínum Því er náð með því að; nemendur upplifa að þeir hafi val, sveigjanleika og séu hluti af hópnum þátttöku þeirra í bekkjarfundum, nemendafundi og nefndarstörf nota verkmöppur (portfolio) og matsblöð (progression plans) í samræmi við kröfu skólayfirvalda og hugmyndafræði skólans. halda áfram að meta kunnáttu nemenda taka frá tíma til að þróa hæfni nemenda til að meta eigin markmið og hvernig eigi að læra Nemendur vita að hver og einn lærir á ólíkan hátt Því er náð með því að; hver nemandi hafi möguleikann á að velja leiðir í námi sínu hver nemandi skilji og virði það að hver og einn læri á mismunandi hátt taka tíma í að þróa hæfni nemenda til að hugleiða hvernig þeir læra Verkmöppur (Portfolio) Hvert barn heldur verkmöppu utan um sitt nám. Þessi vinna byrjar í forskólanum (6 ára) og á að sýna þroskaferli hvers og eins. Þessi aðferðafræði byggir á því að kenna nemendum að endurskoða, hugleiða og meta frammistöðu sína og framfarir. Þrjú lykilatriði í þessari aðferðafræði eru: skýr markmið mat og hugleiðing skráning,,að læra að læra er grunnurinn í þroskaferli hvers nemanda. Vinnan með verkmöppuhugmyndafræðina er leið til að nemandinn öðlist skilning og ábyrgð á vinnu sinni. Safnað er saman vinnu/verkefnum nemanda og hugleiðingu þeirra um vinnuna í safnmöppur. Nemandinn er mikilvægur þátttakandi í valinu á verkefnum sem fara í möppuna með því að þurfa að meta, skoða og hugleiða verkefnin. Þetta námsferli er talið stuðla að meiri ábyrgð og sjálfstæði hjá nemendum. Samhliða verkmöppu-vinnunni er gerð einstaklingsáætlun og á það að hjálpa nemandanum að setja sér markmið, þekkja styrkleika sína og veikleika og til að læra að ígrunda og meta eigið nám. Verkmöppan og einstaklingsáætlunin eiga að bæta hvort annað upp (styðja hvort annað) og gefa skýra mynd af stöðu nemandans fyrir hann sjálfan, foreldra og skólafólk. Í verkmöppunni eru sýnishorn af vinnu nemenda sem styðja við markmið einstaklingsáætlanna. 19

20 Thinking Hats (Edward de Bonos) Verkfæri nemandans til að meta eigin markmið Sex hattar í mismunandi litum Hver hattur stendur fyrir mismunandi hugsanahátt Þú getur aðeins haft einn hatt í einu, þegar þú setur upp hatt verður þú að setja þig í það hugsanaferli sem honum tengist Þú getur alltaf beðið einhvern um að setja upp hatt, taka niður hatt eða skipta við þig um hatt Rauður hattur: Tilfinningar Hvað finnst mér um... Hvítur hattur: Upplýsingar Hvað er staðreynd? Gulur hattur: Styrkur Hvað er gott? Svartur hattur: Veikleiki Hvað er ekki gott? Grænn hattur: Nýjar hugmyndir Hvað er mögulegt og hvað má bæta? Blár hattur: Hugsaðu Hverju þarf ég að komast að? Það vakti athygli okkar hversu fáir nemendur eru að sögn skólastjórans með greiningar, einungis sex eða sjö. Trekronerskolen er nýr skóli í nýju hverfi í Hróarskeldu. Hann tók til starfa árið 2002, það er fyrsti hluti hans. Í skólanum eru nú 575 nemendur og 48 kennarar, en fullfrágenginn og fullnýttur er gert ráð fyrir að hann rúmi 750 nemendur. Byggingin sjálf er mjög nýstárleg og óvenjuleg um margt. Leiðarljósið eða hugmyndafræðin er sú að skólinn þjóni hinum nýja skóla eins og það er orðað sem og nýju dönsku grunnskólalögunum. Hugtök eins og sveigjanleiki, margbreytileiki, heildarsýn og grænn skóli einkenna skólastarfið. Skólinn er byggður í sex aðskildum álmum sem sameiginlega mynda ferhyrning utan um stóran garð þar sem eru fjölbreytilegir útivistar- og leikjamöguleikar. Þetta fyrirkomulag minnir á og vísar til hefðbundinna danskra bóndabæja. Í álmunum er allt almennt kennslurými, stjórnunarhluti og skrifstofur. Inni í garðinum eru byggingar sem hýsa matsal, bókasafn, sérgreinaaðstöðu, frístundaheimili og fleira. 20

21 Mötuneytið er opið allan daginn og ekki er neinn fastur matmálstími. Mötuneytið var í raun kantína eða kaffitería þar sem nemendur gátu keypt það sem var á matseðlinum hverju sinni. Þá var mikið lagt upp úr lífrænt ræktuðum matvælum. Svo til allir veggir sem snúa að garðinum eru úr gleri og er mikil birta í skólanum sem tengir hann vel við umhverfið. Engir gangar eru í skólanum, þess í stað hefur hver námshópur sinn útgang í garðinn. Svæðið utan við skólann er líka tengt honum og raunar gert ráð fyrir að hluti kennslunnar fari þar fram. Þar eru Þekkingargarðurinn, Landkönnuðasvæðið, útieldhús, útiraungreinastofa og fleira. Hver árgangur/námshópur hefur sitt kennslusvæði, ekki hefðbundnar kennslustofur heldur misstór rými sem bjóða upp á sveigjanleika í hópastærð og vinnubrögðum. Teymi fimm kennara sér um hvern árgang (að meðaltali um 75 nemendur) og sér það um alla kennslu, þ.e. allar námsgreinar. Það er því lögð mikil áhersla á að í hverju teymi sé breið fræðileg og fagleg þekking og einnig má nefna að í hverjum kennarahópi er a.m.k. einn karl. Kennarahópurinn gerir sjálfur stundaskrá fyrir sinn árgang, hann leysir öll vandamál sem fylgja forföllum og því er aldrei felld niður kennsla. Þeir skrá einnig sjálfir fasta tíma í sérgreinarýmum skólans. Frímínútur eru ekki fastar á stundaskrá heldur setja kennarar hvers hóps hlé og þeir skipta svo með sér vöktum. Miðað er við að hvert teymi beri ábyrgð á sínum hópi í nokkur ár eða 0. til. 3. bekk, 4. til 5. bekk, bekk og bekk. Þetta nefna Danir selvstyrende overgangsteam. Með þessu fyrirkomulagi styrkja menn samábyrgðina og samheldnina. Það er því meira lagt upp úr heildinni og breiðri þekkingu heldur en faglegri dýpt hvers og eins kennara. Í kennslunni sjálfri er mikil áhersla lögð á þverfagleg vinnubrögð og þemavikur skipa fastan sess á stundaskránni. Þá er notast við námsmöppukerfi (portfolio) sem styður við vinnubrögð af þessu tagi. Í kynningarbæklingi skólans stendur meðal annars eftirfarandi: Ósk okkar er sú að búa til opinn og fordómalausan skóla þar sem nemendur, í samvinnu við kennara, uppeldisfræðinga og fjölskyldur, fá tækifæri til að þroskast. Nemendur okkar verði þannig sjálfstæðir, heilir, hæfir og ábyrgðarfullir einstaklingar sem líta á tilveruna umburðarlyndum og áhugasömum augum.

22 IV. Samantekt og samanburður Einstaklingsmiðað nám og símat var sett í lög í Danmörku árið1995. Þar er markmiðsbundin námskrá eins og hér á landi. Danskir kennarar eru duglegir að vinna með markmið námskrár en nemendur þekkja þau ekki. Því er unnið að því að breyta, m.a. með tilkomu nemendaáætlana (elevplaner). Í Helsingjaborg sáum við tvo skóla sem eru komnir lengra á veg í einstaklingsmiðuðu námi en almennt gerist og gengur hér á landi. Þar eru nemendaáætlanir og verkmöppur (Portfolio) liður í breyttum vinnubrögðum og því að gera markmið fyrir einstaklingana fremur en hópinn. Þar með eru nemendur gerðir virkari og ábyrgari í eigin námi. Teymisvinna kennara virðist vera normið en ekki undantekning á þeim svæðum sem við heimsóttum. Í kynningu hjá ráðgjafa Dafolo var farið yfir muninn á samvinnu kennara og teymisvinnu og ólíkum hlutverkum kennara í teymisvinnunni. Ennfremur var bent á nauðsyn þess að vinna með samskipti og samstarfsmenningu í teymunum, auk þess að teymin setji sér markmið um framþróun. Löng hefð er fyrir teymisvinnu í Danmörku og kennararnir í Trekronerskólanum báru sameiginlega ábyrgð á sínum nemendahópum. Þeir gerðu sjálfir stundaskrár, sáu um alla kennslu, gæslu í hléum og forföll, ef svo bar undir. Skólastjórinn lagði áherslu á að velja saman einstaklinga sem bættu hvern annan upp faglega en gætu jafnframt unnið vel saman. Meira var lagt upp úr breiðri faglegri þekkingu en greinabundinni sérhæfingu. Í skólunum sem við heimsóttum í Helsingjaborg unnu kennarar einnig sem teymi annað hvort í einstökum árgöngum eins og í Västre Ramlösa skólanum eða með aldursblönduðum nemendahópum eins og í Svensgårds-skólanum. Skólastjórar gæta þess að hvert kennarateymi búi yfir þeirri fagþekkingu sem nauðsynleg er til að kennslan standist gæðakröfur. Kennararnir sem rætt var við í skólunum í Helsingjaborg voru ánægðir með teymisvinnuna og töldu hana helsta styrk starfsins en einhverjir nefndu þó að samgangur og samvinna á milli teyma væri minni en æskilegt þætti. Sumir höfðu áhyggjur af því erfitt gæti verið að tryggja næga faglega þekkingu í öllum kennslugreinum í öllum teymum sem kenndu á unglingastigi. Svipaðar áhyggjur heyrðum við víðar í tengslum við þetta vinnufyrirkomulag. Námsmat í einstaklingsmiðuðu námi var einn af þeim þáttum sem hópurinn hafði áhuga á að kynna sér í ferðinni. Í kjölfar aukinnar áherslu á einstaklingsmiðað nám hafa skólar í þeim löndum sem voru heimsótt endurskoðað aðferðir sínar við námsmat. Karen Leth Nilsen benti á að val á matsaðferðum byggir á sýn okkar á námi og námsmati og því hvort við viljum að nemandinn sé virkur aðili í námsmatinu eður ei og flokkaði námsmatsaðferðir eftir virkni nemandans. Karen vitnaði í Peter D. Larsen sem álítur að gera eigi matsáætlun um leið og markmið hafa verið sett um hvað nemendur eigi að hafa tileinkað sér með náminu og að æskilegt sé að meta verkefni nemenda um leið og þau eru unnin. Að sögn Ankers Mikkelsen hefur notkun verkmappa aukist í skólum á Norðurlöndum sem liður í að auka símat og þátttöku nemendanna sjálfra í námsmatinu. Í þeim skólum sem heimsóttir voru í Helsingjaborg sáum við dæmi um hvernig unnið er að gerð einstaklingsáætlana. Í báðum skólum eru einstaklingsáætlanir gerðar í sameiginlegum viðtölum nemenda, foreldra þeirra og kennara. Áætlanirnar ná til félagsþroska, námshæfni og þekkingar. Auk þessa setja nemendur sér námsmarkmið í tungumálum, stærðfræði, hreyfingu, sköpun, samfélagsfræði og náttúrufræði. Í Svensgårdsskólanum eru áætlanir, markmið nemenda og námsframvinda skráð á vefsvæði hvers og eins þannig að foreldrar geti fylgst með. Dæmi um einstaklingsáætlanir og eyðublöð fylgja með þessari skýrslu sem fylgiskjöl

23 Hópurinn sem heimsótti Västra Ramlöse skólann lagði sig sérstaklega eftir að kynna sér verkmöppur og notkun þeirra. Nemendur voru afar fúsir að sýna gestum möppurnar sínar og útskýra hvernig þær væru notaðar. Í verkmöppu eru sýnishorn af vinnu nemenda sem styðja við markmið einstaklingsáætlanna sem gerðar eru í samtali nemandans, foreldra og kennarans. Einstaklingsáætlanir og verkmöppur eiga að hjálpa nemandanum að setja sér markmið, þekkja styrkleika sína og veikleika og læra að ígrunda og meta eigið nám. Hópurinn óskaði einnig eftir að kynna sér eftirlit og mat á skólastarfi. Í kynningum kom fram að í dönskum skólum er hefð fyrir óformlegu og huglægu mati eins og hér á landi. Kröfur um formlegt mat hafa aukist og því er mikilvægt að samræma þessar tvær nálganir t.d. með því að tvinna saman ytra mat og innra mat eins og við fengum að kynnast í Helsingjaborg. 23

24 V. Lokaorð Fræðsluyfirvöld í Reykjavík hafa um árabil lagt áherslu á einstaklingsmiðað nám. Flestir skólar í borginni hafa tekið upp starfshætti sem miða að því í einhverjum mæli að laga námið að þörfum nemenda sinna. Einnig hafa yfirvöld lagt áherslu á að aukið samstarf kennara væri lykill að skólaþróun sem og starfsþróun kennaranna sjálfra. Í umræðum við kennara og skólastjórnendur hefur oft borið á góma að þá vantaði leiðsögn og leiðbeiningar um að þróa áfram þessa hugmyndafræði, sérstaklega er varðar námsmat í einstaklingsmiðuðu námi og aukna teymisvinnu kennara. Hlutverk stjórnenda í þróunarstarfi, sem miðar að aukinni einstaklingsmiðun í skólastarfi og auknu samstarfi kennara, er ótvírætt. Því er afar mikilvægt að skólastjórar í borginni hafi kost á að fara í ferð sem þessa þar sem slík vinnubrögð eru skoðuð á vettvangi og möguleiki gefst á að ræða við erlenda starfsfélaga sem hafa reynslu af skólastarfi í þessum anda. Skólastjórarnir og starfsfólk Menntasviðs Reykjavíkurborgar sem fóru í þessan námsferð til Kaupmannahafnar, Hróarskeldu og Helsingjaborgar þakka fyrir tækifærið sem gafst til að víkka út faglegan sjóndeildarhring á þennan hátt. 24

25 Heimildir Birna Sigurjónsdóttir (2006). Ein borg - 18 borgarhlutar - námsferð skólastjóra til Stokkhólms. Reykjavík: Menntasvið Reykjavíkurborgar. Sótt 16. júlí Sjørup, U. (2006). Elevplaner -en nøgle til vækst og læring. Kaupmannahöfn: Dafolo A/S Fylgiskjöl 1. Listi yfir bækur og gögn sem þátttakendum bauðst að kaupa af Dafolo 2. Einstaklingsáætlanir - Helsingjaborg (sýnishorn) 3. Mat foreldra 4. Markmiðseyðublað (Goal setting) 5. Matsblað (Goal reflection) 6. Sjálfsmat - skrift (Handwriting goals) 25

26 Bestilling af bøger i forbindelse med studiebesøg i Danmark i perioden marts 2007 Titel Normalpris Rabatpris 15% Antal Gode møder i folkeskolen en praktisk Kr. 134,40 Kr. 114,24 tilgang til bedre møder Portfoliopædagogik Kr. 176,00 Kr. 149,60 Portfoliopædagogik teamets kopimappe Der bor en dronning i os alle at arbejde med nytårstaler og portfolio i indskolingen Læseteater læsning, mundtlighed og portfolio på mellemtrinnet Forfatterskab og genrer med læringsstile portfolio i udskolingen Kr. 518,40 Kr. 440,64 Kr. 126,40 Kr. 107,44 Kr. 126,40 Kr. 107,44 Kr. 126,40 Kr. 107,44 Målcirkler kopimappe Kr. 518,40 Kr. 440,64 Elevplaner en nøgle til vækst og læring Evalueringskultur i praksis tjek på begreber og metoder Når elever får ansvar om glæden ved at arbejde med mål Kr. 134,40 Kr. 114,24 Kr. 134,40 Kr. 114,24 Kr. 182,40 Kr. 155,04 Selvstyrende team i praksis Kr. 126,40 Kr. 107,44 Teamets mappe Kr. 438,40 Kr. 372,64 Ledelse i folkeskolen viden, metoder og redskaber inkl. CD-rom Kr. 518,40 Specialpris: Kr. 200,- Faktura-adresse: Kommunens/Institutionens navn: Att.: Adresse: Postnr. og by: Tlf. nr.: 26

27

28

29

30

31

32

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands Heildarendurskðun grunnskólalaga Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Nregs g Írlands 23. - 27. któber 2006 Menntamálaráðuneytið Desember 2006 Efnisyfirlit Inngangur...3 Danmörk...4

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja Blaðsíða 1 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Efnisyfirlit Innihald Formáli... 5 Inngangur... 5 Hagnýtar upplýsingar... 5 Skólastjórnendur... 5

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt 541 TRYKSAG 457 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum þróun norrænna fjölskyldumiðstöðva

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum Birna Arnbjörnsdóttir Háskóla Íslands Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1. Inngangur Á haustmánuðum 2008 leitaði Norræna ráðherranefndin til Danmarks

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Danmörk haustið 2005 Efnisyfirlit: Inngangur:... 3 Valby Börneasyl / Valby... 5 Dosseringens Vuggestue... 8 Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Skovbörnehave Mariehönen / Virum... 17 Dyreskov Skovbörnehave...

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere