Nóvember 2011 SKÝRSLA/GREINARGERÐ. Upplýsingtæknimiðstöð Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Innri endurskoðun

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Nóvember 2011 SKÝRSLA/GREINARGERÐ. Upplýsingtæknimiðstöð Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Innri endurskoðun"

Transkript

1 SKÝRSLA/GREINARGERÐ Nóvember 2011 Upplýsingtæknimiðstöð Reykjavíkur Reykjavíkurborg Innri endurskoðun

2

3 EFNISYFIRLIT Samantekt 2 Inngangur 4 1 Tilefni og markmið úttektar 5 2 Kostnaðarbókhald 6 3 Starfsumhverfi Upplýsingatæknimiðstöðvar Forsaga upplýsingatæknimála Reykjavíkurborgar Hlutverk og skipurit Upplýsingatæknimiðstöðvar Hagsmunaaðilar UTM Viðskiptavinir Upplýsingatæknimiðstöðvar Skipting tekjustofna UTM 11 4 Fjárhagsgreining Þróun umfangs UTM Helstu útgjaldaliðir UTM Samanburður við aðrar upplýsingatæknideildir Upplýsingatæknideild Vegagerðinnar (UTV) Upplýsingatæknideild Landspítalans (HUT) Alþjóðlegur samanburður 18 5 Gjaldskrá Upplýsingatæknimiðstöðvar Gjaldskrártekjur UTM Staða gjaldskrár Samanburður á gjaldskrám 25 Heimildaskrá 29 Fylgiskjal 1 viðmælendur 30 Fylgiskjal 2 Þjónustusamningur 31 Fylgiskjal 3 Þjónustukönnun UTM 32 Fylgiskjal 4 Samanburður við UTV og HUT 34 Fylgiskjal 5 Sýnishorn af gjaldskrá 35 SKÝRSLA/GREINARGERÐ

4 1

5 SAMANTEKT Hugmyndafræðin sem rekstur Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar (UTM) byggir á því að tölvukerfi og búnaður sé rekinn og þjónustaður miðlægt. Rekstrargrundvöllur UTM byggir á aðferðafræði kostnaðarbókhalds sem felur í sér að gjald er innheimt hjá notendum á grundvelli gjaldskrár sem tók gildi í upphafi árs Við gerð fjárhagsáætlunar haustið 2008 var tekin ákvörðun um að einingarverð skyldu ekki hækka og því vaxandi þörf fyrir greiningu á samsetningu og einingarverðum gjaldskrár UTM með tilliti til raunkostnaðar. Ytra og innra rekstrarumhverfi UTM hefur tekið umtalsverðum breytingum sem hafa haft áhrif á þjónustu en umfangsmesta breytingin var þó samruni UTM við tölvudeild Mennta- og Leikskólasviðs. Forsendur fyrir verðlagningu á þjónustu UTM hafa breyst vegna gengislækkunar krónu og almennra verðlags- og launabreytinga. Þar sem leiðrétting hefur ekki verið framkvæmd hefur innbyrðis hlutdeild notenda í kostnaði vegna upplýsingatæknimála skekkst. Þá hefur frystingu gjaldskrár meðal annars verið mætt með því að draga verulega úr fjárfestingu í tölvubúnaði á móti auknum kostnaði s.s. vegna hækkunar á aðfangakostnaði og gengistengdum samningum. Erfitt er að meta með vissu út frá fyrirliggjandi upplýsingum hvort kostnaður vegna upplýsingatæknimála dreifist á notendur í réttu hlutfalli við raunverulegan tilkostnað. Greining Innri endurskoðunar sýnir hins vegar það mikinn mun milli að spurningar vakna um hvort núverandi kostnaðarskipting sé nægilega góð. Ástæða væri að kanna nánar kostnaðarskiptingu með hliðsjón af umfangi veittrar þjónustu. Hér á eftir eru settar fram niðurstöður sem byggja á fyrirliggjandi gögnum, greiningarvinnu og upplýsingum sem fram hafa komið í viðtölum við starfsmenn. Með hliðsjón af niðurstöðum eru lagðar fram tillögur til úrbóta á gjaldskrá og tekjuöflun UTM. Markmiðið var að greina gjaldskrá, umhverfi hennar og forsendur, veikleika og styrkleika og skilgreina möguleg umbótaverkefni. Út frá því var eftirfarandi svót-greining unnin. SVÓT greining 2

6 Tillögur að umbótaverkefnum Meðhöndlun fjárveitinga til upplýsingatæknimála verði samræmd. Allir notendur greiði eftir gjaldskrá og greiðslur utan gjaldskrár verði aflagðar. Endurskoðun á gjaldskrá. Yfirfara og uppfæra þarf alla kostnaðarliði gjaldskrár og endurreikna einingarverð. Enn fremur þarf að endurskoða þjónustugjald (viðbragð 1 og viðbragð 2) m.t.t. mismunandi þjónustuþarfa notenda. Einfalda má uppsetningu gjaldskrárskjals, gera það notendavænna og veita betri upplýsingar um uppbyggingu þess. Lögð verði fram endurnýjunaráætlun á tölvubúnaði. Greina þarf þörf fyrir endurnýjun búnaðar og leggja fram fjárfestingaráætlun til nokkurra ára með forgangsröðun sem gerir ráð fyrir endurnýjun á öllum þeim búnaði sem til er á hverjum tíma hjá Reykjavíkurborg. Eignarhald á búnaði verði samræmt og fært til UTM. Endurnýjun á tölvubúnaði hefur ekki verið öll á einni hendi þar sem UTM hefur eingöngu annast þjónustu við Mennta- og Leikskólasvið. Mismunandi eignarhald á búnaði skapar flækjustig og getur torveldað hagkvæmustu nýtingu hans ef þörf er á tilfærslu. Þróunarkostnaður verði gerður sýnilegri. Kostnaður við hugbúnaðarþróun hefur ávallt verið eignfærður og er því ekki sýnilegur í rekstrargjöldum UTM. Huga ætti að því að setja leikreglur varðandi meðferð þróunarkostnaðar sem meðal annars tæki á því hvort og hvað og með hvaða hætti skuli eignfæra þróunarkostnað. Bætt skilgreining á útreikningi þjónustugjalds. Þjónustuþegar kalla eftir betri upplýsingum og útskýringum um grundvöll þjónustugjalds. Lagt verði mat á þjónustuþörf viðskiptavina. Skoða þarf upp á nýtt mismunandi þarfir notenda til þess að leggja raunhæft mat á hvort þjónustugjald standi undir veittri þjónustu UTM til viðkomandi einingar. Þjónustubeiðnakerfi verði eflt. Greina þarf möguleika sem felast í notkun á þjónustubeiðnakerfi varðandi tölfræði um veitta þjónustu. Mótuð verði heildarstefna varðandi upplýsingatæknimál Reykjavíkurborgar. Mikilvægt er að markmið í upplýsingatæknimálum verði sýnileg og styðji við heildarmarkmið borgarinnar. Með því að setja fram skýra stefnu er stuðlað að sameiginlegum skilningi hagsmunaaðila og góðri samvinnu. Gjaldfærsla niður á deildir UTM verði yfirfarin. UTM skiptist í þrjár deildir; (auk skrifstofu) þjónustu, kerfisstjórnun og þróun. Eins og staðan er núna bókast t.d. allur launakostnaður á kostnaðarstað skrifstofu. Samkvæmt fræðum kostnaðarbókhalds á að heimfæra sem mest af kostnaði á deildir og auðvelda þannig greiningu á kostnaði þeirra og áætlanagerð. Uppbygging gjaldskrár er með þeim hætti að slík heimfærsla kostnaðar ætti að auðvelda rýningu hennar og hægt væri að lesa kostnað mismunandi deilda beint út úr fjárhagskerfi. Kannaðir verði hagræðingarmöguleikar með því að koma á fót miðlægri tölvudeild sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Möguleikar til frekari hagræðingar og aukinnar stærðarhagkvæmni hjá UTM liggja í samvinnu / sameiningu við tölvudeildir annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin kom fram í viðtölum við viðmælendur og var jafnframt nefnd í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjóra sem lagt var fram í borgarráði 29. sept. sl. Tekið skal fram að hjá UTM hefur þegar verið hafist handa við sum ofangreindra umbótaverkefna. 3

7 INNGANGUR Innri endurskoðun gerði úttekt á rekstarforsendum Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Tekin voru viðtöl við lykilstarfsfólk bæði notendur gjaldskrárinnar og starfsfólk upplýsingatæknimiðstöðar Reykjavíkurborgar. Einnig var leitað ýmissa annarra gagna sem notast geta til frekari hagræðingar. Í 1. kafla er fjallað um tilefni og markmið úttektar og farið yfir aðferðafræði við gerð úttektar. 2. kafli skýrir mikilvægi kostnaðarbókhalds. Einnig verður farið yfir reglugerð nr.944/2000 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga sem snýr að skiptingu á rekstrarkostnaði. Í 3. kafla er gerð grein fyrir starfsumhverfi upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Þar er kynning á forsögu, hlutverki og markmiði upplýsingatæknimiðstöðvarinnar ásamt innra og ytra umhverfi hennar. 4. kafli inniheldur greiningu á fjárhagslegu umhverfi UTM. Þar er tekju- og útgjaldaliðir settir fram með myndrænum hætti ásamt greiningu á þeim. Einnig er leitast við að gera samanburð við aðrar upplýsingatæknimiðstöðvar. 5. kafli inniheldur greiningu gjaldskrá UTM. Þar er farið yfir helstu forsendur fyrir núverandi gjaldskrá. Gerður er samanburður á gjaldskrá UTM við gjaldskrár annarra upplýsingatæknideildir. Leitast er við að benda á leiðir til leiðréttingar á gjaldskrá. Úttektin var unnin á tímabilinu júní til október Nemendur úr Háskólanum í Reykjavík unnu úttektina undir verkstjórn Innri endurskoðunar og í samstarfi við UTM. Á meðan á vinnslu úttektarinnar stóð var gerð runnu Menntasvið og Leikskólasvið saman í Skóla- og frístundasvið (SHS) ásamt hluta af rekstri Íþrótta- og tómstundasviðs. Í þessari skýrslu er notast við nöfn sviðanna eins og þegar þau voru við upphaf verkefninsins. Við vinnslu skýrslunnar var haft að leiðarljósi að niðurstaða og efni hennar yrði nytsamleg hvað varðar greiningu á kostnaði við upplýsingatæknimál. Framsetning upplýsinga í skýrslunni miðast við að veita yfirsýn sem gagnast þeim sem vel þekkja til auk þeirra sem standa í meiri fjarlægð. 4

8 1 TILEFNI OG MARKMIÐ ÚT TEKTAR Í endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar haust 2010 vor 2012 er gert ráð fyrir úttekt á innri leigu búnaðar og innri gjaldskrá UTM. Notendur leigja vél- og hugbúnað og greiða fyrir þjónustu þ.a.l. í samræmi við þjónustusamninga. Gjaldskrá UTM tók gildi í upphafi árs 2007 en við gerð fjárhagsáætlunar haustið 2008 var tekin ákvörðun um að einingarverð skyldu ekki hækka. Vaxandi þörf hefur því verið fyrir greiningu á samsetningu og einingarverðum gjaldskrár UTM í samanburði við raunkostnað. Á árinu 2009 tók UTM yfir rekstur vél- og hugbúnaðar MSR og LSR, sem fellur ekki að fullu að núverandi gjaldskrá. Markmiðið var að greina rekstrarumhverfi UTM ásamt framkvæmd/útfærslu gjaldskrár og auk þess að skilgreina helstu áhættuþætti sem hafa áhrif á notkun. Það var gert með því að greina forsendur í upphafi hennar ásamt þeim breytingum sem gerðar hafa verið á UTM á liðnum tíma. Haft var að leiðarljósi að úttektin gæti gagnast til að varpa ljósi á hvernig rekstrarumhverfi UTM hefur þróast og til þess að varpa ljósi á uppbyggingu og þróun gjaldskrár. Atriði til skoðunar: 1. Starfsumhverfi og hlutverk UTM (stefnumótun, þjónusta, eftirlit) 2. Fjárhaglegt umfang þjónustu UTM (þ.m.t. fjármagn frá Mennta- og Leikskólasviði) 3. Greining á gjaldskrá a. Forsendur gildandi gjaldskrár b. Tölulegur samanburður við aðra c. Veikleikar/styrkleikar núverandi gjaldskrár (SWOT greining/ áhættumatskilgreina áhættuþætti sem geta haft áhrif á framkvæmd gjaldskrár). d. Skilgreina mögulegar aðgerðir/umbótaverkefni til að draga úr áhættu og sem stuðla að því að markmið um hagkvæma þjónustu nái fram að ganga. 4. Eftirlit með árangri hvernig er fylgst með því að settum markmiðum sé náð. 5. Tillögur til umbóta/breytinga Aðferðafræði Úttektin var unnin í samstarfi við UTM. Á tímabilinu júní fram í miðjan ágúst voru haldnir vikulegir fundir með UTM. Þar var rætt um þá þætti sem helst snéru að verkefninu hverju sinni, auk þess fóru greinendur yfir þau gögn sem þeim voru fengin. Þar má nefna gjaldskrá, fjárhagsupplýsingar, þjónustubeiðnakerfið ásamt þjónustukönnunum. Tekin voru viðtöl við lykilstarfsmenn m.a. fjármálastjóra nokkurra fagsviða Reykjavíkurborgar þar voru lagðar fram spurningar ásamt því að tekin var umræða um UTM. Markmið viðtala var að kynnast viðhorfum viðmælenda til starfsemi UTM með áherslu á gjaldskrármál. Einnig voru tekin viðtöl við aðila utan Reykjavíkurborgar til samanburðar á sambærilegri starfsemi. Gagnaúrvinnsla: var unnin með því að greina fundargerðir og gögn. Einnig voru skoðaðar upplýsingar erlendis frá sem mögulega er hægt að nota til samanburðar. Gerð var SVÓT greining á gjaldskrá UTM. Fræði kostnaðarbókhalds voru einnig höfð til hliðsjónar við gerð úttektar, ásamt reglugerð um ársreikninga og bókhald sveitarfélaga nr. 944/

9 2 KOSTNAÐARBÓKHALD Ákvarðanir stjórnenda byggjast á upplýsingum og því er mikilvægt að þær séu áreiðanlegar og rétt fram settar. Því áreiðanlegri upplýsingar, því skynsamlegri ákvarðanir verða teknar og á þessu byggist aðferðafræði kostnaðarbókhalds. Líta má á kostnaðarbókahald sem verkfæri til greiningar á kostnaði sem fellur til við framleiðslu eða veitta þjónustu. Krafa um notkun kostnaðarbókhalds hjá sveitarfélögum: Í reglugerð nr. 944/2000 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga er gerð grein fyrir því hvernig fara eigi með hlutdeild rekstrarkostnaðar og innbyrðis viðskipti milli einstakra rekstrareininga þeirra. Í 1. mgr. 5.gr. reglugerðarinnar segir að í bókhaldi sveitarfélaga skuli lögð áhersla á að leiða fram beinan rekstrarkostnað einstakra rekstrareininga á reikningsárinu. Í 2. mgr. sömu greinar segir enn fremur: Gera skal reikninga fyrir hlutdeild í beinum rekstrarkostnaði svo og vöru og þjónustu, sem einstakar rekstrareiningar sveitarfélagsins fá frá öðrum rekstrareiningum þess. Reikningar þessir skulu ekki nema hærri fjárhæð en sem nemur kostnaði vegna viðkomandi rekstrarþáttar og skulu þeir færðir í bókhaldi viðkomandi rekstrareiningar með reglubundnum hætti innan reikningsársins. Í 1. og 2. mgr. reglugerð 944/2000 hefur löggjafinn gert kröfu um að kostnaður sé færður milli rekstrareininga eftir því hvar til hans er stofnað. Ákvæði 6. gr. reglugerðar nr. 944/2000 heitir Skipting á sameiginlegum rekstrarkostnaði er sambærilegt 5. gr. hér að ofan en þar segir: Sameiginlegur rekstrarkostnaður, þ.e. kostnaður sem ekki telst til beins rekstrarkostnaðar einstakra rekstrareininga sveitarfélags, skal færður á sérstakan málaflokk í bókhaldi þeirra. Til frádráttar á sama málaflokk skal færa reikninga sem gerðir eru vegna hlutdeildar rekstrareininga með sjálfstætt reikningshald í sameiginlegum rekstrarkostnaði. Reikningar þessir skulu ekki vera hærri en sem nemur kostnaðarverði og skulu þeir færðir í bókhaldi viðkomandi rekstrareiningar með reglubundnum hætti innan reikningsársins. Í 6. gr. reglugerðar nr. 944/2000 gerir löggjafinn kröfu um að óbeinn rekstrarkostnaður skuli einnig færður á viðkomandi rekstrareiningar með hliðsjón af hlutdeild einingarinnar í óbeinum kostnaði. Af ofangreindri reglugerð má sjá að áhersla er lögð á notkun kostnaðarbókhalds hjá sveitarfélögum. Á síðustu árum hefur stöðug aukning verið í notkun kostnaðarbókhalds hjá ríki og sveitarfélögum sem og einkareknum fyrirtækjum. Hugmyndafræði með rekstrarformi UTM er að kostnaður vegna upplýsingatæknimála sé færður á réttan kostnaðarstað eins og ofangreind reglugerð segir til um. Vegna ytri aðstæðna undanfarin ár hefur ekki farið fram endurskoðun á gjaldskrá og hefur því orðið skekkja á kostnaði Reykjavíkurborgar vegna upplýsingatæknimála. Notendur greiða einnig með ólíkum hætti fyrir upplýsingatækniþjónustu til UTM. Með núverandi fyrirkomulagi gjaldskrár er því erfitt að færa kostnað á réttan kostnaðarstað og uppfylla þar með viðkomandi greinar ofangreindrar reglugerðar. Í kafla 4 verður gerð ítarleg greining á fjármálum UTM og í kafla 5 er fjallað um uppbyggingu gjaldskrár. Með færslu kostnaðar á réttan kostnaðarstað er staðið undir kröfum reglugerðar 944/

10 3 STARFSUMHVERFI UPPLÝSINGATÆKNIMIÐSTÖ ÐVAR Hér verður farið yfir forsögu, hlutverk og skipurit upplýsingatæknimiðstöðvarinnar. Gerð verður grein fyrir viðskiptavinum og hagsmunaaðilum UTM. 3.1 Forsaga upplýsingatæknimála Reykjavíkurborgar Þekking, aðferðir og tilhögun til upplýsingatæknimála hefur þróast með árunum. Starfsemi og þarfir Reykjavíkurborgar hafa þróast gegnum árin með tækninni. Forsaga upplýsingatæknimála Reykjavíkurborgar má skipta í fjögur tímabil. Þau eru dreifstýring tölvudeilda, stofnun miðlægrar deildar og sameining allra tölvudeilda nema tölvuþjónustu MSR, hagræðing og frysting gjaldskrár og sameining tölvuþjónustu MSR og UTM. Dreifstýrðar deildir (árið 2002) Mynd 1. Forsaga UTM Miðlægi (árið 2006) Sameining UTM og UTÞ (árið 2009) Dreifstýrðar upplýsingatæknideildir Reykjavíkurborgar Í ársbyrjun 2002 var komið á miðlægri einingu, Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar (UTR). UTR var ætlað að bera ábyrgð á framkvæmd upplýsingatækni- og gagnastefnu borgarinnar. Helstu verkefni UTR var að fylgja eftir stefnu Reykjavíkurborgar í upplýsingatæknimálum, tryggja samráð stjórnenda, veita ráðgjöf við val á búnaði og upplýsingakerfum, ásamt því að kynna nýjungar og breytingar í upplýsingatækni borgarinnar. 1 Fyrirkomulag á þessum tíma var í megindráttum dreifstýring þar sem upplýsingatæknimál voru hluti af rekstri hvers fagsviðs fyrir sig. Hvert fagsvið hafði því yfir að ráða tölvudeild. Árið 2004 gerði Innri endurskoðun úttekt á upplýsingatæknimálum Reykjavíkurborgar. Í þeirri úttekt kom fram að mögulega gæti Reykjavíkurborg náð hagræðingu með stofnun miðlægrar tölvudeildar sem þjónaði öllum sviðum borgarinnar. 2 Miðlæg upplýsingatæknideild Tölvudeildir í stofnunum Reykjavíkurborgar (að Mennta- og Leikskólasviði undanskildu) voru sameinaðar í Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkur (UTM) í ársbyrjun Með sameiningu á rekstri tölvudeildanna í UTM var stefnt að fjárhagslegri hagkvæmni. Áætlað var að aukin tækifæri væru í eflingu þjónustu í upplýsingatæknimálum auk betri nýtingar fjármuna. 3 Fljótlega eftir að borgarráð samþykkti í júlí 2005 stofnun UTM kom upp sú hugmynd að byggja rekstrarafkomu deildarinar á leigutekjum frá notendum í gegnum samræmda gjaldskrá fyrir þeirri þjónustu sem veitt yrði. Við upptöku gjaldskrármódelsins greiddu notendur síðan fyrir þjónustu í samræmi við einingarverð eftir gjaldskrá. 1 Innri Endurskoðun (2004) 2 Innri Endurskoðun (2004) 3 Tillaga til borgarráðs ( Júlí) 7

11 Samruni tölvudeilda Mennta- og Leikskólasvið voru ekki með í sameiningunni sem átti sér stað 2006 en 2. apríl 2009 samþykkti borgarráð að sameina Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar og Upplýsingatækniþjónustu Mennta- og Leikskólasviðs. Samþykkt var að gera breytingu á skipuriti ásamt því að hefja störf að Borgartúni Við sameiningu var ákveðið fast gjald sem Mennta- og Leikskólasvið skyldu greiða, en ekki að fullu eftir gjaldskrá eins og önnur svið Reykjavíkurborgar. UTM fær því að stórum hluta fastar greiðslur frá þessum sviðum og hluta eftir gjaldskrá. 3.2 Hlutverk og skipurit Upplýsingatæknimiðstöðvar Upplýsingatæknimiðstöðin leiðir þróun og þjónustu í upplýsingatækni með það að leiðarljósi að tryggja notendum bestu og hagkvæmustu lausnirnar til að ná hámarks árangri. Starfsemi UTM er skilgreind sem svo: 5 Framtíðarsýn og hlutverk UTM eru eftirfarandi: (úr glærum UTM) UTM annast rekstur og þróun alls upplýsingatæknibúnaðar, tæknilegt þróunarstarf, rekstur tæknirýma, innri forritun og hugbúnaðarþróun, umsjón með aðkeyptri hugbúnaðargerð, samninga og samskipti við birgja, ásamt öðru er varðar upplýsingatæknimál borgarkerfisins. Áherslan í starfsemi Reykjavíkurborgar er þjónusta við viðskiptavini og UTM gegnir þjónustuhlutverki við framkvæmd þeirrar stefnu. Þekking og færni starfsfólks UTM á sviði upplýsingatækni á að auðvelda sviðum og stofnunum borgarinnar að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni. Stjórnendateymi UTM Yfirstjórn UTM samanstendur af upplýsingatæknistjóra, aðstoðar upplýsingatæknistjóra og rekstrarstjóra. Meginverkefni upplýsingatæknistjóra er stjórnun og daglegur rekstur deildarinnar ásamt þróun og stefnumótun upplýsingatæknimála borgarinnar. Rekstarstjóri ber ábyrgð á fjármálum, gæðamálum og innkaupum. Upplýsingatæknistjóri Stjórnun UTM Stefnumótun UTM Aðstoðar upplýsingatæknistjóri Rekstrarstjóri Fjármál / Innkaup Þjónustusamningar Þjónustustjóri Tölvuþjónusta / Uppsetning útstöðva / Þjónustuborð Þjónusta á starfsstöðvum Kerfisstjóri Netþjónar / Gagnagrunnar Miðlægir diskar / Víðnet / Staðarnet Símkerfi / Tæknirými Þróunarstjóri Hugbúnaðarverkefni / Forritun Verkefnastjórn / Fræðslumál Mynd 2. Skipurit UTM 4 Borgarstjóri (2009) 5 Borgarstjóri (2009) 8

12 Verksvið og hlutverk deilda UTM er skipt í þrjár deildir; þjónustudeild, kerfisdeild og þróunardeild. Eftirfarandi skipurit skýrir tengsl milli starfssviða, deilda og formlegra boðleiða milli yfir- og undirmanna. UTM stýring Tækniþróun Gæði og fjármál Notendaþjónusta Hugbúnaðarþróun Kerfisrekstur Verkstæði Miðglæg stýring hugbúnaðardreifingar Þjónustuborð Miðlæg kerfi Hverfaþjónusta Víðnets- og símamál Mynd 3. Verksvið og hlutverk deilda Eftirfarandi verkaskipting er innan UTM. Upplýsingatæknimiðstöð Reykjarvíkurborgar Þjónustuhópur Þróunarhópur Kerfishópur Deildarstjóri: starfsmenn við þjónustuborð og 20 þjónustumenn sem heimsækja 300 starfsstaði - Verkefni: setja upp og viðhalda útstöðvum, prenturum, skjávörpum o.s.frv. á 300 starfsstöðum. Einnig á deildin að dreifa hugbúnaðartitlum og veita aðgang að kerfum Deildarstjóri: - Í þróunarhóp eru 8 starfsmenn - Hópurinn sér um að framleiða / útvega hugbúnaðarlausnir frá A til Ö - Önnur verkefni: Agresso, rafrænir reikningar, bílastæðasjóður, rafræn Reykjavík, 120 skóla- og leikskólavefir Deildarstjóri: - Kerfishópurinn eru 10 starfsmenn - Verkefni: Kerfisrekstur: Stýrikerfi, gagnagrunnar, netþjónar Víðnet: Hringurinn, starfsstaðir Símamál: Avaya IP og POTS Tæknirými: 2 salir, afritun off-site Mynd 4. Verksvið deilda/hópa 9

13 3.3 Hagsmunaaðilar UTM Hagsmunaaðilar UTM eru birgjar, viðskiptavinir UTM (svið og skrifstofur), borgarráð og borgarbúar. Svið leigja búnað til upplýsingatæknimála af UTM og eru helstu viðskiptavinir. UTM situr þjónustufund a.m.k. einu sinni á ári með hverju sviði fyrir sig. Einnig er tengiliður hjá hverju sviði sem sér um samskipti við UTM við kaup á þjónustu. Skrifstofur leigja búnað til upplýsingatæknimála af UTM og eru helstu viðskiptavinir. UTM þjónustar skrifstofurnar líkt og sviðin. Birgjar UTM hefur samninga við marga birgja. Þeir stærstu eru Microsoft, IBM og Agresso. Samtals eru 40% af útgjöldum UTM í erlendum gjaldeyri. 6 Borgarráð fer ásamt borgarstjóra með framkvæmdastjórn Reykjavíkurborgar. Mikilvægar ákvarðanir UTM þurfa að samþykkjast af borgarráði og borgarstjóra. Borgarráð Borgarbúar Birgjar UTM Svið Skrifstofur Borgarbúar UTM þjónustar borgarbúa óbeint í gegnum svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar. Gæði og hraði tölvubúnaðar hefur áhrif á þjónustu við þá. 3.4 Viðskiptavinir Upplýsingatæknimiðstöðvar UTM þjónustar svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar. Hér að neðan má sjá mynd af gildandi skipuriti Reykjavíkurborgar. Þarfir notenda eru mismunandi varðandi búnað og þjónustu í upplýsingatæknimálum og er gerð stuttlega grein fyrir þeim í þessum kafla. Mynd 5. Skipurit Reykjavíkurborgar 6 Kynning frá Upplýsingatæknistjóra UTM 10

14 Fjöldi Þjónustusamningar UTM við notendur UTM gerir þjónustusamninga við svið borgarinnar og miðlægar skrifstofur. Samningarnir innihalda upplýsingar um markmið UTM, greiðslur, þjónustu og samvinnu, ábyrgð og gildistíma. Sjá má dæmi um þjónustusamning í viðauka 2. SKB 3% UHS 3% VEL 18% FER 10% ÍTR 7% MOF 6% Á skífuritinu hér til hliðar má sjá skiptingu upplýsingatæknikostnaðar eftir sviðum á árinu RHUS 16% Mennta- og Leikskólasvið 37% Mynd 6. Skipting umfangs eftir sviðum árið 2010 Tölvur Reykjavíkurborgar eru u.þ.b talsins. Upplýsingar um fjölda tölva eru unnar úr talningum UTM frá Á mynd 7 má sjá fjölda tölva eftir sviðum borgarinnar. Myndin gefur vísbendingu um umfang þjónustu UTM við hvert svið. Sjá má að Menntasvið er með langstærstan hluta tölvanna. Á eftir Menntasviði er Leikskóla og Velferðasvið og svo Ráðhúsið sem telur miðlægar skrifstofur. Það skekkir myndina að fjöldi tölva á Menntasviði inniheldur allar tölvur fyrir nemendur grunn- og leikskóla Mynd 7. Fjöldi tölva eftir sviðum 3.5 Skipting tekjustofna UTM Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar er fjárhagslega sjálfstæð eining. UTM greiðir því allan kostnað sem felst í rekstri starfseminnar, þar á meðal mannauðs- og húsnæðiskostnað auk þróunarkostnaðar. Rekstrarforsenda UTM er að tekjuliðir standi undir öllum útgjöldum. Öll svið og skrifstofur innan A hluta Reykjavíkurborgar eru viðskiptavinir UTM og greiða eingöngu samkvæmt gjaldskrá, að undanskildum Menntasviði og Leikskólasviði sem greiða einnig í formi fastra greiðslna utan gjaldskrár eins og rakið verður nánar hér á eftir. Tekjur UTM eru sundurliðaðar í fjóra flokka sbr. greiningu hér að neðan. Þegar starfsemi tölvudeildar Menntasviðs færðist til UTM var breytingin framkvæmd á þann hátt að samið var um að Menntasvið og Leikskólasvið greiddu fasta fjárhæð til UTM. Samningsfjárhæðin grundvallaðist á útreiknuðum kostnaði við rekstur tölvudeildar Menntasviðs að teknu tilliti til hagræðingarkröfu sem gerð var vegna sameiningu tölvudeilda á einn stað. Samningur UTM við Menntasvið og Leikskólasvið náði aðeins til þjónustu og leigu á hugbúnaði og víðneti. Fjárfestingar í tölvubúnaði voru utan samningsins 8. 7 Unnið úr skjali frá rekstrarstjóra UTM Tekjur UTM 2010 Sundurliðun á svið 8 Rekstrarstjóri UTM 11

15 Gjaldskrártekjur UTM Í megindráttum innheimtir UTM skv. gjaldskrá frá notendum að frátöldum Menntasviði og Leikskólasviði. Gjaldskrártekjur voru 75 % af heildartekjum UTM á árinu 2009 eða tæplega 492 milljónir. 9 Þann tekjuauka sem orðið hefur frá 2008 á gjaldskrártekjum má rekja til aukins fjölda leigðra eininga en á tímabilinu hefur UTM gert þjónustusamninga við B hluta félög Reykjavíkurborgar. Nánar verður fjallað um gjaldskrártekjur UTM í kafla 5. Aukafjárveiting Aukafjárveiting hefur verið veitt UTM samkvæmt ákvörðun borgarráðs þegar tekjur hafa ekki staðið undir útgjöldum viðkomandi rekstrarárs. Nokkur munur hefur verið milli ára á þessari fjárveitingu og frá 2008 hefur UTM bæði þurft á aukafjárveitingu að halda sem og skilað afgangi. Greiðslur Menntasviðs og Leikskólasviðs Þjónustusamningur var gerður milli UTM og Mennta- og Leikskólasviðs þess efnis að sviðin greiddu fast gjald fyrir þjónustu UTM. UTM fær því greiðslur samkvæmt samningi við Menntasvið til viðbótar því sem sviðið greiðir eftir gjaldskrá. Menntasvið greiðir að hluta til eftir gjaldskrá, það er eftir flokkum 3, 5, og 6. (Sjá töflu 2 sem sýnir flokka gjaldskrár í kafla 5.1. ) Eignarhald á tölvubúnaði er hjá Mennta- og Leikskólasviðum en ekki var samið um að UTM sæju um endurnýjun á tölvubúnaði. Skólasamningar Skólasamningarnir byggjast á þjónustu UTM við viðkomandi grunnskóla í Reykjavík. Samningarnir fylgdu með sameiningu UTM við tölvudeild Menntasviðs sem þá þjónustaði um það bil helming skólanna. Þeir skólar sem ekki hafa verið með samning við UTM hafa haft starfsmenn í tölvuþjónustu sem sinnt hafa þjónustu og viðhaldi á tölvubúnaði. Skólum í Reykjavík hefur fjölgað á undanförnum árum og hafa nýir skólar beint viðskiptum sínum til UTM. Einnig hafa eldri skólar farið í viðskipti við UTM en hluti skólanna hafa verið með starfsmenn á sínum vegum í að sinna tölvumálum. Þá eru dæmi um að starfsmenn tölvudeilda grunnskólanna hafa verið fluttir til UTM eða þeir hætt störfum. Skólarnir hafa verið í auknum mæli að færa rekstur tölvudeilda til UTM og stefnt er að því að UTM taki að sér þjónustu við alla grunnskóla í Reykjavík 10 9 Samkv. upplýsingum úr Agresso. 10 Rekstrarstjóri UTM 9. ágúst. UTM þjónustar nú þegar u.þ.b. 75% skóla Reykjavíkur. 12

16 Á myndinni hér að neðan er greining á tekjuliðum UTM á árinu Gjaldskrártekjur eru 71% af heildartekjum á árinu Greiðslur Menntasviðs utan gjaldskrá eru 14 %, greiðslur Leikskólasviðs 9% og skólasamningarnir 5%. Skólasamningar 5% Greiðslur LSR utan gjaldskrár 9% Greiðslur MSR utan gjaldskrár 14% Fjárveitingar UTM 1% Gjaldskrártekjur UTM 71% Mynd 8. Skipting tekna UTM eftir tekjuliðum árið 2010 Bókun tekna í bókhaldi UTM Við skoðun á bókhaldi UTM kemur í ljós að tekjur eru ekki færðar með sama hætti á milli ára. Á árunum má rekja allar tekjur UTM í gegnum gjaldskrá og eru það heildartekjur UTM á þeim tíma. Tekjurnar hafa verið bókaðar á lykil 4599 (aðrar sértekjur) í bókhaldi UTM. Á árinu 2009 þegar UTM tekur yfir þjónustu við tölvudeild Mennta- og Leikskólasviðs bókast gjaldskrártekjur á lykil Tekjur í formi fastra greiðslna frá þeim sviðum bókast hinsvegar á lykil 5599 (kostnaðarhlutdeild í sameiginlegum rekstri) og því til lækkunar gjalda. Réttara hefði verið að færa þær tekjur á lykil 4599 en bókhaldið hefði þá lýst betur færslum yfir árið og hefðu þá bæði tekjur og gjöld hækkað sem næmi greiðslum frá Mennta- og Leikskólasviðum. Á árinu 2010 eru allar tekjur UTM færðar á lykil 4599 og inniheldur viðkomandi lykill þá heildargjaldskrártekjur sem og tekjur vegna fastra greiðslna Mennta- og Leikskólasviðs. Í næsta kafla verður farið nánar í greiningu á þróun umfangs og útgjalda UTM. 13

17 Milljónir króna Milljónir króna 4 FJÁRHAGSGREINING 4.1 Þróun umfangs UTM Umfang UTM hefur aukist umtalsvert frá stofnun árið 2006 þar sem verkefnum hefur fjölgað nokkuð með nýrri starfsemi sem færst hefur frá ríkinu og vegna sameiningar við tölvudeild Menntasviðs. Á mynd 9 má sjá aukningu tölva í þjónustu UTM. Fjölgun tölva á árinu 2009 má að mestu rekja til sameiningar UTM við tölvudeild Menntasviðs. Sú þróun sem átt hefur sér stað eykur möguleika á stöðlun á bókun kostnaðar vegna upplýsingatæknimála og að kostnaður sé heimfærður rétt eftir deildum og auðveldar þannig greiningu á kostnaði Reykjavíkurborgar við málaflokkinn. Á mynd 10 má sjá að eignfærður kostnaður v/þróunar hefur lækkað frá stofnun UTM. Aðföng við þróunarvinnu hafa frá upphafi verið eignfærð, en launakostnaður vegna þróunarvinnu hefur hins vegar jafnan verið gjaldfærður ásamt öðrum launakostnaði UTM á kostnaðastað skrifstofu. Hafa ber í huga að mynd 11 gefur aðeins mynd af þróun útgjalda UTM en ekki þróun heildarútgjalda Reykjavíkurborgar til upplýsingatæknimálar Mynd 9. Fjöldi tölva í þjónustu UTM Gjaldfærður kostnaður Eignfærður kostnaður Mynd 10. Þróun heildarútgjalda UTM árin Eignfærður kostnaður Á myndinni má sjá þróun eignfærðs kostnaðar frá stofnun hjá UTM. Sá kostnaður sem eignfærður er hjá UTM er þróunarkostnaður sem fellur til hjá þróunardeild 11. Sjá má að hann hefur verið nokkuð mismunandi milli ára, en mikil lækkun hefur verið frá Eins og áður hefur komið fram er launakostnaður UTM ekki inni í þróunarkostnaði Eignfærður kostnaður UTM Mynd 11. Eignfærður kostnaður 11 Kostnaðarstaður 1395 í bókhaldi UTM. 14

18 Kostnaður fagsviða Mikilvægt er að meta hvort að greiðslur Menntasviðs og Leikskólasviðs standi undir þjónustumagni því sem UTM innir af hendi. Heildargreiðslur Menntasviðs og Leikskólasviðs er miklu lægri í hlutfalli við fjölda tölva en hjá öðrum sviðum Reykjavíkurborgar. Þó verður að hafa í huga að þjónusta UTM við Menntasvið og Leikskólasvið er frábrugðin þjónustu við aðra notendur þar sem Menntasvið og Leikskólasvið hefur eignarhald á sínum tölvubúnaði sem annars er hjá UTM. Í sumum tilfellum hafa skólarnir eigið tölvuumsjónarfólk sem leiðir til minni þjónustu UTM. Í þeim tilvikum sem UTM hefur gert þjónustusamninga við skóla hafa starfsmenn UTM skipt nokkrum skólum á milli sín og eru skólarnir þá þeirra starfsstöðvar. Í ljósi stærðarhagkvæmni og annars eðlis þjónustu er ekki óeðlilegt að Menntasvið greiði hlutfallslega lægra verð en aðrir notendur en í ljósi hins mikla munar vakna eigi að síður spurningar um það hvort tekjur UTM af þjónustu við Mennta- og Leikskólasvið standi undir kostnaði við veitingu þjónustunnar. 0 FER ÍTR MOF SKB USR VEL RHUS MSR og LSR Mynd 12. Skipting kostnaðar milli sviða Helstu útgjaldaliðir UTM Á árinu 2010 voru gjaldfærð útgjöld 664 m.kr. Stærstu einstöku gjaldaliðirnir eru laun og launatengd gjöld og þar á eftir viðhalds- og þjónustusamningar. Þessir liðir hafa vaxið vegna aukins umfangs UTM á liðnum árum, meðal annars með færslu stöðugilda frá tölvudeild Mennta- og Leikskólasviðs auk fleiri þjónustusamninga. Húsaleigan er einnig stór flokkur en kostnaður vegna hennar hefur aukist í kjölfar flutnings í nýtt húsnæði Reykjavíkurborgar og vægi hennar því orðið meira en áður. Lausafjárkaupaliður hefur hins vegar minnkað mjög mikið vegna hagræðingaraðgerða. Tölvu- og hugbúnaðaþj. 5% Annað 20% Húsaleiga (innri leiga eignasjóðs) 8% Viðhalds- og þjónustusamn. 19% Lausafjárkaup - Tölvubúnaður 4% Bifreiðastyrkir 2% Laun og launatengd gjöld 42% Mynd 13. Skipting útgjalda UTM árið

19 Milljónir króna Laun og launatengd gjöld Launakostnaður er stærstur útgjaldaliða hjá UTM. Á árinu 2010 var hann um það bil 280 m.kr eða 42% af heildarútgjöldum UTM. Starfsmönnum hefur fjölgað vegna ráðninga og flutnings stöðugilda frá tölvudeildum grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar til UTM. Ástæða þess er sú að skólarnir eru í auknum mæli að færa rekstur tölvudeilda sinna yfir til UTM Laun Heildarkostnaður að frádr. Launum Húsaleiga Mynd 14. Hlutfall launa og annars kostnaðar Á miðju árinu 2008 flutti UTM í nýtt húsnæði Reykjavíkurborgar, Höfðatorg. Hækkaði húsaleiga UTM mikið við flutningin í nýtt húsnæði. Sömuleiðir hefur kostnaðarhlutdeild UTM í sameiginlegu húsnæði, rekstri mötuneytis og sameiginlegum rekstri aukist. Kaup á tölvubúnaði Myndin sýnir kaup UTM á tölvubúnaði á árunum 2006 til 2010, en þau hafa minnkað frá 2008 vegna minni innkaupa á búnaði vegna veikingar krónunnar auk samdráttar hjá Reykjavíkurborg 13. Á mynd 15 má sjá gjaldfærðan og eignfærðan tölvubúnað kr kr kr kr kr kr kr. Á árinu 2008 voru nær öll kaup á - kr. tölvubúnaði sett í biðstöðu Uppsöfnuð fjárfestingaþörf hefur því aukist á undanförnum árum. Dregið Gjaldfærð Lausafjárkaup Eignfærð lausafjárkaup hefur verið úr kaupum á Mynd 15. Lausafjárkaup (lyklar 8000 og 8001) tölvubúnaði úr 134 m.kr á árinu 2007 í tæpar 27 m.kr 14 á ári Í kjölfar bankahruns árið 2008 var ákveðið að ekki yrði keyptur tölvubúnaður nema ef nauðsyn kræfi og hafa slík kaup minnkað frá árinu Í starfsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 kemur fram að stefnt verði að því að skera nær algjörlega niður í búnaðarkaupum og einungis verði lagt í viðhald á núverandi tækjum. Nú eru að verða þrjú ár síðan þessi stefna var tekin. Því má segja að nær allar tölvur UTM séu a.m.k. þriggja ára gamlar. Dæmi eru um að tölvur í þjónustu hjá UTM séu orðnar 9 ára gamlar og er uppsöfnuð fjárfestingarþörf mikil Rekstrarstjóri UTM 9. ágúst Upplýsingatæknistjóri Reykjavíkur (2011). 14 Tölur teknar úr bókhaldi UTM. Lykill 8000 og (Lausafjárkaup og lausafjárkaup tölvubúnaður. Bæði gjaldfært og eignfært). 15 Upplýsingatæknistjóri UTM. 4. apríl Að mati upplýsingatæknistjóra er stór hluti tölvubúnaðar orðinn úreltur. 16

20 4.2 Samanburður við aðrar upplýsingatæknideildir Mikilvægt er að bera UTM saman við aðrar miðlægar upplýsingatæknideildir því var reynt að finna sambærilegar tölvudeildir við UTM. Ákveðið var að skoða upplýsingatæknideildir Vegagerðarinnar og Landspítalans sem eru sambærilegar UTM, að því leyti að þær eru reknar sjálfstætt. Báðar fá þær tekjur á grundvelli gjaldskrár og eru auk þess reknar á núllgrunni. Haldnir voru fundir með forsvarsmönnum deildanna. Þessi kafli mun stuttlega lýsa tölvudeildunum og svo gera grein fyrir helstu þáttum sem eru frábrugðnir UTM ásamt kostum og göllum þeirra. Í viðauka 5 má finna ítarlegri lýsingu á tölvudeildum Vegagerðarinnar og Landspítalans Upplýsingatæknideild Vegagerðinnar (UTV) 17 Vegagerðin rekur upplýsingatæknideild. Deildin fær árlegar fjárveitingar fyrir sérverkefni innan Vegagerðinnar. Starfsmenn UTV eru tíu, en þar að auki er þjónusta sem samsvarar tveimur stöðugildum keypt af Skyggni. Hafa ber í huga að UTV er minni að umfangi miðað við Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar en rekstur Upplýsingatæknideildar Vegagerðinnar kostaði um 176 m.kr á árinu Áður en gjaldskrá var tekin í notkun hjá UTV óskuðu undirmenn deildarstjóra eftir nýjum búnaði. Óskir um tölvubúnað voru afgreiddar af deildarstjórum sem lögðu fram beiðni til UTV. Í kjölfar tilkomu gjaldskrárinnar minnkuðu fjárfestingar UTV þar sem deildir Vegagerðarinnar þurftu að taka ákvarðanir um nýtingu fjárveitinga sinna til fjárfestinga í tölvubúnaði og átti matið sér því stað hjá deildum en ekki hjá upplýsingatæknideildinni. Helstu markmið upplýsingatæknideildar Vegagerðarinnar með gjaldskránni var að auka kostnaðarvitund notenda Upplýsingatæknideild Landspítalans (HUT) 18 Landspítalinn rekur eigin upplýsingatæknideild sem hefur undirgengist margar hagræðingaraðgerðir að undanförnu. HUT rekur 3500 útstöðar og starfsmenn HUT eru 27 talsins. Segja má að umfang HUT sé ámóta umfangi UTM, engu að síður er eðli starfseminnar mjög ólíkt þar sem stór hluti búnaðar HUT er lækningartæki auk hefðbundins tölvubúnaðar. Gjaldskrá HUT er ekki mjög sundurliðuð. T.d. er heildarkostnaði vegna hugbúnaðar skipt niður á fjölda tölva. Úthýsing er einnig nokkur hjá HUT en kaup á verktakavinnu hefur aukist. Sem dæmi um úthýst verkefni UTM er hugbúnaðarþróun, uppsetning tölva, hluti sérfræðiþjónustu og prentun. Tafla 1. Samanburður innanlands Vegagerð Landspítali Reykjavík Fjöldi gjaldskrárliða Heildar kostnaður við tölvudeild 176 m.kr m.kr Fjöldi tölva Fjöldi starfsmanna tölvudeildar Tekjur á tölvu Fjöldi tölva í þjónustu á starfsmann Forstöðumaður upplýsingatæknideildar Vegagerðinnar. 18 Forstöðumaður heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar Landspítalans. 17

21 Eignarhald á búnaði UTV og HUT eru frábrugðnar UTM að því leyti að allur tölvubúnaður er í eigu deildanna. Eignarhald á tölvubúnaði hjá Reykjavíkurborg er annarsvegar hjá UTM og hins vegar hjá Menntasviði og Leikskólasviði. UTM tekur gjald fyrir leigu búnaðar til annarra sviða en Mennta- og Leikskólasviða. Endurnýjun Endurnýjun hjá Vegagerð og Landspítala er í höndum sviða og deilda. Með það kerfi sem UTM býr við, kaupir UTM búnað og leigir til sviða og skrifstofa (að frátöldu Menntasviði og Leikskólasviði) með áætluðum endingartíma. Svið og skrifstofur greiða fyrir búnaðinn leigu sem í upphafi var ætluð til að standa undir endurnýjun í lok endingartíma Alþjóðlegur samanburður Mikilvægar upplýsingar fást með því að bera rekstur UTM saman við alþjóðlega staðla og rekstur tölvudeilda í erlendum borgum. Slík viðmið (e. benchmarking) geta gefið góða mynd af því hvernig UTM stendur sig. Einnig getur slíkur samanburður nýst UTM við að bæta sína starfsemi og við markmiðssetningu. Áhugavert væri að skoða viðmiðunartölur frá IT Gartner Group sem er leiðandi ráðgjafa- og rannsóknarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Íbúafjöldi í Óðinsvéum er nokkuð meiri en fjöldi íbúa í Reykjavík en þó rekur sveitarfélagið upplýsingatæknideild með svipaðan fjölda tölva. Á erlendum vettvangi hefur verið fjallað um Óðinsvé sem fyrirmynd hvað varðar hagræðingu í upplýsingatæknimálum því að deildinni tókst að lækka upplýsingatæknikostnað um 25 milljónir DKK með markvissri hagræðingu. Fjöldi stöðugilda sem heyra undir rekstur UTM er 45 en samkvæmt upplýsingum Gartner 19 eru 40,7 stöðugildi í tölvudeild Óðinsvéa. Starfsmenn sveitafélagsins eru þó mun fleiri en hjá Reykjavíkurborg en með færri tölvur. Heildarkostnaður við tölvudeild hjá Óðinsvéum er 872 m.kr 20 samanborið við 735 m.kr. kostnað hjá Reykjavíkurborg. Þessi greining er engan vegin tæmandi en áhugavert væri að gera frekari greiningu og samanburð á upplýsingatækni sveitarfélagana. Til dæmis væri áhugavert að skoða hvernig eignarhaldi og endurnýjun búnaðar er háttað hjá Óðinsvéum. Helstu niðurstöður Vaxandi hluti fjármagns til upplýsingatæknimála rennur í gegnum hina miðlægu UTM starfsemi. Stærsta skrefið var tekið árið 2009 en þá fjórfaldaðist fjöldi þeirra tölva sem UTM veita þjónustu þegar tölvudeildir MRS og LRS voru yfirteknar. Fjöldi tölva á hvern starfsmann UTM hefur tvöfaldast við yfirtöku tölvudeildar Mennta- og Leikskólasviðs Utanumhald á einum stað leiðir til þess að auðveldara verður að ná utan um allan kostnað vegna upplýsingatæknimála sem ætti að auðvelda greiningarvinnu og leit að hagkvæmustu leiðum fyrir borgina í heild. Hagræðing hefur orðið í rekstri UTM frá árinu Fjárhagsleg greining sýnir að tekjur UTM af gjaldskrá hafa verið nánast óbreyttar frá 2008 á sama tíma og allur tilkostnaður hefur aukist s.s. launakostnaður, húsaleiga og leyfisgjöld auk þess sem innkaup voru erfiðari vegna veikingar á gengi krónunnar. 19 Odense. (2010). 20 Gartner. (2010). 18

22 Töluleg greining sýnir að gjöld UTM á hverja tölvu lækkaði mjög árið 2009 við yfirtöku tölvudeilda MRS og LSR. Þó eðlilegt sé að gera ráð fyrir stærðarhagkvæmni er erfitt að meta hvort tekjur frá MRS og LRS standa í raun undir veittri þjónustu UTM, þar sem mæling á veittu þjónustumagni hefur ekki verið gerð enn sem komið er. Hinn mikli munur sem er á kostnaði MRS og LSR pr. tölvu miðað við hin sviðin sem greiða að fullu í gegnum gjaldskrá gefur tilefni til þess að greina þennan kostnað nánar. Eðli tölvudeilda Vegagerðarinnar og Landspítalans er ólíkt UTM. Allt eignarhald á tölvubúnaði er hjá deildum Vegagerðar og Landspítala en hjá Reykjavíkurborg hefur eignarhald á búnaði almennt verið hjá UTM sem leigt hefur til sviða og skrifstofa. Vegagerðin hefur nokkuð sambærilega gjaldskrá og UTM hvað varðar sundurliðun en Vegagerðin sér fram á frekari fjölgun gjaldskrárliða til að heimfæra kostnað á deildir. Landspítalinn sér ekki fram á fjölgun gjaldskrárliða í sama magni og UTM og tölvudeild Vegagerðarinnar. Helsti gallinn á samanburði deildanna var mismunandi stærðir þeirra en tölvudeild Vegagerðarinnar er mun minni í sniðum en tölvudeild UTM. Tölvudeild Landspítalans er nokkuð stór en eðli annað. Stór hluti tækjabúnaðar eru flókin lækningartæki. Í bókhaldi UTM er ekki hægt að sjá sundurliðun á fjárveitingum í formi fastra greiðslna og fjárveitingum eftir gjaldskrá. Aðrar sértekjur á árinu 2009 eru eingöngu gjaldskrártekjur. Fjárveitingar í formi fastra greiðslna eru færðar til lækkunar tekna á kostnaðarhlutdeild í sameiginlegum rekstri. Á árinu 2010 eru hins vegar allar fjárveitingar færðar á Aðrar sértekjur Sundurliðun er ekki til staðar á kostnaði v/msr, LSR og skólasamninga. 19

23 5 GJALDSKRÁ UPPLÝSINGATÆKNIMIÐSTÖÐVAR Gjaldskrá var samin á árinu 2006 til þess að standa undir útgjöldum UTM. Horft var til sanngirnissjónarmiða og einfaldleika, auk þess að tryggja hagræði 21. Í tillögu að gerð gjaldskrár frá eru eftirfarandi atriði talin til kosta gjaldskrár. Stjórnendur verða meðvitaðri um heildartölvukostnað og því virkir í kostnaðaraðhaldi. Auðveldara að skipta út búnaði þar sem þörf er á og fara í stærri útboð til að lækka innkaupsverð. Hægt að nýta tölvuflota borgarinnar betur með flutningi búnaðar á milli sviða. Hægt að áætla þörf á búnaði og vera með tilgreinda vöru á lager og auka þannig hraða og gæði þjónustu. Betri yfirsýn yfir tölvumál borgarinnar og kostnað við rekstur á honum. Upplýsingatæknimiðstöðin skipuleggur starf sitt út frá einingarverði á þjónustu og verður heildararðsemi því alltaf til skoðunar. Þjónustuskilgreining með mælikvörðum sem Upplýsingatæknimiðstöð keppist við að uppfylla. Samanburður við rekstur upplýsingatækniþjónustu ríkis og einkafyrirtækja mögulegur. Þeir gallar sem taldir voru vera á notkun gjaldskrár voru annars vegar að stjórnendum kynni að finnast hár kostnaður við upphaf notkunar gjaldskrár og hins vegar flóknir útreikningar og umsýslukostnaðar í upphafi. 22 Með notkun gjaldskrár er kostnaði ætlað að falla í réttu hlutfalli á svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar eftir umfangi og þjónustu. Til að slíkt sé gagnsætt þurfa allir notendur að greiða fyrir kostnað vegna upplýsingatæknimála með samræmdum hætti. Í þessum kafla verður fyrst farið yfir gjaldskrártekjur UTM og þróun þeirra. Auk þess eru gjaldskrár annarra tölvudeilda skoðaðar og bornar saman við gjaldskrá UTM. 5.1 Gjaldskrártekjur UTM Gjaldskrártekjur UTM sem innheimtar eru frá sviðum og skrifstofum Reykjavíkurborgar námu 71 % af heildartekjum UTM á árinu Á mynd 16 má sjá þróun gjaldskrártekna frá árinu 2006 til Gjaldskrá UTM hefur ekki hækkað frá árinu 2008 en þá aukningu sem orðið hefur má rekja til aukins fjölda leigðra eininga. Í þeim hagræðingaraðgerðum sem ráðist var í í kjölfar bankahruns haustið 2008, var ákveðið að frysta gjaldskrá UTM og hafa gjaldskrárverð staðið óbreytt síðan. Dregið hefur úr fjárfestingu í búnaði og áherslan svo til eingöngu á viðhald. 24 Síðan hefur ekki farið fram endurskoðun gjaldskrár með tilliti til verðbólgu, gengisbreytinga né annarra þátta á liðnu tímabili. Mennta- og Leikskólasvið greiða fastar greiðslur samkvæmt samningi frá árinu 2009 en aðrir greiða samkvæmt gjaldskrá frá Kostnaðarhlutdeild sviðanna til upplýsingatæknimála hefur ekki verið skoðuð með raunkostnað sviða Reykjavíkurborgar að leiðarljósi eftir að tölvudeild Menntasviðs og Leikskólasviðs rann saman við UTM. Vegna afar takmarkaðrar endurnýjunar gefur kostnaður Reykjavíkurborgar vegna upplýsingatæknimála frá árinu 2008 ekki raunmynd af kostnaði borgarinnar að meðtöldum fjárfestingarlið. 21 Upplýsingatæknistjóri Reykjavíkur ( júlí). 22 Upplýsingatæknistjóri Reykjavíkur ( júlí). 23 Ár eru rauntölur. Ár 2011 eru hins vegar áætlaðar tekjur. 24 Starfsáætlun Reykjavíkurborgar (2009) 20

24 Milljónir króna Mynd 16 Gjaldskrártekjur UTM Gjaldskrá UTM skiptist í eftirfarandi yfirflokka en einingarverð eru samtals um 180 talsins: Grunnþjónusta (Þjónustustig 1 og þjónustustig 2) Útstöðvar (Tölvur, skjáir, vinnustöðvar, sjóðvélar ofl.) Víðnet (Tengigjöld, vírar, Internettengingar, hýsing lénagjöld ofl.) Jaðartæki (Prentarar, skannar, skjávarpar, plotterar, o.fl.) Símtæki og tímastimplanir (Símstöðvar, símtæki, símastimplun og stimpilklukkur o.fl.) Hugbúnaður (MS Office, Lotus Notes, GoPro o.fl.) Sérkerfi (Borgarvefsjá, LUKR, Oracle, myndavélakerfi, öryggiskerfi o.fl.) Eins og sjá má á mynd 17 er. stærstur hluti gjaldskrártekna fyrir leigu á hugbúnaði sem er 30% af heildar gjaldskrártekjum og þar á eftir grunnþjónusta sem er 29% af heildar gjaldskrártekjum UTM. Hugbúnaður / kerfi 30% Sérkerfi 7% Grunnþjónusta 29% Símtæki og tímastimplanir 4% Jaðartæki 3% Víðnet 21% Útstöðvar 6% Mynd 17 - Skipting gjaldskrártekna

25 Milljónir króna Mynd 18 sýnir flokkun gjaldskrártekna eftir sviðum. Sjá má að stærstur hluti kemur frá Velferðarsviði, Ráðhúsi og Menntasviði. Einnig má sjá að sviðin greiða mismikið eftir flokkum. Sem dæmi má nefna að stór hluti greiðslna Framkvæmda- og eignasviðs (FER) og Ráðhússins fer í leigu á sérkerfum. Einnig má sjá að Velferðarsvið og Ráðhús greiða hlutfallslega mikið fyrir hugbúnað/kerfi Samtals sérkerfi Samtals hugbúnaður/kerfi Símtæki og tímastimplanir Samtals jaðartæki Samtals víðnet Samtals útstöðvar Samtals grunnþjónusta 0 FER ÍTR MOF SKB USR VEL RHUS MSR Mynd 18 - Flokkun gjaldskrárliða eftir sviðum 5.2 Staða gjaldskrár Núverandi gjaldskrá hefur verið notuð nærri óbreytt frá Þær breytingar sem gerðar hafa verið felast í nýjum gjaldskrárliðum sem teknir hafa verið í notkun. 25 UTM notast við ítarlega gjaldskrá en gjaldskrárliðir eru u.þ.b. 180 talsins. Talning er gerð á vegum UTM á þriggja mánaða fresti og er þá leiðrétt fyrir búnaði sem svið hafa leigt á tímabilinu eða skilað til UTM. 26 Gjaldskrá er því gert að standa undir fjárfestingu vegna upplýsingatæknibúnaðar Reykjavíkurborgar. Sjá má sýnishorn af gjaldskrá í fylgiskjali 5. Hér að neðan verður farið yfir helstu liði gjaldskrárinnar og þar er umfjöllun um ályktanir sem dregnar hafa verið af þjónustukönnun UTM frá árinu 2011 ásamt úr viðtölum við viðmælendur. Útstöðvar Sjá má á mynd 19. sýnishorn úr gjaldskrá af útstöðvum. Eins og nefnt í Töflu 2 Gjaldskrárflokkar eru útstöðar samsettar af tölvum, skjáum og fleiru. Árgjald vegna útstöðva skiptist eftir aldri. Ákveðin voru Mynd 19 - sýnishorn úr gjaldskrá leigugjöld á útstöðvum sem voru allt að þriggja ára gamlar og svo þriggja ára og eldri. Leigugjald 0-3 ára útstöðva var reiknað út frá kaupverði vélanna og afskriftartíma þeirra. Afskriftartíminn var reiknaður til þriggja ára og leigugjaldið nam því árs 25 Rekstrarstjóri UTM 26 Rekstrarstjóri UTM 22

26 afskriftum á útstöðvum. Leigugjald eldri útstöðva var sú upphæð sem áætluð var í viðgerðar- og viðhaldskostnað vegna þeirra. Uppsetning á útstöðvum er innifalin í grunngjaldi (Viðbragð 1 og 2). Til ársins 2008 gátu svið valið tölvur eftir ofangreindum aldursflokkum. þegar gjaldskrá var fryst festust notendur í því gjaldi sem þeir greiddu árið Aldursflokkar tölva hafa því breyst og eru yngri borðtölvur í dag í raun og veru 0-6 ára og eldri borðtölvur 6 ára og eldri (en ekki 0-3 ára eins og lagt var upp með í upphafi Í viðtölum kom fram það viðhorf að leiga á búnaði sé há auk þess sem búnaður er talinn gamall og úreltur. Samt sem áður gera viðmælendur sér grein fyrir nauðsyn sparnaðar hjá Reykjavíkurborg og að fjárfesting í búnaði er ekki mikilvægasti þátturinn í áætlanagerð hjá Reykjavíkurborg í ljósi hagræðingar og efnahagslægðar. Niðurstöður þjónustukönnunar 27 sýna að þjónustuþörf er meiri þegar búnaður er eldri og eins að svið þurfa minni þjónustu þegar búnaður er nýlegur. Mynd 20 - Sýnishorn úr gjaldskrá Víðnetsgjöld, hugbúnaður og sérkerfi Gjald sem innheimt er fyrir víðnet, hugbúnað og sérkerfi er reiknað með sama hætti og það gjald sem innheimt er fyrir útstöðvar. Heildarkostnaði hvers liðar er skipt niður á útstöðvar/notendur eftir áætlun UTM og álagning lögð á hvern lið sem endurspeglar þjónustukostnað þess liðar. 28 Því er mikilvægt að áætlun á fjölda útstöðva á hvern lið sé rétt. Vegna aukningar tölva hjá UTM hefur reynst hægt að ná enn frekari hagkvæmni vegna stærðar við gerð leigusamninga vegna hugbúnaðar ofl. Grunnþjónusta og viðbragðsstig (Þjónustugjald) Framantaldir gjaldskrárliðir standa ekki að fullu undir útgjöldum UTM. Viðbragð 1 og viðbragð 2 eru grunnþjónustuliðir og notaðir sem afgangsstærðir til að standa undir rekstri UTM. Mikill munur er á kostnaði þjónustustiganna, en viðbragð 1 kostar og viðbragð 2 kostar á ári. Mynd 21 - Sýnishorn úr gjaldskrá Í viðauka D í þjónustusamningi UTM við svið og skrifstofur er frekari lýsing á því sem innifalið er í Viðbragði 1 og 2 í grunnþjónustu. 27 Þjónustukönnun UTM frá Rekstrarstjóri UTM 23

27 Á heimasíðu UTM er að finna eftirfarandi lýsingu á Viðbragði 1: Innifalið er notendaþjónusta, innkaup, uppsetning og allt viðhald á tölvum og skjám. Stýrikerfi Uppsetning, viðhald og reglulegar uppfærslur Vírussvörn Veforðabækur Aðgangur að miðlægum skráa- & prentþjónustum. Aðgangur að miðlægu gagnasvæði. Regluleg öryggisafritun miðlægra gagna. Bakvaktir UTM virka daga til 23:00, helgar frá 9:00 19:00. Tölvur þeirra starfsmanna sem þurfa skjót viðbrögð, svo sem sérfræðingar á skrifstofum, afgreiðslufólk og fleiri eru í viðbragði 1. Beiðnir vegna tölva í viðbragði 1 fá hærri forgang en tölvur í viðbragði 2. (Samkvæmt gjaldskrá á ofangreind lýsing einnig við viðbragð 2.) Tölvur eru ekki eyrnamerktar eftir viðbragði en huglægt mat viðmælenda var að ekki fái allir sömu þjónustu og þótti sumum viðmælenda staða í skipuriti skipta þar mestu máli. 350,0 Ekki voru allir sáttir með þjónustuna en þó getur verið að menn séu þá 300,0 sérstaklega ósáttir við að ekkert kerfi greini tölvur eftir viðbragði og að ekki sé skilgreindur munur á þjónustustigi 250,0 200,0 og forgagnsröðun þjónustubeiðna. Í stað Viðbragð 1 þess að tölvurnar hjá sviðunum séu 150,0 eyrnamerktar þeim eru sviðin frekar að Viðbragð 2 100,0 greiða fyrir hlutföll af þjónustustigi á milli viðbragðs 1 og viðbragðs 2. Við 50,0 stofnun UTM var áætluð skipting tölva hjá sviðum og skrifstofum 0,0 Reykjavíkurborgar í viðbragð 1 eða 2. Út frá fjöldanum voru hlutföllin reiknuð af heildarfjölda, t.d. 30% tölva í viðbragði 1 og 70% í viðbragði 2. Það Mynd 22 - Flokkun þjónustustiga hlutfall sem fundið var á sínum tíma er enn notað þótt umtalsverð fjölgun tölva hafi orðið hjá sviðum og skrifstofum og gæti því hlutfallið hafa breyst á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun UTM. Nú er fyrirkomulagið með þeim hætti að UTM hefur mest áhrif á það fyrir hvort þjónustustigið sviðin greiða fyrir, og viðbragðstíminn er byggður á því hlutfalli sem sviðið greiðir eftir. Mynd 21 sýnir flokkun þjónustustiga sem sviðin og skrifstofurnar greiða fyrir. Sjá má að Ráðhúsið, Framkvæmdasvið og Skipulags og Byggingarsvið greiða hlutfallslega mest af Þjónustustigi 1. Viðmælendur sviða og skrifstofa telja almennt að þjónusta UTM sé dýr, og að þjónustugjaldið (viðbragð 1 og viðbragð 2) sé sérstaklega hátt. Einnig kom fram að sviðin vita ekki hvað gjaldið felur í sér, því að viðbragðsstigin eru ekki nægilega skilgreind. Slík óvissa getur skapað óánægju meðal notenda en UTM ætti að geta skilgreint nákvæmlega fyrir hvað sviðin og skrifstofurnar eru að greiða. Til þess að það sé mögulegt þurfa gjaldskrárliðirnir að endurspegla raunkostnað UTM fyrir hvern lið. Frekari greining á gjaldskrá 24

28 Styrkleiki gjaldskrárinnar er sá að sviðin og skrifstofunnar hafa notast við þessa gerð gjaldskrár í fimm ár og þekkja hana. Gjaldskráin er mjög ítarleg en hún hefur 180 liði. Þó kom fram í viðtölum að sumum þætti erfitt að skilja gjaldskrána og þótti hún flókin. Verkbeiðnir: Í viðtölum kom fram að engin skilgreind forgangröðun sé á meðhöndlun verkbeiðna. Sumir viðmælendu töldu að notendur ættu að fá möguleikann á að flokka verkbeiðnir og velja hversu brýnt væri að þjónusta verkbeiðnina. Ákveðinn veikleiki gjaldskrár er sá að notendur hafa takmarkaða þekkingu á því hvað er verið að greiða fyrir, því að ekki hefur verið skilgreint nægilega hvað er undir hverjum gjaldskrárlið. Notendur finna því fyrir Mynd 23 - Sýnileiki kostnaðar við rekstur upplýsingakerfa óánægju vegna þess dulda kostnaðar sem fylgir rekstri UTM sbr. mynd Álykta má að ástæða þess að sviðum og skrifstofum finnist þjónusta UTM dýr er vegna þess að kostnaður vegna upplýsingakerfa er að miklu leyti dulinn. Sviðin eru ef til vill aðeins meðvituð um sýnilega kostnaðinn sem er lítið hlutfall af heildarkostnaði. Líkja má útgjöldum UTM við ísjaka þar sem sýnilegi kostnaðurinn er aðeins vél- og hugbúnaður, þjónustusamningar og uppsetning búnaðar og forrita. Dulinn kostnaður er hátt hlutfall heildarkostnaðar, en mikilvægt er að viðskiptavinir og hagsmunaaðilar séu jafnframt meðvitaðir um dulda kostnaðinn. Fræðsla til handa notendum um þann hluta kostnaðar sem er dulinn og þjónustugjald er að miklu leyti látið standa undir gæti aukið vitund um hvað er greitt fyrir og þar með traust á að UTM. 5.3 Samanburður á gjaldskrám Í þessum kafla verða einstaka liðir gjaldskrár upplýsingatæknideilda Vegagerðarinnar og Landspítalans skoðaðir. Gjaldskrá UTM er svo skoðuð með hliðsjón af fyrrnefndum greiningum ásamt samanburði og mati. Gjaldskrá UTM er mjög ítarleg í samanburði við ofangreindar gjaldskrár og hefur sérstöðu hvað varðar eignarhald á búnaði og þjónustugjald. Meðalleigugjald á tölvu er lágt í samanburði við Vegagerðina en erfitt er að bera það saman við Tölvudeild Landspítalans. Þjónustugjaldið er eins og áður hefur komið fram tvískipt eftir tegund notanda hjá UTM en svo er ekki hjá hinum deildunum. 29 Mynd fengin úr skýrslu Capacent. 25

29 Innheimt er gjald fyrir prentun hjá Vegagerð og Landspítala en verið er að vinna að slíku kerfi hjá UTM. 30 Gjaldskrá Upplýsingadeildar Vegagerðarinnar 31 Leiga á búnaði: Eignarhald á búnaði er hjá deildum en ekki hjá UTV. Búnaðurinn er keyptur af hverri deild og eru allar tölvur frá Dell á Íslandi. Deildirnar greiða því ekki leigu af búnaði. (GL) Lágmarksgjald á útstöð. Greiða þarf af nær öllum tölvum Einmenningstölvugjald (sama og þjónustugjald UTM), netgjald, Lotus Notes og MS office. Þessir liðir hafa talsverða álagningu þar sem þeir eru látnir greiða niður halla vegna annarra liða í gjaldskrá. Með þessari skiptingu eru almennir notendur að greiða niður sérstakan hugbúnað sérfræðinga. (GL) Mörg sérverkefni UTV eru án fjárveitinga. Gjaldskrártekjur UTV verða að standa undir þeim sérverkefnum sem eru án fjárveitinga. Kostnaði vegna margra sérverkefna er því velt á einmenningstölvugjald, netgjald, Lotus Notes og MS Office, sem greitt er af öllum deildum. Sviðin halda því uppi kostnaði vegna margra sérverkefna. Kostnaður í þeim tilfellum fellur því ekki á réttan kostnaðarstað. (GL) Þjónustugjald er greitt af nær öllum tölvum UTV. Í gjaldskrá er það nefnt einmenningstölvugjald. Fjöldi gjaldskrárliða: Gjaldskrá UTV nokkuð ítarleg en hún samanstendur ef um það bil 85 liðum. Í henni eru tilteknar þær tegundir sem í boði eru af sérkerfum, prenturum og fleiru. Til stendur að fjölga gjaldskrárliðum enn frekar til að koma kostnaði með enn réttari hætti á réttan kostnaðarstað. (GL) Prentun: UTV hefur utanumhald um alla prentun Vegagerðinnar. Hún innheimtir sviðin um gjald fyrir prentun. Í dag er innheimtan inni í föstu netgjaldi, en ákveðið hefur verið að innheimta gjald fyrir alla umframnotkun, þannig að venjulegir starfsmenn fái ekki aukareikning, en stærri notendur og verk fái aukareikning. Innheimt verður gjald fyrir hverja útprentaða blaðsíðu umfram hámarksmagn. Samhliða verður netgjald lækkað þannig að það hafi ekki heildar tekjuaukandi þætti fyrir upplýsingatæknideildina. Þetta verður kynnt fyrir árið 2012 (Heimild: GL). Innheimta gjalds fyrir aukið gagnamagn til afritunar: Búnaður til afritunar er dýr og til stendur að innheimta gjald fyrir aukið gagnamagn til afritunar. Með þeim hætti fellur kostnaður vegna aukins gagnamagns á réttan kostnaðarstað (Heimild: GL). Innheimta gjalds fyrir umfram gagnamagn á neti: Innifalið gagnamagn í netgjaldi verður mb. Fyrir hver byrjuð mb greiða deildir kr. Þessa upphæð á að endurskoða á árinu (GL) Gjaldskrá Heilbrigðis og upplýsingadeildar LSH Leiga á búnaði: Eignarhald á búnaði er hjá deildum en ekki hjá HUT. Búnaðurinn er keyptur af hverri deild. HUT gerir þó samning við tölvufyrirtæki til örfárra ára með fjárfestingaáætlun. Þessi aðili sér einnig um uppsetningu tölva fyrir Landsspítalann. (BJ) Fjöldi gjaldskrárliða: Gjaldskrárliðir HUT eru mjög fáir. Þar af var einn liður sem felur í sér allan hugbúnað hjá HUT. Því gjaldi er skipt á allar tölvur Landsspítalans. Forsvarsmenn HUT sjá ekki fram á að fjölga gjaldskrárliðum eins og UTM og UTV hafa gert. (BJ) 30 Rekstrarstjóri UTM 31 Rekstrarstjóri UTV 26

30 Prentun: Prentun HUT er úthýst og greiðir hver deild fyrir hverja útprentaða blaðsíðu eftir gjaldskrá. Sá aðili sem úthýst er til annast því allan prentbúnað auk uppsetningar. Hann útvegar einnig alla rekstrarvöru, eins og blekhylki og pappír. Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðarþjónusta er einnig innifalin og er fylgst með ástandi prentara í gegnum vaktþjónustu. (BJ) Samanburður og mat Leiga á búnaði: Svið og deildir UTV og HUT eiga tölvur sjálf. Kostir þess eru þeir að endurnýjun er hjá notendum og geta þau stjórnað endurnýjun sjálf. Einnig getur það haft þau áhrif að ekki er farið í kaup á búnaði nema rík ástæða liggi fyrir. Ókostirnir eru hins vegar þeir að notkun á búnaði færist ekki á milli sviða þegar þörf á notkun búnaðar minnkar hjá einu sviði. Fjöldi gjaldskrárliða: Markmið UTM og UTV varðandi gjaldskrárliði eru nokkuð sambærileg. Báðar deildirnar hafa farið þær leiðir að hafa gjaldskrár nokkuð ítarlegar með mörgum gjaldskrárliðum. Þar að auki er stefnan hjá UTV að fjölga gjaldskrárliðum enn frekar. Hinsvegar er markmið Landsspítalans varðandi gjaldskrá að hún sé einföld. Ekki stendur til að fjölga liðum svo um munar eins og gert hefur verið hjá UTM ( Forstöðumaður HUT). Bæði UTM og UTV hafa nokkuð ítarlegar gjaldskrár. UTM með u.þ.b. 180 gjaldskrárliði og UTV með um 85. Í gjaldskránum eru tilteknar þær tegundir af hugbúnaði sem eru í boði auk sérkerfa, prentunar ofl. Ítarleg gjaldskrá leiðir til bættrar kostnaðarvitundar stjórnenda, réttari kostnaðar hvers gjaldskrárliðs og þar af leiðandi réttari færslu kostnaðar á kostnaðarstað. Prentun: Kostnaður vegna prentunar hjá Reykjavíkurborg er hár. UTM leigir sviðum og skrifstofum prentara en rekstrarkostnaður vegna prentunar fellur á sviðin, t.d. kostnaður vegna blaða og blekhylkja. Kostnaðarvitund vegna prentunar er því hjá stjórnendum sviðanna. Þó má kanna hvort mögulega sé hægt að ná enn frekari hagræðingu með útvistun á prentun. Ef um er að ræða enn umfangsmeiri innkaup fyrir öll svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar má mögulega ná enn betri kjörum á blöðum, blekhylkjum og lækka ennfrekar annan rekstrarkostnað vegna prentunar. Innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur þó gert rammasamninga við nokkur fyrirtæki varðandi kaup á þessum vörum. Útvistun á prentun hefur gefist vel hjá Landsspítalanum. Einnig gæti UTM rekið prentun Reykjavíkurborgar og tekið greiðslu fyrir hvert blað umfram það sem innifalið er í leigu á prentara (prentkvóti). Útvistun: Upplýsingatæknideild Vegagerðarinnar sér um prentun fyrir deildir Vegagerðarinnar. Þá er greitt ákveðið gjald fyrir ákveðinn fjölda prentaðra blaða. Ef farið er yfir hámarksmagn er greitt aukalega fyrir hvert blað. Með þessari aðferð er hvatning notenda til að fara ekki yfir hámarksmagn til prentunar. Helstu niðurstöður: Notendur greiða með ólíkum hætti fyrir upplýsingatækniþjónustu til UTM. Sumir greiða að fullu skv. gjaldskrá með aðrir greiða að hluta til skv. gjaldskrá og að hluta til fastar greiðslur. Með notkun gjaldskrár er upplýsingatæknikostnaði ætlað að falla á réttan kostnaðarstaði og í réttu hlutfalli á svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar eftir umfangi og þjónustu. Til að slíkt sé mögulegt þurfa öll svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar að greiða til upplýsingatæknimála eftir gjaldskrá. Grunnhugmynd að baki gjaldskrár er að að heimfæra kostnað vegna upplýsingatæknimála hjá þeim notanda sem hann tengist. Með núverandi fyrirkomulagi (greiðslur skv. gjaldskrár og fastar samningsgreiðslur) er erfitt að heimfæra kostnað á réttan kostnaðarstað og uppfylla þar með markmið um gegnsæi og sanngirni. Vegna aðstæðna hjá UTM undanfarin ár (frysting, gjaldskár á sama tíma og tilkostnaður hefur aukist vegna gengis- og verðlagsþróunar) hefur ekki reynst mögulegt að endurskoða 27

31 gjaldskrá og hefur því orðið skekkja á kostnaði Reykjavíkurborgar vegna upplýsingatæknimála. Markmið Reykjavíkurborgar með upptöku gjaldskrár voru og eru að notendur greiði í samræmi við raunkostnað við notkun þjónustunnar og að gjaldskrá sé gagnsæ og sanngjörn. Það er því grundvallaratriði til þess að uppfylla þessi markmið að greiðsluhlutdeild sviða verð endurskoðuð í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafi í umhverfinu og gerð hefur verið grein fyrir hér að framan. Samanburður við aðrar upplýsingatæknideildir sýnir að UTM er með mjög mikið sundurliðaða gjaldskrá. Samhliða því er hún umfangsmeiri og flóknari. Mikil sundurliðun gjaldskrár getur verið á kostnað gagnsæis og einfaldleika en hefur þá kosti að hún stuðlar að aukinni kostnaðarvitund hjá stjórnendum. Einnig getur mikil sundurliðun gjaldskrár leitt til réttrar hlutdeildar í kostnaði rekstrareiningar. Samanburðurinn sýndi að uppbygging gjaldskrár UTM er góð hvað varðar heimfærslu kostnaðar til sviða. Það lýsir sér í misháum kostnaði sviða og skrifstofa á hverja tölvu og eiga þá til dæmis notendur með dýran hugbúnað að greiða leigu sem nemur kostnaði UTM við hann. Hjá Reykjavíkurborg er eignarhald á tölvubúnaði almennt hjá UTM og greiða svið og skrifstofur leigu fyrir tölvubúnað. Hins vegar er eignarhald á tölvubúnaði Landspítalans og Vegagerðarinnar hjá viðkomandi deildum sem kaupa þjónustu og hugbúnað af miðlægum tölvudeildum (sambærilegt samningi UTM við Mennta- og Leikskólasvið). Starfseiningar innan Vegagerðar og Landspítala geta þar með ekki skilað inn tölvubúnaði þegar ekki er lengur þörf á honum og því margfalt erfiðara að færa búnað milli deilda. 28

32 HEIMILDASKRÁ Tillaga borgarstjóra til borgarráðs um stofnun upplýsingatæknimiðstöðvar samþykkt í borgarráði 7. Júlí Tillaga upplýsingatæknistjóra Reykjavíkurborgar. (2011, 4. apríl). Gjaldskrá UTM fyrir 2012 og næstu ár forsendur og markmið. Tillaga upplýsingatæknistjóra Reykjavíkurborgar lögð fyrir borgarráð. (2006, 12. júlí). Tillaga að gerð gjaldskrár fyrir þjónustu og starfsemi Upplýsingtæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg, 2009, Starfsáætlun 2009 Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurborg. (2009, 2. apríl). Fundur nr Borgarráð. Sótt 20 júní 2011af Odense kommune. (2010, 24. nóvember). IT benchmark Ledelsespræsentation. Sótt 23. júní af esse%20rummet/benchmark%20itdrift.ashx Vegagerðin (2011, febrúar) Upplýsingatæknideild: Ársskýrsla Reykjavík. Bhimani, A., Horngren, C. T., Datar, S.M. og Foster, G. (2008). Management and cost accounting (4. Útgáfa). Upper Saddle River, New Jersey: Prentice Hall, Inc. Reykjavíkurborg, Innri endurskoðunardeild. (2004, febrúar). Upplýsingatæknimál. Reykjavík: Höfundur. Reglugerð nr. 944/2000 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga. Sótt 13. Júlí af Tillaga borgarstjóra til borgarráðs um sameiningu upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar og upplýsingatækniþjónustu Menntasviðs samþykkt í borgarráði 2. Apríl Að auki voru hafðar til hliðsjónar ýmsar upplýsingar er snúa að starfssviði UTM sem sóttar voru á innri og ytri vef Reykjavíkurborgar. Enn fremur voru nýtt ýmis gögn frá starfsmönnum UTM. Jafnframt voru upplýsingar sóttar í bókhaldskerfi Reykjavíkurborgar. 29

33 FYLGISKJAL 1 VIÐMÆLENDUR Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar: Hjörtur Grétarsson, forstöðumaður UTM Eggert Grétarsson, rekstrarstjóri UTM Dagný Einarsdóttir, þjónustustjóri UTM Aðrir viðmælendur: Sigurður Páll Óskarsson, Fjármálastjóri Ráðhúss Bragi Þór Bjarnason, fjármálastjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Jón Ingi Einarsson, Fjármálastjóri Menntasviðs Gunnar Linnet, forstöðumaður upplýsingatæknideild Vegagerðinnar Halldóra Káradóttir, Skrifstofustjóri fjármála Björn Jónsson, forstöðumaður heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landsspítalans Albert Ólafsson, deildarstjóri endurskoðunarsviðs Ríkisendurskoðunar 30

34 FYLGISKJAL 2 ÞJÓNUSTUSAMNINGUR Þjónustusamningur Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar við svið og skrifstofur borgarinnar 1. Aðilar samnings Samningur þessi er um þjónustu Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkur (UTM) við alla starfsstaði Reykjavíkurborgar, einn samningur við hvert svið/skrifstofu. 2. Samþykkt borgarráðs Upplýsingatæknimiðstöð er ætlað að annast rekstur og þróun upplýsingatæknibúnaðar Reykjavíkurborgar, tæknilegt þróunarstarf, rekstur tæknirýma, innri forritun og hugbúnaðarþróun, að hafa umsjón með aðkeyptri hugbúnaðargerð, samningum og samskiptum við birgja, ásamt öðru sem varðar upplýsingatækniþjónustu. Menntasvið mun þó reka eigin tölvudeild sem sinnir innri málefnum sviðsins í samráði við Upplýsingatæknimiðstöð. 3. Markmið UTM UTM verði í fremstu röð upplýsingatæknimiðstöðva/fyrirtækja á Íslandi. UTM njóti trúnaðar og trausts viðskiptavina sinna. UTM veiti þjónustu sem taki mið af þörfum viðskiptavina. 4. Fjármál og greiðslur Sendir eru út reikningar í hverjum mánuði fyrir þjónustu UTM, einn á hvert svið/skrifstofu. Talningar á einingum sem rukkað er fyrir eru gerðar ársfjórðungslega. Breytingar á gjaldskrá eru gerðar einu sinni á ári, við upphaf fjárhagsáætlunar, sjá viðauka B. Viðbætur við gjaldskrá eru gerðar eftir þörfum og verður hún, ásamt viðaukum þessa samnings, uppfærð og birt á vef. 5. Þjónusta og samvinna Skilgreining á þjónustu og markmiðum samningsins kemur fram í viðauka A. Farið er yfir þjónustu með hverju sviði/skrifstofu minnst árlega, gæði þjónustunnar er metin ásamt framtíðarþróun hennar. Fréttabréf er gefið út tvisvar sinnum á ári þar sem tilkynnt er um helstu breytingar í upplýsingatækniumhverfi borgarinnar. 6. Ábyrgð Starfsstaðir bera ábyrgð á þeim búnaði sem eru á hverjum stað og á því að starfsmenn þeirra fari í einu og öllu eftir þeim reglum sem settar eru um upplýsingatæknibúnað. Hvert svið/skrifstofa er með fjárhagslegan og tæknilegan tengilið við UTM sjá Viðauka C. UTM er með tæknimann fyrir hvern starfsstað og viðskiptastjóra fyrir hvert svið/skrifstofu, sjá viðauka C. 7. Gildistími Þjónustusamningur og gjaldskrá UTM er yfirfarin árlega við upphaf fjárhagsáætlunargerðar. Reykjavík október Svið/skrifstofa F.h. Upplýsingatæknimiðstöðvar F. h. sviðs/skrifstofu. Fylgiskjöl: Viðaukar: A Þjónustulýsing. B Gjaldskrá UTM. C Tengiliðir við UTM. D Lýsing á gjaldskrárliðum. 31

35 FYLGISKJAL 3 ÞJÓNUSTUKÖNNUN UTM UTM gerði þjónustukönnun í upphafi árs Fjölda starfsmanna á sviðum Reykjavíkurborgar tóku þátt í henni. Þjónustukannanir sem þessar geta gefið mynd af þörfum viðskiptavina UTM ásamt þeirri þjónustu sem UTM býður. Hafa ber þó í huga að niðurstöður þjónustukannanna sem þessarar geta verið byggðar á huglægu mati viðskiptavina. Neikvæðni viðskiptavinar kann því að gefa ranga mynd af þeirri þjónustu sem UTM veitir. Myndin sýnir niðurstöður þess þegar spurt var hversu mikið notandi notar tölvubúnað í starfi sínu. Sjá má að Ráðhúsið ásamt Framkvæmda- Skipulags-og byggingarsviðs nota búnaðinn mest, Menntaog Leikskólasvið minnst 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Stöku sinnum Hluta úr degi Allan daginn Notkun tölvubúnaðar eftir sviðum Á myndinni hér að neðan er greining á niðurstöðu við spurningunni um röskun á starfi starfsmanna þegar tölvubúnaður er ekki aðgengilegur, í hvað langan tíma. Sjá má að öll sviðin, að undanskildu Leikskólasviði, verða fyrir mikilli röskun í starfi þegar þjónusta er ekki gefin samdægurs. 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Viku Heilan dag Hálfan dag Klukkutíma Hálftíma Röskun á starfi við truflun á uppitíma tölvubúnaðar eftir sviðum 32

36 Í þjónustukönnuninni var einnig spurt um álit notenda á þjónustu UTM. Myndin sýnir niðurstöðurnar úr þeirri spurningu. Sjá má að Menningar- og ferðamálasvið sker sig sérstakleg úr, en sviðið er verulega óánægt með þjónustu UTM. 33

37 FYLGISKJAL 4 SAMANBURÐUR VIÐ UTV OG HUT Fjármál UTV Rekstrarkostnaður UTV var 176 m.kr. á árinu Kostnaður er flokkaður í fimm liði, þeir eru laun, starfstengdur kostnaður, rekstrarvörur, þjónusta og verkkaup, húsnæði og sími og eignakaup. Á meðfylgjandi mynd má sjá skiptingu kostnaðar UTV á árinu Skipting rekstrarkostnaðar UTV (árið 2010) Húsnæði og sími 6% Þjónusta verkkaup 43% Rekstrarvörur 3% Eignakaup 0% Laun 46% Starfstengdur kostnaður 2% Eignarhald á búnaði Sviðin kaupa og eru eigendur tölvubúnaðar sem þau fjárfesta í en uppsetning á tölvum deildanna er í höndum Upplýsingatæknideildar Vegagerðarinnar (Gunnar Linnet) Endurnýjun Í ljósi þess að sviðin kaupa búnaðinn og eru eigendur hans er þeim frjálst að endurnýja hann án þess að sú ákvörðun snerti UTV. UTV tekur þó eins og fram kom að ofan gjald fyrir uppsetningu nýs búnaðar. Útvistun Viðhaldi og þjónustu UTV er úthýst til Skyggnis. Þar hefur deildin yfir að ráða tveimur stöðugildum en innanhúss eru 8 starfsmenn í vinnu. Fjármál HUT Eignarhald á búnaði Sviðin kaupa og eiga tölvubúnaðinn. Gerður er samningur til ákveðins tíma við fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og uppsetningu tölva. Innkaup eru fara fram í gegnum seljanda sem gert hefur samning við HUT varðandi sölu á vélbúnaði auk uppsetningar. Endurnýjun Þótt margar hagræðingarkröfur voru gerðar, og þá sérstaklega hjá Landspítalanum, hefur verið farið endurnýjun að einhverju leyti, þetta er gert svo að það safnast ekki upp veruleg fjárfestingarþörf. Útvistun Eins og fram kom að ofan úthýsir HUT uppsetningu tölvubúnaðar. 34

38 FYLGISKJAL 5 SÝNISHORN AF GJALDSKRÁ 35

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM

SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM SKÝRSLA UM STJÓRNSÝSLUENDURSKOÐUN HJÁ RÍKISSPÍTÖLUM MARS 1991 E F N I S Y F I R L I T INNGANGUR... 1 HELSTU NIÐURSTÖÐUR... 2 HLUTVERK RÍKISSPÍTALA... 7 STJÓRNUN RÍKISSPÍTALA... 7 Stjórnskipulag... 7 Stjórnarnefnd,

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 24. maí 2011 2 Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Borgarráð samþykkir: 1. Að stofna nýtt svið, skóla- og frístundasvið,

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Samþykkt í borgarstjórn 3. desember 2013 Reykjavíkurborg

Samþykkt í borgarstjórn 3. desember 2013 Reykjavíkurborg Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2014 Samþykkt í borgarstjórn 3. desember 2013 Reykjavíkurborg Efnisyfirlit Fjárhagsáætlun 2014 Samstæða A og B hluti Rekstrarreikningur... 5 Efnahagsreikningur... 6 Sjóðstreymi...

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK

Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson. Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK Margrét S. Björnsdóttir Ómar H. Kristmundsson Stjórnunarmat hjá opinberum stofnunum HANDBÓK STOFNUN STJÓRNSÝSLUFRÆÐA OG STJÓRNMÁLA Í SAMRÁÐI VIÐ STARFSMANNASKRIFSTOFU FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS UPPHAFLEGA GEFTIÐ

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum

Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum Ása Kristín Óskarsdóttir Skyldur og refsiábyrgð stjórnarmanna í hlutafélögum -Lokaverkefni til ML gráðu í lögfræði- Leiðbeinandi: Sigurður Ragnar Arnalds Lagadeild Háskólans á Bifröst Vormisseri 2011 Ágrip

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur

SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur SKATTUR Á MENN Einstaklingsskattaréttur Frádráttur frá tekjum í atvinnurekstri Rekstrarkostnaðarhugtakið Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 7 Vægi 7 til 8-9 Tekjur í atvinnurekstri? um þær er fjallað

Læs mere

E rin ti'n Þ (SS þ S fib

E rin ti'n Þ (SS þ S fib E rin ti'n Þ (SS þ S fib From: Brynja Halldórsdóttir [mailto:brynjabh@gmail.com] komudagur Q '2 0 0 & Sent: Tue 4/8/2008 9:03 PM To: Sigurður Kári Kristjánsson; Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir; Kolbrún

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA. Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013

VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA. Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 VAXTARSAMNINGUR FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FRAMTÍÐ SAMGANGNA Höfuðborgarsvæðið 2040 mat á samgöngusviðsmyndum Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 Janúar 2014

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar

Kröfur um algilda hönnun. Leiðbeiningar . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, síðari breytingar reglugerðar nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016, 666/2016 og 722/2017 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Kröfur um algilda hönnun Í grein

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 20. janúar (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 308/2010. Fimmtudaginn 20. janúar 2011. Viðar Austmann Jóhannsson (Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Vinnusamningur. Kjarasamningur. Laun. Orlof. V krafði Í um greiðslu

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

UPPBYGGING ÞJÓÐARSJÚKRAHÚSS

UPPBYGGING ÞJÓÐARSJÚKRAHÚSS UPPBYGGING ÞJÓÐARSJÚKRAHÚSS María Heimisdóttir læknir, PhD, MBA Framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH Fundur Félags atvinnurekenda 20. Janúar 2016 LANDSPÍTALI ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Eina háskólasjúkrahús Íslendinga

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014 Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2014 2 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 LEIÐARLJÓS... 6 HLUTVERK... 6 SKIPURIT... 7 STARFSEMIN Í TÖLUM... 7 VERKEFNI SKRIFSTOFU SFS... 9 VERKEFNI...

Læs mere

Almenningssalerni í Reykjavík

Almenningssalerni í Reykjavík Almenningssalerni í Reykjavík Stefna og tillögur Júlí 2016 Almenningssalerni í Reykjavík stefna og tillögur Samantekt Eftirfarandi eru tillögur starfshóps um þjónustumarkmið um almenningssalerni í Reykjavík.

Læs mere

Sund- og baðstaðir. Handbók

Sund- og baðstaðir. Handbók Sund- og baðstaðir Handbók UMHVERFISMERKI 141 381 Prentgripur SUND- OG BAÐSTAÐIR Handbók UMBROT Einar Guðmann UMHVERFISSTOFNUN Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík SÍMI 591 2000 SÍMBRÉF 591 2010 umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is

Læs mere

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur. Nikótín Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Nicotinell Mint 2 mg, munnsogstöflur Nikótín Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. Alltaf

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja 1 Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Samantekt Kostnaður TR vegna þunglyndislyfja nam 691 millj.kr. árið 2007. Kostnaður lækkaði um 70 millj. kr. frá fyrra

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 6.4.2 6.4.2. gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Inngangsdyr / útidyr og svala /garðdyr Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Í grein 6.4.2 í byggingarreglugerð

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere