Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum"

Transkript

1 2012 Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum Matthildur B. Stefánsdóttir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir Stefán Gunnar Thors Anna Rósa Böðvarsdóttir Hafdís Eygló Jónsdóttir Helga Aðalgeirsdóttir Kristinn J. Eysteinsson Magnús Björnsson Sóley Jónasdóttir Vegagerðin Apríl 2012

2 1

3 Efnisyfirlit Ágrip... 3 Abstract in english... 5 Abstrakt på dansk... 6 Inngangur... 7 Markmið... 7 NVF - umhverfisnefndin... 7 Könnunin... 8 Úrvinnsla Um þátttakendur Landfræðileg lega, loftslag og þéttleiki Niðurstöður Umfjöllun

4 Ágrip Þær niðurstöður sem eru kynntar í þessari greinargerð byggja á skoðanakönnun sem Íslandsdeild umhverfisnefndar Norræna Vegtæknisambandsins (NVF-miljö) framkvæmdi haustið Könnunin gekk út á það að greina stöðu Vegagerða og borga á Norðurlöndunum í umhverfisstjórnunarmálum. Matthildur B. Stefánsdóttir formaður Íslandsdeildar NVF-miljö var verkefnisstjóri en auk hennar voru þátttakendur þau Hafdís Eygló Jónsdóttir, Helga Aðalgeirsdóttir, Magnús Björnsson og Sóley Jónasdóttir, Vegagerðinni, Anna Rósa Böðvarsdóttir og Kristinn J. Eysteinsson, Reykjavíkurborg, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, verkfræðistofunni Eflu og Stefán Gunnar Thors, verkfræðistofunni VSÓ. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa unnið að innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis í samræmi við ISO14001 staðalinn undanfarin ár og höfðu áhuga á að afla frekari vitneskju um stöðu sína miðað við aðrar samgöngustofnanir og borgir á Norðurlöndunum. Markmiðið með könnuninni var, auk þess að læra um umhverfisstjórnun hjá hinum, að miðla upplýsingum og afla nýrra tengiliða og var lögð áhersla á að spyrja spurninga sem starfsmenn, sem vinna við umhverfismál hjá þessum stofnunum og borgum, gætu nýtt sér í starfi. Einnig að stuðla að markvissari samvinnu milli þeirra aðila sem starfa í NVF umhverfisnefndunum. Könnunin var tvískipt. Annarsvegar voru spurningar ætlaðar samgöngustofnunum Norðurlandanna og hinsvegar voru spurningar ætlaðar sveitarfélögum á Norðurlöndunum með íbúafjölda á bilinu þúsund, eða af svipaðri stærð og Reykjavíkurborg. Mynd. 1. Vegagerðir Íslands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands tóku þátt í könnuninni, einnig borgirnar Reykjavík, N, Stavanger, N, Jönköping, N og Lahti, N. 3

5 Ávinningur rannsóknarinnar er sá að við vitum nú meira um stöðu okkar varðandi umhverfisstjórnun í norrænu samfélagi og höfum aflað áhugaverðra upplýsinga og tengiliða til að leita frekar til í framtíðinni. Meginniðurstaðan er sú að staða umhverfisstjórnunar hjá þeim samgöngustofnunum og borgum sem tóku þátt er að mörgu leyti svipuð. Allir eru að vinna að betri umhverfisstjórnun. Þó er áherslumunur vegna landfræðilegra aðstæðna, mismunandi loftslags og e.t.v. fleiri þátta. Mynd 2. Reykjavík. Mynd 3. Lahti. Mynd 4. Stavanger. Mynd 5. Jönköping. 4

6 Abstract in english The survey Comparison of environmental management for roads and streets in the Nordic countries is presented in this paper. The icelandic division of NVF s environment committee conducted the survey in the autumn The aim of the study was to analyze the status of environmental management in the nordic road administrations and in nordic cities. ICERA and Reykjavik City have been working on implementation of an environmental management system, in accordance with the ISO14001 standard, and were interested in knowing where other road administrations and cities in the Nordic countries were situated in such matters. The aim of the survey, in addition to learning about the others environmental management, was to exchange information and acquire new contacts. Emphasis was placed on obtaining answers on questions that employees, who work on environmental issues in the Nordic road administrations and cities, could take advantage of. Also contribute to a more targeted cooperation between the departments of NVF s environment committee. Mynd 6. Hringbraut, Reykjavík. The survey was divided into two parts. On one hand were questions intended for the Nordic road administrations, on the other hand for cities in the Nordic region with a population of thousand inhabitants, similar to Reykjavik city. The benefit of this study is that we now know more about our position in the Nordic society, regarding environmental management, and we have obtained interesting information and new contacts that we can contact later with further questions. The main conclusion is that the status of environmental management in road construction in the Nordic countries are quite similar. The cities also appear to have similar priorities. Everyone is working towards better environmental management. There are still differences in emphasis, mostly due to geographical circumstances as it seems. 5

7 Abstrakt på dansk Undersøgelsen Sammenligning af miljøledelse for veje og gader i de nordiske lande presenteres i dette papir. Det islandske udvalg af NVF miljøudvalget gennemførte undersøgelsen i efteråret Formålet med undersøgelsen var at analysere status af miljøledelse i de nordiske vejdirektorater og i små nordiske byer. Islandske vejdirektoratet, Vegagerðin, og Reykjavik kommune har begge to arbejdet på implementering af et miljøledelsessystem, i henhold til ISO14001 standarden og var interesseret i at vide, hvor andre transportforvaltninger og byer i de nordiske lande befinder sig i disse sager. Formålet med undersøgelsen, udover at lære om miljøledelse fra de andre, var at udveksle oplysninger og tilegne sig nye kontakter. Der blev lagt vægt på at få svar på spørgsmål, som ansatte, der arbejder med miljøspørgsmål i de nordiske vejdirektorater og byer, kunne drage fordel af. Også bidrage til et mere effektivt samarbejde mellem udvalgen i NVF miljøudvalget. Undersøgelsen blev delt op i to. På den ene side var spørgsmål, der er beregnet til de nordiske vejdirektorater og på den anden side for byer i Norden med befolkning på tusinde indbyggere, tilsvarende til Reykjaviks befolkning. Fordelen ved denne undersøgelse er, at vi ved nu mere om vores status i det nordiske samfund, med hensyn til miljøledelse og vi har samlet interessante oplysninger og nye kontakter som vi kan henvende os til senere med yderligere spørgsmål. Hovedkonklusionen er, at status af miljøledelse i transportsektoren i de nordiske lande er temmelig ens. Kommunerne synes også at have lignende prioriteringer i deres miljøledelse. Alle arbejder hen imod bedre miljøforvaltning. Der er stadig forskel i vægt, som hovedsagelig synes være på grund af forskellige klima og landskab. Mynd 7. Almannaskarðsgöng, Vatnajökull í fjarska. 6

8 Inngangur Markmið Umhverfisstjórnun er skipulagt umhverfisstarf sem miðar að því að hafa stjórn á umhverfisáhrifum starfseminnar og vinna markvisst að stöðugum umbótum í umhverfisstarfinu í samræmi við umhverfisstefnu. Verkefni þetta gekk út á það að greina stöðu Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar í umhverfisstjórnunarmálum með samanburði við aðrar norrænar samgöngustofnanir og valin sveitarfélög á hinum Norðurlöndunum, að læra af þeim í umhverfisstjórnunarmálum og miðla upplýsingum til þeirra. Niðurstöðurnar voru ætlaðar sem framlag Íslandsdeildarinnar á ráðstefnunni ViaNordica 2012, í sýningarbás umhverfisnefndar Norræna vegtæknisambandsins. NVF - umhverfisnefndin Norræna vegtæknisambandið (NVF) var stofnað í Stokkhólmi þann 19. Júní Í upphafi tóku þátt vegtæknimenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Færeyjar bættust síðan við sem sérstök deild árið Hlutverk NVF er að skapa vettvang fyrir þekkingar- og upplýsingamiðlun milli norrænna sérfræðinga í vegamálum. Innan NVF starfa 14 nefndir og er ein þeirra umhverfisnefnd, NVF-miljö. Í nefndinni voru 61 manns frá öllum Norðurlöndunum á starfstímabilinu , þar af voru 12 í Íslandsdeildinni. Auk Vegagerðarfólks í deildinni voru einnig aðilar frá Reykjavíkurborg og verkfræðistofunum Eflu og VSÓ. Mynd 8. Seminar NVF-miljö og NVF-transport i städer hópanna í Odense í október

9 Könnunin Könnunin var tvískipt. Annarsvegar voru spurningar ætlaðar vegagerðum Norðurlandanna og hinsvegar voru spurningar ætlaðar sveitarfélögum á Norðurlöndunum með íbúafjölda á bilinu þúsund, eða af svipaðri stærð og Reykjavík. Úrtakið má sjá í eftirfarandi töflum: Tafla 1. Tengiliðir samgöngustofnana Norðurlandanna í umhverfisstjórnunarmálum. Samgöngustofnanir Land Stofnun Tengiliður Ísland Vegagerðin Matthildur B. Stefánsdóttir Svíþjóð Trafikverket Tina Tornquist Noregur Vegvæsenet Sidsel Kålas Danmörk Vejdirektoratet Lene Nøhr Michelsen Finland Liikennevirasto Tuula Säämänen Tafla 2. Tengiliðir þeirra borga á Norðurlöndunum, í umhverfisstjórnunarmálum, sem gefinn var kostur á að taka þátt í könnuninni. Sveitarfélög Land Borg Íbúafjöldi Tengiliður Svíþjóð Norrköping Niclas Gunnar Finland Kuopio Danmörk Frederiksberg Finland Lahti Kari Porra Danmörk Ålborg Svíþjóð Linköping Reidar Danielsson Svíþjóð Örebro Katrin Larsson Svíþjóð Västeras Ísland Reykjavík Anna Rósa Böðvarsdóttir Svíþjóð Jönköping Noregur Stavanger Olav Stav Finland Oulu Finland Jyväskylä Paivi Pietarinen Svíþjóð Uppsala Jenny Kihlberg Danmörk Odense Søren Mose Noregur Trondheim Arnt Ove Dragsten Sveitarfélögum og Vegagerðarstofnunum var sendur tölvupóstur í ágúst 2011 með kynningu á fyrirhugaðri könnun og þeim boðið að útnefna tengilið. Könnunin var síðan send viku síðar í gegnum esurveyspro.com þar sem óskað var eftir svari fyrir 20. september. Nokkrar stofnanir tilnefndu tengilið en höfðu síðan því miður ekki tíma til að taka þátt. 8

10 Vegagerðarstofnanirnar fengu spurningalista með 36 spurningum en sveitarfélögin fengu lista með 47 spurningum. Spurningalistarnir, á dönsku, ásamt svörum fylgja skýrslunni á vef Vegagerðarinnar, Upplýsingar og útgáfa Rannsóknarskýrslur Umhverfi. Lögð var áhersla á að spyrja annars vegar spurninga sem gætu vakið áhuga fleiri aðila en meðlima umhverfisnefndanna og væri áhugavert að sýna á veggspjaldi, s.s. um íbúafjölda, fjölda starfsmanna, fjölda bifreiða og ferðamáta. Hins vegar var lögð áhersla á að spyrja spurninga sem starfsmenn, sem vinna við umhverfismál hjá þessum stofnunum, gætu nýtt sér í starfi, s.s. hvort til væru reglur af ýmsu tagi sem hægt væri að deila. Fá svör höfðu borist þann 20. september og var þá sendur póstur til áminningar. Á fundi formanna og ritara landsdeilda NVF miljö þann 27. september í Noregi bað íslenski formaðurinn hinar deildirnar um að hringja í þau sveitarfélög í sínu landi sem voru í úrtakinu og hvetja þau til að taka þátt. Þeirri beiðni var vel tekið. Ákveðið var að framlengja svartímann til áramóta. Tengiliðir könnunarinnar voru loks minntir á könnunina í síðasta sinn í desember Af 5 samgöngustofnunum voru þrjár sem svöruðu, Vegagerðin, Vejdirektoratet og Trafikverket eða 60 % svarhlutfall, en af 16 sveitarfélögum voru aðeins fjögur sem svöruðu, Lahti, Jönköping, Reykjavík og Stavanger eða 25 % svarhlutfall. Mynd 9. Stavanger. 9

11 Úrvinnsla Ákveðið var að velja úr þær spurningar sem áhugaverðast væri að sýna á myndrænan hátt á veggspjaldi á ráðstefnunni ViaNordica 2012 og kanna í framhaldi af því möguleika á að afla fleiri svara við þeim spurningum. Sumar spurningar reyndist erfitt að vinna með vegna ólíkra áherslna og of fárra svara. Ákveðið var að þessu sinni að vinna með svör við spurningum um innleiðingu umhverfisstjórnunar, fjölda fólksbíla m.v. íbúa, lengd þjóðvega í umsjá samgöngustofnana og sveitarfélaga, losun CO 2 frá bílaumferð og markmið til að draga úr henni, áherslu á fagurfræði í hönnun samgöngumannvirkja, loftgæði og hávaða í borgununum, ferðamáta íbúa (modal split), notkun nagladekkja og notkun efna við hálkuvarnir. Ágætlega gekk að afla frekari upplýsinga af heimasíðum þeirra samgöngustofnana sem ekki svöruðu könnuninni, m.a. úr ársskýrslum. Einnig voru frekari fyrirspurnir sendar til þeirra borga sem tóku þátt. Um þátttakendur Samgöngustofnanir Norðurlandanna eru nokkuð ólíkar. Í Danmörku og Noregi hafa sveitarfélögin umsjón með stærstum hluta vegakerfisins og því hlutfallslega lítið af vegum sem stofnanirnar hafa umsjón með og í Svíþjóð og Finnlandi voru járnbrautir nýlega færðar undir umsjón stofnananna. Þær eru því ekki að öllu leyti sambærilegar þó að mörg verkefni séu þau sömu eða svipuð. Tafla 3. Fjöldi starfsmanna samgöngustofnana Norðurlandanna, þjóðvegir og járnbrautir sem þær hafa umsjón með og fjöldi íbúa landanna Vegagerðin Ísland Trafikverket Svíþjóð Vejdirektoratet Danmörk Liikennevirasto Finnland Vegvesenet Noregur Fjöldi starfsmanna stofnunar Þjóðvegir sem stofnun hefur umsjón með (km) Járnbrautir sem stofnun hefur umsjón með (km) Fjöldi íbúa landsins Mynd 10. Jönköping 10

12 Borgir sem svöruðu könnuninni voru auk Reykjavíkur, Lahti í Finnlandi, Jönköping í Svíþjóð og Stavanger í Noregi. Borgirnar hafa svipaðan íbúafjölda eins og þegar hefur komið fram og liggja á breiddargráðum frá N N eins og sjá má á mynd 1. Það er áhugavert að bera saman áherslur þessara borga í umhverfis- og samgöngumálum. Tafla 4. Fjöldi starfsmanna borganna sem svöruðu könnuninni, lengd gatna í borgunum og fjöldi borgarbúa. Reykjavík Lahti Stavanger Jönköping Fjöldi starfsmanna Götur (km) ? Fjöldi íbúa Landfræðileg lega, loftslag og þéttleiki Staðsetning borganna sem þátt tóku í könnuninni er sýnd á mynd 1. Ísland er um 103 þúsund km 2 að stærð. Byggð svæði eru að mestu við ströndina, þéttbýlast á SV-hluta landsins, en miðhálendið er óbyggt. Þéttleiki 1 byggðar í Reykjavík er 436,5 íbúar/km 2 og meðalhiti í borginni er um 11 C í júlí og 0 C í janúar. Noregur er um km 2 að stærð. Byggð svæði eru bæði við ströndina og í dölum inn til landsins, stór hluti landsins er hálendi. Þéttleiki byggðar í Stavanger er íbúar/km 2 og meðalhiti þar er um 14 C í júlí og 1 C í janúar. Finnland er um km 2 að stærð. Byggð svæði eru um allt landið sem er flatlent og þakið stöðuvötnum og skógum. Þéttleiki byggðar í Stavanger er 757,9 íbúar/km 2 og meðalhiti þar er um 18 C í júlí og -6 C í janúar. Svíþjóð er um km 2 að stærð. Byggð svæði eru bæði við ströndina og inn til landsins á suðurhluta þess en norðurhlutinn er strjálbýll. Þéttleiki byggðar í Jönköping er íbúar/km 2 og meðalhiti þar er um 16 C í júlí og 0 C í janúar. 1 Þéttleiki byggðar er hugtak yfir meðaldreifingu íbúa ákveðins svæðis. Venjulega er hún mæld í fjölda íbúa á ferkílómetra. 11

13 Niðurstöður Samgöngustofnanirnar eru allar nokkuð á veg komnar varðandi innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi. Trafikverket í Svíþjóð er búið að innleiða umhverfisstjórnunarkerfi, Vegagerðin á Íslandi og Liikennevirasto í Finnlandi vinna bæði kerfisbundið að innleiðingu, Vegvesenet í Noregi og Vejdirektoratet í Danmörku svöruðu því til að stofnanirnar hefðu ekki innleitt umhverfisstjórnunarkerfi, sem virðist engu að síður hafa verið gert að hluta, því að stofnanirnar vinna allar eftir umhverfisstefnu og setja sér markmið í umhverfismálum. A.m.k. fjórar þessara stofnana færa grænt bókhald. Tafla 5. Staða umhverfisstjórnunar hjá samgöngustofnunum Norðurlandanna haustið Umhverfisstjórnunarkerfi, spurningar Ísland Svíþjóð Danmörk Finnland Noregur Hefur stofnunin innleitt umhverfisstjórnunarkerfi? Já, er í vinnslu Já Nei Já, er í vinnslu Nei Vinnur stofnunin eftirumhverfisstefnu? Já Já Já Já Já Setur stofnunin markmið í umhverfismálum? Já Já Já Já Já Færir stofnunin grænt bókhald? Já Já Já? Já Borgirnar fjórar sem tóku þátt í könnuninni hafa allar innleitt umhverfisstjórnunarkerfi, vinna eftir umhverfisstefnu, setja sér markmið í umhverfismálum og færa grænt bókhald. Tafla 6. Staða umhverfisstjórnunar haustið 2011 hjá borgunum sem svöruðu könnuninni. Umhverfisstjórnunarkerfi, spurningar Reykjavík Lahti Stavanger Jönköping Hefur borgin innleitt umhverfisstjórnunarkerfi? Já Já Já Já Vinnur borgin eftirumhverfisstefnu? Já Já Já Já Setur borgin markmið í umhverfismálum? Já Já Já Já Færir borgin grænt bókhald? Já Já Já Já Mynd 11. Miðbær Lahti. 12

14 Fjöldi fólksbíla er mestur í Finnlandi 650 á íbúa, 640 á Íslandi, 543 í Noregi, 461 í Svíþjóð en fæstir eru bílarnir í Danmörku eða 389 á íbúa. Milljón íbúar / fólksbílar 10,0 8,0 6,0 4,0 2,0 0,0 Ísland Danmörk Svíþjóð Finnland Noregur Fjöldi fólksbíla pr íbúa Íbúar Fólksbílar Fjöldi fólksbíla pr íbúa Mynd 12. Gulu súlurnar sýna fjölda íbúa landsins og gráu súlurnar fjölda fólksbíla (vinstri ás). Bláu punktarnir sýna fjölda fólksbíla á íbúa (hægri ás). Það kom á óvart að Ísland skyldi ekki vera með hlutfallslega flesta bíla í þessum samanburði þar sem Ísland er fámennast, dreifbýlt og án lestarsamgangna. Vegagerðin á Íslandi og Liikennevirasto í Finnlandi hafa umsjón með meirihluta vega í sínu landi eða rúmlega 80% (hlutfall þjóðvega+sveitarfélagavega). Trafikverket í Svíþjóð hefur umsjón með tæplega 70% vega. Vegvesenet í Noregi afhenti nýlega sveitarfélögunum mikið af vegum og hefur nú aðeins umsjón með um 19% þeirra. Vejdirektoratet í Danmörku rekur lestina með aðeins 5% vega sem kemur ekki á óvart því Danmörk er þéttbýlt land og stór hluti vega þar því í bæjum og borgum. Þúsund km Ísland Svíþjóð Danmörk Finnland Noregur Þjóðvegir Vegir í umsjá sveitarfélaga % þjóðvegir % þjóðvegir Mynd 13. Lengd þjóðvega í umsjón samgöngustofnana og sveitarfélaga á Norðurlöndunum. Súlurnar sýna fjölda km í þúsundum (vinstri ás) og bleiku punktarnir sýna hlutfallið af heildinni þjóðvegir + sveitarfélagavegir (hægri ás). 13

15 Losun koltvísýrings pr. íbúa vegna bílaumferðar er mest á Íslandi eða 2,4 tonn CO 2 - ígildi, 2,3 í Danmörku, 2,1 í Finnlandi en lægst í Svíþjóð og Noregi 2,0 CO 2 -ígildi. Milljón tonn CO 2 -ígildi 20,0 15,0 10,0 5,0 0,0 Ísland Svíþjóð Danmörk Finnland Noregur 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0 TonnCO 2 -ígildi pr.íbúa Losun frá bílaumferð, milljón tonn CO2-ígildi Tonn CO2-ígildi pr. íbúa Mynd 14. Súlurnar sýna losun koltvísýrings frá bílaumferð á Norðurlöndunum í milljón tonnum CO 2 ígilda (vinstri ás) og punktarnir sýna CO 2 - ígildi pr. íbúa (hægri ás). Það kemur ekki á óvart að Ísland sé með mesta losun enda landið dreifbýlt auk þess sem Íslendingar hafa lengi verið hrifnir af stórum bílum. Það kom hins vegar á óvart að næstmesta losun frá samgöngum á landi pr. íbúa sé í Danmörku þar sem landið er þéttbýlt, fólksbílaeign hlutfallslega minnst og hjólreiðar mjög almennar, a.m.k. í borgum. Trafikverket, Vejdirektoratet og Vegvesenet hafa til hliðsjónar reglur eða leiðbeiningar um fagurfræði við hönnun vegamannvirkja. Taka þær bæði til vegagerðar í dreifbýli og í þéttbýli. Mismunandi hönnunarforsendur eru lagðar til eftir því hvort um er að ræða veg í byggð eða dreifbýli. Umfang leiðbeininganna er mismikið en þær snúa að sömu þáttum. Tafla 7. Svör við spurningu um reglur um fagurfræði í hönnun samgöngumannvirkja. Fagurfræði í hönnun vegamannvirkja Ísland Svíþjóð Danmörk Noregur Eru reglur eða leiðbeiningar um fagurfræði í hönnun? Nei Já Já Já Varðandi svör við öðrum spurningum til samgöngustofnananna má nefna að Trafikverket og Vejdirektoratet hafa eigin reglur um vegavinnu á viðkvæmum svæðum, Vegagerðin hefur hins vegar sett sér reglur um viðbúnað og viðbrögð við umhverfisatvikum og neyðartilvikum sem taka sérstaklega til vegavinnu á viðkvæmum svæðum. Trafikverket og Vejdirektoratet hafa eigin reglur um hjóðmanir og veggi. Vegagerðin hefur ekki eigin reglur en fylgir lögum og reglugerðum. Á Íslandi eru margar ófrágengnar gamlar námur sem unnið er að því að loka samkvæmt langtímaáætlun Vegagerðarinnar um námufrágang Í Danmörku og Svíþjóð eru engar ófrágengnar gamlar námur. 14

16 Samgöngustofnanirnar voru spurðar um hvort kröfur væru gerðar um mótvægisaðgerðir vegna loftmengunar á framkvæmdatíma. Slíkar kröfur eru ekki gerðar á Íslandi, í Svíþjóð eða Danmörku. Vegagerðin, Trafikverket og Vejdirektoratet virðast hafa svipað fyrirkomulag við að fylgja eftir kröfum til verktaka. Borgirnar sem tóku þátt í könnuninni hafa allar markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð. Meðal markmiða sem minnst var á í svörum borganna voru: Að hvetja til umhverfisvænni hegðunar. Meiri og betri þjónusta fyrir þá sem velja að ferðast með strætó, hjólandi eða fótgangandi t.d. forgangsakreinar fyrir strætó og forgangur á gatnamótum og fleiri hjólastígar. Samstarf við fyrirtæki í miðborginni um að hvetja til breyttra ferðamáta. Bílastæðastefna: Ódýrara fyrir græna bíla, dýrara að leggja í bílastæði og fækkun bílastæða. Hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Frestun stórra samgönguframkvæmda. Varðandi ferðir vegna eigin reksturs borganna: Aukin notkun vistvæns eldsneytis, sparneytnari og grænni bílar, reiðhjól fyrir vinnuferðir starfsmanna o.fl. Borgirnar fjórar hafa allar mælistöðvar fyrir loftgæði og hafa allar sett heilsufarsmörk fyrir köfnunarefnisdíoxíð (NO 2 ) og svifryk (PM10) en mörkin eru mishá. 250 Heilsufarsmörk (µg/m3) NO2. Klukkustundarmörk (µg/m3) NO2. Sólarhringsmörk (µg/m3) PM10. Sólarhringsmörk (µg/m3) Reykjavík Lahti Stavanger Jönköping Mynd 15. Klukkustundar- og sólarhringsmörk köfnunarefnisdíoxíðs og svifryks í borgunum. Klukkustundarmörk NO 2 eru hæst í Stavanger 200 µg/m 3, 150 µg/m 3 í Lahti, 110 µg/m 3 í Reykjavík en lægst í Jönköping 90 µg/m 3. Sólarhringsmörkin eru hinsvegar hæst í Reykjavík 15

17 75 µg/m 3, 70 µg/m 3 í Lahti og 60 µg/m 3 í Jönköping. Stavanger virðist ekki hafa sólarhringsmörk. Heilsufarsmörk fyrir svifryk eru hæst í Lahti 70 µg/m 3 en 50 µg/m 3 í hinum borgunum. Árlegur meðalvindur í Lahti er minni en í hinum borgunum og því hugsanlega meira um frost og stillur sem gæti valdið þessum áherslumun. Reykjavík, Lahti og Stavanger hafa kortlagt hávaða og lagt mat á fjölda íbúa á svæðum þar sem umferðarhávaði fer yfir 55 db(a). Af þeim sem búa á slíkum svæðum í Lahti, býr helmingur í miðbænum og helmingur við miklar umferðargötur. Stavanger hefur lagt fram stefnu um að á árinu 2020 verði 10% minni hávaði en var árið 1999 og að enginn búi við aðstæður þar sem hávaði fer yfir 65 db(a). Þessum markmiðum á að ná m.a. með gerð hljóðmana og með því að nota hljóðdempandi slitlög. 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Reykjavík, Ísland Lahti, Finnland Stavanger, Noregur Mynd 16: Hlutfall íbúa sem búa á svæðum þar sem hávaði er yfir 55 db(a). Allar borgirnar hafa beitt aðgerðum til að hvetja til grænni ferðamáta. Modal split 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Reykjavík, Ísland Lahti, Finnland Stavanger, Noregur Jönköping, Svíþjóð Bílar Strætó Fótgang-andi Reiðhjól Mynd 17. Ferðamáti íbúa borganna (modal split). 16

18 77% íbúa Reykjavíkur ferðast með bíl, 67 % í Stavanger, 64% í Jönköping og 54% í Lahti. Margt getur legið að baki þessum mun. Eitthvað má hugsanlega skýra með þéttleika borganna en hann skýrir örugglega ekki allt. Langflestir eru fótgangandi og hjólandi í Lahti eða 38%, en 25% í Stavanger, 24% í Jönköping og fæstir í Reykjavík eða 19%. Nagladekkjanotkun er mest í Jönköping, af þeim sem svöruðu, um 60%, í Reykjavík 34% en 27% í Stavanger. Lahti átti ekki tölur um nagladekkjanotkun og virðist ekki hafa áhyggjur af henni, hvort sem það stafar af lítilli notkun eða því að nagladekkjanotkun þyki þar sjálfsögð yfir vetrartímann, en þar er minnsti meðalhitinn í janúar af borgunum fjórum. 70% Fólksbílar á nagladekkjum 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Reykjavík, Ísland Stavanger, Noregur Jönköping, Svíþjóð Mynd 18. Notkun nagladekkja í Reykjavík, Stavanger og Jönköping. Reykjavík, Stavanger og Jönköping hafa beitt auglýsingaherferðum til að hvetja til minni notkunar nagladekkja. Upplýsingar bárust um efnanotkun við hálkuvarnir hjá öllum þátttakendum sem svöruðu könnuninni. Salt (NaCl) og sandur virðast vera einu efnin sem eru notuð, enginn minntist á notkun CaCl eða MgCl. Svörin eru í töflu 8. Tafla 8. Efnanotkun við hálkuvarnir. Land Ísland Efni Danmörk Salt Svíþjóð Salt (NaCl) og sandur Salt (NaCl) á þjóðvegi (ADT>2000), sandur á stíga og þjóðvegi (ADT<2000) Finnland Salt og sandur Reykjavik Salt á vegi, sandur á stíga og gangstéttir Lahti Sandur Stavanger Salt og sandur Jönköping Salt og sandur 17

19 Mynd 19. Borgirnar fjórar sem þátt tóku í könnuninni séðar úr u.þ.b. 10 km fjarlægð frá jörðu í Google Earth. Réttsælis frá efst til vinstri: Jönköping, Lahti, Stavanger og Reykjavík. 18

20 Umfjöllun Vegagerðin og Reykjavíkurborg virðast standa sig ágætlega í umhverfismálum í samanburði við þær stofnanir og borgir sem svör fengust frá, jafnvel betur en verkefnishópurinn átti von á. Einn helsti ávinningurinn af þessari könnun er sá að hafa fengið nöfn fjölmargra aðila sem eru ábyrgir fyrir umhverfisstjórnunarmálum hjá sinni samgöngustofnun / sveitarfélagi, aðila sem ekki eru í NVF-umhverfisnefndinni. Með könnuninni fengust m.a. upplýsingar um reglur sem hinar samgöngustofnanirnar hafa en Vegagerðin ekki, m.a. reglur um fagurfræði samgöngumannvirkja, reglur um vegavinnu á viðkvæmum svæðum, reglur um hljóðmanir / -veggi. Auðvelt er að nálgast reglur hinna stofnananna og aðlaga að íslenskum aðstæðum. Vejdirektoratet og Vegvesenet gætu hugsanlega lært af reynslu Trafikverkets, Vegagerðinni og Liikennevirasto í innleiðingu umhverfisstjórnunar. Í framhaldi af þessari könnun væri áhugavert fyrir Reykjavíkurborg að leita svara frá fleiri borgum og skoða síðan betur þéttleika og skipulag samanburðarborganna til að átta sig á hve mikil áhrif þær breytur hafa á samgöngumáta borgarbúa. NVF umhverfisnefndin gæti á næsta starfstímabili fjallað meira um markmið í umhverfismálum og mælikvarða. Könnunin hefði líklega skilað fleiri svörum ef sendir hefðu verið nokkrir stuttir spurningalistar með hæfilegu millibili fremur en einn langur. 19

21 20

22 21

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Fundargerð 1. fundur hjá NVF miljö nefnd á Íslandi Fundarmenn Dagskrá: 1. Stutt kynning á NVF

Fundargerð 1. fundur hjá NVF miljö nefnd á Íslandi Fundarmenn Dagskrá: 1. Stutt kynning á NVF Fundargerð 1. fundur hjá NVF miljö nefnd á Íslandi Fundurinn var haldinn í fundarsal Ríkiskaupa, Borgartúni 7 í Reykjavík, kl. 13:30-14:30 þann 8. október 2012. Fundarmenn Matthildur Bára Stefánsdóttir,

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli.

Vistvegir. Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Vistvegir Leiðbeiningar um aðgerðir og aðferðarfræði til að stuðla að lægri aksturshraða og auknu umferðaröryggi á þjóðvegum um þéttbýli. Verk nr: 2001-02.16 Nóv 2004 Efnisyfirlit Kynning...2 1. Hvers

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA. Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013

VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA. Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 Janúar 2014

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum Birna Arnbjörnsdóttir Háskóla Íslands Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1. Inngangur Á haustmánuðum 2008 leitaði Norræna ráðherranefndin til Danmarks

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA

ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA RANNSÓKNARVERKEFNI UNNIÐ MEÐ STYRK FRÁ VEGAGERÐINNI FEBRÚAR 2015 ÖRYGGISÚTTEKT HJÓLASTÍGA Efnisyfirlit: 1. Inngangur... 1 2. Fyrirkomulag... 2 2.1 Verkkaupi... 2 2.2 Skoðunaraðili...

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS

KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM SKÝRSLA VINNUHÓPS AÐILA VINNU MARKAÐARINS Maí 2013 KJARASAMNINGAR OG VINNUMARKAÐUR Á NORÐURLÖNDUM Skýrsla vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins Maí 2013 3 KJARASAMNINGAR

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2012 LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og Í byggð

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja

Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja Greining efnahagssviðs SA Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður SFF dagurinn, 27 nóvember 2014 Hver borgar? 1. Íslenski fjármálamarkaðurinn 2. Hvað skýrir

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

Jarðefni, þjöppun og samanburður aðferða við þjöppumælingar

Jarðefni, þjöppun og samanburður aðferða við þjöppumælingar Jarðefni, þjöppun og samanburður aðferða við þjöppumælingar Benjamín Ingi Böðvarsson Byggingasvið THÍ Haust 2004 TD-bt-04-09 Heiti verkefnis: Jarðefni, þjöppun og samanburður aðferða við þjöppunarmælingar

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere