- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar"

Transkript

1 10 Mjólkurvöruflutningarr meiri en þorskkvótinnn 14 Gætu endurunniðnið allt plast á Íslandi 42 Bærinn okkar Tjörn 8. tölublað 2011 Miðvikudagur 20. apríl Blað nr. 347 Upplag Þetta eru systkinin Davíð Ævarr Gunnarsson, 9 ára og Valgerður Gunnarsdóttir, 7 ára með þrílembinga sem ærin Ferhyrna bar á dögunum hjá afa þeirra, Skúla Steinssyni. Þetta voru allt hrútar. Afi þeirra er frístundabóndi á Eyrarbakka, með um 50 fjár. Er myndin vel við hæfi þar sem blaðauki Bændablaðsins þessa vikuna fjallar einmitt og sauðfjárrækt og suðburð. - Sjá blaðaukann Sauðfjárræktin bls Mynd MHH Alvarlegir misbrestir á störfum og starfsháttum Matvælastofnunar: Sauðfjárbændur krefjast stjórnsýsluúttektar - Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar Sauðfjárbændur krefjast þess að starfshættir og stjórnsýsla Matvælastofnunar (MAST) verði tekin til athugunar og skora á Alþingi að beita sér fyrir því. Í raun er því hér verið að fara fram á stjórnsýsluúttekt. Mörg undanfarin ár hafi komið fram alvarlegir misbrestir á störfum og starfsháttum MAST en stjórnvöld hafi í litlu sinnt umkvörtunum bænda vegna þessa. Þá fordæma þeir stjórnsýslu stofnunarinnar vegna díoxínmálsins í Skutulsfirði. Þetta má lesa út úr ályktunum aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) sem haldinn var í Bændahöllinni apríl síðastliðinn. Hörð gagnrýni MAST var harðlega gagnrýnt í máli fjölda fundarmanna á fundinum og endurspegla ályktanir fundarins þá óánægju. Ekki aðeins kom fram sú gagnrýni sem nefnd er hér að ofan heldur einnig gagnrýni á rekjanleika sjúkdómasýna, á fræðslu varðandi smitsjúkdóma og kjarkleysi opinberra aðila við að taka á vandamálum sem upp koma í greininni. Kom sú gagnrýni fram í ályktun þar sem hugmyndum um starfsleyfi til sauðfjárræktar var alfarið hafnað. Djúpstæð og langvarandi óánægja Sindri Sigurgeirsson formaður LS segir það ekkert launungarmál að djúpstæð og langvarandi óánægja sé meðal sauðfjárbænda varðandi framgöngu MAST og samskipti við stofnunina. Eins og kemur fram í ályktuninni þá hafa ítrekað komið fram misbrestir í störfum MAST. Dæmi um slíkt eru meðal annars klúður við garnaveikisýni þar sem sýnum hefur verið ruglað saman Albencare Albencare er ormalyf ætlað til notkunar í nautgripi en var einnig gefið hrossum og sauðfé hér á landi. Talið var að rekja mætti veruleg vanhöld á lömbum til notkunar lyfsins, m.a. á Brjánslæk á Barðaströnd. Ekki tókst að sanna ábyrgð dýrlækna í málinu en veruleg óánægja varð meðal bænda vegna framgöngu MAST. Lyfið er ekki lengur á markaði. milli bæja. Annað dæmi er notkun dýralækna á ormalyfinu Albencare sem olli að líkindum verulegum vanhöldum í sauðfé. Ég sagði við forsvarsmenn MAST á dögunum, á samráðsfundi stofnunarinnar, að þegar ég færi um landið og talaði við sauðfjárbændur þá væri það ljóst að stofnunin væri alveg ákaflega illa þokkuð. Það er auðvitað stóralvarlegt mál. Ekki í fyrsta skipti Á aðalfundi LS árið 2008 var viðlíka ályktun einnig samþykkt en í framhaldi af henni komu fulltrúar MAST til fundar við stjórn LS þar sem reynt var að finna lausnir samskiptavanda stofnunarinnar og sauðfjárbænda. Okkar umbjóðendur eru hins vegar ekki ánægðir. Ég hef átt mjög gott samstarf við fulltrúa MAST en það hefur bara ekki tekist að kippa þessum hlutum í liðinn, segir Sindri. Stjórn LS mun koma saman eftir páska og mun þá taka ákvörðun um framhald málsins. Sindri segir að stefnt sé að því að funda með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna ályktana um mál sem undir hann heyra. Þar á meðal sé þetta mál. /fr Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda: Nei takk við aðild að Evrópusambandinu Á aðalfundi Sambands garðyrkjubænda sem haldinn var 8. apríl var samþykkt samhljóða svohljóðandi ályktun: Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda 2011 lýsir yfir andstöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einnig lýsir fundurinn yfir stuðningi við stefnu og starf Bændasamtaka Íslands í málinu og munu garðyrkjubændur standa þétt að baki samtökunum í baráttunni sem framundan er. Samband garðyrkjubænda hefur á undanförnum tveimur árum aflað mikilla gagna um stöðu garðyrkjunnar hér á landi en einnig beint sjónum sínum að þeim áhrifum sem aðild að Evrópusambandinu gæti haft á starfsemi garðyrkjubænda á Íslandi. Sambandið hefur látið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands framkvæma rannsókn á hugsanlegum áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu á íslenska garðyrkju. Einnig var farið í heimsókn til Finnlands þar sem m.a. var rætt við garðyrkjubændur um reynslu þeirra af aðildarferli Finnlands að ESB. Niðurstöður alls þessa benda sterklega til þess að hluti íslenskrar Ábúendur á Stórhóli í Álftafirði hafa fellt og selt frá sér talsverðan fjölda kinda síðustu daga. Um sjötíu kindur voru teknar úr þeirra umsjá 8. apríl síðastliðinn með vörslusviptingu vegna slæms ástands og til stóð að taka aðrar þrjú hundruð 14. apríl vanfóðrunar. Til þess kom þó ekki þar eð ábúendur höfðu fækkað kindum niður í fjölda sem eftirlitsaðilar telja að sé ásættanlegur. Áfram verður þó fyglst grannt með gangi mála. Föstudaginn 8. apríl voru um sjötíu kindur teknar úr umsjá ábúenda á Stórhól. Verið var að flytja féð heim á Stórhól frá bæ í Lóni í Hornafirði þar sem það hafði verið en þeir flutningar voru stöðvaðir. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins var fóðrunarástand kindanna mjög slæmt og þegar var farið fram á lóga einhverjum þeirra. Fallið frá vörslusviptingu Matvælastofnun (MAST) fór fram á að um þrjú hundruð kindur úr umsjá ábúenda og átti sú vörslusvipting að fara fram 14. apríl sl. Til þess kom þó ekki þar eð ábúendur höfðu fargað fé og selt frá sér þegar til Sveinn A. Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda, sem var endurkjörinn formaður á aðalfundinum. Hann er blómaframleiðandi á Espiflöt í Bláskógabyggð. garðyrkju verði fyrir mjög alvarlegum skaða. Þannig er ljóst að blómaræktun mun að öllum líkindum leggjast af með tímanum, garðplöntuframleiðsla verða fyrir alvarlegu áfalli og hluti grænmetisræktunar eiga erfitt uppdráttar. /MHH Vanfóðrun og illur aðbúnaður Fé tekið úr umsjá bænda á Stórhóli Óljóst hversu margt fé er eftir á bænum kom. Talið er að um 450 kindur séu nú á bænum en þær tölur eru þó mjög á reiki. Að sögn fulltrúa MAST er þó talið að fjöldinn nú sé kominn niður í viðráðanlega tölu hvað varðar aðbúnað og fóður. Áfram verður fylgst grannt með gangi mála á Stórhól að sögn fulltrúa MAST. Ekki í fyrsta skipti Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál ábúenda á Stórhóli koma til kasta MAST en búskapur þar hefur verið undir smásjá um margra árabil. Einnig hefur sveitarstjórn Djúpavogshrepps ítrekað haft afskipti af búskap á Stórhól. Dómssátt var gerð í máli MAST gegn ábúendum vegna vanfóðrunar, ills aðbúnaðar og annars árið Þegar mest var er talið að á fjórtánda hundrað fjár hafi verið á bænum. /fr

2 2 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Fréttir Hrossaræktarbú ársins mun eiga sína fulltrúa á sýningunni Ræktun 2011 á laugardaginn kemur. Mynd / HGG Ræktun 2011 Hin árlega reiðhallarsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands "Ræktun 2011" fer fram í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli laugardaginn 23. apríl nk. kl. 20. Þar verður að venju boðið upp á fjölbreytt atriði þar sem aðaláherslan er á kynbótahross, yngri sem eldri. Fram koma stóðhestar, hryssur, afkvæmahópar og ræktunarbú. Þetta verður létt og frjálsleg sýning að vanda sem áhugafólk um hrossarækt ætti að hafa gaman af. Miðaverð er kr , en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala fer fram við innganginn. Dagskránna er hægt að kynna sér á vefmiðlum hestamanna. Handverkshátíð 2011 Hin árlega Handverkshátíð í Eyjafirði verður haldin við Hrafnagilsskóla dagana ágúst. Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur fyrir þá sem ætla sér að vera með bása á sýningunni rennur út 1. maí nk. að þvíer segir í tilkynningu. Áhugi á handverki og hönnun er mikill og að sögn skipuleggjenda berast umsóknir daglega frá áhugasömu handverksfólki sem hyggst kynna sig og sínar vörur. Allar nánari upplýsingar um Handverkshátíðina má finna á vefsíðunni Kaupfélag í góðum rekstri: KS sýnir methagnað Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á síðasta ári voru 2,4 milljarðar króna eftir skatta. Er um methagnað að ræða en rekstrartekjur ársins námu 26 milljörðum króna. Eigið fé fyrirtækisins nemur nú um 15 milljörðum króna en lögð var áhersla á að lækka skuldir KS á síðasta ári og lækkuðu þær um 5 milljarða króna. KS er í eigu ríflega félagsmanna og um 730 manns vinna hjá fyrirtækinu. Félagið rekur sláturhús og kjötafurðastöð, mjólkursamlag, útgerðarfyrirtækið Fisk seafood, umfangsmikla verslunarstarfsemi og þjónustu, vörumiðlun auk annars. Níu aðilar selja rúlluplast til íslenskra bænda í ár: Óvissa vegna gengisþróunar All nokkur óvissa er um verð á rúlluplasti til bænda í sumar þar eð margir söluaðilar setja fyrirvara við verð sín vegna gengisþróunar. Þó virðist verð almennt vera nokkru lægra en í fyrra ef miðað er við listaverð sem söluaðilar gefa upp nú. Rétt er að taka fram að í all nokkrum tilfellum miða söluaðilar við ákveðið gengi evru eða gengi á ákveðnum tíma. Söluaðilum fækkar um einn Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins virðist sem níu fyrirtæki muni hafa rúlluplast til sölu í ár. Er það fækkun um eitt fyrirtæki frá fyrra ári. Í mörgum tilfellum miðast þau verð sem gefin eru upp við staðgreiðslu en mörg fyrirtækjanna bjóða hins vegar einnig upp á ýmis konar greiðslukjör. Getur þá verið um greiðsludreifingu að ræða en einnig er hugsanlegt að hægt sé að ná fram magn afsláttum eða öðrum afsláttarkjörum. Eru bændur hvattir til að huga vel að slíkum samanburði. Sömu tegundir og í fyrra Í flestum tilfellum er um sömu tegundir að ræða í ár og boðið var upp á í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins er þó nokkuð um að bændur hafi þegar gengið frá kaupum eða pöntunum á plasti. /fr Ársins 2010 verður minnst sem árs náttúruhamfara, ekki eingöngu hér á landi heldur um heim allan. Svo hófst ræða Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar formanns Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var apríl síðastliðinn. Þó væri enn nöturlegra að hugsa til þess að þeir umhverfisþættir sem þó væri í mannana valdi að hafa stjórn á skyldu nú valda innlendri matvælaframleiðslu skaða. Vísaði hann þar til díoxínmálsins svokallaða í Skutulsfirði. MAST stóð sig ekki Sindri gagnrýndi harðlega viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) og ekki síður stjórnvalda vegna málsins alls. Í fimm heimsálfum voru sagðar afar óljósar fréttir af díoxínmenguðu lambakjöti frá Íslandi. Þær fréttir voru byggðar á tilkynningu frá Matvælastofnun sem gerði ekki grein fyrir umfangi málsins eða þeirri staðreynd að kjötið kom frá mjög afmörkuðu svæði í nágrenni Sorpbrennslunnar Funa í Skutulsfirði og að magn þess nam einungis um 0,025 prósentum af árlegri innanlandssölu. Brýndi Sindri eftirlitsaðila eins og MAST og Umhverfisstofnun til að draga lærdóm af málinu svo slíkt myndi aldrei henda aftur. Átakanlegt að fylgjast með stjórnvöldum Átakanlegt er, sagði Sindri, að fylgjast með úrræðaleysi stjórnvalda þar sem hver vísaði á annan varðandi tjón bænda á svæðinu. Hins vegar væri það ekki hið eina sem átakanlegt væri upp á að horfa varðandi stjórnvöld. Hún nefnir sig norræna velferðarstjórn og er laustengt bandalag þingmanna Samfylkingar og hluta þingmanna Vinstri grænna. Þessir lýðsins leiðsögumenn hafa kosið að Söluaðilar Sími Plasttegund Breidd Litur Listaverð án vsk. Greiðslukjör Búaðföng* Polybale 75 cm Hvítt, grænt og svart Samkomulagsatriði Polybale 50 cm Hvítt Samkomulagsatriði Búvís** Rani 75 cm Hvítt og ljósgrænt % afsláttur ef greitt er í apríl Rani 50 cm Hvítt og ljósgrænt % afsláttur ef greitt er í apríl Fóðurblandan*** Trioplast 75 cm Hvítt og grænt Óákv. Silotite 75 cm Hvítt og grænt Greiðslukjör í boði Jötunn vélar Bal'ensil 75 cm Hvítt og grænt Samkomulagsatriði Bal'ensil 50 cm Hvítt Samkomulagsatriði Landstólpi Stólpaplast 75 cm Ljósgrænt Samkomulagsatriði Lífland**** Duoplast 75 cm Hvítt % staðgr.afsl. Megastretch 75 cm Hvítt og grænt % staðgr.afsl. Sláturfélag Suðurlands***** Teno Spin 75 cm Hvítt % magnafsl., 3% staðgr.afsl. Teno Spin 50 cm Hvítt % magnafsl., 3% staðgr.afsl. Polybale 75 cm Ljósgrænt % magnafsl., 3% staðgr.afsl. VB Landbúnaður****** SuperGrass 75 cm Hvítt og grænt SuperGrass 75 cm Svart SuperGrass 50 cm Hvítt Þór******* Visqueen 75 cm Hvítt, grænt og svart Greiðslufrestur í boði Visqueen 50 cm Hvítt Greiðslufrestur í boði *Miðað við staðgreiðslu fyrir 15. maí. Verð geta breyst vegna gengisþróunar **Verð miðast við að gengi evru sé 162 krónur og greitt sé fyrir 10. október. Verð geta breyst vegna gengisþróunar. ***Miðað við staðgreiðslu ****Verð miðast við að gengi evru sé 162 krónur. Tveir gjalddagar, 15. júlí og 15. ágúst. Verð geta breyst vegna gengisþróunar. *****Verðskrá gildir til 31. mars. Verð geta breyst vegna gengisþróunar ******Takmarkað magn í boði. Miðað við staðgreiðslu fyrir 1. maí ******* Miðað við að pöntun berist fyrir 30. apríl. Verð miðast við gengi evru 2. maí og gjalddaga 10. maí Formaður LS gagnrýndi viðbrögð við díoxínmálinu harðlega í setningarræðu aðalfundar: Úrræðaleysi stjórnvalda átakanlegt - Óttast að hugur fylgi ekki máli hjá stjórnvöldum um að standa vörð um landbúnað Sindri Sigurgeirsson, formaður Lamndssamtaka sauðfjárbænda, var afar harðorður í garð eftirlitsaðila varðandii díoxínmálið. breiða yfir eigið úrræðaleysi með því að benda á betri tíð og blóm í haga í örmum Evrópusambandsins. Fulltrúar ESB hreinskilnir Sindri sagði það allrar athyglivert að sjá Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra reyna að neita því að fram færi nú aðlögun að regluverki Evrópusambandsins (ESB). Fulltrúar ESB í aðildarviðræðunum hafi í það minnsta verið nægjanlega hreinskilnir til að segja það vafningalaust að við undirritun aðildarsamnings verði Ísland að hafa byggt upp stjórnkerfi sem geri landinu kleift að virka sem fullgilt aðildarríki. Enda er ekki óeðlilegt af hálfu ESB að gera kröfur um aðlögun ríkja sem hafa sótt um aðild, enda gera þeir ráð fyrir því að slíkri aðildarumsókn fylgi þjóðarvilji um að ganga inni í ESB eins og það er hverju sinni. Slíkt á ekki við um Íslendinga sem vilja kíkja í pakkann Sindri ræðir málin við Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og sjá svo til. Þjóðinni er svo talin trú um að hægt sé að fá varanlegar undanþágur alveg hægri vinstri. Það er óheiðarlegt af okkur Íslendingum gagnvart aðildarríkjum ESB að fórna tíma og peningum okkar og þeirra í könnunarviðræður um samning sem þjóðin kærir sig ekki um, sagði Sindri. Sindri sagðist óttast að ekki fylgdi hugur máli þegar stjórnvöld segist vilja standa vörð um íslenskan landbúnað. Skýr vísbending um það væri skipan fulltrúa í samningahóp um landbúnað þar sem aðeins þrír fulltrúar bænda ættu sæti. Björt teikn á lofti Ekki var þó eingöngu um bölmóð að ræða í ræðu Sindra enda mörg teikn á lofti um bjarta tíma í sauðfjárbúskap. Á fyrstu þremur mánuðum hefði sala á lambakjöti t.a.m. aukist um rúm ellefu prósent og um níutíu prósent á utanlandsmarkað. Birgðir af kindakjöti í landinu væru nú fjórðungi minni en á sama tíma í fyrra. Verð á erlendum mörkuðum hafi hækkað svo að nú sé það sambærilegt við verð á innanlandsmarkaði. / Sindri nefndi að vegna þessarar aukningar hefðu hafist umræður um að skortur yrði á lambakjöti í sumar. Hann fullvissaði fundinn um að slíkar áhyggjur væru ástæðulausar enda kappkostuðu íslenskir sauðfjárbændur að þjónusta sinn heimamarkað. Gríðarlegar gjaldeyristekjur Enn fremur sæu margir ofsjónum yfir ríkisstuðningi sem færi til greinarinnar nú þegar fjörutíu prósent framleiðslunnar væru flutt út. Það væri athyglisvert í því ljósi að skammt væri síðan að lögskipað hefði verið að flytja þyrfti ákveðinn hluta framleiðslunnar úr landi. Samtals nema gjaldeyristekjur af útflutningi sauðfjárafurða nú tæpum 3 milljörðum. Það er athyglisvert að setja þá upphæð í samhengi við rúma 4 milljarða sem greiddir eru í ríkisstuðning til sauðfjárræktar á hverju ári. Sauðfjárbændur eru að skapa gríðarlegar gjaldeyristekjur og taka því þátt í að skapa jákvæðan vöruskiptajöfnuð fyrir þjóðarbúið, um leið og þeir sjá innanlandsmarkaðnum fyrir úrvalsvöru á góðu verði, sagði Sindri. Ítreka andstöðu við ESB Fundur LS var hinn líflegasti og voru samþykktar þar fjöldi ályktana. Eins og sjá má á forsíðu kom fram gríðarhörð gagnrýni á MAST á fundinum sem endurspeglaðist bæði í umræðum og ályktunum fundarins. Þá var talsvert rætt um afurðaverð og aðfangahækkanir til bænda. Fundurinn skoraði á alla sláturleyfishafa að hækka afurðaverð til bænda verulega á komandi hausti enda hafi verð til bænda lítið hækkað en aðföng og annar kostnaður hækkað gríðarlega. Þá lýsti fundurinn fullum stuðningi við afstöðu Búnaðarþings gagnvart Evrópusambandsaðild og var andstaða við hana ítrekuð. Þrátt fyrir að hugsanlegt sé að sauðfjárbúskapur á Íslandi gæti staðið af sér aðild muni landbúnaðurinn í heild sinni verða verulega illa úti. Til lítils væri unnið ef að sauðfjárbændur stæðu einir eftir þegar búið væri að stórskaða allan annan landbúnað og úrvinnslu afurða í landinu. /fr

3 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Er ég huga að heyskap fer og helstu kosti ræði. Búvís alltaf býður mér bestu kjör og gæði. J.S Búvís verður með plast og net í allt sumar Verið velkomin á vefsíðu okkar Búvís ehf. hefur lagt metnað í að þjónusta bændur með gæðavörur eins og Rani rúlluplast og Tama net... og mun gera áfram! Rani plast fyrir rúllur, útistæður og f latgryfjur Við höfum tryggt okkur ákveðið magn af Rani plasti á neðangreindum verðum: Rani wrap 75 cm hvítt og ljósgrænt kr án vsk. Rani wrap 50 cm hvítt og ljósgrænt kr án vsk. Greiðist allt til 10. október og miðast verð þá við gengi á evru 3. október. (Sölugengi Landsbanka Íslands) Einnig má greiða í sumar og miðast verð þá við gengi evru þegar greitt er. Ef greitt er í apríl. Rani wrap 75 cm hvítt og ljósgrænt kr án vsk. Rani wrap 50 cm hvítt og ljósgrænt kr án vsk. Ofangreind verð eru miðað við gengi: 1 Evra = 162 kr. Búvís er með viðbótarmagn af Rani plasti og Tama neti í f lestum sveitum landsins þegar kemur fram á sumar. Búvís tókst að fullnægja eftirspurn á plasti og neti í allt fyrrasumar. Búvís er í fararbroddi með góð og viðráðanleg greiðslukjör til 10. okt. Pantið plast og net tímanlega og tryggið þannig afhendingu í tíma. Bændur þekkja gæði Rani og Tama Sigurður Baldursson Sléttu: Reynsla mín af rúlluplasti frá Búvís er mjög góð plastið er með góða límingu og teygjanleika og einnig mjög veðurþolið, þá hafa rúllunetin einnig reynst mjög vel og jafnan verið ódýr. Viðskiptin við búvís hafa verið með ágætum bæði hvað varðar verð og greiðslukjör, og síðast en ekki síst er mikill kostur að fá plastið keyrt heim á hlað manni að kostnaðarlausu. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Ljótarstöðum: Ég er hoppandi kát með rúlluplastið frá Búvís sem ég hef notað með góðum árangri í tvö ár. Að fá plastið keyrt heim í hlað er svo auðvitað alveg frábær þjónusta. Axel Jóhannesson Gunnarstöðum: Hef notað plastið frá búvís í 3 ár og það klikkar ekki. Góðar vörur, skilvirk og góð þjónusta :) Sigurður Erlendsson Stóru-Giljá: Ég hef notað Rani rúlluplastið frá Búvís í tvö sumur og líkar vel, plastið myndar góðan samfeldan hjúp um rúlluna og mygluskemdir verð ég ekki var við í heyinu, fyrningar geymast vel milli ára, einnig hef ég pakkað slatta af rúllum í fjórfalt plast og hefur með plastið, umbúðir þægilegar að opna og varla þarf að fara úr dráttarvélinni nema til að skipta um plastrúllur á pökkunarvélinni 3 Stefán Geirsson Gerðum: Fyrir tveimur árum var orðinn hörgull á rúlluplasti og ekki fékkst annað en Rani plastið frá Búvís hér um slóðir. Ég lét til leiðast og síðan þá hef ég ekki litið um öxl. Heyið heldur vel gæðum sínum auk þess sem pökkunin hefur gengið vel við allar aðstæður. Byrjum að keyra plasti út um landið í maí. Kolbeinn Magnússon, bóndi og Höskuldur Kolbeinsson, búfræðinemi, Stóra-Ási: Við notuðum Rani plast á 650 rúllur síðastliðið sumar. Þar sem 400 þeirra og ekki ein rúlla verið skemmd, þá getum við hiklaust mælt með þessu plasti. Plastið er sterkt og límingin í því virðist standast vel íslenskt veðurfar.

4 4 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Fréttir Þingeyjarsveit hafnar friðlýsingu Gjástykkis Fjallað var um möguleg friðlýsingaráform í Gjástykki á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar á dögunum, en óskað var eftir skriflegri afstöðu sveitarstjórna Þingeyjarsveitar, Norðurþings og Skútustaðahrepps til friðlýsingarinnar. Leitað hafði verið eftir afstöðu umhverfisráðuneytisins til þess hvort ekki væri hægt að fara bil beggja, þ.e. friðlýsa hluta svæðisins en því hafnaði ráðuneytið alfarið og telur sveitarstjórn það miður. Sannkallað gæðingaúrval var til sýnis í þéttsetinni Ölfushöllinni laugardaginn 9.apríl var þegar Stóðhestaveisla Hrossaræktar.is fór fram. Yfir 30 stóðhestar, allt frá ungum ósýndum efnisfolum til margverðlaunaðra kostagripa, komu fram og sýndu snilli sína. Oddur frá Selfossi heiðraður Höfðinginn Oddur frá Selfossi mætti til leiks ásamt hópi afkomenda sinna og var hann heiðraður fyrir framlag sitt til íslenskrar hrossaræktar. Var sérstaklega gaman að sjá þennan gamla kappa gefa afkomendum sínum ekkert eftir á fljúgandi skeiðsprettum í gegnum höllina undir öruggri stjórn hinnar ungu Dagmarar Einarsdóttur. Afkvæmi Kletts frá Hvammi og Stála frá Kjarri komu fram, auk þess sem stólpagæðingurinn Eldjárn frá Tjaldhólum mætti ásamt myndarlegum afkvæmahópi. Of langt mál er að telja upp alla þá glæsigripi sem léku listir sínar í veislunni, enda gæðin mikil og vart veikan punkt að finna í þeim atriðum sem upp á var boðið. Uppboð á folatollum Á stóðhestaveislunni var einnig efnt Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið fulltrúa sveitarfélaganna í samráðshópnum og er ekki tilbúið að afsala sér skipulagsvaldinu á svæðinu með tilliti til hugsanlegrar nýtingar og/eða verndunar. Í því ljósi hafnar sveitarstjórn Þingeyjarsveitar boðaðri friðlýsingu Gjástykkis og vísar til staðfests Svæðisskipulags háhitasvæðanna í Þingeyjarsýslum , þar sem fram kemur að Gjástykki er síðast í nýtingarröð af þeim virkjunarkostum sem þar eru upptaldir. /MÞÞ Geitfjársetur stofnað Stofnfundur Geitfjárseturs Íslands var haldinn í gærkvöldi. Stofnun setursins er liður í að tryggja áfram rekstur á Háafelli í Hvítársíðu, þar sem er stærstur stofn geita á Íslandi. Um 600 geitur eru á landinu öllu og þar af eru ríflega 150 á Háafelli, meðal annars nánast allur kollótti stofninn. Að stofnun félagsins koma einstaklingar og félagasamtök eins og Slow Food og Beint frá býli. Rekstur geitfjárbúsins á Háafelli hefur verið erfiður og er markmiðið með stofnun Geitfjársetursins að bjarga rekstrinum þar og skjóta styrkari stoðum undir hann til framtíðar. Að sögn Braga Skaftasonar, eins þeirra sem að stofnuninni standa, er nauðsynlegt að bregðast hratt við vegna stöðu mála. Staðan nú er sú að það vantar fjármagn til að bjarga rekstrinum frá þroti. Það verður að koma í veg fyrir það til þess að verja það starf sem Jóhanna [Þorvaldsdóttir, innskot blm.] hefur unnið. Það hefur verið gríðarlega óeigingjarnt starf og í raun bjargað íslensku geitinni frá útrýmingu. Fyrir slíkt ber að þakka og styðja við með öllum ráðum. /fr Gæðingaúrval á Stóðhestaveislu í Ölfushöllinni: Oddur frá Selfossi heiðraður Oddur frá Selfossi var heiðraður sérstaklega í Stóðhestaveislu í Ölfushöll. Hér er hann setinn af hinni ungu Dagmar Öder Einarsdóttur á flugskeiði. Mynd / Kolbrún Grétarsdóttir. til uppboðs á folatollum og stóðhestahappdrættis og mun ágóðinn af þeirri fjáröflun renna óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Boðnir voru upp folatollar undir fjóra gæðinga, þá Héðinn frá Feti, Krák frá Blesastöðum, Óm frá Kvistum og Stála frá Kjarri. Er skemmst frá því að segja að uppboðið gekk hreint frábærlega og söfnuðust hvorki meira né minna en kr. til málefnisins. Sala á happdrættismiðum gekk einnig feiknavel, enda ríflega 40 folatollar undir marga úrvals stóðhesta í vinning. Happdrættismiðar munu verða áfram til sölu fram að útdrætti 24. apríl og er hægt að nálgast þá í öllum helstu hestavöruverslunum, auk þess sem hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á hrossaraekt@ hrossaraekt.is. Hrossarækt.is vill þakka öllum þeim sem komu að stóðhestaveislunni kærlega fyrir hjálpina og ekki síst þeim stóðhestaeigendum sem gáfu folatolla í uppboð og happdrætti til stuðnings verðugu málefni. Viðtökur við stóðhestaveislum bæði norðan heiða og sunnan sýna að þessir viðburðir eru komnir til að vera. /HGG Jón K. Baldursson, mjólkursamlagsstjóri MS í Reykjavík, með tvær gerðir mjólkurumbúða. Annars vegar er eins lítra ferna sem er mjög hagkvæmt í lagerhaldi, vinnslu og flutningum en hins vegar er 1,5 lítra ferna með toppi sem verður sífellt vinsælli meðal neytenda en er mun óhagkvæmari í vinnslu og flutningum. Mynd / HKr. Mjólkurumbúðir hafa þróast mikið í takt við auknar kröfur markaðarins: Neytendur sækjast eftir þægindum og óhagkvæmari umbúðum Í allri umræðunni um náttúruvernd og umhverfisvæna framleiðslu segir Jón K. Baldursson, mjólkursamlagsstjóri MS í Reykjavík, athyglisvert að kröfur neytenda um þægindi skuli leiða til sífellt meiri notkunar á óhagkvæmari umbúðum. Nefnir Jón sem dæmi að hefðbundnar eins lítra fernur séu ört að víkja vegna aukinnar eftirspurnar eftir mjólkurvörum í fernum með toppi, sem eru bæði dýrari í vinnslu og í flutningum. Hefðbundnu fernurnar eru úr pappa og koma í rúllum sem síðan eru hlutaðar niður í pökkunarvélum. Fernurnar með toppnum, sem neytendur vilja frekar, eru einnig úr pappa en koma sundurhlutaðar í kössum frá Tetra Pak í Svíþjóð. Þær taka því mun meira pláss í geymslu og útheimta Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps tók á fundi sínum í liðinni viku öðru sinni til afgreiðslu erindi Eiríks Kristjánssonar varðandi flutning hreindýra til Vestfjarða. Á fundinum var bókað að nefndin samþykki að beina því til Umhverfisstofnunar að gerð verði rannsókn á gróður- og veðurfari á Vestfjörðum í tengslum við flutning á hreindýrum á svæðið með tilliti til gróðurverndunar og einnig smithættu á milli hreindýra og sauðfjár. Þessi bókun nefndarinnar, sem er frábrugðin fyrri bókun hennar um sama erindi, verður tekin til afgreiðslu á fundi hreppsnefndar í dag, fimmtudag. Eiríkur sendi erindið fyrst til hreppsnefndar í byrjun janúar á þessu ári og vísaði hún því til umhverfisog náttúruverndar til efnislegrar umfjöllunar. Sú nefnd tók málið fyrir í febrúar og var þá bókað að hún fagnaði hugmyndum um atvinnuskapandi möguleika í Reykhólahreppi og á Vestfjörðum öllum. Til að flutningur hreindýra á milli landshluta geti komið til þurfa að koma til lagabreytingar og samþykkt landeigenda á landsvæðinu. Nefndin telur að hvort tveggja sé ansi langsótt. Erindi frá Vesturbyggð sama efnis er nú þegar hjá Umhverfisstofnun og er vert að bíða niðurstöðu þess, segir í bókun nefndarinnar frá því fyrr í vetur. Hætta á óbætanlegu tjóni verði hreindýr flutt á Vestfirði Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar og nágrennis telur að hugmynd um flutning á hreindýrum til Vestfjarða sé ekki ásættanleg með tilliti til sauðfjársjúkdóma. Bréf frá nefndinni var kynnt á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku. Jafnframt telur nefndin að hugmyndin sé ótæk með öllu án undangenginna gróður- og veðurfarsrannsókna þegar litið er til þarfa og velferðar dýranna og gróðurverndar svæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent hefur verið öllum sveitarstjórnum á Vestfjörðum sem ábending um þá gríðarlegu áhættu sem tekin væri með flutningi hreindýra til Vestfjarða. Rásgjörn og víðförul og þeim halda engar girðingar meiri fyrirhöfn við pökkun og í flutningum, sem gerir vinnsluna dýrari. Þá er sú vélasamstæða sem pakkar úr þessum umbúðum orðin mjög ásetin vegna aukinnar eftirspurnar. Það er fyrst og fremst eftirspurnin sem stýrir þessari þróun, segir Jón. Segir hann að nýrri umbúðirnar séu ekki eins umhverfisvænar ef tekið er tillit til þess að þær taka meira pláss í flutningi og útheimta því meiri orku. Þarna stangast augljóslega á hagkvæmnis- og umhverfissjónarmið og kröfur neytenda. Enn ein nýjungin í mjólkurumbúðum, sem m.a. má sjá í rjóma- og stoðmjólkurumbúðum, eru toppfernur með skrúfuðum tappa. Pökkun í slíkar umbúðir fer fram á Selfossi og á Akureyri en þær eru dýrari í innkaupum og útheimta sérstakar pökkunarvélar. Hefur þessi þróun m.a. leitt til þess að öll stoðmjólkurframleiðslan hefur nú verið flutt frá Reykjavík til Selfoss og var það fyrst og fremst gert til hægðarauka fyrir neytendur. Segir Jón að mikil þróun hafi átt sér stað í mjólkurumbúðum á umliðnum áratugum frá því mjólkin kom frá bændum í brúsum. Síðan var mjólkinni gjarnan ausið á minni brúsa fyrir viðskiptavini í mjólkurstöðvunum. Þá tóku glerflöskur við eins og í Reykjavík og síðar hyrnur, sem lengi voru notaðar. Úti á landsbyggðinni voru notaðar aðrar umbúðir þegar flöskunum sleppti, ýmist fernur úr pappa eða plastpokar sem m.a. voru lengi notaðir hjá Mjólkursamlagi Ísfirðinga og einnig á Austfjörðum. /HKr. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps: Rannsóknir verði gerðar vegna flutnings hreindýra á svæðið Hreindýrahjörð á Jökuldal. Mynd / MÞÞ Í bréfinu segir jafnframt: Vitað er að hreindýr geta tekið ýmsa sauðfjársjúkdóma, má þar m.a. nefna garnaveiki, en einnig er líklegt að hreindýr geti borið riðu ásamt öðrum smitsjúkdómum. Með tilliti til þess hve rásgjörn og víðförul hreindýr eru ásamt því að girðingar, þar með taldar sauðfjárveikivarnarlínur, halda þeim ekki, er ljóst að hætta er á að óbætanlegt tjón gæti hlotist af flutningi þessara dýra á Vestfirði. Enn fremur segir: Vestfirðir eru lausir við alla alvarlega smitsjúkdóma í sauðfé, sem skiptir miklu máli fyrir landið í heild. Hingað er leitað þegar niðurskurður af völdum riðu hefur farið fram og leita þarf eftir nýjum fjárstofni, auk þess sem gríðarlega mikið af gripum er sótt á Vestfirði til kynbóta í öllum landshlutum. Þessu megum við ekki kasta frá okkur í fljótræði. /MÞÞ

5 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl

6 6 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN Frumvarp til breytinga á jarða- og ábúðarlögum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sent til umsagnar frumvarp til breytinga á jarða- og ábúðarlögum. Eftir því sem næst verður komist er ekki um að ræða þingmál sem afgreitt verður í vor, heldur hefur það nú verið lagt fram til efnislegrar umræðu og ætlunin er að mæla fyrir því í haust. Því er gefinn góður tími til að hafa áhrif á mótun frumvarpsins og koma athugasemdum á framfæri. Mikilvægt er að umræða sé yfirveguð og innihaldsrík um jafn mikilvæga löggjöf. Jarðalögum var síðast breytt árið Ótvírætt er að þau móta og hafa mikil áhrif á landbúnað og búsetu í sveitum. Það eru einmitt þeir tveir þættir sem mikilvægt er að hafa jafnvægi á milli. Að landbúnaður, búskapur og búseta geti þróast eðlilega. Bændur láti sig málið varða Hér er eindregið hvatt til að bændur láti sig varða umfjöllun um frumvarpið. Á aðalfundum búnaðarsambanda undanfarna daga hefur umræða um frumvarpið slegið þann tón að ræða þýðingu löggjafarinnar og áhrif breytinganna. Fyrstu viðbrögð, líkt og yfirlýsing samtaka landeiganda, eiga að vera okkur hvatning til að fjalla af ábyrgð um slíkt hagsmunamál. Til að efnisleg og góð umræða geti farið fram eigum við að vanda til verka og dæma ekki með stóryrðum fyrirfram framkomnar hugmyndir. Tíminn frá 2004 hefur breytt íslensku samfélagi, slíkt þarf ekki að rekja hér. Reynslu af löggjöfinni þarf að meta og þar er margt sem hægt er að bæta í ljósi hennar. Í frumvarpinu er lögð undirstaða að landnotkun með tilliti til fæðuöryggis og e.t.v. í fyrsta sinn reynt að útfæra í íslenskri löggjöf mikilvægi og innihald þess. Oft hefur í Bændablaðinu verið hvatt til umræðu um fæðuöryggi þjóðarinnar. Enn eru reyndar öfl sem ekki vilja skilja mikilvægi slíkrar umræðu og ákvarðanatöku. Þeim er að sjálfsögðu fyrirgefið, enda er ekki hægt að ætlast til að þeir sem horfa á heiminn í gegnum þröngt rör gefi gaum að umræðu sem fram fer í heiminum. Fleiri þætti frumvarpsins mætti nefna eins og meðferð á sameignarjörðum. Þó ekki tengist það með beinum hætti umræðu um jarðalagafrumvarp, hækkandi matvælaverð og aukin velmegun svokallaðra BRIC-landa (Brasilía, Rússland, Indland og Kína), þá var umræða um ræktarland og matarverð á dagskrá ársfundar Alþjóðabankans í síðustu viku. Sú umræða kemur okkur öllum við og því ber að skoða frumvarpið og gerð lagaumgjarðar um jarðir í því ljósi. Ákvæði frumvarpsins og laganna ber einnig að skoða m.t.t. hagsmuna þeirra sem fjárfest hafa í landbúnaði; í húsum, bústofni, ræktun, girðingum, greiðslumarki og öllu því sem þarf til að reka bú. Fjárfestingar sem gerðar eru í trausti þeirra laga og reglna sem samfélagið hefur starfað eftir. Að sjálfssögðu þarf að gæta þess að fótum sé ekki kippt undan fólki sem tekið hefur slíkar langtímaákvarðanir. Ekki er síður mikilvægt að umgjörðin geti grundvallað áframhaldandi fjárfestingu og uppbyggingu í landbúnaði á forsendum atvinnugreinarinnar. Gæta þarf að útfærslu á búsetuákvæðum Það er líka nauðsynlegt að ræða það sem sett er fram í frumvarpinu um búsetu og nýtingu jarða og samþjöppun á eignarhaldi þeirra. Allt eru þetta atriði sem bændur hafa rætt á undanförnum árum og haft áhyggjur af. Þær eru hins vegar mismunandi á milli héraða. Því þarf að gæta að útfærsla á slíkum ákvæðum gefi nauðsynlegt svigrúm til að lögin virki ekki hamlandi. Flestum héruðum er nauðsynlegt að geta byggt undir og treyst samfélög og búsetu. Þar eru ekki eingöngu hagsmunir landbúnaðarins undir heldur líka grunnþættir eins og grunnskóli og önnur samfélagsþjónusta. Um það má deilda hvort slík viðfangsefni eigi heima í jarðalögum eða eigi þar samleið. Þá er ekki síður mikilvægt að velta því upp sem hugsanlega vantar í löggjöfina. Bændasamtökin eru tilbúin að mæta til umræðufunda um framvarpið og efnisinnihald þess. Umræða á þeim vettvangi er í raun nauðsynleg til að undirbyggja afstöðu til frumvarpsins. Því skal enn hvatt til slíkra funda. Sumar Í búskap eru áramót þegar vorið kemur og lagður er grunnur að næsta framleiðsluári. Með von um að vorið verði milt og vorannir leggi grunn að góðum búskap er lesendum óskað gæfuríks sumars. Gleðilega páskahátíð. /HB LOKAORÐIN Gæði sem auðvelt er að glutra niður Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi, upptöku á eigum almennings og að því er virðist svart útlit, þá eiga Íslendingar samt marga vænlega möguleika í stöðunni. Spurningin er bara hvernig stjórnvöldum tekst að rétta kúrsinn á þjóðarskútunni svo áhöfnin geti farið að einbeita sér að koma dallinum á skrið. Möguleikarnir í stöðunni eru margvíslegir og víst er að fáar þjóðir eru jafn ríkar af náttúrugæðum og íslenska þjóðin. Ef rétt er haldið á spilum ættu þessi náttúrugæði að geta skilað þjóðinni út úr kreppunni á tiltölulega stuttum tíma. Talsmenn Bændasamtakanna hafa verið óþreytandi við að benda ráðamönum og almenningi á þá miklu möguleika sem felast í frekari þróun íslensks landbúnaðar. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var t.d. ítarleg umfjöllun um íslenskan mjólkuriðnað sem er að skila samfélaginu miklum verðmætum. Svo má lengi halda áfram en eins og forsvarsmenn mjólkuriðnaðarins hafa bent á þá er það síður en svo sjálfgefið að þessi iðnaður sé jafn öflugur hér á landi og raunber vitni. Menn hafa þurft að verja þessa stöðu með kjafti og klóm samfara endurskipulagningu til að tryggja hagkvæmni í vinnslunni. Ef það hefði ekki verið gert má öruggt telja að búseta í blómlegum byggðum á Suðurlandi, Vesturlandi, Norðurlandi og á Austurlandi væri ekki sú sem hún þó er í dag. Þetta snýst þó ekki bara um hagkvæmni, því það snýst ekki síður um hvernig byggðapólitík menn vilja reka hér á landi. Vilja menn halda landinu í byggð og nýta þau landsgæði sem er að finna um allt land og í hafinu umhverfis það? Eða vilja menn einblína á iðjuver og orkunýtingu og taka þá stefnu að Íslendingar kaupi allar sínar lífsnauðsynjar frá útlöndum? Úti í heimi er nú hávær umræða um fæðuöryggi. Ástæðan er einföld; það er víða farið að ganga á hreinar ferskvatnsbirgðir í borgum og matvælaverð er stöðugt að hækka. Það ríkir því víða mikill ótti við að þjóðirnar geti ekki brauðfætt sig í framtíðinni og verði háðar öðrum ríkjum um grunnþarfir á borð við mat, vatn og orku. Það er einmitt það sem við Íslendingar eigum enn nóg af - en getum auðveldlega glutrað út úr höndunum með vanhugsuðum aðgerðum. /HKr Bræður frá Arnarnesi iðnir við minkaveiðarnar Miklar breytingar til batnaðar hafa orðið í Þingeyjarsýslum undanfarin ár í að hefta útbreiðslu minksins eins og greint var frá á baksíðu í síðasta Bændablaði. Þar kom fram að minkur hefur nánast horfið af vissum svæðum. Sem dæmi um það má nefna að Tjörnes hefur verið minklaust frá árinu 2007 og ekki hefur verið minkur við Lónin í Kelduhverfi sl. fjögur ár. en Jóndi, eins og Jón Gunnarsson er kallaður, eignaðist hund árið 1990 fyrir tilviljun og hafði sú skepna mikinn áhuga á veiðum, sem Jóndi fór að taka þátt í og veiddu þeir saman fyrsta minkinn árið Þá átti Jóhann fjárhund sem var mikið fyrir veiðar ( )og áhugi þeirra bræðra þróaðist með árunum. verið borgað við vorleit en á gildruveiðitímanum eru menn í sjálfboðavinnu að hluta þar sem einungis eru borgaðar 4000 kr. fyrir skottið og greitt er fyrir akstur en ekki unna tíma. Uppreiknað verð á veiddum mink er kr. og því má sjá að lítið er upp úr þessu að hafa en Jóndi segir að menn þurfi að geta einbeitt sér að þessu og ættu þá ekki að þurfa að vera í annarri vinnu. Bræðrum frá Arnarnesi eignaður frábær árangur Þingeyingar þakka góðum veiðmönnum þennan frábæra árangur, ekki síst vegna þess að þeir hafa verið mjög vakandi fyrir sínum verkefnum á þessum vettvangi. Þar ber að nefna bræðurna Jóhann Gunnarsson frá Víkingavatni og Jón Gunnarsson á Húsavík, sem ættaðir eru frá Arnarnesi í Kelduhverfi. Þeir réðu sig fyrst til þessara starfa árið 1998 og síðan þá hefur svæði þeirra smám saman verið að stækka. Báðir höfðu áður verið nokkuð að fikta við veiðar Í sjálfboðavinnu að hluta Í vetur hefur Jóndi verið að glíma við læðu í Aðaldal og á Axarfjarðarheiði neðan við Hófaskarðsleið heldur Jóhann að til séu a.m.k. þrjár læður. Þeir bræður, sem báðir eru komnir á eftirlaunaaldur, segja mikilvægt að glæða áhuga ungra manna á minkaveiðunum og nú séu þeir búnir að afla sér mikillar þekkingar og reynslu á sínum veiðisvæðum, en þeir séu ekki eilífir. Því sé mikilvægt að miðla kunnáttunni áfram til einhverra sem síðar halda vel á málum en gallinn sé sá að ungir menn, sem eru fyrirvinnur heimila, hafi ekki efni á að vera í þessu starfi því það er ekki svo vel borgað. Tímakaup hefur Glæða þarf áhuga og skilning sveitarstjórnarmanna Veiðiréttareigendur og æðarbændur í Þingeyjarsýslum hafa sagt að ekki megi slaka á. Kostnaður við veiðarnar sé mjög lítill miðað við þann árangur sem er að nást. Ljóst sé að ríki og sveitarfélög séu að fá umtalsverðar skatttekjur af laxog silungsveiði sem og æðarrækt. Sumir sveitarstjórnarmenn og aðrir ráðamenn hafa gengið svo langt að segja að þetta sé kostnaður sem megi sleppa og bændur geti séð um þetta sjálfir. Það er ekki raunhæft og hefur sveitafólk nokkrar áhyggjur af Bræðurnir Jóhann Gunnarsson frá Víkingavatni og Jón Gunnarsson á Húsavík, ættaðir frá Arnarnesi í Kelduhverfi, réðu sig til minkaveiða árið 1998 og síðan þá hefur svæði þeirra smám saman verið að stækka og árangur af veiðunum verið mjög góður. þróun mála og því, að til valda hefur komist fólk sem ekki hefur þekkingu á íslenskri náttúru. Hins vegar hafa Þingeyingar ekki áhyggjur af þessum málum meðan þeir hafa góða og áhugasama menn í veiðunum og eru bjartsýnir á að minkurinn muni ekki valda miklu tjóni í löndum fugla og fiska á svæðum þeirra bræðra á komandi sumri. /MÞÞ

7 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Í umræðunni 7 MÆLT AF MUNNI FRAM Í síðasta vísnaþætti urðu mér á þau hrapallegu mistök, að fleirtölusetja Skaftártungu, hreppsheitið, hvar heimili Ástu Sverrisdóttur er. Gramdist Ástu verulega þetta viskuleysi mitt, og með nokkrum ofanígjöfum sendi mér vísur sem taka af allan vafa um hið rétta hreppsheiti. Vísur þessar birtast því hér með, ásamt iðrun nokkurri og afsökun: Í blaðinu ei birta átt en bara svo að það sé rétt; Við upphaf skoða endinn mátt, alltaf þegar skrifar frétt. Bara til að brúka kjaft ég brýni fyrir þeim ungu; Frá landnámi eina höfum haft Hróars- og Skaftártungu! Leiðbeinendur námskeiðsins ásamt nýju frjótæknunum, sem luku þriggja vikna námskeiði sínu á tilraunabúinu á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Myndir / MHH 18 nýir frjótæknar útskrifaðir Nýlega luku 18 einstaklingar víðsvegar að af landinu þriggja vikna námskeiði fyrir frjótækna, sem var sérstaklega ætlað búfræðingum. Námskeiðið var haldið af endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Nautastöð BÍ, Bændasamtök Íslands og fleiri aðila. Hlutverk frjótækna er að fara á milli kúabúa og sæða kýr þannig að kálfar komi í kýrnar af völdum kynbótanautum. Á námskeiðinu, sem var bæði bóklegt og verklegt, var m.a. fjallað um samskipti frjótækna og nautastöðvar BÍ, erfða- og kynbótafræði, skýrsluhald í nautgriparækt, fóður og fóðrun mjólkurkúa, líffærafræði, sýkingar í búfé og um smitvarnir. /MHH Ásdís Bjarnadóttir frá Landbúnaðarháskólanum með dýralæknunum Eggerti Gunnarssyni á Keldum og Þorsteini Ólafssyni hjá Matvælastofnun, sem voru m.a. kennarar á námskeiðinu. Dugnaðarforkar í kjötvinnslunni: Meirihluti starfsmanna SS á Hvolsvelli eru Pólverjar - Sumir hafa búið á Íslandi í meira en áratug og líkar vel Á þessari mynd er Pawel Markdwski hefur búið með fjölskyldu sína á Hvolsvelli síðustu 12 ár og unnið allan tíman hjá SS. Honum líkar vel hjá fyrirtækinu og er sérstaklega ánægður með námið í kjötskurðinum sem fram fór á vegum fyrirtækisins í mars. Af þeim 150 starfsmönnum, sem vinna í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli eru 85 Pólverjar. / MHH. Mér þá sama alveg er þó aðrir á fleiri bungum, búi þar sem breiðara er í Biskups- og Stafholtstungum! Það strjálast til mín vísur frá Erlendi Hansen á Sauðárkróki. Með þessari vísu Erlendar þarf engar skýringar: Ennishofið, höllin fín hýsir frumugreyin. Augun varpa innri sýn, eitthvað fram á veginn. Hagyrðingamót var haldið á Hellu þann 18 mars síðastliðinn. Mættir voru þar helstu hagyrðingar landsins, þeir Hjálmar Freysteinsson, Björn Ingólfsson, Pétur Pétursson og Jóhannes á Gunnarsstöðum. Stjórnandi þeirra var Magnús Halldórsson. Heldur var fátt um tilheyrendur, og því rétt að flytja lesendum ofurlítið sýnishorn frá samkomunni. Pétur hóf leik og yrkir braghent um velgjörðamann sinn Jóhannes á Gunnarsstöðum: Rímar glaður rætið þvaður núna, gallamaður grátt með fés Gunnarsstaða-Jóhannes. Og til stjórnandans Magnúsar yrkir Pétur: Magnús slekkur margra þörf á bekknum, dylur ekki afrek sín, allvel þekkir hross og vín. Pétur hefur um nokkurra ára bil farið í fjárleitir með Gunnarsstaðabræðrum Jóa og Ragnari. Vel hafa þeir bræður gert við hann í mat og drykk: Af guðaveig ég gerist kenndur Gunnarsstaða mannanna, en illt mér finnst að hafa hendur í hári þeirra bræðranna. Jóhannes svarar Pétri : Alltaf finnst mér leika í lyndi lífið kringum Pétur minn. Maðurinn er augnayndi og einstaklega nærgætinn. Að endingu fá lesendur eina vísnagátu að kljást við yfir páskahátíðina. Vísan er eftir Svein Víking: Allir þrá og elta það, og ólmir í að taka það. En aðeins fáir finna það, og fúsir sjaldan greiða það. Gleðilega páska. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is

8 8 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 201 Fréttir Gosið í Eyjafjallajökli Mynd HKr. Túristagos sem breyttist í martröð Aðdragandi eldgossins í Eyjafjallajökli var fremur sakleysislegur og vakti reyndar mikla hrifningu ferðaþjónustuaðila ólíkt því sem á eftir kom. Laugardaginn 20. mars 2010 hófst eldgos á Fimmvörðuhálsi úr 0,5 kílómetra langri gossprungu. Talið er að gosið hafi byrjað á tímabilinu 22:30-23:30. Því gosi lauk samkvæmt skráningu Veðurstofu Íslands klukkan 08:05 þann 12. apríl Þetta gos, sem var aðallega hraungos, var sannkallað ferðamannagos og hafði engin alvarleg áhrif í byggð. Gosið á Fimmvörðuhálsi reyndist þó aðeins undanfari stórtíðinda því aðfaranótt 14. apríl hófst annað gos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Fyrstu merki um það gos á yfirborði voru vatnavextir undan Gígjökli klukkan 7 að morgni 14. apríl Það vatn streymdi fram í Markarfljót og í kjölfarið varð vart við gosmökk sem steig hratt upp í um 8 kílómetra hæð. Flóð sem fyllti farveg Markarfljóts olli miklu tjóni á þjóðvegi 1 en brú tókst að bjarga. Mest tjónið varð þó af gríðarlegu öskugosi úr Eyjafjallajökli sem lokaði fyrir flugumferð um nær alla Evrópu langtímum saman og raskaði ferðum milljóna farþega flugfélaga um allan heim. Askan lagðist einnig yfir byggð undir Eyjafjöllum og kaffærði tún og engi og varð fólk að flýja vegna öskunnar. Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri mat stöðuna fljótlega þannig að ekki yrði vænlegt um búrekstur það sumarið. Gosið stóð fram í júní en eftir 10. júní varð ekki vart við öskugos en mikilla gufubólstra varð þó vart fram á mitt sumar. Fljótlega kom í ljós að gróður tók furðu vel við sér undan öskunni þó öskufok yrði til mikils ama allt sumarið og fram á vetur. Staðan í dag er gjörbreytt og bændur virðast almennt bjartsýnir undir Eyjafjöllum hvað komandi sumar varðar. Trukkar Suðurverks á Seljalandsheiði. Eldgosið í Eyjafjallajökli gnæfir yfir í baksýn. Mynd HKr. Byrjað verður að sá í kornakrana á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum eftir páska: Staðan er góð, það er að vora og grænka" Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er ekki af baki dottinn þó horfur hafi ekki verið góðar fyrir búskap undir Eyjafjöllum fyrir réttu ári er sveitin kaffærðist í öskuskýi úr gosinu í Eyjafjallajökli. Staðan er góð, það er að vora og grænka og allt sem er á sléttlendinu lítur vel út. Fjallið er þó enn mjög svart. Síðan í janúar hefur ekkert borið á öskufoki úr fjallinu að ráði en ef það koma þessir venjubundnu vorþurrkar óttast maður að það geti orðið eitthvað fok, segir Ólafur. Maður veit þó aldrei hvernig þetta verður, það er bara að bíða og sjá." Túnin orðin græn Ólafur segir að túnin á Þorvaldseyri séu orðin vel græn. Mér sýnist þau vera að koma til á eðlilegum tíma. Sumir bændur heyjuðu ekki hér í fyrra en ég náði að heyja allt saman og það hefur bara gefist vel í vetur. Ólafur segir að grasið hafi ekki mengast af eiturefnum úr gosinu en fyrst í stað hafi menn þó orðið varir við flúormengun áður en slegið var. Það hafi þó skolast fljótt út. Hann segir að það hafi samt komið í ljós að dálítið mikið járninnihald er í heyinu Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri mætir óskum ferðamanna með fróðleik um Eyjafjallagosið: Breytti gömlu bílaverkstæði í gestastofu Þegar rétt ár var liðið frá upphafi eldgossins í Eyjafjallajökli þann 14. apríl var formlega opnuð gestastofa í fyrrum verkstæði á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Í gestastofunni hefur verið komið upp glæsilegri sýningu með ljósmyndum og margvíslegum fróðleik um eldgosið í Eyjafjallajökli á íslensku og ensku. Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvalseyri segir að ferðamenn hafi mikið spurt um gosið og því hafi verið full þörf á að koma upp gestastofu sem þessari. Þetta er í gömlu verkstæði við heimreiðina að bænum sem ég er búinn að innrétta fyrir sýningar. Það var engi að gera neitt varðandi þetta heimsfræga eldfjall en fólk er mikið búið að spyrja um þetta, segir Ólafur. Föstudagskvöldið 15. apríl var boðsgestum boðið að skoða nýju aðstöðuna þar sem ný heimildarmynd um gosið var frumsýnd. Kvikmyndagerðin var í umsjón Sveins M. Sveinssonar hjá Plús Film. Myndin fjallar um gosið og lífið á Þorvaldseyri og nágrenni meðan á stóru svæði en að öðru leyti sé ekki yfir neinu að kvarta. Hefur kornsáningu eftir páska Það er klakalaus jörð og núna bíða menn bara eftir að það þorni til svo hægt sé að plægja akrana. Síðan er að fara í sáningu eftir páska. Við höfum oft verið við sáningu í síðustu viku apríl. Ég á ekki von á að það verði nein breyting á því. Það hefur þó verið leiðinda tíð að undanförnu eins og fólk hefur orðið vart við á suðurog vesturlandinu. Það er óákveðið hvað maður sáir í mikið en ætli það verði ekki um 25 hektarar." Ólafur hefur staðið í framlínunni í ræktun á korni en repjurækt til olíuog fóðurframleiðslu er trúlega það sem vakið hefur hvað mesta athygli síðustu misserin. Ólafur segist ætla að halda þeim tilraunum áfram. Við erum með einar fjórar tegundir af vetrarafbrigðum í prófunum. Það kemur í ljós í þessum mánuði hvernig það kemur út og hvort það verði lífvænlegt í sumar. Ráðlegt að fara varlega Margir virðast vilja stökkva á repjuræktarvagninn og olíufélagið N 1 Nýja gestastofan eru í bílaverkstæði frá 1960 á Þorvaldseyri, rétt við þjóðveginn. Á síðasta ári var húsnæðið m.a. notað við tilraunavinnslu á repjuolíu sem unnin var til úr repju sem ræktuð var á Þorvaldseyri. gosið stóð yfir. Tökur í myndina hófust 15. apríl í fyrra eða daginn eftir að gosið hófst og var miklu myndefni safnað í gosinu. /HKr./MHH Ólafur Eggertsson í miðjum kornakri á Þorvaldseyri áður en nokkurn óraði fyrir að eldgos væri í aðsigi í Eyjafjallajökli sem er í baksýn. hefur m.a. viðrað stórfeld áform um repjurækt og lífdísilframleiðslu á Suðurlandi. Ólafur segir að hyggilegast sé að fara varlega í slíku og rasa ekki um ráð fram. Ég vil meina að menn eigi að fara Fjölskyldan á Þorvaldseyri í nýju gestastofunni, sem var tekin í notkun 14. apríl, á eins árs afmæli gossins í Eyjafjallajökli. Á myndinni eru, frá vinstri, Hanna Lára, Páll Eggert Ólafsson, Ólafur Pálsson, tveggja ára, Sigríður Ólafsdóttir, Inga Júlía Ólafsdóttir og hjónin á Þorvaldseyri, Guðný Valberg og Ólafur Eggertsson. Myndir Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tveir góðir, Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rangæinga og Óli á Eyri en mikið mæddi á þeim í gosinu. Ekki taldar miklar líkur á kali í vor Veturinn sem nú er að líða hefur að sumu leyti verið veðurfarslega ólíkur því sem hefur verið síðustu ár. Á norðanverðu landinu hefur snjór verið meiri og talsverðar hlákur hafa leitt til svellalaga. Bjarni E. Guðleifsson, starfsmaður tengist meðal annars margumræddum loftslagsbreytingum, en hlýnun kemur einmitt mest fram í hækkuðum vetrarhita, segir Bjarni og nefnir að á síðasta áratug hafi nokkrar kalskemmdir orðið á norðaustanverðu landinu 2004, 2006 og Landbúnaðarháskóla Íslands á Möðruvöllum, hefur unnið að rannsóknum á fyrirbærinu og segir hann í samtali við Bændablaðið að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefur fengið séu ekki miklar líkur á kalskemmdum í vor á landsvísu. Flest tún eru nú komin undan svellum, en sums staðar mynduðust svell um eða jafnvel fyrir áramót og þau leysti ekki fyrr en í apríl. Þar segir Bjarni að gætu orðið skemmdir í túnum. Þetta á einkum við um utanverðan Eyjafjörð vestanverðan, ákveðin svæði í Suður-Þingeyjarsýslu og takmörkuð svæði á Austurlandi. Oft eru þetta sömu svæðin sem verða fyrir kalskemmdum frá ári til árs, segir Bjarni. Þessi mynd er tekin í Þistilfirði árið Vetrarveður hagstæð síðastliðinn áratug Hann segir að á seinni hluta síðustu aldar hafi kalskemmdir í túnum oft valdið talsverðum usla í búskap. Þá áttu menn oft í nokkrum vanda vegna fóðurskorts. Kalskemmdir eru að mestu leyti afleiðing svella sem kæfa plönturnar, en reyndar verða plöntur einnig fyrir margs konar öðru álagi að vetri. Á síðastliðnum áratug hafa vetrarveður verið afar hagstæð gróðri og kalskemmdir nánast horfið. Þetta Auðveldara að bregðast við uppskerubresti Vegna breyttra búskaparhátta er nú auðveldara að bregðast við uppskerubresti en var á síðustu öld. Nú er eitthvað af ónotuðum túnum sem menn geta slegið, auk þess sem ræktun og einkum verkun einærra jurta auðveldar mönnum að bregðast við kalskemmdum, segir Bjarni. Breytt veðurfar undanfarin ár veldur því að nú eru menn farnir að rækta ýmsar tví- eða fjölærar jurtir, sem áður var vonlaust að rækta vegna þess að þær drápust yfir veturinn. Þannig rækta menn nú fjölært vallarrýgresi, sem er þolminna en hefðbundnar grastegundir. Nú rækta menn gætilega í þessa ræktun. Það er ýmislegt órannsakað í þessu og þetta er ekki komið til með að verða að veruleika svona einn tveir og þrír. Menn eru rétt að kynnast þessu og finna réttar tegundir og annað. /HKr. ekki einungis einært bygg, heldur eru farnir að rækta tvíært hveiti og rúg og einnig hafa menn mikinn áhuga á að rækta tvíærar olíujurtir, nepju og repju. Enda þótt vetraálag sé að jafnaði minna núna en var á síðustu öld, þá getum við, vegna veðurfarssveiflna, ætíð átt von á kalárum með uppskerubresti. Áhætta með stórfelldri ræktun á lítt svellþolnum tegundum Bjarni nefnir að svellþol jurta sé mjög mismunandi. Túngrösin eru afar þolin, þumalfingurreglan er sú að hans sögn að þau lifi allt að þriggja mánaða svell, smárategundir þola 3-4 vikur, olíujurtir (nepja og repja) 2-3 vikur og korntegundirnar (hveiti og rúgur) einungis 1-2 vikur. Innan tegundahópanna er þó nokkur munur á milli tegunda. Mönnum ætti því að vera ljóst að tekin er nokkur áhætta með því að fara í stórfellda ræktun á lítt svellþolnum tegundum, segir Bjarni. /MÞÞ

9 9 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl Láttu skynsemina ráða ferð, verslaðu ódýrt hjá PITSTOP Við eigum eða útvegum dekk undir allar gerðir vinnuvéla, traktora og traktorsgröfur. Smádekk undir allskyns vélar og tæki á góðum verðum. Hafðu samband og við finnum réttu dekkin fyrir þig. Láttu skynsemina ráða ferðinni - Verslaðu ódýrari dekk hjá PITSTOP Pöntunarsímar og upplýsingar : pitstop@pitstop.is Rauðhellu 11, Hfj - Dugguvogi 10, Rvík - Hjallahrauni 4, Hfj. - Þjónustubíll Sími : Sími : Sími : Sími : & Rotþrær Vatnstankar Brunnar og framlengingar Olíu- og fituskiljur Sandföng Sæplastvörur fást í byggingavöruverslunum um land allt PROMENS DALVÍK ' ' ) ' ) ' ' &&& #$"!% % EINN, TVEIR OG ÞRÍR Til liðs við náttúruna

10 10 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Fréttir Marjaana Hovi, gæðastjóri MS og Guðmundur Geir að bragða á skyr. is, sem hefur slegið öll sölumet hjá MS Selfossi með útflutningnum til Finnlands og Bandaríkjanna. Mynd /MHH Sprenging í útflutningi á íslensku skyri Sprenging hefur orðið í útflutningi á íslensku skyri frá MS Selfossi, en skyr.is er nú selt í fjórum bragðtegundum til Bandaríkjanna og Finnlands. Í hverri viku fara 10 tonn af skyri til Finnlands, eða 40 þúsund dósir og 2-3 tonn til Bandaríkjanna. Ekki er útilokað að útflutningur til annarra landa hefjist fljótlega. Þetta er mjög ánægjulegt og frábært að sjá hvað Finnar og Bandaríkjamenn taka skyrinu okkar vel. Þetta eru líka góð viðskipti fyrir okkur og eykur starfsemina í mjólkurbúinu á Selfossi, sagði Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri. Marjaana Hovi, gæðastjóri MS sem er finnsk að uppruna, hefur farið nokkrar ferðir til Finnlands og kennt löndum sínum að borða íslenskt skyr með þessum góða árangri. /MHH Baráttan við Spánarsnigilinn Spánarsnigillinn svonefndi hefur fundist hér á landi og veldur áhyggjum, þar sem hann er ágengur í umhverfi sínu. Þó að hann sé kenndur við Spán þá hefur komið í ljós að hann rekur uppruna sinn til Suðvestur - Frakklands sem á landamæri að Spáni. Á Álandseyjum varð fyrst vart við snigilinn árið 1992 en hann hefur einnig breiðst út um Svíþjóð og Finnland. Sérfræðingar telja óhugsandi að honum verði útrýmt í þessum löndum hér eftir, en honum fjölgar auðveldlega og hann er afar ágengur í umhverfi sínu. Hver snigill getur verpt allt að 400 eggjum og þar sem hann er tvíkynja getur hvert egg orðið að nýjum sniglastofni. Dreifing sniglanna fer einkum fram með mold sem fylgir rótarkerfi jurta við flutning. Þannig getur snigillinn dreifst um öll lönd ESB þar sem heimilt er að flytja jurtir innan og milli landa. Á hinn bóginn eru ekki heimildir um að snigileggin dreifist með skófatnaði. Mörg fleiri ráð eru notuð gegn sniglinum en eitt hið fyrirhafnarminnsta er bleyta vel í jarðveginum að kveldi og breiða svartan plast dúk yfir. Að morgni hafa sniglarnir þá komið sér þar fyrir, ef þá er þar að finna, og eru auðtíndir. Þá má nota dauða snigla sem beitu en snigillinn er sniglaæta. Upplýsingar um Spánska snigilinn er að finna á vefsíðunum www. gnm.se og /ME Heimild: Landsbygdens Folk, 25. mars Stærstu mjólkurbílarnir taka 27 tonn en mjög hefur færst í vöxt að nota stóra aftanívagna í mjólkurflutningunum. MS er með eitt stærsta landflutningakerfi á Íslandi: Mjólkurvöruflutningar meiri en sem nemur öllum þorskkvóta Íslendinga - Bílar MS flytja um 190 þúsund tonn af mjólk og mjólkurafurðum á ári Mjólkuriðnaðurinn á Íslandi rekur líklega þriðja stærsta flutningakerfi landsins á eftir Flytjanda sem er í eigu Eimskips og Landflutningum sem er í eigu Samskipa sem talin eru mun umsvifameiri. Með flutningakerfi MS eru fluttar tilbúnar mjólkurvörur innanlands til endurseljenda sem nema nálægt 70 þúsund tonnum á ári. Síðan safna mjólkurbílar MS saman um 120 þúsund tonnum af mjólk á ári frá framleiðendum. Þannig er verið að flytja um 190 þúsund tonn af mjólk og mjólkurafurðum á ári með bílum MS samsteypunnar. Það er meira en sem nemur öllum úthlutuðum þorskveiðikvóta Íslendinga á yfirstandandi fiskveiðiári sem er 160 þúsund tonn. Nær 200 milljónir hafa þegar sparast á ári Mest krefjandi hagræðingarverkefni okkar í dag í öllum stöðvum Mjólkursamsölunnar felst í flutningamálunum, segir Pálmi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS. Þar erum við þegar búnir að ná gríðarlega miklum árangri en við teljum okkur eiga þar töluvert mikið inni ennþá. Í svona skipulagningu og hagræðingu þá eru flutningamálin sá skipulagsþáttur sem hvað erfiðast er að ná utan um, því það eru umfangsmestu og oft flóknustu viðfangsefnin. Við erum búnir að vera að vinna í flutningamálunum í rúmt ár, en við eigum allavega eitt ár eftir í þeirri skipulagningu. Í lok yfirstandandi árs, 2011, verðum við búnir að ná utanum meginþættina í hagræðingarvinnu flutninga, við erum nú þegar búnir að ná miklum árangri og spara mikla peninga. Af því sem við sjáum nú þegar, höfum við í flutningunum náð að spara á ársgrunni, á annað hundrað milljónir króna. Olíukostnaður vegur stöðugt þyngra Þegar við lögðum af stað í þá vegferð að endurskoða flutningakerfi fyrirtækisins, og vorum að undirbúa hagræðingu í flutningakerfinu, þá kostaði lítrinn af dísilolíu um krónur. Í dag kostar hann rúmar 230 krónur. Það skiptir því stöðugt meira máli að hægt sé að ná betri nýtingu á bílaflotanum þegar mikið er ekið. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS, segir að þó mikil hagræðing hafi átt sér stað í mjólkurflutningunum á síðustu árum megi gera enn betur. Hér er hann við gamlan Volvo brúsabíl á safni MS. Mynd / HKr. Það eru ekki bara tankbílar sem eru í þjónustu MS, því miklir flutningar fara líka fram á unninni og pakkaðri mjólk og mjólkurafurðum frá afurðastöðvunum víða um land. Stærri bílar og aftanívagnar Við höfum verið að taka inn stærri bíla og fækka þeim með því að hafa vel útbúna tanka aftan í þeim. Þá höfum við farið út í að samhæfa bíla til söfnunar og vörudreifingar á svæðum sem því verður við komið. Við mjólkursöfnun í dag eru fulllestaðir tankbílar að koma inn til losunar í afurðastöð með allt að 27 tonn af mjólk í ferð (27 þúsund lítra), en fyrir 20 til 25 árum síðan voru tankbílar að koma með 8 til 10 þúsund lítra í hverri ferð. Hér hefur orðið mikil þróun á 2 til 3 áratugum, betri samgöngur og betri tækjabúnaður sem gerir þessa framþróun mögulega. Reynt að fækka eknum kílómetrum með mjólk Einnig höfum við verið að huga að auknum dæluafköstum í bílunum og stytta þannig dælutíma á hverjum söfnunarstað. Jafnframt reynum við að fækka eknum kílómetrunum Mynd / MÞÞ sem þarf að aka til þess að sinn hlutverki okkar í söfnun og dreifingu. Pálmi segir að þó bílarnir sé orðnir mun stærri og kannski með heildarfarm yfir 26 tonn, þá þýði það ekki endilega að þeir séu verri fyrir vegakerfið. Haft hefur verið náið og gott samstarf við Vegagerðina í þeim þáttum sem snúa að flutningatækjum og burðargetu þeirra. Bændablaðið reyndi til fróðleiks og samanburðar að fá upplýsingar um magn þeirrar vöru sem flutt er um vegi landsins með Landflutningum og Flytjanda. Þær tölur fengust ekki uppgefnar af samkeppnisástæðum. Ekki er heldur að finna tölur um þá flutninga hjá Hagstofunni né Vegagerðinni. /HKr.

11 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Bændur, sveitarfélög, sumarhúsaeigendur Borum fyrir heitu og köldu vatni. Áratuga reynsla. taðdreifarar 11 Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf Sími Verum örugg í vetur! Hágæða jeppa- og vetrardekk í miklu úrvali Sérfræðingar í bílum Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - Reykjavík Stærð hleðslurýmis 3900 x 2005 x 1000mm Jöfn og góð dreifing Warfama taðdreifarar á hagstæðu verði. Höfum hafið aftur innflutning á Warfama N 218 taðdreifunum og getum boðið þá til afgreiðslu nú í vor með eftirfarandi búnaði. - Dreifibúnaður með 4 lóðréttum sniglum. - Tandem undirvagn með 400/60-15,5 dekkjum. - Viðbótarupphækkun á skjólborðum, hæð skjólborða 1m. - Vökvadrifið botnfæriband með hraðastýringu. Verð kr: 1, vsk (kr: 2, m/vsk). Hafðu samband við sölumenn okkar til að fá nánari upplýsingar. Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax:

12 12 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Fréttir Hringdu í mig eftir þrjátíu eða hundrað ár, sagði Steingrímur bóndi í Efri Engidal: Búinn að farga öllum bústofni og efast um að hefja búskap að nýju Samtals 26 nautgripum og um 280 kindum slátrað á Hvammstanga og urðaðar vegna díoxínmengunar Jón Baldur Lorange kynnti vefinn WorldFeng á Fræðaþingi landbúnaðarins sem haldið var í mars og hvaða hlutverki hann gegnir fyrir ræktendur íslenska hestsins. Mynd / HKr. Vefsíða íslenska hestsins: WorldFengur 10 ára WorldFengur var opnaður formlega í ágúst 2001 á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Austurríki. WorldFengur (WF) verður því 10 ára þegar Heimsmeistaramótið 2011 verður aftur haldið í Austurríki, sem er skemmtileg tilviljun. Af þessu tilefni hélt Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri WF, erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins 2011, sem haldið var mars. Í Riti Fræðaþingsins segir m.a.:,,eitt af tveimur aðalmarkmiðum (sic) WF verkefnisins var að byggja upp alþjóðlegt kynbótamat fyrir íslenska hestinn byggt á safni sameiginlegra erfðavísa. Í alþjóðlega kynbótamatinu er notast við mælanleg og samanburðarhæf gögn sem vistuð eru í miðlægum gagnagrunni WF frá eins mörgum löndum og mögulegt er. Annað af aðalmarkmiðum WF verkefnisins er að nýta upplýsingatæknina í þágu allra viðurkenndra hrossaræktarsambanda til að þróa sameiginlegt tölvukerfi og takast á við sameiginlegar áskoranir við að halda miðlæga ættbók fyrir íslenska hestinn. Upplýsingatæknin skapar okkur einstakt tækifæri til að ná þessu markmiði. Lykilinn að velgengi WorldFengs verkefnisins byggist á 3S; samtengihæfni, samhæfni og samstarfi. WorldFengur tengir saman fólk um víða veröld, samhæfir vinnu þeirra og stuðlar að árangursríku samstarfi unnenda íslenska hestsins (sjá nánar Rit Fræðaþings 2011). Í erindinu fór Jón Baldur m.a. yfir hvernig hefði verið staðið að vali á þróunartóli og gagnagrunnskerfi í upphafi, hvaða kröfur væru gerðar til upprunaættbókar, rekjanleika og mikilvægi aðgangsstýringar. Markmiðin sem sett voru með WF eru í höfn; gerð upprunaættbókar íslenska hestsins á heimsvísu, alþjóðlegt kynbótamat, opinbert og alþjóðlegt ættbókarkerfi, frír aðgangur allra félaga í FEIF að WF, markaðsgluggi og mikilvægur stuðningur og samvinnuvettvangur fyrir FEIF félaga allra landa. Þá væri framtíðin full af tækifærum. Keppnisgögn og mat á mætingu afkvæma til dóms myndi verða grunnur að bættu kynbótamati en að þessu væri unnið af dr. Elsu S. Albertsdóttur, Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún flutti einmitt fróðlegt erindi um þetta á Fræðaþinginu. Þá ætti að bæta WF sem ættbókarkerfi allra landa, útvíkka heimaréttina fyrir skýrsluhaldara í hrossarækt, bjóða upp á vefþjónustur fyrir ytri aðila,,,lesa í genin hvað varðar litaerfðir o.fl. og sífellt væri verið að auka alþjóðlega samvinnu um þróun WF. Hringdu í mig eftir þrjátíu eða eftir hundrað ár, ef ég fer af stað aftur, sagði Steingrímur Jónsson bóndi í Efri-Engidal fyrir botni Skutulsfjarðar. Á miðvikudag í síðustu viku var drifið í því að koma öllum bústofni hans í bíl til aksturs í sláturhús á Hvammstanga og óvíst er hvort eða hvenær hægt verður að hefja búskap að nýju í Engidal. Matvælastofnun (MAST) tekur sýni úr hluta þeirra dýra sem slátrað er og síðan ræðst framhaldið m.a. af niðurstöðum rannsókna Umhverfisstofnunar úr jarðvegssýnum sem tekin verða í Engidal í vor. Steingrímur var að þrífa og hreinsa út úr gripahúsum sínum þegar blaðamaður Bændablaðsins ræddi við hann. Hvað með tekjur, eru þær ekki endanlega horfnar með förgun dýranna? Ég hef tekjur fram að mánaðamótum frá MS og síðan beingreiðslur. Síðan veit ég ekki meir. Segir hann að MS hafi þó staðið vel við bakið á sér í málinu. Stjórnendur MS tóku þá ákvörðun, strax og ljóst var að mjólk frá Efri-Engidal var menguð af díoxíni, að halda áfram að taka við mjólkinni frá Steingrími og greiða honum fyrir innleggið. Þannig tók MS í raun á sig meiri skyldur í málinu en fyrirtækinu bar. Hellt í sjóinn með samþykki Umhverfisstofnunar Fyrst í stað var mjólkinni frá Efri- Engidal safnað upp í tanka hjá mjólkurstöð MS á Ísafirði vegna óvissu um hvernig ætti að fara að förgun hennar. Það var síðan, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, að ákveðið var að hella henni niður um ræsið og út í sjó við Sundahöfnina á Ísafirði. Þess má geta að í firðinum fyrir utan eyrina á Ísafirði er m.a. starfrækt fiskeldi. Bændablaðið sendi Sigríði Kristjánsdóttur, deildarstjóra á sviði umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, fyrirspurn um málið og staðfesti hún þetta. Ég get staðfest það að við fengum fyrirspurn frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða um hvernig væri best að meðhöndla mjólkina og hvort hún mætti fara í frárennsli út í sjó. Einu mörkin um losun díoxíns í frárennsli er að finna í reglugerð um brennslu úrgangs, þar sem birt eru losunarmörk vegna losunar úrgangsvatns sem fellur til við hreinsun útblásturslofts hjá sorpbrennslum. Þar eru sett losunarmörk fyrir díoxín sem eru 0,3 ng/l. Samkvæmt útreikningum sem við gerðum út frá mælingum frá MS var magn díoxíns í mjólkinni frá Engidal rétt undir þessum mörkum og því sáum við ekki ástæðu til að gera athugasemdir við það að þessi mjólk færi í frárennsliskerfi mjólkurstöðvarinnar. Það var því haft samráð við Umhverfisstofnun um þessa tilhögun, segir Sigríður í svari til blaðsins. Tvístígandi með aðgerðir Steingrímur bóndi var orðinn leiður á seinagangi í málinu og því hversu opinberar stofnanir voru tvístígandi í málinu.var hann því farinn að undirbúa förgun og urðun dýranna í Engidal, enda var búið að liggja fyrir bann í marga mánuði við nýtingu afurðanna. MAST taldi urðun á staðnum þó ekki koma til greina en samkvæmt heimildum Bændablaðsins voru menn eigi að síður áfram tvístígandi með aðgerðir. Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri - Engidal í Skutulsfirði, setndur í einum básnum í gamla fjósinu eftir að búið var að senda allan bústofnin með flutningabíl í slátrun á Hvammstanga. Hann efast um að þarna eigi eftir að koma kýr á básna aftur í hans tíð. Mynd BB/Halldór Sveinbjörnsson. Það var svo ekki fyrr en á miðvikudag í síðustu viku að gripið var til aðgerða og þá vegna mikils þrýstings frá Ísafirði. Ekki bjartsýnn á að byrja aftur Nú er bara að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku og þá er spurningin hvað við þurfum að hvíla landið lengi. Er það eitt ár, þrjú ár eða hundrað ár. Samkvæmt þeim skýrslum sem ég hef lesið er niðurbrotið hægt á díoxíni, segir Steingrímur. Mér er sagt að í svona jarðvegi sé niðurbrotið mjög hægt, auk þess sem hann hitnar aldrei nema upp í 12 gráður og sólargangur er stuttur hér í dalnum. Ég er því að heyra að biðtíminn geti verið átta til tólf ár en sérfræðingarnir verða að dæma um það. Ég er ansi hræddur um að það verði ekki fyrr en með næstu kynslóð sem hægt verði að hefja búskap hér aftur. Ég er orðin fimmtugur og ég get ekki ímyndað mér að ég byrji aftur, allavega ekki með kýr. Síðan yrði það örugglega mikil þrautaganga að fá söluleyfi aftur en það var tekið af mér með þessum gripum sem nú fóru til slátrunar. Efri - Engidalur í Engidal fyrir botni Skutulsfjarðar. Á efri myndinni séststærsti byggðakjarni Ísafjarðarbæjar í fjarska. Myndir HKr. 26 nautgripum og 280 kindum fargað Til slátrunar á Hvammstanga fóru 19 nautgripir, þar af 11 mjólkandi kýr frá Steingrími í Efri-Engidal, ásamt 80 kindum. Steingrímur segist hafa gert ráð fyrir að hjá honum hefðu fæðst um 125 lömb í vor undan 74 ám. Þá voru einnig fluttar í slátrun um 200 kindur frá Kristjáni Ólafssyni og föður hans, sem eru með fjárhús á Kirkjubóli IV í Engidal. Undan þeim hefði mátt búast við um 330 lömbum í vor. Það fjárbú stendur á hluta gömlu Kirkjubólsjarðarinnar ásamt nokkrum öðrum fjárhúsum frístundabænda og hesthúsabyggð. Þessi hús eru steinsnar frá sorpeyðingarstöðinni Funa. Auk þessa voru flutt til slátrunar 7 ungneyti frá Neðri Hjarðardal 2 í Dýrafirði sem upprunnin voru frá Efri Engidal. Óvíst er hvað verður um fé fjögurra frístundabænda í Engidal og Tungudal, en þeir hafa framleitt aðallega til eigin nota. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður Matvælastofnunar, segir að stofnunin hafi sett bann við sölu á dreifingu búfjárafurða af þessu svæði. Það útiloki að frístundabændur geti farið með sitt fé í sláturhús þaðan sem því yrði hugsanlega komið í dreifingu á markaði. Þetta útilokar þó ekki heimaslátrun frístundabænda til eigin nota. Slátrað og urðað á Hvammstanga Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti að dýrunum hafi verið slátrað í sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga. Sagði hún að sláturhúsið hefði heimild til urðunar á sláturúrgangi nærri Hvammstanga og þar hafi dýrin verið urðuð. Samkvæmt heimildum blaðsins kom upp umræða um að nota kjötið af skepnunum í loðdýrafóður. Bæði Sigríður og Sigurður Örn töldu að slíkt hefði vart komið til greina. Ísafjarðarbær borgar slátrunina Það er Ísafjarðarbær sem ber kostnaðinn af förguninni en samkomulag við bændur felur í sér förgun þeirra dýra sem eru á býlum þar sem díoxin hefur mælst við viðmiðunarmörk í mjólk og/eða kjöti. Því var ákveðið að fella þau dýr sem þarna hafa verið til manneldis og hvíla dalinn uns fyrir liggur að hann sé laus við mengun. Með þessu er ekki talin hætta á að mengað kjöt fari á markað. Ákvörðun með frekari aðgerðir mun ekki liggja fyrir fyrr en mengunarsýni sem tekin verða úr jarðvegi liggja fyrir í byrjun sumars. Hvað með skaðabætur, hefur Ísafjarðarbær eitthvað opnað á viðræður um bætur? Nei, nú er það bara í höndum lögfræðinga, segir Steingrímur en Björn Jóhannesson lögfræðingur hjá Lögsýn á Ísafirði fer með hans mál. /HKr.

13 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl Starfsemin á Möðruvöllum gekk vel á síðasta ári: Áhersla lögð á nýjungar í jarðrækt og fóðuröflun Fyrsta heila rekstrarár Möðruvalla ehf., sem var árið 2010, gekk ágætlega. Mjólkurframleiðsla gekk vel og hefur farið vaxandi. Alls voru framleiddir um 202 þúsund lítrar, en fyrstu 12 mánuði eftir að félagið tók við búrekstri var framleiðslan 149 þúsund lítrar og síðustu 12 mánuði var hún 210 þúsund lítrar. Heilsufar gripa var gott, frumutala lág og flokkun mjólkur góð, að því er fram kom á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ í síðustu viku. Ingvar Björnsson og Þóroddur Sveinsson gerðu grein fyrir starfsemi Möðruvalla á síðasta ári. 900 rúllur af heyi Fram kom í máli þeirra að fóðuröflun gekk vel á liðnu ári, heyjaðar voru um 900 rúllur og ræktað korn á 11 hekturum. Uppskera korns varð mjög góð, ríflega 5 tonn af þurru korni að jafnaði. Hluti kornsins var seldur af akri en 8 hektarar nýttir til búsins og skiluðu þeir um 43 tonnum af þurru korni. Kornið er notað í sérblöndu fyrir búið, sem blönduð er hjá Bústólpa. Áhersla á nýjungar í jarðrækt og fóðuröflun Í búskapnum hefur verið lögð áhersla á nýjungar í jarðrækt og fóðuröflun. Sáð var vetrarhveiti árið 2009 sem skilaði vel þroskuðu korni árið Í ljós þeirrar reynslu og reynslu af ræktun olíujurta á búinu er stefnt að áframhaldandi ræktun á hveiti og olíujurtum í sumar. Þá hefur rauðsmára og hvítsmára verið sáð í allri endurrækt búsins. Markmiðið er að búið verði að mestu leyti sjálfbært um fóðuröflun. Huga þarf að tæknibreytingum í fjósi Framleiðsluaðstaðan á Möðruvöllum er í megindráttum mjög góð. Landgæði eru mikil, og landið fjölbreytt og ríflegt miðað við núverandi búrekstur. Aðstaðan í Möðruvallafjósinu er að mörgu leyti góð, fjósið er rúmt og véltækt en mjólkað er með hefbundnu mjaltakerfi sem er vinnufrekt í 50 bása fjósi. Ráðist var í endurnýjun á geldneytaaðstöðu í fjósinu í samráði við LbhÍ en undirstöður og steinrimlar voru ónýt. Það má ljóst vera að ef horfa á til áframhaldandi mjólkurframleiðslu á Möðruvöllum þarf að huga að tæknibreytingum í fjósi með það að leiðarljósi að létta vinnu. Á Möðruvöllum hafa verið stundaðar öflugar rannsóknir í jarðrækt og fóðurverkun og framhald varð á þeim árið Helstu tilraunir á Möðruvöllum voru tilraun með áburðarsvörun túna og einnig yrkja- og stofnaprófanir í grasrækt, kornrækt og olíujurtum. Auk þess er sáðvara prófuð, stofnútsæði í kartöflurækt framleitt og tvö M.Sc. - verkefni voru unnin í samstarfi við tilraunastöðina. /MÞÞ Bændur - sumarhúsaeigendur Borum eftir heitu og köldu vatni ásamt öðrum borverkum um allt land. Liprir og sanngjarnir í samvinnu og samningum. Hagstætt verð. Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma Stuðningur við tilraunastarfsemi Markmiðið með samningi Búnaðarsambandanna og LbhÍ um reksturinn á Möðruvöllum á sínum tíma var að styðja við áframhaldandi tilraunastarfsemi í tengslum við tilraunastöðina á Möðruvöllum. TOP N+... betra gler Gasfyllt gler, aukin einangrun. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella

14 14 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Haraldur Aikman framkvæmdastjóri PM endurvinnslu segir vel mögulegt að endurnýta allt plast sem til fellur á Íslandi. Myndir / HKr. PM endurvinnsla breytir úrgangi í verðmæti: Gætu endurunnið allt plast á Íslandi Endurvinna rúlluplast, veiðarfæri og plastumbúðir Gríðarlegt magn af plastefnum fellur til ár hvert á Íslandi sem sorp. Meðal þess sem snertir bændur ekki síst er rúlluplastið en bændur nota hundruð tonna af rúlluplasti árlega. Eitthvað þarf að gera við þetta plast, en hvað? Fyrirtækið PM endurvinnsla endurvinnur plast og breytir úrgangi í verðmæti. Fyrirtækið getur að sögn forsvarsmanna þess annað endurvinnslu á öllu plasti sem skilað er til endurvinnslu á landinu og hefur áætlanir um að auka enn við sig. PM endurvinnsla er ekki gamalt fyrirtæki en byggir þó á gömlum grunni. Sá grunnur er vinna Jóns Hjartarsonar og hans fjölskyldu á Læk í Ölfusi en þar var lengi rekið fyrirtækið Plastmótun sem endurvann plast og veiðarfæri og framleiddi úr þeim nytsama hluti líkt og girðingarstaura. Fyrirtækið er staðsett í Gufunesi, í svokölluðu Endurvinnsluþorpi sem þar hefur verið sett á fót en fleiri fyrirtæki sem sérhæfa sig í endurvinnslu á allra handa úrgangi. Hjá fyrirtækinu hafa verið þróaðar aðferðir til að hreinsa plast og veiðarfæri sem eru einstakar á heimsvísu en aðgengi að heitu og köldu vatni hér á landi geri slíkt mögulegt. Skapa mikil verðmæti PM endurvinnsla getur í raun endurunnið nánast allt plast sem til fellur á Íslandi nema gosflöskur og örfáar tegundir af mjög hörðu plasti. Sömuleiðist endurvinnur fyrirtækið veiðarfæri. Fyrirtækið tekur við talsverðu magni af plasti, þar á meðal rúlluplasti, frá þremur móttökuaðilum, Gámastöðinni, Hringrás og Íslenska gámafélaginu. Annað rúlluplast er ýmist flutt úr landi til endurvinnslu, brennt eða urðað, í litlu magni þó. Haraldur Aikman framkvæmdastjóri PM endurvinnslu segir að markmiðið sé að fá sem mest magn plasts til fyrirtækisins til endurvinnslu. Eins og staðan er í dag veitum við 19 manns vinnu, við sköpum gríðarlega verðmætaaukningu með því að vinna plastið hér heima og þetta er umhverfisvænt. Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki? Framleiðsluafurðir fyrirtækisins eru plastkúlur sem kaupendur nota til að bræða í ýmis konar plastvinnslu. Megnið af afurðum fyritækisins er flutt úr landi en einungis eitt fyrirtæki, Durinn ehf, nýtir endurunna plastið. Úr því eru meðal annars unnin plaströr og girðingarstaurar. Haraldur segir að alltaf sé töluvert um fyrirspurnir um plast en einkum hafi það verið mikið skömmu eftir efnahagshrunið. Hins vegar hafi enn ekki orðið aukning á viðskiptum við innlenda aðila. Í fyrirtækinu eru þrjár vinnslulínur. Ein þeirra er notuð til vinnslu á plastfilmu, meðal annars heyrúlluplast, stórsekki og plastpoka. Önnur lína er notuð til að endurvinna veiðarfæri og í þeirri þriðju eru harðari plastumbúðir, svo sem brúsar, tunnur og plastkör, rifin niður. Það efni er síðan unnið með veiðarfærunum. Góð skil á rúlluplasti, döpur á öðrum plastumbúðum Samkvæmt ársskýrslu Úrvinnslusjóðs fyrir árið 2008 voru flutt inn tonn af rúlluplasti. Skilahlutfall það ár var hins vegar 135 prósent eða ríflega tonn. Ýmsar skýringar geta verið á misræminu en samkvæmt upplýsingum frá Úrvinnslusjóði er skýringin meðal annars sú að við vigtun á plasti sem skilað er inn vegur vatn og önnur efni sem fylgja talsvert. Ekki sé hægt að komast hjá slíku misræmi en hægt er að fullyrða að nánast allt heyrúlluplast sem til fellur á Íslandi komi til móttökuaðila. Hins vegar er ekki hægt að segja slíkt hið sama um Við endurvinsluna er plastið fyrst kurlað, síðan þvegið og þurrkað áður en það fer í vél sem býr til úr því litlar töllur sem tilbúnar eru til að vinna úr því nytjahluti að nýju. Byggist hagkvæmnin ekki síst á notkun jarðhitavatns. Mjög erfitt hefur verið fram til þessa að endurvinna troll og net, en það hefur verið leyst í PM endurvinnslu. aðrar plastumbúðir en svo er annað plast flokkað hjá sjóðnum. Einungis 23 prósent þess plasts var skilað árið Fyrir hvert kíló sem flutt er inn þarf að greiða 3 krónur úrvinnslugjald en á móti kemur að greiddar eru 40 krónur fyrir hvert kíló sem fer til endurvinnslu, 35 krónur ef plastið er brennt til orkuöflunar og 8 krónur ef það er urðað. Árið 2008 voru tæp þúsund tonn af heyrúlluplasti endurunnin en um 550 tonn brennd. Minnihluti var svo urðaður. Hins vegar gæti PM endurvinnsla tekið við öllu þessu plasti til endurvinnslu. Aukna hvata þarf til Haraldur bendir á að það sé undarlegt að sama upphæð skuli greidd vegna endurvinnslu, hvort sem sú endurvinnsla fari fram hér á landi eða erlendis. Það tekur dálítið hvatann úr þessu því auðvitað er verulega meiri virðisauki að því að endurvinna plastið hér heima auk þess sem það er umhverfisvænna, það þarf þá ekki sömu ferðalög með úrgang úr landi og einnig væri vitanlega hægt að nýta plastið í mun meira mæli hér á landi. Vilja fá heimilisplastið líka Frumtak fjárfestingarsjóður keypti Nú er hægt að endurvinna allt rúllubaggaplast sem til fellur á landinu og plast í nánast hvaða formi sem er. í desember á síðasta ári fjórðungs hlut í fyrirtækinu og með aðkomu sjóðsins er stefnt að enn frekari landvinningum á næstu misserum. Miðað við áætlanir næstu ára mun fyrirtækið anna endurvinnslu á öllu plastefni sem til fellur á landinu að sögn Haraldar. Þar á meðal væru sjampóbrúsar, tannkremstúbur og í raun allt plast sem til fellur við venjulegan heimilisrekstur. Því miður, segir Haraldur, kemur hins vegar enn sem komið er lítið af slíku plasti inn til fyrirtækisins. Mest af þessu fer því miður ennþá í jörðina. Við höfum hins vegar rætt við Sorpu og

15 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl Varahlutir í plóga Það fer ekki mikið fyrir grænu trollunum þegar þau hafa farið í gegnum endurvinnsluferlið. einnig við borgaryfirvöld um málið og þar eru menn mjög áhugasamir um frekara samstarf enda kostirnir augljósir. Þetta er mjög gott plast sem notað er í þessar umbúðir og við vildum gjarnan fá það hér inn. Það sem þarf að gera er að flokkunin fari fram inni á heimilunum og plastið komi til okkar án þess að það þurfi að flokka frá því annað sorp. Það þarf að gera fólki kleyft að flokka með einföldum hætti og jafnvel einhver meiri hvati til þess. Mikil tækifæri í endurvinnslu Haraldur segir í raun broslegt að flutt sé til landsins verulegt magn af plasti í sama formi og sambærilegt og það sem PM endurvinnsla vinnur á meðan fyrirtækið flytji sína afurð út. Það verður að vísu að taka með í reikninginn að við erum nýbúin að taka línuna sem vinnur veiðarfærin aftur í notkun eftir gagngerar endurbætur. Það skýrir kannski að hluta til að enn komi ekki meira af plasti frá almennu heimilishaldi til okkar, við Svona lítur rúllubaggaplastið út þegar búið er að endurvinna það í hráefni fyrir nýjar plastvörur. höfum ekki getað sinnt því fyrr en núna nýlega. Við höfum sjálfir ekki verið að leita mikilla viðskipta hér á landi, við eigum trausta kaupendur úti sem greiða góð verð fyrir plastið. Ég er hins vegar sannfærður um að þróunin verður sú að það verður enn frekari vakning hjá innlendum plastframleiðendum að nýta endurunnið plast í meira mæli. Ég bendi líka á að Durinn hefur hafið útflutning á girðingarstaurum úr endurunni plasti til Þýskalands þannig að það eru mikil tækifæri í endurvinnslu í nánustu framtíð. /fr Pöttinger, Vogel og Noot, Kverneland Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss Sími: Fax:

16 16 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Óstöðvandi sigurganga Halldórs og Nátthrafns Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi. Vettlingarnir eru prjónaðir úr blönduðu garni íslenskri ull og nylon. Þeir hafa verið framleiddir hér á landi síðan 1981 og eru fyrir löngu búnir að sanna sig við hin ýmsu störf. Prjónastofan Vanda 680 Þórshöfn s Mynd / Dagur Brynjólfsson. Þeir komu, sáu og sigruðu þriðja árið í röð á Ístölti Þeir allra sterkustu sem haldið var í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 2. apríl. Hreint ótrúlegur árangur hjá þeim félögum Halldóri Guðjónssyni og Nátthrafni frá Dallandi. Þeir hlutu hvorki meira né minna en 9,07 í forkeppni, héldu efsta sætinu örugglega og hlutu 9,22 í einkunn í úrslitum. Næstur kom Sigurður Sigurðarson á glæsihryssunni Kjarnorku frá Kálfholti og á hæla þeirra komu Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum í þriðja sæti. Ístöltið Þeir allra sterkustu er haldið til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum en heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Austurríki í ágúst A-úrslit: 1 Halldór Guðjónsson 9,22 2 Sigurður Sigurðarson 8,78 3 Sara Ástþórsdóttir 8,56 4 Hinrik Bragason 8,22 5 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 7,94 B-úrslit: 5 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 8,11 6 Erla Guðný Gylfadóttir 8,06 7 Jakob Svavar Sigurðsson 7,78 8 Sigurbjörn Bárðarson 7,61 9 Eyjólfur Þorsteinsson 7,61 Íslenskir vinnuvettlingar Framlög til aðlögunar að lífrænum landbúnaði Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til aðlögunar að lífrænum búskaparháttum. Styrkir þessir eru veittir þeim framleiðendum sem hefja aðlögun að lífrænum búskap í ýmsum greinum árinu 2011 og síðar, til allt að fimm ára, samkvæmt. verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um framlög úr ríkissjóði til stuðnings við lífræna aðlögun í landbúnaði, sem er að finna á Umsóknarfrestur er til 1.júní næstkomandi Bændasamtök Íslands b.t. Ólafs R. Dýrmundssonar Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík MS í Reykjavík starfrækir öflugustu mjólkurafurðapökkunarstöð landsins: Pakka um 30 milljónum lítra af mjólk og megninu af brauðosti landsmanna Jón K. Baldursson, mjólkursamlagsstjóri MS í Reykjavík, segir að margir telji að mjólkurvinnsla í Reykjavík sé mjög óveruleg og megnið af mjólkinni sé unnið á mjólkurstöðvunum úti á landi. Staðreyndin er þó sú að hjá mjólkurstöð MS í Reykjavík er verið að vinna að jafnaði um 30 milljónir lítra á ári. Það er mjólk sem fer beint á fernur en hér er starfrækt stærsta pökkunarstöð mjólkurafurða í landinu. Jón segir að um helmingur af mjólkinni sem unnin er í mjólkurstöðinni í Reykjavík komi beint frá bændum á suðvestur- og vesturlandi. Hinn helmingur mjólkurinnar, eða um 15 milljónir lítra, kemur svo með tankbílum m.a. frá Suðurlandi í gegnum MS á Selfossi. Unnið er á árstíðasveiflum í mjólkurframleiðslu í landinu með því að framleiða duft og smjör þegar mjólkurframleiðsla er mest en aftur draga sem mest úr þeirri framleiðslu þegar mjólkurframleiðslan er í lágmarki. Vegna þessa gegnir mjólkurstöðin í Reykjavík lykilhlutverki í miðlun mjólkur milli svæða, á þann hátt að taka á móti meiri mjólk frá Suðurlandi þegar nauðsynlegt er að nýta mjólk sem best til ostaframleiðslu fyrir norðan og aftur að taka á móti mjólk að norðan þegar nauðsynlegt er að framleiða meira af dufti og smjöri á Selfossi. Jón segir að um 120 manns starfi hjá mjólkurstöðinni sjálfri, sem er fyrst og fremst pökkunarog dreifingarmiðstöð. Þó er þar einnig framleidd súrmjólk í miklu magni. Það hefur gengið mjög vel að manna þessar stöður og lítið um mannabreytingar, nema þá helst á vörulager. Verulegur hluti landsframleiðslunnar rennur í gegnum Reykjavík Segir hann að um 60 til 80% af allri þeirri mjólk sem unnin er í landinu fari í einu eða öðru formi í gegnum stöðina í Reykjavík. Allt að því 60 þúsund tonn af mjólk fara í gegnum pökkunarlínurnar í formi fljótandi mjólkur og osta, auk þess sem stærsti hluti þeirra vara sem framleiddar eru á hinum mjólkurstöðvunum hafa viðkomu í stöðinni áður en þær fara áfram til dreifingar. Þannig koma vörur þar inn frá mjólkursamlögum MS á landinu, sem fyrir utan MS í Jón K. Baldursson, mjólkursamlagsstjóri MS í Reykjavík Reykjavík eru staðsett í Búðardal, á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og á Selfossi. Auk þess koma vörur til pökkunar og dreifingar frá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki en KS á hlut í Mjólkursamsölunni eins og kunnugt er. Hjá MS í Reykjavík eru sex pökkunarvélar fyrir mjólk sem afkasta samanlagt rúmlega 27 þúsund einingum á klukkutíma. Pakkningarnar eru þó mismunandi stórar, allt frá ¼ lítra og upp í 10 lítra. Jón segir mismunandi hvernig nýtingin sé á vélunum frá degi til dags en pakkað sé í 5 til 10 tíma á dag. Jón segir að mjólkurdrykkja Íslendinga hafi minnkað á undanförnum árum en þess í stað sé meira neytt af ýmsum afurðum sem framleiddar eru úr mjólk tonn af brauðosti Auk pökkunar á mjólk, pökkum við nánast öllum brauðosti sem framleiddur er á landinu. Við erum þar bæði að pakka í bita og sneiðar eða í allt um tonnum af osti á ári. Sú starfsemi var í Osta- og smjörsölunni að Bitruhálsi 2, en var síðan flutt hér inn hjá okkur við endurskipulagningu á þessu húsi að Bitruhálsi 1. Hér inn er því komin mun fjölbreyttari starfsemi en áður var og nýting á húsnæðinu er mun betri. Hingað inn var einnig flutt rannsóknarstofa Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem annast rannsóknir á gæðum mjólkur frá öllum mjólkurframleiðendum í landinu. Stærstur hluti ostaframleiðslunnar í landinu fer fram á Akureyri og á Sauðárkróki. Þá er sérostaframleiðsla, mygluostar, fetaostar og fleira í Búðardal og mozzarella-framleiðsla á Egilsstöðum. Mozzarellaosturinn er að verulegu leyti nýttur í rifost og er hann sendur á Sauðárkrók þar sem hann er rifinn og honum pakkað. Einnig er honum blandað saman við aðrar ostategundir í samræmi við uppskriftir. Rifostalínan var að sögn Jóns áður til húsa hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Smurostalínan sem þar var er nú á Akureyri. Með flutningi á þessum framleiðslulínum var húsnæðisþörf Mjólkursamsölunnar minnkuð um fermetra og var það rými tekið úr notkun á Bitruhálsi. Að lokum má þess til gamans geta að í mjólkurstöðinni erum við með um 700 vörunúmer í dreifingu á hverjum tíma, afgreiddar eru allt að pantanir á dag og mælingar hafa sýnt að starfsmaður við tiltekt getur gengið allt að 25 km á dag, sem jafngildir gönguferð frá MS Bitruhálsi vestur að Háskólabíói og til baka aftur, segir Jón. /HKr.

17 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl Bændablaðið á netinu... Bændur og búalið Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku. Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími. Íslensk framleiðsla í 45 ár. 45 ÁRA Úrval tækja fyrir vorverkin Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími Tjaldskemma Til sölu tjaldskemma 9x15m. Rafknúin hurð 4x4m. Upplýsingar gefur Magnús í síma pinnatætarar Sterkbyggðir og áreiðanlegir við allar aðstæður akurvaltarar Einföld hönnun sem tryggir auðvelda notkun VOGEL&NOOT Mikið úrval hefðbundinna plóga og vendiplóga sáðvélar Mikið úrval vandaðra sáðvéla Stærsti innflytjandi dráttarvéla á Íslandi LAXÁRNES Í KJÓSARHREPPI Laxárnes ehf auglýsir til leigu hluta úr jörðinni Laxárnes í Kjósarhreppi ásamt húsakosti. Ræktað land er u.þ.b. 30 ha og jörðin ber hagabeit fyrir 25 hross. Húsakostur er 400 m2 hesthús og 400 m2 hlaða. Einnig er á jörðinni gamalt og hrörlegt íbúðarhús. Leigutími eftir samkomulagi. Leigutaki þarf að setja bankatryggingu fyrir 12 mánaða leigu eða greiða leiguna 12 mánuði fram í tímann. Umsóknarfrestur er til 29. apríl. Fyrirspurnir og tilboð sendist á netfangið eggert@mata.is Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Heimssýn auglýsir þrjá fundi Heimssýn á Vestfjörðum Aðalfundur Heimssýnarfélags Vestfjarða fer fram í Einarshúsi á Bolungarvík þriðudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00. Að afloknum venjulegum aðalfundarstörfum fara fram almennar umræður þar sem frummælandi verður Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur og ræðir hann m.a. stöðu Evrunnar og fleiri málefni. Eru allir áhugamenn um sjálfstæði Íslands hvattir til að mæta á fundinn. Stjórn Heimssýnarfélags Vestfjarða Heimssýn í Húnaþingum Aðalfundur Heimssýnarfélags Húnvetninga fer fram í félagsheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 27. apríl nk. kl. 20:30. Að afloknum hefðbundnum aðalfundarstörfum, þar sem m.a. verða sett ný lög fyrir félagið, fara fram almennar umræður um Evrópumál. Fulltrúi frá framkvæmdastjórn Heimssýnar mætir á fundinn og tekur þátt í umræðunum. Hvetjum alla áhugasama um sjálfstæði Íslands til að mæta til fundarins og taka þátt í umræðunni um eitt af mikilvægustu hagsmunamálum þjóðarinnar. Stjórn Heimssýnarfélags Húnvetninga Heimssýn í Dalabyggð Stofnfundur Heimssýnarfélags Dalabyggðar fer fram fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 18:00 í Leifsbúð í Búðardal. Á fundinum verður gengið frá formlegri stofnun félagsins auk þess sem stjórn verður kjörin. Að lokinni formlegri stofnun og kosningu stjórnar fara fram almennar umræður þar sem frummælandi verður Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður. Allir áhugamenn um fullveldi Íslands og sjálfstæði þess gagnvart Evrópusambandinu eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessari brýnu umræðu um eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Hægt verður að fá súpu, brauð og kaffi á góðum kjörum. Ávextir íslenskra auðlinda Landbúnaðarháskóli Íslands er vísindastofnun á sviði hagnýtrar náttúrufræði, umhverfi smótunar og skipulagsfræða. Meginviðfangsefni LbhÍ er nýting og verndun náttúruauðlinda. LbhÍ býður háskólamenntun til BS- og MS-gráða. Kynntu þér spennandi framtíðarnám á heimasíðu skólans: PLÁNETAN

18 18 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Réttur landsmanna til að eiga óspilltar auðlindir: Hreint umhverfi er þjóðargersemi - Grein byggð á ávarpi á fundi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 10. apríl 2011 Á þessum síðustu tímum tölum við meira en áður um auðlindir landsins og látum okkur varða um varðveislu þeirra, rétt landsmanna til að eiga þær óspilltar. Við viljum tryggja þjóðareign á þeim, sjálfbæra nýtingu þeirra, eyða ekki meiru en af er tekið, láta þjóðina og landið njóta arðsins fremur en einstaklinga og hindra flutning arðsins úr landinu. Landið sjálft, landgrunnið, jarðefni ýmiss konar, moldin, ræktað land og gróðurinn á túnum, högum, heiðum og hálendi eru auðlindir, sem verja ber gegn eyðingu, ofnýtingu og spillingu, sömuleiðis vatnið í og á jörðinni, kalt sem heitt og orkan sem því fylgir, orkan í sjávarföllunum, fiskurinn í sjónum. Vaka þarf yfir hreinleika umhverfisins Hreinleiki umhverfisins, lofts, jarðar, vatns og sjávar, mengunarleysi í íslensku umhverfi er þjóðargersemi. Það má samlíkja mengun hugarfarsins og mengun umhverfisins, Hvort tveggja er af manna völdum, hvort tveggja er hægt að tempra, jafnvel uppræta, ef nægilegt fjármagn, en þó fyrst og fremst, ef nægur vilji er fyrir hendi Vilji er allt sem þarf- var einu sinni sagt. Það er satt nú sem fyrr. Það er verið að virkja orku landsins með ýmsum hætti, sem sjálfsagt er. Virkjunum fylgir oft mengun. Hófstilling, fyrirhyggja og gát er nauðsyn í því sem öðru. Kirkjan er annað gersemi, en hún þarf að bæta sig og þora Við hugsum ekki hversdagslega um kirkjuna okkar, sem þjóðargersemi. Í sögulegu samhengi er hún það samt. Hún hefur varðveitt þjóðararfinn okkar, huggað fólkið, beint því frá glapstigum yfir á réttar brautir og örfað til dáða. Að vísu hafa ýmsir þjónar hennar, meira að segja æðstuprestar, gert sitt besta til að spilla trú manna og trausti á þessa dýrmætu stofnun með framferði sínu. Þá hafa allt of margir þeirra vanrækt að nota predikunarstóla landsins til að tala við fólkið á máli sem það skilur. Þeir þora fæstir að tala með beinskeyttum hætti til yfirvalda og segja þeim til syndanna, tala til skálkanna og ræningjanna, sem hafa steypt mörgum í fátækt meðan þeir sjálfir hafa makað krókinn og spillt mannorði landsmanna. Þeir hafa vanrækt að tala til skilanefnda bankanna, sem eiga að hjálpa til að koma fjármálalífinu á réttan kjöl, en nota aðstöðu sína til að raka til sín fé af tómri græðgi og með blessun stjórnvalda. Eru störf þeirra kannske dýrmætari en starf kennarans í grunnskóla? Er ábyrgð þeirra meiri? Þegar á reynir er það ekki nema síður sé. Kirkjan með sínum predikunarstól og hollri kenningu er og verður þrátt fyrir allt þjóðargersemi, en hún þarf að bæta sig. Hún þarf að þora. Hún á ekki að láta neitt mannlegt vera sér óviðkomandi. Þar á meðal er flúorskýið, sem svífur yfir Akrafjalli og Esjunni og inn allan Hvalfjörð á reykferju granna síns. Með vettlingum, pípu og tóbakspung Hallgrímur Pétursson, sem bjó hér á Ferstiklu þorði að segja yfirvöldunum og græðgismönnum til syndanna og talaði mál sem allir skildu og snerti það. Hugsum til þess, hversu vel hann hittir í mark á vorum tíma, þegar við lesum passíusálmana um páskana. Mig langar loks að nefna þjóðargersemi, arf, sem við flest höfum verið svikin um. Það eru kvæðalög, stemmur. Það á vel við að tala um þær hér í þessu héraði á þessum stað, þar sem Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði lifði og dó. Hann átti stóran þátt í að kynna rímnalögin, stemmurnar og bjarga þeim til framtíðar, þegar menn hæddu og hlógu að þeim mönnum, sem fengust við svoddan iðju. Hann hvílir undir heiðnum krossi í kristnum reit hérna neðan við veginn í Saurbæ með vettlingum sínum og pípu og tóbakspung. Þurfum að verja húsdýrin Ég nefni aðrar dýrmætar eignir okkar allra, þjóðargersemar, sem við þurfum að verja og varðveita: tungumálið, listaverk huga og handa, náttúruperlur, húsdýrin okkar, kúna, hestinn, kindina, geitina, íslenska hundinn og landnámshænuna. Allar búa þessar dýrategundir yfir kostum, sem eru á ýmsan hátt einstæðir og ekki til í hliðstæðum dýrategundum í öðrum löndum. Auk þess hafa þær flestar aðlagast íslenskum aðstæðum þannig, að þær eru betur fallnar til að lifa hér en innflutt kyn. Aldalöng einangrun og eindregin vörn gegn smitsjúkdómum hefur tryggt hreinleika, varðandi smitsjúkdóma en um leið valdið mótstöðuleysi gagnvart smitefnum. Þetta höfum við margsinnis fengið staðfest með gálausum innflutningi karakúlpesta, hestapesta og hundapesta. Nú eru yfirvöld búfjársjúkdóma hérlendis farin að gleyma og leggja of snemma niður varnir, sem byggðar hafa verið upp gegn útbreiðslu smitsjúkdóma innanlands og dugað vel til að uppræta þá. Varnarlínur eru ennþá mikilvægar Varnarlínur mynda varnarhólf á Íslandi og hafa sumar verið lengi við lýði. Þær stöðva óþarfa flutninga lífdýra milli misjafnlega sýktra svæða og hafa auðveldað útrýmingu smitsjúkdóma af einu varnarsvæði á fætur öðru. Auk þess eru þær og munu verða vörn gegn nýjum smitsjúkdómum, sem munu berast til landsins með auknum samgöngum og meira frjálsræði í flutningum, sem verður t.d. við inngöngu í Efnahagsbandalagið. Margar varnarlínur hafa verið lagðar niður í sparnaðarskyni nýlega, án nægs samráðs við þá sem við þær búa, með yfirgangi og að sumu leyti gegn ákvæðum laga og reglna. Sumar varnarlínur kosta lítið sem ekkert í viðhaldi. Leyfðir hafa verið flutningar á sauðfé og geitum frá sýktum svæðum til ósýktra. Ég hefi reynt mitt ítrasta til að vara við gáleysi í þessum sökum, án árangurs. Við verðum að taka upp sjálfbærar varnarlínur aftur, þegar þessari hryðju linnir. Of fáir bændur átta sig á hættunni ennþá. Bændasamtökin tvístíga til að halda frið innanstokks að því er virðist og til að þóknast þeim verslunarglöðu, sem þrýsta á og telja frjálsa flutninga í anda ESB allt að því helgan rétt. Búnaðarþing treystist ekki taka þetta upp af sömu ástæðu. Landbúnaðarnefnd Alþingis og ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar er ráðalaust og máttlaust gagnvart embættismannaveldinu. Ég kalla þetta skemmdarverk af skilningsleysi. Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir kallaði það hryðjuverk gagnvart rannsóknum og baráttu gegn smitsjúkdómum, þegar Tilraunastöðinni á Keldum var splundrað. Ég verð að segja eins og Geiri í Gufunesi, þegar honum blöskraði skilningsleysi og rangsleitni. Guð blessi ykkur. Hættulegt brennisteinsvetni Borað er eftir orku í heitum æðum í jörðinni. Upp gýs brennisteinsvetni Ræktun sauðkindarinnar og framleiðsla landbúnaðarafurða á allt sitt undir því að umhverfið sé óspillt af mengunarefnum. Sigurður Sigurðarson dýralæknir skoðar tennur í kindarhaus í leit að flúorskemmdum árið með gufunni, brennisteins úr djúpu díki. Það er heilsuspillandi í miklum styrk, hættulegt fyrir fólk, einkum börn, gamalt fólk, þá sem eru með viðkvæm lungu. Það hefur áhrif á skepnur og gróður. Fleiri efni í jarðgufum eru eitruð eins og kvikasilfurog arsen, þeim mun hættulegri, sem styrkur þeirra er meiri og nú bætist Díoxín frá brennslustöðum í hópinn. Sem betur fer er styrkur eiturefna óvíða heilsuspillandi fyrir fólk ennþá, þar sem óhollar gufur liggja ekki dögum saman yfir byggðum, heldur dag og dag í senn í vissum áttum og við ákveðnar aðstæður. Það er sagt að hægt sé að hreinsa óholl efni úr gufunum nær algjörlega. Gott er það, ef satt er, gott er það, ef það er viðráðanlegt vegna kostnaðar. Gott væri, að það yrði gert. Ef tæknin er til mætti hreinsa óholl efni úr gufum, sem streyma nú frá þeim virkjunum, sem teknar hafa verið í notkun. Eru ekki í gangi rannsóknir á þessum sviðum? Við spyrjum og óskum svara við því, hvort hreinsuð verður sú mengun, sem nú er í lofti frá orkuveitum sem við finnum fnykinn af í stærsta þéttbýlissvæði landsins, fnyk frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavalla, sem gæti haft óholl áhrif á öndunarfæri þeirra, sem veikir eru og viðkvæmir og fest eiturefni í líkama íbúanna. Nú er farið að nálgast hættumörk suma daga við ákveðnar aðstæður. Eftirlitsaðilar hafa brugðist Við Hvalfjörð, Hveragerði, Ísafjörð, Eyjafjörð, Kirkjubæjarklaustur, Vestmannaeyjar og víðar, er um að ræða mengun, sem er hættuleg heilsu fólks, hollustu matvæla og fóðurs, spillir gæðaímynd, skaðar trúverðuleika heilbrigðisstofnana, eftirlitsaðila, umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytis. Öll viðbót er hættuleg fyrir framtíðina. Eftirlitsaðilar hafa brugðist og munu gera það nema íbúar standi á vakt. Umhverfisráðherrann þarf að standa fast í fætur fyrir okkur. Þakka má staðfestu hennar í vörninni, þrátt fyrir harkalega og ósanngjarna gagnrýni, oft af hálfu gróðaaflanna. Þar er um líf og heilsu fyrir fólkið og dýranna að tefla, þegar til lengri tíma er litið. Flúormengun frá álverum Ég hefi fylgst með verksmiðjum hér á landi og erlendis af öðrum toga um áratuga skeið, til dæmis álverksmiðjum. Mengunarefni, sem hættulegast er við þá iðju er flúor en þau eru mörg fleiri. Af kerjum, sem sífellt þarf að skipta um er margvísleg mengunarhætta. Hvers vegna draga þeir lappirnar og svíkjast um, sem treyst er til að standa í fararbroddi við eftirlitið? Hvers vegna skoða þeir ekki kindurnar, sem þegar eru farnar að sýna einkenni um eitrun? Hvers vegna skal draga úr eftirlitinu í stað þess að efla það? Hvers vegna skal mengunarvaldurinn líta eftir sjálfum sér? Hvers vegna eru hestamenn hálf sofandi gagnvart stóðhestagirðingunni undir verksmiðjuveggnum, þar sem dýrmæt gæðingsefni framtíðar fæðast og alast upp? Sveitarstjórnir og íbúar við Hvalfjörð og víðar um land þurfa að hafa fulla meðvitund um hættu af mengandi iðju á sínu svæði og vilja og kraft til að knýja á um afmengun og úrbætur á eftirlitinu. Flúor hleðst upp í beinum og tönnum Flúor keppir við kalkið, sest í tennur og bein, ryður kalkinu til hliðar, veikir beinin, ef mengunin er mikil. Góður búnaður er til, sem hreinsar flúor úr verksmiðjugufunni að miklu leyti. Hvað gerist, ef búnaðurinn bilar? Það hefur gerst. Þá hellist óþverrinn yfir gróður, skepnur og fólk í umhverfinu og hann hleðst upp í líkamanum, safnast fyrir. Hvað gerist, ef bilunin uppgötvast ekki í tæka tíð, eða, ef þagað er yfir slysinu? Það hefur líka gerst. Afleiðing þess er eitrun, sem kemur í ljós eftir nokkurn tíma, jafnvel nokkur ár, ef magnið er ekki mjög mikið. Varnarbúnaður getur bilað og mannleg mistök orðið. Þá er voðinn vís. Mín niðurstaða er sú að slíkar verksmiðjur eigi ekki að reisa í grennd við bústaði manna og búskaparlönd. Dokum við og athugum, hvaða áhættu við erum að taka og hverju við viljum fórna fyrir ágóðann og látum á það reyna, hvort framkvæmanlegt er að hreinsa óholl efni úr verksmiðjureyknum, hvort það verður gert, áður en hafist er handa um stækkun. Mikilvægast af öllu, er þekking íbúanna og samstaða um að verja gersemar sínar. Þess vegna erum við hér. Sigurður Sigurðarson dýralæknir.

19 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Það lifnar yfir starfseminni hjá Jötni Vélum: Vortækin streyma til landsins Þótt enn sé hitastigið frekar lágt og suma morgna gráni í byggð eru starfsmenn Jötuns Véla í óða önn við að taka á móti nýjum tækjum. Þeir eru því búnir að setja í vorgírinn og gámar og fleti með tækjum og búnaði streyma til landsins til afhendingar. Algengt er að frá miðjum mars og fram í lok júní komi 3-4 gámar með tækjum til fyrirtækisins á viku en síðasta vika sló öll met en í henni komu alls 7 gámar með vélum til landsins. Á myndunum má sjá þá Guðlaug Eggertsson og Arngrím Arngrímsson í óða önn að losa tæki og tól en þeir ásamt Erni Braga Tryggvasyni bera hitann og þungan af samsetningu véla og tækja, tæmingu gáma og lestun bíla. 19 HEFUR ÞÚ HEST SEM ÞÚ VILT SELJA??? OKKUR VANTAR REIÐHESTA, KEPPNISHESTA, KYNBÓTAMERAR OG GRAÐHESTA Á SÖLUSKRÁ HJÁ OKKUR. ÞÚ HRINGIR OG VIÐ KOMUM TIL ÞÍN OG TÖKUM VANDAÐAR VIDEO MYNDIR AF HESTINUM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU OG SETJUM Á SÖLUVEFINN. SÍMI SIGURJÓN Lóðir í Grímsnesi Láttu drauminn rætast! Sumarhúsalóðir á frábærum gróðurreiti í Grímsnesi eru til sölu. Verð aðeins kr. 375,- pr.m2 Nánari upplýsingar og í síma SUMAR 8 Ströndin við Eystrasaltið er einstök og fegurðin óviðjafnanleg. Eyjarnar Rügen og Usedom með sandsteinaklettum og strandmenningararkitektúr 19. aldarinnar voru lokaðar inn í Austur-Þýskalandi þar til járntjaldið féll fyrir 20 árum. Nú hafa þær náð sínum upprunalega ljóma og eru meðal fallegustu ferðamannastaða í Þýskalandi. Ferðin hefst á flugi til Berlínar og ökum svo í átt að Eystrasaltinu þar sem við gistum í 3 nætur í bænum Ueckermünde. Njótum strandmenningar í anda Vilhjálms keisara og förum í dagsferð til Swinoujscie og nágrennis í Póllandi. Seinni hluta ferðarinnar verður dvalið í Stralsund, fallegri borg með heildstæðan miðaldablæ sem á sér sögu samofna veldi Hansakaupmanna. Heimsækjum drottningu Hansaborganna, Lübeck, skoðum fræga borgarhliðið, förum á safn og smökkum á marsipani sem borgin er fræg fyrir. Skoðum Königsstuhl, undurfagurt klettabelti á eyjunni Rügen, veiðihöllina Göhren og Prora oflofsbúðirnar sem nasistar létu byggja fyrir manns á fegurstu strönd eyjunnar. Ferðinni lýkur með skoðunarferð í Berlín áður en flogið er heim á leið. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R s: Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Hafblær við ágúst Eystrasalt Spör ehf.

20 20 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Örlygur Ásgeirsson, kjötiðnaðarmeistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum, hampar þurrverkuðu grísalæri. Er hægt að framleiða íslenska hráskinku? - svarið er já og eftirspurn er fyrir hendi að sögn matreiðslumanna en 17 tonn eru árlega flutt inn af slíkri vöru Matgæðingar um víða veröld þekkja vel hina ítölsku parmaskinku og spænskættuðu jamon serrano eða fjallaskinku. Hingað til lands eru árlega flutt inn tæp 17 tonn af þessari og skyldri unninni vöru, s.s. reyktum pylsum, fyrir andvirði um 38 milljóna króna (Fob). Þetta kjöt er selt dýru verði í verslunum og er einnig notað víða á veitingahúsum. Í Ostabúðinni í Reykjavík kostar kílóið krónur af spænskri serranoskinku en hver sneið vegur um 14 grömm svo kílóið gefur um 70 sneiðar. Í ljósi þess hafa ýmsir velt því upp hvort Íslendingar geti sjálfir framleitt svipaða vöru úr sínu svínakjöti og boðið neytendum. Á dögunum hittust nokkrir aðilar í húsakynnum Hótel- og matvælaskólans til að ræða saman um hráskinkugerð og smakka á íslensku grísalæri sem Örlygur Ásgeirsson kjötiðnaðarmeistari og kennari við skólann á heiðurinn af. Bændablaðið var á staðnum en þarna voru m.a. saman komnir veitingastjórar Hörpunnar, þeir Jóhannes Stefánsson, oft kenndur við Múlakaffi og Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður þar á bæ. Geir Gunnar Geirsson svínabóndi var einnig á svæðinu ásamt sínum samstarfsmönnum. Fulltrúi Slow Food í Reykjavík og kjötáhugamaður, Ingi Steinar Ingason, var í hópnum en hann hefur um árabil gert Lóðir í Grímsnesi Láttu drauminn rætast! Sumarhúsalóðir á frábærum gróðurreiti í Grímsnesi eru til sölu. Verð aðeins kr. 375,- pr.m2 Nánari upplýsingar og í síma tilraunir með hráverkun á svínakjöti. Þolinmæði er lykilorðið Lærið sem Örlygur tók út úr kælinum var úrbeinað og búið að verkast í 5 mánuði. Fyrst er það þurrsaltað og síðan látið moðna og hanga við rétt hita- og rakaskilyrði. Gerlar eru notaðir til að hraða moðnunarferlinu. Fitu sem búið var að smyrja í sárið hafði kjötmeistarinn skolað af lærinu tveimur dögum fyrr svo nú var bitinn klár til átu. Örlygur lagði lærið í skurðarhnífinn og á meðan tóku munnvatnskirtlar viðstaddra kipp. Sneiðarnar voru fallegar á að líta en það var mál manna að bragðið mætti vera meira afgerandi. Sennilega veitir ekki af lengri tíma, sagði Bjarni Gunnar en þolinmæði ku vera dyggð í hráskinkuverkuninni. Á Spáni eru heil svínalæri látin hanga allt upp í 36 mánuði og jafnvel lengur en það kjöt sem er innflutt hingað til lands og selt í áleggsbréfum er yfirleitt á aldursbilinu mánaða. Verkunartími á ítölsku skinkunum er oft styttri. Íslensku svínin henta vel Svínabóndinn Geir Gunnar hjá Stjörnugrís var spurður að því hvernig íslensku svínin hentuðu í verkun sem þessa. Kvað hann gæðin hérlendis jafnast fyllilega á við það sem bjóðast hjá frændum okkar í Danmörku en þar í landi hefur hráskinkugerð þróast ört á síðustu árum. Kunnáttuleysi og áhætta En hvers vegna hafa íslenskar kjötvinnslur ekki hafið framleiðslu á hráskinku í meiri mæli en raun ber vitni? Töldu viðstaddir að þar kæmi tvennt til, annars vegar er dýrt að hefja framleiðsluna og svo hafi kunnáttuleysi og skortur á hefð haft sitt að segja. Það er töluverð áhætta og fjárbinding fólgin í því að hefja verkun á vöru sem tekur jafn mikinn tíma og Myndir / TB Hópur manna kom saman á dögunum í Hótel- og matvælaskólanum til að skeggræða um möguleika í hráskinkugerð. Árlega eru flutt inn um 17 tonn af hráskinku og skyldum vörum frá Spáni og Ítalíu fyrir um 38 milljónir króna. hráskinka í verkun. Varan er fremur plássfrek, rýrnunin mikil og nýtingin ekki sérlega góð. Setjið framleiðsluna í gang! Jóhannes í Múlakaffi og Bjarni í Hörpunni, sem nú undirbúa opnun Hörpunnar, hafa lýst því yfir að þeir vilji leggja áherslu á innlent hráefni og kynna veitingar í tónlistarhúsinu undir þeim formerkjum. Jóhannes taldi að kjötiðnaðurinn ætti að drífa í þessu. Það verður ekki vandamál að koma þessu út ef vel tekst til. Setjið 100 læri í vinnslu og við skulum selja þau! /TB

21 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Leikfélag Hólmavíkur: Með táning í tölvunni - Leikfélagið fagnar nú 30 ára afmæli sínu Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir gamanleikinn Með táning í tölvunni í dag, þann 20. apríl. Hefst sýningin kl 20 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Höfundur verksins er Ray Cooney en leikstjóri er Arnar S. Jónsson. Um er að ræða nútímalegt verk sem hefur allt til að bera sem prýðir góðan gamanleik. Sjö leikarar fara með hlutverk og eru nokkrir þeirra að stíga í fyrsta sinn á svið með leikfélagi Hólmavíkur. Auk leikaranna tekur fjöldi fólks þátt í undirbúningi á bak við tjöldin. Áformað er að þrjá sýningar verði á Hólmavík í páskavikunni og jafnvel ein til viðbótar í maí, ef næg aðsókn verður. Síðan stendur til að fara í sýningarferð um Vestfirði um sjómannadagshelgina. Leikfélagið fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir og má því búast við fleiri uppákomum áður en árið er á enda. Þess má geta að Café Riis á Hólmavík ætlar að vera með opið í pizzur kl 17:30-20 á frumsýningardaginn svo það er tilvalið að fá sér pizzu áður en haldið er á leiksýningu. Þá er upplagt fyrir þá sem leggja leið sína á Aldrei fór ég suður á Ísafirði að byrja ferðina á Hólmavík og sjá leiksýningu. Dekkjainnflutningur Viltu spara allt að 35% Eigum talsvert magn Traktors-vagna, jeppa og fólksbíladekkja til á lager á frábæru verði. Erum einnig að bóka í næsta gám sem kemur til landsins 10. maí. Takmarkað magn af heybindi neti Verð auk vsk 3.600m. Verðdæmi: Traktorsdekk 540/65 R30 kr m/vsk Vagnadekk 600/50-22,5 kr m/vsk Fólksbíladekk 215/65 R16 kr m/vsk Verðið gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Verð og gæði er vert að kanna Vitur ráðin gagnast best Talaðu við Tryggva og Manna Til að vitir þú sem flest Vel þau duga á Valtra og Deeri Vibon jafnt sem þreskivél Fljóta vel í for og mýri Á Fendtinum það sannast vel Dekkin passa á dráttarvagna Drullutanka, Ford og Krone Sturtuvagni og Steyr þau gagna Stoll og Claas og Ferguson Gæðavöru er gott að selja Sem gagnast vel í snjó og for Enda dekk sem eignast vilja Allir,fyrir þetta vor. Höf. Á.J. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri FORSALA á plasti, garni og neti 21 Við bjóðum bændum nú upp á þann möguleika að panta baggaplast, rúllunet og bindigarn í forsölu til að ná fram lægsta mögulega verði. Um er að ræða verulegan afslátt frá venjulegu sumarverði. Við hvetjum bændur til að kynna sér verð og skilmála vel. Verðlisti - FORSALA Miðað við að pöntun berist fyrir 30. apríl 2011 Fyrirframgreiðsla Verð í Viðmiðunarverð Evrum í íslenskum. án vsk krónum *) Greiðslufrestur Verð í Evrum án vsk Viðmiðunarverð í íslenskum. krónum *) VISQUEEN rúlluplast 75 cm Hvítt 67, ,- 71, ,- VISQUEEN rúlluplast 75 cm Grænt 67, ,- 71, ,- VISQUEEN rúlluplast 75 cm Svart 67, ,- 71, ,- VISQUEEN rúlluplast 50 cm Hvítt 57, ,- 61, ,- Piippo MagicBlue net 1,23 m x 3100 m 137, ,- 145, ,- Piippo HYBRID net 1,23 m x 4000 m 169, ,- 178, ,- Piippo rúllubindigarn 1000 m/kg (5kg) 15, ,- 16, ,- Piippo baggabindigarn 400 m/kg (5kg) 15, ,- 16, ,- Piippo ferbaggagarn 130 m/kg (9kg) 21, ,- 22, ,- Náttúrugripasafn Akureyrar verði flutt til Hríseyjar Á fundi stjórnar Akureyrarstofu í fyrri viku var tekið fyrir erindi frá Aðalsteini Bergdal, þar sem hann varpar fram þeirri hugmynd að koma Náttúrugripasafni Akureyrar fyrir í Hrísey. Til stendur að koma hljóðfærasafni Gunnars Tryggvasonar fyrir á 2. hæð í húsinu Borg, en hugmynd Aðalsteins er að koma Náttúrugripasafninu fyrir á 1. hæðinni. Stjórn Akureyrarstofu samþykkti að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið, þ.m.t. um kostnað við hugmyndina. Náttúrugripasafnið á Akureyri hefur verið geymt í kössum til fjölda ára. Árið 2007 var sú hugmynd til skoðunar að framtíðaraðstaða Náttúrugripasafnsins yrði í hluta af húsnæði Listasafnsins á Akureyri í Kaupvangsstræti, þ.e. að þegar ráðist yrði í breytingar á húsnæðinu myndi Listasafnið flytjast á efri hæðina en Náttúrugripasafnið verða á þeirri neðri. *) Viðmiðunarverð í íslenskum krónum er miðað við gengi á Evru = 161 króna. Allt verð er tilgreint án virðisaukaskatts, 25,5%. GREIÐSLUSKILMÁLAR: FYRIRFRAMGREIÐSLA: Endanlegt verð miðast við gengi Evru 2. maí 2011 og þá verður greiðsluseðill með gjalddaga 10. maí 2011 sendur út. GREIÐSLUFRESTUR: Endanlegt verð miðast við gengi Evru 2. maí % greiðist 15. júlí 2011 og eftirstöðvar greiðast 14. október AFHENDING: Afhending að kostnaðarlausu á næstu afgreiðslu SAMSKIPA/Landlutninga um land allt mánaðamótin maí-júní. OUEE POLIWRAP VISQUEEN 5-laga rúlluplast í hæsta gæðaflokki, framleitt í Bretlandi eftir ströngustu kröfum úr besta fáanlega hráefni. VISQUEEN rúlluplast hefur verið notað af íslenskum bændum í mörg ár með frábærum árangri. Hentar jafnt á rúllur sem stórbagga. Eitt vandaðasta plastið sem völ er á í dag. Finnska PIIPPO bagganetið og bindigarnið þekkja íslenskir bændur af yfir þriggja áratuga frábærri reynslu. PIIPPO er leiðandi framleiðandi á sínu sviði og net og garn frá PIPPO hefur ávallt verið í hæsta gæðaflokki. ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Afhendum á afgreiðslur Samskipa- Landlutninga um land allt ÞÓR HF Reykjavík: Krókhálsi 16 Sími Akureyri: Lónsbakka Sími

22 22 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Áhyggjur vegna breytinga á dýralæknaþjónustu: Aðskilnaður eftirlits og þjónustu rýrir tekjur dýralækna - Aðalfundur BSE telur óvíst hvort takist þá að manna dreifbýl svæði Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem haldinn var í Hlíðarbæ á dögunum, beinir því til Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að hugað verði að tekjuhlið dýralækna sem vilja sinna dýralækningum í dreifðum byggðum landsins. Þannig verði tryggt að dýralæknar sem sinna þjónustu við bændur búi í nágrenni þeirra og geti brugðist við í tæka tíð þegar á þarf að halda, bændum og skepnum þeirra til heilla. Fram kemur að nú séu 15 héraðsdýralæknar starfandi og þrír þeirra með starfssvið sitt eingöngu bundið við eftirlit. Þeir eru staðsettir á Akureyri, í Reykjavík og á Selfossi. Hinir sinna þjónustu samhliða eftirliti víða um land. Frá 1. nóvember 2011 verða þjónusta og eftirlit á vegum héraðsdýralækna algjörlega aðskilin og héraðsdýralæknum sem ætlað er að sinna því eingöngu fjölgar úr þremur í sex. Aðseturssvæði hinna nýju starfa yrðu Norðvesturland, Vesturland og Austurland. Með því að aðskilja eftirlit og þjónustu rýrast tekjur þeirra dýralækna sem sinnt hafa hvoru tveggja á dreifðum svæðum landsins og alls óvíst hvort þeir fáist til áframhaldandi starfa á þeim svæðum, segir í ályktuninni. /MÞÞ Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri BSE leggur áherslu á að menn hugi að hagræðingu í rekstri. Mynd / MÞÞ Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Stöðugt þarf að huga að möguleikum til hagræðingar í rekstri Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn í Hlíðarbæ í liðinni viku. Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri BSE, sagði á fundinum að reksturinn á liðnu ári hefði verið með svipuðu sniði og undangengin ár. Heildarfjöldi starfsmanna hjá sambandinu var 17 talsins í um 14 stöðugildum; 7 stöðugildi heyra undir starfsemi ráðgjafarþjónustu, 3 undir bókhaldsþjónustu, eitt undir kortagerð og 3 undir sæðingar og búfjáreftirlit. Fram kom í máli Vignis að samkvæmt ársreikningi voru heildartekjur BSE á síðasta ári tæpar 113 milljónir. Rekstrargjöld voru tæpar 111 milljónir og afkoma fyrir fjármagnsliði og skatta tæpar 2 milljónir. Fjármagnstekjur voru tæpar 2 milljónir og skattar um 800 þúsund. Afkoma ársins var jákvæð um 2,9 milljónir. Stærsti einstaki kostnaðarliðurinn var laun en þau eru nánast óbreytt milli ára. Samningar ráðunauta, eins og flestra annarra launþega í landinu, eru nú lausir og ekki ólíklegt að einhverjar hækkanir verði á þessu ári. Stærstu einstöku tekjuliðir leiðbeiningaþjónustunnar eru búnaðargjald og framlag frá ríkinu samkvæmt svokölluðum búnaðarlagasamningi. Búnaðargjald ársins 2010 var um 21 milljón, sem er um 3,5 milljónum lægra en áætlað hafði verið, en erfitt virðist vera að ná utan um þennan tekjulið. Áætlanir fyrir þetta ár benda til þess að búnaðargjald hækki nokkuð. Nýsamþykktur búnaðarlagasamningur gildir fyrir árin 2011 og Framlög eru nokkuð skert frá því sem var í eldri samningi og sýnist mér að lækkun á framlögum til Búgarðs milli áranna 2010 og 2011 verði á bilinu 4-6 milljónir. Stjórnir búnaðarsambandanna hafa samþykkt nýjan samstarfssamning um ráðgjafarþjónustu með fyrirvara um samþykki aðalfunda. Aðal breytingin í nýjum samningi er hækkun á hlutfalli búnaðargjalds úr 80 í 90%, sem þýðir u.þ.b. einnar milljónar hækkun. Samningur þessi er nú líkari því sem gengur og gerist á öðrum búnaðarsambandssvæðum þar sem samstarf er um ráðgjafaþjónustu, sagði Vignir. Rekstur bókhaldsþjónustunnar Bókvíss ehf., sem er að fullu í eigu búnaðarsambandsins, gekk ágætlega á árinu. Tekjur voru um 26 milljónir en gjöld voru einnig 26 milljónir og rekstrarniðurstaða því í jafnvægi. Stöðugt þarf að huga að möguleikum til hagræðingar í rekstri og hvernig halda má úti fullnægjandi þjónustu fyrir bændur með sem lægstum tilkostnaði. Enn sem komið er hefur útseld þjónusta á vinnu ráðunauta verið mjög hófleg, enda hefur það ekki verið markmið í sjálfu sér að selja út þá þjónustu sem í boði er, sagði Vignir, en brúttótekjur ráðgjafarþjónustunnar eru nálægt 60 milljónum. Þar af er útseld sérfræðiráðgjöf, ef svo má kalla, nálægt 3 milljónum eða um 5% af tekjunum. Það hefur verið orðað svo að leiðbeiningamiðstöðvarnar séu á skilorði þetta og næsta ár og að mikil óvissa ríki um hvað tekur við þegar núgildandi búnaðarlagasamningur rennur út. Bændasamtökin hafa hvatt leiðbeiningamiðstöðvarnar til að skoða leiðir til þess að tryggja áframhaldandi rekstur og viðraðar hafa verið hugmyndir um enn meiri samruna ráðgjafarmiðstöðvanna og/ eða nánari samvinnu. Hvernig svo sem þau mál þróast þá mun útseld þjónusta væntanlega aukast, en þó er rétt að fara varlega í slíkt á meðan starfsemin er enn að njóta opinberra framlaga og búnaðargjalds, sagði Vignir. /MÞÞ Ármann Rögnvaldsson Syðri-Haga, Jóhann Tryggvason Vöglum, Árni Arnsteinsson Stóra-Dunhaga með viðurkenningar sínar. Mynd / MÞÞ Búnaðarsamband Eyjafjarðar afhendir viðurkenningar: Ábúendur í Stóra-Dunhaga, Vöglum og í Syðri-Haga hlutu verðlaun Þrenn verðlaun voru afhent á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ á dögunum, sauðfjárræktarverðlaun, sem þau Árni Arnsteinsson og Borghildur Freysdóttir í Stóra- Dunhaga í Hörgársveit hlutu, Jóhann Tryggvason á Vöglum í Eyjafjarðarsveit hlaut nautgriparæktarverðlaun og hvatningarverðlaun BSE féllu þeim Ármanni Rögnvaldssyni og Jónasi Þór Leifssyni, Syðri-Haga í Dalvíkurbyggð í skaut. Ábúendur á Stóra-Dunhaga, Hörgárdal, Árni Arnsteinsson og Borghildur Freysdóttir, hlutu sauðfjárræktarverðlaunin en helstu niðurstöður úr skýrslum fyrir liðið ár voru þessar: Fullorðnar ær 128, meðalkjötmagn eftir hverja á 32,3 kg, veturgamlar ær 23, meðalkjötmagn eftir veturgamla á 12,6 kg. Metin föll 213, meðalfallþungi 18,2 kg. Kjötmat, gerð 10,2, fita 7,5, hlutfall 1,37. Skýrsluhald í sauðfjárrækt hefur verið stundað í Stóra-Dunhaga um áratuga skeið og niðurstöður þess síðan notaðar markvisst í kynbótastarfinu. Hefur búið verið meðal þeirra fremstu í héraðinu hvað afurðir snertir undanfarin ár. Þá hafa ómmælingar og stigun líflamba verið fastur liður í kynbótastarfi, sem ásamt öðru hefur lagt grunninn að mjög vaxandi kjötgæðum sláturdilka síðastliðinn áratug. Miklar afurðir á Vöglum Jóhann hóf búskap á Vöglum árið 1985, fyrstu árin í félagi við móður sína, en frá árinu 2000 hefur hann talist fyrir búinu. Kúabúið á Vöglum telst ekki stórt á eyfirskan mælikvarða, hefur verið með í kringum 25 árskýr um árin. Hinsvegar hafa afurðir hin síðari ár verið með þeim hæstu í héraðinu og frá árinu 2005 hafa þær legið á milli 6000 og 7000 kg. eftir árskúna. Árið 2007 var Vaglabúið með hæstu meðalafurðir á búnaðarsambandssvæðinu, 6942 kg. Það var svo í 3. sæti 2008, dalaði aðeins árið 2009 en var síðan í 2. sæti á síðasta ári með 6973 kg. eftir árskú. Það vantar því aðeins herslumuninn til að ná 7000 kg. meðaltalinu. Nýta sauða- og geitamjólk Ábúendur á Syðri-Haga hlutu hvatningarverðlaun BSE að þessu sinni, en þeir hafa verið þátttakendur í átaksverkefni um nýtingu sauða- og geitamjólkur árin 2005 til Í Syðri-Haga hefur af natni verið komið upp aðstöðu til sauðamjalta og í upphafi þátttöku í verkefninu voru strax keypt inn mjaltatæki. Þá var gert ráð fyrir nýtingu mjólkurinnar að hausti og grænfóðri sáð að vori fyrir haustbeit ánna til að halda þeim lengur í nyt. Mjaltatímabilið hefur staðið frá seinni part ágústmánaðar og fram í október á hverju ári. Ær sem lömb eru tekin frá til slátrunar tínast inn í mjaltir og eru mjólkaðar þar til þær geldast upp eða henta ekki til mjalta einhverra hluta vegna. Fjöldi áa í daglegum mjöltum þessi ár hafa verið frá 48 til 119 en þær voru mjólkaðar einu sinni á dag. Á búinu hafa verið framleiddir þúsundir lítra sauðamjólkur. Minnst var framleiðslan fyrsta þátttökuárið og nam magnið 480 lítrum en mest var framleiðslan árið 2008, þá 1200 lítrar. Hlutdeild búsins í mjólkurmagni á landsvísu á vegum verkefnisins hefur verið drjúg og legið á bilinu 61-82%. Árið 2010 bættu ábúendum um betur og framleiddu jafnframt 425 lítra geitamjólkur. /MÞÞ Bændablaðið á netinu...

23 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL Öflug fjárbú í V-Húnavatnssýslu heimsótt» Sauðadalsá» Urriðaá» Þóroddsstaðir» Sauðfjárræktin Blaðauki 20. apríl 2011 Nokkur ráð á sauðburði Einfaldar leiðbeiningar um algengustu vandamál við burð Tekið saman af Hákoni Hanssyni og Þorsteini Ólafssyni Sauðburðurinn ætti ekki að koma sauðfjáreigendum á óvart. Það er mikilvægt að vera tímanlega með undirbúning. Í Bændablaðinu 15. apríl 201, bls. 22 og 23 voru ágætar greinar eftir dýralæknana Sigurð Sigurðarson og Hákon Hansson. Þessar greinar eru aðgengilegar á heimasíðu Bændablaðsins. Ég mæli eindregið með því að þeir sem koma að sauðburði lesi þessar greinar. Sigurður tíundar þar það sem þarf að vera til fyrir sauðburð og ég sé ekki ástæðu til þess að endurtaka það. Ég vil fyrst og fremst hvetja til þess að menn búi vel í haginn tímanlega fyrir sauðburð. Útbúið góða vinnuaðstöðu með góðu, stóru vinnuborði þar sem aðeins eru þeir hlutir sem þarf við sauðburðinn. Góður vaskur með köldu og heitu vatni og hitaketill og pottur til þess að geta soðið vatn og fæðingasnúrur. Tiltæk skal vera fata undir þvottavatn og sótthreinsandi handsápa til að þvo hendur og ytri fæðingarveg áður en vitjað er um. Eigið svo nóg af sleipiefni til að nota við burðarhjálp og munið að sótthreinsa naflastrenginn með joði. Mikilvægt að lömbin fái brodd Lömbin eru viðkvæm fyrstu sólarhringana og það er mikilvægt að þau fái brodd á fyrstu þrem klukkutímunum eftir fæðingu, því hann gefur næringu sem heldur uppi líkamshitanum og mótefni gegn sjúkdómum, m.a. pestarsjúkdómunum lambablóðsótt og flosnýrnaveiki, sem flestar ær eru bólusettar fyrir. Gott er að tryggja að spenarnir séu hreinir, það minnkar líkur á kólísýkingum, einnig ætti að mjólka eina bunu úr hvorum spena til að tryggja að þeir séu vel opnir og mjólkin óskemmd. Það er mikilvægt að hugað sé að júgrum ánna og þær meðhöndlaðar ef þær hafa fengið júgurbólgu. Fyrir kemur að spenaop særast þannig að spenar lokist. Til þess að opna slíka spena þarf að hafa samband við dýralækni og láta skera í spenann.það getur hins vegar valdið júgurbólgu, yfirleitt er best að láta ána vera einspena. Það dugar ekki að reyna að stinga einhverju upp í spenann, hann lokast alltaf aftur ef það er gert og það endar bara með júgurbólgu. Það er einnig mikilvægt að fylgjast daglega með því hvort lömbin fá nóg að drekka, skoða hvort maginn er fylltur og gefa þeim lömbum sem ekki fá nóg. Handa lömbum sem af einhverjum ástæðum komast ekki á spena strax þarf að vera til kindabroddur. Umhverfið er mikilvægt Umhverfi lambanna er mikilvægt. Legusvæði þeirra þarf að vera með þéttu gólfi, vera þurrt og trekklaust. Þétt, þurr skán er góðra gjalda verð, en það ætti að setja eitthvað yfir rimla- eða ristagólf, ekki síst ef um járnristar er að ræða. Plötur af ýmsum gerðum eru góðar, hvort sem það eru gúmmímottur, trémottur eða einangrunarplast. Hálmbæli er mjög gott ef til er góður hálmur. Blanda af spónum og þurrkandi efni, t.d. Staldren, er góð til að henda á gólf milli burða. Burðarhjálp Það ætti að leyfa náttúrunni sjálfri að sjá um burðinn og ekki að grípa inn í ef allt virðist hafa eðlilegan gang. Ef eitthvað er að Vísbendingar um að burðurinn gangi ekki eðlilega: 1. Þrýstingshríðir í meira en 2-3 klst. án þess að belgurinn komi. 2. Það líður meira en hálf klukkustund frá því að belgurinn kemur án að sjáist í fóstrið. 3. Ekki sjást tvær klaufir koma fyrst. 4. Það líður meira en ein klst. í næsta lamb. Hyldirnar losna eðlilega eftir 1 3 klst. Taki það lengri tíma getur það verið vísbending um fleiri lömb. Grundvallaratriði við burðarhjálp Þegar ljóst er að burðurinn mun ekki ganga eðlilega og nauðsynlegt er að grípa inn í og finna út hvað er að, er mikilvægt að fylgja eftirfarandi reglum: Hreinlæti fyrir öllu 1. Áður en hafist er handa er mikilvægt að þvo sér um hendurnar og þvo og ef til vill klippa í kringum fæðingarveginn á ánni. Rétt er að velja sápu sem er með lágt ph-gildi. 2. Hanskar eru nauðsynlegir til að hindra að ærin fái smit af höndunum og til að vernda manninn fyrir ofnæmi og mögulegu smiti frá ánni. 3. Þurfi á fæðingarsnúrum að halda er mikilvægt að þær séu hreinar, best er að þær þoli suðu, en annars er gott að þvo þær og geyma í joðlausn. 4. Allan tímann er mikilvægt að gæta þess að ærin kveljist ekki að óþörfu og reyna að vernda fæðingarveginn svo hann særist ekki af klaufum og hornahlaupum lambsins. 5. Mikilvægt er að eiga nóg af sleipiefni, burðarslími og spara það ekki. Burðarslímið er ekki sótthreinsandi svo það þarf að gæta þess að það mengist ekki. 6. Það er mikilvægt að ærin standi þegar verið er að snúa eða rétta fóstrið. Það minnkar hríðirnar og gerir hjálpina auðveldari fyrir bæði móður og mann. Ástæður burðarerfiðleika 1. Þegar lambið ber rangt að koma höfuð eða fætur ekki rétt í burðarveginn þegar burðurinn er kominn af stað. 2. Við vitlausa legu liggur lambið oftast með bakið að fæðingarveginum. Þá er nauðsynlegt að laga leguna. 3. Lambið á að liggja með hrygginn upp og snúi hann út á hlið eða niður þarf að rétta lambið upp. 4. Of stórt lamb er annað hvort vegna þess að lambið er alltof stórt eða ærin óvenju lítil. Hyrndir einlembingshrútar geta verið mjög stórhyrndir, sérstaklega í ám sem bera seint á sauðburði og hafa haft aðgengi að kraftmiklu fóðri. 5. Mikilvægt er að gera sér fljótt grein fyrir því hvort hægt er að draga lambið út eða hvort þarf að fá dýralækni til að gera keisaraskurð. Þegar stórt lamb er dregið út þarf að gera það varlega og draga til hliðar, þ.e. toga til skiptis í sitthvorn fótinn, eins og verið sé að smeygja lambinu út. Við afturfótafæðingu er þetta mikilvægt til þess að koma rifunum heilum upp í mjaðmagrindina. Gott að snúa lambinu á hlið þegar mjaðmirnar fara gegn um mjaðmagrind móðurinnar, þannig rennur það léttar út. 6. Lítil opnun á leghálsi. Ef leghálsinn víkkar ekki út og breytist ekki þótt beðið sé þarf að kalla til dýralækni. 7. Skeiðarsig kemur nokkru fyrir burð. Þegar kemur að burði getur þurft að fjarlægja saum eða stoð svo burðurinn gangi eðlilega. Bólga í skeið getur valdið burðarerfiðleikum. 8. Við legsnurðu stöðvast burðurinn vegna þess að undist hefur upp á legið. Snúningsfellingarnar finnast í skeiðarveggnum. Nauðsynlegt er að leita til dýralæknis. 9. Líkamshlutar af tveimur lömbum geta komist í burðarveginn samtímis. Mikilvægt er að finna hvaða líkamshlutar tilheyra hvoru lambi, ýta öðru lambinu inn og ná hinu svo út. Þungaðar konur og konur með ungabörn á brjósti ættu að forðast að veita ám burðarhjálp, einkum ef vart hefur orðið fósturláts í hjörðinni, en í umhverfi kinda geta leynst bogfrymlar (Toxoplasma gondii) eða listeríusýklar. /Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir sauðfjársjúkdóma hjá Mast Eðlilegur burður. Á afturfæti snúa hækill og lagklaufir í sömu átt. Þegar annar fóturinn kemur ekki þarf í þessu tilfelli að fara inn og koma fingri í hnésbótina og rétta úr fætinum. Jafnvel þó að fóturinn liggi beinn aftur með lambinu er oftast best að byrja á að rétta fótinn fram. Höfuðið stangar í mjaðmagrindina, hér verður að láta ána standa og ýta höfðinu inn og koma spotta aftur fyrir eyrun á lambinu. Á framfæti eru hné og lagklaufir gagnstæð. Svona á að draga lamb út. Hvorugur fóturinn kemur með. Það verður að ná að minnsta kosti öðrum fætinum, helst báðum, annars næst lambið ekki út. Afturfætur sjá Mynd 3. Lambið oft stórt, dregið varlega til skiptis í sitthvorn fótinn. Reyna að skaða hvorki lamb né á. Hætta á brotnum rifbeinum. Nota mikið slím. Ekki reyna að snúa lambinu. Dýralæknisaðstoð og keisarskurður oft besta úrræðið. Höfuðið snýr aftur eða niður. Vera viss um að fæturnir tilheyri sama lambinu og að þeir séu framfætur, sjá Mynd 2. Fara inn ofan við lambið og finna höfuðið. Nota mikið burðarslím og reyna að rétta höfuðið. Aldrei toga í neðrikjálkan á lambinu. Hér verður að ná hinum fætinum, svona kemst lambið ekki út. Tvö lömb, mikilvægt að vita hvað tilheyrir hvoru lambi. Hafa hærra undir ánni að aftan. Mælt er með því að taka lambið sem kemur aftur á bak fyrst sé það ekki því stærra.

24 24 - Sauðfjárræktin BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Virðuleg forystuær með bjöllu í horni. Á Sauðadalsá hefur síðasta áratuginn verið eitt afurðamesta fjárbú landsins. Allra síðustu árin hefur búið verið í efsta eða einhverju efstu sætanna. Á síðasta ári voru afurðir þær mestu á nokkru búi. Reiknuð dilkakjötsframleiðsla var 38,6 kg eftir hverja á og eftir hverja veturgamla á fengust 18,6 kg að jafnaði. Þá er frjósemi ánna þar með afbrigðum mikil, lömbin afburða væn og vanhöld þeirra mjög lítil. Búreksturinn er nú í höndum Þormóðs Heimissonar og konu hans Borghildar H. Haraldsdóttur, en þau tóku við búinu í ársbyrjun Búið var áður um áratugaskeið í umsjá foreldra Þormóðs, þeirra Heimis Ágústssonar og Þóru Þormóðsdóttur. Feðgarnir settust á dögunum niður með blaðamanni og Jóni Viðari Jónmundssyni, landsráðunaut Bændasamtaka Íslands, og ræddu vítt og breitt um sauðfjárræktina. Bæði vinna þau Borghildur og Þormóður utan bús; hún er hársnyrtisveinn og vinnur á leikskóla á Hvammstanga, en hann er gæðastjóri í Sláturhúsi KVH ehf. á Hvammstanga. Þormóður er raunar með B.Sc. -próf í líffræði, en hann segir að hann hafi samt alltaf verið spenntastur fyrir því að gerast sauðfjárbóndi. Ég ólst upp á þeim tíma sem sauðfjárbúskapur átti hvað mest undir högg að sækja, umræða um landbúnað var almennt neikvæð og reynt var eftir mætti að draga úr framleiðslu sauðfjárbænda. Ég held ég hafi lært líffræði til að tryggja mér atvinnutækifæri ef mér byðust ekki tækifæri í landbúnaði. Hefur alltaf fundist spennandi að vera í eigin rekstri þar sem ég er minn eigin herra. Sauðfjárbúskapur er auk þess fjölbreytilegur og það á vel við mig að vera staðsettur í nálægð við náttúruna, segir Þormóður um tildrögin. Nú er faðir Þormóðs aðstoðarmaður hans á álagstímum, en áður var því öfugt farið. Í dag er fjöldi vetrarfóðraðs fjár um 650, með hrútum. Það eru fimm hundruð fullorðnar ær og af þeim höfum við haft 130 úti og svona heldur verið að velja þær mislitu í þann hóp. Ástæðan er sú að þær eru bara klipptar einu sinni og eingöngu klipptar að framan og þær höfum við haft úti fram eftir vetri. Við tókum reyndar inn hóp nú um miðjan febrúar og alrúðum þær og settum inn í gömlu húsin niður frá. Við höfum nú frá byrjun apríl verið að taka af þessum úti-ám og haft þær þá inni frá þeim tíma. Sá hópur sem borið hefur í lok apríl í þessari fyrri lotu hefur verið jafn stór, um 130 ær, og verður það líka núna. Þær hafa svo flestar verið farnar út þegar næsta lota hefst. Þegar vika er liðin af maí má svo segja að aðal sauðburðurinn hefjist og þá eru í raun allar látnar bera, bæði gemlingarnir og þær fullorðnu, segja þeir. Fósturvísatalning og vinnulag á sauðburði Við skráum fang hjá stórum hluta ánna þannig að við vitum hvenær er von á burði og síðan flokkum við eftir burðardegi. Ástæðan er sú að við látum allt féð bera á einum stað og því er skráningin eiginlega forsendan fyrir því að það gangi upp. Á sauðburði erum við með sólarhringsvakt. Við stíum ærnar af strax eftir burðinn í einstaklingsstíu þar sem þær eru hafðar í tvo til fjóra daga það er þó dálítið misjafnt. Eftir það eru þær fluttar upp í hlöðu þar sem þær fara í fjölbýli. Þar liggja þær á þurru heyi og við erum með lambaskjól þar. Um viku gömul eru þau svo farin út, þó stundum vilji tíminn teygjast upp í tíu daga. Í apríl, í svona þrjár til fjórar vikur, er þeim gefið heldur betra fóður, en rétt fyrir sauðburð drögum við úr heygjöfinni. Heilt yfir þurfa þær svo allar gott fóður á sauðburði. Uppistaðan í okkar fóðrun er hey af frekar gömlum túnum. Hjá okkur hefur ekki átt sér stað mikil endurrækt, en með því að slá hluta af túnunum snemma er maður í góðum heyjum. Obbinn af túnunum er tvísleginn og við höfum slegið þegar þetta er ekki mjög mikið sprottið. Svo höfum við skipst á að gefa af fyrri slætti og seinni slætti. Heimir minnir á að líklega hafi fáar leiðbeiningar ráðunauta haft meiri áhrif en þegar Þórarinn Lárusson rak áróður fyrir að slá snemma fyrir nær þrem áratugum. Hann hafi sagt mönnum að byrja að slá áður en þeir teldu nokkuð vit í því. Stór burður Við höfum lagt áherslu á að fá stóran burð hjá ánum. Það er ein af forsendunum fyrir því að hafa lömbin sem þyngst á haustin. Við gefum nánast ekkert af kjarnfóðri. Þó höfum við aðeins gefið þeim þrílembum sem maður ákvað að myndu ganga með þremur undir, sérstaklega eftir burðinn. Það er alltaf svolítill hópur af gemlingum sem gengur með tvö lömb og einnig af ám sem ganga með þrjú lömb. Fjöldinn er svona á bilinu og ætli það sé ekki með mesta móti núna síðasta sumar í raun óvenju margt. Kemur þar til að myndir smh Heimsóknir á fjárbú í V-Húnavatnssýslu Sauðadalsá á Vatnsnesi frjósemi var góð og svo lifði líka vel hjá okkur. Burðarhjálp Stór burður kallar á talsverða burðarhjálp. Líka spilar þar inn í hvað lömb koma vitlaust að. Megnið gengur þokkalega vel en stöðugt þarf þó að fylgjast með. Það er alltaf spurning hvað á að bíða lengi með hjálpina. Við erum farin að grípa heldur fyrr inn í núna, sérstaklega með einlembinga þannig að þeir þorni ekki of mikið. Legvatnið virðist fara fljótt hjá þeim og þá getur það verið alveg skelfilegt að draga úr þeim. Við förum oft bara fljótlega inn í þær til að skoða hausastærð, stöðu og slíkt. Maður getur þá byrjað að víkka ánna snemma. Þormóður getur þess að hann búi vel að þeirri reynslu að hafa lært af foreldrum sínum, Heimi og Þóru, sem séu einstaklega lagin við að ná lömbum út úr ám. Hann hafi síðan getað miðlað kunnáttunni til konunnar sinnar og starfsfólksins sem kemur til hjálpar á sauðburði. Hann segir að þau séu vel mönnuð á sauðburði og það skipti miklu máli. Vanhöld Vanhöld á sauðburði eru sáralítil. Þó er alltaf eitt og eitt sem er of stórburða og auðvitað þau sem koma aftur á bak, þá helst einlembingar. Það sem við erum þó hræddari um er að einhverjar rollur skemmist undan þessu. Það hefur aukist að þær verði geldar hér hjá okkur og á þessu svæði. Við setjum það eitthvað í samband við burðarhjálpina. Við höfum gefið þó nokkuð af lyfjum og þá helst fyrirbyggjandi pensillín, þar sem hafa verið meiri blæðingar eða legbólgur, til dæmis. Settar út Þegar út er komið flokkum við féð í hólf þannig að tvævetlurnar hafa farið sér beint inn á tún inn á nýgræðing og samt gefið með. Þær hafa fengið það sem þær vilja og haft það hvað best. Rúllurnar keyrum við í heilu lagi inn til þeirra, opnum annan endann og leyfum þeim að éta þannig inn í rúlluna. Svo höfum við sótt rúllurnar og klárað að gefa úr þeim inni áður en það skemmist. Þannig verður ágætis nýting á heyinu, þó það traðkist alltaf aðeins niður með rúllunni. Þessi aðferð hefur reynst okkur vel, enda er hún bæði fljótleg og þægileg og þannig hafa þær alltaf aðgang að nýju heyi. Það fer bara eftir hentugleika hverju sinni hvenær við setjum þessar síðustu út á tún við gefum þeim þar líka. Þær sem bera fyrst fara fyrstar í úthaga. Gemlingarnir fara fljótlega hér upp fyrir bæinn Þormóður segist búa vel að þeirri reynslu að hafa lært af foreldrum sínum, sem hafi verið einstaklega lagin við að ná lömbum út. Feðgarnir Þormóður og Heimir hafa nú haft hlutverkaskipti. í úthagann og þar er engin girðing utan um þá. Svo er það bara hvað grær fljótt suður með sjónum. Við setjum þrjár til fjórar rúllur hér á línuna fram að Ánastöðum. Þar dreifum við fullorðna fénu, auk þess að sleppa því bara hér beint upp hjá okkur. Það er líklega ekki hægt að tiltaka neina sérstaka dagsetningu varðandi það hvenær við sleppum, þær fikra sig oftast bara sjálfar upp með gróðrinum, en almennt má segja að þær séu farnar út frekar snemma miðað við það sem gerist annars staðar. Fé af fjalli Hjá okkur fara lömb oftast beint af fjalli og í sláturhús. Af 880 lömbum sem slátrað var í fyrra var um 100 lömbum slátrað 23. ágúst og svo viku síðar um 90. Í fyrstu vikunni í september fóru svo 360 lömb til slátrunar og strax eftir réttir, um miðjan september, fór það sem kom úr réttunum það sem gengur hér hæst í fjallinu. Þá var 100 slátrað 22. september og í október. Við höfum ekki þurft að sá neinu káli eða slíku fyrir lömbin til haustbötunar. Við höfum haft allra minnstu lömbin hér á nýræktarblettum og þau hafa þrifist þar það vel að þau hafa verið innleggshæf. Við höfum ekki þurft að setja nein smálömb á. Vanið á milli Framundan hjá okkur er að venja yfir 100 lömb á milli. Fósturtalningin nýtist afar vel undir þessum kringumstæðum. Við merkjum einlemburnar og höfum yfirleitt haft það þannig að um leið og einlemban er farin að bera, eða sýnir fyrstu merki í þá veru, þá tökum við lamb, bleytum það upp í volgu vatni og böðum það.með legvatni sem við höfum safnað. Við setjum ærnar svo yfirleitt í einstaklingsstíur og lambið með og svo höfum við því næst dregið lambið úr þeim. Í kjölfarið er svo þeirra eigið lamb tekið frá þeim í 15 mínútur og upp í hálftíma, þannig að öruggt sé að fósturlambið verði samþykkt. Þannig komumst við hjá miklum vandræðum á sauðburði með ær sem stanga tökulömbin. Þetta gengur yfirleitt vel með þessum hætti. Þá tek ég skinnið af öllum lömbum sem drepast innandyra, klæði ný tökulömb í skinnið og færi undir mæðurnar sem missa lömb á sauðburði. Blandað fé, hyrnt og kollótt Við sjáum gríðarlegan mun á milli hyrndu mæðranna og þeirra kollóttu, hvað móðurumhyggju varðar. Við höfum tekið eftir því að kollóttu ærnar virðast vera meiri mæður og sýna lambinu strax meiri áhuga eiginlega strax á fyrsta burði. Þær eru harðari að fylgja lömbunum eftir og sinna þeim gríðarlega vel. Eðlilega ber mest á þessu hjá gemlingunum. Eins er áberandi hvað fellur miklu meiri mjólk til hjá þeim kollóttu en hyrndu. Ef við veljum stíft fyrir mjólkurlagni þá þurfum við að mjólka þó nokkurn hluta af ánum. Við erum þannig aldrei uppiskroppa með að gefa lömbum sem eru svöng, enda safnast miklar birgðir upp af mjólk hjá okkur. Hlutur kollótta fjárins hefur aukist verulega síðustu árin og er það nú orðið yfirgnæfandi hluti stofnsins. /smh

25 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Sauðfjárræktin - 25 Heimsóknir á fjárbú í V-Húnavatnssýslu Urriðaá í Miðfirði Á Urriðaá í Miðfirði búa þau Sigvaldi Sigurjónsson og Þóra Ólafsdóttir. Fjárbú Sigvalda og Þóru hefur síðustu ár talið um 450 vetrarfóðraðar kindur og hefur síðasta áratug verið þekkt fyrir að vera í hópi afurðamestu fjárbúa í landinu. Sérstaklega hefur það verið þekkt fyrir einstaklega góða flokkun sláturlamba fyrir gerð, en þar hefur það verið í efsta eða í einhverjum af efstu sætunum á landinu öllu síðasta áratuginn. Ferskir fjárbændur Bændablaðið er í heimsókn og Jón Viðar Jónmundsson, landsráðunautur Bændasamtaka Íslands, er með í för. Ætlunin að ræða við Sigvalda bónda Sigurjónsson um fyrirkomulag sauðburðar á bænum, sem þykir fremur óvenjulegur, þar sem hann er í raun tvískiptur. Sigvaldi segir svo frá: Þetta byrjaði fyrir 15 árum. Þá var komin upp ákveðin krafa um að kjöt kæmi fyrr á markaðinn. Við stofnuðum þá með okkur félagsskap, nokkrir bændur hér á svæðinu og einnig vestur í Dölum, sem heitir Ferskir fjárbændur. Þeim félagsskap hefur ekki verið slitið. Það var þá aðal markmiðið að skaffa kjötið snemma og vera tilbúin með lömb til slátrunar helst á miðju sumri, jafnvel í lok júní og svo var slátrað stöðugt allt sumarið og fram á haustið. Þessu fyrirkomulagi með sauðburð höfum við haldið, kannski fyrst og fremst til að komast af með minna húspláss á sauðburði. Kostir og gallar Kostirnir við þetta tvískipta fyrirkomulag eru fyrst og fremst þeir að Vorfóðrun sauðfjár nýtingin á húsnæðinu er mjög góð. Gallarnir eru hins vegar t.d. að sauðburðurinn verður lengri. Svo getur það auðvitað verið ókostur ef maður situr eftir með fyrirmálslömb sem maður kemur ekki út. Það getur verið af ýmsum ástæðum, t.d. júgurskemmd. Ærnar í fyrri burðarhópnum hafa byrjað í kringum 20. apríl og eru allar samstilltar. Ég svampaði þær lengi vel og prófaði síðan að láta sprauta þær en það gekk ekki nógu vel. Ég hef því bara tekið aftur til við að svampa þær og þá bera þær flestar á fjórum til fimm dögum. Þetta eru allt fullorðnar ær elstu ærnar og eru oftast um 50. Þær eru svo flestar komnar út um mánaðamótin þegar hitt byrjar, gemlingar og tvævetlur. Ég hef þær hér heima yfir sumarið og það er raunin að þær tolla miklu betur hér í heimalandinu en yngri ær, sem eru vanar að fara fram í dal þessar eldri sætta sig betur við það. Meirihluti fjárins er fluttur fram í Núpsdal fyrir miðjan júní. Burðartímabil Ærnar í fyrri burðarhópnum bera á tímabiliinu apríl og eru ekki inni nema fáa daga; kannski fjóra til fimm daga. Þær mega helst ekki vera mikið lengur en viku því þá fer ég að þurfa plássið. Gemlingarnir byrja svo um mánaðamótin og svo tvævetlurnar í kjölfarið kringum sjötta maí. Afgangurinn af fénu byrjar svo að bera í kringum miðjan maí. Þær tvílembur sem við vitum að munu bera síðast, eftir 20. maí, sorterum við frá til að setja út og þar fóðrum við þær þar til pláss er komið fyrir þær inni. Almennt má segja að við séum með Dæmi um fóðuráætlun fyrir ær. Sjá skýringar í texta. Fóðurþörf Hópur/tímabil Orka FEm/ Prótein, g Heyát, kg dag AAT/dag þe/dag ÆR (tvílembur) Nú er framundan lokaspretturinn í vetrarfóðruninni og hið viðkvæma tímabil þegar lambær fara út á græn grös, fyrst gjarnan á tún og svo á úthagann. Markmiðið með fóðrun og allri meðferð á þessum tíma er að lágmarka vanhöld og hámarka vaxtarhraða lambanna, sem þessar fyrstu vikur ræðst auðvitað mest af mjólkurframleiðslu mæðranna. Taflan sem hér fylgir sýnir dæmi um fóðuráætlun fyrir ær sem bera og ganga með tveimur lömbum. Svona áætlun getur aldrei gefið upp nema grófu línurnar, en sá lærdómur sem fyrst og fremst má draga af henni er hversu mikið þarfir ánna fyrir bæði orku og prótein aukast síðustu vikurnar fyrir burðinn og svo enn meira eftir burðinn. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar voru gerðar umfangsmiklar tilraunir á fjárræktarbúinu á Hesti þar sem til skoðunar var fóðrun ánna síðustu vikurnar fyrir burðinn og fyrstu vikurnar eftir burðinn. Niðurstaðan úr þessum tilraunum var að ær sem höfðu verið fóðraðar þannig fram eftir vetri að þær söfnuðu fituforða, mátti fóðra á góðu heyi eingöngu fram að burði, án þess að það kæmi niður á fæðingarþunga lamba, jafnvel þó að 30% vantaði uppá reiknaðar orkuþarfir síðustu vikurnar fyrir burðinn. Aftur á móti var niðurstaða þessara tilrauna sú að með því að gefa g af fiskimjöli síðustu 4-5 vikur meðgöngu og 200 g eftir burðinn yrði nyt ánna og þar með vaxtarhraði lamba umtalsvert meiri en ef þær fengju hey eingöngu (Stefán Sch. Thorsteinsson og Sigurgeir Þorgeirsson, Vetrarfóðrun og hirðing fjár. Í: Minningarrit um Dr. Halldór Pálsson, bls ). Síðan þessar tilraunir voru gerðar hafa ýmsar forsendur breyst í sauðfjárræktinni. Heygæði hafa aukist verulega, m.a. vegna tilkomu rúllutækninnar og aukinnar endurræktunar túna. Kjarnfóðurverð hefur hækkað verulega, ekki síst nú allra síðustu árin. Því er nú svo komið að stór hluti sauðfjárbænda hefur horfið algerlega frá því að gefa kjarnfóður fyrir burðinn og jafnvel eftir burðinn einnig. Í þeim hópi sem styðst mjög lítið við kjarnfóðurgjöf eru m.a. sumir þeirra bænda sem allra bestum árangri ná í sauðfjárræktinni, mælt í kjötþunga eftir á. Árangur þeirra hefur ekki eingöngu með gæði sumarhaganna að gera, heldur kemur þarna til gríðarlega góð og úthugsuð fóðrun ánna á mismunandi tímabilum vetrarins, og mikil áhersla á skjótan og góðan þroska í uppeldinu. Ef það er eitthvað eitt grundvallaratriði sem sameinar þá sem bestum árangri ná í þessum efnum þá er það mikil áhersla á gæði gróffóðursins. Eftir burðinn eru nánast engin takmörk fyrir þeirri svörun sem fæst í mjólkurlagni ánna og þar með vaxtarhraða lamba fyrir aukin gæði gróffóðurs, bæði meðan féð er á húsi og ekki síður eftir að það er komið út á græn grös. Það þekkja margir að erfitt er að fá ær til að halda sig að heyi eftir að þær komast í nýgræðinginn. Gæði heyjanna og ferskleiki eru úrslitaatriði í því efni. Þegar sauðburður er í hámarki er vinnuálagið mikið og því mikilvægt að öll aðstaða til að gefa fé úti sé sem best. Sumir bændur láta vel af þeirri aðferð að fara með heilar rúllur út á tún, opna endana og leyfa fénu að éta úr þeim, fara svo með þá rúllu heim í hús og gefa hana þar en setja nýja í staðinn í túnhólfið. Með þessu næst góð nýting og góður lystugleiki Sigvaldi með stíugrindurnar tilbúnar í krærnar. kindurnar einar í stíu fyrsta sólarhringinn og síðan tvær saman. Síðan fara þær fáar saman út í lítil hólf og eru þar í nokkra daga og svo fleiri saman í stærri hólf. Öllum ám er gefið hey að vild í útihólfunum. Burðarhjálp er veruleg. Við höfum þá vinnureglu að fara fljótlega að athuga hvort allt er í lagi. Ef svo er látum við þetta bara hafa sinn gang og fylgjumst með, en ekkert of lengi áður en við grípum inn í. Ef lömb koma aftur á bak gildir að sjálfsögðu að vera eins snöggur og hægt er án þess að vera of stressaður. Vanið á milli Það hefur alltaf þurf að venja þó nokkuð mikið á milli. Það er alltaf nokkuð um þrílembdar og stundum of margar einlembdar. Oftast gengur það vel upp að færa til innan hópsins. Ég geri það oft að taka saman tvo þrílembinga og setja undir einlembu og geyma einlembinginn eða láta hann hanga á mömmunni þangað til næsta einlemba ber. Það passar oft betur þannig að venja tvo einlembinga saman undir. Þegar þetta er gert Æskil. fóðursamsetn. FEm/kg þe g AAT/ kg þe Uppfylling fóðurþarfa Haust+fengitíð 1, ,4 0,75 52 Gott hey Miðvetur 0, ,4 0,69 52 Sæmilegt hey d. meðg. 1, ,6 0,75 66 Gott hey d. meðg. 1, ,7 0,85 88 Úrvalshey+ kjarnfóður? vika eftir burð 2, ,3 1, Úrvalshey+ kjarnfóður? með lágmarksvinnu. Sérstakir garðar eða gjafagrindur í túnhólfum geta líka komið ágætlega út. Jafnvel þó hey séu góð getur kjarnfóðurgjöf í 5-7 daga eftir burð haft verulega jákvæð áhrif á nyt ánna. Hversu mikil þörf er á þeirri kjarnfóðurgjöf hlýtur að fara eftir því hvort nyt ánna er fullnægjandi eða ekki. Það fer bæði eftir fjárstofninum og fyrri fóðrun. Ef ærnar flóðmjólka án kjarnfóðurs þannig að jafnvel þarf að tappa af þeim til að þær verði ekki missognar, þá er ekki ástæða til að auka á þann vanda með kjarnfóðurgjöf. Þær ær sem helst þurfa á kjarnfóðri að halda eftir burðinn eru yngri ær (gemlingar og tvævetlur), rýrar ær, þrílembur, og ær sem ganga með fleiri lömb en þær hafa borið (fósturmæður). Þær síðasttöldu, jafnvel þó vænar séu, eru stilltar inn á að mjólka einu lambi en þurfa nokkurra daga aðlögun og smá hjálp til að mjólka tveimur lömbum vel. Á sama hátt fer hæfileg fóðrun ánna fyrir burðinn mjög eftir aldri og ástandi þeirra í aðdraganda burðar og fjölda fóstra sem þær ganga með, ef það er vitað. Þó svo að almenna reglan síðustu vikurnar fyrir burð sé úrvals hey og jafnvel kjarnfóður fyrir valda hópa, þá geta vænar ær á besta aldri sem ekki ganga með fleiri en tvö lömb komist af með aðeins orkuminna hey en hinar síðustu vikurnar fyrir burð. Ýmsar rannsóknaniðurstöður sýna jákvæð áhrif þess að það niðurbrot á holdum sem óhjákvæmilega á sér stað eftir burðinn, sé byrjað nokkru áður en ærnar bera. /Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ. Sigvaldi með lömb sem komu óvænt í heiminn í byrjun apríl. verður að þvo lömbin vel og skella svo legvatni saman við volgt baðvatnið. Þetta hefur reynst okkur best og er einfaldast. Þá höfum við oft látið einlembar rollur hafa lamb áður en þær bera. Það er kannski eitthvað lamb á lausu sem þarf að venja undir. Það gefst alltaf mjög vel ef þær eru búnar að taka þeim og lambið komið á spena áður en ærnar bera, þá hafna þær þeim aldrei það er orðið þeirra. Þetta á sérstaklega við í þeim tilfellum þegar maður veit af því að sumar ær eiga mjög oft stór lömb en aðrar eiga minni, þá er oft einfaldast að gera þetta svona. Þetta er aðeins öðruvísi núna þegar talið er, þá er minni munur einlembingarnir verða ekki eins stórir. Maður fer þá svolítið verr með einlemburnar. Gefur þeim minna eða lakara hey. Eins og þetta var áður voru einlembingarnir dálítið stærri og áttu ekki saman með þrílembingunum. Munurinn hefur minnkað og nú getur maður gert betur við þrílemburnar; haft rýmra á þeim og gefið þeim betur. Allt er það til bóta. Víkurhvarf 5 myndir smh Fóðrun Við höfum gefið þessum fyrirmálsrollum svolítið kjarnfóður. Þær þurfa að mjólka lengur áður en þær komast á grös. Öðrum gef ég sáralítið og er nánast hættur að gefa t.d. tvílembum sem bera á eðlilegum tíma. Ég gef gemlingunum aðeins og þrílembum. Ég er aðeins að prófa að gef súrsað bygg og þær eru vitlausar í það. Í fyrra slátraði ég 23. ágúst og fór þá megnið af þessum fyrirmálslömbum. Meðalfallþungi þeirra lamba var um 17,5 kg. Ég slátraði síðan ekki aftur fyrr en 26. september. Á þessum snemmslátruðu lömbum er mun lakara gerðarmat en fitan hlutfallslega meiri. Það kann að skýrast af því að fita hefur farið minnkandi með árunum í ræktuninni, en það eru eldri ærnar sem bera fyrst. Í fyrra má segja að flest hafi gengið okkur í haginn um vor og sumar, sem skýrir þennan góða meðalfallþunga fyrirmálslambanna. Vöxurinn var jafn og góður og ekki mörg sem skilin voru eftir hér heima. /smh

26 26 - Sauðfjárræktin BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir reka öflugt fjárbú að Þóroddsstöðum í Hrútafirði þar sem þau tóku við búrekstri af foreldrum Gunnars árið Þetta bú hefur á síðustu árum verið í hópi afurðamestu búa landsins. Haustið 2010 voru reiknaðar meðalafurðir eftir ána 33,4 kg. Áður en Gunnar og Matthildur tóku við búskapnum hafði Gunnar í meira en áratug starfað sem héraðsráðunautur í Vestur- Húnavatnssýslu. Bændablaðið sótti þau heim í síðustu viku með Jón Viðar Jónmundsson, landsráðunaut Bændasamtaka Íslands, sér til fulltingis. Samkvæmt niðurstöðum fósturvísatalningar bera 360 ær í vor á Þóroddsstöðum og 74 gemlingar. Níu voru geldir af gemlingunum og einn er búinn að láta. Frjósemin er tæplega 2,1 lömb á hverja á. Af þeim 73 gemlingum sem eiga að bera eru 30 með tvö og einn með þrjú lömb. Fóðrun Við gefum vothey annað málið allan veturinn, frá því ærnar koma inn í lok nóvember og þar til þær fara út að vori, og rúlluhey í hitt málið. Ærnar voru flokkaðar niður strax eftir fósturtalninguna sem var 22. mars. Þá settum við þrílemburnar og fjórlemburnar sér og einnig einlemburnar. Þá tókum við líka frá þær 39 ær sem héldu við sæðingunum og sem eiga að bera rétt fyrir mánaðamótin, hinar byrja um viku seinna, segja þau. Við erum alveg hætt að fóðra ærnar á kjarnfóðri. Gemlingarnir hafa síðan í byrjun febrúar fengið Eftir fósturtalningu hafa einlembdu gemlingarnir fengið um 30 gr á dag og þær tvílembdu um það bil 60 gr. Undanfarin ár höfum við ekki gefið kjarnfóður eftir burð en í vor stefnir í að við þurfum að láta einhverja gemlinga ganga með tvö lömb og ær með 3 lömb og verða þeim gefin féð hefur aðgang að saltsteinum og fötum með steinefnablöndu á meðan það er inni. Vinnulag á sauðburði Sauðburðurinn fer allur fram í einu húsi og er sólarhringsvakt yfir þessu. Þegar maður sér að ærnar ætla að fara að bera, að þær eru komnar með góða lambsótt, þá eru þær teknar inn í rúmgóða stíu og látnar bera þar. Þegar þær eru bornar er þrengt að þeim, þær settar í um tveggja fermetra stíur og látnar vera þar þar til lömbin eru orðin þurr. Það er oftast í kringum einn sólarhring sem þær eru látnar vera svona einar áður en þær eru settar tvær og tvær saman, í þrjá til fjóra daga, í um tveggja fermetra stíur. Þá eru þær settar saman fjórar og fjórar, en aldrei í stærri hópa á húsi. Burðurinn Yfirleitt eru ekki vandamál með vanhöld ekki út af burðarerfiðleikum. Það er breytilegt á milli ára hve vanhöld eru mikil. Síðastliðin tvö ár hefur ekki margt verið dauðfætt. Við reynum að grípa inn í eins fljótt og hægt er með burðaraðstoð. Við metum það bara í hverju tilfelli hvenær þörf er á hjálp en reynum að draga ekki of lengi að skoða hvort eitthvað sé að. Slefa Við tökum á slefu með ströngu eftirliti og AB-mjólk. Við gefum þegar þau eru nýfædd og svo er eftirlit tvisvar á sólarhring svona fyrstu tvo sólarhringana. Ef þau eru veik sem oftast, þangað til þau eru orðin góð. Þetta hefur reynst okkur duga í það minnsta jafnvel og sýklalyf. Þegar öll lömbin eru komin hjá ánni fá þau AB-mjólkina og eru síðan sett í minni stíu og allt skráð. Vanið á milli Við höfum gert það nokkur undanfarin ár að safna legvatni. Þegar einlemba fær sótt er hún tekin frá Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir reka öflugt fjárbú að Þóroddsstöðum í Hrútafirði. Heimsóknir á fjárbú í Vestur-Húnavatnssýslu Þóroddsstaðir í Hrútafirði Á Þóroddsstöðum eru tvær flatgryfjur. Gunnar og Matthildur gefa vothey annað málið allan veturinn. og þá fer eftir því hvað er til af lömbum hvernig við forgangsröðum; hvaða lamb er fyrst tekið til að venja undir. Yfirleitt reynum við, ef hægt er, að taka lömbin sem á að venja klukkutímum áður, til að þau séu svöng þegar kemur að því. Svo er það reyndar svolítið mismunandi hvað þær eru fljótt tilbúnar að taka lömb. Oftast er það þó þannig að þær vilja fá fósturlambið þegar fer að sjást í lambið þeirra. Þá eru t.d. tvö lömb tekin saman, sem eru kannski í minna lagi, þau böðuð og svo er makað á þau legvatni. Svo tekur hún við þeim, en hennar lamb er þá vanið undir næstu einlembu sem ber. Ef tvílemba missir annað lambið venjum við nánast alltaf tvö undir hjá henni og setjum þá hennar lamb undir aðra á. Að ætla að venja eitt lamb undir á móti er mjög erfitt nánast útilokað. Þetta eru alltaf einhverjir tugir sem Við erum með aukahúsnæði þar sem við getum verið með 100 lambær og gætum því fræðilega látið allt bera inni. Hin síðari ár höfum við sem betur fer ekki þurft á því að halda. En ef þess þyrfti þá Bændurnir og Jón Viðar ræða skipulagningu á sauðburði. höfum við líka aðra flatgryfjuna upp á að hlaupa. Settar út Við reynum að setja ærnar út þegar lömbin eru vikugömul, eftir vikuna fer að verða erfiðara að hafa þau inni. Við sprautum öll lömb með blandaða bóluefninu áður en þau fara út. Lömbin og ærnar fá þá líka lang- kindur saman út í hólf heima við fjárhúsin og höfum þær þar í 2 sólarhringa en eftir það fara þær á beit, ýmist á tún eða úthaga. Gemlingar og tvævetlur eru hafðar saman og er beitt á önnur tún og úthaga en eldri ánum fyrstu vikurnar úti. Þeim er gefið hey þar til beit er orðin næg, stundum fram í miðjan júní. Þær myndir smh sem fara út eftir að úthagi byrjar að grænka fara beint úr hólfunum við húsin í úthagahólfin. Þær eru þar í nokkra daga áður en við hleypum þeim lengra alveg í frjálsræðið. Þegar út er komið Um þriðjungur fer á afrétt og aðallega er það yngra féð. Að hluta til skýrist það af því að við höfum verið með yngra féð hér heima við. Einnig er það þannig að þegar eldri ærnar fara út úr hólfunum, þegar það fer að gróa, þá eru þær bara farnar og við náum þeim ekki heim. Það eru ekki fjárheldar girðingar hér fyrir ofan og féð kemst um allan Hrútafjarðarháls. Um 20. júní, undanfarin ár, höfum við byrjað að flytja féð á heiði og höfum þá byrjað á því fé sem er neðan vegar, því þar er frekar þétt á því. Oftast dregst það fram eftir júnímánuði og jafnvel fram í byrjun júlí að klára að flytja á heiðina, því það passar yfirleitt að það er komið að slætti þegar heiðin er opnuð og þá látum við heyskapinn hafa forgang. Allt féð er haustrúið en þegar snoðið er klippt eru ærnar hálfrúnar en hreinsað alveg af gemlingunum. Við gerum það í það minnsta fyrir sálina í okkur að skilja eftir aftaná ánum, kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvað þetta gerir mikið gagn fyrir þær. Ráð um þrif á gólfum og steinefnafötur Matthildur lumar í lok samtalsins á ráðum sem hún vill leyfa fleirum að njóta. Nágranni okkar fann upp á góðri aðferð til að þrífa krærnar á sauðburði. Best er auðvitað að smúla gólfin með háþrýstidælu, en það er kannski ekki alltaf hentugt þar sem drullan vill spýtast út um allt. Þá er gott að saga plasttunnu í tvennt og nota efri hlutann á tunnunni þannig að hún liggi á gólfinu og svo er smúlað inn í tunnuna. Þannig er hægt að smúla innan um lambféð og sáralítið slettist og spýtist af gólfinu. Föturnar með steinefnablöndunni festum við á milligerðirnar þannig að opið vísi inn í króna. Þannig haldast þær hreinar og ærnar virðast nýta sér þetta enn betur en ef þetta er látið standa í krónum þar sem það vill skitna. /smh

27 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Sauðfjárræktin - 27 Stóðhestabókin komin út Hrossarækt ehf. hefur gefið út stóðhestabók undir heitinu STÓÐHESTAR Bókin er 228 blaðsíður og inniheldur upplýsingar um 184 stóðhesta á Íslandi. Einnig er þar að finna greinar um heiðurshestana Kjarval frá Sauðárkróki og Odd frá Selfossi, auk viðtals við þau Berg Jónsson og Olil Amble á Syðri- Gegnishólum, hrossaræktendur ársins. Bókin er hin vandaðasta að allri gerð og eiguleg fyrir hrossaræktendur. Prentmet sá um prentun og frágang. Stóðhestabókin var gefin út í tengslum við stórviðburðinn Stóðhestaveislu 2011, sem er stóðhestasýning haldin bæði á Norður- og Suðurlandi fyrir skemmstu. Stóðhestabókin fæst í lausasölu hjá N1 og í hestavöruverslunum og kostar hún kr Nánari upplýsingar um alla stóðhesta í bókinni og fleiri til má svo finna á vefnum ÓMISSANDI Í SAUÐBURÐINN LAMBBOOST OG FLORYBOOST eru fæðubótarefni sem verka styrkjandi og efla ónæmiskerfi unglamba. 100% náttúrulegar vörur sem löngu hafa sannað sig. Auðvelt í notkun, þarf ekki að blanda og kemur með íslenskum leiðbeiningum. Eigum úrval varahluta fyrir Alö, Trima og Lister Hafið samband við sölumenn okkar í síma Austurvegur Selfoss Sími: Fax: Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér. Tilboð á hurð H 26. Verð kr sjá nánar á FLORYBOOST Floryboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og saltbúskap líkamans þegar meltingartruflanir gera vart við sig. Verndar þarmana Viðarkol og leir sem draga í sig eiturefni Kemur jafnvægi á saltbúskap líkamans Natríumklóríð, magnesíumklóríð, kalíumklóríð og fosföt Eykur orku Dextrósi Styrkir erta slímhúð Nauðsynlegar olíur unnar m.a. úr rósmaríni, cajeput, timótei og thymol LAMBBOOST Lambboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Heilbrigð þarmaflóra Mjólkursýrugerlar Eflir ónæmiskerfið Broddur Örvandi Jurtakraftur (kóla, gúarana) Eykur líkamlegan styrk Flókin samsetning vítamína og járns Eykur orku Nauðsynlegar fitusýrur, glúkósi, þríglyseríðar Nánari upplýsingar hjá dýralæknum og umboðsaðila Bílskúra- og iðnaðarhurðir Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax:

28 28 - Sauðfjárræktin BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Verklag og skipulag á sauðburði eftir Unnstein Snorra Snorrason og Sigurð Þór Guðmundsson Vinnulag á sauðburði Ekkert léttir vinnuna á sauðburði eins mikið og gott skipulag. Samkvæmt þeim vinnuathugunum sem gerðar hafa verið á sauðburðarvinnu, þá er hægt að skýra mun á vinnustundafjölda á milli bæja að nokkru leit með mismunandi aðstöðu en fyrst og fremst með skipulagi vinnunnar, bæði yfir allan sauðburðinn og eins innan hvers dags. Góð aðstaða og vinnuhagræðing gefur okkur möguleika á að sinna gripum og eftirlit með markvissara hætti. Þá gefst frekar tími til að fást við önnur aðkallandi vorverk. Því má síðan ekki gleyma að vinnuhagræðin og skilvirkir verkferlar skila sér í auðveldari og skemmtilegri vinnu, þannig að við fáum betur notið þess skemmtilega, en jafnframt erfiða, tíma sem sauðburðurinn er. Á hverjum degi eiga að vera ákveðnir verkgangar, það þarf að vera ljóst hver á að gera hvað og hvenær. Oft er aukafólk fengið til sauðburðarstarfa, misvant fjármennsku og fáir er svo gagnslausir að þeir geti ekki létt til með manni ef þeim er sagt nógu skýrt til, munum að verkstjórinn ber ábyrgð á sýnum mannskap. Eins þarf það að vera ljóst hver skipar fólki til hvaða starfa á búinu. Það þarf að ganga kerfisbundið á allar stíur og athuga lömb. Sérstaklega lömbin á fyrsta sólahring. Það á helst að merkja og/eða marka lömb á hverjum degi. Stíufyrirkomulag þarf að vera klárt og hugsa alltaf sólahring fram í tímann. Allar athugasemdir á að skrifa niður, minnið er ekki svo gott á þessum tíma. Gula vorbókin er vinnubókin okkar og hún á að vera í fjárhúsunum og það á að skrifa beint í hana þegar markað er. Matartímar eiga að vera reglulegir, og hver maður verður að sofa að lágmarki 7 tíma á sólahring samfellt. Þreytt og svangt fólk skilar lélegum afköstum í vinnu og gerir fleiri mistök. Bóndinn, eða verkstjórinn verður sérstaklega að gæta að sér svo hann/hún haldi þreki út sauðburðinn. Burðaframvinda Það er hægt að skipuleggja sauðburðinn ef vitað er um fangdaga. Oft er nóg að skrifa niður ærnar fyrstu 4-5 dagana og svo það sem gengur upp eftir fyrsta gangmál eða í lok gangmálsins. Þá er hægt að áætla hve hratt burðurinn fer af stað og eins hve lengi hann mun standa. Hér er væntanleg burðar framvinda á 400 kinda búi og þar má sjá hve margar ær munu bera á hverjum degi og hve margar ær verða með þriggja sólahringa lömb og fimm sólahringa. Þá er hægt að áætla hve margar einstaklings og fjölbýlis stíur þarf, allt eftir því hvernig fyrirkomulag er hjá hverjum og einum. Sauðburðarskipulagið Þegar við hugum að því að endurbæta sauðburðarskipulagið hjá okkur er gott að byrja á því að teikna upp sauðburðarferilinn. Hvar ætlum við að láta féð bera? Eiga bornar ær að fara í einstaklingsstíur? Hvað eiga ærnar að vera lengi í einstaklingsstíu? Hversu margar einstaklingsstíur þarf ég? Fara ærnar í hópstíu áður en þær fara út? Hvar og hvert er ánum sleppt út. Þegar við höfum teiknað um sauðburðarferilinn eigum við auðveldara með að setja inn á teikninguna þær innréttingar og aðstöðu sem við þurfum að hafa til taks. Það er misjafnt hversu mikla aðstöðu menn hafa til ráðstöfunar fyrir sauðburðaraðstöðu. Í sumum tilvikum eru ærnar jafnvel látnar bera úti og koma jafnvel lítið sem ekkert inn í fjárhúsin. Þá þekkist það að á sauðburði eru óbornar ær fluttar í hlöðuna og látnar bera þar. Sauðburðarkerfið er síðan sett upp í fjárhúsunum. Þannig geta aðstæður og áherslur verið afar misjafnar milli búa. Hér að ofan má sjá dæmi um sauðburðarskipulag sem byggir á því að hlaða er notuð undir sauðburðaraðstöðu. Í hlöðunni er búið að koma fyrir inngang og aðstöðu fyrir starfsfólk. Næst þeirri aðstöðu er gert ráð aðstöðu fyrir gripi sem þurfa sérstaka meðhöndlun. Hér er t.d. um að ræða öll tilvik þar sem þarf að venja undir ær, gripir sem þurfa lyfjameðhöndlun eða á einhvern hátt fylgja ekki megin gripaflæði á sauðburði. Með því að hafa þessa gripi næst starfsmannaaðstöðunni er oftar litið til þeirra og jafnframt er styttra að sækja lyf, fóður og annað sem þarf við umhirðu þeirra. Ef búið er að fósturtelja er einlembur og þrílembur hafðar nálægt þessu svæði. Næsta svæði í hlöðunni er aðstaða þar sem tvílembur eru hafðar í einstaklingsstíum. Þá kemur svæði með hópstíum og loks fara gripir beint út úr hópstíu og í beitarhólf. Þegar rýmkar um í fjárhúsunum er sett upp sauðburðarkerfi þar og jafnframt hópstíur. Þeir gripir fara síðan út úr fjárhúsunum og í beitarhólf. Hér er leitast við að hafa flutningsleiðir skýrar og einfaldar. Hér má síðan sjá hvernig endanlegt skipulag lítur út. Sauðburðagrindur Það er mjög mismunandi hvernig bændur hafa verkganginn á sauðburði. Mjög margir láta ærnar bera í krónum og færa svo tvílembur bornar í einstaklingstíur þar sem þær fá að vera í 1-3 sólarhringa. Aðrir taka þær strax úr um leið og sést á þeim og láta þær bera í sérstökum burðarstíum þar sem þær fá að vera í 2-6 tíma og svo eru settar í hópstíu með 2-4 tvílembum. Yfirleitt veltur þetta á aðstöðu á hverjum stað, húsrými, vana bóndans og veður aðstæðum í hverri sveit. Gegnumsneitt er það þrennt sem sker úr um hvort vinnuaðstaðan við sauðburð er góð: brynning handa öllu fé, hvort sem er í einstaklingsstíum eða fjölbýli. Lömb þurfa fljót að fá aðgang að vatni, sérstaklega hjá marglembum og tvílemdum gemlingum til að hlífa júgrum ánna. gefa öllum ám hey með hjólbörum eða vagni án þess að hey sé borið yfir milligerði. færa fé á milli stía og hólfa án þess þess menn séu að lyfta fé eða þurfi að losa aukagrindur. Besta vinnuaðstaðan er þar sem aldrei þarf að færa til grindur á sauðburðinum eftir að þær hafa einu sinni verið setta niður, heldur séu hlið eða gangar á milli sem hægt er að reka fé eftir. Stíukerfi sem gefist hafa vel inní hefðbundinn fjárhús byggja á því að mjór gangur myndist aftast í krónni upp við þilið þannig hægt sé að setja ær í hverja stíu óháð öðrum stíum. Annað atriði er að í hverri stíu þarf að vera sjálfbrynning og getur hún annaðhvort verið skálar sem komið er fyrir í stíunum eða stútar. Að brynna handvirkt tekur mikinn tíma og sérstaklega þegar tíminn er einfaldlega ekki fyrir hendi. Það er rétt að benda þeim á, sem fötubrynna, að mikil breyting er að notast við langa slöngu með krana á endanum frekar en bera til föturnar, það léttir miklu álagi af höndum, baki og fótum. Garði með lambavari og einstaklingsstía. Aftan við stíuna er gangur, af honum eru ær settar inn í stíuna. Stærðarmálin þarf að laga að hverju húsi fyrir sig. En ærin þarf um 80 cm til að snúa sér og tvílemban þarf 1 m2 í legupláss. Hér má sjá hvernig hægt er að setja upp burðarstíur í fjárhúsum. Hér er breiddin á krónni um 2 m og valið að hafa ganginn milli burðarstíu og milliþils 80 cm breiðan. Þannig er hægt að stúka ganginn af með spjöldum og nota hann sem burðarstíur þegar allt annað þrýtur. Gallinn við þennan gang er hins vegar sá að ærnar geta snúið við. Þannig að ef ekki á að nýta ganginn sem burðarstíur ætti hann að vera á bilinu cm. Valið er að hafa hópstíur í krónni hinu megin við milliþilið. Það er því stutt að flytja ærnar úr einstaklingsstíu í hópstíu. Það er mikill kostur að hafa nóg af hliðum á milliþilinu þannig að hægt sé að setja inn í hverja hópstíu af ganginum. Þessi hlið koma einnig að góðum notum við allt annað fjárrag. Mikilvægt er að geta ráðið því hvor megin er opnað inn í einstaklingsstíurnar. Þannig á einn maður auðveldar með að flytja gripi á milli staða. Á þessari mynd að neðan má sjá hlið sem hefur alla þá eiginleika sem gott hlið þarf að hafa. Hægt er að opna hliðið beggja vegna og í hvaða átt sem er. Hliði er fest við stólpann með lokutein. Myndin er úr fjárhúsunum á Hesti. Einstaklingstíur í hefðbundinni kró með varanlegum gang á milli króa. Á þilinu er brynningarrenna og hægt er að opna spjöldin með því að taka í handföngin. Ærnar ganga undir rennuna. Sauðburðarstíur í taðhúsi. Tvö krossviðarspjöld fest saman með löm mynda hverja stíu. Það er ríflega borið undir moð. Brynningin er 4 skolprör með götum fest upp við jötusokkin á sauðburði (sést ekki). Garðar til uppsetningar á sauðburði, annað hvort í hlöðum eða gjafagrinda hólfum. Þeir þurfa ekki að vera eins breiðir og venjulegir cm duga. Það er mikill kostur ef lömb komast ekki á milli stía um garðann. Stuttar grindur til að nota við garðana hér að ofan. Takið eftir járnhakinu efst á grindunum sem er notað til að læsa grindunum saman. Það má nota margvíslegar aðferðir til að læsa grindunum saman t.d. hök, vasa, járnteina. Hefðbundinn þrístæð hús þar sem tveim húsum hefur verið breytt í gjafagrindahólf. Gangur upp við þilið að þriðja húsinu. Hver hurð opnast inn í í einstaklingsstíu. Síukerfi í hefðbundna kró, brynning eru stútar festir á garðabandið. Hér þarf að vera búið að tryggja að ærnar hafi lært á stútanna fyrir sauðburð. Grindurnar eru festar við garðann með járntein sem gengur í gegnum garðabandið og ofan í gólf. Hér fyrir ofan má sjá útfærslu á sauðburargrindum frá Bjarna Bragsyni á Halldórsstöðum í Skagafirði. Grindin er tvískipt og fest við milliþilið og garðabandið með lokutein. Þannig er hægt að opna inn í stíuna beggja vegna og ýmist mynda gang upp við milliþilið eða garðann. Grindurnar eru tengdar saman með löm, sem er tvöföld, þannig að grindurnar geta lagst allveg saman upp að milliþilinu. Þessar grindur þarf því í raun aldrei að taka niður heldur eru þær alltaf til taks upp við milliþilið. Lamir festa skammhlið og langhlið saman og einföld krækja lokar stíunni. Stíukerfið býður sauðburðar. Hér er búið að koma því fyrir upp á hlöðuvegg í geymslu. Afturhliðin hangir efst og er löng grind með opum fyrir hlera. Neðar hanga stuttar grindur sem mynda langhliðina í stíunni. Það er oft góður kostur að nota hlöður, geymslur eða reiðskemmur fyrir lambfé. Þá er mikill hægðar auki að hafa tilbúnar innréttingar eða grindur og garða sem passa húsinu og auðvelt er að koma fé í og úr. Í upphafi skildi endinn skoða Það er rétt nú þegar sauðburður fer í hönd að hugsa starfið til enda. Núna verður lagður grunnur að mestu tekjumyndun búsins. Hvert lamb sem tapast er beint fjárhagslegt tjón og því verður alltaf að vera ljóst hvað til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að auka lifun lambanna. Það er hægt að margfalda þann fjöldi lamba sem fæðist á annað borð lifandi en ferst áður en fé er sleppt, með u.þ.b 9000 krónum og það er sú upphæð sem verja má til að koma í veg fyrir slíkt tjón ef líkur eru að árangur náist til að auka lifun lambanna. Eftir sauðburð verða menn því skoða hvernig gekk og hvernig er hægt að ná betri árangri.

29 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Sauðfjárræktin - 29 Afkvæmarannsóknir á hrútum fyrir kjötgæði hjá búnaðarsamböndunum haustið 2010: Ótrúlega miklar breytingar hafa orðið á kjötgæðum Allar tölulegar upplýsingar sýna að ótrúlega miklar breytingar hafa orðið á kjötgæðum hjá íslensku sauðfé á síðasta áratug. Um leið virðist fullljóst að meginhluta þessara breytinga megi rekja til breytinga á stofninum sjálfum vegna mjög skipulegs ræktunarstarfs bænda á undanförnum árum. Grunnurinn að þessum miklu framförum var lagður með tveim áhrifamiklum breytingum á tíunda áratugnum. Fyrst komu ómsjármælingarnar sem sköpuðu byltingarkennda möguleika í mati kjötgæða hjá lifandi gripum. Laust fyrir aldamótin var kjötmatinu breytt í EUROP matið. Með því voru meginþættirnir í kjötgæðum; vöðvafylling lambanna og fita aðskilin og miklu nákvæmari upplýsingar fengust en áður hafði verið unnið með. Til að auka öryggi úrvalsins komu auk ómmælinganna skipulegar afkvæmarannsóknir á hrútum þar sem niðurstöður mælinga og kjötmatsins voru sameinaðar til sögunnar við skipulega leit á úrvalseinstaklingum. Strax í byrjun var mikil þátttaka bænda í afkvæmarannsóknum þessum á vegum búnaðarsambandanna og hefur farið jafnt og þétt vaxandi en þetta starf hefur verið dyggilega stutt, fyrsta af Framleiðnisjóði og síðustu árin með fé af þróunarfé sauðfjársamnings. Stóraukin notkun sæðinga hefur síðan tryggt hraða dreifingu á besta erfðaefninu en Raftur. áherslur hafa verið miklar á kjötgæði í vali stöðvarhrútanna auk þess sem afkvæmarannsóknirnar hafa tryggt miklu öruggara val þeirra fyrir þennan eiginleika en áður var. Umfang afkvæmarannsókna meiri en nokkru sinni Nú er nýlokið samantekt um niðurstöður afkvæmarannsóknanna á vegum búnaðarsambandanna haustið Umfang rannsóknanna er meira en nokkru sinni áður. Rannsóknir voru gerðar á samtals 295 sauðfjárbúum um allt land og meira en 2500 afkvæmahópar komu til dóms í þessum rannsóknum. Örstutt að rifja það upp að rannsóknin byggir á tveim meginþáttum sem telja jafnt í heildareinkunn hrútsins. Annars vegar eru ómsjármælingar og mat á lifandi lömbum undan hrútunum en hins vegar niðurstöður úr kjötmati hjá sláturlömbunum undan honum. Sem mælikvarða um mikil áhrif sæðinganna á dreifingu erfðaefnis Kveikur. er að þegar tekið er saman yfirlit um tæplega 260 hrúta sem fá 120 eða meira í heildareinkunn í rannsóknunum (listi um topphrútana) þá kemur í ljós að meira en tveir þriðju þessara hrúta eru synir sæðingahrúta á síðustu árum. Synir Kveiks og Rafts áberandi Eins og verið hefur síðustu ár eru synir Kveiks og Rafts yfirþyrmandi þarna en Kveikur á þar 36 syni og Rafturn 27. Síðan á Púki þar 6 syni og nokkrir hrútar eiga fimm sona hópa en það eru; Hvellur , Bifur , Þráður og Prjónn Reynslan hefur sýnt að einhverjir topphrútar þessara rannsókna á hverju ári hafa lokið sínu lífshlaupi sem stöðvarhrútar. Hér á eftir verður vikið örstutt að þeim hrútum sem haustið 2010 fengu 150 eða meira í heildareinkunn í rannsóknunum. Að vísu eru sumir af þessum hrútum á stöðum sem eru á bannsvæðum sæðingastöðvanna. Kjötgæði Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í sauðfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Efstur stóð Lambás sem var í rannsókn í Garðshorni á Þelamörk með 162 í heildareinkunn (143 kjötmat-181 lifandi lömb). Þessi hrútur er í eigu fjárræktarfélagsins Neista í Hörgárbyggð og varð fyrst frægur haustið 2008 þegar hann var sleginn félaginu á uppboði á hrútadeginum á Raufarhöfn fyrir hátt verð en hann er fæddur í Sveinungsvík undan Bjálka Því miður er þessi hrútur áhættuarfgerðar sem lokar stöðvardyrum fyrir honum. Næstur stóð Freyðir í Lundi á Völlum með 156 ( ) en hann er sonur Freyðis og dóttursonur Lóms Gellir í Leirhöfn á Sléttu var einnig með 156 ( ) en hann var toppur rannsóknanna haustið Þessi hrútur var sonur Hvells og stöðvarnar keyptu hann sumarið 2010 en hann drapst því miður nýkominn í einangrunargirðinguna. Kverkur á Svínafelli 2 í Öræfum var með 154 í heildareinkunn ( ) en þetta er sonur Kveiks og dóttursonur Abels Kári í Fornustekkum í Nesjum var með heildareinkunn 153 ( ) en hann er sonur Freyðis og í móðurætt afkomandi Kristals sem var yfirburðakind á þessu búi fyrir þessa eiginleika fyrir nokkrum árum. Skari á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð var með 151 í heildareinkunn ( ) en hann er sonur Rafts Kaktus á Barkarstöðum í Miðfirði fékk 150 í heildareinkunn ( ) en hann er sonur Fannars og dóttursonur Bangsa sem var efstur í þessum rannsóknum yfir landið haustið Þessi upptalning staðfestir að hér fara engir tilviljunargripir heldur þaulræktaðir einstaklingar fyrir kjötgæðum. Afkvæmarannsóknir á bondi.is Á næstu dögum verða allar niðurstöður afkvæmarannsóknanna frá haustinu 2010 aðgengilegar á netinu (bondi.is). Þar er að finna tölulegar upplýsingar um hvern einasta afkvæmahóp ásamt umfjöllun í texta um niðurstöður hvers einstaks bús. Minnt er á að þar eru einnig hliðstæðar niðurstöður fyrir mörg undangengin ár. Þarna eru því að finna skráða mikilvægustu þætti í ræktunarsögu margra helstu ræktunarbúanna í landinu á síðasta áratug. Að lokum eru bændur hvattir til að sinna ræktunarstarfinu áfram af sama krafti og verið hefur, aðeins þannig verður áframhaldandi árangur á því sviði tryggður. Grasfræ til túnræktar Yrki kg/ha Sekkur kg Grasfræblanda I * Grasfræblanda II* Vallarfoxgras Snorri Vallarfoxgras Vega Vallarfoxgras Jonatan Vallarfoxgras Grinstad Vallarfoxgras Engmo Vallarsveifgras Sobra Vallarsveifgras Balin Fjölært rýgresi Calibra Fjölært rýgresi Bargala ( 4 n ) Túnvingull Gondolin 20 til Hvítsmári Undrom 5 til Rauðsmári Ares 5 til 6 10 *Grasfræblanda I, gefur góðan endurvöxt, tilvalin þar sem slegið er tvisvar. **Grasfræblanda II, hentar vel til beitar og þar sem slegið er einu sinni. Vetrarþol meira en í Grasfræblöndu I. Grænfóðurfræ Yrki kg/ha Sekkur kg. Vaxtad*** Sumarrýgresi Barspectra 2 (4 n) Sumarrýgresi Bartigra (4 n) Vetrarrýgresi Barmultra (4 n) Vetrarrýgresi Danergo Sumarhafrar Belinda Sumarhafrar Belinda Sumarrepja Pluto Vetrarrepja Barcoli Vetrarrepja Barsica Vetrarrepja Hobson Fóðurnæpur Samson 1, Fóðurmergkál Gruner Angeliter *** Vaxtadagar - eða nýtingartími frá sáningu. Oftast miðað við daga frá 31. maí. Bygg til þroska Yrki kg/ha Sekkur kg ja raða Kría ja raða Kría raða Lómur raða Lómur raða Tiril raða Ven Hafrar til þroska Cilla Hafrar til þroska Cilla /600 Sé óskað eftir tegundum sem ekki eru á listanum reynum við að útvega þær. Sáðvörulistinn kominn Nú er rétti tíminn til að huga að sáðvörum. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval tegunda af fræi sem hafa verið á markaðnum undanfarin ár. Það á bæði við um grasfræ og fræ til kornræktar. Frí heimkeyrsla ef pantað er fyrir 1.maí FB verslun Selfossi Austurvegi 64a sími FB verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi 2-4 sími FB verslun Egilsstöðum Miðvangi 31 sími Fóðurblandan - Korngörðum Reykjavík - Sími: Fax: netfang: fodur@fodur.is -

30 30 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Utan úr heimi Fæst dauðaslys í umferðinni eru á Íslandi Alvarlega slasaðir þó sjaldan verið fleiri Í skráningu Umferðarstofu á umferðarslysum ársins 2010 kemur fram að fjöldi látinna í umferðinni var átta. Höfðu þá ekki færri látið lífið í umferðinni frá því árið Slysaskráningin byggir á lögregluskýrslum sem fengnar eru úr gagnagrunni ríkislögreglustjóra. Í samanburður við hin Norðurlöndin er fjöldi látinna í umferðinni árið 2010 lægstur hér á landi. Þar sem Norðurlöndin hafa á undanförnum árum náð hvað bestum árangri í umferðaröryggismálum á heimsvísu má ætla að fjöldi látinna m.v. höfðatölu hafi verið lægstur í heiminum hér á landi árið Alvarlega slösuðum fjölgar Dökka hliðin á þessu máli er að fjöldi alvarlegra slysa og alvarlega slasaðra eykst er árið 2010 með því versta sem verið hefur í langan tíma. Alvarlega slösuðum fjölgar úr 170 í 205 eða um 21% og hafa alvarlega slasaðir ekki verið jafnmargir síðan árið Flest slysin eru á hluta Suðurlandsvegar Ef athugaðir eru hættulegustu staðir í vegakerfinu síðustu fimm ár kemur í ljós að versti kaflinn í dreifbýli (fjöldi slasaðra m.v. lengd vegkafla) er Hringvegurinn fram hjá Litlu Kaffistofu. Á þessum 4,4 km kafla urðu 106 slys og óhöpp og þar af voru 31 slys með meiðslum. Verstu gatnamótin í þéttbýli eru hins vegar gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Reynt að draga úr eldsneytisnotkun dráttarvéla: Belarus (MTZ) með 300 hestafla dísilrafstöð Ýmislegt fleira í deiglunni í þróun vistvænna véla fyrir landbúnað Einn stærsti dráttarvélaframleiðandi heims, Minsk Tractor Works (MTZ), sem framleiðir Belarus dráttavélarnar í Hvíta- Rússlandi, er kominn með á markað tvinndráttarvél. Er hún með dísilrafstöð sem knýr rafdrif og afltengi. Var þessi vél fyrst kynnt á Agritechnica 2009 landbúnaðarsýningum haustið Í dráttarvélinni er 295 hestafla dísilvél sem knýr rafal sem framleiðir 172kW jafnstraum. Rafmótorar eru síðan notaðir til að knýja drif og vökvakerfi vélarinnar. Hugsunin er að með raforkunni sé hægt að miðla afli til rafknúinna tækja á borð við áburðardreifara og aðrar vélar, sem yrðu þá óháðar vélasnúningi frá beintengdu drifskafti. Þá er dísilvélin undir stöðugra og jafnara álagi sem á að geta aukið endingu hennar og minnkað olíunotkun. Fleiri týpur hafa verið smíðaðar af þessari vél, eins og MTZ 3023, sem er heil 13,6 tonn að þyngd en tvinnútfærslan á að spara um 15-20% í notkun á dísilolíu miðað við hefðbundnar vélar. Þá er MTZ 3522 með 355 hestafla, sex strokka Deuze dísilvél. Yfir þrjár milljónir MTZ Belarus dráttarvélar af ýmsum stærðum hafa verið framleiddar síðan 1946 og um 500 þúsund vélar hafa verið seldar til yfir 100 landa. Í dag eru MTZ vélar framleiddar í yfir 60 útfærslum en MTZ framleiðir einnig sérútbúin tæki fyrir skógar- og námuvinnslu. Um 30 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Ekki er talið sérlega hagkvæmt að koma slíkum búnaði fyrir í minni dráttarvélum, þær yrðu einfaldlega of dýrar fyrir markaðinn. Ekki fyrstir með tvinnvélar Belarus er þó langt í frá fyrsti dráttarvélaframleiðandinn sem hannar dráttarvél með innbyggða rafstöð um borð. International Harvester kynnti t.d. þegar árið 1954 vél sem kölluð var Electrall og var sú tækni nýtt í Farmall 400 dráttarvélarnar og hugsuð til að knýja ýmiss konar tengitæki. Var búnaðurinn framleiddur í samstarfi við General Electric og gaf 208 volt og 10kW. Árið 1990 var hönnuð tvinndráttarvél af söluaðilanum Schmetz í Þýskalandi og var hugsunin þar einkum að nýta rafdrif og skiptingu í stað vökvadrifs og skiptingar. Í ársbyrjun 2000 var svo sett af stað verkefni háskóla og stofnana í Þýskalandi í samstarfi við Fendt (ACCO) og var verkefnið nefnt MELA (Mobile Elektrische Leistungs-und Antriebstechnik; Mobile Electric Power Train Technology). Var þar reynt að finna lausn til að rafvæða dráttarvélar, bæði hvað eigin drif snerti og til að knýja tengitæki og losna þar með við beintengd drifsköft. Ýmsar hugmyndir í gangi Aðrir dráttarvélaframleiðendur hafa síðan verið að skoða ýmsar leiðir til að knýja dráttarvélar á annan hátt en með jarðefnaolíum. Þar er nærtækast að nefna notkun á jurtaolíum, rafgeymum, gasi og vetni. Jafnvel hafa verið smíðaðar sólarorkuknúnar tilraunadráttarvélar. New Holland hefur m.a. hannað NH2 traktor sem byggður er á T6000 dráttarvélinni. NH2 er með 120 hestafla vetnismótor sem framleiðir rafmagn fyrir drif og tengihluti. Flestir vélaframleiðendur eru með á teikniborðunum einhverjar hugmyndir í þá veru að framleiða svokölluð vistvæn landbúnaðartæki. Landsbyggðartröllið og rúblugrínið Lada Sport gerir það gott í heimalandinu: Afar vinsæl í Rússlandi, þó nafnið sé Chevrolet - Nýr sagður í deiglunni byggður á gamla útlitinu undir upphaflega nafninu NIVA og í samstarfi við Renault Mest seldi fjórhjóladrifsbíllinn í Rússlandi mörg undanfarin ár hefur borið hið ameríska nafn Chevrolet. Þetta kann að hljóma undarlega en skýrist af því að framleiðandi Chevrolet, General Motors, keypti hlut í Ladaverksmiðjunum, sem heita nú GM-AvtoVAZ, árið Síðan þá hafa verið framleiddar í verksmiðjum Lada í Togliatti í Rússlandi bæði uppfærð útgáfa af gamla Lada Niva, eða Lada Sport eins og hann var kallaður á Íslandi, og fjölmargar aðrar gerðir af Lödum. Þar á meðal er Chevrolet Niva 4x4, sem er byggður á Lada Sport undirvagni og drifbúnaði en með gjörbreyttu útliti. Sá bíll var reyndar eitthvað endurbættur á árinu Chevrolet Niva er með nútíma yfirbragði og hannaður af Ítalanum Bertone en byggður á undirvagni og drifbúnaði hins gamla góða Lada Niva 4x4 (Lada Sport). Chevrolet Niva á 5 þúsund rúblur Nýjasta útgáfan af Chevrolet Niva 4x4 kostar frá 434 þúsund rúblum (Chevrolet NIVA complete sets L) upp í 510 þúsund rúblur (Chevrolet NIVA complete sets GLC) sem gerir frá 1,7 til rétt rúmlega 2 milljónir íslenskra króna. Vélin er rúmsentimetra bensínvél, gefur 80 hestöfl og stenst EURO 3 -mengunarstaðalinn. Hann er þó ekki beint sparneytinn því hann eyðir frá 8,8 upp í 14,1 lítra, eða að meðaltali 10,8 lítrum á hundraðið. Þó aflið þyki engin ósköp er Ladan ekki nema kg að þyngd og tog vélarinnar er æði mikið, eða Newtonmetrar (Nm). Þá mun þessi nýja Lada hafa sömu slaglöngu fjöðrunina og gamla Ladan, sem skákar mörgum mun stærri jeppum. Gamla Ladan fær andlitslyftingu Í maí 2005 rúllaði 100 þúsundasti bíllinn af færibandinu í verksmiðjunum í Togliatti undir nafni GM-AvtoVAZ fyrirtækisins. Gamli Lada Sport var og er þó enn gríðarlega vinsæll og enn í framleiðslu. Sem dæmi um vinsældirnar mun hann vera væntanlegur á breskan markað að nýju eftir langt hlé, nú í samstarfi við Renault. Mun hann þó fá töluverða andlitslyftingu. Verður þessi nýja útgáfa ekki undir merki Chevrolet heldur Niva, eins og sá gamli samkvæmt erlendum vefsíðum. Vinsæll hjá þjófum Það eru þó fleiri en heiðarlegir bílakaupendur sem hafa mikinn áhuga á Lödu Sport. Á árinu 2004 var þessi tegund t.d. efst á vinsældalista rússneskra bílaþjófa. Þá vekur athygli að 6% allra Lödu-bíla sem framleiddir hafa verið frá árinu 2000 hefur verið stolið. Ladan Sport var til á nánast hverjum bæ á Íslandi og öðru hverju heimili á landsbyggðinni hér áður fyrr og er enn gríðarlega vinsæl í Rússlandi. Þetta er líka bíllinn sem þjófarnir í Rússlandi elska, enda hægt að opna hann lyklalaust án sérlega mikillar fyrirhafnar. Svona mun ný og endurbætt útgáfa af Lada Sport væntanlega líta út og er skildleikinn greinilegur með gamla bílnum. Átti þessi útgáfa að koma á göturnar á þessu eða næsta ári undir nafninu Niva. Rætt hefur verið um að hann verði boðinn til sölu í Bretlandi í samstarfi við Renault.

31 , Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl VINNUFÚS FATNAÐUR Á HAGSTÆÐU VERÐI 9617 OS2611 HANSKAR Svínaskinn Prjónað bak 790 kr HANSKAR Geitaskinn 990 kr. Stærðir Stærðir BEAVER SAMFESTINGUR Úr slitsterku efni kr. Stærðir SAMFESTINGUR 310 g Polyester og bómull kr PR MITTISBUXUR BASIC 65% polyester 35% bómull 260 g/m kr. Stærðir N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði, Ísafirði, Grindavík og Höfn. / SÍMI Meira í leiðinni NEW HOLLAND í öll verk NH T6000 línann hestaflaa Stærð vélar og búnaður eftir vali. 4ra eða 6 strokka mótor með eða án Common Rail? Vökvavendigír? Þrepaskiptingu? Vökvaskiptingu? Sjálfskiptimöguleika? Aflauka á mótor? Fjölda hraða í aflúttaki? Fjölda vökvaúttaka? Afkastamikla vökvadælu? Vökvaútskotinn dráttarkrók? Loftkælingu? Flotmikil dekk? Og fjöldan allan af öðrum aukabúnaði? NH T5000 línan hestafla Verðið er þitt val, það fer eftir stærð vélar og útbúnaði. Hafðu samband við okkur og við gefum þér besta verðið. Dalvegi Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is

32 32 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Utan úr heimi Skýringarmynd 1. Grunnuppbygging á hreinsistöð fyrir loft (mynd: Hansen og Domino, 2002). Verða útihús framtíðar svo til lyktarlaus? Undanfarin ár hafa vísindamenn í landbúnaði víða erlendis unnið hörðum höndum að því að finna tækni sem getur dregið úr umhverfisáhrifum frá landbúnaði. Eitt af því sem sérstök áhersla hefur verið lögð á er minni ammoníak- og lyktarmengun búanna, sér í lagi þar sem bú eru nálægt þéttbýli. Í dag eru þekktar nokkrar aðferðir sem draga verulega úr þessum þáttum. Nú hefur fyrirtækið MT Højgaard fengið einkaleyfi á sérlega áhugaverðri lausn og fyrsta fjósið, sem byggt er með þessari útfærslu, verður tekið í notkun síðar á árinu í Danmörku. Þekktar aðferðir Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að minnka lykt frá útihúsum, s.s. með lífrænum aðferðum, sérstökum efnum eða með vélrænum aðferðum. Þekktustu aðferðirnar í dag eru líklega sk. þvottaaðferðir, þegar lofti útihúsanna er dælt í gegnum sérstaka hreinsistöð og möguleg mengandi efni hreinlega síuð og þvegin úr loftinu með þar til gerðu kerfi (sjá skýringarmynd 1). Kerfi sem þessu er mun einfaldara að koma í notkun í svína- og alifuglahúsum heldur en í fjósum eða fjárhúsum. Ástæðan er fyrst og fremst munur á þeim loftræstikerfum sem notuð eru. Hið nýja kerfi MT Højgaard Það sem er óvenjulegt við hið nýja kerfi frá MT Højgaard er að það er hannað fyrir náttúrulega loftræst fjós og gerir það að verkum að sk. umhverfisálag slíkra fjósa verður minna samkvæmt skilgreiningum um umhverfismál. Kerfið vinnur þannig að það fjarlægir ammoníak sem stígur upp af mykju í kjöllurum fjósanna og við gólf þeirra með því Ferðaþjónustuhús og 32 fm Ef þú vilt auka gistiframboð eða hefja ferðaþjónustu eru sænsku húsin frá JABO réttu húsin. Góð reynsla og gott verð. Jabohús Ármúla 36,108 Rvk. Sími Skýringarmynd 2. Hér sést myndrænt hvernig kerfið frá MT Højgaard virkar (mynd: MT Højgaard). að draga loft meðfram yfirborðinu (sjá skýringarmynd 2) og blása því í gegnum síu áður en loftinu er dælt upp um stromp % ammoníaksins fjarlægð Samkvæmt tilraunum háskólans í Árósum minnkar þannig verulega magn ammoníaksins sem stígur annars frá viðkomandi fjósi og sýndu rannsóknir háskólans að draga mætti úr menguninni um 70 90%. Auk þess kom í ljós að um helmingi minni lyktarmengun kom frá fjósinu sem var með þessum nýja búnaði, en við þá rannsókn var notaður stafrænn lyktarmælir. Umhverfisráðunautar mæla með tækninn Fyrsta fjósið sem byggt verður með þessari nýju tækni er nú í byggingu í nágrenni við bæinn Skjern á Jótlandi en fjósið er um 5 þúsund fermetrar að stærð og mun hýsa rúmlega 400 árskýr til að byrja með. Vegna lofthreinsibúnaðarins telja ráðunautar á svæðinu að auðsótt ætti að vera að stækka búið verulega án þess að gera þurfi sérstakar kröfur til umhverfismála, en í Danmörku gilda strangar kröfur á því sviði vegna vandamála með bæði þéttbýli og mengun grunnvatns. Þá horfa umhverfisráðunautar jafnframt til þess að afar líklegt sé að á næstu árum verði kröfurnar hertar varðandi minni losun ammoníaks frá landbúnaði og þá muni kerfið frá MT Højgaard koma sér vel. Snorri Sigurðsson Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands Heimildir: Anya B. Vinstrup og Peter Kai, Lugt fra husdyrbrug. Grøn Viden: Husdyrbrug nr. 42: 8 s. Arne Grønkær Hansen og Helle Birk Domino, Et biologisk filter af papir. skoðuð 12. apríl Heimasíða MT Højgaard, www. mth.dk, skoðuð 5. apríl Poul Pedersen og Thomas Ladegaard Jensen, På vej mod den lugtfrie stald. DS Nyt 2005 (9): Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda: ESB-aðild og ylræktarver á Hellisheiði og Suðurnesjum aðal málin Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda (SG) var haldinn á Hótel Selfossi föstudaginn 8. apríl. Sveinn A. Sæland, formaður sambandsins, var endurkjörinn á fundinum og kom víða við í ársskýrslu sinni fyrir Hann fjallaði m.a. um hugsanlega ESBaðild, raforkumál, fánaröndina, tilraunamál, aðlögunarsamninginn, tollamál og skógarplöntumál svo eitthvað sé nefnt. Mesta púður fundarins fór í umræður um tvö ylræktarver, sem stendur til að reisa á Suðurnesjunum og við Hellisheiðarvirkjun, þar sem garðyrkjubændur fylgjast grannt með stöðu mála. Innganga gulrófnabænda Margir fundarmenn lýstu yfir miklum áhyggjum af verunum, sérstaklega því á Suðurnesjunum. Þá fór töluverður tími fundarins í umræðu um inngöngu Félags gulrófnabænda í SG en ekki hefur náðst lending í því máli, þrátt fyrir marga sameiginlega fundi stjórnanna. Sérstakir gestir aðalfundarins voru þær Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, sem fjallað um áhrif aðildar að Evrópusambandinu og Æskilegt væri að framleiðendur í alifuglarækt og eggjaframleiðslu væru fleiri og búin dreifðust víðar um landið. Auka þarf hlutdeild innlends fóðurs í alifuglarækt til að tryggja betur fæðuöryggi og sjálfbærni greinarinnar. Þetta er meðal niðurstaða í skýrslu starfshóps um eflingu alifuglaræktar á Íslandi sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti viðtöku á dögunum. Starfshópurinn, sem var skipaður í janúar á síðasta ári, hafði að verkefni að kanna og leggja fram tillögur um hvernig efla megi alifuglarækt með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið. Í niðurstöðu hópsins kemur fram að alifuglarækt á Íslandi eigi að reka á sömu forsendum og aðrar búgreinar. Eldið skuli taka mið af fæðuöryggi þjóðarinnar, umhverfissjónarmiðum og hollustu afurða auk þeirra áhrifa sem búgreinin hafi á nærsamfélag sitt. Brothætt jafnvægi Þrátt fyrir að gott jafnvægi hafi verið í framleiðslu og eftirspurn eftir bæði kjúklingakjöti og eggjum í landinu er það jafnvægi brothætt. Ástæða þess er einkum sú að framleiðslan er á höndum fárra aðila og komi upp alvarlegar aðstæður á borð við stórfellda sjúkdóma getur það jafnvægi raskast. Hið sama má segja um slátrun og vinnslu á kjúklingakjöti en einungis þrír aðilar sinna þeim þætti nú. Ef einn þessara aðila myndi af einhverjum ástæðum þurfa að draga sig út úr vinnslunni gætu hinir tveir tæplega annað þörfum markaðarins. Engar tillögur um stærðarmörk Sömuleiðis vekur nefndin athygli á að vegna þess hversu fáir framleiðendur eru hér sé hættan sem skapast gæti vegna sjúkdóma veruleg. Ekki eigi þetta síður við vegna þess hversu stór hluti búanna sé á svipuðu svæði, þ.e. í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Í skýrslunni er þó lögð áhersla á að staða í sjúkdómavörnum sé góð á Erna Bjarnadóttir flutti fróðlegan fyrirlestur um möguleg áhrif inngöngu í ESB á Ísland og ekki síst á garðyrkjuna. Myndir / MHH Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi, sem fjallað um Íslandi enda séu reglur hér strangari en í öðrum löndum Evrópu. Ekki eru þó settar fram neinar tillögur í skýrslunni um hvernig hægt væri að fjölga framleiðendum eða setja mörk á stærð búa. Að sögn Björns Halldórssonar formanns starfshópsins var það ekki hlutverk hópsins að koma fram með slíkar hugmyndir, enda sé þar um pólitískt mál að ræða. Við bendum hins vegar á þær hættur sem kunna að felast í stöðunni eins og hún er nú auk þess sem við bendum á mikilvægi þess námið í skólanum og þær breytingar, sem eiga sér stað á námi skólans. /MHH Starfshópur um eflingu alifuglaræktar á Íslandi segir greinina brothætta: Fleiri kjúklingabú og víðar Auka þarf hlutdeild innlends fóðurs í alifuglarækt til að tryggja fæðuöryggi Í hnotskurn Holdakjúklingur er framleiddur á 27 búum. Þar af eru tvö á Norðurlandi en hin öll á Suður- og Vesturlandi í nálægð höfuðborgarsvæðisins. Fjórtán framleiðendur eru með yfir varphænur, þ.a. einn með yfir og tveir með yfir Kalkúnaframleiðsla er á fimm búum á hendi eins framleiðanda. Á einu búi eru ræktaðar aliendur. að hlutdeild innlends fóðurs verði aukin í ræktuninni. Þá leggjum við líka áherslu á að ræktunin sé í sátt við umhverfið, meðal annars með nýtingu á alifuglaskít. Þessa hluti er betur hægt að uppfylla ef búin er dreifðari um landið. Bent er á í skýrslunni að nær öll framleiðsla kjúklinga og eggja byggi á innfluttu fóðri, sem samrýmist trauðla kröfum um fæðuöryggi. Hægt væri að auka hlutdeild innlends fóðurs verulega og spara með því gjaldeyri og gera greinina minna háða innflutningi. /fr

33 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl Bílskúra- og iðnaðarhurðir Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax: HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

34 34 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Senda landsmönnum ÞJÓÐARKORT á Ári skóga í tilefni af sumarkomunni Alþjóðlegt ár skóga og verkefnið Grænn apríl hafa tekið höndum saman um að senda landsmönnum jákvæð skilaboð í tilefni af sumarkomunni. Sumardagurinn fyrsti er táknrænn samstöðudagur þjóðarinnar, tilefni sem allir geta sameinast um að gleðjast yfir. Það hefur legið þungt ský á þjóðinni undanfarin misseri. Neikvæðni og sundurþykkja hafa einkennt umræður í samfélaginu. Með ÞJÓÐARKORTI ÁRS SKÓGA vilja þessi samtök hvetja fólk til að rækta vináttu og samhygð sín í milli og benda á mikilvæg spakmæli því til stuðnings. Allir þekkja heimspeki Hálsaskógar um að,,öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir" og Hávamál og kristin siðfræði hvetja okkur til þess að rækta vináttuna og koma vinsamlega fram, hvert við annað. Nokkur fyrirtæki hafa lagt ÞJÓÐARKORTINU lið og vilja með því stuðla að jákvæðum anda í samfélaginu. Moli um skóga í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 Erfðafræðileg aðlögun trjáa Tré hafa ótrúlega getu til að aðlagast loftslagsbreytingum. Aðlögun tekur hins vegar nokkurn tíma og hugsanlegt er að breytingar framundan verði örari en þekkst hefur. Þótt allnokkur þekking á aðlögun og erfðafræðilegri fjölbreytni skógartrjáa okkar sé til staðar þarf engu að síður að efla hana verulega því slík þekking er grundvöllur ákvarðanatöku um hvaða trjátegundir og kvæmi sé best að nota í skógrækt við breytilegar aðstæður. (Úr Selfossyfirlýsingu skógarmálaráðherra Norðurlandanna, 2008 ). Flísar, gosar, askar og mistilteinar: Ótal tækifæri á ári trésins Íslensk trjárækt og timburframleiðsla leiða til fjölþætts iðnaðar og nýsköpunar Árið 2011 er helgað viði og timbri. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir að ræktun skóga á Íslandi gefi af sér við til ýmissa nota og sé þegar orðin mikilvæg undirstaða nýsköpunar í landinu. Mikilvægi trjáræktar eigi eftir að verða enn meira í framtíðinni. Gamlar sögur herma að Ísland hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru þegar land byggðist. Þeir skógar virðast hafa horfið að mestu af ýmsum orsökum. Kólnandi veðurfar er nefnd sem ein skýring. Auk þess hjuggu landnámsmenn tré til nota bæði í nytjahluti og sem eldivið. Loks var skógurinn notaður til kolagerðar, eins og lýst er þegar þær stöllur Bergþóra og Hallgerður sendu þrælana sína til kolagerðar í skóginum nærri Fljótshlíð. Þannig eyddu landnámsmenn skógunum og létu þar að auki búfénað sinn ganga þar lausan. Á löngum tímabilum Íslandssögunnar hefur skógurinn því verið í mikilli varnarstöðu. Mistilteinn örlagavaldur í goðheimum Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir af þessu tilefni að þegar norræna goðafræðin fjallaði um goðin og örlög þeirra, eins og Snorri Sturluson getur um, var einn sá hlutur sem gat grandað guðinum góða Baldri. Þetta var mistilteinn, viðartegund sem óx vestan við Valhöll og Loki Laufeyjarson sleit upp og setti í hendur hinum blinda Heði með afleiðingum sem voru margfalt verri en bankakreppa nútímans! Mistilteinn (Viscum Album) er ævaforn lækningajurt sem vex sem sníkjuplanta á mörgum trjám. Ort í tré Heimur ævintýranna yrkir oft í tré, segir Þorsteinn. Við þekkjum öll Gosa (Pinocchio) úr skáldsögu ítalska rithöfundarins Carlo Collodi, strák sem var tálgaður úr tré af tréskurðarmanninum Geppetto. Brúðuna Gosa dreymdi um að verða raunverulegur strákur og lenti í ýmsum raunum og ævintýrum; nefið á honum lengdist alltaf ef hann laug! Gosi er kannski gott dæmi um þann heim sem hægt er að skapa úr tré. Sama sköpunarþrá réði þegar listamaðurinn Dieter Roth hannaði dýrahjörð úr tré 1962 og Eyjólfur í Epal og Skógrækt ríkisins hafa komið á framfæri síðan með því að endurvekja þessa hönnun á síðasta ári. Tré notuð sem syndaaflausn Nútíminn lítur skóginn svolítið öðrum augum. Hann er prýði og hann er jafnvel metinn sem,,kolefnisjafnari, þannig að nokkur tré í viðbót verða eins og syndaaflausn fyrir stóra jeppann hans pabba. Birkilaufið nýtur sólarljóssins og notar það til þess að umbreyta koltvísýringi andrúmsloftsins og vatni jarðarinnar í tréni. Þannig er tréð sá hluti lífríkisins sem bindur gróðurhúsagas. Þrír framleiðsluflokkar Menn eru sammála um að hnattræn hlýnun muni væntanlega auka líkur á árangursríkri skógrækt hér á landi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands fagnar ári trésins og hefur í huga að timburafurðir úr skógum og lundum landsins skiptast upp í þrjá megin framleiðsluflokka: Í fyrsta lagi flísina sem til verður við skógarhögg og sögun. Í öðru lagi handverksefnið, sem nota má til þess að gera ýmsa nytjahluti úr timbri. Íslenski askurinn er gott dæmi um slíka hluti. Í þriðja lagi er timbrið efni í byggingar; ekkert er dýrðlegra en að dvelja við íslenskt tréborð í fögrum timburbústað í skógarjaðri! Flísin verður sífellt mikilvægari Sem nýsköpunarmanni finnst mér alltaf að notkun íslenskra skóga í eldsneyti, eins og gerist í hluta stóriðjunnar, sé ef til vill ekki bestu not á þessu verðmæta og gildishlaðna náttúruefni. Járnblendifélagið hóf að nota viðarflís í ofnum sínum og opnaði fyrir þessa áhugaverðu notkun. Hækkandi verð á jarðefnaeldsneyti hefur gert flísina enn mikilvægari til brennslu. Nýsköpunarmiðstöð mun í framtíðinni geta komið að þróun og úrvinnslu, ásamt því að veita fyrirtækjum aðstoð við að fara í samvinnu við önnur fyrirtæki í úrvinnslu á þessu sviði í gegnum tengslanet Evrópumiðstöðvar NMÍ. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir mikil tækifæri liggja í ræktun skógar og vinnslu á trjáviði. Mikil þróun á vörum handverksmanna Handverk úr skógarafurðum er orðin þekkt vara hér á markaðinum og nýta handverksmenn og hönnuðir þessa vöru í auknum mæli. Hér hefur NMÍ nú þegar komið að máli og aðstoðað marga frumkvöðla við rekstur og þróun á vörum þeirra. Miðstöðin okkar býr svo vel að hafa á að skipa trjáfræðingi, Eiríki Þorsteinssyni, sem gjörþekkir sviðið og hefur verið leiðbeinandi um notkun trés sem smíða- og hönnunarefnis í mörg ár. Við höfum til dæmis stutt fyrirtæki sem hyggur á að bjóða þjónustu viðarsagar sem passar aftan í bílkerru og getur farið á vettvang þar sem skógarhöggsmenn vilja saga niður á staðnum. Ef til vill má segja að Reykjavík sé orðin stærsti skógur á Íslandi og mun fyrirtækið með litlu færanlegu sögina hafa starfsaðstöðu í borginni. Íslenskt timbur í byggingar Íslenskt timbur sagað úr bolviði og nýtt sem burðarviður á langt í land með að verða markaðsvara, til þess eru skógarnir of ungir. Aftur á móti mun það aukast hægt og rólega að bolir verði sagaðir í fjalir og nýttir í byggingar og þá til smíða á innréttingum og í klæðningar innan- og utanhúss. Í því sambandi má nefna framleiðslu Guðmundar Magnússonar á Flúðum, sem er að framleiða veggflísar. Hér mun NMÍ geta komið í auknum mæli að aðstoð við vöruþróun og markaðssetningu í gegnum tengslanet sitt. Gagnabanki um íslenskan timburiðnað Að síðustu vil ég nefna spennandi framtak sem Nýsköpunarmiðstöð er að koma að ásamt Eyjólfi í EPAL, þeim gagnmerka frumkvöðli í íslenskri hönnun. Eyjólfur hefur áður sýnt íslensku timbri mikinn áhuga varðandi margs konar framleiðslu nytjalistar og kjörgripa úr tré eins og við nefndum hér að ofan. Hugmynd Eyjólfs er að búa til gagnagrunn með skrá yfir alla þá aðila á landinu sem bjóða fram þjónustu við vinnslu trés, hvort sem er sögun, rennismíði, eða hvers kyns trésmíði. Gagnabankinn mun einnig innihalda smiðjur sem vinna úr öðrum efnum. Fyrsti gagnagrunnurinn mun taka mið af Austfjörðum og mun starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar á Austurlandi undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur hafa umsjón með verkefninu. Hönnuðir, listamenn og framleiðendur geta þá fundið í gagnagrunninum upplýsingar um hvar unnt er að fá ýmiss konar þjónustu varðandi vinnslu úr timbri og skógarafurðum, segir Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar.

35 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl Raddir ungra bænda Verðlagsmál og ungbændur Verðlagsnefnd búvara ákveður lágmarksverð sem bændur fá greitt, frá afurðarstöð, fyrir innlagða mjólk innan greiðslumarks. Auk þess ákveður nefndin hvert heildsöluverð helstu mjólkurafurða er, s.s. á neyslumjólk smjöri osti rjóma og undanrennudufti. Undanfarin misseri og raun allt frá því kerfishrun varð á Íslandi í október 2008 hefur gegnið hægt og illa fyrir bændur og afurðarstöðvar að fá í gegn hækkanir til móts við þann gríðarlega kostnaðarauka sem báðir aðilar hafa mátt taka á sig. Stærsti valdurinn að kostnaðarhækkun er mikil breyting á gengi íslensku krónurnar en einnig hafa orðið beinar hækkanir á aðföngum erlendis frá, s.s. á olíu. Það hlýtur að teljast einsdæmi á Íslandi, og þó víðar væri leitað að, að ein stétt eða atvinnugrein sé skilin eftir í kuldanum og látin bera höfuðþungann af því að halda aftur af verðbólgu og hækkun vísitölu. Það þótti allavega tíðindum sæta að í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur ekki verið minnst einu orði á lækkun aðflutningsgjalda á innfluttar búvörur. Sennilegasta skýringin er sú að þrátt fyrir að engin höft eða tollar væru, þá stæðu íslensku landbúnaðarvörunar ennþá uppi sem ódýrustu matvæli hér á landi í dag. Er það eðlilegt að bestu afurðir í heimi séu jafnframt þær ódýrustu? Samt láta menn þetta yfir sig ganga. Um það leiti sem ég hóf búskap var hart sótt að landbúnaði á Íslandi og þá urðu menn að beygja sig fyrir þrýstingi stjórnvalda sem vildu færa kjósendum ódýrari matarkörfu með því að sleppa eðilegum hækkunum á mjólk og mjólkurafurðum. Þessu gleyptu kúabændur við og bjuggust við að þeir nytu góðs af því síðar. Þegar hrunið varð, urðu bændur aftur nauðbeygðir að láta yfir sig ganga, lækkun á beingreiðslum skertar greiðslur til búnaðarlagasamnings og að ríkið hætti að greiða mótframlag í lífeyrissjóð. Aftur var ekki spyrnt við fótum og talað um að þetta yrði betra þegar landið næði sér upp úr kreppunni. Í dag virðist hins vegar flest hafa hækkað sem getur á annað borð hækkað. Allar innfluttar afurðir og aðföng, innlend vara og þjónusta hefur líka fengið að hækka óárreitt svo ekki sé minnst á skattana. En eftir sitja kúabændur og afurðarstöðvarnar með sárt ennið. Velta má fyrir sér afhverju mjólk og mjólkurafurðir hafa ekki fengið að hækka með eðlilegum hætti eins og í öðrum löndum heims. Er það af því að þeir sem berjast fyrir bættum kjörum bænda eru ekki í eins slæmri stöðu og þeir sem voru búnir að skuldsetja sig með jarða- og kvótakaupum, auk fjárfestinga í tækjum og húsakosti til bættrar vinnuaðstöðu. Er því um að kenna að 2 af 5 aðilum í verðlagsnefnd koma frá aðilum launþega og skilja ekki þá nauðsyn sem felst í því að á Íslandi getum við framleitt sem allra mest af okkar matvöru, bæði til að spara gjaldeyri og halda atvinnustigi uppi. Er þetta kannski skilningsleysi stjórnvalda sem virðast helst vilja halda á lofti orðum eins byggðarstefnu og matvælaöryggi á tillidögum og í kringum kosningar. Óháð því hvað veldur þá er það nauðsynlegt fyrir framtíð mjólkurframleiðslu og þeim fjölbreytta mjólkuriðnaði sem við eigum í landinu að bæði bændur og afurðarstöðvar fái nú þær eðlilegu hækkanir á sínum vörum til að ekki verði stöðnun og síðan hrun í greinunum. Það má einnig velta fyrir sér hverjum sú verðtilfærsla sem er innan mjólkurafurða er að þjóna. Varla getur það skipt sköpum fyrir hin almenna neytanda, sem kaupir allar þessar vörur. Kannski liggur skýringin hjá fyrrverandi landbúnaðarráðherra og þá önnur en sú sem hann hefur haldið á lofti fram að þessu. Gæti verið að það komi sér vel fyrir flokksbróður hans og kaupfélagsstjóra í fríríkinu fyrir norðan að en eru starfræktar tvær aðskildar einingar í mjólkurvinnslu, þar sem litli bróðir skilar milljarðahagnaði á meðan risinn, Auðhumla, hefur í fyrsta skipti náð að snúa við áralöngu tapi, en þó aðeins með gríðarlegum hagræðingaraðgerðum. En er hægt að tala um hagræðingu þegar 85% bænda og afurðarstöðva gerir allt sitt á meðan hinir fáu njóta ágóðans. Svo ekki sé minnst á þá hættu sem getur skapast af því að fjársterkir aðilar setji á stofn mjólkurvinnslu til að grafa undan kerfinu og fleyta rjóman ofan af mjólkuriðnaðinum. Það hentaði þáverandi landbúnaðarráðherra vel þegar Mjólka var stofnuð og neytendur töldu sig fá samkeppni. En meginniðurstaða mín er allavega sú að ef að landbúnaður á að þrífast á Íslandi meira en bara fram að næstu kosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslu, þá verða menn að fara að fá greitt eðlilegt verð fyrir afurðir sínar. Við munum alltaf búa við það hér á Íslandi að landbúnaðarafurðir verða dýrari í framleiðslu en á 44. breiddargráðu. En ef að Íslendingar vilja áfram geta átt kost á bestu mjólk og mjólkurafurðum í heimi þá verða þeir að borga fyrir það sem það kostar. Sæmundur Jón Jónsson. Universal - LAMBAMJÓLK Nýjung á íslenskum markaði Inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, vítamín, steinefni og amínósýrur. Ákjósanlegur valkostur fyrir lömbin. Fæst í 10 kg pokum. Lífland er með mikið úrval vara fyrir sauðburðinn. Lynghálsi 3 Reykjavík / Lónsbakka Akureyri / sími:

36 36 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Líf og starf Fjóstíran Nautgripasæðingar 2010 Hér kemur skýrsla þar sem fjallað er um sæðingastarfsemina á árinu 2010 og nokkrar lykiltölur bornar saman við fyrri ár. Á árinu 2010 voru sæddar kýr 1. sæðingu eða 69.7% af heildarfjölda kúa og kvígna samkvæmt talningu árið á undan. Til uppgjörs koma þó einungis sæðingar því ófáar sæðingar eru færðar á kýr sem af einhverjum ástæðum eru ekki viðurkenndar í Huppu þar sem þær eru annað hvort ekki skráðar eða fleiri en ein kýr bera sama númer. Sambærilegar tölur fyrir árið 2009 eru sæðingar eða 68.5% af stofninum. Af þessum tölum má ljóst vera að um 30% gripa kemur ekki til sæðinga og er það hlutfall alltof hátt. Ef þeir gripir kæmu til viðbótar í kynbótastarfið gætum við fjölgað ungnautum í árgangi verulega og byggt þannig undir frekari framfarir. Hér er verk að vinna. Sveinbjörn Eyjólfsson Nautastöð Bændasamtaka Íslands, Hesti Á mynd 2 má sjá að á árunum 2009 og 2010 voru flestar sæðingar í janúar líkt og undanfarin ár og næst flestar í desember. Bæði árin voru sæðingar fæstar í september líkt og áður. Mynd 1 sýnir metinn árangur sæðinga áranna 1997 til 2007, sem þýðir að kýrin kom ekki til endursæðingar innan 60 daga frá sæðingu. Þá sýnir myndin raunverulegan árangur sæðinga árin 2008, 2009 og Samanburðurinn er sláandi þegar hann er birtur með þessum hætti en það skal þó fullyrt að hann er betri en gengur í samanburðarlöndum. TAFLA 1 - Samanburður milli áranna 2008, 2009 og 2010 Búnaðarsamband sæðing Árangur 1.sæðing Árangur 1.sæðing Árangur Án svæðis 60 42% 3 67% 6 100% Kjalnesinga % % % Borgarfjarðar % % % Snæfellinga % % % Dalamanna % % % Vestfjarða % % % Strandamanna 43 51% 41 61% 43 79% V-Hún % % % A-Hún % % % Skagafjarðar % % % Eyjafjarðar % % % S-Þing % % % Austurlands % % % A-Skaft % % % V-skaft % % % Rangárvalls % % % Árnessýsla % % % Suðurlands Landið % % % Tafla 1 sýnir árangur sæðinga eftir svæðum. Tekin eru þrjú ár sem eiga að vera fyllilega sambærileg. Þegar litið er yfir tölur hefur árangur á Vesturlandi heldur fallið en batnað á Suðurlandi. Vegbúi. Hosi. Gustur. Mynd 3 sýnir hlutfallslegan fjölda sæðinga eftir mánuðum. Ekki er að sjá miklar breytingar milli ára. Á mynd 4 má sjá að töluverður munur er á fanghlutfalli milli mánaða. Ekki síður er verulegur munur milli mánuða milli ára. Athygli vekur hversu mikið betra fanghlutfallið er síðustu mánuði ársins 2010 heldur en árið Þó nú séu liðnir 90 dagar af árinu 2011 þá er ekki hægt að útiloka að fanghlutfallið falli er líður á árið en einhverntíma verður að setja mörkin. Ef þetta er raunhæf bæting er vonandi að hún haldi áfram. Best halda að meðaltali kýr sem sæddar eru í ágúst og september en júlí er ekki langt undan. Fanghlutfall er eins og oft áður lægst í febrúar. Á mynd 5 má sjá að alls voru 32 óreynd naut notuð í sæðingum eða fleiri á árinu 2010 á móti 35 nautum árið Á myndinni kemur fram árangur þessara nauta. Meðalfanghlutfall þeirra er 60,6% sem er nokkru lægra en á árinu 2009 þegar það var 61,9% Munar ekki minnst um að nú fara 3 naut undir 55% fanghlutfall en á síðasta ári var það bara eitt. Þó heldur mun betur við óreyndu nautunum en reyndu nautunum sem hafa fanghlutfall upp á 58,5%. Skýring á því kann að vera að mjög mikil notkun hefur verið á nautum fæddum 2002 og er því verið að nýta þann hluta sæðis sem ekki var talinn í besta flokki. Á mynd 6 má sjá að á árinu 2010 voru notuð 24 (25 á árinu 2009) reynd naut í 150 eða fleiri 1. sæðingum (með fylgja 5 holdanaut sem mest voru notuð eins og áður). Árangur þeirra sést á mynd hér fyrir neðan en hann er að meðaltali 58.5% sem er nokkru betri en á árinu 2009 er hann var 57.0%. Ekkert naut fer niður fyrir 50% sem er gott.

37 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl Raddir kúabænda - naut.is Hagræðing í mjólkuriðnaði hefur skilað sér til bænda og neytenda Nú þegar vorið nálgast eftir svellalagðan vetur hér Norðanlands hafa fyrirtæki okkar bænda og hagsmunafélög flest lokið aðalfundum og birt sínar ársskýrslur sem varða rekstur þeirra og framtíðarmarkmið. Það er ánægjuefni að fyrirtæki á borð við MS, sem er stærsti viðskiptaaðili okkar bænda í mjólkurvinnslu, skuli sýna verulegan viðsnúning í rekstri sínum á liðnu ári. Skilar félagið hagnaði í stað taprekstrar sem verið hefur viðvarandi undanfarin ár. Það er því full þörf á að þakka stjórn og stjórnendum þessa fyrirtækis góðan árangur sem auðvitað hefði ekki náðst nema með mikilli hagræðingarvinnu og aðhaldi í rekstri. Þessi árangur við að ná settum markmiðum í að lækka kostnað við framleiðsluna næst þó aldrei fram nema með einhverjum fórnum í störfum og, þegar lengra er litið aftur, verulegri fækkun afurðastöðva vítt um land sem raskað hefur atvinnulífi á þeim stöðum þar sem þær hafa verið aflagðar. Þetta hefur þó allt miðað að því að skila sem hæstu verði til okkar bænda og lágmarka verð til neytenda. Eitt atriði vil ég nefna sem skiptir miklu máli við að sameina mjólkurvinnsluna, að í dag njóta allir bændur, hvar á landinu sem þeir búa, sömu kjara hvað varðar flutningskostnað á mjólk í afurðastöð hjá MS. Flutningskostnaður á mjólk í afurðastöð var orðinn mjög íþyngjandi kostnaður hjá hinum minni afurðastöðvum með mjög dreifða framleiðslu. En mjólkurvinnslan er viðkvæm og allt þetta byggist á því að sala á mjólkurvörum haldist og ytra umhverfi hennar breytist ekki til muna. Í því sambandi er mjög brýnt að tryggt verði úrræði í búvörulögum til að ákvæði laganna um bann við markaðssetningu mjólkur utan greiðslumarks á innanlandsmarkaði haldi, enda er það forsenda þess að hægt sé að tryggja lögboðið lágmarksverð til bænda. Þetta mál strandaði í þinginu á liðnu sumri og enginn hefur treyst sér til að taka það upp að nýju og koma því áfram. Stefnumótun til framtíðar Á aðalfundi LK sem haldinn var á dögunum var mikil vinna lögð í að fara yfir drög að stefnumótun fyrir nautgriparækt til framtíðar í landinu, sem unnin var af nefnd skipaðri af fulltrúum frá Auðhumlu og LK. Þessi nefnd hafði það m.a. að markmiði í sinni vinnu að ná fram hagkvæmari framleiðslu með lækkun á framleiðslukostnaði og betri rekstri á búunum. Ég tel að þetta sé ekki eitthvert marklaust plagg sem menn vinna og sé síðan geymt í möppu uppi í hillu, heldur eigi menn að geta nýtt sér ýmislegt úr þessum gögnum til að bæta sinn rekstur, því við þessa vinnu hefur m.a komið í ljós að mikið skilur á milli hvernig menn höndla það. En það kemur þó að því sama eins og með vinnsluna, að ytra umhverfi greinarinnar verður að vera stöðugt svo menn hafi trú á því sem þeir eru að gera. Eitt er það sem veikir þessa trú manna á að hér verði mjólkurframleiðsla áfram með svipuðu sniði, en það eru aðildarviðræðurnar við ESB sem löngu er orðið tímabært að slíta svo menn geti farið að vinna á eigin forsendum til framtíðar. Eins og ég sagði í upphafi þessa pistils er vorið að koma, það finnst mér alltaf einhver besti tíminn í mínu starfi sem bóndi. Endilega njótum vorsins, hvað sem öllu öðru líður. Sveinbjörn Þór Sigurðsson stjórnarmaður í LK

38 38 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Á markaði Erfðabreyttar jurtir ræktaðar á 148 milljónum hektara árið 2010 Ræktun á erfðabreyttum jurtum til matvælaframleiðslu jókst um 10% árið Alls var sáð í 148 milljónir hektara, samanborið við 138 milljónir hektara árið Á árinu 2010 var einnig sáð í þúsund milljónasta hektarann frá því að ræktun erfðabreyttra jurta í viðskiptalegum tilgangi hófst árið Þetta kemur fram í tölum frá International Service for the Acquisition of Agribiotech Applications (ISAAA), Erfðabreyttum jurtum sáð í 29 löndum Alls er erfðabreyttum jurtum nú sáð í 29 löndum en þau voru 25 árið Í hópinn bættust nú í fyrsta skipti Svíþjóð, Pakistan og Myanmar en einnig kom Þýskaland á ný inn í þennan flokk með erfðabreytt kartöfluafbrigði, Amflora, sem ESB leyfði ræktun á í mars Mest er ræktað af erfðabreyttum jurtum í Bandaríkjunum (66,8 milljónir hektara), Brasilíu (24,4 milljónir hektara) og Argentínu (22,9 milljónir hektara). Meðal 17 landa sem rækta erfðabreyttar uppskerujurtir á meira en hekturum er aðeins Svíþjóð að finna af Norðurlöndunum fimm. 15,4 milljónir bænda nota erfðabreyttar jurtir Alls nota 15,4 milljónir bænda í heiminum erfðabreyttar jurtir í framleiðslu sinni og fjölgaði þeim um 4,4 milljónir frá árinu Yfir 90% þessara bænda eru smábændur í fátækum löndum. Mest er ræktað af sojabaunum sem eru þolnar fyrir plöntuvarnarefnum, eða á um helmingi þess lands sem erfðabreyttar jurtir eru ræktaðar á. Næst á eftir eru maís og bómullarafbrigði sem þróuð hafa verið með líftækni. Bændur í Evrópu hverfa frá erfðabreyttum jurtum Upplýsingar frá Greenpeace benda hins vegar til að bændur í Evrópu séu að hætta ræktun erfðabreyttra uppskerujurta þar sem neytendur hafi snúið baki við þeim. Upplýsingum ISAAA hefur einnig verið hafnað af samtökunum Friends of the Earth Europe (FoEE). Talsmaður samtakanna segir andstöðu við erfðabreytt matvæli í Evrópu vera útbreidda og vaxandi vegna þess að neytendur og bændur sjái sér engan hag í þeim, aðeins aukna áhættu fyrir heilsu sína og umhverfið (sjá einnig: en/resources/publications/pdfs/2011/ who-benefits-from-gm-crops/). Lauslega þýtt og endursagt úr Agra Focus, mars /EB Samningaviðræður Norðmanna við ESB: Tilraun til að bifa risa Árið 2007 gaf NILF (Norska landbúnaðarrannsóknastofnunin) út skýrslu um samningaviðræður Norðmanna við ESB um landbúnað á árunum 1993 og Skýrslan er byggð samhliða á viðtölum við 20 aðila sem tengdust aðildarviðræðunum með ýmsu móti, auk þess sem skoðuð voru skjöl frá norsku landbúnaðar- og utanríkisráðuneytunum, Framkvæmdastjórn ESB, finnskum samningamönnum, Norsku bændasamtökunum og tveimur blaðamönnum. Skýrslan er mjög áhugaverð og margt sem þar kemur fram er umhugsunarefni fyrir íslenska bændur nú þegar verið er að undirbúa samningaviðræður við ESB. Í samantekt segir að án efa hafi mikil vinna verið lögð fram af hálfu samningamanna Noregs. Samt sem áður virðist sem sú samningsafstaða sem kynnt var af hálfu Noregs hafi ekki byggst á skýrum skilningi á innihaldi slíkra samningaviðræðna, þar á meðal því skipulagslega ójafnvægi sem er á milli samningaaðila í viðræðunum. Þurftu að innleiða löggjöf og reglur Sérstakur kafli í skýrslunni fjallar einmitt um hvað sé sérstakt við aðildarviðræður. Fjögur lönd sóttu samtímis um aðild að ESB en fyrir voru þar þá 12 lönd með sameiginlega, langa lagabálka og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Aðildarlöndin þurftu í grunninn að samþykkja að innleiða löggjöf og reglur ESB ( acquis communautaire á frönsku). Nær ómögulegt að fá varanlegar undanþágur Það var Noregur sem átti að taka yfir löggjöf ESB á þeim sviðum þar sem löggjöfin var sameiginleg. Að þessu gefnu þýðir það að áherslan frá umsóknarlandi mun verða á aðlögunaraðgerðir fremur en á sérstakar ráðstafanir og undanþágur. Nær ómögulegt er að fá varanlegar undanþágur frá sameiginlegum aðgerðum í aðildarviðræðum. Það sem getur í undantekningatilfellum gerst er að ESB lagi stefnu sína að þörfum viðkomandi lands. Mikilvægt dæmi um þetta er norðlægur stuðningur, sem samið var um í aðildarviðræðunum við Norðurlöndin þrjú sem áttu samleið í þessum samningaviðræðum á sínum tíma. Þetta var nýsköpun innan landbúnaðarstefnu ESB. Engar tilslakanir Annað mikilvægt atriði til að hafa í huga er samningatækni eða aðferðir. Framkvæmdastjórn ESB hefur langa reynslu af samningaviðræðum og ekki síður mikilvægt er að hún hefur langa reynslu af að skrifa niðurstöður viðræðnanna inn í lagatexta. Landbúnaðardeild framkvæmdastjórnarinnar, sem fer með samningaviðræður af hálfu sambandsins, getur hvenær sem er dregið til baka svigrúm sem gefið hefur verið í skyn að sé til staðar í viðræðunum, með vísan til að aðildarlöndin hafi ekki fallist á túlkun eða sýn hennar. Þetta átti t.d. við þegar gefið var í skyn, á fyrstu stigum viðræðnanna á árinu 1993, að Noregur gæti fengið einhverskonar verðaðlögun fyrir landbúnað þannig að áhrifa tollaafnáms gætti ekki strax frá fyrsta degi, svipað og Spánn og Portúgal fengu við aðild sína á níunda áratug 20. aldar. Þann 24. nóvember 1993 lá hins vegar fyrir samhljóða niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar um að slíkt yrði ekki veitt. Norskir samningamenn fengu þó vísbendingar um að samúð væri með þeirra sjónarmiðum meðal mikilvægra aðildarlanda, í heimsóknum til þeirra mánuðina á eftir. Engu að síður varð það samhljóða niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar í febrúar 1994 að engin verðaðlögun yrði fyrir norskan landbúnað og tollvernd myndi að fullu falla niður frá fyrsta degi. Umsóknarland er hins vegar í allt annarri stöðu, segir í skýrslunni. Ef Viðræður við ESB Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is breyting er gerð á samningsafstöðu er ekki hægt að færa sig seinna aftur til fyrri stöðu. Sérhver breyting sem er gerð er þannig bindandi. Kerfisbundið reynt að útvatna niðurstöður Að lokum þarf síðan að skrifa niðurstöður aðildarviðræðna inn í löggjöf ESB. Eftir Finnum er haft að þessi ferill, sem hófst eftir að samningaviðræðum lauk þann 1. mars 1994, hafi verið mjög erfiður. Í bók eftir einn af samningamönnum Finna, Antti Kuosmanen (Finland s Journey to the European Union), segir orðrétt: Það var kerfisbundið reynt að útvatna allar mikilvægustu niðurstöður maraþonsamningaviðræðnanna. Í lok skýrslunnar er farið yfir þau atriði sem höfundar telja mikilvægt að draga lærdóm af í samningviðræðum við ESB í framtíðinni. Eins og áður segir er skýrslan áhugaverð og læsileg. Hana má finna í heild sinni á slóðinni: Rapporter/Nn/2007/R200701Hele. pdf. /EB Skipting beingreiðslna milli bænda í ESB Í nýrri skýrslu frá Evrópusambandinu er gerð grein fyrir hvernig beingreiðslur sem byggjast á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni (CAP) skiptast milli bænda í aðildarlöndunum. Fram kemur að 81,5% bænda fengur minna en 5000 Evrur ( kr miðað við gengi í apríl 2011) hver, eða alls um 14,8% heildargreiðslna. Hafa þarf í huga að enn er verið að innleiða CAP í nýju aðildarlöndunum 12 (sem hafa gerst aðilar frá 2004) og í 10 þeirra ná beingreiðslur nú 50% af óskertum greiðslum og í Búlgaríu og Rúmeníu, 30%. Ekki eru meðtaldar greiðslur sem bændur í þessum löndum fá frá viðkomandi landi sem viðbótar innanlandsgreiðslu, sem sérstaklega var samið um í aðildarsamningum landanna. Úr sömu gögnum má lesa að 62% bænda fengu minna en 1250 Evrur en 0,02% viðtakenda fengu meira en evrur. Mikill munur er á greiðslum til bænda í nýju löndunum 12 og í löndunum 15 sem mynduðu sambandið fyrir stækkun þess til austurs árið Rösklega 3,4 milljónir viðtakenda í öllum löndunum 27 fengu minna 500 evrur í sinn hlut, til viðbótar fengu 1,5 miljón viðtakenda Evrur. Alls fengur 7,9 milljónir framleiðenda beingreiðslur árið 2009 og meðaltalsgreiðsla á viðtakenda var tæpar 5000 evrur. Langflestir eða 97% viðtakenda í ESB löndunum 15, fengur greiddar meira en 5000 evrur. Rúmlega bú fengu greitt meira en evrur (48 milljónir kr). Flest þeirra eru í Þýskalandi (1700), á Spáni og Ítalíu (350) og rúmlega 300 í Bretlandi. Dreifing beingreiðslna er nokkuð ólík milli aðildaríkjanna. Þannig fá 80% viðtakanda 11% heildargreiðslna í Portúgal en í Luxemborg er dreifingin mun jafnari þar sem 59% framleiðenda fá 80% af heildargreiðslum. Í nýju löndunum 15 er dreifingin ójöfnust í Slóvakíu þar sem 80% framleiðenda fá aðeins 4% greiðslna en í Slóvakíu 39%. Heimild: agriculture/funding/directaid/ distribution_en.htm Framleiðsla og sala ýmissa búvara í mars mars 2011 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2011 jan mars.2011 apríl jan.2011 janúar '10 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,7-9,5-6,7 25,4% Hrossakjöt ,9-12,6-17,2 2,9% Nautakjöt ,9-7,8 1,0 14,4% Kindakjöt ,1-71,2 2,8 34,4% Svínakjöt ,3-6,0-2,8 22,9% Samtals kjöt ,8-9,0-2,0 Sala innanlands Alifuglakjöt ,3-9,8-3,7 30,0% Hrossakjöt ,9-11,4-18,5 2,2% Nautakjöt ,7-10,2 0,5 16,3% Kindakjöt * ,5-17,1-2,6 25,9% Svínakjöt ,4-2,9-3,1 25,6% Samtals kjöt ,9-9,7-3,0 *Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana.

39 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl ER EKKI KOMINN TÍMI Á ÞÍNA HUGMYND? Jeppadekk ATZ tomma MTZ Claw mtdekk.is Icetrack ehf. Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar hugmynd verður að vel heppnuðum veruleika eins og sést á þessari mynd frá opnu húsi á Halldórsstöðum í Eyjafirði. Ef þú skoðar heimasíðuna okkar, undir Frá hugmynd að veruleika sérðu myndir og teikningar af húsum frá okkur sem þjóna sem fjárhús, fjós, reiðhallir, hesthús, bílskúrar, iðnaðarhúsnæði o.s.frv. Láttu okkur vita hvaða hugmynd þú hefur og saman gerum við hana að veruleika. HÝSI-MERKÚR ehf. - Völuteigur 7, Mosfellsbæ Sími hysi@hysi.is / Vélar í vorverkin Heitasta jólagjöfin! Vinsælu flís Hestaskjóls ábreiðurnar eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn, hlýjar, léttar og auðvelt að þvo. Sérmerktar eftir óskum kaupanda. Sendum gegn póstkröfu Sími: Gsm: (Halldís) Jarðtætarar Sterkbyggðir og öflugir hnífatætarar frá CELLI til afgreiðslu strax. 2 stærðir: Vbr. 285 cm, aflþörf 90 hö. Vbr. 310 cm, aflþörf 115 hö. Tannhjóladrif, hvorki reimar né keðjur. Stillanlegt op á afturhlera. L - laga hnífar, 6 á hverjum flangsi og halla innávið. 25 cm vinnsludýpt og skór á hliðum Drifskaft með yfirálagskúplingu Tryggið ykkur eintak, takmarkað magn í boði. Sáningsvélar Amazone D9-30 Special kassasáningvélin er ein sú vandaðasta á markaðinum í dag. Vinnslubreidd 3,0 m. 25 sáðfætur, 12 cm á milli sáðfóta. 450 lítra sáðkassi (stækkanlegur í 850 l.). Stiglaus stilling á sáðmagni. Útbúnaður fyrir repjufræ. Einstaklega vönduð og verkleg vél. ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Áburðardreifarar AMAZONE ZA-X áburðardreifararnir eru einhverjir vönduðustu dreifarar sem völ er á. Hárnákvæm dreifing með tveimur dreifiskífum úr ryðfríu stáli, vökvastýring úr ökumannssæti, kögglasigti, vandaður og endingargóður drifbúnaður, auðveld og þægileg notkun. Auk þessa er fáanlegur vökvastýrður jaðarbúnaður svo áburðurinn lendi ekki úti í skurði eða utan girðingar. ÞÓR HF Reykjavík: Krókhálsi 16 Sími Akureyri: Lónsbakka Sími

40 40 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Tól og tækni Upplýsingatækni og fjarskipti Bústofn fær góða dóma Jón Baldur Lorange Bústofn ( tölvukerfi fyrir búfjáreftirlit sem upplýsingatæknisvið Bændasamtakanna smíðaði fyrir MAST, fékk góða dóma á Samráðsþingi MAST, sem haldið var 14. apríl sl. Fulltrúar bænda, sem töluðu í hópnum, Bændur og breytingar, lýstu allir yfir ánægju með hve fljótlegt hefði verið að skila inn forðagæsluskýrslu með rafrænum hætti í gegnum Bústofn, og þá þakkaði Sverrir Sverrisson, faglegur verkefnisstjór MAST í verkefninu, Bændasamtökunum fyrir gott samstarf við þróun kerfisins. Þá komu fram óskir um að MAST þróaði frekar möguleika á að skila sem flestum skýrslum með rafrænum hætti, nú þegar nettengingar bænda væru komnar í viðunandi form, til að gera allt eftirlit skilvirkara og hagkvæmara. Í þessu sambandi hefur gæðastýringin í sauðfjárrækt verið nefnd, þ.e. að bjóða upp á rafræn skil og rafrænt eftirlit til að auka hagkvæmni og aðgengi upplýsinga. Verkefnisstjóri og forritari Bústofns fyrir hönd upplýsingatæknisviðs Bændasamtakanna er Örn Haraldsson. Búfjárheilsa, nýtt tölvukerfi MAST, í prófun Búfjárheilsa, vefforrit og miðlægur gagnagrunnur utan um sjúkdómsgreiningar, lyfjameðhöndlanir og bólusetningar á búfé, hefur verið í prófun hjá MAST. Upplýsingatæknisvið Bændasamtakanna þróar kerfið samkvæmt forskrift MAST. Í fyrstu atrennu verður skráning fyrir nautgripi og hross, og er bein tenging við hjarðbækur í skýrsluhaldsforritunum HUPPU og WorldFeng. Síðar verður bætt við skráningu fyrir annað búfé. Í dag fer fram skráning á lyfjaskráningu í WorldFeng í samræmi við kröfur ESB þar um vegna útgáfu hestavegabréfa við útflutning hrossa. Sú skráning verður samræmd við Búfjárheilsu. Faglegur verkefnisstjóri MAST er Auður Lilja Arnþórsdóttir. Forritari Búfjárheilsu fyrir hönd upplýsingatæknisviðs Bændasamtakanna er Þorberg Þ Þorbergsson. Bændatorgið opnaði 8. apríl 2011 Eins og flestum er kunnugt þá var Bændatorgið opnað 8. apríl sl. á Viljum við hvetja alla bændur til að nýta sér þá möguleika sem Bændatorgið bíður upp á. Þar er m.a. að finna skilaboðaskjóðu, rafræn skjöl, viðburðadagatal, upplýsingar um félagsaðild og tengingar við Ég get ekki hugsað mér hvernig líf það var þegar engar voru hér Helluskeifurnar Síminn er sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands skýrsluhaldskerfi bænda. Markmið Bændatorgsins er að auka upplýsingaflæði milli bænda og ráðgjafaþjónustunnar. Bændatorginu er ætlað að verða samskiptabrú á milli bænda, búnaðarsambanda og Bændasamtakanna. Allir bændur og ráðunautar sem þegar hafa aðgang að einhverju skýrsluhaldskerfi Bændasamtakanna fá sjálfkrafa aðgang að Bændatorginu, enda sé viðkomandi með félagsaðild að Bændasamtökunum. Notendahandbók er aðgengileg undir liðnum Hjálp á Bændatorginu. WorldFengur kynbótasýningar ársins eru hafnar Fyrsta kynbótasýning sýningarársins 2011 fór fram á Kronshof í Þýskalandi þann 7. apríl sl. Sýnd voru 32 hross og eru allir kynbótadómar aðgengilegir í WorldFeng. Allir kynbótadómar íslenskra hrossa eru skráðir beint inn í WorldFeng á sýningarstað í öllum aðildarlöndum FEIF. Fyrsta kynbótasýning ársins á Íslandi verður haldin apríl á Sauðárkróki. Dagsetningar allra kynbótasýninga er að finna á www. bondi.is. Þá má minna á að allar einkunnir úr löglegum keppnum (íþrótta- og gæðingakeppnum) á Íslandi er að finna í WorldFeng. Upplýsingar um einkunnir erlendis (aðeins WorldRanking) eru einnig aðgengilegar í WorldFeng jafnóðum og þær berast frá FEIF. Mánaðargjald lækkar á hýsingu á dkbúbót Bændasamtökin bjóða bændum upp á hýsingu á dkbúbót. Það þýðir að bændur keyra dkbúbót í gegnum Netið á sérstökum miðlara sem staðsettur er í Bændahöllinni í stað þess að keyra forritið á eigin tölvu. Kostirnir eru þeir sömu og við vefforrit m.a. að afrit er tekið daglega af bókhaldsgögnum, nýjar uppfærslur eru keyrðar sjálfkrafa inn fyrir bændur og hægt er að nálgast bókhaldið hvar og hvenær sem er með aðgangsorðum. Mánaðargjald fyrir hýsingu lækkar frá og með 1. júlí 2011 um 12% vegna hagstæðari samninga. Eyðir litlu ef ekið er mjúklega Honda Insight Hybrid tvinnbíll: Á tíu dögum hefur bensínið hækkað um níu krónur og eðlilega held ég því áfram að skoða bíla sem eru sparneytnir á eldsneyti. Að þessu sinni kom ég við hjá Bernhard í Vatnagörðum, sem er umboðsaðili fyrir Honda. Fyrir valinu varð Honda Insight Hybrid. Svona Hybrid bíl hef ég ekki prófað áður fyrir Bændablaðið. Fyrir þá sem lítið vita um Hybrid bíla þá eru þeir í raun með tvær vélar, annars vegar bensínvél og hins vegar rafmagnsmótor sem vinnur með bensínvélinni. Á spretti Kóngablár liturinn á bílnum minnti mig á texta sem ég hef oft heyrt sunginn og er um mótorhjólamann á blárri Hondu, við lagið Sprett eftir Hannes Hafstein, og byrjar svona: Ég berst á blárri Hondu fram um veg, og framhjá smárri löggu farta ég, og upp á rörið sný, og undan henni flý, og hámarkshraðareglur eru löngu farnar fyrir bí... Þarna var sungið um mótorhjólamann á flótta undan löggu, en ég ók þessum kóngabláa bíl töluvert öðruvísi en ökumaðurinn forðum í textanum. Til að rafmagnsmótorinn vinni sem best og bensín þar af leiðandi sparist, er mælaborðið þannig að ef maður er of grimmur á gjöfinni verður það blátt, en ef maður keyrir bílinn alltaf mjúklega er mælaborðið grænt og sáralítil bensíneyðsla (lesist; allt er vænt sem vel er grænt í þessum bíl). Eins og áður sagði er Honda Insight Hybrid með tvo mótora, 1339 rúmsentimetra bensínvél sem skilar 88 hestöflum við 4500 snúninga og 14 hestafla rafmagnsmótor við 1500 snúninga. Meðaleyðsla 5,8 Prufuaksturinn var frá Reykjavík upp að Hellisheiðarvirkjun og til baka. Vegalengdin var um 70 km, var meðalhraðinn 51 km á klst. og eyðslan miðað við 100 km akstur var 5,8 lítrar (vel ásættanlegt fyrir 1240 kílóa bíl). Afturhlerinn truflar baksýnina Þegar mælaborðið var grænt heyrðist ekkert í vélinni (bara veghljóð frá mis grófu yfirborði veganna). Það eina sem truflaði mig í þessum bíl var baksýnisspegillinn inni í bílnum, en þegar maður horfir í hann sér maður ekki vel bíla fyrir aftan vegna þess að afturhlerinn er tvískiptur með lista á milli tveggja rúða. Það sem truflaði var að önnur rúðan er dekkri en hin. Frábærir hliðarspeglar Hliðarspeglarnir eru einhverjir þeir bestu sem ég hef séð á bíl og sést ótrúlega vel aftur fyrir bílinn í þeim. Ég ók stuttan malarkafla sem var með frekar lausu yfirborði og nokkrum Ef liturinn er grænn á hraðamælinum er ekið rétt, ef liturinn er blár þá eyðir maður of miklu. Bestu hliðarspeglar á fólksbíl sem ég hef prófað. Tveir litir í afturrúðum eru truflandi. misstórum holum. Malarhljóðið af veginum var mjög lítið undir bílinn og framfjöðrunin tók holurnar vel, en afturfjöðrunin er að mínu mati frekar stíf (gæti hugsanlega verið vegna þess að ég var einn í bílnum og að bíllinn verði betri með farþega í aftursætum). Jákvætt: Það besta sem ég sá við þennan bíl er mælaborðið (grænt og blátt), reyni maður að keyra eftir græna mælaborðinu venst það örugglega og þar af leiðandi lærist að keyra rétt með tímanum, hliðarspeglarnir (utan á bílnum), bíllinn er hljóðlátur, rúmgóður, farangursrými mikið, ágætis Vélaprófanir Hjörtur L. Jónsson Helstu mál Honda Insight Hybrid : Verð: Lengd: Breidd: Hæð Hestöfl: Þyngd kr mm mm mm 102 (bensínvél 88, rafmagnsmótor 14) kg orka, fljótur að hitna að innan, lítið malarhljóð undir bílnum á malarvegi. Neikvætt: Baksýnisspegill inni í bílnum, stíf fjöðrun að aftan (bæði á malarvegi og yfir hraðahindranir).

41 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Formaður Evrópusamtaka loðskinnaframleiðenda segir dýraverndarsinna innan Anima samtakanna ekki hlusta á rök: Dýraverndarsinnar eins og talíbanar - Segir aðstæður á Íslandi þær bestu í heiminum og hvetur íslenska bændur til að auka loðdýrarækt Aðalfundur Evrópusamtaka loðskinnaframleiðenda (European Fur Breeders' Association eða EFBA) var haldinn á Íslandi 8. apríl síðastliðinn. Var haft á orði að vel væri við hæfi að fundurinn skyldi haldinn á Íslandi að þessu sinni í ljósi þess mikla uppgangs sem verið hefur í loðdýrarækt hér á landi síðustu misseri. Skinnaverð hefur farið hækkandi með hverju uppboðinu sem haldið hefur verið síðustu ár. Skýringar á því eru einkum þær að Kínverjar og Rússar hafa komið inn á markaðinn og eftirspurn hefur aukist verulega með tilheyrandi hækkunum á verði. Af því hafa íslenskir loðdýrabændur ekki farið varhluta. EFBA í hnotskurn Aðildarlönd EFBA eru 21 og hefur farið fjölgandi síðustu ár, einkum með inngöngu Austur-Evrópuríkja. Félagsmenn eru um og ársframleiðslan er um 30 milljónir skinna. Tæplega 60 prósent allra loðskinna í heiminum eru framleidd í Evrópu. Íslendingar grípi gæsina Formaður EFBA, Knud J. Vest, segir enda að á Íslandi séu mikil tækifæri í loðdýraræktinni nú um stundir. Aðstæður sem Ísland býður upp á eru þær bestu í Evrópu. Vandamálið er að bændur vilja sjaldnast flytja af búum sínum. Ég segi því við Íslendinga að grípa gæsina sjálfir og byggja upp loðdýrabú. Byggið upp og framleiðið minnkaskinn. Blaðamaður bendir á að sporin hræði á Íslandi og það skilur Vest vel. Hann bendir þó á að ekkert bendi til að verð á skinnum muni falla eins og gerðist á níunda áratugnum. Ég ráðlegg bændum líka að byrja hægt. Byggið eitt hús til að byrja með. Þegar bændur hafa síðan selt skinnin sín geta þeir byggt næsta hús og gert hlutina hægt og rólega. Knud J. Vest formaður EFBA. Frá aðalfundi Evrópusamtaka loðskinnaframleiðenda. Myndir / Freyr Hóf búskap 17 ára Vest hefur sjálfur rekið minkabú skammt frá Hróarskeldu í Danmörku frá árinu 1964 en þá var hann eingöngu sautján ára gamall. Faðir hans keypti býlið Vigen árið 1945, einungis þremur dögum eftir að hersetu Þjóðverja í Danmörku lauk. Í upphafi var þar rekinn blandaður búskapur en í dag rekur Vest eingöngu minkabú þar sem framleidd eru skinn á ári auk þess sem talsverð kornrækt er á búinu. Í gegnum tíðina hefur Vest byggt hægt og rólega og síðast var byggður minkaskáli árið Hinsvegar eru skilyrði fyrir uppbyggingu nú orðin svo stíf að hann sér ekki fyrir sér að hægt sé að byggja frekar upp. Þannig er þetta líka orðið í Danmörku og víða í Evrópu, landnæði er orðið takmarkað og við eigum í erfiðleikum með að losna við skít frá búunum, svo dæmi sé tekið. Nauðsynlegt að tryggja stuðning Vest hefur verið formaður EFBA síðustu þrjú ár og segir hann að megin verkefnið síðustu ár hafi verið að tryggja pólitískan stuðning við greinina. Til þess settu samtökin á fót hið svokallaða WelFur-verkefni, þar sem unnið er að því að búa til samræmda aðbúnaðarstaðla fyrir loðdýr, dýravernd og umhverfisvernd. Þá hefur samstarf milli aðildarþjóða innan EFBA aukist verulega að mati Vest og segir hann það gríðar mikilvægt. Vaxandi pólitísk andstaða Meðal helstu áskorana sem loðdýrabændur þurfa að bregðast við er vaxandi pólitísk andstaða í fjölda landa. Vest segir að róttækir dýraverndarsinnar beiti ýmsum ljótum brögðum til að sverta ímynd loðdýrabúskapar. Þetta unga fólk í Anima [dönsk dýraverndarsamtök, innsk. blm.] og í PETA og fleiri samtökum, þau hafa aldrei prófað að vinna á loðdýrabúi. Þau vita ekkert hvað þau eru að tala um. Þessir dýraverndarsinnar eru bara bókstafstrúarfólk, eins og talíbanar og Al-Kaída. Þau eru uppfull af þröngsýni, það er ekki hægt að eiga samskipti við þau því þau hlusta ekki á rök. Þeirra takmark er aðeins eitt, að útrýma okkur. Þetta er klárt fólk sem veit hvernig á að nota fjölmiðla og tæknina og eru tilbúin til að 41 brjótast inn á búin og sýna skekkta og ranga mynd af loðdýrabúskap. Þetta er áhyggjuefni fyrir alla bændur, ef þeim tækist að eyðileggja loðdýraræktina þá myndu þau bara snúa sér að næstu búgrein. Leggja áherslu á dýravelferð Vest segist telja að síðustu ár hafi augu manna opnast fyrir því að andstæðingar loðdýraræktar beiti óheiðarlegum meðölum. Það er mín tilfinning, en við höfum auðvitað brugðist við með því að reyna að koma réttum upplýsingum á framfæri. Við fylgjum öllum þeim reglum sem settar eru og höfum hvatt til þess að lögð sé áhersla á dýravelferð. Við gerum allt sem hægt er til að tryggja að allir bændur fylgi okkur að þessu sama markmiði. /fr Smálambaskinn Loðskinn mun á þessu vori eins og undanfarandi ár kaupa smálamba skinn af bændum greitt verður eftir stærð og verkun skv eftirfarandi Stór skinn lengd 50 cm eða meira (lámarks breidd 30 cm) kr Miðlungs skinn lengd cm (lámarks breidd 25 cm ) kr Lítil skinn cm kr. 700 Minni skinn en 20 cm er ekki greitt fyrir. Fyrir rifin skinn greiðist 50% af verði í viðeigandi verðflokki. Tekið er á móti skinnum söltuðum eða frosnum greitt er 150 kr. aukalega fyrir söltuð skinn ofnaá verð skv. verðlista. Nánari upplýsingar í síma Leiðbeiningar um meðhöndlun Almennt Hægt ar að nýta skinn af öllum lömbum sem fæðast lifandi eða drepast í fæðingu. Rétt er þó að miða við að ekki sé lengra en sólarhringur frá dauða lambsins þar til það er komið í frost eða saltað, hugsanlega getur sá timi verið styttri ef mjög hlýtt er í veðri að sól hefur skinið lengi á hræið, það má kanna ástand með því að toga í ull í nárum ef hún losna auðveldlega er rot hafið og skinnið ekki nýtanlegt. Fláning Fláning getur verið tvennskonar, annars vegar hefðbundin fláning eins gert er á haustin, þá er rist fyrir á eftirfarandi hátt, að aftanverðu er rist frá hækli í hækil og skal skurðurinn vera nálægt rassgati, að framanverðu er rist frá hné að bringukolli og svo fram miðjan hálsinn, síðan er rist frá hinu hnénu í fyrri skurðinn við bringukoll, að lokum er rist frá skurði í bringukoll og aftur í klof. Skinnið er síðan losað af en skinn á haus og fótum skilið eftir. Hinsvegar er fláning sem er gerð á sama hátt og gert er í loðdyra fláningu, þá er rist frá dindli í konungsnef báðum meginn og síðan rist milli þessara skurða neðan við rassgat. Rist hring á fótum og við haus síðan er skinnið losað í klofi afturfætur losaðir og dindill, síðan er tiltölulega auðvelt að draga skinnið fram af lambinu. Gott er að rista svo skinnið eftir miðjum kviðnum til að opna það og ef lambið er kar blautt er gott að skola það úr köldu vatni, ef lamið er full karað eða þurrt geris þess ekki þörf Geymsla Hér eru 2 kostir, frysting eða söltun Frysting: skinnið skal sett í frost sem allra fyrst eftir fláningu. Söltun: skinnið er lagt flatt og salt sett í holdrosann þess skal gætt að saltið fari út í alla skanka, síðan skal skinnið geymt þannig að vökvi geti lekið af því um viku eftir söltun er skinnið tilbúið til sendingar 98 hestöfl - 4 x 4 Afl, áreiðanleiki, þægindi og rekstraröryggi AFL ÁREIÐANLEIKI ÞÆGINDI REKSTRARÖRYGGI Stærsti innflytjandi dráttarvéla á Íslandi A-92 Oft er rekstraröryggi tækja fólgið í einfaldleikanum. Fyrir þá sem sækjast eftir góðri dráttarvél með einföldum stjórnbúnaði, sem ræður þó við flest allt sem þær fullkomnari gera, bjóðum við A - línuna frá Valtra. Þessar dráttarvélar, eins og aðrar dráttarvélar frá Valtra verksmiðjunum, eru löngu búnar að stimpla sig inn hér á landi og má segja að vörumerkið VALTRA sé orðið tákn fyrir afl, áreiðanleika, þægindi og rekstraröryggi, sem endurspeglast í ánægðum eigendum og háu endursöluverði þessara véla. Minnum á að hægt er að fá 3ja ára framhaldsábyrgð á allar Valtra dráttarvélar. Við bjóðum ykkur Valtra A - 92, 98 hestafla vél, fjórhjóladrifna með Alö Q - 35 tækjum á kr vsk. (eu. 153) Búnaður dráttarvélanna: Hi-shift (rafkúpling í gírstöngum) Mekanískur vendigír h/megin við ökumannsstól Veltistýri Afturrúðuþurrka/sprauta Verkfærakassi Fullkomin vinnuljósabúnaður Útvarp/cd Frambretti Metallic litur (val um lit) Vagnbremsuventill Dekk að aftan, 540/65R34. Að framan, 440/65R24 Continental. Ámoksturstæki: Soft drive (sveiflujöfnun) - Þriðja sviðs ventill fremst á gálga Euro rammi - Skófla 2,1m H Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: ár framhaldsábyrgð

42 42 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Ábúendurnir á Tjörn, Baldvin og Bjarney, tóku við búskapnum af foreldrum Baldvins árið Þar er tvíbýli og eiga þau helming jarðarinnar. Býli? Tjörn. Staðsett í sveit? Skagabyggð í A-Húnavatnssýslu. Ábúendur? Baldvin Sveinsson og Bjarney R Jónsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum þrjú börn; Kristmund Elías 9 ára, Jón Árna á 7. ári og Sólveigu Erlu 5 ára. Stærð jarðar? Um það bil 50 hektarar ræktað land og þó nokkuð heiðarland. Tegund býlis? Mjólkurframleiðsla og nautgriparækt.. Fjöldi búfjár og tegundir? nautgripir, nokkrar kindur og hross til gamans. Tjörn Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Förum til malta og annarra fjósverka uppúr klukkan 7 eftir að skólabíllinn er farinn, önnur verk eftir þörfum og vinnudegi lýkur yfirleitt um kl Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bústörfin eru oftast skemmtileg, vorið oft skemmtilegasti tíminn. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Í góðu lagi. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höldum að þau séu í nokkuð góðum höndum um þessar mundir. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum okkur utan ESB. Börnin í fjallgöngu í ágúst Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að þau séu helst í útflutningi á lambakjöti og unnum mjólkurafurðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og lýsi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambakjöt og fiskur i ýmsum myndum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ekkert öðru hærra. Heimagert hnossgæti Nú er tími ferminganna í hámarki og því tilvalið á þessum tímum að útbúa kræsingarnar sjálfur til að minnka kostnað eins og hægt er. Mörgum vex í huga að baka sína eigin kransatertu en sé farið eftir leiðbeiningum og með góðri æfingu getur útkoman orðið með besta móti. 40 manna kransakaka MATARKRÓKURINN Aðferð: Hrærið marsípan og sykur vel saman með spaða í hrærivélinni. Bætið síðan eggjahvítum út í en passið að hræra ekki of mikið, massinn á að vera svolítið stífur. Geymið deigið í plastpoka í minnst klukkutíma við stofuhita áður en farið er að vinna með það. Skiptið massanum í sex 200 gramma stykki sem eru rúlluð niður í 50 sentímetra lengdir hvert stykki. Síðan er pressað ofan á lengjuna með hendinni þannig að rúllan verði um það bil þríhyrnd á borðinu og er þá orðin um sentímetrar að lengd. Efsti hringurinn á að vera 8 sentímetrar að lengd en eftir það er bætt við 3 sentímetrum fyrir hvern hring og þannig koll af kolli. Þannig er næsti hringur 11 sentímetrar en úr deiginu eiga að nást um hringir. Þegar búið er að móta alla hringina úr lengjunum er þeim raðað á bökunaplötu. Að lokum er þrýst ofan á hringina með bökunarplötu eða með sléttu áhaldi þannig að hringirnir verði sléttir að ofan mínútur á blæstri. Mikilvægt er að baka hringina neðarlega í ofni og ekki of lengi. Kransakökur eiga að brúnast utan á en vera hráar inn í. Þegar hringirnir hafa kólnað eru þeir sprautaðir með glassúr en síðan er gott að líma hringina saman með örlitlu bræddu súkkulaði á hvern þeirra. Skreytið að vild! /ehg Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

43 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl YFIRHEYRSLA Í sigurliði í Skólahreysti Ævar Már Viktorsson er 16 ára gamall nemandi við Hvolsskóla á Hvolsvelli. Hann er einn af fjórum þátttakendum skólans í Skólahreysti sem hafnaði í fyrsta sæti í Suðurlandsriðli keppninnar fyrr á árinu. Því er úrslitakeppnin framundan í lok apríl í Laugardalshöllinni sem Ævar Már æfir nú fyrir af kappi. Nafn: Ævar Már Viktorsson. Aldur: 16 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Hvolsvelli. Skóli: Hvolsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Klárlega stærðfræðitímar hjá Jónasi. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Faðir minn. Uppáhaldsmatur: Hamborgari. Uppáhaldshljómsveit: Engin sérstök. Uppáhaldskvikmynd: Ekki viss. Fyrsta minningin þín? Þegar ég reyndi að fara yfir ölduna á götóttu snjóþotunni hans Sigga. Aldan var full af vatni, sirka 3-4 metrar. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi fótbolta, handbolta og fimleika. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að fara úr henni. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er stór. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Guð má vita það. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Þegar ég fékk ekki að Ævar Már æfir fótbolta, handbolta og fimleika. hreyfa mig eftir botnlangakast. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Vinna og spila fótbolta. /ehg Íslenskar útihurðir til á lager. Verð kr Karmar eru úr kvistalausri endalímtrésfuru 208 cm á hæð og 88 eða 98 á breidd. Hurðir eru 200 cm á hæð og 80 eða 90 cm breiðar með sléttum krossvið að innan en fínrásuðum krossvið að utan. Þær eru með ASSA 3ja punkta læsingum og 4 IPA lömum. Hurðirnar eru grunnfúgavarðar og opnast út. - Sími PRJÓNAHORNIÐ Kringlótt og páskalegt Páskakúlur Mál um 5 cm í þvermál. Efni: bómullargarn, til dæmis Safran eða Muskat frá Drops. 50 g gult 50 g appelsínugult 50 g grænt Glimmergarn gyllt. Tróð til að fylla upp kúlurnar. Ein dokka af gulu Safran dugar í 8 kúlur. Heklunál nr. 3. Hver umferð byrjar með 1 loftlykkju sem er talin sem 1 fastalykkja og endar með því að tengja 1 loftlykkju í fyrstu loftlykkjuna. Úrtaka: Stingið nálinni niður í fyrstu fastalykkjuna dragið þráðinn í gegn, stingið í næstu fastalykkju, dragið þráðinn í gegn, sláið upp á nálina og dragið í gegn um allar 3 lykkjurnar. Skammstöfun: fl = fastalykkja, ll = loftlykkja, st = stuðull. Kúla: Sláið upp 4 ll með gulu Safran + gyllta glimmergarninu saman á nál nr. 3, tengið saman í hring. 1. umf. Heklið 6 fl í hringinn. 2 umf. Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fastalykkjur. 3. umf. Heklið 1 fl í fyrstu fl, 2 í næstu, endurtakið= 18 fastalykkjur. 4. umf. Heklið 1 fl í 2 fyrstu fl og 2 fl í næstu fl, endurtakið = 24 fastalykkjur. 5.umf. Heklið 1 fl í næstu 3 fl og 2 fl í næstu fl, endurtakið= 30 fastalykkjur. 6. umf. Heklið 1 fl í næstu 4 fl og 2 fl í næstu fl, endurtakið = 36 fastalykkjur umf. Heklið fl í hverja fl. 11. umf. Heklið 2 fl saman ( samkvæmt úrtöku) 1 fl í næstu 4 fl endurtakið= 30 fastalykkjur 12. umf. Heklið 2 fl saman,1 fl í næstu 3 fl, endurtakið = 24 fastalykkjur. 13. umf Heklið 2 fl saman, 1 fl í næstu 2 fl, endurtakið = 18 fastalykkjur. Fyllið kúluna með tróði. 14. umf. Heklið 2 fl saman, 1 fl í næstu fl, endurtakið = 12 fastalykkjur. 15. umf. Heklið saman 2 og 2 fl allan hringinn = 6 fastalykkjur. Klippið á þræðina og dragið saman. Upphengilykkja: Heklið loftlykkjur um 12 cm með grænu bómullargarni, festið bandið í báða enda í toppinn á kúlunni svo það myndi lykkju. Stærra blómið: Heklið 4 ll með appelsínugulalitnum og gyllta þræðinum, tengið í hring. 1. umf. Heklið 6 fl í hringinn, tengið. 2. umf. 4 ll, 2 stuðlar í fyrstu ll, 1 fl í næstu fl, endurtakið 6 sinnum. Minna blómið: Heklið 3 ll með grænu bómullargarni og gylltu glimmergarni, tengið í hring. 1 umf. 4 ll, 1 st í fyrstu ll, 1 fl um hringinn, endurtakið alls fimm sinnum. Samsetning: Leggið litla blómið ofan á stærra blómið og dragið með heklunálinni lykkjuna efst á kúlunni í gegnum miðjuna á báðum blómunum svo þau liggi ofan á kúlunni. Prjónaðir páskaungar: Mál um 8 cm í þvermál. Efni: Alpaca frá Drops. 50 g nr. 100 hvítt. Kid silk mohair hvítt 25 g. Gult og svart til að sauma í gogg, fætur og augu. Tróð til að stoppa upp með. Sokkaprjónar nr. 3. Prjónfesta 10 x10 = 24 lx 32 umf. með einum þræði mohair og einum þræði Alpaca. Heklunál nr. 3 fyrir upphengið. Ath. til þess að ekki myndist göt þegar slegið er upp á er tekið aftan í lykkjuna. Páskaungi: Prjónað er í hring með sokkaprjónum. Slá upp 9 lykkjur með 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid silk mohair. 1. umf. slétt. 2. umf. slá uppá 1 slétt, endurtekið = 18 lykkjur. 3-4 umferð slétt. 5. umf. slá uppá 1 slétt, endurtekið = 36 lykkjur. 6-7 umf. slétt. 8. umf. Slá uppá, 2 sléttar, endurtekið = 54 lykkjur umf. slétt. 12. umf. 9 sléttar slá uppá = 60 lykkjur umf. slétt. Dragið kúluna saman þar sem slegið var upp í byrjun og saumið gatið saman að innanverðu. 21. umf. 8 sléttar, 2 sléttar saman, endurtakið = 54 lykkjur umf slétt. 25. umf. 1 slétt, 2 slétttar saman, endurtakið = 36 lykkjur umf. slétt. 28. umf. Prjónið saman 2 og 2 lykkjur = 18 lykkjur umf. slétt. 31. umf. Prjónið saman 2 og 2 lykkjur= 9 lykkjur. 32. umf. slétt. Klippið á þræðina þannig að um einn meter sé eftir til að hekla upphengilykkju. Dragið þræðina gegnum lykkjurnar sem eftir eru á prjónunum. Fyllið kúluna með tróði áður en þráðurinn er notaður til að draga saman lykkjurnar. Upphengilykkja: Notið nú lausa þráðinn til að hekla lykkju með heklunálinni. Stingið nálinni efst á kúlunni og dragið þráðinn í gegn, sláið upp um 50 ll og endið með því að stinga nálinni aftur efst á kúlunni til að mynda lykkju. Gangið frá endanum. Varahlutaþjónusta fyrir New Holland, Case og Zetor New Holland Case Zetor Austurvegur Selfoss Sími: Fax: Stofnfundur Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands Undanfarnar vikur hefur verið unnið að stofnun Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands. Nú hefur stofnfundur verið ákveðinn föstudaginn 29. apríl kl. 10:30 í Ásgarði, Hvanneyri. Fyrir fundinn verða lögð drög að starfsreglum og tillaga um stjórn. Á fundinum verður kosið í fulltrúaráð. Ársfundur LbhÍ verður haldinn kl. 13 og er gestum á stofnfundinum boðið að sitja fundinn og þiggja hádegisverð í boði skólans. Hægt er að fá gistingu í Gamla stofnana sem síðar mynduðu skólann eru hjartanlega velkomnir. Sjá nánar á heimasíðu skólans ( Netfang: askell@lbhi.is Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri 311 Borgarnes

44 44 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Lesendabásinn ESB hvetur Ísland til að laga sig að skilyrðum aðildar Eftir að hafa lesið í framvinduskýrslu utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, Motion for a Resolution (dagsett 28. janúar 2011), um aðildarviðræður Íslands við ESB stendur eftirfarandi upp úr að mínu áliti. Utanríkismálanefndin leggur þunga áherslu á að Ísland lagi sig að skilyrðum aðildar að Evrópusambandinu með því að leggja grunn að aðlögun að grundvallarreglum Evrópusambandsins (e. EU acquis ). Hér er aðeins vísað í þá kafla aðildarsamningsins, sem ekki eru hluti EES-samningsins, því Ísland hefur þegar lagað sig að öðrum þáttum (sjá 18. og 19. lið í framvinduskýrslunni). Hin sameiginlega landbúnaðarstefna ESB (CAP) er hluti af þessari aðlögunarvinnu. Skilaboð þingmanna Evrópuþingsins eru afdráttarlaus í þeim málaflokki: Ísland er hvatt til að undirbúa þátttöku sína í landbúnaðar- og dreifbýlisþróunarstefnu ESB, þar sem sérstaklega skal leggja aukna áherslu á að byggja upp stjórnsýslu sem er nauðsynleg til að hrinda stefnunum í framkvæmd frá og með aðildardegi (20. liður, lausleg þýðing mín). Ekki er fjallað um landbúnaðarmál frekar í skýrslu utanríkismálanefndarinnar. Þetta er sérstaklega athyglisvert að tvennu leyti. Loðin umfjöllun um sjávarútvegsmál Annars vegar er umfjöllun um sjávarútvegsmál lengri og loðnari, vikið er að endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (CFP) innan sambandsins og ágæti íslensku sjávarútvegsstefnunnar hvað varðar sjálfbærni og nýtingu á sjávarauðlindinni. Þar virðist ýmsu vera haldið opnu, þó vissulega sé fyrirsögn á þessum hluta skýrslunnar skýr: Capacity to adopt the obligations of membership. Minnir þetta óneitanlega á svipaðar væntingar sem voru gefnar Bretum þegar þeir gengu í sambandið Þá fullyrtu þarlend stjórnvöld að ESB myndi endurskoða sjávarútvegsstefnu sína til að koma til móts við breskan sjávarútveg. Að grunni til er stefna ESB í sjávarútvegsmálum enn óbreytt, nú 40 árum síðar. Ekki mögulegt að semja sig frá landbúnaðarstefnu ESB Hins vegar sýnir orðalagið um landbúnaðarmál að þingmenn Evrópuþingsins vilja senda Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skilaboð um hvernig landbúnaðarmálin verða meðhöndluð í aðildarsamningi. Þar verður ekki möguleiki á að semja sig frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (CAP) heldur skal hefja undirbúning aðlögunar án tafar.,,samningaviðræðurnar munu þá snúast um upphæðir styrkja og aðlögunartímabil íslensks landbúnaðar að CAP. Annað er ekki í boði, ef marka má framvinduskýrslu utanríkismálanefndar Evrópuþingsins. Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir þessum raunveruleika, því betra. Jón Baldur Lorange Sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands Spurningar til fyrirsvarsmanna Selfossveitna og bæjarstjórnar Árborgar: Virkjunaráform í Ölfusá við Selfoss Undirritaðir landeigendur við Ölfusá óska eftir svörum fyrirsvarsmanna Selfossveitna og bæjarstjórnar Árborgar við eftirfarandi spurningum. Mikilvægt er að það verði gert með ítarlegum og rökstuddum hætti, þar sem framkvæmd sem þessi kæmi til með að hafa mikil áhrif á náttúru landsins auk beinna og óbeinna áhrifa á hagsmuni íbúa sveitarfélaganna á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár, m.a. vegna laxveiðihlunninda, flóðahættu og óvissu um arðsemi og kostnað. Með ítarlega rökstuddum svörum má ætla að íbúar sveitarfélagsins geti betur áttað sig á umfangi og stöðu málsins, hver verði næstu skref og hver sé afstaða þeirra sem bera ábyrgð á virkjunaráformum þessum og undirbúningi. Hagkvæmni, arðsemi og fjármögnun: A. Yrði virkjun Ölfusár við Selfoss hagkvæm með tilliti til fallhæðar? B. Er líklegur stofnkostnaður vatnsvéla og rafala hagstæður með tilliti til orkuframleiðslu og fallhæðar samanborið við aðrar vatnsaflsvirkjanir? C. Hvað gögn liggja fyrir um arðsemi fyrirhugaðrar virkjunar, þ.e. mat á tekjum, stofn- og rekstrarkostnaði? D. Á hvern hátt kæmi mjög skuldsett sveitarfélag til með að geta fjármagnað milljarða framkvæmd? E. Hvernig yrði eignarhaldi virkjunarinnar háttað? F. Hvernig yrði virkjunin fjármögnuð? G. Hvaða tryggingar yrðu lagðar fram við fjármögnun? H. Hvert myndi meintur arður af virkjuninni renna? Í kynningu Eiríks Bragasonar á fundi með bæjarráði og veitustjórn hinn 9. október 2010 er virkjunin talin umhverfisvæn og sama haldið fram í grein Eyþórs Arnalds í Dagskránni 24. mars A. Hvernig getur virkjun Ölfusár verið umhverfisvæn? B. Hver er Eiríkur Bragason? Tómas Ellert Tómasson, stjórnarmaður í Selfossveitum, ritar eftirfarandi í greininni Selfossbær, Selfossbær er mér kær! í Sunnlenska fréttablaðinu þann : Ljóst er að fjölmörg tækifæri munu skapast í samfélaginu í námunda við virkjunina [...] Má þar þá helst nefna aukna atvinnusköpun, aukningu í ferðamennsku, fræðslu um lífríki árinnar og auknar tekjur í sveitarsjóð A. Hver eru hin fjölmörgu tækifæri sem talið er að muni skapast í samfélaginu með virkjun Ölfusár? B. Hvaða fræðslu er átt við? Um lífríkið eins og það var fyrir virkjun eða um tjónið sem virkjunin olli á lífríkinu? Landsréttindi og vatnsréttur: Á sveitarfélagið vatnsréttinn á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði? Ef ekki, hvert er áætlað eignarhlutfall Árborgar í vatnsréttinum? A. Á sveitarfélagið allt það land sem framkvæmdir yrðu á, t.d. vegi, stíflur, skurði, göng? B. Ef sveitarfélagið er ekki eigandi þessara eignarréttinda, hver er þá áætlaður kostnaður við kaup á þeim eða eignarnám? Rammaáætlun. A. Hvað segir um þennan virkjunarkost í rammaáætlun og umsögnum rýnihópa? B. Hvaða þýðingu hefur rammaáætlun almennt og hvaða þýðingu hefur hún sérstaklega við undirbúning virkjunar í Ölfusá að mati Selfossveitna og bæjarstjórnar Árborgar? Rannsóknarleyfi Selfossveitna: A. Hvert er efni rannsóknaráætlunar, hvenær skal hefja rannsókn og hvenær skal henni vera lokið? B. Hvað hefur verið ákveðið að verja miklum fjámunum til rannsókna á þáttum sem tilteknir eru í umsókn um rannsóknarleyfið? C. Hverjum hefur verið falin rannsókn á þáttum samkvæmt rannsóknaráætlun? Umhverfismat: A. Liggur fyrir ákvörðun um að fara eigi í umhverfismat? Ef svo er, hver er verkáætlun Selfossveitna varðandi rannsóknir, umsagnir og gagnaöflun fram að því að gerð yrði tillaga að matsáætlun? B. Eru fyrirliggjandi upplýsingar og þekking á áhrifum virkjunar á lífríki vatnasvæðis Ölfusár og Hvítár ekki næg til þess að falla þegar frá áformum um virkjun? Fundir: Í gögnum málsins og blaðagrein Eyþórs Arnalds í Dagskránni fimmtudaginn 24. mars eru taldir upp fjölmargir aðilar sem fundað hefur verið með. A. Hvað fór fram á þessum fundum? B. Hafa þessir aðilar látið frá sér eitthvað skriflegt? Selfossi, 15. apríl 2011 Jón Árni Vignisson, Selfossi III Jörundur Gauksson, Kaldaðarnesi Karlakór Kjalnesinga á útitónleikum á Skjaldbreið sl. laugardag í tilefni af 20 ára starfsafmæli kórsins: Sungu Fjallið Skjaldbreiður", og nokkur önnur lög við rífandi undirtektir Hátt í níutíu manns tóku þátt í leiðangri Karlakórs Kjalnesinga á Skjaldbreið laugardaginn 16. apríl. Kórinn fagnar tuttugu ára starfsafmæli sínu á þessu ári og stendur af því tilefni fyrir tuttugu viðburðum á árinu, misjafnlega hefðbundnum. Ferðin sóttist heldur seint, þar sem færi var heldur þungt og mikið hjakkað og dregið. Þegar aðeins var stutt eftir á leiðarenda voru flestir bílarnir skildir eftir og ákveðið að treysta á trukkinn. Þar kom þó að meira að segja hann komst ekki lengra og þá var skollið á dimmt él og þótti því ekki hyggilegt að þrjóskast við að ná tindinum. Í öruggu skjóli fjallarútunnar flutti Karlakór Kjalnesinga undir stjórn Páls Helgasonar öll ellefu erindin í ljóði Jónasar Hallgrímssonar, Fjallið Skjaldbreiður, og nokkur önnur lög við ljóð Jónasar, við rífandi undirtektir tónleikagesta. Leiðangri kórsins var farinn í samstarfi við Upplit, menningarklasa uppsveita Árnessýslu. Laugardaginn 23. apríl verða svo tónleikar á Esjunni, undir yfirskriftinni Svífur yfir Esjunni. Nánari upplýsingar á vef Karlakórs Kjalnesinga: Mynd / Auðunn Arnórsson.

45 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Smáauglýsingar 45 Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 16:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Fylgihlutir fyrir MultiOne. Mikið úrval fylgihluta fyrir MultiOne fjölnotavélar. Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. s is Varahlutir og Mótorar. MHG Verslun ehf., Akralind 4 Uppl. í síma DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS HÁGÆÐA TRAKTORSDEKK Hliðgrindur. Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 mtr. Upplagðar líka í gripahúsin. Brimco ehf. s www. brimco.is Allar rafhlöðugerðir, slökkvitæki og annar eldvarnabúnaður. Endurnýjum alla rafhlöðupakka fyrir borvélar, ryksugur, fjarstýringar o.fl. Einnig nýjar borvéla- og ryksugurafhlöður. gsm eftir kl. 17 og um helgar. Til sölu Agronic rúllusamstæða, árg. 07. Notuð rúllur. Með sýrubúnaði og rúlluvelti. Verð kr án vsk. Uppl. í síma Nýr Multione. Multione S620. Til afgreiðslu strax. Tilvalin vél fyrir bændur. Lyftigeta 750 kg. Lyftihæð 2,8 m, breidd 98 cm, hæð 192 cm. Öflug vél á góðu verði. 2ja öxla kerrur. Íslensk smíði. Breidd frá 1,50-2,10 m, lengd 3,00-4,20m. Burðargeta allt að kg. Verð frá kr Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. sími Opið Augnablik. Geisladiskur með lögum við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar flutt af Nefndinni og gestum. Fæst í Hagkaupum, Tónspili, Samkaupum Egilsstöðum og hjá útgefanda í síma Netfang: darara@gmail. com Mbl. 1. feb. Það sem gerir plötur eins og þessar svo mikilvægar er hreinleikinn sem við þær er bundinn og forsendur allar. Arnar Eggert Thoroddsen. Höfum til sölu nokkrar íslenskar landnámshænur í fullu varpi. Mjög fallegar og gæfar. Verð: 5 þús. kr. stk. Uppl. í síma eða á ellij@ mitt.is Toyota notaðir rafmagnslyftarar. Úrval notaðra Toyota rafmagnslyftara. Lyftigeta 1-2,5 tonn. Gámagengir. Gott verð. Skeifunni Akureyri Egilsstöðum Tætara hnífar Howard vinstri/hægri Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Belarus Verð vsk. f. bændur. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. S: Nánari upplýsingar á Vinsælu Woodypet spónakögglarnir komnir aftur. Einnig til sölu spænir og spónakögglar í stórsekkjum. Gerum tilboð í magnkaup. Brimco ehf., sími Opið frá kl Sauðfjárvörur Lambapeli 1 líter. Verð kr. 866,- Lambatúttur latex. Verð kr. 123,- Lambatúttur rauðar. Verð kr. 152,- Lamatúttufötur 5 túttu. Verð kr ,- Lambatúttufötur á grind 6 túttu. Verð kr ,- Merkilitir (stick). Verð kr. 220,- Burðarsnara fyrir lömb ,- Merkilitasprey 500 ml. Verð 635,- Burðarslím 1 líter. Verð kr ,- Burðarslím ½ líter. Verð kr. 720,- Steinefnafötur fyrir sauðfé 15 kg. Verð kr ,- Steinefnablokk fyrir sauðfé 10 kg. Verð kr ,- Lambamjólkurduft 10 kg. Verð kr ,- Sendum hvert á land sem er sími Gripa- og hestakerra. Til sölu mjög lítið notuð Williams kerra, árg hesta með tveimur milliþiljum. Verð kr Uppl. í síma Fjórhjól til sölu. Bombardier Traxter max, 500 cc, árg Frábært í girðingavinnuna og í búskapinn. Mikil dráttageta. Vel viðhaldið, í góðu standi og á sterkum Big horn dekkjum. Tveggja manna hjól, beinskipt/ sjálfskipt. Verð kr Sími: Orkel kerrurnar sem eru brotnar saman eftir notkun Til sölu Kuhn Primor Lítið notaður. Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. sími , www. brimco.is, opið frá kl.13-16:30. Úrval af girðingaefni til sölu. Hér er um góða vöru að ræða á góðu verði. ÍsBú, sími / isbu@isbutrade.com / Er með Hilux extra cap, árg. 91, 38, 3 lítra V6 bensín. Læstur framan og aftan 8 drif að framan. Gormar komnir undir að aftan, klafar að framan. Aukatankur, aukaraf 6 vinnuljós á pallhúsi. Prófíltengi aftan og framan með kösturum. Var sprautaður fyrir þremur árum. Ekinn mílur. Allar lagnir VHF, sími og GPS. Skoðaður 12. Nýleg sæti úr Hondu þannig að maður situr aðeins hærra. Uppl. í síma Síur í dráttarvélar Belarus Verð án vsk. f. bændur. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. Sími Nánari uppl. á Vélsax til sölu, Edwards Truecut 2500 x 3,5 mm. Líkleg árg Uppl. á eða í síma Cemtec sænskar skeifur með uppslætti. Frábært lag fyrir íslenska hestinn. Verðið óbreytt eða parið aðeins kr Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. S: Opið kl Vélaval-Varmahlíð hf. sími:

46 46 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl 2011 Til sölu Ford Econline, árg. '94. Tilbúinn í ferðaþjónustu. 14 farþega hópferðaleyfi, 44 eða 46 dekk, læsingar, lággír, spil, dúklagður, 280L tankur, toppgrind, viðhaldsbók. Verð 3,4 milljónir kr. Uppl. gefur Ingimundur í síma Til sölu Ford F350 King Ranch, gullmoli, árg. 05. Mjög vel með farinn bíll, Ekinn aðeins km. Einn eigandi fá upphafi. VSK-bíll. Uppl. í síma Til sölu 40 m2 hús á stálbitum, auðvelt til flutnings. Húsið er klætt að utan með álklæðningu, einangrað, plötuklætt að innan. Gólfdúkur á gólfum, ofnar og ljós ásamt rafmagnstöflu. Tilvalið til notkunar sem sumarhús, gestahús, ferðaþjónustugisting, skrifstofur og fleira. Verð kr. 3,2 milljónir. Nánari uppl. í síma og netfang Til sölu farangurskerrur. Erum með Humbaur farangurskerrur til afgreiðslu strax. / www. kerrusalan.is Sími: Til sölu hestakerrur. Næsta sending af hestakerrum kemur í maí. Erum einnig með mikið úrval af kerrum á staðnum til afgreiðslu. / Lyngás 8, Garðabæ. Sími: Framleiðum sumarhús, gestahús og ferðaþjónustuhús. Ýmsar stærðir og gerðir eftir óskum kaupenda. Vönduð vinna, gott verð. Nánari uppl. í síma eða smidafedgar@gmail. com Hagkvæm kaup. Til sölu er lítið hús, um 25m2, fulleinangrað og klætt að innan. Húsið er staðsett í Borgarfirði og er tilbúið til flutnings. Uppl. í síma , Til sölu Tulip áburðardreifari. SX 3000, tilboðsverð kr vsk. Þetta er tveggja skífu dreifari með vökvaopnun og kögglasigti. Drif í olíubaði. Sérstakur hallatjakkur fyrir dreifingu meðfram skurðum og girðingum. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: / Eigum til mikið af vörum og varahlutum í Zetor dráttarvélar. Vélaborg- Landbúnaður Sími: Reykjavík / Akureyri / is Til sölu haugsugudælur, lítra, verð kr vsk. og lítra, verð kr vsk. Einnig gott úrval af haugsuguhlutum og spjaldloka fyrir haugsugur, 5, 6 og 8. Vélaborg-Landbúnaður Sími: / Eigum til flagjafnaragrind á Avant liðlétting. Einnig jarðvegstætara, ýtutönn, rotor fyrir staurabora, staurabora, tindagreip o.fl. Vélaborg- Landbúnaður Sími: / www. vbl.is Tilboð á Lely Luna kúaburstanum. Verð aðeins kr án vsk. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: / Til sölu 17 felgur, verð aðeins kr stk. Einnig varadekkshlíf verð kr Sími: Til sölu strálgrindarhús. Er með stálgrindarhús 8x14m. Byggingarefni: I-bitar og bárustál. Engar tengingar. Staðsetning: Geymslusvæðið Hafnarfirði. Tilboð óskast. Uppl. gefur Tyrfingur í síma Reiðskólinn Geldingaholti. Nokkur laus pláss á reiðnámskeið í sumar. Fagmennskan í fyrirrúmi. Uppl. síma og , netfang: vgholt@simnet.is Til sölu Benz 814, árg. 91, ekinn km. Sturtar á þrjá vegu. Í fínu standi. Skoðaður 12. Uppl. í síma Weckman sturtuvagnar 5,0-17 tonna. Verðdæmi = 8,0 tonn. Verð kr ,- m. vsk. 12 tonn. Verð kr m. vsk. H. Hauksson ehf. Sími Weckman flatvagnar. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf., sími Hulco verktakakerrur. Lengd 5 og 6 m. H. Hauksson ehf. Sími Til sölu Til sölu vél í Scania 142 með gírkassa, startara og alternator. Typ: DS cyl. loftkæld Deutz F6L 912. Tveir vökvagírar í báta, Borg og Warner, Mod: AS , New age RPN Coventry L Uppl. í síma , Gústaf Jökull. Spónakögglar 20 kg. Verð kr ,- með vsk. 500 kg. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Timbur 25 x 150 mm, kr. 240 lm með vsk. 32 x 100 mm, kr. 250 lm með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Þak-og veggjastál 0,5 mm, galv. kr m2 0,6 mm, galv. kr m2 0,5 mm, litað kr m2 0,45 mm, litað kr m2 Stallað / litað kr m2 H. Hauksson ehf. Sími Þanvír. Verð kr rl. með vsk. H. Hauksson ehf., sími Íslensk framleiðsla úr endurunnu plasti: Rafgirðingastaurar, reiðvellir, hófbotnar. Durinn ehf. Sími Kornvalsar til sölu, ýmsar stærðir og gerðir. Ýmist súrsað eða þurrkað korn. Vélsmiðja Suðurlands ehf, Gagnheiði 5, 800 Selfoss, sími Verð á sumarskeifum. Sléttur gangur kr. (parið 700 kr.). Pottaður gangur kr. (parið 800 kr.). Sendum um allt land, veljum íslenskt. Helluskeifur, Stykkishólmi. Sími: Hundruð hljóðbóka fyrir heimilið. Nýttu tölvuna, ipod eða geisladisk. Hlusta við vinnuna, t.d. á dráttarvélinni eða til að hvílast. Íslenskt efni í fyrirrúmi, aðeins 990 kr. á mánuði. Skoðaðu vefinn hlusta.is. Sími: Drenmottur Af sérstökum ástæðum eigum við til nokkrar drenmottur fyrir hesta 1 x 1 m, 60 mm þykkar. Verð kr vsk. stk. Vélaborg- Landbúnaður. Sími: / www. vbl.is Eigum til mjög gott úrval af rúðum í flestar gerðir dráttar- og vinnuvéla. Hagstætt verð. Vélaborg- Landbúnaður Sími: / www. vbl.is Eigum til afgreiðslu góðan þanvír frá Lacme. Lipur og meðfærilegur. 625 m á rúllu. Verð kr m. vsk. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: / Beint frá bónda: Heimavinnsla landbúnaðarafurða. Eigum til á lager korn- og hveitimyllur allt að 200 kg/ klst. Hamborgarapressur. Þurrkofnar. Hakkavélar. Strokkar. Bjúgnapressur og fl. Vélaborg-Landbúnaður, Akureyri S: / Reykjavík S: / Eigum til vörur og varahluti í flestar gerðir dráttarvéla. T.d. Zetor, Ford, New Holland, Fiat, Case IH, Steyr og David Brown. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: Reykjavík / Akureyri / Til sölu járn U-bitar I-bitar L-bitar 40x60 og 60x60. T-járn 30x30. Rör 60 mm. Gler 60x60. Bens 6 tonn með sturtu og krana. Efni í vagn, sópar, lofttjakkar, glussadælur, steypuhrærivél, steypusíló, þurrkari 5 m x 1,2 m, 3. fasa, olíufýring, síló, vatnsdælur, hásingar og ýmislegt annað smávegis. Uppl. í síma Til afgreiðslu: Diskasláttuvél 3 m, heytætla 7,2 m, 9 hjóla rakstrarvél 6m, haugsugudælur, flagjöfnur, mykjuhrærur, haugsugur. Uppl. í síma og Til afgreiðslu: Dráttavél 87 hö, rúllugreipar, fóðurhjólbörur, slóðar. Ódýr þurrkublaðagúmmí fyrir flestar gerðir ökutækja. Uppl. í síma og Til sölu rör í hestagerði og hlið. Uppl. í síma Væntanlegt: Maschio hnífatætarar cm, pinnatætarar 300 cm, áburðardreifarar 800 l og Gaspardo sáðvél 300 cm. Uppl. í síma og Til sölu: Same Silver 100 hö. árg með frambúnaði og pto. Einnig Nissan Navara, 2,5 dísel, árg. 2006, ekinn km. Uppl. í síma Flatvagn til sölu. Nýr flatvagn fyrir kingpin á pickup eða aftan í dráttarvél. Heildarburðageta á vagninum er 6,3 tonn. Verð kr án vsk. Uppl. gefur Aðalbjörn í síma Til sölu 40 feta gámagrind á þriggja öxla á einföldu með hjólin aftarlega. Uppl. í síma Til sölu Steinbock lyftari, 40 ára gamall, skoðaður Er vel nothæfur, rafgeymir er allþokkalegur. Fæst ódýrt. Uppl. gefur Tryggvi í síma Til sölu Tos rennibekkur, Tos öxlaslípivél og Tos bor- og fræsiverk. Uppl. gefur Daníel í síma á skrifstofutíma. Caterpillar, CAT 4E, jarðýta til sölu, árg. ' vinnustundir. Ástand mjög gott. Einnig West Björn snjóblásari aftan á dráttarvél og 100 kw rafall, 3 x 380V. Uppl. í síma Til sölu Kvernelands rúllupökkunarvél, tölvustýrð. Verð kr þús. án vsk. Til greina kemur að skipta á dráttarvél eða heyhleðsluvagni. Uppl. í síma eða medalheimur@ emax.is Til sölu ónotuð Danfoss Termix VX-3 tengigrind fyrir lokuð hitakerfi íbúðarog sumarhúsa allt að 140 m2. Verð kr Uppl. í síma Til sölu 4 stk. dekk. Cooper ATR 235/70 R-16. Mjög góð dekk. Uppl. í síma Til sölu kæliklefi 2,79 x 2,63 m. Auðveldur í uppsetningu, hljóðlátur, 3ára. Verð kr. 600 þús. (nýr kr. 1,3 m.). Uppl. í síma Til sölu Murska 700 S kornvals, árg Uppl. í síma Til sölu hreinræktaðir Border Collie hvolpar. Tilbúnir til afhendingar í byrjun maí. Foreldrar góðir smalahundar. Uppl. í síma Til sölu vatnabátur úr trefjaplasti, stærð 1,25 x 2,80 m. Uppl. í síma Ódýr dekk fyrir alla. Kíkið á www. dekkverk.is til að sjá verð á dekkjum eða hringið í okkur í síma Kveðja Gummi og Gunni í Dekkverk. Til sölu Polaris Trail Boss, 4x4, fjórhjól, árg. 87. Lítur vel út. Verð kr Uppl Til sölu MMV Lancer, árg. 96, 4x4. Nýleg tímareim og legur í afturhjólum. Uppl. í síma Til sölu Eloh 700 áburðardreifari m. barkastýringu og Nordsten 700 áburðardreifari án barkastýringar. Uppl. í síma Tveggja hestakerra til sölu. Á einum öxli. Í góðu lagi. Heimasmíðuð. Árg Skráð. Verð kr Uppl. í síma Hágæða LED ljós. Orkusparnaður með nýjustu LED tækni. Sterk og endingargóð, íslensk hönnun. Nánari uppl. í síma , Til sölu Weltmeister harmonikka, 3. kóra, 80 bassa. Uppl. í síma eða Til sölu Ítölsk harmonikka, 3. kóra, 80 bassa. Algjört antik. Verð kr Uppl. í síma stk. vörubílsdekk til sölu, stærð 8,25 R-16, Radial. 4. stk. dekk á 8 gata álfelgum, stærð16,5 x 8,25, 31. Einnig á 6 gata járnfelgum 15 slitin dekk. Uppl. í síma Til sölu tveir hitakútar 200 l, 2000 W. Einnig 100 l, 1500 W og 1600 l mjólkurtankur, SSP Muller, mjólkurkælir, De Laval og Sac tankrör. Uppl. í síma Til sölu bráðfalleg hestakerra, lítil rollukerra, sturtukerra, moðkerra og fjórhjólakerra. Uppl. í síma Til sölu 75 lítra pottur úr ryðfríu stáli á þremur fótum, 3000 W. Uppl. í síma Garðaúðun. Til sölu 200 lítra Hardy garðaúðunardæla. Er með nýuppgerðan bensínmótor og dælu. Uppl. í síma Til sölu New Holland TL 80A mótor, 80 hö. Ekinn ca. 200 tíma. Vantar olíuverk. Verð kr vsk. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: / Til sölu skrautlegir og skapgóðir íslenskir hanar. Uppl. í símum , eða Til sölu tveir hringstigar. Hæð um 3,2 m, breidd á þrepum 84 cm og 77cm. Eldvarnarhurð úr stáli, karmstærð 88 X 212 cm. Burðarvirki úr límtré í skemmu, breidd 15 m og 30 m. Vegghæð 6 m. Stillansapallar 1,8 m á lengd, 2 m á hæð. Uppl. í síma og Til sölu manna heitur pottur og Suzuki Grand Vitara, árg. 03. Ekinn km. Er staðsett á Norðurlandi. Uppl. í síma Til sölu Stahl strauvél, vinnslubreidd 2,2 m, þvermál keflis 50 cm. Vélinni fylgir vönduð 2ja brauta brotvél, brýtur tvö langbrot. Rafhituð vél. Tekur gólfpláss ca. 2 x 2 m. Verð. kr Uppl.í síma Til sölu 3 m Breviglieri pinnatætari, árg. 04. Með beisli fyrir sáðvél. Einnig Mammut steypuhrærivél á dráttarvél, árg. 09. Uppl. í síma Til sölu 2 x 50 fm atvinnu-/geymsluhúsnæði í Faxafeni í Rvk. Hægt að sameina. Annað bilið er í leigu á 60 þ. kr. á mán. V. 4,7 m. hvort. Uppl. í s Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega vantar 45 snúninga íslenskar Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á olisigur@gmail.com Á einhver Lister ljósavél 6 kw, sem er föl? Ef svo er þá hef ég áhuga á að eignast hana. Vinsamlega hafið samband við Sveinbjörn sími eða sveinbjorn@simnet.is M. Pajero. Óska eftir M. Pajero 2,5 dísel, árg 97, má vera vélarvana. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa ódýran sendiferðabíl. Til dæmis Toyotu Hiace, rússajeppa eða Econoline. Skoða allt. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa New Holland bindivél (helst gula) helst í lagi, en má þarfnast aðhlynningar. Einnig Krone AM 202 sláttuvél í lagi eða í varahluti. Nánari uppl. í síma , Guðmundur. Óska eftir að kaupa notað jarðvinnsluherfi í góðu ástandi. Uppl. gefur Gísli í síma eða Er að leita eftir varahlutum í eða heilum Kverneland (Guffen G 4,20) 84 módel, snigildreifara. Hafið samband í síma Óska eftir að kaupa Krone diskasláttuvélar til niðurrifs. Uppl. í síma , Kristinn. Óska eftir notuðum heyvinnuvélum. Uppl. í síma eða Atvinna Vantar sumarvinnu. Ungur og hraustur og vantar vinnu frá 5. maí til byrjunar september. Ég er mjög vanur hestum og hef veri svolítíð í kringum kýr. Hef einnig tekið virkan þátt í heyskap. Sími , netfang: thordur@prodesign.is Au pair stelpa óskast til Svíþjóðar. Óskum eftir íslenskri au pair-stelpu til Gautaborgar frá 1.júlí 2011 til 1.júlí 2012 eða eftir samkomulagi. Frekari upplýsingar í síma eða á netfangið svanheidur@gmail.com Óska eftir starfi í sveit. Hörkuduglegur drengur á 16. ári óskar eftir starfi í sveit í sumar. Get byrjað 1. júní. Vinsamlegast hafið samband í síma eða Portúgalskur 29 ára karlmaður, Sergio Bruno Antunes, óskar eftir að komast í vinnu á Íslandi. Getur byrjað í júlí og verið út september. Vill gjarnan vera við útistörf. Uppl. í netfangið scanha@gmail.com eða í síma Vinnukraftur óskast á kúabú á Vesturlandi, einyrki eða jafnvel par. Uppl. í síma

47 Bændablaðið fimmtudagur 20. apríl Eldri maður óskar eftir léttu starfi við bændaþjónustu. Fyrri störf: Vélstjóri, matsveinn og atvinnubílstjóri. Enskukunnátta. Uppl. í síma eða Stúlka fædd árið 1994 (16 ára) óskar eftir starfi við almenn sveitastörf í sumar. Hafið samband í síma eða á netfangið fyrir frekari upplýsingar. Óska eftir vinnu, helst í sveit. Ég er15 ára piltur (verð 16 ára í ágúst) og vil komast í vinnu í sveit í sumar. Er duglegur og hef reynslu af sveitastörfum. Er alinn upp í sveit og var í sveit síðastliðið sumar. Er vanur flestum vélum. Uppl. í síma og eða netfangið Tvítuga stelpu, sem hefur mikinn áhuga á að vinna með dýr og stefnir á nám í dýralækningum, langar að komast á bú á Suðurlandi í sumar. Hress og dugleg í öllum sveitastörfum. Uppl. í netfangið hotmail.com eða ára strákur óskar eftir vinnu í sveit í sumar, hefur reynslu af heyskap og dýrum. Hafið samband í síma eða Óskum eftir að ráða starfskraft í almenn landbúnaðarstörf á blönduðu búi á Vesturlandi (kýr,kindur og hross). Uppl. í síma , Kristinn. Starfskraftur óskast í ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Fjölbreytt og skemmtilegt starf. Nánari upplýsingar í síma eða Er hér á Austurlandi; í uppsigling nokkur vandi; ráða nú þarf; einhvern röskan í starf; til að sinna sauðburðarstandi. Því bóndinn er lotinn og lúinn; langtum skárri er frúin; en gagn þó við gerum; og alltaf erum; hlýleg og góð við hjúin. Ef leynist karl eða kona; sem kannski er til í svona; tefðu ekki tímann en taktu upp símann; bændur bíða og vona Uppl. í síma Gisting Gisting í Reykjavík á góðu verði rétt hjá sundlaugunum í Laugardal. Verðlisti og myndir á eða í síma Gisting á Akureyri. Orlofshús og íbúðir á Akureyri með heitum potti, grilli og verönd. Öll aðstaða fyrsta flokks. Leó, sími eða www. orlofshus.is Fyrir þá sem vantar gistingu í borginni. Hef til leigu 60 fermetra íbúð í Kópavogi. Sími Þjónusta Tveir vanir girðingamenn óska eftir verkefnum næsta vor og sumar. Uppl. í síma Smíðavinna. Viðhald, nýbyggingar, sumarhús. Tilboð þér að kostnaðarlausu eða tímavinna. Fáðu uppl. í síma eða Björn húsasmíðameistari. Frænetið - Netverslun með íslenskt og innflutt fræ. Matjurtir, kryddjurtir, ávextir og ber, sumarblóm, fjölær blóm, tré og runnar. Sérpantanir auk 250 tegunda á lager. Sjá: Bændablaðið hefur eins og margir hafa orðið varir við afar góða útbreiðslu. Fólk um allt land les blaðið af áfergju og þó það sé nú prentað í nærri 23 þúsund eintökum, þá dugar það vart til. Stöðugt er beðið um fleiri eintök fyrir fróðleiksfúsa lesendur. Það er þó ekki bara á Íslandi sem áhugi er fyrir blaðinu. Eins og þessi mynd ber með sér er hún ekki tekin á flugvellinum á Gjögri, heldur á alþjóðflugvellinum í Dubai í Mið-austurlöndum. Íslenskir flugmenn og flugvirkjar sem þar hafa verið að störfum þykir ómissandi að hafa Bændablaðið með í farteskinu. Væntanlega fá hirðingjar í eyðimörkinni þá líka að kíkja í blaðið til að fræðast um sæluríkið á norðurhjara. Myndirnar hér að neðan eru hinsvegar frá aðalfundir Landsambands sauðfjárbænda þar sem gott þótti að glugga í blaðið undir ræðum. Áður en fundurinn hófst formlega skáluðu þeir Guðmundur Geir Gunnarsson (t.h.), mjólkurbússtjóri MS Selfoss og Jón E. Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun í Repjuolíunni og drukku með bestu lyst en hún þykir bráðholl og frískandi. Kúabændur fengur líka að smakka á olíunni í staupi þegar þeir komu á fundinn og líkað drykkurinn vel. Mynd / MHH Skálað í íslenskri repjuolíu Félag kúabænda á Suðurlandi boðaði til fundar hjá MS Selfossi fyrir skömmu þar sem kynning á repjurækt til olíuvinnslu fór fram. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri var með fræðsluerindi en hann hefur náð góðum tökum á ræktuninni og unnið olíu úr framleiðslunni, sem hann er byrjaður að nota á gamlar dráttarvélar á bænum. Um 100 bændur mættu á fundinn, sem sýnir best áhuga þeirra á málinu. Eftir að Ólafur hafði lokið erindi sínu svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. /MHH Amerísk gæðavara 12 kg Þvottavél Tekur heitt vatn > sparneytin Stórt op > auðvelt að hlaða Þvotta og orkuklassi A Engin kol í mótor DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Næsta Bændablað kemur út 12. maí

48 xxx: xxx xxxx 8. tölublað 2011 Fimmtudagur 20. apríl Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út Fjölnotavélar 12. maí og fylgihlutir Ýmsar stærðir á lager Fjölbreytni og þjónusta Sími orkuver@orkuver.is Pontus lambamjólk Góð næring fyrir ungviði er grunnurinn að heilbrigði og vexti. Pontus lambamjólkin frá Bústólpa hefur fengið frábærar viðtökur. Hér er um þrautreynda úrvalsvöru að ræða sem ætluð er til fóðrunar á lömbum í tilvikum þar sem ær ná ekki að mjólka lömbunum nóg. Lambamjólk inniheldur öll þau næringarefni sem lömbum eru nauðsynleg og stuðlar þannig að heilbrigði og örum vexti. Fæst í 5kg og 25kg pokum. Söluaðilar: Sími Fax Kaupfélag Steingrímsfjarðar Sími Fax Sími Fax Kaupfélag Vestur Húnvetninga Fax Egilsstöðum Sími Hvolsvelli Sími Selfossi Sími Bústólpi - Fóður og áburður Oddeyrartanga 600 Akureyri Sími Fax

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag 4 Alíslenskir matreiðsluþættir í sjónvarpi og á netinu 10 24 Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? Vaxtarsprotar útskrifaðir á Austurlandi Blaðauki um garðyrkju og gróður fylgir Bændablaðinu

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ

ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ ÞRÓUN RÉTTARREGLNA UM SAMEIGINLEGA FORSJÁ Karen Björnsdóttir 16. maí 2014 BA í lögfræði Höfundur: Karen Björnsdóttir Kennitala: 050989-2409 Leiðbeinandi: Heiða Björg Pálmadóttir Lagadeild School of Law

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012

Flókatóftir á Barðaströnd Rannsóknir 2004 og 2012 Höfundar Ljósmynd á forsíðu Horft yfir uppgraftarsvæðið. Öll réttindi áskilin ISBN 978-9935-9090-7-7 Minjastofnun Ísland Suðurgata 39 101 Reykjavík Iceland (354) 570 13 00 postur@minjastofnun.is www.minjastofnun.is

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Hlunnindi skógarbóndans

Hlunnindi skógarbóndans 10 20 34 Þeysireið á Hvítá í Jet-bát Hlunnindi skógarbóndans Bærinn okkar Grindur 17. tölublað 2011 Fimmtudagur 29. september Blað nr. 356 17. árg. Upplag 59.000 Málflutningur formanns SVÞ er rökleysa

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður

Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Umhverfisnefnd Alþingis c/o Unnur Kr. Sveinbjamardóttir Alþingishúsinu við Austurvöll 150 Reykjavík Erindi rmþ /3^20?Y komudagur {M. % 008 Akraneskaupstaður Á fundi bæjarráðs Akraness sem haldinn var þann

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa

Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa HELGI SKÚLI KJARTANSSON Áveiturnar miklu á Skeið og Flóa Dæmi um umdeilanlega opinbera fjárfestingu [Úr Skírni 162. árg., 2. hefti (haust 1988), bls. 330 360.] Á HYGGJUR af offjárfestingu vanhugsaðri fjárfestingu,

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif

1. mgr gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Meistararitgerð í lögfræði 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940: Inntak og varnaðaráhrif Emil Sigurðsson Leiðbeinandi: Jón H.B. Snorrason Júní 2014 ÚTDRÁTTUR Inntak 1. mgr. 106. gr. hgl.

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fóðurþarfir ungneyta til kjötframleiðslu Þóroddur Sveinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Freyr 98(9) 11-17. Inngangur Nautakjötsframleiðsla á Íslandi er mest stunduð sem hliðarbúgrein

Læs mere

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S

2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2. tölublað, 12. árgangur. Nóvember 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón

Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón Fannar Freyr Ívarsson Réttur tjónþola til endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón - BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Grímur Sigurðsson, LL.M., hrl. Lagadeild Háskóla Íslands

Læs mere

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0)

The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) NAME 1.0 Handbók The Nordic Assisted Mobility Evaluation (NAME 1.0) Åse Brandt Charlotte Löfqvist John Nilsson Kersti Samuelsson Tuula Hurnasti Inga Jónsdóttir Anna-Liisa Salminen Terje Sund Susanne Iwarsson

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Lyfjagreiðslunefnd FUNDARGERÐ 283. fundar Dagsetning og staður: 10. september 2018 kl. 14 að Vínlandsleið 14, Reykjavík. Fundinn sátu: Nefndarmenn: Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Jóhann M. Lenharðsson

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu

Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu Kári Valtýsson Aðild hagsmunafélaga að dómsmálum er varða höfundavarið efni á internetinu -BA ritgerð í lögfræði - Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir hdl. og stundakennari við lagadeild H.Í. Lagadeild

Læs mere

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum

Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum Ramsarsamningurinn og votlendissvæði á Norðurlöndum UM VERNDUN OG AÐRA LANDNÝTINGU Norræna ráðherranefndin Umhverfisstofnun Hvað er votlendi? Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem

Læs mere

Kirkjuskipan fyrir 21. öld

Kirkjuskipan fyrir 21. öld Hjalti Hugason, Háskóla Íslands Kirkjuskipan fyrir 21. öld Fyrsta grein Forsendur kirkjuskipanar fyrir íslensku þjóðkirkjuna Inngangur Í ársbyrjun 1998 gengu í gildi lög um stöðu, stjórn og starfshætti

Læs mere

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð

Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð Eyvindur G. Gunnarsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands Valgerður Sólnes lögfræðingur Á L I T S G E R Ð um lög nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna og mögulegar lagabreytingar Reykjavík,

Læs mere

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda

Framfærsluskyldur foreldra Meðlagskerfi Norðurlanda Meðlagskerfi Norðurlanda Guðný Björk Eydal Hrefna Friðriksdóttir Félagsráðgjafardeild Ritstjóri: Halldór S. Guðmundsson Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010 Ritrýnd grein

Læs mere

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins

Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2. tölublað, 9. árgangur. Nóvember 2013 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Endurbætt salarkynni Regluheimilisins 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 3 4 FRÍMÚRARINN

Læs mere

glimrende lærervejledninger

glimrende lærervejledninger Arnbjörg Eiðsdóttir Kristín Jóhannesdóttir glimrende lærervejledninger Kennsluleiðbeiningar með Glimrende, Glimrende opgaver og hlustunarefni, ásamt svörum við verkefnum í vinnubók Efnisyfirlit Glimrende

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála

Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála ML í lögfræði Bætur fyrir þvingunarráðstafanir á grundvelli 228. gr. laga um meðferð sakamála Hvernig er fjárhæð miskabóta vegna þvingunarráðstafana ákveðin hjá dómstólum? Nafn nemanda: Hanna Guðmundsdóttir

Læs mere

2. tölublað, 14. árgangur. Desember 2018 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi. Stúkufundur í námum Salómons konungs

2. tölublað, 14. árgangur. Desember 2018 FRÍMÚRARINN. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi. Stúkufundur í námum Salómons konungs 2. tölublað, 14. árgangur. Desember 2018 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi sub specie æternitatis Stúkufundur í námum Salómons konungs 2 FRÍMÚRARINN pípu lakk Allt frá hatti oní skó Treflar

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur II. Úrkoma og úrkomutíðni Greinargerð 03010 Trausti Jónsson Langtímasveiflur II Úrkoma og úrkomutíðni VÍ-ÚR10 Reykjavík Mars 2003 Úrkoma og úrkomutíðni Inngangur Hér er fjallað um úrkomumælingar á Íslandi með áherslu á fáeinar

Læs mere

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ

ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ ÁLHKISTUIOI 1918 ÞRÍTUGASTA LÖGGJAFARÞING - SAMBANDSLAGAÞINGIÐ - A. PINGSKJOL MEÐ MÁLASKRÁ REYKJAVlK PRENTSMIÐJAN GUTENBERG 1918 Málaskrá i. F'rumvörp. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til d a n s k - í s 1

Læs mere

Oft má satt kyrrt liggja

Oft má satt kyrrt liggja Oft má satt kyrrt liggja Vítaleysi sannra ærumeiðinga, einkum með tilliti til fjölmiðla - Ritgerð til meistaraprófs í lögfræði - Skúli Á. Sigurðsson Lagadeild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Dr. Páll Sigurðsson

Læs mere

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda

MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun. Þagnarskylda endurskoðenda MACC ritgerð Reikningshald og endurskoðun Þagnarskylda endurskoðenda með tilliti til 30. gr. laga nr. 79/2008 um löggilta endurskoðendur Jórunn K. Fjeldsted Leiðbeinandi: Þórður Reynisson, LL.M Ábyrgðarmaður:

Læs mere

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni

Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Við Akranes æpti hann: Stopp! Ágrip að upphafi flugsögu Akraness Magnús Þór Hafsteinsson. Þegar myndirnar í Ljós myndasafni Akraness eru skoð að ar á netinu finnur maður oft merkilegar myndir sem kitla

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga

Grunnnámskeið 2. Að vera í sveitarstjórn. Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna. Samband íslenskra sveitarfélaga Grunnnámskeið 2 Að vera í sveitarstjórn Hlutverk og ábyrgð sveitarstjórnarmanna Samband íslenskra sveitarfélaga 2011 Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn - Að vera í sveitarstjórn Samband íslenskra sveitarfélaga

Læs mere

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld

Már Jónsson. Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Már Jónsson Fjárreiður hjóna á 17. og 18. öld Í kaupmála hjónaefnanna Ketils Vermundssonar og Salvarar Jónsdóttur, sem gerður var í Efranesi í Borgarfirði árið 1655, birtist þaulhugsað kerfi sem byggði

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere