Hlunnindi skógarbóndans

Størrelse: px
Starte visningen fra side:

Download "Hlunnindi skógarbóndans"

Transkript

1 Þeysireið á Hvítá í Jet-bát Hlunnindi skógarbóndans Bærinn okkar Grindur 17. tölublað 2011 Fimmtudagur 29. september Blað nr árg. Upplag Málflutningur formanns SVÞ er rökleysa - segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands Formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) gagnrýndi landbúnaðarkerfið harkalega í ræðu sem hún flutti á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) um atvinnumál í gær. Formaður Bændasamtakanna segir gagnrýnina ekki koma á óvart enda séu samtökin hreinlega í stríði við bændur. Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, setti fram harða gagnrýni á vörugjöld og íslenska landbúnaðarkerfið í ræðu sinni. Í máli Margrétar kom fram að hún teldi núverandi landbúnaðakerfi vera til þess fallið að allir töpuðu á því, skattgreiðendur, neytendur en ekki síst bændur sjálfir. Á glæru sem Margrét sýndi á meðan á ræðu hennar stóð kom fram samanburður á starfsmannafjölda SA og aðildarfélaga þess annars vegar og hins vegar Bændasamtaka Íslands (BÍ). Samkvæmt glærunni starfa 65 manns hjá SA og aðildarfélögum þess en 57 hjá BÍ. Er eitthvað skrýtið þó að aðrar atvinnugreinar í landinu Bændaverslun við þjóðveginn Guðbjörg Jónsdóttir bóndi á Læk í Flóa er ekki kona einhöm. Ásamt því að reka myndarlegt kúabú og vera stjórnar formaður Búnaðarsambands Suðurlands hefur hún nú ásamt eiginmanni sínum opnað verslunina Búbót í gamla Þingborgarhúsinu við þjóðveginn í Flóa. Þar eru á boðstólum ýmsar búvörur frá bændum víða um land, og t.d. er hægt að kaupa gulrætur frá Fljótshólum, jarðarber frá Silfurtúni og nautakjöt frá Læk. Verslunin, sem er í eigu Guðbjargar og Gauta Gunnarssonar, verður opin í haust og vetur alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga á milli 13:00 og 18:00. Mynd / TB verði hugsi. Að það þurfi svo til sama starfsmannafjölda til að halda upp hagsmunagæslu fyrir bændur og restina af atvinnulífinu, sagði Margrét. Hún tók hins vegar fram að verslunin ætti ekki í stríði við bændur heldur kerfið sem hið opinbera hefði gert þeim að starfa innan. Þá sagði Margrét landbúnaðarráðherra hafa þverbrotið gildandi alþjóðasamninga um innflutning á kjötvörum og hafa svo gott sem komið í veg fyrir alla erlenda samkeppni á kjötmarkaði. Kjötskortur á íslenskum markaði sem skapast hefði vegna hárra vörugjalda og tolla hefði valdið prósenta verðhækkun á heildsöluverði á sama tíma og verðbólga hafi verið 5 prósent. SVÞ í stríði við bændur Haraldur Benediktsson formaður BÍ segir að málflutningur Margrétar komi honum ekki á óvart. Samtök verslunar og þjónustu eru hreinlega í stríði við bændur og landbúnaðarkerfið. Þau eru búin að vera það síðan í sumar og þegar við höfum leyft okkur að benda á miklar afskriftir í verslun á Íslandi og að hátt vöruverð skýrist af ýmsum samverkandi þáttum þá svara þau ævinlega með skætingi út í íslenskan landbúnað. Þarna stígur fram formaður verslunar á Íslandi, atvinnugreinar sem hefur fengið milljarðatugi afskrifaða, og atyrðir bændur. Haraldur lýsir fullkominni vanþóknun á samanburði Margrétar á starfsmannafjölda BÍ og annarra atvinnuvega. Allir ættu að vita að starfsmenn annarra atvinnuvega þurfa ekki að skipuleggja kúasæðingar eða vigta lömb. Þetta ætti Margrét líka að vita enda ætti hún að þekkja eðli og umfang starfsemi Bændasamtakanna. Hjá Bændasamtökunum er rekin umfangsmikil ráðgjafarþjónusta, skipulag um ræktun íslenskra búfjárstofna og þar fram eftir götunum sem er rekið á félagslegum grunni. Það er því á engan hátt sambærilegt við einhverja starfsmenn sem vinna á skrifstofu Samtaka verslunar og þjónustu. /fr. - Sjá nánar bls 2 Framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri vildi gjarnan sjá feitari dilka og gerir ráð fyrir að þeir þyngist hratt þessa ágætu haustdaga. Hér má sjá fé á beit í Jökuldal. Sláturtíð gengur vel hjá Fjallalambi: Dilkar fallegir og vel á sig komnir Sláturtíð hefur gengið vel, segir Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, en þar starfa um 60 manns um þessar mundir. Nokkru fleiri Íslendingar en útlendingar eru þar að störfum, eða 36 talsins á móti 24 erlendum verkamönnum sem koma víða að, m.a. frá Póllandi. Það gekk vel að ráða fólk og ég er ánægður með að við fengum töluverðan hóp Íslendinga til starfa. Mín reynsla er sú að það er ekki erfitt að fá fólk til starfa í sláturtíð og eitthvað er um að fólk af atvinnuleysisskrá komi þá hingað að vinna, segir Björn Víkingur, en Fjallalamb sér starfsmönnum sem koma fyrir fæði og húsnæði þeim að kostnaðarlausu. Sláturtíð hófst þann 14. september og stendur fram í október, en Björn Víkingur áætlar að búið OECD og FAO um framtíðarhorfur jarðarbúa: Fæðuöryggi er mál málanna Fólksfjölgun, vaxandi matvælaverð og óstöðugleiki á matvæla- og hráefnismörkuðum leiða af sér minnkandi fæðuöryggi. Samkvæmt skýrslu OECD og FAO er fæðuöryggi meðal mikilvægustu málefna sem ríkisstjórnir glíma við í dag og á komandi árum. Þetta endurspeglaðist vel í viðræðum á fundi G20-ríkjanna í Seúl í Suður-Kóreu í nóvember Einnig í tillögum um aðgerðir sem voru til skoðunar á fundi landbúnaðarráðherra G20-ríkjanna í París í júní Í úttekt OECD og FAO sem og í danskri rýnisskýrslu um sömu mál kemur fram að íbúar jarðar eru að ná 7 milljarða markinu og verða komnir í 9 til 10 milljarða árið Fólksfjölgun í heiminum krefst þess að auka þarf matvælaframleiðsluna á heimsvísu um % fyrir 2050, þ.e. á næstu 40 árum. Þá mun fjölga mun í millistéttum í Kína á þessum árum úr 148 milljónum í Bændablaðið kemur út í auknu upplagi í dag eða 59 þúsund eintökum. Auk hefðbundinnar dreifingar verði að slátra hjá fyrirtækinu 24. eða 25. október næstkomandi. Hann gerir ráð fyrir að slátrað verði um 31 þúsund fjár á þessu hausti og er það álíka margt fé og verið hefur undanfarin ár. Mest af fénu kemur af norðausturhorni landsins, en eitthvað annars staðar frá, svolítið úr Suður- Þingeyjarsýslu, m.a. Kelduhverfi, og eins af svæðinu til Bakkafjarðar og að Jökulsá á Fjöllum. Dilkar eru fallegir og vel á sig komnir, eins og ævinlega á þessu svæði, segir Björn Víkingur. Hann segir að svo virðist sem erfitt vor og kuldatíð fram á sumar hafi ekki komið niður á vænleika dilka og það sé ánægjulegt. Þeir eru raunar ekki eins feitir og oft áður, þeir mættu vera aðeins feitari, en ég geri ráð fyrir að þeir þyngist hratt þessa ágætu haustdaga, segir hann. /MÞÞ 480 milljónir. Þetta millistéttarfólk er með meiri kaupmátt, sem mun þýða stóraukna eftirspurn eftir dýrari matvælum og ýmsum öðrum vörum. Eftirspurn eftir ferskvatni mun aukast á heimsvísu úr rúmkílómetrum í rúmkílómetra á ári þegar árið 2030, sem er um 40% meira en hægt er að útvega með góðu móti. Vatnsskortur mun verða vandamál í löndum nærri miðbaug og m.a. í Suður-Evrópu og auka enn á eftirspurn eftir vatni. Er því spáð að vatnsöflun muni hafa álíka efnahagsleg áhrif í framtíðinni og orkuframleiðsla hefur í dag. Ræktanleg gróðurbelti jarðar munu færast norðar og sunnar á jörðinni. Lönd sem eru nær miðbaug munu upplifa mikil vandamál og þá ekki síst vegna fæðuöflunar. Í öllum þessum vandamálum felast líka miklir möguleikar, ekki síst fyrir Íslendinga og aðrar norðlægar þjóðir. Sjá fréttaskýringu á bls 12 og 13 Bændablaðið í 59 þúsund eintökum í sveitir og byggðir landsins, þá er blaðinu að þessu sinni einnig dreift með Morgunblaðinu.

2 2 Fréttir Julian Cribb Fæðuöflun í framtíðinni Þekktur blaðamaður og ritstjóri frá Ástralíu, Julian Cribb, mun koma hingað til lands og halda fyrirlestur um fæðuöryggi og stöðu matvælaframleiðslu í heiminum mánudaginn 17. október næstkomandi. Koma Julian er í tengslum við fyrirlestraröð hans í Evrópu að tilefni alþjóða fæðudagsins FAO sem haldinn er daginn áður. Fæðuöflun fyrir sífellt fleiri jarðarbúa á tímum loftslagsbreytinga, vaxandi vatnsskorts, dýrari orku og áburðarefna o.s.frv. verður einhver mesta áskorun sem mannkynið hefur nokkru sinni tekist á við. Í erindi sínu mun Julian m.a. fjalla um matvælaframleiðslu framtíðarinnar og hvaða áskoranir blasa við jarðarbúum á næstu áratugum. Einnig mun hann velta fyrir sér áhrifum á Ísland og önnur norðlæg lönd. Nánari upplýsingar um tímaog staðsetningu fundarins verður auglýst þegar nær dregur en þeir sem standa að baki komu Julian Cribb eru sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Landgræðslan, Landbúnaðarháskóli Íslands og Bændasamtökin. Yfir 2000 laxar í Blöndu Veiði er nú lokið í Blöndu þetta sumarið og veiddust laxar, sem verður að teljast ágætis veiði, en þetta er þriðja árið í röð sem áin fer yfir tvö þúsund laxa múrinn. Í fyrra veiddust laxar í Blöndu, sem var metár, en árið áður eða 2009 veiddust laxar. Samtals er veitt á 16 stangir í Blöndu. Á vefnum lax-a.is kemur fram að mjög góð veiði hafi verið á efsta svæði Blöndu síðustu dagana fyrir lokun, enda hafi Blöndulón lækkað þannig að yfirfallið stoppaði. Svæðið hafi verið fullt af laxi. Þar hafi veiðst hátt í 10 laxar á dag þrátt fyrir að dagarnir hafi verið illa bókaðir. Allar kannanir frá hruni hafa sýnt að íslenska matvaran hefur haldið vísitölunni niðri að sögn Haraldar. Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, nefnir að 45 prósent matarkörfu íslenskra heimila séu íslenskar landbúnaðarvörur sem þýðir þá að 55 prósent koma úr öðrum áttum. Sá hluti hefur hækkað mun meira en íslenskar landbúnaðarvörur og því kýs Margrét að sleppa þó svo að komið hafi fram, meðal annars í Bændablaðinu, að þróun gengis krónunnar gefi tilefni til þess að verð á innfluttum matvælum hefði átt að lækka. Það hefur ekki gerst. Í sömu ræðu hvetur hún til þess að flytja verslunina til íslands og efla innlend störf. Það keyrir því algjörlega um þverbak þegar hún ætlar þá að flytja inn landbúnaðarvörurnar. Hvernig er það að vernda íslensk störf? Í þessu er ekkert samhengi og afstaða formanns Samtaka verslunar og þjónustu er algjörlega samhengislaus. Haraldur segir málflutning Margrétar ekki boðlegan. Þetta er algjör rökleysa. Bændur skiptir miklu máli að það sé góður gangur í verslun og samskipti bænda við íslenska verslunarrekendur eru yfirleitt góð. Bændaforystan hlýtur því að verða að bregðast við með því að snúa sér beint til félagsmanna Samtaka verslunar og þjónustu til að leiðrétta ruglandi málflutning formannsins og rangfærslur. Svínakjöt hefur lækkað í verði frá ársbyrjun 2008 Á meðfylgjandi grafi má sjá þróun á verðlagi nokkurra vöruflokka frá því í janúar 2008 og til júlí síðastliðins. Eins og sjá má er þróun á verði svínakjöts langt frá því að vera í takt við vísitölu neysluverðs og innlendar búvörur utan grænmetis eru á svipuðu róli og vísitalan. Verðþróun á fötum, raftækjum og innfluttum matvörum er hins vegar umtalsvert hærra en vísitala neysluverðs. Föt hafa til að mynda hækkað um 62 prósent á tímabilinu og raftæki um 61 prósent. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Sýningin MATUR-INN 2011 í Íþróttahöllinni á Akureyri um komandi helgi: Búist við þúsundum gesta á sýninguna - sölusýning með á fjórða tug þátttakenda - fag- og leikmannakeppnir í matreiðslu - ókeypis aðgangur! Sýningin MATUR-INN verður haldin á Akureyri í fimmta sinn um komandi helgi. Sýningin hefur verið haldin á tveggja ára fresti og var hún síðast haldin árið Þá voru gestir þúsund og er búist við öðru eins í ár. Sýningarbásar eru fleiri en á síðustu sýningu og sýningasvæðið enn stærra. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og undirstrikað að hægt er að gera góð matarkaup hjá sýnendum. Óhætt er að segja að MATUR- INN 2011 sé hápunktur í norðlenskri matarmenningu. Sýningin er haldin af félaginu Mat úr Eyjafirði í góðu samstarfi við Þingeyska matarbúrið og Matarkistuna Skagafjörð. Að baki þessum félögum standa matvælaframleiðendur stórir sem smáir, veitingaaðilar, ferðaþjónustufyrirtæki, verslanir- og þjónustufyrirtæki - allt aðilar sem eiga það sammerkt að matur kemur við sögu í þeirra starfi. Á fjórða tug aðila tekur þátt í sýningunni MATUR-INN 2011 og verður fjölbreytni mikil. Á sýningunni verða sýningarbásar fyrirtækja og matarmenningarfélaga, markaðstorg þar sem t.d. hægt verður að kaupa ferska haustuppskeru og sultur margs konar. Keppt verður í matreiðslu. Til að mynda munu þjóðþekktir einstaklingar spreyta sig á laxaréttum, matreiðslumenn munu keppa um besta makrílréttinn, bakarar glíma við eftirrétti og loks munu veitingahús keppa í flatbökugerð. Samhliða sýningunni verður húsbúnaðarsýning í anddyri Íþróttahallarinnar og á laugardaginn verður kveikt upp í risagrilli útifyrir þar sem hefst sólarhringsgrillun á nautsskrokk. Hann verður síðan tilbúinn á sunnudag og gefst þá gestum tækifæri til að bragða á herlegheitunum. Í tilefni af sýningunni verða sex veitingahús á Akureyri með sérréttamatseðil þessa viku þar sem þau útfæra hvert með sínum hætti hráefni úr héraði. Þannig má segja að matur og matarævintýri verði þema Eyjafjarðar og Norðurlands alla þessa viku og nái hápunkti um helgina. Eiríkur Björn Björgveinsson, bæjarstjóri á Akureyri mun opna sýninguna formlega en hún verður opin kl á laugardag og sunnudag. Málflutningur formanns Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ): Ekki boðlegur málflutningur Haraldur Benediktsson segir formann SVÞ fara með rangt mál. Mynd / HKr. Bændasamtakanna segir Margréti seilast langt í fullyrðingum sínum. Svínakjöt hefur hækkað um fimm prósent út úr búð frá því í júní í fyrra en lækkað um átta prósent frá því í upphafi árs Á sama tíma hafa orðið gríðarlegar hækkanir á fóðurkorni og öðrum aðföngum. Brauð og kornvörur hafa hækkað um 55 prósent frá því í ársbyrjun 2008 og það má gera ráð fyrir að fóðurkorn sem er langstærsti þátturinn í aðföngum við svínakjötsframleiðslu hafi hækkað viðlíka og korn til brauð og kexframleiðslu. Því er eðlilegt að spyrja hver hafi tekið á sig mismuninn? Þá fer Margrét hreinlega með rangt mál í yfirlýsingum um að stjórnvöld hafi brotið skuldbindingar um markaðsaðgang samkvæmt alþjóðasamningum. Íslensk stjórnvöld auglýsa árlega útboð á tollkvótum í samræmi við GATT samninginn frá árinu Samkvæmt honum á lágmarks markaðsaðgangur á kjöti að nema 5 prósentum af meðalneyslu áranna 1986 til Við það hafa íslensk stjórnvöld staðið. /fr Samið um leigu á Laxá á Ásum Veiðifélag Laxár á Ásum hefur samið við nýjan leigutaka til næstu fimm ára. Nýi leigutakinn er Salmon Tails ehf. og gildir samningur milli aðila frá Fyrir sumarið 2012 verður reist nýtt veiðihús við ána en núverandi veiðihús árinnar er komið vel til ára sinna. Salmon Tails ehf. er í eigu þriggja aðila, Eiríks Þorlákssonar hrl., Elíasar Blöndal lögfræðings og Arnars Jóns Agnarssonar veiðimanns og leiðsögumanns, en félagið sérhæfir sig í leigu á laxveiðiréttindum og endursölu þeirra til veiðimanna. Félagið hefur einnig á leigu Mýrarkvísl í Reykjahverfi skammt frá Húsavík a því er fram kemur í tilkynningu.

3 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Ný heimasíða: Á Torfajökulssvæðinu er ægifagurt um að litast. Torfajökulssvæðið verði tilnefnt til heimsminjaskrár UNESCO Ríkisstjórnin samþykkti þann 20. september, að tillögu umhverfisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra, að bæta Torfajökulssvæðinu á yfirlitsskrá Íslands með tilnefningu til heimsminjaskrár UNESCO í huga. Torfajökulseldstöðin er einstök bæði á landsvísu og á heimsvísu. Hún er megineldstöð, með stærsta líparítsvæði landsins og innan öskjunnar er stærsta háhitasvæði landsins. Mikill hluti gosmyndana sem þarna eru varð til við gos í jökli og er þetta hugsanlega eitt stærsta samfellda svæði slíkra líparítmyndana í heimi. Eldvirkni innan Torfajökulseldstöðvarinnar á nútíma ber þess glögg merki að landrek er að brjótast inn í hana úr norðri. Jarðhiti innan Torfajökulsöskjunnar er afar fjölbreyttur og mikið um fágæt jarðhitafyrirbæri. Þarna finnast volgrur, laugar, vatnshverir, goshverir, ölkeldur, kolsýruhverir og -laugar, gufuhverir, soðstampar, soðpönnur, gufuhitaðar laugar, leirhverir og leirugir vatnshverir, heit jörð með gufuaugum, brennisteinsþúfur, sortulækir og varmár. Önnur jarðhitasvæði eru mun fábreyttari. Yfirborðsummyndun og veðrun líparíts er einkar fjölbreytt og mjög útbreidd sem skapar m.a. hina frægu litadýrð. Hátt í 50 yfirborðssteindir hafa verið skilgreindar á svæðinu. Hitakærar örverur tengdar jarðhitanum eru mjög fjölbreyttar og einstakar. Torfajökulseldstöðin var að hluta til friðlýst árið 1979 með afmörkun svæðis sem kallast Friðland að Fjallabaki. Mikilvægt er að núverandi friðlandsmörk verði endurskoðuð þannig að þau nái yfir alla Torfajökulseldstöðina. Einnig er talið mikilvægt að hluti af eldstöðvakerfi Bárðarbungu, s.s. Vatnaöldur og Veiðivötn, verði höfð með innan þessara marka vegna samspils þessara tveggja ólíku eldstöðvakerfa. Þau endurspegla samspil rekbeltis og jaðarbeltis. Borum eftir heitu og köldu vatni ásamt öðrum borverkum um allt land. Liprir og sanngjarnir í samvinnu og samningum. Hagstætt verð. VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími velfang@velfang.is Bændur - sumarhúsaeigendur Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma Hugaðu að vorinu! MTZ Vinsæla jeppadekkið Nú er rétti tíminn til að panta forsniðin rammahús Bylting á byggingavörumarkaði í gerð sumarhúsa Aldrei fyrr hefur verið jafn auðvelt að eignast sumarhús og með nýju rammahúsunum frá BYKO sem koma að hluta forsniðin og tilbúin í pakka. Húsin eru hönnuð í samræmi við íslenskrar byggingareglugerðir og er hönnuður þeirra Magnús Ólafsson, margreyndur hönnuður á sviði eininga- og sumarhúsa. Allar bygg inganefndarteikningar fylgja og margar gerðir teikninga eru í boði. Smáhýsi Verðdæmi á 32 m 2 sumarhúsi: Tilbúið að utan: * Tilbúið án innréttinga: * Tilbúið með innréttingum og tækjum: * *án samsetningar og smíðavinnu. Fyrir ferðaþjónustur Söluaðilar: mtdekk.is Icetrack ehf. - Umboðsaðili Innifalið er gerð aðalteikninga, skráningartöflu, sérteikninga og burðarþolsteikninga að því gefnu að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag eða ígildi þess og afstöðumynd til notkunar við gerð aðalteikninga. Efnispakkann má fá í mörgum stærðum allt frá 14 upp í 49 fermetra rammahús. Raflagnir og pípulagnaefni er ekki innifalið í efnispökkum. Allar nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum BYKO eða með tölvupósti á fsv@byko.is. og á

4 4 Fréttir Hann var ekki að eyða stórfé í auglýsingar áhugasami landakaupandinn frá Lettlandi sem stakk svona svona miðum inn í póstkassa í Þingeyjarsýslu fyrir skömmu. Buy a small house or land... Margir íbúar í Þingeyjarsýslu ráku upp stór augu þegar þeir sóttu póstinn í póstkassana sína dag einn í fyrri viku. Í póstkössunum var lítill miði sem var með eftirfarandi texta, ritaðan á enskri tungu. Buy a small house or land" Þar undir var svo símanúmer. Hermann Aðalsteinsson í Lyngbrekku, Reykjadal hélt að þarna væri kínverskur fjárfestir á ferð að leita sér að landnæði til stórfelldrar uppbyggingar í ferðaþjónustu. Nú, eða þá áhugamaður um líkamsrækt, því aftan á miðanum stóð: Kaupa hlaupabretti" Hermann sem heldur úti fréttvef var viðþolslaus af forvitni og stóðst að lokum ekki mátið, tók upp símann og hringdi í uppgefið númer. Hermann segir að vonbrigðin hafi því orðið talsverð þegar í ljós kom að um var að ræða mann frá Lettlandi, sem langaði bara að eignast hús eða landskika einhversstaðar í Þingeyjarsýslu. Aðspurður sagðist Lettinn engin viðbrögð hafa fengið við þessari sérkennilegu aðferð til að eignast hús, landskika eða hlaupabretti og ekki hafði hann uppi áform um stórfellda uppbyggingu í ferðaþjónustu. Hann sagðist hafa sett svona miða í marga póstkassa vítt og breitt um sýsluna og ekki var laust við að hann væri vonsvikinn með viðbrögðin. Hafi litli dreifimiðinn farið framhjá einhverjum, innanum ruslpóst og gluggaumslög, þá geta áhugasamir haft samband við hann í síma Námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt Dagana nóvember verða haldin 1-3 námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt. Staðsetning og fjöldi námskeiðanna fer eftir því hvaðan þátttakendur eru og fjölda þeirra. Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um þátttöku til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár. Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið. Námskeiðin hefjast kl fyrir hádegi og þeim lýkur kl Námskeiðin eru styrkt af Starfsmenntasjóði bænda. Skráning: Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhuguð námskeið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku hjá Bændasamtökum Íslands fyrir 20. október. Unnt er að skrá þátttöku í síma eða á tölvupósti bella@bondi.is Bændasamtök Íslands. Húnvetnskir gagnamenn í erfiðleikum: Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Þoka tafði smölun til Valdarásréttar Húnvetnskir gangnamenn urðu fyrir töfum vegna þoku og voru degi lengur á fjalli en vanalega, að sögn Sigríðar Ólafsdóttur í Víðidalstungu í Vestur- Húnavatnssýslu. Hún var stödd á Suðurlandi við lambaskoðun þegar fréttaritari sló á þráðinn til hennar. Sigríður sagði jafnframt að lömbin hjá þeim í Víðidalstungu kæmu heldur léttari af fjalli en síðustu ár. Annars er misjafnt milli bæja hvernig menn láta af því, sumir sjá engan áberandi mun. Sigríður segir að fyrst og fremst sé um að kenna kuldanum í júní og þurrkatíðinni á sama tíma. Gróðurinn hafi verið mjög lengi að ná sér á strik eftir það. Að sögn Sigríðar taka göngurnar á hennar heimaslóðum vanalega fjóra til fimm daga. Þeir sem lengst fara eru fimm daga uppi en hjá okkur vestan megin eru þetta fjórir dagar, komið niður á fimmtudegi. Það er farið alla leið Taka á móti þúsundum gesta ár hvert: Bjartsýnir bændur byggja nýtt gróðurhús Bændurnir Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann í Friðheimum í Reykholti sitja ekki auðum höndum þessa dagana. Þau eru að byggja fermetra gróðurhús þar sem þau hyggjast auka við tómataframleiðslu sína en einnig ætla þau að útbúa aðstöðu til þess að taka á móti gestum. Knútur og Helena hafa um árabil boðið upp á hestasýningar á sérútbúnu svæði en þau eru líka í hópi bænda í Opnum landbúnaði sem gefa innsýn í líf sitt og starf með því að sýna búskapinn. Sextán ár eru síðan Knútur og Helena hófu búskap í Friðheimum en þar búa þau ásamt börnum sínum fimm. Knútur segir að það sé ennþá pláss á markaðnum fyrir aukna grænmetisframleiðslu. Fyrir eru þau hjónin með fermetra gróðurhús en þegar framkvæmdum lýkur verða alls um 5 þúsund fermetrar undir gleri í Friðheimum. Gestamóttakan verður um 200 fermetrar en þar hyggjast Knútur og Helena jafnvel bjóða upp á hressingu í fyllingu tímans. Þau búast við því að bæta við 3-4 ársverkum í kringum aukinn rekstur í Friðheimum, bæði við garðyrkjuna og ferðaþjónustuna. Fyrir stendur búið á bakvið 6 ársverk auk sumarstarfsmanna yfir háannatímann. Viljum hafa heiðarlega samkeppni Tómatarnir eru allir seldir í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna og segir Knútur að það samstarf sé eins og best verður á kosið. Sölufélagið hefur verið að gera frábæra hluti í auglýsinga- og sölumálum síðustu árin. Varan er tengd við framleiðendurna með skýrum merkingum og neytandinn veit hvaðan hann fær sína vöru. Sölufélagið er 100% í eigu bænda og samnýtum við þannig bílaflota og fleira í stað þess að hver sé að keyra sínar vörur í bæinn. Knútur segist gjarnan vilja sjá fleiri landbúnaðarvörur markaðssettar með þessum hætti því nálægð við neytendur og góð upplýsingagjöf um uppruna sé það sem skipti máli. Í því sambandi nefnir hann að heiðarleg samkeppni við útlent grænmeti sé eðlileg. Það þurfa að liggja fyrir skýrar leikreglur á markaðnum og þeim þarf að fylgja eftir inni í verslununum. Kaupmenn verða að aðgreina með merkingum hvað sé útlent og hvað sé íslenskt svo enginn vafi leiki á uppruna vörunnar. En staðreyndin er samt sú að neytendur vilja íslenskt grænmeti og ef kaupmaðurinn kýs að bjóða upp á erlent grænmeti þá Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann bændur í Friðheimum láta ekki kreppuna stoppa sig og eru með fermetra gróðurhús í byggingu. Mynd / TB sé boðið upp á íslenskt líka. Það má ekki vera þannig að verslunin haldi eingöngu erlendu vörunni að viðskiptavininum, en sem betur fer er þetta til fyrirmyndar í flestum verslunum, segir Knútur. Ragnar Sigurjónsson með Örnu Björk dóttur sína að skoða kindurnar í Valdarásrétt. Mynd / Ragnheiður Jónsdóttir að Réttarvatni á Arnarvatnsheiði og fram á Stórasand. Í þetta skiptið var ekki komið niður fyrr en á föstudegi vegna þoku á miðvikudeginum. Einnig hafði snjóað töluvert á miðvikudeginum en það var einkum þokan sem tafði leitirnar. Riðið var af stað á miðvikudegi en fljótlega snúið við og haldið kyrru fyrir í skála. Það hefur áður verið rekið niður í heiðargirðingu á fimmtudegi og rekið niður í rétt og réttað á föstudegi, en ég held það séu um tíu ár síðan það varð einhver seinkun að ráði. Sigríður segir að fyrir vikið hafi Valdarásrétt í Fitjárdal, sem vanalega er á föstudegi, og Víðidalstungurétt í Víðidal, sem vanalega er á laugardegi, lent á sama degi, en réttað var á báðum stöðum 10. september. Þrátt fyrir það hafi réttarstörfin bara gengið mjög vel, með góðum vilja þeirra sem tóku þátt. Fréttaritari stóðst ekki mátið að spyrja hvort ekki hefði verið farið að ganga á matarbirgðirnar og söngvatnið fyrir vikið? Það slapp nú til, matarúrvalið hefur kannski eitthvað verið farið að minnka en menn passa sig að eiga nóg af hinu. Annars er það nú Hestasýningarnar eru vinsælar en í fyrra komu gestir úr öllum heimshornum í Friðheima. Mikil ásókn í að skoða gróðurhúsin Fyrst þegar við buðum upp á hestasýningarnar ætluðum við að einskorða okkur við þær en fengum fljótlega fyrirspurnir um það hvort ekki væri hægt að kíkja inn í gróðurhúsin. Við gerðum það enda kom það okkur skemmtilega á óvart hvað er mikil ásókn í að skoða búskapinn en um 60% sýningargesta kynna sér tómataræktina líka. Gróðurhúsaheimsóknirnar getum við boðið allt árið um kring enda hópar á ferðinni á öllum tímum, segir Knútur. Aðspurður um það hvort fleiri bændur ættu að huga að móttöku ferðamanna til að sýna hefðbundinn búskap segir Knútur að þarna leynist ýmis tækifæri. Ég held að þeir sem ætli sér að vera í þessu þurfi að koma sér upp aðstöðu og gefa sér tíma í þetta. Þetta er mikil vinna en þegar hægt er að taka á móti viðráðanlegum fjölda gesta og reikna með hópum þá er grundvöllur fyrir þjónustunni. Hjá okkur erum við að taka á móti fyrirfram bókuðum hópum þannig að við getum skipulagt starfsemina fram í tímann, segir Knútur og bætir því við að gestirnir séu undantekningarlaust ánægðir með að koma í heimsókn. Útlendingarnir hafa mikinn áhuga á að sjá hvernig við nýtum jarðhitann og rafmagnið í tómataframleiðslunni og finnst merkilegt að hér séum við að uppskera tómata allan ársins hring í þessu dimma og kalda landi. Íslenski hesturinn laðar að Aðsóknin að Friðheimum hefur stigmagnast frá ári til árs og koma ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum til að eiga stefnumót við íslenska hestinn. Það hefur verið rosalega mikið að gera í sumar en við höfum byggt þetta upp síðastliðin fjögur ár. Við höfum markaðssett sýningarnar hjá ferðaskrifstofum en aukningin hefur verið gríðarleg á hverju ári. Fyrsta árið komu um gestir, það næsta helmingi fleiri. Í fyrra komu um fjögur þúsund manns og þó nokkuð fleiri í sumar en ég á eftir að taka það nákvæmlega saman, útskýrir Knútur. lítið notað, svona rétt fyrsta kvöldið. Síðan eru menn bara að vinna. / Kristín S. Einarsdóttir Sýning á 14 tungumálum Sýningarnar standa yfir frá maímánuði og fram í október og var oft á tíðum í nógu að snúast hjá Knúti og starfsfólki hans í sumar. Reyndir menn í bransanum voru búnir að segja mér að það tæki tíma að komast á kortið en það er greinilega að gerast núna. Í sumar hafa oft verið 15 sýningar á viku og þegar mest var voru fimm sýningar yfir daginn, útskýrir Knútur og segir jafnframt: Það eru nokkrir knapar og hestar sem sýna, undir því er spiluð tónlist og talað mál. Við eigum sýninguna til á 14 tungumálum og ætlum að bæta við hebresku á næsta ári, því til okkar hafa komið margir skemmtilegir hópar frá Ísrael í gegnum Ferðaþjónustu bænda. /ehg & tb

5 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Ár slaufunnar Gæði í 100 ár Pláss fyrir alla fjölskylduna...og reiðtygin líka! Eigum bíla til afgreiðslu strax! * Bíll á mynd: Captiva LTZ með 19 tommu álflegum og öðrum aukahlutum. Verð eru háð gengi hverju sinni og geta breyst án fyrirvara. Nýr fáanlegur: Bensín Dísel Metan Meðal nýjunga í Chevrolet Captiva: Nýtt útlit, minni eyðsla, minni mengun. Ný dísel vél, 184 hö, 400 Nm. Frábær togkraftur. Ný bensín vél, 167 hö, 230 Nm. 6 gíra sjálfskipting Allir sjö sæta *ERGO Bílasamningur / 8,8% vextir / Óverðtryggður / Gullvild Kaupverð kr þús. (bensín, leðursæti) Útborgun kr þús. (tökum bíla uppí) Mánaðargreiðsla kr í 84 mán. Nánari upplýsingar og skilmálar á ergo.is Bensín 2,4 L hestöfl Captiva LT - 7 sæta - Tausæti 6 gíra beinskiptur Hlaðinn staðalbúnaði Verð kr þús. Bensín 2,4 L hestöfl Captiva LT - 7 sæta - Leðursæti 6 gíra sjálfskipting Hlaðinn staðalbúnaði Verð kr þús. Dísel 2,2 L hestöfl Captiva LT - 7 sæta - Tau/leðursæti 6 gíra sjálfskipting Hlaðinn staðalbúnaði Verð kr þús. SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA Opið alla virka daga frá og laugardaga frá Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða Reykjavík - sími Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími Sérfræðingar í bílum

6 6 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN Bændur og skuldamál Mikill seinagangur hefur einkennt aðgerðir vegna skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Þetta kemur glögglega fram í nýlegri skýrslu eftirlitsnefndar um aðgerðir í skuldamálum. Þar er meðal annars fjallað um viðbrögð við skuldavanda bænda en í ljós kemur að varanlegar aðgerðir eftir hrun eru afar skammt á veg komnar. Meginniðurstaða skýrslunnar hvað varðar bændur er að verðmat á eignum þeirra sé í fullkomnu ósamræmi við meðferð eigna annarra fyrirtækja. Í stað þess að meta virðið á grundvelli þeirra tekna sem eignir geta skapað eru bankar enn að þrjóskast við að meta virðið á grundvelli uppblásins bóluverðs sem sást fyrir hrun. Á þetta hafa Bændasamtökin ítrekað bent í samskiptum sínum við lánastofnanir eftir hrun. Ánægjulegt er að eftirlitsnefndin komist nú að þessari sömu niðurstöðu. En niðurstaðan ein og sér er ekki nóg. Nauðsynlegt er að bönkunum verði gert að endurskoða aðferðirnar sem þeir beita við verðmat þannig að jafnræðis sé gætt milli bænda og annarra lítilla og meðalstórra fyrirtækja í skuldavanda. Þarna er enn eitt dæmið um það hvernig bændur falla á milli þils og veggjar í fjárhagslegri endurskoðun lánastofnana. Bændur og rekstur þeirra tilheyrir flokki einyrkjafyrirtækja en með þeirri mikilvægu undantekningu að heimili fjölskyldunnar er yfirleitt ekki skilið frá rekstri fyrirtækisins. Skuldbindingar eru óaðskiljanlegar þannig að ótakmörkuð ábyrgð eiganda jarðar og búskapar er fyrir öllum skuldum af búrekstri og heimili fjölskyldunnar. Þess vegna er sú mismunun sem bankarnir hafa orðið uppvísir að svo hróplega ósanngjörn. Með skipulögðu ofmati á virði eigna búanna, sérstaklega jarða, er bændum haldið í skuldafangelsi. Bændasamtökin taka undir með eftirlitsnefnd um aðgerðir í skuldamálum og ítreka það sjónarmið að við úrlausn skulda fyrirtækja eigi að greina grunnrekstur og meta virði eigna út frá sjóðstreyminu sem þær skapa. Viðhald og endurnýjunarþörf á eignum og öðru sem þarf til rekstrar fyrirtækis er hluti af slíkri áætlun. Það er reksturinn sem skapar verðmæti fyritækisins. Heildarskuldir á síðan að stilla af með tilliti til slíkrar áætlunar, bæði rekstrarlán og svokölluð biðlán. Hvers vegna sæta bændur slíkum kostum? Núverandi aðferðafræði bankanna er með allt öðrum hætti. Menn úti í bæ, með mjög takmarkaða innsýn í búrekstur, eru látnir lesa í markaðinn hve mikið væri hægt að fá fyrir jarðir til annarrar notkunar en búrekstrar. Þessir aðilar, gjarnan fasteignasalar sem hafa sjálfir hag af háu verðmati, komast jafnan að niðurstöðu um verð sem er langtum hærra en það sem búrekstur getur staðið undir. Við skoðun á slíkum gögnum má glöggt sjá hve hæpin þau vinnubrögð eru. Á einni jörð hefur sem dæmi munað tugum milljóna á mati fasteignasala. Trúi menn slíku verðmati hljóta þeir jafnframt að trúa því að endalok landbúnaðar séu yfirvofandi. Ef enginn bóndi getur staðið undir jarðakaupum þá er framleiðslunni sjálfhætt á einni kynslóð. Þetta er að sjálfsögðu fásinna. Með þessu er ekki verið að segja að jarðir bænda eigi að vera verðlausar. En munum að ríkisstofnun ein gefur út fasteignamat. Er það alveg ónothæft? Vandlega er rakið í skýrslu eftirlitsnefndarinnar hve lítið er afskrifað hjá bændum og hve hátt hlutfall skulda er sett í biðlán. Með þessu er viðhaldið mikilli óvissu um langtímaafkomu bænda sem er óviðunandi. Því er ekki hægt að ráðleggja bændum að taka slíkum tilboðum nema í undantekningartilfellum. Nauðsynlegt er að krefjast tafarlausra úrbóta og að þessari mismunun verði hætt. Bændur eiga að sitja við sama borð og aðrir einyrkjar. Það vekur líka athygli í niðurstöðum skýrslunnar hversu lítinn hluta bænda lánastofnanir telja vera í fjárhagsvanda. Það staðfestir einmitt það sem fulltrúar bænda hafa lengi vitað og haldið fram. Bændur eru yfir höfuð góðir og skilvísir greiðendur sinna fjárskuldbindinga og standa ekki fremst í flokki þeirra sem gera kröfur. Orsökina má e.t.v. finna í því að lánastofnanir hafa skotið sér undan eigin skilmálum sem auglýstir voru líkt og þegar íbúðarlán eru hærri en fasteignamat. Þá skýtur bankinn sér á bak við það skjól að eiga allsherjarveð í jörð og öðrum gæðum hennar. Aðildarsinnar að ESB reyna að bæta málstað sinn Á heimasíðu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, þar sem útkoma skýrslunnar er kynnt, getur ráðuneytið ekki sleppt því að sletta skítaklessu til bænda. Þar er sagt að landbúnaðarkerfið skaði framgang úrlausnar á skuldamálum bænda. Í skýrslunni er hins vegar ekkert sem undirbyggir þá túlkun og því er þeirri fullyrðingu mótmælt hér. Skýrslan bendir hins vegar á þá kerfislægu ágalla sem bankar leggja til grundvallar í verðmætamati og fjallað hefur verið um hér. Á það skal bent að þeir útreikningar sem liggja að baki mats bankanna falla eins og spilaborg verði aðild að ESB samþykkt. Þarna gengur ráðherrann og ráðuneytið í lið með þeim sem reyna að bæta ESB-málstað sinn með árásum á starfsumhverfi bænda. Afskriftir verslunar- og þjónustufyrirtækja duga til að greiða fyrir 25 ára neyslu á svínaog kjúklingakjöti Formanni Samtaka verslunar og þjónustu varð á í ræðu sl. mánudag þegar hann ætlaði að efla íslenskt atvinnulíf með því að lækka aðflutningsgjöld á tónhlöðum (ipodum) til að fjölga störfum á Íslandi. Sami ræðumaður vildi leggja niður kjúklinga- og svínarækt til að geta flutt meira inn af kjöti. Formaðurinn sleppti því reyndar að segja að svínakjöt hefði lækkað í verði en hélt því fram að það hefði hækkað um tugi prósenta vegna skorts. Samkvæmt tilvitnaðri skýrslu hér að framan hafa verið afskrifuð lán hjá 13 verslunar- og þjónustufyrirtækjum um 88,5 milljarða. Líklega lætur þessi upphæð nærri því að duga til að greiða íslenskum bændum fyrir allt kjúklinga- og svínakjöt sem landsmenn borða í næstum aldarfjórðung. Er ekki eitthvað að í verslunarkerfinu? /HB LOKAORÐIN Hátt hreykir heimskur sér Stærstu vandamálin sem heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir eru einkum tvíþætt. Í fyrsta lagi eru það efnahagsmálin sem í heild virðast vera byggð á grunni sem ekki fær staðist. Í öðru lagi er það matvælaöryggi sem Bændasamtök Íslands hafa verið að reyna að opna augu fólks fyrir en reynt hefur verið að gera lítið úr af fjölmörgum svokölluðum málsmetandi mönnum. Það hefur verið afar athyglisvert að hlusta á þessa umræðu undanfarin misseri. Hérlendis hafa einkum stigið fram sjálfskipaðir sérfræðingar sem hafa notað hvert einasta tækifæri til að berja á bændum fyrir að bera á borð þvílíka og aðra eins vitaleysu og vangaveltur um fæðuöryggi. Ætli þessir sjálfskipuðu spekingar hafi þá réttara fyrir sér en sérfræðingar hinna alþjóðlegu stofnana OECD og FAO sem í skýrslu segja að fæðuöruggi sé eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórna heimsins og greint er frá í Bændablaðinu í dag. OECD og FAO byggja skoðun sína á þeirri staðreynd að mannfólki á jörðinni fjölgar stöðugt og verður komið í 7 milljarða á næstu vikum. Íbúum jarðar mun halda áfram að fjölga og verða komnir í 9 til 10 milljarða árið 2050 samkvæmt spám þessara stofnana. Á næstu fjörutíu árum þarf að tvöfalda matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma og hlýnun jarðar sér til þess að góð ræktarlönd verða að miklu leyti óhæf til ræktunar. Nú þarf um rúmkílómetra af ferskvatni á ári til að svala þyrstum jarðarbúum. Þegar árið 2030, eða eftir 20 ár eða svo munu jarðarbúar þurfa rúmkílómetra af ferskvatni til að komast af. Það er 40% meiri aukning en hægt er að útvega með góðu móti. Svo leyfa menn sér hér uppi á Íslandi að gera grín að bændum fyrir að reyna að vekja máls á þessum staðreyndum! Fjármálaumræðan hér á landi virðist á sama hátt verið byggð á hreinni heimsku. Æ fleira hugsandi fólk er farið að gera sér grein fyrir því að efnahagskerfi sem byggir á núverandi vaxtakerfi fær ekki staðist. Reyndar er grátbroslegt að hugsa til þess að danskur fjölleikalistamaður sem búsettur var á Ísafirði og starfaði sem ljósmyndari, útvarpsvirki, myndhöggvari og trjáræktandi, benti á þetta fyrir mögum áratugum. Þetta var Martinus Simson sem fæddur var 1886 en lést Hann gaf út bók árið 1965 sem hét Hugleiðingar um vaxtakerfið og hinn skynsama óvita. En sérfræðingarnir"sem þóttust vita betur, hlógu líka að honum. /HKr. Úr Tungnaréttum Rekið í réttina. Jarlhettur í fjarska. Myndir / Sigurður Sigmundsson Þrír ættliðir á Vatnsleysu. Sigurður Erlendsson, Guðmundur Sigurðsson og Rúnar Guðmundsson. Loftur Jónasson fjallkóngur Tungnamanna.

7 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Í umræðunni Svipmyndir úr Hrunaréttum MÆLT AF MUNNI FRAM Í síðasta blaði voru nokkrar vísur frá Iðnþingi sem haldið var haldið á árinu Margir vel vísnafærir hagleiksmenn sátu þetta þing. Fyrir þinginu lá ósk frá bílaréttingamönnum um að fá inngöngu í samtök iðnaðarmanna. Á þessu sama Iðnþingi var Bjarni frá Gröf ekki með allan hugann við þingstörfin: Opnar standa allar dyr, einkum þó hjá konum. Ég hef stundum fallið fyr fyrir veitingonum. Drógust þá fleiri þingfulltrúar inní þessa utanþingsumræðu. Ólafur Pálsson úr Hafnarfirði orti: Glatt á hjalla í nýjum og glæsilegum Hrunaréttum. Frá vinstri: Grétar Skúlason Miðfelli, Guðmundur Böðvarsson Syðra - Seli og Guðni Ágústsson sem lét sig ekki vanta í réttirnar nú fremur en endranær. Myndir / Sigurður Sigmundsson Hýrum augum hægt á ská horfa menn til kvenna. Á Akureyri einnig má augum að þeim renna. Ármann Þorgrímsson húsgagnasmiður, búsettur í dag á Akureyri, sat einnig þetta iðnþing. Ármann er frjór í kveðskap þótt kominn sé að áttræðu. Ármann er fæddur í Garði í Núpasveit N-Þing, sonur hjónanna Þorgríms Ármannssonar frá Hraunkoti í Aðaldal og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Brekku í Núpasveit. Undir þessari utanþingsumræðu orti hann til Bjarna frá Gröf: Bjarna finnst að syndga sætt, það sést á ljóðagerðinni. Því er kvenna heiðri hætt, ef hann er oft á ferðinni. Haraldur Sveinsson á Hrafnkelsstöðum fagnaði 70 ára afmæli sínu í réttunum. Vel búinn fjallmaður á Hrunamannaafrétti, Heimir Gunnarsson Flúðum. Hér sést vel til Kerlingarfjalla. Árni Johnsen mætti að venju með gítarinn og sló á lauflétta strengi. Ekki er annað að sjá en aðdáendur Árna taki hraustlega undir. Væntanlega hefur svo örlítið verið dreypt á söngvatni úr pela til að liðka aðeins raddböndin. Helgi Gunnar Thorvaldson kom frá Edmonton í Albertafylki í Kanada og gerði stuttan stans og heimsótti ættingja í Hrunamannahreppi. Hann sést hér með vaninhyrnda forystusauðinn Villing frá Eiríki á Grafarbakka. Greinilega hafa þó konur nokkrar setið iðnþingið og orðið til að bjarga heiðri samkomunnar frá tómum sóðaskap. Bjarni svarar þannig vísu Ármanns: Eitt er víst, að Ármann hvarf, einkum þó með konum. Ekki var hans aðalstarf inni í þingsölonum. Nú er mál, að víkja frá aðal hugðarefnum karlmanna. Anna Eggertsdóttir frá Steðja í Borgarfirði, fædd á Melum á Skarðsströnd, orti þessa lipru vísu í orðastað sonar síns: Uppalinn var ég í allsleysi. Önnu ég hlaut fyrir skömmu. Amma kenndi mér kurteisi en klækina hef ég frá mömmu. Valgeir Sigurðsson fyrrum blaðamaður á Tímanum hringdi í framhaldi af útkomu síðasta Bændablaðs. Hann vildi benda á að vísa sem eignuð er Einari Sigurðssyni frá Reykjarhóli í síðasta vísnaþætti sé í raun eftir Andrés Björnsson hinn eldri og taldi það fullvíst. Það var bölvað þrælatak, þvert á móti kærleikanum, sveðjuna þegar Rógur rak í rassgatið á Sannleikanum. Höfundurinn sem Haraldur nefnir er án efa sá rétti. Enda eru heimildir sem stuðst var við um höfund vísunnar ekki hafnar yfir vafa. Vísan fannst í handskrifuðu safni Péturs Ó. frá Hranastöðum í Eyjafirði. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is

8 8 Fréttir Ástand vega milli Þórshafnar og Bakkafjarðar bágborið: Við svo búið verður vart unað lengur Slæmt ástand vegarins milli Þórshafnar og Bakkafjarðar var til umræðu á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar á dögunum og var samþykkt harðorð ályktun þar um, sem send var ráðherra samgöngumála, þingmönnum Norðausturkjördæmis og Vegagerð ríkisins. Sveitarfélögin Þórshöfn og Skeggjastaðahreppur sameinuðust í Langanesbyggð í apríl árið 2006 og eru tveir byggðakjarnar í hinu nýja sveitarfélagi, Þórshöfn og Bakkafjörður, sem tengdir eru með vegi um Langanesströnd og yfir svonefnda Brekknaheiði. Eins og gefur að skilja eru samgöngur um þennan veg æði miklar, enda er sveitarfélagið eitt atvinnusvæði auk þess sem íbúar sveitarfélagsins sækja ýmsa þjónustu sem fyrir hendi er í þéttbýlinu, s.s. skóla og verslun. Þannig er börnum á grunnskólaaldri á Bakkafirði ekið daglega til Þórshafnar, auk þess sem börnum í sveitum nærri Bakkafirði er ekið til skóla á Bakkafirði. Vegurinn milli Þórshafnar og Bakkafjarðar er um 44 kílómetra langur, þar af hefur verið lagt bundið slitlag á samtals tæpa 17 kílómetra en rúmir 27 kílómetrar eru malarvegur. Við sameiningu sveitarfélaganna var stefnt að því að bæta samgöngur á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, m.a. að leggja bundið slitlag á allan veginn milli þorpanna. Af því hefur hinsvegar ekki orðið. Alræmdir vegarkaflar Malarkaflarnir á þessari leið hafa um árabil verið afar slæmir og í raun alræmdir meðal íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur um árabil krafist þess að verkið verði klárað en ekki hafa fengist varanlegar úrbætur, þ.e. bundið slitlag á allan veginn. Hefur malarköflunum lítið sem ekkert verið haldið við, auk þess sem þeir eru á köflum mjóir og í þeim mikil lausamöl. Árlega verða slys eða óhöpp á þessum köflum. Vart unað við þetta lengur Síðustu mánuði hefur ástand vegarins verið með þeim hætti að um þverbak keyrir. Það er mat sveitarstjórnar að við svo búið verði vart unað lengur. Skólastarf er nú hafið í grunnskólum sveitarfélagsins og dagleg er börnum ekið um veginn. Þegar ofan á slæmt ástand vegarins bætist jafnvel ófærð og slæmt veður fylgir því mikil ábyrgð að senda börn um þennan veg á hverjum degi. Í ljósi mikilla samgöngubóta í landsfjórðungnum síðustu misseri, m.a. nýs vegar um Hólaheiði og um Vesturárdal í Vopnafirði, er umrædd leið eini vegarkaflinn á mögulegum ferðamannahring á Norðausturlandi sem ekki hefur verið lagaður að nútíma kröfum um ástand akvega. Þá er það í besta falli sérkennilegt að á sama tíma og umræddur vegur, sem tengir saman byggðakjarna á sama atvinnusvæði, er í eins slæmu ástandi og raun ber vitni, er háum fjárhæðum varið í að byggja upp ferðamannavegi víða um land, segir í ályktun sveitarstjórnar Langanesbyggðar, sem jafnframt fer þess á leit við ráðherra samgöngumála að hann beiti sér fyrir því að fjármagni verði veitt í að klára veginn í eitt skipti fyrir öll, og þannig staðið við það sem rætt var um fyrir 5 árum síðan. Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Frá miðjum júlí hefur verið starfræktur útimarkaður á Lækjartorgi í Reykjavík þar sem eingöngu eru seldar lífrænt ræktaðar vörur. Mynd / HKr. Ótrúlega skemmtilegt að standa hér í sumar Ari Hultquist hefur, í samstarfi við Græna Hlekkinn og bændur sem selja lífrænt ræktaðar vörur, staðið fyrir útimarkaði á Lækjartorgi í sumar undir merkinu LÍFgRÆNT. Viðbrögðin hafa verið framar vonum að sögn Ara, sem hyggst færa reksturinn undir þak í vetur. Markaðurinn var opnaður um miðjan júlí og er opinn alla daga nema sunnudaga út september. Ég sá um búðirnar hjá Yggdrasil í mörg ár en er nýlega hættur því, þannig að ég hef kynnst vel þessum lífræna heilsugeira. Mér fannst skemmtileg hugmynd að prófa að vera með slíkan markað. Ég frétti af því að borgin ætlaði að gera tilraun með slíkt, en þetta hefur ekki verið leyft í mörg ár. Þannig að ég sótti um og fékk leyfi og ákvað að prófa, segir Ari. Öðruvísi tegundir Vöruúrvalið er mikið og fjölbreytt eins og grænmeti, brauð, kökur, sultur, safar, söl, þari, fjallagrös, te og lífrænt ræktaðir ávextir erlendis frá. Ég hef átt gott samband við bændur hérlendis og helstu bæirnir sem ég kaupi af eru Akur, en þau flytja inn ávextina undir merkjum Græna Hlekksins, Engi í Laugarási og Hæðarendi í Grímsnesi. Einnig Markaðurinn lífgar óneitanlega upp á torgið sem annars skartar aðeins klukku og lífvana steinkubbum. hef ég verslað af Móður Jörð og bændunum í Skaftholti, útskýrir Ari og segir jafnframt: Fólk er ótrúlega hrifið af þessu, það eru bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem versla hjá mér. Ég er með mjög breitt úrval og mikið af tegundum sem eru ekki til annarsstaðar, eins og blálandsdrottningu og -prins í kartöflunum, en þær síðarnefndu eru svartar að lit en fjólubláar inni í. Einnig er ég með fennel og svartkál og fólki finnst þessar nýjungar skemmtilegar. Þó að viðskiptavinirnir þekki ekki endilega tegundirnar, þá get ég leiðbeint fólki og það er gott. Síðan koma kokkar frá veitingahúsunum hér í kring og fá sér svona öðruvísi hráefni. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að standa hér í sumar því það eru allir svo jákvæðir. Ég er að vinna í því núna að koma okkur undir þak fyrir veturinn og getur fólk fylgst með framvindunni á Facebook undir nafninu LÍFgRÆNT. /ehg Lundi á Látrabjargi. Unnið að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti í ríkisstjórn í síðustu viku samstarf sem hafið er við bæjarstjórn Vesturbyggðar um að vinna að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands. Svæðið hefur frá upphafi náttúruverndaráætlunar verið tilgreint sem eitt af þeim svæðum sem mikilvægt er að vernda sem friðland eða þjóðgarð. Látrabjarg og Rauðasandur einkennast af mikilfenglegu og fjölbreyttu landslagi, stórbrotnu fuglabjargi ásamt minjum um búskap við sjó og sjósókn fyrri tíma. Svæðið er alþjóðlega mikilvægt vegna sjófuglabyggðar og þar er stærsta álkubyggð í heimi. Í tilkynningu ráðuneytsins segir að í janúar síðastliðnum hafi bæjarstjórn Vesturbyggðar skipað Mynd HKr. starfshóp um framtíðarskipulag Látrabjargssvæðisins en í aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir verndun svæðisins. Í framhaldinu hefur Umhverfisstofnun unnið að því að kynna hugmyndina og fá fram viðbrögð frá landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu, en forsenda friðlýsingarinnar er að samkomulag takist við alla rétthafa svæðisins. Sem lið í þessu ferli Umhverfisstofnunar mun umhverfisráðherra heimsækja svæðið dagana 26. og 27. september til skrafs og ráðgerða við landeigendur og annað áhugafólk um framhaldið. Ráðherra mun funda með heimamönnum á alls fimm stöðum: Hvallátrum, Breiðavík, Hnjóti, Patreksfirði og Rauðasandi. Systurnar Þóra og Anna Jóhannsdætur að taka upp í garðinum sínum við gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri. Mynd / Kristján Kristjánsson. Matjurtagarðar á Akureyri: Í óða önn að taka upp kartöflur Akureyringar hafa verið duglegir að rækta garðinn sinn í sumar en frá árinu 2009 hafa bæjarbúar átt þess kost að leigja matjurtareiti við gömlu Gróðrarstöðina. Áhuginn hefur verið mikill og færri komist að en hafa viljað. Systurnar Þóra og Anna Jóhannsdætur hafa verið með garð frá upphafi og haft gaman af. Við höfum verið með sama garðinn og okkur finnst þetta alveg frábært, enda er alltaf gott veður hérna, sagði Anna þegar ljósmyndari hitti þær á ferð sinni á dögunum. Systurnar voru í óða önn að taka upp kartöflur og grænmeti. Kartöflurnar voru frekar smáar og einnig gulræturnar en heilt yfir voru þær systur ánægðar með uppskeruna. Flestir garðleigjendur eru langt komnir með að taka upp þetta haustið.

9 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Haustfagnaður sauðfjárbænda í Dölum Helgina okt. verður Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu haldinn. Er þetta í 7. skiptið sem er blásið til þessarar hátíðar sem verður alltaf stærri og umfangsmeiri með hverju árinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu Að venju byrjar hátíðin á föstudeginum með opnum fjárhúsum og hrútasýningu í norður hólfi og eru það hjónin, Guðrún og Hermann á Klifmýri á Skarðsströnd sem bjóða okkur heim að þessu sinni. Að hrútasýningu lokinni er haldið í Dalabúð í Búðardal þar sem veisluborðið svignar undan sviðum í hinum ýmsu myndum og meðlæti við hæfi. Þegar allir eru orðnir saddir og sælir taka við hagyrðingar. En við hagyrðingaborðið munu sitja þeir Helgi Björnsson á Snartarstöðum, Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum Pétur Pétursson (betur þekktur sem Stera Pétur), Guðrún Jónína Magnúsdóttir Smábæ í Borgarfirði og Helga Guðný Kristjánsdóttir Botni í Súgandafirði. Þessi fimm fræknu munu fræða okkur um landsins gagn og nauðsynjar í bundnu máli af sinni alkunnu snilld. Sá sem stýrir kvöldinu er Bjarni Harðar. Endar kvöldið með sjálfum sveiflukónginum Geirmundi og hans strákum, þar sem hann mun þenja harmonikuna og við munum rifja upp gömlu dansa taktana okkar. Laugardagurinn mun byrja með opnum fjárhúsum og hrútasýningu í suðurhólfi hjá þeim hjónum, Áslaugu og Jónasi að Hömrum í Haukadal. Að lokinni hrútasýningu verður haldið í Reiðhöllina í Búðardal og verður þar margt að sjá. Þar fer meðal annars fram meistaramót Íslands í rúningi þar sem Julio Cesar Gutierroz hefur unnið titilinn 3 ár í röð. Er ekki kominn tími til að þú takir þátt og reynir að steypa honum af stalli? Skráning í prjónasamkeppnina verður í Reiðhöllinni. Í ár á að prjóna fylgihluti úr íslenskri ull. Nú verður sú nýbreytni að keppt verður í flokki fullorðina og svo barna 16 ára og yngri. Markaður þar sem þú kemur og sýnir okkur hinum hvað þú ert að dunda þér við heima. Skátarnir verða með skemmtilega leiki fyrir börnin. Kvenfélagskonur Þorgerðar Egilsdóttur verða með kaffi og fleira. Um kvöldið verður grillveisla að hætti fsd í Dalabúð með hinum ýmsu uppákomum; verðlaunaafhending fyrir efstu hrútana í hverjum flokki, besta hrútinn í sýslunni og afurðahæstu ær sýslunnar. Endar svo fagnaðurinn með stórdansleik þar sem strákarnir Í svörtum fötum hafa lofað að halda uppi stuðinu fram eftir nóttu. Nánari auglýsing kemur þegar nær dregur hátíðinni og á Vegagerð í Tungudalsheiði Framlag Vegagerðarinnar til Langanesbyggðar úr fjallvegasjóði nemur 2,5 milljónum króna og var fjallað um málið á fundi sveitarstjórnar á dögunum. Landbúnaðarnefnd hafði lagt til að helmingur upphæðarinnar, 1250 þúsund krónur, færi í lagningu vegar í Tungudalsheiði, inn með Hafralónsá og samþykkti sveitarstjórn það samhljóða. Þá hafði sama nefnd lagt til að hinn helmingur upphæðarinnar færi í Kverkártungubrú. Sveitarstjóri útskýrði á fundinum að málið væri í skoðun. Var sveitarstjóra falið að kanna málið frekar. Bændablaðið á netinu...

10 10 Fréttir Bændablaðið fimmtudagur 29. september Fyrsti jarðvangurinn á Íslandi samþykktur - Nær yfir sveitarfélögin í Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi og Rangárþingi eystra Katla jarðvangur, sem nær yfir sveitarfélögin Skaftárhrepp, Mýrdalshrepp og Rangárþing eystra, var formlega samþykktur inn í European Geoparks Network og UNESCO Global Geoparks Network á ársfundi evrópsku samtakanna í Langesund í Noregi september sl. Umsóknin þótti sérlega vel unnin og var hún einróma samþykkt af inntökunefndinni. Það vakti athygli á þessum ársfundi samtakanna hversu stuttan tíma það tók jarðvanginn að fá inngöngu og það hversu sterk áherslan er á byggðaþróun svæðisins. Jafnframt hversu sterkur stuðningur baklandsins er. Þetta er magnaður árangur í ljósi þess að sumir jarðvangar hafa verið með umfangsmikla starfsemi árum saman án þess að komast inn í þetta samstarfsnet. Við sem höfum unnið að framgangi þessa verkefnis síðastliðin ár erum að vonum sérlega ánægð með árangurinn, segir Steingerður Hreinsdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, en hún fór til Noregs sem einn af þremur fulltrúum jarðvangsins. Upphaf jarðvangsins Upphaf jarðvangsins má rekja til átaksverkefnis á vegum Háskólafélags Suðurlands sem hófst sumarið Þetta svæði var valið sem fyrsta átaksverkefni HfSu vegna neikvæðrar íbúaþróunar, með það fyrir augum að auka möguleika ungs fólks á að búa og vinna á svæðinu. Við sáum að í hugmyndafræðinni á bak við jarðvanga fólust tækifæri til að snúa þessari þróun við, sagði Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands. Ráðgjafi frá Evrópusamtökunum (EGN) Undirbúningshópur á vegum sveitarfélaganna þriggja, ferðaþjónustuaðilanna og stoðkerfisins hefur unnið ötullega að undirbúningi fyrir inngöngu í samtökin undir verkefnastjórn Ragnhildar Sveinbjarnardóttur ferðamálafræðings. Hópurinn byggði meðal annars vinnu sína á skýrslu og ráðgjöf Lovísu Ásbjörnsdóttur jarðfræðings. Ákveðið var að fá ráðgjafa frá Evrópusamtökunum (EGN), Patrick McKeever, í heimsókn haustið 2009 til skrafs og ráðagerða, sem varð til þess að ráðist var í verkefnið. Umsóknin um inngöngu í EGN var send í lok nóvember 2010 og í júlí 2011 komu tveir úttektaraðilar samtakanna í nokkurra daga heimsókn til að meta aðstæður. Mikil vinna framundan Framundan er mikil vinna við uppbyggingu jarðvangsins og í því felast ný tækifæri í ferðaþjónustu og hvers konar framleiðslu afurða af svæðinu. Við hlökkum til að takast á við þetta krefjandi verkefni, sem byggir á samvinnu allra aðila sem að koma, segir Þuríður Aradóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Hægt er að kynna sér heildræna stefnu jarðvanga á heimasíðu Kötlu jarðvangs og síðu Evrópusamtakanna, /MHH Leiðrétting Þeysireið á Hvítá á Jet-bát Það er mögnuð upplifun að þeysa um á hraðbát á allt að 80 kílómetra hraða upp og niður Hvítá og við hentug tækifæri að vera snúið á fullri ferð í heilhring 360 gráður. Þá er vissara að halda sér fast og hafa gaman af. Sú varð einmitt raunin þegar blaðamaður Bændablaðsins var á ferð um daginn í Bláskógabyggð og hitti Norðmennina Cato Bergnord og Ingrid Tho sem rekið hafa afþreyingarfyrirtækið Riverjet í tvö ár. Cato og Ingrid koma úr Guðbrandsdalnum í Noregi og fóru gegn straumnum, fluttu til Íslands fyrir tveimur árum, þegar landar okkar flykkjast til búsetu í þeirra heimalandi. Þau dvelja hér hálft árið við að selja ferðalöngum ferðir í Jet-bátinn sinn á Hvítá. Við komum frá litlum stað og Reykholt er flott samfélag, hér líður okkur vel. Ég hef unnið við flúðasiglingar í Noregi í mörg ár og verið fjallaleiðsögumaður og annað tengt afþreyingu og náttúru. Okkur langaði að flytja eitthvað og breyta til áður en við yrðum of gömul. Ég hafði kynnst þessum sérstöku bátum á Nýja-Sjálandi og hér við Hvítá fann ég fullkominn stað og aðstæður fyrir Jet-bátinn, segir Cato. Kemur frá Nýja-Sjálandi Cato hefur farið á sérstakt námskeið á Nýja-Sjálandi sem veitir honum réttindi á Jet-bátinn og hér heima fékk hann leyfi frá Siglingastofnun fyrir bátinn sem er sá eini sinnar tegundar hér á landi og raunar í Evrópu. Þessi menning kemur frá Nýja- Sjálandi og hófst þar upp úr 1960 en í dag eru ferðir á Jet-bátum meðal vinsælustu afþreyingarmöguleikum ferðamanna á Nýja-Sjálandi, í Ástralíu og í Norður-Ameríku. Þetta er einungis annað árið okkar hér en það hefur gengið vel og fólk er að kynnast þessu. Það eru bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem koma og prófa ferðir hjá okkur. Á næsta ári stefni ég á að flytja inn annan bát svo við erum bjartsýn varðandi reksturinn, útskýrir Cato. Truflar ekki fiskigöngur Báturinn sem Cato á er sérstaklegútbúinn til að fara um með ferðamenn á og verða sumir þeirra uggandi þegar komið er að Brúarhlöðum þar sem bergið þrengir að og engu líkara er en að báturinn muni steyta á klettunum en öryggið er í fyrirrúmi hjá Cato sem hefur fulla stjórn á aðstæðum. Þetta er 60 kúpika skrúfulaus græja sem sýgur upp vatnið og blæs því út, allt að 400 lítra á sekúndu. Það þarf í raun bara 10 sentímetra þykkt vatn til að spítta á svo maður hefur ákveðið frelsi við að stýra bátnum. Við höfum heyrt orðróm í kringum okkur um að nágrannar og bændur við ánna séu áhyggjufullir út af bátnum og að hann trufli fiskigöngur hér en ég get fullvissað fólk um að svo er ekki. Það er mikil veiðimenning í Nýja-Sjálandi en einnig mikil jet-báta menning og þetta passar vel saman. Fiskurinn forðar sér þegar báturinn nálgast en hann verður ekki hræddur. Eitt sinn var ég í slíkri ferð á Nýja-Sjálandi og við sigldum fram hjá mönnum sem voru að draga upp urriða við hliðina á okkur svo þetta getur vel farið saman, segir Cato sem er rokinn af stað að taka á móti hóp af samlöndum sínum sem ætla í um klukkutímaþeysireið upp og niður Hvítánna. /ehg

11 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er allt að 30% ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur jöfnum hita allt niður í -30 C Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur Weidemann smávélar létta þér verkin TOP N+... betra gler Gasfyllt gler, aukin einangrun. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Vélavit útvegar varahluti í allar gerðir traktora td. New Holland, CASE, John Deere, Fiat, Zetor, McCormik, Deutz, Landini, Valtra o.fl.! Ford og New Holland síur á lager! Góð verð - Persónuleg þjónusta Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Bjóðum fjölbreytt úrval af þessum vinsælu smávélum. Hægt er að velja úr fjölda stærða af vélum með mis munandi lyftigetu, allt frá 780 kg og yfir kg. Verð frá kr án vsk. (Kr m.vsk) Hafðu samband og við gerum þér tilboð Öllum þykir okkur mikilvægt að finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan VANDAÐUR REGNFATNAÐUR Í ÚRVALI Dynjandi örugglega fyrir þig! Dalvegi Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is Skeifunni 3 - Sími: dynjandi.is

12 12 Fréttaskýring Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Auka þarf matvælaframleiðslu heimsins um % fram til 2050 til að mæta vaxandi eftirspurn: Vatn verður olía 21. aldar - Fæðuöryggi verður eitt helsta viðfangsefni ríkja á komandi árum, samkvæmt skýrslu OECD og FAO Matvælaverð í heiminum hefur rokið upp á síðustu fimm árum, að því er fram kemur í spáskýrslu OECD og FAO, Agricultural Outlook Ástæður hækkandi verðs á matvælum eru aðallega tvær, gróðurhúsaáhrif með hækkandi hita á jörðinni og stöðug fólksfjölgun, en á næstu vikum mun mannkynið ná 7 milljarða markinu. Einn þáttur enn mun vega þungt í þessari þróun, en það er stöðugt erfiðara aðgengi jarðarbúa að hreinu vatni. Hækkandi orkuverð gerir matvælaframleiðslu stöðugt dýrari og eftirspurnin eykst hröðum skrefum. Búist er við að matvælaverð haldi áfram að hækka um 20% til 30% að raunvirði fram til Aukin framleiðsla og aukið framboð á heimsvísu dugar ekki til að vega upp á móti eftirspurn og hækkunum. Eitt helsta verkefni ríkisstjórna um allan heim mun snúast um að tryggja þegnum sínum fæðu og vatn. Fram kemur að þó framleiðsla muni aukast á komandi árum, þá muni aukningin verða hægari og kostnaðarsamari en á liðnum áratug. Samkvæmt skýrslum OECD og FAO munu þurrkar aukast í öllum löndum við Miðjarðarhaf, þar með talið á Ítalíu, Spáni, Portúgal, Frakklandi og Suðvestur-Englandi. Það þýðir að stöðugt verður erfiðara að rækta korn á þessum slóðum og jörðin mun verða rýrari til landbúnaðarframleiðslu nema með vökvun og ærnum tilkostnaði. Um leið aukast möguleikar Norður-Evrópu til ræktunar. Öll lönd í Ölpunum og norðan þeirra, sem og stór hluti Norðurlanda og þar með væntanlega Ísland, verður mun betur fallinn til ræktunar vegna meiri hita og stöðugs raka. Íslendingar hafa alla helstu lykilþætti í hendi sér Þrátt fyrir að afar dökk mynd sé dregin af þróun mála fyrir heimsbyggðina í heild, þá virðast Íslendingar ótrúlega vel í stakk búnir til að mæta þessari þróun. Skýrslur OECD og FAO taka stöðu Íslands ekki sérstaklega fyrir í smáatriðum, frekar en annarra landa. Ljóst er þó að Íslendingar ráða yfir öllum helstu lykilþáttum góðra afkomumöguleika á komandi árum. Hér er gnægð af hreinu vatni, sem þegar er farið að skorta víða á meginlandi Evrópu og suðlægari slóðum. Þá eru miklir möguleikar á orkuöflun úr fallvötnum, jarðhita, sjávarföllum og vindorku. Hér eru gjöful fiskimið við strendur landsins og hér er öflugur landbúnaður og mikil þekking á ræktun landsins. Eini umtalsverði erlendi rekstarkostnaðarliðurinn í matvælaframleiðslunni fyrir utan tækjakaup er aðflutt olía til að knýja atvinnutækin. Þar eru líka blikur á lofti, en sterkar líkur eru á að Íslendingar geti á komandi árum framleitt stóran hluta af þeirri orku með ræktun orkujurta og vinnslu bíódísels, etanóls og metanóls. Vatn verður olía 21. aldar Í danskri rýniskýrslu Landbrug & Fødevarer frá 7. júní 2011 er einnig vísað í spá OECD og fleiri skýrslur. Þar kemur fram að vatn muni vera olía 21. aldarinnar. Vaxandi eftirspurn vegna fólksfjölgunar og gróðurhúsaáhrif eru nefnd sem meginástæður þessa. Reiknað er með að mannfjöldinn á jörðinni, sem nú er að ná 7 milljörðum, verði kominn í 9 til 10 milljarða árið Fjölga mun í millistéttum í Kína á þessum árum úr 148 milljónum í 480 milljónir. Þetta er fólk með meiri kaupmátt, sem mun þýða stóraukna eftirspurn eftir dýrari matvælum og ýmsum öðrum vörum. Eftirspurn eftir vatni eykst gríðarlega Eftirspurn eftir ferskvatni mun aukast á heimsvísu úr rúmkílómetrum í rúmkílómetra þegar árið 2030, sem er um 40% meira en hægt er að útvega með góðu móti. Vatnsskortur mun verða vandamál í löndum nærri miðbaug og einnig í Suður-Evrópu og auka enn á eftirspurn eftir vatni. Er því spáð að vatnsöflun muni hafa álíka efnahagslegt vægi í framtíðinni og orkuframleiðsla hefur í dag. Gróðurbeltin á jörðinni færast norðar og sunnar Ræktanleg gróðurbelti jarðar munu færast norðar og sunnar á jörðinni. Íbúar landa sem eru nær miðbaug munu upplifa mikil vandamál og þá ekki síst vegna fæðuöflunar. Áhrifanna er m.a. þegar farið að gæta í Bandaríkjunum og á Spáni. Íbúar landa sem eru norðar munu aftur á móti, samkvæmt skýrslunni, upplifa mikinn efnahagsvöxt í komandi framtíð. Vatnsskortur á vissum svæðum mun valda því að fæðuframleiðsla þar mun fyrst og fremst miða við mikla fjölgun ríkra miðstéttarneytenda, sem geta greitt hærra verð fyrir hágæða neysluvörur en aðrir. Þetta mun leiða til þess að vatnsútflutningur til þessara landa frá löndum sem hafa yfir nægu vatni að ráða mun stóraukast. Þörf á að tvöfalda matvælaframleiðslu til 2050 Auka þarf matvælaframleiðslu heimsins um % fyrir 2050 Í úttekt Dana á skýrslu OECD er einmitt þessum hlutum velt upp, þar sem Danir hafa ekki gott aðgengi að vatni. Því muni áhersla þar í landi verða lögð á að rækta plöntur sem krefjast ekki eins mikils vatns. Þrátt fyrir að Danir séu farnir að velta þessu fyrir sér er Danmörk, samkvæmt spám OECD, á svæði sem mun vænlegra verður fyrir ræktun í framtíðinni en t.d. Frakkland. Í skýrslu sem kom út í Danmörku í ágúst ( Fødevareplan en plan for fødevareforskning, -udvikling og -demonstration ) er líka bent á þá kosti sem séu í stöðunni fyrir danskan landbúnað. Með þróun og nýrri tækni opnist t.d. miklir möguleikar á auknum útflutningi í heimi þar sem eftirspurnin eftir fæðu fer stöðugt vaxandi. Þá búi Danir þegar yfir mikilli reynslu og þekkingu á matvælaframleiðslu. Fólksfjölgun í heiminum krefjist þess að auka þurfi matvælaframleiðsluna á heimsvísu um % fyrir Bent er á að OECD spái því að árið 2019 muni sala á matvælum til suðlægari slóða aukast til muna. Stærsti hluti þeirrar aukningar muni koma frá OECD-löndum, t.d. um 50% kornútflutningsins og 80% svínakjötsútflutningsins til suðlægari slóða. Áframhaldandi hækkanir matvælaverðs í kortunum Reiknað er með að framleiðsla landbúnaðarvara komi til með að aukast til skamms tíma litið og miðað við að veðurfar verði með eðlilegum hætti. Samkvæmt því mun framleiðsluaukningin aukast í takt við aukna eftirspurn og hækkandi verð. Miðað við framboð og eftirspurn ætti hráefnisverð því að lækka frá því sem var í ársbyrjun Til lengri tíma litið mun verð á kornvörum samt verða um 20% hærra að meðaltali að raunvirði en áður og maís um 30% dýrari sem fóður til kjötframleiðslu fram til 2020, samanborið við nýliðinn áratug. Hækkandi verð á korni er, samkvæmt skýrslunni, þegar farið að hægja á aukningu í kjötframleiðslunni. Búist er við að heimsframleiðsla landbúnaðarvara muni aðeins aukast um 1,7% að meðaltali á ári frá 2011 til 2020 samanborið við 2,6% vöxt á árunum frá 2001 til Menn horfi því fram á aukinn framleiðslukostnað á sumum svæðum og minni framleiðniaukningu. Þrátt fyrir að framleiðsluaukningin muni hægja á sér er búist við að afkoma batni um 0,7% á þessu tímabili, sem skýrist væntanlega af hærra markaðsverði. Í skýrslunni er bent á miklar sveiflur, m.a. sem afleiðingu loftslagsbreytinga. Verð á hráefnismörkuðum hafi t.d. tekið snögglega við sér í ágúst 2010 eftir að ljóst varð að uppskerubrestur hafði orðið á mikilvægum framleiðslusvæðum eins og í Rússlandi og litlar birgðir fyrir hendi. Umræða um fæðuöryggi efst á blaði Fólksfjölgun, hátt matvælaverð og óstöðugleiki á hráefnismörkuðum leiða af sér minnkandi fæðuöryggi. Samkvæmt skýrslu OECD og FAO er fæðuöryggi meðal mikilvægustu málefna sem ríkisstjórnir glíma við í dag og á komandi árum. Þetta endurspeglaðist vel í viðræðum á fundi G20-ríkjanna í Seúl í Suður-Kóreu í nóvember Einnig í tillögum um aðgerðir sem voru til skoðunar á fundi landbúnaðarráðherra G20- ríkjanna í París í júní Óstöðugleiki og óvissa um bætta birgðastöðu Horfur eru taldar hóflega góðar á að korn- og fóðurverð muni lækka á þessu ári frá því sem var 2010, þar sem hátt verð hvetji til aukinnar framleiðslu og aukins framboðs. Hinsvegar er óvissa varðandi uppskeru þessa árs og uppbyggingu birgðastöðu, sem ljóst þykir að muni taka nokkurn tíma. Þar til búið verði að ná betri birgðastöðu er búist við miklum óstöðugleika. Erfiðara verður að ná markmiðum fæðuöryggis Spár munu draga dám af því sem gerst hefur á mörkuðum að undanförnu, að því er fram kemur í skýrslu OECD og FAO. Raunverð mun að öllum líkindum verða hærra á næsta áratug en þeim fyrri. Viðvarandi hátt verð á mörkuðum getur valdið því að erfiðara verði að ná markmiðum um fæðuöryggi á heimsvísu. Það mun setja fátæka í meiri hættu en nú er og hætta á næringarskorti mun aukast. Matvælaverð mun hækka Nafnverð matvæla mun að meðaltali verða hærra fram til 2020 en það var á liðnum áratug. Hvað raunverð snertir má búast við að kornvörur verði að meðaltali 20% dýrari að meðaltali en á síðasta áratug. Á sumum mörkuðum við Kyrrahaf mun nautakjötsverð líklega haldast í svipuðum hæðum en kjötverð helst nokkuð í hendur við hækkandi verð á fóðri. Fram kemur að þar sem miklar hækkanir hafi orðið að undanförnu á hrísgrjónum, olíufræi og sykri muni hækkanir verða minni í þeim vöruflokkum en undanfarin þrjú ár. Aftur á móti muni verð á sumum kjötvörum, maís og mjólkurvörum hækka umfram meðaltal. Ræktun til eldsneytisframleiðslu eykst hröðum skrefum Ræktun fyrir framleiðslu lífefnaeldsneytis er þegar orðin snar þáttur í landbúnaði víða um heim. Þetta er þegar farið að hafa veruleg áhrif á matvælaverð. Af þeim sökum hafa þróaðri þjóðir verið að leita að og gera tilraunir með afkastamiklar jurtir á borð við fílagras til eldsneytisframleiðslu. Slíkar jurtir þurfa ekki nauðsynlega gott ræktarland til að dafna og ættu fræðilega ekki að hafa áhrif á matvælaframleiðsluna. Veruleikinn kann þó að verða annar þegar málið snýst um peninga. Vaxandi hluti landbúnaðarframleiðslu fer í eldsneyti OECD og FAO gera ráð fyrir að árið 2020 muni um 12% af grófu korni fara til framleiðslu á etanóli samanborið við 11% á árunum 2008

13 Bændablaðið fimmtudagur 29. september til Þá muni um 16% af þeirri jurtaolíu sem unnin er á heimsvísu fara til framleiðslu á lífefnadísel (e. biodiesil) 2020 samanborið við 11% að meðaltali á árunum 2008 til Eins muni um 33% af sykurframleiðslu heimsins fara til eldsneytisframleiðslu samanborið við 21% á árunum 2008 til Þannig muni 21% framleiðsluaukningar á grófum kornvörum, 29% aukningar á jurtaolíum og 68% framleiðsluaukningar á sykri fara til lífefnaeldsneytisframleiðslu árið Í þróaðri löndum jókst framleiðsla á etanóli úr kornvörum um 89% umfram aðra etanólframleiðslu að meðaltali á árunum 2008 til Gert er ráð fyrir að notkun kornvara til framleiðslu á etanóli muni fram til 2020 aukast að meðaltali um 78% umfram etanólframleiðslu úr öðrum hráefnum. Etanólframleiðsla úr hveiti mun verða um 6% í þróaðri löndum fram til 2020 á móti 3% á síðustu árum. Búist er við að etanólframleiðsla sem byggir á notkun sykurs muni standa fyrir um 4% etanólframleiðslunnar fram til Gróður af ýmsu tagi er talinn verða stöðugt mikilvægari þáttur etanólframleiðslunnar (t.d. fílagras og fleiri tegundir). Frá 2017 til 2020 gerir skýrsla OECD og FAO ráð fyrir að ýmsar gróðurtegundir muni standa undir 8% etanólframleiðslunnar. Reiknað er með að í þróunarlöndunum muni 80% etanólframleiðslunnar árið 2020 verða unnin úr sykurreyr, sem er uppistaðan í etanólframleiðslu Brasilíu. Etanól sem framleitt verður úr rófum og öðrum sykurríkum rótarhnýðum mun aðeins standa undir 4% framleiðslunnar. Í þróaðri löndum er aftur á móti gert ráð fyrir að hlutfall jurtaolíu til lífdísilframleiðslu muni minnka úr 85%, eins og það var á árunum 2008 til 2010, í 75% á árinu Lífdísilolía sem unnin er úr annarri fitu en framleidd er með jarðrækt mun þá standa undir um 15% framleiðslunnar. Spáð er að svokölluð annarrar kynslóðar lífdíselframleiðsla muni standa undir 10% heildarframleiðslu þróaðra landa árið /HKr. Heimildir: OECD - FAO Agricultural Outlook Økonomisk analyse Fødevareplan en plan for fødevareforskning, -udvikling og -demonstration August 2011 (Ministeriet for Fødevarer, Landbrug og Fiskeri Ministeriet for Videnskab, Teknologi og Udvikling) Bændur, sveitarfélög, sumarhúsaeigendur Borum fyrir heitu og köldu vatni. Áratuga reynsla. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf Sími Bleikjuseiði til sölu Fjallableikja ehf. að Hallkelshólumí Grímsnesi hefur til sölu bleikjuseiði. Upplýsingar: Jónas og Guðmundur eða fjallableikja2010@gmail.com Iðnaðarryksugur KÄRCHER SÖLUMENN

14 14 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Tilraun nemenda hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum: Tókst að rækta sætar kartöflur með góðum árangri Nemendur í garðyrkjuframleiðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum hafa verið ötulir við að prófa ræktun á ýmiss konar grænmetistegundum. Bryndís Björk Reynisdóttir, nemandi á garðplöntubraut, ákvað að prófa að rækta sætar kartöflur en sú ræktun er mjög frábrugðin ræktun hefðbundinna kartaflna. Aðstoðarkona hennar við verkefnið var Bryndís Edda Snorradóttir. Þessi mynd var tekin 10. júní. Mynd/ Bryndís Björk Reynisdóttir. Lambalærið hefur á áratug hlutfallslega lækkað umtalsvert í verðsamanburði við ýmsar vörutegundir: Fyrir eitt lambalærisverð vorið 2001 fengust 32 kókdósir en aðeins 22 vorið 2011 Samkvæmt gögnum verðkönnunar Hagstofu Íslands hefur verð á íslensku lambalæri lækkað hlutfallslega miðað við fjölmargra annarra eysluvara á síðastliðnum áratug. Í maí 2001 var t.d. hægt að kaupa nærri 32 hálfs lítra kókdósir fyrir sömu upphæð og greiða þurfti fyrir 2,5 kílóa læri. Í maí 2011 fengust ekki nema 22 kókdósir fyrir verðmæti lambalæris af sömu þyngd. Í maí 2001 var hægt að fá 23,6 lítra af bensíni fyrir andvirði eins lambalæris en aðeins 12,1 lítra í maí Í ljósi umræðu og háværrar gagnrýni á verðhækkanir lambakjöts í sumar, er vert að halda því til haga að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hafa þær verðhækkanir, sem komnar voru fram í ágúst, vart dugað til að vega upp hækkanir á öðrum vörutegundum og reyndar langt frá því í sumum tilfellum. Má þar nefna vinsælan drykk eins og Coca-Cola, Kartafla í vatnsglasi Bryndís Björk hóf ræktunina seint í janúar á þessu ári með því að setja sæta kartöflu í glas með vatni í og skellti hún plastpoka yfir kartöfluna til að halda raka á henni til að byrja með. Í fyrstu mynduðust rætur einungis neðst á sætu kartöflunni. Var Bryndís nánast orðin úrkula vonar og við það að gefast upp á tilrauninni þegar eiginmaður hennar tók eftir því að smánabbi var að myndast á einni hlið sætu kartöflunnar. Smám saman mynduðust fleiri sprotar og þann 10. júní tók Bryndís fjóra sprota af kartöflunni og stakk í áburðarbætta mold í rúmgóðu ræktunaríláti. Ílátið fékk að standa á gólfi inni í gróðurhúsi á vinnustað Bryndísar og var vökvun stillt í hóf. Sprotarnir mynduðu svo rætur í jarðveginum og smám saman gildnuðu ræturnar og mynduðu hinar eiginlegu sætu kaffi, ýsuflök, hveiti, bensín, íslenskt brennivín og fleira. Dró úr misræmi síðsumars Greinilegt er að verð á lambalærinu var hlutfallslega mun lægra í maí á þessu ári en í ágúst. Breytingar sem orðið hafa á verði lambakjöts í sumar hafa því að einhverju leyti náð að draga úr vaxandi misvægi. Þar sem verð á lambakjöti miðast við sláturtímann má gera ráð fyrir að fljótlega fari að draga í sundur á nýjan leik, verði verðbólguþróun með svipuðum hætti og verið hefur. Í sumum tilfellum virðist vöruverð þó hafa haldist nokkuð vel í hendur við þróun á verð- lagi lambakjöts. Mjólk er ágætt dæmi um það, þrátt fyrir að nokkurt misvægi hafi myndast þar á í fyrra. Mynd / BBR. kartöflur. Þess var gætt að stinga sprotunum niður með nokkuð góðu millibili til að tryggja sætu kartöflunum nægilegt rými til að gildna vel. Ræktunarílátið var einnig haft nægilega djúpt til að lengdarvöxtur rótanna yrði nægilegur. Vel hægt á Íslandi við réttar aðstæður Það var svo fimmtudaginn 15. september að Bryndís og aðstoðarkona hennar í verkefninu og nafna, Bryndís Edda Snorradóttir, mættu með ræktunarílátið góða með sætu kartöflunum austur að Reykjum til að uppskera herlegheitin í viðurvist samnemenda sinna. Er skemmst frá því að segja að uppskeran var framar vonum. Undan hverju grasi komu nokkrar grannar sætar kartöflur og niðurstaða verkefnisins því sú að það er hæglega hægt að Spurningar um áreiðanleika neysluvísitölunnar Athygli vekur m.a. að þrátt fyrir verulega hlutfallslega hækkun á hveiti, þá hefur verð á heilhveitibrauði lækkað í samanburði við lambakjöt, sem hlýtur að þýða að bakaríin séu að bera minna úr býtum fyrir þessa tilteknu brauðtegund. Þó verður að hafa í huga að fjölbreytni í brauðframboði hefur stóraukist á þessu tímabil og þá í mun dýrari brauðum. Þannig hafa bakaríin reynt að bæta sér upp Uppskeruathöfn nemenda Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum þann afrakstur tilraunar hennar í sumar. Mynd / Guðríður Helgadóttir. rækta sætar kartöflur á Íslandi, hafi maður sæmilega hlýtt gróðurhús og þolinmæði til að bíða eftir spírunum í upphafi. Spírurnar eru mjög duglegar að mynda rætur og þegar plönturnar þroskast myndast einnig útafliggjandi stönglar, sem geta myndað rætur þar sem þeir ná sambandi við jarðveg. Næsta skref í tilrauninni er svo að taka þessa rótskeyttu stöngla og reyna framhaldsræktun á þeim. /Guðríður Helgadóttir. lækkun á verði heilhveitibrauða, sem gjarnan eru notuð í vísitölumælingum Hagstofunnar. Að því leyti má velta því upp hvort ekki sé orðin nokkur skekkja í opinberum verðlagsmælingum á brauði með því að nota heilhveitibrauð sem viðmið. Litlir möguleikar eru hins vegar hjá bændum til að selja lambalærið undir einhverju öðru vöruheiti til sláturleyfishafa, enda lömbin í haganum ósköp svipuð nú og fyrir áratug og enn aðeins með tvö læri. Ekkert skal fullyrt um hvað veldur mismunandi verðhækkunum ýmissa vörutegunda umfram verð á lambalærinu. Í sumum tilfellum valda hækkanir á erlendum aðföng- um eflaust miklu, en í öðrum aukin álagning verslana. Hækkanir á brennivíni og gosi eru þó athyglisverðar í ljósi hlutfallslegra verðlækkana á sykri, sem mikið er notaður við slíka framleiðslu. Rétt er þó að taka fram að ýmis önnur efni eru notuð við gosframleiðslu, eins og einkaleyfisvarin erlend bragðefni, þó að öðru leyti sé meginuppistaða framleiðslunnar íslenskt vatn. Þá má einnig nefna verð á bensíni. Þó þar sé um að ræða 100% erlenda vöru, sem lýtur lögmálum hækkandi heimsmarkaðsverðs, þá hafa opinberar álögur einnig aukist verulega á þessa vörutegund. Verð á rafmagni í Reykjavík hefur aftur á móti oftast haldist nær algjörlega í hendur við verð á lambalæri, en þó með smá frávikum rafmagninu í óhag. Er sá samanburður nokkuð skemmtilegur þegar horft er til þess að rafmagnið verður til við að breyta fallorku fjallalækja í rafmagn, á svipuðum slóðum og lömbin halda sig sumarlangt við að breyta grasinu í kjöt. /HKr. Verð á nokkrum vörutegundum og þjónustu í maí og ágúst 2001 og 2011 MAÍ 2001 ÁGÚST 2001 MAÍ 2011 ÁGÚST 2011 Einingaverð x 2,5 Hvað fæst* Einingaverð x 2,5 Hvað fæst* Einingaverð x 2,5 Hvað fæst* Einingaverð x 2,5 Hvað fæst* Hveiti, 1 kg ,7 kg ,8 kg ,9 kg ,1 kg Heilhveitibrauð, 1 kg ,6 kg ,6 kg ,1 kg ,4 kg Dilkakjöt, súpukjöt, 1 kg ,5 kg ,1 kg ,4 kg ,3 kg Dilkakjöt, læri, 1 kg ,5 kg ,5 kg ,5 kg ,5 kg Svínakjöt, læri með beini, 1 kg ,2 kg ,4 kg ,3 kg ,8 kg Ýsuflök fersk, 1 kg ,1 kg ,0 kg ,2 kg ,5 kg Nýmjólk, 1 lítri ,7 lítrar ,9 lítrar lítrar ,7 lítrar Epli, kg ,1 kg ,7 kg kg ,4 kg Appelsínur, 1 kg ,3 kg ,4 kg kg ,7 kg Strásykur, 1 kg ,6 kg , ,6 kg ,9 kg Kaffi, erlent, 1 kg ,6 kg ,4 kg ,4 kg ,8 kg Coca-Cola, 50 cl, dós ,9 dósir ,9 dósir ,2 dósir ,2 dósir Brennivín íslenskt, 0,7 l, flaska ,98 flöskur ,96 flöskur ,64 flöskur ,8 flöskur Brennivín íslenskt, 1 lítri ,7 lítrar ,67 lítrar ,44 lítrar ,5 lítrar Verð á rafmagni í Reykjavík, 1000 kwst ,3 ein ,3 ein ,25 ein ,3 ein. Bensín (95 oktan) á þjónustustöðvum, 1 lítri ,6 lítrar ,1 lítri ,1 lítri ,9 lítrar

15 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Framkvæmdasvæðið er á bökkum Laxár og Helluvaðsár. Hringvegurinn sem kemur ofan af Mývatnsheiði er staðsettur á bökkum Laxár á um kemur að Helluvaðsá, liggur síðan Á þessum hluta Hringvegarins eru ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar. Víravegrið sett upp við Hringveg hjá Helluvaði Vegagerðin hefur fengið leyfi hjá Umhverfisstofnun til öryggisaðgerða á Hringvegi við Helluvað í Skútustaðahreppi og er leyfið í í samræmi við lög um verndun Mývatns og Laxár. Fyrirhugað er að koma fyrir víravegriðum á um 740 metra kafla meðfram núverandi vegi, þar sem hann liggur yfir Helluvaðsá og á bökkum Laxár og Helluvaðsár. Breikka þarf vegaxlir, lagfæra kanta og rekstrarleið sauðfjár og færa bílastæði við veginn. Haft verður samráð við starfsmann Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit, sem mun hafa eftirlit með framkvæmdinni og að þess verði gætt að lágmarka rask utan núverandi vegar. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka öryggi vegfarenda sem leið eiga um Hringveginn í Mývatnssveit og draga úr hættu á mengunarslysi í Laxá og Helluvaðsá í Mývatnssveit. Á þessum slóðum liggja Laxá og Helluvaðsá alveg upp við veginn og skapast af því mikil hætta ef ökutækjum er ekið út af veginum. Talið er að með uppsetningu víravegriðs verði ásýnd minna áberandi en ef notast yrði við aðrar gerðir vegriða. Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif, nema hvað varðar betri samgöngur og bætt umferðaröryggi. Framkvæmdir munu fara fram nú á þessu hausti og er gert ráð fyrir að þær hefjist um leið og öll tilskilin leyfi liggja fyrir. Fjárveiting til verkefnisins er um 14 milljónir króna. Ársdagsumferð á vegarkaflanum árið 2009 var 487 bílar/sólarhring. Sumardagsumferð var 921 bíll/ sólarhring og vetrardagsumferð 213 bílar/sólarhring. Framreiknuð ársdagsumferð árið 2031, 20 árum eftir að framkvæmd lýkur, er um 760 bílar/dag. Aðeins eitt slys hefur orðið á umræddum kafla á síðustu 4 árum, árið Slysið varð við brúna á Helluvaðsá, bíllinn endaði utan vegar en engin meiðsl urðu á fólki Að sögn heimamanna hafa orðið þarna mörg slys í áranna rás þar sem bílar hafa lent utan vegar. Óska eftir að kaupa allar tegundir dráttarvéla, diesel lyftara og jarðtætara af öllum stærðum. Uppl. í síma traktor408@gmail.com Á veggi og í milligerði Plastplötur Eigum fjölbreytt úrval stærða og þykkta af plastplötum til afgreiðslu af lager okkar. Plöturnar henta vel til notkunar í gripahús og geymslur og geta oft komið í staðinn fyrir olíuborinn krossvið. Plöturnar eru mjög sterkar og auðveldar í þrifum. Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Bændablaðið Smáauglýsingar SKÓMARKAÐUR PIPAR\TBWA SÍA Vacuum pökkunarvélar Ný sending komin í hús Margar nýjar pokastærðir 2ja ára ábyrgð Öll varahluta og viðgerðaþjónusta OUTLANDER MAX hestöfl Sterkbyggður vinnuþjarkur DESS, stafrænt kóðað öryggiskerfi VERÐ KR. Visa / MasterCard / Greiðsludreifing / Póstkröfur OFN engum öðrum líkur! Loðfóðruð stígvél stærðir Er snöggur Ekki þörf á loftræstingu Eldar góðan mat Tekur lítið pláss Alltaf tilbúinn til eldunar Einfaldur í notkun Ódýr í rekstri Borgar sig fljótt upp S: Verð kr Opið virka daga laugardag Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími mán. fös lau AKUREYRI Tryggvabraut 1-3 Sími mán. fös laugard FULLT HÚS ÆVINTÝRA

16 16 Matar- og uppskeruhátíðin Full borg matar (Reykjavík Real Food Festival) stóð fyrir útimarkaði eða vísi að bændamarkaði í portinu á bak við Hressó við Austurstræti í Reykjavík, laugardaginn 17. september. Góður rómur var gerður að framtakinu. Þarna voru fjölmörg fyrirtæki að kynna varning sinn, sem í mörgum tilfellum var undir merkjum Beint frá býli. Samtökin Beint frá Býli, grænmetisbændur og ýmsir matvælaframleiðendur voru þarna með ferskar vörur. Þar gafst fólki kostur á að smakka, prófa og kaupa vörur, veitingar, varning og þjónustu beint frá framleiðendunum sjálfum. Fyrirtækin sem þarna kynntu vörur sínar voru; Alkemistinn/ Graskver, Brjóstsykurgerð Svandísar, Búrið ljúfmetisverslun, Erpsstaðir, Frú Lauga, Leirulækur/Mýranaut, Pylsumeistarinn/Kjötpól, Sæluostur úr sveitinni, Tyrkneskur bazar, Urta Islandica og LífGrænt. Þótti aðstandendum fyrirtækjanna vel til fundið að halda þennan markað og voru flestir sammála um nauðsyn þess að koma á fót fastri markaðsaðstöðu af þessu tagi á skjólgóðum stað í miðborg Reykjavíkur. Töluðu sumir þó um að erfitt reglugerðarumhverfi á Íslandi væri þröskuldur í vegi þess að koma upp slíkum markaði af sama toga og vinsælir eru erlendis. Uppskeruhátíðin Full borg matar var tileinkuð íslenskum mat og matarmenningu. Mikil dagskrá var alla dagana, september, og viðburðir fyrir alla fjölskylduna. Um 30 veitingastaðir í borginni buðu m.a. upp á sérstaka hátíðarmatseðla úr íslensku hráefni af þessu tilefni. Þó portið á bak við Hressó sé notalegt, skjólgott og á margan hátt hentugt fyrir lítinn markað eins og þarna var settur upp, þá höfðu margir gestanna á orði að aðkoman hefði mátt vera betri. Afar illa ætti við að þurfa að fara í gegnum reykmettað reykingasvæði veitingastaðarins, sem var auk þess sterklyktandi af bjór, til að komast að markaði sem var að kynna ferskar vörur íslenskra bænda. Þrátt fyrir þennan annmarka virtust fæstir láta þetta trufla sig mikið við að njóta þess sem þarna var á boðstólum. /HKr. Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Matar- og uppskeruhátíðin Full borg matar: Vel þeginn bændamarkaður í miðborginni Sæunn Sigvaldadóttir var að kynna handunna osta frá Sæluostum úr sveitinni ásamt Ingibjörgu Jónsdóttur, bókara fyrirtækisins. Stella Levy, sem er eigandi fyrirtækisins ásamt Sæunni, var þó fjarri góðu gamni. Við komum úr Víðidal í Húnaþingi vestra. Þetta er okkar eigin ostaframleiðsla. Við prófuðum þetta aðeins í fyrra á sveitamarkaði og það tókst svo vel að við ákváðum að fá okkur framleiðsluleyfi og hefja rekstur. Við byrjuðum svo á fullu núna í júní en aðstöðuna leigjum við sem stendur í félagsheimilinu. Draumur okkar er þó að geta opnað okkar eigin ostaeldhús og jafnvel ostabúð við þjóðveginn. Þetta hefur gengið mjög vel og framar björtustu vonum. Við erum að selja okkar vörur á nokkrum stöðum í Reykjavík, segir Sæunn. Meðal þess sem þær bjóða upp á eru Hunangskjúkur, sem m.a. er hægt að fá á Grillmarkaðnum. Nafnið á ostinum okkar er Kjúka. Það er gamalt, íslenskt orð yfir lítinn ostbita. Allt er þetta handgert og því mikil vinna á bak við framleiðsluna en við erum að reyna að halda í gömlu hefðirnar. Þær stöllur sitja því ekki auðum höndum þegar hefðbundnum vinnudegi lýkur fyrir norðan. Fyrir markaðinn þennan laugardag höfðu þær framleitt um 200 osta. Allt eftir vinnu og fórum létt með það, sagði Sæunn brosandi. /HKr Mikil ánægja virtist vera með það framtak að setja upp vísi að bændamarkaði í miðbæ Reykjavíkur. Eldhressar konur úr Víðidal í Húnaþingi vestra með Sæluost úr sveitinni: Hefur gengið mjög vel og framar björtustu vonum Mynd / HKr. Sæunn Sigvaldadóttir, annar eigandi Sæluosta, kynnti framleiðslu fyrirtækisins af miklum móð ásamt Ingibjörgu Jónsdóttur, bókara fyrirtækisins. Dró kynning þeirra að sér fjölda fólks og án efa hefur brosmildi þeirra og glaðlegt fas ekki spillt þar fyrir. Mynd / HKr

17 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Bjarni Grétar Ingólfsson og Gunnhildur Sif Oddsdóttir voru að kynna grænmeti frá versluninni Frú Laugu á markaðnum. Fjárhúsamottur fást í BYKO! ww.ex Vnr /10 Fjárhúsamottur, galvaneserað, 3/915x1830 mm eða 4/915x1830 mm kr. Fjárhúsamottur Verð frá Nánari upplýsingar í síma eða Hrund Einarsdóttir starfar hjá kynningarfyrirtæki sem sér um kynningar í verslunum. Hún var á markaðnum í portinu á Hressó með litfagran grænmetisbakka og bauð gestum og gangandi að smakka.

18 18 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Fjölbreytt og blómlegt líf í Bjarkarhóli: Alltaf með eitthvað á prjónunum Hjónin Inga Þyri Kjartansdóttir og Bergþór G. Úlfarsson fluttu úr ys og þys borgarlífsins í Reykholt í Biskupstungum fyrir sex árum og sjá ekki eftir þeirri ákvörðun. Segja má að flutningur þeirra hafi orðið lyftistöng fyrir svæðið því eftir að kreppan skall á tóku þau sig til og byggðu menningarhúsið Bjarkarhól, sem er orðið einskonar kennileiti fyrir byggðina. Þar reka þau handverks- og ferðamannaverslun og stýra þaðan heildverslun sinni í Garðabæ, ásamt því að veita Snyrtiakademíunni í Kópavogi forstöðu. Inga Þyri hefur séð lesendum Bændablaðsins fyrir prjónauppskriftum í hartnær tvö ár, sem hefur mælst mjög vel fyrir, en hún á einnig og rekur vefverslunina garn.is. Maður heyrir um konur í Reykjavík sem eru farnar að ná sér í Bændablaðið og frá sumum hef ég heyrt að þær safni hverri uppskrift í möppu þannig að þær eiga orðið safn af Bændablaðsuppskriftum. Ég finn mikinn mun á viðmóti til blaðsins og konur vita meira hvað er að gerast ofan Elliðaáa. Bændablaðið er að vinna sér inn mikinn og góðan sess hjá landsmönnum og það er nauðsynlegt fyrir okkur landsbyggðarfólkið, ekki hvað síst út af Evrópusambandsumræðunni, að láta raddir okkar heyrast, útskýrir Inga Þyri og segir jafnframt: Ég prjóna mjög mikið sjálf og er eiginlega síprjónandi. Allt það sem er smátt í sniðum og birtist í Bændablaðinu prjóna ég til dæmis sjálf. Hugurinn er alltaf á flugi þegar kemur að prjónunum, það er engin leið að hætta. Ætluðu að setjast í helgan stein Inga Þyri er snyrtifræðingur og ættuð úr Vestmannaeyjum en Bergþór Reykvíkingur. Þau hafa rekið heildverslun með snyrtivörur í fleiri ár og ráku Snyrtiakademíuna í Kópavogi, seldu reksturinn árið 2007 en tóku síðan við honum aftur. Hlutirnir þróuðust þannig að við vorum beðin um að taka aftur að okkur Snyrtiakademíuna eftir að nýju eigendurnir héldu ekki rekstrinum. Þannig að nú rekum við fjóra skóla í Kópavogi og ég sé að mestu um viðhald á húsnæðinu, sem telur um þúsund fermetra, útskýrir Bergþór. Þau hjónin byggðu síðan menningarhúsið Bjarkarhól eftir kreppu en þar er nú starfrækt handverks- og ferðamannaverslun sem þau reka, kaffihúsið Mika og afþreyingarfyrirtækið River Jet hefur skrifstofuaðstöðu í húsinu. Við komum fyrst hingað í Reykholt fyrir sex árum. Það vildi þannig til að vorum á Heilsuhælinu í Hveragerði í um viku tíma til að hvíla okkur en við vorum búin að ákveða að setjast í helgan stein. Við vorum í raun að leita að sumarbústaðarlóð og keyrðum hér um hverfið og sáum hús sem á stóð til sölu í glugganum. Við keyptum þó ekki húsið því við sáum lóð á móti, sem við keyptum, og þar byggðum við okkur hús eða réttara sagt fluttum inn kanadískt hús sem við reistum hér. Ég var með hluta af heildsölunni og prjónavörurnar í bílskúrnum til að byrja með en bóndinn var orðinn ansi leiður á umferðinni við húsið okkar svo við þurftum að hugsa þann hluta upp á nýtt, segir Inga Þyri og hlær við. Við trúðum á þetta Bjarkarhóll var opnaður þann 8. maí árið 2010 og setur mikinn svip á samfélagið í Reykholti. Við byggðum Bjarkarhól eftir hrun því að við trúðum á þetta. Okkur langaði að ráðast í að gera einhverja andlitslyftingu fyrir þennan góða stað hér. Við höfðum Sólheima Ég prjóna mjög mikið sjálf og er eiginlega síprjónandi. Allt það sem er smátt í sniðum og birtist í Bændablaðinu prjóna ég til dæmis sjálf, segir Inga Þyri Kjartansdóttir. Myndir / ehg. í huga þegar húsið var hannað en við fengum Ragnheiði Sverrisdóttur arkitekt til að útfæra hugmyndir okkar. Húsið átti að vera sérstakt og það tókst, það er orðið einskonar kennileiti fyrir svæðið. Við erum mjög ánægð með það í dag að hafa ráðist í þetta, útskýrir Inga Þyri og segir jafnframt: Við erum einnig með heildverslun í Garðabæ og dreifum í verslanir um allt land. Síðan er ég með vefverslunina garn.is en það byrjaði í kjölfarið á því að ég var verkefnisstjóri í lok árs 2008 hjá matarklasa Suðurlands, þar sem við komum af stað þeirri hugmyndafræði að nota hráefni úr nærumhverfinu. Þá kom þessi hugmynd að vefversluninni upp hjá mér. Ég er einnig formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar svo það er sjaldan lognmolla í kringum mann, nóg að gera. Tískusveiflur í prjóninu Prjónaskapurinn á hug Ingu Þyriar, sem sér alfarið um þann hluta rekstursins og sífellt spretta fram hugmyndir hjá henni að nýjungum. Við höfum verið með prjónakaffi á laugardagseftirmiðdögum sem er mjög vinsælt hjá konunum í sumarbústöðunum. Þar hefur meðal annars verið kennt að gimba og prjóna vöfflu- og fléttuprjón. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og verið vel sótt. Við finnum fyrir því að fólk gefur sér tíma um helgar til að setjast hér inn á kaffihúsið og slaka á og þá er því velkomið að taka með sér prjónablað yfir á kaffihúsið til að glugga í, segir Inga Þyri og bætir við: Við tökum mikið á móti hópum eins og kvenfélögum og fólki úr félagsstarfi aldraðra og það er oft ansi góður og mikill gestagangur hjá okkur. Síðan er nýtt hjá okkur núna að við setjum í pakka eina og eina uppskrift með garni og öllu sem þarf til að fullklára stykki og það hefur verið vel tekið í þá nýjung. Við upplifum ýmislegt hér og höfum meira að segja lent í því að sérprjóna á fólk og útvega fólki mynstur og annað. Það eru miklar tískusveiflur í prjóninu eins og öðru, sem dæmi hafa Hello Kitty og hauskúpur verið vinsælastar fyrir börnin um nokkurt skeið. Kasmírull og silki Það er mikið úrval af garni til sölu í verslun Ingu Þyriar og enginn kemur að tómum kofunum hjá henni þegar talið berst að ýmsum ólíkum garntegundum. Við flytjum inn garn frá Drops, sem eru með góða heimasíðu þar sem eru gefnar prjónauppskriftir á 20 tungumálum. Við flytjum inn nánast allt garn sem við seljum. Lyppa er sérpakkað fyrir okkur í Kína, það er 100% ull og má þvo í þvottavél. Einnig erum við með skrautgarn frá Tyrklandi sem heitir Whistler, svo dæmi séu tekin. Nú seljum við einmitt hér í búðinni rosalega flottar hálsfestar sem Ragnheiður Birgisdóttir úr Garðabæ vefur úr Whistler-garninu. Einnig erum við með Tyra-garnið í 14 litum, sem er mjög mjúkt og gott að klæðast flíkum úr því. Því er einnig pakkað fyrir okkur í Tyrklandi. Í Tyrklandi er mikil ullarframleiðsla og menning varðandi prjón rótgróin og síðan skemmir ekki fyrir að verðin eru okkur hagstæð, útskýrir Inga Þyri og segir jafnframt: Síðan erum við með garn frá Filatura á Ítalíu sem er alveg sérstakt. Þeir framleiða eðalgarn, svo sem Superior sem er kasmírull og silki, auk margra annara tegunda. Þá framleiða þeir líka úrval af vélprjónagarni. Ítalirnir eru svo góðir í hönnun, litirnir eru flottir og það eru mikil gæði í garninu. Þetta garn innleiddi nú fyrrum forsetafrú þjóðarinnar til landsins, hún Guðrún Katrín heitin, en hún var á árum áður með hannyrðaverslun á Skólavörðustíg. Þegar hún hætti var þetta garn ófáanlegt hérlendis. Síðan var ég á sýningu á Ítalíu fyrir nokkru og þá komu að máli við mig menn og fóru að rifja upp þessa sögu og hversu vinsælt garnið hefði verið hérlendis. Svo ég tók þá á orðinu og hóf innflutning á þessu sjálf, svo nú er það til að nýju hér heima á Íslandi. Prjónablað og tölur frá Nepal Það er ekki eingöngu garn sem Inga Þyri hefur til sölu í verslunni því hún selur einnig leirtau í sveitaþema, snyrtivörur, skart og slæður ásamt handverki frá konum úr sveitinni. Þessar tölur hér og nælur eru alveg sérstakar en þetta eru Fair Trade -tölur frá Nepal. Konurnar fá kókoshnetur, horn, skeljar og bein og efni sem annars væri hent. Allt efnið sem þær nota er náttúrulegt, meira að segja er notuð náttúruleg gúmmíkvoða til að lita tölurnar og peysunælurnar. Þetta framtak hefur vaxið í 18 ár og það er velvildarfólk Inga Þyri og Bergþór með Jenný Erlu Jónsdóttur, starfsstúlku í Bjarkarhóli, og ritstjóra Bjarkarblaðsins, Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur. Þau hjónin byggðu menningarhúsið Bjarkarhól eftir að kreppan skall á og er húsið orðið einskonar kennileiti fyrir Reykholt í Bláskógabyggð. í Þýskalandi sem hefur tekið þetta að sér og til dæmis keypt vélar fyrir konurnar. Þetta fólk hitti ég á ferðum mínum um Þýskaland og tók ég þetta í framhaldinu í sölu hjá mér. Hagnaður kvennanna af því að selja vörurnar fer í að byggja upp heilsugæslu og menntun barna í Nepal, segir Inga Þyri. Inga Þyri er allt í öllu og sjaldan rólegheit í kringum hana. Ofan á allt annað ákvað hún fyrir tveimur árum að bæta við prjónablaðaflóru landsmanna og gefur nú út prjónablaðið Björk. Fyrsta tölublaðið af Björk kom út í nóvember árið 2009 og seldist strax upp. Myndirnar voru að mestu teknar hér uppi í Tungunum og mæltust afar vel fyrir. Ritstjórinn er Heiða Pálrún Leifsdóttir en hún er ein af þessum kjarnakonum sem getur allt. Það er alltaf markmið að hafa viðtal við konu sem er að gera merkilega hluti í prjónalífinu, við höfum til dæmis talað við Prjóna- Jónu og næst er það Ragnheiður Eiríksdóttir, sem er með fyrirtækið Knitting Iceland. Við höfum tekið sérstaklega á móti ferðalöngum hér sem hún hefur komið með, það eru aðallega amerískar prjónakonur, sem eru mjög ánægðar með ferðirnar, landslagið hér og auðvitað íslenska lopann. Með Björk vil ég að prjónabólan og þessi menningarverðmæti í kringum hana varðveitist á prenti, mér finnst það mikilvægt, útskýrir Inga Þyri brosandi. /ehg

19 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Vegagerð í Tungudalsheiði Framlag Vegagerðarinnar til Langanesbyggðar úr fjallvegasjóði nemur 2,5 milljónum króna og var fjallað um málið á fundi sveitarstjórnar á dögunum. Landbúnaðarnefnd hafði lagt til að helmingur upphæðarinnar, 1250 þúsund krónur, færi í lagningu vegar í Tungudalsheiði, inn með Hafralónsá og samþykkti sveitarstjórn það samhljóða. Þá hafði sama nefnd lagt til að hinn helmingur upphæðarinnar færi í Kverkártungubrú. Sveitarstjóri útskýrði á fundinum að málið væri í skoðun og lagði til að fjárveitingin yrði ekki samþykkt að svo stöddu. Var sveitarstjóra falið að kanna málið frekar, m.a. með tilliti til umsóknar Langanesbyggðar um styrk úr fjallvegasjóði. Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja 31" 33" 35" 38" á lager 10% aukaafsláttur. Verðdæmi: Traktorsdekk 540/65 R30 kr m/vsk Vagnadekk 600/50-22,5 kr m/vsk 16.9/14-30 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Bændablaðið á netinu... Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri - amerísk gæða heimilistæki 19 BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þvottavél Topphlaðin - 10 kg - Þurrkari - 10 kg - DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax:

20 20 Göngur og réttir BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 15. SEPTEMBER 2011 Alltaf að spyrja mömmu Mikilvægt að smalar klæði sig vel, nesti sig vel og sýni skynsemi Þegar lagt er af stað í göngur, um fjöll og firnindi, getur verið ómögulegt að vita hvenær komið verður aftur til byggða eða hvernig veður gangnamenn muni fá. Því er mikilvægt að vera vel búinn og meira klæddur en minna. Sömuleiðis má ekki láta nestið vanta. Bændablaðið leitaði til starfsfólks ferða- og útivistarverslunarinnar Everest um ráðleggingar við klæðnað og útbúnað fyrir smalamennsku. Fyrir svörum varð Halldóra Blöndal verslunarstýra. Halldóra segir það mikilvægast að vera vel skóaður. Það sem skiptir máli er að vera í góðum skóm og góðum sokkum. Það getur verið kostur að vera í tvennum sokkum upp á hita og eymsli að gera. Ég myndi sjálf ekki vera í gömlu góðu ullarsokkunum vegna þess að þeir eru hrein ull, grófari og erta fæturna meira. Halldóra segir jafnframt að þeir sem eigi vanda til að verða sárfættir ættu að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum, með því að plástra með gerviskinni viðkvæma staði og jafnvel bera vaselín eða önnur krem á fæturna. Sömuleiðis megi hugsa sér að hafa með aukasokka, skyldu menn blotna í fæturna. Ekki láta þér verða kalt Það skiptir miklu máli að verða ekki kalt við smalamennsku en oft geta menn þurft að bíða og þá í misjöfnum veðrum. Þá er mikilvægt að vera í góðum nærfötum og mælir Halldóra eindregið með að smalar velji sér ullarnærföt. Það er síðan bara smekksatriði hvort fólk velur föðurlandið eða stuttar buxur og eins hvort fólk velur síðerma eða langerma boli. Það er hægt að fá föt úr blöndu af ull og gerviefnum fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir ull en það er ekkert efni betra en ullin í þetta. Hún heldur þér alltaf hlýjum, jafnvel þó hún blotni, ef við orðum það svo. Þrátt fyrir að gamla góða lopapeysan standi alltaf fyrir sínu mælir Halldóra samt með því að smalar velji sér flíspeysu að ofan. Ég mæli sérstaklega með fínofnum flíspeysum, þær halda vel vindi og hrinda vatni að hluta en hleypa svita vel út. Þær eru líka léttar og þægilegar til göngu. Hvað varðar buxur þá eru til alls konar göngubuxur, þær geta verið vindtefjandi sem kallað er og andað vel. Svo er spurning um að taka með vatnsheldar buxur til að geta skotið sér í ef mikil úrkoma verður. Góður jakki er sömuleiðis mikilvægur, jakki sem heldur vatni úti að mestu. Á mörgum jökkum er hægt að opna undir hendur og lofta um, sem getur verið gott. Hvar er húfan mín? Mesta kæling á líkamanum fer fram í gegnum höfuðið. Þess vegna er mikilvægt að hafa góða húfu meðferðis, hvort sem er ullar- eða flíshúfu. Ýmsir eru hrifnir af buffum svokölluðum, sem hafa líka þann kost að hægt er að skella þeim utan um hálsinn til að hlífa honum við vindi. Það er heldur ekki gott að verða kalt á höndunum og því er rétt að hafa með góða vettlinga, úr ull eða flísefni. Segja má að hinn ímyndaði smali okkar sé að verða nokkuð vel klæddur. Ýmsir kjósa að bæta legghlífum við þennan lista, enda hafa þær þann kost að varna því að vatn eða snjór komist ofan í skó smalans. Hins vegar eru ýmsir aukahlutir sem getur verið gott að hafa með sér. Má þá kannski fyrst nefna göngustafi. Ýmsir kjósa að ganga með tveimur göngustöfum, sem vissulega getur létt göngu, ekki síst upp í móti. Þó eru þeir kannski fleiri smalarnir sem taka bara með sér einn. Göngustafir eru til í hinum ýmsu gerðum, allt frá því að vera tiltölulega ódýrir og upp í að vera rándýrir. Það er svo bara matsatriði hvað fólki líkar við. Ekki skyldi láta góða sögu gjalda sannleikans Eins og áður var minnst á er gott að fara með meira af fötum en minna. Sé rætt við gamla gangnamenn geta þeir sagt hryllingssögur af vatnsveðrum sem voru svo mikil að þeir héldu sig sjá silung synda framhjá öxlinni á sér, eða hríðarveðri sem var svo ofboðslegt að snjómaðurinn ægilegi hefði ekki þolað við í því. Sem sagt, það er betra að hafa meiri föt en minni og sömuleiðis er nauðsynlegt að hafa nóg nesti. Til þess að bera þetta getur verið þægilegt að axla léttan bakpoka eða hafa mittistösku, ef vasarnir á flíkunum nægja ekki. Í slíkt má líka setja kíkinn, vasahnífinn, snærisspottann eða talstöðina en allt eru þetta hlutir sem eru ómissandi í göngum. Jafnvel dómaraflautu eða lúður líka. Matur er mannsins megin Svo er það nestið. Fyrir utan þetta hefðbundna, brauð með hangikjöti og kókómjólk eða viðlíka, er kannski ekki svo vitlaust að kippa með sér smá súkkulaði, rúsínum eða orkustöng. Sumir taka með sér þrúgusykur, sem gefur fljóttekna orku og aðrir orkugel eða duft sem blanda má í vatn svo úr verði orkudrykkur. Þó að mikilvægt sé að drekka nóg til að koma í veg fyrir of mikið vökvatap skulu smalar varast að drekka of mikið af köldu vatni úr lækjum enda notar líkaminn mikla orku við að hita það vatn upp. Að lokum er vert að minna á að betra er að tapa frá sér fé heldur en að lenda í háska. Það skulu smalar hafa hugfast áður en þeir ana út í einhverja vitleysu. Eins getur það oft sett alla smalamennsku í uppnám ef bíða þarf lengi eftir smölum sem hafa lent í vandræðum. Með þessu er ekki verið að segja að ekki eigi að reyna eftir megni að hreinsmala svæði, heldur að mikilvægt er að láta skynsemina ráða för. Undirritaður mælir síðan með því að þegar verið er að búa sig fyrir göngur hafi allir smalar vit á því að spyrja mömmu sína ráða um búnað og hegðun og hlýða henni svo (að mestu). /fr

21 20 Bændablaðið fimmtudagur 7. júlí 2011 Bændablaðið fimmtudagur 7. júlí Sveppir og ber Berin líklega í meðallagi Almennt séð þá klárast sveppatímabilið um miðjan október og nú eru einungis nokkrar tegundir eftir, segir Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur og áhugamaður um sveppi. Þetta ár fer örugglega ekki í sögubækurnar yfir bestu ætisveppaárin á landinu og þar eru tvö atriði sem ráða úrslitum um það; annars vegar hafði það mikil áhrif hvað vorið var kalt, en enn meiri áhrif hafði það hversu miðsumarið var þurrt. Þetta á við um nær allt landið. Þegar þetta tvennt fer saman þá eru margar sveppategundir sem ákveða að fjölga sér ekki þetta árið og setja ekki upp hattana. Almennt má segja að sveppatímbilið sé undir meðallagi. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, telur að líklega sé berjaspretta á landinu þetta árið í meðallagi. Það er þó óskaplega misjafnt eftir landshlutum hvernig hefur gengið. Ég hef heyrt að þetta hafi verið frekar erfitt ár fyrir berjaunnendur á Norður- og Austurlandi, segir Sveinn Rúnar. Hann segist sjálfur hafa verið í mjög góðum berjalöndum á Ströndum og við Breiðafjörðinn. Ég held sömuleiðis að sprettan hafi almennt verið góð á Vesturlandi og Suðvesturlandi; t.d. í Heiðmörk og á Þingvöllum þar sem hún hefur ekki verið svo góð á síðustu árum. Fólki hættir til að nota sprettuna á síðustu árum sem einhvern mælikvarða, en það verður að gera sér grein fyrir því að þá var sprettan með eindæmum góð. /smh Holt og heiðar í Hallormsstað Afurðir úr umhverfinu Í Hallormsstað á Fljótsdalshéraði er lítið en vaxandi vaxtarsprotafyrirtæki starfandi, sem leitast við að nýta þær náttúruafurðir sem er að finna í umhverfinu í framleiðslu sína. Fyrirtækið heitir Holt og heiðar og er í eigu Bergrúnar Örnu Þorsteinsdóttur og hjónanna Guðnýjar Vésteinsdóttur og Þórólfs Sigjónssonar, en rætur þess má rekja til Vaxtarsprotanámskeiðs sem þær Bergrún og Guðný sóttu á Egilsstöðum veturinn Bergrún og Guðný segjast hafa farið á námskeiðið með ákveðnar hugmyndir hugarfóstur um landnýtingu; söfnun hráefnis og afurða úr skógum og móum á Héraði. Fyrirtækið var svo stofnað 2009 og atvinnuhúsnæði leigt af Skógrækt ríkisins. Svo hafa tæki verið keypt eitt af öðru eftir efnum og ástæðum. Fyrstu framleiðsluvörurnar, sem komu á markað 2009, voru könglar og skreytiefni sem blómaverslanir selja og nota í skreytingar fyrir jólin. Í júní 2010 settu þær rabarbarasultur á markað og síðar sama ár kom Desertinn hennar ömmu, sem er niðursoðnir rabarbarahófar, svo og frosnir og þurrkaðir sveppir, birkisíróp og birkisafi. Í ár skiptu þær hvítum sykri í sultunum út fyrir hrásykur. Um allar vörur fyrirtækisins gildir að engum rotvarnarefnum er bætt við þær. Á Miðhúsum á Fljótsdalshéraði, rétt við Egilsstaði, er Listiðjan Eik sf. starfrækt þar sem unnið er fallegt handverk úr íslenskri náttúru. Bærinn stendur við Eyvindará í skógi sem ábúendurnir, Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson, hafa ræktað frá 1988 og nýta nú á ýmsa vegu. Blaðamaður heimsótti Eddu á dögunum, þegar sveppatínslutíminn var í algleymingi, og fékk að gægjast inn í skóglendi Miðhúsa sem er sannkallað gósenland grasnytjungsins. Listiðjan Eik Á Miðhúsum var löngum stundaður hefðbundinn búskapur. Edda segir að sagnir um búskap þar nái langt aftur í miðaldir, aðallega sauðfjárbúskap því þarna sé gott beitiland. Tengdaforeldrar mínir keyptu jörðina 1964 en fluttu hingað ári síðar. Þegar við Hlynur settumst hér að um 1972, þá var hér sauðfé og við komum inn í þann búskap með tengdaforeldrum mínum. En þegar riðan fór að herja hér á Héraðið þá snérum við okkur alfarið að rekstri listiðnaðarfyrirtækis sem Hlynur og tengdafaðir minn, Halldór Sigurðsson, sáu alfarið um. Við höfum ekki tekið sauðfé aftur. Um 1988 hófum við hér markvissa skógrækt og vorum virkir þáttakendur í Héraðsskógum. Nú er svo komið að við erum búin að planta í nær allt land sem við áformum að hafa skóg í. Við stofnuðum Eik sf. listiðju árið 1975 og höfum nánast eingöngu unnið úr íslenskum viði og öðru hráefni sem menn nýttu sér hér áður fyrr; s.s. hornum, beinum, berki, rótum og öðrum náttúruefnum. Við byrjuðum reksturinn í kjallara í eldra húsinu hér, en þegar ljóst varð að sauðfé kæmi ekki aftur ákváðum við að breyta hlöðunni í verkstæði og verslun. Við höfum því rekið hér verkstæði og verslun allar götur síðan. Edda segir að þau vinni aðallega sérpantaða hluti sem eru sniðnir að þörfum hvers og eins þó svo að þau séu líka alltaf með eitthvað af smáhlutum með. Hér er smíðað allt frá fingurbjörgum upp í verðlauna- og kirkjugripi. Úr skóginum En þar sem ég er mikið úti í skógi og hef alla tíð haft mikinn áhuga á náttúrunni í kringum mig þá hef ég alltaf verið meðvituð um þau Sætur og svalandi birkisafi Birkisafinn, sem fenginn er úr stofnum birkitrjáa, er án efa sérstæðasta varan sem framleidd er hjá fyrirtækinu. Blaðamaður fékk að bragða á safanum og reyndist hann vera mjög svalandi; bragðmildur en með svolítinn sætan keim. Á norðlægum slóðum hefur birkisafi verið notaður til manneldis og heilsubótar frá ómunatíð og suða á birkisafanum til sírópsgerðar er vel þekkt. Að sögn þeirra Bergrúnar og Guðnýjar gefur hvert tré tvo til sjö lítra á sólarhring og er tekið fjóra til sex daga úr hverju einstöku tré. Að svo búnu er því lokað og það fær hvíld í fimm ár. Þær segja að ef rétt sé að staðið verði enginn skaði af söfnuninni. Það sé vitað að á þessu tímabili taki tréð til sín tugi til hundruð lítra af vatni úr jarðveginum allt eftir stærð trésins. Nýtingarsvæðið hverju sinni fer eftir sverleika trjánna og því magni sem hvert tré gefur. Safanum er einungis safnað á vorin á um tveggja til þriggja vikna tímabili eftir árferði. Hann þykir mikill heilsudrykkur, ríkur af steinefnum og andoxunarefnum og er m.a. talinn gagnast gigtveikum og þeim sem þjást af frjókornaofnæmi. Í undirbúningi er að þróa safann frekar sem heilsudrykk. Hann er viðkvæmur til geymslu Edda Björnsdóttir á Miðhúsum Hlunnindi skógarbóndans og helst ekki ferskur nema í fjóra daga í kæli. Hann má þó frysta og geymist þá ágætlega. Þær segja að nú sé unnið að því að lengja geymsluþol safans í samstarfi við Matís og vonast til þess að á næstu misserum komi á markað vara með nægjanlegt geymsluþol. Safann, ásamt birkilaufum og sykri, nota þær líka til að búa til birkisíróp, sem þykir mjög hentugt til margvíslegrar matargerðar s.s. marineringar. sóknarfæri sem eru í nýtingu á því sem landið gefur af sér og fannst alltaf leitt að geta ekki nýtt allan þennan gróður í verðmæta vöru. Um 1995 notaði ég þurrkaðar jurtir í minjagripi. Bjó til litla poka úr hör, handmálaði jurtirnar á og lét þjóðsögurnar um mátt þeirra og megin fylgja með á fimm tungumálum. Síðan ákvað ég að fara út í smá framleiðslu úr þessu hráefni til manneldis og geri það undir heitinu Úr skóginum, þó svo ég noti Selja til veitingaaðila og sérverslana Í viðskiptamannahópi þeirra eru veitingaaðilar sem kaupa af þeim frosinn rabarbara, birkilauf, frysta og þurrkaða sveppi, sultur og síróp á morgunverðarhlaðborðið. Rabarbaravanillusultan er vinsælt viðbit og að sögn þeirra er gamla, góða rabarbarasultan vanmetin, því hún minnir um margt á plómusultuna sem er algeng sulta á morgunverðarborðum Evrópubúa. Þá hefur vörunum þeirra verið vel tekið Eikina sem höfuð yfir framleiðsluna. Með tilkomu skógræktarinnar fylgdi mikið af allskonar sveppum sem ég tíni og þurrka í stórum þurrkofnum sem við útbjuggum fyrir tveimur árum úr gömlum ísskáp. Ferska sveppi Guðný og Bergrún með nokkrar vörutegundir sinna á borðinu. af ferðamönnum og eru þær seldar á öllum helstu sölustöðum á Austurlandi og í sérverslunum hér og hvar um land allt. Þær stöllur eru bjartsýnar á framhaldið enda hefur gengið vel að koma vörunum á framfæri. Vísir að afurðastöð er til staðar, þar sem þær taka við hráefni af verktökum, sem tína eftir fyrirframgefnu plani. Þá eru framleiðendur farnir að setja sig æ meira í samband við Holt og heiðar um hráefnisöflun úr náttúrunni og fleiri vörur eru nú í þróun hjá þeim. /smh Edda við þurrkofn sem útbúinn var fyrir tveimur árum úr ísskáp. hreinsa ég líka og frysti svo og sel til hótela og á bændamarkað Frú Laugu í Reykjavík. Úr berjum og rabarbara bý ég til síróp sem er hægt að nota á ýmsa vegu, bæði í eftirrétti, á villibráð og í snafsa. Ég þurrka líka mikið af Í listiðjunni eru aðallega smíðaðir sérpantaðir hlutir. Þeir eru af öllum stærðum Það eru miklir möguleikar bæði í timbri og allskonar iðnaðarúrvinnslu úr íslenskum skógum, við erum bara rétt að byrja að feta okkur áfram á þeirri braut. plöntum, fjallagrösum, einiberjum og ýmsu öðru sem ég er að þróa í söluvöru, en sel það líka bara þurrkað. Edda segir það vissulega vera forréttindi að búa í sveit, þar sem stutt sé í allan jarðargróður. Hún hafi þó ekki notið þess jafnvel fyrstu árin á Miðhúsum vegna heiftarlegs ofnæmis. Ég er fædd og uppalin á Eskifirði þar sem allt annað loftslag er en hér á Héraði. Það er ótrúlega mikill munur en hann finna bara þeir sem þjást af ofnæmi. Ég var ein af þeim sem hafði mikið ofnæmi fyrir nánast öllu sem var lifandi; bæði skepnum og gróðri, en slapp að mestu við mannfólkið nema það sem notar ilmefni ótæpilega. Ég var svo heppin að komast með þeim allra fyrstu á Íslandi í sérstaka sprautumeðferð við ofnæminu á Vífilsstöðum á sínum tíma, svo ég gat flutt hingað austur aftur. Með tímanum hefur það dofnað þannig að í dag nota ég mjög lítið af lyfjum, þökk sé mínum góðu ofnæmislæknum. Ýmis tækifæri bíða skógarbænda Edda hefur talsvert látið að sér kveða í félagsmálum bænda, t.a.m. verið formaður Landssamtaka skógareigenda frá stofnun 1997 og er nú í varastjórn Beint frá býli. Hún segir að blikur séu á lofti í öllum félagsmálum, ekki bara hjá bændum í hefðbundnum búskap. Við skógarbændur höfum þurft að þola mikinn niðurskurð á framlögum til skógræktar sem ekki sér enn fyrir endann á. Vonandi fer landið þó að rísa aftur á næstu árum. Það getur varla annað gerst, þar sem við eigum aðild að allskonar alþjóðasamningum og skuldbindingum sem varða kolefnisbindingu og fleira, sem verður að fylgja eftir. Beint frá býli er skemmtileg nýjung hér á landi og gefur mörgum tækifæri til að koma afurðum sínum á framfæri. Þetta ýtir líka undir hugmyndasköpun og framtakssemi hjá bændum og búaliði og setur skemmtilegan lit á líf sveitanna. Þessi starfsemi á fullan rétt á sér og verður okkur bara til framdráttar þegar fram í sækir. Það tala allir núorðið um að þeir vilji hafa svona starfsemi og ég held að þessi félagsskapur eigi eftir að blómstra í framtíðinni. Þá vann Edda ásamt fleirum að stofnun Héraðsskóga á sínum tíma og 1991 voru lög um þá sett á Alþingi. Mér hefur fundist þetta verkefni hafa tekist nokkuð vel þó alltaf megi bæta og gera betur. Nú höfum við hér á Héraði mikla skóga sem orðnir eru tuttugu ára og sumir eldri og geta gefið af sér nytjavið, bæði til iðnaðarframleiðslu og bolviðar. Það á bara eftir að aukast á næstu árum, því ekki vantar okkur kaupendur að viðnum. Kísilmálmfyrirtækin vilja kaupa allan þann við sem til fellur við grisjun og margir smærri aðilar vilja líka þróa sínar vörur úr íslenskum viði. Við getum því miður ekki sinnt þessum þörfum eins og við vildum í augnablikinu en reynum okkar besta. Það er komin upp sú staða að flutningar á timbri milli landa eru ekki eins hagkvæmir og þeir voru hér á árum áður og við verðum að vinna í að ná innanlandskostnaðinum niður svo samkeppnin verði raunhæf. Það eru miklir möguleikar bæði í timbri og allskonar iðnaðarúrvinnslu úr íslenskum skógum, við erum bara rétt að byrja að feta okkur áfram á þeirri braut. Við hér á Íslandi verðum bara að temja okkur þolinmæði og vinna með náttúrunni þá farnast okkur vel. /smh

22 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS O 15. Göngur og réttir 21 SEPTEMBER 2011 Fjár- og stóðréttir haustið 2011 Fjárréttir haustið 2011 Arnarhólsrétt í Helgafellssveit Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. Brekkudalsrétt í Saurbæ, Dal. Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. föstudag 16. sept. Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. Deildardalsrétt í Skagafirði laugardal 17. sept. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudag 19. sept. Fellsendarétt í Miðdölum Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugard. 17. sept. og laugard. 1. okt. Tungnaréttir í Biskupstungum laugardag 17. sept. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. Fossvallarétt v/lækjarbotna, (Rvík/Kóp) Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. Glerárrétt við Akureyri laugardag 17. sept. Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardag 17. sept. Tungurétt á Fellsströnd, Dal. föstud. 16. sept. Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardag 17. sept. Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. laugardag 17. sept. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 17. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudag 19. sept. Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. mánudag 19. sept. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudag 19. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudag 20. sept. Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. laugardag 17. sept. Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2011 laugardag 17. sept. kl. 14:00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardag 17. sept. kl. 15:00 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 17. sept. Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudag 19. sept. Hofsrétt í Skagafirði laugardag 17. sept. Hólmarétt í Hörðudal sunnudag 2. okt. Hraðastaðarétt í Mosfellsdal Hraunarétt í Fljótum, Skag. fimmtudag 8. sept. laugardag 17. sept. upp úr hádegi kl. 9:00 Húsmúlarétt við Kolviðarhól Selvogsrétt í Selvogi, Árn. kl. 11:00 Fossvallarétt við Lækjarbotna um hádegi Hraðastaðarétt í Mosfellsdal um kl. 16:00 Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. Hreppsrétt í Skorradal, Borg. kl. 17:00 föstudag 16. sept. mánudag 19. sept. kl. 9:00 Húsmúlarétt v/kolviðarhól, Árn. laugardag 17. sept. mánudag 19. sept. kl. 14:00 Ölfusréttir í Ölfusi Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugardag 17. sept. laugardag 1. okt. kl. 13:00 Krísuvíkurrétt í Gullbringusýslu Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. laugardag 1. okt. Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 24. sept. Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. Krísuvíkurrétt, Gullbringusýslu laugardag 1. okt. Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudag 22. sept. Smá hvíld frá fjárdrættinum í Reistárrétt. Mynd / MÞÞ ÁSKORUN! Þú sem tókst ófrjálsri hendi bátakerru og sægrænan vatnabát sem var á geymslusvæði við Ægisgarð. Mynd af þér náðist á öryggismyndavél. Er hér með skorað á þig að skila bát og vagni á Sægreifann við Geirsgötu. Þér er gefin vikufrestur að öðrum kosti ert þú í vondum málum. Sægreifinn við Geirsgötu Sími Brúsastaðarétt í Þingvallasveit Selflatarrétt í Grafningi Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 401/1996 er óheimilt að sleppa aftur fé á afrétti úr haustréttum. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði Stóðréttir haustið 2011 Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 17. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 17. sept. kl Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. laugardag 24. sept. Staðarrétt í Skagafirði. laugardag 17. sept. um kl. 16 Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudag 20. sept. Skrapatungurétt í A.-Hún. kl Mælifellsrétt í Skagafirði Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. um kl. 16 Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 24. sept. Deildardalsrétt í Skagafirði Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardag 17. sept. Árhólarétt í Unadal, Skag. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardag 24. sept. Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. síðdegis föstudag 23. sept. kl. 13 föstudag 23. sept. kl. 13 laugardag 24. sept. kl. 16 Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 19. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 24. sept. kl. 13 Selvogsrétt í Selvogi Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardag 24. sept. kl. 10 Siglufjarðarrétt í Siglufirði laugardag 17. sept Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudag 19. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 24. sept. um kl. 13 laugardag 1. okt. kl. 10 Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 16. sept. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardag 1. okt. kl. 13 Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 17. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 1. okt. kl. 10 Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardag 17. sept. Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardag 8. okt. kl. 10 Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. laugardag 17. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 8. okt. kl. 13 VATN OG HITI SÍÐAN 1954 Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogur Sími: Fax: Fé rekið í Undirfellsrétt í Húnavatnsýlsu um síðustu helgi. Mynd Hjörtur L. Jónsson.

23 22 Ekki þarf að hafa mörg orð um þá erfiðleika sem ótíðin í vor og framan af sumri olli bændum víða um land. Víða gáfu bændur upp hey, beittu tún fram eftir sumri og heyskapur hófst því seint. Grænfóður og korn fór seint og hægt af stað og ljóst að kornuppskera verður mikið mun lakari en undanfarin ár. Þó birti til þegar leið á og seinni hluta sumars var veður mun hagfelldara og víða hafa bændur einnig fengið gott haust. Í 15. tölublaði Bændablaðsins frá 1. september síðastliðnum var rætt við ráðunauta Búnaðarsambanda um land allt. Í þeirri umfjöllun lýstu þeir stöðu mála á sínum starfssvæðum eins og hún blasti við á þeim tímapunkti. Óhætt er að segja að mismunandi bjartsýni hafi gætt þó að allir væru sammála um að staðan væri betri en þeir hefðu þorað að vona í vor sem leið. Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Kornuppskera döpur um allt land Staðan vænkaðist Bændablaðið hafði samband við ráðunautana á ný og grennslaðist fyrir um hvort staða mála hefði skýrst. Eiríkur Loftsson framkvæmdastjóri Leiðbeiningarmiðstöðvar Búnaðarsambands Skagfirðinga segir stöðuna betri menn hafi átt von á fyrir mánuði. Víðast hvar er heyfengur í þolanlegu lagi að því er ég tel. Menn biðu lengi og hafa verið að heyja há allt fram að þessu. Menn hafa sömuleiðis útvegað sér hey og slægjur þannig að allt í allt held ég að staða mála sé þokkaleg. Eiríkur segir að hann hafi heyrt af því að bændur ætli sér að fara varlega í ásetning fyrir veturinn en ekki sé um neinn stórfeldan niðurskurð að ræða. Fleiri en einn bóndi hafi orðað það svo að staðan sé í lagi en þeir megi ekki við því að fá annað eins ár og þetta. Varðandi kornuppskeru þá verður hún ekki beysin. Kornskurður er kominn vel af stað en uppskeran er almennt rýr og léleg. Það er mun minna magn og kornið ekki eins gott og oftast. Ég hugsa að það megi nú segja að það stefni í lélegustu kornuppskeru frá því að kornræktin varð almenn hér í héraðinu. Þurfum hagfellda tíð Guðfinna Harpa Árnadóttir héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands segir að ef veður verði hagfellt í haust og á komandi vori muni bændur ekki lenda í vandræðum. Menn sleppa með þann heyfeng Stórsekkir Hentugir fyrir korn. Ýmsar stærðir. Hellas ehf Skútuvogi 10F Símar og Netfang:

24 Bændablaðið fimmtudagur 29. september sem þeir hafa ef ekki kemur til þess að hýsa þurfi fé óvenjulega snemma eða gefa þurfi langt fram á vor. Í einhverjum tilfellum munu bændur fara varlega í ásetningi og það eru líka dæmi um bændur sem eru aflögufærir með hey. Allt í allt tel ég því að staða mála sé þannig að hlutirnir gangi upp. Hvað varðar kornuppskeru þá er hún fremur döpur. Korn hefur verið slegið í einhverjum tilfellum og gæði eru ekki mikil. Menn eru að þreskja til að sýra en ég held að það verði ekki hægt að þurrka neitt af þessu korni. Afleiðingar eldgosanna plaga enn Á Suðurlandi er staða mála þokkalega góð nema á gossvæðunum að sögn Sveins Sigurmundssonar framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands. Það hafi hins vegar verið vitað að þar þyrftu menn að gera ráðstafanir og menn því þegar farnir að tryggja hey þar sem aska hefur valdið búsifjum. Seinni hluti sumars og haustið hefur verið mjög gott og menn hafa fengið góða há. Hey sem menn náðu snemmsumars var líka í mörgum tilfellum gæðahey. Heyfengur verður líklega í tæpu meðallagi. Það er ljóst að það þarf að flytja hey inn á gossvæðin fyrir austan en það er í ágætu ferli. Korn var mjög seint til á Suðurlandi líkt og annars staðar á landinu. Síðustu daga hefur rignt mikið og því ekki verið hægt að þreskja. Menn hafa áhyggjur af því að kornið rigni niður vegna þessa. Þetta er nokkuð misjafnt milli bæja, sum staðar er uppskera ágæt en almennt er þetta lakara en í meðalári, segir Sveinn. Staðan verst í S-Þingeyjarsýslu Kornuppskera á Norðausturlandi er mun lakari en í meðalári. Hún virðist þó vera þokkaleg inni í Eyjafirði en lakari út með firðinum. Þar er hún víða léleg og sumstaðar ónýt. Í S-Þingeyjarsýslu er ástandið bara mjög slæmt. Það er kannski um helmingur þreskjanlegt af korninu en ekki nema kannski einn fimmti sem er sæmilegt. Eitthvað er um nýtilegt korn í N-Þingeyjarsýslu. Víða hafa bændur slegið korn, á öllum svæðunum. Heilt yfir er kornuppskeran mun lakari og heyfengur ekki nema í slöku meðallagi, segir Vignir Sigurðsson framkvæmdastjóri Búgarðs, ráðgjafarþjónustu á Norðausturlandi. Vignir segir þó að ekki þurfi að óttast heyskort. Það verður nóg hey en hugsanlega verður að miðla heyi milli bæja innan svæða. Ástandið er verst í S-Þingeyjarsýslu. Þar eru einhverjir bæjir þar sem hey mun vanta, bæði vegna kals og eins vegna þess að menn gáfu sumir upp allar fyrningar í vor. Grænfóðuruppskera er minni en verið hefur, sum staðar léleg og það á einkum við um S-Þingeyjarsýslu. Menn hafa verið í heyskap framundir þetta og haustið hefur verið okkur hagfellt. Það er vonandi að haustið fari um okkur mjúkum höndum áfram og við fáum gott vor. Almennt viðunandi heyskapur Starfssvæði Búnaðarsambands Vesturlands er stórt og breytilegt. Sigríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri segir ekki liggi fyrir tölulegar upplýsingar um heymagn og lítið sé komið inn af heysýnum enn sem komið er. Almennt held ég að ég geti sagt að bændur hafi náð viðunandi heyskap og sumir talsvert betri en þeir þorðu að vona. Það rættist í flestum tilfellum ágætlega úr hánni. Dæmi eru um að bændur hafi auglýst hjá okkur hey til sölu svo einhverjir eru aflögufærir um hey á svæðinu. Einhverjir bændur eru tæpir á heyforða og munu þá sjálfsagt horfa til þess að draga frekar úr ásetningi heldur en hitt. Þetta fáum við hins vegar ekki staðfest fyrr en tölurnar úr forðagæslunni berast okkur. Varðandi kornuppskeru segir Sigríður að bændur séu ekki búnir að þreskja eins mikið og á sama tíma og í fyrra og því geti uppskeran brugðist. Það sem ég hef fregnað af kornuppskeru er hún mismunandi á milli svæða. Einhverjir fá ágæta uppskeru en aðrir laka. Fleiri slógu korn til að nýta í gróffóður en undanfarin ár vegna óhagstæðs tíðarfars. Margir akrar ekki tækir til þreskingar Anna Margrét Jónsdóttir ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda segir ljóst að ekki verði allir kornakar á svæðinu þresktir. Þeir sem séu tækir til þreskingar séu mun lakari en í meðalári og útlit fyrir að kornuppskera verð verulega minni en undanfarin ár. Heyfengur er sömuleiðis undir meðallagi nema á Ströndum þar sem hann er í ágætu lagi. Það er þó ekki þannig að það þurfi að hafa áhyggjur af stöðu mála, það lítur út fyrir að þetta muni allt bjargast. Einhverjir bændur munu kannski þurfa að kaupa hey en það ætti ekki að þurfa að leita út fyrir héröð til þess, segir Anna Margrét. /fr Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér. Til sölu er Túngatata 27 á Hvanneyri. Húsið er fm. íbúðarhúsnæði, sem hægt er að skipta í tvær íbúðir með sérinngangi eða nota aðra íbúðina sem atvinnuhúsnæði og búa í hinni. Gott hús og vel við haldið með stórum, afgirtum garði. Einstök eign á fallegum stað sem býður uppá ýmsa möguleika í sjálfstæðum rekstri og búsetu í hjarta Borgarfjarðar. Verð 29.8 millj. Nánari upplýsingar og myndir hjá Fasteignamiðstöðin Hús og hýbýli ehf Hlíðarsmára 17, 201 Kópavogur s , veffang: Til sölu Bændablaðið Smáauglýsingar Fóðurblandan annast sölu og þjónustu á vörum DeLaval á Íslandi. DeLaval er þekkt vörumerki um allan heim og er mjög framarlega í mjaltarkerfum, mjaltarþjónum og tengdum vörum. Allar helstu þjónustu- og rekstrarvörur DeLaval fást í verslunum Fóðurblöndunnar og hjá samstarfsaðilum. hjá Fóðurblöndunni - Úrval rekstrarvara í verslunum FB um allt land Varahluta og viðgerðarþjónusta - Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Fóðurblöndunnar FB verslun Selfossi Austurvegi 64a sími FB verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi 2-4 sími FB verslun Egilsstöðum Miðvangi 31 sími Fóðurblandan - Korngörðum Reykjavík - Sími: Fax: netfang: fodur@fodur.is -

25 24 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Utan úr heimi Fjósið Dyrbergsminde í Haderup var byggt árið Það er svokallað kvíguhótel með plássi fyrir 600 kvígur í legubásum. Fjósið er sérstakt að því leyti að þakið er úr segldúk. Nordisk Byggetræf í sjöunda skipti! Nordisk Byggetræf er ráðstefna sem haldin er til skiptis á Norðurlöndunum annað hvert ár. Þá koma saman helstu hönnuðir, ráðgjafar og rannsóknamenn á sviði fjósa og fjárhúsa á þriggja til fjögurra daga fundi með blöndu af fræðilegum erindum, reynslusögum og vettvangsferðum. Í ár var röðin komin að Dönum að standa fyrir ráðstefnunni, en hún fór fram dagana september sl. í Billund á Jótlandi. Alls tóku rúmlega 60 þátt í ráðstefnunni að þessu sinni en um óvenju mikinn þátttakendafjölda var að ræða. Skýringin fólst í því að nú var ráðstefnan haldin í fyrsta skipti í samvinnu við hin norrænu samtök búvísindamanna, NJF. 15 fagleg erindi Á ráðstefnunni að þessu sinni voru haldin 15 fagleg erindi og til viðbótar farið í skoðunarferðir í 5 nýlega byggð fjós. Vegna mikilvægis nautgriparæktar í Danmörku var áherslan öll á fjósbyggingar og hönnun fjárhúsa látin bíða til næstu ráðstefnu, sem haldin verður í Noregi árið 2013, en þar skipta fjárhús þúsundum. Hér verður gerð stuttlega grein fyrir heimsóknunum sem farið var í á ráðstefnunni en hægt er að nálgast öll erindin á vefslóðinni Um samantekt þessa sá Snorri Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands. Íslenskur verkfræðingur sér um þakhönnun fyrir fyrirtækið sem selur segldúksþök eins og notað er á Dyrbergsminde fjósið. Fjósið í Sønder Omme var tekið í notkun einungis viku fyrir heimsóknina. Kvíguhótelið Fyrsta búið sem var heimsótt var Dyrbergsminde í Haderup. Fjósið var byggt árið 2009 en það er sk. kvíguhótel með plássi fyrir 600 kvígur á legubásum. Sérstaða fjóssins er þó þakið, en það er úr segldúk, sem gefur mikla birtu inn í fjósið. Hönnun útloftunar í fjósinu var einnig all sérstæð, en íslenskur verkfræðingur sér um þakhönnun fyrir fyrirtækið sem selur þessi segldúksþök. Í Søndergården reka ábúendur ferðaþjónustu og nota fjósið sem sýningafjós. Holdakúafjós í fangelsi! Önnur heimsóknin á ráðstefnunni var nokkuð óvenjuleg en rútan ók með hópinn inn í fangelsið í Sønder Omme. Innan veggja fangelsisins er rekin endurhæfingardeild þar sem fangar vinna m.a. við landbúnað á jörð ríkisins þar sem fangelsið er. Þar hefur nú verið byggt nýtt hálmdýnufjós sem rúmar 120 holdakýr ásamt geldneytum. Fjósið var tekið í notkun einungis viku fyrir

26 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Fjósið í Skovbækgård rúmar 450 kýr, hringekjan er með 40 plássum og hafa bæði fjós og mjaltahringekja enst vel. Fjósið í Skovbækgård er tæplega 10 ára gamalt legubásafjós með hringekjumjaltabás. heimsóknina og því lítil reynsla komin á hluta þess. Fram kom að heildarkostnaðurinn við fjósið, með lokuðum haugtanki og fullnaðarfrágangi utan fjóssins, var 8 milljónir danskra króna eða um 170 milljónir íslenskra króna! Mjólkar 40 kýr í einu Þriðja búið sem var heimsótt var Skovbækgård, sem var valið sérstaklega vegna þess að þar er tæplega 10 ára gamalt legubásafjós og hringekjumjaltabás og því fróðlegt að sjá hve vel eldri hönnun fjósa stenst tímans tönn. Fjósið rúmar 450 kýr og er hringekjan með 40 plássum og hafa bæði fjós og mjaltahringekja enst vel. Vissulega mátti sjá þess merki að fjósið er ekki hannað árið 2011, svo sem á básabreiddum og sér í lagi breidd milliganga, en margt hafði greinilega tekist vel í upphafi. Gæti mjólkað margfalt fleiri kýr Fjórða heimsóknin var á bú Johannesar Juhl í Langtved, en hann tók nýverið í notkun fjós sem rúmar 450 kýr. Mjaltabásinn var afar stór eða 2x24 kýr með svokölluðum hraðútgangi. Höfðu menn á orði að þar væri vel í lagt við mjaltaafköst, enda ljóst að fyrir bú sem þetta dygði helmingi minni mjaltabás vel. Reyndar kom fram á ráðstefnunni að þrátt fyrir mikla bústærð í Danmörku væri tilfellið að ekkert bú í landinu kallaði á stærri mjaltabás en 2x12 kýr jafnvel bú með kýr, en þá verður reyndar mjaltatíminn heldur lengri en 2 klst.! Sýningarfjós í sérflokki Síðasta fjósið sem var skoðað var á bænum Søndergården, en ábúendur þar reka einnig ferðaþjónustu og er fjósið sk. sýningafjós. Fjósið var byggt í tveimur áföngum og í hverjum þeirra voru þrír mjaltaþjónar og pláss fyrir 200 kýr á legubásum. Í miðstæðri byggingu var svo mjólkurhús ásamt stórum sýningarsal á annarri hæð, þar sem gestir og heilu skólabekkirnir geta tyllt sér niður, fengið góðgæti og um leið fræðslu um danska mjólkurframleiðslu. Fjósið er einnig sérstakt fyrir þær sakir að þar er mykjan notuð sem undirburður í legubásana. Á búinu er sérstök vél (sjá mynd) sem skilur fastan hluta mykjunnar frá hinum blautari. Fasti hlutinn er svo nýttur sem undirburður í básana og litu kýrnar vel út og voru hreinar, þó svo að ætla mætti annað. Snorri Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands. Þrengingar í danskri svínarækt Eftir mikla bjartsýni í danskri svínarækt undanfarin ár og miklar lántökur til stækkunar svínabúa hefur staðan nú snúist við og skuldir bænda og staða viðskiptabanka þeirra er orðin alvarleg. Frá árinu 2000 hafa samanlagðar skuldir danskra bænda tvöfaldast og nema nú 359 milljörðum d.kr. Það er tífalt hærri upphæð en skuldir norskra bænda, sem eru þó töluvert fleiri en danskir stéttarbræður þeirra. Af þeim skulda svínabændur mest en með núverandi afurðaverði ná þeir ekki einu sinni að greiða fóðurkostnað búa sinna, en til þess þyrfti afurðaverðið að hækka um 1,50 d.kr. (tæpar 40 í.kr.) á kg kjöts. Stöðvun rekstrarins er sjaldnast nothæft úrræði vegna þess hve fastur kostnaður er hár. Það er kjötmarkaðurinn í ESB sem ákveður verðið og það er nú um 10 d.kr. á kg kjöts. Samtökin Landbrug & Fødevarer áætla að 5,8% danskra bænda séu nú tæknilega gjaldþrota, sem eru Tæknilegt gjaldþrot merkir að skuldir bús séu hærri en bókfærðar eignir. Á árunum meira en tvöfaldaðist landverð í Danmörku. Bankarnir brugðust við með því að stórauka lánveitingar til bænda þar sem þeir gátu lagt fram jarðir sínar sem veð. Síðan hefur jarðarverðið lækkað að miklum mun án þess að lánin hafi fylgt á eftir. Nauðungaruppboðum hefur fjölgað mikið í dönskum landbúnaði síðustu ár og þau voru um 100 sl. hálft ár. Einn þeirra bænda sem orðið hafa gjaldþrota er Torben Nørgaard. Hann segir að búa megi við bankaskuldir en skuldir við einstaklinga og einkafyrirtæki taki á sálina. Hann bjó á 250 ha jörð, hafði sex menn að störfum við búið og var með 1100 gyltur og alls um 10 þúsund svín. Skuldastaðan í dönskum landbúnaði hefur einnig leitt til gjaldþrota banka. Danska fjármálaeftirlitið umber hins vegar hallarekstur í landbúnaði lengur en í öðrum atvinnugreinum. Að sögn Ulrik Nødgaard, forstjóra fjármálaeftirlitsins, viðurkennir það að Samtökin Bæredygtigt Landbrug (Sjálfbær landbúnaður) spá því að meira en fjórðungur danskra svínabænda verði gjaldþrota ef vandamálin verða jafn mikil og árið 2008 og að skriðan fari af stað nú með haustinu, en það hafa áður verið blikur á lofti. /Nationen, 8. sept /ME Staðreyndir um svínarækt í Danmörku Vantar þig byggingarverktaka? Höfum mikla reynslu í uppsteypu (erum með krana og mót), byggingu sumarbústaða, viðhaldi og annarri trésmíðavinnu. Upplýsingar í síma: Lok á allar gerðir heitra potta Áklæði úr sterkum pvc-dúk í 3 litum. Gerum klæðningar á svalarhandrið, yfirbreiðslur á báta, vagna, kerrur ofl. Viðgerðir á tjöldum, hnökkum og fylgihlutum Fjósið í Søndergården er sérstakt fyrir þær sakir að þar er mykjan notuð sem undirburður í legubásana. Þessi vél skilur fasta hluta mykjunnar frá þeim blautari. Opið frá kl. 10:00-17:00 Tjalda- og seglaþjónustan Draupnisgata 7j Kristinn, sími

27 26 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Líf og starf Fjóstíran Gluggað í skýrsluhaldið Skýrsluhaldið er ein af grunnstoðunum í öllu starfi nautgriparæktarinnar, hvort heldur sem er á sameiginlegum vettvangi ræktunarstarfsins eða í hinum daglegu störfum kúabóndans. Skýrsluhaldið stendur á gömlum merg en hefur tekið stöðugum breytingum með tilkomu nýrrar tækni og aukinni vitund um mikilvægi þess. Grunnhugsunin er þó ætíð hin sama, þ.e. að veita sem gleggstar upplýsingar um einstaka gripi innan hvers bús, um búið sem einingu og gefa heildaryfirlit yfir kúabúskapinn í landinu. Kúaskýrslurnar eru forsenda þess að bóndinn geti stundað búreksturinn af því öryggi og nákvæmni sem nútíma atvinnurekstur krefst. Skýrsluhaldið er einnig megin upplýsingaveita hins sameiginlega kynbótastarfs og bæði sameiginlegur árangur ræktunarstarfsins og ræktunarárangur hvers og eins bónda byggir í öllum meginatriðum á þeim upplýsingum sem þar safnast. Nútímatækni gerir bændum mögulegt að sækja gögn og skila eftir sínum eigin hentugleikum og vinna með skýrsluhaldsgögn sín hvenær sem þeim hentar. Uppgjör skýrsluhaldsins fer Magnús B. Jónsson Ráðunautur í nautgriparækt fram mánaðarlega og eru megin niðurstöður birtar á vef B.Í. Auk þess getur hver bóndi fengið mun ítarlegri upplýsingar um sinn eigin búskap með því að skoða eigin niðurstöður í HUPPU. Þótt upplýsingarnar sem birtast á vef B.Í um hver mánaðamót séu heildarniðurstöður, er hægt að lesa ýmislegt úr þeim bæði til gagns og fróðleiks. Á árinu 2011, þ.e. fyrstu 8 mánuðina, hafa skýrsluhaldarar flestir í maí en fæstir nú í ágúst. Skil á skýrslum eru mjög góð og að meðaltali er 93% þeirra skilað á réttum tíma. Heildarfjöldi árskúa helst nokkuð stöðugur yfir árið en búin stækka lítillega. Afurðir síga aðeins upp á við. Í hverjum mánuði birtist yfirlit yfir þau bú sem skila kg eftir árskú eða meira. Við skoðun kemur í ljós að meðalafurðir á % kúabúa ná ekki því marki, en ríflega 20% búanna skila yfir kg að meðaltali. Hæstu búin í hverjum mánuði skila afurðum sem eru um eða yfir kg. Þegar við skoðum nánar þau bú sem eru eftir árskú, þá hefur 21 bú náð þessum áfanga einhvern mánuð ársins Það er eftirtektarvert að 11 þessara búa hafa alla 8 mánuðina verið á þessum lista. Búið að Hraunhálsi í Helgafellssveit hefur oftast vermt efsta sætið og búið í Hraunkoti hefur nú í tvo mánuði í röð náð yfir kg meðalnyt. Þegar þessi 21 bú eru skoðuð nánar kemur í ljós að þau skera sig ekkert úr hvað varðar stærð, fjósgerð eða mjaltatækni. Árangurinn sem þarna næst er samspil margra þátta, með bændurna á viðkomandi búum í brennidepli. Þekking þeirra, verkkunnátta og hæfni til að nýta sér leiðbeiningar og fræðslu skila þessum árangri. Í mánaðaryfirliti skýrsluhaldsins birtist yfirlit yfir afurðir bestu kúnna og þar eru taldar upp þær kýr sem á síðustu 12 mánuðum hafa skilað yfir kg af mjólk, en hæstu kýrnar skila um og yfir kg. Það er gagnlegt að skoða þennan lista. Í ágústmánuði s.l. voru 840 kýr á listanum og hæstum afurðum skilaði Systa 361 frá Syðri-Bægisá eða kg, en hæstri meðalnyt á 12 mán- Syðri-Bægisá, eða kg í febrúar s.l. Alls eru kýr að skila meira en kg ársnyt í hverjum mánuði, eða um 0,5% skýrslufærðra kúa. Þegar skoðað er faðerni þeirra kúa sem eru á lista yfir afurðahæstu kýrnar kemur í ljós að 8% þeirra eru undan óþekktum feðrum, sem væntanlega eru í mörgum tilvikum heimanaut, 10% þeirra eru undan skráðum heimanautum og 82% undan sæðinganautum. Til samanburðar má nefna að ásettar kvígur undan sæðinganautum hafa á undanförnum árum verið nálægt undan sæðinganautum er því mun hærra en svarar til hlutfalls kúa í hverjum árgangi og gefur glögglega til kynna mikilvægi þess að nota sæðingar í sem mestum mæli. Þegar sæðinganautin eru skoðuð kemur í ljós að stærstu dætrahóparnir eru undan þeim nautsfeðrum sem nú eiga dætur sem fæddust eftir að notkun þeirra sem reyndra nauta hófst. Nautin sem fædd eru eftir 2000 eiga aðeins fáar kýr á listanum, enda dætur þeirra flestar mjög ungar kýr. Þau naut sem eiga flestar dætur á listanum eru fyrrum nautsfeður. Yfirlit yfir nautin sem eiga 14 dætur eða fleiri er sýnt hér að neðan. Naut fj. dætra Stígur Fontur Þverteinn Fróði Umbi Teinn Hræsingur Þrasi sérflokki, en í heild má segja að listinn sýni að kynbótastarfið skilar árangri. Hér hefur verið stiklað á nokkrum þáttum sem lesa má út úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar í hverjum mánuði og eru hér birtir til fróðleiks, en jafnframt áminningar um mikilvægi þess að nýta skýrsluhaldið, hverjum bónda til gagns og ánægju. Baldur H. Benjamínsson Framkvæmdastjóri LK Mánudaginn 5. september sl. sendi starfsmaður samningahóps um landbúnaðarmál og byggða þróun sk. rýniskýrslu nefndar fastafulltrúa aðildarríkja ESB til fulltrúa í hópnum. Skýrslan skiptist í þrjá kafla. Sá fyrsti er almenn innihaldslýsing, annar er yfirlit yfir það sem fram kom á rýnifundum um landbúnaðarmál sem haldnir voru sl. vetur og gerð hefur verið grein fyrir. Þriðji og veigamesti kaflinn fjallar um mat ESB á hversu mikið beri í milli í landbúnaðarstefnu Íslands og ESB og getu Íslands til að hrinda hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu í framkvæmd. Það er mat ESB að verulegur munur sé á ráðstöfunum þeim sem notaðar eru hér á landi til að styðja við landbúnað og hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu sambandsins, CAP. Sama gildi um stofnana- og lagaumhverfi allt. Með aðild Íslands að ESB þurfi að tryggja framgang hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu og kalli það á mikla aðlögun löggjafar, stjórnkerfis og stofnanaumhverfis landbúnaðarins hér á landi. Tekið er fram að Ísland hafi ekki látið í té neinar tímasettar áætlanir varðandi undirbúning þessarar aðlögunar. ESB tekur fram að slíkar áætlanir séu ófrávíkjanlegur grundvöllur viðræðna um landbúnaðarkaflann, til að tryggja að viðeigandi aðlögun fari fram á skikkanlegum tíma og í samræmi við þann ramma sem viðræðum um einstaka kafla er settur. Ísland hafi haldið þeirri afstöðu fram að gera engar breytingar, fyrr en eftir að aðild hafi verið samþykkt, því sé afar mikilvægt að biðja Ísland um að Raddir kúabænda - af naut.is Hverjar eru aðlögunarkröfur Evrópusambandsins? leggja fram áætlun um hvernig öllum kröfum ESB verði mætt frá fyrsta degi aðildar. Nokkur atriði eru tiltekin í skýrslunni sem sérlega mikilvæg: 1. Stofnun Greiðslustofu landbúnaðarstuðnings (e. Paying kerfis sem að fullu sé í samræmi við kröfur ESB. Geta stjórnkerfis landbúnaðarmála hér á landi sé takmörkuð og nýta þurfi það stjórnkerfi, sem fyrir er, sem best og taka mið af fábreyttri landbúnaðarframleiðslu og tiltölulega fáum bændum. Engu að síður verði greiðslustofa þessi að standast allar kröfur og reglur ESB og gildi þá einu hvort verkefnin eru lítil eða stór. Þetta stjórnkerfi þarf að vera til staðar áður en af aðild verður. 2. Landupplýsingakerfi (e. Land Tekið er fram að hér á landi finnist ekki tölvuvætt landupplýsingakerfi, þar sem hægt sé að kalla fram landamerki, stærð og yfirborð einstakra landskika. Nauðsynlegt sé að kanna möguleika á upptöku slíks kerfis sem taki mið af búháttum, sérstaklega hinni umfangsmiklu úthagabeit. 3. Fyrirkomulag hagtölusöfnunar og búreikningauppgjörs er verulega frábrugðið fyrirkomulaginu í ESB. Breyta þarf svæðaskiptingu, flokkun búa, uppsetningu gagna og fyrirkomulagi á söfnun þeirra til samræmis við FADN (e. Farm Accountancy Data Í kjölfar útgáfu rýniskýrslu ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun ásamt bréfi fastafulltrúa Póllands, sem gegnir formennsku í sambandinu þetta misserið, frá ESB til íslenskra stjórnvalda, hefur hafist hefðbundið karp og skæklatog um það hvað stendur í skýrslunni og hvað bréfið þýði. Samtökum bænda er fullljóst hvað þetta þýðir gerð er krafa um aðlögun að lögum og reglum sambandsins jafnt og þétt, eftir því sem viðræðum vindur fram. Sé þeirri aðlögun ekki sinnt, stöðvast viðræðurnar, eða geta ekki hafist. Þessa staðreynd gengur jafnvel málsmetandi mönnum illa að skilja. Því er ekki úr vegi að skoða hvernig fyrirkomulagið er í öðrum löndum, sem sótt hafa um aðild að ESB á síðustu árum. Sem kunnugt er stefnir Króatía að aðild að ESB. Sótt var um aðild árið 2003, rýnivinna hófst haustið 2005, viðræðum lauk 30. júní 2011 ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning á útmánuðum 2012 og aðild 1. júlí Króatía er prýðilegt dæmi, þegar um er að ræða kafla sem ekki tilheyra EES-samningnum, eins og er tilfellið með 11. kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun. Í aðlögunarviðræðum Króatíu var sá kafli opnaður 2. október 2009 og honum lokað 19. apríl ESB setti sem skilyrði fyrir opnun viðræðna um kaflann, að söfnun hagtalna um landbúnað yrði komið í nauðsynlegt horf, áður en viðræður hæfust. Í framvinduskýrslu ESB um aðlögunarviðræður Króatíu 2010, sem nær yfir tímabilið október 2009 út september 2010, kemur aðlögunin skýrt fram, eins skýrt og nokkur kostur er. Árangur aðlögunarinnar er metinn á grunni ákvarðana sem teknar hafa verið, löggjafar sem tekin hefur verið upp og ráðstafana sem hrint hefur verið í framkvæmd. Aðlögunarstyrkir ESB til Króatíu árið 2010 voru 154 milljónir evra, eða 24,6 milljarðar króna. Hlekkur á skýrsluna er hér aftast í pistlinum. Í henni segir m.a. um framvinduna í landbúnaðarmálum: 1. Á árinu 2010 var lögð fram ný landbúnaðarstefna fyrir árin sem hefur umbætur á núverandi stefnu að markmiði og aðlögun að CAP, sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. 2. Vel miðaði í að setja á stofn greiðslustofu landbúnaðarstuðnings og að koma á fót stafrænu landupplýsingakerfi. Þessi tvö atriði eru lykillinn að áframhaldi viðræðna um þennan kafla. Uppsetning eftirlitskerfis gengur einnig vel. 3. Þokkalega gekk að koma á meiri mannafla er þó þörf í þetta verkefni að mati skýrsluhöfunda. 4. Vel miðaði að koma á fót sameiginlegu markaðsskipulagi (e. 5. Skráningarkerfi vínbúgarða verður komið í fullan gang (e Af þessu má ráða, að allt tal um að aðlögunin geti farið fram eftir að íslenska þjóðin hefur gefið jáyrði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu, eru staðlausir stafir. ESB setur opnunarskilyrði (bréfið frá Jan Tobinski, fastafull- kafla aðildarsamnings. Þó það sé ekki sagt hér, þá liggur beint við að lokunarskilyrðin verði í grófum dráttum þau, að búið sé að aðlaga hlutina að því fyrirkomulagi sem gildir í hinu háa Evrópusambandi, áður en gengið er frá samningnum og hann staðfestur af öðrum aðildarríkjum. Það er eina leiðin fyrir ESB til að tryggja að fyrirkomulag hlutanna verði eins og sambandið gerir kröfu um í aðildarríkjum sínum. Þegar að þjóðaratkvæðagreiðslunni loksins kemur, standa kjósendur frammi fyrir orðnum hlut. Heimildir: - ku-

28 Bændablaðið fimmtudagur 29. september BH tækni ehf Ámoksturstæki Snjótennur Bakkó Útvegum flest tæki og búnað fyrir dráttarvélar, s.s. skóflur, lyftaragafla, rúlluhalda, ofl. BH tækni ehf Smiðjuvegur Kópavogi S tym@tym.is - Námskeið fyrir þig! Húsgagnagerð úr skógarefni Kennarar: Ólafur Oddsson fræðslu- Húsgagnagerð úr skógarefni Kennari: Ólafur Oddsson fræðslu- Frumtamning - lengi býr að fyrstu gerð Kennarar: Reynir Aðalsteinsson Ostagerð Kennari: Þórarinn Egill Sveinsson Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Kennarar: Björgvin Örn Eggertsson Ísgerð Kennari: Jón Brynjar Birgisson Grunnnámskeið í blómaskreytingum Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir Aðventuskreytingar Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir Grænni skógar I á Austurlandi Allar nánari upplýsingar má finna á Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid HAGKVÆM LAUSN! FESTINGARVÖRUR Í MIKLU ÚRVALI Ferro Zink hf. l l ferrozink@ferrozink.is Árstíg 6 l 600 Akureyri l sími Álfhellu l 220 Hafnarfjörður l sími Auglýsing um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt Bændasamtök Íslands auglýsa hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 913/2010. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu Tímaáætlun verkefnisins Fjárhagsáætlun verkefnisins. Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni. Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Nánari upplýsingar veita nautgriparæktarráðunautar Bændasamtakanna. Umsóknum skal skilað fyrir 20. október n.k. til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllin v/ Hagatorg, 107 Reykjavík. (Merkt: Umsókn um þróunarfé) Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík STÁLGRINDARHÚS Stálgrindarhús eru hagkvæmur og traustur kostur fyrir búvélageymslur, hlöður, geymsluhúsnæði og fjölmargt fleira. Við bjóðum upp á ódýra og hagkvæma lausn. Fáðu nánari upplýsingar og tilboð hjá okkur í síma Nánar á husa.is Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

29 28 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Líf og starf Raddir ungra a bændad Matvælaöryggi Í umræðunni síðustu misseri hefur hugtakið matvælaöryggi borið oft á góma og sumir vilja meina að það sé ein aðalröksemdin fyrir því að styrkja innlenda framleiðslu. En hver er stærsta ógnin við matvælaöryggi Íslendinga? Það er ljóst að það þyrfti allnokkuð að ganga á til þess að Íslendingar myndu svelta. Til þess þyrfti að koma algjört stopp á innflutning í landið svo mánuðum skipti. Vissulega gætu skollið á Skaftáreldar aftur eða stríð af þeirri stærðargráðu að innflutningur yrði erfiður. En líkurnar á því eru sem betur fer hverfandi (til skamms tíma litið). Kannski er mesta ógnin við matvælaöryggi markaðurinn með matvæli. Matvælaöryggi snýst nefnilega um það, meðal annars, að íbúar geti keypt mat á viðráðanlegu verði. Matvælaverð hér á landi er ekkert sérstakt vandamál í dag, held ég. Árið 2009 eyddu Íslendingar 14% af tekjum sínum í matvælainnkaup, sem er afskaplega sambærilegt við það sem gengur og gerist í Evrópusambandinu (skv. Eurostat voru það 13,1% árið 2009). Auðvitað er rétt að taka það fram að við niðurgreiðum okkar matvæli hér með styrkjum til framleiðenda, en það er einnig gert í Evrópusambandinu. Við erum með öðrum orðum betur sett en meirihluti jarðarbúa. Það er að mínu viti frekja að ætlast til þess að maturinn sé svo gott sem ókeypis í heimi þar sem sjötti hver jarðarbúi líður fæðuskort. Þegar ég segi að markaðurinn sé stærsta ógnin á ég við það að við flytjum inn umtalsvert magn af kornvöru til fóðurgerðar og til manneldis. Einnig þurfum við olíu og áburð til þess að framleiða mat. Því er spáð að verð allra þessara vara eigi eftir að hækka í framtíðinni og það allnokkuð. Það sé með öðrum orðum líklegra að verðhækkun á þessum grunnvörum eigi eftir að hafa neikvæð áhrif á íslensk heimili heldur en að Pinnabyssur og púðurskot Kári Gautason Meistaranemi við LbhÍ Kannski er mesta ógnin við matvælaöryggi markaðurinn með matvæli. það lokist á innflutning til Íslands svo mánuðum skipti. Kannski það skynsamlegasta sem við getum gert, til að tryggja það að íslensk matvæli verði ekki of dýr í framtíðinni, sé að reyna að aftengja innlenda matvælaframleiðslu eins mikið verði þessara grunnvara og kostur er. Við getum aukið byggrækt okkar, hún hefur aukist gífurlega síðastliðinn áratug og ef við aukum framleiðsluna um álíka mikið magn á næsta áratug förum við langt með að verða okkur sjálfum nóg um fóðurkorn. Möguleikinn á því að framleiða innlenda orku til að nota á dráttarvélar úr skítahaugum landsins er mjög aðlaðandi og afar fróðlegt verður að sjá hvort þetta sé raunhæfur kostur. Þá er það þriðji hluturinn en það er áburður. Ég verð að játa að ég er afskaplega vantrúaður á að það sé raunhæfur kostur að fara algjörlega í lífræna framleiðslu og sleppa tilbúnum áburði algjörlega, en það er eftir miklu að slægjast í að lækka áburðarkostnað, bæði fyrir umhverfi og efnahag. Svo er ágætt að hafa það í huga að notkun á áburði hér á landi er ekki vandamál eins og víða erlendis, hér er útskolun afar lítil og strjálbýlið kemur okkur til hjálpar. Ef forsenda okkar fyrir því að styrkja innlenda matvælaframleiðslu er matvælaöryggi, með það í huga að vernda íslenska neytendur fyrir verðsveiflum erlendis (eins og gerðist við hrunið), þá megum við ekki láta framleiðslukostnað varanna innanlands fylgja sömu sveiflum. Skot, 9x17mm: Græn og gul skot, kr pr. 50stk Rauð skot, kr pr. 50stk Eigum nú til á lager pinnabyssurnar frá Blitz, kr Egilsholti 1, 310 Borgarnesi Afgreiðsla, sími Opið virka daga margret@kb.is Er útflutningur mjólkurvara raunhæfur kostur? Undanfarin ár hefur útflutningur mjólkurvara aðallega verið í formi undanrennudufts og smjörs, þó hefur verið unnið markvisst að útflutningi skyrs bæði á Ameríkumarkað og nú síðast til Finnlands. Til viðbótar hefur verið samið um sérleyfi við erlendar vinnslur til skyrframleiðslu, sem gefur umtalsverðar tekjur. Magnið sem flutt var út árið 2010 var um 8,5 milljónir lítra skv. ársskýrslu Auðhumlu fyrir árið Spurningin er, hvort líta eigi á útflutningsmarkað fyrir mjólkurvörur sem raunhæfan kost fyrir kúabændur og vinnslustöðvar, eða sem aftöppun vegna umframframleiðslu sem fellur til á hverju ári í mismiklu magni. Skoða verður málið út frá ýmsum þáttum. Í fyrsta lagi, hvaða væntingar eru um verðþróun þessara vara næstu ár út frá aðstæðum á heimsmarkaði, í öðru lagi, hvernig menn meta gengisþróun íslensku krónunnar næstu ár og loks hvaða áhrif aukin framleiðsla hefði á stjórnkerfi framleiðslunnar hér innanlands. Lítum í fyrsta lagi á núverandi verð til bænda erlendis, verð sem háð er duttlungum markaðarins á hverjum tíma, sem íslenskir bændur hafa ekki þurft að kljást við nema óbeint í gegnum verðlagsnefnd búvara. Fyrirtækið LTO í Hollandi fylgist með verði hrámjólkur til bænda eftir löndum og eftir einstökum afurðastöðvum, hægt er að fylgjast með verðinu á heimasíðu fyrirtækisins Þegar skoðaðar eru tölur um verð til bænda fyrir júlí 2011 kemur eftirfarandi í ljós. Miðað er við gengi evru upp á 160 krónur, til samanburðar er meðalverð síðustu 12 mánaða og búið er að leiðrétta fyrir mismun í efnainnihaldi í samanburðinum: Verð til bænda eftir löndum: Arla Danmörk, Svíþjóð Meðalverð 17 afurðast. í Evrópu Fonterra Nýja Sjáland Júlí 2011 kr/l Síðustu 12 mán kr/l 56,03 57,85 56,93 55,92 50,91 53,95 BNA 59,34 49,87 Ísland - afurðast.verð 77,63 73,03 Athyglivert er að skoða verð og verðþróun milli afurðastöðva og milli landa. Verðið í júlí til bænda í BNA er að sögn það hæsta sem um getur í einum mánuði. Þá hafa álagsgreiðslur í einstökum tilvikum áhrif eftir framleiðslutímabilum. Varðandi tölur um verð síðustu 12 mánuða á Íslandi er tekið vegið meðaltal eftir mánuðum en núverandi verð frá 1. júlí er 77,63 kr/l. Langstærsti aðili á heimsmarkaði er fyrirtækið Fonterra, sem er í eigu nýsjálenskra kúabænda. Þar má búast við hærri heildargreiðslum en sýndar eru í töflunni, þar sem talan 50,91 kr/l er grunnverð sem fyrirtækið greiðir fyrir mjólkina þann mánuðinn ef vel gengur kemur uppbót á það verð. Til samanburðar ákvað stjórn Auðhumlu nýlega að útflutningsverð til íslenskra kúabænda yrði 50 kr/l fyrir fyrstu 2% af greiðslumarki hvers bónda og fyrir framleiðslu umfram það yrðu greiddar 40 kr/l. Í skrifum starfsmanna fyrirtækisins LTO, sem áður er nefnt, kemur fram að væntingar eru um svipað verðlag næstu misseri en óróleiki á fjármálamörkuðum gefur þó tilefni til að verðsveiflur geti orðið skarpari en áður. Almennt efnahagsástand á hverju svæði getur haft afgerandi áhrif á verð. Almennt má segja að verð á hrávöru sé hækkandi og m.a. á fóðri. Sú verðþróun hefur t.d. haft þau áhrif að mjólkurmagn á hverja kú í BNA hefur staðið í stað og jafnvel lækkað, þar sem bændur hafa haldið að sér höndum með að auka fóðurgjöf. Annar þáttur kann einnig að hafa áhrif en það er aukin eftirspurn eftir landi með tilliti til orkuframleiðslu. Má þar nefna þá ákvörðun Þjóðverja að draga úr notkun kjarnorku næstu ár og efla annars konar orkuvinnslu, m.a. framleiðslu út frá nýtingu olíujurta. Svipuð viðhorf hafa komið fram í Japan eftir síðustu náttúrhamfarir þar. Allt minnkar þetta líkur á að mjólkurframleiðsla á heimsvísu muni aukast næstu árin sem nokkru nemi og ekki í sama hlutfalli og mannfjöldinn. Til viðbótar öllu þessu má nefna þá breytingu sem orðin er í Kína, þar sem hluti þjóðarinnar hefur breytt neysluvenjum sínum í kjölfar betri efnahags. Í öðru lagi má skoða hvaða möguleika íslenskir kúabændur hafa til framleiðslu á markað erlendis út frá gengi íslensku krónunnar. Viðhorf manna eru mismunandi gagnvart því hvort gengið eigi eftir að styrkjast næstu misseri eða ár, eða ekki. Að mínu mati er vandséð að krónan styrkist næstu ár meðan við erum að fást við afleiðingar efnahagshrunsins Ríkissjóður er rekinn með verulegum halla þó vonandi minnki hann ár frá ári. Lítið hefur gengið að auka hagvöxt og stækka þjóðarkökuna, eins og reiknað var með í fyrstu tillögum eftir hrunið. Afleiðingin verður m.a. sú að við þurfum að gera ráð fyrir afgangi af vöruskiptum við útlönd í auknummæli það gerist því aðeins að hægt sé að auka útflutning og halda gengi íslensku krónunnar lágu. Fyrst og fremst til að mæta vaxtagreiðslum og afborgunum af erlendum, áhvílandi lánum. Í þriðja lagi er ástæða til að skoða framleiðsluumhverfi íslenskra kúabænda m.t.t. mögulegs útflutnings mjólkurvara. Heil kynslóð kúabænda hefur búið við kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og að auki framsal kvóta í tæpa tvo áratugi. Sýnt hefur verið fram á að áhrif kvótakerfis nýtast fyrst og fremst fyrstu kynslóð bænda, sem fengu úthlutað kvóta og gátu hagrætt í sínum búskap út frá upphaflegu kerfi. Hins vegar gerist það einnig að fjárbinding eykst í greininni, í gegnum kvótakaup og endurnýjun á aðstöðu og greinin lokast smám saman. Á sama tíma myndaðist vannýtt framleiðslugeta innan greinarinnar í kjölfar verulegrar endurnýjunar á aðstöðu á síðasta áratug. Vandséð er að það takist að lækka framleiðslukostnað sem nokkru nemi næstu ár nema því aðeins að hægt verði að nýta fyrirliggjandi fjárfestingar mun betur en nú er gert, hvort sem átt er við byggingar, vélar, gripi eða ræktun. Lækkun framleiðslukostnaðar er þó lykilatriði ef íslensk mjólkurframleiðsla á að þróast til framtíðar og halda velli næstu ár og áratugi. Síðustu ár hefur mátt greina verulegan mun í breytilegum kostnaði í mjólkurframleiðslunni, m.a. í gegnum bústjórnunarverkefnið SUNNU, sem Búnaðarsamband Suðurlands hafði forgöngu um að koma á fót á sínum tíma. Árlega skila 60 til 70 sunnlenskir kúabændur gögnum til úrvinnslu. Sum þeirra búa eru ár eftir ár með mjög lágan breytilegan kostnað. Til dæmis var nokkur fjöldi búa að framleiða mjólkurlítrann vel undir 50 kr/l árið Víða má auka framleiðslu hvers bús án þess að auka fasta kostnaðinn og ná breytilega kostnaðinum enn frekar niður. Aðalspurning íslenskra kúabænda og mjólkuriðnaðarins við þessar aðstæður er þessi: Viljum við vera áfram í svipaðri stöðu næstu ár og verja núverandi kerfi, bæði m.t.t. krafna um aukinn innflutning og eins þess fjárstuðnings sem greinin nýtur í dag? Eða er til staðar valkostur sem þarf að skoða, þ.e. að stefna ákveðið að útflutningi mjólkurvara næstu ár og setja t.d. að markmiði að innan næstu 5 ára verði fluttar út mjólkurvörur sem næmu t.d % umfram innanlandsneyslu? Þessi aukning myndi þýða ca. 145 milljóna lítra heildarframleiðslu á ári. Alla þessa framleiðslu væri hægt að framleiða innan núverandi aðstöðu sem þegar er fyrir hendi, þar sem víða eru vannýttar byggingar, bæði nýleg hús og eldri, allur tækjakostur er til staðar, ræktun að mestu leyti svo og gripir. Þar með væri mörkuð ákveðin leið til sóknar fyrir íslenska kúabændur. Samhliða þyrfti að komast út úr bundinni verðlagningu þannig að mjólkuriðnaðurinn gæti verðlagt einstakar mjólkurvörur í meira mæli í samræmi við framleiðslukostnað. Þegar eru til fjármunir vegna sérleyfisframleiðslu sem nýta mætti til stuðnings við aukinn útflutning. Bent hefur verið á að ef auka eigi útflutning mjólkurvara þurfi að fá aukinn tollkvóta innan ESB, sem muni þá þýða aukinn innflutning á móti í formi mjólkurvara og/eða annarra landbúnaðarvara. Skoða þarf þessi mál í víðara samhengi, m.a. samstarf við afurðastöðvar erlendis, leita samstarfs á öðrum, fjarlægum mörkuðum o.s.frv. Möguleikarnir eru til staðar spurningin er langtum frekar hvernig menn sjá framtíðina innan greinarinnar, sé ekkert að gert til að lækka kostnaðinn. Er líklegt að eðlileg endurnýjun verði innan greinarinnar í ljósi þeirrar miklu fjárbindingar sem er til staðar í núverandi fyrirkomulagi, m.a. í kvóta? Ef þessi stefnumörkun yrði sett fram yrði vægi kvótakerfis allt annað og minna og framleiðendur myndu leggja meiri áherslu á lækkun framleiðslukostnaðar en kvótakaup! Að mínu mati er leiðin út úr þeirri kyrrstöðu sem íslensk mjólkurframleiðsla er komin í, að stefna ákveðið að útflutningi á íslenskum mjólkurvörum út frá þeim forsendum sem raktar hafa verið hér á undan. Runólfur Sigursveinsson, Búnaðarsambandi Suðurlands

30 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Sauðfjárslátrun gengur vel á Blönduósi: Óvenjuvænir dilkar Sauðfjárslátrun er nú í fullum gangi hjá SAH Afurðum á Blönduósi og gengur verkið mjög vel. Samhent lið fólks vinnur við slátrunina og hefur verkun og frágangur kjötsins sennilega sjaldan verið betri. Gallatíðni er með alminnsta móti og verkun á allan hátt til fyrirmyndar. Á vef SAH Afurða segir Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri að mikil áhersla sé lögð á nýtingu aukaafurða og sé svo komið að nánast allt er hirt sem hægt er að hirða. Unnið sé að verkefni um tilraunavinnslu á löppum og hausum fyrir Afríkumarkað. Nokkuð mikið þróunarstarf sé þar fyrir höndum en mikilvægt sé að fundnar verði leiðir til að nýta þessa skrokkhluta til fulls á komandi árum. Þrátt fyrir kalt vor séu dilkar með allra vænsta móti og Sandfell ehf. því ljóst að innvegið kjötmagn verði líklega allnokkru meira en verið hefur undanfarin ár. Þá kemur fram á vefsíðu félagsins að mesti vænleiki innlagðra dilka sem um getur hjá SAH Afurðum hafi verið á föstudag í fyrri viku. Meðalfallþungi dilka var kg, sem er það langmesta sem elstu menn muna, og ekki eru til skýrslur um meiri fallþunga á einstökum degi í sögu félagsins. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi erfiðrar veðráttu í vor, en það virðist ekki koma niður á vænleika. Flestir dilkanna voru úr Hörgárdal og af Ströndum. Hefur látið hanna gistihús af þeim stærðum sem öllum hentar. Húsin eru byggð eftir gildandi reglum um hljóðeinangrun og hitaeinangrun sem fer eftir upphitunarkosnaði á hverjum stað. Húsin eru annaðhvort úr steinsteypu eða timbri með aluzink klæðningu utan húss. Ennþá er tími til að byggja hótel eða gistihús sem geta verið tilbúin í maí Stracta construction Til leigu 12 glæsiíbúðir á besta stað í Kaupmannahöfn. Nú er rétti tíminn til að panta þar sem mikil eftirspurn er eftir slíkum íbúðum. Íbúðirnar eru fullbúnar með öllu. u.þ.b. 90 ferm. 29 Sandfell ehf. Sími eða ibudikoben.is Sími , eða Vélfang TRAUST UMBOÐ FRÁBÆR MERKI ÞEKKTAR VÖRUR sala/varahlutir/þjónusta Frum VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími

31 30 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Á markaði Samband launa og verðlags Í sumar birtist ný úttekt Eurostat á verðlagi mat- og drykkjarvöru í löndum ESB, Íslandi, Sviss, Noregi og nokkrum löndum A-Evrópu auk Tyrklands fyrir árið Innan ESB var munur á verðlagi milli landa allt að tvöfaldur. Hæst var matvöruverð í Danmörku 39% hærra en að meðaltali innan ESB en lægst í Búlgaríu, Rúmeníu og Póllandi u.þ.b. 35% lægra en meðaltalið. Könnunin náði til um það bil 500 sambærilegra vörutegunda. Á Íslandi var verðlag 4% hærra en að meðaltali innan ESB. Verð á brauði og kornvöru var 29% hærra en að meðaltali innan ESB en 1% lægra á kjöti og 9% lægra á mjólkurvörum. Meðfylgjandi mynd sýnir síðan samband launa og verðlags. Byggt er á upplýsingum frá OECD um laun verkamanna í umræddum löndum árið Myndin sýnir að sterkt samband er á milli launa HU CZ PL Mat- og drykkjarvörur PT 101 IS ES IT FR SE IE FI ATBE DE UK NL Y-ásinn vinstra meginn sýnir hlutfallslegt verðlag vísitölu og hér undir á x-ásnum eru laun í íslenskum krónum. NO DKCH Laun og verðlag í Evrópu Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is og verðlags, þar sem laun eru hæst, í Danmörku, Sviss og Noregi, er verðlag jafnframt hæst og svo öfugt. Eina landið sem sker sig umtalsvert frá er Holland en þar er verð á mat- og drykkjarvörum lægra en að meðaltali innan ESB en laun verkamanna hins vegar hærri en í öllum öðrum ESB löndum að Danmörku frátalinni. /EB Samsetning útflutnings á lamba- og kindakjöti 2010 Útflutningur á kindakjöti hefur talsvert verið til umræðu á undanförnum vikum. Þar hefur því meðal annars verið haldið á lofti að bestu bitarnir séu fluttir úr landi en lakara kjöt verði eftir á innanlandsmarkaði. Verslunarskýrslur Hagstofu Íslands eru óræk heimild um samsetning útflutningsins. Árið 2010 var nýtt og fryst lambakjöt í heilum og hálfum skrokkum sléttur helmingur af útfluttu magni. Annað fryst kindakjöt sem að uppstöðu eru slög (meðalverð kr. 258/kg) var 15% af útflutningnum. Læri, hryggir og beinlausir vöðvar (file og lærisvöðvar) voru hins vegar um 20%. /EB kg FOB verð Nýtt og fryst lambakjöt í heilum og hálfum skrokkum Nýtt og fryst kindakjöt í heilum og hálfum skrokkum Nýir og frystir Lambahryggir og -hryggsneiðar Ný og fryst lambalæri og -lærissneiðar Nýir og frystir lambabógar og -bógbitar Nýjar og frystar lambalundir Býir og frystir lambahryggvöðvar (file) Nýir og frystir lambalærisvöðvar Annað fryst kindakjöt með beini Fryst kindahakk Annað nýtt og fryst úrbeinað lamba-/ kindakjöt Samtals Framleiðsla og sala búvara í ágúst* Framleiðsla á kjöti var 5,4% meiri í ágúst sl. en í ágúst 2010, framleiðsluaukning varð á öllum kjöttegundum nema svínakjöti en framleiðsla þess var 2% minni en á sama tíma í fyrra. Sl. 12 mánuði hefur kjötframleiðsla hins vegar verið 1,3% minni en næstu 12 mánuði á undan, samdráttur hefur verið í öllum kjöttegundum nema kindakjöti. Heildarsala á kjöti var 3% meiri en í ágúst Þyngst vegur 7,7% aukning í sölu alifuglakjöts og 20,6% aukning á sölu nautakjöts. Sl. 12 mánuði hefur kjötsala hins vegar dregist saman um 3,9%. Samkvæmt verslunarskýrslum Hagstofu Íslands nam innflutningur á nauta-, alifugla- og svínakjöti fyrstu 7 mánuði ársins ríflega 816 tonnum en tæpum 346 tonnum á sama tíma í fyrra. /EB Innflutt kjöt Árið 2011 Árið 2010 Tímabil janúar - júlí Alifuglakjöt Nautakjöt Svínakjöt Aðrar kjötvörur af áðurtöldu Samtals Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % ágúst 2011 júní sept Framleiðsla 2011 ágúst 2011 ágúst 2011 ágúst '10 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,6 13,2-4,1 25,7% Hrossakjöt ,4 67,4-1,4 3,2% Nautakjöt ,8-2,0-0,3 14,1% Kindakjöt ,1 103,8 5,0 34,3% Svínakjöt ,0-6,8-1,9 22,6% Samtals kjöt ,8 4,9 0,0 Innvegin mjólk ,5-1,2-1,9 Sala innanlands Alifuglakjöt ,7-1,5-5,6 29,8% Hrossakjöt ,7 5,5-11,9 2,3% Nautakjöt ,6-0,3 0,5 16,5% Kindakjöt * * ,0-15,5-6,5 25,6% Svínakjöt ,7-9,0-1,1 25,8% Samtals kjöt ,0-6,9-3,9 Sala mjólkur á próteingrunni ,7-0,2-0,8 Sala mjólkur á fitugrunni ,4 0,6-0,8 * Bráðabirgðatölur ** Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana.

32 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Tól og tækni Upplýsingatækni og fjarskipti Engin viðurlög við brotum á fjarskiptalögum Fjarskiptafélög sem uppvís verðaað brotum á fjarskiptalögum komast upp með þau án viðurlaga. Þetta kemur fram í ársskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) Í ávarpi Hrafnkels Gíslasonar, forstjóra PFS, stendur m.a.:,,undanfarin misseri hafa komið upp tilvik þar sem fjarskiptafélög brutu fjarskiptalög og stofnunin taldi koma til álita að vísa málinu til lögreglu vegna hugsanlegra viðurlaga sem af slíkum brotum gætu leitt. Var það gert í einu tilviki á árinu Stofnunin hefur nú verið upplýst um að lögreglan hyggst ekki aðhafast í málinu og það látið niður falla. Í þessu sambandi er rétt að benda á að stofnunin hefur ekki sektarheimildir. Því er staðan sú að fjarskiptafélög geta brotið fjarskiptalög, stofnunin úrskurðar að brot hafi átt sér stað, en engin viðurlög eru við brotinu. Hrafnkell tekur fram að við slíkt sé ekki hægt að una, en ekki kemur fram með hvaða hætti PFS ætlar að bregðast við þessari alvarlegu stöðu sem komin er upp á fjarskiptamarkaðnum. Skráning á uppskeru í Jörð Bændur eru hvattir til að nýta sér jarðræktarforritið Jörð ( is) frá Bændasamtökum Íslands. Áburðarsalar ákváðu í sumar að styrkja þróun og rekstur forritsins til að unnt yrði að bjóða bændum áframhaldandi frían aðgang að því. Bændur geta sparað sér háar upphæðir með réttri áburðaráætlun miðað við áætlaða áburðarþörf. Ráðunautar búnaðarsambanda aðstoða við gerð áburðaráætlana sem eru síðan aðgengilegar í Jörð. Bændur geta jafnframt skráð uppskeru í gagnagrunn Jarðar og nýjasta viðbótin er skráning á kornuppskeru. Þá er unnið að mögulegri tengingu Jarðar og Bústofns (búfjáreftirlitskerfis MAST), þannig að bændur geti flutt skráða uppskeru í Jörð yfir á forðagæsluskýrslu búsins í Bústofni. Leyfi PFS til að hækka gjaldskrá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt beiðni Íslandspósts hf. um hækkun gjaldskrár innan einkaréttar, eins og það er nefnt. Burðargjald fyrir 50 gr. bréf hækkar í 97 kr. (var 90 kr.). Í tilkynningu frá PFS segir m.a.:,,pfs telur efni standa til þess að samþykkja allt að 7,8% hækkun gjaldskrár einkaréttarpósts til að mæta kostnaðarauka vegna kjarasamninga á grundvelli framlagðra gagna um kostnaðarþróun í einkaréttarþjónustu Íslandspósts. Íslandspóstur hf. sótti um 11,1% hækkun til að mæta kostnaðarhækkunum vegna kjarasamnings við Póstmannafélag Íslands.,,Þrátt fyrir þessa hækkun eru burðargjöld hér á landi fyrir póst innan einkaréttar ennþá með þeim lægstu á Norðurlöndunum, segir að lokum í fréttatilkynningu PFS frá 26. sept. sl. Heilsukortsupplýsingar í HUPPU HUPPA, skýrsluhaldskerfið í nautgriparækt, er í stöðugri þróun. Nýjung í Huppu er að upplýsingar um vitjanir dýralækna verða aðgengilegar á næstu dögum. Þessar heilsukortsupplýsingar (sjúkdómar, lyfjameðhöndlun og bannfrestir) eru Upplýsingatækni Jón Baldur Lorange sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands sóttar beint í Heilsu, sjúkdóma- og lyfjaskráningarkerfi MAST. Í framhaldinu munu kúabændur geta skráð heilsukortsupplýsingar um gripi sína í Huppu samkvæmt skilyrðum MAST. Bændur geta sent inn ábendingar um viðbætur eða villur rafrænt í gegnum HUPPU til upplýsingatæknisviðs Bændasamtakanna, sem afgreiðir erindin eftir bestu getu. Jafnframt koma inn beiðnir frá bændum til Sigurðar Kristjánssonar, skýrsluhaldsfulltrúa í nautgriparækt, um lagfæringar á upplýsingum í skýrsluhaldi bænda. Á þessu ári hafa verið afgreiddar um 300 verkbeiðnir; viðbætur, lagfæringar á villum í forriti eða gögnum, gagnaúttektir o.fl. Bændur eru hvattir til að nýta sér þennan möguleika til að hafa beint samband við starfsfólk Bændasamtakanna í gegnum HUPPU. Allar verkbeiðnir eru skráðar og flokkaðar sjálfkrafa inn í verkbeiðnakerfi upplýsingatæknisviðs. JEPPADEKK M+S M+S2 ST Stærð Neglanleg vetrardekk Verð með vsk. 205/70R15 Cooper M+s2 96t /75R15 Cooper M+s2 109t x10.50R15 Cooper M+s 109q /70R16 Cooper M+s2 91t /70R16 Cooper M+s2 103t /75R16 Cooper M+s 104s /70R16 Cooper M+s 106s /70R16 Cooper M+s2 107t /75R16 Cooper M+s 111s /65R16 Cooper M+s 109s /70R16 Cooper M+s2 111s /70R16 Cooper M+s2 112t /75R16 Cooper M+s 116s /65R17 Cooper M+s2 108h /65R17 Cooper M+s 107s /70R17 Cooper M+s 110s /60R17 Cooper M+s 106s /70R17 Cooper M+s 112s /65R17 Cooper M+s2 112t /60R17 Cooper M+s 110s /70R17 Cooper M+s 114q /60R18 Cooper M+s2 107t /55R18 Cooper M+s 109s /70R18 Cooper M+s 113s /70R18 Cooper M+s 125s /55R20 Cooper M+s 117s /60R20 Cooper M+s 110s hö SCHÄFFER liðléttingarnir eru liprar og öflugar vinnuvélar sem bjóða upp á mikla notkunarmöguleika á hefðbundu sveitabýli. Algengasta notkun vélanna er í kringum fóðrun gripa og útmokstur á búfjáráburði úr kjöllurum eða stíum. Liðléttingarnir eru fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum sem henta við hinar fjölbreytilegustu aðstæður. Minnstu vélarnar eru einungis 79 sm á breidd og geta snúið við nánast á punktinum. Þessar vélar geta þrátt fyrir smæðina lyft venjulegum rúllubagga upp í 2,70 m hæð. Stærstu liðléttingarnir eru aftur á móti fullvaxnar vinnuvélar sem geta lyft hlassi yfir 3 tonn. Fyrsta flokks tækni í fyrirferðarlítilli hönnun SCHÄFFER framleiðir 40 gerðir vinnuvéla og ein af þeim er sérsniðin að þínum þörfum 2000 línan 3000 línan Afl: hö Lyftiafl: kg Afl: hö Lyftiafl: kg 4000 línan Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss Sími: Fax: Skotbómur Afl: hö Lyftiafl: kg Afl: hö Lyftiafl: kg STT ATR SXT Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir Vesturland/Vestfirðir Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. N1 Akranesi Hvammst Kjalfell Blönduósi Bílabær Borgarnesi Bílaverkstæði Óla Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd KM. Þjónustan Búardal Pardus Hofsósi G. Hansen Dekkjaþ. Snæfellsb Hjólbarðaþ. Óskars KB Bílaverkstæði Grundarfirði Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki Dekk og smur Stykkishólmi B.H.S. Árskógsströnd Vélaverkst. Sveins Borðeyri Bílaþjónustan Húsavík Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás Vík Austurland Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík Hjólbarðaþjón. Magnúsar Vélsmiðja Hornafjarðar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bíley Reyðarfirði Bílaþjónustan Hellu Réttingav. Sveins Neskaupsstað Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási Bifreiðav. Sigursteins Breiðd.vík ,Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli / SÍMI Stærð tommu jeppadekk Verð með vsk. 32x11.50R15 Maxxis Ma x11.50R15 Cooper Stt 113q x12.50R15 Cooper St 108q x12.50R15 Cooper Stt 108q x12.50R15 Dean M Terrain Sxt 108q x12.50R15 Cooper St 113q x12.50R15 Cooper Stt 113q x12.50R15 Dean M Terrain Sxt /70R16 Cooper Atr 118r /70R16 Cooper St 118r /70R16 Dean Wildcat At /75R16 Cooper Atr 121r /75R16 Cooper St 121r /75R16 Dean Wildcat At x12.50R16.5 Super Swamper Trexus MT /70R17 Cooper Atr 121r /70R17 Cooper St 121q (33") /70R17 Cooper Atr 121r /70R17 Falken Wild Peak x12.50R17 Cooper St 114q x12.50R17 Cooper Stt 114q x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 114q x12.50R17 Cooper St 119q x12.50R17 Cooper Stt 119q x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 119q x12.50R18 Cooper Stt 123q Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ N1 Réttarhálsi N1 Fellsmúla N1 Reykjavíkurvegi N1 Ægissíðu N1 Bíldshöfða Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði Meira í leiðinni

33 32 Tól og tækni Bílabúð Benna hefur farið í einsdags jeppaferðir með viðskiptavini sína síðan 1992, en ekki alveg á hverju ári því einhver ár hafa dottið út. Þessar ferðir hafa verið byggðar upp sem fjölskylduferðir með það fyrir augum að allir í fjölskyldunni skemmti sér sem best. Bændablaðinu var boðið með í ferðina síðastliðinn laugardag og bar ferðin yfirskriftina Jeppaferð fjölskyldunnar 2011, Bílabúð Benna, Langjökull. Mæting var í Chevroletsalinn á Bíldshöfðanum upp úr klukkan átta á laugardagsmorgun, þar sem gesta beið veglegt morgunkaffi. Þarna voru mættar heilu fjölskyldurnar á öllum aldri. Jón Kr., sölustjóri Chevrolet, afhenti mér þar lykla að Chevrolet Captiva jeppa sem ég prófaði í ferðinni. Um níuleytið bauð Benni (Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna) þátttakendur velkomna og renndi yfir fyrirhugaða dagskrá, síðan var jeppunum raðað fyrir aftan hópstjóra, allir bílar merktir límmiða 2011-ferðarinnar og í hvern bíl var settur nestispoki með ýmsu góðgæti. Að þessu loknu var haldið af stað í um 50 bíla halarófu. Veðrið var ekki árennilegt, rigning og lágskýjað. Sólin byrjaði að skína við Tröllháls Fyrsta stopp var Þjónustumiðstöðin á Þingvöllum og eftir skinnsokkslosun var haldið áfram í átt að Kaldadal. Þegar komið var upp að Tröllhálsi byrjaði sólin að láta sjá sig og rigningin hætti, rétt eins og Jón Kr. hafði lofað við upphaf ferðarinnar. Benni leiddi jeppalestina áfram eftir hlykkjóttum, blautum og holóttum malarveginum, næsta stopp var Jaki við Langjökul. Nokkrir jeppar fóru aðeins upp á jökulröndina, en þó mislangt þar sem mikill klaki gerði færið lítt spennandi fyrir smærri bílana og að auki voru miklar vatnsrásir við jökulröndina. Eftir stutt stopp var haldið niður í Þjófakrók (á milli Geitlandsjökuls og Hádegisfells), þar sem grillaðir voru nokkur hundruð hamborgarar undir styrkri stjórn Benna yfirgrillara. Með úttroðinn maga eftir hamborgaraát var haldið niður í Húsafell, þar sem formlegri dagskrá lauk af hálfu Bílabúðar Benna. Stutt lýsing á Chevrolet Captiva Bíllinn sem ég fékk var bensínbíll með fjögurra strokka 2,384cc vél, sem á að skila 167 hestöflum og kostar samkvæmt upplýsingum af vefnum kr. Krafturinn var alltaf nægur við þær aðstæður sem ég keyrði bílinn og hellingur ónotaður af hrossastóðinu undir vélarhlífinni. Á bundna slitlaginu til Þingvalla fannst mér bíllinn vera stífur á fjöðrun, sem er mjög gott á slitlagi en getur verið neikvætt á malarvegum. Af þessu hafði ég smá áhyggjur, þar sem ég var nýlega búinn að keyra Kaldadal og vissi að vegurinn væri Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Stutt stopp í Brunnabrekkkum. Kvígindisfell í baksýn. Á Chevrolet Captiva í árlegri jeppaferð Bílabúðar Benna: Í 50 bíla halarófu að jaðri Langjökuls Vélaprófanir Hjörtur L. Jónsson son Við Hádegisfell á leið inn í Þjófakrók. Þeir voru ljúffengir hamborgararnir, enda Benni sjálfur á grillinu. bæði holóttur og mikið af jarðföstu grjóti stæði upp úr honum. Stöðugur á harðkornadekkjunum Það kom mér því á óvart hversu stöðugur og mjúkur bíllinn var á Kaldadal. Þar sem stoppað var uppi við Jaka fór ég út úr bílnum og sá að nákvæmlega eins bíll var nánast ekkert skítugur, en bíllinn sem ég var á var drulluskítugur. Ástæðan var að bíllinn sem ég var á er á nýjum harðkornadekkjum, en hreini bíllinn var á fínmunstruðum dekkjum. Þegar við ókum af stað fylgdist ég með hreina bílnum á fínu dekkjunum og sá að hann var mun lausari á veginum sem ég ók. Til að sannreyna gripið í dekkjunum reif ég nokkrum sinnum í stýrið til að kanna gripið og bíllinn var einfaldlega eins og límdur við mölina á harðkornadekkjunum (eftir ferðina hefur bílstjórinn á hreina bílnum verið um fimm mínútur að þvo bílinn á meðan ég var 15 mín.) Captiva er sjö manna bíll, en aftast í bílnum eru tvö sæti sem eru felld niður að öllu jöfnu en hægt að setja upp. Við það er að vísu orðið lítið farangursrými. Annað sem ég tók eftir og hef ekki séð áður í bílum er lítið hólf fyrir Láttu skynsemina ráða ferð, verslaðu ódýrt hjá PITSTOP smámynt vinstra megin fyrir neðan stýrið og einnig lítil rauf fyrir miða úr bílastæðahúsum eða aðgangskort að einkastæðum (báðar þessar litlu geymslur geta komið sér vel). 10 til 12 lítrar á hundraðið Ég hafði núllstillt bensíneyðslutölvuna á Þingvöllum og samkvæmt henni eyddi ég 12,2 lítrum af bensíni á leiðinni upp í Húsafell. Aftur núllstillti ég tölvuna í Húsafelli áður en ég hélt heim og eyddi á þeirri leið 10,1 lítra á hundraðið, og er bara nokkuð ánægður með eyðsluna miðað við hestaflafjöldann í bílnum. Á Kjalarnesi er radarmælir sem minnir menn á að hægja á sér niður fyrir 70. Eins og svo oft áður gleymdi ég mér þar til ég sá gulu ljósin blikka og blikkuðu þau á mig með tölunni 89, en mælirinn sýndi 90. Tiltölulega réttur hraðamælir, en margir bílar sýna við svona aðstæður mun lægri tölu. Seinna hef ég hugsað mér að prófa eins bíl með díselvél, en það verður að bíða eitthvað. Við eigum eða útvegum dekk undir allar gerðir vinnuvéla, traktora og traktorsgröfur. Smádekk undir allskyns vélar og tæki á góðum verðum. Hafðu samband og við finnum réttu dekkin fyrir þig. Láttu skynsemina ráða ferðinni - Verslaðu ódýrari dekk hjá PITSTOP Pöntunarsímar og upplýsingar : pitstop@pitstop.is Rauðhellu 11, Hfj - Dugguvogi 10, Rvík - Hjallahrauni 4, Hfj. - Þjónustubíll Sími : Sími : Sími : Sími : &

34 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Lesendabásinn Hin lærðu orð Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræðideild H.Í. hefur verið virkur þátttakandi í opinberri umræðu um hins ýmsu mál. Það er af hinu góða að menntamenn tjái sig og ætti að bæta umræðuna og dýpka innsýn og skilning og leiða til betri niðurstöðu. Landbúnaðarmál og sérstaklega sauðfjárræktin hafa verið Þórólfi einkar hugleikin undanfarið. Undirritaður hefur fylgst með skoðanaskiptum Þórólfs og bændaforystunnar án þess að hafa séð ástæðu til afskipta. En með grein í Bændablaðinu dags. 1. september síðastliðinn fer Þórólfur rangt með ýmsar staðreyndir sem er ekki hægt að láta ósvarað. Ella gætu lesendur samsinnt þeim ályktunum sem dregnar eru af röngum fullyrðingum. Fyrir liggur að fluttar voru út afurðir úr sauðfjárframleiðslunni árið 2010 að verðmæti 2,75 milljarðar.1) Af þessari upphæð voru 2,12 milljarðar vegna tn af kjöti en mismunurinn 630 mkr. var vegna gæra, innmats og aukaafurða. Meðal útflutningsverð kjöts var því 616 kr/kg.2) Þórólfur fullyrðir að ekki sé hægt að bera útflutningsverðið saman við verð til bænda fyrir heila skrokka vegna þess að allir bestu bitarnir séu fluttir úr landi en eftir sitji efni í pylsur og hakk. Þetta er rangt hjá Þórólfi! Meira er flutt út af verðminni skrokkhlutum og ærkjöti en af verðmeiri hlutum lambakjöts vegna þess að það hefur skilað hlutfallslega meiru að selja verðmeiri hlutana innanlands en flytja hitt út. Skýrslur Hagstofunnar um útflutning eftir tollnúmerum staðfesta þetta.2) Samanburður við verð til bænda fyrir heila skrokka er því fyllilega réttlætanlegur. Skv. búreikningum ársins 2009 var breytilegur kostnaður við sauðfjárframleiðsluna 272 kr/kg fyrir utan launakostnað.3) Ekki liggja fyrir tölur fyrir árið 2010 en áætla má að breytilegur kostnaður við sauðfjárframleiðsluna hafi hækkað svipað og vísitala neysluverðs eða um nálægt 5% milli ára og hafi því verið um 286 kr/kg árið Jafnframt liggur fyrir að meðalverð sem afurðastöðvar greiddu bændum árið 2010 fyrir allt kindakjöt var um 393 kr/kg kg að meðtalinni 8-9 kr/kg uppbót sem greidd var í vor.4) Útflutningsmyndin er því einfaldlega sú að bændur fengu 393 kr/kg og höfðu af því breytilegan kostnað án launa upp á 286 kr/kg. Framlegð bænda upp í fastan kostnað og laun var því 107 kr/kg. Í þessu samhengi verður að líta svo á að töluverður hluti launakostnaðar við búskap sé fastur hvort sem framleitt er umfram til útflutnings eða ekki. Sláturleyfishafar fengu 616 kr/kg fyrir útflutninginn og greiddu bændum 393 kr/kg og áttu því eftir um 223 kr/kg til að borga slátrun, Steinþór Skúlason. Af einhverjum ástæðum hefur síðasti hluti greinarinnar hjá Indriða Aðalsteinssyni á Skjaldfönn á bls. 33 í síðasta blaði fallið út og er beðist velvirðingar á því. Á eftir málsgrein þar sem hann talar um að fokið sé í flest skjól átti að koma eftirfarandi klausa: Aðgerðir Náttúruverndarsinnar verða að fara að hysja upp um sig brækurnar. Vilja þeir eðlilegt fuglalíf um land allt í framtíðinni, raddir vorsins, fylgjast áfram með fjölbreyttri athafnasemi vorboðanna ljúfu og vexti og viðgangi margskonar fiðraðs ungviðis eða bara þögnina, æ oftar rofna af tófugaggi? Í ellefu aldir hefur þjóðin, lengst af fátæk og kúguð, frystingu, úrbeiningu, pökkun og annað sem tengdist þeim afurðum sem fluttar voru út. Fullyrða má að breytilegur kostnaður sláturleyfishafa hafi verið lægri en 223 kr/ kg og höfðu þeir því einnig framlegð af útflutningi. Við þetta má svo bæta framlegð sem fæst af útflutningi á gærum og öðrum aukaafurðum. Fullyrðing Þórólfs um stórfellt tap af útflutningi stenst því ekki né heldur fullyrðing um gjaldeyristap af útflutningi. Í næsta kafla greinar sinnar bætir Þórólfur við að fullyrðingar forstöðumanns félagssviðs Bændasamtaka Íslands um skilaverð standist ekki þar sem afurðastöðvum sé ekki lengur heimilt að verðfella kjöt sem fer til útflutnings. Landbúnaðarmál eru flókin á Íslandi sem annars staðar og því er skiljanlegt að Þórólfur rati ekki ævinlega rétta leið en þeim mun mikilvægara að gæta sín í fullyrðingum. Í þessu tilfelli er það fullyrðing Þórólfs sem stenst ekki því að frá árinu 1998 hefur afurðaverð til bænda verið frjálst. Afurðastöðvum er algjörlega í sjálfsvald sett hvort þær vilja skilgreina hluta af innleggi sem útflutningshluta og greiða annað verð fyrir hann eða ekki. En vegna góðs árangurs á erlendum mörkuðum undanfarin þrjú ár hafa sláturleyfishafar ekki gert greinarmun á verði til bænda eftir því hvert kjötið hefur verið selt. Þórólfur telur að jaðarkostnaður eigi ekki við í mati á ávinningi af útflutningi og reikna verði hluta af föstum kostnaði á útflutninginn. Á þessu sviði er auðvelt að vera honum algjörlega ósammála. Sauðfjárbændur hafa gert samning við ríkisvaldið um stuðning sem er ótengdur framleiðslumagni svo fremi sem fjöldi ásettra áa nær tilteknum fjölda. Þessi stuðningur er því fastur og breytist ekki hvort sem útflutningur er enginn eða mikill. Sama má segja um fastan kostnað bænda. Hann breytist ekki hvort sem aukin framleiðsla leyfir útflutning eða eingöngu er framleitt fyrir innanlandsmarkað. Á meðan tekjur af útflutningi eru meiri en breytilegur kostnaður við að framleiða þessi viðbótar kíló er ávinningur en ekki tap af útflutningi. Verðteygni vara er mælikvarði á hversu mikið eftirspurn breytist samhliða verðbreytingum. Þórólfur fullyrðir af nokkrum hroka að innlendur markaður hefði gleypt alla framleiðslu kindakjöts ef bændur hefðu sætt sig við 10 til 20% lægra verð. Hér fer Þórólfur enn villur vegar. Verðteygni kjöts er lítil. Því ráða matarhefðir svo og viðbrögð annarra kjöttegunda við verðlækkun. Á undanförnum 10 árum hefur svo dæmi sé tekið tvisvar orðið mikið verðfall á innlendum markaði á svínakjöti. Í bæði skiptin olli offramleiðsla sem nam 6-10% verðlækkun upp á meira en 30%. Mest varð verðlækkunin til bænda yfir 50%. Það eru því fyrirliggjandi nýleg gögn sem sýna kristalskýrt hegðun innlends kjötmarkaðar. Miðað við núverandi framleiðslu og innanlandssölu þarf að flytja út liðlega 30% af heildar framleiðslu kindakjöts. Það er algjörlega af og frá að hægt sé að selja allt þetta kjöt innanlands með minni háttar verðlækkun. Við þetta má reyndar bæta að útflutningur hefur skilað hærra verði en innanlandsmarkaður undanfarin tvö ár. Útflutningur við núverandi aðstæður er því mjög góður kostur sem skilar bændum og sláturleyfishöfum ávinningi og stuðlar að lækkun vöruverðs til innlendra neytenda vegna betri nýtingar á framleiðslutækjum. Er maður í hárri stöðu við virta menntastofnun tjáir sig er eftir því tekið og orðin hafa meira vægi en orð almúgans. Því fylgir að gera verður meiri kröfur til hans en annarra. Ella eru orðin ekki lærð. Heimildir : 1) Heimasíða Hagstofu Íslands. Utanríkisverslun, sjá útflutning eftir markaðsvæðum og vöruflokkum (Hagstofuflokkun) , flokkur 234 afurðir sauðfjár. 2) Hagstofa Íslands, útflutningur eftir tollskrárnúmerum, tollskrárnúmer ) Heimasíða Hagþjónustu landbúnaðarins Niðurstöður búreikninga árið Tafla 15. 4) Landssamtök sauðfjárbænda, samanburður á verðskrám afurðastöðva 2010 Steinþór Skúlason Forstjóri SS Vantaði í niðurlag í grein Indriða haldið varginum í skefjum. Á þessum tækni- og ríkidæmistímum er smánin því meiri ef við látum svo fram fara sem horfir. Til að snúa flóttanum í sókn þarf helst til að koma:" 1) Lagabreytingar sem gera sveitarfélögum skylt, að viðlögðum sektum eða sviptingu jöfnunarsjóðsgreiðslna, að sinna vargaeyðingu af fullri hörku. 2) Nægt fjármagn verði tryggt með því að fækka gagnslausum silkihúfum í Vargaverndarráðuneyti um ) Vargurinn eigi hvergi griðland. 4) Þaulreyndir veiðimenn (ekki líffræðingar) verði ráðnir til skipulagningar og verkstjórnar. Ljósmyndasamkeppni Einföld uppsetning Áleinangrun Til afgreiðslu strax 8 mm áleinangrun með límborða á öðrum kanti. Hátt einangrunargildi og þolir vel vatn og óhreinindi auk þess að endurvarpa birtu mjög vel. Verð 850 kr. fermeterinn án vsk, 1067 kr. með vsk. 33 Samtök ungra bænda standa fyrir ljósmyndasamkeppni vegna útgáfu samtakanna á dagatali fyrir árið Óskað er eftir myndum tengdu ungu fólki og úr öllum áttum landbúnaðar og bent er á að keppnin er öllum opin. Skilafrestur er til 1. nóvember og myndirnar (300 dpi) skal senda á netfangið ungurbondi@gmail.com. Valdar verða 12 myndir, þeim veittar viðurkenningar og besta myndin verðlaunuð. Myndirnar verða einungis notaðar í dagatalið og til kynninga á dagatalinu þegar það verður klárt, merktar höfundi ljósmyndar. Íslandsmeistaramót í Rúningi 2011 Ágæti rúningsmaður/kona er ekki þinn tími kominn? Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur fyrir íslandsmeistaramótinu í rúningi lagardaginn 22. Október næstkomandi. Keppnin hefst kl 14:00 í reiðhöllinni í Búðardal. Nú hefur Julio Cesar Gutierroz unnið 3 ár í röð, kemur hann til með að verja titilinn í ár eða er þinn tími kominn? Taktu þá upp tólið eða sendu okkur tölvupóst og skráðu þig til leiks. Vegleg verðlaun í boði fyrir íslandsmeistarann. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 18 október til Hönnu Siggu á netfangið hannasigga@audarskoli.is eða Jón Egill í síma eða á netfangið jonegillj@visir.is. Austurvegur Selfoss - Sími: Fax:

35 34 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Rúnar og Auður keyptu jörðina árið 2008 af foreldrum Rúnars. Á jörðinni reka þau tamningastöð og að auki stunda þau sauðfjárbúskap í smækkaðri mynd, með svokallað sparifé. Íbúðarhúsið á jörðinni hefur á síðustu árum verið tekið mikið í gegn, t.d. þak og gluggar endurnýjað. Útihús eru gömul en í allgóðu ástandi. Bæði vinna þau Rúnar og Auður í hlutastarfi við Sundlaugina á Hofsósi. hrossum, ekki mörg á skagfirskan mælikvarða. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Misjafnt eftir árstíðum, en yfir veturinn eru tamningar á fullu og hefst vinnudagurinn í hesthúsinu og endar þar einnig. Svo er dundað í kringum kindurnar, sem eru yndið á bænum. Annars skortir ekki verkefni í sveitinni og af nægu að taka. Grindur Býli? Grindur. Staðsett í sveit? Í Deildardal í Skagafirði, rétt við Hofsós. Ábúendur? Rúnar Páll Hreinsson og Auður Björk Birgisdóttir og dóttir þeirra Bjarkey Dalrós Rúnarsdóttir, 3ja ára. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Litla fjölskyldan samanstendur af þessum þremur, en af gæludýrum/vinnudýrum á bænum má nefna hundinn Vask og köttinn Doppu sem er yfirveiðimálafulltrúi á bænum. Rúnar er húsasmiður að mennt og fór svo í Landbúnaðarháskólann á Hólum og er útskrifaður tamningamaður og þjálfari þaðan. Auður er eðalkokkur enda Hússtjórnarskóla gengin frá Hallormsstað. Eftir það lærði hún við Iðnskólann í Hafnarfirði og er hárgreiðslumeistari. Stærð jarðar? Stærð jarðar er rúmlega 200 ha. Tegund býlis? Ætli það heiti ekki bara hrossa- og sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Það myndu vera á milli vetrarfóðraðar kindur og svo eitthvað af Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ætli það teljist ekki seint vera skemmtilegt að tína grjót úr flögum, en flest önnur störf eru býsna skemmtileg ekki síst þegar þessi tími er kominn; hestamennska, göngur, réttir og fjárrag jafnvel smá söngur og gleði. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Betra bú, fleiri kindur, nýleg og betri tún, góðir og betri hestar já, bara tóm hamingja. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda eru með miklum ágætum í Skagafirði. Hér eru flestir með puttann á púlsinum og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði er vel virkt. Hestamannafélögin standa sig líka ágætlega í félagsstarfi sínu. Okkur finnst líka ástæða til að nefna að Leiðbeiningamiðstöðin vinnur gríðarlega gott starf, þar vinnur gott fólk sem gott er að leita til með ýmis mál. Þar er líka gefið út fréttabréf reglulega þar sem tekið er á því helsta sem er í gangi á hverjum tíma. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Stöndum utan við ESB og auðveldum nýliðun í hópi bænda. Treystum ungum bændum. Það eru víða sóknarfæri, það sem til þarf er kjarkur, áræðni og svolítil gredda og hún er hjá unga fólkinu. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Meira af unnum vörum eins og ullarvörum margskonar, mjólkur- og kjötafurðum. Eins þarf að vinna að því að lækka útflutningsgjöld og tolla á hestum og skila svo betur tömdum hestum sem henta því verkefni sem þeim er ætlað. Höfum trú á að sala á hestum geti ekki annað en farið upp á við. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, súrmjólk og rabbabarasulta sem virkar með öllum mat. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Fyrir utan hið hefðbundna lambakjöt, sem aldrei klikkar, þá er það líklega lasagna sem frúin gerir endrum og eins, kartöflugratín og svo auðvitað rabbabarasultan. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Búskaparsagan er nú ekki orðin löng og stóratvikin eiga sjálfsagt eftir að hrúgast upp eitt af öðru, en af því sem komið er þá er það líklega þegar hesthúsið var tekið í notkun og þegar við sóttum gimbrar austur í Öxarfjörð í fyrrahaust. Unga fólkið við eldhússtörfin Í framhaldi af velgengni Stóru Disney matreiðslubókarinnar hefur Edda útgáfa nú gefið út köku- og brauðbók í sama flokki. Hún er jafn áhugaverð og fyrri bókin, þar sem lengi býr að fyrstu gerð og matargerð er beint til barna í samvinnu við fullorðna. Beikonbaka Bolta Botn: 150 g smjör 150 g hveiti ½ tsk. salt Fylling: 3 egg 350 ml rjómi, eða mjólk og rjómi blandað til helminga salt pipar 100 g beikonbitar 200 g rifinn ostur, að eigin vali Aðferð: Hitið ofninn í 180 C. Blandið saman í matvinnsluvél smjöri, hveiti og salti. Þrýstið blöndunni með höndunum í botninn á bökuforminu. Steikið beikonið á heitri pönnu. Þeytið saman egg og rjóma. Saltið og piprið. Stráið beikonbitunum ofan á botninn. Stráið helmingi af rifna ostinum yfir. Hellið eggjablöndunni yfir. Stráið afgangnum af rifna ostinum yfir. Bakið í mínútur eða þar til miðjan á bökunni er hætt að hristast og bakan orðin gullinbrún. Lukkuterta Hábeins heppna 3 eggjahvítur 175 g sykur 1 tsk. lyftiduft 100 g salthnetur 70 g saltkexkökur Krem: 3 eggjarauður 75 g flórsykur 75 g súkkulaði 75 g smjör Aðferð: Hitið ofninn í 180 C og smyrjið form. Stífþeytið eggjahvítur með sykrinum. Setjið kexkökurnar og hneturnar í matvinnsluvél og maukið. Bætið lyftidufti saman við og blandið vel. Blandið kexblöndunni varlega saman við eggjahvíturnar með sleif. Smyrjið smelluform vel með smjöri eða olíu. Setjið kökublönduna í formið og bakið í mínútur. Gætið þess að kakan dökkni MATARKRÓKURINN ekki um of. Leggið álpappír yfir hana ef þess gerist þörf á síðustu mínútunum. Kælið kökuna alveg áður en kremið er sett á hana. Gott er að láta hana í plastpoka svo hún harðni síður og haldi mýktinni. Bræðið súkkulaðið og smjörið í kremið í potti við vægan hita. Þeytið eggjarauður og sykur þar til það verður ljóst og þykkt. Kælið súkkulaðiblönduna aðeins áður en henni er blandað saman við eggjarauðurnar. Setjið kremið á kökuna þegar hún er orðin alveg -köld. /ehg Það er upplagt að leyfa börnunum að hjálpa til við að útbúa beikonbökuna, sem sómir sér einnig vel á saumaklúbbsborðum. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

36 Bændablaðið fimmtudagur 29. september FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fór eitt sinn í hálftíma ísbað! Axel Óskar Andrésson er 13 ára gamall Mosfellingur og knattspyrnumaður af lífi og sál. Lífið snýst að mestu um fótbolta, enda stefnir Axel Óskar á atvinnumennsku í greininni. Nafn: Axel Óskar Andrésson. Aldur: Ég er 13 ára gamall. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Fellsás 12, 270 Mosó! Skóli: Varmárskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Klárlega fótbolti í íþróttum. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Kettir. Uppáhaldsmatur: Humar, nautalund og pítsa. Uppáhaldshljómsveit: Ég á enga uppáhalds. Uppáhaldskvikmynd: Það er Transformers 3. Fyrsta minningin þín? Þegar pabbi gaf mér fótbolta. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Auðvitað fótbolta. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að spila Fifa 2. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að fara í ísbað í 30 mínútur. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að taka til eða vera í stærðfræði. /ehg Minningarsjóður Helgu M. Pálsdóttur Minningarsjóður þessi var stofnaður samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu M. Pálsdóttur hattagerðarkonu, dags. 25. ágúst Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkir þessir eru að þessu sinni einkum ætlaðir konum sem leggja stund á listnám, textíl eða annað nám í íslensku handverki og eru kvenfélagskonur sérstaklega hvattar til að sækja um styrk úr sjóðnum. Í umsóknunum skal koma fram nafn, kennitala og heimili umsækjanda, auk staðfests afrits af síðasta skattframtali og annarra upplýsinga um persónulega hagi, fyrri menntun og störf og eðli námsins. Nauðsynlegt er að staðfesting þeirrar skólastofnunar sem umsækjandi hyggst stunda nám við, fylgi umsókn. Einnig er æskilegt að mynd af umsækjanda fylgi. Umsóknum skal skilað til Kvenfélagasambands Íslands, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík fyrir 15. október 2011, merkt Minningarsjóður. Stjórn Minningarsjóðs Helgu M. Pálsdóttur PRJÓNAHORNIÐ Fislétt og dúnmjúk mohair-peysa tilvalin fyrir veturinn Hönnun: Inga Þyri Kjartansdóttir. Nú haustar að, höfuðföt og vettlingar fara að verða nauðsynlegir fylgihlutir inn í haustið. Þessi túrban minnir á gamla tíma en tískan í haust býður einmitt upp á það. Vetrarlitirnir í Zara-garninu eru einmitt svona gullnir haustlitir. Svo er nú ekki úr vegi að fara að huga að jólagjöfum. Garnið fæst meðal annars á Stærðir: S-M-L-XL Ummál höfuðs: Um 56/58 cm - 58/60 cm Efni: Mohair Space af garn.is, 1 þráður blásprengt og 1 þráður ljóslilla Dusk. 200 g space, 200 g lilla fyrir S-M-L. 250 g space, 250 g lilla fyrir XL. Hringprjónar nr. 7, 40 og 80 sm. Prjónafesta: 11 L og 18 umferðir, slétt prjón, gera 10x10 sm á prjóna nr. 7. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf. Aðferð: Peysan er prjónuð úr tvöföldu mohair, einum þræði space blásprengdu og einum þræði ljóslilla dusk. Bol og ermar skal prjóna í hring og sameina á einn prjón við handveg. Axlastykkið er prjónað í hring, munið að prjóna flétturnar framan á peysunni og á ermunum í 6. hverri umferð alla leið upp að hálsmáli. Umferð byrjar á bol á hægri hlið en á axlastykki byrjar umferð á samskeytum bols og erma vinstra megin á baki. Bolur: Fitjið upp lykkjur og prjónið í hring. Stroff: Stærð S 3sl, 3br *3sl, 3br, 8sl, 3 br*, endurtakið 3svar (3sl, 3br) 11 sinnum. Stærð M 3br, 3sl, 3br*3sl, 3br, 8sl, 3br* endurt. 3svar (3sl, 3br) 12 sinnum, endið á 3 sl. Stærð L (3sl, 3br) 2svar sinnum* 3sl, 3 br, 8sl, 3br* endurt. 3svar (3sl, 3br) 13 sinnum, endið á 3 br. Stærð XL 3 br (3sl, 3br) 2svar sinnum *3sl, 3br, 8sl, 3br* endurt. 3svar (3sl,3br) 15 sinnum, endið á 3 sl. Prjónið slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið 20 umferðir í stroff. Að því loknu er prjónað slétt upp bakið allt, en þar sem eru 3br, 8sl, 3br, 3sl, 3br, 8sl, 3br, 3sl, 3br, 8sl, 3br er framhliðin á peysunni. Eftir fyrstu 20 umferðirnar er jafnframt prjónuð flétta þannig að þar sem eru 8 sl lykkjur eru 2 fyrstu settar á hjálparprjón fram fyrir og 2 næstu prjónaðar sl, þá eru lykkjurnar á hjálparprjóninum prjónaðar sl, því næst eru næstu 2 settar á hjálparprjón og settar aftur fyrir og 2 næstu l prjónaðar sl og því næst lykkjurnar á hjálparprjóninum. Fléttan er prjónuð í 6. hverri umferð upp bolinn en áfram prjónað slétt ofan á slétt og brugðið ofan á brugðið og slétt í bakið upp að handvegi, sm. Prjónið ekki síðustu lykkjurnar. Geymið bolinn. Ermar: Fitjið upp L á ermaprjón nr. 7 (40 sm hringprjón). Tengið í hring og prjónið: Stærð S prjónið (3sl, 3br) 2svar 8 sl (3br, 3sl) 2svar 3 br. Stærð M prjónið 3 br (3sl, 3br) 2svar 8 sl (3br, 3sl) 2svar. Stærð L prjónið (3sl, 3br) 3svar 8sl (3sl, 3br) 2svar, endið á 3br. Stærð XL prjónið 3 br (3 sl, 3br), 3svar 8 sl (3sl, 3br) 2svar, 3sl. Prjónið 50 umferðir eða upp að olnboga, slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið en 8 sléttu lykkjurnar eru utan á erminni. Eftir 50 umferðir er gerð flétta á sama hátt í 6. hverri umferð og á bolnum á 8 sl lykkjunum þannig að 2 L eru settar á hjálparprjón fram fyrir og næstu tvær prjónaðar, síðan þessar 2 á hjálparprjóninum, þar næst eru næstu 2 L teknar á hjálparprjón og settar aftur fyrir og næstu 2 prjónaðar og síðan þessar 2 á hjálparprjóninum. Ermin er prjónuð slétt nema þessar 8 sl lykkjur í miðjunni og 3 brugðnar sitt hvoru megin við þær. Jafnframt er aukið út undir erminni um 2 lykkjur (1 L eftir fyrstu lykkjuna og 1 L fyrir síðustu lykkjuna) 5. hvern sm, alls sinnum. Þegar ermin mælist sm eða eftir máli viðkomandi frá uppfitjun upp að handarkrika eru lykkjur í miðju undir erminni settar á hjálparprjón. Axlastykki: Sameinið bol og ermar á hringprjón nr. 7, 80 sm langan, prjónið ermi L sl, 3 br, 8sl, 3 br, L sl, setjið síðustu og fyrstu L á bol á hjálparnælu. Prjónið nú framhlið 3 L sl, 3br, 8sl, 3br, 3sl, 3br, 8sl, 3br, 3sl, 3br, 8sl, 3br, 3sl, prjónið nú seinni ermina á sama hátt L sl, 3br, 8sl, 3br L sl. Setjið nú L á bol á hjálparnælu og prjónið síðan bakið L sl. Gætið þess þegar þið setjið saman bol og ermar að vera á sama stað í fléttunni, svo að mynstrið ruglist ekki. Nú eiga að vera á prjóninum L. Næst er tekið úr í öðrum hverjum prjóni í laskaúrtöku. Gott er að merkja alls staðar á samskeytum erma og bols með lituðum þræði. Prjónið 1 L sl, prjónið 2 L saman til hægri* prjónið ermina samkvæmt mynstrinu þar til 3 L eru eftir að merki. Prjónið þá 2 L saman til vinstri, 1 L sl (merki) 1 L sl, prjónið 2 L saman til hægri* endurtakið frá *-* á hverjum samskeytum bols og ermar þar til 3 L eru eftir af umf. Prjónið 2 L saman til vinstri, 1 L sl. Takið úr á þennan hátt í annarri hverri umferð þar til eftir eru lykkjur á prjónunum. Haldið mynstrinu áfram með fléttuprjóni alveg upp að hálsmáli. Kragi: Prjónið nú 3sl, 3br allan hringinn nema fremst, þar heldur fléttan í miðjunni áfram upp í kragann. Muna að prjóna fléttu í 6. hverri umferð, nema að hún er nú prjónuð brugðin svo að hún komi rétt út þegar kraginn er brotinn niður. S-M byrja á vinstri öxl 3 br, 3 sl, 8 br (3sl, 3br) 7 sinnum 3 sl. L-XL 3sl, 3br, 3sl, 8br, (3sl,3br) 8 sinnum. Prjónið 7 sm, þá er aukið í um 1 L í öllum snúnu röðunum nema fléttunni. Þegar kraginn mælist 14 sm er aukið í um 1 L í öllum sléttu röðunum. Prjónið áfram, 4 sléttar og 4 brugðnar og fléttuna, þar til kraginn mælist 20 sm. Fellið þá laust af með sléttri yfir sléttri L og snúinni yfir snúinni L. Frágangur: Lykkjið saman undir höndum og gangið frá endum. Skolið úr peysunni og leggið til þerris. Leiðrétting: Þau leiðu mistök urðu í síðasta prjónahorni Bændablaðsins að hluti af gamalli sokkaprjónsuppskrift fór inn í lok greinarinnar sem hófst á þessum orðum "Mælist " og er beðist velvirðingar á þessari rangfærslu í uppskriftinni.

37 36 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Lesendabásinn Sveitastjóri Súðarvíkurhrepps og framkvæmdastjóri Melrakkaseturs: Leiðréttingar á rangfærslum Skjaldfannarbónda" Vegna innsendrar greinar, sem birtist í 16. tölublaði Bændablaðsins þann 15. september sl., viljum við koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum á rangfærslum höfundar, Indriða Aðalsteinssonar frá Skjaldfönn. Í greininni sem ber yfirskriftina "Erfir vargurinn landið"? fer Indriði um víðan völl og finnur nafngreindum sem nafnlausum einstaklingum ýmislegt til foráttu. Því til viðbótar fer Indriði með hrein ósannindi og rógburð, sem mikilvægt er að leiðrétta og er því hér með komið á framfæri. Í fyrsta lagi þarf að leiðrétta eftirfarandi fullyrðingu Indriða: (tilv. hefst) "Í Súðavíkurhreppi ríkir sveitarstjóri sem hafnar því að refir hafi eða geti valdið tjóni á sauðfé" (tilv. lýkur). Um staðleysu er að ræða sem á ekki við nein rök að styðjast og er það leiðrétt hér með. Hins vegar er það rétt hjá Indriða að Melrakkasetur Íslands er skrautfjöður í hatti sveitarfélagsins, enda ber fjöldi gesta í setrið frá opnun þess staðfestu um að svo sé. Að auki fer Indriði með hrein ósannindi þar sem hann fullyrðir að forstöðukona Melrakkaseturs Íslands, sem er Ester Rut Unnsteinsdóttir, hafi í fyrra haust verið flutt í hasti á sjúkrastofnun til aðhlynningar vegna bits yrðlings. Ester hefur aldrei þurft að leita sér aðhlynningar á sjúkrastofnun vegna bits frá yrðlingi eða tófu og er sú staðleysa Indriða leiðrétt hér með. Meira er um staðleysur í umræddri grein Indriða en verður hér látið staðar numið að sinni. Það er hinsvegar áhyggjuefni að birtar séu lygar og staðleysur í opinberum fjölmiðli og er það hvorki höfundi greinarinnar né ábyrgðarmönnum blaðsins til framdráttar ef vafi leikur á trúverðugleika þess efnis sem þar er birt. Virðingarfyllst Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og Ester Rut Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands, Súðavík. Eldhúsið heima ekki lengur eitrað Þau eru stór viðfangsefnin sem Íslendingar glíma við um þessar mundir. Það er hinsvegar alvarleg þróun þegar markvisst er unnið að því að gera algjör smámál að stórmálum. Þetta gerðist á Akureyri í sumar þegar, af heilbrigðisástæðum, átti að stöðva kökubasarinn Mömmur og muffins. Í augum heilbrigðisyfirvalda var ástæðan mjög alvarleg, baksturinn fór ekki fram í löggiltu matvælaframleiðslueldhúsi. Þessi niðurstaða heilbrigðisyfirvalda olli mikilli fjölmiðlaumfjöllun enda vita Íslendingar að lítil hætta stafar af heimabökuðu muffins, jólakökum, hjónabandsælum eða pönnukökum með rjóma. Lagaleg rök heilbrigðisyfirvalda er að finna í lögum um matvælaframleiðslu en þar matvælafyrirtæki skilgreint sem fyrirtæki sem framleiðir, vinnur eða dreifir matvælum hvort heldur í ágóðaskyni eða ekki. Nánar er síðan kveðið á um skilgreiningar í reglugerð þar sem segir að slíkur atvinnurekstur megi ekki fara fram í íbúðarhúsnæði. Ég held að engum hafi dottið í hug á sínum tíma að íslenskur eftirlitsiðnaður yrði svo smásmugulegur að hægt væri að túlka lögin með þessum hætti. Það er einnig vaxandi áhyggjuefni að samfélag okkar skuli vera að þróast í þá átt það sem maður skyldi ætla að væri sjálfsagt mál verður að stórum lagaflækjum. Þetta er engu að síður staðreynd og þá er mikilvægt að bregðast við og girða fyrir þennan heimatilbúna vanda. Þingflokkur Ásmundur Einar Daðason. Framsóknarflokksins mun innan skamms leggja fram lagafrumvarp til breytingar á þessum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að veitt verði heimild til leyfisveitinga til sölu matvæla sem ekki eru bökuð í sérstökum eftirlitsskyldum eldhúsum. Til að unnt sé að veita undanþáguna verður skilyrt að framleiðslan sé vegna góðgerðastarfsemi, til að styrkja félagastarf eða í öðrum sambærilegum tilgangi. Dæmi um atburði væru kökubasarar og sala matvæla sem tengjast sérstökum viðburði, svo sem bæjarhátíð. Nái frumvarpið fram að ganga geta kvenfélög, skátar, íþróttafélög og aðrir þeir sem valdið hafa þessari samfélagslegu hættu hafist handa við baksturinn. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknarflokksins Bændablaðið Smáauglýsingar Vargeyðing í óvissu eða hvað? Eftir lestur greinar Indriða á Skjaldfönn í síðasta Bændablaði ákvað ég að setja mínar hugsanir á blað, núna virðist allt vera varginum í hag. Til hvers var embætti veiðistjóra stofnað í upphafi? Hvernig getum við útfært veiðiátakið sem var í Eyjafirði og á Snæfellsnesi yfir á landið allt? Hvernig hafa þeir sem öllu ráða fyrir norðan (Umhverfisstofnun - UST) hugsað sér framtíðina? Að vísu á eftir að birta lokaskýrslu um átakið og þar koma eflaust tillögur um framhaldið, en maður má nú spögulera, eins og Heimir segir oft. Lítið eða ekkert samráð er við veiðimennina sjálfa sem stunda veiðar á mink og ref hér á landi. Það er ekki nóg að senda fyrirspurn til sveitarstjórna, þar er ekki alltaf fylst vel með hvernig veiðarnar ganga, bara horft í eyrinn. Svo eru hrepparnir víða fámennir og févana og flestir fegnir lágum útgjöldum til veiðanna, sérstaklega núna þar sem endurgreiðslur frá ríkinu eru ekki nema brot af heildarkostnaði og ekkert er endurgreitt fyrir refaveiðar eins og allir vita. Byrjum á að minna á að minkurinn er innflutt óværa og ber að eyða hvar og hvenær sem er, svo framarlega sem það er gert á viðurkenndan hátt. Í sumum hreppum er lítið veitt, virkar það þá eins og uppeldisstöð og vargurinn flæðir yfir næstu hreppa. Hvað hefur oft verið talað um vargeyðingu á fundum hjá samtökum sveitarfélaga? Tölur frá 2004 sýna þó að veiðin minnkar úr minkum árið 2004 niður í minka árið Nú þarf að herða sóknina þegar við sjáum að veiðin er á niðurleið, vonandi að það sé vegna þess að mink fækkar frekar en að sveitarfélögin séu að slá slöku við. Við sem vinnum við þetta verðum ekki varir við mikla hvatningu frá UST, frekar hitt. Til dæmis er taxtinn sem við vinnum á kominn til ára sinna kr. jafnaðarkaup á tímann, þetta er frekar dapurt, og ekkert borgað fyrir hundana. Kílómetragjaldið er svo annar kapítuli: 79kr/km á meðan aðrir fá 104kr/km. Og að veiðunum Besta gildran er kölluð glefsir og hefur reynst vera öruggasta og veiðnasta gildran síðustu 14 ár eða meira, á vef UST er umsögnin um hana svona: Glefsirinn er ný gildra á markaðnum og litlar upplýsingar liggja fyrir um notagildi hennar. Þetta segir allt sem segja þarf Gróðureyðingarfólkið og vargaverndarráðuneytið Greinarhöfundur Jón Pétursson með með dauðan mink í hendi. um áhuga þeirra norðanmanna á minkaveiðum. Á glænýrri heimasíðu UST er allt, sem snýr að refa- og minkaveiðum, eins og það var fyrir 10 til 15 árum. Ráða ætti vanan veiðimann sem yfirmann vargveiða yfir öllu landinu, skipta síðan landinu í minni svæði, best að gera það eftir kjördæmum, og ráða svo veiðimann til umsjónar með hverju kjördæmi. Kjördæminu væri svo skipt í minni einingar, til dæmis eftir hreppum. Þá væru ráðnir staðkunnugir veiðimenn, leitað með hundum og gildrur hafðar úti allt árið. Greiða þarf föst, sanngjörn laun og borga svo aukalega fyrir hvert skott, kílómetragjald á að vera sama og ríkistaxtinn. Það er gróf mismunun að bjóða upp á lægri taxta fyrir veiðimenn en hinn almennna borgara, til dæmis BSRB. Veiðimenn verða að fá óheftan aðgang að öllum jörðum í einkaeign, þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum, enda tilkynna þeir sig til eigenda eða staðarhaldara á hverjum stað fyrir sig. Eftir því sem mink fækkar (veiðin minnkar) ætti að hækka greiðslur fyrir hvert unnið dýr um 50%. Þetta verkefni tæki þrjú til fimm ár, eftir það yrði aðeins um eftirlit að ræða og þá þyrfti færri veiðimenn. Ef slakað er á er árangurinn horfinn á einu til tveimur árum. Það er ekki von til þess að hinn almenni borgarbúi skilji þetta enda ekki ástæða til, veiðimenn sem þekkja til atferlis og lifnaðarhátta vargsins verða að fá frjálsar hendur Þann 15. sept. sl. birtist í Bændablaðinu grein eftir Indriða Aðalsteinsson á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp og er honum hér með þakkað fyrir hana. Vargaverndarráðuneytið sem heyrir undir Svandísi Svavarsdóttur heldur fast við að friða ref á Hornströndum og vekur slíkt undrun og gremju margra. Þetta skaðræðiskvikindi fjölgar sér og eyðir fugli á svæðinu og leitar síðan fanga út fyrir friðlandið. Furðuleg stefna valdhafa. Mönnum er bent á að lesa grein Indriða og kynna sér málið. Vargaverndarráðuneytið er líka gróðureyðingarráðuneyti. Undir það heyrir m.a. Náttúrufræðistofnun, sem berst fyrir því að eyða Alaskalúpínu á hálendinu, fyrir ofan 400 m. hæð og víðar. Fyrr á árum sáðu áhugamenn um landgræðslu lúpínu vítt og breitt á fleiri stöðum á hálendinu, meðal annars við Veiðivötn og Jökulheima. Konan mín elskuleg og ég sáðum lúpínu í nánd við Jökulheimaskálann, í um 730 metra hæð yfir sjó. Þarna er gróðurlaust umhverfi og svalir vindar blása af Vatnajökli. Eftir nokkur ár hafði gróðureyðingarfólk rifið þessar lúpínur upp með rótum og lúpínu var eytt við Veiðivötn með eitri, en um leið drapst annar gróður. Í Þórsmörk var reynt að drepa lúpínu með eitri,en þá drápust einnig myndarleg birkitré. Hundurinn Úlfur með dauðan mink í kjaftinum. Minkur í gildru. innan skynsamlegra marka, í friði fyrir konunni í vesturbænum, það á ekki að láta tilfinningasemi eða viðkvæmni ráða í svona átaki. Auðvitað kostar þetta eitthvað en ávinninginn fyrir náttúruna, fuglaskoðara og almenning er ekki hægt að mæla í krónum og aurum. Ef við veiðimennirnir hefðum haft 135 milljónir til ráðstöfunar fyrir fjórum árum, þá væri allt Ísland minklaust í dag. Jón Pétursson Hvers konar fólk stendur að því að eyða Alaskalúpínu, sem er besta landgræðsluplanta okkar? Hálendi Íslands er stærsta eyðimörk Evrópu, að vísu með gróðurvinjum þar sem raki er nægur. Þar á lúpínan heima og þar á hún að hjálpa öðrum gróðri af stað, bæði með því að veita skjól og framleiða áburðarefni. Þeir sem vilja eyða gróðri á hálendinu og hafa þar svartan sand en ekki gróið land, eiga að hugleiða málin, skipta um skoðun og stuðla að auknum gróðri á hálendinu. Eyjólfur Guðmundsson, meindýraeyðir, Hvolsvelli.

38 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Smáauglýsingar Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 16:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Fylgihlutir fyrir MultiOne. Mikið úrval fylgihluta fyrir MultiOne fjölnotavélar. DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Belarus Verð vsk. f. bændur. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. S: Nánari uppl. á Úrval af girðingaefni til sölu. Tunnet er frá kr ,- /rl. ÍsBú, Síðumúla 31, 108 Reykjavík, sími , isbu@ isbutrade.com, Umboð á Austurlandi: Austurvegur 20, Reyðarfjörður. Sími og Frystir og kælir til sölu. Í einum skáp, hvor 6 fermetra og hæðin að innan 2,5 m. Fæst á hálfvirði eða kr. 950 þ. gegn því að kaupandi sjái um flutning. Uppl. í netfangið soh@simnet.is eða í síma Nýr Multione. Multione S620. Til afgreiðslu strax. Tilvalin vél fyrir bændur. Lyftigeta 750 kg. Lyftihæð 2,8 m, breidd 98 cm, hæð 192 cm. Öflug vél á góðu verði. Hliðgrindur. Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 mtr. Upplagðar líka í gripahúsin. Brimco ehf. s www. brimco.is AFSLÁTTAR DAGAR 15% afsláttur Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. sími , www. brimco.is, opið frá kl :30. Traktorsdrifnar mykjudælur. Getum útvegað mjög öflugar traktorsdrifnar mykjudælur með skerabúnaði og mjög öflugum sjálfsogunarbúnaði. Dælurnar eru til í 9 afkastaflokkum, fyrir 50 til 170 hö. dráttarvélar. Þær eru mjög háþrýstar og eru því mjög hentugar sem brunadælur og einnig fyrir vökvun. Mjög gott verð. Uppl. í síma og í netfangið hak@ hak.is, vefsíða Til sölu JCB Agri Super skotbómulyftari. Nýr og ónotaður, árg en fyrst skráður 08/11. Verð kr án vsk. Uppl. í síma eða bygg@internet.is Til sölu JCB 3 CX Super traktorsgrafa, ný og ónotuð, árg Fyrst skráð 08/11. Vel útbúin, m.a. loftkæling, olíumiðstöð, fleyglögn o.fl. Verð kr án vsk. Allar uppl. í s eða í netfangið bygg@ internet.is Toyota notaðir rafmagnslyftarar. Úrval notaðra Toyota rafmagnslyftara. Lyftigeta 1-2,5 tonn. Gámagengir. Gott verð. Orkel kerrurnar sem eru brotnar saman eftir notkun Frábær 3ja hesta kerra með segltoppi. Skilrúm á milli hrossa, gúmmí á gólfum, varadekk. Lækkaður toppur. Verð aðeins m.vsk. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið Til sölu Ford F350 ásamt vélavagni. Ford, árg. 05 6L vél, 75 þús. km, leður, sóllúga, 2 dekkjagangar á felgum. Ýmiss aukab. Vagn: Featherlight, árg. 05, ABS, palllengd. 9,15 m. stillanlegur, aftan uppkeyrsla, burður samt. 8,5 t., spil. Uppl. veitir Tobbi í síma og í netfangið tobbi57@simnet.is Nissan Terrano II til sölu, árg. 2000, ssk, 2,7 dísel, ekinn km. 7 manna, 35" dekk á 15" felgum. Leitarljós, kastarar og fleira. Ásett verð kr Fæst á góðu stgr. verði. Uppl. í , Eyþór. Gefins hvolpar. Er með 4 yndislega Border Collie hvolpa með íslensku ívafi. Uppl. í síma eða Er rafhlaðan dauð? Endurnýjum alla rafhlöðupakka fyrir borvélar, ryksugur, fjarstýringar o.fl. Eigum nýjar borvélaog ryksugurafhlöður. Slökkvitæki og annar eldvarnabúnaður. gsm eftir kl. 17 og um helgar. 95 Hestafla dráttarvélar á frábæru verði Eigum til afgreiðslu strax 2 notaðar (ca 260 vst) GOLDONI STAR 100 4x4 dráttarvélar Báðar vélarnar eru með frambeisli og önnur að auki með aflúttaki að framan Frekari upplýsingar í síma og á Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. s is King KA-300 gúmmíbátur. Nýr 3 metra, 4 manna. Uppl. í síma eða sala@svansson.is Heimasíða Isuzu Trooper, árg. 2000, sk. 2012, ekinn 178 þús km, dísel 3.0 lítra, beinsk., 35" breyttur, 7 manna. Einn eigandi, topp viðhald. Verð kr þús. Toyota Yaris Sol, árg. 2004, sk. 2012, ekinn 78 þús. Bensín, 1300 cc, sjálfsk., 5 dyra. Einn eigandi. Verð kr þús. Uppl. í síma Mótorvarahlutir túrbínur. Seljum mótorvarahluti og túrbínur í allar gerðir véla og bíla. Góð vara á góðu verði. Tækjasalan ehf. Sími Til sölu Toyota Land Cruiser, 100VX, dísel, árg. 5/1998, ekinn 305 þ. km. sjálfsk. Skipti á ódýrari möguleg. Verð kr Sími Toyota double cap, árg Breyttur fyrir 38" en er á 35" dekkjum. Mjög heill bíll. Uppl. síma eða

39 38 Bændablaðið fimmtudagur 29. september 2011 Til sölu Massey Ferguson 135, árg. 1967, í topplagi. Verðhugmynd kr Uppl. í síma Ford F350 til sölu. Óska einnig eftir boddýhlutum í Massa MF-35. Ford F350 til sölu, árg. 05. Lítur mjög vel út, 35" dekk og þak á palli. Verð kr Einnig óskast boddýhlutir í MF-35. Uppl. í síma Til sölu Pony-pressuvél, samlokuvél, hentar mjög vel í þvottahús og hreinsanir. Uppl. í síma Til sölu afgreiðslutölva með skúffu. Einnig peningaskápur, skjalaskápur, ljósaskilti og afgreiðsluborð. Uppl. í síma Steinull til sölu. Undirlagsplata 120 mm (5") til sölu. Nánari uppl. veittar í síma Loft heftibyssa, Tjep 90/f18 Combi, tekur líka pinna. Verð kr Rafmagnsofn 6 kw, 3. fasa. Verð kr Mótorhjólahjálmur, stærð xl, svartur, lítið notaður. Sími Til sölu nýir Velfac gluggar og hurðir. Gluggar með gleri, ál/tré. Stærðir í mm: 1800 x 2190, 1800 x 900, 2005 x 2475, 2005 x 615, 950 x 790, 2290 x 500, 1335 x 500, 800 x Hurðir úr áli/tré: 1080 x 2385, 950 x 1890 mm. Uppl. í síma , 10 ára ábyrð. Til sölu er húseignin að Egilsgötu 4 í Borgarnesi. Ásett verð kr. 5,5 millj. Ýmis skipti koma til greina, t.d. á góðum ferðabíl (Econoline) eða stálgrind í útihús. Sjá myndir á söluskrá Uppl. í netfangið bharmony@mmedia.is og í síma Til sölu Elho rúllupökkunarvél. Verð kr Ath. skipti á bíl. Uppl. í síma Til sölu Polaris Sportsman 800 Touring, árg Tveggja sæta, götuskráð, ekið aðeins km. Fæst á góðu verði gegn staðgreiðslu. Uppl. í síma Vélsleðakerra / vélhjólakerra til sölu. Yfirbyggð, ónotuð, sérsmíðuð. L 2.98 x B 1,22 m x H 1,54 m. Ásett verð 450þús. Er í Neskaupstað. Sjá allar uppl. og myndir á eða í síma Stuttur Nissan Terrano II til sölu, árg. 98, 4x4, bensín, ekinn 222 þús. km. Verð kr. 390 þús. Er í Neskaupstað. Sjá allar uppl. og myndir á eða í síma Toyota Hiace, 4x4, til sölu. Langur, 3ja manna, dísel, D4D, 2,5 lítra, í toppstandi. Ásett verð kr. 2,2 millj. Sjá allar uppl. og myndir á eða í síma Samlokugrill, pylsupottur, gastro hitapottur, pizzaofn, súpupottur. Sjá myndir og uppl. á eða síma Til sölu Bens 1619 vörubíll, árg. 79. Skoðaður. Skipti möguleg á rúlluvagni. Uppl. í síma Til sölu Massey Ferguson, árg og Önnur dráttarvélin er með ámoksturstækjum og hin með nýlegum afturdekkjum. Allar nánari uppl. í síma eða sigrun@ hallkelsstadahlid.is Til sölu Izuzu D Max (AT). Sjálfskiptur, dísel, árg Ljósbrúnn, kúlutengi, með húsi, ekinn 115 þ. km. Einn ökumaður alla tíð. Fullkomið viðhald. Nánari uppl. í síma Verð kr Blekhylki.is % ódýrari blekhylki og tóner í prentara fyrir bændur. Tveggja ára reynsla, is Fjarðargötu 11, 2 hæð, Hafnarfirði, sími Til sölu ný sturtuhurð, cm. Uppl. í síma Til sölu sex óspilaðar vínylplötur með Mezzoforte og Mandala með Trúbrot. Uppl. í síma Til sölu Garaga bílskúrshurð, stærð 2,30 X 3,00 metrar. Ein með öllu, sjálfvirkur opnari innifalinn. Nánari uppl. í síma eftir kl. 20. Til sölu fjórhjól, Bombardier Traxter, árg Þarfnast viðgerðar, ný dekk, felgur og rafgeymir. Gas, Gas Endurocross létt 50cc bifhjól. Talía, lyftigeta 1 tonn, ónotuð. Hitakútar 30 lítra, notaðir. Uppl. í síma Til sölu rúllugreipar aftan á dráttarvélar, smíðaðar á Hofsósi. Verð m. vsk. Fjólmundur Karl, sími Netfang: fjolmundur.karl@ gmail.com Til sölu Dodge Ram 2500, St Laramie, 4x4, dísel, árg. 07, ekinn km, 37" breyttur. Ný dekk ásamt fullt af búnaði. Mjög vel með farinn. Einn eigandi. Uppl Höfum hafið framleiðslu og sölu á hurðum í Massey Ferguson 500 línuna. Upplýsingar í síma , msv@msv.is eða MSV. Miðás 12, 700 Egilsstaðir, vélsmiðja, vélaverkstæði og blikksmiðja. Til sölu Vicon samstæða, árg. 05. Notkun rúllur. Er í góðu ásigkomulagi. Nýleg belti eru í vélini. Verð kr Sími , Matti. John Deere 678 samstæða, árg. 06, notuð um rúllur. Verð kr án vsk. Hér er góð vél á ferð. Sími , Matti. Flexitorar fyrir kerrur 750 kg og kg, dekk á felgum, bretti, kúlutengi, ljós, rafkerfi, og fl. til kerrusmíða og viðgerða. Mikið úrval af kerrum á staðnum. Smiðjuvegi 40, gul gata, sími Til sölu kerra, smíðuð á Íslandi. Kerran er ný. Óskráð. Leyfð heildarþ. 750 kg. Stærð: Lengd 3m, breidd 1,22m og hæð 45cm. Burðargeta öxuls 900 kg. Heitgalvaniseruð. Öflugar hlífar fyrir ljós. Veðurþolinn krossviður í botni og hliðum. Fram- og afturgaflar opnanlegir. Álfelgur. Sterk járnbretti. Verð kr ,- (kr án vsk.) Tomcat á Íslandi ehf. info@tomcat. is Sími VIG smiðja í sveit. Sendum um allt land með Flytjanda. Sími , vig@vig.is Kanínufóður. Wagg er hágæða fóður fyrir allar kanínur. 4 kg á aðeins kr. m. vsk. Allar nánari uppl. í síma , Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk. Nýtt á Íslandi! Wagg hundafóður er breskt gæðafóður á góðu verði. 15 kg á kr. m. vsk. Allar nánari uppl. í síma Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk. Eigum til hænsnavörur í miklu úrvali. Anti Pecking Feather úðinn er loksins kominn aftur. Allar nánari uppl. í síma Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk. Vatnsheldu vörurnar frá SealSkinz hafa slegið í gegn á Íslandi. Eigum til vatnshelda sokka, hanska og húfur í miklu úrvali. Allar nánari uppl. í síma Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk. Net-Tex No Rinse hestasjampóin þarf ekki að þvo úr með vatni. Allar nánari uppl. í síma Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk. Auðveldaðu fjárragið! Eigum til margar gerðir af fjárhirðastöfum. Allar nánari uppl. í síma Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk. Til sölu góð Krone 80X80 stórbaggavél, árg. 99. Vél í góðu standi. Verð kr án vsk. Sími: , Matti. Kerrur til sölu. Nýjar, ónotaðar, sterkbyggðar kerrur. Stærð 3 x 1,5 m. Ber kg. Opnanleg framan og aftan. Heitgalv. + krossviður, dekk 15". Verð kr Einnig kerra 2,5 x 1,2 m. Ber 750 kg. Verð kr Uppl. í síma Eigum til gott úrval af vörum og varahlutum í flestar gerðir dráttarog vinnuvélar. T.d. Zetor, Ford, New Holland, MF, Fiat, Case IH, Steyr, Krone o.fl. Vélaborg-Landbúnaður. Sími: Reykjavík , Akureyri , Lakk - margir litir í boði. Einnig til aðrar efnavörur. Sjá nánar á vefverslun okkar, Vélaborg- Landbúnaður. Sími: Reykjavík , Akureyri , Nú er rétti tíminn til að huga að ljósum. Eigum til gott úrval af ljósum og perum. Sjá nánar á vefverslun okkar, Vélaborg-Landbúnaður. Sími: Reykjavík , Akureyri , Beisliskúlur eigum til á lager ýmsar stærðir. Sjá nánar á vefverslun okkar, Vélaborg-Landbúnaður. Sími: Reykjavík , Akureyri , Tveggja öxla kerrur, heildarþyngd kg. Gott úrval af kerrum á staðnum, Smiðjuvegi 40, gul gata. Sími: VIG - smiðja í sveit. Sendum um allt land með Flytjanda. Sími , vig@vig.is Ford F350 Lariat 4x4. Ekinn 36 þús mílur. Árgerð Flottur bíll. Verð án vsk. Pallhús, Maverick 6601 pallhýsi, árg Fylgihlutir: Miðstöð, eldavél, ísskápur, loftnet, vatnshitari, sólarsella, WC, vaskur og sturta. Verð Nánari uppl. hjá Bílás, Akranesi. Símar og Til sölu Toyota Hilux 3,0, sjálfskiptur, krókur, 35" breyttur, ekinn 62 þúsund km. Mikið af aukabúnaði verð kr þús. Uppl VIG - smiðja í sveit. Sendum um allt land með Flytjanda. Sími , vig@vig.is Harmonikur fyrir byrjendur og lengra komna. Harmonikukennsla. Harmonikugeisladiskar í úrvali. Vantar harmonikur í umboðssölu. sími & M. Bens 1827, skráð. í nóv 1997, ekinn km. Loft að aftan, kassi 8,55 x 2,55 x 2,50 m. Lyfta 3. tonna. Verð kr þús. án vsk. Ath. skipti. Uppl. í síma Alhliða dælulausnir fyrir iðnað og heimili. Eigum til á lager, öflugar sjálfsogandi 3 drifskaftsdrifnar vatnsdælur á fínu verði. Einnig 3 og 4 sjálfsogandi Trash dælur með Honda / Robin mótorum. Getum útvegað mjög öflugar sjálfsogandi mykjudælur fyrir drifskaft með skerabúnaði sem geta dælt mykju um langar lagnir og dreift henni með skotbyssu. Hentar einnig vel til að hræra upp í fóshaug með öflugri vatnsdælingu. Mjög hagstætt verð. Hákonarson ehf. S : / jonsihh@internet.is / HANDBÓK BÆNDA árgangur Er Handbók bænda til á þínu búi? Ný bók komin út. Verð með sendingarkostnaði aðeins kr Tryggðu þér áskrift í síma eða á netfangið jl@bondi.is. Bændasamtökin. Til sölu Varahlutir í vélsleða, mótorhjól og fjórhjól. Munum Motul smurolíur á tækin. Einnig minnum við á vefverslun okkar, Sími Íslensk framleiðsla úr endurunnu plasti: Rafgirðingastaurar, reiðvellir, hófbotnar. Durinn ehf. Sími Ódýr dekk fyrir alla. Kíkið á www. dekkverk.is til að sjá verð á dekkjum eða hringið í okkur í síma Kveðja, Gummi og Gunni í Dekkverk. Silunganet, eigum mikið úrval af netum, sökk- og flotnet. Ála- og bleikjugildrur. Heimavík sími , Bleikjuseiði til sölu. Fjallableikja ehf. að Hallkelshólum í Grímsnesi hefur til sölu bleikjuseiði. Uppl. veitir Jónas í síma og Guðmundur í síma eða á netfanginu fjallableikja2010@gmail.com Til sölu. Non plast í milligerði, 500 stk. Lengd: 1,20 m. Notað bárujárn 5,25 x 0,80 m, 40 stk. Álplötur í loftklæðningu, 20 stk. 5 x 1 m. Panell og m. fl. Uppl. í síma x 22,5 dekk til sölu. 6 ný Komoran dekk sem aldrei hafa komið á felgur. Uppl. í síma eða Til sölu plastbátur, bátakerra (ný) og utanborðsmótor. Báturinn er 335 x 150 cm. Mótorinn er Johnson, 3,5 hö. Verð kr. 320 þús. Engin skipti. Uppl. í síma

40 Bændablaðið fimmtudagur 29. september Til sölu rúlluspjót aftan á dráttarvélar, smíðuð á Hofsósi. Lengd á spjóti 110 cm. Verð m. vsk. Fjólmundur Karl, sími Netfang: Til sölu Komatsu pw 150 hjólagrafa, árg Uppl. í síma Stórsekkir fyrir kornið. Höfum til sölu stórsekki fyrir korn. Taka um kg. Verð kr ,-stykkið með vsk. Landstólpi ehf. Gunnbjarnarholti. Sími Allt til sláturgerðar. Hnífar, kjötsagir, stál, skurðarbretti, frystipokar, bjúgnalangar, net, salt, pækilsprautur, krókar, gervivambir, sláturgarn, bjúgnapressur, frystipokar, heimilispokar, balar, fötur m. loki, úrbeiningarhanskar, hamborgarapressa, vacuumpökkunarvél, vacuumpokar, o.fl. Landstólpi ehf. Gunnbjarnarholti. Sími Til sölu nýtt gullfallegt 15 fm veiðihús/gestahús með báruklæðningu að utan og vel frá gengið að innan. Fæst jafnvel í skiptum fyrir grasgefið land á fallegum stað, t.d í Húnaþingi. Uppl. í síma , og Básamottur, drenmottur, plast í fjárhús, plast í hesthús, útileiktæki, girðingar, hjólabrettapallar, mörk og körfur og m. fl. Jóhann Helgi & co, www johannhelgi.is Sími Til sölu Toyota Corolla, árg. 96. Lítur mjög vel út. Góður í snúningana. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Toyota Hilux d/c, 2,4 dísel, árg á góðum 37" dekkjum og álfelgum. Traktorsdekk, 2 stk. 14,9/13-28 sem ný á felgum undan Zetor Tveir Muller mjólkurtankar, 600 & 1200 l. Border Collie/ labrador hvolpar óska eftir góðu framtíðarheimili. Sími Plastrimlagólf. Eigum á lager plastprófíl í vinsælu sauðfjárplastrimlagólfin. Allar nánari uppl. í síma Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk. Erum að fá nokkur sett af Iconix fjárvogum og klossum. Allar nánari uppl. í síma , Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk. Til sölu tveggja hesta kerra. Ný skoðuð. Lítur vel út. Verð: Tilboð. Uppl. í síma Til sölu Suzuki RMX skellinaðra, 70 cc, árg. 02. Mikið endurnýjuð. Verð kr MF-135 með tækjum. Verð kr Zetor 7045, árg. 83. Zetor 4718 með tækjum. Welger RP-120 rúlluvél og Elho pökkunarvél. Uppl. í síma Til sölu Nichi 1 tonna rafmagnstalía, lyftir í sex metra, þriggja fasa. Holac 21 gúllasvél, sker í teninga sem eru 12 x 12mm að stærð, er stillanleg. Tvær vogir, Ishida cosmic 1000 og Ishida cosimic 150. Uppl. í síma Til sölu skrautdýr. Ferhyrndur mjallhvítur lambhrútur til sölu í Vestfjarðarhólfi. Sími og gsm Til sölu smalahundar. Fallegir 2ja mán. Border Collie hvolpar. Hreinræktaðir, ekki ættbókarfærðir. Sími og gsm Til sölu þvottavél. Nýleg 6 kg Electrolux þvottavél, 1200sn. Er úr dánarbúi. Staðsett í Borgarnesi. Uppl. í síma Ýmislegt til sölu. Er með um 100m2 af viðarplötum (palesandervið) til sölu. Iðnaðarveltipottur 80 lítra, nýyfirfarinn og lítur vel út. Hitaplattar fyrir sprittkerti 2 stk. Rafmagnshitaplatti, 1 stk. Skíðastafir í miklu magni, ónotaðir. Get sent myndir og óska eftir tilboðum. Halldór Folöld til sölu. Fjölbreytt litaval. Uppl. gefur Halldór í síma Til sölu íslenskir hvolpar, ættbókarfærðir. Foreldrar eru HD-frý og augu í lagi. Einstaklega gott got og gott verð. Uppl. veitir Guðný í síma og í netfangið bulif@simnet.is Til sölu Volvo F-12, árg. 1990, dráttarbíll ásamt Sindravagni árg Uppl. í síma Til sölu Zetor Lítur sæmilega út. Verð: Tilboð. Er á Suðausturlandi. Uppl. í síma Til sölu 4 stk. dekk BF Goodrich Rugged Trail T/A 265/70 R16, M+S, á sex gata álfelgum undan Pajero. Pantaðu myndir og uppl. á siggihjalmars@simnet.is eða í síma Til afgreiðslu strax: Haugsugur, rúllugreipar, tveggja hjóla fóðurhjólbörur, ódýr þurrkublaðagúmmí fyrir flestar gerðir ökutækja. Uppl. í síma og Til afgreiðslu strax: Reck mykjuhrærur með cm turbo skrúfuspaða fyrir hö. traktor pto, Lágmarkar eldneytiseyðslu í hræringu Uppl. í síma og Til sölu: Nissan Navara 2,5 dísel, árg. 2006, ekinn km. Notuð dráttavél, 100 hö. með frambúnaði og pto. Uppl. í síma og Á hagstæðu verði: Ný Same 87 hö. dráttarvél með ámoksturstækjum, rúllugreipar, hnífatætarar cm. Pinnatætarar 300 cm. Uppl. í síma og Kerruvagn með allskonar aukabúnaði, t.d. skíðum. Sjá myndir og uppl. á eða í síma Kerruvagn með allskonar aukabúnaði, t.d. skíðum. Sjá myndir og uppl. á eða í síma Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á olisigur@gmail.com Kaupi íslensk einiber 2800 kr./kg. Einnig bláber kr./kg og kúmen kr./kg. Uppl. veitir Snorri í síma eða Netpóstur: snorri@reykjavikdistillery.is Lítil viðarkabyssa óskast. Uppl. í síma Glerbræðsluofn. Vil kaupa notaðan glerbræðsluofn. Uppl. í síma Dauðvantar ámoksturstæki. Vantar ámoksturstæki notuð eða nýleg á IMT 569. Hafið samband í síma eða hordure@gmail.com Óska eftir að kaupa ódýran Toyota Hilux, dísel, double cab. Hann má gjarnan þarfnast lagfæringar. Skoða allt. Uppl. í síma Pinnatætari. Vantar notaðan pinnatætara á sanngjörnu verði, 2.0-2,5 m vinnslubreidd. Má þarfnast viðgerðar. Vinsamlegast hafið samband í síma Ýmislegt til bygginga. Vantar! Spónaplötur, ull, timbur, hitakút, útihurð, glugga, plast og þakefni á góðu verði. Uppl. á bryndisvald@gmail. com eða í síma Óska eftir að kaupa trérennibekk. Uppl. í síma eða Óska eftir húsi til kaups sem hægt væri að flytja. Stærð frá 16 fm til 30 fm. Má þarfnast lagfæringa, þarf ekki að vera nýtt. Óska einnig eftir ódýrum heyrúllum. Uppl. í síma og Óska eftir að kaupa gamla heykvísl á ámoksturstæki eða 4-6 tinda í heykvísl. Er einnig kaupandi að gömlum dráttarvélum og landbúnaðartækjum. Helst á Suðurlandi. Uppl. í netfangið mflosi@simnet.is eða í síma Óska eftir að kaupa hakkavél á gamla Ballerup Master Mixer hrærivél. Uppl. í síma , Helgi. Óska eftir að kaupa dráttarvél með tækjum og bakkó. Ein græja með öllu eða sitt í hvoru lagi. Vinsamlegast sendið mynd ásamt uppl. á netfangið galtarviti@gmail.com eða hringið í síma eða Atvinna Atvinnutækifæri. Bóndi á Norðurlandi óskar eftir pari eða konu sem getur aðstoðað við heimilishald og umsjón með sauðfé. Húsnæði á staðnum og möguleiki að hafa með sér eitthvað af hrossum. Uppl. í síma Gisting Hausttungl í Skagafirði. Frábært helgartilboð. Sjá: jeppaferdir Gistihúsið Himnasvalir, Egilsá, Skagafirði. Sími Hagaganga Tek að mér hross og folöld í hagabeit. Er með góða aðstöðu í Borgarbyggð. Halldór, sími Húsnæði í boði Leigjendur óskast. Stór jörð með húsakosti fyrir um 35 hesta, mjög góðri inniaðstöðu (höll) og stórt íbúðarhús til leigu. Staðsett f. norðan. Verðhugmynd kr pr. mán. Einungis vant hestafólk kemur til greina. Uppl. á netfangið hrossareakt@gmail.com Jarðir Hjón óska eftir að taka litla jörð á leigu. Skipti á íbúð í Reykjavík möguleg. Uppl. í síma Sumarhús Rotþrær - vatnsgeymar. Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til l. Lindarbrunnar. Sjá á borgarplast.is, Mosfellsbæ. Uppl. í síma Leiga Heimili í Borginni. Kæru bændur og búalið. Fallegar 2-3ja herb. íbúðir til leigu alla daga og nætur, fullbúnar til dvalar í nokkra daga. Gisting fyrir 2-6. Velkomin. Uppl. í netfangið eyjasol@ internet.is eða í síma og % afsláttur af öllum brynningartækjum í október. Mikið úrval! Allar nánari uppl. í síma Ísbú búrekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Rvk. Veiði Gæsaeyðing og blýskortur. Er gæsin að klára kornið hjá þér? Þjáist gæsin af blýskorti? Erum nokkrir félagar sem tökum að okkur gæsaeyðingu og tökum á blýskorti með árangursríkum leiðum. Skjót og örugg þjónusta á Suður- og Vesturlandi. Uppl. í síma eða Viðburðir Vatnsholt í Flóa er staðurinn fyrir jólahlaðborðin, starfsmannaferðirnar, óvissuferðirnar, fundina, gistinguna og góðan mat. Uppl. á og í síma Ögmundur fagnar því hér að vera búinn að klippa á borðann. Vígsla nýs Bræðratunguvegar og nýrrar brúar yfir Hvítá Styttir leiðina á milli Flúða og Reykholts Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra klippti á borða við formlega vígslu Hvítárbrúar og Bræðratunguvegar í uppsveitum Árnessýslu föstudaginn 9. september. Við verkið naut hann aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra. Rósa Kristín Jóhannesdóttir frá Brekku í Biskupstungum sá um að afhenda ráðherranum skærin. Heildarvegalengd nýs Bræðratunguvegar er um 7,5 km, frá Hrunamannavegi um Hvítá að Biskupstungnabraut. Vegurinn er 8 m breiður. Ný brú yfir Hvítá er 270 m að lengd. Tvær akbrautir eru á brúnni og er samanlögð breidd þeirra 9 m, auk þess sem 2 m breið göngu-/reiðleið er á brúnni. Áætlaður heildarkostnaður vegna verksins er m.kr. Þessi nýja leið styttir vegalengdina á milli Flúða og Reykholts um 20 km. Við athöfnina söng Karlakór hreppamanna nokkur lög og kvenfélagskonur klæddust þjóðbúningum í tilefni dagsins. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi var aðalverktaki verksins en meðal undirverktaka voru JÁVERK á Selfossi og Fossvélar. /MHH Amerísk gæðavara 12 kg Þvottavél Tekur heitt vatn > sparneytin Stórt op > auðvelt að hlaða Þvotta og orkuklassi A Engin kol í mótor DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI KEÐJUR OG HNALLAR KEÐJA MEÐ HNALLI 13 HLEKKIR VERÐ KR. M/VSK Vélaval-Varmahlíð hf. sími: BAGGASPJÓT 125 CM 110 CM 98 CM 82 CM Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Bændablaðið Smáauglýsingar Næsta blað kemur út 13. október

41 17. tölublað 2011 Fimmtudagur 29. september Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 13. október Víkurvagnar ehf. Dvergshöfði Reykjavík OKTÓBER TILBOÐ: Tegundir & stærðir Heildarburður Lengd Breidd Verð með VSK TA kg 2,90 m 1,56 m kr kr. TA kg 3,74 m 1,75 m kr kr. TA kg 4,32 m 1,75 m kr kr.

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser

Sådan er jeg. Spil og leg 14 Følelser Spil og leg 14 Læsebog side 40 41 Opgavebog side 68 Tegund: Samtalsæfing Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða sem snýr að tilfinningum, persónueinkennum og útliti. Undirbúningur: Prenta út opgaveblad

Læs mere

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju:

Lærervejledninger LIVSSTIL. Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: Hugmyndir að kveikju: Í þemanu er m.a. unnið með orðaforða: tengdan lífsstíl um neyslu ungs fólks á Norðurlöndum um ofnotkun á hreinlætisvörum og orku Hugmyndir að kveikju: Umræður um neyslu ungs fólks í dag. Fjallað um myndina

Læs mere

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir:

6.5.2 Útgáfa 1.2 Dags Frágangur handlista. Leiðbeiningar. Leiðbeiningar. Mannvirkjastofnun. Í grein í byggingarreglugerð segir: . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014, 360/2016 og 666/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Frágangur handlista Í grein í byggingarreglugerð segir: Handlistar

Læs mere

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO MÁLNOTKUNARÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Jökulsárlón og hvað svo?

Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón og hvað svo? Jökulsárlón á Breiðamerkursandi mikilvægt kennileiti í Íslenskri ferðaþjónustu meðal fjölsóttustu ferðamannastaða á Íslandi Þjónustusvæði - deiliskipulag staðfest í ágúst 2013

Læs mere

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými.

Gólfhitagrind FHF. Hægt er að stýra hverjum loka með vaxmótorum, sem síðan er stjórnað af hitastilli í viðkomandi rými. Notkun FHF gólfhitagrindin er notuð til að stjórna vatnsrennsli í gólfhitakerfum. Hvert rör í kerfinu er tengt gólfhitagrindinni sem gerir kleift að stjórna vatnsrennsli í hverri rás og hita í hverju rými

Læs mere

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003.

AUGLÝSING. um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu 2003. 545 AUGLÝSING um samning við Grænland/Danmörku um gagnkvæmar veiðar á úthafskarfa í fiskveiðilögsögu Íslands og Grænlands á árinu. Hinn 30. apríl og 1. maí var með bréfaskiptum í Reykjavík og Nuuk gengið

Læs mere

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

START. Spil og leg. Start Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 START Spil og leg 1 Spil og leg 1 Hvem er jeg? Hvad hedder du? Læsebog side 3 Opgavebog side Tegund: Samtals- og hreyfileikur Form: Hópleikur Markmið: Að læra að kynna sig. Undirbúningur: Finna bolta eða

Læs mere

Dyrebingo. Önnur útfærsla

Dyrebingo. Önnur útfærsla Opgaveblad 2A Opgaveblad 2C Dyr i Danmarks natur Læsebog side 10 11 Opgavebog side 19 Tegund: Bingó með myndaspjöldum Form: Hópleikur Markmið: Að þjálfa orðaforða tengdan dýrum. Undirbúningur: Prenta út

Læs mere

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Kennslulei⅟beiningar. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Kennslulei⅟beiningar Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave Oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 VERKEFNI 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 VERKEFNI

Læs mere

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr.

Leiðbeiningar gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. . gr. byggingarreglugerðar, nr. 112/2012, sbr. rgl. nr. 1173/2012, 350/2013, 280/2014 og 360/2016 Lög um mannvirki, nr. 160/2010 Gangar og anddyri Í grein í byggingarreglugerð segir: Meginreglur: Eftirfarandi

Læs mere

Kökur, Flekar,Lengjur

Kökur, Flekar,Lengjur Kökur, Flekar,Lengjur Qimiq vörurnar eru unnar úr úrvals Austurísku hráefni. Q003301 Qimiq Profi Whip 1 kg (12) Q000114 Qimiq Base 1 kg (12) Q000115 Qimiq Sauce base 1 kg (12) Qimiq Whip Notið QimiQ Whip

Læs mere

Kjarasamningar í Danmörku

Kjarasamningar í Danmörku Kjarasamningar í Danmörku Allan Lyngsø Madsen Aðalhagfræðingur Yfirlit 1. Undirbúningur 2. Félagslegur og hagfræðilegur byrjunarpunktur. 3. Viðræður LO og DA 4. Ferlið á almenna markaðinum 5. Áhrif á aðra.

Læs mere

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla.

Talæfingar með. Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Tænk Talæfingar með Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Yfirlestur og ráðgjöf: Astrid Juul Poulsen

Læs mere

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt.

AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO. Kontrolafgift på 750 kr. grundet manglende zoner, da hun kørte for langt. AFGØRELSE FRA ANKENÆVNET FOR BUS, TOG OG METRO Journalnummer: 2016-0177 Klageren: XX Island Indklagede: Metroselskabet I/S v/metro Service A/S CVRnummer: 21 26 38 34 Klagen vedrører: Parternes krav: Kontrolafgift

Læs mere

esurveyspro.com - Survey Detail Report

esurveyspro.com - Survey Detail Report Page 1 of 5 Kommuner: Miljøledelse ved bygning af veje og gader i de nordiske lande Respondent Type: Customer Custom Data 1: Name: Anna Rósa Custom Data 2: Email address: anna.r.bodvarsdottir@reykjavik.is

Læs mere

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir.

Áður en farið er að vinna með kaflann er mælt með að tölurnar verði rifjaðar upp þar sem tölur koma við sögu í umfjöllun um t.d. verð og stærðir. Tøj og tilbehør Í þemanu er fjallað um: mismunandi tegundir af fötum og fylgihlutum. hvað er í snyrtitöskunni. föt og tísku frá mismunandi tímabilum. stuttar fréttir og staðreyndir sem tengjast fötum.

Læs mere

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942

SMART. Spil og leg. Smart Spil og leg Námsgagnastofnun 2011 9942 SMART Spil og leg 1 Spil og leg 1 Tallene Tæl til hundrede Læsebog side 7 Opgavebog side 11 Tegund: Hermileikur Form: Hópleikur Markmið: Hlusta og einbeita sér. Að æfa tugina. Undirbúningur: 1. Nemendur

Læs mere

- kennaraleiðbeiningar

- kennaraleiðbeiningar - kennaraleiðbeiningar María Una Óladóttir Kennsluleiðbeiningar með kennsluefninu ord til at starte med! Verkefni 1 - Að nemendur læri að kynna sig og fjölskyldumeðlimi. Nemendur teikna í rammann eða koma

Læs mere

komudagur 21-1- 2 0 f2

komudagur 21-1- 2 0 f2 7W O s s u e i k (. íé T ) Erindim Þ M /lo O S komudagur 21-1- 2 0 f2 MINNISBLAÐ TIL EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFNDAR -tilla g a að nýrri 9. mgr. 100. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, með síðari

Læs mere

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni.

Snak med din makker Nauðsynlegt er að nemendur læri litina utan að og noti síðan samtalsæfinguna til að festa þá i minni. Tøj og farver Í þemanu er fjallað um: Föt, liti og fylgihluti. Markmið er að nemendur: læri helstu liti. læri grunnorðaforða um föt. skilji þegar talað er um föt og liti á dönsku á einfaldan hátt. geti

Læs mere

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN

05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ - EINSTAKLINGSÁÆTLUN EFNISYFIRLIT 03 / INNGANGUR 04 / EFNI HANDBÓKAR 05 / MÁLTAKA ANNARS TUNGUMÁLS 08 / MATSAÐFERÐIR 10 / HVAÐ - HVERNIG 11 / MÓDEL 14 / FJÓRAR AÐFERÐIR SEM NOTA MÁ TIL AÐ SAFNA GÖGNUM 16 / LISTAR - SKRÁNINGARBLAÐ

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2009/003 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2008 Janúar 2009 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu

Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu 18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða of miklu í áburð, vélarekstur og aðkeypta þjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir

Læs mere

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt

ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt ÖLL BÖRN LÆRA en ekki jafnhratt Anna Jørgensen, Zahle Seminarium, København Anna Kristjánsdóttir þýddi í apríl 2002 fyrir vefsetrið Stærðfræðin hrífur Greinin birtist fyrst í danska tímaritinu Matematik

Læs mere

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem.

Nýtt. 11 umsóknir. Nýir stjórnendur í GSS. Kaffi, konfekt og klarinettur. Hvorfor leger lærere ikke gemmeleg? Fordi ingen ville lede efter dem. Veffang: www.snaefellingar.is Netfang: frettir snaefellingar.is SÉRRIT - 28. tbl. 23. árg. 11. ágúst 2016 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í

Læs mere

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013

Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Alþingi Erindi nr. Þ 142/171 komudagur 3.7.2013 Reykjavík, 3. júlí, 2013 Til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis v/ máls 14 um Hagstofu Íslands Þann 2. júlí var undirritaður, Helgi Tómasson, boðaður

Læs mere

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du?

Opgavebog. Jeg hedder Ida. Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Opgavebog Jeg hedder Ida Hej, jeg hedder Line, hvad hedder du? Höfundur: Katrín Hallgrímsdóttir 2 Opgave oversigt OPGAVE OVERSIGT 3 OPGAVE DEL 1 5 OPGAVE 1A AT MØDE NYE PERSONER 5 OPGAVE 1B - HVAD ER MINE

Læs mere

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr.

Samþykkt fyrir. Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Heiti og hlutverk. 1. gr. Samþykkt fyrir Vestnorrænan höfuðborgasjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar Heiti og hlutverk 1. gr. Sjóðurinn heitir Vestnorrænn höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. 2. gr. Hlutverk sjóðsins

Læs mere

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók

Leiðbeiningar ein einföld byrjun á orkuvinnunni bók Tilllaga að leiðbeiningum og verkfærum til hjálpar Hvað þarf að koma fram í leiðbeiningunum? 1. Hvað er orkustjórnun? 2. Hvernig setjum við okkur orkustefnu og markmið? 3. Hvernig á að skipuleggja orkuvinnuna?

Læs mere

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag

Íslenskir sauðfjárbændur. framleiða meira. 10. tölublað 2009 Fimmtudagur 28. maí Blað nr. 305 Upplag 7 Mun beita mér áfram gegn aðild að Evrópusambandinu 10 Íslenskir sauðfjárbændur eiga að framleiða meira 12 Menn verða að fá umbun fyrir framleiðsluna Tillaga Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra

Læs mere

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa

Umsögn um frumvarp um náttúrupassa Aagot Vigdís Óskarsdóttir lögfræðingur1 Umsögn um frumvarp um náttúrupassa sem lagt var fram á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015, 455. mál, þskj. 699. 1 Inngangur Frumvarp til laga sem kveður á um

Læs mere

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt

BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Útgáfa: 04 Dags: 03012018 Höfundur: IJ Samþykkt: Síða 1 af 4 BORGARHOLTSSKÓLI bókmennt handmennt - siðmennt Dan 2A05 Námsáætlun, vorönn 2018 Kennari: Inga Jóhannsdóttir Netfang: ij@bhsis Lýsing: Í áfanganum

Læs mere

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans? Hanna Skúladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Apríl 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Sorg barna Hvert er hlutverk skólans?

Læs mere

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur

Jeg elsker Danmark. Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Jeg elsker Danmark Í þemanu er fjallað um: Danmörku og danska menningu athyglisverða staði í Danmörku þjóðsögur og ferðalög almenningssamgöngur Markmiðið er að nemendur: fræðist um Danmörku og danska menningu.

Læs mere

Baráttan við MNDsjúkdóminn

Baráttan við MNDsjúkdóminn Helst errið sem kemur upp um okkur Christina Kjeldsen og Simon Björn eru þjónar Votta Jehóva á norðanverðum Vestfjörðum með aðsetur á Íslandi. Við fáum ekkert borgað fyrir að vera Vottar. En við vinnum

Læs mere

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir

Börn og sorg. Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Börn og sorg Fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar Ragnheiður Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

Læs mere

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold

Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Program Nordiske Politimesterskaber I håndbold Ísland 21. 24. maí 2009 1 Ágætu norrænu starfsfélagar velkomnir til Íslands. Þetta er í þriðja skipti sem norðurlandamót í handknattleik er haldið á Íslandi.

Læs mere

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands.

AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. S 5-4 1 S 5-4 Stjórnartíðindi C-deild, Nr. 19/1975 AUGLÝSING um samkomulag milli Íslands og Danmerkur um flugumferðarþjónustu í hluta af loftrými Grænlands. Með orðsendingaskiptum í Reykjavík í dag var

Læs mere

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag

Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? 12. tölublað 2009 Fimmtudagur 25. júní Blað nr. 307 Upplag 4 Alíslenskir matreiðsluþættir í sjónvarpi og á netinu 10 24 Hvernig á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda? Vaxtarsprotar útskrifaðir á Austurlandi Blaðauki um garðyrkju og gróður fylgir Bændablaðinu

Læs mere

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1

Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Listi yfir aðföng til málmsmíða Fylgiskjal 1 Efnisyfirlit Messing, nýsilfur, kopar, ál...3 Silfur...3 Blý...3 Tinklumpar...3 Tinþráður...4 Suðuteinar...4 Rör...4 Silfurslaglóð...4 Flúx...5 Teinar...5 Slípimassi,

Læs mere

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO. Samtaleøvelser NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO SAMTALSÆFINGAR Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Teikningar: Böðvar Leós Ritstjórn: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Útlit og umbrot: NÁMSGAGNASTOFNUN Námsgagnastofnun

Læs mere

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög

Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög Reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila Drög 1. gr. Gildissvið. Reglur þessar gilda um afhendingarskylda aðila sem falla undir 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Læs mere

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR

Saga ferðaþjónustu á Íslandi. Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR Saga ferðaþjónustu á Íslandi Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson ÞAÐ ER KOMINN GESTUR það er kominn gestur Sigurveig Jónsdóttir Helga Guðrún Johnson það er kominn gestur Saga ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk

Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins. Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Reykjavík 09. Febrúar 2012 Fyrirspurnir vegna hugmyndasamkeppni um umhverfi Norrænahússins Spørgsmål vedrørende idékonkurrence om Nordens Hus omgivelser oversat til Dansk Nr. 1 Alle spørgsmål er oversat

Læs mere

- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar

- Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar 10 Mjólkurvöruflutningarr meiri en þorskkvótinnn 14 Gætu endurunniðnið allt plast á Íslandi 42 Bærinn okkar Tjörn 8. tölublað 2011 Miðvikudagur 20. apríl Blað nr. 347 Upplag 22.300 Þetta eru systkinin

Læs mere

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga

Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga Hugvísindasvið Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774 Ritgerð til B.A.-prófs Björn Rúnar Guðmundsson Júní 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Tengsl kaupmanna Almenna

Læs mere

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar

Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Persónukjör við sveitarstjórnarkosningar Magnús Karel Hannesson Aðalfundur SASS 16. október 2009 Höfn í Hornafirði SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband Samband íslenskra íslenskra sveitarfélaga sveitarfélaga

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 1 2 3 Til kennara....3 Almennt

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014

SMIL KENNSLU- LEIÐBEININGAR. SMIL Kennsluleiðbeiningar B 9050 Námsgagnastofnun 2014 SMIL b KENNSLU- LEIÐBEININGAR I SMIL kennsluleiðbeiningar Smil til verden og verden smiler til dig Smil til verden og verden smiler til dig b NÁMSGAGNASTOFNUN 9050 Efnisyfirlit 5 Jagten på berømmelse...

Læs mere

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns

Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns BA ritgerð í lögfræði Inntak sameiginlegrar forsjár samkvæmt 28. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 Ákvörðunartaka um málefni barns Hulda Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Elísabet Gísladóttir Desember 2013 BA ritgerð

Læs mere

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál]

Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] Nd. 230. Frumvarp til laga [127. mál] um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi. (Lagt

Læs mere

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911

KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 KONUR SENDIÐ OSS ÚRVAL... Framlag kvenna til iðnsýninganna í Reykjavík 1883 og 1911 Áslaug Sverrisdóttir Eftirfarandi erindi má rekja til doktorsritgerðar í hugmyndasögu sem höfundur varði við Háskóla

Læs mere

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi Hugvísindasvið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Ómar Þór Óskarsson Maí 2014 1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi

Læs mere

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Spilastokkurinn - hugmyndabanki fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsdóttir og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari:

Læs mere

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku

Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga leið til virkrar samfélagsþátttöku Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir

Læs mere

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu

Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Úr sögu innrennslislyfja á Íslandi með ívafi eigin minninga og brotlegrar minjavörslu Þorkell Jóhannesson dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir, prófessor úr embætti. Stungulyf Innrennslislyf: Skilgreiningar

Læs mere

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum

Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Húsnæðissvið September 2018 Leiguverð hæst í Reykjavík en íbúðaverð lægst Samanburður milli húsnæðismarkaða á Norðurlöndunum Raunverðshækkanir íbúða meiri hér á landi Frá því að mælingar á vísitölu leiguverðs

Læs mere

E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks

Eirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl Fyrir þig Il fróðleiks E"irgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd námskeið hjá FEL 6. apríl, 2009, kl. 13-16 Fyrir þig Il fróðleiks Ásmundur G. Vilhjálmsson SkaOalögfræðingur Inngangur Við e"irgjöf kröfu þarf skuldari ekki að

Læs mere

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling

Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Forskellige oversættelser af Den grimme ælling Ritgerð til BA-prófs í dönsku Anna Margrét Wernersdóttir Kt.: 210860-5769 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir September

Læs mere

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis

3. Hjemmet. Hjemmet. Í þemanu er m.a. fjallað um. Hugmyndir að kveikju. Til minnis 3. Hjemmet Í þemanu er m.a. fjallað um Helstu tegundir húsnæðis. Húsgögn, húsbúnað og annað sem tilheyrir heimili. Framtíðarheimilið. Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Ræða

Læs mere

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver

Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska. Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Háskóli Íslands Hugvísindasvið Danska Oversættelse af Naja Marie Aidts Som englene flyver Ritgerð til BA-prófs í dönsku Hafrún Elma Símonardóttir Kt.: 260779-3709 Leiðbeinandi: Þórhildur Oddsdóttir Maí

Læs mere

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 31. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 31. árgangur 2008 Málgagn móðurmálskennara Blóm gleðja Mikið úrval af fallegri gjafavöru, listmunum og blómum Góð og persónuleg þjónusta Opið til kl. 21 mynd: auja.net Skíma Ritstjóri og

Læs mere

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni.

Commissions Papiirer til Jnstr. 7 de Post. Jndkom d. 20 de Martii 1771. 1 Þorgrímur Þorláksson, múrarameistari Elliðavatni. Bréf Bjarna Pálssonar landlæknis til Landsnefnarinnar fyrri um meðöl gegn fjárpestinni, 14.03.1771. Lit. GG. ÞÍ. Skjalasafn rentukammers. B4/1, örk 22. (Ind. Ref. 2. Nor. B. nr. 391) Commissions Papiirer

Læs mere

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur III. Sjávarhiti Greinargerð 1 Trausti Jónsson Langtímasveiflur III Sjávarhiti VÍ-ÚR1 Reykjavík Mars Sjávarhitamælingar í gögnum Veðurstofunnar Inngangur Í gagnasafni Veðurstofunnar er talsvert til af sjávarhitamælingum.

Læs mere

2. Dig, mig og vi to

2. Dig, mig og vi to 2. Dig, mig og vi to Í þemanu er fjallað um fjölskylduna vini samskipti Hugmyndir að kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. 1. Umræður um teiknimyndina á fremstu blaðsíðu í þemanu. 2. Orðablóm

Læs mere

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir

Steinunn Camilla. Við erum allar flottar í réttu sniði! ÚTIVIST. á sér ótal áhugamál. Útilega með stæl! Hrönn Friðriksdóttir. Gróa Ásgeirsdóttir Útilega með stæl! FRÍTT EINTAK / JÚNÍ 2008 Við erum allar flottar í réttu sniði! Hrönn Friðriksdóttir spámiðill leiðir og kennir andlega þenkjandi fólki Gróa Ásgeirsdóttir nýtti erfiða reynslu á jákvæðan

Læs mere

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám.

Námsstíll. Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Námsstíll Læra að læra Læra með stíl Kynning á námsstílslíkani Dunn og Dunn fyrir nemendur, foreldra, kennara og alla þá sem aðstoða börn við nám. Öll getum við lært séu okkur búin skilyrði til þess en

Læs mere

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g

Fylgiseðill. Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Fylgiseðill Upplýsingar um Ultracortenol augnsmyrsli 5 mg/g Lesið fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til

Læs mere

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi Endurbætt útgáfa af skýrslu nr. LV-2015-089 Skýrsla nr. LV-2016-044 Sjónræn áhrif. Búrfellslundur.

Læs mere

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører

Min krop. Se mit ansigt / Jeg hører med mine ører Min krop Í þemanu er fjallað um: Andlitið og skynfærin Líkamann Ýmsar daglegar athafnir tengdar líkamanum og skynfærunum. Ýmsa algenga kvilla eins og kvef og hálsbólgu. Markmið er að nemendur: Læri helstu

Læs mere

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja

Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja 1 Kostnaður TR 2007 vegna þunglyndislyfja Samantekt Kostnaður TR vegna þunglyndislyfja nam 691 millj.kr. árið 2007. Kostnaður lækkaði um 70 millj. kr. frá fyrra

Læs mere

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur

SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur SKATTUR Á FYRIRTÆKI fyrirtækjaskattaréttur Eftirgjöf skulda og ýmis álitamál því tengd (Forgiven debts) Ásmundur G. Vilhjálmsson Glærupakki 5 Lausleg yfirferð - fræðsluefni Endurmenntunarstofnun Hí Skattlagning

Læs mere

og þó tekinn sjötti hvör fiskur

og þó tekinn sjötti hvör fiskur Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði og þó tekinn sjötti hvör fiskur Kvartað undan kvöðum á jörðum í Árnessýslu á 18. öld Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Arnfríður Inga Arnmundsdóttir Kt.: 210476-4669

Læs mere

Fyrsta heimilið. Kynningarblað. Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko. MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018

Fyrsta heimilið. Kynningarblað. Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko. MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018 Kynningarblað Fyrsta heimilið MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 2018 Kynningar: IKEA Bauhaus Birgisson Vodafone Elko nordicphotos/getty 2 KYNNINGARBLAÐ Húsnæðiskostir 28. febrúar 2018 MIÐVIKUDAGUR Það er leikur

Læs mere

Informationsteknologien og små sprogsamfund

Informationsteknologien og små sprogsamfund Eiríkur Rögnvaldsson Háskóla Íslands Informationsteknologien og små sprogsamfund 1. Indledning I denne artikel vil jeg fokusere på relativt nye medier som CD-ROM og Internettet. Jeg vil hævde at den hurtige

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar A B

Kennsluleiðbeiningar A B Kennsluleiðbeiningar A B TAK KENNSLULEIÐBEININGAR A B 4 Efnisyfirlit Til kennara Almennt um námsefnið... 5 Nemendabók... 5 Verkefnabækur... 6 OPGAVEBOG A 1 Hjemmet Tak tak tak... 8 Boligen... 9 Hvordan

Læs mere

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.)

Fimmtudaginn 14. apríl (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Nr. 273/2010. Fimmtudaginn 14. apríl 2011. Sverrir Þór Kristjánsson (Halldór H. Backman hrl.) gegn Ístaki hf. (Ólafur Eiríksson hrl.) Ráðningarsamningur. Laun. Tómlæti. S höfðaði mál gegn Í hf. og krafðist

Læs mere

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti

Dómaraheimild. Rök með og á móti. Heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Dómaraheimild Heimild til að dæma sameiginlega forsjá Rök með og á móti Lúðvík Börkur Jónsson Formaður Félags um foreldrajafnrétti Maí 2008 Efnisatriði 1. Inngangur... 2 2. Nefndarálit allsherjarnefndar

Læs mere

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir

Hugvísindasvið. Lykkjur. Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu. Ritgerð til M.A.-prófs. Ilmur Dögg Gísladóttir Hugvísindasvið Lykkjur Greinagerð um menningarviðburðinn Lykkjur: norræn prjónalist í Norræna húsinu Ritgerð til M.A.-prófs Ilmur Dögg Gísladóttir September 2010 Háskóli Íslands Sagnfræði-og heimspekideild

Læs mere

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál.

Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur), 677. mál. Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd 150 Reykjavík Reykjavík, 6.7.2016 Tilvísun: 0.5.1.2 / Málsnúmer: 2016050258 Efni: Umsögn Lyfjastofnunar um frumvarp frumvarp til laga um lyfjalög (heildarlög, EES-reglur),

Læs mere

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850

EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 EKKO AUKAÆFINGAR NÁMSGAGNASTOFNUN 09850 Efnisyfirlit SKOLELIV Læsebogen side 13: Tænk bare Elefantisk.. 3 Læsebogen side15: Motion er mange ting... 4 Læsebogen side 17: Tænk bare... 5 Læsebogen side 24

Læs mere

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir

Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Miðvikudagur 23. desember 2009 Álit nr. 4/2009 Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir Gátlisti til að forðast ólögmætar samkeppnishindranir I. Málsmeðferð Samkeppniseftirlitið hefur látið sig

Læs mere

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF

GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF GREINING NR. 3/2017 DÝRMÆTT SAMSTARF Er norrænt samstarf mikilvægt í augum almennings á Norðurlöndum? Vill fólk almennt að samstarfið sé meira eða minna en það er? Hver er grundvöllur þess að Norðurlöndin

Læs mere

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis

4. Konfirmation. Konfirmation. Í þemanu er fjallað um. Hugmyndir að Kveikju. Til minnis 4. Konfirmation Í þemanu er fjallað um Hefðir tengdar fermingum í Danmörku Fermingarveislur Blå mandag Hugmyndir að Kveikju Æskilegt er að umræður fari fram á dönsku. Kennari spyr nemendur: Hvorfor bliver

Læs mere

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018

A FYR LØS TAK Skapandi verkefni A 8529 Menntamálastofnun 2018 A FYR LØS TAK FYR LØS A Efnisyfirlit 1 Hjemmet Fyr løs 1 Bingo... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Nævn to ting i hjemmet.. 6 Opgaveblad 2 Fyr løs 3 Se mit værelse... 7 Opgaveblad 3 2 Familien Fyr løs 4 Monas

Læs mere

föstudagur FERMINGAPAKKI Keypti sér hús við sjóinn KÆRULEYSIS- LEGT ÚTLIT Í SUMAR Herdís Sigurðardóttir segir frá vor- og sumar-hártískunni.

föstudagur FERMINGAPAKKI Keypti sér hús við sjóinn KÆRULEYSIS- LEGT ÚTLIT Í SUMAR Herdís Sigurðardóttir segir frá vor- og sumar-hártískunni. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 17. apríl 2009 Keypti sér hús við sjóinn Eivöru Pálsdóttur finnst notalegt að búa ein og hafa gott rými til að semja tónlist og mála. ÍSLENSK HÖNNUN ERLENDIS Öflugur

Læs mere

Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar Tænk Kennsluleiðbeiningar Námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Höfundar: Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen Ritstjóri: Ellen Klara Eyjólfsdóttir Yfirlestur: Astrid Juul Poulsen NÁMSGAGNASTOFNUN

Læs mere

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál]

sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] sþ. 52. Tillaga til þingsályktunar [52. mál] um mótmæli gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay. Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson,

Læs mere

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018

FYR LØS. TAK Skapandi verkefni B 8570 Menntamálastofnun 2018 B FYR LØS TAK FYR LØS B Efnisyfirlit 5 Fra barn til voksen Fyr løs 1 Mobilløb... 5 Opgaveblad 1 Fyr løs 2 Den øde ø... 6 Opgaveblad 2 6 Vi er alle forskellige Fyr løs 3 Hvilken person mangler der på billedet?...

Læs mere

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun. Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið Unnið fyrir Landsvirkjun. Gerður Guðmundsdóttir LV-2008/059 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði sumarið 2007 Maí 2008 Kárahnjúkavirkjun Fallryksmælingar á Brúaröræfum, við Hálslón og á Fljótsdalshéraði

Læs mere

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga

Lögfræðisvið. Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Lögfræðisvið Réttarstaða starfsmanna sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga Ritgerð til ML gráðu Nafn nemanda: Hrefna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Ástráður Haraldsson Haustönn 2014 Staðfesting lokaverkefnis

Læs mere

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti Gísli Davíð Karlsson Umsjónarkennari: Kristín Benediktsdóttir lektor Júní 2014 Meistararitgerð í lögfræði Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti

Læs mere

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar

Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Stefnan sett! Um náms- og starfsval Kennsluleiðbeiningar Efnisyfirlit Til kennara................................. 3 Uppbygging efnisins............................ 3 Markmið..................................

Læs mere

Jöfn umgengni í framkvæmd

Jöfn umgengni í framkvæmd Jöfn umgengni í framkvæmd Helga Sigmundsdóttir Hrefna Friðriksdóttir Lagadeild Ritstjóri: Kristín Benediktsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013 Reykjavík: Félagsvísindastofnun

Læs mere

Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja

Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja Hver borgar? Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja Greining efnahagssviðs SA Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður SFF dagurinn, 27 nóvember 2014 Hver borgar? 1. Íslenski fjármálamarkaðurinn 2. Hvað skýrir

Læs mere

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið

Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. 1. Viðfangsefnið . Um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra 1. Viðfangsefnið Með munnlegri beiðni í október 1998 fór auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi 5. júní 1998 í framhaldi af þingsályktun frá

Læs mere

SKÁTABLAÐIÐ HVER ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI Í SKÁTASTARFI? FORINGI, FARÐU MEÐ ÞAU ÚT! ROVERWAY - FRÁSAGNIR FERÐALANGA

SKÁTABLAÐIÐ HVER ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI Í SKÁTASTARFI? FORINGI, FARÐU MEÐ ÞAU ÚT! ROVERWAY - FRÁSAGNIR FERÐALANGA SKÁTABLAÐIÐ 2 2016 FORINGI, FARÐU MEÐ ÞAU ÚT! 8 22 24 HVER ER LYKILLINN AÐ VELGENGNI Í SKÁTASTARFI? ROVERWAY - FRÁSAGNIR FERÐALANGA QR-merkið hér til hliðar færir þér Skátablaðið á rafrænu formi. skatamal.is/skatabladid

Læs mere