Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir"

Transkript

1 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007

2 Ágrip Í þessari ritgerð skoða ég hvernig nýta megi fjölgreindakenningu Howard Gardners í dönskukennslu til að mæta ólíkum nemendum og kröfum skólayfirvalda. Fjallað er um greindarhugtakið og mismunandi skilgreiningar á því. Nokkuð ýtarlega er farið í fjölgreindakenninguna og átta greindir hennar. Skoðað er hvaða áhrif kenningin hefur haft á skólasamfélagið og hvað einkennir nemendur með styrkleika í ákveðinni greind. Farið er yfir markmið í dönskukennslu og hvað einkennir unglingastig grunnskólans. Fjölgreindakenningin nýtist vel til að mæta mismunandi nemendum og fellur vel að dönskukennslu, þrátt fyrir ýmsar hindranir sem sveigjanlegir kennsluhættir mæta á unglingastigi. Í ritgerðinni er að lokum hugmynd að útfærslu á þemaverkefni í dönskukennslu í anda fjölgreindakenningarinnar. 3

3 Ágrip Inngangur Hvað er greind Próffræðileg nálgun Þríþáttakenningin Fjölgreindakenningin Málgreind Rök- og stærðfræðigreind Rýmisgreind Líkams- og hreyfigreind Tónlistargreind Samskiptagreind Sjálfsþekkingargreind Umhverfisgreind Fjölgreindakenningin í skólastarfi Fjölgreindakenningin og tungumálakennsla Fjölgreindirnar og nemandinn Dönskukennsla Unglingastigið Dönskukennsla og fjölgreindakenningin Kennsluhugmyndir Þemaverkefni Lokaorð Heimildaskrá Viðauki... Error! Bookmark not defined. 4

4 1 Inngangur Kennslutíminn er að byrja, í bekknum sitja 24 nemendur. Einhver liggur fram á kennsluborðið, nokkrar stelpur eru með ippot tengt í eyrað. Tveir strákar rabba saman þvert yfir bekkinn, einn strákur situr og trommar á borðið, sessunautur hans hallar sér aftur á bak og hefur fæturnar upp á borðinu. Ein stelpan situr og teiknar á meðan önnur er að kíkja á gemsann sinn. Einhverjir horfa út um gluggann og aðrir horfa á kennarann. Allt í einu er strokleðri kastað yfir bekkinn. Þessi lýsing gæti átt við hvaða bekk sem er á unglingastigi. Þegar horft er yfir slíkan bekk er ekki óeðlilegt að spyrja sig, hvernig er hægt að nálgast alla þessa nemendur á sem bestan hátt, hvernig er best að kveikja áhugann hjá þeim að læra, hvernig læra þau best. Eitt er víst, hver bekkur inniheldur ólíka einstaklinga. Einstaklingarnir geta verið ólíkir á margan hátt, í útliti, klæðaburði, fasi og framkomu. Þeir geta komið frá ólíkum þjóðernum, verið með ólík áhugamál svo eitthvað sé nefnt. Heimilisaðstæður þeirra eru mismunandi og reynsluheimur einnig. Þeir eru þversnið af samfélaginu. Það sem er ekki síst mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, að þessir einstaklingar eru einnig með ólíka námsgetu og áhuginn á því að nema er einnig mismunandi. Skólaþróun hefur verið ör þar sem skólar hafa verið að brjótast út úr hinu hefðbunda bekkjarkennsluformi yfir í sveigjanlegri kennsluform. Nýjar hugmyndir um greindir manna hafa sett sitt mark á umræðuna og er þar helst að nefna fjölgreindakenningu Gardners. Kröfur til skóla og kennara eru skýrar, stefnt skal að einstaklingsmiðuðu námi, fjölbreytt vinnubrögð skulu viðhöfð þar sem bæði nemendur vinna sjálfstætt eða í samvinnunámi, nemandinn á rétt á viðfangsefnum við hæfi. Það eru skýr fyrirmæli að þessu í almennum hluta Aðalnámskránnar: það er skylda hvers skóla að laga námið sem best að hverjum einstaklingi. Nemendur eiga rétt á viðfangsefnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni. ( 1999:11 ). Stefna Reykjavíkurborgar er einnig mjög skýr hvað þetta varðar og í stefnu og starfsáætlun sinni fyrir grunnskóla 2007 stendur m.a.; Starfshættir eru opnir og sveigjanlegir og nemendur vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra með stuðningi upplýsinga- og samskiptatækni. Fjölbreytt vinnubrögð, frumkvæði og þekkingarleit einkenna starfið. Nemendur starfa samkvæmt einstaklingsáætlun sem þeir gera í samstarfi við kennara og foreldra/forráðamenn miðað við aldur og þroska (bls. 8). 5

5 Kennarar standa því frammi fyrir því að finna viðeigandi kennsluaðferðir sem hennta best hverju sinni. Hér verður viðfangsefnið séð frá sjónarhorni tungumálakennara, í þessu tilfelli dönskukennara. Skoðað verður hvernig hægt er að haga dönskukennslu með hugmyndafræði fjölgreindakenningar Gardners að leiðarljósi til að mæta þessum margbreytileika í nemendahópnum og kröfum skólayfirvalda. 6

6 2 Hvað er greind Umjöllun um greind í hinu daglega lífi getur tekið á sig ýmsar myndir; Gerir fiskát börn greind? var t.d. efni fræðsluþáttar í Ríkissjónvarpinu ekki alls fyrir löngu, og í Morgunblaðinu þann 23. mars 2005 var grein sem hét; Ný rannsókn: Reykingar móður á meðgöngu draga úr greind á fullorðinsárum. Hversu vísindalegar rannsóknir liggja að baki slíkra niðurstaða skal ósagt látið, og ekki fylgdi sögunni hvaða skilgreiningar að greind lágu að baki. En hvað er það að vera greindur? Hugmyndir einstaklinga um hugtakið greind eru mjög mismunandi og fræðimenn hafa frá upphafi ekki verið á eitt sáttir um eina skilgreiningu á hugtakinu þar sem nálgun þeirra er mismunandi. Innan sálfræðinnar er greind mæld með ákveðnum greindarprófum sem síðan gefa ákveðna forspá um gengi einstaklingsins í skóla. Þær skilgreiningar sem hafa haft mestu áhrif á hugmyndir manna um greindarhugtakið eru eftirfarandi (Shaffer 2002:301). 2.1 Próffræðileg nálgun Próffræðileg nálgun að hugtakinu skilgreinir greind sem eiginleika sem einstaklingar hafa í mismiklu mæli. Markmiðið er í þessari nálgun að greina þessa eiginleika og mæla þá (2002: 301). Franski sálfræðingurinn Alfred Binet, oft kallaður faðir greindarprófanna, og samstarfsmenn hönnuðu fyrsta greindarprófið 1904 út frá þessari nálgun, þar sem þeir útbjuggu verkefni sem gátu mælt hæfileika sem taldir voru nauðsynlegir til að geta lært. Prófatriðin minntu á verkefni sem börn glímdu við í skólum svo sem orðadæmi úr reikningi, minnisatriði, skilgreiningar orða og þess háttar. Árið 1908 voru þessi próf endurskoðuð og prófverkefnin voru aldursflokkuð. Verkefnin sem flest sex ára börn gátu leyst en fá fimm ára voru talin sýna vitsmunahæfileika og getu sex ára barna, þannig að ef barn (á hvaða aldir sem er) gat leyst öll verkefnin í flokki sex ára þá var greindaraldur þess barns 6 ára. Út frá þessum prófunum var síðan greindarvísitalan reiknuð; greindaraldur deilt með lífaldri sinnum 100. GV = GA/LA x 100 En strax í upphafi voru fræðimenn sem aðhylltust þessa nálgun, ekki sammála um hvort það væri hægt að lýsa greind sem einum ákveðnum hæfileika eða mörgum ólíkum hæfileikum. Til að útskurða um það var þáttagreiningu beitt og út frá því spruttu kenningar um að greind væri samsett úr fleirum en einum greindarþætti. Charles 7

7 Spearman taldi að greind samanstæði af tveimur þáttum, almennum greindarþætti g, og sértækum greindarþætti s, Louis Thurstone taldi að greind samanstæði af sjö greindarþáttum; rýmishæfni, skynjunarhraða, máltúlkun, talnavísi, orðaforða, minni og rökhugsun (Shaffer 2002: ). Fleiri fræðimenn fylgdu í kjölfarið m.a. J.P.Guilford sem taldi að greindarþættir væru 150, Raymond Cattell og John Horn bættu við eðlisgreind og reynslugreind (bls ). 2.2 Þríþáttakenningin Robert Sternberg setti fram þríþáttakenninguna um greind 1985 þar sem hann gagnrýnir hina þröngu skilgreiningu sem próffræðilega nálgunin gefur. Hann skilgreinir greind út frá aðlögunarhæfni einstaklingsins í hinum raunverulega heimi út frá þremur þáttum (Shaffer 2002:305). Þessir þrír greindarþættir sem hann leggur áherslu á, og mælast ekki á venjulegu greindarprófi, eru; Aðstæðnaþáttur: greindur einstaklingur getur með farsælum hætti aðlagast umhverfi sínu, valið umhverfi sem hæfir sér eða mótað. Hvað hæfir hverju sinni fer eftir menningu, tíma og stað. Upplifunarþáttur: hvernig bregst einstaklingurinn við nýjungum út frá fyrri þekkingu eða reynslu og hversu vel við nýtum okkur það sem við þegar kunnum og ætti að vera orðin rútína. Einingarþáttur sem er sú þekking sem við notum til að nálgast viðfansefni og sú aðferð sem við mótum til að nálgast þau. Mikilvægt sé að einblína ekki einungis á hvort einstaklingurinn svari öllu rétt, heldur hvernig hann sér þrautirnar fyrir sér og leysir þær. 2.3 Fjölgreindakenningin Howard Gardner, prófessor við Harvard-háskóla gagnrýnir einnig próffræðilegu nálgunina og lítur á greind frá víðara sjónarhorni en áður hefur verið gert. Árið 1983 gefur hann út bókina Frames of Mind þar sem hann sýnir fram á að hinir mannlegu möguleikar og hæfileikar ná langt út fyrir hina stöðluðu greindarmælingatölu. Spruningin sé ekki hversu greint fólk er heldur hvernig greind þess sé háttað. Hans hugmyndafræði gengur út frá því að hæfileikar fólks séu flóknari og margbrotnari en svo að hægt sé leggja á þá einföld mælitæki svo öllu sé svarað. Hann skilgreinir greind 8

8 sem hæfileika til að leysa mál eða skapa afurði sem eru metin innan eins eða fleiri menningarsamfélags og að greindirnar séu margar (Shaffer 2002: ). Upphaflega útgáfa kenningarinnar fjallaði um sjö greindir en Gardner bætti þeirri áttundu við og útlilokar ekki fleiri. Í þessari umfjöllun er gert grein fyrir átta greindum. Fræðilegur bakgrunnur fjölgreindakenningarinnar byggir Gardner m.a. á staðsetningu greindar í heilanum. Með rannsóknum á afleiðingum heilaskaða þar sem ákveðin svæði heilans verða fyrir skaða og þar með aðeins ákveðin greind lamast hefur verið sýnt fram á að hver greind hefur sitt ákveðna svæði í heilanum. Til að styðja það að greindirnar séu aðskildar bendir Gardner á að ofvitar hafi yfirburði í ákveðinni greind en aðrar á lágu stigi. Hann bendir einnig á að greindirnar þroskist mis hratt þar sem tónlistargreindin þroskist fyrst en rök- og stærðfræðigreind eitthvað seinna (Armstrong 2001:17-18). Hér að neðan eru greindirnar átta nánar útlistaðar Málgreind Hæfnin til að skilja reglur, skipan og merkingu orða jafnt sem að nýta sér tungumálið bæði munnlega og skriflega. Hæfnin til að læra tungumál og nota það markvisst. Rithöfundar, ljóðskáld, lögmenn og ræðumenn eru dæmi um einstaklinga með háa málgreind Rök- og stærðfræðigreind Hæfnin til að átta sig á röklegum og tölulegum mynstrum, tengslum, staðhæfingum og yrðingum. Hæfni til að nota tölur á árangursríkan hátt. Vísindamenn og stærðfræðingar ná hámarksskori í þessari greind Rýmisgreind Hæfnin til að skynja hið sjónræna, rúmfræðilega umhverfi og umskapa þá skynjun. Hæfileikinn til að þekkja og skapa rými í huganum og sjá tengls hluta og hlutföll í rými. Listamenn og arkitektar hafa háa rýmisgreind. 9

9 2.3.4 Líkams- og hreyfigreind Hæfnin til að nota hluta af eða allan líkamann til að skapa hluti eða leysa vandamál. Það eru sterk tengsl milli hugar og handa. Íþróttamenn, leikarar, myndhöggvarar hafa háa líkams- og hreyfigreind Tónlistargreind Hæfnin til að nema takt, tónhæð og hljómblæ tónverks sem og að skapa takta og tóna. Tónskáld og hljóðfæraleikarar eru með háa tónlistargreind Samskiptagreind Hæfnin til að lesa í skap, lunderni, áhuga og tilfinningar annarra og bregðast rétt við mismunandi vísbendingum í samskiptum. Eiga auðvelt með að vinna með öðrum. Ráðgjafar og stjórnmálaleiðtogar skora hátt í samskiptagreind Sjálfsþekkingargreind Hæfnin til að greina á milli tilfinninga sinna og tjá þær sem og að þekkja hug sinn og styrk og veikleika. Sálkönnuðir og trúarleiðtogar hafa sterka sjálfsþekkingagreind Umhverfisgreind Hæfnin í að greina tegundir í náttúrunni, dýraríkinu og umhverfinu og flokka þá. Náttúrufræðingar, líffræðingar hafa háa umhverfisgreind. Lykilatriði í kenningunni er að hver einstaklingur býr yfir hæfni á öllum sviðum greindanna en umhverfisþættir geta haft hamlandi eða styrkjandi áhrif ( Armstrong 2001:29). Hvar einstaklingurinn fæðist og er alinn upp getur t.d. haft áhrif á aðgengi og aðstöðu til að þróa greindirnar. Börn sem alast upp í sveit hafa að öllu jöfnu betri aðstöðu til að þróa umhverfisgreindina en börn í stórborgum rétt eins og börn sem alast upp á músíkölsku heimili þar sem hljóðfæri er til staðar og mikið hlustað á tónlist eiga auðveldara með að þróa tónlistargreindina. 10

10 Kenningunni hefur verið misvel tekið, innan sálfræðinnar hefur hún verið gagnrýnd og talin frekar hugmyndafræði eða heimspeki en innan menntakerfisins hefur henni verið vel tekið. 11

11 3 Fjölgreindakenningin í skólastarfi Eftir að fjölgreindakenning Gardners kom út 1983 voru það kennarar sem sýndu þessari kenningu mikinn áhuga og kom það meira að segja höfundinum sjálfum á óvart (Erla Kristjánsdóttir 2001:28). En með kenningunni tekst að kortleggja muninn á nemendum, sem kennarar höfðu alltaf vitað af, á mjög sýnilegan hátt og þar með kom sá möguleiki að nálgast þessa nemendur á mismunandi hátt. Samkvæmt Erlu Kristjánsdóttur er einkum unnið með fjölgreindakenninguna í skólum á þrennan hátt, í fyrsta lagi að kenna þær námsgreinar sem höfða til samsvarandi greinda, t.d. stærðfræði, íþróttir o.s.frv, í öðru lagi að gefa nemendum kost á að nýta þær greindir sem þeir eru sterkir í til að læra ýmis viðfangsefni og í þriðja lagi með að kenna nemendum um greindirnar og þjálfa og þroska þær allar (Erla Kristjánsdóttir 2001:28). Það sem hefur einkennt skólann er kennsla námsgreina sem taka mið af samsvarandi greind og hefur áherslan aðallega verið á málgreindina og rök- og stærðfræðigreindina. Garnder hefur bent á að með fjölgreindakenningunni segist hann ekki vera að gera lítið úr þessum greindum, en bendir á að ef einstaklingarnir sýna mismunandi vitsmunalega hæfileika sé eðlilegast að taka tillit til þess í skólakerfinu (2007:5). Fjölgreindakenningin hefur haft mikil áhrif á kennslu og skólamálaumræðuna í skólaþróun dagsins í dag og hefur ýtt undir þá þróun að víkja frá hefðbundnu bekkjarkennsluformi yfir í sveigjanlegri kennsluhætti. Í Reykjavík tilgreinir Korpuskóli í skólastefnu sinni að hann vinni út frá hugmyndafræði Gardners (Korpuskóli 2007). Háteigsskóli sem er móðurskóli í leiklist í kennslu með hliðsjón af fjölgreindakenningunni (Háteigsskóli 2007). Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því, að gera ekki fjölgreindakenninguna að markmiði, heldur sem leið að markmiði: Ég lít svo á að grundvöllur kenningarinnar sé virðing fyrir margbreytileika mannanna, fjölbreyttum námsaðferðum þeirra, fjölda möguleika á að meta námsárangur og hinum óteljandi leiðum sem menn geta farið til að setja mark sitt á veröldina (Armstrong 2001:8). Eins og kemur fram í Fjölgreindum í skólastofunni er ekki einfalt mál að meta hvar þróuðustu greindir nemandans liggja, en út frá þeim hefur nemandinn þróað sínar námsleiðir (Armstrong 2001:33). Með því að fylgjast markvisst með nemendum hvernig þeir vinna og haga sér í tímum má fá hugmynd um hvar styrkur þeirra og 12

12 veikari hliðar liggja. Eins með því að kynna fyrir þeim fjölgreindakenninguna og spyrja þau sjálf hvernig þau læri best. Þá má skoða kannanir og próf sem þau hafa tekið og meta út frá þeim hvar greindirnar liggja. Út frá þeim niðurstöðum sem fást má síðan útfæra kennsluna þannig að markvisst sé hægt að vinna með greindirnar 3.1 Fjölgreindakenningin og tungumálakennsla Á glæru hjá Ernu Jessen (2007) í dönskutíma í Kennaraháskóla Íslands stóð: Hvordan lærer vi? Det vi læser 10% Det vi hører og ser 50% Det vi hører 20% Det vi selv siger 70% Det vi ser 30% Det vi laver/afprøver 90% Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að tungumálanám er skapandi ferli. Tungumál lærist með því að nota það og vinna með það, eins og kemur mjög greinilega fram hér að ofan. Í drögum að nýrri námskrá í erlendum tungumálum kemur m.a. fram: Námið á einnig að vera nemendum til ánægju og skemmtunar og þeir þurfa að fá tækifæri til að nota málið á skapandi hátt. Það er því mikilvægt að viðfangsefni séu hvetjandi fyrir persónulegan þroska og sjálfstraust (2005:5). Fjölgreindakenningin gefur möguleika á fjölbreyttum og skapandi kennsluaðferðum sem koma til móts við mismunandi þroska og námsaðferðir nemenda. Nemandinn fær viðfangsefni við hæfi og sjálfstraustið eykst við það að valda þeim verkefnum sem fyrir hann eru lögð. Erlendis hafa skólar nýtt sér fjölgreindakenninguna í tungumálakennslu með góðum árangri (EMU 2007) og einnig hafa verið settar upp leiðbeiningar um verkefnagerð, í erlendri tungumálakennslu, sem taka mið af hverri greind (Kennedy 2003). Til gamans má benda á að í frönskudeild Háskóla Íslands hefur verið bryddað upp á þeirri nýjung að nota leiklistina sem lið í tungumálakennslunni (Ásta Ingibjartsdóttir 2007). Það kemur því á óvart að sjálfur höfundur fjölgreindakenningarinnar er efins um gildi hennar í erlendu tungumálanámi, þó hann segist dást að þeim kennurum sem nái árangri með henni (Gardner 2003:11). 13

13 3.2 Fjölgreindirnar og nemandinn Hvernig sem hugmyndin er að vinna með greindirnar er mikilvægt að hafa í huga hvað það er sem einkennir nemandann sem er sterkur í ákveðinni greind og hvaða viðfangsefni henta viðkomandi. Einnig er mikilvægt að gera ekki eingöngu verkefni þar sem nemendurnir eru sterkir (Kennedy 2003). Nemandinn með góða málgreind finnst gaman að lesa, skrifa, segja sögur, hlusta á sögur, fara í orðaleiki. Þetta er sú greind sem mesta áherslan hefur verið lögð á í grunnskólum en vissulega má bæta við og gera verkefnin enn fjölbreyttari. Nemandinn með góða rök- og stærðfræðigreind hefur gaman af að gera tilraunir, spyrja, leysa rökgátur, reikna, flokka hluti og stigraða. Krossgátur og þrautalausnir henta vel hérna. Þetta er greind sem einnig hefur verið lögð mikil áhersla á í grunnskólum. Nemandinn með góða rýmisgreind hefur gaman af að hanna, teikna, lita, pússla, byggja úr kubbum. Hann á auðvelt með að lesa kort og línurit og líkar vel þegar sýndar eru kvikmyndir. Nemandinn með góða líkams- og hreyfigreind hefur gaman af að hreyfa sig, hlaupa, dansa, vill snerta hluti og vinna með höndunum. Nemandinn með góða tónlistargreind finnst gaman að syngja, slá takt, hlusta á tónlist og er næmur fyrir umhverfishljóðum. Nemandinn með góða samskiptagreind vinnur vel með öðrum, getur sett sig í spor annarra, getur vel miðlað málum en einnig komið sínum hugmyndum að. Nemandinn með góða sjálfsþekkingargreind þekkir eigin tilfinningar og getur tjáð þær, sýnir sjálfstæði og hefur ákveðnar skoðanir, vinnur vel einn. Nemandinn með góða umhverfisgreind finnst gaman að vera úti og rannsaka náttúruna, tengist dýrum, sýnir umhyggju fyrir jörðinni. Þó að greindirnar séu hér listaðar upp hver fyrir sig, er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að greindirnar starfa alltaf saman (Armstrong 2001:21) Þannig að ef fjórir nemendur fá það verkefni að útbúa leikrit eftir sögu, reynir það á málgreind (lesa 14

14 söguna og það sem sagt er í leikritinu), samskiptagreind (koma sér saman um hvernig leikritið á að verða), líkams- og hreyfigreind (leikurinn sjálfur), rýmisgreind (staðsetning persóna og hluta í leikritinu) 15

15 4 Dönskukennsla Að læra málið til að nota það, að nota málið til að læra það Danska er annað erlenda málið sem nemendur læra í grunnskóla. Að öllu jöfnu byrja nemendur í dönsku í 7. bekk en þó er gert ráð fyrir að einhverjir skólar hefji dönskukennslu fyrr samkvæmt drögum að nýrri námskrá í erlendum tungumálum (2005:33). Í umfjöllun minni geri ég ráð fyrir að nemendur hefji námið í 7. bekk. Danska er kennd vegna samskipta og menningartengsla okkar við Danmörku og eins og segir í drögunum þá má líta á dönskunám sem lykil að Norðurlöndunum (2005:32). Íslendingar ferðast sem aldrei fyrr og með tilkomu reglulegra nettilboða flugfélaga er oft ævintýralega ódýrt að komast til Norðurlandanna. Fjöldi nemenda í grunnskólum landsins, sem komið hafa til Danmerkur, hefur því farið fjölgandi og kemur því lykillinn sér vel. Undirstöðuþættir dönsku, og reyndar hvers tungumáls, er orðaforði og málkerfi. Án orðaforða er ekki hægt að hlusta né lesa til skilnings né skrifa eða tala og án málkerfisvitundar er ekki hægt að beita þeim orðaforða sem lærst hefur. Þessir þættir eru þjálfaðir í gegnum færniþættina fjóra; hlustun, lestur, talað mál/frásögn og ritun og eru markmið í dönsku í Aðalnámskránni flokkuð eftir þeim. Lokamarkmiðin í dönsku samkvæmt Aðalnámskrá eru að nemendur hafi náð ákveðnum árangri í færniþáttunum fjórum; geti beitt leitarlestri, yfirlitslestri, hraðlestri og nákvæmislestri, geti hlustað eftir mismunandi upplýsingum og á samtöl og frásagnir, geti tekið þátt í samtölum og sagt frá og geti skrifað samfeldan texta. Einnig að nemendur hafi öðlast aukna málvitun, viti hvernig þeir geti bætt sig og hafi fengið innsýn inn í danska menningu, siði og þjóðfélag (2005:33). Að þessum markmiðum er unnið markvisst og eru markmið fyrir hvern færniþátt tilgreind sérstaklega í Aðalnámskránni. Mikilvægt er að vinna strax í upphafi með alla færniþættina og þeir styrkja hvern annan innbyrðis. Sem dæmi um það eykst og styrkist orðaforði við lestur sem svo aftur nýtist í ritun, tali og hlustun, í hlustun þjálfast orðaforði sem nýtist í hinum þremur færniþáttunum. 16

16 4.1 Unglingastigið Það að dönskukennsla hefjist í íslenskum skólum í 7. bekk hefur í för með sér að nemendur eru komnir á unglingastig grunnskólans og eins að gelgjuskeiðið er hafið eða framundan. Ég hef ekki hugsað mér að fjalla um gelgjuskeiðið, en það er sjálfsagt að hafa það í huga þegar kemur að skipulagningu dönskukennslu. Aðalviðfangsefni unglinganna er að finna út hver þau eru og má því segja að hugurinn sé ekki endilega bundinn við námsefnið. Það reynir því á kennarann að hafa kennsluna lifandi og fjölbreytta. Umfjöllunarefnið í námsbókum í dönsku reynir að koma til móts við áhugasvið nemenda eins og vinir, tónlist, fjölskyldan, tíska, kærustupör o.s.frv. Ýmislegt virðist einnig breytast í kennsluháttum á unglingastiginu. Í flestum tilfellum tilheyrir 7. bekkur miðstigi, en sökum húsnæðisskorts er sá bekkur oft fluttur í unglingadeildina eða í unglingaskólann (safnskólana). Það sem virðist einkenna unglingakennsluna er fagkennsla sem er að sjálfsögðu af hinu góða, en samkvæmt Elínu G. Ólafsdóttur eru margar hindranir í vegi fyrir skapandi og fjölbreyttri kennslu á unglingastiginu, eins og niðurnjörvuð stundaskrá, óaðlaðandi kennslustofur, prófaþrýstingur alvöru námsgreina grunnskólans eða lítið samstarf milli kennara (2004: ). Rannsókn Kristrúnar L. Birgisdóttur um kennsluhætti í grunnskólum bendir einnig á að hlutur bekkjarkennsluaðferða eykst á eldri stigum, verður u.þ.b. 70% á kostnað sveigjanlegra kennsluhátta (2004:96). Í sömu rannsókn kom einnig fram að í þeim bekkjum sem fóru í samræmd próf beittu kennarar frekar bekkjarkennsluaðferðum (2004:100). Miðað við þetta verður væntanlega á brattann að sækja að ætla sér að innleiða kennsluhætti í anda fjölgreindakenningarinnar á unglingastigi, en ég tel einmitt að þarna sé virkileg þörf. Unglingar í dag eru vanir ótrúlegum áreitum í sínu lífi, mikill hraði, mikil spenna og fjölmörg viðfangsefni sem heilla. Unglingar eru vanir fjölbreytileika í sínu lífi og þurfa því einnig á honum að halda í skólanum. Laugalækjakóli er markvisst að vinna að breytingum á fyrirkomulagi í kennslu í unglingadeildinni til að koma á móts við kröfuna um einstaklingsmiðað nám en gerir ráð fyrir að það taki nokkurn tíma (Laugalækjaskóli 2007). 17

17 4.2 Dönskukennsla og fjölgreindakenningin Í óformlegri heimsókn í Korpuskóla, sem er móðurskóli í þróun kennsluhátta og nýtir hugmyndafræði fjölgreindakenningar Gardners við þróun skólasstarfsins, reyndist sú hugmyndafræði ekki hafa skilað sér markvisst í dönskukennsluna. Af hverju svo er, er ekki gott að segja, en ef kennari brennur fyrir fjölgreindakenningunni getur hann nýtt hana í hvaða skóla sem er og í hvaða grein sem er óháð því hvaða stefnu eða sérstöðu skólinn hefur. Það má segja að að erlend tungumál séu fyrst og fremst tengd málgreind þegar tekið er tillit til færniþáttanna fjögurra; hlustun, lestur, ritun og talað mál og frásögn. Málgreindinni er því gerð góð skil í dönskukennslu þó svo að vægið milli færniþáttanna sé mismunandi. Við athugun á tveimur kennslubókum í dönsku er ljóst að mismikið er komið inn á hinar greindirnar sjö. Í Superdansk verkefnabók, námsefni fyrir 10. bekk, eru t.d. aðeins tvö verkefni þar sem nemendur eiga að hlusta á tónlist (Arnbjörg Eiðsdóttir o.fl. 1998:75-83). Í textabókinni eru nokkrar myndasögur og verkefnin í verkefnabókinni höfða þá til þeirra sem búa yfir sterkri rýmisgreind en ekki er þó um neina sköpun að ræða. Verkefni sem koma inn á rök- og stærðfræðigreindina eru nokkur t.d. þar sem hugtök sem lýsa aldrei eiga að vera sett inn á tímaás (bls. 38) og verkefni þar sem rannsaka á hvað bekkjarnemendur eyða peningum í (bls. 55), og nokkur verkefni þar sem á að flokka orð. Á samskiptagreindina reynir í þeim verkefnum sem krefjast samvinnu. Þær greindir sem minnst eða ekkert reynir á er líkams- og hreyfigreindin, sjálfsþekkingargreindin og umhverfisgreindin. Í Glimrende, námsefni fyrir 9. bekk eru verkefni sem taka mið af langflestum greindunum en þar er einnig kynning á fjölgreindunum. 4.3 Kennsluhugmyndir Hægt er að vinna á mismunandi hátt með fjölgreindakenninguna í dönsku. Eitt dæmi um það er hringekja þar sem settar væru upp átta stöðvar, eina fyrir hverja greind. Nemendum væri stýrt inn á þessar stöðvar eftir ákveðnu skipulagi og á hverri stöð gæti verið ýmist val- eða skylduverkefni. Þetta gæti litið svona út: tvöfaldur kennslutími nýttur einu sinni í viku í hringekjuna þannig að tímabilið væri átta vikur. Hér reynir á alla færniþættina fjóra. 18

18 Málstöð. Lesa stutta grein úr blaði skrifa úrdrátt í lok tímans gera munnlega grein fyrir innihaldi greinarinnar. Rök- og stærðfræðistöð: Kanna klæðaburð bekkjarfélaga skrá niður og birta í súluriti í lok tímans að kynna niðurstöður. Rýmisstöð: Lesa stutta sögu gera klippimynd í lok tímans kynna myndina. Líkams- og hreyfistöð: Lesa stutta sögu útbúa lítið leikrit í lok tímans flytja leikritið. Hér er gott að hafa körfu með ákveðnum leikmunum, t.d. hatta, hárkollur, sólgleraugu, pils, tuskudýr og þ.h. Tónlistarstöð. Skoða og hlusta á danska geisladiska velja eitt lag til að spila fyrir bekkinn kynna höfundinn/flytjandann. Hér þarf að vera nokkrir geisladiskar og útprentað efni um höfundinn, eða aðgangur að netinu. Samskiptastöð. Spil, leikir. Sjálfsþekkingarstöð: Skrifa dagbók Umhverfisstöð: Skoða Í lok tímans kynna eitt dýr sem ekki er til á Íslandi fyrir bekknum. Hér er líka möguleiki á að teikna dýrið. Önnur hugmynd er að eftir lestur á bók eða sögu sé nemendum boðið upp á verkefnavinnu sem tengist greindunum: Málgreind: skrifa úrdrátt og kynna munnlega. Rök- og stærðfræðigreind: flokka ákveðna þætti/orð úr sögunni og kynna munnlega Rýmisgreind: teikna myndasögu eftir sögunni og kynna. Líkams- og hreyfigreind: semja leikrit og sýna það. Tónlistargreind: semja lag og texta um leikritið og flytja það. Samskiptagreind: litlir hópar semja saman ritdóm um söguna/bókina og flytja. Sjálfsþekkingargreind: skrifa í dagbók hvaða áhrif sagan hafði á viðkomandi, hugsanlega lesa upphátt. Umhverfisgreind: kynna hverning tengist bókin/sagan náttúrunni eða umhverfinu Svo er tilvalið að nýta fjölgreindakenninguna í þemanámi þar sem þemanám krefst fjölbreyttra kennsluaðferða. En hér fyrir neðan útfæri ég fjölgreindakenninguna og þemanám. 19

19 5 Þemaverkefni Þemaverkefni um Kaupmannahöfn í 10. bekk með hugmyndafræði fjölgreindakenningar Gardners að leiðarljósi. Í Aðalnámskránni, drögum að nýrri námskrá í dönsku stendur m.a. í þessum áfanga er lögð rík áhersla á að auka og virkja orðaforða nemenda í tali og ritun. Mikilvægt er að verkefnin séu þannig úr garði gerð að nemendur þurfi að leita lausna og að þeir skynji ólíkan tilgang með notkun málsins (2005:39). Þemaverkefni er tilvalin leið til að nemendur skynji ólíkan tilgang með notkun málsins og þar þurfa þeir sannarlega að leita lausna. Þemaverkefnum fylgja fölbreyttar kennsluaðferðir þar sem nemendur taka þátt í undirbúningi og mótun viðfangsefnisins og þeir fá tækifæri til að kafa dýpra í efnið. Rök fyrir vali á verkefni: Samkvæmt drögum að námskrá í dönsku er mikilvægt að í dönskunáminu sé nemendum opnuð sýn á menningunni í Danmörku (2005:32). Kaupmannahöfn er hluti af menningu Danmerkur en mjög lítið er fjallað um borgina sjálfa í kennslubókunum og er því tilvalið að taka borgina í þemanám. Ég vel 10. bekk þar sem í lok 9.bekkjar er kynning á fjölgreindunum og eins að verkefnið krefst ákveðins orðaforða þar sem fyrirvinnan (førarbejdet) nær ekki að taka á öllum þeim orðaforða sem verkefnið krefst. Markmið: kynnast Kaupmannahöfn, styrkja færniþættina fjóra, gefa möguleika á að hver nemandi geti notað sína sterkustu greind, þjálfun í samvinnu. Greindirnar: boðið er upp á val í tónlistargreind, þar sem hugsanlega geta og treysta einhverjir nemendur sér til að leika á hljóðfæri og/eða syngja. Eins er boðið upp á val í líkams- og hreyfigreind þar sem gert er ráð fyrir mjög ólíkri færni innan þeirrar greindar; að geta leikið, unnið með höndunum eða vera íþróttalega sinnaður. Ég tel að þetta fari ekki alltaf saman. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé sérstaklega að samskiptagreindinni þar sem í hverju verkefni eru a.m.k. tveir að vinna saman og fellur það þá undir samskiptagreind í þessu verkefni. Samþætting: að mestu við upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir að gagnaöflun fari að mestu fram á veraldarvefnum og skil á 20

20 verkefni verði með Power point sýningu. Möguleiki er gefinn á að vinna með myndmenntakennara, hugsanlega tónlistakennara. Fyrir vinnan (før-arbejde) væri hugstormun: hvað dettur þér í hug þegar ég nefni Kaupmannahöfn. Tilvalið er að nýta kennsluefnið Og det er Danmark! Verkefni 12, Gadeliv í København en sleppa eftir vinnunni (efter- arbejdet) í því verkefni. Síðan væri hægt að vinna út frá þeim uppástungum sem nemendurnir koma með í þemaverkefninu og þannig geta þau valið sér verkefni í samræmi við áhugasvið sitt. Í þessu verkefni hef ég valið viðfangsefnin en sjálf útfærslan og uppsetning er í höndum nemenda. Málgreind: Finna upplýsingar um Kaupmannahöfn til að lesa upp (sjá viðauka 1). Færniþættir: lestur (upplýsingaöflun), ritun (skráning upplýsinga), talað mál/frásögn (kynning á Kaupmannahöfn), hlustun( á hina nemendurna). Rök- og stærðfræðigreind: Finna hótel, kanna verð og gera verðsamanburð ódýrast / dýrast. Kanna verð á bílaleigubílum. Reikna þetta yfir í íslenskar krónur. Hugsanlega athuga verð á matvöru og fatnaði, (sjá viðauka 2 ). Færniþættir lestur(upplýsingaöflun), ritun (skráning gagna), talað mál/frásögn (kynning á bæklingnum), hlustun (hlusta á samnenendur) Rýmisgreind: Byggingar. Kynning á byggingum (sjá viðauka 3 ) og útbúa kort þar sem staðsetning bygginga er sýnd. Færniþættirnir: lestur (upplýsingaöflun), ritun (skráning upplýsinga), talað mál/frásögn (kynning á viðfangsefninu), hlustun (hlusta á samnemendur) Tónlistargreind: Finna danska tónlistarmenn til að kynna. Velja eitt lag, eða fleiri til að spila. Finna helstu tónleikastaði í Kaupmannahöfn, hvaða tónleikar eru væntanlegir. Finna danska tónlist sem er viðeigandi að spila á meðan á kynningu stendur. Ef nemendur vilja, þá spila danskt lag og/eða syngja (sjá viðauka 4). Færniþættirnir: lestur (upplýsingaöflun), ritun (skráning upplýsinga), talað mál/frásögn (kynna tónlistamennina, hlustun (tónlist og á hina nemendurna). Umhverfisgreind: kynna dýragarðinn í Kaupmannahöfn (sjá viðauka 5) Færniþættirnir: lestur (upplýsingaöflun), ritun (skráning upplýsinga), talað mál/frásögn (kynning á viðfangsefninu), hlustun (hlusta á samnemendur). Líkams- og hreyfigreind: hér er val um verkefni: 1) kynna íþróttamöguleika í Kaupmannahöfn, 2) kynna kóngafjölskylduna með því að leika hana, 3) gera líkan af einhverju sem einkennir Kaupmannahöfn 21

21 Hér er möguleiki að vera í samvinnu við myndlistarkennarann og tónlistakennarann (sjá viðauka 6). Færniþættirnir: lestur (upplýsingaöflun), ritun (skráning gagna), talað mál/framsögn (kynning eða leikþáttur), hlustun ( hlusta á samnemendur). Sjálfsþekkingargreind: Verkefnið verður kynnt í byrjun og lagt áhersla á að eitt af markmiðunum sé að nemandinn geti unnið með sína sterkustu greind. Þannig að við val nemenda á verkefni eiga þeir að taka mið af því. Í lok vinnunnar verður mat nemenda á eigin frammistöðu sem og frammistöðu hópsins (sjá viðauka 7). Við gerð matsins var stuðst við heimasíðu Ingvars Sigurgeirssonar (2007). Ég myndi gjarnan gera þetta verkefni í septembermánuði og hafa síðan sýningu á afrakstri fyrir foreldra á eða í tengslum við evrópska tungumáladaginn 26. september. 22

22 6 Lokaorð Skipulagning kennslu með fjölgreindakenninguna að leiðarljósi er vegur að fjölbreytilegum kennsluaðferðum og þannig skapast möguleiki á að nemandinn fái viðfangsefni sem henta námsgetu hans og hæfni. Kennslan verður fjölbreyttari, skapandi og einstaklingsmiðaðri og allar líkur á því að nemandinn fái betur að njóta sín og blómstra. Að taka upp kennslu í anda fjölgreindakenningarinnar getur því með nokkuð skjótum hætti komið á móts við kröfu um einstaklingsmiðað nám. Mikilvægt er þó að gera ekki fjölgreindakenninguna að markmiði, það passar ekki alltaf að koma fyrir öllum greindunum í verkefnum. Það sama má segja um færniþættina fjóra. Það er misauðvelt að koma þeim að í verkefnagerð sem tekur mið af fjölgreindakenningunni, enda ætti það ekki að vera markmið. Vissulega fer það eftir eðli verkefnisins. Í þemanáminu eins og ég setti það upp, var hugsanlega nokkuð einhæf hlustun, þar sem hún byggðist aðallega upp á hlustun á aðra nemendur. Einnig var talað mál einungis frásögn en engin samtöl. Eins var engin sköpun í rituninni. Þrátt fyrir þetta tel ég að kennsla í erlendu máli og fjölgreindakenningin fari vel saman. Að útfæra verkefni sem taka mið af fjölgreindakenningunni er mikilvæg viðbót til að auka fjölbreytileikann í dönskukennslunni. Mikilvægt er fyrir kennarann að gera sér grein fyrir þeim færniþáttum sem verða útundan og taka þá betur fyrir seinna. Ég tel einnig að dönskukennsla í anda fjölgreindakenningarinnar gefi möguleiki á að glæða kennsluna því lífi sem tendrar innri áhugahvöt nemendans fyrir náminu. 23

23 Heimildaskrá Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti. (1999) Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá grunnskóla. Drög að nýrri námskrá í erlendum tungumálum (2005) Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Armstrong, Thomas. (2001) Fjölgreindir í skólastofunni. Erla Kristjánsdóttir íslenskaði. Reykjavík: JPV útgáfa. Arnbjörg Eiðsdóttir, Bergþóra S. Kristjánsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir Superdansk : opgavebog. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Ásta Ingibjartsdóttir (2007) Flétta leiklist saman við frönskukennslu [Viðtal.] Fréttablaðið, 11. apríl Elín G. Ólafsdóttir (2004) Nemandinn í nærmynd Fræðslumiðstöð Reykjavíkur EMU Danmarks undervisningsportal. (2007) De mange intelligenser og fremmedsprog/tysk. Sótt þann 16. apríl 2007 af Erla Kristjánsdóttir. (2001) Margþættar námsgáfur skólabarna [Viðtal.] Morgunblaðið, 23.jan. Erna Jessen. (2007) Glósur úr kennslustund í danska sem erlent mál KHÍ. Glósur: Erla Lárusdóttir. Gardner, Howard. (2003) Multiple Intelligences After Twenty Years Sótt þann 19. febrúar 2007 af Ingvar Sigurgeirsson Kennsluaðferðavefurinn. Vefslóð: Kennedy, Teresa J. (2003) Activities for the Language Classroom. Sótt þann 20. apríl 2007 af Korpuskóli (2007) Sótt þann 20. febrúar 2007 af m Kristrún Lind Birgisdóttir. (2004) Einstaklingsmiðað nám og kennsla í grunnskólum M.Ed. ritgerð, Kennaraháskólinn, Reykjavík. Laugalækjaskóli Sótt þann 20. febrúar 2007 af Reykjavíkurborg Stefna Reykjavíkurborgar í menntamálum 2007 Sótt þann 18. febrúar 2007 af 24

24 starfsaetlanir/mennt_stefna050207_nett.pdf Shaffer, David R Developmental Psychology : childhood and adolescence. Wadsworth Group, Belmont. 25

25 Viðauki 1 Vidste I at i København findes der Egilsgade, Njalsgade, Leifsgade, Gullfossgade og mange flere gader med islandske navne?! - og at i Danmark bor ca islændinge og de fleste i København. - at Tivoli åbnede 1843 Hvad kendetegner København? Find noget om København og lav et foredrag med hjælp af Microsoft Office Powerpoint Som hlælp kan I bruge linkene her nedeunder, men I kan også finde noget andet. Fakta om København i tal og ord: x Mere om København: Den lille havfrue Det danske flag: Tivoli: Dronningen og prinsen bor også i København: Man kan låne cykler i København Det er mange islændinge som ejer butiker i København: Husk at sammne med Powerpointet skal I også fortælle mundligt om det man ser 26

26 Viðauki 2 Vidste I at cykelstierne i København er på 300 km og der er planer om at bygge yderligere 50 km inden 2012? -At på Nørrebrogade cykler mennesker i døgnet. -At i København findes der Cykeltaxi -At en tredjedel dumpede køreprøven sidste år Find oplysninger om hvad det koster at besøge København og lav et foredrag med hjælp af Power point. I kan finde ud af f.eks.: Hvad det koster at leje en bil i København, en billig og en dyr, Hvad det koster at overnatte i København på et flot og dyrt hotel og også et billigt. Find en restaurant i København, hvad koster at spiese der Er det dyrt at købe ind i København, give nogel exempler. I må gerne finde noget andet som kan bruges ved et besøg til København. I kan bruge linkene herunder, men I kan også finde noget andet. Bílaleigubílar: Hotel Butikker: Restauranter: Campingpladser: Cykeltaxi: Husk, at sammen med PowerPointet skal I også fortælle mundligt om det I viser. 27

27 Viðauki 3 Vidste I at Bertel Thorvaldsen, en kunstner (billedehugger) havde en islandsk far? At Bertel Thorvaldsen og H. C. Andersen mødest nogle gange. Lav et Power point schow om nogle bygninger i København. Lav et kort som viser hvor bygningerne ligger. I kan bruge linkene herunter eller finde noget andet. r/historiske_bygninger kort over København Husk, at sammen med Powerpointet skal I også fortælle mundligt om det I viser 28

28 Viðauki 4 Vidste I at i Danmark bliver det afhold melodikonkurrence for 8 15 årige? At Eurovision-keppnin hedder Melodi Grand Prix på dansk Musik og København. Hvor bliver der afholt koncerter i København? Hvilke spændende koncerter kan man opleve i København i år? Introducer danske musikere og giv eksempler på musikken. I må gerne spille selv og synge på dansk Hvis i har tid, så må i finde noget musik til hele fordraget. Her holdes der koncerter: Danske sangere og bands Musik: Husk at hvis I laver Power point schow så skal I også fortælle mundligt hvad vi ser. 29

29 Viðauki 5 Vidste I at der findes hugorme i Danmark og at de er fredet? Hugormens bed er giftigt. At i Danmark findes der 14 forskellige arter af flagermus Find oplysninger om den danske zoologiske have og lave et Powerpoint show om den. Husk, at sammen med Powerpointet skal I også fortælle mundligt om det I viser 30

30 Viðauki 6 Her kan I vælge i mellem diese opgaver: Idræt og København, lave et Power point schow om tilbud og muligheder. Hvilke idrætsmuligheder findes der i København? Hvilke fodboldklubber er de største Husk, at sammen med Powerpointet skal I også fortælle mundligt om det I viser Kongefamilien. Introducere kongefamilien ved at spille personerne. Lav et model (líkan) af den lille havfrue eller noget andet som kendetegner København 31

31 Viðauki 7 Könnun fyrir mat á hópvinnu Nafn: MAT Á ÁRANGRI Í HÓPVINNU Leiðbeiningar: Legðu mat á starfið í hópum miðað við verkefnið sem þið voruð að ljúka. Settu hring við þá tölu sem best lýsir skoðun þinni á því hvernig til tókst í hópnum. 1. Hvernig var tíminn notaður? 1 mikill tími fór til spillis 2 3 hópurinn vann vel þegar hann komst af stað 4 5 mjög markviss vinna allan tímann 2.. Ákvarðanir 1 ósamkomulag 2 3 náðum saman eftir stapp 4 5 gott samkomulag og eindrægni 3. Þátttaka og samskipti 1 lítil samvinna - hver vann upp á eigin spýtur 2 3 einn eða tveir unnu mest af vinnunni 4 5 allir lögðu af mörkum 4. Árangur 1 náðum ekki því markmiði sem við settum okkur 2 3 rétt náðum settu marki 4 5 sérlega góður árangur 32

32 Skrifaðu já eða X í viðeigandi reit Alltaf Oftast Stundum Aldrei Ég vann vel í verkefninu Ég tók tillit til annarra Ég tók þátt í umræðum Ég kom mínum hugmyndum að Ég hafði nóg að gera Hvað var skemmtilegast Hvað var leiðinlegast 33

33 34

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn 9. bekkur Kennsluáætlun í dönsku veturinn 2009-2010 Kennarar: Björn Sigurbjörnsson, Kristín Hafsteinsdóttir og Kim Magnús Nielsen. Kennslugögn: Glimrende les- og verkefnabók, Dejlige Danmark les-og verkefnabók

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan Efnisyfirlit Um efnið... 3 Aðalnámsskrá... 4 Námsefni lagt til grundvallar... 5 Sådan A hluti Yfirlitsblað... 7 Sådan B hluti Yfirlitsblað....

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016

Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennsluáætlun í dönsku fyrir 9. bekk haustið 2016 Kennari: Freyja Friðbjarnardóttir Námsefni: Tænk, lesbók og vinnubók, kvikmyndir, vefefni, Ipad forrit, söngtextar og fleira. Kenslutímar á viku: 3x 40

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt 541 TRYKSAG 457 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000. LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift

Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000. LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000 LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift HANDSKRIFT VIÐ ALDAMÓTIN 2000 Håndskrift ved år 2000 Leiðbeining unnin af Nordisk Idégruppe for Håndskrift Útgafan

Læs mere

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði,

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 7. bekkur Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, heimilisfræði, lífsleikni og uppl.mennt Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði

Læs mere

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Skólanámskrá 2013 2014 8. bekkur Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR... 2 ÍSLENSKA... 4 STÆRÐFRÆÐI... 8 NÁTTÚRUVÍSINDI

Læs mere

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ

GARÐASKÓLI HAUST 2015 NÁM OG KENNSLA Í STÆRÐFRÆÐI 9. BEKKUR FLUGFERÐ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER 1 L 1 Þ 2 F 2 M 3 F 2 S Vika 32 2 M 3 L 3 Þ 4 F Frídagur Kynningarfundir fyrir Vika 41 Gagn og Gaman 3 M verslunarmanna 3 F forráðamenn 4 S 4 M 5 L 4 Þ 4 F 5 M

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Sådan A. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan A.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan A Efnisyfirlit Kynning 3 Tafla 4 Jeg og min familie 5 Postkort fra Island 6 Mad 8 Kalender 9 Min fødselsdag 11 Jul i Danmark 12 Regning-

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja Blaðsíða 1 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Efnisyfirlit Innihald Formáli... 5 Inngangur... 5 Hagnýtar upplýsingar... 5 Skólastjórnendur... 5

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere