Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði"

Transkript

1 Fornleifarannsókn að Hofstöðum í Þorskafirði Guðrún Alda Gísladóttir Fornleifastofnun Íslands FS Reykjavík 2008

2 Mynd á forsíðu: Rúst, grafir og garðsveggur á Bænhúshól á Hofstöðum í Þorskafirði. Horft í vestur. Fornleifastofnun Íslands 2008 Fornleifastofnun Íslands Bárugötu Reykjavík Sími: Fax: Netfang: fsi@instarch.is 2

3 Efnisyfirlit INNGANGUR...4 HOFSTAÐIR Í ÞORSKAFIRÐI...6 HEIMILDIR UM HOFSTAÐI...6 FYRRI RANNSÓKNIR...7 Samantekt fyrri rannsókna...12 FORNLEIFARANNSÓKN NIÐURSTÖÐUR OG SAMANTEKT...23 AÐRAR MINJAR Á HOFSTÖÐUM...25 SKRÁ YFIR JARÐLÖG...29 HEIMILDASKRÁ

4 Inngangur Síðsumars 2006 fór fram fornleifarannsókn á Hofstöðum í Þorskafirði í Reykhólasveit, Austur-Barðastrandarsýslu. Tilgangur rannsóknanna var að afla upplýsinga um tvo minjastaði í heimatúninu, svokallaða Hoftóft, sem er langhúsleg þúst og minjar á Bænhúshól, en örnefnið gaf vísbendingu um að kirkja eða bænhús hafi eitt sinn staðið á hólnum. Einnig voru skoðaðar aðrar friðlýstar minjar í landi Hofstaða og fornleg naust neðan túns mæld upp. Fornleifarannsóknin á Hofstöðum í Reykhólahreppi á sér nokkurn aðdraganda. Hún er samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands og heimamanna sem eru aðilar að Ferðamálafélagi Dalasýslu og Reykhólasveitar, með stuðningi sveitarstjórnar Reykhólasveitar. Árið 2005 var Grettislaug á Reykhólum rannsökuð og samtímis þeirri rannsókn var grafið í kumlateiga í Berufjarðarbotni og þeir mældir upp. Þá voru og þingminjar á Kollabúðum í Þorskafjarðarbotni mældar upp árið Minjar þessar mynda áhugaverðan fornleifa- og söguhring í sveitinni, Grettislaug á Reykhólum, 1 kumlateigur úr heiðni í botni Berufjarðar, 2 kirkjuminjar á Hofstöðum og þingminjarnar í botni Þorskafjarðar. 3 Fáar fornleifarannsóknir hafa verið gerðar á sunnanverðum Vestfjörðum og er því kærkomið tækifæri til að bæta við þekkingu á menningarsögu þessa landsvæðis. Mikill áhugi er á frekari rannsóknum á svæðinu sem og að gera þessum minjum hærra undir höfði og gera þær sýnilegri almenningi. Bestu þakkir eru færðar Arnóri Ragnarssyni á Hofstöðum fyrir aðstöðu og húsaskjól, Guðlaugi Theodórssyni gröfumanni fyrir liðlegheit, Birni Samúelssyni fyrir aðstoð í hvívetna og Gísla Sævarri Guðmundssyni fyrir aðstoð við frágang á svæðinu. Einnig Birnu Lárusdóttur og Oddgeiri Hanssyni fyrir yfirlestur. Að rannsókninni unnu, auk skýrsluhöfundar, fornleifafræðingarnir Hildur Gestsdóttir, Howell M. Roberts, Oddgeir Hansson og Óskar Leifur Arnarsson fornleifafræðinemi. Rannsóknin fór fram dagana 28. ágúst 1. september Guðrún Alda Gísladóttir. Fornleifarannsókn á Grettislaug á Reykhólum Reykhólum (FS ). Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík Adolf Friðriksson. Kuml og samfélag. Framvinduskýrsla [án skýrslunúmers]. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík Adolf Friðriksson (ritstj.) Þinghald til forna. Framvinduskýrsla (FS ). Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík

5 Mynd 1. Rauðu hringirnir eru á Þorskafjarðarþingstað, Hofstöðum, Berufjarðarbotni og Reykhólum. Merkt inn á kort herforingjaráðsins. Mynd 2. Hofstaðir í Þorskafirði. Horft í suðaustur. 5

6 Hofstaðir í Þorskafirði Hofstaðir eru við sunnanverðan Þorskafjörð. Bærinn stendur norðan undir Hofstaðahálsi og hallar túninu niður að sjávarbökkum. Gamli bærinn stóð á bæjarhól sem er um 2,5 metra hár en núverandi íbúðarhús er nokkru ofan við hólinn. Ekki er lengur búskapur á Hofstöðum en íbúðarhúsið er notað sem heilsárshús og túnið nytjað. Túnið var sléttað um miðja 20. öld. Hofstaðir hafa lengi vakið athygli fræðimanna og fornfræðinga en ástæðurnar voru aðallega tvær, forvitnilegar minjar í túninu og Þorskfirðingasaga sem greinir frá hofi á Hofstöðum. Heimildir um Hofstaði Jarðarinnar er getið í Landnámu, 4 og víða í Þorskfirðingasögu. 5 Fram kemur að maður að nafni Hallur hafi komið út með Úlfi hinum skjálga sem nam allt Reykjanes milli Þorskafjarðar og Hafrafells en Úlfur bjó sjálfur á Miðjanesi: Með Úlfi kom út sá maðr, er Hallr hét, ættstórr ok mikilhæfr; hann bjó á Hofstöðum við Þorskafjörð ok reisti þar hof mikit, því at Úlfr var engi blótmaðr. 6 Í íslensku fornbréfasafni er jarðarinnar fyrst getið 1477 vegna sölu hennar og eru Hofstaðir þá í Reykhólakirkjusókn. 7 Árið 1501 er minnst á hana þegar Hofstaðir ásamt Kinnarstöðum, Skógum, Kollabúðum, Múla og hálfu Miðjanesi færast úr Reykhólasókn yfir í Staðarsókn og gjalda þaðan í frá tíund og guðtolla til Staðar á Reykjanesi. 8 Á þessum tíma virðist staða Hofstaða vera sú hin sama og hinna upptöldu býlanna þ.e.a.s. jörðin virðist ekki halda eftir neinum réttindum sem kirkja eða bænhús hefði hugsanlega veitt henni. Er þetta vísbending um að guðshús á Hofstöðum sé niður fallið um Í fornbréfasafni er Hofstaða loks getið í kaupmálabréfi Ekki er minnst á kirkju eða bænhús að Hofstöðum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem var skráð árið Þá bjó leiguliði á Hofstöðum en jörðin var í eigu bóndans að Kirkjubóli á Bæjarnesi í Múlahreppi. Fram kemur að 4 Íslensk fornrit I, Íslensk fornrit XIII, 177, 198, 202, 216, Íslensk fornrit XIII, Íslenskt fornbréfasafn VI, Íslenskt fornbréfasafn VII, Íslenskt fornbréfasafn IX,

7 nægan skóg sé að finna í landi Hofstaða til að gera til kola og brúka til eldiviðar en torfrista og stunga sé svotil engin. Engjar séu engar nema í rjóðrum um skóginn, landþröng sé og vatnból bregðist stundum á veturna. 10 Garpsdalskirkja í Geiradalshreppi átti gömul ítök í skógarhöggi á Hofstöðum en það var löngu orðið gagnslaust 1852 skv. síra Bjarna Eggertssyni í sóknalýsingu Garpsdalssóknar -...þar sé enginn skógur lengur hvorki smár né stór. 11 Í sóknalýsingum Staðar-og Reykhólasókna frá 1839 er jörðinni lýst á svipaðan hátt fyrir utan að skógurinn er nær genginn til þurrðar þó að kolaskógur sé enn nokkur. 12 Fyrri rannsóknir Margir fræðimenn og fornfræðingar hafa heimsótt Hofstaði í gegnum tíðina til að skoða hofminjar þær sem þar átti að vera að finna. En það voru ekki aðeins sjálfar minjarnar sem gerðu staðinn áhugaverðan heldur einnig bæjarnafnið og að ein sögupersóna Þorskfirðingasögu átti að hafa búið þar, Hof-Hallur. 13 Rannsóknir á Íslendingasögum áttu sitt blómaskeið á seinni hluta 19. aldar. Af hálfu Íslendinga tengdust þær að miklu leyti sjálfstæðisbaráttu og þörf þjóðarinnar fyrir skýra mynd af eigin fortíð. Á 19. öld fóru menn að gera sér grein fyrir að ein helsta leiðin til að sannreyna að hve miklu leyti Íslendingasögurnar segja frá raunverulegum atburðum væri að athuga staða- og leiðalýsingar þeirra. Að Hofstöðum kom t.d. danski handritafræðingurinn Kristian Kålund. Hann ferðaðist um landið á árunum og kannaði staði og leiðir sem lýst er í Íslendingasögunum. Hann kom í Reykhólahrepp, enda eiga nokkrar Íslendingasögur sér þar sögusvið. Á Hofstöðum var það Þorskfirðingasaga sem átti huga Kålunds allan og hofið sem þar átti að hafa verið reist. Kålund lýsti þeim minjum sem hann sá í túninu og taldi upp hof-örnefni og meintar hofminjar: 1) Kringlóttur flatur hóll (9 faðmar í þvermál) er í túninu fyrir neðan bæinn, nefndur Hofhóll, girðing virðist hafa verið í kring. Í miðjum hringnum er tóft, ekki stór, 4X21/2 faðmur), aflöng ferhyrnd. Dyr virðast hafa verið á vestra gafli, sem frá bænum snýr. Þetta á að vera hoftóftin. Önnur stærri er móts við hana, en sunnar, snýr öðrum gafli að hólnum, en hinum að lítilli vík, ferhyrnd aflöng, stærð 30X8 álnir. Þetta á að hafa verið gildaskálinn; dyr virðast hafa verið á öðrum gaflvegg Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Dala-og Barðastrandarsýsla, Bjarni Eggertsson. Lýsing Garpsdalssóknar, Friðrik Jónsson. Lýsing Staðar- og Reykhólasókna, Íslenzk fornrit XIII, Kålund, K. Íslenskir sögustaðir II. Vestfirðingafjórðungur,

8 Ekki kemur skýrt fram hvort það sé skoðun Kålunds sjálfs að hringlaga þústin sé hoftóftin, og sú langhúslega gildaskáli eða hvort hann fái upplýsingarnar frá ábúanda jarðarinnar og það falli að hans hugmyndum um lag hoftófta. Ekki minnist Kålund á Bænhúshólsörnefni á Hofhóli, annaðhvort var það ekki þekkt, honum ekki sagt frá því eða hann kosið að minnast ekki á það. Rétt fyrir aldamótin 1900 kom Brynjúlfur Jónsson, fornfræðingur, að Hofstöðum á vegum Hins íslenzka fornleifafélags. Félagið hafði verið stofnað árið 1879 og var markmið þess meðal annars að kanna forn mannvirki, en þó einkum þau sem tengdust fornsögunum og samfélagi þjóðveldisaldar. Félagið gerði út leiðangra á sumrin til að kanna sögustaði og safna forngripum. Árið 1898 fór Brynjúlfur, í félagi við Daniel Bruun höfuðsmann, í rannsóknarleiðangur vestur í Barðastrandarsýslu. Í þeim leiðangri voru rannsökuð kuml í Berufirði auk þess sem Brynjúlfur kannaði einnig aðra sögustaði í austurhluta Barðastrandarsýslu eins og Þorskafjarðarþingstað og ýmsa staði sem minnst er á í Landnámu, Þorskfirðingasögu, Grettissögu og Fóstbræðrasögu. 15 Brynjúlfur kom að Hofstöðum og kannaði staðhætti. Hann þekkti óðara byggingarlagið á Hofhól/Bænhúshól og taldi líklegt að upp úr hoftóftinni hefði verið reist bænhús með hinum hefðbundna hringlaga kirkjugarði í kring. 16 Ekki getur hann annarra tófta í túninu. Árið 1913 kom Matthías Þórðarsson þjóðminjavörður að Hofstöðum og birti niðurstöður vettvangskönnunar sinnar í grein í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið Þar er Matthías sammála Brynjúlfi um að hringlaga þústin sé leifar bænhústóftar og garðs í kring:...lítil, ferhyrnd, en mjög hlaupin í þúfur. Umhverfis hana er kringlóttur garður, nokkuð upphækkaður, og margar þúfur, ílangar, í honum, sem kunna að vera gömul leiði. 18 Suðvestur af bænhústóftinni á svokallaðri Hofflöt taldi Matthías að hægt væri að greina hoftóftina - mjög óljósa. Hana segir Matthías vera 20 2/3 X 6 1/4 m stóra, snúa SV-NA og líklega með opi í suðvesturenda. Árið 1930 friðlýsti Matthías svo minjar á Hofstöðum en friðlýsingin var byggð á athugunum hans, Brynjúlfs og Kålunds. Friðlýstar voru eftirfarandi minjar: 15 Brynjúlfur Jónsson. Rannsókn í Barðastrandarsýslu sumarið 1898., Brynjúlfur Jónsson. Rannsókn í Barðastrandarsýslu sumarið 1898., Matthías Þórðarson. Smávegis..., Matthías Þórðarson. Smávegis..., 44. 8

9 a. Hoftóft svo nefnd, í túninu, á flöt vestur frá bænum. b. Veizlusalstóft, er svo nefnist, skammt frá hoftóftinni. c. Hallshaugur, svo kallaður, lítill hóll, flatur að ofan, norðan við hinn forna túngarð. d. Bænhústóft, í norðaustur frá hoftóftinni og kringlóttur garður um. e. Rauðsdalsrúst; er hún í litlum dal (Rauðsdal), milli Hofstaða og Berufjarðar. 19 Sérstök samantekt um friðlýstar fornleifar var gefin út árið 1990 og í neðanmálsgrein í friðlýsingarskránni er ódagsett athugsemd frá Guðmundi Ólafssyni fornleifafræðingi hjá Þjóðminjasafni Íslands um að búið sé að slétta yfir minjar undir lið b-c. þ.e. Veislusalstóft og Hallshaug. 20 Mynd 3. Uppdráttur Åke Ohlmarks af tóftum í Hofstaðatúni. Yfir langhústóftirnar var sléttað um miðja öldina. Fengin úr bók Olavs Olsens, Hørg, hov og kirke, bls Árið 1936 kom sænskur fornfræðingur, Åke Ohlmarks að nafni, að Hofstöðum. Hann segir frá heimsókninni í greininni Isländska hof och gudahus í Bidrag till nordisk filologi tillägnade Emil Olson gefin út í Lundi Tæplega 30 árum síðar kom annar fræðimaður, Olav Olsen, að Hofstöðum og í bókinni Hørg, hov og kirke ber Olsen niðurstöður sínar saman við Ohlmarks. Í millitíðinni hafði túnið 21 verið sléttað en Olsen nýtir sér m.a. uppdrátt Ohlmarks af tóftum í túninu (sjá mynd 2) við 19 Ágúst Ó. Georgsson. Fornleifaskrá, Ágúst Ó. Georgsson. Fornleifaskrá, 33, neðanmáls. 21 Hofstaðatúnið var sléttað um miðja 20. öld (á árabilinu ) Guðmundur Sveinsson og Bjargey Arnórsdóttir. Munnlegar upplýsingar. 9

10 kirkja. 25 Í millitíðinni eða í september 1963 kom Kristján Eldjárn þjóðminjavörður að athuganir sínar. 22 Olsen segir jafnframt að Ohlmarks hafi á sínum tíma fengið þær upplýsingar frá Sveini Sæmundssyni bónda, sem bjó á Hofstöðum , að hringlaga tóftin væru taldar leifar hofs frá heiðnum sið en auk þess greindi Sveinn frá því að annað örnefni á þessum sama stað væri Bænhúshóll. Í sléttuðu túninu sá Olsen enn aðra tóft, um 20 m vestur frá Bænhústóftinni. Þeirri tóft er ekki lýst öðruvísi en svo að hún sé langhúsleg 24 en þessi lýsing og fjarlægðin kemur heim og saman við þá þúst sem fram á þennan dag hefur verið kölluð Hoftóftin (og er að líkindum einnig sama þústin og Kålund taldi Gildaskála/Veislusalstóft og Matthías Þórðarson lýsti sem óljósri á Hofflöt. Matthías gat hinsvegar ekki langhúslegu tóftanna tveggja sem Ohlmarks sýnir á uppdrættinum). Olsen taldi að rétt eins og að hofkenningin hefði verið byggð á veikum grunni væri kirkjukenningin það líka. Engar skriflegar heimildir væru um kirkju á Hofstöðum, sem þó útilokaði ekki að hún hefði verið til - kirkjan gæti hafa verið aflögð snemma, í það minnsta fyrir Reyndar styddi lag og lega tóftarinnar á bænhúshól og hringlaga garðurinn í kring fremur að þar hefði verið Hofstöðum og kannaði aðstæður. Hann hitti fyrir Ragnar bónda Sveinsson 26 sem vísaði honum á svæðið. Fram kemur að Kristján var hugsi yfir stöðu minja og friðlýsinga m.a. í því ljósi að nýlega var búið að slétta út tvær friðlýstar minjar í túninu. 27 Skv. heimildum, sem Kristján tók saman og kallaði drög að spjaldskrá um friðlýstar minjar, taldi hann Hoftóftina vera þá sem Kålund kallaði Gildaskála en sjálfur áleit hann að rústin gæti verið fjós, þótt ekkert yrði fullyrt án frekari rannsókna. 28 Ragnar benti Kristjáni á hvar hann áleit að hefðu verið tóftir u.þ.b. 20 m suður og upp frá hofrústinni allar sléttaðar út á þessum tíma. Eina þeirra hefði Matthías talið vera Veisluskálann en suður frá honum var önnur tóft kringlótt og hana hefði Matthías túlkað sem mögulegt útieldhús Olsen, Olav. Hørg, hov og kirke, Jón Kr. Guðmundsson. Skyggir Skuld fyrir sjón, Olsen, Olav. Hørg, hov og kirke, Olsen, Olav. Hørg, hov og kirke, Ragnar kom að Hofstöðum 3 ára og ólst þar upp. Var bóndi þar nær samfellt frá Sjá Jón Kr. Guðmundsson. Skyggir Skuld fyrir sjón, Kristján Eldjárn. Hofstaðir. Dagbækur september Þjóðminjasafn Íslands. 28 Kristján Eldjárn. Drög að spjaldskrá um friðlýstar minjar. 29 Kristján Eldjárn. Drög að spjaldskrá um friðlýstar minjar. 10

11 Örnefnaskrá fyrir Hofstaði var skráð Hún er að grunni til eftir Samúel Eggertsson og voru heimildamenn hans Ólína Magnúsdóttir á Kinnarstöðum 30 og að því er talið er Sveinn Sæmundsson, 31 þá bóndi á Hofstöðum. Athugasemdir við þá skrá eru gerðar af Brynjúlfi Sæmundssyni og voru báðar skrárnar endurskoðaðar af Ragnari Sveinssyni bónda á Hofstöðum. Þá er einnig til skrá um örnefni á jörðinni gerð af Jóni Kr. Guðmundssyni 32 á Skáldstöðum. 33 Í örnefnaskrá Hofstaða segir svo um Hoftóft og Veislutóft/Veisluskála/Veislusal: Beint niður af bæ er Hofflöt og á henni Hoftóft, sem enn sést fyrir. Matthías Þórðarsson taldi þetta hoftóft og aðra tóft, er var suðaustur af henni, taldi hann hafa verið veislusal. S.E. [Samúel Eggertsson örnefnasafnari] kallar hana Veizlutóft, en að sögn Ragnars [Sveinssonar bónda á Hofstöðum] var hún ekki kölluð neitt í daglegu tali. Þetta voru þúfur efst í Tuttuguálnavelli og mótaði fyrir garði öðru megin. Að sögn S.E. var tóftin u.þ.b. 18x7 metrar að stærð. Þetta hefur nú verið sléttað. Þarna mun hafa verið einhver önnur tóft, sem líka hefur verið sléttað yfir. Er nú íhvolft, þar sem hún var, síðan sléttan fór að síga...rétt neðan við bæ er Jónstóftarhóll...Endinn á Veizlutóftinni gekk nærri upp undir Jónstóftarhólinn. 34 Ennfremur segir um Bænhúshólinn: Norður af tóftunum er Bænhúshóll. Hann er óhreyfður á þrjá vegu, en eitthvað verið nagað í hann á eina hlið. Á honum eru stórar þúfur. 35 Á þessum tíma eru örnefni orðin nokkuð föst í sessi og búið að marka fornleifunum stað og svæði: Almennt var talið að á Bænhúshól hafi staðið guðshús og langhúslega tóftin á Hofflöt kölluð Hoftóft þótt seinni tíma fræðimenn væru almennt farnir að telja hana fjós fremur en mannabústað. Tóftirnar tvær (Veislusalstóftin og eldhústóft?) sem Ohlmarks teiknaði voru horfnar vegna túnasléttunar svo um þær verður ekki fjölyrt meira frekar. Árið 1990 komu fornleifafræðingarnir Orri Vésteinsson og Adolf Friðriksson að Hofstöðum og könnuðu svæðið, en Bjargey Arnórsdóttir húsfreyja sýndi þeim kringumstæður. Þeir lýstu Bænhúshól sem svotil sléttum að ofan en kargaþýfðum, 30 Fædd 1904 á Kinnarstöðum og bjó þar alla ævi. Jón Kr. Guðmundsson. Skyggir Skuld fyrir sjón, Fæddur 1879 en bjó á Hofstöðum Sjá, Jón Kr. Guðmundsson. Skyggir Skuld fyrir sjón, 218. Jón Kr. Guðmundsson. Skyggir Skuld fyrir sjón, Fæddur 1931 á Skáldstöðum og bjó þar alla ævi. 33 Örnefnaskrá Hofstaða, Örnefnaskrá Hofstaða, Örnefnaskrá Hofstaða, 2. 11

12 erfitt væri að greina veggi en helst að sjá sem á hólnum væri aflöng tóft sem opnist í vestur. 36 Þá skoðuðu þeir Hoftóftina á Hofflöt og töldu hana hafa verið eitthvað skemmda, m.a. var sem eystri langhliðin væri um 1,5 m styttri en hin vestari. 37 Líklegra þótti þeim að meint Hoftóft væri fremur útihús, t.d. fjós, en íveruhús, enda er þústin í talsverðum halla en slíkt á oft við um útihús. 38 Samantekt fyrri rannsókna Kålund taldi Bænhúshól vera Hofhól. Að líkindum kallaði hann Hoftóftina á Hofflöt Gildaskála en notaði líka orðið Veislusalur sem varð svo að Veisluskála eða Veislutóft manna á milli. Brynjúlfur greindi aðeins frá Bænhúshól og taldi ekkert því til fyristöðu að kirkja með hringlaga garði í kring hefði verið reist á hofstæðinu. Matthías Þórðarson taldi einnig að á Bænhúshóli væru leifar guðshúss en getur jafnframt óglöggrar tóftar á Hofflöt. Sú tóft er að öllum líkindum sama fyrirbærið og Kålund kallar Gildaskála/Veislusal. Skv. örnefnaskrá og heimildamönnum voru Matthíasi einnig sýndar tóftir fast suðvestan undir bæjarhólnum og þær taldi hann að gætu verið leifar Veislusals og eldhúss þótt hann fjölyrði ekkert um þessar tóftir í samantekt sinni í Árbók hins íslenska fornleifafélags. Friðlýsing Matthíasar byggist á heimsókn hans og könnunum Kålunds og Brynjúlfs: Hann friðlýsti Bænhúshól, Hoftóft og einnig Gildaskála/Veislusal sunnan undir bæjarhólnum. Þarna er komin upp athyglisverð staða; Hoftóft Kålunds var orðin að bænhúsminjum og Gildskáli/Veisluskáli orðinn að Hoftóft. Matthías fann eða taldi sig finna enn aðrar rústir sem hann kallaði þá Gildaskála/Veisluskála. Ohlmarks fann Bænhúshólinn en teiknaði líka inn tvær langhúslegar rústir en þar hafa heimildamenn líklega bent honum á Gildaskála/Veisluskála og eldhús Matthíasar. Hinsvegar virðist Ohlmarks hvergi sjá tóft á Hofflöt. Þegar Kristján Eldjárn kom að Hofstöðum var búið að slétta túnið og aðeins Bænhúshóllinn og Hoftóftin/fjósið eftir. Ummerki um aðrar minjar sáust ekki. Olsen kom stuttu á eftir Kristjáni og athyglisvert er hversu lítinn áhuga Olsen hefur á Hoftóftinni sem var mjög greinileg í túninu eftir sléttunina. Hugsanlega hefur 36 Orri Vésteinsson. Dagbók 1990, Orri Vésteinsson. Dagbók 1990, Orri Vésteinsson. Persónulegar upplýsingar. 12

13 honum ekki þótt hún sannfærandi? Orri Vésteinsson og Adolf Friðriksson töldu helst, eins og Kristján, að Hoftóftin væri fjós, enda í nokkrum halla. Efri mynd 4: Hoftóftin á Hofflöt. Horft í SV. Neðri mynd 5: Kargaþýfður Bænhúshóll. Horft í NNA 13

14 Mynd 6. Allir nemendur Reykhólaskóla komu í vettvangsferð. Hér má sjá nemendur úr eldri deildum skoða meintar kirkjuminjar og grafirnar á Bænhúshól. Horft í norðaustur. 14

15 Efri mynd 7. Rannsóknarsvæði Skurðir fylltir svörtu.bæjarhóll skástrikaður.a er Bænhúshóll, B er Hoftóft og C er Veislusalssvæði. Neðri mynd 8. Mynd Ohlmarks steypt saman við rannsóknarkortið. Fornleifarannsókn 2006 Markmið með uppgreftinum var að afla upplýsinga um fornleg mannvirki í túninu á Hofstöðum í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Þau eru svokölluð Hoftóft og Bænhústóft. Markmið rannsóknarinnar var að: - gera forkönnun á minjunum, þ.e.a.s. athuga ástand og varðveislu þeirra og meta vísindalegt gildi staðarins - kanna um hvernig mannvirki er að ræða - kanna vísbendingar um aldur mannvirkjanna - kanna breytingar á mannvirkjunum og hvernig þau voru byggð í öndverðu 15

16 Grafið var eftir aðferðafræði sem kalla má einingaaðferð eða einingakerfi. 39 Öll jarðlög voru skráð: teiknuð, mæld og lýst með hefðbundnum aðferðum. Staðsetning svæðanna og nánasta umhverfi var mælt upp með alstöð sem mælir norðlæga breidd, vestlæga lengd og hæð yfir sjávarmáli. Notast var við fasta vegpunkta sem eru í Landshnitakerfi til að fá rétta staðsetningu og voru upplýsingarnar fengnar frá Vegagerð ríkisins, Ísafirði. Innan túns sést enn vel fyrir Bænhúshól og svokallaðri Hoftóft enda var báðum þyrmt þegar túnið var sléttað á sínum tíma. Bænhúshóllinn er um 75 m NV við núverandi íbúðarhús og rétt um 5 m NV við gamla bæjarhólinn. Hóllinn er nálega hringlaga, um 1-1,5 m hár, fremur flatur að ofan en krappþýfður, um 24 m í SV-NA og 20 m í NV- SA. Ekki var unnt að greina áreiðanlegar tóftaleifar í þýfinu á yfirborðinu en þó mátti hugsanlega sjá móta fyrir slíku á u.þ.b. miðju svæðinu. Lag Bænhúshólsins minnir óneitanlega á miðaldakirkjugarða með bænhúsi/kirkju í miðju, en eins áður hefur fram komið eru ekki heimildir um slíkt á Hofstöðum. Hoftóftin svokallaða er á túnflöt Hofflöt - neðan við núverandi bæ, um 60 m norðvestur af honum og um 40 m norðvestur af gamla bæjarstæðinu. Þústin er lág (um 30 cm) en áberandi í sléttuðum og hörðum túnvellinum, rúmlega 24 metra löng og um 7 metra breið. Við vettvangsathugun virtist sem búið væri að ganga eitthvað á tóftina og nánasta umhverfi hennar á vélaöld. Veggir hennar eru óreglulegir og skörðóttir. Tóftin er í dálitlum halla, en eins áður hefur komið fram þótti það fremur vísbending um skepnuhús, e.t.v. fjós frá miðöldum fremur en mannabústað. Engin greinileg ummerki sjást um aðrar tóftir í túninu s.s. Veislusalstóft en dæld er þó í túninu rúmlega 30 m SV af Bænhúshól og um 20 m SA af Hoftóft rétt framan við SV-enda bæjarhólsins. Var það svæði einnig rannsakað. Auk uppgraftar á ofantöldum stöðum voru naust og rústir í Hofstaðatanga mældar upp og skráðar. Áður en uppgröftur hófst var svæðið ljósmyndað og lagt út hnitakerfi. Var rannsóknarsvæðunum skipt í 3 svæði: A. Bænhúshól, B. Hoftóft og C. Veislusals/gildaskálasvæði. Svörðurinn var tekinn ofan af með vélgröfu. 39 Á ensku: Single context. 16

17 Svæði A. Bænhúshóll Opnað var 5x5 m stórt svæði á svotil miðjum Bænhúshól auk þess sem grafinn var 7 metra langur og 0,8 metra breiður skurður til vesturs út fyrir hólinn til að freista þess að finna mörk fornleifanna. Komið var niður á fornleifar á u.þ.b. 30 cm dýpi, hleðslur og grafir. Grafin voru 5 jarðlög [ ] en önnur voru skráð in situ 40, sjá jarðlagaskrá hér að aftan. Mannvirkinu hefur verið ákveðinn staður á hól í túninu en byggingin sjálf staðið á tilbúnum stalli á u.þ.b. miðjum hólnum, sem er nokkru hærri en yfirborð kirkjugarðsins vestan við hana. Munar allt að 20 cm á yfirborði kirkjugarðsins og á stallinum fyrir sjálfa bygginguna. Stallurinn gæti einnig vel hafa verið myndaður af rústum eldri bygginga sem voru rifnar þegar yngsta byggingin var reist. Ekki er hægt að fullyrða um stærð hússins á þessu stigi en ljóst er að það er breiðara en þeir 5 metrar sem uppgraftarsvæðið afmarkaði. Á norðanverðu svæðinu lá stærðargrjót í skurði, líklega undirstöður veggjar. Í vesturgafli byggingarinnar voru boldangssteinar sem voru nokkuð úr lagi gengnir, erfiðara er að varpa ljósi á suðurgaflinn eftir þessa könnun. Torfbálkur, sem ekki var grafinn við rannsóknina, var þar yfir og sást grjót við suðurmörk svæðisins en á þessu stigi málsins er ekki hægt að skera úr um hvort það liggi í skurði eins og hinar líklegu undirstöðurnar við norðurgaflinn. Nokkrar flatar hellur mátti sjá fast austan við vesturgaflinn, hugsanlega hellulagt gólf auk þess sem vantaði í steinaröð vesturgaflsins svo þar gætu hafa verið dyr. Yfirborðið utan rústarinnar, í kirkjugarðinum, var mjög hreyft sem bendir til að þétt hafi verið grafið á þeim stað sem kannaður var, fast vestan við rústina. Það tókst að afmarka þrjár grafir og voru tvær þeirra opnaðar að hluta til að staðfesta að um grafir væri að ræða. Mátti sjá mannabein í báðum og voru leifar trékistu í annarri. Eitt af markmiðunum var að komast að varðveislu mannabeina á staðnum sem reyndist vera mjög slæm, en ekki var hreyft við beinunum heldur fyllt aftur upp í grafirnar. Leifar af vegg fundust 5,2 metra vestur frá vesturgafli rústarinnar, að öllum líkindum það sem eftir er af kirkjugarðsveggnum. Hinn hreyfði jarðvegur í kirkjugarðinum virðist ekki ná alveg vestur að veggnum heldur er hann áberandi á rúmlega þriggja metra svæði vestur frá rústinni. Var hann malarblandaður auk þess sem í honum sást torfrusl og svolítið af grjóti. Byggingin sem afhjúpuð var á Bænhúshól var stæðileg, um það vitnar hið mikla hleðslugrjót og rammgerðar undirstöður. Við rannsóknina mátti einnig greina 40 In situ er latína og merkir á sínum upprunalega stað. Sagt er að náttúruleg lög eða mannvistarlög séu in situ ef þau hafa ekki færst úr stað eða verið raskað eftir að þau mynduðust. 17

18 fleiri en eitt byggingarstig mannvirkisins og t.d. virðist miðjugröfin fara undir vegg yngsta hlutans. Ekki er hægt að skjóta loku fyrir það að hlutverk húsa á Bænhúshól hafi breyst eftir að kirkjan var aflögð en mörg dæmi eru um að kirkjur hafi verið nýttar áfram sem útihús eða endurbyggðar sem slík. Hafi verið gengið inn í bygginguna á vesturgafli má telja líklegt að allar þær grafir sem í ljós komu á vestanverðu könnunarsvæðinu fylgi eldri byggingarstigum og er það jafnvel verið vísbending um að yngsta byggingarstigið hafi ekki verið kirkja. Engar skriflegar heimildir eru til um kirkju á þessum stað en af þeim fornu heimildum sem til eru um Hofstaði geta engar þeirra um kirkju. Um 1500 virðist t.a.m. staða Hofstaða í engu frábrugðin annarra býla í nágrenninu, þ.e.a.s. jörðin virðist ekki hafa nein réttindi sem kirkja eða bænhús hefði hugsanlega veitt henni. En til að kanna hvort aðrar byggingar með önnur hlutverk hafi verið reist á sama stað eftir að guðshúsið var aflagt þarf frekari rannsókna við. 18

19 Mynd 9. Fremst kirkjuminjar og aftar grafir í kirkjugarðinum. Það sést í kirkjugarðsvegginn í skurðinum fjærst. Horft í norðvestur. Mynd 10. Grafir og kirkjuminjar á Bænhúshól á Hofstöðum. Farið var ofan í grafirnar tvær til hægri á myndinni, miðjugröfin sker þá syðri. Horft í austur. 19

20 Mynd 11. Svæði A. Uppdráttur af gröfum og minjum á Bænhúshól á Hofstöðum. 20

21 Mynd 12. Svæði A. Teikning af suðursniði á Bænhúshól. Mynd 13. Svæði B. Vestursnið hoftóftar. 21

22 Svæði B. Hoftóft Í hina meintu hoftóft var tekinn 2x10 m stór skurður þvert yfir þústina en hún snýr NV-SA. Í stuttu máli komu þar engar mannvistarleifar í ljós. Ljóst er að þúfur hafa hlaðist upp beggja vegna grunnrar vatnsrásar í túninu svo þar hefur virst vera löng tóft. Skýrir þetta líka afhverju skammhliðar hinnar meintu Mynd 14. Skurður í gegnum hina meintu hoftóft. Horft í suðaustur. Veislusalssvæðið er á tóftar virtist vanta og langhliðarnar flötinni fyrir aftan. virtust mislangar. Þetta er að öllum líkindum tóftin sem Kålund kallaði Veislusal/Gildaskála og Matthías Þórðarson taldi sig sjá óglöggt í túninu og kallaði Hoftóft. Þegar túnið var svo sléttað á sínum tíma hefur þústin beinlínis verið mótuð um þúfnahlaupið. Þegar horft er á landslagið sést að víða liggja grunnar vatnsrásir niður túnið og er hugsanlegt að eins hafi verið ástatt um myndun annarra tófta sem menn töldu sig sjá í túninu. Svæði C. Veislutóft/gildaskáli Þegar í ljós hafði komið að hoftóftin var ekki gerð af mönnum var þess freistað að finna ummerki um tóftirnar tvær sem Matthías Þórðarson hóf að kalla Veislutóft/Gildaskála og Ohlmarks teiknaði upp á sínum tíma, og lýst er í örnefnaskrá Hofstaða. Opnaður var um 12 metra langur og 0,8 metra breiður skurður á þessum slóðum með von um að finna mannvistarleifar. Ekki fundust aðrar leifar en þær sem búast má við að finna Mynd 15. Skurður á nálægt mannabústöðum, örlitlar kolaagnir í fokmold, veislusalssvæði. Sniðið var teiknað vinstra megin, grafið enda bæjarhóllinn ekki langt undan. Í örnefnaskrá er var niður í möl þar. Horft í suðvestur. þess getið að þar sé sem íhvolft þar sem tóftin/tóftirnar voru. 41 Þarna í túninu virðist einnig vera grunn vatnsrás líkt og sjá má á Hofflöt og hugsanlega gætu tóftirnar sem Ohlmarks sýnir á uppdrætti 41 Örnefnaskrá Hofstaða, 3. 22

23 sínum verið af náttúrunni gjörðar en til að ganga úr skugga um það þyrfti mun viðameiri rannsóknir og að opna stærra svæði. Niðurstöður og samantekt Niðurstöðurnar eru athyglisverðar. Hin meinta Hoftóft reyndist ekki vera manngerð og aukreitis er rannsóknarsaga Hofstaða áhugaverð heimild um það hvernig hugmyndir manna um fornleifar breyttust: Túlkun hringlaga tóftarinnar breyttist úr hofi í bænhús og þá var farið að kalla langhúslegu þústina á Hofflöt Hoftóft (og líklega er Hofflatarörnefnið ekki eldra en Hoftóftin ) en Veisluskála/Gildaskála örnefnin færðust yfir á enn aðrar meintar tóftir SV undir bæjarhólnum, sem að líkindum hafa einungis verið þúfnahlaup í túninu. Á Bænhúshól fundust byggingaleifar og grafir. Ljóst er að þar var kirkja í fyrndinni þótt ekkert sé hægt að fullyrða um hlutverk þeirrar byggingar sem afhjúpuð var við könnunina (yngsta byggingin) því grafirnar virtust tilheyra eldri stigum. Engir gripir né dýrabein fundust við rannsóknina og mannabein voru ekki tekin upp. Það væri mikill akkur, ekki aðeins fyrir sveitarfélagið og sögu þess heldur einnig á landsvísu að frekari rannsóknir færu fram á mannvirkinu og umhverfi þess. Mikil gróska hefur verið í kirkjurannsóknum undanfarin ár og hefur Fornleifastofnun Íslands komið að fornleifarannsóknum á kirkjum að Neðra-Ási í Skagafirði, Hofstöðum í Mývatnssveit, Gásum í Eyjafirði, Reykholti í Borgarfirði auk viðamikils kirkna-og bænhússkrárverkefnis á landsvísu. Á síðustu árum og áratugum hafa verið rannsakaðar fleiri kirkjuminjar, t.d. á Kirkjubóli við Skutulsfjörð, Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, Hrísbrú í Mosfellsdal, Varmá í Mosfellssveit, Stöng í Þjórsárdal og Keldudal í Skagafirði auk þess sem fornleifarannsóknir fóru fram á kirkjustæði Skálholts um miðja 20. öldina. Aðeins ein kirkjurúst hefur áður verið rannsökuð á Vestfjörðum en það var á Kirkjubóli. Frekari rannsókn á Hofstöðum í Reykhólasveit myndi auka við við þekkingu á slíkum byggingum í þessum landshluta sem og þekkingu á byggingarstílum og gerðum slíkra mannvirkja almennt. 23

24 Mynd 16. Skurður á veislusalssvæði. Suðaustursnið skurðarins var teiknað. 24

25 Aðrar minjar á Hofstöðum Aðrar minjar en Bænhúshóll, Hoftóft og Veisluskáli hafa einnig vakið athygli fræðimanna sem sótt hafa Hofstaði heim í gegnum tíðina. Aðallega er þar um að ræða friðlýstar minjar Hofhaugs/Hallshaugs og tóftir býlis í Rauðsdal (en eru augljóslega í Stekkjardal). Einnig fornleg naust neðan bæjar. Verður hér að aftan rakin umfjöllun fræðimanna um þessar minjar. Hofhaugur eða Hallshaugur: Kålund minnist á Hofhaug innarlega í Hofstaðatúni, þar sem haugur Hof-Halls var talinn vera og lýsti hann haugnum sem smáhól í túninu. 42 Matthías Þórðarson lýsti lítilli upphækkun eða hól sem gæti verið haugur en hafði heimildir fyrir því að grafið hafði verið í staðinn fyrir um 50 árum þá nálægt 1860 og því líti haugurinn út eins og smátóft. 43 Kristján Eldjárn kannaði staðinn þar sem Hallshaugur var en þar var búið að slétta en Ragnar Sveinsson sagði svo frá að þarna hefði verið einskonar upphækkun sem líktist lítilli tóft. Þegar tóftin var sléttuð kom upp nokkuð af kolum og gjalli og taldi Ragnar að þar hefði verið smiðjutóft. 44 Um haug Hof-Halls segir í örnefnaskrá Hofstaða:...nær Seigutungu en túngarði, er ávöl bunga, slétt, sem sögð er vera haugur Hof-Halls. 45 Stekkjardalur og Rauðsdalur: Kålund kannaði einnig Rauðsdal (einnig örnefni úr Þorskfirðingasögu) þar sem bæjartóftir og túngarður sjáist greinlega. 46 Neðanmáls á sama stað segir: Fyrir norðaustan Hofstaði, þar sem lönd Hofstaða og Berufjarðar liggja saman uppi á hálsinum, er lítið daldrag; í því, í Berufjarðar landi, sjást greinilega bæjarrústir og túngarður í kring.47 Um tóftirnar í Rauðsdal segir Brynjúlfur Jónsson að þar séu litlar rústir og óglöggar. 48 Þessi lýsing á tæpast við tóftirnar í Stekkjardal því þær eru bæði miklar og greinilegar. 42 Kålund, K. Íslenskir sögustaðir II. Vestfirðingafjórðungur, Matthías Þórðarson. Smávegis..., Kristján Eldjárn. Drög að spjaldskrá um friðlýstar minjar. 45 Örnefnaskrá Hofstaða, Kålund, K. Íslenskir sögustaðir II. Vestfirðingafjórðungur, Kålund, K. Íslenskir sögustaðir II. Vestfirðingafjórðungur, Brynjúlfur Jónsson. Rannsókn í Barðastrandarsýslu sumarið 1898.,

26 Kristján Eldjárn gekk upp í Stekkjardal sem er daldrag í Hofstaðahálsi, með Ragnari Sveinssyni. Svo lýsti Kristján aðstæðum þar: Um smádal þennan rennur lækur sem heitir Þvottlækur og þar er líka gata sem er göngugata milli Hofstaða og Hyrningsstaða og líka var hún mógata til mógrafa. Dalurinn er kringlótt dalverpi og þar eru mjög greinilegar rústir af bæ, rústabungan metra löng og ber mikið á henni. Stór og myndarlegur túngarður er í kringum túnið, sem hefur verið töluvert stórt. [S]kammt frá rústunum er svo stekkjarústir nýlegar, sbr. nafnið. Beint á móti rústunum er Stekkjarhæð, skriðurunnin hlíð, en á bak við hana er annar smádalur sem heitir Seljadalur. Efst í honum er smárúst, sem vafalítið er selrúst. Okkur kom saman um að það væri að öllu leyti líklegt, að hér hafi verið Rauðsdalur sá sem Þorskfirðinga saga nefnir, enda verður ekki annað séð en það sé einmitt meining Kalunds, og það mun einmitt hafa verið þessi dalur sem hann kallar...rauðsdal, án þess að láta Stekkjardalsnafnsins getið, því engar túngirðingar eru á hinum staðnum, en K. Segir að bæði bæjarrúst og túngirðing sé sýnileg. Mér finnst ekki til greina koma að hann segði slíkt um hinn staðinn. Friðlýsingin á því að færast á þennan stað. 49 Og um Stekkjardal og Rauðsdal er eftirfarandi í örnefnaskrá: Í Stekkjardal eru túngarður og tóftir. Þar eru einnig nýrri stekkjartóftir. Þegar R.S [Ragnar Sveinsson bóndi] man fyrst, var stekkurinn það vel uppistandandi, að hann hélt kvíaám Rauðsdal, en hann gengur inn í Hálsinn að norðan. Enginn rauður litur er í Rauðsdal, hvorki á grjóti né mýrum. Í skrá S.E [Samúels Eggertssonar] segir, að Rauður, sonur Halls, eigi að hafa búið í Rauðsdal, en talið sé að Stekkjardalur sé inn rétti Rauðsdalur. Í Stekkjardal eru minjar um byggð eins og segir hér að framan, en engar tóftir munu vera í Rauðsdal. Í Rauðsdal eru Rauðsdalstjarnir, tvö leirflög, sem vatn er aðeins í, ef blautt er, en eru þurr í þurrkum. Þar á upptök Rauðsdalslækur, sem rennur eftir dalnum. Ekki er vatn í honum nema stundum. 51 Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson gengu upp í Stekkjardal og skoðuðu rústirnar þar. Svo er umhverfi og aðstæðum lýst: Þarna er heillegur túngarður, breiður og stæðilegur, rofinn á tveimur stöðum af reiðgötu sem liggur yfir hálsinn. Úr norðurhlið garðsins er tóftarhrúga eins og lítill bæjarhóll, og litlu vestar einnig byggt útúr garðinum, eru tvær nokkuð heillegar tóftir...bjargey [Arnórsdóttir] Benti þó á, að á vetrum fylltist dalverpið gersamlega af snjó og færu rústirnar þá á kaf sem ekki geta talist vænlegar aðstæður til búskapar. Líklegra þykir mér að þetta sé sel Kristján Eldjárn. Stekkjardalur. Dagbækur september Þjóðminjasafn Íslands. 50 Örnefnaskrá Hofstaða, Örnefnaskrá Hofstaða, Orri Vésteinsson. Dagbók 1990,

27 Skýrsluhöfundur skoðaði rústirnar í Stekkjardal haustið 2006 og er rústasvæðið áberandi og tilkomumikið í notalegu dalverpi. Bæjarhóllinn er talsvert stór og vaxinn lyngi og fjalldrapa og túngarðurinn sömuleiðis allbreiður, siginn og fornlegur. Í hólnum má sjá a.m.k. tvö hólf auk þess sem lítur út fyrir að grafið hafi verið ofan í hann dæld á síðari tímum. Á stekkjartóftunum er allt annar gróður en á hinum rústunum auk þess sem veggirnir standa mun betur. Aðrar tóftir eru suðaustan við bæjarhólinn, utangarðs hugsanlega heystæði. Þessar rústir eru allrar athygli verðar og bíða frekari rannsókna og uppmælinga. Naust við sjóinn: Matthías Þórðarson minnist á þrjú naust við sjóinn og tvö þeirra telur hann mjög fornleg. 53. Naustin fornlegu sem Matthías lýsti á sínum tíma eru um 300 metra norðvestur frá núverandi íbúðarhúsi á smátanga Hofstaðatanga. Þau eru á grasi vaxinni sjávargrund um 2,5 metrum ofan fjörunnar. Rústirnar hafa hér númer úr fornleifagrunni Fornleifastofnunar Íslands, Ísleifu. BA-042:037 er naust sem snýr NA-SV. Tóftin er 8 metra löng og 5,2 metra breið að utanmáli, opin til suðvesturs. Það er byggt úr torfi og grjóti og eru fjögur umför af grjóti sjáanleg, hæð veggja mest 0,6 metrar. Næsta rúst BA-042:038 er af nausti, fast upp við BA-042:037, en mun fornlegra og signara. Það er 4,5 metra langt að utanmáli og snýr NA-SV, opin til SV. Dýpt hólfsins er 0,5 metrar og og breidd þess að innanmáli 1 metri. 53 Matthías Þórðarson. Smávegis...,

28 Erfitt var að mæla breidd tóftarinnar að utanmáli þar sem veggir eru illgreinanlegir en hún er u.þ.b.5 metrar. Ekki hægt að greina grjót í hleðslum. BA-042:039 er um það bil 3 metrum ofan og austan við tóft BA-042:038. Tóftin snýr í NV-SA, opið í NV og er um 11 metra langt og 8 metra breitt. Veggir þess eru mjög signir þó veggjahæð sé um 0,5 metrar. Naust 038 er áreiðanlega annað af þessum fornlegu naustum sem Matthías lýsir og 039 líklega líka. Þessi tvö mannvirki eru afar sigin og fornleg að sjá en naust 037 er hinsvegar mun yngra og standa hleðslur þess enn. 28

29 Skrá yfir jarðlög Lag Svæði Tegund Lýsing 001 A Lag Yfirborðslag 002 A Lag Lag með torfleifum 003 A Lag Lag með torfleifum 004 A Fylling Fylling í gröf, malarblönduð, sjá grafarskurð A Skurður Ferhyrnd gröf með rúnuðum hornum 006 A Lag Fokmold 007 A Mannvirki Torfveggur í kirkjugarði 008 A Fylling Fylling í gröf, malarblönduð, sjá grafarskurð A Skurður Ferhyrnd gröf með rúnuðum hornum 010 A Fylling Fylling í gröf, sjá grafarskurð A Skurður Ferhyrnd gröf með rúnuðum hornum 012 A Fylling Steinar í skurði 013 á norðanverðu svæðinu. Undirstöður? 013 A Skurður Skurður fyrir steina 014 A Lag Torfhrun í suðurenda svæðis 015 A Lag Torfhrun í norðurenda svæðis 016 A Lag Blandað torfhrun 017 B Lag Mjög blandaður jarðvegur. Einstaka kolaagnir sjáanlegar <0,1 % 018 B Lag Möl 019 B Lag Fokmold. Ljósbrúnleitt og appelsínubrúnt hreint lag 020 B Lag Dökkbrúnt og grábrúnt með möl. Rótarskotið 021 B Lag Blandað. Dökkbrúnt, ljósbrúnt og gráleitt. Grjót og smásteinar 022 B Lag Mjög líkt B Lag Fokmold. Hrein, mjúk, ljósbrún gráleitt. Einstaka kolaagnir <0,1 % 024 C Lag Fokmold. Ljósleit og grábrún 025 C Lag Blandað svartleitt og appelsínugullitað torfhrun 026 C Lag Grábrúnt lag með möl 027 C Lag Blandað lag svartleitt lífrænt og appaelsínugulleitt 028 C Lag Fokmold, ljósbrúnleit 029 C Lag Svartleitt lífrænt lag, blandaðra með ljósleitri mold í neðri hluta 030 C Lag Möl, 20-40% og steinarnir á bilinu 2-20 mm í þvm. 29

30 Heimildaskrá Adolf Friðriksson (ritstj.). Þinghald til forna. Framvinduskýrsla (FS ). Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík Adolf Friðriksson (ritstj.). Kuml og samfélag. Framvinduskýrsla [án skýrslunúmers]. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík Ágúst Ó. Georgsson. Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar. Reykjavík, Fornleifavernd Þjóðminjasafn Íslands Bjargey Arnórsdóttir, fædd á Tindum í Geiradal Fyrrum húsfreyja á Hofstöðum. Munnleg heimild í maí Bjarni Eggertsson. Lýsing Garpsdalssóknar, Sóknalýsingar Vestfjarða. I. Barðastrandarsýsla. Samband Vestfirzkra átthagafélaga, Reykjavík 1952, Brynjúlfur Jónsson. Rannsókn í Barðastrandarsýslu sumarið Árbók hins íslenska fornleifafélags 1899, Friðrik Jónsson. Lýsing Staðar- og Reykhólasókna. Sóknalýsingar Vestfjarða. I. Barðastrandarsýsla. Samband Vestfirzkra átthagafélaga, Reykjavík 1952, Guðmundur Sveinsson fæddur á Hofstöðum 1920 og uppalinn þar. Munnleg heimild, 19. mars Guðrún Alda Gísladóttir. Fornleifarannsókn á Grettislaug á Reykhólum (FS ). Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík Íslensk fornrit I. Íslendingabók og Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík Íslenskt fornbréfasafn (Diplomatarium Islandicum). IX. bindi. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, Íslenskt fornbréfasafn (Diplomatarium Islandicum). VI. bindi. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, Íslenskt fornbréfasafn (Diplomatarium Islandicum). VII. bindi. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, Íslenzk fornrit XIII. Harðar saga, Bárðar saga, Þorskfirðinga saga, Flóamannasaga, Þórarins þáttr Nefjólfssonar, Þorsteins þáttr Uxafóts, Egils þáttr Síðu- Hallssonar, Orms þáttr Stórólfssonar, Þorsteins þáttr Tjaldstæðings, Þorsteins þáttr forvitna, Bergbúa þáttr, Kumlbúa þáttr, Stjörnu-Odda draumr. Þórhallur 30

31 Vilmundarsson og Bjarni Vilhjálmsson, gáfu út. Hið íslenzka fornritafélag. Reykjavík Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Dala- og Barðastrandarsýsla VI bindi. Hið íslenska Fræðafélag. Kaupmannahöfn, Jón Kr. Guðmundsson. Skyggir Skuld fyrir sjón. Sagnabrot og ábúendatal úr Geiradal, Reykhólasveit, Gufudalssveit og Múlasveit í Austur- Barðastrandarsýslu I. Bindi. Bókaútgáfan Hildur [án útgáfustaðar], Kålund, Kristian. Íslenskir sögustaðir. Vestfirðingafjórðungur II. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf., Reykjavík Kort herforingjaráðsins. Uppdráttur Íslands. Blað 23. Geodætisk Institut, Kristján Eldjárn. Dagbækur september Þjóðminjasafn Íslands. Kristján Eldjárn. Drög að spjaldskrá um friðlýstar minjar. Flestar færslurnar eru skrifaðar Þjóðminjasafn Íslands. Matthías Þórðarson. Smávegis. Um nokkra staði og fornminjar. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1924, Olsen, Olav. Hørg, hov og kirke. Historiske og arkæologiske vikingetidsstudier. Aarbøger for Nordisk oldkyndighed og Historie. Kongelige Nordiske Oldskriftselskab, København Orri Vésteinsson. Dagbók 1990, Örnefnaskrá Hofstaða. Jónína Hafsteinsdóttir skráði. Örnefnastofnun, Reykjavík

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson

Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu. Stefán Ólafsson Kirkjur og bænhús í Austur-Barðastrandasýslu Stefán Ólafsson FS393-08051 Reykjavík 2009 Forsíðumyndin er af Bænhúsvelli á Svínanesi BA-070:002 Fornleifastofnun Íslands Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

Læs mere

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ

Skráning fornleifa í Mosfellsbæ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Skráning fornleifa í Mosfellsbæ Agnes Stefánsdóttir Rúna K. Tetzschner Guðmundur Ólafsson Ágúst Ó. Georgsson Kristinn Magnússon Bjarni F. Einarsson 2006/2 Skýrslur Þjóðminjasafns

Læs mere

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR

AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR AÐALSKRÁNING FORNMINJA Í SKORRADAL: FRAMDALUR KRISTBORG ÞÓRSDÓTTIR (ritstjóri) Höfundar efnis: Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Kristborg Þórsdóttir, Kristjana Vilhjálmsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck Reykjavík

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum-

Arnarnesvegur í Kópavogi. -mat á umhverfisáhrifum- Arnarnesvegur í Kópavogi -mat á umhverfisáhrifum- Fornleifakönnun Elín Ósk Hreiðarsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS172-02041 Reykjavík 2002 Arnarnesvegur Fornleifastofnun Íslands 2002 Forsíðumynd er

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá

Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Anna Lísa Guðmundsdóttir Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá gatnamótum við Vesturlandsveg austur að Hólmsá Reykjavík 2010 Minjasafn Reykjavíkur Skýrsla nr. 152 Forsíða: Hópur ferðafólks

Læs mere

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun

Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Möðruvellir í Hörgárdal Fornleifakönnun Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands FS153-98071 Reykjavík 2001 Fornleifastofnun Íslands 2001. Mynd á forsíðu: Möðruvellir 1836, e. Auguste Mayer. 2 Efnisyfirlit

Læs mere

Menningarminjar í Bláskógabyggð

Menningarminjar í Bláskógabyggð Menningarminjar í Bláskógabyggð Svæðisskráning fornleifa Kristjana Vilhjálmsdóttir Fornleifastofnun Íslands FS-584-15221 Reykjavík 2015 2015 FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS SES BÁRUGÖTU 3 101 REYKJAVÍK SÍMI:

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns

Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu II: Fornleifar í landi Nesjavalla og Ölfusvatns Orri Vésteinsson Árbæjarsafn Fornleifastofnun Íslands FS036-97012 Reykjavík 1997 2 Fornleifaskráning á Hengilssvæðinu

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

2 Þingnes við Elliðavatn

2 Þingnes við Elliðavatn Vinnuskýrslur fornleifa 2004 2 Þingnes við Elliðavatn og Kjalarnesþing Rannsóknasaga 1841-2003 Guðmundur Ólafsson Reykjavík 2004 Forsíðumynd: Yfirlitskort af minjasvæðinu á Þingnesi, samkvæmt uppmælingum

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum

Einar G. Pétursson. Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum 4.9.2007 11:06 1 Einar G. Pétursson Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum Þetta byrjaði allt vestur á Fellsströnd í Dölum. Ég er fæddur og uppalinn í Stóru-Tungu,

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir

Trafiksikkerhedsinspektion i Island. NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Trafiksikkerhedsinspektion i Island NVF Trafiksikkerhed Nordiskt trafiksäkerhetsforum i Åhus 28.mai 2010 Audur Thora Arnadottir Oversigt Hvorfor er TS-inspektion vigtig? Ny handbog Registreringsprocess

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð

Reykjavík, 20. mars 2018 R ES. Borgarráð Reykjavík, 20. mars 2018 R17070048 6631 ES Borgarráð Svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um lagaheimildir til grundvallar deiliskipulagi

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og

LV Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2012 LV-2013-059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og Í byggð

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther. Møns Klint.

Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther. Møns Klint. Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar, maí 2005 Kennarar: Ólafur Ingólfsson, Friðgeir Grímsson og Jakob Vinther Møns Klint Møns Klint - Námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar Dagana 22. til 31. maí, nú á vorönn

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26 Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á umfjöllun Jónasar Hallgrímssonar um ást og eftirsjá í nokkrum ljóðum hans. Leitað var fanga í bréfum hans og samtíðarmanna, ljóðin skoðuð með tilliti til þess

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika

Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika Elisabeth Patriarca Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika -BA ritgerð til BA prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Ásta Stefánsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Lagadeild

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere