Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7"

Transkript

1 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía Myndabækur Upphaf myndabók Myndabókin og samspil mynda og texta Greinargerð og kennsluverkefni Á milli tveggja heima Sagan í kennslu Kennsluverkefni...15 Lokaorð

2 Ágrip Það er frábær skemmtun og forréttindi að skrifa sögur fyrir þá sem vilja á þær heyra. Ég vil koma þökkum til dóttur minnar Júlíu. Hún myndskreytti bókina aðeins 9 ára gömul, og henni tókst vel til. Þar sem sagan höfðar frekar til yngstu kynslóðarinnar hafa fallegar myndir mikið að segja. Einnig vil ég þakka öllum sem hvöttu mig og veittu mér aðstoð við skrif á þessari sögu. Þórður Helgason verður sérstaklega nefndur hér því án hans hefði ég ekki komið þessu í verk. 2

3 Inngangur Barnabækur eru krydd í tilveruna og mikilvægar okkur öllum. Þær tengjast fortíðinni, nútíðinni og framtíðinni og eru skrifaðar fyrir börnin okkar. Í þessari greinargerð mun ég fjalla almennt um barnabókmenntir, bókina mína, Á milli tveggja heima, og kennsluverkefni sem hægt er að nýta með bókinni. Bókin fjallar um litla álfastelpu og fjölskyldu hennar. Álfastelpan myndar tengsl við litla stúlku úr mannheimi sem leiðir til vináttu. Myndirnar í bókinni teiknaði dóttir mín og þær gera söguna lifandi og skemmtilegri. Það er hægt að vinna alls konar verkefni með sögu sem þessa. Ég bjó til kennsluverkefni sem hentar 9 ára börnum. Kennsluverkefnið er margbreytilegt og tengist þáttum aðalnámskrár grunnskóla og vináttu sem er stór og mikilvægur tilfinningaþáttur í lífi skólabarna. Að mínu mati hefur sagan mín að geyma boðskap sem er heilnæmur og á heima í heimi vandaðra íslenskra barnabókmennta. 3

4 1. Fræðileg umfjöllun 1.1 Barnabókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir greinir frá því að fyrsta íslenska barnabókin hafi verið skrifuð árið Bókin heitir Barnaljóð og er skrifuð af séra Vigfúsi Jónssyni. Bókin var gefin út sérstaklega handa íslenskum börnum og inniheldur ljóð sem Vigfús orti til dóttur sinnar árið Silja bendir jafnframt á að það sé ekki til eindregið upphaf að heilli bókmenntagrein en þess má geta að það eru ekki allir sammála því. Það getur verið persónubundið hvað telst til barnabókmennta og því eldri bókmenntir þeim mun erfiðara er að greina slíkt. Bókin Barnaljóð er án mynda og prentuð með gotnesku smáletri. Það bendir ekki margt til þess að um barnabók sé að ræða nema titillinn og að það er verið að ávarpa barn í bókinni. Textinn er gamaldags og hvetur til þess að rækta trú og sýna hyggindi. Það má einnig taka fram að í kvæðinu er ákveðin bjartsýni, barnavinsamleg og ókynbundin uppeldisstefna sem á ekki við um margar barnabækur sem komu á eftir (Silja Aðalsteinsdóttir 2005:9). Á 19. öld voru barnabækur oftast þýðingar eða stælingar á ritum erlendis frá og eftir því sem Silja segir þá þóttu flestar þessar bækur leiðinlegar og siðavandar. Hún tekur fram í grein sinni að um eina undantekningu sé að ræða og það séu sögurnar sem Jónas okkar Hallgrímsson skrifaði með H.C. Andersen að fyrirmynd og birtust í Fjölni árið Þetta voru sögurnar Fífill og hunangsfluga og Leggur og skel. Árið 1907 kom út bók sem heitir Bernskan og er talin fyrsta frumlega íslenska barnabókin. Sögunum í bókinni er lýst sem barnslegum, kímnum og einlægum með hnitmiðuðum texta. Sögurnar hafa elst mjög vel enda skrifaðar á einföldu en góðu máli (Silja Aðalsteinsdóttir 2005:11). Í bókinni íslenskar barnabækur eftir Silju kemur fram að barnabókmenntir fylgja þróun og sögu samfélagsins. Það má lesa margt úr bókmenntum barna, til að mynda tímaskeið og pólitískar hugmyndir höfunda. Stöðu barna og uppeldi þeirra má þó fyrst og fremst sjá í skrifum barnabóka en atvinnuhættir, stéttamunur, afstaða til annarra þjóða, staða kvenna og fleiri þættir koma líka fram (Silja Aðalsteinsdóttir 1981:15). 4

5 1. 2 Þjóðsögur og ævintýri Þjóðsögur og ævintýri eru heiti sem við höfum notað í gegnum tíðina um orðlistarverk sem menntaðir menn söfnuðu hjá alþýðu nítjándu aldar. Þessa aðferð má rekja til Þýskalands og er Jakob Grimm ( ) talinn einn sá fremsti á þessu sviði. Hann gaf út Grimms ævintýri ásamt bróður sínum Wilhelm ( ) árin Jón Árnason myndi teljast framarlega á þessu sviði hér á landi og þó víðar væri leitað. Hann tók saman safn (Íslenzkar þjóðsögur og Ævintýri) og gaf það út í tveimur bindum árið 1862 og 1864 í Leipzig. Safnið er talið vera langt á undan öðrum íslenskum þjóðfræðisöfnum og hafði safnið mikil áhrif á þá sem komu á eftir Jóni, t.a.m. fengu þeir ákveðnar hugmyndir um hvaða efni hentaði og hvernig ætti að vinna og stílfæra efnið. Þjóðsögur Jóns Árnasonar hafa myndað kjölfestu í útgáfum alla 20. öldina og eru kunnar flestum landsmönnum (Íslensk bókmenntasaga III 1996:409 og 428). Í fyrsta bindi Jóns setur hann landvætti eins og álfa og tröll í flokka. Í greininni um álfa skrifar hann um álfatrú, útlit þeirra, hegðun og segir skemmtilega frá því af hverju álfar vilja fremur láta kalla sig huldufólk. Jón gefur álfum eða huldufólki skemmtilega manneskjulega lýsingu en vill meina að líkamar þeirra séu veikari með mýkri húð og minni bein en menn (Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I 2003:3-4). Það er talað um að fyrstu álfasögurnar, sem komu upp á yfirborðið, hafi verið tvær, og rekja þær báðar uppruna huldufólks. Fyrri sagan segir að huldufólkið sé komið frá Evu og óhreinu börnunum hennar. Seinni sagan segir að huldufólkið eigi ættir að rekja til engla guðs sem voru báðum megin við borðið, þ.e.a.s. tóku enga afstöðu þegar djöfullinn gerði uppreisn á heimili þeirra. Það eru til álfasögur þar sem álfar hafa fengið mannlega hjálp og mennirnir fengið það ríkulega launað en það hefur líka snúist við; álfar hafa orðið mjög reiðir og hefnigjarnir þegar hlutirnir hafa ekki gengið eins og þeir vildu. Álfar geta gert mönnum mein af ýmsum ástæðum og stundum af engum ástæðum. En almennt boða álfasögur hjálpsemi og greiðvikni við ókunnuga. Álfar birtast mönnum í svefni sem vöku og koma menn sér saman um að oftast sé klæðnaður þeirra litskrúðugur. Sögurnar fjalla oft um drauma mannkynsins, um falleg föt, hluti og betra líf. Það er oftast ákveðinn siðaboðskapur sem á að vera fólki til eftirbreytni. Einstaka álfasögur hafa ákveðið gildi fyrir uppeldi, t.d. að kenna börnum góða siði og hlýðni, jafnvel þó að 5

6 enginn sjái til (Íslensk bókmenntasaga III 1996: ). Jón Árnason greinir frá því að hugtakið tröll tákni allar verur sem eru meiri en menn og eru meira eða minna verri séð en draugar og galdramenn. Tröll er ekki eina hugtakið um þessar landvættir, t.a.m. er stundum notuð orðin jötnar, bergbúar, þussar, risar, skessur, gýgjur eða flögð. Tröllum er lýst sem heimskum, gráðugum, hamslausum, grimmum, mannætum og oftast talin meiri og sterkari en menn. Það á samt ekki alltaf við því í sumum þjóðsögum má finna tröll sem vita margt sem menn vita ekki, og sum eru góðviljuð, göfuglynd og traust. Tröll hefna sín ef þau reiðast en þakka fyrir og launa vel ef vel er gert við þau. Það má einnig geta þess að í mörgum sögum leita tröll samfara við mennska menn og hafa í þeim tilfellum heillað til sín menn og konur. Jón skrifar einnig um tegundir trölla, t.d. nátttröll sem þola ekki sólarljósið og verða að steini ef geisli sólarinnar nær til þeirra (Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I 2003: ). Trúin á tröll er gömul í landinu og barst með landnámsmönnum frá Noregi þar sem keimlíkar sögur eru sagðar af fjallabúum. Þjóðsögur af tröllum hafa gefið dröngum og klettum líf og breyst í landvætti óbyggðanna sem menn hræðast oft á tíðum þegar þeir leggja leið sína þar um. Það gætir líka draumsýni hjá tröllum og mönnum líkt og hjá álfum og huldufólki. Sumir verða gæfumenn sem eiga samskipti við tröll en til þess þurfa þeir í vissum aðstæðum að sýna hugrekki, sjálfstæði og drengskap þegar flestir myndu leggja árar í bát í baráttu við hið óþekkta (Íslensk bókmenntasaga III 1996:439 og 448). Ein höfuðgrein munnmælasagna eru ævintýrin. Þau gerast í öðrum heimi og oftast er um að ræða kóng og drottningu og karl og kerlingu. Ævintýri eru mjög ólík íslenskum veruleika en hafa jafnan verið sögð til skemmtunar. Í okkar samfélagi hafa útgefin ævintýri orðið vinsæl og oftar en ekki hefur þeim verið snúið í barnaleikrit. Rússinn Vladimír Propp ( ) og fleiri bókmenntafræðingar hafa greint orðasambönd í ævintýrum sem eru fastmótuð og hafa frásagnarmunstur. Í ævintýrum vilja þeir meina að það sé sífellt verið að setja saman nýjar sögur úr eldra efni og það má setja niður í frásagnarliði og formúlur. Í því sambandi má nefna ill og góð öfl, afbrýðisemi og öfundsýki. Persónur, sem iðka fallegu og góðu dyggðirnar, sigra í sögulokin, galdra, álög og illþýði. Ævintýri eru ekki bundin nákvæmri tímasetningu eða staðsetningu og í þeim er ekki reynt að telja neinum trú um að sagan gerist í heimi okkar. Hlustendur eða lesendur eru hrifnir 6

7 með góðri sagnarlist, hæfilegri spennu, óvæntum atburðum og loforði um góðan endi. Fram kemur í íslenskri bókmenntasögu að ævintýri teljist þroskaðri frásagnir en aðrar þjóðsögur. Ævintýri hafa að geyma listblæ munnlegra frásagna sem komu frá alþýðunni og sagnamenn gerðu að sinni ritlist löngu seinna. Nú um skeið hefur verið hægt að hljóðrita ævintýri sem eru fastmótuð beint af vörum þess sem segir það. Ævintýrin má rekja langt aftur til fortíðar og þó þau séu barnaleg og frumstæð er mikilvægt að muna að fá sagnarlistaverk hafa lifað jafn vel og lengi á vörum alþýðunnar eins og ævintýrin (Íslensk bókmenntasaga III 1996:484,485,490). 1.3 Fantasía Börn hafa oftast gaman af fantasíum, spennandi, skemmtilegum ævintýrum, bókum eins og Dvergasteinn (1991), Álagaeldur (1993) Brúin yfir Dimmu (2000) og Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó (1998). Þetta eru allt bækur sem hafa vakið forvitni barna.(íslensk bókmenntasaga III 1996:341) Fantasíubókmenntir fanga barnslegt skopskyn og það eru til margar fantasíubækur sem hafa engan annan tilgang en að skemmta þó að oftast sé einhver boðskapur sem má taka lærdóm af. Fantasíubækur fjalla mjög oft um leyndardómsfullt land sem betra er að búa í en okkar eigin eins og t.d. Narnía og Pétur Pan býður Vöndu og bræðrum hennar í heimsókn til Hvergilands. Það má líka nefna dæmi um fantasíu sem fer ekkert út fyrir heimilið. Kalli á þakinu er vinur sem gerir sig heimkominn á heimili lítils drengs. Hann virðist í fyrstu vera ósýnilegur öllum nema drengnum en svo kemur annað á daginn. Kalli vinnur alls konar prakkarastrik á heimili drengsins sem skapar skemmtilega spennu í sögunni (Cramer 1973:105). Í fantasíum eða nútímaævintýrum er hugmyndafluginu leyft að flæða og farið er út fyrir raunveruleikann með ákveðið markmið í huga. Veruleikinn er samt sem áður bundinn ævintýrinu þar sem höfundur stýrir sögunni. Góð fantasía þarf að koma huga lesandans á flug og það skiptir ekki máli hversu hátt hugurinn flýgur því sagan er jarðföst í raunveruleikanum. Fantasíubók lýsir heimi furðuvera með endurteknum viðmiðum við raunveruleikann. Ef ekki er jarðsamband á milli fantasíanna og raunveruleikans myndast gjá á milli og fantasían verður frekar hluti af ímyndunarveiki en ímyndunarafli. Silja telur að lærdómsrík fantasía sé sú sem leiðir okkur að samsvörun í 7

8 veruleikanum og með því sjáum við hann í öðru ljósi. Hún bendir á dæmi um Bangsímon eftir A.A. Milne (Winnie the Poo, frá 1926) þar sem aðalhetjurnar eru leikföng í eigu lítils drengs. Leikföngin lifna við og tala eins og gengur og gerist oft í barnabókum. Leikföngin eru öll dýr og hafa öll ólíka persónuleika en það má rekja þá til eðlisþátta drengsins sem á þau. Drengurinn losnar t.d. við fýlu, feimni, ótta og roluhátt til þeirra. En sagan er sálfræðileg barnasaga sem hefur að geyma mikla tilfinningadýpt þótt hún sé fyrst og fremst fyndin og skemmtileg. Í þessu ævintýri er unnið út frá raunveruleikanum og sýnt hvernig má breyta honum. Fantasíuævintýri byggja á dagdraumum, lífsblekkingu og veruleikaflótta (Silja Aðalsteinsdóttir 1981: ). Norskir höfundar bókarinnar Den Fantastiske barnelitteraturen halda því fram að fantasíubókmenntir innihaldi leik og blekkingar. Þeir telja að lesendur þekki leikreglurnar og taki því fullan þátt í heimi fantasíunnar. Lesendur, sem þekkja ekki reglurnar eða eru ekki móttækilegir fyrir leiknum sem fantasíubókmenntir bjóða upp á, munu á endanum hræðast eða hafna frásögninni. Það fyrsta, sem lesandi lærir, hvort sem hann er barn eða fullorðinn, er að hafa ánægju og spennu af því að hverfa inn í heim þar sem óraunverulegir og ótrúlegir hlutir gerast, en vera samt meðvitaður innst inni um að þetta sé skáldskapur (Jenssen 1982:22-23). 2 Myndabækur 2.1 Upphaf myndabóka Íslenska barnabókin Myndabók handa börnum er fyrsta barnabókin sem hafði myndirnar í fyrirrúmi. Bókin kom fyrst út 1853 og var gefin út aftur Bókin er mjög lítil og inniheldur 30 frásagnir. Það er mynd á hverri opnu en textinn er hægra megin. Það eru fjölbreyttar og fræðilegar frásagnir. Í kverinu eða bókinni er sagt frá dýrum úr hinum framandi heimi, dönskum bændum, frásögnum úr Biblíunni og þekktum byggingum. Bókin er þýdd og útgefandi, sem heitir Egill Jónsson, skrifar til lesanda í þeirri von að myndirnar eigi eftir að kveikja lestraráhuga, fræða og skemmta. Margrét Tryggvadóttir telur að Guðmundur Thorsteinsson ( ) sé fyrsti eiginlegi íslenski myndabókahöfundurinn. Hann skilur eftir sig fjölda listaverka, teikninga við 8

9 þjóðsögur, þrjú útgefin verk, og verk sem ekki hafa verið gefin út. Verkin, sem voru gefin út, eru Þulur Theodóru Thoroddsen sem kom út árið 1916 og er verkið hennar myndskreytt eftir Guðmund eða Mugg eins og hann var kallaður. Það voru gefnar út tvær bækur í viðbót sem eru nær því að vera hreinar myndabækur. Þetta eru bækurnar Negrastrákarnir tíu og Sagan um Dimmalimm. Margrét telur að ein mesta perla barnabóka á Íslandi sé Sagan um Dimmalimm. Í henni eru alls sex opnur en hægri síðan er myndskreytt með fallegum vatnslitamyndum og textinn er vinstra megin. Margrét segir að Dimmalimm sé frumkvöðlaverk í íslenskri myndabókaútgáfu. Samspil myndanna og textans þarf að vera mjög gott sem og útlit bókarinnar. Myndirnar sýna Dimmalimm snúa til hægri, þ.e. í átt að næstu síðu sem ýtir undir þörf lesandans til að fletta. Með þessu móti er listamaðurinn að skapa vissa spennu í gegnum myndirnar. Þegar sagan er á enda er hægri síðan auð og það gefur lesanda til kynna að það sé komið að sögulokum. Á lokasíðunni er kvæðið um Dimmalimm og lítil mynd við það. Dimmalimm var um tíma gefin út í bók þar sem myndir og texti eru aðskilin og Margrét fullyrðir að slík uppsetning eyðileggi samspil texta og mynda (Margrét Tryggvadóttir 2005:38-40). 2.2 Myndabókin og samspil mynda og texta Myndabókin er tiltölulega ný bókmenntagrein og hefur tekið miklum framförum samhliða tækninni í prentiðnaðinum. Það má segja að myndabókin sé afkomandi myndskreyttra barnabóka síðustu aldar. Myndabókin er sú bókmenntagrein sem hefur aðeins orðið til útfrá barnabókum og því má segja að barnabækur hafa bætt myndabókinni við flóru bókmenntanna. Það eru margir á því að barnabækur séu form sem teljist til einfaldasta forms bókmennta. Ástæða þess er að textinn er oftast einfaldur og stuttur en þó á þetta aðeins við um barnabækur sem ætlaðar eru yngstu kynslóðinni og þær bækur kallast gjarnan bendibækur. Bendibækur eru án söguþráðar og stundum eru í þeim einungis myndir. Í myndskreyttum barnabókum, þar sem höfundar höfða til eldri barna, eiga bækurnar langt í land með að vera kallaðar einfaldar. Eins og Margrét bendir glögglega á þá eru góðar bækur skrifaðar fyrir börn sem ekki geta lesið en þær gera hins vegar ráð fyrir tveimur lesendum, þ.e. þeim sem les og þeim sem lesið er fyrir. Ef við skoðum barnabókmenntir 9

10 út frá þessu þá tengjast góðar myndabækur bókmenntum fullorðinna. Margrét segir einnig að bækur, sem eru aðeins ætlaðar barninu, verði oft útundan þar sem hinn fullorðni forðast að lesa þær af þeirri ástæðu að honum þykir þær leiðinlegar. Myndabækur hafa alltaf tvær raddir og stundum fleiri. Myndirnar hafa eina rödd og textinn aðra. Það er aldrei hægt að hafa myndirnar og textann algjörlega samsíða því myndirnar sýna aðeins frá augnabliki eða atburði sem gerist í sögunni. Það þarf þó alltaf að vera samræmi á milli texta og mynda. Það er ekki gott ef talað er um ljósa lokka en persónan er með dökkt slétt hár á myndinni. Ef myndabók er skrifuð á þann hátt að í henni eru tvær frásagnir, þ.e. texti og myndir, myndast heild sem skapar væntingar hjá þeim sem les. Ef tveir eða þrír aðtburðir eiga að gerast samtímis í sögu verður höfundur að ákveða frá hverju hann segir fyrst því textinn segir aðeins frá einu í einu. Margrét tekur gott dæmi í grein sinni þar sem hún leggur til að við hugsum okkur dreng sem er að kjassa hund og báðir geta fundið samtímis fyrir vellíðan. Drengurinn hlær og hundurinn dillar rófunni. Þetta samspil er mjög erfitt að sýna í einu atviki. Þetta verður ferli en ekki eitt augnablik. En oft má skoða myndirnar áður en textinn er lesinn eða öfugt. Margrét bendir á að það sé oftar en ekki þannig að myndir í barnabókum þrengi frásögnina og að höfundur myndanna noti einfalda túlkun. Hún vill meina að listfengi bóka eigi að byggjast á frumlegum hugmyndum og að myndahöfundur eigi að setja persónulegan stíl og tilfinningu í verkið. Ef hann gerir það ekki segir Margrét að textinn sé betur settur einn og sér fremur en með myndum sem ekki uppfylla fyrirgreind skilyrði. Hún tekur dæmi um endurútgefin ævintýri og telur að myndirnar séu klisjukenndar og ekkert nýtt bætist við ævintýrið. Myndabækur eiga að vera miðill fyrir tjáningu en þær eiga ekki að vera samtíningur fallegra mynda. Til að gera hrífandi og góða myndabók þurfa myndirnar að vera í samræmi við lengd textans. Ef myndirnar eru einfaldar getur textinn verið stuttur en myndirnar geta þó alveg verið flóknar; verkið verður alls ekki verra fyrir það. En langur texti kallar á margbrotnari myndir. Margrét bendir á að ef barn hefur lokið við að skoða myndirnar áður en búið er að lesa textann á síðunni, vill það fletta yfir á næstu síðu og sjá myndirnar þar (Margrét Tryggvadóttir 2005: , ). 10

11 3 Greinargerð og kennsluverkefni 3.1 Á milli tveggja heima Þessi saga fjallar um álfa og menn. Þó sagan sé að mestu leyti um álfa þá tengist hún inn í mannheiminn líka. Þetta er fyrri bókin af tveimur og er góð kynning á upphafi góðrar vináttu álfs og mennskrar stúlku. Þetta er nútímaævintýri þar sem hugmyndaflugið fær jarðsamband við það sem er veraldlegt. Sagan er skrifuð í fyrstu persónu og það er lítil húsálfastúlka sem ljær okkur rödd sína. Hún ber nafnið Eik og er sjö ára álfur sem býr með fjölskyldu sinni í húsi hjá mannfólki. Eik segir frá hversu ólíkir húsálfar og menn eru en þegar upp er staðið eru álfar og menn kannski ekki svo ólíkir. Af óviðráðanlegum ástæðum þurfa húsálfarnir að fara aðeins fyrr til síns heima en til stóð og þá fáum við góða mynd af lífi álfanna. Álfarnir í þessari sögu líkjast ekki huldufólki eins og því er lýst í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þeir minna fremur á lítil, krúttleg tröll en huldufólk sem er lýst hávöxnu og fíngerðu í safni Jóns. Til að flétta enn frekari fantasíu í söguna og gera hana meira spennandi þá kemur álfasteinn inn í söguna. Hann þjónar þeim tilgangi að mynda vinatengsl milli Eikar og Júlíu sem er elsta mennska barnið í sögunni. Einnig gerist óhapp sem er ris sögunnar og leiðir einnig til að vinátta myndast. Vinátta er nokkuð sem skiptir miklu máli í nútímaþjóðfélagi og vinátta getur myndast á milli allra. Það á ekki að skipta máli hvaðan við komum eða hvernig við lítum út. Í sögunni kemur ýmislegt fram sem höfundur telur gott að komi fram í nútímabarnabókmenntum, t.a.m. eru fjöskyldutengslin sterk í sögunni og afi og amma eiga sinn þátt í sögunni líka. Það er mikilvægt að afi og amma detti ekki út í sögum fyrir börn. Afi og amma eru okkur öllum mikilvæg en þau vilja oft gleymast í daglegu amstri. Í sögunni leikur afinn stórt hlutverk fyrir utan að segja skemmtilegar sögur er hann ekki síður vinur Eikar en afi hennar. Og svo tekur hann á móti litla bróður Eikar sem hann er afar stoltur af. Það að eiga yngri systkini er ekki alltaf auðvelt og það kemur vel fram hvernig sambandið hjá Eik og Örk, sem er litla systir Eikar, er og hvernig það batnar. Sveitin er okkur öllum mikilvæg, þ.e. hreina loftið, fallegu blómin, grasið og fjöllin en með það í huga var höfundur að hugsa um börn framtíðarinnar. Mikilvægi þess 11

12 að börn beri virðingu fyrir umhverfi sínu er þáttur sem höfundur telur gott að gera skil í góðri sögu. 3.2 Sagan í kennslu Sagan er gott námsgagn að mínu mati. Hún kemur inn á marga þætti og gerir nemendum kleift að skoða sjálfa sig sem og annað í kringum sig. Hún kveður einnig á um heilbrigð lífsviðhorf og býður upp á fjölbreytt verkefni. Í aðalnámskránni er komið inn á að námsgögn þurfa að höfða til nemenda, efni þeirra skýrt og skipulega sett fram, vera aðlaðandi og taka mið af reynslu nemenda. Einnig kemur fram að námsgögn eiga að vera vönduð, fjölbreytt, auka þekkingu nemenda, þjálfa þá í fjölbreyttum vinnubrögðum, gefa þeim dýpri skilning á sjálfum sér og því sem er í kringum þá og ýta undir holl lífsviðhorf og heilbrigði (Aðalnámskrá grunnskóla-almennur hluti 1999:33). Þetta verkefni er ætlað í íslenskukennslu og í verkefninu á að vinna með móðurmálið sem er samskiptatæki og notað í hagnýtu og listrænu skyni. Auk þess er verkefninu ætlað að vekja tilfinningar hjá nemendum. Nemendur fá tækifæri á að segja skoðanir sínar hvað verkefni varðar og einnig þurfa þeir að miðla og afla upplýsinga á meðan verkefninu stendur. Með þessu erum við að ýta undir sjálfsöryggi í framsögn og framkomu hjá nemendum sem og að þjálfa þá í samræðum um tiltekin málefni líðandi stundar. Í aðalnámskrá grunnskóla er námi í íslensku skipt í hluta, t.a.m. lestur, hlustun og áhorf, talað mál og framsögn, bókmenntir, ritun og málfræði. Þessir hlutar eiga að tengjst, fléttast og skarast og gefa hver öðrum byr undir segl. Með þessu er átt við að málfræðiog hugtakakerfi bókmenntafræði séu ekki aðalefni í sjálfu sér heldur eru hugtökin kynnt fyrir nemendum, kennd og notuð í sambandi við umræður um ritað og talað mál til að auka skilning á þeim. Í verkefninu er komið inn á lestrarfærni þar sem kennari og nemendur lesa söguna í sameiningu og fara vel í gegnum orð og orðasambönd. Lestrarkunnátta er undirstaða fyrir almenna menntun. Þjálfun í lestri eykur færni, orðaforða, áhuga á enn frekari lestri og nemendur ná betra valdi á málinu. Þáttur eins og talað mál og framsögn er mikilvægur í verkefninu þar sem nemendur þurfa að kynna verkefni sín, niðurstöður, búa til leikþátt eða eitthvað annað 12

13 sem býður upp á að þeir tjái sig upphátt í skólastofunni. Í nútíma þjóðfélagi er áríðandi að taka þátt í umræðum af ólíkum toga. Málið okkar gerir okkur kleift að hafa samskipti og það er mikilvægt að allir geti tjáð skoðanir sínar, hvar sem þeir þurfa, t.a.m. í einkalífi, í félagslífinu, atvinnu eða í námi. Þeir sem fá góða þjálfun í töluðu máli og framsögn eiga auðveldara með að koma upplýsingum, sem varðar fræðslu- og menningarefni, til annarra og hafa samskipti við þá. Við kynningu á verkefnunum þurfa nemendur að hlusta og sýna samnemendum sínum virðingu en það er stór hluti af námsþætti eins og í töluðu máli og framsögn, þ.e. að hlusta. Það að hlusta af athygli og sýna áhuga á því sem aðrir hafa að segja, nema upplýsingar og meta þær á gagnrýnan hátt er stór hluti af menntun og einnig hvað varðar mannleg samskipti. Ritun er einn stærsti þátturinn í verkefninu þar sem nemendur skrifa marga fjölbreytta texta. Það er brýnt að nemendur geti skrifað mismunandi gerðir texta og tjáð sig skriflega, hvort sem um er að ræða í einkalífinu, félagslífinu, námi eða starfi. Einstaklingar, sem ná góðu valdi á fjölbreytileika í rituðu máli, eru líklegir til að ná góðum árangri í að koma menningar- og fræðsluefni til annarra. Í aðalnámskrá grunnskóla má greina ritunarþjálfun í tvo aðalþætti. Í fyrsta lagi atriði sem eru tæknileg, eins og uppsetning, stafsetning og frágangur og í öðru lagi eru það efnisleg atriði sem koma inn á efnistök, góða framsetningu, málsnið og skipulag. Þessir þættir eru allir hafðir til hliðsjónar, bæði við kennslu í verkefninu og þegar kemur að námsmati nemenda. Bókmenntaliðurinn í þessu verkefni þjónar því markmiði að þjálfa nemendur í lestri og stuðlar vonandi að því að nemendur dýpki hugsun sína á sjálfum sér. Sagan á að vera hvatning til nemenda ásamt því að taka þá með sér og leyfa þeim að máta sig við persónurnar í sögunni. Í aðalnámskrá kemur fram að í neðri bekkjum grunnskóla sé æskilegt að málfræðileg hugtök séu kennd með það sem aðalmarkmið að gera nemendum fært að tala um móðurmálið og flétta það leiðbeiningum um málfar og málþjálfun. Námsmatið í þessu verkefni er þríþætt og farið verður eftir ákveðnum matsblöðum við það. Í fyrsta lagi eru nemendur metnir í verkefnunum sem þeir unnu. Fylgst verður meðal annars með virkni þeirra og hegðun og hvernig þeim gengur að vinna með öðrum. Í öðru lagi er vinnan metin og verkefnin sem nemendur vinna í tímunum. 13

14 Í þriðja lagi metur kennari sig sjálfur við okkur. Í lok dags fer kennari í gegnum eigin kennslu og leggur mat á það hvað tókst vel og hvað hefði betur mátt fara og hvers vegna. Kennari skoðar einnig líðan sína eftir tíma dagsins og skoðar hvað hefði betur mátt fara og hvað var gott. Námsmat á að byggjast á stöðugri tilsjón á vinnu nemenda. Matið á að vera í samræmi við markmiðin sem kennari hefur lagt upp með sem og í samræmi við kennsluna sem fram fór. Horfa skal til skilnings- og færnimarkmiða og það er mikilvægt að matið sé greinandi fyrir kennarann svo hann viti hvað honum beri að leggja frekari áherslu á hjá hverjum nemanda fyrir sig. Námsmatið verður einnig að vera lýsandi fyrir nemendurna sem og foreldra (Aðalnámskrá grunnskóla-íslenska 1999:7-15). 14

15 3.3 Kennsluverkefni Í þessu verkefni tökum við fyrir söguna,,á milli tveggja heima. Verkefnið er þemaverkefni og því eru nokkur fjölbreytt verkefni innan þess sem snerta íslensku. Þemað er ætlað nemendum í 4. bekk. Þessi saga á að vera þemað okkar í eina viku og við gerum ráð fyrir fjórum tímum á dag í verkefnið. Í þessari viku er lögð megináhersla á íslensku og allt hvað henni viðkemur. Við ætlum að leggja öllum öðrum kennslubókum og notast einungis við bókina Á milli tveggja heima og að sjálfsögðu hjálpargögn ef nemendur telja sig þurfa þess í sambandi við verkefnin. Mánudagur Fyrsti og annar tími: Við byrjum á að lesa söguna saman og fara í gegnum hana og velta upp spurningum sem kunna að vakna. Nemendur fá það verkefni að semja sögu um vináttu. Síðan koma þeir upp, endursegja og kynna fyrir hinum. Nemendur ráða hvernig þeir útfæra verkefnið, þ.e. hvort þeir noti leikræna tjáningu eða teikna myndir sem fylgja með því sem þeir ætla að segja. Kennarinn á að hvetja til þess að nemendur reyni að vera frumlegir og noti ímyndunaraflið. Eins og áður hefur komið fram er ákveðinn boðskapur í sögunni sem eru um vináttuna sem skiptir okkur flest miklu máli og fylgir okkur öllum í gegnum lífið. Nemendur í 4. bekk eru að uppgötva hvað orðið vinur í rauninni merkir. Allir hafa einhverja sögu að segja sem snertir vináttu og þar sem þetta eru sögur sem snerta oft tilfinningar okkar er gott að vinna með þær í lestrar- ritunar- og tjáningarformi. Í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að æskilegt sé að nemendur fái tækifæri til þess að flytja efni munnlega í ýmsum verkefnum. Nemendur geta notað endursögn, upplestur, söng, leikræna tjáningu, flutt efni sem þeir hafa lært utan að, gert veggspjöld, blöð eða búið til bækur. Einnig kemur fram að hvetja eigi nemendur í 4. bekk til þess að skrifa samfelldan texta. Þetta geta verið textar sem lýsa atburðum eða öðru sem tengist nemandanum, t.d. fjölskyldu, vinum eða einhverju öðru (Aðalnámskrá grunnskólaíslenska 1999:23-24). Þriðji og fjórði tími: Skoðum merkingu orða, hvað þýðir t.d.,,að pára? Getum við séð út einhverja merkingu og getum við dregið einhverja ályktun hvaða orðflokki orðið 15

16 tilheyrir? Búum okkur til tré sem við ætlum að hengja upp í stofunni. Við byrjum á því að skipta bekknum upp í fjögurra manna hópa. Hver hópur fær eina blaðsíðu úr sögunni og á að tína til sagnorð úr kaflanum. Þegar nemendur hafa lokið því hreinskrifa þeir sagnorðin á laufblöð, sem þeir hafa klippt út, og líma á tréð. Það fer eitt sagnorð á eitt laufblað og það má nota sama sagnorðið oftar en einu sinni svo lengi sem það sé ekki eins, t.a.m. fara, fer, fór, og með því læra þau inn á tíðir sagnorða. Hver hópur segir svo frá hve mörg sagnorð þeir fundu, hvernig samvinnan hafi gengið, hvað kom þeim að óvart og hvað hefði mátt gera betur. Markmið aðalnámskrár í íslensku kveða á um að nemendur í 4. bekk geri mun á orðflokkunum nafnorð, sagnorð og lýsingarorð. Það kemur einnig fram að nemendur í 4. bekk eigi að hafa tök á að geta greint nútíð og þátíð sagna (Aðalnámskrá grunnskólaíslenska 1999:41). Þriðjudagur Fyrsti og annar tími: Við ætlum í leik sem felst í því að tveir og tveir vinna saman og þeir eiga að skrifa niður á blað hvað sé ólíkt með þeim. Það getur til dæmis verið tengt útliti eða áhugamáli. Við ætlum að ræða um orðin,,ólík og,,lík. Málum svo myndir tengdar sögunni og berum saman hvað er líkt og ólíkt. Með þessu verkefni er verið að ýta undir ritunarfærni nemenda og þekkingu þeirra á sjálfum sér. Einnig stuðla að tjáningu á eigin tilfinningum og að nemendur geti jafnframt virt tilfinningar annarra, óháð kyni, búsetu, trú, uppruna eða fötlun (Aðalnámskrá grunnskóla-almennur hluti 1999:17). Leikir eru góð leið til þess að örva málþroska og málnotkun. Leikur er nauðsynlegur fyrir vitsmunaþroska barns, þar sem það fær útrás fyrir hluti sem það kannski getur ekki sagt, og félagsþroska þess, þar sem það temur sér ýmsar reglur félagslegrar hegðunar, eins og til dæmis samvinnu, tillitssemi og hálpsemi (Hlín Helga Pálsdóttir 1993:141). Þriðji og fjórði tími: Í þessum tímum ætlum við að búta söguna niður og taka út setningar sem mynda eina heild, þ.e. í réttri tímaröð. Bekknum er skipt upp í tvenndir og þær draga eina til tvær setningar til þess að líma á A2 blað. Nemendur gera svo 16

17 klippimyndir út frá setningunum sem þeir draga. Nemendur kynna síðan myndina sína fyrir hinum í bekknum. Allar myndirnar eru síðan hengdar upp í réttri röð. Kennari spyr svo nemendur út í orðflokka og skrifar þrjá þeirra upp á töflu, þ.e. nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. Nemendur eiga svo að velja eitt orð í hvern orðflokk úr setningunum sem er á klippimyndinni þeirrra. Í þessu verkefni má setja alla þætti íslenskunar, þ.e. lestur, talað mál og framsögn, hlustun og áhorf, ritun, bókmenntir og málfræði. En svo er það undir kennara og nemendum komið hversu djúpt er farið í verkefnið. Miðvikudagur Fyrsti og annar tími: Áfram verður unnið með setningarnar og orðin, t.a.m. sett í orðflokka, fallbeygt, stigbreytt, sett í nútíð og þátíð og breytt úr eintölu í fleirtölu og öfugt. Nemendur fara í hópa og hver hópur fær eitt atriði, t.a.m. fær einn hópurinn sagnorð og á að afla sér upplýsinga um þau og setja á A2 blað, skreyta og segja frá. Þrepamarkmið aðalnámskrár kveða á um að í 4. bekk er gert ráð fyrir að nemendur geri sér grein fyrir mun orðflokka, fyrir stigbreytingu lýsingarorða, tíðum sagnorða, þ.e. nútíð og þátíð, og læri að greina kyn nafnorða sem og eintölu og fleirtölu (Aðalnámskrá grunnskóla-íslenska 1999:41). Þriðji og fjórði tími: Nemendur velja sér sögu og eiga að bera saman persónur og umhverfi. Þetta á að gera skriflega og hver og einn nemandi skilar til kennara. Þegar nemendur hafa lokið við þetta eiga þeir að skrifa póstkort til Eikar. Nemendur mega vera hver sem er, þ.e. vinur, foreldri, tré eða hvað sem nemendum dettur í hug. Þegar nemendur hafa lokið við að skrifa póstkortið lesa þeir það upp fyrir samnemendur sína. Þetta ritunarverkefni er góð þjálfun fyrir nemendur í skriftarhraða. Nemendur eru líka að þjálfa sig í hugtökum eins og upphaf, miðja og endir. Það er líka mikilvægt að nemendur þjálfist í að lýsa hlutum og athöfnum í rituðu máli. Nemendur þurfa að leggja sig fram um að skrifa vel og greinilega (Aðalnámskrá grunnskóla-íslenska 1999:40) 17

18 Fimmtudagur Fyrsti og annar tími: Nemendur vinna í þriggja til fjögurra manna hópum og taka fyrir atriði úr sögunni og búa til kyrrmyndir úr sögunni. Þá er nemendum skipt í litla hópa og fær hver hópur lítinn hluta sögunnar. Nemendurnir eiga svo að ræða saman hver í sínu horni og koma sér saman um tvær til þrjár kyrrmyndir sem þeir búa til úr textanum. Nemendur setja svo upp kyrrmyndirnar í réttri röð eftir söguþræðinum. Kennari getur gengið á milli og spurt nemendur út í hlutverk þeirra. Þetta dýpkar skilning nemenda á sögunni auk þess að þjálfa þá í samvinnu, í að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, hlusta á aðra, setja sig í hlutverk og tjá sig á leikrænan hátt (Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir 2004:24-25). Þriðji og fjórði tími: Nemendur eiga að vinna með upplýsingar úr bókinni, þ.e. Langjökul, Surtshelli og Hallmundarhraun. Við ætlum að leita upplýsinga um þessa staði. Nemendum er velkomið að nota öll hjálpargögn, t.d. bækur eða netið. Nemendur þurfa að skrá niður það sem þeir finna um staðina, teikna kort og færa þá inn á kortið. Aðrar upplýsingar um staðina setja nemendur á annað blað sem þeir setja upp við hlið kortsins. Nemendum ber að vanda vel frágang á verkefninu, svo sem uppsetningu, skrift og efnistöku. Í áfangamarkmiðum aðalanámskrár er kveðið á um að nemendur eigi að geta leitað sér upplýsinga í bókum vegna verkefna og fá tækifæri til tölvusamskipta (Aðalnámskrá grunnskóla-íslenska 1999:27-28). Í aðalnámskrá er kveðið á um að nemendur eigi að fá tækifæri til þess að þjálfa sig í vinnubrögðum sem eigi eftir að nýtast þeim í lífi og starfi (Aðalnámskrá grunnskólaalmennur hluti 1999:33-34). Föstudagur Fyrsti og annar tími: Nemendur hanna hús sem þeir setja upp í stofunni og búa til litla glugga sem þeir skrifa á eitthvað sem tengist þema sögunnar, t.d. vinátta, kjarkur, ábyrgð og dugnaður. Nemendur geta fundið samheiti eða önnur orð. Þeir mega semja ljóð eða teikna myndir sem þeir setja á gluggana eða jafnvel hurðina. Í þrepamarkmiðum aðalnámskrár í íslensku fyrir 4. bekk er gert ráð fyrir að nemendur geti gert skriflega og munnlega grein fyrir viðfangsefnum sem þeir hafa lesið. 18

19 Hvað þrepamarkmið í ritun varðar eiga nemendur að fá þjálfun í réttritun með því að vinna fjölbreytt verkefni. Í málfræðihlutanum er gott að nemendur þekki hugtök eins og sérnöfn og samnöfn, fái þjálfun í að búa til samsett orð, þekki hugtök eins og andheiti og samheiti og fái færi á að nota málið á fjölbreyttan hátt í ýmsum leikjum, eins og í orðaleikjum, rími eða krossgátum Þriðji og fjórði tími: Búum til þrautir úr sögunni. Nemendur vinna í tvenndum og eiga að búa til þraut sem viðkemur sögunni á einhvern hátt. Þrautin getur t.a.m. verið eitthvert orð þar sem stöfunum hefur verið ruglað t.d.,,nfankólm eða vísbendingaspurningar eins og t.d.,,orðið beygist eins og nál, orðið er ekki samsett, orðið er í eintölu. Þeir koma svo upp á töflu með þrautina og leyfa hinum í bekknum að spreyta sig. Þeir sem geta rétt fá að fara upp á töflu næst með sína þraut. Að þessu loknu fara nemendur með kennara í gegnum hvað þeir hafa lært í þessari viku, hvað þeim fannst skemmtilegast og hvað þeim fannst áhugavert. Kennari gefur síðan nemendum umsögn um hvernig honum fannst vikan hafa gengið og reynir að benda á allt sem gekk vel. Nemendur í 4. bekk eiga að fá tækifæri á að tjá sig frammi fyrir samnemendum sínum sem og fara í leiki s þar sem munnleg tjáning fer fram. Fá tækifæri til að greina frá vinnu sinni fyrir samnemendum sínum (Aðalnámskrá grunnskóla-íslenska 1999:29-41). 19

20 Lokaorð Í gamla daga hlustuðu börn jafnt sem fullorðnir á sögur og sálma í baðstofunni. Í þá daga voru sögur sagðar þó þær væru kannski ekki viðeigandi fyrir börn. Hvað varðar bókmenntir í dag er allt njörfað niður og allir hafa álit á því hvað sé barnvænt og hvað ekki. En þegar kemur að sjónvarpsefni þá er matreitt næstum hvaða efni sem er, vandað jafnt sem óvandað, og það borið fram fyrir börnin okkar. Það er mín skoðun að barnabækur eigi að snerta hjörtu okkar allra, t.a.m. vekja gleði, sorg og vekja okkur öll til umhugsunar um hvað lífið hefur upp á að bjóða. Virðing gagnvart barnabókum hefur aukist í gegnum tíðina og það er eingöngu vegna þess að fólk hefur vitkast að því leyti að það er börnum nauðsynlegt að hafa aðgang að góðu og vönduðu efni úr þeirra veruleika. Barnabókin er listaverk og mjög heppileg til þess að fjalla um mikilvæg mál (Íslensk bókmenntasaga V 2006:345). Þar sem barnabækur eru oftast til skemmtunar er tilvalið að nota þær sem kennsluefni fyrir börn. Það má m.a. kenna þeim rétta hegðun og góða siði í gegnum sögur, eins og orðatiltækið segir:,,börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Í öllum bókum leynist einhver fróðleikur eða ákveðnar hugmyndir um hvernig veröldin kemur fyrir, hvernig við lifum lífinu eða ættum að lifa því. Barnabækur eiga ekki að vera flóknar og það er oft gaman að sjá hugmyndir sem bækurnar halda að börnum, t.a.m. hvaða mynd gefur bókin af samfélaginu og hvernig tengist hún raunveruleikanum. 20

21 Heimildaskrá Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti Menntamálaráðuneytið, Reykjavík. Aðalnámskrá grunnskóla íslenska Menntamálraráðuneytið, Reykjavík Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir Leiklist í kennslu. Handbók fyrir kennara. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Íslensk bókmenntasaga.iii Árni Ibsen, Gísli Sigurðsson, Matthías V. Sæmundsson, Páll Valsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Viðar Hreinsson, og Halldór G Guðmundsson ritstjóri. Mál og menning, Reykjavík. Íslensk bókmenntasaga.v Árni Ibsen, Dagný Kristjánsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson, Magnús Þór Þorbergsson, Margrét Tryggvadóttir, Matthías Viðar Sæmundsson, Silja Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson ritstjóri. Mál og menning, Reykjavík. Cramer, Inge, Gunnar Jakopsen og Göte Klingberg Litteratur for børn og unge. Borgen, København. Hlín Helga Pálsdóttir Leikir til að örva málþroska. Lestur mál, bls Ritstj. Indriði Gíslason og Guðmundur B. Kristmundsson. Ritröð Kennaraháskóla Íslands og Iðunnar 8. Reykjavík. Margrét Tryggvadóttir ,,Setið í kjöltunni Um myndabækur sem bókmenntaform, greiningu þeirra og sérstöðu íslenskra myndabóka. Raddir barnabókanna, bls Ritstj. Silja Aðalsteinsdóttir og Hildur Hermóðsdóttir. Mál og menning, Reykjavík. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I Safnað hefur Jón Árnason. Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík. Silja Aðalsteinsdóttir Íslenskar barnabækur Mál og menning, Reykjavík. Silja Aðalsteinsdóttir 2005.,,Íslenskar barnabækur - Sögulegt yfirlit. Raddir barnabókanna, bls Ritstj. Silja Aðalsteinsdóttir og Hildur Hermóðsdóttir. Mál og menning, Reykjavík. Jenssen, Ruth, Asfrid Svensen, Gunvor Risa og Rolf Romoren Den fantatiske barnelitteraturen. Landslaget for norskundervising, J.W. Capplens forlag, Oslo. 21

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A

SMIL SKAPANDI VERKEFNI A SMIL SKAPANDI VERKEFNI A I SMIL Skapandi verkefni Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók A Fyr løs 1 Spørg,

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku.

Fritid. Fritid. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis. Íþróttir og tómstundir unglinga. Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Fritid Í þemanu er fjallað um Íþróttir og tómstundir unglinga. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvad laver I i jeres fritid? Kennari skrifar svörin

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn

9. bekkur. Kennsluáætlun í dönsku veturinn 9. bekkur Kennsluáætlun í dönsku veturinn 2009-2010 Kennarar: Björn Sigurbjörnsson, Kristín Hafsteinsdóttir og Kim Magnús Nielsen. Kennslugögn: Glimrende les- og verkefnabók, Dejlige Danmark les-og verkefnabók

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Vinnie Vampyr. Ordbog. Mig en pige. Dreamteam. Hundrede helt & aldeles firkantede historier. Hvad lillebror kunne huske

Vinnie Vampyr. Ordbog. Mig en pige. Dreamteam. Hundrede helt & aldeles firkantede historier. Hvad lillebror kunne huske Mig en pige Hvad lillebror kunne huske Ordbog Pinligt! Lærervejledning Dreamteam Når det bliver mørkt kelettet på hjul Vinnie Vampyr Hundrede helt & aldeles firkantede historier Höfundaréttur á sögum í

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun

Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Grammatik. Námsgagnastofnun Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Grammatik Námsgagnastofnun 1 Grammatik ISBN 9979-0-0988-8 2005 Arnbjörg Eiðsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir 1. útgáfa

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

Sådan. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan Efnisyfirlit Um efnið... 3 Aðalnámsskrá... 4 Námsefni lagt til grundvallar... 5 Sådan A hluti Yfirlitsblað... 7 Sådan B hluti Yfirlitsblað....

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla

GRAMMATIK 1. Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla Kristín Jóhannesdóttir Arnbjörg Eiðsdóttir 1 Verkefni í danskri málfræði fyrir grunnskóla 1. útgáfa 2005 2. útgáfa 2006 Búið að laga villur í verkefnum 3a, 3b, 4, 10, 24, 32, 42, 43 og 44 6276 Ritstjóri:

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði,

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, Vopnafjarðarskóli Kennsluáætlanir haust 2016 7. bekkur Kennarar Unnur Ósk Unnsteinsdóttir: íslenska, enska, samfélagsfræði, heimilisfræði, lífsleikni og uppl.mennt Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT

Kennsluáætlun 10. bekkjar EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT 1. ÍSLENSKA... 2 1.1 HAUSTÖNN... 2 1.2VORÖNN... 3 1.4 BÓKASAFN... 5 1.5 FJÖLÞJÓÐADEILD... 5 2. STÆRÐFRÆÐI... 6 3. ENSKA... 6 4. DANSKA... 7 5. EÐLIS- OG EFNAFRÆÐI... 8 6. LÍFFRÆÐI... 9 7.

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer?

Fluer i hovedet. Sammenligning af danske og islandske idiomer. Björg Ólínudóttir 16 MÁLFRÍÐUR. Hvad forstår vi ved idiomer? 16 MÁLFRÍÐUR Björg Ólínudóttir Fluer i hovedet Sammenligning af danske og islandske idiomer Björg Ólínudóttir Björg Ólínudóttir er kennari í dönsku við Menntaskólann við Sund og Iðnskólann í Hafnarfirði.

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson

Skólanámskrá. 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Skólanámskrá 2013 2014 8. bekkur Umsjónarkennarar: Birgir Örn Birgisson Hildur Arna Håkansson Ingvar Þór Guðjónsson Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT... 1 INNGANGUR... 2 ÍSLENSKA... 4 STÆRÐFRÆÐI... 8 NÁTTÚRUVÍSINDI

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM

DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM DÖNSKUKENNSLA Á TÍMAMÓTUM Fræðslufundur Félags dönskukennara föstudaginn 9. október 2015 NIC nóvember 2014 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir Danskundervisningen i Island 2 Dansk/nordiske

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

2. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

2. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 2. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Á vefnum er varpað ljósi á ýmislegt sem aflaga hefur farið í málfari Íslendinga. Hver málfarsmoli fjallar um eitt atriði og kemur með tillögu til

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni.

Frjálslestrarbækur, yndislestur alla önnina. Hrafnkels saga, bókmenntir. Kveikjur Valin verkefni. Námsáætlun Vor 2015 8. bekkur Námsgrein: Íslenska Kennari: Guðrún Þóra Björnsdóttir Áætlun þessi er sett fram með fyrirvara um breytingar Tímabil Hæfniviðmið Efnisþættir Kennsluhættir Námsmat janúarfebrúar

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere