Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011"

Transkript

1 Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011 Sýningar í safninu Stund hjá Sigurjóni - Afmælissýning í Laugarnesi Sýning á verkum Sigurjóns sem opnuð var 21. október 2008 stóð til 5. september 2010, en hafði þá tekið nokkrum breytingum. Erlingur minn, hvað ertu nú að gera? Sýning á verkum Erlings Jónssonar ásamt verkum Sigurjóns Ólafssonar. Erlingur var um árabil aðstoðarmaður og samverkamaður Sigurjóns og er talinn sá sem gerst þekkti sköpunar- og vinnuferli Sigurjóns. Hann hefur búið og starfað í Noregi síðastliðna 3 áratugi. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, opnaði sýninguna við hátíðlega athöfn fimmtudagskvöldið 16. september kl. 20. Erlingur með verk sitt Stjörnuþokusmiður Súlur Sigurjóns og Íslendingur haust 2011 Meðal þekktustu súlna Sigurjóns eru án efa stóru verkin Íslandsmerki á Hagatorgi og Öndvegissúlur við Höfða. Á þessari sýningu er sjónum hins vegar beint að völdum trésúlum Sigurjóns frá síðustu æviárum hans, með tilbrigðum sem sýna hugmyndaauðgi listamannsins. Safnanótt í Reykjavík óskaði eftir að söfn fjölluðu um þemað Íslendingur. LSÓ setti á stall þekkt portrett af móður Sigurjóns sem var sönn íslensk alþýðukona sinnar tíðar, ásamt upplýsingaspjöldum um hana. Báðar sýningarnar voru opnaðar á Safnanótt í Reykjavík og var þann dag opið frá klukkan 19 til klukkan 24. Sumartónleikar Sumartónleikar safnsins 2010 hófust 13. júlí og stóðu til 31. ágúst. Á átta tónleikum sumarsins komu fram átján íslenskir og fimm erlendir tónlistarmenn. Eins og undanfarin ár var gefinn út 16 síðna litprentaður kynningarbæklingur á íslensku og ensku sem dreift var á gististaði og ferðamannastaði og var einnig póstsendur til fjölda einstaklinga. Búið er að setja niður tónleika sumarsins 2011, tíu tónleika röð sem hefst 5. júlí og endar 6. september. Hlíf Sigurjónsdóttir og Birgitta Spur sáu um að velja í tónleikaröðina. Yfirlit yfir tónleika er að finna á netsíðum listasafnsins. Aðrir viðburðir í safninu Dagur villtra blóma. Grasagarðurinn í Reykjavík stóð fyrir kynningu á villtum jurtum og blómum í Laugarnesi. Þátttakendum var boðið í LSÓ á eftir. Um 70 manns komu á kynninguna Klarup Pigekor frá Danmörku kom í safnið til að halda kóræfingu og snæddi hádegisverð í kaffistofunni. Samtals 40 manns Íslenski safnadagurinn. Auglýstur var spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna og leiðsögn kl. 15. Ársskýrsla LSÓ árið

2 Úthlutað úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat Á evrópska tungumáladeginum var haldinn stofnfundur Vina Vigdísarstofnunar Starfsfólk frá Stofnun Árna Magnússonar fékk leiðsögn og kaffi Samtök iðnaðarins leigði sal safnsins fyrir móttöku Tónlistarskóli FÍH:Tónleikar sígildrar brautar Kammertónleikar til styrktar tónleikaröð LSÓ. Mikhail Simonyan, Hlíf Sigurjónsdóttir, Sarah Buckley, Martin Frewer og Sigurður Bjarki Gunnarsson léku strengjakvintett eftir Mendelssohn Burtfararprófstónleikar Fjólu Kristínar Bragadóttur Burtfararprófstónleikar Huldu Snorradóttur Daglangur starfsmannafundur Regins ehf Tónleikar. Gunnhildur Daðadóttir fiðla og Elena Lacheva píanó Úthlutun úr menningarjóði VISA. Skráning, rannsóknir og miðlun - sérstök verkefni Lögð er áhersla á að uppfæra allt sem við kemur einstökum listaverkum, hvort sem er innan safns eða utan, í spjaldskrá safnsins og eru þær upplýsingar færðar inn á netskrána eftir því sem tími leyfir. Á árinu tókst að bæta við ljósmyndum af nokkrum verkum í net-listaverkaskránni. Þá var einnig bætt þar við hringferð ljósmynda af völdum listaverkum, í tengslum við verkefni fyrir grunnskólabörn. Árið 2010 veitti Safnasjóður styrk til að útbúa verkefni fyrir grunnskólabörn, þar sem þeim er m.a. ætlað að nota netlistaverkaskrá Sigurjóns. AlmaDís Kristinsdóttir var fengin Langt nef LSÓ 157 Í netskránni er hægt að fara hringferð í kringum myndina til verksins. Dráttur hefur orðið á verkinu og hefur Safnasjóði verið tilkynnt um hann. Árið 2011 veitti Safnasjóður styrk til rannsókna á Sigurjóni og Súrrealismanum. Er þetta undirbúningur að sýningu í safninu árið Æsa Sigurjónsdóttir mun annast verkið. Sama ár veitti Safnasjóður styrk til að útbúa enskt og danskt umhverfi um netlistaverkaskrána. Verður það unnið innan safnsins og er verkið hafið. Upplýsingar um sýningar, tónleika og aðra viðburði eru færðar jafnóðum á netsíður safnsins og þess gætt að þar megi sjá öll frávik frá venjulegum opnunartíma. Netsíðurnar eru bæði á íslensku og ensku. Rannsóknir utan LSÓ Danskur arkitekt, Christian Poulsen, hefur unnið merka rannsókn á deilum þeim sem spunnust um uppsetningu stóru granítmyndanna sem Sigurjón vann fyrir ráðhústorgið í Vejle á árunum og ollu því að þær voru ekki settar upp fyrr en haustið Í greininni Smid dem i havnen sem hann birti í Vejlebogen 2010, Årbog for Byhistorisk Selskab for Vejle varpar hann nýju ljósi á hina raunverulegu ástæðu þess að óánægja borgarstjórnar Vejle tafði uppsetningu þeirra. Margir, bæði blaðamenn og fræðimenn, hafa skrifað um Vejle hneykslið, en Christian Poulsen hefur kafað dýpra í heimildir og þar sem hann ólst upp í Vejle hefur hann haft sérstakar forsendur fyrir að túlka heimildir sínar. LSÓ fékk leyfi til að ljósrita þær heimildir hans, sem safnið átti ekki fyrir, og er mikill fengur í því - sem og í ritgerðinni sjálfri. Útgáfa Í sambandi við sýninguna Erlingur minn, hvað ertu nú að gera? gaf safnið út 16 síðna litprentaða sýningarskrá. Þar er meðal annars viðtal Aðalsteins Ingólfssonar við Erling Jónsson um kynni hans af Sigurjóni og um þau listaverk Sigurjóns sem hann hefur stækkað eða fært í varanlegt efni. Ársskýrsla LSÓ árið

3 Umhverfi safnsins Þann 3. júní 2010 varð það óhapp að drengur sem var í vettvangsferð um Laugarnes með bekkjarfélögum og kennurum úr Álftamýrarskóla felldi myndina Jafnvægi (LSÓ 1332) af stalli sínum svo hún brotnaði. Safnið reyndi að fá skólastjóra Álftamýrarskóla til að miðla málum við foreldra drengsins í þeim tilgangi að heimilistrygging fjölskyldunnar tæki þátt í viðgerðum á verkinu. Skólastjóri neitaði ábyrgð og vildi ekki gefa upp nöfn foreldra. Steinsmiðjan Rein gerði við verkið og setti á stall 4. maí á kostnað safnsins. Allt frá 1992 taldi LSÓ verkið vera eign Reykjavíkurborgar, er þáverandi borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, veitti safninu sérstakt fjárframlag, en forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, Hafþór Yngvason, afsalaði sér rétti til myndarinnar, þannig að nú er hún skráð eign LSÓ. Lágmyndir Sigurjóns, LSÓ 085 og 086, komnar á vegg við safnið í október 2010 Í október 2010 voru bronsafsteypur af tveimur lágmyndum Sigurjóns settar upp á til þess gerðan steinvegg við safnið. Frummyndirnar sem voru úr steinsteypu og orðnar ónýtar af alkalískemmdum voru þá fjarlægðar. Starfsmenn bresku bronssteypunnar Pangolin Edition komu hingað árið 2002, tóku mót af frummyndunum, steyptu í brons og sendu hingað, en fjárskortur hamlaði því að þær væru settar upp fyrr en nú, að Safnasjóður veitti sérstakan styrk til þess. Sigurður Eyjólfsson hjá Verkís teiknaði burðarvegginn og hafði verkfræðilega umsjón með uppsetningunni og gaf hann alla vinnu sína. Byggingarfyrirtækið EYKT sá um byggingu veggjarins og uppsetningu myndanna og Jarðvegur ehf, Ólafur Kjartansson sá um jarðvinnu. Viðhald Skipt var um stýringu og skynjara fyrir loftræsi- og rakakerfi safnsins. Eftir er að stilla kerfið. Stefán Guðnason rafvirkjameistari hefur umsjón með því verki. Í tengslum við uppsetningu lágmynda var farið út í viðamiklar lagfæringar á lóð safnsins, og auk lágmyndanna tveggja voru brot Lágmyndar (LSÓ 039) fjarlægð, en sú mynd brotnaði í óveðri veturinn Sótt var um styrk til Safnasjóðs 2011 til að ylja gangstéttar safnsins og hlaut safnið um fjórðung af því sem talið er að verkið kosti. Reynst gæti erfitt að nýta það fé nema með verulegu mótframlagi safnsins. Lágmynd LSÓ 039 Ráðstefnur og safnaheimsóknir Birgitta Spur tók þátt í Farskóla Félags íslenskra safnmanna og safna, FÍSOS, sem haldinn var í Stykkishólmi dagana 29. september til l. október Safnstjóri sat vorfundi íslenskra höfuðsafna dagana 3. og 4. maí Á liðnu starfsári heimsótti safnstjóri eftirtalin söfn í Danmörku: Louisiana Museum for moderne kunst, Statens Museum for Kunst, Davids Samling og Kunstindustrimuseet í Kaupmannahöfn og Svendborg Amts Kunstforening. Gestakönnun Listasafn Sigurjóns tók þátt í Gestakönnun sem Safnaráð gekkst fyrir sumarið 2010 til að fræðast um hverjir sækja söfn hér á landi og hver upplifun þeirra er. Spurningablöð á íslensku og ensku voru lögð fyrir nokkra tugi gesta, og var niðurstað- Ársskýrsla LSÓ árið

4 an mjög jákvæð í garð LSÓ. Erlendur listfræðingur kom með gagnlegar ábendingar um að bæta við upplýsingum á sjálfri sýningunni þar sem ekki væri hægt að ætlast til að gestir gæfu sér tíma til að grandskoða hið mikla og fjölbreytta efni í ritum safnsins sem liggja frammi í kaffistofunni. Fjárhagsstaða Til og með ársins 2009 fylgdi rekstrarstyrkur ríkissjóðs launavísitölu nokkuð vel og var þá 9.4 milljónir króna, en árin 2010 og 2011 er hann 8.5 milljónir króna hvort ár. Árlega er sótt um styrki til Safnasjóðs til ýmissa verkefna. Árið 2010 veitti sjóðurinn hálfa milljón í rekstrarstyrk og eina milljón til tveggja verkefna: (i) að setja upp lágmyndir, 600 þúsund og (ii) að gera námsverkefni fyrir grunnskólabörn, 400 þúsund. Árið 2011 veitti Safnasjóður ekki rekstrarstyrki til þeirra safna sem fá slíkan frá ríkissjóði, en verkefnastyrki hlaut safnið til; (i) yljunar gangstétta, 250 þúsund, (ii) rannsókna á Sigurjóni og súrrealismanum, 400 þúsund krónur og (iii) gerðar ensks og dansks umhverfis netskrárinnar, 400 þúsund krónur. Reykjavíkurborg hefur einnig styrkt safnið frá upphafi. Árið 1995 nam styrkurinn 2/3 af styrk ríkissjóðs, en hlutfallið var komið niður fyrir fjórðung árið Borgin hefur nú ákveðið 1.5 milljón króna framlag til safnsins árið 2011 og er það þriðjungs niðurskurður frá í fyrra og meira en helmings niðurskurður frá Eigin tekjur safnsins 2010 voru um 2 milljónir króna. Framtíðarskipan safnsins Í framhaldi af fundi Birgittu Spur við mennta- og menningarmálaráðherra í LSÓ þann 11. febrúar 2010 var Birgitta boðuð til fundar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 15. nóvember sama ár. Fundinn sátu, auk Birgittu, Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála og Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur. Þar var formlega tilkynnt að það væri vilji ráðherra að finna leið til að gera LSÓ að deild innan Listasafns Íslands í samvinnu við safnstjóra þessara safna. Lögð var fram úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins á skipulagsskrá LSÓ, annars vegar almenn úttekt, og hins vegar um 26. grein sérstaklega, en þar segir að komi til þess að sjálfseignarstofnunin verði lögð niður og engin önnur stofnsett með sama eða svipað hlutverk skuli allar eigur hennar renna að hálfu til Listasafns Íslands og Reykjavíkurborgar að tilhlutan menntamálaráðuneytisins. Í úttektinni segir enn fremur: Með vísan til þessa ákvæðis hafa átt sér stað ó- formlegar viðræður fulltrúa ráðuneytis og Reykjavíkurborgar um málið, m.a. í samhengi við hugmyndir um skýrari verkaskiptingu en verið hefur milli ríkis og borgar í stuðningi við menningarstarfsemi í borginni. Formlegar viðræður hafa ekki enn átt sér stað, en gætu orðið flóknar og dregist á langinn, og þar sem þær munu fjalla um málefni fleiri aðila er ekki víst að málefni LSÓ verði leidd til lykta með þeim. Ráðuneytið setti fram þá hugmynd að stjórn LSÓ nýti sér heimild 25. greinar skipulagsskrárinnar til að breyta henni í þá veru að fella efnisákvæði 26. greinar úr gildi og setja í staðinn ákvæði í anda eftirfarandi: Komi til þess, af hvaða ástæðum sem er, að sjálfseignarstofnun þessi verði lögð niður og engin önnur stofnsett með sama hlutverk, eða svipað, af eða í samvinnu við stofnanda samkvæmt 1. gr. eða fulltrúaráð samkvæmt 20. gr., skal stjórn stofnunarinnar ráðstafa eigum hennar að fengnu samþykki tveggja þriðju hluta fulltrúaráðs. Með slíku ákvæði í skipulagsskrá væri stjórn LSÓ frjálst að ganga til samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið og LÍ um að LÍ taki við rekstri LSÓ, öllum eignun þess og skuldum, réttindum og skyldum. Á sameiginlegum fundi stjórnar og fulltrúaráðs sem haldinn var 25. nóvember 2010 var framangreind tillaga að breytingu á 26. grein skipulagsskrár LSÓ samþykkt einróma, bæði af stjórn og fulltrúaráði. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, sem annast framkvæmd laga nr. 19/1988, hefur staðfest breytinguna með bréfi dagsettu 4. mars 2011 og hefur hún verið birt í Stjórnartíðindum. Ársskýrsla LSÓ árið

5 Á stjórnarfundi LSÓ þann 7. mars 2011 voru eftirtaldir fulltrúar kosnir til viðræðna við mennta- og menningarmálaráðuneytið um framtíðarskipan LSÓ: Birgitta Spur, Hlíf Sigurjónsdóttir og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Varamaður fyrir Vilhjálm er Ívar Pálsson hdl. Fyrsti fundur var haldinn í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 18. maí 2011 og sátu hann Birgitta Spur og Ívar Pálsson fyrir hönd LSÓ. Fyrir hönd ráðuneytisins voru Eiríkur Þorláksson sérfræðingur á skrifstofu menningarmála, Jón Vilberg frá lögfræðisviði, Auður B. Árnadóttir fjármálasviði, Leifur Eysteinsson frá skrifstofu yfirstjórnar ásamt forstöðumanni Listasafns Íslands, Halldóri Birni Runólfssyni. Ívar Pálsson lagði fram gögn með hugmyndum og óskum Birgittu. Fram kom að það er vilji ráðuneytisins að sameining LSÓ við LÍ verði 1. janúar Næsti fundur í ráðuneytinu verður 15. júní Safnkostur Eins og áður er frá greint, bættist Jafnvægi (LSÓ 1332) við safnkostinn á árinu, en þar á móti var Lágmynd (LSÓ 039) fargað svo fjöldi skráðra listaverka sem safnið á er óbreytt frá liðnu ári, 162 þrívíð verk og 240 teikningar, samtals 402 verk. Einkasafn Birgittu Spur og barna hennar lánar safninu að staðaldri 110 þrívíð verk. Munir í geymslu Sem fyrr er meginhluti listaverka Sigurjóns geymdur í geymslu safnsins á Eyrarbakka. Lýður Pálsson safnstjóri Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka hefur af mikilli velvild geymt eftirtalin verk í þjónustubyggingu byggðasafnsins þar: Gríma (LSÓ 229, gifsmynd, 130 cm há), Fótboltamenn (LSÓ 1374, stækkað gifsmódel), Farfuglar (LSÓ 067, úr frauðplasti), gifslíkan af Folaldinu (LSÓ 1170) og Fótboltamaður (LSÓ 004, úr gifsi) en bronsafsteypa af þeirri mynd stendur við Listasafn Íslands. Langtímalán Eftirtaldir aðilar hafa listaverk úr umsjón safnsins að láni: < Verkfræðistofan VERKÍS: Nýtt líf (LSÓ 103). < Sundaborg: Fótboltamenn, brons (LSÓ 247), og Ég bið að heilsa, brons (LSÓ 073). < Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Tveir bogar eða Hanar, polyester (LSÓ 108). Safnið geymir nokkur verk Sigurjóns sem aðrir eiga: < Reifabarn/Steinn Steinar, granít (LSÓ 1137), í eigu Listasafns ASÍ. < Ásgrímur Jónsson, brons (LSÓ 1089), í eigu FÍM. Á lóð safnsins eru: < Faðmlög frá 1949 (LSÓ 1102), grágrýtismynd í eigu Listasafns Íslands. < Lágmynd frá 1950 (LSÓ 1104), grágrýtismynd í eigu Listasafns Íslands. Ennfremur hefur Páll Guðmundsson á Húsafelli lánað höggmynd sína: < Hallgerður Langbrók og er hún úti á lóð safnsins. Fjöldi safngesta árið 2010 var um Aðgangseyrir Með styrk frá Glitni var aðgangseyrir að sýningum safnsins felldur niður árið 2008, en frá og með sýningu Erlings Jónssonar haustið 2010 hefur LSÓ tekið aðgangseyri sem nema kr. 500 fyrir almenna gesti, 300 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja en frítt fyrir börn innan 18 ára. Önnur söfn sem felldu niður aðgangseyri á liðnum árum hafa flest tekið hann upp aftur. Ársskýrsla LSÓ árið

6 Safnið er almennt opið 1. júní 15. sept.: Opið alla daga nema mánudaga kl sept. 31. maí: Opið laugardaga og sunnudaga kl Í desember og janúar er safnið aðeins opið eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar um hvenær safnið er opið má nálgast á netsíðu safnsins Starfsmenn Í föstu starfi hjá safninu eru Birgitta Spur og Geirfinnur Jónsson. Yfir sumarmánuðina starfar lausráðið fólk við gæslu og önnur störf. Á árinu 2010 voru lausráðnir við safnið: Jón H. Geirfinnsson og Böðvar Ingi H. Geirfinnsson. Aðalfundur LSÓ var haldinn 21. júní Stjórnarfundir voru haldnir og Sérstakur fundur stjórnar og fulltrúaráðs um breytingu á skipulagsskrá var haldinn Stjórn LSÓ Eftir aðalfund LSÓ 21. júní 2010 skipa stjórn safnsins: Birgitta Spur (formaður), Hlíf Sigurjónsdóttir, Æsa Sigurjónsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Vikar Pétursson. Varamenn eru Geirfinnur Jónsson og Karólína Eiríksdóttir. Fulltrúaráð LSÓ Eftir aðalfund LSÓ 21. júní 2010 skipa fulltrúaráð þau: Sigmundur Guðbjarnason formaður, Pétur Guðmundsson varaformaður, Anna Einarsdóttir, Ágúst Einarsson, Björg Þorsteinsdóttir, Gísli Sigurðsson, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Karólína Eiríksdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Vikar Pétursson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Endurskoðandi safnsins er Árni Snæbjörnsson löggiltur endurskoðandi hjá Ernst & Young hf. Viðauki Yfirlit yfir Sumartónleikar LSÓ júlí Tríó MMX. Peter Tompkins óbó, Einar Jóhannesson klarinetta og Rúnar H. Vilbergsson fagott. 20. júlí Benedikt Kristjánsson tenór og Sergio Coto-Blanco gítar. 27. júlí Mathias Susaas Halvorsen píanó, Eygló Dóra Davíðsdóttir fiðla, Magnus Boye Hansen fiðla, Mischa Pfeiffer víóla og Þorgerður Edda Hall selló. 3. ágúst Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzó-sópran og Antonía Hevesi píanó. 10. ágúst SOPRANOS. Hörn Hrafnsdóttir mezzó-sópran, Margrét Grétarsdóttir sópran, Svana Berglind Karlsdóttir sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir píanó. 17. ágúst Gunnhildur Daðadóttir fiðla og Helen Aun píanó. 24. ágúst Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari. 31. ágúst Arngunnur Árnadóttir klarinetta, Greta Salóme Stefánsdóttir fiðla og Hákon Bjarnason píanó. Ársskýrsla LSÓ árið

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2009 júní 2010

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2009 júní 2010 Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2009 júní 2010 Sýningar í safninu Stund hjá Sigurjóni - Afmælissýning í Laugarnesi 21.10.08 haust 2010 Sýning á verkum Sigurjóns

Læs mere

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012 Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012 Sýningar í safninu Súlur Sigurjóns og Íslendingur 11.02.2011 28.08.2011 Sýningu á súlum Sigurjóns og portrettinu Móðir

Læs mere

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júlí 2012 október 2015

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júlí 2012 október 2015 Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júlí 2012 október 2015 Þann 21. júní 2012 var staðfest með undirritun gjafabréfs og samkomulags, gjöf sjálfseignarstofnunarinnar Listasafns

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s Klart språk i Norden Titel: Forfatter: Islandsk klarsprog som forskningsområde Ari Páll Kristinsson Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s. 41-44 URL: http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/ksn/issue/archive

Læs mere

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 Sauðskinn, saffían & shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 1 Sauðskinn, saffían og shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson

Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson Sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Reykjavík 21. október 2017 15. maí 2018 Leiðir Sigurjóns Ólafssonar og Asgers Jorn lágu saman

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Tungumálatorg Initiativ fra Islands undervisnings- og kulturministerium I samarbejde med Islands Universitet School of Education

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Forval fyrir hönnunarsamkeppni nýs Landspítala vð Hringbraut. Niðurstöður forvalsnefndar.

Forval fyrir hönnunarsamkeppni nýs Landspítala vð Hringbraut. Niðurstöður forvalsnefndar. Forval fyrir hönnunarsamkeppni nýs Landspítala vð Hringbraut. Niðurstöður forvalsnefndar. Umsóknir um þátttöku í forvali fyrir hönnunarsamkeppni vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut voru opnaðar

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum 2012 Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum Matthildur B. Stefánsdóttir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir Stefán Gunnar Thors Anna Rósa Böðvarsdóttir Hafdís Eygló Jónsdóttir Helga

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992.

HEIMILDASKRÁ. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. HEIMILDASKRÁ Alþingistíðindi. Arvid Frihagen: Forvaltningsrett. Bind II: Saksbehandling. 5. útgáfa. Bergen 1992. Arvid Frihagen: Villfarelse og ugyldighet i forvaltningsretten. Osló 1966. Aslak Syse: Materielle

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Kennarasamband Íslands

Kennarasamband Íslands Kennarasamband Íslands Ársskýrsla 2016 1 Efnisyfirlit: Efnisyfirlit: 2 Ávarp formanns 3 Stjórn Kennarasambands Íslands 4 Starfsemi 6 Starfsmenn 14 Kjaramál 18 Erlent samstarf 22 Skólamálaráð 25 Sjúkrasjóður

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM MARS 1991 E F N I S Y F I R L I T INNGANGUR... 1 HELSTU NIÐURSTÖÐUR... 2 HLUTVERK RÍKISSPÍTALA... 7 STJÓRNUN RÍKISSPÍTALA... 7 Stjórnskipulag... 7 Stjórnarnefnd,

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA

SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÁRSSKÝRSLA 2010-2011 Fjögur meginmarkmið í starfi Samtaka atvinnulífsins Að vera heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda og málsvari þeirra í almennum hagsmunamálum atvinnulífsins.

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð Reykjavík, 20. mars 2018 R17070048 6631 ES Borgarráð Svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um lagaheimildir til grundvallar deiliskipulagi

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

2. tölublað, 14. árgangur. Desember 2018 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi. Stúkufundur í námum Salómons konungs

2. tölublað, 14. árgangur. Desember 2018 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi. Stúkufundur í námum Salómons konungs 2. tölublað, 14. árgangur. Desember 2018 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi sub specie æternitatis Stúkufundur í námum Salómons konungs 2 FRÍMÚRARINN pípu lakk Allt frá hatti oní skó Treflar

Læs mere