FORMENNSKA NOREGS 2017

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "FORMENNSKA NOREGS 2017"

Transkript

1 FORMENNSKA NOREGS

2 Formennska Noregs 2017 ISBN (PRINT) ISBN (PDF) ANP 2016:764 Norræna ráðherranefndin 2016 Umbrot: Mette Agger Tang Ljósmyndir: Scanpix Ljósmynd bls. 4, efri mynd: Thomas Haugersveen/Skrifstofu forsætisráðherra Ljósmynd bls. 4, neðri mynd: Sturlason/Utanríkisráðuneytinu Norrænt samstarf Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðasamstarf í heiminum. Samstarfið nær til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og skiptir miklu í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Í norrænu samstarfi er unnið að því að styrkja stöðu Norðurlanda í sterkri Evrópu. Með norrænu samstarfi er unnið að því að efla norræna og svæðisbundna hagsmuni í alþjóðlegu umhverfi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda og skipa þeim meðal þeirra svæða í heiminum þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest. Norræna ráðherranefndin Ved Stranden 18 DK-1061 København K Sími (+45)

3 Formennskuáætlun Norðmanna í Norrænu ráðherranefndinni 2017 Efnisyfirlit Ávarp forsætisráðherra og samstarfsráðherra 4 Straumhvörf á Norðurlöndum 6 Norðurlönd í Evrópu 14 Norðurlönd og umheimurinn 16

4 Ávarp forsætisráðherra og samstarfsráðherra Erna Solberg Forsætisráðherra Noregs Frank Bakke-Jensen Samstarfsráðherra Noregs 4

5 Norðurlönd eru að breytast. Loftslagið tekur breytingum, við stöndum frammi fyrir brýnni þörf á umskiptum í efnahags- og umhverfismálum og lýðfræðileg þróun er staðreynd. Þróun heimsmála verður æ hraðari, í jákvæðum og neikvæðum skilningi, og veröldin er undirorpin sífelldum breytingum sem eru örari en oft áður. Daglegt líf á Norðurlöndum á eftir að breytast. Ákvarðanir okkar munu ekki aðeins hafa áhrif á núlifandi kynslóðir heldur einnig þær sem á eftir koma. Stærsta hættan er sú að við bregðumst of seint við þeim tæknilegu, efnahagslegu og lýðfræðilegu breytingum sem verða í heiminum. Á formennskuárinu 2017 viljum við búa Norðurlönd betur undir umræddar breytingar. Sameiginleg menning Norðurlandabúa sem og gildi okkar og hagsmunir gera okkur sérlega vel í stakk búin til þess að takast á við áskoranir og hafa áhrif á þróun mála. Með formennskuáætlun okkar, Straumhvörfum á Norðurlöndum, viljum við auka samkeppnishæfni okkar á tímum umskipta til græns samfélags þar sem stefnt er að því að halda losun í lágmarki. Parísarsamkomulagið felur í sér metnaðarfull markmið sem við eigum að ná innan sameiginlegs evrópsks ramma. Fyrir árin 2030 og 2050 er stefnt að því að Norðurlönd vísi veginn með skilvirku svæðisbundnu samstarfi um loftslags- og umhverfismál jafnframt því að auka samkeppnishæfni, hagvöxt og velferð. Með nánara samstarfi um menntamál, rannsóknir og nýsköpun viljum við auka forskot okkar og tryggja Norðurlöndum forystu í umskiptum til græns samfélags um heim allan. Við viljum vera forystusvæði þegar kemur að því að takast á við lýðfræðilegar breytingar hvort sem um er að ræða málefni eldri borgara, heilbrigðismál eða hvernig við stöndum að aðlögun nýbúa og köllum þá til þátttöku í samfélögum okkar á Norðurlöndum. Með formennskuáætlun Svía, Norðurlöndum í Evrópu, viljum við efla samstarf okkar um Evrópumál. Öflug rödd Norðurlanda í Evrópuumræðunni er ekki aðeins norrænum þjóðum í hag heldur álfunni í heild sinni. Norðurlönd þurfa á öflugri Evrópu að halda. Evrópa þarf á öflugum Norðurlöndum að halda. Reynsla Norðurlandaþjóða getur orðið öðrum til eftirbreytni á sviðum loftslagsmála, umhverfismála, orkumála, stafrænnar þróunar og víðar þar sem hagsmunir okkar fara saman. Í ESB- og EES-samstarfi tengjast sameiginlegir hagsmunir okkar þróun hins innri markaðar. Norðurlönd eiga einnig á komandi árum að vera meðal þeirra hagkerfa í Evrópu sem eru hvað samþættust og samkeppnishæfust og einkennast af miklum hreyfanleika og samstarfi. Með áætluninni Norðurlönd í umheiminum munum við auka samstarf okkar í utanríkismálum með því markmiði að takast á við hnattræn viðfangsefni. Norðurlandaþjóðir hafa löngum staðið saman í utanríkismálum og njóta trausts umheimsins. Fyrir vikið getum við haft áhrif á gang mála. Á okkar tímum berast alþjóðlegir straumar hraðar til Norðurlanda en hingað til. Breytingarnar eru augljósari en þekkst hefur. Því er þörf á stefnu hvað varðar þátttöku Norðurlanda í alþjóðlegu samstarfi. Þetta eru þrjár meginstoðir formennsku Norðmanna á árinu Við hlökkum til samstarfsins! 5

6 6

7 Straumhvörf á Norðurlöndum 7

8 Hagkerfi og loftslagsmál græn umskipti Norðurlönd standa frammi fyrir erfiðum efnahagslegum breytingum á næstu áratugum. Hnattrænn loftslags- og umhverfisvandi kallar á umskipti til græns samfélags um allan heim. Parísarsamkomulagið lagði grundvöllinn að viðamiklum breytingum. Umskiptin verða æ hraðari í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína. Unnið er að þróun samkeppnishæfra lausna í loftslags- og umhverfismálum í samspili milli rannsókna og þróunarstarfs, hertrar stefnu í loftslags- og umhverfismálum, stafrænnar tækni sem og nýrra neyslustrauma og neyslumynstra. Norðurlönd þurfa að þróa fjölbreyttara atvinnulíf sem er samkeppnishæft í hinu nýja græna hagkerfi heimsins. Umskipti til græns samfélags verða því efst á baugi þegar Norðmenn gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu Íbúar Norðurlanda horfa björtum augum til framtíðar. Löndin okkar eru meðal þeirra bestu þegar velferð og lífsgæði eru mæld. Norræna líkanið með háu atvinnustigi, trausti milli aðila vinnumarkaðarins og þróuðu velferðarríki hefur reynst traust og aðlögunarhæft á tímum hnattvæðingar. Við höfum allar forsendur til að ráða við þessar breytingar. Íbúar Norðurlanda eru framarlega þegar kemur að færni og nýsköpun og löndin eru meðal eftirsóttustu svæða heimsins. Samanlagt eru hagkerfi okkar í hópi stærstu og samþættustu hagkerfa heims. Við erum helstu viðskiptaþjóðir hver annarrar. Við vinnum saman að rannsóknum og nýsköpun og njótum góðs af þeim mikla hreyfanleika sem einkennir sameiginlegan vinnumarkað og menntasamfélag Norðurlanda. Í framtíðinni viljum við halda áfram að þróa samstarfið og hreyfanleikann og jafnframt skerpa fyrirbyggjandi aðgerðir og afnám þeirra hindrana sem hamla hagvexti á Norðurlöndum. Um þessar mundir er unnið að ýmsum nýjum verkefnum sem ætlað er að efla norrænt samstarf um umskipti til græns samfélags á árinu Norræna rannsóknaráðið, Norræna nýsköpunarmiðstöðin og Norrænar orkurannsóknir eru þrjár stofnanir sem taka þátt í framkvæmd áætlunarinnar Nordic Green Growth Research and Innovation Programme, en hún á að fjármagna bestu norrænu rannsóknarog nýsköpunarverkefnin á sviði umskipta til græns samfélags. Fjárhagsrammi áætlunarinnar er 73 milljónir norskra króna. Verkefnið á að stuðla að sjálfbærri þróun, draga úr mengun andrúmslofts frá iðnaði, efla norræna samkeppnisfærni á alþjóðamörkuðum fyrir græna tækni, vörur og þjónustu og jafnframt að skapa nýja þekkingu og stefnu. Ráðist verður í stefnumótandi úttekt á samstarfi um umhverfismál þar sem markmiðið er að kanna hvernig efla 8

9 megi norrænt samstarf um loftslags- og umhverfismál. Unnið er að samskonar úttekt á orkumálasamstarfinu (Ollilaskýrslunni). Ný samstarfsáætlun um nýsköpunarog atvinnustefnu fyrir tímabilið mun liggja fyrir á formennskuári Norðmanna þar sem skilgreind verða markmið fyrir norrænt samstarf um umskipti til græns samfélags. Ráðist verður í gerð nýrrar samstarfsáætlunar á sviði skipulags- og byggðamála fyrir tímabilið á formennskuári Norðmanna. Í henni verður meðal annars fjallað um svæðisbundið atvinnulíf þar sem nýsköpun er í brennidepli. Á tímum breytinga á Norðurlöndum er þéttbýlisvæðing mikilvægt viðfangsefni. Verkefni um umskipti til græns samfélags og samkeppnisfærni á borgarsvæðum á að stuðla að því að norrænar borgir hafi lausnir á umhverfis- og loftslagsvandanum. Verkefnið felst í að þróa vísa sem mæla aðdráttarafl borga og áhrif sem gæði borga hafa á umhverfi, lýðheilsu og þróun aðlaðandi vinnustaða. Verkefnið um lífríki hafsins og bláa lífhagkerfið snýst um hlutverk bláu skóganna í kolefnishringrásinni og vistkerfum sjávar. Verkefnið felst einnig í að kortleggja magn örplasts í ákveðnum samnorrænum lífverum og kanna hugsanlegar afleiðingar sem örplast og plastúrgangur í sjó hafa á atvinnugreinar bláa lífhagkerfisins. Þá mun verkefnið innihalda aðgerðir gegn glæpastarfsemi í sjávarútvegi sem og útbreiðslu á ostrum úr Kyrrahafinu. Verkefnið um græna lífhagkerfið á að auka sjálfbærni í landbúnaði með því að nýta betur afgangshráefni og úrgang og draga úr sóun í verðmætakeðjunni og hjá neytendum. Norræna erfðaauðlindastofnunin (NordGen) og alþjóðlegi fræbankinn á Svalbarða eru mikilvæg fyrir lífhagkerfið og fæðuframleiðslu til framtíðar. Formennska Norðmanna mun efla aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda. Við munum halda áfram norrænu samstarfi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði, auka upptöku kolefnis í skógum og jarðvegi og laga atvinnugreinina að loftslagsbreytingum. Stjórnsýsluhindranaráðið er pólitískt skipað af ríkisstjórnum Norðurlanda. Verkefni ráðsins er að greiða fyrir frjálsri för einstaklinga og fyrirtækja um Norðurlönd. Afnám stjórnsýsluhindrana verður í forgangi á formennskuári Norðmanna sem liður í aðgerðum sem tengjast straumhvörfum og samkeppnisfærni á Norðurlöndum. Afnám stjórnsýsluhindrana skapar störf, eykur samkeppnisfærni og stuðlar að hagvexti. 9

10 10

11 Lýðfræðilegar breytingar aðlögun og virk þátttaka Þróun í Evrópu á undanförnum árum hefur leitt í ljós að fólksflutningar og aðlögun nýbúa eru helstu pólitísku, félagslegu og efnahagslegu viðfangsefni álfunnar um þessar mundir. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að vel takist til með aðlögun og samfélagsþátttöku nýbúa á Norðurlöndum. Jafnframt efnahagsleg og félagsleg nauðsyn. Samfélög Norðurlanda standa frammi fyrir stórum verkefnum en þau hafa einnig góðar forsendur til að ná árangri og vera öðrum löndum Evrópu og víðar til eftirbreytni. Á formennskuári Norðmanna verður ráðist í breiða norræna samstarfsáætlun um aðlögunarmál þar sem áhersla er lögð á þróun og miðlun þekkingar og reynslu á þessu sviði. Norðmenn vilja efla norrænar aðlögunaraðgerðir enn frekar. Verkefni um hlutverk menningarlífs og sjálfboðastarfs fyrir aðlögun og þátttöku á að stuðla að því að gera norræn samfélög opnari. Í mörgum nærsamfélögum og sveitarfélögum eru menning, íþróttir og ýmiss konar félagastarfsemi helsti vettvangur fólks fyrir utan vinnu og skóla. Menningarog félagslíf sem er aðgengilegt og hvetur til þátttöku veitir nýbúum mikilvæg tækifæri til að kynnast fólki í nærsamfélaginu, æfa sig í tungumálinu, nýta og sýna fram á færni sína og skynja sig sem hluta af heildinni. Á sviði menntamála og rannsókna verður ráðist í verkefni sem felst í að kortleggja og þróa skilvirk líkön fyrir mat á erlendri menntun og starfsréttindum. Með bættri yfirsýn yfir þau kerfi sem notuð eru á Norðurlöndum og þegar þau hafa verið samhæfð eftir því sem við á verður hægt að flýta fyrir og bæta aðlögun einstaklinga sem og nýtingu mannauðsins. Þriggja ára verkefni verður ýtt úr vör um þverfaglegar aðgerðir fyrir börn og ungmenni sem standa höllum fæti. Verkefninu er ætlað að skila okkur ákveðnum úrræðum vegna síaukinna vandamála barna og ungmenna sem koma til kasta sveitarfélaga hvarvetna á Norðurlöndum. Viðfangsefnin snúa einkum að menntun, atvinnu, heilbrigðisþjónustu, barnavernd, búsetu og aðlögun. Atvinna, menntun og tungumál eru talin lykillinn að vel heppnaðri aðlögun og nýrri verðmætasköpun og hvernig koma má í veg fyrir útskúfun einstaklinga og innrætingu öfgastefnu. Norðmenn vilja vinna áfram að verkefninu um lýðræði, aðlögun og öryggi, þar sem markmiðið er að efla skólann sem miðstöð aðlögunar og virkrar samfélagsþátttöku. 11

12 12

13 Samstarf í heilbrigðismálum Norðmenn munu á formennskuári sínu styðjast við tillögur stefnumótandi úttektar á norrænu heilbrigðismálasamstarfi (Könberg-skýrslunnar). Við ráðumst í verkefni í þeim tilgangi að auka þekkingu á sýklalyfjaónæmi og semja norræna samskiptaáætlun þar sem markmiðið er að draga úr notkun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er sívaxandi vandamál og veruleg ógn við heilbrigði um heim allan. Sérverkefni um heilbrigðisgögn og íhlutandi klínískar rannsóknir á að stuðla að því að við uppgötvum fyrr orsakir sjúkdóma og þróum einstaklingsmiðaðri fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir í heilbrigðisþjónustu. Aukið norrænt samstarf um klínískar rannsóknir og skráningarrannsóknir mun auka samkeppnisfærni þekkingarhagkerfisins. Á árinu 2017 munum við kanna möguleika á að samræma siðfræðilegt samþykki á norrænum rannsóknarverkefnum. Samræming á siðfræðilegu samþykki myndi spara mikinn tíma og fé og auka um leið samkeppnisfærni Norðurlanda. Verkefnið á að greiða fyrir innleiðingu á nýrri ESB-tilskipun um klínískar lyfjarannsóknir og norrænu samstarfi um heilbrigðisrannsóknir. Við munum einnig kanna möguleika á að stofna norrænt sýndarsetur fyrir rannsóknir á heilbrigðisgögnum. Markmiðið verður að koma á rafrænum innviðum sem auðvelda skipti á heilbrigðisgögnum milli norrænu ríkjanna. 13

14 Norðurlönd í Evrópu öflugra norrænt samstarf um Evrópumál 14

15 Norðurlönd eru hluti af Evrópusamfélaginu. Aðild okkar að ESB og EES mótar daglegt líf Norðurlandabúa. Norðurlönd geta verið öðrum hvatning og haft áhrif á þróun Evrópu. Sífellt reynir á samstarf Evrópuþjóða. Hagvöxturinn er ójafn og of mörg ungmenni eru án atvinnu. Viðfangsefni vegna fólksflutninga eru viðvarandi. Æ oftar eru lýðræðisleg gildi dregin í efa um leið og andstæður skerpast í samfélögum Evrópu. Öryggisástandið í Evrópu hefur breyst. Viðfangsefni Evrópu eru einnig viðfangsefni Norðurlanda. Evrópusamstarfið varðar grundvallarhagsmuni okkar í utanríkis- og efnahagsmálum. Hinn innri markaður skiptir sköpum fyrir hagkerfi landa okkar. Nánara samstarf um Evrópumál mun greiða fyrir efnahagslegri aðlögun og hreyfanleika og koma í veg fyrir hömlur á hagvexti á Norðurlöndum. Við viljum standa vörð um samfélag Evrópu og styðja við þau öfl sem vilja þétta raðir evrópskra þjóða. Við viljum vera öflugur stuðningur við þá Evrópu sem stendur vörð um frjálslynd gildi og mannréttindi og axlar ábyrgð á eigin öryggi. Hagsmunir okkar fá betri hljómgrunn ef sjónarmið Norðurlanda eiga samleið með sjónarmiðum Evrópu. Norðurlönd eiga að stuðla að því að Evrópa haldi forystuhlutverki sínu eins og ESB hefur sýnt með stefnu sinni í loftslagsmálum. Norrænt samstarf um Evrópumál hefur aukist á síðari árum. Norðmenn munu fylgja eftir áherslu finnsku formennskunnar á samstarf um Evrópumál. Á árinu 2017 munum við beita okkur fyrir því að auka sýnileika Norðurlanda í Brussel og samspil ríkjanna á sviðum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta. Efnislega leggjum við áherslu á þrjú stefnumótandi svið sem varða hagsmuni ríkjanna og þar sem Norðurlönd eru og eiga að vera forystusvæði en þau eru orkumál, loftslags- og umhverfismál og stafræn þróun. Nú liggur fyrir að semja nýja norræna samstarfsáætlun um orkumál þar sem meðal annars er stuðst við stefnumótandi úttekt á orkusamstarfinu (Ollila-skýrsluna). Markmið okkar er að Norðurlönd verði hér eftir sem hingað til fyrirmynd við þróun Orkusambandsins og hins evrópska raforkumarkaðar, og að ríkin eigi náið samstarf um þróun reglugerða ESB á þessu sviði. Orkumálasamstarfið felst einnig í samstarfi um rannsóknir og þróun innan ramma Norrænna orkurannsókna (NEF). Í loftslags- og umhverfismálum er markmiðið að norrænt samstarf leggi sitt af mörkum til metnaðarfullrar og skilvirkrar Evrópustefnu í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið og til markviss samstarfs um að draga úr losun. Stafræn tækni er lykilþáttur í þróun samkeppnisfærni í Evrópu. Norðurlönd eiga að vera faglegt, nýskapandi og þróttmikið svæði stafrænnar þróunar á vörum, þjónustu og þekkingu. Við viljum leggja okkar af mörkum til stefnumótunar ESB og byggja áfram á því norræna samstarfi sem fyrir er. 15

16 Norðurlönd og umheimurinn markvisst norrænt samstarf um utanríkismál 16

17 Norrænu þjóðirnar deila sameiginlegum hagsmunum og gildum. Daglegt líf á Norðurlöndum hefur á undanförnum árum orðið fyrir beinni áhrifum af þróun alþjóðamála en áður var. Erfiðleikarnir færast æ nær. Styrjaldir og átök suður og austur af Miðjarðarhafi hafa bein áhrif á öryggisástandið á meginlandi Evrópu. Ríki í Norður- Afríku og Miðausturlöndum hrynja. Lífsviðurværi fólks hverfur. Íbúarnir hrekjast á flótta. Sum ríki eru orðin griðastaðir fyrir hryðjuverkahópa. Sótt er að tjáningarfrelsinu. Verndarstefna og þjóðernishyggja ógna gagnsæinu. Þjóðarétturinn er dreginn í efa. Alþjóðlegir straumar berast æ hraðar til Norðurlanda. Norðurlönd þurfa að marka stefnu í heimsmálum. Á sama tíma eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Dregið hefur úr fátækt í heiminum, náðst hefur nýtt og metnaðarfullt samkomulag í loftslagsmálum, fleiri börn fá menntun og betri heilbrigðisþjónustu og hagvöxtur heldur áfram í Asíu og Afríku. Við eigum að beita okkur fyrir því að sameiginleg gæði heimsins verði varðveitt og þróuð. Sameinuðu þjóðirnar gegna einkar mikilvægu hlutverki og við viljum viðhalda áhuga Norðurlanda á málefnum SÞ. Norðurlönd eiga áfram að vera vænlegur samstarfsaðili í mikilvægum alþjóðlegum málefnum. Þátttaka Norrænu ráðherranefndarinnar í alþjóðamálum kallast á við óformlegt samráð landanna um utanríkis- og öryggismál og þannig næst mikið gagnkvæmt notagildi. Um er að ræða sjálfsögð viðbrögð við því að skilin milli innanríkismála og utanríkismála verða æ óljósari. Við munum beita okkur fyrir því að efla formlegt og óformlegt samstarf Norðurlanda um utanríkismál enn frekar. Við þurfum á sameiginlegri þekkingu og skilningi að halda á straumum í alþjóðaog efnahagsmálum. Á árinu 2017 munu Norðmenn þróa samstarf milli utanríkismálastofnana landanna enn frekar með því að styrkja sameiginleg rannsóknarverkefni og ráðstefnur. Með þessu er ætlunin að dýpka samstarfið í utanríkismálum enn frekar og vekja athygli á norrænu samstarfi í utanríkismálum. Frumkvæði forsætisráðherranna á að greiða fyrir sameiginlegum aðgerðum landanna til að bregðast við alþjóðlegri eftirspurn eftir nýstárlegum lausnum á viðfangsefnum samfélagsins þar sem Norðurlönd búa yfir kjarnafærni. Þemu í forgangi eru Nordic Green, Nordic Food and Welfare og Nordic Gender Effect. Fjárhagsrammi til þessara viðfangsefna er 30 milljónir danskra króna í þrjú ár. Til viðbótar koma fjárveitingar frá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni og öðrum norrænum stofnunum. 17

18 Norðurlönd eiga að vera sýnileg og auðþekkt. Með samstarfi náum við til fleiri einstaklinga og stærri markaða og eftirspurn eftir norrænni menningu og listum eykst stöðugt. Allt árið 2017 fer fram norræn hátíð í menningarmiðstöðinni Southbank Centre í Lundúnum, þar sem kynnt verður allt litróf norrænnar menningar og lista. Verkefni um vörumerki Norðurlanda mun eiga sinn þátt í að vekja athygli þegar norræn stjórnvöld og fyrirtæki fylgja eftir hagsmunum sínum erlendis. Náið samstarf norrænna sendiráða, einkum samhýsing, gefur mikinn virðisauka bæði fyrir kynningu á Norðurlöndum og samstarf um utanríkismál. Norrænt samstarf á grannsvæðum okkar gegnir sérstöku hlutverki. Skrifstofur Norrænu ráðherranefndarinnar í Eystrasaltsríkjunum fögnuðu 25 ára afmæli á árinu Samstarfið við Eystrasaltsríkin tekur mið af sameiginlegum hagsmunum landanna. Sökum þeirrar stöðu sem komin er upp í öryggismálum er samstarf við þau nú í brennidepli. Norræna ráðherranefndin verður áfram mikilvægur samstarfsaðili Eistlands, Lettlands og Litháens, meðal annars í málum sem varða stuðning við frjálsa og óháða fjölmiðla, menningu og orkuöryggi. Nordplus-áætlunin stuðlar að hreyfanleika milli menntastofnana á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. EES-sjóðir eru annað mikilvægt tæki sem þjónar sameiginlegum hagsmunum Norðurlanda í Eystrasaltsríkjunum. Við munum nota EES-sjóðina til að koma á samstarfi við Eystrasaltsríkin um utanríkismál á sviðum sem stuðla að stöðugleika og þróun á svæðinu. 18

19 Ný Norðurlönd 2.0 Markmiðið með umbótastarfi sem ber yfirskriftina Ný Norðurlönd 2.0 er að auka sveigjanleika og skilvirkni hjá Norrænu ráðherranefndinni og losa um fjármagn til pólitískra forgangsverkefna hverju sinni. Að tillögu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar samþykktu samstarfsráðherrarnir eftirfarandi markmið fyrir umbótastarfið: 1. Norðurlönd verði það svæði heimsins þar sem samþætting er lengst á veg komin. 2. Norrænt samstarf stuðli að sjálfbærum hagvexti á Norðurlöndum. 3. Norrænt samstarf skipti máli fyrir almenning á Norðurlöndum. 4. Norræna fjárhagsáætlunin nýtist betur sem stjórntæki. 5. Skipulag ráðherranefndarinnar verði lagað að nýjum áherslum. 6. Efnt verði til funda eftir þörfum um mál sem eru efst á baugi hverju sinni. Sérstök ráðherranefnd fjalli um aðlögun nýrra íbúa. 7. Aukið samspil ráðherra og embættismanna. 8. Öflugra samstarf embættismanna. 9. Heildrænna norrænt samstarf innan sem utan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar. 10. Forsætisráðherrarnir móti almenna stefnu í norrænu samstarfi. 11. Greiningarfærni verði aukin meðal starfsfólks Norrænu ráðherranefndarinnar. 19

20 Norræna ráðherranefndin Ved Stranden 18 DK-1061 København K ANP 2016:764 ISBN (PRINT) ISBN (PDF) 20

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Ab takast á vib breyttar abstæbur. Dagskrá Norburlandarábs 2008

Ab takast á vib breyttar abstæbur. Dagskrá Norburlandarábs 2008 Ab takast á vib breyttar abstæbur Dagskrá Norburlandarábs 2008 Dagskrá Norfurlandaráfs 2008 Samstarf norrænna þingmanna hefur þab ab markmibi ab efla pólitíska og efnahagslega þróun sem og á öbrum svibum,

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Bærinn okkar. betri bær og allir með

Bærinn okkar. betri bær og allir með Bærinn okkar betri bær og allir með Þróunarverkefni um útinám, mótun útikennslusvæðis við Varmárskóla og áherslur á umhverfi og menntun til sjálfbærrar þróunar í starfi skólans. 2008-2009 Lokaskýrsla Hópur

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Frá draumi til veruleika. Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt 541 TRYKSAG 457 Frá draumi til veruleika Norræn hæfnimarkmið og kennslufræðilegar áherslur í frumkvöðlamennt

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

NEFNDARÁLIT UM RÁÐHERRANEFNDARTILLÖGU. Ráðherranefndartillögu um Lyftistöng fyrir norræn barna- og unglingabókmenntir

NEFNDARÁLIT UM RÁÐHERRANEFNDARTILLÖGU. Ráðherranefndartillögu um Lyftistöng fyrir norræn barna- og unglingabókmenntir NEFNDARÁLIT UM RÁÐHERRANEFNDARTILLÖGU Nefndarálit menningar- og ar um Ráðherranefndartillögu um Lyftistöng fyrir norræn barna- og unglingabókmenntir 1. Tillaga nefndarinnar leggur til að beini tilmælum

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum

Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Börn á Norðurlöndum Þróun fjölskyldumiðstöðva á Norðurlöndum Nordens Välfärdscenter Hugmyndarit Niðurstöður verkefnisins Snemmbær úrræði fyrir fjölskyldur 1 Börn á Norðurlöndum þróun norrænna fjölskyldumiðstöðva

Læs mere

Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013

Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna Byggð á Menningarstefnu 2013 Aðgerðaáætlun um menningu barna og ungmenna 2014-2017 Byggð á Menningarstefnu 2013 Starfshópur um menningu barna og ungmenna 1. október 2014 31. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 1. Aðildarríki viðurkenna

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen

Sjö meginskyldur. embættismanna í opinberri stjórnsýslu. Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen Sjö meginskyldur embættismanna í opinberri stjórnsýslu Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd i centraladministrationen 4 Þýðing forsætisráðuneytis á Syv centrale pligter for embedsmænd

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Námslýsingar bekk :

Námslýsingar bekk : Námslýsingar 7. - 10. bekk 2017-2018: Nemendur eiga 6 stundir í vali yfir skólaárið og að auki val í íþróttum sem nemur einni kennslustund. Árshátíð leikrit. Þessi áfangi verður kenndur á 3. til 4. valtímabili

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir

Afbrot barna. Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Afbrot barna Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Anna María Káradóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hrefna Friðriksdóttir dósent

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Málalykill. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir Þjóðskjalasafn Íslands 2010 Leiðbeiningarrit Þjóðskjalasafns Íslands Málalykill Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir 2. útgáfa 2010 Þjóðskjalasafn

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði

Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar vinátta. virðing. gleði Skólanámskrá leikskóla Snæfellsbæjar 2017 vinátta virðing gleði 1 Leikskól Snæfellsbæjar 1. útgáfa sumarið 2017 Útgefandi: Leikskóli Snæfellsbæjar Krílakt v/brúarhlt 9, s: 4336925 Kríuból v/naustabúð 17,

Læs mere

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI F R A M K VÆ M D A D E I LD SKÖRYGGISMÁL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Þ Ó R A R I N N M A G N Ú S S O N V E R K F R Æ Ð I N G U R Efnisyfirlit Formáli bls. 2 Inngangur bls. 3 Kafli 1 - Eldvarnir bls. 5 Kafli 2 - Félags-

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands

Heildarendurskoðun grunnskólalaga. Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Noregs og Írlands Heildarendurskðun grunnskólalaga Skýrsla um kynnisferð grunnskólalaganefndar til Danmerkur, Nregs g Írlands 23. - 27. któber 2006 Menntamálaráðuneytið Desember 2006 Efnisyfirlit Inngangur...3 Danmörk...4

Læs mere

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál

BARNAVERNDARMÁL. Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd. Starfshópur um skilgreiningu á hugtakinu barnaverndarmál Barnaverndarmál Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Ritstjóri: Guðrún Kristinsdóttir Reykjavík 2004 BARNAVERNDARMÁL Skilgreining hugtaksins og samanburður við nágrannalönd Starfshópur

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014

Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2014 Stefna og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2014 2 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 LEIÐARLJÓS... 6 HLUTVERK... 6 SKIPURIT... 7 STARFSEMIN Í TÖLUM... 7 VERKEFNI SKRIFSTOFU SFS... 9 VERKEFNI...

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Social- og sundhed. nordisk samarbejdsprogram gældende fra dansk suomi íslenska english

Social- og sundhed. nordisk samarbejdsprogram gældende fra dansk suomi íslenska english Social- og sundhed nordisk samarbejdsprogram gældende fra 2006 dansk suomi íslenska english Indhold Social- og sundhed 3 Sosiaali- ja terveydenhuoltoala 8 Félags- og heilbrigðismál 13 Social Security and

Læs mere

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Kynning á skýrslu vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins og ríkissáttasemjara 21. maí 2013 Hannes G. Sigurðsson Aðdragandi skýrslunnar Gagnrýni á kjarasamninga

Læs mere

Indsatser for udsatte unge

Indsatser for udsatte unge Gode eksempler fra det nordiske arbejdsmarked dansk íslenska norsk svensk suomi 2 Gode eksempler fra det nordiske arbejdsmarked Forord 5 På tværs af casene 6 Formáli 11 Það sem dæmin eiga sameiginlegt

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU

SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES SVEIT Í BORG I DEILISKIPULAG Á ÁLFTANESI I GARÐABÆR I TILLAGA Í VINNSLU SVEIT Í BORG DEILISKIPULAGSTILLAGA - ÁLFTANES 2 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.... 6 1.1. Aðdragandi.... 6 1.2. Aðalskipulag.... 8 1.3. Deiliskipulag í gildi.... 8 1.4. Önnur svæði.... 8 1.. Samkeppnistillaga....

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum Birna Arnbjörnsdóttir Háskóla Íslands Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1. Inngangur Á haustmánuðum 2008 leitaði Norræna ráðherranefndin til Danmarks

Læs mere

Kvinders situation i regionale forandringsprocesser

Kvinders situation i regionale forandringsprocesser Kvinders situation i regionale forandringsprocesser Den islandske situation Forandringer i landbrugssamfundet Situationen i Husavik Anna Karlsdóttir, lektor Geografi og turismestudier A ð s k o ð a samfélagsbreytingar

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands

5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands 5. tbl. 8. árg. september 2008 Málgagn Kennarasambands Íslands HVAMMUR FORYSTUSKÓLI Í MARKVISSRI MÁLÖRVUN AÐ HEFJA NÁM Í FRAMHALDSSKÓLA SÖNGLEIKJAHALD Í GRUNDASKÓLA FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Nordisk samarbejde på social- og sundhedsområdet

Nordisk samarbejde på social- og sundhedsområdet Nordisk samarbejde på social- og sundhedsområdet Strategi for social- og sundhedsområdet 2013 og frem dansk suomi íslenska norsk svensk english 2strategi for social- og sundhedsområdet 2013 og frem Nordisk

Læs mere

Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 24. maí 2011 2 Tillaga um stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Borgarráð samþykkir: 1. Að stofna nýtt svið, skóla- og frístundasvið,

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Nýrnabilun af völdum v

Nýrnabilun af völdum v Nýrnabilun af völdum v sykursýki Runólfur Pálsson, læknir, FACP, FASN Landspítali Læknadeild Háskóla Íslands 23. febrúar ar,, 2009 Fræðslufundur Félags nýrnasjúkra og Samtaka sykurjúkra kra Diabetes and

Læs mere

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun

SMART. Kennsluleiðbeiningar. Smart Kennsluleiðbeiningar Námsgagnastofnun SMART Kennsluleiðbeiningar 1 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Almennt um námsefnið... 3 Námsumhverfi... 3 Náms- og kennsluaðferðir.... 3 Hlustun... 4 Munnlegur þáttur... 4 Lestur... 4 Ritun... 4 Orðaforði...

Læs mere