Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013"

Transkript

1 Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013 Starfshópur um menningu barna og ungmenna 1. október 2014

2 31. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. 2. Aðildarríki skulu virða og efla rétt barns til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi, og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. (Barnaheill, Umboðsmaður barna, Námsgagnastofnun, 2012) 2

3 Efnisyfirlit 1. Formáli 4 Starfshópurinn 4 Ráðgjöf og yfirlestur 4 Grunntillögur í aðgerðaáætluninni 5 2. Aðgerðaáætlun 6 A: Menningarpoki 6 Markmið 6 Lýsing 7 Undirbúningur 7 Val verkefna 8 Endurmat og þróun 8 Rökstuðningur 9 Aðgerðir 10 B: Samráðsvettvangur menningarstofnana um menningu barna og ungmenna 11 Markmið 11 Lýsing 11 Hugmyndabanki 12 Rökstuðningur 12 Aðgerðir 13 C: Aðrar aðgerðir 14 I - Menningarþátttaka 14 II - Lifandi menningarstofnanir 15 III - Samvinna í menningarmálum 16 IV - Ísland í alþjóðasamhengi 17 V Starfsumhverfi í menningarmálum 18 VI Stafræn menning Niðurlag Heimildaskrá 20 3

4 1. Formáli Í ágúst 2013 skipaði mennta- og menningarmálaráðuneytið starfshóp til þess að gera tillögur um aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna á grundvelli nýrrar menningarstefnu, samþykktri á Alþingi 6. mars 2013 ( menningarmálaráðuneytið, 2013). Menningarstefnan lýsir aðkomu ríkis að lista- og menningararfi landsins og íbúum þess og er vonast til að hún verði hvatning þeim fjölmörgu aðilum, sem vinna á sviði íslenskrar menningar, til að vanda til verka og horfa til framtíðar við ákvarðanir og áætlanagerð. Eitt af fjórum meginmarkmiðum menningarstefnunnar er þátttaka barna og ungmenna í menningarlífinu og hlutverk þessarar aðgerðaáætlunar er að fylgja því eftir. Þá er lögð áhersla á sköpun, listir og virka þátttöku í menningarlífi í nýjum aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla ( menningarmálaráðuneytið, 2011), sem einnig voru hafðar til hliðsjónar við gerð aðgerðaáætlunarinnar. Starfshópurinn Fastir meðlimir starfshópsins voru: Elfa Lilja Gísladóttir (formaður, ráðherraskipuð), Agnar Jón Egilsson (fulltrúi BÍL), Jóhanna M. Hjartardóttir (fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga) og Vigdís Jakobsdóttir (ráðherraskipuð). Að starfi hópsins á mismunandi tímum komu einnig: Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir ( menningarmálaráðuneyti), Erna Árnadóttir ( menningarmálaráðuneyti) og Valgerður Þórunn Bjarnadóttir ( menningarmálaráðuneyti). Ráðgjöf og yfirlestur Við undirbúning þessarar aðgerðaáætlunar var breitt samráð haft bæði við fulltrúa listafólks, listastofnana og opinberra aðila. Athugasemdir og ráðgjöf þessa fólks voru mikill stuðningur í ferlinu og kann starfshópurinn þeim bestu þakkir fyrir. Meðal þeirra sem lásu yfir voru: Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjóri barnamenningar í Reykjavík Héðinn Sveinbjörnsson, Fjármálastjóri Frostaskjóls og verkefnastjóri Skrekks Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, sérfræðingur, Listasafni Íslands Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar, Listasafni Íslands Sigfríður Björnsdóttir deildarstjóri listfræðslu skóla og frístundasviðs Reykjavíkur Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. 4

5 Grunntillögur í aðgerðaáætluninni Aðgerðaáætluninni er skipt í þrjá kafla, A, B og C. Í köflum A og B er lýst ítarlega tveimur verkefnum sem starfshópurinn leggur til; Menningarpokanum annars vegar og samráðsvettvangi menningarstofnana um menningu barna og ungmenna hins vegar. Í kafla C er yfirlit yfir aðgerðir sem ekki tengjast Menningarpoka eða samráðsvettvangi. Tölur innan sviga, sbr. (V.2) vísa í þau markmið Menningarstefnu ( menningarmálaráðuneytið, 2013) sem viðkomandi aðgerð byggir á. 5

6 2. Aðgerðaáætlun A: Menningarpoki Starfshópurinn leggur til að án tafar verði settur á laggirnar Menningarpoki 1 að norrænni fyrirmynd og honum tryggt fjármagn á fjárlögum. Verkefni af þessum toga hefur um langa hríð verið í umræðunni og í þróun meðal listafólks og í stjórnsýslunni. 2 Menningarpokinn myndi standa að og halda utan um vandaða listviðburði sem skólum um land allt býðst að kaupa inn á viðráðanlegu verði. Megintilgangur Menningarpoka er að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Til að byrja með yrði Menningarpoki fyrst og fremst hugsaður fyrir grunnskólaaldur. Vanda þarf vel til undirbúnings verkefnisins og hafa samráð við hagsmunaaðila, s.s. sveitarfélög, menningarráð, skóla, listgreinakennara, listamenn, börn og ungmenni. Undirbúningsvinna skal fara fram haustið 2014 þannig að hægt verði að leggja til fjármagn og hefja verkefnið árið Markmið Ï Að tryggja að öll börn og ungmenni á Íslandi fái aðgang að menningu í hæsta gæðaflokki óháð búsetu og efnahag. Ï Ï Ï Ï Ï Að auka framboð vandaðra og fjölbreyttra listviðburða fyrir börn og ungmenni. Að styrkja vitund barna og ungmenna um menningararf og auka læsi þeirra á eigin menningu. Að skapa börnum og listafólki vettvang til beinna samskipta og auðga þannig bæði skóla- og listalíf landsins. Að auka fjölbreytni í skólastarfi og styrkja listfræðslu í skólum. Að hvetja listafólk til þess að skapa list sem höfðar til barna og ungmenna á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn og áhugasvið. 3 1 Nafnið Menningarpoki verður notað sem vinnuheiti á verkefnið hér í skýrslunni en fleiri nöfn koma til greina, s.s: Listakista/n, Listalaupur/inn og Listasekkurinn. 2 Má þar til dæmis nefna að Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) stóð árið 2009 að þróunarverkefninu Litróf listanna þar sem boðið var upp á verkefnatengda listviðburði í skólum í Reykjavík. (Bandalag íslenskra listamanna, 2009). 3 Í Danmörku og víðar er talað um að skapa list í augnhæð við börn og ungmenni. Er þar átt við list sem sköpuð er með aldur markhópsins sérstaklega í huga, án þess að talað sé niður til hans. 6

7 Lýsing Menningarpokinn yrði verkefni á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytis og fjármagnaður af ríkinu og í samvinnu við listamenn, grunnskóla, menningarráð, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Menningarráð á landsbyggðinni og menningarfulltrúar þeirra ættu að gegna lykilhlutverki við stjórnun verkefnisins, ekki síst þar sem sterkar menningarstofnanir eru fyrir. Í norska Skolesekken (Kulturrådet, 2013) er nokkuð mismunandi milli svæða hversu mikil stjórnun fer fram í heimabyggð. Vel mætti hugsa sér að sambærilegur sveigjanleiki væri í íslenska verkefninu. Skoða þarf aðkomu Reykjavíkurborgar að verkefninu sérstaklega, enda er hugmynd um menningarpoka orðuð í aðgerðaáætlun sem fylgir nýrri menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn 26. maí 2014 (Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar, 2014) og er á fjárhagsáætlun fyrir árið Finna þarf heppilegt rekstrarform fyrir verkefnið sem fyrst. Ljóst er þó að Menningarpokinn mun þurfa eigin starfsmann til þess að halda utan um bæði endanlega stefnumótun og framkvæmd. Viðburðir í Menningarpoka skulu ekki kosta meira fyrir skóla á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. (I.2.) 4 Í gegnum Menningarpokann sé tryggt að allir nemendur fái notið eða tækifæri til að taka þátt í faglega unnum listviðburðum á sinni skólagöngu og enginn sé þar undanskilinn. (I.4) Til lengri tíma litið skal stefnt að því að hver grunnskólanemi fái notið að minnsta kosti eins viðburðar í gegnum Menningarpokann á ári. Til samanburðar má nefna að í Finnlandi er viðmiðið að hver grunnskólanemi sæki að minnsta kosti tvo menningarviðburði á ári (Art Promotion Centre Finland, 2012). Skoða þarf möguleika á því að búa til sérverkefni innan Menningarpokans sem eru beinar mótvægisaðgerðir fyrir skóla og svæði þar sem framboð á menningarviðburðum er minna. (III.4.) Æskilegast er að um verði að ræða fast netfang í hverjum skóla (t.d. sem ákveðinn starfsmaður hverju sinni hefur umsjón með. Menningarpoki sem og menningarstofnanir fá þannig greiðan farveg til miðlunar upplýsinga inn í skólana (I.2. og III.4). Undirbúningur Stofnaður verði nú þegar undirbúningshópur sem starfsmaður Menningarpokans heldur utan um. Í hópnum eiga sæti fulltrúi BÍL, sameiginlegur fulltrúi menningar- og ferðamálaráðs og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, menningarfulltrúi menningarráðs af landsbyggðinni og einn fulltrúi sveitarfélaga sem starfar innan grunnskóla. 4 Tölur í svigum vísa til kafla og markmiða Menningarstefnu. 7

8 Hlutverk hópsins er að móta stefnu og rekstrarfyrirkomulag Menningarpokans. Aðkoma barna og ungmenna er afar mikilvæg og verður leitað til þeirra við undirbúning verkefnisins, enda hefur reynsla Norðmanna af sambærilegu verkefni sýnt fram á að slíkt sé eftirsóknarvert (Collard, 2013). Sjá nánar um undirbúning í meðfylgjandi lista yfir aðgerðir fyrir Menningarpoka. Val verkefna Fagleg úthlutunarnefnd/valnefnd mun þurfa að koma að verkefninu en mikilvægt er einnig að börn og ungmenni hafi aðkomu að vali efnis í Menningarpokann. Í Menningarpokanum er mikilvægt að vinna með hin ýmsu birtingarform lista og menningar með sérstaka áherslu á strauma og stefnur í menningu barna og ungmenna. Fjölbreytni sé þannig ætíð höfð að leiðarljósi. (I.1.) Vel má hugsa sér ólíkar áherslur í Menningarpokanum, s.s. tilbúin verkefni, listviðburði sem sérstaklega eru studd af Menningarpokanum, vinnusmiðjur, samstarf eins listamanns í skóla til skemmri eða lengri tíma og samstarf skóla við ólíkar mennta- og menningarstofanir. Undirbúningshópur mun vinna að nánari útfærslu og áherslum Menningarpokans. Verkefnið styrkir eða pantar ákveðinn fjölda listviðburða (tónleika, danssýningar, leiksýningar o.s.frv.) sem skólum um land allt stæði til boða að kaupa. Verkefnið er hugsað sem hrein viðbót við þá menningarflóru sem þegar er til staðar en mun einnig þjóna sem upplýsingaveita um listviðburði sem áður áttu e.t.v. ekki greiðan farveg inn í skólana. Mikilvægt er að tryggja gæði og fjölbreytni þess efnis sem fær pláss í Menningarpokanum þrátt fyrir takmarkaða stærð verkefnisins. Tryggja þarf samfellu í verkefnið, þannig að það geti orðið sjálfsögðum hluta skólastarfs á meðan skólaskylda varir. Endurmat og þróun Mikilvægt er að halda vel utan um reynslu framkvæmdaaðila, listafólks, kennara og barna af verkefninu til þess að tryggja að reynslan næri framkvæmdina og móti verkefnið. Huga þarf að því að viðburðir Menningarpokans skilji sem mest eftir sig í hverju skólasamfélagi. Þetta má styrkja m.a. með fylgigögnum, námsefni tengdu viðburðunum, upptökum eða öðru stafrænu efni. (VI) Gera þarf ráð fyrir þessari eftirfylgni viðburða við gerð fjárhagsáætlunar Menningarpokans. 8

9 Rökstuðningur Starfshópurinn telur Menningarpokann uppfylla vel margar af helstu áherslum sem fram koma í Menningarstefnu s.s. aðgengi að menningu fyrir alla þjóðfélagshópa óháð búsetu og efnahag (I.2), fjölbreytni í framboði á menningu (I.1), mennningarlæsi (III.3), samstarf listamanna og skóla (III.4) og virka þátttöku barna og ungmenna í listum og menningu (I.5.). Örfáir listgreinakennarar starfa í hverjum skóla og sjaldnast fleiri en einn í hverri grein. Menningarpokinn gæfi þeim tækifæri til samtals og samvinnu við aðra listkennara og listamenn. Reglulegar heimsóknir listafólks og sérfræðinga á sviði lista í skóla geta nært og styrkt starf listgreinakennara og auðgað skólasamfélagið í heild. (III.4) Góð reynsla er komin af sambærilegum verkefnum erlendis. Fyrirmynd að menningarpoka má t.d. finna hjá Norðmönnum; Den kulturelle skolesekken (Kulturrådet, 2013) sem á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1996 en hefur verkið rekinn í núverandi mynd frá árinu Danir hafa frá 2004 verið að byggja upp sambærilegt verkefni sem heitir Den Kulturelle Rygsæk (Haugsted & Holten Ingerslev, 2006) og annað frá árinu 2009 sem gengur undir nafninu Kulturpakker (Kulturpakker, 2014). Færeyingar skrifuðu svo undir samstarfssamning um sína útgáfu af verkefninu; Listaleypurin árið 2010 (Norðurlandahúsið í Færeyjum, 2014). Mikilvægt er að sækja í þennan reynslubrunn nágrannalanda okkar við undibúning verkefnis hér á landi en laga það engu að síður að íslenskum aðstæðum. Tónlist fyrir alla er vel heppnað íslenskt verkefni sem hefur verið rekið allt frá árinu 1994 með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikilvægt er einnig að byggja á þeirri reynslu og þekkingargrunni við undirbúning og framkvæmd Menningarpokans. Menningarpokinn mun án efa reynast hvatning til listamanna að skapa fleiri og fjölbreyttari listviðburði fyrir börn og ungmenni og þannig munu gæði aukast og fjölbreytni verkefna þróast. 9

10 Aðgerðir Númer vísa í kafla og einstök markmið Menningarstefnu ( menningarmálaráðuneytið, 2013) eftir því sem við á. Aðgerð: Ábyrgð Tími Undirbúningshópur Menningarpoka skipaður og tekur til starfa. Undirbúningshópur skilar af sér stefnu og ítarlegri verkáætlun fyrir Menningarpoka. Setja Menningarpoka formlega á laggirnar, ráða verkefnisstjóra og tryggja fjármagn. (I.3) menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Reykjavíkurborg, menningarráð sveitarfélaga, BÍL og skóla. Undirbúningshópur Menningarpoka. Mennta-og menningarmálaráðuneyti Skipa stjórn Menningarpoka skv. tillögu og verkáætlun undirbúningshóps. Menningartengli verði komið á innan hvers grunnskóla með samræmdu netfangi (t.d.: menningartengill@xxskóli) svo liðka megi til fyrir samskiptum við skólana. 5 Skoða hvort og hvernig verkefnin Skáld í skólum (nú í umsjón Rithöfundasambandsins) og Tónlist fyrir alla falli undir Menningarpoka. menningarmálaráðuneyti (o.fl.?) Menningarpoki, stjórnendur grunnskóla. menningarmáaráðuneyti, Undirbúningshópur menningarpoka, Rithöfundasambandið og Tónlist fyrir alla Skipa faglega valnefnd fyrir Menningarpoka Stjórn Menningarpoka 2015 Setja saman teymi barna og ungmenna sem hefur Menningarpoki 2015 aðkomu að vali verkefna í Menningarpokann. 6 Kanna möguleika á því að sækja fjárhagslegan stuðning úr einkageiranum í einstök verkefni Menningarpokans. (III.5.) Menningarpoki Dæmi um útfærslu á hlutverki menningartengla má finna á heimasíðu danska verkefnisins Kulturpakker. (Kulturpakker, 2014) 6 Fyrirmyndir má hér einnig sækja til nágrannalanda t.d. í verkefnunum Kulturcrew í Danmörku (Møller, 2014) og KultArr Noregi (Norsk Kulturskoleråd, 2011). 10

11 B: Samráðsvettvangur menningarstofnana um menningu barna og ungmenna Starfshópurinn leggur til að mennta- og menningarmálaráðuneyti hafi haustið 2014 frumkvæði að því að leiðandi ríkisreknar menningarstofnanir á sviði lista (s.s. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ríkisútvarpið, Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands, Kvikmyndamiðstöð Íslands o.s.frv.) myndi með sér formlegan faglegan samráðsvettvang þar sem menning fyrir börn og ungmenni er til umfjöllunar. Hver stofnun tilnefnir einn fulltrúa í hópinn, sem fundar tvisvar á ári. Markmið Ï Að vera vettvangur umræðu um menningu barna og ungmenna hjá menningarstofnunum á landsvísu þar sem saman koma fagaðilar frá hverri stofnun (t.d. fræðslufulltrúar og/eða umsjónarmenn barnastarfs). Ï Ï Ï Að veita menningarstofnunum jákvæðan stuðning við eigin stefnumótun og framkvæmd á starfi fyrir börn og ungt fólk. Að auka sýnileika og vægi starfs fyrir börn og ungmenni hjá ríkisreknum menningarstofnunum. Að auka fagmennsku á sviði lista og menningar sem hugsuð er fyrir börn og ungmenni eða unnin í samstarfi við þau. Lýsing Hópurinn er kallaður saman af ráðuneyti til fyrsta fundar. Fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis situr fundi hópsins. Stofnanir skiptast á að leiða og hýsa fundi, sem haldnir eru snemma að hausti og snemma að vori ár hvert. Mikilvægt er að þeir sem sitji í hópnum séu þeir starfsmenn sem beri ábyrgð á umsjón starfs fyrir börn og ungt fólk innan hverrar stofnunar. Hópurinn mótar starf sitt sjálfur með þvi að setja sér markmið og reglur um verklag. Hann verður þó beðinn um að hafa beina aðkomu að skipulagi málþings sem mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir árið 2016 um stöðu menningar fyrir börn og ungmenni. 11

12 Hugmyndabanki Mikilvægt er að hópurinn móti sína eigin stefnu og samstarf. Þó verða hér talin upp nokkur dæmi um möguleg verkefni fyrir hópinn, sem eru hugsuð sem hugmyndabanki frekar en bein fyrirmæli. Ï Móta leiðarljós fyrir barnamenningarstefnu sem opinberar menningarstofnanir geta nýtt sér til þess að byggja á. Ï Fá erlenda gesti til þess að kynna þróun og uppbyggingu farsælla barnamenningarverkefna í sínu heimalandi. ( Fyrirmyndarverkefni ) Ï Þróa sameiginleg átaksverkefni menningarstofnana. (Dæmi: Samstarf um afslætti fyrir barnafjölskyldur og/eða ungmenni, sameiginlegar umsóknir um erlenda styrki fyrir barnaverkefni, skipulag ráðstefna/málþinga, frumkvæði að rannsóknum á sviði barnamenningar, úttektir, námskeiðahald fyrir starfsfólk o.fl.) Ï Samtöl við rýnihópa barna og ungmenna. (I.5.) Ï Samtöl við kennara og skólastjórnendur. (Hvernig geta stofnanirnar bætt fræðslu, þjónustu og samstarf við skólana, öllum til góða?) Ï Samtöl við menningarráð landsbyggðarinnar til þess að meta og þróa hugmyndir um hvernig stofnanirnar geti betur þjónað börnum og ungmennum um land allt og aukið aðgengi þeirra að menningarstofnunum. Skoða möguleika á beinu samstarfi við menningarstofnanir Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélga um verkefni fyrir börn og ungmenni. Ï Skoða möguleika á samstarfi um kynningu á fræðslustarfi stofnananna. Ï Kortlagning á menningu fyrir, eftir og með börnum og ungmennum hjá stofnunum: o Hversu mikið er þegar verið að gera og hversu miklum fjármunum er varið í það starf? o Nær kynning á starfi stofnananna til barna og ungmenna? o Hvaða þjóðfélagshópar sækja þessa viðburði? o Ná stofnanirnar til allra aldurshópa og beggja kynja? o Er nægileg fjölbreytni í verkefnavali fyrir yngri gesti stofnananna? o Hvernig má tryggja betur aðkomu barna og ungmenna að ákvarðanatöku í stofnunum. Rökstuðningur Þó menningarstofnanir séu að vissu leyti í nokkurri samkeppni innbyrðis eru mörg góð rök fyrir því að stofnanirnar eigi virkt samtal sín í milli um starf sitt með börnum og ungu fólki. Fræðslufulltrúar og tengiliðir við skóla starfa oft mjög einangrað innan sinna stofnana. Samráðshópurinn getur skapað dýrmæt tækifæri fyrir þessa aðila til þess að miðla af eigin reynslu og læra af reynslu annarra. Vettvangur til samtals og samráðs milli leiðandi menningarstofnana á landsvísu skapar jákvæðan þrýsting á stofnanirnar að setja starf sitt fyrir börn og ungmenni í brennidepil. Samanburður innbyrðis og við sambærilegar erlendar stofnanir getur bæði verið 12

13 uppbyggjandi og hvetjandi. Samtal getur einnig leitt af sér nýjar hugmyndir og samstarfsmöguleika. Afar mikilvægt er að samráðshópurinn móti starf sitt og áherslur sjálfur. Fundir hópsins geta veitt yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um stöðu mála hvað varðar þjónustu við börn og ungmenni í menningarstofnunum landsins. Aðgerðir Aðgerð: Ábyrgð Tími Boða fyrsta fund Samráðshóps menningarstofnana um menningu barna og ungmenna. Samráðshópurinn setur sér markmið til tveggja ára. Samráðshópur fundi tvisvar á ári. Stofnanir skiptast á að hýsa og leiða fundina. Barnamenningarfulltrúi ráðuneytis situr fundina. Fundargerðir vistaðar í málaskrá ráðuneytis. Málþing um stöðu menningu barna og ungmenna Endurmat á þörf starfshópsins og ákvörðun um framhaldið menningarmálaráðuneyti Samráðshópur menningarstofnana menningarmálaráðuneyti og samráðshópur menningarstofnana menningarmálaráðuneyti, samráðshópur menningarstofnanir menningarmálaráðuneyti, menningarstofnanir

14 C: Aðrar aðgerðir Menningarpoki (tillaga A) og samráðshópur menningarstofnana (tillaga B) skara flesta kafla menningarstefnunnar. Hér verða taldar upp þær aðgerðir sem starfshópurinn telur þurfa að grípa til en falla ekki beint undir tvö ofangreind verkefni. I - Menningarþátttaka Rík áhersla skal lögð á að efla framboð á sviði lista og menningar fyrir börn og ungmenni með öllum ráðum (sjá m.a. tillögu A um Menningarpoka). Stuðla þarf að því að öll börn og ungmenni sæki og fái notið vandaðra listviðburða og taki þátt í listsköpun bæði innan sem utan skóla. Kennarar þurfa markvissari stuðning til þess að kenna listir og menningarlæsi og styðja þarf enn frekar við útgáfu námsefnis í öllum listgreinum og listasögu í samvinnu við menningarstofnanir. Aðgerð: Ábyrgð Tími Auka skal vægi lista og skapandi kennsluhátta í almennri kennaramenntun í samræmi við áherslur nýrrar aðalnámskrár. (I.4, I.5) Háskólar verði hvattir til þess að bjóða upp á símenntunar/endurmenntunarnámskeið fyrir kennara þar sem lögð er áhersla á skapandi kennsluaðferðir og menningarlæsi, gjarnan í samstarfi við menningarstofnanir. (I.4, III.3) Styðja markvisst við og gera átak í útgáfu námsefnis í listgreinum fyrir grunnskóla sem er í samræmi við nýjar áherslur í aðalnámskrá grunnskóla frá 2011/2013. (I.4) Styðja við og hvetja til frekari uppbyggingar fjölbreyttra listnámsbrauta við framhaldsskóla. (I.4) Gera úttekt á aðbúnaði til listnáms í framhaldsskólum með tilliti til húsnæðis, stærðar nemendahópa, námsefnis og kennslu. (I.4) Styðja við útgáfu námsefnis fyrir listnámsbrautir framhaldsskólastigs með áherslu á íslenskan menningararf og íslenska listasögu þvert á listgreinar. (I.4) Tryggja aðkomu barna og ungmenna að verkefnavali og stefnumótun í helstu menningarstofnunum, s.s. Ríkisútvarpið, Þjóðleikhúsinu, Sinfóníuhljómsveit Íslands o.s.frv. (I.5, I.6) Háskólar sem mennta kennara. (Menntavísindasvið HÍ, Listkennsludeild LHÍ og Háskólinn á Akureyri) Háskólar sem mennta kennara. (Menntavísindasvið HÍ, listkennsludeild LHÍ og Háskólinn á Akureyri), mennta- og menningarmálaráðuneyti, menningarstofnanir menningarmálaráðuneyti, Námsgagnastofnun menningarmálaráðuneyti menningarmálaráðuneyti í samstarfi við framhaldsskóla menningarmálaráðuenyti og Námsgagnastofnun Menningarstofnanir. (Samráðshópur menningarstofnana)

15 II - Lifandi menningarstofnanir Lifandi menningarstofnun þjónar öllum þjóðfélagshópum. Mikilvægt er að sporna gegn menningarlegri aðgreiningu og tryggja aðgengi allra barna og ungmenna að menningu, óháð aldri, búsetu og efnahag. Menningarstofnunum ber að sinna fræðsluhlutverki sínu og eiga náið samstarf við skólastofnanir á landsvísu. Dagskrá þeirra þarf að vera valkostur fyrir fjölskyldur um allt land. Börn undir 19 ára aldri eru um 25% þjóðarinnar (Hagstofa Íslands, 2014) og ætti þjónusta allra menningarstofnana að endurspegla það. Aðkoma barna og ungmenna að menningarstofnunum, bæði sem njótendur og virkir þátttakendur í starfi þeirra glæðir stofnanirnar lífi og auðgar starf þeirra. Börn og ungmenni bæði geta og eiga rétt á að fá að gefa af sér inn í menningarstofnanirnar, enda eru þær þeirra til jafns við aðra. Aðgerð: Ábyrgð Tími Hver menningarstofnun setji sér barnamenningarstefnu. (II.1) Menningarstofnanir (Samráðshópur menningarstofnana um barnamenningu) Hver menningarstofnun setji sér fræðslustefnu. (II.5) Menningarstofnanir 2015 Greina þann hóp barna og ungmenna sem sækir menningarstofnanir, út frá aldri, kyni, félagslegri stöðu og búsetu. Sérstök áhersla skal lögð á að kanna hversu vel menningarstofnanir eru að þjóna börnum á landsbyggðinni. 7 (II.4) menningarmálaráðuneyti í samstarfi við menningarstofnanir. Hver stofnun vinni hugmyndavinnu og aðgerðaáætlun sem miðar að því að ná til þeirra barna sem einhverra hluta vegna eru ekki í tengslum við menningarstofnanirnar. (II.4) Menningarstofnanir Allar opinberar menningarstofnanir hafi fulltrúa barnamenningar og / eða fræðslufulltrúa sem eru í virku sambandi við skólastofnanir og situr í samráðshóp menningarstofnana um menningu barna og ungmenna. (II.5) Gera þarf ráð fyrir fræðslustarfi við úthlutun fjármagns til menningarstofnana. Upplýsingar um fjölskylduvæna viðburði séu gerðar aðgengilegar og augljósar á heimasíðum og í öðru kynningarefni stofnana. (II.5) Stofnanir meti kosti og galla þess að auka samstarf sín í milli um barnamenningartengd verkefni. (II.7) Ekki verði litið framhjá yngri gestum þegar langtímastefna í húsnæðismálum menningarstofnana er gerð. Þarfir þeirra þarf að greina sérstaklega í þessu tilliti. (II.8) Möguleg stofnun barnamenningarhúss verði skoðuð til hlítar í samráði við alla mögulega hagsmunaaðila. (II.8) Menningarstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneyti Menningarstofnanir Menningarstofnanir, (Samráðshópur menningarstofnana um barnamenningu) menningarmálaráðuneyti, Fasteignir ríkisins o.fl. Menningarstofnanir, menntaog menningarmálaráðuneyti, BÍL, sveitarfélög, Reykjavíkurborg, stjórn Menningarpoka o.fl Í skýrslu Anne Bamford um list- og menningarfræðslu á Íslandi (Bamford, 2011) vekur hún athygli á mun á aðgengi barna um landið að listfræðslu, sem gefur nokkrar vísbendingar um að svo gæti einnig verið hvað varðar aðgengi að list og menningu almennt. Skýrsla sem unnin var af starfshópi Reykjavíkurborgar um listgreinakennslu í reykvískum skólum 2009 (Starfshópur um listgreinakennslu, 2009) gefur einnig vísbendingar um mikinn mun jafnvel innan borgarinnar. 15

16 III - Samvinna í menningarmálum Þó viljann til góðra verka skorti sjaldnast hjá opinberum aðilum hvað varðar menningu barna og ungmenna þarf þó að gæta þess að barnamenning týnist ekki í opinberri orðræðu og sérstaklega huga að því að hennar sé getið þar sem við á. Á þetta ekki síst við um menningarsamninga og aðra stefnumótandi samninga um samvinnu í menningarmálum. Menningarpokinn (sjá tillögu A) svarar beint kalli menningarstefnu um samstarf listamanna og skóla og um áherslu á menningarlæsi. Aðgerð: Ábyrgð Tími Gæta skal þess við endurskoðun menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga að menning fyrir börn og ungmenni sé yrt í markmiðum og árangur á því sviði metinn sérstaklega. (III.1) Skoðað verði hvernig bæta megi skattaumhverfið þannig að það virki hvetjandi fyrir einkaaðila til þess að styðja við menningu barna, sér í lagi viðburði sem jafna aðstöðumun barna á einhvern hátt en eru ekki líklegir til þess að standa undir sér án fjárhagsstuðnings. (III.5) Kanna möguleikann á því að ein ráðstefna Menningarlandsins á allra næstu árum verði helguð menningu barna og ungmenna sérstaklega. menningarmálaráðuneyti, Iðnaðarráðuneyti, samtök sveitarfélaga. menningarmálaráðuneyti, Fjármálaráðuneyti. Ríki og sveitarfélög (Samráðshópur menningarstofnana um menningu barna og ungmenna)

17 IV - Ísland í alþjóðasamhengi Afar mikilvægt er fyrir íslensk börn og ungmenni að fá notið vandaðra listviðburða og menningar frá öllum heimshlutum, til mótvægis við það afþreyingarmiðaða efni sem dynur á þeim dags daglega. Eins mikilvægt og það er að kynna íslenska menningu á alþjóðavettvangi er jafn mikilvægt að flytja inn vandaða list og menningu frá öðrum heimshlutum hvort sem er í formi hvers kyns viðburða (gestaleikja, tónleika, kvikmyndasýninga, farandsýninga), vandaðra þýðinga eða rafræns efnis. Þetta gildir ekki síst um efni fyrir börn. Aðgerð: Ábyrgð Tími Hvatt sé til og stutt markvisst við þátttöku íslenskra listamanna og annarra sem starfa í menningargeiranum í alþjóðlegum samtökum á sviði barnamenningar. (IV.2) 8 Átak verði gert í kynningu á íslenskri barnamenningu erlendis meðal annars með útgáfu prentaðs bæklings á ensku til dreifingar á alþjóðlegum ráðstefnum á listahátíðum. (IV.3) Tryggja að innnan hverrar kynningarmiðstöðvar sé næg fagleg þekking til staðar til að veita stuðning og upplýsingar varðandi erlenda sjóði og gerð umsókna á sviði lista og menningar fyrir börn og ungmenni. 9 (IV.3.) Hvatt verði og stutt sérstaklega við þáttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum þar sem íslensk börn og ungmenni fá innsýn í menningu annarra þjóða og víkki þannig sjóndeildarhring sinn. menningarmálaráðuneyti menningarmálaráðuneyti, og kynningarmiðstöðvar listgreina. Kynningarmiðstöðvar listgreina. menningarmálaráðuneyti, kynningarmiðstöðvar listgreina o.fl Sem dæmi um slík samtök má nefna NNS (Nordisk Network for School Concerts), BIN-Norden (samtök fræðimanna sem stunda rannsóknir á sviði barnamenningar), ASSITEJ (International Association of Theatre for Children and Young People), NOBA (Nordic- Baltic dance network for young audiences), IBBY (The International Board on Books for Young People), en um fleiri samtök er að sjálfsögðu að ræða. 9 Þar sem enn er ekki til barnamenningarhús á Íslandi er mikilvægt að listamenn sem vinna verkefni fyrir börn og ungmenni hafi aðgang að þessari fagþekkingu einhvers staðar. Liggur beinast við að kynningarmiðstöðvarnar þjóni þessu hlutverki. 17

18 V Starfsumhverfi í menningarmálum Starfsvettvangur á sviði barnamenningar þarf að vera raunverulegur valkostur. Til þess að svo geti orðið þarf að tryggja sjóðaumhverfið þannig að barnamenning sé ekki jaðarsett í samkeppni við aðra menningu. Barnamenningarsjóður er í dag eini opinberi sjóðurinn sem snýr beint að menningu barna og ungmenna. Barnamenningarsjóður var stofnaður 1994 og starfar samkv. reglum nr. 594/2003. Sjóðurinn fékk 3.9 m.kr. á fjárlögum 2014 en 103 umsóknir bárust í sjóðinn að upphæð milljón og úthlutað var einungis 2.9 milljónir til 6 verkefna. Ljóst er að gera þarf gangskör í að bæta sjóðaumhverfi barnamenningar. Aðgerð: Ábyrgð Tími Barnamenningarsjóður verði styrktur verulega í þrepum á tímabilinu og verði gefið skýrara hlutverk þar sem áhersla er á úthlutun til verkefna þar sem börn eru beinir þátttakendur. (V.1, V.2) Allir opinberir sjóðir sem styðja við menningu leggi að minnsta kosti einu sinni á tímabilinu sérstaka áherslu á barnamenningu í úthlutun og hvetji þannig samfélag listamanna til nýsköpunar á þeim vettvangi. (V.2) Kanna hversu vel starfslaunasjóðir listamanna þjóna listafólki sem sinnir barnamenningu. Kanna hvort nauðsynlegt sé að aðgreina barnamenningu í þessum sjóðum. (V.2.) Barnamenning sé orðuð í úthlutunarreglum og auglýsingum um starfslaun listamanna og um opinbera sjóði á sviði menningar. (V.2) Stutt verði markvisst við rannsóknarverkefni er lúta að menningu fyrir, eftir og með þátttöku barna og ungmenna. (V.5) Í skráningu á vægi menningar í hagtölum verði haldið til haga sérstaklega tölum um menningu fyrir börn og ungmenni. (V.6.) menningarmálaráðuneyti menningarmálaráðuneyti menningarmálaráðuneyti í samstarfi við BÍl og/eða fagfélög listamanna menningarmálaráðuneyti menningarmálaráðuneyti, háskólar og rannsóknarsjóðir. Hagstofa Íslands 18

19 VI Stafræn menning Huga þarf að því að menningararfi þjóðarinnar sé miðlað á sem fjölbreyttastan hátt og hann gerður aðgengilegur börnum og ungmennum. Stafrænir miðlar geta verið einkar vel til þess fallnir. Aðgerð: Ábyrgð Tími Vandaðar upptökur á leiksýningum, tónleikum og öðrum menningarviðburðum ætluðum börnum verði unnar sérstaklega með það í huga að miðla til barna á afskekktari hlutum landsins. Á heimasíðum allra helstu menningarstofnana sé svæði sérstaklega helgað börnum og ungmennum þar sem miðlað er upplýsingum um stofnunina og þá starfsemi / viðburði / þjónustu sem hún býður. Viðburðum sem eru ætlaðir börnum og ungmennum skal gert sérstaklega hátt undir höfði. (VI.6) Finna leiðir til að bæta skráningu og aðgengi að efni og tölfræði tengdri barnamenningu. (VI.2.) Styðja við verkefni þar sem unnið er með tölvuleikjaformið til þess að miðla íslenskri menningu og menningararfi. Menningarstofnanir (listastofnanir, söfn og Ríkisútvarpið) Menningarstofnanir 2016 Menningarstofnanir, Hagstofan, bókasöfn. menningarmálaráðuneyti, háskólar

20 5. Niðurlag Að starfa á sviði menningar fyrir börn og ungmenni ætti að vera eftirsóknarverður og raunhæfur kostur fyrir okkar allra besta fagfólk í listum. Til þess að svo geti orðið þarf að styrkja starfsumhverfi þeirra og breikka vettvanginn. Margt í þessari aðgerðaáætlun miðar að þessu. Skólarnir í landinu geta og eiga að gegna mikilvægu hlutverki við að jafna aðgengi barna að menningu, óháð búsetu, fjárhag og samfélagsstöðu. Þetta gera þeir bæði með því að flétta sköpun og listum á markvissan hátt inn í skólastarfið en einnig með því að opna dyr sínar fyrir listafólki og greiða leið þess inn í skólakerfið. Tillaga um Menningarpoka er byggð á góðri reynslu nágrannaþjóða okkar af sambærilegum verkefnum. Hún byggir einnig á þeirri reynslu sem hlotist hefur hérlendis af verkefnum eins og Tónlist fyrir alla og Skáld í skólum. Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna er leiðarljós til framtíðar fyrir yfirvöld, menningarstofnanir og listafólk til þess að auka framboð og jafna aðgengi yngri kynslóðarinnar að menningu og listum, bæði sem njótendur og virkir þátttakendur. 20

21 6. Heimildaskrá Art Promotion Centre Finland. Children's Culture Policy Guidelines. Sótt þann 12. mars 2014, af Art Promotion Centre Finland: Bamford, A. (2011). List- og menningarfræðsla á Íslandi. Reykjavík: menningarmálaráðuneytið. Bandalag íslenskra listamanna. (2009). Litróf listanna: Listamenn í skólum. Reykjavík: BÍL. Barnaheill, Umboðsmaður barna, Námsgagnastofnun. (2012). Barnasáttmáli heildartexti. Sótt þann 25. júní, 2014, af BIN (Barnekulturforskning i Norden). (2014). BIN (Barnekulturforskning i Norden). Sótt þann 6. júní 2014 af BIN - Norden: Collard, P. (2013). Student Participation in the Cultural Rucksack. Creativity, Culture and Education. Oslo: Creativity, Culture and Education. Hagstofa Íslands. (2014, júlí 3). Hagtíðindi - Mannfjöldi. Sótt þann 16. Júní 2014, af Hagstofa Íslands: Haugsted, M. T., & Holten Ingerslev, G. (2006). Den Kulturelle Rygsæk - Midtvejsevaluering af pilotprojekt i Herlev Kommune Danmarks Pædagogiske Universitet,. Aarhus: Danmarks Pædagogiske Universitet. Kulturpakker. (2014). Om Kulturpakker. Sótt þann 7. maí 2014, af Kulturpakker: Kulturpakker. (2014). Skolekontakens Opgaver. Sótt þann 7. maí 2014, af Kulturpakker: Kulturrådet. (2013). Om Skolesekken. Sótt þann 26. maí, 2014, af Den kulturelle skolesekken: Møller, G. A. (2014). Kulturcrew. Sótt þann 13. apríl 2014, af Kulturcrew: Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar. (2014). Menningarstefna Reykjavíkurborgar Reykjavík: Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar. menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti. Reykjavík: menningarmálaráðuneytið. 21

22 menningarmálaráðuneytið. (2013). Menningarstefna. Reykjavík: menningarmálaráðuneytið. Norsk Kulturskoleråd. (2011). Kulturarrangør (KultArr). Sótt þann 10. mars 2014, from Kulturskolerådet: Norðurlandahúsið í Færeyjum. (2014). Listaleypurin. Sótt þann 8. mars 2014, from Norðurlandahúsið í Færeyjum: Starfshópur um listgreinakennslu. (2009). Listgreinakennsla í grunnskólum Reykjavíkur. Reykjavík: Menntasvið Reykjavíkurborgar. 22

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014 Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2014 2 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 LEIÐARLJÓS... 6 HLUTVERK... 6 SKIPURIT... 7 STARFSEMIN Í TÖLUM... 7 VERKEFNI SKRIFSTOFU SFS... 9 VERKEFNI...

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 24. maí 2011 2 Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Borgarráð samþykkir: 1. Að stofna nýtt svið, skóla- og frístundasvið,

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum þróun norrænna fjölskyldumiðstöðva

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Félag dönskukennara Aðalfundur 15. febrúar 2011 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Tungumálatorg Initiativ fra Islands undervisnings- og kulturministerium I samarbejde med Islands Universitet School of Education

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands Skýrsla stjórnar Frá skrifstofu AÍ 6 Ársskýrsla samkeppnisnefndar

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands Skýrsla stjórnar Frá skrifstofu AÍ 6 Ársskýrsla samkeppnisnefndar 4 1 Efnisyfirlit Ársskýrsla Arkitektafélags Íslands 2013 3 Skýrsla stjórnar Frá skrifstofu AÍ 6 Ársskýrsla samkeppnisnefndar Markaðs- og kynningarmál 8 Markaðsnefnd Útgáfa 9 Ritnefnd Arkitektúr - tímarit

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum Birna Arnbjörnsdóttir Háskóla Íslands Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1. Inngangur Á haustmánuðum 2008 leitaði Norræna ráðherranefndin til Danmarks

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir

VINÁTTA Í VESTURKOTI. Linda Hrönn Þórisdóttir VINÁTTA Í VESTURKOTI Linda Hrönn Þórisdóttir Skýrsla um innleiðingu Vináttuverkefnis Barnaheilla í leikskólanum Vesturkoti skólaárið 2014-2015 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Töfluskrá... 1 Myndaskrá...

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika

Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Verk í höndum - um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika Berglind Sigurgeirsdóttir 171079-4549 Narfi Ísak Geirsson 170381-4329 Kennaraháskóli

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands Heildarendurskðun grunnskólalaga Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Nregs g Írlands 23. - 27. któber 2006 Menntamálaráðuneytið Desember 2006 Efnisyfirlit Inngangur...3 Danmörk...4

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Kennarasamband Íslands

Kennarasamband Íslands Kennarasamband Íslands Ársskýrsla 2016 1 Efnisyfirlit: Efnisyfirlit: 2 Ávarp formanns 3 Stjórn Kennarasambands Íslands 4 Starfsemi 6 Starfsmenn 14 Kjaramál 18 Erlent samstarf 22 Skólamálaráð 25 Sjúkrasjóður

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

VIÐSKIPTASVIÐ. HönnunarMars JÁ eða NEI? Árangur þátttakenda í HönnunarMars

VIÐSKIPTASVIÐ. HönnunarMars JÁ eða NEI? Árangur þátttakenda í HönnunarMars VIÐSKIPTASVIÐ HönnunarMars JÁ eða NEI? Árangur þátttakenda í HönnunarMars Ritgerð til B.S.-gráðu Nafn nemanda: Íris Ósk Sighvatsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson Haustönn 206 i Staðfesting

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere