Menningarminjar í Bláskógabyggð

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Menningarminjar í Bláskógabyggð"

Transkript

1 Menningarminjar í Bláskógabyggð Svæðisskráning fornleifa Kristjana Vilhjálmsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS Reykjavík 2015

2 2015 FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS SES BÁRUGÖTU REYKJAVÍK SÍMI: FAX: NETFANG: fsi@instarch.is

3 Efnisyfirlit 1. Inngangur Um fornleifaskráningu Um heimildaskráningu 5 2. Helstu tegundir menningarminja og ástand þeirra Bæjarhólar og bæjarstæði Útihús Tún, garðar og akrar Kvíar og stekkir Beitarhús og sel Engjar og áveitur Minjar um samkomur og þinghald Kuml og kirkjugarðar Samgönguminjar Hellar og ból Verndun og kynning minja á skráningarsvæðinu Heimildaskrá 19

4 1. Inngangur Árið 1989 var fornleifaskráning gerð að lögbundinni forsendu skipulagsvinnu. Síðan þá hefur mikið skráningarstarf verið unnið víða um land og hefur fornleifaskráningu hefur miðað þokkalega áfram á þessu skeiði. Fornleifaskráningu má í grófum dráttum skipta í tvennt, í svæðisog aðalskráning. Svæðisskráning felst í heimildaúttekt og er þá farið í gegnum margvíslegar heimildir í leit að vísbendingum um þekktar fornleifar á hverju svæði. Við aðalskráningu er hins vegar farið á vettvang, gengið á alla þekkta minjastaða, þeir hnitsettir og skráðir á nákvæman hátt. Heimildaskráningin er eðli málsins samkvæmt hraðari leið til að safna saman miklum upplýsingum og getur í raun skilað talsverðum sjálfstæðum upplýsingum. Hún er einnig nauðsynlegur undirbúningur þess að farið sé á vettvang til að skrá minjar. Ísleif, gagnagrunnur Fornleifastofnunar Íslands er stærsti gagnagrunnur landsins á þessu sviði. Í honum eru nú upplýsingar um u.þ.b minjastaði, en þar af hefur um þriðjungur verið skráður á vettvangi. Sveitarfélögum ber lagaleg skylda til að láta skrá minjar innan marka sveitarfélagsins áður en gengið er frá aðalskipulagi. Auk þess sjá þau gjarnan kosti þess að eiga tiltækar nákvæmar upplýsingar um staðsetningu fornleifa innan sinna marka áður en til skipulagsvinnu eða framkvæmda kemur. Það getur enda orðið kostnaðarsamt að ráðast í björgunaruppgröft ef landi hefur verið ráðstafað þar sem lögverndaðar minjar reynast vera. Fornleifaskráningu er víða lokið í þéttbýli, t.a.m. í flestum af stærri kaupstöðunum landsins og nokkrum sveitarfélögum, t.d. í allri Eyjafjarðarsýslu og sveitarfélögum sunnan Skarðsheiðar. Á hinn bóginn hefur fornleifaskráningu lítið miðað í þeim sveitarfélögum sem eru fámenn en landmikil og langtum strjálbýlli nú en var til forna. Þar eru margar minjar og eyðibyggðir, og þar bíður mikil skráningarvinna, en kostnaður á íbúa er langtum hærri en í þéttbýlli sveitarfélögum. Á vordögum 2015 gerðu Bláskógabyggð og Fornleifastofnun Íslands með sér samning um svæðis- og aðalskráningu í sveitarfélaginu. Ráðist var í skráninguna í tengslum við vinnu sem nú fer fram við aðalskipulag sveitarfélagsins. Skráningin sem um er að ræða var annars vegar full heimildaúttekt (svæðisskráning) á þeim hluta sveitarfélagsins sem ekki hafði verið skráður áður og hins vegar vettvangsskráning (aðalskráning) á þremur svæðum innan Bláskógarbyggðar þar sem ljóst þótti að yrðu talsverðar framkvæmdir á næstu árum. Bæði svæðis- og aðalskráningin voru unnar á sumar og haustdögum 2015 og verða gerðar sérstakar skýrslur fyrir þau svæði þrjú (Laugarás/Iða, Litlafljót/Stórafljót, Snorrastaðir/Laugarvatn) sem voru skráð á vettvangi. Í þessari skýrslu gefur hins vegar að líta helstu niðurstöður heimildaúttektar í sveitarfélaginu öllu en alls voru skráðar 3719 fornleifar í Bláskógabyggð. Fornleifastofnun hafði unnið nokkra svæðisskráningu í Bláskógarbyggð áður en gengið var til samninga við sveitarfélagið vorið 2015 og lagði hún þá skráningu til verksins til að flýta fyrir verkinu og lækka kostnað. Samtals höfðu um 1

5 800 staðir verið skráðir í Ísleifu, grunn Fornleifastofnunar Íslands, áður en svæðisskráning hófst sumarið 2015 og verða hér nefnd helstu skráningarverkefnin sem unnin höfðu verið á vegum Fornleifastofnunar áður en heildarúttekt á fornleifum úr heimildum hófst sumarið 2015 Árið 1996 gerði Orri Vésteinsson heimildakönnun á Biskupstungna- og Grímsnesafréttum sem hluta af verkefni um menningarminjar á miðhálendi Íslands. 1 Árið 1998 skráði Hildur Gestsdóttir lítinn hluta af þekktum minjum í Skálholti á vettvangi, til undirbúnings frekari rannsókna á staðnum. 2 Árið 2001 skráði Guðmunda Björnsdóttir undir stjórn Orra Vésteinssonar á vettvangi jarðirnar Böðmóðsstaði, Austurey, Efsta-Dal og Miðdalskot Árið 2002 skráði Birna Lárusdóttir á vettvangi fornleifar í Grímsneshreppi og féll afréttur Laugardalshrepps innan þeirrar skráningar. 7 Árið 2003 vann Guðrún Alda Gísladóttir stjórn Orra Vésteinssonar svæðisskráningu í Þingvallasveit árið 2003 og skráðu nemendur í fornleifafræði við Háskóla Íslands árið eftir hluta jarðanna Stíflisdal, Fellsenda, Heiðabæ, Skálabrekku og Selkot á vettvangi. 8 Árið 2006 sá Elín Ósk Hreiðarsdóttir um deiliskráningu í landi Grafar. Árið 2007 sá Birna Lárusdóttir um deiliskráningu í Borgarhólum í landi Skálholts. 9 Árið 2007 sá Sólveig Guðmundsdóttir Beck um deiliskráningu í landi Laugarvatns. 10 Árið 2015 skráðu Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Jacob Orri Jónsson og Ragnheiður Gló Gylfadóttir á vettvangi svæði í landi Brúar og Haukadals vegna hugmynda um Brúarvirkjun. 11 Auk þeirra skráninga sem hér hafa verið upp taldar höfðu verið unnar nokkrar umfangsminni heimildaskráningar í tengslum við önnur verkefni og unnu meðal annars Árný Leifsdóttir og Sædís Gunnarsdóttir þá heimildavinnu. Bænhús og kirkjur á svæðinu hafa einnig verið svæðið- og aðalskráð af Orra Vésteinssyni og Stefáni Ólafssyni. 1 Orri Vésteinsson, Adolf Friðriksson, Hildur Gestsdóttir & Orri Vésteinsson, Orri Vésteinsson & Guðmunda Björnsdóttir, Orri Vésteinsson & Guðmunda Björnsdóttir, Orri Vésteinsson & Guðmunda Björnsdóttir, Orri Vésteinsson & Guðmunda Björnsdóttir, Birna Lárusdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir & Orri Vésteinsson, Birna Lárusdóttir, 2007 (óútgefið) Sólveig Guðmundsdóttir Beck, 2007 (óútgefið). Elín Ósk Hreiðarsdóttir,

6 Við yfirferð heimilda úr Bláskógarbyggð var einnig reynt að nýta útgefnar skráningarskýrslur frá öðrum aðilum, þar sem þær lágu fyrir og var þess þá alltaf getið skilmerkilega í texta og heimildareit við hvern minjastað. Af skráningum annarra vó skráning Bryndísar Róbertsdóttur frá árinu 1986 langþyngst. Skráningin er óútgefin en var til var í handriti á Þjóðminjasafni Íslands og fékkst góðfúslegt leyfi safnsins fyrir notkun hennar. Um svæðisskráningu í Bláskógarbyggð, sem og ritun skýrslu þessarar sá Kristjana Vilhjálmsdóttir fornleifafræðinemi undir stjórn Elínar Óskar Hreiðarsdóttur. Skýrslan hér á eftir byggir á öðrum skráningarskýrslum Fornleifastofunnar Íslands og eru staðlaðir kaflar um fornleifaskráningu með sama sniði og hefð er fyrir í slíkum skýrslum Um fornleifaskráningu Hátt á aðra öld er liðið síðan skráning fornleifa hófst á Íslandi en þó er enn langt í land að til sé heildstæð skrá um fornleifar í landinu. Á síðustu áratugum 19. aldar voru margir minjastaðir kannaðir á vegum Hins íslenzka fornleifafélags, einkum og sér í lagi staðir sem á einn eða annan hátt tengdust fornsögum og sögu þjóðveldisins. Eftir aldamótin 1900 dró úr fornleifakönnun á vegum félagsins og var þráðurinn ekki tekinn upp að nýju fyrr en um og eftir Skoðanir manna á því hvað teljast fornleifar hafa breyst mikið á þessum tíma. Byggingar sem voru hversdagslegar fyrir hundrað árums síðan eru nú orðnar minjar um horfna lífshætti. Skilningur hefur vaknað á nauðsyn þess að skrá upplýsingar um slíkar minjar og vernda þær fáu sem eftir eru fyrir komandi kynslóðir. Nauðsynlegra upplýsinga um gerð og ástand fornleifa er aðeins hægt að afla með vettvangsathugunum og við það er venjulega átt með hugtakinu fornleifaskráning. Til þess að vettvangsathugun komi að fullu gagni verður þó fyrst að taka saman ýmiskonar upplýsingar, bæði skriflegar og munnlegar, sem vísa á minjastaði og geta gefið vísbendingar um tegundir og hlutverk mannvirkjaleifanna. Slík heimildakönnun er nauðsynlegur undirbúningur undir vettvangsathugun, en hún getur líka skilað sjálfstæðum niðurstöðum. Nægilegar heimildir eru til, til að gefa grófa mynd af fjölda, eðli og ástandi minja á ákveðnum svæðum og skipuleg heimildaúttekt í því skyni getur komið að gagni við skipulagsgerð jafnt sem minjavernd og rannsóknir. Svæðisskráning er nauðsynlegur grunnur frekari skráningar á hverju svæði. Hún felst í öflun heimilda um fornleifar á afmörkuðu svæði og söfnun gagna sem gefa margvíslegar vísbendingar um menningarminjar. Markmið svæðisskráningar er að gefa heildaryfirlit um ástand og eðli menningarminja á svæðinu, finna og skilgreina svæði og staði sem eru sérstaklega athyglisverðir eða í sérstakri hættu, og að vera undirbúningur undir aðalskráningu fornleifa. Aðalskráning felur í sér vettvangsvinnu og miðar að því að staðsetja og kortleggja einstaka minjastaði og lýsa þeim á skipulegan hátt. 3

7 Að auki má minna á að mat á því hvað teljast markverðar fornleifar hefur lengst af tekið mið að sögu lands og þjóðar í heild. Minni gaumur hefur verið gefinn að sérkennum ákveðinna svæða og fornleifum sem eru markverðar í samhengi héraðssögu. Af þessum ástæðum er eðlilegt að fornleifaskráning sé unnin í nánu samstarfi við sveitastjórnir og stofnanir þeirra, og með hliðsjónir af þörfum þeirra. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeirri aðferðafræði sem liggur að baki svæðisskráningu fornleifa, en fyrst greint stuttlega frá þeim skilgreiningum sem lagðar eru til grundvallar við fornleifaskráningu. Eftirfarandi skilgreiningu er að finna í 3. grein laga um menningarminjar (Lög nr júní 2012): Fornleifar teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á og eru 100 ára og eldri, svo sem: a. búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi leifum mannvirkja og öskuhauga, húsaleifar hvers kyns, svo sem leifar kirkna, bænhúsa, klaustra, þingstaða og búða, leifar af verbúðum, naustum og verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum, b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri, c. tún- og akurgerði, leifar rétta, áveitumannvirki og aðrar ræktunarminjar, svo og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita, d. vegir og götur, leifar af stíflum, leifar af brúm og öðrum samgöngumannvirkjum, vöð, varir, leifar hafnarmannvirkja og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra, e. virki og skansar og leifar af öðrum varnarmannvirkjum, f. þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð, g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum, h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið, i. skipsflök eða hlutar þeirra. Samkvæmt lögum eru öll mannvirki eldri en 100 ára skilgreind sem fornleifar, en við skráninguna er þó notast við aðeins víðari skilgreiningu. Allar byggingar úr torfi og grjóti eru skráðar sem og önnur mannvirki sem eru til vitnis um horfið verklag eða tækni. Þar með geta talist elstu steypubyggingar, byggingar úr blönduðu efni (torf, grjót, timbur, steypa, bárujárn) og mannvirki eins og heimarafstöðvar, sundlaugar, upphlaðnir vegir frá því fyrir jarðýtuöld, fiskplön, áveituskurðir og hvers kyns minjar aðrar sem tengjast umbreytingum í atvinnuvegum og lífsafkomu á fyrri hluta 20. aldar. Minjar sem tengjast seinni heimsstyrjöldinni, veru setuliðsins í landinu og framkvæmdum á vegum þess (vegir, flugvellir, braggahverfi, skotgrafir o.s.frv.) eru einnig skráðar. Þær heimildir sem stuðst er við í svæðisskráningu geyma hins vegar yfirleitt mjög lítið af upplýsingum um nútímaminjar og er því ekki að vænta heildstæðs yfirlits um þær fyrr en á stigi aðalskráningar. 4

8 Ýmiskonar upplýsingar sem átt gætu heima í menningarsögulegum gagnagrunni rata þó ekki inn í svæðisskráningu fornminja. Þetta eru t.d. heimildir um staðsetningu engja og bithaga, nytjaskóga og veiðistaða. Söfnun slíkra upplýsinga krefst annarskonar gagna og öðruvísi aðferðafræði en skráning eiginlegra fornleifa og er auk þess mun viðráðanlegri á stigi aðalskráningar. Þar sem til eru nærtækar upplýsingar um gróðurfar og búskaparskilyrði fyrir einstakar jarðir (t.d. í sóknarlýsingum og héraðssöguritum) er þeim þó safnað saman á stigi svæðisskráningar. Það er ennfremur skýrt af ofangreindri skilgreiningu að fornleifar eru ekki aðeins öll mannvirki heldur einnig staðir sem á einn eða annan hátt tengjast menningu og atvinnugreinum, hvort heldur sem er vöð eða álagablettir. Þessari víðu skilgreiningu hefur verið fylgt við gerð fornleifaskrárinnar og í anda hennar eru einnig skráðir staðir eins og orrustustaðir, skilgreinanlegir staðir þar sem atburðir, sem tengjast sögu og bókmenntum Íslands, hafa átt sér stað og staðir þar sem draugar eiga að hafa haldið til. Dæmi um staði sem eru ekki skráðir eru eyktamörk sem eru ekki manngerð og drangar sem kallaðir eru nátttröll, en það heiti virðist oftast vera tegundargreining á náttúrumyndunum frekar en að sagnir séu um að tröll hafi dagað þar uppi. Þar sem slíkar sagnir eru til staðar, eru þær auðvitað skráðar. Á hinn bóginn eru öll grettistök skráð. Hvað er skráð og hvað ekki er því vitanlega umdeilanlegt en byggir fyrst og fremst á því að fyrirsjáanlegt sé að gagn megi hafa af upplýsingunum Um heimildaskráningu Við hefðbundna fornleifaskráningu hefur fyrst og fremst verið leitast við að finna og staðsetja einstakar rústir sem sýnilegar eru á yfirborði. Ekki er reynt að grennslast fyrir um hvar fornleifar geti leynst undir yfirborði, en ætla má að meginþorri minja á Íslandi sé þannig hulinn sjónum. Til að ráða bót á þessu hefur Fornleifastofnun Íslands notað tvær aðferðir. Annars vegar er um að ræða leit að vísbendingum um staðsetningu einstakra menningarminja, einkum með stuðningi gamalla túnakorta og örnefnaskráa. Hins vegar eru óbeinar vísbendingar, svo sem örnefni, sem oft gefa vísbendingar um staðsetningu og hlutverk minja. Heimildir um byggð og búsetu eru einnig mikilvægar, en útfrá yfirliti um staðsetningu og dreifing byggðar má gera sér allgóða hugmynd um umfang og eðli menningarminja sem þeirri byggð hafa fylgt jafnvel þótt þeirra sjái ekki stað lengur. Við upphaf svæðisskráningar fornleifa er því gert yfirlit um sögu byggðar á hverri jörðu, jarðir og jarðatakmörk skilgreind. Helstu heimildir við þessa vinnu eru jarðabækur frá ýmsum tímum, sölubréf og landamerkjalýsingar. Þá er farið skipulega yfir vísbendingar um menningarminjar á hverjum stað, þ.e. túnakort og örnefnaskrár. Að því loknu er leitað í beinum heimildum um fornleifar á ýmsum stöðum, s.s. í fornleifaskýrslum. 5

9 Notagildi svæðisskráningar eru ákveðin takmörk sett og hún getur aldrei komið í stað vettvangskönnunar (aðalskráningar). Í fyrsta lagi takmarkast svæðisskráning við þá flokka heimilda sem eru aðgengilegastir og gefa heildstæðasta mynd af menningarminjum á viðkomandi svæði. Er þar um að ræða jarðabækur, fornleifaskýrslur, örnefnaskrár og túnakort. Aðrar heimildir eins og t.d. ævisögur eða ferðasögur, sem oft geyma nákvæmar upplýsingar um húsaskipan og staðsetningu mannvirkja á 19. öld, eru ekki rannsakaðar skipulega á stigi svæðisskráningar þar sem nákvæmni og fjöldi slíkra upplýsinga er tilviljanakenndur og erfitt að hafa upp á þeim þegar stór svæði eru könnuð. Heimildir af þessu tagi eru hins vegar kannaðar á stigi aðalskráningar. Í öðru lagi getur svæðisskráning ekki gefið nákvæmar upplýsingar um staðsetningu allra minjastaða og í þriðja lagi er ekki hægt að segja til um ástand eða afdrif allra minjastaða á grunni svæðisskráningar. Nákvæmra upplýsinga um þessi atriði er ekki hægt að afla nema með vettvangsathugun, en á grunni svæðisskráningar má hins vegar gefa góða mynd af dreifingu og ástandi fornleifa á skráningarsvæðinu. Helstu heimildaflokkar sem nýttir eru við svæðisskráningu eru eftirfarandi: JARÐABÆKUR: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er helsta og ítarlegasta verk sinnar tegundar og grundvallarheimild um sögu byggðar á Íslandi. Við svæðisskráningu er þó einnig stuðst við Jarðatal Johnsens frá 1847, og er númerun jarða og minjastaða grundvölluð á því riti. Í þessum ritum má oft finna ítarlegar upplýsingar um búsetu á viðkomandi jörðum, staðhætti, landgæði og hlunnindi. Þau gefa einnig allgóða mynd af dreifingu byggðar á skráningasvæðinu, og með því að bera jarðabækur saman við jarða- og landamerkjaskjöl fæst gróf mynd af þróun byggðar, skiptingu jarða og breytingum á eignarhaldsfyrirkomulagi. Þessar heimildir geta að jafnaði ekki um einstaka minjastaði, aðra en bæjarstæði og stöku sinnum selstöður og námur eins og mótak eða torfristu. TÚNAKORT: Um 1920 voru gerðir uppdrættir í mælikvarðanum 1:2.000 af túnum svo til allra jarða á Íslandi. Kortin eru allmisjöfn að gerð enda eftir mismunandi mælingamenn. Öll sýna þau þó mörk túnanna og langoftast er staðsetning bæjarhúsa og útihúsa innan þeirra sýnd, en yfirleitt engin hús utan túns. Einnig eru ritaðar á kortin upplýsingar um stærð túna í fermetrum og/eða dagsláttum, hversu stórt hlutfall þeirra var þýft, og stærð matjurtagarða. Túnakort frá 1920 eru til fyrir flesta bæi í Bláskógabyggð. Einnig eru til eldri túnakort, sem Danir gerðu árunum , fyrir nokkra bæi og voru þau ætíð notuð þar sem þau voru til enda er ljóst að talsverðar breytingar hafa orðið á húsaskipan í heimatúnum íslenskra bæja á fyrstu áratugum 20. aldar og því oft talsverður munur á dönsku kortunum og túnakortunum frá því um

10 ÖRNEFNASKRÁR: Söfnun og skráning örnefna hófst á seinni hluta 19. aldar og þá fyrst og fremst í samhengi við skýringar fornrita. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir 1920 að skipuleg skráning allra örnefna á einstökum jörðum hófst að marki. Örnefnaskráning varð síðan eitt af aðalverkefnum Þjóðminjasafnsins en örnefnasafnið er nú í umsjá Örnefnastofnunar Íslands. Ekki eru til sérstakar örnefnaskrár fyrir allar þær jarðir sem nefndar eru í jarðatalinu og geta skrár fyrir einstaka jarðir stundum verið hlutar af örnefnaskrám nágrannajarða. Misjafnt er hversu nákvæmlega er getið um rústir í örnefnaskrám en sjaldgæft er að höfundar láti alveg hjá líða að minnast á mannvirkjaleifar. Þar kemur auðvitað aðallega til að margar rústir bera nöfn og eru auk þess fastir punktar í landslaginu sem hægt er að miða við í lýsingu þess. Sjaldgæft er þó að fornleifum sé lýst mjög nákvæmlega í þessum skrám og langoftast getið um þær í framhjáhlaupi eða til skýringar. Örnefnaskrár eru engu að síður stærsta og heildstæðasta safn upplýsinga um fornminjar sem völ er á, en helstu gallar þeirra er að ekki er hægt að treysta því að fullt samræmi sé á milli skráa þar sem þær eru samdar af ólíku fólki á ólíkum tímum. Höfundar þeirra eru auk þess oft of staðkunnugir þannig að lýsingar þeirra verða illskiljanlegar þeim sem ekki eða lítið þekkir til. Gott safn örnefnaskráa er til fyrir jarðir í Bláskógabyggð. Örnefnaskrár af einhverju tagi eru til fyrir langflestar jarðanna og fleiri en ein fyrir sumar þeirra. Einnig voru örnefnakort til fyrir suma bæi sem gagnleg voru við heimildaskráningu og gagnast ennfremur þegar farið verður á vettvang. FORNLEIFASKÝRSLUR: Í lok 19. aldar var gert mikið átak á vegum Hins íslenzka fornleifafélags í að kanna íslenska fornleifastaði og voru það einkum staðir sem tengdust frásögnum fornrita sem þóttu athyglisverðir. Skýrslurnar birtust oftast sem greinar í Árbók hins íslenzka fornleifafélags og var því vandlega leitað fanga í Árbókinni. AÐRAR ÍTARHEIMILDIR: Ýmsar aðrar ítarheimildir eru nýttar við svæðisskráningu fornleifa. Þær heimildir sem iðulega er stuðst við eru Íslenskt fornbréfasafn og Íslensk fornrit, s.s. Landnámabók, Íslendingasögur og Sturlunga. Auk þess er farið í gegnum ferðasögur, t.d. ferðabækur Ólafs Olaviusar, og Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þjóðsögur eru annar flokkur heimilda sem nýttur er við svæðisskráningu. Að lokum er síðan leitað fanga í öðrum heimildum sem á einhvern hátt tengjast svæðinu sem um ræðir. Hér er t.d. um að ræða ævisögur og átthagarit af ýmsu tagi. Þessi hluti heimildavinnunnar er eðlilega mjög misjafn frá einu svæði til annars bæði hvað umfang og gæði snertir. 7

11 2. Helstu tegundir menningarminja og ástand þeirra Í Bláskógabyggð voru skráðar 3719 fornleifar á 86 jörðum og 5 afréttarsvæðum. Að meðaltali voru því um 40 minjastaðir á hverju svæði. Fjöldi skráðra fornleifa á jörð er þó mjög misjafn og helst í hendur við stærð jarðanna og landgæði. Flestar fornleifar voru skráðar í Haukadal, eða 129, en fæstar í Reykjakoti, þar sem einungis 1 fornleif var skráð. Svæðið sem fjallað er hér um er mjög víðfeðmt og samanstóð um miðja 19. öld af þremur hreppum: Biskupstungnahrepp, Laugardalshrepp og Þingvallahrepp. Gera má því ráð fyrir að fornleifarnar séu nokkuð breytilegar eftir svæðum. Langflestar fornleifanna voru skráðar í Biskupstungnahreppi, eða 2547 minjar. Það kemur að hluta til vegna þess að töluvert fleiri jarðir í þessum hreppi en hinum tveimur en einnig var í Biskupstungnahreppi stuðst við minjaskrá Bryndísar Róberts sem að hluta til var gerð á vettvangi og bætti við nokkrum fjölda minja sem ekki hefðu fundist í venjulegri heimildaskráningu. Við skráningu minja eru þær flokkaðar á tvennan hátt, annars vegar er getið um tegund fornleifar hins vegar umhlutverk. Tegund Tegundarflokkun fornleifa snýr að eðli þeirra eða gerð og segir í raun til um það hvaða sannanir eða vísbendingar eru fyrir hverjum minjastað. Á heimildastigi er því tegundin oftast annað hvort örnefni eða einfaldlega heimild en á á aðalskráningarstigi, þ.e. þegar vettvangsskráning fornleifa fer fram, tekur tegundarflokkun skráðra fornleifa yfirleitt talsverðum breytingum þar sem betri vissa fæst þá fyrir því hvort sýnilegar fornleifar séu á skráðum minjastöðum. Færast þá minjastaðirnir í flokka sem eru meira lýsandi fyrir eðli eða gerð minjanna, dæmi: tóft, garðlag, hús, o.s.frv. Sem fyrr segir er á svæðisskráningarstiginu yfirleitt erfitt að segja til um það með vissu hvort fornleifar séu enn sýnilegar á þeim stöðum sem skráðir eru hverju sinni þó heimildir segi til um að svo hafi einhvern tíma verið. Því er valinn tegundarflokkurinn heimild fyrir þá minjastaði. Oft á tíðum eru örnefni eina vísbendingin um fornleifar, dæmi: Fjárhúsholt, en þeir minjastaðir eru þá skráðir í tegundarflokkinn örnefni. Má í raun segja að þumalputtareglan sé sú, á svæðisskráningarstiginu, að minjar lendi í öðrum hvorum þessara flokka en á þessu eru þó nokkrar undantekningar. Í einhverjum tilvikum er nokkuð örugg vissa fyrir því að fornleifar séu enn á viðkomandi stað og eru þeir staðir þá flokkaðir til tegundar í samræmi við það eins og t.d sem tóft, garðlag, hús, stífla, hellir o.s.frv. Auk þess er skráðir staðir sem taldir eru tengjast atburðum í þjóðsögum eða í Íslendingasögunum, þó ekki séu endilega vísbendingar um efnislegar fornleifar á þeim. Eru þeir þá eftir atvikum skráðir til tegundar sem þjóðsaga eða sögustaður. Einnig eru skráðar náttúruminjar sem hafa menningarsögulegt gildi en innan þess flokks eru t.d. tegundirnar álagablettur, lind, laug, hver o.s.frv. Loks eru skráðir staðir þar sem fundist hafa gripir, 8

12 eða mannabein án þess þó að það séu frekari upplýsingar um fornleifar á þeim. Eru þessir staðir skráðir í tegundarflokkana gripir eða mannabein. Tveir tegundarflokkar hafa sérstöðu en það eru flokkarnir bæjarhóll og bæjarstæði. Eru þeir ávallt valdir fyrir staði þar sem bæir hafa staðið, jafnvel þótt ekki sé endilega vissa um að þar sé ennþá minjar að finna. Er reglan sú að staðir þar sem búseta hefur varað lengi, þ.e. um aldir, eru settir í flokkinn bæjarhóll þar sem líkur eru á að uppsöfnun mannvistarlaga hafi orðið. Bæir þar sem búseta hefur varað stutt, þ.e. nokkra áratugi og litlar líkur eru á að uppsöfnun mannvistarlaga hafi orðið að ráði, eru svo settir í flokkinn bæjarstæði. Í töflunni á hér að neðan má sjá tegundir skráðra fornleifa í Bláskógabyggð: Tegund Fjöldi Tegund Fjöldi álagablettur 22 kuml 3 áletrun 1 laug 1 bæjarhóll 97 lind 4 bæjarstæði 39 mannabein 3 brunnur 2 náma 8 dys 1 náttúrumin 1 frásögn 13 örnefni 337 garðlag 12 renna 1 gata 14 sögustaður 8 gerði 8 þjóðsaga 35 gripir 9 þúst 9 heimild 2891 tóft 80 hellir 9 tóftaþyrping 2 hleðsla 6 tóftir 9 hús 2 varða 51 hver 3 vegur 1 kirkjugarður 5 Hlutverk Hlutverkaflokkun fornleifa snýr að notkun þeirra eða hlutverki. Til dæmis er tegundin bæjarhóll þannig skráð með hlutverkið bústaður, heimildir um útihús er e.t.v. hægt að greina frekar í hesthús, fjárhús o.s.frv., varða getur t.d. þjónað hlutverki eyktamarks, samgöngubótar eða landamerkis og örnefni eins og Selhólar vísað á mannvirki með hlutverkið sel. Hið sama á við um greiningu hlutverka og tegunda, þ.e. ekki er alltaf hægt að ráða í hlutverk mannvirkja á heimildaskráningarstigi. Við vettvangsathugun er oft hægt að varpa skýrara ljósi hlutverk forminja, bæði útfrá athugun á gerð fornleifanna og útfrá munnlegum heimildum, þ.e. með aðstoð staðkunnugra heimildamanna. Skiptingu skráðra fornleifa í Bláskógabyggð eftir hlutverkum má sjá í töflunni á næstu síðu. Í tilviki fornleifa með óskráð hlutverk er í flestum 9

13 tilvikum annað hvort um að ræða sérhæft hlutverk sem ekki fellur inn í staðlaða flokkun, eða að ekki er öruggt hvert hlutverk fornleifanna er. Bústaðir og býli Fjöldi Landbúnaðarminjar Fjöldi Samgönguminjar Fjöldi bústaður 122 akur 5 áfangastaður 13 býli 113 beitarhús 95 áningarstaður 3 útilegumannabústaður 1 fjárhús 297 brú 27 fjárskýli 55 ferja 15 Aðrar búsetuminjar Fjöldi fjós 30 göngugarður 1 áveita 47 hænsnakofi 2 leið 505 bað 9 hesthús 73 náttstaður 18 brunnur 30 heygarður 34 sæluhús 14 eldhús 1 heystæði 1 samgöngubót 19 eyktamark 9 hlaða 11 tjaldstæði 10 göng 1 hrossaborg 4 traðir 30 hlóðir 2 hrútakofi 15 vað 115 kolagröf 23 kálgarður 81 landamerki 72 kvíar 54 Kirkjur og legstaðir Fjöldi mógrafir 58 lambhús 68 bænhús 15 mylla 9 nátthagi 23 hálfkirkja 2 öskuhaugur 1 refagildra 10 kirkja 13 rista 36 rétt 83 legstaður 34 skemma 3 sel 51 skotbyrgi 1 smalakofi 13 Samkomustaðir Fjöldi smiðja 11 stekkur 69 aftökustaður 8 sundlaug 1 tún 3 leikvöllur 5 varnargarður 4 túngarður 46 þingstaður 4 vatnsból 31 útihús 412 virki 1 vörslugarður 21 Annað Fjöldi þvottalaug 2 óskráð 240 þvottastaður 18 (Þjóð)sögustaðir Fjöldi óþekkt 366 draugur 12 Minjar um fiskveiðar Fjöldi huldufólksbústaður 14 lending 5 manndómsraun 8 lögn 14 skrímsli 1 naust 6 tröll 4 uppsátur 1 tröllabústaður 3 10

14 2.1. Bæjarhólar og bæjarstæði Yfirleitt hafa bæir staðið á sama stað öldum saman, jafnvel allt frá landnámsöld til þessarar og hafa þá myndast bæjarhólar, samsettir úr byggingaleifum og mannvistarlögum. Í bæjarhólum er jafnan mikilla og fjölbreytilegra fornminja að vænta. Í þeim er geymd saga daglegs lífs kynslóðar á kynslóð ofan og í þeim er flesta forngripi að finna. Bæjarhólar eru því ein mikilvægasta tegund fornleifa og brýnt að koma í veg fyrir að þeir verði eyðileggingu að bráð. Vandinn við bæjarhóla er hins vegar sá að í meirihluta tilfella er enn búið á þeim og víða hafa steypuhús með djúpum kjöllurum verið byggð á þeim og skemmt þá að meira eða minna leyti. Raskaðir bæjarhólar geta þó engu að síður verið markverð rannsóknarefni og er mikilvægt að reynt verið að finna leiðir til að fylgjast með framkvæmdum á þeim, enda skýrt í lögum að ekki megi raska þeim. Sjaldnast er hægt að komast að því hvort bæjarhólar eru óskemmdir eður ei, nema við vettvangsathugun. Oftast eru þó til upplýsingar um hvort bæjarstæði hafi verið flutt til á undanförnum áratugum/á síðustu 100 árum og má ganga útfrá því, að þar sem hús hafa ekki verið flutt séu bæjarhólar meira eða minna raskaðir. Á skráningarsvæðinu má ætla að ekki séu margir óhreyfðir bæjarhólar, en þó gætu þeir verið nokkrir, þar sem bæir hafa verið fluttir til, eða lagst í eyði. Hins vegar er talsvert af smá- og kotbýlum á svæðinu, þar sem byggð hefur jafnvel lagst af fyrir vélvæðingu landbúnaðar. Frá sjónarmiði fornleifafræðinnar eru staðir af þessu tagi ekki síður mikilvægir en bæjarhólar á lögbýlum. Slíkir staðir geta einnig haft mikið kynningargildi því á þeim getur verið auðvelt að átta sig á legu og afstöðu bygginga. Nokkrir slíkir staðir eru á skráningarsvæðinu, og mun þar vera eitthvað um fornleifar sem gætu nýst vel til kynningar á sögu svæðisins. Það mun þó skýrast betur við aðalskráningu. Alls eru skráðir 97 bæjarhólar og 39 bæjarstæði í Bláskógabyggð Útihús Fyrir utan bæjarhúsin sjálf voru peningshús helstu byggingar á hverri jörð. Í Bláskógarbyggð eru skráð alls 913 útihús að frátöldum hlöðum. Þar af eru 412 með óskilgreint hlutverk, en þau eru í flestum tilvikum skráð upp af túnakortum þar sem hlutverk þeirra er ekki tilgreint sérstaklega. Eins og víðast á Íslandi voru útihús dreifð um túnin. Af þeim sem greind voru eftir hlutverki voru 380 hús undir sauðfé, 73 hesthús, 30 fjós, tveir hænsnakofar, þrjár skemmur og 11 smiðjur. Fjós voru reyndar oft ekki sérstakar byggingar heldur hluti af bæjarhúsunum og má því ætla að fjöldi þeirra hafi verið meiri en skráningin gefa til kynna. Smiðjur, af einhverju tagi, voru líklega við flesta bæi og var vegna eldhættu algengara að þær væru sérstök hús en ekki áföst bænum. 11

15 Útihús virðast oftast hafa staðið á sömu stöðum um aldir og hafa á slíkum stöðum myndast litlir rústahólar. Fyrir einni öld síðan voru langflestar byggingar á Íslandi peningshús, en þeim hefur fækkað meira síðan en nokkurri annarri tegund mannvirkja. Sést þetta vel á samanburði á túnakortum frá um 1904 og 1920 en útihús eru nær undantekningarlaust mun fleiri á eldri kortunum en þeim yngri. Ástæðan er fyrst og fremst túnrækt en einnig hafa yngri og stærri peningshús úr steypu víða verið byggð ofan á eldri útihúsarústum og jafnvel tekið við hlutverki margra smærri húsa. Hlöður urðu ekki algengar á Íslandi fyrr en undir lok 19. aldar eða í byrjun þeirrar 20. og munu hey víðast hafa verið geymd í stæðum eða gryfjum við útihús, þótt ekki séu glöggar heimildir um þetta. Auk þess má gera ráð fyrir því að einhver landshlutamunur hafi verið á þessu, enda aðstæður ólíkar. Í Bláskógabyggð eru skráðar 11 hlöður, auk 34 heygarða og 1 heystæðis Tún, garðar og akrar Túngarðar hafa verið byggðir um tún allt frá landnámi. Á seinni öldum virðist hleðslu og viðhaldi túngarða víða talsvert hafa verið ábótavant. Á 19. öld var rekinn áróður fyrir túngarðshleðslum. Á skráningarsvæðinu voru skráðir fimm túngarðar, auk sjö nátthaga. Túngarðar eru þess eðlis að þeirra er sjaldan getið í heimildum öðruvísi en á tilviljunarkenndan hátt. Oft er ekki hægt að greina hvort garðar þessir eru fornir, en líklegast verður að telja að margir séu þeir frá 19. öld. Auk eiginlegra tún- og vörslugarða sem gerðir voru til að hlífa túnum við ágangi búpenings voru víða um land hlaðið talsvert af görðum, til að verja tún og hús fyrir skriðuföllum eða ágangi sjávar, s.s. varnargarðar. Á undanförnum árum hafa orðið hraðar framfarir á sviði fornleifavísinda og hafa menn m.a. þróað aðferðir, sem byggja á efnagreiningum á jarðvegi, er gefa upplýsingar um ræktun túna og áburðarnotkun til forna. Til þess að hægt sé að beita slíkum aðferðum verða túnin að vera óskemmd af vinnuvélum og helst má tilbúinn áburður ekki hafa verið borinn á þau. Talið er að akuryrkja hafi verið stunduð víða um land frá landnámi og fram á 15. eða 16. öld. Ekki er vitað hvers vegna kornrækt lagðist af á Íslandi en ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um orsakir þessa eins og kólnandi veðurfar, skortur á vinnuafli vegna mannfækkunar á 15. öld eða aukinni sjósókn. 12 Hvað sem því líður þá má víða um land finna minjar um akuryrkju annað hvort í formi örnefna, eða sýnilegra fornleifa. Minjar um akuryrkju verða þó að teljast til sjaldgæfari minja á Íslandi, en fimm minjar tengdar akuryrkju voru skráðar í Bláskógabyggð. Á 18. öld hófst ræktun nytjaplantna aftur á Íslandi og voru gerðar einhverjar tilraunir með ræktun á korni, en þó aðallega káli og rótarávöxtum eins og rófum gulrótum, næpum og 12 Birna Lárusdóttir, 2011, bls

16 kartöflum. Árangurinn var ærið misjafn og um miðja 18. öld sendu dönsk stjórnvöld jóska bændur til Íslands til þess að kenna Íslendingum ræktun nytjaplantna. Sú viðleitni bar þó lítinn árangur og varð það útbreidd skoðun á þessum tíma að kálrækt væri ekki arðvænleg. 13 Þrátt fyrir þetta breiddist kálræktin síðar út um allt land og fór svo að kálgarðar voru komnir við flesta bæi í upphafi 20. aldar eins og sést glögglega á túnakortum frá þeim tíma. Leifar hlaðinna kálgarða að eru með algengari fornleifum á Íslandi en á skráningarsvæðinu var skráður 81 kálgarður Kvíar og stekkir Á flestum stöðum landsins lögðust fráfærur af um og upp úr aldamótunum Skráðir stekkir í Bláskógabyggð eru 69. Stekkir virðast yfirleitt vera einfaldar girðingar eða tóftir með litlu hólfi (lambakró) á einni hlið eða við annan enda. Sumstaðar hafa myndast litlir túnblettir í kringum stekki, sem voru slegnir. Kvíar voru yfirleitt mun nær bæ en stekkirnir og oft beinlínis í túnjaðri. Ekki hafa það alltaf verið hlaðnar kvíar, heldur aðeins ákveðinn staður þar sem ær voru mjaltaðar og sumstaðar voru færikvíar notaðar, sérstaklega þegar komið var fram á 20. öld. Í Bláskógarbyggð voru skráðar 54 kvíar. Aðrar minjar sem tengjast mjaltaám eru smalakofar. Alls voru 13 smalakofar skráðir í Bláskógabyggð en líklegt er að smalakofar og skýli hafi verið á fleiri stöðum, því algengt hefur verið að nýir smalar byggðu sinn eigin kofa frá grunni. Smalakofar eru nánast án undantekninga við staði sem hátt ber og víðsýnt er Beitarhús og sel Beitarhús voru stundum reist á tóftum gamalla býla og selja svo segja má að hlutverk sumra tóftanna hafi verið margþætt í aldanna rás. Á svæðinu voru skráð 95 beitarhús og 51 sel. Þess er sjaldnast getið hve lengi haft var í seli en seljabúskapur leið víða undir lok snemma á 19. öld. Seljarústir eru yfirleitt skráðar á stærri jörðum, kirkjujörðum og stærri býlum, sem eiga land til fjalla eða afréttarlanda. Mörg rannsóknarefni eru enn óleyst varðandi seljabúskap. Ekki hefur enn verið ráðið fram úr hvernig greina megi muninn á selbyggingum og byggingum þar sem búið var allt árið og er það eitt af mikilvægari verkefnum íslenskrar fornleifafræði. Sömuleiðis er lítið sem ekkert vitað um mismunandi tegundir seljabúskapar Engjar og áveitur Fram á þessa öld var hluti heyafla hverrar jarðar fenginn á engjum. Af örnefnaskrám sést að menn hafa oft leitað langt eftir örlitlum heytuggureytingi og móar hafa verið slegnir þar sem nú sprettur 13 Birna Lárusdóttir, 2011, bls

17 lítið sem ekkert gras. Bestu engjarnar voru flæðiengjar þar sem vatn flæddi yfir öðru hvoru. Þar sem flæðiengjar voru ekki frá náttúrunnar hendi var vatni víða veitt á móa og mýrar. Algengt var að veita bæjarlækjum á svæði utan við tún og gætu á nokkrum stöðum enn sést merki um stíflur og veituskurði sem byggðir voru í þessum tilgangi. Í Bláskógabyggð voru skráðar 47 áveitur Minjar um samkomur og þinghald Í Bláskógabyggð eru skráðir þrír þingstaðir en skráðar þingminjar eru þó fjórar, þar sem þingbúðatóftir beggja vegna Öxarár skiptast á tvær jarðir: Brúsastaði og Þingvelli. Aðrar þingminjar sem skráðar eru í Bláskógabyggð eru þingbúðatóftir í Helludal og þinghús Biskupstungnahrepps á Vatnsleysu. Í gagnagrunni Fornleifastofnunar er kaupstaður ekki skilgreint hlutverk og falla meintir kaupstaðir undir hatt þingstaða. Það er í raun mjög rökrétt, enda hafa athafnir manna á slíkum stöðum líklega verið mjög fjölbreyttar. Hugtakið þingstaður hefur því mun víðari merkingu í þessu samhengi en við erum vön að gefa því í dag. Að auki eru skráðir fimm leikvellir í á svæðinu Kuml og kirkjugarðar Greftrað hefur verið í kirkjugörðum þar sem voru sóknarkirkjur og útkirkjur og jafnvel einnig við bænhús, en kirkjur og bænhús voru miklu algengari á miðöldum en seinna varð. Í Bláskógabyggð eru skráðar 13 kirkjur, þar af tvö örnefni sem bent geta til kirkju. Auk þess eru skráðar tvær hálfkirkjur og 15 bænhús. Voru kirkjugarðar við flestar þessara kirkna. Sagnir og munnmæli um legstaði fornmanna er víða að finna og tengjast þær oft á tíðum ákveðnum stöðum í landinu, s.s. hólum. Oft á tíðum eru þessir meintu fornmannahaugar ekki annað en náttúrumyndanir, en á öðrum stöðum gæti hafa geymst þekking um mannabeinafundi eða gripa sem sagan hefur síðan spunnist frá. Af 35 legstöðum sem skráðir eru í sveitarfélaginu og ekki tengjast kirkjuhaldi eru 16 fornmannahaugar eða dysjar Samgönguminjar Talsvert er skráð af samgönguminjum í hreppunum, þar á meðal 505 leiðir, 115 vöð, 27 brýr, 19 samgöngubætur og 30 traðir. Einnig eru skráðir 13 áningarstaðir, þrír áfangastaðir, 14 sæluhús og tíu tjaldstæði. Þess ber að geta að fjölmargar vörður eru skráðar í hreppunum og er líklegt að einhverjar þeirra teljist til samgönguminja þótt hlutverk þeirra verði ekki greint af heimildunum. Skráðar leiðir í hreppunum eru fjölmargar. Flestar liggja þær innan héraðsins, milli bæja eða innan einstakra jarða, en einnig voru skráðar nokkrar þjóðleiðir til nágrannahéraða. Má telja ljóst að sá fjöldi leiða sem skráður er innan jarða gefi ekki alveg raunsæja mynd. Margar þeirra hafa sennilega legið milli jarða þó þess sé ekki getið í heimildum auk þess sem fleiri en eitt örnefni 14

18 geta átt við einu og sömu leiðina. Það er því líklegt að tala þeirra breytist nokkuð við aðalskráningu Hellar og ból Á skráningarsvæðinu eru hellar sem nýttir voru á ýmsan máta. Voru þeir t.d notaðir sem skepnuhús, geymslustaðir og sel auk þess sem jafnvel var búið í sumum þeirra. Sumir hellana eru manngerðir að öllu leyti, en einnig er um að ræða náttúrulega hella eða náttúrlega hella sem breytt hefur verið af mannahöndum. Alls eru níu fornminjar af tegundinni hellir skráðar í Bláskógabyggð, en einnig eru á svæðinu nokkrir hellar sem ekki hafa verið skráðir á vettvangi og falla því undir tegundina heimild. 15

19 3. Verndun og kynning minja á skráningarsvæðinu Eins og þegar hefur verið minnst á, þá eru líkur á að meirihluti fornleifa innan túna á skráningarsvæðinu hafi verið eyðilagður á 20. öld og að nú sjáist aðeins brot þeirra rústa sem áður sást til á yfirborði. Það er helst á eyðijörðum og inn til dala á smærri kotbýlum eða hjáleigum sem hafa farið í eyði á fyrri hluta 20. aldar eða fyrr sem vænta má að hlutfall óskemmdra minja verði hærra. Skilvirk minjavernd verður að byggja á vettvangsathugunum þar sem tekið er tillit til sýnilegra sem og ósýnilegra minja. Benda má á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga við áætlanagerð og skipulag byggðar. Flestar fornleifarnar er að finna á gömlum bæjarstæðum sem oftar en ekki er enn búið á. Mikilvægt er að reynt verði að takmarka framkvæmdir á slíkum stöðum og jafnframt að fagaðilar fylgist vel með því raski sem nauðsynlegt er. Dregið hefur úr framkvæmdum í landbúnaði á undanförnum árum og stafar þeim tóftum sem enn eru sýnilegar því ekki jafnmikil hætta og áður af nýbyggingum, framræslu og túnasléttun. Mikill hluti slíkra tófta eru stekkir, beitarhús, eyðikot og sel og hafa margar þeirra kynningargildi. Brýnt er að komið verði í veg fyrir frekari eyðileggingu slíkra minja. Auk vegagerðar og línulagna stafar fornleifum nú helst hætta af skógrækt og aukinni sumarbústaðabyggð auk þess sem nýbyggingar og framkvæmdir ógna fornleifum. Aukin skógrækt er vaxandi áhyggjuefni fyrir minjavernd á Íslandi og brýnt er að fundnar verði leiðir til að koma í veg fyrir að fornleifar spillist af völdum skógræktar. Skógur eyðileggur þó fornleifar ekki á sama hátt og skurðgröfur. Rætur trjáa sprengja vegghleðslur og afmynda rústir þannig að erfitt verður að átta sig á þeim á yfirborði eða kanna þær með uppgrefti. Það er þó ekkert sem segir að hagsmunir skógræktar og minjavörslu geti ekki farið saman. Fornleifar þekja aðeins brotabrot af heildarflatamáli mögulegs skógræktarlands og ætti að vera auðvelt að sneiða hjá þeim. Slíkt krefst þess aðeins að fornleifastaðir séu þekktir og að skógurinn sé hirtur þannig að hann sái sér ekki sjálfur í tóftir á auðum svæðum. Byggingar sumarbústaða geta valdið miklu alvarlegri spjöllum á fornleifum ef ekki er farið að með gát. Þar gildir hinsvegar það sama og með skógrækt. Ef fornleifastaðir eru þekktir á að vera auðvelt að sneiða hjá þeim. Augljóst er að með lágmarkskynningu og viðhaldi geta fornleifastaðir aukið útivistargildi sumarbústaðalanda og því réttara að líta svo á að fornleifar auki verðmæti þeirra, frekar en að þær standi í vegi fyrir framkvæmdum. Ekki verður tekið tillit til fornleifa á skógræktarsvæðum, sumarbústaðalöndum eða þar sem aðrar framkvæmdir eiga sér stað nema fornleifastaðir hafi verið rannsakaðir á vettvangi og staðsetning þeirra færð inn á kort. Það er þess vegna brýnt að gerðar séu vettvangsathuganir á fornleifum á svæðinu. Skráningarsvæðið sem hér er fjallað um hefur verið byggt frá landnámsöld og er auk þess vettvangur ýmissa atburða bæði í fornsögum okkar og sögu seinni tíma. Margir athyglisverðir minjastaðir eru á skráningasvæðinu og ljóst að miklu fleiri munu koma fram í 16

20 dagsljósið við vettvangsathugun. Gera má ráð fyrir að mikið af stöðum sé í hættu og því brýnt að skrá fornleifar á vettvangi svo hægt sé að gera yfirlit um þá. Í Bláskógabyggð eru 32 friðlýstar minjar. Þessir staðir eru á eftirtöldum jörðum og eru lýsingar á minjum fengnar úr friðlýsingaskrá: 14 Jörð Haukadalur Helludalur Úthlíð Skálholt Vatnsleysa Holtakot Biskupstungnaafréttur Friðlýstar minjar Steinker fornt við Marteinslaug Leifar þriggja fornra tófta, svonefndra Goðatófta, neðst í túninu Garðlag fornt milli lækja tveggja fyrir ofan vesturtúnið. Þingbúðatóftir margar, fornar, í Laugartorfu. Hoftóft fyrir neðan túnið. Þorláksbúð, forn tóft norðaustantil í kirkjugarðinum. Staupasteinn, fyrir heiman traðirnar við vestur-bæinn, að norðvestanverðu. Þorláks-brunnur í djúpum tröðum suðvestur frá bænum í hallanum sunnanundir Kyndluhól. Skólavarðan. Eystri og vestari traðir, þ.e. heimreiðirnar til staðarins aðrar en svokallaðar Biskupstraðir. Kyndluhóll. Þorlákssæti. Leiði sveina Jóns Gerrekssonar á túnbletti þeim, er Íragerði heitir. Garðlag gamalt syðst á túni, talið kunna að vera Jólavallargarður Fornleg girðing í túninu fyrir suðvestan bæjarhólinn, nefnd Munkagerði, og fornleg tóft í henni. Rústaleifar fornar þar sem enn heitir í Holtum Tjarnar-rústin, forn eyðibýlis-rúst á hólbala, austanmegin Tjarnár. 14 Ágúst Ó. Georgsson, 1990, bls

21 Jörð Laugardalshólar Laugarvatn Þingvellir & Brúsastaðir Brúsastaðir Brúsastaðir Miðfell Þingvallaafréttur Friðlýstar minjar Bæjarrúst forn austur í túninu, önnur tóft lítil, fornleg, upp og austur frá henni, og fornt garðlag umhverfis, fyrir aftan hin og vestan. Heit laug, nefnd Vígðalaug, niðri við vatnið og stórir steinar hjá, nefndir Líkasteinar. Þingbúðarústir allar og allar aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna alþingisstað, beggja vegna Öxarár. Leifar af svo nefndri hoftóft í túninu fyrir suðaustan bæinn. Girðing forn með tóft í, vestan við bæinn. Rústir Ródólfsstaða, uppi í hrauninu. Rústir allar þar sem verið hafa forðum býlin Grímsstaðir, Bárukot, Múlakot, Litla-Hrauntún, Ölkofrastaðir og enn eitt, norðvestanundir Hrafnabjörgum. Auk þessara minja er í Sunnlenskum byggðum III nefnt að skilaréttir Grímsneshrepps hins forna, Vallaréttir hafi verið friðlýstar en ekki er minnst á þessar réttir í friðlýsingaskrá. Friðlýstar minjar í Helludal, Úthlíð, Skálholti, Vatnsleysu, Laugardalshólum og á Laugarvatni hafa nýlega verið skráðar á vettvangi í átaksverkefni sem sneri að skráningu og könnun friðlýstra staða. 15 Í Bláskógabyggð er fjöldi staða með mikið rannsóknar- og/eða kynningargildi, til dæmis leifar af seljum og eyðibýlum sem víða er að finna. Á svæðinu er nokkur fjöldi af þéttsetnum ferðamannastöðum, svo sem Skálholt, Þingvellir, Gullfoss og Geysir. Til að dreifa álagi á þessum stöðum gæti það meðal annars verið ráð að kynna minjar í nágrenni þeirra. Hvað staðir henta best til rannsókna kemur hins vegar best í ljós við fornleifaskráningu á vettvangi. Það er ljóst að svæðið sem hér um ræðir hefur að geyma menningarsögulegar auðlindir sem sjálfsagt er að reyna að nýta til rannsókna, upplýsingar og kynningar. Forsenda þess er hins vegar sú að minjastaðirnir verði skráðir á vettvangi, svo unnt sé að greina þá og miðla þeim upplýsingum sem tiltækar verða til fólks. Auk þess er mikið magn ritaðra heimilda frá öllum tímum Íslandssögunnar sem tengist svæðinu með beinum og óbeinum hætti sem gefur kost á samtvinnun upplýsinga rit- og efnismenningar. 15 Eva Kristín Dal & Elín Ósk Hreiðarsdóttir,

22 4. Heimildaskrá 1001 þjóðleið: Jónas Kristjánsson. Þúsund og ein þjóðleið. Sögur, Reykjavík Adolf Friðriksson, Hildur Gestsdóttir & Orri Vésteinsson. Fornleifarannsóknir í Skálholti: Greinargerð og tillögur. FS Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík Árnesingur X: Kristinn Kristmundsson. Um örnefni í Laugardal. Árnesingur. Rit X, 2009, Árnesingur II: Guðmundur Ólafsson. Jarðhús að Hjálmsstöðum í Laugardal. Árnesingur. Rit II, 1992, Árni Hjartarson, Hallgerður Gísladóttir & Guðmundur J. Guðmundsson. Manngerðir hellar á Íslandi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík ÁFÍ 1961: Árnessýsla. Grímsnes og Biskupstungur. Ferðafélag Íslands, árbók ÁFÍ 1998: Fjallajarðir og Framafréttur Biskupstungna. Ferðafélag Íslands, árbók ÁFÍ 2003: Í Árnesþingi vestanverðu. Ferðafélag Íslands, árbók Árbók 1894: Brynjúlfur Jónsson. Rannsóknir í ofanverðu Árnessþingi 1893, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1894, Árbók 1895: Brynjúlfur Jónsson. Flosatraðir og þingfararvegur Þjórsdæla, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1895, Árbók 1896: Brynjúlfur Jónsson. Rannsóknir byggðaleifa upp frá Hrunamannahreppi sumarið 1895, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1895, Árbók 1904: Brynjúlfur Jónsson. Fornleifafundur í Skálholti 1902, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1904, Árbók 1905a: Brynjúlfur Jónsson. Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1905, Árbók 1905b: Jón Jakobsson. Yfirlit yfir muni, selda og gefna Forngripasafni Íslands árið 1904, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1905, Árbók 1906: Brynjúlfur Jónsson. Fornleifafundir, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1905, Árbók 1907a: Brynjúlfur Jónsson. Fornleifafundur á Gýgjarhóli, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1907, Árbók 1907b: Brynjúlfur Jónsson. Fornleifafundir, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1907, Árbók 1908a: Matthías Þórðarson. Goðatóttir í Helludal, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1908, Árbók 1908b: Matthías Þórðarson. Smávegis. Athugasemdir gerðar í Árnessýslu, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1908, Árbók 1923: Hannes Þorsteinsson. Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1923, Árbók 1927: Sigurður Skúlason. Örnefni um Skálholts-land, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1927, Árbók 1962: Skýrsla um Þjóðminjasafnið 1961, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1962, Árbók 1972: Þór Magnússon. Sögualdarbyggð í Hvítárholti, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1972,

23 Árbók : Orri Vésteinsson. Vígðalaug í Laugardal, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags , Ágúst Ó. Georgsson. Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornminjar. Reykjavík, Ásgeir Jónasson. Örnefni í Miðfellshrauni og Miðfellsfjalli í Þingvallasveit. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1932, BB II: Byggðir Borgarfjarðar II. Borgarfjarðarsýsla og Akranes. Búnaðarsamband Borgarfjarðar, Borgarnes Bergljót Magnadóttir (ritstjóri). Laugarvatnshjónin: Böðvar Magnússon og Ingunn Eyjólfsdóttir: afkomendaskrá og annar fróðleikur. [Án útgefanda], Reykjavík, Biskupa sögur. I bindi. Hið íslenzka bókmenntafélag, Kaupmannahöfn Biskupa sögur. I bindi. Hið íslenzka bókmenntafélag, Kaupmannahöfn Birna Lárusdóttir. Fornleifaskráning í Grímsnesi III: Fornleifar á jörðum í austurhluta Grímsness auk afréttar. FS Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskráning. Vegna mats á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar í Þingvallaog Laugardalshreppi, Árnessýslu. Fornleifafræðistofan, Reykjavík Björn Þorsteinsson. Thingvellir. Iceland s National Shrine. A visitor s Companion. Örn og Örlygur, Reykjavík Björn Þorsteinsson. Thingvellir, 12 BL: Björn Lárusson. The old Icelandic land registers. W.F. Salisbury þýddi. Lund University, Lundur Böðvar Magnússon. Undir Tindum. Norðri, [útgáfustað vantar] Bruun, Daniel. Arkæologiske undersøgelser paa Island, foretagne i sommeren Kaupmannahöfn, Det Nordiske Forlag Bruun, Daniel. Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. I. bindi. (Steindór Steindórsson þýddi). Örn og Örlygur HF, Reykjavík Bruun, Daniel. Nokkurar eyðibyggðir í Árnessýslu, Skagafjarðardölum og Bárðardal, rannsakaðar sumarið Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík Brynjúlfur Jónsson. Viðaukar. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1985, Brynjúlfur Jónsson. Rannsókn í Árnesþingi sumarið Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1905, Den store saga om Olav den Hellige: Den store saga om Olav den hellige = Saga Ólafs konungs hins helga efter pergamenthåndskrift i Kungliga biblioteket i Stockholm nr. 2 4to med varianter fra andre håndskrifter. Jón Helgason, Johnsen, Oscar Albert (ritstjórar). Jacob Dybwad, Oslo DI: Diplomatarium Islandicum eða Íslenskt fornbréfasafn. I-XV. Kaupmannahöfn/ Reykjavík, Elín Ósk Hreiðarsdóttir (ritstjóri). Fornleifaskráning vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum: Umhverfismat. FS Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík Eva Kristín Dal og Elín Ósk Hreiðarsdóttir. Friðlýstar minjar á Suðurlandi: skráningarátak. FS Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík FEB: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin III. Haraldur Sigurðsson og Helgi Hálfdánarson, Reykjavík FF I: Frásögur um fornaldarleifar I bindi. Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. Örn og Örlygur, Reykjavík

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu II: Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Orri Vésteinsson Árbæjarsafn Fornleifastofnun Íslands FS036-97012 Reykjavík 1997 2 Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR KRISTBORG ÞÓRSDÓTTIR (ritstjóri) Höfundar efnis: Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Kristborg Þórsdóttir, Kristjana Vilhjálmsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck Reykjavík

Læs mere

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Skráning fornleifa í Mosfellsbæ Agnes Stefánsdóttir Rúna K. Tetzschner Guðmundur Ólafsson Ágúst Ó. Georgsson Kristinn Magnússon Bjarni F. Einarsson 2006/2 Skýrslur Þjóðminjasafns

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Guðrún Alda Gísladóttir Fornleifastofnun Íslands FS375-06431 Reykjavík 2008 Mynd á forsíðu: Rúst, grafir og garðsveggur á Bænhúshól á Hofstöðum í Þorskafirði.

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum-

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum- Arnarnesvegur í Kópavogi -mat á umhverfisáhrifum- Fornleifakönnun Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS172-02041 Reykjavík 2002 Arnarnesvegur Fornleifastofnun Íslands 2002 Forsíðumynd er

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Anna Lísa Guðmundsdóttir Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 152 Forsíða: Hópur ferðafólks

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu Stefán Ólafsson FS393-08051 Reykjavík 2009 Forsíðumyndin er af Bænhúsvelli á Svínanesi BA-070:002 Fornleifastofnun Íslands Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum UM VERNDUN OG AÐRA LANDNÝTINGU Norræna ráðherranefndin Umhverfisstofnun Hvað er votlendi? Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Sådan B. Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir

Sådan B.  Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir www.nams.is Annelise Larsen Kaasgaard Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir Sådan B Efnisyfirlit Kynning 3 Hvem er jeg? 4 Hjemmet 5 Jul 6 Konfirmation 8 Fritidsinteresser 9 Mystik eller Kriminalhistorier 10 Min islandske

Læs mere

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES 2 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.... 6 1.1. Aðdragandi.... 6 1.2. Aðalskipulag.... 8 1.3. Deiliskipulag í gildi.... 8 1.4. Önnur svæði.... 8 1.. Samkeppnistillaga....

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum 4.9.2007 11:06 1 Einar G. Pétursson Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum Þetta byrjaði allt vestur á Fellsströnd í Dölum. Ég er fæddur og uppalinn í Stóru-Tungu,

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere