Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir"

Transkript

1 Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig opinber útboð varða. Telur stofnunin sérstaklega mikilvægt að tekin sé til skoðunar framkvæmd opinberra innkaupa og útboða eftir að efnahagserfiðleikarnir skullu með fullum þunga á íslensku þjóðinni í kjölfar falls bankanna haustið Í því samhengi vísar Samkeppniseftirlitið til skýrslu sinnar nr. 2/2008 Öflug uppbygging opnun markaða og efling atvinnustarfsemi, þar sem fram kom að útboð af hálfu opinberra aðila séu almennt til þess fallin að efla samkeppni og auðvelda aðgang nýrra aðila að markaðnum, sbr. jafnframt álit Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008 Úthlutun ríkisstyrks til áætlunarflugs milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Í kjölfar útgáfu framangreindrar skýrslu var fjármálaráðherra tjáð að Samkeppniseftirlitið hefði hug á að gefa út álit vegna opinberra útboða þar sem útboð gætu örvað samkeppni og þar með unnið gegn skaðlegum áhrifum þeirra áfalla sem gengið hafa yfir íslenskt efnahagslíf að undanförnu og stuðlað að aukinni atvinnu og uppbyggingu í íslensku efnahagslífi. Jafnframt var sams konar bréf sent Ríkiskaupum og Framkvæmdasýslu ríkisins, en þessar stofnanir hafa almennt með útboð að gera. Þá hefur Samkeppniseftirlitið rætt við ýmsa aðila og aflað annarra gagna vegna útgáfu þessa álits. II. Lagaumhverfi Markmið samkeppnislaga er að efla virka samkeppni í viðskiptum. Markmiðinu skal ná með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn óréttmætum viðskiptaháttum, skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. 1 Hér er átt við opinber innkaup í víðum skilningi, þ.e. kaup ríkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja í opinberri eigu á vörum, þjónustu og framkvæmdum.

2 Í c-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga segir að hlutverk Samkeppniseftirlitsins sé...að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaði. Telji Samkeppniseftirlitið ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla stríða gegn markmiði samkeppnislaga og torvelda frjálsa samkeppni í viðskiptum eigi það samkvæmt 18. gr. laganna að vekja athygli ráðherra á því. 1. Lög um framkvæmd útboða o.fl. Núgildandi reglur um opinber útboð er að finna í lögum nr. 65/1993 um framkvæmd útboða og lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup. Einnig má nefna lög nr. 84/2001 um skipan opinberra framkvæmda sem fjalla um kaup hins opinbera á gerð, viðhaldi eða breytingu mannvirkja. Reglur um opinber útboð eiga að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu sbr. 1. gr. laga um opinber innkaup. Hugtakið útboð er skilgreint í 2. gr. laga um framkvæmd útboða sem ferli þar sem kaupandi leitar skriflegra, bindandi tilboða í verk, vöru eða þjónustu sem verið er að bjóða út. Tilboðanna skuli aflað frá fleiri en einum aðila, samkvæmt sömu upplýsingum og innan sama frests. Í 3. gr. laga um opinber innkaup kemur fram til hvaða aðila lögin taka. Telst aðili opinber ef hann getur borið réttindi og skyldur að lögum og sérstaklega hefur verið stofnað til hans í því skyni að þjóna almannahagsmunum, enda reki hann ekki starfsemi sem jafnað verður til starfsemi einkaaðila, svo sem á sviði viðskipta eða iðnaðar. Þá skal eitthvert eftirfarandi atriða eiga við um hann: a. Starfsemi hans er að mestu leyti rekin á kostnað ríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirra eða annarra opinberra aðila. Miðað skal við að aðili sé að mestu leyti rekinn á kostnað ríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirra eða annarra opinberra aðila ef opinber fjármögnun nemur meira en 50% af árlegum rekstrarkostnaði. b. Hann lýtur yfirstjórn ríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirra eða annarra opinberra aðila. c. Hann lýtur sérstakri stjórn sem ríki eða sveitarfélög, stofnanir þeirra eða aðrir opinberir aðilar skipa að meiri hluta. Af ákvæðinu leiðir að atvinnufyrirtæki sem eru í opinberri eigu myndu jafnan ekki falla undir lögin en aðrir aðilar t.a.m. sjálfeignarstofnanir, sem eru að meginstefnu til fjármagnaðar af hinu opinbera og þjóna almannahagsmunum, falla undir gildissvið laganna. Útboð eru margskonar og gilda um þau misjafnar reglur eftir því hvaða háttur er viðhafður eða hvers eðlis útboðin eru. Þessi munur er ekki mikilvægur fyrir álit þetta og verða reglurnar því ekki reifaðar frekar. Þó er rétt að taka fram að skv. 20. gr. laga um 2

3 opinber innkaup skal bjóða út öll innkaup ríkisins, stofnana þess og annarra hluta ríkisvaldsins á vörum þegar verðmæti þeirra fer yfir kr. og kaup á þjónustu og verklegum framkvæmdum þegar verðmætið fer yfir kr. eða fara eftir ákveðnum lögmæltum innkaupaferlum. Eru framangreindar fjárhæðir bundnar vísitölu neysluverðs og breytast til samræmis við hana annað hvert ár, í fyrsta sinn 1. janúar 2009, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um opinber innkaup. Sveitarfélög eru þó sérstaklega undanþegin útboðum skv. 2. þætti laga um opinber innkaup sem fjalla um innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins. Settar hafa verið á fót með lögum ákveðnar stofnanir til þess að annast opinber innkaup fyrir stofnanir ríkisins og ríkisfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða Ríkiskaup en mælt er fyrir um stofnun Ríkiskaupa í 85. gr. laga um opinber innkaup. Hins vegar er um að ræða Framkvæmdasýslu ríkisins sem komið var á fót með lögum nr. 54/2001 um skipan opinberra framkvæmda, sbr. 19. gr. laganna. Í lögum um opinber innkaup er jafnframt mælt fyrir um hlutverk og skyldur kærunefndar útboðsmála sbr. XIV. kafla laganna. Samkvæmt 91. gr. laga um opinber innkaup skal nefndin leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum um opinber innkaup, þar á meðal þeim ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB sem vísað er til í lögunum, og reglum settum samkvæmt þeim. 2. EES samningurinn og evrópskar reglur. Öll aðildarríki hins Evrópska efnahagssvæðis eru bundin sambærilegum reglum og Ísland varðandi opinber innkaup. Í 65. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið er mælt fyrir um að sérstök ákvæði og fyrirkomulag um innkaup sem fram koma í XVI. viðauka við samninginn skuli gilda á Íslandi. Sá viðauki fjallar um opinber innkaup. Er mælt fyrir um það í viðaukanum að Ísland skuli taka upp tilteknar réttargerðir EB sem lúta að samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga. Tilskipanir EB taka ekki til allra útboða. Er ríkjum EB því að einhverju leyti frjálst að setja sér aðrar reglur um útboð. Þeirri stefnu er fylgt í lögum um opinber innkaup að skapa samræmi á milli reglna um opinber innkaup undir innlendum viðmiðunarfjárhæðum og reglum um innkaup yfir viðmiðunarfjárhæðum EES. Þá eru vissir þættir í tilskipunum EB valkvæðir. Þrátt fyrir að efnis- og formreglur um opinber útboð hafi að verulegu leyti verið samræmdar innan EES er nokkur munur á. Í þessu sambandi er rétt að huga að því hvernig eftirliti með útboðum er háttað á hinum Norðurlöndunum. Valdsvið danska samkeppniseftirlitsins nær þannig til útboðsmála. Fjallar danska samkeppniseftirlitið um kvartanir sem lúta að útboðum. Stofnunin hefur fyrst og fremst tækifæri til þess að hafa áhrif á málsmeðferð í útboðum. Þá hefur danska Samkeppniseftirlitið gefið út leiðbeiningar (d. vejledning) um túlkun útboðsreglnanna. 2 Í Danmörku er starfandi kærunefnd útboðsmála líkt og á Íslandi sem sér um meðferð kvartana vegna opinberra útboða. 2 Sjá nánar Konkurrencestyrelsens vejledning om udbudsreglerne og tilbudsloven. Slóðin er 3

4 Tiltekin verkefni á sviði útboðsmála hafa jafnframt verið færð undir sænska samkeppniseftirlitið. Beita Svíar meðal annars tilteknum ráðstöfunum til þess að draga úr hættunni á samráði við útboð. Í Danmörku og Svíþjóð hefur margvíslegt eftirlit með formhlutum útboða verið fært undir eftirlit samkeppniseftirlitanna í því augnamiði að bæta framkvæmd útboða. 3. Samkeppnislög. Í 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 er lagt bann við öllu samráði fyrirtækja, sem hefur að markmiði eða leiðir til þess að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað. Samkvæmt a-lið 1. mgr. 37. gr. laganna, varðar brot gegn ákvæðinu stjórnvaldssektum en þær geta numið allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs hjá hverju því fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja sem aðild eiga að broti, sbr. 1. ml. 2. mgr. 37. gr. laganna. Í 41. gr. a laganna segir að starfsmaður eða stjórnarmaður fyrirtækis eða samtaka fyrirtækja, sem framkvæmir, hvetur til eða lætur framkvæma samráð sem brýtur gegn 10. og/eða 12. gr. samkeppnislaga og varðar samráð m.a. um gerð tilboða skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Framangreindur refsirammi samkeppnislaga er til vitnis um það að m.a. ólögmætt samráð fyrirtækja í opinberum útboðum telst sérstaklega alvarlegt brot. Með því kunna framleiðsluþættir eða fé að vera flutt frá kaupendum þ.e. ríki og sveitarfélögum til þeirra fyrirtækja sem gerast sek um ólögmætt samráð og um leið er grafið undan trausti almennings á samkeppnisreglum og kostum virkrar samkeppni. Ólögmætt samráð tengt útboðum veldur samfélaginu tjóni sem getur orðið mun meira en ávinningur bjóðenda af slíku samráði. Afleiðing slíks samráðs er að komið er í veg fyrir að kaupendur fái keypt verk, vöru eða þjónustu á lægsta mögulega verði. III. Álit Samkeppniseftirlitsins Álit þetta fjallar um opinber innkaup og hvernig útboð geta haft jákvæð áhrif á samkeppni. Þá er mælst til þess að aðstandendur opinberra útboða gæti þess að farið sé að samkeppnislögum við framkvæmd útboða og settur fram gátlisti í því skyni að auðvelda aðilum að sporna við og koma auga á samkeppnishindranir. Álitið er sett fram á grundvelli c.-liðar 8. gr. samkeppnislaga en samkvæmt ákvæðinu skal Samkeppniseftirlitið gæta þess að opinberir aðilar takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra aðila að markaði. 1. Almennt um opinber útboð Útboð opinberra aðila geta verið skilvirk aðferð til þess að efla nýsköpun og starfsemi frumkvöðla, sbr. m.a. skýrsla Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008. Opinber útboð geta því verið mikilvægur liður í að örva samkeppni og vinna þannig gegn skaðlegum áhrifum þeirra áfalla sem gengið hafa yfir undanfarið og stuðla að aukinni atvinnu og uppbyggingu í íslensku efnahagslífi. Samkeppniseftirlitið vísar einnig til sameiginlegrar skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna sem kom út í september 2009, Competition Policy and Financial Crises Lessons Learned and the Way Forward. Meginniðurstaða 4

5 skýrslunnar var sú að á tímum efnahagsþrenginga væri sérstaklega mikilvægt að standa vörð um samkeppni og beita í því skyni virkum og ströngum samkeppnisreglum. Í skýrslunni sagði jafnframt að með opinberum útboðum fengist mikilvægur efnahagslegur hvati, en úr honum væri dregið með ólögmætu samráði. Opinber útboð geta skilað miklum árangri. Í sænskri skýrslu frá árinu 2008 kemur fram það mat að andvirði vöru og þjónustu sem var útboðsskyld á árinu 2006 í Svíþjóð hafi verið milli 450 og 535 milljarðar sænskra króna eða sem svarar 15-18% af vergri landsframleiðslu þjóðarinnar það ár. 3 Í Noregi hefur verið áætlað að opinber innkaup nemi milljörðum norskra króna svo annað dæmi sé tekið. Landsframleiðslan í Noregi er vel á þriðja þúsund milljarða norskra króna. 4 Væru þessi hlutföll yfirfærð beint á Ísland gætu útboðsskyld opinber innkaup hér á landi (þ.m.t. verklegar framkvæmdir) hugsanlega hafa numið milljörðum íslenskra króna árlega á árunum 2007 og 2008, en ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um þetta efni og ýmsar forsendur eru hér aðrar en í þessum tveimur löndum. Samkeppniseftirlitið telur að ætla verði að um verulegar upphæðir sé að ræða þrátt fyrir að óvíst sé að þær nái sambærilegu hlutfalli landsframleiðslu og á hinum Norðurlöndunum. 5 Hvað sem þessu líður er ljóst að miklir hagsmunir eru tengdir opinberum útboðum. 2. Samkeppnishömlur af hálfu tilboðsgjafa. Fyrirtæki sem taka þátt í útboðum hafa mikla hagsmuni af niðurstöðu þeirra. Það hefur borið við að þau reyni með ólögmætum hætti að hafa áhrif á þau sér í hag. Með því leitast fyrirtækin í reynd við að draga úr gagnsemi útboðanna hvað varðar lægra verð og meiri gæði fyrir kaupendurna og aukna nýsköpun á markaði. Mörg dæmi, m.a. hér á landi, eru um ólögmætt samráð við gerð tilboða. Þá eru einnig dæmi um að samningar sem gerðir hafa verið í kjölfar útboða hafi verið úrskurðaðir ólögmætir vegna þess að þeir hafa innifalið t.a.m. einkakaupaákvæði. Gildir það jafnt um útboð einkafyrirtækja og opinberra aðila: Á tímabilinu bauð Vegagerðin árlega út kaup á white spirit sem er íblöndunarefni í asfalt og var Vegagerðin langstærsti kaupandinn á þessu efni. Olíufélögin Skeljungur og Olís höfðu ólögmætt samráð um tilboðsgerð í þessum útboðum. Höfðu fyrirtækin með sér samráð um verð og skiptu með sér þessum viðskiptum án vitneskju Vegagerðarinnar. 6 Á árinu 1996 bauð fyrirtækið Ístak út tiltekin viðskipti. Olíufélagið og Olís höfðu ólögmætt samráð um skila ekki inn tilboði nema útboðið væri formlegt. 7 Á árinu 1996 bauð Reykjavíkurborg út olíuviðskipti sín. Olíufélagið, Skeljungur og Olís höfðu með sér ólögmætt samráð í útboðinu. Samræmdu fyrirtækin aðgerðir sínar og ákváðu það verð sem hvert félag myndi bjóða. Ákveðið var sameiginlega 3 Offentlig upphandling och offentliga inköb omfattning och sammansättning, Mats Bergman Södertörns högskola, 26. november Statistisk sentralbyrå. Slóðin er 5 Engar áreiðanlegar tölur eru fyrirliggjandi um heildarútboð á vegum opinberra aðila á Íslandi. 6 Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 Ker hf. (áður Olíufélagið hf.), Olíuverzlun Íslands hf., Skeljungur hf. og Bensínorkan ehf. gegn samkeppnisráði. 7 Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/

6 hvaða félag myndi fá umrædd viðskipti og einnig ákváðu þau að skipta á milli sín framlegð af þessum viðskiptum. 8 Á árinu 1996 óskuðu Ríkiskaup fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins eftir tilboðum í eldsneyti fyrir m.a. fyrir lögreglubifreiðar. Olíufélögin stilltu saman tilboð sín og samráðið miðaði að því að Olíufélagið héldi tilteknum viðskiptum en myndi þess stað láta hin félögin fá hluta af framlegð af viðskiptunum. 9 Á árinu 1996 óskuðu Ríkiskaup fyrir hönd Landhelgisgæslunnar eftir tilboðum í eldsneyti og smurolíur fyrir skip, þyrlur og flugvél. Olíufélagið, Skeljungur og Olís höfðu með sér ólögmætt samráð í útboðinu. Samræmdu fyrirtækin aðgerðir sínar og ákváðu það verð sem hvert félag myndi bjóða. Ákveðið var sameiginlega hvaða félag myndi fá umrædd viðskipti og einnig ákváðu fyrirtækin að skipta á milli sín framlegð af þessum viðskiptum. 10 Á árinu 1996 og 1997 óskaði Flugleiðir eftir tilboðum í þotueldsneyti sem afhenda skyldi á Keflavíkurflugvelli. Olíufélögin þrjú höfðu með sér samráð í þessum útboðum. Miðaði samráðið m.a. að því að hækka verð gagnvart Flugleiðum og skipta ágóðanum milli olíufélaganna. 11 Á árunum bauð landbúnaðarráðuneytið út kvóta vegna innflutnings á blómum. Fyrirtækin Blómasalan, Brum og Grænn markaður höfðu með sér ólögmætt samráð við gerð tilboða í þessum útboðum. Vegna samráðsins greiddu fyrirtækin þrjú 3-12 krónur í einu tilviki fyrir kíló af innflutningskvóta meðan annað fyrirtæki var látið greiða 450 krónur. Aðstaðan í þessu máli var sérstök þar sem samráðið miðaði að því að halda niðri gjöldum sem renna áttu í ríkissjóð, gjöldum sem ekki eru hugsuð sem tekjustofn heldur sem stýritæki við innflutning á landbúnaðarvörum. 12 Íslenska álfélagið óskaði eftir tilboðum olíufélaganna í eldsneyti á árinu Olíufélögin höfðu samráð um tilboðsgerð í þessu útboði. Samráðið gekk meðal annars út á það að félögin myndu bjóða með þeim hætti að Skeljungur héldi viðskiptunum og myndi halda áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og Olíufélaginu. 13 Á árinu 1998 ákváðu olíufélögin þrjú hvaða afslátt dómsmálaráðuneytinu yrði boðið næst þegar útboð ætti sér stað. 14 Á árinu 1998 óskaði Landssími Íslands eftir tilboðum í olíuvörur fyrir bílaflota fyrirtækisins. Olíufélögin þrjú höfðu samráð um hvaða verð ætti að bjóða Landssímanum. 15 Á árinu 1998 óskaði Flugfélag Íslands eftir tilboðum í eldsneyti afhent á Reykjavíkurflugvelli. Skeljungur og Olís höfðu samráð í útboðinu. Samráðið hafði m.a. það að markmiði að tryggja að Skeljungur héldi viðskiptunum og tryggja þá markaðsskiptingu sem ríkt hafði á Reykjavíkurflugvelli. 16 Á árinu 2000 óskaði Íslenska járnblendifélagið eftir tilboðum í eldsneyti og aðrar rekstrarvörur. Olís og Skeljungur höfðu með sér ólögmætt samráð í þessu útboði. 8 Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Ákvörðun samkeppnisráðs nr. 9/1999 Samráð við gerð tilboða í innflutning á blómum. 13 Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/

7 Olíufélagið braut gegn 10. gr. samkeppnislaga með því m.a. að taka þátt í fundum um útboðið. 17 Á árinu 2001 óskaði Reykjavíkurborg eftir tilboðum í kaup á eldsneyti fyrir Strætó bs. og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Í aðdraganda útboðsins áttu olíufélögin með sér viðræður og leituðust við að stilla saman strengi og brutu þar með gegn 10. gr. samkeppnislaga. 18 Árið 2001 gerði Hf. Eimskipafélag Íslands flutningasamning við Heklu hf. í kjölfar útboðs hins síðarnefnda á öllum flutningum sínum. Í máli þar sem Samskip kvartaði m.a. yfir ákvæðum í samningnum við Heklu var komist að þeirri niðurstöðu að samningurinn fæli í sér einkakaup og þar með misnotkun á markaðsráðandi stöðu Eimskips og brot á 11. gr. samkeppnislaga. 19 Árið 2002 gerði Hf. Eimskipafélag Íslands flutningasamning við Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. í kjölfar þess að Ölgerðin hafði óskað eftir tilboðum í flutninga fyrirtækisins. Með samningnum braut Hf. Eimskipafélag Íslands gegn 11. gr. samkeppnislaga þar sem samningurinn fól í sér ákvæði um einkakaup auk þess sem tiltekin ákvæði um afslætti í samningnum voru talin auka skaðleg áhrif hans. 20 Samkeppnisyfirvöld víða um lönd hafa einnig þurft að takast á við brot af þessum toga. Hefur verið bent á að þegar stjórnvöld reyna að vinna gegn efnahagsþrengingum t.d. með opinberum framkvæmdum og útboðum tengdum þeim þurfi þau að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart því að fyrirtæki hafi samráð við tilboðsgerð. 21 Alþjóðlegar rannsóknir sýna að verð hækkar oft um 10-30% og í ákveðnum tilvikum um allt að 50% þegar keppinautar stunda ólögmætt samráð. 22 Með hliðsjón af umfangi opinberra innkaupa gefur það auga leið að mikilvægt er að stemma stigu við ólögmætu samráði í útboðum. Á Norðurlöndunum hafa stjórnvöld því skorið upp herör til að reyna að koma í veg fyrir samráð bjóðenda við gerð tilboða (e. bid rigging) sem kalla mætti tilboðssvik á íslensku. Samkeppnishömlur í tengslum við útboð geta verið af ýmsum toga. Alvarlegustu hömlurnar felast í samráði keppinauta við gerð tilboða, þ.e. tilboðssvikum. Slíkt samráð getur tekið á sig ýmsar myndir svo sem: Gervitilboð. Í því felst að tilboðsgjafar sammælast um hver skuli skila inn hagstæðasta tilboðinu. Hinir tilboðsgjafarnir skila þá inn verri tilboðum eða jafnvel óaðgengilegum eða ógildum tilboðum. Ákveðin fyrirtæki gera ekki tilboð. Ætla má að flest fyrirtæki sem selt geta viðkomandi vöru eða þjónustu vilji að jafnaði taka þátt í útboði. Þegar samskonar útboð á sér stað oftar en einu sinni án þátttöku eins eða fleiri fyrirtækja sem geta hæglega tekið þátt kann að vera um tilboðssvik að ræða. 17 Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2008 Hf. Eimskipafélag Íslands gegn Samkeppniseftirlitinu. 20 Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/ Sjá t.d. ræðu Christinu Varney, yfirmanns samkeppnisdeildar bandaríska dómsmálaráðneytisins, Vigorous Antitrust Enforcement in this Challenging Era, 12. maí 2009, 22 Sjá t.d. umfjöllun í skýrslu nendar forsætisráðherra um viðurlög við efnahagsbrotum, 12. október

8 Fyrirtæki skiptast á um að vera með hagstæðasta tilboðið. Fyrirtæki skipta fyrirfram með sér markaði eftir svæðum, vöruflokkum eða öðrum þáttum. Hættara er við samráði á sumum mörkuðum en öðrum. Almennt má segja að hætta á samráði aukist eftir því sem færri eru um hituna. Séu takmarkaðar líkur á að nýir keppinautar komi inn á markaðinn vegna aðgangshindrana eru líkur á því að fyrirtækin samhæfi tilboðsstefnu sína meira en ella. Séu vörur samkeppnisaðila svipaðar og fáar eða engar heppilegar staðgönguvörur eru á markaðnum aukast enn líkurnar á samráði eða samhæfingu á milli fyrirtækja. Í sumum tilvikum er auðveldara fyrir aðila á markaði að samhæfa aðgerðir sínar sökum þess að töluverð samskipti eru á milli fyrirtækja, t.a.m. í gegnum atvinnuvegasamtök. Jafnframt getur verið að markaðurinn sé mjög gagnsær þannig að keppinautar eigi auðvelt með að reikna út stefnu annarra fyrirtækja á markaðnum. Jafnan dregur úr hættunni á samhæfingu þegar markaðir einkennast af nýjungum og mikilli vöruþróun eða öðru rannsóknarstarfi. Auk þess sem að framan segir er mögulegt að markaðsráðandi fyrirtæki misbeiti stöðu sinni í útboðum. Til þess gætu markaðsráðandi fyrirtæki beitt ýmsum aðgerðum sem eru til þess fallnar að koma keppinautum út af markaðnum. Þessar aðferðir gætu til að mynda falist í: Skaðlegri undirverðlagningu. Þá er verð markaðsráðandi fyrirtækisins svo lágt að það tapar á því ef tilboðinu er tekið. Markmið þess er þá að hrifsa til sín svo hátt hlutfall viðskipta á viðkomandi markaði að keppinautar fái ekki þrifist. Tryggðarafsláttum. Þeir eru fólgnir í því að afsláttur aukist eftir því sem meira er keypt eða afsláttur er veittur í lok tiltekins tímabils. Tilgangurinn er þá líkt og með skaðlegri undirverðlagningu að ná undir sig enn stærri hluta markaðarins með því að verðleggja tímabundið mjög lágt eða bjóða sértæk viðskiptakjör. Þá getur samráð jafnframt átt sér stað á kaupendahlið markaðarins. Ef til að mynda allir kaupendur eða stór hluti kaupenda á tilteknum markaði tækju sig saman um að kaupa aðföng í sameiningu kynni að vera um að ræða samstarf sem bryti í bága við 10. gr. samkeppnislaga. Í ljósi þeirrar hættu sem fyrir hendi er á útboðsmörkuðum er nauðsynlegt að aðilar sem annast framkvæmd útboða eða koma að þeim á annan hátt þekki helstu merki um ólögmætt samráð og tilboðssvik. Mikilvægt er að kaupendur hafi samband við Samkeppniseftirlitið vakni grunsemdir um slíkt. 3. Útboðsskylda og framkvæmd útboða. Svo sem áður hefur komið fram hefur Samkeppniseftirlitið við gerð álits þessa óskað eftir sjónarmiðum ýmissa aðila og aflað ýmissa gagna um framkvæmd opinberra útboða á Íslandi. Sú athugun hefur leitt í ljós að nokkur misbrestur kunni að vera á því að útboðsskyld innkaup séu boðin út í samræmi við lög um opinber innkaup. Er í því sambandi ástæða til þess að kanna sérstaklega starfsemi sjálfstæðra lögaðila sem fjármagnaðir eru af hinu opinbera, t.a.m. sjálfseignarstofnanir. Þá má ætla að innkaup 8

9 sveitarfélaga séu í sumum tilvikum ekki gerð með jafn hagkvæmum hætti og mögulegt væri þar sem þau eru undanskilin lögum um opinber innkaup nema um sé að ræða innkaup sem eru yfir viðmiðunarfjárhæðum EB. Samkeppniseftirlitið telur það athugunarefni, hvort ástæða sé til að afnema það ósamræmi sem er á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi viðmiðunarfjárhæðir sem leiða til útboðsskyldu. Útboðsskylda sveitarfélaga myndast við innkaup sem eru yfir viðmiðunarfjárhæðum á Evrópska efnahagssvæðinu en íslenska ríkið er hins vegar útboðsskylt þegar innkaupin fara yfir ákveðnar lögmæltar fjárhæðir sem eru aðeins brot af viðmiðunarfjárhæðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að kanna frekar hvort rétt sé að eyða þessu misræmi með lagasetningu eða draga úr því með því að auka útboðsskyldu sveitarfélaga, enda verður að telja ekki síður mikilvægt að máttur samkeppninnar í formi útboða á kaupum á vöru, þjónustu og verkum sé nýttur sveitarfélögum og stofnunum þeirra til hagsbóta en ríkinu og stofnununum þess. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að mörg sveitarfélög á Íslandi eru mjög stór og hleypur velta þeirra jafnvel á milljörðum króna. Þar sem mörg sveitarfélög hafa sameinast á undanförnum árum og líklegt er að sú þróun haldi áfram, má telja að rétt sé að huga að því hvernig sveitarfélög hagi kaupum sínum á vörum, verkum og þjónustu. Geta slík innkaup haft veruleg áhrif á samkeppni á markaði. Sem dæmi um slíkar framkvæmdir má nefna fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarrýma en skv. frétt á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins stendur til að byggja hjúkrunarrými í níu sveitarfélögum fyrir alls um 9 milljarða króna. 23 Má ætla að flest verkin, ef ekki öll, verði útboðsskyld. Telur Samkeppniseftirlitið ljóst að svo stór verkefni geti hæglega haft veruleg áhrif á samkeppni og að miklu skipti að vel takist til við gerð þeirra. Til þess að ná fram sem mestri hagkvæmni er eðlilegt að vandað verði til útboða í samræmi við lagaskyldu. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa til kynna að lítið sé um miðlæga gagnasöfnun á vegum opinberra aðila um framkvæmd útboða eða samantekt á helstu tölum sem nota má til greiningar og hagskýrslugerðar um efnið. Jafnframt er ástæða til þess að ætla að eftirlit með opinberum útboðum sé ekki jafn öflugt og tilefni er til. Sér í lagi þegar litið er til þess að umfang opinberra útboða hleypur á tugum milljarða og ljóst er að verulegir fjárhagslegir hagsmunir eru því í húfi. Í því sambandi má meðal annars vísa til þess að í lögum um opinber útboð er ekki mælt fyrir um neina sérstaka stofnun eða aðila sem hefur eftirlit með útboðum og hefur vald til þess að beita stjórnsýsluviðurlögum eða öðrum réttarúrræðum. 4. Tilmæli Samkeppniseftirlitsins Ætla má að vegna hins slæma ástands í íslensku efnahagslífi séu útboð jafnvel þýðingarmeiri nú en þau hafa verið til þessa. Virk samkeppni í innkaupum ríkis og sveitarfélaga getur gagnast vel til þess að aðgerðir til eflingar efnahagslífsins verði sem árangursríkastar og ný atvinnu- og viðskiptatækifæri skapist. Þá draga ólögmætt samráð 23 Slóðin er: 9

10 og undirboð úr jákvæðum áhrifum þessara hvetjandi aðgerða og seinka bata eftir kreppuna. Það eru alkunn hagfræðileg sannindi að virk samkeppni leiðir til hagkvæmustu nýtingar framleiðsluþátta samfélagsins. Með vísan til þess hversu alvarlegar afleiðingar ólögmætt samráð, tilboðssvik og aðrar hömlur hafa á samkeppni og vegna áætlaðs umfangs opinberra innkaupa hér á landi telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að beina því til þeirra opinberu aðila sem að útboðum standa, hvort sem það er á vegum ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum, að þau séu útfærð með þeim hætti að kraftar samkeppninnar nýtist sem best. Jafnframt því að beina þeim tilmælum til stjórnvalda að þau stuðli að því að útboðum verði beitt í þeim tilvikum þar sem þau geta orðið til þess að virkja samkeppni við opinber innkaup, birtir Samkeppniseftirlitið í fylgiskjali með áliti þessu gátlista fyrir opinbera aðila og eftir atvikum aðra sem annast um útboð sem hafa skal til hliðsjónar við framkvæmd útboða. Samkeppniseftirlitið hyggst taka útboð opinberra aðila og umgjörð til frekari skoðunar í öðru máli. IV. Álitsorð: Samkeppniseftirlitið beinir eftirfarandi tilmælum til opinberra aðila sem annast eða koma að opinberum innkaupum á vöru, þjónustu og verklegum framkvæmdum: 1. Að markvisst sé fylgst með því að við framkvæmd útboða að farið sé að samkeppnislögum. Einkum skal gæta að því að ólögmætt samráð eigi sér ekki stað við útboð. Í því skyni skal stuðst við gátlista þann sem áliti þessu fylgir. Mælst er til þess að grunsemdir um ólögmætt samráð í útboðsferli séu tilkynntar Samkeppniseftirlitinu tafarlaust. 2. Að útboðum verði beitt þegar slíkt er hagkvæmt og því verður við komið. Þetta er mikilvægt til þess að efla samkeppni og bæta nýtingu þeirra fjármuna sem varið er í opinber innkaup á vöru, þjónustu og verklegum framkvæmdum. Sveitarfélög eru sérstaklega hvött til þess að beita útboðum við kaup á vörum og þjónustu. Samkeppniseftirlitið Páll Gunnar Pálsson 10

11 Fylgiskjal GÁTLISTI Hvernig greina má ólögmætar samkeppnishindranir í tengslum við útboð á opinberum innkaupum á vöru, þjónustu og verklegum framkvæmdum Hér á eftir verða rakin með einföldum hætti þau atriði sem opinberir aðilar ættu að vera á varðbergi gagnvart við framkvæmd opinberra útboða. Í gátlista þessum er að finna lýsingu og dæmi um helstu aðferðir sem fyrirtæki beita við samráð sín á milli, tillögur að framsetningu útboða og lista yfir vísbendingar um samráð. Gátlisti þessi er að verulegu leyti byggður á sambærilegum lista sem gefinn hefur verið út af Efnahags- og framfarastofnuninni. Listinn er ekki tæmandi. Samkeppniseftirlitið hvetur þá opinberu aðila sem sjá um framkvæmd útboða til að hafa samband við eftirlitið, vakni grunur um að bjóðendur hafi sammælst um að draga úr samkeppni. Ítarlegri útlistun á réttum viðbrögðum við grunsemdum um samkeppnislagabrot má finna hér á eftir. Í liðum 2-7 hér fyrir neðan eru gefin dæmi um helstu aðferðir sem beitt er við samráð. Mikilvægt er að taka fram að ekki er útilokað að aðilar sem eiga með sér ólögmætt samráð noti fleiri en eina af þessum aðferðum á sama tíma. Í lið 8 er tekið fram hvernig best sé fyrir kaupendur að bregðast við, vakni hjá þeim grunur um ólögmætt samráð viðsemjenda sinna. 1. Þegar tilboðum er skilað inn Ýmis mynstur við tilboðsgerð eða tilboðsgjöf koma ekki vel heim og saman við það sem vænta má á virkum samkeppnismarkaði og geta verið vísbending um ólögmætt samráð bjóðenda. Því er æskilegt að kaupendur í útboðum hafi augun hjá sér og fylgist með hvort sérkennileg mynstur verði til í tilboðum fyrirtækja og hvernig og hvaða fyrirtæki nái samningum og hvaða fyrirtæki nái þeim ekki. Þegar bjóðendur hafa undirverktaka í þjónustu sinni eða þegar þeir stunda sameiginlegan rekstur (e. joint venture) án þess að greina frá því opinberlega er rétt að kaupendur sýni sérstaka gætni í samningum og gaumgæfi sérstaklega tilboð bjóðenda. Jafnframt er rétt að viðhafa sérstaka varúð þegar um er að ræða fákeppnismarkaði með miklum aðgangshindrunum enda er þar meiri hætta á að keppinautar samhæfi stefnu sína en á öðrum mörkuðum. Sem dæmi um vísbendingar um ólögmætt samráð mætti nefna eftirfarandi: Sama fyrirtækið gerir oftast lægsta tilboðið. Það er landfræðileg skipting á því hvaða fyrirtæki ná samningum í útboðum. Sum fyrirtæki skila tilboðum sem leiða til samninga aðeins á vissum svæðum. 11

12 Fyrirtæki gera ekki tilboð í ákveðið verk, vöru eða þjónustu, þrátt fyrir að búast hafi mátt við tilboði frá þeim. Viðkomandi fyrirtæki halda áfram að gera tilboð í öðrum útboðum. Fyrirtæki draga tilboð sín óvænt til baka. Ákveðin fyrirtæki skila ávallt inn tilboði sem ekki er tekið. Samkomulag virðist vera milli fyrirtækja um að skiptast á að skila inn lægsta og hagstæðasta tilboðinu og ná samningum við útbjóðendur. Tvö eða fleiri fyrirtæki leggja inn sameiginlegt tilboð, jafnvel þó a.m.k. annað fyrirtækið hefði getað lagt fram tilboð á eigin spýtur. Sá sem skilar inn lægsta tilboðinu ræður aðra tilboðsgjafa ítrekað sem undirverktaka. Samningar nást ekki milli þess bjóðanda sem skilar inn hagstæðasta tilboðinu og kaupanda. Síðar kemur í ljós að bjóðandinn er undirverktaki þess sem átti það tilboð, sem var tekið. Keppinautar hittast reglulega eða halda fundi stuttu áður en tilboð eru opnuð. 2. Fylgiskjöl með tilboðum Finna má ýmsar vísbendingar um ólögmætt samráð í fylgiskjölum tilboða. Þó að fyrirtæki sem eiga með sér samráð um tilboðssvik reyni að halda slíku leyndu, getur kæruleysi, grobb eða sektarkennd samsærismanna leitt til þess að þeir skilji eftir sig vísbendingar sem að lokum koma upp um athæfið. Mælt er með því að kaupendur beri öll tilboðsskjöl vandlega saman og leiti að vísbendingum sem benda til þess að tilboðin hafi verið búin til af sama fólkinu eða unnin í sameiningu. Má sem dæmi nefna: Sömu mistökin eru gerð í tilboðsgögnum frá fleirum en einum bjóðanda, t.d. innsláttar- og stafsetningarvillur. Meðal tilboðsgagna frá fleirum en einum bjóðanda eru skjöl sem eru með handrituðum upplýsingum sem hafa verið færð inn með sömu eða mjög líkri rithönd. Tilboðsgögnin hafa að geyma skjöl með sömu leturgerð, sama bréfsefni eða sams konar formi og töflum. Tilboð eins bjóðanda vísar til tilboðs keppinautar hans eða hefur sama bréfhaus og hann eða sama faxnúmer. Tilboð frá ólíkum bjóðendum hafa að geyma sömu reiknivillurnar. Nákvæmlega sama kostnaðarmat kemur fram um umtalsverðan hluta kostnaðarliða í tilboðum frá ólíkum bjóðendum. Tilboðsgögn frá ólíkum fyrirtækjum eru með póststimpli úr sömu póstvélinni. Tilboðsgögn frá ólíkum fyrirtækjum hafa að geyma fjölda af leiðréttingum sem bersýnilega hafa verið unnar á síðustu stundu, svo sem með því að nota strokleður eða með öðrum breytingum á skjölunum. Tilboðsgögn frá ólíkum fyrirtækjum eru ekki unnin af þeirri nákvæmni sem vænst er eða er nauðsynleg eða þau bera með sér aðrar vísbendingar um að þau hafi ekki verið unnin af alvöru. Tilboð tveggja eða fleiri bjóðenda eru nákvæmlega eins, eða verðið sem bjóðendur bjóða hækkar með reglubundnum hætti. 12

13 Vakni grunur um samráð á grundvelli einhvers ofantalinna atriða við yfirferð útboðs er mikilvægt að kaupendur haldi til haga öllum fylgigögnum og geymi þau. Á það almennt við að heppilegast er að geyma sem mest af gögnum til þess að koma megi auga á hugsanlegt samráð. 3. Verðlagning Hægt er að styðjast við innsend tilboð til að afhjúpa samráð. Huga skyldi að því hvort mynstur sé í tilboðunum sem bent gæti til þess að fyrirtækin samræmi hegðun sína svo sem með verðhækkunum sem ekki er unnt að skýra með kostnaðarhækkunum. Þegar tilboðin, sem ekki er tekið, eru mikið hærri en það tilboð sem kaupandi tekur, kann að vera að bjóðendur hafi beitt aðferð sem kalla mætti forsíðuaðferð (e. cover bidding scheme) og felst í einfaldri verðhækkun annarra tilboða en þess tilboðs sem samráðsfyrirtækin vilja að verði lægsta tilboðið. Algengt er í slíkum tilfellum að sá sem skilar inn hærra tilboði vinni tilboð sitt með þeim hætti að hafa það t.d. 10% hærra en lægsta tilboðið. Tilboð, sem eru hærri en kostnaðaráætlun eða hærri en fyrri tilboð í sambærilegum útboðum, getur jafnframt verið vísbending um samráð. Ráðlagt er að hafa auga með eftirfarandi atriðum: Skyndileg og samskonar verðhækkun eða hækkun á verðbilum í tilboðum bjóðenda, sem ekki skýrast af auknum kostnaði. Afslættir og endurgreiðslur sem búist var við eru óvænt dregnar til baka. Þegar verðlagning er eins hjá bjóðendum og eitt af eftirfarandi atriðum á við er sérstök ástæða til nánari athugunar á málsatvikum: o Verð bjóðenda hefur verið eins um langa hríð. o Verð bjóðenda var áður mishátt. o Bjóðendur hafa hækkað verð og verðhækkunin skýrist ekki af auknum kostnaði. o Bjóðendur afnema afslætti. Sér í lagi þegar svo háttar til að á viðkomandi mörkuðum er hefð fyrir afsláttum. Mikill verðmunur er á milli þess tilboðs sem tekið er og annarra tilboða. Tilboð ákveðins bjóðanda er í ákveðnu tilviki mun hærra en tilboð hans í öðru áþekku útboði. Tilboð bjóðenda lækkar mikið þegar nýr keppinautur eða keppinautur sem gerir sjaldan tilboð kemur til leiks, þ.e. þessi óvænti keppinautur virðist trufla samráð á milli annarra bjóðenda. Bjóðendur gera hærra tilboð í útboði þar sem afhenda skal vöru eða þjónustu heima í héraði en þeir gera þegar afhenda skal vöru eða veita þjónustu á öðru starfssvæði en bjóðendur starfa alla jafna á. Bjóðendur, sem eru staðsettir langt hver frá öðrum tilgreina sama eða áþekkan flutningskostnað í tilboðum sínum. Aðeins einn bjóðandi hefur samband við heildsala til að afla upplýsinga um heildsöluverð áður en tilboð eru lögð fram. Óvænt einkenni í opnum uppboðum, t.d. rafrænum uppboðum, geta birst í tilboðum sem fela í sér óvenjulegar fjárhæðir í samhengi, þar sem vænta mætti að fjárhæðir stæðu í sléttum hundruðum eða þúsundum. Slíkt getur bent til þess að bjóðendur notist við hin opnu og opinberu tilboð sem vettvang til samráðs, þ.e. til að skiptast á upplýsingum og til að gefa vilja sinn til kynna. 13

14 4. Yfirlýsingar bjóðenda Gæta skal sérstaklega að grunsamlegum staðhæfingum bjóðenda sem benda til þess að þeir hafi náð samkomulagi eða samræmt verð sitt eða söluaðferðir. Munnlegar eða skriflegar tilvísanir í samkomulag milli bjóðenda. Staðhæfingar þar sem bjóðendur réttlæta verðlagningu sína með tilvísunum til almenns markaðsverðs eða gangverðs á viðkomandi markaði. Staðhæfingar sem benda til þess að ákveðnir bjóðendur selji ekki á ákveðnum markaðssvæðum eða selji ekki tilteknum kaupendum. Staðhæfingar sem benda til þess að ákveðin svæði eða kaupendur tilheyri öðrum bjóðanda. Staðhæfingar, sem benda til þess að bjóðandi hafi mjög snemma vitneskju um verðstefnu og tilboð keppinautar, eða upplýsingar um gengi þess fyrirtækis í samkeppni áður en upplýsingar um niðurstöðu samkeppninnar eru gerðar opinberar. Staðhæfingar sem benda til þess að bjóðandi hafi aðeins lagt inn tilboð til málamynda. Margir bjóðendur útskýra verðhækkanir sínar með sömu hugtökum og orðalagi. Kynningar- og upplýsingabréf frá bjóðendum þar sem þeir neita að fylgja eftir ákveðnum útboðsskilmálum eða vísað er til samræðna sem hafa átt sér stað, t.d. á vettvangi fagfélags. Erlendis tíðkast víða að óskað sé eftir staðfestingu bjóðenda á því að tilboð þeirra sé lagt fram í fullri alvöru og óháð öðrum tilboðum. Áskilnaður um slíkar yfirlýsingar kann að draga úr líkum á tilboðssvikum. Verðsamráð hefur á stundum farið fram á vettvangi fagfélaga. Má sem dæmi nefna umræður um verðlagsmálefni aðildarfélaga Félags íslenskra stórkaupmanna sem fjallað var um í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2009 Brot Félags íslenskra stórkaupmanna á 12., sbr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og ákvörðun nr. 5/2006 Ólögmætt samráð innan Félags íslenskra hljómlistarmanna vegna útgáfu gjaldskrár fyrir organistadeild félagsins. 5. Atferli bjóðenda Leitið eftir tilvísunum í fundi eða atburði þar sem bjóðendur hafa hugsanlega haft tækifæri til að ræða verðlagningu sín á milli. Fylgist einnig með hvort hegðun fyrirtækis kunni að vera þannig að einhverju leyti, að hún gagnist eingöngu öðrum fyrirtækjum. Grunsamleg hegðun fyrirtækja getur m.a. tekið á sig eftirfarandi myndir: Bjóðendur hittast í einrúmi áður en tilboð eru lögð fram, stundum í nágrenni þess staðar þar sem tilboðum er skilað inn. Bjóðendur hittast reglulega á mannamótum eða virðast halda reglulega fundi. Fyrirtæki óskar eftir útboðsgögnum fyrir sitt leyti en einnig fyrir hönd keppinautar. 14

15 Fyrirtæki skilar inn tilboði annars bjóðanda um leið og það skilar sínu eigin tilboði ásamt viðeigandi skjölum. Tilboði er skilað inn af hálfu fyrirtækis sem er óhæft til að efna samninginn. Fyrirtæki kemur með mörg tilboð með sér við opnun tilboða og velur tilboðspakka eftir að starfsmenn þess hafa reynt að átta sig á hvaða önnur fyrirtæki leggja fram tilboð. Nokkrir bjóðendur senda kaupendum eða innkaupafyrirtækinu svipaðar fyrirspurnir, óskir eða gögn. 6. Hvernig má fyrirbyggja ólögmætt samráð? Ofangreind atriði geta sterklega bent til þess að bjóðendur eigi með sér ólögmætt samráð og tilboðssvik í opinberum útboðum. Þó að bjóðendur hagi sér með áþekkum hætti og hér er lýst er það ekki nauðsynlega staðfesting á því að þeir séu sek um brot á samkeppnislögum. Til dæmis getur verið að fyrirtæki bjóði ekki í tiltekið verk vegna annríkis hjá fyrirtækinu. Há tilboð geta einnig endurspeglað mismunandi kostnaðarmat vegna viðkomandi verkefna. Þrátt fyrir það er grundvöllur fyrir nánari athugun, m.a. þegar vart verður grunsamlegs mynsturs í tilboðum og hegðun bjóðanda. Reglubundið atferli bjóðenda yfir ákveðinn tíma veitir oft betri vísbendingu um ólögmætt samráð en eitt einstakt tilvik. Því er mikilvægt að halda vel utan um allar upplýsingar og varðveita gögn svo hægt sé að sýna fram á ákveðið hegðunarmynstur sem nær yfir lengri tíma. Grípa má til ýmissa aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að ólögmætt samráð eigi sér stað eða til að takmarka tjón af völdum þess: Vera meðvitaður um kostnaðarverð sem tilboð byggir á. Leitast við að allir utanaðkomandi ráðgjafar skrifi undir yfirlýsingu um þagnarskyldu og að öll frávik í útboðsferlinu verði tilkynnt án tafar. Gjalda varhug við að auglýsa útboð meðal of lítils hóps til að koma í veg fyrir að mögulegir bjóðendur verði útilokaðir. Sleppa ónauðsynlegum skilyrðum sem geta útilokað t.a.m. erlenda bjóðendur. Ófyrirsjáanleiki skapar óróa meðal samráðsaðila. Því skyldi t.d. gæta þess að auglýsa ekki í mjög þröngum hópi þannig að allir þeir sem auglýsingin beinist að viti hverjir aðrir sjái auglýsinguna. Gott getur verið að skipta útboðum upp í nokkur minni útboð ef kostur er á slíku. Þannig getur mögulegum bjóðendum fjölgað, en ekki er víst að allir bjóðendur hafi fjárhagslegt bolmagn til að taka verkefnið að sér ef það er óskipt. Gera skal bjóðendum erfitt fyrir að hafa samskipti sín á milli meðan tilboðsfrestur stendur. Til dæmis má meta hvort rétt sé að gera bjóðendum skylt að greina frá öllum munnlegum og skriflegum samskiptum við keppinauta sína meðan tilboðsfrestur varir. Hafa samband við aðila sem vænst var að tækju þátt í útboðinu en tóku ekki þátt í þetta sinn og leita nánari skýringar á því af hverju þeir voru ekki með. Halda kynningu fyrir starfsmenn um helstu merki ólögmæts samráðs, svo þeir læri að átta sig á helstu vísbendingum um slíkt. Halda utan um öll skjöl sem tengjast útboðinu, samskipti, minnisblöð o.fl. 15

16 Halda til haga nákvæmri lýsingu á grunsamlegri hegðun og yfirlýsingum bjóðenda, mikilvægum dagsetningum, yfirliti yfir hver var viðstaddur fundi og hvað nákvæmlega fór fram. Skrifa niður minnisatriði á viðburðinum sjálfum eða rétt eftir hann, meðan atburðir eru ennþá í fersku minni. Hafa þekkingu á viðeigandi lagaumhverfi og reglum um ólögmætt samráð, sbr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/ Til hvaða aðgerða skal grípa vakni grunur um ólögmætt samráð bjóðenda við opinbert útboð? Ekki láta neina bjóðendur vita af grunsemdum um ólögmætt samráð við gerð tilboðs, hvorki þá sem grunaðir eru um samráð né aðra bjóðendur. Hafa strax samband við Samkeppniseftirlitið. Meta hvort ráðlegt sé að halda áfram með útboð, eftir að hafa fengið lögfræðilega ráðgjöf. 16

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 37

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit

Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd Efnisyfirlit Inngangur stefna ASÍ í húsnæðismálum... 2 Breytinga er þörf!... 3 Lýsing á einstökum þáttum danska húsnæðislánakerfisins... 7 Almenn lýsing... 7

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Hvað er kennitöluflakk?

Hvað er kennitöluflakk? Hvað er kennitöluflakk? Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2

Skipting á skattlagningarréttinum milli heimilisfestarlands og keldulands 1 ) 2 Ásmundur G. Vilhjálmsson lömaður Skiptin á skattlaninarréttinum milli heimilisfestarlands o keldulands 1 ) 2 183 1 Hutakið kelduland er hér notað yfir það sem á öðrum Norðurlöndum er kallað kildeland en

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Félag löggiltra endurskobenda Reykjavík 25. apríl 2005 Tilv. FLE 19-2005 Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd c/o Stefán Árni Auðólfsson, nefndarritari

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar

5.2.5 Reglugerð nr. 801/1999 um losunarmörk, umhverfismörk og gæðamarkmið fyrir losun á kvikasilfri í yfirborðsvatn frá atvinnurekstri sem stundar Efnisyfirlit. 1.0 Inngangur... 3 1.1 Almennt... 3 1.2 Afmörkun ritgerðarefnis og umfjöllunarefni... 4 1.3 Fræðikerfi lögfræðinnar... 6 2.0 Umhverfisvernd... 8 2.1 Almennt... 8 2.2 Réttarheimildir... 9

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti...

EFNISYFIRLIT 1. Inngangur Réttarsvið nábýlisréttar Norænn réttur Meginreglur í íslenskum nábýlisrétti... EFNISYFIRLIT 1. Inngangur... 4 2. Réttarsvið nábýlisréttar... 6 2.1 Inntak eignaréttar og tengsl eignaréttar við nábýlisrétt... 6 2.2 Inntak nábýlisréttar... 8 2.2.1 Hugtakið fasteign í skilningi nábýlisréttar...

Læs mere

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju

Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju Upplýsingaskylda gagnvart ábyrgðarmönnum byggð á réttarvenju -BA ritgerð í lögfræði - Sævar Jens Hafberg Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson Apríl 2011 0 EFNISYFIRLIT

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS Maí 2013 KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM Skýrsla vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins Maí 2013 3 KJARASAMNINGAR

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s Klart språk i Norden Titel: Forfatter: Islandsk klarsprog som forskningsområde Ari Páll Kristinsson Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s. 41-44 URL: http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/ksn/issue/archive

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015

Verndarblaðið. Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Verndarblaðið Um afbrot, fanga og fangelsismál 43. árg. 2015 Stuðningsfélagi eftir afplánun Fangar með þroskahömlun Gamlir menn í fangelsi Raddir fanga Íslenskar fangelsisbókmenntir Fagnaðarefni Verndarblaðið

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur 13.2. 2 12. Febrúar 2008 Eftirfarandi er athugasemd Félags geislafræðinga vegna Frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegan flutnings á útgáfu starfsleyfa til

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA Islándska Bankföreningen Bankers' Association of lceland Alþingi, Reykjavík, 1. febrúar 1996 Alþingi efiiahags- og viðskiptanefiid, /9 ( 0 -* jo Þórshamri v. Templarasund,

Læs mere

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Kynning á skýrslu vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins og ríkissáttasemjara 21. maí 2013 Hannes G. Sigurðsson Aðdragandi skýrslunnar Gagnrýni á kjarasamninga

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1373 794. mál. Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015 2016.) I. KAFLI Markmið. Aðstoðarhæft nám. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að

Læs mere

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna

LÖGMANNABLAÐIÐ. 12. árgangur I mars I 1/2006. EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna LÖGMANNABLAÐIÐ 12. árgangur I mars I 1/2006 EFTA-dómstóllinn Áhrif alþjóðavæðingar á störf lögmanna EFTA-dómstóllinn Jón Rúnar Pálsson: Heimsókn LMFÍ til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg 10 Guðjón Rúnarsson:

Læs mere

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM MARS 1991 E F N I S Y F I R L I T INNGANGUR... 1 HELSTU NIÐURSTÖÐUR... 2 HLUTVERK RÍKISSPÍTALA... 7 STJÓRNUN RÍKISSPÍTALA... 7 Stjórnskipulag... 7 Stjórnarnefnd,

Læs mere

Casus mixtus cum culpa

Casus mixtus cum culpa Freyr Snæbjörnsson Casus mixtus cum culpa - BA ritgerð í lögfræði Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2012 EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Réttarsöguleg

Læs mere

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði

Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Ákvæði 33. gr. samningalaga um óheiðarleika Tengslin milli óheiðarleika og svika BA-ritgerð í lögfræði Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Leiðbeinandi: Unnur Edda Sveinsdóttir Desember 2014 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra

Læs mere

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI F R A M K VÆ M D A D E I LD SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Þ Ó R A R I N N M A G N Ú S S O N V E R K F R Æ Ð I N G U R Efnisyfirlit Formáli bls. 2 Inngangur bls. 3 Kafli 1 - Eldvarnir bls. 5 Kafli 2 - Félags-

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa?

Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Er ákærufrestun ungmenna áhrifaríkt gult spjald eða endurtekin markleysa? Skilorðsbundin ákærufrestun ungmenna skv. 56. gr. hgl. og samanburður við önnur úrræði íslenska og danska réttarkerfisins. -Meistararitgerð

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere