BRÉFASAF HALLDÓRS OG SUSIE BRIEM

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "BRÉFASAF HALLDÓRS OG SUSIE BRIEM"

Transkript

1 BRÉFASAF HALLDÓRS OG SUSIE BRIEM Eggert Ásgeirsson skráði 2009 Tölvudisklingur fylgir

2 2

3 Þegar sagt er frá skráningu gamalla bréfa eru viðbrögð gjarna þessi: Tölvusamskipti hafa þau árif að bréfaskriftir leggist af, jafnvel að kunnátta og æfing í slíkum skriftum fari þverrandi. Ekki er ég hræddur um það. Gömul bréf sem nú eru í söfnum, mörg enn óskráð, eru brot af því sem fór á milli fárra manna fyrr á tímum. Nú er tölvubréfasamband margfalt miðað við samskiptin áður. Af þeim mun í útprentunum aðeins varðveitast brot af því sem milli manna fer. Óþarft að örvænta - reyndar allöruggt að flest sem er einhvers virði varðveitist, nóg til að geta megi sér til um hvernig líf var 2009! Frekar má óttast að skjöl séu falin eða þeim spillt. Miðað við stefnu í varðveislu skjala sem uppi er, m.a. í Þjóðskjalasafni, er öllu heldur ástæða til að óttast að magn gagna kaffæri hagnýtar upplýsingar sem felast í samskiptum fólks og sögulegri þróun. Í handritadeild Landsbókasafns kom pakki með bréfasafni og persónulegum skjölum Halldórs ( ) og konu hans Susie Taylor ( ). Ég taldi að þar mætti hugsanlega finna efni sem snerti mitt rannsóknarsvið og tók skrásetninguna að mér. Halldór fæddist á Espihóli í Eyjaf., sonur Eggerts sýslum., síðast á Reynistað í Skagafirði og k.h. Ingibjargar Eiríksdóttur. Ólst hann upp í hópi þrettán systkina er komust til fullorðinsára; útskrifaðist úr Prestaskóla; varð kennari. Þá gerðist hann leiðsögumaður útflytjenda til Ameríku þar sem hann var kennari, ritstjóri Framfara og prestur. Fluttist svo til Íslands og varð kennari á Möðruvöllum og á Akureyri. Síðast var hann bókavörður Landsbókasafns. Vestra kynntist hann Susie Taylor, sem um skeið bjó á Grund á Nýja Íslandi. Áttust þau Hún var alin upp í stórri fjölskyldu; missti móður sína og var eftir það hjá íslendingavininum, John Taylor ( ), föðurbróður sínum, ásamt fjórum systrum. Caroline systir Susie kynntist íslenskri konu í Kinmount i Michiganríki og hreifst af henni og sagði fóstra sínum frá. Starfaði hann upp frá því að velferli íslendinga. Var honum kappsmál að fá íslendinga vestur, vegna mannkosta I GA GUR Apríl 2009 sem hann fann hjá þeim og honum þótti taka öðru þjóðerni fram. Susie og fjölskyldan var því komin í kynni við íslendinga er hún kynntist Halldóri. Hún hafði hlotið góða menntun. Sá þess merki í lífi hennar. Fékkst hún m.a. við skriftir, bókhald og enskukennslu, auk félags- og húsmóðurstarfa. Svo virðist sem þau Halldór hafi haldið til haga öllum bréfum beggja. Þá eru nokkur bréfa til annarra í safninu t.d. bréf sem hafa verið send þeim til fróðleiks. Skjalasafn Halldórs er mikið. Auk annars efnis eru bréfin sjálf og bréfritarar 210 í mörgum löndum. Allt fylgdi þetta í ómerktum pakka skjalasafni Helga P. ( ) sendiherra, bróðursonar Halldórs, þegar það var fært í Landsbókasafnið. Hvernig safnið komst til Helga er óvitað. Vera má að er Helgi vann að doktorsritgerð sinni: Um Jörund hundadagakonung og sjálfstæði Íslands 1807, hafi þeir rifjað vensl sín upp. Hugsanlega bað Halldór Helga fyrir skjölin, þar sem hann þekkti sögulegan áhuga hans. Þá gæti Sigurður ( ), sonur Halldórs, hafa gert það. Pakkinn bar með sér að hafa verið tekinn saman upp úr 1920 og varla opnaður fyrr en ég gerði það í handritadeild og hóf skráningu gagnanna 30. jan Bréfin eru ótengd öðru efni skjalasafns Helga P.. Varla er því rétt að skrá þau innan skjalasafns Helga, háðum leyfi dóttur hans sem setti skilyrði fyrir aðgangi að safninu. Hvorki hún né aðrir vissu um tilvist bréfasafnsins. Ég legg til að bréfasafnið verði skráð sem sjálfstætt safn með skilyrðislausum aðgangi skv. reglum handritadeildar. Velta má fyrir sér í ferli skjalanna: 1. Frá Reykjavík til Spánar, Til Berlínar, Búslóð Helga varð innlyksa í m.s. Gullfossi í Khöfn Frá Khöfn til Íslands 1945/ Búslóðin var þá send til New York þar sem Helgi var aðalræðismaður Íslands. Við flutning heim til Helga í Forest Hills kviknaði í bílnum; farminum sturtað á götuna og skemmdist. Var mér það eftirminnilegt. Stytta Ásmundar Sveinssonar skemmdist. Hélt Helgi að mér væri um að kenna, ég hefði ekki búið

4 nógu vel um búslóðina. Ég var fimmtán ára aðstoðarmaður við flutninginn. Helgi og Ásmundur höfðu verið saman í Berlín þar sem hann var í myndlistarnámi. Helgi fulltrúi í danska sendiráðinu. 6. Til Stokkhólms hafa skjölin væntanlega farið frá New York 1949 þegar Helgi varð sendiherra þar. 7. Frá Stokkhólmi til Bonn í Þýskalandi Frá Bonn til Íslands Þar voru þau í Sólheimum 23, 11 hæð þar sem Helgi bjó. 9. Flutt í handritadeild Landsbókasafnsins. Álfheiður Sylvía kom skjölunum í Handritadeild er búið var tekið upp eftir dauða móður hennar Doris Parker ( ). Þetta er dæmi um ævintýrasögu margra skjala sem þó komast að lokum í safnvörslu. Safn Halldórs er mikið. Kostur þess er að í því eru bréf hjóna; lýsir samskiptum þeirra, skylduliðs og vina, vestan hafs og á Íslandi; auk annarra bréfa. Þau bjuggu lengst í fjarbúð, hún á Reynistað í Skagafirði, á Akureyri og í Reykjavík. Halldór bjó í Möðruvallaskóla í Hörgárdal; síðar á Akureyri, þar til hann flutti suður Eftir það bættist lítið í safnið. Lengi hef ég sótt Landsbókasafn og Þjóðskjalasafn og farið í gegnum skjala- og bréfasöfn í mörgum söfnum. Hef ég saknað þess að ekki sé þar að finna innihaldslýsingu á efni bréfanna. Fyrir mörgum árum fór ég að skrá orðrétt bréf og skjöl í minni vörslu jafnóðum og ég las þau ásamt bréfum sem ég hef rekist á í söfnum. Sumt hef ég þegar afhent Landsbókasafni. En það er fyrst nú sem ég hef afritað skár mínar á tölvudisklinga og gefið öðrum þar með færi á að notfæra sér vinnu mína. 1 Á þessu verki kunna að vera margir gallar, en þetta er sú aðferð sem ég hef rambað á! Er ég opnaði skjalapakka Halldórs ákvað ég skrá ágrip bréfanna. Ef bréfin voru athyglisverð skrifaði ég þau orðrétt upp. Þetta var talsverð vinna, en samt ánægjuleg. Efnið sem ég hef nú lokið skráningu á og hér fylgir er 180 síður. Skráning slíks efnis nú á dögum er vart gerð nema á tölvu. Nokkrir fræðimenn hafa haft spurn af verkinu og fengið að leita að efni í safninu, að mannanöfnum eða efnisatriðum. Skilst mér að þetta hafi komið að nokkru gagni. Varð það til þess að ég leitaði uppi tölvuskráð gögnum í mínum fórum. Steypti ég öllu saman í rit sem ég afhendi Landsbókasafninu: ÚR FJÖLSKYLDUBRÉFASÖFNUM SUSIE TAYLOR - HALLDÓR BRIEM; ÁLFHEIÐUR HELGADÓTTIR - PÁLL BRIEM O.FL. Betur mætti standa að skráningu skjala. Ég nefni dæmi. Undir lok skráningarinnar hitti ég prófessor í læknadeild. Ég sagði honum frá að oft væri í bréfasafninu rætt um heilsufar, sjúkdóma, öldrun, tannheilsu, næringu, lækningar og dauðsföll. Hann tókst á loft og sagði þetta merkilegt efni. En því miður varð ég að játa að ekki skráði ég nema fá atriði varðandi heilsufar. Þetta bendi ég á. Ef ég hefði skráð öll bréfin orðrétt mætti leita upplýsinga stafrænt. Játa ber að möguleikarnir eru svo miklir að óyfirstíganlegt gæti virst. Sjálfsagt eru einhverjar leiðbeiningar til um skráningu bakgrunnsefnis/motif af þessu tagi. Gæti verið um að ræða samskipti manns og hests, samgöngur, uppeldismál, afstöðu til dauða og menningarefnis. Við skráningu þjóðsagna í veröldinni eru lyklar gjarna notaðir, t.d. til að auðkenna efni sem snertir álfa, huldufólk o.fl. Ég bendi á þetta þar sem ég er hræddur um að menningarefni í bréfaog skjalasöfnum finnist trauðla nema gengið sé hér faglega til verks. Við skráningu bréfa er ekki nóg að geta bréfritara og móttakanda. Ég afhendi skjölin: Röðuðum í 16 pappakassa handritadeildar. Bréf í möppum, röðuðum eftir bréfriturum, móttakanda, dagsetning og sendingarstaður Ágrip flestra bréfanna. Allt efnið hef ég tekið saman og bundið í bók sem afhendist safninu í þrem eintökum. Eintökunum fylgir tölvudisklingur með efninu. Áskil mér rétt til að gera aukaeintök af bókinni og tölvudiskinum; leyfa öðrum að skoða og vinna með efnið. Vona ég að starf mitt komi einhverjum að gagni. Villur eru eflaust í verkinu, lestrar- og innsláttarvillur. En ég vildi ekki bíða með að skila verkinu af mér svo það dagaði ekki uppi. Þakka ég starfsmönnum handritadeildar ánægjulega samvinnu. Eggert Ásgeirsson 1 Vísað til formála í skjalaskrá Halldórs og Susie og Páls og Álfheiðar, sem afhendist Landsbókasafninu samhliða þessari skrá. EÁ 4

5 BRÉFRITARAR A. Friðriksson Rasmus Anderson Benedikte Arnesen-Kall Álfheiður Árni Árnason Árni Gíslason Árni Sigvaldason Ásgeir S. Ásgeirsson Ásgeir Björnsson Ásgeir Sigurðsson Baldvin Jónsson Anna J. Ballard Henry Ballard P.S. Bardal Bjarni Jónsson frá Unnarholti Bjarni Jónsson, Þuríðarst. Bjarni Jónsson Björn Árnason Björn B. Gíslason, Björn Jónsson Björn Pálsson frá Hálsi. Björn Sigurðsson Bragi Þórðarson Robert Brims George Browning Lizzie Lapham Carpenter Hall Caine M. Chanillon Caroline Christopherson Carrie Christopherson Halldor Christopherson Sigurður Christopherson Susie Christopherson Veiga Christopherson William Christopherson Ada Cross Millin A. Crotty Davíð Sigurðsson E. Einarsson E.G. E. Jónsson Eggert E. Eggert G. Einar Ásmundsson Einar Baldvin Guðmundss. Einar Pálsson Eiríkur Eiríkur Gíslason Elín Erlingur Sveinsson Finnur Jónsson Fr. Fridriksson Frederikke Friðrik Guðjónsson Adelia Gates Geir Finnur Gunnarsson Gísli Gestsson Guðbrandur Vigfússon Guðmundur Geirdal Guðm. Guðmundss. Guðmundur Pálsson Guðmundur Þorláksson Gunnlaug Gunnlaugsd. Guttormur Guðrún Jónsd. Guðrún Einardóttir Gunnlaugur E. Halldór E. Halldór Pétursson Hannes Jónsson Harpers Magazine George Hearn Jane Hearn Percival Hearn William Y. Hearn Helgi Jónsson D. Henderson Hermann Jónsson Marian Heurtt Hólmfríður Þorsteinsd. Ingibjörg Einarsdóttir Ingibjörg Eiríksd. J. Gíslason Christine Jager Jakob V. Havsteen Jens Pálsson? Jóhann Jóhann Þorkelsson Jóhanna Eggertsd. Jóhanna Gunnarsd. Jóhannes L.L. Jóhannsson Jóhannes Sigfússon Jón Bjarnason Jón Helgason Jón A. Hjaltalín Jón Ármann Jakobsson Jón Jónsson Jón Jónsson yngri Jón Ólafsson Jón Sigvaldason Jón Þorkelsson Jónatan Jóhannesson Jürgensen Júlíus Hallgrímss. Katrín Thorsteinsson Kr. Guðmundsson Kristín E. Claessen Kristín Jónsdóttir Kristín Pétursson Kristjana G. Havsteen Kristján Benjamínss. Kristján Kærnested Kristján Blöndal 5

6 J. G. Kuhland L. Bjarnason L. S. Tómasson Kate Lapham Lizzie Lapham Lára Pétursd. Bjarnason J. L. Lister Ludvig Möller M. Einarss. M. Pálsson M.J. Halldórsd. Margrethe Havsteen María Ólafsdóttir Matthías Jochumsson E. Neil Nikulás Þórðarson Oddur C. Thorarensen Ottesen Ó. Holm Ó. Ólafsson Ólafur E. Ólafur Sigurðsson Ólafur Runólfsson Ólafur S. Thorgeirsson Marian Parsoneige? Páll Páll H. Gíslason Páll Jónsson Páll Melsted Páll Þorláksson Pétur F. Eggerz Pétur Guðmundss. Conradine Pétursson (Petersen) J. C. Poëstion Ragnheiður Davíðsdóttir Ragnheiður Hafstein Rannveig Nikulásdóttir Rannveig Ólafsdóttir Arthur Middleton Reeves M. Richardson S. Högnason Hans Jacob Schierbeck Ruth Shaffner Sigfús Eymundsson Sigfús Jónsson Sigmundur Guðmunds. Sigríður E. Sigríður Jóhannesd. Sigríður Ólafsdóttir Sigríður Sigurðard. Sigtryggur Jónasson Sigurður E. Sigurður Jónsson, Fjalli Sigurður Sigurðsson Sigurður Sverrisson Sigurjóna Laxdal Sigurlaug Guðlaugsd. Skapti Jósepsson Charles Sfrayne Smith H. Steinerson Stefán Eiríksson Stephán Jónsson Stefan Sigurdsson Stefán Stefánsson P. Stephánsson? Steingrímur Thorsteinson Steinunn Eiríksd. Stephensen Steinunn Pétursd. George Stevenson Susie Taylor Sveinn Ólafsson Sveinn Sveinsson Georg Sverdrup Charlie Taylor John Taylor John Richardson Taylor Elizabeth (Lizzie) Taylor William H. Taylor Theodór Ólafsson Torfhildur Þ. Hólm Tryggvi Gunnarss. Valdimar Ásmunds. Valdimar Valgard Claessen Valgerður E. Valgerður Davíðsdóttir Valgerður Þorsteinsd. Valtýr Guðmundss. Vilhjálmur E. Vilhjálmur Finsen Vilhjálmur Ingvarsson William H. Taylor Þorbjörg Jónsdóttir Þorleifur Jónsson Þorsteinn J. G. Skaptason Þorvaldur Arason Þorvaldur Jónsson Eggert Ásgeirsson skráði

7 A. Friðriksson Halldór E. Winnipeg Ráð til frú Hoffi að fremur en að kaupa land í Winnipeg ætti að kaupa ræktað land í nýlendu Íslendinga í Dakóta. Nefnir bókaviðskipti og safn Friðjóns bróður síns. Bréfinu fylgir afrit af fullmakt frá Tryggva Gunnarssyni. Rasmus Anderson Halldór E. Gimli Bréfið virðist skrifað á dönsku í tilefni af grein HB í Framfara um norrænar bókmenntir í Ameríku. Benedikte Arnesen- Kall Halldór E. Khöfn Þakkar bók: Yfirlit yfir goðafræði orðurlanda. Óskar góðs, ekki geta sent honum neitt á móti, hún hafi ekkert gefið út. Ánægð því fóstursonum hennar gengur vel í lífinu. Segir Íslandsferðina með sínum björtustu minningum sínum. Álfheiður Susie Oddeyri Ræðir um fjölsk., heilsufar, gestakomu, slæm húsakynni og byggingu húss þeirra Páls og hennar, lífið á Ak., þroska Kristins stjúpsonarins. Segir af enskunámi þeirra Páls. Álfheiður Halldór E. (Rvík) Ræðir um bókasendingu til bókasafns á Ak. Árni Árnason Halldór E. Höfðahólum Alm. fréttir og þakkir fyrir mótt. þeirra Sigurðar bróður hans. Ræðir bölvaða Valtýskuna. Árni Árnason Halldór E. Höfðahólum Framb. Páls í Hún. Segir illa ráðið, Húnvetningum ekki að skapi maður sem átt hefur vingott við Valtýinga. Betra fyrir væir að bjóða sig fr. í Skagaf., hann gæti fellt Stefán Stef. Árni Friðriksson Halldór E. Winnipeg Ræðir viðskipti, m.a. skuldaskil við Tryggva Gunnarss. Segir af kjörfundi í Ísl.fél. og hverjir kosnir. Íslendingar hér hafa beðið séra Jón Bjarnas. um að koma aftur. Nafnalisti sóknarbarna í Vesturheimssöfnuði? Árni Gíslason Halldór E. Rvík Leturgrafari ræðir um signet HB. Árni Sigvaldason (frá Hofi, Vopnaf?) Halldór E. Minneota Hamingjuóskir m. prestsembætti og konuefni. Ræðir prestsmálin í héraðinu, landbúnað, veðurfar. Árni Sigvaldason Halldór E. Minneota Atvinnuhættir vestra, kennslumál og skort á presti. Skýrir frá fjölsk.málum. Árni Sigvaldason Halldór E. Minneota Útgáfumál, verslunarfélag og atvinnuhættir. Hefur rekist á hendur starf Town Clerk og justice embætti. Árni Sigvaldason Halldór E. Minneota Fréttir af fólki, verslunarmálefnum og af því að tveir ísl. séu komnir í eða að komast í háskóla. Kirkjumál. Hrósar séra Jóni Bjarnasyni mjög. Árni Sigvaldason Halldór E. Minneota Bókasafns-, kirkju-, fræðslu- og sunnudagaskólamál. Fjölskyldumál og tilnefning til embættis af repúblikönum, sem hann reyndar hafnaði þótt greitt væri fyrir, vegna anna og óöryggis vegna skamms tíma. Árni Sigvaldason Halldór E. Minneota Ræðir málfræði HB, tímarit í Am. Batnandi efni Íslendinga, verslunarstarfsemi þeirra. Ræðir uppgang Peoples Party sem hann var fulltrúi hjá á ársfundi. Árni Sigvaldason Halldór E. Minneota Afstaða V.Ísl. til Ísl., fækkun Íslendinga og íslenskuna. Uppbygging Minneota. Árni Sigvaldason Halldór E. Minneota Chicago sýningin, bækur og blöð. Ásgeir S. Ásgeirsson Ásgeir S. Ásgeirsson Sigurður H. Sigurður H. Edinborg Edinborg Tvö bréf frá Ásg. S. Ásgeirssyni ( ) syni Ásgeirs Sigurðssonar stofnanda Edinborgarversl. og skoskrar konu hans. 7 Eggert Ásgeirsson skráði

8 Ásgeir Björnsson Halldór E. Arnarneshr.? Ódags. Orðahnippingar v. skattamála. (Sennil. f.h. hreppsnefndar Arnarneshr.) Meðf. Bréf HB skrifað á Ak Ásgeir Sigurðsson Halldór E. Oddeyri Orðs. v. framboðsmála, ritstj. Fróða og samning um ritstj. Baldvin Jónsson Halldór E. Siglufirði Beiðni um að Siglfirðingar mættu fá afrit af Bónorðsförinni til að setja á svið. Bréfr. býður greiðslu, segist þekkja leikinn sem sé grínfullur. Anna J. Ballard Susie Winterfield Bréf systur SB. Ræðir og skýrir viðkvæmt skilnaðarmál í fjölsk. Anna J. Ballard Susie Winterfield Fjölsk.bréf með miklum fréttum. Spyr um landið og líðan systur sinnar. Anna J. Ballard Susie Lansing, Mich Anna J. Ballard Susie Lansing, Mich Anna J. Ballard Susie Lansing, Mich Anna J. Ballard Susie Lansing, Mich Henry Ballard Susie Lansing, Mich Henry Ballard Susie Lansing, Mich Henry Ballard Susie Lansing, Mich Henry Ballard Susie Port Huron, Mich Segir frá barnmissi og fleiru úr búskap og fjölsk Langt svar við langþráðu bréfi. Fréttir af fjölsk. og heimili Ræðir um fjölsk.mál og nefnir að þau Halldór séu aðskilin. Hvetur hana til að heimsækja sig Ungur systursonur ritar frænku sinni Vegna útskriftar úr menntaskóla minnist hann frænku sinnar, sendir hátíðadagskrá. Ræðir einhvern mikinn missi. Virðast systir hans og hann heimilislaus - jafnvel foreldralaus. Hefur vonir um að verða lögfræðingur Ræðir móðurmissi fyrir 18. mán. Vinnur á póstinum og faðir hans hér og þar Skortur á sambandi í fjölsk. eftir að móðir hans dó. Segir bréf S. mikils virði fjölsk. Leitast við að ná sambandi við frændfólk sitt. Segir fjölsk. hafa verið í skuldum og leitast við að greiða þær og komst því ekki í háskóla. Vinnur hjá járnbrautum. Rakst á bók Loti um fiskim. á Íslandsmiðum. Segir frá því sem hann veit um fjölsk. Spyr um hagi S. Giftur og á börn. Sendir heimilisföng móðursystra sinna, Carrie Christoperson, Jenny J. Hearn og Lizzie Carpenter. P.S. Bardal Halldór E. Winnipeg Segir m.a. frá láti séra Páls sem hafði þjáðst, heilsan töpuð. Segir af bruna í W. Ánægður með framfarir Íslendinga, ýmsir dragi sig í hlé frá félagsstörfum. Landar hlakka til að fá séra Jón Bjarnason í haust. Búið að safna loforðum til að greiða honum laun. Pembinamenn ætla að kalla séra Stein Steinsen til sín. Þykir þeir ekki skynsamir. (Það varð ekki og dó hann nokkru síðar). P.S. Bardal Halldór E. Winnipeg Segir frá kulda og landnámi og skuldum manna. Bæjarfél. líka skuldugt enda atvinnuleysi. Íslendingar láta vel af sér. Fjallar um eignarhald á jörðum, lán og skuldir. Segir frá kjörum þeirra í Manitoba, Nýja Ísl. og Winnipeg. Segir af framfarafélaginu. Í kvenfélaginu er eindrægni sem önnur félög skorti. Ræðir hugmyndir um blaðaútgáfu. P.S. Bardal Halldór E. Winnipeg Kjör landa, félagsstörf o. m. fl. Bjarni Jónsson frá Unnarholti Bjarni Jónsson, Eskifirði/Þuríðarst. Halldór E. Khöfn Ræðir milligöngu sína um myndaprentun í Khöfn. Halldór E. Eskifirði Kveðja frá fyrrum nem. á Möðruv. Þakkar goðafræði hans. Sendir tvö kvæði, væntanl. frumort. Eggert Ásgeirsson skráði

9 Bjarni Jónsson, Eskifirði/Þuríðarst. Halldór E. Þuríðarst Ræðir fornkvæði og rit HB, virðist nota við kennslu. Björn Árnason Halldór E. Akureyri Kvartar undan verði á búslóð sem hann keypti af HB Björn Árnason Halldór E. Akureyri Sama efni. Björn B. Gíslason, Halldór E. Minneota Bréfritari er lögfr., ritar á ensku um fyrirsp. HB um eignarrétt. Kröfuna telur hann ógilda. Ræðir ástand meðal Íslendinga vestra. Björn Jónsson Halldór E. Akureyri Ræðir útgáfu Fróða. Segir fréttir frá Möðruv. T.d. að Hjaltalín sé að gefa út enskubók; veiðar Norðm. og verslunarmálefni. Einnig útgáfumál á Ak. Telur Fróða koma út í 1100 et., Norðling 900 og Norðanfara hátt í 900. Björn Jónsson Halldór E. Oddeyri Ræðir prentun á riti HB Björn Pálsson frá Hálsi í Fnjóskadal Halldór E. Djúpav Fyrrum nemandi HB Biður um aðstoð við að fá starf við póstafgr. hjá Sigurði bróður HB í Rvík. Björn Sigurðsson Halldór E. Húnsstöðum? Sennil. fyrrum nem. HB. Leitar stuðnings og ráða til að fá umboðsjörðina Helgavatn. Ræðir stjórnmálaástandið. Bragi Þórðarson Halldór E. Varmadal Ræðir kaup HB á fola. Robert Brims Halldór E. Edinburgh Spyr um hugsanl. Tengsl sættar við Ísl. George Browning (1813?-1879) Halldór E. Khöfn Bréf ritað á ensku. Bréfr. bendir á Bresk-Skandinaviska fél. í London; HB virðist hafa leitað upplýs. um mögul. til rannsóknarstöðu eða styrks í ensku. Vinnur að bók. Höf. virðist kunnur Ísl. George Browning Halldór E. Khöfn Þakkar bréf og væntanl. handritasendingar eða þýðingar, sem hann hafði farið yfir. Þá biður hann um egg. Sendir skjöl, efni ætlað nemendum. George Browning Halldór E. Nakskov Þakkar bréf og athugas. Hrósar enskubókinni og hvetur HB til að fá sér umboðsm. í Khöfn. Meðf. sérprentun á frumsömdu kvæði. George Browning Halldór E. Låland George Browning Halldór E. Khöfn? Ræðir bók HB. Meðfylgjandi er kvæði, leiðréttingablað, smámiðar m. athugasemdum. Lizzie Lapham Carpenter Lizzie Lapham Carpenter Lizzie Lapham Carpenter Lizzie Lapham Carpenter Lizzie Lapham Carpenter Susie Winterfield, Clare Co. Mich Susie Evart, Mich Segir SB ekki hafa komið á óvart því að pipra sé ekki eðli fjölsk. Susie Evart, Mich Susie Evart Mich Susie Lansing Mich. Hall Caine Susie Greeba Castle, Isle of Man M. Chanillon Susie París Kveðja á frönsku. Caroline Christopherson Susie Grund, Manit Virðist hafa sent henni ritið Bondman og hún þakkað Ræðir veikindi SB systur sinnar og aðskilnað frá Halldóri 8 mán. á ári. Á lítið barn, Kjartan (hefur verið gift frá 1877). Á líka annað barn, Susie 4ra ára. Segir af járnbrautargerð skammt frá. Sigurður maður hennar er að stofna bæ þar, nefndan Baldur. Þá ætlar hann að stofna fasteignastofu. Búinn 9 Eggert Ásgeirsson skráði

10 Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson að selja búðina á Grund. Lýsir og teiknar mynd af húsinu, segir frá fjölskylduhögum Ræðir þurrka og kvartar yfir skrift SB. Hefur frétt að HB ætli út í stjórnmál og letur hann mjög. Susie Hooasavick Sendir góðar óskir vegna trúlofunarinnar. Susie Hooasavick Gleðst yfir að hún hafi ákveðið að gifta sig um haustið. Susie Hooasavick ? Hvenær get ég hætt a nefna þig Susie Taylor? Susie Grund ? Fram kemur að Susie hefur farið til Mývatns?, saknar að eiga ekki börn. Það telur hún ástæðulaust enda heilsa hennar ekki nógu góð. Segir frá börnunum og að Jennie Hean systir þeirra sé í Toronto þar sem maður hennar er með húsgagnaverslun. Vonar að þau Halldór komi um jólin. Susie Susie Marringhurs t Marringhurs t HB virðist hafa verið hættul. veikur. Segir lífið fábreytt, fáir grannar og langt á milli og mikið að gera við búskapinn HB er betri til heilsunnar. Fjölsk. líður vel í útilegunni. Susie Oak Grove, Hefur ekki lengi fengið fréttir, heyrði að hún hefði verið í Winnipeg og væri jafnvel orðin móðir. Segir fólk kvarta yfir predikunum HB vegna þess að rödd hans er veik. Að öðru leyti fellur fólki hann. Spyr að framtíðarhorfum Framfara. Susie Millford Heilsa HB betri. Heilsa SB hljóti líka að vera góð úr því hún hefur verið svo mikið á hestbaki. Vonar að vel gangi með prjónavélina því á Íslandi þurfi allir að vinna mikið og gott að vera vinum HB til hjálpar. Margt af ísl. hefur komið frá Winnipeg, öll hús full, m.a. hafi þau eina fjölsk. hjá sér. Kvartar yfir fáum bréfum, HB skrifi aldrei. Susie Hecla Fréttir af byggð og heimili. Sigurður verður póststjóri Hecla eða Grundar eftir því hvað það verður nefnt. Susie Grund Fréttir af sjúkdómum og dauða móður þeirra; giftingum. Susie Grund Fréttir af börnunum 6 og búðinni sem Sigurður fól henni að sjá um auk póstsins, en hann annast stækkandi bú. Segir af sléttueldi sem konurnar þurftu að fást við því karlarnir voru ekki heima. Vonar að samb. slitni ekki v. fjarlægðar. Susie Grund Svarar bréfi um veikindi Suzie og depurð. Margar fréttir af fólki. Susie Grund Þakkar bréf frá Rvík. HB virðist einn á Möðruv. Er ekki við góða heilsu en eignaðist aðra dóttur. Susie Grund Fjölskyldurfréttir og af væntanl. presti frá Khöfn. Hafsteini að nafni. Susie Grund Segir fréttir af fjölsk., búskap og viðskiptum Sigurðar sem ganga vel. Fréttir af fjölsk. og grönnum Susie Grund Sigurður virðist vera að flytja um skeið til Íslands, m.a. til að vera nálægt aldraðri móður sinni. Susie Grund Susie Grund Sigurður kominn með hóp ísl. innflytjenda og 89 ára blinda móður sína er dó skömmu síðar. Uppistand virðist orðið vegna brottfarar Íslendinganna. Fréttir af slæmri uppskeru. Caroline Susie Grund Samúðarbréf vegna missis Suzie á 4ra mán. syni; virðist Suzie Eggert Ásgeirsson skráði

11 Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson flutt suður. Sigfús Eymundsson og Matthías Jochumsson voru i heimsókn. Susie Grund Sigurður mikið burtu vegna innflytjendamála, býst ekki við að hann fari aftur til Ísl. þótt ríkisstjórnin vilji að hann fari þangað. Öll systkini hans komin vestur. Systurnar einmana þar. Sig. kom með hest með sér frá Ísl. og þrjár suðkindur. Susie Grund Fréttir af tannheilsu sinni. Anna (Ballard) systir þeirra dó 27.2., vorkennir Everett og Henry sem er 18 ára, eina barninu. Fréttir af frændfólki. Sigurður (Christophers.) fór ekki til Ísl. þar sem hann vildi ekki kreppunnar vegna hvetja Ísl. til flutnings. Segir af föður þeirra. Segir hann og bróður hans við að gefast upp á að búa í Manitoba. Rifjar upp gamla tíma. Susie Grund Bréf sent með Jóni Sveinbjörnssyni sem var á leið til Íslands til að sækja son sinn. Hann hefur áreiðanlega margar fréttir að færa og fær tækifæri til að sjá litla barnið. Susie Grund Sendir bréf til Ísl. með Sigurði, sem fer nú þangað gegn vilja systkina sinna; ber velferð landsmanna sinna fyrir brjósti og vill ákveðið takast nýja ferð á hendur. Döpur vegna aðskilnaðarins við mann sinn. Sigurður Christopherson Halldór Chirstoperson Grund Þeir feðgar Halldór sonur CC og maður hennar virðast staddir á Ísl. Segir fréttir af búskap og heimili, eldsvoða í Ottawa og bólufaraldri. Grund Segir fréttir og biður son sinn að fá Susie systur hennar um að koma vestur og vera þar einn vetur hjá þeim. Susie Grund Sigurður kominn aftur og hafði verið með Halldóri syni sínum í för. Sigurður fer ekki aftur til Íslands í bráð. Er á móti þessum ferðalögum sem hann hefur áhuga á og starfi sem hann hefur hæfileika til að gegna. Slæmt ár, vont veður og tjón á uppskeru. Hitti Janie systur sína í Toronto. Þekkti hana ekki eftir 16 ára aðsk. Susie Grund Segir Halldór son sinn hafa sýnt sér fjölskyldumyndir af SB, Sidda o.fl. Sigurð hafi það gott og hafi fitnað og hún sjálf gráhærð amma. Halldór sonur hennar kominn frá Winnipeg útskrifaður í verslunarhásk. Átelur systurnar fyrir pennaleti gagnv. SB. Segir frá starfi Sig., sem langar til að aðst. það fátæka fólk sem vill fara vestur frá Ísl. m.a. með því að fá skipafél. til að lækka fargj. Meðfylgjandi kvæði eftir CC þar sem hún fjallar um aðskilnað frá systrunum. Susie Grund Ákvað að fara ekki út eins og aðrir, vera heima og skrifa bréf og minnast gamla ársins. Þakkar fyrir innilegt bréf frá SB. Segir gamlan vin SB hafa komið, Sig. Júl. Jóhannesson og var hjá þeim nóttina. Sigurður maður hennar er ósáttur við SJJ vegna sósílalískra- og stjórnleysisskoðana og vegna andspyrnu þegar hann hélt fund í Reykjavík. Átti ekki von á að hann myndi láta sjá sig aftur. En SC hefur hæfileikann að fyrirgefa, ætlaði til Ísl. en fór ekki lengra en til Ottawa. taldi tíma betur varið í að finna landnámssvæði fyrir þá Ísl. sem kæmu. Segir af veikindum og dauða 11 ára dóttur. Susie Grund Sigurður ekki á leið til Íslands en hefur hug á þróun, sjálfst. og framför Ísl. Vinnur að nýrri byggð í Saskatchewan. Susie Grund Sendir meðf. boðskort vegna silfurbrúðkaups í Skjaldbreið. Slæmt að kvikna skyldi í (Möðruv)skólanum og HB missti allt sitt. Caroline Susie Grund Bréf vegna 42 ára afmælis SB. Segir frá dauða föður þeirra 11 Eggert Ásgeirsson skráði

12 Christopherson Caroline Christopherson Caroline Christopherson Carrie Christopherson Carrie Christopherson Carrie Christopherson Halldor Cristopherson Halldor Christopherson Sigurður Christopherson Sigurður Christopherson 1.3. Segir af hrifningu Sigurðar af Kyrrahafsstr. og mögul. þar sem þegar búa þús. ísl.; Argyle söfnuður hefur sent Friðriki Hallgrímss. boð um að verða prestur þar. Segir af kirkjuþingi sem efnt verður til í anda hins forna alþingis. Meðfylgjandi er boðskort v. silfurbrúðkaups þeirra hjóna. Susie Grund Mörg ár síðan hún skrifaði síðast. Segir að Sigurður C. hafi verið orðinn blindur og hjálparlaus er hann dó á páskadag. Séra (Friðrik) Hallgrímss. að fara til Ísl. og mun bera fréttir. Susie Vancouver Ræðir 40 ára aðskilnað síðan SB fór til Ísl. Lizzie systir þeirra var hjá henni í mán. undir það síðasta er hún lifði. Voru þær einar, því SC var á ferðal. Segir Taylorfólkið sérstakt; ekki að það sé betra. Fólkið verður sumt um of tilfinningasamt er það eldist. Það sama á við hana sjálfa þegar fólkið hittist. Eftir að Sig. C. dó í vor fóru þær Veiga C. til Manitoba. Virtist sem allir fornir vinir væri farnir þaðan. Lára Bjarnason (Pétursd.) virtist líða betur og í friði, því eldri sem hún verður. Býr hjá Halldóri syni sínum og Rönku k.h. Hann vinnur við byggingavöruverslun og er orðinn feitur. Kjartan yngsti sonurinn er veikur.? Grund ( Dear Aunt. Ekki víst að hún sé að skrifa Susie því hún talar um hana í þriðju pers. og segir fréttir af henni. Talar um Sigurð, með nafni (svo ekki er víst að hún sé dóttirin. Bréfið gæti verið framsent í upplýsingaskyni.) Segist ekki hafa getað skrifað vegna veikinda eftir fæðingu Kjartans sonar síns. Segir af járnbrautum og sveitarstj. málum. Í þungu skapi; skrifar til að létta það. Willie Taylor að fara vestur t. Washington því landbúnaður gengur ekki mjög vel. Pa er ekki hrifinn af sonum sínum en hlýtur að sakna þegar þeir fara og sjálfan langar hann líka vestur. Segir fréttir af frændsystkinum.? Grund (Sjá formála fyrra bréfs.) Segir frá Pa hafa flust til hennar. Segir einnig frá Sigríði konu hans. Segir einnig fréttir af Susie og Halldóri.? Grund (Sjá formála fyrri bréfa). Segir fréttir m.a. af PA o.fl. Halldór E. Grund Susie Grund Halldór E. Halldór E. Marringhurst Milford, Man Óskar HB góðs í preststarfinu. Segir ferðasögu vestur frá Winnipeg ásamt lýsingu á byrjun búskapar o.fl Segir fátt að frétta annað en að Pétur Sigfússon skaut sig. Tíðin slæm kaldasti vetur hans í Am. Segir af uppskeru og verði. Engar breytingar á andl. lífi af því að samviskan er alveg forhert og vér sofum fast og rótt á kodda andvaraleysisins og getum ekki að kalla muskað. Menn hafa hugann við að græða peninga og reyna að sýna sig sem mesta í heimsins augum, dram, hroki, sjálfsbirginsháttur er orðinn óstjórnandi há sumum sem þó af engu hafa að dramba. Segir af skemmtun í Winnipeg og hverjir þar voru. Rætt um frægð og frama landa og varðveislu tungu. Sjálfum þótti honum mest um vert að varðveita trúna. Samkoman endaði með að allir voru á móti öllu sem rætt var. Sigurður Halldór E. Grund Búskapur, verslun og trúnaðarstörf, skólastofnun og Eggert Ásgeirsson skráði

13 Christopherson Sigurður Christopherson Sigurður Christopherson Sigurður Christopherson Sigurður og Caroline Christopherson Sigurður Christopherson Sigurður Christopherson Sigurður Christopherson Sigurður Christopherson Susie Christopherson Susie Christopherson Susie Christopherson Veiga Christopherson William Christoperson sóknarstarf. Halldór E. Grund Segir frá starfi og trúnaðarstörfum. Von um járnbraut. Segir hann frá ófriði við indjána. Spyr frétta af HB og kennarastarfi hans. Halldór E. Grund Telur byggðina hina bestu íslensku í Am. Klofnun safnaðarins og óánægju með prestinn Björn. Hungrar eftir fréttum af Ísl. Halldór E Halldór E. - Susie Grund Lýsir búskap, efnahag og umboðssölu. Einnig viðskiptum á svæðinu. C.C. er óánægð með pennaleti systurinnar og afsakanir hennar. Halldór E. Rvík Heillaóskir vegna fæðingar sonar sem fæddist viku fyrr en sem dó stuttu síðar. Þeir vinir gátu ekki hist í ferðinni. Ferðaðist víða um land og telur efnahag versnað frá því fyrir 20 árum. Margir bændur leiguliðar og að auki með leigufé. Það sé annað vestra, allir eigi sitt og séu að koma upp skólum og góðum húsum. Susie Um borð í Láru Sendir gjafir til litla sonarins Haraldar. Susie Ak Getur ekki hitt þau hjón og ekki útvegað rúm? (væntanl. f. soninn) þar sem hann kemur ekki við í Edinborg. Ætlar að fá aðra til að hlaupa undir bagga. Halldór E. Grund, Man Skrifar á ensku. Gleðst yfir flutn. skólans til Ak. og geti þá fjölsk. sameinast þar. Til góðs að gamli skólinn brann. Beðinn um upplýs. um léttar sláttuvélar og lýsir slíkri sem og hvernig megi kenna á hana. Leitaði tilb. frá Massey og Deering; leist betur á hið síðara. Ræðir einnig rakstrarvél. Vanti menn sem kunni að vinna og ekki aðeins með bókl. þekkingu. Trú á framleiðni í landbúnaði sé minni hjá Ísl. en bréfritara. Ef ágóði í landb. batnar ekki munu Ísl. vera fátækir. Sendir verðskrár Sendir kveðju til Einars Hjörleifss. og Páls og segir landinu myndi vegna betur ef það ætti nokkra á borð við P.B. Susie Grund Skrifar móðursystur sinni, sem hún þekkir ekki nema af afspurn. Segir Susie frænku sína hafa komið í heimsókn. Þær systurnar fóru til Baldur í heimsókn til föður þeirra. Susie Grund Þakkar bréf og mynd. Segir Sidda litla líkjast mömmu sinni og móðursystur, Lizzie Carpenter? Segir ýmsar fleiri fréttir. Sigurður Christopherson Halldór Christopherson Grund Skrifar föður sínum. Grund Systir skrifar bróður sínum á Íslandi skemmtilegt bréf m.a. um nýjar tennur móður hennar. Susie Grund Systursonurinn skrifar móðursystur sinni. Ada Cross Susie Laxfossi ? Hefur verið við veiðar með manni sínum. Ada Cross Susie London Ræðir um skipsferð frá Íslandi Ada Cross Susie Edinborg, Skotl Bréf í léttum tón. Bréfritari var í Grímsá, sem bendir til laxveiði. Millin A. Crotty Susie Akureyri? ? Ferðasaga frá Reykjav. og Ísafj. til Ak. Þýðing EÁ. Ódags. Ritað á Akureyri í maí Kæra frú. Sjóferðin hingað var indæl þrátt fyrir mikinn ósjó. Við 13 Eggert Ásgeirsson skráði

14 fundum fyrir skemmtilegum stormi á Ísafirði. Ég var eina konan á fyrsta farrými - eins og í Lady of the Arostock eftir Howell - nema að ekki voru þrír glæsilegir Bostonbúar um borð, einn þeirra hefði samkvæmt sögunni orðið ástfanginn af mér. Því miður verð ég að segja að ekkert tilefni var til ástleitni nema vegna lítils, já lítils, íslensks stráks á heimleið frá Kaupmannahöfn þar sem hann hafði dvalið tvö ár. Aðrir samferðamenn voru hávaxinn, heimskur kaþólskur prestur, sífellt flissandi við matborðið svo bekkurinn hristist svo ég skoppaði á honum, við að missa jafnvægið. Þar var traustur Hannes Hafstein, danski kaupmaðurinn Popp frá Sauðárkróki, íslenskur ekkill frá Ameríku; var óþolandi er hann kom til mín á öðrum degi, nefndi mig fröken Crotty og elti mig á röndum til að tala við mig. Ég fæ ekki skilið hvernig honum tókst að hafa upp á nafni mínu, nema ef vera kynni hjá brytanum. Það myndi enginn með sjálfsvirðingu hafa gert. Ég lét hann finna til tevatnsins. Allir aðrir voru indælir. Ég féll fyrir skipstjóranum með fallegan unggæðingssvip, sjaldséðum nema hjá enskum - því miður einnig sjaldséðan með þeim. Hann sagðist sjá hve einmana ég væri á skipinu, gerði margt indælt fyrir mig eins og hann væri góður, hreinn Ameríkumaður - það er yndislegt. Ég fór í land í Stykkishólmi með stúlku sem hefur verið hjá frú Eggerz í vetur og systur frú Magnússon sem gerði boð eftir mér að líta til hennar, sem ég gerði. Næsta morgun kom hún og dóttir hennar í heimsókn til mín um borð. Skipstjóri sagði að ég gæti farið í land hvenær er ég vildi. Í Dýrafirði fórum við á seglbát, skipstjórinn, Rüder lautinant og ég. Skipstjóri vildi hitta Berg skipstjóra - ef það er nafnið - auðvitað vildi ég ekki fara með, en indæll stór, rauðhærður, gamall norðmaður sem talaði smávegis ensku bauðst til að fara með og sýna mér hvalstöðina. Stóri gamli norðmaðurinn leyfði mér að bíða í skrifstofu sinni þar til skipstjóri og Rüder lautinant höfðu lokið heimsókninni. Hann gaf mér appelsínu, lánaði mér vasahníf sinn og blað til að nota sem disk. Þetta var eins og í lautarferð. Ég gleymdi að segja að í seglbátsferðinni var ég í loðkápu skipstjóra því kalt var, hitamælir stóð á 12 gr. og við þurftum að sigla á móti vindi báðar leiðir; siglingin tók 40 mínútur, ég var eins og ristuð brauðsneið þegar ég kom í hvalstöðina. Þar var bara skemmtilegt þegar ég hafði vanist hræðilegri lyktinni. Hvaltungurnar voru geysistórar, stærri en ég hefði haldið heilan hval; nú trúi ég á Jónas. Þegar við komum til Ísafjarðar fór litli íslenski pilturinn í land, kom aftur um kl. 11 til að sækja farangurinn. Hann sagði að mamma sín vildi gjarna hitta mig; sjálfur vildi hann sýna mér undur Ísafjarðar. Ég var ekki á því að fara með honum. Þá kom Vestur-Íslendingurinn og sagðist ætla í land, hann myndi gæta mín. Þá rauk ég upp. Þú ættir á sjá mig í reiða. Ég sagðist fullfær um að sjá um sjálfa mig í öllu sem fyrir kynni að koma án aðstoðar hans. Ég þakkaði drengnum og sagði að ég myndi verða um borð. Þá var hann særður, nú nagar samviska mig, því þetta var indæll lítill piltur. Skipstjórinn bauð mér með sér í land. Vestur-Íslendingurinn óánáðaði mig ekki frekar. Fjöldi fólks kom í öllum höfnum um borð; kom til mín til að spyrja hver ég væri og alls konar spurningar, sérstaklega um Eggert Ásgeirsson skráði

15 hvað ég væri gömul. Einn maður sagði að ég væri of ung til að ferðast svona ein. Annar spurði mig hvort ég væri íslensk. Þá varð ég móðguð og svaraði: Íslendingur!! Sannarlega ekki. En þú lítur út fyrir að vera það, sagði maðurinn, ég hélt að kannski hefðir þú búið í Ameríku eða Danmörku. Kaþólski presturinn stóð hjá og þótti þetta mikill brandari. Hvað fólkið gat borðað og drukkið í skipinu! Þegar ég fór á Siglufirði upp á dekk til að drekka morgunkaffið mitt - því ég drekk morgunkaffið á dekkinu, ekki í reyksalnum. Það þótti körlunum skrýtið skipstjórinn Rüders lautinant var hissa á svip þar sem þeir drukku kampavín með fína fólkinu, sem í kurteisisskyni hafði komið í árdegisheimsókn um borð. Hvílík blanda; drykkja á þessum tíma! Stundu síðar kom skipstjórinn út úr reyksalnum til mín á dekkinu, andvarpaði og sagði. Þetta fólk hefur undarlegustu hugmyndir um hvenær dagsins sé rétt að drekka. Mér þótti snjallt af skipstjóra að vitna svo vel í Shakespeare. Við komum prestinum heim til kaþólsks manns; þá var ég ein eftir á skipinu. Þegar hr. hafði fengið bréfið í hendur sendi hann mann og bát eftir mér. Er ég svo kom heim til hans var ég þreytt og syfjuð eins og ég hefði verið að drekka kampavín frá því fyrir morgunverð - og var full af hræðilegri heimþrá - verri en áður á Íslandi. Mig langaði til að halda áfram með Thyru til Englands - en fór ekki. Í staðinn fór ég að skrifa bréf með Thyru er átti að fara kl. 7 næsta morgun. Næsta morgun stóð ég við gluggan meðan ég var að klæða mig og horfði á Thyru - horfði aftur - og enn aftur og eitthvað fór að tútna í hálsinum. En ég kyngdi því og fór niður til morgunverðar. Frú gerði þau mistök að spyrja hvort mig langaði ekki til að fara aftur til Ameríku. Þetta gerði útslagið; ég byrjaði að skæla, tárin streymdu niður á eggið sem ég var að reyna að borða. Auðvitað hafði ég skilið vasaklútinn eftir á skrifborðinu, ég grét án stöðvunar, mági þínum til hróss og konu hans. Þegar Thyra fór jafnaði ég mig og mun ekki fá slíkt áfall fyrr en næstu skip koma og fara. Ég hef fallegt herbergi sem veit út yfir pollinn. Hr. og frú eru mjög góð og fjörug. Ég hef heimsótt frú Havsteen og konu læknisins en ekkert frekar. Það vildi ég að þú hefðir séð Lárus Bjarnason sýslumann í Stykkishólmi. Þú sagðir mér eitt sinn frá honum. Hann var á skipinu til Stykkishólms; mjög glæsilegur var hann. Hann hafði klófest þilfarsteppi og gekk nú um þilfarið vafinn í það eins og indjáni. Þilfarsteppi eru fyrir þá sem liggja sjóveikir í þilfarsstólum. Stundum vefur fólk slíkum teppum um fæturna í köldum járnbrautarvögnum Það gerði Lárus ekki eða notaði teppið þannig; hafði sinn að nota það eins og indjánateppi. Ég býst við að hann hafi verið ánægður með sig og því ætti það að gleðja mig. Ef þú hittir frú Eggerz eða Guðrúnu Jónsson; segðu þeim það úr bréfinu sem þú kýst. Hef skrifað fleiri bréf og er nú mjög þreytt. Þin einlæg. Millin A. Crotty Millin A. Crotty Susie Dresden Bréf í gamansömum tón. Ræðir alþjóðastjórnmál, listasöfn metur hún best Pitti, Uffizi og Louvre. Ræðir gengi gjaldmiðils og gulls. Millin A. Crotty Susie Leipzig? Biður um aðstoð vegna ljósmyndasendingar sem hún var hrædd um að frú Havsteen hefði misskilið. Telur upp 15 Eggert Ásgeirsson skráði

16 myndefni sem hún óskar eftir vegna bókar sem hún er að gefa út. Biður einnig um gullnál af sömu gerð og Ágústa Svendsen á. Millin A. Crotty Susie Leipzig? Segir frá ferðaáætlunum sínum og að Dresden hafi verið þreytandi. Segist hafa hitt ágæta Hollendinga sem henni fellur, virðist faðir þeirra eiga helstu bókaútgáfu H. og þangað ráðgerir hún að leggja leið sína. Millin A. Crotty Susie Göttingen? Nefnir sendingu á silfurmunum. Segir þá komast til sín áður en hún fari til Parísar þar sem hún dveljist um skeið og sigli svo til Bandar. þar sem hún hefji störf við Harvard annex. Biður um kveðju til frú Hafstein og Helgu. Millin A. Crotty Susie Göttingen? Ræðir enn sendingu og ferðaáætlun og segist eftir Ameríkuferðina koma aftur til Evrópu. Biður um kveðju til Sigurðar litla, sem sennilega er búinn að gleyma henni. Bendir það til að bréfin séu rituð um Biður um Iðunni, sem hún sækist eftir og sögum séra Jónasar á Hrafnagili ef séu til á prenti. Sendir peninga fyrir ljósmyndum. Millin A. Crotty Susie Cambridge, Mass.?. Hún sé á stöðugum ferðum milli vina. Leggur fyrir sig fornírsku og fornfrönsku. Segist vera að skrifa ritgerð: Heath King Arthur og leita heimilda í latneskum, fornírskum, velskum, fornfrönskum, ítölskum, háþýskum o.fl. heimildarr. til að sýna fram á að um þjóðsögu sé að ræða sem þekkt sé í öllum tungumálum en að lokum tengt breskum stríðsmanni sem hafði vel tekist að verjast innrás af sjó. Leiðinlegt að tala mikið um eigin áhugaefni en ég hef ekki við marga að tala um þau. Biður um kveðju til margra og segist senda Mr. and Mrs. (Jón) Thorkelsson ritverk sitt. Segir verið geta að komi til Íslands fljótlega. Davíð Sigurðsson Halldór E. Blönduósi Þakkir til gamla kennarans og ósk um kaup á kennslubókum fyrir hann sjálfan, Carl Möler og Stefán Eiríksson. E. Einarsson Halldór E. Eiðum Biður gamlan kennara um hjálp við að komast fram úr kennsluefni og biður um ábendingu um viðbótarbækur. E.G. Halldór E. Efri-Hóli Skrifar frænda sínum um fyrirgreiðslu v. uppgjörsreiknings. E. Jónsson Halldór E. Björgum Þakkarbréf fyrir hjálp Susie í veikindum sem lýst er nákvæmlega. E. Jónsson Halldór E. Björgum Býðst til að taka hest á gjöf. Eggert E. Halldór E. Rvík Segir skólafréttir. Frí í skólanum vegna fyrirl. séra Helga Hálfd. um Lúther. Sami fyrirlestur í kirkjunni og fullt út úr dyrum. Málaferli í bænum. Gestur Pálss. kærði rektor, er málið fyrir rétti. Segir frá viðsk. Gunnlaugs og Eggerts Gunnarssonar sem sé illa staddur. Eggert E. Halldór E. Rvík Segir fréttir m.a. af Eggert Gunnarssyni og samsk. hans v. Jón Ólafsson. Segir af Þorbjörgu Sveinsd. sem ætlar að fara á konungsfund eftir dóm í Elliðaármáli. Segir af skipun sýslum. Skagafj. og Skúli Thor. og Jóh. Ólafsson muni sækja og deilum frændanna Tryggva G. og H. Hafstein við Pál bróður hans í stúdentafél. í Höfn. Eggert E. Halldór E. Rvík Segir frá erindi sem hann rak og nefnir ágreining rektors og Halldórs Friðrikssonar í skólanum. Lýsir óánægju með Björn Jensson. Eggert E. Halldór E. Khöfn Segir af umr. í blöðum og innlegg Eiríks Magnússonar um bankamálið; ferð til norður Sjálands og er ekki hrifinn. Segir af bók Hamsun: Amerikas Aandsliv. Eggert Ásgeirsson skráði

17 Eggert E. Halldór E. Khöfn Segir af söknuði sínum vegna láts móður sinnar. Gleðiefni hvað faðir hans ber sig vel. Sendir ævisögu Wergelands. Eggert E. Halldór E. Khöfn Reyndi að útvega ævisögu Wergelands. Furðar sig á að HB skuli standa í ritdeilu v. Skúla Thor. sem sé ekki annað en uppsláttur f. Þjóðviljann. Þó skárri sé Ísafold flytur hún lygar, full af sleikjuskap og nepotisma. Claessen á leið heim og Jón Norðmann farinn að versla í fél. við Zimsen. Eggert E. Halldór E. Khöfn Var þá um daginn að flytja út af Garði. Fréttir Eggert E. Halldór E. Khöfn Ræðir skandalann á Möðruvöllum. Gott að Björn í Ísaf. fletti ofan af málinu. Landsh. hefði átt að bregðast við í málinu eins og gegn Skúla. STh getur Tryggvi G. þakkað bankastjórastarfið. Ræðir lagaskóla; tímaritsútgáfu. Eggert E. Halldór E. Rvík Fyrirgreiðsla. Eggert E. Susie Seyðisfirði Er orðinn sýslum. í kosti hjá séra Geir Sæmundssyni. Það liggur í ættinni að geta ekki og nenna ekki að skrifa bréf. Eggert E. Halldór E. Sauðárkr Tilk. trúlofun sína og Guðrúnar Jónsd. frá Litladal. Eggert E. Susie Sauðárkr Hressilegt svar við sýnilegu umkvörtunarbréfi. Ekkert gerist nema gönguferðir til drykkju á Hótel Tindastóli. Eggert E. Halldór E. Sauðárkr ? Fréttir af strandi Víkings, að brúin yfir Norðurá hafi hrunið. Eggert E. Halldór E. Sauðárkr Fyrirgreiðslumál. Eggert E. Halldór E. Rvík Fyrirgreiðslumál. Eggert G. Halldór E. Reynistað HB enn við nám í Prestask. Aðstoðar föður sinn í fjárhagsefnum. Í bréfinu kemur í ljós að EGB er enn í fjárhagskröggum frá 1858 þegar hann var sýslum. Rangárvs. Ræðir dánarbú Sigurðar málara. Hann hefur einhverjar áhyggjur af db. og biður HB að tala við Lárus Sveinbjörnsson bæjarfógeta um að vera viðstaddan uppskriftina. Fyrirgr. Eggert G. Halldór E. Reynistað Börnin HB, Páll og Kristín höfðu farið suður í tíma því verður spilltist, hey urðu úti og skipasamg. trufluðust. Biður um erindrekstur og sendir umboð. Eggert G. Halldór E. Reynistað Ræðir um ófullg. altaristöflu Sig. málara. Spyr hvort hægt væri að biðja Arngrím að fullgera hana. Spyr um hvenær uppboð á búi hans verði og vill að HB bjóði í töfluna. Biður um að HB skrifi prófasti og segi að afkáralegt sé að hafa stólinn upp á altarinu. Próf. hafði fengið altariskl. frá HB sem ánægja var með. Eggert G. Halldór E. Reynistað Fyrirgreiðsla Eggert G. Halldór E. Reynistað Fyrirgr. Styður fyrirætlun HB um (væntanl. prestþj.) á Húsavík. Eggert G. Halldór E. Reynistað Lýsir ferðal. sínum og Gunnlaugs sonar sín. Segir hræðslu við sunnlenska kláðann. Eggert G. Halldór E. Reynistað Segir af sýslufundi. Ræðir um fjárkláða í Borgarf.; veltir fyrir sér hvort Þingeyingar væru til í að vera með Skagf. í niðurskurði og varðgæslu. Ræðir vesturferðir v. komu Kriegers og Sigryggs (Jónass.). Fáir hafi skrifað sig (til brottfarar) því þeir fái ekkert fyrir eigur sínar. Segir skráða Jóhann, Sveinbj. á Veðramóti, Jónas (líkl. á Reynistað) og fólkið frá Daufá, alls 40; sauðaþjófnaði í Hjaltadal. Ræðir jarðelda, m.a. í Gjástykki á Reykjaheiði. Hann hafi læknast af hósta v. meðala frá Boga (Péturssyni), sem sýslunefnd hafi beðið að sækja um embættið. Kannski skrifa systkini þín um tombólur og kómedíur. 17 Eggert Ásgeirsson skráði

18 Eggert G. Halldór E. Reynistað Kveður son sinn á leið til Am. Hans sé saknað og margt órætt. Segir frá vesturförum og skuldaskilum sem hann biður HB annast. Segir frá kjötsölu, giftingum o.fl. Eggert G. Halldór E. Reynistað Skrifar HB vestur. Segir rétt hjá honum að þiggja boð norsku synodunnar. Hans sé saknað sérst. af Eggert og Vihj. Ræðir embættismál, setningu í sýslumemb. Húnavs. og skipun aðst.manna. Sitji sitt á hvað á Reynist. og Steinnesi. Segir frá giftingu Kristínar og Valgards Claessen og samb. Gunnl. og Friðrikku Claessen. Sótti um Húnavs. en þegar Gunnl. hætti við að fara frá honum sótti hann til baka. Friðrikka býr hjá þeim á Reynist. og kennir Sigríði. Sigurður var sendur til Ól. Björnss. í Ási. Vertu velk. aftur en varla vilt þú vera hér og nudda við óþæga smádrengi. Eggert G. Halldór E. Reynistað Ræðir veikindi Kristínar Claessen og hvernig fjölsk. hleypur undir bagga. Segir frá skoðunum og gerðum Eggerts Gunnarssonar í kvennaskólamálinu. J.Std Norðmann frá Barði annast heimakennslu Eggert G. Halldór E. Reynistað Segist farinn að gefa sig. Minnist á grein HB í Norðlingi sem vakið hafi andmæli. Biður hann fara varl. þó hann vilji ekki draga kjarkinn úr honum. Leiðb. hversu HB geti gert lýsi. Eggert G. Halldór E. Reynistað Leggur til að HB sæki um Reynist., spyr hvort hann megi sækja fyrir hann um brauð eða kennaraembætti því hann eigi enga sældardaga í nýlendunni. Skilar frá mömmu hans að hann víki sér undan ritdeil. við séra Björn og segi að bullið í honum sé ekki þess vert. Eggert G. Halldór E. Reynistað Segist njóta aðst. Ólafs sonar síns en Gunnlaugur á förum. Vonar að Páll taki við sýslunni. Ingibj. skilar því til HB að þú getur ekki gjört eins mikið gott einsog þú vildir þarna í Nýa Íslandi (fyrir hjartnanna harðúðar sakir) og því vill hún, að þú hristir duftið af fótum þer og farir að minnst kosti til Bandaríkjanna. Eggert G. Halldór E. Reynistað Segist hafa sótt fyrir hann um kennarastarfið á Mörðurv. og segir frá kjörunum eða afturköllun ef hann kjósi svo. Eggert G. Ingibjörg Sverrisdóttir Reynistað Segir frá ferð m. geðveikan mann eða fólk. Boð um að fólk sé tilbúið til ferðar. Eggert G. Halldór E. Reynistað Kveðja til HB og unnustu hans. Vegna fyrri orða um Nýja Ísland segir Ingibj. að það megi þó færa því það til gildis að þar fann hann konu. Ræðir um sr. Jón Bjarnason og konu hans en hann er settur pr. á Austurl. Ræðir vegafrkv. í Skagaf. og frkv. í Eyjaf. Hafði farið til Ak. og lét taka af sér mynd þá nýklipptur og nokkuð stuttaralegt hár og skegg! Fékk hann kross frá kóngi. Annar fékk Möðruv.skólann. En tækifæri síðar f. hann. Ræðir um presta sýslunnar. Eggert G. Halldór E. Reynistað Segir m.a. frá námsdvöl Sigríðar Jónsdóttur og Elínar á Zahleskólanum í Höfn; frá undirbúningi og framkv. við húsmæðrask. á Ási í Hegranesi; frá hugm. um sameiginl. skóla f. Norðurl en Bened. Sveinsson sýslum. vann gegn því. Segir einnig frá upphafi Hólaskóla ofl. skóla - sem og skólamál; aðskilnað. kynja. Segir af heilsu sinni og versnandi heilsu Ingibjargar. Ætlar að segja af sér 70 ára. Eggert G. og Ingibj. Eiríkur, Gunnl., Sig., Eggert Reynistað Tilkynnir sonum sínum í Reykjavík lát systur þeirra Kristínar Claessen frá fjórum börnum. Eggert G. og Halldór E. Reynistað EGB: Tilkynnir lát Kristínar. Ræðir um kennaraembættið. Eggert Ásgeirsson skráði

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Bær/hús Ár Nafn Stétt/staða Kyn Hjúskapur Aldur

Bær/hús Ár Nafn Stétt/staða Kyn Hjúskapur Aldur Bær/hús Ár Nafn Stétt/staða Kyn Hjúskapur Aldur Melshús 1703 Árni Rustikusson annar ábúandi Karl 26 Melshús 1703 Sigríður Jónsdóttir hans kvinna Kona hans kvinna 27 Melshús 1703 Halldóra Árnadóttir þeirra

Læs mere

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Hugvísindasvið Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Ritgerð til B.A.prófs Áslaug Lovísa Bílddal Gunnarsdóttir Janúar 2011

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu Nanna Þorbjörg Lárusdóttir Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu 1688-1770 Embættið og uppbygging skjalasafnsins Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26 Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á umfjöllun Jónasar Hallgrímssonar um ást og eftirsjá í nokkrum ljóðum hans. Leitað var fanga í bréfum hans og samtíðarmanna, ljóðin skoðuð með tilliti til þess

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 Sauðskinn, saffían & shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 1 Sauðskinn, saffían og shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG GLEYM - MÉR - EI ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG Að missa eftir 22. viku meðgöngu Þegar gleðin breytist í sorg Að missa á meðgöngu Útgefandi: LÍF styrktarfélag 1. útgáfa 2012 Efnisyfirlit Inngangur Tilfinningar

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770 1771 og síðari 1785 1787 Hrefna Róbertsdóttir Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveitt skjalasöfn hinna svokölluðu

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904

Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904 Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904 Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Embættisskjöl

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger SPIS DIG GLAD. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku. Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða sem tengist mat og matarvenjum í Danmörku Hugmyndir að kveikju: Umræða um myndina í lesbókinni bls. 30 fremst í þemanu. Umræður: Hvem ved noget om dansk mad? Hvad kender

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København

Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Hugvísindasvið Oversættelse af Katrine Marie Guldagers København Oversættelse af minimalistisk tekst samt teorier og analyse Ritgerð til BA-prófs Laufey Jóhannsdóttir September 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere