Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli.

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli."

Transkript

1 Vistvegir Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Verk nr: Nóv 2004

2 Efnisyfirlit Kynning Hvers vegna vistvegir? Vinnuáætlun Umferðarnetið, vettvangsskoðun Söfnun tölfræðilegra upplýsinga Markmið Leiðir að markmiðum um aukið umferðar-öryggi og val aðgerða Ákvarðanataka og framkvæmdir Endurskoðun...17 Viðauki - Flokkunarkerfi gatna...18 Myndaskrá Mynd 1. Mismunandi útfærslur hraðahindrana...3 Mynd 2. Dæmi um kortlagningu slysaskráningar fyrir 9 ára tímabil....7 Mynd 3. Hugmynd að uppsetningu bæjarhliðs í útjaðri þéttbýlis...11 Mynd 4. Miðeyja og sveigður vegur...11 Mynd 5. Miðeyjur...12 Mynd 6. Gangbraut með miðeyju...12 Mynd 7. Umhverfi fegrað með gróðursetningu Mynd 8. Dæmi um tillögu að vistvegi Mynd 9. Dæmi um hönnun gönguleiðar með miðeyju og planmynd Mynd 10. Dæmi um tillögu að flokkun gatna...18 Mynd 11. Afmörkun hverfisgötu...19 \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc - 1 -

3 Kynning Víða um land þar sem þjóðvegir liggja um þéttbýli skapar umferðar margsháttar vandamál vegna þess að umferðarmannvirkin eru ekki í stakk búin til þess að þjóna allri þeirri umferð bíla, gangandi og hjólandi sem þar fer um. Íbúar og vegfarendur eru allaf að verða meðvitaðri um þessi mál og kröfur fólks til umhverfis síns að aukast. Mikill áhugi hefur verið á því hjá bæði Vegagerðinni og einstökum sveitastjórnum að taka á þeim vandamálum sem þjóðvegur í gegnum þéttbýli skapar. Þessu leiðbeiningarriti er ætlað að kynna aðferðarfræði við gerð vistvega (d. miljøprioriterede gennemfarter 1, e. traffic calming) þar sem þjóðvegur liggur í gegn um byggð. Þar sem þjóðvegur liggur í gegn um byggð, mætir oft á tíðum hröð gegnumstreymisumferð, rólegri innanbæjarumferð bíla, gangandi og hjólandi. Byggðin getur verið þéttbýli með íbúa eða byggðakjarni 6-8 húsa, skóla, tjaldstæðis og sundlaugar. Því meiri sem ökuhraðinn er, því meiri líkur eru á umferðaróhöppum og með meiri umferðarhraða eykst alvarleiki hvers óhapps. 2 Þannig sýna rannsóknir mikla fylgni á milli umferðarhraða og umferðaröryggis. Með því að minnka umferðarhraðann er hægt að draga verulega úr fjölda og alvarleika óhappa. Á vistvegum er lögð áhersla á öryggi gangandi vegfarenda og umferð akandi tafin til að sá gangandi upplifi umhverfi sitt öruggara. Markmiðið er að vegfarendur á leið í gegn um bæinn, upplifi breytingarnar á jákvæðan hátt og vegfarendur innan bæjarins verði fyrir sem minnstum truflunum vegna umferðar um þjóðveginn. Á síðastliðnum áratug hefur verið unnið að því í Danmörku á vegum vegagerðarinnar þar að beita þessari aðferðarfræði til að auka umferðaröryggi þar sem þjóðvegir liggja í gegn um byggð. Bætt hefur verið við þrengingum, hringtorgum, bæjarhliðum, hjólastígum o.s.frv. Reynslan af þessum framkvæmdum hefur verið sú að aksturshraðinn hefur lækkað um 5-10 km/klst og fækkun slysa með meiðslum hefur verið milli 40-65%. 3 Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann að leiðbeiningarritinu að beiðni og í samstarfi við Vegagerðina. Leiðbeiningarritið verður endurskoðað þegar fengist hefur reynsla á notkun þess. Athugasemdir, ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar og skal senda í tölvupósti til jh@vegagerdin.is, merkt vistvegir. 1 Vejdirektoratet. Veje til bedre byer. Miljøprioriterede gennemfarter. Rapport nr Vejdirektoratet: Håndbog I hastighedsplanlægning for byområder. Rapport 194, Vejdirektoratet: Håndbog I hastighedsplanlægning for byområder. Rapport 194, 2000 \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc - 2 -

4 1. Hvers vegna vistvegir? Gerð vistvega er aðferð sem notuð hefur verið m.a. af dönsku og norsku vegagerðinni til að auka umferðaröryggi og minnka umhverfisáhrif umferðar þar sem þjóðvegir liggja í gegnum byggð. Aðgerðirnar miða að því að lækka umferðarhraða, fækka umferðaróhöppum, bæta hljóðvist, auðvelda gangandi umferð að komast yfir veginn, minnka ótta óvarinna vegfarenda (gangandi/hjólandi) og fegra umhverfi vegarins. Það hefur sýnt sig að þar sem aðferðin hefur verið notuð næst mikill árangur á flestum sviðum og aukin sátt næst um veginn meðal íbúa bæjarins. Í þeim byggðarlögum, þar sem þörf er á að lækka umferðarhraða og bæta umhverfisáhrif umferðar, vegna þess að þjóðvegur sker byggð, getur verið hagkvæmt til lengri tíma að beita samræmdum aðgerðum. Þannig ætti að nást betri árangur heldur en þegar tekinn er fyrir einn vegbútur í einu sem getur orðið til þess að mismunandi lausnum er beitt til að leysa samskonar vandamál. Vegfarendur mæta þá ólíku umhverfi sem á að kalla fram hjá þeim sömu hegðun í umferðinni. Þannig er kunnuglegra að hafa svipaðar útfærslur á t.a.m. hraðahindrunum í stað mismunandi útfærslna sem útheimta mismunandi aksturslag og geta hvekkt bílstjóra. Upphækkuð gangbraut með miðeyju Gangbraut um miðeyju Hringtorg Miðeyja og sveigður vegur 1 Mynd 1. Mismunandi útfærslur hraðahindrana 1 Vejdirektoratet: Veje til bedre byer. Miljøprioriterede gennemfarter.. Rapport nr , 9 bls \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc - 3 -

5 2. Vinnuáætlun Ef eftirfarandi aðstæður eiga við, eru miklar líkur á því að verulega megi bæta umferðaröryggi við þjóðveginn með því að gera þjóðveginn að vistvegi. Þjóðvegur klýfur í sundur byggð. Ekki er mögulegt eða ekki stendur til að færa þjóðveginn þannig að hann liggi fram hjá byggðinni. Þjóðvegur liggur í gegnum byggðina og honum fylgir umferð þeirra sem fara í gegn um bæinn á leið á annan áfangastað. Aksturshraði á þjóðveginum er meiri en æskilegt er talið miðað við aðstæður. Umferð óvarinna vegfarenda er talsverð, bæði yfir og með þjóðveginum. Ef þessar aðstæður eru ekki til staðar eiga vistvegir ekki við. Hér er sett fram vinnuáætlun sem hægt er að nota sem gátlista eða til leiðbeiningar þegar ákveðið er að fara í gerð hverfisvænna leiða. Gerð er nánari grein fyrir vinnuáætluninni í eftirfarandi köflum. Umferðarnet, vettvangsskoðun. Taka þarf saman upplýsingar um núverandi ástand umferðarnetsins. Valinn er vegkafli til skoðunar, tekin er saman lýsing á honum þar sem skoðuð er uppbygging vegarins, gangstéttar, gangbrautir, umferðaramagn, hraði og samsetning umferðar. Litið er á tengsl vegarkaflans og annarra vega í byggðarlaginu og í samvinnu við sveitarfélagið er athugað hvort vilji sé fyrir því að skoða byggðina alla en ekki bara þjóðveginn. Söfnun tölfræðilegra upplýsinga. Vegagerðin og nokkur sveitarfélög (og etv. fleiri aðilar) safna upplýsingum um umferðarmagn en mögulega þarf að gera umferðartalningar, t.a.m. á gatnamótum til að fá fyllri upplýsingar. Auk upplýsinga um umferðarmagn, slysaskráningu og samsetningu umferðar er gott að líta á ýmsar lýðfræðilegar upplýsingar svo sem fjölda íbúa, aldurssamsetningu og fjölda skólabarna. Söfnun upplýsinga frá heimamönnum. Safna þarf upplýsingum frá heimamönnum um upplifun þeirra á umferðinni, hvar eru hætturnar, hvað þarf að bæta og hvar sjá þeir hindranir. Hversu mikil hindrun er þjóðvegurinn sem liggur í gegn um bæinn, þurfa börn að fara yfir veginn á leið í skóla, er þjónusta öðrum megin vegarins og íbúar hinum megin og svo framvegis. Leita þarf upplýsinga hjá lykilpersónum, t.d. frá skólum, lögreglu, þjónustufyrirtækum og fleirum. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc - 4 -

6 Markmið Setja þarf markmið út frá þeim upplýsingum sem safnað hefur verið og skoða hvaða mælistikur er hægt að nota á þessi markmið. Sem dæmi mætti mæla ökuhraða í gegn um byggðina fyrir og eftir aðgerðir. Aðgerðir Mismunandi er til hvaða aðgerða er hentugast að grípa eftir því hve stór byggðin er og hversu mikil umferð er um byggðina. Fjölþættar aðgerðir eru eitt megineinkenni vistvega og með þeim upplýsingum sem hefur verið safnað, er þessum aðgerðum beitt til að leysa þau vandamál sem til staðar eru. Unnið er kort sem sýnir tillögu að þeim aðgerðum sem mælt er með. Ákvarðanataka og framkvæmdir Taka þarf ákvarðanir um hvenær á að ráðast í framkvæmdir, í hvaða röð og á hve löngum tíma. Forgangsraða þarf framkvæmdum, gera kostnaðarmat og við hönnun er æskilegt að notaðar verði sömu lausnir með sama útlit. Endurskoðun Gott er að setja sér strax markmið um endurskoðun, t.d. á 3 ára fresti þar sem árangur er metinn og þær mælistikur sem settar voru skoðaðar. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc - 5 -

7 3. Umferðarnetið, vettvangsskoðun. Grunnurinn að því að bæta umferðaröryggið er að þekkja núverandi aðstæður. Þannig er söfnun upplýsinga um núverandi stöðu nauðsynleg undirstaða að því að greina hvar úrbóta er þörf. Skilgreina þarf verkefnið, afmarka þann vegakafla sem er til skoðunar og taka saman lýsingu á honum. Stundum er áhugi á því hjá sveitarfélögunum að skoða umferðarmál byggðarlagsins samhliða gerð vistvegarins. Í viðauka (bls 18) er fjallað um hvernig hægt er að tengja saman aðgerðir vegna þjóðvegarins og annarra gatna í byggðarlaginu. Víða eru starfandi umferðaröryggisráð eða samgöngunefndir sem rétt er að leita samstarfs við. Gátlisti við vettvangsskoðun - Er byggð beggja megin við þjóðveginn? - Hver er breidd akbrauta? - Hvað afmarkar akbrautir, útlína, vegöxl, kantsteinn? - Eru bílastæði við þjóðveginn samsíða veginum, eða í skástæðum? Þarf að bakka úr stæðum út á þjóðveg? - Hver er breidd innkeyrsla á bílastæði við þjóðveginn? Eru þær vel afmarkaðar? - Hvernig er umferð þungra bíla innanbæjar og gegnumumferð háttað? - Fjöldi gangbrauta og staðsetning þeirra. - Hvernig er útsýni til beggja hliða við gangbrautir þegar fulllagt er í þau bílastæði sem eru í nágrenninu, breidd gatna við gangbrautir, staðarval? - Tengsl gangbrauta og gönguleiða sem tengjast daglegum athöfnum (t.d. á leið í skóla) og stíganet sem er meira ætlað til útivistar. - Er skóli við þjóðveginn, íþróttahús, sundlaug, dvalarheimili eða önnur þjónusta sem kallar á umferð gangandi yfir þjóðveginn? - Er skólabíll? Hvaða leið fer hann, hvar eru stoppistöðvarnar og hvar er upphafs- og endastöð hans? Hvar stöðva áætlunarbílar eða fara um? - Skera margar götur þjóðveginn og hvernig er umferðarstýring á þeim? Eru gatnamót stefnugreind, eru hringtorg, umferðarljós? - Hver er upplifun íbúa á umferðaröryggi. Tala við lykilfólk (t.d. lögreglu, fulltrúa skóla, leikskóla og starfsfólk í íþróttamiðstöðvum. Hverjar eru óskir heimamanna? - Hver er upplifun heimamanna á hraðakstri í gegn um byggðina? Þegar þessara upplýsinga hefur verið aflað má gera vinnukort þar sem vandamálin eru kortlögð, en slík vinna er auðveldari eftir því sem betri kortgrunnur er til fyrir byggðarlagið. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc - 6 -

8 4. Söfnun tölfræðilegra upplýsinga Vegagerðin heldur skrár um umferðarmagn á þjóðvegum utan þéttbýlis og í sumum tilvikum eru einnig til upplýsingar um umferð innan þéttbýliskjarna. Tæknideildir sveitarfélaganna hafa mögulega staðið fyrir einhverjum umferðartalningum, en vera má að nauðsynlegt sé að gera einhverjar talningar til að útvega fyllri upplýsingar. Gátlisti við söfnun tölfræðilegra upplýsinga - Afla þarf upplýsinga um umferð á þjóðveginum; o ÁDU - árdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið o SDU sumardagsumferð, meðalumferð á dag yfir sumarmánuðina júní, júlí, ágúst og september o VDU vetrardagsumferð, meðalumferð á dag mánuðina janúar, febrúar, mars og desember. - Hvert er hlutfall þungra bíla af heildarumferð? - Æskilegt er að útvega talningar á umferðarstraumum á gatnamótum með þunga umferð og einnig þar sem slys og óhöpp hafa verið. - Hraðamælingar. Æskilegt er að mæla hraða umferðarinnar á völdum stöðum á vegarkaflanum í gegn um bæinn. Í upphafi vinnunnar er æskilegt að vinna hraðarit þar sem ökuhraði bíla er mældur á vegarkaflanum sem er til skoðunar. - Lýðfræðilegar upplýsingar, fjöldi íbúa, aldurssamsetning og fjöldi skólabarna. - Slysa og óhappaskráning. Upplýsingar frá lögreglu, umferðarráði og vegagerðinni sýna oft skráningu á 5 ára tímabilum. Kortleggja (mynd 2) þarf slysin/óhöppin og skoða umhverfið þar sem flest slysin verða. - Gönguleiðir. Kortlagning gönguleiða og gönguþverana. Viðtöl við heimamenn og athugaðar gönguleiðir skólabarna. Skólabörn geta unnið verkefni um sitt umhverfi og leiðina í skólann. Mynd 2. Dæmi um kortlagningu slysaskráningar fyrir 9 ára tímabil. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc - 7 -

9 5. Markmið Setja þarf markmið út frá þeim upplýsingum sem hefur verið safnað og skoða hvaða mælistikur er hægt að nota á þessi markmið. Markmiðssetning getur verið allt frá því að vera nokkrar hnitmiðaðar setningar upp í heilsteypta umferðaröryggisáætlun 1 sem gilda á til nokkurra ára. Dæmi um markmið er fækkun alvarlegra umferðarslysa um 40% miðað við ákveðið árabil, aukið öryggi á gönguleiðum, lækkun aksturshraða um 5-10 km/klst á þjóðveginum í gegn um bæinn og að bæta öryggi á gatnamótum og inn og útkeyrslum við þjóðveginn. Mælistikur (mæling fyrir og eftir aðgerð) sem hægt er að nota til að meta áhrif aðgerða geta verið: - Meðalökuhraði í gegn um byggðina - Hraðarit fyrir ökutæki í gegn um byggðina - Hlutfall ökutækja sem keyra á yfir 50 km/klst - Hlutfall ökutækja sem keyra á yfir 70 km/klst - Meðalhraði þeirra 15% sem aka hraðast Dæmi um mat á áhrifum vistvegar með hraðariti: 2 Nørrebolle er 1300 manna byggðarlag í Danmörku þar sem þjóðvegur liggur í gegn um byggðina á 1,5 km kafla. Í Nørrebolle var hámarkshraði lækkaður úr 60 km/klst í 50 km/klst. Miðhella var sett við upphaf byggðarinnar beggja vegna, gatnamótum sem áður höfðu valdið óþægindum var breytt í hringtorg og miðeyjur gerðar í tengslum við gangbrautir. Þá voru gerðar miðeyjur til að lækka umferðarhraða og önnur gatnamót stefnugreind. Á eftirfarandi mynd má sjá hraðarit í gegn um byggðina fyrir (rautt) og eftir (grænt) aðgerðir í tengslum við gerð hverfisvænnar leiðar. 1 Vegagerðin: Umferðaröryggisáætlun Vegagerðin, bls. Reykjavíkurborg: Öruggari umferð fyrir alla betri borg. Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkurborg, 14.bls. 2 Vejdirektoratet: Miljøprioriterede gennemfarter. Effekter I 21 byer. Rapport nr , 94 bls. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc - 8 -

10 6. Leiðir að markmiðum um aukið umferðaröryggi og val aðgerða. Til að ná fram þeim markmiðum sem sett eru, þarf að ráðast í framkvæmdir sem hver um sig og saman stuðla að bættu umhverfi vegarins, m.t.t. aksturshraða, umferðaróhappa, gangandi umferðar, óttatilfinningar íbúa við veginn og útlits. Umfang aðgerðanna er mismunandi eftir gerð og stærð byggðar og því hversu mikil umferð er um byggðina. Í töflu 1 er markaður rammi til viðmiðunar um mögulegar aðgerðir sem mælt er með í þéttbýli miðað við íbúafjölda og umferðarmagn. Íbúafjöldi Innan við 300 íbúar yfir 1000 Þéttbýlisgerð ÁDU <1000 bílar á sólarhring ÁDU bílar á sólarhring ÁDU bílar á sólarhring ÁDU >5000 Örfá hús í þyrpingu án þjónustu / þjónusta án íbúabyggðar Íbúðarhús auk skóla og annarar þjónustu Vistvegir eiga Bæjarhlið með viðvörun ekki við, en og hliðhellu. hugsanlega Skilgreining gönguleiða aðrar einfaldari aðgerðir Vistvegir eiga ekki við Vistvegir eiga ekki við Bæjarhlið með viðvörun og hliðhellu. Skilgreining gönguleiða Inn og útkeyrslur af bílastæðum Þrengingar Miðeyjur Bæjarhlið með viðvörun og hliðhellu. Skilgreining gönguleiða Inn og útkeyrslur af bílastæðum Þrengingar Miðeyjur Stefnugreining umferðarþungra gatnamóta. Hringtorg Afmörkun hverfisgatna Þéttbýli með skóla og ýmisskonar þjónustu Bæjarhlið með viðvörun og hliðhellu Skilgreining gönguleiða Inn og útkeyrslur af bílastæðum Bæjarhlið með viðvörun og hliðhellu Skilgreining gönguleiða Inn og útkeyrslur af bílastæðum Þrengingar Miðeyjur Bæjarhlið með viðvörun og hliðhellu Skilgreining gönguleiða Inn og útkeyrslur af bílastæðum Þrengingar Miðeyjur Stefnugreining umferðarþungra gatnamóta Hringtorg Afmörkun hverfisgatna Þéttbýli með skólum og ýmissi umferðarsækinni þjónustu Bæjarhlið með viðvörun og hliðhellu Skilgreining gönguleiða Inn og útkeyrslur af bílastæðum Bæjarhlið með viðvörun og hliðhellu Skilgreining gönguleiða Inn og útkeyrslur af bílastæðum Þrengingar Miðeyjar Stefnugreining umferðarþungra gatnamóta Hringtorg Afmörkun hverfisgatna Bæjarhlið með viðvörun og hliðhellu Skilgreining gönguleiða Inn og útkeyrslur af bílastæðum Þrengingar Miðeyjar Stefnugreining umferðarþungra gatnamóta Hringtorg Afmörkun hverfisgatna Möguleg lokun hliðarvega Bílastæði samsíða vegi Umferð orðin það mikil að vistvegir eiga ekki við. Hér þarf að hindra aðgengi gangandi vegfarenda yfir veginn nema á ákveðnum stöðum þar sem etv. eru sett gönguljós gerð undirgöng eða göngubrýr. Þegar umferð er orðin svona mikil eru gatnamót gjarnan ljósastýrð. Tafla 1. Leiðbeinandi tafla um mögulegar aðgerðir sem mælt er með miðað við íbúafjölda og umferðarmagn. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc - 9 -

11 Aðrir þættir geta haft þau áhrif að einhverjar þessara aðgerða séu ónauðsynlegar eða að bæta þurfi við. Má þar nefna mikla umferð að sumarlagi, lengd vegakaflans um byggðina og áhrif þess ef vegurinn í gegn um byggðina er beinn og breiður sem getur auðveldað hraðakstur sem þá þyrfti að grípa til aðgerða gegn. Að auki má nefna að almennt er mjög æskilegt að fækka innkeyrslum inn á þjóðvegina eins og kostur er, og er mælt með því að möguleikarnir á því séu skoðaðir vandlega í hverju tilviki fyrir sig. Þegar vistvegir eiga ekki við Þegar vistvegir eiga ekki við, t.d. ef um er að ræða örfá hús í þyrpingu án þjónustu eða mjög mikla umferð, geta aðrar aðgerðir komið til greina. Þannig getur skert vegsýn, lega vegar eða slysastaðir kallað á sértækar staðbundnar aðgerðir. Örfá hús í þyrpingu án þjónustu Þar sem umferð og/eða aksturshraði er mikill er áfram mælt með því að auðkenna staði þar sem umferð manna og búfénaðar er tíð yfir veg, og hingað til hefur gjarnan verið sett upp viðeigandi viðvörunarmerki. Reglur um notkun slíkra merkja er m.a. að finna á síðu Vegagerðarinnar, undir kaflanum umferð og umferðaröryggi. Til viðbótar þessum viðvörunarmerkjum, er víða orðin þörf á því að lækka umferðarhraða þar sem hann er hár og umferð er mikil, en einnig geta t.a.m. undirgöng verið möguleg til að bæta umferðaröryggi gangandi yfir veginn. Hér er átt við staði þar sem á stuttum kafla er farið fram hjá þéttri byggð sveitarbæja auk stakra íbúðarhúsa. Mikilvægt er þó, að til þess að ráðist sé í slíka framkvæmd séu gönguleiðir á svæðinu vel skilgreindar, þannig að umferð gangandi/hjólandi/hlaupandi sé stýrt að undirgöngunum. Þannig þarf hvert sveitarfélag fyrir sig að skilgreina gönguleiðir á sínu svæði í samræmi við gildandi skipulag. Stærri þéttbýli og/eða mikil umferð Í töflu 1 (bls 9) má einnig sjá að ekki er mælt með gerð vistvega þar sem umferð er orðin mjög mikil. Í slíkum tilvikum þarf frekar að grípa til aðgerða sem hindra aðgengi gangandi vegfarenda að veginum nema á fyrirfram ákveðnum stöðum. Mælt er með að göngustígar liggi nokkuð frá veginum (í stað hefðbundinna gangstétta), girðingum meðfram veginum (eða á miðeyju), gangbrautarljósum, undirgöngum eða göngubrúm. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

12 Gerð vistvega. Hér er gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem gerð vistvegar getur falið í sér. Í töflu 1 (bls. 9) hafa þessar aðgerðir verið flokkaðar þannig að með því að afla upplýsinga um umferð, íbúafjölda og einkenni byggðarinnar er hægt að fá leiðbeinandi mat á því til hvaða aðgerða er viðeigandi að grípa. 1. Bætt tilfinning fyrir upphafi þéttbýlis. a. Viðvörun. Áður en komið er að þéttbýlinu er hámarkshraði lækkaður úr 90 km/klst í 70 km/klst. Fljótlega þar á eftir er yfirborði vegarins breytt t.d. með hellulögn eða bulduspölum og upplýsingar um hámarkshraða gjarnan málaðar á veginn. Skilti aðvara ökumenn um að bráðlega sé ekið inn í þéttbýli þar sem lækka þarf hraðann. Mynd 3. Hugmynd að uppsetningu bæjarhliðs í útjaðri þéttbýlis. b. Bæjarhlið. Tveir áberandi hliðstólpar undirstrika þéttbýlismörkin og merkingar sýna lægri aksturshraða (mynd 3). Bæjarhlið eru undirstrikuð með lýsingu og eru sett þar sem sjá má að þéttbýli hefst, en ekki endilega við hin lögbundnu bæjarmörk. c. Hliðhella. Miðeyja er staðsett strax á eftir bæjarhliðinu til að þvinga ökumenn til að sveigja og hægja þannig ferðina. Hliðhella hefur sérstaklega áhrif á stærri bíla (mynd 4). d. Hliðarþrengingar. Ef talið er líklegt að ökumenn muni hraða á sér strax aftur, eru gjarnan settar hliðarþrengingar í beinu framhaldi af hliðhellunni, sem oft eru hellulagðar á þann hátt að flutningabílar geti keyrt yfir þær, en þó ekki á fullum hraða. Mynd 4. Miðeyja og sveigður vegur 1 1 Mynd 5. Vejdirektoratet 1996: Miljøprioriterede gennemfarter, rapport nr. 70.København, bls. 70 \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

13 2. Hraðalækkandi aðgerðir. Beita þarf aðgerðum markvisst til að ná niður hraða í nálægð við verslanir og þjónustu, í íbúðahverfum og við gönguleiðir. a. Miðeyjar og hliðarþrengingar (mynd 5), málaðar línur, breikkun gangstétta og lagning graseyja milli vegar og gangstéttar fegra umhverfið og bæta aðstöðu gangandi vegfarenda ásamt því sem hraðinn er lækkaður með örlítilli svigkeyrslu. Þetta má meðal annars nota til að hægja á umferð áður en komið er að fjölförnum innkeyrslum á bílastæði til að minnka líkurnar á því að þeir sem ekki ætla inn á bílastæði aki glannalega fram úr bílnum undan. Mynd 5. Miðeyjur b. Markmiðið er að götur verði ekki breiðari en 7 metrar sem er breidd hefðbundins 2 akreina vegar. 3. Gönguleiðir. Mælt er með að við gönguþveranir á þjóðvegum fari ökuhraði úr 50 km í km. Gæta þarf að samhengi í stígakerfi og gönguleiðum og huga sérstaklega að gönguleiðum skólabarna og aldraðra og gönguleiðum í kring um fjölfarna þjónustustaði. a. Gönguleiðir yfir þjóðveginn eru gerðar með miðeyju (mynd 6) þar sem hægt er að bíða. Þær eru hafðar a.m.k. 2 metra breiðar en akreinarnar ekki meira en 3,5 metra breiðar. b. Helstu gangbrautir eru hellulagðar og gangstéttir lækkaðar að gangbrautum sem yrðu án skarpra brúna. c. Gönguleiðir eru vel merktar og við þær yrði góð lýsing. d. Oft þarf að bæta skilgreiningar á gönguleiðum, t.d. þar sem gönguleið liggur yfir bílastæði eða yfir innkeyrslu að bílastæði. Mynd 6. Gangbraut með miðeyju \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

14 4. Umferð um gatnamót. a. Við stærri gatnamót er gjarnan mælt með gerð hringtorga til að lækka hraðann, auka umferðaröryggi og auðvelda umferð frá hliðarvegum. Í tengslum við hringtorg eru settar miðeyjur og þær gönguleiðir sem liggja nálægt hringtorgi eru hellulagðar og liggja í gegn um miðeyjurnar. b. Stefnugreina gatnamót (með vegmerkingum) og setja miðeyjur og vinstribeyjuvasa þar sem umferð er mikil. c. Lokun hliðarvega. Þar sem umferð er mikil og gatnamót mörg getur komið til greina að loka þeim hliðarvegum sem hafa litla umferðarlega þýðingu og beina umferð þannig frá þeim til hverfistenginga. d. Afmörkun hverfisgatna. Á hverfisgötum er gjarnan mælt með að hámarkshraði sé 30 km/klst, en þær götur eru mest notaðar af þeim sem eiga erindi í götuna og eru ekki ætlaðar til gegnumaksturs (sjá viðauka um flokkunarkerfi gatna). 5. Bílastæði. Bæta þarf öryggi vegfarenda við inn- og útkeyrslur bílastæða. a. Við breiðar innkeyrslur inn á stærri bílastæði er sett yfirkeyranleg miðeyja sem dregur úr umferðarhraða og skilgreinir akstursleiðina betur. b. Bifreiðastöður við aðalgötur þyrfti í sem flestum tilfellum að takmarka við sérstaklega merkta bifreiðavasa þar sem bílum er lagt samsíða veginum eða mögulega loka þeim ef önnur nálæg bílastæði anna eftirspurn eftir bílastæðum. c. Gæta þarf að biðstöðvum skólabíls og áætlunarbíla. 6. Umhverfi þjóðvegarins. Með því að fegra vegarkafla með gróðursetningu trjáa, runna, limgerða og með blómakerjum (mynd 7) sætta ökumenn sig betur við að þurfa að hægja ferðina. Þannig getur grænna umhverfi vega haft þau áhrif að íbúar og aðrir sem erindi eiga um svæðið sætti sig betur við hraðalækkandi aðgerðir og aðgerðir sem lúta að bættu umferðaröryggi þrátt fyrir að þeirra leið sé nú tafsamari en fyrir breytingarnar. Þó þarf að gæta sérstaklega vel að því að tré hindri ekki útsýni við veginn og nota eingöngu mjög lágan gróður í námunda við gönguþveranir. Mynd 7. Umhverfi fegrað með gróðursetningu. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

15 Tillögum að aðgerðum má gera grein fyrir eins og sýnt er á mynd 8. Mynd 8. Dæmi um tillögu að vistvegi. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

16 7. Ákvarðanataka og framkvæmdir Þegar tillögur liggja fyrir þarf að taka afstöðu til þeirra og afla fjárheimilda áður en ráðist er í framkvæmdir. Á þeim tímapunkti er þægilegt að fyrir liggi gróft kostnaðarmat til að umfang verkefnisins sé ljóst. Ef aðgerðirnar eru umfangsmiklar getur verið að nauðsynlegt sé að dreifa þeim yfir tíma. Því er mikilvægt að forgangsraða framkvæmdum með tilliti til umferðaröryggis þannig að brýnustu framkvæmdirnar verði unnar fyrst. Æskilegt er að fyrir liggi tillögur að útfærslu á miðeyjum, bæjarhliðum, þrengingum, gangbrautum og öðrum aðgerðum sem síðan eru hafðar til hliðsjónar við hönnun á hverjum stað fyrir sig. Þannig næst frekar markmiðið um að ökumenn, gangandi og hjólandi mæti samskonar lausnum á leið sinni um eða í gegn um byggð. Mynd 9. Dæmi um hönnun gönguleiðar með miðeyju og planmynd. Val aðgerða Hvaða aðgerðir verða fyrir valinu fer eftir aðstæðum á hverjum stað og því hvaða áhrifum ætlunin er að ná með framkvæmdunum. Í töflu 1, bls. 9 er leiðbeinandi yfirlit yfir þær aðgerðir sem mæla má með miðað við íbúafjölda og umferðarmagn. Val aðgerða ræðst einnig af öðrum aðstæðum, s.s. útliti og því sem gert hefur verið annarsstaðar í nágrenninu auk þess sem taka þarf tillit til reksturs og viðhalds og þá sérstaklega m.t.t. vetrarþjónustu. Mikilvægt er að hafa í huga að ýmsar framkvæmdir tengdar þeim mannvirkjum sem fyrir eru bætast við. Þannig getur þurft að bæta við niðurföllum (færa og/eða fjölga), breyta lýsingu (færa og/eða fjölga) o.sv.frv. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

17 Rekstur og viðhald Öllum þeim fjölþættu aðgerðum sem lýst hefur verið hér að framan, fylgir nokkur rekstrar og viðhaldskostnaður. Undir þann lið flokkast t.d. viðhald vegyfirborðs, kantsteina, og umferðareyja ásamt umhirðu hliðarsvæða. Þegar vistvegur er skipulagður, þarf að taka tillit til rekstur vegarins. Yfirleitt er ekki um nein vandamál að ræða á auðum vegi, en skoða þarf hvernig best sé að útfæra aðgerðir með tilliti til snjóa. Þegar merki og aðrir fastir hlutir eru settir upp, þarf að hafa í huga að snjó getur skafið að þeim og valdið erfiðleikum og e.t.v. hættu. Frágangur þarf að vera með því móti að auðvelt sé að fjarlægja snjó án mikils kostnaðar. Þegar gerðar eru eyjur á gatnamótum eða á göngustígum, getur t.a.m. verið hagkvæmt að nota lága kantsteina eða sleppa þeim jafnvel alveg, til þess að ekki safnist snjór að þeim og auðveldara verði að fjarlægja snjóinn. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

18 8. Endurskoðun Gott er að setja sér strax markmið um endurskoðun markmiða og tímaramma þar sem þær mælistikur sem settar voru fram, eru notaðar til að meta árangur aðgerðanna. Dæmi um árangur sem vistvegir hafa haft 1 eru: - Lægri aksturshraði - Færri umferðaróhöpp - Bætt hljóðvist - Meiri öryggistilfinning vegfarenda - Fallegri bær - Fleiri ganga og hjóla - Íbúar og ökumenn eru ánægðir með framkvæmdina Heppilegt er að þau verkefni sem eru í vinnslu eða er lokið verði á einhvern hátt aðgengileg, t.d. á netinu þannig að hægt sé að nálgast skýrslur, kort og kynningarefni á einum stað, t.d. í gegnum heimasíðu Vegagerðarinnar. 1 Vejdirektoratet: Miljøprioriterede gennemfarter. Effekter I 21 byer. Rapport nr , 94 bls \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

19 Viðauki - Flokkunarkerfi gatna. Stundum er áhugi á því hjá sveitarfélögum að skoða umferðarmál byggðarlagsins í heild í tengslum við gerð vistvegar. Þegar það á við er t.d. hægt að flokka gatnakerfi byggðarinnar samkvæmt flokkunarkerfi sem hér er kynnt. Slík flokkun hvetur til þess að allar götu séu teknar til skoðunar. Markmið hvers flokks fyrir sig eru skilgreind og flokkunin er auk þess leiðbeinandi um það til hvaða aðgerða þarf að grípa í hverjum flokki fyrir sig. Lögð er áhersla á flokkun ólíkra vega og gatna sem gæddar eru áberandi einkennum. Hönnun hvers vegflokks er aðgreinandi og auðþekkjanleg, og á þann hátt á vegfarandi að skilja (helst ósjálfrátt) við hvers konar götu hann er, hverskonar umferðarhegðunar ætlast er til af honum og hverskonar umferðarhegðun hann getur búist við af öðrum. Þetta eiga allir vegfarendur að skilja, ökumenn, börn, fatlaðir, aldraðir o.s.frv. Hámarkshraði er skilgreindur út frá viðkvæmasta notanda götunnar þannig að: a. Þar sem hætta er á árekstri bifreiða sem keyra í gagnstæðar áttir (árekstur beint framan á) er ekki mælt með að aksturshraði sé hærri en 70 km/klst b. Þar sem hætta er á hliðarárekstri (t.d. við gatnamót) á aksturshraði ekki að vera hærri en 50 km/klst c. Þar sem hætta er á að bifreið lendi á gangandi vegfarendum eða hjólreiðamönnum er ekki mælt með að aksturshraði sé hærri en 30 km/klst. Í samræmi við þessar viðmiðanir eru götur flokkaðar í þessu kerfi á eftirfarandi hátt (sjá dæmi um flokkun á mynd 9): a. Gegnumakstursgötur, hámarkshraði 70 km/klst. b. Aðalgötur, með hámarkshraða 50 km/klst. c. Hverfisgötur, götur með hámarkshraða 30 km/klst. d. Gönguhraðagötur, götur sem eru þannig úr garði gerðar að akstur um þær er ómögulegur nema á mjög lágum hraða. e. Svæði án umferðar vélknúinna farartækja (gangstígar og hjólastígar). Mynd 10. Dæmi um tillögu að flokkun gatna. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

20 Samanburður á markmiðum fyrir virkni, hegðun og hönnun sem er tengd hverjum flokki er sýndur í töflu 2. Gegnumakstursgötur Jafn ökuhraði, afkastamiklar götur, liggja í gegnum byggð eða framhjá íbúðahverfum Aðalgötur Hverfisgötur Virkni Hegðun Hönnun Mest 70 km/klst. Á gatnamótum þar sem hætta er á hliðarárekstri 50 km/klst, ef stutt milli gatnamóta 50 km/klst, ekki gert ráð fyrir umferð gangandi /hjólandi og ef leið þeirra þverar götuna þarf það að vera mislægt, t.d. á brú. Ef ekki þá er þörf á hraðalækkandi aðgerðum við þá staði. Liggja á milli íbúðahverfa og notaðar af bifreiðum og hjólreiðamönnum. Leyfilegt að hafa bílastæði meðfram götunum, t.d. í miðkjörnum. Gangbrautir eru yfir göturnar. Gata er mest notuð af þeim sem eiga erindi í götuna, íbúarnir hafa forgang, aðkomuleið inn í hverfi. Gönguhraðagötur Gatan er sameiginlegt útivistarsvæði þeirra sem búa og starfa við götuna, hún er aðlaðandi, hún er leiksvæði barna og bifreiðar aka ekki þar um nema eiga beint erindi í götuna. Svæði án umferðar vélknúinna ökutækja Enginn akstur leyfður, eingöngu umferð gangandi, hjólandi og mögulega ríðandi. Hraði mest 50 km/klst en 30 km/klst við fáar sérmerktar göngu- og hjólaleiðir. Á beinum köflum þar sem hvorki eru gangandi né hjólandi mega bifreiðar fara hraðar en 50 km/klst. Ökuhraði mest 30 km/klst, gangandi og hjólandi fara yfir götuna hvar sem er eða á gangbrautum við gatnamót. Gangandi og hjólandi eiga réttinn, hámarkshraða er stjórnað með hraðalækkandi aðgerðum og farið með hann niður í km/klst. Götur eru oft gerðar að gönguhraðagötum skv. beiðni íbúa. Tafla 2. Samanburður á virkni, hegðun og hönnun á flokkum gatna. Lega götu eins langt frá byggð og mögulegt er, gjarnan 2+ akreinar í hvora átt, ekki ætlað fyrir gangandi/hjólandi nema meðfram götu, vel aðgreint m/gróðri, öryggisnetum eða nægjanlegri fjarlægð. Venjulega ein akrein í hvora átt, gjarnan breiðar gangstéttar og hjólreiðarstígar. Lögð áhersla á að veita gangandi og hjólandi greiða leið á afmörkuðum og öruggum stígum. Gatan er með akbraut og göngustíg, akbrautin er þröng en gangstígurinn frekar hafður breiður. Hraðalækkandi aðgerðir eru hafðar þar sem hverfisgötur mæta götum með hærri ökuhraða og tryggja örugga víxlverkun milli gangandi, hjólandi og akandi. Hönnun tekur mið af því að gatan er útivistarsvæði, hún er ætluð öllum sem eiga leið um hana, er öll í sömu hæð (engir kantsteinar) og gerð úr efnum sem tengjast göngu s.s hellum, múrsteinum eða steinum. Aðgerðir miða að því að halda vélknúnum ökutækjum frá svæðinu en aðgreina getur þurft umferð annarra. Til viðbótar við þær fjölþættu aðgerðir sem áður hafa verið kynntar bætast við aðgerðir til að afmarka hverfisgötur og gönguhraðagötur. 1. Afmörkun hverfisgatna. a. Til að afmarka hverfisgötur við gatnamót við aðalgötur eru gjarnan gerðar upphækkanir með hellulögn og hliðarþrengingum þar sem gatan er breiðari en 7 metrar. Þessar upphækkanir geta einnig verið gangbrautir og æskilegt er að þær séu í sem næst sömu hæð og gangstéttir og án allra skarpra brúna (mynd 10). b. Skilti eru notuð til að kynna fyrir vegfarendum að nú keyri þeir inn í hverfi þar sem hámarkshraði er 30 km. Mynd 11. Afmörkun hverfisgötu \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

21 2. Gönguhraðagötur Skilgreining gönguhraðagatna er æskileg þar sem umferð gangandi vegfarenda er mikil. Gangandi hafa þá forgang fram yfir akandi umferð og þeir sem þar aka eru sér meðvitaðir um að hraði þeirra má ekki vera mikill, þar sem þeir séu fyrst og fremst á göngusvæði. Til að ná þessu markmiði þarf umhverfi vegarins að gefa ökumönnum skýr skilaboð um hvaða aksturshegðun er æskileg. Það er hægt að gera með því að hafa hluta af götunni upphækkaðan og þá gjarnan hellulagðan. Þrengingar má nota til að takmarka ökuhraða. Gróður og blómaker þétt við götuna og við aðalgönguleiðir yfir götuna draga úr hraða og þess utan má beita merkingum á götu og með skiltum. \\vsta\verk3\ \16\2004\skyrsl\utg\sk-01.doc

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI FEBRÚAR 2015 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Efnisyfirlit: 1. Inngangur... 1 2. Fyrirkomulag... 2 2.1 Verkkaupi... 2 2.2 Skoðunaraðili...

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Almenningssalerni í Reykjavík

Almenningssalerni í Reykjavík Almenningssalerni í Reykjavík Stefna og tillögur Júlí 2016 Almenningssalerni í Reykjavík stefna og tillögur Samantekt Eftirfarandi eru tillögur starfshóps um þjónustumarkmið um almenningssalerni í Reykjavík.

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Félag íslenskra bifreiðaeigenda

Félag íslenskra bifreiðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda www.fib.is komudagur Nefndasvið Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Reykjavík, 2. febrúar 2007 Umsöen frá Félaei íslenskra bifreiðaeigenda um frumvarp til umferðarlaea.

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 1 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Fruit/Lakrids/Mint, lyfjatyggigúmmí 2 mg og 4 mg Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI F R A M K VÆ M D A D E I LD SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Þ Ó R A R I N N M A G N Ú S S O N V E R K F R Æ Ð I N G U R Efnisyfirlit Formáli bls. 2 Inngangur bls. 3 Kafli 1 - Eldvarnir bls. 5 Kafli 2 - Félags-

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA. Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013

VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA. Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 Janúar 2014

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES 2 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.... 6 1.1. Aðdragandi.... 6 1.2. Aðalskipulag.... 8 1.3. Deiliskipulag í gildi.... 8 1.4. Önnur svæði.... 8 1.. Samkeppnistillaga....

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum 2012 Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum Matthildur B. Stefánsdóttir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir Stefán Gunnar Thors Anna Rósa Böðvarsdóttir Hafdís Eygló Jónsdóttir Helga

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur. ondansetrón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Zofran 4 mg filmuhúðaðar töflur Zofran 8 mg filmuhúðaðar töflur ondansetrón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. cíprófloxacín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur cíprófloxacín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

Læs mere

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir

Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fjölgreindakenning Gardners og dönskukennsla Fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir Erla Lárusdóttir 171263-5309 Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 Ágrip Í þessari

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli.

Lærervejledninger KRIMINALITET. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Lögbrotum. Ýmsu dularfullu. Bankaránum. Tölvusvindli. Hugmyndir að kveikju: Umræður um myndina fremst í þemanu. Hvad er kriminalitet? Nemendur svara spurningunni munnlega

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja 1 Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Samantekt Kostnaður TR vegna þunglyndislyfja nam 691 millj.kr. árið 2007. Kostnaður lækkaði um 70 millj. kr. frá fyrra

Læs mere