Félag íslenskra bifreiðaeigenda

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Félag íslenskra bifreiðaeigenda"

Transkript

1 Félag íslenskra bifreiðaeigenda komudagur Nefndasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Reykjavík, 2. febrúar 2007 Umsöen frá Félaei íslenskra bifreiðaeigenda um frumvarp til umferðarlaea mál. ökuskirteini. hert viðurlög. Félagið gerir engar athugasemdir við 1., 2., 3., 6. og 7. gr. frumvarpsins og telur þær auka öryggi ungra ökumanna, bifhjólafólks og annarra vegfarenda. Varðandi 4. og 5. mgr. 4. gr. og 5. gr. þá þarf að tengja þær greinar frekar aðstæðum og spuming hvort hlutfallstala sé eðlileg viðmiðun. Hámarkshraði í þéttbýli er sbr. 81. gr. umferðarlaga ákvarðaður af lögreglustjóra að fengnum tillögum sveitarstjómar. Stundum virðist ákvörðun um hámarkshraða ekki vera sambærileg á milli sveitarfélaga. í ljósi þessa er hætt við 30% frávik eða tvöfaldur hraði geti verið ósanngjörn viðmiðun ein og sér í ákveðnum tilvikum. Spuming hvort í staðinn fyrir hlutfallstölur komi viðmiðanir 5. gr. frumvarpsins. Hámarkshraði á vistgötum er 15 km á klst. og víða í þéttbýli er 30 km hraði á klst. algengur. 30% frávik frá þessum hámarkshraða er innan við 20 eða 40 km hraði á klst. Lagt er til að farið sé betur í þessi ákvæði í 4. og 5. gr. til að tryggja sanngimi og jafnræði áður en gripið er til alvarlegra viðurlaga. Virðingarfyllsí, Runólfur Ölafsson FEDERATION INTERNATIONALE DE L'AUTOMOBILE HEIMILIS- & PÓSTFANG: ADDRESS AND POSTAL ADDRESS: Borgartún 33 IS-105 Reykjavík SÍMI: TELEPHONE: MYNDSENDIR: TELEFAX: NETFANG: KENNITALA: REG. NUMBER:

2 Alþingi Erindi nr. Þ Itt/lSb komudagur JQ.L 2öo? LANDSSAMBAND LOGREGLUMANNA Nefndasvið Alþingis 25. janúar 2007 Austurstræti Reykjavík Landssamband lögreglumanna vísar til bréfs samgöngunefndar, dags. 17. janúar sl. í bréfinu er farið fram á umsögn Landssambands lögreglumanna um frumvarp til umferðarlaga, 388. mál, ökuskírteini, hert viðurlög. Landssamband lögreglumanna gerir ekki athugasemdir við frumvarpið í núverandi mynd. F.h. Landssambands lögreglumanna, Páll E. Winkel framkvæmdastjóri Landssamband lögreglumanna stofnað 1. desember 1968 Grettisgata Reykjavík sími telefax

3 1*10 éht. AaimwM 21, 4as Botunaarvflc sm 4S* 7777 ta ( 4SS 7777 M. S Md«takMs Alþingi Bolungarvík, 5. febrúar Nefndasvið Alþingis, Austurstræti 8-1 0, 150 Reykjavík. Meðfylgjandi er umsögn Leiðar ehf., dags. 2. þ.m., um frumvarp til umferðaiiaga, 388. mál, hert viðurlög, sbr. bréf samgöngunefndar Alþingis til félagsins, dags. 17. f.m., ásamt útprentun greinar sem undirritaður ritaði ásamt öðrum í tímaritið Sveitarstjómarmál, 8. tbl og nefnist Samræming hámarkshraða innan þéttbýlis og vísað er til ( umsögninni. Umsögnin ásamt greininni var send nefndasviði Alþingis í tölvupósti 4. þ.m. Virðingarfyllst, V/l o ^ * >/(\ Jói as Guðmundsson, forms 5ur sqómar Leiðar ehf.

4 Lrifl ehf. AðaMnad 21,415 Bolungarvfk iml fax kt ww w.md.is leldo M d.ls Bolungarvík, 2. febrúar Nefndasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Netfang: nefndasvid@althingi.is Efni: Umsðgn um frumvarp til laga um breytingu á umferðariögum nr. 50/1987, með síðari breytingum mál, ökuskírteini, hert viðurlög, upptaka. Vísað er til bréfs samgöngunefndar Alþingis til Leiðar ehf., dags. 17. janúar si., en bréfinu fylgdi ofangreint frumvarp til umsagnar. Frumvarpið iýtur að breytingum á ákvæðum umferðalaga nr. 50/1987 sem varða ökuskírteini, hertar refsingar og viðurlög við hraðakstri og upptöku ökutækis við gróf eða endurtekin brot. Með hraðakstri er í þessu sambandi væntanlega átt við akstur umfram lögheimilaðan hraða. I. Ekki eru gerðar sérstakar athugasemdir við þau ákvæði sem lúta að útgáfu ökuskírteina. Þó þykir mega nefna að í frumvarpinu er gert ráð fyrir því sem nefnt er akstursbann á handhafa bráðabirgðaskírteina að uppfylltum þargreindum skilyrðum. Ekki verður séð hver munur er á því að handhafi ökuskírteinis sæti akstursbanni eða sé sviptur ökurétti, ýmist til bráðabirgða eða um ákveðinn tíma, eins og núgildandi umferðarlög gera ráð fyrir. Þar sem rætt er um akstursbann sýnist í raun um sviptingu ökuréttar að ræða með þeim réttaráhrifum sem því fylgir. Sýnist margt mæla með því að úrræðið verði fremur nefnt afturköllun ökuréttar en akstursbann, sbr. 53. gr. gildandi laga. Að öðrum kosti er verið að fjölga orðum yfir nánast sama hugtakið, þ.e. að ökumaður missir heimild til að aka ökutæki, en skv. núgildandi umferðarlögum eru þau nú tvö, þ.e. afturköllun ökuréttar og svipting ökuréttar. II. Rétt þykir að gera eftirfarandi athugasemdir við þau ákvæði sem lúta að hertum refsingum (sektum) og viðurlögum (svipting ökuréttar) fyrir að aka hraðar en heimilt er. Lúta athugasemdirnar einkum að 4. og 5. mgr. 4. gr. og 5. gr. frumvarpsins, en greinarnar í heild hljóða svo (undirstrikun og feitletrun er undirritaðs): 4. gr. Á eftir 4. mgr gr. laganna koma fjórar nýjar málsgreinar sem orðast svo: Viö ákvörðun sektar vegna brots gegn 37. og 38. gr. skal höfð hliösjón af aukinni áhættu sem hraðabrotið hefur í för með sér. Á vegi þar sem hámarkshraði má vera 80 km á klst. eöa meiri skal sekt ákveðin hærrí en ella. Sama gildir um ákvörðun sektar vegna hraðabrota við akstur: a. bifreiðar innan við kg að heildarþyngd með eftirvagn eða tengitæki, þ.m.t. tjaldvagn og hjólhýsi, b. vörubifreiðar, c. hópbifreiðar, d. vagnlestar þar sem eru ökutæki sem falla undir b- eða c-lið með skráningarskyldan eftirvagn eöa tengitæki, e. liðvagns og f. bifhjóls með hliðarvagni eða skráningarskyldum eftirvagni eða tengitæki. Viö ákvöröun sektar vegna brota gegn 37. og 38. gr., sbr. 5. mgr., skal sekt ákveöin hærri en ella þegar hraðinn er 140 km á klst. eða meiri. Viö ákvðrðun sektar veana brota aean 37. oa 38. ar.. sbr. 5. mar.. skal sekt ákveðin mun hærri en ella beqar

5 2 ekið er meira en tvöfalt hraðar en heimilt er. Við ákvörðun sektar veana brota aean 37. oa 38. ar.. sbr. 5. mar. skal sekt ákveðin mun hærri en ella á veai bar sem hámarkshraði er takmarkaður við minni hraða en 80 km á klst. ef hraðinn er 30% meiri en heimilt er. 5. gr. Á eftir 3. mgr gr. laganna kemur ný málsgrein sem orðast svo: Þeaar ekið er meira en tvöfalt hraðar en heimilt er skal sviptina ökuréttar eiai ákvörðuð skemur en I sex mánuði. Verði frumvarpið að lögum ber að ákveða mun hærri sekt en ella og ákveða sviptingu ökuréttar að lágmarki í sex mánuði þegar ekið er tvöfalt hraðar en heimilað er án tillits til þess hver heimilaður hámarkshraði er. Þá ber að ákveða mun hærri sekt en ella á vegi þar sem hámarkshraði er lægri en 80 km á klst þegar hraðinn er 30% meiri en heimilað er, einnig án tillits til þess hver raunverulegur hámarkhraði er. Þetta á því við á vegum þar sem heimilaður hraði er 70 km á klukkustund og þar undir. í 2. gr. umferðarlaga er vegur skilgreindur sem: Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar. Ákvæðið á þvi við um akstur alls staðar á vega- og gatnakerfinu jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Líklegt má telja að þessar hækkuðu sektir yrðu tilgreindar í viðauka I við reglugerð nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim (sjá viðauka við bréf þetta). Þótt vissulega þurfi að reyna að fækka slysum í umferðinni verður að telja að hér sé of langt gengið í beitingu sekta og viðurlaga (ökuréttarsviptingar). í töflunni hér á eftir er tilgreindur sá hraði sem heimilaður er og sá hraði sem aka má umfram tilgreindan hraða annars vegar skv. 4. mgr. 4. gr. og 5. gr. frumvarpsins (A) og hins vegar samkvæmt 5. mgr. 4. gr. frumvarpsins (B). Heimilaður hámarks- (A) Lægsti hraði Heimilaður hámarks- (B) Lægsti hraði þar hraði í km á klst. umfram heimilaðan hraði i km á klst. sem sekt skal ákveðin hraða þegar ekið er mun hærri en ella meira en tvöfalt hraðar fyrir að aka 30% en heimilt er hraðar en heimilað er sjá 3.mgr. 4. gr Miðað við 5 km svigrúm vegna hraðakstursbrota sem veitt er ( gildandi viðauka I við reglugerð nr. 930/2006 og hugsanlega skekkju við hraðamælingar þar sem að jafnaði er miðað við 3 km eða alls 8 km má líklega hækka þann hraða sem mældur er sem þessu nemur. Þó sýnist þurfa að tiltaka sérstaklega í áðurnefndri reglugerð eða viðauka við hana ef að óbreyttu á að heimila þessi 5 km frávik. Hraði undir 70 km á klst er oftast í þéttbýli. Þar ákveður sveitarstjórn hraðamörkin eða nánar tiltekið lögreglustjóri, að fengnum tillögum sveitarstjórnar, sbr. 81. gr. umferðarlaga. Það verður að segjast eins og er að víða er illa staðið að ákvörðunum um og merkingum á þeim hraða sem heimilaður er - ekki síst á minni þéttbýlisstöðum viða um landið. Víða er þéttbýlismerkið sem þýðir 50 km hraða á klst. langt utan við hið eiginlega þéttbýli og þvi verður mörgum á að aka nokkru hraðar innan merkisins í átt að þéttbýli en strangt til tekið er heimilað. Ekki síður á þetta við þegar ekið er út úr þéttbýli. Þá ákveða sveitarfélög oft óraunhæfan hraða án þess að gera viðeigandi ráðstafnir t.d. er víða 35 km hraði á klst. á vegum eða götum, jafnvel þjóðvegum milli þéttbýlisstaða, sem vel mætti aka a.m.k á 50 km hraða á klukkustund þar sem þær eru vfðast nægilega breiðar, vegsýn eins og best verður á kosið, engar þvergötur, ekki heimilt að leggja ökutækjum o.s.frv. Leggja verður áherslu á að þar sem lágur hraði er ákveðinn verði gerðar þær ráðstafnair sem þarf til að hindra að komist verði að ráði hraðar en heimilað er m.a. með þrengingum, upphækkunum, itarlegum merkingum o.s.frv. Loks má nefna að talsvert ósamræmi er milli einstakra sveitarfélaga um þann hraða sem

6 3 heimilaður er í þéttbýli, en þar má sjá tölurnar 30, 35, 40, 45 og 50 - en hærri hraða á stofnbrautum. Skal um þetta m.a. vísað til greinar sem undirritaður ásamt dr. Haraldi Sigþórssyni, verkfræðingi, ritaði í tímaritið Sveitarstjórnarmál, 8. tölublað ársins 2006, og nefnist Samræming hámarkshraða innan þéttbýlis. Fylgir útprentað eintak hennar (pdf-skjal) erindi þessu. Gera verður þá kröfu að sveitarfélögin í landinu taki sig á eða verði gert að taka sig á og ákvarði og merki hámarkshraða þannig að ekki sé óþarfa hætta á að ökumenn gæti sín ekki og aki hraðar en heimilt er áður en jafn þungbærar refsingar og viðurlög verða leidd í lög og hér um ræðir. Líklega er skýrasta dæmið um það hvað þær hugmyndir sem lagðar eru til í frumvarpinu teljast hæpnar þegar heimilaður hraði er hvað lægstur eða 15 km á klst. (vistgötur, sbr. 7. gr. umferðarlaga) og ökumanni verður á að aka á yfir 30 km hraða á klst (38 km á klst miðað við vikmörk og lögheimilað svigrúm). Þá skal hann sviptur ökurétti í sex mánuði hið skemmsta og sekt ákveðin mun hærri en ella. Ef hann er staðinn að því að aka 30% hraðar en 15 km á klst eða 20 km á klst. skal sekt vera mun hærri en ella. Þá verður að jafnaði að telja mjög hart að svipta þann sem verður á að aka á yfir 70 km hraða, e.t.v. á illa merktum kafla þar sem hámarkshraði er 35 km á klst., ökurétti eigi skemur en í sex mánuði. í dag yrði svipting ökuréttar fyrir slíka háttsemi einn mánuður og sekt kr , sbr. viðauki I við reglugerð nr. 930/2006. Minnt skal á að flest alvarleg umferðarslys verða úti á þjóðvegum utan þéttbýlis og líklega mest þörf á að stemma stigu við glæfraakstri þar. Ekki verður séð að brýn þörf sé á reglum sem þessum til að draga úr glæfraakstri í þéttbýli enda mun minna um alverleg slys þar en úti á þjóðvegum landsins. Væri æskilegt að fyrir lægju tölur frá ríkislögreglustjóra um fjölda brota á ákvæðum laga um hámarkshraða þar sem brot innan þéttbýlis væru sérstaklega talin. Kæmi þá væntanlega betur í Ijós hver þörf væri fyrir ákvæði sem þessi. Sem Ijóst má vera af þeim tölum sem tilgreindar eru í töflunni telst vart heppilegt að vera með fastar hlutfallstölur (30% og 100%) á heimilaðan hraða allt frá 15 km upp í 70 km á klst., sem leiðir til að því minni hraði sem heimilaður er því minni frávik. Heppilegra verður að teljast að miða við fasta tölu umfram heimilaðan hraða eins og gert er í dag en ekki hlutfallstölu. Segja má að reglur eins og þær sem felast í frumvarpinu geri ökumönnum erfitt fyrir og séu til þess fallnar að valda ruglingi. Vel sýnist áfram mega notast við þau viðmið sem fram koma í viðauka I í áðurnefndri reglugerð nr. 930/2006 og nýlega voru talsvert hert. Tíðar breytingar á viðurlögum fyrir að aka hraðar en heimilað er eru til þess fallnar að skapa óvissu sem teljast verður óheppileg fyrir ökumenn. Að framanskráðu athuaðu er laat til að 4. oq 5. mar. 4. qr. oq 5. gr. frumvarpsins verði einfaldleaa felldar úr bví. III Að því er varðar 7. gr. frumvarpsins skal vakin athygli á því að eignarhald á ökutækjum hefur talsvert breyst í seinni tíð. Algengt er orðið að fjármögnunarfyrirtæki séu skráðir eigendur ökutækja og / eða skráður umráðamaður sé að greiða af því áhvílandi lán og eignarréttur sé þar með skertur. Skráning í ökutækjaskrá telst oft hæpin eignarheimild ef á reynir, t.d. ef hjón eiga í hlut og ökutæki er skráð á annað hjóna. Líklegt er að meira sé um að fólk aki á bílaleigubílum o.s.frv. Því má ekki treysta um of á það úrræði að heimila upptöku ökutækis við gróf og eða/ítrekuð brot á umferðarlögum til að stemma stigu við umferðarlagabrotum. Getur þetta úrræði komið mjög misjafnlega niður eftir því hvernig á stendur með eignarhald hjá hverjum og einum. Meira jafnræði væri fólgið I fangelsisrefsingum. F.h. stjórnar Leiðar ehf., sem er félag um framþróun í samgöngum á landi ogeinkaframkvæmd vegmannvirkja,

7 4 Fskj. Grein í Sveitarstjórnartíðindum 8. tbl eftir Jónas Guðmundsson, sýslumann og dr. Harald Sigþórsson, verkfræðing, sem nefnist Samræming hámarkshraða innan þéttbýlis. Viðauki: Viðurlög við brotum á 37. og 38. gr. umferðarlaga skv. viðauka I við reglugerð nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. 37. gr. Almennar hraðatakmarkanir Þegar ekið er yfir lögleyfðum hámarkshraða skal beita eftirfarandi töflu. í fyrstu línu lárétt er lögleyfður hámarkshraði í km tilgreindur. Raunverulegur hraði ökutækis, f km, er tilgreindur í fyrstu línu lóðrétt. Sektarljárhæð ertilgreind í þúsundum króna og sviptingartfmi í mánuðum. Hraði 30 j I ) I I I i I Í I I I I I ( l i \ [ l I! l ( I I I ( I cn j I j......h l J I l l ! i í ( I I o co LO 38. gr. Ökuhraði sérstakra gerða ökutækja Við ákvörðun sekta og sviptingar ökuréttar fyrir brot á ákvæðum þessarar greinar skal beita töflu 37. gr. að teknu tilliti til lögleyfðs hámarkshraða ökutækis.

8 stj.mál 8. tbl. 28 sidur :34 Page 25 Umferðarmál Samræming hámarkshraða innan þéttbýlis Dr. Haraldur Sigþórsson og Jónas Guðmundsson skrifa. Um þessar mundir er verið að herða nokkuð reglur og viðurlög við brotum á reglum um ökuhraða hérlendis. Með reglugerð nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum, sem tók giidi 1. desember sl., er m.a. kveðið á um að svigrúm vegna aksturs umfram heimilaðan hraða, áður en sektum er beitt, skuli vera 5 km á klst. en áður var það 10 km á klst. Auk þess eru sektir fyrir akstur umfram heimilaðan hraða hækkaðar umtalsvert. Þá er til með- ferðar á Alþingi stjórnarfrumvarp til breyt- inga á umferðarlögum þar sem kveðið er á um hert viðurlög við ýmsum brotum á reglum um ökuhraða, ekki sfst í þéttbýli. Því er brýnna en áður að vandað sé til ákvarðana um heimilaðan ökuhraða á hverjum stað þannig að umferð geti gengið greitt og eðlilega fyrir sig en öryggi sé fyggt- Á þjóðvegum utan þéttbýlis er það vegamálastjóri sem ákveður ökuhraða, sbr. 3. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, eins og henni var breytt með lögum nr. 66/2006, en áður var það ráðherra (dómsmálaráðherra og síðar sam- gönguráðherra). Á öðrum vegum og þar með í öllu þéttbýii ákveður lögreglustjóri hraðamörkin, að fengnum tillögum sveitarstjórnar. Þéttbýli markast af merkjum sem tákna þéttbýli. Samkvæmt 37. gr. umferðarlaga gilda svohljóðandi almennar hraðatakmarkanir hérlendis: 37. gr. f þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst. Utan þéttbýlis má ökuhraði ekki vera meiri en 80 km á klst, þó 90 km á klst á vegum meö bundnu slitlagi. Ákveða má hærri hraðamörk á tilteknum vegum, þó eigi meira en 100 km á klst., ef, Tilgangslltíö er að nota skiltaðan hraða sem endar i tölunni 5, segir m.a. t grein þeirra Haraldar og Jónasar. aðstæður leyfa og æskilegt er til að greiða fyrir umferð, enda mæli veigamikil öryggissiónarmið eigi gegn því. Akveða má lægri hraðamörk þar sem æskilegt þykir til öryggis eða af öðrum ástæðum. Núverandi staða Nokkuð er breytilegt hvaða hámarkshraði gildir innan þéttbýlis, einkum á smærri stöðum. Eins og áður segir er hámarks- hraði innan þéttbýlis 50 km á klst, nema annað sé ákveðið og merkt sérstaklega. Eftir þéttbýlisskiltið er það þvf sá hraði sem gildir. Síðan virðist vera nokkuð til- viljanakennt hvaða hraði er ákveðinn og hvernig hann er merktur áfram inn á ein- staka þéttbýlisstaði og innan þeirra. Stað- setning skilta, jafnt um mörk þéttbýlis sem heimilaðan hraða, er einnig oft óheppileg eða í besta falli umdeilanleg. Nokkuð er um að miðað sé við 35 km á klst. og sjá má dæmi um 45 km á klst. Þetta er auðvitað einfalt og ódýrt, því eitt skilti gildir fyrir það sem á eftir kemur, en hefur einnig ýmsa galla. Ekki er t.d. sam- ræmi við stærri þéttbýlisstaði. Þá gerir þetta fyrirkomulag ekki ráð fyrir flokkuðu gatnakerfi, þ.e. umferðargötur og húsa- götur eru lagðar að jöfnu. Munur á 50 km á klst. og 45 km á klst. er hverfandi og engin nauðsyn að víkja þannig frá almennum hámarkshraða innan þéttbýlis. Sama má raunar segja um 35 km á klst. og 30 km á klst. Tilgangslítið er að nota skiltaðan hraða sem endar á tölunni 5. Nóg er að nota tölur sem enda á 0. Annað getur skapað óþarfa rugling. Annar hraði en hér hefur verið nefndur

9 stj.m&l 8. tbl. 28 sidur :34 Page 26 U m fe rð a rm á l heíur einnig verið ákveðinn, eins og t.d. 25 og 40 km á klst. Margbreytilegur hámarkshraði getur ruglað ökumenn og aðra vegfarendur. Þá vill oft bregða við að ákvarðanir um hámarkshraða séu óeðlilegar miðað við útfærslu gatna, hann t.d. ákveðinn of lágur fyrir breiða greiðfæra götu eða of hár fyrir götu með marga óvarða vegfarendur eða þar sem t.d. innkeyrslur eru margar. Mikilvægt er að fyrirkomulag sé svipað m illi einstakra þéttbýlisstaða. Mjög er líklegt að mörgum verði á að aka hraðar en heimilt er ef hraði á greiðfærri umferðargötu er ákveðinn óþarflega lágur, t.d. 35 km á klst., auk þess sem slíkt fyrirkomulag kann að skapa óþarfa virðingarleysi fyrir gildandi hámarkshraða. Einsleitt gatnakerfi og að hraði sé ákveðinn og honum stýrt með markvissum og skipulögðum aðgerðum er með mikilvægustu atriðum með tilliti til öruggrar og greiðrar umferðar. í áðurnefndri reglugerð nr. 930/2006 eru sektir fyrir að aka yfir hraðamörk ákveðnar út frá hraðanum 30, 35, 50, 60, 70, 80 og 90 km á klst. Ekki er tilgreint sérstaklega hver sektarfjárhæðin skuli vera þar sem hámarkshraði er annar eins og t.d. 25, 40 eða 45 km á klst. og sýnist því nærlægt að miða við næstu tölu fyrir ofan ef sekta á fyrir of hraðan akstur þar sem sá hraði er ákveðinn. Samkvæmt því sem áður er ritað kynni að vera æskilegt að nema hraðann 35 km á klst. úr reglugerðinni. T illö g u r a ö b re y tin g u m Lagt er til að fyrirkomulag hámarkshraða innan þéttbýlis verði samræmt á þann veg að 50 km á klst. gildi fyrir umferðargötur og þjóðvegi, en 30 km á klst. fyrir götur innan hverfa og allar aðrar götur en svonefndar vistgötur þar sem enn lægri hraði gildir. Þetta skipulag yrði þá í fullu samræmi við stærri þéttbýlissta&i. Þar eru að vísu götur með röðum umferðarljósa yfirleitt með 60 km á klst. og stofnbrautir með mislægum gatnamótum með 80 km á klst. Slíkt á hins vegar ekki við fyrir smærri þéttbýlisstaði og ruglar því ekki heildarmyndina. Með samræmingu ættu ökumenn ætíð að vita, hvaöa hámarkshraöi gildir á hverjum stað.' Hraðinn 90 km á klst. á þjóðvegum yrði þá fyrst tekinn niður í 70 km á klst., sem myndi gilda nokkurn kafla þar sem það á við, en síðan tækju 50 km á klst. við. Sá hraði myndi síðan gilda fyrir umferðargötur í framhaldinu. Ef áður hefur gilt lægri hraði en 50 km á klst. þyrfti að vanda allan frágang, kantsteina, yfirborðsmerkingar og skiltun, afmörkun bílastæða og sérstaklega þverunarstaði gangandi. Þeir þyrftu að vera fáir en vel skilgreindir. Síðan yrðu íbúahverfi afmörkuð með hliðum, skiltum með 30 km á klst. og jafnvel hraðatakmarkandi aðgerðum. Þetta þyrfti ekki að vera viðamikil aðgerð á hverjum stað, en myndi þó óhjákvæmi- lega þýða uppsetningu á nokkrum skiltum. Með samræmingu ættu ökumenn ætíð að vita, hvaða hámarkshraði gildir á hverjum stað og ekki þörf að gefa þvf sér- stakan gaum eftir því hvaða þéttbýlisstaður á í hlut. Eftir því sem næst verður kom- ist gildir sama fyrirkomulag um ákvörðun hámarkshraða og hraðamerkingar og hér er lagt til víðast í þéttbýli í nágrannalöndunum. Þar sem ákvörðun hámarkshraða innan þéttbýlis er ekki á höndum eins aðila, eins og t.d. Vegagerðarinnar, heldur sveitarstjórna sem gera sínar tillögur til lögreglustjóra, þyrftu yfirvöld á hverjum stað að yfirfara ákvarðanir um ökuhraða hvert á sínu svæði. Það má einnig velta því fyrir sér hvort það sé að öllu leyti heppilegt fyrirkomulag að það sé á valdi sveitarstjórna á hverjum stað að gera tillögu um hámarkshraða á þeim vegum eða götum sem telja má hluta af þjóðvegakerfinu. Sveitarstjórnir þiggja umboð sitt eingöngu frá íbúum sveitarfélagsins en þeir vilja gjarnan hafa hraða sem lægstan hver á sínum stað en minna er litið til hagsmuna umferðarinnar eða til heildarsamræmis. Margt sýnist því mæla með því að það verði vegamálstjóri sem ákveði hraða á þjóðvegum í þéttbýli, að fenginni umsögn sveitarstjórnar á viðkomandi stað, enda greiddi Vegagerðin kostnað við nauðsyn- legar ráðstafanir til að tryggja öryggi. Með þessu mætti ná samræmi í ákvörðun há- markshraða á þjóðvegakerfinu á landsvísu og fagleg sjónarmið réðu fremur en tilfinningaleg eða pólitísk á hverjum stað. Jafnvel mætti ganga enn lengra og gera áskilnað um að sótt yrði um sérstaka rökstudda undaþágu til vegamálstjóra ef ósk- að væri eftir öðrum hámarkshraða innan þéttbýlis undir 50 km á klst. en hraðanum 30 km á klst. Það er von höfunda að þessi grein veki menn til umhugsunar um ástand hraðamerkinga í st'nu sveitarfélagi og nauðsyn þess að samræma þær sem mest. Haraldur Sigþórsson er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Línuhönnun hf. og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Jónas Cuðmundsson er sýslumaður í Bolungarvík og stjórnarformaður í Leið ehf., félagi um framþróun í samgöngum á landi.

10 LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Alþingi Erindi nr.þ I33/SM2 komudagur 8.2. Nefndarsvið Alþingis b.t. Samgöngunefndar Alþingis Austurstræti REYKJAVÍK Vísað er til erindis samgöngunefiidar Alþingis, dags. 17. janúar 2007, þar sem þess er farið á leit við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að veitt verði umsögn vegna meðferðar frumvarps til umferðarlaga, 388. mál, ökuskírteini, hert viðurlög. Þá óskar nefndin jafiiframt eftir umsögn vegna frumvarps til umferðarlaga, 381. máls, bílpróf 18 ára, sbr. erindi sama dag. Verður fyrst veitt umsögn um fyrmefnda frumvarpið. Um l.gr. Engar athugasemdir. Um 2.gr. Engar athugasemdir. Um 3.gr. Engar athugasemdir. Um 4.gr. Gerðar eru athugasemdir við ákvæðið. Áratugaiöng venja er fyrir þeirri réttarframkvæmd að dómarar meti sektarviðurlög þar sem sleppir ákvæðum reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Ákvæðið eins og það er úr garði gert samrýmist að þessu leyti illa meginreglu um forræði hans á mati á viðurlögum. Embættið telur það betri kost að virða svigrúm dómara við sjálfstæða ákvarðanatöku við ákvörðun viðurlaga og að óþarft sé að kveða sérstaklega á um ákvörðun sekta mun hærri en ella að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvæðinu, enda dómarar fullfærir um mat á viðurlögum og réttindasviptingu. Þá má bæta því við að vegna mála þar sem fjallað er vim ofsaakstur, kann að vera ástæða til að ákæra ökumann jafiihliða fyrir brot gegn ákvæðum almennra hegningarlaga, og því enn ríkari ástæða en ella til að veita dómara svigrúm við mat á refsingu og réttindasviptingu. Um 5.gr. Embættið styður áform og markmið umferðaröryggisáætlunar samgönguyfirvalda en vísar jafiiframt til sjónarmiða sem rakin eru hér að ofan varðandi 4.gr. og sjálfstætt mat dómara á refsikenndum viðurlögum. Hverfisgata 115 Sími: Reykjavík Fax: Veffang: Netfang:

11 Um 6.gr. Lögreglustjórar og handhafar ákæruvalds afgreiða fjölda opinberra mála á ári hverju í formi lögreglustjórasátta eða við ákærumeðferð fyrir dómi þar sem ökumenn með bráðabirgðaskírteini eru sviptir ökurétti i 3 mánuði á grundvelli punktastöðu í ökuferilsskrá. Á það má benda að lækkun á þeim punktafjölda gagnvart ökumanni með bráðabirgðaskírteini, sem sviptur er ökurétti í 3 mánuði vegna uppsafnaðra punkta í ökuferilsskrá, úr 7 punktum í 4, myndi að líkindum ná sama markmiði og að virðist stefht með ákvæðinu. Þá gerir l.gr. frumvarpsins það að verkum að önnur mikilvæg úrræði hrökkva til í viðleytni um bætta hegðun ungra ökumanna í umferðinni og í baráttu gegn umferðarslysum, s.s. frestun á útgáfu fullnaðarskírteinis, ákvæði gildandi reglna um akstursmat, og möguleikar á að takmarka ökuréttindi samkvæmt ökuskírteini með þeim hætti sem lagt er til skv. l.gr. frumvarpsins, s.s. með heimild til að stjóma ökutækjum á tilteknum tímum sólarhrings og með takmörkunum á afli hreyfils ökutækis. Þá má einnig nefiia þætti ökunáms og ökukennslu og ákvæði um æfingaakstur ungra ökumanna. Þá samrýmist ákvæði 6.gr. um akstursbann illa gildandi ákvæðum samkvæmt umferðarlögum og reglugerð um ökuskírteini, sem ganga út frá því að annað hvort sé um að ræða sviptingu ökuréttar eða ákvörðun um afturköllun ökuréttinda. Samkvæmt VII. kafla reglugerðar um ökuskírteini hefur lögreglustjóri nú þegar margvíslegar og fullnægjandi heimildir til afturköllunar ökuréttinda. Að sama skapi eru gerðar athugasemdir við niðurlag 6.gr., um að ákvörðun um akstursbann megi bera undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð opinberra mála og að lögreglustjóri skuli leiðbeina bytjanda um þann rétt þegar ákvörðun er birt. Alls óvíst er um þá framkvæmd og málsmeðferð sem hér er verið að leggja til, aðkomu lögreglu að því að móta nýtt verklag til framtíðar í þessum efiium, og óvíst með öllu á hvaða grundvelli einstaklingur getur kært ákvörðun lögreglustjóra um akstursbann og um vamaraðild lögreglustjóra í slíkum málum. Þrátt fyrir síðastnefnd atriði er lögreglustjóra ætlað lykilhlutverk við meðferð mála. Þá er óljóst með öllu hvemig með fari þann kostnað sem óhjákvæmilega fylgir meðferð opinberra mála, óljóst um umfang slíkra mála og fjölda þeirra. Bent er á núgildandi heimildir lögreglustjóra til að afturkalla ökuréttindi og möguleika lögreglustjóra á að vísa viðkomandi í hæfiiispróf, sbr. VII. kafli reglugerðar um ökuskírteini. Þasr ákvarðanir eru kæranlegar stjómvaldsákvarðanir og um er að ræða skilvirk stjómsýsluúrræði við meðferð mála og ekki eins kostnaðarsama leið og gerist og gengur vegna dómsmeðferðar mála. Um 7.gr. Gerðar eru athugasemdir við ákvæðið eins og það er úr garði gert. í fyrstu skal vísað til 69.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en ákvæðið er almennt ákvæði íslenskrar refsilöggjafar um eignaupptöku. Að þessu leyti gerir íslenskt sakamálaréttarfar ráð fyrir því að hlutir, munir, ávinningur o.fl., séu gerðir upptækir með dómi. Eingöngu dómstólar kveða á um upptöku en lögregla hefur hins vegar lagaheimildir til haldlagningar muna og ávinnings samkvæmt lögum um meðferð

12 opinberra mála og ákvæðum lögreglulaga til þess að tryggja upptöku. Eins og ákvæði 7.gr. er sett fram er um verulega íþyngjandi ráðstöfun að ræða, auk þess sem nefha má að ökutæki kann að vera í eigu fleiri en eins aðila og þeirri spumingu er ósvarað hvemig staðið verði að framkvæmd og meðferð mála við sölu ökutækis á uppboði ef ökutæki er í sameign tveggja eða fleiri aðila. Þá felur ákvæði 7.gr. í sér nýmæli og frávik frá meginreghi 69.gr. hegningarlaga, þar sem veitt er heimild samkvæmt ákvæðinu til eignaupptöku munar sem á engan hátt tengist hinni refsiverðu háttsemi og má velta því upp hvort ákvæði 7.gr. eins og það er úr garði gert, geti samrýmst eignarréttarákvæði stjómarskrárinnar. Þá kemur upptaka á ökutæki í eigu viðkomandi ökumanns og eftirfarandi sala þess eða sala á eignarhluta ökumanns, ekki í veg fyrir það að viðkomandi ökumaður festi einfaldlega kaup á annarri bifreið enda ekkert sem bannar slík kaup. Enn fremur er vísað til þess að ákvæðið kann að bijóta gegn jafiiræðisreglu stjómarskrárinnar þar sem upptaka ökutækja mun koma misjafhlega niður á fólki út frá efnahag þess og tilviljun ein hvemig sú refsiframkvæmd sem hér er lögð til muni koma niður á fólki með tilliti til eignasamsetningar þess. Þá má vísa til þess að sektir vegna umferðarlagabrota hér á landi taka ekki mið af efnahag fólks líkt og gerist og gengur víða í öðrum ríkjum. Með ákvæði 7.gr. er boðið upp á mismunandi framkvæmd að þessu leyti, að því er varðar sektir annars vegar og eignaupptöku hins vegar. Þá er mörgum spumingum ósvarað um framkvæmd þessara mála að því er varðar geymslu ökutækja og þann kostnað sem til fellur vegna þessa, aðstöðu og umfang þeirrar geymslu. Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við frumvarpið, sbr mál. Reykjavík, 7. febrúar 2007 Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lögfræðingur yfirstjómar

13 LÖGREGLUSKÓLIRÍKISINS Krókhálsi 5b 110 Reykjavík Sími Fax Alþingi Erindi nr. Þ komudagur s.s.s e 'Z Reykjavík, 30. janúar 2007 Nefndasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík Lögregluskóli ríkisins vísar til bréfs samgöngunefndar, dags. 17. janúar sl. þar sem skólanum er boðið að gefa umsögn um frumvarp til umferðarlaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi, 388. mál, ökuskírteini, hert viðurlög. Lögregluskóli ríkisins, hér eftir neftidur Lögregluskólinn, lýsir ánægju sinni með þá hugsun sem birtist í frumvarpinu og styður það í meginatriðum. Hér á eftir birtist umsögn skólans. Um 1. gr. Lögregluskólinn styður efni greinarinnar og telur að þessi breyting geti ekki annað en orðið til góðs, takist framkvæmd hennar vel. Takmarkanir á heimild ungmenna til að stjóma tilteknum ökutækjum og að takmarka tíma sólarhrings sem ungir óreyndir ökumenn mega aka er líkleg til að draga úr slysahættu þessa aldurshóps sem sannanlega er í mestri hættu allra að lenda í og valda slysum. Má hér taka undir það sem segir í skýrslu Rannsóknamefhdar umferðarslysa (RNU) um banaslys í umferðinni árið 2004 en þá gerði nefndin það að tillögu sinni að takmarka ökuréttindi ungra ökumanna fyrstu árin enn frekar, t.a.m. með banni við akstri með jafnaldra farþega ökumanna ára, bann við akstri að næturlagi nema í og úr vinnu og takmörkun á ökuréttindum miðað við rúmtak véla. Lögregluskólinn tekur heils hugar undir þessi sjónarmið en hvetur til að tryggt verði að allar aðrar lagaheimildir verða að vinna með umferðarlögunum. Styðjast má við reynslu af sambærilegum ákvæðum í sumum ríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku og viðlíka ákvæðum hjá nágrannaþjóðum okkar, a.m.k. Noregi. Vakin er athygli á að það kann að vera ástæða að skoða ökuferil ökumanna heildstætt við endumýjun bráðabirgðaskírteina frekar en miða eingöngu við punkta eða sviptingu ökuréttinda, sbr. b. lið 4. mgr. 1. gr. frumvarpsins. Eins og staðið er að málum nú eru ekki öll hættubrot virt til ökuferilspunkta. Eðliiegt kann að vera að vfírfara ökuferilsskrá ökumanrxa við endumýjun skírteinanna til að rannsaka hvemig þeir hafa staðið sig m.t.t. umferðaröryggis og að ítrekuð brot, þótt þau valdi ekki punktum, geti haft áhrif á framtíðarökuréttindi. Um 2. gr. Lögregluskólinn styður ákvæðið og það aðhald sem það getur skapað. U m 3. gr. Spuming er hvort umræddar reglur eigi einnig að ná til eííirlits með því að þeim sé framfylgt?

14 Um 4. gr. Lögregluskólinn telur þessa lagabreytingu geta stuðlað að auknu umferðaröryggi og meiri aga hjá ökumönnum. Orðalag eins og hærri en ella og einnig mun hærra en ella eru matskennd viðmið og spuming er hvort það er nægilega skýr lagatexti. Við ákvörðun sekta kann að vera rétt að fara að dæmi nágrannalanda okkar og tekjutengja sektir vegna tiltekinna hættubrota. Sjálfsagt væri að hafa undanþágur í lögunum sem ættu við þá sem minnst mega sín en reynslan sýnir að þeir sem þannig háttar til um eru sjaldan valdir að alvarlegum slysum þar sem hættubrot eru meginorsök og eru trúlega ekki oft kærðir fyrir slík brot. Fremur á það sennilega við um ökumenn, ekki síst unga ökumenn, sem aka á dýrum og krafitmiklum bílum. Um 5. gr. Ákvæðið er þarft nýmæli. í athugasemdum með greininni er minnst á götur þar sem hraðamörk eru lág, t.d. 30 km á klst. og um mat á því hvort aðstæður leyfa eða leyfa ekki hraðakstur. Bent er á að ökumaður sem ekur í vistgötu (hámarkshraði 15 km á klst.) fremur alvarlegt hættubrot ef hann ekur þar á 30 km. hraða. Samkvæmt skýringu í athugasemd virðist sem það skipti máli hvemig veghaldari kýs að gera götumar úr garði en slíkt ákvæði kann að orka tvímælis. Um 6. gr. Hér er að danskri fyrirmynd mælt fyrir um nýtt hugtak, akstursbann sem ætlað er að veita byrjendum í umferðinni aðhald er við á. Kemur það til með að vera viðbót við önnur refsikennd viðurlögum sem heimild er fyrir í lögunum. Ekki er gerð athugasemd við þetta nýja ákvæði sem kann að verða árangursríkt en spyrja má hvort ekki sé nægilegt að nýta fyrirliggjandi heimildir eins og þær hafa þróast. 7. gr. Lögregluskólinn gerir engar athugasemdir við þessa grein frumvarpsins enda er þá gengið út frá því að ákvæðið gangi ekki á svig við eignarréttarákvæði Stjómarskrárinnar. Akvæðið, verði það að lögum, mun örugglega vekja ökumenn til umhugsunar og einnig þann sem lánar ökutæki sitt. F.h. Lögregluskóla ríkisins C 1 V v i n > _ Amar Guðmundsson, skólastjóri Eiríkur Hreinn Helgason, yfirlögregluþjónn og sérfræðingur í umferðamálum 2

15 Atþingí, Erindinr.Þ ^ t x! komudagur U.2. 20ö9> O ' V. V* Reykjavík Nefndasvið Alþíngis Austurstræti Reykjavik Efni: Frumvarp til umferðarlaga, 388. mál. Rannsóknamefnd umferðarslysa hefur tekið til umræðu á fundi frumvarp til umferðarlaga 388. mál, ökuskírteini, hert viðurlög, o.fl. 1. gr. Efiii greinarinnar er að flestu leyti framfaraskref. Sérstaklega er ástæða til að nefiia ákvæðin um takmarkanir á heimild ungmenna til að stjóma tilteknum ökutækjum og að takmarka tíma sólarhrings sem ungir óreyndir ökumenn mega aka. í skýrslu RNU um banaslys í umferðinni árið 2004 gerði nefiidin það að tillögu að takmarka ökuréttindi ungra ökumanna fyrstu árin enn firekar, til dæmis með banni við akstri með jafnaldra farþega ökumanna ára, bann við akstri að næturlagi nema í og úr vinnu og takmörkun á ökuréttindum miðað við rúmtak véla. Vert er þó að vekja athygli á að það kann að vera betra að skoða ökuferil ökumanna heildstætt við endumýjun bráðabirgðaskírteina frekar en miða við punkta eða sviptingu ökuréttinda sbr. b. lið 4. mgr. 1. gr. frumvarpsdraganna. Að mati nefhdarinnar eru forvamaráhrifín ekki nægileg ef ökuferilspunktar eru forsenda frestunar útgáfu fullnaðarskírteinis þegar fyrir liggur að hættubrot eru ekki öll virt til ökuferilspunkta. Dæmi um umferðarlagabrot sem ekki veita punka skv. núgildandi reglum eru nálægðarakstur, svigakstur, merkjagjöf ekki sinnt, fyrirmælum er ekki sinnt sem gefin eru með umferðarmerkjum, tillitslaus akstur o.fl. Eðlilegt væri að yfirfara ökuferilsskrá ökumanna við endumýjun til að kanna, hvemig þeir hafa staðist kröfur sbr. ofanritað og að ítrekuð brot, þótt ekki valdi punktum, hefðu áhrif á framtíðarökuréttindi. Nefiidin lýsir yfir nokkrum áhyggjum sínum af því hversu lítið gagn reynist á stundum að ökuferilspunktum sem aðhaldi fyrir ökumenn. Komið hefur firam í rannsóknum nefhdarinnar að ökumenn með mjög vafasaman ökuferil eru með óstaðfesta punkta og hefðu að öllu jöfiiu átt að vera sviptir ökuréttindum á grundvelli þeirra. Dæmi eru um að ökumenn sem svo er ástatt fyrir hafi valdið alvarlegum slysum, jafiivel banaslysmn. Að mati nefiidarinnar er nauðsynlegt að einfalda framkvæmdina svo punktamir virici eins og til er ætlast. Meðferð slíkra mála má hvorki vera seinvirk eða flókin. Skilvirkni er grundvallaratriði í meðferð mála er varða brot á umferðarlögum.

16 í þessu samhengi má nefiia að Danir tóku í notkun nýtt punktakerfi 1. september Athygli vekur í því kerfi að of stutt bil milli bíla er skilgreint sem hættubrot sem gefur punkt (umræður á fundi RNU ). S.k. nálægðarakstur er mjög mikill slysa- og tjónavaldur í umferðinni á íslandi. Endurskoða ætti þau ákvæði er hann varða í núgildandi umferðarlögum og gera þau skýrari. í löggjöf nágrannalandanna eru þau virt sem alvarleg hættubrot, sem varða háum sektum og sviptingum. Þess má geta að RNU hefur á dagskrá að ráðast í gerð sérverkefnis um rannsókn á aftanákeyrslum og fá til samstarfs fleiri aðila t.d. tryggingarfélögin. 2. gr. Nefndin lýsir sérstakri ánægju með ákvæðið og það aðhald sem það gæti skapað. 3.gr. Nefiidin telur þetta ákvæði skilyrðislaust til bóta fyrir þann ökutækjaflokk sem hér um ræðir. I skýrslu RNU um banaslys í umferðinni árið 2001 gerði nefiidin að tillögu sinni við dómsmálaráðuneytið að skýrt yrði kveðið á um skyldu til notkunar hlífðarfatnaðar og hlífðarhjálms við akstur biflijóla og að sama gildi um farþega á bifhjóli. Brýnt væri að kröfum til slíks búnaðar væri lýst í reglugerð. Þá lagði nefndin til að tekin yrði upp skoðunarskylda á bifhjólahjálmum og hlífðarfatnaði bifhjólamanna og að lögreglumenn yrðu þjálfaðir í að kanna slíkan búnað. 4. gr. Nefiidin telur að innihald þessarar greinar feli í sér mikilvæg skilaboð til ökumanna um þá hættu sem atferli þeirra veldur, bijóti þeir gegn góðum akstursvenjum. Hins vegar má velta því upp hvort nógu langt sé gengið. Matskennt viðmið eins og hærri en ella og mun hærra en ella er e.t.v. ekki nægilega skýrt í sérrefsilögum sem umferðarlögin eru og er mælt með því að sett séu skýrari viðmið ekki síst með hliðsjón af kröfiinni um skýrleika refsiheimilda og dómaframkvæmd í málum er varða umferðarlagabrot. T.d. mætti setja hér inn ákvæði, sem vissulega væru nýmæli, en segðu að sekt í slíkum tilvikum skyldi að jafnaði nema 1/12 af árslaunum viðkomandi skv. skattfiamtali s.l. árs en þó aldrei lægri fjárhæð en tiltekinni Qárhæð t.d. lágmarkslaunum skv. viðmiðunum skattstjóra. Sjálfsagt væri að hafa undanþágur í lögunum sem ættu við þá sem minnst mega sín, öryrkja og ellilífeyrisþega, en reynslan sýnir að þeir eru sjaldan valdir að alvarlegum slysum þar sem of hraður akstur er meginorsök né mikið kærðir fyrir slík brot. Slíkt á sennilega frekar við um ökumenn og ekki síst ungt fólk sem ekur á dýrum og kraftmiklum bílum. Nefhdinni er kunnugt um að þessi aðferðarfræði er notuð í nágrannalöndunum og eftir því sem best er vitað með góðum árangri. 5. gr. Ákvæðið er þörf nýmæli. í athugasemdum er minnst á 30 km götur og um mat á því hvort aðstæður leyfa eða leyfa ekki hraðakstur. Sé þessi skilningur réttur þá er rétt að benda á að brot ökumanns sem ekur á tvöföldum hámarkshraða t.d. á vistgötu þar sem viðmiðunarhraði er að hámarki 15 km fremur alvarlegt hættubrot og er að mati nefiidarinnar ekki rétt að gera undantekningar frá hraðabrotum eftir því hvort sveitafélög, sem eru veghaldarar, hafa gert nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að þar sé auðvelt að aka hratt eða ekki.

17 Ástæða er til að hafa áherslur skýrar og einfaldar og ávallt þær sömu. Þannig næst helst árangur að mati neíhdarinnar. 6. gr. Hér er komið nýtt hugtak um aðhald sem veitt er byijendum í umferðinni og kemur það til viðbótar öðrum refsikenndum viðurlögum. Því er hér velt upp hvort ástæða sé til að flækja hugtakaflóruna frekar og hvort hreinlegra geti verið að nýta sviptingarhugtakið áfram. 7. gr. Ne&din gerir ekki athugasemdir við þessa grein og telur hana þörf nýmæli. Samkvæmt erlendum rannsóknum virðast ökumenn helst óttast viðurlögin sviptingu ökuréttinda. Heimild til að gera ökutæki upptækt er því líkleg til að hafa sterk vamaðaráhrif gegn umferðarlagabrotum. Frekari ábendíngar frá RNU Heildarendurskoðun mun vera fyrirhuguð á umferðarlögunum. Eftirtalin atriði hafa komið til umræðu í nefiidinni 1 tengslum við umsögn þessa. 1. Nefodin veltir þeirri spumingu upp í meðferð málsins hvort heimila eigi takmarkanir á innflutning tiltekinna ökutækja og má þá sérstaklega nefiia bifhjól sem hönnuð eru sérstaklega og öðru fremur til hraðaksturs sem er margfaldur hámarkshraði sem heimilaður er á vegum hér á landi. 2. Nefiidin leyfir sér jafnframt að vekja athygli á að reglulega gerist það að ökumenn sinna ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og stinga hana af eins og það er kallað. Skapast af því mikil slysahætta fyrir alla sem nærri eru. í dag er þessu ekki lýst sem sérstöku broti á umferðarlögum og eru sem slík heimfærð undir lögreglulög (19. gr.), 5. gr. umfl. og síðan þær greinar sem við eiga hveiju sinni t.d. 36., 37. o.fl. gr. umfl., en einnig á stundum undir 4. mgr. 220 gr. alm. hgl. svo dæmi séu tekin. Nefiia má allmarga dóma sem styðja þetta álit nefiidarinnar. í nýlegu blaðaviðtali var haft eftir yfirmanni í lögreglunni í Reykjavík að þessum tilvikum fari fjölgandi og að þau séu oft nokkur á viku. Nefiidin leyfir sér því að leggja til að sett verði sérstakt ákvæði í umferðarlögin, t.d. í hina nýju grein 107a sbr. frumvarpsdrögin, sem kveði á um sérstök aukin viðurlög, t.d. upptöku ökutækis ökumanns sem ekki sinnir stöðvunarmerkjum lögreglu. Þegar ökumaður ekur á brott sem oftast gefur tilefiiitileftirfararafhálfulögreglu, veldur slíkt ávallt hættu og tengist oft öðrum alvarlegum afbrotum. 3. Þá vill nefiidin vekja athygli á hversu huglægt matið er á því hvað telst vítavert og svívirðilegt þegar kemur að því hvort beita skuli refsikenndum viðurlögum sbr. dóm sem gekk í Héraðsdómi Suðurlands 8. nóvember 2006 (S-491/2006). Þessi dómur er sennilega í anda þeirrar dómvenju sem skapast hefur í umferðarrétti. Það er ekki hlutverk Rannsóknamefhdar umferðarslysa að fjalla um sök í þeim málum sem hún hefur til rannsóknar hveiju sinni. Vegna starfa nefhdarmanna og sérfræðinga nefhdarinnar koma dómar í þessum málaílokki hins vegar á borð okkar hvers um sig. Leyfa neíhdarmenn sér að koma þeirri ábendingu til stjómvalda að hvetja til umræðu á vettvangi dómsvaldsins um dómaframkvæmd í

18 umferðarlagabrotamálum og skoða í því samhengi framkvæmdina hjá nágrannaþjóðuniim. Slík umræða mundi styrkja grundvöll heildarendurskoðunar umferðarlaga. Nefedin ítrekar hversu mikið framfaraskref fyrirliggjandi frumvarp er að hennar mati og lýsir yfir áhuga á að vera yfirvöldum til ráðneytis þegar fyrirhuguð heildarendurskoðun umferðarlaga fer fram. Innan nefhdarinnar hefur safhast mikil sérfræðiþekking sem getur nýst við þá vinnu Rannsóknarnefnd umferðarslysa

19 Alþingi Erindi nr. Þ i32>jl //7 komudagur 2b.2. 2ööl- Rannsóknamefhd umferðarslysa Samgöngunefiid Alþingis Austurstræti Reykjavík Meðfylgjandi eru svör Rannsóknamefndar umferðarslysa vegna fyrirspuma Samgöngunefhdar Alþingis. Samgöngunefiid Alþingis óskaði eftir því á fundi þann að Rannsóknamefhd umferðarslysa aflaði frekari gagna varðandi viðurlög við brotum á reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms og lausra dýra í bílum. Að auki óskaði samgöngunefiidin efitir viðbótargögnum um tekjutengingu sekta, bil milli bíla (nálægðarakstur), akstur undir áhrifum stera og skilgreiningu á grófum akstri. 1. Brot á reglugerð nr. 554/2004 um hleðslu, frágang og merkingu farms Á íslandi em viðurlög (sekt) við brotum á reglugerð nr. 554/2005 frá krónum, eftir eðli og efni brots. Brot á reglugerðinni varðar ekki punkt í ökuferilsskrá. Þetta sektarviðmið er nýtilkomið (reglugerð nr. 930 frá 31.október 2006) en áður námu sektir krónum. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu er reglugerð nr.554/2005 unnin að sænskri fyrirmynd. Einnig em í gildi reglugerð um tengingu og drátt ökutækja nr. 394/1992 (sektir frá krónum) og reglugerð um flutning á hættulegum farmi nr. 984/2000 (sektir frá ). Þann hélt Rannsóknamefhd umferðarslysa fund með fulltrúum lögreglu, Spalar, Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins vegna óhappa sem orðið hafa í Hvalfjarðargöngunum og varða farmflutninga ökutækja. Þær tillögur einskorðast ekki við flutning um jarðgöng. Lagði nefndin til við samgönguráðherra að sektir fyrir akstur með of háan farm verði endurskoðaðar og hækkaðar vemlega eins fljótt og auðið er. Sektir vom hækkaðar þann 31.október 2006 eins og fram hefiir komið. Einnig gerði nefiidin það að tillögu sinni að brotið varði punkt í ökuferilsskrá bílstjóra. Hluti vandamálsins er sá að sumir bílstjóramir sæta ekki ábyrgð. Þeir eiga á hættu að fá sekt sem að fyrirtækið greiðir. Ef tekið yrði harðar á brotinu og bílstjórar ættu á hættu að missa meiraprófsréttindin myndu þeir eflaust hugsa sig tvisvar um.

20 Rannsóknarnefhdin telur einnig mikilvægt að ná til flutningafyrirtækjanna sjálfra með fræðslu og samtarf. Mörg fyrirtæki vilja fylgja reglunum og hafa sérstaka öryggisfulltrúa. Finna þarf leiðir til að ná til einyrkja og smærri fyrirtækja og ná samstöðu um að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið. 2. Laus dýr í bflum í gögnum Rannsókname&dar umferðarslysa (banaslys í umferðinni ) er ekki að finna slys sem rekja má til þess að dýr var laust í bíl. Hjá lögfræðisviði Umferðarstofu fengust þær upplýsingar að engin sér ákvæði væri í lögum eða reglum um laus dýr í bílum. Ekki þekktust dæmi úr erlendri löggjöf um slík ákvæði. Hjá Slysaskrá Umferðarstofu (skráning á öllum umferðarslysum á íslandi) fengust þær upplýsingar að laus dýr í bílum væru ekki skráð sérstaklega en af og til kæmu skýrslur þar sem ökumenn tiltaka truflun af lausu dýri í ökutæki sem orsök. í Umferðarútvarpinu hefur verið bent á að bílbelti eru til fyrir gæludýr eins og hunda auk búra og grinda sem sett eru í farangursrými ökutækja. í fyrstu málsgrein 73. greinar Umferðarlaga nr. 50/1987 (með áorðnum breytingum) segir: Gœta skal þess, að farþegar eða farmur byrgi eigi utsýn ökumanns eða tálmi notkun stjómtœkja ökutœkis. Hvort gæludýr flokkast sem farmur, farþegar eða hvorugt skal ósagt látið en inntak lagagreinarinnar mætti yfirfæra á gæludýr. Að mati nefndarinnar er mönnum og dýrum hætta búin ef árekstur verður og gæludýr eru laus í ökutæki. Nefiidin hefur bent á að þess eru dæmi að laus farmur í ökutækjum hafi skaðað ökumenn og farþega. Eins er með farþega sem eru lausir í bílum og hafa skaðað aðra (sjá skýrslu RNU um banaslys í umferðinni 2005). Nefiidin telur eðlilega kröfix að dýr, farmur og fólk sé tryggilega fest í ökutækjum og trufli ekki ökumenn eða valdi skaða ef árekstur verður.

21 Önnur atriði sem óskað var upplýsinga um á fundinum Tekjutenging sekta. Dæmi frá Norðurlondunum Danmork Þann l.september 2005 tók gildi nýtt punktakerfi (Klippekort). Þar er meðal annars að finna tekjutengt ákvæði er varðar ölvunarakstur. Viðurlög (sekt) vegna ölvunarakstur þar sem magn áfengis í blóði er prómill reiknast svo: Nettó mánaðarlaun margfolduð með áfengismagni í blóði, mœlt i prómillum. Dæmi til útskýringar (tekið af síðunni prómill parts per thousand: Fine = net monthly income x alcohol concentration (ppt). Example: Monthly salary paid out: kr. Alcohol concentration: 0.6 ppt. Fine: 9000 kr. Yfir 2 prómill Over 2.0 ppt: 20 days suspended prison plus a fine equal to one month's net income. Finnland Sektir fyrir hraðakstur í Finnlandi eru tekjutengdar ef ökumaður ekur á meira en 20 km/klst. yfir leyfðum hámarkshraða. í Finnlandi eru sektir fyrir að aka 20 km/klst. yfir hámarkshraða milli evrur (c.a þúsund). Fyrir minniháttar umferðarlagabrot eru sektir að hámarki 50 evrur. Fyrir alvarlegri hraðabrot (ekið 20 km/klst+ yfir hámarkshraða) eru sektir tekjutengdar og reiknast út frá nettó mánaðarlaunum m.v. síðasta skattaframtal.

22 4. Bil milli ökutækja. í Svíþjóð er of stutt bil milli bíla (nálægðarakstur) flokkað sem hluti af aggressive köming sem er einkenni fyrir akstursmáta þar sem ökumenn leggja samborgara sina i umferðinni i vemlega hættu. Önnur brot í þessum flokki em hraðakstur, ekið gegn rauðu ljósi, hættuleg akreinaskipti og ölvunarakstur. Aggressive köming og þ.m.t. nálægðarakstur er eitt megin verkefiii lögreglunnar í Svíþjóð á sviði umferðaröryggismála skv. nýrri skýrslu (Polisens trafiksakerhetsaibete, sjá í Danmörku varðar of stutt bil milli bíla punkt i ökuferilsskrá. Til þess að mæla of stutt bil milli bíla hafa lögreglumenn notað skeiðklukkur og í seinni tíð myndavélar (t.d. i Noregi). Víða má sjá rákir á vegum (sjá mynd) sem gefur til kynna hvert bilið á að vera. Það er mismimandi eftir hámarkshraða og aðstæðum. Engar töflur þessa efiiis fundust þrátt fyrir ítarlega leit. Of stutt bil milli bíla er umhugsunarefiii á íslandi. Aftanákeyrslur em algengustu umferðarslysin ár hvert. Fjölgun 2+1,2+2 vega á ísland kann að þýða breytingu þar sem hörðum framanákeyrslum fækkar en aftanákeyrsliun á km/klst. hraða fjölgar. 5. Akstur undir áhrifum stera Hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefiiafræði fengust þar upplýsingar að ekki em til tölur um akstur undir áhrifum ólöglegra stera. Leit að sterum er ekki hluti af skimun eftir ólöglegum lyfjum ökumanna á íslandi. Að mati rannsóknarstofunnar er um afar sérhæfða og flókna rannsókn að ræða. Eins og sakir standa í dag er slíkt einungis á færi vottaðra rannsóknarstofa sem sérhæfa sig í skimun eftir vefaukandi sterum íþróttamanna erlendis. ó.skilgreining á grófum akstri í skilgreiningu sinni á grófum akstri/ofsaakstri hefur rannsóknamefiidin miðað við akstur þar sem ekið er l,5-2,0x yfir leyfðum hámarkshraða.

23 REFSIRÉTTARNEFND SAMGÖNGURÁÐUNEYlTol Innk: &? /// ^ J Máisrir &Wo6c oo66 [Brélal (a >/ S amgönguráðuneytið b.t. Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra Hafiiarhúsinu v/tryggvagötu 150 Reykjavík. Alþingi, Erindi nr. Þ / 3 3 / J? ' cf komudagur / / 2 Reykjavík, 27. nóvember Vísað er til erindis samgönguráðuneytisins, dags. 27. október 2006, til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem framsent var til refsiréttamefiidar með bréfi, dags. 3. nóvember s.á., þar sem óskað er eftir áliti nefhdarinnar á 6. gr. frumvarps til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 50/1987. Refsiréttainefhd hefur tekið erindið fyrir á fundi sínum. Það skal tekið fram að í umsögn þessari verður miðað við þau drög að frumvarpi til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 50/1987, með síðari breytingum, sem fylgdi bréfi samgönguráðuneytisins, dags. 27. október sl., til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, og framsent var til refsiréttameftidar, meðal annars um númer frumvarpsgreina. I. í upphafi athugasemda við 6. gr. frumvarpsins kemur fram að tillagan sé byggð á því að það aðhald, sem ökumönnum sé veitt með viðurlögum vegna umferðarlagabrota, dugi ekki alls kostar gagnvart tilteknum hópi ökumanna, tiltölulega litlum hópi þó. Þar sýnist meíra [þurfi] að koma til, einkum og sér í lagi með tilliti til þeirrar viðleitni að koma í veg fyrir ítrekuð brot. Því [sé] gerð tillaga um að ákvæði verði sett í umferðarlög þess efnis að vélknúið ökutæki brotamanns verði gert upptækt, annars vegar með heimild þegar um er að ræða gróf eða ítrekuð brot á umferðarlögum en hins vegar að skylt sé að beita upptöku þegar um er að ræða tiltekin ítrekuð ölvunarakstursbrot. Þá segir svo í athugasemdunum: Ákvæði um upptöku eru í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 en þess munu vart dæmi að þeim hafi verið beitt vegna brota á umferðarlögum. Tillaga um að setja ákvæði um upptöku í umferðarlög er sett fram í þeim tilgangi að stuðla að þvi að upptöku verði oftar beitt vegna umferðarlagabrota en verið hefur. Tillagan gerir ráð fyrir að upptöku megi beita vegna hvers konar brota á umferðarlögum, sé um gróf eða ítrekuð brot að ræða. Einkum er i því efiii um að ræða gróf eða ítrekuð brot vegna ölvunaraksturs, ítrekaðan akstur þess sem sviptur er ökurétti eða þess sem hefur ekki öðlast ökuréttindi eða mjög vítaverðan akstur. Aukin heimild til að gera ökutæki upptæk er til þess fallin að hafa fyrirbyggjandi áhnf, ekki eingöngu vegna fjárhagslegra sjónarmiða heldur einnig þannig að upptakan hefur bein áhrif á möguleika til þess að nota upptökuandlagið, ökutækið sem notað var

24 2 þegar brotið var framið, á ný við brotið. Upptaka er liður í því að koma í veg fyrir firekari brot. Loks segir í athugasemdum við umrædda 6. gr. að tillagan sé mótuð af efni 133. gr. a dönsku umferðarlaganna sem lögfest hafi verið með lögum nr. 278 frá 8. maí 1991 og breytt árið Danska ákvæðið er svohljóðandi: 133 a. Ved grove eller gentagne overtrædelser af færdselsloven kan der ske konfiskation af det ved overtrædelsen anvendte motordrevne kdretaj, hvortil der kræves kerekort, hvis det má anses for pákrævet for at forebygge yderligere overtrædelser af færdselsloven. Under tilsvarende betingelser kan der ske konfískation af et motordrevet k0ret0j, hvortil der kræves karekort, der ejes af den person, der har foretaget overtrædelsen, selv om karet^jet ikke er anvendt ved overtrædelsen. Stk 2. Konfiskation skal ske, hvis ejeren af karetejet har gjort sig skyldig i spirituskarsel med en promille over 1,20, der medferer ubetinget frakendelse af farerretten, og den págældende to gange tidligere inden for de seneste 3 ár, for det nye forhold er begáet, har gjort sig skyldig i spirituskarsel med en promille over 1,20, der har medfcrt ubetinget frakendelse af fcrrerretten. Konfiskation skal ske, selv om keretbjet ikke er anvendt ved den aktuelle overtrædelse. Sík. 3. Bestemmelsen i stk. 2 kan fraviges, nár særlige grunde undtagelsesvis taler herfor. Sík vrigt gælder straffelovens regler om konfiskation.«í Danmörku var ákvæði um upptöku ökutækis upphaflega lögfest hinn 8. maí Almennar reglur dönsku hegningarlaganna um eignarupptöku tóku til þessara tilvika en tilgangur hinnar sérgreindu upptökuheimildar var að stuðla að því að dómstólar beittu upptöku á þessu sviði í ríkari mæli. í athugasemdum við frumvarpið að danska ákvæðinu kemur fram að þess megi vænta að aukin beiting úrræðisins hafi almenn vamaðaráhrif, bæði vegna fjárhagslegra afleiðinga þess og vegna þess að viðkomandi geti ekki áfram nýtt upptökuandlagið, þ.e, ökutækið sem var notað til að fremja brotið. Þá er visað til þess að það geti virst óeðlilegt að einstáklingur sem endurtekið hafi steftit umferðaröryggi í hættu viðhaldi eignarhaldi á því ökutæki, sem geri brotin möguleg, og geti þar með haldið háttsemi sinni áfram. Ákvæðinu var breytt með lögum nr. 363 frá 24. maí 2005, en frumvarp til þeirra var byggt á áliti nefndar um ákvörðun viðurlaga vegna ölvunaraksturs. Með breytingunni var gildissvið ákvæðisins rýmkað og jafhfiramt leitast við að auka beitingu úrræðisins, meðal annars með því að mæla fyrir um skyldu til beitingar þess í ákveðnum tilvikum. Tilgangurinn var sá sami og með fyrra frumvarpi, þ.e. að draga úr grófum eða endurteknum brotum gegn umferðarlögum og auka þar með vamaðaráhrif. II. Af framansögðu verður ráðið að með 6. gr. frumvarpsins er lagt til að lögfest verði sérgreind heimild til upptöku vélknúinna ökutækja með nýrri 107. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987. Ljóst er af lestri almenna hluta athugasemdanna með frumvarpinu að tillagan er liður í aðgerðum stjómvalda til að auka umferðaröryggi. Gerir frumvarpið ráð fyrir hertum viðurlögum við brotum af þessu tagi og auknum kröfum til ungra ökumanna með reglum um bráðabirgðaskírteini. Eins og réttilega er lagt til grundvallar í athugasemdum að baki 6. gr. frumvarpsins geta ákvæði 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fræðilega séð veitt heimild til upp-

25 3 töku vélknúinna ökutækja sem notuð hafa verið til að fremja refsiverð brot á umferðarlögum. Refsiréttamefnd tekur ekki sjálfstæða afstöðu til þess hvort þörf sé á því að auka vamaðaráhrif viðurlaga vegna umferðarlagabrota með sérgreindri endurupptökuheimild. Nefndin leggur aðeins á það áherslu að við mótun slíkrar heimildar sé eins og kostur er leitast við að haga orðalagi hennar og framsetningu að öðru leyti þannig að sýnt þyki til hvaða tilvika upptökuheimildinni er ætlað að ná. Huga þarf að ákveðnum orðalagsbreytingum á fyrirliggjandi tillögu með þetta markmið í huga og eru tillögur nefndarinnar í þeim efhum eftirfarandi: 1. í fyrri málslið 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins eru tilgreind þau efnislegu skilyrði fyrir beitingu upptökuheimildarinnar að um sé að ræða gróf eða endurtekin brot. I fyrsta lagi gerir refsiréttamefiid þá athugasemd við þetta orðalag að notað sé orðið gróft til þess að lýsa skilyrði um alvarleika brots. Það á sér ekki almenna samsvörun í refsilögum heldur er gjaman leitast við að orða slíkan mælikvarða með orðum á borð við stórfellt brot. í öðru lagi er í athugasemdum við 6. gr. nær undantekningarlaust og réttilega talað um ítrekuð brot sem er í samræmi við hefðbundna hugtakanotkun innan refsiréttar og leiðir meðal annars af hinu almenna ítrekunarákvæði 71. gr. hegningarlaga. Á hinn bóginn endurspeglast þessi hugtakanotkun ekki í texta 6. gr. þar sem, eins og fyrr greinir, er þetta skilyrðið orðað sem endurtekin brot. Nefndin leggur samkvæmt þessu til að notast verði við orðasambandið störfélld eða ítrekuð brot í fyrsta málslið 1. mgr. 6. gr. 2. í fyrri málslið 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins virðist það ekki gert að skilyrði að það vélknúna ökutæki, sem gert er upptækt, sé í eigu gerandans. Hvorki er gerð grein fyrir tilgangi þessarar heimildar í athugasemdum við ákvæðið né lýst nánar þeim tilvikum sem undir hana myndu falla. Refsiréttamefiid vekur athygli á því að með ákvæðinu er að efiii til veitt heimild til að gera ökutæki upptækt án þess að eigandi sé gerandi eða sé öðru leyti við málið riðinn, sjá hins vegar framsetninguna í 1. tölul. 1. mgr. 69. gr. hegningarlaga. Óljóst er hvort tilvísunin í 4. mgr. 6. gr. frumvarpsins til þess að ákvæði hegningarlaga um upptöku eigna gildi að öðru leyti verði skilin þannig að nefiidan fyrirvara í 1. tölul. 1. mgr. 69. gr. verði að gera við beitingu fyrri málsliðar 1. mgr. 6. gr. frumvarpsins. Ef hugsunin er sú að fyrri málsliður 1. mgr. 6. gr. eigi að veita heimild til að gera ökutæki upptækt án þess að eigandinn hafí nokkuð verið við málið riðinn, og þá vegna nauðsynjar til að fyrirbyggja frekari afbrot, kann heimildin að ganga nærri stjómarskrárvörðum eignarétti eiganda ökutækisins, sbr. 72. gr. stjómarskrárinnar og 1. gr. 1. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Verður því að liggja fyrir ígrundað mat um hvort þá leið eigi að fara hér á landi hvað sem líður fyrirmyndinni í danska ákvæðinu. 3. Refsiréttamefiid tekur fram að 1. og 2. mgr. 6. gr. eru þannig fram sett að annars vegar er í 1. mgr. um að ræða heimildarákvæði þar sem mælikvarðinn miðast eins og fyrr greinir aðeins við gróf eða endurtekin brot, sbr. athugasemdir nefiidarinnar i lið 1 hér að framan, án nánar efnislýsingar. í öðru lagi er um að ræða skylduákvæði til upptöku ökutækis í 2. mgr. þegar um tiltekna tegund ítrekaðs ölvunaraksturs er að ræða, sbr. þó undanþáguákvæði 3. mgr. sem nánar verður vikið að í lið 7 hér síðar. I athugasemdum við 6. gr. segir að tillagan geri ráð fyrir að upptöku megi beita vegna hvers konar brota á umferðarlögum, sé um gróf eða ítrekuð brot að ræða. Einkum sé

26 4 í því efni um að ræða gróf eða ítrekuð brot vegna ölvunaraksturs, ítrekaðan akstur þess sem sviptur er ökurétti eða þess sem ekki hefur öðlast ökuréttindi eða mjög vítaverðan akstur. Refsiréttamefhd teldi það til mikilla bóta með tilliti til réttaröryggis og fyrirsjáanleika að heimildarákvæði 1. mgr. 6. gr. yrði nánar afmarkað efhislega og þá eftir atvikum með þeim hætti sem fram kemur í tilvitnuðum athugasemdum. Yrði þá í 1. mgr. 6. gr. beinlínis tekið fram, að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar í lið 1 hér að framan, að ákvæðið eigi við um stórfelld eða ítrekuð ölvunarakstursbrot, sem ekki falla undir 2. mgr., stórfelldan eða ítrekaðan akstur manns sem sviptur hefur verið ökurétti eða manns sem ekki hefur öðlast ökuréttindi eða loks stórfélldan eða ítrekaðan hraðakstur eða akstur sem telst sérlega vítaverður að öðru leyti. 4. í 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins er notað orðalagið fundinn sekur og gerst sekur þegar vísað er til skyldu til að gera ökutæki upptækt þegar eigandi þess er ölvaður við akstur. Réttara væri hér að gæta samræmis við hugtakanotkunina í hinu almenna ítrekunarákvæði 71. gr. hegningarlaga, þ.e. að maður hafi verið dcemdur sekur eða gengist undir refsingu. 5. Þá er skylduákvæði 2. mgr. 6. gr., um upptöku ökutækis við nánar tilgreindar aðstæður, miðað við að áfengismagn í blóði eiganda þess sé meira en l,20%o og að viðkomandi hafi tvisvar áður gerst sekur um ölvunarakstur þar sem áfengismagn í blóði hefur mælst meira en l,20%o. í 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er hins vegar gerður greinarmunur á fæmi ökumanns til að stjóma ökutæki eftir því hvort vínandamagn í blóði hans nemur l,20%o eða meira, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Sektir og svipting ökuréttar vegna ölvunaraksturs miðast einnig við þessi mörk, sbr. VII. kafla reglugerðar nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Samræmisins vegna væri því eðlilegra í 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins að miða við að vínandamagn sé 1,20 %o eða meira. Þá væri rétt að gæta samræmis við önnur ákvæði laganna hvað varðar hugtakanotkun en i 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins er orðið áfengismagn notað en orðið vínandamagn í 45. gr. umferðarlaga. Eðlilegra er að nota síðamefnda orðið í þessu sambandi. 6. í 2. mgr. 6. gr. er aðeins miðað við það að mælingu á áfengismagni i blóði. Vakin skal athygli á því að ölvunarakstursákvæði 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga gerir ráð fyrir því að mæling á vínandamagni geti hvort tveggja verið í blóði eða í lofti. Nauðsynlegt er að ákvæði 2. mgr. 6. gr. taki einnig mið af þvi. 7. í 3. mgr. 6. gr. er veitt heimild til að víkja frá skyldu til upptöku í 2. mgr. í undantekningartilvikum þegar sérstakar ástœður mcela með því. Um þessa undanþáguheimild er ekkert Qallað í greinargerð og afar erfitt er að draga ályktanir af orðalagi ákvæðisins um þau tilvik sem þama gætu fallið undir. Nauðsynlegt er að mati refsiréttamefhdar að gerður verði reki að því að skýra nánar í hvaða tilvikum kæmi til greina að beita þessari heimild. 8. í 4. mgr. 6. gr. er kveðið á um það að ákvæði almennra hegningarlaga um upptöku eigna gildi að öðru leyti", sbr. athugasemdir í lið 2 hér að framan. Refsiréttamefhd telur rétt að í staðinn fyrir þá almennu tilvísun verði 2. mgr. 69. gr. hegningarlaga, að breyttu breytanda, tekin beint upp í texta 4. mgr. 6. gr.

27 5 III. Að öllu framangreindu virtu telur refsiréttamefiid að nauðsynlegt sé leggja mat á þau atriði, sem rakin eru í liðum 1-8 hér að framan, við frekari meðferð 6. gr. frumvarpsins. Verði talið að þörf sé á að lögfesta sérgreinda eignarupptökuheimild í umferðarlög, en til þess tekur refsiréttamefnd ekki efhislega afstöðu, leggur nefndin til að ákvæðið verði svohljóðandi: 6. gr. Á eftir 107. gr. kemur ný grein, 107. gr. a, svohljóðandi: Upptaka vélknúinna Ökutœkja. Þegar um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur er að ræða, sem ekki fellur undir 2. mgr. þessarar greinar, stórfelldan eða ítrekaðan akstur manns sem sviptur hefur verið ökurétti eða manns sem ekki hefur öðlast ökuréttindi, stórfelldan eða itrekaðan hraðakstur eða akstur, sem telst sérlega vítaverður að öðru leyti, má gera upptækt vélknúið ökutæki, sem ökuskárteini þarf til að stjóma og notað er við brotið, ef það er talið nauðsynlegt til þess að fyrirbyggja frekari brot á umferðarlögum eða öðrum lögum, nema það sé eign manns, sem ekkert er við brotið riðinn. Við sömu aðstæður og með sömu skilyrðum má gera upptækt vélknúið ökutæki, sem ökuskírteini þarf til að stjóma og er eign þess sem hefur framið brotið, enda þótt ökutæki hafi ekki verið notað þegar brotið var framið. Gera skal ökutæki upptækt þegar eigandi ökutækisins hefur dæmdur sekur eða gengist undir refsingu vegna aksturs undir áhrifum áfengis, sem hefur i för með sér sviptingu ökuréttar, og vínandamagn i blóði er l,2096o eða meira eða vínandamagn í lítra lofts, sem hann andar frá sér, nemur 0,60 milligrömmum í litra lofts eða meira, og viðkomandi hefur tvisvar síðustu 3 árin fyrir brotið verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu fyrir akstur undir áhrifiim áfengis, þar sem vínandamagn í blóði hefur mælst l,20%o eða meira eða vínandamagn í lítra lofts, sem hann andar frá sér, hefur numið 0,60 milligrömmum í lítra lofts eða meira, og sem haft hefur i för með sér sviptingu ökuréttar. Gera skal ökutæki upptækt enda þótt það hafí ekki verið notað þegar brotið var framið. Víkja má frá ákvæði 2. mgr. í undantekningartilvikum þegar sérstakar ástæður mæla með því. Ökutæki sem gert er upptækt skal vera eign rikissjóðs. Hafi einhver beðið tjón við brotið, skal hann þó eiga forgang til andvirðisins, ef bætur fást ekki á annan hátt. f.h. refsiréttamefndar, virðingarfyllst, Afrit sent: Dómsmálaráðuneyti b.t. Rögnu Ámadóttur skrifstofustjóra lagaskrifstofú Skuggasundi 150 Reykjavik.

28 Alþingi Erindi nr. Þ t3z/ifös komudagur RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN THE NATIONAL COMMISSIONER OF THE ICELANDIC POLICE Reykjavík 1. febrúar 2007 Tilvísun: Nefndasvið Alþingis Austurstræti REYKJAVÍK Embætti ríkislögreglustjóra vísar til bréfs samgöngunefndar, dags. 17. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn embættisins um frumvarp til umferðarlaga, 388. mál, ökuskírteini, hert viðurlög. Við undirbúning fhimvarpsins var leitað til embættis ríkislögreglustjóra til álitsgjafar. Embætti ríkislögreglustjóra hefur eina efnislega athugasemd við frumvarpið í núverandi mynd. í 1. mgr. 7. gr. frumvarpsins segir m.a. að þegar um sé að ræða gróf eða endurtekin brot á umferðarlögum sé heimilt að gera vélknúið ökutæki upptækt. Að mati embættisins er verknaðarlýsing ekki nægjanlega skýr og nauðsynlegt að skilgreina frekar hvaða brot teljist gróf i skilningi laganna. Páll E. Winkel Stjómandi stjómsýslusviðs RLS RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN SKÚLAGATA REYKJAVÍK TEL FAX rls@ rls.is w w w.rls.is

29 RIKISSAKSOKNARI Alþingi,. Erindi nr. Þ / 3 3 / & / komudagur S- S. ***? RB/kb Reykjavík, 2. febrúar 2007 Ríkissaksóknara hefur borist til umsagnar, með bréfí samgöngunefndar Alþingis, dags. 17. þ.m., frumvarp til umferðarlaga, 388. mál, ökuskírteini, hert viðurlög. Af hálfu ríkissaksóknara eru gerðar eftirfarandi athugasemdir. 1. Samkvæmt 9. mgr. 1. gr. frv. er lagt til að ráðherra geti sett reglur um takmörkun á heimild byrjanda til að stjóma ökutæki, sem ökuskírteini þarf til að stjóma, á tilteknum tíma sólarhringsins, takmörkun á fjölda farþega yngri en 20 ára og um takmörkun á afli hreyfils ökutækis. Af hálfu ríkissaksóknara eru ekki gerðar sérstakar athugasemdir við þetta en þó skal bent á að verði ákvæðið að lögum getur eftirlit orðið flókið í framkvæmd. 2. Samkvæmt 4. gr. frv. er lagt til að við ákvörðun sektar vegna brots gegn 37. og 38. gr. skuli höfð hliðsjón af aukinni áhættu sem hraðabrotið hefur í för með sér. Er kveðið á um að í ákveðnum tilfellum skuli sektir ákveðnar hœrri en ella eða mun hærri en ella. Gerð er athugasemd við tilvitnað orðalag sem þykir óskýrt en hvorki verður ráðið af frumvarpstextanum né greinargerðinni hversu mikil hækkunin á að vera. Þá þykir rétt að benda á að sektir vegna hraðakstursbrota hafa nýlega verið hækkaðar, sbr. reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim nr. 930/2006 frá 31. október Samkvæmt 5. gr. frv. er gert ráð fyrir að svipting ökuréttar skuli eigi ákvörðuð skemur en í sex mánuði þegar ekið er meira en tvöfalt hraðar en heimilt er. Samkvæmt núgildandi reglugerð nr. 930/2006 er kveðið á um sviptingu í mánuð þegar ekið er á meira en 61 km hraða á klst. þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. og 3 mánaða sviptingu þegar ekið er á meira en 141 km/klst. þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. svo dæmi séu tekin. í frumvarpinu er því gert ráð fyrir mjög mikilli herðingu viðurlaga við þessum brotum. Telja verður æskilegt að fram fari rækileg skoðun á því hvaða áhrif slík breyting muni hafa í för með sér. 4. Samkvæmt 7. gr. frv. er gerð ráð fyrir að heimilt eða skylt sé að gera vélknúið ökutæki upptækt í nánar tilgreindum tilfellum. Bent er á að nú þegar er að finna í 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 heimild til upptöku hluta sem notaðir hafa verið til að drýgja brot með. Þá er gerð athugasemd við að í ákveðnum tilfellum skuli vera skylt að gera ökutæki upptækt. Ekki er talið að 3. mgr. ákvæðisins veiti nægilegt svigrúm í þessu sambandi. Póstfang: Hveriisgata Reykjavík Sími: Netfang: rsak@tmd.is Bréfsími: Kennitala:

30 2 5. í tilefni af því að í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað vísað til dönsku umferðarlaganna þykir rétt að benda á að nauðsynlegt getur verið að horfa á löggjöfina og framkvæmd hennar í heild þegar verið er að leita fyrirmynda. Refsingar vegna umferðarlagabrota eru mun þyngri í Danmörku en hér á landi. Má nefha sem dæmi að ökumaður í Danmörku sem keyrir ölvaður í fyrsta skipti og mælist með meira en 2%o vínanda í blóði er gert að sæta varðhaldi í 14 daga auk þess sem hann er sviptur ökurétti en frelsissviptingu er ekki beitt hér á landi vegna sams konar brota. Að lokum skal bent á að verði frumvarpið að lögum er nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglugerð nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir við efni frumvarpsins. f.h.r. Nefhdasvið Alþingis Austurstræti Reykjavík

31 Alþingi Eríndinr.Þ /33//03ó ' Samgönguráóuneytid Minnisblað Áskríftír: Viðtakandi: Sendandi: Samgöngunefnd Samgönguráðuneyti Dagsetning: Málsnúmer: SAM Bréfalykill: 601 Efiii: Frumvarp til laga um Tilmæli ráðherra: Texti: Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp samgönguráðherra til laga um breytingar á umferðarlögum nr. 50/1987. Fulltrúar ráðuneytisins hafa hitt nefiidina og farið yfir athugasemdir sem henni hafa borist. Af þessu tilefiii leggur samgönguráðuneytið til við háttvirta samgöngunefiid að nokkrar breytingar verði gerðar á frumvarpinu m.a. í ljósi þeirra athugasemda sem og annarra sem ráðuneytinu hafa borist. 1. Lögð hefur verið fram á Alþingi breytingartillaga við umferðarlög, þingskjal nr. 310,297. mál, flutningsmaður Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður. Þar er lagt til að í skilgreiningu laganna á reiðhjóli í 1. málslið c-liðar 2. gr. laganna breytist "15 km á klst" í "25 km á klst". Ráðuneytið er samþykkt slíkri breytingu og leggur til að hún verði tekin inn í frumvarpið. Með breytingu á 2. gr. umferðarlaga með lögum nr. 84/2004 voru lítil vél- og raflmúin farartæki, hvort sem þau eru knúin með rafmótor eða sprengihreyfli og ekki voru hönnuð til hraðari aksturs en 15 km. á klst. skilgreind sem reiðhjól. Þar undir falla m.a. vélknúin hlaupahjól. Ekki þykir rétt að skilgreina slík hjól sem vélknúin ökutæki sem eru skráningarskyld og þannig ætluð til notkunar í almennri umferð. í núgildandi lögum er tekið fram að slíkum farartækjum megi ekki aka á akbraut. Þetta ákvæði

32 hefur reynst vel en efri hraðamörk hafa þótt óþarflega lág og er þessi breyting þykir því eðlileg. 2. Þá gerir ráðuneytið tillögu um nýja efiiisgrein sem verði viðbót við 114. gr. umferðarlaga. Við greinina bætist ný málsgrein, 2. mgr. og breytist aðrar málsgreinar til samræmis við það. 2. mgr. orðist svo: Við ákvörðun gjalda skv. 1. mgr. skal leggja til grundvallar kostnað vegna launa og launatengdra gjalda, aksturs, þjálfunar og endurmenntunar, aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, húsnæðis, starfsaðstöðu, búnaðar og tækja, stjómunar- og stoðþjónustu og alþjóðlegrar samvinnu í þágu umferðar- og umferðaröryggismála auk ferða og uppihalds. Fjárhæð gjalda taki mið af þeim kostnaði sem almennt hlýst af þeirri þjónustu sem Umferðarstofa veitir. Nokkrar athugasemdir hafa borist ráðuneytinu vegna gjalda Umferðarstofu en stofnunin er að mestu rekin með mörkuðum tekjum m.a. skv. gjaldskrá. I álitum umboðsmanns Alþingis hefur alloft verið bent á óskýrleika gjaldtökuheimilda, m.a. að óljóst sé hvaða kostnaðarliðum viðkomandi gjaldi sé ætlað að standa undir. Ákvæðinu er ætlað að skýra þetta og tilgreina þann kostnað sem ætlað er að standa undir með gjöldunum skv. 1. mgr. Með því eru skýrlega afmarkaðir þeir kostnaðarliðir sem standa til grundvallar útreiknings þeirra gjaldaliða sem heimilt er að innheimta í samræmi við 1. mgr. laganna. 3. Þá er lagt til að 2. mgr. 64. gr. a umferðarlaga verði breytt sem hér segir: Á eftir 1. málslið 2. mgr. komi: Réttur til einkamerkis gildir í átta ár. Skráður eigandi ökutækis fram að 65 ára aldri skal greiða sama gjald vegna endumýjunar á rétti til einkamerkis. I c. lið 4. mgr. 26. gr. reglugerðar um skráningu ökutækja nr. 501/1997 er gert ráð fyrir að rétt til einkamerkis skuli endumýja á átta ára fresti. Gert er ráð fyrir að sama gjald sé fyrir rétt til að öðlast einkamerki og endumýjun. Eðlilegra þykir að ákvæði þetta sé í umferðarlögum en jafiiframt er lagt til að ökumenn 65 ára og eldri séu undanþegnir þessu gjaldi. Rökin fyrir þessu eru almenn sanngimissjónarmið auk þess sem frá þessum aldri fara ökumenn að fá ökuskírteini útgefin til ákveðins tíma og eftir 80 ára aldursárið er þeim gert að endumýja ökuskírteini sitt árlega. Því er það sanngimismál að þeir þurfi ekki að greiða fyrir rétt til einkamerkis í þeim tilfellum að ökuskírteini þeirra gildi hugsanlega í skemmri tíma en 8 ár. 4. í samræmi við ábendingar og athugasemdir vegna 4. gr. frumvarpsins m.a vegna ósamræmis í hraðamerkingum milli einstakra sveitarfélaga og þess að hlutfallstölur sem lagðar eru til í frumvarpinu geti hugsanlega valdið ruglingi hjá ökumönnum er lagt til að 5. mgr. greinarinnar verði felld á brott. r gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að sekt vegna hraðakstursbrota þegar ekið tvöfalt hraðar en heimilt er skuli nema a.m.k. 6 mánaða ökuleyfissviptingu. í núgildandi lögum er ökuleyfissvipting vegna slíks brots 1 mánuður. Að teknu tillit

33 til framkominna athugasemda um þetta ákvæði og þá verulegu viðurlagaþyngingu sem í því fellst er lagt til að miða ökuleyfissviptingu í ofangreindum tilvikum við 3 mánuði í stað 6 mánaða eins og upphaflega var gert ráð fyrir. 6. Ráðuneytinu barst umsögn refsiréttamefiidar um frumvarp til laga um breytingar á umferðarlögum eftir að það hafði verið lagt fram á Alþingi. í því eru nokkrar ábendingar varðandi 7. gr. frumvarpsins og á grundvelli þeirra ábendinga og annarra sem fram hafa komið leggur ráðuneytið til að greinin verði svohljóðandi: 6. gr. A eftir 107. gr. kemur ný grein, 107. gr. a, svohljóðandi: Þegar um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur er að ræða, sem ekki fellur undir 2. mgr. þessarar greinar, stórfelldan eða ítrekaðan akstur manns sem sviptur hefur verið ökurétti eða manns sem ekki hefur öðlast ökuréttindi, stórfelldan eða ítrekaðan hraðakstur eða akstur, sem telst sérlega vítaverður að öðru leyti, má gera upptækt vélknúið ökutæki, sem ökuskírteini þarf til að stjóma og notað er við brotið, nema það sé eign manns, sem ekkert er við brotið riðinn. Við sömu aðstæður og með sömu skilyrðum má gera upptækt vélknúið ökutæki, sem ökuskírteini þarf til að stjóma og er eign þess sem hefur framið brotið, enda þótt ökutæki hafi ekki verið notað þegar brotið var framið. Gera skal ökutæki upptækt þegar eigandi ökutækisins hefur verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu vegna fikniefiiaaksturs eða aksturs undir áhrifum áfengis, sem hefur i för með sér sviptingu ökuréttar, og vínandamagn í blóði er 1,20%o eða meira eða vínandamagn í lítra lofts, sem hann andar fiá sér, nemur 0,60 milligrömmum eða meira, og viðkomandi hefur tvisvar síðustu 3 árin fyrir brotið verið dæmdur sekur eða gengist undir refsingu fyrir fikniefiiaakstur eða akstur undir áhrifum áfengis, þar sem vínandamagn í blóði hefur mælst 1,20%o eða meira eða vínandamagn í lítra lofts, sem hann andar frá sér, hefur numið 0,60 milligrömmum eða meira, og sem haft hefur í för með sér sviptingu ökuréttar. Gera skal ökutæki upptækt enda þótt það hafi ekki verið notað þegar brotið var framið. Víkja má frá ákvæði 2. mgr. í undantekningartilvikum þegar sérstakar ástæður mæla með því. Ökutæki sem gert er upptækt skal vera eign ríkissjóðs. Hafi einhver beðið tjón við brotið, skal hann þó eiga forgang til andvirðisins, ef bætur fást ekki á annan hátt. b. Fyrirsögn á undan greininn orðast svo: Upptaka ökutœkja. Orðalag greinarinnar er nú að mestu í samræmi við tillögu refsiréttamefiidar. Samkvæmt tillögunni er afmarkað frekar hvenær upptaka kemur til greina þ.e. vegna stórfellds eða ítrekaðs ölvunaraksturs sem ekki fellur undir 2. mgr.,

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði -

Anna Barbara Andradóttir. Nálgunarbann. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna Barbara Andradóttir Nálgunarbann -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor Lagadeild Háskóla Íslands Febrúar 2009 Formáli Ritgerð þessi er

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli.

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Vistvegir Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Verk nr: 2001-02.16 Nóv 2004 Efnisyfirlit Kynning...2 1. Hvers

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Viðurlög í fíkniefnamálum

Viðurlög í fíkniefnamálum BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016 BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur

Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Alþingi j Erindinr.Þ / 3 / / / s~3? komudagur Félag löggiltra endurskobenda Reykjavík 25. apríl 2005 Tilv. FLE 19-2005 Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd c/o Stefán Árni Auðólfsson, nefndarritari

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga

Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga Trausti Ágúst Hermannsson Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga - Ritgerð til meistaraprófs í Lögfræði - Umsjónarkennari: Ragnheiður Bragadóttir Lagadeild Háskóla Íslands Vorönn

Læs mere

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Háskólinn á Bifröst Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Núverandi rannsóknarheimildir lögreglu og helstu hugsanlegu breytingar vegna forvirkra rannsóknarheimilda) ML Lokaverkefni Vetur 2011 Nemandi:

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur

Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur Alþingi Erindi nn Þ I3S/ komudagur 13.2. 2 12. Febrúar 2008 Eftirfarandi er athugasemd Félags geislafræðinga vegna Frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegan flutnings á útgáfu starfsleyfa til

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009

SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 SKÝRSLA LAGASTOFNUNAR UM MINNIHLUTAVERND Í HLUTAFÉLÖGUM OG EINKAHLUTAFÉLÖGUM 30. SEPTEMBER 2009 Skammstafanir sænsku ehfl. aktiebolagslag nr. 551/2005 norsku ehfl. lov om allmennaksjeselskaper nr. 45/1997

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson

Handrukkun. og almenn hegningarlög nr. 19/ Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Handrukkun og almenn hegningarlög nr. 19/1940 - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Pétur Bjarki Pétursson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari Október

Læs mere

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar

c) Meginreglan um að bætur fari ekki saman Heimildir stjórnvalda í Danmörku og Noregi til upplýsingaöflunar EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Almannatryggingar og opinber aðstoð á Íslandi... 5 2.1 Þróun almannatrygginga á Íslandi...5 2.2 Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi...7 2.3 Ákvæði 1. mgr. 76.

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Lög. um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Efnisyfirlit Bls. Lög 1. Lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. 3 2. Lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. 18 3. Lög nr. 79/1997, um veiðar í

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir

Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Barn gefur barns svör Beiting 1. mgr. 194. gr. hgl. vegna kynferðisbrota gegn börnum - BA ritgerð í lögfræði - Inga Skarphéðinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir Júní

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014

Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði. Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Október 2014 Íþyngjandi séríslensk ákvæði laga og reglna á fjármálamarkaði Útgefandi: Samtök fjármálafyrirtækja Hönnun: Grafík - Hönnun & framleiðsla

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur. famciclovir Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur famciclovir Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Frumvarp til laga. um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Þingskjal 1373 794. mál. Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki. (Lagt fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015 2016.) I. KAFLI Markmið. Aðstoðarhæft nám. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga

Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga Ásbjörn Jónasson Þjónustugjöld Gjaldtökuheimildir stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga - Meistararitgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Trausti Fannar Valsson lektor Lagadeild Háskóla Íslands Október 2008

Læs mere

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA

SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA SAMBAND ISLENSKRA VIÐSKIPTABANKA Islándska Bankföreningen Bankers' Association of lceland Alþingi, Reykjavík, 1. febrúar 1996 Alþingi efiiahags- og viðskiptanefiid, /9 ( 0 -* jo Þórshamri v. Templarasund,

Læs mere

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála

Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag stefnanda og gagnkröfur stefnda samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála Árni Páll Jónsson Ari Karlsson Júní 2014 BA-ritgerð í lögfræði Kröfusamlag

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Hvað er kennitöluflakk?

Hvað er kennitöluflakk? Hvað er kennitöluflakk? Kennitöluflakk felur í sér að viðkomandi félag hættir starfsemi en rekstur þess heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu enda sé markmiðið með gjaldþrotinu að komast

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 283. fundar Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits

Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits Aðild að málum á sviði opinbers markaðseftirlits -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Inga Helga Sveinsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. September

Læs mere