VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU"

Transkript

1 VERKEFNASAFN FYRIR ÚTIKENNSLU!"# $ % & ' ( ) %

2 Efnisyfirlit MYNDASKRÁ...3 KYNNING...4 ÁÐUR EN HALDIÐ ER AF STAÐ...5 UPPBYGGING VERKEFNANNA...5 KORT AF NÁGRENNI LÆKJARBREKKU...6 VERKEFNASAFN...7 ÍSJAKALEIKUR...8 KÓNGUR FELULEIKUR...9 FRAM, FRAM FYLKING...10 GETUR ÞÚ FUNDIÐ TRÉIÐ ÞITT?...11 SNJÓHJÓLIÐ - ELTINGALEIKUR...12 ÆVINTÝRI Í RÓSULAUT...13 SYNGJANDI GÖNGUFERÐ...14 AÐ LEITA AÐ FORMUM...15 HVER GERÐI UMHVERFIÐ OKKAR?...16 AÐ UPPLIFÐA HLJÓÐIN Í NÁTTÚRUNNI...17 HAUSTIÐ...18 TRÉIN Á LÓÐINNI...19 AÐ BÚA TIL NÁTTÚRULEG LEIKFÖNG...20 VETURINN...21 STEINAR...22 NÁTTÚRULISTAVERK...23 MÁLAÐ Á ÍS EÐA SNJÓ...24 SUMAR OG SÓL...25 BLÓMAHRINGIR...26 BLÓMAKRANS Í HÁRIÐ...27 HRINGIR OG KEÐJUR ÚR TÚNFÍFLUM...28 FLAUTA ÚR TÚNFÍFLI...29 HLJÓÐFÆRI Í NÁTTÚRUNNI...30 FJÖRUFERÐ...31 BÁTARNIR Í HÖFNINNI...32 HÚS MEÐ MISMUNANDI HLUTVERK...33 SVEITAFERÐ...34 HEIMSÓKN Í SAUÐFJÁRSETRIÐ...35 VORVERKIN Í GARÐINUM...36 HAUSTVERKIN Í GARÐINUM...37 SMÁDÝR...38 SÖFNUN FUGLAFÓÐURS...39 VETRARFÓÐRUN SMÁFUGLA...40 Fóðurkökur...41 FYLGST MEÐ VORINU...42 TAFLA 1: FYLGST MEÐ VORINU...43 AÐ EIGA TRÉ EÐA LANDSKIKA AÐ VINI...44 HEIMILDASKRÁ

3 Myndaskrá MYND 1.SNJÓHJÓLIÐ MYND 2. GEITURNAR ÞRJÁR...13 MYND 3.RAUÐHETTA OG ÚLFURINN...13 MYND 4.MÁLAÐ Á ÍS...24 MYND 5.MÁLAÐ Á SNJÓ...24 MYND 6.BLÓMAHRINGIR...26 MYND 7. BLÓMAKRANS...27 MYND 8. TÚNFÍFLAR...28 MYND 9.KEÐJUR ÚR TÚNFÍFLUM...28 MYND 10.FLAUTA ÚR TÚNFÍFLI...29 MYND 11.FJÖRUFERÐ...31 MYND 12. BÁTARNIR Í HÖFNINNI MYND 13.CAFÉ RIIS...33 MYND 14. GALDRASAFNIÐ...33 MYND 15.SVEITAFERÐ...34 MYND 16.SETTAR NIÐUR KARTÖFLUR...36 MYND 17.TEKNAR UPP KARTÖFLUR...37 MYND 18. KARTÖFLUR...37 MYND 19. KARTÖFLUGILDRA MYND 20.HLAUPABRAUT...38 TAFLA 1: FYLGST MEÐ VORINU

4 Kynning Hér gefur að líta safn hugmynda fyrir útikennslu sem telur 35 verkefni. Þó að verkefnin séu staðfærð fyrir Leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík má útfæra verkefnin fyrir hvaða leikskóla sem er. Farið er yfir hagnýtar upplýsingar fyrir kennarann áður en farið er af stað í útikennslu og síðan útskýrt hvernig verkefnin eru upp byggð. Á eftir verkefnasafninu er heimildaskrá þar sem taldar eru allar heimildir sem notaðar voru við gerð þessa verkefnasafns bæði ritaðar heimildir og myndir. Forsíðumyndin, sem fengin er frá Leikskólanum Lækjarbrekku, er af tveimur nemendum leikskólans. Verkefnasafnið er fyrst og fremst hugsað sem leiðbeiningar fyrir kennara. Annars vegar er þar að finna hagnýtar upplýsingar í upphafi sem snúa að öryggi og undirbúningi fyrir útikennslu og hins vegar er að finna verkefni í útikennslu með börnunum. Verkefnin eru engan veginn tæmandi listi heldur frekar hugsuð sem kveikja til að ýta undir hugmyndaflug kennara til að finna ný og spennandi verkefni. Verkefnin eru miðuð við tvo elstu árganga leikskóla, en þó má mögulega útfæra einhver þeirra fyrir yngri börn. Kostir útikennslu eru fjölmargir og hægt er að tengja þá öllum námssviðum leikskóla. Með því að fara út fyrir leikskólalóðina og kanna nágrennið fá börnin tækifæri til að hreyfa sig í ólíku og fjölbreyttu umhverfi. Þau kynnast náttúrunni og umhverfinu og úti í náttúrunni læra börnin á annan hátt en á leikskólalóðinni. Utan leikskólalóðarinnar er fjölbreyttara umhverfi, fjölbreyttari gróður og sé heppnin með er hægt að sjá villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Einnig þarf að vekja athygli barnanna á hinum ýmsu hljóðum sem eru í umhverfinu. Þetta geta verið hljóð frá umferðinni, söngur fuglanna, niðurinn í læknum eða sjónum. Svo má alltaf finna steina og spýtur og nota sem trommur til að slá taktinn. Í útikennslu er hægt að safna efniviði til myndsköpunar eins og til dæmis laufblöðum, könglum, berjum og sandi. Það fer allt eftir því hvers konar umhverfi er í kringum leikskólann hvaða efnivið er hægt að finna. Svo er hægt að gera umhverfislistaverk á staðnum með því að raða steinum og laufi á jörðina. Upplifunin í náttúrunni getur verið kveikja að myndefni síðar meir. Í útikennslu gefst gott tækifæri á að auka orðaforða barnanna með því að ræða um það sem fyrir augu og eyru ber s.s. nöfn á plöntum og dýrum og orð tengd veðri og árstíðabreytingum. Vettvangsferðir um óbyggð svæði í nágrenninu eða heimsóknir á vinnustaði eða gönguferðir þar sem húsin eru skoðuð og jafnvel kortlögð, er kjörin leið til að kenna börnunum að þekkja nánasta umhverfi sitt. 4

5 Áður en haldið er af stað Áður en lagt er af stað í útikennslu eru nokkur atriði sem kennarinn þarf að hafa í huga. Fyrst og fremst þarf að huga að öryggi. Þegar búið er að ákveða hvert á að fara þarf að láta aðra starfsmenn í leikskólanum vita hvert ferðinni er heitið og hvenær áætlað er að koma til baka. Koma ætti upp bakpoka til að nota í útikennslunni. Í bakpokanum ætti að vera gsm-sími, plástur, snýtibréf, myndavél, stækkunargler, blöð og litir, teiknispjöld undir blöðin og plastpokar og smávegis hressing. Einnig mætti vera með handbækur til að geta flett upp heiti blóma, fugla eða dýra sem fyrir augu ber í ferðinni. Áður en farið er af stað er upplagt að nemendurnir velji veðurfræðing, forystusauð og fréttamann. Hlutverk veðurfræðings er að kanna veðrið og segja síðan hinum hvernig veðrið er og hvernig þarf að klæða sig. Forystusauður hefur það hlutverk að fara fyrstur og vísa veginn þangað sem á að fara og líka til baka. Fréttamaður hefur það hlutverk að fylgjast vel með í ferðinni og rifja hana svo upp þegar komið er til baka í leikskólann. Skrá þarf niður hver gegnir hvaða hlutverki svo hægt sé að fylgjast með að allir fái að taka þátt og prófa ólík hlutverk. Uppbygging verkefnanna Uppbygging allra verkefnanna er þannig að fyrst eru kynnt helstu markmið, þá er tilgreindur undirbúningur eða kveikja sem nota má við kynningu verkefnisins. Síðan er lýst því sem gera á á vettvangi og að lokum er tillaga að úrvinnsla verkefnisins. Fyrstu verkefnin byggjast á leikjum og síðan taka við verkefni sem taka stuttan tíma, en svo koma verkefni sem taka lengri tíma. Við nánari skoðun verður ljóst að sum styttri verkefnanna henta á vorin en sum þeirra lengri á haustin. Fer það að sjálfsögðu eftir útfærslu hvers kennara og barnahópnum hverju sinni. Uppsetning útikennslu hugmyndanna byggir á kennslulíkani Arne Nikolaisen Jordet (1998:25), en kennslulíkan hans byggir á eftirfarandi þremur þáttum: Undirbúningur: Með því að skipuleggja og ræða saman og lesa sér til um það sem á að gera, verða nemendur betur undirbúnir fyrir útivinnuna. Vinna á vettvangi: Nemendur nota öll skilningarvit á vettvangi. Þeir rannsaka og eru virkir. Nemendur fara yfir það sem þeir upplifðu á vettvangi og það fléttað inn í ólík fög. Með samtölum og með því að lesa sér meira til verða nemendur virkari í eigin námi. 5

6 Það er von mín að þessar verkefnahugmyndir sem hér fylgja geti orðið kveikja að markvissri útikennslu svo nemendur fái notið íslenskrar náttúru og læri að þekkja umhverfi sitt á eigin forsendum. Kort af nágrenni Lækjarbrekku 1. Leikskólinn Lækjarbrekka 2. Hólmavíkurkirkja 3. Grunnskólinn á Hólmavík 4. Café Riis 5. Rósulaut skógrækt 6. Borgir (Kálfanesborgir) 7. Beitningaskúrar 8. Smábátahöfn 9. Kópnes 10. Galdrasafn 6

7 Verkefnasafn 7

8 Ísjakaleikur Fái hreyfingu í gegnum leik Læri að fara eftir reglum Leikurinn kynntur með eftirfarandi sögu: Þið eruð öll selir sem búið í sjónum. Þið syndið um í tæru vatninu og veiðið ykkur fisk í matinn. Sólin skín á nefið á ykkur þegar þið syndið upp til að anda. Allt í einu dimmir og stór háhyrningur stefnir á ykkur! Hætta steðjar að! Þegar svangur háhyrningur er í grennd er mikil hætta á ferðum. Þið verðið að hoppa í skjól upp á ísjaka. Ef ykkur tekst að komast í skjól á ísjaka þá eruð þið hólpin í það skiptið. Ef ekki þá eruð þið komin í maga háhyrningsins. Lakbútum (10-15 stk) er dreift um svæðið Bútarnir eru ísjakar Reglur leiksins: Nemendur hlaupa um svæðið þar til háhyrningurinn segir,,hér kemur svangi háhyrningurinn. Nemendur þurfa að hlaupa í skjól upp á ísjakana. Ef allir ná að komast í skjól segir háhyrningurinn,,hmm enginn matur hér. Þá hlaupa krakkarnir aftur af stað og einn lakbútur er tekinn í burtu. Háhyrningurinn kemur svo aftur og krakkarnir þurfa að leita skjóls. Svona gengur þetta koll af kolli, þar til að háhyrningurinn hefur fækkað ísjökunum niður í einn. Þeir sem ná ekki skjóli verða að hjálpa háhyrningnum við að ná hinum. Allir hjálpast að við að tína saman lakbútana. Náttúruskóli Reykjavíkur. Vefslóð: id=26416&tre_rod=&tid=15&meira=1&sk y_id=

9 Kóngur feluleikur Fái hreyfingu í gegnum leik Læri að fylgja reglum í leik Þjálfi eftirtekt t.d. að geta beitt hlustun og að hafa hljótt um sig Kennari kynnir leikinn og útskýrir reglur hans t.d. að ef að hann flautar í flautuna þá eigi allir að koma til hans. Reglur leiksins: Einn nemandi er valinn til að vera kóngurinn. Á meðan kóngurinn felur sig loka allir augunum og telja saman upp í 10. Að því loknu fara allir að leita að kónginum. Ef maður finnur kónginn á að hafa hægt um sig og láta ekki á neinu bera. Þegar enginn sér til á maður að læðast til kóngsins og fela sig hjá honum. Þegar líður á leikinn fara fleiri og fleiri nemendur að hverfa. Leiknum líkur þegar allir hafa fundið kónginn. Sá sem var fyrstur að finna kónginn fær að vera kóngur í næstu umferð. Nemendur leika leikinn Ef illa gengur að finna kónginn getur kennari flautað alla saman. Rætt við nemendur um hvernig gekk að finna kónginn Rætt við nemendur hvernig gekk að fylgja reglum leiksins Náttúruskóli Reykjavíkur. Vefslóð: id=26416&tre_rod=&tid=15&meira=1&sk y_id=

10 Fram, fram fylking Fái útrás fyrir hreyfiþörf sína í leikjum Læri gamla leiki Nemendur spurðir hvaða leiki þeir kunni Nemendum kenndur leikurinn og vísan sem sungin er:! "! Leikurinn leikinn Reglur leiksins: Tveir eru ræningjar og standa á móti hvorum öðrum og haldast í hendur og er annar epli en hinn appelsína. Hinir mynda halarófu og labba á milli ræningjanna. Allir syngja vísuna og á réttum stað eiga ræningjarnir að fanga þá sem eru á milli þeirra. Þeir sem eru teknir til fanga eru spurðir hvort þeir vilji epli eða appelsínu og síðan eru eplin send fyrir aftan eplið, en hinir fyrir aftan appelsínuna. Þegar búið er að fanga alla þá fara eplin og appelsínurnar í reiptog þar sem þátttakendur mynda reipi með því að taka utan um næsta á undan. Ræningjarnir taka í hendur hvors annars og það lið vinnur sem nær að draga einhvern af mótherjunum yfir miðjulínuna. Gaman er að kenna börnunum vísuna á norsku: #!! $ % &"&' $ ' $ ( $ Rogaland Friluftsliv. Vefslóð: v%20i%20skolen/aktiviteter.html#jeger%2 0og%20dyr 10

11 Getur þú fundið tréið þitt? Þjálfist í að beita ólíkum skynfærum við rannsókn og túlkun umhverfis síns Kynnist skógi og trjám og gildi þeirra fyrir náttúruna Öðlist umhyggju fyrir trjám og þeim lífverum sem lifa í nágrenni þeirra Þjálfist í hópvinnu Nemendur eru spurðir hvort þeir hafi einhvern tíma faðmað tré? Hvernig eru tré viðkomu? Lifa einhverjar lífverur í eða við tré sem við getum heyrt í eða séð? Farið í Rósulaut Nemendur paraðir saman Farið í leikinn Getur þú fundið tréið þitt? Reglur leiksins: Bundið er fyrir augun á öðrum en hinn er stjórnandi sem leiðir þann blinda eftir krókaleiðum að einhverju tré. Sá blindi notar önnur skynfæri sín til þess að læra að þekkja tréð. Stjórnandinn leiðir þann blinda aftur á upphafsstað. Þar er tekið frá augum hans og nú á hann að reyna að finna tréð sitt aftur. Nemendur skipta svo um hlutverk. Nemendur velja eitt tré sem fær það hlutverk að vera tré hópsins Þegar tréið er fundið er sest niður við það og rætt saman um af hverju völdu nemendur þetta tré? Býr einhver í trénu, smádýr eða fuglar? Rætt er um hvernig gekk að finna trén aftur í leiknum Var erfitt að geta ekki notað sjónina? Skynjuðu nemendur eitthvað nýtt? Fundið er kennileiti til að auðvelt sér að finna tréð aftur Nemendur fylgjast áfram með trénu Tréið verður samkomustaður hópsins þegar farið er í Rósulaut Skoven i Skolen. Vefslóð: m=17&a=213 Sunna Björg Guðnadóttir og Sofía Jóhannsdóttir. Vefslóð: Verkefni/tre_ys.htm 11

12 Snjóhjólið - eltingaleikur Fái hreyfingu í gegnum leik Læri að fylgja reglum í leik Leikurinn er útskýrður fyrir nemendum Farið út í nýfallinn snjó Kennari treður stóran hring í snjóinn Hringnum er skipt í 6 geira með því að troða slóð (sjá myndina) Leikurinn er leikinn Reglur leiksins: Einn leikur ref. Refurinn byrjar í miðjunni. Aðrir þátttakendur eru mýs sem koma sér fyrir í slóðunum innan í hringnum. Refurinn á að ná músunum og þá verða þær að refum. Refurinn og mýsnar mega aðeins hlaupa í troðnu slóðunum. Mýsnar geta hvílt sig smá stund því þær hafa skjól í miðjunni og þar má ekki klukka þær. Ef mús hleypur út fyrir slóðina verður hún að ref. Þegar allir eru orðnir þreyttir er hætt í leiknum Hægt er að breyta hlutverkum og hafa aðra fæðukeðju Bendix. Vefslóð: m=17&a=216 Mynd 1.Snjóhjólið. (Wulff) 12

13 Ævintýri í Rósulaut Upplifi ævintýri á lifandi hátt Læri að sjá ævintýrin í umhverfinu Læri að nota leikræna tjáningu Sagan um Geiturnar þrjár lesin fyrir nemendur Sagan um Rauðhettu og úlfinn lesin fyrir nemendur Farið í Rósulaut Nemendur leika ævintýrið um Geiturnar þrjár og nota brúnna sem leiksvið Nemendur leika Rauðhettu og úlfinn og nota skóginn sem leiksvið Nemendur hvattir til að finna viðeigandi umhverfi til að leika fleiri sögur og ævintýri sem þeir kunna. Kjærran. Vefslóð: l.htm Mynd 2. Geiturnar þrjár (Leikskólinn Lækjarbrekka) Mynd 3.Rauðhetta og úlfurinn (Leikskólinn Lækjarbrekka) 13

14 Syngjandi gönguferð Fái notið málörvunar úti í náttúrunni Tengi texta kvæða/ljóða við umhverfi sitt Nemendum kennd ýmis ljóð/textar t.d. Lóan er komin og Krummi krunkar úti Rætt um efni ljóðanna/textanna og það tengt við umhverfið Rætt um það sem við sjáum í umhverfinu sem kemur fyrir í kvæðunum Sest niður á góðum stað og nemendum skipt í hópa Hver hópur fær eina ljóðlínu úr kvæði til að syngja og hóparnir kallast á með ljóðlínunum Að klappa í takt eða standa upp og sitja í takt eykur fjölbreytnina Farið í gönguferð Áhugaverðir hlutir í umhverfinu notaðir sem kveikja að hverju ljóði, t.d. ef heyrist í heiðlóu er sungið Lóan er komin Náttúruskóli Reykjavíkur. Vefslóð: id=26416&tre_rod=&tid=15&meira=1&sk y_id=

15 Að leita að formum Læri að þekkja frumformin þrjú, þríhyrning, ferhyrning og hring Skoði form í nánasta umhverfi sínu Læri að skapa listaverk úti í náttúrunni Þjálfist í hópavinnu Frumformin þrjú kynnt fyrir nemendum Kannað hvort nemendur viti hvað formin heita Nemandi æfir sig í að teikna þessi form og fær þannig meiri tilfinningu fyrir þeim Gengið um gamla bæinn og nemendur hafa myndaspjöld með formunum með sér Leitað að frumformunum t.d. í gluggum, á þökum og gangstéttarhellum Leitað að frumformum í náttúrunni Tveggja til þriggja manna hópar finna efnivið úr náttúrunni og vinna (lista)verk með frumformin í huga Rætt um hvernig gekk að finna formin Var erfiðara að finna formin í náttúrunni en í húsunum? Nemendur kynna (lista)verk sín fyrir samnemendum Hvaða efniviður var notaður? Selásskóli. Vefslóð: hverfismennt/html/utik-verkefni-f-1- bekk/ad-leita-ad-formum.htm Sunna Björg Guðnadóttir og Sofía Jóhannsdóttir. Vefslóð: Verkefni/frumform_ys.htm 15

16 Hver gerði umhverfið okkar? Kynnist betur umhverfi sínu Átti sig á muninum á manngerðu og náttúrulegu umhverfi Skoðað hvað er náttúrulegt umhverfi? Teknar myndir af fyrirbærunum sem nemendur sjá Nemendur fá myndir, til dæmis af húsum, fjöllum, ám, vegum, steinum, húsagörðum, stöðuvötnum, bílum, vinnuvélum Útskýrt fyrir nemendum að þetta séu fyrirbæri sem eigi það sameiginlegt að vera hluti af umhverfi þeirra Nemendur skipta myndunum eftir því hvort umhverfið er náttúrulegt eða manngert Farið í gönguferð Skoðað hvað er manngert umhverfi? Myndirnar prentaðar út Nemendur skipta þeim í flokkana manngert umhverfi og náttúrulegt umhverfi Nemendur semja saman litla smásögu og teikna mynd sem ber heitið Umhverfið mitt Helstu heimildir Sunna Björg Guðnadóttir og Sofía Jóhannsdóttir. Vefslóð: Verkefni/umhverfidokkar_ys.htm 16

17 Að upplifða hljóðin í náttúrunni Upplifi kyrrð og ró úti í náttúrunni Upplifi sjálfan sig sem hluta af náttúrunni Greini manngerð hljóð frá náttúrulegum hljóðum Greini öðrum frá upplifun sinni Hlusti á aðra lýsa upplifunum sínum Nemendur spurðir hvort þeir hafi hlustað á hljóðin umhvefinu? Nemendur beðnir um að hafa hljótt og leggja við hlustir Hvað heyra nemendur? Heyra þeir meira ef þeir loka augunum? Heyrast önnur hljóð inni en úti? Farið í gönguferð t.d. upp í Borgir Nemendur beðnir að setjast eða leggjast niður og leggja við hlustir Nemendur beðnir að loka augunum og leggja við hlustir Nemendur spurðir og þeir svara einn í einu hvernig hljóð þeir hafi heyrt Úr hvaða átt komu hljóðin? Frá hverjum koma þau? Hvaða hljóð eru manngerð? Hvaða hljóð eru náttúruleg? Heyrðu nemendur önnur hljóð með lokuð augu en opin? Náttúruskóli Reykjavíkur. Vefslóð: id=26416&tre_rod=&tid=15&meira=1&sk y_id=

18 Haustið Kynnist þeim breytingum sem verða í náttúrunni á haustin Átti sig á hvernig gróðurinn undirbýr sig fyrir veturinn Átti sig á hvernig dýrin undirbúa sig Íhugi hvort við þurfum að undirbúa okkur fyrir veturinn og þá hvernig Hlusta á Haustið úr Árstíðunum eftir Antonio Vivaldi Lesa bókina Haust eftir Josep MaParramón eða aðra bók um haustið Ræða við nemendur um haustið Teikna mynd af haustinu Ræða við nemendur um hvernig plöntur og dýr undirbúa sig Ræða við nemendur um hvernig við undirbúum okkur með hlýrri klæðnaði Farið í Rósulaut Farið upp í Borgir eða út á leikskólalóðina Nemendur skoða hvort orðið hafi breytingar á trjám og öðrum gróðri Nemendur ræða hvort þeir hafi séð breytingar á gróðri eða trjám Selásskóli. Vefslóð: hverfismennt/html/utik-verkefni-f-1- bekk/sol-vedur-haust.htm 18

19 Tréin á lóðinni Kynnist þeim breytingum sem verða í náttúrunni á haustin Átti sig á muninum á lifandi veru og lífvana Átti sig á að tréin eru lifandi Átti sig á að tréin eru að undirbúa sig fyrir veturinn Þjálfist í hópvinnu Rætt við nemendur um hvað er lifandi og hvað ekki Rætt um undirbúning náttúrunnar fyrir veturinn Kynnt það verkefni að safna laufblöðum Farið út á leikskólalóðina, upp í Borgir, í Rósulaut eða á annan stað þar sem eru tré. Tréin eru skoðuð sérstaklega vel Hvernig eru tréin í laginu, hvernig eru laufblöðin þeirra á litin? Laufblöð skoðuð vel og borin saman, eru einhver tvö laufblöð nákvæmlega eins, hvernig lykt er af trjánum og laufblöðunum? Búnar til myndir úr laufblöðum á jörðinni, náttúrulistaverk Safnað er sölnuðum laufblöðum sem fallið hafa af trjánum og sett í poka og tekin með inn í leikskólann Hluti af laufblöðunum sett í þurrkun Það sem ekki er þurrkað er flokkað eftir lögun eða lit Upplagt að æfa sig í að telja hvað eru mörg laufblöð í hverjum lit Búnar til myndir úr nýju laufblöðunum Þegar þau sem sett voru í þurrkun eru orðin þurr má búa til myndir úr þeim líka Þeim laufblöðum sem ekki eru notuð í listsköpun, er skilað aftur í moldina eða í safnkassa Selásskóli. Vefslóð: hverfismennt/html/utik-verkefni-f-1- bekk/tren-a-lodinni.htm 19

20 Að búa til náttúruleg leikföng Kynnist greniskógi Læri að nota náttúrulegan efnivið til leikja Þjálfist í hópavinnu Rætt við nemendur um hvernig það væri að hafa engin leikföng Er hægt að leika sér ef engin leikföng eru? Geta börn búið sjálf til leikföng? Farið í Rósulaut Nemendum skipt í hópa 2-3 saman Hver hópur notar það sem hægt er að finna í skóginum til að búa til hús, fjós, fjárhús, bíla, dráttarvélar, dýr og menn Gangi nemendum illa að átta sig á möguleikum efniviðarins sem er í skóginum, er upplagt fyrir kennarann að fara í leik með þeim og sýna þeim hvernig hægt er að stinga litlum sprekum í könglana og búa þannig til dýr, t.d. kindur og finna fleiri sprek og byggja hús fyrir dýrin Leikið með dýrin sem búin eru til eins lengi og tími og úthald leyfir. Áður en haldið er til baka setjast allir saman og ræða um hvernig gekk að vinna saman að því að búa til dýrin og húsin Var gaman að leika sér með þessi leikföng? Leikföngin sett á stað þar sem þau finnast aftur til að nota síðar Kjærran. Vefslóð: Håndverk.htm 20

21 Veturinn Kynnist þeim breytingum sem verða í náttúrunni á veturna Átti sig á að gróðurinn er í dvala Íhugi hvernig við þurfum að klæða okkur á veturna Hlusta á Veturinn úr Árstíðunum eftir Antonio Vivaldi Lesa bókina Vetur eftir Josep MaParramón eða aðra bók um veturinn Ræða við nemendur um veturinn Teikna mynd af vetrinum Ræða um hvernig plöntur og dýr undirbjuggu sig um haustið og hvort nemendur viti hvað gerist þegar kemur vor Ræða um hvernig við þurfum að klæða okkur á veturna. Farið í Rósulaut, upp í Borgir eða út á leikskólalóðina Nemendur skoða hvernig tré og gróður er á veturna Taka með þoturassa og renna sér ef nægur snjór er Nemendur safnast saman og ræða hvort tré og gróður er eitthvað frábrugðinn því sem var um haustið eða sumarið 21

22 Steinar Markmið að nemendur: Átti sig á muninum á náttúrulegu grjóti og grjóti sem maðurinn hefur mótað Átti sig á mismunandi stærð steina Kynnist nytsemi steina Æfi sig í að telja Kennari kemur með nokkra steina, sem geta verið mismunandi að stærð, lögun og lit og sýnir nemendum Rætt við nemendur um steinana og hvort þeir hafi séð svipaða steina einhvers staðar Farið út á leikskólalóðina og skoðaðir steinarnir sem eru þar Hvaða steinar eru náttúrulegir og hverjir eru tilbúnir (t.d. hellurnar í stéttinni) Fylla dós eða fötu af steinum, hvolfa þeim á stéttina og telja hversu margir steinar komast í fötuna Eru þeir allir eins? Raða steinunum eftir stærð Telja hvað eru margar hellur í stéttinni Eru klappirnar í Borgunum eitthvað öðruvísi en hellurnar í stéttinni? Farið upp í Borgir til að skoða muninn Í lokin setjast nemendur saman og ræða um steinana sem þeir voru að skoða Hvernig voru þeir á litinn, hversu margir? Hve margar eru hellurnar í stéttinni? Hver er munurinn á hellunum og klöppunum í Borgunum? Selásskóli. Vefslóð: hverfismennt/html/utik-verkefni-f-1- bekk/steinar.htm 22

23 Náttúrulistaverk Kynnist myndsköpun í náttúrunni Læri að nýta hráefni úr náttúrunni til myndsköpunar Njóti útiveru Þjálfi gróf- og fínhreyfingar. Rætt við nemendur hvort þeir hafi búið til listaverk úti í náttúrunni Hvað er hægt að nota í náttúrulistaverk? Hafa nemendur teiknað úti? Farið í gönguferð t.d. upp í Borgir Nemendur teikna á blöð sem tekin eru með Finna tré með hrukkóttum berki eða stein og leggja blaðið yfir og búa til flott áferðarþrykk Mála með vantslitunum á steina Gera náttúrulistaverk úr steinum, laufi, sandi, greinum og blómum sem er á staðnum Taka ljósmyndir af náttúrulistaverkunum Klára myndir sem byrjað var á á vettvangi Prenta út ljósmyndir af náttúrulistaverkunum og hengja upp til sýnis í leikskólanum Kjærran. Vefslóð: Håndverk.htm 23

24 Málað á ís eða snjó Kynnist listsköpun í náttúrunni að vetrarlagi Rætt við nemendur hvort þeir haldi að hægt sé að mála á snjóinn Allir geta notið listaverksins Eina leiðin til að varðveita listaverkin er að taka ljósmyndir af þeim Farið út með vatnsliti, vatn og pensla Nemendur finna sér stað og byrja að mála Nemendur fá stærstu örk sem hægt er að teikna á og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að sulla niður Útkoman er flottir litir Kjærran. Vefslóð: Håndverk.htm Mynd 4.Málað á ís (Kjærran) Mynd 5.Málað á snjó (Kjærran) 24

25 Sumar og sól Kynnist þeim breytingum sem verða í náttúrunni á sumrin Átti sig á hvað gerist þegar sólin skín ljós og hiti Hlusta á sumarið úr Árstíðunum eftir Antonio Vivaldi Lesa bókina Sumar eftir Josep MaParramón eða aðra bók um sumarið Ræða við nemendur um sumarið Teikna mynd af sumrinu. Ræða um að plöntur þurfa sólarljós. Ræða um hvernig við þurfum að klæða okkur á sumrin Úti er athygli barnanna vakin á því hvort sólin skín Skín hún alls staðar jafnt á skólalóðinni? Eru skuggar einhvers staðar? Athygli nemenda vakin á hitanum frá sólinni Er munur á því að vera í skugga og svo þar sem sólin skín? Ísmolar settir í tvö glös og annað glasið haft í sól, hitt í skugga Nemendur finni útsprungin túnfífil og hvolfa dökkri fötu yfir hann Búa til skuggamyndir í sólinni Ná í vatn í úðabrúsa og úða vatninu í sólskininu. Sjást einhverjir litir? Fatan tekin ofan af fíflinum Hefur hann lokað blóminu? Opnast það aftur þegar fatan er tekin af? Hvor ísmolinn hefur bráðnað meira, sá sem var í skugganum eða sá sem var í sólinni? Selásskóli. Vefslóð: hverfismennt/html/utik-verkefni-f-1- bekk/sol-vedur-haust.htm Vefslóð: hverfismennt/html/utik-verkefni-f-1- bekk/itarefni/sol-og-skuggar.htm 25

26 Blómahringir Læri að nota blóm í listsköpun Þjálfi fínhreyfingar Njóti fegurðar blómanna Læri heiti blóma Skoða blómabækur Ræða um hvað hægt er að búa til úr blómum Finna stað þar sem vaxa blóm með löngum, sveigjanlegum stilki Forma stilkinn í hring sem er passlegur um fingurinn. Snúa stilkinn um hringinn og bíta endan af ef hann er of langur Setja hringinn á fingur og njóta þess að vera fín/n Búa til einn hring á hvern fingur Búa til fleiri til að gefa ættingjum Skoða í blómabók hvað blómin heita sem notuð voru í hringina Melander. Vefslóð: Mynd 6.Blómahringir (Kildall) 26

27 Blómakrans í hárið Læri að nota blóm í listsköpun Þjálfi fínhreyfingar Njóti fegurðar blómanna Skoða blómabækur Ræða um hvað hægt er að búa til úr blómum Tína hæfilegt magn af blómum með stilk svo dugi í kransinn Blómin fléttuð saman eins og sést á myndinni. Fléttuð er eins löng lengja og þarf, ef á að gera krans í hárið þarf að mæla hvenær hæfileg lengd er komin. Þá er stilknum af síðasta blóminu stungið undir það fyrsta til að loka kransinum. Þegar búið er að loka kransinum er hann settur á höfuðið Skoða í blómabók hvað blómin heita sem notuð voru Bendix. Vefslóð: m=17&a=215 Mynd 7. Blómakrans (Wulff) 27

28 Hringir og keðjur úr túnfíflum Læri að nota blóm í listsköpun Þjálfi fínhreyfingar Njóti fegurðar blómanna Finna stað þar sem vaxa túnfíflar Tína hæfilegt magn af fíflum eins og þarf í hringinn og keðjuna Slíta blómknúbbinn af, þannig að stilkurinn verður eftir Mjórri endanum stungið inn í þann sverari og þá er kominn hringur. Hægt er að búa til armband eða hálsmen með því að búa til keðju eins og sést á myndinni. Setja á sig hringi, armbönd og hálsmen og njóta þess að vera blómastelpa eða blómastrákur. Bendix. Vefslóð: m=17&a=215 Mynd 8. Túnfíflar (Wulff) Mynd 9.Keðjur úr túnfíflum (Wulff) 28

29 Flauta úr túnfífli Læri að búa til hljóðfæri úr fíflum Þjálfist í fínhreyfingum Hann getur gefið skrýtið hljóð Stuttir stönglar gefa bjarta tóna Langir stönglar gefa dýpri tóna. Finna stað þar sem vaxa túnfíflar Tína túnfífla sem eru með þokkalega beina stilka Slíta blómknúbbinn af þannig að stilkurinn verði eftir Kljúfa annan endann í fjóra eða sex ræmur Gera eins við hinn endann Prófa að blása í stöngulinn Það þarf að æfa sig til að ná tón Ef margir eru saman má mynda hljómsveit Bendix. Vefslóð: m=17&a=215 Mynd 10.Flauta úr túnfífli (Wulff) 29

30 Hljóðfæri í náttúrunni Læri að búa til eigin hljóðfæri Læri að nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða Nemendur skoða og spila á tréstafi og hristur Rætt um hvernig hægt er að búa til einföld hljóðfæri sjálfur Farið í Rósulaut Leitað að greinum í hentugum stærðum Þegar búið er að þurrka þær eru komnir fínir tréstafir til að slá taktinn með Farið í fjöruna Leitað að spýtum, steinum, beinum eða skeljum í sama tilgangi Finna sand í fjörunni og þurrka Setja sandinn í hæfileg plastílát, t.d. undan LGG eða hálfslítra flöskur, loka vel og búa þannig til hristur Hljóðfærin skreytt með því að mála þau að vild. Þegar hljóðfærin eru tilbúin kemur hljómsveitin saman og spilar og allir syngja með Kjærran. Vefslóð: m 30

31 Fjöruferð Kynnist fjörunni Læri að ganga vel um fjöruna Ræða við nemendur hvað sé í fjörunni Skoða bækur um fjöruna Farið í fjöruferð við Kópnes Leitað að fjársjóði finnum við einhver dýr,skeljar eða bara rusl? Teikna í sandinn Byggja sandkastala Búa til myndir í sandinn með því að raða steinum Fara í leiki í fjörunni t.d. að fleyta kerlingar eða að láta ölduna elta sig Taka ljósmyndir af listaverkunum Setja ruslið í ruslagám Prenta út ljósmyndir úr ferðinni Hengja ljósmyndirnar upp til sýnis Mynd 11.Fjöruferð (Leikskólinn Lækjarbrekka) 31

32 Bátarnir í höfninni Kynnist bátunum Kynnist undirstöðuatvinnuveginum sjósókn Skoða myndir af bátum Ræða um báta Ræða um sjóinn Ræða um fiska Fara að smábátahöfninni til að skoða bátana Teikna bátana Hvað heita hlutirnir á bátnum? Hvar eru t.d. skutur og stefni? Fara í beitningaskúrana til að fræðast um veiðarfærið línu Heimsækja fiskmarkaðinn til að fræðast um hvað verður um aflann Búa til plaköt með myndunum af bátunum Setja annan fróðleik sem safnað var á plakatið Halda sýningu Mynd 12. Bátarnir í höfninni. (Leikskólinn Lækjarbrekka) 32

33 Hús með mismunandi hlutverk Átti sig á mismunandi hlutverkum húsa (íbúðarhús, fyrirtæki) Læri að þekkja helstu stofnanir og fyrirtæki á Hólmavík Átti sig á hvað er gert í hverri stofnun eða fyrirtæki Rætt er við nemendur hvaða hús þeir þekkja Hvað er gert í hverju húsi, t.d. sjúkrahús, kirkja, beitningaskúrar Eitt fyrirtæki eða stofnun er tekið fyrir í einu og skoðað nánar Húsin næst leikskólanum skoðuð og hvaða hlutverki þau gegna t.d. Café Riis og Galdrasafnið Húsin teiknuð Farið í heimsókn til að kynnast hvað gert er í húsinu Teiknaðar myndir sem lýsa starfseminni Búið til plakat með myndum af húsinu og myndum af starfseminni Fleiri upplýsingar sem nemendur vilja hafa Sýning fyrir foreldra og aðra gesti á vinnunni Selásskóli. Vefslóð: hverfismennt/html/utik-verkefni-f-1- bekk/hus-med-mism-hlutverk.htm Mynd 13.Café Riis (strandir.is) Mynd 14. Galdrasafnið (strandir.is) 33

34 Sveitaferð Kynnist sauðburði Farið í heimsókn á sveitabæ Lömbin skoðuð og fjárhúsin Rætt við nemendur um lömbin sem eru að fæðast á þessum tíma Teikna eða mála það sem fyrir augu bar í ferðinni Mynd 15.Sveitaferð (Leikskólinn Lækjarbrekka) 34

35 Heimsókn í Sauðfjársetrið Kynnist íslensku sauðkindinni Kynnist afurðum sauðkindarinnar Rætt við nemendur um sveitaferðina um vorið þegar lömbin voru skoðuð Rætt við nemendur hvað við fáum frá kindinni Læra og syngja vísuna: Nú skal syngja um lömbin Sem jarma sætt og blítt Þau gefa okkur ullina Svo okkur verði hlýtt Ull, ull, ull, ull, ull Me, me, me,... Farið með skólabílnum að Sævangi Sauðfjársetrið er skoðað með leiðsögn safnvarðar Nemendur teikna myndir af því sem vakti athygli í ferðinni í Sauðfjársetrið Búa til kindur úr ullarflóka Sett upp sýning á verkum nemenda Foreldrar hvattir til að fara með börn sín í réttir til að sjá féð þegar það kemur af fjalli. 35

36 Vorverkin í garðinum Kynnist matjurtarækt Læri að maðurinn er háður jörðinni Rætt við nemendur hvort þeir viti hvaðan við fáum kartöflurnar og grænmetið sem við borðum Útskýrt fyrir nemendum að nú sé kominn tími til að stinga upp matjurtagarðinn Náð í skóflur Nemendur hjálpast að við að stinga upp garðinn (ásamt kennara) Settar niður kartöflur og fræ Dúkur breiddur yfir og grjóti raðað á kantana á dúknum svo hann fjúki ekki Brýnt fyrir nemendum að ekki megi ganga yfir garðinn Fylgst með þegar grösin koma upp að ekki sé of strekkt á dúknum og slakað á dúknum eftir þörfum Reyta illgresi eftir þörfum Beðið eftir uppskerutíma Mynd 16.Settar niður kartöflur (Leikskólinn Lækjarbrekka) 36

37 Haustverkin í garðinum Kynnist matjurtarækt og hvernig verkefnin breytast er líður nær hausti Átti sig á að maðurinn er háður jörðinni Rætt við nemendur hvort þeir muni hvaðan við fáum kartöflurnar og grænmetið sem við borðum Rifjað upp þegar kartöflurnar voru settar niður um vorið Útskýrt fyrir nemendum að nú sé kominn tími til að taka upp úr matjurtagarðinum Náð er í stungugaffal Nemendur hjálpast að við að taka upp úr garðinum (ásamt kennara) Kartöflunum komið í geymslu Nemendur fá að borða uppskeruna Mynd 17.Teknar upp kartöflur (Leikskólinn Lækjarbrekka) Mynd 18. Kartöflur (Leikskólinn Lækjarbrekka) 37

38 Smádýr Kynnist nokkrum algengum smádýrum Læri að veiða smádýr án þess að skaða þau Þjálfist í að telja Nemendur eru spurðir hvort þeir hafi fangað smádýr Nemendur búa til kartöflugildrur Nemendur búa til hlaupabraut sem er höfð kringlótt og hvít að lit. Í miðjuna er svartur hringur 6-7 cm í þvermál, byrjunarreitur. Við ytri brún er rauð rönd 1-2 cm breið, marklína. Farið er út á leikskólalóðina, í Rósulaut eða á annan stað þar sem auðvelt er að nálgast smádýr Kartöflugildrunum komið fyrir Vitjað um gildrurnar eftir 2-5 daga, gildrurnar fjarlægðar, fyllt upp í holurnar og smádýrin sem veiddust sett í plastbakka Dýrin talin í hverri gildru og skoðuð með stækkunargleri Hver nemandi velur sér eitt smádýr og teiknar það Dýrin eru sett á byrjunarreitinn og glas haft yfir svo þau komist ekki í burtu strax Talið eins og í alvöru keppni og glasinu lyft upp Fylgst með hvaða dýr er fyrst að rauðu marklínunni Þegar kapphlaupið er búið og búið að teikna, er öllum smádýrunum sleppt og haldið heim á leið Nørgaard. Vefslóð: Sunna Björg Guðnadóttir og Sofía Jóhannsdóttir. Vefslóð: Verkefni/smadyr_ys.htm Mynd 19. Kartöflugildra. (Wulff) Mynd 20.Hlaupabraut. (Wulff) 38

39 Söfnun fuglafóðurs Kynnist nokkrum smáfuglum Kynnist fæðu, þörfum og lífsbaráttu smáfugla Læri að búa til fuglafóður og fóðra smáfugla Öðlist umhyggju fyrir fuglum og öðrum lífverum Fái jákvætt viðhorf til lífs og umhverfis Nemendur eru spurðir hvort þeir gefi stundum smáfuglunum á veturna? Rætt um smáfugla eins og hver er fæða smáfugla? Hvernig ætli fuglunum gangi að ná sér í fæðu þegar allt er frosið? Hvað gerist ef þeir ná ekki í neina fæðu? Getum við gert eitthvað til að auðvelda fuglunum að lifa af veturinn? Nemendur fá það verkefni að tína ber og safna brauðafgöngum og ávaxtaafgöngum sem til falla í leikskólanum. Farið er í fæðusöfnunarleiðangur um Borgirnar þar sem nemendur tína ber Nemendur koma upp ílátum til að safna í brauðafgöngum Brauðafgangar eru þurrkaðir og muldir niður Safnað eplaafgöngum Nemendur koma afrakstri söfnunarleiðangursins í frysti og geymslu Sunna Björg Guðnadóttir og Sofía Jóhannsdóttir. Vefslóð: Verkefni/fuglafodur_bs.htm 39

40 Vetrarfóðrun smáfugla Kynnist nokkrum smáfuglum sem lifa hérlendis að vetrarlagi Kynnist fæðu, þörfum og lífsbaráttu smáfugla Læri að búa til fuglafóður og fóðra smáfugla Öðlist umhyggju fyrir fuglum og öðrum lífverum Fái jákvætt viðhorf til lífs og umhverfis Vinna og umræður haustsins eru rifjaðar upp Hráefni í fuglafóður er tekið úr geymslu Fuglafóður búið til með hjálp kennara Sjá uppskrift á næstu blaðsíðu Farið með fuglafóðrið upp í Rósulaut og hengt í tréin Farið með fuglafóður á einhvern annan stað Hvar er best að skilja fóðrið eftir svo kettir nái ekki fuglunum á meðan þeir eru að éta? Fylgst með fuglunum í ró og næði Nemendur fylgjast áfram með smáfuglunum Gefa þeim reglulega, sérstaklega ef kalt er í veðri Sunna Björg Guðnadóttir og Sofía Jóhannsdóttir. Vefslóð: Verkefni/fuglafodur_bs.htm 40

41 Fóðurkökur Útbúnaður: Pottur Ósöltuð feiti (til dæmis tólg) Mismunandi hráefni (fylling) Lítil kökuform eða o spotti o stór hneta o jógúrtdolla. Aðferð: Bræðið feitina í potti. Blandið út í hana viðeigandi hráefni (til dæmis fræjum, berjum, eplum, brauð- og kökumylsnu fer eftir tegund fugla). Hellið fyllingunni ofan í formin og látið hana storkna á köldum stað. Þegar fyllingin er orðin stíf er hún tekin úr formunum o Bindið stóru hnetuna í endann á spottanum og setjið ofan í jógúrtdolluna o Stífið spottann, þannig að hann liggi beint upp úr miðri dollunni, með því að binda hann í eitthvað sem er beint fyrir ofan dolluna o Hellið fyllingunni í jógúrtdolluna og látið hana storkna á köldum stað o Þegar fyllingin er orðin stíf er dollan tekin utan af o Einnig má nota hringlaga formkökuform með gati til að setja fyllinguna í Fóðrun fuglanna: Kökurnar bornar fyrir fuglana Hægt að dreifa kökunum á jörðina Hægt að koma kökunum fyrir í fuglaskýlum og brettum o Kjörið að hengja búðinginn upp í tré Bjóða fuglunum að gjöra svo vel Sunna Björg Guðnadóttir og Sofía Jóhannsdóttir. Vefslóð: Fylgiskjol/fuglafodur_fylgisk.htm 41

42 Fylgst með vorinu Átti sig á breytingum í náttúrunni Átti sig á að tré og plöntur eru lifandi Hlusta á Vorið úr Árstíðunum eftir Antonio Vivaldi Lesa bókina Vor eftir Josep MaParramón eða aðra bók um vorið Ræða við nemendur um vorið Ræða við nemendur hvernig tré og gróður breytist þegar allt lifnar við eftir vetrardvalann Útskýrt er fyrir nemendum að þeir eigi að finna sér stað til að fylgjast með Farið í gönguferð til að velja stað Staðurinn er afmarkaður með steinum Nemendur fá blað (sjá næstu blaðsíðu) til að skrá niður þegar þeir finna blóm Farið er einu sinni í viku á staðinn og skráð hvort það eru einhver blóm Blómabók höfð með til að geta flett upp hvað blómið heitir Kennari aðstoðar við að skrá nafnið Nemandinn skráir litinn á blóminu með því að lita með sama lit Eftir að hafa skráð niður í nokkrar vikur bera nemendur saman niðurstöðurnar Voru fjólublá blóm hjá öllum eða gul? Er einhver litur meira áberandi en annar? Í stað þess að fylgjast með blómum má fylgjast með trjánum eða hvenær heyrist í farfuglum Bendix. Vefslóð: m=17&a=

43 Tafla 1: Fylgst með vorinu Mánuður Maí Maí Maí Júní Júní Júní Vikan Blómaheiti Litur Litur Litur Litur Litur Litur * * * * * * * * * * * * * 43

44 Að eiga tré eða landskika að vini Greini árstíðarbundnar breytingar í náttúrunni Rætt við nemendur hvort þeir viti hvað gerist í náttúrunni á hverjum árstíma. Nemendum sagt að þeir eigi að velja sér tré eða smá blett sem þeir eigi að teikna og taka ljósmyndir af reglulega allt árið. Hver nemandi velur sér tré og rannsakar það Hver nemandi velur sér skika, um einn fermetra ef hann vill það frekar Nemandi fylgjist með tréinu eða skikanum Hvenær er snjór og hvenær ekki? Hvaða dýr búa þar? Hvenær finnst fyrsta laufblaðið eða fyrsta græna stráið þar á vorin? Hvernig breytist tréið eða skikinn yfir árið? Tréið eða skikinn er teiknað eða ljósmyndað nokkrum sinnum á ári Búið til plakat með ljósmyndunum og teikningunum eftir árið Skráð á plakatið hvaða dýr fundust og á hvaða tíma Hvenær var snjór Hvenær fannst fyrsta laufið eða fyrsta græna stráið Kjærran. Vefslóð: mpel2.htm Selásskóli. Vefslóð: hverfismennt/html/utik-verkefni-f-1- bekk/ad-eiga-tre-og-landskika%20advini.htm 44

45 Heimildaskrá Bendix, Malene. Skoven i skolen. Vefslóð: [Sótt 21.febrúar 2009]. Jordet, Arne Nikolaisen Nærmiljøet som klasserom. Uteskole i teori og praksis. Cappelen Akademisk Forlag, Oslo. Kildall, Jørn. Skoven i skolen. Vefslóð: [Sótt 21.febrúar 2009]. Kjærran, Per. Vefslóð: [Sótt 21.febrúar 2009]. Leikskólinn Lækjarbrekka. Vefslóð: [Sótt 21. febrúar 2009]. Melander, Karen Fly. Skoven i skolen. Vefslóðir: [Sótt 21.febrúar 2009]. Náttúruskóli Reykjavíkur. Vefslóð: [Sótt 21. febráuar 2009]. Nørgaard, Keld. Skoven i skolen.vefslóð: [Sótt 21. febrúar 2009]. Rogaland Friluftsliv. Vefslóð: [Sótt 28.febrúar 2009]. Selásskóli. Vefslóð: [Sótt 16. janúar 2009]. Skoven i Skolen. Vefslóð: [Sótt 21.febrúar 2009]. strandir.is. Vefslóð: [Sótt 21. febrúar 2009]. Sunna Björg Guðnadóttir og Sofía Jóhannsdóttir Útikennsla í Norðlingaholti. Vefslóð: [Sótt 21. febrúar 2009]. Wulff, Eva. Skoven i skolen. Vefslóð: [Sótt 21. febrúar 2009]. 45

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Danmörk haustið 2005 Efnisyfirlit: Inngangur:... 3 Valby Börneasyl / Valby... 5 Dosseringens Vuggestue... 8 Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Skovbörnehave Mariehönen / Virum... 17 Dyreskov Skovbörnehave...

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Sådan A. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan A.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan A Efnisyfirlit Kynning 3 Tafla 4 Jeg og min familie 5 Postkort fra Island 6 Mad 8 Kalender 9 Min fødselsdag 11 Jul i Danmark 12 Regning-

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Krullufréttir desember 2007: Áramótamótið: Þrettán mættu til leiks

Krullufréttir desember 2007: Áramótamótið: Þrettán mættu til leiks Krullufréttir 2007 31. desember 2007: Áramótamótið: Þrettán mættu til leiks Þátttaka í hinu árlega áramótamóti var óvenju lítil þetta árið en mótið fór fram föstudagskvöldið 28. desember. Fjögur lið tóku

Læs mere

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG GLEYM - MÉR - EI ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG Að missa eftir 22. viku meðgöngu Þegar gleðin breytist í sorg Að missa á meðgöngu Útgefandi: LÍF styrktarfélag 1. útgáfa 2012 Efnisyfirlit Inngangur Tilfinningar

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere