GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF"

Transkript

1 GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin eigi í samstarfi og á hvaða sviðum á samstarfið að fara fram? Leitað hefur verið svara við þessum spurningum í skoðanakönnun sem nær til þrjú þúsund einstaklinga á öllum Norðurlöndunum.

2 Dýrmætt samstarf Viðhorf norræns almennings til Norðurlanda Ulf Andreasson og Truls Stende ANP 2017:780 ISBN (PRINT) ISBN (PDF) ISBN (EPUB) Norræna ráðherranefndin 2017 Umbrot: Mette Agger Tang Kápumynd: norden.org/karin Beate Nøsterud Prentun: Rosendahls Printed in Denmark Norrænt samstarf Norræna samstarfið er eitt umfangsmesta svæðasamstarf í heiminum. Samstarfið byggir á landfræðilegri legu landanna, sameiginlegri sögu þeirra og menningu. Að samstarfinu koma Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Norræna samstarfið er pólitískt, efnahagslegt og menningarlegt og skiptir miklu í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Löndin vinna saman að því að marka Norðurlöndum stöðu í öflugri Evrópu. Með norrænu samstarfi er unnið að því að gæta hagsmuna svæðisins og efla norræn gildi í hnattrænum heimi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda og skipa þeim meðal þeirra svæða í heiminum þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest. Norræna ráðherranefndin Nordens Hus Ved Stranden København K Sækja útgefið efni:

3 DÝRMÆTT SAMSTARF

4 Ástandið í heiminum í dag útheimtir gott samstarf á Norðurlöndum. 4

5 Efnisyfirlit 7 Formáli 8 Samantekt 10 Inngangur 12 Norrænt samstarf er mikilvægt 14 Gildismat og samfélagsgerð fremur en menning og tungumál 18 Viðfangsefni samstarfsins 21 Líkt og ólíkt með löndunum 24 Hugleiðingar 28 Fylgiskjöl 5

6 Þegar gildin eru svipuð er auðveldara að standa saman.

7 Formáli Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð starfa fyrst og fremst í umboði almennings á Norðurlöndum. Því er mikilvægt að kanna hvað íbúum landanna finnst um samstarfið grundvöll þess, tilhögun og viðfangsefni. Við framkvæmdum umfangsmikla skoðanakönnun meðal rúmlega 3 þúsund íbúa í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Svipaðar kannanir á viðhorfum til norræns samstarfs hafa verið gerðar með óreglulegu millibili og með mismunandi markmiðum og aðferðum. Síðustu sambærilegu kannanir eru um tíu ára gamlar. Því var tími til kominn að framkvæma nýja könnun. Mikilvægt er að kanna viðhorf almennings til norræns samstarf nú þegar virðist hrikta í gömlum stoðum. Margt hefur breyst á undanförnum áratug: Bretar eru á leið út úr Evrópusambandinu, Kínverjar gegna æ mikilvægara hlutverki í heiminum, Bandaríkjamenn líta æ meir inn á við, þær ógnir sem steðja að Evrópu eru flóknari en fyrr og andstæður í samfélaginu verða skarpari. Þá hafa margir áhyggjur af þróun mála í Rússlandi svo að fátt eitt sé nefnt af því sem hefur verið að gerast á undanförnum árum í heiminum umhverfis Norðurlönd. Á þessum grundvelli er könnunin sem hér um ræðir unnin. Svörin sýna að íbúar Norðurlanda telja samstarfið dýrmætt. Þeim finnst samstarfið mikilvægt sem og sameiginlegt gildismat þjóðanna. Almenningur á Norðurlöndum telur að auka beri samstarfið, og er það okkur innblástur og hvatning til að efla og þróa norrænt samstarf eins og framast er unnt innan umboðs okkar. Skýrsluna unnu Ulf Andreasson og Truls Stende á greiningar- og matssviði Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún er hluti af skýrsluröð sviðsins, sem ætlað er að varpa ljósi á málefni sem eru ofarlega á baugi og mikilvæg frá norrænu sjónarmiði. Kaupmannahöfn, október 2017 Dagfinn Høybråten Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Britt Bohlin Framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs 7

8 The Antarctic Peninsula has warmed 2.5 C in the last 50 years, resulting in the thinning and collapse of ice shelves. When snow and ice melt and a darker surface is exposed, i.e. more solar energy is absorbed Mér finnst að sömu reglur ættu að gilda fyrir launafólk varðandi skatta og slíkt. Það ætti ekki að skipta máli hvar á Norðurlöndunum fólk býr. Samantekt Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð framkvæmdu umfangsmikla skoðanakönnun meðal rúmlega 3 þúsund íbúa í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Niðurstöður fyrir Norðurlöndin í heild eru metnar út frá íbúafjölda í hverju landi. Helstu niðurstöður könnunarinnar má taka saman í nokkur atriði en þau eru: Stuðningur við norrænt samstarf Norrænt samstarf nýtur víðtæks stuðnings meðal almennings. Meira en 90 prósent íbúanna telja norrænt samstarf mikilvægt eða mjög mikilvægt, og þar af telja nærri 60 prósent að samstarfið sé mjög mikilvægt. Tveir þriðju segjast vilja aukið norrænt samstarf. Í öllum löndunum vill meirihluti íbúa að samstarfið verði aukið. Ennfremur telja tveir þriðjungar Norðurlandabúa að atburðir síðustu ára á heimsvísu hafi gert að verkum að norrænt samstarf sé nú enn mikilvægara en fyrr. Með hliðsjón af svörum úr svipaðri könnun sem framkvæmd var árið 2006 er óhætt að segja að fleiri séu jákvæðir í garð norræns samstarfs nú en þá. Einkum hefur greinileg breyting orðið í Svíþjóð. Stór hluti íbúanna þekkir til Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Meira en 80 prósent þekkja til annarrar hvorrar stofnunarinnar. Það eru talsvert fleiri en í síðustu könnun. 8

9 Grundvöllur samstarfsins og norræn gildi Mikilvægasti grundvöllur norræns samstarfs er talinn felast í sameiginlegu gildismati og svipaðri samfélagsgerð. Um þriðjungur aðspurðra telur þetta tvennt mikilvægast, en svipuð menning (19 prósent) og gagnkvæmur tungumálaskilningur (8 prósent) virðast ekki skipta eins miklu máli. Helstu dæmigerðu norrænu gildi sem minnst er á eru málfrelsi, að allar manneskjur séu jafn mikils virði og hafi sömu réttindi og opin og lýðræðisleg vinnubrögð. Viðfangsefni samstarfsins Í sem almennustum skilningi þykja varnar- og öryggismálin það svið sem mikilvægast sé að eiga norrænt samstarf um. Á eftir því fylgja, í þessari röð: menntamál, heilbrigðis- og félagsmál, loftslags- og umhverfismál, efnahags- og fjármálastefna og vinnumarkaðsmál. Helsti kosturinn við norrænt samstarf er talinn vera í fyrsta lagi sá möguleiki að geta nýtt öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði, í öðru lagi að samstarfið veiti Norðurlöndum öflugri rödd á heimsvísu og í þriðja lagi að það geri löndunum kleift að nýta úrræði hvert annars t.d. hvað varðar heilbrigðisþjónustu. Þegar viðmælendur voru beðnir að velta því fyrir sér hvaða svið norræns samstarfs þeim þætti mikilvægast í eigin daglega lífi svöruðu flestir að það væri að geta óhindrað flutt á milli Norðurlandanna og starfað þar, í öðru lagi frjáls för án landamæraeftirlits, í þriðja lagi að geta sótt sér menntun og fengið ólíkar prófgráður metnar á Norðurlöndunum, og í fjórða lagi að geta nýtt sér opinbera þjónustu (t.d. hvað varðar skatta-, heilbrigðis- og eftirlaunamál) þegar flutt er innan Norðurlandanna. Nokkrar vangaveltur Með hliðsjón af svörum viðmælenda í könnuninni má hugsa sér að þau norrænu gildi sem íbúarnir telja hvað mikilvægust séu hin sömu og mörgum hefur þótt sótt að, eða í það minnsta að þau væru undir þrýstingi. Almenningur í löndunum vill standa vörð um þessi gildi, sem veldur því að norrænt samstarf er nú talið mikilvægara en áður. Hvað sem því líður eru gildi sem varða lýðræði, gagnsæi og manngildi hátt skrifuð meðal Norðurlandabúa. Íbúarnir hafa ýmsar hugmyndir um hvað samstarfið eigi að fjalla um. Nokkur rótgróin samstarfssvið lenda þar ofarlega á blaði, ásamt sviðum sem ekki er eins sterk hefð fyrir að vinna með í norrænu samstarfi. Almennt má túlka svörin á þá leið að mörg hinna hefðbundnu pólitísku samstarfssviða njóti áfram stuðnings almennings, og að talið sé mikilvægt ekki síst frá sjónarhorni einstaklingsins að auðvelda hreyfanleika yfir landamæri. Hugsanlega benda svörin einnig til þess að almenningur sjái fyrir sér að Norðurlönd gegni stærra hlutverki frá landfræðipólitísku sjónarmiði. Þetta þarf þó að kanna betur. Munur er á viðhorfum fólks eftir löndum og eftir mismunandi lýðfræðibreytum (s.s. aldri og kyni). Svörin gefa þá heildarmynd að almennningur á Norðurlöndum hafi tiltölulega svipaða sýn á Norðurlönd og norrænt samstarf. 9

10 Ég vil að við Norðurlandabúar stöndum saman á þessum skrýtnu tímum. Inngangur Aðilar að hinu opinbera norræna samstarfi eru þingmannavettvangurinn Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin, sem er samstarfsvettvangur ríkisstjórnanna. Þegar upp er staðið starfa báðar stofnanir í þágu almennings á Norðurlöndum. Því er þýðingarmikið að kanna viðhorf íbúanna til Norðurlanda og samstarfsins. Telja þeir til dæmis samstarfið mikilvægt? Vilja þeir meira eða minna samstarf? Hver er grundvöllur þess að norrænu löndin eigi að vinna saman og hver eiga viðfangsefni þess samstarfs að vera? Leitað var svara við þessu meðal íbúa alls staðar á Norðurlöndum. Niðurstöður könnunarinnar eru kynntar í þessari skýrslu. Birtar eru niðurstöður fyrir Norðurlönd í heild, en einnig fyrir Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg, Svíþjóð, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland. Við völdum að leggja sérstaka áherslu á viðhorf ungs fólks (16 30 ára) í skýrslunni. Unga fólkið er framtíð Norðurlanda. Viðhorf þess gagnvart Norðurlöndum eru því sérlega mikilvæg og gerð er sérstaklega grein fyrir þeim í flestum liðum skýrslunnar. Einnig er gerð grein fyrir muni á svörum karla og kvenna. Fyrri kannanir á viðhorfi til norræns samstarfs Kannanir á viðhorfi til norrænu landanna og norræns samstarfs hafa verið framkvæmdar með óreglulegu millibili. Slík könnun var síðast gerð meðal almennings á Norðurlöndum árið 2008: Hvad er vigtigt i Norden? Nordboerne om det nordiske samarbejde ( Hvað skiptir máli á Norðurlöndum? 10

11 Viðhorf Norðurlandabúa til norræns samstarfs ). Markmiðið var að varpa ljósi á þekkingu íbúa landanna á norrænu samstarfi og greina þau samstarfssvið sem þeir töldu skipta mestu máli. Árið 2006 lét Norðurlandaráð gera könnun sem hafði sama markmið: Nordisk samarbejde Nordens borgere om nordisk samarbejde. En opinionsundersøgelse i Finland, Danmark, Island, Norge og Sverige ( Norrænt samstarf Viðhorf almennings til norræns samstarfs. Skoðanakönnun í Finnlandi, Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð ). Könnunin var gerð í framhaldi af svipaðri könnun frá 1993: Nordiskt folk om nordiskt samarbete en attitydundersökning i Sverige, Norge, Danmark, Finland och Island våren 1993 ( Norrænar þjóðir um norrænt samstarf könnun á viðhorfum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi vorið 1993 ). Einnig var umfangsminni könnun framkvæmd árið 2009, sem samin var með valda hagsmunaaðila í huga. Auk þess hefur Norræna félagið látið gera nokkrar skoðanakannanir sem segja má að tengist þeirri sem hér um ræðir. Í nýju könnuninni er að nokkru leyti fengist við sömu viðfangsefni og í þeim sem framkvæmdar voru 1993, 2006, og 2008, sem skapar forsendur til að bera einhverjar af niðurstöðum hennar saman við fyrri niðurstöður. Einnig voru ýmsar af spurningunum sem lagðar voru fyrir í þetta sinn nýjar af nálinni eða orðaðar með öðrum hætti en fyrr. Nú var markmiðið einkum að grafast fyrir um hvað almenningur telur vera drifkraftinn að baki norrænu samstarfi. Er það gildismat, tungumál, menning eða samfélagsgerð? Og hvaða gildi eru eiginlega dæmigerð fyrir Norðurlönd? Þessar spurningar eru mikilvægur grundvöllur umræðu um þá stefnu sem samstarfið á að taka í framtíðinni. Aðferð Um almenna framkvæmd skoðanakönnunarinnar sá sænska fyrirtækið Novus í samstarfi við Oxford Research, að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Norstat sá um að taka viðtöl við íbúa í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og á Álandseyjum. Gallup sá um að taka viðtöl á Íslandi, DMA tók viðtöl í Færeyjum og á Grænlandi sá HS Analysis um að taka viðtöl fyrir hönd Novus/Norstat. Alls voru tekin viðtöl við íbúa, 16 ára og eldri, þar sem spurt var um viðhorf þeirra til Norðurlanda, norræns samstarfs og norrænna gilda. Viðmælendum var skipt í fjóra aldurshópa. Yngsti aldurshópurinn var fólk á aldrinum ára og var hann skilgreindur sem ungt fólk/ungmenni. Tekin voru viðtöl við manns í hverju norrænu ríki og manns á Álandseyjum, í Færeyjum og á Grænlandi. Símaviðtöl voru tekin við viðmælendur og fóru þau fram í ágúst og september Þegar greint er frá viðhorfum almennings á Norðurlöndum til ýmissa mála hafa svör frá tilteknum löndum verið látin vega þyngra en önnur. Svör frá hverju landi hafa verið metin í hlutfalli við íbúafjölda. Þannig hafa svörin frá Svíþjóð mest vægi í heildarniðurstöðunum, en svör frá Íslandi tiltölulega lítið vægi (sama gildir um Álandseyjar, Færeyjar og Grænland). Ef kanna á viðhorf almennings í norrænu löndunum sem heild er sanngjarnt að viðhorf hvers og eins íbúanna vegi jafn þungt. Niðurstöður eru einnig metnar með tilliti til aldurs og kyns viðmælenda. Nánari upplýsingar um vægi hvers lands í niðurstöðunum er að finna í fylgiskjalinu. Þar eru einnig upplýsingar um skekkjumörk í könnuninni. Frekari upplýsingar um kyn og aldur viðmælenda veitir greiningarog matssvið Norrænu ráðherranefndarinnar. 11

12 Norrænt samstarf er mikilvægt Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings meðal almennings. Sjá mynd 1. Myndin sýnir að meira en 90 prósent íbúa á Norðurlöndum telja það mikilvægt eða mjög mikilvægt að löndin eigi í samstarfi, þar af telja tæp 60 prósent að það sé mjög mikilvægt. Aðeins eitt prósent Norðurlandabúa telur að norrænt samstarf sé alls ekki mikilvægt. Hlutfall þeirra sem telja samstarfið mikilvægt eða mjög mikilvægt er, með einni undantekningu, um 90 prósent í öllum löndunum. Grænland sker sig úr hvað þetta varðar, en þar er hlutfallið lægra. Þó telur meirihluti íbúa á Grænlandi tæp 60 prósent að samstarfið sé mikilvægt eða afar mikilvægt. Ungu fólki finnst einnig að norrænt samstarf sé mikilvægt. 86 prósent telja að gott samstarf norrænu landanna sé mikilvægt eða mjög mikilvægt, sem þó er lægra hlutfall en meðal allra íbúanna, þar sem 92 prósent telja að svo sé. Einnig telja færri meðal unga fólksins að samstarfið sé mjög mikilvægt; 45 prósent samanborið við 59 prósent allra íbúanna. Fleiri konur en karlar telja að gott samstarf milli norrænu landanna sé mjög mikilvægt (62 prósent á móti 55 prósentum). Tveir þriðju segjast vilja aukið norrænt samstarf. Þetta má setja í sögulegt samhengi. Þegar svipuð spurning var borin upp í könnun árið 1993 sögðust 74 prósent vilja aukið samstarf, eða nokkru fleiri en í könnuninni sem hér er til umfjöllunar. Árið 2006 vildu það hinsvegar færri, eða 62 prósent. Sjá mynd 2. Eins og myndin sýnir lenda niðurstöður ársins 2017 á milli niðurstaðna fyrri ára. Það sem meira er, samanborið við könnunina frá 2006 benda svör ársins 2017 til þess að fleiri vilji nú að norrænt samstarf verði aukið. Eins og fram kemur er hlutfall þeirra sem telja norrænt samstarf mikilvægt lægra á Grænlandi, en þrátt fyrir það eru það íbúar Grænlands, svo og Svíþjóðar og Álandseyja, sem helst vilja að norrænt samstarf verði aukið prósent aðspurðra í Svíþjóð, á Álandseyjum og Grænlandi segjast vilja sjá aukið norrænt samstarf. Vert er að nefna að þegar samsvarandi könnun var gerð árið 2006 voru íbúar Svíþjóðar síst líklegir til að finnast þörf fyrir norrænt samstarf. Ennfremur telja tveir af þremur viðmælendum á öllum Norðurlöndunum að atburðir síðustu ára á heimsvísu hafi gert það að verkum að vægi norræns samstarfs sé nú meira en fyrr. Það eru einkum íbúar Svíþjóðar og Finnlands sem eru á þeirri skoðun. Einstaklingar eldri en 30 ára eru líklegri til að svara á þessa leið en þeir sem yngri eru. Greinilegt er að norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings. Hver ætli sé talinn grundvöllur samstarfsins? 12

13 Prósent Mynd 1 Hversu mikilvægt finnst þér að Norðurlöndin eigi í ríku og nánu samstarfi? Mjög mikilvægt Alls ekki mikilvægt Hef ekki skoðun Prósent Mynd 2 Vilt þú að Norðurlöndin eigi í meira eða minna samstarfi eða er umfang samstarfsins mátulegt eins og það er? Spurningin er keimlík spurningum sem bornar voru upp í könnunum 1993 og 2006, þó að orðalag sé annað Meira samstarf Mátulegt eins og það er núna Minna samstarf Hef ekki skoðun

14 Gildismat og samfélagsgerð fremur en menning og tungumál Það er svipað gildismat og samfélagsgerð sem flestir telja að tengi norrænu löndin saman og myndi grundvöll fyrir samstarf þeirra. Sjá mynd 3. Eins og myndin sýnir segist um þriðjungur telja að gildismat sé mikilvægasti grundvöllur samstarfsins. Næstum jafn margir telja svipaða samfélagsgerð í löndunum mikilvægasta grundvöllinn. Tæp 20 prósent telja að menningarleg samkennd þjóðanna sé grundvöllur samstarfsins, en færri en 10 prósent nefna gagnkvæman tungumálaskilning. Þó að sameiginleg gildi og svipuð samfélagsgerð séu almennt talinn mikilvægasti grundvöllur norræns samstarfs er misjafnt eftir löndum hve mikilvægir þessir þættir eru í augum íbúanna, eins og tafla 1 sýnir. Eins og sjá má er sameiginlegt gildismat einkum talið mikilvægt í Danmörku. Í Finnlandi er gildismat einnig talið mikilvægasti grundvöllur norræns samstarfs, þó að ekki sé með eins afgerandi hætti. Svipuð samfélagsgerð er talin mikilvægust af íbúum Íslands, Grænlands, Svíþjóðar og Noregs. Svipuð menning er frekar talin mikilvæg á Íslandi en í hinum löndunum (jafnvel þó að þar leggi fleiri áherslu á svipaða samfélagsgerð), en á Grænlandi og í Færeyjum er tungumálaskilningur oftar nefndur til sögunnar. Í Færeyjum er gagnkvæmur tungumálaskilningur talinn vera mikilvægasti grundvöllur samstarfsins. Fleiri meðal unga fólksins en meðal íbúanna í heild telja að helsti grundvöllur hins norræna samstarfs sé sameiginlegt gildismat okkar. Ennfremur segja fleiri konur en karlar að sameiginlegt gildismat sé mikilvægasti grundvöllur samstarfsins. Ekkert eitt atriði skar sig úr með svipuðum hætti í svörum karlanna. Tafla 1 Mikilvægasti grundvöllur norræns samstarfs eftir löndum Miðað við það vægi sem norrænt gildismat hefur í augum viðmælenda er áhugavert að skoða nánar hvaða gildi íbúar landanna telja einkenna Norðurlönd. Sjá mynd 4. Land Svipað gildismat Svipuð samfélagsgerð Svipuð menning Að við skiljum að mestu leyti tungumál hvert annars Annað Ekkert af framangreindu Norðurlönd í 34% 32% 19% 8% 5% 2% heild Svíþjóð 32% 36% 16% 8% 6% 2% Noregur 26% 35% 24% 8% 5% 2% Danmörk 42% 22% 19% 10% 5% 1% Finnland 38% 33% 19% 6% 4% 1% Ísland 27% 32% 30% 4% 5% 2% Álandseyjar 35% 26% 20% 12% 7% 0% Færeyjar 33% 16% 13% 35% 1% 2% Grænland 22% 30% 19% 27% 0% 2% 14

15 Við höfum svipað gildismat Við búum við svipaða samfélagsgerð Mynd 3 Hver er að þínu mati mikilvægasti grundvöllur norræns samstarfs? Er það að Menning okkar er svipuð Við skiljum að mestu leyti tungumál hvert annars Annað Ekkert af framangreindu Prósent Málfrelsi Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði Opin og lýðræðisleg vinnubrögð Umönnun og félagsleg öryggisnet Umhverfisvitund Gagnkvæmt traust Trúfrelsi Mannúð Ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum Heiðarleiki Mynd 4 Gildi geta tengt fólk saman þvert á menningarheima og samfélög. Finnst þér einhver eftirfarandi gilda vera dæmigerð norræn gildi, þ.e.a.s. gildi sem við sem búum á Norðurlöndunum eigum sameiginleg? (veljið þrennt að hámarki) Samvinnuandi Kristilegur og húmanískur menningararfur Ekkert Prósent 15

16 Mörg svör voru í boði og gat hver viðmælandi valið þrjú. Af öllum möguleikunum voru það málfrelsi, að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði og opin og lýðræðisleg vinnubrögð sem flestir töldu dæmigerð norræn gildi. Viss munur er á svörum eftir búsetu. Mynd 5 sýnir hvaða gildi eru helst talin vera dæmigerð fyrir Norðurlönd, í öllum löndunum. Eins og myndin sýnir eru fleiri í Danmörku en í hinum löndunum sem telja málfrelsi vera dæmigerðasta norræna gildið. Íslendingar nefna helst það að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði. Í Noregi eru fleiri en á Norðurlöndum almennt sem nefna opin og lýðræðisleg vinnubrögð sem dæmigert norrænt gildi, þó að fleiri nefni málfrelsið og það að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði. Íbúar Grænlands nefna flestir gagnkvæmt traust sem dæmigert norrænt gildi. Í Finnlandi nefna flestir umönnun og félagsleg öryggisnet sem sameiginleg gildi okkar Norðurlandabúa. Mismunandi aldurshópar svara því í meginatriðum með svipuðu móti hvað þeir telji vera dæmigerð norræn gildi. Áhugaverður munur er á fólki undir 65 ára aldri og fólki 65 ára og eldra, en elsti aldurshópurinn telur það mikilvægara að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði og aðeins fleiri í þeim hópi nefndu það atriði en málfrelsið. Hjá viðmælendum undir 65 ára aldri er þessu öfugt farið. Fleiri konur en karlar nefna málfrelsi, trúfrelsi og umhverfisvitund sem dæmigerð norræn gildi, en karlar nefna frekar samvinnuanda. Með hliðsjón af þeim atriðum sem íbúar landanna telja mynda grundvöll samstarfsins og vera dæmigerð fyrir norrænt gildismat er áhugavert að skoða nánar hugmyndir þeirra um hvernig samstarfið eigi að vera byggt upp, þ.e. hvaða tilteknu samstarfssvið þeir telja mikilvægust. 16

17 Mynd 5 Þrjú mikilvægustu gildin að mati íbúanna SVÍÞJÓÐ Málfrelsi 38% Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði 34% Opin og lýðræðisleg vinnubrögð 28% Málfrelsi 44% Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði 38% Opin og lýðræðisleg vinnubrögð 37% NOREGUR DANMÖRK Málfrelsi 49% Opin og lýðræðisleg vinnubrögð 33% Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði 32% FINNLAND Málfrelsi 40% Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði 40% Umönnun og félagsleg öryggisnet 29% ÍSLAND Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði 51% Málfrelsi 31% Trúfrelsi 27% Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði 39% Málfrelsi 38% Opin og lýðræðisleg vinnubrögð 27% ÁLANDSEYJAR FÆREYJAR Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði 39% Málfrelsi 36% Trúfrelsi 33% GRÆNLAND Gagnkvæmt traust 25% Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði 24% Heiðarleiki 22% 17

18 Viðfangsefni samstarfsins Viðfangsefni norræns samstarfs var þema þriggja spurninga í könnuninni á einn eða annan hátt. Þessar spurningar náðu yfir breitt svið þar sem viðmælendur áttu að svara því án mikillar umhugsunar hvað þeir teldu stærsta kostinn við norrænt samstarf og því hvað hver og einn teldi vera mikilvægasta kostinn fyrir sig persónulega. Spurningunni um mikilvægasta viðfangsefni norræns samstarfs mátti svara með opnum hætti. Spyrlarnir sáu svo um að flokka svörin. Á heildina litið eru varnar- og öryggismálin talin mikilvægust. Sjá mynd 6. Myndin sýnir að næst á eftir varnar- og öryggismálum koma eftirfarandi svið, í þessari röð: menntamál, heilbrigðis- og félagsmál, loftslags- og umhverfismál, efnahags- og fjármálastefna og vinnumarkaðsmál. Í samanburði við fyrri kannanir hefur áhugaverð breyting átt sér stað. Árið 2008 var barátta gegn glæpastarfsemi þvert á landamæri talið mikilvægasta sviðið, en nú var það komið neðar á forgangslistann. Hið gagnstæða á við um varnar- og öryggismálin, sem nú eru efst á listanum. Þau lentu ofarlega á blaði í könnun ársins 1993 en höfðu færst neðar árið Vert er að nefna að spurningarnar sem lagðar voru fyrir í fyrri könnunum eru ekki alveg þær sömu og í nýju könnuninni. Íbúar Danmerkur, Álandseyja, Íslands, Grænlands og Færeyja skera sig frá öðrum Norðurlandabúum að þessu leyti, en þar eru varnar- og öryggismálin ekki á meðal þriggja efstu atriðanna. Í þessum löndum eru menntamál almennt talin mikilvægari. Unga fólkið telur menntamálin mikilvægust og því næst varnar- og öryggismálin. Karlar eru líklegri en konur til að telja varnar- og öryggismál mikilvægasta samstarfssviðið, en fleiri konur svara því að menntamál, auk heilbrigðis- og félagsmála, séu mikilvægustu samstarfssviðin. Önnur spurning sneri að helstu kostunum við norrænt samstarf (mörg svör í boði og enginn möguleikanna varðaði varnar- og öryggismál). Flestir töldu helsta kostinn vera að íbúar landanna gætu nýtt öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði. Sjá mynd 7. Eins og sjá má telur næstum helmingur viðmælenda einn helsta kostinn vera að íbúar landanna geti nýtt öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði. Einkum eru það íbúar á Íslandi sem nefna þetta atriði, en það er talið eitt af mikilvægustu atriðunum í öllum löndunum nema Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Nokkru lægra hlutfall telur það mikilvægan kost að samstarfið styrki rödd Norðurlanda á heimsvísu. Þrátt fyrir að það atriði tengist varnar- og öryggismálunum ekki beint eru tengingar til staðar: hvort tveggja varðar það hvernig fólk sér Norðurlönd frá landfræðipólitísku sjónarhorni. Þessi spurning var ekki borin fram á alveg sama hátt árin 1993 og 2006, en þó má gera sér í hugarlund að þrátt fyrir að norræn samhæfing hafi þótt skipta minna máli árið 2006 en 1993 virðist mikilvægi hennar aftur fara vaxandi í hugum fólks. 18

19 Varnar- og öryggismál Mynd 6 Menntun Ef þú veltir fyrir þér Heilsufarsmál og félagsleg úrræði öllum þeim sviðum Efnahags- og fjármálastefna Loftslags- og umhverfismál sem hægt er að Málefni vinnumarkaðarins eiga samstarf um á Aðlögun og málefni flóttamanna Norðurlöndunum, hvaða Menning Rannsóknir/nýsköpun svið myndirðu segja að Atvinnulíf/fyrirtækjarekstur væru mikilvægust? (má Barátta gegn glæpum, þvert á landamæri Norðurlanda velja eins mörg svið og Við eigum að eiga samstarf um eins mikið og hægt er hver vill) Orkumál/orkunýting Sjálfbær nýting náttúruauðlinda Jafnrétti Samstarf um lagasetningu Utanríkismál Tengslin við Evrópusambandið Málefni matvæla og landbúnaðar Tungumál Svæðistengd málefni/svæðaþróun Annað Ekkert svið Prósent Að þá geta íbúarnir nýtt sér öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði Að rödd okkar verður öflugri á heimsvísu Að við getum nýtt úrræði hvert annars, t.d. sjúkrahús Mynd 7 Hvað af eftirtöldu finnst þér vera stærsti kosturinn við norrænt samstarf? (3 atriði að hámarki) Að við verðum öflugri á sviði verslunar og samkeppni Að auðveldara verður að leysa úr vandamálum, þvert á landamæri Að við getum lært hvert af öðru Að við getum sparað kostnað með samstarfi Prósent 19

20 Næstum jafn stór hluti viðmælenda svarar samsvarandi spurningu í nýju könnuninni á þá leið að möguleikar landanna til að nýta úrræði hvert annars, m.a. í heilbrigðisþjónustu, skipti miklu máli. Einkum kann unga fólkið vel að meta það að geta nýtt öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði. Sjá töflu 2. Tafla 2 Hlutfall aðspurðra (eftir aldurshópum) sem telja að einn mikilvægasti kosturinn við norrænt samstarf sé það að geta nýtt öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði. Heildarfjöldi ára ára ára 65 ára og eldri 46% 53% 47% 42% 41% Taflan sýnir hlutfall viðmælenda úr hverjum af aldurshópunum fjórum sem telja að einn mikilvægasti kosturinn við norrænt samstarf sé að geta nýtt öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði. Stærra hlutfall karla en kvenna telur verslun og samkeppnishæfni á meðal helstu kosta við samstarfið (þó að það sé ekki efst á lista þeirra). Hins vegar telur stærra hlutfall kvenna en karla að það að geta lært hvert af öðru sé á meðal helstu kostanna (þó að það sé heldur ekki efst á lista kvennanna í heilum tölum). Þegar spurt var hvaða samstarfssvið hverjum og einum þætti mikilvægast í eigin daglega lífi (aðeins hægt að velja einn möguleika) var enginn svarmöguleika tengdur öryggismálum. Það að geta óhindrað flutt á milli Norðurlandanna og starfað þar lenti í efsta sæti, en fast á eftir fylgdi frjáls för án landamæraeftirlits, að geta sótt sér menntun og fengið ólíkar prófgráður metnar á Norðurlöndunum, og geta nýtt sér opinbera þjónustu (t.d. hvað varðar skatta-, heilbrigðis- og eftirlaunamál) þegar flutt er innan Norðurlandanna. Í aldurshópnum ára var hærra hlutfall viðmælenda sem sagði það mikilvægast frá sínum bæjardyrum séð að geta stundað nám í öðrum norrænum löndum og fengið prófgráður viðurkenndar milli landa. Þekking á Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði Meira en þrír af hverjum fjórum hafa heyrt um Norðurlandaráð, en nokkru færri um Norrænu ráðherranefndina. Alls þekktu rúm 80 prósent viðmælenda til Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Af athugasemdum sem spyrlarnir skrifuðu við þessa spurningu mætti ætla að margir viðmælenda hafi talið Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina vera eitt og hið sama sem kemur heim og saman við reynslu margra af fulltrúum þessara stofnana í ýmsu samhengi. Í samanburði við niðurstöður könnunar frá 2008 eru nú nokkru fleiri sem þekkja til Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar, en munurinn er þó ekki tölfræðilega marktækur. 20

21 Líkt og ólíkt með löndunum Kaflinn hér að neðan inniheldur samantekt á nokkrum áhugaverðum niðurstöðum úr skoðanakönnuninni frá öllum norrænu löndunum. Sjónum er einkum beint að því með hvaða hátt svörin sem um ræðir skera sig úr. Því er mikilvægt að hafa í huga að sú heildarmynd sem könnunin veitir er að löndin séu nokkuð samstíga í svörum sínum. Þegar svör frá einstökum löndum eru borin saman við svör frá Norðurlöndum í heild er mikilvægt að muna að svör frá fjölmennustu löndunum hafa meira vægi í heildarútkomunni. Það gildir einnig í hina áttina: svör frá fámennari löndum hafa minna vægi í heildarútkomunni. Þetta þýðir meðal annars að niðurstöður frá Svíþjóð eru nær niðurstöðum Norðurlanda í heild en niðurstöður hinna landanna, vegna þess að 38 prósent allra íbúa á Norðurlöndum búa í Svíþjóð. Hins vegar hefur það lítil áhrif á niðurstöður Norðurlandanna í heild þó að svör frá Íslandi, Álandseyjum eða Grænlandi séu frábrugðin svörum meirihlutans. Danmörk Viðmælendur í Danmörku svara oft með svipuðum hætti og viðmælendur í hinum löndunum en skera sig þó úr á nokkrum sviðum. Í Danmörku er hæst hlutfall þeirra sem telja sameiginlegt gildismat vera helsta grundvöll norræns samstarfs. 42 prósent svara á þá leið, en 34 prósent á Norðurlöndum í heild. Danir töldu málfrelsið mikilvægast hinna norrænu gilda. Viðmælendur í Danmörku, líkt og í hinum löndunum, telja að norrænt samstarf sé mikilvægt. Hlutfall þeirra sem telja samstarfið mikilvægt í ljósi atburða síðustu ára á heimsvísu er þó lægra í Danmörku (56 prósent) en í löndunum í heild (68 prósent). Svörin frá Danmörku greina sig frá svörum heildarinnar (það gera að vísu einnig svör frá Íslandi, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi) að því leyti að þar er samstarf um varnar- og öryggismál ekki í neinu af þremur efstu sætunum yfir mikilvægustu samstarfssviðin. Í Danmörku telja 22 prósent að þetta sé eitt af mikilvægustu samstarfssviðunum, en 31 prósent er á þeirri skoðun á öllum Norðurlöndum. Finnland Aðspurðir í Finnlandi telja norrænt samstarf mikilvægt. Einkum telja þeir að atburðir síðustu ára á heimsvísu hafi aukið vægi þess. Þetta telja 74 prósent viðmælenda í Finnlandi, en 68 prósent á öllum Norðurlöndum. Þetta má setja í samhengi við það að finnskir viðmælendur voru einnig líklegastir til að telja varnar- og öryggismál á meðal mikilvægustu samstarfssviðanna, eða 45 prósent miðað við 31 prósent á öllum Norðurlöndunum. Rétt eins og meirihluti viðmælenda á svæðinu öllu telur meirihluti finnskra viðmælenda að sameiginlegt gildismat sé helsti grundvöllur norræns samstarfs. Í Finnlandi er næst lægsta hlutfall viðmælenda, næst á eftir Íslandi, sem telja að norrænu tungumálin séu einn mikilvægasti grundvöllur samstarfsins (6 prósent). 21

22 Sænskumælandi Finnar eru líklegri til að telja tungumál mikilvægan grundvöll að samstarfinu 23 prósent miðað við 5 prósent af finnskumælandi íbúum Finnlands. Ísland Afgerandi meirihluti íslenskra viðmælenda í könnuninni (90 prósent) telur að norrænt samstarf sé mikilvægt, en nokkru færri telja að atburðir síðustu ára á heimsvísu hafi aukið vægi samstarfsins (52 prósent á Íslandi, 68 prósent í löndunum í heild). Nokkurn veginn sami munur er til staðar varðandi það hvort fólk vill að samstarfið verði aukið: 53 prósent á Íslandi samanborið við 68 prósent í öllum löndunum. Stærra hlutfall viðmælenda á Íslandi en í löndunum í heild telur það einn stærsta kost samstarfsins að íbúar geti nýtt öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði. Um 70 prósent viðmælenda á Íslandi nefna þetta atriði, miðað við 46 prósent af íbúum Norðurlanda í heild. Ennfremur leggja Íslendingarnir minna upp úr vægi varnar- og öryggismála, en aðeins 11 prósent þeirra segja það eitt af mikilvægustu samstarfssviðunum (31 prósent Norðurlandabúa telja þetta eitt mikilvægasta samstarfssviðið). Þess í stað leggja Íslendingarnir áherslu á menntamál, heilbrigðis- og félagsmál og menningarmál. 40 prósent viðmælenda á Íslandi telja að það að geta stundað nám og fengið ólíkar prófgráður metnar á Norðurlöndunum sé mikilvægasti kostur samstarfsins í þeirra daglega lífi. Til samanburðar svara 18 prósent í löndunum í heild á þann veg. Noregur Norska þjóðin er jákvæð í garð norræns samstarfs. Yfir 90 prósent telja að samstarfið sé mikilvægt eða afar mikilvægt. 67 prósent telja að atburðir síðustu ára á heimsvísu hafi aukið vægi samstarfsins og 64 prósent vilja að samstarfið verði aukið. Svörin frá Noregi eru dálítið frábrugðin svörum frá Norðurlöndum í heild. Viðmælendur í Noregi telja til dæmis ekki að sameiginlegt gildismat sé helsti grundvöllur samstarfsins, heldur svipuð samfélagsgerð. Í Noregi telja 37 prósent viðmælenda að opin og lýðræðisleg vinnubrögð séu mikilvægt norrænt gildi, sem er hærra hlutfall en í hinum löndunum (þetta er þó ekki það gildi sem Norðmenn telja mikilvægast). 17 prósent Norðmannanna telja að samvinnuandi sé dæmigert norrænt gildi, en 11 prósent viðmælenda í löndunum í heild. Svíþjóð Svíþjóð er að mörgu leyti nærri meðaltali Norðurlandanna. Þó er mikilvægt að hafa í huga að svörin frá Svíþjóð hafa mest áhrif á heildarniðurstöður könnunarinnar, þar sem það er fjölmennast af löndunum. Þetta getur haft í för með sér að viðhorf Svíanna virðist norrænni en ella. Önnur afleiðing er að viðhorf hinna landanna virðast sænskari. Það hlutfall Svía sem telur samstarfið mikilvægt er í takt við hlutfall hinna íbúanna, en í Svíþjóð eru fleiri sem telja að atburðir síðustu ára á heimsvísu hafi aukið vægi samstarfsins og vilja að samstarf landanna verði aukið. 22

23 Athygli vekur að í könnun ársins 2006 voru íbúar í Svíþjóð síst áhugasamir um norrænt samstarf, en nú eru þeir áhugasamari um það en næstum allar hinar þjóðirnar. Færeyjar Í Færeyjum er að finna hæst hlutfall íbúa sem telja að einn helsti kosturinn við norrænt samstarf sé að við getum nýtt úrræði hvert annars, t.d. heilbrigðisþjónustu (67 prósent miðað við 42 prósent á Norðurlöndum í heild). Einnig telur tiltölulega hátt hlutfall að mikilvægur kostur við samstarfið sé að íbúar geti nýtt sér öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði (65 prósent miðað við 46 af heildinni). Þar er einnig næst hæst hlutfall, næst á eftir Íslandi, sem segir það hafa mesta þýðingu fyrir sig í daglegu lífi að geta sótt sér menntun og fengið ólíkar prófgráður metnar á Norðurlöndunum. Greinilegt er að hreyfanleiki er mikils metinn í Færeyjum. Íbúar Færeyja skera sig frá hinum Norðurlöndunum að því leyti að 35 prósent viðmælenda telja gagnkvæman tungumálaskilning helsta grundvöll norræns samstarfs. Til samanburðar svöruðu aðeins átta prósent af íbúunum í heild á þann veg. Grænland Á Grænlandi er lægsta hlutfall þeirra sem telja mikilvægt eða mjög mikilvægt að löndin eigi í ríku og nánu samstarfi. 58 prósent viðmælenda á Grænlandi sögðu það mikilvægt eða mjög mikilvægt. Jafnframt vilja 78 prósent að samstarf norrænu landanna verði aukið, sem er á meðal hæstu prósentutalna í niðurstöðum könnunarinnar. Auk þess telur nokkuð hátt hlutfall á Grænlandi, eða 27 prósent, að grundvöllur norrænssamstarfs sé gagnkvæmur tungumálaskilningur Aðeins tvö prósent Grænlendinga telja að varnar- og öryggismál séu mikilvægasta norræna samstarfssviðið, sem er lágt miðað við heildina. Álandseyjar Íbúar Álandseyja eru jákvæðastir allra í garð norræns samstarfs. 94 prósent viðmælenda á Álandseyjum telja að ríkt og náið samstarf norrænu landanna sé mikilvægt eða mjög mikilvægt. Auk þess vilja 80 prósent þeirra aukið samstarf milli landanna. Á Álandseyjum er menntun talin mikilvægasta samstarfssviðið og íbúarnir telja það helsta kost samstarfsins í daglegu lífi að geta sótt sér menntun og fengið ólíkar prófgráður metnar á Norðurlöndunum. 23

24 Það er gott að mikið samstarf fari fram um orkumál. Ég myndi vilja sjá aukið samstarf um varnarmálin. Við höfum nokkurn veginn sömu grunngildi svo við ættum að geta fundið út úr því. Hugleiðingar Að lokum eru fáeinar hugleiðingar um þau svör sem fengust við skoðanakönnuninni. Viðtöl voru tekin við rúmlega einstaklinga á Norðurlöndum. Þetta er umtalsverður fjöldi, en þó hafa spurningarnar ekki kafað nægilega djúpt í öllum tilvikum til að unnt sé að draga skýrar ályktanir af svörunum. Það sem hér fer á eftir á því meira skylt við hugleiðingar en beinar niðurstöður. Almenningur vill aukið norrænt samstarf Mikilvægasta einstaka ályktun sem draga má af könnuninni er sú að íbúar Norðurlanda hafa afar jákvæða sýn á norrænt samstarf. Einnig vill meirihluti að samstarfið verði aukið. Áberandi margir telja að atburðir síðustu ára á heimsvísu hafi aukið vægi samstarfsins. Áhugavert er að bera þá sýn á samstarfið sem var ráðandi 1993 við ríkjandi sýn ársins 2006, en þessi ár voru svipaðar kannanir gerðar. Sýn almennings á samstarfið var jákvæðari árið 1993 en könnun ársins 2006 benti til. Í könnuninni sem hér er til umfjöllunar voru spurningar að einhverju leyti frábrugðnar spurningum í fyrri könnununum tveimur, en heildarmyndin bendir til að þessi þróun hafi snúist við og að íbúarnir hafi nú jákvæðari sýn á Norðurlönd en árið 2006, þó að hún sé ekki eins jákvæð og árið

25 Grundvöllur norræns samstarfs Íbúarnir telja gildismat og svipaða samfélagsgerð tengja Norðurlöndin saman, í þeim skilningi að þessi atriði eru talin mikilvægasti grundvöllur norræns samstarfs. Lægra hlutfall telur að menningarleg samkennd gefi samstarfinu mest vægi og enn færri nefna gagnkvæman tungumálaskilning í því samhengi. Þetta má túlka með hliðsjón af því að norrænu löndin hafa um langa hríð byggt samfélög sín upp samhliða og stundum sameiginlega, oft að frumkvæði sömu eða svipaðra aðila (s.s. starfsstétta, stofnana, yfirvalda) víðsvegar á Norðurlöndum, sem oft hafa fundað þvert á landamærin. Þetta hefur lagt (s.s. starfsstétta, stofnana, yfirvalda) grundvöll að sameiginlegri sýn á gildismat og samfélagsgerð. Eins og einnig er komið inn á hér fyrir neðan er hugsanlegt að atburðir síðustu ára á heimsvísu hafi valdið því að almenningur hafi nú sterkari þörf fyrir norræna samkennd í þessum málum. Líklegt getur talist að dregið hafi úr mikilvægi gagnkvæms tungumálaskilnings fyrir samkennd landanna á undanförnum áratugum. Ýmsar rannsóknir (t.d. Håller språket ihop Norden? frá árinu 2005) benda til þess að breytingar á ferðamynstri íbúanna, bæði hvað snertir nám, störf og tómstundir, eigi stóran þátt í því að íbúar landanna skilji hverjir aðra verr en áður. Breytt fjölmiðlalandslag getur einnig átt þátt í þessu. Sennilegt er að einnig hafi dregið úr menningarlegri samkennd íbúanna í seinni tíð, eða að hún hafi í það minnsta fallið í skuggann af svipuðu gildismati og samfélagsgerð. Þó er ekki rannsóknum eða gögnum til að dreifa til að skjóta stoðum undir þennan grun. Sennilega er hægt að skipta svarmöguleikunum gildismati, svipaðri samfélagsgerð, svipaðri menningu og gagnkvæmum tungumálaskilningi í tvennt, þar sem gildi og samfélagsgerð færu í einn flokk og tungumálaskilningur og svipuð menning í annan. Af niðurstöðum könnunarinnar að dæma eru það fyrri atriðin tvö svipað gildismat og samfélagsgerð sem íbúar Norðurlanda telja nú mikilvægust, í þeim skilningi að þau eru talin grundvöllur norræns samstarfs.1 Einkum eru það málfrelsi, það að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði og opin og lýðræðisleg vinnubrögð sem teljast sérstaklega norræn gildi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Hugsanlega eru það einmitt þessi gildi sem fólki finnst almennt ógnað í ljósi atburði síðustu ára í heiminum, og að það hafi valdið því að norrænt samstarf þyki nú mikilvægara en fyrr. Ef svo er benda niðurstöðurnar til þess að Norðurlönd haldi fast við þessi gildi. Viðfangsefni norræns samstarfs Það að varnar- og öryggismál séu nú talin mikilvægasta sviðið í norrænu samstarfi gefur til kynna að eitthvað hafi breyst síðan svipuð könnun var gerð 2006, og að einhverju leyti einnig síðan könnun ársins 2008 var gerð. Einnig hér má greina tengingu milli þess að atburðir í heiminum undanfarin ár hafi 1 Á hinn bóginn mætti einnig halda því fram að sameiginlegt gildismat og menningarlegur skyldleiki væru svipaðir þættir. 25

26 ljáð samstarfinu aukið vægi og þess að almenningur á Norðurlöndum leggi svo ríka áherslu á samstarf um öryggis- og varnarmál sem raun ber vitni, og vilji að Norðurlönd hafi öflugri rödd á heimsvísu.2 Þó hafa íbúar landanna ansi fjölbreytilega sýn á það hvað Norðurlönd ættu að eiga samstarf um. Nokkrir hefðbundnir málaflokkar lenda ofarlega í könnuninni, ásamt fleirum sem ekki hefur verið hefð fyrir að eiga norrænt samstarf um á breiðum grundvelli, þ.e. á vettvangi Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar eða í öðru samhengi. Þetta má túlka almennt á þá leið að mörg hinna hefðbundnu pólitísku samstarfssviða njóti stuðnings meðal almennings, svo sem það að talið er mikilvægt að eiga norrænt samstarf um að greiða fyrir hreyfanleika yfir landamæri. Hugsanlegt er að niðurstöður könnunarinnar bendi einnig til þess að íbúarnir sjái nú fyrir sér að Norðurlönd gegni nýju og víðtækara hlutverki frá landfræðipólitísku sjónarhorni en fyrr. Þetta þarf þó að kanna betur. Það sem er líkt og ólíkt Svör íbúa í tilteknum löndum skera sig í einhverjum tilvikum frá svörum heildarinnar. Almennt virðist þó sem íbúarnir hafi á heildina litið nokkuð svipuð viðhorf gagnvart Norðurlöndum og norrænu samstarfi. Einnig er heildarmyndin nokkuð skýr þegar svörum er skipt eftir kyni og aldri viðmælenda. Hugsanlega er hægt að greina meiri stuðning við norrænt samstarf meðal viðmælenda eldri en þrjátíu ára en á aldrinum ára. Unga fólkið sýnir hins vegar meiri áhuga á menntamálum en eldri viðmælendur, sem kemur tæplega á óvart. Konur eru nokkuð jákvæðari í garð samstarfsins en karlar, en á heildina litið er munurinn þó lítill. 2 Samstarf norrænu ríkisstjórnanna á sviði varnar- og öryggismála fer fram innan ramma NORDEFCO, en samstarf á þeim vettvangi hefur aukist stöðugt undanfarin ár. Þróað samstarf um varnarog öryggismál hefur farið fram á vettvangi forsætisnefndar Norðurlandaráðs. 26

27 Við ættum að eiga í meira samstarfi um varnarmál og menntamál. Allir Norðurlandabúar ættu að hafa aðgang að bestu læknismeðferð sem völ er á, ekki bara í sínu eigin landi. 27

28 Fylgiskjöl Svör við spurningunum í könnuninni, fyrst fyrir Norðurlönd í heild og svo skipt eftir löndum 1. Þessi könnun snýst um það hvaða augum fólk lítur Norðurlöndin og norræna samvinnu. Hversu mikilvægt finnst þér að Norðurlöndin eigi í ríku og nánu samstarfi? Norðurlönd Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Álandseyjar Færeyjar Grænland 5. Mjög mikilvægt 59% 59% 62% 60% 53% 63% 71% 58% 38% 4. 33% 32% 31% 33% 35% 27% 23% 30% 20% 3. 7% 7% 5% 5% 10% 8% 4% 10% 24% 2. 1% 1% 1% 1% 1% 1% 1% - 10% 1. Alls ekki mikilvægt Hef ekki skoðun 1% 1% 0% 0% 1% 0% 1% - 5% 1% 1% 1% 0% 0% 1% 1% 2% 2% 2. Hafa atburðir síðustu ára á heimsvísu gert að verkum að þér finnist norrænt samstarf... Norðurlönd Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Álandseyjar Færeyjar Grænland Mikilvægara 68% 73% 67% 56% 74% 52% 75 % 47% 48% Jafn mikilvægt Síður mikilvægt Hef ekki skoðun 25% 19% 24% 36% 23% 42% 17 % 25% 35% 4% 3% 3% 5% 3% 1% 3 % 13% 8% 4% 6% 6% 2% 1% 5% 5 % 15% 9% 3. Vilt þú að Norðurlöndin eigi í meira eða minna samstarfi eða er umfang samstarfsins mátulegt eins og það er? Norðurlönd Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Álandseyjar Færeyjar Grænland Meira samstarf Mátulegt eins og það er núna Minna samstarf Hef ekki skoðun 68% 76% 64% 59% 66% 53% 80% 63% 78% 29% 20% 32% 38% 33% 37% 18% 33% 17% 0% 0% 1% 1% 3% 3% 4% 3% 3% 1% 10% 2% 4% 2% 28

29 4. Hver er að þínu mati mikilvægasti grundvöllur norræns samstarfs? Er það að (veljið aðeins einn valmöguleika) Norðurlönd Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Álandseyjar Færeyjar Grænland Við höfum svipað gildismat Við búum við svipaða samfélagsgerð Menning okkar er svipuð Við skiljum að mestu leyti tungumál hvert annars 34% 32% 26% 42% 38% 27% 35% 33% 22% 32% 36% 35% 22% 33% 32% 26% 16% 30% 19% 16% 24% 19% 19% 30% 20% 13% 19% 8% 8% 8% 10% 6% 4% 12% 35% 27% Annað 5% 6% 5% 5% 4% 5% 7% 1% - Ekkert af framangreindu 2% 2% 2% 1% 1% 2% - 2% 2% 5. Hvað af eftirtöldu finnst þér vera stærsti kosturinn við norrænt samstarf? (3 atriði að hámarki) Norðurlönd Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Álandseyjar Færeyjar Grænland Að þá geta íbúar nýtt sér öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði Að rödd okkar verður öflugri á heimsvísu Að við getum nýtt úrræði hvert annars, t.d. sjúkrahús Að við verðum öflugri á sviði verslunar og samkeppni Að auðveldara verður að leysa úr vandamálum, þvert á landamæri Að við getum lært hvert af öðru Að við getum sparað kostnað með samstarfi 46% 47% 35% 49% 51% 70% 55% 65% 25% 43% 43% 43% 45% 41% 38% 41% 37% 32% 42% 45% 32% 40% 49% 44% 49% 67% 30% 37% 34% 34% 38% 43% 17% 35% 25% 29% 35% 33% 40% 39% 31% 24% 29% 31% 38% 28% 26% 32% 35% 19% 35% 24% 26% 29% 18% 18% 13% 17% 24% 20% 19% 15% 28% Ég sé enga kosti 1% 1% 1% 1% 0% 2% 2% - 3% 29

30 6. Ef þú veltir fyrir þér öllum þeim sviðum þar sem hægt er að eiga í samstarfi á Norðurlöndunum, hvaða svið myndirðu segja að væru mikilvægust? Þú mátt velja eins mörg svör og þú vilt. Norðurlönd Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Álandseyjar Færeyjar Grænland Varnar- og öryggismál 31% 30% 29% 22% 45% 11% 19% 7% 2% Menntun 23% 19% 19% 30% 26% 52% 38% 44% 24% Heilsufarsmál og félagsleg úrræði Loftslags- og umhverfismál Efnahags- og fjármálastefna Málefni vinnumarkaðarins Aðlögun og málefni flóttamanna 21% 16% 20% 27% 23% 32% 24% 24% 7% 19% 21% 19% 20% 14% 15% 18% 4% 2% 19% 18% 19% 19% 21% 11% 16% 8% 7% 17% 19% 13% 23% 10% 17% 19% 6% 2% 14% 13% 17% 20% 9% 11% 6% 7% - Menning 13% 8% 16% 19% 12% 25% 9% 22% 25% Við eigum að eiga samstarf um eins mikið og hægt er Barátta gegn glæpum, þvert á landamæri Norðurlanda Atvinnulíf/ fyrirtækjarekstur 12% 10% 9% 16% 13% 17% 18% 11% 8% 12% 13% 12% 17% 5% 14 % 4 % 3% 0% 12% 6% 16% 9% 21% 16% 9% 35 % 12 % Rannsóknir/nýsköpun 12% 9% 18% 17% 9% 13% 5% 5 % 7 % Orkumál/orkunýting 9% 8% 8% 16% 4% 10% 4% 4% 1% Sjálfbær nýting náttúruauðlinda Tengslin við Evrópusambandið 8% 6% 10% 13% 5% 11% 4% 3% 6% 7% 5% 6% 15% 3% 5% 4% 4% 1% Utanríkismál 7% 5% 9% 14% 2% 12% 6% 6% 2% Samstarf um lagasetningu 7% 6% 7% 12% 3% 8% 3% 2% 2% Jafnrétti 7% 7% 9% 8% 3% 13% 8% 7% 6% Málefni matvæla og landbúnaðar 6% 7% 9% 7% 2% 9% 4% 2% 1% Tungumál 5% 3% 6% 8% 3% 9% 5% 7% 5% Svæðistengd málefni/ svæðaþróun 4% 4% 5% 5% 3% 6% 5% 2% 1% Annað 27% 28% 32% 26% 21% 28% 24% 21% 10% Ekkert svið 5% 4% 11% 5% 4% 9% 4% 12% 20% 30

31 7. Ef þú veltir fyrir þér þínu eigin daglega lífi, á hvaða sviði finnst þér mikilvægast að norrænt samstarf eigi sér stað? Þú mátt velja eitt svar. Norðurlönd Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Álandseyjar Færeyjar Grænland Að geta óhindrað flutt á milli Norðurlandanna og starfað þar Að geta ferðast óhindrað yfir landamæri án landamæraeftirlits Að geta sótt menntun og fengið ólíkar prófgráður metnar á Norðurlöndunum Að geta nýtt opinbera þjónustu (t.d. hvað varðar skatta-, heilbrigðisog eftirlaunamál) þegar flutt er innan Norðurlandanna. Að fyrirtækjaeigendur búi við betri skilyrði þegar kemur að rekstri annars staðar á Norðurlöndunum Að geta notið menningar frá öðrum Norðurlöndum Sameiginlegt kennitölukerfi á öllum Norðurlöndunum 21% 23% 18% 25% 19% 23% 18% 23% 12% 19% 16% 15% 19% 30% 7% 9% 7% 15% 18% 17% 24% 17% 14% 40% 28% 31% 14% 17% 17% 20% 14% 19% 18% 21% 20% 17% 11% 13% 7% 14% 9% 2% 11% 9% 13% 5% 5% 5% 5% 6% 3% 4% 4% 16% 3% 3% 2% 2% 3% 3% 7% 3% 11% Annað 2% 2% 4% 2% 0% 2% 1% 2% - Ekkert af ofangreindu 2% 3% 4% 1% 1% 2% 2% 1% 2% 31

32 8. Gildi geta tengt fólk saman þvert á menningarheima og samfélög. Finnst þér einhver eftirfarandi gilda vera dæmigerð norræn gildi, þ.e.a.s. gildi sem við sem búum á Norðurlöndunum eigum sameiginleg? Þú mátt velja þrjú svör að hámarki; veldu þau gildi sem þér finnst helst sameiginleg hjá Norðurlandabúum. Norðurlönd Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Álandseyjar Færeyjar Grænland Málfrelsi 42% 38% 44% 49% 40% 31% 38% 36% 13% Að allar manneskjur hafi sömu réttindi og séu jafn mikils virði Opin og lýðræðisleg vinnubrögð Umönnun og félagsleg öryggisnet 36% 34% 38% 32% 40% 51% 39% 39% 24 % 30% 28% 37% 33% 26% 20% 27% 23% 19% 22% 18% 17% 28% 29% 25% 20% 28% 18% Umhverfisvitund 21% 24% 14% 21% 21% 19% 26% 7% 17% Gagnkvæmt traust 19% 15% 22% 23% 18% 12% 14% 20% 25% Trúfrelsi 19% 23% 17% 16% 17% 27% 17% 33% 19% Mannúð 16% 17% 14% 17% 14% 10% 19% 10% 21% Ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum 16% 14% 12% 15% 23% 23% 13% 21% 17% Heiðarleiki 15% 12% 11% 18% 21% 18% 18% 17% 22% Samvinnuandi 11% 10% 17% 9% 11% 10% 11% 9% 20% Kristilegur og húmanískur menningararfur 10% 6% 13% 11% 14% 6% 8% 23% 19% Ekkert 2% 5% 2% 1% 0% 3% 4% 1% 2% 9. Kannastu við eða hefurðu áður heyrt talað um... Norðurlönd Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Álandseyjar Færeyjar Grænland Norðurlandaráð? Já 77% 72% 84% 80% 76% 94% 89% 82% 63% Nei 21% 25% 15% 20% 22% 6% 9% 16% 31% Veit ekki 2% 3% 1% 0% 2% 0% 2% 2% 6% Norrænu ráðherranefndina? Já 66% 68% 66% 64% 61% 75% 82% 64% 59% Nei 33% 30% 33% 36% 37% 25% 15% 34% 34% Veit ekki 1% 1% 1% - 2% 0% 2% 3% 7% 32

33 Aðferð Svör frá Norðurlöndunum í heild hafa verið metin í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands. Svör frá hverju landi hafa auk þess verið metin með tilliti til aldurs og kyns. Hvert land hefur eftirfarandi hlutfall, reiknað út frá íbúafjölda: Land Hlutfallslegt vægi Svíþjóð 37,9% Noregur 19,0% Danmörk 20,9% Finnland 20,5% Ísland 1,2% Álandseyjar 0,1% Færeyjar 0,2% Grænland 0,2% Skekkjumörk: 200/250 viðtöl 500 viðtöl viðtöl Ef útkoma var 20/80: +/- 5,3% Ef útkoma var 20/80: +/- 3,6% Ef útkoma var 20/80: +/- 1,5% Ef útkoma var 50/50: +/- 6,8% Ef útkoma var 50/50: +/- 4,5% Ef útkoma var 50/50: +/- 1,8% Fjöldi viðmælenda: Land Viðtöl Svíþjóð 500 Noregur 500 Danmörk 500 Finnland 600 Ísland 400 Álandseyjar 250 Færeyjar 200 Grænland 250 Alls

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

FORMENNSKA NOREGS 2017

FORMENNSKA NOREGS 2017 FORMENNSKA NOREGS 2017 1 Formennska Noregs 2017 ISBN 978-92-893-4698-6 (PRINT) ISBN 978-92-893-4699-3 (PDF) http://dx.doi.org/10.6027/anp2016-764 ANP 2016:764 Norræna ráðherranefndin 2016 Umbrot: Mette

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON

ÞEKKING SEM NÝTIST. Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála HÖFUNDUR: ÁRNI PÁLL ÁRNASON 1 ÞEKKING SEM NÝTIST Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála Árni Páll Árnason ANP 2018:824

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum

Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum 2012 Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum Matthildur B. Stefánsdóttir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir Stefán Gunnar Thors Anna Rósa Böðvarsdóttir Hafdís Eygló Jónsdóttir Helga

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum

BA ritgerð. Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum BA ritgerð Félagsráðgjöf Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða hjá öldruðum Hrafnhildur Björg Gunnlaugsdóttir Sigurveig H. Sigurðardóttir Sigrún Ingvarsdóttir Janúar 2016 Birtingarmyndir þunglyndis og kvíða

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð

Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarstofnun KHÍ Samanburðarkönnun á skólakerfum á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð Unnið fyrir Menntamálaráðuneytið Skýrslugerð: Allyson Macdonald Andrea G. Dofradóttir

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Ab takast á vib breyttar abstæbur. Dagskrá Norburlandarábs 2008

Ab takast á vib breyttar abstæbur. Dagskrá Norburlandarábs 2008 Ab takast á vib breyttar abstæbur Dagskrá Norburlandarábs 2008 Dagskrá Norfurlandaráfs 2008 Samstarf norrænna þingmanna hefur þab ab markmibi ab efla pólitíska og efnahagslega þróun sem og á öbrum svibum,

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð

Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Einstaklingsmiðað nám og mat á skólastarfi í Danmörku og Svíþjóð Námsferð skólastjóra og starfsmanna Menntasviðs til Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar 26. - 31. mars 2007 Ritstjóri Guðrún Edda Bentsdóttir

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Vörugjaldskerfið á Íslandi

Vörugjaldskerfið á Íslandi Vörugjaldskerfið á Íslandi Skýrsla unnin af SVÞ Febrúar 2012 INNGANGUR SVÞ Samtök verslunar og þjónustu hafa á liðnum mánuðum unnið að greiningu á vörugjaldskerfinu á Íslandi, en vörugjöld hafa verið hluti

Læs mere

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur

RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RLR Alþingi Erindi nr. Þ PO / )!7/ komudagur RANNSÓKNARLÖGREGLA RÍKISINS Auöbrekka 6 Pósthólf 280 202 Kópavogur Slmi 554-4000 Fax 554-3865.ópavogi 15. mars 1996 BN/- Borist hefur til umsagnar frá allsherjamefnd

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum

Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Vinnumarkaður og kjarasamningar á Norðurlöndum Kynning á skýrslu vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins og ríkissáttasemjara 21. maí 2013 Hannes G. Sigurðsson Aðdragandi skýrslunnar Gagnrýni á kjarasamninga

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri

MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN Stoðþjónusta við 18 ára og eldri MÓTUM FRAMTÍÐ ÞJÓNUSTA VIÐ FÖTLUÐ BÖRN OG FULLORÐNA 2007-2016 TRAUST SVEIGJANLEIKI ÞRÓUN 11.8 Stoðþjónusta við 18 ára og eldri Starfsmarkmið 9, leið d STARF NEFNDAR UM NOTENDASTÝRÐA ÞJÓNUSTU ÁFANGASKÝRSLA

Læs mere

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum

Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum Birna Arnbjörnsdóttir Háskóla Íslands Stefna og framkvæmd símenntunar og aðlögun innflytjenda á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1. Inngangur Á haustmánuðum 2008 leitaði Norræna ráðherranefndin til Danmarks

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra

Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra . Forsjárnefnd Dögg Pálsdóttir Oddný Vilhjálmsdóttir Ólafur Þ. Stephensen Áfangaskýrsla til dómsmálaráðherra.......... Júní 1999 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 1 Inngangur... 3 Samningur Sameinuðu þjóðanna

Læs mere

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

SKÝRSLA ÞÓRHILDUR LÍNDAL UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ ÞÓRHILDUR LÍNDAL SKÝRSLA UM DÓMA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU ÞAR SEM VÍSAÐ ER TIL BARNASÁTTMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, O.FL. UNNIN FYRIR FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ NÓVEMBER 2007 FORMÁLI HÖFUNDAR Hinn 20. þessa mánaðar

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað

Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Aðferðir til að taka á einelti og koma í veg fyrir að það þrífist á vinnustað Efni Einelti 3 Yfirlit 4 Hvað er einelti? 4 Aðferðir 6 Hvernig má greina einelti? 6 Hvernig veit yfirmaður að einelti sé til

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere