Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu"

Transkript

1 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN Upplag: eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir miklu talnasafni sem gjarnan fylgir bókhaldi og rekstrargreiningu. Hjá BsA er búið að skoða ýmis gögn um rekstur í gegnum árin og m.a. hefur rekstrargreiningin sýnt okkur að austfirskir bændur eyða undantekningarlítið miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu samanborið við best reknu búin. Í fáum orðum sagt - fóðuröflun hér virðist vera dýr - þó að vissulega eigi það ekki við um öll bú," segir Jón Atli Gunnlaugsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Jón segir ástæður eflaust breytilegar eftir búum. Að vísu þarf að hafa í huga að tekjur af búskap verða yfirleitt ekki til nema að lagt sé í kostnað, en góður rekstur miðar að því að nýta aðföng sem best til öflunar tekna. Líklega hefur mikil heyöflun í sumar valdið einhverjum kostnaðarauka, segir Jón og hvetur til þess að skoða vandlega hversu vel er hægt að nýta umframhey og einnig hvort hægt sé að nýta búfjáráburð betur - og þar með að lágmarka áburðarkaup. Er ekki möguleiki að lækka rekstur búvéla að einhverju marki á næsta ári og áfram? Dæmi eru um að sameign véla og jafnvel verktakavinna hafi lækkað kostnað bænda við fóðuröflun umtalsvert og hvers vegna ekki líka í þessum landshluta, spyr Jón Atli og hvetur bændur einnig til að nota tölvur og þau forrit sem geta komið þeim að notum varðandi rekstur búanna. Þar mætti nefna áburðar- og fóðurforrit auk forrita til áætlunargerðar. Yfirleitt standa einhver námskeið til boða í meðferð þessara forrita og þess utan geta ráðunautar oft komið mönnum á sporið. Sé tölvan fyrir hendi á bænum - ekki láta hana standa atvinnulausa - hún á að vera til hagsbóta, segir Jón Atli. Sjá grein eftir Jón Atla á vefnum og í fréttabréfi Búnaðarsambands Austurlands. Stutt í þúsundasta áskrifandann Áskrifendum WorldFengs hefur fjölgað um 110 frá því 23. júní sl. og eru þeir nú alls 914. Íslendingar eru fjölmennastir sem fyrr eða 514. Svíar eru næst fjölmennastir eða 91 og fast á hæla þeim koma Þjóðverjar með 90 áskriftir. Danir eru ekki langt að baki en 87 áskrifendur eru í Danmörku. Norðmenn eru í fimmta sæti með 43 áskrifendur. Fjöldi áskrifenda í öðrum löndum er sem hér segir: Bandaríkin 25, Holland 18, Sviss 12, Austurríki og Finnland 9 og önnur lönd 16. Lakasti kosturinn er að urða rúlluplastið Heildarnotkun á plasti til heyverkunar var 1600 til 1800 tonn á síðasta ári Í samræmi við lög sem sett voru í lok árs 2002 ber að greiða úrvinnslugjald af ýmsum vöruflokkum þar á meðal af plastfilmu til heyverkunar. Gjaldskyldan af plastinu tekur gildi um áramót og verður kr. 25 á kg sem innheimt er af innflutnings- eða söluaðila. Áætlað er að heildarnotkun á plasti til heyverkunar hafi árið 2002 verið tonn. Gjaldið rennur til Úrvinnslusjóðs sem starfar samkvæmt áðurgreindum lögum. Honum er ætlað að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu á úrgangi. Grétar Einarsson, bútæknideild RALA, segir í grein sem birtist á vefnum að í verðlagsgrundvelli við mjólkurframleiðslu (1. nóvember 2002) sé gert ráð fyrir að kostnaður við kaup á rúlluplasti sé kr "Frá sjónarhóli hins einstaka bónda er um þónokkrar upphæðir að ræða sem verða greiddar til Úrvinnslusjóðs. Af þessum tölum má ætla að keypt séu um 900 kg af plastfilmu á umrætt bú. Miðað við þær upplýsingar er nú liggja fyrir í viðaukalögum varðandi umsýslugjald er gert ráð fyrir 25 kr./kg eða um kr á bú. Að frádregnu umsýslugjaldi má Svona má ekki sjást í sveitum landsins. í fljótu bragði ætla að ríflegt svigrúm sé fjárhagslega til að flytja umbúðirnar frá notendum á móttökustöð. Til að fá hvata í úrvinnslukerfið þyrfti því við endurskoðun laganna að kanna hvort ekki er grundvöllur fyrir skilagjaldi. Það yrði fyrst og fremst til þeirra aðila sem skila umbúðunum í flytjanlegum og vel frágengnum einingum á móttökustöð." Ýmsir valkostir hafa verið til skoðunar á endurnýtingu á heyverkunarplasti á undanförnum árum og skoðanir nokkuð skiptar. Að mati Grétars er lakasti valkosturinn yfirleitt valinn - eða að urða plastið með óskipulegum hætti. Ef plastinu væri komið til brennslu í þar til búnum ofnum má ætla að brúttó orkuverðmæti plastsins sé miðað við árssölu um milljónir króna. Samkvæmt mengunarvarnarreglugerð er sorpurðun og sorpbrennsla háð starfsleyfi. Því er óheimilt að urða framleiðsluúrgang nema á viðurkenndum urðunarstöðum en úrgangsplast í landbúnaði fellur undir þann flokk. Einnig er brennsla framleiðsluúrgangs óheimil nema í viðurkenndri brennslustöð með starfsleyfi. Urðun eða brennsla plasts hjá hverjum notanda er því með öllu óheimil. Þetta fallega fjall heitir Hatta og blasir við í austurátt úr Reynishverfi í Vestur-Skaftafellssýslu, lengst til hægri á myndinni er Hrafnatindur. Það var Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal, sem tók myndina. Hann segir að uppi á fjallinu sé varða sem talið er að hafi á sínum tíma verið reist sem mið fyrir sjómenn. Sömuleiðis er á fjallinu endurvarpsstöð fyrir talstöðvarsamband. kemur næst út 11. nóvember. Auglýsendur eru hvattir til að hafa samband sem fyrst til að tryggja sér gott pláss á góðum stað. Síminn er

2 ar. 2 Þriðjudagur 28. október 2003 Hestamenn og ferðaþjónustubændur í samstarf Landsmót hestamanna ehf., Landssamband hestamannafélaga og Ferðaþjónusta bænda undirrituðu á dögunum samstarfssamning vegna landsmóta hestamanna og annarra kynningarmála. Í samningum kemur fram að aðilarnir munu sameinast um að kynna verkefni hvers annars og skiptast á auglýsingum og kynningarefni, auk þess að sameinast um dreifingu á slíku efni víða um heim. Einnig munu verða settar upp tengingar á heimasíður þeirra á netinu og áhersla lögð á jákvætt samstarf aðilanna, enda eiga verkefnin vel saman. Samningurinn gildir fyrir næstu þrjú landsmót eða til ársins Samningsaðilar munu funda árlega til að endurskoða samstarfið og skipuleggja framtíðina. Undir samninginn rituðu Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður LH, Lárus D. Pálsson, framkvæmdastjóri Landsmóts og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður Eðlilegt að landbúnaðarháskólarnir falli undir menntamálaráðuneytið,,mér finnst að allir skólar á háskólastigi eigi að falla undir menntamálaráðuneytið en ekki fagráðuneyti. Það væri eðlileg samhæfing á skólakerfi landsins," sagði Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður í samtali við Bbl. Hún hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til landbúnaðarráðherra þess efnis hvort uppi séu áform um að flytja yfirstjórn landbúnaðarháskólanna á Hvanneyri, Hólum og Garðyrkjuskólann frá landbúnaðarráðuneyti til menntamálaráðuneytisins. Guðrún sagðist verða vör við það að fólk undrist að þessir skólar skuli ekki heyra undir menntamálaráðuneytið. Hún sagðist leggja fyrirspurnina fram til þess að fá svör við því hvort það sé á döfinni að fella þessa skóla undir menntamálaráðuneytið.,,að láta landbúnaðarskólana falla undir landbúnaðarráðuneytið er ákvörðun frá gamalli tíð og maður hlýtur að spyrja hvort það eigi að vera svo um aldur og ævi. Ég er ekki að segja að það fari illa um skólana hjá landbúnaðarráðuneytinu heldur er þetta bara spurning um samræmda stefnu í menntamálum," sagði Guðrún Ögmundsdóttir. Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, sagði að umræða um að flytja landbúnaðarháskólana undir menntamálaráðuneytið hefði komið upp öðru hvoru á undanförnum árum og því komi hún ekkert á óvart nú.,,mín skoðun er sú að þessir skólar séu landsbyggðinni og framtíð landbúnaðarins ákaflega mikilvægir og á því hefur ríkt fullur skilningur hjá landbúnaðarráðherra. Hann hefur eflt háskólastarf bæði á Hólum og hjá Garðyrkjuskólanum sem ég tel skýrt merki um þann skilning sem nú ríkir í landbúnaðarráðuneytinu um mikilvægi skólanna. Ég vil líka taka fram að við höfum átt mjög farsælt samstarf við háskóla sem eru undir menntamálaráðuneytinu," sagði Skúli Skúlason. Haukur Tryggvason, Mýri í Bárðardal, var að snyrta hófa á hrossi einu á Hólum í Hjaltadal þegar Bbl. kíkkaði inn í hesthús. Einstaklingsmerkingar nautgripa Einstaklingsmerkingar nautgripa eru nú komnar til framkvæmda. Til að þær gangi sem best fyrir sig þurfa kúabændur að skila mjólkurskýrslum reglulega og skrá á þær númer allra kálfa sem settir eru á til lífs (lengur er 30 daga). Kaupi kúabændur gripi, færa þeir upplýsingar á bakhlið skýrslunnar um hvaðan gripurinn kom og hvaða dag. Selji kúabændur gripi til lífs, færa þeir upplýsingar um sölu bæði framan og aftan á skýrslublaðið og aftan á blaðið hvert gripurinn fór og hvenær /BúnVest. Skyldumerkingar hrossa Samkvæmt reglugerð nr. 463/2003 skulu öll ásetningsfolöld, fædd eftir 1. janúar 2003, vera einstaklingsmerkt við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Hvað varðar sláturhross skulu folöld sem slátrað er fyrir 10 mánaða aldur auðkennd þannig að fæðingarnúmer móður er gefið upp við slátrun. Með einstaklingsmerkingu er átt við ör- eða frostmerkingu sem viðurkennd er af Bændasamtökum Íslands. Einfaldasta leiðin til að koma reglu á skráningu hrossa er að vera þátttakandi í skýrsluhaldskerfi Bændasamtaka Íslands og er þá bæði átt við þá sem ala folöld til ásetnings og slátrunar. /BúnVest. Hrútadagur 31. október Samkvæmt reglugerð nr. 709/2003 um breytingu á reglugerð nr. 484/1998 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða þarf að vera búið að slátra hrútlömbum fyrir 1. nóv. til þess að þau megi auðkenna með bókstafnum D. Reglugerðina er upplagt að skoða á Vefnum á /BúnVest. Margar hendur vinna létt verk - og ekki er verra ef stórvirkir kranar koma til aðstoðar! Hey til uppgræðslu Fyrr í mánuðinum lögðu sex flutningabílar og ein dráttarvél af stað frá Hellu áleiðis að Hafrafelli. Farmurinn var 210 heyrúllur ætlaðar til uppgræðslu. Forsaga málsins er að Jón Ingi Guðmundsson forstöðumaður áhaldahússins á Hellu hafði samband við verktaka á svæðinu og leitaði eftir tilboðum í flutning á heyi til uppgræðslu. Þeim fannst hugmyndin góð, ákváðu að leggja endurgjaldslaust til sex flutningabíla og dráttarvél. Heyið var sett í rofabörð við Selflöt og á vikurspildur við Hafrafell. Vonandi tekst vel til með uppgræðsluna. Sjálfboðaliðarnir eiga þakkir skildar fyrir góðverkið við landið okkar. Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum voru Pierre Davíð Jónsson hjá Grafvélum, Árni Pálsson á Rauðalæk, Magnús Kristjánsson, Helluverki, Vilhjálmur Þórarinsson, Litlu-Tungu, Jón Ingi Guðmundsson og Ingi Hlynur Jónsson. Fjarskiptamál í Norður-Þingeyjarsýslu enn í ólestri Ljósleiðarinn lagður fram hjá Kópaskeri og Raufarhöfn Enn einu sinni er komin fram á Alþingi fyrirspurn um úrbætur í fjarskiptamálum í Norður- Þingeyjarsýslu en fyrirspurn þessa efnis hefur komið fram mörg undanfarin ár. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið manna ötulastur að spyrja um málið og það er hann sem gerir það að þessu sinni. Ætíð hefur svarið verið á þá leið að ekki sé langt í úrbætur en nákvæmlega ekkert hefur gerst í þessum efnum að sögn Elvars Árna Lund, sveitarstjóra Öxarfjarðarhrepps. Það eru Kópasker og Raufarhöfn sem verst eru sett í þessum efnum. Ljósleiðarinn sem liggur til Þórshafnar var látinn sveigja fram hjá þessum tveimur stöðum og tekur sveiginn við Lund í Öxarfirði og yfir Öxarfjarðarheiði til Þórshafnar aðeins 20 til 30 km frá Kópaskeri. Koparþræðir sem liggja til Kópaskers eru komnir til ára sinna og anna ekki lengur álaginu. Elvar Árni sagðist hafa rætt við yfirmann fjarskiptanets Símans fyrr á þessu ári og spurst fyrir um hvenær búast mætti við ljósleiðara til Kópaskers.,,Svarið sem ég fékk var á þá leið að þetta yrði skoðað. Málið væri á áætlun en ekki væri búið að samþykkja það af stjórn Símans. Mér skilst að kostnaðurinn við að leggja ljósleiðara til Kópaskers séu rúmar 20 milljónir króna. Síðan kosti næsta skref á milli 15 og 20 milljónir króna en það er að taka ljósleiðarann upp á Snartastaðarnúp og þar settur upp sendir með örbylgju fyrir Raufarhöfn. Sömuleiðis yrði tekin örbylgja frá Þórshöfn, upp á Viðarfjalli, fyrir Raufarhöfn sem þá væri komin í tvöfalt örbylgjusamband sem er viðunandi. Þessi heildarframkvæmd hljóðar upp á 35 til 40 milljónir króna," sagði Elvar Árni. Elvar Árni segir að koparlínurnar í Núpasveitinni séu orðnar svo lélegar að yfir sumarið þegar álagið er mikið truflist símasamband ef bóndi á ákveðnum bæ setur rafmagnsgirðingu sína í samband.,,þetta vita þeir hjá símanum. Ástæðan fyrir þessu er sú að á koparnum eru magnarar sem eru raftengdir og ef rafmagnsgirðing er sett í samband hefur það áhrif á þá. Svona gamalt og lélegt er þetta kerfi orðið," sagði Elvar Árni. Ekki á næsta ári Bergþór Halldórsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Símans, sagði að hann ætti ekki von á því að framkvæmdir á fjarskiptasviði í N-Þingeyjarsýslu verði á dagskrá á næsta ári. Hann sagði að ástand fjarskiptamála á þessu svæði gæti verið betra en sagðist þó vera þess fullviss að ástand þeirra væri ekki jafn slæmt og menn á svæðinu vildu vera láta. Það væri m.a. ástæða fyrir því að ekki hafi verið hafist handa með framkvæmdir á svæðinu, framkvæmdir sem myndu kosta tugi milljóna króna.

3 Þriðjudagur 28. október Einkorna gæðaáburður frá Hydro Áburðartegundir og verð í nóvember 2003 Efnainnihald % TEGUND Nóv. verð N P K Ca Mg S B Cu Mn Mo Fe Zn Na Se Afsláttur frá júníverð 15% HYDRO-KAS TM (N 27) ,0 5,0 2,4 Kalksaltpétur (N 15,5) ,5 18,8 NP 26-3 (26-7) ,8 3,0 2,7 1,4 2,0 NP 26-6 (26-14) ,0 6,1 3,1 2,0 NPK ,6 1,6 6,0 0,8 1,4 4,0 0,02 NPK (24-9-8) ,0 3,9 6,6 2,0 2,0 NPK ,6 3,6 9,6 1,8 1,2 2,7 0,02 NPK ( ) ,0 5,2 6,6 3,7 2,0 NPK ,2 4,6 13,0 2,3 1,2 2,2 0,02 NPK ,6 6,6 10,0 3,3 1,4 2,0 0,02 NPK ,0 4,6 17,6 2,3 1,6 9,5 0,03 0,30 0,002 0,03 OPTI VEKST ,0 5,0 20,0 3,0 3,0 10,2 0,05 0,10 0,30 0,100 0,10 HYDRO-NS TM ,0 8,0 0,9 6,0 NPK Se ,0 2,6 8,3 1,3 1,0 3,6 0,02 2,4 0,001 Bórkalksaltpétur (N15,4) ,4 18,5 0,30 CalciNit TM (f.gróðurhús) ,5 19,0 OPTI START TM NP ,0 23,0 HYDRO-P TM ,8 20,0 12,0 Mg-kalk - fíngert ,2 12,0 Mg-kalk - grófara ,2 12,0 Mg-kalk - kornað ,5 12,0 1 2 Klórsnauður, þ.e. inniheldur <2%Cl Einnig fáanlegur í 40 kg pokum á 8% hærra verði enn í verðtöflu. Verð er án vsk. - kr. á tonn í stórsekkjum. LÍTTU EFTIR LUKKUTÖLUNNI Í litlu bæklingunum sem sendir voru bændum fyrr í mánuðinum er að finna lukkutölu. Sá sem framvísar lukkutölunni 1024, 2106 eða 2656 fær einn sekk af túnáburði að eigin vali í vinning. Þjónusta í heimahéraði Sama verð á öllum afgreiðslustöðum Fagafsláttur 330 kr. á tonn Áburðarkaup vaxtalaus til Greiðsludreifing sniðin að þörfum kaupanda Sölufulltrúar Suðurland: Bergur Pálsson, Hólmahjáleigu Sími GSM bergur@ss.is Snæfellsnes: Brynjar Hildibrandsson, Bjarnarhöfn 2 Sími GSM brynjar@ss.is. Strandasýsla: Sigrún Magnúsdóttir, Þambárvöllum 2 Sími GSM / sigrunma@ss.is. Eyjafjörður: Arnar Árnason, Hranastöðum Sími GSM arnar@ss.is. Suðurfirðir: Arnaldur Sigurðsson, Hlíðarenda Sími GSM arnsig@ss.is. Suðurland: Brynjar S. Sigurðsson Heiði Sími GSM brynjarsig@ss.is. Dalabyggð: Jónas Guðjónsson, Hömrum Sími jonas@ss.is. V.-Húnavatnssýsla: Eyjólfur Gunnarsson, Bálkastöðum 2 Sími GSM eyjolfur@ss.is. S.-Þingeyjarsýsla, Kelduhverfi og Öxarfjörður: Ragnar Þorsteinsson, Sýrnesi Sími GSM ragnar@ss.is. A.-Skaftafellssýsla og Norðfjörður: Bjarni Hákonarson, Dilksnesi Sími GSM bjarniha@ss.is. Kjalarnesþing og Borgarfjörður sunnanverður: Brynjólfur Ottesen Ytra-Hólmi 1 Sími GSM Brilli@ss.is. Reykhólahreppur og Saurbær: Hafliði Viðar Ólafsson, Garpsdal Sími GSM vidar@ss.is. A.-Húnavatnssýsla: Birgir Líndal Ingþórsson, Uppsölum, Sími GSM birgir@ss.is. Þistilfjörður, Bakkafjörður og Vopnafjörður: Halldór Georgsson, Síreksstöðum Sími GSM halldorg@ss.is. Deildarstjóri áburðarsölu: Álfhildur Ólafsdóttir Sími GSM alfhildur@ss.is. Mýrasýsla og Borgarfjörður norðanverðu: Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti 1 Sími GSM sindri@ss.is. Ísafjarðarsýslur: Ásvaldur Magnússon Tröð Sími GSM asvaldur@ss.is. Skagafjörður: Sigríður Sveinsdóttir, Goðdölum Sími GSM / sigridurs@ss.is. Hérað, Borgarfjörður og Seyðisfjörður: Helgi Rúnar Elísson, Hallfreðarstöðum 2 Sími GSM / helgir@ss.is. Notaðu minni áburð með Hydro Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi Reykjavík Sími Fax Netfang: aburdur@ss.is og

4 4 Þriðjudagur 28. október 2003 Auglýsinga- og markaðsmál í fyrirrúmi á haustfundi Sambands garðyrkjubænda Skiladagur,,forðagæsluskýrslna nálgast Á síðastliðnu ári tóku gildi ný lög og reglugerð um búfjáreftirlit og forðagæslu. Ein breytingin í nýjum lögum er að bændur / búfjáreigendur eiga nú að fylla út s.k. haustskýrslu um búfjárfjölda og gróffóðurforða og skila til búfjáreftirlitsmanns á sínu eftirlitssvæði fyrir 20. nóvember ár hvert. Um næstu mánaðamót munu Bændasamtökin senda öllum sem eru á skrá í forðagæslunni eyðublöð til útfyllingar. Í ár verður bændum gefinn kostur á að skrá (Excel) og senda skýrsluna rafrænt til eftirlitsmannsins með tölvupósti. Skýrslunni munu fylgja haldgóðar leiðbeiningar um útfyllingu og hvert skal senda skýrsluna. Langflest sveitarfélög í landinu hafa nú gengið frá ráðningu búfjáreftirlitsmanna og mikill meirihluti þeirra hefur sótt námskeið / samræmingarfund á vegum Bændasamtakanna. Námskeiðin voru haldin í Skagafirði, Reykjavík og Egilsstöðum dagana október s.l. Í Bændablaðinu sem kemur út þriðjudaginn 11. nóvember verður frekari umfjöllun um málið og sýnt hvernig bændur eiga að fara að því að fylla skýrsluna út. Haustfundur Sambands garðyrkjubænda verður haldinn í Sunnusal Hótel Sögu föstudaginn 14. nóvember næstkomandi. Aðalefni fundarins verða auglýsinga- og markaðsmál greinarinnar. Að sögn Hauks Sigurðssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, verður farið yfir það sem gert hefur verið í þessum efnum síðan farið var að vinna markvisst að auglýsinga- og markaðsmálum SG og hvernig staðan er eftir sumarið. Sömuleiðis verður rætt um hvernig þessum málum verður hagað á næstunni. Haukur segir að undanfarin misseri hafi verið um ákveðna þróun að ræða í pökkun á garðyrkjuvörum sem hefur lýst sér í því að um meiri pökkun á íslensku grænmeti hefur verið að ræða og um leið sérstakri merkingu sem sýnir að um innlenda afurð sé að ræða.,,við munum á þessum haustfundi meta árangurinn af starfinu í sumar og halda áfram að þróa það. Við teljum að markaðurinn hafi tekið þessu vel en við getum skoðað hjá sjálfum okkur hvort við þurfum ekki að pakka meira magni, og merkja næsta sumar þannig að íslenskt grænmeti verði sýnilegra í verslununum en það var í sumar er leið. Það var farið af stað með þessa pökkun og merkingar sl. vor og við teljum að meira hefði átt að gera af því en raun varð á. Það var pakkað minna magni í " íslenskmerktar umbúðir" heldur en við höfðum vænst og Því sáu færri neytendur þessa aðgreiningu íslenska grænmetisins skýrt frá innflutningnum. Úr þessu þarf að bæta því viðtökurnar voru góðar þar sem þetta var í lagi," segir Haukur. Nýjungar í ræktun Í Garðyrkjuskólanum á Reykjum hafa verið gerðar tilraunir með ræktun á nýrri tegund salats sem heitir batavísalat og kemur mjög vel út að sögn Hauks. Nú er unnið að því á grunni aðlögunarsamningsins í samvinnu við ákveðna framleiðendur, Matra og Sölufélagið, að þróa þessa vöru inn á markaðinn. Að sögn Hauks er þetta eitt af þeim málum sem verður til umræðu á haustfundinum þegar rætt verður um auglýsinga- og markaðsmál enda um nýjung að ræða sem þarf að markaðssetja. Hagkvæmara verð Haukur segir að SG hafi í haust gert verðathugun hjá þeim sem selja lampa og perur til gróðurhúsalýsingar. Út úr því kom ýmislegt áhugavert, þeim upplýsingum var komið til félaga í SG og komið á sambandi bænda og þeirra sem buðu lægsta verðið. Nú stendur yfir sams konar könnun á verði hjá þeim sem selja mold, áburð, steinull, dúka og ræktunarílát. Sömuleiðis er verið að leita eftir áhuga bænda á þessum vörum. Eftir það verður þetta unnið með svipuðum hætti og með lampana og perurnar.,,við erum fyrst og fremst að hugsa um vörur sem margir eru með í miklu magni til að ná fram hagkvæmni vegna stærðar pantananna," sagði Haukur. "Við ætlum að sá hérna korni næsta vor," sagði Elvar Ólafsson, Brekku í Norðurárdal, sem var að plægja 6-7 hektara spildu þegar Bændablaðið hitti hann á dögunum. Það er Eiður Ólason á Glitstöðum sem er í þessari kornræktartilraun ásamt Elvari og þetta er í fyrsta skipti sem þeir félagar reyna fyrir sér á þessu sviði. Spildan er ekki langt frá Bröttubrekku og því hátt yfir sjávarmáli - og án þess að því sé slegið föstu þá hafa menn vart ræktað korn mikið hærra á þessum slóðum. Elvar býr með sauðfé og holdanaut en Eiður með kýr. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um bráðabirgðalögin vegna fiskeldis Lögin voru nauðsynleg svo Ísland gæti staðið við skuldbindingar sínar - verulegir viðskiptahagsmunir voru í hættu,,þegar rætt er um þessi mál, íslenskar veiðiár, fiskeldi, EES samninginn og bráðabirgðalögin sem sett voru sl. sumar, má ekki gleyma því að Íslendingar gerðu þennan samning, sem m.a. fól í sér yfirtöku á tilskipun sem hefur að geyma ákvæði um heilbrigðisskilyrði sem þarf að uppfylla til þess að milliríkjaviðskipti geti átt sér stað með eldisdýr og afurðir þeirra. Íslendingar fengu lengi undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar sem féll svo úr gildi 30. júní Í sumar lokuðu svo ríki ESB mörkuðum sínum gagnvart íslenskum fiskeldisdýrum og afurðum þeirra vegna þess að við uppfylltum ekki þær reglur sem eru forsenda slíkra viðskipta innan Evrópu. Við áttum þá enga aðra leið færa en að setja bráðabirgðalögin til að Ísland gæti staðið við skuldbindingar sínar enda voru verulegir viðskiptahagsmunir Íslands í hættu. Ég er mikill áhugamaður um íslensku laxveiðiárnar og hina villtu laxastofna þeirra og geri mér fulla grein fyrir nauðsyn þess að verja þessa hagsmuni á allan hátt og við það verðum við að vanda okkur sem frekast er kostur. Ég vil líka benda á að þótt við nú uppfyllum þessa tilskipun, sem gerir í prinsippinu ráð fyrir að hægt sé að flytja eldisfisk til landsins, þá er ekki verið að opna þar allar gáttir, síður en svo. Mér er reyndar ekki kunnugt um að fiskeldismenn ætli að flytja inn fisk enda ráða þeir yfir einhverjum heilbrigðasta og besta eldisfiski sem til er í veröldinni. Ef þeir hins vegar gera það þá verður það ekkert auðvelt. Sá fiskur sem þeir koma hugsanlega til með að flytja inn verður að uppfylla ströngustu heilbrigðisskilyrði og við höfum alla möguleika á því að standa dyggilega vörð um það heilbrigðisástand sem hér ríkir. Yfirdýralæknir og hans menn munu að sjálfsögðu fylgjast grannt með þeim hugsanlega innflutningi og grípa til viðeigandi ráðstafana ef ástæða er til. En það var óhjákvæmilegt að fylgja umræddri tilskipun," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um bráðabirgðalögin frá því í sumar vegna inn- og útflutnings á fiskeldisdýrum og afurðum þeirra sem nú bíða staðfestingar Alþingis. Guðni bendir á að hann sem landbúnaðarráðherra standi í þeim sporum að verða að fylgja þessari tilskipun eftir. Málið hafi verið komið í afar slæman farveg og það varð að leiða til lykta.,,þjóð sem ekki stendur við þann gjörning sem hún hefur skrifað undir setur sig í óverjandi stöðu. Ég samþykki það ekki að menn geti stillt mér upp við vegg sem einhverjum andstæðingi veiðiánna. Þegar menn nú ræða um þjóðréttarlegar skuldbindingar, fiskeldi og bráðabirgðalögin þá verð ég að segja að ég stend bara í þessum sporum og get ekki annað," sagði Guðni. "Það fyrirkomulag sem hér er við lýði eftir innleiðingu tilskipunarinnar felur í sér fullnægjandi heimildir til að hér verði staðið dyggilega vörð um heilbrigði íslenskra fiskistofna." Hann sagðist vilja benda á að ákvörðun um fiskeldi hér á landi sé löngu tekin. Menn fluttu inn norskan laxeldisstofn fyrir 20 árum til að efla fiskeldi hér á landi. Þá hafi lítið verið rætt um erfðamengun sem er svo rík í umræðunni nú. "Vegna umræðunnar nú er samt ástæða til að vekja athygli á þeim mörgu ákvæðum í lax- og silungsveiðilögunum sem eru til þess fallin að tryggja hreinleika íslenska laxastofnsins og koma í veg fyrir erfðamengun. Það er ekki tilvist eldisfiska sem slík sem kann að setja villta stofna í hættu heldur miklu frekar hvernig farið Framhald á bls. 22

5 Þriðjudagur 28. október Flutningskostnaður á landsbyggðinni Ríkisstjórn hefur samþykkt tillögu mína um að hugmyndir um framkvæmd endurgreiðslu flutningskostnaðar verði útfærðar nánar á næstu mánuðum og kannað hjá Eftirlitsstofnun EFTA hvort endurgreiðslan standist áður en tekin verður ákvörðun um framhald þessa máls. Í kjölfar umfjöllunar ríkisstjórnarinnar um flutningskostnað haustið 2001 skipaði samgönguráðherra starfshóp er skyldi fjalla um almennan flutningskostnað miðað við þarfir atvinnulífsins. Starfshópinn skipuðu fulltrúar samgöngu-, iðnaðar- og fjármálaráðuneytis. Hópnum var m.a. ætlað að gera yfirlit um flutningskostnað fyrirtækja og hvernig hann hefði þróast, fjalla um leiðir til að lækka flutningskostnað og skila tillögum um aðgerðir sem stuðluðu að sem mestri samkeppni og lágum flutningskostnaði á landsbyggðinni. Starfshópurinn skilaði skýrslu um niðurstöður sínar í janúar Þar kemur m.a. fram að gjaldskrár flutningsaðila hafa hækkað verulega umfram þróun neysluvöruvísitölu. Nefndin telur ráðlegast, sé vilji til staðar til að styrkja flutninga, að taka upp einhvers konar beina flutningsstyrki til atvinnugreina sem talið er að eigi undir högg að sækja staðsetningar sinnar vegna. Iðnaðarráðuneytið fól Byggðastofnun að fara yfir tillögur nefndarinnar og skoða hagkvæmni flutningsstyrkjakerfis í samhengi við aðrar aðgerðir sem líklegar væru til að ná fram sömu byggðamarkmiðum, meta umfang flutninga atvinnugreina sem talið væri að ættu undir högg að sækja vegna staðsetningar og meta hver styrkþörfin gæti verið. Stofnunin hefur nú skilað af sér og kemst að þeirri niðurstöðu að endurgreiðsla hluta kostnaðar til framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni vegna innanlands land-, sjó- og loftflutninga væri auðveldasta leiðin til þess að jafna samkeppnisstöðu fyrirtækjanna. Með þessu yrði stigið ákveðið skref í þá átt að koma í veg fyrir að fyrirtæki á landsbyggðinni neyðist til að flytja starfsemi sína á brott af landsvæðum þar sem rekstrarskilyrði eru erfið vegna fjarlægðar frá stærsta markaðssvæði landsins og aðalútflutningshöfn. Byggðastofnun telur eðlilegt að undanskilja landbúnað, sjávarútveg og fiskeldi, enda eðli þeirra atvinngreina að staðsetning á landsbyggðinni sé hagkvæm. Einnig eigi að undanskilja olíu- og sementsflutninga sem þegar búa við jöfnun. Ekki er heldur gert ráð fyrir endurgreiðslu flutningskostnaðar til verslunar og stóriðju. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Tæpir 3,5 milljarðar í flutningsjöfnuð á síðustu fimm árum Í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jón Bjarnasonar sem hann bar fram á Alþingi um nokkur atriði varðandi flutningsjöfnunarsjóð kemur fram að á sl. 5 árum var rétt tæpum 3,5 milljörðum króna varið til flutningsjöfnunar á olíu og sementi. Í svarinu kemur fram að á árunum 1998 til og með 2002 hafa greiðslur til flutningsjöfnunar numið frá 684 milljónum upp í 722 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaða sjóflutninga versnar Það kom líka fram í svari ráðherra að á síðustu árum hafi flutningatæki á landi orðið æ stærri og hagkvæmari um leið og vegakerfi landsins hefur batnað og vegir á milli landshluta hafa styst. Fyrir þær sakir er stöðugt orðið hagkvæmara að flytja vörur á landi miðað við það sem áður var á sjó. Stjórnir flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara og sements hafa tekið mið af þessu við ákvörðun flutningstaxta frá framleiðslustað eða innflutningshöfn til viðkomandi útsölu- eða verslunarstaða. Samkeppnisstaða sjóflutninga hefur því versnað á kostnað landflutninga af ástæðum sem að framan greinir og hafa viðkomandi flutningstaxtar sjóðanna tekið mið af því. Spurt var hvort flutningsjöfnun sements muni taka til flutnings á sementi til virkjana, svo sem Kárahnjúkavirkjunar og sagði ráðherra svo ekki vera. Breytingar í vændum Þá spurði Jón hvort ráðherra ætli beita sér fyrir endurskoðun á hlutverki og reglum þessara flutningsjöfnunarsjóða? Sé svo, hvaða markmið verða þar höfð að leiðarljósi? Ráðherra sagði stjórnir sjóðanna fylgjast stöðugt með breyttum flutningsháttum og öðru sem tengist rekstri sjóðanna. Stjórn flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara vinnur nú að breyttu fyrirkomulagi á endurgreiðslu á flutningskostnaði á olíuvörum. Það er m.a. tilkomið af því að beinn innflutningur og umskipun á olíu á sér nú stað á Akureyri en var áður einungis á höfuðborgarsvæðinu. Þess ber og að geta að minni olíuskip eru notuð við beinan innflutning á ströndina og losa þau farminn nú á nokkrum stöðum fyrir utan Reykjavík og Akureyri. Aðrar hafnir á ströndinni, fyrir utan Akureyri og Reykjavík, eru því nú orðnar í reynd að blönduðum innflutnings- og olíuhöfnum. Þar með minnkar það magn olíu sem áður var flutt frá einu innflutningshöfn landsins, Reykjavík, út á land. Um leið dregur úr þeim kostnaði sem flutningsjöfnunarsjóður hefur af flutningi á ströndina. Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða fyrirkomulag jöfnunar flutnings á sementi. Í áliti meirihluta iðnaðarnefndar um frumvarp iðnaðarráðherra um breytingu á lögum um stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins á 128. löggjafarþingi var mælt með því að ákvæði laga nr. 62/1973, um jöfnun flutningskostnaðar á sementi, yrðu tekin til endurskoðunar. Með framangreint álit meirihluta iðnaðarnefndar í huga og í tengslum við almenna skoðun jöfnunar flutningskostnaðar á landsbyggðinni, sem unnin hefur verið að undanförnu, var hinn 19. september sl. skipuð nefnd er falið var að taka til endurskoðunar lög nr. 62/1973. Nefnd þessi hefur hafið störf og skal skila niðurstöðum sínum eigi síðar en um næstkomandi áramót.

6 6 Þriðjudagur 28. október 2003 Bbl Gagnagrunnur að forystufé er ekki haldið vegna afurða í ull og kjöti eins og annað fé og margir bændur hafa því ekki séð ástæðu til að skila skýrslum um það. Ættfærsla hluta forystufjárstofnsins er því brotakennd í gagnagrunni sauðfjárræktarinnar og ekki eru heldur tiltækar fullnægjandi upplýsingar um fjölda fyrir forystufé forystufjár og dreifingu þess um landið. Líklegt er þó talið að forystufé hafi ekki fækkað að Bændablaðið er málgagn marki sl. 10 ár, þ.e. frá því að úttekt Lárusar Birgissonar var íslenskra bænda gerð. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og Til þess að geta staðið vel að fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra því að varðveita forystufjárstofninn er nauðsynlegt að koma er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Nú er komin af stað upplýsingasöfnun um forystufé sem upp tæmandi skýrsluhaldi yfir Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. miðar að því að ná saman eins hann ásamt gögnum um öll ættartengsl sem hægt er að nálgast. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) miklum ætternisupplýsingum um Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins þennan stofn og hægt er. Íslenskt forystufé er einstakur Þannig yrði til heildstætt yfirlit yfir allt forystuféð. Í framhaldi af Upplag: 9500 eintök fjárstofn og ekki eru heimildir um því væri hægt að gera ræktunaráætlun sem miðaði að því að halda erlend fjárkyn með sambærileg Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. einkenni. Sérstaða forystufjár stofninum við á sem breiðustum ISSN liggur í sérstökum hæfileikum erfðagrunni til langs tíma og koma þess og vitsmunum, sem koma í veg fyrir of mikla skyldleikarækt. m.a. fram í forystueðli og einstakri Forsenda þessa er að ratvísi. Forystufé var afar mikils upplýsingar fáist frá öllum þeim metið fyrr á tímum, sem halda forystufé í sérstaklega þegar fé var landinu. Söfnun þeirra beitt á vetrum en þá var fer fram í tengslum við Lambakjöt til Bandaríkjanna Í blaðinu í dag er ítarleg umfjöllun um sókn Norðlenska á bandarískan markað. Athygli vekur hvað íslenska lambakjötið er dýrt í verslunum Whole Foods - og ekki síður sú staðreynd að bændur fá sæmilegt verð fyrir kjötið. Dollarinn þyrfti reyndar ekki að hækka mikið til þess að skilaverð til bænda vegna þessa útflutnings væri viðunandi. Íslenska lambakjötið er meðhöndlað og selt í umræddum verslunum sem gæðavara og frágangur kjötsins í kæliborðum er til fyrirmyndar. Fjóla Runólfsdóttir, bóndi í Landssveit, sem er meðal annars þekkt fyrir skelegga baráttu fyrir betri markaðssetningu lambakjöts á innanlandsmarkaði, var í Bandaríkjunum á dögunum og varð á orði að það væri einkennilegt að þurfa að fara alla leið til Vesturheims til að sjá hvað hægt væri að gera fyrir lambakjötið. Nú er það svo að vissulega eru til verslanir hér heima sem leggja alúð við lambakjötið - sem og annað kjöt sem bændur framleiða - en því er ekki að leyna að framsetning kjöts í mörgum verslunum er síður en svo nógu góð og spurning hvort aðrar ættu yfirleitt að fá að selja kjöt. Ekki má gleyma því að bandaríska verslunarkeðjan er ætluð þeim sem eiga nóg til hnífs og skeiðar og búðir af því tagi sem hér um ræðir eru ekki til hér á landi. Markaðssetning á lambakjöti í Bandaríkjunum - rétt eins Danmörku og án efa víðar - er til mikillar fyrirmyndar. Áhersla hefur verið lögðá að starfsfólk WF viti eitthvað um vöruna og margir á vegum WF hafa lagt leið sína til Íslands til að fylgjast með haustréttum svo dæmi sé tekið. Ef ný vara kemur inn í verslanir WF eru 2-3 starfsmenn í hverri búð gerðir ábyrgir fyrir vörunni. Jafnt í Danmörku og Bandaríkjunum er hægt og bítandi byggð upp sú ímynd að matvörur frá Íslandi séu fágætar og eftirsóknarverðar. Þetta er háleitt markmið og gott en það er líka auðvelt að misstíga sig á krókóttum vegi vöruvöndunar og loforða. Ef afurðastöðvar - og þar með bændur - ætla að halda þeim mörkuðum sem þeir eru að vinna er alveg ljóst að vandvirkni og orðheldni verður að svífa yfir vötnunum. Afurðastöðvarnar verða að hafa einhverja samvinnu um útflutninginn, en þegar grannt er skoðað eru það hagsmunir bænda sem afurðastöðvarnar verða að hafa í huga. Bændur þurfa líka að athuga að þeir verða að hlusta eftir óskum markaðarins því hvað sem hver segir þá er það neytandinn sem að lokum kveður upp sinn dóm. Markaðurinn í Bandaríkjunum er ekki síst athyglisverður fyrir þá sök að þar bera menn mikla virðingu fyrir íslenska lambakjötinu og íslenskum landbúnaðarvörum. Vel má vera að þarna hafi opnast gátt sem á eftir að koma sér vel þegar fram líða stundir en þá verða Íslendingar líka að halda vel á spilunum./áþ. oft nauðsynlegt að geta náð fé í hús undan veðrum með stuttum fyrirvara. Á seinni árum hefur notagildi forystufjárins minnkað með breyttum búskaparháttum þar sem sauðfé er nú nær allt á húsi allan veturinn. Stofninum hefur þó verið haldið við, yfirleitt þannig að bændur eiga fáeinar forystukindur í hjörðinni. Til þess að styrkja viðhald forystufjárins hafa sauðfjársæðingastöðvarnar verið með forystuhrúta um árabil og hefur notkun þeirra verið veruleg. Töluverður áhugi er á því meðal fjáreigenda að viðhalda stofninum og hefur verið stofnað sérstakt áhugamannafélag Forystufjárræktarfélag Íslands. Íslenskur landbúnaður hefur þá sérstöðu, miðað við mörg önnur lönd, að hér hafa gömlu búfjárkynin varðveist, án mikillar íblöndunar. Sífellt fleiri eru að vakna til vitundar um mikilvægi Á síðustu misserum hafa horfur í byggðamálum breyst verulega. Mestu framkvæmdir Íslandssögunnar í orku- og iðnaðarmálum eru hafnar á Austfjörðum. Þetta verða gífurlegar framkvæmdir sem standa í mörg ár. Þær munu hafa í för með sér aðra uppbyggingu í tengslum við búsetu og þjónustu við atvinnustarfsemina sem þarna verður. Jafnframt þessu liggja fyrir ákvarðanir stjórnvalda um gerð þriggja jarðganga á Norðausturlandi. Í byggðaáætlun sem samþykkt var á liðnu vori var aðaláhersla lögð á að styrkja Akureyri sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Umhugsunarefni Það er vissulega fagnaðarefni að nú hillir undir betri tíma á norðaustur hluta landsins. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefni hversu þær fyrirætlanir sem hér um ræðir, og allar eru frá stjórnvöldum komnar, deilast ójafnt niður á landið. Augljóst er að næstu ár verða öðrum svæðum í dreifbýlinu, og alveg sérstaklega í Norðvesturkjördæminu, mjög erfið. Þeirri aðalstoð í atvinnulífinu sem sjávarútvegurinn hefur verið á mörgum þessara byggðasvæða hefur verið sópað burt með séreignarstefnu stjórnvalda á fiskinum í sjónum. Landbúnaður á í vök að verjast. Sauðfjárrækt sem hefur verið kjölfesta byggðar á afskekktum svæðum stendur veikari en nokkru sinni. Atvinnustarfsemi tengd henni s.s. Hafir þú mætur á forystufé, fegin og þakklát ég væri. Að fá um þess afrek og ættartré innlegg við tækifæri. þess að vernda þessi búfjárkyn og viðhalda með því líffræðilegum fjölbreytileika. Í úttekt Lárusar Birgissonar á forystufénu árið 1993 kom fram að áætlaður fjöldi forystukinda var þá ríflega 900 hreinræktaðar forystukindur og tæplega 500 blendingar. Notkun sæðinga hefur haft mikil áhrif á stofninn þar sem færri bændur halda eigin forystuhrúta og nota sæðingar í staðinn. Þessi þróun hefur því sennilega valdið vaxandi skyldleikarækt í stofninum. Upplýsingar um forystufé hafa ekki skilað sér inn í hefðbundið afurðaskýrsluhald í sauðfjárrækt nema að hluta til. Ástæðan er sú Ójafnvægi í byggðamálum rekstur sláturhúsa hefur verið lögð niður. Gífurlegar framkvæmdir í einum landshluta skapa óhjákvæmilega öðrum svæðum sem veikt standa mikinn vanda. Við þetta bætist samdráttur í framkvæmdum hins opinbera sem stjórnvöld hafa lýst yfir að skuli beitt til mótvægis við spennuna sem myndast. Byggðamálin Ábyrgð stjórnvalda og mótvægisaðgerðir Stjórnvöld bera alla ábyrgð í þessu efni vegna þess að hinar miklu framkvæmdir sem standa fyrir dyrum eru fyrir atbeina þeirra. Þörf fyrir byggðaaðgerðir myndast óhjákvæmilega vegna þess ójafnvægis sem mun myndast milli byggðarlaga og landsvæða. Endurskoða þarf tímasetningu framkvæmda og aðrar fyrirætlanir sem geta haft jákvæð áhrif á búsetu og atvinnulíf annars staðar en á vaxtarsvæðunum sérstaklega með það í huga að nýta lokaverkefni mitt við búvísindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Ég hef þegar hringt í fjöldann allan af bændum og þeir hafa margir hverjir þegar komið upplýsingum til mín. Hins vegar eru það eflaust margir sem ég hef enn ekki náð til. Æskilegt væri að þeir hefðu samband við mig til þess að gagnabankinn gefi sem gleggsta mynd af þeim forystufjárstofni sem til er. Ég hvet því alla sem þegar hafa fengið eyðublöð í hendur að fylla þau út og senda af stað. Einnig hvet ég þá sem ekki hafa fengið eyðublöð til að hafa samband og ég mun útvega þau um hæl. Virðingarfyllst, Sigríður Jóhannesdóttir Hvanneyrargata 8a 311 Borgarnes netfang: nem.sigridurj@hvanneyri.is Símar: / svigrúm áður en mesta spennan myndast. Þar er nærtækast að hrinda í framkvæmd verkefnum í samgöngumálum, sérstaklega þeim sem mögulegt er að hefja án mikils fyrirvara. Sérstakt átak ætti að gera til að auka möguleika til framhaldsmenntunar og að styrkja menntun í dreifbýli. Aflétta þarf höftum á atvinnufrelsi manna í sjávarbyggðum þannig að þær geti aftur farið að njóta nálægðarinnar við gjöful fiskimið. Stuðningur hins opinbera við atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum hefur verið bundinn við mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Þessum stuðningi verður í framtíðinni að breyta í stuðning við atvinnulíf í dreifbýli og freista þess að skapa ný atvinnutækifæri. Nú er brýnast hvað þennan þátt varðar að gerður verði nýr samningur við sauðfjárbændur sem leysir þá frá útflutningsskyldunni og opnar þeim sem það vilja leið til nýrra atvinnutækifæra. Nú þarf að bregðast við af myndugleik og verulegum krafti til að ójafnvægi milli landsvæða í dreifbýli skapi ekki nýjan vanda í byggðarlögum sem hafa hann nógan fyrir. Þess vegna höfum við flutt tillögu til þingályktunar á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að leggja fyrir Alþingi aðgerðaáætlun með það að markmiði að draga úr fyrirsjáanlegu ójafnvægi í byggðamálum. Jóhann Ársælsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismenn Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

7 Þriðjudagur 28. október Mældu rétt strákur Einhverjir muna þessa setningu: Mældu rétt strákur í Íslandssögunni í grunnskóla. Þarna var kaupmaðurinn að minna Skúla heitinn Magnússon á að mæla rétt. Í því tilfelli þýddi rétt, kaupmanninum í vil og kúnnanum í óhag. Mér var hugsað til aðstöðu Skúla þegar kjötmatsmenn við sauðfjárslátrun bárust í tal um daginn. Með fækkun og stækkun sláturhúsa hlýtur álag að aukast til muna á matsmennina. Þeim er ætlað að meta innlegg bóndans í verðflokka sem sláturleyfishafinn þarf síðan að greiða. Matsmennirnir eru í sumum tilfellum starfsmenn sláturleyfishafans og því væntanlega í valdi hans að skammta þeim laun, hækka þau eða lækka, nú eða að segja viðkomandi upp störfum ef svo ber undir. Býður þetta fyrirkomulag ekki upp á hagsmunaárekstra? Að sjálfsögðu reyna matsmenn að meta eftir bestu samvisku, um það efast enginn. Hið fornkveðna segir að: sá á hund sem elur og bera ekki góðir starfsmenn hag vinnuveitanda síns fyrst og fremst fyrir brjósti? En skiptir þessi verðmunur flokkanna máli? Nú er ég ekki sérfræðingur á neinn hátt hvað varðar kjötmat eða kjötverð en lít á málið með augum leikmanns. Því þekki ég ekki nákvæmlega munin á EUROP flokkunum en las að verðmunur á tveimur verðflokkum DU 1 og DR 1 gæti verið tólf krónur á hvert kíló. Væri Í ár eru 20 ár frá því upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Kirkjubæjarklaustri tók til starfa. Síðustu tvö sumur hefur hún verið til húsa í félagsheimilinu Kirkjuhvoli sem er í miðju þorpinu en þar áður var hún m.a. í bragganum sem stendur við þjóðveg 1 við Skaftárbrú. Upplýsingamiðstöðin á Klaustri er opin alla daga yfir sumarmánuðina þrjá og virka daga út september í ár. Hún er ein sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og lýsir ákveðnu frumkvæði Vestur- Skaftfellinga á þessu sviði. En fyrir 20 árum var ferðaþjónusta ekki nándar nærri jafn umfangsmikil atvinnugrein í Það er ástæða til að ætla að sífellt fleiri bændur noti sína eigin tölvu og að þeim verkefnum fjölgi sem unnin eru í tölvu. Full ástæða er því til að minna á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga og lúta að tölvunotkuninni. Hér að neðan verða gefin nokkur ráð um það hvernig á að forðast það að vírus komist inn í tölvuna. Eins og flestir tölvunotendur vita gerði vírus mikinn usla í tölvum landsmanna fyrir nokkrum dögum. Því er ekki úr vegi að byrja á því að skoða aðeins nánar þessi mál. Það sem fyrst og fremst er nauðsynlegt að vita er hvernig tölvuvírus getur komist inn í og ráðist á tölvuna. Sú þekking gerir okkur betur í stakk búin til að grípa til viðeigandi aðgerða til að verja tölvuna gegn slíkum árásum. Helstu útbreiðsluleiðir tölvuvírusa eru: Flytjanlegar diskettur: Diskettur, geisladiskar (heimabrenndir geisladiskar eða diskar frá varhugaverðum dreifingaraðilum) og þjappaðir tónlistardiskar (til dæmis svokallaðir "zip"-diskar). Ef einhver þessara er sýktur, mun vírusinn dreifa sér til annarra tölva sem nýta þessa sömu diska. Innra net: Innra net samtengir tölvur (tvær eða fleiri). Hvaða tölva sem er tengd slíku innra neti (t.d. oft í fyrirtækjum) getur tengst öllum tölvunum í sama innra neti og sent gögn frá einni tölvu til annarrar. Ef einhver af þessum tölvum er sýkt mun hún sjálfkrafa sýkja tölvuna sem tekur á 2000 lömbum slátrað á dag er því fræðilega mögulegt að matsmenn stæðu frammi fyrir því við að velja á milli þessara flokka, tvö þúsund sinnum, á einum og sama vinnudeginum. Ekki öfundsvert hlutskipti það. Væri meðalþungi þann daginn 15 kg þá gæti munað krónum, eftir því í hvorn flokkinn væri metið. Féllu öll þessi vafaatriði bóndanum í hag, væri matsmaður að auka hráefniskostnað fyrirtækisins um sem þessu nemur. Félli matið sláturleyfishafanum í hag, hefur matsmaður sannarlega unnið fyrir kaupinu sínu þann daginn. Raunar skil ég ekki til fulls tilganginn með verðflokkakerfinu og kjötmatinu. Að mér skilst Upplýsingamiðstöð á Kirkjubæjarklaustri í tuttugu ár Tölvuvírusar móti. Á þennan hátt geta allar tölvurnar í slíku innra neti fengið vírus á mjög stuttum tíma. Veraldarvefurinn (internetið): Fólk nýtir sér veraldarvefinn í æ meira til að verða sér úti um upplýsingar, senda og taka á móti tölvuskjölum og hlaða niður skjöl og er EUROP matið tilskipun frá Brussel og kannski erfitt að komast á bí við það. Það breytir ekki að væntanlega hefur sláturleyfishafinn mestan hag í því að hafa hlutina eins einfalda hægt er. Fita og bein eru ekki markaðsvara af skiljanlegum ástæðum og kjötið sjálft hin raunverulegu verðmæti. Væri því hugsanlega nóg að hafa lægra verð á feitu og illa kjötfylltu skrokkunum og síðan einn verðflokk fyrir allt annað? Selst ekki læri eða hryggur af DU1 á sama verði og af DR1 þegar komið er í kjötborðið? Er hangiálegg úr DP2 ódýrara en úr öðrum flokkum eða má sjá á merkingum úr hvaða gæðaflokk varan er unnin? Kannski er markaður fyrir sérmerkt gæðakjöt, þá væntalega Selst hugsanlega allt kjöt á sama verði þegar varan er komin í smásölu? Hver væri þá tilgangurinn með kjötflokkunum (annað en að hjálpa til við ræktun)? Hvernig er hægt að ætlast til að bóndinn nenni að rækta fé í dýrari verðflokka, með ærinni vinnu og tilkostnaði, þegar hann sér að kúnninn þarf að kaupa allt kjöt fullu verði? Hver tekur til sín þær krónur sem sláturleyfishafinn dregur af bóndanum fyrir ódýrari verðflokk? Það væri beinlínis ljótt að ætla sláturleyfishafanum að vera skara eld að sinni eigin köku með verðfellingu í kjötmati og sannarlega þarf sláturleyfishafinn að fá það sem honum ber. Þó væri ljótara að ætla kjötmatsmönnunum að draga taum vinnuveitanda síns. Halda mætti að með allri þeirri tækni sem til er, hljóti að verða mögulegt framtíðinni að skanna hvern skrokk, og tölva meti fitu og kjötprósentu og þar með raunveruleg verðmæti skrokksins. Þá stæði a.m.k. enginn í sporum Skúla litla hjá kaupmanninum forðum. Kári Gunnarsson. landinu og nú. Þá var t.d. fólk í sveitum að byrja að selja gistingu á heimilum sínum, nokkuð sem fjöldi bændafólks hefur verulegar tekjur af nú. Elín Finnbogadóttir hefur veitt upplýsingamiðstöðinni forstöðu í sumar en hún fluttist að Klaustri í vor og lauk námi á ferðamálabraut Hólaskóla á dögunum. Elín sagði að þrátt fyrir óhagstætt veður hefði mikill ferðamannastraumur verið á þessum slóðum í sumar og um manns hefðu komið í miðstöðina. Það væri nánast óteljandi sem fólk spyrði um. Gisting væri ofarlega á lista og þar stæðu Vestur- Skaftfellingar vel að vígi því nokkrir mjög öflugir ferðaþjónustubæir væru í sveitinni með allmikið gistirými. Þá væri einnig sumarhótelið á Kirkjubæjarklaustri. Elín sagðist þó vita til þess að í sumar hefði allt gistirými í hreppnum verið upppantað. Þá væri mikið spurt um margs konar afþreyingu, gönguleiðir, þjónustumiðstöðvar á leiðinni austur yfir sandana, ferðir í Núpsstaðaskóg og Lakagíga o.m.fl. Eftir samskipti sín við ferðafólk í sumar sagðist Elín telja að gerð korta, ásamt bættum merkingum á vinsælustu gönguleiðum á svæðinu, væri eitt brýnasta verkefnið sem ráðast þurfí í á næstunni. Elín lét þess getið í lokin að til stæði að fagna með einhverjum hætti þessum tuttugu ára starfsferli upplýsingamiðstöðvarinnar síðar í haust. /ÖÞ forrit. Þetta byggist allt á tilfærslu á gögnum og tengslum á milli milljóna tölva um allan heim. Þetta þýðir í raun að jafn auðvelt er að fá vírus eins og gögn. Vírus getur borist á milli á ýmsa vegu:!tölvupóstur:skrár og skjöl sem eru send og móttekin sem viðhengi við tölvupóst geta innihaldið vírus og þar með sýkt tölvu móttakanda.!vefsíður: Þær vefsíður sem heimsóttar eru á netinu geta oft innihaldið forrit eins og ActiveX, Controls og Java Applets. Þau geta verið sýkt og þar af leiðandi sent vírus í tölvu þess sem opnar síðuna.!hleðsla á skjölum (t.d. FTP): Mögulegt er að flytja skjöl á milli tölva hvar sem er í heiminum í gegn um svokallaðan FTP-feril og hlaða niður upplýsingum í eigin tölvu. Þessi skjöl sem eru sótt (á ensku: downloads) geta að sjálfsögðu einnig verið sýkt af vírus.!fréttahópar: Þessi þjónusta gerir það mögulegt að taka þátt í umræðum við hvern sem er hvar sem er í heiminum, eða taka á móti fréttum um sjálfvalið efni með tölvupósti. Þessi fréttaskeyti geta innihaldið vírus sem sýkir tölvuna. Að gefnu tilefni skal tekið fram að vefþjónn Landssambands kúabænda tryggir að þeir sem tengjast frétta- og umræðusíðunni á fái ekki senda vírusa! Þýtt og endursagt úr BUSKAP 4/2003 Landssamband kúabænda Mælt af munni fram Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum orti þegar hann sá mynd af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra á hestbaki í Mongólíu Á framandi slóðum hjá frumstæðri þjóð í frægðarljóma sig baðar. Ríðandi, fattur að reka stóð ráðherra landbúnaðar. Fjóshendur Bundinn lögum ljóðaarfs í leit að svari spurnar. Undir kúm í erli starf orti ég Fjóshendurnar Svo yrkir Hálfdan Ármann Björnsson á Hjarðarbóli á forsíðu nýútkominnar ljóðabókar sinnar Fjóshendur sem hann gefur út í tilefni af sjötugsafmæli sínu 12. desember Um bókina segir Hálfdan á baksíðu: Kveðskapur sá er hér birtist, hefur aðallega orðið til á u.þ.b. 40 ára tímabili við hin daglegu störf, mest í fjósinu á Hjarðarbóli, hripaður niður á innvigtunarseðla mjólkurbílsins, fóðurblöndupoka eða annað sem til féll. Frá hagyrðingakvöldi Hagyrðingakvöld var haldið í Skúlagarði sl. vor og urðu þá til nokkrar ágætar vísur. Mættir til leiks voru alþingismennirnir Halldór Blöndal, Jón Kristjánsson og Steingrímur J. Sigfússon. Einnig frá vísnafélaginu Kveðanda þau Ingibjörg Gísladóttir og Ósk Þorkelsdóttir frá Húsavík og Þorfinnur Jónsson, Ingveldarstöðum. Stjórnandi var Ólafur G. Einarsson, fyrrv. forseti alþingis. Um Ólaf G. kvað Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra: Ólafur með harðan haus af hlátri stendur á öndinni, ekki er hann samt alveg laus undan bláu höndinni. Aðalspaugstofan Í byrjun kvöldsins leist Þorfinni ekki á blikuna að mæta alþingismönnunum og kvað: Kjarkurinn dvínar af kvíða ég brenn á knattvelli ljóðastandsins, því þeir eru allir atvinnumenn frá aðalspaugstofu landsins. Um Ólaf og Halldór Steingrímur J. orti um þá Halldór Blöndal og Ólaf Garðar: Á Halldóri Blöndal er heljarkjaftur þó halli hann undir flatt, En Ólafur Garðar er genginn aftur og gerir það nokkuð bratt. Flestum hlýtt til hans Þó hann hreyfist hægt úr stað, með hægðinni kemur ýmsu að. Flestum er okkur hlýtt til hans heilbrigðismálaráðherrans. Vegamál meðfram Jökulsá Deilt hefur verið um hvort nýr vegur eigi að liggja austan eða vestan við Jökulsá og um það orti Halldór Blöndal: Um fossinn hefur Einar ort þann óð sem ég tel bestan. Vegurinn verður annaðhvort austan hans eða vestan. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

8 8 Þriðjudagur 28. október 2003 Fóðurmaís undir plasti gefur ekki nóg af sér Vorið 2003 var að frumkvæði Véla & þjónustu hf. flutt inn írsk sáðvél sem sáir maís undir plastfilmu. Fyrirtækið fékk erlenda sérfræðinga til landsins sem höfðu kynnt sér íslenskar aðstæður með tilliti til maísræktunar og þeir voru sannfærðir um að hér væri hægt að rækta maís. Í vor var maís sáð undir plasti hjá 19 bændum í samtals um ha. Að sögn starfsmanna Véla & þjónustu og bændanna sjálfra voru flestir akrarnir dæmdir ónýtir í byrjun ágúst. Um mánuði seinna komu hins vegar fréttir í ýmsum fjölmiðlum um góðan árangur í maísræktinni. Þess vegna taldi RALA ástæðu til að gera hlutlausa úttekt á ræktuninni og taka saman og kynna erlendar upplýsingar um maísræktun á jaðarsvæðum. Samantektina er að finna í skýrslu sem hægt er að nálgast á landbunadur.is. Hér verður aðeins sagt frá helstu niðurstöðum og ályktunum. Af hverju fóðurmaís? Á jaðarsvæðum er maís votverkaður sem heilsæði, fyrst og fremst fyrir nautgripi. En heilsæði er það kallað þegar korntegundir eru heilskornar rétt áður en fullnaðar kornþroska er náð. Heilsæði er undantekningalaust votverkað af rót. Það er með hátt þurrefni, er sterkjuríkt en próteinsnautt. Það er fyrst og fremst auðmelt sterkja sem verið er að sækjast eftir. Heilsæðismaís er talinn yfirburða gróffóður í samanburði við bygg- og hveitiheilsæði, bæði hvað varðar magn og gæði. Samanburður við rýgresisvothey og annað gæðahey er erfiðari þar sem efnainnihald er ekki sambærilegt. Maísræktun nú og þá Í gegnum árin hafa af og til komið fyrirspurnir til RALA um hvort ekki sé möguleiki á að rækta fóðurmaís á Íslandi. Af ýmsum ástæðum, sem felst í upplagi maísplöntunnar, hafa jarðræktarfræðingar ekki talið neinar líkur á að fóðurmaís geti skilað hagkvæmri uppskeru við íslenskar aðstæður. Engu að síður eru örfá dæmi um að RALA og bjartsýnir einstaklingar hafi reynt að rækta fóðurmaís hér á landi. Þær tilraunir hafa allar staðfest að maísræktun á ekki heima á Íslandi. Ræktun fóðurmaíss undir plasti er ný aðferð sem varla hefur enn slitið barnsskónum. Eftir jákvæðar rannsóknaniðurstöður í Bretlandi á áhrifum plastyfirbreiðslu á gæði og uppskeru fóðurmaíss var þróuð tækni til þess að sá maís undir plasti í stórum stíl. Aðferðin hefur aðallega verið notuð á Írlandi sem er á mörkum þess að maísræktun sé möguleg. Maísræktunin 2003 Segja má að á öllum stöðum hafi maísræktunin meira og minna mistekist. Vandamálin við ræktunina voru fyrst og fremst af tvennum toga; tæknilegum og veðurfarslegum. Tæknilegu vandamálin voru aðallega: mjög mikið illgresi, víða mikill áburðarskortur, umtalsvert ótímabært plastfok og skemmdir á plöntum vegna plastsins. Á einum stað voru þessi vandamál þó í lágmarki. Miðað við árangurinn þar og með því að skoða bara bestu blettina á öðrum stöðum, má draga ákveðnar ályktanir og sérstaklega þegar veðurfarsþátturinn er tekinn með í Hálfþroskaður maís þolir ekki frost og mikið vindálag. Áslaug Helgadóttir erfðavistfræðingur og aðstoðarforstjóri RALA reisir við fallinn maís 24. september. Á myndinni hér fyrir neðan eru þeir Gunnar Sigurðsson bóndi á Stóru Ökrum og Eiríkur Loftsson ráðunautur við sýnatöku í maís 1. september. Bændablaðið/ ÞS dæmið. Það vantar mun meiri hita Vaxtartími maíss er á milli síðustu vorfrosta undir -2 C og fyrstu haustfrosta undir -2 C. Maís þarf mikinn hita til að geta vaxið og vöxtur stöðvast þegar hiti fer undir 10 C. Svo kallaðar maíshitaeiningar (MHE) eru notaðar til að meta þroskalíkur maíss á jaðarsvæðum. Fljótþroskuðustu maísyrkin þurfa samtals um 2000 MHE undir plasti til þess að ná viðunandi þroskastigi sem heilsæði en um 2300 MHE án plasts. Í hlýjustu sveitum hér á landi eru samanlagðar MHE frá byrjun maí til loka september um að jafnaði. Það er einungis um þriðjungur þeirra hitaeininga sem þarf til að ná ásættanlegum þroska í maís. Sumarið 2003 var óvenju hagstætt fyrir nytjagróður þar sem meðalhiti var víða allt að 2 C yfir meðallagi á vaxtartímanum. Mögulegur vaxtartími maíss sumarið 2003 var áætlaður dagar eftir ræktunarstöðum. Nýtanlegar MHE á þessum tíma voru á bilinu sem er umtalsvert yfir meðaltali hér á landi. Vöxtur og þroski bestu plantna var einnig í góðu samræmi við þennan reiknaða hitaeiningafjölda. Í byrjun september var hæð hæstu plantna mæld frá jarðvegsyfirborði og að hæsta upprétta blaðenda. Að meðaltali var hæðin 154 (+/- 26) cm. Fyrstu tvær vikur af september héldu plönturnar áfram að þroskast. En í kuldakasti sem gerði september féll maísinn, af völdum frosta og roks. Þroskuðustu plönturnar voru þá komnar með kólfa með silki fram úr hýðinu. Silkiendarnir voru orðnir brúnir og visnaðir sem er vísbending um að frjóvgun sé lokið en sterkjumyndun í fræinu var ekki hafin. Plönturnar höfðu þó ekki eðlilega hæð miðað við þroskastig og þær voru rýrar. Það bendir til þess að kólfamyndun hafi fyrst og fremst verið framkölluð með flutningi á efni úr stöngli í ax en ekki vegna beinnar ljóstillífunar frá blöðum. Uppskera bestu raða í nokkrum ökrum var mæld og reyndist vera að meðaltali 2,2 (+/-0,6) þurrefnistonn af ha og þurrefnið var 10,4 (+/-0,8)%. Til gamans má geta þess að á Bjólu þar sem maísræktunin hafði tekist hvað best, fengust 12 rúllur af ha af maís en á sama tíma og stað fékkst 51 rúlla af ha af vetrarrepju. Að ekki sé minnst á kostnaðinn Þar þarf að vera samhengi á milli útlagðs kostnaðar, magns, gæða, ræktunaröryggis og afurðatekna. Maísræktun undir plasti er afar kostnaðarsöm miðað við aðra valkosti sem standa til boða. Miðað við uppskeruvæntingar í maís deilist þessi kostnaður niður á allt of fáar fóðureiningar til þess að hann sé samkeppnisfær við aðra fóðuröflun. Ályktanir Telja verður mjög ólíklegt að þróunarvinna sem lagar það sem fór úrskeiðis í sumar skili þeim árangri að maísræktun verði hagkvæm á Íslandi. Miðað við núverandi ræktunarskilyrði eru engar líkur á því að maís, undir plasti eða ekki, geti keppt við annað gróffóður sem ræktað er hér á landi, eins og t.d. vallarfoxgras, vetrarrepju og rýgresi. Til þess er Ísland of langt fyrir utan jaðarsvæði maísræktunar. Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fræi af íslenskum túngrösum safnað Enn eru til gömul tún hér á landi sem ekki hefur verið sáð til og eru því eingöngu vaxin íslenskum, náttúrulegum gróðri. Þetta geta verið þaksléttur eða gamlir túnskikar í kringum bæi sem aldrei hafa verið plægðir upp, t.d. vegna grjóts, mikils bratta eða vegna þess að þetta eru tún sem þola misjafna meðferð. Þá eru víða til tún sem áður voru sléttur úthagi en hefur verið breytt í tún með áburðargjöf. Einnig eru til gamlar engjar með náttúrulegum gróðri. Þessum túnum fer hins vegar fækkandi þar sem það færist í vöxt að menn endurvinni tún sín. Á þessu ári fól Norræni genbankinn Rannsóknastofnun landbúnaðarins að safna fræi af grösum úr slíkum túnum. Í nokkrum tilvikum var einnig safnað úr mjög gömlum sáðsléttum en þá eingöngu tegundum sem ekki hafa verið í sáðblöndum. Rúmlega 100 sýnum var safnað af vallarsveifgrasi, túnvingli, snarrótarpunti og língresi, einkum hálíngresi. Fyrst og fremst var safnað á Norður- og Austurlandi en fyrir um 20 árum safnaði Áslaug Helgadóttir á Suður- og Vesturlandi. Tíðarfarið var okkur hliðhollt því sumarið var hlýtt og fræ því vel þroskað. Þetta fræ verður síðan varðveitt hjá Norræna genbankanum um ókomna framtíð. Það er mikilvægur liður í starfi genbankans að varðveita gamla stofna af túngrösum, korni og öðrum fóður- og matjurtum. Með því er tryggt að þeir glatist ekki og hægt verður að grípa til þeirra þegar ástæða þykir til, t.d. við kynbætur eða rannsóknir. Genbankinn vill eiga u. þ. b fræ af hverju sýni og ef söfnunarsýnin eru of lítil verður að fjölga fræinu. Þegar búið er að þreskja fræið er það þurrkað og stór hluti hvers sýnis er geymdur í 20 stiga frosti í húsakynnum genbankans. Restin er geymd í gömlum námum á Svalbarða þar sem frostið er 4 gráður allan ársins hring. Þar er til varaforði ef eitthvað kemur fyrir í genbankanum. Við þessar aðstæður getur grasfræ geymst áratugum saman en með tímanum minnkar lífsþróttur þess og að lokum þarf að sá fræinu út til að fá nýtt fræ sem svo getur lifað í einhverja áratugi. Það felst því mikil vinna í því hjá Norræna genbankanum að endurnýja þann efnivið sem til er. Sérstaklega gildir það um tegundir sem ekki eru varðveittar sem fræ t.d. kartöflur. Í genbankanum eru varðveitt um afbrigði af kartöflum og þær þarf að endurnýja árlega. Núna eru í Norræna genbankanum um fræsýni af ýmsum tegundum og þeim fer stöðugt fjölgandi. Þar vinna 16 manns frá öllum Norðurlöndunum. Bankinn er til húsa í Alnarp, skammt frá Málmey í Suður- Svíþjóð. Alls starfa um 100 slíkir genbankar í heiminum og hafa þeir margs konar samstarf sín á milli. Guðni Þorvaldsson RALA

9 Þriðjudagur 28. október Áhrif áburðargjafar á líf og vöxt trjáplantna Undanfarin misseri hafa starfsmenn Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríksins rannsakar áhrif áburðargjafar á líf og vöxt tjáplantna. Verkefnisstjóri var Hreinn Óskarsson en verkefnið var samfjármagnað af Tæknisjóði RANNÍS og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Verkefninu lauk í ágúst. Afrakstur verkefnisins er m.a. ný þekking á áhrifum áburðargjafa á lifun, vöxt, frostþol, svepprótamyndum og frostlyftingu. Gerð var áburðarblanda strax á fyrsta ári verkefnisins þar sem auð- og seinleystum áburði er blandað saman, Gróska II. Afrakstur verkefnisins er ennfremur ný verkþekking og verkþáttur við nýskógrækt á Íslandi sem nú þegar hefur skilað sér í bættum árangri við nýskógrækt. Niðurstöður verkefnisins eru nú þegar nýttar við allar stærri framkvæmdir í skógrækt á landinu. Telja ráðunautar landshlutabundinna skógræktarverkefna að áburðargjöf á trjáplöntur við gróðursetningu hafi yfirleitt stórbætt árangur við skógrækt, sér í lagi á rýru landi. Hafa afföll stórminnkað og spretta á fyrstu árum eftir gróðursetningu aukist, og er það í fullu samræmi við niðurstöður þessa verkefnis. Má því segja að það fjármagn sem veitt var til verkefnisins hafi ávaxtað sig margfalt strax á síðari hluta styrktímabilsins. Á síðasta áratug 20. aldar jókst gróðursetning skógarplantna mjög á Íslandi. Árangur var ekki góður í öllum tilfellum og urðu afföll of mikil. Til að kanna hvort lélegt næringarástand kynni að valda þessu voru gerðar áburðartilraunir í skógrækt og í framhaldi af því hófst rannsóknaverkefnið,,áhrif áburðargjafa á líf og vöxt trjáplantna". Meginmarkmið verkefnisins var að rannsaka hvort hægt væri að auka líf og vöxt trjáplantna með áburðargjöf. Auk þess voru nokkur undirmarkmið:! Hvort nægilegt væri að bera á trjáplöntur við gróðursetningu, eða hvort endurtaka þyrfti áburðargjöf að nokkrum árum liðnum.! Hvaða næringarefni skorti, hvaða samsetning og magn áburðar væri hagstæðust trjáplöntum.! Á hvern hátt, á hvaða tíma og á hvaða formi áburðargjöf væri hagstæðust.! Hvaða áhrif áburðargjafir hafa á aðra þætti sem valda afföllum í nýgróðursetningum, s.s. kal, frostlyftingu og ranabjölluskemmdir. Helsta niðurstaða verkefnisins var sú að hægt er að bæta lifun verulega með áburðargjöf við gróðursetningu og um leið bæta árangur og draga úr kostaði við nýskógrækt. Ennfremur má bæta vöxt allra tegunda ef borið er á við gróðursetningu. Ef borið er á eftir þrjú ár þá má bæta vöxt flestra tegunda nema lerkis. Fyrir tré gróðursett í íslenska útjörð reyndist vera skortur á nitri (köfnunarefni) og fosfór, bæði í jarðvegi og plöntuvefjum. Til þess að bæta úr þessum skorti reyndist nægjanlegt að bera þessi tvö næringarefni á í vægum skömmtum. Hæfilegt magn NP-áburðar á litlar bakkaplöntur (þ.e cm) var um 13 g. Bera mátti mun stærri skammta á birki á ógrónu landi á úrkomusömum svæðum landsins. Slíkt getur þó verið áhættusamt vegna hugsanlegra affalla vegna ofþornunar, sérstaklega í þurrkatíð. Áburðargjöf reyndist ekki hafa nein áhrif á frostþol trjáa, nema að vorfrostþol grenis minnkaði. Áhrif áburðargjafa á svepprótamyndun á birkirótum var könnuð og kom í ljós að áburður hafði neikvæð áhrif á svepprætur fyrsta árið eftir áburðargjöf, en að þremur árum liðnum frá gróðursetningu voru áhrifin horfin. Niðurstöður verkefnisins sýndu einnig að minnka má frostlyftingu hjá litlum bakkaplöntum með því að bera á þær áburð. Verðdæmi: 3000 mm X 3000 mm = kr ,- Hámarksuppskera? NPK er jarðræktarforrit sem aðstoðar þig við gerð áburðaráætlunar og áburðarpöntunar NPK JARÐRÆKTARFORRIT Bændasamtök Íslands Tölvudeild Sími: tolvudeild@bondi.is Bílskúra- og iðnaðarhurðir Bændaferð Búnaðarsamband Kjalarnesþings efnir til dagsferðar um Borgarfjörð laugardaginn 1. nóv. n.k. Farið verður frá Mosfellsbæ í rútu kl. 9:30 um Hvalfjarðargöng og komið að Hesti, Reykholti, Hvanneyri, Eystri-Leirárgörðum og endað í Skessubrunni í Svínadal þar sem snæddur verður kvöldverður. Þáttakendur greiða fyrir máltíðir, um kr pr. mann, en Búnaðarsambandið greiðir annan kostnað. Upplýsingar og pantanir í símum og (talhólf allan sólarhringinn). Pantanir þurfa að hafa borist fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 30. október. Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax:

10 10 Þriðjudagur 28. október 2003 Kálfafóstrur Kálfafóstrur eru til í mismunandi útgáfum, en hægt er að skipta þeim gróflega upp í fóstrur með óheftum aðgangi og í tölvustýrðar fóstrur með takmörkuðu aðgengi að mjólk. Hægt er að takmarka aðgang að mjólk með því að setja merki í eyru og/eða hálsband sem gerir það að verkum að fóstran getur þekkt hvern einstakling og gefið honum mjólk í fyrirfram ákveðnum skömmtum. Ef fóstran á að virka vel ætti ekki að hafa meira en fjögurra vikna aldursmun á elsta og yngsta kálfi í hverjum hópi og venja ætti kálfana af ekki seinna en við 8-10 vikna aldur. Tölvustýrðar fóstrur eru til í fleiri útgáfum: Fyrir mjólkur- og súrmjólkurgjöf. Fyrir þurrmjólkurgjöf. Fóstrur sem geta gefið allar ofantaldar tegundir af mjólk. Nokkrar tegundir fóstra á markaðnum geta skammtað út mjólk í nokkra spena. Þetta gerir það að verkum að einfaldara er að skipta kálfunum í fleiri og smærri hópa (mest 8-10 kálfar í hóp) á stærri búum. Á einstaka búum eru vandamál vegna kálfa sem fá ekki næði til að drekka mjólkina úr fóstrunni. Þetta getur leitt til óeðlilegs sogs, s.s. á eyrum annarra kálfa. Til að koma í veg fyrir þetta er hægt að koma fyrir þar til gerðri stíu, með kálfafóstrunni innst inni í enda og grindum sitt hvoru megin þannig að kálfurinn fái frið til að drekka. Einnig er hægt að útfæra þetta þannig að tvö hólf geti notað sömu fóstruna. Hreyfanleg grind er sett upp þannig að ef að kálfur er að drekka öðru megin, þá lokar hann fyrir aðgang kálfa úr hinu hólfinu. Þannig er hægt að nota sömu fóstruna fyrir allt upp í 3-4 stíur, sem gerir það að verkum að hægt er að minnka aldursmun kálfanna í hverri stíu og nota bara eina fóstru. Minnkun mjólkurgjafar er hægt að stjórna með tölvunni og þannig fara kálfarnir að éta meira kjarnfóður (sem er væntanlega hjá þeim) sem hjálpar til við þroska líffæranna sem sjá um jórtrunina og gefur það jafnframt möguleika á því að venja kálfana fyrr af mjólkinni. Hægt er að hafa tölvustýrðu fóstrurnar með vigt fyrir kálfana. Þannig er hægt að stilla fóstruna þannig að mjólkurmagnið minnki í takt við þunga kálfsins og taki þannig mið af vaxtarhraða kálfsins, byggt á inntöku mjólkur, kjarnfóðurs og heys. Óheft aðgengi að súrmjólk getur virkað vel í hlýjum fjósum og er mælt með þeim þar sem að þrif eru góð og rétt sýrð mjólk notuð. Þannig "fóstrur" er oft hægt að búa til heima með því að nota til dæmis tunnu og leiða slöngu ofan í tunnuna með spena á hinum endanum. Þetta hentar einungis þegar gefin er köld (um það bil 15 C) sýrð mjólk. Mikilvægt er að speninn og fóstran séu þrifin vel til að draga úr hættu á útbreiðslu smits. Allt gjafakerfi kálfanna ætti að ræsta daglega, en þrífa svo mjög vel einu sinni í viku. Einnig þarf að stilla fóstrurnar reglulega til að fullvissa sig um gæði mjólkurinnar og að þær skammti örugglega rétt. Kerfi sem gefa mjólk í gegnum spena virka vel og er frekar mælt með þeim en að gefa kálfum mjólk úr hefðbundnum fötum. Landssamband kúabænda, september 2003 Þýtt úr BUSKAP 06/03 Fylgist með fyrstu ævidögum kálfsins Með því að hugsa almennilega um hinn nýfædda kálf, leggur maður góðan grunn að heilsu hans alla ævi. Ef kálfurinn veikist minnkar vaxtarhraði, fóðrið nýtist verr og hann verður lélegri framleiðsluvara. Þetta á við hvort sem kálfurinn er alinn upp til að verða úrvals sláturdýr eða kvíga sem er á réttum aldri og nógu þung við fyrsta burð. Fyrir utan að sjá til þess að kálfurinn fæðist í hreinu og hlýju umhverfi verður að sjá til þess að hann fái nógu snemma góðan brodd. Fyrirsögnin er þessi, vegna þess að talið er að nautgriparæktendur hafi mikið að sækja á þessu sviði. Ónæmi 746 kálfa á aldrinum 1-15 daga, frá 88 mjólkurbúum og 17 holdabúum í Noregi var mælt. Blóðprufur voru teknar á tímabilinu frá október 2001 til og með júní Rannsókninni var stýrt af Tore Malmo dýralækni. Í þessari grein munum við líta á helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Ónæmi kálfa Andstætt við það sem gerist hjá mannskepnunni og mörgum öðrum dýrategundum eru mótefni ekki yfirfærð frá móður til afkvæmis á meðgöngu. Eftir nokkrar vikur fer kálfurinn að geta framleitt sitt eigið mótefni (virkt ónæmi), en nær ekki endanlegu ónæmisstigi fyrr en um 18 vikna aldur. Fyrir þann tíma er kálfurinn alveg háður mótefnum sem hann fær úr broddinum til að verja sig gegn sýkingum. Ef kálfurinn fær ekki þessa vörn úr mjólkinni er meiri hætta á því að hann verði veikur eða drepist, að það komi upp vandamál með flutning og/eða frávenjur og minni framleiðslugeta síðar á æviskeiðinu. Uppsafnað magn mótefna er yfirleitt lægst um 4ra-6 vikna aldurinn. Ef kálfurinn hefur fengið lítið af broddinum er hann viðkvæmur fyrir sýkingum alveg frá fæðingu. Eins og áður var talað um er kálfur með lítið af mótefnum viðkvæmari fyrir sýkingum. Þetta hefur ekki bara neikvæðar afleiðingar fyrir þennan einstaka kálf, heldur stuðlar þetta að aukinni smithættu fyrir önnur dýr á búinu. Ef fleiri kálfar í hópnum eru með lélegt ónæmiskerfi verður fljótlega mikil smithætta. Hversu sterkt ónæmiskerfið þarf að vera fer eftir aðstæðum, svo sem aðstöðu, umhverfi, ástandi kálfanna og smithættum í umhverfinu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kálfur sem hefur minna en 10 grömm af mótefni í hverjum lítra blóðs er í fjórum sinnum meiri hættu á að veikjast og er í tvisvar sinnum meiri hættu á að drepast. Þetta kom fram við samanburð á kálfum sem eru yfir þessum mótefnamörkum. Mótefnagildi hjá kálfum skipt eftir tegund búa: Tegund bús gr.mótefni Meðal- /líter frávik meðaltal Mjólkurbú - bás 8,07 0,23 Mjólkurbú - lausaganga 9,13 0,34 Holdabú 9,51 0,48 Ónæmi Tafla 1 sýnir að næstum 62% þeirra kálfa sem tóku þátt í rannsókninni höfðu mótefnamagn undir viðmiðunarmörkum. Af þeim voru 26% kálfanna undir 6 g/l. Þessir kálfar hafa fengið mjög lítið af broddi. Til samanburðar má nefna að í nýlegri sænskri rannsókn (Liberg) var sýnt fram á að einungis 14% kálfanna voru undir 10 g/l. Venjulega má búast við að 10-30% kálfanna séu undir mörkum. Með öðrum orðum, þá eru miklir möguleikar á að gera betur. Á bak við tölurnar í töflu 1 eru miklar sveiflur. Meðal mjólkurbúa var fundið meðaltal fyrir alla kálfana á bæjunum, sem voru frá um það bil 4 g/l, til yfir 16 g/l. Á meðal holdanautabýla var munurinn frá um það bil 7 g/l til 15 g/l. Þetta sýnir að mikill munur er á vinnubrögðum við broddmjólkurgjöf Innan búa er mesti munurinn hjá kálfum á holdanautabýlum. Um það bil 50% af kálfum á spena hafa mörkin yfir 10 g/l. Að baki meðaltalsins á þessum bæjum finnast kálfar með mjög há og mjög lág mótefnagildi. Það segir sig sjálft að kálfar, sem finna fljótt spenann og fá að sjúga, fá mikinn brodd. Kálfar sem ekki fá að sjúga verða fyrr sljóir, þeir drekka minna magn af broddi og þegar broddurinn er loks kominn í þarmana er það á þeim tíma þegar upptaka efna í broddinum er minnkuð. Annað sem kom í ljós í rannsókninni var að: Kálfar sem fæddust á tímabilinu frá október til desember höfðu lægra mótefnasvar (7,1 g/l) samanborið við kálfa sem fæddust á tímabilinu janúar til mars (8,1 g/l) og apríl til júní (8,6 g/l). Ekki fannst nein ástæða fyrir þessu en talið er að aðrar rannsóknir hafi sýnt sömu niðurstöður. Það er hins vegar vitað að upptaka mótefna í þörmum minnkar ef kálfinum hefur orðið kalt við burð. Þetta gæti verið ein af ástæðunum. Þá var greinilegt að kálfar, sem áttu mæður á fyrsta eða öðru mjaltaskeiði, voru með lægra mótefnagildi en kálfar eldri kúa. Sama gilti um kálfa undan ungum holdakúm. Margar aðrar vísindalegar rannsóknir sýna einnig fram á þetta, að kálfar fyrstakálfskúa hafa lægra mótefnagildi. Lægri mótefnagildi Rannsóknin sýnir að kálfarnir hafa mun lægra mótefnagildi en nægir til að fá nógu gott mótefnasvar. Mótefnasvar kálfa er í fullu samhengi við þær umönnunarvenjur sem viðhafðar eru fyrstu ævidaga kálfsins og gæði broddsins sem kálfinum er gefinn. Reynslan eftir þessa rannsókn er sú að gefa ætti kálfum, sem eru slappir eftir fæðingu, brodd úr túttuflösku. Gott hreinlæti í umhverfinu er nauðsynlegt til að forðast sýkingu í naflastreng. Sótthreinsa ætti naflann hjá kálfum þar sem naflastrengurinn hefur slitnað stutt frá nafla. Hinn mikli munur á milli búa sem kom fram í rannsókninni sýnir að verulega þarf að bæta vinnureglur varðandi eldi smákálfa. Þýtt og endursagt úr BUSKAP 6/2003 Kálfafóstrur og smit Þegar notaðar eru kálfafóstrur getur stærð kálfahópsins og aldurssamsetning haft mikil áhrif á heilsufar kálfanna. Með því að taka tillit til þessara þátta og gera einfaldar breytingar á umhverfinu er mögulegt að hafa betri stjórn á vægum öndunarfærasýkingum og sogvandamálum. Kálfafóstrur gera kálfinum kleift að viðhalda náttúrulegum drykkjuvenjum og hafa marga góða kosti, bæði fyrir kálfinn og ræktandann. Samt sem áður ber nokkuð á því að nokkur bú geta átt við vandamál að stríða varðandi skitu og sogerfiðleika. Það getur jafnframt verið mjög erfitt að hafa marga kálfa á mismunandi aldri í hóp sem drekkur úr sömu fóstru. Krefst eftirlits Það er auðvelt að kenna tækninni um en það sem er jafn mikilvægt í þessu samhengi er hvernig búnaðurinn er notaður. Kálfar þurfa jafn mikið, ef ekki meira eftirlit, þegar kálfafóstrur eru notaðar miðað við þegar maður gefur þeim handvirkt. Það getur verið erfitt að uppgötva væga skitu nógu snemma til að fjarlægja sýkta kálfinn. Gera má ráð Fyrirbyggjandi aðgerðir við notkun kálfafóstra fyrir að kálfar með viðvarandi skitu hafi kg minni sláturþyngd. Kálfafóstrur, sem gefa kálfum mjólk hvenær sem er, gætu verið ágætis lausn en gera það að verkum að engin takmörk eru fyrir því hversu oft kálfarnir drekka (t.d. súrmjólkurgjafir). Kálfarnir vaxa yfirleitt hratt og með góðu hreinlæti er hægt að koma í veg fyrir skitu. Hins vegar gæti óheftur aðgangur að mjólk haft neikvæð áhrif á neyslu á fóðurbæti og heyi og þar með hægt á þroska vambarinnar. Norskar rannsóknir líkt og aðrar erlendar rannsóknir sýna fram á að kálfar sem fá litla mjólk en nógu mikið magn af kjarnfóðri og heyi vaxa jafn hratt. 1. Ekki hafa fleiri en 8-10 kálfa í hóp. 2. Ekki hafa kálfa með meira en eins mánaðar aldursmun í hverjum hópi. 3. Hafa kerfi með fleiri spenum eða nota grind þannig að hægt sé að nota kálfafóstruna í fleiri en einni stíu. 4. Hafa legusvæðið þurrt og laust við gegnumtrekk. 5. Hafa góða loftræstingu og gott loft í fjósinu. 6. Halda tækjunum hreinum (sérstaklega túttu, slöngum, pakkningum og mjólkurgeymi). 7. Þrífa vel á milli hópa (þegar að stíur eru tæmdar) og sótthreinsa ef um smitvandamál hefur verið að ræða. Mismunandi styrkur ónæmiskerfis Tölvustýrt kerfi er hagkvæmara fyrir stærri bú og þar sem er stýrður burður. Einmitt í þessum tilfellum gætu smitvandamál komið upp. Þegar kálfar með tveggja mánaða aldursmun eru settir saman í stærri hópa er það í raun viss áskorun að hafa stjórn á smithættunni á milli aldurshópanna. Ónæmiskerfi þeirra og mótstöðukraftur er mismunandi, sumir geta verið heilbrigðir smitberar á meðan aðrir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir smiti. Í hópum þar sem aldursmunurinn er mikill og margir einstaklingar verður meira álag á þeim sem er í sjálfsalanum. Eldri og stærri kálfar sem eru nær því að venjast af drykkjunni munu eiga auðveldara með að ýta frá yngri kálfum og þeim sem eru neðar í goggunarröðinni. Þeir hafa ennþá mikla sogþörf eftir að þeim hefur verið ýtt frá og gætu byrjað að sjúga aðra kálfa í staðinn. Þurrt og gott legusvæði verður til þess að kálfarnir liggja meira og það verður minni óróleiki og pústrar í hópnum. Þýtt og endursagt úr BUSKAP 06/2003

11 Þriðjudagur 28. október Mjólkuriðnaðurinn tekur þátt í vörusýningu í Herning "Gagnlegt að fá beinan samanburð við frændur okkar á hinum Norðurlöndunum," segir Geir Jónsson hjá Osta- og smjörsölunni Íslenskir mjólkuriðnaðarmenn fara utan til Danmerkur innan skamms til að taka þátt í stórri vörusýningu í Herning á Jótlandi. Þetta er í sjötta sinn sem farið er utan í þessum tilgangi en síðast tók íslenskur mjólkuriðnaður þátt árið 2001 og vann þá alls 64 gull-, silfurog bronsverðlaun auk tvennra heiðursverðlauna. Þá voru um 200 sýnishorn af íslenskum mjólkurvörum auk þess sem gæði þeirra voru dæmd af dönskum og íslenskum dómurum. Að þessu sinni verða 210 sýnishorn lögð í dóm. Mjólkuriðnaðarmenn frá Færeyjum, Noregi og Svíþjóð taka nú þátt í fyrsta skipti og fá sínar vörur dæmdar. "Það er mjög gagnlegt fyrir okkur að fá beinan samanburð við frændur okkar á hinum Norðurlöndunum," segir Geir Jónsson, mjólkurfræðingur hjá Osta- og smjörsölunni. "Í þessari samkeppni erum við að láta okkar vörur í hendurnar á dómurum sem meta þær eftir sama kerfi og dönsku vörurnar. Niðurstöðurnar sýna okkur að við erum að framleiða hágæða mjólkurvörur hér á landi, og reyndar hefur hið mikla úrval íslenskra mjólkurafurða vakið hér athygli." Danir halda sýninguna á hverju ári en Íslendingar taka þátt á tveggja ára fresti. Á sýningunni eru saman komnir fulltrúar allra mjólkurvöruframleiðenda í Danmörku auk þeirra þjóða sem áður Classic Rider var getið. Alls verða rösklega tvö þúsund sýnishorn mjólkurafurða á vörusýningunni auk þess sem fram fer samkeppni um bestu vörurnar í hverjum flokki. "Þátttaka í þessari samkeppni hefur mikið gildi fyrir íslenskan mjólkuriðnað því þarna erum við að fá beinan samanburð við mjólkuriðnaðinn á hinum Norðurlöndunum sem af mörgum er talinn standa mjög framarlega á heimsvísu,"segir Geir. Íslenskir mjólkurvöruframleiðendur hafa á undanförnum árum vakið athygli sýningargesta fyrir mikið vöruúrval og líflegar umbúðir auk þess sem þær hafa í mörgum tilfellum komið mjög vel út í einkunnagjöf. "Við höfum sýnt að hér á landi er hægt að framleiða mikið úrval af hágæða mjólkurvörum þrátt fyrir smæðina og eftir því hefur verið tekið," segir Geir. Mikil vinna er í því fólgin að fara yfir þær vörur sem sýndar eru í Herning, en það verk er unnið af nokkrum fagmönnum. Geir er einn þeirra og hér er hann að bragðprófa ost. ÚTSALA % afsláttur FULL BÚ AF FRÁBÆRUM TILBO UM! Fjáröflun fyrir Agromek ferð Annar bekkur í Bændadeild II á Hvanneyri ætlar í ferð til Danmerkur í janúar 2004 að skoða Agromek landbúnaðarsýninguna. Nemendurnir hafa verið með ýmiskonar fjáröflun og meðal annars ætlum þeir að selja föt. Nú gefa Hvanneyringarnir lesendum blaðsins kost á að kaupa: a) Svartur jakki merktur með merki Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri á baki og merki Bændablaðsins á brjósti. b) Dökkblár vinnusamfestingur merktur eins auk merkis Icestart, en það er fyrirtækið sem selur nemendunum fatnaðinn og merkin. c) Dökkbláar flíspeysur með ísaumuðu Hvanneyrarmerki. d) Háskólapeysur - grænar með Hvanneyri og stórt merki Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri á baki. Jakkar er í stærðum: S,M,L,XL Vinnugallar í stærðum: Flíspeysur í stærðum: S,M,L,XL Háskólapeysur í stærðum: S,M,L,XL Jakki kostar kr. 6500, vinnugalli kr. 5800, flíspeysa kr og háskólapeysa kr Pantanir eru afgreiddar í póstkröfu, nema hægt verði að afgreiða fötin á auðveldari máta. Síðasti pöntunardagur er 6. nóvember Nánari upplýsingar eru fúslega veittar í símum: Hjalti , Sigurjón og Sævar Netfang: nem.hjaltis@hvanneyri.is Bréf stílað á Sigurjón Helgason, Heimavist LBH Hvanneyri Borgarfirði. Munið að taka fram nafn, heimilisfang og síma/gsm. Fenix regngalli Storm Rider úlpa Classic Rider rei jakki Vinsæll rei jakki sem hægt er a breyta í vesti. Ver á ur: kr. VER NÚ: frá kr. Takmarka magn. Fenix vind- og vatnsheldur regngalli úr öndunarefni; anórakkur og buxur Hægt a breyta anórakknum í bakpoka og setja buxurnar ofan í. Ver á ur: Buxur kr. Anórakkur kr. VER Á SETTI NÚ: kr. SMÁRALIND REYKJANESBRAUT BÆJARLIND PLAYERS LÖ UR LINDARVEGUR MOUNTAIN HORSE rei buxur Hl jar og sterkar. Ver á ur: kr. VER NÚ: kr. Stable Jodphur rei skór Frábærir rei skór fyrir alla. Öryggissólar. Ver á ur: kr. VER NÚ: kr. * W.P.S. = Weather Protectiv System ( fyrir allt ve ur). Casco rei hjálmur MASTER Ver á ur: kr. VER NÚ: kr. Takmarka magn. 25 % AFSLÁTTUR á Casco barnarei hjálmum og Mountain Horse barnarei skóm (margar ger ir). Rocky Ridge úlpa Vatnsheld heilsársúlpa úr öndunarefni me gó um vösum. Ver á ur: kr. VER NÚ: kr. Storm Rider úlpa Töff vind- og vatnsheld úlpa sem er sérstaklega létt og flægileg. W.P.S.* Ver á ur: kr. VER NÚ: kr. BÆJARLIND 2 KÓPAVOGI SÍMI Opi mán. - föst. kl og laug. kl NONNI OG MANNI I YDDA / sia.is / NM10527

12 12 Þriðjudagur 28. október 2003 Huge kjötiðnaðarmaður með íslenskt kjötlæri. Lambakjöt í Tæp 200 þúsund smakka íslenskt lambakjöt í haust og vetur Íslenska lambakjötið í verslunum Whole Foods í Ameríku kemur frá Norðlenska á Húsavík en Áform, með Baldvin Jónsson í fararbroddi, ruddi brautina. Nú er hægt að fá lambakjöt í verslunum Whole Foods víða um Bandaríkin og líkur benda til að á næsta ári verði kjötið í 120 verslunum. Fimm ár eru nú liðin frá því að Norðlenska sendi lambakjöt fyrst til Bandaríkjanna. Á dögunum fóru nokkrir Íslendingar til Washington til að skoða sölu á lambakjöti í höfuðborg Bandaríkjanna, en þessu greinarkorni er ætlað að varpa ljósi á söguna og fyrirtækið fyrir vestan sem selur lambakjötið. Í ljósi aukinnar útflutningsskyldu sláturleyfishafa er þessi útflutningur enn mikilvægari en áður fyrir Norðlenska og er allt kapp lagt á að auka það magn afurða sem flutt verður út til Bandaríkjanna í ár frá fyrra ári. Í samstarfi við Áform og Whole Foods er stefnt að því að flytja út í ár allt að 90 tonnum af fersku, unnu lambakjöti sem er ígildi tonna í skrokkum. Í fyrra fóru tæp 40 tonn af unnu lambakjöti. Í september keyptu verslanir WF álíka magn af lambakjöti og allt árið í fyrra og þá var meðalskilaverð Ameríkuútflutnings til afurðastöðvar um um 640 krónur. Gert er ráð fyrir að sambærileg tala fyrir núverandi tímabil verði eitthvað lakari því dollarinn er allnokkuð lægri en hann var í fyrra. Afkoma afurðastöðvar versnar þó ekki mikið því meira magn fer með skipi nú sem er ódýrari flutningur og vegur það nokkuð upp lágt gengi dollars. Greiðslur til bónda vegna útflutnings tekur mið af meðalútflutningsverði afurðastöðvar því er mikilvægt að reyna að flytja sem mest út á "góða" markaði eins og sá bandaríski er. Ef allur útflutningur færi á markaði sem skila eins og Bandaríkin þá myndu afurðastöðvar geta hækkað greiðslur fyrir útflutning þannig að minni munur væri milli greiðslna á kjöti á innanlandsmarkað og kjöti sem fer í útflutning - "útflutningsskyldu". Bjartsýnir benda á að dollarinn þurfi ekki að lyfta sér mikið til þess að hægt sé að skila sama verði til bænda af Ameríkuútflutningi eins og af kjöt á innanlandsmarkaði. Lambakjötinu er vagúmpakkað í 10 kg pakkningar og er ýmist um að ræða svokallaða lambapakka þar sem í eru lambalæri, hryggur, frampartur og skankar eða meira unnar afurðir s.s. hálf- og fullúrbeinuð læri og auðvitað þær vörur sem eftirspurnin er hvað mest eftir, aftur- og framhryggur. Í haust er í fyrsta skiptið flutt út umtalsvert magn sjóleiðina í 40 feta gámum, sjófrakt er ódýrari en flug svo þessi útflutningur mun gefa betri framlegð til afurðastöðvar sem væntalega getur greitt hærra verð til bóndans í framtíðinni. Kjötið er nú gaspakkað sem gefur mun lengra geymsluþol og tryggir að hægt sé að bjóða upp á lambakjötið fram yfir jól. Hryggir eru afar vinsælir meðal neytenda ytra og sagði Sigmundur Ófeigsson að helst vildi WF að það væru tveir hryggir á hverju lambi... Í haust og fram að jólum efnir Áform til 700 kynninga í WF verslunum - og ekki af ástæðulausu því það hefur sýnt sig að 80% þeirra sem fást til að smakka kjötið, kaupa það. Gert er ráð fyrir að manns fái að smakka kjöt í fyrirhuguðum kynningum í haust og eru bundnar miklar vonir við að nú hefjist hin raunverulega markaðssetning fyrir alvöru. Þar sem takmarkað fjármagn er til ráðstöfunar við markaðssetninguna hafa menn þurft að sníða sér stakk eftir vexti. WF stefnir að því að auka kaup á lambakjöti verulega ár hvert næstu fimm árin. Mikill hagnaður af rekstri Whole Foods Saga Whole Foods hófst árið 1978 þegar núverandi aðalforstjóri, John Mackey, opnaði Safer Way Natural Foods í Austin, Texas. Þegar fyrirtækið sameinaðist annarri verslun árið 1980 varð til samsteypan Whole Foods. Eftir að hafa stækkað jafnt og þétt árum saman tók Whole Foods vaxtarkipp á síðari hluta tíunda áratugarins - og er nú með hátt á annað hundrað verslanir í Bandaríkjunum. Whole Foods er stærsta smásöluyrirtæki í heimi á sviði náttúruvænna afurða. Hagnaðarhlutfall fyrirtækisins er rúmlega tvöfalt það hlutfall sem venjulegt má teljast í matvöruverslun. Þá má geta þess að hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað um 125% á síðustu tveimur árum. Þessi athyglisverða arðsemi WF byggist á því að laða að fyrirtækinu bestu viðskiptavinina - þá sem ekki velta mikið vöngum yfir verðinu - og yfirtaka síðan megnið af samkeppnisfyrirtækjunum! Sala á lífrænum og náttúrulegum matvælum jókst stórkostlega á tíunda áratugnum og búist er við að sú þróun haldist. Vöxtur og viðgangur Whole Foods endurspeglar vaxandi áhuga neytenda á lífrænum og náttúrulegum matvælum. Sala á lífrænni fæðu hefur nánast tvöfaldast undanfarin fimm ár, samkvæmt upplýsingum frá Organic Trade Association (Samtökum fyrirtækja sem selja lífræna fæðu). Gera má ráð fyrir að 3-5% bandarísku þjóðarinnar hafi áhuga á að neyta vistvænnar vöru og greiða hátt verð fyrir. Afkoma WF Um mitt sumar gaf WF út tilkynningu um sölu og tekjur vegna þriðja ársfjórðungs sem lauk 6. júlí Á þessu 12 vikna tímabili jókst salan um 15% og fór upp í 749 milljónir dollara. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænni fæðu Árið 2002 jókst eftirspurn eftir vottuðum, náttúrulegum og lífrænum matvörum um 8,8% í Bandaríkjunum og veltir greinin nú 14,4 milljörðum dollara. Hlutur lífrænnar fæðu í þessari tölu er 8,5 milljarðar dollara og var söluaukningin í þessum geira 20% árið 2002 samkvæmt viðskiptatímaritinu Nutrition Business Journal (ársrit um viðskipti í matvælum). Verslanir WF leggja megináherslu á sjálfbæra framleiðsluhætti á matvælum svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði þar sem dýravernd er höfð að leiðarljósi svo og umhverfismál og hollusta matvæla. Uppruni matvæla er mikilvægt atriði en í verslununum eru myndir af bændafjölskyldum sem framleiða eitt og annað sem fæst í búðunum. Áform - verkefninu er lokið Nú eru liðin sjö ár frá því að starfsemi Áforms hófst. Það var Alþingi sem kom Áformi á legg í þeim tilgangi að markaðssetja vörur á grundvelli sértækra, íslenskra gæða. Ekki skipti máli hvort um væri að ræða vistvænt eða lífrænt - og því má bæta við að á þeim tíma var fátt um reglur á þessu sviði. Haukur Halldórsson, bóndi í Þórsmörk á Svalbarðsströnd, var formaður stjórnar Áforms frá upphafi til áramóta 2002/3. Það form sem var á Áformi hefur breyst og sá þáttur sem sneri að lífrænni framleiðslu var vistaður á Hvanneyri með sérstökum samningi við skólann. Núverandi formaður Áforms er Jón Sveinsson lögmaður. Fljótlega komu upp hugmyndir um að markaðssetja unnið lambakjöt í Bandaríkjunum - og nú síðast í Danmörku í samvinnu við SS. "Eitt er að finna markað og annað er að vinna hann," sagði Haukur í samtali við blaðið og bætti við að það hefði tekið allnokkurn tíma að finna heppilega verslunarkeðju en það tókst m.a. fyrir atbeini vistvænna bænda sem Baldvin Jónsson kynntist í Colorado. "Nú hefur Norðlenska selt lambakjöt til Bandaríkjanna í fjögur, ár magnið hefur aukist ár frá ári. Auk þess er kjötið unnið á Húsavík og þannig verður eftir umtalsverður virðisauki í landinu." Haukur sagðist hafa farið til Bandaríkjanna þegar verkefnið fór af stað og aftur fyrir tveimur árum. "Nú er ég hér í þriðja skipti - en í hin tvö fyrri var ég orðvar. Nú get ég sagt með sanni að ég er bjartsýnni á þennan útflutning en nokkru sinni áður." Við erum á réttri leið Gordon Blair, fyrrum yfirmaður kjötdeilda Whole Foods, ákvað fyrir fimm árum að helga sig m.a vistvænu kjöti og markaðssetningu þess Siggi Hall Sigmundur Gordon Hann Virgil, sem er átta ára, hafði ekki fengist til að smakka kjöt fyrr en hann hitti Sigga Hall...

13 Þriðjudagur 28. október Vesturheimi Charles Edmunds verslunarstjóri. í verslunum WF. Þetta var gert að undirlagi yfirmanna Gordons sem treystu honum manna best til að sjá til þess markaðssetning vistvænna landbúnaðarafurða gengi sem best. Auk þess vill WF að á milli verslunar og framleiðanda sé milliliður. Nú er Gordon sumsé verktaki hjá gamla vinnuveitandanum sínum og allir eru ánægðir! Þannig er nú lífið í henni Ameríku. "Þetta lítur vel út. Salan eykst stöðugt," sagði Gordon í stuttu spjalli við Bændablaðið. "Við byrjuðum að flytja inn um 15 þúsund pund en á þessu ári verða þetta 175 til 200 þúsund pund." Á þessum fimm árum hefur Gordon margoft komið til Íslands og m.a. lagt sitt af mörkum til að kenna starfsmönnum Norðlenska að vinna kjötið fyrir ameríska markaðinn. "Gæði kjötsins eru ótvíræð og við fáum mikið af jákvæðum viðbrögðum frá viðskiptavinum WF," sagði Gordon sem leggur áherslu á að um leið og kjötið er kynnt til sögunnar sé greint frá Íslandi, hvernig sauðfjárrækt sé stunduð og hvernig rétt sé að matreiða kjötið. "Þetta hefur verið unnið af Áformi í samvinnu við okkur og WF - og ég er viss um að við erum á réttri leið," sagði Gordon "en við vildum gjarnan lengja sölutímabilið. Helst vildum við hefja söluna um miðjan ágúst og eiga nóg af því alla jólahátíðina. Við leggja áherslu á ferskt kjöt því fryst kjöt á ekki upp á pallborðið hjá fólki. Þetta var reynt fyrir nokkrum árum en gafst ekki vel." Fór í réttir í haust Charles Edmunds, verslunarstjóri WF í miðborg Washington, sagði að það hefði verið að haustlagi fyrir tveimur árum að hann fyrst smakkaði íslenskt lambakjöt og féll fyrir því. "Viðskiptavinir mínir eru líka afar hrifnir af kjötinu sem er mun mildara en þeir eiga að venjast. Við erum með kynningar tvisvar í viku um helgar." Charles sagði að til marks um áhuga fólks á kjötinu mætti nefna að í lok sölutímabilsins keypti fólk gjarnan mikið af íslensku lambakjöti. "Fólk setur þetta í frystikistuna sína og geymir fram eftir vetri. Þetta er gæðavara og við höfum aldrei þurft að kvarta undan gæðum." Í umrædda búð koma um 30 þúsund viðskiptavinir á viku. Starfsmenn losa sem er ótrúlega mikill fjöldi en þjónustustig búðarinnar er líka afar hátt. Þess má geta að Charles kom til Íslands í haust og fór í réttir. "Landið var fallegt og ég sá þarna stórkostlega hluti sem ég hef aldrei áður séð," sagði verslunarstjórinn og brosti breitt. Fólk vill magurt kjöt Huge, kjötiðnaðarmaður og starfsmaður WH, er franskur að ætt og uppruna - og bjó raunar í Danmörku í nokkur ár áður en hann flutti til Bandaríkjanna. Enski hreimurinn er svo frönskuskotinn að það er magnað að rabba við strákinn sem hafði betri þekkingu á lambakjöti en margur annar sem Bændablaðið hitti ytra. "Viðskiptavinir okkar vilja magurt kjöt og það fá þeir í íslenska kjötinu," sagði franski Bandaríkjamaðurinn og bætti við að íslenska kjötið væri afar vel auglýst í búðum WF - sem er rétt. Íslenska lambakjötið var raunar eina kjöttegundin sem var yfirleitt sérmerkt og auglýst í kjötborðum WF þegar Bændablaðið var þarna á ferð. Gaf grænmetisætu lambakjöt! Siggi Hall er líklega einn víðförlasti matreiðslumeistari landsins. Hann var einmitt í Washington á dögunum og skar lambalæri og ræddi - eins og honum er einum lagið - við viðskiptavini verslana WF. "Þeir taka þessu frábærlega vel. Margir bera þetta saman við bandaríska og nýsjálenska lambið og segja að bragðið af íslenska kjötinu sé allt annað. Ég hef margoft upplifað það að fólk sem segist ekki bragða lambakjöt lætur undan og fær sér bita - og fellur fyrir því. Þá hef ég líka séð grænmetisætu til þrjátíu ára fá sér íslenskt lambakjöt af því að hún trúði því sem satt er að kjötið væri heilbrigt og gott." Ásættanlegt verð í Bandaríkjunum "Mér finnst stórkostlegt að hafa fengið tækifæri til að sjá hvernig íslenska lambakjötið er markaðssett í Bandaríkjunum," sagði Jóhannes Verslanir WF voru merktar Íslandi í bak og fyrir, en hér eru f.v. Özur Lárusson, Jóhannes Sigfússon, Fjóla Runólfsdóttir og Haukur Halldórsson. Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda."ég er sannfærður um að hér er verið að gera réttan hlut. Íslenska lambakjötið er kynnt sem einstakt og verðið er eftir því. Ég býst við að ef við horfum á þennan markað einan og sér þá fái bóndinn ásættanlegt verð fyrir hvert kíló." Nú vilja forsvarsmenn WF lengja sölutímabilið - fá kjötið fyrr og reyna að gera íslenska lambakjötið að jólamat. Jóhannes sagði að þetta væri vissulega áhugavert en ekki mætti slaka á klónni hvað varðar gæði. Þannig væru innifóðruð lömb í desember ekki alveg eins og þau sem færu beint í sláturhús á haustin. Jóhannes sagði að það hefði komið sér þægilega á óvart að sjá hvað WF legði mikla áherslu á að auglýsa Ísland sem framleiðsluland matvæla í hæsta gæðaflokki. Víða væru stór skilti sem minntu á Ísland og starfsmenn væru merktir í bak og fyrir. "Starfsfólkið hefur mikinn áhuga á verkefninu og er sannfært um að það sé að gera réttan hlut - og versluninni til framdráttar," sagði Jóhannes. Athyglisvert að þurfa að fara til Bandaríkjanna til að sjá góða framsetningu á lambakjöti! Um árabil hefur Fjóla Runólfsdóttir, sauðfjárbóndi á Skarði í Landssveit, verið ódeig í umræðunni um markaðssetningu lambakjöts. Fjóla fór utan til þess að skoða stöðu þessara mála hjá WF í Washington. "Það er athyglisvert að ég þurfi að fara til Bandaríkjanna til þess að sjá jafn góða framsetningu á lambakjöti. Hér er þessu stillt út á þann hátt að fólk vill gjarnan kaupa vöruna sem er þannig að það er fljótlegt að elda kjötið og kaupandinn þarf ekki að henda neinu. Hér er líka fólk sem getur svarað spurningum mínum um lambakjötið og þetta þurfum við að gera heima á Íslandi." Fjóla sagði að staða sölumála lambakjöts í Bandaríkjunum hefði komið sér á óvart. Hún hefði vart trúað hvað starfsfólk WF væri jákvætt í garð Íslands. Hún drægi í land með margt af því sem hún hefði sagt um útflutning lambakjöts. En hvað annað geta sauðfjárbændur lært af WH? "Hér er boðið upp á fyrsta flokks vöru og hún er vel kynnt af fólki sem hefur áhuga á því sem það er að gera," sagði Fjóla. Stefnan að auka frágang kjötsins heima á Íslandi Bandaríkjamarkaður greiðir besta verðið sem Norðlenska fær fyrir útflutt lambakjöt. Það er líka mikils virði fyrir Norðlenska að lambakjötið sem fer á þennan markað er unnið af starfsfólki Norðlenska á Húsavík. Kjötið er mikið unnið, nánast í neytendavöru og stefnan er sú að auka enn á frágang kjötsins hér heima. "Við erum að flytja út góða vöru og sköpum aukna atvinnu heima í héraði," sagði Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska. "Haldi þessi þróun áfram þá munu framleiðendur fá betra verð. Til að auka magnið sem fer á þennan markað verðum við að lengja sláturtímann, bæði byrja fyrr að slátra og slátra fram í desember. Til að örva menn í þessu sambandi þá erum við bjóða þeim hærri verð, eða rúmar 200 krónur, sem koma með fé til slátrunar seinni hluta nóvember og í desember. Þessi tala hefur verið lægri á öðrum tímum. Bandaríkjamenn vilja fá kjöt fyrr og ef við gætum t.d. slátrað í júlí og út desember myndum við ná umtalsvert meiri sölu hér." Varðandi gæði kjötsins sagði Sigmundur að vissulega þyrfti að að skoða betur þau mál - og ekki síst þá dilka sem er slátrað seint á árinu. Það verður að tryggja að gæðin séu alltaf þau sömu. Á Húsavík er búið að koma upp flæðilínum í úrbeiningu, en á þann hátt er hægt að ná mun meiri afköstum svo og einsleitari framleiðslu. Sigmundur sagði að flæðilínan væri undirstaða þess að hægt væri að hafa gæðin jöfn enda hafa ekki komið kvartanir síðan hún kom til sögunn- Sjá næstu blaðsíðu.

14 14 Þriðjudagur 28. október 2003 ar. Meirihluti framleiðslugetu Norðlenska á Húsavík er nú nýttur vegna útflutningsins og aukist útflutningurinn enn frá því sem nú er þá liggur fyrir að bæta við nýrri vakt. Vandinn er hins vegar sá að ekki er hægt að manna hana að óbreyttu. "Við fáum ekki fólk til að starfa í kjötiðnaði og þetta á jafnt við um Akureyri og Húsavík. Við höfum reynt að bregðast við þessu með því að taka upp bónuskerfi í skurðinum en líklega verður endirinn sá að við þurfum að flytja inn fólk í einhverjum mæli til að annast þessi verk." Tækifæri og hættur Sigmundur sagði að auðvitað væri hægt að líta á útflutninginn sem "kvöð" á sláturleyfishöfum. Engu að síður vinnur Norðlenska að þessu útflutningi af heilum hug með megináherslu á útflutning til Bandaríkjanna, því hefur Norðlenska tekið upp samstarf við aðra sláturleyfishafa til að sinna innanlandsmarkaðnum og halda þannig stöðu sinni þar. Innanlandsmarkaðurinn væri vissulega dýrmætari en markaðir ytra, en í ljósi þess að Bandaríkjamarkaður gæfi best verð af útflutningsmörkuðum hefði verið mörkuð sú stefna að leggja rækt við hann. "Hér eru tækifærin en hætturnar eru líka á hverju horni. Það er hins vegar ákveðinn gæðastimpill að hafa komið vöru inn á þennan markað og því megum við ekki gleyma." Aukin samvinna? Nú flytja sláturleyfishafar út kjöt á ýmsa markaði og Sigmundur var inntur eftir því hvort hann sæi fram á aukna samvinnu þeirra m.a. til að koma í veg fyrir undirboð á viðkvæmum mörkuðum ytra. Sigmundur sagði að undirboð væru þekkt staðreynd - jafnt á innanlandsmarkaði sem og á erlendum mörkuðum- og mætti nefna Færeyjar í því sambandi. Nú flytti Norðlenska eitt út kjöt á Bandaríkjamarkað og WH hefði haft á orði að fyrirtækið vildi sitja eitt að íslensku lambakjöti þannig að nýr aðili gæti auðveldlega skaðað markaðinn fyrir Norðlenska og þar með verð til bænda. Hið sama gæti eflaust gerst í Danmörku þar sem SS ræður ríkjum og án efa á Ítalíu þar sem Kjötframleiðendur hafa helgað sér svæði. Sigmundur sagði að án efa gætu útflytjendur haft með sér samstarf í útflutningi til að halda uppi verði en í hvernig formi það ætti að vera væri önnur saga. Það er erfitt að skipuleggja samstarf í útflutningi þegar hörð og grimm samkeppni er meðal þessa aðila á innanlandsmarkaði, auk þess væri útflutningsskylda upp á 36% erfið sláturleyfishöfum og setti svo há prósenta enn meiri þrýsting á sláturleyfishafa að selja út, í raun á hvaða verði, bara losa út kjöt. Tveggja ára frétt Í forystugrein Bændablaðsins 14. október 2003 er því haldið fram að daginn eftir, hinn 15. október, verði í fyrsta sinn haldið upp á dag dreifbýliskvenna hér á landi. En það er alls ekki rétt. Um 250 konur úr uppsveitum Árnessýslu héldu dag dreifbýliskvenna hátíðlegan með kvöldvöku og listahátíð í Aratungu að kvöldi 15. október árið Í tilefni dagsins var opnuð sýning myndverka og annarra listmuna í Aratungu, félagsheimili Tungnamanna. Þar sýndu 26 konur verk sín. Sýning þessi var glæsileg í alla staði og var opin almenningi alla vikuna. Óhætt er að segja að aðsókn að kvöldvökunni hafi verið frábær, konur á öllum aldri fylltu félagsheimilið Aratungu, stemmningin ógleymanleg og samkoman öll með gleðibragði. Hins vegar naut þetta framtak ekki mikillar athygli fjölmiðla, kannski eins og vænta má þegar einkaframtak sveitakvenna er annars vegar. Enginn fjölmiðill lagðist niður við að senda fréttakonu á staðinn, þrátt fyrir kynningu. Konur í uppsveitum Árnessýslu fagna því að dagurinn 15. október er nú opinberlega tileinkaður dreifbýliskonum. Við væntum þess að í framtíðinni verði hátíð haldin í hinum dreifðu byggðum landsins hinn 15. október sérhvert haust. Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti. ISDN og bændur Internetið (Netið) getur létt dreifbýlinu mjög ýmsa vinnu. Þar hafa bændur einnig nýtt sér þessa tækni í mismunandi mæli. En betur má ef duga skal.. Allt bendir til þess að skráning og geymsla gagna verði í stórauknum mæli miðlæg í þjóðfélaginu. Þessi þróun er komin til með að vera hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við megum ekki standa hjá og skerða þar með möguleika okkar og barnanna okkar í framtíðinni. Það má segja að góð tenging við Netið sé orðin að sumu leyti jafn nauðsynleg og vegurinn heim til okkar. Við notum veginn fyrir flutning á nauðsynjum okkar og fólki, en Netið gefur okkur margháttaða möguleika til fróðleiks, skemmtunar og ekki síst til vinnu og öflunar menntunar í fjarnámi. Bændasamtökin smíða tölvukerfi fyrir Netið Eitt af markmiðum Bændasamtakanna er að gæta hagsmuna bænda á sem flestum sviðum til framtíðar og stuðla að faglegri þekkingu í stéttinni. Því er orðin meginstefna í þróun nýrra forrita Bændasamtakanna að færa skýrsluhaldskerfin yfir á á Netið. Nú hefur landbúnaðaráðherra með reglugerð um merkingu búfjár nr. 463/2003 gert bændum í nautgripa-, svína- og alifuglarækt að einstaklingsmerkja bústofn sinn.landbúnaðarráðuneytið fól Bændasamtökum Íslands að gera miðlægan gagnagrunn sem yrði aðgengilegur bændum þar sem þeir geta á Netinu skráð og skoðað fyrir sitt bú alla gripi, pantað merki o.fl. Á næsta ári er áætlað að komi á markað frá Bændasamtökunum nýtt skýrsluhaldskerfi fyrir sauðfjárræktina sem einnig verður byggt á miðlægum gagnagrunni, miðlægri skráningu og miðlægri úrvinnslu. Þá má nefna að WorldFengur, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur verið á netinu frá árinu 2001 með rétt um þúsund áskrifendur um allan heim. Tenging við Netið Þá kemur að einum af stóra þáttinum í þessu: hvernig er tengingum bænda háttað við Netið? Tengingar / línur eru víða slæmar og bjóða ekki upp á notkun eins hér lýst að framan. Um árabil hafa Bændasamtök Íslands þrýst á og reynt að fá aðgengilegri tengingar og ódýrari fyrir bæi í sveitum landsins. Þessi vinna hefur m.a. borið þann árangur að að 1. ágúst tók ný gjaldskrá gildi fyrir ISDN Plús. Uppkallsgjöld (upphafsskref) eru felld niður og breytingagjald úr venjulegum heimilissíma í ISDN einnig. ISDN Plús er í eðli sínu lína sem getur borið þrjú sambönd. Fyrsta sambandið er D rás á hraðanum 9.6 kbs. Síðan koma tvær B rásir sem hvor um sig er á hraðanum 64 kbs. Þannig getur ISDN Plús skilað allt að 128 kb/s. D rásar hraðinn bætist ekki við í hraða Ferjaldið FRITZ Í ágúst tók Síminn einnig að selja nýtt ferjald sem er frá AVM Þýskalandi og ber heitið FRITZ!X USB. Þetta ferjald, ólíkt þeim eldri, styður við ISDN Plús notendastýrihugbúnað sem er þýskur eins og FRITZ en er með íslensku í valmyndum. Ferjaldið er einnig innanhússímstöð og má setja allt að fjögur venjuleg (analog) símtæki við hana og hringja á milli þeirra, flytja samtöl á milli símtækja. Þannig nýtast velflest gömlu símtækin áfram. Þó er þarna einn þáttur sem þarf að huga að en hann er sá ef rafmagnið fer af ferjaldinu þá verða allir símarnir óvirkir. Þar sem þetta getur verið öryggisatriði þarf að huga að því að fá ISDN símtæki sem er tengt beint við ISDN línuna við hliðina á ferjaldinu í svokallað NT box sem Síminn lætur í té. Þetta er sett þannig upp að ferjaldið er tengt við NT boxið. Síðan er ferjaldið tengt við USB tengi tölvunnar og settur inn hugbúnaður í tölvuna til að stýra öllum tengingum og þar af leiðandi kostnaði af notkun. Eins er þessi hugbúnaður notaður til að stilla hvernig símtækin eru notuð sem eru tengd við ferjaldið. Þó þarf tölvan ekki að vera í gangi til að ferjaldið virki eins það var stillt í tölvunni. Raunar er mögulegt að stilla ferjaldið fyrir símtækin í gegnum símtækin sjálf. Það er þannig í ISDN kerfinu að ein Grunntenging, en það er heiti ISDN tengingar, getur borið allt að tíu símanúmer þar sem níu af þeim eru þá skilgreind sem aukanúmer Grunntengingar.Um hvert aukanúmer þarf að biðja sérstaklega og er ekkert mál að sjá notkun þeirra eins og um venjuleg símanúmer væri að ræða á sundurliðuðum símareikingum en sundurliðun þarf einnig að panta sérstaklega og kostar einhverjar krónur. Einnig er síminn með inn á sínum vef "Þínar síður" þar sem notendur geta skoðað sína símareikninga sundurliðaða án þess að greiða fyrir sundurliðun. Aukanúmer Því geta Guðrún og Jón haft hvort sitt símanúmerið og greiða um 90 kr. fyrir hvert aukanúmer og eru þessi aukanúmer birt í símaskrá ef þau eru skráð þannig. Þessum aukanúmerum ásamt aðalnúmeri grunntengingar má stýra inn á hvaða símtæki sem er tengt við ferjaldið. Er það gert í þeim hugbúnaði sem fylgir ferjaldinu. Einnig má þannig skilgreina aukanúmer fyrir faxtæki sem er þá tengt og skilgreint við ferjaldið og hringir þá einungis í faxtækið svo dæmi sé tekið. Í öðru dæmi mætti hugsa sér að sími væri í útihúsi eða vélaskemmu og er þannig hægt að hringja á milli síma og inn í íbúð án þess að símakostnaður hljótist af. Lagnir fyrir síma þarf alltaf að leggja frá ferjaldi að símtækjum hvort sem þau eru innanhúss eða í öðrum byggingum. Þangað sem bóndi vill leggja síma frá ferjaldi á milli húsa þarf að setja jarðkapal sem er td. hægt að fá hjá símamönnum. Bændur hafa flestir aðgang að plóg og má nota hann til að fletta upp jörð og leggja kapalinn síðan í plógfarið og leggja plógstrenginn aftur yfir. Mikil munur á ISDN og ISDN Plús Ef við hugum aftur að ISDN og Símanum þá hefur það komið fram að Síminn setur upp ISDN hjá þeim sem þess óska og hef ég ekki spurnir enn þá af neinni höfnun. Þó getur verið í undantekningartilfellum að línulengd frá býli að símstöð sé of löng og þarf þá grípa til annarra ráðstafanna sem eru þá teknar fyrir í hverju einstöku tilfelli. Nú er það svo að mikill munur er á venjuegri ISDN tengingu og ISDN Plús tengingu á þann máta að þegar haft er samband við internetið með venjulegri ISDN tengingu koma alltaf áðurnefnd uppkallsgjöld fyrir hverja B rás sem er notuð hverju sinni. Engin D rás er virk í þessu formi áskriftar. Í ISDN Plús hagar þessu öðruvísi til því að eins og áður segir eru engin uppkallsgjöld tekin eða öllu heldur er reikningslega séð veittur jafn mikill afsláttur og uppkallskostnaður er. Í hugbúnaði fyrir ISDN Plús sem stýrir hvernig tengingin er notuð er það þannig að fyrst er D rás tengd. Þessi tenging kostar ekki neitt, er inni í áskriftinni. Ef notandi vill meiri hraða þá er ýtt á fyrri B rásina og hún bætist við án uppkallsgjalds en er tímamæld í sekúndum. Ef notandi vill enn meiri hraða er ýtt á seinni B rásina og gildir það sama og um hina fyrri um gjöld og mælingu. Þá er tengingin komin upp í 128kbs. Opinber hámarkshraði ISDN er 128 kb/s, oft kallað bandvídd. D-rásin Nú kemur til sögunnar aftur D rásin, ég sagði áður að hún væri inni í áskriftinni. Þannig er að hluti áskriftargjaldsins hjá Internetveitunni er svokölluð útlandanotkun. Þarna er innifalið 100 mb. "download"/niðurhal erlendis frá og kemur þetta líklega ISDN notendum flestum á óvart. Þetta er hugsað þannig að þótt hraðinn sé ekki mikill á D rásinni getur hann náð miklu magni í gegn á löngum tíma og er þessi gjaldtaka hugsuð fyrir erlent niðurhal eingöngu og þá vegna þess að D rásin er að öðru leyti frí. Ef notandi fer fram úr þessum 100 mb. kemur það fram á símareikningi sem mælt erlent niðurhal og kostar þar hvert mb. um 2,50. D rásin nýtist til margra hluta þótt hún sé á litlum hraða. Má þar nefna Irc., MSN, tölvupóst og jafnvel hafa prófanir á léttum vefsíðum eins og t.d. í nýja sauðfjárræktarkerfinu gefið vonir um að unnt sé að vinna hreinlega í vefsíðum sem eru hannaðar með D rásina í huga. Í næsta útgáfu af ISDN+ hugbúnaðinum fylgir WAP möguleiki með og notast hann líkt og WAP í GSM. Bara til að árétta, þá kostar ekkert að nota D rásina innanlands fyrir utan fastagjaldið. Munur á venjulegri símalínu og ISDN Í samnburði við venjuleg módem (Analog) þá er mikill munur á hraða og gæðum tengingarinnar. Þar sem ég hef séð til hefur verið algengast að módem hafi verið að skila í raun um 11 kbs. upp í um 28 kbs. Í innan við fimm tilfellum hef ég séð módem vera að skila yfir 45 kbs. Módem hafa einnig mikla tilhneigingu til að slíta þegar minnst varir nema um mjög góða línu sé að ræða enda er það þekkt staðreynd að módem eru að keyra á fjölsímalínum í sveitum á hraða sem þau valda ekki og slíta þar af leiðandi oft. Með ISDN væðingunni er þessum fjölsímaþætti kippt út og á kemst samband sem er af mun meiri gæðum. Það er þannig með ISDN ef allt er í lagi að annaðhvort er fullt samband eða ekki neitt og tengitími er innan við eina sekúndu en notendaskilgreining hjá Internetveitu tekur tvær til þrjár sekúndur. Þetta gildir einungis um þá fyrstu rás sem tengt er með við Internetveitu en hinar sem bætt er við koma strax inn. ADSL? Nú kann einhver eðlilega að spyrja sig að því af hverju geta sveitabæir ekki fengið tengingar svipaðar og í þéttbýli, þ.e. ADSL, breiðband eða jafnvel með rafmagnslínunum. Ástæðan er líklega af sama toga og að ekki eru lagðir malbikaðir vegir heim á öll sveitabýli. Komið hefur fram að um milljarður sé kominn í ISDN væðinguna yfir landið en ef ætti að setja háhraðatengingu eins og ADSL inn á alla sveitabæi myndi það kosta margfalt meira. Það er því nokkuð ljóst, þó erfitt sé að kyngja því, að við í hinum dreifðu byggðum fáum ekki betri tengingu í náinni framtíð nema með einhverjum undantekningum vegna nálægðar við byggðakjarna. Hjálmar Ólafsson, hjalmar@bondi.is forritari og þjónustufulltrúi í tölvudeild Bændasamtaka Íslands

15 Þriðjudagur 28. október Styttist í Hrossarækt 2003 Nú styttist óðfluga í hina árlegu ráðstefnu ræktunarfólks sem fram fer í tengslum við uppskeruhátíð hestamanna laugardaginn 15. nóvember nk. og stendur frá 12:30-17:00. Ráðstefnunni hefur verið afar vel tekið frá því henni var hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum og nú er svo Smáauglýsingasíminn er Fréttamolar frá stjórn vistforeldra Með þessum molum vill stjórnin koma til félagsmanna því helsta sem hefur verið á döfinni hjá henni upp á síðkastið svo þú, félagi góður, getir myndað þér skoðun á störfum okkar og einnig komið til okkar ábendingum hvað betur má fara og hvar aðgerða sé þörf. Nú er Foster Pride kerfið komið inn í landið og er þess vænst að við fáum námskeið snemma á næsta ári. Þau verða haldin á nokkrum stöðum á landinu og verður Hildur Sveinsdóttir þar í forsvari. Það er góður hugur í félaginu og mjög góð samvinna við Barnaverndarstofu. Það er von okkar að með aukinni aðstoð og menntun stöndum við öflugri til að takast á við það vandasama starf sem því fylgir að vera vistforeldri. Hvað varðar skattamál virðist nokkur bót vera fengin á þeim málum því samkvæmt bréfi Ríkisskattstjóra til skattstjóra Norðurlandsumdæmis vestra, dagsettu í maí 2003, afrit send til annarra skattstjóra, Bændasamtakanna og Landsamtaka vistforeldra í sveitum, segir: Þegar skattaðili tekur börn í vistun á vegum meðferðastofnana og barnaverndanefnda gegn greiðslu skulu greiðslur þær sem hann hlýtur fyrir teljast til tekna sem rekstrartekjur. Sannanlegan kostnað samkvæmt reikningum, sem beint tengjast þessum rekstri, má færa sem rekstrargjöld sbr. 1. tl.31. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt. Gera skal sérstakan rekstrarreikning vegna þessarar starfsemi og ekki blanda henni saman við aðra starfsemi svo sem landbúnað, sem færist á landbúnaðarskýrslu eða aðra starfsemi sem viðkomandi kann að hafa með höndum. Niðurstaða þessa rekstrar færist síðan á samræmingarblað ásamt niðurstöðutölum af öðrum rekstri og þaðan síðan í reiti 24 og 62 á skattframtali eftir því sem við á. (Svo einfalt sem þetta kann að hljóma) Einnig sendum við ykkur tillögu að nýjum lögum fyrir félagið til yfirlestrar og íhugunar, látið endilega vita ef þið sjáið á henni einhverja hnökra. Með bestu kveðjum, stjórn L.V.S. komið að ekki dugir neitt minna en stærsti ráðstefnusalur Hótel Sögu til að taka við öllu fólkinu. Að venju verður farið yfir ræktunarstarf ársins veittar viðurkenningar og upplýst um þá sem tilnefndir eru til ræktunarverðlauna ársins. Þá verða að sjálfsögðu spennandi fyrirlestrar um efni tengt ræktun íslenska hestsins. Nákvæm dagskrá verður tilkynnt í lok vikunnar á Allt áhugafólk um íslenska hrossarækt er hvatt til að mæta. /Fagráð í hrossarækt Milljónablandan 200/168 EFNAINNIHALD: FEm 100/100kg Prótín 44,0 % Aska 20,0 % Fita 6,5 % Tréni 1,3 % Fosfór 3,2 % Kalsíum 5,5 % Magníum 0,4 % Natríum 0,6 % ÍBLÖNDUN Kobalt-CO Kopar-Cu Járn-Fe Mangan-Mn Selen-Se Jo -I Sink-Zn A vítamín D3 vítamín Alfa-tókóferól (E-vítamín) 2 mg/kg 30 mg/kg 25 mg/kg 100 mg/kg 0,35 mg/kg 5 mg/kg 100 mg/kg 10 a.e./g 2,5 a.e./g 50 mg/kg FÓ URSAMSETNING Fiskimjöl 68,75 % Bygg 30 % Magnium fosfat 1 % FB302E* 0,25% *Inniheldur uppgefin vítamín og snefilefni Geymsluflol 6 mánu ir frá framlei sludegi. Hafi samband vi okkur og fái uppl singar um kjarnfó ur, fó ursölt og fó urblokkir. fyrir sau fé Vi vinnum stö ugt a rannsóknum, flróun og endurbótum á fó urvörum og sérfræ ingar fyrirtækisins gefa gó rá um allt sem var ar fó run sau fjár. Fó urblandan hf. Korngar ar Reykjavík Sími: gæ i í hverri gjöf

16 16 Þriðjudagur 28. október 2003 HAUSTFUNDUR GARÐYRKJUNNAR 2003 Samband garðyrkjubænda boðar til haustfundar garðyrkjunnar 2003, föstudaginn 14. nóvember n.k. kl að Hótel Sögu, Sunnusal. Fundurinn ber yfirskriftina RÁÐSTEFNA UM MARKAÐS- OG AUGLÝSINGAMÁL GARÐYRKJUNNAR. Almannatengslamaður, garðyrkjuráðunautur og markaðsráðgjafi flytja framsöguerindi um stöðu mála í ljósi reynslunnar, hver frá sínu sjónarhorni, meta ástandið nú og velta fyrir sér framhaldinu í þessum efnum. Þá munu þeir, ásamt fulltrúum dreifingaraðila ræða málin sameiginlega og sitja fyrir svörum fundargesta. Loks verða almennar umræður og samantekt. Boðið verður upp á veitingar að dagskrá lokinni. Sambandið hefur tryggt nokkur herbergi til gistingar á Hótel Sögu aðfaranótt laugardagsins 15. nóvember, eftir fundinn. Þeir, sem kunna að hafa áhuga eru beðnir að hafa símsamband næstu næstu daga og í síðasta lagi föstudaginn 31. október n.k. SAMBAND GARÐYRKJUBÆNDA, S / Fyrr í mánuðinum fæddust átta angora kanínu ungar á Erpsstöðum í Dölum. Hér má sjá krakkana á Erpstöðum og vini þeirra, Harald og Magneu, með ungana. F.v. Birta, Einar, Lóa, Haraldur, Guðmundur og Magnea. Athyglisverð fræðsluferð til Austurríkis Á undanförnum árum hefur skapast sú hefð að fólk sem vinnur að Staðardagskrá 21 í sveitarfélögum heldur einu sinni á ári út fyrir landsteinana til að fræðast um ýmis þau atriði sem nýst geta í starfinu hér á landi. Í ágúst síðastliðnum var farið í eina slíka ferð til Austurríkis. Vikuferð til Austurríkis Staðardagskrá er verkefni sem samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið standa sameiginlega að til að auka veg og vanda sveitarfélaga í átt að sjálfbærri þróun. Landsskrifstofa íslenska Staðardagskrárverkefnisins, sem er til húsa í Borgarnesi, stóð fyrir og skipulagði Austurríkisferðina. Sú nýbreytni varð að þessu sinni í slíkri Staðardagskrárferð að stór hluti hópsins voru bændur. Annars var hópurinn fjölbreyttur og aðrir þátttakendur voru m.a. umhverfisfræðingar, heilbrigðisfulltrúi, starfsmaður Umhverfisstofnunar, líffræðikennari og lyfjafræðingur. Ný heimasíða Héraðsskóga og Austurlandsskóga Ný heimasíða Héraðsskóga og Austurlandsskóga var opnuð á dögunum. Leysir hún af eldri síðu sem var orðin barn síns tíma. Sú síða hafði þjónað hlutverki sínu og skilaði að jafnaði um tuttugu til þrjátíu heimsóknum á dag og frá um fjórða tug landa. Nýja síðan er uppbyggð á aðgenglegri hátt en sú eldri og inniheldur ýmsar upplýsingar og gögn um verkefnin. Vefurinn er smíðaður í vefuppsetningarkerfi Vefsýnar hf. það var Sigbjörn Sævarsson sem annaðist uppsetningu efnis á vefinn. Slóðin er: Um var að ræða vikuferð um fjölbreytt og fögur héruð Austurríkis sem eru ótæmandi uppsprettur náttúrufegurðar og menningar. Tilgangur ferðarinnar var margþættur en þó sá helstur að heimsækja einn fremsta talsmann Svipmynd frá Austurríki. þeirrar aðferðarfræði sem kallast vistmenning (e: permaculture), Josep Holzer sem býr á bænum Krameterhof í Lungau-héraði, sem er í suðausturhluta landsins. Holzer er sjálfur afar áhugaverður einstaklingur, ekki síður en sú hugmyndafræði sem hann vinnur eftir, en hann lítur á vistkerfin sem eina heild sem hlúa beri að og sé það gert geti það skilað ótrúlegum árangri. Hann trúir því að hægt sé að rækta hvaða tegund sem er, hvar sem er og í raun sé ekki til lélegt ræktunarland, heldur einungis lélegur bóndi. Margt lærdómsríkt Auk þess að heimsækja Holzer kynnti hópurinn sér lífrænan landbúnað í Austurríki, heimasölu afurða, samspil friðlýstra svæða og landbúnaðar og gestastofur og/eða upplýsingamiðstöðvar þjóðgarða. Allir þessir áfangastaðir tengjast þeirri umræðu sem verið hefur hér á landi á undanförnum misserum. Á nýafstöðnu umhverfisþingi var m.a. rætt um hvernig standa skuli að stækkun og fjölgun þjóðgarða, hvað friðlýsing hefur í för með sér og hvernig landnýtingu skuli háttað innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Þá hefur eftirspurn eftir lífrænum vörum heldur aukist hér á landi þrátt fyrir að hlutfall þeirra sé mun lægra en í mörgum öðrum Evrópulöndum. Sláturhúsamál, markaðsmál og heimasala afurða hafa þar að auki oft borið á góma undanfarið. Mjög fróðlegt var að sjá hvernig tekist hefur verið á við þessi mál í Austurríki og margt sem við Íslendingar getum lært af því. Það var því sameiginleg niðurstaða Austurríkisfara að þessari reynslu skyldi deilt með öðrum þeim sem hafa áhuga. Í næstu blöðum verður því fjallað um nokkur þeirra atriða sem skoðuð voru sérstaklega í þessari ferð. Ferðasagan er einnig aðgengileg á stafrænu formi á síðunni: Stefán Gíslason, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Ragnhildur H. Jónsdóttir. Staðardagskrá 21 Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir september 2003 sep.03 júl.03 okt.02 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2003 sep.03 sep.03 september '02 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,7 8,0 42,2 22,5% Hrossakjöt ,0-10,1-10,5 3,8% Kindakjöt* ,6 9,3 3,4 34,9% Nautgripakjöt ,2 1,2-2,4 13,9% Svínakjöt ,4-0,6 11,1 24,9% Samtals kjöt ,6 5,2 10,5 Innvegin mjólk ,4-4,7 0,5 Sala innanlands Alifuglakjöt ,0 15,9 32,5 24,4% Hrossakjöt ,9 63,0 0,6 2,2% Kindakjöt** ,7-9,1-3,0 28,9% Nautgripakjöt ,3-5,8-2,9 16,4% Svínakjöt ,5 9,1 10,3 28,1% Samtals kjöt ,0 3,0 7,8 Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu ,6 0,3-0,3 Umr. m.v. prótein ,9 2,6 0,8 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Tölur um sölu kindakjöts af framleiðslu ársins 2002 vantar frá einu fyrirtæki. VANDA- MÁL? HAUGHÚS - FLEYTIFLÓRAR Stíflast í flórnum? - Ammoníakstækja? - Fúlnar haugurinn? Brennisteinsvetni? Penac-g íblöndunarefni mýkir skítinn og gerir honum kleift að brjóta sig niður á skömmum tíma. Flórarnir stíflast ekki og renna betur til. Skíturinn verður mun betri áburður á túnin. Mikið notað í lífrænni ræktun. Penac-g er jafngott fyrir svína- sem kúaskít. Eitt kíló Penac-g í 100 tonn af skít. Verð kr /kg m/vsk. Hringið og fáið upplýsingabækling. Penac-g sent gegn póstkröfu. Lífrænar afurðir ehf

17 Þriðjudagur 28. október Alþjóðadagur dreifbýliskvenna Þann 15. okt. síðastliðinn var haldinn hátíðlegur alþjóðadagur kvenna í dreifbýli. Lifandi landbúnaður og Kvenfélagasamband Íslands stóðu fyrir mikilli dagskrá í verslunarmiðstöðinni í Smáralind þar sem þessar myndir eru teknar. Aðsókn var góð og það var mál manna að dagurinn hefði hlotið mikla athygli. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á ýmsum málefnum sem snerta dreifbýlið, jafnt hérlendis sem erlendis. Deginum er einkum ætlað að beina athygli að framlagi dreifbýliskvenna til samfélagsins og efla samstöðu þeirra og samtakamátt. Þá er dagurinn notaður til að minna á fjölda kvenna í þróunarlöndunum sem yrkja þar jörðina við óviðunandi skilyrði og án allra réttinda. Um kvöldið bauð forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, til móttöku á Bessastöðum þar sem gestir hlýddu á hvatningarorð forsetans og fræddust um staðinn. Fjós eru okkar fag Weelink - fóðrunarkerfi Ametrac - innréttingar í fjós Promat og AgriProm - dýnur Zeus Beton - steinbitar Dairypower - flórsköfukerfi PropyDos - súrdoðabrjóturinn Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf - Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar - Hafið samband - við mætum á staðinn Þessi unga sveitastúlka heitir Andrea Björk Kristjánsdóttir og er frá Steinnýjarstöðum á Skagaströnd. Hún stendur fyrir framan sölubás þar sem ýmiss konar varningur tengdur Lifandi landbúnaði var á boðstólum. Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: / s: / Þessar myndarlegu konur mættu á Bessastaði í sínu fínasta pússi. Þetta eru bændurnir Birna Hauksdóttir á Skáney, Halldóra Ingimundardóttir í Brautartungu og Kristín Gunnarsdóttir á Lundi. Anna Margrét Jónsdóttir, ráðunautur hjá Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda, ásamt Lindu Björk Ævarsdóttur, bónda á Steinnýjarstöðum. Glaðbeittar og merktar í bak og fyrir. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í ræðu á hátíð sem haldin var af þessu tilefni að dreifbýliskonur gætu orðið afgerandi í samfélagsflóru nýrrar aldar, þær gætu vakið athygli á mörgum málum og hvatt til nýbreytni og þarfra verka. F.v. Anna M. Stefánsdóttir, verkefnisstjóri LL, Sigríður Bragadóttir, formaður LL, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Helga Guðmundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands.

18 18 Þriðjudagur 28. október 2003 Endurmenntun landbúnaðarins Haustfundir LK Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðum haustfundum LK um einhvern tíma þar sem vinna undirbúningshóps vegna nýs mjólkursamnings stendur enn yfir. Nánar verður auglýst síðar um fyrirkomulag fundahaldsins. Nautakjötsmál Undanfarin misseri hefur stjórn LK unnið að því að finna viðunnandi lausn við vanda nautakjötsframleiðenda en eins og margoft hefur komið fram stendur verð á nautakjöti ekki undir framleiðslukostnaði. Fyrir liggja vel útfærðar tillögur um úrbætur, en þrátt fyrir skilning stjórnvalda á erfiðri stöðu gengur hægt að þoka málinu áfram. Eins og áður hefur komið fram hefur ástandið á kjötmarkaðnum komið verulega niður á sölu á nautgripakjöti. Þó gekk betur að selja nautgripakjöt í september sl. en árið áður, sem gefur von um breytingar. Þrátt fyrir aukna sölu í september er sala síðustu 12 mánaða minni en árið áður og nemur tapið um 10 daga sölu á nautakjöti á ári. Á móti kemur að ástandið á markaðinum og lágt verð hafa gert hátíðarmat að hversdagsmat og því horfa margir söluaðilar til nautakjötsins um komandi hátíðir, enda margir tómir rjúpudiskar á borðum landsmanna! 10 þúsund manns Um miðjan október tók LK þátt í sýningu á vegum Femin.is í Smáralind. Þar var neytendasíða LK, kynnt og gestum boðið að gerast áskrifendur að veffréttum. Tókst þetta kynningarátak gríðarlega vel og er nú svo komið að rúmlega 10 þúsund manns fá sendar upplýsingar frá neytendavef okkar. Fljótlega verður farið að nota þetta frábæra tengslanet okkar til að auglýsa nautakjöt, kynningar og afslætti í einstökum verslunum. Við væntum þess að með því móti verði hægt að efla enn frekar sókn nautakjötsins á markaðnum. Mjólkurmál Kúabændur landsins hafa vafalítið orðið varir við nýja herferð Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins, MUU. Herferðin er rétt að byrja og hefur náð ótrúlega mikilli athygli. Sitt sýnist auðvitað hverjum um ágætið en ljóst er að allflestir Íslendingar vita nú hvað MUU stendur fyrir. Til þess var ætlast og verður áfram unnið með þessa hugmyndafræði. Jafnframt er unnið að ýmsum markaðsrannsóknum og viðhorfskönnunum. Auglýsingar og kynningar eru svo aðlagaðar að niðurstöðum fyrrnefndra kannana og rannsókna. Óbreytt sala - ekki nógu gott mál! Hvað snertir sölumál mjólkur þá varð söluaukning á mjólk í september miðað við septembermánuð 2002 upp á 3,8% en 12 mánaða uppgjörið sýnir þó enn fall í neyslu mjólkur um 0,9%. Á móti kemur að aukning er sl. 12 mánuði í sölu á skyri, rjóma, jógúrti og ostum og er heildarniðurstaðan því sú að salan er óbreytt sl. 12 mánuði miðað við fyrra ár. Á sama tíma hefur þó Íslendingum fjölgað og því er óbreytt ástand í raun ekki nógu gott. Stefnumótun nautgriparæktar Stefnumótun nautgriparæktar er nú á leið til allra nautgripabænda og ætti að berast þeim í vikunni. Mjólkurframleiðendur fá hana senda með mjólkurbílunum en nautakjötsframleiðendur með landpósti. Allir kúabændur eru hvattir til að kynna sér stefnumótunina vel. Skrifstofa LK Sími: Fax: Netfang: lk@naut.is. Veffang: Heimilisfang: Landssamband kúabænda, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi. Umsjón Snorri Sigurðsson, LK Bændasamtök Íslands Endurmenntunarnámskeið fyrir bændur sem Bændasamtök Íslands standa fyrir Fóðrun mjólkurkúa: Rekstur á kúabúi Efni: Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áhersluatriði varðandi gróffóðurgæði og gróffóðuröflun á kúabúi, - fóðrun ungviðis, - sérstök áhersla lögð á fóðrun og hirðingu mjólkurkúnna á mismunand skeiðum framleiðsluferlisins, holdafar, heilbrigði og fóðuráætlanagerð. Enn fremur verður fjallað um nokkra mikilvæga þætti í rekstri á kúabúi, einkum fóðuröflunarkostnað. Tími: Seinni hluti nóvember Einn og hálfur dagur. Staðir: Önundarfjörður og Barðaströnd. Umsjónarmaður: Gunnar Guðmundsson, BÍ Kynbætur sauðfjár Efni: Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um erfðir og kynbætur sauðfjár, úrval fyrir mikilvægum eiginleikum, kynbótamat og ræktunarstarf. Tími: Seinni hluti nóvember Staðir: Norður-Þingeyjarsýsla, Húnavatnssýslur og Strandir. Einn og hálfur dagur. Umsjónarmaður: Jón Viðar Jónmundsson, búfjárræktarráðunautur BÍ Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Endurmenntun - námskeið framundan Tamning fjárhunda (grunnnámskeið) Undirstöðuatriði við tamningu og þjálfun fjárhunda. Þátttakendur vinna með eigin hunda á námskeiðinu. Verkleg kennsla, fyrirlestrar og myndbandasýningar. Dagar: 31. október-2. nóvember (föstud.-sunnud.) nóvember (mánud.-miðvikud.) (ef næg þátttaka fæst) Staður: Suðurland (Árnes- og/eða Rangárv.sýsla) Tími: 10-18, 9-18, 9-16 Leiðbeinandi: Gunnar Einarsson Tamning fjárhunda (framhaldsþjálfun) Stutt úttekt á fjárhundi og leiðbeiningar um framhaldsþjálfun. Hundur og þjálfari hans verða að hafa sótt áður grunnnámskeið fyrir fjárhunda. Dagur: 6. nóvember (fimmtudagur) Staður: Suðurland (Árnes- og/eða Rangárv.sýsla) Tími: Leiðbeinandi: Gunnar Einarsson Skráningu á fjárhundanámskeið á Suðurlandi verður lokið þegar þessi auglýsing birtist. Möguleiki er samt að hringja í endurmenntunarstjóra til að athuga hvort pláss hafi losnað. Málmsuða I Markmið að þátttakendur öðlist þekkingu á undirstöðuatriðum við málmsuðu. Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur litla eða enga reynslu af málmsuðu. Mikið verklegt. Dagur: nóvember (fimmtud.-laugard.) Staður: Hvanneyri, Bútæknihús (Ný og glæsileg aðstaða fyrir verklega kennslu) Tími: (13.nóv.), 9-18 (14.nóv.) og 9-16 (15.nóv.) Leiðbeinandi: Hilmar Hálfdánsson (LBH) Meira fyrir búvélarnar Greining á vélaþörf og mat á vélakostnaði. Farið er yfir grundvallaratriði vélasamvinnu og verktakastarfs. Þátttakendur geta unnið með tölur úr eigin rekstri. Lækkum búvélakostnaðinn! Dagur: 19. nóvember (miðvikudagur) Staður: Hvanneyri, Bútæknihús Tími: Leiðbeinandi: Bjarni Guðmundsson (LBH) Rafgirðingar Markmið er að þátttakendur fái fræðilega og verklega þjálfun í uppsetningu rafgirðinga. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Bútæknideild RALA. Dagur: 20. nóvember (fimmtudagur) Staður: Hvanneyri, Bútæknihús Tími: Leiðbeinandi: Grétar Einarsson (RALA) Klaufskurður Þjálfun í klaufskurði. Auk þess fjallað um fótagerð nautgripa og mikilvægi góðrar klaufhirðu fyrir heilsufar nautgripa. Verklegt og bóklegt. Dagar: nóvember (þriðjudagur og miðvikudagur) Staður: Suðurland Tími: 10-16:30 (25.nóv.), 10-16:30 (26.nóv.) Leiðbeinandi: Sigurður Oddur Ragnarsson Skráning á klaufskurðarnámskeið skal vera fyrir 11. nóvember Almennur skráningarfrestur er viku fyrir námskeið. Skráning og nánari upplýsingar um námskeið Landbúnaðarháskólans fást á skrifstofu hans í síma eða hjá endurmenntunarstjóra í síma Einnig má nálgast upplýsingar á heimasíðu skólans, Hólaskóli Gæðaátak á hrossaræktarbúum Um er að ræða átaksverkefni í samvinnu við Hestamiðstöð Íslands þar sem tekið er á öllum helstu þáttum í rekstri hrossabús. Þessir þættir eru m.a.: kynbætur hrossa, fóðrun, heilbrigði, landnýting, tamningar, markaðsmál, rekstur og gerð áætlana. Hagaskjól fyrir hross Hagaskjól fyrir hross má útbúa á ýmsan hátt. Þau þurfa þó að vera þannig úr garði gerð að þau veiti raunverulegt skjól í ríkjandi vindáttum á viðkomandi stað. Sums staðar getur hentað að ýta upp jarðvegsgarði og græða hann upp. Slíkur garður þarf að ná að minnsta kosti 2,5 metra hæð fullsiginn. Annars staðar hentar betur að byggja skjól úr timbri. Einna einfaldasta gerðin er þá þriggja arma skjólveggur sem byggður er á öfluga staura. Best er að nota gamla síma- eða raflínustaura sem reknir eru a.m.k. 1,2-1,5 metra í jörðu. Gott ráð er að bora fyrir staurunum með 30 cm breiðum jarðvegsbor og púkka möl að staurunum þegar búið er að stinga þeim í holurnar. Hægt er að sækja um jarðabótaframlag út á hrossaskjól. Til þess að skjólveggurinn uppfylli reglur sem settar hafa verið um slíkt framlag þarf hæð hans yfir yfirborð jarðvegs að vera a.m.k. 2,5 metrar. Staurarnir þurfa því að standa a.m.k. 2,5 metra upp úr jörðu og útlits vegna er sjálfsagt Verkefnið, sem tekur um eitt ár, samanstendur af fimm námskeiðum (samtals 66 kennslustundir) sem fylgt er eftir með úttektum heima á bæjunum. Eftir það tekur við mat á árangri, uppfærsla markmiða og áætlana einu sinni á ári auk persónulegrar ráðgjafar. Boðið er upp á verkefnið í heild í samvinnu við stofnanir, félög eða einstaklinga. Það gæti hafist í byrjun árs Umsjón: Víkingur Gunnarsson, deildarstjóri Hólaskóla. Íslenski hesturinn, saga og menning Námskeiðið er byggt upp sem 6 sjálfstæðir fyrirlestrar. Meðal efnis sem tekið er fyrir: Uppruni og sérkenni, hesturinn í menningu þjóðveldisaldar, reiðtygi og reiðfatnaður, hesturinn í skáldskap, gangtegundir íslenska hestsins og saga þeirra, saga hrossaræktar og reiðmennsku á Íslandi, íslenski hesturinn með augum erlendra ferðalanga. Námskeiðið verður haldið í Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal en endanleg tímasetning verður auglýst síðar. Umsjón: Björn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Söguseturs íslenska hestsins. að hafa þá alla jafn háa. Þegar búið er að ganga frá staurunum eru þeir klæddir með timbri, t.d. með borðum 25 x 100 mm eða 25 x 125 mm og rifur hafðar á milli borðanna til þess að vindurinn síist í gegnum vegginn. Best er að nota gagnvarið timbur í klæðninguna en það dugar einnig að bera karbolíntjöru á það. Karbolíntjaran kemur að verulegu leyti í veg fyrir að hrossin nagi timbrið. Gisklæddur veggur gefur mun betra skjól heldur en þéttklæddur veggur af sömu hæð. Sérstaklega gætir skjóls lengra út frá gisklædda veggnum og vindsveipir myndast oft hlémegin við þéttklædda veggi. Af þeim sökum hentar betur að klæða hrossaskjól með timbri heldur en bárujárnsplötum. Meðfylgjandi myndir sýna hagaskjól af umræddri gerð. Teikningu að slíku skjóli geta bændur og hestamenn fengið endurgjaldslaust hjá byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands eða sótt hana á heimasíðu Bændasamtakanna, Markaðssetning þjónustu Nemendur verða leiddir í gegnum gerð einfaldrar markaðsáætlunar fyrir smærri fyrirtæki. Meðal þess sem tekið verður fyrir eru helstu markaðshugtök, skipting markaðar, markhópar, blöndun söluráða, kynning þjónustu, fjárhagsáætlun, ímynd, samvinna starfsmanna og samskipti við viðskiptavini. Dagar og tími: þriðjudagur 18. nóvember kl og miðvikudagur 19. nóvember kl Staður: Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal. Kennari: Elín Sigrún Antonsdóttir, markaðsfræðingur og kennari við Hólaskóla. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefsíðu Hólaskóla ( og hjá Sólrúnu Harðardóttur endurmenntunarstjóra. Skráning fer fram hjá skólanum í síma eða í tölvupósti: solrun@holar.is Garðyrkjuskólinn Reykjum Lesið í skóginn - tálgað í tré (grunnnámskeið) Dagur: 4. nóvember (þriðjudagur) Staður. Garðyrkjuskólinn Tími: 17 til 22 Leiðbeinandi: Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum. Lesið í skóginn - tálgað í tré (framhaldsnámskeið) Dagur: 6. nóvember og 8. nóvember (fimmtudagur og laugardagur) Staður: Garðyrkjuskólinn Tími: 17 til 22 (6.nóv.) og 10 til 17 (8.nóv.) Leiðbeinandi: Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum. Sjúkdómar og skaðar í skógi Dagur: nóvember (föstudagur og laugardagur) Staður: Garðyrkjuskólinn Tími: 16 til 19 (7.nóv.) og 9 til 16 (8.nóv.) Leiðbeinandi: Guðmundur Halldórsson, Mógilsá ATH: Námskeiðið er ætlað þátttakendum í Grænni skógum á Suðurlandi Endurræktun grasflata Dagur: 14. nóvember (föstudagur) Staður: Garðyrkjuskólinn Tími: 9 til 15 Leiðbeinendur: Allt sérfræðingar á þessu sviði. Jólaskreytingar og jólakonfekt Dagur: 10. desember (miðvikudagur) Staður: Garðyrkjuskólinn Tími: 17 til 22 Leiðbeinendur. Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti og Júlíana Rannveig Einarsdóttir, fagdeildarstjóri á blómaskreytingabraut skólans. Jólaskreytingar og jólakonfekt Dagur: 13. desember (laugardagur) Staður: Garðyrkjuskólinn Tími: 13 til 18 Leiðbeinendur. Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti og Júlíana Rannveig Einarsdóttir, fagdeildarstjóri á blómaskreytingabraut skólans. Skráning og nánari upplýsingar um námskeið Garðyrkjuskólans fást á skrifstofu hans í síma eða hjá endurmenntunarstjóra í síma Einnig má nálgast upplýsingarnar á heimasíðu skólans, www. reykir.is.

19 Þriðjudagur 28. október

20 20 Þriðjudagur 28. október 2003 Kveðja frá Austurlambi Töluverð sala hefur verið á lambakjöti um Netið undanfarnar vikur og virðist almenningur vera afar þakklátur fyrir það tækifæri sem þarna gefst til þess að nálgast upprunamerkt kjöt að eigin vali. Sé litið til baka verður þó ekki annað sagt en að undirbúningur verkefnisins hafi kostað mikið, bæði í vinnu og peningum. Mikil vinna fór í að ákveða hvernig varan skyldi vera, síðan fór í gang kynningarstarfsemi bæði gagnvart bændum og síðar væntanlegum kaupendum. Þessi tími er að baki og viðskiptin komin í gang. Þar með vex ánægjan við að afgreiða vöruna og hafa viðtökur verið góðar. Einhverjir horfa í verðið og bera saman við búðarverð. Því miður verður að segja hverja sögu eins er: Við höfum enga burði til þess að keppa við lægsta verð í stórverslunum. Grunur okkar er reyndar sá að varan kosti mikið meira en þar er auglýst, það eru bara einhverjir aðrir en neytendur sem greiða hluta af vöruverðinu. Við hjá Austurlambi höfum engan möguleika á því að greiða niður vöruverð í landinu en bendum í staðinn á að hér fá neytendur tryggar upplýsingar um það hvaðan varan er upprunnin. Tryggt er að kjötið sé úr fitulitlum og vöðvamiklum gæðaflokkum og við setjum ekki þá bita í pakkana sem neytendur geta ekki nýtt sér (slög. bringu, hálsbita o.fl.). Það eru stoltir bændur sem bjóða kjöt í gegnum Austurlamb og viðskiptavininum er velkomið að kynna sér þeirra framleiðsluaðferðir. Stór hluti fyrirspurna hefur komið frá Íslendingum sem búsettir eru erlendis. Hér væri mikill markaður ef hægt væri að fá vinnslu með útflutningsleyfi til þess að vinna kjötið en þess var ekki kostur í þetta sinn. Framtíð Austurlambs byggist meðal annars á því að nálgast þessa eftirspurn og einnig að koma til móts við þá sem leita eftir beinum viðskiptum við bændur. Að lokum vill undirritaður þakka hin fjölmörgu hvatningarorð og heillaóskir sem borist hafa. Einnig eru þátttökubændum færðar sérstakar þakkir fyrir þeirra þátt. Vonandi tekst að standa undir væntingum beggja hópanna þegar fram í sækir. Þetta er aðeins fyrsta skrefið af mörgum. Með kveðju frá Austurlambi. Sigurjón Bjarnason. Ferðaþjónusta bænda Sextán nýir aðilar hafa gengið í samtökin í ár Það sem af er þessu ári hafa komið 16 nýir aðilar inn í Ferðaþjónustu bænda en alls spurðust 20 fyrir um aðild. Þar fyrir utan höfðu margir samband við FB og spurðust fyrir um eitt og annað með inngöngu í huga síðar. Aðilar innan Ferðaþjónustu bænda eru nú orðnir 120.,,Það er mjög gott að fólk hringi og spyrjist fyrir um hvernig best sé að standa að hlutunum, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að komast inn í FB og ýmislegt fleira áður en það hefst handa við framkvæmdir. Það teljum við mjög jákvætt," sagði Berglind Viktorsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda. Berglind segir að fyrst sé tekið á móti aðildarumsóknum og þær skoðaðar. Síðan er farið á staðina og þeir skoðaðir og teknir út. Umsóknirnar eru síðan teknar fyrir á stjórnarfundi hagsmunafélagsins og afgreiddar. Þeir 16 sem sóttu um aðild að FB og fengu inngöngu á árinu eru allir byrjaðir starfsemi í ferðaþjónustunni. Green Globe 21 Í sumar gengu 10 félagar innan FB í Green Globe 21 samtökin sem eru alþjóðleg félaga- og vottunarsamtök sem vinna að umhverfismálum með ferðaþjónustuaðilum. Hólaskóli er umboðsaðili samtakanna á Íslandi. Berglind segir að innganga í þessi samtök sé þremur þrepum. Það byrji á félagsaðild en síðan smá saman aukist kröfurnar og ferlinu lýkur á því að viðkomandi þarf að setja upp ákveðið umhverfisstjórnunarkerfi sem síðan er tekið út. Ef viðkomandi stenst úttekt fær hann umhverfisvottun frá samtökunum. Berglind segir að það sem vinnist við að ganga í þessi samtök og setja upp umhverfisstjórnunarkerfi séu markvissari vinnubrögð varðandi umhverfisvæna starfshætti auk þess sem þetta getur aukið hagræðingu og sparnað til lengri tíma litið.,,ekki síst er þetta ákveðin staðfesting á því að viðkomandi fyrirtæki sé að taka upp umhverfisvæna starfshætti sem er ákveðinn gæðastimpill fyrir fyrirtækið. Nú eru 18 aðilar í ferðaþjónustu hér á landi gengnir í samtökin, þar af 13 félagar í FB auk þess sem skrifstofa Ferðaþjónustu bænda er líka orðinn aðili þar," segir Berglind Viktorsdóttir. Tilboð óskast í jörðina Sandhól í Meðallandi, Skaftárhreppi. Sala Sandhóll í Meðallandi, Skaftárhreppi. Um er að ræða jörðina Sandhól í Meðallandi, Skaftárhreppi (án greiðslumarks). Á jörðinni er steinsteypt einbýlishús á einni hæð með risi byggt árið 1953 stærð 125,5m2, Stálgrindarhús 303m2 byggt árið 1998 ásamt fjárhúsi og geymslu. Jörðin og húsakosturinn eru til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Tilboð skulu berast á þar til gerðum tilboðseyðublöðum fyrir kl þann 18. nóvember 2003 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska. BÆNDUR! Kjötsagir og hakkavélar á lager. Burstasett og sótthreinsiefni fyrir matvinnsluvélar í miklu úrvali NORDPOST PÓSTVERSLUN Arnarberg ehf sími & Dugguvogi Reykjavík Nú stendur Kvennasjóður í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og atvinnu- og jafnréttisráðgjafa Suður- og Norðausturkjördæma fyrir sýninga- og ráðstefnuröðinni Athafnakonur. Um er að ræða sýningar á starfsemi fyrirtækja sem notið hafa stuðnings frá Kvennasjóði. Í tengslum við hverja sýningu mun sjóðurinn standa fyrir örnámskeiði fyrir konur í atvinnurekstri auk ráðstefnu um atvinnumál kvenna. Sýninga- og ráðstefnuröðin var opnuð föstudaginn 10. október félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði Nú er komið að Suðurlandi, en næsti viðburður er 31. október og 1. nóvember í ráðhúsinu Þorlákshöfn. Sýningin er opnuð á föstudeginum klukkan 16. Sýningin verður opin til klukkan 19 á föstudaginn og frá klukkan laugardaginn 1. nóvember. Þann sama dag verður konum boðið upp á örnámskeið sem byggir á hagnýti þekkingu tengdri fyrirtækjarekstri og mun það standa frá klukkan 10-12, þátttakendum að kostnaðarlausu. Ráðstefnan Konur og landgæði hefst Athafnakonur svo klukkan 13 og stendur til klukkan 15:30. Dagskrá ráðstefnunnar liggur ekki fyrir að svo stöddu, en verður send þegar nær dregur. Sýningarnar verða sem hér segir: Þorlákshöfn 31. október - 1. nóvember Borgarnes nóvember Akureyri nóvember Daglegur opnunartími verður hinn sami á öllum stöðunum: Föstudagur Sýningaropnun og móttaka kl Sýning opin Laugardagur Örnámskeið Ráðstefna Sýning opin Tengiliðir og skipuleggjendur eru: Bjarnheiður Jóhannsdóttir atvinnu- og jafnréttisráðgjafi Suðurkjördæmis sími og netfang: bjarnheidur@byggdastofnun.is Helga Björg Ragnarsdóttir atvinnu- og jafnréttisráðgjafi Norðausturkjördæmis ími /45 og netfang: helga@austur.is

21 Þriðjudagur 28. október TIL GARÐYRKJUBÆNDA NÝBREYTNI Í ÚRVINNSLU OG RÆKTUN GRÆNMETIS Námskeið um fóðrun mjólkurkúa Í Aðlögunarsamningi garðyrkjunnar og stjórnvalda frá 2002 er m.a. kveðið á um veitingu fjár til rannsókna- og vöruþróunarverkefna í ylrækt og garðrækt. Á vegum Sambands garðyrkjubænda starfar svokallaður vöruþróunarhópur, sem ætlað er að vinna að verkefnum á þessum grunni. Þeir garðyrkjubændur, sem hafa áhuga á og/eða vilja taka þátt í að þróa hugmyndir um nýbreytni í ræktun eða frekari úrvinnslu garðyrkjuafurða eru beðnir að hafa samband við undirritaðan ekki seinna mánudaginn 10. nóvember. n.k. Hér má sjá fyrsta hópinn sem sótti námskeið um fóðrun mjólkurkúa en það var haldið er á Stóra-Ármóti í samstarfi Búnaðarsambands Suðurlands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Þetta var fyrsta námskeiðið af tíu. Fyrirlesarar eru Grétar Hrafn Harðarson, tilraunastjóri á Stóra-Ármóti, Jóhannes Hr. Símonarson og Runólfur Sigursveinsson, ráðunautar Búnaðarsambandsins. Markmið námskeiðanna er að efla faglega hæfni kúabænda í fóðrun og meðferð mjólkurkúa en eins og flestir vita hafa meðalafurðir mjólkurkúa á Suðurlandi verið að aukast umtalsvert á síðustu árum. Námskeiðin eru liður í því að ná enn betri árangri. Það voru Eyfellingar sem fylktu liði á fyrsta námskeiðinu. F.v. Grétar Hrafn Harðarson, tilraunastjóri á Stóra-Ármóti, Andrés Andrésson Dalsseli, Sigurður Þór Þórhallsson Önundarhorni, Brynja Þórarinsdóttir Dalsseli, Sigurður Grétar Ottósson Ásólfsskála, Ármann Fannar Magnússon Hrútafelli, Auðunn Óskar Jónasson Efri-Hól, Páll Ólafsson Þorvaldseyri, Óli Kristinn Ottósson Eystra-Seljalandi, Runólfur Sigursveinsson, Búnaðarsambandi Suðurlands. Myndina tók Jóhannes Hr. Símonarson. Uppfærsla áburðartöflu í NPK forritinu Notendur NPK jarðræktarforritsins frá Bændasamtökunum er bent á að uppfæra áburðartöfluna í forritinu til að fá réttar upplýsingar um áburðartegundir og verð frá áburðarsölufyrirtækjum. Það er á ábyrgð söluaðila að uppfæra þessar upplýsingar beint á netinu. Notendur NPK sækja síðan þessar upplýsingar með því að velja verkliðinn "Sækja áburðartöflu" í forritinu. Mikilvægt er að skoða uppfærsludagsetningu undir liðnum "Lesa inn áburð" en sú dagsetning segir til um hvenær áburðarsali uppfærði síðast upplýsingar á netinu. Mikilvægt er að taka með í reikninginn hvenær upplýsingar voru síðast uppfærðar frá hverjum áburðarsala þegar verð er borið saman. Ef ekki tekst að sækja áburðartöflu beint úr forritinu er hægt að sækja töfluna á heimasíðu Bændasamtakanna á undir "Tölvudeild - Forrit BÍ - NPK - Uppfærslur". ROUTES Evrópuverkefni með þátttöku Ferðamáladeildar Hólaskóla Í mars 2000 skrifaði Hólaskóli undir samning um þriggja ára samstarfsverkefni fjögurra landa sem fjármagnað er af Leonardo da Vinci áætlun Evrópusambandsins en það er ein þeirra áætlana sem Íslendingar taka þátt í á grundvelli samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Auk Íslands taka þátt í verkefninu Eistland, Skotland og Írland. Verkefnið heitir "ROUTES - Access to training via mentor supported learning groups", en það mætti útfæra á íslensku sem "ROUTES - aðgengi að símenntun í dreifbýli í gegnum námshópa sem njóta stuðnings hópstjóra". Hugmyndin á bak við verkefnið er að gefa fólki í dreifbýli, þar sem aðgengi að hefðbundnu námi fyrir fullorðna er takmarkað, tækifæri á að mennta sig eða þjálfa á sínu áhugasviði. Markmiðið er að auka atvinnumöguleika fólks og virkja það til þátttöku í því samfélagi sem það er hluti af. Það sem er nýjung við það form af símenntun sem ROUTES er, er að þetta er hópvinna. Það er enginn kennari eins og við hefðbundið nám heldur verða til námshópar sem vinna saman að sínu námi, meðlimir hópsins skipuleggja námið sjálfir og ákveða hvenær og hvernig skal unnið. Geta með öðrum orðum aðlagað námið öðru í daglegu lífi eins og vinnu og fjölskyldulífi. ROUTES á Íslandi Í fyrri hluta verkefnisins var unnið að gerð námsefnis sem síðan var ætlunin að nota í vettvangsprófun á hugmyndafræði ROUTES í öllum fjórum þátttökulöndunum. Námsefninu var skipt í fimm kafla: "Kynning á Reykjum, 23. október 2003, SAMBAND GARÐYRKJUBÆNDA, Haukur Sigurðsson, frkvstj. Netfang: haukur a reykir.is Sími: / Landmælingar og Kortagerð. Landmælingar: Landamerkja mælingar og uppskipting sumarhúsalóða o.s.frv. Kortagerð: Hefðbundin kortagerð og Stafrænkortagerð o.s.frv. Ingólfur sími ingolfur@rvk.is Hermann sími hemmi13@hotmail.com ROUTES", "Hópar og samskiptanet", "Sjálfsefling" og "Rekstur lítilla fyrirtækja" og tóku aðilar frá öllum löndum þátt í ritsmíðinni. Í febrúar 2003 hófst svo hin eiginlega vettvangsprófun á Íslandi. Helgina febr. mættu 9 konur frá Norður- og Vesturlandi á undirbúningsnámskeið að Hólum. Þessar konur voru valdar af verkefnisstjóra sem hugsanlegir hópstjórar eða formenn í Routes námshópi. Á námskeiðinu var farið yfir hugmyndafræðina á bak við ROUTES, hópurinn fór á námskeið í sjálfsstyrkingu og lærði heilmikið um hópa og samskiptanet. Í stuttu máli sagt urðu til þrír ROUTES námshópar eftir þetta fyrsta námskeið. Einn hópurinn kom úr austanverðum Skagafirði, annar hópur varð til í Borgarfirði og sá þriðji á Snæfellsnesi. Hver hópur samanstóð af 5-10 konum Sex manna hópur sem fór á lokaráðstefnu ROUTES í Eistlandi. Frá vinstri: Sigríður Sigurjónsdóttir, Ásdís Garðarsdóttir, Laufey Haraldsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Helga Karlsdóttir og Margrét Björk Björnsdóttir. en því miður reyndist erfitt að ná til karla til þátttöku í verkefninu. Verkefni þessara "tilrauna-námshópa" var að fara í gegnum námsefnið "Rekstur lítilla fyrirtækja". Það eina sem var fyrirfram ákveðið var námsefnið og var það aðgengilegt námshópunum á Netinu. Námshóparnir gátu einnig óskað eftir fyrirlesara og notað þær aðferðir og þau gögn sem þeim datt í hug við námið. Óhætt er að segja að þessi tilraun með nýja aðferð til sjálfsnáms hafi verið lærdómsrík bæði fyrir þá sem fóru í gegnum sjálft námið og þeirra sem komu að verkefninu á annan hátt. Tækifærin sem liggja í hugmyndafræði ROUTES er að með þessari aðferð geta nemendurnir ráðið því sjálfir hvenær þeir stunda námið - en jafnframt fengið aðhald og stuðning frá öðrum í hópnum. Á sama hátt þjálfast fólk í samskiptum við aðra, lærir að miðla af eigin reynslu og læra af öðrum. Hvort að hugmyndafræði ROUTES geti lifað eigin lífi úti í hinum dreifðu byggðum er erfitt um að segja. Ef til vill er þetta hugmynd sem símenntunarmiðstöðvar eða farskólar geta nýtt sér. Eitt er víst að þarna er komin hugmynd sem gæti, sé hún þróuð áfram, orðið tækifæri fyrir fólk til að bæta við menntun sína og þróa hæfileika til góðs fyrir sig sjálft og það samfélag sem það er hluti af. Laufey Haraldsdóttir, verkefnisstjóri

22 22 Þriðjudagur 28. október 2003 Smáauglýsingar Sími Fax Veffang Til sölu Tilboð óskast í 100 ærgilda greiðslumark í sauðfé sem gildir frá 1. janúar Tilboð sendist í pósthólf 84, 540 Blönduós fyrir 15. nóvember n.k. Til sölu Bens 1113, árgerð 70 ekinn km, turbo, ný dekk og felgur. Nýtt í stýrisbúnaði, membra, púst, startari, hjólalegur, bremsurör, hjólmælir, álskjólborð, skoðaður 03, verð aðeins kr staðgreitt. Uppl. í síma og Hef til sölu gráflekkótta og hvíta aligæsarunga og mjög skrautlega aliandarunga, allavega litir, góðir matfuglar og mjög góðir varpfuglar. Uppl.í síma eða Til sölu iðnaðareldavél, blástursofn og djúpsteikingarpottur. Tilvalin í skóla, mötuneyti og ferðaþjónustu. Uppl. í síma Til sölu holdakanínur hvítar og mógráar. Uppl. í síma Til sölu Man árg. '81. sturtur, drif og framdregari. Einnig Pajero stuttur árg. '83 diesel, gangfær. Uppl. í síma Til sölu er 16,4 ærgilda framleiðsluréttur í sauðfé. Uppl. í síma Tilboð óskast í fjórar brúnskjóttar hryssur á aldrinum 4-10 vetra. Uppl. í síma Aligæsir til sölu. Ungar frá í vor. Uppl. í síma eftir kl. 18. Til sölu hreinræktaðir, efnilegir Border Collie hvolpar. Uppl. í síma Til sölu gjafagrindur fyrir sauðfé, 1,50 x 3,70 m og eins tonna rafmagnstalía, þriggja fasa með tíðnibreyti og 30 m kappli. Uppl. í síma eða eftir kl. 20, Ragnar. Fjórhjól til sölu. Kawasaki 300, fjórhjól, árg. '87. Gott útlit og ástand. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Polaris Big Boss 500 sexhjól árg. '98. Hjólið hefur fengið gott viðhald og er í góðu lagi. Er á Egilsstöðum. Uppl. í síma , Jón. Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti- og innisalerni. Framtak-Blossi, sími Til sölu MF-390 árg. '90, 4x4. Skipti möguleg á ódýrari vél, þó ekki Zetor. Einnig til sölu MF-828 rúlluvél árg. '93. Uppl. í síma eða Smáauglýsing vikunnar Tilboð óskast í fjórar brúnskjóttar hryssur á aldrinum 4-10 vetra. Uppl. í síma Til sölu ltr. snekkjudæludreifari frá Vélboða árg. '02. Uppl. í síma Tilboð óskast í 178,2 ærgilda greiðslumark í sauðfé. Til greina koma skipti á fullvirðisrétti í mjólk. Uppl. í síma Til sölu Kawasaki 300 fjórhjól árg '87. Talsvert endurnýjað. Breið dekk. Uppl. í síma Óska eftir Óska eftir varahlutum í Scout eða heilum varahlutajeppa. Á sama stað óskast Deutz dráttarvél til uppgerðar frá ca (15 hö). Uppl. í síma eða í gegnum netfangið vilhjalmur_gudlaugsson@hotmail.com. Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru: Að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt sem nýtast til styrktar íslenska hrossastofninum. Að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Hér væri um að ræða gripi sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Bændasamtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. desember 2003 og skal umsóknum skilað til Fagráðs í hrossarækt, Bændahöllinni v/hagatorg, 107 Reykjavík. Reykjavík 20. október 2003 Fagráð í hrossarækt Óska eftir beljujúgrum. Hafið samband við Daníel í símum eða Óska eftir að kaupa rafmagnsþvottapott, heytætlur í góðu lagi og jörð með framleiðslurétti. Tökum að okkur smalamennsku við allar aðstæður. Tek hross í þjálfun frá 1. nóvember til vors. Sanngjarnt verð. Mikil reynsla. Uppl. í síma eða Óska eftir að kaupa kastdreifara. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa vatnshitapott. Á sama stað er til sölu gervihnattadiskur ásamt móttara. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa greiðslumark í sauðfé. Á sama stað er til sölu l mjólkurtankur. Upplýsingar í síma Óska eftir allt að lítra greiðslumarki í mjólk fyrir einn af viðskiptamönnum mínum. Anna Linda Bjarnadóttir, hdl, sími eða Óska eftir að kaupa dráttarkrók ásamt festingum undir Ford 2000/3000, pústgrein, vélarhlíf, fótolíugjöf og fl. Einnig kemur til greina að kaupa vél til niðurrifs. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa dráttarvél hö. með tækjum, t.d. MF-290 árg. '87 t.d. húslausa eða með lélegu húsi. Einnig vinstri hurð á Volvo F-7 árg 82. Á sama stað er til sölu fjórar fimm gata 10x15 White-spoke felgur, Volvo Lapplander í heilu lagi eða í pörtum og Toyota Dyna pick-up. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa framleiðslurétt í sauðfé. Uppl Óska eftir að kaupa Wild 100 súgþurrkunarblásara. Uppl. í síma eða , Gunnar. Atvinna Par óskar eftir starfi í sveit, hún 31 árs og hann 40 ára. Uppl. í síma Vantar duglega starfsmenn á rótgróið dekkjaverkstæði í Reykjavík til 1. des. nk. Upplýsingar í síma: Guðni Ágústsson. Framhald af blaðsíðu 4 er með þannig efnivið. Þar eru mjög ströng skilyrði fyrir í íslenskum lögum og hefur verið hert á þeim í minni ráðherratíð, ekki slakað." Kollafjarðarlaxinn,,Ég vil benda á þá staðreynd að menn fóru hér á árum áður um landið með lax úr Kollafjarðarstofninum og dreifðu honum í margar ár. Nú hefur það verið sett í íslensk lög að ekki má nota nema stofn viðkomandi áa til klaks. Lög taka nú fyrir það með öllu að kynbættur eldisfiskur, íslenskur eða erlendur, sé notaður í nokkuð annað en fiskeldi. Honum má hvorki sleppa í fiskrækt né hafbeit. Ég vil ennfremur benda á að þeir firðir sem laxveiðiárnar renna í eru lokaðir fyrir fiskeldi. Þannig stendur það og þannig verður það og ég er sannfærður um að þessi ákvörðun mín, sem er byggð á lögum og reglugerð og tekin er Sænskt par yfir tvítugt óskar eftir vinnu. Hún er núna á Íslandi og tilbúin til að vinna bæði við landbúnað og heimilisstörf. Hann er handlaginn og tilbúinn í ýmis störf. Upplýsingar: Mia - mia.c.eriksson@spray.se Mia- GSM Þýskur karlmaður óskar eftir starfi á íslenskum bóndabæ. Hefur reynslu af bústörfum, hótelstörfum og ferðamennsku. Jürgen Tanz, Ackerweg 5, D , Allensbach, netfang: jhtanz@yahoo.de og sími ára karlmaður frá Georgíu óskar eftir að komast í sveit á Íslandi, helst á sauðfjárbúi. Hann skilur ensku og þýsku og getur byrjað fljótlega. Hann heitir Michael Natriaschwili og netfangið hans er: guli5@web.de Þjónusta Þjónusta - varahlutir. Hef tekið við varahlutaþjónustu fyrir Slam, Sip og Tango. Jón Sigurðsson sími Smíðum vatnstúrbínur. Útvegum rafala. Gerum upp gamlar túrbínur. Vatnsvélar, Eldshöfða 13, Reykjavík. Sími Flutningar Eldfari flutningar. Tökum að okkur hesta-, hey- eða hverja aðra flutninga sem þú þarfnast. Persónuleg og góð þjónusta. Kannaðu málið. Hólmgeir Eyfjörð eldfari@nett.is símar: og NOTAÐAR VÉLAR MF 390 m/tækjum 4x New Holland L85 m/tækjum 4x Valmet 6400 m/tækjum 4x Zetor 7341 m/tækjum 4x með hliðsjón af alþjóðlegum samningum, er og mun verða talin merkileg ákvörðun við að vernda hina villtu náttúru. Auðvitað hef ég aldrei útilokað að slys geti ekki átt sér stað en fiskeldinu hafa verið veittir örfáir firðir til notkunar fjarri bestu laxveiðiánum. Því hafa verið sett mjög ströng skilyrði af öryggisástæðum um það hvernig eldiskvíarnar eru byggðar upp. Síðan er allt eftirlit afar strangt. Auðvitað viðurkenna allir að það var hræðilegt slys og raunar aulaháttur þegar sláturfiskurinn slapp í Neskaupstað. Þær aðstæður munu ekki endurtaka sig og ég hef enga trú á því að það slys hafi til framtíðar áhrif á laxveiðiár landsins. Ég hef hins vegar trú á því að þessar tvær auðlindir, fiskeldið og hin dýrmæta auðlind sem laxveiðiárnar eru, geti báðar þrifist hér á landi í framtíðinni og að fiskeldið verði þannig byggt upp að sem minnst ógn stafi af því. Það hefur verið mín sýn og verður áfram," sagði Guðni Ágústsson. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes Bændablaðið kemur næst út 11. nóvember. TRAKTORSDEKK Í MIKLU ÚRVALI AKUREYRI, S FELLABÆ, S

23 Þriðjudagur 28. október Skemmtanir Bændahátíð í Valaskjálf Félagsheimilinu Valaskjálf 1. nóvember, húsið opnar kl. 19:30 Borðhald hefst kl. 20:30 Hátíðarhlaðborð Heiðursgestur er formaður Ls, Jóhannes Sigfússon Það er hið síunga Ríó Tríó sem sér um að skemmta gestum Verðlaunaafhendingar -Kjarkur og þor sveitanna afhentur- Dansleikur. Hljómsveitin Völundur leikur og syngur, en hún kemur saman í tilefni fimmtugsafmælis Stefáns Bragasonar sem heldur uppi fjörinu á dansleik eftir Bændahátíðina og rifjar upp lögin frá áttunda áratugnum ásamt fleiri góðum smellum - m.a. frá Bifröst. Miðapantanir í s: (Freyja) og / (Lóa) Uppskeruhátíð bænda í Austur-Skaftafellssýslu Hátíðin verður haldin á Smyrlabjörgum þann 8. nóvember og opnar húsið kl. 20 og hefst borðhald kl. 20:30. Hljómsveitin Kusk leikur fyrir dansi. Veitt verða verðlaun fyrir hæst dæmda veturgamla hrútinn og hæst dæmda lambhrútinn. Einnig verða veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu kvíguna. Matseðill: Forréttur; Humarsúpa Aðalréttur: Lambafille ásamt meðlæti Eftirréttur: Desert að hætti hússins Boðið er upp á sérstakt tilboðsverð fyrir þá sem vilja gista á hótelinu á Smyrlabjörgum. Árshátíð bænda á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands 1. nóvember 2003 á Hótel Borgarnesi Forsala aðgöngumiða er til félagsmanna sem eru í búnaðarfélögum og þurfa þeir að hafa samband við skrifstofu Búnaðarsamtakanna, s , eða senda póst til heh@bondi.is eða gsig@bondi.is fyrir 27. október nk. Hver félagsmaður á rétt á tveimur miðum á kr. Hér gildir: fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir það verða miðar seldir til annarra sem þess óska og er miðaverð til þeirra kr Dagskrá: Húsið opnar kl. 20. Boðið verður upp á fordrykk. Árshátíðin hefst með borðhaldi kl. 21 þar sem boðið verður upp á fjölbreytt hlaðborð með forréttum, heitum og köldum kjötréttum, eftirrétt og kaffi. Ýmis skemmtiatriði verða á meðan á borðhaldi stendur. Dansleikur fram eftir nóttu þar sem Þotuliðið mun halda uppi fjörinu. Gisting: Tilboð á gistingu á hótelinu er tveggja manna herbergi á kr. nóttin. Morgunverður er innifalinn. Þeir sem vilja bóka gistingu þurfa að hafa samband beint við Hótel Borgarnes. Bændaferð um Borgarfjörð Búnaðarsamband Kjalarnesþings efnir til dagsferðar um Borgarfjörð laugardaginn 1. nóv. n.k. Pantanir þurfa að hafa borist fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 30. október. Sjá nánar auglýsingu á bls. 9. Uppselt á uppskeruhátíð hestamanna Hin árlega uppskeruhátíð hestamanna fer fram laugardaginn 15. nóvember nk. á skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík. Að þessu sinni var uppselt á hátíðina með rúmlega þriggja vikna fyrirvara. Að venju verða hrossaræktendur ársins útnefndir á hátíðinni, auk knapa ársins í hinum ýmsu keppnis- og sýningargreinum. Veislustjóri verður hinn stórskemmtilegi leikari og hestamaður, Benedikt Erlingsson, auk þess sem Ríó Tríó skemmtir og Brimkló leikur fyrir dansi.

24

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál]

sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] sþ. 562. Tillaga til þingsályktunar [265. mál] um staðfestingu fjögurra Norðurlandasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda. (Lögð fyrir Alþingi á 104. löggjafarþingi 1981-82.) Alþingi

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir

Saman gegn sóun. Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir Saman gegn sóun Drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026 Stefna umhverfis og auðlindaráðherra til næstu 12 ára. Níu áhersluflokkar í brennidepli. Áhersla lögð á nægjusemi, að nýta betur og

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu

LV Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu LV-206-4 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Kjalölduveitu Ágúst 206 2 Forsíðumyndin sýnir fornleifar nr. 74, vörðu (Horft

Læs mere

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island

Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Alkohol relateret folkehelse arbejde - Island Rafn M Jonsson Embætti landlæknis Nordisk folkehelsekonferanse Status og udvikling. Det forebyggende arbejde. Aktuelt! Udvikling af totalkonsumption af alkohol

Læs mere

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag 4 Alíslenskir matreiðsluþættir í sjónvarpi og á netinu 10 24 Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? Vaxtarsprotar útskrifaðir á Austurlandi Blaðauki um garðyrkju og gróður fylgir Bændablaðinu

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda

Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda LÖGFRÆÐISVIÐ Einkaréttarlegir samningar stjórnvalda Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Andrea Valgeirsdóttir Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson (Haustönn 2014) Staðfesting lokaverkefnis til ML gráðu

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Hlunnindi skógarbóndans

Hlunnindi skógarbóndans 10 20 34 Þeysireið á Hvítá í Jet-bát Hlunnindi skógarbóndans Bærinn okkar Grindur 17. tölublað 2011 Fimmtudagur 29. september Blað nr. 356 17. árg. Upplag 59.000 Málflutningur formanns SVÞ er rökleysa

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar

- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar 10 Mjólkurvöruflutningarr meiri en þorskkvótinnn 14 Gætu endurunniðnið allt plast á Íslandi 42 Bærinn okkar Tjörn 8. tölublað 2011 Miðvikudagur 20. apríl Blað nr. 347 Upplag 22.300 Þetta eru systkinin

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni

Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Stuðningur við dönskukennslu Danskt íslenskt samstarfsverkefni 2003 2006. Úttekt Birna María Svanbjörnsdóttir María Steingrímsdóttir

Læs mere

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti -BA ritgerð í lögfræði - Valgerður Björk Benediktsdóttir Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir Apríl 2011 Lögvarðir hagsmunir í umhverfisrétti

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk.

U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. U n d e r v i s n i n g s p l a n i d a n s k 2 0 3 Gem denne plan! Her er mange nyttige oplysninger til dig om dit studie i dansk. Lærer: Jette Dige Pedersen Undervisningsmateriale: 1. Danmarks mosaik

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt?

Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Hver er réttarstaða ábyrgðarmanna á Íslandi og hvernig er loforð um ábyrgðarskuldbindingu ógilt? Lokaverkefni til B.S. gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst Haustmisseri 2013 Höfundur: Rakel

Læs mere

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? Margrét Vala Kristjánsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. b 53 Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar? b 54

Læs mere

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014

SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS. SMIL Skapandi verkefni B 9053 Námsgagnastofnun 2014 SMIL SKAPANDI VERKEFNI ~ FYR LØS B I B SMIL Skapandi verkefni ~ Fyr løs Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9053 Efnisyfirlit Smil Verkefnabók

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING

LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING SIGURDUR GIZURARSON bæjarfógeti: LAGAÁREKSTRAR OG LAGASAMRÆMING EFNISYFIRLIT: I SAMRÆMING RÉTTARUPPSPRETTNA... A. HVERNIG STANGAST RÉTTARUPPSPRETTUR Á?... B. EF RÉTTARUPPSPRETTUR REKAST Á KOMA ÞRJU MEGINSJÓNARMID

Læs mere

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum

Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Reglur um umhverfisvottun á vörum með norræna umhverfismerkinu Svaninum Norræna umhverfismerkið 9. mars 2016 Í nóvember árið 1989 gaf Norðurlandaráð út tilskipun um stofnun valfrjáls opinbers umhverfismerkis,

Læs mere

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015

MINNISBLAÐ MB Reykjavík, 28/01/2015 MINNISBLAÐ MB-15.1 Reykjavík, 28/01/2015 1. Hvaða veðurstikar (veðurþættir, e. weather parameter) eru notaðir til að búa til inntaksgögnin fyrir AERMOD? Hvernig er vindrós svæðisins sem byggt var á? Hvilke

Læs mere

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags

Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Rétturinn til ritunar firma hlutafélags Halldóra Þorsteinsdóttir og Eyvindur G. Gunnarsson Lögfræðideild Ritstjóri: Helgi Áss Grétarsson Rannsóknir í félagsvísindum XVI. Erindi flutt á ráðstefnu í október

Læs mere