Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá"

Transkript

1 Anna Lísa Guðmundsdóttir Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 152

2 Forsíða: Hópur ferðafólks við Geitháls Ljósmyndari: Karl Christian Nielsen, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, mynd nr. KAN Skýrslur Minjasafns Reykjavíkur Ábyrgðarmaður Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður Minjasafn Reykjavíkur, Anna Lísa Guðmundsdóttir Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 152 Reykjavík 2010 Öll réttindi áskilin

3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur Almennt um verndun fornleifa og tilgang skráningar Fornleifaskráning Gröf Gröf saga Minjar og örnefni Fornleifaskrá Grafar vegna breikkunar Suðurlandsvegar Hólmur Hólmur saga Minjar og örnefni Fornleifaskrá Hólms vegna breikkunar Suðurlandsvegar Geitháls Vilborgarkot Geitháls saga Minjar og örnefni Fornleifaskrá Geitháls vegna breikkunar Suðurlandsvegar Niðurstöður og mat Heimildaskrá... 47

4 2

5 1. Inngangur Minjasafn Reykjavíkur annast fornleifaskráningu í Reykjavík. Skýrsla þessi er unnin að beiðni verkfræðistofunnar Eflu í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Til stendur að tvöfalda Suðurlandsveg frá Vesturlandsvegi að Hólmsá. Vegurinn liggur í gegnum þrjár jarðir: Gröf, Hólm og Geitháls Vilborgarkot. Í skýrslu þessari eru teknar fyrir þær fornleifar og aðrar menningarminjar sem eru innan áætlaðs framkvæmdarsvæðis og áhrifasvæðis þess. Mat er lagt á gildi minjanna sem framkvæmdarsvæðið hefur áhrif á og gerð tillaga um mótvægisaðgerðir. Þær minjar sem helst er að finna á svæðinu eru yngri minjar, herminjar, minjar frá gamla bændasamfélaginu og fornar leiðir. Mynd 1. Lega áætlaðs framkvæmdarsvæðis frá Vesturlandsvegi að Hólmsá. 1 Skráningin byggir á eldri skrám að hluta, en skráning á svæðinu fór fyrst fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands árið Árið 1995 voru jarðirnar Gröf og Hólmur skráðar af Bjarna F. Einarssyni og birtist skráningin í Fornleifaskrá Reykjavíkur Árið 2006 var skráð af Dagnýju Arnardóttur og Ragnheiði Gló Gylfadóttur svæði fyrir vestan Hólmsá í skýrslu sem nefnist Fornleifakönnun vegna fyrirhugaðrar breikkunar Suðurlandsvegar frá Hafravatni að Hveragerði. Hluti af gögnum í þeirri skýrslu er birtur hér. Árið 2007 var skráður sá hluti framkvæmdarinnar sem nær frá 1 Áætlað framkvæmdarsvæði lagt ofan á loftmyndagrunn úr LUKR, loftmynd Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskrá Reykjavíkur

6 Vesturlandsvegi austur fyrir Rauðavatn og skráningin birt í skýrslunni Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur fyrir Rauðavatn. 3 Þau gögn eru einnig tekin inn í þetta mat. Farið var yfir allar þessar skráningar og þær endurskoðaðar og bættar þar sem það á við. Liggur því fyrir ein heildarskýrsla fyrir allt áhrifasvæðið og eitt mat. 2. Almennt um verndun fornleifa og tilgang skráningar Í þjóðminjalögum 4 kemur fram að skylt sé að skrá fornleifar á skipulagsskyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess. Tilgangur þjóðminjalaganna er að stuðla að verndun menningarsögulegra minja og tryggja að íslenskur menningararfur flytjist óspilltur til komandi kynslóða. Meðal þess sem telst til menningararfsins eru fornleifar sem í 9. grein þjóðminjalaga eru skilgreindar þannig: Til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem: a. búsetulandslag, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi mannvirkjum og öskuhaugum, húsaleifar hvers kyns, svo sem kirkna, bænahúsa, klaustra og búða, leifar af verbúðum, naustum, verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum. b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri. c. gömul tún- og akurgerði, áveitumannvirki og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita. d. gamlir vegir, stíflur, brýr, vatnsvöð, varir, hafnir og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og vitar og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra. e. virki og skansar og önnur varnarmannvirki. f. gamlir þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð. g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum. h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið. i. skipsflök eða hlutar úr þeim. Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er einnig að friðlýsa yngri minjar, sbr. 11. gr. Samkvæmt lögum eru allar fornleifar friðhelgar og verndaðar gegn hvers kyns raski. Í 10. grein laganna segir: Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins. Þetta á við um allar fornleifar, þekktar sem óþekktar, sbr. 13. grein: Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. 3 Anna Lísa Guðmundsdóttir. Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur fyrir Rauðavant. 4 Þjóðminjalög 107/2001, 4

7 Eitt af markmiðum fornleifaskráningar er að koma í veg fyrir að fornleifar verði fyrir raski eða skemmdum að nauðsynjalausu. Það er einnig hagur þeirra sem stýra framkvæmdum að hafa yfirlit yfir fornleifar á tilteknum svæðum. Þannig má minnka líkurnar á að óvænt finnist fornleifar á svæðinu sem nauðsynlega verður að rannsaka. Björgunaruppgröftur sem unninn er vegna framkvæmda og undir þrýstingi frá framkvæmdaraðilum er heldur ekki æskilegur frá sjónarmiði fornleifafræðinnar. Fornleifaskráning sameinar því hagsmuni fræðigreinarinnar og þeirra sem standa að framkvæmdum. 5 Almennt er æskilegast að framkvæmdum sé beint frá minjastöðum, því að þeir sem standa fyrir meiriháttar framkvæmdum bera kostnað af fornleifarannsóknum sem nauðsynlegar reynast þeirra vegna, sbr. 14. grein þjóðminjalaga: Nú telur landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum framkvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask, svo sem vegna vegagerðar, veitulagnar, framræslu eða skógræktar, er haggað geti við fornleifum og skal hann þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá því áður en hafist er handa við verkið. Lýst skal nákvæmlega breytingum þeim er af framkvæmd mundi leiða. Fornleifavernd ríkisins ákveður hvort og hvenær framkvæmd megi hefja og með hvaða skilmálum. Við allar meiri háttar framkvæmdir, svo sem vegagerð, virkjanaframkvæmdir, flugvallargerð, veitulagnir og skógrækt, skal sá sem fyrir þeim stendur bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum Í skýrslu þessari er tekin saman skrá yfir þá staði sem geyma fornleifar og aðrar yngri menningarminjar innan framkvæmdasvæðis. Með skráningu þessari ætti að vera hægt að draga úr skemmdum á fornleifum, en auðvitað geta komið í ljós áður óþekktar fornleifar. 3. Fornleifaskráning Við fornleifaskráningu jarðanna var rýnt í loftljósmyndir, kort, örnefnaskrár og aðrar ritaðar heimildir, auk þess sem svæðið var skoðað. Tíndir eru til þeir staðir sem hugsanlega hafa að geyma minjar. Fornleifarnar eru skráðar í skráningarkerfið Sarp. 6 Í kerfinu eru fornleifar skráðar eftir jörðum, eins og jarðaskipting var á árunum Fornleifarnar fá þrískipt númer, í fyrsta lagi landsnúmer sem Fasteignaskrá Íslands úthlutar, næst kemur númer jarðarinnar samkvæmt Jarðabók Johnsens frá , og þriðja talan er síðan hlaupandi tala innan jarðarnúmersins. Við fornleifaskráningu er sögu jarðanna gerð lítillega skil, þar sem varpað er ljósi á þætti sem gefa upplýsingar um sögu byggðar og búskapar á staðnum. Tegundum og hlutverki minja er lýst. Ef minjar finnast ekki á yfirborði eru þær skráðar sem,,heimild. Á þeim stöðum eru líkur á því að minjar sé enn að finna í jörðu eða þær séu horfnar. Í lokin er vísað í þær heimildir sem hafa gefið tilefni til skráningar fornleifa. Til að skrá nákvæma staðsetningu minja er kortum varpað á núverandi skipulag sem tekið er úr Landsupplýsingakerfi Reykjavíkurborgar (LUKR). Fornleifar eru síðan staðsettar og lýsing staðsetningar kemur fram undir skráningarhlutanum 5 Ragnheiður Traustadóttir. Fornleifaskráning á Miðnesheiði, J. Johnsen. Jarðatal á Íslandi, með brauðlýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum

8 ,,Staðhættir. Undir skráningarhlutanum,,lýsing er síðan minjunum sjálfum lýst. Að lokum eru þær hnitsettar í kerfinu ISN 93 sem punktur eða lína eftir því sem við á. 8 Minjum er skipt upp í fjóra flokka eftir aldri, sjá töflu 1. Minjarnar hafa misjafnt gildi en það eru einungis fornleifar sem eru friðaðar. 9 Tafla 1. Flokkun fornleifa eftir aldri. Flokkur 1 Fornleifar, minjar sem eru 100 ára eða eldri 2 Minjar frá árunum Minjar frá 1930 og yngri 4 Herminjar yngri en 1940 Fornleifaskrá í Sarpi geymir upplýsingar um bæði óhnitsettar og hnitsettar minjar. Hnitsettar minjar í nágrenni framkvæmdarsvæðisins eru sýndar á mynd 2. Einungis eru metnar hér þær minjar sem eru innan áætlaðs framkvæmdarsvæðis. Framkvæmdarsvæðið nær um 100 m frá ystu brúnar vegar. Mynd 2. Skráðir minjastaðir á jörðunum Gröf, Hólmi og Geithálsi Borgarvefsjáin, 9 Skilgreiningu á fornleifum er að finna í 9. gr. þjóðminjalaga nr Skráðir minjastaðir lagðir ofan á loftmyndagrunn úr LUKR, loftmynd

9 4. Gröf Gröf saga Jarðarinnar Grafar mun fyrst getið í máldaga Maríukirkju á Bessastöðum sem tímasettur er til ársins en ekki er þar getið um eiganda jarðarinnar. Gröf var komin í eigu Viðeyjarklausturs Þá var gerð skrá um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins. 12 Gröf virðist hafa verið í einkaeign þar til í byrjun 16. aldar, því þann 5. september 1503 seldu Guðmundur Þórarinsson og Ingibjörg Jónsdóttir Árna ábóta jörðina fyrir fjórtán hundruð í lausafé og kvittuðu fyrir andvirðinu. Þann 10. desember sama ár (1503) var í Viðey gert skiptabréf Árna ábóta annars vegar og Halldórs Brynjólfssonar hins vegar, á jörðunum Strönd í Hvolhreppi og Gröf í Mosfellssveit. Þar með var Gröf aftur komin í einkaeign. Ekki eru heimildir fyrir því hvenær Halldór seldi jörðina, en hann var nefndur hinn auðgi og hafði mikið umleikis. Svo mikið er víst að jörðin hefur aftur orðið klausturjörð á tímabilinu 1503 um 1545 og hélst svo þar til klausturjarðir runnu til konungs um siðaskipti. Á árunum er jarðarinnar svo getið í fógetareikningum Bessastaðamanna. 13 Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 er konungur talinn eigandi, en ábúandi er Einar Þórðarson. Leiga var greidd konungi í smjöri til Bessastaða. Kvaðir voru um mannslán og hestlán til Þingvalla og annarra staða, jafnvel stundum norður í land og í ýmsar áttir. Skila átti tveimur dagsláttum, tveimur hríshestum og einum eða tveimur móhestum. Skera átti torf, flytja lax úr Elliðaánum, sjá um skipaferðir, sækja timbur til Þingvalla, sinna hússtörfum á Bessastöðum og fleira. Engjar jarðarinnar voru mjög litlar. Kvikfénaður er skráður 6 kýr, 1 kvíga tvævetur, 8 ær með lömbum og 4 hestar. Heimilismenn eru skráðir 10. Kostir jarðarinnar eru taldir litlir. Hjáleigur eru taldar tvær, það eru Grafarkot sem byggst hafði upp fyrir 50 árum og hét hugsanlega Holtsstaðir áður og hjáleigan Oddgeirsnes sem var hafði verið eyðijörð í allra manna minni. 14 Litlum sögum fer af jörðinni en skömmu fyrir 1840 er hún seld eins og flestar konungsjarðir á þessum slóðum. Gröf var mjög landstór jörð. Hún fékk nafnið Grafarholt þegar bærinn var fluttur á núverandi stað við Vesturlandsveg árið Þá bjó í Grafarholti bændahöfðinginn Björn Bjarnason hreppstjóri og um skeið alþingismaður, fróðleiksmaður mikill, en sérkennilegur í mörgu. Árið 1943 var jörðin Grafarholt lögð undir Reykjavík samkvæmt lögum og meginhluti hennar síðan tekinn eignarnámi Minjar og örnefni Það svæði sem hér er skoðað nær yfir lítinn hluta af Grafarjörðinni. Þekkt örnefni í nágrenninu voru skráð og fornleifar eru færðar inn á myndir 3 og 4. Helstu minjum á svæðinu er lýst hér lauslega, en nákvæmari lýsingu er að finna í kafla Íslenzkt fornbréfasafn, III. bindi, Sama, Íslenzkt fornbréfasafn, XII. bindi, 111, 137, 152, 172, og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, III. bindi, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund, 1. bindi,

10 Mynd 3. Minjar í landi Grafar, norðursvæði. 16 Ef haldið er suður eftir Suðurlandsvegi frá Vesturlandsvegi er fyrst komið að Pálsbyrgi (260-13), sjá mynd 3. Í dag er það inni á lóðinni Kletthálsi 7. Þar er talið að sé bústaður eftir einsetumann. Rétt sunnar sker Suðurlandsvegurinn gömlu leiðina á milli Árbæjar og Reynisvatns ( og ). Hægt er að greina leiðina austan Suðurlandsvegar í átt að golfvellinum en vestan við Suðurlandsveginn er hún horfin vegna byggðar. Leiðin er merkt inn á kort frá 1909, (mynd 4). 16 Skráðar minjar eru lagaðar ofan á loftmyndagrunn úr LUKR, loftmynd

11 Mynd 4. Rauðavatn og nágrenni Á kortinu eru vagnavegir merktir með tvöfaldri línu en vegaslóðar með einfaldri línu. Þeir síðarnefndu er mun fleiri og höfðu vafalaust verið notaðir öldum saman. 17 Við Sandvík er að finna minjar frá hertíma. Þetta eru minjar frá Camp Buller sem voru höfuðstöðvar strandvarna og/eða loftvarnastórskotaliðs. 18 Á staðnum er að finna steyptar undirstöður bragga ( og 107) auk bryggju ( ), en Rauðavatn var mun stærra á þessum tíma. Þegar haldið er sunnar er komið að litlum tanga austan við Rauðavatn þar sem er að finna hringlaga tóft ( ). Ekki er vitað hvað hún hefur að geyma, en hugsanlega eru þetta stríðsminjar. Á uppdrætti Steindórs Björnssonar (mynd 5) eru merktir nokkrir gamlir slóðar. Gamli vegurinn er trúlega elsti slóðinn á milli Árbæjar og Hólms yfir Klapparholtsmóa og líklega elsti forveri Suðurlandsvegar. Enginn örugg merki eru sjáanleg eftir hann nema hugsanlega nyrst við núverandi Norðlingabraut (260-47). Leiðin er merkt rauð á mynd 5. Annar slóði lá svo suðvestur frá Rauðavatni inn Margrófina inn að Oddagerðisnesi (260-29). Þessi vegur var forveri Breiðholtsbrautar og er nú notaður sem reiðvegur að hluta nyrst. Slóðinn er merktur grænn á mynd 5. Að lokum slóði yfir Klapparholt og Klapparholtsvað yfir að Elliðavatni ( ). 17 Herforingjaráðskort. Generalstabens topografiske Afdeling, 1909 Köbenhavn. 18 Þór Whitehead. Ísland í hershöndum,

12 Slóðinn er merktur blár á mynd 5. Inn á uppdráttinn er síðan merktur vagnavegurinn meðfram Rauðavatni eða fyrsti Suðurlandsvegurinn ( ). Mynd 5. Uppdráttur frá 1902 eftir Steindór Björnsson. Gamli vegurinn er merktur rauður, vegurinn um Klapparholt að Elliðavatni er merktur blár, vegurinn um Markargróf grænn og vagnavegurinn svartur. 19 Fyrsti Suðurlandsvegurinn var gerður vagnafær , sjá mynd 4 ( ). Hann lá frá Árbæ eftir Rofabæ og austur yfir Hellisheiði. Núverandi Suðurlandsvegur liggur að mestu í gamla vegstæðinu við Rauðavatn. Fyrir austan vatnið hefur gamli vagnavegurinn hugsanlega verið, þar sem nú er reiðvegur við Rauðavatnsskóg og austar núverandi bílvegur, norðan Suðurlandsvegar (sjá mynd 6). Norðan við Suðurlandveg, fyrir austan Rauðavatn, er síðan um 13 hektara svæði sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hið eldra hóf plöntun í um 1900 ( ). Þetta er eitt af elstu skógræktarsvæðum landsins og er í dag notað sem útivistarsvæði. Nýbýlið Baldurshagi ( ) var þar sem nú er OLÍS bensínstöðin. Þar var rekin greiðasala á árunum Austan við það var braggahverfið Camp Columbus Dump, sem var birgðageymsla ( ). 19 Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt. 10

13 Austur af Rauðavatnsskógi í Borgarholti er Borgin, sem er fjárborg (260-44), steinhlaðin. Á stein í henni er ristur kross, fangamarkið SG og ártalið 1818 eða Þar austur af, áður en komið er að dreifistöðinni, liggja mjög fornar moldargötur norðaustur upp á milli Borgarholts og Víðirholts að sprengigeymslunum sem þar eru. Þetta er hluti af gömlu leiðunum sem lágu upp Almannadalinn. Mynd 6. Minjar í landi Grafar suðursvæði. 20 Sunnan þjóðvegar og norðan Bugðu er skiki sem nýbýlin Dísardalur, Neðridalur, Heiðarbær og Fagrabrekka stóðu, lítið er eftir af þeim býlum nema torfhús við Dísardal, sem trúlega hefur verið kartöflugeymsla og eitt hesthús við Neðridal, síðustu árin hefur verið stunduð þar garðrækt og landið notað til beitar. Þegar komið er að mynni Almannadals er komið að jarðamörkum Grafar og Hólms. 20 Skráðar minjar eru lagðar ofan á loftmyndagrunn úr LUKR, loftmynd

14 4.3 Fornleifaskrá Grafar vegna breikkunar Suðurlandsvegar Fornleifaskráin nær til þeirra minja sem staðsettar eru innan 100 m fjarlægðar frá kanti vegar sem er áætlað framkvæmdarsvæði. Gröf Sérheiti: Pálsbyrgi Hlutverk: Bústaður Tegund: Hleðsla Aldur: Eldri en 100 ára Staðsetning: X: , Y: Þvermál: 0,5 m Lengd: 3 m Breidd: 3 m Ástand: Slæmt Hættumat: Mikil hætta Staðhættir: Pálsbyrgi er nú sunnan við Suðurlandsveg í NA-horni lóðarinnar Klettháls 7. Pálsbyrgi er tættur eftir einsetumann, efst á klapparhóli í holti. 21 Mynd 7. Pálsbyrgi á lóð Klettháls 7. Lýsing: Rústin er nánast hringlaga, 5-6 m í þvermál og 0,5 m há. Merki um veggi eða aðrar byggingarleifar eru ekki sjáanleg heldur er þetta steinahröngl og örlítil veggjabrot. Nokkuð er af steinum í námunda við fornleifarnar. Einnig eru steinar í þeim miðjum og margir þangað komnir á allra síðustu árum. Í miðjunni er hæst þúfa sem ber merki þess að fuglar eiga til að stoppa þar og drita. Að öðru leyti eru fornleifarnar mjög blásnar og lítill jarðvegur á staðnum. Sunnan í rústinni er gat eftir rör sem notað er sem mælipunktur (leifar frá hernum?). 22 Gröf Hlutverk: Gata Tegund: Gata Aldur: Eldri en 100 ára Staðsetning: X: , Y: Ástand: Slæmt Staðhættir: Markgróf (eða Margróf) er beint suður af Suðurvík í Rauðavatni, liggur sem lægð frá vatninu að Bugðu. Eftir henni eru margar götur. 23 Gata er merkt inn á uppdrátt Steindórs Björnssonar síðan Lýsing: Ein gata er enn sjáanlega sem gæti verið hluti af þessu gamla gatnakerfi, hún er um 200 m á lengd og stefnir N-S norður-suður. Núverandi reiðagata sem er meðfarm Breiðholts-braut er að hluta í þessari gömlu götu. Gröf Sérheiti: Gamli vegur Hlutverk: Vegur Tegund: Vegur Aldur: Eldri en frá 1902 Staðsetning: X: , Y: Breidd: 3,5 m Ástand: Slæmt Horfin: Nei Hættumat: Mikil hætta Hættuorsök: Skipulag 22 Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskrá Reykjavíkur Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Grafarholt. 23 Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Grafarholt,15. 12

15 Staðhættir: Í örnefnaskrá er ritað:,,þá erum við komin að Gamla vegi, sem lá um Leirdal, Kotsklofning, Flagið, Vörðulágar [svo] og eftir Eggjum. 24 Vegurinn var merktur inn á Herforingjaráðskort Miðað við núverandi skipulag liggur syðsti hluti golfvallarins í Grafarholti yfir veginn, og hann liggur um 300 m fyrir norðan prentsmiðju Morgunblaðsins við Hádegismóa. Lýsing: Þar sem vegurinn er enn sjáanlegur, má sjá rás þar sem grjót hefur verið hreinsað upp úr melnum og hlaðið í kanta. Suðvestast eru um 70 m sem liggja í brekku og beygir vegurinn þar. Síðan kemur um 50 m kafli á milli tveggja flata á golfvellinum, og svo 30 m kafli. Mynd 9. Gamli vegur norður af Hádegismóum. Gröf Sérheiti: Borg Hlutverk: Fjárborg, rista Tegund: Tóft Aldur: 1818 Staðsetning: X: , Y: Hleðsluhæð: 0,3-0,5 m Lengd: 9 m Breidd: 9 m Ástand: Sæmilegt Hættumat: Mikil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Mynd 8. Vegir árið Vegur lá frá Suðurlandsvegi að Reynisvatni Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt. Mynd 10. Fjárborg Staðhættir: Í örnefnaskrá er ritað:,,...milli Stórholts og Víðirholts. Þar vestur af er Borgarholt og Borgarholts- 25 Herforingjaráðskort. Generalstabens topografiske Afdeling, 1909 Köbenhavn. 26 Sama. 27 Sama. 13

16 brekkur sunnan í holtinu. Vestan í Borgarholti er Borg, gömul fjárborg. 28 Fjárborgin er staðsett SV-megin í Borgarholti, um 20 m NA af reiðvegi, um 80 m fyrir austan skógræktargirðingu, á mel sem er græddur upp með lúpínu. Mynd 11. Fjárborg í Borgarholtsbrekkum. Lýsing: Um 9 x 9 m að stærð (NA-SV). Veggir úr grjóti 1,5 2 m breiðir og 0,3 0,5 m háir, úr 0,2 0,5 m stórum steinum. Garðlag má sjá að innanverðu í suður. Dyr ekki sjáanlegar, en hugsanlega í SV. Þar mótar fyrir hellulögn að utanverðu. Fornleifarnar hafa hrunið töluvert niður, og þá meira úti en inni. Í NAhluta fjárborgarinnar er steinn, 1,0 m langur og 0,5 m hár, með ristum sem snúa inn að miðju fornleifanna. Gólf hallar mót SV. Risturnar eru krossmark yfir ártalinu 1818 (1878?) og þar undir er fangamarkið SG. Er ártalið og fangamarkið innrammað hvort í sinn rammann. Hæð ristunnar er 0,25 m og breidd 0,195 m. 29 Gröf Hlutverk: Vegur Tegund: Vegur Aldur: Eldri en frá 1886 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 700 m Breidd: 3 m Horfin: Nei? Hættumat: Mikil hætta Hættuorsök: Vegagerð Mynd 13. Kort frá 1902 sem sýnir gamla veginn. 30 Mynd 12. Fjárborg ristur. Staðhættir: Í örnefnaskrá er ritað: Yfir Klapparholtsmóa liggur gömul gata frá Almannadal yfir í Markgróf, upp Sauðadal, Vegaskarð og til Árbæjar. 31 Vegur þessi er merktur inn á uppdrátt Steindórs Björnssonar, þ.e.a.s. kaflinn frá Selási að Almannadal. 29 Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskrá Reykjavíkur Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt. 28 Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt. 31 Sama. 14

17 Staðhættir: Vestan við Suðurlandsveg, NV af Sandvík. Þarna voru höfuðstöðvar strandvarnar og/eða loftvarnastórskotaliðs. 33 Lýsing: Þetta er steyptur grunnur um 10 x 25 m að stærð. Mynd 14. Vegur austan Breiðholtsbrautar. Samkvæmt Fornleifaskrá var þessi vegur skráður en talinn horfinn Enn má þó hugsanleg sjá merki um hann í Markgróf. Vegurinn er um 130 m suðvestur af hringtorgi við Rauðavatn milli Breiðholtsbrautar og Norðlingabrautar. Lýsing: Vegurinn er um 45 m langur og 3 m breiður. Eilítið niðurgrafinn, en mjög gróinn. Einungis lítill hluti af honum sjáanlegur í dag í Markgróf. Gröf Sérheiti: Camp Buller Hlutverk: Herminjar Tegund: Braggabotn Aldur: Yngri en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 25 m Breidd: 10 m Ástand: Ómetið Hættumat: Mikil hætta Mynd 15. Braggabotn Gröf Sérheiti: Camp Buller Hlutverk: Bryggja, grunnur Tegund: Bryggja?, hús Aldur: Yngra en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 15 m Breidd: 4 m Ástand: Ómetið Hættumat: Mikil hætta Staðhættir: Um 20 m austan við Suðurlandsveg, NV af Sandvík. Myndi 16. Hleðsla við Rauðavatn. Lýsing: Um er að ræða steinhlaðinn kant með rauðamalarfyllingu. Trúlega er þetta mannvirki frá hertíma. Gröf Sérheiti: Camp Buller Hlutverk: Herminjar Tegund: Undirstöður Aldur: Yngri en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 8 m Breidd: 5 m Ástand: Ómetið Hættumat: Mikil hætta Hættuorsök: Framkvæmdir 32 Loftljósmynd úr LUKR Þór Whitehead. Ísland í hershöndum,

18 Staðhættir: Um 50 m austan við Suðurlandsveg, NV af Sandvík. Lýsing: Um er að ræða steyptan sökkul, opinn í báða enda. Trúlega eru þetta mannvirki frá hertíma. Gröf Sérheiti: Gamla Norðlingabraut Hlutverk: Hleðsla Tegund: Kantur Aldur: Yngri en frá 1930 Staðsetning: X: , Y: Hleðsluhæð: 1 m Lengd: 27 m Hættumat: Mikil hætta Hættuorsök: Framkvæmdir Staðhættir: Um 25 m fyrir austan Breiðholtsbraut, við hringtorgið hjá Rauðavatni. Lýsing: Þetta er steinhlaðinn veggur sem virðist hafa verið hlaðinn í götukanti gömlu Norðlingabrautar. Mynd 17. Hleðsla Gröf Sérheiti: Camp Buller Hlutverk: Herminjar Tegund: Heimild Aldur: Yngri en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 26 m Breidd: 20 m Ástand: Ómetið Horfin: Já Staðhættir: Um 50 m austan við Suðurlandsveg, austur af Norðurási 13. Höfuðstöðvar strandvarna og/eða loftvarnastórskotaliðs. 34 Lýsing: Á loftmynd frá eru tvær steyptar undirstöður bragga. Gröf Sérheiti: Ræktunarstöðin við Rauðavatn. Hlutverk: Skógrækt Tegund: Skógrækt Aldur: Staðsetning: X: , Y: Staðhættir: Rauðavatnsskógur er um 13 hektara spilda í Grafarlandi austan við Rauðavatn. Plöntun hófst þar um 1900 og stóð Skógræktarfélag Reykjavíkur hið eldra fyrir henni. Enn má geta þess að í lok Bújarðarþings 1900 var stofnað skógræktarfélag í Reykjavik. Það ætlar að fá skógræktarteig 36 dagsláttur á stærð í nánd við Rauðavatn. Í stjórn félagsins voru kosnir Steingrímur Thorsteinsson yfirkennari, C. E. Flensborg skógræktarmaður, M. Lund lyfsali, Bjarni Sæmundsson latínuskólakennari og Haraldur Níelsson guðfræðingur. 36 Lýsing: Svæðið var afgirt og í því er blandaður skógur. Gröf Sérheiti: Baldurshagi Hlutverk: Býli Tegund: Heimild Aldur: Staðsetning: X: , Y: Ástand: Horfið Staðhættir: Um 1905 var landspilda seld úr landi Grafar eða Grafarholts við Suðurlandsveg. Þar var reist timburhús skömmu fyrir Veitingasala var þar fram yfir stríð, en þá var rekstri hætt. Baldurshagi var í sjálfsábúð. Þar 34 Þór Whitehead. Ísland í hershöndum, Loftmynd í LUKR frá Bjarni Jónsson. Fréttir frá Íslandi 1901,

19 var timburhús með miðstöð. Túnið var girt af með garði eða girðingu og var um 1,2 ha að stærð. Bústofn var tvær kýr og tveir hestar. 37 Baldurshagi brann 19. apríl Býlið var við Suðurlandsveg þar sem nú er bensínstöð OLÍS. Lýsing: Engar minjar voru sjáanlegar árið 1980 en umhverfis túnið, sem var um 1,2 ha., var girðing 39 Í dag er búið að byggja á staðnum. Gröf Sérheiti: Fyrsti Suðurlandsvegurinn Hlutverk: Vegur Tegund: Vegur Aldur: 1886 Breidd: 5 m Ástand: Slæmt Horfin: Nei Hættumat: Mikil hætta Hættuorsök: Vegagerð Staðhættir: Fyrsti Suðurlandsvegurinn frá Reykjavík og austur í Svínahraun var lagður á árunum Vegurinn lá frá Árbæ eftir Rofabæ að Rauðavatni og austur. Sá hluti hans sem er í Grafarlandi er frá Bæjarbraut að Almannadal. Lýsing: Í reglugerð um veginn var sagt að hann skyldi vera 10 feta breiður (3,13 m), upphlaðinn og púkkaður með grjóti; var það til að þess að lestir gætu mæst á veginum. 42 Gröf Hlutverk: Gata Tegund: Gata Lengd: 750 m Ástand: Sæmilegt Aldur: Eldri en 100 ára Staðsetning: X: , Y:402682, Staðhættir: Vegurinn liggur frá dreifistöðinni við Suðurlandsveg norðaustur að Sprengigeymslunum í átt að Almannadal. Þessi leið er mjög gömul og er líklega ein af fornu leiðunum sem koma niður Almannadalinn. 43 Mynd 19. Gata við veitustöðina. 44 Mynd 18. Fyrsti Suðurlandsvegurinn. 40 Lýsing: Mjög djúpar moldargötur sem eru að gróa upp. 37 Samkvæmt Fasteignarbók 1932, Alþýðublaðið 19.april Guðmundur Ólafsson, Fornleifarskrá fyrir Reykjavík Herforingjaráðskort. Generalstabens topografiske Afdeling, 1909 Köbenhavn. 41 Magnús Grímsson. Um vegagerð og hestvagnaferðir á Suðvesturlandi, Magnús Grímsson. Um vegagerð og hestvagnaferðir á Suðvesturlandi, Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt. 44 Loftljósmynd úr LUKR

20 Gröf Hlutverk: Vegur, slóði Tegund: Vegur Staðsetning: X: , Y: , Ástand: Sæmilegt Staðhættir: Vegurinn lá frá Suðurlandsvegi í suður yfir Klapparholt yfir Bugðu og áfram að Elliðavatni. Uppdráttur frá 1902 eftir Steindór Björnsson sýnir veginn um Klapparholt að Elliðavatni. 45 Lýsing: Ekki er víst að núverandi vegur sé á sama stað og vegurinn 1902, en um 1995 var vegurinn um 400 m langur (NA-SV) frá Suðurlandsvegi að Bugðu. Breidd er um 4 5 m. Borið hefur verið í hann nyrst. Sunnar tekur við allgróinn kafli niður að Bugðu. 46 Munnmæli: Sumir hafa getið sér þess til að Benedikt Sveinsson á Elliðavatni hafi látið gera veginn á seinni hluta 19. aldar. Vegurinn getur hafa verið lagður í eldri þjóðveg. 47 Gröf Sérheiti: Dísardalur Hlutverk: Matjurtagarður Tegund: Matjurtagarður Aldur: Um 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 25 m Breidd: 8 m Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveg, við Bugðu. Lýsing: Svæðið er um 25 x 8 m að stærð og snýr NV-SA. Torfgarðar skipta svæðinu upp í 5 hólf. Gröf Sérheiti: Dísardalur Hlutverk: Torfhús Tegund: Tóft Aldur: Um 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 10 m Breidd: 5 m Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveg, við Bugðu. Lýsing: Rústin er grafin inn í brekkuna og snýr NA-SV og dyr í SV. Húsið er um 10 x 5 m að utanmáli en um 2 x 5 m að innanmáli. Húsið er hlaðið úr torfi og veggir klæddir að innan með járnplötum. Þakið er nýlega hrunið og dyraumbúnaður stendur enn. Að öllum líkindum hefur húsið verið notað sem kartöflugeymsla síðustu árin. Mynd 21. Torfhús við Bugðu, Mynd 20. Matjurtagarðar við Dísardal, Örnefnaskrá Björns Bjarnarsonar yfir Grafarholt. 46 Bjarni F. Einarsson, Fornleifaskrá Reykjavíkur Sama. Gröf Hlutverk: Tóft Tegund: Tóft Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 10 m Breidd: 5 m Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveg við Bugðu. 18

21 Mynd 22. Tóft Lýsing: Rústin er grafin inn í brekkuna og snýr NA-SV og dyr í SV. Utanmál er um 7 x 5 m. Meðfram langhliðunum eru pallar og er gólfið niðurgrafið í miðju. Líklega hefur aldrei verið reist þak yfir þessa tóft. Gröf Sérheiti: Neðridalur Hlutverk: Garður Tegund: Garður Aldur: Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 32 m Breidd: 0,7 m Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveg, við Bugðu. Gröf Hlutverk: Tóft Tegund: Tóft Aldur: Eldri en 100 ára? Staðsetning: X: , Y: Staðhættir: Um 45 m austur af Suðurlandsvegi á milli reiðvegar og göngustígs við Rauðavatn, á dálitlu nesi sunnan við Sandvík. Lýsing: Rústin er um 6 m í þvermál. Veggir eru úr torfi, um 1 m á breidd og 0,2 0,3 m á hæð. Dyr hugsanlega í SV. 48 Mynd 24. Rúst við Rauðavatn. Gröf Sérheiti: Camp Columbus Dump 49 Hlutverk: Herbúðir Tegund: Heimild Staðsetning: X: , Y: Ástand: Ómetið Aldur: Um 1940 Mynd 23. Grjótgarður við Neðridal, Lýsing: Steinhlaðinn garður, um 32 m á lengd og um 0,5 m á hæð, stefnir NA- SV, hlaðinn úr steinum sem eru um cm á stærð. Mynd 25. Camp Columbus Dump við Suðurlandsveg Bjarni F. Einarsson, Fornleifaskrá Reykjavíkur Þór Whitehead. Ísland í hershöndum,

22 Staðhættir: Herbúðir voru á melnum sunnan við Suðurlandsveg vestur af Sólnesi. Þær hýstu birgðageymslur. Lýsing: Í herbúðahverfinu hafa verið margir braggar, sjá mynd frá Gröf Sérheiti: Dísardalur Hlutverk: Íbúðarhús Tegund: Heimild Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 9 m Breidd: 9 m Ástand:Horfið Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveg við Bugðu. Lýsing: Húsið hefur verið um 9 x 9 m. 52 Gröf Sérheiti: Hóll Hlutverk: Útihús Tegund: Heimild Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 14 m Breidd: 8,5 m Ástand: Ómetið Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveg við Bugðu. Lýsing: Húsið hefur verið um 14 x 8,5 m. 53 Gröf Sérheiti: Neðridalur Hlutverk: Íbúðarhús Tegund: Heimild Aldur: Staðsetning: X: ,Y: Lengd: 10 m Breidd: 11 m Ástand: Ómetið Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveg við Bugðu. Lýsing: Húsið hefur verið um 10 x 11 m. 54 Gröf Sérheiti: Fagrabrekka Hlutverk: Íbúðarhús Tegund: Steyptar plötur Aldur: Lengd: 10 m Breidd: 11 m Ástand: Ómetið Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveg við Bugðu stóðu tvö hús kennd við Fögrubrekku. Þau brunnu Lýsing: Húsin voru bæði um 6 x 9m. 55 Mynd 26. Fagrabrekka við Suðurlandsveg Gröf Sérheiti: Heiðarbær Hlutverk: Hús Tegund: Heimild Aldur: Lengd: 9 m Breidd: 6,4 m Ástand: Ómetið Staðhættir: Heiðarbær var hús við Suðurlandaveg, á norðurbökkum Bugðu. Lýsing: Húsið var 9 x 6,4 m Loftljósmynd 1965 úr LUKR 51 Sama. 52 Sama. 53 Sama. 54 Sama. 55 Sama. 56 Vísir 21. maí Loftljósmynd 1965 úr LUKR. 20

23 5. Hólmur Hólmur saga Hólmur er efsta býlið í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Það stendur við Hólmsá í jaðri Hólmshrauns, sunnan Suðurlandsvegar. Ekkert er vitað um upphaf byggðar þar. Jörðin hefur orðið eign Viðeyjarklausturs um 1234 en í máldagaskrá um eignir staðarins segir: Hamvndur gaf til staðarins holm þann. er liggr j elliða am. niðr fra Vatzenda holmi. 58 Jarðarinnar er getið í skrá um þær jarðir sem komið höfðu undir Viðeyjarklaustur síðan Páll ábóti kom til Viðeyjar: Hólmur xxx c. 59 Mynd 27. Túnakort af Hólmi 1916, 60 sett yfir grunn í LUKR. 58 Íslenzkt fornbréfasafn, I. bindi, Íslenzkt fornbréfasafn, III. bindi, Túnakort 1916, Hólmur, Þjóðskjalasafn. 21

24 Í jarðabókinni 1703 segir og á þessa leið: Hrauntún segja menn, að heitið hafi jörð til forna og legið í millum Hólms og Elliðavatns. Þar sjást enn nú girðingaleifar eftir og ef grannt er athugað nokkur hústófta líkindi. Túnið er eyðilagt og komið í stórgrýti og hraun. Þar segjast menn heyrt hafa að kirkjustaður hafi verið til forna, og til líkinda þeirri sögn heita enn nú í vatninu þar rjett framundan Kirkjuhólmar. Eru það munnmæli, að þegar þetta Hrauntún lagðist í eyði, hafi bærinn þaðan frá þangað færður verið, sem nú er jörðin Hólmur. 61 Ekki verður frekar um þetta sagt en Kirkjuhólmatjörn er í landi Hólms og minnir á áðurnefnda kirkju. Við fornleifaskráningu árið 1981 kom í ljós að kirkjugarður hefur verið skammt frá núverandi bæjarhúsum á Hólmi og má ætla að á þeim slóðum hafi kirkja staðið. Jörðin varð við siðaskiptin konungseign svo sem aðrar klausturjarðir. Í Jarðabókinni 1703 er greint frá margháttuðum kvöðum sem hvíldu á ábúandanum á Hólmi. Segir meðal annars frá því að ábúandi þurfti að fara í verslun á Eyrarbakka fyrir Bessastaðamenn og tók ferðin viku í hvert sinn. Jarðabókin greinir einnig frá því að á Hólmi sé skógur aldeilis eyddur en hrísrif orðið naumlegt. Jörðin hélst í eigu ríkisins fram til um 1960 er borgin keypti hana. 62 Enginn búskapur er á Hólmi lengur. Bakkakot byggist frá Hólmi árið 1950 auk sumarhúsabyggðar sem er á bökkum Hólmsár og Suðurár. Túnakort er til af bæjarstæði Hólms frá 1916 og hefur því verið varpað hér á kortagrunn í LUKR. Má þar sjá skipulag svæðisins frá þeim tíma, sjá mynd 27. Á stríðárunum voru braggahverfin Camp Aberdeen og birgðageymslan Geitháls Dump við Geitháls. Á hernámstíma voru Camp Swansea og Camp Phinney norðan við Suðurlandsveginn og þar er að finna nokkra braggabotna og aðrar minjar frá þeim tíma. Um 1949 var hafin framleiðsla á steinull í einum stóra bragganum sem áður hafið verið notaður sem kvikmyndahús af setuliðinu. Efni til steinullargerðar var sótt í Rauðhóla. 5.2 Minjar og örnefni Það svæði sem hér er skoðað nær yfir lítinn hluta af Hólmsjörðinni. Þekkt örnefni í nágrenninu voru skráð 63 og fornleifar eru færðar inn á myndir 28 og 29. Helstu minjum á leiðinni er lýst hér lauslega, en nákvæmari lýsingu er að finna í kafla 5.3. Jarðamörk Grafar og Hólms liggja um Almannadal. Þar eru vegamót. Við mynni dalsins er mjög forn leið (213-42). Þetta er líklega elsti slóðinn á milli Árbæjar og Hólms og trúlega sami vegur og er skráður sem við Breiðholtsbraut í Grafarlandi. Slóðinn er greinilegur frá brekkunni uppi í Fjárborg og austur í Mjóadal en eftir það hefur verið borið í hann og hann fellur inn í gatnakerfi setuliðsins. Fyrsti Suðurlandsvegurinn (213-34) liggur nær nýja veginum en gamli slóðinn, þó norðan Hólmsár. Í grunninn er þessi vegur frá 1886 og má greina gamla púkkið á einstaka stöðum t.d. í brekkunni við Hvamm. 61 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, III. bindi, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaður við Sund, 2. bindi, Örnefnalýsing Hólms, , , og

25 Áður lá vegur (213-76) um Trippanef á brú út í Rauðhóla. Þaðan lá síðan vegur (213-75) austur að Hólmi. Sá vegur var notaður sem vetrarvegur og engjavegur frá Hólmi. Mynd 28. Minjar í landi Hólms, vestursvæði. 64 Þegar komið er austur að núverandi heimreið að Hólmi er rétt austar Beitarhúsahóll sem hefur að geyma fjárhústættur (213-14) frá Hólmi. Þetta eru gamlar rústir. Norðan megin í Hólmsheiðinni er að finna minjar frá tíma setuliðsins, 64 Skráðar minjar eru lagðar ofan á loftmyndagrunn úr LUKR, loftmynd

26 Camp Phinney (213-67). Í einum herskálanum þar var kvikmyndahús (213-66). Þeim skála var síðan breytt í steinullarverksmiðju árið Í suðurbrekkunni á milli Suðurlandsvegar og Hólmsár eru nokkur hús. Vestast er Bakkakot, síðan koma Litlaland og Hella. Þarna var byggt um 1950 úr Hólmslandi. Þar stóðu áður einnig húsin Lyngholt, Lynghvammur og Valberg sem nú eru horfin að mestu. Eftir standa nokkrir steyptir sökklar. Norður af Grjótlág er lítil, forn kofatóft (213-42), sem sumir telja að sé geitakofi og sé Geitháls nefndur eftir honum. Er þá komið að jarðarmörkum Geitháls. Mynd 29. Minjar í landi Hólms, austursvæði Skráðar minjar eru lagðar ofan á loftmyndagrunn úr LUKR, loftmynd

27 5.3 Fornleifaskrá Hólms vegna breikkunar Suðurlandsvegar Fornleifaskráin nær til þeirra minja sem staðsettar eru innan 100 m fjarlægðar frá kanti vegar sem er áætlað framkvæmdarsvæði. Hólmur Sérheiti: Beitarhúsahóll Hlutverk: Fjárhús Tegund: Tóft Aldur: Eldri en 100 ára Staðsetning: X: , Y: , Mynd 30. Rúst á Beitarhúsahól, horft í vestur. Staðhættir: Rústirnar eru á Beitarhúsahól, 66 um 30 m suður af Suðurlandsvegi, skammt norðan við Hólm og vestan við Bakkakot. Lýsing: Fjárhús x 9 m að stærð (NA-SV). Veggir úr torfi og grjóti, 1,0-1,5 m breiðir og 0,2-0,9 m háir. Tóttin samanstendur af 3 hólfum, A, B og C. Dyr á hólfi A eru í V og dyr á hólfi C eru í SV. Hólf C nokkuð ógreinilegt. Gólf niðurgrafin. Hólf B í fjárhúsi 1 var notað sem skotvarnabyrgi af hernum á sínum tíma og er byssustatífið enn í rústinni. Fjárhús 2. Um 13 x 5 m að stærð (VNV - ASA). Veggir úr grjóti og torfi, 1,0 m breiðir og 0,2 0,6 m háir að utanverðu. Dyr í VNV. Innan á veggjum sjást garðlög, sérlega í ASA, allt að 1 m hæð. Gólf niðurgrafið, með töluverðu af steinum, sérstaklega í A-endanum. Við V-endann, N-verðan er þúst, um 7 x 5 m að stærð (VNV-ASA), áföst fjárhúsi 2. Veggir úr torfi og grjóti, 0,2 0,3 m háir og um 1 m breiðir. Rústin er full af túnsteinum. Trúlega er um heygarð að ræða. 68 Mynd 31. Fjárhús 1 og 2 á Beitarhúsahól. 67 Mynd 32. Fjárhús 1 og 2 á Beitarhúsahól Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Hólm. 67 Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskrá Reykjavíkur Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskrá Reykjavíkur Loftmynd 2007 úr LUKR. 25

28 Hólmur Hlutverk: Skotgröf Tegund: Skotgröf Aldur: Yngri en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Hleðsluhæð: 30 cm Lengd: 2 m Breidd: 1 m Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Um 80 m austan við mastur og um 50 m norðan við Suðurlandsveg á móts við afleggjara heim að Hólmi. Í grasigrónum bala. Lýsing: Þetta er trúlega skotgröf, grjóthleðsla, ein röð, er í kringum holuna. Hólmur Sérheiti: Fyrsti Suðurlandsvegur Hlutverk: Vegur Tegund: Vegur Aldur: Staðsetning: X: , Y: Ástand: Sæmilegt Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Fyrsti Suðurlandsvegurinn frá Reykjavík og austur í Svínahraun var lagður á árunum Í landi Hólms er hann enn sjáanlegur frá Almannadalsmynni, með Vegbrekkum ytri og innri að Fossnesi og upp á brekkubrúnina við Hvamm (sumarhús). Þar hverfur hann undir nýja veginn, en kemur síðan aftur í ljós við heimkeyrsluna að Hólmi. Þar liggur hann með nýja veginum að sunnan og síðan hverfur hann aftur undir Suðurlandsveginn rétt austan við afleggjarann heim að Bakkakoti, kemur í ljós aftur norðan við veginn, um 120 m vestan við Hafravatnsveg og liggur í átt að Geithálsi. Lýsing: Vegurinn var upphaflega 10 fet á breidd (3,13 m). Lítið er sjáanlegt af þeim vegi nema hugsanlega púkk við brekkubrúnina við Hvamm, mynd 33. Við lagningu nýja vegarins ( ) 71 lagðist eldri vegur af og hefur ekki verið haldið við þó hann sé akfær. Mynd 33. Fyrsti Suðulandsvegur (213-34) inn við Hvamm. Hólmur Sérheiti: Camp Swansea Hlutverk: Herbúðir Tegund: Herminjar Aldur: Yngri en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Ástand: lélegt Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Herskálahverfið var norður af Hólmi, milli Hafravatnsvegar og vegarins upp í Mjóadal. Lýsing: Þetta eru nokkrir steyptir braggagrunnar. Braggabotnar voru rifnir upp og notaðir í Steinullarverksmiðjuna sem var þarna á staðnum. 72 Hólmur Hlutverk: Útihús Tegund: Tóft Aldur: Eldri en 100 ára Staðsetning: X: , Y: Lengd: 6 m 70 Magnús Grímsson. Um vegagerð og hestvagnaferðir á Suðvesturlandi, Tíminn 25. nóv Þórarinn Ólafsson, kt:

29 Breidd: 4 m Mynd 34. Rúst í Grjótlág. Staðhættir: Húsið stóð 100 m fyrir norðan Geitháls og sunnan við það var bílskúr. Húsið brann. Lýsing: Húsið var tvílyft og um 13 x 11 m að stærð. Hólmur Hlutverk: Óþekkt Tegund: Þúst Aldur: Yngri en frá 1966 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 9 m Breidd: 7 m Ástand: Ómetið Staðhættir: Rústin er í Grjótlág vestan við Geitháls. Talið er að þetta geti verið geitakofi frá ábúanda í Vilborgarkoti. 73 Lýsing: Rústin er 6 x 4 m að stærð og liggur NV-SA og hugsanlega dyr í SA. Hleðsluhæð er um 1 m og greinilega 4 steinalög. Rústin er mjög heilleg. Mynd 36. Þúst við Suðurlandsveg. Mynd 35. Rúst í Grjótlág. Hólmur Sérheiti: Mánahlíð Hlutverk: Hús Tegund: Heimild Aldur: Um Staðsetning: X: , Y: Lengd: 13 m Breidd: 11 m Horfin: Já Staðhættir: Þústin er um 27 m fyrir sunnan Suðurlandsveg, við raflínu. Lýsing: Ekki er um augljósa rúst að ræða 74 heldur ógreinilega þúst sem er um 7 x 9 m að stærð og stefnir NA-SV. Stórt grjót er við SV endann. Hefur trúlega orðið til vegna framkvæmda á svæðinu Hólmur Hlutverk: Óþekkt Tegund: Skurður Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 10 m Breidd: 2 m 73 Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson.,,Elliðavatnsheiði og Hólmar, Dagný Arnarsdóttir og Ragnheiður Gylfadóttir. Fornleifakönnun vegna fyrirhugaðrar breikkunar Suðurlandsvegar frá Hafravatni að Hveragerði, 7. 27

30 Staðhættir: Um 40 m vestan við bæinn Hellu. Mynd 39. Skeifulaga garður við Lynghvamm. Mynd 37. Skurður vestan við Hellu. Lýsing: Skurðurinn er um 100 m á lengd og 2 m á breidd, stefnir NA-SV. 75 Ekki er ljóst til hvers þessi skurður var gerður en landið er í dag mjög þurrt. Hólmur Sérheiti: Lynghvammur Hlutverk: Skjólgarður Tegund: Garðlag Staðsetning: X: , Y: Lengd: 19 m Breidd: 8 m Aldur: Yngra en frá 1950 Staðhættir: Um 65 m vestan við húsið Hellu. 76 Lýsing: Skeifulaga skjólgarður opinn í suður. Hólmur Sérheiti: Lynghvammur Hlutverk: Óþekkt Tegund: Þúst Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 9 m Breidd: 6 m Staðhættir Um 75 m NV við húsið Hellu og um 13 m fyrir norðan Hólmsá. Lýsing: Þústin er um 9 x 5 m að stærð og er sporöskjulaga. 78 Að öllum líkindum er þetta uppgröftur frá byggingu sem hefur verið reist þarna í nágrenninu og nú er búið að rífa, en eftir er steypt plata. Mynd 40. Þúst Mynd 38. Skeifulaga garður Sama, Sama, Sama, Sama, Sama, 8. 28

31 Mynd 41. Þúst við Lynghvamm. Hólmur Sérheiti: Lynghvammur Hlutverk: Óþekkt Tegund: Hóll Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 15 m Breidd: 12 m Lengd: 10 m Breidd: 12 m Staðhættir: Um 28 m fyrir vestan húsið Litlaland og um 44 m fyrir norðan Hólmsá. 81 Lýsing: Skjólgarðurinn er skeifulaga, um 10 x 12 m að stærð. Hann er byggður úr grjóti og mold og er grasi gróinn. Mynd 43. Skeifulaga garður Mynd 42. Þúst við Lynghvamm. Staðhættir:Um 35 m norðaustan við húsið Bakkakot og um 50 m fyrir norðan Hólmsá. 80 Lýsing: Hóllinn er um 15 x 12 m að stærð. Trúlega er þetta uppgröftur frá byggingu sem hefur verið reist þarna í nágrenninu. Efni í honum er blanda af grjóti og sandi. Hólmur Hlutverk: Skjólgarður Tegund: Skjólgarður Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y: Mynd 44. Skeifulaga garður við Suðurlandsveg Hólmur Hlutverk: Óþekkt, garðrækt Tegund: Tóft Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 2,5 m Breidd: 10 m 81 Sama, Sama, Sama, 9. 29

32 Mynd 45. Þúst Staðhættir: Um 25 m fyrir suðvestan húsið Litlaland og um 44 m fyrir norðan Hólmsá. 84 Lýsing: Stærð um 2,5 x 10 m. Mannvirkið er myndað af einni steinaröð, sem er mosavaxin. Stefna er N-S. Engar dyr eru sjáanlegar. Merki eru eftir garðrækt. Mynd 47. Þúst Hólmur Hlutverk: Garðrækt Tegund: Garðrækt Aldur: Yngri en frá 1950 Lengd: 5 m Breidd: 8 m Staðhættir: Um 36 m fyrir suðvestan húsið Litlaland og um 14 m fyrir norðan Hólmsá. 87 Lýsing: Stærð um 5 x 8 m og stefna er A V í halla á móti suðri. Enga steina er að sjá í hleðslunni heldur er þetta byggt úr torfi. Merki eru eftir garðrækt. Mynd 46. Rúst við Litlaland. Hólmur Hlutverk: Garðrækt Tegund: Garðrækt Aldur: Yngri en frá 1950 Lengd: 3 m Breidd: 8 m Staðhættir Um 28 m fyrir suðvestan húsið Litlaland og um 9 m fyrir norðan Hólmsá. 85 Lýsing: Stærð um 3 x 8 m og stefna er A-V. Ekkert grjót, en merki eftir garðrækt. Mynd 48. Garður Hólmur Hlutverk: Grjóthrúga Tegund: Grjóthrúga Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 7 m Breidd: 7 m 83 Sama, Sama, Sama, Sama, Sama, Sama,

33 Staðhættir: Um 37 m fyrir norðaustan húsið Litlaland og um 45 m fyrir sunnan Suðurlandsveg. 89 Lýsing: Stærð um 7 x 7 m. Hringalaga grjóthóll, trúlega samansafn af grjóti út holtinu frá því þegar túnið var búið til. Hólmur Hlutverk: Grunnur Tegund: Steypt plata Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 3 m Breidd: 5 m Mynd 49. Grjóthrúga við Suðurlandsveg. Hólmur Hlutverk: Grjóthrúga Tegund: Grjóthrúga Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 8 m Breidd: 4 m Staðhættir: Um 81 m fyrir norðaustan húsið Litlaland og um 17 m fyrir sunnan Suðurlandsveg 90 Lýsing: Grjóthrúgan er um 8 x 4 m að stærð. Hefur orðið til við hreinsun á túninu. Mynd 50. Grjóthrúga við Suðurlandsveg. 89 Sama, Sama, 12. Mynd 51. Steypt plata við Suðurlandsveg. Staðhættir: Um 39 m fyrir vestan húsið Litlaland og um 37 m fyrir norðan Hólmsá. Lýsing: Steypt plata, um 3 x 5 m að stærð, stefna A-V, dyr hafa verið í vestur. Hólmur Hlutverk: Grunnur Tegund: Steypt plata Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 3,5 m Breidd: 2,5 m Staðhættir: Um 45 m fyrir vestan húsið Litlaland og um 31 m fyrir norðan Hólmsá. Lýsing: Steypt plata, um 3,5 x 2,5 m að stærð, stefna A-V. Hólmur Sérheiti: Lyngholt Hlutverk: Grunnur Tegund: Steypt plata Aldur: Yngri en frá 1950 Staðsetning: X: , Y:

34 Lengd: 12 m Breidd: 10 m Staðhættir: Um 41 m fyrir suðaustan húsið Litlaland og um 16 m fyrir norðan Hólmsá. Lýsing: Steypt plata, um 12 x 10 m að stærð, stefna A-V. Hólmur Sérheiti: Camp Phinney Hlutverk: Herbúðir, kvikmyndahús, verksmiðja Tegund: Heimild Aldur: Yngri en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 28 m Breidd: 10 m Staðhættir: Bragginn stóð um 85 m vestan við Hafravatnsveg. Lýsing: Bragginn var notaður á fjölbreyttan hátt, sem kvikmyndahús á hernámstíma og var síðan breytt í steinullarverksmiðju Mynd 52. Steinullarverksmiðja í Hólmsheiði Hólmur Sérheiti: Camp Phinney 92 Hlutverk: Herbúðir Tegund: Herminjar Aldur: Yngri en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Ástand: Slæmt Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Í holtinu fyrir norðan Suðurlandsveg, um 500 m fyrir vestan Geitháls. Lýsing: Á svæðinu var mikið af braggagrunnum auk þess sem þarna voru tvö steinsteypt hús frá hernum sem síðar hlutu nöfnin Heiðarsel og Heiðarhvammur, rifin um Á svæðinu var hýst stórskotalið og voru herbúðirnar höfuðstöðvar herfylkis. 94 Hólmur Hlutverk: Borhola Tegund: Steypa Staðsetning: X: 36616, Y: Lengd: 3 m Breidd: 1 m Staðhættir: Um 37 m vestur af reiðvegi við Rauðhóla. Lýsing: Steypt mannvirki. Hólmur Sérheiti: Fossnes Hlutverk: Hús Tegund: Heimild Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 7 m Breidd: 11 m Ástand: Ómetið Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir Í Fossnesi voru tvö sumarhús. 95 Lýsing: Nyrðra húsið var 7 x 11 m að stærð. Hólmur Sérheiti: Fossnes Hlutverk: Hús 93 Guðríður Eygló Þórðardóttir kt: , samtal. 94 Þór Whitehead. Ísland í hers höndum, Morgunblaðið 28. ágúst 1949, Þór Whitehead. Ísland í hers höndum, Reykjavík og nágrenni 1:2000, bl , Mælingadeild Reykjavíkurborgar og loftmynd LUKR

35 Tegund: Heimild Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 6 m Breidd: 7 m Ástand: Ómetið Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Í Fossnesi voru tvö sumarhús. Lýsing: Syðra húsið var 6 x 7 m að stærð. 96 Hólmur Hlutverk: Flóðvarnagarður Tegund: Garðlag Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 176 m Breidd: 2 m Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Í Fossnesi voru tvö sumarhús og var lóðin girt með varnagarði. 97 Hólmur Hlutverk: Vegur Tegund: Vegur Aldur: 1965 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 950 m Breidd: 5 m Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Vegur frá brúnni í Trippanefi austur að Tungufelli. Lýsing: Vegurinn er beinn og 5 m breiður, ofaníburður rauðamöl. Hann var fyrst lagður sem vetrarvegur, en að auki var hann notaður til að komast á Hólmsengjar sem eru vestan við Rauðhóla. Til stóð að nota hann fyrir járnbrautina austur fyrir fjall. 98 Mynd 54. Vegur Mynd 53. Flóðvarnagarðar við Fossnes. Lýsing: Garðurinn er um 180 m langur og að hluta byggður upp með járntunnum sem hafa verið fylltar af jarðvegi og tyrft yfir. 96 Reykjavík og nágrenni 1:2000, bl , Mælingadeild Reykjavíkurborgar og loftmynd LUKR Reykjavík og nágrenni 1:2000, bl , Mælingadeild Reykjavíkurborgar og loftmynd LUKR Hólmur Sérheiti: Fyrsti Rauðhólavegur Hlutverk: Vegur Tegund: Vegur Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 380 m Breidd: 5 m Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Vegur var frá gamla Suðurlandsvegi (213-34) yfir brúna í 98 Ísafold 12. júlí 1924, 1 og Þórarinn Ólafsson, kt: , samtal. 33

36 Trippanefi og yfir í Rauðhóla. Vegagerðin lagði veginn Lýsing: Ekkert er sjáanlegt af veginum í Trippanefi. En sunna Hólmsár er vegurinn beinn og 5 m breiður, ofaníburður rauðamöl. Vegurinn er notaður sem reiðgata í dag. Hólmur Hlutverk: Vegur, herminjar Tegund: Vegur Aldur: Yngri en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 380 m Breidd: 5 m Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Vegur var frá Suðurlandsvegi yfir brúna fyrir neðan Fögrubrekku, út að brúnni við Trippanef. Ekki er vitað hvenær þessi vegur var lagður en trúlega er hann yngri en fyrsti Rauðhólavegurinn (213-76) og virðast þeir báðir vera í notkun um Lýsing : Um 5 m breiður malarvegur. Vegurinn er notaður að hluta sem reiðgata í dag. Hólmur Hlutverk: Brú, herminjar Tegund: Brúarstólpi Aldur: Yngri en frá 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 10 m Breidd: 2,5 m Staðhættir: Vegur lá frá Fögrubrekku að brú yfir Bugðu og síðan í suðaustur að veginum í Rauðhólum. Brúin var rifin um Lýsing: Brúin var með járnhandriði og timburdekki. Greina má brúarstólpana á vestari bakkanum. Mynd 55. Vestari brúarendinn Hólmur Hlutverk: Hús Tegund: Steypt plata Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 13 m Breidd: 10 m Ástand: Ómetið Staðhættir: Vestan Hafravatnsvegar og austan Vindheima. Lýsing: Steypt plata. Ekki er vitað hvaða hús stóð þarna, en trúlega var það sumarhús. 101 Hólmur Sérheiti: Almannadalur Hlutverk: Hús Tegund: Heimild Aldur: Staðsetning: X: , Y: Lengd: 11 m Breidd: 9 m Ástand: Horfið Staðhættir: Húsið Almannadalur stóð norðan við Suðurlandsveg, rétt austan við Almannadal. Lýsing: Húsið var 11 x 9 m að stærð, byggt uppúr Karl E. Norðdahl. Morgunblaðið 29. júní 1967, 4 og Loftmynd LUKR Loftmynd LUKR Grunnur í LUKR mynd Morgunblaðið 7. sept. 2001, 40, Kort, Reykjavík og nágrenni 1:2000, bl og loftmynd LUKR

37 6. Geitháls Vilborgarkot Geitháls saga Nýbýlið Geitháls var byggt árið 1907 úr jörðinni Vilborgarkoti, en það kot lagðist þá í eyði. 103 Guðmundur Magnússon (f. 1843) byggði upp Geitháls en hann bjó áður í Elliðakoti. 104 Býlið var byggt við gatnamót Þingavallavegar og Suðurlandsvegar (Austurvegar). Húsið var tvílyft á steinhlöðnum kjallara. Miklir kálgarðar voru sunnan við bæinn og túnin sunnan við þáverandi Suðurlandsveg að Hólmsá. Mynd 56. Gamla bæjarhúsið á Geithálsi Á Geithálsi var bæði búskapur og greiðasala. Þar var símstöð frá Geitháls varð vinsæll áningarstaður og voru þar oft mikil læti eins og fram kemur í blaðagrein frá 1927:,,Mér er kunnugt um það, að sá veitingamaður, sem nú rekur veitingar á Geithálsi, kysi ekkert fremur en að honum væri veitt aðstoð til að bægja ölvuðum óþjóðalýð burt frá staðnum, svo að honum gæti veist næði til að reka þar veitingar fyrir friðsama gesti. Geitháls er sérlega vel fallinn til sunnudagaheimsókna Reykvíkinga, bæði sökum góðs húsrúms og einnig vegna fegurðar þar í kring, og þá ekki síst fyrir ríðandi fólk, því að þar er gnægð góðrar hagbeitar og vatns fyrir hesta. 106 Mynd 57. Bensínsjoppan á Geithálsi 1963, yngra húsið í bakgrunni Túnakort 1916, Geitháls, Þjóðskjalasafn. 104 Manntalsgrunnur Þjóðskjalasafni Ljósmyndasafn Reykjavíkur, KRP Reykjavík jpg. 106 Vísir , Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Bragi Guðmundsson, 365 óflokkað. 35

38 Árið 1940 var gamla bæjarhúsið á Geithálsi rifið, en það hafði þá verið í niðurníðslu í nokkurn tíma. Nýtt hús var byggt á sama stað, ein hæð með lágu risi, en það var rifið skömmu eftir að Olíuverslun Íslands reisti þar veitingaskála Staðurinn var áfram vinsæll áningarstaður en var lagður niður sem slíkur árið 1972 þegar Suðurlandsvegurinn var færður sunnar og Geitháls fór úr alfaraleið. Engin hús eru í dag á Geithálsi, en leifar eru þar af steinhlöðnum vegg sem hefur verið í porti norðan við gamla húsið. Hólmsá sem rann rétt sunnan við bæjarstæðið var færð sunnar þegar nýi vegurinn var gerður. Túnakort er til af bæjarstæðinu frá 1916 og hefur því verið varpað hér á kortagrunn í LUKR. Má þar sjá skipulag svæðisins og uppþoraðan farveg Hólmsár, sjá mynd 58. Á stríðárunum voru braggahverfin Camp Aberdeen og birgðageymslan Geitháls Dump við Geitháls. Mynd 58. Túnakort af Geithálsi frá 1916, 109 sett yfir grunn í LUKR. 108 Þjóðviljinn og Alþýðublaðið Túnakort 1916, Geitháls, Þjóðskjalasafn. 36

39 6.2 Minjar og örnefni Það svæði sem hér er skoðað nær yfir lítinn hluta af Geithálsjörðinni. Þekkt örnefni í nágrenninu voru skráð 110 og minjar færðar inn á mynd 59. Helstu minjum á svæðinu er lýst hér lauslega, en nákvæmari lýsingu er að finna í kafla 6.3. Mynd 59. Minjar í landi Geitháls. 111 Jarðamörk Geitháls og Hólms liggja á þessu svæði nánast eftir gamla Þingvallaveginum í suður að gamla árfarvegi Hólmsár. Jarðamörk fylgja síðan árfarveginum austur fyrir Ármót, sjá mynd 59. Austast við Hólmsá var gamla brúarstæði Rauðu brúarinnar (nr. 21) en hún var byggð Engin merki sjást eftir hana. Vestur frá henni liggur síðan fyrsti Suðurlandsvegurinn (nr. 34) að Geithálsi. 110 Örnefnalýsing Geitháls Grunnur úr LUKR, loftmynd

40 Bæjarstæði Geitháls er ekki innan framkvæmdarsvæðis nema að mjög litlu leyti, þ.e.a.s. gömlu tún bæjarins (nr. 29 og 30) sem nú eru orðin mjög þýfð. Norðaustur frá Geithálsi liggur síðan Gamli Þingvallavegurinn. Þessi vegspotti sýnir trúlega best hvernig vegurinn var um 1930 en þá var hann lagður af. Austan við Gamla Þingvallaveginn er mikið mannvirki, steinhlaðið. Trúlega er það hestarétt (nr. 4). Þar eru líka braggabotnar frá birgðageymslunni Geitháls Dump. Norðaustur frá Sunnuhlíð er síðan herskálahverfið Camp Aberdeen. 6.3 Fornleifaskrá Geitháls vegna breikkunar Suðurlandsvegar Fornleifaskráin nær til þeirra minja sem staðsettar eru innan 100 m fjarlægðar frá kanti vegar sem er áætlað framkvæmdarsvæði. Geitháls Hlutverk: Hestarétt Tegund: Rétt Aldur: Óljós, yngri en frá Staðsetning: X: , Y: Lengd: 30 m Breidd: 30 m Ástand: Sæmilegt Mynd 60. Hestrétt við Geitháls (nr. 4). Staðhættir: Réttin er staðsett um 60 m fyrir norðan íbúðahúsið á Geithálsi. Lýsing: Réttin er um 30 x 30 m að stærð, veggir eru um 1 1,2 m á hæð steinhlaðnir með malarfyllingu. Hlið eru í NV að Gamla Þingvallavegi og á miðri SV-hlið í átt að Geithálsbænum. Geitháls Hlutverk: Hús, herminjar Tegund: Undirstöður Aldur: Um 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 6,0 m Breidd: 2,5 m Ástand: Sæmilegt Staðhættir: Húsið stóð vestan við hestaréttina á Geithálsi. Lýsing: Húsið var 2,5 x 6,0 m að stærð og sneri NA-SV. Það var hlaðið úr steyptum einingum sem voru um 20 x 40 cm að stærð. Mynd 61. Hestrétt við Geitháls nr. 4, rúst nr. 5 og garður nr Grunnur úr LUKR, loftmynd Mynd 62. Rúst nr. 5 við hestaréttina. 38

41 Geitháls Hlutverk: Garður Tegund: Gerði Aldur: Óljós, yngra en frá 1916 Staðsetning: X: ,Y: Ástand: Sæmilegt Staðhættir: Gerðið er staðsett vestan við hestaréttina við Gamla Þingvallaveg Lýsing: Garðurinn er sporöskjulagaður með hleðslum að hluta. Ekki er hægt að greina til hvers hann hefur verið hlaðinn. Staðhættir: Húsið stóð sunnan við fyrsta Suðurlandsveg. Lýsing: Húsið var 7 x 5 m að stærð og sneri NV-SA. Þetta er steyptur grunnur. Geitháls Sérheiti: Geitháls Dump 114 Hlutverk: Herbúðir Tegund: Undirstöður Aldur: Um 1940 Staðsetning: X: , Y: Ástand: Sæmilegt Staðhættir: Herbúðirnar voru hugsanlega rétt norðan við Geitháls, en þar má sjá braggabotna. Þetta voru birgðageymslur. Lýsing: Tveir steyptir braggabotnar, 22 x 28 m að stærð. Frekar grónir og stefna NA-SV. Dyr ekki augljósar. Mynd 63. Garður nr. 6. Geitháls Sérheiti: Camp Aberdeen Hlutverk: Hús, herminjar Tegund: Undirstöður Aldur: Um 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 7 m Breidd: 5 m Ástand: Sæmilegt Mynd 64. Braggabotn nr. 8 við Geitháls. 113 Mynd 65. Braggabotn nr Geitháls Sérheiti: Camp Aberdeen Hlutverk: Hús, herminjar Tegund: Undirstöður Aldur: Um 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 3,3 m Breidd: 3,7 m Ástand: Sæmilegt Staðhættir: Braggagrunnarnir eru staðsettir 400 m fyrir norðaustan Geitháls, austan við Gamla Þingvallaveginn. 114 Þór Whitehead. Ísland í hershöndum, Grunnur úr LUKR, loftmynd Grunnur úr LUKR, loftmynd

42 Lýsing: Þetta hús hefur verið 3,3 x 3,7 m að stærð. Steyptur grunnur. Mynd 66. Camp Aberdeen braggabotnar nr. 11, 12, 13 og Geitháls Sérheiti: Camp Aberdeen Hlutverk: Hús, herminjar Tegund: Undirstöður Aldur: Um 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 25 m Breidd: 6,6 m Ástand: Sæmilegt Staðhættir: Braggagrunnarnir eru 400 m fyrir norðaustan Geitháls, austan við Gamla Þingvallaveginn. Lýsing: Steyptur grunnur um 25 x 6,6 m að stærð, stefnir NV-SA. Geitháls Sérheiti: Camp Aberdeen Hlutverk: Hús, herminjar Tegund: Undirstöður Aldur: Um 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 21 m Breidd: 6,6 m Ástand: Sæmilegt Staðhættir: Braggagrunnarnir eru staðsettir 400 m fyrir norðaustan Geitháls, austan við Gamla Þingavallaveginn. 116 Grunnur úr LUKR, loftmynd Lýsing: Steyptur grunnur um 21 x 6,6 m að stærð, stefnir NV-SA. Geitháls Sérheiti: Camp Aberdeen Hlutverk: Hús, herminjar Tegund: Undirstöður Aldur: Um 1940 Staðsetning: X: , Y: Lengd: 21 m Breidd: 6,6 m Ástand: Sæmilegt Staðhættir: Braggagrunnarnir eru 400 m fyrir norðaustan Geitháls, austan við Gamla Þingvallaveginn. Lýsing: Steyptur grunnur um 21 x 6,6 m að stærð, stefnir NV-SA. Geitháls Hlutverk: Brú Tegund: Heimild? Sérheiti: Rauða brúin 117 Aldur: 1880 Staðsetning: X: , Y: Staðhættir: Byggð var brú yfir Hólmsá samhliða veglagningu Árið 1888 tók hana af í miklum vetrarflóðum. Hún var síðan endurnýjuð Lýsing: Brúin var 18 álnir á lengd og voru 4 álnir upp í hana venjulega. Stöplarnir voru steinhlaðnir og skemmdust þegar brúna tók af í flóði. Brúin var brotin niður en hluta af stöplum hennar er að finna 45 m vestan ár. Geitháls Hlutverk: Tún Tegund: Mói Aldur: 1907 Lengd: 57 m Breidd: 33 m Ástand: Ómetið 117 Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson.,,Elliðavatnsheiði og Hólmar, Ísafold 18. og 23. janúar 1888, 11, 15 og 16. Ísafold 24. ágúst 1926, 2 og Morgunblaðið 29. júní

43 Aldur: Um 1907 Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveginn voru tún bæjarins. Lýsing: Það minna var 57 x 33 m að stærð og lá vestar. Það var afgirt á tvær hliðar, en Hólmsá myndaði girðingu í suður. 119 Lengd: 350 m Breidd: 5 m Ástand: Ómetið Staðhættir: Vinna við gerð varanlegs vagnvegar austur yfir Mosfellsheiði til Þingvalla hófst 1881 og henni var lokið með gerð brúar yfir Öxarárgljúfur árið Fyrsti hluti vegarins lá vestan við Geitháls. Vegurinn var lagður á svipuðum slóðum og gamla reiðleiðin, en ekki var þó farið um Seljadal heldur sunnan hans. Veglagningin miðaðist við hesta og hestvagna en síðar við bíla. Fyrsti bíllinn ók eftir þessum vegi 3. júlí Mynd 67. Tún nr. 29 og nr Geitháls Hlutverk: Tún Tegund: Mói Aldur: 1907 Lengd: 87 m Breidd: 88 m Ástand: Sæmilegt Aldur: Um 1907 Staðhættir: Sunnan við Suðurlandsveginn voru tún bæjarins. Lýsing: Það stærra var 87 x 88 m að stærð og lá austar. Það var afgirt á tvær hliðar, en Hólmsá myndaði girðingu í suður. 121 Geitháls Sérheiti: Gamli Þingvallavegur Hlutverk: Vegur Tegund: Vegur Aldur: 1881 Mynd 68. Gamli Þingavallavegurinn. Geitháls Sérheiti: Fyrsti Suðurlandsvegur Hlutverk: Vegur Tegund: Vegur Aldur: Ástand: Sæmilegt Hættumat: Lítil hætta Hættuorsök: Verklegar framkvæmdir Staðhættir: Suðurlandsvegur var lagður að grunni til árið 1886, í landi Geitháls. Grunnur gamla vegarins er enn sjáanlegur, þ.e.a.s. frá bæjarstæði Geitháls að Hólmsá. Lýsing: Vegurinn var upphaflega lagður 10 fet á breidd (3,13 m) Túnakort 1916, Þjóðskjalasafn. 120 Grunnur úr LUKR, loftmynd Túnakort 1916, Þjóðskjalasafn. 122 Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson. Mosfellsbær. Saga byggðar í 1100 ár, Magnús Grímsson. Um vegagerð og hestvagnaferðir á Suðvesturlandi,

44 7. Niðurstöður og mat Skráðir voru 70 minjastaðir innan framkvæmdarsvæðisins og þeir flokkaðir. Miðað var við aldur auk þess sem herminjar eru flokkaðar sérstaklega, sjá töflu 1. Aldur var áætlaður út frá útliti og upplýsingum um sögu byggðar. Tafla 1. Flokkun fornleifa eftir aldri. Flokkur Tegundir minja Litur flokks 1 Fornleifar, minjar sem eru 100 ára eða eldri Rauður 2 Minjar frá árunum Gulur 3 Minjar frá 1930 og yngri Grænn 4 Herminjar yngri en 1940 Blár Í landi Grafar eru 23 minjastaðir skráðir innan framkvæmdarsvæðisins, sjá töflu 2. Þar eru sjö minjastaðir sem teljast til friðaðra fornleifa, minja sem eru 100 ára eða eldri. Tveir minjastaðir flokkast til minja frá Meirihlutinn eða níu staðir teljast til minja sem eru yngri en frá 1930 og fimm tilheyra herminjum, sjá myndir 3 og 6. Tafla 2. Minjastaðir á framkvæmdarsvæðinu í landi Grafar. Gröf Nr. Hlutverk Tegund Sérheiti Flokkur Bústaður Tóft Pálsbyrgi Fjárborg, rista Fjárborg Borg Gata Vegur Gamli vegurinn Skógrækt Skógrækt Ræktunarstöðin við 1 Rauðavatn Vegur Vegur Fyrsti Suðurlandsvegurinn Gata Gata Forn leið Tóft Tóft Óþekkt Hleðsla Kantur Norðlingabraut Býli Heimild Baldurshagi Matjurtagarður Matjurtagarður Dísardalur Torfhús Hús Dísardalur Tóft Tóft Dísardalur Garður Garður Neðridalur Íbúðarhús Heimild Dísardalur Útihús Heimild Hóll Íbúðarhús Heimild Neðridalur Íbúðarhús Heimild Fagrabrekka Íbúðarhús Heimild Heiðarbær Herminjar Grunnur Camp Buller Herminjar Bryggja? Camp Buller Herminjar Grunnur Camp Buller Herminjar Heimild Camp Buller Herbúðir Heimild Camp Columbus Dump 4 42

45 Í landi Hólms er 31 minjastaður skráður innan framkvæmdarsvæðisins, sjá töflu 3. Þar eru fjórir minjastaðir sem teljast til friðaðra fornleifa, minja sem eru 100 ára eða eldri. Fimm minjastaðir flokkast til minja frá Meirihlutinn eða 14 staðir teljast til minja sem eru yngri en frá 1930 og sjö tilheyra herminjum, sjá myndir 28 og 29. Tafla 3. Minjastaðir á framkvæmdarsvæðinu í landi Hólms. Hólmur Nr. Hlutverk Tegund Sérheiti Flokkur Beitarhús Rúst Beitarhúsahóll Gata Gata Forn leið Vegur Vegur Fyrsti Suðurlandsvegur Útihús Tóft Geitahús? Brú Heimild Brú Brú Vegur Vegur Vegur Vegur Hús Heimild Almannadalur Hús Heimild Mánahlíð Skjólgarður Skjólgarður Lynghvammur Óþekkt Þúst Lynghvammur Óþekkt Þúst Skjólgarður Skjólgarður Óþekkt, Tóft 3 garðrækt Grjóthrúga Grjóthrúga Grjóthrúga Grjóthrúga Grunnur Steypt plata Grunnur Steypt plata Grunnur Steypt plata Lyngholt Hús Heimild Fossnes Hús Heimild Fossnes Flóðvarnargarður Garður Fossnes Hús Steypt plata Vindheimar Skotgröf Rás Camp Swansea Herbúðir Herminjar Camp Swansea Herbúðir, Heimild Steinullarverksmiðja 4 kvikmyndahús, verksmiðja Herbúðir Herminjar Camp Phinney Herminjar Steypa Vegur Vegur Brú Brúarstólpi 4 Í landi Geitháls eru 15 minjastaðir skráðir innan framkvæmdarsvæðisins, sjá töflu 4. Þar eru fimm minjastaðir sem teljast til friðaðra fornleifa, minja sem eru 100 ára eða eldri. Tveir minjastaðir flokkast til minja frá , átta tilheyra herminjum. 43

46 Tafla 4 Minjar á framkvæmdarsvæði í landi Geitháls. Geitháls Nr. Hlutverk Tegund Sérheiti Flokkur 21 Brú Heimild Hólmsárbrú 1 29 Tún Mói Geitháls 1 30 Tún Mói Geitháls 1 33 Vegur Vegur Gamli Þingvallavegur 1 34 Vegur Vegur Fyrsti Suðurlandsvegur 1 4 Hestarétt Rétt Geitháls 2 6 Garður Gerði 2 5 Hús, herminjar Undirstöður Camp Aberdeen 4 8 Hús, herminjar Undirstöður Camp Aberdeen 4 9 Hús, herminjar Undirstöður Camp Aberdeen 4 10 Herbúðir Heimild Geitháls Dump 4 11 Hús, herminjar Undirstöður Camp Aberdeen 4 12 Hús, herminjar Undirstöður Camp Aberdeen 4 13 Hús, herminjar Undirstöður Camp Aberdeen 4 14 Hús, herminjar Undirstöður Camp Aberdeen 4 Allar elstu minjarnar (fornleifarnar) frá Gröf, Hólmi og Geithálsi eru teknar saman, hætta metin og mótvægisaðgerðir áætlaðar, sjá töflu 5. Tafla 5. Fornleifar á framkvæmdarsvæðinu og mótvægisaðgerðir. Nr. Jörð Hlutverk/ tegund Sérheiti Aldur Ástand Hættumat Mótvægisaðgerðir Gröf Bústaður/ Pálsbyrgi Eldra en frá1900 Slæmt Mikil hætta Girða af tóft Gröf Fjárborg, Borg Gott Lítil hætta Girða af rista Gröf Gata Gamli vegurinn Eldra en frá Slæmt Mikil hætta Girða af Gröf Skógrækt Ræktunarstöðin við Gott Lítil hætta Rauðavatn Gröf Vegur Fyrsti Sæmilegt Mikil hætta Suðurlandsvegur Gröf Gata Forn leið Eldra en frá Gott Mikil hætta Gröf Tóft Eldra en frá 1900? Gott Mikil hætta Girða af eða rannsaka Hólmur Beitarhús/ rúst Beitarhúsahóll Eldra en frá 1900 Gott Mikil hætta Girða af eða rannsaka Gott Mikil hætta Hólmur Gata Forn leið Eldra en frá Hólmur Vegur Fyrsti Sæmilegt Mikil hætta Suðurlandsvegur Hólmur Útihús/ tóft Geitahús? Eldra en frá Gott Mikil hætta Rannsaka Geitháls Tún/ mói Geitháls 1907 Gott Lítil hætta 30 Geitháls Tún / mói Geitháls 1907 Gott Lítil hætta 33 Geitháls Vegur Gamli Þingvallavegur 34 Geitháls Vegur Fyrsti Suðurlandsvegur Gott Lítil hætta Gott Lítil hætta 44

47 Helst er að nefna þrjá staði sem verða fyrir áhrifum við þessar framkvæmd. Einn þeirra er tóft ( ) við Rauðavatn sem gæti verið gömul (mjög óljós staður). Þar mun vegurinn liggja mjög nálægt rústinni og framkvæmdir trúlega raska henni, sjá mynd 63. Mynd 69. Rúst við Rauðavatn. Áætlaðar framkvæmdir eru staðsettar í núverandi reiðvegi og því orðið mjög þröngt um alla stíga við Rauðavatn á þessum stað og suður með vatninu. Væntanlega þarf því að rannsaka þessa rúst. Annar minjastaður sem verður fyrir áhrifum af framkvæmdunum er Beitarhús (213-14) á Beitarhúsahóli, en áætlaður er vegur utan í rústarsvæðinu. Æskilegt er þar að færa veginn um nokkra metra til norðurs, þannig að hann skaði ekki rústarsvæðið og komist verði hjá rannsókn, sjá mynd 70. Mynd 70. Afmörkun verndarsvæðis á Beitahúsarhóli

48 Þriðji minjastaðurinn er tóft (213-42) af meintu geitahúsi, vestan við Geitháls. Væntanlegar nýframkvæmdir eru áætlaðar yfir þessa rúst og þarf því að rannsaka hana eða færa framkvæmdir suður um m, sjá mynd 71. Athuga ber að þrengja þó ekki að minjum við Geitháls. Mynd 71. Verndarsvæði rústar geitahús(?) 124 Þær fornleifar sem eru gamlir vegir eða slóðar raskast að hluta, svo sem fyrsti Suðurlandsvegurinn ( , og 34) og fornar leiðir ( og ). Ekki er talin ástæða að vernda þessa vegi eða slóða, heldur mætti sjá fyrir sér eftirlit og rannsóknir samhliða framkvæmdinni ef þess er talin þörf. Þessir vegir og slóðar munu skerðast að hluta við þessa framkvæmd. Aðrar fornleifar sem eru innan framkvæmdarsvæðisins, en ættu þó ekki að verða fyrir áhrifum, er hægt að girða af svo þær skaðist ekki á framkvæmdartíma, svo sem Pálsbyrgi (260-13), fjárborg (260-44), götu (260-47). Aðrar yngri minjar sem framkvæmdin fer yfir, svo sem vegi (213-75, og ), grjóthrúgu (213-62) og þúst (213-51) er ekki talin ástæða að vernda. 124 Grunnur úr LUKR, loftmynd

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum-

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum- Arnarnesvegur í Kópavogi -mat á umhverfisáhrifum- Fornleifakönnun Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS172-02041 Reykjavík 2002 Arnarnesvegur Fornleifastofnun Íslands 2002 Forsíðumynd er

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Skráning fornleifa í Mosfellsbæ Agnes Stefánsdóttir Rúna K. Tetzschner Guðmundur Ólafsson Ágúst Ó. Georgsson Kristinn Magnússon Bjarni F. Einarsson 2006/2 Skýrslur Þjóðminjasafns

Læs mere

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR KRISTBORG ÞÓRSDÓTTIR (ritstjóri) Höfundar efnis: Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Kristborg Þórsdóttir, Kristjana Vilhjálmsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck Reykjavík

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu Stefán Ólafsson FS393-08051 Reykjavík 2009 Forsíðumyndin er af Bænhúsvelli á Svínanesi BA-070:002 Fornleifastofnun Íslands Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu II: Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Orri Vésteinsson Árbæjarsafn Fornleifastofnun Íslands FS036-97012 Reykjavík 1997 2 Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Menningarminjar í Bláskógabyggð

Menningarminjar í Bláskógabyggð Menningarminjar í Bláskógabyggð Svæðisskráning fornleifa Kristjana Vilhjálmsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS-584-15221 Reykjavík 2015 2015 FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS SES BÁRUGÖTU 3 101 REYKJAVÍK SÍMI:

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Guðrún Alda Gísladóttir Fornleifastofnun Íslands FS375-06431 Reykjavík 2008 Mynd á forsíðu: Rúst, grafir og garðsveggur á Bænhúshól á Hofstöðum í Þorskafirði.

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð Reykjavík, 20. mars 2018 R17070048 6631 ES Borgarráð Svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um lagaheimildir til grundvallar deiliskipulagi

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Trafiksikkerhedsinspektion i Island NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Oversigt Hvorfor er TS-inspektion vigtig? Ny handbog Registreringsprocess

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

2 Þingnes við Elliðavatn

2 Þingnes við Elliðavatn Vinnuskýrslur fornleifa 2004 2 Þingnes við Elliðavatn og Kjalarnesþing Rannsóknasaga 1841-2003 Guðmundur Ólafsson Reykjavík 2004 Forsíðumynd: Yfirlitskort af minjasvæðinu á Þingnesi, samkvæmt uppmælingum

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum 4.9.2007 11:06 1 Einar G. Pétursson Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum Þetta byrjaði allt vestur á Fellsströnd í Dölum. Ég er fæddur og uppalinn í Stóru-Tungu,

Læs mere

Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970

Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970 Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970 18 Húsaröð við Tjarnargötu í Reykjavík. 87 Inngangur Í þessari stuttu samantekt er leitast við að gefa yfirlit yfir íslenska húsagerðarsögu fram til um 1970.

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Þorpið í Flatey á Breiðafirði

Þorpið í Flatey á Breiðafirði Þorpið í Flatey á Breiðafirði Byggða- og húsakönnun Guðmundur L. Hafsteinsson Reykhólahreppur 2006 Reykhólahreppur Maríutröð 5a 380 Reykhólar Sími 434 7880 Tölvupóstur: skrifstofa@reykholar.is Vefsíða:

Læs mere

Rit LbhÍ nr. 23. Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka

Rit LbhÍ nr. 23. Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka Rit LbhÍ nr. 23 Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka 2009 Rit LbhÍ nr. 23 ISSN 1670-5785 Sjónræn áhrif og upplifun á útivistarvegi í Eldhrauni og Laka Ragnar Frank Kristjánsson,

Læs mere

ÞORLÁKSHAFNARLÍNUR 2 OG 3 Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI

ÞORLÁKSHAFNARLÍNUR 2 OG 3 Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI ÞORLÁKSHAFNARLÍNUR 2 OG 3 Í SVEITARFÉLAGINU ÖLFUSI Frummatsskýrsla Júlí 2010 SAMANTEKT Framkvæmdir og forsendur Fyrirhuguð er uppbygging orkufrekrar iðnaðarstarfsemi við Þorlákshöfn og stefnir Sveitarfélagið

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2012 LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og Í byggð

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc

Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc GREINING OG MAT Á GÖLLUM OG VIÐGERÐUM Á NÝJU EINBÝLISHÚSI Stefán Short Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 2014 Höfundur: Stefán Short Kennitala: 140573-4269 Leiðbeinandi: Torfi Guðmundur Sigurðsson

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt.

Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði. Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns. eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson. kt. Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu í lögfræði Lokaverkefnið : Skilyrði lögbanns eftir : Kristján Óskar Ásvaldsson kt. 161186-3929 hefur verið metið og varið á málsvörn frammi fyrir dómnefnd þriggja

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere