Kynnisferð til Kaupmannahafnar og Stokkhólms í maí 2007

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Kynnisferð til Kaupmannahafnar og Stokkhólms í maí 2007"

Transkript

1 Kynnisferð til Kaupmannahafnar og Stokkhólms í maí 2007 Leikskólasvið Reykjavíkurborgar

2 Kynnisferð fulltrúa leikskólaráðs og starfsmanna á Leikskólasviði til Kaupmannahafnar og Stokkhólms í maí 2007 Þátttakendur í ferðinni voru: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, Fanný Gunnarsdóttir og Oddný Sturludóttir, fulltrúar í leikskólaráði, Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs, Hildur Skarphéðinsdóttir skrifstofustjóri, Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri og Laura Bergs, verkefnastjóri. Eftirfarandi dagskrá lá fyrir í upphafi ferðar: Kaupmannahöfn - mánudagur 21. maí Heimsókn í leikskólann Konkylien Kaupmannahöfn - þriðjudagur 22. maí Heimsókn í BUF - Børne- og Ungdomsforvaltningen www3.kk.dk/ www3.kk.dk/service Heimsókn í leikskólann Galaxen Kaupmannahöfn - miðvikudagur 23. maí Heimsókn í Mini Ajax idrætsvuggestue Heimsókn í Solstrålen flerbörnsdagpleje Stokkhólmur - fimmtudagur 24. maí Heimsókn í ráðhúsið Heimsókn í sænska menntamálaráðuneytið Heimsókn í Norrmalms stadsdelsförvaltning Heimsókn í leikskólann Brunnen Stokkhólmur - föstudagur 25. maí Heimsókn í leikskólann Mimer Heimsókn í einkarekinn leikskóla, Lyckeboa Hafa ber í huga að í þessari skýrslu er stiklað á stóru og líta ber á hana sem eins konar samantekt. Stuðst er við ýmis gögn sem safnað var í ferðinni en þau er að finna á skjalasafni Leikskólasviðs. Jafnframt er að finna ítarlegar upplýsingar á heimasíðum þeirra stofnana sem heimsóttar voru. 2

3 Danmörk Barna- og unglingasvið Kaupmannahafnar - BUF (Børne- og ungdomsforvaltningen) Barna- og unglingasvið Kaupmannahafnar sinnir málefnum 0 18 ára barna og unglinga, þ.e. leik- og grunnskólastigi og frístundastarfi. Við stjórnsýslubreytingar sem komu til framkvæmda í ársbyrjun 2006 fluttust málefni 0 6 ára barna frá Fjölskyldu- og atvinnusviði yfir til Barna- og unglingasviðs (BUF). Else Marie Krogh og Birgitte Møller tóku á móti hópnum á skrifstofu BUF og sögðu frá þjónustu við 0 6 ára börn (daggæsla, vöggustofur, leikskólar), námskrám, tengsl leikskóla og grunnskóla og menntun leikskólakennara. Leiðarljós Kaupmannahafnar í öllu starfi með börnum og unglingum er Virðing - jafnrétti - samræður - traust. Í ágúst 2004 gaf danska menntamálaráðuneytið út aðalnámskrá sem öllum leikskólum ber að vinna eftir. Þar eru sett fram eftirfarandi sex námssvið sem vinna skal með í leikskólauppeldi: Einstaklingshæfni, félagsfærni, málrækt, líkami/hreyfing, náttúra/umhverfi og menning/listsköpun. Sérhver leikskóli mótar svo sína stefnu og velur þær uppeldisaðferðir sem samræmast leiðarljósinu og aðalnámskránni. Í júni 2003 samþykkti borgarstjórn Kaupmannahafnar svokallað Børneplan sem setti leik- og grunnakólamál í forgang næstu árin. M.a. skyldu verða til meira en ný daggæslu og leikskólapláss fram til ársins Yrði það gert annars vegar með byggingu nýrra leikskóla og með því að fjölga úrræðum og gera þau sveigjanlegri. Tryggja skyldi öllum 0 6 ára börnum dagvistunarúrræði í sínu hverfi eða nálægu um leið og þess væri óskað. Børneplanen varð til þess að árið 2005 hafði tekist að uppræta alla biðlista jafnvel svo að umfram framboð var á plássum og höfðu foreldrar því í mörgum tilfellum val um úrræði. Í lögum frá árinu 1995 (Lov om dagtilbud) er lögð áhersla á að foreldrar getið valið um úrræði fyrir börn sín. Eftirfarandi úrræði eru í boði: A) Daggæsla (Dagpleje) Morgunfundur í BUF Kommunaledagpleje 175 dagmæður með alls 500 börn. Starfsemin fer fram í heimahúsi og hvert dagforeldri má mest hafa 3 börn. Dagforeldrar hafa afleysingakerfi sín á milli, leysa hvert annað af og mega í þeim tilfellum hafa 4 börn. Vinnuvikan er 48 stundir, laun miðað við 3 börn eru DKK (46% skattaafsláttur). Greitt er aukalega vegna umfram barna. Dagforeldrar eru starfsmenn sveitarfélagsins og þurfa að hlíta 3

4 ákveðnum reglum, t.d. mæta á leikstofu í hverfinu 1 x í viku, reglulega fræðslufundi og vera tilbúnir til að taka aukabörn tímabundið. Flerbørnsdagpleje í Kaupmannahöfn eru níu staðir með þessu fyrirkomulagi. Þrjár dagmæður starfa saman með alls 8 börn. Borgin útvegar húsnæðið (ca. 80 fm) og sér um rekstur þess. Opnunartími er 42 klst. á viku. Árið 2003 skorti daggæsluúrræði í Kaupmannahöfn og þá var gerð áætlun um fjölbreyttari úrræði (børneplan). Í kjölfarið var flerbørnsdagpleje komið á fót. Solstrålen Skoðuð var flerbørnsdagplejen Solstrålen (Sólargeislinn) þar sem þrír dagforeldrar starfa saman með átta börn. Húsnæðið og allur rekstur er á vegum borgarinnar og eru níu staðir með þessu fyrirkomulagi í Kaupmannahöfn. Dýr kostur en getur verið ákjósanlegur, t.d. ef barnið kemst ekki strax í leikskóla. Opnunartími er 42 klst. á viku, oftast 7:15 16:30. Áhersla lögð á að umhverfið sé sem heimilislegast og almenningsgarðar og opin svæði í nágrenninu eru notuð til útiveru. Flerbørnsdagpleje heyrir undir dagforeldrakerfið varðandi innritun, eftirlit, öryggismál o.s.frv. Úrræðið varð til með Børneplanen árið Privat dagpleje starfsemin fer fram í heimahúsi þar sem dagforeldri er með sitt eigið barn og eitt annað barn. Mögulegt er fyrir foreldra að gæta eigin að barna (2 börn) undir 3 ára aldri. Dagforeldrið er á launum hjá sveitarfélaginu og sömu kröfur eru gerðar og hvað varðar Kommunaledagpleje. Vinnuvika er 48 stundir - laun DKK Basisdagpleje daggæsla í heimahúsi fyrir 0 3 ára börn með fötlun eða frávik í þroska. Tuttugu slík pláss eru í Kaupmannahöfn. Ýmist einkagæsla eða með öðru barni. Mikið lagt upp úr fræðslu til dagforeldra og stuðningi við foreldra. Gæstehus afleysingastaður fyrir dagforeldra í viðkomandi hverfi ef upp koma veikindi, dagforeldri fer á námskeið o.s.frv. Þar geta 20 börn dvalið samtímis í umsjá 4 starfsmanna. Legestue - er ætlað að rjúfa félagslega einangrun dagforeldra. Einu sinni í viku er dagforeldrum skylt að mæta þangað og dvelja allan daginn. Dagforeldrum í hverfinu er skipt í hópa og eru 3-5 dagforeldrar í hverjum hópi. Eftirlits- og daggæsluráðgjafi hittir hvern hóp 1x í mánuði og þá er gjarnan boðið upp á fræðslu. B) Vuggestue (vöggustofur/yngri deildir í leikskóla) fyrir börn frá 6 mánaða til 2,9 ára (5.000 börn). Vöggustofur eru ýmist einar og sér eða deild innan leikskóla. Foreldrar greiða DKK á mánuði (ca. 25%) fyrir barn á vöggustofu eða í daggæslu (1. jan. 2007). C) Børnehave - börn frá 2,10 ára fram að skólabyrjun. Þegar börn eru 5 ára og 10 mánaða geta þau byrjað í børnehaveklasse sem er e.k. tenging milli leik- og grunnskóla og tilheyrir grunnskólakerfinu. Hann er ekki skylda en 90% foreldra velja hann fyrir börn sín. Áhersla lögð á samstarf leik- og grunnskóla og samvinnu við foreldra. Foreldrar greiða DKK á mánuði (1. jan 2007) fyrir heilsdagspláss í leikskóla. 4

5 Í samantekt þessari verður leikskóli notað yfir það sem í Danmörku er annars vegar kallað vuggestue (yngri deildir leikskóla) og hins vegar børnehave (eldri deildir leikskóla). Í Kaupmannahöfn eru 520 leikskólar og þeim þjóna 16 leikskólaráðgjafar. Í 20 barna hópi eru að jafnaði 3 fagmenntaðir fyrir hádegi og 2 eftir hádegi. Leikskólastjórar sjá um ráðningar starfsfólks. Í Danmörku eru ákveðin viðmið varðandi fermetrafjölda á hvert barn en líklega eru aðeins heimastofur barna lagðar til grundvallar og þetta er ekki bundið í reglugerð eins og á Íslandi. Leikskólar hafa leyfi til að loka í 10 daga á ári vegna námskeiða og skipulagsvinnu. Innritun: Innritun er rafræn. Hægt að sjá hvernig biðlisti stendur á einstökum stofnunum (ekki þó í leikskólum) og hvar barnið er á listanum. Þegar sótt er um fyrir barn í daggæslu eða vöggustofu fer barnið sjálfkrafa á biðlista eftir leikskóla. Tryggt er að börn fái pláss í leikskóla við 3ja ára aldur, stundum þegar þau eru 2ja ára og 10 mánaða. Þau raðast inn eftir aldri. Ákveðinn fjöldi leikskólaplássa er frátekinn fyrir börn með annað móðurmál en dönsku (sprogpladser). Þau eru hugsuð fyrir börn foreldra sem bæði eiga annað móðurmál en dönsku. Þetta úrræði er liður í þriggja ára þróunarverkefni sem hófst árið leikskólar í Kaupmannahöfn bjóða upp á sprogpladser og þar starfar fólk með sérstaka þekkingu á því hvernig best má hjálpa börnum við að ná tökum á dönsku sem öðru tungumáli. Jafnframt er lögð áhersla á samvinnu og ráðgjöf til foreldra (nánar á: BUF vinnur samkvæmt lögum og reglugerðum frá menntamálaráðuneyti. Lög um leikskóla eru nú í endurskoðun og ferli umsagna. Í nýju lögunum verður m.a. nýr kafli, börnemiljö, sem fjallar um aðbúnað barna úti og inni og sérstök áhersla er á börn með sérþarfir og snemmtæka íhlutun. Nýju lögin kveða á um samráð foreldra og starfsmanna og foreldraráðin hafa eftirlit með því að lögunum sé fylgt. Foreldrar og starfsmenn hafa sífellt meiri áhrif á ákvarðanir yfirvalda. 5

6 Leikskólinn Konkylien Formaður leikskólaráðs litast um á leiksvæði Konkylien Inaluk Jeppesen, leikskólastjóri tók á móti okkur. Konkylien (Kuðungurinn) er í þéttri byggð i Österbro skammt frá Löngulínu og hóf starfsemi árið Hann er opinn frá kl. 07:00 17:00. Konkylien er í nýju húsnæði á þremur hæðum og lyfta er í húsinu. Á efstu hæðinni er yfirbyggt útisvæði ætlað yngstu börnunum sem kemur mjög vel út. Konkylien er integreret instistution, þ.e. þar er bæði vuggestue og børnehave. Leikskólinn er fjögurra deilda og þar dvelja 63 börn, þar af eru 14 basisbörn, þ.e. heyrnarlaus eða heyrnarskert börn. Lögð er áhersla á mæta þörfum allra barna, fatlaðra og ófatlaðra á jafnræðisgrundvelli í sameiginlegu umhverfi. Í skólanum er notað tákn með tali. Talmeinafræðingar eru með skrifstofur í húsinu og bjóða börnum og foreldrum þeirra talkennslu og þjálfun innan skóla og utan. Í skólanum er velbúin listasmiðja sem er ætluð öllum börnum leikskólans og þar starfar uppeldismenntaður starfsmaður. Í Kaupmannahöfn er almennt viðmið á yngri deildum 12 börn. Í Konkylien eru þau 10 og 2 þeirra heyrnarskert. Almennt viðmið á eldri deildum er 20 börn. Í Konkylien eru 18 börn á eldri deildum og af þeim eru 4 heyrnarskert. Í leikskólanum starfa 13 leikskólakennarar, 5 leiðbeinendur og 2 nemar. Starfsfólk er bæði heyrandi og heyrnarskert. Leikskólakennarar eru ánægðir og stoltir með starf sitt, þó skortir leikskólakennara í Kaupmannahöfn. Í stjórn leikskólans sitja ásamt leikskólastjóra sjö foreldrar og tveir úr hópi starfsfólks. Stjórnin kemur að m.a. uppeldisstefnu leikskólans, ráðningum, fjárhagsáætlun o.fl. Áhersla er lögð á þátttökustjórnun og starfsmannasamtöl eru árlega. Opið er á milli deilda og áhersla lögð á samvinnu og samskipti barna og starfsfólks sem auðveldar mjög þegar börn flytjast á milli deilda. Húsgögn og fyrirkomulag innanhúss vakti athygli. Bjartar stofur og rennihurðir, því hægt að opna á milli rýma, pláss eru vel nýtt, m.a. eru borð felld upp að vegg þegar þau eru ekki í notkun og húsgögn eru gjarnan á hjólum, snyrtiaðstaða til fyrirmyndar og góð skiptiaðstaða. 6

7 Gluggar eru lágir svo börnin geta fylgst með leikjunum úti undir djúpum gluggaskistum myndast rými sem nýtist sem leiksvæði fyrir börnin. Á veggjum eru smekklegar hljóðeinangrandi plötur. Í Konkylien eins og á fleiri stofnunum sem heimsóttar voru í Kaupmannahöfn er áberandi hve Dönum er umhugað um vinnuvernd og hvers kyns heilsueflingu á vinnustað. Eldri börnin koma með nesti að heiman en þau yngri fá hádegisverð í leikskólanum. Öll börnin fá morgunverð og síðdegishressingu. Horft út á leiksvæðið úr djúpri gluggakistunni Í Konkylien mikið lagt upp úr samstarfi við foreldra, ekki síst vegna heyrnarskertu barnanna. Þau koma flest í leigubíl til/frá leikskóla en foreldrar þeirra koma í leikskólann a.m.k. einu sinni í viku. Samskiptabók fylgir barninu mikið um myndræn skilaboð. Skráningar eru með ýmsum hætti. Á hverri deild er upplifunarbók þar sem segir frá því á daginn hefur drifið. Einnig plaköt á deildum og göngum, myndaseríur í skiptirömmum í barnahæð, rúllandi myndasýning í tölvu um atburði dagsins, stuttar frásagnir skrifaðar niður eftir börnunum o.fl. Borð felld upp að vegg þegar þau eru ekki í notkun Svefnaðstaða barnanna á efstu hæð Konkylien 7

8 Leikskólinn Galaxen Jens Iversen leikskólastjóri tók á móti okkur í leikskólanum Galaxen sem er borgarrekinn leikskóli, geysilega vinsæll. Hann hóf starfsemi árið 1994 og þar er langur biðlisti. Í Galaxen dvelja 105 börn. Yngri deildirnar eru þrjár og 12 börn á hverri þeirra. Eldri deildirnar eru tvær og 22 börn á hvorri þeirra. Auk þess eru 22 börn í útileikskólanum Cassiopeia. Á hverri deild starfa 2 leikskólakennarar og 1 leiðbeinandi. Starfsmannastefna er skýr, einu sinni í viku er starfsmannafundur á deild og mánaðarlega er fundur allra starfsmanna. Galaxen lokar ekki á sumrin og þar eru engar reglur um að börnum beri að taka sumarleyfi. Í Galaxen er unnið með þau 6 námssvið sem fram eru sett í aðalnámskrá leikskóla en til grundvallar starfinu liggur: a) Reggio Emilia stefnan b) HowardGardner/fjölgreindarkenningin c) Einstaklingsmiðun (anerkendende relationer), þ.e. horft er á sterku hliðar barnsins, gaumur gefinn að því sem vekur áhuga þess hverju sinni og unnið með það. Eins konar rótering í starfinu, þ.e. á hverjum tíma er lögð meiri áhersla á einn af ofangreindum þáttum en annan. Fylgst er grannt með börnunum og skráð og skilgreint hvar styrkleikar þeirra liggja. Jens leikskólastjóri sýnir koffortið góða Um leið og barn byrjar í Galaxen fær það til eignar lítið koffort þar sem það geymir ýmislegt sem því er kært, t.d. myndir af fjölskyldu sinni. Þegar barnið fer í sumarfrí fer koffortið með og barnið safnar í það minningum, s.s. steinum, skeljum eða myndum til að sýna vinum sínum í leikskólanum. Frábær hugmynd. 8

9 Jens leikskólastjóri segir að stöðugt sé verið að skera niður fjárveitingar til leikskóla um leið og faglegar kröfur og væntingar samfélagsins aukast. Sparnaðurinn kemur fyrst og fremst fram í starfsmannamálum og þá um leið á faglegu starfi. Foreldrastarf í Galaxen er mjög virkt, foreldrar aðstoða t.d. við viðhald þó ekki sé leikskólinn einkarekinn. Börnin eiga hvert sitt spjald með myndum af því sem er þeim kært Drekkutími í sólinni Útileikskólinn Cassiopeia Útileikskólinn Cassiopeia (udflytterbörnehave), sem er í rauninni deild innan leikskólans, var opnaður árið Þar eru 22 börn og 4 starfsmenn. Leikskólinn er í 30 mínútna akstursfjarlægð, lagt er af stað frá Galaxen kl. 08:30 og komið til baka kl. 16:00. Börnin geta samt sem áður dvalið í leikskólanum jafn lengi og önnur börn leikskólans, þ.e. frá 06:45 til 17:00. Sérstakt herbergi í Galaxen tilheyrir Cassiopeia. Þar eru börnin þangað til rútan fer á morgnana og þar til þau eru sótt á daginn. Rútufyrirtæki sér um aksturinn og fylgt er öryggisreglum sem borgin setur. Kjósi barn í Cassiopeia fremur að vera í Galaxen endrum og sinnum fær barn af öðrum deildum skólans tækifæri til fara þangað í staðinn. Ríflega 50 útileikskólar eru fyrir utan Kaupmannahöfn og auk þeirra eru útideildir við allmarga leikskóla. Útideild kallast það þegar leikskóli á samastað fyrir utan borgina og hluti barnahópsins eyðir deginum þar, hvert barn u.þ.b. einum degi í viku. Nú stendur yfir tilraunaverkefni á landsvísu sem Galaxen tekur þátt í. Verkefnið er unnið út frá hugmyndafræði Reggio Emilia og nær til 5 ára barna. Tengslanet Reggio Emilia í Danmörku (Det Danske Reggio Emilia Netværk) stýrir verkefninu og fjármagnar það að hluta til. Tilgangur þess er að rannsaka hvernig fimm ára börn tileinka sér þekkingu og skoða hvernig stofnanir, fagfólk og foreldrar geta stutt við þroska barna og komið til móts við þarfir þeirra og áhuga á að tileinka sér þekkingu. Verkefnið hófst haustið 2006 og áætlað er að því ljúki vorið Litla flugan í Galaxen 9

10 Mini Ajax Mini Ajax er fyrsti og eini íþróttaleikskólinn í Danmörku, staðsettur í suðvestur Kaupmannahöfn. Caroline Sennek leikskólastjóri tók á móti okkur. Hugmyndin að Mini Ajax varð til í handboltafélaginu Ajax árið Haft var samband við landssamtök sjálfstætt starfandi leikskóla (De frie börnehaver) sem tóku vel í hugmyndina. Um þær mundir var unnið ákaft samkvæmt Börneplanen sem kvað á um aukningu á vistunarúrræðum fyrir börn og hugmyndin fékk strax góðan byr. Leikskólinn er því sjálfstætt starfandi og fær styrk frá borginni. Í Mini Ajax eru 66 börn á aldrinum ½ árs 3 ára, 12 börn á deild. Opnunartími 07:00 17:00. Innritunin fer fram í gegnum miðlægt kerfi. Einkunnarorð leikskólans eru Hellere et hul i hovedet end et hul i udviklingen! Yfirskrift Mini Ajax er Barn i bevægelse, þ.e. barnið á hreyfingu og út frá því er hugmyndafræðin þróuð. Allt starf miðast við að barnið hafi nægt svigrúm til hreyfingar, áhersla er lögð á að styðja við sjálfsbjargarviðleitni barnanna og styrkja sjálfstraust þeirra. Starfsmenn Mini Ajax hafa allir mikla menntun og reynslu en enginn þeirra hafði áður unnið með þessa hugmyndafræði. Hún var þróuð af þeim sameiginlega, stig af stigi og þróunarferlið er enn í gangi. Við vinnuna var stuðst við bókina Grundmotorik eftir Anne Brodersen & Bente Pedersen. Mini Ajax er timburhús, tvær álmur sem tengjast stóru sameiginlegu rými. Í hvorri álmu eru þrjár stofur. Rennihurðir eru milli allra stofanna svo hægt er að opna á milli nema í rými sem ætlað er börnum sem sérþarfir (aðallega fyrirburar). Í vel útbúnu skynörvunarrými (sanserum) eru skilningarvitin þjálfuð, s.s. heyrn, sjón og snerting (sbr. kenningar Anne Brodersen & Bente Pedersen). Matur í Mini Ajax er lífrænn og fjölbreyttur, mikið af grænmeti og ávöxtum og fyrst og fremst vatn til drykkjar. Í Mini Ajax eru nánast engin leikföng, starfsfólkið segir börnin eiga nóg af þeim heima. Leikföng taki mikið pláss og dragi athyglina frá því sem er í brennidepli, þ.e. barnet i bevægelse. Í stofunum er eingöngu að finna það sem nýtist í vinnu með hreyfingu, s.s. dýnur, rimlar, alls kyns púðar o.fl. Leikstofa í Mini Ajax Starfsfólkið sagði það hafa verið mikla ögrun að opna leikskóla án hefðbundinna leikfanga og reynslan hafi sýnt fram á ótvíræða kosti þess: Leikföng taka mikið pláss sem og hillur og hirslur sem nauðsynlegar eru undir þau Leikföng valda hávaða Leikföngum þarf að ganga frá og sortera það tekur tíma 10

11 Án leikfanga skapast meira pláss til hreyfingar og ýmis konar hreyfileikja Börnin veita hvert öðru meiri athygli þegar leikföng eru ekki til ð fanga athyglina Leikskóli án leikfanga krefst meira af starfsfólki Hætta á sýkingum er umtalsvert minni þar sem ekki eru leikföng Hugarflug og ímyndunarafl barnsins þroskast betur Nær einu leikföngin í Mini Ajax eru dýr sem notuð eru þegar fjallað er um dýr og dýrahljóð og leikföng sem notuð eru úti við, s.s. hjólbörur, hjól, boltar, fötur og skóflur. Auk þess smávegis af bókum. Innanstokksmunir í Mini Ajax eru fáir og einfaldir; borð eru hengd upp að lokinni notkun, stólum staflað, önnur húsgögn á hjólum svo hægt sé að renna þeim frá þegar skapa þarf pláss. Í Mini Ajax eru trip-trap stólar aðeins notaðir fyrir allra yngstu börnin. Frá 10 mánaða aldri sitja börnin á kollum (ekkert bak) og venjast því mjög fljótt að sögn. Kollurinn minn Börnin klifra sjálf upp á skiptiborðin Í Mini Ajax er leyfilegt að hlaupa inni, klifra upp í gluggakistur, fara í boltaleik, hjóla o.s.frv. Starfsfólkið er fyrirmyndir barnanna og verður að hafa ánægju af hvers kyns hreyfingu og taka þátt í henni með börnunum. Það er e.k. verkfæri í höndum barnanna sem hoppa og klifra á þeim og undir, í kringum þau o.s.frv. Karlmenn sækjast eftir að starfa í Mini Ajax og þar er hátt hlutfall þroskaþjálfa (m.a. vegna fyrirbura). Við Mini Ajax er fallegt útivistarsvæði en það er án hefðbundinna leiktækja. Lóðin er stór og nokkuð erfið yfirferðar, t.d. eru brekkur og mjóir stígar til að æfa börnin í að fara upp og niður, grjóthleðslur til að klifra í, trjábolir af ýmsum stærðum, trjárunnar mynda e.k. völundarhús, tröppur í alls kyns útfærslum (stundum er eina leiðin að snúa sér við og skríða niður) o.fl. áskoranir. Þegar okkur bar að garði hafði starfsmaður velt við steini og börnin stóðu umhverfis hann og rannsökuðu skordýr og fleira sem við blasti. Þannig stóðu þau í óratíma, spáðu og spekúleruðu án þess að nærvera okkar truflaði þau hið minnsta. Leiksvæðið við Ajax 11

12 Svíþjóð Ráðhúsið Fulltrúar leikskólaráðs fóru í stutta morgunheimsókn í ráðhúsið. Í Svíþjóð er 13 mánaða fæðingarorlof og hægt að ganga að leikskólaplássi vísu við eins árs aldur hafi verið sótt um 3-4 mánuðum fyrr. Bregðist það á foreldri rétt á heimgreiðslum. Ágreiningur var innan meirihlutans varðandi heimgreiðslur. Þriggja flokka meirihluti hefur ólíkar skoðanir á málinu (þær voru krafa kristilegra demókrata og hægri manna, en þriðji flokkurinn, Folkepartiet hafði aðra skoðun). Málinu var lent með lágri greiðslu. Foreldrar hafa ekki val um úrræði í sama mæli og í Kaupmannahöfn. Foreldrar eiga rétt á að börn þeirra séu ári lengur í leikskóla eða hefji nám ári fyrr í grunnskóla. Foreldrar og leikskólakennarar ákveða í sameiningu hvenær barn flyst á milli skólastiga. Sex ára börn eru ekki skólaskyld í Svíþjóð en þau eiga rétt á að hefja nám í forskólabekk. Forskólabekkur er eins konar brú frá leikskóla yfir í grunnskóla, oftast í húsnæði grunnskóla eða frístundaheimila. Þar starfa bæði leik- og grunnskólakennarar. Næstum öll 6 ára börn, eða 97%, fara í forskólabekk (1% 5 ára og 1% 7 ára barna), hann er ókeypis, börnin dvelja þar a.m.k. 3 klst. á dag og fá frían hádegisverð. Boðið er upp á gæslu gegn gjaldi fyrir og eftir skólatíma. Kennt skv. námskrá. Mikil áhersla lögð á samþættingu og samstarf leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Flutningur frá leikskóla í grunnskóla er nú á ábyrgð borgarhlutaskrifstofa. Hinn 1. júlí 2007 fluttu málefni grunnskóla frá borgarhlutaskrifstofum til menntaskrifstofu borgarinnar. Leikskólarnir munu fyrst um sinn heyra áfram undir borgarhlutaskrifstofur, það breytist þó hugsanlega. 45% af leikskólum í Stokkhólmi eru einkareknir og þeim er stýrt frá menntaskrifstofu borgarinnar. Menntamálaráðuneytið 12

13 Á móti hópnum tóku Eleonor Sandahl, pólitískur ráðgjafi Jan Björklund skólamálaráðherra og Christer Toftenius, starfsmaður í ráðuneytinu. Fram kom að málefni leikskóla (förskolor) eru í nokkuð góðum farvegi. Með lögum frá 1996 ber sveitarfélögum að tryggja börnum vistun í leikskóla frá eins árs aldri, ekki seinna en 3-4 mánuðum eftir að sótt hefur verið um. 79% barna á aldrinum 1 5 ára eru í leikskóla. Árið 2003 samþykktu borgaryfirvöld í Stokkhólmi leikskólaáætlun. Síðan hefur verið unnið markvisst að því í Stokkhólmi að fjölga leikskólum, fækka börnum á deild og pr. starfsmann, auka fagþekkingu meðal starfsmanna og sérstök áhersla er lögð á málrækt, ekki síst m.t.t. tvítyngdra barna. Leikskólaáætlunin gildir bæði fyrir borgarrekna og einkarekna leikskóla og er einnig leiðarvísir fyrir dagforeldakerfið. Leikskólakennaranám er á háskólastigi í Svíþjóð, tekur 3 ½ ár og vilji er fyrir því að lögvernda starfsheitið. Leikskólakennurum fækkar og í ráðuneytinu er að hefjast starfsímyndunarvinna. Reglur um hámarkslaun leikskólakennara ekki lengur í gildi. Markaðslaun gefa góða raun og laun leikskólakennara eru að hækka en tiltölulega lítill munur hefur hingað til verið á launum leikskólakennara og annarra starfsmanna í leikskólum sem flestir hafa einhverja uppeldismenntun, aðeins ca. 1% eru alls án uppeldismenntunar. Karlmenn eru 2% - 3% starfsfólks. Sífellt meiri áhersla er lögð á menntunarhlutverk leikskóla - umhverfismennt og íþróttir eru áherslur nýs meirihluta. Opnunartími leikskóla er frá 06:30 18:30 og að meðaltali dvelja börnin 7 ½ klst. Öllum börnum í leikskólunum er boðið upp á morgunverð, heitan mat og síðdegishressingu. Viðmið um fjölda barna og fjölda starfsmanna á deild : á yngri deildum (1-3 ára) eru 14 börn og 3 starfsmenn / á eldri deildum (3-5 ára) eru 18 börn og 3 starfsmenn. Leikskólar í Svíþjóð mega loka í 5 daga á ári vegna skipulagsdaga. Frá árinu 2002 gildir maxtaxa í Svíþjóð, þ.e. foreldrar greiða að hámarki 3% af tekjum sínum fyrir eitt barn í leikskóla, 2% af tekjum fyrir annað barn og 1% tekna vegna þriðja barns. Ókeypis er fyrir fjórða barn. Í Stokkhólmi þýðir þetta nú að hámarki Sek fyrir 1. barn, SEK 840 fyrir 2. barn og Sek 420 vegna 3ja barns. Hlutur foreldra er að meðaltali u.þ.b. 10% af kostnaði við leikskólavistun barnsins. Leikskólagjöld eru innheimt 11 mánuði á ári. Leikskólagjöld í einkareknum leikskólum eru þau sömu og maxtaxa gildir. 4 og 5 ára börn fá 3ja stunda ókeypis dvöl í leikskóla á dag og til stendur jafnvel að 3ja ára börn fá það líka. Gildir frá ágústmánuði á því ári sem barnið verður 4 ára. Skert vistun fyrir atvinnulausa, öryrkja og foreldra í fæðingarorlofi, sem þar til fyrir skemmstu fengu aðeins 15 stunda vistun á viku en fá nú 30 stundir á viku. Fram til ársins 2001 urðu foreldrar í fæðingarorlofi að taka eldra barn sitt úr leikskóla meðan á fæðingarlofi stóð. Árið 2006 var kostnaður við hvert leikskólabarn SEK og SEK við hvert barn í daggæslu. Kostnaður við hvert barn í forskólabekk var SEK Reiknað er framlag á hvern nemanda og sama fjárhæð fer til barna í öllum leikskólum, jafnt borgarreknum sem einkareknum. Aðalnámskrá leikskóla (läroplan för förskolar) sem unnin var á vegum menntamálaráðuneytisins kom út árið 1998 og þá var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið. Markmið sem þar eru sett fram hafa leikskólar til hliðsjónar við mótun stefnu og skipulagningu starfseminnar. Aðalnámskráin er einnig e.k. leiðarvísir fyrir dagforeldra. Dagforeldrakerfið í Stokkhólmi er mjög ófullkomið og á undanhaldi (6% barna nýta þjónustuna). Dagforeldrar, sem mega hafa 5-6 börn á aldrinum 1 9 ára, starfa sjálfstætt og 13

14 líkt og í Kaupmannahöfn hafa þeir mikið samstarf, afleysingakerfi, hittast reglulega með börnin o.s.frv. Skolværket er stofnun sem ráðleggur sveitarfélögum í skólamálum. Þar koma fram leiðbeinandi upplýsingar um fjölda barna, húsnæðisviðmið o.fl. Borgarhlutaskrifstofan í Norrmalm Stokkhólmi er skipt í 14 borgarhluta og í hverjum þeirra er borgarhlutaskrifstofa (stadsdelförvaltning). Norrmalm er eitt stærsta hverfi borgarinnar með um 63 þúsund íbúa. Undir borgarhlutaskrifstofur heyrir m.a. frístundastarf fyrir börn, leikskólar og dagforeldrar, félagsleg þjónusta og málefni eldri borgara. Um börn eru í leikskólum í Norrmalm. Um helmingur leikskólanna heyrir undir hverfisstöðina, hinir starfa sjálfstætt og menntaskrifstofa borgarinnar ber ábyrgð á þeim. Fjöldi einkarekinna leikskóla helgast af því að stjórnvöld anna ekki eftirspurn eftir leikskólaplássum. Í hverfinu eru borgarreknar 7 leikskólaeiningar og hverri þeirra tilheyra 4-5 leikskólar. Einn leikskólastjóri stýrir hverri einingu en við hvern leikskóla starfar fagstjóri og öflugir deildarstjórar. Slíkt fyrirkomulag hefur gefið góða raun. Leikskólar sem heyra undir sömu einingu starfa eftir sömu uppeldisstefnu. Hlutfall leikskólakennara í leikskólunum er 55% og 45% eru leiðbeinendur sem flestir hafa þó einhvers konar uppeldismenntun (barnskjötere). Laun leikskólastjóra eru SEK þúsund á mánuði, laun aðstoðarleikskólastjóra eru þúsund og laun leikskólakennara þúsund á mánuði. Einkareknir leikskólar fá hærra framlag en borgarreknir vegna stjórnunarkostnaðar. Afskipti hverfisskrifstofunnar af einkareknum leikskólum eru eingöngu í formi ráðgjafar en deild í ráðhúsinu sér um eftirlitið. Hverfamiðstöðvar veita upplýsingar Varstu bara að leika þér í dag? um einkarekna leikskóla en þeir innrita sjálfir. Að öðru leyti er innritun í Stokkhólmi samræmd, dagforeldrar og borgarreknir leikskólar í sama kerfi BOSKO. Barn getur verið á mörgum biðlistum. Rafræn innritun komin vel á veg. Aðeins 5 dagforeldrar eru í Norrmalm viðmið er 5 börn pr. dagforeldri en stundum allt að 8 börn. Í Stokkhólmi eru 200 dagmæður og borgarhlutaskrifstofurnar sjá um þær. Í Stokkhólmi eru 35 þúsund börn í leikskólum borgarinnar, 15 þúsund börn í einkareknum leikskólum og 1 þúsund börn hjá dagforeldrum. Hugmyndafræði Reggio Emilia er allsráðandi í leikskólum Norrmalm og reyndar víða í Stokkhólmi. Við heimsóttum þrjá leikskóla í hverfinu, tvo borgarrekna og einn einkarekinn, sem allir starfa samkvæmt þeirri stefnu. Reggio Emilia stofnunin í Stokkhólmi aðstoðar skólana við hugmyndafræðivinnuna. 14

15 Leikskólarnir Brunnen og Mimer Brunnen er einn af fjórum leikskólum í Johannes einingunni þar sem leiðarljósið er Ég get, ég vil, ég þori. Brunnen er 2ja deilda leikskóli í fjölbýlishúsi. Á hvorri deild eru 26 börn sem skipt er í smærri hópa. Í Brunnen var okkur kynnt sérstaklega starfið með elstu börnunum sem um þær mundir unnu með bókstafi og orð á margvíslegan hátt. Brunnen hefur eigið útivistarsvæði þar sem rækta börnin grænmeti. Mimer er einn af fjórum leikskólum í Mattheus einingunni (alls 206 börn) og þar er leiðarljósið Öryggi, gleði, örvun. Mattheusarleikskólarnir eru opnir frá 06:30 18:30. Mimer er 4ra deilda leikskóli; á eldri deildunum eru 20 börn og 3 starfsmenn (2 leikskólakennarar og 1 ófaglærður) og á þeim yngri eru 15 börn og jafnmargir starfsmenn. Krafa starfsfólks er færri börn á deild. Í Mimer fengum við innsýn í starfið með yngstu börnunum. Á vormisseri höfðu þau unnið að risaeðluverkefni í anda Reggio Emilia og einnig hafði um nokkurt skeið verið í gangi þróunarverkefni í stærðfræði undir yfirskriftinni stór og lítill. Í Brunnen og Mimer er mikið lagt upp úr því að börnin geti valið um viðfangsefni, að þau fái tækifæri til þess að fást við það sem helst vekur áhuga þeirra og komi full eftirvæntingar í leikskólann dag hvern. Athygli vakti að leikskólanir voru ekki eins vel búnir og þeir sem við skoðuðum í Kaupmannahöfn. Ekki eru í gildi reglur um fermetrafjölda á barn og aðstaða fyrir starfsmenn er fremur léleg og líklega eru Svíar ekki jafn uppteknir af ergónómíu og Danir. Vistarverur barnanna voru ekki stórar leikstofur, heldur mörg smærri herbergi sem hvert um sig hafði ákveðnu hlutverki að gegna og tengdist vali barnanna á viðfangsefni. Í báðum leikskólunum fara öll börnin einu sinni í viku í vettvangsferð með nesti. Risaeðluverkefni yngstu barnanna í Mimer Listaskálinn í Mimer 15

16 Leikskólaeiningarnar eru í nánu samstarfi við grunnskólana í hverfinu. Unnið er markvisst að því að flutningur úr leik- í grunnskóla gangi snuðrulaust fyrir sig og að hann verði jákvæð og spennandi breyting fyrir barnið. Áður en barnið hættir í leikskólanum fylla foreldrar og starfsfólk leikskólans sameiginlega út samræmt upplýsingablað frá hverfisskrifstofunni og fylgir það barninu í grunnskólann. Leikskólakennarar fá 5 undirbúningstíma á viku, leiðbeinendur fá tvo. Líkt og víða í Stokkhólmi er erfitt að fá húsnæði fyrir leikskólastarfsemi í Efniviður rannsakaður í Brunnen Norrmalm og ekki er óalgengt að leikskólar deili útivistarsvæði með íbúum hverfisins eins og raunin er í leikskólanum Mimer. Leikskólar sem tilheyra sömu einingu funda reglulega og hafa samstarf og samvinnu um margt, s.s. faglegt starf, starfsmannamál, matráðir skólanna vinna saman, gera m.a. sameiginleg innkaup og sami matseðill er í boði hverju sinni í öllum skólunum. Einnig hafa skólanir samráð hvað varðar sumarlokanir, einn hefur opið en hinir loka í 4-5 vikur. Einu sinni í mánuði funda leikskólastjórar í hverfinu með yfirmanni sínum (barn- og ungdomschef) á borgarhlutaskrifstofunni. Sköpunarsmiðjan í Brunnen Fuglaverkefni í anda Reggio Emilia í Brunnen 16

17 Lyckeboa einkarekinn leikskóli Með lögum árið 1991 voru skapaðar aðstæður fyrir einkarekstur leikskóla. Á sama tíma fækkaði í leikskólum vegna 6 ára bekkjarins, auðvelt var að finna húsnæði til einkareksturs leikskóla og þeim fjölgaði. Lyckeboa opnaði árið Greiðslur til einkarekinna skóla fela í sér allan rekstrarkostnað, þ.m.t. leigu. Ein upphæð með 1-3 ára og önnur með 4-6 ára. Enginn stofnstyrkur. Lyckeboa merkir hamingjuhús og þar ræður gleðin ríkjum. Mikið sungið á hverjum degi og skilyrði að starfsfólkið sé létt í lund. Unnið samkvæmt hugmyndafræði Reggio Emilia. Gríðarlega mikið af Pósthólf barnanna í Lyckeboa leikföngum og alls kyns dóti, ekki dæmigerðar leikstofur heldur mörg lítil herbergi sem hvert um sig gegnir ákveðnu hlutverki. Mikill stöðugleiki í starfsmannahaldi og leikskólinn er ávallt fullmannaður fagfólki, sem þó fær ekki hærri laun en annars staðar heldur er því umbunað með ýmsu móti (fóru til London sl. ár). Ekki hikað við að segja upp fólki ef það stendur sig ekki og jafnan er bæði biðlisti eftir plássi og starfi á Lyckeboa (allt að 2ja ára biðlisti eftir plássi). Kokkabúningar fyrir hlutverkaleik Viltu hjálpa okkur að reima? Mjög frjálslegt andrúmsloft er á Lyckeboa og sveigjanleiki, t.d. hvað varðar barnafjölda. Tekið tillit til aðstæðna og hiklaust bætt við barni án mótmæla starfsfólks eða foreldra. Á elstu deildinni voru 22 börn og 3 kennarar. Leikskólastjóri kaupir aðstoð við fjármálin en tekur af fullum krafti þátt í starfinu með börnunum. Sérhver starfsmaður er ábyrgur fyrir ákveðnu verkefni, t.d. heimasíðu. Leikskólastjórinn lítur svo á að hún sé að selja sína hugmyndafræði og foreldrar eru viðskiptavinir hennar. Þeir koma ekki að ákvörðunum varðandi reksturinn eða starfsemina en eru þátttakendur og alltaf velkomnir í leikskólann, t.d. í hádegisverð með börnum og starfsfólki. Lokaorð 17

18 Hópurinn hafði bæði gagn og gaman af þessari ferð. Hún var mjög vel skipulögð og móttökur hvarvetna góðar. Við veltum fyrir okkur hvað við myndum vilja taka með okkur heim til Íslands. Hér á eftir eru nokkrir punktar, þó ekki tæmandi, um það sem helst vakti athygli okkar og yrðu að okkar mati til bóta fyrir leikskólastarf í Reykjavík. Ýmsir fróðlegir bæklingar, m.a. þeir sem fylgja hverju námssviði aðalnámskrár leikskóla í Kaupmannahöfn Úrræði um vistun fyrir öll börn frá 0 6 ára Færri börn á deild börn 6 mánaða til 3ja ára og börn frá 3ja til 6 ára Barneignarleyfi í 12 mánuði Samvinnu leikskóla um hugmyndarfræði, s.s. Mimer og Brunnen Skiptiborðin Hjól undir trip trap stólana Borð felld upp að vegg Koffortið góða í Galaxen Stórir vagnar til að sofa í Hengirúm á leiksvæðum Djúpar gluggakistur með leiksvæði undir Villt útileikskvæði með eldstæði líkt og í Ajax Hvert herbergi/rými skipulagt út frá notkun þess, t.d. skapandi starf í einu, hlutverkaleikurinn í öðru o.s.frv. líkt og í Mimer, Brunnen og Lykceboa Rennihurðir milli deilda þannig að hægt sé að opna vel á milli þeirra Færri börn á dagforeldri Meiri samvinna milli dagforeldra Dagforeldrar ráðnir af sveitarfélagi Rafræn innritun Gera tilraun með leikskóla eins og Mini Ajax þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Anne Brodersen & Bente Pedersen um hreyfiþroska ungra barna. 18

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Skýrsla. velferðarráðherra um stöðu skuldara á Norðurlöndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.)

Skýrsla. velferðarráðherra um stöðu skuldara á Norðurlöndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) Skýrsla velferðarráðherra um stöðu skuldara á Norðurlöndum. (Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010 2011.) Skýrsla þessi um stöðu skuldara á Norðurlöndum er lögð fyrir Alþingi að beiðni þingmannanna

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Aukinn skilning mun hún færa oss, þessi Íslandsferð Heimsókn Friðriks VIII Danakonungs til Íslands 1907

Aukinn skilning mun hún færa oss, þessi Íslandsferð Heimsókn Friðriks VIII Danakonungs til Íslands 1907 Aukinn skilning mun hún færa oss, þessi Íslandsferð Heimsókn Friðriks VIII Danakonungs til Íslands 1907 31. maí 1. september 2007 Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Ávarp forseta Íslands, Ólafs Ragnars

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desferal 500 mg/hettuglas, stungulyfs- og innrennslisstofn, lausn. deferoxaminmesilat

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Desferal 500 mg/hettuglas, stungulyfs- og innrennslisstofn, lausn. deferoxaminmesilat Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Desferal 500 mg/hettuglas, stungulyfs- og innrennslisstofn, lausn deferoxaminmesilat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í

Læs mere

forbindelse med både ansættelse, ændring i ansættelsesforhold og ved afslutning af ansættelsen.

forbindelse med både ansættelse, ændring i ansættelsesforhold og ved afslutning af ansættelsen. Retningslinie Uppgávu- og ábyrgdarbýtið ímillum og eindir/leiðarar á LS, tá ið byrjar í starvi, broytir starv innanhýsis ella fer úr starvi / Opgave og ansvarsfordeling mellem medarbejdere og afdelinger

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Öryggisblað (SDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 888/2015 (EB reglugerð 1907/2006 REACH)

Öryggisblað (SDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 888/2015 (EB reglugerð 1907/2006 REACH) 1. útgáfa 08.06.2016 Öryggisblað (SDS) Samkvæmt reglugerð Nr. 888/2015 (EB reglugerð 1907/2006 REACH) 1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins 1.1 Vörukenni: Q8 Formula VX Long

Læs mere

Om årtusinder. Ib Trankjær

Om årtusinder. Ib Trankjær Um árþúsundin Höfundur greinarinnar setur eins konar ævintýraramma utan um spurninguna: Hvers konar stærðfræðikunnátta verður nytsamleg á nýrri öld? Hann dregur fram og lýsir átta meginsviðum og vekur

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Matematik i Storcentret

Matematik i Storcentret Stærðfræði í stórmar markaðn kaðnum Eitt markmiðanna með stærðfræðikennslunni er að nemendur geti skilið og notað námsgreinina í daglegu lífi, bæði varðandi félagsleg samskipti og umgengni við náttúru.

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Tryggingartreytir fyri Bólkalívstrygging

Tryggingartreytir fyri Bólkalívstrygging Tryggingartreytir fyri Bólkalívstrygging Galdandi frá 1. januar 2016 1. Tryggingaravtalan Stk. 1. Tryggingaravtalan fevnir um bólkalívsavtaluna og niðanfyristandandi tryggingartreytir. Stk. 2. Frávik til

Læs mere

s INNEHÅLL Spelbräde 4 Littlest Pet Shop-pjäser snurra 16 brickor k INDHOLD Spillebrett 4 Littlest Pet Shopspillebrikker Drejehjul 16 mærker n INNHOLD

s INNEHÅLL Spelbräde 4 Littlest Pet Shop-pjäser snurra 16 brickor k INDHOLD Spillebrett 4 Littlest Pet Shopspillebrikker Drejehjul 16 mærker n INNHOLD 4+ 2-4 s INNEHÅLL Spelbräde 4 Littlest Pet Shop-pjäser snurra 16 brickor k INDHOLD Spillebræt 4 Littlest Pet Shopbrikker Drejehjul 16 mærker n INNHOLD Spillebrett 4 Littlest Pet Shopspillebrikker Spinner

Læs mere

Tivoli på Grønland. Kirsten Mortensen

Tivoli på Grønland. Kirsten Mortensen Tivolí á Grænlandi Í greininni er fjallað um þann vanda sem er við að stríða í námsefnisgerð fyrir fámenna málhópa/menningarhópa. Hvernig er mögulegt að mæta kröfum námskrár um að kennslan byggist á reynsluheimi

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Nefndarálit umhverfis- og náttúruauðlindanefndarinnar. um að efla framleiðslu og dreifingu vistvænna landbúnaðarafurða á Norðurlöndum

Nefndarálit umhverfis- og náttúruauðlindanefndarinnar. um að efla framleiðslu og dreifingu vistvænna landbúnaðarafurða á Norðurlöndum 1 Nordisk Råds 56. sesjon i Stockholm 2004 Nefndarálit umhverfis- og náttúruauðlindanefndarinnar um að efla framleiðslu og dreifingu vistvænna landbúnaðarafurða á Norðurlöndum (Samantekt svara frá umsagnaraðilum,

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SIKKERHEDSSTYRING I PRAKSIS

SIKKERHEDSSTYRING I PRAKSIS SIKKERHEDSSTYRING I PRAKSIS Tromsø 24. 25. oktober 2012 Ingimundur Valgeirsson Slysavarnaskóli sjómanna ICE-SAR 1 Sikkerhedsstyring Hvorfor sikkerhedsstyring? Behandle, blandt andet, menneskelige faktorer

Læs mere

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Danmörk haustið 2005 Efnisyfirlit: Inngangur:... 3 Valby Börneasyl / Valby... 5 Dosseringens Vuggestue... 8 Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Skovbörnehave Mariehönen / Virum... 17 Dyreskov Skovbörnehave...

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

10. Klimat och energi

10. Klimat och energi 96 Klimat och energi 10. Klimat och energi Dokumentation: - Ministerrådsförslag om handlingsprogram för energiområdet, 2010-2013 (B 262/miljø) - Redogörelse om nordisk insats for at medvirke til et resultat

Læs mere

Enok maðurin, sum gekk við Gudi

Enok maðurin, sum gekk við Gudi Enok maðurin, sum gekk við Gudi Les ið: 1. Mós. 5,21-23; Hebr. 11,5-6 og Judas v. 1-1 UMSKIFTIÐ. Bíbliulesarar kenna helst Enok sum mannin, sum gekk saman við Gudi. Eitt umskifti kom í lívi Enoks, tá ið

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

ATLANTIC AIRWAYS KAPPINGIN H71 - NEISTIN. Sunnudagin 28. september kl. 16.00 Hoyvíkshøllin

ATLANTIC AIRWAYS KAPPINGIN H71 - NEISTIN. Sunnudagin 28. september kl. 16.00 Hoyvíkshøllin KAPPINGARÁRIÐ 2014-15 HEIMA Í HOYVÍK ATLANTIC AIRWAYS KAPPINGIN H71 - NEISTIN Sunnudagin 28. september kl. 16.00 Hoyvíkshøllin Pensjón Betri at hava gott í væntu 1. januar 2014 kemur nýggja pensjónslógin

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Søgan um "Vesturhavið Blíða"

Søgan um Vesturhavið Blíða Síða 28 Nr. 284 Hósdagur 9. januar 2003 10,- Føroysk kirkjufólk á Filippinunum Grønlandstíðindi frá Kára við Stein Síða 23 Gamlar Havnarmyndir Carolina Heinesen greiðir m.a. frá, tá gamli Rubek, f. 1816,

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

HENSIGTSERKLÆRING FRA DE NORDISKE KOMMUNEMINISTRE OM RET TIL FRAVÆR FRA ARBEJDET VED VARETAGELSE AF LOKALPOLITISKE HVERV I NORDEN

HENSIGTSERKLÆRING FRA DE NORDISKE KOMMUNEMINISTRE OM RET TIL FRAVÆR FRA ARBEJDET VED VARETAGELSE AF LOKALPOLITISKE HVERV I NORDEN HENSIGTSERKLÆRING FRA DE NORDISKE KOMMUNEMINISTRE OM RET TIL FRAVÆR FRA ARBEJDET VED VARETAGELSE AF LOKALPOLITISKE HVERV I NORDEN POHJOISMAIDEN KUNTAMINISTERIEN JULKILAUSUMA LUOTTAMUSHENKILÖIDEN VAPAAN

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Havnar Bridgefelag. Veitsla á Hotel Hafnia. 1. september 2012. Menu: Forrættur:

Havnar Bridgefelag. Veitsla á Hotel Hafnia. 1. september 2012. Menu: Forrættur: Havnar Bridgefelag 75 Veitsla á Hotel Hafnia Menu: 1. september 2012 Forrættur: Haddock, steamed in white wine with sugar peas, carrot chips and truffle/ cauliflower foam Høvuðsrættur: Leg of lamb roasted

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Overenskomst 26. januar 2006 om endring av den nordiske familierettskonvensjonen SOPIMUS

Overenskomst 26. januar 2006 om endring av den nordiske familierettskonvensjonen SOPIMUS Overenskomst 26. januar 2006 om endring av den nordiske familierettskonvensjonen OVERENSKOMST Overenskomst mellem Danmark, Finland, Island, Norge og Sverige om ændring af konventionen mellem Danmark, Finland,

Læs mere

Fulnaður fyri ávísar bráðsjúkur til børn sum ískoyti til bólkalívsavtalur og tryggingartreytir hjá NordikLív

Fulnaður fyri ávísar bráðsjúkur til børn sum ískoyti til bólkalívsavtalur og tryggingartreytir hjá NordikLív Fulnaður fyri ávísar bráðsjúkur til børn sum ískoyti til bólkalívsavtalur og tryggingartreytir hjá NordikLív Galdandi frá 1. oktober 2015 1. Tryggingin fevnir um tær sjúkur/sjúkuavgerðir, ið eru nevndar

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

ARB-Vegleiðing Vegleiðing í nýtslu av kanningarblaðið Dykkermedisinsk undersøgelse 2010/01 Arbeiðseftirlitið

ARB-Vegleiðing Vegleiðing í nýtslu av kanningarblaðið Dykkermedisinsk undersøgelse 2010/01 Arbeiðseftirlitið ARB-Vegleiðing Vegleiðing í nýtslu av kanningarblaðið Dykkermedisinsk undersøgelse 2010/01 Arbeiðseftirlitið Hvat er ein ARB-Vegleiðing? ARB-vegleiðingar vegleiða um hvussu reglurnar í arbeiðsumhvørvislógini

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Landsmiðstøðin - Hoyvíksvegur 72 - Postboks 3084-110 Tórshavn Tlf.: +298356850 - Fax: +298356851 - T-postadressa: lms@lms.fo - Heimsíða: www.lms.

Landsmiðstøðin - Hoyvíksvegur 72 - Postboks 3084-110 Tórshavn Tlf.: +298356850 - Fax: +298356851 - T-postadressa: lms@lms.fo - Heimsíða: www.lms. Meginreglur fyri lán frá Landsmiðstøðini: Skúlar, barnagarðar, frítíðarskúlar o.tl. stovnar innan undir vísing/ ansing kunnu læna frá Lands miðstøðini, og er tað stovnurin, ið ábyrgdast fyri lænt tilfar.

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Nú má av gerðin takast

Nú má av gerðin takast NR. 9 desembur 2015 www.eftirskulin.wordpress.com www.eftirskulin.wordpress.com nr. 9 desembur 2015 Ókeypis Á Hvalbiarfjalli við útsýni yvir Norðbergseiði Nú má av gerðin takast Mynd: Rúni Thomsen Tað

Læs mere

31. AGUST 2014 ÖÐRUVÍSI MOKKA JAKKA R TÍSKA 36 ERU ANNA OG ELSA VINSÆLLI EN BÍTLARNIR? FROZEN-ÆÐIÐ 46

31. AGUST 2014 ÖÐRUVÍSI MOKKA JAKKA R TÍSKA 36 ERU ANNA OG ELSA VINSÆLLI EN BÍTLARNIR? FROZEN-ÆÐIÐ 46 1 af 56 8.9.2014 11:10 31. AGUST 2014 ÞAKKLÁT RITHÖFUNDUM BÆKUR 50 ÖÐRUVÍSI MOKKA JAKKA R TÍSKA 36 ERU ANNA OG ELSA VINSÆLLI EN BÍTLARNIR? ÍSLEN SKIR ARKITEKTAR HANNA FYRIR LEGÓ HÖNNUN 26 FROZEN-ÆÐIÐ 46

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Sjálfsprottinn söngur barna

Sjálfsprottinn söngur barna Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík Grunndeild Leikskólabraut fjarnám 2007 Sjálfsprottinn söngur barna Elisabeth Hauge Lokaverkefni til 90 eininga B.Ed.-prófs Leiðsögukennari: Sigríður Pálmadóttir Efnisyfirlit

Læs mere

Størrelsessortering af rejer med sorteringsrist

Størrelsessortering af rejer med sorteringsrist Størrelsessortering af rejer med sorteringsrist Projekt med formål at forøge værdien af fangsten ombord på rejetrawlere Tórshavn Februar 21 Kristian Zachariassen Jógvan P. S. Olsen HAVSTOVAN NR.: 1-4 SMÁRIT

Læs mere

ARB-Vegleiðing. Kavaravinna og kavaraútgerð 2009/11. Arbeiðseftirlitið

ARB-Vegleiðing. Kavaravinna og kavaraútgerð 2009/11. Arbeiðseftirlitið ARB-Vegleiðing Kavaravinna og kavaraútgerð Læknakanning av vinnukavara, sambært kunngerð nr. 102 frá 6/8-09 um læknakanning av kavarum. 2009/11 Arbeiðseftirlitið Síða 1 av 8 Hvat er ein ARB-Vegleiðing?

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum?

Siemens Børnerådg. ISLAND /5/03 10:28 PM Side 1. Heyrir. þú í. Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna. ...vinum þínum? Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:28 PM Side 1 Heyrir þú í Leiðbeiningar fyrir foreldra heyrnarskertra barna....vinum þínum? www.rexton.dk Siemens Børnerådg. ISLAND 91558 11/5/03 10:29 PM Side

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Bekendtgørelse om arbejdsløshedsforsikring ved arbejde m.v. inden for EØS, Færøerne og i det øvrige udland

Bekendtgørelse om arbejdsløshedsforsikring ved arbejde m.v. inden for EØS, Færøerne og i det øvrige udland BEK nr 1313 af 26/11/2015 (Gældende) Udskriftsdato: 6. juli 2016 Ministerium: Beskæftigelsesministeriet Journalnummer: Beskæftigelsesmin., Styrelsen for Arbejdsmarked og Rekruttering, j.nr. 15/00874 Senere

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

EFLING NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFAR NEFNDARÁLIT

EFLING NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFAR NEFNDARÁLIT EFLING NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFAR NEFNDARÁLIT Menntamálaráðuneytið 1998 Efling náms- og starfsráðgjafar Nefndarálit Staða starfs- og námsráðgjafar Hlutverk og verksvið Tillögur Menntamálaráðuneytið Október

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 24. maí 2011 2 Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Borgarráð samþykkir: 1. Að stofna nýtt svið, skóla- og frístundasvið,

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET

LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET HI NLS 2013 1 LÆREREN, SKOLEN OG DEN PROFESSIONELLE KAPACITET Hafdís Ingvarsdóttir Islands Universitet NLS, Nyborg okt. 2013 HI NLS 2013 2 Den nordiske skole Fælles principper for den nordiske skole: Demokrati,

Læs mere