Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júlí 2012 október 2015

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júlí 2012 október 2015"

Transkript

1 Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júlí 2012 október 2015 Þann 21. júní 2012 var staðfest með undirritun gjafabréfs og samkomulags, gjöf sjálfseignarstofnunarinnar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á listaverkum Sigurjóns Ólafssonar og öðrum eignum safnsins til Listasafns Íslands. Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir og fulltrúar ráðuneytis hennar, ásamt forstöðumanni Listasafns Íslands, rituðu undir sem móttakendur gjafar sem Birgitta Spur og aðrir í stjórn Listasafns Sigurjóns afhentu. Með þessum gjörningi varð Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (LSÓ) formlega gert að sérstöku safni innan Listasafns Íslands (LÍ). Síðasti aðalfundur hins gamla LSÓ var haldinn ári síðar, 24. júní 2013 og var þá fulltrúaráð lagt niður. Birgitta Spur, sem stofnaði safnið og hefur stýrt því frá upphafi, var ráðin til sérstakra verkefna við safnið í samningi LÍ og hennar. Þar skuldbindur hún sig til að sinna eftirfarandi verkefnum: Ráðgjöf vegna verkefna er tengjast listaverkum eftir Sigurjón Ólafsson, m.a. undirbúningi og skipulagningu sýningarhalds, fræðslustarfs, útgáfu og kynningu á verkum listamannsins á vegum safnsins, innan þess sem utan. Safnið getur notið þjónustu ráðgjafa [BSp] vegna verkefna sem tengjast starfsemi í og við húsnæði safnsins á Laugarnesi, þar sem áfram verði miðstöð fjölþættrar rannsókna-, tónlistar- og fræðslustarfsemi, í anda þeirra verkefna sem þar hefur verið rekin. Safnið geti notið þjónustu ráðgjafa vegna eftirlits með húsnæði safnsins á Laugarnesi. Geirfinnur Jónsson, sem hefur verið í fullu starfi við safnið síðan um aldamót, hélt stöðu sinni með breyttri starfslýsingu. Sýningar í safninu Áfangar Lykilverk Sigurjóns frá rúmlega 50 ára tímabili um miðbik liðinnar aldar. Á sýningunni voru valin verk sem annað hvort voru einkennandi fyrir ákveðin tímabil, eða sem mörkuðu upphaf að nýjum viðhorfum og straumum í list Sigurjóns. Átta síðna fjölritað hefti fylgdi sýningunni, á ensku og íslensku, þar sem Birgitta Spur lýsir hverju verki. Sýningin var opnuð á Safnanótt í Reykjavík. Úr djúpunum Valdar höggmyndir eftir Sigurjón og málverk úr safneign Listasafns Íslands eftir nokkra samtímamenn hans, Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Kristján Davíðsson og Guðmundu Andrésdóttur. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa verið við nám erlendis á mótunar- og þroskaárum sínum og tekið þátt í sýningum þarlendra framúrstefnumanna. Eftir að þau komu heim, voru þau í fararbroddi þeirrar formbyltingar, sem kennd er við módernismann og markar einstakt blómaskeið í íslenskri myndlistarsögu. Skýrsla um starfsemi LSÓ

2 Börn að leik Valin verk eftir Sigurjón sem fjallað er um í fræðsluverkefnum fyrir grunnskóla og eru aðgengileg á heimasíðu LSÓ. Verkefnin voru unnin af ÖlmuDís Kristinsdóttur og Birgittu Spur. Heiti sýningarinnar vísar bæði í veggmynd Sigurjóns frá árinu 1938 og einnig önnur verk þar sem hann leyfði barnslegum léttleika að ráða ferðinni og gætu vakið áhuga barna og unglinga á myndlist Sigurjóns. Leiðsagnir voru um sýninguna sunnudagana 16. febrúar, 2. mars, 6. apríl og 4. maí. Spor í sandi haust 2014 Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar haldin í Listasafni Íslands (til 26. október) og í Listasafni Sigurjóns á Laugarnesi (til 30. nóvember). Í Listasafni Íslands voru sýndar 23 andlitsmyndir og 17 valin verk frá tímabilinu ásamt fimm verkum úr dönskum söfnum eftir danska félaga Sigurjóns, þau Asger Jorn, Ejler Bille, Erik Thommesen, Robert Jacobsen og Sonju Ferlov. Einnig voru sýndar grænlenskar grímur úr einkasafni í Danmörku. Í Listasafni Sigurjóns á Laugarnesi voru sýnd 15 verk Sigurjóns frá námstímanum á Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn, Einnig voru sýndar ljósmyndir af lykilverkum Sigurjóns, sem ekki var unnt að hafa á sýningunni. Sýningarstjórar voru Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir, sem nutu aðstoðar Geirfinns Jónssonar. Sýningunni fylgdi vönduð 56 síðna myndskreytt sýningarskrá á íslensku og ensku. Ritstjóri var Birgitta Spur og í ritnefnd með henni voru Svanfríður Franklínsdóttir og Æsa Sigurjónsdóttir. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri ritaði aðfaraorð, Birgitta Spur greinina Enginn er eyland og Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur rannsóknargreinina List er ekki hátíðleiki, heldur lífið sjálft, þar sem hún varpar ljósi á þýðingu danska módernismans fyrir Sigurjón og hvernig þau áhrif eru einnig sýnileg í síðari verkum hans. Sýningin hlaut frábæra dóma og var tilnefnd sem ein af fimm bestu sýningum ársins af listgagnrýnanda Morgunblaðsins. Margir erlendir gestir komu gagngert til að skoða sýninguna, þar á meðal Jacob Thage, safnstjóri Museum Jorn í Silkeborg. Á sýningartímanum veitti BSp leiðsögn, fjórum sinnum í LSÓ og sex sinnum í LÍ og tók meðal annars á móti Mogens Lykketoft, forseta danska þingsins. Æsa Sigurjónsdóttir var með leiðsögn einu sinni í LÍ og Hlíf Sigurjónsdóttir var með sérsniðið prógramm í LÍ þar sem hún spann saman hugleiðingar sínar um list föður síns og fiðlutónlist, sem hún flutti. Í LSÓ var efnt til sérstakrar dagskrár 23. nóvember þar sem Þórarinn Eldjárn las úr dagbókabrotum föður síns, sem fjalla um heimsóknir til Sigurjóns og sögur sem Sigurjón sagði. Málþing tengt sýningunni var haldið í Listasafni Íslands 6. september og héldu þar eftirtaldir listfræðingar fyrirlestra: Jens Peter Munk og Charlotte Christensen, bæði frá Danmörku, bandaríska fræðikonan Kerry Greaves og einnig Æsa Sigurjónsdóttir, Pétur H. Ármannsson og Aðalsteinn Ingólfsson. Listfræðiog bókmenntastofnun Háskóla Íslands hefur ákveðið að gefa út ráðstefnurit með Skýrsla um starfsemi LSÓ

3 fyrirlestrunum og hefur fengist styrkur frá Letterstedtska föreningen til að standa straum af kostnaði við myndbirtingar. Æsa og Birgitta munu kalla inn handritin og ganga frá þeim til prentunar. Verne Global, Letterstedtski sjóðurinn, Landsvirkjun og TVG-Zimsen styrktu sýninguna. Listamaður á söguslóðum í efri sal safnsins: Danski listmálarinn Johannes Larsen kom hingað til lands tvívegis, sumrin 1927 og 1930, í þeim tilgangi að teikna myndir af helstu söguslóðum Íslendingasagna í fyrirhugaða útgáfu Íslendingasagna á dönsku. Hann teiknaði um þrjú hundruð tússteikninga, og birtust 188 þeirra í Íslendingasögunum. Á þessari sýningu voru 28 teikningar úr eigu afkomenda listamannsins. Það var alfarið elju og dugnaði sýningarstjórans og íslandsvinarins Vibeke Nørgaard Nielsen, að þakka að þessar teikningar komu fyrir almenningssjónir hér á landi. Fyrir sýninguna kom út bók Vibeke, Listamaður á söguslóðum, í íslenskri þýðingu Sigurlínar Sveinbjarnardóttur. Auk umfjöllunar Vibeke um listamanninn og teikninga Johannesar Larsen eru í bókinni dagbókafærslur frá þessum ferðum. Sýninguna styrktu: Johannes Larsen Museet, Velux Fonden, Fondet for Dansk - Islandsk Samarbejde, Familien Hede Nielsens Fond, TVG-Zimsen og Danska Sendiráðið á Íslandi. Í tengslum við sýninguna voru ýmsir viðburðir í Listasafni Sigurjóns: 6. febrúar Safnanótt Leiðsögn Vibeke Nørgaard Nielsen og Sigurlínar Sveinbjarnardóttir kl. 20:00 og 21: febrúar Sýn á sögustaði. Fyrirlestur Einars Fals Ingólfssonar um íslandsteikningar listamannanna J. Larsen og W.G. Collingwood. 22. febrúar Ferðir Johannes Larsen um Ísland og dagbækur hans. Fyrirlestur Vibeke Nørgaard Nielsen og Sigurlínar Sveinbjarnardóttur. 1. mars Þarfur arfur og hirðdrápur. Erindi og upplestur Þórarins Eldjárns og Hlífar Sigurjónsdóttur. 15. mars Einleiksverk fyrir fiðlu eftir Rúnu Ingimundar og Poul Ruders. Hlíf Sigurjónsdóttir. 22. mars Dönsk og íslensk sönglög í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur og Kristjáns Eldjárns Hjartarsonar. Í neðri sal safnsins voru á sama tíma sýnd 14 valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. SAMSPIL Sigurjón Ólafsson & Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar Mennta- og menningarmálaráðherra opnar sýninguna SAMSPIL, sumardaginn fyrsta 2015 kl. 20. Æsa Sigurjónsdóttir, Halldór Björn Runólfsson og Birgitta Spur hlýða á. Á sýningunni, og í grein Æsu Sigurjónsdóttur í samnefndri sýningarskrá, er varpað nýju ljósi á tengsl danska arkitektsins Finn Juhl ( ) og Sigurjóns Ólafssonar á árunum Þeir voru báðir brautryðjendur, hvor á sínu Skýrsla um starfsemi LSÓ

4 sviði, og fóru ótroðnar slóðir í tilraunum sínum með form og efni. Á sýningunni voru meðal annars húsgögn sem Finn Juhl sýndi á Snedkerlaugets Møbeludstilling í Kaupmannahöfn árin 1940 og 1941, stóllinn Pelikanen og sófinn Poeten ásamt skúlptúrum eftir Sigurjón sem Finn Juhl, á sínum tíma, annað hvort valdi fyrir sýningar með húsgögnum sínum, eða hafði á heimili sínu og teiknistofu. Æsa Sigurjónsdóttir og Birgitta Spur dvöldu í Danmörku dagana desember 2014 til að afla heimilda um Finn Juhl og verk hans fyrir væntanlega sýningu og sýningarskrá, meðal annars á safni hans í Charlottenlund og á Designmuseum Danmark. Birgitta Spur ritaði aðfaraorð sýningarskrár. Í grein sinni Samspil fjallar Æsa Sigurjónsdóttir um tengsl Sigurjóns og Finns Juhl sem ekki hefur áður verið gefinn gaumur. Hún bendir einnig á villur í fjölda bóka um Finn Juhl, þar sem verk Sigurjóns hafa ranglega verið kynnt sem verk eftir Jean Arp og Erik Thommesen. Birtar eru gamlar ljósmyndir frá heimili Finns Juhl og sýningum hans þar sem verka Sigurjóns er getið. Sýningarskránni hefur verið dreift til 60 erlendra safna og helstu listasafna innanlands. Ritnefnd sýningarskrárinnar skipuðu, auk Birgittu ritsjóra, Æsa Sigurjónsdóttir og Svanfríður Franklínsdóttir. Danska fyritækið Onecollection, sem hefur einkaleyfi á að framleiða húsgögn hönnuð af Finn Juhl, lánaði húsgögn á sýninguna og styrkti útgáfu sýningarskrár. Í tengslum við sýninguna voru eftirfarandi fræðsludagskrár í safninu: 10. maí Danish Modern: Finn Juhl og gullöld danskrar húsgagnahönnunar. Fyrirlestur Aðalsteins Ingólfssonar þar sem fjallað var um þróun nýrrar húsgagnahönnunar í Danmörku á árunum júní Leiðsögn í fylgd Birgittu Spur. 5. júlí Leiðsögn í fylgd Æsu Sigurjónsdóttur listfræðings. 6. sept. Finn Juhl og íslensk húsgagnahönnun. Fyrirlestur og leiðsögn í fylgd Hörpu Þórsdóttur listfræðings og forstöðumanns Hönnunarsafns Íslands. 20. sept. Leiðsögn í fylgd Birgittu Spur og Æsu Sigurjónsdóttur listfræðings. Sýningin hlaut frábæra dóma Önnu Jóu í Morgunblaðinu 17. ágúst. Sýningarstjórar voru Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir. Sýninguna styrktu Onecollection, EPAL og Birgitta Spur. Gyðjur Portrett af konum í túlkun Sigurjóns ásamt öðrum verkum hans, sem höggvin eru í stein eða tré, þar sem kvenímyndinni er lýst og hún tekur á sig ímynd gyðjunnar. Sýningin er í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Í hefti sem fylgir sýningunni lýsir sýningarstjórinn, Birgitta Spur, hverju verki með stuttum texta. Skýrsla um starfsemi LSÓ

5 Tónleikar í safninu og aðrir viðburðir Sumartónleikar LSÓ Sumarið 2012 voru haldnir ellefu tónleikar frá 3. júlí til 4. september og tóku tuttugu og sex tónlistarmenn þátt í þeim. Sumarið 2013 voru haldnir níu tónleikar frá 9. júlí til 1. september. Þrettán tónlistarmenn og einn upplesari tók þátt í þeim. Sumarið 2014 voru haldnir fimm tónleikar frá 1. júlí til 29. júlí. Tólf tónlistarmenn tóku þátt í röðinni. Sumarið 2015 voru haldnir sex tónleikar á tímabilinu 7. júlí til 11. ágúst. Þrettán tónlistarmenn og einn upplesari komu fram á þeim. Aðrir tónleikar og menningarviðburðir 2013: Salur safnsins var notaður fimm sinnum fyrir nemendatónleika og sjö sinnum fyrir aðra menningarviðburði. 2014: Salur safnsins var notaður þrisvar sinnum fyrir nemendatónleika og sjö sinnum fyrir ýmsa menningarviðburði. 2015: Salur safnsins var notaður fjórum sinnum fyrir nemendatónleika og tvisvar fyrir aðra menningarviðburði. Námskeið Sérstakt námskeið fyrir grunnskólakennara var haldið í safninu 17. janúar 2015 til þess að kynna námsefni safnsins, sem er aðgengilegt á netsíðu LSÓ. Leiðbeinendur voru Björg Erlingsdóttir, Listasafni Íslands, og AlmaDís Kristinsdóttir sem, ásamt Birgittu Spur, er höfundur fræðsluefnisins. Gjafir til safnsins Þann 21. október 2013 gaf Ingibjörg Björnsdóttir safninu bronsafsteypuna Glíma, (LSÓ 002) sem Sigurjón gerði á árunum Var gjöfin afhent til minningar um eiginmann Ingibjargar, Ólaf Óskarsson. Ráðstefnur Birgitta Spur sótti eftirtaldar ráðstefnur: Farskóli FÍSOS í Reykjavík , þar sem Birgitta flutti erindi um tilurð og sögu LSÓ. Farskóli FÍSOS í Berlín dagana Nordik - Nordisk kunsthistoriekongres í Reykjavík. Ásamt Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði tók Birgitta þátt í 100 ára hátíðarfundi Norræna Safnasambandsins - Skandinavisk Museumsforbunds 100 års jubilæumskonference - í Kaupmannahöfn ágúst. Á aðalfundi sambandsins (Plenum møde) þann 28. ágúst flutti Birgitta kveðjur frá Íslandsdeild sambandsins og skýrslu um samrunu deildarinnar við FÍSOS, sem samþykkt var á aðalfundi FÍSOS á Hvolsvelli Ráðgjafanefnd LSÓ Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson tilnefndi Katrínu Jakobsdóttur alþingismann sem fulltrúa sinn í ráðgjafanefnd LSÓ til þriggja ára frá og með 4. desember Aðrir fulltrúar í ráðgjafanefndinni eru Halldór Björn Runólfsson forstöðumaður Listasafns Íslands og Birgitta Spur, stofnandi Listasafns Sigurjóns Skýrsla um starfsemi LSÓ

6 Ólafssonar og fyrrum forstöðumaður safnsins. Eftirtaldir fundir voru haldnir í ráðgjafanefndinni á árinu 2015: 20. febrúar, 2. mars, 23. mars, 27. apríl, 29. júní, 25. ágúst og 1. október. Katrín Jakobsdóttir ritaði fundargerðir allra fundanna. Fjöldi safngesta er nokkuð svipaður á milli ára. Árið 2014 komu um gestir, og 450 fengu leiðsögn. Aðgangseyrir Undanfarin ár hefur aðgangseyrir að safninu verið 500 krónur, en var hækkaður í 800 árið Um mitt sumar 2015 var hann hækkaður í 1000 kr. til samræmis við annan aðgangseyri hjá Listasafn Íslands. Börn fá frítt, en námsmenn og aldraðir borga hálft gjald. Safnið er almennt opið: 1. júní 31. ágúst: opið alla daga nema mánudaga kl september 31. maí: Opið laugardaga og sunnudaga kl Í desember og janúar er safnið aðeins opið eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar um hvenær safnið er opið má nálgast á netsíðum Listasafns Íslands : og Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavík, nóvember 2015 Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi LSÓ

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012 Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2011 júní 2012 Sýningar í safninu Súlur Sigurjóns og Íslendingur 11.02.2011 28.08.2011 Sýningu á súlum Sigurjóns og portrettinu Móðir

Læs mere

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011 Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2010 maí 2011 Sýningar í safninu Stund hjá Sigurjóni - Afmælissýning í Laugarnesi 21.10.08 05.09.10 Sýning á verkum Sigurjóns sem

Læs mere

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2009 júní 2010

Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2009 júní 2010 Birgitta Spur Skýrsla um starfsemi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar júní 2009 júní 2010 Sýningar í safninu Stund hjá Sigurjóni - Afmælissýning í Laugarnesi 21.10.08 haust 2010 Sýning á verkum Sigurjóns

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson

Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson Sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Reykjavík 21. október 2017 15. maí 2018 Leiðir Sigurjóns Ólafssonar og Asgers Jorn lágu saman

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 Sauðskinn, saffían & shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 1 Sauðskinn, saffían og shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Læs mere

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s

Klart språk i Norden. Islandsk klarsprog som forskningsområde. Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s Klart språk i Norden Titel: Forfatter: Islandsk klarsprog som forskningsområde Ari Páll Kristinsson Kilde: Klart språk i Norden, 2014, s. 41-44 URL: http://ojs.statsbiblioteket.dk/index.php/ksn/issue/archive

Læs mere

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Tungumálatorg Initiativ fra Islands undervisnings- og kulturministerium I samarbejde med Islands Universitet School of Education

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

FJÖLRIT GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR. Sveinn P. Jakobsson

FJÖLRIT GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR. Sveinn P. Jakobsson FJÖLRIT NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN Sveinn P. Jakobsson 53 FJÖLRIT NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNAR GÖMLU ÍSLENSKU STEINASÖFNIN Í GEOLOGISK MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Kennarasamband Íslands

Kennarasamband Íslands Kennarasamband Íslands Ársskýrsla 2016 1 Efnisyfirlit: Efnisyfirlit: 2 Ávarp formanns 3 Stjórn Kennarasambands Íslands 4 Starfsemi 6 Starfsmenn 14 Kjaramál 18 Erlent samstarf 22 Skólamálaráð 25 Sjúkrasjóður

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Hagræn hugsun á átjándu öld

Hagræn hugsun á átjándu öld Hugvísindasvið Hagræn hugsun á átjándu öld Hugmyndafræði Magnúsar Ketilssonar sýslumanns Ritgerð til B.A.-prófs Jón Torfi Arason Janúar 2018 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hagræn hugsun á átjándu

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26 Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á umfjöllun Jónasar Hallgrímssonar um ást og eftirsjá í nokkrum ljóðum hans. Leitað var fanga í bréfum hans og samtíðarmanna, ljóðin skoðuð með tilliti til þess

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Fundargerð 1. fundur hjá NVF miljö nefnd á Íslandi Fundarmenn Dagskrá: 1. Stutt kynning á NVF

Fundargerð 1. fundur hjá NVF miljö nefnd á Íslandi Fundarmenn Dagskrá: 1. Stutt kynning á NVF Fundargerð 1. fundur hjá NVF miljö nefnd á Íslandi Fundurinn var haldinn í fundarsal Ríkiskaupa, Borgartúni 7 í Reykjavík, kl. 13:30-14:30 þann 8. október 2012. Fundarmenn Matthildur Bára Stefánsdóttir,

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Eyrarbakki. Sjá götukort

Eyrarbakki. Sjá götukort Eyrarbakki Nafn Eyrarbakka er nátengt siglingum og viðskiptum sunnlendinga við umheiminn. Að fornu var nafnið Eyrar samheiti um alla strandlengjuna frá Ölfusá að Þjórsá. Á 14. öld fær þetta sama svæði

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja 1 Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Samantekt Kostnaður TR vegna þunglyndislyfja nam 691 millj.kr. árið 2007. Kostnaður lækkaði um 70 millj. kr. frá fyrra

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Goðsagnastríðið. Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson

Goðsagnastríðið. Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson Goðsagnastríðið Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson LIS441L MA-ritgerð í listfræði Háskóli Íslands Hugvísindasvið Goðsagnastríðið Ritdeila

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu Nanna Þorbjörg Lárusdóttir Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu 1688-1770 Embættið og uppbygging skjalasafnsins Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

Læs mere