Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar"

Transkript

1 Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 24. maí 2011

2 2

3 Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Borgarráð samþykkir: 1. Að stofna nýtt svið, skóla- og frístundasvið, til að annast eftirtalda starfsemi í umboði skóla- og frístundaráðs: 1.1 Rekstur leikskóla í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/ Rekstur grunnskóla í samræmi við lög um grunnskóla, nr. 91/ Rekstur frístundamiðstöðva, félagsmiðstöðva, frístundaheimila og fleira Umsjón með daggæslu í heimahúsum, skv. 34. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/ Rekstur Námsflokka Reykjavíkur, skólasafnamiðstöðvar og skólahljómsveita. 1.6 Umsjón og/eða eftirlit með starfsemi sjálfstætt starfandi leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og myndlistarskóla, auk annarrar sambærilegrar starfsemi sem styrkt er af Reykjavíkurborg. 1.7 Skóla- og frístundasvið annist jafnframt umsjón og eftirlit með þjónustusamningi við þjónustumiðstöðvar í hverfum í tengslum við sérfræðiþjónustu til leik- og grunnskólabarna og frístundaráðgjöf. 2. Við stofnun skóla- og frístundasviðs verði núverandi menntasvið og leikskólasvið hluti nýja sviðsins og teljast því vera lögð niður. Íþrótta- og tómstundasvið annist umsjón með eftirtöldum verkefnum í umboði íþrótta- og tómstundaráðs: 2.1 Íþróttamál, þar með talin samskipti og samninga við íþróttahreyfinguna, Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) og einstök íþróttafélög í Reykjavík. 2.2 Rekstur íþróttamannvirkja, þar með taldar sundlaugar og íþróttahús Rekstur skíðasvæða og skíðalyfta í hverfum. 2.4 Rekstur Hins hússins, þ.m.t. vinnumiðlun ungs fólks, 17. júní, Músiktilraunir og starfsemi fyrir fötluð ungmenni eldri en 16 ára. 2.5 Rekstur Ylstrandar í Nauthólsvík og Sigluness. 2.6 Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. 2.7 Umsjón með styrkjum til íþróttastarfs barna og unglinga og samskipti við æskulýðs- og íþróttafélög. Enn fremur umsjón með Frístundakorti. Jafnframt verði stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lögð niður og málefni garðsins færð undir verksvið íþrótta- og tómstundaráðs. Stefnt verði að því að auka til muna 1 Sumargrín smíðavellir Brúðubíllinn, frístundaklúbbar fatlaðra, starfsemi fyrir fatlaða 16 ára og yngri, frístundastrætó, Skrekkur hæfileikakeppni 2 Íþróttir aldraðra, púttvellir, hjólabrettapallar o.s.frv. 3

4 samstarf milli Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Grasagarðsins í Laugardal til að gera svæðið enn meira aðlaðandi fyrir borgarbúa. 3. Staða sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs verði auglýst laus til umsóknar. Gerð verði krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. Enn fremur verði krafist víðtækrar stjórnunarreynslu. Stöður sviðsstjóra mennta- og leikskólasviðs verði lagðar niður frá þeim tíma sem nýr sviðsstjóri tekur til starfa. 4. Settur verði á fót stýrihópur breytinganna undir forystu skrifstofu borgarstjóra. Í stýrihópnum verði stjórnendur frá sviðunum þremur. Ennfremur verði skipaður sérstakur ráðgjafahópur með fulltrúum úr háskólasamfélaginu sem hafi sérfræðiþekkingu á sviði tómstundamála, kennslufræði, leikskólamála og uppeldisfræða. Ráðgjafahópurinn verði bakhjarl stýrihópsins hvað varðar fagleg málefni sem snerti starfsemi og skipulag nýja sviðsins. Á vegum stýrihópsins verði skipaðir undirhópar til að annast eftirtalin verkefni: 4.1 Mannauðsmál (samráð við stéttarfélög, leikreglur og viðmið við flutning starfa, kjaramál, nýjar starfslýsingar, fræðsla, upplýsingamiðlun til starfsmanna og þátttaka í mótun nýs sviðs). 4.2 Fjármál (undirbúningur fjárhagsáætlunar 2012, skipting ramma milli ÍTR og nýs sviðs, hagræðingarkröfur o.s.frv.). 5. Sérstakur verkefnisstjóri verði jafnframt ráðinn tímabundið, í allt að sex mánuði, til að annast undirbúning og innleiðingu breytinganna í samráði við stýrihóp og á síðari stigum sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. 6. Miðað er við að skipurit nýs sviðs verði lagt fyrir stjórnkerfisnefnd og borgarráð eigi síðar en 1. október næstkomandi og að breytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda þann 31. desember Kostnaður við undirbúning breytinganna á árinu 2011, 10 mkr., verði tekinn af liðnum 09205, ófyrirséð. Gerð verði hagræðingarkrafa á miðlæga stjórnsýslu nýs sviðs og ÍTR sem komi til framkvæmda á næstu þremur árum, Stofnaður verði starfshópur kjörinna fulltrúa og embættismanna til að meta ávinning þess að eftirfarandi starfsemi heyri undir íþrótta- og tómstundasvið: 8.1 Rekstur stærri íþróttahúsa skólanna. Þar er átt við þau íþróttahús sem eru nýtt til æfinga og keppna á vegum íþróttafélaganna. 8.2 Umsjón með batta- og sparkvöllum. 8.3 Umsjón með opnum svæðum til leikja og útivistar. 8.4 Starfsemi Náttúruskólans, þ.e. með sameiningu starfseminnar við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 4

5 8.5 Umsjón með rekstri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Starfshópurinn skili niðurstöðum eigi síðar en 31. desember Jón Gnarr 5

6 Greinargerð: Efnisyfirlit 1.0 Markmið Um skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Forsaga Stefna Reykjavíkurborgar Þróun hérlendis og á Norðurlöndum Starfsemi skóla- og frístundasviðs Innleiðing breytinganna Heimildir:

7 1.0 Markmið Markmiðið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er: 1.1 Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. 1.2 Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf. 1.3 Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga. Velferð barna og ungmenna er í fyrirrúmi í allri þjónustu Reykjavíkurborgar. Starfsfólk leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva á ríkan þátt í að hlúa að velferð og efla alhliða þroska þessa hóps. Markmiðið er að auka heildstæða þjónustu við börn og fjölskyldur og stuðla með því að ákveðinni samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi. Árangur, líðan og félagsleg færni er sameiginlegt verkefni allra þeirra sem koma að starfi með börnum. Mikilvægt er að leikskólar og grunnskólar vinni saman að því verkefni að skapa börnum 7

8 skilyrði til náms og þroska. Aukið samstarf í skipulagi skóla og frístundastarfs opnar enn fremur möguleika á þróun sveigjanlegs skóladags sem tekur mið af þörfum barna til hreyfingar og náms og vali í bland. Kennurum og frístundaráðgjöfum gefst meiri tími til fjölbreyttra og skapandi verkefna með börnum. Þannig verði hægt að stokka upp stundaskrá skóla og samþætta frístunda- og skólastarf barnanna. Jafnframt má með auðveldari hætti koma til móts við börn sem ekki njóta sín til fullnustu í skipulögðu skólastarfi. Á sama hátt og leikskólinn hefur þróast frá því að vera félagslegt úrræði yfir í að verða fyrsta skólastigið, er mikilvægt að stuðla að faglegri framþróun og viðurkenningu frístundastarfs sem hluta af menntun barna og unglinga. Sameiginleg stefnumótun stuðlar að því að sameina krafta ólíkra fagstétta. Með samvinnu þessara stétta gefst betra tækifæri en ella til að koma til móts við þarfir og áhuga hvers barns fyrir sig. Ólík hugmyndafræði leikskólakennara, grunnskólakennara og frístundaráðgjafa stuðlar að víðara sjónarhorni og veldur því að nýjar hugmyndir fæðast. Að sama skapi skapast eftirsóknarverður starfsvettvangur fyrir unga fagstétt frístundaráðgjafa, þ.e. með heilsdagsstörfum sem snúa beint að starfi með börnum. Þar með skapast einnig svigrúm til samfellu í þjónustu og markvissari stuðnings við börn með sérþarfir. Börn og ungmenni hagnast á því að fagfólk á ólíkum sviðum vinni saman að því að tryggja þeim ákjósanleg skilyrði til menntunar, hvort sem um er að ræða aukna félagsfærni eða að ná tökum á námsefni. Til að ná því markmiði er mikilvægt að auka sveigjanleika milli leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs og vinna markvisst að því að sameina faglegar áherslur í stefnumótun. Sameiginleg yfirstjórn skóla- og frístundastarfs skapar betri yfirsýn yfir þjónustu við börn og ungmenni í borginni og tekur skref í átt að hagkvæmari rekstri. Í fjárhagslegu tilliti snýr ávinningurinn bæði að mannauði og rekstri. Hægt verður að nýta betur mannauð, bæði ráðgjafa- og sérfræðiþjónustu sem og sérþekkingu kennara og frístundaráðgjafa, sem mun leiða til þess að síður þarf að óska eftir aðkeyptri sérfræðiþjónustu. Sameiginlegur rekstur mun enn fremur leiða til meiri hagkvæmni í innkaupum og auka samnýtingu á húsnæði. Samkvæmt stjórnskipulagi Reykjavíkurborgar starfa nú átta svið og ellefu skrifstofur innan borgarkerfisins. Ef litið er til stærri borga í þeim löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við kemur í ljós að algengast er að þar starfi fimm til sjö svið, þ.m.t. miðlæg stoðþjónusta. Það 8

9 eru því fjölmörg tækifæri, bæði fagleg og fjárhagsleg, sem felast í því að sameina svið og skrifstofur á vegum borgarinnar. 2.0 Um skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Í borgarstjórn þann 19. apríl var samþykkt að sameina yfirstjórnir tuttugu og fjögurra leikskóla í ellefu og yfirstjórnir sex grunnskóla í þrjár. Þá var samþykkt tilraunverkefni í Árbæ sem fólst í sameiningu yfirstjórna leikskóla, grunnskóla og frístundaheimilis og að hefja undirbúning að samþættingu skóla- og frístundastarfs 6-9 ára barna í einu þjónustuhverfi haustið 2011 (fylgiskjal 1). Jafnframt var samþykkt svohljóðandi tillaga: Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur verði þau verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði hluti af sameinuðu sviði. Verkefnin eru meðal annars umsjón með frístundamiðstöðvum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og öðru tómstundastarfi barna og ungmenna. Stofnað verði nýtt skóla- og frístundasvið. Stöður sviðsstjóra menntasviðs og leikskólasviðs verði lagðar niður og staða sviðsstjóra sameinaðs sviðs auglýst laus til umsóknar. Borgarstjóra verði falið að skila tillögu að sameiningu ásamt umsögn stjórnkerfisnefndar í byrjun maí en stefnt er að því að nýr sviðsstjóri taki til starfa eigi síðar en 1. júlí næstkomandi [..] (fylgiskjal 2). 9

10 Eðlilegt er að skipulag stjórnkerfis Reykjavíkurborgar taki mið af þeim aðstæðum og þörfum sem uppi eru hverju sinni. Því er nauðsynlegt að skoða reglulega hvernig best sé að haga starfsemi sviða og stofnana svo þau geti sem best þjónað íbúum borgarinnar. Þann 3. nóvember 2010 setti borgarstjóri starfshóp á laggirnar til að greina tækifæri til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Í lokaskýrslu hópsins dags. 28. febrúar 2011 er lagt til að stefnumótun fyrir skóla og frístundaheimili verði sameiginleg í allri borginni. Í skýrslunni er sett fram sú forsenda að umhverfi barna og unglinga sé eitt lærdómssamfélag, þar sem skilningur og virðing fyrir velferð barna og þörfum fjölskyldna sé ríkjandi. Því er lögð áhersla á heildstæðan skóladag, samþættingu skóla- og frístundastarfs og samstarf milli skólastiga. Í skýrslu starfshópsins er bent á að nemendum hafi fækkað stöðugt í grunnskólum borgarinnar síðastliðin átta ár og hafi fækkunin leitt til þess að víða sé húsnæði grunnskóla vannýtt á meðan biðlistar eftir leikskólaplássum séu að lengjast. Leikskólar borgarinnar séu jafnframt margir og misstórir og í mörgum tilfellum standi tveir á sömu lóð eða mjög nálægt hvor öðrum. Þá er gerð grein fyrir kostum þess að sameina yfirstjórn skóla og frístundaheimila, ekki síst þar sem velferð, líðan, árangur og félagsleg færni barna sé sameiginlegt verkefni kennara og frístundaráðgjafa. Í umsögn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um tillögur starfshópsins um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila koma fram nokkrar ábendingar er varða sameiginlega yfirstjórn skóla og frístundamála. Meðal annars er bent á að tryggja þurfi aðkomu fagfólks á sviði frítíma að stefnumótuninni og að sjónarmið allra faghópa séu virt. Sama ábending kemur fram í skýrslu starfshópsins um greiningu tækifæra en þar er lögð áhersla á að stefnumótun frístundastarfsins verði áfram á faglegum grunni og ekki halli á hugmyndafræði frístundastarfsins. Enn fremur er lögð áhersla á að áfram verði stuðlað að fagþróun í starfi frístundaheimila og að tryggt sé að aðstaða og húsnæði henti starfinu. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að bæði fagleg og rekstrarleg rök væru fyrir því að koma á fót sameiginlegri stefnumótun grunnskóla og frístundaheimila. 10

11 Með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum á sviði náms og frístunda er ekki aðeins hægt að tryggja faglegan ávinning heldur má ætla að með aukinni samþættingu starfa og heildarsýn verði hægt að ná fram fjárhagslegum ávinningi þegar innleiðingu sameiningar er lokið. 3.0 Forsaga Málefni leik- og grunnskóla voru sameinuð undir eitt menntaráð í stjórnkerfisbreytingum í byrjun ársins Menntasvið Reykjavíkur varð svo til við sameiningu Leikskóla Reykjavíkur og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur 1. júní sama ár. Markmiðið var að stuðla að heildstæðri faglegri yfirsýn yfir menntamál í borginni og auka samfellu milli skólastiga. Jafnframt var litið til hagræðingarsjónarmiða, s.s. þess að nýta sérþekkingu beggja skólastiga. Sameinað menntasvið starfaði ekki nema í eitt og hálft ár eða til ársloka Sumarið 2006 var sameinuðu menntaráði skipt upp í tvö ráð en sviðin urðu formlega tvö um áramótin Með breytingunni átti að styrkja leikskólann sem fyrsta skólastig barna í borginni. Frá upphafi núverandi kjörtímabils, eða frá júní 2010, hefur eitt menntaráð farið með málefni grunnskóla og leikskóla. Starfsfólk mennta- og leikskólasviðs hefur í undangengnu 11

12 breytingarferli tekið höndum saman og náð fram ákveðnum samlegðaráhrifum, m.a. við undirbúning funda menntaráðs, í upplýsingamiðlun o.fl. Með sameiningu felast enn frekari tækifæri til hagræðingar í miðlægri stjórnsýslu sviðanna. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagi mennta- og leikskólasviðs á síðustu árum hafa ekki haft teljandi áhrif á ánægju foreldra með starf á leikskólum og í grunnskólum. Í starfsáætlun leikskólasviðs fyrir 2011 kemur fram að hlutfall foreldra sem voru ánægðir með leikskóla barnsins síns árið 2009 var 95% (Starfsáætlun leikskólasviðs 2011, 2010). Þá sögðust 83,7% foreldra grunnskólabarna vera ánægðir með skólann sem barnið þeirra sækti könnun menntasviðs 2010 (Viðhorf foreldra til grunnskólastarfs í Reykjavík, 2010). Félagsmiðstöðvar hafa verið starfræktar í Reykjavík frá árinu Þær voru í fyrstu hugsaðar fyrir alla aldurshópa. Sá þáttur í starfsemi þeirra sem beinist að unglingum hefur þó alla tíð verið fyrirferðarmestur og hefur starfsemi miðstöðvanna einkum beinst að efstu bekkjum grunnskóla sl. ár, m.a. með starfsemi í húsnæði skólanna. Rannsóknir sýna að mikill og góður árangur hefur náðst í forvörnum hvað varðar áfengis- og fíkniefnanotkun reykvískra ungmenna og ber m.a. að þakka þann árangur öflugu starfi félagsmiðstöðva, sem og aukinni samveru foreldra og barna og þátttöku í öðru skipulögðu félagsstarfi. Frístundaráðgjafar mynda gjarnan ákveðin og persónuleg tengsl við þá unglinga sem þeir vinna með og leitast við að nálgast þá á jafningjagrundvelli. Frístundaráðgjafar eru gjarnan fyrirmyndir unglinga og þjóna mörgum hlutverkum, s.s. sem ráðgjafar, félagar, trúnaðarvinir og fræðarar (Starfsmannahandbók félagsmiðstöðva ÍTR). Það er vel þekkt að ungmenni leiti til starfsmanna félagsmiðstöðva með ýmis vandamál sem tengjast daglegu lífi, s.s. samskiptavanda, vanlíðan eða námsörðugleika. Gott samstarf skóla og félagsmiðstöðva getur því tryggt upplýsingaflæði og samstöðu um jákvæða úrlausn mála. Lengd viðvera fyrir ung skólabörn og skóladagheimili hafa verið rekin af Reykjavíkurborg frá því að fyrsta skóladagheimilið var stofnað 1971 (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2009).Hins vegar voru skóladagheimili lögð niður þegar allir grunnskólar borgarinnar voru gerðir að heilsdagsskólum árið Þá var farið að bjóða upp á lengda viðveru eða skóladagvist í öllum skólum. Flutningur þjónustu skóladagvistar frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til íþróttaog tómstundasviðs undir heitinu frístundaheimili hófst með tilraunaverkefni í Breiðholti á árunum Það skipulag var svo innleitt í borginni allri á árunum með það að markmiði að auka faglegt frístundastarf á frístundaheimilum. Þá var aukin áhersla lögð 12

13 á aðgreiningu skóla- og frístundastarfs og samþættingu við annað íþrótta- og tómstundastarf. Í dag rekur Reykjavíkurborg frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar með börn í 1. til 4. bekk. Undir stjórn íþrótta- og tómstundasviðs hefur náðst mikill árangur í að efla innra starf frístundaheimila og fagþróun starfsmanna. Það endurspeglast meðal annars í ánægju foreldra með þjónustu frístundaheimilanna. Í viðhorfskönnun frístundaheimila sem kom út í ágúst 2010 kemur m.a. fram að 85% foreldra eru ánægðir með frístundaheimili barna sinna (Viðhorfskönnun frístundaheimila ÍTR, 2010). Með sameiginlegri stefnumótun skóla og frístundaheimila gefst kostur á að styrkja innra starf frístundaheimila enn frekar og skapa starfsmönnum þeirra vettvang til frekari starfsþróunar. Þá er ljóst að stuðningskerfi bæði skóla og frístundaheimila, s.s. sálfræðiþjónusta, stuðningur við börn með sérþarfir, sértæk úrræði sem og félagslegur stuðningur, munu með markvissari hætti styðja við nám og þroska barna. 4.0 Stefna Reykjavíkurborgar Í Reykjavíkurborg eru nú 46 grunnskólar, þar af þrír sérskólar, sex sjálfstætt starfandi grunnskólar og einn grunnskóli samrekinn með leikskóla og frístund (Dalskóli). Jafnframt eru 95 leikskólar, þar af 19 sjálfstætt starfandi og einn samrekinn með grunnskóla og frístund (Dalskóli). Mikil áhersla er lögð á samstarfsverkefni milli leikskóla og grunnskóla, sem og við stofnanir í grenndarsamfélaginu. 13

14 Í verkefnaáætlun í skólamálum, Tíu rauðir þræðir og einn grænn er lögð áhersla á að treysta samstarf milli skólastiga og flæði starfsfólks milli leik- og grunnskóla (Starfsáætlun leikskólasviðs, 2011; Starfsáætlun menntasviðs, 2011). Menntaráð hefur farið með verkefni leikskólaráðs frá samþykkt borgarstjórnar þess efnis dags. 6. júní Í sameiginlegri verkefnaáætlun í menntamálum er sérstaklega kveðið á um eflingu samstarfs leik- og grunnskóla og tengsl skólastarfs við frístundir. Þar segir: Barnið er í fyrirrúmi í öllu skólastarfi og nám fer fram innan sem utan skólans. Öll þjónusta miðar að innihaldsríkum skóladegi sem er barnvænn og fjölskylduvænn. Á næstu fjórum árum ætlar menntaráð að ryðja úr vegi hefðbundnum skilum milli skóla og skólastiga og vinna markvisst að því að samþætta skóla- og frístundastarf. Í nýútgefnum aðalnámskrám mennta- og menningarmálaráðuneytis er áhersla lögð á samfellu milli skólastiga. Ætlast er til að kennarar kynni sér nám og starfsaðferðir hvers annars ásamt því að leita leiða til að efla samstarf (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011; Aðalnámsskrá leikskóla, 2011). Enn fremur er mikilvægt að efla samstarf við foreldra því ljóst er að hlutdeild foreldra og virk þátttaka þeirra í námi og starfi barna sinna skiptir sköpum fyrir vellíðan, árangur og viðhorf þeirra til frekara náms. Æskilegt er að skólar verði opnaðir enn frekar fyrir þátttöku foreldra og sjálfboðaliða. Í starfsáætlunum mennta- og leikskólasviða kemur einnig fram mikilvægi þess að auka samstarf skóla við frístundir. Í dag rekur Reykjavíkurborg sex frístundamiðstöðvar í hverfum borgarinnar. Vettvangur frístundamiðstöðvanna er frítími barna og unglinga en einnig hverfastarf ýmis konar og þverfaglegt samstarf. Frístundamiðstöðvunum er ætlað að stuðla að félagslegri velferð. Þjónusta þeirra á að vera farvegur óformlegrar menntunar, menningar, uppeldis og lýðræðislegrar þátttöku. Undir frístundamiðstöðvarnar heyra 34 frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn, 24 félagsmiðstöðvar fyrir ára ungmenni, auk reksturs fjögurra frístundaklúbba fyrir börn með fötlun í bekk. Unnið hefur verið að því að byggja upp skýran ramma um starfið, m.a. með gerð handbóka fyrir starfsmenn og foreldra. Starfsskrá skrifstofu tómstundamála lýsir helstu markmiðum og verkþáttum starfsins. 14

15 Um rekstur frístundaheimila í grunnskólum segir í núgildandi borgarráðssamþykkt frá 2010: Stefnt skal að samþættum vinnudegi í skólum og frístundaheimilum þannig að skólastarf, hvíld, tómstundir, íþróttir, tónlist og frístundaheimili myndi samfelldan vinnudag hjá börnum í bekk grunnskóla. Frístundastarf komi inn í samfelldan skóladag fremur en að vera í lok vinnudags (16.gr.). Öflugt frístundastarf hefur ekki eingöngu afþreyingargildi heldur jafnframt menntunar- og forvarnargildi. Félagsmiðstöðvar gegna mikilvægu forvarnarhlutverki og skipuleggja bæði opið starf og sértækt hópastarf fyrir ungmenni. Lögð er áhersla á að efla samskipta- og félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og samfélagslega virkni og þátttöku ungmenna (Starfsskrá skrifstofu tómstundamála). Eins og að ofan hefur verið rakið stuðla stefnur og starfsáætlanir menntasviðs, leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs allar að þeirri framtíðarsýn að skólarnir í borginni vinni saman, óháð eða þvert á skólastig, og að frístundastarf komi inn í skóladaginn. Rannsókn á þróun frístundaheimila í Reykjavík hefur sýnt að það er nauðsynlegt að finna leiðir til að efla enn frekar samstarf á milli skóla og frístundaheimila (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2009). Markmiðið er að stofnanir borgarinnar leggist á eitt við að móta barnvænt umhverfi sem taki mið af þörfum fjölskyldna. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland er aðili að, er kveðið á um að menntun barna skuli beinast að því að rækta persónuleika og hæfileika þeirra, sem og andlega og líkamlega 15

16 getu þeirra (29. gr.). Enn fremur skuli gætt að rétti barna til hvíldar, tómstunda og þátttöku í menningarlífi (31. gr), (Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna). Í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar kemur fram mikilvægi þess að leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili móti sér menningarstefnu á grundvelli Vegvísis til listfræðslu (UNESCO) og gerð verði áætlun um samstarf þeirra við listamenn og menningarstofnanir. Þannig verði leitað leiða til að sem flest börn geti notið listkennslu og hreyfingar. Enn fremur er æskilegt að starfsdagar og frí í leik- og grunnskólum séu samræmdir innan hverfa. Jafnframt segir að þjónusta, stuðningur og ráðgjöf við börn, fjölskyldur og skóla eigi heima úti í hverfunum og því gegni þjónustumiðstöðvar og frístundamiðstöðvar mikilvægu hlutverki. Samstarf þeirra sem koma að menntun, umönnun og uppeldi barna og ungmenna skuli markvisst aukið (Samstarfsyfirlýsing Besta flokksins og Samfylkingarinnar). 5.0 Þróun hérlendis og á Norðurlöndum Sameiginleg yfirstjórn leikskóla-, grunnskóla- og frístundamála er í takt við þróun í skipulagi sveitarfélaga sem við berum okkur gjarnan saman við bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Í nær öllum sveitarfélögum landsins er sameiginleg yfirstjórn leik- og grunnskóla. Nýleg könnun sýnir að algengast er að fræðslu- og skólasvið sjái um rekstur frístundaheimila/skóladagvista (Valgerður Freyja Ágústsdóttir, 2010). Þó svo að sérstök íþrótta- og tómstundasvið séu til staðar í mörgum íslenskum sveitarfélögum, er hefð fyrir því að frístundaheimilin séu rekin af fræðslusviðum, svo sem skóladagvistir á Akureyri, skólasel á Seltjarnarnesi og frístundaskólar í Reykjanesbæ. Hins vegar er algengara að íþrótta- og tómstundasvið sjái um rekstur félagsmiðstöðva fyrir unglinga. Þó hefur yfirstjórn skóla og frístundamála nýlega verið sameinuð í Kópavogi og á Ísafirði undir eitt svið (Menntasvið í Kópavogi; Skóla- og fjölskyldusvið á Ísafirði). Í Hafnarfirði hefur yfirstjórn velferðarmála og íþrótta- og tómstundamála nýlega verið sameinuð undir heitinu Fjölskylduþjónusta. Í Mosfellsbæ eru íþrótta- og tómstundamál, þar með taldar félagsmiðstöðvar unglinga, á hendi menningarsviðs en frístundaheimili heyra undir skólana. 16

17 Þróunin á Norðurlöndunum hefur verið með svipuðum hætti hvað snertir skipulag skóladagvista og frístundaheimila. Hér er sérstaklega litið til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar: Noregur Í Osló tók menntasvið við frístundaheimilunum á árinu 2008 og nefnast heimilin í dag Aktivitetsskolen eða frístundaskólar. Frístundaskólarnir reka almenna frístundaþjónustu við börn í 1. til 4. bekk og sértæka þjónustu við fötluð börn í 1. til 7. bekk. Önnur tómstundastarfsemi heyrir undir hverfamiðstöðvar og íþróttamálin eru á hendi umhverfissviðs. Í öðrum stærri borgum í Noregi, svo sem í Þrándheimi og í Bergen, er skipulag íþrótta- og tómstundamála svipað. Í Bergen er stjórn íþrótta- og tómstundamála og menningarmála sameiginleg, í Þrándheimi eru menningarmál, atvinnumál og íþrótta- og tómstundamál sameiginleg en í báðum borgunum tilheyra frístundaheimili menntasviði. Danmörk Í Kaupmannahöfn eru íþrótta- og tómstundamál hluti af sviðinu Kultur og fritid og skóladagvistir eða skolefritidsordning tilheyra sviði sem kallast Børn og unge. Sviðið fer með yfirstjórn leikskóla og grunnskóla, félagsmiðstöðva, sérfræðiþjónustu skóla og tannheilsu skólabarna. Í Árósum er sama skipulag. Yfirstjórn frístundaheimila eða skole fritidsordning er á sviði sem kallast Børn og unge en sviðið fer með yfirstjórn leikskóla og grunnskóla, sérfræðiþjónustu skóla og fleiri verkefni sem tengjast börnum og unglingum. Svíþjóð Svíar hafa gengið hvað lengst fram í því að sameina stefnu og starfsemi skóla og frístundaheimila. Þar í landi eru markmið skóla og frístundaheimila tíunduð í lögum um grunnskóla, leikskóla og frístundaheimili og nánar útlistuð í aðalnámskrá grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila (Läroplan för det obligatoriska skolväsendet, förskoleklassen och fritidshemmet, Lpo 94). Í Stokkhólmi eru frístundaheimili, eða fritidshem, fyrir 6 til 9 ára börn og frístundaklúbbar, eða fritidsklubb, fyrir 10 til 12 ára börn starfræktir undir skóladagvist, eða skolbarnsomsorgen. Skóladagvistin heyrir undir fagsviðið Utbildningsförvaltningen og samsvarar sviðið menntasviði Reykjavíkurborgar. 17

18 Að ofan má sjá að almennt hafa sveitarfélög talið farsælast að sameina stefnumótun skóla og frístundaheimila. Því er óhætt að segja að ákvörðun Reykjavíkurborgar nú um sameiginlega stefnumótun skóla og frístundaheimila samræmist reynslu annarra sveitarfélaga. Þannig verður hægt að horfa til þess sem jákvætt hefur reynst við slíka þróun og þess sem þarf að gæta að. 6.0 Starfsemi skóla- og frístundasviðs Nýtt skóla- og frístundasvið mun annast starfsemi og rekstur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Þá fer sviðið með málefni dagforeldra, myndlistarskóla, skólahljómsveita, tónlistarnáms, Námsflokka Reykjavíkur, frístundaklúbba fatlaðra, frístundastrætóa og samstarf við þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar. Sviðið sér einnig um fjárframlög til sjáfstætt starfandi tónlistarskóla, leikskóla og grunnskóla. Gert er ráð fyrir að innan sviðsins starfi deildir sem skipti með sér verkum ásamt því að vinna náið saman. Stjórn sviðsins tryggi heildstæða stefnumótun, þverfaglegt samstarf og gæti þess að fagaðilar fari með forræði málaflokka. Mikilvægt er að stuðla að áframhaldandi fagþróun í starfi frístundamiðstöðva og horfa til þess árangurs sem náðst hefur undir stjórn íþrótta- og tómstundasviðs. 18

19 Skóla- og frístundasvið mun einnig sinna þjónustu við skóla- og frístundaráð í samræmi við samþykkt um ráðið, hafa yfirumsjón með undirbúningi stefnumörkunar og innleiðingu breytinga, annast gagnavinnslu, samskipti út á við bæði innan lands og utan, gæðamál og skjalastjórnun. Fjármála- og mannauðsstjórnun verði sinnt miðlægt á sviðinu. 3 Þar liggur því ábyrgð á gerð fjárhags- og rekstraráætlana og fjárhagseftirliti með stofnunum sviðsins. Sviðið mun sinna undirbúningi að byggingu skóla, leikskóla og frístundaaðstöðu í samvinnu við Framkvæmda- og eignasvið, þegar það á við. 6.1 Fjármál og mannauður Fjárhagsrammi menntasviðs, leikskólasviðs og ÍTR í fjárhagsáætlun 2011 (í þús. kr.) Í heild: Þar af í yfirstjórn: Menntasvið Leikskólasvið ÍTR Fjárhagsrammi tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði er þús. kr. Fjöldi starfsmanna samkvæmt fjárhagsáætlun 2011 Menntasvið Leikskólasvið ÍTR Samtals: Starfsmenn Stöðugildi Fjöldi starfsmanna tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði er 783. Fjöldi stöðugilda í miðlægum skrifstofum samkvæmt fjárhagsáætlun 2011 Menntasvið* Leikskólasvið ÍTR Samtals: Stöðugildi stjórnendur * Ekki er talin með starfsemi Námsflokka Reykjavíkur, skólasafnamiðstöðvar né skólahljómsveita. Útgjöld leikskólasviðs, menntasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs nema 57% af rekstrarútgjöldum borgarsjóðs þegar frá eru taldar afskriftir og fjármagnsgjöld. Miðað við óbreyttan fjárhagsramma má áætla að árlegur rekstur skóla- og frístundasviðs nemi um 30 milljörðum og að sviðið hafi á að skipa um starfsmönnum. 3 Miðlæg þjónusta er í endurskoðun hjá Reykjavíkurborg og því gætu orðið breytingar á verkefnum stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs 19

20 7.0 Innleiðing breytinganna Mikilvægt er að móta skýra framtíðarsýn fyrir nýtt svið sem endurspeglar þau markmið sem sett eru fram með stofnun sviðsins, sem og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum barna og ungmenna. Menntasvið, leikskólasvið og íþrótta- og tómstundasvið fylgja öll metnaðarfullri stefnumótun í málefnum barna og ungmenna. Tryggt verður að stefna nýs sviðs taki mið af þeim. Með sameiningu leikskólasviðs, menntasviðs og frístundamála verður til fjölbreyttur faghópur sem vinnur að málefnum barna og unglinga. Þar á meðal eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar, frístundaráðgjafar og aðrar fagstéttir sem vinna með börn og ungmenni á leikskólum, í skólum, á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Tekið verður tillit til sérþekkingar þessa fagfólks og þess vettvangs sem það starfar innan þegar einstökum verkefnum er fundinn staður í skipulagi nýs sviðs. Með því að blanda saman ólíkum fagstéttum er ætlunin að stuðla að enn frekari þróun vinnubragða og nýrrar vinnustaðamenningar. Við þá vinnu verður þess gætt að hugmyndafræði allra ofangreindra fagstétta fái notið sín. Eins og fram kemur í tillögunni verður sviðsstjóra sameinaðs sviðs falið að innleiða breytingar og móta nýtt skipurit í samráði við stjórnendur og starfsmenn. Í því sambandi er mikilvægt að gæta þess að öll fagleg starfsemi sviðsins skipi jafnríkan sess í skipuritinu samhliða því að tryggja þverfaglega samvinnu milli starfseininga. Því er ljóst að töluverð áskorun er fólgin í innleiðingu breytinganna. Tillagan gerir ráð fyrir að settur verði á laggirnar stýrihópur undir forystu skrifstofu borgarstjóra sem hafi yfirumsjón með breytingunum. Í stýrihópnum eigi sviðsstjórar sæti ásamt stjórnendum frá sviðunum þremur. Enn fremur verði settur á laggirnar ráðgjafahópur með fulltrúum frá háskólasamfélaginu. Ráðgjafahópurinn mun verða bakhjarl stýrihópsins hvað varðar fagleg málefni sem snerta skipulag og starfsemi sviðsins. Loks er gert ráð fyrir að ráðinn verði verkefnisstjóri sem starfi tímabundið, eða í allt að sex mánuði, að innleiðingu breytinganna í samráði við stýrihóp og skrifstofu borgarstjóra og, á síðari stigum, nýjan sviðsstjóra. 20

21 Tveir undirhópar verða stofnaðir samhliða stofnun stýrihópsins, starfshópur um mannauðsmál og starfshópur um fjármál. Starfshópur um mannauðsmál hefur m.a. umsjón með eftirtöldum verkefnum: Leikreglur og viðmið um réttindi starfsmanna við flutning milli sviða Kjaramál Mótun nýrra starfslýsinga Upplýsingamiðlun og breið þátttaka starfsmanna í breytingaferlinu Starfshópur um fjármál hefur m.a. umsjón með eftirtöldum verkefnum: Leikreglur um tilflutning fjármagns milli ÍTR og skóla- og frístundasviðs Undirbúning að fjárhagsáætlun ársins 2012 Útfærsla á hagræðingarkröfu á miðlæga stjórnsýslu á nýju sviði Til að tryggja að innleiðingin gangi hratt og örugglega fyrir sig er gert ráð fyrir að unnið verði samkvæmt viðurkenndum aðferðum á sviði breytingastjórnunar, m.a. með virkri þátttöku þeirra starfsmanna sem verða fyrir mestum áhrifum af breytingunum. Í samvinnu við starfsmenn þarf að þróa nýjar hugmyndir, ýta úr vör áþreifanlegum verkefnum, breyta innra skipulagi, taka upp nýjar stjórnunaraðferðir og nota önnur verkfæri en áður. Einnig er gert ráð fyrir að allan tímann verði tryggt að starfsmenn séu upplýstir um þá vinnu sem fram fer og er það hluti af innleiðingarferlinu. Öll sviðin þrjú hafa unnið markvisst að þróun mælikvarða til að mæla gæði þjónustunnar, m.a. með þjónustu- og starfsmannakönnunum, á undanförnum árum. Kannanir á vegum sviðanna hafa sýnt ríka ánægju foreldra með þjónustu grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila. Að sama skapi hefur starfsánægja á sviðunum mælst há í samanburði við aðra hópa. Þessir mælikvarðar munu verða nýttir í innleiðingarferli nýs sviðs og þess vandlega gætt að bregðast við neikvæðum breytingum í niðurstöðum ef til þess kemur. 21

22 7.1 Verk- og tímaáætlun Nr. Verkefni Byrjar Lokið 2011 maí jún. júl. ágú. sep. okt. nóv. des. 1 Undirbúningur að mótun tillögu Drög að tillögu lögð fyrir stjórnkerfisnefnd Umsagnir fagráða Tillaga lögð fyrir borgarráð Tillaga fyrir borgarstjórn Staða sviðsstjóra auglýst Stýrihópur tekur til starfa Ráðgjafahópur tekur til starfa Innleiðingarferli með starfsmönnum Nýr sviðsstjóri tekur til starfa Skipurit lagt fyrir borgarráð Nýtt svið tekur til starfa

23 Heimildir: Aðalnámskrá leikskóla Aðalnámskrá grunnskóla Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Borgarráð (2010). Borgarráðssamþykkt um starfsemi og rekstur frístundaheimila Reykjavíkurborgar. Sótt af ssam_ykklok2010.pdf. Kolbrún Þ. Pálsdóttir. (2009). Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn í reykvísku skólastarfi. Í Uppeldi og menntun 18(1), bls Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur. Starfsmannahandbók frístundaheimila. Sótt af tundaheimili_starfsmannahandbok.pdf. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur. Starfsmannahandbók félagsmiðstöðva ÍTR. Sótt af Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur. Foreldrahandbók frístundaheimila. Sótt af Reykjavíkurborg. (2011). Greining tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Sótt af u_taekifaera_lokaskyrsla_28._feb.pdf. Samstarfsyfirlýsing Besta flokksins og Samfylkingarinnar, ódags. Starfsáætlun Íþrótta- og tómstundasviðs 2011, Starfsáætlun Leikskólasviðs 2011, Starfsáætlun Menntasviðs 2011, Starfsskrá skrifstofu tómstundamála. Sótt af r TR_2007.pdf. Valgerður Freyja Ágústsdóttir. (2010). Könnun á starfsemi og stjórnun lengdrar viðveru. Sótt af Viðhorfskönnun frístundaheimila ÍTR, Menntasvið. (2010). Viðhorf foreldra til grunnskólastarfs í Reykjavík 23

24 Reykjavík, 14. apríl 2011 R Borgarráð Tillögur borgarstjóra um sameiningar og samrekstur leikskóla, grunnskóla og yfirstjórnar frístundaheimila Borgarráð samþykkir eftirfarandi tillögur um samrekstur og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og yfirstjórnir skóla og frístundaheimila með vísan til fyrirliggjandi gagna, meðal annars tillögur starfshóps frá febrúar 2011 og á grundvelli úrvinnslu og umsagna menntaráðs og ÍTR: 1. Lagt er til að skoðað verði með heildrænum hætti leik- og grunnskólastarf, svo og frístunda- og félagsstarf barna og unglinga í 111 Reykjavík. Lagt er til að í umboði borgarstjóra verði skipaður starfshópur fulltrúa foreldra og fulltrúa starfsfólks leikskóla, grunnskóla og ÍTR, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Leiknis, Gerðubergs og annarra hagsmunaaðila. Starfshópurinn leiti leiða til að auka samstarf í Efra-Breiðholti í skóla- og frístundastarfi, til að efla félagslegan jöfnuð, árangur, vellíðan og þátttöku barna og unglinga í frístunda- og menningarstarfi. Horfið verður frá aldursskiptingu Hólabrekku- og Fellaskóla og sameiningu Hraunborgar og Aspar og Suðurborgar og Hólaborgar, a.m.k. að sinni. Starfshópurinn taki strax til starfa og skili tillögum til borgarstjóra eigi síðar en 1. apríl Verkefnið verði tengt átaksverkefninu,,111 Reykjavík sem var hleypt af stokkunum í upphafi kjörtímabilsins. 2. Lagt er til að sameina grunnskólann Ártúnsskóla, leikskólann Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel. Sameiningin komi til framkvæmda 1. janúar 2012 og leitað verði eftir samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu breytinganna. Horft verði til framkvæmdarinnar sem tilraunaverkefnis og af því dreginn lærdómur fyrir frekari skólaþróun á næstu árum. Við undirbúning sameiningar verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 3. Lagt er til að frestað verði til ársins 2013 að sameina Fossvogsskóla, Kvistaborg og frístundaheimilið Neðstaland og litið verði til reynslu Dalskóla og samreksturs Ártúnsskóla, Kvarnaborgar og Skólasels sem fyrirmyndar. 4. Lagt er til að menntasviði verði falið að koma á samráði við stjórnendur og starfsmenn grunnskólanna í Vesturbæ auk skólaráða og foreldraráða (skólasamfélagið) og

25 koma með tillögur að breytingum á skólastarfi í Vesturbæjar-, Mela-, Granda- og Hagaskóla. Markmiðið er að finna leiðir til að komast hjá því að byggja við þá skóla sem senn komast í húsnæðisþröng vegna nemendafjölgunar. Starfshópur taki til starfa strax og skili tillögum til borgarstjóra eigi síðar en 1. desember Lagt er til að sameina yfirstjórn Korpuskóla og Víkurskóla 1. janúar Nemendur í bekk úr Staðahverfi sæki áfram nám í Víkurskóla. Við undirbúning breytinga verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 6. Lagt er til að sameina yfirstjórn Borgaskóla og Engjaskóla 1. janúar Skólastjórnendum verði falið að vinna að auknu samstarfi og/eða sameiningu unglingadeilda skólanna. Stefnumótandi ákvörðun komi til framkvæmda fyrir upphaf skólaársins Við undirbúning breytinga verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 7. Lagt er til að sameina yfirstjórn Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla 1. janúar Nýjum skólastjórnendum verði falið að vinna að flutningi nemenda á unglingastigi fyrir skólaárið sem gætu valið um skólavist í Réttarholtsskóla eða Álftamýrarskóla. Við undirbúning breytinga verði haft samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk. 8. Lagt er til að Foldaskóli verði heildstæður safnskóli á unglingastigi fyrir nemendur úr Húsaskóla og Hamraskóla. Unnið verði að undirbúningi breytinganna allt næsta skólaár með þátttöku foreldra og starfsfólks og breytingin komi til framkvæmda skólaárið Samhliða þessum breytingum er lagt til að rekstur Húsaskóla og Hamraskóla verði skoðaður með tilliti til betri nýtingar á húsnæði og hugsanlegrar sameiningar í stjórnun eða sameininga við leikskóla í nágrenninu. 9. Lagt er til að sameina yfirstjórn í neðangreindum leikskólum frá 1. júlí Lagt er til að þar sem þrír leikskólar verði sameinaðir undir einni stjórn verði stjórnunarhlutfall aukið svo að aðstoðarleikskólastjórar verði tveir á fyrsta starfsári sameinaðs skóla. Lögð verði áhersla á að foreldrar og starfsfólk séu virkir þátttakendur í innleiðingarferli nýrra sameinaðra leikskóla. Drafnarborg og Dvergasteinn Barónsborg, Lindarborg og Njálsborg Hamraborg og Sólbakki Hlíðaborg og Sólhlíð Holtaborg og Sunnuborg Hlíðarendi og Ásborg Laugaborg og Lækjaborg Furuborg og Skógarborg Arnarborg og Fálkaborg Hálsaborg og Hálsakot Foldaborg, Foldakot og Funaborg 10. Lagt er til að haustið 2011 verði skóla- og frístundastarf 6-9 ára barna samþætt í einu þjónustuhverfi og jafnframt því undirbúin sameining yfirstjórnar skóla og frístundastarfs í borginni allri.

26 Hjálögð er skýrsla starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila lögð fram í febrúar 2011 auk umsagna meirihluta menntaráðs og meirihluta íþrótta- og tómstundaráðs. Jón Gnarr

27 Reykjavík, 14. apríl 2011 R Borgarráð Sameining skóla- og frístundamála Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning að sameiningu leikskólasviðs og menntasviðs. Ennfremur verði þau verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði hluti af sameinuðu sviði. Verkefnin eru meðal annars umsjón með frístundamiðstöðvum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og öðru tómstundastarfi barna og ungmenna. Stofnað verði nýtt skóla- og frístundasvið. Stöður sviðsstjóra menntasviðs og leikskólasviðs verði lagðar niður og staða sviðsstjóra sameinaðs sviðs auglýst laus til umsóknar. Borgarstjóra verði falið að skila tillögu að sameiningu ásamt umsögn stjórnkerfisnefndar í byrjun maí en stefnt er að því að nýr sviðsstjóri taki til starfa eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Greinargerð: Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum á leikskólaaldri, grunnskólaaldri og í frítímaþjónustu til 18 ára aldurs er í fyrsta lagi að stuðla að heildstæðri faglegri stefnumótun og þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Í öðru lagi er markmiðið að efla yfirsýn yfir málaflokkinn, auka samræmi á milli þjónustuþátta. Í þriðja lagi er markmiðið að efla samstarf starfsfólks til að styrkja þá nauðsynlegu fagmennsku sem er forsenda heildstæðrar þjónustu. Börn og ungmenni eiga að vera í fyrirrúmi í allri þjónustu Reykjavíkurborgar. Þjónustan á að miða að fjölskylduvænum starfsdegi. Mikilvægt er að líta svo á að allt umhverfi barna og ungmenna, hvort heldur sem um er að ræða á frístundaheimili eða í skóla sé eitt lærdómssamfélag, þar sem skilningur og virðing fyrir velferð barna og þörfum fjölskyldna er í fyrirrúmi. Til að ná því markmiði er mikilvægt að brjóta upp hefðbundin skil á milli leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs og vinna markvisst að því að sameina faglegar áherslur í stefnumótun og starfi. Með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum á leikskólaaldri, grunnskólaaldri og í frítímaþjónustu til 18 ára aldurs má ekki aðeins ná fram faglegum ávinningi, heldur má ætla að með aukinni samþættingu starfa og öflugri heildarsýn á þjónustuna verði hægt að ná fjárhagslegum ávinningi þegar innleiðingu sameiningar er lokið. Jón Gnarr

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014 Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2014 2 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 LEIÐARLJÓS... 6 HLUTVERK... 6 SKIPURIT... 7 STARFSEMIN Í TÖLUM... 7 VERKEFNI SKRIFSTOFU SFS... 9 VERKEFNI...

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013

Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013 Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna 2014-2017 Byggð á Menningarstefnu 2013 Starfshópur um menningu barna og ungmenna 1. október 2014 31. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 1. Aðildarríki viðurkenna

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum þróun norrænna fjölskyldumiðstöðva

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar 2017 vinátta virðing gleði 1 Leikskól Snæfellsbæjar 1. útgáfa sumarið 2017 Útgefandi: Leikskóli Snæfellsbæjar Krílakt v/brúarhlt 9, s: 4336925 Kríuból v/naustabúð 17,

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands Heildarendurskðun grunnskólalaga Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Nregs g Írlands 23. - 27. któber 2006 Menntamálaráðuneytið Desember 2006 Efnisyfirlit Inngangur...3 Danmörk...4

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum Birna Arnbjörnsdóttir Háskóla Íslands Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1. Inngangur Á haustmánuðum 2008 leitaði Norræna ráðherranefndin til Danmarks

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA]

[SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] 2015-2016 [SKÓLANÁMSKRÁ HRÍSEYJARSKÓLA] [Type the abstract of the document here. The abstract is typically a short summary of the contents of the document. Type the abstract of the document here. The abstract

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

Nóvember 2011 SKÝRSLA/GREINARGERÐ. Upplýsingtæknimiðstöð Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Innri endurskoðun

Nóvember 2011 SKÝRSLA/GREINARGERÐ. Upplýsingtæknimiðstöð Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Innri endurskoðun SKÝRSLA/GREINARGERÐ Nóvember 2011 Upplýsingtæknimiðstöð Reykjavíkur Reykjavíkurborg Innri endurskoðun EFNISYFIRLIT Samantekt 2 Inngangur 4 1 Tilefni og markmið úttektar 5 2 Kostnaðarbókhald 6 3 Starfsumhverfi

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Samþykkt í borgarstjórn 3. desember 2013 Reykjavíkurborg

Samþykkt í borgarstjórn 3. desember 2013 Reykjavíkurborg Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2014 Samþykkt í borgarstjórn 3. desember 2013 Reykjavíkurborg Efnisyfirlit Fjárhagsáætlun 2014 Samstæða A og B hluti Rekstrarreikningur... 5 Efnahagsreikningur... 6 Sjóðstreymi...

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12

Efnisyfirlit: Inngangur: Valby Börneasyl / Valby Dosseringens Vuggestue Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Danmörk haustið 2005 Efnisyfirlit: Inngangur:... 3 Valby Börneasyl / Valby... 5 Dosseringens Vuggestue... 8 Börnehaven Prinsessehöj / Virum... 12 Skovbörnehave Mariehönen / Virum... 17 Dyreskov Skovbörnehave...

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja Blaðsíða 1 Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja 2015-2016 Efnisyfirlit Innihald Formáli... 5 Inngangur... 5 Hagnýtar upplýsingar... 5 Skólastjórnendur... 5

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt 541 TRYKSAG 457 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

FORMENNSKA NOREGS 2017

FORMENNSKA NOREGS 2017 FORMENNSKA NOREGS 2017 1 Formennska Noregs 2017 ISBN 978-92-893-4698-6 (PRINT) ISBN 978-92-893-4699-3 (PDF) http://dx.doi.org/10.6027/anp2016-764 ANP 2016:764 Norræna ráðherranefndin 2016 Umbrot: Mette

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands Skýrsla stjórnar Frá skrifstofu AÍ 6 Ársskýrsla samkeppnisnefndar

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands Skýrsla stjórnar Frá skrifstofu AÍ 6 Ársskýrsla samkeppnisnefndar 4 1 Efnisyfirlit Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands 2013 3 Skýrsla stjórnar Frá skrifstofu AÍ 6 Ársskýrsla samkeppnisnefndar Markaðs- og kynningarmál 8 Markaðsnefnd Útgáfa 9 Ritnefnd Arkitektúr - tímarit

Læs mere

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá -

Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Færni í ferðaþjónustu II - Námsskrá - Nafn námsskrár: Færni í ferðaþjónustu II Lengd náms: 100 kennslustundir Fjöldi eininga: Allt að 9 einingar Hverjum ætlað: Starfsfólki í ferðaþjónustu 1. útgáfa 2008

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM MARS 1991 E F N I S Y F I R L I T INNGANGUR... 1 HELSTU NIÐURSTÖÐUR... 2 HLUTVERK RÍKISSPÍTALA... 7 STJÓRNUN RÍKISSPÍTALA... 7 Stjórnskipulag... 7 Stjórnarnefnd,

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere