Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld"

Transkript

1

2 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld Ritgerð til MA-prófs í Sagnfræði Helgi Theódór Hauksson Kt.: Leiðbeinandi: Guðmundur Jónsson Maí 2016

3 2 ÁGRIP Aðalsögusvið ritgerðar þessarar er Seyðisfjörður á síðari hluta nítjándu aldar og jafnframt að nokkru leyti firðirnir þar fyrir sunnan. Meginkaflar eru þrír. Sá fyrsti fjallar um timburverslun Norðmanna á Íslandi á 19. öld og hin sérstöku tengsl trjáiðnaðarkaupmanna í Mandal í Suður- Noregi við Íslendinga eftir miðja öldina. Þar á eftir koma tveir kaflar um síldveiðar Norðmanna á Austfjörðum og Efni þetta er áhugavert vegna umfangsmikilla áhrifa sem þessi starfsemi Norðmanna hafði á líf fólks á Austurlandi og reyndar á landinu öllu. Þá hefur sagnfræðileg umfjöllun um þessi mál fram til þessa verið af skornum skammti og áhugavert að gera tilraun til úrbóta í þeim efnum. Frásögnin hefst árið 1788 eftir lok dönsku einokunarverslunarinnar hér á landi. Komst þá á takmörkuð fríhöndlun með verslunarfrelsi Íslendinga við alla íbúa Danaveldis. Bæði Ísland og Noregur voru enn hlutar þessa veldis og hófst nú bein verslun milli landanna tveggja með miklum takmörkunum af hálfu Dana. Fyrstu árin ráku kaupmenn frá Bergen hér lausaverslun í samkeppni við danska fastakaupmenn. Er Napoleonsstyrjöldin hófst árið 1807 rofnuðu þessi nýlegu viðskiptatengsl Íslendinga og Norðmanna. Við lok þeirrar styrjaldar 1814 gekk Noregur undan Danaveldi og varð sambandsríki Svíþjóðar. Norðmönnum var þá ekki lengur heimilt að stunda verslun og veiðar við Ísland. Tveimur árum síðar veittu Danir tilslökun til lausaverslunar erlendra kaupfara hérlendis að hámarki 500 stórlestir árlega. Var leyfisveitingin ekki síst vegna mikils trjáviðarskorts á Íslandi og var aðallega nýtt af norskum timburkaupmönnum. Það dugði þó skammt svo mest innflutt timbur kom sem fyrr hingað með dönskum kaupförum. Eftir 1830 jókst hlutdeild norskra skipa og um 1850 tók Mandal við forystuhlutverki í timburinnflutningi til Færeyja og Íslands. Þáttaskil urðu í íslenskri verslun er Danir gáfu hana frjálsa öllum þjóðum frá Vaxandi þáttur í versluninni upp frá því var sala Íslendinga á lifandi hrossum og sauðfé til Bretlandseyja. Greiddu Bretar búpeninginn í reiðufé og kringum 1880 var þetta orðin mikilvæg tekjulind íslenskra bænda. Hér er fjallað um þetta í stuttum kafla. Þá kemur kaflinn um síldveiðar Norðmanna á Austfjörðum og stuttur kafli með greinargóðri lýsingu á landnótarveiðiaðferð þeirra. Síðan eru þættir um ólíkar skoðanir landsmanna á síldveiðunum og um trúarlíf Íslendinga í ljósi norsks trúboða o.fl. Þá birtist kaflinn um árlegar síldveiðar eystra og vandamál Norðmanna af illu árferði og fjárhagslegum rekstrarefiðleikum. Loks eru kaflar um samgöngur á Austurlandi og um framþróun eystra Niðurstaða ritgerðarinnar greinir frá hvernig hinir afskekktu Austfirðir komust í þjóðbraut siglinga fyrir áhrif Norðmanna og sjávarútvegur sem verið hafði takmarkaður sjálfsþurftar-

4 3 búskapur á opnum bátum í þessum landshluta, varð nú aðalatvinnuvegurinn með efnahagslegum framförum.

5 4 EFNISYFIRLIT Inngangur... 5 Timburverslun Norðmanna á Íslandi á 19. öld... 6 Um sölu á lifandi hrossum og sauðfé Síldveiðar Norðmanna á Austfjörðum Aðferðin við landnótarveiðar á síld Skiptar skoðanir á síldveiðum Norðmanna Kristilegt og ókristilegt líferni Íslendinga Svipull er sjávarafli Ágrip af samgöngum á Austurlandi Á framfarabraut Niðurstöður Skrá yfir töflur Viðarinnflutningur Norður-Múlasýslu Íbúatala á Seyðisfirði Búpeningur Seyðfirðinga Helstu útflutningsvörur Norður-Múlasýslu Skipaeign Seyðfirðinga Saltsíldarútflutningur Norðmanna frá Íslandi Fjöldi síldveiðamanna, nótalaga og skipa við Ísland Heimildaskrá... 82

6 5 INNGANGUR Markmið ritgerðarinnar er að upplýsa betur samband Norðmanna og Íslendinga en sagnfræðirit hafa gert til þessa. Þótt ýmislegt hafi verið um þetta ritað sakna ég heilsteyptara yfirlits um áhrif norskra fiskimanna og innflytjenda á mannlíf og efnahagslegar framfarir á Austurlandi. Verður hér reynt að bæta úr þessu og lýsa timburverslun og síldveiðum Norðmanna eystra á fyrrgreindu tímabili. Er Norðmenn hófu hér reglubundnar síldveiðar 1867 var síldin enn ónotuð auðlind hérlendis. Til markvissari frásagnar verður einkum fjallað um veiðar og uppbyggingu norskra frænda vorra á Seyðisfirði og nærliggjandi Austfjörðum. Rannsóknarspurningin sem hér verður reynt að leita svara við er: Hvaða afleiðingar höfðu þessar síldveiðar Norðmanna fyrir Austurland? Sjónarhorn mitt og efnistök mótast að nokkru af fimm ára námsdvöl við háskólann í Bergen og búsetu í Noregi nærri 14 ár. Hef ég lengi talið þörf á meiri skrifum um þátt norskra fiskimanna og innflytjenda í uppbyggingu Íslands á nítjándu öld. Ber að líta á ritgerð þessa sem lítið lóð á vogarskál í þessa átt. Varðandi fyrri skrif um efnið ber fyrst að nefna Síldarsögu Íslands (1939) eftir Matthías Þórðarson skipstjóra er bjó á Seyðisfirði á síðasta áratug nítjándu aldar. Næst kemur norska bókin Norske seilskuter på Islandsfiske (1985) eftir Kari Shetelig Hovland. Hér eru umfangsmikil skrif um samskipti Íslendinga og norskra fiskimanna er hingað komu og bókin ein besta fáanlega heimild um þetta efni. Þá ber að geta nýrrar síldarsögu Íslendinga, Silfur hafsins-gull Íslands I-III (2007). Aðalhöfundur er Hreinn Ragnarsson sagnfræðingur og skrifar kaflann Veiðar Norðmanna við Ísland í 1. bindi er ég nýti sem heimild. Auk bókar Hovlands eru útgefin blöð á Akureyri, Seyðisfirði og Eskifirði árin aðalheimildir mínar ásamt Skýrslum um landshagi á Íslandi árin 1858, 1861, 1866, 1870 og Í þessum heimildum hef ég fundið margt er ekki hefur komið fram í fyrri skrifum um efnið. Tel ég fulla ástæðu til að koma þessu nýja efni hér á framfæri. Ýmis önnur sagnfræðiverk hafa nýst við samningu ritgerðarinnar. Einkum skal nefna þrjár gagnlegar greinar sem birst hafa í tímaritinu Sögu: Verslun Björgvinjarmanna á Íslandi (1979) eftir Anders Bjarne Fossen og Magnús Stefánsson; Tilskipun um aukið verslunarfrelsi fyrir Ísland árið 1816 og tildrög hennar (1997) eftir Sigfús Hauk Andrésson og Tengsl þéttbýlismyndunar og Vesturheimsferða frá Íslandi. Lýðfræðileg sérkenni fólksflutninga frá Seyðisfirði (1998) eftir Ólöfu Garðarsdóttur.

7 6 TIMBURVERSLUN NORÐMANNA Á ÍSLANDI Á 19. ÖLD Danir ákváðu að afnema einokunarverslunina hérlendis með Plakat angaaende den kongelige Monopol Ophævelse paa Island 18. ágúst Þar með tók við svokölluð fríhöndlun er skyldi taka gildi 1. janúar 1788, en kaupmenn sem vildu sigla til Íslands fengu þó leyfi til að leggja af stað þegar við upphaf maímánaðar Að sögn Sigfúsar Hauks Andréssonar fengu Íslendingar með þessu takmarkað verslunarfrelsi með nýlendusniði. Varð verslunin hér þó aðeins frjáls þegnum Danakonungs í Danmörku, Noregi og hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi og einnig Íslendingum sjálfum, þótt það yrði í reynd meira í orði en á borði. Eingöngu skyldi nota skip Danakonungsþegna, mönnuð innanríkisáhöfnum, til siglinga að og frá landinu. Verslunarstaðirnir á Íslandi voru nú seldir fyrrverandi starfsmönnum konungsverslunarinnar sem jafnframt urðu undanþegnir þeirri skyldu að vera borgarar í kaupstöðum þar sem þeir ráku fasta verslun. Kaupmönnunum var því aðeins leyfilegt að reka verslun við utanríkislönd, að þeir væru í félagi við þekkta kaupsýslumenn í einhverju fyrrnefndra landa Danaveldis. Samkvæmt Sigfúsi Hauki varð afleiðingin sú að þeir sjálfseignarkaupmenn, sem urðu arftakar konungsverslunarinnar síðari, töldu sér flestir hagkvæmast að láta verslunar-stjóra (faktora) annast reksturinn á Íslandi en búa sjálfir í Kaupmannahöfn, er varð því áfram miðstöð íslensku verslunarinnar. 2 Fyrirkomulag þetta var kallað selstöðuverslun, því það þótti gera lítið úr íslenskum verslunarstöðum sem urðu eins og sel frá Danmörku. Fyrstu ár fríhöndlunar sigldu tiltölulega margir norskir lausakaupmenn til Íslands. Bergen var þá sem fyrr stærsti kaupstaður í Noregi með um íbúa. Vorið 1788 kom George Wallace konsúll í Bergen til Eskifjarðar til lausaverslunar á skútunni Alken. Á skipinu var sex manna áhöfn. Lágu þeir nokkrar vikur og versluðu við heimamenn. Síðan var Alken við fiskveiðar og sigldi í ágúst til Noregs hlaðin saltfiski, lifur og ullarvörum. Næsta ár keypti Wallace jörðina Lambeyri og byggði hér Norska húsið. Þetta var fyrsta hús þar sem síðar byggðist upp kaupstaðurinn Eskifjörður. Í fjögur ár kom Alken til Eskifjarðar með verslunarvörur og til fiskveiða, en haustið 1791 fórst skipið á heimleið frá Íslandi. Wallace seldi þá húsið á Eskifirði og lauk þar með Íslandsþætti hans. 3 Árið 1788 komu alls níu kaupskip frá Bergen 1 Anders Bjarne Fossen og Magnús Stefánsson (1979): Verslun Björgvinjarmanna á Íslandi , bls Sigfús Haukur Andrésson (1997): Tilskipun um aukið verslunarfrelsi fyrir Ísland árið 1816 og tildrög hennar, bls Kari Shetelig Hovland (1985): Norske seilskuter på Islandsfiske, bls. 10; Fossen og Magnús Stefánsson: Verslun Björgvinjarmanna bls

8 7 hingað og tíu árið eftir. Árið 1790 komu níu skip frá Bergen og 1791 átta skip. 4 Næstu fimm árin komu enn kaupskip frá Bergen en þó mun færri en árin fjögur þar á undan. Jochum Brinck Lund útgerðarmaður í Farsund í Noregi nýtti sér nýtilkomið fiskveiðafrelsi danskra og norskra borgara við Ísland. Á síðasta áratug 18. aldar sendi hann mörg ár skip til þorskveiða við Ísland með aðsetur í Hafnarfirði. Við lok síðasta úthaldsins fengu norsku fiskimennirnir með sér bréf frá landshöfðingjanum, dagsett á Bessastöðum 25. september 1801:... her står at de «ogsaa ved Hjælp af medbragte Sildegarn fangede og nedsaltede herinde i Havnefjorden en anseelig Mængde Sild, som i alle Maader kan sættes ved Siden af den bedste norske eller den saakaldte flamske Sild». 5 Meðan Napoleonsstyrjaldirnar geisuðu árin og Danir áttu í stríði við Englendinga gátu norsk skip ekki stundað fiskveiðar hérlendis. Þá voru siglingar til Íslands litlar, t.d. komu 1809 ekki nema tíu skip frá útlöndum með samtals 429 smálesta rými. 6 Eftir friðinn 1814 rofnaði svo sambandið milli Danmerkur og Noregs er hið síðarnefnda varð sambandsríki Svíþjóðar. Norðmönnum var nú ekki lengur heimilt að versla og veiða við Ísland. Með konunglegri tilskipun 11. september 1816 ákvað danska stjórnin að veita Íslendingum aukið verslunarfrelsi. Samkvæmt 1. grein hennar gat rentukammerið frá ársbyrjun 1817 veitt ákveðnum fjölda erlendra kaupfara siglingaleyfi til Íslands til lausaverslunar. Skyldu slík leyfi vera að hámarki 500 stórlestir árlega, er næmi þeim siglingum sem Íslendingar virtust hafa tapað við aðskilnað Noregs. Í 2. grein sagði að auk nafns og stærðar skips ætti að gera nákvæma grein fyrir væntanlegum vörufarmi og sérstaklega að hve miklu leyti þar væri um timbur að ræða. 3. grein upplýsti að leyfisgjöldin skyldu vera 50 ríkisbankadalir silfurverðs á hvert lestarrúm, en af timbri 20 ríkisbankadalir á hverja lest. Þannig væri bæði tekið tillit til mikilvægis innflutts timburs fyrir Íslendinga og að danskir kaupmenn gætu varla lengur flutt það til landsins á skaplegu verði, ólíkt öðrum nauðsynjavörum. Gjöld þessi yrðu þó lækkuð ef notuð væru dönsk leiguskip með dönskum áhöfnum. Hvert leyfisbréf gilti aðeins fyrir eina Íslandsferð. Þar skyldi fyrst höfð viðkoma í einum af kaupstöðunum: Reykjavík, Grundarfirði, Akureyri eða Eskifirði og hlutaðeigandi yfirvald yfirfara og árita leyfisbréf, farmskrá og önnur tilskilin skjöl skips og áhafnar. Í 13. grein var kaupmönnum á Íslandi leyft að skipta beint við utanríkislönd án félagsskapar við kaupsýslumenn í Danmörku eða í hertogadæmunum. Aukið 4 Fossen og Magnús Stefánsson: Verslun Björgvinjarmanna bls Hovland bls Skýrslur um landshagi á Íslandi 1870 bls. 124.

9 8 athafnafrelsi kaupmanna skyldi stuðla að meiri hagkvæmni í versluninni og jafnvel að því að fleiri þeirra hefðu fasta búsetu hérlendis. Þeir gætu t.d. látið skip sín koma við eftir hentugleikum í erlendum höfnum með íslenskar útflutningsvörur og taka þar innflutningsvörur til Íslands, svo sem timbur í norskum höfnum. En þetta síðastnefnda atriði þótti greinilega afar mikilvægt. 7 Timburinnflutningur til Íslands árið 1816 var samtals stk borð og plankar, 4780 stk stórviður og 1120 stk spírur. 8 Það meginatriði tilskipunarinnar að veita utanríkismönnum verslunarleyfi sem lausakaupmönnum hér reyndist lítils virði. Há leyfisgjöld og annar kostnaður fældu óhjákvæmilega sérhvern kaupmann frá þessari verslun, sem var einnig býsna áhættusöm. Jafnvel þótt mun lægri lestagjöld væru lögð á timbur, sáu norskir kaupmenn sér lítinn hag í viðarsöluferðum hingað. Eftir sögn Sigfúsar Hauks ákvað danska stjórnin sumarið 1821 að fella niður innflutningsgjöld af timbri sökum tilfinnanlegs skorts og okurverðs á því hérlendis. 9 Flest næstu árin sendu einstöku norskir kaupmenn nokkuð af timbri til Íslands og þótti landsmönnum mikil bót að. Vegna kvartana ýmissra fastakaupmanna gætti danska stjórnin þess þó að stilla leyfisveitingum sínum til Norðmanna jafnan mjög í hóf. Skýrslur um landshagi á Íslandi geta fyrst um komu lausakaupmannaskipa frá Noregi með viðarförmum til Íslands árið Komu þá hingað fjögur skip samtals 172 smálestir. 10 Meðan Norðmenn voru undir Danaveldi var viðarútflutningur þeirra mikill og sala á timbri og trévöru ein mikilvægasta tekjulindin öldum saman. Forn ákvæði um nýtingu skóga og sögunarmyllna drógu þó mjög úr framleiðslumöguleikum og útflutningi. Allt fram á miðja nítjándu öld var útflutningurinn því mestmegnis lítt unnar afurðir frá sögunarmyllum. Margar þeirra stóðu við vatnsföll í Noregi og var timbrinu fleytt niður árnar. Vatnsföllin knúðu myllusagirnar og framleiddu einnig raforku er fram liðu stundir. Aukinni tækniþróun fylgdu gufuvélar, betri sagir, vélheflar o.s.frv. Sú þróun hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en sögunarmylluforréttindin voru afnumin árið 1860, en þau höfðu veitt fáeinum útvöldum aðilum rétt til sögunarmyllureksturs. 11 Risu þá fljótlega upp gufuknúnar sögunarmyllur er urðu að trjáiðnaðarverksmiðjum þar sem timbur var sniðið og heflað. Voru þær vanalega reistar við útskipunarhafnir eða í námunda við markaði í borgum. Noregur hafði jafnan verið mikilvægur viðkomustaður Íslandskaupfara, því hagstætt var að kaupa þar trjávið, tjöru o.fl. Vöruflutningaskip á leið frá Danmörku til Íslands höfðu því oft 7 Sigfús Haukur Andrésson: Tilskipun um aukið... bls Skýrslur um landshagi á Íslandi 1858 bls Sigfús Haukur Andrésson: Tilskipun um aukið... bls Skýrslur um landshagi á Íslandi 1858 bls Af norskum rótum-gömul timburhús á Íslandi (2003), bls

10 9 viðkomu í Suður-Noregi til að fá timbur til sölu á Íslandi. Þegar einstöku Norðmenn fóru auk þess að fá sérstök leyfi til lausakaupferða með timburfarma til Færeyja og Íslands, er þess getið að viðarútflutningur hafi aukist frá Kristiansand til þessara landa. Eftir 1830 sigldu nokkrar skútur frá Arendal í slíkar ferðir. Með ört vaxandi sögunarmyllustarfsemi og trjáiðnaði á árunum tók Mandal í Suður-Noregi við forystuhlutverki í þessum viðarútflutningi. Á þessum áratug jókst útflutningur af tilsöguðum borðum svo mjög að framleiðslan annaði ekki lengur eftirspurn. All last som dertil er tjenlig blir derfor i de senere år oppskåret. 12 Voru það aðallega dönsk seglskip smálestir að stærð sem þá stunduðu þessa flutninga. Fyrsta heimaskip frá Mandal til Íslands var skútan Rebekka er kom til Seyðisfjarðar 4. júní Var hún 18 smálestir og kom með ladning tömmer og anden trelast. 13 Árið 1849 sigldi Rebekka enn sömu leið með: Planker 133 Stk, Jufferter 107 Stk og Brædder 246 Tylter. Var farmurinn pantaður af hinni nýju verslun Petreus & Thomsen. Tilbaka frá Íslandi flutti Rebekka hvíta ull og lýsi. 14 Timburinnflutningur landsmanna árið 1849 var stk borð og plankar og 4101 stk stórtré og minni viður. Auk þess var hér talið 1978 spírur, 72 tylftir af öðrum við ásamt trjávið fyrir 2349 ríkisdali. 15 (Sjá töflu um timburinnflutning N.-Múlasýslu á bls. 75). Viðarútflutningurinn fór vaxandi á sjötta áratugnum. Þar gætti áhrifa laga frá 15. apríl 1854, er gildi tóku í ársbyrjun Með þeim var verslun við Ísland loks gefin frjáls öllum þjóðum. Norðmenn voru nývaknaðir til dáða og framkvæmda eftir margra alda sinnuleysi í sambúðinni við Dani. Þegar þeim opnaðist nú leið til frjálsra viðskipta við Ísland, hugðust þeir notfæra sér það eftir aðstæðum. Fjöldi bréfa milli norskra og íslenskra forgöngumanna sýndu þá, að vaknaður var áhugi á viðskiptum og ýmsri starfsemi sem ætla mátti að gætu orðið báðum þjóðunum til hagsbóta. Árið 1852 komu fjögur skip til Seyðisfjarðar með timburfarma. Þrjú þeirra voru frá Mandal og eitt frá Kristiansand. Árið 1854 sigldu níu dönsk skip frá Noregi til Íslands og ári síðar 14 dönsk skip og skonnortan Victoria frá Mandal, 32,5 smálestir að stærð. 16 Árið 1855 komu fjögur skip frá Noregi, alls 103,5 smálestir, með samtals stk af borðvið á eftirtalda staði: Reykjavík 3936 stk, Ísafjarðarsýsla 5664 stk, Norður-Múlasýsla 1969 stk og Suður-Múlasýsla 1364 stk. Tilbaka til Noregs fluttu skip þessi pund af tólg, 3044 pund af hvítri ull og minna af öðrum vörum. 17 (Sjá töflur á bls. 75 og 78). 12 Arthur Weyergang Nielsen og Olav Olsen (1990): Mandals sjøfartshistorie , bls Sama bls Verslunarskýrslur Norður-Múlasýslu. 15 Skýrslur um landshagi á Íslandi 1858 bls. 83, 91 og Verslunarskýrslur N.-Múlasýslu; Nielsen og Olsen bls Skýrslur um landshagi á Íslandi 1858 bls. 582, 586 og 604.

11 10 Eftir verslunarfrelsið tóku norskir kaupmenn að hlaða Íslandsför sín ýmsum nauðsynjavarningi til viðbótar timbri. Útflutningur á trjávið og öðrum viðskiptavörum jókst að mun frá Noregi til Íslands. Árið 1855 fluttu Norðmenn hingað m.a. 768 pund af hveitimjöli, 4750 pund af kaffibaunum, 915 pund af sykri, 1440 pund af sírópi, 436 pund af tóbaki, 1348 pund af hampi, 227 tunnur af salti og 278 potta af brennivíni. 18 En aðalútflutningsvaran var timbur. Helsti norski lausakaupmaðurinn á Austfjörðum og Akureyri sumarið 1856 var Bruu frá Kristianíu með stærsta skipið og flestar vörutegundir. En hann kom þá svo seint, að bændur höfðu lagt inn mestar afurðir sínar. Þótt timburskortur væri á sumum verslunarstöðum gekk salan treglega. Var það einkum af því að borðviðurinn er Bruu hafði var allur með miklum vanköntum og óhentugur, en þó einlægt í háu verði eftir viðargæðunum. Aðrar vörur hans voru á viðlíka verði og í landi, en matvaran þótti betri en hjá fastakaupmönnunum: Menn vildu hjer víst al[ls]staðar á [N]orður- og [A]usturlandi hlynna að verzlun þeirra og hæna þá að sjer, og margir keyptu af þeim fyrir nokkur hundruð dali í þessu skyni.... Vjer óskum þess, að Norðmenn haldi áfram að verzla við oss, því að viðarverzlun þeirra ætti að geta verið oss mjög hentug; en þeir verða að koma svo ár sinni fyrir borð, að þeir geti boðið oss sömu kosti og vjer fáum hjá öðrum. 19 Árið 1856 voru sex skipaferðir hingað frá Noregi með samtals 180,5 smálestarými, næsta ár 11 ferðir með 411 smálestarými og árið ferðir með 642 smálestarými. 20 Torkild Danielsen skipstjóri kom til Seyðisfjarðar 28. júní 1858 á galeas Aurora frá Mandal, 28,5 smálestir, með timburfarm til lausaverslunar fyrir eigin reikning. Skrifaði hann Th. Johnsen sýslumanni á Ketilsstöðum á Völlum og sagðist hafa frétt að sýslumaður yrði fjarverandi á næstunni og hvort hann vildi því:... bemyndige en eller anden til paa Deres Veyne at afholde en Auktion paa noget af min Tömmerlast som jeg muelig vil kunde faa i Sinde at Sælge saaledes hvis Handelen fra Skipet skulde være mig for længe. 21 Var ekki óalgengt að slík uppboð væru haldin á óseldum eftirstöðvum timburfarma. Sumarið 1859 sigldi Aurora aftur hingað, nú með timburfarm fyrir Albert Jacobsen í Mandal. Árið 1862 var heildarviðarinnflutningur til landsins stk borð og plankar og 6236 stk stórtré og 18 Skýrslur um landshagi á Íslandi 1858 bls Norðri, blað á Akureyri, 24. janúar 1857 bls Skýrslur um landshagi á Íslandi 1866 bls Verslunarskýrslur N.-Múlasýslu.

12 11 minni viður. Hafði innflutningur á borðvið og plönkum þá aukist frá 1855 um 127%. 22 (Sjá einnig töflu á bls. 75). Næsta ár sigldu níu danskar skútur og sjö frá Mandal til Íslands og 1864 níu dönsk skip til Íslands og fimm Mandalsskútur til Færeyja og sex til Íslands. 23 Þaðan í frá voru skip frá Mandal í miklum meirihluta í þessum flutningum svo lengi sem útflutningur timburs frá Mandal til Íslands og Færeyja hélst. Enn kom Aurora til Seyðisfjarðar 26. júlí 1866 með: 142 Stk. Bjelker, 50 Stk. Planker og 7588 Stk. Brædder. Þetta ár var timburinnflutningurinn stk borð, 6393 stk plankar, stk stórviður og 4198 stk spírur. Með norskum skipum komu þá 35,8% af borðvið, 42,2% af plönkum og 75,5 % af stórvið. Afgangurinn kom með dönskum skipum. 24 (Sjá töflu á bls. 75). Af kaupförum sem sigldu til Íslands árin voru flest af stærðinni smálestir. 25 Kaupmenn og sögunarmyllueigendur voru aðalmenn í timburútflutningi frá Mandal. Flestir þeirra höfðu fastar skútur í ferðum hingað. Skipstjórarnir seldu farminn í lausaverslun á íslenskum höfnum. Af og til keyptu skipstjórar sjálfir timburfarm fyrir eigin reikning og áhættu hjá einni af sögunarmyllunum. Margir skipstjórar og timburkaupmenn komu sér smásaman upp föstum viðskiptasamböndum hérlendis. 26 Eftir 1860 lauk þeirri tæknivæðingu í trjáiðnaði sem staðið hafði lengi í Mandal. Margar nýjar sögunarmyllur voru þá teknar til starfa. Iðnframleiðsla á timburvörum ruddi sér til rúms, allt frá tilsniðnum stokkum til heilu húsanna. Á átta árum eftir 1870 þrefaldaðist skipastóllinn og Mandal var orðinn í hópi stærstu siglingabæja Noregs með 128 seglskútur. 27 Aðalatvinnugreinarnar voru nú trjáiðnaður og siglingar. Eftir 1870 byrjuðu norsk trjáiðnaðarfyrirtæki einnig að bjóða upp á forsmíðuð hús eða svokölluð kataloghus, er hægt var að panta eftir prentuðum listum í mismunandi stærðum og gerðum. Þessi framleiðsla varð þó ekki veruleg fyrr en upp úr Seldust slík hús vel á Íslandi og eru enn mörg í notkun. Komu þau hingað fullunnin í númeruðum einingum tilbúin til samsetningar á byggingarstað og hjálpuðu Norðmennirnir til við að reisa þau. Vildu Íslendingar einkum hús í svokölluðum sveitserstíl. 28 Landsmenn greiddu fyrir timbrið og húsin með afurðum sínum eða peningum og stöku sinnum jafnvel með skuldaviðurkenningum. Skipin sigldu tilbaka til Noregs með íslenskar afurðir: tólg, lýsi, saltkjöt, slátur, ull, söltuð sauðskinn, lambskinn, æðardún, fiður, refaskinn, saltaðan og þurrkaðan fisk o.fl. Skipstjórarnir urðu að gegna hlutverkum bæði sjómanna og verslunarmanna og þurftu að geta prúttað við 22 Skýrslur um landshagi á Íslandi 1866 bls Nielsen og Olsen bls Verslunarskýrslur N.-Múlasýslu; Skýrslur um landshagi á Íslandi 1870 bls. 375 og Skýrslur um landshagi á Íslandi 1870 bls Nielsen og Olsen bls. 47; Bjørn Slettan (2006): Mandal Bys Historie 3. bindi, bls Nielsen og Olsen bls Af norskum rótum-gömul timburhús á Íslandi bls. 10 og 77; Slettan bls. 64.

13 12 íslensku bændurna. Á Austur- og Norðurlandi var vanalegt að fá greitt í íslenskum afurðum, en á Vesturlandi í kringum Reykjavík var oftar greitt með peningum og af og til með skuldaviðurkenningum. 29 Skipstjórar er siglt höfðu lengi með timbur til Íslands stóðu best að vígi. Þeir þekktu orðið fólk og staðhætti og vissu nákvæmlega hvernig timbur seldist best og hvenær óhætt var að lána til næsta árs. Trjáviður var mikilvægasta verslunarvara Norðmanna hérlendis og vöntunin oft mikil. Bréf úr Skagafirði í Norðanfara í mars 1872 sagði að ekki væri þar um annað að ræða en flýja til Akureyrar sér til lífsbjargar, því Hofsós væri síðan um veturnætur allslaus nema af púðursykri og lélegu kaffi. Ekki fengist þar sumar né vetur spýta né borð í líkkistu og lýtur því út fyrir, að megi fara að grafa lík hjer án líkkistu. 30 Árið 1872 var heildarviðarinnflutningurinn stk borð, 7125 stk plankar, 8805 stk stórviður og 8203 stk spírur. 31 (Sjá einnig töflu á bls. 75). Blaðið Norðlingur á Akureyri gat þess í ágúst 1875 að mesta ekla hafi verið þar á trjáviði uns kaupskipið Hertha kom með timbur frá Noregi. En þetta timbur var dýrselt er bændur urðu undir að búa, þó þungt þætti, því víða láu bæjar- og fjárhús á gólfi. Kom þá norskur timbursali með við á mun betra verði og mun lausakaupmaður sjaldan eða aldrei hafa komið hér betra heilli Hin langa sigling frá Noregsströnd vestur yfir hafið til Íslands var ekki fyrir hvern sem var. Slíkar ferðir í óveðrum og stórsjó voru álag fyrir áhöfn og skip. Að standa við stýrið á opnu þilfari í frosti og hríðarkófi, venda seglum og bjarga þeim í ólgusjó, sigla í þéttum hafís upp að Íslands vitalausu og veðurbörðu strönd með lélegar hafnir o.s.frv. Það voru náttúruöflin sem stjórnuðu ferðalaginu og skúturnar gátu verið margar vikur á leiðinni. Jens Gustav Eriksen skipstjóri á skonnortunni Mysterius kvaðst eftir eina ferðina hafa selt trjáviðarfarminn 40 mismunandi aðilum. Í slíkum ferðum varð oft að ríða langar vegalengdir á hestbaki milli byggða, stundum í djúpum snjó og hörkufrosti. 33 Norskir skipsannálar 19. aldar segja með jöfnu millibili frá skipum sem fórust í siglingum milli Noregs og Íslands eða ráku hér í land og eyðilögðust. Dæmi er briggskipið St. Jørgen, byggt í Arendal árið 1765 og varð eitt elsta norska seglskip er sigldi í Norðurhöfum. Fór skipið frá Mandal 15. apríl 1875 með trjáfarm til Íslands en rak upp í Vestmannaeyjum og eyðilagðist Nielsen og Olsen bls ; Slettan bls Norðanfari, blað á Akureyri, 19. mars 1872 bls Skýrslur um landshagi á Íslandi 1875 bls Norðlingur, blað á Akureyri, 31. ágúst 1875 bls Nielsen og Olsen bls Sama bls. 36.

14 13 Í febrúar 1876 birtist grein í Norðanfara um timburkaup landsmanna. Taldi höfundur landnámsmenn eigi hafa þurft við erlendis frá, því landið hafi þá verið skógi vaxið. Í gömlum sögnum væri þó getið um húsaviðarinnflutning með innlendum skipum. En landið væri nú skóglaust að kalla og yrði því að kaupa allan við frá útlöndum: Þetta er mjög svo tilfinnanlegt fyrir þjóðina og stendur henni mjög fyrir þrifum, því eptir sem nú er ástatt má gjöra ráð fyrir, að tíundi hluti allrar verzlunarvöru gangi til viðarkaupa frá útlöndum. Viðurinn er, eins og kunnugt er, fjarska dýr nú á seinni árum og slæmur að því skapi, svo það er sannarlegt neyðarúrræði að kaupa hann. 35 Hvatti greinarhöfundur landsmenn til að hugleiða mögulegar úrbætur vegna óhagkvæmra trjáviðarkaupa. Lagði hann fram þá tillögu að stofna félag í Vesturheimi sem keypti skóg og hefði starfsmenn árlangt til að vinna viðinn og koma honum til sjávar. Skip yrðu svo gerð út á vorin til að sækja timbrið og gætu þá verslað um leið þar vestra. 36 Taldi hann Íslendinga nota mun meira af við til húsbygginga en þörf væri á. Víða væru húsin einnig svo rakasöm að þau stæðu ekki nema í ár. Rakinn orsakaðist af blautu efni í veggjunum, ónýtum þökum, niðurgröfnum húsum, óhentugri húsaskipun og þörf á að þurrka húsin á vorin. Ef allt þetta væri lagfært taldi höfundur húsin myndu standa mun betur, jafnvel hálfu betur en nú. Þá benti hann á að víða væri hægt að byggja hús eingöngu úr steini og þannig gætu sparast allir undirviðir og þiljur. Taldi höfundur fulla þörf á að vanda vel húsbyggingar á Íslandi, því hingað þyrfti að flytja allan við úr nær 300 mílna fjarlægð. 37 Auk þess fengjum við ekkert nema rándýrt úrkast úr viðnum eða það sem aðrar þjóðir vildu ekki nýta. Norðanfari skýrði frá því í febrúar 1882 að fyrrum hefðu óvíða verið þiljuð hús við bæjardyr. En nú væru baðstofubæir orðnir fleiri en hinir er ekkert hús hefðu til gestamóttöku. Bændur hefðu um 40 ára skeið kostað ótrúlega miklu fé til húsbygginga. Mikið af þessum fjármunum hefði þó farið til spillis, því kunnátta og kringumstæður hefðu ekki verið til að byggja úr steini:... mundu nú víða, og máske all[s]staðar, fyrir ekki meira fje en eytt hefir verið til endingarlausra húsabygginga, vera komin upp steinhús fyrir menn og fjenað, hey og aðra muni, og mundu þau hús geta staðið um margar aldir Norðanfari 17. febrúar 1876 bls Sama 17. febrúar 1876 bls Sama 17. febrúar 1876 bls Sama 23. febrúar 1882 bls

15 14 Eftir lok dönsku einokunarverslunarinnar sendu Björgvinjarkaupmenn árlega kaupskip til Íslands. Var þar líklega að allmiklu leyti um timburverslun og fiskveiðar að ræða. Frá 1816 fengu útlendingar síðan leyfi til lausaverslunar hérlendis upp að 500 stórlestum árlega. Var það mestmegnis viðarverslun frá Suður-Noregi. Við upphaf fríverslunar 1855 hafði bærinn Mandal tekið við forystuhlutverki í verslun þessari. Varð verslunarfrelsið til þess að höndlun Norðmanna hér með timbur og aðrar vörur fór vaxandi jöfnum skrefum. Sumir landsmenn kvörtuðu þó yfir að sökum timburskorts hérlendis hafi norski viðurinn oft verið með vanköntum og á okurverði. Upp úr 1870 hófu norsk trjáiðnaðarfyrirtæki jafnframt sölu á svokölluðum kataloghúsum, er voru tilbúin hús í forsmíðuðum einingum. Verulegur hluti slíkra húsa sem hingað komu er enn í notkun víða um land sbr. bókina Af norskum rótum-gömul timburhús á Íslandi.

16 15 UM SÖLU Á LIFANDI HROSSUM OG SAUÐFÉ Leyfi til fastrar verslunar fékkst fyrst á Seyðisfirði 1848 er verslun Petreus & Thomsen var stofnsett á Fjarðaröldu. 39 Ári síðar var þessi útlenda verslun enn eina fastaverslunin á staðnum. Árið 1854 var þar aðeins eitt timburhús sem var verslunarbúð, þá fyrir skömmu byggt. 40 Árið 1855 voru á Seyðisfirði einn innlendur og tveir útlendir fastakaupmenn, 1863 og 1865 þrír útlendir, 1866, 1867 og 1869 tveir útlendir. (Sjá einnig töflur um íbúatölu á Seyðisfirði á bls. 76 og helstu útflutningsvörur N.-Múlasýslu á bls. 78). Árið 1869 voru 26 innlendir og 36 útlendir fastakaupmenn á öllu landinu. 41 Eftir að verslunarfrelsi Íslands tók gildi árið 1855 höfðu kaup Englendinga og Skota á lifandi hrossum og sauðfé hérlendis vaxandi áhrif á verslun okkar. Þetta fyrsta frelsisár keyptu Englendingar 244 hesta, þar af 242 í Reykjavík. Fjórum árum fyrr höfðu þeir fyrst fengið leyfi til Íslandsferða til hrossakaupa með því skilyrði að flytja engar vörur til landsins og greiða 14 sterlingspund af hverju lestarrúmi. Árið 1862 voru keypt 828 lifandi hross og Næsta ár var salan 431 hestar og , þar af tveir úr Norður-Múlasýslu. Árið 1866 seldust 628 hestar og ári síðar 351, þar af 12 frá Suður-Múlasýslu. Árið 1868 voru flutt út 548 hross, þar af eitt úr Suður-Múlasýslu. Árið 1869 voru hrossin 534 og Árið 1871 var salan 1148 hross, þar af 106 úr Suður-Múlasýslu og , þar af tvö úr Norður-Múlasýslu. 42 (Sjá ennfremur töflu á bls. 77 um búpening Seyðfirðinga og upphaf sauðasölunnar úr Múlasýslum). Hrossaútflutningur hélt áfram en með tímanum var það mestmegnis lifandi sauðfé sem keypt var í þúsunda tali svo lengi sem sala á lifandi búpeningi hélst. Voru kaup þessi greidd í reiðufé sem þá var hörgull af hérlendis. Bændaforfeður mínir kölluðu þetta sauðagullið. Fengu nú bændur hærra verð fyrir búpening sinn en áður hafði þekkst og rýmri fjárhag. Akureyrarblaðið Norðanfari upplýsti að 24. september 1878 hafi gufuskipið Cumbrae komið til Oddeyrar til að sækja lifandi sauði til Gránufélagsins. Fór skipið aftur þrem dögum síðar með 1341 sauð. Áður hafði það sótt farm með 954 sauðum til Djúpavogs og Eskifjarðar sem Gránufélagið hafði keypt fyrir Robert Slimon kaupmann í Leith á Skotlandi. Í þriðju ferðinni var skipið væntanlegt til Seyðisfjarðar 3. október eftir farmi af lifandi sauðum. 43 Þá 39 Austri 3. september 1884 bls ; Verslunarskýrslur N.-Múlasýslu. 40 Austri 13. apríl 1886 bls Skýrslur um landshagi á Íslandi 1858 bls. 85 og 588, 1866 bls. 615, 1870 bls. 131, 409 og , 1875 bls Sama 1858 bls. 619, 1866 bls. 544 og 549, 1870 bls. 79, 83, 367, 615 og 889, 1875 bls. 191, 421, 787 og Norðanfari 4. október 1878 bls. 96.

17 16 sagði blaðið Norðlingur 22. október 1881 að Slimon stórkaupmaður hefði um haustið flutt fjóra skipsfarma lifandi fjár frá Norður- og Austurlandi og borgað mest í gulli og með ódýrum nauðsynjavörum. 44 Kvað blaðið sauðakaupmanninum takast betur að bæta úr hinu mikla peningaleysi landsmanna en sjálfu Alþingi voru. Austri hóf göngu sem fyrsta blað á Seyðisfirði 22. desember Fyrsta tölublaðið skýrði frá fjártöku með langminnsta móti við Austfjarðaverslanir, þrátt fyrir hátt kjötverð. Stafaði það af fjárfækkuninni í harðærinu síðustu ár og almennt góðum heyfeng síðastliðið sumar svo menn lóguðu sem minnstu af gripum sínum. Þá keyptu Englend-ingar lifandi fé á háu verði, því það var mjög vænt undan sumrinu. Fluttu þeir út af Seyðisfirði rúmlega 1400, flest sauði og gáfu kr. 26 fyrir þá vænstu. 45 Austri upplýsti í októberlok 1885 að skoskt félag hefði um 9-10 ára skeið sent hingað menn til kaupa á lifandi fé. Verðið var litlu minna en vanalega eða kr fyrir sauði. Vildu flestir fremur selja Skotum en reka féð til slátrunar. Þeim bauðst því mun fleira fé en undanfarin haust og höfðu nú flutt út úr Múlasýslum tæplega 7000 fjár á tveim skipum. Einn fjárkaupmannanna eystra kvað þá flytja um fjár úr landinu þetta árið: Það nemur allt að ½ millión króna. Að vísu gengur mikið af andvirði fjárins upp í skuldir til kaupmanna. En þrátt fyrir það koma þó fjarska miklir peningar inn í landið fyrir þessa fjársölu til Skota. Og í því tilliti verður stórmikill hagur af komu þessara fjárkaupmanna hingað til lands, því meiri sem peningaeklan er víða svo tilfinnanleg. 46 Akureyrarblaðið Lýður sagði í ársbyrjun 1890 að John Coghill umboðsmaður Slimons í Leith hafi um haustið keypt hérlendis 1100 hross og fjár. Gaf hann kr. 50 fyrir hrossið og kr. 15 fyrir kindina. Auk þess keypti Louis Zöllner í Newcastle nálægt fjár og Georg Thordahl Þá upplýsti Austri haustið 1891 að Sigurd Johansen kaupmaður á Seyðisfirði hafi keypt á níunda hundrað sauði á fæti á Héraði fyrir kr hvern sauð. Sendi hann féð með gufuskipinu Constantin til Zöllners stórkaupmanns í Newcastle, en þeim sauðum sem ekki komust fyrir í skipinu lét Johansen slátra á Seyðisfirði. Með Constantin sendi pöntunarfélag Héraðsmanna 3160 kindur og átti Jón Bergsson sveitakaupmaður á Egilsstöðum um 200 þeirra. Hafði pöntunarfélagsféð forgang á rúmi í skipinu sem fór héðan með 3780 fjár. 48 Útflutningurinn á lifandi fé til Bretlandseyja hafði þá aukist verulega á síðustu tveim áratugum. 44 Norðlingur 22. október 1881 bls Austri 22. desember 1883 bls Sama 30. október 1885 bls Lýður, blað á Akureyri, 12. janúar 1890 bls Austri 12. október 1891 bls. 28.

18 17 SÍLDVEIÐAR NORÐMANNA Á AUSTFJÖRÐUM Eftir miðja nítjándu öld fóru skipstjórar á timburflutningaskipum að skýra frá síldargöngum við Íslandsstrendur. Vakti þetta athygli í Noregi og nokkur félög í Bergen gerðu hér árangurslitlar síldveiðatilraunir. Albert Jacobsen kaupmaður í Mandal hafði þá árum saman sent kaupskip til Íslands með timbur o.fl. Vorið 1867 sendi hann einnig skútu með tómtunnur, salt og síldarnætur til Seyðisfjarðar. Jacobsen keypti strandlóð við fjarðarbotninn og leiðangurinn lá þar allt sumarið. Mandalittar versluðu, lögðu síldarnætur og söltuðu síld. Þessi fyrsta tilraun þeirra til síldveiða hér tókst vel og aflinn varð 300 tunnur af ágætri síld. 49 (Sjá töflu á bls. 80). Veiðiágóðinn rýrnaði þó vegna hárrar sektar dönsku stjórnarinnar fyrir ólöglegar fiskveiðar. Jacobsen gafst þó ekki upp. Ásamt Carl Lund og fleiri fjármálamönnum í Mandal stofnaði hann nú Mandals Fiskeriselskab með yfir króna hlutafé. Staðfesting var fengin á mögulegum síldveiðum við Ísland. Næsta skref var að útvega sér leyfi til veiðanna. Reyndist aðalskilyrðið að taka upp íslenskt ríkisfang og búa á Íslandi stóran hluta ársins. Til þess varð að reisa nauðsynleg sjóhús og íveruhús á Seyðisfirði. Vorið 1868 sendi nýja félagið þrjár skútur til Íslandsveiða: Capella og Draupner, báðar frá Mandal og Peter Roed frá Holbech í Danmörku. Hvert skip var rúmar 40 smálestir að stærð. Weyergang útgerðarmaður í Mandal tók einnig þátt í leiðangrinum með tveimur skipum sínum, briggskipinu Caroline og skonnortunni Sleipner. Leiðangurstjóri Weyergangs var Otto Wathne skipstjóri á Sleipner. Frá Mandal höfðu öll skipin meðferðis timbur, salt, tómtunnur o.fl. sem til þurfti við húsbyggingar og síldarsöltun. Komið var við í Haugesund, keyptar tvær síldarnætur og ráðnir nótabassar, beykjar og vanir síldveiðamenn. 50 Síðan var stefnan tekin norðvestur til Seyðisfjarðar. Var leiðangur þessi fyrsti stærri landnótarleiðangur Norðmanna til síldveiða við Ísland. Þetta ár var innflutt frá Noregi 17 stk síldarnætur, 4218 stk síldartunnur og 102 þúsund stk steinhellur. 51 Eru það fyrstu heimildir um slíkan innflutning í Skýrslum um landshagi á Íslandi. Mandals Fiskeriselskab keypti nú stærri lóð við Seyðisfjarðarbotn næst lóð Jacobsens. Þar reisti félagið stórt hús er síðan kallaðist Kompaniet. Voru þrjár skútur sendar áfram til Eyjafjarðar með síldarnætur og fiskimenn. Þar lágu þeir lengi og biðu eftir síld, en urðu ekki varir. Sigldu skipin þá aftur til Seyðisfjarðar, stunduðu þar línuveiðar, veiddu þorsk og söltuðu. Otto Wathne festi kaup á sjávarlóð á Búðareyri sunnan fjarðarins. Þar byggði hann lítið hús og 49 Hovland bls ; Nielsen og Olsen bls Norðanfari 10. október 1868 bls. 55; Hovland bls. 13; Silfur hafsins-gull Íslands 1. bindi (2007), bls Nielsen og Olsen bls. 43; Skýrslur um landshagi á Íslandi 1870 bls. 856.

19 18 heljar mikla bryggju við bugt sem síðan nefndist Wathnesvík. Um miðjan október streymdu stórar síldartorfur inn í Seyðisfjörð. Náðu nótalögin að loka margar þeirra inni og unnu látlaust við að háfa upp síldina. Höfðu Norðmennirnir saltað 2400 tunnur er á skall stórstormur. Síldarlásarnir rifnuðu og afgangurinn síldarinnar hvarf, ca tunnur. 52 Íslendingar undruðust að norskir fiskimenn skyldu sigla langt yfir hafið til síldveiða. Þeim sem græddu nokkrar krónur fyrir lóðarleigu eða síldarvinnu líkaði þetta þó vel. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði innheimti spítalaskatt af síldveiðunum sem af öðrum veiðum og nam hann 27,5 aurum af hverri tunnu saltsíldar. Norðmönnum fannst þetta ósanngjarnt, því hvorki var þá læknir né spítali á staðnum. Að öðru leyti voru ekki komin nein lög um síldveiðar hérlendis. 53 Seyðisfjarðarsíldin var óvanalega stór og feit og seldist í Stokkhólmi fyrir allt að kr. 40 tunnan. (Sjá töflu á bls. 80). Mandalittar héldu veiðunum áfram og höfðu skip, mannskap og síldarnætur í Seyðisfirði hvert einasta sumar. Í apríl 1869 gerðu þeir út þrjú nótalög til síldveiða hér. Eitt af þeim var frá Albert Jacobsen. Skútan Aurora sigldi frá Mandal 20. apríl 1869 með 2 færdiggjorte husbygninger, parti Trælast, 20 ½ Tönde Salt fyrir Jacobsen. Erindreki hans hét Thomas Carl Abrahamsen og var með tvö skip. Byggði hann tvö hús á Seyðisfirði og hafði mikinn trjávið til sölu á hagstæðu verði. Norðmenn tóku þegar að byggja hús og bryggjur, smíða tunnur og fleira til undirbúnings síldveiðunum. Annað nótalagið var frá Andersenfélaginu og hafði tvö skip. Þau sigldu áleiðis norður á Eyjafjörð en komust aðeins á Borgarfjörð vegna hafíss og urðu að snúa aftur til Seyðisfjarðar. 54 Andersensmenn höfðu rúg og seldu hann upp um haustið á móti kjöti. Um sumarið reittu þeir nokkuð af fiski á línu, líkt og heimamenn. Þriðja nótalagið var frá Weyergang með sömu tvö skipin og árið áður. Stjórnandi var sem fyrr Otto Wathne skipstjóri. Lagði hann bæði Sleipner og Caroline við festar í Wathnesvík. Kom Wathne með allmikinn trjávið til sölu er seldist upp, því verðlagið var betra en áður hafði þekkst. Í Caroline var lítil krambúð með ýmsum verslunarvarningi. Um haustið kom fólk ríðandi úr nærliggjandi byggðalögum til að versla við Norðmennina, því verðlagið var hagstætt. Þeir tóku við kindakjöti og borguðu með peningum og korni. Gærur tóku þeir allar, en bændur urðu að raka þær sjálfir og fengu til þess áhöld og góðgjörðir hjá þeim norsku. 55 Verslunin gekk vel. Stórviðri skall á í Seyðisfirði 30. október Klettur við Búðareyri með landfestum Caroline og Sleipner valt í sjóinn. Sleipner rak á land norðan fjarðarins, brotnaði og eyðilagðist. 52 Hovland bls Hovland bls. 13; Matthías Þórðarson (1939): Síldarsaga Íslands bls Norðanfari 29. janúar 1870 bls. 9; Verslunarskýrslur N.-Múlasýslu; Nielsen og Olsen bls Tønnes Wathne skjalasafn; Norðanfari 29. janúar 1870 bls. 9 og 10. febrúar 1870 bls. 13.

20 19 Caroline dró akkeri sín út fjörðinn og rak til hafs. Hvalveiðaskipið Thomas Roys í eigu Hammersfélagsins danska var þá á Seyðisfirði. Þegar veðrinu slotaði sigldi það út fjörðinn, fann Caroline og dró til hafnar í Seyðisfirði. Caroline sigldi síðan heim til Mandal. Danski hvalfangarinn sigldi einnig heimleiðis. Otto Wathne tók sér far með honum til Mandal. 56 Um haustið biðu Norðmenn eftir síldinni, en hún kom aldrei og annar afli var rýr. Fóru þeir þá heimleiðis við bága kosti. Árið 1870 var óveruleg síldveiði hérlendis. Mandalittar höfðu tvö nótalög í Seyðisfirði sem Abrahamsen og Andersen veittu forstöðu. Seyðisfjarðarbréf í Norðanfara 19. nóvember kvað Norðmenn hafa siglt héðan fyrir tveim dögum og verið létthlaðna. (Sjá töflu á bls. 80). Bágt væri hve illa gengi með úthald þeirra, því ef vel gengi gæti það orðið öðrum hér til gagns: Abrahamsen, seldi hjer allmikið af trjávið og kolum, en keypti aptur töluvert af slátri, og bætir það máske úr aflaleysinu hans. Andersen hefir keypt töluvert af slátri fyrir peninga og reitt nokkuð af fiski. En af síld minnir mig að þeir hafi fengið að eins hjer um tunnur samtals. 57 Árið 1871 var einnig mjög síldarlítið og norsku fiskimennirnir fóru nær tómhentir heim aftur. Alþingi útbjó þá fyrstu lagasetningu um síldveiðar hérlendis. Þar sagði m.a.:... að hverjum þeim manni, sem hefur rjett til þess að fiska í landhelgi, skuli heimilt að króa af síld og upsa með nót, upp að landi annars manns og draga veiði þar á landi, svo megi hann setja þar veiðigögn sín á land og salta niður aflann, en fyrir þetta eigi hann að greiða 4% í landshlut af veiðinni. 58 Lögin voru samþykkt af konungi 15. febrúar Aðeins danskir og íslenskir ríkisborgarar höfðu þessi réttindi. Auðvelt var þó að verða sér úti um slíkan rétt. Hver sýslumaður seldi borgarabréf á kr. 4 og viðskiptaborgarabréf á kr. 50. Skýrslur um landshagi á Íslandi greina frá eftirfarandi saltsíldarútflutningi frá Norður- Múlasýslu: Árið tunnur af 121 frá öllu landinu tunnur af tunnur af tunnur af 138. Og tunnur af jafnmörgum frá öllu landinu. 59 Mandalittar veiddu síldina mest í landnætur í Seyðisfirði, en sumarið 1872 notuðu Jacobsen og Lund nær eingöngu lagnet. Seyðisfjarðarbréf í Norðanfara í september upplýsti að þeir 56 Matthías Þórðarson bls ; Tønnes Wathne skjalasafn; Norðanfari 29. janúar 1870 bls Norðanfari 19. nóvember 1870 bls Matthías Þórðarson bls Skýrslur um landshagi á Íslandi 1870 bls. 609 og 883, 1875 bls. 415, 781 og 789.

21 20 hefðu fengið reitings síldarafla. Annar fiskiafli var ágætur um sumarið. Bæði slúppan Mandal frá Lund og galeas Aurora frá Jacobsen sigldu heim um haustið með fullfermi af fiski og síld. Seldist síldin vel í Prússlandi. Annað Seyðisfjarðarbréf dags. 13. október sagði Mandalsmenn vera hér enn á einu skipi og hafa fengið drjúgan fiskiafla, en litla síld. 60 Höfðu þeir sem fyrr birgt heimamenn upp með timbri. Árið 1873 veiddu Norðmenn mikla síld í Seyðisfirði og Reyðarfjörður var einnig fullur af síld. (Sjá töflu á bls. 80). Fæstir heimamenn hugsuðu þó lengra en að útvega sér síldarbeitu öðru hvoru. Árið eftir var síldarlítið í íslenskum fjörðum. Seyðisfjarðarbréf í Norðanfara í febrúar 1875 sagði sjógæftir hafa verið sjaldgæfar. Fjártakan um haustið var hins vegar allmikil eða á tólfta hundrað kjöttunnur. Fimm aðilar keyptu, þ.á.m. Norðmenn. Um sumarið voru þeir hér á einu skipi, en hlutuðu með langminnsta móti. Svo kom annað norskt skip í miðri haustkauptíð með timburfarm til Gránufélagsins og töluvert af kolum, en tók slátur í staðinn. 61 Sumarsíldveiða var hvergi getið nema lítilsháttar á Austfjörðum. Reyðarfjarðarbréf dags. 24. júlí 1875 upplýsti um mikla síldveiði og margir bændur voru farnir að nota síldarlagnet. Í Seyðisfirði voru norsku fiskimennirnir byrjaðir síldveiðarnar og höfðu saltað um 300 tunnur. Enn stóðu um 600 tunnur síldar innilokað í lásum er unnið var við að taka upp og salta. Aflinn varð vel yfir meðallag, rúmlega 2000 tunnur, en síldin var strjál og lítið vart við hana seinni hluta sumars. 62 (Sjá töflu á bls. 80). Þetta ár yfirtóku Jacobsen og Lund Mandals Fiskeriselskab. Öll sumur og haust í átta ár höfðu norskir fiskimenn frá Haugesund og Karmøy veitt síld við Ísland fyrir Mandalsmenn. Orðsporið gekk um gang veiðanna og miklar síldargöngur er fyllt gátu hér heila firði. Áhugi norskra útgerðarmanna og kaupmanna fór stöðugt vaxandi. Vorið 1876 komu tvö síldarnótalög frá Skudeneshavn á Karmøy til Seyðisfjarðar. Stærsti þátttakandi leiðangursins var Sigvart Waage útgerðarmaður. Hann fyllti fleiri skútur með bátum, nótum, tómtunnum, salti og byggingarvið. Þegar leiðangurinn kom á áfangastað, byggðu þeir hús á Vestdalseyri. En þetta sumar og haust brugðust síldveiðarnar og skúturnar sigldu hálftómar heim. 63 Skúturnar frá Mandal og Skudeneshavn komu aftur næsta sumar. Bréf af Vestdalseyri dags. 18. júní 1877 sagði fiskiafla hafa verið nokkurn en beituleysi væri hið mesta mein. Norðmenn væru komnir fyrir fáum dögum og í dag hafi orðið vart við síld í fyrsta sinn þetta sumar. Mjóafjarðarbréf dags. 23. nóvember tjáði síldarafla hafa verið þar nokkurn og 60 Norðanfari 26. september 1872 bls. 91 og 2. nóvember 1872 bls. 110; Matthías Þórðarson bls Norðanfari 19. febrúar 1875 bls Matthías Þórðarson bls. 90; Hovland bls. 14; Norðanfari 26. október 1875 bls. 84 og 5. apríl 1876 bls Hovland bls. 15.

22 21 Norðmenn á Seyðisfirði hefðu fengið tunnur. 64 (Sjá töflu á bls. 80). Fréttir frá Íslandi kváðu allgóðan afla á Austfjörðum þetta ár: Þangað fóru um sumarið 2 þilskip úr Reykjavík með 4 báta, og öfluðu á þá sjötíu til áttatíu þúsundir af þorski og ýsu. 65 Snemma sumars 1878 lágu þegar mörg síldveiðaskip Norðmanna í Seyðisfirði og hófst þá útgerð þeirra hér fyrir alvöru. Stór aflahrota kom í júlí. Blaðið Skuld 19. júlí kvað mikla síldargegnd í Reyðarfirði og Eskifirði þetta vor, en lítið framtak heimamanna að nýta það. Undanfarið voru nokkrir þó farnir að veiða síld til beitu. Með síldarbeitu fékkst mokafli og fullhlóðu sumir jafnvel í einu kasti. Blaðið sagði góðan síldarafla í Seyðisfirði og Norðmenn þar búnir að fá 1600 tunnur. Aldrei hafði síldin komið svo snemma inn og hélt sig hér fram eftir hausti. Þetta varð stórveiði, minnst 3000 tunnur á hvert nótalag. 66 (Sjá töflu á bls. 80). Upp úr miðjum nóvembermánuði voru öll norsku skipin farin sökkhlaðin heim. Árið 1879 hófst hinn eiginlegi blómatími norsku síldveiðanna við Ísland. Um vorið útbjuggu Haugesundsmenn tvö nótalög til síldveiða hér: Hans Sundfør með þrjár eigin skútur og Mons Larsen í félagi við þrjá tengdasyni sína með fjórar skútur. Í júní komu þessar sjö skútur til Eskifjarðar. Engin þeirra hafði byggingarvið meðferðis, en skipstjórar Sundførsleiðangursins leigðu fjárhús til að uppfylla skilyrðið um hús í landi. Heimablaðið Skuld kvað Norðmenn þessa ætla að stunda síldarveiði á Eskifirði, en veiða þorsk á opnum skipum þar til síldin kæmi. Síld hefir síðustu árin gengið hér svo mikil, að vart mun neins staðar hér við land meira af henni, og er vonandi og óskandi að Norðmönnum gangi þetta vel í sumar, því þá ætla þeir sér að byggja hér og setjast að. 67 Blaðið sagði þetta geta haft mikla þýðingu fyrir sjávarútveg í sveitinni, bæði varðandi beitu o.fl. Um sumarið var síldin strjál og stygg, minni en árið fyrr og alveg horfin um mánaðamót ágúst-september. Haugesundsmenn höfðu lítið samband heim, því Ísland hafði hvorki síma né ritsíma. Danska póstgufuskipið kom aðeins við á Eskifirði á fimm vikna fresti yfir sumarið. Bréf voru því oft send með öðrum skipum milli Íslands og útlanda. Nótalögin tvö í Eskifirði köstuðu ótt og títt, en fengu bara smáslatta af síld er saltaðir voru jafnóðum. Skuld upplýsti í september að Sundførsfélagið væri hætt þetta árið: 64 Norðanfari 6. júlí 1877 bls. 100 og 21. desember 1877 bls. 160; Matthías Þórðarson bls. 90; Skuld, blað á Eskifirði, 28. júlí 1877 bls Fréttir frá Íslandi, ársrit í Reykjavík, 1877 bls Skuld 19. júlí 1878 bls ; Matthías Þórðarson bls. 90; Norðanfari 14. september 1878 bls. 92 og 18. desember 1878 bls Hovland bls. 16; Skuld 5. júní 1879 bls. 196.

23 22 Þeir létu mæla sér út lóð, áð[u]r en þeir fóru, og ætla að byggja þar að ári; þeir létu eftir nótabát sinn hér. Ið annað síldarfélag norska, sem ken[n]t er við La[r]sen, hefir áð[u]r í sumar sent eitt skip heim með síld, en þrjú liggja hér enn. La[r]sen hefir ekki leyst borgarabréf enn, að vér ætlum, en aft[u]r mun það félag ætla að vitja hingað að ári. 68 Félögin tvö höfðu veitt mestallan tímann í samfélagi og fengið alls um 1700 tunnur síldar. Um haustið þegar norsku veiðimennirnir voru farnir heimleiðis, kom síldarganga inn á Eskifjörð: Síld virtist að ganga talsvert hér í fjörðinn í haust, en Norðmenn voru þá farnir heim héðan. Munu þeir láta sér víti sín að varnaði verða næsta ár, bæði með að fara of snemma heim og annað ólag, er á var útgerð þeirra í ár. 69 Í októberbyrjun 1879 fyllti síldin alla voga og víkur í Seyðisfirði. Hér lágu enn mörg norsk nótalög. Þau köstuðu og börðust við að loka inni síldina, því torfurnar voru þéttar sem grautur. Of þröngt varð í lásunum og rýma varð til að síldin dræpist ekki af súrefnisskorti. Fólk í nærliggjandi byggðarlögum fékk skilaboð að koma og sækja sér ókeypis síld. Aldrei höfðu Norðmenn aflað svo mikið. Nótalögin náðu að salta 8000 tunnur af þessari góðu haustsíld þó mikið færi til spillis. 70 Samkvæmt Skuld var svo mikið af síld í Seyðisfirði þetta haust, að Norðmenn gátu ekki hirt veiði sína sökum tunnuleysis og saltleysis. Norðanfari upplýsti að þeir hefðu fengið um 9000 tunnur síldar haustið (Sjá töflu á bls. 80). Þótti það vel fiskað eins og líka var. En ekki voru allir heimamenn jafnánægðir með gang mála. Í Seyðisfjarðarbréfi í Norðanfara 20. desember lýsti einn þeirra eftirfarandi skoðun sinni: Norðmenn hafa víst aflað hjer yfir 8000 tunnur af síld; og er það ekkert smáræði, og þar að auki hafði dáið svo þúsundum skipti í nótunum, en slíkt ætti eigi við að gangast framar. Það ætti að vera óhjásneiðanleg skylda þeirra jafnan að hafa næg ílát og áhöld, svo að þeir þyrftu ekki að myrða síldina þannig að óþörfu og engum til nota. 72 Fregnir er bárust til Noregs af haustsíldveiðum við Ísland báru vott um mikla og ónotaða uppsprettu. Stöðugt fleiri norskir útgerðarmenn fengu áhuga á þessum veiðum. Veturinn voru margir nýir Íslandsleiðangrar í undirbúningi. Norðmenn áttu enn fá gufuskip til 68 Skuld 21. september 1879 bls Sama 27. nóvember 1879 bls Hovland bls. 17; Norðanfari 20. desember 1879 bls. 120 og 8. janúar 1880 bls Skuld 27. nóvember 1879 bls. 296; Norðanfari 29. janúar 1881 bls Norðanfari 20. desember 1879 bls. 120.

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar

4 helgi eða hafnir annara ríkja. Af þessu ferðalagi skipsins leiða eðlilega fjöldamargar sjerreglur. - Til þess að hægt sje að skilja og skýra þessar A. Inngangur. Forsendur. I. Sjórjettur. 1. Sjórjetturinn er lögin um siglingar. Öll þau lög (í víðustu merkingu), sem eiga rætur sínar í sjerkennum siglinga, eiga eftir eðli sínu heima í sjórjettinum.

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum

Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 Sameiginlegur formáli Hér verður ekki farið mikið út í eðli norðurljósa almennt eða sögu rannsókna á þeim. Margar bækur eru til um þau

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari

Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri og síðari Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770 1771 og síðari 1785 1787 Hrefna Róbertsdóttir Í Þjóðskjalasafni Íslands eru varðveitt skjalasöfn hinna svokölluðu

Læs mere

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands

Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Hugvísindasvið Gestur og gestgjafi Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur og fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands Ritgerð til B.A.prófs Áslaug Lovísa Bílddal Gunnarsdóttir Janúar 2011

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir. Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Brennisteinsvinnsla í tíð Innréttinganna Kvartanir og tillögur til úrbóta 1. Inngangsorð Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Forkaupsréttarsniðganga

Forkaupsréttarsniðganga Forkaupsréttarsniðganga Þorvaldur Hauksson og Helgi Áss Grétarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2015 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627

Þorsteinn Helgason. Stórtíðinda frásögn. Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Þorsteinn Helgason Stórtíðinda frásögn Heimildir og sagnaritun um Tyrkjaránið á Íslandi árið 1627 Magistersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands Haustið 1996 Umsjón Anna Agnarsdóttir 1 Formáli Ritgerðin,

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu

Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu Nanna Þorbjörg Lárusdóttir Skjalasafn amtmanns yfir landinu öllu 1688-1770 Embættið og uppbygging skjalasafnsins Rit Þjóðskjalasafns Íslands Rannsóknir á skjölum og skjalasöfnum NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna

Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Þróun löggjafar um fæðingarorlof á Norðurlöndum og reynsla þjóðanna Fríða Rós Valdimarsdóttir Jafnréttisstofa Borgum 600 Akureyri tel: 460 6200 fax: 460 6201 email: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?

Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Hugvísindasvið Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn? Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar Ritgerð til M.A.-prófs Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Eyrarbakki. Sjá götukort

Eyrarbakki. Sjá götukort Eyrarbakki Nafn Eyrarbakka er nátengt siglingum og viðskiptum sunnlendinga við umheiminn. Að fornu var nafnið Eyrar samheiti um alla strandlengjuna frá Ölfusá að Þjórsá. Á 14. öld fær þetta sama svæði

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Yfir 30 kílóa þorskur í netaralli. Framúrskarandi >> Í VEIÐIFERÐ MEÐ STÆRSTA LÍNUSKIPI HEIMS

Yfir 30 kílóa þorskur í netaralli. Framúrskarandi >> Í VEIÐIFERÐ MEÐ STÆRSTA LÍNUSKIPI HEIMS >> Í VEIÐIFERÐ MEÐ STÆRSTA LÍNUSKIPI HEIMS ÍSLENDINGAR TAKA ÞÁTT Í VÖRUÞRÓUN UM BORÐ Í FRØYANES >> 6 fimmtudagur 11. apríl 2013 15. tbl. 31. árg. Lítið fyrir veiðunum haft Vetrarvertíðin hefur gengið mjög

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Saga og eiginleikar danskra íbúðalána

Saga og eiginleikar danskra íbúðalána Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 13. árgangur, 2. tölublað, 2016 Saga og eiginleikar danskra íbúðalána Helgi Tómasson 1 Ágrip Danskur skuldabréfamarkaður er mjög þróaður og hlutfallslega stór miðað

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Frumvarp tdl laga. (Lagt fyrir alþingi 1916).

Frumvarp tdl laga. (Lagt fyrir alþingi 1916). Frumvarp tdl laga um heimild fyrir ráðherra Islauds til að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt 4. gr. laga nr. 66, 10. név. 1905 eg lögum 9. sept. 1915. (Lagt fyrir

Læs mere

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri

Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri Hugað að klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri eftir Þorkel Jóhannesson & Óttar Kjartansson Inngangur Klaustur er komið úr latínu, claustrum, og merkir nánast innilokaðan stað ætlaðan til tilbeiðslu. Klaustur

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi

Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Hugvísindasvið Upphaf lútherskrar siðbótar í helgihaldi á Íslandi Þýðing Gissurar Einarssonar á messu- og predikunarákvæðum kirkjuordinansíu Kristjáns 3. Ritgerð til MA-prófs í guðfræði Þorgeir Arason

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð

Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Gagnkvæmnisskilyrðið við skuldajöfnuð Innan skipta og utan BA-ritgerð í lögfræði Steinunn Pálmadóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Heiðar Ásberg Atlason Júní 2013 Steinunn Pálmadóttir Gagnkvæmnisskilyrðið

Læs mere

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere