Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000. LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift"

Transkript

1 Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000 LEIÐBEINING unnin af Norrænum hugmyndahópi um handskrift

2 HANDSKRIFT VIÐ ALDAMÓTIN 2000 Håndskrift ved år 2000 Leiðbeining unnin af Nordisk Idégruppe for Håndskrift Útgafan er studd af Norræna menningarmálasjóðnum NORDISK KULTURFOND Eftirtaldir aðilar hafa stutt íslenska útgáfu ritsins: Menntamálaráðuneytið Kennarasamband Íslands Námsgagnastofnun Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna Norræna félagið Den Grafiske Højskole, København Ritið er sent ókeypis í eintökum til allra skóla á Norðurlöndunum fimm, á máli hvers þeirra. Stuðningur við það framtak kom frá Nordisk Kulturfond og aðilum í viðkomandi löndum. Typografi: Bent Rohde, Henrik Birkvig Ritstjóri: Christian Clemens Þýðing og umsjón íslensku útgáfunnar: Þórir Sigurðsson Tölvuvinnsla íslensku útgáfunnar: Þórir Brjánn Ingvarsson Filmugerð: Prentsmiðjan Oddi hf. Prentun: Speed Tryk Hjørring Fjölföldun til fræðslustofnana er leyfð, skal þá getið Nordisk Idégruppe for Håndskrift. Ritið fæst á kostnaðarverði hjá Námsgagnastofnun. Nordisk Idégruppe for Håndskrift hefur aðsetur í Grafiske Museum/Dansk Pressemuseum. Brandts Passage 37 DK 5000 Odense C Fax: ISBN

3 Handskrift VIÐ ALDAMÓTIN 2000 Handskrifuð tákn eru árþúsundagamall arfur vitneskju og reynslu. Uppfinningar eins og prentvélin, ritvélin og rafræn ritun nútímans auka möguleika okkar á að breyta talmáli í grafískt form. Þó notum við ennþá daglega hið eldgamla handverk handskriftina. Hve lengi? Mjög lengi. Allar rannsóknir, reynsla og skynsemi benda til að bæði rafræn ritun og handskrift verði áfram til! Í mörgum tilfellum þurfum við að nota handskrift Börn eiga að nota handskrift, það styður tjáningarhæfni þeirra og lestrarnám. Tölvunotkun takmarkar hreyfiþroska, handskrift virkjar betur heila, hjarta og hendur. Í öllu námi og ritgerðasmíð auðveldar velgerð og skýr handskrift afköst og hefur oft úrslitaáhrif á árangur. Í daglegu lífi er hraðskrift mest notuð við ritun minnismiða, skilaboða og við frumdrög. Læsilegri skrift er notuð þegar skrifaðar eru persónulegar kveðjur á póstkort, bréf og umslög. Tekið er eftir skrift fólks og hún metin; sum fyrirtæki taka tillit til skriftar við mat á persónuleika umsækjenda. Aukinn áhugi fólks á skrift með sérstaka fagurfræðilega eiginleika, t.d. skrautskrift, er augljós, einkum þegar skrift er notuð í sérstökum tilgangi. Í okkar rafeindastýrða heimi er höndin fús til starfa allan sólarhringinn, óháð rafhlöðum og raftenglum. Talið er að eftir því sem bip-bop hljóðum tölvanna fjölgi, örvist höndin meira til skapandi starfa og hugurinn til íhugunar, sem sé lífsnauðsynleg viðbót við blessaðar tölvurnar. ÁLYKTUN Börn eiga að læra að skrifa. Á því er enginn vafi. Einu gildir hvort við þurfum að skrifa mikið eða lítið, færnin verður að vera til staðar. Hér gildir það sama og við akstur bifreiðar. Það er sama hvort við ökum mikið eða lítið, leiknin verður að vera til staðar og ökuskírteinið gilt. En hvernig? Við getum nú með markvissu starfi náð góðum árangri á styttri tíma en áður, ef það grundvallast á rannsóknum og þekkingu. Ekki nota tíma né krafta til að deila um hvort nota eigi lykkjuskrift eða ekki. Þeirri spurningu svarar raunveruleikinn í skólum Norðurlanda. Markmiðið er læsileg, fljótleg, og persónubundin skrift, einnig gjarnan fagurskrift sem gerir meiri kröfur til skrifarans. Val á formgerð og hrynjandi skrifstafa og traust kennslufræðileg aðferð við skriftarnám er undirstaða þess að markmiðið náist. Þessum þáttum verður lýst nánar hér á eftir. 1

4 Prentstafir Skriftarnám þróast frá því einfalda til hins flókna, í samræmi við þroska barnsins. Því hefst skriftarnám í leikskólum eða við upphaf grunnskóla með því að börnin læra að skrifa prentstafi sem eru einfölduð gerð bókstafa í lestrarbókinni. Skriftarnám styður lestrarnám og er grunnur hrynbundinnar grunnskriftar/ handskriftar. Prentstafir eru notaðir í og eftir skóla þegar þörf er fyrir skýra skrift eða þegar skrift er notuð til skreytingar í verkefni. Einfölduð hefðbundnin form prentstafa eru þau sömu og í skrifstöfum. Læsileiki skrifargerða er í samræmi við hve auðvelt er að þekkja bókstafina sem skrifstafi. Því eru prentstafir grunnur fyrir mat á skrift og undirstaða góðrar handskriftar. Prentstafir tilheyra grunnþekkingu í skólanámi. Grunnskrift Þegar nemandi hefur lært að skrifa- form, upphafspunkt og skriftarhreyfingu- með prentskrift er eðlilegt að framhaldið sé tengd skrift. Venjulega gerist það þegar börnin eru 8-9 ára. Með tengdri skrift næst meiri hrynjandi og skriftarhraði, stafabil verður jafnara og skriftin læsilegri. Þegar nemandi hefur náð valdi á grunnskrift verður hún grunnur að auðlæsilegri skrift og góðum skriftarhraða. Forsenda þess er að fyrirmynd forskriftar hafi þessa eiginleika: 1 Auðlæsileg. Því þurfa sérkenni bókstafa að vera auðþekkjanleg í nýja hlutverkinu. 2 Auðskrifanleg. Því verður að beina athygli að stafdráttum sem stuðla að góðri skriftarhreyfingu, formi og stafatengingu, án þess þó að læsileiki minnki. Bæði stafdrættir og skriftartækni miðast við að skriftarbækur snúi aðeins til vinstri með tilsvarandi hægrihallandi skrift. Örvhentir nemendur eiga að fá sérstakar árangursríkar leiðbeiningar. tenging stafatengingar halli 3 Endingargóð. Því ber að forðast stafaform og stafatengingar sem reynsla og rannsóknir hafa sýnt að þoli ekki aukinn skriftarhraða og persónulega skrift án þess að læsileiki minnki. Sérstaka gætni verður að sýna veikum stafaformum sem ekki er unnt að komast hjá. 2

5 Handskrift Grunnskrift er fyrirmynd handskriftar, með á- kveðnar kröfur til stafaforma, stafatenginga og samræmis. Frelsi persónulegrar skriftar byggist umfram allt á velþjálfaðri grunnskrift, sem hindrar ekki einstaklingsbundna stafdrætti heldur opnar möguleika fyrir þá. Handskrift er persónubundið framhald grunnskriftar. Þegar skrift er orðin það vel þjálfuð að nemandi skrifar áreynslu- og umhugsunarlítið verður skriftin smám saman persónulegri og að lokum persónubundin lifandi tjáning. Persónuleg einkenni koma snemma í ljós í góðri grunnskrift. Hér er gott dæmi. Danskir nemendur í 4. bekk (10 ára) hafa hér skrifað nöfn sín með blýanti á óstrikað blað, rúm er fyrir mismunandi skriftarstærð og persónulega stafdrætti. Þessari þróun á ekki að reyna að hraða, hún á að gerast á eðlilegan hátt. Hreinir persónulegir stafdrættir skriftar byggjast á fleiri þáttum, mest á öruggri hrynjandi eða takti og hraðri skriftarhreyfingu, en einnig á skapgerð, formskyni og ögrun að gera betur og einnig skriffærum. Þjál handskrift getur líkst grunnskrift mjög mikið, en einnig vikið frá henni af persónulegum ástæðum, með einföldun og breytingum á stafaformum og tengingum. Við þetta getur læsileiki skriftar minnkað og það getur tekið tíma að venjast henni, en upplifunin getur verið ómaksins virði. Skrift sem er byggist á ósamstæðum teiknuðum bókstöfum er venjulega seinskrifuð og erfið aflestrar- eins konar hálfskrift, sem ber vott um kæruleysi. Skrift og menning. Ekki er hægt að búast við að börn og unglingar skrifi nú eins og gert var á fimmta áratugnum, jafnvel þó að þau stundi sambærilegt skriftarnám. Samband er milli tíðaranda, til dæmis í byggingarlist, daglegu lífi og grafísku útliti skriftar. Skriftarfræðingurinn Annelise Garde hefur borið saman skrift unglinga á 8. áratugnum og þeim fimmta. Skriftin nú er miklu óreglulegri en þá og einkennist af meira sjálfstæði. Frjáls, óformleg hegðun hefur áhrif á skriftina. Hér er hvorki um klaufaskap né kæruleysi að ræða. Stuðningur skriffæris. Gott skriffæri, sem hæfir viðfangsefninu, gerir góða skrift betri. Góður blýantur, filtpenni og sjálfblekungur eru nægjanleg fyrir flesta við dagleg skriftarverkefni. Breiðpenni, með möguleika á mismunandi breiðum línum, getur aukið listræn gæði skriftar. Með handskrift sendum við ákveðin skilaboð með persónulegu útliti og yfirbragði. Oft til gleði, bæði fyrir skrifarann og þann sem fær skilaboðin. 3

6 Skriftarkennsla á Norðurlöndum STUTT YFIRLIT Í næstum hálfa öld hefur skriftarkennsla átt í vök að verjast. Nokkrar sameiginlegar staðreyndir: Snemma á þessu tímabili voru 2-3 skriftartímar á vikulegri stundaskrá nemenda, eða um kennslustundir á 7 ára tímabili, náminu lauk með skriftarprófum í elstu bekkjum grunnskóla. Skriftarkennarar voru yfirleitt vel menntaðir og höfðu áhuga á greininni. Þeir höfðu góðan stuðning frá foreldrum og atvinnulífi vegna þess að á þeim tíma var falleg handskrift ávinningur á framabraut nemandans. Yfirleitt náðu nemendur góðri færni í skrift. Síðar var skriftarkennsla samþætt móðurmálskennslu og bekkjarkennarinn annaðist hana yfirleitt. Þetta fyrirkomulag hafði þann ávinning að hægt var á eðlilegan hátt að samflétta skriftarkennsluna öðrum skriflegum verkefnum. Gallinn var sá að margir skriftarkennarar höfðu ekki næga færni, þekkingu og áhuga á sjálfri skriftarkennslunni. Kennslustundum í skrift var fækkað, skyldur kennara urðu fleiri og tímafrekari. Það kreppti að skriftarkennslunni og stundum gleymdist hún. Lykkjuskrift eða ekki. Eftir seinni heimstyrjöldina komu fram óskir margra kennara á Norðurlöndum um að gamla skáskriftin yrði endurnýjuð, hún væri ekki lengur í takt við nýjar hugmyndir og meira frjálsræði. Skriftin byggðist á mjög ströngum reglum, skortur var á samræmi og skriftinni hnignaði. 1 lammekølle Mimersvej - þýðing á handskrift Í Englandi hafði lengi verið reynt að sporna við hnignun skriftar, þangað voru hugmyndir sóttar, teknar úr Ítalíuskrift sem var álitin besta skriftargerð í Evrópu. Endurnýjun skriftar hefur orðið Norðurlöndunum að gagni, en hefur einnig haft vanda í för með sér. Í sumum skriftargerðum voru þessar nýju hugmyndir rangtúlkaðar bæði hvað varðar form og aðferð. Andóf var gegn því að yfirgefa þekktar leiðir og tilfinningarík barátta var háð fyrir því að varðveita lykkjuskriftina sem væri með eðlilegasta hreyfingakerfið, jafnvel þó að hvergi annars staðar væri lykkjuskrift notuð í grunnskriftargerðum. Rannsóknir sýna að við þroskun hreyfiskyns skiptir ekki máli hvort skriftin er með lykkjum eða ekki. Óskýrir skrifstafir og óþarfir aukaþættir hafa hamlað skriftarnáminu. Taugalíffræðin sker ekki úr um hvort ein skriftargerð sé auðveldari en önnur, heilinn ræður við mismunandi vinnuaðferðir, einnig á grafísku sviði. Berið saman skriftargerðir á Vesturlöndum og á öðrum menningarsvæðum. Hugtakið persónuleg rithönd snertir allt önnur atriði en lykkjuvandamálið. Frá sjónarmiðum vinnuhollustufræða er ekki merkjanlegt að ein skriftargerð íþyngi nemendum meira en önnur. Þó má segja að ef nemendur eru of snemma látnir glíma við stafdrætti sem þeir ráða ekki við, til dæmis tengda skrift, getur það haft erfiðleika í för með sér hvað varðar grip um skriffæri, skriftarhreyfingar og heppilega vinnustellingu. Óvissan um þessi álitamál hefur almennt hamlað þróun og endurnýjun handskriftar á Norðurlöndum. Á Norðurlöndum er lykkjulaus grunnskrift útbreiddust og ómarkvissar skriftargerðir, með og án lykkju eru á miklu undanhaldi. Merkjanlegt er að frá því á miðjum níunda áratugnum hafa orðið miklar framfarir í skólum og bekkjum þar sem skriftarkennslan er markviss og kennarar vel hæfir með góða starfsmenntun. En allt of margir nemendur á Norðurlöndum útskrifast úr grunnskólum án þess að hafa góða handskrift á valdi sínu. Það er unnt að bæta þetta ástand. Hér verða nefnd nokkur undirstöðuatriði sem hafa verið reynd. 4

7 Þannig þróast góð handskrift á ný 1 Skriftin verður að þróast frá því einfalda til hins flóknara: Prentstafir-grunnskrift-handskrift. Eiginleikar góðrar handskriftar eru augljóslega: læsileiki / samræmi hraði / hrynjandi festa / ending Frá upphafi skriftarnáms verður að leggja á- herslu á þessi atriði. Samleik skynfæra og hreyfifærni verður að nýta til fullnustu allt frá byrjun. 2 Skrift verður að þróast í virku samstarfi kennara og nemenda. Nemendur verða að taka þátt í greiningu forma og tenginga, góðra og slakra lausna og einnig í að finna og lagfæra veikleika skriftarinnar. Skilningur og á- hugi nemenda næst með því að beina athygli þeirra að viðfangsefninu: skrifstafnum / skriftinni. Allir kennarar sem láta nemendur nota handskrift við verkefni sín ættu að styðja og fylgja eftir þessum markmiðum og hjálpa við að þróa og viðhalda læsilegri skrift í sambandi við nám í viðkomandi greinum. Raunverulegt, þverfaglegt samstarf! 3 Handleggur, hönd, fingur og skriffæri í samhæfðu verki stuðla að því að skriftarverkefni takist vel. Þess vegna verður að þjálfa markvissa skriftartækni (grip, hreyfingar, vinnustellingar...) allt frá byrjun til að skriftarþjálfun skili tilætluðum árangri. 5 Skriftarkerfi. Nokkrir kennarar, sem eru bæði góðir skrifarar og kenna eftir markvissri áætlun, útbúa eigin skriftarverkefni sem hæfa nemendum og viðfangsefnum. Það er góð lausn. En flestir kennarar spara tíma og orku með því að styðjast við skriftarhefti og viðeigandi leiðbeiningar. Hér er vandratað. Aðalleiðir við skriftarkennslu eru tvær. A B Athygli beinist að skriftinni og námið örvast af áhuga nemandans á skrift. Þjálfun forma og tenginga verður að vera kerfisbundin og rökrétt. Skriftin er æfð og þjálfuð, handhægar leiðbeiningar notaðar til styrktar, námsárangur skrásettur. Það er góður grunnur fyrir starf kennarans og viðbót við vitneskju hans og reynslu. Nemendur læra að skrifa! Athygli er beint að þáttum sem geta örvað námsvilja, en tilheyra ekki beint skriftinni, svo sem hönnun, myndskreytingum og litanotkun. Form og tengingar í skriftaræfingum, samtengd texta í lestrarbókum eða annar tilviljanakenndur námsgrunnur. Kennari fær enga faglega eða kennslufræðilega hvatningu til að styðja við skriftarnámið. Skemmtilegt, en nemendur læra ekki að skrifa! 4 Skriffæri og efni. Einnig hefur það þýðingu að skriffæri sé vandað og henti viðfangsefninu. Gæði skrifpappírs og áferð/ hæfilegt línubil, einnig í skriftarheftum, getur verið afgerandi fyrir eðlilega þróun skriftar. Á markaði eru oft fjölbreytt og mismunandi tilboð á skriffærum sem nemendur heillast af, en eru stundum léleg. Nokkrir skólar hafa því falið ráðgefandi kennarahópum að fylgjast með því sem er í boði á þessu sviði. 5

8 Kennaramenntun Skriftarkennari verður að vera dugandi, vinna verk sitt faglega, hafa vald á handverkinu og grundvallarmarkmiðum og geta skilað árangursríkri kennslu. Það er þýðingarmikið og hefur áhrif á gæði kennslu að kennarinn sé í góðum tengslum við annað skólastarf. Á Norðurlöndum er kennaramenntun mjög mismunandi. Það skipulag sem best hefur dugað og gert skriftarnám kennaranema trúverðugt, er með kennslustunda námskeið í skrift, helst á einu ári vegna handverksþjálfunar. Náminu ljúki með mati/prófi sem viðurkenndir prófdómarar annast. Skriftarkennarar fái framhaldsmenntun á viðurkenndum námskeiðum. Segja má að aðeins í kennaramenntuninni sé fjallað um skriftargerðir, framkvæmd skriftarkennslu og mat. Því miður oftast án ákveðins stuðnings frá rannsóknaraðilum í háskólum. Þangað til að betri samstarfsvettvangi er komið á fót, verður að efla og þróa kennaramenntun, sem er eini vettvangur norrænnar skriftarmenningar. Niðurstaða Það er unnt að tryggja framtíð handskriftar í skólum og kennaramenntun í samræmi við mikilvægi hennar í skólum og samfélagi. Norrænn hugmyndahópur um handskrift DANMÖRK FINNLAND ÍSLAND NOREGUR SVÍÞJÓÐ Christian Clemens Else Marie Frandsen Bent Rohde Mervi Wäre von Hedenberg Þórir Sigurðsson Gunnar Guttormsgaard Øystein Sunde Thomas Sigurdson RITARI/AÐSETUR: Danmarks Grafiske Museum/ Dansk Pressemuseum Brandts Passage 37 DK-5000 Odense C S. (0045) F. (0045) HEIMILD Álit og hugmyndir sem hér eru skráðar eru byggðar á rannsóknum, reynslu og skoðunum félaga í Norræna hugmyndahópnum um handskrift, Nordisk Idégruppe for Håndskrift. Hann lýsir hér áliti sínu á stöðu handskriftar og leiðum sem í raun ná markmiðinu: Að nemendur læri að skrifa. Heimildarit þetta kemur frá Norræna hugmyndahópnum um handskrift. Ef lesendur eru ekki sammála erum við þakklát fyrir gagnrýni sem byggist á rannsóknum- og reynsluskýrslum. 6

9 Skýringar Prentstafir. Átt er við grunnform venjulegra prentstafa sem eru ótengdir, einfaldaðir og lóðréttir. Þeir eru notaðir í byrjun til að æfa grunnform skrifstafa og til stuðnings lestrarkennslu. Grunnskrift. Átt er við reglubundna, tengda, hægrihallandi forskrift, með eða án lykkja. Hún er grunnur fyrir þróun góðrar handskriftar. Handskrift. Persónubundin þróun grunnskriftar. Skrautskrift/ fagurskrift/ kalligrafísk skrift. Handskrift með sérstöku listrænu yfirbragði hvað varðar form, tengingar, línur og heild. Sýnishorn skrifstafa og fræðiheiti Skrifstafasýnishornin eru leiðbeinandi, einnig eru sýndir mismunandi valmöguleikar, óveruleg atriði mega ekki hamla hagkvæmri þróun skriftar. Til dæmis er hægt að nota í grunnskrift upphafsstafi prentstafa ásamt formum og tengingum skrautskriftar. Hlutfallið milli mið- undir og yfirlengda skrifstafa getur ákvarðast með tilliti til þjóðlegra venja í hverju landi fyrir sig. Til upplýsinga fylgja norræn orð sem notuð eru til skýringa. MARKMIÐ Læsileg, hröð, persónubundin handskrift til almennra nota og flóknari skrautskrift/ fagurskrift/ kalligrafía til nota við sérstök tækifæri. 7

10 Norræn fræðiheiti SKRIFTARGERÐIR DANMÖRK FINNLAND ÍSLAND Heiti á skriftargerðum Skønskrift/ Kalligrafisk skrift Kalligraafinen kirjoitus Kalligrafisk handstil 8

11 um skrift NOREGUR SVÍÞJÓÐ FÆREYJAR GRÆNLAND Prydskrift/ Kalligrafisk skrift 9

12 Danmörk Noregur Grænland 29 bókstafir Skønskrift/ Kalligrafisk skrift Prydskrift/ Kalligrafisk skrift Kusassakkamik allaaseq 10

13 Finnland Svíþjóð 29 bókstafir 11

14 Ísland Færeyjar Ísland -å og ø Færeyjar -é og ö 12

15 Norræn hugmyndahópur um handskrift Nordisk Idégruppe for Håndskrift Stofnaður 16. janúar 1993 með stuðningi frá Norræna menningarmálasjóðnum Markmið Uppbygging Efling handskriftar á Norðurlöndum Reynt er að ná markmiðinu með því að: 1 koma af stað miðlun reynslu og vitneskju um handskrift: skriftarform, þróunarferil og sögulega þróun Í hugmyndhópnum eru 1-3 meðlimir frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Áhersla er lögð á að hópurinn spanni breitt þekkingar- og reynslusvið. Til að leysa sérstök viðfangsefni og vandamál getur hópurinn kallað til sín sérfræðinga, til dæmis í líffærafræði, taugasjúkdómafræði, sálarfræði, rithandarfræði, vinnusálfræði, og skriftarsögu. 2 koma á tengslum milli fólks er hefur sérlegan áhuga á skrift og hönnun sem tengist kennslu og rannsóknum 3 þróa og varðveita dýrmætt handbragð og skriffæratækni 4 hafa frumkvæði að upplýsingagjöf og taka þátt í að leysa vandamál varðandi handskrift Inntökuskilyrði Að viðkomandi starfi í samræmi við markmið og viðfangsefni hópsins og hafi þekkingu eða verklega kunnáttu á sviði handskriftar og fagurskriftar. hafi skrifað bækur eða bókarhluta, greinar eða annað um handskrift og skrift á viðurkenndan faglegan hátt. 13

16 GRUNNUR GÓÐRAR HANDSKRIFTAR ER: læsileiki / samræmi hraði / hrynjandi festa / ending Norrænn hugmyndahópur um handskrift Nordisk Idégruppe for Håndskrift

RANNs6xN silfunsr6osins FRA MIDHusuna

RANNs6xN silfunsr6osins FRA MIDHusuna lt RANNs6xN silfunsr6osins FRA MIDHusuna GREINARGERD proovnnjasafn islanps Helgi Forlåksson Lilja Årnad6ttir jfnf 1995 Ranns6kn silfursj6dsins frå Midhrisum Nltt pj6dminjardd fær sj6dsmdlid til umfjdllunar

Læs mere

Kirkjuligt Missiónsblað

Kirkjuligt Missiónsblað Nr. 6 sep. 2012 65. árið Kirkjuligt Missiónsblað SAMFELAG VIÐ GUD 1. Jóh.1,6-10: Um vit siga, at vit hava samfelag við hann, og ganga í myrkrinum, tá ljúgva vit og gera ikki sannleikan. Men um vit ganga

Læs mere

Loyvisskipan í føroysku fskivinnuni eftir 2018

Loyvisskipan í føroysku fskivinnuni eftir 2018 Loyvisskipan í føroysku fskivinnuni eftir 2018 Frágreiðing latin Jacob Vestergaard, landsstýrismanni í fskivinnumálum Tórshavn, 26. juli 2010 Hjalmar Hansen, vinnuløgfrøðingur Hjalti í Jákupsstovu, fskifrøðingur

Læs mere

PISA Føroyar 2006. - Førleikar hjá næmingum í 9. flokki í Føroyum á vári í 2006. Niels Egelund. PISA samtakið

PISA Føroyar 2006. - Førleikar hjá næmingum í 9. flokki í Føroyum á vári í 2006. Niels Egelund. PISA samtakið PISA Føroyar 2006 - Førleikar hjá næmingum í 9. flokki í Føroyum á vári í 2006 Niels Egelund PISA samtakið 1 Innihald Formæli - Mentamálaráðið Formæli - PISA-samtakið 1. Samandráttur av úrslitunum frá

Læs mere

Ferðaminni frá útróðrarhavnum

Ferðaminni frá útróðrarhavnum Nr. 299 Hósdagur 14. august 2003 10,- Síða 7 Hvar er poststemplið hjá Ruth? Saman við postverkinum eftirlýsa vit poststemplinum hjá "Ruth" og hava samstundis áhugaverda frásøgn frá fyrsta skipinum hjá

Læs mere

7. Abbatin stendur á klostraborg, hyggur hann út so víða:»eg sær Viljorm, keisarans kempu, her mót klostrinum ríða.

7. Abbatin stendur á klostraborg, hyggur hann út so víða:»eg sær Viljorm, keisarans kempu, her mót klostrinum ríða. Viljorm Kornus 1. Keisarin situr í hásæti við knektum sínum og sveinar: tá var eftir av hansara kempum Viljorm Kornus og Einar. Ríða teir út av Fraklandi við dýrum drós í sað'l, blás í hornið Ólivant í

Læs mere

ENDURSKOÐAN AV YRKISÚTBÚGVINGUNUM

ENDURSKOÐAN AV YRKISÚTBÚGVINGUNUM ENDURSKOÐAN AV YRKISÚTBÚGVINGUNUM Undirheitið: Tekstur & Tøl (1. útgáva) Vitanarsavn við tekstum og tølum í sambandi við endurskoðanina Januar 2008 Tekstur & Tøl bls. 2 av 212 Fororð Tekstur & Tøl (1.

Læs mere

Koltursætlan. Dagført 23. september 2014

Koltursætlan. Dagført 23. september 2014 Koltursætlan Dagført 23. september 2014 1 Innihald Inngangur... 3 Antikvarisk serskipan... 4 Stevnumið... 7 Skipanarlig viðurskifti... 8 Virksemi... 8 Musealt virksemi... 8 Granskingar- og listafólkasetur...

Læs mere

Athugaðu að prófið er 9 blaðsiður. Lestu vel öll fyrirmæli og vandaðu frágang!

Athugaðu að prófið er 9 blaðsiður. Lestu vel öll fyrirmæli og vandaðu frágang! Fjölbrautaskólinn við Ármúla Lokapróf - Dagskóli Haustönn 2005 Miðvikudaginn 7. desember Kl. 13:00 14:30 DAN 102 NAFN: KENNARI: Leyfð hjálpargögn eru engin! A. Ólesinn texti 20% B. Lesinn texti 20% C.

Læs mere

DANFRAS-symposium på Københavns Universitet 2004: Fraseologi i Danmark. En status 1

DANFRAS-symposium på Københavns Universitet 2004: Fraseologi i Danmark. En status 1 153 Jan Katlev* DANFRAS-symposium på Københavns Universitet 2004: Fraseologi i Danmark. En status 1 Den 23.11-24.11.04 afholdt Dansk Selskab for Fraseologi (DANFRAS) på initiativ af sin formand, Ken Farø,

Læs mere

Innihald / Indhold. Suðuroyar Sparikassi P/F Skrás.nr. / Reg.nr. 4122

Innihald / Indhold. Suðuroyar Sparikassi P/F Skrás.nr. / Reg.nr. 4122 Innihald / Indhold Suðuroyar Sparikassi P/F Skrás.nr. / Reg.nr. 4122 Hálvársfrásøgn 1. hálvár 2014 / Halvårsrapport 1. halvår 2014 1 Innihald / Indhold Leiðsluátekning / Ledelsespåtegning 3 Leiðslufrágreiðing

Læs mere

Sanghefte Nordisk pensjonisttreff 2014 Trondheim

Sanghefte Nordisk pensjonisttreff 2014 Trondheim Sanghefte Nordisk pensjonisttreff 2014 Trondheim 1 Innholdsoversikt Danmark Finnland Færøyene Island Norge Sverige Hvor skoven dog er frisk og stor Jeg ved, hvor der findes en have så skøn Svantes lykkelige

Læs mere

INNLENDISMÁLARÁÐIÐ. Ríkisumboðið Postboks 12 110 Tórshavn. Vegleiðandi fólkaatkvøða um kommunusamanlegging

INNLENDISMÁLARÁÐIÐ. Ríkisumboðið Postboks 12 110 Tórshavn. Vegleiðandi fólkaatkvøða um kommunusamanlegging Ríkisumboðið Postboks 12 110 Tórshavn 30. mars 2012 Mál: 11/00654-46 Málsviðgerð: HiH Vegleiðandi fólkaatkvøða um kommunusamanlegging Sambært kunngerð nr. 26 frá 23. mars 2012 um vegleiðandi fólkaatkvøðu

Læs mere

Automatiske metoder til excerpering af nye ord

Automatiske metoder til excerpering af nye ord Automatiske metoder til excerpering af nye ord Kristín Bjarnadóttir og Eiríkur Rögnvaldsson Seminar om sprogrøgt og sprogteknologi København 29. oktober 2007 Foredragets emne Prototype af et værktøj for

Læs mere

P.A. MUNCH SAMLEDE AFHANDLINGER II 1849-1851 CHRISTIANIA 1874. -274- Om Finmarkens politisk-commercielle Forhold til den norske Stat.

P.A. MUNCH SAMLEDE AFHANDLINGER II 1849-1851 CHRISTIANIA 1874. -274- Om Finmarkens politisk-commercielle Forhold til den norske Stat. P.A. MUNCH SAMLEDE AFHANDLINGER II 1849-1851 CHRISTIANIA 1874. -274- Om Finmarkens politisk-commercielle Forhold til den norske Stat. 1 Finmarken regnedes i Oldtiden til Norge, ansaaes dog ikke som et

Læs mere

DR mang ler mod til at for - mid le lit te ra tur hi sto rie

DR mang ler mod til at for - mid le lit te ra tur hi sto rie DR mang ler mod til at for - mid le lit te ra tur hi sto rie AF JAN NIE IWAN KOW SØ GAARD 18. ja nu ar 2014 00:01 Dig te ren Mi cha el Strun ge, der om nogen blev sy no nym med 1980 ernes poesi, holdt

Læs mere

Indvandrere i teenagealderen anbringes markant oftere end andre grupper

Indvandrere i teenagealderen anbringes markant oftere end andre grupper Indvandrere i teenagealderen anbringes markant oftere end andre grupper Indvandrere med ikke-vestlig baggrund anbringes markant oftere uden for hjemmet end andre, når man ser på aldersgruppen 10-17 år.

Læs mere

Medicinpædagogik - så meget mere end medicin

Medicinpædagogik - så meget mere end medicin P A R K V Æ N G E T Der sker noget særligt, når mennesker sætter sig sammen og begynder at tale med hinanden. Dét der før var andres påstande, bliver til nye måder at forstå og erkende hverdagen på. I

Læs mere

victor vil ikke vaske hænder

victor vil ikke vaske hænder victor vil ikke vaske hænder Frederik, Emilie og Victor er venner. De går alle tre på Blå Stue, og lige nu leger de på legepladsen. Frederik cykler på en trehjulet cykel. Emilie fylder sand i en spand.

Læs mere

HVOR KOMMER DU FRA? Historiefortælling. Et undervisningsforløb for 4.-6. klasser

HVOR KOMMER DU FRA? Historiefortælling. Et undervisningsforløb for 4.-6. klasser HVOR KOMMER DU FRA? Historiefortælling Et undervisningsforløb for 4.-6. klasser INTRODUKTION Alle har en historie at fortælle. Oftest giver en personlig historie os et billede af, hvem den fortællende

Læs mere

SPARKER DØRE IND FORTÆLLINGER OM SAMARBEJDET MED JOB- OG UDVIKLINGSCENTER CASTBERGGÅRD

SPARKER DØRE IND FORTÆLLINGER OM SAMARBEJDET MED JOB- OG UDVIKLINGSCENTER CASTBERGGÅRD SPARKER DØRE IND FORTÆLLINGER OM SAMARBEJDET MED JOB- OG UDVIKLINGSCENTER CASTBERGGÅRD SPARKER DØRE IND FORTÆLLINGER OM SAMARBEJDET MED JOB- OG UDVIKLINGSCENTER CASTBERGGÅRD KOLOFON SPARKER DØRE IND FORTÆLLINGER

Læs mere

Språk i Norden 2013 Tema: Tv-teksting i Norden Hva har det å si for nabospråksfortåelsen blant barn og unge i Norden at program fra nabolandene blir

Språk i Norden 2013 Tema: Tv-teksting i Norden Hva har det å si for nabospråksfortåelsen blant barn og unge i Norden at program fra nabolandene blir Språk i Norden 2013 Tema: Tv-teksting i Norden Hva har det å si for nabospråksfortåelsen blant barn og unge i Norden at program fra nabolandene blir vist og tekstet på tv? Utgitt av Nettverket for språknemndene

Læs mere

Da Den spanske Syge hærgede Skrevet 2008 af John Hardy Nielsen, bragt første gang i Lokalhistorisk Forenings medlemsblad Hanen, efteråret 2009.

Da Den spanske Syge hærgede Skrevet 2008 af John Hardy Nielsen, bragt første gang i Lokalhistorisk Forenings medlemsblad Hanen, efteråret 2009. Da Den spanske Syge hærgede Skrevet 2008 af John Hardy Nielsen, bragt første gang i Lokalhistorisk Forenings medlemsblad Hanen, efteråret 2009. En gang i 1917 startede der en influenzalignende epidemi

Læs mere

En god Bonde, Hans Avl og Biæring

En god Bonde, Hans Avl og Biæring En god Bonde, Hans Avl og Biæring Av Povel Juel med tillegg av Hans Thode Innføring og kommentarar av Gudmund Balvoll Denne boka er lagt ut på nettet i 2011 av Institutt for plante- og miljøvitenskap,

Læs mere

Fædrehjælpen. Jeg har kontaktet Mødrehjælpen, fordi det er forfærdeligt, hvis min søn skal igennem en retssag og til psykolog.

Fædrehjælpen. Jeg har kontaktet Mødrehjælpen, fordi det er forfærdeligt, hvis min søn skal igennem en retssag og til psykolog. I dette nummer: Mødrehjælpen kan give noget, jeg ikke kan få andre steder Vi var ikke sammen i dag, hvis det ikke var for Mødrehjælpen Parrådgivning skaber luft i hverdagen Fædrerådgivning til ethvert

Læs mere

Indvandrere i Danmark

Indvandrere i Danmark Indvandrere i Danmark 2014 Indvandrere i Danmark 2014 Indvandrere i Danmark 2014 Udgivet af Danmarks Statistik November 2014 Oplag: 135 Printet hos PRinfoParitas Foto: Imageselect Papirudgave Pris 160

Læs mere

Kong Hans. han var så brat at svare: 1. Konning Hans han sidder på København, "Skal jeg ind til Misen i år, han lader de lønnebrev skrive;

Kong Hans. han var så brat at svare: 1. Konning Hans han sidder på København, Skal jeg ind til Misen i år, han lader de lønnebrev skrive; Kong Hans 1. Konning Hans han sidder på København, han lader de lønnebrev skrive; han var så brat at svare: "Skal jeg ind til Misen i år, jeg kan ikke ene fare." sender han dem til Nørrejylland Erik Ottesøn

Læs mere

Et tilbud der passer. Sammen kan vi give kroniske patienter et skræddersyet forløb

Et tilbud der passer. Sammen kan vi give kroniske patienter et skræddersyet forløb Et tilbud der passer Sammen kan vi give kroniske patienter et skræddersyet forløb Hospitalerne, kommunerne og de praktiserende læger i Region Hovedstaden, august 2009 Et tilbud der passer Flere lever med

Læs mere

Skole som i gamle dage

Skole som i gamle dage Skole som i gamle dage 1 Sydvestsjællands Museum 1.- 3. klasse ˆ Östen stiger so en oπ Den spr der guld pä sky Gär ov r bºer o båkketoπ gär ov r land o bω INDHOLD Skole som i gamle dage s. 1 Børneliv for

Læs mere