og þó tekinn sjötti hvör fiskur

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "og þó tekinn sjötti hvör fiskur"

Transkript

1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: Leiðbeinandi: Hrefna Róbertsdóttir Maí 2017

2 Útdráttur Í þessari ritgerð verða kvaðir á jörðum í Árnessýslu á 18. öld skoðaðar. Auk landskuldar og leigukúgilda voru stundum kvaðir á jörðum á Íslandi, en þær fólust oftast í því að leiguliði þurfti að róa á bátum húsbónda síns, slá tún hans og lána hest til flutninga. Þeirri spurningu verður svarað hvort kvaðir hafi verið að leggjast af um aldamótin Á 18. öld var Árnessýsla landbúnaðarsýsla, þar sem fáir bændur stunduðu sjávarútveg, en þó var nokkur útgerð í henni, bæði á vegum bænda og Skálholtsstóls, sem átti 350 róðrarkvaðir á jörðum sínum. Skálholt átti meirihluta jarðanna í sýslunni, en konungur átti afar fáar jarðeignir. Flestar jarðeignir Skálholts voru í hreppunum nálægt Skálholti, en auk þess átti Skálholt nokkar lykiljarðir við sjávarsíðuna. Afstaða embættismanna á Íslandi til kvaðanna var yfirleitt sú, að þær væru nauðsynlegar, en margir þeirra töldu sig eiga afkomu sína undir kvöðunum, bæði vegna embættis síns, en einnig voru þeir oft landeigendur með útgerð. Almenningur kvartaði hins vegar undan kvöðunum, sem sést á þeim bréfum sem Landsnefndinni fyrri bárust árin Kvaðir voru á stærstum hluta jarða Skálholtsstóls, en mun sjaldnar á jörðum bænda. Dæmi eru um að í kjölfar náttúruhamfara hafi landskuld og leigukúgildi verið færð niður, en einnig eru dæmi um að kvaðir hafi verið aflagðar. Þegar tekjur landeigenda af kvöðunum eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa ekki skipt meginmáli sem tekjuöflun, heldur fremur til að útvega vinnuafl, enda var oft skortur á vinnuafli og lausamenn fáir vegna vistarbands. Rannsóknin sýnir að kvaðirnar voru ekki að leggjast af um Þær voru mikilvægur þáttur í því að manna báta útgerðarmanna, en vinnuafl var í raun gjaldmiðill í landinu. Þær komu í veg fyrir útgerð vel stæðra leiguliða, en voru tækifæri fyrir fátækari leiguliða til að komast á vertíð. 2

3 Efnisyfirlit Útdráttur Inngangur Byggðin í Árnessýslu á 18. öld Eignarhald á jörðum í Árnessýslu Jarðasöfnun og útgerð Skálholtsstóls Kvaðir á Íslandi Afstaða embættismanna til kvaðanna Kvartanir almennings undan kvöðunum Kvaðir í Árnessýslu Kvaðir á jörðum eftir hreppum Kvaðir á jörðum eftir eignarhaldi Breytingar á leigukjörum jarða Tekjur landeigenda af kvöðunum Niðurstöður Heimildaskrá Óprentaðar heimildir Prentaðar heimildir Vefheimildir

4 1 Inngangur Á 18. öld voru 96% bænda á Íslandi leiguliðar. 1 Þar sem þeir leigðu jarðirnar af landeigendum þurftu þeir að greiða leigu, meðal annars í formi landskuldar og leigukúgilda. Flestir þeirra lifðu á landbúnaði, en auk þess stundaði hluti þeirra sjómennsku. Fáir lifðu eingöngu á fiskveiðum og þéttbýli var varla farið að myndast, þótt vísi að því væri að finna á nokkrum stöðum á landinu, til dæmis í Stokkseyrarhreppi í Árnessýslu. Árið 1703 bjuggu 140 manns á jörðinni Stokkseyri, og 225 manns á jörðunum Háeyri, Hrauni og Skúmsstöðum, sem lágu allar þétt saman. 2 Þeir sem ekki voru landeigendur eða leiguliðar voru skyldaðir til að ráða sig í vist sem vinnuhjú, en það var um fjórðungur landsmanna. Lausamennska og flakk vinnufærra manna var illa séð, og í raun bannað nema menn ættu að minnsta kosti þrjú hundruð. 3 Árið 1783 var lausamennska svo alfarið bönnuð. 4 Sums staðar á landinu, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu, tíðkaðist auk þess að jarðirnar væru leigðar út með kvöðum, oftast í formi mannsláns, dagsláttar og hestláns. Þessar kvaðir þóttu mjög íþyngjandi, sem sést á því að þegar almenningi gafst færi á að koma skoðunum sínum á framfæri við Landsnefndina fyrri, sem starfaði á árunum , barst töluvert af kvörtunum undan þessu fyrirkomulagi. Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um kvaðir í ritum sínum. Sagnfræðingurinn Árni Daníel Júlíusson telur að kvaðirnar hafi verið á undanhaldi þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var tekin saman á árunum , hún lýsi kerfi í hnignun og hann dregur þá ályktun að kvaðirnar hafi verið kvaddar um og upp úr Í doktorsritgerð sinni, Bønder i pestens tid. Landbrug, godsdrift og social konflikt i senmiddelalderens islandske bondesamfund, segir hann að kvaðir á Íslandi hafi verið annars eðlis en víða annars staðar í Evrópu, þar sem þær voru hluti af lénsskipulaginu. Bændur á Íslandi hafi getað borgað sig frá kvöðunum, ólíkt evrópskum bændum, og því hafi þær í raun fremur verið hluti af leigukjörum en vinnukvaðir. 6 Helgi Þorláksson sagnfræðingur telur að mannfjölgun og aukin eftirspurn eftir jarðnæði á 17. öld hafi búið 1 Björn Lárusson, The Old Icelandic Land Registers, bls Arnfríður Inga Arnmundsdóttir, Byggð og samfélag í Stokkseyrarhreppi á 18. öld, bls. 7-8, Manntal á Íslandi árið 1703, bls Hér eftir verður stórt hundrað kallað hundrað, eins og hefð var fyrir á 18. öld. 4 Einar Laxness, Íslandssaga III, bls , Vilhelm Vilhelmsson, Sjálfstætt fólk?, bls Árni Daníel Júlíusson, Kvaðirnar kvaddar, bls Árni Daníel Júlíusson, Bønder i pestens tid, bls

5 til tækifæri fyrir landeigendur til að auka álögur og kvaðir á jörðum sínum. 7 Jón J. Aðils segir frá því í bók sinni Einokunarverzlun Dana á Íslandi , að þegar kaupmenn hafi tekið á leigu jarðabókartekjur konungs af Íslandi hafi þeir fjölgað konungsbátum úr 15 í 80-90, og aukið svo kvaðir að bændur í Gullbringu- og Kjósarsýslu hafi ekki getað risið undir þeim. Hans afstaða er sú, að það hafi helst verið erlendir kaupmenn sem lögðu þungar kvaðir á íslenska bændur. 8 Markmið þessarar ritgerðar er að skoða þetta kvaðakerfi nánar, og þá sérstaklega í Árnessýslu, en þaðan bárust flestar kvartanir undan kvöðum til Landsnefndarinnar fyrri. Sú spurning vaknar upp, hvort kvaðirnar hafi í raun verið að leggjast af um aldamótin 1700 eins og Árni Daníel telur, fyrst almenningur í Árnessýslu kvartaði enn undan kvöðum í lok 18. aldarinnar? Ástæðan fyrir því að Árnessýsla varð fyrir valinu er sú að auk þess að flestar kvartanir undan kvöðum hafi borist þaðan er sýslan stór og íbúafjöldi var mikill á 18. öldinni, enda var sýslan sú fjölmennasta í landinu. Flestir bændur þar stunduðu eingöngu landbúnað, aðeins lítill hluti bænda stundaði einnig sjávarútveg árið Þá hafði Skálholtsstóll töluverð ítök í sýslunni, en hann átti þar töluvert af jörðum og var auk þess með mikla útgerð, meðal annars í Þorlákshöfn. Þrátt fyrir að sýslan væri dæmigerð landbúnaðarsýsla voru töluverðar kvaðir í henni, en talið er að kvaðir hafi yfirleitt tengst sjávarútvegi eða stórgóssum kirkjunnar. Almennt voru kvaðir algengastar þar sem sjávarútvegur var mikið stundaður. 10 Meginmál ritgerðarinnar skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað almennt um byggðina í Árnessýslu á 18. öldinni, fyrirkomulag eignarhalds í sýslunni er skoðað og svo jarðasöfnun og útgerð Skálholtsstóls í sýslunni. Annar hluti fjallar annars vegar um afstöðu embættismanna til kvaðanna og hins vegar um kvartanir almennings undan kvöðunum í bréfum til Landsnefndarinnar fyrri, en Árnessýsla er skoðuð sérstaklega í því samhengi. Í þriðja hlutanum er fyrirkomulag kvaða á jörðum í sýslunni skoðað nánar, athugað er hvort það sé munur á tíðni kvaða eftir hreppum og legu þeirra, hvort það sé munur á tíðni kvaða eftir eignarhaldi jarða og loks er efnahagslegur grundvöllur kvaðanna skoðaður og hverjar tekjur landeigenda af kvöðum voru. 7 Helgi Þorláksson, Undir einveldi, bls Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana á Íslandi , bls Hagskinna, bls og Árni Daníel Júlíusson, Kvaðirnar kvaddar, bls Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns úr Múlasýslum og Skaftafellssýslum hefur ekki varðveist, og því er lítið vitað um kvaðir þar. 5

6 Ritgerðin er bæði unnin upp úr frumheimildum og fræðigreinum, en helstu frumheimildir sem ég nota eru Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá , en í henni má finna miklar upplýsingar um eignarhald, landskuld, leigukúgildi og kvaðir á jörðum. Einnig nota ég skjöl Landsnefndarinnar fyrri , en hluti þeirra hefur verið gefinn út í samstarfi Sögufélags, Þjóðskjalasafns Íslands og danska ríkisskjalasafnsins (d. Rigsarkivet). Aðrar heimildir sem ég nota eru ýmis fræðirit og greinar eins og The Old Icelandic Land Registers eftir Björn Lárusson, Saga Íslands, Landbúnaðarsaga Íslands eftir Árna Daníel Júlíusson og Íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson, en þar má meðal annars finna ýmsar upplýsingar og tilgátur um kvaðakerfið, doktorsritgerð Árna Daníels Júlíussonar, Bønder i pestens tid. Landbrug, godsdrift og social konflikt i senmiddelalderens islandske bondesamfund og grein hans Kvaðirnar kvaddar. Kvaðakerfi, demógrafía og svæðisbundin misþróun á 17. og 18. öld, en Árni Daníel er sá fræðimaður sem einna mest hefur rannsakað kvaðirnar. Einnig nota ég greinina Sala Skálholtsjarða. Fyrsta uppboð ríkiseigna á Íslandi eftir Guðmund Hálfdanarson, sem fjallar um sölu á jörðum Skálholtsstóls í lok 18. aldarinnar. 6

7 2 Byggðin í Árnessýslu á 18. öld Seinni hluti 17. aldar einkenndist af mikilli fólksfjölgun og líklega var mannfjöldi í hámarki í lok aldarinnar. 11 Talið er að um 1685 hafi íbúafjöldi í landinu verið Árferði var gott og hélst svo um nokkurt skeið, eða fram undir Búfé var með mesta móti, en því fylgdi ofbeit og uppblástur var hafinn í uppsveitum á Suðurlandi. Þessari mannfjölgun fylgdu auknar kvaðir, þar sem landeigendur gátu lagt kvaðir á jarðir sökum skorts á jarðnæði. Stórlandeigendur voru í betri aðstöðu en aðrir til að leggja kvaðir á jarðir sínar, og þá sérstaklega mannslán, þar sem þeir voru betur í stakk búnir til að vera með útgerð. 13 Á Suðurlandi er talið að um 220 nýbýli hafi byggst upp, flest þeirra hjáleigur, en fyrir voru um 1800 býli á svæðinu. 14 Árin voru síðan harðindaár með miklum mannfelli. 15 Fiskveiðar drógust saman um og eftir aldamótin 1700 og sauðfjárrækt jókst, 16 en líklega má rekja þá þróun til aflabrests og þess mannfalls sem orðið hafði og auknu framboði á jarðnæði, sem gaf fleira fólki kost á að stunda landbúnað. Árið 1707 braust svo út Stórabóla, en um manns létust í henni. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á búsetu, þar sem fjöldi jarða losnaði, og bændur gátu flutt úr kotum yfir á betri jarðir, en býlum fækkaði ekki í samræmi við mannfall, sem bendir til þess að hlutfallslega fleiri hafi stundað búskap þegar fólksfækkun varð. 17 Árið 1703 stunduðu 69,4% bænda á Íslandi eingöngu búskap, 14,9% stunduðu búskap auk sjávarútvegs um vor og 15,8% stunduðu búskap auk sjávarútvegs um vetur og vor. Í Árnessýslu stunduðu hins vegar 88,2% eingöngu búskap og 11,8% búskap auk sjávarútvegs um vetur og vor. Það var því mjög lágt hlutfall bænda sem stundaði sjávarútveg með landbúnaði í sýslunni, svo óhætt er að kalla sýsluna landbúnaðarsýslu. Árið 1703 bjuggu manns í 13 hreppum í Árnessýslu, og var fjöldi heimila 761, en árið 1801 var íbúafjöldinn og fjöldi heimila 709, en fólksfækkun hafði orðið á öllu landinu Helgi Þorláksson, Undir einveldi, bls Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, bls Helgi Þorláksson, Undir einveldi, bls Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, bls Lýður Björnsson, 18. öldin, bls Árni Daníel Júlíusson, Kvaðirnar kvaddar, bls Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, bls Hagskinna, bls. 88, 138 og

8 Mynd 1. Hreppamörk og heiti hreppa í Árnessýslu árið 1703 Heimild: Landsnefndin fyrri II, bls Þrátt fyrir að Árnessýsla hafi verið landbúnaðarsýsla var töluverð útgerð í sýslunni. Sagt er að árið 1700 hafi fjögur inntökuskip verið á Ragnheiðarstöðum í Bæjarhreppi auk heimræðisbáts, og talið er að 19 skip hafi róið frá Loftsstöðum í Bæjarhreppi árið 1706, en það ár voru 36 verbúðir í Þorlákshöfn. Í bréfi Jóns biskups Vídalín frá 1702 var kveðið á um að ekki mættu fleiri en skip hafa verstöðu í Þorlákshöfn, og árið 1785 reru 30 skip frá Selvogi, en á þeim voru 380 menn. 19 Til eru skýrslur um skipaútgerð frá árinu 1762, en í þeim kemur fram fjöldi báta sem reru út í sýslunni, en bátar Skálholtsstóls og konungs eru ekki í þessum skýrslum, heldur aðeins bátar í bændaeign. Samkvæmt þessari skýrslu reru bátar frá eftirfarandi höfnum: Loftsstaðir í Bæjarhreppi 4 bátar Stokkseyri í Stokkseyrarhreppi 5 bátar Háeyri í Stokkseyrarhreppi 1 bátur Þorlákshöfn í Ölvesi 19 bátar Herdísarvík í Selvogi 5 bátar 19 Lúðvík Kristjánsson, Íslenskir sjávarhættir II, bls

9 Mölvík í Selvogi 2 bátar Þorkelsgerði í Selvogi 2 bátar Nes í Selvogi 11 bátar Bjarnastaðir í Selvogi 10 bátar Samtals voru þetta 59 bátar, 3 þeirra voru þríæringar, 14 voru feræringar, 16 voru sexæringar, 19 voru áttæringar og 6 voru teinæringar. Áhafnir þessara báta voru samtals 471 maður, sem var 10% af íbúafjölda sýslunnar árið Loftur Guttormsson hefur kannað fasta búsetu fólks á vetrarvertíð á Hvalsnesi á Reykjanesi. Niðurstöður hans leiddu í ljós að aðeins 28% þeirra sem dvöldu á Hvalsnesi á vetrarvertíð árið 1780 höfðu fasta búsetu í kirkjusókninni, en flestir sjómannanna komu frá Suðurlandi. 21 Á þessu sést, að töluverð útgerð hefur verið í Árnessýslu á 18. öld. Mikill hreyfanleiki hefur verið á fólki vegna vetrarvertíðar, og ef ástandið hefur verið svipað og á Hvalsnesi má jafnvel gera ráð fyrir fjölda fólks utan sýslu, sem hefur dvalið tímabundið í sýslunni vegna vertíðar, og jafnframt að íbúar Árnessýslu hafi dvalið tímabundið á vertíð utan sýslu. 2.1 Eignarhald á jörðum í Árnessýslu Ef skoða á kvaðir í Árnessýslu er mikilvægt að gera sér grein fyrir eignarhaldi á jörðunum í sýslunni. Hrepparnir í sýslunni voru 13 á 18. öld, en þeir voru mjög misjafnir að stærð, bæjarfjölda og íbúafjölda. Hér hafa verið teknar saman upplýsingar um eignarhald á jörðum í sýslunni eftir hreppum árið 1708, eins og það var skráð í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Lögbýlum er skipt niður eftir því hvort þau voru í eigu Skálholtsstóls, kirkna, bænda, konungs eða voru fátækrajarðir, en hlutfallið er reiknað út frá fjölda jarða, en ekki verðmæti, þar sem ekkert verðmat var á jörðum Skálholtsstóls og kirkna í Jarðabókinni. 20 ÞÍ. Rentukammer. D1/8. Skýrslur um skipaútveg úr 9 sýslum, Árnessýsla, Hagskinna, bls Loftur Guttormsson, Population, Households and Fisheries in the Parish of Hvalsnes, Southwestern Iceland, , bls

10 % % Konungsjarðir % Bændajarðir % Kirkjujarðir % Skálholt Fjöldi lögbýla Tafla 1. Eignarhald á jörðum í Árnessýslu árið 1708 Bæjar- hreppur Skeiðar- hreppur Eystri hreppur ,5% 9 39,1% 4 17,4% 0 0% 0 0% ,9% 1 5,3% 7 36,8% 0 0% 0 0% ,1% 2 14,3% 4 28,6% 0 0% 0 0% ,5% 7 31,8% 3 13,6% 0 0% 0 0% ,7% 1 3,4% 11,9 41% 0,6 2,1% 0,5 1,7% ,8% 1 4,2% 0 0% 0 0% 0 0% ,3% 1 4,2% 9 37,5% 0 0% 0 0% Ytri hreppur ,3% 7 20% 9 25,7% 0 0% 0 0% % 1 2,3% 5 11,6% 0 0% 0 0% Grímsnes 50 34,5 69% 5 10% 8,5 17% 2 4% 0 0% Kristfé/fátækrajarðir Stokkseyrarhreppur Sandvíkurhreppur Hraungerðishreppur Villingaholtshreppur Biskupstungur Þingvallasveit ,2% 5 55,6% 2 22,2% 0 0% 0 0% Ölvessveit ,9% 4 8,3% 20 41,7% 1 2,1% 0 0% Selvogur ,3% 3 25% 8 66,7% 0 0% 0 0% Samtals ,5 59,5% 47 13,4% 91,4 26% 3,6 1% 0,5 0,1% Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns II. Árnessýsla. Þegar þessar tölur eru skoðaðar sést að stór hluti jarða Árnessýslu var í eigu Skálholtsbiskupsstóls á 18. öld, 209,5 jarðir, sem var 59,5% allra jarða í sýslunni. Þetta hlutfall hélst nokkurn veginn óbreytt þar til stór hluti jarðanna var boðinn upp og seldur á árunum Þá voru 13,4% jarða í eigu kirkna og 26% í eigu bænda. Aðeins 22 Guðmundur Hálfdanarson, Sala Skálholtsjarða bls

11 1% þeirra voru í eigu konungs og 0,1% voru kristfé eða fátækrafé, en það voru jarðir sem voru gefnar til framfærslu fátækra. 23 Ef eignarhald Skálholtsstóls í sýslunni er skoðað betur sést að eignarhlutfallið var mjög misjafnt eftir hreppum, til dæmis átti Skálholt aðeins 8,3% jarða í Selvogi en 95,8% í Skeiðarhreppi. Þegar þessi dreifing er skoðuð nánar sést að þeir fjórir hreppar þar sem hlutfall Skálholtsjarða er hæst, Skeiðahreppur (95,8%), Biskupstungur (86%), Grímsnes (69%) og Eystri hreppur (58,3%) liggja allir nálægt Skálholti. Það virðist því vera svo að Skálholt hafi fremur eignast jarðir nær sér en fjær, en þessir hreppar teljast allir til uppsveita Árnessýslu og eru landbúnaðarsvæði. Skálholtsstóll átti hins vegar færri jarðir í þeim hreppum sem liggja að sjónum, en af þeim fjórum hreppum sem liggja að sjó átti Skálholt mun færri jarðir hlutfallslega en í öðrum hreppum, 57,9% í Stokkseyrarhreppi, 47,9% í Ölvesi, 43,5% í Bæjarhreppi og aðeins 8,3% í Selvogi, en þaðan var mikil útgerð. Sá hreppur sem helst skar sig úr hvað þetta varðar var Þingvallasveit, en þar átti Þingvallakirkja meirihluta jarðanna, hreppurinn var svo smár, með aðeins níu lögbýlum, að eignir Þingvallakirkju skekkja niðurstöðurnar. Kirkjujarðirnar í sýslunni voru 47, eða 13,4% af jörðunum. Erfiðara er að sjá mynstur í því hvar kirkjujarðirnar voru, en hugsanlega tengdust þær fremur ákveðnum fjársterkum kirkjum eins og Þingvallakirkju, sem átti 55,9% jarða í Þingvallasveit. Þegar dreifing bændajarðanna er skoðuð kemur í ljós að öfugt við jarðir Skálholts voru fleiri bændajarðir í einkaeigu við sjávarsíðuna. Þrátt fyrir að þessar jarðir hafi verið í bændaeign bjuggu eigendur sjaldnast á þeim, heldur leiguliðar, enda voru 96% lögbýlisbænda leiguliðar árið Hlutfall bændajarða var hæst í Selvogi (66,7%) og Ölvesi (41,7%), en þeir hreppar liggja báðir að sjó. Hlutfallið var einnig nokkuð hátt í Villingaholtshreppi (41%), sem er nálægt sjávarsíðunni og Stokkseyrarhreppi (36,8%), sem einnig liggur að sjó, en undantekningin er Eystri hreppur (37,5%), sem tilheyrir uppsveitum sýslunnar. Konungsjarðir voru mjög fáar í sýslunni, aðeins 1%, svo nokkuð ljóst er að þær hafa haft lítil áhrif á tíðni kvaða í sýslunni og það sama má segja um kristfjárjarðir, en aðeins hálf slík jörð var í sýslunni. 23 Einar Laxness, Íslandssaga II, bls Björn Lárusson, The Old Icelandic Land Registers, bls

12 Áhugavert er að skoða þessar tölur í samhengi við eignarhald jarða á öllu landinu, en hér í töflu 2 er sýnt eignarhald á jörðum um landið allt, í Skálholtsbiskupsdæmi og í Árnessýslu árið 1695, en hér er miðað við andvirði jarða samkvæmt jarðabók frá árinu Tafla 2. Eignarhald á jörðum árið 1695 Biskupsstólar Kirkjujarðir Bændajarðir Konungsjarðir Kristfé Landið allt 16% 14,4% 51,9% 16,2% 1,5% Skálholtsstifti 11,4% 16,1% 55,6% 15% 1,9% Árnessýsla 59,2% 10,9% 27,2% 2,6% 0,1% Heimild: Björn Lárusson, The Old Icelandic Land Registers, bls Gísli Gunnarsson, Fjárhagslegar forsendur kirkjustarfs frá 16. öld til 1874, bls Á þessu má sjá, að hlutfall jarða sem voru í eigu Skálholtsstóls var töluvert hærra en það sem var annars staðar á landinu. Hlutfall kirkjujarða er svipað, en bændajarðir og konungsjarðir voru töluvert færri. Skálholtsstóll var langstærsti landeigandinn í sýslunni og átti meira en helming jarðanna, en eignir Skálholtsstóls voru hlutfallslega fleiri í hreppunum nær Skálholti, í uppsveitum sýslunnar, en eignir bænda voru oftar við sjávarsíðuna. Skálholt átti þó nokkrar lykiljarðir við sjávarsíðuna, Loftsstaði og Ragnheiðarstaði í Bæjarhreppi, Þorlákshöfn í Ölvesi og Herdísarvík í Selvogi, en aðrar mikilvægar sjávarjarðir eins og Stokkseyri, Nes og Bjarnastaðir voru í bændaeign. 25 Kirkjujarðirnar dreifðust óreglulega um sýsluna og tengdust fremur fjársterkum kirkjum en landfræðilegri staðsetningu. Það er því ljóst, að nauðsynlegt er að skoða hlutverk Skálholts í sýslunni betur. 2.2 Jarðasöfnun og útgerð Skálholtsstóls Eins og sjá má af eignarhaldi á jörðum í Árnessýslu á 18. öld spilaði Skálholtsstóll stórt hlutverk þar og því er ekki úr vegi að skoða hann aðeins betur. Skálholtsstóll fór snemma á miðöldum að sölsa undir sig sjávarútvegsjarðir. Strax á fyrri hluta 12. aldar eignaðist biskupsstóllinn Vestmannaeyjar, sem eru ein elsta verstöðin í Norður Atlantshafi, en þar voru flestir sem sóttu sjóinn heimamenn. Konungur eignaðist eyjarnar svo á 15. öld. Á 15. öld eignaðist biskupsstóllinn líklega allar jarðir í Grindavík nema eina. Skálholtsstóll eignaðist einnig Þorlákshöfn á miðöldum, en þaðan reru vermenn á skipum biskupsstólsins, og um aldamótin 1700 er talið að allt að 40 skip hafi gengið til veiða úr 25 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns II. Árnessýsla. 12

13 Þorlákshöfn. Útgerð Skálholtsstóls frá Grindavík var einnig umfangsmikil. Stóllinn átti þrjár til fjórar verbúðir fyrir skipshafnir sínar í Þorlákshöfn og á 17. öld, í tíð Brynjólfs biskups Sveinssonar, efldist útgerð Skálholts töluvert. 26 Harðfiskur var helsta fæða skólapilta og því var útgerðin afar mikilvæg fyrir biskupssetrið. Á árunum og fluttust að meðaltali átta til tíu smálestir af fiski á ári til Skálholts og ef skortur var á harðfiski gat farið svo að fella þyrfti skólahald niður og senda skólapilta heim. 27 Umfang útgerðarinnar hefur verið mikið, en árið 1703 gengu átta til níu stólsskip úr Grindavík. Sama ár nam landskuld Grindvíkinga til Skálholtsstóls kg af fullverkuðum harðfiski, eða tæpum sautján smálestum af fiski. Auk útgerðar frá Grindavík voru helstu útgerðarstaðir Skálholts Þorlákshöfn, Selvogur og Akranes. 28 Skálholtsstóll átti 350 skipsróðrarkvaðir hjá leiguliðum sínum. 29 Skálholtsstóll varð fyrir miklum tekjumissi vegna harðinda og fjárkláða sem gengu yfir landið á síðari hluta 18. aldar. Til þess að reyna að rétta af fjárhag stólsins og auka sjálfsábúð á Íslandi var í kjölfarið ákveðið að selja stærstan hluta Skálholtsjarða. Salan fór fram á árunum og flutti biskupsembættið til Reykjavíkur í kjölfarið Kvaðir á Íslandi Þau gjöld sem leiguliðar á jörðum greiddu til landeiganda voru landskuld, en það var leiga fyrir jörðina. Hún var um það bil eitt hundrað álnir fyrir leigu á 20 hundraða jörð. Einnig greiddu þeir kúgildi eða leigukúgildi, en það var leiga á þeim búfénaði sem fylgdi jörðinni þegar hún var tekin á leigu. 31 Auk þessara gjalda voru sums staðar á landinu lagðar kvaðir á leiguliðana sem þeir voru skuldbundnir til að inna af hendi. Álíka fyrirkomulag tíðkaðist víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og er líklegt að fyrirmyndin sé sótt þangað. Þar hvíldu víða kvaðir á leiguliðum og húsmönnum, meðal annars í formi vinnuframlags og láns á hestum. 32 Upphaflega voru fóðurkvaðir lagðar á leiguliðana, þar sem jarðirnar voru byggðar með þeim skilyrðum að leiguliði fóðraði búfénað fyrir landeiganda. Síðar var farið að 26 Jón Þ. Þór, Sjósókn og sjávarfang I, bls. 65 og Jón Þ. Þór, Sjósókn og sjávarfang I, bls Jón Þ. Þór, Sjósókn og sjávarfang I, bls Lúðvík Kristjánsson, Úr heimildahandraða seytjándu og átjándu aldar, bls Guðmundur Hálfdanarson, Sala Skálholtsjarða, bls Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III, bls. 39 og Árni Daníel Júlíusson, Landbúnaðarsaga Íslands I, bls

14 krefja leiguliða um dagsláttu, mannslán, hestlán og aðrar kvaðir. Hægt er að finna heimildir um kvaðir á 14. öld og voru róðrarkvaðir orðnar nokkuð algengar á 15. öld á kirkjujörðum og bændajörðum víðs vegar, en einnig á jörðum Skálholtsstóls. 33 Þann 11. desember 1492 úrskurðaði Stefán biskup í Skálholti um þrjá leiguliða staðarins, sem ekki höfðu lánað hest til stólsins eins og leigumálar þeirra sögðu til um. 34 Einnig er til dómur Stefáns biskups frá 18. nóvember 1511 þar sem Einar Þórðarson leiguliði Skálholtsstaður var kærður fyrir það að hafa ekki róið á staðarskipinu, svo sem ráðsmaður hafði lagt fyrir landbúa stólsins í landastefnu að róa fyrr á staðarins skipum en annara manna. 35 Það er því ljóst, að kvaðir voru þekktar á jörðum Skálholts á 15. og 16. öld. Kvaðirnar voru af ýmsu tagi, en hér fyrir neðan má sjá upptalningu á helstu kvöðum sem lagðar voru á jarðir á Íslandi: Mannslán - Leiguliði átti að láta mann eða menn róa á vegum landsdrottins, annað hvort á vetrarvertíð eða allar vertíðar. Leiguliði mátti svo láta hjáleiguog húsmenn á sinni jörð róa fyrir sig. Stundum gátu menn keypt sig frá þessari kvöð með 20 álnum, en það var þó ekki alltaf hægt. Dagsláttur - Leiguliði átti að slá dagsláttu fyrir landeiganda án kaups, en fékk vanalega fæði fyrir. Fóðurkvöð - Leiguliði sá um að fóðra búfénað landeiganda. Hestlán - Leiguliðar áttu að fara lestarferðir fyrir landeiganda, til dæmis til að flytja farangur biskups eða flytja matvæli til Alþingis. Hríshestur - Leiguliði útvegaði hest til að flytja hrís fyrir landeiganda. 36 Heimabóndi, sá sem bjó á lögbýli, bar ábyrgð á að greiða tíundir og tolla hjáleigumanna sinna, en gat í staðinn lagt skipsáróðurskvaðir á þá. 37 Samkvæmt Árna Daníel Júlíussyni sýnir landfræðileg dreifing kvaða sterk tengsl milli kvaðakerfis og fiskveiða, en einnig tengsl milli kvaðakerfis og stórgóssa kirkjunnar, en þau verða skoðuð hér á eftir. 38 Svo virðist sem kvaðir hafi verið á stórum hluta jarða Skálholtsstóls allt þar til stór hluti Skálholtsjarða var seldur á árunum , en þá var kaupendum jarðanna bannað að heimta kvaðir af leiguliðum á fyrrum Skálholtsjörðum. Þó voru róðrarkvaðir 33 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III, bls DI VII, bls (Úrskurðr Stepháns biskups um hrosslán til Skálholtsstaðar ). 35 DI VIII, bls (Dómr Stepháns biskups um skipsáróðr landseta Skálholtsstaðar ). 36 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III, bls Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III, bls Árni Daníel Júlíusson, Kvaðirnar kvaddar, bls

15 enn heimtar af sumum fyrrum Skálholtsjörðum fram á miðja 19. öld, þrátt fyrir þetta ákvæði við söluna um að kvaðir skyldu lagðar af Afstaða embættismanna til kvaðanna Árið 1701 sigldi Lárus Gottrup lögmaður til konungs með bænaskrá Íslendinga, sem hafði verið samin á Alþingi, en í henni voru tillögur um ýmis málefni. Í kjölfarið skipaði konungur tíu manna nefnd sem átti að fjalla um bænaskrána og lagði Gottrup fyrir nefndina tillögur sínar um úrbætur, sem byggðu að mestu á bænaskránni. Í tillögum Gottrups er farið fram á að kvaðir á konungsjörðum verði minnkaðar, en þær voru sagðar hafa aukist eftir að kaupmenn tóku innheimtu konungstekna á leigu árið Hann taldi kvaðirnar torvelda bændum að manna eigin báta og taldi að sumir þeirra neyddust jafnvel til að hætta útgerð. 40 Landsnefndin fyrri óskaði eftir tillögum frá landsmönnum til úrbóta á landshögum, og bárust henni m.a. 36 bréf frá 45 prestum víðs vegar um landið. 41 Þeir komu með ýmsar hugmyndir um úrbætur fyrir almenning, eins og netaveiðar og garðyrkju. 42 En aðeins tveir þeirra minntust á kvaðir í greinargerðum sínum. Séra Árni Þórðarson á Lambastöðum í Gullbringusýslu taldi í greinargerð sinni frá 12. febrúar 1771 að mannslán, hestlán og aðrar kvaðir væru skaðlegar fyrir efnahag fátækra bænda. 43 Séra Þorvarður Auðunarson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var á sama máli, en hann segir í greinargerð sinni frá 5. júlí 1771, að [þ]etta yrði og bændum vel þolanlegt ef þeim í þess stað ílinað væri um þær svokölluðu kvaðir af kóngs- og biskupsstólajörðum, svo sem eru 20 al. og 10 al. mannslán etc. sem þeir nú verða betala fyrir utan árlega landskuld. 44 Sýslumenn voru einnig beðnir um álitsgerðir, en Guðmundur Runólfsson sýslumaður í Gullbringusýslu var sá eini sem taldi að hjáleigumenn ættu að fá að róa á eigin bátum. 39 Guðmundur Hálfdanarson, Sala Skálholtsjarða, bls Lýður Björnsson, 18. öldin, bls Landsnefndin fyrri II, bls Christina Folke Ax, Íslensku prestarnir og bréf þeirra til Landsnefndarinnar , bls Landsnefndin fyrri II, bls (Séra Árni Þórarinsson á Lambastöðum ritar álitsgerð um hérað sitt Lit. Y). 44 Landsnefndin fyrri II, bls (Séra Þorvarður Auðunarson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd fjallar um agaleysi barna og fleira Lit. Kk. N 4). 15

16 Hann minntist jafnframt á að kvaðir væru lagðar á jarðir sem áður hefðu verið kvaðalausar. 45 Amtmaður og biskupar landsins voru einnig beðnir um greinargerðir, og voru meðal annars beðnir um tillögur til úrbóta um fiskveiðar, til dæmis hvernig fækka mætti í áhöfn á hverjum báti, hvernig útvega mætti næg skiprúm og hvernig auðveldast yrði að útvega mannskap úr sveitum þegar mannekla væri í verstöðvum. 46 Ekki er hægt að sjá á svörum Finns Jónssonar biskups í Skálholti, að hann hafi talið þörf á breytingum á kvöðum. Hann taldi hins vegar að ekki væri skortur á skiprúmum, heldur fremur að það hafi skort mannskap á skipin. 47 Í álitsgerð frá 7. febrúar 1771 svaraði Ólafur Stephensen amtmaður þeirri spurningu hvort betra væri að hjáleigumenn myndu róa á eigin bátum eða bátum húsbónda síns. Hann taldi að kvaðirnar væru mikilvæg tekjulind fyrir biskupsstólana, konung og landeigendur, sem þeir mættu alls ekki missa, og að rekstrargrundvöllur Skálholtsskóla væri brostinn, ef mannslán og aðrar kvaðir yrðu aflagðar, og prestar og fátækir embættismenn yrðu öreigar ef kvaðirnar legðust af. Hann taldi auk þess að ef kvaðirnar yrðu lagðar af kæmi það í veg fyrir uppbyggingu á eyðijörðum, þar sem enginn hvati væri fyrir heimabóndann að byggja þær aftur. Þá taldi hann ekki réttlátt að kvaðir legðust eingöngu af á hjáleigum en ekki heimajörðum. 48 Með þessari greinargerð var Ólafur meðal annars að bregðast við skrifum manna eins og Guðmundar Runólfssonar sýslumanns í Gullbringusýslu. 49 Þrátt fyrir tilraunir Lárusar Gottrups til þess að stuðla að því að leggja niður kvaðirnar í byrjun 18. aldar virðist almennt hafa verið lítill áhugi hjá íslenskum embættismönnum fyrir því að leggja niður kvaðir á jörðum, hvort sem það var á heimajörðum eða hjáleigum. Það er kannski ekkert skrýtið ef haft er í huga, að afkoma embætta þeirra og jafnvel þeirra sjálfra var undir þeim komin, en margir embættismenn á Íslandi á þessum tíma voru jafnframt landeigendur og voru jafnvel með útgerð sjálfir. Í skýrslum um skipaútgerð frá árinu 1762 má sjá nöfn á eigendum báta í bændaeign í Árnessýslu, en þar kemur meðal 45 Landsnefndin II, bls (Guðmundur Runólfsson sýslumaður í Gullbringusýslu, Underdanig giensvar paa Velædle og Velbyrdige Herrers Land Commissariers, Deres Trende Pro Memorier til Samtlige Sysselmændene næst afvigte Aar Lit. Ii No. 2) 46 Landsnefndin I, bls Landsnefndin I, bls (Finnur Jónsson Skálholtsbiskup, Anmærkninger over Hr Hr Hr Land Commissariernes Instruction [ódags.]. Lit. G No. 2). 48 Landsnefndin I, bls (Ólafur Stephensen amtmaður, PRO MEMORIA angaaende den Qvæstion: Om det var tienligre for Publicum, at Hialeyemændene roede paa eegen eller Iorddrottens og Opsiddernes paa Hiemmegaarden, deres Baader? Lit. Q). 49 Hrefna Róbertsdóttir, Amtmaður og Íslands fátæklingar, bls

17 annars fram, að biskupinn Finnur Jónsson gerði út áttæring frá Herdísarvík, sýslumaðurinn Brynjólfur Sigurðsson gerði út sex báta frá Selvogi, tvo teinæringa, tvo áttæringa (sá þriðji var ónýtur) og sexæring, og ráðsmaðurinn í Skálholti, Sigurður Sigurðsson, nefndur Sívert Sívertssen í skýrslunni, átti þrjá báta í Þorlákshöfn, áttæring, sexæring og feræring, áttæring í Herdísarvík og tvo áttæringa á Bjarnarstöðum. Fjöldi áhafnarmeðlima á þessum bátum voru 120, en heildarfjöldi sjómanna í sýslunni á bátum í einkaeign var 471 maður. 50 Þessir þrír embættismenn áttu því 12 báta af þeim 59 sem voru í einkaeign í sýslunni, en hugsanlega leynast nöfn fleiri embættismanna í þessum skýrslum. Það er því ljóst, að róðrarkvaðir hafa skipt töluverðu máli fyrir þá embættismenn sem voru landeigendur og voru jafnframt með útgerð, til þess að þeir gætu útvegað áhafnir á báta sína á vertíð. 3.2 Kvartanir almennings undan kvöðunum Fáar heimildir eru til um það hvað almenningi í landinu fannst um kvaðirnar en fyrrnefndur úrskurður Stefáns biskups frá 1492 um þrjá leiguliða sem ekki höfðu lánað hest til stólsins og dómur hans frá 1511 yfir Einari Þórðarsyni leiguliða Skálholtsstaðar, sem hafði neitað að róa á staðarskipinu gefa vísbendingar um að ekki hafi alltaf ríkt sátt um kvaðirnar. Í skjölum Landsnefndarinnar fyrri sem eru frá árunum fáum við að kynnast viðhorfum almennings til ýmissa mála, og þar sést að kvaðirnar lágu þungt á bændum. Nefndinni bárust 72 bréf frá almenningi úr níu sýslum víðs vegar um landið. Í 20 af þessum bréfum er minnst á kvaðir, en þau bárust frá fimm sýslum, Gullbringu-, Kjósar-, Borgarfjarðar-, Rangárvalla- og Árnessýslu. 51 Þessi dreifing er í samræmi við tíðni kvaða í landinu, en þær voru flestar á svæðinu frá Rangárvallasýslu til Borgarfjarðarsýslu, auk Snæfellsnessýslu. 52 Úr Árnessýslu bárust 12 bréf, frá hreppstjórum og bændum í níu hreppum, auk þriggja bréfa frá öðrum aðilum. Í þessum bréfum er kvartað undan ýmsum atriðum, og má nefna ýmsa tolla og tíundir, aðgengi að verslun, leigukúgildi og ástand jarða og viðhald á húsum, auk kvaðanna, sem hér verður nánar fjallað um. 53 Hér á eftir er samantekt á þeim kvörtunum úr Árnessýslu sem snúa að kvöðum á jörðum: 50 ÞÍ. Rentukammer. D1/8. Skýrslur um skipaútveg úr 9 sýslum, Árnessýsla. 51 Landsnefndin fyrri I. 52 Árni Daníel Júlíusson, Kvaðirnar kvaddar, bls Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, Skjalasafn Landsnefndarinnar fyrri, bls

18 1. Hreppstjórar og bændur á átta jörðum Gaulverjabæjar og Skálholts kvarta undan kvöðum, sem voru mannslán á hverjum ábúanda (20 álnir) auk hestláns og dagslátts (15 álnir). Tekið er fram að kvaðirnar hækki eftir sem fleiri búi á jörðunum, þannig að á tvíbýlum eru tvö mannslán og tveir dagslættir, og sjaldnast hægt að greiða fyrir mannslánið. Þurfa menn að leggja allt til sjálfir, fyrir utan húsið og skipin, en í mannslán tekinn 6. hvör fiskur er Guð gefur um vertíðina Bændur og hjáleigumenn á sjö jörðum Gaulverjabæjarkirkju kvarta undan sams konar kvöðum og í fyrra bréfi, mannsláni, hestláni og dagslætti Hreppstjórar og bændur í Stokkseyrarhreppi kvarta undan því að enn séu á sumum stólsjarðarábúendum kvaðir um 20 al. mannslán til skipsáróðurs eða betala 4 mk. dansk þeim manni er skipinu gagnast, ekkert tillag utan húsnæði og þó tekinn sjötti hvör fiskur í skipleigu af því sem Guð gefur honum þann vertíðartíma, og svo hestlán og dagsláttur Hjáleigubændur Stóru-Háeyrar á Eyrarbakka kvarta undan kvöðum, hjáleigubændurnir 14 greiða allir 15 fiska hver í mannslán en húsmennirnir fjórir ekkert Hreppstjórar og bændur í Sandvíkurhreppi kvarta undan því að [e]nn eru kölluð af stólsjarðaábúendum, eins slags leiga kölluð kvaðir sem er 20 al. mannslán til skipsáróðurs eður betala 4 mörk sem menn fá þó sjaldan að betala fyrir, ekkert lagt til nema húsnæði, en 6. hver fiskur tekinn, auk hestláns og dagsláttar Hreppstjórar og bændur í Hraungerðishreppi kvarta undan 20 álna mannsláni, 10 álna hestláni og 5 álna dagslætti á stólsins jörðum Hreppstjórar og bændur í Villingaholtshreppi kvarta einnig undan kvöðum á stólsjörðum: Þar til er af oss heimtað stólsins landsetum 20 álna mannslán, 10 álna hestlán og fimm álna dagsverk Hreppstjórar og bændur á Skeiðum kvarta undan kvöðum á stólsjörðum, 20 álna mannslán, 10 álna hestlán og 5 al. dagsverk. Til að betala mannslánið er kallaður maður af flestum stólsjörðum hér í sveit að róa á stólsskipi og má 54 Landsnefndin fyrri I. Bls (Hreppstjórar og bændur á jörðum Gaulverjabæjar- og Skálholtskirkna skrifa um kjör sín Lit. ZZ. N 11[a]). 55 Landsnefndin fyrri I, bls (Bændur og hjáleigumenn á jörðum Gaulverjabæjarkirkju skrifa um kjör sín Lit. ZZ. N 11[b]). 56 Landsnefndin fyrri I, bls (Hreppstjórar og bændur í Stokkseyrarhreppiskrifa um skuldir sínar og bág kjör Lit. Hh. N 4). 57 Landsnefndin fyrri I, bls (Hjáleigubændur Stóru-Háeyrar á Eyrarbakka skýra frá högum sínum Lit. Cc. N 1). 58 Landsnefndin fyrri I, bls (Hreppstjórar og bændur í Sandvíkurhreppi skrifa um bágindi sveitarinnar Lit. Dd). 59 Landsnefndin fyrri I, bls (Hreppstjórar og bændur í Hraungerðishreppi kvarta yfir leigukúgildum og slæmum kjörum Lit. Hh. N 3). 60 Landsnefndin fyrri I, bls (Hreppstjórar og bændur í Villingaholtshreppi skrifa um hag sveitarinnar Lit. Hh. N 5). 18

19 sjálfur sér tilleggja allt sem með þarf utan skipið og húsið, en tekinn allur ¹ 6 partur af öllum þeim bolfiski sem hann fær í sinn hlut, hvert mikill er eður lítill Hreppstjórar og bændur í Grímsnesi kvarta undan sams konar kvöðum á stólsjörðum, mannslán, hestlán og dagsláttur, þar sem ekkert er tillagt nema húsið, en tekinn þó af honum 6tti hver fiskur af því er Guð gefur þá vertíð er úti, af hverri mannsláns niðurraðan fátækir hljóta oft stóran baga. Annað er hestur með járnum sem gildir 10 al. ef ekki er tillátinn, úr hverju láni hann kemur oft skemmdur, og það oftast bótalaust af stólsins hálfu. Þriðja er dagsverk um heyannir eður betalist 5 al Hreppstjórar og bændur í Biskupstungum og Hreppum: Sumir þeir á Skálholts-stólsjörðum búa er tilsagt fyrir utan landskuld og leigur að gjalda af þeim til stólsins 20 al. mannslán, 10 al. hestlán, 5 al. dagsverk. Til að betala mannslánið er leiguliðinn kallaður til að róa á stólsins skipum og má sjálfur sér tilleggja allt sem með þarf utan sjálft skipið og húsið, en tekinn allur ¹ 6 partur af öllum þeim bolfiski sem hann fær í sinn hlut hvert mikill er eður lítill Hreppstjórar og bændur í Ölfushreppi: Á dómkirkjunnar jörðum fyrir utan afgiftina sjálfa kallast kvaðir, til verðaura 35 al. 1 Mannslán 20 al. fyrir hvört ei fæst að betala heldur róa á stólsins skipum, oft þar mönnum hagnast síst og tekinn svo 6ti hvör fiskur á vorin af vertíðaraflanum í skipleigu. 2 Hestlán 10 al. 3 Dagssláttur 5 al., hvörtveggja fyrir betalað er árlega. 5 Og hvað margar hjáleigur ein jörð hefur undir sig liggjandi verða þeirra ábúendur að gjalda mannslán og sumir dagsverk með til heimabóndans. 64 Af þeim 12 bréfum sem bárust úr sýslunni frá almenningi er fjallað um kvaðir í 11 þeirra, svo óhætt er að draga þá ályktun að kvaðirnar hafi hvílt þungt á íbúum hennar. Samkvæmt lýsingum bréfanna hafa kvaðirnar oftast verið metnar á þann hátt að mannslán um vertíð var 20 álna virði, hestlán 10 álna virði og dagsláttur 5 álna virði, eða samtals 35 álnir, ef menn á annað borð fengu að greiða til þess að komast hjá kvöðunum. Í bréfunum er hins vegar víða tekið fram að það hafi ekki verið í boði að komast undan skipsáróðri með því að greiða fyrir hann. Nákvæmar lýsingar eru á því hvernig fyrirkomulagið var, en ábúandi átti að útvega mann til róðurs á skipi landeigandans, sem var oftast Skálholtsstóll, og þurfti að leggja til allt sem þurfti fyrir utan bát og húsnæði. Landeigandinn fékk svo 1/6 61 Landsnefndin fyrri I, bls (Hreppstjórar og bændur á Skeiðum skrifa um fjársýkina og bág kjör sín Lit. Ee. N 2[a]). 62 Landsnefndin fyrri I, bls (Hreppstjórar og bændur í Grímsnesi skrifa um bágindi sveitarinnar Lit. Ee. N 2[b]). 63 Landsnefndin fyrri I, bls (Hreppstjórar og bændur í Biskupstungum og Hreppum skrifa um skemmdir á jörðum ogjarðaafgjöld [án dags.] Lit. YY. N 2). 64 Landsnefndin fyrri I, bls (Hreppstjórar og bændur í Ölfushreppi skýra frá hvað helst hafi orðið þeim til skaða Lit. Ee. N 1). 19

20 af aflanum. Ekki kemur fram hver fékk hina hlutana fimm, en líklega hefur ábúandi, hvort sem hann reri sjálfur eða sendi vinnumann, fengið stóran hluta af aflanum. Það virðist því svo, að ábúandinn hafi þó hagnast eitthvað af þessu fyrirkomulagi, þar sem hann hélt hluta aflans. Ef skoðuð eru dæmi úr öðrum sýslum sést að róðrarkvaðirnar hafa yfirleitt verið um það bil 20 álna virði, eða 40 fiska, 65 og stundum einn ríkisdalur. 66 Á Kjalarnesi kvörtuðu kotungar hins vegar undan því: að húsbændur okkar kotamanna skylda af oss við endilega róum þeirra bátum fyrir alls ekkert ár eftir ár, þó sumir bátarnir finnist að vera segllausir og áraslæmir [ ] Þegar við róum okkar bátum heimta þeir hálfan hlut árið um kring og leggja ekkert til, jafnvel þó börn okkar eður þénarar rói með okkur. Ef viljum þessu mótmæla, má það heita undir niðri útbyggingarsök, þótt aðrar léttvægar séu heldur opinberlega fyrir bornar. 67 Ekki er að sjá annað á þessu, en að mun þyngri kvaðir hafi verið á þessum jörðum í Kjósarsýslu en Árnessýslu, en þær voru í bændaeign. Á Akranesi kvörtuðu bændur og hjáleigumenn undan mannsláni allt árið, sem komi í veg fyrir eigin útgerð þeirra. 68 Í Rangárvallasýslu eru kvaðirnar hins vegar mun lægra metnar, eða 10 álnir fyrir mannslán, 5 álnir fyrir hestlán og 5 álnir fyrir dagslátt, eða 20 álnir samtals. 69 Þar er hins vegar ekki tekið fram hversu stóran hluta aflans landeigandinn fékk, en það er raunar hvergi tekið fram nema í Árnessýslu. Þegar bréf almennings til Landsnefndarinnar fyrri eru skoðuð kemur í ljós að flestar kvartanir vegna kvaða komu úr Árnessýslu, eða í 11 bréfum af 12, en kvartað var undan kvöðum í samtals 20 bréfum af 72 á landsvísu. Vísbendingar eru um að kvaðir hafi verið þungar á sumum jörðum á Vesturlandi, og landeigendur hafi jafnvel hirt helming afla ef leiguliðar reru á eigin bátum. Það er því nokkuð ljóst að almenningur var ekki sáttur við kvaðirnar og fannst þær vera íþyngjandi. 65 Tveir fiskar voru jafngildi einnar álnar, sjá t.d. Vef. Gísli Gunnarsson. Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?. 66 Sjá til dæmis Landsnefndin fyrri I, bls. 175 (Franz Illugason fyrrverandi vefari við Innréttingarnar lýsir aðstæðum sínum Lit. M. N 2) og bls. 286 (Hreppstjórar í Mosfellssveit skrifa um hag sveitarinnar Lit. XX. N 5). 67 Landsnefndin fyrri I, bls (Kotungar á Kjalarnesi kvarta undan skipsáróðri og leigukúgildum [Lit. Jj. N 3b]). 68 Landsnefndin fyrri I, bls (Bændur og hjáleigumenn á Akranesi skrifa um mannslán Lit. L). 69 Landsnefndin fyrri I, bls (Hreppstjórar og bændur í Fljótshlíð skrifa um leigukúgildi, fjárpestina og fleira sem hrjáir þá Lit. Gg. N 6). 20

21 4 Kvaðir í Árnessýslu Samkvæmt rannsóknum Árna Daníels Júlíussonar voru kvaðir á 66% lögbýla og 57% hjáleiga í Árnessýslu árið 1708, en það ár var Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín tekin saman fyrir sýsluna. 70 Þetta var nokkuð hátt hlutfall miðað við aðrar sýslur í landinu. Aðeins Gullbringu- og Kjósarsýsla var með hærra hlutfall, þar sem kvaðir voru á 84% lögbýla og 98% hjáleiga, en í þeirri sýslu var mikil útgerð. Árið 1703 voru 75% bænda þar sjávarbændur með útgerð um vor og haust. Hlutfall hjáleiga með kvöðum var einnig hátt í Barðastrandarsýslu, með kvöðum á 61% hjáleiga og í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu með kvöðum á 94% hjáleiga, en í þessum sýslum var hlutfall sjávarbænda einnig hátt. Hlutfall sjávarbænda var hins vegar mjög lágt í Árnessýslu, en aðeins 31% bænda þar stunduðu einhvers konar sjávarútveg. Því skar Árnessýsla sig úr þar sem aðrar sýslur með hátt hlutfall kvaða voru allar með mikinn sjávarútveg. 71 Það er því ekki hægt að skýra hátt hlutfall kvaða í landbúnaðarsýslunni Árnessýslu með miklum sjávaútvegi eins og reyndin var í öðrum sýslum þar sem hátt hlutfall kvaða var. Það þarf því að leita skýringa annars staðar. 4.1 Kvaðir á jörðum eftir hreppum Eins og fram hefur komið voru kvaðir á 66% lögbýla og 57% hjáleiga í Árnessýslu árið Hér fyrir neðan hafa verið teknar saman upplýsingar um hlutfall kvaða á lögbýlum og hjáleigum eftir hreppum, og nær taflan bæði yfir árið 1708 og seinni hluta 17. aldar, en í Jarðabókinni er einnig tekið fram þegar kvaðir höfðu áður verið á jörðum en voru aflagðar árið 1708, en út frá þeim upplýsingum er hægt að áætla á hversu mörgum jörðum kvaðir voru í lok 17. aldar. 70 Árni Daníel Júlíusson, Kvaðirnar kvaddar, bls Árni Daníel Júlíusson, Kvaðirnar kvaddar, bls. 249, Hagskinna, bls

22 Hlutfall hjáleiga 1708 með kvöðum Hjáleigur 1708 með kvöðum Hjáleigur 1708 Hlutfall lögbýla 1708 með kvöðum Lögbýli 1708 með kvöðum Lögbýli 1708 Hlutfall hjáleiga á 17. öld með kvöðum Hjáleigur á 17. öld með kvöðum Hjáleigur á 17. öld Hlutfall lögbýla með kvöðum Lögbýli á 17. öld með kvöðum Lögbýli á 17. öld Tafla 3. Hlutfall jarða með kvöðum eftir hreppum Sandvíkur- hreppur Eystri hreppur ,7% ,4% ,6% ,6% ,9% ,7% ,9% ,8% ,6% ,1% ,3% % ,5% ,2% ,9% ,3% ,1% ,8% % ,3% % ,2% % % % ,4% ,2% % Ytri hreppur ,5% ,7% ,8% ,2% ,5% % % % Grímsnes % ,6% % 3 0 0% Bæjarhreppur Stokkseyrarhreppur Hraungerðishreppur Villingaholtshreppur Skeiðarhreppur Biskupstungur Þingvallasveit % % % 3 0 0% Ölvessveit ,1% ,6% ,6% ,6% Selvogur ,3% % % % Samtals % ,9% ,2% ,6% Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns II. Árnessýsla. Á þessum tölum sést að á seinni hluta 17. aldar voru kvaðir á 75% lögbýla í sýslunni, en árið 1708 var hlutfallið komið niður í 62,2%. Hlutfallið á hjáleigunum hafði einnig 22

23 lækkað, en þó minna, úr 64,9% í 57,6%. 72 Lögbýlum fækkaði um þrjú á þessum tíma, þau voru 344 á seinni hluta 17. aldar, en voru 341 árið Hjáleigum fækkaði mun meira, þær höfðu verið 308 á seinni hluta 17. aldar, en voru aðeins 191 árið 1708 og hafði því fækkað um 118, eða um 38,3%. En þrátt fyrir þessa miklu fækkun á hjáleigum lækkaði hlutfall hjáleiga með kvöðum ekki í samræmi við hana. Þegar landfræðileg dreifing kvaðanna er skoðuð innan sýslunnar kemur í ljós, að kvaðir á lögbýlum voru algengastar í kringum Skálholt, eða í Biskupstungum og Skeiðasveit, og svo við sjóinn, í Stokkseyrarhreppi og Bæjarhreppi, en Selvogur skar sig úr, þar sem aðeins voru kvaðir á 25% lögbýla árið Það skýrist væntanlega af því, að í Selvogi var stór hluti jarða í bændaeign, en í hinum hreppunum tveimur átti Skálholt stóran hluta jarðanna. Þegar hlutfall kvaða á hjáleigum er skoðað kemur í ljós, að svipuð dreifing var á hjáleigunum og á lögbýlunum, hátt hlutfall kvaða var í Biskupstungum og Skeiðasveit, en einnig í Stokkseyrarhreppi og Bæjarhreppi. Hæsta hlutfall kvaða var samt í Selvogi, eða á öllum hjáleigum hreppsins, bæði í lok 17. aldar og árið Þar voru flestar jarðirnar í bændaeign, en frá Selvogi var töluverð útgerð, og kvaðir virðast fremur hafa verið lagðar á hjáleigurnar en lögbýlin. Kvaðirnar voru því algengastar í þeim hreppum sem liggja nálægt sjó, en einnig í hreppunum nálægt Skálholti. 4.2 Kvaðir á jörðum eftir eignarhaldi Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns eru ítarlegar upplýsingar um eigendur jarða, og því er hægt að skoða hvort munur er á tíðni þess að kvaðir hafi hvílt á jörðum eftir því hvernig eignarhaldi var háttað. Í töflu 4 sést hvert hlutfall jarða sem kvaðir hvíldu á var eftir eignarhaldi á 17. öld og árið 1708, en tölurnar frá 17. öld eru fengnar með því að telja með þær jarðir sem tekið er fram í Jarðabókinni að áður hafi verið kvaðir á. 72 Munurinn á tölunum hjá mér og Árna Daníel skýrist væntanlega af mismunandi túlkun á lögbýlum og hjáleigum, þar sem tölum okkar ber ekki saman um fjölda lögbýla og hjáleiga, en ekki er alltaf skýrt í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns hvaða býli eru lögbýli. Auk þess kýs Árni Daníel að telja ekki búnytjalausar þurrabúðir með hjáleigum, sem ég geri. 23

24 Tafla 4. Hlutfall kvaða á jörðum eftir eignarhaldi Fjöldi jarða Kvaðir á 17. öld % Kvaðir 1708 % Skálholt 199, ,7% ,2% Kirkjujarðir 45, ,7% 21 46% Bændajarðir 91, ,2% 20 21,8% Konungsjarðir 3,4 3 88,2% 1 29,4% Kristfé 0,5 0,5 100% 0 0% Samtals Heimild: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns II. Árnessýsla. Þegar þessar tölur eru skoðaðar sést vel að það hefur verið afar misjafnt eftir eignarhaldi jarða hvort kvaðir hvíldu á þeim eða ekki. Á seinni hluta 17. aldar hvíldu kvaðir á 94,7% þeirra jarða sem voru í eigu Skálholtsstóls, en í byrjun 18. aldar, þegar Jarðabókin var tekin saman fyrir Árnessýslu var hlutfallið komið niður í 85,2%, sem er þó enn mjög hátt hlutfall, og mun hærra en meðalhlutfallið var, sem var 66% í Árnessýslu samkvæmt rannsóknum Árna Daníels Júlíussonar. 73 Þegar 209 Skálholtsjarðir voru settar á sölu árið 1785 voru enn kvaðir á 162 þeirra, eða á 77,5% jarðanna. 74 Kvaðir voru á 54,7% kirkjujarða á 17. öld, en hlutfallið var komið niður í 46% árið 1708, og hjá öllum eignarhópum fór hlutfallið lækkandi. Hlutfallið lækkaði þó mun meira á bæði bænda- og konungsjörðum, sem bendir til þess að Skálholtsstóll og kirkjurnar hafi átt mun auðveldara með að halda úti útgerð en aðrir landeigendur, en einnig verið í betri aðstöðu til þess að halda kvöðum á jörðum sínum. Það er því ljóst, að stærstan hluta 18. aldar voru kvaðir á stórum hluta jarða í sýslunni, og þá sérstaklega á stólsjörðunum. 4.3 Breytingar á leigukjörum jarða Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns eru stundum skráðar ástæður þess að kvaðir hafi verið lagðar niður og landskuld og leigukúgildi færð niður. Nokkur dæmi eru um það í Ytri hrepp. Þar voru mannslán lögð af á kirkjujörðunum Kaldbaki, Kluftum, Berghyl og Þórarinsstöðum þegar Hekla gaus árið Mannslán lögðust einnig af í kjölfar gossins á tvíbýlinu Tungufelli, sem var í bændaeign. Á Skálholtsjörðunum Fossi 73 Árni Daníel Júlíusson, Kvaðirnar kvaddar, bls Lovsamling for Island V, bls (Rentekammer Plakat ang. Conditionerne for Salget af Skalholts Bispestols Jordegods ). 24

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770 1771 og síðari 1785 1787 Hrefna Róbertsdóttir Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveitt skjalasöfn hinna svokölluðu

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Hugvísindasvið Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar Ritgerð til M.A.-prófs Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu Nanna Þorbjörg Lárusdóttir Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu 1688-1770 Embættið og uppbygging skjalasafnsins Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Hagræn hugsun á átjándu öld

Hagræn hugsun á átjándu öld Hugvísindasvið Hagræn hugsun á átjándu öld Hugmyndafræði Magnúsar Ketilssonar sýslumanns Ritgerð til B.A.-prófs Jón Torfi Arason Janúar 2018 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hagræn hugsun á átjándu

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld

Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld Ritgerð til MA-prófs í Sagnfræði Helgi Theódór Hauksson Kt.: 080548-2149 Leiðbeinandi: Guðmundur

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Menningarminjar í Bláskógabyggð

Menningarminjar í Bláskógabyggð Menningarminjar í Bláskógabyggð Svæðisskráning fornleifa Kristjana Vilhjálmsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS-584-15221 Reykjavík 2015 2015 FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS SES BÁRUGÖTU 3 101 REYKJAVÍK SÍMI:

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904

Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904 Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Embættisskjöl og embættisfærsla landshöfðingja á Íslandi 1873 til 1904 Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Embættisskjöl

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum 4.9.2007 11:06 1 Einar G. Pétursson Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum Þetta byrjaði allt vestur á Fellsströnd í Dölum. Ég er fæddur og uppalinn í Stóru-Tungu,

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Skráning fornleifa í Mosfellsbæ Agnes Stefánsdóttir Rúna K. Tetzschner Guðmundur Ólafsson Ágúst Ó. Georgsson Kristinn Magnússon Bjarni F. Einarsson 2006/2 Skýrslur Þjóðminjasafns

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Eyrarbakki. Sjá götukort

Eyrarbakki. Sjá götukort Eyrarbakki Nafn Eyrarbakka er nátengt siglingum og viðskiptum sunnlendinga við umheiminn. Að fornu var nafnið Eyrar samheiti um alla strandlengjuna frá Ölfusá að Þjórsá. Á 14. öld fær þetta sama svæði

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere