Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri"

Transkript

1 Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur eru ýmist munkaklaustur, munkasetur, eða nunnuklaustur, nunnusetur. Klaustur starfa samkvæmt meira eða minna fastmótuðum reglum, er oft bera nafn helgra manna, sem teljast upphafsmenn hlutaðeigandi reglna. Klaustur á Íslandi í katólskum sið (ca og fram um miðja 16. öld) voru af tveimur þekktum reglum: Ágústínusarreglu og Benediktsreglu. Klausturreglur þessar voru kenndar við tvo helga menn: heilagan Ágústínus kirkjuföður ( ) og heilagan Benedikt frá Núrsíu ( ). Á Íslandi voru klaustur flest níu að tölu, fimm af reglu Ágústínusar og fjögur af reglu Benedikts. Elsta klaustrið var af reglu Benedikts, stofnað á Þingeyrum Næstelst var Ágústínusarklaustrið í Þykkvabæ í Álftaveri (stofnað 1168), en yngst var Ágústínusarklaustrið á Skriðu (stofnað 1493). Af þessum klaustrum voru tvö nunnuklaustur (á Kirkjubæ og Reynistað) og voru þau bæði af reglu Benedikts. Nunnuklaustur af reglu Ágústínusar voru vel þekkt erlendis. 1, 2 Klaustur af reglu Ágústínusar voru breytilegri en klaustur af reglu Benedikts. Það var þannig mjög á valdi forstöðumanns, ábóta eða príors, í hverju klaustri hver heildarmynd klausturstarfsins yrði. Í Ágústínusarklaustrunum voru ekki sjaldan prestvígðir munkar, kanokar (kanúkar), sem einnig gátu gegnt prestverkum utan klaustranna. Slík klaustur voru gjarnan nefnd kanokasetur. Kanokar voru einnig nefndir kórbræður. 1, 2 Þótt trúariðkun hafi vissulega jafnan tekið mestan tíma munka eða nunna með iðulegum tíðasöng (bænum og lofgjörð) og messuhaldi, iðjuðu þó klausturbúar jafnframt margt annað. Munkar unnu þannig ritstörf, sömdu eða þýddu helgirit eða önnur rit, og nunnur unnu merkar hannyrðir. Góðar heimildir eru um þessa iðju í íslenskum klaustrum eða a.m.k. í sumum þeirra. 3, 4 Má og vera, að íslensk klaustur hafi haft nokkra sérstöðu í þessu efni. Skólahald, bæði innri skóli fyrir klausturbúa og ytri skóli fyrir utanaðkomandi námsmenn, er vel þekkt í erlendum klaustrum, 1 en um þetta atriði eru fátæklegar heimildir úr íslenskum klaustrum nema helst yngsta klaustrinu á Skriðu. 2 Ótvírætt er, að lækningar voru stundaðar í erlendum klaustrum. 1 Heimildir um þetta virðast þó vera nær engar að því er tekur til íslenskra klaustra. Það er fyrst með brautryðjandastarfi Steinunnar Kristjánsdóttur við uppgröft og rannsóknir á Skriðuklaustri, að með sterkum líkum má ætla, að íslensk klaustur hafi einnig verið lækningastofnanir. 5, 6 Við fyrri skrif okkar um Kötlu, Álftaver og grennd 7 varð okkur ljóst, að í Þykkvabæ myndu vera fólgnar í jörð heillegar rústir af klaustrinu, sem þar var, að öðru leyti en því, að bæjarhús voru byggð á klausturrústunum. Í námunda við klaustrið er einnig áhugaverð tóft af útihúsi og fleiri rústastaðir. Í þeim pistli, sem á eftir fer, munum við leitast við að spá í sögu klaustursins: stofnun þess, staðsetningu, starfsemi og lok klausturlífs. Við munum einkum styðjast við nýleg skrif um kristni og klaustur svo og einnig til skýringar og samanburðar notast við upplýsingar frá fornleifarannsókn á Ágústínusarklaustrinu í Æbelholt á Sjálandi, sem stofnað var um líkt leyti og klaustrið í Þykkvabæ, og horfa til rannsókna Steinunnar Kristjánsdóttur á Ágústínusarklaustrinu á Skriðu. Að síðustu eru nokkur ályktunar- og lokaorð. Stofnun klaustursins - Þorlákur helgi Stofnun klausturs var dýrt fyrirtæki og ekki á færi annarra en auðmanna eða valdsmanna (kirkjuhöfðingja eða veraldlegra höfðingja). Þetta markast af þeim atriðum, sem á eftir greinir. Í þessu efni breytir engu, að klaustur gátu síðar orðið rík af jarðeignum, er menn

2 gáfu með sér eða sínum í klaustur eða lögðu með sér til þess að eyða þar ellidögunum (próventufólk). Klaustur, eins og tíðkuðust á Ísland, þurftu gott jarðnæði til fóðuröflunar handa nauðsynlegum kvikfénaði til þess að fæða klausturbúa, lærða sem leika. Ætla má, að óvígðir íbúar klaustranna, sem sáu um veraldlegan rekstur þeirra, hafi ekki verið færri en þeir vígðu. Þannig gat verið í einu klaustri allmargt manna. Byggingar klaustranna urðu að því best er vitað að vera samkvæmt fyrirmælum hlutaðeigandi klausturreglna. Klausturbyggingar hér á landi hafa verið úr timbri eða a.m.k. klausturkirkjurnar. 8 Rannsóknir á Ágústínusarklaustrum sýna, að aðalbyggingar klaustranna mynduðu ferhyrning utan um klausturgarð og var klausturkirkjan á eina hlið ferhyrningsins. Var gjarnan neysluvatnsbrunnur í klausturgarðinum eða í kirkjunni. Þetta átti m.a. við klaustrin í Æbelholt og Skriðu. Þessi klaustur voru á tveimur hæðum og klaustrið í Skriðu var 1200 m 2 að grunnfleti. 1, 5 Hvernig þessu var í upphafi nákvæmlega farið í Þykkvabæ er óvíst, en nær öll skjöl um klaustrið hafa glatast. 9 Ef til vill hefur klausturbygging þar verið auðvelduð vegna mikils aðgengis að rekaviði. 7 Kanokar af reglu Ágústínusar höguðu oft mataræði sínu af skynsemi þrátt fyrir miklar föstur. Þeir fengu gjarnan kjöt þrjá daga í viku, en fisk egg og ost hina daga vikunnar. Brauð og grautar voru samt aðalréttirnir og því næst fiskur, mjólk og mjólkurvörur. 1 Á klaustrum eins og Þykkvabæjarklaustri hefur því þurft að halda mikinn mjólkurpening, bæði nautgripi og sauðfé, til þess að standa undir tilbúningi á mjólkurmat og kjötframleiðslu. Árið 1340 átti Þykkvabæjarklaustur þannig nær 250 kýr og 84 geldneyti, en sauðfé var 410 og hross Er því augljóst, að þar hefur verið mikil mjólkurframleiðsla og fallið til mikið kjöt. Ætla má, að kornrækt hafi verið stunduð í Álftaveri á fyrri tíð. Þá hefur það verið til kosta, að mikið melapláss er á sandinum og melkornið var haft til manneldis. 7 Bæði skráðar heimildir 9 og munnleg sögn (sögn bræðranna í Norðurhjáleigu) eru því til stuðnings, að sofnhús (hús til þess að þurrka melkorn) hafi forðum verið á staðnum. Súlan á klausturhólnum Myndin sýnir annan höfunda (Ó.K.) vinsta megin við súluna. Hinum megin eru bræðurnir í Norðurhjáleigu; Júlíus og Böðvar Jónssynir Gíslasonar alþingismanns í Norðurhjáleigu. Þeir bræður hafa alið allan sinn aldur í Álftaveri og eru aðalheimildamenn höfunda um staðfræði á klaustursvæðinu og í grennd. (Ljósm. Þorkell Jóhannesson, í ágúst 2006.) Sá auðmaður, sem stóð að stofnun Þykkvabæjarklausturs, hét Þorkell Geirason. Hann var við aldur og átti enga lífserfingja, en hafði skipt nokkuð af auðnum meðal frænda sinna. Í 7. kafla Þorláks sögu segir, að hann hafi lýst því yfir: "Að hann vildi Krist kjósa og hans helga menn sér til erfingja alls þess fjár er þá var eptir, ok vildi reisa kanokasetur í Þykkvabæ". 10 Hann fór þess á leit við Þorlák Þórhallsson ( ), sem þá var prestur í Kirkjubæ og síðar biskup í Skálholti (1178 og til dauðadags), að 10, 11 stofna til kanokaseturs í Þykkvabæ. Þetta var 1168 eins og áður getur. Vegna helgi sinnar, sem á eftir er nefnd, er Þorlákur oft nefndur Þorlákur helgi. Þorlákur hafði ungur numið í Odda og tekið prestvígslu á ungum aldri. Honum var gott til fjár og gat farið til sex ára náms í París og síðar í Lincoln á Englandi. Á vinstri bakka Signu voru í þá daga tvö þekkt klaustur. Var annað klaustur heilags Viktors, en Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 2

3 hitt klaustur heilagrar Genóvefu, sem var verndardýrlingur Parísar. 1 Við klaustur þessi voru þekktir skólar. Verulegar líkur eru á því að Þorlákur helgi hafi numið í Viktorsklaustri. Þar var kanokasetur af reglu Ágústínusar, sem hélt í heiðri mun strangari reglur um föstur, mataræði og bænahald en algengt var í Ágústínusarklaustrum. Líkur eru og til 10, 11 þess, að hann hafi sett kanokasetur í Þykkvabæ með fyrirmynd í Viktorsklaustri. Í 12. kafla sögu Þorláks helga segir, að hann hafi haldið siðum kanoka í nær öllu eftir að hann varð biskup, bæði í klæðabúnaði, vökum, föstum og bænahaldi. Í 16. kafla er sagt, að hann neytti svo lítillar fæðu, að ótta slær greinilega í brjóst söguritara um heilsufar biskups. Í sama kafla kemur fram, að hann hafi aldrei verið: "... allvel heill í sínum byskupsdómi". Í 18. kafla segir svo frá andláti Þorláks helga eftir allöng veikindi. Þar segir m.a.: "Mörg sár höfðu fallið á líkama hans, stór og smá, en öll váru gróin þegar hann var andaður, ok fannst öllum hér mikit um..." Græðsla sáranna eftir andlátið telst til jarteina, kraftaverka, og kringum Þorlák urðu væntanlega fleiri kraftaverk, sérstaklega í lækningaskyni, en nokkurn Íslending annan. Um það vitnar saga hans og jarteinabækur. Þetta leiddi til þess, að eftirmaður Þorláks á biskupsstóli, Páll Jónsson, leyfði landsmönnum að heita á hann sem helgan mann. Helgiferill Þorláks náði svo hæstum hæðum, þegar Jóhannes Páll, páfi, lýsti hann verndardýrling Íslands Komst Þorlákur við það í samfélag heilagra. - Það er svo enn opið rannsóknarefni hvers vegna helgi safnaðist á suma kirkjunnar menn, en ekki aðra! Klaustrið í Æbelholt telst vera stofnað Fyrsti ábótinn, heilagur Vilhjálmur (ca ), var samtímamaður Þorláks helga og var menntaður og uppalinn í Ágústínusarklaustrunum í París. Hann setti klaustur í Æbelholt, sem gæti hafa verið með líku sniði og eftir sömu fyrirmynd og klaustrið í Þykkvabæ. Vilhjálmur hélt sig við strangar föstur og nánast svelti. Um hann segir: "Vilhelm har i virkeligheden etableret en slags "sultestrejke" og opretholdt livet paa en saavel i kalorie- som vitaminmæssig henseende aldeles utilfredsstillende kost". Þegar hann dó var hann alsettur sárum "frá iljum að hvirfli, svo að hvergi heilt var". Höfundur bendir á, að sjúkdómsmyndin minni á alvarlegan skort á A, B og C vítamínum. 1 Skyldu þessir helgu menn, Þorlákur og Vilhjálmur, virkilega hafa fórnað sér svo mjög við guðsdýrkun, með vökum og svelti, að þeir hafi beinlínis kallað yfir sig hrörnun og sjúkdóm? Vökur og svelti voru augljóslega liður í helgi þessarra manna, en ætli okkur þætti nú ekki slík sjálfpínsl fremur varða bannsetningu en helgi! Líkri sjúkdómsmynd og fylgdi þeim Þorláki og Vilhjálmi í dauðann er raunar lýst í Hungurvöku hjá Klængi biskupi, forvera Þorláks helga á biskupsstóli, í banalegu hans. Staðsetning klaustursins - Nauðsyn ríkulegs vatns. Ágústínusarklaustur (og sennilega fleiri klaustur) voru staðsett við vötn eða vatnsföll: "For at klare klostrenes industrielle og hygiejniske behov, anlagde man altid klostrene i vandrige egner umiddelbart op til söer, aaer og floder og anvendte vandet herfra dels til drivkraft for klostermöllerne og dels til gennemskylning af necessariernes dræn". 1 Í samræmi við þetta var Ágústínusarklaustrið í Æbelholt byggt á hólma, sem umlukinn var vatni eða vatnsrásum (að verulegu leyti manngerðar) á allar hliðar. 1 - Necessarium (lat.) þýðir eiginlega það, sem er nauðsynlegt, en er hér látið merkja náðhús eða salerni. Í þessari merkingu felst því það, að þetta væri sá staður, er menn leystu sína nauðþurft (sbr. á dönsku "at forrette sin nödtörft"). Af ofangreindri tilvitnun má ráða, að vatn hafi verið notað í klaustrunum til þess að knýja kornmyllur. Var það vel þekkt notkun rennandi vatns. Meiri athygli og spurn vekur, að ríkulegt vatn hafi þurft til þess að skola í gegn rásir frá náðhúsum klaustranna. Skýringin á þessu fyrirbæri er sú, að munkarnir voru reglubundið "hreinsaðir út" með hægðalosun ásamt því, að þeim var tekið blóð (blóðtökur voru fimm sinnum á ári). Hægðalosun og blóðtökur voru og veigamiklar læknisaðgerðir gegn sjúkdómum sam- Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 3

4 kvæmt forskriftum svokallaðs Salernóskóla (kenndur við klaustrið í Salernó á Ítalíu), sem ríkjandi var í læknisfræði frá 9. öld og fram eftir miðöldum. Það vekur athygli, að í klaustrum voru mismunandi "náðhúsatýpur" og náðhúsin voru þannig af mismunandi gerð og stærð. 1 Undirstrikar það með öðru, hve nauðsynleg náðhús voru talin í klaustrum og það í þeim mæli, að okkur, sem nú erum á dögum, gengur treglega að skilja. Munkar á náðhúsi Skopleg mynd af tveimur munkum á dæmigerðu náðhúsi klausturs. Sá eldri er brosleitur með safamikla sögu á hraðbergi að því er virðist, sem hinn yngri, hvirfilrakaður (með tonsúru) að hætti kanoka, hlustar á með mæðu- og spurnarsvip. Trúlega hefur hinn gamli ekki verið að brýna hinn yngri til meiri guðrækni þá stundina. (Tekið eftir tímaritinu Skalk Nyt om gammelt, nr. 6, 1989.) Norðan við kirkjuna í Þykkvabæ, en hún stendur í miðjum kirkjugarði og var reist 1864, er stór grasigróinn, lágur og jafnframt mjög ávalur og ílangur hóll, sem að allra dómi er sá staður, þar sem klaustrið stóð áður. Efst á hólnum er stuðlabergssúla, sem á stendur: "Til minja um klaustrið í Þykkvabæ " og Kristján Eldjárn hafði forgöngu um að reisa árið Á þessum stað stóð síðan bærinn í Þykkvabæ lengi og allt fram undir miðja 20. öld. Undir lok nítjándu aldar var þarna tvíbýli, austur- og vesturbær. Bræður tveir, Jón Brynjólfsson ( ) og Oddur Brynjólfsson ( ) bjuggu þar, hvor á sínum hluta. Um þetta leyti færði Oddur vesturbæinn nokkurn spöl til norðurs yfir á svonefnda Sauðsvallarskák, þar sem hann stendur enn. Austurbærinn lagðist hins vegar af árið og var rifinn. Tættur húsanna voru jafnaðar út og núverandi bæjarhóll myndaður. Svæðið kringum bæjarhólinn (klausturhólinn) og kirkjuna var allt mjög blautt fyrrum og voru áveituengjar þar á síðustu öld. Síðar var tekið til við að þurrka landið með framræslu. Bræðurnir í Norðurhjáleigu muna þannig eftir miklum vatnsaga í kirkjugarðinum, sem var til mikils óhagræðis við greftranir. Því ástandi lauk endanlega með rækilegri framræslu árið Stækkun út úr loftmynd frá 1957 af næsta umhverfi klaustursins (sjá mynd) sýnir að mikið votlendi var allt umhverfis staðinn að kalla. Tveir lækir streymdu meðfram kirkjugarðinum og klausturhólnum, sinn hvoru megin: Annar þeirra rann austur með hólnum að norðanverðu (Þvottalækur). Uppspretta hans var í svonefndum Solveigarpytti, nyrst á votlendissvæðinu. Hinn lækurinn (Ranalækur) rann til austurs úr svokallaðri Vítismýri sunnan kirkjugarðsins. Upp úr Vítismýri rísa tveir hólar. Á þeim stærri eru vallgrónar rústir af húsum sem nefnast Nunnutættur. Þarna á að hafa verið gististaður nunna frá Kirkjubæ í heimsókn í Þykkvabæ og þangað átti ekki að hafa verið greiðlega komist nema eftir lausri göngubrú. Það fylgir enn fremur sögunni, að brúin hafi verið höfð uppi á nóttunni! Fleiri örnefni eru í næstu grennd, sem minna á að þarna var vatn eða bleyta (Kúatjörn, Gulltunnupyttur, Púki (fúamýri) og Klausturleirur). Loks eru til eldri skráðar heimildir, sem taka af öll tvímæli um, að klausturstæðið hafi verið umlukið díkjum og svæðið allt verið mjög blautt. 13, 14 Nú er þetta svæði allt framræst og þurrt. Af framansögðu er nokkuð ljóst, að klaustrið í Þykkvabæ hefur verið staðsett mjög ámóta og greinir um önnur klaustur af reglu Ágústínusar. Hvað með klaustrið í Skriðu? Steinunn Kristjánsdóttir bendir á að mikið hafi verið framræst og þurrkað á klausturstæðinu á Skriðu. Því sé ljóst, að þar hafi áður verið miklu meira vatn og engan veginn sé útilokað, að klaustrið hafi einnig verið staðsett við rennandi vatn eins og önnur Ágústínusarklaustur. 15 Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 4

5 Votlendið fyrrum umhverfis Þykkvabæjarklaustur Myndin sýnir kirkjuna (1) og Klausturhólinn (2) og næstu grennd. Greina má Solveigarpytt (3) og Þvottalæk (4), sem frá honum rann, og Ranalæk (5), sem kom úr Vítismýri (6) og Nunnutættur (7) úti í mýrinni. Þá má sjá Kúatjörn (8), Gulltunnupytt (9), fúamýrina Púka (10) og Klausturleirur (11), sem virðast hafa verið undir vatni á myndinni. Nr. 12 á myndinni er áveitugarður, sem einnig var jarðbrú að fara eftir, (Tekið eftir loftmynd Myndin var hugsanlega tekin snemmsumars, eftir að vatni hafði verið hleypt á). Starfsemi - Guðrækni og önnur verk Guðrækni felur í sér að auðsýna guði sínum lotningu með ástundun trúariðkana (tíðasöng, bænum, messuhaldi eða öðru). Munkar (og nunnur) gerðu þetta til hins ýtrasta með iðulegum bænum og lofgjörð allt að því átta sinnum á sólarhring. Tilgangur þessa var sá, að bænir og lofgjörð stigju upp til guðs eins samfellt og auðið væri daga sem nætur. 1, 4 Klaustur voru lokaður menningarheimur og voru eins og ríki í ríkinu, þar sem ábótinn (abbadísin) réð einn öllu. Klausturbúar skyldu þannig samkvæmt ákvæðum Ágústínusarreglunnar hlýða honum sem föður. Algengt var, að í hverju Ágústínusarklaustri væru 13 kanokar, en þeir voru allt að því 25 í klaustrinu í Æbelholt, sem var stærsta kanokasetur á Norðurlöndum. 1 Árið 1403 voru einmitt 13 kanokar í Þykkvabæjarklaustri og voru þá hvergi fleiri í klaustri hér á landi nema í Kirkjubæ. Þar voru 14 nunnur. 2 Að öðru jöfnu bendir þetta til þess, að á þeim tíma hafi trúarlíf verið blómlegt í skaftfellsku klaustrunum. Guðrækni með þeim ákafahætti og höfð var frammi í klaustrunum sýnist geta hafa verið meira en fullt starf venjulegu heilbrigðu fólki. Í samræmi við það álit er, að í klaustrunum hafi verið sérstakir vökumenn til þess að vekja munkana til óttutíða, þegar Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 5

6 svefn flestra er í hámarki, og jafnvel sækja þá til tíðasöngs sofandi á náðhúsinu! 1, 4 Það má enn fremur velta fyrir sér, hvert hafi í raun verið heilbrigðisástand munka, sem með þessum hætti iðkuðu guðstrú sína linnulítið daga sem nætur, þar eð þeir urðu í að minnsta kosti mörgum Ágústínusarklaustrum að þola föstur (ein máltíð á dag) í allt að því 175 daga á ári og auk þess blóðtökur fimm sinnum á ári. 1 Má því undrast, að munkar, sem svo var að búið, skyldu hafa haft þrek og úthald til annarra verka umfram það eitt að lofa guð. Að slík verk voru þó unnin af klausturbúum, skýrist væntanlega af því, að þau voru mörg talin guði þókanleg. Meðal þessa eru góðverk á borð við að hýsa aldna eða hygla vesölum og hjúkra eða lækna sjúka. Hitt vekur meiri athygli, að ábótum klaustranna skyldi við slíkar aðstæður einnig takast að halda úti skólum og lærðum mönnum í munkastétt að sinna bókmenntastörfum. Talið hefur verið að vísu, að munkar í Ágústínusarklaustrum hefðu haft rýmri tíma til ýmissa hjáverka en aðrir munkar, og voru einkum ábótar þeirra orðaðir við kennslu. 2 Eins og á eftir ræðir átti þetta að minnsta kosti við einn frægan ábóta í Þykkvabæjarklaustri, en bæði hann og aðrir kanokar þar unnu merkileg afrek í bókmenntum. Mikill gestagangur hefur verið í klaustrunum ef að líkum lætur og þangað hefur án efa leitað stöðugur straumur þurfamanna. Þetta átti ekki síst við fólk með langvarandi sjúkdóma og heimilislausa á vergangi. 1, 2 Hefur þetta hlotið að sliga fjárhag klaustranna og einkum áður en ríkidæmi margra þeirra varð marktækt á síðari hluta miðalda. Öðru máli gegndi um próventufólk, sem svo nefndist og leitaði í skjól klaustrannna til þess að eyða þar ellidögunum. Þetta fólk lagði með sér eignir og ítök, sem ásamt eignafylgju þeirra, er í klaustur gengju, varð uppistaðan í miklu eignasafni klaustranna í áranna rás. Við siðaskiptin um miðja 16. öld, þegar Danakonungur tók undir sig eignir klaustranna, átti Þykkvabæjarklaustur ekki færri en 81 jörð. 9 Það voru svo afgjöld af jörðunum (smjör o.fl.), sem öðru fremur stóð undir rekstri klaustranna. Af þessu er enn fremur ljóst, að veruleg eignaumsýsla gat hvílt á herðum ábóta í ríkum klaustrum og verið í ætt við umsýslu biskupanna á Hólum og Skálholti með jarðir biskupsstólanna. Ótvírætt er, að í klaustrinu í Æbelholt var spítali ætlaður kanokunum. Er lítill vafi á því, að kanokarnir áttu þannig völ á bestu læknismeðferð þeirra tíma samkvæmt kenningum Salernóskólans. Vitað er, að seyði ýmissa jurta voru notuð í lækningaskyni svo sem til þess að losa hægðir, deyfa verki eða framkalla svefn. Þar að auki voru blóðtökur tíðkaðar. Eins og áður er nefnt voru munkunum reglulega gefin hægðalosandi lyf, þótt þeir væru ekki veikir. Munkarnir stunduðu einnig handlækningar í viðlögum og fengust við beinbrot og sárameðferð. Því til stuðnings er allnokkur fjöldi lækningaverkfæra, sem fundist hefur við uppgröft í Æbelholt. 1 Má þannig ætla, að klaustrið hafi verið einhvers konar lækningamiðstöð á Norður-Sjálandi, þar sem það var staðsett. Eftir fjögurra ára fornleifarannsóknir á Skriðuklaustri er hlutverki klaustursins svo lýst: "Ljóst er að hlutverk Skriðuklausturs samsvaraði hlutverkum annarra kaþólskra klaustra í Evrópu, þar sem hæst bar líkn sjúkra, aldraðra og fátækra og önnur samfélagshjálp, menntun barna og menningarstarfsemi af ýmsu tagi samhliða eignaumsýslu og iðkun kaþólskrar trúar". 5 Þessar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós, að spítali eða ef til vill öllu heldur "göngudeild" spítala hafi verið í Skriðuklaustri. Þessu til stuðnings er fundur lækningaáhalda (þar á meðal eru bíldar; hnífar sem hafðir voru til blóðtöku) og bein manna, sem grafnir hafa verið á staðnum og bera vott um ýmsa sjúkdóma (m.a. sýfilis). 5, 6 Samanlagt renna þessar rannsóknir styrkum stoðum undir þá ályktun, að Ágústínusarklaustur hafi hér á landi verið í sama fari og annars staðar á katólsku svæði. Engin ástæða er til þess að ætla að óreyndu, að annað kunni að hafa átt við Þykkvabæjarklaustur. Frægastur ábóta í Þykkvabæjarklaustri var án efa Brandur Jónsson (f , d.1264). Hann var í föðurætt af ætt Svínfellinga, gamalli höðingjaætt. Hann er talinn hafa haldið skóla í Þykkvabæ. Hann var þar lærifaðir þriggja merkra klerka: Jörundar Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 6

7 Þorsteinssonar, sem var eftirmaður hans á biskupsstóli á Hólum (biskup ), Árna Þorlákssonar, biskups í Skálholti (biskup ) og Runólfs Sigmundssonar, sem var eftirmaður hans í starfi ábóta ( ). Brandur var ábóti , en á því tímabili var honum tvívegis falið biskupsvald í Skálholti. Hann varð 1263 biskup á Hólum, en lést í embætti ári síðar, árið Brandur þótti mikill höðingi og 16, 17 mannasættir. Frægð Brands ábóta stafar nú aðallega af því, að hann sneri á íslensku Alexanders sögu, sem er saga Alexanders mikla. 17 Málið á þýðingunni þykir þróttmikið og svipmikið og yfir þeirri málsnilld er glæsibragur. Er talið, að ýmislegt af því sé frá Brandi komið, enda hafði hann farið frjálslega á köflum eftir frumritinu. 17 Sérstaka athygli vekur, að rittengsl eru milli texta Njáls sögu og Alexanders sögu í þýðingu Brands ábóta. Um þetta ályktar Hermann Pálsson á þá leið, að höfundur Njálu hafi verið nákominn Svínfellingum og Þykkvabæ og kunnað skil á Alexanders sögu. 18 Áður hafði Tryggvi Þórhallsson bent á, að enginn staður væri sennilegri en Þykkvibær: "... þar sem unnið hefði verið að því að steypa Njálu í eina heild". 16 Þess má svo geta, að Þorvaldur Þórarinsson, sem Barði Guðmundsson nafngreinir sem höfund Njálu, var bróðursonur Brands ábóta. Líkur þess að Njála hafi verið sett saman í Þykkvabæ varpar óneitanlega ljóma á kanokasetrið, sem þar var. Talið er, að tveir aðrir ábótar í Þykkvabæ að minnsta kosti hafi skilið eftir sig ritverk. Eru það erftirveri Brands ábóta, Runólfur Sigmundsson, sem fyrr er nefndur, og einn af forverum hans, Hallur Gissurarson (ábóti ). Eru nöfn þeirra tengd helgra manna sögum. Ýmsar helgra manna sögur hafa sennilega verið þýddar af kanokum í Þykkvabæ. 18 Mun meiri ljómi stafar samt af tveimur nafngreindum munkum í Þykkvabæjarklaustri. Var annar þeirra Gamli kanúki, sem uppi var á 12. öld og orti kvæðið Harmsól. Fjallar það um Krist, sem var harmþrunginn vegna synda mannanna. Hinn var Eysteinn Ásgrímsson, sem talinn er hafa verið uppi á 14. öld. Hann orti Lilju, en Lilja er eitt af kenningarnöfnum Maríu meyjar og tákn um hreinleika hennar. Í kvæðinu er m.a. að finna lofgjörð til Maríu meyjar. 19 Lok klausturslífs - Staður eftir siðaskifti. Loftur Guttormsson vísar í ritgerð sinni í Dynskógum í eldri skrif Páls Eggerts Ólasonar þess efnis, að klausturlífi á Íslandi hefði formlega lokið með konungsúrskurði 12. mars Klaustrin áttu þá 14% af öllum jarðeignum á Íslandi og um það farast Lofti svo orð: "Þessi mikli auður færðist nú í einu vetfangi yfir á hendur konungs sem kappkostaði upp frá því að hafa af honum eins miklar tekjur og mögulegt var". 8 Hvernig leysti svo konungur þetta? Það var gert með því að veita umboðsmönnum, sem oftar en ekki voru fyrirmenn og fóru með sýsluvöld og átti ekki síst við um Þykkvabæ og Þingeyrar, að léni gegn föstu, árlegu afgjaldi þær eignir, er tilheyrðu hverju klaustri og nefndust umboð. Umboðsmennirnir nefndust klausturhaldarar. Skyldu þeir koma til Alþingis við Öxará ár hvert og standa skil á afgjaldi hlutaðeigandi umboða. Í fyrstu hvíldi sú kvöð á klausturhöldurum að sjá fyrir þeim munkum og nunnum, sem í klaustrunum væru við siðaskiftin. 8 Við siðaskiftin voru munkar í Þykkvabæjarklaustri orðnir fáir miðað við það sem áður var eða fimm að tölu auk ábótans. 9 Fyrsti klausturhaldarinn í Þykkvabæjarklaustri hét Halldór Skúlason og veitti Kristján konungur 3. honum klaustrið að léni þegar Síðar á 16. öld sat í Þykkvabæ Eiríkur Jakobsson, danskur maður, sem var umboðsmaður Jóhanns Bocholts, sýslumanns og klausturhaldara. Í hans tíð eyðilögðust öll skjöl klaustursins. Að vísu fer tvennum 9, 13 sögum af því, hvort skjölin eyðilögðust í hans tíð eða hann eyðilagði skjölin sjálfur! Í veitingarbréfi Halldórs Skúlasonar segir í lokin: "... skal hand altid holde udi samme Closter en god præstemand, som kand retteligen predige gudz ord og Evangel- Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 7

8 ium". 13 Klausturhaldarinn skyldi með öðrum orðum sagt sjá til þess, að á staðnum væri brúklegur lúterskur prestur. Af þessu leiddi svo, að klausturkirkjurnar urðu flestar að sóknarkirkjum. En Danakonungar höfðu ekki mikinn metnað fyrir hönd nýfenginna eigna sinna á Íslandi, sem þó hafa hlotið að selja góðan skilding í ríkissjóð þeirra. Því er það, að þegar 1560 er konungsvaldið komið á þá skoðun, að klausturkirkjurnar séu of stórar og fer fram á, að þær verði gerðar minni og klausturhúsunum sé haldið við konungi að kostnaðarlausu. Reyndin varð og sú, að klausturhúsin dröbbuðust niður og torfkirkjur leystu nær undantekningarlaust timburkirkjurnar af hólmi á tímabilinu Kirkjan í Þykkvabæ í Álftaveri Kirkjan er bárujárnsklædd timburkirkja sem stendur í kirkjugarði og reist var 1864 á fyrstu árum séra Jóns Sigurðssonar, prófasts á Mýrum. Mannfjöldinn á myndinni var viðstaddur útför Pálínu Pálsdóttur ( ), húsmóður í Hraungerði. Þrír synir hennar eru bændur í Álftaveri: Þórarinn í Hraungerði, Páll á Mýrum og Gottsveinn í Holti. (Ljósm. Óttar Kjartansson, 10. maí 2003.) Árið 1864 var reist timburkirkja í Þykkvabæ, sem enn stendur. Yfirsmiður við smíði kirkjunnar var Jóhannes Jónsson, sem var þekktur kirkjusmiður (hann stóð þannig meðal annars að smíði kirkjunnar á Prestbakka fáum árum áður). Jóhannes mun einnig hafa teiknað kirkjuna í Þykkvabæ. 20 Með smíði kirkjunnar má segja, að nokkuð hafi hækkað aftur um sinn risið á staðnum, kirkjustaðnum, í Þykkvabæjarklaustri. Það kom Bær sem var Þykkvabæjarklaustur, austurbærinn, um aldamótin Myndin er gjöf til Byggðasafnsins í Skógum frá Signýju Sveinsdóttur. Signý er dóttir síðustu ábúendanna í austurbænum, Hildar Jónsdóttur og Sveins Jónssonar. Bærinn lagðist af Pennateikning eftir Gunnar Gunnarsson listmálara. (Birt með góðfúslegu leyfi Byggðasafnsins í Skógum.) hins vegar til úrdráttar, að prestar höfðu þá flutt sig um set og bjuggu á Mýrum, sem sennilega hefur mátt telja meiri hlunnindajörð en Þykkvabæjarklaustur var á þeirra tíma mælikvarða. 7 Meðal presta í Þykkvabæjarklaustursprestakalli, sem bjuggu á Mýrum, má nefna Svein Benediktsson (afi Einars Beneditssonar, skálds, svo sem getið er í ævisögu hans eftir Guðjón Friðriksson), sem var prestur í Þykkvabæjarklaustursprestakalli , Jón Sigurðsson , sem var prestur þegar kirkjan var byggð og Bjarna Einarsson, sem þar var prestur og minnst er vegna byggingar fyrsta timburhúss (að mestu leyti úr rekaviði) í sveitinni. Síðan hefur staðurinn enn sett ofan við það, að pestakallinu er þjónað af fjarbúandi presti eftir að séra Bjarni lét af prestskap. 7 Við vitum um að minnsta kosti einn eldri prest í Þykkvabæjarklaustursprestakalli, að hann sat Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 8

9 á Mýrum. Var það Jón Sigmundsson, sem var þar prestur og var frægur af gáfum og skáldskap. Hann orti jöfnum höndum rímur og skrifaði bænir og föstupredikanir. 9 Nokkur ályktunar- og niðurlagsorð Þótt okkur, sem nú lifum, finnist sem klausturlíf hefði forðum getað verið harkalegt og guðrækni í klaustrum gengið nærri heilsu og heilbrigði munka og nunna, er engu að síður staðreynd, að klaustrin voru menningarstofnanir, er sinntu auk guðstrúar í senn skólahaldi, félagslegri samhjálp, líknarmálum og án efa einnig lækningum. Auðsöfnun klaustranna stóð undir þessum rekstri og kom þannig samfélaginu öllu til góða. Því var það hrikaleg blóðtaka, þegar konungur sölsaði undir sig eignir klaustranna og arðurinn af þeim fór úr landi til þess að kosta hernaðarbrölt Danakonunga eða hallarbyggingar. Má segja, að Ísland hefði þá orðið fátækara með einu pennastriki en orð fá auðveldlega lýst! Því hefur löngum verið hampað, hve mikil bókiðja var stunduð í klaustrunum. Er hlutur Þykkvabæjarklausturs þar augljóslega mikill í samburði við önnur klaustur. Skólahald var og í Þykkvabæ, en um það og flest annað, er klaustrið varðar, skortir heimildir, þar eð þær hafa eyðst eða verið viljandi eytt. Í þessu sambandi má þess enn geta, að einn af klausturhöldurum í Þykkvabæ á 17. öld, Þorsteinn Magnússon, sýslumaður, er sagður hafa: "... haldið uppi einskonar lagaskóla á Þykkvabæjarklaustri". 9 Enginn vafi leikur á því, hvar klaustrið í Þykkvabæ stóð og fornleifarannsókn á staðnum myndi sennilega geta leitt ýmislegt í ljós um stærð klaustursins og byggingarlag. Mjög líklega myndi fornleifarannsókn enn fremur geta leitt getum að því, hvort lækningar hefðu verið stundaðar þar líkt og sýnt hefur verið fram á í Skriðuklaustri. Ef að líkum lætur, myndu einnnig beinagrindur finnast af mönnum, sem greftraðir hefðu verið á staðnum. Í því sambandi væri forvitnilegt að vita, hvort alvarlegur skyrbjúgur hefði verið þar jafnalgengur og fyrri rannsóknir á beinum frá Skeljastöðum í Þjórsárdal gefa til kynna. 21 Einnig væri forvitnilegt að vita, hvort merki um sýfilis væru einnig þar að finna líkt og í Skriðuklaustri. Vitað er, að sýfilis breiddist út með ótrúlegum hraða norður Evrópu frá Napólí með hermönnum Karls 8. Frakkakonungs, þegar her hans tvístraðist árið Það kemur samt nokkuð á óvart, að merki um sýfilis skyldu greinast í beinum ekki færri en fimm kvenna í Skriðuklaustri og þarfnast það nánari rannsóknar m.a. með fornleifarannsókn á öðrum klausturstæðum. Fornufjós Fornufjós eru greinileg, grasigróin friðlýst rúst nokkurn spöl norðan við klausturhólinn í Þykkvabæ í Álftaveri. Aðalrústin er ferhyrnd um 33 m á langhlið og 15 m á stutthlið (um 495 m 2 ). Suðaustanvert úr aðalrústinni er allmikið útskot eða rangali, tvær eða þrjár smærri tóftir. Samkvæmt áliti Þórðar Tómassonar í Skógum er aðalrústin af heygarði, en smærri tóftirnar eru gömul fjós, og lá göngugarður milli þeirra og bæjar. Fornufjós, sem svo nefnast einnig og eru á hlaðinu á Mýrum, virðast frekast vera leifar bæjarhúsa og útihúsa í einum hnapp. (Myndin er stækkuð út úr loftmynd frá árinu 1997.) Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 9

10 Norðan við klausturhólinn er að finna ferhyrnda rúst með nokkuð greinilegum, grasigrónum veggjum og gólfi. Í suðausturhorni rústarinnar er útskot, sem er síður greinilegt en sjálf aðalrústin. Rústin nefnist Fornufjós og gæti hugsanlega verið rúst af fjósi eins og nafnið bendir til. Í uppskrift húsa og bygginga að Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri frá árinu 1704 eru nefnd tvö fjós og er annað talið minna. 9 Hvort Fornufjós gæti verið rústin af þessum fjósum er að svo komnu máli óvíst. Nafnið gæti raunar bent til þess, að rústin væri "forn" miðað við eitthvað annað og væri þannig ef til vill frá klausturtímanum. Þetta er eitt út af fyrir sig rannsóknarefni (sjá mynd). Það var dýrt að stofna klaustur og þurfti auðmenn eða höfðingja til. Það er líka dýrt að grafa upp klaustur og kallar á opinbera styrki eða framlag auðmanna, sem nú er sem betur fer enginn hörgull á. Þó er sá munur frá fyrri tíð, er menn áttu skjól víst í klaustrum og vist í himnaríki fyrir unnin góðverk, að hvorugt er nú í boði eða er ekki trúað! Vonandi kemur samt sú tíð, að klausturstæðið í Þykkvabæ verði rannskað með vísindalegri nákvæmni eins og nú tíðkast í fornleifarannsóknum. Þakkarorð Við færum viðmælendum okkar í Álftaveri, sér í lagi bræðrunum í Norðurhjáleigu, Júlíusi og Böðvari Jónssonum, kærar þakkir fyrir veittar upplýsingar, ábendingar og góðar móttökur. Þakkir eru einnig færðar Sigþóri Sigurðssyni, Litla-Hvammi í Mýrdal og Þórði Tómassyni, Héraðssafninu í Skógum fyrir upplýsingar og góð ráð. Ólafi Valssyni, kortagerðarmanni, er þökkuð útvegun á loftmyndum. Heimildaskrá: 1. Vilh. Möller-Christensen Æbelholt kloster. Nationalmuseet, København (2.útg.; 284 bls.). 2. Gunnar F. Guðmundsson Íslenskt samfélag og Rómarkirkja. Í: Kristni á Íslandi II. bindi (ritstj. Hjalti Hugason). Alþingi, Reykjavík (bls ). 3. Ásdís Egilsdóttir Klaustur og bókmenntir. Í: Kristni á Íslandi II. bindi (ritstj. Hjalti Hugason). Alþingi, Reykjavík (bls ). 4. Inga Huld Hákonardóttir Í nunnuklaustri - Kirkjubær og Reynistaður. Í: Kristni á Íslandi II. bindi (ritstj. Hjalti Hugason). Alþingi, Reykjavík (bls ). 5. Steinunn Kristjánsdóttir Lækningar í Ágústínusarklaustrinu á Skriðu. Niðurstöður fornleifarannsóknar. Læknablaðið 92. árg. (bls ). 6. Guðrún Guðlaugsdóttir Kaleikurinn og patínan! Viðtal við Steinunni Kristjánsdóttur. Morgunblaðið (bls ). 7. Óttar Kjartansson & Þorkell Jóhannesson Við fótskör Kötlu í Álftaveri og grennd. Skjöldur 15. árg. nr. 56 (bls ) og 15. árg. nr. 57 (bls.16-21). 8. Loftur Guttormsson Var sögu íslensku klaustranna lokið með siðaskiptunum? Af klaustrum og kennimönnum í Skaftafellsþingi. Dynskógar 7. Sögufélag Vestur-Skaftfellinga, Vík (bls ). 9. Guðrún Ása Grímsdóttir Heimildir í handritum um klaustrin í Skaftafellsþingi. Dynskógar 7. Sögufélag Vestur-Skaftfellinga, Vík (bls ). 10. Íslenzk fornrit XVI III Biskupasögur: Þorláks saga (A) (Ásdís Egilsdóttir gaf út). Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík (bls.47-99). 11. Gunnar F. Guðmundsson Þorlákur helgi í sögu og samtíð. Af klaustrum og kennimönnum í Skaftafellsþingi. Dynskógar 7. Sögufélag Vestur-Skaftfellinga, Vík (bls ). 12. Heimasíða Maríukirkju í Reykjavík 2007: Þorlákur biskup Þórhallsson verndardýrlingur Íslands Árni Magnússon. Um klaustur. Blanda Fróðleikur gamall og nýr. Sögufélag, Reykjavík (bls ). 14. Jón Austmann. Frásögur um fornaldarleifar (Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar.) Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík 1983 (bls ). 15. Steinunn Kristjánsdóttir Bréf til Þ.J., dagsett Tryggvi Þórhallsson Brandur Jónsson biskup á Hólum. Skírnir 87. árg. (bls ). 17. Hermann Pálsson Brandur Jónsson ábóti. Dynskógar 7. Sögufélag Vestur-Skaftfellinga, Vík (bls.70-91). Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 10

11 18. Hermann Pálsson Hugleiðing um Þykkvabæ og fornar bókmenntir. Dynskógar 7. Sögufélag Vestur-Skaftfellinga, Vík (bls ). 19. Ásdís Egilsdóttir Þorláks saga og Lilja. Tvö tímamótaverk. Dynskógar 7. Sögufélag Vestur-Skaftfellinga, Vík (bls ). 20. Héraðsskjalasafnið í Skógum (Þórður Tómasson) Bréf til Þ.J., dagsett * 21. Jón Steffensen Knoglerne fra Skeljastaðir i Þjórsárdalur. Forntida gårdar i Island (ritstj. Mårten Stenberger). Ejnar Munksgaard, Copenhagen (bls ). Janúar maí * Þórður Tómasson hefur ritað grein um klaustrið í Þykkvabæ, sem birtast mun í Árbók Fornleifafélagsins. Fjallar hann þar m.a. um muni, sem upp komu við framræslu og þurrkun á klaustursvæðinu árið 1989 og geymdir eru í Skógasafni. Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri 11

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Hrafn Sveinbjarnarson líkn og lækningar

Hrafn Sveinbjarnarson líkn og lækningar Hrafn Sveinbjarnarson líkn og lækningar Suðurganga Hrafns Í ritgerð sinni um suðurgöngur Íslendinga í fornöld segir Einar Arnórsson, að leið Hrafns sé ekki lýst nákvæmlega. Hann er þó sagður hafa sótt

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum 4.9.2007 11:06 1 Einar G. Pétursson Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum Þetta byrjaði allt vestur á Fellsströnd í Dölum. Ég er fæddur og uppalinn í Stóru-Tungu,

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði

Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Guðrún Alda Gísladóttir Fornleifastofnun Íslands FS375-06431 Reykjavík 2008 Mynd á forsíðu: Rúst, grafir og garðsveggur á Bænhúshól á Hofstöðum í Þorskafirði.

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005

Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar. Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Málþing í minningu Björns Guðfinnssonar Sjálfs mín (s) sök? Eiríkur Rögnvaldsson, 29. október 2005 Rétt eða rangt? Sjálfs mín sök Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS

1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 1. tölublað, 10. árgangur. Apríl 2014 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN BOSS. BOTTLED. FRAGRANCE FOR MEN FEATURING

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

2 Þingnes við Elliðavatn

2 Þingnes við Elliðavatn Vinnuskýrslur fornleifa 2004 2 Þingnes við Elliðavatn og Kjalarnesþing Rannsóknasaga 1841-2003 Guðmundur Ólafsson Reykjavík 2004 Forsíðumynd: Yfirlitskort af minjasvæðinu á Þingnesi, samkvæmt uppmælingum

Læs mere

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 10. HEFTI RITSTJÓRAR KRISTJÁN ÁRNASON RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR REYKJAVÍK 2012 Són er helguð óðfræði og ljóðlist Útgefendur og ritstjórar Kristján Árnason Tómasarhaga

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008

& shirtingur. Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 Sauðskinn, saffían & shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis bókbandsstofu Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns 16. október 31. desember 2008 1 Sauðskinn, saffían og shirtingur Sýning í tilefni aldarafmælis

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum Læknablaðið hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg,

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu Stefán Ólafsson FS393-08051 Reykjavík 2009 Forsíðumyndin er af Bænhúsvelli á Svínanesi BA-070:002 Fornleifastofnun Íslands Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Skráning fornleifa í Mosfellsbæ Agnes Stefánsdóttir Rúna K. Tetzschner Guðmundur Ólafsson Ágúst Ó. Georgsson Kristinn Magnússon Bjarni F. Einarsson 2006/2 Skýrslur Þjóðminjasafns

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir

Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/ BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. laga nr. 19/1940 - BA-ritgerð í lögfræði - Kristjana Pálsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kjartan Ólafsson Júní 2013 Kristjana Pálsdóttir

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

2. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

2. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 2. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Á vefnum er varpað ljósi á ýmislegt sem aflaga hefur farið í málfari Íslendinga. Hver málfarsmoli fjallar um eitt atriði og kemur með tillögu til

Læs mere

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26 Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á umfjöllun Jónasar Hallgrímssonar um ást og eftirsjá í nokkrum ljóðum hans. Leitað var fanga í bréfum hans og samtíðarmanna, ljóðin skoðuð með tilliti til þess

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum-

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum- Arnarnesvegur í Kópavogi -mat á umhverfisáhrifum- Fornleifakönnun Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS172-02041 Reykjavík 2002 Arnarnesvegur Fornleifastofnun Íslands 2002 Forsíðumynd er

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770 1771 og síðari 1785 1787 Hrefna Róbertsdóttir Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveitt skjalasöfn hinna svokölluðu

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Hugvísindasvið Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Ritgerð til B.A.prófs Áslaug Lovísa Bílddal Gunnarsdóttir Janúar 2011

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere