Goðsagnastríðið. Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Goðsagnastríðið. Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson"

Transkript

1 Goðsagnastríðið Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar. Þrándur Þórarinsson LIS441L MA-ritgerð í listfræði Háskóli Íslands Hugvísindasvið

2 Goðsagnastríðið Ritdeila um ágæti norrænnar goðafræði fyrir danska myndlist í upphafi nítjándu aldar Þrándur Þórarinsson LIS441L MA-ritgerð í Listfræði Kennari: Æsa Sigurjónsdóttir Íslensku- og menningardeild Hugvísindasvið Háskóla Íslands Maí 2016

3 Efnisyfirlit 1 Inngangur...7 2Nýklassísk list og þjóðleg sérkenni Winckelmann og nýklassíkin Wiedewelt Norræn goð í Danmörku á átjándu öld Ossíankviða og andleg verðmæti liðinna tíma Æsirnir stíga á svið Dauði Baldurs í verkum myndlistarmanna Ýmir og Auðhumla Ættu norræn goð að leysa þau grísku af hólmi? Þjóðverjar tileinka sér Eddukvæði Þjóðerniskennd Dana og hin fornu goð Goðsagnastríðið Norræn goðafræði í Konunglega Listaháskólanum Ritdeilan Skírskotanir til Kennivalds Um nytsemi goðsagna Helstu ágreiningsatriði deilunnar Um grófleika norrænnar goðafræði og lögmál fegurðarinnar Um nekt goðanna Ef skáldin gátu fært sér í nyt norræna goðafræði hví ættu ekki myndlistarmenn að geta gert hið sama? Gildi fordæma og snilligáfa frumlegra listamanna Norræn goðafræði í verkum myndlistamanna Ragnaraka-lágmyndaröðin Eftirmál deilunnar og niðurstaða...62

4 8.1Niðurstaða HEIMILDASKRÁ Myndaskrá: Myndir...5 Myndaskrá Mynd 1: Chodowiecki, Dauði Baldurs...83 Mynd 2: Peter Cramer. Dauði Baldurs...84 Mynd 3: Johannes Wiedewelt. Óðinn...85 Mynd 4: Johannes Wiedewelt. Skáldaður skjöldur...86 Mynd 5: Johannes Wiedewelt. Stúdíur fyrir Dauða Baldurs...87 Mynd 6: Nicolai Abildgaard. Auðhumla og Ýmir...88 Mynd 7: Wilhelm Eckersberg. Loki og Sigyn...89 Mynd 8: Nicolai Abildgaard. Hinn særði Fílóket...90 Mynd 9: Herman Erns Freund. Brot úr Ragnarok-lágmyndaröðinni...91

5 1 Inngangur Í Det Kongelige Kunstbibliotek í Kaupmannahöfn má finna möppu með bókakornum, bæklingum og blaðagreinum frá 1812 til 1821 sem samtímamenn settu saman undir nafninu Goðsagna-stríðið (d. Mythologie -Striden). Helsta ágreingingsefni þessara pennavíga var hvort norrænar goðsögur væru boðlegt viðfangsefni myndlistarmanna, eða hvort þeir ættu frekar að halda sér að gamalkunnugum viðfangsefnum úr grískrómverskri goðafræði og gamla testamentinu. Dönsk skáld höfðu með góðum árangri nýtt sér norrænar goðsögur sem innblástur að verkum sínum og sú þjóðernisvakning sem stríð Dana við Breta og síðan Napóleonsstyjaldirnar gátu af sér ýtti undir áhuga Dana á fornöld sinni og hinum forna átrúnaði. 1 Um leið var það hluti af innreið rómantíkurinnar konungshúsið á var Norðurlöndum áfram um og að hinu gera germanska hin fornu málsvæði. goð að Danska þjóðlegum sameingingartáknum. Málarar og myndhöggvarar voru fengnir til að skreyta vistarverur konungs með listaverkum úr norrænum goðsögum, og nemum við Konunglegu Listaakademíuna voru sett fyrir efni úr norrænum goðsögum. Þessi myndefni mæltust þó misvel fyrir og þegar fornleifafræðingurinn Finnur Magnússon var ráðinn til að halda fyrirlestra við skólann um norræna goðafræði hrinti það af stað heiftúðlegri ritdeilu sem seinna var tekin var saman í téða möppu. Um margra áratuga skeið hafði grísk-rómverska fornöldin haft mjög drottnandi stöðu í mennta- og menningarlífi lífi Dana líkt og hjá öðrum þjóðum. Frá lokum átjándu aldar fara listamenn að víkka út svið yrkis- og viðfangsefna sinna, og í deilunni er víða höfðað til metnaðar myndlistarmanna til að fara ótroðnar slóðir og sækja sér innblástur í þessi ósnertu og litríku yrkisefni. Í eftirfarandi rannsókn verður athyglinni beint sérstaklega að því hvernig hin nýja krafa og kall þessara ára um ný viðfangsefni listamanna skilaði sér í umræðunni um ágæti norrænnar goðafræði sem myndefni, og spurt verður: Hversu vel ágengt varð hinni nýju kröfu um að myndlistamenn tileinkuðu sér þetta yrkisefni í verkum sínum, og hverjar voru helstu fyrirstöður og mótbárur gegn henni? Færð verða rök fyrir því að þær hugmyndir sem Gotthold Ephraim Lessing ( ) setti fram í riti sínu Laókóon (1766) um gömul og ný viðfangsefni, og mismunandi fegurðarviðmið myndlistar og skáldskapar hafi ráðið miklu. 1 Lundgreen-Nielsen 1994:

6 Mikið hefur verið skrifað um notkun skáldanna Adam Oehlenschlägers ( ) og Frederik Severin Grundtvigs ( ) á norrænni goðafræði í skáldverkum sínum,2 en minna hefur farið fyrir rannsóknum á norrænni goðafræði í myndlist þessa tíma. Ritdeilunni frá er gerð nokkur skil í ævisögum samtímalistamanna, má þá helst nefna ævisögu Christoffer Wilhelm Eckersbergs ( ) skrifaða af Philip Weilbach (1872) og æfisaga Ernst Freunds ( ) sem skrifuð er af syni hans Victor Freund (1883). Sú síðarnefnda innheldur viðauka með bréfum, sem hafa nýst vel við þessa rannsókn hér. Í bókinni Nordisk Oldtid i dansk Kunst ( Norræn fornöld í danskri list ) eftir Peter Johansen frá 1907 er fjallað um norræna goðafræði í danskri myndlistarsögu, og þar fjallað stuttlega um deiluna miklu Ritdeilan hefur lítið verið rannsökuð í seinni tíð, helst er það listfræðingurinn Emma Salling sem hefur gert henni skil. Salling hefur fengist við rannsóknarstörf við hið Konunglega Listbókasafn Kaupmannahafnar, og skrifað fjölda ritgerða og bóka um sögu Konunglega Listaháskólans. Í ritgerðinni: Akademiet i København mellem det hjemlige og det internationale ( Listaháskólinn í Kaupmannahöfn milli þess heimalega og þess alþjóðlega ) frá 1992 er fjallað nokkuð ítarlega um aðdraganda deilunnar og atburðarásina sem átti sér stað Er athyglinni þar beint að skólanum sérstaklega, regluverki hans, mannaráðningum, og afskiptum krúnunnar af skólanum í sambandi við deiluna. Þá má einnig nefna ritgerðina Nordisk mytologi frá 2014 eftir Kira Kofoed úr gagnagrunni Thorvaldsensafnsins. Þar er sérstaklega fjallað um aðkomu Thorvaldsens að deilunni, og tilraunir málsmetandi manna til að fá hann til að taka opinbera aftsöðu í málinu. Verður stuðst nokkuð við ritgerð hennar þar sem myndhöggvarinn kemur við sögu. Að lokum má nefna ritgerð Lundgreen-Nielsen, Grundtvigs nordisk-mytologiske billedsprog- et mislykket eksperiment? frá 1994 þar sem fjallað er um tilraunir skáldsins N.L. Grundtvigs til að búa til myndmál úr norrænum goðsögum, og kemur ritdeilan þar nokkuð við sögu. Í þessum ritum er ritdeilan sjálf ekki meginumfjöllunarefnið, heldur það hvernig hún snerti ýmist Konunglega Listaháskólann, Thorvaldsen eða Grundvig. Ágreiningsatriði hennar eru reifuð í stuttu máli en ekki gerð veruleg skil. Í þessari rannsókn verður farið nánar í saumana á ýmsum hliðum deilunnar sem hafa fengið litla sem enga athygli. Teknar verða til nýrrar skoðunar ýmsar hliðar hennar með því að bera saman skoðanir sem þar koma fram við hugleiðingar Gottlieb Lessings úr riti hans Laókóon frá Hugmyndir hans um hið fagra og ófagra í listum enduróma 2 Ægidius 1985, 1992; Lundgreen-Nielsen 1994; Auken

7 víða í deilunni, sem og álit hans á nýjabrumi í viðfangsefnum myndlistar. Í ritdeilunni höfðar Finur Magnússon oft til myndlistarsnillinga (d. genialske kunstnere) að sækja innblástur til þeirra stórbrotnu táknmynda sem finna megi í norrænni goðafræði og færa þau í nýjan búning eins og skáldin höfðu gert. Með því að velta upp kennisetningum Lessings má útskýra hvers vegna yrkisefni úr norrænni goðafræði þóttu henta skáldum betur en myndlistarmönnum. Þessi rannsókn mun því bæta töluverðu við það litla sem um þessa deilu hefur verið skrifað og fylla inn í eyður. Viðleini manna við að innleiða hin fornu norrænu goð í vitundarlíf Dana í upphafi nítjándu aldar, í dögun þjóðernisrómantíkurinnar, er gagnmerk og ritdeilan veitir prýðilega innsýn í viðbrögð myndlistarmanna við þessari tilraun. Framlag Finns Magnússonar á sviði íslenskra fornbókmennta hefur verið merkilega lítið rannaskað, en hann lagði meðal annars grunn að nýrri fræðilegri túlkun á norrænum goðsögum. Í þessari ritgerð er stuðst við ritgerð Simon Halink, As tainted Legacy. Finnur Magnússon s mythological studies and Iceland s national identity frá Þá hefur Terry Gunnell fjallað um brautryðjandastarf Finns í þjóðsagnasöfnun í Clerics as Collectors of Folklore in Iceland frá Ritdeilunni verða ekki gerð fyllileg skil án kortlagningar á því hugmyndafræðilegu landslagi sem hún er sprottin úr. Sú spenna sem myndaðist milli málsvara grískra fyrirmynda og talsmanna nýja yrkisefnisins í upphafi nítjándu aldar ber að skilja sem birtingarmynd togstreitu á milli hugmyndafræði nýklassísismans og nýrra þjóðlegra áherslna, sem sóttu á um og uppúr aldamótunum átjánhundruð. Nauðsynlegt er gera grein fyrir þessum andlegu hræringum og hefst því ritgerðin á umfjöllun um hugmyndir Joachim Winckelmanns sem höfðu afgerandi áhrif á danskar listir og menningu þessa tíma. Í þriðja kafla verður greint frá þeirri vitundarvakningu sem birting svokallaðra Ossíanskvæða leiddi af sér um þjóðleg og andleg verðmæti liðinna tíma, og frá fyrstu tilraunum danskra skálda og myndlistarmanna að færa sér í nyt norrænar goðsagnir. Skömmu fyrir aldamótin átjánhundruð fara þýskir rithöfundar að viðra þá hugmynd að íslensk goðafræði leysi þá grísku af hólmi í menntalífi Þjóðverja. Í fjórða kafla er gerð grein fyrir því hvernig dönsk skáld og rithöfundar leggja út af þeirri hugmynd, og fjallað verður um ritgerð Jens Møllers frá 1812 þar sem brýnt er fyrir dönskum myndlistarmönnum að gera hinum norrænu guðum skil í málverkum og höggmyndum. Hugmynd Møllers hlaut brautargengi hjá æðstu yfirvöldum, og ríkisarfinn Christian Fredrick kom því í kring að haldnir skyldu 7

8 fyrirlestrar við Konunglega Listaháskólann um norræna goðafræði, með fyrrgreindum afleiðingum. Útlínur deilunar verða svo reifaðar í fimmta kafla, og í þeim sjötta verður farið ítarlega í helstu ágreingsatriði hennar og leitast við að svara rannsóknarspurningu ritgerðarinnar. Í sjöunda kafla verður dregið fram listrænt dæmi, Ragnaraka-lágmyndaröð eftir Ernst Freund sem varpar ljósi á helstu vandamál samtímalistamanna við að færa hin fornu goð í myndrænan búning. Í sjöunda og síðasta kafla verður gerð grein fyrir eftirköstum deilunnar og niðurstöður teknar saman. 2 Nýklassísk list og þjóðleg sérkenni Hugmyndin um að listin ætti einungis að lýsa fegurstu hliðum náttúrunnar svo hún mætti nálgast fullkomnun á ættir sínar að rekja til heimspeki fornaldar, og blómstraði síðan óháð ríkjandi stíltegundum á öllum skeiðum listasögunnar frá fimmtándu öld til þeirri nítjándu, frá Leon Battista Alberti ( ), til Pietro Bellori ( ) og Denis Diderot ( ). Því sjónarmiði var oft haldið á loft að list grísk-rómversk list fornaldar væri óviðjafnalegur leiðarvísir fyrir listamenn um fjölbreytileika náttúrunnar. Atkvæðamestur talsmaður þessa sjónarmiðs var þýski fonleifa- og listfræðingurinn Johann Joachim Winckelmann ( ). Hér á eftir verður hugmyndum hans um eftirlíkingu á grískum verkum gerð skil og framlagi hans til listasögu og fornleifafræði, en formælendur norrænnar goðafræði litu á Winckelmann sem óskeikult kennivald.3 Einn fyrsti og helsti flutningsmaður hugmynda Winckelmanns í Danmörku var mynhöggvarinn Johannes Wiedewelt ( ), en þeir bjuggu saman um skeið á námsárum Wiedewelts í Róm Fjallað verður um rit Wiedewelts um listir og smekk frá 1762 og þær hugmyndir sem þar koma fram um þjóðlega og þjóðholla list. 2.1 Winckelmann og nýklassíkin Allt fram að átjándu öld var klassísk menning fyrst og fremst rómversk menning í hugum margra, en á átjándu öldinni var margt grafið upp og grafið fram af forngrískum fornleifum og listaverkum sem áður var óþekkt. Varð mönnum þá betur ljóst framlag Forn-Grikkja til heimsmenningarinnar. Winckelmann átti stóran þátt í að sýna fram á að Rómverjar væru fremur þiggjendur í listinni heldur en frumkvöðlar, og 3 Polemik

9 var það ekki síst fyrir tilstilli hans að athygli skálda og myndlistarmanna færðist í auknum mæli frá Óvíð, Hórasi og Virgli og öðrum fornrómverskum skáldum til Hómers. Ritgerð hans Gedanken über die Nachahmung der griechischen Werke in der Malerei und Bildhauerkunst (Þankar um eftirlíkingu grískra verka í málverki og höggmyndalist), sem kom út árið 1755, vakti gríðarlega athygli á hinu þýskumælandi svæði og víðar. Winckelmann beindi þar spjótum sínum að fagurfræðilegum skrautstíl rókokósins og samfélagslegum siðum borgarastéttarinnar, en hún sótti fram til þjóðfélagslegra valda á þessum tíma. Samfélagi grískar fornaldar var að hans mati ekki íþyngt með menningarlegri úrkynjun nútímans eða heft af tælandi fatnaði heldur einkendist það af lýðræði, frelsi, skynsömum vísindum, háþróaðri heimspeki, heilsusömu loftslagi og ást á hinu fagra og góða. Úr þessum jarðvegi var list þeirra sprottin og taldi Winckelmann hana endurspegla þessi gildi. Hugmyndir hans um hinu háleitu og prímitífu fornöld vöktu mikla hrifningu í Evrópu og hafði afgerandi áhrif á mynd manna af höggmyndalist grískrar fornaldar. 4 Skilja ber ritgerð Winckelmanns sem innlegg í eina mestu menningardeilu fyrr og síðar, deiluna milli fornmennta- og nýmenntamanna (La querelle des Anciens et des Modernes) sem hófst í Frakklandi í lok sautjándu aldar og stóð langt fram á þá átjándu.5 Ágreiningurinn snérist að miklu leyti um nauðsyn eftirlíkingar, og ágæti fornaldarmenningu í samanburð við menningu nútímanns. Nýmenntamenn (f. les modernes) töldu nútímann taka fornöldinni fram hvað varðaði vísindi og heimspekilega innsýn, og að hin gamla kennisetning um eftirlíkingu (l. imitatio) stæði framþróun þessara greina fyrir þrifum. Fyrir Winckelmann var eftirlíking ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið fyrir listamenn til að ná sömu hæðum og fornmenn: Eina leiðin fyrir okkur til að verða miklir, jafnvel óeftirlíkjanlegir, er sú að líkja eftir fornmönnum. Enn fremur: Ef listamaðurinn byggir á þessum grundvelli og leyfir grísku reglunum um fegurð að stýra hendi sinni og hug, mun hann komast á stíginn sem leiðir til eftirlíkingar náttúrunnar. 6 Þannig gæti nútímalistin líkt eftir grískum fordæmum og sótt í þær afl og stíl. Winckelmann dró saman afstöðu sína í þessum frægu orðum: Almennt má segja að ágæti grískra meistarverka sé fólgið í göfugum einfaldleika og stilltri stórmennsku, hvort tveggja í stöðu og svip. 7 4 Gauti Kristmnannsson 2007: 19. Fornmenntamenn (f. des anciens) töldu fornaldarmenning og vísindi vera gott og gilt fordæmi fyrir menningu og vísindi nútímans. 6 Winckelmann 1995: 5. 7 Gauti Kristmnannsson 2007:

10 Hugmyndir hans um tignarlegan einfaldleika og fagurfræði forngrískrar og rómverskrar listar urðu þekktar víða um lönd, og voru byggðar á þeim ýmsar viðmiðanir sem fræðimenn, menningarfrömuðir og listamenn lögðu til grundvallar í verkum sínum. Þær áttu drjúgan þátt í að leiða til öndvegis nýjan stíl í höggmyndalist og fleiri listgreinum, nýklassíska stíllinn, sem reis öndverður gegn flögrandi skrauti frönsku rókokólistarinnar sem var þá allsráðandi, ekki aðeins í myndlist heldur í öllu umhverfi manna. Það varð keppikefli listamanna að hverfa aftur til upprunans, að leita í þá listsköpun og fagurfræði sem býr að baki forngrískri list. Hið gríska líkan varð fyrirmynd þjóðlegrar menningar í ýmsum löndum á átjándu og nítjándu öld, ekki síst í Þýskalandi þar sem hugmyndin um endursköpun eftir fyrirmyndum fornaldar rann saman við vaxandi þjóðerniskennd8. Þegar Winckelmann skrifar ritgerð sína um eftirlíkingu grískra verka árið 1755 hafði hann ekki komið til Rómar né séð upprunaleg listaverk fornaldar önnur en þau fáu sem Dresden hafði upp á að bjóða. Síðar þetta ár flutti hann sig til borgarinnar eilífu þar sem hann kynntist hópi myndlistarmanna, þar á meðal dönskum myndhöggvara, Johannes Wiedewelt ( ). Þeir tveir bjuggu saman um tíma, og átti Wiedewelt síðar eftir að kynna hugmyndir þýska listfræðingsins fyrir löndum sínum. 2.2 Wiedewelt Widewelt og Winckelmann rannsökuðu saman fornleifar í Róm og fóru í rannsóknarleiðangra meðal annars til Herkúlaneum (1758) og Pompeii (1758) sem þá var verið að grafa úr vikri aldanna. Skömmu eftir heimkomu Wiedewelts til Hafnar fékk hann prófessorsstöðu við Konunglegu Listaháskólann, og gaf við það tækifæri út kverið Tanker om Smagen udi Kunsterne i Almindelighed. 9 Wiedewelt brýnir þar fyrir landsmönnum sínum að taka mið af eilífum fordæmum grískrar og rómverskrar fornaldar sem staðist hafi tímans tönn, og hann fullyrðir að listamannsefni geri sjálfum sér og köllun sinni skaða, vinni þau eftir náttúrunni áður en þau hafi kynnt sér anda og stíl grískrar fornaldarlistar. Er óhætta að segja að hugmyndir Winckelmanns séu fyrirferðarmiklar í kveri þessu. Þar er einnig viðruð sú hugmynd að listamenn sæki sér yrkisefni hjá danska miðaldasagnaritaranum Saxo Grammaticus sem skrásetti, ásamt öðru, sögur af hinum fornu goðum: 8 9 Gauti Krismannson 2007: 23. Wiedewelt

11 Ég tel... að sumar af goðsögum Saxo gætu, þegar rétt túlkun lægi fyrir, orðið jafngildar þeim egypsku og grísku sem innihalda í margræðum skáldskap guðfræðilegan siðferðisboðskap. En ég tel hvað það varðar að túlkanirnar [á þeim] yrðu svo breytilegar, að öll sú allegóría mundi þarmeð týna hinu sérstaka kerfi, og menn þyrftu þar með að leita til hinna grísku og egypsku goðsagna, til að finna upplýsingu í breytileikanum, sem mundi þar með umskapa alla þá allegóríu, þannig að menn í marga áratugi gætu varla náð skiljanlegri byrjun. 10 Áhyggjur Wiedewelts stöfuðu af því að myndlistin hafði í aldaraðir notfært sér sérstakar forskriftir til að tákna hugtök, svokallaðar allegórískar myndlíkingar. Voru þá huglæg tákn oftast sett fram í mannsmynd. Mörg frumhugtök trúarbragða og heimspeki hlutu þannnig ákveðnar persónugervingar, en lykilinn að merkingum þeirra er einkum að finna í hinni klassísku goðafræði. Kvenpersóna með taum í hendi var Hófstilling, önnur sem hallar sér upp að súlu var Festa. Tíminn var jafnan sýndur í gervi hrums, vængjaðs öldungs með ljá eða tímaglas í hendi en Veritas (Sannleikurinn), dóttir Tímans, var mynduð nakin, þar sem hún vill ekkert dylja og með geislakrans til að bægja frá sér skýjum lyga og þar fram eftir götunum. Í allegórískum myndlistarverkum var þessum persónugervingum gjarnan léð ákveðinn aflsmunur sín á milli. Svo notað sé dæmi Björns Th. Björnssonar úr bókinni Aldateikn: Frægðin sigrar Dauðann, en Tíminn ber sigurorð af Frægðinni, en sjálfur verður Tíminn af engu unninn nema Eilífðinni einni. 11 Listamenn gátu gengið að því vísu að þessar persónugervingar væru listunnendum kunnar, en Wiedewelt óttast að ef endurhanna eigi þessar tákngervingar svo þær falli að sagnaarfi Saxo verði erfitt fyrir áhorfandann að ráða fram úr merkingu þeirra. Wiedewelt hefur einnig áhyggjur af því að hin fornu norrænu goð muni í meðförum myndlistarmanna óhjákvæmilega taka á sig mynd þeirra grísku: 10 Jeg troer...at en Deel af Saxonis Fabler kunde bile ligesaa vegtige, naar man havde den rette Uttydning, som de Grækiske og Egyptiske, hvilket under forblommet Digt indeholder Theologisk Morale. Men jeg troer derhos, at Udtydningerne vilde blive saa foranderlige at den heele Allegori derved tabte det ganske System, og man maatte derudi edog tage Tilflugt til de Grækiske og Ægyptiske Fabler, for at fine Oplysninger i en Forandring, som vilde saaledes omskabe den heele Allegorie, at man udi mange Seculis neppe kunde opnaae en forstaaelig Begyndelse. Wiedewelt 1762: Björn Th. Björnsson 1973: 37 11

12 Hvernig gæti maður myndgert Óðin, Júpíter [Seif] norrænna guða, Þór sem Vúlkan [Hephaestus], Freyju sem Venus [Afródítu] og Tý sem Mars [Heres], öðruvísi en Hómer lýsir sínum guðum. Nærri má geta að afleiðingin yrði Grískar mannsmyndir en gotnesk nöfn.12 Hin grísk-rómverska fornöld hafði skilið eftir sig fjölda listaverka, ekki síst af guðum. Hins vegar vantaði mikið upp á að nóg væri vitað um útlit og aðstæður manna í norrænni fornöld, svifu menn lengi um... í amandi vanþekkingu eins og Bo Grandien orðar það.13 Fornleifafræðin gat lítið lagt listamönnum til á því sviði fyrr en um miðbik nítjándu aldar.14 Norðurlandabúar höfður því enga hugmynd um klæðaburð og útlit langfeðga sinna, hvað þá um goð heiðninnar. Í riti Wiedewelts er einnig tæpt á því sem höfundurinn kallar þjóðlegan smekk, en eins og hjá Winckelmann er gríska líkanið hin fullkomna fyrirmynd þjóðlegrar menningar: Samstaða og eining um smekk hefur allt frá fyrsta upphafi listanna leitt þær til æðstu fullkomnunar. Á gullöld listarinnar var Eining sú gyðja sem almennt var dýrkuð: Sérhver listamaður fylgdi einu og sama prinsppi í list sinni, og þar með varð smekkurinn þjóðlegur.15 Wiedwelt virðist hér ekki gera greinarmun á góðum smekk og þjóðlegum smekk. Ef menn í Danmörku leggja sig eftir hinum gríska smekk, verður hann góður og þar með þjóðlegur. Þessa fremur þversagnarkenndu staðhæfingu ber að skilja í ljósi þess að fyrir Wiedewelt og Winckelmann hafði fegurðarást og þjóðrækni Forn-Grikkja og Rómeverja lyft menningunni svo hátt sem raun bar vitni. Ef myndlistin í Danmörku átti að geta staðið jafnfætis fornaldarlistinni urðu menn að tileinka sér hinn 12 Hvorledes vilde man bilde Odin, de nordiske Guders Jupiter, Thor som Vulcanus, Freya som Venus, og Thyr som Mars anderledes en som Homerus beskriver sine Guder. Jeg begriber den Følge, at Figurene bliver Grækiske, og Navnene Gothiske (Wiedewelt 1762: 33). Hér er gotneskt notað sem samheiti við fornnorrænt. 13 Bo Grandien 1992: Roesdahl 1994: Eenighed og Samdræktighed udi Smagen have fra Konsternes første Oprindelse ført dem til deres høyeste Fuldkommenhed. Udi Konstens Gyldne tider var Samdrægtighed den Gudinde, som blev dyrket i Almindelighed: Enhver Konsner udi sin Art fulgte eet of det samme Principe, og derhved blev Smagen National. Wiedewelt 1762: 39 12

13 góða/gríska smekk en þar með yrði hann þjóðlegur. Bók Wiedewelts lýkur á þessum hvatningarorðum til landa hans: Komið nú, landsmenn! Látum náttúru og skynsemi verða okkur að gagni! Keppum að því undir norðursins himni að prýða minnisvarða sem gera hina sælu öld ódauðlega.16 Túlka mætti þessi orð Wiedewelt á þá leið að hann hvetji landa sína, með óbeinum hætti, til að skapa norræna myndlist. Sú túlkun hlýtur þó að teljast nokkuð langsótt, en eins og listfræðingurinn Karin Kryger bendir á 17 er Wiedewelt hér að umorða hvatningu sem Winckelmann hafði sent honum í bréfi 1761, ári áður en bók Wiedewelts kom út: Skapaðu gríska fegurð undir kimbrímskum himni, sem ekkert auga hefur hingað til séð og lyftu henni, ef þess er kostur, yfir allar tilfinningar sem gætu spillt dráttum fegurðarinnar þetta skal vera þér æðsta markmið, vinur minn!.18 Þó að Wiedewelt vilji veg listarinnar sem mestan í Danmörku og skrifi í Tanker og smagen... um þjóðlega list þá er það honum ekkert meginatriði að inntak eða efnistök listaverka eigi að endurspegla sérleg þjóðleg einkenni. Fyrir því voru heldur engar forsendur. Menntunin sem dönskum listamannsefnum stóð til boða við Listaháskólann var eftir alþjóðlegri forskrift, bæði í fræðilegu og aðferðarfræðilegu tilliti, og þær listrænu fyrirmyndir sem haldið var á loft voru allar fengnar frá útlöndum.19 Uppbygging kennslunar var eftir franskri fyrirmynd. Fyrsti forstöðumaður Listaháskólanns, Jacques-Francois-Joseph Saly ( ), var franskur og prófessorarnir voru allir erlendir framan af. Þegar Widewelt fékk prófessorsstöðu við skólann 1761 var hann fyrsti og um langt skeið eini Daninn meðal kennara Kommer, Landsmænd! Lad os tage Natur og Fornuft til Hielp! Lad os kappes under Nordens Himmel at pryde Støtter, som kan forevige et saa lyksaligt Seculo. Wiedewelt 1762: Karin Kryger 1992: Erzeug eine Griechisiche Schönheit unter dem Cimbrimschen Himmel, die noch kein Auge gesehn, und erhebet dieselbe, wenn es möglich ist, über alle Emphindung, welche die Züge der Schönheit stören könnte...diese sey Euer höster Zweck, mein Freund!. Wiedewelt 1761, tilvitnun úr Kyger 1992: Salling og Smidt Nielsen 2009: 16 13

14 Við stofnun skólans 1754 var lagt upp með að halda árlegar sýningar á verkum nemenda (d. salon udstilling), en þar sem ekki var nægilegur fjöldi verka til að sýna var fallið frá þeirri hugmynd og urðu sýningarnar aðeins þrjár á átjándu öld; 1769, 1778 og Ritaðar heimilidir um þessar sýningar gefa vísbendingu um stígandi áhuga á þjóðlegum viðfangsefnum eftir því sem lengra leið á öldina. Á fyrstu sýningunni var ekkert listaverk sem tók fyrir viðfangsefni úr danskri sögu eða þjóðlífi, á sýningunni 1778 var eitt slíkt verk, en 1794 voru þau orðin fjórtán. 22 En þótt leit sé að þjóðlegum sérkennum í danskri list átjándu aldar skortir hana ekki þjóðhollustu. Myndlistin átti umfram annað að þjóna og hylla konunginn og einveldið, og á síðari hluta aldarinnar snýst inntak myndlistarverka oftar en ekki um farsælt samband konungs og þegna hans.23 Hið ríkjandi stef í danskri myndlist átjándur aldar er því þjóð- og konungsholl list og ómengaður blær nýklassisismans. En til eru frávik frá þessu og í einstaka listaverkum þessa tíma má sjá tilraun listamanns við að skapa myndmál sem skírskotar til norrænnar fornaldar. Var Wiedewelt sjáfur helsti frumkvöðull á þessu sviði, 3 Norræn goð í Danmörku á átjándu öld Eftir að hinn forni átrúnaður norrænna manna lagðist af var hann um margra alda skeið hulinn myrkri sögunnar. Á sautjándu öld og framan af þeirri átjándu voru stakir fræðimenn, aðallega í Kaupmannahöfn, sem rýndu í íslensk fornhandrit og snéru þeim á latínu, en vitundin um hina heiðnu trú var að mestu leyti takmörkuð við þenna fámennan hóp lærdómsmanna.24 Í lok átjándur aldar fór áhugi vaxandi á andlegum verðmætum liðinna tíma í menntalífi Norður-Evrópu, og var það ekki síst fyrir tilstilli vel heppnaðar ljóðafölsunar. Á sjöunda áratug átjándu aldar voru í Bretlandi gefnar út svokallaðar þýðingar á sagnakvæðum og lét þýðandi þeirra í veðri vaka að hér væri á ferðinni ævaforn skáldskapur. Sagnakvæðin nutu gríðarlegra vinsælda víða um Evrópu og markar útgáfa þeirra að vissu leyti ákveðin tímamót í viðskiptum þýskra og 21 Meldahl 1906: 13. Kryger 1991: Kryger Gott dæmi um þetta eru veggmyndir Nicolai Abildgaards gerðar fyrir Riddarasal Kristjánsborgar, af helstu afrekum Aldinborgara ættinni. Málverkin fórust í bruna 1794, en frumköst að þeim eru varðveitt í Statens Museum for Kunst. 24 Nefna má Ole Worm ( ), Thomas Bartolin yngri ( ) og Árna Magnússon ( ). Áhugi á ílsenskum fornbókmenntum ríkti þó víðar t.d. í Frakklandi, en fyrstu ritin um norræna goðafræði sem ekki voru á latínu skrifaði Paul Henri Mallet ( ) að undirlagi dönsku krúnunar og kom þau út á frönsku í tveim bindum árin

15 skandínavískra höfunda við hinn norræna menningararf. Skáld og fræðimenn fóru í auknum mæli að grafast fyrir um rætur norrænnar þjóðmenningar og yrkja ljóð innblásin af Eddukvæðum. 3.1 Ossíankviða og andleg verðmæti liðinna tíma Eins og fyrr er getið höfðu hugmyndir Winckelmanns mikil áhrif á andlegt líf Þjóðverja í lok átjándu aldar og hafa fræðimenn í því samhengi jafnvel talað um harðstjórn Grikklands yfir Þýskalandi. 25 Á sjöunda áratug átjándu aldar var gefin út kvæðabálkur með tregafullum hetjuljóðum um brostnar vonir og töpuð stríð, kvæði sem áttu drjúgan þátt í að leysa hið þýskumælandi svæði úr ánauð grískrar fornmenningar. Fyrsta kverið kom út, nafnlaust, árið 1760 og innhélt þýðingar á gelískum kvæðum og kvæðabrotum sem voru eignaðar Ossían, keltnesku fornskáldi sem á að hafa verið uppi á þriðju öld. Fljótlega kom í ljós að þýðandi kvæðanna var ungur Hálanda-Skoti að nafni James Macpherson, og sagðist hann hafa safnað kvæðunum úr munnlegri geymd á ferðum sínum um skosku Hálöndin. Kvæðakverið vakti strax mikla athygli og næstu árin streymdu á markaðinn æ fleiri og heildstæðari kvæði eftir Ossían. Voru þau svo sett saman í eina kviðu árið 1765 og gefin út með ritgerð um eðli þeirra og upprunaleik. Í Bretlandi höfðu menn uppi miklar efasemdir um hinn meinta höfund en þær deilur drógu þó ekki úr vinsældum kvæðanna nema síður væri, og á meginlandinu var alemennt fallist á að skoskir barðar og drúídar hefðu haldið kvæðum Ossíans á lífi mann fram af manni. 26 Má geta þess að Finnur Magnússon (1814) var meðal þeirra sem skrifuðu lærða texta um áreiðanleika Ossíanskviðu. Kvæðin nutu gríðarlegra vinsælda, og á meginlandi Evrópu kepptust enskumælandi höfundar um að gefa út þýðingar á móðurmál sín. Þóttu kvæðin sýna svo ekki væri um villst að Ossían væri mikilfenglegt skáld og raunar ígildi Hómers. Rétt utan við hinn rómverska menningarheim hafði greinilega verið á kreiki skáld sem virtist enginn eftirbátur Hómers hvað breidd og dýpt viðfangsefna varðaði. Þýsku skáldin Friedrich Schiller og Gottlieb Klopstock sömdu undir áhrifum frá Ossían, en öðrum fremur var það Göethe sem átti eftir að breiða út vinsældir Ossíanskviðu. Kemur hún mjög við sögu í frægri skáldsögu hans Raunir Werthers unga (1774), en það er saga ungs manns sem lifir afar dramatísku sálarlífi og verður fyrir djúpum Butler Christensen 1972:

16 áhrifum af þeirri tilfinningadýpt sem hann telur sig finna í hinum fornu kvæðum Ossíans þar sem frumtilfinningar mannsins eru lagðar á borð. Franskir málarar á borð við Ingres og Girodet máluðu myndir af Ossían í þeirri von að þau næðu athygli Napóleons, en vitað var að hann hafði mikið dálæti á hinu forna skáldi. 27 Þá var danski málarinn Nicolai Abildgaard með fyrstu listamönnum á meginlandinu sem sóttu efni í verk sín úr kvæðum Ossíans. 28 Að líkindum var það svissnesk-enski málarinn Heinrich Füssli sem kynnti fyrir honum þennan efnivið á námsárum þeirra í Róm (Andersen 1989). Annar mikilsvirtur aðdáandi Ossíans var þýski hugmyndafræðingurinn Gottfried Herder ( ) sem í dag er almennt talinn forfaðir þjóðfræðinar.29 Herder skrifar í ritdómi sem birtist um þýska Ossíanþýðingu árið 1772: Hinn villti Skoti...söng líflega, stormasamlega, og náði á stuttri stundu með lifandi rödd til eyrna og hjarta...sönggyðja hans er dóttir náttúrunnar, fóstruð á villtustu fjallatindum, en skjót, djörf, göfug að ásýnd, skreytt aðeins með náttúrulegum töfrum, svífandi í dansi náttúrunnar... Við erum í hugsun, tungumáli og siðum jafn langt frá náttúru Ossíans eins og borgir okkar, bæir, hallir, skólar eru frá villtum skoskum fjöllum, eins og okkar félagslegu samkomur og upplyfting á söfnum eru enginn dans undir bylgjandi trjám. 30 Herder taldi sig heyra nið aldanna í þessum kvæðum sem lærst hefðu mann fram af manni, og urðu skrif hans bræðrunum Jacob og Wilhelm Grimm hvatning til að grafa úr gleymsku þjóðsögur, kvæði, goðsögur og aðrar andlegar afurðir horfinna kynslóða.31 Ljóst er að Ossíanskvæðin settu sterkan svip á hugmyndir manna um norræna fornöld, í Þýskalandi sem og í Skandinavíu, en skynugustu lærdómsmenn þess tíma settu ekki skörp skil milli fornnorrænnar og keltneskrar menningar. 32 Gott dæmi um 27 Craske 1997: 275. Ingres málaði myndina Draumar Ossíans (1813) sem má sjá í Musée Ingres I Montauban. Fyrir mynd Girodet sjá neðanmálsgrein Murrey 2004: Valdimar Tr. Hafstein Herder 1772, Die Gedichte Ossians, tilvitnun úr Zeitler 1988: 11. Zeiitler 1988: Gylfi Gunnlaugsson

17 þesssi óljósu skil er frægt málverk Anne-Louis Girodet (1802) af Ossían í Valhöll að taka á móti einherjum úr herliði Napóleons keisara. 33 Vinsældir kvæðanna áttu stóran þátt í því að vekja áhuga skálda og myndlistarmanna á þjóðlegum menningarverðmætum fyrri tíma, ekki síst íslenskum fornbókmenntum. Þýska skáldið Gottlieb Klopstock ( ) fékk eldlegan áhuga á íslenskum fornsögum. Hann leit á Ossíankviður sem opinbernun frá germanskri fortíð.34 Hann var áfram um að koma norrænu goðunum á framfæri í andlegu lífi Þjóðverja, og raunar Dana einnig, en Klopstock bjó og starfaði í Kaupmannahöfn á árunum Þar kynnti hann Ossíanskviðu fyrir danska skáldinu Johannes Ewald og hvatti skáldbróður sinn til að yrkja uppúr hinum forna norræna sagnaarfi. 35 Í sjálfsæfisögu sinni greinir Ewald frá því að hann hafi lært ensku til að geta numið Ossíanskviðurnar á frummálinu. Þeir Klopstock höfðu uppi ráðagerðir um að Ewald skyldi leggjast í ferðalög í fylgd með tónskáldi um Skotland, Orkneyjar og til Íslands og safna þar af vörum íbúa öllum þeim gömlu stefjum sem Macpherson hafði farið á mis við. Með þetta í huga lagði Ewald sig eftir að læra bæði keltnesku og fornnorræna tungu, en þegar Klopstock var vikið úr starfi sínu í Kaupmannahöfn og fluttist frá Danmörku varð þessi ráðagerð að engu. 3.2 Æsirnir stíga á svið Ekki var hlaupið að því fyrir skáld og myndlistarmenn að afla sér heimilda um norræna goðafræði á átjándu öld en heimildirnar sem til voru um hina fornu trú voru sem fyrr segir allar á latínu. Fyrsta fræðiritið á dönsku um hin forna sið: Om Odin og den hedniske Gudelære og Gudstjeneste udi Norden (Um Óðinn og hina heiðnu goðafræði og tilbeiðslu á Norðurlöndum) kom út 1771 og var skrifað af sagnfræðingnum og bókasafnaranum Peter Frederick Suhm. Texti bókarinnar ber það með sér að höfundurinn hafi verið vel að sér í fræðum Snorra Sturlusonar og Saxo Grammaticus og hafið lesið fornsögurnar á frummálinu. Mestu skipti að hér var komið aðgengilegt rit fyrir leika sem lærða, og átti það eftir að verða skáldum og myndlistarmönnum notadrjúgt næstu áratugi. Í bókinni eru einnig birtar tilgátur höfundar um uppruna ásatrúar, en eins 33 og títt var um sagnfræðinga Myndin er frá um 1801, og heitir á frummáli Apothéose des héros français morts pour la patrie pendant la guerre de la liberté. Hún er geymd í Musée du Chateau de Malmaison. 34 Christensen 1972: Burnett 1914:

18 upplýsingaraldarinnar taldi Suhm goðsagnir byggjast á arfgengum frásögnum um raunverulegt fólk og raunverulega atburði. Goðin hefðu m.ö.o. verið mennskir menn sem teknir voru í guðatölu. Slíkar kenningar (e. euhemeristism) gátu útskýrt útbreiðslu fjölgyðistrúar og samrýmt þær við kristna trú. Ekki þurfti Suhm að leita langt yfir skammt til að heimfæra þessa tilgátu á ásatrú, en í Snorra-Eddu segir að æsirnir séu komnir af Trójumönnum og hafi flutt sig búferlum til Svíþjóðar 36. Suhm hélt því fram að Norðurlandabúar hefðu í fyrndinni aðhyllst hina einu sönnu eingyðistrú, en hafi villst af vegi og farið að tilbiðja suðræna aðkomumenn sem gáfu sig út fyrir að vera guðir. Þessum skilningi á eðli og uppruna ásatrúar var síðar hafnað m.a. af Finni Magnússyni sem áleit að goðmögnin væru birtingarmyndir af tilteknum náttúruöflum og fyrirbærum 37. Tilgáta Suhm átti þó eftir að setja mark sitt á sum þeirra listaverka sem fjallað verður hér um, enda var bók hans lengi vel eina ritið af sínu tagi sem danskir listamenn gátu stuðst við. Meðal þeirra sem leituðu fanga í smiðju Suhms var skálið Johannes Ewald ( ) sem hafði af persónlegum kynnum sínum við þýska skáldið Klopstock fengið áhuga á norrænnum menningararfi. Hann notaði sagnarfinn sem umgjörð að harmleik sínum um Hrólf Kraka frá 1770, og litlu síðar skrifaði hann verk uppúr riti Suhms um Óðin og hina fornu trú. Sú saga tekur mið af frásögn Saxo Grammaticus og segir frá ástarþríhyrningi Baldurs, Haðar og Nönnu. Loki hinn lævísi egnir hetjunum saman og í lok verksins berast þeir á banaspjót. Verk Ewalds sigraði í ljóðasamkeppni og kom út undir nafninu: Balders Død. Et heroisk Syngespil i tre Handlinger. En Priisdigt ( Dauði Baldurs. Hetjulegur söngleikur í þremur hlutum. Verðlaunakvæði ). Verkið var sett upp á fjölum Konunglega leikhússins 1775, við tónlist eftir Johann Ernst Harmann og gerði fádæma lukku. Þarna gátu áhorfendur líkt og horft inn í sjálfa fornöldina, séð hugprúðar hetjur og ástmeyjar þeirra stíga fram ljóslifandi og skrúðbúnar. Þar var og kominn valkyrjukór líkt og í óperum Wagners, hundrað árum síðar. Söngleikurinn sló rækilega í gegn eins og tíðar uppsetningar hans sanna, en verkið var á efnisskrá leikhússins í 13 ár, frá 1779 til 1792, og á árunum 1804 til 1832 var það endurflutt átta sinnum. 38 Töluvert hefur varðveist af listaverkum sem unnin eru uppúr þessum söngleik og í eftirfarandi kafla verða bornar saman túlkanir Daniel Chodiwieckis, Peter Cramers og Johannes Wiedewelts á Snorri Sturluson 2011: Finnur Magnússon Industriforeningen 1898:

19 söngleik Ewalds. Teikningar Wiedewelts af þessum söngleik koma töluvert við sögu í goðsagna-ritdeilunni og því verður þeim gerð nokkuð ítarleg skil. 3.3 Dauði Baldurs í verkum myndlistarmanna Um 1780 var ákveðið að prenta heildarútgáfu af verkum Ewalds og var þýski teiknarinn Daniel Chodiwiecki fengin til að myndskreyta bindið. Koparstunga hans af dauða Baldurs (mynd 1) gefur glögga mynd af því hversu vandasamt það var að færa þetta efni í sannfærandi myndrænan búning. Á myndinni liggur Baldur í valnum í rjóðri einu og Höður stendur þar hjá og felur andlitið í gaupnum sér. Báðir eru þeir gráir fyrir járnum, búnir tilkomumiklum brynjum endurreisnartímans og vel fjöðruðum hjálmum. Nanna virðist uppstríluð eftir nýjustu Parísartísku en á skýjabeði fyrir ofan má sjá nakinn Óðin, líkan Seifi, fórnandi höndum. Chodiwiecki naut mikillar virðingar sem teiknari á sínum tíma og eru myndir hans í þessu bindi kunáttusamlega upp dregnar, en þær bera með sér að hann hafi aðeins þekkt leikritið af handritinu einu, og þær skortir þá persónlega innlifum sem finna má í verkum hinna tveggja listamannana. Leiktjalda- og þjóðlífsmálarinn Peter Cramer ( ) valdi sér einnig hina dramatísku lokasenu söngleiksins til að festa á striga (mynd 2). Í málverki hans má sjá Nönnu og Höð í forgrunni stumrandi yfir hinni föllnu hetju, ásamt þremur vængjuðum valkyrjum sem baða út öngum í harmi. Í bakgrunni á nokkuð ósannfærandi skýabing gefur að líta Óðin og Frigg kórónuð og skrúðbúin. Ólíkt Chodiwiecki hefur Cramer gert sér far um að gera klæðaburð persóna sinna fornlegann. Þessi viðleitni listamannsins kann að fara fram hjá þeim sem sjá myndina í dag, en á sínum tíma hefur þessi fatnaður þótt ærið framandlegur. Þá hefur Cramer leitast við að gefa málverki sínu sögulegan trúverðugleika með því stilla upp bautasteini í bakgrunni myndarinnar. Söngleikurinn um dauða Baldurs var einnig Johannes Wiedewelt innblástur að stórum 72 vatnslituðum teikningum sem geymdar eru í möppu í bókasafni Listaháskólanns. Bóksafnið fékk þessa möppu árið 1812 ásamt annarri með afar nákvæmum teikningum sama listamanns af fornminjum og gömlum gripum sem voru til sýnis í hinu konunglega Kúnstkammeri. Í möppuni eru myndir af fornum herklæðum og korða, gömlum amboðum og rúnasteini. Þessar myndir hafa greinilega verið notaðar sem undirbúningsstúdíur fyrir teikningarnar í fyrri möppunni, 19

20 sem er merkt: Balders død. Esquiesser. Adskillighed i Dragt og Rustning. I. Wiedewelt inv. Sennilega hafa þessar teikningar verið hugsaðar sem myndskreytingar í bók með verkum Ewalds.39 Eins og fyrr var getið hafði Wiedewelt orð á því í kveri sínu frá 1762 að vandsamt yrði að gera myndir af norrænum goðum án þess að þær yrðu lítið annað en daufar eftirmyndir af þeim grísku, þar sem lítið væri vitað um útlit og sérkenni norræna goða. Sú mikla heimildarvinna sem Wiedewelt hefur lagst í við gerð goðsagnamyndanna kann því að stafa af löngun hans til að vinna bug á þessum vanda, og veita goðsagnamyndum sínum sögulegan trúverðugleika. Hefur hann gengið fagmannlega til verks og stuðst eftir bestu getu við þær heimildir og minjar sem voru honum aðgengilegar. Eins og fyrr var getið taldi Winckelmann, kunningi Wiedewelts, að birtingarmyndir þjóðarandans mætti sjá í efnismenningu liðins tíma, að munir og minjar sem tengjast sögu þjóðar gætu leitt í ljós anda hennar og lífrænt eðli. Svo virðist sem Wiedewelt hafi haft þessar hugmyndir vinar síns til hliðsjónar við gerð þessara mynda. Þær bera vitni um einlæga löngun hans til að komast að því hvernig í öllu lá til forna, og með því að sýna minjarnar í réttu samhengi taldi hann að draga mætti upp marktæka mynd af þjóðmenningunni í sögulegu samhengi. 40 Þá hefur Wiedewelt lesið sér til um ásatrú eins og ráða má af teikningu hans af Alföður í Hliðskjálf þar sem letruð eru neðst á síðunni nöfn Hugins og Munins, Gera og Freka ásamt síðutali í bók Suhms þar sem þeirra er getið (Mynd 3). Ein af undribúningsstúdíum Wiedewelts sýnir skjöld skreyttan fornnorrænu munstri (Mynd 4). Þessi útflúraði skjöldur er greinilega hugarsmíð listamannsins, en í miðju hans má sjá forneskjulega kristsmynd, sótta úr Jelling-steininum fræga. Stein þennan gæti Wiedewelt hafa þekkt af koparstúngum, svo sem úr bók Ole Worm. Skildinum bregður aftur fyrir í bakgrunni á myndinni af Óðni. Listfræðingurinn Karin Kryger 41 hefur varpað fram þeirri tilgátu að Wiedewelt hafi þótt viðeigandi að láta Kristi bregða fyrir á þessari mynd þar sem hann hafi þekkt til kenningar Suhms um að hið norræna fólk hafi í öndverðu tilbeðið einn guð. Þótt Wiedewelt hafi lagst í mikla heimildarvinnu til þess að ljá myndum sínum sögulegan trúverðugleika þá var enn margt á huldu um útilt og klæðaburð manna til forna. Þar sem heimildum sleppti hefur hann reynt að geta í eyðurnar og látið 39 Nielsen 2009: 3299 Bukdahl 209: Kryger 1992:

21 hugarflugið ráða för. Hetjur hans eru því búnar herklæðum endurreisnartímans í bland við samtímafatnað danskra bænda. Ein af skissunum sýnir tilraunir Wiedewelts til að skapa höfuðfat sem væri norrænnum garpi sæmandi, og hefur hann þar, eins og Paul Johanssen kemst að orði: pisket fyrgteligt paa sin Pegasus (mynd 5). 42 Hefur hann bersýnilega tekið mið af myndum og styttum af Herkúlesi með ljónshúðina, þar sem höfuð ljónsins myndar hettu og ginið hettuop. Í stað ljónsins hefur hann prófað sig áfram með fílahöfuð, hestshaus og þorskhaus. Í öðrum skissum gerir hann tilraunir með páfugla, naut og kalkúna, kanínur, slöngur og humar. Óhætt er því að segja að Wiedewelt hafi rennt blint í sjóinn með útlitshönnun á goðunum, þrátt fyrir sína miklu heimildarvinnu. Velgengni söngleiks Ewalds átti stóran hlut í því að kveikja áhuga almennings á fornum norrænum goðsögnum, og er það henni að þakka að danskir listamenn tóku upp það viðfangsefni. Ekki hafa allar myndirnar gerðar við Dauða Baldurs. Vitað er að hinn dansk-þýski listamaður Asmus Jacop Carstens sótti efnivið í verk sín úr söngleik Ewalds en ekki er vitað hvar þær myndir eru niður komnar. Þegar setja átti upp leikritið Dauða Baldurs árið 1779, var málarinn Nicolai Abilgaard fenginn til að hanna búninga og hafa þær teikningar einnig glatast. Aftur á móti hefur málverk hans frá 1776 af Auðhumlu með Ými jötun á spena varðveist (mynd 6), eins og nú verður vikið að. 3.4 Ýmir og Auðhumla Þetta myndefni hefur Abilgaard sótt óbeint í Snorra Eddu, í gegnum bók Suhms um Óðin og hina heiðnu trú, en vitað er að hann átti eintak af þeirri bók. 43 Á myndinni sést í bakgrunni Ginnungagap sem myndaðist þegar hrími Niflheims og hita Múspells sló saman. Úr Ginnungagapi holdgerðust jötuninn Ýmir og kýrin Auðhumla. Ýmir nærðist af Auðhumlu en Auðhumla sleikti hrím og salt af steini og eftir því sem hún sleikti fór að móta fyrir manni í steininum. Sá maður hét Búri. Á mynd Abildgaards má sjá Búra næstum fullmótaðann sem og son hans Bor. Synir Bors voru þeir Óðinn, Vili og Vé en þeir drápu Ými og sköpuðu veröldina úr skrokki hans, svo og Ask og Emblu. Í veglegri sýningarskrá um verk Abildgaards frá 2009 er fullyrt að Ýmir tákni hér jörðina eins og hún var áður en hún tók á sig skipulega mynd. Ýmir er þá táknmynd Paul Johanssen 1907: 29. Lederballe 2009:

22 þeirra óreiðu sem ríkti áður en jörðin var beisluð af Óðni, sem er viljinn, Vila, sem er kærleiksvísdómurinn, og Vé sem er þekkingin. 44 Hvergi er vísað í orð listamannsins þessari myndráðningu til stuðings. Þó Abilgaard hafi vissulega verið afburðasnjall við að smíða allegóríur eftir eigin höfði, þá er hér nokkuð frjálsega lagt út af verki hans. Sá skilningur á eðli ásatrúar sem liggur til grundvallar þessari íkónógrafísku túlkun er talsvert á skjön við kenningu Suhms um eðli goðanna, og kemur raun heim og saman við tilgátur Finns Magnússonar, úr inngangi að þýðingu á Eddu-kvæðum frá 1824, um táknfræðilega merkingu heimsmyndunarsögu norrænnar goðafræði. Nánar verður vikið að því síðar. Á teiknuðu frumkasti að myndinni, hefur Abilgaard notast við styttu Tobias Sergels af skógarguðinum Faun 45 við gerð Ýmis sem liggur á bakinu og styðst upp við olnboga. Á málverkinu hefur þessari fígúru verið skipt út, og er nýja fyrirmyndin að Ými fengin frá veggmynd í Herkúlaneum frá f.kr. sem sýnir son Herkúlesar, Telefus, að sjúga spena á ösnu. 46 Vöðvastæltur og hálf liðamótalaus jötunn Abilgaards tegir sig endilangur yfir myndflötinn og myndar skáhallandi línu sem ljær myndinni spennu. Samanburðurinn á skissu og málverki er prýðilegt dæmi um það hvernig listamenn þessa tíma endurnýttu úr verkum annarra það sem þeir töldu henta best hverju sinni. Þegar litið er á listaverk frá þessum tíma sem fást við norræna goðafræði er nærtækt að álykta að þau beri vitni um áhuga listamannins á menningarlegum rótum þjóðar sinnar. Hafa ber þó í huga að viðfangsefni fengin úr norrænni goðafræði voru á þessum tíma sambærileg við yrkisefni sótt í leikrit Shakespeares eða Ossíanskviðu, það er að segja, þau voru spennandi valkostur við margtuggin viðfangsefni gamla testamentisins og grísk-rómverskra goðsagna. Efnisvalið kann að stafa af því að listamanninum þótti það nýstárlegt eða æsilegt. Dæmi um slíkt er málverk eftir Heinrich Füssli af Þór og Miðgarðsorminum frá 1780, en útilokað er að málarinn hafi í þeirri mynd verið að leita að norrænum rótum enda var hann svissneskur heimsborgari búsettur í London. 47 Myndina af Ými og Auðhumlu gerði Abildgaard skömmu eftur að hann kom heim úr námseferð til Rómar, en í Kaupmannahöfn var endurreisn Kristjánsborgarhallar 44 Lederballe 2009: 247. Faun, National Museum, Stockholm. 46 Andresen 1989: Heinrich Füssli, Thor Battering The Mitgard Serpent, 1790, Royal Academy of Arts, London

23 nýlokið og átti aðeins eftir að skreyta höllina að innan. Hefur Abildgaard verið mikið í mun að tryggja sér veigamikil verkefni þar. Jørgen Andresen telur að með verkinu af Auðhumlu og Ými hafi hann viljað sýna fram á færni sína sem goðsagnamálari og gera sig hæfan fyrir hallarskreytinguna.48 Andersen tekur þó fram að það hafi af öllu að dæma verið óskaverkefni Abildgaards að framkvæma stóra málverkaröð af goðsögnum og hetjusögum fornaldar, en það átti ekki fyrir honum að liggja. Hann fékk að vísu stærsta verkefnið við hallarskreytinguna; loft og veggi Riddarasalarins svonefnda, en ákveðið var að prýða salinn með málverkum af helstu stórvikjum konungsættar Aldinborgara. Myndina af Auðhumlu má því líta á sem upphitun Abilgaards fyrir loftmynd sem aldrei varð úr. 4 Ættu norræn goð að leysa þau grísku af hólmi? Þau myndlistarverk sem sagt var frá í síðasta kafla voru öll gerð á áttunda og níunda áratug átjándu aldar. Eftir það líður langt skeið án þess að neitt sjáist til hins forna goðaheims í danskri myndlist. Johannes Ewald deyr 1881, og að undanskildu einni hetjukviðu eftir norks-danska skáldið Christian Pram um Starkað, birtast engin ný dönsk skáldverk um hin fornu goð á átjándu öld. 49 Æsirnir voru þó töluvert að flækjast í hugarheimi þýskra skálda og rithöfunda í lok 18. aldar, og höfðu skrif þeirra áhrif í Danmörku. Herder skrifaði skömmu fyrir aldamótin grein þar sem hann velti upp þeim möguleika að norrænu goðin vikju þeim grísku úr sessi í menntalífi Þjóðverja. Skömmu síðar efndi Kaupmannahafnarháskóli til ritgerðarsamkeppni þar sem spurt var hvort sú hugmynd gæti verið æskileg. Í þessum kafla verður fjallað um þessar bollaleggingar, og um ritgerð sem guðfræðiprófessorinn Jens Møller birti 1812 þar sem hann brýndi fyrir dönskum myndlistarmönnum að nýta sér þessa arfleifð feðranna, þjóðarsálinni til upplífgunnar og göfgunar. Hugmyndum Møllers varð síðar hrint í framkvæmd við Listaháskólanum, eins og sagt verður frá í næsta kafla Jørgen Andresen 1989: 130 Burnett 1914:17. 23

24 4.1 Þjóðverjar tileinka sér Eddukvæði Það voru veigamiklar ástæður fyrir því að þýskir rithöfhundar lögðu jafn mikla rækt við norræna goðafræði og raun ber vitni. Á átjándu öld var franska tungumál þýsks aðals, og lagaði hann sig að franskri hirðmenningu. Gegn þessu menningarástandi tefldi Herder fram þýskri alþýðumenningu sem hann taldi taka langt fram stirðnaðri list hástéttanna: Menning alþýðunnar var sú tæra lind sem nýtt Þýskaland átti að sækja svölun sína í, ekki staðinn pollur fransks fyrirmennakúltúrs.50 Sjálfir áttu Þjóðverjar þó engan bókmenntaarf í líkingu við þann sem er geymdur í Eddukvæðum. Þýsk miðaldakvæði á borð við Erec eftir Hartmann von Aus eða Parsifal eftir Wolfram von Eschenbach voru ort undir sterkum áhrifum franskra og prónvenskra skálda, en frönsk menning hafði verið ríkjandi í Þýskalandi þegar á miðöldum. Þýsk miðaldakvæði voru ekki þjóðlegur kveðskapur (þ. volkspoesie) að mati Herders, heldur tilgerðarleg listakvæði (þ. kunstspoesi) 51 Að undaskildu svonefndu Niflungaljóði frá 13. öld, áttu Þjóðverjar lítið af rismiklum þjóðlegum miðaldaskáldskap. Það var þessi skortur á rótum þýskrar þjóðmenningar sem varð til þess að menn leituðu fanga í norrænum fornbókmenntum. Með því að vekja athygli á fornnorrænum menningararfi töldu þýskir fræðimenn sig vera að leggja sitt að mörkum til að styrkja undirstöður þýskrar þjóðernisvitundar, og efla sjálfstæðisvitund og samstöðu þjóðarinnar. 52 Skáldið og fræðimaðurinn Friedrich David Gräter orti ljóðabálk innblásinn af Eddukvæðum, sem hann kallaði Nordische Blumen (Norræn blóm) og kom út á bók 1789 sem var tileinkuð Suhm. Tveim árum síðar gaf hann út tímaritið Bragur sem bar undirtitilinn: Bókmenntatímarit þýskrar og norrænnar fornaldar (Bragur. Ein literisches Magazin der deutschen und nordischen Vorzeit). Gräter studdist í þýðingum sínum við latneska útgáfu á Euddukvæðum sem prentuð var í Kaupmannahöfn Árið 1796 birtist grein eftir þýska hugmyndafræðinginn Johann Gottfried Herder í tímariti skáldsins Friedrich Schillers, Die Horen ( Árstíðargyðjurnar ), undir yfirskriftinni Iðunn eða yngingareplið. Grein þessi er skrifuð í formi samræðna, þar sem tekist er á um hvort íslensk goðafræði eigi að leysa hina forngrísku af hólmi í andlegu lífi Þjóðverja. Þar lætur Herder að því liggja að grísku goðin séu, þrátt fyrir 50 Valdimar Tr. Hafstein 2004 Zeitler 1988: Arthúr Björgvin Bollason 1990:

25 tignarleika og glæsibrag, sprottin úr jarðvegi sem Þjóðverjum sé framandi. Öðru máli gegni um þær goðverur sem segir frá í norrænni goðafræði, sem eru meira einheimisch (heimaaldar) eins og hann orðar það. Germanskur uppruni þeirra veldur því að þau standi Þjóðverjum mun nær en þær grísku, bæði landfræðilega og andlega. Og í ljósi þess að hverri þjóð sé nauðsyn að eiga sér goðsögulegan bakhjarl vill Herder að Þjóðverjar ættleiði hin norrænu goð og geri þau að sínum. Hann telur að rithöfundar og skáld geti fært hin norrænu goð nær þýskum lesendum eins og Gräter hafi gert, en auk þess leggur han til að myndlistarmenn verði fengnir til að glæða heim þeirra nýju lífi. Ein rök nefnir Herder þó sem tali gegn notkun norrænnar goðafræði í skáldverkum og listaverkum: að þau séu of gróf og villimannleg. Skáld og myndlistarmenn sem vilja færa sér þennan menningararf í nyt verða að mati hans að halda sig frá frumstæðustu og ófáguðstu hliðum hans. Eðlilegt sé fyrir þau að styðjast áfram við fagurfræðileg viðmið Forn-Grikkja. Sú tilhneiging varð einmitt ríkjandi næstu áratugi hjá þýskum og skandínavískum skáldum og myndlistarmönnum að fegra og siðfága norræna fornöld. Eftir því sem leið á fékk hið fornnorræna æ sterkari svip grísk-rómverskrar fornaldar annars vegar og hins vegar kristilegrar miðaldar Evrópu Þjóðerniskennd Dana og hin fornu goð Árið 1800 tekur ritgerðarsamkeppni Hafnarháskóli þennan þráð upp að nýju og efnir til þar sem spurt er: Væri það gagnlegt fyrir fagurbókmenntir Norðurlanda ef hin forna norræna goðafræði væri innleidd og almennt viðtekin af skáldum vorum í stað hinnar grísku?. 54 Ritgerðin sem hlaut fyrstu verðlaun var skrifuð af Adam Oehlenschläger ( ) sem átti eftir að verða eitt helsta þjóðskáld Dana, en hann var þá aðeins tuttugu og þriggja ára gamall. Rétt eins og Herder tekur Oehlenschläger afstöðu til þess hvort norrænu goðin séu of hrá (d. raa), en úr þessum meinta galla gerir Oehlenschläger jákvæðan eiginleika. Greina þurfi, segir hann, á milli hrás og ófágaðs hlutar.55 Helsti kostur goðsagnanna er einmitt sá að þær eru ekki fullmótaðar enn og opna skáldinu nýja ljóðræna veröld þar sem það getur látið ljós sitt skína enda bíður veröld þessi aðeins fágunnar frá listamanns 53 Gylfi Gunnlaugsson 2011: 126 Var det gavnligt for Nordens skiønne Litteratur, om den gamle Nordiske Mythologie blev indført, og af vore digtere almindeligt antaget i Stedet for den Græske?. Lundgren-Nielsen 1994: Der maa giøres stor forskiel paa en raae og udannet Ting, Auken 2012:

26 hendi. Hann telur norrænni goðafræði það til tekna að hún sé ekki jafn margtuggin og hin grísk rómverska, enda geta skáld af þeim sökum notað efnið með frjálslegri hætti. Að lokum bendir Oehlenschläger á, líkt og Herder, að Norræn goðafræði hafi þann aukakost að vera norræn og af þeim sökum: hlýtur hún að vera okkur áhugaverðari en sú gríska, þar sem hún inniheldur fyrstu óljósu spor okkar föðurlands-sögu, þar sem guðirnir í þessum goðsögnum hafa verið menn sem lifað hafa í okkar byggð og manngerð þeirra hefur orkað á okkar eigin ríki í margar aldir.56 Um þetta leyti eiga Danir í útistöðum við Breta og um vorið 1801 var háð sjóorusta um Kaupmannahöfn. Í kjölfar þess og Napoleónsstyjaldanna sem fylgdu á eftir blossaði upp gríðarleg þjóðerniskennd í Danmörku eins og reyndar víðast annars staðar í Evrópu. Á þessum róstursömu tímum rómuðu skáldin glæsta fortíð Dana og hvöttu þjóðina til samheldni. Oehlenschläger var manna atkvæðamestur við að stappa stáli í þjóð sín með ættjarðaróði um miðaldaarfinn og beitti hann gjarnan fornum íslenskum bragháttum. Árið 1807 gaf Oehlenschläger út ljóðakverið Nordiske digte þar sem yrkisefnið tengist hin forna átrúnaði. Ári síðar gaf skáldpresturinn N. F. S. Grundtvig ( ) út fræðirit um Norræana goðafræði: Nordens mythologi (1808) og sama ár kom einnig út fyrsta þýðing Snorra-Eddu á dönsku. Þrátt fyrir þennan mikla áhuga á hinum forna átrúnaði sást ekkert til goðanna í dönskum málverkum né höggmyndum. Þessi vöntun á goðsagnamyndum í danskri myndlist varð guðfræði-prófessornum Jens Møller tilefni til að skrifa ritgerð sem birtist í Skandinavisk Litteraturselskab 1812 undir nafninu Om den nordiske Mythologies Brugbarhed for de skiønne tegnende Kunster (Um gagnsemi norrænnar goðafræði í hinum fögru teiknuðu listum) þar sem skorað er á myndhöggvara og málara að ráða bót á þessu. Í upphafi getur hann þess hve mikilsverð goðafræðin er myndlistinni. Listamaðurinn, segir Møller, vill tala til sálarinnar og hefja hana yfir alla jarðneska reynslu. En því markmiði nær hann ekki ef hann takmarkar sig við raunsanna 56 Maa være os interessantere en den græske, da den indeholder de ældste forvirrede Spor af vor Fæderlands-Historie, da Guderne i denne Mytholgie have været Menneske, som have levet i vore Egne, og hvis Indretninger have virket paa vore Stater igiennem Aarhundreder ( Oehlenschläger 1801, tilvitnun úr Auken 2012, leturbreyting í frumriti) (Oehlensläger 1800, tilvinun úr Auken 2012: 54) 26

27 eftirlíkingu á náttúrunni, eða mannlífslýsingar. Hann veður að setja markið hærra, til fullkominnar fegurðar (d. idealsk skiønhed), og hverning túlkar hann hana án þess að grípa til þess guðdómlega í mannlegri mynd? 57 Spurningin er því aðeins hvort norræn goðafræði sé ekki eins vel til þess fallin og hin gríska. Honum dylst ekki að hin fornu goð norænna manna hafa lengi verið framandi gestir í vitundarlífi Dana, en fullyrðir að þau hafi á síðustu árum skotið þar rótum og blómstrað, þökk sé skáldverkum Ewalds, Prams, Oehlenschlägers og Grundtvigs. Þessu til sönnunar bendir hann á að Ewald hefði á sínum tíma séð sig knúinn til að bæta inn skýringum í verkum sínum, lesendum sínum til glöggvunar, en þegar Oehlenschläger skrifaði ljóð sín um goðin gat hann gengið að því vísu að þau væru lesendum hans kunn: jafnvel dömur vorar þekkja núorðið vel hetjur Valhallar og háttarlag þeirra. 58 Møller fer fögrum orðum um þau verk Abildgaards og Wieewelts sem áður voru nefnd, og vonast til að teikningar þess síðarnefnda verði þrykktar í koparstungum. Hann álítur skissurnar af Dauða Baldurs vitna um frumleika, viðeignadi búningahönnun og norrænann kraft. Fyrir Møller er það ekki markmið í sjálfu sér að gera listaverk uppúr norrænni goðafræði, heldur lítur hann á hana sem verkfæri. Það er almennt eðli goðafræðinnar, segir hann, að setja hugmyndir í búning mynda, allegóría og dæmisagna (d. fabler). Kostur norrænnar goðafræði er í því fólginn að hún getur séð listamanninum fyrir nýjum táknum og karakterum. Oehlenschläger og Grundvig hafa þegar sýnt fram á gnótt þessara tákna og dýpri merkingu þeirra í norrænum goðsögnum. Málið er semsé að nálgast hugmyndina (d. ideen), kjarna sagnarinnar, í stað þess að festa sig við umgjöðina eða hulstur hugmyndarinnar, það sé ekki nafnið heldur hugmyndin eða persónugerðin (d. characteren) sem listamaðurinn vill útfæra og, ef kostur er, gera óðdaulegan. 59 Myndlist sem nær að fanga hugmyndina er öllum tungumálum æðri og talar jafn skýrt til daufra manna sem heyrandi. Athyglistvert er að bera saman sjónarmið Møllers við þau sem Wiedewelt festi á blað fimmtíu árum áður í Tanker om Smagen. Helsta fyrirstaða sem Wiedewelt sá gegn því að myndgera hin norrænu goð voru öll nýju táknin sem þau myndu óhjákvæmilega hafa í för með sér. Þá er ólíkt meiri áhersla lögð á hið þjóðlega í texta Møllers en hjá Wiedewelt. Föðurlandsástin er, að mati Møllers, öllum öðrum 57 Den høieste lov, enhver tegnende Kunst har at oppfylde, er at tilveiebringe Skjønhed fuldkommen Skjønhed, fremstillt i den reneste og edleste Form..., Møller 1812: vore Damer selv ere blevne fortrolige med Valhals Guder og Optrin, Møller 1812: Møller 1812:

28 tilfinningum sterkari, og engin tilfinning er líklegri til að vekja hjá áhorfanda hughrif og samúð: Hver okkar fann það ekki glöggt þau ófáu skipti sem vér horfðum á málverk Poulsens af orustu Hrólfs Kraka eða önnur sambærileg söguleg málverk. 60 Møller gerir einkunnarorð franska rithöfundsins Chateaubriand að sínum: Sérhverjum hlut skal komið fyrir á sínum stað. ( Chaque chose doit etre mise en son lieu ). Grikkirnir, segir hann, væru jafn ósáttir við egypskt hof i Aþenuborg og egyptar væru ósáttir við grískt hof í Memfis. Ef þessi minnismerki myndu skipta um stað mundu þau glata miklu af fegurð sinni. Møller vill þó ekki ganga svo langt að segja að þjóðerni listaverks sé hennar æðsta lögmál, en engu að síður er það gríðarlega þýðingarmikið fyrir áhrifamátt listaverka, að viðfang þeirra sé, eftir því sem kostur er, þjóðlegt.61 Hann lýkur riti sínu með von um að Norrænir og Danskir listamenn muni huga að og nýta sér þessa dásamlegu arfleið feðranna, þjóðarsálinni til upplífgunnar og göfgunar.62 5 Goðsagnastríðið Árið 1807 héldu Bretar uppi stórskotahríð á Kaupmannahöfn og urðu Danir þá að afsala sér flota sínum. Sex árum síðar neyddust þeir til að afsala sér Noregi í hendur Svía. Efnahagur dönsku þjóðarinnar var í molum og lýst var yfir ríkisgjaldþroti árið Hugmyndin um Danmörku sem Evrópskt stórveldi var á bak og burt. Við þetta myndaðist ný þörf fyrir þjóðleg sameingingartákn. Það var einmitt í skugganum af þessum miklu áföllum sem goðsagna-ritdeilan átti sér stað. Miðpunktur dansks myndlistarlífs var þá Konunglega Listaháskólinn, en helstu þáttakendur í deilunni tengdust honum með einum eða öðrum hætti. 5.1 Norræn goðafræði í Konunglega Listaháskólanum. Þegar Listaháskólinn var stofnaður 1754 var helsti tilgangurinn að útskrifa málara, myndhöggvara og arkítekta sem gætu teiknað og skreytt hallir og garða konungsins, 60 Møller 1812:243 det er af høieste vigtighed for Kunstværkenes Effect, at Sjuettet detil, saavidt mulig, er nationalt. Møller 1812: dette herlige Arvegods fra Fædrene til Nationalcharacterens Oplivelse og Forædling Møller 1812:

29 en kostnaðarsamt var að kaupa inn fagmenn til þessara starfa frá útlöndum. 63 Þeir nemendur sem ætluðu sér að verða fullgildir sögumálarar eða myndhöggvarar þóttu ekki fullnuma fyrr en þeir höfðu bætt námsferð til útlanda við Listaháskólanám sitt. Var efnt til margvígslegra lista-samkeppna við skólann, en ekkert keppikefli nemenda var þvílíkt sem það að hljóta stóra gullpeninginn, sem fól í sér álitlega fjárhæð og langdvöl í Rómaborg. Að untanlandsdvölinni lokinni mátti sækja um inntöku í Listaháskólann með því að skila inn listaverki eftir fyrirmælum skólans. Væri verkið samþykkt af stjórn skólans varð listamaðurinn meðlimur Listaháskólanns, og gat þá sótt um prófessorsstöðu ef slík staða væri á lausu. Myndefnið sem sett var fyrir í keppninni um gullpeninginn var jafnan fengið úr grísk-rómverskri fornöld eða Gamla testamentinu, en skömmu eftir stofnun skólans komst sú hefð á varðandi sveinsstykkin (d. medlemstykke) að setja listamönnunum fyrir viðfangsefni úr danskri sögu.64 Á átjándur öld urðu aðeins þrír sögumálar meðlimir Listaháskólanns. 65 Emma Salling, sérfræðingur um sögu skólans, bendir á að þeir skiluðu allir inn sveinsstykkjum sínum á áttunda áratugnum þegar að skreyting Kristjánsborgarhallar var aðkallandi. Viðfangsefni sveinsstykkjana viðfangsefnum sem þörf var á í höllinni. hafa því verið svipuð þeim 66 Eftir bruna Kristjánsborgarhallar 1794 og með endureisn hennar í upphafi næstu aldar má segja að sagan hafi endurtekið sig. Fjórir sögumálarar útskrifuðust á fyrri hluta nítjándu aldar og allir um það leyti sem skreyting hallarinnar var á döfinni. 67 En sú nýlunda var þá komin á að setja fyrir viðfangsefni úr norrænum goðsögum. Þannig var Eckersberg til dæmis sett fyir að mála mynd úr Snorra Eddu af dauða Baldurs. Þessa nýbreytni má skilja í ljósi vaxandi þjóðerniskenndar Dana í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna og þeirri þörf sem var á sameinandi hetjum og goðum. Árið 1808 varð ríkisarfinn, Christian Frederik, gerður að yfirumsjónarmanni (d. præses) Listaháskólanns og sýndi hann starfsemi skólans mikinn áhuga alla sína stjórnartíð.68 Með yfirstjórn hans var regluverk skólans tekið til gagngerðrar 63 Kryger 1992 Weilbach 1872:63 65 Peter Brünniche, Nicolai Abilgaard og Erik Pauelsen 66 Málarinn Peter Brünniche skilaði inn myndinni Gramur konungur biðlar til Gróu dóttur Svíakonungs 1776, Nicolai Abilgaard gerði Sveinn Tjúguskegg losnar úr prísund Anthon Christoffer Rüde skilaði inn myndinni innreið Kristjáns I í Rómaborg sama ár og Erik Pauelsen Sameining hinna þriggja norrænu ríkja undir Margréti drottningu Sjá Weilbach 1872: 63, Geta má þess að Arkítekt nýju hallarinn, C.F Hansen, var þá forsstöðumaður (d. direktør) Listaháskólanns 68 Salling 1992:

30 endurskoðunar og lauk þeirri vinnu Í nýja regluverkinu var meðal annars bætt einu orði við fertugustu og fjórðu grein ( 44) sem varð afdrifaríkt: Prófessorin í sögu heldur fyrirlestra um það helsta, ekki aðeins í almenri sögu, en einnig listasögu og um gríska, rómverska og norræna goðafræði.69 Ári síðar var ráðinn nýr dósent í sögu og goðafræði, Niels Iversen Schow ( ). Hann gaf út við það tækifæri kennslurit um goðafræði sem sneyddi þó hjá norrænni goðafræði, en Weilbach, æfisagnaritari Eckersbergs, segir að þau fræði hafi verið honum terra incognita.70 Stjórn skólans aðhafðist ekkert til að hrinda nýju reglunum í framkvæmd, og varð ekki hreyfing á því máli fyrr en um vorið 1819 þegar en konungurinn tók það í sínar hendur og sendi Listaháskólanum fyrirmæli þess efnis hann hefði fyrirskipað prófessor Finni Magnússyni að halda fyrirlestra við Listaháskólann um elstu bókmenntir og goðafræði Norðurlanda, ( Nordens ældste literatur og gamle Mythologie ). 71 Af líkum má ráða að þessi skipan hafi komist á fyrir atbeina ríkisarfans. Finnur var kjörinn maður í þetta embætti, hann naut ekki aðeins mikils álits sem vísindamaður um norræn fornfræði, heldur var hann í sérstakri náð hjá krúnunni fyrir konungshollustu sína árið 1809 þegar hann staðfastlega neitaði að viðurkenna umboð Jörundar hundadagakonungs yfir Íslandi.72 Finnur tók til starfa við Konunglega Listaháskólann í október 1819 og notaði þá teikningar Wiedewelts af dauða Baldurs sem skýringarmyndir, en þær voru þá í vörslu bókasafns skólans eins og fyrr var sagt. Hann hafði áður haldið fyrirlestra um norræna goðafræði við Hafnarháskóla og hafði Eckersberg sótt þá fyrirlestra þegar hann vann að sveinsstykki sínu af dauða Baldurs. 73 Í fyrirlestrum Finns, sem gefnir voru út í ritinu Bidrag til nordisk Archeologi meddeelte i Forelæsninger (Framlag til norrænar fornleifafræði framsett í fyrirlestrum, Magnússon 1820a), eru stór orð höfð um menningu forfeðra Norðulandabúa og þá glæsilegu og frumlegu byggingarlist, myndlist og listahandverk sem þeir sköpuðu. Finnur rökstyður mál sitt með tilvísunum í fornbókmenntir þar sem getið er um tignarleg húsakynni og fagra gripi. Hann fer mikinn um þau málverk sem Ólafur Pá Höskuldsson lét gera í eldhúsi ( þ.e. í viðhafnarsal) sínu í Hjarðarholti, en um eldhús þetta og málverkin segir í Laxdælu:,,Voru þar markaðar ágætlegar sögur á þilviðinum og svo á ræfrinu; var það 69 tilvitnun úr Salling 1992: 81, leturbreyting mín. Weilbach 1872: Tilvitnun úr Salling 1992: Halink 2015: Þetta kemur fram í Finnur Magnússon 1820 III Bidrag til nordisk arkeologi op. cit

31 svo vel smíðað að þá þótti miklu skrautlegra er eigi voru tjöldin uppi. Síðar er þess getið að Úlfur nokkur Uggason og hafði ort kvæði um Ólaf Höskuldsson og um sögur þær er skrifaðar voru í eldhúsinu, er það kvæði er kallað Húsdrápa. 74 Eftir langar útlistanir Finns um ágæti þessa verks nefnir hann að Bertel Thorvaldsen geti rakið ættir sínar til Ólafs Pá gegnum 25 ættliði og styðst þar við ættartölur Jóns Espólíns. 75 Fyrirlestrarhefti Finns lýkur með hvatningu til samtímalistamanna um að feta í fótspor ungu skáldanna og endurverkja hin fornu goð, svo augu okkar fái séð þær dásmalegu sýnir sem hingað til hafa aðeins glatt augu andans. 76 Hann bindur miklar vonir við Bertel Thorvaldsen í þessum efnum eins og lokaorðin bera með sér: Aldrei hefur þó hið náttúrugefna listarskyn vikið frá okkar svæði; enn síður þurfum við að óttast að það gerist nú. Úr Norðrinu reis hin geislandi sól sem skyggir jafnvel á björtustu ljós listarinnar sem glatt hafa og göfgað í árþúsundir. Gotinn [þ.e. Norðurlandabúinn] hefur endurheimt krans Grikkjans með því að líkja eftir dýrðlegu fordæmi hans og suðrænum guðum fornaldarinnar nú þorir hann að opna augun fyrir sínum eigin. 77 Thorvaldsen ( ) hafði þá lagt heiminn að fótum sér, ekki síst með því að líkja eftir dýrðlegu fordæmi Grikkjans betur en aðrir. 5.2 Ritdeilan Skömmu eftir að Finnur fór að lesa yfir nemendum skólans fóru bæklingar um fánýti norrænnar goðafræði fyrir hinar fögru listir að streyma úr prentsmiðjum Kaupmannahafnar. Finnur svaraði þessum skrifum fullum hálsi og varð af þessu mikið orðaskak í dagblöðum og bæklingum, sem stóð í hérumbil tvö ár. Skipti ritdeila þessi helstu dagblöðum bæjarins í fylkingar og höfðu báðar hliðar sína 74 Kvæðið Húsdrápa er varðveitt í Snorra-Eddu. Þess skal getið að í fornu máli merkti skrifa" sama og mála. Smíð mátti hafa um málverk rétt eins og talað er um tónsmíðar í dag. 75 Finnur Magnússon 1820a: saa vore Øjne skulle see de herlige Syner, som hidindtil kun forlystede Aandens Blik. Finnur Magnússon 1820a: Aldrig er dog den av Naturen forædlende Kunstsands veget fra vore Egne; Endmindre kunne vi nu befrygte at det fremdeles vil skee. Fra Norden opsteg den straalende Sol, som fordunkler selv de største Kunstens Lys, ved hvis Skin Aartusender frydedes og undervistes. Gothen har gjenvundet Grækerens Krands ved at efterligne hans herlige Mønstre og Hedenolds sydlige Guddomme nu vove han og at opløfte Øjnene til sine egne. (Finnur Magnússon 1820a: ) 31

32 stuðningsmenn. Helsti bakhjarl Finns var prórfessor P. E. Müller sem gaf þá út tímaritið Dansk Litteraturtidende.78 Það voru bræðurnir Torkel og Gustav Ludvig Baden sem deildu hvað harðast á fyrirlestra Finns, en þeim þótti hart vegið að heiðri grísku goðafræðinar með því að þeirri norrænu væri gert jafnhátt undir höfði. Torkel var textafræðingur og hafði verið ritari Listaháskólanns frá 1804 en Gustav Ludvig bróðir hans var landsdómari og sagnfræðingur. Nutu þeir bræður liðsinnis málarans C. F. Høyer, sem lét töluvert að sér kveða í dagblöðum, en hann var þá nýlega ráðinn prófessor við Listaháskólann. Það er Gustav Ludvig sem gengur fyrstur fram fyrir skjöldu og gefur út bækling undir dulnefninu L. Jacobsen.79 Bæklinginn nefndi hann Professor Finn Magnussens Beviis for, at vore Kunstnere ved Rejser til Island kunde naae det Samme, som ved at rejse til Italien eller Rom. ( Sannanir prófessors Finns Magnússonar fyrir því að listamenn okkar við ferðalög til Íslands gætu náð sama árangri, eins og við ferðalög til Ítalíu og Rómar ) þar sem Finni eru gerðar upp ólíkegustu skoðanir. Titill bæklingsins er hvergi almennilega rökstuddur í meginmálinu en Finnur á meðal annars að hafa fullyrt að Íslendingar hafi málað dýrðleg olíumálverk þegar á landnámsöld. Fer höfundurinn ekki dult með þá skoðun sína að ríkistekjum væri betur varið í annað en sífelldar útgáfur af íslenskum fornbókmenntum. Finnur svarar L. Jacobsen í varnarritinu Udförlig Erklæring fra Professor Finn Magnusen i Anledning af et pseudonymt Flyveskrift (Ítarleg ummæli frá Prófessori Finni Magnússyni í tilefni af höfundarlausu flugriti) þar sem hann bar af sér ranghermi, útúrsnúninga og persónuníð. Segist hann aldrei hafa haldið fram annari eins endileysu og vitfirru ( ravgale snak og galemattias ) og telur ómaklega vegið að starfsheiðri sínum og mannorði. Er bersýnilegt, segir Finnur, að Jacobsen þessi hafi lesið fyrirlestra mína eins og skrattin les Bíblíuna. Gustav Ludvig ræðst þá aftur til atlögu, í pésanum L. Jakobsens Forsvar mod Hr. Professor Finn Magnusen (Vörn L. Jakobsens gegn Hr. Prófessor Finni Magnússyni), og opinberar þar sitt rétta nafn. Þar er aftur er fárast yfir því bölvanlega fargani sem íslenskar fornbókmenntir séu, og er niðurstaða höfundar afdráttarlaus: Íslensk eða fornnorræn listasaga er ómynd, og fyrirlestrar prófessorsins hér í 78 Salling 1992: 84. Gustav Ludvig Baden, var sonur Jacob Badens, það er að segja Jacobsson (Lundgreen-Nielsen 1994: 153) 79 32

33 Listaháskóla okkar eru gagsnlausir og tímasóun 80 og klykkir út með að engir listamenn afbáru að sitja undir fyrirlestrum yðar til enda.. 81 Finnur kallar þessa fullyrðingu tilhæfulausa í Svar við vörn L. Jacobsens eða G. L. Badens (Svar mod L. Jacobsens eller G.L. Badens Forsvar) og þakkar þeim ágætu listamönnum sem heiðruðu hann með nærveru sinni á fyrirlestrum hans. Þá undirstrikar hann að fyrirlestrar sínir séu haldnir að undirlagi konungs. Í deilum þeirra Finns og Gustav Ludvig Badens sýnir sá síðarnefndi ítrekað fram á fáfræði sína um norrænar fornbókmenntir og gefur þannig Finni höggstað á sér. Þó Finnur hafi í fyrirlestrum sínum útmálað ágæti lista í norrænnni fornöld meir en efni stóðu til, þá eru skoðanir hans hvarvetna ýktar og skrumskældar í endursögn Gustav Ludvigs og margt er þar skáldað frá rótum. Fullyrða má að landsdómarinn sæki mál sitt meira af kappi en forsjá, og ber heimildum saman um að hann hafi engin jafnaðarmaður verið.82 Þá varð Finni það til happs að í ágústmánuði 1821 komst upp um fjárdrátt Gustav Ludvig Badens og flúði hann við það til Noregs en var framseldur aftur Danmerkur og dæmdur frá embætti og í eins árs tukthúsvist. Á meðan að Gustav Ludvig Baden beinir spjótum sínum sérstaklega að verkum og fyrirlestrum Finns sækir bróðir hans, Torkel, að Finni með óbeinni hætti. Haustið 1820 gefur hann út ritið Om den nordiske Mythologies Ubrugbarhed for de skiönne Kunster (Um ónothæfi norrænnar goðafræði fyrir hinu fögru listir) en í inngangi þess stendur að það hafi verið ritað sem svar við ritgerð Jens Møllers, en að handritið hafi legið í skúffu í fjögur ár. Eintak af þessu kveri var skilað inn til Listaháskólanns 25. september 1820 með bréfi frá C. F. Høyer þar sem ráðlagt er að stjórn skólans biðli til konungsins um að stöðva fyrirlestra prófessorsins, enda hafi Torkel Baden í riti sínu tekið af allan vafa um fánýti norrænna goðsagna fyrir fögru listirnar. Að ári liðnu fór Høyer þess aftur á leit við skólastjórnina að hún kæmi þessu á framfæri við konunginn, en stjórn Listaháskólanns þótti sú hugmynd óviðeiginadi þar sem hans hátign hafði sjálfur fyrirskipað fyrirlestrana en islandsk eller oldnordisk Kunsthistorie er en Uting, og Hr. Professorens Forelæsninger herover paa vort Kunstakademie unyttige og tidspildende. 81 G.L. Baden 1820: 9 82 Freund kallar Baden bræðurna stridbare og segir um Gustav Ludvig: Landsdommeren havde især sin Styrke i Smagløshed og Fordrejelse af Sandheden. (Baumann 1883: 78) Ludngren-Nielsen (1994: 151) segir um málsókn hinna iltre brødre að hún præges mer af impulsiv modstand end af saglige indsigter. Og Weilbach (1872: 63) kemst svo að orði: Det synes, som om disse tvende ikke gerne forsømte nogen Lejlighed til at blotte sig selv og ved deres personlige Optræden vise, hvor ringe det i det hele taget stod til med Videnskabeligheden paa den Tid her i København. Enn fremur: Modstand, der var desto mere højrøstet, jo ukyndigere paa dette Omraadet Bestaaendes Talsmænd var. 83 Salling 1992: 83 33

34 Í riti Torkels eru reifuð svipuð sjónarmið og í riti Wiedewelts Tanker om Smagen frá Norræn goðafræði sé listamönnum ótöm og erfið í meðförum, og vandasamt að gera henni slík skil að áhorfandinn fái numið merkingu verkanna. Ólíkt sé farið með gríska goðafræði þar sem gnótt sé af varðveittum listmunum úr fornöld eða afsteypum sem listamenn geti stuðst við. Að auki eru ítarleg leiðbeiningarrit með koparstungum listamönnum aðgengileg. Nefnir Torkel Baden í því sambandi Götterlehre oder Mythologische Dichtungen der Alten, eftir Karl Philip Moritz frá Það að myndgera Óðin kemur listamönnum í klípu, segi Torkel, og þeir neyðist til að flýja í sḱjól Júpíters [Seifs] og fela norræna örbirgð með grísku skapalóni. Þeim hetjum sem Grikkir eiga í Perseifi, Herkúles [Herakles] og Þeseifi verður ekki skipt út með misfóstrum íslenskra trúbadora. 84 Afstaða höfundar er afdráttarlaus og hann sparar hvergi stóru orðin: í hinum norrænum goðsögnum mun listin finna sína gröf (sama heimild: 6) og: Vanskapað og ónothæft ímyndunaraflinu [phantasien] er allt það sem hin norræna goðafræði inniheldur (sama heimild: 18). 5.3 Skírskotanir til Kennivalds Um svipað leyti og Finnur heldur fyrstu fyrilestra sína í Listaháskólanum haustið 1819 kemur Thorvaldsen til Kaupmannahafnar en hann hafði þá verið búsettur í Róm allt frá Líklega hefur nævera hans stuðlað að því að goðsagna-stíðið varð eins ofsakennt og raun bar vitni. Eins og áður er frá greint hafði Finnur í fyrilestrum sínum hampað þeirri staðreynd að listajöfurinn mikli gæti rakið ættir sínar til Ólafs Pá og þannig hvatt hann óbeint til að líta til hinna norrænu guða, en það fór ógurlega fyrir brjóstið á Badenbræðrum.85 Í ritgerð eftir Lundgreen-Nielsen um notkun Grundtvigs á myndmáli úr norrænni goðafræði segir að tilefni goðsagna-stríðsins virðist hafa verið dvöl Thorvaldsens í Kaupmannahöfn frá október 1819 til ágústs Nefnir Lundgreen Nielsen í því sambandi veislu sem stúdentar gerðu Thorvaldsen við Skydebanen á Vesturbrú og fræga ræðu sem Oehlenschläger hélt við það tækifæri þar sem hann bað listamannin að gleyma ekki hinum fornu ásum: 84 Et Kleeblad af Helte, som det, Grækenland eier I Perseus, Herkules [Herakles] og Theseus, kan ikke erstattes ved islandske Troubadourers misfostre.. T. Baden: 1820: T. Baden 1820b: Den umiddelbare anledning [til debatten] synes at være Thorvaldsens ophold i København fra oktober 1819 til august Lundgreen-Nielsen 1994:

35 Hugsaðu annað slagið til hins forna goðaskara Norðurlanda, til hinna fyrstu dýrðlegu hugmynda þeirrar þjóðar sem þú rekur kyn þitt til! Þau svífa í skýjum líkt og andar Fingáls og Ossíans og bíða aðeins þín svo þau megi verða Hómerísk og lifa á ný á jörðu niðri og þiggja þar form og líf. Hin norræna goðafræði stendur í nánu sambandi við hina fáguðu list, og ef til vill er það hetjum þínum, sem þú rekur kyn þitt til, að þakka að þú skulir vera myndhöggvari. Seint, kannski aldrei, sérð þú föðurlandið á ný, svo láttu slík verk hugga þig! Og þegar þú á þínu verkstæði kallar fram Þór með hamar sinn, Frey með sína Gerði, Braga með sína hörpu, Iðunni með sína eplaskál, mun þér ávallt finnast þú vera í Danmörku að nýju. 87 Brýningu Oehlenschlägers um að hleypi lífi í hin fornu goðmögn má túlka sem sneið til Goethes88 sem hafði tekið sér stöðu í deilunni með grísku fornöldinni, og var sú afstaða hins mikla skáldjöfurs vatn á myllu andstæðinga Eddukvæða. Torkel hefur þessi orð eftir þýska skáldinu: Guðir Grikkja og Rómverja lifðu þó einu sinni, og frá því raunverulegu lífi með þjóðinni fékk listin þá í sínar hendur. Norræn og indversk goðmögn þurfum við að vekja upp frá dauðum, og enn hefur ekki tekist að losa þau við nádauninn.89 Síðar fullyrðir Torkel að rit Goethes sé mikilvægasta auðlegð fyrir hugsandi listamann, að Winckelmann einum undanskildum. 90 Það er gegnumgangandi stef í goðsagna-deilunni að menn vísi í kennivald málsmetandi manna máli sínu til stuðnings. Í langflestum tilfellum er það Thorvaldsen sem er nefndur sem óskeikult kennivald, en báðar hliðar telja hann til stuðningsmanna sinna. Hinn mikli frægðarljómi sem af honum stafar á þessum tíma veldur því að orð hans eru álitinn heilagur sannleikur. Finnur skrifar til að mynda í Bemærkninger ved Torkel Badens skrift: Om den nordiske mythologies ubrugbarhed 87 Tænk imellem paa Nordens gamle Gudeskare, paa de første herlige Forestillinger af et Folk, fra hvem Du stammer! De svæve i Skyen, som Fingals og Ossians Aander, og vente kun paa Dig, for at vorde Homeriske, for atter at boe paa Jorden, og modtage Form og Liv. Den nordiske Mythologie staaer i nær Forbindelse med den dannende Kunst, og maaskee skylder Du dine Helte fra hvem Du stammer, at Du er en Billedhugger. Seent, maaskee aldrig seer Du Fædrelandet igen, saa lad da slige Arbeider trøste Dig! Og naar Du i Dit Værksted fremstiller Thor med sin Hammer, Freir med sin Gerda, Bragi med sin Harpe, Ydun med sin Æbleskaal, vil Du altid føle Dig i Danmark paa ny LundgreenNielsen 1994: Kofoed Grækernes og Romernes Guder leve dog nu engang, og ere fra et virkeligt Liv blant Folket umiddelbar overgivne til Kunsten. Nordiske og Indiske Guddomme maae vi opvække fra de Døde, for at indlemme dem i Poesien, og endnu er det ikke lykkedes, at fordrive Gravens Dunst fra dem. tilvitnun úr Baden 1820: T. Baden 1821: 5. 35

36 for de skjönne kunster (Athugasemdir við skrif Torkel Badens: Um ónothæfi norrænnar goðafræði fyrir hinar fögru listir): Menn hafa sett út á hið ófagra í eyki Freyju [þ.e. kettina] og sú athugasemd virðist, við fyrstu sýn, ekki tilhæfulaus; - þó hefur einn mesti listamaður okkar tíma og okkar þjóðar, þ.e.a.s. Thorvaldsen, munnlega og án fyrirspurnar af minni hálfu sagt mér þá skoðun sína að sú athugasemd sé tilhæfulaus, af því innblásinn [åndefuld] listamaður mundi hafa vit á, við þess konar myndgerð, að gefa kötum Freyju fögur tígridýrsleg form [ tigeraktige former ], og þannig leggja til það svipmót sem gæti kveikt áhuga hjá hugsandi áhorfanda. 91 Í kjölfarðið hefst snörp orðahríð milli Torkel Badens og Finns í dagblaðinu Nyeste Skilderie af København, sem birti með mánaðar millibili sex innlegg þeirra í þessa deilu. Baden fullyrðir að Thorvaldsen myndi ekki leggja til ummyndun kattar í tígrisdýr nema af kurteisisástæðum og að Thorvaldsen væri ekki Thorvaldsen ef hann fengist við þvílíkt tjasl 92. Finnur fullyrðir þá að Baden eigi sér enga fylgismenn meðal málara að C. F. Höyer undanskildum.93 Baden svarar þessu til að allir málarar viðloðnir Listaháskólanum 94 séu á hans máli.95 Finnur dregur þá nokkuð í land og ítrekar að enginn vilji sjá að hin norrænu goðmögn leysi þau grísku af hólmi, heldur sé aðeins um að ræða gagnlega viðbót. Hann hefur jafnframt eftir þeim Eckersberg og Thorvaldsen að upprennandi listamönnum sé holt að að kynna sér heimabornar goðsagnir ásamt erlendum.96 Við þetta skellir Torkel trompi sínu á borðið, á forsíðu blaðsins gefur að líta fyrirsögnina: Thorwaldsens dom over den nordiske Mythologie (Dómur Thorwaldsens yfir hinni norrænu goðafræði). Á Thorvaldsen að hafa sagt er hann sá málverk Abildgaards af Ými og Auðhumlu: 91 Man har fremsat Indvendinger mod det uskjønne i Freyas Forspand og de synes ved første Øjekast ikke at være ugrundede; dog har en af vor Tids og vort Lands største Kunstnere, Thorvaldsen nemlig, mundtlig, og uden nogen Forespørgsel fra min Side, tilkjendegivet mig den sin Mening, at hin Indvending var ugrundet, da den åndfulde Kunstner vilde vide, ved en saadan afbildning, at give Freyas Katte skjønne tigeragtige former, og derved tillige en saadan Karakter, som kunde interessere en tænkende Betragter (Finnur Magnússon 1820: 12-13). 92 Thorwaldsen var ikke Thorwaldsen, naar han kunne befatte sig med saadanne Lapperier. Polemik : Polemik : Hann nefnir á nafn þá C. A. Lorentzen, C. W. Eckersberg, J. L. Lund, J. Fr. Clemens, Chr. Homemann, C. D. Frizsch, J. P. Møller, C. D. Gebauer, Arnold Wallick og A. Jacobsen 95 Polemik : Polemik :

37 Framúrskarandi er vöxtur þessarar mannsmyndar. En hún á betri uppruna skilið. Ó kalda Norður! Sem lætur dýrin næra herra sína, hin himinn-upprétta mannvera [nærist] af hinni lútandi Kú, hin vitrasta vera af fávísinni sjálfri. Neiti Suðrið mér um vist, stendur hugur min ei til þín, ég geng Austrinu á hönd. Þar sem Móses innleiddi þessi Guðs orð: Látum oss gera manneskju í vorri mynd, í líki okkar. Þannig gengur myndhöggvarinn til verks þegar hann vil framkalla eitthvað sem samsvarar þeirri hugsjón [d. ideal] er svífur honum fyrir augum. Guð er sín eigin fyrirmynd... Í sköpun Adams eftir Michelangelo dáumst við að, ef ekki hinni æðstu fullkomnun sem enginn dauðlegur maður fær öðlast, þá styrk og háu flugi hugsananna.97 Torkel Baden bendir einnig á að vísindamennirnir Finnur Magnússon og Jens Møller séu báðir ókunnugir. Finnur lýsir þá yfir efasemdum um að ummæli Thorvaldsens séu ósvikin, sem verður til þess að Torkel opinberar heimild sína, en Thorvaldsens á að hafa sagt þetta við æskuvin sinn, blómammálarann Detlev Fritzsch. Listfræðingurinn Kira Kofoed að skrif Torkel Badens séu orsök þess að krónprinsinn Christian Frederik skrest í leikinn og biðlar til myndhöggvarans að koma málstað norrænnu goðafræðinnar til hjálpar.98 Um þetta leyti efnir Skandínavíska bókmenntafélagið til myndlistarsamkeppni með norræana goðafræði sem viðfangsefni, og við það tækifæri sendir ríkisarfinn Thorvaldsen hvatningu um að taka þátt: Mér er fullljóst að það er ekki til umræðu að þér teiknið fyrir keppnina, en það væri afgerandi fyrir málstaðinn, og til að bjarga heiðri norrænnar goðafræði sem svívirðilega hefur verið sótt að (en hún getur og ætti ávallt að vera norrænum listamönnum áhugaverð, já mikilsverð), ef þér, finnandi hjá yður viðfang og löngun, mynduð rissa upp nokkrar teikningar og fá mér eða Listaháskólanum. Það myndi þagga niður í þeim röddum er með makalausri óskammfeilni og ósannsögli hafa lagt þér orð í munn sem þér dytti ekki hug að segja, né líkjast ummælum yðar Ypperlig er dette Menneskes Gestalt. Men det var en bedre Herkomst værd. O kolde Norden! som lader Dyrenes Herre fodres af Dyr, det mod himmelen opreiste Menneske af den ludende Ko, den fornuftigste Skabning af Dumheden selv. Negter Syden mig Ophold, ei til Dig staaer min Hu, til Østen jeg stunder. Her Moses indførte Gud sigende: Lader os giøre et Menneske i vort Billede, efter vor Lignelse. Saaledes gaar Billedhuggeren til Værks, naar han vil frembringe noget, som svarer til det Ideal, der svæver ham for Øine. Gud er sit eget Ideal. (See Mengses klassiske Skrift om Skiønhed og Smag i Kunstverker). Hos Michelangelo i Adams Skabelse beundre vi, om ikke den høieste Fuldkommenhed, som ingen Dødelig opnaar, saa dog Tankernes Styrke og høie Flugt (Polemik 1821: 1527). 98 Kira Kofoed Jeg veed nok at der ej kan være Spørgsmaal om for Dem at tegne for Præmien, men det vilde være afgiørende for Sagen og for at redde den nordiske Mythologies saa skammeligen angrebne Værd (der 37

38 Greinilegt er að hér er liggur mikið undir. Engin svör liggja fyrir af hálfu Thorvaldsens, og hvorki gekk né rak í að fá hann til að taka opinbera afstöðu í þessu máli. 5.4 Um nytsemi goðsagna Eins og komið hefur fram hafði Winckelmann hálfri öld áður rómað samfélag FornGrikkja sem hann áleit hafa einkennst af lýðræði, frelsi, skynsömum vísindum, háþróaðri heimspeki og ást á hinu fagra og góða, og úr þessum jarðvegi væri list þeirra sprottin. Form og inntak forngrískar listar endurspegluðu gildi gríska samfélagsins. Samkvæmt Baden-bræðrunum einkendust íslenskar fornsögur öðru fremur af ofbeldisdýrkun og segir Torkel um Njálssögu, þá illskástu af Íslendingasögum, að hún sé: samkrull af drauga- og morðsögum, ekket meir. 100 Goðafræði norrænna manna var að mati þeirra bræðra óskipulegur tætingur, tjaslað saman úr afbökuðum brotum af grísk-rómverskri goðafræði og bíblíunni, og því óhugsandi að hún gæti haft eins göfgandi áhrif og hin gríska, eða að hún gæti lagt listamönnum til gott efni: Hin gríska goðafræði snertir þá [listamennina] sem meðborgara í samfélagi siðmenntaðra manna. Því í henni eru saman komnar fyrstu undirstöður að allri þeirri vitneskju sem göfgar manneskjuna og greinir hana frá hinum stóra skara, undirstaða að stjörnufræði, landafræði, sögu [chronologi] og öðrum af vitsnumnunum útskýrðu og skerptu vísindum; og hún er tungumál ímyndunaraflsins, sem allar siðmenntaðar manneskjur skilja, og þekkingin sem í henni er fólgin eyðist fyrst með menninguni.101 dog altid kan og bør beholde Interresse ja Værd for nordiske Kunstnere) naar De, hvis De dertil fandt Æmne og Villie, vilde udkaste nogle Tegninger og tilstille mig eller Academiet samme. Dette vilde tillige lukke Munden paa de Personer der med mageløs Uforskammenhed og Usandfærdighed har lagt Dem Ord i Munden som De aldrig har tænkt paa at sige og som ej heller lignede Deres Yttringer. Tilvitnun úr Kofoed en Sammendyngning af Mord- og Spøgelseshistorier; intet videre. T. Baden 1821: Den græske Mythologie rører dem, som Borgere af den dannede Verden. Thi i den indeholdes de første Grundlinier til alle de Kundskaber, som adle Mennesket og adskille det fra den store Hob, Grundlinierne til Astronomien, Geographien, Chronologien og andre af Forstanden opklarende og skiærpende Videnskaber; og den er Phantasiens Sprog, som alle cultiverede Mennesker forstaae, og hvis Kundskab først med Culturen udslettes. Polemik :

39 Finnur var að vísu sammála Torkel um að goðafræðin væri í eðli sínu tákngerð og jafnvel kerfisbundin náttúru-heimspeki, en að dómi hans átti það ekki síður við um þá norrænu en þá grísku. Fyrirrennarar Finns höfðu áður bent á útskýringar Eddukvæða og Snorra-Eddu á nátúrulegum fyrirbærum svo sem regnbogabrúnni Bifröst milli himins og jarðar og jarðskjálftunum sem eiga sér stað þegar Lok kippist við í böndum sínum.102 Að dómi Finns voru þó miklum mun fleiri atriði úr Eddunum sem líta mætti á sem tákngerfingar náttúrulegra fyrirbæra. Eitt dæmi er tilgáta Finns um táknræna merkingu styrjaldar goða við jötna. Óvinskapur milli guða og risa er algengt stef í goðsagnaheimum og Oehlenschläger túlkaði þetta stef sem táknræna framsetningur á baráttu milli tveggja andstæðra náttúruafla; hinum skapandi kröftum náttúrunnar gegn eyðandi kröftum hennar.103 Túlkun Finns Magnússonar á þessari baráttu var öllu langsóttari, en hann fann í frásögn Eddukvæða af tilurð jötna endurspeglun af nýjustu vísindakenningum í jarðfræði: Í hæsta máta óvænt og furðuleg samsvörun...milli elstu heimsmyndunarfræða Eddu og niðurstöður nýjustu og lærðustu jarfræðinga. 104 Sú jarðfræðilega þekking sem Finnur taldi sig sjá endurspeglaða í Eddukvæðum tengdisst kenningarskóla svokallaðra neptúnista (eftir rómverska sjávarguðinum Neptúnusi), en þeir töldu að allt berg væri upphaflega set sem sest hefði til á hafsbotni eða á landi í gríðarlegum flóðum. Samkvæmt Finni var þetta ferli persónugert í sköpunarsögu norrænna goðafræða með jötninum Ými, hinum upphaflega hrímþurs og forföður allra jötna, sem var þá fulltrúi hins óreiðukennda ástands í fyrnsku. Ýmir var drepinn af Óðni, Vila og Vé sem Finnur túlkaði sem persónugerfinga lofts, hita og ljóss.105 Í Snorra Edddu segir að hlupið hafi svo mikið blóð úr sárum Ýmis að það hafi drekt allri ætt hrímþursa nema einum sem komst undan með sínu hyski.106 Hið mikla flóð af blóði Ýmis sem drekkti hrímþursum túlkar Finnur sem sönnun þess að norrænir menn til forna hafi gert sér hugmyndir um mikla vatnavexti á tilteknu þróunarstigi jarðarinnar sem hafi kaffært og deytt þær undarlegu verur sem við þekkjum í dag af steingerfingum. Eddurnar veita lesendum sínum sem sé sömu þekkingu og jarðfræðingar samtímans, með öðrum orðum þó. 102 Halink 2015: 252 sama heimild: en höjst uventet og forunderlig Overensstemmelse [...] mellem Eddas ældgamle Kosmogonie, og Resultaterne af de nyeste og lærdeste Geologers Undersögelser. Finnur Magnússon 1824: Finnur Magnússon 1824: Snorri Sturluson 2011:

40 Finnur tínir til fleiri dæmi af þessu tagi, hann var til að mynda sannfærður um að forfeður okkar í heiðni hefðu kortlagt hreyfingar stjarnanna á himninum, og hefðu notast við tólf-tákna kerfi sambærilegt við stjörnumerki dýrahringsins. Þetta réð Finnur úr Grímnismálum Eddukvæða sem hann kallaði ljóðrænt dagatal. Samkvæmt honum ætti hvert af hinum tólf táknum stjörnuhringsins sér hliðstætt goð í norrænni goðafræði og dvalarstað þess á himni. Þannig svaraði ljónið til Freyju í Fólkvangi, tvíburnarnir ættu sér samsvörun í Baldri í Breiðabliki og svo framvegis. Önnur ljós á næturhimninum, svo sem stjörnuhröp eða norðurljós, væru tákngerð sem valkyrjur ríðandi um loft og lög. 107 Finnur taldi að jafnvel kaþólskir prestar og munkar á Íslandi til forna hefðu verið meðvitaðir um gildi þessarar hagnýtu stjarnfræðilegu þekkingar. Óbreyttur almenningur á Íslandi og í öðrum löndum hefði skapað sér almanak úr þessu kvæði, og helstu hátíðisdagar voru, samkvæmt Finni, skráðir í kvæðið.108 Þegar kvæðin voru tekin úr sínu stjarnfræðilega samhengi varð goðsagna-innihald þeirra óskiljanlegt. Með því að afskrifa Eddurnar sem eintómar bjaganir á grískum og kristnum sögum, eins og Torkel og skoðanabræður hans gerðu, sýndu þeir að mati Finns fram á fáfræði sína og fordóma: Alkunna er, að í seinni tíð, hafa menn sóst eftir að sanna villimennsku áa okkar með rökum, en fullkomið óréttmæti þeirra stafar af augljósum rangtúlkunum á okkar forna skáldamáli. Þær göfugu hugmyndir (tengdar djúphugulumm rannsóknum og oft með furðulega réttum athugunum á náttúrunni) sem mynda undirstöðu að Eddufræðum gætu ekki annað en styrkt hina háleitu merkingu þeirrar sérstöku andans menningar [Aandskultur] sem hefur frá fyrnsku verið tengd við fullkomnun í hinum eiginlega hagnýtu fögru listum. 109 Finnur átti í tíðum bréfaskriftum við Grimmsbræður og áleit, eins og þeir, að mikið af þessari fornu náttúru-speki hefði varðveist í þjóðsögum. Hann talaði fyrstur manna 107 Finnur Magnússon 1821b: 148 sama heimild: Vist er det, at man i de nyeste Tider har sögtat bevise vore Oldfædres Barbarie af Grunde, hvis fuldkomme Falskhed beroer paa öjensynlige Misfortolkninger af vort gamle Digtersprog. De ophöjede Ideer (forbundne med dybsindig Grandskning og ofte forunderligen rigtig Naturbetragtning) som ligge til Grund for den eddiske Lære, kunne ikke andet end styrke hin höje Mening om deres særegne Aandskultur, som langt fra ikke alletider er forbunden med Fuldkommenhed i de egentlig praktiske skjönne Kunster. Finnur Magnússon 1824: xii

41 fyrir því að safna bæri saman þjóðsögum á Íslandi svo varðveita mætti þessa dýrðmætu arfleifð sem lifað hefði í munnlegri geymd, áður en það yrði um seinan Helstu ágreiningsatriði deilunnar Helsta ágreiningsmál deilunnar var hvort norræn goðafræði væri ásættanlegur efniviður í myndlist eða ekki, en ólíkar hugmyndir fræðimanna um eðli og uppruna norrænna goðsagna koma þar einnig nokkuð við sögu. Athyglin beindist sem sé svo til öll að inntaki listaverkanna og lítið sem ekkert að útfærslu þeirra eða stíl. Verður hér að mestu vikið hjá þeirri hlið deilunnar sem snéri að upprunaleika norrænna goðsagna og skyldleika þeirra við þær grísku. Þá verða sjónarmið Jens Møllers einnig dregin fram til samanburðar á rökum Finns Magnússonar og Torkel Baden. Ritgerð Møller frá 1812 er skrifuð undir miklum áhrifum frá Laókóon (1766), frægu listfræðiriti þýska rithöfundarins Gottlieb Lessings ( ). Í þeirri bók er fjallað töluvert er um eftirlíkingar í listum og hvaða viðfangsefni séu viðeigandi í myndlist annars vegar og hins vegar í skáldskap. Vitnar Møller víða í þetta rit en tekur einnig upp heilar og hálfar málsgreinar þaðan án þess að geta til um uppruna þeirra. Þær hugmyndir sem Lessing setur fram í Laókóon svífa því talsvert yfir vötnum í ritdeilunni um nytsemi norræannar goðafræði. 6.1 Um grófleika norrænnar goðafræði og lögmál fegurðarinnar Eins og fyrr var getið höfðu Herder og Oehlenschläger áður tekið afstöðu til þess hvort norrænar goðsögur væru of hráar til að nýta mætti þær sem efnivið í skáldskap, og hafði sá síðarnefndi gert jákvæðan eiginleika úr þeim meinta galla. Oehlenschläger taldi að skáldin gætu látið ljós sitt skína með því að fága efnið, að grófleiki yrkisefninsins veitti höfundum frelsi, eða skáldaleyfi, sem skortur væri á í staðlaðri meðferð þeirra á grískum goðsögnum. Þegar umræðan færðist frá sviði skálskapar að myndlistarsviðinu, var engin sem sá verðleika í grófleika þeirra. Öllum deiluaðilum bar saman um að fegurðin sé fyrsta og síðasta markmið myndlistamannsins: Öllu sem stríðir gegn lögmáli fegurðarinnar ber honum að 110 Gunnell

42 sneiða hjá.111 Þetta sjónarmið kemur fram í Laókóon og er dregið þar saman með eftirfarandi hætti: Málverkið getur, sem eftirlíkjandi iðja, tjáð ljótleika; málverkið vill, sem fögur list, ekki tjá ljótleika.112 Það er til marks um samstöðuna um þessa kennisetningu að hvergi í þeim málverkum og höggmyndum þar sem Óðinn kemur fyrir vilja listamennirnir hafa hann eineygðan. Reyndar hefur Finnur sérstaklega orð á því að ekki sé nauðsynlegt að draga hann upp þannig. 113 og endurómar þannig orð Lessings um að líkamlegur ljótleiki geti ekki nýst sem viðfangsefni málverks af því að tilfinningin sem hann vekur er óviðfelldin og getur ekki orðið ein þeirra tilfinninga sem verða viðfelldnar í efirlíkingu.114 Møller undirstrikar orð Lessings um að hið ferlega (d. hæslige) sé eitthvað sem aldrei ber að mynda: Við umberum í neyð Satan með horn sín og klaufir í kaþólskum helgisögnum; en séð hef ég fleir en eitt, að öðru leyti fagurt, málverk af dómsdegi vanhelgað með því stilla upp hinum fúla anda i þess konar búningi. Hversu mikið þolanlegri.. hefur er ekki hinn smekkvísi Miltons lýst honum. 115 Møller veltir upp þeirri spurningu hvort listrænar túlkanir á goðafræði hafi tekist betur þegar goðafræðin (d. gudelæren) var lifandi í vitund almennings, eða á seinni tímaskeiðum, og hallast að því síðara. Goðsagnalistin náði hámarki sínu þegar goðsagnirnar töpuðu raunveruleik sínum og urðu verkfæri ímyndunaraflsins. Á meðan að trúin lifir góðu lífi hefur listamaðurinn ekkert frelsi, og verk hans dæmast ekki fyrst og síðast af fegurð þeirra. Bakkus var hafður hirndur í hofi sínu á Lemnos, og vafalaust í öllum hofum sínum vegna þess að hornin einkenndu hann og eðli hans. Aðeins hinn frjálsi listamaður, sem ekki skapaði Bakkus fyrir neitt hof, gat látið hornin eiga sig. 116 Líkurnar á því að listamanninum tækist vel upp urðu þannig meiri þegar han gat séð yrkisefni sín úr fjarlægð, og goðsagnirnar höfðu eingöngu fagurfræðilegt gildi. Tilgangur listarinnar að áliti Møllers var að draga upp stórar, sammannlegar hugsjónir (d. ideer). Á þeim forsendum mætti skipta úr einum goðsagnaheim með öðrum, svo 111 Alt hvad strider mod Skjönhedens Lov, törn Kunstneren forbigaae.... Møller 1812: 274 Lessing 1766: Polemik : 1604.Það er forvitnilegt að bera saman útfærslur danskra listamanna á Óðni og hollenskra listamanna sautjándu aldrar á þjóðhetju sinni Claudius Civilis sem einnig var eineygður. Hollensku málararnir brugðu jafnan á það ráð að láta Claudius snúa vanganum að áhorfandanum svo að augnleysið yrði ekki of áberandi. 114 Lessing 1766: Vi fordrage til Nöd Satan med sine Horn og Klöer i de catholske Legender; men jeg har seet mer en eet forresten smukt Malerie over Dommedag, der er bleven vanheldet ved at fremstille den fule Aand i slig Skikkelse. Hvor meget taaleligere.. har ikke den smagfulde Milton vidst at skildre ham?. Møller 1812: Møller 1812: 271. Þessa málsgrein hefur Møller uppúr Laókóon. Lessing 1766:

43 lengi sem menn sneyddu hjá öllu því sem stríðir gegn smekkvísi og hátíðleika viðfangsefnisins. Þannig er til dæmis hinn sexhenti Starkaður, eins og honum er lýst í sagnabálki Pram, ekki æskilegt viðfangsefni, og segist Møller ekki öfunda málarann sem væri falið að myndgera hann þannig. Segja má því að myndlist þessa tíma sé markaður þröngur bás, en engin sem kemur að ritdeilunni setur sig upp á móti þessu sjónarmiði. Tæpum áratug síðar gerir Torkel Baden mikið úr þeim ljótleika og ferlegheitum sem norrænar goðsagnir bjóði upp á, í ritinu Om den nordiske mythologies ubrugbarhed for de skjönne kunster ( Um ónothæfi norrænnar goðafræði fyrir fögru listirnar ),117 en í varnaræðu Finns er þessari gagnrýni jafnan vísað til föðurhúsanna. Torkel nefnir til dæmis línu úr Hýmiskviðu þar sem getið er um níuhundruð-höfða jötnamey og telur hann slíkar skáldmyndir ekki samboðnar myndlistarmönnum. Finnur fellst á að hún henti ekki sem viðfang eftirlíkingar, en varla sé hún mikið ferlegri en hið níuhöfða og eiturspúandi vatnaskrýmsli Hýdra, eða hinn hundraðhenti Bríareus með hundrað eldspúandi höfuð, eða sá ferlegi djöfull Týfon sem hafði ógnarstóra snákaskrokka í stað fóta og frá öxlum hans uxu höfuð grenjandi dreka, froðufellandi ljóna, óðra villigalta, grimmra hlébarða, fnæsandi nauta. 118 Eða hvaða listamanni gæti látið sér detta í hug sú fyrra að mála mynd af Satúrnusi (Krónosi) að háma í sig börnin sín? 119 Finnur segir að það sé sama hvar gripið sé niður í ólíkum goðsagnaveröldum, grískum, egypskum, indverskum eða norrænum, allar séu þær uppfullar þess konar smekkleysum, en fyrst við getum litið framhjá þessu lýti á grískum goðsögnum, hví ekki í okkar eigin? Eða var það ekki fyrir atorku myndlistarmanna og skálda Grikkjanna að þeim tókst að hefja sig yfir þetta frumstæða stig? Í þessari spurningu er Finnur raunar að umorða rök Oehlenschlägers um að það sé listamannanna að fága hið ómeitlaða efni goðsagnanna. Á heildina litið má segja að varnarræða Finns sé tvíeggjuð, annars vegar kappkostar hann að draga fram göfgi og reisn hinu fornu norrænu goða, og á hinn bóginn bendir hann á atriði í gagnrýni Torkel Badens sem eins má heimfæra á gríska goðagræði. Gott dæmi um þetta er málsvörn Finns fyrir Tý, en Torkel þótti óprýði að því að hann væri einhentur. 117 T. Baden Finnur 1820: Einmitt í þeim rituðu orðum var Goya að mála frægt verk sitt af þessu viðfangsefni. Talið er að hann hafi málað það á árunum Þá hafði Rubens og fjöldi annarra málara barokktímans fengist við þetta stef

44 Bendir Finnur á að Týr fórnaði hendi sinni í gin Fenrisúlfs til frelsunar mannkyns 120, og varla sé handarmissirinn meiri ljóður en lömunarveiki Vúlkans (Hefæsteosar). Þó skoðanaskipti þeirra Finns og Torkel Badens séu sínu málefnalegri en undangengin þræta Finns við Gustav Ludvig, þá eru mörg misklíðarefni hennar ansi spaugileg. Torkel Baden kallar Freyju mathák og ölsvelg og hefur sýnilega ruglað henni saman við Ása-Þór þegar hann brá sér í gervi frjósemisgyðjunar í Þrymskviðu.121 Honum þykir lítið til goðsöguteikninga Wiedewelts koma, og telur þær ekki koma heim og saman við lýsingar á goðunum, að Alföður undanskildum (mynd 1), en spyr: Hver gæti hrifist af þessum Óðni, nærðum á öli og fleski? 122 Maður hugsar ekkert, finnur ekkert við [að sjá] Óðin með hið síða skegg og úlf á hvora hlið, hrafn á hvorri öxl; en þeim mun meira við [að sjá] Júpíter [Seif] trónandi konunglega með eldingu í hægri hendi, veldissprotann í þeirri vinstri og örninn sér við fætur. Skegg hans og höfuðhár eru tákn um áskapaðan kraft og æskunnar styrk. Huginn og Muninn eru misfóstur ímyndunaraflsins.123 Þessar hugleiðingar Torkel leiða af sér langvarandi skoðanaskipti á síðum dagblaðana um hvort Óðin hefði drukkið vín eða öl og hvort væri nú æskilegri eða þjóðlegri drykkur af þessu tvennu. Þá hefur Torkel Baden ýmis heiti úr norrænni goðafræði á takteinum og segist finna til óbragðs af nöfnun á borð við Tanngnioster, Tanngrisner, Mist, Herfjotur, Radgrid og Reginleif. Finnur svarar þessu þannig að þau nöfn sem finna má í grískri goðafræði séu varla Dönum tungutamari nema síður sé, og nefnir þar Peithoh, Asklepios, Zeuxippe, Hypermnestra og Hradamanthys. Einnig verður fornafn Torkels Baden að vopni í hendi Finns, enda dregið af nafni þrumuguðsins, sem og nafn Thorvaldsens.124 Þó aðalágreingsefni vísindamannanna tveggja sé útlit og óþekkjanleiki norrænna goða er ekki laust við að siðgæði þeirra vefjist fyrir Torkel Baden. Honum 120 Magnússon 1820b: 14. F. ex. Freyja, som fortærer al Quindebordets Mad og tömmer hele Tönder af den brune Mjöd.T.Baden 1820: Hvem kan finde Smag i denne med Öl og Flesk nærede Odin?.T.Baden 1820: Man tænker intet, föler intet ved Odin med det lange Skjæg, og en Ulv ved hver Side, en Ravn paa hver Skulder; men desto meer ved Jupiter, den majestætiske thronende, Med Tordenilden i sin Höire, scepteret i sin Venstre, og Örnen ved sine födder. Hans Skjegg og Hovedhaar ere betegnende i henseende til den iboende Kraft og ungdommelige Styrke. Hugin og munin er misfostre av fantasien. T. Baden 1820: Magnússon 1820:

45 verður tíðrætt um óskírlífi (d. ukydskhed) Freyju, og vísar þá til framburðar Loka í Lokasennu úr Eddukvæðum.125 Finnur kemur heiðri gyðjunnar til bjargar með að draga úr áreiðanleika vitnisins og benda á íslenska orðasambandið Loka-lygi. 126 Þessum bolta er haldið á lofti um nokkurt skeið og vísar Finnur þá til óhreinlífis grískra goða uns Torkel gengst við því að siðferði guðanna sé ekki aðalatriði: Að krefjast siðferðilegs tilgangs af listamanninum, jafngildir því að gera úr honum lítilmannlegan handverksmann... það er mönnum kunnugt að eiginleikar grískra guða og garpa er ekki fólgið í siðferði heldur yndislegu líkamlegu atgerfi, og veita þeir því listamönnunum svo dýrðlegar fyrirmyndir Um nekt goðanna Hinn nakti mannslíkami þótti sérstaklega verðugt myndefni í hugmyndafræði nýklassisismans, og listamönnum var það keppikefli að draga fram fegurð hvers hluta hans og fá þá til að mynda samstillta og skaplega heild. Í ritigerð sinni um ónothæfi norrænnar goðafræði skrifar Torkel: Feðgurðin er miðja listarinnar og undirstaðan að nektarteiknungu. Ef þessi undirstaða er fjarlægð hrynja listaháskólar okkar. 128 Samkvæmt Winckelmann hafði heilnæmt lofstlag Grikklands haft jákvæð áhrif á mannslíkamann og þar með á listir, menningu, samfélagsaðstæður og heimspeki. Norrænn vetrarkuldi, sem neyddi fólk til að ganga í loðfeldi, skinni og þykku vaðmáli stóð ekki gríska tíðarfarniu á sporði. Ef ekki annað heldur honum [listamanninum] frá norrænni goðafræði þá aftra búningarnir honum frá henni. Garpar í þykkum loðfeldi voru málurum og mynhöggvurum ósamboðnir: Menn munu segja um þess háttar málverk að þau séu uppfundin af drúídum og máluð af Kínverjum 129 skrifar Torkel í Den nordiske Mythologies Kilder (Heimildir norrænna goðafræða).130 Í svari Finns við þessu riti, Oplysninger om Kilderne til Hr. Professor Torkel Badens Sammenligning mellem den nordiske og den græsk-romerske Mythologie (Upplýsingar um heimildir Hr. Prófessors Torkel Badens fyrir samanburði á norrænni og grísk-rómverskri 125 T. Baden 1820: 10. Magnússon 1820: At fordre moralske Hensigter af Kunsteren, hedder at fordærve ham til Haandværk... Thi det er bekjændt at de Greske Guder og Helte ikke hvile paa moralske, men paa forherligede physiske Egenskaber, hvorfor de og tilbyder Kunstneren saa herlige Skikkelser. Polemik : Skiønhed er Kunstens Middelpunkt, og Grundvolden til det Nøgnes Tegning. Borttag denne Grunvold og vaare Kunstakademier styrte sammen. T. Baden 1820: Om ikke andet holder ham fra den nordiske Mythologie, saa holder Costumet ham derfra. Nordboen klædte sig i Huder, eller i Vadmel og andet grovt Tøy.. Man vil sige om saadanne Malerier, at de ere opfundne af Druider, og malede af Chinesere. 130 T. Baden 1821:

46 goðafræði), segir hann vissulega miður að norrænir menn til forna hafi ekki skilið eftir sig myndlistarleg fordæmi í líkingu við gríska fornaldarlist, en hið sama gildi um Hebrea og sögur þeirra úr Gamla testamentinu. Hann fullyrðir jafnframt að auðugir norðurlandabúar til forna hefðu haft yndi af skartlegum fatnaði, en að þeir hafi að sjálfsögðu baðað sig og synt naktir, annars töldu menn dvalarstaðir guðanna vera bjarta og hlýja, svo ekki þyrftu þeir að frjósa (ef guðir geta þá þjáðst af kulda) þó þeir væru ekki umvafðir klæðum og loðskinni. 131 Fornfræðingurinn P.E. Müller leggur í framhaldi af þessu til í Dansk Litteratur-Tidende: Og hvað um það ef hitastigið á Ólympustindi var hærra en í Valhöll? Gæti ekki listamaðurinn nýtt sér hið nakta eins vel í framsetningu ásana sem Ólympusbúanna?. 132 Í síðasta innleggi Torkel Badens að ritdeilunni; Et Par Ord til Beslutning om den nordiske Mythologie, telur hann að listamenn og listunnedur muni hlæja að þeirri hugmynd og bætir við: Ég efast um að æsir Wiedewelts yrðu fegurri þó þeir myndu afklæðast. 133 Eins og nánar verður vikið að í umfjölluninni um Ragnaraka-lágmyndaröð Ernst Freunds, var spurningin um nekt goðanna afdrifarík fyrir listamenn. Barónessan Christina Stampe nefnir til að mynda í minningarbók sinni um Thorvaldsen að fatnaður norrænna goða hafi aftrað honum frá því að gera af þeim höggmyndir: Oehlenschläger bað mig reyna að hafa áhrif hann, svo hann kæmist á bragðið og fengi löngun til þess að útfæra norræn efni, en það heppnaðist mér miður vel því hann sagði ávallt: 'Það er kallt, svo þessar hetjur hafa þurft að klæða sig til hita, og nektin er nú það fegursta, hún er guðs klæðnaður', og allmargar fleiri ástæður tíndi hann til, sem ég ekki man. 134 Það er því líklegt að áhyggjur Torkel Badens hvað þetta varðaði hafi átt við rök að styðjast. Það vekur athygli að þau fáu skipti sem málarar völdu að eigin undirlagi myndefni úr norrænum goðsögum, þá kusu þeir gjarnan atriði þar sem nekt fellur vel að myndefninu. Má í því sambandi nefna verk Abildgaard af Ými og auðhumlu, þar sem Ými er nakinn, enda nýkominn í heiminn. Ef til vill hefur þetta atriði skipt sköpum 131 Gudernes Opholdssteder mentes ellers at være saa lyse og varme, at de ikke behøvede at fryse (hvis Guder ellers kan lide af Kulde) skjønt de ikke vare tilhyllede af Klæder og Pelsværk. Magnússon 1821: Men mon vel Barometret stod høiere paa Olympen end i Valhalla? Mon ikke Kunstneren ligesaavel kunde betjene sig af det Nøgne ved Asernes som ved Olympienes Fremstilling?. tilvitnun úr Lundgreen-Nielsen 1994: Jeg tviler paa at Wiedeweelts aaser vile skjönnere, naar de afkledes. T. Baden 1821b: Oehlenschläer bad mig see at virke paa ham, at han skulde faa Smaag og Lyst til at udføre nordiske Emner, dog det lykkedes mig kun daarlig, thi han sagde altid: Det er koldt, saa disse Helte har maattet klæde sig varm, og det nøgne er dog det smukkeste, det er Vorherres dragt, og adskillig andre grunde anførte han, som jeg ikke husker. Stampe 1912:

47 við val málarans á myndefninu. Þá gerði Eckersberg málverkið Loki Bundinn árið 1809 (mynd 7), sama ár og Abildgaard dó, og kallast sú mynd á við eitt af frægustu verkum Abildgaards; hinn særði Fílóketes (1774-5, mynd 8). Eckersberg hafði, þegar hann gerði myndina, nýlega hlotið gullpeninginn eftirsótta og gerði sér vonir um að geta með tíð og tíma fylgt í spor kennara síns, Abilgaards. Hefur andlát hins síðanefnda væntanlega haft áhrif á val hans á viðfangsefninu. 135 Málverk Abildgaards skírskotar til hugleiðinga Winckelmanns og Lessings um sársauka í myndlist. Winckelmann hafði skrifað um hina forngrísku höggmynd Laókóon að hún sýni miklar kvalir, en að þjáningarsvip styttunnar sé samt haldið í skefjum, og minni á þjáningarandvarp Fílóketesar í leikritum Sófóklesar. 136 Svipur styttunnar sé markaður gríðarlegum sársauka, en höggmyndin haldi samt þeim tignarlega einfaldleika og kyrra mikilleika sem einkenna verk Forn-Grikkja. Í bók Lessings sem heitir eftir höggmyndinni bendir höfundurinn á að Sófókles hafi verið sí æpandi og gólandi af sársauka í gegnum leikrit sín. 137 Hann telur þó að í leikritum geti persónur haldið stórmennsku sinni þrátt fyrir kvalir og kvein. Aftur á móti færi ekki vel á því að myndlistamenn gerðu slíkt hið sama: Opinn munnurinn einn...er í málverkinu flekkur og í höggmyndalistinni hola sem hefur þau anstyggilegustu áhrif sem heimurinn þekkir.138 Í verki sýnu af hinum særða Fílóketes vill Abildgaard sýna fram á hið gagnstæða, málverk hans er því andsvar við fullyrðingum Lessings og kjörorðum Winckelmanns um þann kyrra mikilleika í stöðu og svip, sem myndlistarmenn ættu að bera sig eftir. Hann sýnir hinn særða Fílóketes, sem tjáir kvalir sínar, ekki aðeins með svipbrigðum og tárvotum augnum, heldur í öllum sínum líkamlegu dráttum, og með rykkjum og kippum líkamans. Loki Laufeyjarson er í verki Eckersberg, eins og Fílóketes Abildgaards, nakinn, stæltur, og kippist um í fjötrum sínum og engist af sársauka. Hann er ólíkt bjargarlausari en Fílóketes, og hefur listamanninum ekki tekist að fanga það afl og innri spennu sem sjá má í persónu Abildgaards. Ekki er tekið fram í Snorra-Eddu að Loki hafi verið nakinn þegar hann var bundinn, en eðlilegt hefur verið fyrir listamann að myndgera hann þannig, rétt eins og Prómþeifur var ávalt hafður nakinn í þeim málverkum sem sýna hann bundinn. Reyndar eru afar fáar senur í boði í norrænum goðsögum þar sem nekt fylgir sögunni, og kann það hafa haft letjandi áhrif á listamenn við að vinna verk upp úr þeim. 135 Monrad 2015: 200. Sófókles var forngrískt leikritaskáld. 137 Murrey 2004: Lessing 1766:

48 6.3 Ef skáldin gátu fært sér í nyt norræna goðafræði hví ættu ekki myndlistarmenn að geta gert hið sama? Þessi spurning er ítrekað borin upp af áhugamönnum um nýtingu Eddukvæða í myndlist, en Torkel Baden og skoðanabræður hans báru því við að skáldum leyfðist meira í verkum sínum en myndlistarmönnum, að lýsing í ljóði gæti orðið ólánleg ef maður sýndi hana í málverki eða höggmynd. Þetta sjónarmið má rekja til Lessings sem færði fyrir því ýtarleg rök í Laókóon (1766). Kjarninn í máli hans er að málverk og höggmyndir hafi önnur fegurðarviðmið en skáldskapur. Ástæðan sé sú að teikn mynda jafnt málverka sem höggmynda séu aðeins hlið við hlið í rúmi og geta því aðeins birt okkur slík fyrirbrigði, á meðan teikn sem ganga fram í tíma, hvert á eftir öðru, geta aðeins tjáð fyrirbrigði sem undir þau lögmál falla, t.d athafnir eða atburðarrás.139 Samtímamenn Lessings litu svo á að hann hefði með þessari greiningu klofið það samhengi myndar og máls sem fram kom í hinum frægu orðum fornaldarskáldins Hórasar; ut pictora poesis, skáldskapurinn er eins og málverkið, en sú hliðstæða hafði lifað góðu lífi í skáldskap sextándu, sautándu og átjándu aldar.140 Lessing dregur af þessum aðskilnaði listanna margvíslegar ályktanir, þar á meðal þá að skáldinu leyfist sumt sem óæskilegt sé að myndlistarmaðurinn leiki eftir: Ekkert þvingar skáldið til að festa málverk [þ.e. skáldaða mynd] sitt í einu augnabliki. Það tekur hverja athöfn frá upphafi, ef því sýnist svo, og fylgir henni eftir gegnum allar breytingar alveg til enda. Hver þessara breytinga sem kosta myndu myndlistarmanninn sérstakt verk kostar skáldið aðeins einn pennadrátt; og þótt þessi dráttur, skoðaður einn og sér, ofbyði ímyndunarafli hlustandans þá var hann annaðhvort undirbúinn með því sem á undan fór eða mildaður bættur í framhaldinu svo að hann glatar afmörkuðum áhrifamætti sínum og hrífur afbragðsvel í samhengi sínu.141 Þannig getur skáldið, að dómi Lessings, komist upp með að lýsa atvikum með neikvæðum dráttum og blanda þeim saman við jákvæða drætti í framvindu sögunnar. Ekki þarf skáldið að halda aftur af sér, skrifar Lessing, þótt myndlistamaðurinn verði að vera án þessa listbragðs: Vilji málverkið vera systir skáldlistarinnar þá ætti hún að minnsta kosti ekki að vera afbrýðissöm systir, og sú yngri skyldi ekki banna þeirri eldri að nota það skart sem henni fer ekki sjálfri Lessing 1766: 26, Kristeller 2005: 80. Lessing 1766: 75. sama heimild:

49 Mynd í skáldskap er að mati Lessings ekki endilega það sem ummynda má í efniskennt málverk, og ekki eru allar ljóðrænar líkingar til þess fallnar að vera raungerðar í málverki. Møller felst á þessi rök Lessing og segir að ákveðnir eiginleikar, sem gætu lokkar skáldið til að vinna úr goðafræði ættjarðarinnar (það er nýjung þeirra) geti fælt teiknandi listamönnum frá. 143 prjónar við þessi rök Lessings og nefnir sem dæmi Sleipni. Átta hófar hestsins sé fyrirtaks skáldleg líking á skjótleika, en það sé auganu ekki þókknanlegt að sjá slíkt í málverki eða líkneski. Torkel Baden tekur undir þetta og segist þekkja Laókóon eftir Lessing það vel að hann færi aldrei að misskilja ut pictura poesis kennisetningu Hórasar, eða krefjast þess sama af skáldinu og af málaranum: Ég veit að hinum teiknandi listamanni ber að halda sér innan marka fegurðarinnar, þótt það leyfist hinum talandi, sem þarf að taka mið af mikilvægi sérhvers eiginleika, að fara út fyrir þau mörk. Skáldið hefur því ekkert að óttast af ritgerð minni Gildi fordæma og snilligáfa frumlegra listamanna Á sextándu og sautjándu öld tíðkaðist ekki hjá evrópskum skáldum eða myndlistarmönnum að finna upp ný viðfangsefni. Það var grundvallarþáttur í öllum hugmyndum um eftirlíkingu að inntak listaverka og skáldskapar ætti að vera mönnum fyrirfram kunnugt. Sú hefð átti rætur að rekja til klassískrar fornaldar, en Hóras gerði raunar þá kröfu til skáldanna í Ars poetica að þau fjalli einungis um efni sem þekkt væri.145 Viðfangsefni evrópskra sögumálverka voru oftast sótt í Bíblíuna, grískrómverskar goðsögur eða í sagnfræði, og studdust listamenn þá jafnan við fyrri útfærslur annarra starfsbræðra sinna á sama myndefni. Uppúr miðri átjándu öld fer að bera á nýjum viðhorfum til eftirlíkingar og uppfinninga í listum, sérstaklega í Bretlandi og í hinum þýskumælandi heimi þar sem hugmyndin um hin frumlega snilling (e. original genius) ryður sér til rúms. Breskir höfundar á borð við Shafstbury, William Duff og Alexander Gerard skrifuðu ritgerðir um innblástur, frumleika og 143 visse Egenskaber, som kunne lokke Digteren til at berbeide den fædrelandske Mologie, (navnligen deres nyhed) snarere kunde afskrække tegnede Kunstner. Møller 1812: Jeg kjender Lessings Laokoon alt for godt til at jeg skulde misforstaa Horates ut Pictura Poesis, eller fordre det samme af Digteren, som af Maleren. Jeg ved at den tegnende Kunstner skal holde sig inden for det skiønnes Grænse, naar det tillades den talende, som ikke kan undvære betydningen af enhver Beskaffenhed, at gaae ud derover. Digteren har alstaa intet at befrykte af min Afjadling. 145 þú gerir réttara ef þú dregur Ilíonskviðu saman í leikþætti, en ef þú setur fyrstur á svið óþekkta og áður ósagða sögu [tuque / rectius Iliacum carmen deducis in actus / quam si proferres ignota indictaque primus].hóras, Ars poetica

50 snilligáfu þar sem lofi er ausið á frumleika á kostnað eftirlíkingar. 146 Atkvæðamestur við að boða komu hins frumlega snillings var skáldið Edward Young, en bók hans Conjectures on Original Composition frá 1759 náði mikilli útbreiðslu innan sem utan heimalands hans. Þar er meðal annars lagt til að skáld leggi af þann sið að sækja stöðugt yrkisefni og hugmyndir til forvera sinna. Hann telur hinn frumlega rithöfund sjálfgetinn, sinn eiginn ættföður, og að frumlegur einstaklingur sé sama eðlis og jurt sem sprettur af sjálfri sér úr frjóum jarðvegi snilligáfunnar. 147 Hugmyndir Youngs höfðu mikil áhrif í menntalífi Þjóðverja, sérstaklega á þau skáld er síðar hafa verið bendluð við Sturm und Drang.148 Nicoli Abildgaard mun hafa kynnst þessum hugmyndum á námsárum sínum í Róm , en humyndir Sturm und Drang hreyfingarinnar voru þar mikið til umræðu meðal listamanna á áttunda áratugnum.149 Abildgaard innleiddi mörg áður óþekkt viðfangsefni í danskri myndlist, ekki aðeins úr norrænni goðafræði heldur einnig úr Ossíanskviðu og úr verkum William Shakespeares. Þeim síðastnefnda var iðulega haldið á lofti sem fullkominni ímynd hins frumlega snillings, en verk hans höfðu gengið í berhögg við helstu hefðir og reglur skáldskaparlistarinnar svo sem ráðleggingar Hórasar sem áður voru nefndar og reglur þær er Aristóteles hafði sett fram í riti sínu Um skáldskaparlistina. Shakespeare sótti yrkingarefni sín út fyrir hina hefðbundna grísk-rómversku kanónu og blandaði saman ýmsum formum leikhússins, sem áður höfðu verið skilmerkilega aðgreind. Auk þess þótti meint menntunarleysi hans vera sönnun þess að snilligáfan væri meðfædd, og frumleiki var almennt álitinn helsta einkenni snilligáfunnar. Lessing taldi snilligáfu Shakespeares réttlæta frávik frá reglum Aristótelesar, en hann var þó ekki reiðubúinn að kasta þeim fyrir róða. Hann áleit algildar og ófrávíkjanlegar reglur gilda almennt um skáldskaparlist sem allir höfundar urðu að lúta, jafnvel snillingar. Snillingar höfðu meðfædda tilfinningu fyrir þessum reglum, á meðan aðrir þurftu að læra þær. Hjá snillingum kom innsæi í stað reynslu og lærdóms. Lessing var því tregur við að fallast á kenningar Youngs, og taldi varasamt að setja samasemmerki á milli snilligáfu og skeytingarleysi við reglur og hefðir. 150 Í riti sínu Laókóon segir Lessing það hafa meðal annars þann kost í för með sér fyrir leikritaskáld að nota þekkta sögu og þekkta karaktera, að áhorfendur séu með á Pressly: Sama heimild 2007: 26. Clark 1955: 45. Andersen 1989: 10. Price 1932:

51 nótunum frá byrjun. Enn síður sé sköpun og nýjabrum viðfangsefnins það sem krafist er af málara, þvert á móti kemur það honum til góða ef viðfangsefni hans sé ekki framandi, þá sjái áhorfandinn í sjónhendingu hvert markmið listamannsins sé og heyri persónur hans ekki aðeins tala heldur hvað þær segja 151. Þá nefnir Lessing aðra veigmikla ástæðu fyrir því að málaranum beri að halda sig á þröngu sviði þeirra viðfangsefna sem honum sjálfum og listunnendum er vel kunn: Því þegar hann [listamaðurinn] sá að það yrði aldrei sín besta hlið að finna upp, að hann fengi mest lof fyrir framkvæmd verksins, þá varð honum sama hvort viðfangsefnið væri gamalt eða nýtt, einstakt eða magendurtekið eða hvort það væri hans eigið eða annara. Hann hélt sig þess vegna á því sviði, að þeim viðfangsefnum sem honum sjálfum og unnendum listar voru vel kunn, og beitti allri sinni uppfinningargáfu við að breyta því sem þekkt var á nýjar samsetningar eldri hluta.152 Í þessari málsgrein lýsir Lessing nokkuð vel því hugarfari sem ríkti meðal danskra málara í uppúr aldamótunum, eins og síðar verður vikið að. Í ritgerð sinni um nothæfi norrænnar goðafræði fyrir fögru listirnar tekur Møller afstöðu til þessara orða Lessings um gömul og ný viðfangsefni. Hann er því sammála að ekki megi leika vafi á hvert myndefni listaverks sé, hvað það vilji, og bætir reyndar um betur og fullyrðir að það hafi ávallt verið álitið fúsk að styðjast við skrifleg hjálpartæki til að setja áhorfandanum fyrir sjónir hvað verkið eigi að fyrirstilla. 153 Hann telur þó að Lessing sníði myndlistarmönnum of þröngann stakk og fullyrðir að frumleiki sé, þrátt fyrir allt, aðal snillingsins í teiknuðum sem og í töluðum listum. Þótt vissulega geti frumleikinn notið sín í eldri og slitnum viðfangsefnum, þá nýtur hann sín best í eigin uppfinningum listamanna. Hann bendir á að margir málarar, ekki síst Abilgaard, hafa getið sér góðann orðstý ekki síður fyrir skipan nýrra viðfangsefnia heldur en útfærslu þeirra.154 Þegar goðafræði-ritdeilan kemst í hámæli tæpum áratug síðar, slær Finnur Magnússon á sömu strengi og Oehlenschläger og Møller höfðu gert áður; goðsögur 151 Lessing 1766: 160. Lessing 1766: Møller 1812: iblandt of fornemmelig Abilgaard, have skaffet sig et ligesaa stort Navn ved anordning af nye Scener, som ved disses udförelse. Møller 1812:

52 norrænna manna séu óplægður akur, og snillingum frjór jarðvegur að vinna úr. Í formála að Eddu-kvæða þýðingu hans rennur þetta sjónarmið saman við hugmyndina um að hin fornu goð séu hvarvetna til staðar í náttúrunni:...skáld okkar og listamenn, reyni þeir að kynna sér heiðindóms vors eiginlegu hugmyndir, munu þau finna ásýnd goða okkar í fjölbreytilega mótuðum formum hinnar eilífu náttúru, þar sem snillingnum opnast víð ræktarlönd nýrra og dásamlegra sýna. 155 Ef til vill má líta á skýrskotanir Finns til sénísins sem mælskubragð ætlað að kitla hégómagirnd ungra listamanna. Víða í textum hans glittir í þá hugmynd að það sé aðeins hinn kjarkmikli listamaður sem þori að troða nýjar slóðir og haga seglum eftir vindum innblástursins. Ýjað er að þessu í Bemærkninger ved Torkel Badens skrift, ( Athugasemdir við skrif Torkel Baden ) þar játar hann að listamönnum sé það meiri áskorun að takast á við hin norrænu goð en þau grísku sökum skorts á listrænum skapalónum, en að þessi áskorun muni reyna á snilligáfu hins frumlega listamanns (d. den genialske Kunstners Orginalitet ), og að listamaður sem þegar er fullmenntaður, en heyrir þó ekki til öldunga [d. de bedagede], getur fundið í norrænni goðafræði snilligáfu humgyndir [d. genialske ideer]. 156 Hann kveður enn fastar að í dagblaðapistli þar sem segir að hinn norræna goðafræði eigi gnótt litríkra yrkisefna sem: gætu heillað og gagntekið hinn göfuga og andríka listamann sem ekki lætur sér nægja að að ganga eftir margtroðnum slóðum og stæla það sem þúsundir hafa áður gert.157 Í raun bætir Finnur litlu við þau rök er Oehlenschläger hafði setti fram í ritgerð sinni í upphafi aldarinnar. Hann neitar því ekki að listamaðurinn geti smíðað fagrar allegóríur úr táknum grískrar goðafræði, eins og Abilgaard hafi gert með myndinni Amor og Chaos, en ungir og hugaðir listamenn sem vilja ryðja nýja braut geta einnig fundið fagrar allegórískar hugmyndir í Eddunum, eins og Abildgaard hafi gert með vaare digtere og kunstnere, naar de söge at sætte sig in i vor egentlige Hedenolds Forestillinger, ville finde Gudernes Billeder under mangfoldige afverlende Formeer i den evige Natur, horhved Geniets aabnes en viid Mark til nye og herlige Anskuelser. Finnur Magnússon 1821a: Finnur Magnússon 1820c: 6-7, leturbreyting mín. Emner der vistnok kunne folyste og begeistre den dannede og aandrige Kunstner, som ikke stedse nøies med at vandre paa betraadte Veje eller eftergjøre det hve tusinde før har gjort. Polemik :

53 mynd sinni af Ými og Auðhumlu. Finnur leggur til myndefnin af guðunum þrem að blása lífi í Ask og Emblu, og af nornum að ausa vatni úr Urðarbrunni yfir Ask Yggdrasils.158 Nú vaknar spurningin: Hví stóð á viðbrögðum? Hvar voru hin frumlegu snillingar sem Finnur skoraði á? Þeirri spurningu verður ekki svarað með því að rýna í rit samtíma hans um frumleika og innblástur, heldur verður að athuga hvernig myndlistarmenn notfærðu sér þessar hugmyndir sjálfum sér til framdráttar. Skilja má hví hugmyndin um snillinginn hlaut svo mikið bratutargengi ef litið er til þeirra miklu fjölgunar í röðum listamanna sem átti sér stað á átjándu og nítjándu öld. Það úði og grúði af málurum og myndhöggvurum í Róm og París sérstaklega, en í fleiri stórborgum Evrópu var farið að gæta offramboðs í þeirra starfsstétt. Ein leið fyrir listamann til að ná forskoti á keppinauta sína var að koma sér upp sérstökum stíl, vinna úr óvanalegum viðfangsefnum og gangast upp í rómantískri ímynd af snillingi. Gott dæmi um danskt séní var nemandi Abilgaards, Asmus Jacob Carstens ( ).159 Í æfisögu hans er þess getið að hann hafi ungur að árum dregið upp myndir úr norrænni goðafræði, og átti mynd hans af dauða Baldurs að hafa sýnt það mikla afburðarhæfileika að Carstens var hleypt strax í efri deild Listaháskólanns, án forrnáms. Carstens var skapmikill og það sló hvað eftir annað í brýnu milli hans og skólayfirvalda; fyrst í Listaháskóla Kaupmannahafnar og síðar í Listaháskóla Berlínar þar sem hann kenndi. Hann fékk farandstyrk frá þeim skóla til að sækja sér frekari menntun í Róm, en neitaði svo að snúa aftur til kennslustarfa og skrifar Berlínarlistaháskólanum þessar línur árið 1796, sem gætu staðið sem manifestó hins sjálfstæða listamanns: Ég verða að tjá yðar göfugheit að ég tilheyri ekki Listaháskóla Berlínar, heldur mankyninu öllu...og ég hef aldrei alið með mér þá hugmynd, né hef ég strengt þau fyrirheit, að ég í staðinn fyrir uppihaldsstyrk, sem ég hef þegið í nokkur ár til eflingar hæfileika minna, myndi gangast undir átthagafjötra Listaháskóla sama heimild: 1555 Carstens var frá Slesvig sem þá heyrði undir Danmörku. 160 Übrigens muß ich Euer Exzellenz sagen, daß ich nicht der Berliner Akademie, ich nicht der Berliner Akademie, sondern der Menschheit angehöre...; und nie ist es mir in den Sinn gekommen, auch habe ich nie versprochen, mich für eine Pension, die man mir auf einige Jahre zur Ausbildung meines Talentes schenkte, auf Zeitlebens zum Leibeigenen einer Akademie zu verdingen. Tilvitnun úr Bencard

54 Í Róm gerði Carstens myndir meðal annars uppúr Ossíanskviðu og mótaði sér einkennilegan stíl, án fjarvíddar eða skugga, með dempuðum litum svo myndir hans líktust helst undirbúningsteikningum að málverkum (e. cartoon). Hann átti sér dyggan bakhjarl í listgagnrýnandanum Karl Fernow, sem skrifaði jákvæðar umfjallanir í ítölskum og þýskum tímaritum, og streyttist við að útskýra hugmyndafræði listamannsins fyrir lesendum. Hér var, að mati Fernow, komin hin nýja listfyrirmynd (þ. ideal), og voru Thorvaldsen, Goethe og Schiller meðal aðdáenda hans. 161 Saga Carstens er lýsandi dæmi um það hvernig listamenn gátu brotist til metorða með nýjum myndefnum og efnistökum og með aðstoð prentmiðla, en ólíklegt er að hann hefði fundið kaupendur að verkum sínum í Kaupmannahöfn þar sem málarar unnu fyrir sér fyrst og fremst með gerð andlitsmynda. 162 Danmörk var þá í útjaðri Evrópsks listalífs, eða en kunstnerisk provins eins það er stundum orðað, 163 og metnaðarfullir listamenn eins og Carstens og Thorvaldsen staðnæmdust í Róm, þar sem auðugir listkaupendur flykktust að hvaðanæfa úr Evrópu. Helsti kaupandinn að stórum sögumálverkum í Danmörku var konungshöllin, en hennar sjóðir gengu til þurrðar eftir áföll Napóleonsstyrjaldana. 7 Norræn goðafræði í verkum myndlistamanna Ekki er unnt að leggja nákvæmt mat á það hvaða skoðanir listmálarar í Kaupmannhöfn höfðu á norrænni goðafræði sem yrkisefni, en Torkel hafði sem fyrr sagði fullyrt að þeir fylgdu allir máli hans. Meðal þeirra nefndi hann J.L. Lund sem þá var prófessor við Listaháskólann, en hann tók þátt í myndlistasarmkeppninni 1821 þar sem norrænni goðafræði var þema. Síðar málaði hann myndina Goðadýrkun frá tímskeiði Óðins (1827) fyrir Kristjánsborgarhöll, og hefur því varla verið einbeittur andstæðingur norrænnar goðafræði. Færasti málari Dana um þetta leyti, Eckersberg, 161 Murrey 2004: 157. Kryger 1992: Svipað ástand var reyndar uppi í Bretlandi. Helsti málsvari sögumálverka í mektarstíl (e. grand manner), var forstjóri Konunglega Listaháskólanns (Royal Academy) Joshua Reynolds. Hann sat undir ásökunum um tvískynnung, þar sem hann brýndi fyrir nemendum sínum að mála sögumálverk í líkingu verk ítölsku endurreisnarmálara, en fékkst sjálfu mest við portrettmyndagerð sem var töluvert gróðavænlegri iðja (Pressley 2007: 27-29). 163 Bencard

55 málaði ekki fleiri goðsagnamyndir, hvorki grískar né norrænar, eftir að hann lauk við Dauða Baldurs (1817). Þeir listamenn sem voru þessum viðfangsefnum mótfallnir hafa vafalaust hikað við að taka afdráttarlausa afstöðu opinberlega gegn þessu myndavali og með því styggja ríkisarfann, en áhugi hans á þessu sviði lá ljós fyrir. Þau fáu verk sem máluð voru uppúr norrænni goðafræði í Konunglega Listaháskólanum á öðrum áratug nítjándu aldar hafa lítið ratað í listasögurit Dana, og hefur jafnvel verið talað um hálfhuga tilraunir. 164 Sú undarlega staða kom upp í framhaldi af ritdeilunni að sá listamaður sem steig loks fram og helgaði sig allan norrænni goðafræði, mynhöggvarinn Ernst Freund ( ), var haldin eldlegum áhuga á fornaldarlist Grikkja, sá ekki sólina fyrir Thorvaldsen, og skapði verk sín úr heimi norrnænna goða á násmárunum sínum í Róm En segja má að það hafi verið samkeppnis-ástæður sem ráku hann til þess að leita fanga í norrænni goðafræði. Freund þessi var afburðanemandi og hlaut stóra gullpeninginn við Listaháskólann Þegar hann hélt út til náms hafði hann fengið pöntun um Kristslíkneski fyrir Frúarkirkju Kaupmannahafnar (Vor Frue Kirke) og postulana tólf. Skömmu eftir komuna til Rómar hafði hann spurnir af því að í heimalandinu væru menn fúsir að hlaupa undan öllum samningum, ef kostur gæfist á að fá Thorvaldsen til að taka að sér þetta verkefni. Svo varð og raunin þegar Thorvaldsen kom til Hafnar , og var það töluvert áfall fyrir Freund að missa svo bitastórt verkefni úr höndum. Í Róm var stjarna Thorvaldsens, jafnvel enn hærra á lofti en í heimalandinu, og Freund duldist ekki að hann myndi ávallt standa í skugganum af frægðarljóma starfsbróðir síns, fengjust þeir báðir við sömu viðfangsefni. Það er Jonas nokkur Collin sem skrifar Freund tíðindin af Frúarkirkjunni, en Collins þessa er minnst sem mikils velunnanda lista, og einna þekktastur er hann fyrir það að hafa verið sérlegur velgjörðarmaður H.C. Andersens. Í sama bréfi leggur hann til að Freund taki upp önnur myndefni: Haldið þér til dæmis ekki, að í norrænni goðafræði séu viðfangsefni, sem myndu henta í göfugri, stórri og fagurri framsetningu?. 165 Collin segist vita að flestir listamenn séu á annrari skoðun, en bætir því við að fæstir þeirra þekki vel til hennar, enda sé það nýskeð að menn vinni úr henni, en ef skáldin geta nýtt sér hana með góðum árangri, eins og Oehlenschläger sérílagi hefur sýnt, þá hljóta 164 halvhjertete forsøg, Monrad 1986: 13. Tror De f. Ex. ikke, at der i den nordiske Mythologi vare Emner, der lode sig give i en ædel, stor og skjøn Fremstilling?. Freund 1882:

56 listamennirnir að sama skapi að geta gert það. 166 Collin fær honum fyrsta bindi af þýðingu Finns Magnússonar á Eddukvæðum og Nordens Guder Oehlenschlägers (1819). Þá var það ekki síst Collin að þakka að félagar hans í Skandínaviska bókmenntafélaginu skutu saman fé í verðlaunasjóð fyrir áðurnefnda myndlistarsamkeppni haustið 1821, þar sem viðfangsefnið átti að vera úr norrænni goðafræði. Collin hvatti Freund til þáttöku og Kristján krónprins sendi Freund þessar línur: Það myndi gleðja mig, ef þér hlytuð verðlaun fyrir teikningar, þar sem inntakið er sótt í norræna goðafræði. Það viðfangsefni er norrænum listamönnum sæmandi að kljást við, svo afsanna megi empíriskt skynlausa dóma bleksnápanna. 167 Það stóð ekki á Freund og hlaut hann fyrstu verðlaun fyrir mynd sem hann gerði af Óðni. Varð það honum hvatning, og hófst hann því handa við gerð lágmyndaræmu innblásna af kvæði Oehlenschlägers Volas Spaadom úr Nordens Guder, og vann að því verki einu allt til ársins Ragnaraka-lágmyndaröðin Lágmyndröð Freund var gerð fyrir Kristjánsborgarhöll en á fyrri hluta nítjándu aldar voru myndaraðir (f. frieze) og reflar móðins, er jafnvel talað um myndaraða-áráttu þess tíma ( Tidens mani for de endeløse friser 168 ), C.F. Hansen, arkitekt Kristjánsborgar lét koma fyrir eftirmynd af lágmyndaröð Trajansúlunnar í Riddarasal hallarinnar. Þá gerði mynhöggvarinn Wilhelm Bissen einnig lágmyndaröð fyrir höllina: Bakkus og Ceres færa mannfólkinu gjöf siðmenningar ( ). Verk Freunds skipar um margt sérstæðan sess í danskri myndlistarsögu hvað varðar inntak, umfang og listræna mótun, en hún er langstærsta og metnaðarfyllsta listaverk Dana helgað veröld hinna fornu goða, og er hún miklu mun blæbrigðaríkari í uppsettningu en aðrar lágmyndaraðir samtímamanna hans. Á myndaröðinni má sjá myndir af goðunum öllum, æsi, vani og valkyrjur, svartálfa, hrímþursa, múspellssyni og jötna, ýmsar ófreskjur svo sem lindorma, griffin, Miðgarðsorm og Fenrisúlf og níu mæður Heimdallar, svo fátt eitt sé nefnt. Hver mynd tengdist þeim sem næstar henni voru og mynduðu þær þannig samhangandi keðju án enda. Þegar Kristjánsborgarhöll brann (enn eina ferðina) 1884 eyðilagðist verkið sem og gipsuppkast þess, en teikningar af 166 Men kunne Digterne bruge den med Held, saaledes som Oehlenschlæger især har vist, saa maa sikkert ogsaa Kunstnerne kunne det. 167 Det skulde fornøje mig, om De kunde vinde en Præmie for Tegningerne, hvortil Sujetterne ere tagne af den nordiske Mythologi. Det er et Emne værdigt at beskæftige nordiske Konstnere for empirisk at bevise alle hine Penneslikkeres uforstandige Bedømmelse. Tilvitnun úr Freund 1882 : Monrad 1986:

57 gipsmyndinni eru enn varðveittar (Mynd 9). Á níunda áratug tuttugustu aldar fannst eftirmynd af verkinu sem bróðirsonur Ernst, Georg Christian Freund hafði gert. Árið 1857 voru teikningar af Ragnrakalágmyndaröðinni prentaðar og gefnar út ásamt skýringum. Það var Niels Laurits Høyen ( ), fyrsti listsagnfræðingur Dana og góðkunningi Ernst Freunds til langs tíma, sem stóð að útgáfunni og samdi texta. Hann benti þar á að þekking listamannins á hinni norrænu goðaveröld hefði vissulega átt sér takmörk en mat að öðru leyti framlag Freunds með eftirfarandi hætti: Þegar þetta frumkast [þ.e. gipsskissan að verkinu] var gert var það merkingarfyllsta svar, sem fengist hafði fram að því við spurningunni um nytsemi norrænnar goðafræði fyrri fagrar listir, sem hafði skömmu áður verið svo harkalega deilt um; síðan þá hafa viðkynni okkar við hið fornnorræna samfélag aukist töluvert; en það er lögð svo mikil býsn af skapandi krafti í þetta verk, að það mun lengi halda nafni Freunds á lofti.169 Við mótun listaverksins hefur Freund tekið mið af lágmyndaröð Meyjarhofsins í Aþenu (Parþenon) sem þá var nýlega komin til London, en hafði fram að því verið á yfirráðasvæði Ottómanaveldisins í Aþenu. Voru því afsteypur og koparstungur af höggmyndum Meyjarhofsins komnar í mikla dreifingu um alla Evrópu um þetta leyti. Eins og í verki Freund ganga risar til orustu við goðin á forngríska hofgaflinum, en slíkar orustur kölluðu grikkir gigantomachy. Önnur fyrirmynd Freunds var Alexander-lágmyndaröðin sem Berthel Thorvaldsen gerði árið 1812 fyrir páfasetrið Palazzo del Quirinale i Róm, en hún var pöntuð í tilefni af væntanlegri komu Napóleons til borgarinnar. Lágmyndaröð Thorvaldsens er tvískipt og sýnir annar hlutinn innreið Alexanders mikla í Babýlón, og hinn móttökur fagnandi íbúa, og á myndefnið að spegla væntnalega innreið Napóleons í Róm. Napóleon lét sér ekki nægja að líkja sér við Alexander mikla, en í höllum og sölum Frakkakeisarans voru einnig guðir FornRómverja hvarvetna nálægir, og endurspegluðu þann sið rómverskra keisara til forna að láta taka sig guðatölu (e. apotheosis). Þetta myndmál ásamt hinum tilheyrandi keisarastíl (e. empire style) hélst í tísku víða í Evrópu eftir fráfall Napóleons, og líta má á Lágmyndaröð Freunds 169 Den gang dette Udkast blev gjort, var det det betyningsfuldeste Svar, som der blev givet paa Spörgsmaalet om den nordiske Mythologis Brugbarhed for skjön Konst, hvorom der kort tid I Forvejen var stridt med saamegen Heftighed; siden den Tid er vort Bekjendtskab med det gamle Norden voxet en Del; men der er nelagt en saadan Fylde af skabende Kraft I dette Arbejde, at det endnu længe vil bevare Freunds Navn. Tilvitnun úr Monrad 1986:

58 fyrir vistarverur Danakonungs, sem tilbrigði við þessari lensku (Nordhagen 1992: 130). Í bréfi til Collins frá 1821 skrifar Freund að hann vilji skapa karakterana í norrænu goðafræðinni á sínum forsendum: sanna, hreina og nakta. Eins og Jens Møller hafði áður gert, sér hann verðleika norrænnar goðafræði fyrst og fremst í táknum hennar. Leyfa þarf listamanninum, skrifar hann, að notfæra sér hvaðeina af einkennistáknum: vopn, húðir, klæði, aðstæður, viðföng, í stuttu máli allt, sem sagt getur til um karakterinn, sem þarf til að gera hann sannan, og bætir við að listamaðurinn þurfi líka nægilegt frelsi til að gera hann fagran. 170 Ólíkt Johannes Wiedewelt eða Torkel Baden, virðist ekki Freund hafa haft stórfelldar áhyggjur af því að goðin hans dragi of mikið dám af þeim grísku. Nóg væri að myndgera þau með rétt hergögn eða önnur einkennistákn til þess að þau séu sönn, eða samkvæm sér. Ber lágmyndaræma hans þess merki, en líkasmsstaða goða hans, svipmót og jafnvel klæðaburður minna óneitanlega á grískar höggmyndir. Þór stendur nakinn fyrir miðju endagaflsins, gyrtur Megingjörð og með linda (e. diadem) um hrokkið hárið, og reiðir hátt til höggs gegn Miðgarðsorminum. Svipar hann töluvert til Heraklesar þó Mjölnir sé kominn í stað klubbunnar. Heimdallur sýnist vera náskyldur ættingi Trítons og Hermóður gæti verið tvíburabróðir Hermesar. 171 Ekki hefur Freund brugðið frá grísku fyrirmyndunum við gerð á andlitsdráttum persóna sinna, að fráskildum myndinni múspellssonum, en þeir hafa fengið drætti þeldökkra manna sem sækja að úr suðri.172 Ein einkennilegasta útkoman af þessari hellenísk-norræna samblöndun er myndgerfingin á Ulli, en skíðagoðið og bogaásinn er sýndur sem hálfnakinn grískur guð á skíðum. Norski listfræðingurinn Per Jonas Nordhagen leiðir að því líkum að hér sé fyrsta framsetning frá steinöld af skíðahlaupi í Nordens Monumentalkunst. 173 Þegar teking af gipsmynd Freunds lá fyrir 1826, þótti C.F. Hansen sem fór með forráð um skreytingu hallarinnar, ástæða til að setja myndröðina í dóm sérfróðra manna. Voru Finnur Magnússon og P.E. Müller fengnir til að leggja mat á verkið. Müller þótti Freund hafa tekist ætlunarverk sitt vel upp, yrkisefnið væri vel valið og í flesta staði rétt útfært, með örfáum undantekningum. Hann fann að því við 170 man give ham Lov til at tage saa meget af Attributerne, af Vaaben, Huder, Klæder, Situationer, Motiver, kort sagt Alt, hvad der kan angive en slig Character, som er nødvendigt for at gjøre den sand". Freund 1883: Johansen 1907: Monrad 1986: Nordhagen 1992:

59 listamanninn að Gestur hinn blindi væri hafður með jötnum, og Óðinn bæri sverð en ekki geir þann er Gungnir heitir, eins og segir í Snorra Eddu. Engin afsláttur var gefinn á sögulegri nákvæmni þótt um goðsagnalega fantasíumynd væri að ræða. Finnur gaf verkinu fyrirtaks meðmæli: Að Snilligáfa, ánægja og iðni hafi þannig leitt af sér þá miklu myndbyggingu, um það hef ég aungvar efasemdir. 174 C.F. Hansen fór þess ennig á leit við Konunglega Listaháskólann að hún myndaði sérlega álitsgjafanefnd til að meta listræna verðleika verksins. 175 Í umfjöllun sem þessi nefnd sendi frá sér má sjá að norræn goðafræði sem efniviður í listaverk var ennþá nokkuð eldfimt málefni: Sú spruning, hvort hin norræna goðafræði verðskuldi athygli listamanna og sé heppileg til framsetningar í málverki og formlist, hlýtur að teljast Norðurlöndum og listamönnum þeirra sérlega mikilvæg. En þessari spurningu verður eingöngu fyllilega svarað með meira eða minna vellheppnuðum tilraunum listamannanna við að vinna úr viðfangsefnum úr hinum goðsögulega sagnaflokki Umfjöllunin er að mestu leyti jákvæð, og fær listamaðurinn lof fyrir það að hafa, svo fjarri Danmörku og öllum aðstoðargögnum, komist svo nálægt því að leysa til fullnustu svo vandasamt verkefni. Það er þó tekið fram að listamanninum hafi ekki allstaðar tekist jafn farsællega að forðast áhrif hins gríska stíls, sem hann sé vel kunnugur, þótt hinn nýi og norrænum anda samkvæmi stíll... sé greinilegur í flestum hlutum myndarinnar.177 Telur nefndin hinn norræna anda koma sérlega vel fram í myndunum af Surt, jötnunum, Loka og nornunum. Að nefndin skuli nefna nornirnar í þessu samhengi kemur nokkuð á óvart, þar sem hin klassísku áhrif eru óvíða greinilegri. Öðru máli gegnir um myndina af hinum glottandi og leðurblökuvængjaða Loka sem er áberandi á skjön við forskriftir nýklassisismans. Við gerð á Loka endurnotaði Freund fígúru sem hann hafði hannað fyrir myndasamkeppnina Í sýningarskrá um verk Freunds frá 1986 segir að einungis þessi fígúra myndi 'rómantíska' norræna gagnstæðu við hina klassísku list. 178 Það er raunar viðeigandi 174 At Geni, Lyst og Flid sasledes have fremavlet hin store Komposition, derom holde jeg mig overbevist. Tilvitnun úr Freund 1883: Nefndin var sett saman af Eckersberg, J.L. Lund og J.M. Thiele sem þá hafði nýlega tekið við af Torkel Baden sem ritari skólans. 176 Det Spørgsmaal, hvorhvidt den nordiske Mythologie fortjener Kunstneres Opmærksomhed og egner sig for Fremstillelse i Malerie og Plastik, maa især være Norden og dens Kunstnere af Vigtighed. Men dette Spørgsmaal vil først tilfulde kunne besvares ved Kunstnernes meer eller mindre heldige Forsøg i at behandle Emner af denne Fabelværdens Cyklus. Tilvitnun úr Freund 1883: den nye og med den nordiske Mythologis Aand overensstemmende Stil... ere Konstnerens Bestræbelser i de fleste Dele umiskjendelige. Freund 1883: Monrad 1986:

60 þar sem launráðabruggarinn Loki Laufeyjarson á sér enga hliðstæðu í grískri goðaveröld. Álit nefndarinnar gefur vísbendingu um að hið nýklassíska myndmál sem Freund notaðist við hafi ekki þótt fyllilega samrýmanlegt viðfangsefniu, þótt nefndin í bréfi sínu hafi farið að mestu jákvæðum orðum um lágmyndaröðina. Nokkru berorðari var Oehlenschläger sem skrifaði rigerð 1832 um samband höggmyndar og málverks, og fagnaði þar verki Freunds sem hann áleit þó að væri aðeins of grískt. Oehlenschläger hafði, í kvæðinu sem lágmyndin var byggð á, Volas Spaadom, búið goðin klæðum og brynjum, en í ritgerðinni lætur hann eftir kröfu tímans um að mynda guðina nakta: Hví búna klæðum? Guðunum er ekki kalt. Sólin, skýin, túnglið og eldingar, blómin og hið græna er nakið í Norðrinu rétt eins og í Suðrinu og sama gildir um tákn þeirra. Táknin fyrir andlegan mátt og hræringar hugans þurfa enn síður klæðnað. Og jafnvel vel valinn klæðnaður getur veitt ímyndunarafli listamannsins fóður, til að tengja með hugvitsamlegum hætti karakterinn við hið stóra og fagra...lát Þór standa nakinn í ærlegri, og ákafri dirfsku aðeins spenntur Megingjörðum um lendarnar, með járnglófa sinn og stríðshamar...ef mannfólk Suðursins stendur mannfólki Norðursins framar í fegurð, þá tengist það kannski vexti líkamans, sem ekki þjáist af norðrænni fitu, en í Norðursins andlitum er meiri fjölbreytileiki, meiri fínleiki og karakter, einnig meiri sál, Norðursins djúpu tilfinningar og alvara veita þeim ásýnd ólíka grískri fegurð.179 Svo virðist sem dálæti Finns, Müllers og Oehlenschlägers og annarra á viðfangsefninu hafi hneigt þá til að líta framhjá, eða sætta sig við, tímaskekkjur sem upp komu við myndgerð á norrænum goðum. 8 Eftirmál deilunnar og niðurstaða 179 Hvorfor indhyllede? Guderne fryse ikke. Solen, Maanen, Skyerne og Lynilden, Blomsterne og det Grønne ere nøgne i Norden ligesom i Syden - og saaledes deres Symboler. Symbolerne for aandelige Evner og Sindsbevægelser behøve endnu mindre Klædebond. Og selv enkelte udvalgte Klædebond kunne give Kunstnerens Phantasie Næring, til sindrigt at forbinde det Characteristiske med det Store og det Skiønne. Og selv enkelte velvalgte Klædebon kunne give Kunstnerens Phantasie Næring... Lad Thor staae nøgen i ærlig, heftig fremfusende Dierv-hed, blot med sit Styrkebelte om Lænderne, med sin Handske og sin Stridshammer... Staae Sydens Mennesker i Skiønhed virkelig over Nordens, saa er det maaskee i Legemets Udvikling, der ikke lider af den nordiske Fedme, men i de nordiske Ansigter er mere Forskiellighed, mere Fiinhed og Characteer, ogsaa mere Siæl, Nordens dybe Følelse og Alvor give dem et Præg, forskielligt fra den græske Skiønhed. Tilvitnun úr Johansen 1907:

61 Hinn opinbera ritdeila um nytsemd norrænnar goðafræði fyrir fögru listirnar fjaraði út þegar leið á árið 1821, en hverjar voru afleiðingar hennar? Hvað leiddi hún af sér? Torkel Baden var sagt upp störfum við skólanum 1823 vegna ósættis um prófessorráðningar, og C.F. Høyer var vikið úr starfi 1826 vegna deilna um vinnustofur.180 Segja má að Finnur hafi átt síðasta orðið í deilunni, en hann hélt áfram fyrirlestrum sínum við Listaháskólann allt til ársins 1828 þegar hann sagði af sér. Litlu síðar var N. L. Høyen ráðinn, en í hans tíð var regluverk skólans tekið til róttækrar endurskoðunar og hafði hann mikil áhrif á skilning og framsetningu Dana á þeirra eigin listasögu.181 Høyen hafði verið nemandi við skólann þegar deilan stóð sem hæst, og efaðist þá um ágæti norrænnar goðafræði fyrir myndlist. Ferðalag til Dresden 1821 og viðkynni hans þar við rómantíska landslagsmálara breytti skoðun hans, og gerðist Høyen einn helsti talsmaður þjóðlegrar listar. Í tímamótaræðu sem Høyen hélt við hið Skandinavíska Bókmenntafélag 1844 um skilyrði fyrir þróun skandínavískar þjóðlegrar listar hvatti hann listamenn til að nema og nýta sér norræna sögu og goðsögur, norrænan þjóðaranda og norræna byggingarlist og landslag. Var ræða hans og hugmyndafærði öll þá undir sterkum áhrifum frá Herder.182 Hann hélt því fram að Freund og aðra listamenn samtímans hefði skort þekkingu á hinu sögulega alþýðulífi, sem hinir norrænu guðir væru sprottnir úr: Getum við vanmetið hjá Freund ríka Fantasíu, djúpa skapgerð, og skynbragð á hið máttuga í goðsögnum Norðursins? Hafi honum og öðrum hæfileikaríkum listamönnum mistekist er það að því leyti að þeir vildu skapa guðaveröld áður en þeir þekktu hið sögulega og alþýðlega líf, sem þáði ljós sitt frá henni, en lét það einnig geisla aftur á hana...við viljum ekki hofstyttur, heldur framsetningu þess lífs sem í mörgum goðsögnum okkar hrærist, með sérkennilegum styrk, angurværð og gáska og býr yfir svipmóti sem við sjáum hvorki í grískri né kristilegri list. 183 Hugmyndir Høyens um að hið lifandi fólk og náttúra geti verið grundvöllur undir norræna sögulega og goðsögulega list, minna óneitanlega á tíðar vísanir Finns Magnússonar til þess að almúginn hafi haldið minningu norrænnar fornaldar á lífi. 180 Salling 1992: 86. Salling og Smidt Tøndborg 2005: Kunne vi hos Freund miskjende en rig Fantasi, et dybt Gemyt og Sands for det mægtige Nordens Myther? Har han og andre talentfulde Kunstnere fejlet, da er det deri, at de vilde skabe en Gudeverden, førend de tilfulde kjendte det historiske og folkelige Liv, som modtog sit Lys fra dem, men ogsaa lod det straale tilbage paa dem... vi vilde ikke have Tempelstatuer, men Fremstillinger af det Liv, der i flere af vore Myther rører sig med ejendommelig Styrke, Vemod, Overgivenhed, og fremtræder med Træk, vi hverken møde i græsk eller christelig Konst". Johansen 1907:

62 Þrátt fyrir hvatningar Høyens létu vinsældir norrænnar goðafræði standa á sér. Á þriðja og fjórða áratug nítjándu aldar leysti nútíminn fornöldinna af hólmi í andlegu lífi Dana: Hvurndagurinn, fólkið og náttúran urðu helstu viðfangsefni skálda og myndlistarmanna, og sagnaljóð í anda Oehlenschlägers þóttu úrelt. Hetjur dagsins voru fengnar úr stétt bænda, ekki úr dulrænni fornöld eða sagnfræðiritum. 184 Jens Møller hafði í ritgerð sinni 1812 hvatt danska sögumálara til að taka sér landslagsmálarana til fyrirmyndar og vinna úr þjóðlegum viðfangsefnum. Finnur Magnússon lagði einnig áherslu á samband goðafræði og náttúru, og skrifaði m.a. um norrærnu guðina: Standi þeir eigi steingerðir í þeim kalda marmara, þá lifa þeir... í sjálfri náttúrunni.185 Þetta samhengi milli sögu og náttúru varð algengt stef í verkum þjóðernisrómantískra landslagsmálara. Einnig eru þess nokkur dæmi að listamenn tækju fyrir efni úr norrænni goðafræði um miðbik aldarinnar, Mynhöggvarinn Wilhelm Bissen ( ) og málarinn Constantin Hansen ( ) reyndu fyrir sér með myndavali úr norrænum goðsögum. Lorenz Frølich ( ) gerði fjöldan allan af myndum uppúr norrænum goðsögum, aðallega myndskreytingar í bækur en einnig nokkur málverk. En þetta myndefni náði ekki miklum vinsældum og engar af ofangreindum listaverkum hafa orðið hluti af dönsku þjóðlífi Niðurstaða Ekki verður séð að deilan hafi ráðið úrslitum í menningarlegum straumum samtímans. Að Freund undanskildum, var engin myndlistarmaður sem sótti sér efnivið í norrænar goðsögur þessi árin. Líta má á deiluna sem tímanna tákn, en spurningin um samband norrænnar goðafræði við myndlist var aðeins einn angi af stærri vitundarvakningu um norræna fornöld. Menn skynjuðu að drottnun forngrískrar menntunar á sviði lista væri að líða undir lok en nýrri drottnun norrænnar fornaldar varð ekki komið á með einni orustu. Baden bræður gengu fram meira af kappi en forsjá við að verja heiður og stöðu hins klassíska myndheims, og Finnur Magnússon gerði málstað sínum bjarnargreiða með því að því að lýsa listsköpun í norrænni fornöld allt of björtum litum. Eins og kemur fram í bréfum þessa tíma varð spurningunni um ágæti norrænna goðsagna fyrir fögru listirnar einungis svarað með tilraunum listamannana við að vinna úr þeim. Hafa þær fáu tilraunir sem gerðar voru 184 Lundgreen-Nielsen 1994: 188. Staae de end ej forstenede i det kolde Marmor, saa leve de...endog i selve Naturen. Finnur Magnússon 1820: Lundgreen-Nielsen 1994:

63 væntanlega ráðið úrslitum frekar heldur en orðahnippingar fræðimannanna á þessu sviði. Hinn meinti grófleiki goðsagnanna hefur varla verið myndlistamönnum meiriháttar hindrun, og væntanlega hafa þeir hirfist af sagnakvæðum Adam Oehlenschlägers um hinn forna goðaheim, ekki síður en aðrir samtímamenn þeirra. Aftur á móti stóð skorturinn á myndrænum skapalónum myndlistarmönnum fyrir þrifum, og leiddi af sér tímaskekkjur í myndrænni framsetningu. Hið nýklassíska myndmál sem þeim var tamt samræmdist illa þessum viðfangsefnum eins og dæmið um Ull í lágmyndaröð Freunds sannar. Atriði þar sem nekt er hluti af sögunni eru fátíð í norrænum goðsögum og kann það hafa haft letjandi áhrif á listamenn við að vinna efni úr þeim. Finnur Magnússon sló á sömu strengi og Adam Oehlenschläger og Jens Møller höfðu gert áður; goðsögur norrænna manna væru óplægður akur og snillingum frjór jarðvegur að vinna úr, og eins og Møller benti á hafði Abildgaard getið sér góðan orðstí, ekki síst fyrir að kynna ný viðfangsefni í málverkum sínum. Abildgaard var þó sér á báti hvað þetta varðar meðal samtímamanna sinna. Það var kostnaðarsamt að vinna stór og metnaðarfull sögumálverk með mörgum mannsmyndum, og markaðurinn fyrir slíkar myndir takmarkaður í Kaupmannahöfn. Þegar við bættust þau myndrænu vandkvæði sem það hafði í för með sér að gera þessu efni skil þá hafa málarar ákveðið á snúa sér frekar að örðru. Einsog Lessing ráðlagði, héldur þeir sig að þeim viðfangsefnum sem þeim sjálfum og unnendum listar voru vel kunn, og beittu allri sinni uppfinningasemi við að breyta því sem þekkt var á nýjar samsetningar eldri hluta. Eftir því sem leið á öldina jókst þekking manna á norrænni fornöld og guðadýrkun hennar. Fornleifafræðin leiddi smám saman í ljós hvers kyns klæðnað og vopn menn báru til forna, en þá brá svo við að goðsöguleg myndefni áttu ekki lengur uppá pallborðið, og tilraunir listamanna við að glæða hinn forna goðaheim líf slógu ekki í gegn. Landslagsmyndir og þjóðlífslýsingar voru þá orðnar ríkjandi í dönsku listalífi. Að einhverju leyti endurspeglar það áherslur Finns Magnússonar um að æsirnir lifi í náttúrunni og í alþýðumenningu norrænna þjóða. 63

64 9 HEIMILDASKRÁ Andersen, Jørgen. De år i Rom: Abilgaard, Sergel, Fusseli. Kaupmannahöfn Auken, Sune. Sagas spejl: mytologi, historie og kristendom hos NFS Grundtvig. Gyldendal A/S, Baden, Gustav Ludvig. Professor Finn Magnussens Beviis for, at vore Kunstnere ved Rejser til Island kunde naae det samme som ved at rejse til Italien eller Rom. Med Anmærkninger af L. Jacobsen, Hirschholm Baden, Gustav Ludvig. L. Jakobsens Forsvar mod Hr. Professor Finn Magnussen. Kaupmannahöfn Baden, Torkel. Et Par Ord til Beslutning om den nordiske Mythologie. Kaupmannahöfn Baden, Torkel. Om den nordiske Mythologies Ubrugbarhed for de skjønne Kunster. Kaupmannahöfn Arthúr Björgvin Bollason. Ljóshærða villidýrið: arfur Íslendinga í hugarheimi nasismans. Mál og menning, Monrad, Kasper Monrad. Ragnarokfrisen af HE Freund: Statens Museum for Kunst. Statens Museum for Kunst, Kaupmannahöfn Freund, Victor. Hermann Ernst Freunds Levned ved Victor Freund. Lind. Kaupmannahöfn

65 Grandien, Bo. 'Fornnordiskt i konsten'. Natur och nationalitet. Nordisk bildkonst och dess erupeiska bakgrund. Jörgen Weibull og Per Jonas Nordhagen red. Wiken. Ítalía Clark, Robert T. Herder: His Life and Thought. University of California Press Gylfi Gunnlaugsson. Old Norse Poetry and New Beginnings in Late 18th- and Early 19thCentury Literature. Iceland and Images of the North. Ritsj. Sumarliðið R. Ísleifsson. Reykjavík 2011 Simon Halink: 'A Tainted Legacy: Finnur Magnússon s mythological studies and Iceland s national identity.' Scandinavian Journal of History 40:2 (2015), Industriforeningen Theaterudstilling Halvandethundrede aar efter det kongl. Theaters grundlæggelse. Nielsen & Lydiche, Kaupmannahöfn Peter Johansen: Nordisk oldtid og dansk kunst. Forerningen for Dansk Kunst. Kaupmannahöfn Paul Oskar Kristeller. Listkerfi nútímans. Gunnar Harðarson þýddi. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. Reykjavík Karin Kryger. Dansk identitet i nyklassicistisk kunst. Nationale tendenser og nationalt særpræg Dansk Identitetshistorie. Ole Feldbæk (red.). C.A. Reitzels forlag. Kaupmannahöfn Gauti Kristmannsson: 'Lessing og mörkin milli listanna'. Laókóon, eða um mörkin milli málverksins og skáldskaparins. Gottskálk Jensson (ritsj). Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík

66 Lessing, Gotthold Ephraim. Laókóon, eða um mörkin milli málverksins og skáldskaparins. Gauti Kristmannsson þýddi.(laokoon oder Über die Grenzen der Malerei und Poesie). Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík Lundgreen-Nielsen, Flemming. 'Grundtvigs nordisk-mytologiske billedsprog-et mislykket eksperiment?.' Grundtvig-Studier 45:1 (1994): Finnur Magnússon. Bidrag til nordisk Archæologie, meddeelte i Forelæsninger. Kaupmannahöfn Finnur Magnússon. Bemærkninger ved Torkel Badens skrift: Om den nordiske mythologies ubrugbarhed for de skjönne kunster, Kaupmannahöfn Finnur Magnússon. Den Ældre Edda: En samling af de nordiske folks ældste sagn og sange, Kaupmannahöfn Finnur Magnússon: Eddalæren og dens Oprindelse eller nøjagtig Fremstilling af de gamle Nordboers Digtninger og Meninger om Verdens, Gudernes, Aandernes og Menneskenes Tilblivelse, Natur og Skjæbne - i udførlig Sammenligning, saavel med Naturens store Bog, som med Grækers, Persers, Inders og flere gamle Folks mythiske Systemer og Troesmeninger med indblandede historiske Undersøgelser over den gamle Verdens mærkværdigste Nationers Herkomst og ældste Forbindelser etc. I-IV. Kaupmannahöfn Finnur Magnússon: Indledning til Forelæsninger over den ældre Edda's mythiske og ethiske Digte, Kaupmannahöfn Finnur Magnússon: Udførlig erklæring fra Professor Finn Magnusen i anledning af et pseudonymt Flyveskrift, kaldet, Professor Finn Magnussens Beviis for, at vore Kunstnere ved Rejser til Island kunde naae det samme som ved at rejse til Italien eller Rom. Med Anmærkninger af L. Jacobsen, Hirschholm. Kaupmannahöfn

67 Rikard Magnussen: 'Thorvaldsen og Norden'. Nordens Kalender 1939, Osló Felix Meldahl. Kunstudstillingerne ved det kongelige Kunstakademi for de skjønne Kunstner. Kaupmannahöfn Kasper Monrad. 'Eckersberg på den europæiske scene.' Eckersberg. Statens Museum for Kunst. Kaupmannahöfn Kasper Monrad. Ragnarokfrisen af HE Freund: Statens Museum for Kunst. Statens Museum for Kunst. Kaupmannahöfn Karl Philip Moritz: Götterlehre oder Mythologische Dichtungen der Alten. Berlín Murray, John Cristopher. Encyclopedia of the Romantic Era, Taylor & Francis. London Jens Møller. Om den nordiske Mythologies Brugbarhed for de skjønne Tegnende Kunster. Kaupmannahöfn Nordhagen, Per Jonas. 'Romantikkens ikonografi i Norden'. Natur och nationalitet. Nordisk bildkonst och dess erupeiska bakgrund. Jörgen Weibull og Per Jonas Nordhagen red. Wiken. Ítalía O'Donoghue, Heather. From Asgaard to Valhalla. London Polemik, Mythologi - striden - [8 små hæfter med uddrag af de involveredes indlæg i tidens videnskabelige skrifter]. Kaupmannahöfn Rathje, Anettte. Johannes Wiedewelt: a Danish artist in search of the past, shaping the future. Vol. 11. Museum Tusculanum Press,

68 Roesdahl Else. "Vikingerne i dansk kultur." Fortid og Nutid. Bindi 1. Kaupmannahöfn Salling, Emma. Kunstakademiets guldmedalje konkurencer Kunstakademiets bibliotek. Kaupmannahöfn 1975 Salling, Emma. 'Akademiet i København, mellom det hjemlige og det internationale'. Natur och nationalitet. Nordisk bildkonst och dess erupeiska bakgrund. Jörgen Weibull og Per Jonas Nordhagen red. Wiken. Ítalía Salling, Emma og Smidt, Claus M. 'Fundamentet. De første hundrede år'. Kunstakademiet Anneli Fuchs og Emma Salling red. Bindi. 1., Kaupmannahöfn Tombo, Rudolf. Ossian in Germany: bibliography, general survey, Ossian's influence upon Klopstock and the bards. Columbia university. Columbia Tøndborg, Britta. 'Altsaa det er det nationale!: Høyen og Det Kongelige Billedgallerie i nationalkunstens tjenest'. Statens Museum for Kunst. Kaupmannahöfn Ægidius, Jens Peter. Bragesnak: nordiske myter og mytefortælling i dansk tradition (indtil 1910). Odense universitetsforlag. Odense Ægidius, Jens P. Bragesnak. 2. Den mytologiske tradition i dansk folkeoplysning i det tyvende århundrede ( ). Odense universitetsforlag. Odense Philip Weilbach: Eckersbergs levned og værker, Kaupmannahöfn Johannes Wiedewelt: 'Tanker om smagen', Kaupmannhöfn Wiborg, Karsten. Fremstilling af Nordens Mythologi for dannede Læsere, Kaupmannahöfn

69 Zeitler, Rudolf. "Johann Gottfried Herders och de tyska romantikernas folktanke och dess inflytande i Norden, särskilt i Norge." Natur och nationalitet. Nordisk bildkonst och dess erupeiska bakgrund. Jörgen Weibull og Per Jonas Nordhagen red. Wiken. Ítalía Netheimildir: Ernst Jonas Bencard: Thorvaldsens arkivet.thorvaldsensmuseum.dk, forbliven i Rom Sótt omkring mars af: Terry Gunnell Clerics as Collectors of Folklore in Iceland. SPIN Study Platform on Interlocking Nationalism, Sótt 5. janúar 2014 á: Kira Kofoed: Nordisk mytologi, Sótt 5. febrúar 2015 af : Kira Kofoed Thorvaldsens malerisamling - en samling med en særlig udeladelse. Sótt 5. febrúar 2015 af : malerisamling-en-samling-med-en-saerlig-udeladelse Hans Kuhn Greek gods in Northern costumes: Visual representations of Norse mythology in 19th century Scandinavia, Myndaskrá: 69 Sótt 17. mars af:

70 Mynd 1. Daniel Chodowiecki. Dauði Baldurs. Koparstunga. Johannes Edwald Samlede værker, annað bindi Sótt 12 apríl af: Mynd 2. Peter Cramer. Dauði Baldurs, Olía á striga. 62 x 78 cm. Statens Museum for Kunst. Sótt 12 apríl af: Mynd 3. Johannes Wiedewelt. Óðinn. Níundi áratugur átjándu aldar. Blek og vatnslitir. 37 x 47 cm. Konunglega listbókasafnið. Sótt 12 apríl af: Mynd 4. Johannes Wiedewelt. Skáldaður skjöldur. Blek og vatnslitir. 38 x 42 cm. Konunglega listbókasafnið. Sótt 12 apríl af: Mynd 5. Johannes Wiedewelt. Stúdíur fyrir Dauða Baldurs. Bek og Vatnslitir. 38 x 42 cm. Sótt 12 apríl af: Mynd 6. Nicolai Abildgaard. Auðhumla og Ýmir Olía á striga. 37 x 46 cm. Statens Museum for Kunst. Sótt 12 apríl af: Mynd 7. Wilhelm Eckersberg. Loki og Sigyn. Olía á striga. 136 x 162 cm. Statens Museum for Kunst Sótt 12. apríl af: Mynd 8. Nicolai Abildgaard. Hinn særði Fílóket. Olía á striga. 120 x 170 cm. Statens Museum for kunst Sótt 12. apríl af: %20Abildgaard/philocetes.png 70

71 Mynd 9. Herman Erns Freund. Brot úr Ragnarok-lágmyndaröðinni. Teikning eftir Henrik Olrik, frá Sótt 12 apríl af: 71

72 10 Myndir Mynd 1: Chodowiecki, Dauði Baldurs Koparstunga. Johannes Edwald Samlede værker, annað bindi

73 Mynd 2: Peter Cramer. Dauði Baldurs Olía á striga. 62 x 78 cm. Statens Museum for Kunst. 73

74 Mynd 3: Johannes Wiedewelt. Óðinn. Níundi áratugur átjándu aldar. Blek og vatnslitir. 37 x 47 cm. Konunglega listbókasafnið. 74

75 Mynd 4: Johannes Wiedewelt. Skáldaður skjöldur. Blek og vatnslitir. 38 x 42 cm. Konunglega listbókasafnið. 75

76 Mynd 5: Johannes Wiedewelt. Stúdíur fyrir Dauða Baldurs. Bek og Vatnslitir. 38 x 42 cm. 76

77 Mynd 6: Nicolai Abildgaard. Auðhumla og Ýmir Olía á striga. 37 x 46 cm. Statens Museum for Kunst. 77

78 Mynd 7: Wilhelm Eckersberg. Loki og Sigyn. Olía á striga. 136 x 162 cm. Statens Museum for Kunst

79 Mynd 8: Nicolai Abildgaard. Hinn særði Fílóket. Olía á striga. 120 x 170 cm. Statens Museum for kunst

80 Mynd 9: Herman Erns Freund. Brot úr Ragnarok-lágmyndaröðinni. Teikning eftir Henrik Olrik, frá

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Hugvísindasvið Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Orðræðan um þjóðerni og myndlist Ritgerð til B.A.-prófs í listfræði Guðrún Lilja K varan Júní 2013 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku

Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Hugvísindasvið Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku Eddukvæði frá 18. öld Ritgerð til B.A.-prófs Haukur Þorgeirsson September 2008 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku- og menningardeild Gunnarsslagur

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson

Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson Tveir samherjar Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson Sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Reykjavík 21. október 2017 15. maí 2018 Leiðir Sigurjóns Ólafssonar og Asgers Jorn lágu saman

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Jón Ólafsson úr Grunnavík

Jón Ólafsson úr Grunnavík Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 52. ár, 2012 Ritstjórar: Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson VETURLIÐI ÓSKARSSON Jón Ólafsson úr Grunnavík Fyrirmynd Halldórs Laxness að sögupersónunni Jón Guðmundsson frá Grindavík

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti

Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Bók þessi er gefin út í 250 eintökum. Matthías Johannessen Við Kárahnjúka og önnur kennileiti Helgispjall ÁRVAKUR HF. Við Kárahnjúka og önnur kennileiti - Helgispjall

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild

Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 2. árg. 2. hefti 2004 raust.is/2004/2/03 Þegar Lærði skólinn í Reykjavík varð að máladeild Kristín Bjarnadóttir Kennaraháskóla Íslands Vefútgáfa: 30. desember 2004

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Hagræn hugsun á átjándu öld

Hagræn hugsun á átjándu öld Hugvísindasvið Hagræn hugsun á átjándu öld Hugmyndafræði Magnúsar Ketilssonar sýslumanns Ritgerð til B.A.-prófs Jón Torfi Arason Janúar 2018 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hagræn hugsun á átjándu

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit

SKÍMA. MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA MÁLGAGN MÓÐURMÁLSKENNARA 1. tölublað 35. árgangur 2012 Prentvæn endurgerð á tölublaði sem kom upphaflega út sem rafrit SKÍMA 1. TBL. 35. ÁRGANGUR 2012 Efnisyfirlit Amma, þú kannt ekki dönsku...3

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Bakrunnur verksins og meginþættir þess

Bakrunnur verksins og meginþættir þess Var Sókrates írónisti? Í ritgerð sinni, Um hugtakið írónía með samfelldri hliðsjón af Sókratesi (Om Begrebet Ironi med stadigt Hensyn til Socrates), fullyrðir danski heimspekingurinn Søren Aabye Kierkegaard

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7

Guðný Sigríður Sigurðardóttir. 1. Fræðileg umfjöllun Barnabókmenntir Þjóðsögur og ævintýri Fantasía...7 Efnisyfirlit Ágrip 2 Inngangur...3 1. Fræðileg umfjöllun.4 1.1 Barnabókmenntir.... 4 1.2 Þjóðsögur og ævintýri......5 1.3 Fantasía...7 2. Myndabækur...8 2.1 Upphaf myndabók....8 2.2 Myndabókin og samspil

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 10. HEFTI RITSTJÓRAR KRISTJÁN ÁRNASON RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR REYKJAVÍK 2012 Són er helguð óðfræði og ljóðlist Útgefendur og ritstjórar Kristján Árnason Tómasarhaga

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum:

Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Hugvísindadeild Það eru leikhúsin sem ala upp públikum: Listræn stefna og verkefnaval leikhópsins Grímu 1961-1970 Ritgerð til M.A.-prófs Hlín Einarsdóttir Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Íslensku

Læs mere

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum

Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum Læknablaðið hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg,

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Skal vi snakke sammen?

Skal vi snakke sammen? Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi Katrín Hallgrímsdóttir Lokaverkefni B.Ed.-prófs Kennaradeild Skal vi snakke sammen? Kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770 1771 og síðari 1785 1787 Hrefna Róbertsdóttir Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveitt skjalasöfn hinna svokölluðu

Læs mere

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?...

Efnisyfirlit. Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar Yfirlit Málverk segir sögu Var Ísland eitthvað einkennilegt?... Efnisyfirlit Um nemendabókina og kennsluleiðbeiningarnar..................... 2 Yfirlit........................................................ 7 Málverk segir sögu.............................................

Læs mere

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal

Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið Michael Dal Úttekt á samræmdu prófi í dönsku vorið 2006 Michael Dal Reykjavík júní 2006 Michael Dal Lektor við Kennaraháskóla Íslands Úttekt á samræmdu prófi i dönsku vorið 2006 Félag dönskukennara og Kennaraháskóli

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26

ÁGRIP 1 INNGANGUR 3 1 UNGSKÁLDIÐ 4 2. KAUPMANNAHÖFN FLEIRI ÍSLENSKAR ÁSTIR SÍÐUSTU ÁRIN 19 LOKAORÐ 25 HEIMILDASKRÁ 26 Ágrip Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á umfjöllun Jónasar Hallgrímssonar um ást og eftirsjá í nokkrum ljóðum hans. Leitað var fanga í bréfum hans og samtíðarmanna, ljóðin skoðuð með tilliti til þess

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA

HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA HJÁLPARSKYLDA 221. GR. ALMENNRA HEGNINGARLAGA Agnes Eir Önundardóttir 2013 BA í lögfræði Höfundur: Agnes Eir Önundardóttir Kennitala: 140689-3359 Leiðbeinandi: Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent Lagadeild

Læs mere

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Lærervejledninger NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit Til kennara... 3 Skoleliv... 9 Sport og motion.... 19 Spis dig glad... 29 Livsstil.... 39 Kriminalitet.... 49 Kommunikation... 60 Du og jeg og resten af livet....

Læs mere